Gæðahandbók útg 3

Page 130

Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.

Gæðakerfi-verklagsregla

7. kafli : Framleiðsla VR 7.01 Framleiðsla malbiks Yfirmaður rannsóknarstofu í Hafnarfirði ber ábyrgð á að afhenda malbiksuppskriftir til viðkomandi stöðvarstjóra samkvæmt VR 9.03 Gerð og breyting uppskrifta. Stöðvarstjóri ber ábyrgð á framleiðslu malbiks eftir uppskriftum. Stöðvarstjóri malbikunarstöðvar sér um allan undirbúning á framleiðslu á malbiki þ.m.t. að viðeigandi tæki séu í lagi og tiltæk þegar á þarf að halda og fjöldi starfsmanna sé nægur og þjálfun þeirra fullnægjandi samkvæmt VR 10.01 Símenntun starfsmanna og VR 10.02 Þjálfun nýrra starfsmanna. Stöðvarstjóri metur í upphafi dags hvort panta þurfi flutning á hráefnum til malbikunarstöðvar vegna framleiðslu dagsins samkvæmt VR 06.04. Innkaup og móttaka á hráefnum Ef veruleg tormerki eru á að framleiðsla geti hafist eða bilun verður í stöð ber stöðvarstjóra að tilkynna það Yfirverkstjóra, verkstjóra eða sviðstjóra sem meta aðgerðir í samráði við hann. Framleiðsla á malbiki Stöðvarstjóri ber ábyrgð á allri vinnu við framleiðslu á malbiki og vinnu tengda henni. Framleiðsla skal fara fram samkvæmt ÍST EN 13108-21(Factory Production Control) og tengdum stöðlum eða öðrum gildandi stöðlum, skilgreindum af Sviðstjóra. Stöðvarstjóra malbikunarstöðvar ber að tryggja að farið sé eftir fyrirliggjandi leiðbeiningum (Handbók / Manual) um vinnuaðferðir í malbikunarstöð varðandi framleiðslu, viðhald og aðra vinnu tengda henni. Stöðvarstjóri skal sjá til þess að eftirfarandi atriði og önnur atriði er varða gæði framleiðslunnar séu vöktuð: Innkeyrsla steinefna: Blöndunarstjóri skipuleggur hvaða hráefni skal nota hverju sinni og hvaða síló skal nota til innmötunnar. Hann kemur skilaboðum til tækjastjóra á hjólaskóflu. Blöndunarstjóri vaktar innmötun steinefna. Þurrkun steinefna: Blöndunarstjóri fylgist með hitastigi á steinefnum í þurrkara og stýrir afköstum stöðvarinnar eftir því hvernig þurrkun gengur. Hitastig steinefna útúr þurrkara skal vera 170-180°C eða samkvæmt uppskrifta.

Ritstýrt af:Jón S.Sigursteinsson

Í gildi frá: 27. nóv. 1998

Samþykkt: LPJ

Útgáfa nr.: 6

VR0701Framleiðsla á malbiki

Síða 2 af 4 Endurskoðuð: 28.03.2008


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.