Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012 - 2013

Page 1

[Sláðu inn texta]

NORÐLINGASKÓLI

Norðlingaskóli Sjálfsmatsskýrsla 2012-2013

Sif Vígþórsdóttir Fanney Snorradóttir


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

Efnisyfirlit 1.

Inngangur......................................................................................................................5 1.1. 1.2. 1.3.

2.

Stefna og sérstaða skólans ...................................................................................................5 Skólaþróun og sjálfsmatsaðferðir .........................................................................................6 Matsspurningar ....................................................................................................................8

Skólasamfélag ..............................................................................................................9 2.1. Stjórnun...............................................................................................................................9 2.1.1. Markmið ......................................................................................................................9 2.1.2. Framkvæmd .................................................................................................................9 2.1.3. Mat ..............................................................................................................................9 2.1.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 10 2.2. Skipulag skólastarfs - starfsáætlun ...................................................................................... 11 2.2.1. Markmið .................................................................................................................... 11 2.2.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 11 2.2.3. Mat ............................................................................................................................ 13 2.2.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 13 2.3. Skimanir og árangur í samræmdum könnunarprófum ......................................................... 14 2.3.1. Markmið .................................................................................................................... 14 2.3.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 14 2.3.3. Mat ............................................................................................................................ 16 2.3.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 16 2.4. Nemendur og líðan............................................................................................................ 16 2.4.1. Markmið .................................................................................................................... 16 2.4.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 17 2.4.3. Mat ............................................................................................................................ 19 2.4.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 19 2.5. Foreldrasamstarf................................................................................................................ 20 2.5.1. Markmið .................................................................................................................... 20 2.5.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 21 2.5.3. Mat ............................................................................................................................ 22 2.5.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 22

3.

Verklag ........................................................................................................................24 3.1. Skólanámskrá..................................................................................................................... 24 3.1.1. Markmið .................................................................................................................... 24 3.1.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 25 3.1.3. Mat ............................................................................................................................ 25 3.1.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 25 3.2. Skóli án aðgreiningar - sérkennsla ...................................................................................... 25 3.2.1. Markmið .................................................................................................................... 26 3.2.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 26 3.2.3. Mat ............................................................................................................................ 27

2


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 3.2.4.

Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 27

3.3. Fjölbreyttir náms og kennsluhættir .................................................................................... 27 3.3.1. Markmið .................................................................................................................... 28 3.3.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 28 3.3.3. Mat ............................................................................................................................ 28 3.3.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 29 3.4. Námsmat ........................................................................................................................... 29 3.4.1. Markmið .................................................................................................................... 29 3.4.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 30 3.4.3. Mat ............................................................................................................................ 30 3.4.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 30 3.5. Heimasíða.......................................................................................................................... 30 3.5.1. Markmið .................................................................................................................... 31 3.5.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 31 3.5.3. Mat ............................................................................................................................ 31 3.5.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 31 3.6. Heilnæmt og vistvænt skólaumhverfi .................................................................................. 31 3.6.1. Markmið .................................................................................................................... 31 3.6.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 32 3.6.3. Mat ............................................................................................................................ 32 3.6.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 32

4.

Mannauður .................................................................................................................32 4.1. Mannauður ........................................................................................................................ 32 4.1.1. Markmið .................................................................................................................... 32 4.1.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 33 4.1.3. Mat ............................................................................................................................ 35 4.1.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 35 4.2. Samstarf............................................................................................................................. 35 4.2.1. Markmið .................................................................................................................... 36 4.2.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 36 4.2.3. Mat ............................................................................................................................ 36 4.2.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 36 4.3. Starfsandi og líðan.............................................................................................................. 37 4.3.1. Markmið .................................................................................................................... 37 4.3.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 37 4.3.3. Mat ............................................................................................................................ 38 4.3.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 38 4.4. Símenntun ......................................................................................................................... 38 4.4.1. Markmið .................................................................................................................... 38 4.4.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 40 4.4.3. Mat ............................................................................................................................ 42 4.4.4. Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 42

5.

Fjármál ........................................................................................................................43 5.1. Fjármál............................................................................................................................... 43 5.1.1. Markmið .................................................................................................................... 43 5.1.2. Framkvæmd ............................................................................................................... 43

3


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 5.1.3. 5.1.4.

6.

Umræða og greining á stöðu skólans ....................................................................43 6.1.

7.

Mat ............................................................................................................................ 43 Aðgerðir til umbóta ................................................................................................... 43

Sterkir og veikir þættir í skólastarfinu ................................................................................ 43

Umbótaáætlun...........................................................................................................44

4


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

1. Inngangur Norðlingaskóli tók til starfa í ágúst 2005. Skólinn er í einu yngsta hverfi Reykjavíkur, Norðlingaholti, sem liggur á milli Rauðavatns og Elliðavatns. Í upphafi fór starf skólans fram í færanlegum skólastofum en árið 2011 var öll starfsemi skólans komin undir varanlegt þak. Skólinn er byggður fyrir um 450 nemendur og er hann orðinn full mannaður. Árið 2012 var skólalóðin að mestu tilbúin og má með sanni segja að hún sé ein sú glæsilegasta á landinu. Skólaárið 2013-2014 er áætlað að um 470 nemendur stundi nám við skólann. Samkvæmt reynslu síðustu ára má gera ráð fyrir einhverri fjölgun nemenda á skólaárinu enda hverfið enn í byggingu og alltaf eitthvað um að nýir nemendur bætist í hópinn nokkuð reglulega allan veturinn. Stefna og sýn skólastarfs Norðlingaskóla breyttist ekki við það að komast í nýtt húsnæði. Auknir möguleikar opnuðust í skólastarfinu, sveigjanleiki styrktist og samvinna og samstaða efldist enn frekar. Kennarar við skólann eru 44 og aðrir starfsmenn eru 37. Skólastjóri Norðlingaskóla er Sif Vígþórsdóttir og aðstoðarskólastjóri Aðalbjörg Ingadóttir. Auk þeirra eru í stjórnunarteymi deildarstjórarnir Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir og Helgi Rafn Jósteinsson og Guðrún Helga Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi. Umsjónarmaður og húsvörður er Ólafur Ingvar Guðfinnsson og skrifstofustjóri Margrét Rögnvaldsdóttir.

1.1. Stefna og sérstaða skólans Norðlingaskóli er framsækinn skóli þar sem sérstök áhersla er lögð á: 

 

 

að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur. að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hverskonar. að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir að árgöngum sé kennt saman, þ.e. að byggt verði á samkennslu árganga sem stuðlar m.a. að aukinni félagsfærni nemenda og auðveldar að hver nemandi fari á sínum hraða á grunnskólagöngu sinni. að starfsfólk skólans vinni í teymum enda stuðlar slíkt fyrirkomulag að því að margbreytileikinn í hópi starfsfólks nýtist nemendum. að skólinn verði í nánum tengslum við samfélagið sem hann er hluti af, m.a. með samstarfi milli heimilanna og skólans þar sem sérþekking foreldra á börnum sínum og sérþekking starfsfólks á skipulagi skólastarfs fléttast saman. að starf skólans taki mið af því menningarlega og náttúrulega umhverfi sem hann er hluti af og stuðli að því að þeir sem eru að flytja í hverfið nái saman og upplifi sig sem heildstætt samfélag.

Í samhljómi við stefnu og sýn skólans hefur skólinn lagt áherslu á fjölbreytta starfshætti. Þar má helst telja: 

Samkennsla - Við skólann fer fram samkennsla árganga. Í grunninn er gert ráð fyrir að 1. og 2. bekk sé kennt saman og 3. og 4. bekk. Þá eru 5., 6. og 7. bekkur saman og 8., 9. og 10. bekkur saman. Einstaklingsmiðun - Í skólanum fer fram einstaklingsmiðað nám sem skipulagt er þannig að einu sinni í viku gera nemendur áætlun sem þeir fylgja. Þessi áætlanagerð fer fram á vikulegum fundum sem nemandinn á með umsjónarkennara sínum. Þar er farið 5


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

yfir hvernig gekk í síðustu viku og hvert ber að stefna í þeirri sem framundan er. Kallast þessar vikulegu einstaklingsáætlanir ÁFORM. Val - Samvinna - Í tengslum við áætlanir sínar vinna nemendur mikið í ýmsum valverkefnum sem oft kalla á samvinnu nemenda. Það að bjóða nemendum upp á val er m.a. gert til að auka fjölbreytni og sveigjanleika, auðvelda sjálfsnám nemendanna og skapa um leið kennurum aukið svigrúm til að sinna hverjum og einum. Þetta skipulag kallar líka á jafningjafræðslu nemenda, þ.e. sá sem kann kennir þeim sem eru að læra. Áhugasvið - Hluti af áformum nemenda er að vinna í svokölluðu áhugasviði en þá velur nemandinn sér að vinna með eitthvað sem hann hefur sérstakan áhuga á og gerir um það vinnusamning við kennarann sinn. Oft tengist áhugasviðið því sem nemendur eru sterkir í enda er í Norðlingaskóla lögð sérstök áhersla í að efla þá færni sem nemendur eru góðir í. Smiðjur - Sérstök áhersla er lögð á list- og verkgreinar en um fjórðungur af vinnutíma nemenda er unnin í svokölluðum smiðjum. Þar er unnið með hvers konar listir og verknám sem samþætt er hinum ýmsu námsgreinum grunnskólans. Í smiðjunum er oft meiri aldursblöndun en í almennu starfi skólans og þar eru verklegar aðferðir nýttar til að ná bóklegum markmiðum. Sjá frekari umfjöllum í grein Ingvars Sigurgeirssonar o.fl. List- og verkgreinar í öndvegi sem birtist í veftímaritinu Netla 20. maí 2010 (http://netla.khi.is/greinar/2010/004/index.htm). Spjaldtölvunám og kennsla – Í unglingadeild hafa nemendur í 9. og 10. bekk fengið spjaldtölvur til afnota í öllu sínu námi. Nánast allt námsefni þessara nemenda er stafrænt og á tölvutæku formi og gert er ráð fyrir að þegar fram líða stundir verði allir nemendur í unglingadeild komnir með spjaldtölvur. Björnslundur - Við stofnun skólans fór í gang skipulagning og þróun útiskólastofu sem fundinn hefur verið staður í Björnslundi, skógarreit í nágrenni skólans. Þar eru allar námsgreinar kenndar undir berum himni. Þessi útiskólastofa kallar á mjög óhefðbundnar leiðir í námi og kennslu en það að auka fjölbreytni í skólastarfinu er eitt af því sem lögð er áhersla á við skólann. Teymisvinna starfsfólks - Í Norðlingaskóla vinna allir starfsmenn skólans í teymum. Teymi er m.a. utan um hvern námshóp auk annarrar vinnu í skipulagningu og þróun skólastarfsins. Kennarar skólans vinna eftir samkomulagi sem byggt er á grein 2. 1. 6. 3 í núgildandi kjarasamningum KÍ og LN.

1.2. Skólaþróun og sjálfsmatsaðferðir Rökin fyrir því að meta skólastarf eru einkum af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða utanaðkomandi hvata sem birtast í lögum og fyrirmælum stjórnvalda og hins vegar eru það innri hvatar, þ.e. löngun og þarfir starfsfólks, stjórnenda, foreldra og nemenda skólans til að gera gott skólastarf enn betra. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, 35. gr. er fjallað um markmið með mati á skólastarfi. Þar segir að markmið mats og eftirlits með gæðum starfs í grunnskólum sé:    

að veita upplýsingar um skólastarf, árangur þess og þróun til fræðsluyfirvalda, starfsfólks skóla, viðtökuskóla, foreldra og nemenda að tryggja að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskrár grunnskóla að auka gæði náms og skólastarfs og stuðla að umbótum að tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum.

6


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Í Norðlingaskóla er skólaþróun daglegur hluti af skólastarfinu og til þess að hún geti orðið sem markvissust er nauðsynlegt að meta starfið með formlegum, reglubundnum og öflugum hætti. Norðlingaskóli hefur gert sjálfsmatsáætlanir frá árinu 2005. Mikið hefur verið lagt upp úr því að þeir sem mynda skólasamfélag skólans, starfsfólk, foreldrar, nemendur og fræðsluyfirvöld, komi að því mati. Þá hefur einnig verið allnokkur gestagangur og margir aðilar, innlendir og erlendir, hafa sýnt starfi skólans áhuga. Þessir gestir hafa oftar en ekki verið fengnir til að leggja mat á starf skólans. Í Norðlingaskóla er litið svo á að mat á skólastarfinu sé einn af þeim þáttum sem best nýtast til að leggja grunn að öllu starfi skólans og er um leið nauðsynlegur þáttur til að varða þá leið sem skólastarfinu hefur verið valin. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki sem vill leggja metnað sinn í að gera sitt besta og leita leiða til að starfið í skólanum verði sem árangursríkast og markvissast fyrir nemendur og þá um leið foreldra. Sjálfsmati skóla er ætlað að gera allt starf í skólanum markvissara og á því byggist það umbótastarf og sú skólaþróun sem ráðist er í hverju sinni. Matsteymi skólans er verkefnastjórn þess mats sem fram fer í skólanum. Í því sitja auk skólastjórnenda tveir fulltrúar kennara, einn fulltrúi annarra starfsmanna, fulltrúi foreldra og fulltrúi nemenda. Hlutverk hópsins er m.a. að stýra matsvinnunni, ákveða áherslur, gera umbótamiðaða skólaþróunaráætlun og vinna úr upplýsingum, þ.e. að sjá um alla úrvinnslu og skýrslugerð. Í matshópnum eru: Sif Vígþórsdóttir, Aðalbjörg Ingadóttir, Fanney Snorradóttir, Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir og Berglind Ólafsdóttir en hún er fulltrúi foreldra og varamaður í skólaráði skólans. Þá er í matsteyminu einn fulltrúi nemenda sem er Hildur Aradóttir enda er talið afar mikilvægt að hafa samráð við nemendur um mat á skólastarfinu. Kannanir sem gerðar hafa verið á skólaárinu eru m.a.: 

 

   

Norðlingaskóli tekur þátt í viðamikilli rannsókn á Starfsháttum í grunnskólum. Rannsóknin er stýrð af hópi samstarfsaðila frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Nemendur í 8. - 10. bekk tóku þátt í könnuninni Ungt fólk Starfsmenn skólans meta einnig ýmis verkefni og viðburði til að taka ákvörðun um áframhaldandi vinnu, má þar nefna skólaboðunardag, foreldraskóladag, jólaskólann, námsmat, samráðsdag og margt fleira. Skólapúlsinn, vefkerfi sem miðar að því að veita starfsfólki skólans stöðugan aðgang að nýjum upplýsingum um m.a. virkni nemenda, líðan þeirra í skólanum, um skóla- og bekkjaranda og um viðhorf foreldra til skólans. Norðlingaskóli lagði fyrir könnun til viðbótar við könnun Skólapúlsins til að kanna nánar líðan nemenda. Mat á samskiptum foreldra og upplýsingamiðlun til foreldra í Norðlingaskóla, meistaraprófsverkefni Aðalbjargar Ingadóttur. Viðhorfakönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2013. Norðlingaskóli tók þátt í rannsókn á spjaldtölvuverkefni í samstarfi Rannsóknarstofu um upplýsinga- og tölvutækni á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

7


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Skólaþróunarverkefni: Eitt af meginmarkmiðum þróunarverkefna er að gera foreldra og forráðamenn nemenda að virkum þátttakendum í uppbyggingu og þróun skólastarfsins í Norðlingaholti. Veturinn 2012 2013 tók skólinn þátt í eftirtöldum þróunarverkefnum sem falla vel að áherslum skólans á einstaklingsmiðaða starfshætti sem og aukið vægi á list- og verkgreinar, náttúrufræði og umhverfismennt:      

Björnslundur Spjaldtölvuverkefni Byrjendalæsi Opin rými - valstöðvar Samþætting skóla og frístundastarfs Kennslu- og námsáætlanagerð á miðstigi.

Á skólaárinu 2013- 2014 verður áfram unnið með þessi þróunarverkefni og mikil áhersla verður lögð á að þróa sveigjanlega kennsluhætti í opnum rýmum skólans.

1.3. Matsspurningar Norðlingaskóli gerir sjálfsmatsáætlanir til þriggja ára í senn og hægt er að lesa þær á heimasíðu skólans í starfsáætluninni á bls. 49. Sjálfsmat er nauðsynlegt þegar kemur að því að meta markmið skólans, endurskoða þau og finna leiðir til umbóta. Í sjálfsmatsáætluninni koma fram helstu markmið matsins sem endurspegla markmið skólans. Spurningar sem meðal annars er leitað svara við eru:         

Líður nemendum vel í skólanum? Eru nemendur ánægðir í skólanum? Sýna nemendur framfarir í námi? Sýna starfsmenn skólans fagmennsku og metnað í starfi? Eru kennsluaðferðir og mat á námi líkleg til að mæta ólíkum einstaklingum og bæta stöðugt árangur? Ríkir góður starfsandi innan skólans að mati starfsmanna, nemenda og foreldra? Er gott upplýsingastreymi innan skólans, til starfsmanna, nemenda og foreldra? Fá foreldrar stöðugt upplýsingar um stöðu nemenda og skólastarfið almennt og finna þeir sig velkomna í skólann? Hefur skólinn skýra sýn og styrka stjórnun?

8


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

2. Skólasamfélag Í þessum kafla er fjallað um stjórnun, skipulag skólastarfsins og samstarf heimilis og skóla. Einnig er fjallað um áherslur skólans og árangur náms eins og hann kemur fram í skimunum og samræmdum könnunarprófum. Starfsáætlun skólans fyrir árið 2012-2013 má lesa á heimasíðu skólans:

2.1. Stjórnun Í þessum kafla er fjallað um stjórnun skólans, fundi, faglega stjórnun, skólaráð og fleira. Sjá lög um grunnskóla nr.91/2008 1. og 2. kafla og skólanámskrá Norðlingaskóla sem er í raun heimasíða skólans. 2.1.1. Markmið Áhersla er lögð á samábyrgð, lýðræði og þátttöku einstaklinga í forystunni. Skólastjórnendur og starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á að skólastarfið í Norðlingaskóla miðist að því að þjóna þeim þörfum sem því er ætlað. Stjórnendum ber að tileinka sér góða og nútímalega stjórnunarhætti. Þeir felast m.a. í jákvæðu viðhorfi til starfsmanna, virku upplýsingastreymi og dreifingu valds og ábyrgðar. Í sjálfstýrðu stjórnunarteymi er litið svo á að allir hafi getu til að fara með forystu sem teymið þarfnast á misjöfnum tíma. Stjórnandi skal jafnan leitast við að hafa samráð við starfsmenn sína um málefni vinnustaðarins og beita sér fyrir víðtækri sátt um þau. Stjórnendur bera ábyrgð á störfum starfsmanna. Norðlingaskóli leggur áherslu á að starfmenn séu stundvísir og sinni störfum sínum af kostgæfni. 2.1.2. Framkvæmd Skólastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri skólans eins og lög gera ráð fyrir. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og bera þeir ábyrgð á skólastarfinu. Deildarstjóri sér um ákveðin verkefni. Deildarstjóri sérkennslu skipuleggur sérkennslu nemenda og fylgir eftir málum er snerta nemendur með sérþarfir. Stuðningsfulltrúar og þroskaþjálfar heyra undir stjórn deildarstjóra sérkennslu. Skrifstofustjóri sér um daglegan rekstur skrifstofunnar. Umsjónarmaður ber ábyrgð á daglegu viðhaldi og umsýslan skólahúsnæðisins. Skólaliðar heyra undir stjórn skólastjóra og umsjónarmanns. Stjórnendur skólans hittast á vikulegum fundum þar sem farið er yfir gang mála og lagt á ráðin með áframhald einstakra verkefna. Stjórnendateymi skólans skipa: Skólastjóri: Sif Vígþórsdóttir Aðstoðarskólastjóri: Aðalbjörg Ingadóttir Deildarstjórar: Álfheiður Freyja Friðbjarnardóttir og Helgi Rafn Jósteinsson Náms- og starfsráðgjafi: Guðrún Helga Kristinsdóttir Skrifstofustjóri: Margrét Rögnvaldsdóttir Umsjónarmaður fasteigna: Ólafur Ingvar Guðfinnsson

9


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Samkvæmt grunnskólalögum skal starfa skólaráð við alla grunnskóla. Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Sjá enn frekar einblöðungur umboðsmanns barna um skólaráð. Skólaráð Norðlingaskóla skólaárið 2012 - 2013 skipa:         

Bjargey Lund, fulltrúi nemenda Hildur Aradóttir, fulltrúi nemenda Ásgeir Ingvi Jónsson, fulltrúi foreldra og grenndarsamfélagsins (tilnefndur af skólaráði) Henríetta Guðrún Gísladóttir, fulltrúi foreldra Íris Eva Backmann, fulltrúi annarra starfsmanna (og foreldri við skólann) Ragnar Þór Pétursson, fulltrúi kennara Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Sigríður Jónsdóttir, fulltrúi foreldra Þórey Gylfadóttir, fulltrúi kennara

Til vara:    

Berglind Ólafsdóttir, fulltrúi foreldra Fanney Snorradóttir, fulltrúi kennara Hafþór Gísli Hafþórsson, fulltrúi nemenda Ólafur Ingvar Guðfinnsson, fulltrúi starfsmanna

Starfsáætlun skólaráðs skólaárið 2012 - 2013 2.1.3. Mat Í könnun Skólapúlsins á viðhorfi foreldra til grunnskólastarfs í Reykjavík kemur fram að 94% foreldra barna í Norðlingaskóla telja að skólanum sé vel stjórnað. Í viðhorfakönnun meðal starfsmanna vorið 2013 kemur fram að 93% starfsmanna bera traust til stjórnenda og eru ánægðir með samskipti sín við þá. 86% starfsmanna segjast frá hvatningu frá stjórnendum og að þeir leysi ágreiningsmál sem upp koma. 84% starfmanna telja skólanum vel stjórnað. Þá finnst starfsmönnum upplýsingaflæði til þeirra hafa aukist til muna. 18% starfsmanna telja að nýir starfsmenn fái ekki nægilega fræðslu og þjálfun þegar þeir hefja störf við skólann. 2.1.4. Aðgerðir til umbóta Skólaárið 2013-2014 mun stjórnunarteymið skipa: Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Aðalbjörg Ingadóttir, aðstoðarskólastjóri Helgi Rafn Jósteinsson, deildarstjóri Jónína Rós Guðmundsdóttir, deildarstjóri sérkennslu 10


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

Mikilvægt er að efla fræðslu og þjálfun nýliða við Norðlingaskóla og er ætlunin að leggja áherslu á það á næsta skólaári. Þá er ljóst að alltaf er hægt að gera betur í upplýsingaflæði til starfsmanna og er ætlunin að skýra boðleiðir. Þá verður sérstaklega hugað að vinnu með skólamenningu og uppbyggingu starfsandans.

2.2. Skipulag skólastarfs - starfsáætlun Í þessum kafla er fjallað um skipulag skóladagsins, s.s. námslotur, frímínútur, hádegishlé og mat. Einnig um grunneiningar skólans og samkennslu árganga. Sagt er frá skipulagi list- og verkgreina, samþættingu námsgreina, smiðjum og valgreinum. Greint er frá sérstöðu og/eða sérkennum í skipulagi skólans. Á heimasíðu skólans má sjá starfsáætlun fyrir skólaárið 2012-13

2.2.1. Markmið Markmið skólans við skiplagningu skóladags er að gera skóladaginn skilvirkan fyrir nemendur og auðvelda starfsfólki að sinna starfi sínu af kostgæfni. Áhersla er lögð á samfelldan skóladag nemenda. Boðið er upp á ávexti í morgunhléi og hollan og góðan mat í hádeginu. Við skipulagningu skóladags er unnið samkvæmt lögum um grunnskóla en þar segir m.a. að árlega skal gefa út starfsáætlun og skólanámskrá sem skólastjóri er ábyrgur fyrir að sé unnið, gefið út og kynnt. Í árlegri starfsáætlun er m.a. gerð grein fyrir skóladagatali, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa, starfsáætlun nemenda, skólareglum, stoðþjónustu, félagslífi og öðru því sem varðar starfsemi skólans ár hvert. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla. Lögð er áhersla á að laga fyrirmæli aðalnámskrár að sérstöðu skólans þannig að sérkenni hans nýtist til eflingar námi og kennslu. Í skólanámskrá birtist stefna skólans og þau gildi sem hún grundvallast á og hvernig skólinn útfærir ýmis almenn og fagbundin markmið aðalnámskrár, skipulag kennslu og kennsluhætti. Í skólanámskrá birtir skólinn einnig starfsáætlun sína og þær verklagsreglur sem í gildi eru í skólanum, t.d. varðandi aga, slysavarnir, heilsugæslu og hvernig staðið er að námsráðgjöf fyrir nemendur og stoðþjónustu af ýmsu tagi. 2.2.2. Framkvæmd Skipulag skólastarfs - starfsáætlun Starfsáætlun Norðlingaskóla er samantekt upplýsinga um starfsemi Norðlingaskóla. Hún er hluti skólanámskrár Norðlingaskóla en skólanámskrá skólans er að finna á heimasíðu skólans www.nordlingaskoli.is. Starfsáætluninni er ætlað að gefa yfirlit yfir áherslur og markmið vetrarins, skrá yfir viðburði, venjur og siði skólans. Hún er kynnt öllum starfsmönnum skólans og lögð til samþykktar fyrir skólaráð. Hún er unnin í samræmi við lög og reglugerðir, aðalnámskrá og stefnu Reykjavíkurborgar í skólamálum og lýsir á greinargóðan hátt því fyrirkomulagi sem ríkir um skólahald Norðlingaskóla.

11


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Skipulag og stundaskrá Skipulag og kennsluhættir markast af stefnu og markmiðum skólans. Áhersla er lögð á einstaklingsmiðað nám til að mæta þörfum, áhuga og getu hvers og eins. Skólinn raðar nemendum í námshópa og tilheyra tveir til þrír árgangar hverjum námshópi. Skóladeginum er skipt í 2x 20 mínútna umsjónartíma og fjórar 60 mínútna kennslulotur. Skólaárinu er skipt í stundarskrártímabil. Með lengri námslotum náum við dýpri vinnu og meiri og lengri einbeitingu og ekki er alltaf verið að láta nemendur skipta um námsgreinar. Hverju nýju stundarskrártímabili fylgja einkenni sem helgast af þemanámi (smiðjum), flæði kennara, uppbrotum á námshópum og tengist það árstíðum. Allir nemendur í 1. - 7. bekk fara út í frímínútur en nemendur í 8. - 10. bekk mega vera inni. Allir starfsmenn hafa það hlutverk að eiga samvistir við börnin í frímínútum og gæta þeirra. Nemendum skólans gefst kostur á að kaupa heitan mat í hádeginu og ávexti í ávaxtastund fyrir hádegi. Skólinn hefst alla daga kl. 8:10 hjá nemendum í 1.-10. bekk og lýkur kl. 14:00. Skóladagurinn hjá nemendum í unglingadeild getur suma daga verið lengri vegna valgreina. Samstarfsteymi Í skólanum starfa allir í teymum. Kennarar, stuðningsfulltrúar, þroskaþjálfar, skólaliðar og sérkennarar mynda saman teymi utan um hvern námshóp sem þeir vinna með. Þannig eru í skólanum teymi þeirra starfsmanna sem vinna með nemendum í 1. og 2. bekk, 3. og 4. bekk, 5. - 7. bekk og 8. - 10. bekk. Í skólanum eru jafnframt list- og verkgreinateymi, íþróttateymi, námsmatsteymi, læsisteymi, Björnslundarteymi, grænfánateymi og smiðjuteymi. Í skólanum eru þrír foreldrar úr hverjum árgangi sem mynda samráðsbakland skólans. Við skólann starfar öflugt foreldra- og starfsmannafélag sem heitir Vaðið. Foreldrar standa reglulega fyrir félagsmótum af ýmsum toga og eru helstu stuðningsaðilar skólans. Samkvæmt lögum starfar við skólann skólaráð. Stoðþjónusta Sveitarfélög skulu tryggja að sérfræðiþjónusta sé veitt í grunnskólum, ákveða fyrirkomulag hennar og stuðla að því að hún fari fram innan grunnskóla. Í sérfræðiþjónustu felst annars vegar stuðningur við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi grunnskóla og starfsfólk þeirra. Í grunnskólum skal frá upphafi skólagöngu nemenda unnið að forvarnastarfi með skimunum og athugunum á nemendum til að tryggja þeim kennslu og námsaðstoð við hæfi. Auk þess skal fara fram greining á nemendum sem eiga í sálrænum eða félagslegum erfiðleikum sem hafa áhrif á nám þeirra. Allar athuganir á vegum skóla sem varða einstaka nemendur skulu gerðar í samráði við og með samþykki foreldra og óheimilt er að taka gjald fyrir slíkar athuganir. Greina skal foreldrum frá niðurstöðum slíkra athugana. Sjá lög um grunnskóla. Náms - og starfsráðgjöf Allir nemendur og foreldrar þeirra eiga kost á að snúa sér til náms- og starfsráðgjafa og geta komið eða hringt milliliðalaust. Náms- og starfsráðgjöf er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem nemendur fá stuðning til að skólagangan nýtist þeim sem best, þeir fá aðstoð til að átta sig á eigin hæfileikum og áhugamálum og setja sér markmið. Meginmarkmið náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum er að veita nemendum faglega þjónustu og ráðgjöf í málum sem tengjast námi þeirra, framtíðaráformum og samskiptum og líðan í skólanum. Reynt er að greina vanda nemenda og vísa til viðeigandi meðferðaraðila ef þörf krefur. Náms- og starfsráðgjafi heldur utan um samstarf við næsta skólastig og vinnur að því að flutningur milli skólastiga sé vel undirbúinn.

12


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Stefnt er að því að allir nemendur eigi greiðan aðgang að náms- og starfsráðgjafa sem er trúnaðarmaður þeirra og málsvari.

2.2.3. Mat Matsfundir starfsfólks eru haldnir þrisvar á skólaárinu. Á fundunum gefst öllum starfsmönnum skólans tækifæri til að tjá sig um skólastarfið. Góðar og gagnlegar umræður fara fram um sterkar og veikar hliðar skólastarfsins og gefa raunsætt mat á því sem verið er að gera í skólanum. Skólastjórnendur vinna síðan úr þeim upplýsingum sem fram koma á matsfundum og gera áætlanir um úrbætur. Starfmannasamtöl eru tekin þrisvar á ári við alla starfsmenn skólans. Skólastjórnendur vinnu úr þeim atriðum sem þar koma fram og tengjast mati á skólastarfi og ekki eru trúnaðarmál. Í skólaráði er farið yfir starfsáætlun þar sem gerðar eru athugasemdir við hana og svo er áætlunin samþykkt. Skipulag skólastarfsins er mikið rætt á fundum og farið yfir það hvað þarf að laga og hvað hefur gengið vel. Skólapúlsinn kannaði viðhorf foreldra á námi og kennslu í Norðlingaskóla. Niðurstöðurnar í 1. - 7. bekk eru 0,33 stigum yfir landsmeðaltali en í unglingadeild (8.-10. bekk) eru foreldrar sérstaklega ánægðir (5,82 í Norðlingaskóla en 4,85 á landsvísu). Einnig eru foreldrar spurðir hvort þeir séu ánægðir með hvernig skólinn kemur til móts við þarfir barnsins. 93% foreldra eru ánægðir. 87% foreldra telja að barnið fái hæfilega þung verkefni í skólanum.

2.2.4. Aðgerðir til umbóta Þegar dregin eru saman meginatriði úr viðhorfakönnun foreldra kemur í ljós að foreldrar eru mjög ánægðir með flesta þætti skólastarfsins en það eru nokkrir þættir sem þarf að skoða sérstaklega. Þeir foreldrar sem gerðu athugasemdir fannst að umjónarkennarar mættu sýna meira frumkvæði að samstarfi við foreldra á yngsta stigi. Þeir vilja taka meiri þátt í áætlanagerð en að sama skapi upplifa þeir að þeir hafi áhrif á það sem barnið er að læra í skólanum. Samkvæmt könnuninni finnst foreldrum nemenda á miðstigi þeir ekki vera nógu virkir í námi nemenda og eru nokkuð margir sem telja að þeir aðstoði barnið við heimanám aðeins 1-2 sinnum í viku. Foreldrar nemenda í 1. - 4. bekk vilja fá meira heimanám. Þegar foreldrar sem eru spurðir hvar þeir telji að einelti fari fram telja að það fari helst fram í hádegishléinu (úti) og í inni frímínútum. Starfsfólk Norðlingaskóla er sífellt að endurskoða og þróa nýjar hugmyndir varðandi nám og kennslu. Starfsfólkið er vakandi fyrir nýbreytni og verkefnum er gætu gert gott skólastarf enn betra og er samstarf við foreldra lykillinn að því.

13


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

2.3. Skimanir og árangur í samræmdum könnunarprófum Hér má sjá yfirlit yfir skimanir og kannanir í Norðlingaskóla:              

Hugtakaskilningspróf Boehm C 1 og C 2 Teikniverkefnið Tove Krogh Læsiskönnunin Læsi 1, 2 og 3 fyrir 1. bekk Læsiskönnunin Læsi 1 og 2 fyrir 2. bekk Hugtakaskilningspróf Boehm D 1 og 2 Talnalykill - stærðfræðiskimunarpróf Raddlestrarpróf Stafsetningarkönnun Lesskilningspróf LH40 og LH60 Samræmt könnunarpróf í íslensku og stærðfræði fyrir 4. og 7. bekk Samræmt könnunarpróf í íslensku, stærðfræði og ensku fyrir 10. bekk GRP-10. Greinandi ritmálspróf fyrir 10 ára nemendur Lesskilningskönnun fyrir 8. bekk GRP-14. Greinandi ritmálspróf fyrir 14 ára nemendur.

2.3.1. Markmið Í þeim skimunum sem skólinn leggur fyrir er leitast við að nemendur nái þeim viðmiðum sem sett eru og teljast góð. Í samræmdum prófum er markmið skólans að framfarastuðullinn sé sem hæstur og að nemendur bæti árangur sinn milli prófa. Markmiðið er einnig að nemendur geti sýnt hvað í þeim býr og að þeir fái jákvæða upplifun af slíkum könnunarprófum. 2.3.2. Framkvæmd Skimanir og samræmd próf í Norðlingaskóla eru lögð fyrir nemendur sem hér segir: 1. bekkur Að hausti:   

Hugtakaskilningspróf Boehm C 1 og C 2 Teikniverkefnið Tove Krogh Læsiskönnunin Læsi 1 fyrir 1. bekk.

Að vori:  

Læsiskönnunin Læsi 2 fyrir 1. bekk Hugtakaskilningspróf Boehm D 1 og 2 (fyrir nemendur sem komu ekki nógu vel út á Boehm C prófunum að hausti).

2. bekkur: Að hausti: 

Læsi 3 fyrir 1. bekk (til að kanna stöðu nemenda við upphaf 2. bekkjar).

Að vori:  

Læsi 1 fyrir 2. bekk Læsi 2 fyrir 2. bekk.

Sérkennari og umsjónarkennarar leggja prófin fyrir í 1. og 2. bekk. Sérkennari fer yfir prófin og skilar niðurstöðum til umsjónarkennara og eftir atvikum annarra starfsmanna til þess að

14


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 niðurstöðurnar nýtist sem best í vinnu með nemendum. Umsjónarkennarar skila niðurstöðum til foreldra um leið og öðru námsmati nema að annað sé ákveðið. 3. bekkur: Að hausti:   

Talnalykill - stærðfræðiskimunarpróf. Sérkennari með umsjónarkennara Raddlestrarpróf. Sérkennari aðstoðar umsjónarkennara Stafsetningarkönnun. Sérkennari aðstoðar umsjónarkennara með fyrirlögn og úrvinnslu.

Að vori: 

LH60. Lesskilningspróf lagt fyrir í janúar.

4. bekkur  

Samræmt próf í íslensku og stærðfræði í september. Raddlestrarpróf í annarmati.

5. bekkur Að hausti :  

GRP-10. Greinandi ritmálspróf fyrir 10 ára nemendur. Sérkennari leggur þetta próf fyrir þá nemendur sem talið er að þurfi sérstaklega að skoða lestur og lestrarlag betur Raddlestrarpróf í annarmati.

Að vori : 

LH40- Lesskilningspróf lagt fyrir í febrúar/mars.

6. bekkur: Að hausti: 

Talnalykill. Hópskimun.

Að vori: 

Samræmd íslensku og stærðfræðipróf lögð fyrir í nokkrum áföngum til þess að kanna stöðu nemenda og að þeir kynnist uppsetningu prófsins.

7. bekkur: 

Samræmt próf í íslensku og stærðfræði í september.

8. bekkur:  

Lesskilningskönnun. Sérkennari og umsjónarkennari. Metið með nemendum og foreldrum hvenær nemandi stefnir á að taka samræmd grunnskólapróf.

9. bekkur: 

Greinandi ritmálspróf fyrir 14 ára nemendur GRP – 14 (hóppróf).

10. bekkur:  

Lögð eru fyrir einstaka gamalt samræmd próf til að kynna fyrir nemendum Tekin er endanleg ákvörðun að hausti hvaða samræmd próf nemandi ætlar að taka. Ef grunur leikur á dyslexíu þá er nauðsynlegt fyrir nemanda að fá fullkomna lestargreiningu til að staðfesta eða útiloka dyslexíu. Þetta er nauðsynlegt til þess að nemandi fái alla þá þjónustu sem í boði er þegar hann fer í framhaldsskóla. Samræmd próf í íslensku, ensku og stærðfræði.

15


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 2.3.3. Mat Niðurstöður úr samræmdum prófum og öllum skimunum eru skoðaðar vel þegar niðurstöður berast skólanum. Lögð er áhersla á að skoða hvern nemanda fyrir sig og hvernig er best að nýta niðurstöðurnar nemandanum í hag. Heildarútkoma skólans er einnig skoðuð til þess að meta hvað þarf að laga og hvað hefur heppnast vel. 2.3.4. Aðgerðir til umbóta Haldið verður áfram að fylgjast vel með námsframvindu nemenda og þróa ábyrgð teyma á námshópum. Áhersla verður á að lesa úr niðurstöðum kannana með úrbætur í huga.

2.4. Nemendur og líðan Unnið er samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 VI. kafla og stefnu og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Allra leiða er leitað til að tryggja að öllum börnum líði vel í skólanum. Unnið er markvisst að því byggja upp jákvæða sjálfsmynd og þjálfa félagsfærni og samskipti í samræmi við forvarnastefnu borgarinnar. Í skólanum á að ríkja gagnkvæmt traust milli samstarfsaðila, foreldra, starfsmanna og nemenda. Umhverfi skólans á að vera öruggt og heilsusamlegt og einelti og ofbeldi er ekki liðið. Mikil áhersla er lögð á hollustu, hreyfingu, heilbrigði og traust og þannig unnið markvisst að því að öllum líði vel. 2.4.1. Markmið Norðlingaskóli er vinnustaður nemenda og starfsmanna. Þar er leitast við að öllum líði vel og farið er eftir þeim grunnviðmiðum sem gilda á flestum heimilum. Þannig styrkjum við það umhverfi sem okkur líður vel í og hvetur til frekari vinnuafkasta. Rétt er að benda á það sem kemur fram í 41. grein laga um grunnskóla: „Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla í öllu því er skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnisvenjum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin." Í stefnu Norðlingaskóla koma skýrt fram markmið skólans varðandi líðan nemenda. Stefna Norðlingaskóla er unnin í sameiningu af þeim sem standa að skólanum, starfsfólki, nemendum, foreldrum og fræðsluyfirvöldum. Á henni grundvallast allt starf skólans og er sérstök áhersla lögð á: 

 

að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur. að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hverskonar. að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir. að árgöngum sé kennt saman, þ.e. að byggt verði á samkennslu árganga sem stuðlar m.a. að aukinni félagsfærni nemenda og auðveldar að hver nemandi fari á sínum hraða á grunnskólagöngu sinni.

Í Norðlingaskóla temjum við okkur eftirfarandi viðmið:   

Við erum jákvæð og lífsglöð Við erum kurteis og tillitssöm Við komum vel fram við aðra

16


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013               

Við sýnum öðrum virðingu Við erum stundvís Við göngum vel um Við berum virðingu fyrir eigum annarra Við erum vinnuglöð og vinnum verk okkar vel Við erum aðeins á skólalóðinni á skólatíma Við stundum holla lífshætti, komum með hollt og gott nesti Við erum hrein, snyrtileg og klædd eftir veðri Við leggjum ekki hendur á aðra Foreldrar þurfa að tilkynna veikindi nemenda Foreldrar þurfa að óska eftir inniveru í einn dag í framhaldi veikinda Tæki í eigu nemenda eru alfarið á ábyrgð þeirra Norðlingaskóli er tóbakslaus vinnustaður Skólaviðmið þessi eru viðhöfð hvar sem verið er á vegum skólans Ef nemandi breytir út af þessum viðmiðum þá má hann búast við viðurlögum sem miðast við eðli hvers máls og aðstæður.

2.4.2. Framkvæmd Við Norðlingaskóla er lögð áhersla á jafna aðkomu allra og jafnra tækifæra bæði meðal nemenda og starfsmanna. Skólinn vinnur eftir mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og einnig eftir eigin mannréttindastefnu. Forvarnir Megináhersla með forvörnum er að skapa öllum börnum og ungmennum uppeldisaðstæður og umhverfi sem eflir sjálfstraust þeirra og sjálfsmynd, einkennist af samkennd og býr yfir viðeigandi stuðningsúrræðum þegar þörf krefur. Forvarnastefna Norðlingaskóla tekur til nemenda, foreldra og allra sem að málefnum þeirra og uppeldi koma og byggir á Forvarnarstefnu Reykjavíkurborgar. Lögð er áhersla á að forvarnir séu heildstæðar og byggðar á rannsóknum og hafi mælanleg markmið sem eru metin og endurskoðuð reglulega. Samskiptaleiðir varðandi hegðunarfrávik nemenda Framkoma og hegðun nemanda er oft lýsandi fyrir líðan einstaklingsins. Norðlingaskóli hefur útbúið ákveðið vinnuferli til þess að reyna með öllum tiltækum ráðum að bæta hegðan og líðan nemandans. Skólinn og foreldrar/forráðamenn vinna sameiginlega með nemanda til að leita lausna á sem bestan hátt. Vinnuferlið er hægt að nálgast á heimasíðu skólans: http://www.nordlingaskoli.is/index.php?option=com_content&view=article&id=181:samskiptaleieirvareandi-hegeunarfravik-&catid=3:skolinn&Itemid=237

Eineltisáætlun Allt starf Norðlingaskóla miðar að því að nemendum líði vel og að nám og starf nemandans miðist við þarfir hans og getu. Skilgreining á einelti er að einelti á sér stað þegar einstaklingur verður margendurtekið og á afmörkuðu tímabili fyrir aðkasti á einhvern hátt frá einum eða fleiri aðilum. Einelti getur birst á margan hátt :   

Félagslega: Barnið skilið útundan í leik, barnið þarf að þola svipbrigði, augngotur, þögn eða algert afskiptaleysi. Andlega: Barnið er þvingað til að gera eitthvað sem stríðir algerlega gegn réttlætiskennd þess og sjálfsvirðingu. Líkamlega: Gengið er í skrokk á barninu.

17


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 

Munnlega: Uppnefni, stríðni eða niðurlægjandi athugasemdir. Hvíslast er á um barnið, flissað og hlegið.

Nemendur og starfsfólk Norðlingaskóla sætta sig á engan hátt við einelti og er það litið mjög alvarlegum augum. Í Norðlingaskóla er stefnan sú að tekið er strax á eineltismálum komi þau upp og geta nemendur og/eða foreldrar þeirra, vakni hjá þeim grunur um einelti, leitað til þess starfsmanns sem þeir treysta best með mál sem snúa að velferð og líðan og treyst því að brugðist sé við strax og á viðeigandi hátt ef upp koma vandamál af einhverju tagi sem viðkemur líðan nemenda. Í eineltisteymi Norðlingaskóla situr skólastjórnandi, sérkennari viðkomandi námshóps og umsjónarkennarar þolanda og geranda. Sjá nánar um eineltisáætlun Norðlingaskóla á heimasíðu skólans. Nemendaverndarráð Nemendaverndarráð Norðlingaskóla starfar samkvæmt reglugerð um nemendaverndarráð í grunnskólum. Í nemendaverndarráði skólans eiga sæti: skólastjóri og/eða deildarstjóri, deildarstjóri sérkennslu, sálfræðingur, skólahjúkrunarfræðingur og náms- og starfsráðgjafi. Fundir eru haldnir aðra hverja viku. Áfallahjálp Gerð hefur verið áætlun um áfallahjálp sem sjá má á heimasíðu skólans. Í áfallateymi situr skólastjóri, aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri í sérkennslu, skólahjúkrunarfræðingur og sálfræðingur ásamt deildarstjóra og sóknarpresti (þegar það á við). Nemendalýðræði Einu sinni á önn eiga skólastjórnendur samráðsfundi með nemendum í hverjum námshópi. Nemendur fá þannig tækifæri til að segja stjórnendum hvers þeir óska sér í skólastarfinu og hvað þeir vilja að verði lagað. Nemendur búa til óskalista sem leitast er við að framfylgja og þannig er stuðlað m.a. að auknu nemendalýðræði. Námsnefnd Í 5. - 7. bekk og 8. - 10. bekk eru starfræktar námsnefndir. Í námsnefndunum eru nemendur sem hafa verið kosnir af öðrum nemendum í lýðræðislegum kosningum. Námsnefndirnar funda reglulega yfir skólaárið og koma með hugmyndir hvað varðar nám nemenda t.d. valstöðvar, hópskiptingar, smiðjur og fyrirkomulag á vordögum svo eitthvað sé nefnt. Með námsnefndunum vinna tveir kennarar, einn á miðstigi og einn á unglingastigi. Skólaþing Í maí 2013 var haldið svokallað skólaþing í 8. – 10. bekk. Því var ætlað að skila af sér tillögum um ýmislegt sem unglingunum þótti mikilvægt að hafa áhrif á í skipulagi skólastarfsins og námsins. Þingið skilaði af sér ýmsum tillögum sem ræddar voru í hópi starfsmanna og er gert ráð fyrir að margar þeirra komi til framkvæmda á næsta skólaári. Nemendafélag og félagslíf Við skólann starfar nemendafélag þar sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar nemenda halda utan um félagslíf nemenda í samvinnu við nemendur, félagsmiðstöð, starfsmenn skóla og foreldra. Nemendur taka þátt í spurningakeppni félagsmiðstöðvanna og Skrekk. Í samvinnu við skólann og félagsmiðstöðina er haldin árshátíð og haustball. Reglulega á nemendahópurinn samráðsfundi við skólastjórnendur þar sem allt sem viðkemur lífi þeirra og starfi í skólanum er rætt. Málefnum er þar fundinn formlegur farvegur. Fulltrúar nemenda sitja í skólaráði og í grænfánateymi. Nemendafélagið hefur forgöngu um ýmis skemmtileg uppbrot í skólastarfinu.

18


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Félagsaðstaða nemenda á skólatíma er í félagsmiðstöðinni. Böll og stærri samfagnaðir fara fram utan hverfis þar sem engin samkomuaðstaða er í hverfinu. Árshátíð þar sem flutt eru frumsamin leikverk er í 5. – 7. bekk árlega. Matsamtöl Matsamtöl eru við nemendur (og foreldra þeirra) í október, janúar og maí. Tilgangur þeirra og markmið er að meta m.a. líðan, námslega stöðu nemandans, áhugamál og veikar og sterkar hliðar, sem og að setja fram markmið og væntingar. Umsjónarkennarar nota sérstök eyðublöð í samtölunum. Umsjónarkennari skipuleggur tíma til að setjast niður með nemandanum og ræða við hann um þessi mál. Útfyllt eyðublað úr matsamtali er svo sent heim með námsmati nemenda. Á samráðsdegi foreldra, nemenda og kennara er farið yfir matsamtalið og það rætt sem þurfa þykir. Kennarar fá greinagóðar upplýsingar um líðan nemenda í matsamtölum. Þar gefst nemendum tækifæri á því að ræða ýmis mál, maður á mann. Á teymisfundum starfsfólks er farið yfir matsamtölin og einstaka nemendamál eru rædd ef ástæða er til.

2.4.3. Mat Í könnun Skólapúlsins á viðhorfum foreldra í grunnskólum Reykjavíkur 2013 er spurt hvernig foreldrar í Norðlingaskóla telji að barninu líði í skólanum. 96% telja að barninu líði alltaf eða oftast vel í skólanum. 94% telja að barninu þeirra líði alltaf eða oftast vel í kennslustundum og 96% telja að barninu líði alltaf eða oftast vel í frímínútum. Niðurstöður úr nemendakönnun Skólapúlsins sýna að nemendum í Norðlingaskóla líður betur nú en áður og er skólinn við landsmeðaltal. Sjálfstraust nemenda hefur aukist og einnig upplifa nemendur aukna stjórn á eigin lífi. Samkvæmt könnuninni upplifa nemendur einelti í auknum mæli frá síðustu athugun. Landsmeðaltal er 4,82 en Norðlingaskóli er með 5,12. Þess má hins vegar geta að í október mældist einelti í Norðlingaskóla 4,87. Sem viðmiðunarregla er munur upp á 0,5 stig ekki mikill munur en munur upp á 1,0 stig telst töluverður munur. Samkvæmt könnuninni upplifa nemendur mjög gott samband við kennara og er heildarniðurstaðan 6,26 en landsmeðaltal 5,43. Einnig er mikil ánægja með stuðning kennara við nemendur en í apríl var það 5,90 (landsmeðaltal 5,39). Niðurstöður úr matsamtölum eru ekki formlegar, tölulegar upplýsingar en gefur starfsfólki skólans og foreldrum nemenda góða innsýn í það hvernig nemendum líður í skólanum. Nemendur koma oft með skemmtilegar og gagnlegar ábendingar um skólastarfið sem er að sjálfsögðu tekið til greina. 2.4.4. Aðgerðir til umbóta Þegar rýnt er í niðurstöðurnar má sjá að vanlíðan nemenda eykst eftir því sem þau eldast, minnst í 6. bekk en mest í 10. bekk en Skólapúlsinn er eingöngu lagður fyrir 6. – 10. bekk. Spurningin er hvort þessi munur er tengdur sérstaklega við þessa tilteknu nemendur eða hvort þetta tengist skólanum á einhvern hátt. Stúlkur í Norðlingaskóla virðast hafa minni trú á eigin getu en stúlkur annars staðar. Mælingar á einelti í Norðlingaskóla sýna að það er mikill munur á því hvenær kannanir eru lagðar fyrir. Starfsfólk skólans er meðvitað um þetta og

19


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 hefur verið unnið sérstaklega með niðurstöður varðandi kvíða og einelti í öllum námshópum. Starfsfólk Norðlingaskóla mun halda áfram að vera vakandi yfir nýjungum sem stuðla að bættri líðan nemenda og nýta sér þau úrræði sem fjallað hefur verið um.

2.5. Foreldrasamstarf Í aðalnámskrá grunnskóla 2011, almennur hluti, segir í kaflanum SAMSTARF HEIMILA OG SKÓLA: ,,Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla. Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins. Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna.“ Komið hefur fram í rannsóknum að samstarf foreldra og skóla hefur alltaf jákvæð áhrif á skólastarf og stuðningur foreldra skilar sér meðal annars í betri líðan nemenda sem og bættri námsframmistöðu. Það er því til mikils að vinna að efla samstarf heimilis og skóla.

2.5.1. Markmið Norðlingaskóli leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra. Foreldrar eru sérfræðingar í málefnum barna sinna og því mikilvægt að þeir séu vel upplýstir varðandi nám og líðan barna sinna. Auk ýmissa viðburða á skólaárinu þar sem foreldrar eru virkir þátttakendur í skólastarfinu þá þjónar heimasíða skólans mikilvægu hlutverki í allri upplýsingaöflun auk vikulegra tölvupósta frá umsjónarkennurum og mánaðarlegu fréttabréfi. Viðburðir fyrir foreldra á skólaárinu eru m.a. skólaboðunardagur, foreldraskóladagar, samráðsdagar, morgunskraf stjórnenda með foreldrum 3 – 4 sinnum á vetri, fræðslufundir fyrir foreldra, námskynningar, jólaskólinn, Norðlingaleikar, skólasetning og skólaslit þar sem hvatt er til að foreldrar, systkini, afar og ömmur komi og taki þátt. Við Norðlingaskóla starfar öflugt sameiginlegt Foreldra- og starfsmannafélag sem ber heitið Vaðið. Félagið setur sig í samband við foreldra og auglýsir eftir bekkjarfulltrúum og boðar þá til fundar um starf vetrarins. Þá heldur félagið einnig utan um foreldraröltið í hverfinu. Foreldrafélög eru í eðli sínu ólík öðrum félögum, t.d. verða foreldrar yfirleitt félagsmenn sjálfkrafa vegna skólagöngu barna sinna en ganga ekki formlega í félagið vegna áhuga á foreldrastarfi. Hlutverk foreldrafélags er margþætt og eru helstu áherslur þessar:   

Styðja skólastarfið og efla tengsl heimila og skóla Samstarfs- og samstöðuvettvangur foreldra innbyrðis Upplýsingamiðlun og fræðslustarf.

20


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 2.5.2. Framkvæmd Foreldrafélagið Vaðið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Kosning í stjórn fer fram á aðalfundi foreldrafélagsins að hausti. Fulltrúar eru fimm talsins og kosnir til tveggja ára í senn, fjórir fulltrúar foreldra sem kosnir eru af foreldrum sem mæta á aðalfund og einn fulltrúi starfsmanna sem starfsfólk kýs úr sínum hópi. Foreldrafélagið setur sig í samband við foreldra og auglýsir eftir bekkjarfulltrúum og boðar þá til fundar um starf vetrarins. Skólaárið 2012-2013 sitja eftirfarandi fulltrúar í stjórn foreldrafélagsins: Í aðalstjórn: Valgerður Sverrisdóttir - formaður Þórey Gylfadóttir - varaformaður - f.h. skólans Elísabet Björgvinsdóttir - gjaldkeri Áslaug Hafsteinsdóttir - ritari Katrín Garðarsdóttir - meðstjórnandi Í varastjórn: Þorvaldur E. Sæmundsen Sólrún Héðinsdóttir Sigrún Ása Þórðardóttir Ingibjörg Ásta Þórisdóttir Þráinn Árni Baldvinsson - f.h. skólans.

Umsjónarkennari er einn af aðal tengiliðum við heimilin hvað varðar nám, líðan og árangur nemenda. Umsjónarkennarar hafa ekki fastan viðtalstíma heldur geta foreldrar haft samband við kennara þegar þeim hentar og eru foreldrar hvattir til að heimsækja skólann eins oft og þeir vilja. Umsjónarteymin senda tölvupóst einu sinni í viku þar sem kemur fram það helsta sem gert var í skólanum auk annarra hagnýtra upplýsinga. Ástundun nemenda er skráð í Mentor og/eða Námfús. Fréttabréf er sent heim mánaðarlega. Í fréttabréfinu eru ýmsar gagnlegar upplýsingar til foreldra ásamt skemmtilegum umfjöllunum um skólastarfið. Heimasíða. Mikil áhersla er lögð á að heimasíða Norðlingaskóla sé reglulega uppfærð. Nánast daglega koma inn fréttir og fróðleikur fyrir nemendur og aðstandendur þeirra. Á heimasíðunni geta foreldrar lesið allt það helsta sem snýr að skólastarfi Norðlingaskóla. Skólaboðunardagur. Fyrsti skóladagur á hverju hausti við Norðlingaskóla er svokallaður skólaboðunardagur en þá heimsækja starfsmenn skólans alla nemendur skólans og boða þá í skólann. Starfsmenn skólans skipta heimilunum á milli sín og tveir starfsmenn heimsækja hvert heimili. Tilgangurinn með skólaboðunardeginum er m.a. að samskipti skólans og heimilanna eigi að virka í báðar áttir. Þannig er það undirstrikað að starfsmenn skólans séu líka færanlegir, það þurfi ekki alltaf að vera þannig að foreldrarnir komi í skólann heldur geti það líka verið á hinn veginn. Með þessu móti er lögð áhersla á að þessi samskipti geti og eigi að vera gagnvirk. Í Norðlingaskóla er gert ráð fyrir því að foreldrar taki virkan þátt í skólastarfi barna sinna á þeim forsendum að þeir séu sérfræðingar í þörfum þeirra. Þegar sú sérfræði er samtvinnuð þeirri sérfræðiþekkingu sem starfsfólks skólans hefur á námi og kennslu, eru miklar líkur á því að starfið verði gjöfult og árangursríkt fyrir nemendur. Að mati starfsfólks skólans er það afar mikilvægur þáttur í samstarfi þessara tveggja lykilaðila, skólans og heimilanna, að hitta nemendur og foreldra líka á þeirra heimavelli og skapa þannig tækifæri til að rætt málefni barnanna og skólastarfið á heimilislegan og notalegan hátt. Þá er ljóst að skólaboðunardagurinn er mikilvægur þáttur í því að gera nemendur öruggari í samskiptum við

21


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 starfsfólk skólans sem og þátttöku í starfi skólans sem leitast sífellt eftir því að líta á sig sem samfélag en ekki stofnun. Námskynningar eru haldnar í upphafi skólaárs en þá eru foreldrar boðaðir á fund með umsjónarteymunum þar sem farið er yfir námsáætlanir vetrarins. Foreldraskóladagur er ein af hefðum Norðlingaskóla og eru þeir tvisvar á vetri. Foreldrum er þá boðið að koma í skólann til að kynnast vinnustað barna sinna. Nemendur kynna og kenna foreldrum sínum það sem þeir fást við í skólanum. Samráðsdagar eru í Norðlingaskóla þrisvar sinnum á skólaárinu, einn á haustönn (í október) og tveir á vorönn (í janúar og júní). Á samráðsdögum koma nemendur og foreldrar í samráð til starfsfólks skólans þar sem farið er yfir starfið, matssamtöl, námsmat og væntingar gerðar fyrir næstu önn. Morgunskraf er þrisvar á vetri. Þá er foreldrum boðið að koma í morgunkaffi í svokallað morgunskraf með stjórnendum. Á fundunum er m.a. óformlegt spjall um skólahaldið og annað sem snýr að daglegu starfi hjá námshópunum. Jólaskólinn er haldinn síðasta dag fyrir jólafrí. Þá koma foreldrar, systkini, afar og ömmur í skólann og taka þátt í alls kyns skemmtilegum verkefnum, ásamt því að horfa á helgileik, dansa í kringum jólatréð, hlýða á jólatónlist, föndra og margt fleira. Jólaskólinn er alltaf haldinn seinnipart dags til þess að flestir foreldrar, ömmur og afar sjái sér fært að mæta. Norðlingaleikar eru haldnir á vorin. Þá er keppt í allskyns „íþróttagreinum“ svokölluðum ,,fjölgreinum“ á mörgum stöðvum og áhersla lögð á hvað við erum öll ólík, búum yfir mismunandi hæfileikum og hvernig mismunandi hæfileikar skila liðinu hámarksárangri. Unnið er út frá hugmyndafræðinni um fjölgreindarkenningu Gardners. Á Norðlingaleikum er foreldrum boðið að koma og fylgjast með nemendum. Skólasetning og skólaslit eru einnig skipulögð þannig að foreldrar geti verið viðstödd. 2.5.3. Mat Viðhorfakönnun foreldra. Í Viðhorfskönnunum Reykjavíkurborgar 2012 og viðhorfskönnun Skólapúlsins 2013 til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar kemur í ljós að meiri ánægja ríkir meðal foreldra í Norðlingaskóla með almenna upplýsingagjöf til foreldra samanborið við aðra grunnskóla í Reykjavík. Töluverð ánægja ríkir einnig meðal foreldra með nokkra þætti sem snúa beint að umsjónarkennara eins og viðmóti hans við foreldra, aðgengi að honum og upplýsingastreymi frá honum. Í flestum þessara þátta mælist svarhlutfall þeirra sem eru ánægðir örlítið hærra í Norðlingaskóla en meðaltal í öðrum grunnskólum í Reykjavík. Skólapúlsinn. Í niðurstöðum könnunar á vegum Skólapúlsins kemur fram að þörf foreldra í Norðlingaskóla til að hafa áhrif á félags- og tómstundastarf og agamál í skólastarfinu er svipuð og hjá foreldrum í öðrum grunnskólum. Það sem sker sig einna helst úr í þessu sambandi er að foreldrar í Norðlingaskóla segjast hafa meiri áhrif á foreldrasamskipti en foreldrar annarra skóla. Þrátt fyrir að munurinn á milli Norðlingaskóla og annarra skóla sé lítill vilja foreldrar í öðrum skólum hafa meiri áhrif á námshraða, áherslur í námsgreinum, val á námsefni og kennslufyrirkomulag í sínum skólum en foreldrar í Norðlingaskóla sem segjast að öllu jöfnu hafa meiri áhrif á þessa þætti en aðrir foreldrar.

22


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Í niðurstöðum Skólapúlsins kemur einnig í ljós að mikill meirihluti foreldra er ánægður með síðasta foreldraviðtal og fannst umræðan snúast í meira mæli um sameiginlegar ákvarðanir um skólagöngu barnsins. Almenn ánægja ríkir með gagnsemi upplýsinga á heimasíðu skólans. Rannsókn. Í rannsókn um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun sem skólinn stóð sjálfur fyrir árið 2012 kemur einnig í ljós að niðurstöður sýna að foreldrar eru almennt ánægðir með samskipti sín við skólann og telja þau einkennast af góðu viðmóti starfsfólks og samstarfsvilja við foreldra. Helstu niðurstöður sýna að væntingar foreldra og kennara til foreldrasamskipta og upplýsingamiðlunar samræmast í meginatriðum. Kennarar vilja auka samstarf sitt við foreldra á flestum sviðum skólastarfsins og foreldrar eru tilbúnir í aukið samstarf um nám nemenda. Foreldrar telja sig einnig geta haft áhrif á nám og félagsstarf nemenda. Bæði kennurum og foreldrum finnst að áhrif foreldra í skólastarfinu eigi einna helst að gæta í námi nemenda, agamálum, þátttöku í félagsstarfi og viðburðum í almennu skólastarfi en síður í stefnumótun skólans og námsmati. Nokkrar hefðir hafa skapast um foreldrasamskipti og upplýsingamiðlun milli skóla og foreldra sem almenn ánægja ríkir með:            

Þrír samráðsfundir með foreldrum og nemendum - að hausti, í janúar og í júní. Matssamtöl við nemendur - undanfari samráðsfunda. Skólaboðunardagur - styrkja tengsl við heimilin og öflug upplýsingaveita. Jólaskóli - jólahátíð fyrir stórfjölskyldur nemenda. Foreldraskóladagur - einn á hvorri önn. Morgunskraf – fundir stjórnenda með foreldrum, tveir á hvorri önn. Námskynningar Vorskóli Föstudagspóstur Öflug heimasíða Fréttabréf Samstarf kennara og foreldrafélagsins um ritfangakaup á yngra stigi.

Það er jákvætt fyrir skólann að niðurstöðurnar sýna að foreldrum finnst þeir geta haft áhrif á skólastarfið og finnst aðgengi að upplýsingum og viðmót starfsfólks gott. Ríkur samstarfsvilji foreldra og kennara um nám nemenda ásamt jákvæðu viðhorfi foreldra til skólans er grunnur sem hægt er að byggja á til að virkja foreldra til frekara samstarfs. 2.5.4. Aðgerðir til umbóta Í viðhorfskönnun Reykjavíkurborgar frá 2012 og viðhorfskönnun Skólapúlsins 2013 á viðhorfum foreldra til skólastarfs í grunnskólum koma fram vísbendingar um að foreldrafélagið og kennarar þurfi að leita leiða til að auka aðkomu foreldra með markvissari hætti að námi nemenda eins og t.d. aukinni aðkomu að áformsvinnu nemenda, markmiðsetningu í námi og gerð námsáætlana. Þetta kemur einnig fram í könnun um foreldrasamskipti sem skólinn stóð sjálfur fyrir árið 2012. Niðurstöður kannana gefa sterkar vísbendingar um vilja foreldra til að auka þátttöku sína í samstarfi um nám þar sem meirihluti foreldra telur sig ekki vera nægilega virkan í samstarfi um nám nemenda. Foreldrar sýna þátttöku í skólastarfi áhuga en vísbendingar eru um að þeir viti ekki með hvaða hætti best væri að fóta sig í samstarfinu.

23


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Skólinn hefur verið að þróa nýjar leiðir í bekkjarfulltrúastarfi og festa í sessi starfshætti sem snúa að viðburðum í félagslífi nemenda og samveru foreldra og nemenda. Á næstu þremur árum leggur starfshópurinn sérstaka áherslu á að festa í sessi og þróa foreldrasamstarf um nám nemenda og viðburði í skólastarfinu sem styrkja félagslíf nemenda og efla tengsl foreldra innbyrðis: 

Heimsóknir í kennslustundir þarf að skipuleggja með markvissum hætti. Vilji er hjá foreldrum að koma í heimsóknir í kennslustundir, það eykur skilning á skólastarfi og hlutdeild í námi nemenda. Auka aðkomu foreldra að námi nemenda. Leggja áherslu á markmiðasetningu í námi/gerð námsáætlana þar sem rík áhersla er lögð á einstaklingsmiðun og samstarf sem byggir á forsendum nemenda og foreldra ekki síður en skólans. Mat á foreldrasamstarfi - rýnihópar. Leita eftir viðhorfum foreldra og kennara á því hvað má betur fara í samstarfi heimila og skóla og finna leiðir til að auka frumkvæði foreldra og efla samstarfið. Námskynningar. Kynna markvisst starfs- og kennsluhætti. Aðkoma foreldar að námi nemenda í gegnum áformsvinnu/áformsbækur þar sem farið er sérstaklega yfir hlutverk, skyldur og þarfir foreldra og skóla. Styrkja bekkjarfulltrúastarfið með því að fylgja þessum þáttum eftir: Skilgreina hlutverk og skipan bekkjarfulltrúa og tengiliða skólans við þá. Fylgja eftir áætlunum um bekkjar- og fjölskylduskemmtanir. Festa í sessi haust- og vorfundi með bekkjarfulltrúum og tengiliðum og nýta afraksturinn til framþróunar á foreldrasamstarfi í skólanum. Halda utan um árgangamöppur sem fara á milli árganga þ.e. upplýsingamöppur um viðburði og annað skipulag innan hvers árgangs.

3. Verklag Í þessum kafla er fjallað um áherslur skólans og framkvæmd skólastarfsins. Sagt er frá skólanámskrá og markmiðum hennar, greint frá hvort og hvernig skólinn starfar eftir hugmyndafræði skóla án aðgreiningar og gerð grein fyrir fjölbreyttum kennsluháttum. Jafnframt er gerð grein fyrir námsmati, heimasíðu og heilnæmu skólaumhverfi.

3.1. Skólanámskrá Í þessum kafla er fjallað um skólanámskrá, en í lögum um grunnskóla kemur fram að skólanámskrá skuli vera nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla um markmið skólastarfs, inntak náms og námsmat, starfshætti og mat á árangri og gæðum skólastarfs, tengsl skóla við nærsamfélagið og hvernig unnið er að því að skapa góðan skólabrag. Skólanámskrá Norðlingaskóla er að finna á heimasíðu Norðlingaskóla http://nordlingaskoli.is í all mörgum hlutum. 3.1.1. Markmið Í aðalnámskrá grunnskóla 2011, almennum hluta, bls. 46 segir: „Skólanámskrá er nánari útfærsla á ákvæðum aðalnámskrár og í henni gefst kostur á að laga opinber fyrirmæli að sérstöðu hvers skóla og staðbundnum aðstæðum og gera grein fyrir hvernig þær aðstæður eru nýttar til að efla nám og kennslu.“

24


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

3.1.2. Framkvæmd Samkvæmt lögum skal árlega gefa út skólanámskrá í hverjum skóla og er skólastjóri ábyrgur fyrir því að hún sé unnin, gefin út og kynnt. Skólanámskrá skal vera nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla en jafnframt gefur hún kost á að laga fyrirmæli aðalnámskrár að sérstöðu hvers skóla og staðbundnum aðstæðum, draga þessi sérkenni fram og nýta þau til eflingar námi og kennslu. Aðalnámskrá setur skólum almenn viðmið en það er aftur á móti hvers skóla að útfæra þau nánar í skólanámskrá bæði með tilliti til þess nemendahóps sem stundar nám í skólanum sem og þeirra kennsluhátta sem skólinn aðhyllist. Skylt er að leggja skólanámskrá fyrir skólaráð skólans til umsagnar ár hvert með góðum fyrirvara auk þess að kynna hana fyrir nemendaráðum. Að loknu umsagnarferli skal skólanámskrá lögð fyrir skólanefnd til samþykktar (af vef Menntamálaráðuneytisins). Skólanámskrá Norðlingaskóla er að finna á heimasíðu skólans. Skólanámskrá Norðlingaskóla skiptist í fimm megin kafla eins og hún birtist á heimasíðu skólans: 

 

Skólinn: Þar má finna kaflana: Stefna Norðlingaskóla, Saga skólans, Skólanámskrá, Skólaráð, Skólaviðmið, Forvarnir, Eineltisáætlun, Nemendavernd, Stoðþjónusta, Grænfáninn, Náms- og starfsráðgjöf. Starfshættir: Þar undir má finna undirkaflana: Áherslur í námi - Námsáætlanir, Mat á skólastarfi, Skóli fyrir alla, Þróunarverkefni, Áformið, Áhugasvið, Einstaklingsmiðun, Samkennsla, Smiðjur, Teymisvinna, Námsval - Samvinna, Námsmat, og Stundaskrár nemenda. Nemendur: Þar má finna kaflana: Félags- og tómstundastarf, heimasíður námshópa, nám að loknum grunnskóla, Náms- og starfsráðgjöf, skóladagatal og skólaviðmið. Foreldrar: Þar eru undirkaflarnir: Áherslur í foreldrasamskiptum og upplýsingamiðlun Norðlingaskóla, bekkjarfulltrúar og tengiliðir, Foreldra- og starfsmannafélagið Vaðið, hugmyndabanki og samstarf við foreldra. Starfsfólk: Þar má finna starfsmannastefnu Norðlingaskóla og upplýsingar um teymi starfsfólks.

3.1.3. Mat Mjög mikilvægt fyrir raunhæft sjálfsmat er ítarleg og markviss skólanámskrá þannig að allir sem að skólanum koma geti sameinast um leiðir að settu marki. Vinna við gerð skólanámskrár stuðlar að faglegu samstarfi og skapar grundvöll til mats á skólastarfi. Skólanámskráin er sett fram á heimasíðu skólans og með virkri heimasíðu er aðgengi að upplýsingum gott og auðvelt að nálgast allar upplýsingar sem eru í skólanámskrá. 3.1.4. Aðgerðir til umbóta Skólanámskrá þarf að vera í stöðugri endurskoðun. Gera þarf átak og vinna betur kaflann Áherslur í námsgreinum - Námsáætlanir sem eru ekki fullmótaður. Vinna í skólanámskrá er í fullum gangi og miðar þeirri vinnu vel. Skólanámskrá Norðlingaskóla verður endurskoðuð í heild sinni eftir að heildarmati á skólanum öllum er lokið en áætlað er að heildarmatið fari fram í september og október 2013.

25


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

3.2. Skóli án aðgreiningar - sérkennsla Í Stefnu- og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur árið 2011, bls. 7 er tekið fram: ,,Einstaklingsmiðað nám og markviss samvinna tryggir að komið sé til móts við þarfir, áhuga og námsstíl nemenda. Frumkvæði og þekkingarleit einkenna allt skólastarfið og nemendur öðlast færni til að lesa og skilja umhverfi sitt, túlka það og miðla þekkingu sinni. Nemendur setja sér markmið í samvinnu við kennara og foreldra og eru ábyrgir fyrir eigin námi. Hæfileikar hvers og eins fær notið sín og námstilboð eru fjölbreytt í bóklegum og verklegum greinum, menningu og listum.“ Í aðalnámskrá grunnskóla segir m.a. um markmið grunnskóla, að til að standa undir þeim skyldum sem markmiðsgrein grunnskólalaga (2. gr.) setur, þ.e. að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi, verður skólinn að bjóða fram metnaðarfull námstækifæri við hæfi allra nemenda. Í því felst m.a. að skólar verða að leggja áherslu á að byggja sérhvern nemanda upp sem heilsteyptan einstakling með trausta menntun og þjálfun til að takast á við frekara nám og búa hann undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og félagslífi. Í þessu skyni verður skólinn að bjóða margvísleg en jafngild námstækifæri þannig að komið sé til móts við sérstöðu einstaklinga. Hver nemandi á að geta fundið nám við sitt hæfi sem eflir hann og þroskar. Í aðalnámskrá grunnskóla segir m.a. um hlutverk og markmið grunnskóla: Grunnskólar eiga að taka við öllum börnum hvernig sem á stendur um atgervi þeirra til líkama og sálar, félagslegt og tilfinningalegt ásigkomulag eða málþroska. Þetta á við um fötluð börn og ófötluð, afburðagreind og greindarskert og allt þar á milli, börn úr afskekktum byggðarlögum, börn úr minnihlutahópum sem skera sig úr hvað varðar mál, þjóðerni eða menningu. Grunnskólum er skylt að mennta öll börn á árangursríkan hátt. Í lögum um grunnskóla nr. 91/2008, gr. 17 kemur fram að: Nemendur sem eiga erfitt með nám sökum sértækra námsörðugleika, tilfinningalegra eða félagslegra örðugleika og/eða fötlunar, sbr. 2. gr. laga um málefni fatlaðra, nemendur með leshömlun, langveikir nemendur og aðrir nemendur með heilsutengdar sérþarfir eiga rétt á sérstökum stuðningi í námi í samræmi við metnar sérþarfir. 3.2.1. Markmið Í Norðlingaskóla er litið svo á að öll kennsla eigi að vera sérkennsla, enda skuli reynt eftir fremsta megni að tryggja að námsaðstæður og námsefni henti ávallt getu og áhuga hvers og eins nemanda. 3.2.2. Framkvæmd Sérkennarar og þroskaþjálfar skólans bera ábyrgð á að framfylgja stefnu Norðlingaskóla í sérkennslumálum. Sérkennarar og þroskaþjálfar sjá um ráðgjöf til starfsfólks og aðstandenda. Umsjónarkennari ber ábyrgð á námi og námsframvindu sinna umsjónarnemenda. Lögð eru skimunarpróf fyrir nemendur við upphaf skólagöngu og greina sérkennarar þörf nemenda fyrir sérkennslu. Lögð er áhersla á samvinnu umsjónarkennara, sérkennara og foreldra við gerða einstaklingsbundinna námsáætlana. Sálfræðiþjónusta skólans er rekin af Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Kennarar og/eða foreldrar geta leitað eftir aðstoð sálfræðings. Skilyrði fyrir því að sálfræðingur taki mál til úrlausnar eru að foreldrar veiti samþykki sitt á sérstöku tilvísunareyðublaði. Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda, styðja þá og liðsinna í

26


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 þeim málum er snerta nám, skólavist, framhaldsnám og starfsval. Náms- og starfsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Í kafla 2.3.2. eru taldar upp skimanir og kannanir sem lagðar eru fyrir nemendur til að kanna stöðu þeirra í námi. 3.2.3. Mat Í viðhorfskönnun foreldra kemur í fram að 89% foreldra eru ánægðir með sérstakan stuðning eða sérkennslu sem barnið hefur fengið í Norðlingaskóla. Einnig er 89% ánægja með sálfræði þjónustu skólans. 93% foreldar eru ánægðir með hvernig er komið til móts við þarfir barnsins og 94% eru ánægðir með samskipti starfsfólks Norðlingaskóla við barnið. Þegar nemendur eru spurðir um stuðning kennara við nemendur kemur fram að Norðlingaskóli er rétt yfir landsmeðaltali hvað það varðar. Landsmeðaltal er 5,39 en skólameðaltal er 5,58. Sem viðmiðunarregla er munur upp á 0,5 stig ekki mikill munur en munur upp á 1,0 stig telst töluverður munur. 3.2.4. Aðgerðir til umbóta Fylgst verður mjög vel með námsframvindu nemenda og reynt eftir mætti að koma til móts við þarfir og væntingar allra nemenda og foreldra þeirra. Foreldrar kalla eftir meiri þátttöku í áætlanagerð og virkni almennt í námi barna sinna og mun skólinn bregðast vel við þeim ábendingum.

3.3. Fjölbreyttir náms og kennsluhættir Í Stefnu- og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur árið 2011, bls. 7 er tekið fram að markmiðum um einstaklingsmiðað nám er náð með fjölbreyttum starfsháttum og námsleiðum sem taka mið af styrkleikum nemandans. Hann setur sér markmið, gerir áætlanir til að ná þeim og metur árangurinn í samráði við foreldra og kennara. Áhersla er lögð á samvinnu, samkennslu og þemanám. Verkefnin taka mið af áhuga og stöðu nemanda. Námsmat er fjölþætt og miðar að því að hvetja nemendur til að leggja sig enn betur fram og auðvelda skólum að skipuleggja nám við hæfi hvers og eins. Markviss samvinna og tengsl eru við bæði leikskóla og framhaldsskóla. Sköpun, frumkvæði og þekkingarleit einkenna námið. Hæfileikar nemenda njóta sín og námsframboð er fjölbreytt í bóklegum sem verklegum greinum, listum og lífsleikni. Í kaflanum um hlutverk og markmið grunnskóla í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 kemur fram: að til að standa undir þeim skyldum sem markmiðsgrein grunnskólalaga (2. gr.) setur, þ.e. að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðissamfélagi, verður skólinn að bjóða fram metnaðarfull námstækifæri við hæfi allra nemenda. Í því felst m.a. að skólar verða að leggja áherslu á að byggja sérhvern nemanda upp sem heilsteyptan einstakling með trausta menntun og þjálfun til að takast á við frekara nám og búa hann undir þátttöku í atvinnulífi, fjölskyldulífi og félagslífi. Í þessu skyni verður skólinn að bjóða margvísleg námstækifæri þannig að komið sé til móts við sérstöðu einstaklinga. Hver nemandi á að geta fundið nám við sitt hæfi sem eflir hann og þroskar.

27


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 3.3.1. Markmið Í Norðlingaskóla er lögð áhersla á einstaklingsmiðun í námi en með því er átt við að starf skólans taki mið af því að börnin eru misjafnlega þroskuð, af margbreytilegum uppruna og hafa öðlast margháttaða og misjafna leikni, reynslu og þekkingu áður en þau hefja nám í grunnskóla. Einnig er mjög misjafnt hverjar eru sterkar og veikar hliðar þeirra. Skólinn þarf því að búa þeim skilyrði svo þau megi á eigin forsendum dafna og þroskast með því að stuðla að alhliða þroska þeirra, veita þeim öryggiskennd, sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd. Þetta gerir skólinn með því að sérhver nemandi fái námsaðstæður og viðfangsefni við sitt hæfi. Þannig á skólastarfið að koma til móts við ólíkar þarfir, getu, námsstíl og áhuga allra nemenda. Til þess að ná til allra nemenda hafa starfsmenn skólans leitast við að tileinka sér fjölbreytta starfshætti í skólastarfinu og má þar nefna samkennslu árganga, einstaklingsmiðun, val, samvinnunám, áhugasvið, smiðjur, útikennsla/útinám og teymisvinnu starfsfólks (sjá kafla 1.1.). 3.3.2. Framkvæmd Í skólanum er m.a. stuðlað að einstaklingsmiðun í námi með því að hver og einn nemandi gerir með kennara sínum einstaklingslegar námsáætlanir sem kallast Áform. Áformin eru ýmist til einnar viku í senn eða tveggja. Þar setja nemendur sér markmið og ákveða hvaða leiðir og námsefni þeir geta notað til að ná settu marki. Einnig er lögð áhersla á að hver nemandi vinni með áhugasvið sitt en um þá vinnu er gerður sérstakur námssamningur. Þá vinna nemendur ákveðinn hluta vikunnar í svokölluðum smiðjum en þær eru verkstæði þar sem nemendur tileinka sér bókleg markmið með verklegum leiðum. Valfrelsi og nemendalýðræði er afar mikilvægt sem og samvinnuverkefni þar sem mismunandi færni og geta nemenda nýtur sín til hagsbóta fyrir hópinn. Í Norðlingaskóla er ríkjandi það viðhorf að margbreytileiki sé kostur og að það eigi að búa þannig að nemendum að þeim líði sem allra best og að starfsfólk skólans hafi ævinlega trú á þeim. Í skólanum er litið svo á að jákvæðni sé það eina sem vinnur á neikvæðni. Í janúar 2012 hófst farsælt samvinnuverkefni Norðlingaskóla, Námsgagnastofnunar og Menntavísindasvið Háskóla Íslands um notkun spjaldtölva í námi og kennslu. Verkefninu var ætlað að meta hvaða áhrif notkun spjaldtölva (ipad) hefur í námi og kennslu í 9. - 10. bekk grunnskóla og á skólaþróun í Norðlingaskóla. Verkefnið hófst á því að allir nemendur í 9. bekk fengu spjaldtölvur og ári síðar var spjaldtölvum dreift í heilan árgang til viðbótar.

3.3.3. Mat Í könnun Skólapúlsins á viðhorfum foreldra er spurt hversu ánægðir þeir eru með nám og kennslu í skólanum. Niðurstöðurnar í 1. - 7. bekk eru rétt yfir landsmeðaltali en í unglingadeild (8.-10. bekk) eru foreldrar sérstaklega ánægðir (5,82 í Norðlingaskóla en 4,85 á landsvísu). Einnig eru foreldrar spurðir hvort þeir séu ánægðir með hvernig skólinn kemur til móts við þarfir barnsins. 93% foreldra eru ánægðir. 87% foreldra telja að barnið fái hæfilega þung verkefni í skólanum. Í nemendahlutanum eru nemendur spurðir um stuðning kennara við nemendur. Niðurstaðan sýnir að Norðlingaskóli fær meðaltalið 5,85 á meðan landsmeðaltal er 5,39. Nemendur telja sig einnig vera mun virkari í tímum heldur en nemendur í öðrum skólum.

28


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Í greinargóðum niðurstöðum úr rannsókn á spjaldtölvuverkefninu kom í ljós að innleiðing tókst að flestu leyti vel. Notkun spjaldtölvanna breiddist út fyrir skólann, til heimilisins, eða annarra íverustaða nemenda og skapaði þannig forsendur fyrir námsvirkni, sem var utan hins formlega námsvettvangs nemenda. Spjaldtölvuvæðingin lagði grunn að auknu aðgengi að námsefni og námstólum, samskiptum og samstarfi, ásamt fjölbreytni í úrvinnslu viðfangsefna í námi. Rannsóknin gaf til kynna aukna ánægju, áhuga og sjálfstæði nemenda í námi, meiri einstaklingsmiðun náms, aukna virkni nemenda og betri nýtingu á bekkjartímum. Kennurum fannst að spjaldtölvunotkun ýtti undir faglega þróun og ánægju þeirra í starfi. Foreldrar voru almennt hlynntir spjaldtölvunotkun og fannst að skólinn ætti að fjárfesta áfram í nýrri tækni til náms. Hér má lesa ítarlegri samantekt á spjaldtölvuverkefni Norðlingaskóla. 3.3.4. Aðgerðir til umbóta Í Norðlingaskóla er mjög mikill áhugi á meðal starfsfólks að bæta við sig þekkingu hvað varðar fjölbreytta náms- og kennsluhætti. Hópur kennara er að læra frekar um nýtingu spjaldtölva í námi og kennslu og einnig hefur mikil áhersla verið á að fræðast um opin rými og hvernig hægt er að nota valstöðvar í auknum mæli í skólanum, svo eitthvað sé nefnt. Starfsfólk Norðlingaskóla er mjög framarlega þegar kemur að því að tileinka sér nýjungar í skólastarfi.

3.4. Námsmat Í Aðalnámskrá grunnskóla 2011 (bls. 19) segir m.a. um markmið grunnskóla um námsmat: Megin tilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um námið og hvernig markmiðum þess verður náð. Með námsmati er fylgst með því hvernig þeim tekst að ná almennum hæfnisviðmiðum aðalnámskrár, stuðlað að námshvatningu, nemendur örvaðir til framfara og metið hvaða aðstoð þeir þurfa. Námsmat á að veita nemendum og foreldrum og forráðamönnum þeirra, kennurum, viðtökuskólum og skólayfirvöldum upplýsingar um námsgengi nemenda sem m.a. má hafa að leiðarljósi við frekari skipulagningu náms. Til að geta gengt þessu margþætta hlutverki þarf námsmat að uppfylla þau skilyrði að vera réttmætt og áreiðanlegt. Í Lögum um grunnskóla nr. 91/2008, gr. 27 kemur m.a. fram að mat á árangri og framförum nemenda er reglubundinn þáttur í skólastarfi. Tilgangur þess er að fylgjast með því hvernig nemendum tekst að mæta markmiðum Aðalnámskrár og ná námsmarkmiðum sínum, örva nemendur til framfara og meta hverjir þurfa á sérstakri aðstoð að halda. 3.4.1. Markmið Námsmat skal miða að því að afla vitneskju um hvernig nemendum gengur að ná settum markmiðum. Mikilvægt er að meta bæði verklega og bóklega þætti námsins og prófa á sem fjölbreytilegastan hátt eftir því hvaða matsaðferð gefur gleggsta mynd af því hve vel nemendum hefur tekist að nálgast markmiðin. Megintilgangur námsmats á að vera að örva nemandann og gefa upplýsingar um námsstöðu hans.

29


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 3.4.2. Framkvæmd Skólaárinu er skipt í tvær annir. Fyrri önn er frá skólabyrjun í ágúst og fram í janúar. Seinni önn er frá janúar og til skólaloka í júní. Formlegu lokamati til nemenda og forráðamanna þeirra er skilað á samráðsdegi við annarlok í janúar og júní. Á samráðsdegi koma saman nemendur, forráðamenn og kennarar, í formlegu samtali, þar sem farið er yfir önnina, líðan, markmið, væntingar og lokamat. Á þessum samráðsdegi er skriflegt lokamat undirritað af þessum aðilum og er þar með orðið formlegt. Útlit á skilum á lokamati til nemenda og forráðamanna var breytt vorið 2009 og er ekki notast við staðlaða formið sem Mentor býður upp á heldur fór skólinn í samstarf við Námfús. Breytingarnar felast aðallega í því að í námsmati fyrir 5. - 10. bekk kemur fram hver eru markmið hverrar námsgreinar, einkunn nemandans og að lokum persónuleg umsögn kennarans til nemandans. Í 1. - 4. bekk eru markmið hverrar greinar talin upp og persónuleg umsögn frá kennara til nemanda. Skólafærni, námsfærni og félagsfærni eru metin sérstaklega hjá öllum nemendum skólans. Við breytingarnar var lögð áhersla á að í námsmatinu væru myndir af nemendum og orðalagi beint til nemenda ekki síður en foreldra. Matsamtöl eru einnig stór hluti af námsmati Norðlingaskóla (sjá kafla 2.4.3). Tilgangur þeirra og markmið er að meta m.a. líðan, námslega stöðu nemandans, áhugamál og sterkar hliðar, sem og að setja fram markmið og væntingar. Matsamtöl eru við nemendur í október, janúar og maí og nota umsjónarkennarar sérstök eyðublöð í samtölunum. Umsjónarkennari skipuleggur tíma til að setjast niður með nemandanum og ræða við hann um þessi mál. Í framhaldi af því eru svo samráðssamtölin sem fyrr eru nefnd. 3.4.3. Mat Í viðhorfakönnun foreldra telja um 89% foreldra nemenda í Norðlingaskóla að námsmat í skólanum gefi nægar upplýsingar um námslega stöðu barna sinna sem er mikil aukning frá 2010 þegar 72,6% foreldra fannst námsmatið nægilega upplýsandi. Ennfremur telja 88% foreldra áherslur skólans á próf vera hæfilega. 91% foreldra telja að í Norðlingaskóla sé hæfileg áhersla á annað námsmat en hefðbundin próf. Á matsfundum starfsfólks hafa komið fram miklar ánægjuraddir með námsmatið og starfsfólk skólans er almennt mjög stolt af þeirri vinnu sem lögð var í að breyta og bæta námsmatið.

3.4.4. Aðgerðir til umbóta Námsmat er komið í nokkuð fastar skorður og er starfsfólk ánægt með notkun á Námfús. Í samstarfi við Námfús verður haldið áfram að þróa námsmatið, hvað varðar útlit og innihald, með aðal áherslu á að vera leiðbeinandi fyrir nemendur.

3.5. Heimasíða Í Aðalnámskrá grunnskóla, almenna hlutanum frá 2011 kemur fram á bls. 51 að brýnt er að skólar gefi reglulega skýrar og góðar upplýsingar um skólastarfið og áætlanir sem liggja fyrir um starfsemi skólans. Þetta má gera með ýmsum hætti, t.d. í foreldraviðtölum, á sameiginlegum kynningarfundum með foreldrahópum, í skólanámskrá og á vefsíðu skólans. Heimasíðan er einnig skólanámskrá Norðlingaskóla. 30


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 3.5.1. Markmið Markmið heimasíðunnar er að auka upplýsingaflæðið í skólasamfélaginu og gera skólann og störf hans sýnilegri. 3.5.2. Framkvæmd Á heimasíðu Norðlingaskóla má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar. Þar er skólanámskrá Norðlingaskóla aðgengileg, upplýsingar um starfsfólk, foreldra- og starfsmannafélagið Vaðið, stjórn þess og fulltrúaráð. Flest það sem er útgefið á vegum skólans má finna á heimasíðunni og er þá fyrst að telja fréttabréf og skýrslur. Áhersla er lögð á að daglega séu birtar nýjar fréttir og/eða myndir af skólastarfinu. Með tilkomu spjaldtölva í 9. og 10. bekk hefur heimasíðan fengið aukið hlutverk en nemendur nýta sér mikið upplýsingar sem þar eru að finna. Umsjónarmaður heimasíðu er Guðrún Helga Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi. 3.5.3. Mat Í viðhorfakönnun foreldra kemur fram að 91% foreldra nemenda í Norðlingaskóla eru ánægðir með heimasíðu skólans.

3.5.4. Aðgerðir til umbóta Heimasíða Norðlingaskóla hefur að geyma miklar upplýsingar um starfið í skólanum. Alltaf má gera betur og er nauðsynlegt að uppfæra og breyta upplýsingum á heimasíðunni jafn óðum eins og hefur verið gert.

3.6. Heilnæmt og vistvænt skólaumhverfi Skólum er nú gert að setja sér stefnu um heilnæmt og vistvænt skólaumhverfi. Í kaflanum Inntak náms, námsskipan, námsframboð, námsmat og starfstími í 24. gr. grunnskólalaga er m.a. kveðið á um uppeldishlutverk grunnskólans og meginstefnu í kennslu og kennsluskipan. Í lögunum er kveðið á um að skólar leggi áherslu á líkamlega og andlega velferð nemenda heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Í öllu skólastarfi skal stuðla að heilbrigðum lífsháttum og taka mið af persónugerð, þroska, hæfileikum, getu og áhugasviðum hvers og eins. 3.6.1. Markmið Eitt helsta markmið heilsueflandi skóla er að vinna markvisst að því að efla og stuðla að velferð og góðri heilsu nemenda og starfsfólks. Markviss vinna við að setja heildræna stefnu fyrir heilsueflandi skólastarf í Norðlingaskóla er þegar hafin og verður framhaldið á næstu misserum.

31


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 3.6.2. Framkvæmd Alltaf hefur verið lögð rík áhersla á að gera skólaumhverfi Norðlingaskóla heilnæmt og vistvænt eins og kostur er og með nýrri skólabyggingu hefur verið lagður grunnur að þeim þáttum sem stuðla að góðri heilsu og líðan nemenda og starfsfólks skólans. 3.6.3. Mat Þegar stefna um heilnæmt og vistvænt skólaumhverfi liggur fyrir verður árangur metinn reglulega og endurmat á áætluninni gert. 3.6.4. Aðgerðir til umbóta Unnið er að gerð heildrænnar stefnu um heilsueflandi skólastarf sem skólastjórnendur, kennarar, starfsfólk, nemendur, foreldrar, skólahjúkrunarfræðingur og nærsamfélagið munu vinna saman að til að ná sem bestum árangri. Stefnan og aðgerðaáætlunin mun verða aðgengileg á vefsíðu skólans.

4. Mannauður Í þessum kafla verður fjallað um starfsmenn og líðan þeirra.

4.1. Mannauður Meginmarkmiðið starfsmannastefnu Norðlingaskóla er að við skólann starfi alltaf hæft og áhugasamt fagfólk sem leggur metnað sinn í að tryggja framsækið og farsælt skólastarf sem grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum nemanda skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur. Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Leitast skal við að skapa starfsmönnum aðstæður til að samræma starf og fjölskyldulíf. Starfsmannastefna Norðlingaskóla byggist á sýn Norðlingaskóla sem og starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar, stefnu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur í mannauðsmálum, lögum um grunnskóla nr. 91/2008 í 12.gr. og siðareglur starfsmanna Reykjavíkurborgar.

4.1.1. Markmið Markmið í mannauðsmálum Norðlingaskóla er að:        

sýn og áherslur Norðlingaskóla birtist í öllu daglegu starfi skólans starfsandi og skólamenningin sé eins og best verður á kosið starfsfólki líði sem allra best ávalt sé leitað lausna á þeim viðfangsefnum sem skólastarfið felur í sér starfsfólk tileinki sér teymisvinnu enda er hún grunnur að öllu starfi skólans stefnt sé að góðri samvinnu, sveigjanleika og jafnræði leitað sé leiða til að líðan, samskipti og vinnuumhverfi í skólanum sé ávallt eins og best verður á kosið starfsfólk virði samstarfsfólk sitt, sýni hvert öðru umburðarlyndi og tillitssemi og virði trúnað við nemendur og samstarfsmenn 32


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013       

starfsfólk leiðbeini, hvetji og hrósi fyrir gott starf og ræði það sem betur má fara starfsfólk sinni starfi sínu af ábyrgð, trúmennsku og metnaði hvorki einelti né kynferðislega áreitni sé liðið skapa góð vinnuskilyrði og tækifæri til að starfsfólk þroskast í starfi samræma kröfur starfs- og einkalífs eins og kostur er bjóða upp á verkefni þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín starfsumhverfið sé öruggt og heilsusamlegt.

4.1.2. Framkvæmd Samskipti og framkoma Í Norðlingaskóla er gert ráð fyrir að traust ríki í samskiptum á milli starfsmanna og að allir stuðli að því að skapa sem bestan starfsanda og að starfsmenn sýni samstarfsmönnum sínum og öðrum tilhlýðilega virðingu, umburðarlyndi, jákvætt og hvetjandi viðmót. Starfsmaður, sem með orðum, látbragði eða atferli, ógnar, truflar eða ögrar öðrum á vinnustað, leggur starfsmann í einelti eða sýnir honum kynferðislega áreitni, telst brjóta grundvallarreglur samskipta á vinnustað. Slík hegðun getur leitt til áminningar og starfsmissis. Einelti og áreitni á vinnustöðum Við Norðlingaskóla er einelti ekki liðið. Við skólann starfar félagstengsla- og eineltisteymi (sbr. eineltisstefna Norðlingaskóla á heimasíðu skólans) sem skipað er fimm fulltrúum, þ.e. skólastjóra, deildarstjóra sérkennslu, náms- og starfsráðgjafa og tveimur fulltrúum kennara. Þangað getur starfsmaður leitað ef grunur er um óæskilega framkomu af hendi samstarfsfélaga Teyminu er ætlað að leita lausnar í viðkomandi máli. Auk þess er á skrifstofu SFS starfrækt eineltisteymi sem hefur það hlutverk að bregðast við og vinna gegn einelti og áreitni meðal starfsmanna í grunnskólum borgarinnar. Hlutverk teymisins er meðal annars að vera ráðgefandi við stjórnendur og starfsmenn þegar slík mál koma upp, taka á móti tilkynningum um einelti eða áreitni starfsmanna sem ekki hefur tekist að vinna úr í viðkomandi skóla, vinna að úrlausn mála og huga að fræðslu og forvörnum í eineltis og áreitnimálum. Stefna og viðbragðsáætlun Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar vegna eineltis og áreitni á vinnustöðum

Ráðning starfsmanna Í Norðlingaskóla er stefnt að því að ráða ávallt hæfasta einstaklinginn til að gegna hverju starfi. Lögð er áhersla á að kynna skólann, áherslur hans og starfsemi vel fyrir starfsmönnum og gera þeim grein fyrir réttindum sínum, skyldum og ábyrgð. Allir starfsmenn eru ráðnir samkvæmt kjarasamningum viðkomandi stéttarfélaga eða samkomulagi og þurfa að hafa hreint sakavottorð. Starfsmenn skólans starfa samkvæmt skilgreindum vinnutímaramma og er farið yfir hann með hverjum starfsmanni á hverju hausti. Vinnustund heldur utan um vikulegan vinnutíma starfsmanna sem skrá sig inn og út við upphaf og lok vinnudags. Starfsuppsögn af beggja hálfu fer eftir gildandi kjarasamningi í viðkomandi stéttarfélagi nema annað sé tekið fram í ráðningasamningi. Þessi uppsagnarákvæði gilda þó ekki ef starfsmaður sýnir vítavert athæfi í starfi. Vítavert athæfi getur leitt til brottvikningar. Leiðsögn nýliða Mikilvægt er að vel sé tekið á móti nýjum starfsmanni. Honum skal kynnt stefna skólans og starfshættir. Þá skal hann kynntur fyrir starfsmönnum skólans, farið með honum yfir kynningarefni um skólastarfið og brýnd fyrir honum trúmennska og heiðarleiki. Starfsaðstaða 33


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 nýrra starfsmanna er gerð eins aðlaðandi og kostur er. Allir nýir starfsmenn undirrita trúnaðaryfirlýsingu. Æskilegt er að tilnefndur sé sérstakur starfsmaður sem ætlað er að vera bakhjarl hans fyrstu vikurnar í starfi og eftir tvo mánuði í starfi fá nýir starfsmenn fund með stjórnendum þar sem farið er yfir hvort væntingar þeirra hafi ræst og hvernig hlúa megi að starfsgleði starfsmannsins. Trúnaðarmenn Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustað er varðar framkvæmd kjarasamnings og skilaboð og upplýsingamiðlun til félagsmanna. Trúnaðarmenn skulu kjörnir til tveggja ára í senn. Val trúnaðarmanna skal tilkynna til vinnuveitanda og stéttarfélags. Á hverjum vinnustað þar sem a.m.k. fimm menn vinna er starfsmönnum heimilt að kjósa einn trúnaðarmann úr sínum hópi. Ef starfsmenn eru fleiri en fimmtíu skulu trúnaðarmenn vera tveir. Trúnaðarmenn eru Dagbjört Þorsteinsdóttir fyrir KÍ og Brynjar V. Steinarsson fyrir SFR. Starfsmannasamtöl Skv. kjarasamningum eiga starfsmenn rétt á starfsmannasamtölum a.m.k. einu sinni á ári. Í Norðlingaskóla er stefnt að því að starfsmannasamtöl séu tvisvar til þrisvar á ári. Tilgangurinn með samtölunum er að tryggja að kröfur og væntingar yfirmanna og starfsmanna séu ljósar og að samráð sé haft um umbætur þar sem þeirra er þörf. Í starfsmannasamtölum fer fram umræða um fræðsluþörf og leiðir til úrbóta. Í starfsmannasamtali á starfsmaðurinn að geta rætt líðan sína á vinnustað, frammistöðu og óskir um starfsþróun. Starfsmannafélag Við Norðlingaskóla er starfandi öflugt starfsmannafélag, Hrókurinn. Að hausti kjósa starfsmenn fimm úr starfsmannahópnum sem hafa umsjón með starfsemi félagsins. Mikið er lagt upp úr gleði og húmor ekki síður á skólatíma eða utan. Félagið stendur fyrir m.a. fyrir mánaðarlegum, óvenjulegum dögum og er hugmyndin með þeim þessum sameiginlegum dögum að slá á létta strengi og skapa samtakamátt hjá okkur öllum. Dæmi um óvenjulega daga eru dagar helgaðir ákveðnum litum, hárdagar, náttfatadagar o.fl. Utan skólatíma stendur félagið fyrir ýmsum uppákomum og má nefna árshátíð, leikhúsferðum, gönguferðum, óvissuferðir o.fl. Starfsþróun og símenntun Norðlingaskóli beitir sér fyrir því að starfsmenn eigi kost á símenntun innan sem utan stofnunar til að auka þekkingu sína og faglega hæfni sem nýtist í starfi. Það er jafnt á ábyrgð starfsmanns sem stjórnenda að viðhalda og bæta fagþekkingu og aðra sérþekkingu sem nauðsynleg er í starfi. Gerð er símenntunaráætlun fyrir hvert skólaár sem byggist á niðurstöðum úr mati á skólastarfi og könnun á þörfum og væntingum starfsmanna til þess sem mikilvægast er að beina sjónum sínum að ár hvert í símenntun starfsfólks Norðlingaskóla. Vinnuvernd og vinnuumhverfi Stjórnendum ber að stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi. Það eru gagnkvæmir hagsmunir stjórnenda og starfsmanna að vellíðan og heilbrigði starfsmanna sé haft að leiðarljósi. Starfsmenn bera ábyrgð á að leggja rækt við eigin heilsu. Vinnuumhverfi skal vera laust við hættuleg efni og aðra vá eins og kostur er. Norðlingaskóli er tóbakslaus vinnustaður og notkun vímuefna starfsmanna við störf því með öllu óheimil.

34


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Samræming vinnu og einkalífs Norðlingaskóli vill skapa starfsmönnum sínum aðstæður til að samræma kröfur starfs- og einkalífs eins og kostur er og vill að starfsmenn fái notið sveigjanleika í starfi þar sem hægt er að koma því við. Ábyrgð og skyldur stjórnenda og annarra starfsmanna Stjórnendur og starfsfólk bera sameiginlega ábyrgð á að skólastarfið í Norðlingaskóla miðist að því að þjóna þeim þörfum sem því er ætlað. Stjórnendum ber að tileinka sér góða og nútímalega stjórnunarhætti. Þeir felast meðal annars í jákvæðu viðhorfi til samstarfsmanna, virku upplýsingastreymi og dreifingu valds og ábyrgðar. Stjórnandi skal jafnan leitast við að hafa samráð við starfsmenn sína um málefni vinnustaðarins og beita sér fyrir víðtækri sátt um þau. Stjórnendur bera ábyrgð á störfum starfsmanna. Norðlingaskóli leggur áherslu á að starfsmenn séu stundvísir og sinni störfum sínum af kostgæfni. Stjórnendum ber að fylgjast með mætingum starfsmanna. Starfsmenn eiga að rækja starf sitt af alúð og samviskusemi í hvívetna og gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Þeir eiga að vinna með öðrum starfsmönnum af heilindum að þeim markmiðum sem skólinn hefur sett sér. Þeim ber að virða trúnað um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og gæta ber trúnaðar um. Þessi þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi. Starfsmenn eiga að gæta þess að framkoma þeirra og athafnir samrýmist því starfi sem þeir gegna og forðast að hafast nokkuð það að, sem er þeim til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á starf Norðlingaskóla. Þeim ber að hafa í heiðri ítrustu kröfur um ráðvendni, heiðarleika og réttlætiskennd í störfum sínum í þágu skólans. 4.1.3. Mat Kjaraþróunardeild Reykjavíkurborgar hefur umsjón með starfsmannamálum stofnana á vegum borgarinnar, gætir þess að samræmis sé gætt og að heildarhagsmunir ráði ákvörðunum í starfsmannamálum. Kjaraþróunardeild setur nánari reglur og leiðbeiningar um útfærslu starfsmannastefnu skólanna. Í starfsmannakönnun kemur fram að 91% líður vel í vinnunni sinni og er ánægður í starfi. Markmið og árangur í starfi mælist mjög hátt eða 98%. 100% starfsmanna veit til hvers er ætlast af þeim í vinnunni og 95% er stoltur af starfi sínu. 90% starfsmanna finnst þeir geta sýnt frumkvæði í vinnunni og svipað hlutfall er hrósað fyrir vel unnin störf. Starfsfólk Norðlingaskóla er ánægt með starfsmannasamtölin. 93% starfsmanna telja að þeir geti miðlað þekkingu sín á milli og finnst góður starfsandi. Hins vegar upplifir 70% starfsmanna mikið álag í vinnunni og telja að það hafi aukist á síðastliðnu ári. 4.1.4. Aðgerðir til umbóta Haldið verður áfram að vinna með eflingu starfsandans einnig er mikilvægt að finna leiðir til að minnka vinnuálag starfsfólks.

4.2. Samstarf Í skólanum starfa allir í teymum. Stjórnendur, kennarar, sérkennarar og stuðningsfulltrúar mynda saman teymi utan um hvern námshóp sem þeir vinna með. Þannig eru í skólanum teymi þeirra starfsmanna sem vinna með nemendum í 1. og 2. bekk, nemendum í 3. og 4. bekk, 5. - 7. bekk og 8. - 10. bekkingum. Í skólanum eru jafnframt teymi kennara sem stýra

35


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 list- og verkgreinakennslu, íþróttakennslu og stoðteymi. Hvert teymi ber ábyrgð á og hefur samráð um skipulag á námi nemenda og kennslu í hverjum námshópi. Skólaliðar sjá um ræstingu á skólahúsnæðinu og sinna gæslu á nemendum í frímínútum, ásamt kennurum. Húsvörður sér um daglega umsýslu og eftirlit á húsnæði skólans og fylgir eftir reglum um hreinlæti og öryggismál. Yfirmaður mötuneytis stýrir daglegu starfi mötuneytis m.a. innkaupum á hráefni, matsseld, gerð matseðla og verkstjórn á starfsmönnum. Stjórnunarteymi er skipað skólastjóra og aðstoðarskólastjóra auk tveggja deildarstjóra sem eru meðstjórnendur. Skólastjórnendum ber að fylgja eftir lögum og reglum um grunnskólastarf og lögum um réttindi og skyldur starfmanna. Skólastjórnendur ásamt deildarstjórum leiða öflugt þróunarstarf í samvinnu við kennara. Þeir sinna einnig fjölbreyttum erindum sem upp kunnu að koma í daglegu amstri og hafa einnig samstarf sín á milli og við aðra starfsmenn um verkefni sem snúa að faglegum stuðningi við nemendur og starfsfólk. 4.2.1. Markmið Eins og fram kemur í markmiðum í starfsmannastefnu Norðlingaskóla (sbr. 4.1.1.) er mikil áhersla lögð á að starfsfólki líði sem allra best og ávallt sé leitað lausna á þeim viðfangsefnum sem skólastarfið felur í sér. Allir starfsmenn skólans vinna í teymum en teymisvinna er lögð til grundvallar öllu starfi skólans. Stefnt er að góðri samvinnu, sveigjanleika og jafnræði og allra leiða leitað til að líðan, samskipti og vinnuumhverfi í skólanum sé ávallt eins og best verður á kosið. Mikilvægt er að starfsfólk virði samstarfsfólk sitt, sýni hvort öðru umburðarlyndi og tillitssemi og virði trúnað við nemendur og samstarfsmenn. 4.2.2. Framkvæmd Í Norðlingaskóla vinnur allt starfsfólk í teymum eins og áður hefur komið fram. Ástæða þess er m.a. að þannig nýtist margbreytileiki í hópi starfsfólks nemendum betur, einangrun kennara er rofin, undirbúningur dreifist á fleiri hendur og oftar en ekki nýtist fagmennska hvers og eins betur fyrir heildina. Með þessu móti er aldrei einn kennari með nemendahóp en það eykur sveigjanleika í starfinu og skapar um leið stuðning þegar þörf er á. Hvert teymi er með skipulagða samráðstíma í hverri viku en þar er ákveðið hvernig skipuleggja skuli námið og kennsluna framundan. Þannig nýtist áhugasvið og sérþekking hvers starfsmanns fyrir allt teymið og um leið fyrir þá nemendur sem teymið kemur að. 4.2.3. Mat Skólastjórnendur funda reglulega með teymum og fara yfir stöðuna. Þar er lagt mat á stöðuna hverju sinni og fram koma jákvæðir og neikvæðir þættir samstarfsins. 4.2.4. Aðgerðir til umbóta Það er álit þeirra sem starfa við skólann að teymisvinnan geri allt starfið markvissara og betra fyrir nemendur auk þess sem þetta fyrirkomulag auðveldar alla skólaþróun og úrvinnslu mála og er líka „bara svo miklu skemmtilegra". Á teymisfundum koma fram jákvæðir og neikvæðir þættir samstarfs og er allra leiða leitað til að styrkja það sem jákvætt er og finna lausnir á því sem miður er.

36


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

4.3. Starfsandi og líðan Starfsmannastefna Norðlingaskóla (sjá kafla 4.1.1.) á að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Leitast skal við að skapa starfsmönnum aðstæður til að samræma starf og fjölskyldulíf. Starfsmannastefna Norðlingaskóla byggist á sýn Noðlingaskóla sem og starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar, stefnu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur í mannauðsmálum, lögum um grunnskóla nr. 91/2008 í 12.gr. og siðareglur starfsmanna Reykjavíkurborgar. Lögð er áhersla á að Norðlingaskóli sé aðlaðandi skóli og starfsumhverfið endurspegli starfsmannastefnu skólans þ.e. sé hlýlegt og notalegt. Allt kapp er lagt á að byggja upp góðan starfsanda og virðing, traust, samvinna, jafnræði, umburðarlyndi og tillitssemi haft að leiðarljósi. 4.3.1. Markmið Markmið Norðlingaskóla varðan starfsanda og líða starfsfólks eru skýr í starfsmannastefnu (sjá kafla 4.1.1.). Sérstök áhersla er lögð á að starfsandi og skólamenningin sé eins og best verður á kosið og að starfsfólki líði sem allra best. Stefnt er að góðri samvinnu, sveigjanleika og jafnræði og allra leiða leitað til að líðan, samskipti og vinnuumhverfi í skólanum sé ávallt eins og best verður á kosið. Samræma þarf kröfur starfs- og einkalífs eins og kostur er. 4.3.2. Framkvæmd Í Starfsmannastefnu Norðlingaskóla (kafli 4.1.2.) kemur fram að mikil áhersla er lögð á að efla starfsanda og tryggja góða líðan starfsfólks. Gert er ráð fyrir að traust ríki í samskiptum á milli starfsmanna og að allir stuðli að því að skapa sem bestan starfsanda og að starfsmenn sýni samstarfsmönnum sínum og öðrum tilhlýðilega virðingu, umburðarlyndi, jákvætt og hvetjandi viðmót. Það eru gagnkvæmir hagsmunir stjórnenda og starfsmanna að vellíðan og heilbrigði starfsmanna sé haft að leiðarljósi. Vinnuumhverfi skal vera laust við hættuleg efni og aðra vá eins og kostur er. Norðlingaskóli er reyklaus vinnustaður. Í Norðlingaskóla er stefnt að því að starfsmannasamtöl séu tvisvar til þrisvar á ári og er þar vettvangur fyrir starfsfólk að ræða líðan sína á vinnustað, frammistöðu og óskir um starfsþróun. Mikilvægt er að vel sé tekið á móti nýjum starfsmanni. Honum skal kynnt stefna skólans og starfshættir. Þá skal hann kynntur fyrir starfsmönnum skólans, farið með honum yfir kynningarefni um skólastarfið og brýnd fyrir honum trúmennska og heiðarleiki. Æskilegt er að tilnefndur sé sérstakur starfsmaður sem ætlað er að vera bakhjarl hans fyrstu dagana í starfi. Norðlingaskóli vill skapa starfsmönnum sínum aðstæður til að samræma kröfur starfs- og einkalífs eins og kostur er og vill að starfsmenn fái notið sveigjanleika í starfi þar sem hægt er að koma því við. Svokallaðar uppbyggistundir eru haldnar nokkrum sinnum yfir skólaárið og bera samstarfsteymi ábyrgð á þeim til skiptis. Markmið uppbyggistunda er að hittast í lok skóladags og gleðjast saman. Það sem fram fer er algjörlega í höndum teymanna og getur verið hvað sem er. Til dæmis má nefna kaffihlaðborð, samsöngur, o.fl.

37


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Við Norðlingaskóla er starfrækt starfsmannafélagið Hrókurinn. Í lögum félagsins kemur fram að tilgangur félagsins sé að efla einingu og lífsgleði starfsmanna Norðlingaskóla. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að standa fyrir uppákomum og skemmtunum fyrir starfsmenn og aðra velunnara skólans og vera „hrókur alls fagnaðar". Til að ná tilgangi sínum stendur Hrókurinn fyrir ýmsum uppákomum sem ýmist eru fyrir starfsfólk eingöngu eða allt skólasamfélagið. Dæmi um viðburði sem eingöngu eru fyrir starfsmenn má nefna árshátíð, jólahlaðborð, óvissuferð, vinavika, hrekkjavika, danstímar, prjónakvöld, sultukeppni, svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir viðburðir eru fyrir þá sem vilja taka þátt þ.e. starfsfólk, nemendur og foreldrar. Sem dæmi má nefna öðruvísi daga, t.d. náttfatadagur, gulur-, rauður-, grænn dagur, hattadagur, slæmur hárdagur, bjartsýnisdagur, lopapeysudagur. 4.3.3. Mat Tvisvar á ári eru haldnir svokallaðir matsfundir starfsmanna. Þetta eru rýnifundir sem miða að því að draga fram með eigindlegum matsaðferðum það sem vel er gert í skólastarfinu en ekki síður að finna það sem hægt er að bæta og til þarf til að gera starfið markvissara. Hver starfsmaður undirbýr sig og síðan fer fram gagnrýnin samræða. Á þessum fundum koma ætíð fram atriði sem snúa að starfsanda og líðan starfsmanna. 4.3.4. Aðgerðir til umbóta Lögð verður áhersla á að markmið starfsmannastefnu skólans séu öllum ljós að allt kapp lagt á að þau séu uppfyllt. Haldið verður áfram að stuðla að því að góður starfsandi ríki í Norðlingaskóla. Mikilvægt er að vera vakandi yfir því sem fram fer í skólanum og samskiptum starfsmanna.

4.4. Símenntun Símenntun starfsfólks er lykill að skólaþróun. Samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 12. gr. og stefnu og starfsáætlunar Reykjavíkurborgar 2010 er skólum skylt að gera símenntunaráætlun. Grunnskólar í Reykjavík njóta sjálfstæðis og sveigjanleika til að móta sína sérstöðu, áherslur og markmið. Starfsfólk á kost á að þroskast í góðu starfsumhverfi og skólinn er lærdómssamfélag nemenda, starfsfólks og foreldra. Allir skólar hafa virkt sjálfsmat og gera umbótaáætlanir á grundvelli þess.

4.4.1. Markmið Símenntunaráætlun Norðlingaskóla byggir á eftirtöldum þáttum: 

Stefnu skólans sem er unnin í sameiningu af þeim sem standa að skólanum, starfsfólki, nemendum, foreldrum og fræðsluyfirvöldum. Á henni grundvallast allt starf skólans og er sérstök áhersla lögð á:  að starf skólans grundvallist á því lífsviðhorfi að hverjum einstaklingi skuli búin námsskilyrði svo hann megi, á eigin forsendum, þroskast og dafna og útskrifast úr grunnskóla sem sjálfstæður, sterkur og ekki síst lífsglaður einstaklingur.  að nemendum líði vel og að nám og starf sérhvers þeirra miðist við þarfir hans og getu sem og sterkar hliðar. Byggt verður á einstaklingsmiðuðum starfsháttum og samvinnu hvers konar.

38


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013  

 

að skólinn sé fyrir alla nemendur skólahverfisins, án aðgreiningar, þar sem engum er ofaukið og allir velkomnir. að árgöngum sé kennt saman, þ.e. að byggt verði á samkennslu árganga en hún stuðlar m.a. að aukinni félagsfærni nemenda og auðveldar að hver nemandi fari á sínum hraða á grunnskólagöngu sinni. að starfsfólk skólans vinni í teymum enda stuðlar slíkt fyrirkomulag að því að margbreytileikinn í hópi starfsfólks nýtist nemendum. að skólinn verði í nánum tengslum við samfélagið sem hann er hluti af, m.a. með öflugu samstarfi milli heimilanna og skólans þar sem sérþekking foreldra á börnum sínum og sérþekking starfsfólks á skipulagi skólastarfs fléttast saman. að starf skólans taki mið af því menningarlega og náttúrulega umhverfi sem hann er hluti af og vinni að því að þeir sem eru að flytja í hverfið nái saman og upplifi sig sem heildstætt samfélag. Til að ná settum markmiðum og framfylgja stefnu skólans mun í símenntunaráætlun næsta skólaárs verða lögð sérstök áherslu á að styrkja og efla liðsheild meðal starfsfólks og leggja þannig grunn að góðum árangri í skólastarfi.

Skólaþróunaráætlun en hún er unnin á grunni mats á skólastarfi. Rökin fyrir því að meta skólastarf eru einkum af tvennum toga. Annars vegar er um að ræða utanaðkomandi hvata sem birtast í lögum og fyrirmælum stjórnvalda og hins vegar eru það innri hvatar, þ.e. löngun og þarfir starfsfólks, stjórnenda, foreldra og nemenda skólans til að gera gott skólastarf enn betra. Matsteymi skólans stýrir matsvinnunni, ákveður áherslur, gerir umbótamiðaða skólaþróunaráætlun og vinnur úr upplýsingum, þ.e. sér um alla úrvinnslu og skýrslugerð.

Matsfundum: Tvisvar á ári eru haldnir matsfundir starfsmanna. Þetta eru rýnifundir sem miða að því að draga fram með eigindlegum matsaðferðum það sem vel er gert í skólastarfinu en ekki síður að finna það sem hægt er að bæta og til þarf til að gera starfið markvissara. Hver starfsmaður undirbýr sig og síðan fer fram gagnrýnin samræða. Unnið er úr þessum fundum og þar koma ætíð fram atriði sem snúa að símenntun og starfsþróun starfsfólks.

Kjarasamningum KÍ og SR: Í handbók Kennarasambands Íslands um gildandi kjarasamninga segir m.a. um endurmenntun að hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar markast af samningsbundnum 150 klst. á ári til endurmenntunar og undirbúnings kennara. Endurmenntun kennara skal vera í samræmi við endurmenntunaráætlun skólans og þær áherslur sem eru á hverjum tíma í umbótastarfi skóla. Skólastjóri getur ákveðið að einstakir kennarar eða kennarahópar sæki skilgreinda endurmenntun. Kennari skilgreinir þarfir sínar fyrir endurmenntun og kynnir skólastjóra sem ákveður hvernig staðið er að þessum málum með þarfir nemenda, kennara og heildarmarkmið skólans í huga. Endurmenntun utan starfstíma skóla skal vera í samræmi við endurmenntunaráætlun skóla og undir verkstjórn skólastjóra. Starfsmannafélag Reykjavíkur leggur áherslu á að vinna markvisst að símenntunarmálum félagsmanna. Starfsmenn skuli eiga kosta á fræðslu og símenntun til að auka við þekkingu sína og faglega hæfni. Gert er ráð fyrir að hver stofnun setji fram á ætlun um starfsþróun fyrir alla starfsmenn í starfsáætlun sinni í starfsmannamálum til að tryggja eðlilega starfsþróun og símenntun starfsmanna í samræmi við starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar.

Þarfagreiningu starfsfólks: Árlega er gerð könnun meðal starfsfólks um áherslur símenntunar. Könnunin er tvískipt, annars vegar fyrir kennara og hins vegar aðra starfsmenn. Allir fá eyðublað þar sem þeir eru beðnir um að koma með tillögur um eftirfarandi:  Þarfir skólans varðandi símenntun á yfirstandandi skólaári  Þarfir kennarahópsins til símenntunar á yfirstandandi skólaári

39


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Þarfir sínar sem einstaklings varðandi símenntun á yfirstandandi skólaári. Símenntunaráætlun má nálgast á heimasíðu Norðlingaskóla. 

Stefna Reykjavíkurborgar: Grunnskólar í Reykjavík njóta sjálfstæðis og sveigjanleika til að móta sína sérstöðu, áherslur og markmið. Starfsfólk á kost á að þroskast í góðu starfsumhverfi og skólinn er lærdómssamfélag nemenda, starfsfólks og foreldra. Símenntun starfsfólks er lykill að skólaþróun. Allir skólar hafa virkt sjálfsmat og gera umbótaáætlanir á grundvelli þess (úr stefnu Reykjavíkurborgar).

4.4.2. Framkvæmd Símenntunaráætlun skólans er unnin af stjórnunarteymi skólans. Ferli við gerð símenntunaráætlunar er með eftirfarandi hætti:     

Undirbúningur: Starfsfólk skilar inn símenntunarhugmyndum fyrir sjálft sig, fyrir starfsmannahópinn og skólann í heild. Starfsmannafundur: Stjórnendateymi vinnur úr hugmyndum starfsfólks og kynnir fyrir starfsmönnum á starfsmannafundi. Úrvinnsla: Símenntunaráætlun sett saman út frá þörfum og væntingum starfsfólks Norðlingaskóla. Starfsfólk fær afrit af áætluninni sem einnig er sett á innranet skólans Fræðsla : Starfsfólk sækir námskeið og þá fræðslu sem er í boði og deilir með öðrum þannig að þekkingin komi inn í starfsmannahópinn. Eftirfylgni - Mat: Í lok árs skila starfsmenn skriflegu yfirliti yfir símenntun ársins. Símenntun er m.a. metin í lok skólaárs á matsfundum

Símenntunin fer aðallega fram á skipulögðum starfsramma starfsfólks en einnig utan starfstíma skólans að höfðu samráði við starfsfólk. Við gerð dagskrár símenntunaráætlunarinnar var reynt að koma til móts við óskir starfsfólks eins og mögulegt er. Framkvæmd símenntunaráætlunarinnar er að stærstum hluta innan skólans en leitað er út fyrir skólann eftir fyrirlesurum og ráðgjafaþjónustu einstaklinga. Allt starfsfólk mun taka þátt í símenntunaráætlun skólans eftir því sem við á. Skólaárið 2012 – 2013 eru helstu áherslur í símenntun Norðlingaskóla eftirfarandi: Kennsluhættir – Opin rými: Námskeið og fræðslufundir um kennslu á opnum rýmum og mun dr. Ingvar Sigurgeirsson halda utan um þá vinnu m.a. með rýni-heimsóknum í öll teymi skólans þar sem hafin verður vinna við að koma á valsvæðum/námsstöðvum sem miða að eflingu einstaklingsmiðaðra starfshátta og að auka fjölbreytni í vinnu nemenda. Skipulagðir verða fræðslufundir og erindi sem tengjast þessu efni. Heimsóknir í skóla þar sem kennt er í opnum rýmum Lestur og lestrarstefna: Lögð verður lokahönd á gerð lestrarstefnu skólans og verður leitað leiða til að kynna fyrir starfsmönnum eitt og annað sem tengist þeirri vinnu, m.a. munu þeir kennarar sem hafa bæst inn í teymin í 3. – 7. bekk sækja PALS námskeið en á síðasta skólaári ári fengu allir umsjónarkennarar í þessum árgöngum þjálfun í að beita PALS lestrartækni í kennslu. Kennarar í yngstu bekkjunum munu taka þátt í verkefninu „Byrjendalæsi“ sem stýrt er af Háskólanum á Akureyri. Með byrjendalæsi er lögð áhersla á heildstæða móðurmálskennslu þar sem lestrarkennsla er fléttuð inn í alla þætti íslenskukennslunnar. Innleiðing á Byrjendalæsi í 1. -2. bekk hefst á haustdögum.

40


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 Skóli fyrir alla: Námskeið um fjölbreytta kennsluhætti sem miða að því að auðvelda einstaklingsmiðun fyrir alla nemendur og kenningar um mikilvægi skóla án aðgreiningar og hvernig slík hugmyndafræði og viðhorf til skólastarfs geta nýst í öllu skólastarfi. Hrund Logadóttir er leiðbeinandi á námskeiðinu. Starfsfólki er boðið að sækja ýmis námskeið sem tengjast auknum stuðningi við nemendur auk þess sem náið samstarf verður við Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts um ráðgjöf og útfærslu á stuðningsúrræðum hverskonar. Deilum hvort með öðru Eftirtektarvert út teymum: Öðru hverju í vetur munu teymin fara yfir og miðla til hinna hvað það er sem þau telja áhugaverðast að gerast hjá sínu teymi. Með þessu er stuðlað að því að jafningjar kenni hver öðrum og að í skólanum myndist heildstæð þekking á því sem unnið er að hverju sinni. Á þann hátt er einnig leitast við fylgja eftir þeirri skólaþróun sem verið er að vinna að í hverju teymi. Hver erum við - Nærum andann: Í vetur er gert ráð fyrir að nýta sérfræðiþekkingu einstakra starfsmanna með því að þeir kynni og kenni öðrum starfmönnum viðfangsefni sem þeim eru hugleikin og þeir hafa góða innsýn í. Hér getur verið um mjög fjölbreytta fræðslu að ræða, allt frá sushi-matargerð til smíði útihúsgagna. Skyndihjálp og öryggismál Skyndihjálp: Á starfsdegi 13. nóvember fer allt starfsfólks skólans á skyndihjálparnámskeið en auk þess verður sérstakt námsekið fyrir íþrótta- og sundkennara. en þeim er skylt að þreyta hæfnispróf vegna réttinda varðandi sundkennslu. Öryggismál: Starfsmönnum sem koma að öryggismálum í skólanum fara á haustdögum á námskeið um öryggi á vinnustað á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Vinna í teymum: Unnið verður í vetur með hvað það er sem einna helst einkennir teymisvinnu. Í því sambandi verður farið í þætti sem snúa að því hvernig hægt er að byggja upp markvissa teymisvinnu sem byggir á samvinnu og lýðræðislegum starfsháttum sem stuðlar að jákvæðri skólaþróun. Útikennsla og skógartengt nám: Starfsmönnum er boðið að sækja námskeið um útikennslu og skógartengt nám í skólastarfi. Leiðbeinandi er Ólafur Oddsson fulltrúi frá Skógrækt ríkisins. Nokkrir starfsmenn sækja námskeið á haustdögum um húsgagnagerð úr skógarefni sem haldið er á vegum Skógræktar ríkisins. Upplýsinga- og tæknimennt: Námskeið í notkun á Námfús, upplýsinga- og námskerfi fyrir kennara, nemendur og forráðamenn. Símenntun og þróunarvinna í tengslum við notkun snjalltækja í kennslu, einkum á unglingastigi, en í skólanum hefur orðið til mikil þekking á slíkum starfsháttum sem nú erum kenndir við 1:1kennsluaðferð. („one on one“). Kennarar sækja fyrirlestra, námskeið og fara í kynnisferðir jafnt innan sem utan lands. Ný aðalnámskrá grunnskóla: Unnið verður að innleiðingu nýrrar Aðalnámskrár grunnskóla í samræmi við starfshætti og skólanámskrá Norðlingaskóla. Á skólaárinu verður lögð áhersla á að byggja upp

41


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013 sameiginlegan skilning starfamanna á grunnþáttum menntunar og inntaki hvers faghluta samkvæmt Aðalnámskrá gunnskóla. Samskipti – Hópefli - Skólabragur: Hópeflisferð í Þórsmörk og ganga yfir Fimmvörðuháls. Hreyfistund er á hverjum föstudegi kl. 15:00 – 16:00 í íþróttasal skólans og geta allir starfsmenn notað sér hana. Íslenskunámskeið fyrir starfsfólk af erlendum uppruna. Fyrirlestrar sem miða að því að vinna með skólamenninguna þar sem áhersla er lögð á að bæta og efla liðsandann enn frekar. Annað: Þátttaka í fræðslufundum og námskeiðum á vegum fagfélaga. Sæki starfsmaður sérhæfð námskeið, ráðstefnur, námsstefnur, fræðslufundi, fari í skólaheimsóknir o.fl. utan skólans mun skólinn taka þátt í kostnaði skv. ákveðnum reglum sem starfsfólki hafa verið kynntar. Einnig er starfsfólki bent á sjóði þá sem hægt er að sækja um styrki. 4.4.3. Mat Tíminn sem starfsfólk ver til símenntunar er metinn samkvæmt skilgreiningum kjarasamninga viðkomandi starfsmanns. Allir starfsmenn fá þar til gert eyðublað til að halda utan um tíma sem fer í símenntun en símenntun starfsfólks dreifist yfir allt skólaárið. Umsjónarmenn ákveðinna námskeiða hverju sinni halda skrá yfir þátttöku. Símenntunaráætlunin var kynnt á starfsmannafundi við góðar undirtektir og samstaða var um framkvæmd. Samkvæmt starfsmannakönnun finnst tæplega 90% starfsmanna þeir hafa haft tækifæri til starfsþróunar á síðasta ári og um 85% telur sig hafa haft gott tækifæri til að sækja námskeið og um 66% telur að sú þjálfun hafi nýst ágætlega í starfi. 4.4.4. Aðgerðir til umbóta Við gerð og endurmats símenntunaráætlunar er sérstakt tillit tekið til óska starfsfólks sem fram koma í könnun og starfsmannaviðtölum og allra leiða leitað til að fella saman óskir starfsmanna og forgangsröð skólans.

42


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013

5. Fjármál Þessi kafli verður heilsteyptari í næstu matsskýrslu en hér er stuðst við stefnu og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011.

5.1. Fjármál Samanber stefna og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar 2011. 5.1.1. Markmið Halda áfram að sýna ábyrga fjármálaumsýslu. 5.1.2. Framkvæmd Unnið er eftir markaðri fjárhags- og starfsáætlun Skóla- og frístundasviðs 2011 og 2012. Starfsfólk hvatt til að gæta aðhalds í innkaupum og notkun á ýmsum vörum. 5.1.3. Mat Skólastjórnendur munu framkvæma reglulegt stöðumat á framgangi rekstrar- og starfsáætlunar. Starfsfólk verður jafnframt upplýst um stöðuna hverju sinni. Rekstrarárið 2012 kom vel út en fjárhagsáætlun skólans stóðst að mestu. 5.1.4. Aðgerðir til umbóta Starfsfólki skólans hefur verið gerð grein fyrir rekstraráætlun skólans. Hvatt hefur verið til aðhalds og ráðdeild við innkaup efna og áhalda og dregið úr vettvangsferðum á vegum skólans.

6. Umræða og greining á stöðu skólans Hér koma fram styrkleika- og veikleikaþættir í skólastarfinu.

6.1. Sterkir og veikir þættir í skólastarfinu Sterkir þætti í skólastarfi Norðlingaskóla eru:           

Góður starfsandi og samheldni starfsmanna Fjölbreyttir kennsluhættir, lifandi og skapandi skólastarf Samvinna kennara Öflug list- og verkgreinakennsla Fjölbreytt námsmat Lýðræðisleg vinnubrögð Teymisvinna starfsfólks Björnslundur Áhugasvið Smiðjuvinna Jólaskólinn

43


Sjálfsmatsskýrsla Norðlingaskóla 2012-2013         

Skólaboðunardagur Foreldraskóladagar Samráðsdagar Skólalóðin Norðlingaleikarnir Spjaldtölvur í skólastarfi Símat á miðstigi Byrjendalæsi í 1. – 3. bekk Samþætting skóla- og frístundastarfs.

Veikir þættir í skólastarfi Norðlingaskóla:    

Námsáætlanir í skólanámskrá Samfella í námi á skólastigum - samræming Skólahúsnæðið er ekki enn tilbúið Skólinn í nýju hverfi - mikil fjölgun nemenda á milli ára – þenslu ástand.

7. Umbótaáætlun Unnið er að gerð umbótaáætlunar sem reyndar er oftar kölluð skólaþróunaráætlun í Norðlingaskóla. Í skólaþróunaráætlun verður lögð áhersla á að vinna að þeim þáttum sem kalla á úrbætur samkvæmt þessari skýrslu. Þá er ljóst þegar þetta er skrifað að Norðlingaskóli fer í heildarmat á vegum Reykjavíkurborgar í september og október 2013 og þar sem dregist hefur að ljúka þessari skýrslu vegna þess að niðurstöður úr starfsmannakönnun bárust skólanum ekki fyrr en föstudaginn 13. september 2013 hefur verið ákveðið að vinna við umbótamiðaða skólaþróunaráætlun hefjist þegar niðurstöður liggja fyrir á heildarmatinu. Þá verða þeir þættir sem sýna sig að eru mjög sterkir í starfi skólans nýttir til að vinna á þeim sem veikari eru. Því er gert ráð fyrir að vinna við skólaþróunaráætlun hefjist í janúar 2014.

44


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.