Orð gegn orði - leikskrá

Page 1

1


Sérstakar þakkir: Sigurður Guðjónsson, Sigrún Jóhannesdóttir lögmaður, Stígamót Drífa Snædal, Neyðarmóttaka fyrir þolendur kynferðisofbeldis - Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, Héraðsdómur - Jóhannes R. Jóhannsson og Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Hulda María Stefánsdóttir saksóknari, Halldóra Þöll Þorsteins, Árni Blandon, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Filippía I. Elísdóttir, Tinna Guðrún Barkardóttir, Sigrún Emma Björnsdóttir, Haraldur Flosi Tryggvason Klein. Allir þeir þolendur sem kusu að skila skömminni með myndbirtingu í verkinu. Vakin er athygli á því að ef fleiri þolendur vilja skila skömminni með því að senda inn mynd af sér og veita leyfi til að nota hana í sýningunni þá er enn tekið við myndum á netfangið ordgegnordi@gmail.com.

Leikskrá Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Hönnun og uppsetning: Jorri. Ljósmyndir: Jorri o.fl. Prentun: Prentmet Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. Sýningarlengd er um 1 klst. og 45 mínútur. Ekkert hlé. 6. sýning: Umræður eftir sýningu. Titill á frummáli: Prima Facie. Sýningarréttur: Nordiska ApS, Kaupmannahöfn, www.nordiska.dk og The Agency (London), 24 Pottery Lane, London W11 4LZ, info@theagency.co.uk Leikritið Orð gegn orði (Prima Facie) var frumflutt hjá Griffin Theatre Company í SBW Stables Theatre í Sydney, þann 17. mars árið 2019. Kveikjuviðvörun: Í verkinu er fjallað um kynlíf, ofbeldi og nauðgun, og þar er kynferðisofbeldi lýst. Hægt er að kynna sér nánar viðvaranir vegna umfjöllunarefnis leiksýninga á leikhusid.is/vidvaranir.

Þjóðleikhúsið 75. leikár, 2023–2024. Frumsýning í Kassanum 17. nóvember 2023. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.

2


Orð gegn orði

Prima Facie

eftir Suzie Miller Þýðing: Ragnar Jónasson

Þjóðleikhúsið 2023 - 2024 3


Leikari Ebba Katrín Finnsdóttir

Tessa Ensler

Listrænir stjórnendur Leikstjórn Þóra Karítas Árnadóttir

Tónlist Gugusar

Leikmynd og búningar Finnur Arnar Arnarson

Myndbandshönnun Ásta Jónína Arnardóttir

Lýsing Jóhann Friðrik Ágústsson

Hljóðhönnun Kristján Sigmundur Einarsson

Aðrir aðstandendur Sýningarstjórn og aðstoðarmaður leikstjóra Elín Smáradóttir Sýningarstjórn og umsjón Guðmundur Erlingsson Tæknistjórn á sýningum Jóhann Friðrik Ágústsson Kristín Hrönn Jónsdóttir Leikgervadeild Hildur Ingadóttir - yfirumsjón Búningadeild Helga Lúðvíksdóttir - yfirumsjón Berglind Einarsdóttir Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Eva Lind Weywadt Oliversdóttir 4

Leikmynda- og leikmunagerð Atli Hilmar Skúlason - teymisstjóri Valur Hreggviðsson - yfirumsjón leikmuna og málun Arturs Zorģis - smiður og tæknileg útfærsla leikmyndar Haraldur Levi Jónsson - málmsmiður Michael John Bown - smiður Elísabet Arna Valsdóttir - málun Sviðsdeild Aida Gliaudelyte Þórunn Kolbeinsdóttir


5


6


7


Suzie Miller Suzie Miller hefur sent frá sér leikrit og kvikmynda- og sjónvarpshandrit, þar sem hún tekst á við mannlega reynslu í sinni margbreytilegu og flóknu mynd, og rannsakar gjarnan birtingarmyndir óréttlætis. Sýndar hafa verið um 40 uppfærslur á leikritum hennar víða um heim og hún hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir leikrit sín. Hún hefur skrifað leikrit fyrir leikhús á borð við Breska þjóðleikhúsið, Skoska þjóðleikhúsið, Griffin Theatre og La Boite Theatre í Ástralíu, og Theatre Gargantua í Kanada. Leikrit Miller Orð gegn orði, eða Prima Facie, var frumflutt í Griffin Theatre árið 2019 og sló umsvifalaust í gegn. Meðal verðlauna sem verkið hefur hlotið eru AWGIE for Drama; David Williamson Award for Outstanding Theatre Writing og Major AWGIE verðlaunin sem eru veitt fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Verkið hefur nú verið þýtt á 20 tungumál. Prima Facie var frumsýnt við frábærar viðtökur á West End árið 2022 af Empire Street Productions með Jodie Comer í hlutverki Tessu. Sýningin var flutt yfir á Broadway árið 2023. Árið 2023 vann sýningin til Tony verðlauna fyrir bestu leikkonu (Jodie

8


Comer) og Olivier verðlauna fyrir besta nýja leikritið og bestu leikkonu (Jodie Comer), og hlaut að auki þrjár tilnefningar til Olivier verðlauna og tilnefningu til What’s On Stage verðlaunanna í London fyrir besta nýja leikritið. Meðal annarra verðlauna sem Miller hefur unnið til eru National Griffin Theatre award, Kit Denton Award for Writing with Courage, NY Fringe Festival Overall Excellence Award for Outstanding Playwriting og AWGIE fyrir útvarpsleikrit, auk þess sem hún var tvívegis valin til að vera sérstakur nemandi Edward Albee. Miller hefur nú samið kvikmyndahandrit sem byggt er á Prima Facie fyrir Bunya Productions og Participant Media í Bandaríkjunum, og mun Cynthia Erivo fara með aðalhlutverkið. Meðal leikrita sem Miller hefur skrifað eru Prima Facie og Caress/ Ache fyrir Griffin leikhúsið, Sunset Strip fyrir Griffin Independent, Dust fyrir Black Swan State Theatre Company, The Mathematics of Longing fyrir La Boite Theatre, Overexposed fyrir Performing Lines WA, Driving into Walls fyrir Perth International Arts Festival og Sydney Opera House, Snow White fyrir Queensland Opera, Transparency fyrir Ransom Theatre Northern Ireland & Seymour Centre/Riverside Theatres, Velvet Evening Seance fyrir Skoska þjóðleikhúsið, The Sacrifice Zone fyrir Theatre Gargantua í Kanada, Reasonable Doubt fyrir Cherry Tree Theatre New York og Sold fyrir Theatre 503 London. Árið 2022 voru frumsýnd tvö ný leikrit eftir Miller, annars vegar Anna K sem hún skrifaði fyrir Malthouse Theatre og Of Many, One fyrir Sydney Theatre Company. Á þessu ári var frumflutt leikrit hennar Jailbaby, sem hún skrifaði fyrir Griffin Theatre Company. Sem stendur er hún að skrifa leikrit fyrir Jonathan Church Productions í London. Miller vinnur um þessar mundir að ýmsum verkefnum fyrir sjónvarp og kvikmyndir, m.a. kvikmyndaaðlögun leikrits síns Dust, og sjónvarpsþáttaröð fyrir Drama Republic, Matchbox Pictures, Curio og Synchronicity sem sýna á í Bretlandi og Ástralíu. Hún vinnur að aðlögun skáldsögu sinnar Bruny fyrir Film Art Media. Miller situr í stjórn Australian Writers’ Guild (AWG) og í stjórn nokkurra leikhúsa. 9


10


11


Frá höfundi:

Að öðlast hugrekki eftir Suzie Miller Prima Facie: Hugtak (á latínu) sem merkir „við fyrstu sýn“ eða „rétt uns annað sannast“. Hugmyndin á bak við leikritið Prima Facie [Orð gegn orði] hefur verið að gerjast í huga mér frá því ég var við nám í lögfræði, mörgum árum áður en ég gerðist leikskáld. Verkið beið þarna eftir því að ég öðlaðist hugrekki til að skrifa það og að réttu aðstæðurnar yrðu fyrir hendi í samfélaginu. Það var fyrir tilstilli #MeToo hreyfingarinnar sem Prima Facie gat litið dagsins ljós. Áralangt starf sem lögfræðingur á sviði mannréttindamála og sem verjandi í sakamálum varð síst til að þagga niður femínískar efasemdir mínar um réttarkerfið, vegna þess að þó að ég trúi því staðfastlega að setningin „saklaus uns sekt er sönnuð“ sé grundvöllur mannréttinda, hefur mér alltaf fundist að í kynferðisbrotamálum hefði hún fremur þau áhrif að grafa undan raunverulegri sanngirni en að standa vörð um hana. 12


Ég vek athygli á því að leikritinu fylgir kveikjuviðvörun [e. trigger warning]. Með því að setja inn í verkið lýsingar á kynferðisofbeldinu sem sagan hverfist um er hægt að sýna hvernig lögin endurskilgreina upplifun konu af skelfilegum ofbeldisglæp. Réttarkerfið er mótað af reynslu karla, í málum hefur verið dæmt af mörgum kynslóðum karlkyns dómara og lögin hafa verið sett af mörgum kynslóðum karlkyns stjórnmálamanna, og kerfið er mótað af hugsunarhætti sem var ríkjandi á tímum þegar konur voru skilgreindar sem eign eiginmanna sinna, bræðra og feðra. Þannig að lög um kynferðisofbeldi samræmast ekki reynslu og upplifun kvenna. Jafnframt því sem spurningin um sakleysi/ sekt snýst einkum um hvort (yfirleitt) karlkyns aðilinn hafi haft réttmæta ástæðu til að standa í þeirri trú að samþykki hafi verið veitt af (yfirleitt) kvenkyns aðila, þá hafa það alltaf verið þolendurnir, (yfirleitt) konur, sem eru leiddir fyrir rétt, margyfirheyrðir og látnir endurlifa þá niðurlægjandi reynslu sem þeir hafa orðið fyrir, og síðan eru gerðar tortryggilegar ástæður þeirra fyrir því að kæra hræðilegan ofbeldisglæp sem framinn hefur verið gegn þeim. En engu að síður hafa rannsóknir berlega sýnt að framburði kvenna í kynferðisofbeldismálum er bara ekki trúað! Jafnvel ekki af öðrum konum. Að leggja fram kæru, mæta ítrekað fyrir dóm og sitja undir málflutningnum, svara endurteknum spurningum í réttarsal og vera umfjöllunarefni fjölmiðla krefst ótrúlegs hugrekkis. Þetta er heldur ekki stutt ferli og það að hefja það bendir jafn kaldhæðnislega og það kann að hljóma til mikillar trúar á að kerfið verði sanngjarnt. En verðskuldar réttarkerfið þessa tiltrú? Eða þaggar það enn frekar niður í konum? Hvernig getur samfélagið og þar með lögin þróast til að endurbæta þetta svið laganna? Þegar Prima Facie var fyrst sett upp hjá Griffin Theatre Company – ástralska leikskáldaleikhúsinu – var ein sýning seld sérstaklega konum sem störfuðu innan réttarkerfisins. Áhorfendahópurinn samanstóð af konum sem voru dómarar, lögmenn og lögfræðingar, auk þingkvenna með sæti á fylkisþingum og Samveldisþinginu. Í salnum voru einungis konur. Sem einn af listrænum aðstandendum sýningarinnar sat ég á sviðinu eftir sýninguna, og tók þátt í löngum og spennandi umræðum þar sem myndaðist sannkallaður skurðpunktur listarinnar og samfélagsbreytinga.

13


Síðar í sömu viku sóttu meðlimir nefndar um endurskoðun laga [e. Law Reform Commission] einnig eftirmiðdagssýningu á verkinu á virkum degi. Og enn síðar í sömu viku mættu einnig nokkrir hópar úr drengjaskólum í fylgd kennara og foreldra á sýninguna. Samúðin og forvitnin sem var látin í ljós eftir sýninguna kveikti vonarljós fyrir komandi kynslóðir. Aðalpersóna Prima Facie, Tessa Ensler, er ungur málafærslumaður á sviði sakamála, gagntekin af þeirri glímu sem lögfræðin er, knúin áfram af löngun til að berjast fyrir félagslegu réttlæti og beita sér í þágu þess sem hún telur vera góðan málstað. Hún hefur kannski ekki gengið í alla réttu skólana, og kannski skortir hana réttan félagslegan og efnahagslegan bakgrunn, en þegar hún útskrifaðist úr laganámi sínu var hún hæst í sínum árgangi, allar helstu lögmannsstofur sækjast eftir kröftum hennar og bjóða henni gull og græna skóga í von um að fá hana til starfa. Þrátt fyrir það kýs Tessa að beita sér þar sem baráttan er hörðust og takast á við erfiðustu málin. Hún er ætíð í hlutverki verjanda, á varðbergi gagnvart lögreglunni og útsmognum aðferðum hennar og leggur sig fram um að heyja glímuna af heiðarleika og sanngirni innan ramma laganna. Réttarkerfið felur í sér að þú verðir að trúa því að reglurnar séu heilagar og að þitt hlutverk sé bara eitt af hlutverkum leiksins. Hvað gerist þegar þú nærð sífellt lengra, með því að spila eftir þessum leikreglum, og þú byrjar að átta þig á því að sumar leikreglurnar eru í raun sveigjanlegar og þær er hægt að brjóta? Og þær eru ekki alltaf sanngjarnar? Tessa er komin í fremstu röð í sínu fagi en að henni læðist sá grunur að varfærni hennar gagnvart því að leggja persónubundið mat á hlutina skapi hættu. Hún þarf að gera upp á milli eigin lífsreynslu og þess sem hún hefur hingað til trúað á. Þegar Tessa lendir skyndilega í aðstæðum þar sem hún þarf að láta reyna á kerfið sjálfrar sín vegna, verður hún vitni að því hvernig veggir þessarar traustu og rammgerðu byggingar byrja að molna og það rennur upp fyrir henni að hvergi er örugga fótfestu að finna. En þegar Tessa sér lögin í réttu ljósi, gerir sér grein fyrir því að þau eru ófullkomið mannanna verk, í stöðugri þróun samfara samfélagsbreytingum, veitist henni frelsi til að uppgötva sína eigin rödd og hvetja okkur öll til aðgerða.

14


15


16


17


Hvert get ég leitað ef ég hef orðið fyrir kynferðisofbeldi? Ýmsir aðilar bjóða þolendum aðstoð, svo sem: Stígamót ráðgjafar- og fræðslumiðstöð sem vinnur gegn kynferðisofbeldi, s. 562 6868, stigamot.is 112 – Kynferðisofbeldi tekur á móti öllum sem hafa orðið fyrir nauðgun, tilraun til nauðgunar eða öðru kynferðisofbeldi, s. 112, 112.is/ofbeldi/kynferdis-ofbeldi Hjálparsími Rauða krossins hjálparsíminn er alltaf opinn, trúnaði og nafnleynd er heitið og hann er ókeypis, s. 1717, raudikrossinn.is Neyðarmóttaka Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis stendur opin öllum sem þangað leita, án tilvísunar, vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis, s. 543 1000, landspitali.is Bjarkarhlíð veitir fólki sem hefur orðið fyrir ofbeldi og þolendum mansals stuðning og ráðgjöf, s. 553 3000, bjarkarhlid.is Kvennaathvarfið Samtök um kvennaathvarf reka athvörf fyrir konur í Reykjavík og á Akureyri. Í neyðartilfellum hafið samband við 112, ráðgjöf í s. 561 1205, kvennaathvarf.is Bergið stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri, s. 571 5580, bergid.is Sjúkt spjall hjá Sjúk ást netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndunum sínum, samskiptum eða ofbeldi, sjukast.is/sjuktspjall Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða. Í neyðartilvikum skal hringja í 112, s. 552 2218, pieta.is Aflið Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Akureyri, s. 461 5959, aflidak.is Bjarmahlíð á Akureyri, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis sem býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri, s. 551 2520, bjarmahlid.is Sigurhæðir þjónusta á Suðurlandi við konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi. s. 834 5566, sigurhaedir.is

18


19


20


21


Ebba Katrín Finnsdóttir útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands 2018.

Í vetur leikur hún hér í Ellen B. og Frosti. Hún lék hér annað titilhlutverkið í Rómeó og Júlíu og var einn af höfundum tónlistar í sýningunni, lék Uglu í Atómstöðinni-endurliti, lék í Nokkrum augnablikum um nótt, Ást og upplýsingum og Meistaranum og Margarítu. Í Borgarleikhúsinu lék hún í Dúkkuheimili 2. hluta, NÚNA 2019, Hamlet litla og Matthildi. Hún lék í Temple of Alternative Histories í Staatstheater Kassel. Hún leikur aðalhlutverk í þáttaröðinni Húsó sem verður frumsýnd á árinu og fór með annað aðalhlutverkið í sjónvarpsmyndinni Mannasiðum á RÚV. Ebba Katrín lék í kvikmyndinni Agnesi Joy, þáttaseríunum Venjulegu fólki 2 og 3, stuttmyndunum Samræmi og Sorg étur hjarta og hefur leikið þrisvar í Áramótaskaupi RÚV. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik sinn í Atómstöðinni og var tilnefnd fyrir leik sinn í Ellen B., Matthildi og fyrir tónlist og leik í Rómeó og Júlíu.

Þóra Karítas Árnadóttir útskrifaðist með leiklistargráðu frá The Webber

Douglas Academy árið 2006. Hún hefur starfað sem leikkona hjá Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og með Sjálfstæðu leikhópunum, og lék m.a. einleikinn Ég heiti Rachel Corrie í Borgarleikhúsinu. Hún þreytti frumraun sína sem leikstjóri með sýningunni Samdrættir í Tjarnarbíói árið 2023. Þóra er með B.A. gráðu í guðfræði og MA gráðu í ritlist frá HÍ. Hún hefur sent frá sér tvær bækur, Mörk – saga mömmu og Blóðberg, en sú fyrrnefnda var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Þóra er jafnframt eigandi Silfra Productions sem framleiðir sjónvarpsþætti. Hún var tilnefnd til Grímunnar fyrir leikstjórn á leikritinu Samdrættir og leik í Fool for Love og til Edduverðlaunanna fyrir leik í sjónvarpsþáttunum Ástríði.

Ragnar Jónasson hefur sent frá sér 15 skáldsögur. Bækur hans hafa komið út

í 36 löndum og selst í yfir fjórum milljónum eintaka. Hann átti um tíma þrjár af mest seldu bókum Þýskalands og bækur hans hafa m.a. setið á metsölulistum Sunday Times í Bretlandi, Wall Street Journal í Bandaríkjunum og Amazon. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir ritstörf, m.a. fyrir bestu þýddu glæpasöguna í Danmörku, á Spáni og í Bretlandi. Bók Ragnars Snjóblinda var valin besta glæpasaga síðustu 50 ára í Frakklandi og ein af 100 bestu glæpasögum allra tíma í Bretlandi, og The Times valdi Dimmu sem eina af 100 bestu glæpasögum sem komið hafa út frá árinu 1945. Nú standa yfir tökur á sjónvarpsseríu CBS Studios byggðri á Dimmu í leikstjórn Lasse Hallström með Lenu Olin í aðalhlutverki. Ragnar hefur þýtt fjórtán skáldsögur eftir Agöthu Christie á íslensku. Hann er menntaður lögfræðingur og starfar í hlutastarfi sem stundakennari í lögfræði við Háskólann í Reykjavík.

Gugusar (Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir) er nítján ára gömul tónlistarkona

sem hefur samið alla sína tónlist sjálf frá upphafi. Hún hefur gefið út tvær plötur, Listen To This Twice árið 2020 og 12:48 árið 2022, sem hvor um sig var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem plata ársins. Gugusar hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2023 sem flytjandi ársins. Tónlistin fyrir Orð gegn orði er frumraun hennar í leikhúsi. 22


Finnur Arnar Arnarson útskrifaðist úr fjöltæknideild Myndlista- og

handíðaskóla Íslands 1991 og starfar jöfnum höndum sem myndlistarmaður og leikmyndahöfundur. Hann var handritshöfundur og leikstjóri sýningarinnar Engillinn í Þjóðleikhúsinu sem hlaut tíu tilnefningar til Grímunnar og ein Grímuverðlaun. Hér hefur hann meðal annars hannað leikmynd fyrir sýningarnar Upphaf, Shakespeare verður ástfanginn, Ronju ræningjadóttur, Slá í gegn, Karitas, Maður sem heitir Ove, Fjarskaland, Fyrirheitna landið, Jónsmessunótt, Vesalingana, Heddu Gabler, Íslandsklukkuna, Sumarljós, Pabbastrák, Cyrano, Kardemommubæinn og West Side Story. Hann hefur gert fjölda leikmynda fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið, Borgarleikhúsið, Listaháskólann, Íslensku óperuna og leikhús erlendis. Finnur var tilnefndur til Grímunnar fyrir Kafbát, Engilinn, Fyrirheitna landið, Vesalingana, Íslandsklukkuna og Kryddlegin hjörtu.

Jóhann Friðrik Ágústsson lauk BA námi í ljósahönnun árið 2015 frá Stock-

holm University of the Arts. Hann hefur starfað við Þjóðleikhúsið sem tæknimaður og ljósamaður frá árinu 2006 og hefur lýst á annan tug leiksýninga, dansverka og tónleika fyrir ýmsa aðila. Jóhann hannaði lýsingu fyrir Umskipting, Hádegisleikhúsið, Prinsinn, Gott fólk ásamt Magnúsi Arnari Sigurðssyni og Álfahöllina. Hann hannaði lýsingu fyrir Kafbát og Efa ásamt Ólafi Ágústi Stefánssyni, samstarfsverkefnið Smán, Risaeðlurnar og Súper. Hann hannaði lýsingu fyrir Stroke í Tjarnarbíói. Jóhann var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir lýsingu í Súper.

Ásta Jónína Arnardóttir stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-

2018 og hefur starfað sem ljósahönnuður, myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Í vetur hannar hún hér lýsingu fyrir Eddu, lýsingu og myndband fyrir Ást Fedru og myndband fyrir Múttu Courage. Hún hannaði lýsingu hér fyrir Íslandsklukkuna og Fullorðin og myndband fyrir Nokkur augnablik um nótt og Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag. Hún sá um lýsingu fyrir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og myndbandshönnun fyrir Trouble in Tahiti í Tjarnarbíói. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu, og hefur tekið fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna.

Kristján Sigmundur Einarsson lauk hljóðtækninámi frá SAE institute í

London árið 2011. Hann hefur starfað sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 2013 og hannað hljóðmyndir fyrir fjölda sýninga, nú síðast Ást Fedru, Draumaþjófinn, Sem á himni og Sjö ævintýri um skömm. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir hljóðmynd ársins ásamt Eggerti Pálssyni fyrir Ofsa og hefur auk þess verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir Segulsvið og Engilinn. Kristján hefur starfað við fjölda hljóðverkefna utan leikhússins og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum.

23


24


Starfsfólk Þjóðleikhússins Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi Vala Fannell, verkefnastjóri samfélagsmála Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, teymi barna- og fræðslustarfs Hans Kragh, þjónustustjóri Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikstjóri og höfundur Þorleifur Örn Arnarsson, leikstjóri og höfundur

Leikarar Almar Blær Sigurjónsson Atli Rafn Sigurðarson Björn Thors Ebba Katrín Finnsdóttir Edda Arnljótsdóttir Ernesto Camilo Aldazábal Valdés Guðjón Davíð Karlsson Guðrún Snæfríður Gísladóttir Hallgrímur Ólafsson Hildur Vala Baldursdóttir Hilmar Guðjónsson Katrín Halldóra Sigurðardóttir Kjartan Darri Kristjánsson Kristín Þóra Haraldsdóttir Nína Dögg Filippusdóttir Oddur Júlíusson Ólafía Hrönn Jónsdóttir Pálmi Gestsson Sigurbjartur Sturla Atlason Sigurður Sigurjónsson Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Unnur Ösp Stefánsdóttir Vigdís Hrefna Pálsdóttir Þröstur Leó Gunnarsson Þuríður Blær Jóhannsdóttir Örn Árnason Sýningarstjórn Elín Smáradóttir Elísa Sif Hermannsdóttir María Dís Cilia Hljóð Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri Aron Þór Arnarsson Þóroddur Ingvarsson Brett Smith

Leikgervi Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri Áshildur María Guðbrandsdóttir Silfá Auðunsdóttir Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir Hildur Ingadóttir Búningar Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri Ásdís Guðný Guðmundsdóttir Hjördís Sigurbjörnsdóttir Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir Helga Lúðvíksdóttir Eva Lind Weywadt Oliversdóttir Ljós Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah. Jóhann Bjarni Pálmason, deildarstjóri Jóhann Friðrik Ágústsson Ásta Jónína Arnardóttir Haraldur Leví Jónsson Ýmir Ólafsson Leikmynda- og leikmunaframleiðsla Atli Hilmar Skúlason, teymisstjóri Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri Arturs Zorģis Ásta Sigríður Jónsdóttir Mathilde Anne Morant Michael John Bown, yfirsmiður Valur Hreggviðsson

Svið Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða Alexander John George Hatfield Eglé Sipaviciute Jón Stefán Sigurðsson Jasper Bock Sigurður Hólm Siobhán Antoinette Henry Þórunn Kolbeinsdóttir Bókhald og laun Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi Eldhús Marian Chmelar, matreiðslumaður Ina Selevska, aðstoðarmaður Umsjón fasteigna Eiríkur Böðvarsson, húsvörður Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting Margarita Albina, ræsting Hafliði Hafliðason, bakdyravörður Sigurður Hólm, bakdyravörður Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.

Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri Anna Karen Eyjólfsdóttir Fanney Edda Felixdóttir Halla Eide Kristínardóttir Júlíana Kristín Jóhannsdóttir

Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.

Þjóðleikhúsráð Halldór Guðmundsson, formaður Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson María Ellingsen

25


26


27


Þjóðleikhúsið Miðasölusími: 551 1200 Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is 28


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.