Útvegsblaðið 2.tbl 2014

Page 24

Oleg Luschik eigandi Ukranian Fish Company (UFC) framan við eina af 19 fiskbúðum Don Mape – keðjunnar.

löndum er hún gjarnan um 30 kg. á ári. Hafa verður í huga í þessu sambandi að íbúar Úkraínu eru tæplega 50 milljónir þannig að um fjölmennan og árifaríkan markað er að ræða. Þær tegundir uppsjávarfiska sem helst hafa verið fluttar út til Úkraínu frá Íslandi eru síld, loðna og hin síðari ár einnig makríll. Á árunum 2009-2010 var töluvert flutt út af heilfrystum kolmunna en slík framleiðsla hefur verið takmörkuð eftir það. Síldin sem seld er til Úkraínu er ýmist heilfryst eða flökuð (samflök). Mikill hluti af loðnunni er sjófrystur og hlutdeild heilfrysts makríls hefur aukist jafnt og þétt eftir að makrílveiðar hófust að ráði við landið. Þá hafa Úkraínumenn keypt dálítið af loðnuhrognum. Síðustu árin hefur eldisbleikja og botnfiskur verið seldur til Úkraínu og er unnið að því að treysta stöðu þeirra tegunda á markaðnum til hliðar við uppsjávartegundirnar.

Ef litið er á markaðshlutdeild Norðmanna hvað síldina varðar þá hefur hún minnkað úr 83% árið 2010 í 68% árið 2013. Á sama tíma hefur hlutdeild Íslendinga vaxið úr 16% í 25% og hlutur Færeyinga úr nánast engu í 6%. Þá hafa Íslendingar náð um 10% hludeild á makrílmarkaðnum í Úkraínu á meðan Norðmenn hafa um 30% hlutdeild og Bretar heil 45%. Slegist um markaðshlutdeild Norskur fiskur hefur löngum haft sterka stöðu á úkraínskum markaði og hefur íslensk framleiðsla þurft að keppa við hann. Fyrir nokkrum árum var nánast útilokað að úkraínskir innflytjendur hefðu látið sér detta í hug að bjóða upp á annað en norskan uppsjávarfisk, sérstaklega skipaði norsk síld háan sess sem talið var að síld frá öðrum þjóðum gæti aldrei ógnað. Hinsvegar hefur það gerst fyrir tilverknað íslenskra fisksölufyrirtækja að verulega hefur tekist að ógna hinni sterku stöðu norska fisksins á markaðnum og reyndar hafa Færeyingar einnig náð verulegum árangri á því sviði. Hinn úkraínski markaður er viðkvæmur fyrir verðum og þegar norsk síld hækkaði verulega í verði fyrir nokkrum árum skapaðist sóknarfæri fyrir aðrar þjóðir sem framleiddu síld. Ef litið er á markaðshlutdeild Norðmanna hvað síldina varðar þá hefur hún minnkað úr 83% árið 2010 í 68% árið 2013. Á sama tíma hefur hlutdeild Íslendinga vaxið úr 16% í 25% og hlutur Færeyinga

24

ÚTVEGSBLAÐIÐ

FEBRÚAR 2014

Í Úkraínu er að finna einhverjar glæsilegustu fiskbúðir í Evrópu. Myndin er tekin í einni af fiskbúðum Don Mape – keðjunnar.

úr nánast engu í 6%. Þá hafa Íslendingar náð um 10% hludeild á makrílmarkaðnum í Úkraínu á meðan Norðmenn hafa um 30% hlutdeild og Bretar heil 45%. Samkeppnin um sölu á fiski til Úkraínu er býsna hörð og hafa íslensk sölufyrirtæki náð þar góðum árangri. Samkeppnin er hins vegar ekki einvörðungu á milli þeirra þjóða sem selja þangað fisk heldur á fiskurinn í harðri samkeppni við aðra matvöru og þá einkum kjúkling. Sífellt verður að gæta þess að verð á fiski hækki ekki um of svo að samkeppnisstaða hans gagnvart annarri matvöru raskist ekki til muna.

Þá ber að geta þess að þær kröfur sem úkraínskir neytendur gera hafa breyst mikið á liðnum árum; hér áður keypti fólk fisk í stórum umbúðum en nú er í auknum mæli gerð krafa um gæðavöru í neytendapakkningum. Góður árangur af markvissu markaðsstarfi með íslenskan fisk Norðmenn eru þekktir fyrir viðamikið markaðsstarf þar sem lögð er áhersla á að kynna fiskinn sem kemur þaðan sem norskan fisk. Slíkt markaðsstarf Norðmanna hefur verið umfangsmikið í Úkraínu og sennilega skilað góðum árangri í


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.