Gæðahandbók útg 3

Page 177

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi-verklagsregla

8. kafli : Framkvæmdir VR 8.03 Malbiksviðgerðir Sviðstjóri sér um að skrá tímanotkun tækja af dagskýrslum á verknúmer í verkbókhald fyrirtækisins. Verkstjóri malbiksviðgerða/fræsun skal skila inn til sviðstjóra dagsskýrslum (EB 08.03.01) vegna sögunar á malbiki í malbiksviðgerðum á a.m.k. tveggja vikna fresti. Mæliblöð sögunar eru vistuð á skrifstofu hjá sviðstjóra. Undirbúningur fyrir malbiksviðgerðir og mat á aðstæðum á verkstað Verkstjóri malbiksviðgerðarflokks sér um allan undirbúning fyrir malbiksviðgerðir þ.e. að viðeigandi tæki séu í lagi og tiltæk þegar á þarf að halda og fjöldi starfsmanna sé nægur og þjálfun þeirra fullnægjandi. Verkstjóri ber ábyrgð á framkvæmd sögunar/fræsun og þjálfun starfsmanns á sög/fræsun. Starfsmaður á sög/fræsun skal mæla upp sögunina og skila mælingum til verkstjóra. Verkstjóri ber ábyrgð á framkvæmd fræsingu á malbiki og þjálfun starfsmanna á fræsara. Fræsing malbiks skal fara samkvæmt minnisblaði í handbók útlagnar. Verkstjóri skal mæla upp fræsingu sérstaklega og færa inn í dagskýrslu. Verkstjóri malbiksviðgerða ber ábyrgð á öllu mati á aðstæðum verkstað. Áður en vinna við malbiksviðgerðir hefst skal verkstjóri fara yfir verkstað til þess að kanna hvort verkstaður sé tilbúinn. Ef aðstæður eru þannig á verkstað að einhver líkindi séu á því að mannvirki verði fyrir tjóni á meðan vinna stendur yfir skal verkstjóri tikynna það til sviðstjóra sem gerir þá viðeigandi ráðstafanir til taka út mannvirki áður en verk hefst ef ástæður þykja. Niðurstöður úttektar skal skrá og skulu yfirverkstjóri/verkstjóri/sviðstjóri og verkkaupi/eigandi skrifa undir. Ef veruleg tormerki eru á að malbiksviðgerðir geti hafist ber verkstjóra að tilkynna sviðstjóra það sem síðan tilkynnir verkkaupa það og ákveður aðgerðir. Vinna við malbiksviðgerðir Verkstjóri malbiksviðgerða ber að tryggja að fyrirliggjandi séu leiðbeiningar um vinnuaðferðir á verkstað varðandi malbiksviðgerðir og aðra vinnu tengda henni. (sjá handbók útlagnar) Verkstjóri ber ábyrgð á allri vinnu og að öll tæki séu rétt notuð (sjá tækjalista útlagnar í handbók). Verkstjóri skal sjá um að fylgt sé reglum og leiðbeiningum Heilbrigðis- og Öryggisáætlunar MHC um aðbúnað, hollustuhætti, öryggi og öryggisbúnað starfsmanna á verkstað. Verkstjóri skal fylgjast með verkframvindu og panta efni og búnað sem þarf hverju sinni svo að þau gæði fáist í verki sem stefnt er að (sjá VR 06.01 Innkaup á varahlutum, rekstrarvörum og þjónustu) Verkstjóri skal sjá um að merking vinnusvæðis sé samkvæmt reglunum Vegargerðinnar Verkstjóri skal sjá um vöktun á þeim kennistærðum sem lúta að malbiksviðgerðum skrásetningu sem við á : rétt hæðarsetning og lega á brunnum og niðurföllum Ritstýrt af: Jón S. Sigursteinsson

Í gildi frá: 2 september 1999

Samþykkt: LPJ

Útgáfa nr.: 4

VR0803 Malbiksviðgerðir

Síða 2 af 4 Endurskoðuð: 01.04.2008


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.