Fréttabréf Norðlingaskóla

Page 1

Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is

Fréttabréf NOrðlingaSKÓLA Skólaárið 2011 - 2012

24. maí - bréf nr. 7

Viðhorfskönnun meðal foreldra

Vorskóli 6 ára nemenda Það var mikil eftirvænting í lofti þegar verðandi 1. bekkingar komu í Vorskólann 14. maí. Þann dag fengu þeir tækifæri til að vera með fyrrverandi „nýnemum” á kennslusvæði undir styrkri stjórn kennara. Þann 15. maí komu „nýnemarnir” aftur í skólann en nú í fylgd foreldra sinna. Á meðan nemendur unnu inni á kennslusvæðum fóru foreldrar í létta upplýsinga– og fræðsluhringekju þar sem farið var yfir ýmis hagnýt atriði varðandi skólann og starf hans. Í lok velheppnaðra Vorskóladaga komu „nýnemar” og foreldrar þeirra saman til myndatöku á sal.

Norðlingaleikarnir

Norðlingaleikasmiðja hófst í skólanum 22. maí og stendur yfir til 30. maí en þ. 31. maí fara fram Norðlingaleikarnir. Smiðjan í ár er byggð á viðfangsefninu Bretland og Ólympíuleikarnir. Nemendur vinna eins og jafnan í Norðlingaleikasmiðju í blönduðum hópum frá 1. bekk og upp í 10. bekk og fræðast um ýmislegt tengt Ólympíuleikunum og landinu þar sem þeir fara fram í sumar. Smiðjuhóparnir mynda svo keppnislið sem etja kappi á Norðlingaleikadeginum 31. maí. Foreldrar eru velkomnir í skólann til þess að fylgjast með leikunum þ. 31. maí en þeir munu standa yfir frá kl. 09:00 - 12:00

Skólaupphaf í ágúst

Skóladagatal næsta skólaárs, 2012 - 2013 er nú komið á heimasíðu skólans. Þar kemur fram að skólasetningardagur í haust er 22. ágúst og degi síðar hefst skóli skv. stundaskrá. Skólaboðunardagur er laugardaginn 18. ágúst, en skv. hefð og venju heimsækja þá tveir starfsmenn skólans heimili nemanda,

Sönn vinátta er planta sem vex hægt! Ábyrgðamenn fréttabréfs: Sif Vígþórsdóttir og Ellert Borgar

Í viðhorfskönnun meðal foreldra grunnskólanemenda í Reykjavík sem framkvæmd var á tímabilinu 31. janúar til 8. mars 2012 kemur eftirfarandi m.a. fram varðandi viðhorf foreldra nemenda í Norðlingaskóla: 92% er ánægðir með skólann 93% er ánægðir með viðmót umsjónarkennara í samskiptum við foreldra og nemendur 94% er ánægðir með samskipti starfsfólks við nemendur 99% er ánægðir með síðasta foreldraviðtal. Þá má geta þess að 65% foreldra er ánægðir með þann mat sem nemendur fá í skólanum en meðaltal í borginni eru 64%.

Marítafræðsla Nemendum 5. - 10. bekkja og foreldrar þeirra gafst kostur á að sitja Marítafræðslu sem skólinn og foreldrafélagið stóðu sameiginlega að. Auk þess styrkja ABC samtökin fræðsluna í 5. - 7. bekk. Marítafræðslan gengur út á að efla forvarnir gegn skaðsemi vímuefna. Foreldrar voru mjög ánægðir með fundina sérstaklega að fá tækifæri til að hlýða á fræðsluna með börnum sínum og taka í framhaldinu þátt í umræðum. Hvað er Marita(fræðsla) og hvaðan er hún komin? Marita var ung, dönsk stúlka sem dó af völdum ofneyslu vímuefna. Fjölskylda hennar og vinir stofnuðu sjóð til að semja kennsluefni fyrir aðila sem vildu fræða ungt fólk um skaðsemi vímuefna. Félagasamtökin Samhjálp létu þýða efnið og hafa síðan stöðugt bætt við íslensku efni.

Siglingar á Bugðu Unglingadeildin fékk frábært tækifæri til að læra undirstöðuatriði siglinga. ÍTR lánaði skólanum nokkra kanóa sem notaðir voru til þessa skemmtilega útivistarverkefnis. Mikil ánægja ríkti meðal þátttakenda með siglingarverkefnið sem fór fram án nokkurra óhappa enda nemendur undir öruggri stjórn og leiðsögn kennara.


Nokkrir liðstjórar svara:

Kvíðirðu Norðlingaleikunum? Aðstoðarskólastjóri Ágúst Ólason aðstoðarskólastjóri hefur sagt stöðu sinni lausri við skólann. Í kjölfar þess var staðan auglýst laus til umsóknar með umsóknarfresti til 18. maí sl. Umsóknarfrestur er útrunninn og voru umsækjendur samtals 23. Stefnt er að því að ljúka ráðningu um næstu mánaðamót. Á þessum tímamótum er Ágústi þakkað gott og farsælt starf í þágu skólasamfélagsins í Norðlingaholti og óskað velfarnaðar sem skólastjóri í Varmahlíðarskóla.

Útskrift 10. bekkinga Útskrift 10. bekkjar fer fram fimmtudaginn 31. maí kl. 18:00. Athöfnin fer fram á sal skólans. Að þessu sinni kveðja 17 nemendur skólann sinn margir eftir samfellda 7 ára samfylgd. Þessi hátíðlega stund er því jafnan blandin gleði og söknuði. Skólinn væntir þess að aðstandendur nemenda fjölmenni til útskriftarinnar. Rétt er að geta þess að útskriftinni hefur verið flýtt vegna nemenda sem ekki eiga þess kost að vera við útskriftina síðar.

Skólaslit og vorhátíð Skólaslit Norðlingaskóla og vorhátíð foreldrafélagsins Vaðið verða miðvikudaginn 6. júní. Dagskráin hefst kl. 16:00 og stendur yfir til kl. 18:00. Að þessu sinni fer hátíðin fram við skólann sunnanverðan þ.e. á svæði út frá aðalanddyri og yfir á bílastæðin, en ekki fram í Björnslundi eins og jafnan áður. Margt verður til gamans gert á vorhátíðinni og foreldrafélagið býður upp á veitingar. Skólinn hvetur nemendur og aðstandendur þeirra til góðrar þátttöku í hátíðinni.

Samráðsdagar 30. maí og 5. júní Tveir samráðsdagar verða í vor. Sá fyrri er 30. maí og er hann ætlaður nemendum 10. bekkjar og foreldrum þeirra. Síðari samráðsdagurinn er 5. júní og er ætlaður nemendum 1. - 9. bekkja og foreldrum þeirra. Á næstu dögum munu kennarar senda út nánari tilkynningar um tímasetningar á samráðsdögunum.

Danmerkurferð 10. bekkjar Öflug fjáröflun 10. bekkjar gerði þeim kleyft að fara í „útskriftarferð til Danmerkur. Fararstjórar í ferðinni voru kennararnir Dagbjört Þorsteinsdóttir og Júlía Hrönn Guðmundsdóttir. Í ferðinni leystu nemendur ýmis dönskutengd verkefni sem hluta af námi sínu. Ferðin heppnaðist frábærlega og var nemendum, fararstjórum og skólanum til mikils sóma.

Páll 10.b. Nei, mitt lið er með ýmislegt óvænt í pokahorninu!

Birta 10.b. Nei ég kvíði engu. Við erum með gott lið þar sem allir eru stilltir inn á að gera sitt besta.

Emilía 10.b. Nei, nei. Það gengur vel með liðið. Við stefnum að góðum árangri.

Hjördís 10.b. Nei, við erum bara spennt í mínu liði. Þetta er gott lið sem mun ná árangri.

Matthildur 9.b. Nei. Liðið er ágætt og trúir á góðan árangur þrátt fyrir gallaða stigagjöf.

Guðrún 9.b. Nei. Ég er ánægð með liðið mitt Pöndurnar. Allir eru ákveðnir að gera sitt besta.

Ísold 9.b. Nei, ég hlakka til. Við hristum bara upp í liðinu og þá gera allir sitt besta.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.