Gæðahandbók útg 3

Page 253

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi-verklagsregla

12. kafli : Viðhald búnaðar VR 12.02 Viðgerðir vegna ófyrirséðra bilana Framkvæmd viðgerðar skal fara fram eins fljótt og hægt er en ákvörðun um t.d. næturvinnu skal taka í samráði við framkvæmdastjóra. Ef kalla þarf til utanaðkomandi viðgerðarmenn hefur stöðvarstjóri eftirlit með vinnu þeirra. Stöðvarstjóri sannprófar allar viðgerðir og tilkynnir um allar bilanir og viðbrögð við þeim þ.m.t varahlutakaup til sviðstjóra sem skráðir í viðhaldskerfi fyrirtækisins eftir að viðgerð líkur. Vinnuflokkar Verkstjórar vinnuflokka meta bilun sem kemur upp í tækjum og öðrum búnaði þeirra og hvort nauðsynlegt er að stöðva vinnu á verkstað með viðkomandi tæki eða hvort viðgerð getur farið fram síðar. Verkstjóri metur hvort hann sjálfur og starfsmenn hans geti gert við, hvort kalla þurfi til eigin viðgerðamenn af verkstæði fyrirtæksins eða flytja tækið á verkstæði. Verkstjóri tilkynnir um allar bilanir til Þjónustustjóra á EB 12.02.01 Viðgerðarbeiðni og í samráði við hann eru teknar ákvarðanir er varða framhald vinnu á verkstað. Þjónustustjóri og yfirverkstjóri meta þörf á varahlutum og þjónustustjóri tekur ákvörðun um kaup/pöntun á þeim í samráði við framkvæmdastjóra. Framkvæmd viðgerðar skal fara fram eins fljótt og hægt er en ákvörðun um t.d. næturvinnu skal taka í samráði við framkvæmdastjóra. Ef kalla þarf til utanaðkomandi viðgerðarmenn eða flytja tæki til viðgerðar á utanaðkomandi verkstæði hefur þjónustustjóri eftirlit með vinnu þeirra og sannprófar viðgerð. Þjónustustjóri skráir allar bilanir og viðbrögð við þeim þ.m.t varahluti í viðhaldskerfi fyrirtækisins eftir að viðgerð líkur og sannprófar allar viðgerðir framkvæmdar undir hans ábyrgð. Verkstjóri skal tilkynna þjónustustjóra um allar bilanir sem gert er við án utanaðkomandi aðstoðar úti á svæðum og sannprófar þær viðgerðir. Þjónustustjóri sér svo um að skrá lýsingu og viðbrögð við bilun í tölvukerfi fyrirtækisins. Um bílstjóra vörubifreiða fyrirtæksins gildir sama ferli og fyrir verkstjóra.

Tilvísanir VR 07.01 EB 12.02.01

Framleiðsla á malbiki Viðgerðarbeiðni

Skjalavistun Allar upplýsingar um bilanir, viðgerðir, varahluti ofl. vistast í viðhaldskerfi fyrirtæksins hjá þjónustustjóra.

Fylgigögn, sýnishorn EB 12.02.01

Viðgerðarbeiðni

Ritstýrt af: Lars Peter Jensen

Í gildi frá: 27. nóv. 1998

Samþykkt: LPJ

Útgáfa nr.: 3

Síða 2 af 3 Endurskoðuð: 11.04.2007


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.