Þjóðleikhúsblaðið 2023 - 2024

Page 1

2023-2024



Sviðið er þitt! Kæru leikhúsgestir, Við hefjum nú nýtt leikár í Þjóðleikhúsinu full tilhlökkunar og gleði og þökkum stórkostlegar viðtökur á síðasta ári. Þær hvetja okkur til dáða og brýna okkur til að gera enn betur. Þjóðleikhúsið er okkar allra! Við bjóðum í ár upp á magnaðar sögur í meðförum okkar frábæru leikhúslistamanna, með áherslu á konur og margbreytileika okkar litríka samfélags, auk spennandi barnaefnis. Við fjöllum um brennandi samtímamál og málefni sem snerta okkur öll, loftslagsmál og stríðsrekstur, heitar ástríður og mennskuna í sínum ólíku myndum. Leikhúsið hefur sjaldan verið mikilvægara en nú á tímum stafræns veruleika. Það er mikilvægt að geta slökkt á símanum, tyllt sér í dimman sal leikhússins og sameinast í upplifun á list sviðsins. Fullorðnir og börn. Horfið inn í annan heim. Látið berast með list augnabliksins. Sögurnar í ár eru ólíkar en hver um sig valin af kostgæfni; við fylgjum eftir móður sem hrekst um stríðshrjáða veröld með vagn sinn, hverfum með ungri stúlku sem þarf að fela ofurkrafta sína inn í frosna höll og norrænu guðirnir munu birtast okkur á splunkunýjan hátt, svo eitthvað sé nefnt. Ungir, spennandi leikstjórar setja mark sitt á ný og klassísk verk og nokkrir af okkar reyndustu leikstjórum takast á við þekktar leikhúsperlur. Þá mun hinn þekkti þýski leikritahöfundur og leikstjóri Marius von Mayenburg leikstýra heimsfrumsýningu á eigin verki, þriðja hluta Mayenburg-þríleiksins. Við bjóðum ykkur, kæru áhorfendur, með okkur í tilfinningalegt og vitsmunalegt ferðalag; það verður ófyrirsjáanlegt og spennandi, litríkt, margbreytilegt, fjörugt, skemmtilegt og mannbætandi. Komdu með okkur í ferðalagið í vetur. Sviðið er þitt!

Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri


EDDA

EX

DRAG PLÓG ÞINN YFIR BEIN HINNA DAUÐU*

ÁST FEDRU

LÁRA OG LJÓNSI – JÓLASAGA

Á EIGIN FÓTUM

TIL HAMINGJU MEÐ AÐ VERA MANNLEG

ÓPERAN HUNDRAÐ ÞÚSUND

Leikhúskortið veitir frábæran afslátt

Veldu þínar sýningar!

GAMANÓPERUR ÓÐS

MADAME TOURETTE

Veldu þína tilfinningaveislu á leikhusid.is

HÁDEGISLEIKHÚSIÐ

*Kortagestir geta fengið miða á Drag plóg þinn í forsölu með áskriftarafslætti, 30%.


DRAUMAÞJÓFURINN

SAKNAÐARILMUR

EKKI MÁLIÐ

FROST

ELLEN B.

ORÐ GEGN ORÐI

MÚTTA COURAGE OG BÖRNIN

ELTUM VEÐRIÐ

30% afsláttur

af þremur eða fleiri sýningum Ýmis fríðindi fylgja leikhúskortinu, sjá leikhusid.is. Áminning með SMS berst þér nokkrum dögum fyrir sýningarnar þínar. Ekkert mál að breyta á vefnum með 24 klst. fyrirvara með því að opna staðfestingarpóst sem sendur er í kjölfar miðakaupa. Verð kortsins fer eftir miðaverði þeirra sýninga sem þú velur.

Sjá nánar á bls. 30-31

KAUPTU HÉR

NÝTT byltingarkennt áskriftarkort fyrir 15-25 ára á fáránlega góðu verði!

LEIKHÚSKORT


SJÁÐU MEIRA

KASSINN / Frumsýning í september 2023 ��������������������������������������������� 6

UM SÝNINGUNA

“Þú ert erfiður. Skapstyggur, kaldhæðinn, beiskur, úrkynjaður, spilltur. Þú liggur í rúminu allan daginn og horfir á sjónvarpið á nóttunni. Þú þjáist svo mikið. Ég dái þig.”

Ást Fedru eftir Söruh Kane

Leikstjórn Kolfinna Nikulásdóttir Þýðing: Kristín Eiríksdóttir Leikmynd og búningar: Filippía I. Elísdóttir Tónlist: Tumi Árnason Lýsing og myndband: Ásta Jónína Arnardóttir Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson Sviðshreyfingar: Seiðr / Ernesto Camilo Aldazábal Valdés

Áleitið verk sem er óþægilega nálægt okkur Sarah Kane (1971-1999) er eitt áhugaverðasta breska leikskáld síðari tíma og verk hennar eru orðin sígild. Þau hafa í senn heillað fólk og gengið fram af því, eru hrá, hugvitsamleg, fyndin og full af sprengikrafti. Leikritið Ást Fedru er nú frumflutt á íslensku leiksviði. Ást Fedru er byggt á goðsögninni um drottninguna Fedru sem verður ástfangin af stjúpsyni sínum Hippolítosi, með skelfilegum afleiðingum.

Verkið talar beint inn í samtímann og veltir upp ágengum spurningum um ofbeldi, mörk, sannleika, þrá, fyrirlitningu og aðdráttarafl myrkursins. Leikstjórinn ungi Kolfinna Nikulásdóttir nálgast gróteskan efniviðinn á ferskan hátt og varpar óvæntu ljósi á fegurð mannskepnunnar í fjörugri og kraftmikilli uppfærslu. Kolfinna leikstýrði meðal annars óperunni KOK og er höfundur leikritsins The Last Kvöldmáltíð.

Frumflutningur á Íslandi á kraftmiklu tímamótaverki Söruh Kane.

Leikarar: Hallgrímur Ólafsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Þröstur Leó Gunnarsson, Þuríður Blær Jóhannsdóttir.



SJÁÐU MEIRA

STÓRA SVIÐIÐ / Sýningar hefjast í ágúst 2023 ��������������������������������������� 8

“Veistu. Þú ert fyrsti alvöru vinurinn sem ég hef eignast.”

Draumaþjófurinn Söngleikur eftir Björk Jakobsdóttur (handrit) og Þorvald Bjarna Þorvaldsson (tónlist) byggður á bók eftir Gunnar Helgason

UM SÝNINGUNA

Leikstjórn Stefán Jónsson Söngtextar: Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason, Hallgrímur Helgason Tónlist og tónlistarstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Dansar og sviðshreyfingar: Lee Proud Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing og myndbandshönnun: Björn Bergsteinn Guðmundsson, Petr Hloušek Brúður, hugmynd og útlit: Charlie Tymms, Ilmur Stefánsdóttir Brúðuhönnun: Charlie Tymms Hljóðmynd: Kristján Sigmundur Einarsson, Þóroddur Ingvarsson

Verðlaunasýningin heldur áfram að gleðja Þessi glænýi íslenski söngleikur hefur hrifið áhorfendur á öllum aldri með æsispennandi sögu, grípandi lögum, miklu sjónarspili og óviðjafnanlegum dansatriðum! Draumaþjófurinn hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins og fékk auk þess fimm tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Sýningin var valin leiksýning ársins á Sögum-verðlaunahátíð barnanna.

Í Draumaþjófnum hverfum við inn í óvenjulegan, spennandi og stórhættulegan söguheim! Söguhetjan okkar hún Eyrnastór Aðalbarn Gullfalleg Rottudís, dóttir Skögultannar rottuforingja í Hafnarlandi, þarf að taka á öllu sínu og uppgötva hugrekkið innra með sér þegar líf hennar umbreytist á svipstundu og hún neyðist til að flýja inn í Borgina þar sem hættur eru á hverju strái. Æsispennandi þroskasaga með litríkum og skemmtilegum persónum þar sem tekist er á við margt sem skiptir okkur svo miklu máli í dag.

Barnasýning ársins! Grímuverðlaunin

Ævintýraleg stórsýning byggð á einni vinsælustu barnabók síðustu ára!

Leiksýning ársins! Sögur - verðlaunahátíð barnanna Leikarar: Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Örn Árnason, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Almar Blær Sigurjónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Hákon Jóhannesson, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Saadia Auður Dhour, Viktoría Sigurðardóttir, Þórey Birgisdóttir og stór hópur barna. Hljóðfæraleikarar: Kjartan Valdemarsson, Haukur Gröndal, Einar Scheving.

Leikhúsnámskeið fyrir börn og fullorðna í samstarfi við Endurmenntun HÍ. Tónlistin er á Spotify!



Ekki málið Höfundur og leikstjóri Marius von Mayenburg Þýðing: Bjarni Jónsson Leikmynd og búningar: Nina Wetzel Tónlist: David Molina Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson, Ýmir Ólafsson Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson

Heimsfrumsýning á þriðja verkinu í Mayenburg-þríleiknum Eitursnjallt og einstaklega áhrifaríkt verk sem kemur sífellt á óvart Simone er rafeindavélfræðingur, nýkomin heim úr viðskiptaferð til Ítalíu með yfirmanni sínum. Hún er með gjöf handa eiginmanni sínum, Erik, sem hefur að vanda sinnt búi og börnum á meðan hún hefur verið í burtu og reynt þess á milli að einbeita sér að þýðingum sínum fyrir bókaforlagið sem hann vinnur hjá. Erik hikar við að opna pakkann. Er kannski eitthvað annað sem fylgir þessari gjöf? En hvað ef það væri Erik sem væri að koma heim úr viðskiptaferð og Simone hefði verið heima að sinna fjölskyldulífinu? Væri þá eitthvað á annan veg?

Ekki málið er einstaklega vel skrifað og eldfimt verk þar sem er fjallað af einstöku næmi og húmor um samskipti kynjanna, hina hálu framabraut, barnauppeldi og tærandi afbrýðisemi.

Textun á ensku og íslensku á 7. sýningu.

Leikritið er heimsfrumsýnt á Íslandi og nú er það hið virta leikskáld sjálft, Marius von Mayenburg, sem leikstýrir.

Leikarar: Björn Thors og Ilmur Kristjánsdóttir.

Öll verkin

SJÁÐU MEIRA

STÓRA SVIÐIÐ / Frumsýning í september 2023 �������������������������������������� 10

„Núna erum við á toppnum, við verðum ekki lengur þar eftir nokkur ár, þá verðum við gagnslaus og næsta kynslóð tekur við.“

– aukasýningar í haust! UM SÝNINGUNA

Fyrri tvö verkin, Ellen B. og Ex í leikstjórn Benedicts Andrews, hlutu framúrskarandi viðtökur og voru sigurvegarar Grímuhátíðarinnar í ár. Í október og nóvember verða öll verkin þrjú á sviði samtímis og þá gefst tækifæri til að sjá þennan heimsviðburð í Þjóðleikhúsinu. Verkin þrjú eru sjálfstæð en ákveðin þemu tengja þau. Sannkölluð leikhúsveisla.



STÓRA SVIÐIÐ / Sýningar í október og nóvember 2023 ���������������������������� 12

Verðlaunasýningarnar snúa aftur

Leikstjórn Benedict Andrews

Leikarar

Þýðing: Bjarni Jónsson Leikmynd og búningar: Nina Wetzel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðhönnun: Gísli Galdur Þorgeirsson, Aron Þór Arnarsson

Benedikt Erlingsson Ebba Katrín Finnsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir

Sýning ársins Leikstjórn ársins Leikari ársins í aukahlutverki Fimm tilnefningar

Ellen B. eftir Marius von Mayenburg

„…kraftmikil, spennandi sýning. Verk skrifað af kunnáttu og öryggi, túlkað af sannfæringu um erindi þess, flutt af fimi og innlifun.“ ÞT, Mbl.


Ex

Örfáar aukasýningar á fyrri verkunum

eftir Marius von Mayenburg

Leikstjórn Benedict Andrews

Leikarar Gísli Örn Garðarsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir

„…heldur áhorfanda föngnum frá upphafi til enda... framúrskarandi stund sem sýnir hvers leiklistin er megnug.“

Leikkona ársins í aðalhlutverki

JSJ, Heimildin Fimm tilnefningar


SJÁÐU MEIRA

STÓRA SVIÐIÐ / Frumsýning í október 2023 ���������������������������������������� 14

UM SÝNINGUNA

„Ég er fyrst og fremst að reyna að framfleyta mér og börnunum mínum með þessum vagni hérna. Þetta er rekstur, ekki fasteign. Og ég hef engan tíma fyrir einhvern prívat bisness.“

Mútta Courage og börnin eftir Bertolt Brecht

Leikstjórn Una Þorleifsdóttir Þýðing: Bjarni Jónsson Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Tónlist: Valgeir Sigurðsson og Helgi Hrafn Jónsson Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Myndband: Ásta Jónína Arnardóttir Hljóðhönnun: Þóroddur Ingvarsson

Eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar í krassandi og fjörugri uppsetningu Mútta Courage og börnin er í senn sótsvartur gamanleikur og vægðarlaust ádeiluverk, og þetta magnþrungna leikrit Bertolts Brechts um eyðingarmátt stríðsins, kapítalismann og sjálfsbjargarviðleitni einstaklinganna talar nú til okkar af endurnýjuðum krafti. Una Þorleifsdóttir nálgast efniviðinn á nútímalegan, litríkan og húmorískan hátt og í sýningunni mun hljóma ný tónlist eftir Valgeir Sigurðsson og Helga Hrafn Jónsson. Leikritið fjallar um ólíkindatólið Múttu Courage sem ferðast um í stríðshrjáðri Evrópu með söluvagn

sinn. Hún hefur lifibrauð sitt af því að selja Textun á ensku hernum varning og einsetur sér að komast af og íslensku ásamt stálpuðum börnum sínum þremur. á 7. sýningu. Mútta Courage er hörkutól, kjaftfor og fyndin, sölumaður af guðs náð, en sú spurning verður sífellt ágengari hver sé í rauninni að græða. Allt frá því að verkið var frumflutt hafa áhorfendur víðs vegar um heim hlegið og grátið með Múttu Courage, sem hlýtur að teljast ein magnaðasta kvenpersóna leikbókmenntanna. Verkið birtist okkur nú í glænýrri gerð sem kemur skemmtilega á óvart.

Ný tónlist eftir Valgeir Sigurðsson og Helga Hrafn Jónsson

Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Guðrún S. Gísladóttir, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Guðjónsson, Oddur Júlíusson, Sigurður Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir.


Poster frá Kontor

Mútta Courage og börnin hennar


SJÁÐU MEIRA

STÓRA SVIÐIÐ / Frumsýning í mars 2024 �������������������������������������������� 16

„Viltu koma að gera snjókarl?“

Disneysöngleikurinn Frost Tónlist og söngtextar: Kristen Anderson-Lopez og Robert Lopez Handrit: Jennifer Lee

UM SÝNINGUNA

Leikstjórn

Söngleikur byggður á Disneykvikmyndinni Frozen eftir Jennifer Lee í leikstjórn Chris Buck og Jennifer Lee. Frumuppfærslan á Broadway, í leikstjórn Michael Grandage, var framleidd af Disney Theatrical Productions.

Gísli Örn Garðarsson Þýðing: Bragi Valdimar Skúlason Leikmynd: Börkur Jónsson Búningar: Christina Lovery Lýsing: Torkel Skjærven Dans og sviðshreyfingar: Belinda Braza Hljóðhönnun: Þóroddur Ingvarsson og Brett Smith

Heillandi leikhústöfrar í stórsýningu fyrir áhorfendur á öllum aldri! Söngleikurinn Frost er byggður á hinni ástsælu Disneyteiknimynd Frozen og hefur notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar. Þetta hrífandi ævintýri birtist okkur nú í nýrri uppfærslu Gísla Arnar, þar sem einstakt vald hans á töfrum leikhússins nýtur sín til fulls, líkt og í geysivinsælum sýningum hans á borð við Í hjarta Hróa hattar og Rómeó og Júlíu. Sagan er innblásin af Snædrottningunni eftir sagnameistarann H.C.

Andersen, og á þannig uppruna sinn á Norðurlöndum, en Gísli Örn mun setja sýninguna upp víða um Norðurlönd.

Textun á ensku og íslensku á 7. sýningu.

Stórbrotin tónlistaratriði og bráðskemmtilegar persónur í nýjum söngleik þar sem þekkt og vinsæl lög hljóma í bland við fjölmörg ný lög sem eru samin sérstaklega fyrir söngleikinn.

Spennandi, fyndin og falleg saga um sterkar, ungar konur sem þurfa að takast á við ill örlög.

Sala í gegnum áskriftarkort hefst 22. ágúst – almenn forsala hefst 27. september. Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Bjarni Snæbjörnsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Edda Arnljótsdóttir, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Guðjón Davíð Karlsson, Hildur Vala Baldursdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Vala Kristín Eiríksdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Örn Árnason og fleiri. Í samstarfi við Vesturport, Det Norske Teatret í Osló, Borgarleikhúsið í Stokkhólmi, Borgarleikhúsið í Helsinki og fleiri leikhús á Norðurlöndum. Sýnt með leyfi Disney Theatrical Productions.


Poster frá Kontor

©Disney

Frost


KASSINN / Frumsýning í nóvember 2023 ����������������������������������������������

SJÁÐU MEIRA

„Eitthvað verður að breytast!“

18

Leikari: Ebba Katrín Finnsdóttir.

Orð gegn orði eftir Suzie Miller

Leikstjórn Þóra Karítas Árnadóttir

UM SÝNINGUNA

Þýðing: Ragnar Jónasson Leikmynd og búningar: Finnur Arnar Arnarson Tónlist: Gugusar Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson

Splunkunýtt verðlaunaverk sem heldur þér í heljargreipum Telma er ungur og metnaðarfullur lögmaður, hámenntuð og eitursnjöll, sem hefur tekist að klífa hratt upp metorðastigann. Hún vinnur hvert málið á fætur öðru með framúrskarandi þekkingu sinni á lagabókstafnum, ver sakborninga af fimi og prófar vitni með úthugsuðum spurningum. Skyndilega verður ófyrirsjáanlegur atburður í einkalífi hennar til þess að allt sem virtist svo borðleggjandi sýnist ekki eins einfalt og skýrt og áður og hún neyðist til að taka hugmyndir sínar og viðhorf til gagngerrar endurskoðunar. Í verkinu er tekist á við ágengar spurningar um feðraveldið, réttarkerfið, siðgæði, sekt og sönnunarbyrði. Hvaða vægi hafa tilfinningar og réttlætiskennd í flóknum málum, hvenær er sekt nægilega sönnuð?

Suzie Miller hlaut Olivier-verðlaunin fyrir leikritið árið 2023.

Orð gegn orði (Prima Facie) er margverðlaunað, nýtt verk sem sló í gegn á West End og Broadway, eftir að hafa unnið til leikritunarverðlauna ástralska rithöfundasambandsins. Leikritið hlaut Olivierverðlaunin árið 2023, auk þess sem sýningin hlaut fjölda tilnefninga til Olivier-verðlaunanna og Tony-verðlaunanna. Sýningar á verkinu eru væntanlegar í mörgum virtustu leikhúsum heims á næsta leikári.



VIÐTAL / Kolfinna Nikulásdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir ��������������������������� 20

Að sprengja kerfið Kolfinna Nikulásdóttir og Þóra Karítas Árnadóttir í viðtali við Hrafnhildi Hagalín

Þær vilja breyta hlutum - sem höfundar og leikstjórar. Hafa báðar komið víða við á listasviðinu: leikið, leikstýrt, rappað, skrifað. Nú leikstýra þær í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu og takast á við mögnuð verk eftir konur. Kolfinna leikstýrir frumuppfærslu hér á landi á tímamótaverkinu Ást Fedru eftir goðsögnina Söruh Kane, Þóra Karítas splunkunýju verki Orð gegn orði eftir bresk/ástralska leikskáldið Suzie Miller. Hvað var það í þessum tilteknu verkum sem kveikti áhuga þeirra á því að setja þau upp? Kolfinna: Sko, ég las Ást Fedru í Listaháskólanum í póstmódernískum leikritaáfanga og verkið hefur lifað með mér síðan. Það kom til mín aftur fyrir svona tveimur árum og þá sá ég miklar hliðstæður við það í samtímanum. Fyrir utan að það er náttúrulega ótrúlega djúpt og vel skrifað verk um hluti sem ég tengi mjög mikið við. Þóra: Ég sá umfjöllun um Orð gegn orði (Prima Facie) og ákvað að lesa verkið og það heillaði mig svo mikið, bæði skrifin og erindið, þetta er skrifað eins og í bunu, hratt tempó, og mér fannst þetta svo sterk og skemmtileg persóna, hröð í hugsun og mikill nagli, það var einhver styrkur og kraftur sem ég heillaðist af. Svo er málefnið mikilvægt og verkið hvetur til samtals um mál sem skiptir okkur öll máli. Ást Fedru var frumflutt 1997 og byggist á grísku goðsögunni um drottninguna Fedru, sem verður ástfangin af Hippólítusi stjúpsyni sínum. Hvernig talar þetta verk til þín og okkar í dag?

Kolfinna: Þetta er verk um fíknir; ástarfíkn, kynlífsfíkn og skort - sem fíknir eru - og frumbernskutengslarof, ef maður talar út frá sálfræðinni. Og þetta er nokkuð sem ég hef áhuga á og hef stúderað. Kona, út frá femínískum pælingum, kona sem illmenni. Allt menningarefni þar sem kvenpersónur eru ekki bara viðfang, ég er til í það. Þetta verk er alveg pínu hættulegt. Fedra er stjórnsöm og hún er rándýr og hún er kynferðisafbrotamaður, eins og reyndar Hippólítus líka, og það sem er gott í þessu verki er að það er enginn einn sekur. Það er svo þreytandi í samfélagsumræðunni hvað allt er svarthvítt. Og að það sé alltaf einhver einn vondi karlinn. Í Ást Fedru er enginn einn sannleikur og margt er satt í einu. Verkið kannski opnar einhverjar dyr inn í það sem mér finnst við sem samfélag þurfa að fara að stíga inn í. Sarah Kane fer beint í rótina á þessu með þessu verki. Hippólítus

er kynferðislegt hamfarasvæði og hann er í senn gerandi og þolandi; hann er kynlífsfíkill og tölvuleikjafíkill, horfir á sjónvarpsefni sem er ofbeldisfullt - allt spurning um tengslarof. Og staðreyndin er sú að einhverra hluta vegna framleiðum við markalausa menn. Af hverju skoðum við það ekki saman? Sarah Kane snertir á þessu öllu.

Leikritið Orð gegn orði sem er einleikur - og persónan er ungur lögmaður - talar líka beint inn í samtímann? Þóra: Já, og ég vona að það sé gott innlegg inn í umræðuna akkúrat núna. Kannski erum við komin á þann stað að geta sest niður og fundið skynsamlegar lausnir eða hugsað hlutina upp á nýtt. Slaufunarmenning er á einhvern hátt ákall um að eitthvað breytist í kerfinu því kerfið er ekki að virka fyrir þolendur. Áfallasérfræðingar ráða þolendum oft frá því að kæra ofbeldisbrot þar sem réttlætið er ólíklegt til að sigra sökum skorts á sönnunargögnum og ferlið er oft mjög niðurlægjandi og áfall í sjálfu sér. Þegar kerfið virkar ekki er hætt við að dómstóll götunnar taki málin í eigin hendur – sem er ekki eins og það á að vera. Svo finnst mér heillandi að persónan gefur okkur innsýn í starf sitt og leikhúsið í réttarsalnum. Í þessu tilviki, þá klæðast lögmenn búningi og fara í ákveðið hlutverk, klæða sig í skikkju og vanda málfarið. Og svo lýsir persónan svo vel hvað það getur verið mikil keppnishestastemning í réttarsalnum og fólk að reyna að finna glufur og beita klókindum í nafni laganna til að vinna mál.

Hún er að verja mál sem eru kannski stundum svolítið vafasöm? Þóra: Já, einmitt, hún er að gera það og réttlætir það fyrir sjálfri sér að allir eigi rétt á vernd og vinnur hvert málið á fætur öðru. Þá varpar


hún allri ábyrgð á dómarann og saksóknarann. Það er þessi hornsteinn samfélagsins - að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð - sem hún hefur ofurtrú á og bókstafur laganna sem hún kann manna best. Það verður viðsnúningur í verkinu og þá sér hún aðra hlið og áttar sig á að allir sem starfa við dómskerfið hafa kannski ekki forsendur til að skilja afleiðingar áfalla. Hún bendir á að það sé einkennilegt að fara með þessi mál eins og innbrot þar sem vitni og sönnunargögn eru líklegri til að skera úr um málin á afgerandi hátt en í kynferðisbrotamálum.

sem þessi mál eru tekin fyrir og sjá hvernig ferlið er. Við höfum farið djúpt í rannsóknarvinnu og í gott samstarf við lögmenn sem eru okkur innan handar. Það sem er ólíkt er að það er ekki kviðdómur á Íslandi og við erum ekki með hárkollur heldur einungis skikkjur. Þannig að lögmennirnir klæðast ólíkum búningum og rétturinn starfar á annan hátt. En þolendur standa frammi fyrir sömu erfiðleikum og áskorunum, og öll þessi lönd glíma við gamlar og jafnvel úreltar hugmyndir feðraveldisins í meðferð á þessum málum.

Hún var dúxinn í bekknum og hún er að vinna öll mál og finnst hún alveg með þetta. Það er oft þannig í lífinu að fólk slær fram fullyrðingum þar til það upplifir eða sér aðra hlið á málunum og öðlast betri skilning með lífsreynslunni.

Kolfinna: ...það er eitt í þessu... Fedra, þetta er kona sem er heltekin af ást og þráhyggju fyrir Hippólítusi og hann er ógeðfelldur, og hagar sér illa, en í goðsögunni er hann fallegur og hvers manns hugljúfi. Það er eins og Sarah Kane afkóði goðsögnina. Ég sé þetta sem myndlíkingu fyrir hegðun kvenna. Hippólítus er prins og hann mætir ekki lokuðum dyrum. Hann hefur aldrei þurft að finna fyrir afleiðingum gerða sinna þannig að hann er bara markalaus og það er kannski að einhverju leyti búið að vera uppeldi drengja í gegnum tíðina. Ég finn þetta hjá sjálfri mér að einhvers staðar er ég alin upp til að sækja í viðurkenningu karlmanna. Það er herjað á útlit mitt og allt í minni tilveru, sama hvað ég berst á móti þessu og það er eins og Fedra sé hin fullkomna táknmynd og myndlíking fyrir þetta. Maður sér þetta líka hjá eldri kynslóðum kvenna í dag, við erum að sjá Fedrur út um allt. Strófa, dóttir Fedru - við túlkum hana sem mína kynslóð - hún er búin að afneita Hippólítusi en fórnar samt lífi sínu fyrir hann, að endingu. Þetta er rosalega gott leikrit. Það er svo fyndið og ógeðslegt og fallegt og sárt og mikill tilfinningarússíbani. Sarah Kane sprengir kerfið með þessu verki.

Þú hefur einmitt fjallað mikið um konur í verkum þínum og misrétti sem þær verða fyrir, t.d. í bókunum þínum Mörk og Blóðskömm, af hverju þessi áhersla á kvenhetjur í þessum kringumstæðum? Þóra: Það gæti verið í DNA-inu! (Hlátur). Og einhver innri þörf. Og svo dáist ég bara að styrk þeirra sem þurfa að halda áfram eftir erfið áföll og líklega liggur þarna einhver þörf til að reyna að skilja eðli ofbeldis og ástæður sem oft er að finna, eins og Kolfinna benti á, í tengslarofi í æsku. Svo er auðvitað að baki einhver löngun til að eitthvað breytist. Og til þess að við tölum saman og lærum að koma fram við hvert annað af virðingu. Að við skoðum þetta til þess að við getum sem samfélag fundið einhverjar leiðir sem virka. Það er það sem þetta verk spyr í raun að. Getum við fundið einhverja aðra leið? Viðbrögðin við verkinu hafa verið mjög sterk þar sem það hefur verið sýnt og það hefur slegið aðsóknarmet, m.a. nú á Broadway. Ást Fedru vakti líka sterk viðbrögð á sínum tíma, en á annan hátt, það olli usla, þótti gróft, heldurðu Kolfinna að það veki jafn sterk viðbrögð í dag?

Eruð þið með væntingar varðandi sýningarnar ykkar?

Kolfinna: Já, við erum mjög mikið að spá í þetta, ég held að áhorfandinn finni þegar verið er að reyna að ganga fram af honum bara til þess að ganga fram af, það má ekki vera ódýrt. Við erum að feta hárfína línu í þessu. Við þurfum að þaulhugsa allt, fara ekki fram hjá því sem Sarah Kane skrifar en vanvirða heldur ekki áhorfandann. Allt er gert af alúð.

Þóra: Spennandi!

Þóra: Og þá eruð þið einmitt líka að virða höfundinn...

Kolfinna: Ég vona að ég verði ekki útskúfuð. Að eilífu. Og þurfi að flytja af landi brott.

Kolfinna: Mig langar að gera leikhús þar sem þú ert ekki að setjast niður og fá staðfestingu á því sem þú veist nú þegar. Að fólk geti komið og skynjað og fundið og þó þú komir út og upplifir að þú skiljir ekki alveg eða sért bara pínu hissa... og það sem Sarah gerir er að hún sýnir fegurðina í gróteskunni og grimmdinni. Og mig langar að skapa það og að fólk geti farið handan við það að bjóða of mikið við ákveðnum atriðum í verkinu.

Kolfinna: Já, einmitt. Þetta er magnaður texti í báðum verkunum, ljóðrænn en beinskeyttur. Tveir rithöfundar þýða verkin, Kristín Eiríksdóttir þýðir Ást Fedru en Ragnar Jónasson Orð gegn orði. Þið þurftuð að hnika einu og öðru til, Þóra, ekki satt? Þóra: Já, mér fannst mjög mikilvægt að staðfæra verkið og staðsetja það hér. Af því að það er auðvelt að hugsa bara ,,nei, þetta er bara svona gallað í Bandaríkjunum eða annars staðar.“ Kolfinna: Já, það er mjög mikilvægt... Þóra: Þetta verk fer fyrst á svið í Ástralíu og er svo staðfært til Bretlands og er svo núna á Broadway og svo hér. Það er verið að glíma við svipuð vandamál í kerfinu í öllum þessum löndum. Mér finnst mjög áhugavert að fara inn í héraðsdóm hér og inn í réttarsal 201 þar

Þóra: Já, ég vona að fólk smitist af kraftinum í persónunni og fari í ferðalag með henni. Og svo væri ekkert verra ef sýningin vekur fólk til umhugsunar. Höfundurinn Suzie Miller rakst ítrekað á það í lögmannsstarfinu að það vantaði mikið upp á að þolendum væri trúað. Hún vildi koma sýn sinni á framfæri og hefur þá trú að leikhúsið geti breytt heiminum. Henni hefur á einhvern hátt tekist ætlunarverkið því á Írlandi eru dómarar nú skikkaðir til að horfa á myndbandsupptöku af bresku uppsetningunni sem hluta af dómaraþjálfun sinni og í kjölfarið á sýningunni er verið að vinna að nýjum lögum tengdum þessum málaflokki. Leikhúsið gefur fólki færi á að setja sig í spor annarra og þannig getum við oft fengið tækifæri til að hugsa hlutina upp á nýtt... og svo vona ég bara að fólk hafi gaman af því að koma í leikhúsið því verkið er hárbeitt og dramatískt en líka skemmtilegt og mjög fyndið framan af!

21


SJÁÐU MEIRA

STÓRA SVIÐIÐ / Frumsýning í desember 2023 ��������������������������������������� 22

UM SÝNINGUNA

„Sól tér sortna, sígur fold í mar, hverfa af himni heiðar stjörnur.“

Edda Handrit: Þorleifur Örn Arnarsson, Jón Magnús Arnarsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir

Leikstjórn Þorleifur Örn Arnarsson Leikmynd: Vytautas Narbutas Búningar: Karen Briem Tónlist: Salka Valsdóttir og fleiri Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir Sviðshreyfingar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson

Edda í glænýrri gerð sem talar til okkar hér og nú Þorleifur Örn og samstarfsfólk hans nálgast hér hugmyndaheim Eddukvæðanna á nýstárlegan, frjóan og ögrandi hátt, og fjalla um knýjandi spurningar samtímans. Átök guða, manna og annarra afla sem stjórna heiminum, sköpun heimsins og endalok hans, birtast okkur hér í stórsýningu þar sem í brennidepli er samband okkar við náttúruna. Hugmyndaauðgi, sprengikraftur og sterk, myndræn sýn einkenna sýningar Þorleifs Arnar, líkt og stórsýningarnar Rómeó og Júlíu, Njálu og Engla alheimsins, og hér heldur hann áfram að víkka út möguleika leikhússins með stórum hópi leikara og annarra leikhúslistamanna.

Sýningar Þorleifs Arnar hafa sópað til sín Textun á ensku Grímuverðlaunum og öðrum leiklistarog íslensku verðlaunum. Uppsetning hans á Eddukvæðunum á 7. sýningu. í Borgarleikhúsinu í Hannover vakti mikla athygli og hlaut hin eftirsóttu, þýsku leiklistarverðlaun Fástinn sem sýning ársins. Í sýningu Þjóðleikhússins nálgast Þorleifur Örn efniviðinn á nýjan og ferskan hátt með nýju samverkafólki.

Brennandi spurningar um samband manns og náttúru.

Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Edda Arnljótsdóttir, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Guðrún S. Gísladóttir, Hallgrímur Ólafsson, Kjartan Darri Kristjánsson, María Thelma Smáradóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson og fleiri.



KASSINN / Frumsýning í janúar 2024 ��������������������������������������������������

SJÁÐU MEIRA

„Ef maður er aldrei snertur sem barn þá er maður óljós. Maður er í raun ekki til.“

24

Leikari: Unnur Ösp Stefánsdóttir.

Saknaðarilmur Leikrit eftir Unni Ösp Stefánsdóttur, byggt á bókum Elísabetar Jökulsdóttur

Leikstjórn UM SÝNINGUNA

Björn Thors Leikmynd og myndband: Elín Hansdóttir Búningar: Filippía I. Elísdóttir Tónlist: Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarssson

Tilfinningaþrungin, heillandi og húmorísk sýning sem sprengir tabú! Magnaður efniviður Elísabetar Jökulsdóttur öðlast nýtt líf á leiksviðinu í meðförum sama listræna teymis og skapaði tímamótasýninguna Vertu úlfur. Sú sýning hlaut einróma lof, sópaði að sér verðlaunum og hreif þjóðina svo mjög að hún var sýnd í þrjú leikár á Stóra sviðinu. Í þessari sýningu hafa þau Unnur Ösp og Björn Thors endaskipti á hlutverkum; nú er það Unnur sem leikur en Björn heldur um leikstjórnartaumana. Þegar fullorðin skáldkona missir móður sína er komið að stóra uppgjörinu. Nú fyrst er hún tilbúin til þess að horfast í augu við erfiða æsku sína, föðurmissi, geðveikina, ástina og sturlað lífshlaup sitt. Af hverju náðu þessar tvær konur aldrei sambandi, þó að þær hafi deilt öllu lífi sínu, og reynt að horfast í augu í gegnum sorgir og sigra?

Geta áföll gert okkur veik? Erfist þjáning á milli kynslóða? Verkið er áhrifarík saga af lítilli, draumlyndri stúlku sem verður að manísku skáldi, ástföngnum fíkli og stórskemmtilegum sögumanni. Hún er brotin, beitt og brjáluð. Þetta er saga af tengslum og tengslaleysi foreldra og barna, nánd og nándarleysi í veruleikafirrtum heimi sem gerir kröfur um að við pössum í fyrirframgerð mót, stöndum okkur og glönsum. Unnur Ösp Stefánsdóttir leikur einleik sem hún hefur samið upp úr Saknaðarilmi og Aprílsólarkulda, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Í vændum er áhrifamikil sýning, gædd sjónrænum töfrum, um viðkvæm en brýn málefni sem snerta okkur öll.

Nýtt leikverk byggt á rómuðum bókum Elísabetar Jökulsdóttur.



SJÁÐU MEIRA

KASSINN / Frumsýning í apríl 2024 ���������������������������������������������������� 26

„...við skulum tjalda í grænum berjamó...“

Eltum veðrið! Handrit og leikstjórn Leikhópurinn

UM SÝNINGUNA

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson, Brett Smith

Óborganlegar aðstæður sem við þekkjum öll - alltof vel! Sannkölluð gleðisýning, þróuð og skrifuð af drepfyndnum leikhópi Þjóðleikhússins Hefur þú einhvern tímann reynt að tjalda? Gleymt tjaldhælunum? Verið með allt tilbúið á grillið en gaskúturinn er tómur? Skilið tengdamömmuboxið eftir opið og brunað af stað? Vaknað á lekri vindsæng? Heyrt ókennileg hljóð úr næsta tjaldi? Sofnað í tjaldi en vaknað í húsbíl? Langað til að skipta um ríkisfang eftir verslunarmannahelgi? Uppgötvað að þú sért kannski meira fyrir hótel þegar upp er staðið? Eða kannski kynnst æðislegu fólki á tjaldstæðinu? Og fundið þitt innra sjálf innan um mosann, sóleyjarnar og blágresið? Þá er þetta sýning fyrir þig! Við þráum öll að komast burt, stinga af, njóta lífsins og finna hamingjuna í tjaldi, hjólhýsi, tjaldvagni eða grænni lautu… En oft reynist leiðin að markinu löng og skrykkjótt. Og stundum drepfyndin!

Margir af fremstu gamanleikurum þjóðarinnar úr leikhópi Þjóðleikhússins fengu frjálsar hendur til að skapa gleðisýningu fyrir okkur öll og niðurstaðan varð sú að gera það sem við Íslendingar erum sérfræðingar í: Að elta veðrið! Sýningin er samin af hópnum en er byggð á ótal sönnum reynslusögum úr ýmsum áttum frá útilegum og ferðalögum landsmanna. Við tökum enn við ábendingum, myndum og sögum á: eltumvedrid@leikhusid.is Hér er unnið með list leikarans og samband hans við áhorfendur af hugmyndaauðgi, fjöri og hæfilegu kæruleysi, um leið og þjóðarsálin er krufin.

Sýning um þjóðaríþrótt okkar Íslendinga: Að elta veðrið!

Leikhópur: Guðjón Davíð Karlsson, Hallgrímur Ólafsson, Hilmar Guðjónsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson.



STÓRA SVIÐIÐ / Sýningar vorið 2024 ������������������������������������������������

SJÁÐU MEIRA

„McBurney er einn allra fremsti listamaður sinnar kynslóðar.“

28

Kortagestir fá miða í forsölu með kortaafslætti, 30%.

Guardian

Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu byggt á skáldsögu eftir Olgu Tokarczuk

Leikstjórn UM SÝNINGUNA

Simon McBurney Leikmynd og búningar: Rae Smith Lýsing: Paule Constable Hljóðhönnun: Christopher Shutt Myndbandshönnun: Dick Straker Dramatúrgía: Sian Ejiwunmi-Le Berre og Laurence Cook Þýðing skáldsögu: Antonia Lloyd-Jones Leikaraval: Amy Ball CDG

Glæný leiksýning frá Complicité í samstarfi við Þjóðleikhúsið Hinn heimsþekkti leikhópur Complicité sýnir í samstarfi við Þjóðleikhúsið og fleiri leiðandi leikhús í Evrópu glænýja sýningu sem byggð er á magnaðri bók eftir pólska Nóbelsverðlaunahafann Olgu Tokarczuk. Complicité, sem hinn þekkti leikhúsmaður Simon McBurney leiðir, er einn virtasti leikhópur heims og sýningin, sem var frumsýnd í Bretlandi nýlega, hefur fengið frábærar viðtökur. Í litlu samfélagi í afskekktri sveit byrja menn að deyja við dularfullar kringumstæður. Janina, fyrrum kennari, stjörnuspekingur, umhverfisverndarsinni, dýravinur og ljóðaþýðandi, hefur sínar hugmyndir um það hvað búi að baki dauðsföllunum. Hún hefur fylgst náið með dýrunum og finnst þau hafa

hagað sér undarlega undanfarið… Spennandi og fyndin saga sem kemur stöðugt á óvart, þar sem varpað er fram knýjandi spurningum um hvað felst í því að lifa í sátt og samlyndi við sköpunarverkið og hættuna sem stafar af því þegar við glötum tengslunum við náttúruna. Framúrskarandi leikarar víðsvegar að taka þátt í sýningunni sem var þróuð víða um heim, m.a. í Þjóðleikhúsinu. Leikið á ensku, sýnt með íslenskum og pólskum texta.





Guardian

Evening Standard

„einstaklega frumleg aðlögun … allt meistaralega samofið og magnað frá upphafi til enda“

„sjónrænt spennandi, útpæld tæknilega og dásamlega drungaleg“

Leikarar: Thomas Arnold, Johannes Flaschberger, Tamzin Griffin, Amanda Hadingue, Kathryn Hunter, Kiren Kebaili-Dwyer, Weronika Maria, Tim McMullan, César Sarachu, Sophie Steer, Alexander Uzoka. Complicité í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Barbican London, Belgrade Theatre Coventry, Bristol Old Vic, Comédie de Genève, Holland Festival, Les Théâtres de la Ville de Luxembourg, L‘Odéon-Théâtre de l‘Europe, The Lowry, Oxford Playhouse, Ruhrfestspiele Recklinghausen og Theatre Royal Plymouth.


Poster kemur tilbúinn

Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu


���������������������������������������������������������������������������������������� 30

„Áskrift líkt og Netflix, Storytel, Spotify eða WorldClass “

Hefðbundið áskriftarkort fyrir 15-25 ára sem vilja bóka fyrirfram Þó að ný áskriftarleið sé hagstæðasta leiðin fyrir þau sem vilja stökkva til þegar þeim hentar og koma oft, þá skiljum við vel að margir á þessum aldri vilji gjarnan velja sýningar strax í upphafi og taka frá sýningardagsetningar með fyrirvara. - Ekkert mál! Fyrir þau bjóðum við upp á hefðbundið leikhúskort sem gildir á þrjár sýningar eða fleiri og þá fæst sérstakur ungmennaafsláttur, 50% afsláttur af fullu miðaverði.


Nýtt byltingarkennt áskriftarkort fyrir 15-25 ára

Sjáðu allt – eins oft og þú vilt Opið áskriftarkort á fáránlega góðu verði, 1.450 kr. á mánuði! Þú getur séð allar uppsetningar Þjóðleikhússins og mátt koma aftur og aftur!

NÁNAR

Nýtt áskriftarkort fyrir 15-25 ára. Áskrift í 10 mánuði. 1.450 kr. á mánuði. Þú bókar miða samdægurs. Þú getur komið aftur og aftur á allar uppsetningar Þjóðleikhússins. (Gildir ekki á sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum eða samstarfssýningar.) • Gildir aðeins fyrir eiganda kortsins. • • • • •

UM KORTIÐ

31


SJÁÐU MEIRA

IMPROV ÍSLAND

Spuni á miðvikudagskvöldum!

UM SÝNINGUNA Improv Ísland hefur kitlað hláturtaugar áhorfenda í Kjallaranum frá

árinu 2016 og fjöldi gesta kemur aftur og aftur, enda eru engar tvær sýningar eins. Hver sýning er frumsýning og lokasýning á brakandi fersku gríni sem verður til á staðnum. Um 20 spunaleikarar skiptast á að sýna ólík spunaform í hverri viku, ásamt þjóðþekktum gestum. Listrænn stjórnandi: Hákon Örn Helgason.

READ MORE LESTU MEIRA

WORKSHOPS - VINNUSMIÐJUR

Open workshops on Saturdays in English

Opnar vinnusmiðjur á laugardögum sem fara fram á ensku R.E.C. Arts Reykjavík will continue to host their free creative & educational community workshops in Kjallarinn, open to those ages 18+. These workshops are first and foremost a place for people of minority backgrounds & communities (People of Color, LGBTQIA+, Disabled, Immigrant, Refugee, etc) who wish to have their voices heard and share their stories. The space and bathrooms are fully wheelchair accessible.

32


Klassabúllan í Kjallaranum Þjóðleikhúskjallarinn, sem var opnaður með nýju sniði fyrir tveimur árum, hefur sannarlega slegið í gegn! Gamall sjarmi og ögrandi ferskleiki mætast og til hefur orðið nýr og spennandi vettvangur fyrir list augnabliksins þar sem boðið er upp á fjölbreytta, litríka og ögrandi dagskrá. Hér getur þú notið veitinga meðan á sýningu stendur. Taumlaus skemmtun og einstök upplifun fyrir áhorfendur kvöld eftir kvöld! Spuni, uppistand, kabarett, drag, tónlist, gamanóperur, fjölmenningarveisla, leiksýningar, hádegisleikhús og alls konar fjör!

SJÁÐU MEIRA

Sannkallaður suðupottur!

UM KJALLARANN

KJALLARA-KABARETT

Seint og sveitt á föstudagskvöldum!

Um leið og sýningu á Stóra sviðinu lýkur spretta næturlífsnautnaseggirnir fram í Leikhúskjallaranum. Burlesque, kabarett, sirkus, drag og „alls konar fullorðins“ fyrir fólk sem hlær hátt! Allar eru sýningarnar ólíkar og yfir fjörutíu listamenn víðsvegar að koma fram yfir veturinn. Vinsamlega athugið að sýningin er stranglega bönnuð börnum og hentar ekki þeim sem óttast undur mannslíkamans. Listrænir stjórnendur: Margrét Erla Maack og Gógó Starr.

33


SJÁÐU MEIRA UM SÝNINGUNA

GAMANÓPERUR Í NÁVÍGI

Óður frumsýnir þriðju Kjallaraóperuna!

Sviðslistahópurinn Óður hefur sannarlega slegið í gegn í Kjallaranum með nýstárlegum og bráðskemmtilegum sýningum sínum á gamanóperunum Ástar­ drykknum og Don Pasquale. Hvort sem þú ert einlægur óperuunnandi eða hefur aldrei farið á óperu­sýningu getur þú sannarlega skemmt þér konunglega við hrífandi tónlist, sprell og fjör! Óður sýnir nokkrar sýningar á Don Pasquale í september og í mars mun hópurinn frumsýna glænýja sýningu á frönsku gamanóperunni Póst-Jón (Le postillon de Lonjumeau). Flytjendur: Ragnar Pétur Jóhannsson, Áslákur Ingvarsson, Þórhallur Auður Helgason, Sólveig Sigurðardóttir. Leikstjórn: Tómas Helgi Baldursson. Tónlistarstjórn: Sigurður Helgi Oddsson. Þýðandi: Sólveig Sigurðardóttir.

MADAME TOURETTE

Bullandi húmor!

Madame Tourette er uppistandseinleikur sem hefur hlotið einróma lof en þar fjallar Elva Dögg á óvæginn og meinfyndinn hátt um fötlun sína og kjör öryrkja á Íslandi. Elva Dögg hefur jafnan vakið athygli fyrir einstakan húmor sinn og dirfsku við að opinbera þau áhrif sem alvarleg Touretteröskun hefur á líf hennar, jafnt einkalíf, félagslíf, kynlíf og afkomu. Kvöld með Elvu Dögg er öllum ógleymanlegt, bæði upplýsandi og óborganlega skemmtilegt! Höfundur og flytjandi: Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir. Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd og búningar: Þórunn María Jónsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Hár og förðun: Ninna Karla Katrínardóttir.

DRAG SYNDROME

Heimsþekktur hópur drag-listafólks!

Víðfrægur hópur drag-listafólks frá Bretlandi með Downs heilkenni heimsækir Ísland og sýnir óviðjafnanlega búrlesk-sýningu í Kjallaranum í október. Drag Syndrome hópurinn samanstendur af hæfileikaríku listafólki sem víkkar sjóndeildarhring okkar með einstæðum sköpunarkrafti sínum, og hreinlega afvopnar áhorfendur með djúpstæðri ást sinni til lífsins. List án landamæra stendur að komu Drag Syndrome til landsins.

UKULELLUR

Ukulellur - þú vissir ekki að þær vantaði í líf þitt! Ukulellur eru hópur (miðaldra) lesbía sem semja eigin texta við þekkt lög og leika flestar undir á ukulele. Ukulellur syngja um líf miðaldra kvenna og allt það sem sameinar þann hóp eins og fram kemur t.d. í lögunum um breytingaskeiðið, lesgleraugun og liðskiptin. En þær syngja líka um það sem brennur sérstaklega á lesbískum konum, ástina í allri sinni dýrð, sambönd og sambandsslit, fordóma og fyrirmyndir. Tvær sýningar í október!

34 34


House of Revolution Þjóðleikhúsið býður listafólki með ólíkan bakgrunn, úr ólíkum menningarkimum að láta ljós sitt skína í Kjallaranum. Listafólkið sem stígur á stokk tilheyrir gróskumiklum og fjölbreyttum hópi listafólks sem býr hér á Íslandi. Komdu og njóttu sannkallaðs menningarkokteils sem endurspeglar hina ótalmörgu, fögru, óséðu króka og kima íslensks samfélags. Upplifðu einstakan og fjölbreyttan listflutning, meðal annars trommuleik, uppistand, drag, söngleikjaatriði, ljóðaslamm, dans frá ýmsum heimshornum, búrlesk, spuna, söng, hljóðfæraleik og frásagnarlist, fjölbreytt atriði sköpuð og flutt af listafólki sem tilheyrir jaðar- og minnihlutahópum af einhverju tagi. Sýningar eru að mestu á ensku en önnur tungumál fá einnig að hljóma. Eftir hverja sýningu lyftum við fjörinu enn meira og endum kvöldið með DJ og danspartýi! Á þessu leikári er það R.E.C. Arts Reykjavík sem sér um listræna stjórnun verkefnisins fyrir Þjóðleikhúsið. Laugardagskvöld 21. okt., 25. nóv., 10. feb., 6. apríl. Þú velur miðaverð miðað við þína veskisgerð.

Artist-Activist collective R.E.C. Arts Reykjavík will curate four “Performance Parties” during the theatre season 2023-24, showcasing the abundance of diverse professional artists who call Iceland home. Come and experience a culture shake which holds a mirror up to all the beautiful unseen edges of Icelandic society. Experience one-of-a-kind performances, including but not limited to: live drumming, stand-up comedy, drag performances, musical theatre, slam poetry, dance crews and cultural dances, burlesque, improv, singers & musicians and storytelling; all performed and curated by artists of minority backgrounds and communities. Performances are primarily in English and may include acts in various languages as well. After every show, we keep the vibes alive with a DJ and a dance party! Variety Shows - Performance Parties Saturdays Oct. 21, Nov. 25, Feb. 10, Apr. 6. Ticket prices are on a sliding scale for financial accessibility. READ MORE LESTU MEIRA

35


���������������������������������������������������������������������������������������� 36

Súpa og sýning Hádegisleikhús í endurnýjuðum Leikhúskjallara hefur vakið mikla ánægju leikhúsgesta en þar sjá gestir ný, íslensk leikrit yfir léttum og ljúffengum hádegismat.

VERKIÐ

eftir Jón Gnarr

Jón Gnarr fer á kostum í nýjum einþáttungi. Tveir menn standa frammi fyrir verki sem þeir eru að hefja. Þeir velta vöngum. Þeir tala saman. Munu þeir einhvern tímann ná að byrja á verkinu?

Húsið er opnað kl. 11.30 og matur er borinn fram á bilinu 11.45-12.10. Leiksýningin hefst kl. 12.20 og tekur tæpan hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu!

Leikstjórn: Hilmar Guðjónsson. Leikarar: Pálmi Gestsson og Guðjón Davíð Karlsson.

HEIMSÓKN

eftir Hildi Selmu Sigbertsdóttur Spennandi leikrit eftir eitt af okkar efnilegustu ungskáldum. Móðir hefur boðað uppkomin börn sín á fund til að ræða ákveðin mál. Þau mæta hins vegar með sinn eigin ásetning og eiga ýmislegt óuppgert við móður sína. Og hún við þau. Leikstjórn: Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson og Hildur Vala Baldursdóttir.

„...ég hvet fólk til að nýta sér þennan dásamlega kost í hádeginu: Klukkutími og maður fær nærandi súpu og brauð og heila leiksýningu!“

SA, TMM.

25 mín. leiksýning og léttur hádegisverður Gómsæt súpa og nýbakað brauð Frábært fyrir vinnustaði!

36


Þjóðleikhúsið leggur mikla áherslu á að efla íslenska leikritun og styður höfunda á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn. Við tökum handrit og hugmyndir að leikritum á ólíkum vinnslustigum til skoðunar (leikritun@leikhusid.is) og köllum reglulega eftir leikritum af ólíku tagi. Nú eru í þróun mörg verk eftir ólíka höfunda, s.s. Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur, Kristínu Eiríksdóttur, Tyrfing Tyrfingsson og fleiri. Fjölmörg íslensk verk af ólíku tagi verða sýnd á öllum leiksviðum okkar á leikárinu, fyrir áhorfendur á öllum aldri.

����������������������������������������������������������������������������������������

MEIRA UM

6

Höfundastarf

HÖFUNDASTARF

Taktu flugið, beibí!

Meðal þeirra verka sem nú eru í þróun er leikritið Taktu flugið, beibí! eftir Kolbrúnu Dögg Kristjánsdóttur, sem hún vinnur að ásamt Ilmi Stefánsdóttur leikstjóra. Í leikritinu er fjallað um lífshlaup Kolbrúnar, sem leikur sjálf í sýningunni. Stúlka með stóra framtíðardrauma áttar sig smám saman á því að eitthvað er að koma fyrir hana. Líkami hennar missir smátt og smátt máttinn og hún þarf að takast á við miklar áskoranir til að láta drauma sína rætast. Sýningin verður frumsýnd haustið 2024.

37


UNGA FÓLKIÐ

���������������������������������������������������������������������������������������� 38

Við opnum töfraheim leiklistarinnar fyrir börnum og unglingum! OG LEIKHÚSIÐ

Börnum um allt land boðið á leiksýningar

Skoðunarferðir af ólíku tagi

Þjóðleikhúsið býður hópum skólabarna á ólíkum aldri að sjá leiksýningar og kynnast töfraheimi leikhússins. Leikhúsið tekur á móti hópum í leikhúsið en ferðast einnig um landið með sýningar sínar og vinnustofur. Leiksýningar í skólum á næstu árum miða að því að öll börn sem útskrifast úr grunnskóla hafi þrisvar á skólagöngu sinni, á ólíkum námsstigum, séð leiksýningu á vegum Þjóðleikhússins. Á liðnu ári ferðaðist leikhúsið með Góðan daginn faggi í grunn- og framhaldsskóla um allt land og næsta vetur munu leikskólabörn fá að sjá leiksýninguna Ég get.

Þjóðleikhúsið býður upp á skoðunarferðir um leikhúsið fyrir hópa til að fræðast um bygginguna, störfin baksviðs og sögu leikhússins. Einnig verður boðið upp á tvær skoðunarferðir fyrir almenning á leikárinu þar sem áhugasamir einstaklingar geta komið og kynnst töfraheimi leikhússins. Dagsetningar skoðunarferða má finna á heimasíðu leikhússins og þar má bóka skoðunarferðir.

Netfang: fraedsla@leikhusid.is


Þjóðleikhús unga fólksins Við kveikjum áhuga á leikhúsinu og nærum ástríðu nýrra kynslóða um allt land með fjölbreyttum hætti og aukum aðgengi ungs fólks og ólíkra hópa að leikhúsi.

Sviðs- og tækninámskeið fyrir áhugaleikfélög og framhaldsskóla Þjóðleikhúsið styður við starfsemi áhugaleikfélaga og framhaldsskólaleikfélaga landsins með námskeiðahaldi. Boðið verður upp á þrjú námskeið á leikárinu, í tækni, hönnun og sýningarstjórn. Námskeiðin eru þrjár klukkustundir hvert. Þátttakendum býðst að fara á leiksýningu samdægurs í Þjóðleikhúsinu og taka þátt í umræðum við fagfólk eftir sýningu.

Námskeið um leiksýningar fyrir börn og fullorðna Boðið verður upp á skemmtileg námskeið þar sem ungir og aldnir fræðast og skemmta sér saman, í tengslum við sýningar á Draumaþjófnum og Frosti. Skráning og nánari upplýsingar á endurmenntun.is.

39


SJÁÐU MEIRA

LITLA SVIÐIÐ / Sýningar hefjast í nóvember 2023 ������������������������������������ 40

UM SÝNINGUNA

„...krúttleg tæp klukkustund í góðum félagsskap þar sem leikhústöfrar svífa yfir leiksviðinu eins og snjókorn.“ SJ, Fbl.

Lára og Ljónsi – jólasaga Geysivinsæl sýning á aðventunni Þessi nýja leiksýning, byggð á geysivinsælum bókum Birgittu Haukdal um Láru og Ljónsa, yljaði ungum sem eldri áhorfendum um hjartað á aðventunni árin 2021 og 2022 og sýningarnar seldust upp á svipstundu. Aldursviðmið: 2ja til 6 ára.

Leikarar: Þórey Birgisdóttir, Bjarni Kristbjörnsson, Kjartan Darri Kristjánsson.

Lára og Ljónsi – jólasaga jólaævintýri eftir Birgittu Haukdal og Góa

Leikstjórn Guðjón Davíð Karlsson Saga: Birgitta Haukdal Leikgerð og leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson Leikmynd og búningar: María Th. Ólafsdóttir Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason Tónlist: Birgitta Haukdal Hljóðhönnun: Elvar Geir Sævarsson Myndbandshönnun: Signý Rós Ólafsdóttir


SBH, Mbl.

Ég get   eftir Peter Engkvist

Leikstjórn Björn Ingi Hilmarsson

UM SÝNINGUNA Búningar: Leila Arge Lýsing: Hermann Karl Björnsson Hljóðmynd: Kristinn Gauti Einarsson

Ég get Dásamleg sýning fyrir leikskólabörn

Leikarar: Þórey Birgisdóttir, Hákon Jóhannesson.

/ BOÐSSÝNINGAR HAUSTIÐ 2023 �����������������

Ég get er ljóðræn leiksýning um það sem er mitt, þitt og okkar, sem var tilnefnd til Grímuverðlaunanna árið 2018. Börnum í elstu deildum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar á landsbyggðinni verður boðið að kynnast töfraheimi leikhússins og sjá þessa hrífandi leiksýningu með kennurum sínum.

LITLA SVIÐIÐ OG LEIKFERÐ

SJÁÐU MEIRA

„afbragðskynning á töfrum leikhússins“

41


SJÁÐU MEIRA

LITLA SVIÐIÐ / Sýningar hefjast í janúar 2024 ������������������������������������� 42



Á eigin fótum eftir Agnesi Wild og leikhópinn

„Gleður auga jafnt sem hjarta“ SBH, Mbl. UM SÝNINGUNA

Leikstjórn



Agnes Wild

„Töfrum líkast“ SJ, Fbl.

Á eigin fótum

Frumsamin tónlist og hljóðfæraleikur: Sigrún Harðardóttir, Margrét Arnardóttir Leikmynd, búningar og brúðugerð: Eva Björg Harðardóttir Lýsing: Kjartan Darri Kristjánsson

Heillandi sýning fyrir yngstu börnin Heillandi barnasýning sem hefur fengið frábærar viðtökur og var tilnefnd til Grímuverðlaunanna sem barnasýning ársins. Sagan er sögð án orða með brúðuleik og lifandi, frumsaminni tónlist og hentar því öllum börnum, burtséð frá því hvaða tungumál þau tala.

Miðnætti hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir vandaðar leiksýningar, sjónvarpsefni og hljómplötur fyrir börn og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar.

Ninna er send í sumardvöl í sveit á afskekktan sveitabæ. Umhverfið er henni ókunnugt og hún þarf að takast á við ýmsar hættur og læra að standa á eigin fótum.

Leikarar: Olivia Hirst, Nick Candy, Rianna Dearden, Kjartan Darri Kristjánsson.

Aldursviðmið: 2-9 ára.

Samstarfsverkefni Miðnættis, Lost Watch Theatre og Þjóðleikhússins með stuðningi frá Barnamenningarsjóði.


Leikstjórn Ásrún Magnúsdóttir

UM UMSÝNINGUNA SÝNINGUNA

Leyndarmál Nýtt verk byggt á 1000 leyndarmálum frá unglingum Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur hefur vakið mikla athygli fyrir listrænt starf með ungu fólki á undanförnum árum, innan lands sem utan, m.a. í verkefnum á borð við Teenage Songbook of Love and sex, Hlustunarpartý og GRRRRRLS. Nú er komið að frumsýningu á nýju verki sem hún hefur unnið að ásamt tíu unglingum í Reykjavík og Leeds í Bretlandi. Hópurinn hefur fengið send yfir 1000 leyndarmál frá unglingum sem nú verða opinberuð í gegnum frumsamda tónlist, leiki og texta. Það verður líka farið í „sannleikann eða kontór“ og „aldrei hef ég aldrei“ svo verið við öllu búin!

„Ég tók þrjá veikindadaga í skólanum en ég var ekki veik.“ „Ég þori ekki að stunda kynlíf nema ég sé undir áhrifum áfengis.“ „Mér finnst mamma mín leiðinleg.“ „Vinkona mín póstaði óvart dýraklámi.“ „Ég er hræddur um að enginn muni elska mig.“ „Ég svaf hjá frænku minni.“

Unnið í samstarfi við ungt fólk frá Reykjavík og Leeds

Samstarfsverkefni Ásrúnar Magnúsdóttur, Þjóðleikhússins, Transform Festival í Leeds og Reykjavík Dance Festival, með stuðningi frá Barnamenningarsjóði.

LITLA SVIÐIÐ / Frumsýning í nóvember 2023 ����������������������������������������

SJÁÐU MEIRA MEIRA SJÁÐU

Leyndarmál eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og leikhópinn

43


KASSINN / Frumsýning í apríl 2024 ����������������������������������������������������

SJÁÐU MEIRA

„Ef hún kveikir í sér, ef hún lifir það af, fær hún hundrað þúsund.“

44

Verkefnið er styrkt af Menningarráðuneytinu úr Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.

Óperan hundrað þúsund Tónskáld: Þórunn Gréta Sigurðardóttir Líbrettó: Kristín Eiríksdóttir

Leikstjórn UM SÝNINGUNA

Kolfinna Nikulásdóttir Leikmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir Framleiðandi: Ragnheiður Maísól Sturludóttir

Óperan hundrað þúsund Glæný og ögrandi ópera um stúlku með verkstol og drottningu sem leiðist Þegar hirð-bílstjórinn veikist neyðist drottningin til að taka leigubíl. Leigubílstjórinn finnur ekki höllina á GPS og er um leið rekin – en drottningin getur samt ekki hætt að hugsa um hana. Hana langar að vita hvers vegna almenningur er svona niðurdrepandi og hvort hún getur komið til hjálpar. Kannski er til einhver meðferð eða mögulega aðgerð eða jafnvel áskorun.

Óperan hundrað þúsund fjallar um molana sem hrynja af svignandi borðum, detta í gólfið og eru fljótlega ryksugaðir. Leikhópurinn Svartur jakki setti áður upp óperuna KOK eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur í leikstjórn Kolfinnu Nikulásdóttur sem samin var upp úr samnefndri ljóðabók Kristínar Eiríksdóttur og hlaut mikið lof.

Söngur: Herdís Anna Jónasdóttir. Hljóðfæraleikarar: Katie Elizabeth Buckley, Franciscus Wilhelmus Aarnink, Grímur Helgason. Leikhópurinn Svartur í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Söngur: Herdís Anna jakki Jónasdóttir


Þjóðleikhúsið fer í leikferðir um landið og stendur

fyrir sýningarhaldi, meðal annars með skólasýningum fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla.

Haldin eru námskeið fyrir áhugaleikfélög til að styðja við leiklistarstarfsemi í heimabyggð.

Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins er valin á hverju ári og sýnd í Þjóðleikhúsinu á vordögum í samstarfi við Bandalag íslenskra leikfélaga.

����������������������������������������������������������������������������������������

Þjóðleikhúsið og landsbyggðin

45


STÓRA SVIÐIÐ / Sýning 3. desember 2023 ������������������������������������������ 46

Þjóðleikhúsið býður listamenn Listar án landamæra velkomna á Stóra sviðið

List án landamæra á Stóra sviðinu Á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, verður haldin leikhúsveisla á Stóra sviði Þjóðleikhússins, sem er lokaviðburður hátíðahalda í tilefni tuttugu ára afmælis Listar án landamæra. Dagskráin samanstendur af leikþáttum og atriðum frá þremur einstökum leikhópum; Fjörleikhúsinu, Tjarnarleikhópnum og leikhópnum Perlunni. Múrbrjóturinn verður afhentur á hátíðinni.

Kynnar verða þau Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson. Dagskráin verður bæði textuð og táknmálstúlkuð. Viðburðinum er stýrt af framkvæmdastjórn Listar án landamæra, með dyggum stuðningi listaog tæknifólks Þjóðleikhússins.

Einstök leiklistarhátíð – lokaviðburður á afmælisári

Félagið List án landamæra stendur fyrir hátíð með fjölbreyttri dagskrá ár hvert þar sem list fatlaðs fólks er fagnað. Hátíðin fagnar 20 ára afmæli á þessu ári og er leiklistarhátíðin lokaviðburður afmælisársins. www.listin.is


Þjóðleikhúsið á í gjöfulu samstarfi við ýmsa fremstu leikhúslistamenn heims og leikhús víða í Evrópu. Margvíslegt erlent samstarf við ýmsa aðila er í undirbúningi, en meðal leikhúslistafólks og leikhúsa sem Þjóðleikhúsið hefur átt í samstarfi við á allra síðustu árum eru:

• Benedict Andrews leikstjóri (Ástralía/Ísland)

• Petr Hloušek myndbandshöfundur (Tékkland)

• Yaël Farber leikstjóri (Suður-Afríka)

• Christina Lovery búningahöfundur, Torkel Skjærven

• Simon McBurney leikstjóri (Bretland) • Marius von Mayenburg leikskáld og leikstjóri (Þýskaland) • Nina Wetzel leikmynda- og búningahöfundur (Þýskaland) • Lee Proud danshöfundur (Bretland) • Charlie Tymms brúðuhönnuður (Bretland)

ljósahönnuður, Belinda Braza danshöfundur (Noregur)

• Pussy Riot (Rússland) • Stefan Żeromski leikhúsið í Kielce (Pólland) - þróunarstarf, þekkingarmiðlun og gestasýningar í báðum löndum

• Complicité-leikhópurinn, Odéon-leikhúsið (Frakkland) og fleiri leikhús í Evrópu

���������������������������������������������������������������������������������������� ���������������������������������������������

Erlent samstarf

47


KASSINN / Frumsýnt í maí 2024

Útskriftarsýning leikaranema Listaháskóli Íslands

Harpa Arnardóttir leikstýrir leikaranemum sem útskrifast í vor úr sviðslistadeild Listaháskóla Íslands í nýrri og ferskri leiksýningu, sem er sett á svið í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Ellefu nemendur útskrifast með BA gráðu í sviðslistum eftir að hafa lokið þriggja ára leikaranámi, sem miðar að því að útskrifa víðsýna og skapandi leikara, sem búa yfir þeirri tækni og þekkingu sem sviðslistaumhverfi samtímans kallar á.

Útskriftarnemar: Berglind Alda Ástþórsdóttir, Birta Sólveig Söring Þórisdóttir, Gréta Arnarsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schluter, Hólmfríður Hafliðadóttir, Jakob van Oosterhout, Jón Bjarni Ísaksson, Mikael Emil Kaaber, Mímir Bjarki Pálmason, Nikulás Hansen Daðason, Selma Rán Lima. Listaháskóli Íslands í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

SJÁÐU MEIRA

/ Sýningar hefjast STÓRA SVIÐIÐ / í október 2023 48



„Leikkonurnar og dansararnir voru hver annarri betri…“ SGM, Mbl. UM SÝNINGUNA

Til hamingju með að vera mannleg! Nokkrar aukasýningar á þessari áhrifamiklu sýningu, m.a. í tengslum við Bleiku slaufuna í október. Sýningin, sem hlaut frábær viðbrögð og þrjár tilnefningar til Grímuverðlaunanna, er byggð á ljóðabók Siggu Soffíu sem hún samdi þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Verkið fjallar um þrautseigju, um andlegan styrk og um samfélag kvenna sem standa hver með annarri.

Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur Leikstjóri og danshöfundur: Sigríður Soffía Níelsdóttir Aðstoðarleikstjóri: Stefán Hallur Stefánsson Tónlist og píanóleikur: Jónas Sen Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir Vörpun: Dodda Maggý Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson

Leikarar og dansarar: Díana Rut Kristinsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz, Hallveig Kristín Eiríksdóttir, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir. Níelsdætur í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af Reykjavíkurborg og Menningarráðuneytinu úr Sviðslistasjóði og Launasjóði sviðslistafólks.


Ljúffeng upplifun fyrir öll skynfæri! Fjölbreyttar veitingar fyrir sýningar eða í hléi Þú getur pantað mat og aðrar veitingar fyrirfram þegar þú kaupir leikhúsmiðann, í miðasölu eða í gegnum vefinn, með að lágmarki 48 klst. fyrirvara. Sjáðu úrval af smáréttum og leikhússnarli á leikhusid.is. Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar. Að auki getur þú að sjálfsögðu keypt fjölbreytt úrval drykkja og veitinga þegar þú mætir í leikhúsið.

Leikhúsgestir geta bætt dýrindis veitingum við í miðakaupaferli Ef þú hefur þegar keypt miða og vilt bæta veitingum við þá gerir þú eftirfarandi: Skref 1 Opnaðu bókunarstaðfestingu sem þér barst í tölvupósti eftir miðakaup og smelltu á „Skoða bókun.“

VEITINGAR FYRIR HÓPA

Skref 2 Smelltu á „Panta veitingar“ og bættu við pöntunina þína því sem hugurinn girnist.

Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar.

Athugið að pantanir þurfa að berast í síðasta lagi 48 klst. fyrir sýningu.

Sendu okkur línu á midasala@leikhusid.is

49


Umræður, fræðsla og textun Við opnum heim leikhússins og bjóðum upp á fræðslu af ólíku tagi

Miðasala og aðgengi

• Textun á ensku og íslensku á 7. sýningu verka á Stóra sviðinu (Ekki málið, Mútta Courage, Edda, Frost).

• Umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á

Miðasala leikhússins á netinu er alltaf opin. Miðasala í leikhúsinu er opin virka daga kl. 14-18, um helgar kl. 12-18 og fram að sýningu sýningardaga. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða og lyfta: Stóra sviðið og Kjallarinn - bílastæði fyrir framan aðalbyggingu við Hverfisgötu og lyfta austan megin, Kassinn - bílastæði og lyfta fyrir framan húsið við Lindargötu. Tónmöskvar fyrir Stóra sviðið fást afhentir í veitingasölu. Táknmálsaðgengi að ákveðnum sýningum.

uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna.

• Skoðunarferðir um leikhúsið. • Námskeið í sviðstækni fyrir áhugaleikfélög. • Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ um Draumaþjófinn, Eddu, Frost og Þjóðleikhúsið, sjá nánar á endurmenntun.is.

Gjafakort Tilvalin gjöf fyrir þau sem þér þykir vænt um Gjafakort Þjóðleikhússins er ávísun á ógleymanlega kvöldstund! Þau sem þú vilt gleðja velja sér þá leiksýningu sem þau eru spenntust fyrir. Hægt er að auka við gjöfina með veitingum fyrir sýningu og í hléi. Einnig er hægt að velja tiltekna upphæð til að setja á gjafakortið. Gjafakortin okkar vinsælu getur þú keypt hjá okkur, á vefnum eða í síma 5511200.

Frábær gjöf fyrir starfsmannahópinn Gjafakort í Þjóðleikhúsið er tilvalin gjöf fyrir starfsmannahópinn. Hægt er að fá tilboð á gjafakortum fyrir hópinn þinn með því að senda póst á midasala@leikhusid.is

Þjóðleikhúsið leggur áherslu á umhverfisvernd og loftslagsmál í starfsemi sinni og hefur markað sér græna stefnu sem felst í því að minnka kolefnisspor leikhússins. Af þeim sökum er Þjóðleikhúsblaðið nú, líkt og í fyrra, prentað í mun minna upplagi en áður en jafnframt er tryggt að allir áhugasamir geti fengið blaðið á því formi sem þeir kjósa. Á leikhusid.is er hægt að óska eftir því að fá blaðið sent rafrænt eða í pósti.

52

Facebook

Þjóðleikhúsið

Instagram Leikhusid

Póstlistinn

leikhusid.is/postlisti

Vefurinn leikhusid.is

LESTU MEIRA

Græn stefna

GRÆN STEFNA

Fylgdu okkur!


Þjóðleikhúsblaðið, leikárið 2023-2024. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Þorgeir Kristjánsson. Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Hrafnhildur Hagalín og Sváfnir Sigurðarson. Hönnun og útlit: Kontor. Ljósmyndir: Ari Magg, Jón Guðmunds, Jorri og fleiri. Prentun: Prentmet-Oddi. Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19 Miðasala: 551 1200, midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is


Miðasala | 551 1200 | midasala@leikhusid.is | leikhusid.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.