Gæðahandbók útg 3

Page 169

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi-verklagsregla

8. kafli : Framkvæmdir VR 8.02 Jarðvinna Verkstjóri jarðvinnu skal fylla út dagsskýrslu EB 08.02.01 og afhenda þær tæknideild á a.m.k. tveggja vikna fresti. Dagskýrslur eru vistaðar á skrifstofu hjá verkefnisstjóra. Í dagskýrslu skal skrá niður eftirfarandi : dagsetningu nafn viðskiptamanns og verknúmer staðsetning og eðli verks gerð efnis og efnisnotkun fyrirskipuð þykkt og magn efnis fjöldi niðurfallahringa, brunnhringja og annarra vara sem notaðar eru í verki tækjanúmer, fjöldi vélatíma við jarðvinnu og fjöldi starfsmanna og vinnutími þeirra. talning á ferðafjölda vörubíla sem flytja vöru til eða frá verkstað tímavinnu vegna aukaverka athugasemdir verkstjóra, t.d. í samræmi við eftirfylgjandi utlögn malbikun Sviðstjóri sér um að skrá tímanotkun tækja af dagskýrslum á verknúmer í verkbókhald fyrirtækisins. Verkstjóri jarðvinnu skal einnig sjá um önnur störf sem honum eru falin. Önnur störf geta verið m.a.: lagnavinna, uppmæling, steypuvinna og önnur vinna tengd henni. Undirbúningur fyrir jarðvinnu og mat á aðstæðum á verkstað Verkstjóri jarðvinnu sér um allan undirbúning fyrir jarðvinnu þ.e. að viðeigandi tæki séu í lagi og tiltæk þegar á þarf að halda og þjálfun starfsmanna sé fullnægjandi. Verkstjóri jarðvinnuflokks ber ábyrgð á öllu mati á aðstæðum á verkstað. Áður en jarðvinna hefst skal verkstjóri jarðvinnu yfirfara verkstað til þess að kanna hvort verkstaður sé tilbúinn undir þá vinnu sem skilgreind er í samningi/samþykktu tilboði frá verkkaupa. Verkstjóri jarðvinnu skal hafa gátlista GL 08.02-1 til hliðsjónar við mat sitt. Verkstjóri skal tilkynna sviðstjóra um athugasemdir sínar vegna mats á aðstæðum á verkstað ef einhverjar eru og sviðstjóri getur þá látið framkvæma sérstaka úttekt. Ef aðstæður eru þannig á verkstað að einhver líkindi eru á því að mannvirki verði fyrir tjóni á meðan vinna stendur yfir skal verkstjóri tilkynna það til sviðsstjóra sem gerir viðeigandi ráðstafanir og lætur taka út mannvirki ef ástæða þykir til áður en verk hefst. Niðurstöður úttektar skal skrá og skulu sviðstjóri/tæknimaður og verkkaupi/eigandi skrifa undir.

Ritstýrt af: Jón S. Sigursteinsson

Í gildi frá: 2 september 1999

Samþykkt: LPJ

Útgáfa nr.: 5

VR0802 Jarðvinna

Síða 2 af 5 Endurskoðuð: 04.12.2007


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.