Kennsluáætlun 9b vor2017

Page 1

Kennsluáætlun í 9. bekk vorönn 2017

Kennsluáætlanir í stærðfræði eru gerðar fyrir heilt skólaár og má nálgast í kennsluáætlunum haustannar. Kennsluáætlun í íslensku er í sér skjali


Kennsluáætlun Danska, vor 2016 9. bekkur, 2 klukkustundir Kennari: Hildur Ásgeirsdóttir.

Markmið: Hlustun:  

Skilur talað mál um efni er varðar hann sjálfan, áhugamál hans og daglegt líf þegar talað er skýrt og áheyrilega. Skilur aðalatriði talmáls þegar fjallað er um málefni úr viðfangsefni dönskunámsins.

Lesskilningur:  

Getur lesið auðlesna texta af fjölbreyttum toga um daglegt líf og áhugamál sem innihalda algengan orðaforða. Getur lesið léttar bækur og greinar og fjallað um efni þeirra. Getur beitt mismunandi lestraraðferðum í ólíkum tilgangi .

Munnleg tjáning:  

Getur tjáð sig um það sem viðkemur daglegu lífi hans og því sem stendur honum nærri á vel skiljanlegu máli. Getur flutt stutta, undirbúna kynningu og svarað spurningum um efnið.

Ritun: 

Getur skrifað samfelldan texta um efni sem hann þekkir, beitt grunnreglum málfræði og stafsetningar nokkuð rétt, sýnt fram á allgóð tök á daglegum orðaforða sem unnið hefur verið með.

Námsefni Til að ná ofangreinum markmiðum er notast við eftirfarandi námsgögn:  Smil, les- og vinnubók eftir Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur og Ernu Jessen.  Grammatik – málfræðibók.  Fjölfölduð verkefni í málfræði.  Léttlestrarbók sem prófað verður úr.  Hlustunaræfingar.  Danskar kvikmyndir og tónlist.  Námsspil.

Kennsluhættir Lögð er áhersla á að hafa fjölbreytni í kennsluháttum þar sem tekið er mið af mismunandi námsnálgun og stöðu nemenda. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu nemenda. Unnið er jöfnum höndum með meginþætti tungumálsins, lestur, hlustun, talað mál og ritun. Í kennslustundum er unnið með lesbók og vinnbók sem tengist textanum. Auk þess lesa nemendur léttlestrarbækur og texta af ýmsum toga. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér mismunandi lestraraðferðir, s.s. nákvæmnislestur, leitarlestur og hraðlestur. Nemendur eru þjálfaðir reglulega að hlusta á mælt mál og vinna verkefni sem prófa skilning á málinu. Málfræði verður samþætt lestri og ritun og verður lögð áhersla á upprifjun helstu orðflokka og einkenni þeirra. Fjölbreytt ritunarverkefni fylgja vinnubók en auk þeirra skrifa nemendur stutta texta frá eigin brjósti, t.d. í dagbókarformi. Nemendur kynnast dönsku samfélagi, menningu og siðum með aðstoð kvikmynda, verkefna og tónlistar.


Kennsluáætlun Enska, vor 2017 9. bekkur, 3 x 60 mín á viku Kennarar: Karl Sigtryggsson og Vignir Andri Guðmundsson Hæfniviðmið eru í samræmi við Aðalnámskrá Grunnskóla 2014 Hlustun: Getur skilið daglegt mál er varðar hann sjálfan og hans nánasta umhverfi þegar talað er skýrt. Lesskilningur: Getur lesið og skilið texta með grunnorðaforða daglegs lífs um efni sem tengist þekktum aðstæðum og áhugamálum. Getur lesið sér til gagns og gamans stuttar bækur. Munnleg tjáning: Getur haldið uppi samræðum með stuðningi frá viðmælanda með eðlilegum framburði og áherslum á lykilorðaforða. Ritun: Getur skrifað stuttan samfelldan texta um efni sem tengist honum persónulega, tengt saman einfaldar setningar, stafsett flest algengustu orðin og notað algengustu greinarmerki, eins og punkta og spurningarmerki. Geti þýtt einfalda texta, bæði úr íslensku á ensku og öfugt. Námsleiðir Til þess að ná hæfniviðmiðunum er notast við eftirfarandi námsleiðir:  Spotlight 9, lesbók og vinnubók  Hlustunaræfingar; fjölmiðlaverkefni og kvikmyndaverkefni.  Kjörbók og verkefni úr henni  Smásögu- og ljóðaverkefni  Stuttmyndaverkefni  Tjáningarverkefni  Málfræðiskemmtivika  Ritunardagbók  Hópverkefni  Margvísleg önnur verkefni Efni annarinnar verður unnið í lotum. Upplýsingar um efni og námsmat lotanna má nálgast á Mentor. Námsmat Námsmat er símat sem felst í könnunum úr Spotlight, málfræðiverkefnum, hópverkefnum, kynningum, vinnu og ástundun í tímum og ýmsum öðrum verkefnum sem unnin verða á önninni. Notast verður að hluta til við sjálfsmat og jafningjamat í þemavinnu vetrarins. Lokaeinkunn í vor er metin út frá einkunnum verkefna og kannanna sem unnin verða á skólaárinu. Nánar má sjá vægi verkefna og prófa í verkefnabók.


Kennsluáætlun Náttúrufræði - vor 2017 9. bekkur, 2 vikustundir Kennari: Haraldur Bergmann Ingvarsson. Námsefni  Eðlisfræði 1 Námsmat Lokapróf Vinnubók Skyndipróf Verkefni Gera má ráð fyrir að eitthvað geti breyst í eftirfarandi áætlun og munu kennarar vekja athygli á þeim breytingum jafnóðum og þær verða ljósar.

Tímabil

Efni

Verkefni

16. – 20. janúar 23.– 27. janúar.

Fyrirlestravinna úr mannslíkamanum

30.– 3.febrúar

Fyrirlestravinna úr mannslíkamanum

6. – 10. febrúar 13. – 17. febrúar

Fyrirlestrar og byrja á Eðlisfræði 1. Kafli 1.1 Kafli 1.1

Sjálfspróf 1.1

Kafli 1.2 Fimmtud.: Vetrarfrí Föstud.: Vetrarfrí Kafli 1.2

Sjálfspróf 1.2

6. – 10. mars

Kafli 1.3

Sjálfspróf 1.3

13.– 17. mars

Kafli 1.4

Sjálfspróf 1.4

20. – 24. febrúar 27.feb. – 3.mars

Lokið



Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.