Kennsluáætlun 10 samsett vor 17

Page 1

Kennsluáætlanir í 10. bekk Vorönn 2017

Kennsluáætlanir í stærðfræði eru gerðar fyrir allt skólaárið og má sjá þær í kennsluáætlunum haustannar.


Kennsluáætlun, danska, haust 2016 10. bekkur, 3 klukkustundir á viku Kennarar: Guðrún Kristín Þórisdóttir, Hildur Ásgeirsdóttir, Svava Árnadóttir, Þórunn Rakel Gylfadóttir Markmið: Hlustun:  Skilur fyrirhafnarlítið venjuleg fyrirmæli og leiðbeiningar í daglegu lífi.  Getur hlustað eftir tilteknum upplýsingum í samtali eða frásögn.  Skilur heildarinntak í samræðum tveggja um efni almenns eðlis. Lesskilningur:  Getur lesið texta sem tengist viðfangsefninu og fundið ákveðnar upplýsingar.  Getur lesið og skilið nákvæmlega texta eða textabrot þar sem efnið tengist orðaforða sem fengist er við.  Skilur megininntak lengri texta, t.d. smásagna, skáldsagna og blaðagreina.  Geti beitt mismunandi lestraraðferðum í ólíkum tilgangi. Munnleg tjáning:  Getur tjáð sig um málefni sem hann þekkir og beitt tungumálinu af nokkurri nákvæmni hvað varðar framburð, málnotkun og áherslur.  Getur haldið uppi samræðum á eðlilegan hátt.  Getur byrjað og endað samtal (heilsa – kveðja).  Getur haldið stutta, undirbúna kynningu og svarað spurningum um efnið. Ritun:    

Getur tjáð sig um efni í tengslum við það sem unnið hefur verið með. Getur skrifað samfelldan texta á dagbókarformi. Getur skrifað stuttan texta (80 – 100 orð) út frá lykilorðum. Getur skrifað frásögn þar sem helstu ritunarreglum, greinarmerkjum og málfræði er beitt.

Námsefni Til að ná þeim markmiðum er notast við eftirfarandi námsgögn:  Ekko, lesbók eftir Ásdísi Lovísu Grétarsdóttur og Ernu Jessen.  Ekko, vinnubók , sömu höfundar.  Tvær hraðlestrarbækur verða lesnar og prófað úr þeim.  Fjölfölduð verkefni í málfræði.  Grammatik – málfræðibók.  Hlustunaræfingar úr verkefnabók.  Samræmd æfingapróf – ljósrit.  Danskar kvikmyndir og tónlist.  Námsspil. Kennsluhættir Lögð er áhersla á að hafa fjölbreytni í kennsluháttum þar sem tekið er mið af mismunandi námsnálgun og stöðu nemenda. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og samvinnu nemenda. Unnið er jöfnum höndum með meginþætti tungumálsins, lestur, hlustun, talað mál og ritun. Í kennslustundum er unnið með lesbók og vinnbók sem tengist textanum. Auk þess lesa nemendur léttlestrarbækur og texta af ýmsum toga. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér mismunandi lestraraðferðir, s.s. nákvæmnislestur, leitarlestur og hraðlestur. Nemendur eru þjálfaðir reglulega að hlusta á mælt mál og vinna verkefni sem prófa skilning á málinu. Málfræði verður samþætt lestri og ritun og verður lögð áhersla á upprifjun helstu orðflokka og einkenni þeirra. Fjölbreytt ritunarverkefni fylgja vinnubók en auk þeirra skrifa nemendur stutta texta frá eigin brjósti, t.d. í dagbókarformi.


Íslenska – 10. bekkur, vorönn 2017 Markmið náms í íslensku er að gera nemendur að öflugri málnotendum, sem þekkja móðurmálið sitt og geta beitt því af öryggi. Nemendur efla lestrarfærni sína til að geta aflað sér þekkingar og þjálfast í að tjá sig í ræðu og riti. Námsætlun, með fyrirvara um breytingar: Tímabil

Námsefni/viðfangsefni Ljóð -Bragfræði og myndmál

Námsmat Paraverkefni í mai.

janúar - mars

Englar alheimsins

Vinnubók Gagnapróf

Málfríður -Orðmyndun, orðhlutar -Samsett orð -Vandað og gott mál -Líkingarorð -Málshættir og orðtök -Samheiti og andheiti -Erfðaorð, nýyrði, tökuorð

Gagnapróf í málfræði

Stoðkennarinn -Stafsetning

Virknimat stafsetningarkönnun

Framsögn -Árin mín í Hagaskóla

Kynning

Heimsbókmenntir -Leshringir

Kynning

Ljóð -Upprifjun

verkefni

mars - maí

maí

Hæfni- og matsviðmið má finna í Aðalnámskrá grunnskóla: https://www.menntamalaraduneyti.is/media/frettatengt2016/Adalsnamskra-grunnskola-3.-utg.2016.pdf Nánari lýsingar á verkefnum verða settar inn á Mentor ásamt námsmati. Á vorprófi verður prófað í málfræði og málnotkun, stafsetningu, ljóðum og lesskilningi.


Kennsluáætlun Náttúrufræði - vor 2017 10. bekkur, 2 vikustundir Kennarar: Hanna Þ. Vilhjálmsdóttir og Sigrún Elva Einarsdóttir. Námsefni  Eðlisfræði 2 Námsmat Lokapróf Vinnubók Könnun Verkefni Gera má ráð fyrir að eitthvað geti breyst í eftirfarandi áætlun og munu kennarar vekja athygli á þeim breytingum jafnóðum og þær verða ljósar.

Tímabil

Efni

16. – 20. janúar

Kafli 1.1

23.– 27. janúar.

Kafli 1.1

Verkefni

Sjálfspróf 1.1

Kafli 1.2 30.jan.–

Kafli 1.2

Sjálfspróf 1.2

6. – 10. febrúar

Kafli 1.3

Sjálfspróf 1.3

13. – 17. febrúar

Kafli 1.4

Sjálfspróf 1.4

3.febrúar

Lokahnykkur bls. 34-35.

20. – 24. febrúar

Kafli 2.1

Sjálfspróf 2.1

27.feb. – 3.mars

Kafli 2.2

Sjálfspróf 2.2.

Lokið


Kennsluáætlun í samfélagsfræði. 10. bekkur vorönn 2017. Kennarar: Edda Kristín Hauksdóttir og Margrét Adolfsdóttir Námsefni: Á ferð um samfélagið (frá bls. 80). Stefnt verður að því að klára bókina en það verður endurskoðað þegar líða tekur á önnina. Námsmat: Vorpróf Vinnubók Skólaþing Kosningaverkefni

Vinnubók: Nemendur svara alltaf finndu svar í lok hvers kafla og þeim verkefnum sem kennari kemur með eins og krossglímur, hugtakakort eða önnur verkefni þetta fer inn í vinnubók sem eru blöð sem nemendur safna saman með vinnu sinni yfir vorönnina.

Skólaþing: Skólaþingið er kennsluver Alþingis. Á Skólaþingi fara nemendur í hlutverkaleik og fylgja í stórum dráttum reglum um starfshætti Alþingis. Nemendurnir fá tækifæri til að setja sig í spor þingmanna með því að leiða fyrir fram ákveðin málefni sem fyrir þá eru lögð til lykta á þingflokksfundum, nefndarfundum og þingfundum. Jafnframt hlusta þeir á og meta rök sérfræðinga sem kallaðir eru til að veita þingmönnum ráðgjöf. Þannig er ætlunin að veita innsýn í sambandið milli atburða í samfélaginu, skoðanamyndunar, pólitískra ákvarðana og starfa Alþingis og sýna áhrif almennings, sérfræðinga, fjölmiðla og hagsmunaaðila á löggjafarstarfið. Nemendur eiga að komast að lýðræðislegri niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra, og skiptast á skoðunum. Með Skólaþingi er leitast við að efla skilning og þekkingu nemenda á stjórnskipulagi okkar, störfum Alþingis og lýðræðislegum vinnubrögðum. Þeir þættir sem metnir verða eru hegðun, framkoma og virkni nemenda auk þess skila nemendur greinargerð um heimsóknina. Í greinargerðinni eig nemendur að segja stuttlega frá heimsókninni (400 orð) og nota 10 hugtök í frásögninni sem eiga einungis við á Alþingi og hvað þau þýða.

Kosningaverkefni: Verkefni í 10. bekk er að stofna stjórnmálaflokk eða framboð sem að býður sig fram til Alþingiskosninga. Hver hópur/framboð þarf að:  Setja saman stefnuskrá framboðsins (hvað skiptir mestu máli í þessum kosningum) hver eru baráttumálin og kosningaloforðin)  Ákveða nafn á framboðinu og hanna merki þess  Útbúa auglýsingu (spjöld, dreifimiða, útvarp, sjónvarp, netmiðlar)


Kennsluáætlun, enska, skólaárið 2016 - 2017 10. bekkur, 2 x 60 mín á viku Kennarar: Vignir Andri Guðmundsson, Þorsteinn Alexandersson Hæfniviðmið eru í samræmi við Aðalnámskrá Grunnskóla 2014 Hlustun: Getur fyrirhafnarlítið tileinkað sér talað mál um margvísleg málefni í kunnuglegum aðstæðum þegar framsetning er áheyrileg. Nemandi geti án vandkvæða fylgst með aðgengilegu efni í fjöl- og myndmiðlum sér til gagns og ánægju, sagt frá og unnið úr. Lesskilningur: Getur lesið sér til gagns og ánægju almenna texta af ýmsum toga með nokkuð fjölþættum orðaforða og valið lestraraðferð eftir eðli textans og tilgangi með lestrinum. Nemandi geti lesið sér til gagns, ánægju og þroska smásögur og skáldsögur. Munnleg tjáning: Getur tjáð sig áheyrilega um málefni sem hann þekkir, beitt tungumálinu af nokkurri nákvæmni hvað varðar reglur um málnotkun og framburð. Ritun: Getur skrifað lipran samfelldan texta á hnökralitlu máli um efni sem hann hefur þekkingu á, sýnt fram á góð tök á orðaforða og meginreglum málnotkunar, fylgt hefðum varðandi uppbyggingu og samhengi texta og notað tengiorð við hæfi. Námsleiðir Til þess að ná hæfniviðmiðunum er notast við eftirfarandi námsleiðir:  Spotlight 10, lesbók og vinnubók  Hlustunaræfingar  Ritunardagbók  Hraðlestrarbækur  Margmiðlunarefni  Þverfaglegt hópverkefni  Margvísleg smærri verkefni Nánari upplýsingar um einstök verkefni, efni og námsmat má nálgast á Mentor. Námsmat Námsmat er símat sem felst í könnunum úr Spotlight, málfræðiverkefnum, hópverkefnum, kynningum, vinnu og ástundun í tímum og ýmsum öðrum verkefnum sem unnin verða á önninni. Notast verður að hluta til við sjálfsmat og jafningjamat í vinnu vetrarins. Mikilvægt er að nemendur sýni frumkvæði í námi og verkefnavinnu og sjái til þess að öllum námsþáttum sé lokið. Skilafrest á verkefnum ber að virða og verður ekki tekið við verkefnum eftir skiladag. Forfallist nemendur og missa af verkefnum eða námsmati þurfa þeir að setja sig í samband við kennara og vinna upp það sem vantar. Ef könnun eða verkefnaskil eru í tíma sem nemendur missa af, er gengið út frá því að þeir séu reiðubúnir að leysa verkefnið eða skila í næsta tíma sem þeir mæta í, nema að um annað sé samið. Fjarvist í slíkum tímum jafngildir D í námsmati í viðkomandi verkefnum. Lokaeinkunn í vor er metin út frá einkunnum verkefna og kannanna sem unnin verða á skólaárinu. Gera má ráð fyrir því að einhverjar breytingar geti orðið á kennsluáætlun. Kennarar tilkynna um allar slíkar breytingar eins fljótt og auðið er.


Tímabil Janúar

Efni      

Skáldsagan The Wave lesin o Lestrardagbók o Könnun úr efni bókarinnar o Tímaritgerð um bókina

   

Valdir textar úr Unit 4 í Spotlight Málfræði í Spotlight Tjáningarverkefni Ritunarverkefni

Fjölmiðlaverkefni o Nemendur vinna verkefni úr fréttum af atburðum líðandi stundar Smásaga o Nemendur lesa smásögur, vinna úr þeim verkefni og skrifa að lokum örsögu

Málfræði í Spotlight

Samskiptaverkefni o Margmiðlunarverkefni sem reynir á hlustun & tjáningu. Unnið í litlum hópum Spotlight ef tími vinnst.

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Unit 3 í Spotlight (48-58) Verkefni úr kaflanum í verkefnabók Stikla – Nemendur gera stiklu (trailer) með hliðsjón af efni kaflans Könnun úr efni kaflans Hlustunar- og ritunaræfing tengd efni kaflans Málfræði í Spotlight


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.