Finax uppskriftir

Page 1

Amerískar pönnukökur með bláberjum 5 dl Finax fínt mjöl 2 tsk. Lyftiduft Salt á hnífsoddi 2 tsk. Góð vanilla (vanilla extract eða vanillusykur) 2 dl mjólk 1 ½ dl AB mjólk (eða önnur hrein súrmjólk) 1 – 2 msk sykur 2 – 3 dl bláber (fersk eða frosin)

Aðferð 1. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt. 2. Bræðið smjör, leggið til hliðar og kælið. 3. Pískið eitt egg og mjólk saman. 4. Næsta skref er að blanda öllum hráefnum vel saman í skál með sleif. Bætið bláberjum saman við deigið í lokin með sleif. 5. Leyfið deiginu að standa í 30 - 60 mínútur áður en þið steikið pönnukökurnar. 6. Hitið smjör á pönnukökupönnu og steikið pönnukökurnar í ca. mínútu eða tvær á hvorri hlið. Þær eru tilbúnar þegar þær eru gullinbrúnar.


Glútenlausar vöfflur 4 egg ca. 5 dl mjólk 100 g smjör, brætt 5 dl fínt glútenfrítt mjöl frá Finax 2 tsk lyftiduft 1 tsk salt 2 tsk vanillusykur (eða 1 tsk vanilludropar)

Aðferð Mjölinu er blandað við lyftiduftið, vanillusykurinn og saltið. Eggin eru aðskilin og eggjarauðunum er hrært út í þurrefnin ásamt helmingnum af mjólkinni. Þá er restinni af mjólkinni bætt út í smátt og smátt. Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og því næst blandað varlega út í deigið.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.