Fréttabréf Amnesty International 2. tbl 2015

Page 1

fréttabréf Íslandsdeildar 37. árg. 2. tbl. 2015

stærsti mannréttinda­ viðburður heims – Bréfamaraþon

starf Amnesty ber árangur – góðar fréttir

flóttamanna­ ástandið


AMNESTY INTERNATIONAL

Ávarp til félaga

Íslandsdeild Þingholtsstræti 27 – Pósthólf 618 121 Reykjavík – sími 511 7900 Netfang: amnesty@amnesty.is Heimasíða: www.amnesty.is Netákall: www.netakall.is Stjórn Íslandsdeildar Amnesty International: Formaður: Hörður Helgi Helgason Varaformaður: Sólveig Ösp Haraldsdóttir

Í yfir fimmtíu ár hefur Amnesty Inter­ national barist fyrir auknum mann­ réttindum fólks, mannréttindum allra, án mismununar, og hefur staðið sérstaklega við bakið á jaðarsettum hópum. Þessu er í engu öðruvísi farið þegar kemur að mannréttindum vændisfólks. Á heimsþingi Amnesty International í ágúst sl. á Írlandi var samþykkt að fara þess á leit við alþjóðastjórn samtakanna að hún mót­ aði stefnu sem væri til þess fallin að vernda eftir fremsta megni mannrétt­ indi vændisfólks, með aðgerðum sem meðal annars fela í sér afglæpavæð­ ingu vændisþjónustu. Það er óhætt að segja að niðurstaðan hafi verið umdeild en þó einkum hér á landi og í nokkrum öðrum ríkjum heims. Af því tilefni er mikilvægt að benda á að afstaða Amnesty International er skýr varðandi hvers kyns ofbeldi og mis­ beitingu og að í tillögunni felst árétting þess að ríkjum beri að berjast gegn mansali og vernda mannréttindi þol­ enda þess og leggja skuli refsingar við hvers kyns kynferðislegri misnotkun barna. Helstu spurningar og svör um ályktunina er að finna á bls. 6–7. Á heimsþinginu voru mörg önnur málefni rædd og þar voru samþykkt stefnumarkmið samtakanna til næstu

fjögurra ára. Amnesty heldur áfram baráttu sinni fyrir grundvallarmann­ réttindum fólks um allan heim og verður áherslan á baráttuna fyrir heimi þar sem allir þekkja réttindi sín og geta krafist þeirra, að allir njóti verndar mannréttinda, án mismununar, verndun fólks á átakasvæðum, fólks sem sætir ofsóknum eða mismunun í heimalandi sínu, býr við hættuástand og er á flótta sem og að þeir sem brjóta mannréttindi verði látnir sæta ábyrgð. Bréfamaraþon Amnesty Inter­ national hefur fest sig rækilega í sessi bæði hér á landi og annars staðar. Þátttaka framhaldsskólanema og ungs fólks almennt hefur vegið þungt í þessu átaki og það er ánægjulegt að sjá að ungmenni landsins láta sig varða mannréttindi fólks um heim allan og sameinast í von um betri heim. Um Bréfamaraþonið má lesa á blaðsíðum 8–10. Styrkur samtakanna felst í sam­ takamætti félaga og stuðningsaðila, og þú hefur tekið mikilvæga ákvörðun sem skiptir sköpum í að tryggja og efla mannréttindi um heim allan. Þú gerir Amnesty mögulegt að berjast fyrir því að alþjóðlega viðurkennd mannréttindi séu virt og að allir njóti verndar þeirra. Bestu þakkir! Anna Lúðvíksdóttir

Gjaldkeri: Kristín Jóna Kristjánsdóttir Meðstjórnendur: Helga Bogadóttir Björg María Oddsdóttir Varastjórn: Grétar Einarsson Ester Ósk Hafsteinsdóttir Starfsmenn Íslandsdeildar Amnesty International: Framkvæmdastjóri: Anna Lúðvíksdóttir Fjáröflunarstjóri: Jóhanna Guðmundsdóttir Herferðastjóri: Bryndís Bjarnadóttir Aðgerðastjóri: Magnús Sigurjón Guðmundsson Rekstrarfulltrúi: Anna Dóra Valsdóttir Bókari: Margrét Helga Ólafsdóttir Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Umbrot: Eyjólfur Jónsson Próförk: Ásgeir Ásgeirsson Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Anna Lúðvíksdóttir

Amnesty International stefnir að heimi þar sem sérhver einstaklingur fær notið allra þeirra mannréttinda sem er að finna í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamþykktum. Með það að markmiði sinnir Amnesty International rannsóknum og grípur til aðgerða í því skyni að koma í veg fyrir og binda enda á alvarleg brot á þessum réttindum. Amnesty International er samfélag manna um heim allan, sem standa vörð um mannréttindi á grundvelli alþjóðlegrar einingar, virkra aðgerða í þágu einstakra fórnarlamba, alþjóðlegrar starfsemi, algildis og órjúfanleika mannréttinda, óhlutdrægni og sjálfstæðis, lýðræðis og gagnkvæmrar virðingar. Amnesty International hefur ráðgefandi stöðu innan Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins, Samtaka Ameríkuríkja og Afríkusambandsins. Íslandsdeild Amnesty International var stofnuð árið 1974. Friðarverðlaun Nóbels voru veitt Amnesty International árið 1977. 2


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. tbl 2015

Heimurinn standi með ungum aðgerða­ sinnum

Útdráttur úr grein Clara Fok og Sara Vida Coumans, ungliða­stjóra hjá Amnesty International Þann 12. ágúst síðastliðinn fagnaði heimsbyggðin hinum árlega viðburði – alþjóðlega degi æskunnar. Það þótti kaldhæðnislegt að á þeim degi var lítil athygli vakin á því hverfandi rými sem ungir aðgerðasinnar hafa þar sem þeir í auknum mæli verða fyrir kúgun af hálfu stjórnvalda í mann­ réttindabaráttu sinni. Í gegnum samfélagsmiðlana hefur heimurinn fylgst með vaxandi afli ungs fólks sem berst fyrir réttindum sínum og endurmótar samfélag sitt. Ungt fólk hefur vitaskuld alltaf leikið lykilhlutverk í gras­ rótarhreyfingum samfélagsins, það tekur að sér í auknum mæli forystuhlutverk í friðsamlegum mótmælendahreyf­ ingum sem knýja á um breytingar. Unga fólkið sest ekki bara í aftursætið og leikur sér með snjalltækin sín heldur skipuleggur það mótmæli, leggur undir sig opinber svæði og stendur fyrir opnu samtali við stjórnvöld. Þetta hefur kostað sitt. Því miður, og alltof oft, bregðast ríkisstjórnir við friðsamlegri þátttöku þessara ungu aðgerða­ sinna með ofbeldi og stinga þeim í steininn. Tökum Mjanmar sem dæmi. Þar eiga um 100 nemendur, þar með taldir ungir verndarar mannréttinda og aðgerða­ sinnar, yfir höfði sér fangelsisvist fyrir það eitt að mótmæla nýjum menntamálalögum. Ein af þeim er Phyoe Phyoe Aung sem er í forystu einna stærstu nemendahreyfinga landsins en þann 27. ágúst síðastliðinn hélt hún 27 ára afmæli sitt í fangelsi. Hún situr af sér langan og óréttlátan fangelsisdóm sem hún fékk eftir að hafa verið handtekin í marsmánuði eftir að upp úr sauð er lögreglan hugðist fjar­ lægja friðsama mótmælendur með ofbeldi. Enn fleiri eiga á hættu að verða fyrir áreitni og ógnun í, að því er virðist, skipulögðum árásum á nemendahreyfingar

landsins. Þetta er þó engin nýlunda enda segir sagan okkur að yfirvöld í Mjanmar hafa reynt að bæla niður stúdenta­ hreyfingar um langa hríð. Í Angóla handtóku öryggissveitir af handahófi 15 unga aðgerðasinna í júní síðastliðnum fyrir það eitt að taka þátt í fundi þar sem friðsamlega var rætt um stjórnmál og áhyggjur af stjórnarháttum ríkisstjórnar forsetans, José Eduardo dos Santos, sem hefur verið við völd í 36 ár. Þeir hafa verið ásakaðir um að hafa ætlað að raska almannaró og ógna þjóðaröryggi. Ungir aðgerðasinnar sem sátu ekki fundinn voru jafnvel dregnir inn í málið. Þessa stundina sitja þeir allir í einangrunarvist langt frá heimili sínu og það gerir heimsóknir ástvina erfiðar. Allar aðgerðir til að knýja á um frelsi þessara einstaklinga hafa verið brotnar á bak aftur. Þann 22. júlí síðastliðinn var fimm einstaklingum haldið í fangelsi í níu klukkustundir þegar þeir hugðust heimsækja aðgerðasinnana. Stuttu síðar voru friðsamleg mótmæli stöðvuð með ofbeldisfullum hætti. Slík ofsafengin viðbrögð eru ekki staðbundin við Mjan­ mar og Angóla. Víðar er þetta að gerast. Frá Tyrklandi til Venesúela, frá Bandaríkjunum til Egyptalands, er ungum aðgerðasinnum hent í steininn fyrir það eitt að berjast fyrir réttindum sínum. Samfélagið tekur nefnilega ekki alltaf andspyrnu ungra mannréttindasinna fagnandi. Eins og kom fram í máli sér­ staks eftirlitsfulltrúa Sameinuðu þjóðanna í umfjöllun hans um aðgerðasinna er oft bent á ungan aldur aðgerðasinn­ anna og skort á þroska sem rök fyrir því að hafa þá ekki með í ráðum í opinberum málum. Litið er á ungmenna- og stúdentahreyfingar sem samtök vandræðagemsa í staðinn fyrir leikmenn sem geta gefið hinni opinberu umræðu lit. Jafnvel þegar ungmennum er leyft að vera með í ráðum, þá er það oft án meiningar og frekar sem sýndarmennska, því það virðist frekar vera litið svo á að þau séu þarna til að læra og þroskast, í stað þess að taka þátt sem jafningjar í lausn mála. Ef ríki vilja virða skoðanir ungs fólks, þá verða þau að tryggja að ungir verndarar mannréttinda geti krafist og nýtt réttindi sín óhindrað og án ótta. Það er ljóst að marktæk borgaraleg þátttaka ungmenna mun ekki verða til samstundis því það tekur tíma að skapa virkt samráð milli kynslóða – samráð sem er byggt á trausti. En stjórnvöld geta tekið fyrsta skrefið með því að leysa án tafar og skilyrðislaust úr haldi alla unga verndara mannrétt­ inda sem sitja í haldi fyrir friðsamleg mótmæli. 3


AMNESTY INTERNATIONAL

Flóttamannaástandið er áfellis­ dómur yfir leiðtogum Evrópu! Stundin er mörkuð af grafarþögn! Um heim allan eru þetta hefðbundin við­ brögð þegar fólk týnir lífi í harmleik. Evrópa er ekki undanskilin þessum viðbrögðum þegar harmleikur hefur riðið yfir álfuna eða skollið á strendur hennar eins og nú er, þar sem þús­ undir flóttamanna og farandfólks hafa glatað lífi sínu. Fólkið féll ekki fyrir sprengjum í heimalandi sínu heldur lét lífið á hrikalegri ferð sinni í leit að betra lífi í Evrópu. Stærð harmleiksins og framvinda hans hefur nú rofið þögnina!

Heimsbyggðin fyllist óhug Á örfáum dögum fylltist heimsbyggðin öll skelfingu enn og aftur þegar þrjár nýjar harmsögur bættust við langan lista atburða sem þegar höfðu tekið einn stærsta toll mannslífa meðal flótta­ manna og farandverkafólks á þessu ári. Að sögn Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafa yfir 3400 manns þegar látið lífið eða horfið á leið sinni til Evrópu frá 1. janúar 2015. Miðvikudaginn 26. ágúst fundust 52 lík í skipsskrokki í um það bil 30 sjómílna fjarlægð frá ströndum Líbíu. Daginn eftir varð annar líkfundur þegar lögreglan í Austurríki fann 71 látinn, þar á meðal börn, flóttafólk sem troðið hafði verið í flutningabíl sem fannst yfirgefinn á útjaðri hrað­ brautar á milli Búdapestar og Vínar­ borgar. Lögreglan greindi frá því að hinir látnu væru Sýrlendingar og þeir hefðu að öllum líkindum kafnað. Þann 27. ágúst bárust síðan fregnir um enn einn harmleikinn, skipbrot við strendur Zuwara í Líbíu. Þegar þessi grein er skrifuð eru upplýsingar um málið óljósar og enn leitað að líkum en óttast að hátt í 200 manns hafi látið

4

lífið. Hryllingurinn sem átti sér stað þessa viku var hvorki óvæntur né ein­ stakur. Fólkið sem látið hefur lífið í tugum talið – hvort sem það er í yfirfullum flutningabílum eða skipum í leit sinni að betra lífi – er sorglegur áfellisdómur um vangetu Evrópuleiðtoga til að tryggja örugga leið til álfunnar. Að slíkt skuli eiga sér stað á degi hverjum ber vitni um sameiginlega skömm Evrópu. Í Vínarborg, fimmtudaginn 27. ágúst, skammt frá því þar sem lög­ reglan fann líkin í flutningabílnum, hittust leiðtogar Evrópusambandsins og fulltrúar frá ríkjum á vesturhluta Balkanskaga. Þrátt fyrir að flótta­ mannaástandið hafi upphaflega ekki verið á dagskránni tóku leiðtogar Evrópusambandsins fljótlega upp umræðuna um meðferð flóttamanna í Evrópu. Ekki að ástæðulausu – fyrr í vikunni hafði Amnesty International greint frá 4000 flóttamönnum sem fastir voru á landamærum Makedóníu að Grikklandi, eftir að yfirvöld í Makedóníu ákváðu að loka landa­ mærunum. Herþjálfaðir lögreglumenn lokuðu landamærunum með gaddavír og skutu sérstökum hávaða- og ljósa­ sprengjum í átt að skelfingu lostnum fjölskyldum sem flúið höfðu stríðið í Sýrlandi. Vinnufélagi minn hitti móður fjögurra barna frá Damaskus sem hélt þéttingsfast utan um son sinn mitt í sprengjuhávaðanum: „Þetta minnir mig á Sýrland. Þetta hræðir börnin. Ég bjóst aldrei við að upplifa þetta í Evrópu. Aldrei, aldrei,“ sagði hún. Þegar lengra er haldið á Balkan­ skaganum, á flóttamannaleiðinni, tekur ungverska lögreglan á móti flóttafólkinu með því að sprauta tára­

gasi yfir fjöldann sem bíður í móttöku­ miðstöð, og ungversk stjórnvöld vinna af kappi að því að reisa gaddavírs­ girðingu meðfram landamærunum að Serbíu til að sporna við komu fleiri flóttamanna og farandverkafólks. Gríska eyjan Lesbos hefur verið í framlínu flóttamannaástandsins í Evrópu. Undirmönnuð og ofhlaðin verkefnum, hafa yfirvöld á Lesbos ekki getað ráðið við átakanlega fjölgun flóttafólks sem kemur til eyjarinnar en aðeins frá 1. ágúst hafa 33.000 komið þar á land. Afleiðingin er sú að þúsundir flóttamanna, þar með talið frá Sýrlandi, þurfa að hírast við ömurlegar aðstæður á eyjunni.

Tími til að taka forystu Allar þessar krísur eru einkenni sama vandans: Evrópa tekst ekki á við ábyrgð sína við að leysa fordæmalausan flóttamannavanda. Evrópu hefur mistekist að skapa örugga leið fyrir flóttamenn, leið þar sem réttindi og vernd eru í fyrirrúmi, í samræmi við þá mannhelgi og reisn sem flóttafólkið á tilkall til. Hvað er hægt að gera? Altént: ekki fleiri stundir sem markaðar eru af grafarþögn - við höfum fengið nóg af slíku. Nú er tími til að taka forystu. Sumir leiðtogar Evrópu virðast hafa brugðist við ákallinu. Á fundinum í Vín töluðu leiðtogar Evrópu minna um For­ tress Europe og að halda fólki frá Evr­ ópu, og meira um samstöðu og ábyrgð. Varaforseti Framkvæmdastjórnar ESB, Federica Mogherini, gæti ekki hafa talað skýrar í lok fundarins í Vín. „Evrópu ber siðferðisleg og lagaleg skylda til að vernda hælisleitendur,“ sagði Federica. Orðin eru sannarlega rétt en nú þarf einnig að hrinda þeim í framkvæmd. Amnesty International hefur árum saman kallað eftir samhentu átaki Evrópu í þessum efnum, en atburðir undanfarnar vikur og daga sanna að oft var þörf en nú er nauðsyn. Leiðtogar allra Evrópuríkja, (Íslands Flóttamannabúðir í Röszke í Ungverjalandi. © Amnesty Austria – Sebastian Brötzner


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. tbl 2015

þeirra á meðal), verða að gera mun betur og tryggja vernd fyrir fleira fólk, deila ábyrgðinni betur og sýna öðrum löndum og þeim sem eru í sárustu þörfinni samstöðu. Slík viðbrögð verða í það minnsta að fela í sér frekari aðstoð við flóttafólk við að setjast að í Evrópu – núverandi tillögur þess efnis blikna í samanburði við Tyrkland sem hefur tekið á móti 1,8 milljónum flóttafólks frá Sýrlandi – þörf er á fleiri vega­ bréfsáritunum af mannúðarástæðum og fleiri leiðum til að sameina fjöl­ skyldur. Allt minna en þessar aðgerðir myndi þýða átakanleg mistök á sviði mannréttinda.

Flóttamenn á landamærum Serbíu og Ungverjalands.

© Amnesty International

Kröfur Amnesty International Óhætt er að fullyrða að ástandið í Sýrlandi sé ein versta mannréttindaneyð 21. aldarinnar. Á hverjum degi upp­ lifa börn, konur og karlmenn í Sýrlandi ólýsanlegan hrylling. Kastljósi fjölmiðlanna er beint að þeim sem komast frá Sýrlandi en síður að þeim sem eftir sitja í landinu í hræðilegum aðstæðum. Amnesty hefur í gegnum tíðina krafist þess að leitað sé leiða til að stöðva þau mannréttindabrot sem eiga sér stað í Sýrlandi ásamt því að krefjast þess að Evrópuríki tryggi öryggi, vernd og mannréttindi flóttafólks. Kröfum Amnesty hefur verið beint til sýrlenskra yfirvalda, vopnaðra andspyrnuhópa, öryggisráðs Sam­ einuðu þjóðanna, alþjóðasamfélagsins sem og til forseta Bandaríkjanna. Kröfurnar eru fjölmargar en hér verður tekið saman það helsta. Amnesty krefst þess að sýrlensk yfirvöld: • Bindi enda á árásir á óbreytta borgara og opinbera staði svo sem sjúkrahús og skóla. • Stöðvi alla notkun á ónákvæmum sprengjum svo sem tunnusprengjum, í byggð. • Bindi enda á handahófskenndar handtökur, þvinguð mannshvörf, pyndingar og aðra illa meðferð. • Leyfi óhindraðan aðgang mannúðaraðstoðar. • Uppfylli ákvæði í ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna 2139 um að virða alþjóðleg mannúðarlög og mannréttindi. Amnesty krefst þess að vopnaðir andspyrnuhópar: • Bindi enda á árásir á óbreytta borgara, og almenn svæði svo sem sjúkrahús, heimili og skóla. • Bindi enda á brottnám óbreyttra borgara og gíslatökur. • Verði gert ljóst að ólögmætar árásir, pyndingar og önnur ill meðferð verði ekki liðin.

Amnesty krefst þess að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna: • Vísi málinu til saksóknara alþjóðlega glæpadóm­ stólsins. • Krefjist þess að fá reglulegar og hlutlægar upp­ lýsingar um rekjanleg mannréttindabrot og brot á alþjóðlegum mannúðarlögum. • Komi á refsiaðgerðum gegn þeim er bera ábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannúð. • Leggi vopnasölubann á sýrlensk stjórnvöld. Amnesty krefst þess að alþjóðasamfélagið: • Styðji við og byggi upp getu sýrlenskra mannréttinda­ samtaka er skrá brot á alþjóðlegum mannréttinda- og mannúðarlögum í Sýrlandi. • Komi á alhliða vopnasölubanni til sýrlenskra yfirvalda og vopnaðra hópa. • Gangist við sameiginlegri ábyrgð á að rannsaka og sækja til saka þá sem bera ábyrgð á stríðsglæpum og öðrum glæpum samkvæmt alþjóðalögum í Sýrlandi og annars staðar í heiminum. Amnesty krefst þess að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna: • Krefji alþjóðasamfélagið þess að mæta þörfum meira en 2 milljóna flóttamanna og 4,25 milljóna manna á flótta innan Sýrlands, sérstaklega kvenna og barna, með fjárstuðningi stöndugra þjóða – innan Evrópu, Norður-Ameríku, Persaflóaríkja og annars staðar – og að auka mannúðarverkefni og aðstoð við fólk til að setjast að í öðru landi. • Komi á alhliða vopnasölubanni til sýrlenskra yfirvalda og vopnaðra hópa.

5


AMNESTY INTERNATIONAL

Ályktun um skyldur ríkja til að virða mannréttindi vændisfólks – Spurningar og svör Amnesty International samþykkti á heimsþingi sínu 11. ágúst sl. ályktun um skyldur ríkja til að virða mannréttindi vændisfólks (e. „sex workers“). Hér má finna nokkrar helstu spurningar sem Íslandsdeildinni hafa borist frá félögum og komið hafa fram í opinberri umræðu um ályktunina, ásamt svörum við þeim. Á heimasíðu samtakanna má finna fleiri algengar spurningar og svör www.amnesty.is Hvað felst í ályktuninni? Heimsþing Amnesty International fer fram á að alþjóða­ stjórn samtakanna marki samtökunum stefnu í málefnum vændisfólks sem miði að því að tryggja sem best mann­ réttindi þess, meðal annars með því að aflétta refsingum af tilteknum þáttum í vændisstarfsemi. Ályktunin lýsir í 13 töluliðum því sem alþjóðastjórnin skal miða við þegar hún markar stefnuna, þar á meðal því meginmarkmiði að leita skuli leiða til að draga úr þeim skaða sem vændisfólk verður fyrir. Vill Amnesty lögleiða vændi? Nei, Amnesty tekur ekki afstöðu til þess hvort lögleiða skuli vændi, þ.e. hvort viðurkenna skuli það sem atvinnu­ grein og setja reglur um slíka starfsemi. Ályktun heims­ þingsins lýtur eingöngu að því að aflétta refsingum af iðju vændisfólks og draga úr þeim skaða sem refsingar baka því. Slík aflétting refsinga, einnig nefnd „afglæpavæðing“, gengur því skemur en lögleiðing. Er þá Amnesty að krefjast þess að aflétt verði refsingum af allri slíkri starfsemi, bæði kaupum, sölu og hvers kyns aðkomu þriðja aðila og hún látin óátalin? Nei. Tilgangur ályktunarinnar er að nema úr gildi þau lög sem auka líkur á mannréttindabrotum gegn vændisfólki, brýna fyrir stjórnvöldum að vernda vændisfólk gegn mis­ munun og að takmarka ekki tækifæri þess til að losna úr vændi. Hins vegar er áréttað að ríkjum beri að berjast gegn

6

mansali og vernda mannréttindi fórnarlamba þess, auk þess að leggja refsingar við hvers kyns kynferðislegri mis­ notkun barna. Aðkoma annarra en seljenda sem felst í mis­ munun, mansali eða misnotkun barna er því ekki starfsemi sem Amnesty telur að aflétta eigi refsingum af. Vill Amnesty þá að refsingum verði aflétt af dólgum sem gera út vændisfólk eða öðrum sem beita valdi til að fá fólk til að selja sig? Nei. Auk þess sem brýnt er fyrir stjórnvöldum að koma í veg fyrir nauðung, mansal og barnavændi þá er í ályktuninni sérstaklega áréttað að ríkjum beri skylda til að tryggja að vændisfólk sé varið fyrir misneytingu og að lögð sé refsing við henni. Þá er einnig tekið fram að líta verði til þess í hvaða aðstæðum vændið fer fram, þ.e. hvort munur á valdastöðu sé svo mikill að vændisfólk verði ekki talið geta átt raunverulegt val. Felur ályktunin í sér að Amnesty telji það til mannréttinda að geta keypt sér kynlíf eða að fá aðgang að líkama vændisfólks? Nei, ályktunin fjallar ekki um rétt fólks til að kaupa sér vændi heldur lýtur eingöngu að því að vernda mannréttindi vændisfólks og að aðgerðum til að draga úr þeim skaða sem það verður fyrir. Af hverju vill Amnesty aflétta refsingum af öðrum en vændisfólki, svo sem kaupendum? Með ályktuninni er ekki hvatt til þess að refsingum verði aflétt af þætti allra annarra en vændisfólks, svo sem nánar greinir hér að framan. Ályktuninni er beint gegn þeim lögum sem skerða mannréttindi vændisfólks eða stofna því í hættu eða eru til þess fallin að valda þessu fólki skaða. Amnesty styður afnám slíkra laga, óháð því hvort með því sé aflétt refsingum af þætti kaupenda eða annarra í starf­ seminni.


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 1. tbl 2015

Telur Amnesty að það að aflétta refsingum af kaupendum og þriðju aðilum leiði til þess að auðveldara verði að verja mannréttindi vændisfólks? Þrátt fyrir að Amnesty telji að ríkjum beri að beita refsi­ lögum gegn margs konar aðkomu kaupenda og þriðju aðila, svo sem að framan greinir, telja samtökin að í mörgum öðrum tilvikum leiði afnám refsinga til styrkari stöðu vændisfólks og mannréttinda þess. Vill Amnesty afnema refsingar við rekstri vændishúsa? Ályktunin fjallar ekki sérstaklega um vændishús. Í hérlendri löggjöf er ekki heldur vikið beinlínis að rekstri vændishúsa, en refsing lögð við því að stuðla að eða hafa atvinnu, viðurværi eða tekjur af vændi annarra. Í mörgum öðrum ríkjum eru mun skýrari refsiákvæði sem beint er gegn vændishúsum. Þannig verður vændisfólk t.d. fyrir því í mörgum ríkjum að ef það býr saman, í þeim tilgangi að tryggja öryggi sitt og stunda iðju sína þar, þá telst sú sambúð vera rekstur vændishúss og við því lögð refsing. Ályktuninni er m.a. beint gegn slíkri löggjöf. Hyggst Íslandsdeild Amnesty beita sér hér á landi í þessu máli, svo sem með því að berjast fyrir breytingu á löggjöf eða fyrir mannréttindum vændiskaupenda? Nei, deildin hefur engin áform um að beita sér hér á landi hvað þetta varðar eða þrýsta á um breytingar á hér­ lendri löggjöf. Benda má á að í niðurlagi ályktunarinnar er veitt svigrúm til að tekið verði mið af ólíkum aðstæðum í ein­ stökum ríkjum heims. Á hvaða gögnum er ályktunin byggð? Amnesty hefur á undanförnum tveimur árum unnið að rannsóknum á þeim áhrifum sem refsingar við ýmsum þáttum vændis hafa á mannréttindi vændisfólks. Ályktunin er byggð á þeim rannsóknum, auk þess sem litið er til annarra rannsókna sem gerðar hafa verið og samráðs sem haft hefur verið við vændisfólk, rannsakendur, önnur samtök og alþjóðastofnanir. Í því sambandi var sérstaklega horft til þess starfs sem unnið hefur verið á þessu sviði af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) og stofnunum Sameinuðu þjóðanna, svo sem UN AIDS. Meðal samtaka sem leitað var til um samráð voru samtökin Anti-Slavery International og Global Alliance against Trafficking in Women. Þær rannsóknir sem Amnesty stóðu sjálf að tóku til ríflega 200 einstaklinga meðal vændisfólks, fólks sem ekki stundar

lengur vændi, lögreglu, stjórnvalda og annarra stofnana, í Argentínu, Hong Kong, Noregi og Papúa Nýju-Gíneu. Þá náði samráð samtakanna til samtaka vændisfólks, samtaka þeirra sem komist hafa út úr vændi, samtaka sem vinna að útrýmingu vændis, samtaka femínista og annarra kven­ réttindasamtaka, LGBTI-aðgerðafólks, stofnana sem vinna gegn mansali, HIV/AIDS aðgerðafólks og margra annarra. Leysir afglæpavæðing allan vanda vændisfólks? Nei. Veruleiki margs vændisfólks er ömurlegur og hættu­ legur, en refsingar sem lagðar eru við mörgum þáttum í starfsemi þess auka einungis á byrðar þess og hættu á að það verði fyrir mannréttindabrotum. Aflétting þeirra refsinga felur því ekki í sér hina einu „réttu“ lausn heldur er hún leið til að draga úr hættu og skaða sem vændisfólk verður fyrir. Tekur ályktunin eingöngu til kvenna? Nei. Þrátt fyrir að í ályktuninni sé lögð sérstök áhersla á það markmið Amnesty að tryggja jafnrétti kynjanna og réttindi kvenna þá tekur ályktunin til alls fólks, óháð kyni, kynvitund eða öðrum eigindum sem gjarnan eru notuð til að flokka fólk. Hvers vegna hvetur Amnesty International ekki til þess að farin verði hin svonefnda „norræna leið“? Þrátt fyrir að ekki sé lögð refsing við iðju vændisfólks samkvæmt hinni norrænu leið þá er samt sem áður lögð refsing við mörgu því sem það reiðir sig á, svo sem það að leigja sér húsnæði til að stunda vændi. Þetta stefnir öryggi vændisfólks í hættu og eykur hættu á misneytingu þess. Þessi lög valda því að lögregla getur samt sem áður þjarmað að vændisfólki, en í mörgum ríkjum leggja yfirvöld að lögreglu að útrýma vændi með öllum tiltækum ráðum. Þýðir þessi ályktun að þið, sem mannréttindasamtök, leggið blessun ykkar yfir vændisstarfsemi? Nei. Amnesty telur að enginn eigi að þurfa að þola að vera neyddur eða kúgaður til að stunda vændi. Rannsóknir benda til þess að vændisfólk neyðist oft til að stunda vændi þar sem það er eina leið þess til að komast af eða vegna þess að það á ekki annarra kosta völ. Slíkar aðstæður ýta enn frekar undir það að þessi hópur lendir utangarðs í sam­ félögum. Það er ástæða þess að við viljum tryggja að við setjum okkur stefnu sem styrkir baráttu þess fyrir mannrétt­ indum sínum.

7


AMNESTY INTERNATIONAL

BréfAmArAÞon Amn Á hverju ári setja hundruð þúsunda einstaklinga, frá 150 löndum og land­ svæðum, nafn sitt á milljónir bréfa og korta til stjórnvalda sem brjóta mannréttindi og krefja þau um umbætur. fjöldinn allur skrifar einnig stuðningskveðjur til þolenda mannrétt­ indabrota og veitir þeim þannig styrk og vissu um að umheimurinn hafi ekki gleymt þeim. Það kann að vera auðvelt fyrir stjórnvöld að hunsa eitt bréf en þegar milljónir slíkra bréfa berast er erfitt að líta undan. Bréfin bera árangur. Bréfin bjarga lífi.

8

Moses þakkar fyrir stuðninginn

Heimsóknarleyfi og lausn samviskufanga

Í rúm 50 ár hefur Amnesty Inter­ national barist gegn mannréttinda­ brotum með pennann að vopni og á hverju ári er samviskufangi leystur úr haldi, fangar hljóta mannúðlegri meðferð, þolandi pyndinga sér rétt­ lætinu fullnægt, fangi á dauðadeild er náðaður eða ómannúðlegri löggjöf er breytt. Á hverju ári eiga sér stað raunverulegar breytingar á lífi þolenda mannréttindabrota vegna undirskrifta ykkar og aðgerða. Gott dæmi um raunverulega breyt­ ingu á lífi þolanda mannréttindabrots er saga Moses Akatugba, ungs manns frá Nígeríu sem var pyndaður grimmi­ lega og dæmdur til dauða með heng­ ingu aðeins 16 ára gamall fyrir það eitt að stela þremur farsímum. Á síðasta ári þrýstu rúmlega 300.000 manns, í bréfamaraþoni samtakanna, á fylkis­ stjórann á óseyrum Nígerfljóts að náða Moses og í maí 2015 lét fylkisstjórinn undan. Moses er nú frjáls maður. Hann lét eftirfarandi orð falla þegar ljóst var að hann yrði náðaður: „Ég er djúpt snortinn. Ég þakka Amnesty International og aðgerðasinnum samtakanna fyrir stórkostlegan stuðning sem gerði mig að sigurvegara í þessum aðstæðum. Félagar Amnesty International og aðgerðasinnar eru hetjurnar mínar. Ég fullvissa þá um að þessi ótrúlegi stuðningur sem þeir hafa sýnt mér er ekki fyrir borð borinn. Með náð guðs mun ég uppfylla væntingar þeirra. Ég heiti því að gerast aðgerðasinni sjálfur og berjast fyrir aðra. Ég þakka einnig fylkisstjóranum fyrir góðverk sitt og að standa við orð sín.“

Mál Liu Ping var einnig tekið fyrir í bréfamaraþoni síðasta árs en hún er baráttukona fyrir mannréttindum í Kína sem var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að afhjúpa spill­ ingu í landinu. Dóttur Liu Ping var loks veitt leyfi til að heimsækja móður sína í fangelsið í fyrra en sú alþjóðlega athygli sem mál hennar fékk og þrýstingur þátttak­ enda í bréfamaraþon­ inu leiddi til þessarar jákvæðu þróunar. Samviskufanginn Ales Bialiatski frá Hvíta­Rússlandi var leystur úr haldi í júní 2014 eftir þrjú ár á bak við lás og slá. Mál hans var hluti af bréfamaraþoni Amnesty International í desember 2012 þar sem fólk víða um heim, þar á meðal á Íslandi, skrifaði undir mál hans og sendi honum persónulegar kveðjur. Ales tjáði Amnesty International að lausn sín hefði komið sér algjörlega að óvörum. Ales Bialiatski taldi að stöðugur þrýstingur innanlands sem utan hefði leitt til lausnar hans, einu ári og átta mánuðum fyrr en áætlað var. Hann tók einnig fram að hann hefði í hyggju að halda áfram mann­ réttindastarfi sínu líkt og áður. Við lausn sína lét hann eftirfarandi orð falla. „Ég vil þakka ykkur sérstaklega fyrir andlega stuðninginn. Það sem skipti mig virkilega miklu máli voru bréfin sem ég fékk frá venjulegu fólki og ég vil þakka aðgerðasinnum ykkar sérstaklega fyrir það.“ Þá var túníski bloggarinn og sam­ viskufanginn Jabeur Mejri leystur úr haldi í mars 2014 en hann sat í fang­ elsi í tvö ár fyrir að birta greinar á net­ inu og skopmyndir sem þóttu móðgun við íslam. Mál Jabeur Mejri var tekið fyrir í bréfamaraþoni Amnesty Inter­ national árið 2013.


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. TBL 2015

nesty InternAtIonAl Hér eru aðeins örfá dæmi nefnd um hvernig samtakamáttur fjöldans hefur breytt lífi fólks á undanförnum árum.

Fleiri þurfa hjálpar við Víða um heim er frelsi fólks ógnað. Aðgerðasinnar eru fangelsaðir og jafnvel dæmdir til dauða fyrir það eitt að tjá skoðun sína. Mótmælendur eru pyndaðir og ranglega fangelsaðir. Ungar stúlkur eru þvingaðar í hjónabönd og fá engu ráðið um líf sitt og líkama. Bréf þín, undirskrift, sms­aðgerðir og netáköll setja þrýsting á stjórnvöld að bregðast tafarlaust við og snúa ranglæti í réttlæti. Íslandsdeildin skorar á fólk að láta ekki sitt eftir liggja á aðventunni í baráttunni fyrir betri heimi. Í bréfamaraþoni samtak­ anna er hægt að bregðast við vegna 12 áríðandi mála sem þurfa á athygli landans að halda. Meðal þeirra er mál Albert Woodfox sem hefur setið í fangelsi í Louisiana í Bandaríkjunum í 43 ár, þar af 40 ár í einangrun. Engar áþreifanlegar sannanir tengja Woodfox við glæpinn sem hann er ákærður fyrir.

Máttur samstöðunnar Um er að ræða einstakan viðburð þar sem máttur samstöðunnar sýnir sig í verki í kröfu um réttlæti fyrir karlmenn, konur og börn um heim allan. Búrkína Fasó er einnig í brenni­ depli bréfa­ maraþonsins í ár en þar eru þúsundir

ungra stúlkna þvingaðar í hjónaband á hverju ári. Í El Salvador er einnig brotið gróflega á mannréttindum kvenna og stúlkna þar sem blátt bann ríkir við fóstureyðingum í landinu. Mál Teodora del Carmen verður sér­ staklega tekið fyrir en hún fæddi and­ vana barn árið 2007 og var í kjölfarið handtekin og dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði. Í Grikklandi er kynþáttahatur og andúð gegn hommum útbreidd en Costas og unnusti hans urðu fyrir fólskulegri árás í ágúst 2014 sem sprottin var af slíku hatri og mismunun. Um hreinan hatursglæp er að ræða. Þá verður mál samviskufanganna Fred Bauma og Yves Makwambala tekið fyrir í bréfa­ maraþoninu 2015 en þeir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að kalla eftir lýðræðisumbótum og ábyrgð stjórnvalda í Kongó. Allir þessir þolendur mann­ réttindabrota þurfa sár­ lega á aðgerðum þínum að halda. Bréfamaraþonið fer fram dagana 4. til 18. desember. Það hefur aldrei verið einfaldara að taka þátt. Tilbúin bréf til stjórn­ valda verða á öllum þeim stöðum á landinu sem bréfamaraþonið fer fram í ár. Einnig er hægt að senda stuðn­ ingskveðjur til fórnarlamba mannrétt­ indabrota og ný vefsíða lítur dagsins ljós þar sem með einföldum hætti verður hægt að skrifa undir öll málin með einum smelli eða velja þau mál sem þú kýst að skrifa undir. Dagskráin verður auglýst síðar á heimasíðu samtakanna. Bréfamaraþon Amnesty Inter­ national er vitnisburður um það sem samtökin standa fyrir – baráttu ein­ staklinga fyrir aðra einstaklinga, hverjir sem þeir eru og hvaðan sem þeir koma!

9


AMNESTY INTERNATIONAL

MÁLIN SEM VERÐA TEKIN FYRIR Í BRÉFAMARAÞONI 2015

Hér geturðu séð ágrip af þeim málum sem við tökum fyrir í bréfa­maraþoninu. Taktu þátt í því. Þetta fólk þarf sárlega á aðgerðum þínum að halda. Albert – Bandaríkin

Saman – Íran

María – Búrkína Fasó

Fred og Yves – Kongó

Albert Woodfox hefur setið í 43 ár í fangelsi, þar af 40 ár í einangrun, 23 tíma á sólarhring. Engar áþreifanlegar sannanir tengja Woodfox við glæpinn sem hann er ákærður fyrir.

María var aðeins 13 ára gömul þegar faðir hennar þvingaði hana til að giftast sjötugum manni sem átti fimm eiginkonur fyrir. Þús­ undir ungra stúlkna eru neyddar í hjónaband í Búrkína Fasó.

Fred Bauma og Yves Makwam­ bala eru samviskufangar. Þeir eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að kalla eftir lýðræðisumbótum og ábyrgð stjórnvalda í Kongó.

Teodora – El Salvador

Zunar – Malasía

Teodora del Carmen fæddi andvana barn árið 2007 og var í kjölfarið handtekin og dæmd í 30 ára fangelsi fyrir morð að yfirlögðu ráði. Dómurinn byggðist á harð­ neskjulegum lögum um fóstur­ eyðingarbann í El Salvador.

Langur fangelsisdómur bíður pólitíska skopmyndateiknarans Zunar fyrir það eitt að tísta gagn­ rýni um fangelsun stjórnarand­ stöðuleiðtoga í Malasíu. Stjórnvöld ganga hart fram í að brjóta réttinn til tjáningarfrelsis.

Costas – Grikkland

Yecenia – Mexíkó

Í ágúst 2014 urðu Costas og sam­ býlismaður hans, sem er flótta­ maður, fyrir fólskulegri árás í mið­ borg Aþenu. Tilefni árásarinnar var hommafælni og kynþáttahatur.

10

Saman Naseem var pyndaður í þeim tilgangi að fá hann til að játa á sig morð og dæmdur til dauða aðeins 17 ára gamall.

Í júlí 2012 var Yecenia Armenta handtekin, pynduð grimmilega í 15 klukkustundir og margsinnis nauðgað. Lögreglan í Mexíkó hótaði einnig að nauðga og drepa börnin hennar.


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. tbl 2015

Phyoe – Mjanmar

Rania – Sýrland

Waleed – Sádí-Arabía

Muhammad – Úsbekistan

Phyoe Phyoe Aung er samvisku­ fangi. Hún var handtekin, ásamt fjölda annarra námsmanna sem skipulögðu friðsamleg mótmæli í Mjanmar. Þeirra bíður löng fangavist.

Rania Alabassi, eiginmaður hennar og sex börn þeirra, öll á aldrinum þriggja til fimmtán ára, voru handtekin af fulltrúum stjórnvalda í mars 2013. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan.

Mannréttindalögfræðingurinn Waleed Abu al-Khair hlaut 15 ára fangelsisdóm í skjóli grimmilegra hryðjuverkalaga í Sádí-Arabíu. Waleed er samviskufangi, ekki hryðjuverkamaður.

Hvernig það virkar

… til handa einstaklingum sem sætt hafa pyndingum, sitja í fangelsi eða á dauðadeild fyrir það eitt að tjá sig, eða hafa verið þvingaðir í hjónaband …

Aðgerðasinnar frá rúmlega 150 löndum og landsvæðum …

… og þrýsta á stjórnvöld, þjóðarleiðtoga og ýmsa valdhafa …

Blaðamaðurinn Muhammad Bekzhanov var beittur kæfingu, gefið raflost og illa barinn af öryggissveitum í Úsbekistan árið 1999. Hann hefur setið í fangelsi í 16 ár.

… taka þátt í margs konar viðburðum, í skólum, á kaffihúsum, á bókasöfnum og fleiri stöðum …

… þar sem fólk skrifar milljónir bréfa, korta, tölvupósta og smáskilaboða …

… ásamt því að sýna þolendum brotanna og fjölskyldum þeirra, stuðning og kærleik …

… og koma á breytingum þannig að aðgerðasinnar eru leystir úr haldi, pyndarar eru sóttir til saka og lögum breytt.

11


AMNESTY INTERNATIONAL

Íslandsdeild Amnesty tók þátt í Druslugöngunni og söfnuðu ungliðar okkar undirskriftum fyrir þolendur kynferðisbrota í túnis.

Íslandsdeild Amnesty tók þátt í Gleðigöngu hinsegin daga. Þar vöktu þátttakendur athygli á stöðu mannréttindamála hinsegin fólks.

Meðlimir í ungliðaráði Amnesty hafa á þessu ári staðið fyrir jafningjafræðsluherferð sem þau hafa farið með víða. Fræðslan er liður í herferðinni – Minn líkami mín réttindi.

ungliðahreyfing Amnesty hélt á dögunum áhugavert fræðslukvöld þar sem Adda Þóreyjar-Smáradóttir hélt erindi um hvernig nota mætti samfélagsmiðla í jafnréttis- og mannréttindabaráttunni.

Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð héldu hinseginviku í upphafi skólaársins. Þar vöktu þau athygli á réttindabaráttu hinsegin fólks, söfnuðu undirskriftum og seldu bollakökur til styrktar Amnesty.

12

ungliðahreyfing Amnesty var með aðgerð í lok september í Kringlunni. Þar hvöttu þau Íslendinga til að skora á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöf sinni sem er ein sú harðneskjulegasta í heimi.

Í júní stóð ungliðahreyfingin fyrir tveimur aðgerðum gegn pyndingum í tilefni af alþjóðlegum degi til stuðnings við fórnarlömb pyndinga. Þar gátu gestir og gangandi fengið að reyna mismunandi pyndingar sem beitt er víða í heiminum.

Gestir Amnesty á Menningarnótt tóku þátt í ljósmyndaaðgerð.


ÁrAngUr Af BréfA­ mArAÞonI 2014 níu dæmisögur um hvernig skrif þín breyttu lífi þolenda mannréttindabrota Undirbúningur fyrir einn stærsta mannréttindaviðburð í heimi, bréfa­ maraþonið, er hafinn og í aðdraganda þess lítum við yfir farinn veg og skoðum hvernig bréf þín höfðu áhrif á líf þolenda mannréttindabrota í kjölfar bréfamaraþonsins 2014. Frelsi í Nígeríu Fylkisstjóri á óseyrum Nígerfljóts lét undan öflugum þrýst­ ingi frá félögum Amnesty og náðaði Moses Akatugba, sem var dæmdur til dauða með hengingu aðeins 16 ára gamall í kjölfar ásakana um stuld á þremur farsímum. Alls söfnuðust rúmlega 16.000 undirskriftir frá Íslandi árið 2014 vegna Moses í gegnum sms­ aðgerðanetið, netákallið og í bréfamaraþoni samtakanna. Moses lét eftirfarandi orð falla þegar ljóst var að hann yrði náðaður: „Ég er djúpt snortinn. Ég þakka Amnesty International og aðgerðasinnum samtakanna fyrir stórkostlegan stuðning sem gerði mig að sigurvegara í þessum aðstæðum. Félagar Amnesty International og aðgerðasinnar eru hetjurnar mínar. Ég fullvissa þá um að þessi ótrúlegi stuðningur sem þeir hafa sýnt mér er ekki fyrir borð borinn. Með náð guðs mun ég uppfylla væntingar þeirra. Ég heiti því að gerast aðgerðasinni sjálfur og berjast fyrir aðra. Ég þakka einnig fylkisstjóranum fyrir góðverk sitt og að standa við orð sín.“ Íslandsdeildin þakkar öllum þeim sem börðust fyrir lausn Moses heilshugar fyrir þátttökuna. Samtakamáttur ein­ staklinga eins og ykkar sem af þrautseigju haldið baráttunni áfram í þágu þeirra sem sæta grófum mannréttindabrotum skilar sér sannarlega.

Rannsókn á pyndingum á Filippseyjum Þann 27. mars afhenti starfsfólk Amnesty International á Filippseyjum lögreglunni þar í landi undirskriftir úr bréfa­ maraþoninu 2014 og kallaði eftir rann­ sókn á pyndingum sem Jerryme Corre sætti. Strax eftir afhendingu undir­ skriftanna bárust Jerryme og fjölskyldu hans þær fregnir frá lögreglunni að rann­ sókn yrði sett af stað líkt og Amnesty Inter­ national kallaði eftir. Mánudaginn 6. apríl var starfsfólk Amnesty International viðstatt fyrstu skýrslutöku rannsóknarinnar ásamt Jerryme Corre og lögfræðingi hans. Í skýrslutökunni var staðfest að innra eftirlit lögreglunnar hóf rannsóknina vegna bréfa sem því bárust frá Amnesty International. Við heimsóknina tjáði Jerryme starfsfólki Amnesty Inter­ national á Filippseyjum að sér hefði borist fjöldinn allur af bréfum í fangelsið og lét eftirfarandi orð falla af því tilefni: „Ég get aldrei þakkað nógsamlega fyrir mig. Bréfin gáfu mér styrk. Þau breyttu jafnvel þróuninni í máli mínu frá því sem áður var. Þau veittu einnig eiginkonu minni styrk. Við erum ekki ein í baráttunni. Margt fólk berst einnig fyrir réttlæti fyrir okkar hönd.“

Leyfi veitt fyrir heimsóknum í fangelsi í Kína Liu Ping, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Kína, var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir að reyna að afhjúpa spillingu í landinu. Dómurinn yfir Liu Ping er hluti af við­ leitni stjórnvalda til að brjóta á bak aftur Nýju borgarahreyfinguna, sem er friðsamleg hreyfing baráttufólks er vinnur að gagnsæi í stjórnsýslunni, að því að hjálpa þeim sem standa höllum fæti og að afhjúpa spill­ ingu. Dóttur Liu Ping var loksins veitt leyfi til að heimsækja móður sína í fangelsið í fyrra. Sú alþjóðlega athygli sem mál Liu Ping hefur fengið og þrýstingur þátttakenda í bréfa­ maraþoninu hafði áhrif á þetta jákvæða skref. 13


AMNESTY INTERNATIONAL

Barátta gegn kynþáttafordómum í Grikklandi Paraskevi Kokkoni er 35 ára gömul kona af Róma-ættum sem býr í Vestur-Grikklandi. Hún og andlega vanheill frændi hennar urðu fyrir heiftarlegri líkamsárás – sprottinni af kyn­ þáttahatri – þegar þau voru í verslunarleið­ angri í október 2012. Paraskevi Kokoni hitti dómsmálaráðherra Grikklands síðla árs 2014 og afhenti honum bréf þar sem þess var krafist að kynþáttahatur yrði ekki liðið í Grikklandi og réttlætis krafist fyrir hönd Paraskevi. Dómsmálaráðherra Grikklands sagði við það tilefni að núverandi löggjöf gegn kynþáttahatri dygði ekki og lagði til að gripið yrði til aðgerða til að breyta ástandinu.

til skila til Erkin Musaev, þolanda pyndinga sem hefur verið í haldi síðan 2006 í Úsbekistan, lögðum við fram kvörtun til fangelsis­ stjórans. Erkin var þá leyft að lesa nokkur bréf í návist starfsmanna fangelsisins áður en hann skilaði þeim til baka. Erkin og fjölskylda hans færa innilegustu þakkir öllum í Amnesty sem hafa sent þeim stuðningskveðjur, þar á meðal í bréfamaraþoninu 2014. Erkin segir að hver einasta kveðja skipti sig miklu máli og gefi sér styrk, bjartsýni og trú.

Endurbætur á heilbrigðisþjónustu í SuðurAfríku Þungaðar konur og nýbakaðar mæður í Mkhondo-sveitar­ félaginu í austurhluta Suður-Afríku hafa látið lífið að óþörfu sökum þess að þær njóta ekki nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Nú njóta þær betra aðgengis að mæðra­ vernd. Ein heilsugæslu­ stöð í Mkhondo-sveitar­ félaginu hefur aukið þjónustu sína við þungaðar og nýbakaðar mæður og nú er boðið upp á mæðravernd sjö daga vikunnar í stað tveggja daga, eins og áður var, og hefur það dregið verulega úr biðtíma.

Bætur á Indlandi Indversk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni endurskoða tölur um fjölda látinna og slasaðra í kjölfar gaslekans í Bophal árið 1984 með tilliti til skaðabóta. Þetta kann að vera stórt skref í þá átt að tryggja að fyrirtækin sem ábyrgð bera á gaslekanum greiði skaðabætur í samræmi við þá stærðargráðu hörmunga sem gaslekinn olli.

Þolanda mannréttindabrota í Úsbekistan veittur styrkur Erkin Musaev var ranglega sakaður um njósnir, pyndaður og dæmdur í 20 ára fangelsi eftir nokkur ósanngjörn réttarhöld. Um leið og við komumst að því að bréf kæmust ekki 14

Stuðningur við Chelsea Manning í Bandaríkjunum Saman sendum við rúmlega 240,000 bréf og kort vegna Chelsea Manning sem hlaut 35 ára fangelsisdóm eftir að hafa birt leynileg gögn frá Bandaríkjastjórn á vefsíðunni Wikileaks, þar á meðal efni sem afhjúpaði möguleg mann­ réttindabrot bandarískra hersveita á erlendri grundu. Í kjölfar bréfamaraþonsins árið 2014 lét hún eftirfarandi orð falla: „Ég er svo þakklát fyrir allan stuðning ykkar við að halda mér jákvæðri. Ég er sterk vegna ykkar!“

Vitundarvakning í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Lögfræðingurinn og prófessorinn Mohammed al-Roken hlaut tíu ára fangelsisdóm í kjölfar yfirgripsmikillar herferðar stjórnvalda gegn pólitískum aðgerðasinnum og mann­ réttindafrömuðum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þið börðust fyrir máli hans og kröfðuð yfirvöld í Sam­ einuðu arabísku furstadæmunum um að leysa Mohammed tafarlaust úr haldi. Í kjölfar bréfamara­ þonsins árið 2014 lét aðgerðasinni frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftirfarandi orð falla, „Við erum mjög vongóð um að herferðir eins og þessar (bréfamaraþonið) kunni að þrýsta á stjórnvöld um að stíga jákvæðari skref í átt að mannréttindum“.


FRÉTTABRÉF ÍSLANDSDEILDAR, 2. TBL 2015

BreyttU HeImInUm!

vertu með í bréfamaraþoni Amnesty International. Þingholtsstræti 27, þriðju hæð, laugardaginn 12. desember frá kl. 13 til 18. Bubbi morthens og feðgarnir páll einarsson og magnús pálsson gleðja gesti með söng og undirleik. Heitt á könnunni.

BréfAmArAÞon Amnesty InternAtIonAl fer frAm Á eftIrfArAndI stöðUm: Akureyri, í Pennanum Eymundsson 7. desember frá kl. 13 til 17. laugar, á bókasafni Framhaldsskólans á Laugum 9. desember frá kl. 11 til 15. ▶ Húsavík, á Bókasafninu á Húsavík 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins. ▶ Kópasker, í versluninni Skerjakolla 4. og 11. desember frá kl. 13 til 16. ▶ egilsstaðir, á Jólakettinum í Barra 12. desember frá kl. 12 til 16. ▶ Höfn í Hornafirði, í Gömlubúð 29. nóvember frá kl. 13 til 17. ▶ selfoss, á Bókasafni Árborgar 4. til 16. desember á opnunartíma safnsins og á upplýsingamiðstöð ferðamanna í Árborg. upplýsingamiðstöðin er opin mánudag til föstudag frá kl. 10 til 18. Laugardaga frá kl. 11 til 14. ▶ stokkseyri, á Bókasafni Árborgar 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins. ▶ eyrarbakki, á Bókasafni Árborgar 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins. ▶ grindavík, á Bókasafninu í Grindavík 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins. ▶ reykjanesbær, á Bókasafni Reykjanesbæjar 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins. ▶ Hafnarfjörður, á Bókasafni Hafnarfjarðar 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins. ▶ nemendafélög í eftirfarandi framhaldsskólum á landinu taka jafnframt þátt: Menntaskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Verslunarskóli Íslands, Menntaskólinn við Sund, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Borgarholtsskóli, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Fjölbrautaskóli Suðurlands, 15 Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Flensborgarskólinn í Hafnarfirði. ▶ ▶

BréfAmArAÞon 2015

reykjavík miðbær, á skrifstofu Amnesty international Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík, 12. desember frá kl. 13 til 18. ▶ reykjavík miðbær, á Borgarbókasafni Reykjavíkur 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins. ▶ reykjavík grafarvogur, Borgarbókasafnið menningarhús Spönginni 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins. ▶ reykjavík gerðuberg, á Borgarbókasafninu Gerðubergi 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins. ▶ Akranes, á Bókasafni Akraness frá 4. til 18. desember á opnunartíma safnsins og í Bónushúsinu 4. desember frá kl. 17 til 19 ▶ Borgarnes, í Hugheimum, Bjarnabraut 8, 12. desember frá kl. 13 til 16. ▶ stykkishólmur, í ungmennahúsinu Snæfell, 10. desember frá kl. 13 til 18. ▶ Ísafjörður, í Edinborgarhúsinu 5. desember frá kl. 13 til 16. ▶ sauðárkrókur, á Heilbrigðisstofnun Norðurlands vestra 8. desember frá kl. 9 til 13 og í Árskóla 10. desember frá kl. 9:30 til 13:30. ▶


Jólakort Íslandsdeildar Amnesty International

gleðjUm vInI og ættIngjA með fAllegUm KortUm Um HÁtÍðArnAr Jólakortið í ár ber heitið 64°09N & 21°57W oxídasjón og er eftir myndlistarkonuna Erlu Þórarinsdóttur. Inn í kortið passa ljósmyndir að stærð 10x15 sm. Sameinaðu fallega jólakveðju og stuðning við brýnt málefni. Hægt er að panta kortin á heimasíðu Amnesty International https://www.amnesty.is/amnestybudin/ Kortin eru fáanleg í Pennanum, Eymundsson, Máli og menningu, Iðu og Bóksölu stúdenta. Einnig er hægt að nálgast kortin á skrifstofu deildarinnar að Þingholtsstræti 27, 3. hæð, 101 Reykjavík.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.