Gæðahandbók útg 3

Page 98

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi

5. kafli : Vöruþróun VR 05.01 Vöruþróun

Þróunarskrá: Verkefnismappa – kaflar

Eyðublöð og fylgiskjöl

Úrvinnsla hugmynda og forsendur

EB 5.01-1 Forsendur þróunarverkefnis

Þróun

EB 5.01-2 Verkáætlun þróunarverkefnis EB 5.01-3 Niðurstöður þróunarhóps EB 5.01-5 Vöruyfirlit EB 5.01-6 Yfirlit og breytingar EB 5.01-7 Hönnunarlýsing og breytingar

Hönnun og endanleg staðfesting hönnunar

Þróun Þróunarráð gerir verkáætlun á EB 5.01-2 Verkáætlun þróunarverkefnis og felur verkefnisstjóra verkefnisins að framfylgja henni. Verkefnisstjóri tekur saman forsendur, markmið og þær kröfur sem lagðar eru til grundvallar verkefninu, þar með taldar kröfur frá viðskiptavinum, úr stöðlum, lögum og/eða reglugerðum svo og vegna rýni 1 frá þróunarráði. Í verkáætlun skal lýsa einstökum verkþáttum og skilgreina hvaða liðsmenn bera ábyrgð á framkvæmd þeirra, þessir liðsmenn þróunarhlutans ásamt verkefnisstjóra eru vöruþróunarhópur. Helstu vörður í verkefnavinnunni eru skilgreindar og tilgreint er hvernig liðsmenn skuli skila niðurstöðum af sér og hvar í ferlinu. Alla þætti vinnu og vöruþróunar skal fela hæfu starfsfólki sem hefur yfir nægjanlegum aðföngum að ráða. Gerð er endurbætt kostnaðaráætlun fyrir verkefnið. Liðsmenn bera ábyrgð á einstökum verkþáttum í þróunarvinnunni og skulu vinna skv. verkáætlun og lúta þeim tímavörðum sem þar eru skilgreindar. Greinargerðir ásamt öðrum gögnum sem tengjast vinnslu verkefnisins, svo sem bréfum, athugasemdum, skráðum samræðum, fundargerðum o.fl. sem tilheyra verkefninu skulu varðveittar í íhlutaskrám viðkomandi liðsmanna. Verkefnisstjórar skulu gera þróunarráði grein fyrir framvindu verkefna sem í gangi eru ársfjórðungslega þ.e. í lok hvers ársfjórðungs. Í endanlegum tillögum hópsins að hönnunarforsendum fyrir vöru, EB 5.01-3 Niðurstöður þróunarhóps, sem tekin er fyrir í rýni 2, skulu m.a. skilgreindar kröfur til hráefnis, framleiðslutækja og búnaðar, efna og íhluta, umbúða og útlits sem leggja skal til grundvallar hönnun og framleiðslu vörunnar. Einnig skal gerð grein fyrir viðskiptalegum, umhverfislegum og lögfræðilegum þáttum sem taka þarf tillit til. Skjalfesta skal niðurstöður þróunarhlutans með þeim hætti að þær hönnunarforsendur sem þar koma fram Ritstýrt af: Jón S.Sigursteinsson

Í gildi frá: 30. júlí. 2007

Samþykkt: LPJ

Útgáfa nr.: 2

VR0501Vöruþróun

Síða 3 af 8

Endurskoðuð: 24.10.08


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.