20 12 2013

Page 1

Viðtal 42

bakari með hveitiofnæmi

Þingkonurnar eru jólaleikrit Þjóðleikhússins. benedikt erlingsson leikstjóri segir fólk mega búast við dónaskap, klámi og pólitík – það sé svo jólalegt.

elías kjartan bjarnason greindist með hveitiofnæmi stuttu eftir að hann lauk sveinsprófi í bakaraiðn. nú bakar hann gervifætur úr koltrefjum.

48 Viðtal

Viðtal 52

helgarblað Gleðile

j ól

20.–22. desember 2013 51. tölublað 4. árgangur

G

óKeypiS  Viðtal Feðgarnir Karl SigurbjörnSSon biSKup og gói leiða Saman heSta Sína

barnasaga guðjóns Davíðs Karlssonar leikara, góa, er myndskreytt af föður hans, Karli Sigurbjörnssyni biskupi. bókin heitir Jólaandinn og þann anda ræða þeir feðgar og hvernig jólahaldið fór fram á æskuheimili góa. Þar var mikið um að vera á aðventunni, á háannatíma presta, en fjölskyldunni tókst þó að eiga sínar stundir saman án stress, milli messa hjá fjölskylduföðurnum.

Kleip útvarpsmann í rassinn prakkarastrik færeysku söngkonunnar eivarar í beinni útsendingu. bæKur 40

Jólaandi biskupsfeðganna

PEYSA 5990

NÝJAR VÖRUR FYRIR UNGA FÓLKIÐ ljósmynd/Hari

– V i l b o r g p ó l Fa r i Fa n n s J á l Fa s i g – d a g b ó k Ö s s u r a r – J ó l a l e g a r m Ö n d lu r

margét linnet er í draumastarfinu og flýgur 500 manna þotu atlanta.

Dónaskapur, klám og pólitík

síða 30

Í KRINGLUNNI

OUTFITTERS NATION ICELAND

Jólaopnun Austurveri

23. des. 8-24 24. des. 8-14

25. des. lokað 26. des. 11-18 27. des. 8-24

JL-húsinu

23. des. 8-22 24. des. 8-13

www.lyfogheilsa.is

PIPAR \ TBWA • SÍA • 133562 PIPA

einnig í Fréttatímanum í dag: J ó l a k r o s s g á t a

Flýgur 500 manna júmbóþotu

25. des. lokað 26. des. lokað 27. des. 8-22

Við hlustum


2

fréttir

Helgin 20.-22. desember 2013

 tónlist Pale green ghosts ein af Plötum ársins

John Grant áberandi á uppgjörslistum Pale Green Ghosts, platan sem John Grant tók að mestu leyti upp á Íslandi, gerir það gott á listum yfir bestu plötur ársins sem eru að birtast víða um Evrópu þessa dagana. Platan er í 2. sæti á lista breska dagblaðsins Guardian yfir plötur ársins; í 5. sæti hjá tónlistartímaritinu Mojo, í 4. sæti hjá Uncut, í 9. sæti hjá Q Magazine, í 13. sæti á lista NME, svo eitthvað sé nefnt. Þá var Pale Green Ghosts valin plata ársins á þekktum lista bresku plötubúðanna Rough Trade nýlega. John Grant er eins og kunnugt er bú-

settur í Reykjavík og áberandi í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir. Biggi Veira úr GusGus var upptökustjóri Pale Green Ghosts og Pétur Hallgrímsson, Jakob Smári Magnússon og Kristinn Snær Agnarsson voru í hljómsveitinni sem fylgdi Grant á tónleikaferðum erlendis á árinu. Segja má að íslenskt tónlistarfólk hafi svo slegið eign sinni á John Grant með því að tilnefna hann til Íslensku tónlistarverðlaunanna í nokkrum flokkum nýlega, meðal annars var hann tilnefndur sem söngvari og lagahöfundur ársins og Pale Green Ghosts var tilnefnd sem plata ársins. -pg

100 nemendur fá viðurkenningu

Engin önnur plata þetta árið hljómar eins og Pale Green Ghosts segir Guardian sem velur plötu John Grants í 2. sætið yfir plötu ársins.

 grund 90 af 200 vistmönnum grundar létust á síðasta ári

Um 100 nemendur úr Reykjanesbæ fá viðurkenningu fyrir góðan námsárangur en þeir eru á meðal þeirra 10% nemenda á öllu landinu sem hlutu hæstu einkunnir á samræmdu prófum á haustönn 2013. Grunnskólanemar í Reykjanesbæ náðu einnig mjög miklum framförum á samræmdum prófum síðastliðið haust. Árni Sigfússon bæjarstjóri bauð til móttöku í Víkingaheimum þar sem nemendum Árni Sigfússon bæjarstjóri veitir einum voru veitt viðurkenningarskjöl. „Þið nemenda viðurkenningu. Mynd/Víkurfréttir eruð að sýna frábæran mælanlegan árangur á landsmælikvarða og þið eruð skóla ykkar, umhverfinu og samfélaginu til sóma og mikil hvatning fyrir aðra nemendur. Í þessum hópi eru jafnan sterkir forystumenn til framtíðar jafnt á sviði lista, íþrótta, vísinda og félagslegrar þátttöku,“ sagði Árni Sigfússon.

Sex mál gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur vísað sex málum gegn íslenska ríkinu til EFTA-dómstólsins. ESA telur að íslensk stjórnvöld hafi vanrækt að innleiða tilskipanir varðandi þungaflutninga, rekjanleika sprengjuefna, flokkunarkerfi fyrir flugeldavörur, mengun frá skipum, meðhöndlun úrgangs og rétt starfsmanna til upplýsinga og samráðs, að því er fram kom í frétt RÚV. Stjórnarformaður ESA segir í yfirlýsingu að staðan sé áhyggjuefni. Innleiðing EES-löggjafar innan tilskilins frests sé grundvöllur fyrir þátttöku Íslands í Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrr á árinu var tilkynnt um málshöfðanir ESA gegn Íslandi vegna íslenskra skattareglna og einnig vegna laga um vátryggingamiðlun, stöðu kynjanna á vinnumarkaði og eiginfjárkröfur banka.

Tekur yfir Sunnuhlíð Stefnt er að því að ríkið yfirtaki rekstur hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi um áramót. Sjálfseignarstofnun hefur rekið heimilið sem tók til starfa 1982 en stjórn hennar sagði sig frá frekari ábyrgð á rekstrinum nýlega vegna fjárhagserfiðleika. Ráðuneytið ætlar að ganga til viðræðna við stjórnina um leiðir til að gera upp þær skuldir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sendi frá sér

yfirlýsingu í gær um að á fundi með stjórn Sunnuhlíðar hefði niðurstaðan orðið sú að ríkið taki yfir reksturinn frá áramótum. Þjónusta við íbúa verði óbreytt, sem og réttarstaða starfsmanna. Í Sunnuhlíð eru 73 hjúkrunarrými og 18 dagdvalarrými. Í yfirlýsingu ráðherrans segir að miðað sé við að rekstur Sunnuhlíðar verði aðeins tímabundið á hendi ríkisins og stefnt sé að því að finna heimilinu nýjan rekstraraðila.

Á fáum árum hefur meðaldvalartími á hjúkrunarheimilum styst úr þremur árum í tvö ár. Fólk er lasnara en áður þegar það kemst á hjúkrunarheimili. Mynd/Getty

Fá 100 ný rúm Minningargjafasjóður Landspítalans hefur gefið spítalanum 100 ný sjúkrarúm. Þar af eru tvö gjörgæslurúm og tvö rúm fyrir of þunga. Sjúkrarúmin eru af gerðinni Hill Rom 900. Rúmin munu koma til landsins í janúar 2014 og verður þá byrjað að skipta þeim eldri út fyrir þau nýju. Einkum verður litið til þess að skipta út fótstignum rúmum en nýleg úttekt á Landspítala leiddi í ljós að á spítalanum eru um 130 slík rúm. Hægt verður að taka þau út af legudeildum sjúkrahússins og búa betur að þeim mikið veiku sjúklingum sem þar liggja.

Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið allar aðventuhelgar kl. 12-17 19. og 20. desember kl. 16-21 Þorláksmessu kl. 16-21

Dagskrá, myndir o.fl. á Facebook

Fólk er orðið svo lasið þegar það kemur til okkar Síðustu ár hafa jafnan 60-70 vistmenn látist ár hvert á Grund. Síðasta árið létust 90. Sá veikasti gengur fyrir um hvert pláss sem losnar á biðlistanum.

n

íutíu af um 200 vistmönnum á Grund létust á síðasta ári, hærra hlutfall en nokkru sinni. Síðustu ár hafa að jafnaði 60-70 vistmenn látist á ári hverju. „Fólk er orðið svo lasið þegar það kemur til okkar,“ segir Guðrún Gísladóttir, forstjóri Grundar. „Það er háaldrað og lasið.“ Gísli Páll Pálsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins Markar og formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að allt aldrað fólk vilji vera sem lengst heima hjá sér og stefna stjórnvalda sé að gera fólki það kleift. Nú sé meðal dvalartími hvers sjúklings á Grund kominn niður í um tvö ár en var þrjú ár fyrir nokkrum árum. Þetta sé að vissu leyti til marks um að stefnan sé að skila árangri; fólk sé lengur heima og skemur á stofnunum. Margir samverkandi þættir eru að verki, árgangar eru stærri og fólk lifir lengur en áður. Eftirspurnin eykst og erfitt hefur verið að koma öldruðu og sjúku fólki á biðlista, hvað þá inn á hjúkrunar-

heimili. Flestir vistmenn hjúkrunarheimila koma nú þangað beint af sjúkrahúsum. Reglugerðin, sem unnið er eftir, gerir ráð fyrir að sá sem talinn er veikastur á biðlistanum gangi fyrir um hvert pláss sem losnar. „Það ber að velja þann veikasta af listanum og sá getur alveg eins verið 75 ára og 90 ára. Það segir sig sjálft að þetta leiðir til þess að mengið á heimilinu verður veikara og leiðir því til hlutfallslega fleiri dauðsfalla,“ segir Gísli Páll. Þessi breyting móti líka samfélagið á hjúkrunarheimilunum. „Fólk verður lélegra og getur minna tekið þátt í daglegu starfi,“ segir Gísli Páll. Starfið er aðlagað breyttum sjúklingahópi og reynt er að finna fólki léttari viðfangsefni, tómstundir og starf sem hæfir hverjum og einum. Mikill munur er orðinn á heimilisbrag frá því sem var fyrir 10-20 árum. Í síðasta mánuði ákváðu stjórnvöld að fresta því að hefja áformaðar framkvæmdir við byggingu heimilis á vegum Hrafnistu með 100 hjúkrunarrými við Sléttuveg

í Reykjavík af því að ekki væri til fjármagn til framkvæmda. Áform eru um að fjölga hjúkrunarrýmum með nýbyggingum í Hafnarfirði, Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ. Nýjasta hjúkrunarheimilið á höfuðborgarsvæðinu er Mörkin sem tekin var í notkun 2010 með 110 rýmum. Hvarvetna er hins vegar unnið að því að auka framboð á einbýli og draga úr fjölbýli. Um leið og Mörkin tók til starfa var lokað heimilum í Víðinesi og á Vífilsstöðum, sem ekki þóttu standast kröfur tímans. Vistmenn af Víðinesi og Vífilsstöðum fluttu í 80 af 110 rýmum í Mörkinni og nam fjölgunin með tilkomu hennar því aðeins um 30 rýmum. Um 70 manns eru nú á biðlista eftir að komast í þessu nýju rými á Mörk en alls voru um 90 manns á biðlista eftir hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu síðast þegar Gísli Páll vissi til. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is


1.000 kr. notkun í 12 mánuði fylgir!

iPhone 5s 16GB

109.990 kr. stgr. 6.690 kr. /18 mán.

4G í iPhone hjá Nova! 4G hjá Nova er í boði á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ, Skorradal og Grímsnesi. Vertu með símkort frá Nova í farsímanum og vafraðu um netið á enn meiri hraða.

Brandenburg

1.000 kr. notkun í 12 mánuði fylgir!

1.000 kr. notkun í 6 mánuði fylgir!

iPhone 5c 16GB

iPhone 4 8GB

89.990 kr. stgr.

59.990 kr. stgr.

5.490 kr. /18 mán.

3.690 kr. /18 mán.

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter Mánaðarleg afborgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald. Símnotkun fylgir 0 kr. Nova í Nova og umframnotkun í Súper Nova, áskrift og frelsi. Sjá verðskrá á nova.is. 4G styður yfir 100 Mb/s hraða. Algengur hraði til notenda er um 20–40 Mb/s. Til samanburðar má nefna að 3G er um 2–4 Mb/s.


4

fréttir

Helgin 20.-22. desember 2013

veður

Föstudagur

laugardagur

sunnudagur

Vetrarveður um helgina í öllum landshlutum lægðagangur í kringum landið og vetrarveður í öllum landshlutum. snýst í norðaustlæga átt með slyddu eða snjókomu sunnan og austantil í dag en norðantil á morgun. Hægari norðlæg átt á sunnudag og ofankoma í flestum landshlutum. vægt frost.

-5

-4

-1

-1

-6

-2

-2

-2

-2

0

0

-2

-2

1

-1

Vaxandi austanátt með slyddu eða snjókomu syðst, annars úrkomulítið. Frost 0 til 5 stiG

norðaustan 3-10 m/s oG lítilsHáttar él en 1015 oG snjókoma á VestFjörðum. VæGt Frost.

norðaustan 8-15 á VestFjörðum oG snókoma annars 3-8 oG þurrt. VæGt Frost.

HöFuðborGarsVæðið: AustAn 5-10, m/s og slyddA um kvöldið. Frost 0 til 3 stig.

HöFuðborGarsVæði : norðlæg átt og skýjAð en yFirleitt þurrt. Hiti um FrostmArk.

HöFuðborGarsVæði : norðAustAn 3-8 og léttskýjAð. vægt Frost.

elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is

 norðurskautið Helmingi meiri HaFís mælist í lok sumars en í Fyrra

Geit, smokkur eða kamar í jólagjöf það er ekki víst að jarmandi jólagjöf slái í gegn á íslenskum heimilum en geit er engu að síður vinsæl jólagjöf á Íslandi. um 400 geitur voru gefnar í jólagjafir í fyrra og á 6 árum hafa á fimmta þúsund geitur verið gefnar. geiturnar eru afhentar í verkefnalöndum Hjálparstarfs kirkjunnar, Úganda og malaví. þar koma þær fátækum fjölskyldum til góða, gefa af sér kjöt og mjólk sem eykur fjölbreytni fæðu og leiðir þar með til betri heilsu. Hænur, vatn, grænmeitsgarðar og tré eru einnig vinsælar gjafir á gjafabréfasíðunni gjofsemgefur.is. þar er einnig að finna enn óvenjulegri gjafir svo sem

Ísþekjan samt að hverfa gervitunglamyndir sýna að í lok sumars var 50% meiri ís á norðurskautinu en í lok síðasta sumars. Bráðnunin í fyrra var hins vegar sú langmesta frá því mælingar hófust og tölurnar nú breyta því ekki að talið er að ísþekjan sé að hverfa.

5 geit er jólagjöf sem gleður.

smokka og kamra. Í boði eru fjölbreytt gjafabréf sem, að því er fram kemur í tilkynningu, eru fjáröflun fyrir verkefni Hjálparstarfsins á Íslandi, indlandi, eþíópíu, Úganda og Malaví. Bréfin eru alls 40, verðið er frá 1.500 krónum, sem rennur í gjöf til barns á Íslandi og upp

seltirningar juku húsaleigubætur um áramót sveitarfélagið seltjarnarnes hefur greitt sérstakar húsaleigubætur frá síðustu áramótum til þeirra íbúa sem uppfylla sett skilyrði. Í síðasta Fréttatíma var staðhæft að seltjarnarnes væri eitt þeirra sveitarfélaga sem ekki greiðir sérstakar húsaleigubætur en rétt er að greiðsla þeirra hófst um síðustu áramót. Bótaréttur seltirninga miðast við rúmlega 2,2 milljóna króna tekjumörk á ári fyrir einstakling en 2,9 milljónir fyrir hjón og sambúðarfólk. Húsaleigubætur geta hæst orðið 70.000 krónur en leigutaki greiðir þó að lágmarki 40.000 krónur í húsaleigu að bótunum frádregnum.

í 180.000 krónur sem er brunnur í Afríku. sem dæmi má nefna að geitin kostar 3.200 krónur, kamarinn 8.500 krónur og pakki af smokkum 3.000 krónur, segir enn fremur, en gjafabréfasíðan gjofsemgefur.is er mikilvæg fjáröflun fyrir starf Hjálparstarfsins. - jh

einangrun vegna veiru nóró-veirusýking kom upp á Fjórðungssjúkrahúsinu í neskaupstað um síðustu helgi og er hjúkrunardeild sjúkrahússins í einangrun. Heimsóknir hafa nú verið bannaðar í þrjá daga en vera leyfðar á næstu dögum en talið er að sýkingin sé að ganga niður, að sögn rÚv. grunur leikur á að þrír sjúklingar hafi smitast.

nauðungarsölum frestað til 1. september Alþingi samþykkti samhljóða lög sem skylda sýslumenn til þess að samþykkja óskir skuldara um að fresta nauðungarsölu á heimili viðkomandi fram yfir 1. september 2014. Ekki skal ljúka á þessum tíma þeim nauðungarsölum sem þegar eru komnar í ferli gegn vilja skuldara. Hafi uppboði verið lokið en boð ekki samþykkt fyrir gildistöku laganna er sýslumanni heimilt að fresta því að taka afstöðu til tilboða fram yfir 1. september, óski skuldarinn eftir því.

JÓLATILBOÐ

0% meira mældist af hafís á norðurskautinu nú í lok sumars en í fyrra en þá mældist þar minni ís en nokkru sinni fyrr. Ingibjörg Jónsdóttir, hafíssérfræðingur og dósent við Háskóla Íslands, segir að þetta breyti ekki áhyggjum manna af því að ísinn sé að hverfa af Norðuríshafinu. Ísinn sé enn nærri lágmarki miðað við stöðuna miðað við þann tíma sem gögn eru til um. „Það er ennþá allt sem bendir til að ísþekjan sé að minnka heldur en hitt,“ segir hún. Til eru samanburðarhæf gögn um ísþekjuna frá árinu 1979 og í fyrra sýndu mælingarnar minnsta ís frá upphafi þeirra mælinga. Í umfjöllun danska dagblaðsins Jyllandsposten um málið kemur fram að á níunda áratugnum hafi að jafnaði verið um 20.000 rúmkílómetrar af hafís við Norðurskautið í októbermánuði. Í fyrra mældust 6.000 rúmkílómetrar en þetta árið sýndu gervihnattamælingar Evrópsku geimvísindastofnunarinnar 9.000 rúmkílómetra. „Það stefnir allt í að ísþekjan sé að minnka frekar en hitt þótt að það virðist vera svakaleg aukning á ís þegar bara er horft á lágmarkið í fyrra og tölurnar í ár. En í rauninni er það ekki sannleikurinn. Það þarf að horfa á þetta yfir lengri tíma og í raun eru 40 ár stuttur tími til að byggja á,“ segir Ingibjörg. „Það getur hins vegar vel verið að næsta sumar mælist nýtt lágmark.“ Ingibjörg bendir líka á myndina sem hér fylgir en hún sýnir að mælingin í fyrra var sú langlægsta sem sést hefur en mæling þessa árs er talsvert undir meðallagi þótt hún sýni meiri ís í ár en undanfarin fimm ár eða svo. „Fólk er auðvitað fegið að mælingarnar eru ekki endalaust niður á við en hefur samt áhyggjur,“ segir Ingibjörg um viðhorf vísindasamfélagsins. Hún sótti fund kollega sinna um málið nýlega. Almennt sé ekki talið að þessi mæling breyti neinu um stóru myndina. „Vonandi er þetta hins vegar til marks um að það sé lengra í að ísinn hverfi af Norðuríshafinu. Í fyrra stefndi í að það væri að fara að gerast fljótlega.“ „Auðvitað veit maður að margir vilja fara að hefja skipaferðir," segir Ingibjörg, „en það er bara svo margt annars sem tengist bráðnun íssins og getur haft mikil áhrif á veðurfar og lífríkið.“

ingibjörg jónsdóttir, er sérfræðingur í hafís og dósent við Háskóla Íslands. Ljósmynd/Hari

Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is

Þráðlaus kjöthitamælir

4.990 FULLT VERÐ

6.990 www.grillbudin.is Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400

gervihnattamynd sem sýnir stöðuna á ísnum við norðurskaut 1980, þá 2012 og 2013.


OPNUNARTÍMI UM HÁTÍÐIRNAR Vínbúðirnar á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Reykjanesbæ og Selfossi

Föstudagur 20. desember Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

kl. 11.00 - 20.00 kl. 10.00 - 20.00

Laugardagur 28. desember Reykjanesbær og Selfoss

kl. 11.00 - 18.00 kl. 11.00 - 16.00

Laugardagur 21. desember

kl. 11.00 - 18.00

Sunnudagur 29. desember

Lokað

Sunnudagur 22. desember

Lokað

Mánudagur 23. desember

kl. 10.00 - 22.00

Þriðjudagur 24. desember

kl. 10.00 - 13.00

Miðvikudagur 25. desember (jóladagur)

Lokað

Fimmtudagur 26. desember (annar í jólum)

Lokað

kl. 11.00 - 19.00 kl. 10.00 - 20.00

kl. 11.00 - 20.00 kl. 10.00 - 20.00

Þriðjudagur 31. desember

kl. 10.00 - 14.00

Miðvikudagur 1. janúar (nýársdagur) Fimmtudagur 2. janúar

Lokað Talning

Sjá nánar um opnun einstakra búða á vinbudin.is Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is ENNEMM / SÍA / NM60017

Föstudagur 27. desember Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

Mánudagur 30. desember Skeifan, Dalvegur og Skútuvogur

Vínbúðirnar hlutu gullmerki í Jafnlaunaúttekt PwC 2013. Við erum afar stolt af verðlaununum enda eru samfélagsleg ábyrgð og jafnréttishugsun órjúfanlegur hluti af stefnu Vínbúðanna.


6

fréttir

Helgin 20.-22. desember 2013

 ListaháskóLinn samningur við kópavogsbæ

Uppskeruhátíð á menningartorfunni Útskriftartónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands fara fram í Salnum í apríl og maí samkvæmt samkomulagi Salarins, Listaháskóla Íslands og lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar. Samningurinn var undirritaður í vikunni og nær til þriggja ára. Þar með verður eins konar uppskeruhátíð LHÍ í tónlist, myndlist og hönnun á menningartorfu Kópavogsbæjar á vorin því fyrr í vetur var ákveðið að útskriftarsýningar meistaranema í myndlist og hönnun yrðu haldnar í Gerðarsafni, að því er fram kemur í tilkynningu

Kópavogsbæjar. Útskriftartónleikarnir eru fjármagnaðir með framlagi úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar en tilgangur sjóðsins er að efla menningarlífið í bænum. Aðgangur að tónleikum LHÍ verður ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Tónleikarnir verða auglýstir á vef Listaháskóla Íslands og Salarins. Salurinn og Gerðarsafn standa hlið við hlið en á sömu torfu er einnig Tónlistarsafn Íslands. Með samningnum fær tónlistardeild LHÍ einnig aðgang að því safni fyrir útskriftar-

nema skólans og verkefni þeirra. „Þessi samningur er Listaháskóla Íslands mikils virði því hann gerir okkur kleift að bjóða útskriftarnemum okkar í tónlist að vinna lokaverkefni sín í fullkomlega faglegu umhverfi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands. -jh Samningurinn var undirritaður af Karen E. Halldórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs, Aino Freyju Järvelä, forstöðumanni Salarins, Fríðu Björk Ingvarsdóttur, rektor Listaháskóla Íslands, og Kjartani Ólafssyni, prófessor við LHÍ.

 Ferðamennska pink iceLand er með sérstaka dagskrá yFir hátíðirnar

Hópurinn safnast saman við Hallgrímskirkju þegar gamla árið kveður, líkt og á síðasta ári þegar þessi mynd var tekin.

Hinsegin jól og áramót Hinsegin ferðamönnum fer fjölgandi milli ára og er sérstök jóla- og áramótadagskrá vinsæl hjá Pink Iceland. Eva María Þórarinsdóttir Lange, einn af stofnendunum, fer með ferðamennina að skjóta upp flugeldum við Hallgrímskirkju á gamlárskvöld og býður svo heim í partí.

Úrval af baðsloppum – allar stærðir – fyrir dömur og herra

Eva María Þórarinsdóttir Lange segir Pink Iceland reyna að koma ferðamönnum á óvart til að gera ferðina ógleymanlega. Ljósmynd/Hari

VErð FrÁ 11.900 mEð 20% JÓlaaFslætti

Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 – Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 JólAopnun: Föstudag 20. des. 1000–2200, laugard. 21. des. og sunnud. 22.des 1100–2200, Þorláksmessu 1000–2200, Aðfangad. 1000–1300

Ég veit að þetta hljómar eins og klisja en sumir hreinlega táruðust.

Þ

að er töluvert af gestum sem vilja eyða jólum og áramótum hér, sérstaklega áramótunum, og það hefur verið aukning síðan í fyrra,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, einn stofnendum Pink Iceland sem er ferðaþjónusta fyrir hinsegin gesti; samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk. Reykjavík hefur verið í sókn þegar kemur að ferðamönnum yfir áramótin en Eva María telur að ferðamenn séu í meira mæli farnir að gera sér grein fyrir hversu ánægjulegt er að eyða jólunum á Íslandi. „Venjulega erum við með borgargöngu um miðborgina en í kringum jólin breytum við til og förum þá með gestina að skoða jólavættina, lítum inn í Norræna húsið þegar verið er að opna jóladagatalið og förum á jólatónleika. Á þessum tíma

í fyrra fórum við þennan klassíska Gullna hring en bættum við sérstakri jólastemningu á Þingvöllum. Við vorum þá búin að kveikja á kyndlum og fólk vissi ekki hvaðan á það stóð veðrið þegar það heyrði gamla íslenska jólasöngva óma. Við höfum þá fengið vin okkar sem er söngvari til að syngja í hrauninu. Ég veit að þetta hljómar eins og klisja en sumir hreinlega táruðust. Það þarf ekkert að hafa mikið fyrir hlutunum, aðalmálið er að þeir komi frá hjartanu. Við reynum að gera hluti sem koma fólki á óvart til að gera ferðina ógleymanlega,“ segir hún. Fyrir áramótin er í boði dagskrá sem kallast Pink New Year´s Eve. „Við reynum að hafa þá dagskrá mjög íslenska. Við förum á brennur með fólk á gamlárskvöld, gefum því heitt kakó og eitthvað gott að narta í. Allur hópurinn fer saman út að borða og síðan förum við upp að Hallgrímskirkju til að fylgjast með flugeldunum. Allir fá líka sína flugelda til að skjóta upp. Fólki finnst stemningin alveg sturluð, sem hún auðvitað er. Það er magnað að horfa á miðborgina á miðnætti. Síðan erum við með heimapartí. Okkur finnst það tilheyra íslenskum áramótum og við bjóðum bara heim til okkar. Þetta er aldrei það mikill fjöldi að við getum ekki haft þetta persónulegt. Þó starfsemin fari stækkandi er hjartað alltaf á sama stað og okkur finnst mikilvægt að halda þessum persónulega tóni.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


ÍSLENSKA SIA.IS TOY 66768 12/13

Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Starfsfólk Toyota


8

fréttir

Helgin 20.-22. desember 2013

Ólafur Garðar og Sigríður til SA Ólafur Garðar Halldórsson og Sigríður Mogensen hafa verið ráðin til Samtaka atvinnulífsins sem hagfræðingar á nýju efnahagssviði samtakanna. Efnahagssvið SA hefur faglegt sjálfstæði innan samtakanna en meginverkefni þess er að annast rannsóknir og greiningar á íslensku efnahagslífi. Ólafur er með M.Sc. gráðu í hagfræði frá University of Essex og með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur áður starfað á hagfræði- og peningastefnusviði

Seðlabanka Íslands og sem sérfræðingur í greiningu hjá IFS ráðgjöf. Sigríður er með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur síðustu ár starfað sem hagfræðingur hjá embætti sérstaks saksóknara og sem stundakennari í fjármálum og hagfræði við Háskóla Íslands. Þá hefur Sigríður starfað sem fréttamaður á Stöð 2 og var blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Ólafur hefur þegar hafið störf en Sigríður mun hefja störf í byrjun nýs árs. - jh

Ólafur Garðar Halldórsson og Sigríður Mogensen.

 AuKin netverslun drifKr Aftur einK Aneyslu?

Bráðskemmtileg barnaplata !

Fimmtán Fimm Fi mm mtán tá án ný llög ög e eftir fttir IInga ftir nga ng a Gunn Gu Gunnar unn nar ar Jóhannsson, Þórarins Eldjárns úr Jóha Jó hann nnss sson on,, við við ljljóð óð Þ ó ari E ór ljóðabókinni „Grannmeti og átvextir“.

g Grípandi löö eta Flytjendur: Katla Margrét Þorgeirsdóttir, sem allir g Jóhannsson, Hilmar Sverrisson, ! Ingi Gunnar Ómar Ragnarsson og Örn Árnason. sungið með FIMMUND

Útgáfa og dreifing ehf.

Kortin straujuð í Kínabúðunum

Sími 822 6866 • hugarflug@internet.is

ÍTALSKT JÓLABRAUÐ

Sími: 561 1433

Erlendar netverslanir á borð við kínversku síðuna Aliexpress virðast höfða mjög til Íslendinga.

mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 - 16.00 sunudaga 8.00 - 16.00

Íslendingar versla í auknum mæli við erlendar netverslanir á borð við kínversku síðuna Aliexpress.

K

ortavelta Íslendinga á erlendri grundu hefur aukist um 6,2% það sem af er ári en kortavelta innanlands hefur aðeins vaxið um 0,7% á sama tíma. „Þessi aukning á kortaveltu Íslendinga erlendis er athyglisverð,“ segir Greining Íslandsbanka, „sér í lagi í ljósi þess að utanferðum Íslendinga hefur aðeins fjölgað um 1,1% á milli ára á sama tímabili. Við teljum afar líklegt að þessi mikli munur sé tilkominn vegna þess að Íslendingar eru í mjög auknum mæli að versla við erlendar netverslanir, á borð við kínversku síðuna Aliexpress.“ „Nýjustu tölur yfir greiðslukortaveltu benda til þess að þó nokkur vöxtur hafi verið í einkaneyslu í nóvember síðastliðnum frá fyrra ári. Líkt og að undanförnu var sá vöxtur að miklu leyti drifinn áfram af aukinni veltu innlendra korta erlendis. Þá má lesa út úr tölunum að mikil aukning var á notkun erlendra korta hérlendis í nóvember á milli ára, sem rímar vel við tölur Ferðamálastofu um þá miklu fjölgun sem var á erlendum ferðamönnum hér á landi í mánuðinum,“ segir Greiningin. Samkvæmt tölum Seðlabankans, sem birtar voru síðastliðinn föstudag, jókst kortavelta Íslendinga innanlands að raungildi um 0,9% í nóvembermánuði frá sama mánuði í fyrra, en kortavelta þeirra erlendis jókst hins vegar um 15,6% á sama mælikvarða. Síðarnefndi vöxturinn er talsvert hraðari en sá 10% vöxtur sem átti sér stað á brottförum Ís-

lendinga um Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Vöxturinn í kortaveltu einstaklinga í nóvember er svipaður og sá 2,3% raunvöxtur kortaveltu sem var í október, en talsvert hraðari en sá 1,2% vöxtur sem hefur að jafnaði verið á árinu. Vöxturinn á árinu er að miklu leyti drifinn áfram af aukinni veltu innlendra korta erlendis en lítil aukning er á veltu innlendra korta hérlendis,“ segir Greiningin og bendir um leið á nýlega umfjöllun Fréttablaðsins um aukna póstverslun frá Kína kom til að mynda fram að póstsendingum þaðan til Íslands fjölgaði fimmfalt á fyrstu tíu mánuðum ársins frá sama tíma í fyrra, og raunar virðist hafa hert á þessari aukningu eftir því sem liðið hefur á árið. „Þrátt fyrir að ofangreind þróun leiði til þess að einkaneysla vaxi meira en ella, þá er hún ekki til þess fallin að ýta undir meiri vöxt vergrar landsframleiðslu. Ef sú er raunin að vöxtur einkaneyslu eigi sér að miklu leyti stað utan landsteinanna gætu framangreindar tölur bent til eitthvað hægari hagvaxtar en ella,“ segir Greining Íslandsbanka. „Ástæðan er sú að erlend neysla, þá hvort sem það sé eyðsla Íslendinga sem halda erlendis eða þeirra sem láta sér það nægja að vera heima og versla á netinu, kemur að fullu til frádráttar í innflutningsliðum þjóðhagsreikninga en innlend neysla aðeins að hluta.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 3 2 7 0

Arion banki óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.


10

fréttir

Helgin 20.-22. desember 2013

„Nýta þarf græna hagkerfið til þess að komast áfram í viðskiptum“ Fimm einstaklingar hafa verið tilnefndir til verðlaunanna „Creative Young Entrepreneur Award 2013“ og starfa þeir í orkugeira, tæknigeiranum og upplýsingatækni. Íslenskur frumkvöðull segir íslensk fyrirtæki nú þegar leggja mikið af mörkum til samfélagslegrar ábyrgðar.

H

ilmir Ingi Jónsson hjá ReMake Electric, Rakel Sölvadóttir hjá Skema, Hjálmar Gíslason hjá DataMarket, Eiríkur Hrafnsson og Tryggvi Lárusson hjá GreenQloud hafa verið tilnefnd til verðlaunanna „Creative Young Entrepreneur Award 2013.“ Í janúar næstkomandi verða þessi verðlaun veitt í fyrsta skipti fyrir þátttöku einstaklinga í aðgerðum er styðja við gildi samfélagslegrar ábyrgðar eða (CSR) Corporate Social Responsibility. Fimm dómarar munu velja sigurvegarann í janúar en þeir einstaklingar sem lenda í þrem efstu sætunum munu fá tækifæri til að kynna sína vinnu fyrir áheyrendum og dómurum. CYEA verðlaunin verða veitt til þess að vekja athygli og hrósa þeim einstaklingum sem eru leiðandi innan sinna fyrirtækja í innleiðingu á gildum samfélagslegrar ábyrgðar. Þau verkefni munu því vera sýnileg og geta orðið fyrirmynd og sett öðrum fyrirtækjum fordæmi um hvernig fyrirtæki, umhverfi og samfélag getur unnið saman í að skapa sjálfbærni til framtíðar. Trúnaður ríkir um dómarana en á meðal þeirra er háskólaprófessor, framkvæmdastjóri fyrirtækis sem tengist umhverfismálum, markaðsstjóri skipulagsheildar og stofnandi félagasamtaka. Forsendur sem dómarar munu fara eftir í valinu eru með hvaða hætti fyrirtæki leitast við að fara eftir grundvallarreglum félagslegrar ábyrgðar, frumleiki í lausnum fyrirtækjanna og hvernig

Tryggvi Lárusson, stofnandi GreenQloud

SIEMENS Þurrkari

WT 44B5E0DN

SIEMENS Þvottavél

WM 12B261DN

Rakel Sölvadóttir ásamt börnum sínum fyrir framan Háskólann í Reykjavík þar sem Skema hefur aðsetur. Mynd/Skema

hafi tekist að leysa vandamál eða verkefni með lausnunum. Hilmir Ingi Jónsson er stofnandi Remake Electric, fyrirtækis á sviði hátækni og upplýsingatækni sem þróar nýjar lausnir í orkustjórnun í byggingum. Félagið býr til og útvegar meðal annars lausnir á sviði raforkustjórnunar og orkunýtingar. Markmið félagsins er að fá og veita nákvæma upplýsingagjöf sem mun gera orkustjórnun auðveldari í framkvæmd. „ReMake er svo sem ekki stofnað með samfélagslega ábyrgð sem markmið heldur er það afurð af okkar vörum, þ.e.a.s. við hjálpum fyrirtækjum að nota orku rétt frekar en endilega minna af henni og þá til þess að fyrirbyggja orkusóun. Við leggjum einnig mikla áherslu á að koma okkar reynslu á framfæri við ný fyrirtæki og þau sem eru að taka ný skref eða vilja læra af okkar árangri og mistökum og vinnum mjög náið með Nýsköpunarmiðstöðinni í þeim málum. Við höfum ávallt lagt áherslu á gott vinnuumhverfi með jafnrétti í huga og erum mjög hlutverkamiðaður vinnustaður frekar en valdamiðaður. Okkar mannauður er ástæðan fyrir okkar tilveru,“ segir Hilmir. Rakel Sölvadóttir er stofnandi Skema sem hefur þróað aðferðarfræði sem grundvallast á rannsóknum í sálfræði, menntavísindum og

tæknivísindum til að kenna ungum börnum frá sex ára aldri að forrita. Með þessarri aðferðarfræði hefur Rakel ekki aðeins komist að því að börn geta lært að forrita heldur að þau hafa mikið forskot með því að byrja á ungum aldri þar sem heilaþroski er enn á því stigi að það er auðveldara fyrir þau að læra ný tungumál hvort sem um er að ræða talmál eða rafræn. „Við vildum koma til móts við nemendur sem hafa ekki fengið að nýta styrkleika sína fram til þessa og afleiðingarnar stundum þær að þeir hafa farið halloka í samfélaginu,“ segir Rakel. Telur hún að frumkvöðlastarf Skema muni í framtíðinni gagnast samfélaginu vegna þess að starfið miðar við að eiga erindi til þeirra sem eiga hættu á því að lenda í vandamálum eins og vímuefnaneyslu. Telur hún að í framtíðinni muni geta dregið úr kostnaði ríkisins gagnvart einstaklingum sem þurfa að fá til dæmis sérhæfða heilbrigðisþjónustu vegna geðrænna vandamála. „Ég tel að við getum komið verulega í veg fyrir að krakkar lendi í slíkum vandamálum ef þeir fá að blómstra,“ segir Rakel. Hægt verði að sjá fyrir um verulega aukningu í fjölda nemenda sem muni velja að fara í tæknimenntun og þá líka kvenna. „Við tókum saman hvaða ávinning það gæti haft með því að bera saman

meðallaun í landinu og svo meðallaun hjá tæknimenntuðu fólki og sjáum fram á að margir geti hækkað laun sín um 250 þúsund krónur. Það að fleiri verði með hærri laun skilar sér svo í auknum skatttekjum til ríkissjóðs,“ segir Rakel. Skema setti á fót sjóð fyrir stuttu sem ber heitið „Forritarar framtíðarinnar“ í samstarfi við Reiknistofu bankanna. „Í raun erum við að gera aðilum í atvinnulífinu grein fyrir því að það þýði ekki lengur að kvarta yfir því að það vanti tæknimenntað fólk heldur sé hægt að fara í aðgerðir. Við erum ótrúlega þakklát fyrir þau jákvæðu viðbrögð sem sjóðurinn hefur fengið,“ segir Rakel. Verkefnið segir hún það áþreifanlegt að það muni skila sér beint í skólakerfinu. „Þessi sjóður er kominn til að vera. Við erum mjög spennt að sjá hve margir skólar sóttu um og svo strax eftir áramót verður farið í fyrstu verkefnin,“ segir Rakel. Hjálmar Gíslason stofnaði fyrirtækið DataMarket til þess að gera fólki meðal annars kleift að leita að upplýsingum, bera saman gögn og deila flóknum og ósambærilegum upplýsingum. Tæknina er hægt að nota á vefsíðu félagsins datamarket. com og hún er öllum almenningi aðgengileg að kostnaðarlausu. Þar er hægt að nálgast þúsundir gagnasafna frá stofnunum eins og Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðabankanum,

Eiríkur Hrafnsson, stofnandi GreenQloud

Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skema

Hilmir I.Jónsson, stofnandi Remake Electric

Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Hagstofu Evrópusambandsins – Eurostat – og fleiri. Eiríkur Hrafnsson og Tryggvi Lárusson eru stofnendur fyrirtækisins GreenQloud sem er fyrsta íslenska fyrirtækið sem rekur þjónustu þar sem notendur geta leigt sýndarvæddan tölvubúnað með sjálfsafgreiðslu í gegnum internetið. GreenQloud er eina tölvuvirkið sem notast aðeins við 100% endurnýjanlega orkugjafa. Netþjónar Green Qloud eru hýstir í gagnaverum á Íslandi og eru knúnir af sjálfbærum orkugjöfum. „Ég var ekki endilega alltaf mikill umhverfissinni en ef þú lítur í kringum þig og þá getur þú séð að fólk er að fara í ákveðna átt. Þegar við byrjuðum var nákvæmlega enginn að tala um það af hverju við þyrftum að fara að nýta hreina orku til þess að reka fyrirtækin og fjárfesta í framtíðargreinum. En núna finnst mér eins og það sé sterk breyting og mikil vakning frá því fyrir nokkrum árum,“ segir Eiríkur. Hann var á ráðstefnu þar sem stjórnmálaleiðtogar og leiðtogar úr viðskiptalífinu hittust til að tala um það hvernig væri hægt að nýta græna hagkerfið til þess að komast áfram í viðskiptum og hjálpa við að leysa vandamál sem steðja að heiminum í loftslagsmálum. Eiríkur segir markmið félagsins hafa gengið vel og að þeir hafi verið mjög heppnir þar sem GreenQloud er að verða vel þekkt vörumerki en 90% viðskiptavinanna eru erlendis. „Við erum að bjóða ákveðna þjónustu og á bak við tjöldin erum við að nota hreina orku. Bæði erum við að hugsa um okkar samfélagslegu ábyrgð en um leið kynna fyrir öðrum að tæknigeirinn er farinn að menga það mikið að við þurfum virkilega að fara að hugsa um hvert við erum að sækja orkuna. Við erum einnig að sýna fyrirtækjum úti í heimi að við getum verið hluti af þeirra lausnum í samfélagsábyrgð,“ segir Eiríkur. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

Hjálmar Gíslason, stofnandi DataMarket

Jólaverð:

129.900

Stavanger Vegglampi

kr. stgr.

Jólaverð:

104.900

BOSCH Matvinnsluvél

kr. stgr.

MCM 2054

BOSCH Töfrasproti

MSM 67PE

Stavanger Gólflampi

Jólaverð:

10.900

kr. stgr.

Jólaverð:

6.900

kr. stgr.

Jólaverð:

14.900

kr. stgr.

Jólaverð:

14.700 Gigaset símtæki

A120

kr. stgr.

Jólaverð:

5.310

kr. stgr.

Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is


3 1 0

DÝNUR OG KODDAR

ló 2

J

EINA DÝNAN OG KODDINN SEM VIÐURKENND ERU AF NASA OG VOTTUÐ AF GEIMFERÐASTOFNUNINNI

ó

lA

TilbO ð

J

stillanlegt og þægilegt!

frábært

VerÐ Ð C&J stillanlegt heilsurúm með Tempur dýnu C&J stillanlegt með Tempur heilsudýnu Verðdæmi 2x90x200 cm. Verð kr. 803.800 Þráðlaus fjarstýring

fæst í mörgum stærðum.

Kr. 649.000 á JólatilboÐi Þú sparar kr. 154.800

GleðileG jól Gefðu hinn fullkomna heilsukodda! minn

AfsláTTur

30%

Pabba

mömmu

KODDi

KODDi

KODDi

fáanlegur mJúKur, medium og stífur

Hentar nær öllum svefnstellingum

Jólatilboð kr. 13.930 Fullt verð kr. 19.900 DÝNUR OG KODDAR

r stífu

milli stífur

m JúKur

TEmpur® TraDiTiOnal HEilSuKODDinn Sígild lögun þessa kodda veitir unaðslega tilfinningu og þægilegan stuðning í öllum svefnstellingum. Fáanlegur mjúkur, milli stífur og stífur – sígild þægindi fyrir alla.

fyrir þá sem þú elskar!

Heilsuinniskór

JólAAfsláTTur

nis ilsuin kór sem He

Af rúmföTum

ök þægind inst i -e

20%

ig að fætin ar s um lag

Parið kr. 3.900 2 pör kr. 6.980 3 pör kr. 9.900

TempraKON dúnsokkar Temprakon dúnsængin Fyrir kaldar tær! Ótrúlega vinsæl

miKið úrVal aF glæSilEgum SængurVEraSETTum!

Vinsælasta jólagjöfin í Betra Baki. inniskór sem laga sig að fætinum og dreifa þyngd jafnt undir allan fótinn.

Þegar mjúkt á að vera mjúkt standa sængurverasettin í Betra Bak

Svartir dúnsokkar

Dúnsæng með byltingakenndu efni sem heitir Outlast®. Efnið veitir einstaka hitajöfnun yfir nóttina. Fylling: 90% hvítur siberíu gæsadúnn. 10% smáfiður. 140x200 cm Fullt verð kr. 58.625 Jólatilboð kr. 46.900

Kr. 6.990,-

undir væntingum. Einstök gæði frá hinum þýsku framleiðendum

Hvítir dúnsokkar

Elegante, Joop! og Brono Banani. Komdu við Maco Satin

Kr. 5.990,-

efnið og þú verður snortin(n).

Jól a op nun Föstudag 20. desember 1000–2200 Laug. 21. og sun. 22. desember 1100–2200 Þorláksmessu 23. des. 1000–2200 Aðfangadag 24. des. 1000–1300

jólagjöf!

sem breytir öllu!

TempraKon og venjulegur svefnbúnaður Of heitt Hérna líður þér best Of kalt

Venjuleg sæng

Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Skeiði 1, Ísafirði • Sími 456 4566

Leggur grunn að góðum degi

www.betrabak.is


12

fréttir

Helgin 20.-22. desember 2013

Áhrifamiklir fjölmiðlar frá Bandaríkjunum heimsóttu tökustaði myndarinnar og kynntu sér Ísland. Ljósmynd/

 KviKmyndir Jólamynd Ben Stiller nýtt Í landKynningarSKyni

Daði Guðjónsson

Ómetanlegt tækifæri til að kynna Ísland Íslandsstofa kynnir erlendum fjölmiðlum land og þjóð samhliða frumsýningu myndarinnar.

Í

sland er sögusvið kvikmyndarinnar The Secret Life of Walter Mitty sem frumsýnd er nú í desember. Kvikmyndin er jólamynd kvikmyndaversins 20th Century Fox í ár og er því mikið lagt í markaðssetningu hennar. Stór landkynningartækifæri eru fyrir Ísland samhliða frumsýningu myndarinnar enda er landið

í forgrunni í fjölmörgum senum í myndinni, að því er fram kemur í tilkynningu Íslandsstofu en hún hefur, undir formerkjum Inspired by Iceland, unnið að því í náinni samvinnu við 20th Century Fox og erlenda fjölmiðla að kynna land og þjóð í tengslum við frumsýningu myndarinnar. Íslandsstofa átti í samstarfi við Fox Studios á forsýningu kvikmyndarinnar í París 9. desember síðastliðinn að viðstöddum fulltrúum frá um 50 frönskum fjölmiðlum. Samhliða var efnt til spurningaleikja um Ísland í Frakklandi í sam-

Gefðu ávísun á góðar stundir

starfi við m.a. vefsíðu og sjónvarp National Géographic, sjónvarpsstöðina Canal+ og útvarpsstöðina RTL þar sem ferðir til Íslands voru veittar í vinninga. Einnig stóð Íslandsstofa fyrir sérstakri forsýningu á kvikmyndinni fyrir breska miðla í London 16. desember. Þar fengu fjölmiðlar að kynnast íslenskri matargerð og Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri Film in Iceland, kynnti Ísland sem ákjósanlegt sögusvið kvikmynda á undan sýningu myndarinnar. Þá skipulagði Íslandsstofa blaðamannaferð til Íslands þar sem

áhrifamiklir fjölmiðlar frá Bandaríkjunum heimsóttu tökustaði myndarinnar og kynntu sér Ísland. Í liðinni viku, þann 11. og 12. desember, var farið með hóp af fjölmiðlum á Suðausturland en þar á meðal voru sjónvarpsstöðvarnar Fox, CBS, NBC og VH1. Fulltrúar frá Ríki Vatnajökuls, Árdís Erna Halldórsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir, tóku vel á móti hópnum á Höfn og aðstoðuðu jafnframt við að setja saman ævintýralega dagskrá á svæðinu. Að sögn Íslandsstofu ríkti mikil ánægja ríkti meðal gestanna og

bætir því við að Ben Stiller, leikstjóri og aðalleikari myndarinnar, hafi lýst yfir ást sinni á Íslandi í spjallþáttum vestanhafs hjá bæði Ellen Degeneres og Conan O’Brien. „Ljóst er,“ segir Íslandsstofa, „að kvikmyndir sem Walter Mitty varpa kastljósinu á land og þjóð og skapa þannig ómetanleg tækifæri til að kynna Ísland bæði sem áfangastað og sögusvið kvikmynda í framtíðinni.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Einstök gjöf sem gildir á alla viðburði Hörpu Einnig er hægt að kaupa sérstök gjafakort fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslensku óperuna.

Styrktaraðili Hörpu

Nánari upplýsingar má finna hjá miðasölunni eða á harpa.is


style

living with

herregaard 85 cm

24.995

herregaard 5 arma kertastjaki. h 85 cm 24.995,noctuam ugla

9.995

noctuam ugla, svört eða grá. h 45 cm 9.995,-

haPPiness skilti

6.995

happiness svart skilti með hvítum texta. 40 x 70 cm 6.995,-

Plaque Platti

1.995

plaque hvítur platti með svartri mynd. 4 gerðir. Ø 22 cm 1.995,- plaque hvítur platti með t, o, W, n eða &. Ø 22 cm 1.995,-

laverne ny

19.900

laverne ny kollur, tekk. h 40 cm 19.900 19.900,-

Fallegar gjafir undir jólatréð

jólagjafir

majestick skemill

30 - 50%

16.995

afsláttur af allri jólavöru Og jólaljósum

cinereo dýrshöfuð

majestick skemill/sessa. Prjónaáklæði. Ø 45 x h40 cm 16.995,-

39.900

saloon floWers

49.900 laxabeygla

reyktur lax, egg, graflaxsósa og salatblanda 995,NÚ

495,-

cinereo hreindýrshaus, grár. Pólýresin. 45 x 44 x 68 cm 39.900,clock veggklukka

7.995

saloon flowers ljósakróna, 9 skerma.

h 118 cm 49.900,-

clock veggklukka. Ø 30 cm 7.995,einnig til hvít.

florence ljósakróna

44.995

florence ljósakróna, hvít. Ø 50 cm 44.995,-

Opið til 22:00 alla daga til jóla ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

TILBOÐ gILdIr í desemBer


14

fréttir

Helgin 20.-22. desember 2013

 Fisk aFli Jókst um 13,8 pRósent í nóvembeR á Föstu veRði

Minni en mun verðmætari afli Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum nóvember, metinn á föstu verði, var 13,8% meiri en í nóvember 2012. Það sem af er árinu veiddist 3,9% meiri afli en á sama tímabili árið 2012, sé aflinn metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 81.874 tonnum í nóvember 2013 samanborið við 90.570 tonn í nóvember 2012 sem er 9,6% samdráttur á magni milli ára, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. „Botnfiskafli jókst um 3.300 tonn frá nóvember 2012 og nam tæpum 41.200 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 24.600 tonn, sem er aukning um tæp 5.100 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam tæpum 5.200 tonnum sem er 919 tonnum meiri afli en í nóvember 2012. Karfaaflinn nam rúmum 4.800 tonnum í nóvember 2013 sem er 268

tonnum minni afli en í fyrra. Rúm 3.800 tonn veiddust af ufsa sem er 943 tonna samdráttur frá nóvember 2012. Afli uppsjávartegunda nam tæpum 38.100 tonnum, sem er rúmlega 12.700 tonnum minni afli en í nóvember 2012. Samdráttinn má rekja til um 10.900 tonna minni síldarafla, sem nam tæpum 38.100 tonnum í nóvember 2013, og 1.800 tonna minni loðnuafla en ekkert veiddist af loðnu í nóvember 2013. Nær engar aðrar uppsjávartegundir voru veiddar í mánuðinum. Flatfiskaflinn var tæp 1.900 tonn í nóvember 2013 og jókst um 561 tonn frá fyrra ári. Skel- og krabbadýraafli nam 719 tonnum samanborið við 549 tonna afla í nóvember 2012.“ - jh

Þorskafli í nóvember var tæplega 24.600 tonn, sem er aukning um tæp 5.100 tonn frá sama tíma í fyrra.

 atvinnuleysi yFiR 1000 manns haFa misst Rétt til atvinnuleysisbóta á áRinu

Atvinnuleysi vanmetið um eitt prósentustig að mati ASÍ Atvinnuleysistölur sýna ekki þá sem hafa verið atvinnulausir svo lengi að þeir hafa misst rétt til atvinnuleysisbóta. Um 90 manns standa í þeim sporum um hver mánaðamót þetta árið.

R

aunverulegt atvinnuleysi í landinu er hærra en tölur Vinnumálastofnunar sýna vegna þess að í þær vantar þá sem ekki hafa rétt til atvinnuleysisbóta. Á þessu ári fullnýta um 90 manns í hverjum mánuði bótarétt sinn og detta af atvinnuleysisskrá. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Hagdeild ASÍ þar sem fjallað er um atvinnuleysi og fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna. 6.125 voru atvinnulausir í september, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar, sem samsvarar 3,8% atvinnuleysi, og hefur það ekki mælst lægra frá hruni. Í nýrri skýrslu Hagdeildar ASÍ kemur hins vegar fram að þessar tölur segi ekki alla söguna. „Fyrir liggur að raunverulegt atvinnuleysi er töluvert meira en tölur Vinnumálastofnunar gefa til kynna þar sem Vinnumálastofnun telur aðeins þá sem eru á atvinnuleysisbótum. Það þýðir að þeir sem eru án atvinnu en vildu vera í vinnu og eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum teljast ekki með í tölum Vinnumálastofnunar. Það á m.a. við um þá einstaklinga sem fullnýtt hafa bótarétt sinn hjá atvinnuleysistryggingasjóði. Ætla má að ef þessum einstaklingum yrði bætt við þá myndi atvinnuleysisprósentan hækka um eitt prósentustig,“ segir í skýrslu ASÍ. Auk þeirra sem dottnir eru af bótum teljast þeir sem taka þátt í sérstökum tímabundnum vinnumarkaðsúrræðum, starfsþjálfunar- og reynsluráðningum sem styrktar eru af Atvinnuleysistryggingasjóði ekki með í atvinnuleysistölunum.

Atvinnuleysi mældist 3,8% í september, hið lægsta frá hruni. ASÍ telur það hins vegar vanmetið um eitt prósentustig að teknu tilliti til þeirra sem hafa misst bótarétt vegna langtímaatvinnuleysis.

leysisbótaréttar og þarf fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum. Sá hópur mun fara stækkandi á næstunni. Þessi þróun hefur þegar leitt til aukinna útgjalda sveitarfélaganna og frekari útgjaldaaukning er fyrirséð á næstunni,” segir ASÍ. Ekki er þó hægt að gera ráð fyrir að allir þeir sem missa atvinnuleysisbætur færist yfir á félagsþjónustu sveitarfélaganna. Í Reykjavík er áætlað að það eigi við um 45% þeirra sem missa bótaréttinn. Fjárhæð þeirrar aðstoðar sem sveitarfélögin veita er misjöfn. Hún er hæst í Reykjavík, þar sem grunnfjárhæðin er 163.635 kr. á mánuði fyrir 18 ára og eldri. Í sumum sveitarfélögum tekur aðstoð tillit til fjölskyldustærðar en ekki í öðrum. Í öllum tilvikum er hún hins vegar tengd tekjum maka. Tekjutengingin virkar þannig að sá

Um síðustu áramót breyttist hámarkstími atvinnuleysistrygginga. Hann var 48 mánuðir en er nú 36 mánuðir með möguleika á 6 mánuðum til viðbótar í svokölluðum biðstyrk. Grunnfjárhæð fullra atvinnuleysisbóta er nú 172.609 kr. á mánuði en 179.513 kr. ef viðkomandi hefur eitt barn undir 18 ára á framfæri. Um 800 einstaklingar voru án bótaréttar um síðustu áramót en voru orðnir um 1.400 um mitt árið. Frá þeim tíma er áætlað að um 90 einstaklingar missi bótarétt sinn um hver mánaðamót, þannig að samtals detti rúmlega 1.000 einstaklingar af atvinnuleysisskránni vegna útrunnins bótaréttar allt þetta ár. Í skýrslu ASÍ er fjallað um það álag sem langtímaatvinnuleysi og missir réttar til atvinnuleysisbóta hefur í för með sér fyrir fjárhag sveitarfélaganna. „Stór hópur vinnufærs fólks er án atvinnu-

Bók sem þú leggur ekki frá þér fyrr en að lestri loknum. ISBN 978-9935-9115-2-0

9 789935 911520

SALT

Skemmtileg bók sem vekur börn til umhugsunar um mikilvægi þess að elska náungann.

Dóttirin Hannah Shah Dóttirin

Hannah Shah

petur@frettatiminn.is

SALT

DRAUMAEYJAN

ISBN 978-9935-9115-1-3

Sönn saga

9 789935 911513

Hermann Ingi Ragnarsson

Salt

SALT Æsispennandi bók sem þú leggur ekki frá þér

Draumaeyjan er sagan af Golla litla sem lifir fyrir það að leita að myndum sem stjórna draumum hans og leik. Dag nokkurn verður hann fyrir hverri trufluninni á fætur annarri sem breytir bæði lífi hans og draumum.

Draumaeyjan

Dóttirin er sönn saga, grípandi og tilfinningarík. Hönnuh tókst með hugrekki og ákveðni að flýja frá fjölskyldu sinni og samfélagi og finna nýtt líf utan þess – líf frelsis og ástar.

Pétur Gunnarsson

Falleg og skemmtileg bók fyrir börn á öllum aldri

SÖNN SAGA AF FLÓTTA UNGRAR KONU ÚR KLÓM OFBELDIS OG MISNOTKUNAR

Hermann Ingi Ragnarsson

16 ára að aldri komst hún að því að senda ætti hana til Pakistans í nauðungarhjónaband en henni tókst að flýja að heiman. Faðir hennar varð ofsareiður og var ákveðinn í að finna hana og taka hana af lífi – heiðursmorð. Hún leyndist með því að flytja hús úr húsi. Það versta var, að áliti fjölskyldu hennar, að hún yfirgaf íslam og tók kristna trú. Margir múslimar halda því fram að það sé dauðasök. Dag nokkurn kom flokkur manna að húsinu sem hún bjó í og var faðir hennar þar fremstur. Þeir voru vopnaðir hömrum, prikum og hnífum og ætlun þeirra var að drepa hana....

Dóttirin

ÁHRIFARÍKAR BÆKUR SEM VEKJA LESENDUR TIL UMHUGSUNAR

Hannah Shah

HANNAH SHAH ER DÓTTIR ÍMAMS – TRÚARLEIÐTOGA Í MÚSLIMSKU SAMFÉLAGI Í BRETLANDI. Í MÖRG ÁR MISNOTAÐI FAÐIR HENNAR HANA Í KJALLARA Á HEIMILI ÞEIRRA.

sem missir rétt til atvinnuleysisbóta og á maka sem hefur tekjur samkvæmt lágmarkstaxta verkalýðsfélaganna í landinu fær 41.453 krónur í fjárhagsaðstoð frá Reykjavík og verða heildartekjur hjónanna þá rúmlega 245 þúsund krónur. Sem dæmi um sveitarfélag sem gengur lengra í tekjutengingum má nefna Reykjanesbæ en þar fær viðkomandi 3.625 krónur í fjárhagsstyrk frá sveitarfélaginu miðað við að maki sé í atvinnu og á lágmarkslaunum. Þá eru heildartekjur hjónanna 207.625 krónur. „Það er því óhætt að segja að þegar um hjón/ sambúðarfólk er að ræða og annar aðilinn er að ljúka bótarétti sínum þá þarf að mestu leyti að treysta á tekjur maka,“ segir í skýrslu ASÍ.

Draumaeyjan

Hermann Ingi Ragnarsson


Þú finnur jólagjafirnar hjá okkur POTTAR&PÖNNUR GLÆSILEGAR JÓLAGJAFIR

Jamie Oliver

- það segir allt.

FLAME LEIRPOTTARNIR frá Emile Henry Alltaf glæsilegir og spennandi á matarborðinu. Frönsk leirvara. Frönsk matarmenning. Betra bragð og meira næringargildi.

Frábær heimilistæki í eldhúsið!

VELDU VANDAÐ ÞAÐ BORGAR SIG ALLTAF SOLIS 921.16

GC306 012

Hollir ávaxtaog grænmetisdrykkir með safapressunni frá SOLIS.

ASSISTENT hefur marg oft fengið topp einkunn “BEST IN TEST” í samanburðarprófum fyrir mikla vinnslugetu og fjölbreytni.

7,10,14 og 19 lítra stál pottar á frábæru verði!

SAFAPRESSAN VINSÆLA Assistent® Original hrærivélin er lífstíðareign.

Ertu að hugsa um heilsuna?

Heilsugrill

Vandað og gott mínútugrill · 2000 W

Verð: 29.900,-

Verð kr. 29.900,-

POPPVÉLIN SEM GERIR ÞAÐ ROSALEGA GOTT

Aquaspeed 160

Allinox

Sterk og endingargóð

HEIMSÞEKKT HÖNNUN

MLFEM241

FÆST Í FIMM LITUM

MLFDK442 6398

BRAUÐRIST

Ómissandi græja fyrir alla alvöru poppara landsins

Tilboðsverð: 9.990,-

AFBRAGÐS GÓÐ HÖNNUN sem skilar sér í mikilli ánægju

SAMLOKUGRILL

Verð kr. 11.900,-

Verð kr. 10.900,-

OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA TIL KL. 21:00

Skemmtilegt úrval af snyrtilegu ruslafötum fyrir heimili og vinnustaði.

TIL Í MÖRGUM ÚTFÆRSLUM OG LITUM

LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800 · ORMSSON.IS ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI 421 1535

ORMSSON AKRANESI SÍMI 530 2870

ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI 456 4751

KS SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 455 4500

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

ORMSSON HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON VÍK-EGILSSTÖÐUM SÍMI 471 2038

ORMSSON PAN-NESKAUPSTAÐ SÍMI 477 1900

ORMSSON GEISLI ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM SÍMI 480 1160 SÍMI 481 3333


16

fréttaskýring

Helgin 20.-22. desember 2013

 SEðlabankinn EignaSafn bank anS SElur Eignir

Skuldabréf fyrir rúmlega 100 milljarða seld í áföngum Einn af stærri eignaflokkunum eru sértryggð skuldabréf sem upprunalega voru gefin út af Kaupþingi en síðar yfirtekin af Arion banka.

E

ignasafn Seðlabanka Íslands, ESÍ, hyggst á næstu sex mánuðum hefja sölu á verðtryggðum skuldabréfum. Alls er um að ræða skuldabréf fyrir ríflega 100 milljarða króna og verða þau seld í áföngum á næstu fimm árum, að því er fram kemur í tilkynningu Seðlabankans. „Í kjölfar sviptinganna sem urðu á íslenskum fjármálamarkaði haustið 2008 tók Seðlabanki Íslands yfir ýmsar eignir sem viðskiptabankar og aðrar fjármálastofnanir höfðu lagt að veði gegn lánum hjá Seðlabankanum. Jafnframt eignaðist Seðlabankinn almennar kröfur á hendur búum nokkurra fjármálafyrirtækja. Til þess halda utan um þessar eignir og kröfur stofnaði bankinn Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. (ESÍ). Markmið ESÍ er að vinda ofan af félaginu og selja eignir þess. Einn af stærri eignaflokkum ESÍ eru samningsbundin sértryggð

skuldabréf sem upprunalega voru gefin út af Kaupþingi banka hf. en síðar yfirtekin af Arion banka hf. Skuldabréfin eru verðtryggð með föstum vöxtum. Sjóður sem rekinn er af Stefni hf. stendur til tryggingar réttum efndum skuldabréfanna en eignir hans eru að meginhluta fasteignalán en einnig innlán. Arion banki er skuldbundinn til að halda eignastöðu sjóðsins yfir ákveðnum mörkum á meðan skuldabréfin eru útistandandi,“ segir í tilkynningunni. Þau bréf sem um ræðir eru í nokkrum flokkum og er uppreiknuð fjárhæð eignar ESÍ ríflega 103 milljarðar króna miðað við 30. nóvember síðastliðinn. „ESÍ ráðgerir að stofna félög (eða fagfjárfestasjóði) og leggja þeim til eign sína í umræddum samningsbundnum sértryggðum skuldabréfum. Félögin munu gefa út skuldabréf til ESÍ sem ætlunin er að skrá í Kauphöllinni (Nasdaq OMX Iceland). ESÍ mun í byrjun eiga öll hin nýju skuldabréf en hyggst selja bréfin á allt að fimm árum. Gert er ráð fyrir að fyrsta sala eigi sér stað innan sex mánaða. Áætlun ESÍ gerir ráð fyrir að selja um fimmtung bréfanna á ári en sú áætlun kann að taka breytingum

gefi markaðsaðstæður tilefni til. Endanlegar ákvarðanir um magn á hverjum tíma verða teknar að höfðu samráði við seðlabankastjóra í samræmi við eigendastefnu ESÍ,“ segir enn fremur. Sala á eignum ESÍ getur haft nokkur áhrif á lausafjárstöðu einstakra fjármálafyrirtækja og kerfisins í heild. Ákvarðanir um selt magn munu verða teknar í samráði við seðlabankastjóra og peningastefnunefnd bankans. „Lausafjárstýring Seðlabankans mun því eins og ævinlega,“ segir í tilkynningu bankans, „fylgjast vel með lausafjárstöðu fjármálakerfisins og miða að því að taumhald peningastefnunnar verði í sem bestu samræmi við ákvarðanir peningastefnunefndar og raskist ekki sakir sölu á eignum ESÍ. Peningastefnunefndin mun að öðru leyti taka tillit til hugsanlegra áhrifa eignasölu ESÍ á fjármálamarkaði og lengri tíma vexti þegar nefndin leggur mat á hæfilegt taumhald peningastefnunnar á hverjum tíma.“ ESÍ hefur ráðið Summu Rekstrarfélag hf. til þess að annast stýringu eigna félaganna. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

Eignasafn Seðlabanka Íslands hyggst á næstu sex mánuðum hefja sölu á verðtryggðum skuldabréfum fyrir 103 milljarða króna. Ljósmynd/Hari

Hörðustu pakkarnir fást í Advania

Fartölvutaska

Tiding Vintage style 16"

Heyrnartól

verð: 29.990 kr.

Marshall Major

verð: 19.990 kr.

Ferðahátalari Valuun Vibro

verð: 7.990 kr.

Fartölva með 11.6" snertiskjá Touch Dell Inspiron 3137

verð: 79.990 kr.

Heyrnartól

Borð/spjaldtölva

Fjölnotaprentari

verð: 11.990 kr.

verð: 199.990 kr.

verð: 19.890 kr.

Urbanears Pla an

Kíktu í kaffi í verslunum okkar: Guðrúnartúni 10, Reykjavík

Tryggvabraut 10, Akureyri

Mánudaga til föstudaga frá 8 til 18 Laugardaga frá 12 til 16

Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17

advania.is/jol

Dell XPS 18 All in One

HP Photosmart 5520


Jólin eru hátíð sem allir eiga saman HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Skemmtilegar og spennandi jólagjafir hjá Vodafone

Vodafone

Góð samskipti bæta lífið

Samsung Galaxy S4 Mini

6.490 kr. /12 mán. eða 69.990 kr. stgr. Vodafone 1000 fylgir með í einn mánuð

Jawbone armband

22.990 kr. Til í 3 flottum litum

XQ B20 hátalari

5.990 kr. Til í 5 flottum litum


18

fréttir

Helgin 20.-22. desember 2013

 Bitcoin BólAn virðist ver A Að springA og verð hefur lækk Að um helming á einni viku

Spáir því að bitcoin seljist á 10 dollara eftir áramót Mark T. Williams er kennari við Boston-háskóla og sérfræðingur í fjármálamörkuðum. Hann skrifaði grein um bitcoin sem vakti mikla athygli á vefnum og hélt fund um þennan rafeyri á Skype fyrir félaga sína í Reykjavík. Fréttatíminn fylgdist með.

Mark T. Williams.

B

itcoin er bara bóla. Snemma á næsta ári verður verðið, sem var um 1200 dollarar fyrir nokkrum dögum, komið undir 10 dollara. Þessu spáir Mark T. Williams, sérfræðingur í fjármálamörkuðum og áhættustjórnun við Boston University School of Management í Bandaríkjunum. Hann skrifaði grein á vef Business Insiders á þriðjudag sem vakti talsverða athygli á netinu en þar hvatti hann þátttakendur í bitcoin-æðinu til þess að innleysa hagnað sinn hið fyrsta fyrsta því endalokin væru í nánd fyrir bitcoin. Blaðamaður Fréttatímans var viðstaddur Skype-fund um Bitcoin sem Mark hélt fyrir félaga sína hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverk í Reykjavík á miðvikudaginn en Fréttatíminn fjallaði ítarlega um bitcoin í síðustu viku. „Það er ekki rétt að tala um rafrænan gjaldmiðil í þessu sambandi. Bitcoin er frekar rafrænn varningur,“ segir Mark. Hann er sér f róður um eignabólur og hefur meðal annars gefið út bók um þá lærdóma sem draga megi af falli Lehman-banka og hættuna á að kerfisáhætta verði fjármálakerfi heimsins að falli. Mark telur að það ástand sem skapast hefur á bitcoin-markaðnum síðustu vikur og mánuði beri öll einkenni þess að um eignabólu sé að ræða. Undirliggjandi sé að nýir fjárfestar streymi á markaðinn af því að þeir hafi heyrt af gríðarlegum hagnaði þeirra sem á undan fóru, þetta veki öfund og löngun til að ná í sneið af hagnaðinum. Slíkar sögur eru á hverju strái. Fyrir nokkrum misserum stóð verðið í þremur dollurum og var í 100 dollurum fyrr á þessu ári en náði 1200 dollurum áður en það fór að hríðfalla í síðustu viku og stendur nú í um 600 dollurum. Þetta sé ágætt dæmi um það sem kallað hefur verið „meira-fífls

Það eru komnir hraðbankar þar sem hægt er að hlaða inneign inn í android-síma en nú er framtíð fyrsta rafræna gjaldmiðilsins í mikilli óvissu og verðið fellur hratt.

kenningin“ (e. Greater fool theory) þar sem kaupendur flykkjast á markaðinn og kaupa vöru á fráleitu verði í trausti þess að einhver annar verði tilbúinn til að greiða enn hærra verð. Hann bendir á að bitcoin hafi aldrei gengið í gegnum svartsýnismarkað (e. bear market) þar sem gjaldmiðillinn hafi sannað gildi sitt við erfiðar efnahagslegar aðstæður. Mark telur engar líkur á að bitcoin gæti staðist slíkt próf. „Verið á eftir að halda áfram að falla,“ segir Mark og spáir því að á fyrri hluta næsta árs verði það komið undir 10 dollara. Hann bendir á viðbrögð kínverskra stjórnvalda sem nýlega stigu harkaleg skref til að koma í veg fyrir að bitcoin sé notað í viðskiptum. Fyrst bannaði kínverski seðlabankinn bönkum landsins að skipta bitcoin fyrir annan gjaldmiðil og síðar hefur greiðslumiðlunarfyrir-

tækjum verið bannað að eiga viðskipti með bitcoin. Bitcoin hefur átt talsverðum vinsældum að fagna í Kína og Mark segir ákveðið réttlæti í því að Kínverjar sem ýttu í upphafi undir bitcoin bóluna taki að sér að sprengja bóluna. Aðrar ríkisstjórnir muni áreiðanlega fylgja í kjölfarið fljótlega. Mark segist hins vegar hafa trú á því að hugmyndin um rafrænan gjaldmiðil geti fyrr eða síðar orðið að veruleika þótt bitcoin fatist flugið. Ein mistökin sem aðstandendur bitcoin hafi gert hafi verið að búa ekki til formlegt fyrirtæki sem taki á sig lagalega og viðskiptalega ábyrgð. „Það voru tölvunördar sem bjuggu bitcoin til í sýndarveruleikanum en ætluðust til að þetta yrði nothæfur gjaldmiðill í raunheimi,“ skrifar Mark í greininni á Business Insider. Stofnendurnir séu ágætir í hugmyndafræði

frjálshyggjunnar en skilji illa hvernig efnahagslíf heimsins virkar. Til þess að rafeyrir geti virkað og þjónað tilgangi í viðskiptum þurfi að búa raunveruleg efnahagsstefna og peningastefna að baki. „Það að gefa sér að gjaldmiðill sé búinn til af tölvu án miðstýringar og seðlabankakerfis er fáránlegt og efnahagslega hættulegt,“ segir hann. Til þess að gjaldmiðill nái að ávinna sér traust í viðskiptum manna þurfi að vera til staðar trú á því að baki hans standi fjármálakerfi með fjármálaeftirlit og seðlabanka sem starfi á grundvelli peningastefnu sem haldi aftur af verðbólgu og tryggi stöðugt verðlag. Bitcoin falli á því prófi en aðrir rafrænir gjaldmiðlar nái kannski að standast það í framtíðinni. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is

 Atvinnuleysi orð sigmundAr ollu óttA

Um 6,5 milljarðar eru til í atvinnuleysistryggingasjóði

JÓL Í ELDHÚSIÐ

DUALIT brauðrist

DUALIT hraðsuðuketill

GENSE kvörn

• 2 brauðsneiðar • Sérstaklega víð rauf f. brauð • Hægt að rista beyglu / pítu

• 1.5L hraðsuðuketill • Snúrulaus • Sía innan á stút

• Malar salt og pipar • Keramikkvörn - píanólakk • Þrír litir: svart, hvítt, rautt

Kr. 32.944,-

Kr. 18.900,-

Kr. 6.262,-

Veit á vandaða lausn

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is

FASTUS_E_46.12.13

e

instaklingar á atvinnuleysisbótum höfðu samband við ASÍ og verkalýðsfélögin eftir að hafa hlustað á forsætisráðherra í tíufréttum RÚV á þriðjudagskvöld. Fólkið hélt að Atvinnuleysistryggingasjóður væri tómur og hætt yrði að greiða atvinnuleysisbætur. ASÍ gaf frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni og vísar þar til eftirfarandi orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar rætt var um desemberuppbót atvinnulausra: „Til þess að það sé hægt þurfa að vera til peningar í sjóðnum. Það var ekki núna. Raunar er sjóðurinn þegar kominn í töluverðan mínus þannig að ráðherra hafði ekki fjármuni til að greiða út.“ Ráðherrann bætti því við að hins vegar hefði tekist að finna fé til að greiða út desemberuppbótina. „Margir atvinnuleitendu r ha fa skilið orð forsætisráðherra þannig að greiðsla atvinnuleysisbóta á

nýju ári sé í uppnámi enda fullyrti Sigmundur Davíð að engir peningar væru til í Atvinnuleysistryggingasjóði,“ segir ASÍ. „Í tilefni af framangreindum orðum forsætisráðherra er rétt að fram komi að Vinnumálastofnun áætlar að eignir Atvinnuleysistryggingasjóðs um næstu áramót verði á bilinu 6,3 til 6,5 milljarðar króna. Þar til viðbótar er rétt að árétta að greiðslur atvinnuleysisbóta byggja á lögum um það efni og eru allar breytingar háðar lagabreytingum, en ekki stöðu Atvinnuleysistryggingasjóðs.“ Orð Sigmundar Davíðs í fréttum RÚV á þriðjudagskvöld ollu ótta hjá sumum atvinnulausum sem töldu að bótagreiðslum yrði hætt.


Vínartónleikar 2014 Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Fim. 9. jan. » 19:30

Fös. 10. jan. » 19:30

Lau. 11. jan. » 16:00

Peter Guth hljómsveitarstjóri Hanna Dóra Sturludóttir og Gissur Páll Gissurarson einsöngvarar

Árlegir Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Tónleikarnir eru fyrir mörgum ómissandi upphaf á nýju ári enda einkenna glæsileiki og gleði Vínartónlistina.

Einsöngvarar eru þau Hanna Dóra og Gissur Páll sem eru landsmönnum að góðu kunn. Hljómsveitarstjóri er Peter Guth, einn fremsti túlkandi heims á tónlist Strauss feðga. Tryggðu þér miða og taktu vel á móti nýju ári.

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í anddyri Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 10-18 virka daga og 12-18 um helgar


20

viðhorf

Helgin 20.-22. desember 2013

Heilsan á nýju ári

Fréttatíminn gefur út sérblað um HEILSU föstudaginn 3.janúar 2014. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310.

HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

ÓKEY

PIS

HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

ÓKEY

ÓK EY PI

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

PIS ÓKEY

S

HELGARBLAÐ

ÓK EY PIS

Fjöldi erlendra ferðamanna yfir jól og áramót kórónar met ferðaþjónustunnar

Stærsta útflutningsgreinin

B

Búast má við því að erlendir gestir verði áberandi hér á landi yfir jól og áramót. Fram hefur komið í fréttum að bókanir á hótelum ganga vel. Myrkrið selur sem og norðurljósin, brennurnar og flugeldarnir. Fólk kemur hingað til að njóta kyrrðar yfir hátíðirnar en um leið þeirrar ljósadýrðar sem í boði er, dansandi norðurljósa á himni og litagleði gamlárskvölds. Þessi fjöldi ferðamanna í árslok kórónar einstakt ár í íslenskri ferðaþjónustu. Árið 2013 slær öll met en raunar hefur hvert metárið í ferðaþjónustunni rekið annað. Þegar litið er til þriggja helstu megin útflutningsstoða okkar, sjávarútvegs, áls og ferðaþjónustu, má segja að ferðaþjónustan hafi staðið í skugga hinna tveggja fyrrnefndu. Það hefur Jónas Haraldsson breyst. Ekki aðeins stendur jonas@frettatiminn.is ferðaþjónustan jafnfætis hinum tveimur í gjaldeyrisöflun heldur bendir allt til þess að hún verði stærsta útflutningsgreinin á því ári sem nú er að líða. Hagsjá, hagdeild Landsbankans, tók nýverið saman yfirlit yfir vöxt ferðaþjónustunnar og sýn til næstu ára. Það sýnir mikinn vöxt ferðaþjónustunnar og hratt vaxandi þjóðhagslegt mikilvægi. Ferðaþjónustan tók fram úr álframleiðslunni í fyrra og fari sem horfir gerist hið sama gagnvart sjávarútvegi í ár. Í fyrra námu útflutningstekjur af áli 225 milljörðum króna, af ferðaþjónustu 240 milljörðum og 269 milljörðum af sjávarútvegi. Í ár spáir hagdeild Landsbankans því að aukningin verðir meiri í ferðaþjónustunni en hinum greinunum, að tekjur af ferðaþjónustu í ár verði 46 milljörðum meiri en í fyrra og að ferðaþjónustan verði í fyrsta skipti leiðandi þáttur í gjaldeyrisöflun í samanburði við ál og sjávarútveg. Innbyrðishlutföll verði 37 prósent í ferðaþjónustu, 35 prósent í sjávarútvegi og 28 prósent vegna álútflutnings. Útflutningstekjur ferðaþjónustunnar hafa vaxið mun meira á síðustu árum en útflutningstekjur sjávarútvegs og áls. Frá 2009 til 2012 hefur ferðaþjónusta vaxið um 54 prósent

en á sama tíma hefur útflutningur sjávarafurða vaxið um 29 prósent og áls um 32 prósent. Hagdeildin gerir ráð fyrir því að vöxturinn í ferðaþjónustunni í ár nemi 19 prósent og að framhald verði á vextinum næstu ár. Reiknað er með að vöxturinn nemi 15 prósent á komandi ári, 10 prósent árið 2015 og leiti árið 2016 í sögulegan vöxt í komu ferðamanna hingað en á árunum 2003 til 2012 nam sá vöxtur 8,6 prósent. Útflutningstekjur greinarinnar munu þess vegna taka stökk á næstu árum og mikilvægi greinarinnar fyrir þjóðarhag vaxa stórum. Árlegar útflutningstekjur ferðaþjónustu gætu aukist um 150 milljarða á fjórum árum. Gistinætur hótela sýna sömu þróun en gistinóttum fjölgaði um 13 prósent fyrstu tíu mánuði ársins og aukningin í október einum nam 12 prósent. Það er ánægjuleg þróun sem sýnir aukningu erlendra ferðamanna utan háannar sumarsins. Gistinætur erlendra gesta voru 77 prósent af heildarfjölda gistinátta í október. Fjárfesting í ferðagreininni er mikil enda nauðsyn til. Hótel og gistiheimili hafa verið tekin í gagnið og stór hótel eru ýmist í byggingu eða á teikniborðinu. Veitingastöðum hefur fjölgað og víða um land er boðið upp á afþreyingu svo mæta megi óskum gesta. Svo miklum vexti fylgja vaxtarverkir, eins og vænta má. Vel verður að gæta að umgengni á vinsælum ferðamannastöðum sem sumir eru komnir að þolmörkum. Aðstandendur verða að ganga þannig frá málum að náttúran skaðist ekki. Leggja verður aukið fé í gangstíga og útsýnisstaði, salernisaðstöðu og veitingasölu, svo eitthvað sé nefnt. Verið er að huga að gjaldtöku og fyrirkomulagi hennar. Þar þurfa að gilda samræmdar og sanngjarnar reglur. Í heild er bjart yfir ferðaþjónustunni og framtíðin lofar góðu. Vel þarf þó að halda á spöðunum svo Ísland haldi áfram gildi sínu í augum þeirra sem vilja sjá eitthvað nýtt og framandi. Það munu þeir fjölmörgu erlendu ferðamenn gera sem hér verða yfir jól og áramót. Fréttatíminn óskar landsmönnum gleðilegra jóla.

 Vik an sem Var

BEAT

TOM DIXON

ETCH

Skipholti 37 Sími 568 8388, lumex.is Opið laugardaga frá 11-16

ETCH Candle holder

Fjandafæla Elsku pabbi ég óska þér til hamingju og get ekki beðið eftir nýjum kafla þar sem ég þarf ekki að horfa uppá þig eða öllu heldur í gegnum þig harkast í þessu svartholi og illa vanmetna starfi, ósofinn vegna álags og með hrægamma illskunnar og heimskunnar kastandi sora yfir þig alla daga með litla sem enga innistæðu fyrir því. Hlín Pálsdóttir, dóttir Páls Magnússonar, sem hætti sem útvarpsstjóri í vikunni, hefur heimt föður sinn úr klóm hrægamma. Enginn veit hvað átt hefur... Mér þykir þetta ömurlegt, vægt til orða tekið. Fyrir utan þá staðreynd að mér er hlýtt til Páls persónulega og að atburðir undanfarinna vikna hafi vafalaust verið honum jafn erfiðir og okkur, hefur hann reynst mér góður yfirmaður. Hann er blaðamaður og skilur það hlutverk betur en margir yfirmenn þeirra fjölmiðla sem ég starfað á. Kastljóssmaðurinn Helgi Seljan sér eftir Páli Magnússyni og lætur ekki heiftarlegt rifrildi þeirra á dögunum skekkja mynd sína af útvarpsstjóranum fyrrverandi. Svikráð Ástæðan er sú að ég tel mig ekki njóta nægilegs trausts í stjórn Ríkisútvarpsins til að gegna stöðunni áfram með árangursríkum hætti á erfiðum tímum.

Páll Magnússon gerði grein fyrir ákvörðun sinni um að hætta. Ef hann kann ekki að ljúga hvað verður um hann þá? Þetta mál er skólabókardæmi um að það borgar sig að ljúga fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Sögu, sendi Sigurði G. Tómassyni tóninn á Facebook eftir að útvarpsstöðin tapaði fyrir Hæstarétti launamáli sem hann höfðaði á hendur henni. Engin jólakraftaverk hér Við erum fólkið sem rak Jósef og kasólétta Maríu á dyr, sama þótt sitjandi ríkisstjórnarflokkar styðji þjóðkirkjuna með ráðum og dáð. Auður Jónsdóttir, rithöfundur, er ómyrk í máli í grein í Kjarnanum þar sem hún fjallar um Tony Omos, hælisleitandann sem sendur var úr landi.

Vont er þeirra réttlæti Vondir hlutir gerast þegar gott fólk stendur hjá og gerir ekki neitt. Mér

finnst það dálítið óhugnanlegt. Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður, óttast að útlendingahatur sé að skjóta rótum í Framsóknarflokknum. Góð þögn er gulli betri En ég hef vanið mig á það, að fara ekki upp ef ég hef ekkert að segja og einnig að vera ekki að marg endurtaka ef skoðun mín eða það sem ég hefði viljað segja hefur komið fram,“ segir hún. „Með því er maður ekki að tefja mál og eyða tíma í óþarfa strögl. Jóhanna María Sigmundsdóttir Framsóknarflokki hefur talað minnst allra þingmanna en hefur heldur ekki mikið að segja. Ólafur með vöndinn Þegar fyrsti bankinn féll þá gerðum við okkur ekki grein fyrir því að hinir myndu fylgja. Gordon Brown sagði í sjónvarpi fyrir alþjóð að við værum gjaldþrota, sem var náttúrulega algjör vitleysa og svívirðileg fullyrðing. Ég myndi ganga svo langt að kalla hana fjárhagsleg hryðjuverk. Það trúðu honum allir og enginn trúði okkur. Forseti vor, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ekki gleymt illvirkjum Gordons Brown og barði aðeins á honum í vikunni.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@ frettatiminn.is . Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


OPIÐ TIL 22 ÖLL KVÖLD TIL JÓLA

KLÁRAÐU JÓLAINNKAUPIN Í NOTALEGRI JÓLASTEMNINGU. SKEMMTILEG JÓLADAGSKRÁ ALLA HELGINA! FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER OPIÐ TIL 22 Kl. 16 Rjómakvartettinn Kl. 17 Jólasveinar Kl. 20 Djassdúett LAUGARDAGUR 21. DESEMBER OPIÐ TIL 22 Jólasveinar, jóladjass, 3 raddir & Beatur. Langleggur og Skjóða í Smáratívolí.

SUNNUDAGUR 22. DESEMBER OPIÐ TIL 22 Gosi, jólasveinar og lifandi tónlist. Jólaball í Smáratívolí. MÁNUDAGUR 23. DESEMBER ÞORLÁKSMESSA – OPIÐ TIL 23 Lifandi tónlist, barnaskemmtun og jólasveinar!

Góða skemmtun

OPIÐ FRAM AÐ JÓLUM: 11-22 ÞORLÁKSMESSA: 11-23 AÐFANGADAGUR: 10-13 WWW.SMARALIND.IS FINNDU OKKUR Á


22

viðhorf

Helgin 20.-22. desember 2013

Vikan í tölum

2,2 70 milljörðum króna varði Gamma í kaup á fasteignum í fyrra. Félagið á, rekur og leigir út íbúðir í Reykjavík.

milljónir króna vann atvinnulaus fjölskyldukona í lottóinu um síðustu helgi. Potturinn var áttfaldur í fyrsta sinn og skiptu tveir með sér vinningnum.

37,8

milljóna hagnaður varð af rekstri veitingastaðarins Sushisamba í fyrra. Það er viðsnúningur frá 21,1 milljóna tapi árið áður.

1.000.000.000 króna er knattspyrnumaðurinn Alfreð Finnbogason í Heerenveen metinn á. Skoska liðið Celtic er sagt vera að undirbúa tilboð í kappann í janúar.

Jólin eru ekki í matnum eða skreytingunum heldur innra með sjálfum þér

Jólin í þér

É

g gleymdi því í gærmorgun að það var dótadagur á leikskólanum. Dóttir mín var vitanlega mjög leið þegar við mættum og sáum bara hina krakkana með dót. Ég hefði orðið of sein í vinnuna ef ég hefði farið heim að sækja dót og ákvað því að biðja Lovísu mína að doka við á meðan ég athugaði hvað leyndist í bílnsjónarhóll um því stundum verða þar eftir bækur eða leikföng. Í þetta skiptið var lítið að hafa, litla gula mús sem hefur hangið á sætinu fyrir framan hana frá því hún var ungbarn, og í skottinu fann ég síðan forláta frisbídisk sem ég fékk á afmæli Erla Atlantsolíu hér um árið og var Hlynsdóttir kirfilega merktur fyrirtækinu. erla@ Mér fannst ég hafa heldur lítið frettatiminn.is upp úr krafsinu en ákvað að athuga hvernig henni myndi lítast á þessa hluti. Annars myndi ég bara fara heim að sækja dót. Það gerðist nefnilega einu sinni áður að ég gleymdi dótadeginum en komst ekki að því fyrr en í lok dags og Lovísa hafði þá verið miður sín allan daginn. Nei, það skyldi ekki gerast aftur. Full efasemda gekk

ég inn með gulu músina í annarri hendi og frisbídiskinn í hinni, en þegar hún sá mig fór hún bókstaflega að ljóma. Á sama tíma kom einn pabbinn inn með dóttur sína og dúkkuvagn og dúkku en Lovísa lét það lítið á sig fá. Þar sem músin og frisbídiskurinn áttu lítið sameiginlegt ákvað ég að biðja hana að velja annað hvort og hún hreinlega titraði af spenningi meðan hún skælbrosandi reyndi að ákveða hvort hún vildi, og valdi loks hvíta fisbídiskinn með vörumerki Atlantsolíu, stóru A-i og O-i. Já, og þetta var sérstaklega flott því Anya, ein besta vinkona Lovísu, átti þarna staf. Stundum vildi ég hreinlega óska að það væri jafn auðvelt að gleðja mig og rétt fjögurra ára barn, og að ég léti ekki tegund eða stærð efnislegra hluta trufla mitt daglega líf. Þessa dagana snýst allt um að kaupa ákveðinn mat og nógu fínar gjafir og skreyta á viðurkenndan hátt því annars er ekki hægt að halda jól. Já, þá koma jólin barasta ekki. Fyrr í desember birtist viðtal í Fréttatímanum sem ég tók við söngkonuna Sigríði Thorlacius sem sagðist ekki binda jólin við ákveðna hluti. Eftir að fyrsti í aðventu var liðinn gerði hún sér

grein fyrir að hún var ekki með neinn aðventukrans og það truflaði hana lítið en hún ákvað samt að fá sér lítinn krans, bara svona af því það er það sem fólk gerir á aðventunni. Ég tengdi mjög sterkt við hvernig hún finnur jólin í sínum eigin hefðum en ekki þeim utanaðkomandi, hefðum sem aðrir hafa búið til fyrir okkur. Hún sagði líka frá því þegar hún eyddi jólunum með vinkonu sinni í París þegar þær voru nýskriðnar upp úr tvítugu og voru þær sannfærðar um að jólin myndu alls ekki koma því aðstæðurnar voru svo óhefðbundnar. En jólin komu nú samt og þau gera það alltaf. Þetta er ekki spurning um að borða hamborgarhrygg með sparihnífapörum, klæðast glænýjum tískufötum og gefa – og fá – dýrustu gjafirnar. Það eru ekki jólin. Jólin eru hátíð kærleikans og kærleikurinn spyr hvorki um titil né efnahag. Jólin eru hátíð þar sem við fáum tækifæri til að setjast niður, sátt við okkar, og gleðjast í núinu yfir því sem við eigum, því það er sama hversu lítið þú heldur að þú eigir þá veit ég að þú finnur fjársjóðinn ef þú bara leitar vel innra með þér.

Stundum vildi ég hreinlega óska að það væri jafn auðvelt að gleðja mig og rétt fjögurra ára barn.

GÆÐI OG GÓÐ ÞJÓNUSTA Í MEIRA EN 70 ÁR!

Nilfisk er hrein snilld fyrir jólin!

Um áratugaskeið hafa Nilfisk ryksugurnar sannað yfirburði sína sem gæðamerki sem uppfyllir ströngustu kröfur

Handy 2 in 1 - 14 v Almennt verð verð: 24.800 Verð nú: 19.8 19.800 Handy 2 in 1 - 18 v Almennt verð ð: 29.800 verð: V Ver ð nú: 23.4 400 Verð 23.400 Coupe Neo Almennt verð: 26.800 Verð nú: 19.800 Elite Comfort Almennt verð: 74.200 Verð nú: 58.800

FÖNIX Raftækjaverslun • Hátúni 6a • 105 Reykjavík • Sími 552 4420 • fonix@fonix.is • www.fonix.is

Power Eco Almennt verð: 56.800 Verð nú: 39.800


3 Raddir &

MIÐBORGIN OKK AR BÝÐUR ÞÉR HEIM

Beatur um alla mið borg frá kl. 15:30 –17:00

Jólabærinn á Ingólfstorgi opinn frá 0 kl. 12:00–22:0

HÁTÍÐARDAGSKR Á VÍÐA UM BORG ALL A HELGINA

21.

laugardagur

Skólatorg

22.

Hurðaskellir verður á va ppi alla daga m illi kl. 16:00–18 :00

23.

sunnudagur

Þorláksmessa

Skólatorg

Skólatorg

14:30 Jólatríó Hörpu

15:00 Borgarkórinn

14:30 Stúlknakórinn Graduale Futuri

15:30 Borgarkórinn

15:30 Stúlknakórinn Graduale Futuri

16:30 Sönghópurinn Spectrum

16:30 Borgarkórinn

16:30 Borgarkórinn

17:30 Jólatríó Hörpu

17:30 Sönghópurinn Spectrum

18:30 Lyrika

18:30 Sönghópurinn Spectrum

19:30 Borgarkórinn

19:00 Jólatríó Hörpu

Ingólfstorg

Ingólfstorg

Ingólfstorg

14:00 Jólatríó Hörpu

15:00 Stúlknakórinn Graduale Futuri

14:00 Stúlknakórinn Graduale Futuri

15:00 Borgarkórinn

16:00 Borgarkórinn

15:30 Stúlknakórinn Graduale Futuri

15:00 3 Raddir & Beatur

16:30 Stúlknakórinn Graduale Futuri

16:00 Sönghópurinn Spectrum

15:30 Jólatríó Hörpu

17:00 Sönghópurinn Spectrum

17:00 Jólatríó Hörpu

18:00 Jólatríó Hörpu

17:30 Sönghópurinn Spectrum

19:00 Sönghópurinn Spectrum

18:00 Lyrika

19:30 Jólatríó Hörpu

18:30 Jólatríó Hörpu

17:00 Borgarkórinn Verslanir :00. opnar til kl. 22 su til Á Þorláksmes kl. 23:00

Kjörgarður

19:00 Borgarkórinn

Kjörgarður

19:30 Lyrika 20:30 Borgarkórinn

15:00 Jólatríó Hörpu

15:30 Borgarkórinn

16:00 Borgarkórinn

16:00 Stúlknakórinn Graduale Futuri

21:00 Tenórarnir 3

18:00 Sönghópurinn Spectrum

Kjörgarður

18:30 Jólatríó Hörpu

15:00 Stúlknakórinn Graduale Futuri 17:00 Sönghópurinn Spectrum 18:00 Jólatríó Hörpu 19:00 Lyrika 20:00 Borgarkórinn

Fáanleg í öllum bókaverslunum miðborgarinnar

M U N I Ð B Í L A S TÆ ÐA H ÚS I N

Brandenburg

101

w w w.midborgin.is GjAfAKORT MIÐBORGARINNAR


allt til jólanna í hagkaup ítalskur gelato

Nýtt í hagkaup!

Tonitto Gelato

Ekta ítalskur gelato beint frá ítalíu.

eð flugi ferskt m alíu frá ít

Franchi salami, pancette og skinka

Einungis selt í hágæða sælkeraverslunum á Ítalíu og í Evrópu og er nú fáanlegt í Hagkaup.

Nýbakaðar jólasmákökur Hagkaups Ljúffengar smákökur bakaðar á staðnum.

299kr/stk v.á. 379

Gildir til 22. desember á meðan birgðir endast.

Te&Kaffi jólakaffi

Jólastafir

Nýbakað Jólabrauð

399kr/stk v.á. 549

Hvítlauksostabaguette

2499kr/stk Úrval af jólaservíettum og kertum

Veisluréttir Hagkaups

Stútfull af girnilegum uppskriftum eftir Rikku.


hagkaups hamborgarhryggur i N N i m t l sa hryggur!

Þarf ekki að sjóða! Aðeins 90 mín. í ofni!

Hagkaups Hamborgarhryggur

Sérvalinn af fagmönnum úr nýju hráefni. Við viljum vera viss um að hátíðamaturinn þinn verði óaðfinnanlegur. Þess vegna látum við framleiða sérstakan hrygg samkvæmt ströngum gæðastöðlum Hagkaups.

1999kr/kg

þetta eiNa saNNa!

3.298kr/kg

2.799kr/kg Hátíðalambalæri

Smjörsprautað kalkúnaskip

Léttreykt með bláberjum og einiberjum.

3.499kr/pk Hérafiletsteikur

Meyrnaðar og hreinsaðar filetsteikur. Tilbúnar beint á pönnuna eða í ofninn. Frábærar sem forréttur - 2x125g.

Tilbúið beint í ofninn.

1.579kr/pk Kengúrufiletsteikur

Tilbúnar beint á pönnuna, grillið eða í ofninn. Hafa örlítið villibráðarbragð og eru frábærar sem forréttur eða aðalréttur - 2x125g.

1.999kr/pk Lynghæna

Tilbúin í ofninn eða pottinn. Tilvalin sem forréttur eða aðalréttur - 2x225g.


26

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

Tileinkuð elskhugum okkar Katrína Mogensen, söngkona og textahöfundur hljómsveitarinnar Mammút, sökkti sér ofan í ljóð Davíðs Stefánssonar áður en hún skrifaði textana á nýju plötunni. Platan heitir „Komdu til mín svarta systir“ og segir Katrína það tákna að við eigum að fagna þeirri sammannlegu hlið okkar sem er á skjön við samfélagið í stað þess að berjast gegn henni. Katrínu finnst ekki viðeigandi að punta sig fyrir tónleika og setja á sig maskara og gloss, en þess í stað notar hún andlitsmálningu sem henni finnst hæfa tónlistinni.

T

itill nýjustu plötu Mammút, „Komdu til mín svarta systir,“ er úr ljóði eftir Davíð Stefánsson og hafði söngkona og textasmiður hljómsveitarinnar, Katrína Mogensen, sökkt sér ofan í ljóð hans áður en hún skrifaði textana á plötunni. „Hugsunin á bak við svörtu systurina er þetta sammannlega í okkur, hugsanir og kenndir sem eru á skjön við samfélagsleg gildi og allir finna fyrir en enginn talar um. Þetta geta verið kynferðislegar eða ekki kynferðislegar kenndir sem eru ekki í boði í samfélaginu. Þær þurfa alls ekki að vera öfgafullar en hin svarta systir er hluti af okkur öllum og við eigum að fagna þessari hlið í stað þess að vera í stöðugri baráttu við okkur sjálf. Þversögn er nauðsynleg til að geta skapað og kemur í veg fyrir stöðnun. Það er þannig sem ég hugsa um þennan titil.“ „Komdu til mín svarta systir“ er þriðja plata Mammút, fimm ár eru síðan platan „Karkari“ kom út sem sveitin fékk gullplötu fyrir og hefur verið beðið eftir nýrri plötu með nokkurri eftirvæntingu. „Við lögðum alltaf upp með að gera rosalega góða plötu og mér fannst þetta vera besta plata í heimi þangað til alveg í lokin þegar ég fór að fá efasemdir um að fólk myndi heyra plötuna eins og við heyrðum hana. Í raun höfum við unnið að þessari plötu í um þrjú ár og það eru bæði kostir og gallar við að hafa tekið þetta langan tíma í vinnsluna. Kosturinn er að við gleymdum markmiðinu, gleymdum okkur í að vera að leika okkur, að láta bara allt flakka. Platan hefur verið lengi í gerjun og það er tvímælalaust kostur.“ Eflaust er fleirum sem finnst þetta besta plata í heimi ef marka má viðtökurnar en Mammút er nú tilnefnd til sjö verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununun. Aðeins hljómsveitin Hjaltalín er með fleiri tilnefningar, eða átta. Mammút er tilnefnd sem tónlistarflytjandi ársins í flokknum „Popp og rokk“ fyrir plötu ársins, lagahöfundur ársins og upptökustjórn ársins, Katrína er tilnefnd sem söngkona ársins og textahöfundur ársins, og lagið „Salt“ sem lag ársins.

Katrína Mogensen upplifir tónlistina sem öflugt listform því fólk efast aldrei um tónlist og þarf aldrei að spyrja spurninga, annað hvort hittir hún í mark eða ekki. Ljósmynd/Hari

Með svartmálað andlit Við Katrína setjumst niður á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur til að ræða um listina og lífið. Hún er myndlistarnemi við Listaháskóla Íslands. Daginn áður skilaði hún síðasta verkefni annarinnar og er byrjuð á næsta skólaverkefni, lokaritgerðinni sem hún á að skila í janúar. „Ég fer svo að vinna að hinu eiginlega lokaverkefni og útskrifast í vor.“ Meðfram þessu öllu er tónleikahald og kynning á plötunni en næsta laugardag kemur Mammút fram á árlegu Jólaplöggi útgáfufyrirtækisins Record Records á Gamla gauknum og Harlem, auk fleiri hljómsveita. Mammút er þekkt fyrir kraftmikinn flutning á tónleikum en sviðsframkoman er einnig afar áhrifamikil og hefur

Katrína oft komið fram með andlitsmálningu. Undanfarið hefur hún komið fram með svartmálað andlit og hefur það farið öfugt ofan í suma sem tengja það við svokallað „blackface“ sem telst vera kynþáttaníð og er rakið til þess þegar hér áður fyrr voru hvítir leikarar málaðir svartir í framan og niðurlægðu blökkumenn. „Það sló mig alveg þegar ég heyrði umræðu um þetta því það þarf svo mikið til að fara með þennan gjörning þangað. Ég vissi alveg hvað „blackface“ var áður en ég málaði andlitið á mér svart en ég tengdi þetta alls ekki saman. Ég hef lengi unnið með andlitsmálningu í hljómsveitinni og þessi svarta málning tengist titlinum á plötunni. Þetta er hluti af tjáningunni og framkomunni, svona eins og maður

Okkur langar að ná eins mörgum eyrum og hægt er og hræra í eins mörgum hjörtum og við getum.

sé að snúa sér á rönguna. Stundum skipti ég svörtu málningunni upp með hvítu og ég málaði mig líka svona áður en platan kom út. Þetta tengist því líka að vera stelpa á sviði. Ég mála mig alveg í mínu persónulega lífi en mér finnst erfitt að punta mig áður en ég fer á svið, að setja á mig maskara og gloss því það tengist ekkert því sem ég er að gera á sviðinu. Ég hef alveg klætt mig upp og verið fín á tónleikum en mér hefur fundist það skrýtið. Með andlitsmálningunni er eins og ég setji upp grímu. Ég er ekki að afmá kyn mitt heldur frekar að afmá mig sjálfa sem persónu.“

Framhald á næstu opnu


Amerísk jól í Kosti!

Hjá okkur færð þú allt í hátíðarmatinn og meira til!

Kalkúnasósa

Kalkúnakryddlögur Trönuberjasósa

Kalkúnafylling

Graskersmauk

Afgreiðslutímar yfir hátíðirnar Laugardaginn 21. des. Opið 10-22. | Sunnudaginn 22. des. Opið 10-22. | Mánudaginn 23. des. Opið 10-21. (Þorláksmessa) Þriðjudaginn 24. des. Opið 10-14. (Aðfangadagur) | Miðvikudaginn 25. des. Lokað. (Jóladagur) | Fimmtudaginn 26. des. Opið 12-20. (Annar í jólum) Föstudaginn 27. des. Opið 10-20. | Laugardaginn 28. des. Opið 10-20. | Sunnudaginn 29. des. Opið 10-20. | Mánudaginn 30. des. Opið 10-22. Þriðjudaginn 31. des. Opið 10-16. (Gamlársdagur) | Miðvikudaginn 1. jan. Lokað. (Nýársdagur) | Fimmtudaginn 2. jan. Opið 10-20.

Verið velkomin

Dalvegur 10-14 | 201 Kópavogur | Sími: 560-2500 | kostur@kostur.is | www.kostur.is


28

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

Mammútliðar: Katrína Mogensen, Arnar Pétursson gítarleikari, Ása Dýradóttir bassaleikari, Alexandra Baldursdóttir gítarleikari og Andri Bjartur Jakobsson trommuleikari. Ljósmynd/Ronja Mogensen

Demants hálsmen PIPAR\TBWA

SÍA

133639

-falleg jólagjöf

jonogoskar.is

Sími 5524910

Laugavegi 61

Kringlan

Gefðu gjöf sem skiptir máli

HREINT VATN

BJARGAR PIPAR \ TBWA

SÍA

MANNSLÍFUM

ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK Aðgangur að hreinu vatni er ekki sjálfgefinn. Hjálparstarf kirkjunnar gerir fólki kleift að byggja brunna í Afríku – og þitt framlag skiptir sköpum. Þú getur hjálpað núna með því að greiða valgreiðslu í heimabanka.

EINNIG: • • • •

Frjálst framlag á framlag.is Gjafabréf á g jofsemgefur.is Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.) Söfnunarreikningur: 0334-26-50886, kt. 450670-0499

Smáralind

FINALMAMMVT_

poster.pdf

Systir í Sinfóníunni

1

10/10/13

10:16 AM

C

hátt finnst mér skrifin hans mjög Hún segist njóta þess að fersk þó þau séu koma fram á tónleikum. gömul.“ „Mér finnst mjög gott Í umfjöllunum um að vera á sviði og ég fæ plötuna hefur verið aldrei leið á að spila. sagt að söngurinn Ég get ekki hlustað á Plötuumslag „Komdu til sé tælandi og undirplötuna því ég er búin að mín svarta systir“ þykir tónninn jafnvel kynhlusta svo mikið á lögin umdeilt. ferðislegur. Katrína en það er allt annað að mótmælir því ekki. „Það má alveg flytja þau og gefur mér mikla orku. skilja þetta þannig. Stundum þegar Ég hugsa stundum um hvað tónlist ég hlusta á gítarleikinn hennar er miklir töfrar. Ekki bara okkar Alexöndru Baldursdóttur þá finn tónlist heldur tónlist almennt. ég alveg hvað hann getur verið Tónlist skerpir á huganum og tilkynferðislegur. Í textanum tala ég finningum og hefur óumflýjanlega líka um „hvílubrögð“ og er öruggáhrif á mann. Tónlist er öflugt listlega með fleiri skírskotanir beint form, maður efast aldrei um tónlist í kynlíf. Mér finnst kynlíf brjóta og þarf ekki að spyrja spurninga. niður veggi og hömlur en í raun Annað hvort hittir hún mann eða finnst mér kynlíf vera mjög hversekki.“ dagslegt viðfangsefni. Það er líka Mikið var hlustað á tónlist á búið að eyðileggja kynlíf sem viðæskuheimili Katrínu og ólst hún upp við sellóleik stóru systur sinnar fangsefni á ákveðinn hátt og upphefja, þannig að það er ekki eins og sem byrjaði 7 ára að læra. „Ég leit maður sé fyrst að uppgötva þetta. mjög upp til hennar og man vel Engan veginn.“ eftir að hafa hlustað á hana æfa sig. Hún er núna í SinfóníuhljómTileinkað elskhugum sveit Íslands. Ég prófaði að læra á alls konar hljóðfæri en hélst aldrei í Innan í plötuumslaginu segir „Tilneinu, þar til ég byrjaði í hljómsveit- einkað fyrrverandi & núverandi inni þegar ég var þrettán ára,“ segir elskhugum okkar.“ Hún segir að hún en Mammút sigraði í Músíktilþessi hugmynd, að tileinka þeim raunum árið 2004. plötuna, hafi einfaldlega komið upp hjá öllum í sveitinni. „Í gegnum þau Heilluð af Óráði fimm ár sem liðin eru frá síðustu plötu, eða jafnvel bara alveg frá því Öll hljómsveitin semur lögin í samvið byrjuðum að vinna saman fyrir einingu en síðan vinnur Katrína tíu árum, hafa alls konar elskhugar textana. „Lagið kemur alltaf á komið og farið. Elskhugar geta undan. Ég á ekki auðvelt með að samt líka verið vinir sem maður semja texta. Stundum rennur hann hefur átt í ástarsambandi við, fram og stundum þarf ég virkilega hvort sem það er kynferðislegt eða að sitja við. Það er ekki langt síðan ekki. Þetta vísar bara til fólks sem mér fannst textar skipta máli. Ég hefur haft áhrif á okkur, textana og hef oft sungið á sviði án þess að tónlistina, því maður er jú alltaf að hafa texta en það hefur farið aðeins semja um þessa ást.“ í taugarnar á hinum í hljómsveitForsíða plötuumslagsins hefur inni. Mér finnst allt í lagi að bulla vakið nokkra athygli og þegar og búa til hljóð, en þegar textarnir Fréttablaðið valdi á dögunum bestu eru komnir sé ég hvað þeir eru og verstu plötuumslögin var mikilvægir. Af textunum á plötunni „Komdu til mín svarta systir“ valið finnst henni textinn við lagið Salt það umdeildasta. „Þetta er besti ná hvað best utan um plötuna. Þar titill sem hægt er að fá, að vera með segir meðal annars „Stráðu á mig umdeildasta plötuumslagið. Ég hló salti“. „Í þessum texta fjalla ég um svo mikið þegar ég las umsagnbaráttuna við tímann og með því irnar og að sumum fyndist hreinað strá á mig salti er verið að leggja lega óþægilegt að horfa á þetta, og mig í salt, svona eins og matvæli, einhver sagði að þetta væri eins og og augnablikið fryst þannig að það kartöfluspíra. En þarna framan á hverfi ekki strax. Textarnir eru eru ég og Sunneva Ása Weisshapallir unnir út frá tilfinningum og pel, góðvinkona mín. Við unnum ímyndunarafli eins og þegar maður þetta saman og fórum í hugmyndaer að ýfa eitthvað upp. Ég er svo fræðina á bak við svörtu systurina. hrifin af þversögnum í textum og Okkur langaði að fanga stemntvíræðni. Textarnir eru auðvitað inguna á plötunni og unnum þetta innblásnir af Davíð Stefánssyni í gjörningi með hreyfingum eða sem var alltaf að rífa úr sér hjartað. eins konar dansi. Við erum þarna á Í tónlist og myndlist finnst mér dýnu og erum þaktar fjöðrum sem dramatík svo frábær en það þarf við rifum úr koddum. Þetta er „grolíka að leika sér að dramatíkinni. tesque“ og það er í góðu samtali við Þannig hef ég unnið textana.“ Auk tónlistina. Við erum með róleg lög Salts hefur lagið Blóðberg notið og mjög „aggressív“ lög.“ vinsælda í útvarpi en þar segir: „Ég Eftir síðustu plötu fór Mammút drekk úr þér blóð og kyrja orð til í tónleikaferðalag um Evrópu „þar þín, um alla töfrana í þér.“ sem við spiluðum á rómantískum, Katrína segist upphaflega haldið sveittum, skítugum börum. Þetta að Davíð Stefánsson hafi bara var rosalega skemmtilegt.“ Planið ort ljóð á borð við ljóðið um Litlu er að fara aftur í tónleikaferðalag Gunnu og litla Jón en eftir að hún til að fylgja svörtu systurinni eftir. las hið ástríðufulla ljóð „Óráð“ varð „Okkur langar til þess. Okkur hún alveg heilluð. „Ég féll algjörlangar að ná eins mörgum eyrum lega fyrir honum. Hann setur sig og hægt er og hræra í eins mörgum líka svo oft í spor kvenmanns þegar hjörtum og við getum.“ hann skrifar sem er svo furðulegt því hann er fæddur 1895. Hann er Erla Hlynsdóttir með ótrúlegar myndlíkingar og rosalega dramatík, en á einhvern erla@frettatiminn.is M

Y

CM

MY

CY

CMY

K



30

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

Jólastund feðganna Guðjón Davíð Karlsson, best þekktur sem Gói, sendi frá sér barnasöguna Jólaandinn fyrir skömmu. Í bókinni segir hann fallega sögu af því hvernig fólk getur tapað sér í amstri og stressi í leitinni að anda jólanna. Ákaflega vel fer á því að Karl, faðir hans, Sigurbjörnsson myndskreytir söguna með trélitateikningum og óhætt er að segja að þar sýni biskupinn á sér nýja og skemmtilega hlið. Þeir feðgar ræða hér hinn sanna jólaanda og hvernig jólahaldið fór fram á æskuheimili Góa þar sem mikið var um að vera á aðventunni, þessum háannatíma presta. Fjölskyldan snæddi jólamatinn og tók upp pakka á milli þess sem fjölskyldufaðirinn messaði á aðfangadagskvöld án þess að nokkurt stress gerði vart við sig. Framhald á næstu opnu


Íslenskt handverk síðan 1940 Hafnarstræti 19 Reykjavík

Hafnarstræti 94 Akureyri

Miðvangur 13 Egilsstöðum

Flugstöðin Keflavík


32

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

G

uðjón Davíð Karlsson, sá fjallbratti Gói í Stundinni okkar, sendi nýlega frá sér barnabókina Jólaandinn sem hann fékk Karl biskup Sigurbjörnsson, föður sinn, til þess að myndskreyta. Gói hefur ekki farið mjög hátt í jólabókaflóðinu enda önnum kafinn í ýmsum hornum. Hann hefur slegið í gegn með Stundinni okkar í Sjónvarpinu í vetur og leikur sótarann í söngleiknum Mary Poppins sem enn er sýndur fyrir fullu húsi í Borgarleikhúsinu við fádæma vinsældir. „Þetta hefur verið alveg ótrúlegt og gengið betur en nokkur þorði að vona,“ segir Gói og bætir við að vissulega sé það lúxusvandamál þegar endalaust þurfi að bæta við sýningum til að anna eftirspurn. Og þræðirnir liggja í Borgarleikhúsið þegar andi jólanna er annars vegar vegna þess að þar varð grunnur sögunnar til. „Forsagan er eiginlega sú að við gerðum litla sögustund, ég og Þröstur Leó vinur minn, í Borgarleikhúsinu í fyrra. Okkur fannst vanta einhverja svona litla aðventu fjölskyldusýningu og þegar við ákváðum að bæta úr því vantaði sögu. Hugmyndin að Jólaandanum var eitthvað búin að gerjast í mér þannig að ég ákvað að koma henni frá mér á einhvern hátt þarna og þar varð eiginlega

grunnurinn að þessari sögu til.“ Eftir að sýningum lauk fannst Góa hann mega til með að gera eitthvað meira úr efniviðnum. „Það er ekki bara hægt að vera endalaust í leikhúsinu og mig langaði að prófa eitthvað nýtt, annað listform. Ég ákvað því að fara að skrifa og þetta fór svo í gegnum nokkra þvotta og síur eins og gengur og svo var bara farið í að reyna að koma þessu út. Og hér er hún sem mér finnst mjög skemmtilegt vegna þess að ég hef ekkert verið að skrifa svona áður. Ég hef mest verið að skrifa þessar barnasýningar, Eldfærin og Baunagrasið, með Þresti Leó. Um þetta leyti, síðasta vor, var ég líka byrjaður að skrifa fyrir Stundina okkar, þannig að maður var kominn svolítið í skrifgírinn.“ Gói segir vinnuna við bókina hafa verið mjög skemmtilega og hann gæti vel hugsað sér að skrifa meira á þessum nótum. „Mér finnst mjög gott að hafa mörg mismunandi járn í eldinum. Ég hef verið að dúlla mér eitthvað í músík og finnst voða gott að geta sveiflast svona á milli. Ég lærði á píanó á sínum tíma og gutlast eitthvað á því og syng líka.“

Krassað og párað

Gói segir aðspurður að það hafi ekki komið neitt annað til greina en að fá Karl, föður Framhald á næstu opnu


heimkaup.is

Raftæki í jólapakkann á heimkaup.is Samsung 42“ Glæsilegt háskerpusjónvarp frá framleiðanda í fremstu röð.

Kynningarverð

Panasonic 42“ Frábær stofuprýði og myndgæði í hæsta gæðaflokki.

20%

Kynningarverð

119.990 149.900

134.900 169.900

20% UE42F5070SSXZG

TX-L42B6E

Mikið úrval af Beats heyrnartólum

Spilaðu Xbox One um jólin

Xbox One 500GB diskur

Verð

PIPAR \ TBWA

139.900

SÍA •

Beats Solo HD Heyrnartól

133648

Kynningarverð

10%

35.910 39.900

Tilbúin til afgreiðslu! Nýjasta útgáfan Archos Arnova 7" spjaldtölva fyrir yngri kynslóðina

Verð

19.900 Apple iPad Air 16tGB Wi-Fi + 4G

Verð

Apple iPad 4 16GB, Wi-Fi + 4G

Kynningarverð

122.900 Apple iPad Air 32GB Wi-Fi + 4G

Apple iPad mini Wi-Fi 16GB svartur

Verð

Verð

98.897 123.900 20% 139.900

52.900

Samsung Galaxy Tab 3 7", Wi-Fi, Android stýrikerfi.

Verð

29.990

Fujitsu M532 10,1" skjár, 1280x800

Verð

49.900

KLÁRAÐU JÓLAGJAFIRNAR inn og sendum Á EINU BRETTI Pökkum svo frítt heim! Smáratorgi 3 / 201 Kópavogi / 550 2700

heimkaup.is

Örugg vefverslun

Hagstætt verð

Hraðsending

Sendum um allt land


34

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

remst – fyrst ogofg snjöll ódýr

r u t a m a l ó J

ði

ver u r æ b á r áf

1398

Jólin koma sama á hverju gengur

kr. kg

Krónu hamborgarhryggur

sinn, til þess að myndskreyta söguna enda biskupinn býsna flinkur teiknari eins og myndirnar í Jólaandanum bera með sér. „Það kom ekkert annað til greina,“ segir Gói en faðir hans er hógværðin uppmáluð þegar kemur að hans hlut í bókinni. „Ég hef teiknað frá því ég man eftir mér,“ segir Karl. „Alltaf eitthvað verið að krassa og pára.“ „Krassa og pára. Það kemur alltaf,“ segir Gói og glottir. En er ekki Karl þarna að sýna á sér áður óþekkta hlið? „Að ég sé að stíga út úr rammanum? Jæja, ég veit það ekki. Ég kalla þetta ellibrek. Maður fer að leika sér í iðjuleysinu og þarf að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Karl og bætir við að trélitirnir séu allra bestir þegar kemur að teikningunni. „Hann gerði alltaf afmælisdúka og afmælis- og jólakort og svona,“ skýtur Gói inn í. „Það eru mikil listaverk.“ „Þetta hefur tengst krökkunum mikið,“ heldur Karl áfram. „Ég teiknaði með þeim og fyrir þau og hafði ofan fyrir þeim með þessu. Og litlu verður Vöggur feginn. Það er svolítið svoleiðis.“

Kröfuharður kúnni Ætli megi ekki segja að helsti boðskapur Góa með Jólaandanum sé að hann sé ekki að finna í stressi og Feðgarnir segja samvinnuna við gerð Jólaandans hafa kaupæði í kringum jólin? Reynsla hans af jólaundirverið ákaflega ánægjulega en Karl vill þó meina að búningi í æsku er þó fyrst og fremst sú að þrátt fyrir sonurinn hafi verið dálítið ýtinn. miklar annir hafi verið hægt að halda stressinu utan við „Hann skipti sér af þessu öllu saman,“ segir Karl og jólahaldið. hlær. „Ég hef nú einmitt oft Gói er ekki alveg á sama verið að hugsa út í það að máli og segist voða lítið miðað við hvað það var hafa þurft að skipta sér af alltaf mikið að gera þá man teikningunum. ég ekki eftir því að það „Hann þurfti heilmikið hafi verið mikið stress eða að gera það.“ Segir Karl og mikið verið að velta sér gefur sig ekki. upp úr því. Þetta var bara „Nei, nei. Sagan var í eins og það var og það var grunninn tilbúin og svo alltaf tími til að teikna fyrir ræddum við um hvar okkur eða gera eitthvað myndir ættu að koma inn með okkur. Ég reyni nú og af hverju,“ segir Gói. alltaf að muna þetta þegar „Þá bættist alltaf við ég er á þönum sjálfur með kröfurnar,“ segir Karl en börnin og finnst eins og ég Gói bað um stöðugt fleiri hafi ekki tíma fyrir neitt. myndir eftir því sem á leið. Þá skjóta þessar minningar „Þetta var mjög kröfuupp í kollinum. Um hvernig harður kúnni.“ þetta var þegar maður var „Þú getur sjálfum þér sjálfur lítill.“ um kennt vegna þess að „Já, já. Það er gaman að þú varst svo snöggur að heyra þetta. Ég held að í þessu. Fljótur að teikna,“ þessari sögu þá hafi Gói segir Gói. náð að draga upp mynd af „Já, þetta var fljótaskrift þessum veruleika sem er svona,“ segir Karl. í samfélaginu fyrir jólin. „Ef þú hefðir verið eittAnnars vegar er mikið hvað að drolla við þetta Jólin nálgast en Ari litli stress og mikil krafa um þá hefði maður bara látið hlakkar ekki til. Foreldrar að finna hinn rétta anda minna duga.“ hans eru alltaf að vinna og svo er gríðarlega margt „Já, já. Ég er nú einog hafa aldrei tíma til sem gert er í þessum tilhvern veginn þannig að neins og hafa ekki einu gangi sem verður til þess ég vil klára hlutina strax sinni ráðrúm til þess að að það sem þetta náttog ekkert vera að bíða. gera jólalegt. „Það er úrlega snýst allt um vill Þótt þetta hafi verið mjög bara enginn jólaandi gleymast. Þetta kemur vel skemmtilegt samstarf. Það á þessu heimili!“ Segir fram í þessari litlu sögu og er alltaf gaman að vinna mamma Ara reiðilega við því sem bangsinn upplifir á með honum Góa. Það í lagi. Um kvöldið vaknar besti pabba hans. þessu kvöldrölti sínu. Það hefur alltaf verið það frá vinur hans, bangsinn Bjössi, til „Hvað er þessi jólaer auðvitað alls konar jólafyrstu tíð.“ lífsins. Hann er staðráðinn í að andi?“ Hugsar Ari með stemning og jólatiltæki í finna jólaandann svo Ari verði tárin í augunum. Hann Feimni leikarinn gangi sem móta umhverfið glaður fyrir jólin og heldur eintelur víst að ef hann fyndi en stundum fer svo að það Karl segir aðspurður að þennan jólaanda yrði allt samall af stað út í nóttina. sem á að draga fólk saman leikhæfileikar Góa hafi og móta samstöðu veldur komið snemma fram. „Já. kannski tvístringi.“ Ég held nú að það hafi verið nokkuð fljótt. Samt var Og Gói tekur við. „Það er voða leiðinlegt ef kapphann alltaf afskaplega feiminn sem krakki og óframhlaupið verður þannig að þú ert alltaf að haga öllu færinn.“ þannig að allt verði fínt þegar þið eruð saman en af „Það eru ekki til myndir af mér, sko. Nema þá bara í þeim sökum náir þú ekki að vera með fólkinu þínu. felum.“ Af því að þú ert alltaf að leita að einhverju til að gera „Nei. Hann faldi sig á bak við stóru systur eða huggulegt þegar samverustundin rennur upp.“ mömmu.“ „Já. Vegna þess að þetta er ekki þannig að það sé „Ég var alveg bældari en allt,“ segir Gói og hlær. merkt inn á töflu hvenær rétta augnablikið kemur,“ „En þetta kom nú samt,“ segir Karl. „Hann varð fljótt segir Karl. „Þetta rétta augnablik kemur ekki einhvern mjög lunkin eftirherma og hermdi oft eftir þeim sem tíma seinna. Það er núna. Þetta snýst um það. Jólin hann sá eða heyrði til á förnum vegi. Það var mikil koma bara og fara en þú átt bara þetta andartak sem er skemmtun af því.“ Karl segir Góa einnig hafa fundið núna og ef þú leggur þig í það og leitast við að gera gott sér fólk til þess að herma eftir í kirkjunni. „Þar voru úr því þá er það rétti andinn.“ margir sérkennilegir karakterar þar og í nágrenninu líka. Það urðu svona leikþættir við matarborðið.“ Tvær messur á aðfangadag Sigurbjörn Einarsson, faðir Karls og afi Góa, var ástsæll biskup á sínum tíma en Karl segist aldrei hafa alið Á æskuárum Góa messaði séra Karl að sjálfsögðu með sér þann draum að Gói fetaði í fótspor afa, föður klukkan sex á aðfangadagskvöld og aftur klukkan hálf og frænda með því að skrýðast hempu. tólf. Og annir prestsins mótuðu jólahaldið óhjákvæmi„Nei, nei. Auðvitað dreymir mann um að börnin taki lega. til sín þá lífssýn sem maður stendur fyrir en maður „En alltaf náðist að halda jól og í minningunni eru gleðst yfir því að þau finni fjölina sína og það gerði þetta hátíðlegustu stundir ársins,“ segir Gói. „Spennhann mjög snemma og hvikaði ekki frá því. Það er bara ingurinn var mikill og við þurftum alltaf að mæta mikil gæfa. Svo hefur honum bara vegnað vel í þessu svolítið snemma í kirkjuna til að ná sætum og svona starfi sínu og það er mikið þakkarefni.“ enda var alltaf troðfullt. Svo var komið heim og við fengum alveg að borða og fengum pakka,“ segir Gói Þórarinn Þórarinsson og feðgarnir hlæja. „Og svo var farið í næstu messu og það var ekkert verið drífa okkur áfram og segja manni toti@frettatiminn.is

Jólaandinn

Grimmsystur · Úlfur í sauðargæru

Ævintýri eins og þau gerast best! Frábærar myndskreytingar

Bókaflokkurinn í heild sinni komst á metsölulista

BÓKAÚTGÁFA SÍMI 588 6609 WWW.BOKABEITAN.IS

Ertu búinn að lesa fyrstu bókina?

Allir sem unna ævintýrum eiga eftir að elska þennan ævintýraráðgátubræðing!

að sturta í sig rauðkálinu eða eitthvað til þess að við yrðum ekki of sein. Ef það varð einhver pakki eftir þá var bara voða gaman að koma heim úr seinni messunni eða opna á jóladag.“ „Krakkarnir tóku líka þátt í þessu öllu saman. Í sambandi við matarundirbúninginn og þess háttar,“ segir Karl. „Gói var ansi liðtækur í því og er allavegana föðurbetrungur í eldhúsinu, eins og á fleiri sviðum.“ Þegar messuhaldið er komið til tals bendir Karl á að jólamessan sem Ríkisútvarpið sendir út klukkan sex á aðfangadag hafi mikið vægi og sé víða ómissandi þáttur jólanna. „Hún hefur gríðarlega mikið að segja og er undirleikur undir borðhaldi stórs hluta þjóðarinnar þótt það séu líka gríðarlega margir í kirkju á þessum tíma. Klukknahljómurinn úr Dómkirkjunni klukkan sex, þegar Ríkisútvarpið kemur inn, nær áreiðanlega eyrum margra. Ég held að hann marki nú bara fyrir þjóðinni þessa breytingu sem verður á öllu þegar jólaandinn leggst yfir heilt samfélag. Ég held bara að þetta sé einstakt í heiminum. Þetta íslenska jólahald sem byrjar á slaginu klukkan sex þegar klukkur Dómkirkjunnar hringja í útvarpinu. Og maður hefur tekið eftir þessu, inni á stofnunum, sjúkrahúsum, elliheimilum og alls staðar að þetta kemur þar inn og snertir alla.“


Við gerum meira fyrir þig Ora rauðkál, 720 g

319 359

kr./stk.

kr./stk.

Dole ananassneiðar, 3 x 227 g

368

kr./pk.

378 kr./pk.

Lindt súkkulaði, 5 tegundir

n, n ú k l a K r u k s r e f , heill

kr./stk.

kr./stk.

8 9 19

Mjólka bláberjaskyrterta, 600 g

1098 1199 kr./pk.

kr./pk.

kr./kg

Úrval Gæði Þjónusta! 20 Við mælum með

% r afsláttu

Nóa konfekt, 440 g

2598 2798 kr./pk.

kr./pk.

Ísfugl kalkúnabringur, ferskar

kr./kg

Ísfugl kalkúnaskip, smjörsprautað

kr./stk.

Franskar andabringur, berberi

3498

2798

kr./kg

3498

Góð

kaup!

Oscar kraftur í úrvali verð frá:

268

kr./stk.

Skosk rjúpa, hamflett

1398

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

3998

kr./kg

kr./kg

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

399 449


36

jólin

Helgin 20.-22. desember 2013

Sáttagjafir góðra jólavina Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Samhugur svífur yfir snjósköflunum og vart fæst betra tækifæri til þess að fyrirgefa fjandvinum sínum, lánardrottnum eða skuldunautum en í aðdraganda jóla. Með fagnaðarerindið í huga ættum við öll að rétta fram sáttahönd, faðma þá sem við höfum staðið í skaki við, gefa þeim eitthvað fallegt til marks um hugarfarsbreytinguna og halda svo hönd í hönd á vit nýs árs og nýrra ævintýra. Fréttatíminn dregur hér fram nokkur pör sem tekist hafa hart á, á árinu sem er að líða, og kemur með tillögur að jólagjöfum fyrirgefningar og sátta.

Fyrrum vopnasystkinunum Birgittu Jónsdóttur, þingmanni Pírata, og Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, laust harkalega saman undir lok ársins og rifust eins og hundur og köttur fyrir allra augum á Twitter. Deilan snerist að mestu um þátt Birgittu í kvikmyndinni The Fifth Estate sem segir, að mati Assagne, brenglaða sköpunarsögu WikiLeaks. Það er rakið fyrir Birgittu að gefa Julian áritað eintak af DVDdiski með The Fifth Estate svo hann geti kynnt sér málið betur. Þá mætti láta notaða fartölvu fylgja með þar sem Julian virðist hafa týnt sinni í Alþingishúsinu. Julian á óhægt um vik og getur illa staðið í hlaupum eftir sniðugum jólagjöfum þar sem hann heldur til í sendiráði Hondúras. Hann er þó mikið á netinu og gæti í það minnsta pantað sjóræningjabúning handa Birgittu og látið senda henni til Íslands.

Helgi Seljan

Kastljósskempunni Helga Seljan og Páli Magnússyni, fyrrverandi útvarpsstjóra, lenti harkalega saman eftir starfsmannafund um uppsagnir á RÚV. Páll jós Helga skömmum og svívirðingum. Kallaði hann óþverra og skíthæl en Helgi svaraði að Páll væri barnalegur. Hvorugur þeirra er geðlaus en sem betur fer eru þeir jafn fljótir niður og þeir eru að rjúka upp. Páll baðst afsökunar samdægurs og Helgi hefur lýst því yfir að hann beri hlýjan hug til Páls og muni sakna hans úr Efstaleitinu. Í ljósi þess að allt er fallið í ljúfa löð væri þó ef til vill ráð fyrir Pál að gefa Helga, vini sínum, námskeið í mannasiðum hjá prúðmenninu Bergþóri Pálssyni. Helgi gæti síðan fært Páli risastóra LEGO-sjónvarpsstöð sem hann getur dundað sér við að byggja og stjórna á meðan hann ræktar barnið innra með sér.

Eftir að íþróttafréttamanninum Adolf Inga Erlingssyni var sagt upp störfum á RÚV kom á daginn að Kristín H. Hálfdánardóttir, íþróttastjóri RÚV, hafi verið vond við hann og lagt í einelti, að sögn Adolfs. Adolf Ingi gæti fært Kristínu bókina Ekki meir – Bók um eineltismál, eftir Kolbrúnu Baldursdóttur sálfræðing og kannski bókaflokkinn Íslensk knattspyrna en hermt er að Kristín sé betur að sér í bókhaldi en íþróttum. Kristín gæti endurgoldið hlýhuginn með bókinni Hann var kallaður þetta sem fjallar um dreng sem sigrast á gríðarlegu mótlæti. Hún ætti einnig að láta konfektkassa og ársmiða á leiki í Pepsí-deildinni fylgja þar sem hún átti sinn þátt í að svipta Dolla þeim fríðindum að komast frítt inn á leiki.

Páll Magnússon

Adolf Ingi

Bubbi og Helgi Pírati hafa tekist á um höfundarrétt og niðurhal hugverka, löglegt og ólöglegt. Óhætt er að segja að útilokað sé að þeir muni ná saman í þessu máli. Þeir geta samt alveg verið vinir og hugað hlýtt hvor til annars um jólin. Helgi ætti eiginlega að splæsa í Netflix-aðgang og Apple TV handa Bubba og reyna þannig að lokka hann inn í öld Píratanna með því að leyfa honum að upplifa hversu gaman er að horfa á niðurhal. Bubbi gæti svo gefið Helga heildarsafn tónlistar sinnar á geisladiskum svo Helgi sé ekki að standa í því að dánlóda tónlistinni og hafa þannig lifibrauðið af tónlistarmanninum. Bubbi tekur þó vissulega áhættu með þessu þar sem Pírata væri alveg treystandi til þess að „rippa“ alla diskana og dæla innihaldinu á torrentsíðu.

Kristín H. Hálfdánardóttir


Snilld

S, C , Air, Mini ... þetta er allt snilld.

iPhone 5S

iPhone 5C

109.990 kr

89.990 kr 92.990

Snjallasti snjallsíminn frá Apple

Llitaglaðir snillingaráágóðu góðuverði verði Litaglaðir snillingar

JÓLATILBOÐ

JÓLATILBOÐ

iPad Air

iPad mini

Macbook Air

Apple TV 3

frá 89.900 kr

frá 54.900 kr

166.900 kr

19.900 kr

Léttari · Þynnri · Hraðari

Hann er knár þó hann sé smár

128GB 12 tíma rafhlaða

Netflix, Hulu+ m.m.

Einstakt úrval af aukahlutum fyrir Apple græjurnar þínar.

Opið

566 8000

mán. - mið. 10-18.30 fim. 10-21 fös. 10-19 lau. 10-18 sun. 13-18

istore.is

í Kringlunni

jónusta, gó ðþ

agsleg ábyr fél

erð og sam ðv

Við viljum að þú brosir þegar þú kemur til okkar. Þess vegna bjóðum við góð verð, ljúft viðmót og fagle ga þjónustu. Að auki renna 1000 kr. af hverju seldu tæki í styrktarsjóð sem úthlutar hreyfi- hömluðum börnum iPad í hverjum mánuði.


ÚRVALIÐ ER Í EYMUNDSSON

Vildartilboð kr. 5.599 Fullt verð kr. 6.999

Vildartilboð kr. 4.399 Fullt verð kr. 5.499

rt Gjafako Þitt er valið!

Vildartilboð kr. 6.399 Fullt verð kr. 7.999

Vildartilboð kr. 3.599 Fullt verð kr. 4.499

EKKI GLEYMA

GJAFAKORTI EYMUNDSSON!

Vildartilboð kr. 4.599 Fullt verð kr. 5.799

Vildartilboð kr. 3.999 Fullt verð kr. 4.999

Austurstræti 18 Skólavörðustíg 11 Kringlunni Álfabakka 14b, Mjódd


Tvö bindi

Vildartilboð kr. 11.999 Fullt verð kr. 14.999

Vildartilboð kr. 3.199 Fullt verð kr. 3.999

Vildartilboð kr. 19.999 Fullt verð kr. 27.999

Vildartilboð kr. 3.999 Fullt verð kr. 4.999

Smáralind

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Strandgötu 31, Hafnarfirði

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Akranesi - Dalbraut 1

Penninn - Hallarmúla 4

Tvö bindi

Vildartilboð kr. 2.999 Fullt verð kr. 3.799

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl. Gildistími tilboða er frá 20. desember til og með 22.desember eða á meðan birgðir endast.


40

bækur

Helgin 20.-22. desember 2013

Kleip útvarpsmann í rassinn í beinni útsendingu Færeyska tónlistarkonan Eivör Pálsdóttir hefur notið mikilla vinsælda hér á landi um árabil. Nú er komin út bók um Eivöru og færeyska tónlist og menningu. Bókin heitir „Gata, Austurey, Færeyjar, EIVÖR og færeysk tónlist“ en höfundur hennar er Jens Guð. Við grípum hér niður í kafla í bókinni.

B

assaleikarinn Mikael Blak fylgdist náið með Eivöru þroskast í tónlistinni, á mörgum sviðum. Enginn hefur spilað jafnlengi og mikið með Eivöru. Alveg frá fyrstu sólóplötu hennar; og hann er enn að spila með henni. „Eivör hefur komið víða við á tónlistarferli sínum. Fyrstu árin var hún í hljómsveitum með öðrum. Þar þurfti hún að deila ákvörðunum með hinum í hljómsveitunum og ræða við þá um lagaval, útsetningar og fleira. Þetta breyttist við Íslandsdvölina. Þá tók hún stjórnina á tónlist sinni. Þurfti ekki að bera lagaval, útsetningar eða annað undir neinn. Hún réð þessu öllu. Annars liggur vel fyrir henni að vinna með öðrum. Hún er alltaf reiðubúin að drekka í sig áhrif frá öðrum, læra af þeim. Eivör er afskaplega jákvæð persóna. Það þarf mjög mikið að ganga á áður en fer að þykkna í henni. Hún lætur samt ekki misbjóða sér. Ég hef séð hana hleypa í brýnnar og svara fyrir sig. Ef henni mislíkar við einhvern þá á hún það þó til að byrgja það innra með sér. Það getur setið í henni. Þetta má ekki hljóma eins og vandamál. Ég er tala um vægasta stig sem til er. Þetta er eins langt frá því að vera vandamál og hugsast getur. Eivör er aldrei vandamál. Ég hef spilað meira og minna með

Eivöru frá því að hún var fimmtán ára. Fimmtán ára stelpa er ekki nákvæmlega sama manneskja og þrítug kona. En frægð og frami hafa ekki stigið henni til höfuðs á neinn hátt. Það er oft gríðarlegt álag á tónlistarfólki. Ekki síst á hljómleikaferðalögum. Þá er tónlistarfólkið í raun í vinnunni 24 stundir á sólarhring og situr uppi með hvert annað vikum saman við erfiðar aðstæður; svefnleysi, lélegt fæði, streitu, vondan aðbúnað, rugl með tímabelti og svo framvegis. Eivör er besti ferðafélagi sem hægt er að hugsa sér. Hún sér jákvæðar hliðar á öllum hlutum.“ Eivör er mikil félagsvera, fjörkálfur og stuðbolti. Sædís mamma hennar segir hana sækja stíft í fjörið: „Eivör er hrifin af skemmtanalífi; að fara á ball og svoleiðis.“ Galsinn í Eivöru getur brotist út í óvæntu sprelli. Hún er stríðin. Alvörugefinn og virðulegur dagskrárgerðarmaður Rásar 2, Guðni Már Henningsson, hefur reynslu af því: „Eivör spilaði í beinni útsendingu hjá mér í Útvarpshúsinu í Þórshöfn. Hún var mögnuð stelpan þar. Á milli laga spjallaði ég við hana og eitt sinn þegar ég reyndi að vera mjög gáfulegur og klár þá kleip hún mig í rassinn – í beinni útsendingu! Vona að ég sé eini útvarpskall í heimi sem hefur notið þess heiðurs!“

Eivör Pálsdóttir er mikil félagsvera og sækir stíft í fjörið að sögn mömmu hennar. Ljósmynd/ Sem Johnsson

Ný bók að vestan Bjargtangabækurnar, sem almenningur kallar svo, eru nokkurs konar flaggskip Vestfjarðabókanna. Margir óborganlegir persónuleikar koma við sögu í þessu rammvestfirska verki. Þúsundir ljósmynda sem margar hafa aldrei birst áður. Efnisyfirlit Flateyjarhreppur Elfar Logi Hannesson: Sigvaldi Kaldalóns í Flatey Suðurfjarðahreppur Jakob Falur Kristinsson: Jón Kristófer kadett Elfar Logi Hannesson: Bíldudalsprinsinn Þingeyrarhreppur Hallgrímur Sveinsson: Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar og Co hf. á Þingeyri 100 ára. M. a. viðtöl sem Sumarliði R. Ísleifsson tók við Matthías Guðmundsson. Bjarni Georg Einarsson: Bóndarósin góða

Verð 5.900 kr. Fæst í bókaverslunum um land allt

Hjálparbeiðni frá Laugabóli Vilmundur Jónsson: Fyrsti holskurður við fullkomna smitgát á Íslandi Flateyrarhreppur Ævisaga Magnúsar Ísleifssonar, föður Gunnars M. Magnúss rithöfundar Súðavíkurhreppur Kári Arnórsson: Ari Magnússon. Fór fjögurra ára til Kanada. Kom aldrei aftur en orkti ljóð á íslensku. Reykjafjarðarhreppur Jóhann Hjaltason: Um kristfjárómaga Vatnsfjarðarstaðar

Myndasyrpa úr ljósmyndasafni Odds Péturssonar: Fjársjóður úr sögu vegagerðar á Vestfjörðum Árni Bjarnarson: Vestfirðingar í fyrri heimssyrjöld. Æviágrip og myndir 33 Vestfirðinga sem tóku þátt í hildarleiknum undir merkjum Kanada. Hallgrímur Sveinsson: Af vettvangi dagsins frá ýmsum tímum í Vestfirsku Ölpunum.


Afgreiðslutímar desember

Afgreiðslutímar desember 19. des. 9:00 - 18:30 22. des. 10:00 - 22:00 25. des. :LOKAÐ 28. des. 19. des. 9:00 - 18:30 22. des. 10:00 - 22:00 25. des. :LOKAÐ 28. des. 10:00 - 16:00 20. des. 9:00 - 20:00 23. des. 9:00 - 22:00 26. des. :LOKAÐ 29. des. 20. des. 9:00 - 20:00 23. des. 9:00 - 22:00 26. des. :LOKAÐ 29. des. 12:00 - 17:00 21. des. 10:00 - 22:00 24. des. 9:00 -27.12:30 27. des. 10:00 - 19:00 30. des. 21. des. 10:00 - 22:00 24. des. 9:00 - 12:30 des. 10:00 - 19:00 30. des. 9:00 - 21:00

10:00 - 16:00 31. des. 9:00 - 13:00 31. des. 9:00 - 13:00 12:00 - 17:00 1. janúar :LOKAÐ 1. janúar :LOKAÐ 9:00 - 21:00


42

viðtal

Margrét við hjólabúnað Boeing 747 vélar. Mynd/ Óskar Eggertsson

Helgin 20.-22. desember 2013

Var með skýr markmið og fékk draumastarfið Margrét Linnet er ein af fáum konum sem vinna sem flugmenn en konum hefur verið að fjölga í stéttinni að undanförnu. Hún segir fordóma gagnvart kvenkyns flugmönnum sjaldgæfa en þá komi þeir líklega fram hjá karlrembum.

Á

Ég tel að ástæða þess að konur eru ekki fleiri hjá Atlanta sé sú fjarvera sem fylgir starfinu.

fermingardaginn tilkynnti ég að ég ætlaði að verða flugstjóri á farþegaþotu. Ég vissi því frá því að ég var lítil hvað ég vildi verða. Ég tel mig vera mjög heppna hvað það varðar. Ég byrjaði í raun strax og ég gat að læra og tók einkaflugmannsprófið með menntaskóla. Þegar þú hefur safnað upp í 500 flugstundir þá ertu gjaldgeng að sækja um hjá íslensku flugfélögunum. Ég var með skýrt markmið og hélt áfram að klára þetta og fékk svo vinnu,“ segir Margrét Linnet, ung kona sem er í draumastarfinu sem flugmaður hjá Atlanta, en konur eru í miklum minnihluta í þessu starfi. Hún segir mikla samkeppni um að fá vinnu á Íslandi en þeir sem hafa raunverulegan áhuga megi ekki gefast upp þó að það geti tekið langan tíma að fá fasta vinnu hjá flugfélagi. Margrét hefur unnið hjá Atlanta í þrjú ár en hafði áður verið tvö ár hjá Flugfélagi Íslands. „Frá því að ég man eftir mér þá ætlaði ég að læra flug. Afi átti litla rellu og var með einkaflugmannspróf og fékk ég stundum að fara með honum vestur á firði,“ segir Margrét. Hún

fékk vinnu hjá Flugfélagi Íslands árið 2007 og vann þar til ársins 2008 en þá hafði efnahagshrunið þær afleiðingar að mjög margir misstu vinnuna. Lenti Margrét í uppsögn en uppsagnirnar eru framkvæmdar eftir ströngum reglum. Margrét fékk svo vinnu hjá Atlanta á árinu 2010.

Konum er að fjölga

Konur sem starfa sem flugmenn eru í miklum minnihluta en Margrét telur að hlutfallið sé mjög svipað hér og annars staðar á Vesturlöndum. „Ég tel að ástæða þess að konur eru ekki fleiri hjá Atlanta sé sú fjarvera sem fylgir starfinu. Segir hún að mikil aukning hafi verið á fjölda kvenna sem fara í flugnám. „Við vorum tvær í mínum bekk í atvinnuflugnáminu en núna eru þær talsvert fleiri. Það er mýta, eins og með flest önnur störf þar sem karlar eru í meirihluta, að starfið henti þeim frekar. Þú þarft ekki að vera sérstaklega líkamlega sterkur til fljúga flugvél. Ég held að það sem skipti mestu máli sé að hafa almenna skynsemi og mjög mikinn áhuga á þessu,“ segir Margrét, sem flýgur núna Boeing 747 vélum en þær vélar geta flutt allt að 500 farþegum.

Margrét í flugstjórnarklefanum þar sem hún nýtur þess að vera. Mynd/Ólafur Sigmundsson

Fjórar ungar konur vinna sem flugmenn hjá Atlanta. „Ef maður fer í flugið og er ánægður þá hagar maður lífinu eftir því,“ segir Margrét. Flugmenn hjá Atlanta vinna í þrjár vikur erlendis og koma svo heim í þrjár vikur.

„Prinsessustælar“‘ virka ekki

Þar sem konur eru í minnihluta í fluginu heyrast stundum raddir fordómafullra aðila með óskemmtilegar og tilhæfulausar athugasemdir um að konum sé til dæmis ekki treystandi. „Allir flugmenn sem við vinnum með taka okkur sem jafningjum,“

segir Margrét. „Ég held að konur taki ekki svona athugasemdir inn á sig en við erum eins misjafnar og við erum margar. Ég held að það sé mjög lítið um fordóma innan flugmannastéttarinnar,“ segir Margrét. „Ég held að þú getir fundið mjög góðan flugmann af hvoru kyni sem hann er,“ segir Margrét. „Það eru ekki bara karlar sem geta sinnt þessu starfi. Ég veit ekki til þess að karlkyns flugmenn séu að láta kvenkyns flugmenn fara í taugarnar á Framhald á næstu opnu


GÓÐAR GJAFIR

SEM NÝTAST VEL

Glæsilegt úrval af æfingafatnaði í jólapakkann!

KOMDU U OG GERÐ UP R KA FRÁBÆ LIN! Ó FYRIR J

POLAR FT4 PÚLSMÆLIR

Sýnir hversu mörgum hitaeiningum er búið að eyða. Sýnir púls og prósentu af hámarkspúls. Stilling æfingarálags. Heldur utan um uppsafnaðan æfingatíma. Vatnshelt allt að 30 m.

FRÁBÆRT VERÐ!

13.990 Jólatilboð

4.290 FULLT VERÐ: 6.480

SETTIÐ

Jólatilboð

3.190 FULLT VERÐ: 3.990

SETTIÐ

LIÐASETT

Liðasett. Margar gerðir. Barnastærðir.

5.990

FRÁBÆRT VERÐ!

5.990

FULLT VERÐ: 7.490

ADIDAS JOGGER

Mjúkur bómullargalli fyrir yngstu börnin. Litir: Bleikur, blár, grár. Stærðir: 68-104.

UNDER ARMOUR MELLY / MELLO

Hálfrennd peysa úr DRY PLUS efni sem heldur svita frá líkamanum, renndur vasi í baki. Litir: Bleik. Stærðir: 34-42. Grá. Stærðir: S-XL.

6.990 FULLT VERÐ: 8.990

9.990 FULLT VERÐ: 11.990

PROTOUCH TRIM

Æfingabuxur og bolur úr DRY PLUS efni sem heldur svita frá líkamanum. Litur: Svartar. Stærðir: S-XXL.

2.490 FULLT VERÐ: 3.990

4.990

3.990

FULLT VERÐ: 6.490

FULLT VERÐ: 4.990

UNDER ARMOUR COZY TIGHT UNDER ARMOUR VICTORY

Hlýjar hlaupabuxur. Litur: Svartar með bleiku/bláu. Stærðir: XS-L.

Vinsælasti bolurinn frá Under Armour. Margir litir. Stærðir: XS-XL.

PROTOUCH ILKE/ ALONSO

Hlaupabuxur úr WENT MAX PRO efni, vindheldar, henta vel í vetrarútihlaup. Litur: Svartar. Dömu- og herrastærðir.

ENERGETICS LOLITA

Æfingatoppur með léttum stuðningi. Litir: Svartur, bleikur, fjólublár. Stærðir: 36-42.

ENERGETICS GLISS

Góðar æfingabuxur úr DRY PLUS efni, renndur vasi í baki. Litir: Svartar, fjólubláar. Stærðir: 34-42.

INTERSPORT BÍLDSHÖFÐA / SÍMI 585 7220 / BILDSHOFDI@INTERSPORT.IS / JÓLAOPNUN: FÖS - SUN. 10 - 22. ÞORLÁKSMESSA 10 - 23. AÐFANGAD. 10 -13.

INTERSPORT AKUREYRI / SÍMI 460 4890 / AKUREYRI@INTERSPORT.IS INTERSPORT SELFOSSI / SÍMI 480 4611 / SELFOSS@INTERSPORT.IS / OPIÐ: FÖS. - LAU. 10 - 22. SUN. 12 - 22. ÞORLÁKSMESSA 10 - 22. AÐFANGAD. 8 - 12.


Helgin 20.-22. desember 2013

Klassískir gítarar Verð frá 18.990

Tónlistarjól! VIÐ HÖFUM RÉTTU GRÆJURNAR Fender CD60 þjóðlagagítar með stillitæki, DVD o.fl. Verð frá 26.990

Rafmagnspíanó Verð frá 109.990

Prensonus heimastúdíó Verð frá 39.990

Yamaha hljómborð Verð frá 39.990

sér. Þetta er ríkjandi karlastétt og húmorinn er oft bara þannig. Það þýðir ekkert fyrir okkur að koma þarna niður eftir og vera með einhverja „prinsessustæla“. Maður er bara ein af strákunum,“ segir Margrét. „Það er kannski einhver sem veit ekki betur, en hefur þessa stöðluðu ímynd um karla sem lætur svona út úr sér. Hvort að þeir eru að meina það sem þeir eru að segja veit ég ekki,“ segir Margrét. Segir hún starfið ekki streitandi að öllu jöfnu en flugmennirnir þurfa að vera við öllu búnir öllum stundum. Margrét segir að starfið geti verið líkamlega erfitt þegar kemur að lengd vakta og vinnutíma á nóttu til. „Það getur verið mest krefjandi að skipuleggja svefninn hjá sér eins og í annarri vaktavinnu. Þú ert með ákveðið tímaplan sem þú þarft að aðlaga þig eftir og passa að sofa,“ segir Margrét.

Dýrt og erfitt en skemmtilegt

Margrét segir flugnámið erfitt en á sama tíma mjög skemmtilegt. „Þetta er mjög dýrt nám en námið í dag kostar 10 til 15 milljónir króna. Það getur verið erfitt að fá vinnu í dag en ef þú hefur nægan áhuga þá á að sjálfsögðu á að láta vaða, áhuginn kemur þér rosalega langt,“ segir Margrét. Námið er mjög krefjandi en ljúka þarf mörgum prófum, bæði í flugskólanum, hjá flugmálastjórn og ná góðri einkunn til þess að ljúka náminu. Viðfangsefni námsins segir Margrét allt mögulegt sem viðkemur flugi, andrúmsloftinu, reglugerðum og flugvélunum sjálfum. Íslenskir flugmenn fylgja Evrópustaðlinum og útskrifast því með skírteini sem gildir um alla Evrópu. Atlanta sérhæfir sig í að leigja út vélar og áhöfn en félagið hefur gert það í tugi ára. „Það gengur mjög vel og allir aðilar eru ánægðir með samstarfið. Við erum mikið að fljúga í Miðausturlöndum, Asíu, Evrópu og Afríku bæði í farþegaflugi og frakt en pílagrímaflugið er aðeins á ákveðnum tíma á ári,“ segir Margrét. Segir hún mikinn mun á því hvernig litið er á konur sem flugmenn á Vesturlöndum og svo í Austurlöndum. „Það er mikill munur ef þú ert að ganga í einkennisbúningi í Miðausturlöndum eða Asíu en í Evrópu. Í Evrópu er þetta ekki eins sjaldgæf sjón, en í Asíu og í Miðausturlöndunum verður fólk mjög hissa og starir þegar það sér okkur. En nánast alltaf fáum við jákvæð viðbrögð. Ég hef aldrei fengið neikvæð viðbrögð,“ segir Margrét. „Mér finnst mjög gaman að mæta í vinnuna. Það getur létt lundina mjög mikið þegar dagarnir eru langir og langt flug fram undan, að vera með skemmtilegu fólki. Mér finnst í rauninni allt sem fylgir þessu starfi skemmtilegt,“ segir Margrét Linnet. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

Ég held að konur taki ekki svona athugasemdir inn á sig en við erum eins misjafnar og við erum margar. Ég held að það sé mjög lítið um fordóma innan flugmannastéttarinnar.

Margrét Linnet flugmaður. Mynd/Hari



46

bækur

Helgin 20.-22. desember 2013

Þegar Vilborg komst á bragðið Saga pólfarans Vilborgar Örnu Gissurardóttur er rakin í bókinni Ein á enda jarðar sem Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur skráð. Fréttatíminn birtir hér kafla úr bókinni þar sem Vilborg segir frá þeim tíma sem hún var að finna sjálfa sig og hóf að ganga á fjöll.

L

íklega er það svo á stundum að maður verði að finna veikleika sína áður en komið er auga á sjálfan sig. Og þegar hér var komið sögu var ég vissulega búin að finna alla mögulega og ómögulega veikleika mína á slark inu á milli skóla og vinnustaða. Þá er líka gott að hafa mikilvægt atriði í huga; það eru ekki veikleikarnir sem gera okkur að minni manneskjum. Ef okkur lánast að læra á þá, vinna með þá og þekkja til hlítar, þá efla þeir mann og stæla. Þeir bæta mann og styrkja. Og skýra alla kostina. Það er hægt að byggja sterkan grunn á sjálfum veikleikunum, því oftar en ekki vísa þeir á styrkleikana. Og á þeim sterka grunni er hægt að byggja hallir, sama hver fortíð manns er, hvað maður heitir og hvaðan maður kemur.

Húshjálp í Svíþjóð

Já, ég fann smám saman hvaðan ég gat risið upp á ný. Viðspyrnan var að verða jafn augljós og veikleikarnir. Og svo er hitt að það er aldrei nógsamlega þakkað fyrir þau góðu gildi sem gott fólk kennir manni. Þau sitja alltaf á sínum stað í þankanum – og breytast ekki svo auðveldlega. Mér verður alltaf hugsað til gamla fólksins í lífi mínu þegar veruleikinn kippir í mig; vísast blíðustu manneskja sem lífið hefur fært mér. Þær hafa líklega verið

mestu lærimeistarar mínir um dagana. Og það er líka þeim líkt að minna á gildin sín; engum öðrum hefur tekist að hafa jafn mikil áhrif á mig án orða og atlætis, engum öðrum hefur tekist að fá mig til að sitja stundunum saman á litlum eldhúskolli – og engum öðrum hefur tekist að taka betur til í kvikum og órólegum huga mínum. Slíka og þvílíka botnfylli af réttlætiskennd hafa afar mínir og ömmur innrætt mér á barnsaldri að það kom aldrei annað til greina en að vatnið litaðist þegar upp úr syði. Já, loksins finn ég akkeri mitt í lífinu og næ einhverri botnfestu, hugsa ég – og sé fyrir mér gamla fólkið stokka spilin á eldhúsborðinu. Það þarf að gefa upp á nýtt. Ég verð að brjóta upp líf mitt, hugsa ég – og þar sem engir vegvísar standa við mikilvægustu krossgötur lífsins, fer ég að grufla í öllum skúmaskotum hugans. Já, hvað er til bragðs, hvað á ég gera af mér? Og allt í einu rifjast upp löngu flogin fregn um einhverja íslenska konu í Svíþjóð sem vantaði húshjálp. Ég man ekki betur en vinkona mömmu hafi sagt mér frá henni í óspurðum fréttum. Þremur mánuðum seinna er ég komin til Uppsala.

Sænsk á svipinn við heimkomuna

Ég kalla hana Allý. Klárlega er hún enn ein fyrirmyndin. Aðal-

J Ó L AT I L B O Ð

Tíu ára draumur er hér orðinn að veruleika. Viðhafnarpóllinn er alltaf á sínum stað í námunda við þann landfræðilega – og þar stilla pólfarar sér upp með þjóðfána sinn sem jafnan er með í farteskinu.

heiður er auðvitað jafn stórt nafn og persónuleikinn sem stendur frammi fyrir mér og útskýrir hvernig ég eigi að fara að því að gæta tveggja ára sonar síns og íbúðarinnar sem er í dæmigerði sænskri og vel hirtri blokk þar sem skiptast á gulmálaðir veggir og rauðbrúnar steinhleðslur. Það á fyrir mér að liggja að verða jafn hrein og bein og blokkin sjálf; skyndilega er komið skipulag á líf mitt – og hver dagurinn af öðrum líður við reglustikaða umönnun og þrif, leikvallaferðir og búðaráp. Íslenski villingurinn er kominn til fyrirmyndarríkisins. Allý er gegnheil manneskja um fertugt og er að byrja doktorsnám sitt í lögfræði. Hún er jafn smart til fara og hún er klár í kollinum, enda tekur það hana ekki nema örfáa daga að ná fullum tökum á stelpugemlingnum sem er byrjaður að vinna fyrir hana. Hún hristir saman einhverja blöndu af alúð og ákveðni, en það sem meira er; hún treystir mér, hún trúir mér fyrir heimili sínu, hún gefur mér tækifæri til að sanna mig. Nokkrum vikum seinna er ég byrjuð að stauta mig í gegnum þykkar lög fræðibækur á snúinni ensku, svo við Allý höfum eitthvað að tala um þegar hún kemur heim á kvöldin. Við stöllurnar ræðum dómafordæmi í um hverfisrétti af sama ákafa og kynsystur okkar skrafa um prjónauppskriftir. Ég er sænsk á svipinn þegar ég sný aftur heim til Íslands, orðin næsta kerfisbundin í hugsun og framkomu.

Langaði að kynnast fjallinu

JÓLAGJAFIRNAR vilborga@centrum.is

fást í Eirvík

Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar.

Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur

Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is

Ég veit sem er að Reykjavík hefur lítið fyrir mig að gera – og tel mig ekki á vetur setjandi nema ég flytji austur á Klaustur. Ég hef náð ákveðnu jafnvægi í huganum eftir góðan og rólegan tíma í Svíþjóð – og nú er svo komið að ég vil ekki taka neina áhættu í lífinu. Ég er smám saman farin að læra á sjálfa mig og mig langar að klára þann skóla. Ég leigi litla húsnefnu í Hörgsdal á Síðu, um átta kílómetra kippkorn frá Klaustri. Þaðan sæki ég vinnu í sjoppuna á staðnum, hótel Erlu frænku á Klaustri – og jafnvel sláturhúsið, ef því er að skipta. Ég er hamhleypa til verka. Mig langar að vinna út í eitt. Húskytran mín er í reynd gamalt gámahús og þar er ég vel geymd innan um grasbítana í sveitinni. Og hér þarf ekkert að loka að sér; eina nóttina er ég þægilega minnt á þau almæltu sannindi þar sem rolla er komin upp að rúmgaflinum mínum og jarmar framan í hálfvaknað andlitið á mér. Það er á

Það er eilífur dagur á suðurhveli þegar skammdegið hvílir yfir norðurhveli. Sólin var alltaf í sömu hæð á meðan Vilborg Arna gekk á syðsta punkt jarðar, í 24 gráðum ofan sjóndeildar, reis þar hvorki né seig og fór rangsælis um sjálft himinhvolfið.

Það er hægt að halda jólin hvar sem er. Vilborg Arna þíddi upp hinn eina og sanna hátíðardrykk í tjaldi sínu þar sem hún áði á aðfangadagskvöldi jóla. Í matinn var hreindýrakássa að hætti hússins; þurrmatur vættur í bræddu vatni, en algert lostæti.

Frostharkan á Suðurskautslandinu er alltaf söm við sig, hvort heldur það á að heita sumar eða vetur. Þótt sólar nyti við flesta daga fór frostið gjarnan niður í 40 gráður á pólgöngu Vilborgar Örnu og þá er ónefndur heimskautavindurinn sem alltaf er í fangið.

slíkum stundum sem maður getur ekki annað en vaknað með bros á vör. Þetta er sveitin – og þetta er ég; frelsi og tengsl við lífið og náttúruna, friðsemd hið innra sem ytra. Útsýnið frá Klaustri er stórkostlegt, einkanlega til austurs. Út um stærsta gluggann á sumarhótelinu á staðnum sér alla leiðina til Hvannadalshnúks með strandvörðinn Lómagnúp í forgrunni. Þetta er ekki ónýt mynd af Íslandi. Hún er næstum of góð til að vera sönn. Um þetta leyti er ég farin að virða fyrir mér þessa fjallasýn oftar en áður, án þess reyndar að ég taki svo mikið eftir því. Stundum stend ég við gluggann með þvottakústinn í annarri hendi og góni svipfráum augum yfir á konung íslenskra jökla. Það er eitthvað að gerast á milli okkar. Kannski er það nýfengið jafnvægi í lífinu, kannski er það lærdómurinn um sjálfa mig, eða kannski er það bara fjallið sjálft. Mig langar að kynnast því betur.

um göngu á hnúkinn. Og að svo búnu fæ ég tvær vinkonur mínar úr sveit inni til að koma með mér upp á hæsta fjall Íslands í fylgd valinkunnra fjalla leiðsögumanna. Það þýðir ekki að hafa þetta fjall alltaf fyrir framan sig og gera ekki neitt með það, hugsa ég, og þröngva mér í skóna. Við erum 20 tíma á leiðinni. Gangan tekur vissulega á. Það er ekki laust við að útlimirnir titri af þreytu og lúa. Og svo er hitt að nýir skórnir halda ekki vatni. Þeir eru alltof þröngir á mig – og þjaka fótinn. Veðrið er líka bilað. Það er bylur og sér varla úr augum. Hamurinn hvolfir sér yfir allan Öræfajökul. En það er sama. Kapallinn gengur upp. Spilin voru almennilega stokk uð. Í fyrsta sinn í háa herrans tíð finn ég eitthvað til mín. Mér hefur tekist að toppa Ísland. Að baki er persónulegur sigur sem í mínu tilviki er alveg ný og óskemmd tilfinning. Loksins finn ég það innra með mér að ég get eitthvað. Loksins er ég búin að ganga sjálfa mig uppi – og finna hvað í mér býr. Ég er 22 ára. Og það er ekki aftur snúið.

Tókst að toppa Ísland

Ég fæ þá hugdettu að kaupa mér fjallaskó eftir að hafa séð bækling


EINFALDLEGA ALLT TIL JÓLANNA HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT LGINA JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR UM HENÁTTFÖT 2 2 IL T IÐ P O BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT AFGREIÐSLUTÍMA RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR SJÁ SÆNGURFATNAÐUR JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD FIR HÁTÍÐIRNAR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐURYBARNAFATNAÐUR AUP.ISHERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI Á HAGKSKÓR TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR bækur LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT herrafatnaður JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR 100% HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR merinoull ÞÚ FÆRÐ ALLAN KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI HÁTÍÐAMATINN Í TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI HAGKAUP GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT myndir SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR leikföng HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR sængurföt LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐURnáttföt HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLDskór SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR HERRAFATNAÐUR DÖMUFATNAÐUR BARNAFATNAÐUR HANDKLÆÐI GJAFAVARA BÚSÁHÖLD SÆNGURFATNAÐUR RAFTÆKI TÓNLIST KVIKMYNDIR MATVARA SÆLKERAVÖRUR KONFEKT SNYRTIVÖRUR EINFALT AÐ LEIKFÖNG NÆRFÖT NÁTTFÖT JÓLASKRAUT SKÓR

SKILA EÐA SKIPTA


48

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

Benedikt í fríðum flokki. Frá vinstri: Salóme Rannveig Gunnarsdóttir, Þorleifur Einarsson, Ragnheiður Steindórsdóttir, Oddur Júlíusson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Hera Björk Þórhallsdóttir, Erla Stefánsdóttir og Brynhildur Oddsdóttir Ljósmynd/Hari

PIPAR\TBWA • SÍA • 133414

Fólk má búast við dónaskap, klámi og pólitík

Hátíðarvörur Fáðu jólavörur á góðu verði fyrir jólin

Kökubox

Jólaskraut

Dúkar og servíettur

www.rekstrarland.is www.rekstrarland.is

Benedikt Erlingsson er óþarft að kynna fyrir landsmönnum. Hann hefur fengið lof og viðurkenningar fyrir störf sín, bæði sem leikari og leikstjóri, á sviði og í sjónvarpi. Hann hefur leikstýrt fjölda verka og sem stendur fer fyrsta kvikmynd hans, Hross í oss, sigurför um heiminn. Kvikmyndin sópar að sér verðlaunum út um allan heim og á dögunum var Benedikt valinn besti nýi leikstjórinn í St.Sebastian, á einni virtustu kvikmyndahátíð heims. Um jólin getum við nálgast nýjustu hugarsmíð Benedikts á fjölum Þjóðleikhússins þar sem hann frumsýnir gamanleik um lýðræði.

L

eikritið Þingkonurnar eftir Aristófanes gerist í samfélagi sem er þjakað af ójöfnuð, spilltum stjórn málamönnum, eignaupptöku auðlinda, okurlánum og skuldugum heimilum. Þetta eru krassandi viðfangsefni sem allir ættu að kannast við þrátt fyrir að verkið hafi verið skrifað á 4. öld fyrir Krist. Konur Aþenu, með Praxagoru í fararbroddi, ákveða að taka völdin og útrýma ójöfnuði sem kominn er til vegna auðs, aldurs og fegurðar með kómískum afleiðingum. Í stuttu spjalli sem við áttum milli æfinga í Þjóðleikhúsinu sagði Benedikt það áhugaverða við verkið vera greiningu þess á mannlegu eðli og hvernig það sýni

okkur að eðlið hafi ekkert breyst í tímans rás.

Samtal gamanleikjaskálds og heimspekings

„Minn útgangspunktur í þessu verki, og ástæðan fyrir því að mér finnst við þurfa að skoða það og skemmta okkur með því, er sá að mér finnst við sjá þarna hluta af 2400 ára gömlu samtali milli gamanleikjaskálds og heimspekings. Og það vill þannig til að þessi heimspekingur sem gamanleikjaskáldið ávarpar og gerir grín að, er einn af arkitektum vestrænnar heimspeki, þeirrar sem vestræn menning byggir á, hann herra Plató. Plató hefur sett fram fullt af hugmyndum um ríkið og til hvers við notum það. Í hans mikla


viðtal 49

Helgin 20.-22. desember 2013

En öll þessi umræða um muninn á kynjunum er svo ævaforn.

riti, Ríkinu, eru frjókorn af allskonar samfélagslegum tilraunum sem hafa verið gerðar, margt sem okkur hryllir við. Þarna eru fyrirmyndir að nútímasamfélagi en þarna eru líka forarpyttirnir sem við höfum lent í. Þarna eru samankomin í einu riti fræ sósíalisma, kommúnisma og fasisma auk lýsingu á lýðræðinu, auðvaldinu og einræðinu,“ segir Benedikt.

Verðmætur brunnur að sækja í

Er verkið ekki ákveðin deila á fyrirmyndarríki Platós? „Jú, það virðist vera. Aristófanes á í samtali við samtíma sinn í lýðræðisríki, en þar er fólk sem hefur upplifað bæði einræði og lýðræði. Fólk sem á í vandræðum með þingræðið og er alltaf að mæta hinni breysku manneskju og hinni háleitu hugmynd um lýðræði eða þingræði. Og hins vegar eru þarna margar hugmyndir úr riti Platós sem eru greinilega á allra vitorði í Aþenu fyrst hann getur gert grín að þeim í leikriti og allir skilja það. Praxigora kemur fram með mjög útópískar hugmyndir um bæði samskipti kynjanna og fasískar og sósíalískar hugmyndir, sem eru beint upp úr Plató. Aristófanes teflir þannig fram mannlegu eðli gegn háleitum hugmyndum í formi kómedíunnar. Þetta finnst mér vera mjög verðmætur brunnur fyrir okkur 2400 árum síðar. Sérstaklega að sjá hvað þetta er mikið endurtekið efni.“

Mannlegt eðli alltaf eins

Freistandi er að líta á Aristófanes sem framúrstefnulegan femínista en Benedikt varar við femínískri túlkun. „Jú, það er hægt að segja að hann sé að gagnrýna karlana sem stjórna Aþenu en ég vil vara við femínískri túlkun því hinn femíníski vinkill er mjög veikur í verkinu. Frekar en að tala um karla og konur vil ég tala um minnihlutahóp sem

tekur völdin. Valdalausi hópurinn nær völdum og setur fram hugmyndir sínar, en þær mæta mikilli mótstöðu og í rauninni bara hinu mannlega eðli. Og þetta fer í sömu vegferð og lýðræðisveislan okkar hefur alltaf farið,“ segir Benedikt. „Á einhvern hátt er Aristófanes uppi á talibanatímum fyrir konur, þrátt fyrir að þær hafi ágætlega sterka stöðu hjá Plató og Aristófanesi því Plató setur konur til jafns í fyrirmyndaríkinu. Þeim finnst í raun enginn eðlismunur á körlum og konum, þetta sé í raun bara styrkleikamál. Konur eiga meira að segja að fá að stunda ólympískar íþróttir. Plató talar um að menn megi alls ekki hlæja að allsberum konum á leikvanginum. Því þótt menn hafi hlegið að allsberum körlum á leikvanginum í gamla daga, þá eru þeir hættir því núna. Eins verða menn

að venja sig við það að horfa á allsberar konur keppa á ólympíuleikunum,“ segir Benedikt frá og hlær við. „En öll þessi umræða um muninn á kynjunum er svo ævaforn. Til dæmis um mæðrahyggjuna, en í verkinu taka konurnar völdin í anda mæðrahyggjunnar. Mæðrahyggjan er þessi grein femínismans sem talar um að konur eigi að fá völdin því þær séu betri umannarar. Að það séu þeirra eðlishæfileikar og þeir þurfi að fá að njóta sín samfélaginu til heilla. Þetta er í raun sama grunnkenningin og kynhyggjan er byggð á, að karlar séu eitthvað öðruvísi en konur og jafnvel betri en konur og þess vegna eigi þeir að stjórna en ekki konur. Þetta er auðvitað hugmynd sem er ennþá með okkur í dag og sem er enn tekist á um. Það fer að lokum fyrir þessum hópi eins og fyrir

öllum öðrum hópum sem taka völdin, því völdin eru hættuleg og manneskjan er breysk. Hugmyndirnar um ríkið eru háleitar en alltaf hættulegar. Praxigora fetar sig inn í fasismann og misnotkun ríkisvaldsins eins og allir hafa gert, hvort sem það er karl eða kona. Ég vil fókusera á eðli manneskjunnar en ekki kynið,“ ítrekar Benedikt.

Vill faðma okkur

Benedikt vill ekki ala á sundrungu með uppsetningu verksins heldur vill hann þvert á móti að við speglum okkur í fortíðinni og finnum til samkenndar með vandamálum Aþenu. „Í verkinu finnum við hluti eins og dæmið um bóndann sem leggur það Framhald á næstu opnu


50

viðtal

til að menn gefi eina handfylli af korni á hvert tonn sem þeir selja, til þess að hjálpa fátækum mönnum. En allir hristu höfuðið og svo er bara hlegið. Annar maður vill telja allt fram og leggja sitt til samfélagsins en, ekki fyrir sjálfan sig heldur fyrir hina, og er fyrir vikið bara talinn geðveikur. Mér finnst við, í dag á Íslandi, geta fundið okkur í verkinu. En ég vil ekki hrista okkur með þessu verki heldur faðma okkur. Ég vil að við horfum hlýlega á sjálf okkur í gegnum verkið og sjáum að við erum ennþá að glíma við sömu hugmyndir og alltaf, frelsi einstaklingsins og hagsmuni almennings. Hvenær gengur ríkið of langt og hvenær gengur það of skammt?“

Auðvaldið er stóra ógnin

„Við erum breyskar verur sem þurfum að glíma við þingræði og það getur verið jafn erfitt og hjónabandið. Stóra ógnin gagnvart þingræðinu og lýðræðinu er auðvaldið. Það sjáum við allsstaðar í kringum okkur og getum tekið Ameríku sem dæmi. Það er ríki sem glímir alltaf við togstreituna milli lýðræðis og auðvaldsins sem hefur svo mikil völd. Þetta er líka slagur okkar hérna í okkar litla lýðræðisríki. Við eigum okkar auðlindir og það eru stórir auðugir aðilar sem vilja fá að dansa með okkur og við getum verið svo varnarlaus gagnvart því. Þar frekar en annarsstaðar gæti verið þörf á borgaralegri uppreisn, í þeim tilfellum þegar auðvaldið rænir lýðræðinu.“ Benedikt hitnar í hamsi þegar talið berst að umhverfispólitík og biður mig vinsamlegast um að skipta um umræðuefni til að koma í veg fyrir ofbeldishneigð en klykkir út með því að við ættum að taka okkur Mandela til fyrirmyndar í umhverfisbaráttunni.

Listin víkkar sýnina

En hvernig er það, vildi Plató ekki aukið aðhald gagnvart listamönnum? „Jú, því ríki þar sem ríkir samkomulag um eitt gildismat þarf að fylgjast vel með sagnamönnunum og passa upp á þá. Hómer getur til dæmis verið hættulegur ríkinu því hann segir sorglegar sögur af dauðanum og framhaldslífinu í heljarheimi en það gæti hrætt hermennina. Þetta er allt enn nálægt okkur í dag. Við pössum til dæmis upp á það hvað börnin okkar sjá á internetinu því þar eru sagnamenn sem við viljum kannski ekki að tali til þeirra. Þetta er grundvallarhugmynd sem gengur enn upp í dag en getur auðvitað verið stórhættuleg.“ Í gríska leikhúsinu gat lýðurinn speglað sig í vangaveltum skáldanna og brotið samtímann til mergjar með hjálp heimspekinnar og listarinnar. En leikhúsið var líka staður ádeilunnar og Aristófanes var einn sá skæðasti þegar kom að því að deila á samtímann. Er þetta eitt af hlutverkum listamanna, að halda stjórnmálamönnum á tánum? „Ég held að það sé eitt af mörgum hlutverkum listamanna. Það eru ákveðnir listamenn sem taka það að sér, en það er erfitt að fullyrða um listamenn því listamenn eru af svo ólíkum toga og veiða svo ólíka fiska,“ segir Benedikt. „Annars finnst mér alveg merkilegt með hana Kristínu Gunnlaugsdóttur og myndlistarsýninguna hennar með píkunum í listasafninu, því vááá hvað það er mikilvægt. Það að hún geri altaristöflu úr píkunni og lyfti henni svona upp, þessu líffæri sem er bæði fæðingarvegurinn, uppspretta lífsins og svo mikillar gleði en líka svo mikillar sorgar. Það beinist svo

Helgin 20.-22. desember 2013

mikið ofbeldi að píkunni og mér finnst hún svo gott dæmi um listamann sem tekur einhvern hlut, lyftir honum upp og býr til nýjan fókus. Hún gerir altaristöflu úr þessu efni. Þetta er mikilvægt. Og að Listasafn Íslands skuli sýna þetta í sínum fínu sölum, efni sem má ekki sýna á mörgum stöðum í heiminum, hefur áhrif á gildismat okkar. Nákvæmlega eins og þegar Kjarval fór að mála grjót og mosa þá fóru góðborgararnir að segja; já! þetta er líka fallegt. Þetta er gott dæmi um listamann sem fjallar um grundvallargildismat, tabú sem er lyft upp og fyrir vikið fáum við víðari sýn. Það þarf enginn stjórnmálamaður að vera hræddur við þetta, en þetta er jafnmikilvægt og það er hættulegt, og næstum því hættulegra en leikhúspípið mitt,“ segir Benedikt.

Benedikt Erlingsson leikstjóri: Þetta er náttúrlega skrifað fyrir daga smekksins.

Dónaskapur, klám og pólitík um jólin

Aristófanes tryllti gríska lýðinn úr hlátri löngu fyrir Krist og hefur verið kallaður faðir kómedíunnar. Mega áhorfendur búast við því að geta létt lundina í leikhúsinu þrátt fyrir stórar áleitnar spurningar? „Já, vonandi. Því við tökum á grundvallarspurningum á gleðilegan hátt og svo er auðvitað fullt af dónaskap þarna líka sem er alltaf hressandi. Þetta er náttúrlega skrifað fyrir daga smekksins svo það er mjög mikið um smekklausa hluti, sem eru hreinlega ekki við hæfi, og munu bara verða Þjóðleikhúsinu til skammar. En vegna þess að brandararnir eru svo gamlir þá geta menn ekki sagt neitt við því. Aristófanes væri allavega með blóðug hnén vegna allra afsökunarbeiðnanna ef hann væri uppi í dag. Hann er einn mest kvótaði fornaldarhöfundurinn út af dónaskapnum og kláminu. Þú finnur hvergi jafn mikið af klámfengnum orðatiltækjum eins í leikritum hans og kannski er það þess vegna sem verkin hafa varðveist svona vel. Þýðing Kristjáns Árnasonar færir þetta til okkar á frábæran hátt og svo má segja að þetta sé söngleikur. Egill Ólafsson semur alla tónlist sem er þó nokkur og danshöfundurinn Steinunn Ketilsdóttir semur dansa kórsins. Þetta verður svona dansandi dónaskapur. Fólk má allavega búast við dónaskap, klámi og pólitík. Því það er svo jólalegt.”

Óljós framtíð vegna niðurskurðar

Benedikt stefnir á að halda ótrauður áfram í kvikmyndagerð. Hann mun fylgja sinni fyrstu kvikmynd, Hross í oss, eftir auk þess að vera kominn vel á veg með undirbúning næsta verkefnis. Næsta kvikmynd Benedikts mun tengjast konum. „Já, það verður saga af mönnum og konum, „Kona í oss“ væri kannski hægt að kalla hana.“ Hann verður þó myrkur í máli þegar talið berst að henni. „Ég stefndi að því að byrja á henni í sumar en úr því verður ekki vegna niðurskurðar til Kvikmyndamiðstöðvarinnar. Það er enginn að fara að gera kvikmynd á næsta ári sem ekki þegar hefur fengið vilyrði frá sjóðnum. Þrátt fyrir að vera í slíkri stöðu að erlendir sjóðir vilji styrkja mig og vera meðframleiðendur, þá geri ég ekkert án fyrsta kubbsins í dómínóspilinu, það er að segja Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þannig að ég er bara kominn í biðröð, eins og svo margir aðrir kvikmyndagerðarmenn á Íslandi, og veit ekki hvernig það endar.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Við erum breyskar verur sem þurfum að glíma við þingræði og það getur verið jafn erfitt og hjónabandið. Stóra ógnin gagnvart þingræðinu og lýðræðinu er auðvaldið.



52

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

Elíasi Kjartani Bjarnasyni fannst fyrst sárt þegar fólk hló að því að hann væri bakari með hveitiofnæmi en hann hefur nú jafnað sig og getur séð spaugilegu hliðina.

NauðsyNlegt a ð hlusta á lík a m a NN

„Hveitiofnæmi er ekki algengt en það er vel þekkt meðal bakara,“ segir María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir, yfirlæknir ofnæmisdeildar Landspítalans. „Helsti áhættuþátturinn fyrir því að þróa með sér hveitiofnæmi er undirliggjandi ofnæmissjúkdómar eins og exem, ofnæmiskvef, fæðuofnæmi og astmi. Þessir sjúkdómar fela í sér aukna tilhneigingu til að þróa með sér fleiri ofnæmi. Í raun vitum við ekki af hverju sumir fá ofnæmi en aðrir ekki, en þetta tengist mótefnamyndun í líkamanum og liggur oft í ættum.“ Ofnæmissjúkdómar eiga það sammerkt að fólk fær lítil einkenni í byrjun og getur mögulega haldið þeim niðri með ofnæmistöflum en þær duga ekki til ef fólk endurtekið útsetur sig fyrir ofnæmisvakanum. „Ef fólk hlustar ekki á líkamann, til dæmis í tengslum við hveitiofnæmi, þá getur ofnæmiskvefið þróast yfir í slæman astma.“ María segir að ofnæmislæknar bendi ungu fólki með undirliggjandi ofnæmi og astma á þessa áhættuþætti. „Fólk með ofnæmi ætti ekki að stefna á bakaraiðn eða dýralækningar til að mynda.“ Hún bendir á að ofnæmi hárgreiðslufólks fyrir kemískum efnum sé af öðrum toga, en mikilvægt sé að fólk með ofnæmi hafi það í huga þegar það velur sér starfsgrein og ræði það við sinn lækni. -eh

Ljósmynd/Hari

Bakari með hveitiofnæmi Elías Kjartan Bjarnason tók það mjög nærri sér þegar hann greindist með hveitiofnæmi stuttu eftir að hann útskrifaðist með sveinspróf í bakaraiðn. Honum fannst það í fyrstu leiðinlegt en hefur nú húmor fyrir því þegar fólk hlær þegar hann segist vera bakari með hveitiofnæmi. Elías hóf nýverið störf hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri þar sem hann unir sér vel við að baka koltrefjar.

É

g held að ég hafi kannski verið í afneitun til að byrja með. Ég var með mikil ofnæmiseinkenni og nefrennsli sumarið eftir að ég útskrifaðist,“ segir Elías Kjartan Bjarnason sem útskrifaðist með sveinspróf í bakaraiðn vorið 2012 en var greindur með ofnæmi fyrir hveiti, rúgmjögli og haframjöli í byrjun þessa árs. Elías ætlaði upphaflega að læra til kokks og hóf nám á almennri matvælabraut við Menntaskólann í Kópavogi. „Þá fengum við að prófa kokkinn, þjóninn og bakarann, og komst þá að því að mér fannst lang skemmtilegast að baka.“ Hann segir að kennarinn sinn, Ásthildur Guðmundsdóttir sem hefur umsjón með grunndeildinni, hafi haft jákvæð og hvetjandi áhrif á sig sem hafi átt sinn þátt í að hann

valdi bakarann. Elías fór á samning hjá Kökuhorninu í Bæjarlind þar sem hann var afar ánægður. „Yfirmaðurinn minn, Guðni Hólm sem rekur bakaríið, er mjög góð fyrirmynd. Ég hefði viljað verða jafn flinkur og hann,“ segir Elías. Hann var fjögur ár á samningi hjá Kökuhorninu, tók tvær annir í skólanum á þessum tíma og útskrifaðist fyrir hálfu öðru ári. Brátt fóru ýmis ofnæmisviðbrögð að gera vart við sig en Elías gerði sér ekki strax grein fyrir að um ofnæmi væri að ræða.

Reyndi ofnæmislyf

„Ofnæmislæknirinn minn sagði að hveitofnæmið gæti komið út frá grasofnæmi. Ég hafði aldrei farið til ofnæmislæknis fyrr en í byrjun þessa árs. Þá kom í ljós að ég var með mikið grasofnæmi. Þegar gerðar voru prufur

á húð kom ekki annað í ljós en ég var einnig sendur í blóðprufu. Þá varð ljóst að ég var líka með ofnæmi fyrir hveiti, rúgmjöli og haframjöli.“ Skiljanlega voru þetta ekki góðar fréttir fyrir nýútskrifaðan bakara. „Þetta var afskaplega svekkjandi og ég var í raun frekar niðurbrotinn. Ég fékk ofnæmislyf og lagaðist heilan helling en síðan fór ég aftur að finna meir og meir fyrir ofnæminu. Ofnæmislæknirinn hafði vonast til þess að ég gæti haldið áfram að vinna á lyfjunum en það gekk ekki eftir. Ég vann í bakaríinu fram undir miðjan apríl en þá gafst ég endanlega upp.“ Læknirinn hans skrifaði þá upp á vottorð og Elías fór í veikindaleyfi. „Í veikindaleyfinu fékk ég betur tíma til að átta mig á stöðunni og reyna að finna út úr því hvað ég ætti að gera í framtíðinni. Ég vissi að ég gat ekki gert neitt þessu tengt því ég get ekki unnið nálægt hveiti. Ég er ekki með snertiofnæmi heldur er ég með ofnæmi fyrir rykinu og það er hveitiryk í öllum bakaríum. Ég vissi ekki alveg hvað mig langaði að gera en vissi að ég vildi gera eitthvað í höndunum.“ Þegar líða tók á sumarið hafði Elías sótt um vinnu á nokkrum stöðum en

SKARTAÐU ÞÍNU FEGURSTA FRÍ HEIMNG SEwN.aDuIrum.is

Hlökkum til að sjá þig.

ww

Bankastræti 4 I sími: 551 2770

www.aurum.is

datt loks niður á auglýsingu frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfar þar í koltrefjadeildinni en fyrirtækið selur meðal annars gerviökkla úr koltrefjum á gervifætur. „Ég vinn við að pakka inn og rífa utan af mótum sem koltrefjarnar eru lagðar á. Síðan þarf ég að baka þetta, sem er frekar skondið,“ segir Elías sem hefur tekist að sjá það spaugilega við stöðu sína. „Þegar ég segi að ég sé bakari með hveitiofnæmi þarf ég oft að endurtaka mig því fólk trúir mér ekki eða heldur að ég sé að grínast. Mér finnst það núna bara fyndið. Ég er kominn yfir þetta. Fyrst fannst mér leiðinlegt ef einhver fór að hlæja þegar ég sagði þetta en þó ég hafi verið sár þá skil ég þetta núna.“

Betra að hafa gráðuna

Hjá ofnæmislækninum fékk Elías þær upplýsingar að það væri í raun alls ekki svo sjaldgæft að bakarar fengju hveitiofnæmi en sumir næðu að halda einkennunum niðri með lyfjum og enn aðrir losni síðar við ofnæmið. „Hann sagði mér að það væri sérstaklega algengt að fólk sem starfar við hárgreiðslu fái ofnæmi fyrir efnunum sem það vinnur með.“ Þrátt fyrir að geta ekki starfað sem bakari finnst Elíasi þó betra að hafa lokið sveinsprófinu heldur en að hafa enga gráðu. „Mér finnst betra að hafa gráðuna á ferilskránni. Ég held að það líti betur út, og ég get þá útskýrt að ég sé með ofnæmi og starfi því ekki við þetta. Ég er allavega með sveinspróf.“ Til að líta á björtu hliðarnar þá vinnur Elías núna bara á daginn, annað en þegar hann var í bakaríinu. „Í mínu bakaríi var næturvaktin frá miðnætti til klukkan átta á morgnana, og dagvaktin frá sex á morgnana til tvö eða þrjú á daginn. Næturvaktirnar gátu verið þreytandi,“ viðurkennir hann. Og þrátt fyrir ofnæmið getur Elías fengið sér brauð og aðra fæðu með hveiti við sérstök tækifæri. „Ég get borðað það ef ég fæ mér mjög lítið. Ef mig virkilega langar þá fæ ég mér alveg smá pizzu. Ég reyni samt að sneiða framhjá því.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is


Ávallt velkomin í ORMSSON-BT!

X-HM30V-K

X-HM11-K

Hljómtækjastæða

Hljómtækjastæða

Verð: 34.900

Verð: 59.900

Tilboðsverð: 29.900

Tilboðsverð: 49.900

XW-BTS3

Blutooth hjómtæki m/ iPod-iPhone dokku

X-SM00

iPod vagga

DVD-Heimabíókerfi 5.1 rása

Verð: 49.900

Verð: 22.500

Verð: 39.900 kr.

Tilboðsverð: 39.900

Tilboðsverð: 16.900

SE-MJ721

Heyrnartól

XW-BTS1

DCS-222K

SE-MJ751

Heyrnartól

Bluetooth hátalarar

VSX-423-S

XC-P01K/LR

Heimabíómagnari

Mögnuð hljómtæki

Verð: 33.900

Tilboðsverð: 26.900

Verð: 9.900

Verð: 18.900

BDP-160-S

3D-Blu-ray spilari

Verð: 44.900 CLR42e

Verð: 44.900

C-607

DV-2240

S-628

Útvarp

DVD spilari

Verð: 12.900

Vekjarar

Verð: 159.800

Verð: 139.800 CL10BK/WH

Vekjarar

Ferðatæki

Verð: 134.900 B40e RD

RX-18e

Verð: 7.900

Ferðatæki

B3e bk /rd

NÝTT Verð: 3.990

Verð: 2.990

Verð: 18.900

Verð: 11.900

Verð: 26.900

LEIKJAÚRVAL!!

Verð: 11.500

Verð: 11.500

Verð: 69.900

Verð: 9.450

Stjörnusjónauki Travelscope 70

Úrval af frábærum sjónaukum

Verð: 39.900

DJ stjórnborð

TASKA FYLGIR Verð:16.900

Verð: 7.990

Verð: 8.990

Sportmyndavél Verð frá: 3.990

Verð:39.999

Verð:39.999

Ferrari Red Legent PS3/PC stýri

Verð:13.999

OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA TIL KL.22:00 S KE I F U N N I 11 · S ÍM A R: 5 3 0 · 2 8 0 0 / 5 5 0 · 4 4 4 4 · o rmsso n .is & b t .is


54

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

Var alltaf með mikla hreyfiþörf

F

rábær árangur íslenskra fimleikakvenna á erlendri grundu hefur gert það að verkum að æska landsins flykkist í fimleikafélögin til að stunda þessa skemmtilegu íþrótt. Áhuginn hefur aldrei verið meiri. Í tilefni af 45 ára afmæli Fimleikasambands Íslands hefur sambandið gefið út bókina, „Ég á mér draum“, sem fjallar um fimleikaiðkun á Íslandi. Bókin samanstendur af viðtölum, sögum og ljósmyndum, og í henni er skyggnst inn í heim íþróttarinnar á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Einar Ólafsson ritari Fimleikasambandsins ritstýrir bókinni. Fríða Rún Einarsdóttir er ein þeirra ungu kvenna sem hefur tekið þátt í að efla hróður íþróttarinnar en hún æfði með Gerplu sem hefur keppt fyrir hönd Íslands á fjölda móta og vakið verðskuldaða athygli langt úr fyrir landsteinana. Hún hefur æft frá unga aldri og segist eiga það foreldrum sínum að þakka að hún byrjaði í fimleikum. „Ég hef alltaf verið með mikla hreyfiþörf og eftir að hafa prófað var greinilegt að fimleikar hentuðu mér best, fimleikasalurinn hefur reyndar verið mitt annað heimili síðan.“ Upphaflega byrjaði hún að stunda áhaldafimleika og náði þar góðum árangri. Aðeins 14 ára vann hún 6 gullverðlaun á unglingamóti Norðurlanda. 15 ára tók hún sér stutt hlé frá fimleikunum eftir meiðsli á ökkla en það hlé varð til þess að hún vissi nákvæmlega

hvert hún vildi stefna svo hún byrjaði aftur að æfa. Árið 2010 skipti Fríða Rún yfir í hópfimleika og varð Evrópumeistari með Gerplu sama ár og svo aftur 2012. „Á ferlinum standa upp úr þeir tveir Evrópumeistaratitlar sem ég vann með liðsfélögum í Gerplu árið 2010 og 2012. Það er eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert og ég er að eilífu þakklát fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessum yndislega hópi. Ásamt því þegar ég varð sexfaldur Norðurlandameistari árið 2007.“ Skyldi hafa verið tími fyrir eitthvað annað í lífi þessarar ungu konu? „Já, það er nauðsynlegt að vera með gott skipulag til að hlutirnir gangi upp með stífum æfingum. En mér finnst ég reyndar alltaf hafa haft tíma í það sem mig langar til að gera. Ég hef líka alltaf litið á fimleikana sem val, ég vel að fara á æfingu í staðinn fyrir að gera eitthvað annað.“ Það er mikilvægt að muna alltaf að forgangsraða, sumu er alveg hægt að sleppa eða geyma þar til seinna. Gott skipulag gerir allt svo miklu auðveldara og án þess hefði ég ekki getað staðið mig eins vel í skóla og öðru sem ég gerði með fimleikunum. Svo er hreyfing bara nauðsynleg fyrir andlega líðan og gerir allt svo miklu betra.“ Fríða er sannfærð um að fimleikarnir hafi nýst henni vel utan fimleikasalanna. „Sérstaklega andlegi þátturinn sem nýtist í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Maður fær mikinn aga í fimleikum sem nýtist vel í lífinu almennt.

Fríða Rún fagnar sigri með Gerplu. Á myndinni eru Ásdís Guðmundsdóttir, Fríða Rún Einarsdóttir og Kristjana Sæunn Ólafsdóttir.

Maður lærir bæði að vera hluti af hóp og að þurfa að standa sig sem einstaklingur og það er eitthvað sem ég mun búa að alla ævi. Svo skemmir aldrei fyrir að geta hent sér í eitt heljarstökk eða splitt utan salarins.“ Nú verður Evrópumótið haldið á Íslandi næsta sumar en Fríða Rún veit ekki enn hvort hún muni taka þátt. „Það kitlar mig mjög að taka þátt en ég hef ekkert ákveðið

ennþá. Ég hef átt mjög farsælan feril og er alveg södd eins og maður segir, þannig að það er líklegt að maður láti þetta gott heita. Annars getur allt gerst,“ segir þessi jákvæða kona. Fríða Rún byrjaði í sálfræði í Háskólanum í haust og sér alls ekki eftir þeirri ákvörðun, segist hafa fundið þar sína hillu og þrátt fyrir að vera hætt að þjálfa jafn stíft og áður er hún dugleg að hreyfa sig

sjálf og nýtur þess. Spurð út í jólin og nýja árið segist Fríða Rún ætla að eyða jólunum í fyrsta sinn fjarri heimahögum. „Við kærastinn vildum fara á nýjan spennandi stað þar sem væri sól og hiti og Dubai varð fyrir valinu. Annars ætla ég bara að halda áfram að njóta lífsins, brosa mikið og vera jákvæð.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

r a k k a Góðar p a t t e r Skíða- og snjób

fermingargjafir 20%

• Svigskíði • Fjallaskíði • Gönguskíði • Snjóbretti

aSNJÓBRETTAPAKKAR fsláttu r

30%

MONTANA, 3000mm vatnsheld

2. manna 16.995 kr. 12.796 kr. 3. manna 19.995 kr. 15.996 kr. 4. manna 26.995 kr. 21.596 kr.

SWALLOW 250 Kuldaþol: -8 þyngd: 1,7 kg.

11.995 kr. 9.596 kr.

Tökum notaðan skíða- og brettabúnað upp í nýjan

Í s le n s k u

www.alparnir.is

PGóð gæði ALPARNIR PBetra verð GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727


t s m e r f g o – fyrst og snjöll ódýr

n n i l g u f u l s i Ve allar

er komiennrsílanir! Krónuv

1298

u r e n i l Jó

kr. kg

! a m o K að

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl

matfugl, atfugl, Veislufugl með fyllingu

% 0 1

1398

r u t t á l s f a

3148 2998

kr. kg

Krónu hamborgarhryggur

Verð áður 3498 kr. kg fersk ersk kalkúnabringa

kr. kg

kr. kg

Sambands hangilæri, úrbeinað

SafaríKarr

2,3

Klementínu

kg

795

Klementínur, 2,3 kg

kr. kassinn

499

kr. pk.

Driscolls jarðarber, 250 g

Sjá opnunartíma verslana Krónunnar yfir jól og áramót á www.kronan.is


áltíð fyrir

56

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

Það voru örlög Anthony og Ýr að hittast á Íslandi. Ljósmyndir/Hari

Héldu að ég væri ruglaður að flytjast til Íslands Anthony Bacigalupo eða „Úlfakoss“ fór til Vestfjarða fyrir fimm árum til þess að vinna listaverk fyrir gallerí í San Francisco. Hann varð ástfanginn af sveitinni og fannst gott að hvíla sig á stórborgarlífinu þar sem hann vann á meðal annars sem fyrirsæta fyrir Apple. Fyrsta skiptið sem hann fór til Reykjavíkur fann hann ást lífs síns, Ýr Káradóttur, og nú hafa þau stofnað fyrirtækið Reykjavík Trading Co. ásamt Lísu Kjartansdóttur.

Gjafavörur

frá Aquanova í miklu úrvali

É 4

> Mörkinni 4 > 105 Reykjavík > Sími: 533 3500 > Hofsbót 4 > 600 Akureyri > Sími: 462 3504 > Opið til kl 20.00 19-23 des. og 10-12 24. des

+

1 flaska af 2L

Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

g féll fyrir Íslandi og hélt áfram að koma aftur til Vestfjarða á nokkra mánaða fresti til að vinna í minni list fyrir sýningu sem haldin var í galleríi í San Francisco. Ég gat gefið mér tíma í mína list því að ég vann sem leikari og fyrirsæta, bæði fyrir Apple og fleiri. Á þeim tíma vildi ég vera í sveitinni einn með sjálfum mér og ferðaðist fram og til baka á löngu tímabili. Eftir það sagði ég við sjálfan mig, já ég þarf að flytjast hingað,“ segir Anthony. „Ég bjó í Djúpavík í í nokkra mánuði og hélt líka sýningu í gamalli verksmiðju þar og líkaði mjög vel,“ segir Anthony Bacigalupo eða „Úlfakoss“ en það er þýðingin á eftirnafni hans. Hann á ættir að rekja til Ítalíu og Mexíkó en ólst upp í Kalíforníu í Bandaríkjunum. Þar lagði hann stund á sjónlistir en hefur fundið ástina sína, Ýr Káradóttur, á Íslandi. Þau, ásamt Lísu Kjartansdóttur, hafa stofnað félagið Reykjavík Trading Co. og hanna vörur sem sameina einkenni gamaldags amerískrar og íslenskrar hönnunar.

Fann ástina í Reykjavík Verð aðeins

1990,-

„Þeim hjá Apple líkaði afskaplega vel við það að ég væri listamaður. Ég var í mjög fjölbreyttri vinnu hjá þeim. Ég byrjaði á því að sjá um opnun búða og vann í Los Angeles og San Diego. Mín list hefur alltaf haft tengingu við tæknigeirann og hönnun. Síðan sáu þeir að ég hafði áhuga á leiklist og hafði leikið. Þegar þeir sáu að ég gæti leikið fór ég að sitja fyrir í auglýsingum því að þeim fannst ég hafa þetta „apple útlit“

og passa vel í hlutverkið. Sú vinna hefur opnað fyrir mér mikið af tækifærum. Í langan tíma tók ég að mér verkefni og fór út á nokkurra mánaða fresti og margir voru að velta fyrir sér hvað ég væri eiginlega að gera. Það skyldi enginn hvernig ég gat verið hér og ekki í fastri vinnu,“ segir Anthony. „Nú þegar ég bý á Íslandi hef ég verið að vinna sem leikari í bandarískum þáttunum „Game of Thrones“ fyrir nokkrum mánuðum og síðan mun ég taka að mér einhver fleiri verkefni tengd leiklist,“ segir Anthony. Einnig hefur hann verið í samstarfi við íslensku hljómsveitina Of Monsters and Men. „Fyrsta skiptið sem ég kom til Reykjavíkur eftir að hafa varið miklum tíma á Vestfjörðum hitti ég Ýri sem átti eftir að verða konan mín, á Kaffibarnum. Vinur minn var að reyna við hana en ekki ég. Henni hefur líkað betur við mig býst ég við,“ segir Anthony. Anthony ákvað að elta ástina og fluttist hingað og hefur nú stofnað fyrirtæki, keypt sér hús í Hafnarfirði og eignast barn á stuttum tíma. „Bæði Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa spurt mig hvort ég sé eitthvað ruglaður þegar þeir komast að því að ég flutti frá Kaliforníu til Íslands. En mjög margir þekkja ekki til Íslands. Þeir vita að Ísland er einhversstaðar fyrir norðan en vita ekki meira og rugla jafnvel við Grænland. Þeir vita ekki hversu fallegt Ísland er,“ segir Anthony. Framhald á næstu opnu

Við vildum búa til hluti sem endast vel og eru tímalausir. Þegar við byrjuðum ákváðum við að gera fáa hluti mjög vel og vörunum okkar hefur verið mjög vel tekið.


Mjúka jólagjöfin fyrir alla fjölskylduna NÝ

SAGA

Hljóðbókin um Stjörnubörn

Jólatilboð

Hlustaðu með börnunum á ævintýrin um Stjörnubörnin. Í nýjasta kaflanum hitta börnin jólasveininn og karlinn í tuglinu. Ævintýrin byrja á www.lindesign.is

jólaafsláttur af völdum vörum Rúmföt, dúkar,

baðsloppar og fleira

Jólin koma hjá Stjörnubörnunum

Sendum frítt úr vefverslun

Ofnhanski

Verð 12.980 kr Svunta

Verð 1.990 kr

Verð 2.690 kr

Ofnhanski

Verð 1.990 kr

Gjöfin sem gleður kokkinn

Svunta

Verð 2.690 kr

Rúmfötin sem mýkjast ár eftir ár Hreindýr

Krummi

Stærð 140x200 Verð 12.690 kr

30% afsláttur

af öllum jólavörum

Stærð 140x200 Verð 13.490 kr

Íslenskir jólasveinadúkar Jólaskraut á jólatréð Gleðileg jól rúmföt Jólasveinalöberar Stök jólakoddaver Jólasveinasokkar

Stjörnubörn Engin plastprentun Allar myndir eru ofnar í efnið svo þær breytast ekki. Lestu hvers við plastprentum ekki á heimasíðu; www.lindesign.is

Buxur

1.990 kr

Peysa

0-10 ára 2.490 kr

Náttföt & kjólar Allar gerðir 0-10 ára 3.990 kr

Bómullarlitun Litun bómullar er unnin Samkvæmt Oeko-Tex Standard, sem er leiðbeinandi framleiðsluferli þar sem litunin er unnin án mengandi efna.

Barnið vex en brókin ekki! Í samstarfi við Rauða krossinn tökum við á móti notuðum fötum. Við bjóðum þér 15% afslátt af nýrri vöru. Rauði krossinn kemur notaðri vöru áfram til þeirra sem þarfnast hennar.

Gæðabómull Stjörnubörn eru ofin úr bómull sem er bæði þétt og mjúk. Bómullarþéttleikinn í fötunum er 170gr/m2.

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is


58

viðtal

Anthony ólst upp í litlum bæ í Kalíforníu sem heitir Paso Robles og er ekki ólíkur Hafnarfirði að stærð en bjó einnig um tíma í San Diego, San Franscisco og New York. „Ég varð mjög þreyttur á því að búa í stórborgum því að mér fannst ég ekki mynda alvöru tengsl við fólk og það var mjög oft að fólk spurði þig ... já og hvað getur þú gert fyrir mig? og eftir það var það búið,“ segir Anthony. „Það er erfitt að kynnast fólki í Bandaríkjunum en þegar ég kom hingað þá hitti ég nokkra einstaklinga og þeir hafa orðið eins og fjölskylda mín og þeir þekkja mig betur en fólk sem ég hef þekkt allt mitt líf. Svona fólk sem þú vilt eiga að þegar þú verður gamall. Við erum á eyju og flestir sem fara í burtu koma aftur, er það ekki?,“ segir Anthony.

Sameinuðu ólíka hæfileika

Anthony, Ýr og Lísa hafa á liðnu ári stofnað fyrirtækið sitt Reykjavík Trading Co. Lísa lærði innanhúsarkitektúr í London sem og húsgagnasmíði á meðan Ýr hafði lært ferðamálafræði og viðskipti en fékk svo áhuga á tísku og lærði fatatækni. „Ýr og Lísa eru æskuvinkonur og ólust upp saman. Þær hafði alltaf langað að gera eitthvað saman og ég var með alls konar hugmyndir. Við höfðum þessa hæfileika og hæfni og við ákváðum að finna leið til þess að nýta þessa þekkingu í sameiningu,“ segir Anthony. „Lísa hefur búið í Nýja Sjálandi og London og Ýr bjó í Kaupmannahöfn um tíma en ég held að það sé ástæða fyrir því að við hittumst hér. Við komum frá ólíkum stöðum og það er ákveðin tenging sem færir okkur saman. Við höfum

Helgin 20.-22. desember 2013

svipuð gildi og okkur finnst fjölskylda skipta miklu máli,“ segir Anthony. Dóttir Anthony og Ýrar hefur fengið nafnið Mía Ísabella Bacigalupo. Lísa er gift leikstjóranum Einari Baldvini Arasyni og saman eiga þau dótturina Ólöfu Yrju Einarsdóttur. „Við erum hrifin af gamla tímanum og gamaldags munum og í raun varð nafnið Reykjavík Trading Co. til út frá því. Ég var alltaf að koma með fallega muni með mér til Íslands. Í raun þarf að flytja allt inn og þá kom hugmyndin um vöruskipti eða „trading“ til. Við völdum þetta nafn vegna þess að það hljómaði svo vel og hljómar eins og það hafi verið til í 100 ár og það er svona „old feeling“ við nafnið og sameinar Ísland og Kalíforníu. Það virðist sem fólki líki við hugtakið okkar en við eru enn mjög lítil,“ segir Timothy. „Við vildum búa til hluti sem endast vel og eru tímalausir. Þegar við byrjuðum ákváðum við að gera fáa hluti mjög vel og vörunum okkar hefur verið mjög vel tekið,“ segir Anthony. Einnig eru þau staðföst á því að vörurnar verði eingöngu framleiddar á Íslandi. Ullarhulstrin fyrir iPad frá félaginu hafa notið mikilla vinsælda en stelpurnar hönnuðu mynstrið. Þau vildu hafa útlit á þeim sem ekki væri of kvenlegt og myndi höfða til allra og fundu litablöndu sem er innblásin er af íslensku vetrarlitunum. Leðrið sem þau nota kemur frá Sauðárkróki. Hugmyndin er líka innblásin af gömlu amerísku dagbókunum en Anthony segir að iPadar séu dagbækur nútímans. „Flestum útlendingum sem við höfum talað

Ýr og Lísa ásamt dætrum sínum Míu Ísabellu og Ólöfu Yrju. Þær eru æskuvinkonur og eignuðust börnin sín í apríl síðastliðnum.

við finnst allt íslenskt mjög flott,“ segir Anthony.

Vilja gamaldags gæði

„Við viljum veita persónulega þjónustu og það er orðið frekar sjaldséð. Ég er hrifinn af því hvernig þetta gekk fyrir sig í gamla daga þegar fólk fór inn í verslun og bað búðareigandann um að búa til fyrir sig hluti sem það elskaði,“ segir Anthony. Segir hann að fólk sýni fyrirtækinu mikinn áhuga vegna þess að þau séu með alvöru íslenska framleiðslu. Þess vegna hefur félagið einbeitt sér að því að velja vel þær búðir sem selja vörurnar þeirra og nú eru það verslan-

irnar Aurum og Epal. Félagið hefur notað mikið samfélagsmiðlana til þess að koma vörum sínum á framfæri með árangursríkum hætti. „Við höfum farið í gegnum það hversu mikla framleiðslugetu við höfum og ég hef ákveðið að opna verslun í vor sem mun selja aðallega okkar vörur en líka aðrar vörur í Bandaríkjunum sem eru í svipuðum stíl,“ segir Anthony. Anthony segir að þau hafi verið heppin hingað til en að þau hafi ákveðið að fá ekki fjárfesta að borðinu og eru þau mjög meðvituð um hvernig fer fyrir mörgum fyrirtækjum á Íslandi. „Við óskum þess

EKKERT MSG ENGIN TRANSFITA ENGIN LITAREFNI

- Hrein snilld -

Í ELDAMENNSKUNA Gerðu máltíðina enn betri með teningunum frá Bong því þeir laða fram það besta úr góðu hráefni.

innilega að okkar hönnun lifi af og við á einhverjum tímapunkti grætt peninga. En við vitum að við getum ekki ætlast til þess að græða peninga strax. Við viljum stækka hægt og rólega,“ segir Anthony. Ýr og Anthony munu halda sveitabrúðkaup á nýju ári en þau hafa þó nú þegar gift sig. „En ég og Ýr áttum að hittast,“segir Anthony. Áhugasamir um geta kynnst félaginu á www.reykjaviktrading. com eða www.anthonybacigalupo. com María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


Aldrei betri!

✶✶✶✶✶

„Sá besti hefur aldrei verið betri.“ SG / MorGunblaðið

„Arnaldur sýnir allar sínar bestu hliðar … mjög vel skrifuð bók, hún er þétt með eftirminnilegum persónum.“ K b / K i l ja n

1

Topplistinn 9.–15.12.2013

www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu


60

erlent

Helgin 20.-22. desember 2013

Kynferðisbrot sýna Indland í fjötrum fortíðar Hópnauðgun í strætisvagni í Delí vakti athygli umheimsins á stöðu kynferðisbrotamála á Indlandi. Lögum var breytt og lögregla tók upp nýjar vinnureglur en gömlu viðhorfin mæta enn þolendum nauðgana og kynferðisbrota í landinu.

R

úmt ár er síðan hópnauðgun í strætisvagni í Delí vakti mikla athygli um allan heim og leiddi til fjölmennra mótmælaaðgerða á götum borgarinnar þar sem þess var krafist að lög og stofnanir Indlands veittu konum betri vernd gegn kynferðisofbeldi. Lögum var breytt og nýjar verklagsreglur teknar í notkun hjá lögreglu og dómstólum. Samt er enginn vafi á því að viðhorf fortíðarinnar ráða ennþá ríkjum við meðferð kynferðisbrotamála í landinu. Skömmu áður en nauðgunin alræmda átti sér stað í strætisvagninum í Delí átti önnur hópnauðgun sér stað í smábæ skammt frá borginni. Þá var 17 ára stúlka að ganga heim frá heimili ömmu sinnar eitt síðdegi þegar hópur ungra manna umkringdi hana, tróð henni inn í bíl og ók á afvikinn stað þar sem þeir skiptust á um að nauðga henni. Þeir tóku myndband af árásinni á farsíma og stúlkan segir að þar sjáist greinilega þegar átta menn nauðga henni. Þegar málið

komst loks fyrir dóm voru aðeins fjórir dæmdir sekir.

Þeir fengu vatn að drekka en ekki hún

Stúlkan er dalíti – ein hinna stéttlausu í samfélagi Indverja. Nauðgararnir voru af hærri stigum. Þess vegna var þeim boðið vatn að drekka þegar meðferð málsins tafðist inni í óbærilega heitum dómsalnum en hún fékk ekki neitt. Og móðir stúlkunnar hefur margt fleira við meðferð málsins að athuga: „Verjendurnir sögðu að hún hlyti að vera lauslát og spurðu af hverju hún hefði ekki verið heima hjá sér.“ Dalítar heyja harða baráttu fyrir sanngjarnri meðferð á Indlandi þar sem þeir eru hornreka á öllum sviðum þjóðlífsins en þegar kemur að kynferðisbrotum er sama hver stéttarstaða þolenda er, þeir mega alltaf búast við því að verða miðpunktur réttarhaldanna. Baráttufólk segir að þolendunum sé iðulega kennt um afbrotið. Hluti af vandanum er úrelt löggjöf landsins. Hún byggist enn á enskum hegningarlögum frá 1860. Samkvæmt þeim er eingöngu framið kynferðisbrot þegar um samfarir er að ræða. Öll önnur brot eru flokkuð sem brot á blygðunarsemi samkvæmt lögum. „Orðalag í lögunum hefur oft leitt til þess að kveðnir eru upp dómar sem byggjast á því að konan hafi ekki haft heilbrigða blygðunarkennd sem hægt að misbjóða,“

Tvær eftirminnilegar Von - Saga Amal Tamimi. Þetta er sagan af stúlkunni sem var fangelsuð af Ísraelsmönnum og flýði síðar á lífsleiðinni á ævintýralegan hátt til Íslands. Hún hefur margsinnis óttast um líf sitt og á þá einu von að komið sé fram við hana og alla aðra af virðingu. Undir hraun er einstök frásögn Sigga á Háeyri af eldgosinu í Heimaey, flóttanum upp á fastalandið og öllu því sem á eftir fylgdi.

Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is

segir Mrinal Satish lögfræðiprófessor. „Nú orðið eru slíkir dómar að vísu fáir og sjaldséðir en þetta forna og úrelta orðalag í lögunum er sjálfstætt vandamál.“ Í Delí ræddi Joanna Jolly, blaðamaður BBC, við konu sem var nauðgað af karlmanni sem hún þekkti og hafði boðið henni út í mat. Hún var í áfalli vegna þeirrar meðferðar sem hún var látin þola á sjúkrahúsinu. „Ég þurfti að bíða lengi og svo var kallað yfir móttökuna: „Hver er það sem var nauðgað?“ Læknirinn var kaldur og óvinveittur. Ég öskraði af sársauka.“ Í skýrslu læknisins sem hafði málið til meðferðar stendur að konan hafi verið ósamvinnuþýð við skoðun. Þá athugasemd notuðu verjendur nauðgarans sér óspart til þess að ráðast að konunni í réttarsalnum. Dómarinn sýknaði manninn.

Tveggja fingra prófið

Svo er það „tveggja fingra prófið“ svokallaða sem er víða beitt á Indlandi við rannsóknir kynferðisbrota. Þar er um að ræða skoðun þar sem læknir setur tvo fingur inn í leggöng til að ganga úr skugga um hvort meyjarhaft sé rofið og hvort konan virðist vera „vön kynlífi“. Upphafsmaður þessa prófs var franskur læknir sem mælti með aðferðinni á þriðja áratug síðustu aldar. „Tveggja fingra prófið“ varð svo að venju á Indlandi. Ástæðan er talin sú að breska nýlendustjórnin, sem réði landinu þar til um miðja síðustu öld, lagði áherslu á það að í dómsmálum ætti að byggja á vísindalegum rannsóknum fremur en vitnisburði frá Indverjum. Þekktur breskur læknir á 19. öld, Dr. Norman Chevers, skrifaði kennslubók um læknisfræðislega réttarheimspeki þar sem lögð er áhersla á að allir Indverjar séu óáreiðanlegir en sérstaklega konurnar, sem ljúgi meira en karlarnir. Mrinal Satish segist ennþá vera að berjast við þetta viðhorf í kynferðisbrotamálum. Þess vegna er tveggja fingra prófið notað enn í dag þótt Hæstiréttur landsins hafi fyrir 10 árum kveðið upp dóm um að saga fórnarlambsins skipti engu máli í nauðgunarmálum. Þá afstöðu áréttaði rétturinn fyrr á þessu ári og mælti um leið fyrir um að hætta ætti að láta konur gangast undir prófið við rannsóknir kynferðisbrota. „Þótt læknar í Delí og Bombay séu orðnir meðvitaðir um að beita ekki þessu prófi eru fjölmörg minni sjúkrahús í afskekktum hlutum landsins sem ekki hafa móttekið þau skilaboð,“ segir Rebecca John, lögfræðingur og baráttukona fyrir réttindum kvenna. Hún segir að þegar prófinu er beitt séu líkur á að verjendur geri mál úr niðurstöðunni í dómsalnum og dómarar leyfi þeim að komast upp með það. En þarátta fórnarlamba kynferðisofbeldis á Indlandi hefst löngu áður en komið er sjúkrahúsið eða í dómsalinn því það er ekki óalgengt að lögregla neiti að

taka á móti kærum vegna kynferðisafbrota. Þegar 17 ára dalíta-stúlkan sem nefnd var að ofan sneri sér fyrst til lögreglunnar var henni neitað um að leggja fram kæru. Faðir hennar átti við þunglyndi að stríða og þetta fékk svo á hann að hann framdi sjálfsmorð degi síðar. „Við snerum aftur og töluðum við fleiri í dalíta-samfélaginu sem stigu fram og studdu okkur,“ segir stúlkan. „Loks kom að því að fyrsti maðurinn var handtekinn. Í skýrslunni minni sagði ég að gerendurnir hefðu verið ellefu eða tólf en lögreglan handtók bara átta. Þeir sögðu: ef þú vilt að við handtökum fleiri þá skaltu finna þá sjálf.“ Suman Nalwar, yfirmaður kvenna- og barnadeildar lögreglunnar í Delí, segir að indverska lögreglan sé orðin nærgætnari en áður í umgengni við fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan í kjölfar hópnauðgunarinnar í Delí á síðasta ári hafi breytt miklu. Búið er að breyta lögum þannig að leyfilegt er að refsa lögreglumönnum sem neita að taka við kærum vegna kynferðisbrota en enn sé úrbóta þörf á mörgum sviðum. Meðal annars vanti fleiri konur til starfa í lögreglu landsins en þær eru aðeins 3% starfsmönnum lögreglunnar. „Við vildum helst láta konur rannsaka málin vegna þeirra félagslegu og siðferðislegu reglna sem eru að verki í samfélaginu. Á Indlandi eru konur hikandi við að tala um mál sem tengjast kynlífi við karlmann.“ Þótt þeim fari fjölgandi sem gagnrýna dómstóla og lögreglu á Indlandi fyrir gamaldags fordóma gegn fórnarlömbum kynferðisbrota eru enn til þeir sem telja að umbætur bjóði heim hættu á misnotkun. Feðraveldið ræður ríkjum á Indlandi, kynlíf fyrir hjónaband er almennt fordæmt og mikil áhersla er lögð á meydóm kvenna. R.S. Sodhi, hæstaréttardómari á eftirlaunum, er einn af talsmönnum slíkra viðhorfa. „Það er hægt að misnota lögin þannig að stúlka segist hafa orðið fyrir nauðgun þegar svo var ekki,“ segir hann. „Meðan þú ert ekki staðinn að verki við kynlíf, þá er allt í lagi. En um leið og það kemst upp er betra að segja að þetta hafi verið nauðgun.“ Á árinu sem er að líða hafa verið gerðar ýmis konar umbætur í meðferð kynferðisbrotamála á Indlandi. Helstu dagblöð landsins hafa líka bundist samtökum um að halda þessum málum á lofti og setja fréttir af þeim á forsíður blaðanna. Nokkur árangur hefur þess vegna náðst en baráttufólk fyrir umbótum segir að enn sé langt í land áður en hægt er að segja að Indland tryggi fórnarlömbum kynferðisbrota réttláta málsmeðferð. Heimild: BBC. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is

Staða þolenda kynferðisbrota á Indlandi fékk athygli umheimsins eftir hópnauðgun í strætisvagni í höfuðborginni Delí á síðasta ári. Í kjölfarið var efnt til fjölmennra mótmælaaðgerða í landinu þar sem krafist var dauðarefsingar yfir nauðgurunum. Mynd/Getty

Orðalag í lögunum hefur oft leitt til þess að kveðnir eru upp dómar sem byggjast á því að konan hafi ekki haft heilbrigða blygðunarkennd sem hægt að misbjóða.


ENNEMM / SÍA / NM47860


62

kvikmyndir

Helgin 20.-22. desember 2013

Gleðileg jól

EYPIS

ÓKEYPIS

EYPIS

P

EYPIS

EYPIS

EYPIS ÓKEYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

20 ljósaseríum

ÓKEYPIS

natale jólaljósatré verð 9.730 kr. verð áður 13.900 kr.

30%

afsl. af Natale ljósatrjám

ÓKEYPIS

tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is

Jólafundur Bilbós og drekans Smeygins Á öðrum degi jóla verður miðkaflinn, The Desolation of Smaug, í þríleik leikstjórans Peters Jackson um Hobbitann frumsýndur á Íslandi. Hér er óumdeilt á ferðinni jólamynd ársins enda hefur hennar verið beðið með milli eftirvæntingu. Þegar áhorfendur skildu við Bilbó Baggason og félaga hans í bíó í fyrra hafði hann komist yfir hringinn eina og nú er að því komið að hann mæti drekanum ógurlega Smeygni.

EYPIS

YPIS

Bilbó Baggason finnur dvergagullið í millikafla Hobbitans en illu heilli lúrir drekinn Smeyginn á fjársjóðnum.

%

afsl.

frá Habitat

eter Jackson skilaði frábæru verki með þríleik sínum um Hringadróttins sögu, á árabilinu 2001 – 2003, sem hann gerði af mikilli virðingu fyrir bókum J.R.R. Tolkiens. Í kjölfar velgengi myndabálksins var þegar farið að huga að því að kvikmynda forleikinn að Hringadróttins sögu, hið litla krúttlega ævintýri Hobbitinn, þar sem Bilbó Baggason vélar hringinn eina af ófétinu Gollum. Hringurinn varð síðan miðpunktur hins hnausþykka bálks Tolkiens og eins og allir vita kom það í hlut Fróða, frænda Bilbós, að koma hringnum í lóg. Það tók Jackson þó dágóðan tíma að koma sér að verki og á tímabili voru áköfustu aðdáendur Hringadróttins-myndanna úrkula vonar um að hann myndi skila forleiknum af sér. En það hafðist þótt Jackson hafi heldur betur teygt á vinnunni þegar hann ákvað að kljúfa söguna í þrjár bíómyndir. Þetta þótti full bratt enda er Hobbitinn, eftir Tolkien, eins og smásaga í samanburði við hinn mikla Hringadróttinsbálk. Jackson nær hins vegar að teygja lopann með viðbótum úr viðaukum við Hringadróttins sögu og öðru tilfallandi efni frá rithöfundinum. Í Hobbitanum er Fróði fjarri góðu gamli og Bilbó í brennidepli enda bók Tolkiens þroskasaga hins værukæra hobbita sem verður aldrei samur eftir að Gandálfur hinn grái dröslar honum með sér og föruneyti dverga í háskaför til þess að koma drekanum Smeygni, sem liggur á dvergagulli, fyrir kattarnef. Fjörið byrjaði um jólin í fyrra með fyrstu myndinni The Hobbit: An Unexpected Journey sem hófst á því að Gandálfur raskaði notalegri tilveru Bilbós með því að teyma hann í ævintýraferðina. The Hobbit: The Desolation of Smaug tekur við þar sem frá var horfið

í fyrra og hér gengur á ýmsu og Bilbó mætir meðal annars drekanum ógurlega. Jackson mun síðan ljúka sögunni að ári með The Hobbit: There and Back Again. Eftir að hafa föruneytið hefur komist lifandi í gegnum Þokufjöll heldur hópurinn áfram í austur þar sem hann kemst í kynni við marga nýja óvini, þar á meðal hina hættulegu skógarálfa og grimmar risakóngulær í Myrkraskógi. Þótt litlir kærleikar séu milli álfa og dverga leita dvergarnir eftir stuðningi álfakonungsins Þrændils þar sem sonur hans, Legolas, er kynntur til leiks. Hann var ein aðalhetjan í Hringadróttins sögu og sem fyrr leikur Orlando Bloom bogfima álfinn. Hópurinn kemst síðan til Vatnabæjar og að lokum alla leið að Einmanafjalli þar sem þeirra bíður barátta við hinn illa Smeyginn og þá reynir á Bilbó fyrir alvöru.


EGF GJAFATASKA EINSTÖK JÓLAGJÖF EGF húðvörurnar eru afrakstur íslenskrar nýsköpunar og vísindarannsókna. Þær innihalda EGF frumuvaka sem stuðlar að endurnýjun húðarinnar og gefur henni frísklegt yfirbragð.

Dekraðu við húðina EGF EGF EGF EGF

Vellíðan og betra útlit EGF Húðdropar™ 5 ml EGF Kornahreinsir 60 ml EGF Dagkrem 7 ml

Íslensk nýsköpun, hugvit og framleiðsla Fylgstu með á Facebook.com/EGFhudvorur www.egf.is

Húðdropar™ 15 ml Kornahreinsir 60 ml Dagkrem 30 ml Hárband


markhönnun ehf

BÆKUR FYRIR BRAGÐLAUKANA María Krista Hreiðarsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hafa hlotið tilnefningu til hinna virtu gourmand-verðlauna. maría krista fyrir bók sína Brauð og eftirréttir kristu í flokknum Bestu eftirrétta- og sætindabækur ársins 2013 og eva laufey í flokknum Besti matarbloggarinn ársins 2013. í bókinni Brauð og eftirréttir kristu er að finna auðvelda, fljótlega og síðast en ekki síst gómsæta eftirrétti; kökur, konfekt og brauðrétti sem henta bæði í veisluna, barnaafmælin og saumaklúbbinn. hér sýnir höfundurinn að sætindi og eftirréttir geta verið ljúffengir og spennandi þótt í þá vanti allan sykur, ger og hveiti. eva laufey kjaran hermannsdóttir hefur haldið úti afar vinsælu matarbloggi www.evalaufeykjaran.com frá síðari hluta ársins 2010. nýverið kom út bók hennar matargleði evu þar sem hún töfrar fram rúmlega 80 gómsætar uppskriftir að fjölbreyttum mat við öll tækifæri en kaflar bókarinnar eru: Forréttir | Aðalréttir | Súpur | Baksturinn ljúfi | Sætur endir. tilnefningar til gourmand verðlaunanna voru tilkynntar 15. desember s.l. en verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka. alls eru jafnaði sendar inn bækur frá yfir 150 löndum í keppnina og því um harða samkeppni að ræða. keppnin fer þannig fram að bækur eru tilnefndar til hinna ýmsu flokka en jafnframt er valinn sigurvegari hvers lands fyrir sig sem keppir um aðalverðlaunin.

matarGleði evu

eva laufey kjaran hermannsd.

3.443 kr

brauð oG eftirréttir

verðlaunaafhendingin fer fram í Beijing í maí á næsta ári.

maría krista hreiðarsd

2.919 kr

Svipmyndir úr Síldarbæ 2

GenGið með fiSkum

kallar Hann miG…

jón páll - æviSaGa

3.692 kr

3.983 kr

3.962 kr

3.953 kr

Slóð Hvítu fjaðranna

bara börn

Brynja sif skúladóttir

patti smith

von

2.960kr

2.594 kr

2.963 kr

Örlygur krisfinnsson

pálmi gunnarsson

r u k æ b

sigrún elíasdóttir

kristjana guðBrandsdóttir

sÖlvi tryggvason

pabbinn

Bjarni haukur þórsson

2.594 kr


Gildir 20. - 22. des. 2013

Hér HeilSaSt Skipin

17.493 kr

StanGveiði á íSlandi

19.713kr Þú færð jólabókina í nettó

HáSki í Hafi

illugi jÖkulsson

3.443 kr

læknirinn í eldHúSinu

ragnar freyr ingvarsson

4.943

SaGan af jóa

afbriGði

2.753 kr

3.443 kr

þrÖstur jóhannesson

kr

veronica roth

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi Höfn · Grindavík · Reykjanesbær Borgarnes · Egilsstaðir Selfoss · Akureyri


66

úttekt

Helgin 20.-22. desember 2013

Inn og út um jólin Nú er hún að detta inn, hátíð ljóss og friðar. Það er bara að komast í gegnum helgina og þá eru jólin komin. En jólin eru ekki bara hátíð barnanna því fullorðna fólkið fær langþráðan frípassa í mat og drykk. Sem þýðir bara eitt. Það sem fer inn, þarf líka að komast út.

Þ

að þurfa jú allir að hægja sér og miðað við allan jólamatinn má gera ráð fyrir því að oftar þurfi á klósettið en í venjulegu árferði. Það kemur kannski einhverjum á óvart en meðalmaðurinn „losar“ sem nemur tveimur meðalmönnum ár hvert. Eða um 160 kílóum á ári. Til að setja hlutina í samhengi var körfuboltastjarnan og semírisinn Shaquille O’Neal 147 kíló þegar hann var upp á sitt besta. Þannig að það er einn Shaq plús – sem kemur út um görnina ár hvert.

Ekkert skrans og lítill fnykur

Ekki of seint í rassinn gripið

Ekkert er vitað um klósettferðir kvenna en það eru bara til tvenns konar menn. Þeir sem brjóta klósettpappírinn saman og svo þeir sem krumpa í bolta. En sama hvaða skeinitækni menn nota, allir þurfa á salernið. Þar sem það er óhollt að halda í sér og getur skapað alls konar kvilla er betra að fara á klósettið þegar náttúran kallar. En klósettferðir í fínni veislum eru oft erfiðar. Því er um að gera að dusta rykið svolítið af klósettedikettunum.

Í boði hjá fínum frænkum er blátt bann við að skilja eftir skrans. Best að finna klósettburstann áður en sest er. Svo ekki komi upp fát að verki loknu ef einhver tekur fast í hurðarhúninn. Ef við þessa leit finnst drullusokkur er ekki verra að vita hvar hann er. Bara til öryggis. En til að þurfa ekki á drulluháleistanum að halda er oft gott sturta í hálfleik. Passa þó að sitja ekki alveg þegar þrýst er á sturttakkann. Því það vill enginn klósettvatn á strákana sína. Þeir allra tillitssömustu mæta með gamaldags eldspýtur og kveikja á einni, tveimur til að hylja mesta fnykinn. Ef það er gluggi er líka gott að opna hann í stutta stund. Ef veður leyfir. Örþrifaráð er að freistast til þess að spreyja ilmvatni eða öðrum hreinsiefnum. Kúkafýluilmvatnsbland er þó ekki endilega betri en hrein stybban.

Byrjum á byrjuninni

Flóterar

Þótt hér sé verið að ræða um það sem kemur út um óæðri endann má byrja á einni grundvallarreglu, drengir – og hún er þessi: Það er bannað að pissa yfir setuna. Henni þarf að lyfta upp og alla dropa sem ekki hitta skálina þarf að þurrka upp. En að hægðunum. Þeir sem leggja á, það er að segja breiða klósettpappír yfir setuna. Best er að nota 3,1, 2 tæknina (sjá mynd). Það er stöðugasta leiðin til að mynda smá gjá milli þín og næsta manns á undan. Svona í huganum í það minnsta. Passa svo að allur pappírinn fari svo ofan í klósettið þegar ferðinni lýkur.

Ef það kemur upp flóter, þessir hvimleiðu gaurar sem fljóta ofan á vatninu og vilja oft á tíðum alls ekki skolast burtu, þarf að vinna í málinu. Ekki freistast til þess að flýja af hólmi eins og svo margur. En þeir koma ekki hjá öllum sem betur fer. Aðeins þriðjungur manna framleiðir metangasið sem lyftir lurkunum upp. Besta ráðið til að losna almennilega við þá er að breiða yfir þá talsvert magn af pappír og skola svo aftur niður. Ef rúllan klárast þarf að setja nýja. Henni þarf líka að snúa rétt. Pappírinn á að leka yfir rúlluna en ekki flapsa undir henni.

Teikningar/Hari

Fjölbreytt

úrval hljóðfæra fyrir byrjendur sem lengra komna. PIPAR\TBWA · SÍA · 133434

Komdu í heimsókn eða kíktu á vefverslunina okkar á rin.is

Aldrei meira úrval!

3,1,2 tæknin er best með tilliti til stöðugleika á setunni auk þess sem hún brúar bilið milli umhverfis meðvitundar og sýklafælni.

Hámarkstími

HLJÓÐFÆRAVERSLUN Brautarholt 2 105 Reykjavík Sími 551 7692 Opið mán.–fös. 10–18 og lau. 12-15

Í veislum er bannað að taka með sér lesefni. Þetta er heldur ekki rétti tíminn til að taka nokkra leiki í Quizup eða klára loksins erfiða borðið í Angry Birds. Nei, í jólaboðinu er þetta svona inn og út dæmi. Það er líka óhollt að sitja of lengi og rembast. Endar bara á einum stað. Hjá heimilislækninum með gyllinæð. Ef röð myndast fyrir utan dyrnar á meðan hægðunum stendur er best að halda haus og gera létt grín að öllu saman. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is


Takk fyrir

frábærar viðtökur!

Fáðu þér

Quick Window! Fáanlegt

í öllum regnbogans litum! · 5.2" Full HD IPS+ skjár · 2.26 GHz Qualcomm® Snapdragon™ 800 Fjórkarna Örgjörvi · Einstök 13MP myndavél með fljótandi linsu (OIS) · 3.000 mAh SIO+ rafhlaða · 4G · Android 4.2.2 stýrikerfi · 32GB minni · 2GB vinnsluminni

www.lgsimar.is/lg2

Lífið er gott


68

viðtal

Helgin 20.-22. desember 2013

Ragnar Freyr Ingvarsson ætlar að kenna fólki að elda góðan mat á einfaldan hátt í matreiðsluþáttunum sem teknir verða upp í eldhúsinu hans í Lundi.

Íslenskur Mosa-agat náttúrulegur fjársjóður

Læknirinn í sjónvarpinu

Glæsilegar jólagjafir DAISY LOKKAR

21.900 kr.

DAISY HÁLSMEN

18.900 kr. DAISY HRINGUR

29.900 kr.

Ný vefverslun á michelsen.is

Laugavegi 15 - 101 Reykjavík - sími 511 1900 - www.michelsen.is

Ný þáttaröð með lækninum í eldhúsinu, Ragnari Frey Ingvarssyni, er í vinnslu og verður sýnd á SkjáEinum með vorinu. Ragnar er gigtarlæknir í Lundi og verða þættirnir teknir upp í eldhúsinu hans þar. Hann gaf út sína fyrstu matreiðslubók fyrir jólin og seldist fyrsta prentun upp á mettíma. Fjölskylda Ragnars verður honum innan handar í nýju þáttunum.

R

agnar Freyr Ingvarsson hefur notið mikilla vinsælda sem matarbloggari undir heitinu „Læknirinn í eldhúsinu“ og fyrir jólin gaf hann út veglega matreiðslubók undir sama nafni sem hentar bæði byrjendum í eldhúsinu og lengra komnum. Í framhaldi af þessum vinsældum er hafin vinna við matreiðsluþætti með Ragnari sem sýndir verða á SkjáEinum með vorinu. „Bókinni minni hefur verið ákaflega vel tekið og ég er óendanlega þakklátur fyrir þessar hlýju móttökur. Ég finn aðallega fyrir gleði í hjartanu og spenningi að þetta áhugamál mitt skuli vera orðið svo verðlaunandi þáttur í lífi mínu. Og það er vissulega gaman að svona margir hafi áhuga á því sem ég er að sýsla í eldhúsinu,“ segir hann. Ragnar býr í Lundi í Svíþjóð þar sem hann starfar sem gigtarlæknir. Hann er giftur Snædísi Evu Sigurðardóttur sálfræðingi. „Við erum búin að vera saman 17 ár núna um áramótin – gift í næstum 14 ár,“ segir hann. Saman eiga þau þrjú börn, Valdísi Eik 13 ára, Vilhjálm Bjarka 8 ára og Ragnhildi

Eitthvað sem er fullt af aukaefnum verður aldrei á boðstólum hjá mér.

Láru 16 mánaða, og munu fjölskyldumeðlimirnir koma við sögu í nýju þáttunum sem teknir verða upp á heimili þeirra í Lundi. Hann segir að þættirnir verði um alvöru mat. „Ég ætla að sýna hvað það er í raun einfalt að elda góðan mat frá grunni. Það eina sem þarf er áhugi. Mér finnst ótrúlega gaman að elda mat, að borða góðan mat, njóta góðra vína, að njóta þess með vinum og vandamönnum. Svo finnst mér ofsalega gaman að tala um mat og að skrifa um matinn sem ég er að elda.“ Ragnari vefst tunga um tönn, aðspurður hvað honum finnist skemmtilegast að elda, og segir loks að honum finnist gaman að elda allan mat. „Sérstaklega eitthvað sem tekur tíma en þarf þó ekki að vera flókið.“ Hann leggur áherslu á að góður matur sé eldaður frá grunni. „Það þarf að hafa gaman af matargerðinni og það allra mikilvægasta er að borða matinn saman við matarborðið og deila þannig matnum og deginum saman.“ Ragnar segir að hann myndi aldrei nokkurn tímann bjóða upp á tilbúinn mat í matarboði. „Eitthvað sem er fullt af aukaefnum verður aldrei á boðstólum hjá mér.“ Og hann hefur einfalt en þó mikilvægt ráð til fólks fyrir jólahátíðina, þá miklu matarhátíð: „Kaupið gott hráefni. Þá verður eftirleikurinn einfaldur.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is



70

bækur

Helgin 20.-22. desember 2013

Átök um landsdóm og prófkjör Ár Drekans – Dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum er dagbók Össurar Skarphéðinssonar frá árinu 2012 en þá var Össur utanríkisráðherra. Við birtum hér brot úr bókinni þar sem þráðurinn í frásögninni fjallar um þau átök sem urðu í þingflokki Samfylkingarinnar um tillögu um að draga til baka Landsdómsmálið gegn Geir Haarde snemma árs og um áhrifin sem Össur telur að þau átök hafi haft á prófkjörsbaráttu sína um haustið. Miðvikudagur 22. febrúar

Á

rni Þór er snöggur að hringja viðvörunarbjöllum og ég er varla kominn í þingið þegar Steingrímur J. Sigfússon biður mig um samtal. Það er þurrt. Hann talar og ég hlusta. Ég er í engu skapi til að leika slökkvilið þessa dagana fyrir hann og Jóhönnu. Það styttist í að landsdómsmálið komi aftur til þingsins úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þá ræðst hvort ákæran á Geir verður afturkölluð eða málið gangi til dóms. Ég heyri af miklum þrýstingi á suma þingmenn okkar sem hafa verið svipaðrar skoðunar og ég. Öllum er ljóst að undirskriftasöfnunin er einungis til að pressa á okkur – og af margra hendi hótun um makleg málagjöld. Í þingflokknum vilja nokkrir þingmenn að málið verði svæft svefninum langa í nefndinni sem hefur það til umfjöllunar en Valgerður Bjarnadóttir, formaður nefndarinnar, mylur

þingmenn undir sig í myndugri tölu. Hún segir réttilega að það sé subbuskapur og vill ljúka því með atkvæðagreiðslu í þinginu. Sjálf er hún á móti afturköllun. Mín afstaða byggist hins vegar á því að ég tel minni líkur en meiri á sakfellingu og stjórnarskráin segir mér að fara að þeirri sannfæringu. Ég bifast ekki í henni þrátt fyrir hótanir um að hefna þess í prófkjöri sem hallist á Alþingi. [...]

Fimmtudagur 1. mars

Ég mæti hálftíma fyrir atkvæðagreiðsluna. Þar verður tekist á um hvort eigi að samþykkja frávísun á tillögu Bjarna Benediktssonar um að afturkalla ákæruna á Geir H. Haarde. Mér reiknast svo til að munurinn verði 3-5 atkvæði. Í september 2010 greiddu ellefu þingmenn Samfylkingar atkvæði gegn landsdómi. Nú erum við tvö. Afgangurinn er ýmist fjarri, sumir telja tillöguna íhlutun

í dómsmál, aðra er búið að skelfa til hlýðni. Barsmíðarnar í flokknum hafa skilað drjúgum árangri. Sjálfstæðismenn hafa fundið taplykt síðustu daga. Í gær sagði ég Birgi Ármannssyni og Ólöfu Nordal að málið virtist rækilega tapað. „Það er bara svona,“ sagði Ólöf og yppti öxlum, vondauf. Í matsalnum erum við Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttamaður alein. Hún spyr hvernig fari. Ég segi henni að frávísun verði samþykkt nokkuð rösklega. Hún er sammála mér um að móðurinn sé úr Sjálfstæðisflokknum. Ég sest einn við borð fyrir miðju út við gluggann. Stundum fæ ég mér kaffi þar á morgnana og læt tímann standa kyrran meðan ég horfi yfir Alþingisgarðinn og Kirkjustrætið upp í gluggann á gamla bekknum mínum í MR. Milli þessara húsa, Menntaskólans og Alþingishússins, er eiginlega strengurinn í lífi mínu. Þar sá ég Árnýju fyrst í hópi glaðra stúlkna, glæsilega og hávaxna ballerínu með heillandi bros. Þær réðust inn í strákabekkinn og rændu ritvélum okkar drengjanna. Þann dag varð ekki aftur snúið frekar en í dag. Þá lá líka ískaldur snjór yfir öllu eins og núna. Nokkrum þingmönnum úr stjórnarandstöðunni snjóar inn og setjast hjá mér. Þegar mínir eigin þingmenn tínast í kaffi sit ég í miðju myrkra-

Nýir og glæsilegir staðir PLANET PIZZA PIZZA GRILL 5 444444 PIZZA.IS Seljabraut 54 og Langarima 21 Take-away - Heimsending

JÓLATILBOÐ!

Þú sækir stóra pizzu, 2 lítra gos og stóran skammt af frönskum og færð aðra stóra pizzu frítt með. Greitt er fyrir dýrari pizzuna!

eða 20% afsláttur af pizzum þegar þú sækir (gildir ekki með öðrum tilboðum)

Pizzur - Hamborgarar - Pítur - Franskar - Salöt

Sími 5 444444

aflanna. Við hlið mér eru Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson og sjálfur myrkrahöfðingi málsins, Bjarni Benediktsson. Þetta lítur út eins og samsærisfundur og félagar mínir kasta ekki einu sinni á mig kveðju. Við kaffivélina við hlið eins þeirra spyr ég hvort hann sé hættur að heilsa. Hann strunsar burt og lætur falla orð um að ég sé kominn í þann hóp þar sem skel hæfi kjafti. Það er augljóst hver er svikari dagsins. Þegar nálgast þingfund er andrúmsloftið þrungið spennu. Einhver segir að það megi skera það með hníf. Í atkvæðagreiðslunni er næstum fullt hús. Sextíu og einn þingmaður er mættur. Þeim er mikið niðri fyrir og sautján halda stuttar tölur um atkvæðagreiðsluna sjálfa. Það er krafist nafnakalls og átján þingmenn gera grein fyrir atkvæði sínu. Mér er fullkomlega ljóst að stuðningur minn við tillögu Bjarna er líklega minnst fallinn til að afla mér vinsælda í eigin röðum. En sannfæring mín er byggð á yfirvegun, analýsum og lestri málsins. Ég hef brutt gögnin, líka þau sem voru í lokuðum möppum á sínum tíma og enginn fékk að lesa nema þingmenn. Í mínum huga er enginn efi að það eru mun minni líkur en meiri á sakfellingu Geirs. Þegar röðin kemur að mér er léttir að því að segja nei-ið. Árni Páll Árnason skýrir hjásetu sína og skýtur um leið föstu skoti með því að segja umbúðalaust að ýmsir þingmenn hafi greitt atkvæði með ákæru árið 2010 á pólitískum forsendum. Sigmundur Ernir Rúnarsson fer alla leið yfir og greiðir atkvæði með frávísun. Þegar upp er staðið erum við Ásta R. Jóhannesdóttir þingforseti þau einu af þingmönnum Samfylkingarinnar sem

greiða atkvæði gegn frávísun. Hjá VG greiða atkvæði á sama veg og við Ásta þau Ögmundur Jónasson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ásamt Jóni Bjarnasyni sem líklegast má ennþá telja stjórnarliða. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson nær ekki nema þremur framsóknarmönnum með sér gegn frávísun. Fimm þingmenn Framsóknar greiða atkvæði andstætt formanninum þrátt fyrir sterk rök hans í atkvæðaskýringu. Eygló Harðardóttir, ritari Framsóknar, gefur ekkert fyrir sterk rök hans gegn frávísun. Hún telur engar málefnalegar ástæður hafa komið fram gegn frávísun, aðeins „af því bara“-röksemdir. Eygló er efni í anarkískan skæruliðaforingja og á eftir að reynast formanni sínum erfið. Atkvæðagreiðslan fer 33:27. Einn situr hjá. Tveir eru fjarverandi. Frávísun er samþykkt. Tillaga Bjarna um afturköllun ákæru á hendur Geir kemur því ekki til efnislegrar afgreiðslu. Það líður feginsstuna upp frá stjórnarforystunni. Ríkisstjórnin fellur ekki á þessari atkvæðagreiðslu. Um leið slaknar á spennunni og skjálftamiðjan færist. Hún skilur samt eftir kolsprungna jörð í þingflokknum. Ég er andlega og líkamlega dasaður þegar ég skrönglast upp stigana á Vesturgötu um kvöldið. [...]

Fimmtudagur 15. nóvember

„Þau svífast einskis,“ segir Birgir Dýrfjörð þegar hann hringir eldsnemma og staðfestir tíðindin frá Stefáni Gunnarssyni kvöldið áður. Birgir kveðst hafa fylgt gestum til dyra rétt fyrir klukkan tvö um nóttina. Í


Drottning spennusögunnar anddyrinu hafi þvælst fyrir fótum hans bréf sem greinilega hafi verið hent inn án þess að nokkur gerði vart við sig. Í bréfinu tilkynni Stefán Benediktsson, formaður kjörstjórnar, að berist ekki persónulegar staðfestingar allra nýrra félaga í Rósinni fyrir klukkan 13 í dag verði þeir teknir út af kjörskrá – og fá ekki að taka þátt í prófkjörinu. „Ég veit ekki hvað er að þessu fólki,“ segir Birgir. „Hvernig halda menn að það sé hægt að kjósa án þess að sanna hver viðkomandi er?“ Hann er fokreiður og fær Sigurð G. Guðjónsson til að útbúa skriflega kæru til úrskurðarnefndar flokksins og krefjast þess að ákvörðun kjörstjórnarinnar verði felld úr gildi. Hæstaréttarlögmaðurinn er snöggur að semja greinargóða kæru og koma henni í réttar hendur. Eftirgrennslan leiðir í ljós að ákvörðunin var tekin í ágreiningi innan kjörstjórnarinnar. Það er ekki upplýst hvaða meðframbjóðandi minn kærði – og ég spyr aldrei. Ég á stutt símtal við lögmanninn seint um kvöldið. Sigurður G. segir að þetta sé hrein lögleysa. Í fyrsta lagi sé framlagning lista Rósarinnar í samræmi við flokkslögin. Í öðru lagi hafi listunum verið skilað inn á skrifstofu flokksins fyrir auglýstan frest og starfsmenn hennar hafi engar athugasemdir gert við þá. í þriðja lagi hafi á annað hundrað manns úr Kraganum gengið í Rósina með nákvæmlega sama hætti og fengið óáreitt að taka þátt í prófkjöri flokksins í því kjördæmi. Í fjórða lagi sé búið að gefa út kjörskrá sem kjörstjórnin hafi samþykkt og þess séu engin dæmi í heiminum að menn séu sviptir kosningarétti eftir að vera samþykktir inn á kjörskrá. Í fimmta lagi hafi hluti þessara umdeildu félaga nú þegar tekið þátt í prófkjörinu með því að greiða atkvæði utan kjörstaðar á skrifstofu flokksins á Hallveigarstíg. Með jafnræðisrökum sé því ekki hægt að láta ákvörðun kjörstjórnarinnar standa. Í sjötta lagi séu einungis veittar fimm „virkar“ klukkustundir til að ná persónulegri staðfestingu hundraða manna. Það sé svo augljóslega ósanngjarnt að útilokað sé að ákvörðunin standist. Þetta eru pottþétt rök. En atlaga er atlaga og þá skirrast menn einskis.

Föstudagur 16. nóvember

Þegar ég kem á ógnarlangan ríkisstjórnarfund er allt orðið vitlaust í fjölmiðlum. Inn á fundinn berast mér fregnir um að úrskurðarnefnd hafi ekki setið lengi yfir kæru Sigurðar G. Guðjónssonar f.h. Rósarinnar. Henni er hafnað. Fyrir utan þá 350 sem gengu í flokkinn á vegum minnar sveitar kemur í ljós að heildarfjöldi þeirra sem voru á listum nýrra félaga Rósarinnar voru um 700. Þeim er öllum hent út úr flokknum. Framhald á næstu opnu

Ný bók eftir drottningu spennusagnanna Mary Higgins Clark. Dr. Lyons er myrtur og grunur fellur á ekkju hans. Dóttur þeirra bíður hið vandasama verk að hreinsa nafn móður sinnar og finna morðingja föður síns. Mary Higgins Clark er enginn nýliði í ritun glæpasagna en eftir hana liggja yfir 30 spennusögur sem selst hafa í milljónum eintaka um allan heim. Nú einnig sem kilja

Bert er bestur Bert er ástfanginn eina ferðina enn. Til að fanga athygli stelpunnar skráir hann sig í leiklistarhóp með kostulegum afleiðingum. Prakkarinn Bert er samur við sig í þessari nýju bók.

Hvolpurinn Depill

Fróðleiksbók handa börnum Depill er týndur og

Vísindi og fræði kynnt á

mamma hans, Doppa

auðskilinn og skemmtilegan

er að leita að honum.

hátt. Nákvæmar myndir

Börnin hjálpa Doppu

sýna efnið í smáatriðum

að leita með því að

og undir flipum leynast

lyfta flipum og sjá

spennandi þekkingarmolar.

hvað leynist undir

Aðgengilegur texti sem

þeim.

börnin lesa sjálf eða er lesinn fyrir þau.

Áttaðu þig á tilgangi lífs þíns Loksins fáanleg á ný, nú í kilju eftir höfund metsölubókarinnar Mátturinn í núinu. Vegvísir að hamingju og heilbrigði. „Megintilgangur þessarar bókar er ekki að bæta nýrri vitneskju eða skoðunum í huga þinn eða reyna að sannfæra þig um eitt eða neitt, heldur stuðla að vitundarbreytingu, það er að segja vakningu. Þessi bók fjallar um þig ...“

Smiler getur breytt öllu Í þessari bók lærir þú um mátt þess að brosa og hve megnug við erum að skapa. Sannar sögur höfundar krydda á skemmtilegan hátt mátt þessarar speki. „Hér er dásamleg staðfesting á því að hægt er að finna – og svo sannarlega skapa – kærleika og gleði í lífinu öllu, með verkfæri sem þig mun undra hversu auðvelt er að nota. Þetta er bók sem getur breytt lífi allra, alls staðar.“ Neale Donald Walsch, höfundur metsölubókanna Samræður við Guð. Bókin er bæði á íslensku og ensku.

bokaforlagidbifrost@simnet.is Sími 511 2400

Axis óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári.

Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Fax 535 4301 • Netfang axis@axis.is • Heimasíða www.axis.is


bækur

Smössin dynja inn í hljóðlausan símann. Stuðningsmenn mínir telja þetta hreint kosningasvindl. Ég sit hinn rólegasti út allan fundinn. Í fjölmiðlum er sótt að Stefáni Benediktssyni, formanni kjörstjórnar. Hann ver sig með því að vísa til þess að mikið hafi borist af kvörtunum frá fólki sem hafi fengið kynningarefni og upphringingar og kannist ekki við að vera í flokknum. Annar frambjóðandi segir hins vegar við Eyjuna að það sé alltaf eitthvað um að fólk sem hringt er í vegna prófkjörsins kannist ekki við að vera í flokknum. Það sé þó fráleitt bundið við félaga í Rósinni: „Mínir úthringjarar hafa líka lent á fólki sem var skráð í Samfylkingarfélag Reykjavíkur og önnur aðildarfélög flokksins sem taldi sig ekki vera í flokknum. Í heild er þetta aðeins lítið brot af þeim sem skráðir eru á lista flokksins.“ Sjálfur þekki ég flokksskrána. Hún er samsafn úr gömlum flokksskrám Alþýðuflokksins, Kvennalistans, Þjóðvaka, Alþýðubandalagsins og ofan í kaupið úr hefðbundnum smölunum í prófkjörum og formannskosningum. Síðustu 12-13 árin hafa frambjóðendur komið í burtreiðar prófkjara með sæg stuðningsmanna sem margir eru fyrir löngu búnir að gleyma því að fyrir árum eða áratug skráðu þeir sig í flokk til að fylgja sínum frambjóðanda. Menn gefast ekki upp þótt á móti blási. Ég set upp stassjón í stofunni á Vesturgötunni, kalla til mín harðasta kjarnann í hvelli. Við útbúum eyðublað og mönnum bíla til að leita uppi stuðningsfólk okkar og láta það kæra sig inn á kjörskrá með persónulega undirritaðri kæru. Það hlýtur fjandakornið að vera staðfesting á því að viðkomandi hefur einbeittan vilja til

Helgin 20.-22. desember 2013

að vera í flokknum! Um kvöldið hafa hátt í hundrað manns undirritað kærur og Sigurður G. Guðjónsson hrl. fer með þær til kjörstjórnarinnar. Kæra, undirrituð af einstaklingi, er eins skýr persónuleg staðfesting og hægt er að hugsa sér á vilja viðkomandi til að vera félagi í stjórnmálaflokki. Kærunum er umsvifalítið hafnað. Fyrir því eru engin rök gefin. Menn eru staðráðnir í að koma þessum atkvæðum fyrir kattarnef. „Hvílíkt offors,“ segir Einar Karl Haraldsson á herráðsfundi upp úr miðnætti. „Þetta lið ætlar bara að drepa þig hvað sem það kostar – jafnvel þótt það kosti Samfylkinguna líftóruna.“

Laugardagur 17. nóvember

Birgir Dýrfjörð, formaður Rósarinnar, er harðorður í fjölmiðlum og kallar framkomu kjörstjórnar ýmist „lúalega“ eða „svívirðilega“. Hann skefur ekki utan af orðum sínum og kallar þetta „samsæri“. Á forsíðu Fréttablaðsins kveðst hann hafa leitað eftir því strax á mánudag við formann kjörstjórnar hvort hann þyrfti að senda inn staðfestingar á nýskráningunum en verið sagt að þess gerðist ekki þörf. Búið væri að samþykkja kjörskrá og senda út eftir henni. Á fimmtudag hafi hins vegar komið fram krafa um staðfestingar – og honum gefinn örstuttur frestur til þess. „Ég geri engar athugasemdir við að vera krafinn um staðfestingar,“ segir Birgir í forsíðufréttinni. „Ég leitaði eftir upplýsingum um það á mánudag, en var sagt að þess þyrfti ekki. Það er svívirðileg framkoma og þannig getur fólk ekki hagað sér.“ Hann er jafnómyrkur í máli á Vísi. is. „Þetta er samsæri á lúalegasta máta sem um getur, okkur voru

gefnir fimm virkir tímar til þess að klára þetta.“ Um morguninn þegar mönnum er orðið ljóst hvað er á seyði brýst út gríðarleg reiði í harðasta kjarnanum. Menn vilja ganga úr flokknum, marsera á Jóhönnu Sigurðardóttur, slíta ríkisstjórn ef hægt er – og láta vaða á súðum bræðinnar. Öflugur stokkur vill stöðva prófkjörið með lögbanni. Menn hafa talað við Sigurð G. Guðjónsson, lögmann Rósarinnar, sem segir það engum vandkvæðum bundið og telur sig öruggan um að vinna málið að lokum fyrir dómstólum. Ég tek öllum slíkum hugmyndum af og frá. Fyrsti formaður Samfylkingarinnar sprengir ekki sinn eigin flokk í loft upp. Þá er betra að tapa sætinu. Í hjarta mínu er ég eigi að síður viss um að þótt allt fari á versta veg er ég yfir í flokksstabbanum. Vinnum frekar úr stöðunni – segi ég við mitt fólk og bendi á yfirlýsingar Stefáns Benediktssonar, formanns kjörstjórnar. Hann virðist með böggum hildar yfir ákvörðun kjörstjórnarinnar og áréttar á Vísi.is að skráðir meðlimir Rósarinnar geti kært ákvörðunina samhliða því sem þeir kjósa í prófkjörinu. – „Tökum hann á orðinu,“ segi ég við mína sveit og vil ná sem flestum á kjörstað í Laugardalshöllinni þar sem hægt er að kjósa upp á gamla mátann seinni dag prófkjörsins, laugardag. Við förum á útopnuðu í að ná sem flestum hinna brottreknu á kjörstað, símalínurnar glóa og við erum með heilan flota af bílum á keyrslu. Inni í Laugardalshöll fá allir að kjósa. Atkvæði þeirra eru sett til hliðar og kjörstjórn á að úrskurða síðar í dag um gildi þeirra. Þegar ég fer sjálfur að kjósa klukkan hálffimm er iðandi kös á kjörstað í Laugardalshöll. Ég þekki fjölmarga og mér virðist

Myndir/Hari

72

sem langmest af þessu fólki sé komið til að styðja mig í efsta sætið. Mitt fólk er á fleygiferð og meðan ég stend við drjúga stund hitti ég margt af því önnum kafið við að koma með mannskap á kjörstað. Þegar kosningu er lokið gef ég mér tíma til að sækja Birtu sem er að koma úr sumarbústað með vinkonu sinni. Ég slekk á óstöðvandi muldri símans og við feðginin spjöllum um heima og geima. Dramatík er alltaf spiluð niður á heimavígstöðvunum. Þegar hún fer úr bílnum heima á Vesturgötu spyr hún áhyggjufull hvort ég muni ekki vinna. „Örugglega,“ svara ég, „alltaf fljótastur á endasprettinum.“ Hún kveður glöð. Þegar ég hitti liðið telst Stefáni Gunnarssyni húsasmíðameistara svo til að samtals hafi yfir 200 manns á okkar vegum kært sig inn á kjörskrá, annaðhvort með yfirlýsingu í gær eða með því að mæta á kjörstað í Laugardalshöllinni. Verði þessi atkvæði tekin gild erum við

örugg um pottþéttan sigur í efsta sætið. Kjörstjórnin er hins vegar að reka önnur erindi en þeirra sem hafa skráð sig í flokkinn gegnum Rósina. Hún heldur sínu striki og úrskurðar öll atkvæðin ógild! Það dugar sem sagt ekki til að verða félagi í Samfylkingunni að menn geti sýnt nafn sitt á flokksskránni, mæti í holdi og blóði á kjörstað með persónuskilríki og kæri sig skriflega inn á kjörskrána. Í augum kjörstjórnarinnar er það ekki nægileg staðfesting á að þeir hafi einbeittan vilja til að vera félagar í Samfylkingunni. Ekki ef þeir eru skráðir gegnum Rósina. Um kvöldið sigra ég Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur í hólmgöngu um leiðtogasætið í Reykjavík. Ár drekans – Dagbók utanríkisráðherra á umbrotatímum Össur Skarphéðinsson Kilja, Sögur útgáfa, 378 blaðsíður, 2013

K

O

R

T

E

R

.

I

S

takjöt u a n g n u t íslensk


ÍSLENSKA SIA.IS ODD 67094 12/13

UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA

Nýtt ár með þínu sniði

Oddi hefur gegnum tíðina unnið með íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum að hönnun og nýsköpun sem hvarvetna vekur undrun og aðdáun. Við þökkum hugvitsamlegt samstarf við íslenskan iðnað á árinu sem er að líða og hlökkum til að framleiða hugmyndir utan um nýstárlega hönnun á nýju ári.

Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is

Umbúðir og prentun


74

jólakrossgáta

Helgin 20.-22. desember 2013

HRÆRIGRAUTUR

STÆÐA

HITA

ÁTT

GOÐSAGNAVERA

RABBA

HRESSIR

KÆRLEIKS KLAKAVATN

STRUNS

TVEIR EINS

SKÓFLA

SKÍNA

BÖLVANLEGA

MÆLIEINING

NAUMUR

KVK NAFN

ENGI

ÍÞRÓTTAFÉLAG

UMSTANG

FLOKKA GLÆSIBÍLL

INNYFLI

NÚMER

ATAÐUR SKIPAÐ NIÐUR

KLAKI

SÓDI ÓNÆÐI

VANRÆKTUR

KARL VITFIRRING

REIKA

HRINDING

ÓÞEKKUR VÍSA LEIÐ

SKÍTUR

KEYRA

SKURÐBRÚN

KRÚS

SAUMA

RIMPA

EINSÖNGUR

BÁTUR

ÓLGU

GIFTA

DINGULL

KUSK

TVEIR EINS

RISPA

HEILAN

VÍÐÓMA

GRASÞÖKUR GEÐVONSKA

ANDSTAÐA

TVEIR EINS

EKKI MARGIR

ANNRÍKI

BARNINGUR

FESTA LAUSLEGA

ÓGRYNNI

YFIRLIÐ

TALA ÁSTRÍÐA ÚTFALL TEYGJA

MÁLHELTI

FÁLM

NAM BURT

BÚSTAÐUR

STYKKI

FJALLSTINDUR

SVÍVIRÐA

MJÖG

ÓSKERTA

ÆTTGÖFGI

TVEIR EINS

FLEY YFIRBORÐ

ÖRLÁTUR

LJÓÐUR

HÁVAÐI TATARA ÍRAFÁR ÓSOÐINN

SMÁPENINGAR

DRALLA

BRAUÐGERÐ

ALDRAÐUR

KAPP GEIGUR

MÁLMUR

AFSPURN FLAUMUR

SVÖRÐ TUNNU

SELUR

HNAPPA JAFNVEL

ÍLÁT UNG

NIÐURFELLING OTA

HÓTUN

TÓNVERK

MJÖG

ÁLITS UMTURNUN

BÓKSTAFUR LANDSPILDA

YNDI

ÞESSI

GALLSÚR

SLÆMA

MÁNUÐUR

FJÖLDI

SÓLUNDA

HEIMILDA

HARMUR

LÖGMÁL

GETRAUN

UMSKRIFA

TÆFA

ÁTT

SAMTÖK

FEIKN

SAMTALS

ÍÞRÓTTAFÉLAG

ALGJÖRLEGA

FISKUR

SKILJA

SKEMMA

BJARGBRÚN

TÍMABIL

AÐ LOKUM

ILMUR

ÓLUKKA

ALUR

SLEIPUR

MÁLEINING

ÆXLUNARKORN

KAPÍTULI

ASNI

NIÐUR

ARÐA

RÖND

SKREF

BOGI

BORÐBÚNAÐUR

SLITLAG

TRAUST

AUKREITIS

ÓBUNDINN

MEGINHAF

FÆÐA

MÆLIEINING

SVIKULL

SKST. ÓNEFNDUR SVEIFLA

HÚSFREYJA

Á FÆTI

FAG

MÁTA

ÁRSTÍÐ

UNG STÚLKA SKÓLI

KIRTILL

SKOKK

INNKIRTILL

FLANA

GÆFULEYSI

BOR

LÍTILVÆGI

BÓNDI

ATVIKAST

HREYFING

YFIRSTÉTT KIND LOKA

ÞVAÐUR

DRULLA

BEIN

TITILL

RYKKORN

BÝLI

HRYGGUR

ROTNUN

SETTU

HÖND

EYÐIMÖRK

SKINN

EFNI SKÍTUR

DANS

KOPAR

TALA

DRYKKUR

SÆTI NÝNEMI

DYGGUR

BEISLI

Í RÖÐ

HLJÓÐFÆRI

BROTTHLAUP

950

AÐSTOÐ ÍLÁT

UTAN

LJÓMI

PRETTUR

GILDING

MERGÐ

ARÐSJÚGA

SEYTLAR

STRENGUR

FJARA

FUGL

BOLI

BORGAÐI

ÓDYGGÐ

LEIKNI

KAUPSTAÐ

STRITA

BLETTUR

ÖÐRUVÍSI

HAF

KLÆÐLEYSIS

GÆLUNAFN

VÖKVA

SLJÓVGA

LITUR

SPYRJA

FJANDI

ÁVERKI

POT

SKÝLI

ÍSHÚÐ

TRÖLL

Í RÖÐ

ÞVOTTUR

ÓFYRIRSÉÐ

VENJUR

JURT

ÁSÓKN

BEIKON

SVELGUR

ÓLÆTI

STAFUR

ÞANGAÐ TIL

ÞÓFI

MUN

ÁKÆRA ÞAKBRÚN

LAND

ÞEKKJA

VIÐBURÐUR

KVK NAFN

LAMPI

UNGUR FUGL JAPLA

RIST

ÓSKAR

BRENNIVÍDD

MINNKA

DJÖRFUNG

ÞRÁÐUR

FORMUN

ÖLDUGANGUR

DRYKKUR RIF

SKAPANORN

SKÓLI

TUNNUR TRUFLUN

NÁKOMIÐ

BERIST TIL

SIGTI SAMSKONAR

FUGL

DANGL

TÆTA

ÓNENNA

SÖNGHÚS

ÓNÁÐA

ÞJÓFNAÐUR

HUGLAUS

HRUMUR ATA

REGLA

EGGJA MÁTTUR

UPP NES

NÁTT

AUMINGI

SIÐA

KÖNNUN

SKISSA

REYNDAR

ERLENDIS

GANA

FISKA

HVERS EINASTA

ELDURINN

KJAFTUR


Alltaf í uppáhaldi


76

viðhorf

Helgin 20.-22. desember 2013

Örlög rjúpunnar

V

HELGARPISTILL

Jólagjafir prjónakonunnar

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Laugavegi 59, 2. hæð | Sími 551 8258 | www.storkurinn.is

Gói í nýju hlutverki!

****

„Falleg og vel skrifuð bók ... Teikningarnar lyfta undir góða frásögn og gera bókina að einni af eigulegustu barnabókum sem völ er á ...“

Pressan.is

Teikning/Hari

UGLA

Við ætlum að reyta rjúpurnar annað kvöld – eða hamfletta öllu heldur – á vetrarsólstöðum þegar sólargangur er stystur. Það er hátíðleg athöfn og góð samverustund þegar jólamaturinn er gerður klár fyrir nokkrar fjölskyldur. Skemmtilegt er að sú stund hitti á dagpartinn sem stystur er og myrkur mest. Ekki aðeins er komið að hátíð jólanna heldur getum við frá og með komandi laugardagskvöldi farið að hlakka til bjartari daga, lengri sólargangs. Pabbi minn, sem er hagmæltari en sonurinn, orðar það svo: Hér á landi myrkramet, mest er fyrir jólin. Síðan um himneskt hænufet, hækka tekur sólin. Ekki ætla ég að reyna að orða það betur. Rjúpnaathöfninni fylgir að ég þarf að taka til í bílskúrnum svo við komumst fyrir, synir mínir og tengdasynir, auk mín og tengdapabba sem kenndi okkur handbragðið og er okkur árlega til leiðbeiningar. Fleiri mæta væntanlega með sínar rjúpur, mágur minn til dæmis, en hann er í veiðifélagi með strákunum sem undanfarin ár hafa spreytt sig í skotveiði og gengið eftir atvikum bærilega. Mágkona sonar míns kemur enn fremur með sínar rjúpur en hún gefur strákunum ekkert eftir í veiðinni. Í haust náði hópurinn það mörgum rjúpum að vel dugar stórfjölskyldunni. Veiðináttúruna hafa strákarnir ekki frá mér en ég hef engu að síður gaman af stússinu í kringum hamflettingu fuglanna. Langt er síðan við byrjuðum á þessu, tengdapabbi og ég, einir í eldhúsinu hjá tengdamömmu. Henni fannst atgangur okkar hins vegar full mikill í fyrsta sinn er við áttum við rjúpurnar, enda hafði innfluttur Svarti dauði á flösku frá Lúxemborg og örfáar dósir af dönskum Elefant áhrif á limaburð okkar þegar leið á hamflettinguna. Við lá að rjúpurnar flygju á ný, slík voru tilþrifin. Tengdamamma var fram á annan dag jóla að finna fiður í ýmsum vistarverum þeirra hjóna. Hún vísaði okkur því í bílskúrinn þegar leið að næstu jólum og þar vorum við í góðu yfirlæti í nokkur ár uns við fluttum athöfnina í bílskúrinn minn. Þar er hópurinn vel geymdur og sakar ekki þótt fugl og fugl takist á loft og fjaðrir fjúki. Ég sé til þess að strákarnir og aðrir viðstaddir fái svolítið jólaöl til þess að auðvelda starfið og hugsanlegt er að einn úr veiðihópnum gauki að okkur staupi af dönsku jólaákavíti. Allt fer þó sómasamlega fram enda höfum við ákveðin fyrirmæli frá konu minni um meðferð á jólamatnum. Fyrir utan að ganga vel frá bringunum ber okkur að halda til haga beinunum í sósuna, lærunum og innmat. Hjartað og fóarnið skal nýta og ekki síst ef ber og lyng eru í sarpi. Allt eykur þetta og bætir bragð hinnar mikilvægu sósu. Strákarnir, synir mínir og tengdasynir, eru matgæðingar. Þeir hafa gaman af matargerð – ekki síst ef þeir hafa veitt sjálfir það sem borða skal – en almennt

eru þeir snjallir í kúnstum eldhússins. Þeir úrbeina, steikja og töfra fram alls konar meðlæti – og sósur við hátíðleg tækifæri. Þá láta þeir sitt heldur ekki eftir liggja hvunndags og matreiða ofan í sig og sína. Þeir fylgjast vel með nýjungum í matargerð og synir mínir skrifa sitt á hvað um mat og vín hér á síðum Fréttatímans. Þeir eru föðurbetrungar því ekki get ég logið upp á mig að hafa verið góð fyrirmynd í eldhúsinu. Þar hafa þeir þurft að leita til móður sinnar sem oftar en ekki gefur þeim góð ráð. Eitt hef ég hins vegar lært af hinum ungu mönnum, það er að horfa á matargerðarþætti í sjónvarpi. Það er skemmtilegt að horfa á þá sem þekkingu hafa safna saman hráefni og breyta í dásemdir. Ég efa ekki að það er gaman að búa til góðan mat, hafi menn tíma til þess og kunnáttu – og sannarlega er yndi að koma saman í góðum hópi og neyta þess sem gert er. Þetta hefur meðal annars sést í ágætum sjónvarpsþáttum Úlfars Finnbjörnssonar matreiðslumeistara undanfarið. Hann hefur veitt til matar með ýmsu fólki, gæs, hreindýr, skarf og sel – og eflaust fleira. Auk þess að fara fimum höndum um bráðina og gera úr henni fínirí kennir hann um leið að nýta hana alla. Þá bætir hann við ýmsu skemmtilegu. Í liðinni viku steikti hann til dæmis hjarta og lifur hreindýrs á veiðislóð og bætti og skreytti með berjum og laufum úr móanum. Þá gaf hann kollega mínum og fyrrum samstarfsmanni, Jakobi Bjarnari Grétarssyni blaðamanni, hráa selslifur eftir að Jakob Bjarnar hafði skotið selinn. Úlfari þótti lifrin góð, volg úr skrokki selsins, en af svipbrigðum skyttunnar mátti ráða að karlmennskan ein og stoltið réð því að hann kyngdi bitanum fyrir framan sjónvarpstökuvélina í stað þess að spýta honum út úr sér. Hann þáði að minnsta kosti ekki ábót þegar Úlfar skar sér annan bita og þann þriðja. Ég hef nokkurn skilning á viðbrögðum Jakobs. Selkjöt borðaði ég sem strákur í sveit en hætt er við að ég hefði blánað í framan hefði lifrin verið borin fram hrá. Það datt bændum í Múlasveit hins vegar ekki í hug enda var vel hugsað um borgarbörnin. Þessar áhyggjur þarf hins vegar ekki að hafa af rjúpunni. Hennar örlög eru að vera svo bragðgóð að allir einstaklingar tegundarinnar eru sagðir enda í maga matgæðinga af ýmsum dýrategundum, ef ekki mannsins á jólum, þá fálkans þar sem rjúpan ræður stofnstærð, eða sísvangs rebba. Gleðilega hátíð og njótið matarins, hvort heldur á borðum verður rjúpa, hamborgarhryggur, hangikjöt, lambalæri – eða hnetusteik sem meistarakokkurinn Albert Eiríksson töfraði fram í sjónvarpsþætti í síðustu viku, hjá enn einum meistaranum, sjónvarpskokknum Rikku.


the facelift alternative

Meta therapy JÓLaGJÖFIN Í Ár Byltingarkennd snyrtimeðferð sem hefur farið sigurför um allan heim. Meðferð sem skilar árangri. Gjafakort og meðferðir fást á eftirtöldum snyrtistofum: Aqua Spa, Strandgötu 14, 600 Akureyri sími: 461 4445 Snyrtistofan Ágústa, Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík sími: 552 9070 Bonita snyrtistofa, Hæðasmára 6, 201 Kópavogi sími: 578 4444 Gallerí Útlit – Hildur, Bæjarhrauni 6, 220 Hafnarfirði sími 555 1614 Carita snyrting, Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði sími: 555 4250 Dekurstofan/Ný Ásýnd, Kringlunni 8, 103 Reykjavík sími: 568 0909 / 899 7020 Snyrtistofan Dögg ehf, Smiðjuvegi 4, 200 Kópavogi sími: 552 2333

WWW.DERMATUDE.IS

Snyrtistofan Eva, Austurvegi 4, 800 Selfossi sími: 482 3200 Snyrtistofan Gyðjan, Skipholti 50d, 105 Reykjavík, sími: 553 5044 Snyrti,- nudd og fótaaðgerðastofan Líkami og sál, Þverholti 11, 270 Mosfellsbæ sími: 566 6307 Snyrtistofan Jóna fótaaðgerða- og snyrtistofa, Hamraborg 10, 200 Kópavogi Sími: 554 4414 Snyrtingar Margrétar, Núpalind 1, 201 Kópavogi, sími: 566 6100 Snyrti- og nuddstofan Paradís, Laugarnesvegi 82, 105 Reykjavík sími: 553 1330 Snyrtistofan Þema, snyrti- og fótaðgerðastofa, Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði sími: 555 2215 Face snyrtistofa, Stillholt 13, 300 Akranes sími: 431 5500 Snyrtistofan Mizu ehf, Borgartúni 6 - 105 Reykjavík sími: 551 1050 Snyrtimiðstöðin Lancóme, Húsi Verslunarinnar Kringlunni 7. 101 Reykjavík Sími: 588 1990

Fyrir

Eftir

Fyrir

Eftir


Gleðileg jól

EYPIS

78

bílar

Helgin 20.-22. desember 2013

 ReynsluakstuR nissan note acenta Plus

ÓKEYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS ÓKEYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

YPIS

Útlit nýjasta Nissan Note er bæði frísklegt og fágað.

Öryggið í fyrirrúmi

ÓKEYPIS

Nissan Note er lipur og þægilegur bíll þar sem öryggið er í fyrirrúmi. Acenta Plus útgáfan er búin öryggismyndavélum allan hringinn sem henta sérstaklega vel þegar lagt er í þröng stæði. Mjög rúmgott er fyrir farþega í aftursæti og útlit bílsins fallegt.

n Heilsan á nýju ári

Fréttatíminn gefur út sérblað um HEILSU föstudaginn 3.janúar 2014. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu í þessu spennandi blaði hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310.

HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

ÓKEY

issan Note myndi flokkast sem smábíll en er þó enginn smá bíll. Eitt af því sem heillar mig við Nissan er hversu hátt ökumaður situr og því líður mér alltaf eins og ég aki mun stærri bíl þegar ég ek Nissan. Bíllinn er líka mjög rúmgóður og ekki væsir um farþega í aftursætunum þegar kemur að plássi. Týpan sem ég prufukeyrði var Nissan Note Acenta Plus og er hann búinn öryggismyndavélum allan hringinn. Það er því ekki aðeins bakkmyndavél heldur er líka hægt að horfa út til hliðanna í gegnum myndavélar og fram á við. Tæknilega séð ætti því að vera hægt að aka bílnum þó ekki sæist út um neinar rúður en ég mæli nú ekki með slíku en þessi tækni hentar sérstaklega vel þegar verið er að leggja í þröng stæði. Bíllinn er einnig búinn skynjurum þannig að hann pípir þegar eitthvað er of nálægt bílnum, hvort sem maður er við það að bakka á eða til dæmis ef barn hleypur skyndilega til hliðar við bílinn. Þetta allt gerði það að verkum að mér hefur sjaldan fundist ég öruggari þegar ég er að bakka. Bíllinn er líka með blindhornaviðvörun þannig að ef bíll nálgast að aftan og er ekki sýnilegur ökumanni lætur búnaðurinn vita með viðvörunarhljóði og blikkandi ljósi í hliðarspeglinum þeim megin sem bíllinn er. Það sama gildir þegar

verið er að skipta um akrein og bíll kemur hættulega nálægt. Þeir sem eru ekki hrifnir af þessum píp-hljóðum öllum slökkva vitanlega bara á þeim. Án þess að ég mæli sérstaklega með Nissan Note fyrir fólk sem komið er á aldur, því hann er mjög töff í útliti, þá er ég ekki frá því að Öryggismyndavélar allan hringinn bíll með svona miklum umferðargera ökumanni kleift að leggja af öryggisbúnaði geti hentað vel þeim miklu öryggi í þröng stæði. sem komnir eru af léttasta skeiðinu. Bíllinn sem ég ók var beinskiptur og ef ég var ekki nógu fljót að skipta um gír eftir hraða birtist lítil ör í mælaborðinu sem gaf til kynna að nú væri lag að skipta um gír. Frekar óþarfur búnaður reyndar, að mínu Verð mati og hentar líklega best þeim Sparneytinn sem eru að læra á beinskiptan bíl. Umhverfisvænn Staðalbúnaður í öllum gerðum Note er 6 öryggisloftpúðar, hemlaRúmgóður læsivörn, stöðugleikastýring og Fallegur spólvörn. Í mælaborðinu er fjölupplýsingaskjár þar sem hægt er að fylgjast með akstri og eldsneytisnotkun en hægt er að stilla bílinn á umhverfisvænni akstur, „ecomode.“ Lítið geymslupláss Heilt yfir er Nissan Note mikill alhliðabíll nema þegar kemur að Nissan Note Acenta Plus 1,2 geymslurými sem þó er hægt að Beinskiptur / bensín stækka með því að leggja niður Verð 3.290.000 kr aftursætin. Note er bíll fyrir ungt CO2: 109 g/km fólk, eldra fólk, fólk á miðjum aldri 80 hestöfl og minni fjölskyldur. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is

4,7 l/100 km í blönduðum akstri Farangursrými 295 l Farangursrými með sætum niðri 381 l

PIS

HELGARBLAÐ

ÓKEYPIS

HELGARBLAÐ

virb frá ÓKEY

PIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

YPIS

ÓKEY

PIS

Ó KE YP I

S

hlaupaúr frá HELGARBLAÐ

PIPAR\TBWA • SÍA

YPIS

ÓKEYPIS

ÓK EY PIS

23.900 Forerunner 620 Hlaupaúr Hvíldartími, súrefnisupptaka, skrefafjöldi, skreftími og sendir þráðlaust á Garmin Connect með WiFi.

54.900 VIRB Elite Hasarmyndavél Innbyggður skjár, 2000mAh rafhlaða, 16Mp myndflaga, GPS skráir hraða og hæð, WiFi tenging við síma og margt annað setur Garmin hasarmyndavélarnar í sérflokk.

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is | Opið kl. 10-18 fram að jólum. Kl. 10-12 á aðfangadag.

útivistartæki frá

29.900 Monterra Útivistartæki

Android, Vídeó, FM útvarp, netvafri, tölvupóstur, myndavél og margt annað spennandi.


Traustir félagar!

Skilja hvor annan – og þig! Galaxy Gear úr fylgir með Galaxy Note 3 í desember. Með Galaxy Note 3 og Galaxy Gear má segja að framtíðin sé kominn. Note 3 er ekki einungis einn öflugasti síminn á markaðnum í dag. Með Note 3 er hægt er að vera skapandi og skipulagður með penna sem fylgir með. Svo skilur Note 3 líka íslensku líkt og önnur Galaxy tæki. Snjallúrið Galaxy Gear sýnir þér meira en bara tímann, þú getur hringt og svarað símtölum, skoðað tölvupósta, og skilaboð, tekið myndir og stjórnað tónlistinni sem þú ert að spila í símanum þínum!

Flottir félagar á frábæru tilboði í desember, kynntu þér málið hjá næsta söluaðila!

Söluaðilar um land allt


80

ferðalög

Helgin 20.-22. desember 2013

 Tosk ana ÓTrúlega sjarmer andi hér að

Rómantísk fjölskylduferð Þ

að er óþarfi að láta Toskana bíða þar til að börnin eru flogin úr hreiðrinu. Ríkulegur skammtur af ítölskum mat og ís, auk reglulegra baðferða, ætti að kaupa foreldrunum nægan tíma til að gera hæðóttum þorpum og sögufrægum borgum góð skil. Það er sennilega óhætt að fullyrða að þeir sem aldrei hafa heimsótt Toskana á Ítalíu séu á leiðinni þangað og að þeir sem þekkja svæðið geti varla beðið eftir að

komast þangað á ný. Að keyra meðfram sólblómum og sítrustrjám í átt að fallegum virkisbæ er alveg eins sjarmerandi og maður hafði ímyndað sér það vera. En ólíklega yrði ferðalag um sveitir Toskana fyrir valinu ef börn og unglingar fengju að ráða. En þar kemur matarmenning heimamanna foreldrunum til hjálpar því á Ítalíu þarf engin að skammast sín fyrir að bjóða upp á pizzur, pasta og kúluís í næstum öll mál.

Tvö ólík hótel fyrir fjölskyldur

Gististaðurinn Borgo di Castelvecchio er ákaflega fallega staðsettur í hinum rómaða Val d’ Orcia.

Jólagjöf veiðimannsins

Veiðikortið 2014

2 0 1 4

00000 Nánari upplýsingar á:

www.veidikortid.is

Nálægð við strönd eða sundlaug hjálpar líka til (sjá hér til hliðar).

Hin 50 metra sundlaug við Poggio all´Agnello býður upp á svalandi dægradvöl á milli skoðunarferða um sveitir Toskana.

Nokkurra ferða virði

Poggio all´Agnello (poggioallagnello.it)

Árlega leggja um fjörutíu milljónir ferðamanna leið sína til Toskana héraðs. Þetta er fráhrindandi tala því sjarmi staðarins hverfur ef heimamenn eru hvergi sjáanlegir. En blessunarlega er það ekki bara aðkomufólk sem er á ferðinni á vinsælustu slóðum túrista í Toskana. Þar er því auðvelt að finna veitingastaði sem gera ekki út á ferðamenn og jafnvel yfir hásumarið er hægt að hafa falleg húsasund, kirkjur og torg út af fyrir sig í stundarkorn. Borgirnar Flórens, Pisa og Síena eru kannski undantekning frá þessu og þar af leiðandi ekki eins barnvænar. En í þekktum bæjum eins og Píenza, Arezzo og Massa Marittima fer furðulega lítið fyrir ferðamönnum og á kvöldin fjölmenna íbúarnir út á torg og taka börnin með sér og stemningin því mjög afslöppuð. Toskana er rúmir tuttugu þúsund ferkílómetrar að stærð og það ómögulegt að gera öllu skil í einni ferð. Foreldrarnir geta því átt helling inni fyrir ferðalag til héraðsins þegar börnin eru ekki lengur með.

Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is

Kristján Sigurjónsson gefur út ferðavefinn Túristi.is.

Í lokuðum hótelgarðinum er 50 metra sundlaug, tvær barnalaugar og leikvellir. Þar er líka hægt að spila fótbolta, tennis og æfa bogfimi. Poggio all´Agnello sver sig í ætt við sólarlandahótel í öðrum Miðjarðarhafslöndum en er soldið sér á báti í Toskana. Staðsetningin er ljómandi því þaðan er auðvelt að halda í langar og stuttar dagsferðir upp í falleg sveitaþorp eins og Massa Marittima eða út á eyjuna Elbu. Einnig er stutt keyrsla á ströndina. Íbúð fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostar 100 til 180 evrur á nóttina.

Borgo di Castelvecchio (borgodicastelvecchio.com)

Einn fallegasti hluti Toskana er Val d’Orcia en allt svæðið er á heimsminjaskrá Unesco. Þar má því lítið sem ekkert gera sem myndi valda breytingu á útliti bæjanna eða sveitarinnar. Á toppi einnar hæðarGlæsilegt bæjarhlað Borgo di Castelinnar í miðjum dalnum vecchia. er gamalt virki, Borgo di Castelvecchio, sem afi núverandi íbúa keypti um miðja síðustu öld og rak þar myndarlegt bú. Í dag taka bústörfin minni tíma hjá húsráðendum því nú er boðið upp á gistiaðstöðu í þeim öllum þessum fallegu húsum. Það er leit að huggulegri gististað á jafn viðráðanlegu verði á þessum slóðum enda voru staðarhaldarar íhaldssamir þegar þeir breyttu húsunum í hótel. Lúxusinn er því falinn í staðnum sjálfum og útsýninu yfir dalinn en ekki í innréttingunum. Nóttin fyrir fjögurra manna fjölskyldu kostar um 170 evrur á sumrin.

Fáðu meira út úr Fríinu Viltu afslátt af hótelgistingu, ókeypis morgunmat eða Frítt Freyðivín upp á herbergi? bókaðu sértilboð á gistingu, ódýr hótel og bílaleigubíla út um allan heim á túristi.is

TÚRISTI


OPIÐ ALLA

HELGINA

OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA FRÁ 10-19 VERÐ FRÁ 990

SENDUM

T T Í R F

ÖRUR ALLAR V A TIL JÓL

NÝTT USB GLINGUR

Glæsilegt úrval af stórsniðugu USB glingri frá Satzuma á ótrúlegu jólatilboðsverði!

JÓLATILBOÐ EITTHVAÐ FYRIR ALLA!

Birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl

NÝRTAÐT VA LENDA

FORCEK7 K7 Fullkomið og öflugt leikjalyklaborð með LED upplýstu íslensku letri, hlaðið nýjungum.

9.990 HÁGÆÐA LEIKJALYKLABORÐ

8BLS

NÝR BÆ K STÚTFULLINGUR AF ÓTRÚ LUR L TILBOÐUEGUM M

SMELLT Á KÖRFUNU A NETBÆKLIN GU RÁ WWW.TOLV U T E K.IS MEÐ GAGN VIRKUM KÖRFUHNA PP

SILICON BUMPER ROCK100 HEYRNARTÓL

VARNARHLÍF

FYLGJA

7”SPJALDTÖLVA

Mobii 721 er frábær spjaldtölva fyrir yngri kynslóðina, öflugur örgjörvi og höggvarinni hlíf til að verjast hnjaski

21.900 JÓLAPAKKINN FYRIR KRAKKANA :)

OPNUNARTÍMAR

Alla daga til jóla 10:00 - 19:00 Aðfangadag Lokað

Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900


82

fjölskyldan

Helgin 20.-22. desember 2013

 Útgáfa Skýjaflétta er ný plata SólrÚnar Sumarliðadóttur Úr amiinu

Sólrún Sumarliðadóttir gefur út barnaplötu Sólrún Sumarliðadóttir hefur síðastliðin ár starfað með hljómsveit sinni Amiinu, sem varð til upp úr samstarfi sem hófst í tónlistarskólanum en vatt rækilega upp á sig. Þær stöllur hafa ferðast vítt og breitt um heiminn til að fylgja plötum sínum eftir auk þess að hafa starfað mikið með Sigurrós. Síðustu tvö ár hefur Sólrún auk þess svalað sköpunarþörfinni með danshöfundunum Tinnu Grétarsdóttur og Steinunni Ketilsdóttur. Nú hefur Sólrún gefið út plötu sem nefnist Skýjaflétta og er hugsuð fyrir börn. „Ég hef verið að þreifa mig áfram sem sjálfstætt starfandi tónlistarkona, reynt

að vera mín eigin frú, og færðist þá óvart í þetta danssamhengi. Við Tinna Grétarsdóttir dansari byrjuðum að vinna að Skýjaborgum, dansverki fyrir börn, þegar við vorum báðar óléttar.“ Sólrún og Tinna sýndu svo annað verk sitt, Fetta Bretta, í Þjóðleikhúsinu í vetur og þá var Sólrún komin með heilmikið efni í hendurnar sem henni fannst eiga vel heima á barnaplötu. „Það var ekkert svo mikil viðbótarvinna við alla fyrri vinnu svo ég ákvað að búa til plötu. Reyndar þurfti ég aðeins að breyta músíkinni þar sem fókusinn breytist þegar það myndræna sem fylgdi með

músíkinni er farið,“ segir Sólrún. Hún er ekki sú eina úr fjölskyldunni sem kemur að plötunni því eiginmaður hennar, trommuleikarinn Magnús Trygvason Eliassen, tók þátt í gerð hennar. „Ég fékk hann til að slá og berja á hitt og þetta, klappa saman lófum og stappa niður fótum.“ Svo nefnir Sólrún enn fremur að Bragi Sumarliði, tveggja ára sonur þeirra, hafi verið hennar helsti ráðgjafi við gerð plötunnar og mælir hann sterklega með henni. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Sórún og Magnús með syni sínum, Braga Sumarliða.

Hvernig eigum við að hafa þetta um jólin?

Gerum ráð fyrir breytingum H

Gjafavörur

vernig eigum við að hafa þetta um jólin?“ spurði Einar sambýliskonu sína en þetta voru þeirra fyrstu jól saman. Það vottaði fyrir áhyggjum í röddinni. Hún svarði því til að hún vildi vera hjá foreldrum sínum eins og venjulega. Hann var ekki viss um hvað mömmu hans fyndist um það en hún bjó ein síðan foreldrar hans skildu. Jóladagurinn var alltaf með pabba hans. Breytingar í lífinu, hvort sem þær teljast af hinu góða eða ekki, kalla gjarnan á uppstokkun hefða og venja sem við erum mis tilbúin til að takast á við. Það á við um jólahefðirnar sem annað. Það sem sumum kann að finnast léttvægt, eins og hvað eiga að borða á aðfangadag, getur öðrum fundist stórmál og talið engin jól vera án hreindýrasteikarinnar hans pabba eða að hnetusteikin hennar mömmu sé á borðum. Flestir vilja hafa sína nánustu hjá sér og hefur stórfjölskyldan ósjaldan hugmyndir um hvar hver eigi að Heimur barna vera hvar um jólin. Ætli einhver að bregða út af vananum er hætta á að sumir reyna að höfða til samvisku viðkomandi með athugasemdum eins og „við erum alltaf hjá ömmu á jóladag, þú getur ekki sleppt því að koma“ eða „ætlar þú að vera eina systkinið sem ekki ert hjá okkur á aðfangadag?“ Málið getur flækst töluvert ef sambýlingarnir eiga báðir fráskilda foreldra og stjúpforeldra sem líka gera kröfur um að haldið sé í „hefðirnar“. Nú ef sambýlingarnir eiga að auki börn úr öðrum samböndum og koma þarf til móts við þeirra þarfir, sem og foreldra og stjúpforeldra barnanna á hinum heimilum vandast málin enn frekar. Geri allir kröfu um að halda í sínar hefðir krefst skipulagning jólanna líklega doktorsgráðu í stærðfræði sem ég efast að myndi duga til. Líklega þyrfti töfrasprota. Valgerður Fjölskylduhefðir og venjur eru yfirleitt okkur mikilvægar. Þær skapa tilfinningu fyrir samfellu í lífinu og að við tilheyrum ákveðnum hópi. Nærvera okkar og annHalldórsarra skiptir máli. Þær eru líka mikilvægir þegar tekist er á við sorg og missi; þær eru dóttir græðandi og skapa öryggi. Hinsvegar ef við höldum of fast í þær og gerum ekki ráð félagsráðgjafi fyrir eðlilegum breytingum í lífinu geta þær orðið eins og „þröngur og óþægilegur jakki “ sem heftir hreyfingar okkar. og kennari Breytingar eiga sér stað í öllum fjölskyldum. Nýir fjölskyldumeðlimir fæðast og aðrir hverfa á braut, sumir missa heilsuna, aðrir fá stöðuhækkun eða flytja til útlanda. Einhverjir eignast ný tengdabörn, stjúpbörn og stjúpforeldra, á meðan aðrir gifta sig og skilja. Það sem greinir hins vegar á milli fjölskyldna er hvernig er tekist á við þær breytingar sem lífið færir okkur. Aðlögunarhæfni og sveigjanleiki skiptir sköpum í að finna út úr nýjum aðstæðum. Í sveigjanleikanum felst hæfni til að breyta þegar breytinga er þörf svo halda megi áfram á uppbyggilegan máta. Hann felur hinsvegar ekki í sér að annar aðilinn gefi allar sínar fjölskylduhefðir eftir og aðlagi sig í einu og öllu að hefðum hins aðilans. Rétt eins og hann hafi verið ættleiddur af viðkomandi en ekki farið í sambúð á jafnréttisgrundvelli, þar sem lítið eða ekkert svigrúm er gefið til að rækta eldri tengsl eða lagt sig fram við að búa til nýjar hefðir þar sem gert er ráð fyrir öllum. Verkefnin sem fylgja breytingum eru auðvitað mis krefjandi. Á barn að fara með móður og nýjum stjúpa í jólaboðið hjá foreldrum stjúpans eða í jólaboðið með pabba hjá föðurömmu og afa sem er á sama tíma? Annars vegar snýst þetta um að búa til tengsl og nýja hefð, hinsvegar að rækta eldri tengsl og fylgja hefð. Við þurfum að finna jafnvægi þar á milli. Sjálfsagt er það smekksatriði en að mínu mati er eðlilegra, sé það venjan, að barnið fari til föðurafa og -ömmu. Það má nota alla hina 364 dagana á árinu til að og búa til ný tengsl, jafnvel skipuleggja næstu jól á nýjan hátt. Hafa „aðfangadag“ á jóladag og „gamlárskvöld“ á þrettándanum eða halda jólasveinahátíð í júní. Varla flókið sé viljinn fyrir hendi, fólk gerir þetta víða um heim. Vanti umræðuefni í jólaboðið má kanna tilurð ýmissa fjölskyldhefða sem er verðugt rannsóknarefni í sjálfu sér. Það kemur örugglega ýmislegt áhugavert í ljós. Gerum ráð fyrir breytingum – lífið verður léttara! Gleðileg jól

frá Aquanova í miklu úrvali

> Mörkinni 4 > 105 Reykjavík > Sími: 533 3500 > Hofsbót 4 > 600 Akureyri > Sími: 462 3504 > Opið til kl 20.00 19-23 des. og 10-12 24. des

Geri allir kröfu um að halda í sínar hefðir krefst skipulagning jólanna líklega doktorsgráðu í stærðfræði sem ég efast að myndi duga til. Líklega þyrfti töfrasprota.


50

Yfir heppnir vinningshafar geta fengið jólainnkaupin endurgreidd

Jólaleikur Nettó Vinnur þú ævintýraferð fyrir fjölskylduna til World í Flórída?

Þú kaupir kippu af 4x2ltr Coke*, skrifar nafn, símanúmer og netfang aftan á kassakvittun og setur í Coke kassann í næstu Nettó verslun. Á Þorláksmessu vinnur einn heppinn viðskiptavinur ferð fyrir fjóra í Disney World Flórída. Þar að auki fá yfir 50 heppnir gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og er á kassakvittun.

*Gildir um 4x2L Coke, Coke light eða Coke Zero á meðan birgðir endast. ** Flug og gisting fyrir fjóra.

www.netto.is

Mjódd · Salavegur · Hverafold · Grandi · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss


84

Reiðhjólahjálmar

heilsa

Helgin 20.-22. desember 2013

 Jólamatur hollt og gott

fyrir íslenskt veðurfar

........

........

Möndlur eru jólalegastar

„þú færð meira fyrir peninginn!“ Þú greiðir ákveðna upphæð en færð hærra andvirði í ferð!

Tilboðinu lýkur 24. desember

* Aðeins er hægt að nota gjafabréfið í bókun í leiguflug með Ferðskrifstofu Íslands. Hámarks verðhækkun á gjafabréfi er 15.000 kr. ÚRVAL ÚTSÝN | HLÍÐASMÁRA 19, 201 KÓPAVOGI | S. 585 4000

NÁNAR Á UU.IS

Gleðileg jól

EYPIS

Ekki gleyma að kaupa nóg af möndlum þegar keypt er í jólamatinn. Möndlur eru mjög hollar en á sama tíma ómissandi í fyllinguna og eftirréttinn. Hafðu möndlupoka með hýði í töskunni og þú lifir daginn af þótt að þú hafir ekki náð að fara í hádegismat.

ÓKEYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS ÓKEYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

YPIS

Hollari jólabakstur um jólin með ÓKEYPIS

Gleðilega hátíð

ÓK EYPIS

Þú finnur girnilegar jólauppskriftir á

.is

m

öndlur eru jólalegasta hnetutegundin og ættu að vera á jólainnkaupalistanum. Við getum notað möndlur í jólakökuna, jólabúðinginn og fyllinguna hvort sem það er í kalkúninn eða sæta jólaböku. Möndlur hafa það fram yfir aðrar hnetur að þær haldast ferskari lengur en valhnetur og heslihnetur. Minni líkur eru á því að þær þráni og þær þola að vera skildar eftir á eldhúsborðinu. Þegar þær eru bakaðar gefa þær frá sér mikið og stökkt hnetubragð og þær verða einfaldlega ávanabindandi. Möndlur passa í allan mat hvort sem þú ert að snæða morgunmat, hrísgrjónarétt eða eftirrétt. Malaðar möndlur er líka ótrúlega góðar í bakstur, tertur og marsipan og ristaðar möndluflögur eru yndislega fallegar og girnilegar til skreytingar til dæmis ofan á rjóma eða ís. Möndlur eru ekki bara góðar, þær

eru líka mjög hollar. Þær innihalda mikið af prótíni og eru tilvaldar til að minnka hungrið þegar maður gleymir að borða við jólaundirbúninginn. Hlutfall ómettaðra fitusýra er hátt og rannsóknir hafa sýnt fram á að þær minnki líkurnar á hjartasjúkdómum. Möndlur eru með ríkustu uppsprettum e-vítamíns sem er sagt að verndi okkur fyrir UV-geislum og Alzheimersjúkdómnum. Ef þú ert dugleg/ur að borða möndlur á milli mála færð þú nóg af steinefninu mangan sem hjálpar líkamanum að byggja upp sterk bein og jafna blóðsykurinn. Í möndlum er mikið af magnesíum sem er nauðsynlegt fyrir starfsemi líffæra, tauga og vöðva og til þess að stjórna blóðþrýstingnum. Fólk ætti að borða möndlur með hýði því að í hýðinu eru efni, flavoníðar, sem auka upptöku e-vítamíns í líkamanum sem er mjög gott að fá.



heimili

86

Helgin 20.-22. desember 2013

 Hönnun ungur Hönnuður vinnur samkeppni um besta búðargluggann

Hannar kjóla, gluggaskreytingar og kisukerti Þórunn Árnadóttir sækir í smiðju þjóðsagna og lætur jólaköttinn fylgjast með vegfarendum við Skólavörðustíginn. Hún vinnur nú að nýju verkefni sem lítur dagsins ljós á Hönnunarmars en þar vinnur hún með hráefni frá Austurlandi.

Þ

órunn Árnadóttir vöruhönnuður vann nýverið samkeppni Reykjavíkurborgar um bestu gluggaskreytinguna í miðbænum. Þórunn er einn af okkar efnilegustu ungu hönnuðum en hún lauk meistaranámi í vöruhönnun frá Royal College of Arts í London árið 2011. Hún hefur sýnt vörur sínar um víðan völl og unnið til verðlauna fyrir þær auk þess að vera valin á árinu einn af 50 efnilegustu hönnuðum sinnar kynslóðar af Icon Magazine. Vinningsglugginn er í versluninni Geysi við Skólavörðustíg og það er jólakötturinn sem er þar í aðalhlutverki. „Þetta er jólakötturinn í hlutverki tískulöggu. Hann stendur þarna og fylgist með fólki og athugar hvort það fái ekki örugglega ný föt fyrir jólin,“ segir Þórunn.

Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður. Ljósmynd/Hari

QRU? Útskriftarkjóll.

PyroPet kerti fyrir bruna. Ljósmynd/

Mynd Eugenia Walberg

Glamour Et Cetera

RJÚPA - LÖBER

PyroPet kerti eftir bruna. Ljósmynd/Glamour Et Cetera

Þórunn er reyndar alger nýgræðingur í gluggaskreytingum, hefur ekki lært þær og hyggst ekki leggja þær sérstaklega fyrir sig en er þó alltaf til í að læra nýja hluti og bregða sér í hverskyns hlutverk. „Þetta er í annað sinn sem ég skreyti glugga en þann fyrri gerði ég í London meðan ég var í náminu. Ég er náttúrlega menntuð í að vinna með mismunandi efni í mismunandi samhengi og maður bara lagar sig að aðstæðum,“ segir Þórunn sem er mjög ánægð með viðurkenninguna. Útskriftarverk Þórunnar frá Royal College of Art vakti mikla athygli en það var kjóll sem reyndist við nánari athugun bera með sér falin skilaboð í formi QR kóða. „Kjólarnir eru með munstur sem

ég bjó til úr QR kóðum sem eru þessi hálfgerðu strikamerki sem þú getur skannað með símanum þínum. Framan á til dæmis einum kjólnum er perluútsaumur sem er eins og andlit, en ef maður skannar andlitið með símanum þá lifnar það við og byrjar að syngja. Þetta er í raun kjóll fyrir poppstjörnu, og kóðarnir vísa þér inn á til dæmis twitter eða heimasíðu stjörnunnar. Þetta er svona „super self promotional dress“. Hugmyndin kom frá afrísku perluverki sem hefur verið notað í gegnum tíðina til að tjá einhverja persónu, í raun sem samskiptamáti því þú getur komið skilaboðum áfram með perlunum. Svo setti ég þessa grunnhugmynd í nýtt samhengi.“

Jólajöfin þín fæst í Hrím!

Kraum, Epal, 18 rauðar rósir, Kistan Akureyri

Þórunn hefur nýlokið við nýjasta verkefni sitt sem eru kerti í kattalíki, sem reynast reyndar vera djöflar í líki sætra kettlinga þegar kertið brennur niður. Auk þess er hún að vinna að spennandi verkefni sem kallast „Austurland: Designs from Nowhere“ og snýr að því að nýta hráefni frá Austurlandi. Verkefninu er stýrt af Pete Collard og Körnu Sigurðardóttur og verður kynnt í Spark Design Space á Hönnunarmars, en auk Þórunnar taka Max Lamb, Julia Lohmann og Gero Grundmann þátt. Þórunn vill lítið gefa upp um hlutina sem hafa þar verið þróaðir því þeir eiga að koma á óvart á næsta Hönnunarmars, en segir þó að hráefnið séu net og hreindýrahorn. Þórunn

vinnur til jafns út frá hugmynd eða efnivið. „Mér finnst vera mikilvægt að taka tillit til efnisins sem er notað og hugsa um framleiðsluferlið bak við vörurnar. Það getur samt verið erfitt á Íslandi því stundum er ekkert annað í boði en að leita út fyrir landið til að framleiða vörur. Þannig að ég blanda þessu saman eftir því hvað hentar hverju sinni. Til dæmis bauð framleiðslulandslagið ekki upp á að ég framleiddi kertin hér heima.“ Hægt er að nálgast vörur Þórunnar í Spark Design Klapparstíg 33 og áhugasamir geta kíkt á verkin hennar á thorunndesign.com. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

1000 gr. sængur

H ö n n u n a r h ú s Laugavegi 25 - S: 553-3003

Laugavegi 86 101 Reykjavík S. 511 2004 www.dunogfidur.is


Gefðu fallega hönnun úr Módern OPIÐ FRAM AÐ JÓLUM:

Föstudagur Laugardagur Sunnudagur Þorláksmessa Aðfangadagur

20. des. 21. des. 22. des. 23. des. 24. des.

11–20 11–20 11–20 11–20 Lokað Miho hreindýr, margar stærðir / Verð frá 5.500 kr.

Butterfly 40sm. / Verð 33.900 kr.

Moomin krúsir / Verð 3.450 kr.

Cucu klukka / Verð 12.900 kr.

Gullstöng, hurðastoppari / Verð 12.900 kr.

Muse ilmkerti / Verð 12.900 kr.

Aalto trébretti / Verð 7.650 kr.

PIPAR \ TBWA

Miho Liquorice hreindýr / Verð 9.900 kr.

Kastehelmi diskur / Verð 9.850 kr.

Kastehelmi skálar á fæti / Verð 3.790 kr.

MÓDERN • HLÍÐASMÁRA 1 • 201 KÓPAVOGUR • 534 7777 • modern.is

Marimekko skálar á fæti / Verð 4.950 kr.

Kastehelmi kertastjakar / Verð 2.450 kr.

Ultima Thule 34cl, 2 stk. / Verð 5.350 kr.

SÍA

Pop ilmkerti / Verð 7.900 kr.

Aalto vasi / Verð 16.450 kr.

Illumina f. 4 kerti / Verð 12.990 kr.

Elvang alpaca teppi / Verð 18.900 kr.

Omaggio vasi / Verð 3.890 kr.


88

heimili & hönnun

Helgin 20.-22. desember 2013

 Handverk Íslensk gjafavar a

Brynja lofar jólastemningu í Kirsuberjatrénu

Kirsuberjatréð er fyrir löngu orðinn fastur liður í jólarölti miðbæjarins en þar hafa handverkskonur selt fallega gjafavöru í 20 ár. Þær lofa mikilli hátíðarstemningu í versluninni og munu bjóða upp á glögg fram á kvöld alla daga til jóla svo gestir og gangandi geti yljað sér innan um handverkið.

Brynja Emilsdóttir.

HIN FULLKOMNA JÓLAGJÖF Óskaskrín henta fullkomlega í harða pakka fyrir þá sem vilja upplifa og njóta, þá sem velja sjálfir, þá sem eiga allt. Það er einfalt að velja

PIPAR\TBWA

SÍA

rétta gjöf – gefðu upplifun í öskju, gefðu Óskaskrín.

sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is

Opna – Velja – Njóta

Margrét Guðnadóttir sem er ein af stofnendum Kirsuberjatrésins og hefur staðið vaktiana í búðinni undanfarin 20 ár, hér með Brynju.

Þ

að voru nokkrar handverkskonur sem tóku sig saman fyrir 20 árum og stofnuðu verslunina en hópurinn hefur farið stækkandi með árunum. Brynja Emilsdóttir, Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir og Sara María Forynja eru nýjustu meðlimir þessa skapandi kvennaflokks. Brynja vinnur mestmegnis í textíl og hefur verið að vinna að ungbarnalínu sem hún lætur framleiða fyrir sig á Indlandi úr lífrænni bómull. Sú lína spratt upp úr samtali við aðrar skapandi konur sem sýndu með henni á Hönnunarmars 2011. Brynja segir sköpunarferlið ganga frekar hægt þessa dagana þar sem stundum geti verið flókið að sameina vinnu og uppeldi þriggja barna en bætir við að það besta við samstarfsverkefni eins og Kirsuberjatréð sé samtalið sem myndist milli kvennanna og svo að ábyrgðin skuli dreifast á margar hendur. „Við erum orðnar 12, sem er mjög skemmtilegt en líka bara svo praktískt. Öll vinna dreifist og maður sleppur við að standa í hlutum sem maður þyrfti annars að standa í. Til dæmis má ég sjá um Facebook síðuna okkar en þarf ekkert að snerta bókhaldið, sem er frábært! Núna erum við Sara María Forynja að gera saman ungbarnahúfur. Ég var að gera húfur úr lífrænni bómull og svo skreytti Sara þær með sínum prentum. Við höfum verið að kenna saman í Myndlistarskólanum og fylgst soldið að í textílnum.“ Brynja segir fólk vera hrifið af húsnæðinu og gesti búðarinnar finna fyrir sögunni við að stíga inn fyrir. „Við höfum tekið eftir því að þetta fallega húsnæði sem við erum í dregur alveg ótrúlega að. Allir ferðamenn sem koma hér inn tala um hvað húsið sé yndislegt og sömuleiðis innréttingarnar hérna sem hafa fengið að haldast upprunalegar. Það finna allir fyrir góða andanum hér.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


Jólatilboð Borgarleikhússins

Gjafakort Borgarleikhússins Gildir fyrir tvo á sýningu að eigin vali

Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann Mary Poppins

Miði fyrir tvo á söngleikinn ástsæla og frábær geisladiskur með tónlistinni úr sýningunni.

10.900 kr. Furðulegt háttarlag hunds um nótt Miðar fyrir tvo á sýninguna og bókin.

9.900 kr. Ljúffengt leikhúskvöld Gjafakort og ljúffeng leikhúsmáltíð fyrir tvo.

10.500 kr.

Gjöf sem aldrei gleymist! Listabraut 3 | 568 8000 | borgarleikhus.is


90

tíska

Helgin 20.-22. desember 2013

 Hártísk a klassík alltaf vinsæl

teg: VALENTINA push up í B,C,D,DD,E skálum á kr. 8.680,buxurnar kr. 3.550,-

teg: Valentina - þunnur, haldgóður í C,D,DD,E,FF,G skálum á kr. 8.680,buxur við kr. 3.550,-

Laugavegi 178, sími 551-3366, www.misty.is

www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

Gæði &Glæsileiki

Gabor sérverslun Fákafeni 9 S: 553-7060

Opið mán-fös 11-20, Opið mán-fös 11-18 , laulau 11-20 & sun 13-20 11-17 & sun 13-17

Theódóra Mjöll hárgreiðslukona segir mjúka liði hafa verið afar vinsæla fyrir jólin. Hún mælir með því að sleppa glansi en velja hárgreiðslur þar sem mött áferð hársins fær að njóta sín. Einnig segir hún að greiða þurfi yfir krullaða hárið til að fá fram náttúrulegt útlit.

www.gabor.is - facebook.com/gaborserverslun

Úrval af fallegum jólafötum og jólagjöfum Nýtt kortatímabil Opið alla daga til jóla

Opið mán-fös 11-18 , Gabor sérverslun lau 11-17 & sun 13-17 Fákafeni 9 S: 553-7060Opið mán.-lau. frá 10-22 og sun. 13-22

Rómantísk mýkt er í tísku fyrir þessi jól k

SKVÍSAÐU ÞIG UPP

FYRIR JÓLIN JÓLA OPNUN

Fimmtudag19.des.........11:00 til 20:00 Föstudag 20. des.........11:00 til 20:00 Laugadag 21.des.........11:00 til 20:00 Sunnudag 22. des.........12:00 til 18:00 Mánudag 23.des.........11:00 til 21:00 Aðfangadag 24.des.........11:00 til 13:00

www.curvy.is Nóatún 17, 105 RVK Sími 581-1552

lassískar hárgreiðslur klikka aldrei og eru alltaf í tísku, hvort sem það eru greiðslur frá 1920 eða 1960,“ segir Theódóra Mjöll Skúladóttir hárgreiðslukona og höfundur bókarinnar „Lokkar“ og bókarinnar ,,Hárið“ sem kom út síðustu jól. „Það er erfitt að segja hvað er í tísku í klippingu og í hárgreiðslu. Það er mjög misjafnt hvað klæðir hvern og einn hvað varðar háraliti, greiðslur og klippingu. Það eina sem ég get sagt að sé í tísku núna og fram yfir næsta ár er mýkt. Mjúkir liðir, mjúkar hárgreiðslur þar sem mött áferð hársins fær að njóta sín. Ég mæli með að sleppa glansspreyinu og stífa hárlakkinu og nota frekar vörur sem gefa hárinu matta áferð,“ segir Theódóra. Hún segir mjúka liði hafa verið mjög vinsæla fyrir þessi jól. „Hvort sem notað er lítið krullujárn eða stórt þá er lykilatriðið að greiða vel yfir hárið eftir að það

er krullað. Einnig er fallegt að taka það saman lauslega aftan á höfðinu með teygju, gera lausan snúð eða pylsu. Passið þó að hafa góða lyftingu í rótinni og gott er að túpera hárið aðeins í hnakkann eftir að hárið er krullað eða slétt,“ segir Theódóra. Theódóra gaf út bókina „Hárið“ um síðustu jól og fékk mjög góðar viðtökur. Hún ákvað því að gefa aðra bók sem hjálpar foreldrum og börnum að velja sér hárgreiðslu sem passa þeim. „Í nýju bókinni minni „Lokkar“ er að finna frábærar greiðslur fyrir allar stelpur, þar sem auðveldar og auðskiljanlegar myndir sýna hvert skref hverrar greiðslu fyrir sig. Bókina prýða um 50 krakkar á öllum aldri ásamt nokkrum dýrum og er bókin ævintýraleg og algjört augnakonfekt bæði fyrir unga sem aldna,“ segir Theódóra. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is


Velkomin í nýja verzlun

SUIT - REYKJAVÍK -Sendum frítt út á land til jóla-

Dömupeysa-21.900kr.

Dömupeysa-10.900kr.

Dömupeysa-10.900kr.

Dúnvesti - 29.900kr.

Dömuskyrta-14.900kr.

Dömupeysa-10.900kr.

Peysa - 12.900kr.

Herraskyrta-14.900kr.

Herrapeysa-12.900kr.

suit@suit.is

www.suit.is

SUIT-REYKJAVÍK

Skólavörðustíg 6

s. 527-2820


92

tíska

Helgin 20.-22. desember 2013  Tísk a samfélagsleg ábyrgð í verki

Góð tilfinning að styrkja góðan málstað Síðar mussur mussur Síðar kr. 7.900.7.900.kr. Str. 40-58 40-58 Str.

Jóla- og áramótafötin Jakki kr. 12.900.kjóll kr. 12.900.str. 40-56/58 Laugardag opið 10-18 Sunnudag opið 13-18

Bæjarlind 6, 6, sími sími 554 554 7030 7030 Bæjarlind

www.rita.is www.rita.is

Ríta tískuverslun tískuverslun Ríta

20% afsláttur Fullt af af öllum kjólum nýjum og allar vörum peysur á 5000 kr. Frábær verð og Kjóll kr. 12.900 persónuleg þjónusta

Fyrirsætan Ásdís Svava Hallgrímsdóttir í nýju línu Dimmblár. Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson.

Ný fatalína Dimmblár, sem skartar íslenskri náttúru, mun styrkja Landvernd. Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Dimmblár segir að í framleiðslunni hafi einnig verið hugað að umhverfinu því að í hana eru notuð náttúruleg efni meðal annars unnin úr íslenskri trjákvoðu.

é

g er alveg ofboðslega ánægður, tengingin við náttúruna er líka skemmtileg og Heiðrún Ósk vill gefa til baka til náttúrunnar og ákveður að gera það í gegnum vinnu umhverfissamtaka. Mér finnst hún vera að sýna samfélagslega ábyrgð í verki. Við erum náttúrlega bara hæstánægð með það,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, framkvæmdastjóri Landverndar. Ný fatalína frá Dimmblá er komin á markað og hefur fyrirtækið gert samning við Landvernd um að hluti af ágóða af sölu varanna renni til þeirra. Línan er unnin úr náttúrulegum og umhverfisvænum efnum og á línunni eru ljósmyndir af íslenskri náttúru eftir Sigurð Hrafn Stefnisson. Nýlega var kynningarviðburður haldinn við Kleifarvatn þar sem samingurinn var undirritaður. Landvernd hleypti af stað nýju verkefni um utanvegaakstur við Kleifarvatn og er það unnið í samstarfi við Landgræðslu ríkisins og með stuðningi Náttúruverndarsjóðs Pálma Jónssonar. „Utanvegaakstur er orðinn alvarlegt umhverfisvandamál í íslenskri náttúru og skemmir ásýnd hennar. Heiðrún Ósk hjá Dimmblá er kannski fyrsti einkaaðilinn sem að gengur til samnings við okkur um að láta hluta af ágóðanum af sinni vöru koma til okkar en það er ekki einsdæmi að einstaklingar hafi verið að styrkja Landvernd,“ segir Guðmundur. Heiðrún segir að í framleiðsu fatalínunnar hafi verið notuð náttúruleg efni meðal annars sem unnin eru

Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson undirrita samstarfsamning. Ljósmynd/Atli Már Hafsteinsson.

úr íslenskri trjákvoðu. Einnig hafi náttúruleg bómull verið notuð sem viðurkennd hafi verið eftir alþjóðlegum stöðlum. „Ég ákvað að ég vildi láta gott af mér leiða og hafði samband við Guðmund og sagði honum að ég hefði áhuga á að styrkja verkefni hjá Landvernd. Það er mjög góð tilfinning að styrkja þennan góða málstað og ég tel það vera forréttindi að styrkja þetta nýja og spennandi verkefni hjá Landvernd,“ segir Heiðrún Ósk. Dimmblá selur nýju línuna sína í verslun Around Iceland á Laugavegj, Kraumi í Aðalstræti, Islandia í Kringlunni og Aurora Reykjavík úti á Granda. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is

KYNNING

Jólaförðun YSL 2013

Flottir kjólar

Kjóll á 12.900 kr. Stærð 36 - 46.

Momentum

kjóll á 16.900 kr. Stærð 36 - 46 Opið í dag kl. 11 - 18.

Opið laugard. kl. 11 - 17 Opið sunnud. kl. 12 - 16 Opið á Þorláksmessu kl. 11 - 20.

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á

síðuna okkar

Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16

Andlit: Top Secrets BB krem er notað sem undirfarði, með því móti þarf ekki að nota jafn mikið af farðanum. Le Teint Touche Éclat farði er settur yfir BB kremið, farðinn gefur fallega og náttúrulega ljómaáferð. Touche éclat töfrapenninn er settur í kringum augu og unninn út á kinnbein. Til þess að draga úr línum í andliti og skerpa varir má einnig nota töfrapennann og vinna hann vel saman við farðann. Til þess að skyggja andlitið er sólarpúður númer 2 notað undir kinnbein og kjálka og að lokum er kinnalitur nr. 10 settur á kinnar til þess að fá ferskt og flott útlit. Augu: Touche éclat myndar góðan farðagrunn fyrir augnskugga og því er sérstaklega gott að nota hann á augnlokin. CLASSY augnskuggapalletta er notuð í augnförðun, þetta er fjögurra skugga palletta sem einnig má bleyta til þess að ná fram meiri lit. Ljósasti liturinn er notaður sem grunnur alveg upp að augabrúnum. Ljósbrúni liturinn er settur yfir allt neðra augnlok, að lokum er dekksti liturinn notaður á ytri augnlok til þess að ná fram fallegri skyggingu. Til þess að breyta aðeins til er flott að nota silfurglimmer skuggann í pallettunni undir augu og jafnvel í augnkróka. Að lokum er BabyDoll fjólublár eyeliner nr. 12 notaður frá innri augnkrók að ytri með smá boga upp og BabyDoll maskari borinn á augnhárin til þess að fá opnara augnaráð og þéttari og lengri augnhár. Varir: Touche éclat myndar góðan grunn fyrir varaliti og því upplagt að nota hann yfir varirnar og í kringum þær. Varablýantur nr. 10 er notaður til þess að skerpa og skyggja varirnar, hann er settur í varalínuna og síðan unninn inn á varirnar. Rouge Pur Couture rauður varalitur nr. 57 er að lokum borinn á varir til þess að fullkomna jólaförðunina.



94

tíska

Helgin 20.-22. desember 2013 KYNNING

Hátíðarlína L’Oreal Það styttist óðum í hátíðirnar og eflaust eru margar ykkar farnar að huga að hátíðarförðuninni. Fyrir þennan fallega árstíma koma snyrtivörumerkin venjulega með sérstakar hátíðarlínur í sölu. Margar þessara lína rata ekki hingað til okkar en það gerði þó línan frá L'Oreal. Hátíðarlína L'Oreal nefnist MIllIoN Carats. Línan er ekki stór en hún inniheldur maskara, maskara „top coat“ og fjóra mismunandi liti af naglalökkum, ásamt því sem varalitirnir nr. 236 og 287 þykja passa einstaklega vel við ásamt því að klassískur rauður varalitur er alltaf sígildur inn í jólaförðunina. Vörurnar í línunni eru innblásnar af demöntum sem eru bestu vinir kvenna, samkvæmt Marilyn Monroe.

Pure Carat yfirmaskarinn er glær maskaraformúla sem inniheldur örfínar glimmeragnir. Yfirmaskarann má nota yfir hvaða maskara sem er og með honum getið þið poppað upp á augnförðunina ykkar. Magnið af glimmerinu er mjög passlegt og það dreifist jafnt úr því. Af því agnirnar eru eiginlega hvítar glimmeragnir þá passar

SPARINAANWICH

yfirmaskarinn við hvaða augnförðun sem er.

BlaCK Carat maskarinn er kolsvartur á litinn og hann inniheldur örfínar gylltar glimmeragnir sem poppa upp á hvaða förðun sem er. Maskarinn gefur hæfilegt magn af glimmeri og gefur um leið augunum fallegan glans. Báðir maskararnir eru VoluMe MIllIoN lashes maskarar en þessi tegund maskara er ein sú vinsælasta hjá merkinu. Þetta eru maskarar sem móta og þykkja augnhárin og auka umfang þeirra margfalt. Maskararnir eru með gúmmígreiðu sem aðskilur vel augnhárin og dreifir jafnt úr þeim svo hvert augnhár fær að njóta sín. Með þessum möskurum komu æðisleg glimmernaglalökk. Lökkin eru bæði með fínum glimmerögnum en einnig eru lökk sem innihalda stórar og flottar glimmeragnir og pallíettur. Lökkin koma í litlum glösum sem eru í passlegri stærð. Gunnhildur Birna förðunarfræðingur náði ótrúlegum hátíðarljóma þegar hún farðaði Unni Steinsson með Loreal vörum. ljósmyndari: Jón Heiðar Módel: Unnur Steinsson Make up & hár: Gunnhildur Birna Vörur: L‘Oréal Förðunarpenslar: Real Techniques

Herraskór í st. 42-50

SKÓ

METAL DESIGN STEFÁN BOGI

markaðurinn

GULL OG SILFURSMIÐUR SKÓLAVÖRÐUSTÍG 2

Ármúla 44, Reykjavík Sími: 517 2040

www.metaldesignreykjavik.is METALDESIGNREYKJAVIK

Glæsibæ • Dalvegi • N1 Ártúnsbrekku • Bæjarhrauni • Skoðaðu matseðilinn á saffran.is

Opið mán-fös 11-20, lau 11-20 & sun 13-20


tíska 95

Helgin 20.-22. desember 2013 KYNNING

Grípandi augnaráð með Artliner 24 klst. frá Lancome Hvort sem það er náttúrulegt, ferskt og skínandi augnaráð sem þú vilt ná fram, ýkt augnlína sem þó er fáguð og smart, eða djörf og mikil förðun með bæði dýpt og nákvæmni, þá eru nýju eyelinerarnir frá Lancome fyrir þig. Artliner 24 klst. fæst í sex litum, þeim svarta klassíska og fimm djörfum litum til viðbótar sem allir eru vatnsheldir og smitfríir. Pensillinn er þunnur og afar nákvæmur þannig að augnlínan verður nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana.

Í S L E N S K GuSt

|

Ingólfsstræti 2

|

H Ö N N U N sími 551 7151

|

www.gust.is

Full búð af glæsilegum vörum frá Vanity fair

Ynja undirfataverslun

Hamraborg 20 S. 544 4088


96

matur & vín

Helgin 20.-22. desember 2013

 vín vikunnar

Sætur punktur yfir i-ið Fólki hættir til að gleyma því hversu gott sætvín getur gert góða máltíð betri. Gott sætvín með eftirréttinum, eða einfaldlega sem eftirréttur, setur oft punktinn fullkomlega yfir i-ið. Er þá átt við hefðbundin sætvín þar sem þrúgan hefur fengið að þroskast að fullu og jafnvel lengur en góðu hófi gegnir, þannig að sykurmagnið í þrúgunni skilar einungis sætvíni. Þetta Oremus Tokaji sætvín hefur karakter sem skín í gegn. Það hentar vel með alls konar eftirréttum, til að mynda þeim sem innihalda jarðarber, en ekki síður með ostum og ostakökum. Tilvalið væri að sötra þetta sætvín eftir jólamatinn en prófa svo afganginn af flöskunni síðar með góðum ostum.

Oremus Tokaji Aszu 3 Puttonyos Gerð: Sætvín. Þrúga: Tokaji-blanda. Uppruni: Ungverjaland.

Höskuldur Daði Magnússon Teitur Jónasson

Styrkleiki: 13%

ritstjorn@frettatiminn.is

Verð í Vínbúðunum: 4.475 kr. (500 ml)

Fréttatíminn mælir með Undir 2.000 kr.

2.000-4.000 kr.

Yfir 4.000 kr.

 Stella Artois

Gleðileg jól

EYPIS

ÓKEYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

Nauðsyn um jólin

Gerð: Bjór

Montes Late Harvest

Aalborg Jubilæums Akvavit

Tegund: Lagerbjór.

Gerð: Sætvín.

Gerð: Snafs.

Uppruni: Belgía.

Þrúga: Gewurzt-

Uppruni: Danmörk.

Styrkleiki: 5%

raminer.

Styrkleiki: 40%

Verð í Vínbúð-

Uppruni: Chile.

Verð í Vínbúð-

unum: 819 kr. (750

Styrkleiki: 12%

unum: 5.899 kr.

ml)

Verð í Vínbúð-

(750 ml)

Umsögn: Stella

unum: 1.999 kr.

Umsögn: Íslenski

Artois er hinn upprunalegi jólabjór og vísar Stella í sjálfa jólastjörnuna. Bjórinn varð hins vegar svo vinsæll að hann varð almenn neysluvara. Undanfarin ár hefur Stella komið hingað í jólabúningi og hentar einkar vel að setjast niður í hádegisverð á aðfangadag með jólasíld, gott rúgbrauð og hátíðarflösku af Stellu.

(375 ml)

brennivínssnafsinn er í raun ákavíti sem sækir fyrirmynd sína til Norðurlandanna. Þar hefur hið danska Aalborg Julilæums Akvavit borið höfuð og herðar yfir aðra snafsa. Bragðið er mjúkt og kryddað með þægilegum, heitum eftirkeimi. Þetta ætti ekki að vanta í neina skötuveislu á Þorláksmessu.

Umsögn:

Þrúgurnar fá að fullþroskast og jafnvel aðeins meira en það. Bragðið inniheldur apríkósu og hunang en líka næga sýru þannig að vínið nær ekki að verða klígjulegt. Fullkominn eftirréttur.

ÓKEYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

YPIS

Ilmur af jólum ÓKEYPIS

ÓKEYPIS

Kryddin frá Pottagöldrum eru ómissandi í matreiðsluna ÁN AUKAEFNA • ÁN MSG • ÁN SÍLÍKON DÍOXÍÐS

Réttur vikunnar

Alvöru Irish Coffee Kaffikokteillinn Irish Coffee varð til á dögum flugbátanna. Eðli málsins samkvæmt lentu flugbátarnir á sjónum og svo þurfti að ferja farþegana með bátum í land og sú ferð var oft á tíðum köld og blaut. Sagan segir að kokteillinn hafi í fyrsta sinn verið blandaður eitt kalt vetrarkvöld árið 1940 þegar farþegar með Pan Am flugbáti lentu í Foyneshöfn við strendur Írlands. Til að koma hita í kropp farþeganna eftir bátsferðina ákvað barþjónn flughafnarinnar, Joseph Sheridan, að að setja viskí út í kaffið. Þegar hann var svo spurður hvort

Aðferð 1. Búið til einfalt sykursíróp úr sykrinum með því að sjóða hann í smá vatni. Blandið saman sykursírópinu og viskíinu. 2. Fyllið upp með kaffi og skiljið eftir

kaffið væri „Brazilian Coffee“ svaraði hann að bragði; nei, þetta er „Irish Coffee“ og nafnið var komið. Hann hitti naglann á höfuðið blessaður því fátt er betra á köldu vetrarkvöldi en funheitur Irish Coffee. Hráefni 1 msk dökkur muscavadi sykur (óunninn púðursykur) eða annar dökkur sykur 30 ml Jameson írskt viskí Bragðmikið og vel fyllt kaffi, helst pressukönnukaffi Létthristur rjómi

um það bil þumlung fyrir rjómann. 3. Hrærið öllu saman 4. Hristið rjómann í hristara. Athugið að rjóminn á að vera mjög létt þeyttur og leka vel. 5. Þetta er lykilatriði. Hellið rjómanum

yfir öfuga skeið og látið hann fljóta ofan á drykknum. Það er gríðarlega mikilvægt að rjóminn sé ekki þeyttur, bara létt hristur. Rjóminn á að fljóta ofan á allan tímann svo það komi rétt magn af drykk og rjóma við hvern sopa.


Helgin 20.-22. desember 2013

matur & vín 97

Ítalskar biscotti tvíbökur Bragðbætt biscotti er frábært með kaffi og sætum vínum í eftirmat. Nafnið er dregið af biscoctus sem þýðir tvíbaka. Ítalir voru iðnir við að baka slíkt brauð þar sem það geymdist vel og var afar vinsælt á tímum Rómaveldis í nestistösku hermanna. Þetta tvíbakaða brauð er afar einfalt að búa til. Hér er uppskrift með jólalegu ívafi: 2/3 bolli sykur 2 stór egg 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt

Bríó er einn þeirra bjóra sem fólki er ráðlagt að prófa áður en það deyr, samkvæmt vinsælli erlendri bjórbók.

Bríó í þekktri bjórbók „Þetta er ótrúlegur heiður fyrir okkur og bætist í þennan fjölda viðurkenninga sem Bríó hefur þegar hlotið á heimsvísu á stuttum tíma. Við erum í skýjunum,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari Borgar Brugghúss. Bjórinn Bríó er einn þeirra sem fjallað er um í nýrri útgáfu hinnar kunnu bjórbiblíu 1001 Beers You Must Try Before You Die. Ný útgáfa bókarinnar kom út á dögunum. Ekki er vitað til þess að íslenskur bjór hafi áður ratað í bók sem þessa. Höfundar bókarinnar eru þeir Adrian TierneyJones og Neil Morrissey. Sá fyrrnefndi dásamaði einmitt Surt nr. 8.1 á bloggi sínu, maltworms. blogspot.com, fyrr á árinu. „Gullverðlaun í World Beer Cup og World Beer Awards ásamt síðu í einni af þekktari bjórbókum nútímans var ekki alveg það sem maður bjóst við þegar við vorum að klára fyrsta bjór Borgar, en það er bara eitthvað við þennan Bríó,“ segir Sturlaugur ennfremur. Í umsögn um Bríó í bókinni segir að markmið Borgar-manna hafi verið að framleiða alvöru pilsner að þýskum sið sem myndi gleðja hipstera og bóhema bæjarins og það hafi tekist vel.

1¾ bolli hveiti ½ bolli pistasíuhnetur ½ bolli trönuber Aðferð Hitið ofninn í 175 gráður. Þeytið eggin og sykurinn saman þar til þau verða létt og ljósgul, ca 5 mín., bætið vanilludropum í. Blandið þurrefnum saman og hrærið saman við deigið. Bætið þar næst hnetunum og berjunum út í og blandið saman. Setjið á bökunarplötu og formið hleif sem er ca 30 cm langur og 8 cm breiður. Bakið í 25 mín. Takið úr ofninum og látið

standa í 10 mín., lækkið ofnhitann í 165 gráður. Skerið brauðið í sneiðar sem eru ca 2 cm þykkar og leggið sneiðarnar aftur á plötuna. Bakið í 10 mín. Snúið sneiðunum og bakið í aðrar 10 mínútur. Látið kólna og geymið á þurrum stað. Dugar í 16-20 sneiðar. Það er tilvalið að breyta til og bragðbæta með því sem manni þykir best, t.d. pecanhnetum, súkkulaði, rúsínum eða öðru góðgæti. Þar sem jólin nálgast er einnig tilvalið að dýfa sneiðunum í bráðið súkkulaði.


98

matur & vín

Helgin 20.-22. desember 2013

Drekktu þetta með jólamatnum! Nú eru jólaveislurnar framundan og á flestum heimilum er farið að huga að eldamennskunni. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið með að velja réttu vínin með veislumatnum. Fréttatíminn leitaði til Ólafs Arnar Ólafssonar, veitingamanns á K-Bar og mikils fagurkera, og fékk hann til að mæla með góðum vínum með íslenska jólamatnum.

graflax

Hangikjöt

Graflax er vinsæll forréttur á jólum og það getur verið snúið að finna vín sem passar. Það þarf að vera sýruríkt til að skera í gegnum feitan fiskinn, með sætum ávexti sem ræður við sæta sósuna og mineralskt til að draga fram eiginleikana í dillinu, sem er yfirleitt kryddið á graflaxi.

Á sama hátt og hamborgarhryggur kallar á sætu í þeim drykk sem drukkinn er með honum gerir hangikjöt það líka og jafnvel meira ef eitthvað er. Það er því engin tilviljun að mörgum finnst best að drekka Malt og Appelsín með hangikjöti. Sérstaklega getur verið snúið að finna vín með taðreyktu kjöti því sterkt reykbragðið getur auðveldlega kaffært einfaldari vín. Ég legg til styrkt vín sem er aðeins "oxiderað" með frekar háu áfengishlutfalli til að dansa við hið mikilfenglega taðreyk.

Brundlmayer Gruner Veltliner Kamptaler Terrassen

Óli mælir með

Gerð: Hvítvín. Uppruni: Austurríki. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: 2.990 kr. (750 ml)

Annað sem gengur vel með graflaxinum: Nýjaheims Riesling, t.d. frá Nýja Sjálandi eða Ástralíu. Eða þurrt freyðivín eins og gott Prósecco eða þurrt sérrí eins og Tio Pepe

Óli mælir með

Leffe Blonde Gerð: Bjór. Uppruni: Belgía. Styrkleiki: 6,6% Verð í Vínbúðunum: 469 kr. (330 ml)

Það hefur verið algengt upp á síðkastið að mæla með sætu hvítvíni með hamborgarhryggnum og það er gott og gilt enda passar það vel saman. Það sem þarf að leita að í víni með hamborgarhrygg er dálítil sæta til að vega upp á móti öllu saltinu, sem er í hryggnum sjálfum, og passar líka með meðlætinu, sem er yfirleitt sætt líka. Ég vil þó mæla með rauðvíni, sem er líka með talsverðri sætu, sem ræður bæði við saltið og sykurinn í matnum.

Annað sem gengur vel með hamborgarhryggnum: Þýsk Riesling-vín, t.d. Spätlese, Pinot gris eða Gewurstraminer frá Alsace, Demi sec kampavín, hálf sæt rósavín eða ítölsk Ripasso ef fólk kýs frekar rauðvín.

Rene Mure Pinot Gris Signature Gerð: Hvítvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.399 kr.

Codorniu Clasico Semi Sec Gerð: Freyðivín. Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 11,5% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml)

Laurent Miquel l'Artisan Languedoc rautt Gerð: Rauðvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 2.299 kr. (750 ml)

Perrin & Fils Cotes du Rhone Villages Gerð: Rauðvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.495 kr. (750 ml)

lamb

Kjöt af rjúpum er dökkt, fínlegt og mjög bragmikið og vegna þess að rjúpan safnar kryddjurtum í sarpinn, bókstaflega, er mikið lyng- og jurtabragð af kjötinu. Þess vegna þarf rjúpa kraftmikið og höfugt vín, jafnvel dálítið vel við aldur. Það þarf að ýta undir kryddbragðið úr kjötinu og ráða vel við kraftmikið kjötið svo það þarf að vera frekar tannínríkt. Ég legg til vín frá Líbanon sem er þungt, mikið og kryddað.

Tommasi Amarone della Valpolicella Classico

Fjallalambið fagra á sér félaga sem mér finnst alltaf passa vel með og það er vín frá Rioja. Annað hvort vegna þess að bragðlaukar landans eru vanir Rioja vínum, vegna þess að lengi voru þau mest seldu vínin í ríkinu, eða vegna þess að eiginleikar kjötsins og vínsins henta hvorir öðrum.

Chateau Musar

Óli mælir með

Gerð: Rauðvín. Uppruni: Líbanon. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 5.199 kr. (750 ml)

Annað sem gengur vel með rúpunni: Eldri Bordeaux-vín, argentísk Malbec-vín, vín frá Rhone eins og Hermitage t.d. eða Pinotage frá Suður Afríku.

Chateau Tour de Capet Gerð: Rauðvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 3.698 kr. (750 ml)

Catena Malbec Gerð: Rauðvín. Uppruni: Argentína. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 2.948 kr. (750 ml)

Gerð: Rauðvín. Uppruni: Ítalía. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 3.695 kr. (750 ml)

Annað sem gengur vel með Villibráð: T.d. Cotes de Rhone vín, rauð Bourgogne vín eða rauðvín frá Priorat í Katalóníu.

rjúpa

HamborgarHryggur

Óli mælir með

Óli mælir með

Gerð: Hvítvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 2.750 kr. (750 ml)

Gerð: Freyðivín. Uppruni: Ítalía. Styrkleiki: 11% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml)

Gerð: Rauðvín. Uppruni: Ítalía. Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum: 6.399 kr. (750 ml)

Vajra Langhe Nebbiolo

Willm Pinot Gris Reserve

Piccini Prosecco

J

Gerð: Styrkt rauðvín. Uppruni: Frakkland. Styrkleiki: 15,5% Verð í Vínbúðunum: 3.695 kr. (750 ml)

Annað sem gengur vel með hangikjötinu: Góður bjór á borð við Leffe Blonde, rauðvín með sætu, s.s. Amarone eða Ripasso. Þýsk riesling, Pinot gris eða Gewurstraminer frá Alsace

Gerð: Sérrí. Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 15% Verð í Vínbúðunum: 3.599 kr. (750 ml)

ólaskapið kom fyrir löngu. Það er bara búið að vera svo mikið að gera í vinnunni,“ segir Ólafur Örn Ólafsson, veitingamaður á K-Bar. Óli er fyrrverandi formaður Vínþjónasamtaka Íslands og einn dómara í sjónvarpsþættinum Masterchef Ísland. Hann tók vel í það að deila visku sinni með lesendum Fréttatímans og velja réttu vínin með jólamatnum. „Ég verð með gæs í jólamatinn sjálfur í ár. Það er mismunandi ár frá ári hvað ég er með en í ár er það gæs. Svo verður humar í forrétt og ætli ég verði ekki með sérrí-truffle frá mömmu í eftirrétt,“ segir Óli. Hann nýtur þess að borða um jólin. „Hjá mér er alltaf tími óhófs en um jólin fær maður tækifæri til þess án þess að vera litinn hornauga,“ segir hann og hlær. Og Óli sér fyrir sér notalegar stundir við undirbúning jólaveislunnar. „Ég er nú svo undarlegur með það að þegar ég á frí finnst mér skemmtilegast að vera heilu og hálfu dagana í eldhúsinu að dunda mér eitthvað. Á aðfangadag fáum við alltaf gesti eftir hádegið sem þiggja hjá okkur púrtvín og piparkökur með gráðaosti og á meðan er maður að stússast í eldhúsinu.“

Íslensk villibráð er oft bragðmild, þ.e.a.s kjötið sjálft, en með henni er iðulega borið fram sætt og bragðmikið meðlæti. Þess vegna, frekar en með öðru, er ekki alveg hvað sem er sem gengur með. Vínið þarf að þarf að hafa tannín en ekki of mikil, góðan, ríkan ávöxt og krydd. Ég vil því mæla með víni sem hefur einmitt alla þessa eiginleika.

Pujol Rivesaltes Grenat

Gonzalez Byass Tio Pepe Fino

(J)Óli á K-Bar

Villibráð

Roda 1 Reserva

Óli mælir með

Gerð: Rauðvín. Uppruni: Spánn. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 7.998 kr. (750 ml)

Annað sem gengur vel með lambinu: Næstum hvaða Rioja vín sem er. Pinot noir frá Nýja Sjálandi eða Kaliforníu eða Brunello di Montalchino frá Piemonte.

Domaine Drouhin Willamette Valley Pinot Noir Gerð: Rauðvín. Uppruni: Bandaríkin Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 6.298 kr. (750 ml)

Banfi Brunello di Montalcino Gerð: Rauðvín. Uppruni: Ítalía. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 5.898 kr. (750 ml)


Íslenskur kalkúnn Hollur hátíðarmatur!

ATA R N A

Heslihnetu- og sveppafylling að hætti Reykjabúsins • 150 g smjör • 350 g nýir sveppir, niðursneiddir • 200 g laukur, smátt saxaður • 1 stilkur sellerí, smátt saxaður • 1/2 búnt steinselja, smátt söxuð eða 2 msk þurrkuð • 3-4 msk þurrkuð salvía • 300 g skinka, smátt söxuð • 100 g heslihnetur, ristaðar og sneiddar • 150 g (u.þ.b. 3 bollar) brauðteningar • 2 stór egg • 2 dl rjómi • 1/2 tsk salt • 1 tsk ferskmalaður pipar

Bræðið smjör í stórum potti og látið sveppi og grænmeti ásamt steinselju, salvíu og skinku krauma í því í 10 mínútur eða þar til grænmetið er orðið mjúkt. Bætið þá heslihnetum og brauðteningum í pottinn og látið fyllinguna kólna lítillega. Hrærið þá eggjum og rjóma saman við og kryddið með salti og pipar. Má laga daginn áður og geyma í ísskáp þar til fylla á fuglinn.

Verði ykkur að góðu Reykjabúinu, Mosfellsbæ.

Holda kalkúnn frá Reykjabúinu er hollur • Hreint kjöt án allra aukaefna, fitusnautt og létt í maga • Fæst í flestum matvöruverslunum •

Fleiri uppskriftir og eldunarleiðbeiningar á

kalkunn.is ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA


100

matur & vín

Helgin 20.-22. desember 2013

Smáréttir Rikku góð tilbreyting frá stórsteikunum Bókin Veisluréttir Hagkaups hefur notið mikilla vinsælda síðan hún kom út á dögunum og hefur meðal annars verið ofarlega á metsölulistum. Friðrika Hjördís Geirsdóttir er höfundur uppskrifta í bókinni og var meira en til í að deila nokkrum þeirra með lesendum Fréttatímans. Smáréttirnir gætu reynst góð tilbreyting frá stórsteikum og -veislum sem fram undan eru yfir hátíðarnar.

Bruschetta með túnfiski, sítrónu og kapers

Andafylltar brauðskeljar með brie og trönuberjum

10 stk 1 sítróna 2 túnfiskdósir í vatni, vatnið sigtað frá 4 msk ólífuolía 3 msk söxuð steinselja 3 tsk kapers salt og nýmalaður pipar 5 brauðsneiðar, skornar til helminga Hitið ofninn á grillstillingu. Fínrífið börkinn af sítrónunni og kreistið safann úr henni. Blandið túnfiskinum saman við 2 tsk af sítrónusafanum, ólífuolíu, steinselju, kapers og sítrónuberki. Kryddið með salti og pipar og skiptið upp á milli brauðsneiðanna.

20 stk 200 g eldað andakjöt, saxað 50 g trönuberjasulta 100 g brieostur 20 stk tilbúnar brauðskeljar salt og nýmalaður pipar 20 stk lítil mintulauf Skiptið andakjötinu og ostinum upp á milli skeljanna og skreytið með trönuberjasultu og mintulaufum. Kryddið með salti og pipar og berið fram.

Fréttatíminn mælir með

Spier Merlot Signature Gerð: Rauðvín. Uppruni: SuðurAfríka. Styrkleiki: 14,5% Verð í Vínbúðunum: 2.612 kr. (750 ml)

Fréttatíminn mælir með

Brandade 20 stk 400 g saltfiskur 200 g kartöflur, afhýddar 500 g mjólk 6 svört piparkorn 2 lárviðarlauf 1/2 laukur, afhýddur 4 msk ólífuolía 20 rúgbrauðsbitar salt og nýmalaður pipar Setjið mjólkina ásamt piparkornunum og lauknum í pott og sjóðið kartöflurnar þar til að þær eru orðnar mjúkar í gegn. Bætið saltfiskinum út í og látið hann malla í 5-7 mínútur. Hellið mjólkinni frá og stappið fiskinn saman við kartöflurnar ásamt ólífuolíunni. Kryddið til með salti og pipar og skiptið fiskinum upp á milli brauðsneiðanna.

Montalto Organic Nero d'Avola

Fréttatíminn mælir með

Gerð: Rauðvín. Uppruni: Ítalía. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 1.799 kr. (750 ml)

Gerð: Hvítvín. Uppruni: Portúgal. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: 1.950 kr. (750 ml)

Periquita hvítt

Nú loksins á Íslandi!

Verð:

19.500 kr.


ÍSLENSKA SIA.IS HLS 67051 12/13

Lífrænt og bragðmikið krydd í jólamatinn – margar tegundir

GERÐU JÓLAMATINN ENN BETRI!

Biona lífræna meðlætið gerir jólamáltíðina enn betri

Ristaðar snittur með þeyttum fetaosti og tómötum 20 stk 250 g fetaostur 100 g rjómostur 10 kirsuberjatómatar, skornir í 4 hluta hver 5 basilikulauf, söxuð 30 ml ólífuolía nýmalaður pipar 10 brauðsneiðar, skornar til helminga Ristið brauðsneiðar undir grilli í ofninum. Þeytið fetaost og rjómaost saman í matvinnsluvél og smyrjið brauðsneiðarnar með maukinu. Raðið tómötunum á þær og stráið basilikunni yfir ásamt því að hella nokkrum dropum af ólífuolíu yfir. Kryddið með pipar og berið fram.

Fréttatíminn mælir með

Tiki Sauvignon Blanc Gerð: Hvítvín. Uppruni: Nýja Sjáland. Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: 2.498 kr. (750 ml)

Krafturinn í jólasósuna og súpur, lífrænn og án aukaefna

Allt í eftirréttinn

KOMDU VIÐ Í HEILSUHÚSINU FYRIR JÓLIN Kryddið, meðlætið og krafturinn gera matinn enn bragðbetri og þér líður vel um jólin.

Svarið býr í náttúrunni LAUGAVEGI

LÁGMÚLA

KRINGLUNNI

SMÁRATORGI

SELFOSSI

AKUREYRI

REYKJANESBÆ


102

matur & vín

Helgin 20.-22. desember 2013

Þrír veisluréttir frá Völla Snæ Ég ætla að hafa önd um hátíðarnar en eftir hátíðarnar ætla ég að fara meira í exótískari og léttari rétti eins og þennan lax,“ segir Völundur Snær Völundarson, veitingamaður á Borg Restaurant. Völli er kominn í hátíðarskap, bæði heima fyrir og á veitingastað sínum. Hann færir lesendum Fréttatímans hér þrjár girnilegar uppskriftir og mælir með réttu vínunum til að njóta með.

Pönnusteiktur lax með mangó, ananas, vatnsmelónu og kóríander salsa Lax 800 g lax. Laxinn er kryddaður með salti, pipar og ólívuolíu og síðan steiktur á pönnu á hvorri hlið um 2- 3 mín, fer eftir þykkt.

Mangósalsa 1 mangó 6 tómatar 2 skallotlaukar 1 lime

1 chilli kóríander olía salt 1 hvítlauksgeiri Mangó, tómatar og skallotlaukar skorið í bita. Kóríander, chilli og hvítlaukur saxað smátt. Lime börkurinn rifinn með fínu rifjárni og safinn kreistur úr. Öllu er síðan blandað saman ásamt olíu

og smakkað til með salti.

Jacob's Creek Semillon Chardonnay Gerð: Hvítvín. Uppruni:

Ástralía. Styrkleiki: 12,5% Verð í Vínbúðunum: 1.899 kr.

(750 ml)

Salt og soja grilluð Nautalund með sesami núðlum. Nautalund Völundur Snær Völundarson, veitingamaður

Hátíðarkrafturinn kemur úr Knorr Settu hátíðarkraft í sósuna með Knorr – kraftinum sem þú þekkir og treystir!

800 g nautalund Lundin er skorin í ca. 200 g steikur sem síðan er velt upp úr grófu salti og grillaðar í 1 mínútu á hverri hlið. Saltið er síðan skolað af með sojasósu og steikurnar grillaðar aftur á öllum hliðum.

Núðlur 200 g þykkar hrísgrjónanúðlur 1 msk sesamolía 1 msk svört sesam fræ 1 rautt chilli graslaukur salt Núðlurnar eru soðnar í 2 mínútur. Chilli og graslaukur er saxað smátt. Öllu er síðan blandað saman og smakkað til með salti.

ÍSLENSKA/SIA.IS/NAT 61885 11/12

¼ bolli balsamico ¼ bolli mirim ¼ bolli soja sósa 1 skallotlaukur 1 rautt chilli 10 g engifer Skallotlaukurinn, chilliið og engiferið er saxað smátt. Öllu er síðan blandað saman og soðið niður.

Casillero del Diablo Carmenere Reserva Gerð: Rauðvín. Uppruni: Chile,

2012. Styrkleiki: 13,5% Verð í Vínbúðunum: 1.799 kr. (750 ml)

Gljáð appelsínu andabringa með grænkáli, fennel, edemame baunum og sætum chili gljáa Andabringur 4 andabringur 200g hunang 1 appelsína 200g edemame baunir 1 stk fennel 1 stk blómkálshaus 1 stk grænkál svört sesamfræ sesamolía 1 stk chilli, saxað 1 hvítlauksgeiri, saxaður

Sweet chilli gljái

...kemur með góða bragðið!

Balsamico sósa

1 skalottulaukur, saxaður 2 hvítlauksgeirar, saxaðir 2 anis stjörnur 2 kanilstangir 1 msk pipar 3 chilli, saxaðir Börkur af ½ appelsínu 300 ml appelsínusafi 300 ml epplaedik 300 ml vatn 200 g sykur Settu hunang í skál og blandaðu í berki og safa af einni appelsínu. Veltu öndinni upp úr hunanginu og steiktu á meðal heitri pönnu án olíu þar til

fitan á öndinni er brún og hunangið er orðið að karamellu. Snúðu þá bringunni við og brúnaðu á hinni hliðinni. Setið í 120 gráðu heitan ofn í um 15 – 20 mín og látið standa í um 5 mín áður en skerið. Bætið við tíma í ofninum eftir steikingarsmekk. Kryddið til með salti og pipar. Skerðu fennel, blómkál og grænkál gróft niður, hitaðu wok-pönnu og því næst sesamolíu, steiktu grænmetið ásamt edemame baununum, hvítlauk, chilli og sesamfræum. Kryddaðu með salti og pipar.

Sætur chilli gljái Svitaðu lauk, hvítlauk, chilli og krydd í potti. Bættu síðan vökva og berki út í og sjóddu niður.

Trapiche Oak Cask Malbec Gerð: Rauðvín. Uppruni:

Argentína, 2011. Styrkleiki: 14% Verð í Vínbúðunum: 1.999 kr. (750 ml)


S S Ljúffeng sætindi

laus við sykur, ger og glúten

Tilnefning til hinna virtu

Gourmand-verðlauna í flokknum

Bestu eftirrétta- og sætindabækur ársins 2013

María Krista býður upp á spennandi brauð og holla sæta rétti. Bókin fyrir þá sem vilja fylgja lágkolvetnamataræði, eða takmarka neyslu á hvítum sykri og sterkju.

Tilnefndar Til hinna virTu Gourmand-verðlauna

Sannkölluð matargleði

Tilnefning til hinna virtu Gourmand-verðlauna í flokknum

Besti matarbloggari ársins 2013

80 unaðslegar sælkerauppskriftir eftir sjónvarpskokkinn og matarbloggarann góðkunna Evu Laufeyju


104

skák og bridge

Helgin 20.-22. desember 2013

 Sk ák Hvert jólaSk ákmótið rekur annað

Skákin blómstrar á aðventunni

j

ólapakkaskákmót GM Hellis verður haldið á morgun, laugardaginn 21. desember í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið hefst klukkan 13 og er ókeypis á það. Mótið er fyrir börn og unglinga og fer nú fram í 16. skipti en það var fyrst haldið fyrir jólin 1996. Síðan hefur það verið haldið nánast á hverju ári og hefur alltaf verið eitt fjölmennasta skákmót ársins. Keppt verður í fimm flokkum: Flokki fæddra 1998-2000, flokki fæddra 2001-2002, flokki fæddra 2003-2004 og flokki fæddra 2005 og síðar og peðaskák fyrir þau yngstu (2007 og yngri). Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti um 3 jólapakka í hverjum aldursflokki fyrir sig og sameiginlegt happdrætti í lokin þar sem m.a. verður dregin út spjaldtölva frá Heimilistækjum og allir þátttakendur verða leystir út með góðgæti frá Góu og Andrésblaði. Meðal þeirra fyrirtækja sem

með 6.5 vinninga, en í næstu sætum komu þeir Vignir Vatnar Stefánsson, Björn Þorfinnsson og Gunnar Fr. Rúnarsson með 6. vinninga. Mótið var fjölmennt og sterkt. 26 keppendur tóku þátt í mótinu og er þetta að öllum líkindum fjölmennasta fullorðinsskákmót sem haldið hefur verið í Víkinni.

Róbert Lagerman á sigurbraut

Vignir Vatnar Stefánsson. Í mikilli framför.

hvatt til að kíkja við í Ráðhúsinu og fylgjast með hinum ungu snillingum.

leggja til gjafir í jólapakkana eru: Myndform, Salka útgáfa, Sögur útgáfa, Edda útgáfa, Speedo, Nordic Games, Ferill verkfræðistofa, Veröld útgáfa, Bókabeitan útgáfa, Góa, Heimilistæki, Landsbankinn og Skákskóli Íslands og Skákfélagið GM Hellir. Keppendur eru hvattir til að skrá sig til leiks á skak.is. Jólapakkamótið er tvímælalaust einn af hápunktum ársins, og er fólk

Hjörvar Steinn Víkingameistari

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson sigraði á Meistaramóti Víkingaklúbbsins í hraðskák sem fram fór í Víkinni í miðvikudagskvöldið 17. desember. Annar varð Oliver Aron Jóhannesson

Róbert Lagerman, sem á dögunum sigraði á jólaskákmóti Vinaskákfélagsins, endurtók leikinn þegar KR-ingar blésu til jólamóts á mánudaginn. Róbert vann sannfærandi sigur, hlaut 12 vinninga af 13 mögulegum. Björgvin Víglundsson varð í öðru sæti með 10.5 v. og Vignir Vatnar Stefánsson varð þriðji með 10 vinninga. Hinn kornungi Vignir var sá eini sem lagði Róbert, en fleiri kunnir kappar urðu að lúta í gras gegn unga snillingnum, sem er í stöðugri framför.

Jólaskákmót á Kleppi

Í dag fer fram á Kleppi jólaskákmót geðdeilda, athvarfa og

Skákljónið gjörþekkir bragðið af gullinu.

búsetukjarna, og er þetta einn af hápunktum ársins hjá mörgum skákáhugamönnum. Mótið á sér langa sögu, en þar keppa 3ja manna sveitir, og er einn starfsmaður leyfður í hverri sveit. Bókaforlagið Skrudda gefur verðlaun á mótið og heiðursgestur er Björn Blöndal. Það eru Skákfélagið Hrókurinn, Vinaskákfélagið og Víkingaklúbburinn sem standa að þessu skemmtilega móti.

 Sveitakeppni vegamóta

Lögfræðistofan er vön sigri

Í

Bridgefélagi Reykjavíkur er nýlokið sveitakeppni sem kennd var við veitingahúsið Vegamót. Sveit Lögfræðistofu Íslands vann sigur í þeirri keppni næsta örugglega, en hún var tveggja kvölda. Spilaðir voru þrír 10 spila leikir á kvöldi. Lokastaða 5 efstu sveita varð þannig:

1.

Lögfræðistofa Íslands

85,42

2.

Gunnar Björn

77,66

3.

Grant Thornton

77,16

4.

Garðs Apótek

69,12

5.

VÍS

68,76

Í sveit Lögfræðistofunnar spiluðu Sigurbjörn Haraldsson, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson og Sverrir Ármannsson. Aðalsteinn og Bjarni voru í 7. sæti í bötlerútreikningi para með 1,23 impa í plús í spili að meðaltali í 6 leikjum. Karl Sigurhjartarson hafnaði í efsta sæti í bötlerútreikningi með 2,13 impa að meðaltali í 3 leikjum. Ragnar Hermannsson og Guðmundur Snorrason voru í öðru sæti með 1,58 impa að meðaltali í plús eftir 6 spilaða leiki. Spil 28 í þriðja leik keppninnar er áhugavert. NS eiga þar 6 tígla á aðeins 22 punkta samlegu. Að vonum voru það ekki margir

sem náðu þeim samningi, eða aðeins 2 pör af 16. Vestur var gjafari og NS á hættu:

♠ ♥ ♦ ♣

♠ ♥ ♦ ♣ 87 K10632 ÁKG10864 42

K103 Á954 1095 Á97 N

V

A S

♠ ♥ ♦ ♣

♠ ♥ ♦ ♣

D542 DG87 Á DG64

ÁG96 KDG8763 108

Algengasti samningurinn í NS var 3 grönd. Fjórir fóru niður eftir hjartaútspil varnarinnar en tveir fengu að standa spilið eftir lauf út. Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson náðu ágætis árangri í spilinu, spiluð 5 tígla doblaða með yfirslag og þáðu 950 stig fyrir. Þeir þurftu samt að tapa við uppgjörið, því samningurinn var 6 tíglar ódoblaðir á hinu borðinu – 1370 stig. Níu impar tapaðir. En sveit Lögfræðistofunnar mátti við þess konar áföllum, því hún var með tæplega 8 stiga forystu á annað sætið við lok keppninnar.

Dömukvöld BR

Þann 13. desember (föstudagskvöld) var spilað Dömukvöld hjá Bridgefélagi Reykjavíkur sem kennt var við Borgarleikhúsið sem gaf miða á sýninguna Hamlet fyrir fyrsta sætið. Þátttaka var með ágætum og mættu 23 pör til leiks. Þær stöllur Guðný Guðjónsdóttir og Arngunnur Jónsdóttir unnu til þessa skemmtilega vinnings. Í öðru sæti urðu Halldóra Magnúsdóttir og Birna Stefánsdóttir. Lokastaða 5 efstu para varð þannig: 1.

Arngunnur Jónsdóttir – Guðný Guðjónsdóttir

63,9%

2.

Halldóra Magnúsdóttir – Birna Stefnisdóttir

63,6%

3.

Sigríður Friðriksdóttir – Sigþrúður Blöndal

59,3%

4.

Erla Sigurjónsdóttir – Ólöf Ólafsdóttir

56,4%

5.

Harpa Fold Ingólfsdóttir – Svala K. Pálsdóttir

56,3%

Í lok kvöldsins flutti leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir fyrirlestur um leikhúsið og starfsemina, svaraði spurningum úr sal og veitti verðlaun.

Minningarmót Ásmundar og Símonar

Minningarmót Ásmundar Pálssonar og Símonar Símonarsonar verður haldið mánudaginn 30. desember og hefst spilamennska

Sveit Lögfræðistofunnar sem vann sveitakeppni Vegamóta B.R. með yfirburðum. Sitjandi eru Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Ármannsson og standandi Bjarni H. Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson. Mynd Ísak Örn Sigurðsson

stundvíslega klukkan 17. Spilað verður í húsnæði Bridgesambands Íslands Síðumúla 37 og er keppnisgjald kr 3.500 á mann. Spilað verður Monrad Barometer – 44 spil. Vegleg verðlaun verða veitt ásamt flugeldum. Skráning hjá: Bergi – bergur.reynisson@ gmail.com eða í síma 844-5322. Guðmundi – g.snorrason77@gmail.com eða í síma 861-9188. Dennu – gormur53@gmail.com eða í síma 864-2112.

Harðir pakkar Skullcandy Navigator Nokkrir litir

Verð: 16.990.-

Metsölubók Epli.is Verð: 4.490.-

Apple TV

iHome hátalarar Nokkrir litir / þráðlaus

Jólatilboð:

Verð: 9.990.-

Verð: 17.990.-

Opið 11-22 | Þorláksmessa 11-23 | Aðfangadagur 11-13 Fim-fös 10-18 | Lau 10-22 | Sun 11-16 Þorláksmessa 10-21 | Aðfangadagur 10-12

iPad mini Verð frá: 54.990.-

Fullt verð: 22.990.-


! C á j F , K á j á Já, xmáltíð o b ý N

i r a g r o r-b

e g n i Z r

jóðs g o rg e b a! s e c ó i s , l i i t u, os eða kokte f í k s u rtöfl og maís a k ð i me kar, gos r a g r er-bo gs, frans g n i Z er Win w t o o T Sjóðheit ' H n Blazi sósu, þrír b oxmáltíð á aðeins heitri

e w To

1.590 k r.

PIPAR \ TBWA •

SÍA •

133370

svooogott

FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUM HAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI

WWW.KFC.IS


106

heilabrot

Helgin 20.-22. desember 2013

?

Spurningakeppni fólksins

 Sudoku

4 6

1. Hver er höfuðborgin í Senegal?

2 1 9

2. Andre Villas-Boas var í vikunni sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni. Hvaða liði stjórnaði hann?

2 9 4

3. Hver ber fyrirliðabandið hjá Liverpool í sömu deild í fjarveru Stevens Gerrard, sem

3

er meiddur? 4. Breski sjónvarpskokkurinn Nigella Lawson

2 6 3 3 5 4 2

stendur nú í harðvítugum skilnaðardeilum. Hvað heitir eiginmaður hennar sem hún

Kári Úlfsson mannvinur 1. Dakar.

 Luis Suarez. 

5. Hver er syðsti þéttbýlisstaður á Íslandi?

tónlistarkona

6. Hvað kallast aðdáendaklúbbur þungarokk-

1. Ekki hugmynd.

shljómsveitarinnar Skálmaldar?

2. Tottenham. 3.

9. Johnny Depp.

 

10. Hver leiðir lista Bjartrar framtíðar í komandi borgarstjórnarkosningum? 11. Hvaða ár var kaldasti janúarmánuður á Ís-

11. 1986. 12. Kim Jong-un.

Þingkonurnar? mundsson gamall?

5 rétt

Svör: 1. Dakar. 2.Tottenham Hotspur. 3. Luis Suarez. 4. Charles Saatchi. 5. Vík í Mýrdal. 6. Börn Loka. 7. Katrína Mogensen. 8. Már Guðmundsson. 9. Johnny Depp. 10. Björn Blöndal. 11. 1918 – frostaveturinn mikla. 12. Kim Jong-un. 13. David Lean. 14. Benedikt Erlingsson. 15. 60 ára

Kári sigrar með 9 stigum gegn 5 stigum Sigríðar Eirar

... kvenna 35 til 49 ára á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann*

2 3 7 9 6 9 1 7 6 4

14. Benedikt Erlingsson. 15. 60 ára.

15. Hvað er tónlistarmaðurinn Herbert Guð-

74,6%

13. Pass.

14. Hver leikstýrir jólaleikriti Þjóðleikhússins,

9 rétt.

5

12. Kim Jong-un. R

Lawrence of Arabia?

13. Hver leikstýrði Peter heitnum O’Toole í

13. Pass. 14. Pass.

2 8

9. Pass.

12. Hvað heitir leiðtogi Norður-Kóreu?

 kroSSgátan

Sigríður skorar á Jóhönnu Völu Höskuldsdóttur.

5 5

4

8. Veit það ekki.

11. 1920.

7 8

9

7. Pass.

10. Björn Blöndal.

landi frá upphafi mælinga?

6 1

6

6. Baldur eða eitthvað.

unum 21 Jump Street á níunda áratugnum?

6

 Sudoku fyrir lengr a komna

5. Höfn í Hornafirði.

9. Hvaða leikari gerði garðinn frægan í þátt-

10. Pass.

15. 60 ára.

4. Charles Saatchi.

8. Hvað heitir seðlabankastjóri?

6. Hel? 8. Már Guðmundsson.

3. Þetta er ekki Eiður Smári?

Mammút?

7. Katrína Mogensen.

2. Arsenal.

7. Hvað heitir söngkona hljómsveitarinnar

4. Pass. 5. Vík í Mýrdal.

Sigríður Eir Zophoníasdóttir

deilir við?

7

9 1 2 8 3 5

9

2

ATH Nýr vefur með krossgátulausnunum: krossgatur.gatur.net, lausnin er birt að viku liðinni. 168

MÓTMÆLA

MARGSKONAR

ALGJÖR SÆLA

TILDUR

DRYKKUR

STRIT

MÆLIEINING

RIFJÁRN

GALLAR TÍMABIL STUGGA

 lauSn

LÉLEGUR

Lausn á krossgátunni í síðustu viku. 167

YFIRLIÐ

Ó M L E G B I T U N U R M Í T A B I Ú L Ú Ð L I I V T R E A R D U R O F T F T Y R GÍFURLEGA TALA

JARÐEFNI

MERGÐ RÍKI

KLÓ TILTEKNI

H E Æ R M H A N N A EGGJUN EIGNIR GÁSKI

FYRIRTÆKI RÍKI

GAUR

KJÁNI

STELA

R Æ F I N A G

INNAFBROT

NÓTT

REGLA

V I S S I

N Ö G L BANNHELGI STERTUR

T A A G U L Ð N A A L L Á T I

INNILEIKUR

HAMINGJA

HARMUR ÓSKERT

HRÓS

FORFAÐIR

LENSKUR

DRYKKJARÍLÁT Í RÖÐ

HORFINN

BÚSTAÐUR

LENGDAREINING

AUGNARÁÐ

FJÖLBREYTNI MERGÐ

FYRSTUR FÆDDUR

BÖLVANLEGA

HYGGINDI RIFA

FUGL

SYFJA

EIGN

SKST.

SPIK

Þ Á S K A P L M K O M I R R A N Ó T T K A R A Ú T F F A R I N L A T O Ú H I T R V A L A U G E L S T U I T Æ F G I T A I S A V Ö R U E I G I N I T U G K I G I FARÐI

KVÍSL

RIS

HLIÐ

GREINARMERKI STILLA

UMGERÐ DYGGUR

GAGN

MJÖG HEITI

SKRAUT

FRÁFALL SAMTÖK

TEYGJAST HÖFUÐ

MÆTA KEFLI

IM

TVÍHLJÓÐI

FÍNT

EKKI

VINNUVÉL

ÞJÁLFAÐUR STAGL

FRÁSÖGN

ÁTT

KÆRLEIKUR

MERKI

UNGUR FUGL

VARNINGUR TRÉ

HALD

GERA GARÐ

BÓKSTAFUR

HANDFESTAN ALDRAÐUR

E G M A M M A L L A L N G N T A R O T R Ð U F S Á S R L R I R Ð TIL

SÍTT

KROPP

Í RÖÐ

FÁMÁLL

SUSS

AÐSTOÐ

TVEIR EINS TVEIR EINS

FUGL

L Ó A HÁLFGRAS

S T Ö R

EXTRA

LÉLEGUR

RÁKIR

Í RÖÐ

ÁRVISS

IÐKA

ÁRKVÍSLIR

FJÁRHIRÐIR

SUNDFÆRI

SAMTALS

STIKA

FUGL

FYRIR HÖND

GINNA

KÖLSKI

GREMJA

SKÓA

AÐALSMAÐUR

SVARA

RJÚKA

TÆKIFÆRI

LIÐORMUR

TRYLLINGUR

TIF

AFSPURN

KVARSSTEIN

AÐ SJÚKDÓMUR

TRUFLA AKUR

EÐALBORINN

BUMBA

HRAKA

FOR EFTIRSJÁ

NIRFILSHÁTTUR

KOSIÐ

ÓNEFNDUR

Á FÆTI

MUN

ÚÐADÆLA

TYGGJA UPP

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

OP

ÞÓ

Á FLÍK

HELGAR BLAÐ

H E LG A R BLA Ð SJÚKDÓM

BEST

*konur 35 – 49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent jan-mars. 2013

KJÁNI VEFNAÐARVARA

STÚLKA

T E L P A

ÁRMYNNI

ÁNÆGJU

T A K I Ð

AÐA

URMULL

STÓ

DREIFT

ENGI

HÖGG

OTA

NÚÐLUR

VARKÁRNI

TÁLKNBLÖÐ

FYRIRBOÐI

HEITI

ELSKA

SÍÐAN

GLEÐI

FLAN

Í VIÐBÓT

SKURÐBRÚN

ÁVÖXTUR

HLJÓÐA

ÆST

TVEIR EINS

STAÐFESTING

SVARAÐI

ÍLÁT

SPRIKL

AÐ UTAN NÁÐHÚS

PÁFAGAUKUR


Diskamottur 50 mottur saman í blokk. Kr. 2.790,- 4 gerðir

Kennslukortið góða

Með texta úr bókinni “Matur og drykkur” Helgu Sigurðardóttur

iPhone vi›arhulstur

Skjaldarmerki Íslendinga

Vönduð og falleg viðarhulstur sem verja símann fyrir hnjaski. 4 viðartegundir, 6 mismunandi myndir, Fyrir iPhone 4 og 5. kr. 5.400

Fornkort

Hani, krummi, hundur, svín

Frístandandi Hnattlíkan

Veggskraut með 4 snögum. Kr. 11.900

Rjómaferna

Þú stillir því upp og það snýst og snýst... Kr. 3.390

„Half pint“ glerkanna fyrir mjólkina í kaffið Kr. 3.390

Distortion

Hefðbundið form kertastjaka bjagað og útkoman er óvenjuleg. Margir litir. Kr. 4.400

Hreind‡rshaus

Veggskreyting úr krossvið hæð 31 cm. Einnig til stærri. Líka til fleiri dýrategundir Kr. 3.500

Eilíf›ardagatal MoMA Einstök hönnun frá nútímalistasafni New York borgar. Aðeins kr. 8.900

Kraftaverk

Mezzo útvörp

Pizza Peddler

Heico Kanína Kr. 7.400 (Margir litir)

Frá LEXON. Kr. 8.900

Apinn á einhjólinu sker pizzuna þína í sneiðar á meðan hann hjólar :-) Kr. 3.290

Lid Sid

Gufuventill. 2 í pakka, hvítur og rauður Kr. 1.790

High Heel kökuspa›i Kr. 3.390

Cubebot róbót úr vi› Vélarlaust vélmenni, hannað undir áhrifum japanskra ShintoKumi-ki þrauta. Ferningsmennið fjölbreytilega er jafnt leikfang, skraut og þraut. Margir litir, nokkrar stærðir. Verð frá 1.930

Flöskustandur (Vín)andi flöskunnar svífur í reipinu. Kr. 3.900

Around Clock

Hönnun frá Anthony Dickens Kr. 3.900,-

Skafkort

Þú skefur gylltu himnuna af þeim löndum sem þú hefur heimsótt og útbýrð persónulegt heimskort. (Stærð: 82 X 58 cm) Kr. 2.990 skólavör›ustíg 12 • sími 578 6090 • www. minja.is • facebook: minja

Kjarnapú›ar Fylltir kirsuberjakjörnum. Lina bólgna og stífa vöðva.

Kr. 3.900


108

sjónvarp

Helgin 20.-22. desember 2013

Föstudagur 20. desember

Föstudagur RÚV

19:55 Risastóri jólaþátturinn Logi Bergmann er í hátíðarskapi í sérstökum jólaþætti.

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20:30 The Voice - LOKAÞÁTTUR Spennandi söng4 þættir þar sem röddin ein sker úr um framtíð söngvarans.

Laugardagur

20.50 Norræn jólaveisla 2013. Jólatónleikar í hátíðarsal Danska ríkisútvarpsins. Meðal þeirra sem fram koma eru Ásgeir Trausti, Rasmus Seebach o.fl.

21:25 A Very Harold & Kumar 3D Christmas Mynd frá 2011 með Kal Penn og John Cho í aðalhlutverkum.

Sunnudagur allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

20.50 Burton og Taylor Árið 4 1982 bauð Elizabeth Taylor fyrrverandi eiginmanni sínum, Richard Burton, í fimmtugsafmæli sitt. Hann neitaði að drekka með henni en féllst á að leika með henni í Einkalífi eftir Noel Coward. Ný mynd um undirbúning uppfærslunnar

22:00 The Guilty (2:3) Vönduð bresk þriggja þátta sería 2. þáttur

15.30 Ástareldur 17.10 Jólasveinarnir í Dimmuborgum 17.30 Jólastundarkorn 17.35 Jóladagatalið - Jólakóngurinn 17.59 Spurt og sprellað (6:26) 18.05 Táknmálsfréttir 18.15 Minnistæð máltíð – Sara Blædel 18.25 Fum og fát 18.30 Villt og grænt (7:8) e. 19.00 Fréttir 19.25 Veðurfréttir 19.30 Íþróttir 19.40 Kastljós 20.05 Útsvar Borgarb. - Seltjarnarn. 21.15 Stone-fjölskyldan Taugatrekkt og íhaldssöm framakona fer með kærasta sínum til fjölskyldu 5 hans um jólin 6og er eins og þorskur á þurru landi í þeim félagsskap. Í leikarahópnum eru Dermot Mulroney, Sarah Jessica Parker, Claire Danes, Diane Keaton, Rachel McAdams, Luke Wilson og Craig T. Nelson og leikstjóri er Thomas Bezucha. Bandarísk gamanmynd frá 2005. 23.00 Nýliðinn Nýliði hjá CIA er fenginn til að aðstoða við að finna flugumann innan stofnunarinnar. Leikstjóri er Roger Donaldson og aðalhlutverk leika Al Pacino og Colin Farrell. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 00.55 Banks yfirfulltrúi – Stolnar stundir Ekki við hæfi barna. e. 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

Laugardagur 21. desember RÚV

STÖÐ 2

07.00 Morgunstundin okkar/Smælki / 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Háværa ljónið Urri/Teitur/Múmínálf08:15 Malcolm In The Middle (8/22) arnir/Hopp og hí Sessamí /Tillý og 08:40 Ellen (69/170) vinir/Sebbi /Friðþjófur forvitni/ 09:20 Bold and the Beautiful Úmísúmí /Paddi og Steinn /Abba09:40 Doctors (96/175) labba-lá/Paddi og Steinn/Kung Fu 10:25 Harry's Law (4/22) Panda/Teiknum dýrin/Jólasveinarnir í 11:05 Drop Dead Diva (10/13) Dimmuborgum/Stundin okkar 11:50 Dallas 10.45 Orðbragð (4:6) e. 12:35 Nágrannar allt fyrir áskrifendur 11.15 Útsvar e. 13:00 Mistresses (6/13) 12.15 Kastljós 13:40 Home alone 2 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12.40 Jól með Price og Blomsterberg 15:35 Waybuloo 13.05 Landinn e. 15:55 Skógardýrið Húgó 13.35 Kiljan e. 16:15 Ellen (70/170) 14.20 Djöflaeyjan e. 17:00 Bold and the Beautiful 14.50 Á götunni (6:8) 17:22 Nágrannar 4 5 15.20 Af hverju fátækt? e. 17:45 Sveppi og Villi bjarga jólasv. 16.15 Jólatónar í Efstaleiti (2:3) e. 17:52 The Simpsons (9/21) 16.30 Stúdíó Jól-A (7:7) e. 18:23 Veður 17.00 Sveitasæla (4:20) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 og Íþróttir 17.10 Vasaljós (5:10) 18:54 Ísland í dag og Veður 17.30 Jólasveinakvæði 19:25 Popp og kók 17.35 Jóladagatalið - Jólakóngurinn 19:55 Risastóri jólaþátturinn 18.00 Táknmálsfréttir 21:10 The Borrowers 18.10 Skólaklíkur (1:20) 22:45 30 Minutes or Less 18.54 Lottó 00:10 Thick as Thieves 19.00 Fréttir og veðurfréttir 01:55 Seeking Justice 19.25 Íþróttir 03:40 The Shape of Things 19.40 Vertu viss (7:8) 05:15 The Strangers 20.40 Hraðfréttir e. 20.50 Norræn jólaveisla 2013. 22.25 Annie Hall 09:00 The Royal Trophy 2013 23.55 Alþjóðabrask Atriði í myndinni 14:00 Þýski handboltinn 2013/2014 eru ekki við hæfi barna. e. 15:20 Njarðvík - Stjarnan 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 16:50 Undanúrslit HM kvenna Beint

STÖÐ 2

Sunnudagur RÚV

07.00 Morgunstundin okkar 07:00 Barnatími Stöðvar 2 10.15 Sumarævintýri Húna (4:4) e. 11:30 Popp og kók 10.40 Í þágu jarðar e. 12:00 Bold and the Beautiful 12.30 Vertu viss (7:8) e. 13:45 Óupplýst lögreglumál 13.20 Saga kvikmyndanna – Bandarískt 14:15 Hið blómlega bú - hátíð í bæ bíó á áttunda áratugnum (9:15) 14:45 Kolla 14.20 Af hverju fátækt? e. 15:20 Sjálfstætt fólk (15/30) 15.20 Jólatónleikar í Vínarborg 2011 15:55 ET Weekend 17.00 Táknmálsfréttir 16:40 Íslenski listinn allt fyrir áskrifendur 17.10 Poppý kisuló (42:52) 17:10 Sjáðu 17.21 Teitur (50:52) 17:38 Leyndarmál vísindanna fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17.31 Skrípin (21:52) 17:45 Sveppi og Villi bjarga jólasv. 17.35 Jóladagatalið - Jólakóngurinn 17:52 Simpson-fjölskyldan (3/22) 18.00 Stundin okkar 18:23 Veður 18.27 Jólasveinar fyrr og nú hittast 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18.35 Hraðfréttir e. 18:506 Íþróttir 4 5 18.40 Fum og fát 18:55 Fangavaktin 18.45 Jólatónar í Efstaleitinu 19:40 Lottó 19.00 Fréttir 19:45 Hope Springs Gamanmynd 19.20 Veðurfréttir frá 2012 með Meryl Streep, Tommy Lee Jones og Steve Carell 19.25 Íþróttir 19.40 Landinn í aðalhlutverkum. 20.20 Orðbragð (5:6) 21:25 A Very Harold & Kumar 3D 20.50 Burton og Taylor Christmas Gamanmynd frá 2011 22.15 Kynlífsfræðingarnir (6:12) Ekki með Kal Penn, John Cho og Neil við hæfi barna. Patrick Harris í aðalhlutverkum. 23.10 Konuhvarfið (The Lady Dóphausarnir Harold og Kumar Vanishes) e. eru mættir aftur. Sex árum eftir 00.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok síðasta ævintýri þeirra félaga þá er komið að því að rústa jólunum á þeirra sérstaka hátt. 23:05 Wrath of the Titans 00:45 Two Weeks Notice 02:25 Perfect Storm 04:35 Extract 06:05 Fréttir

SkjárEinn

06:00 Pepsi MAX tónlist 08:35 Dr.Phil 10:05 30 Rock (12:13) 10:35 Save Me (12:13) 11:00 Happy Endings (17:22) 18:20 Spænsku mörkin 2013/14 11:25 R. JC Kerkade - AFC Ajax Beint SkjárEinn 18:45 World's Strongest Man 2013 13:25 PSV - ADO Den Haag Beint 06:00 Pepsi MAX tónlist 19:15 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 15:40 The Bachelor (8:13) 10:50 Dr.Phil SkjárEinn 19:35 Undanúrslit HM kvenna Beint 09:50 The Royal Trophy 2013 17:10 Family Guy (7:21) 13:05 Penguins Spy in the Huddle 06:00 Pepsi MAX tónlist 21:10 Undanúrslit HM kvenna 14:50 WBA Hull Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 17:35 Parks & Recreation (17:22) 13:55 Gordon Ramsay 08:25 Dr.Phil 22:30 Undanúrslit HM kvenna 16:55 NB90's: Vol. 4 18:00 Hawaii Five-0 (6:22) 14:25 Judging Amy (18:24) 09:10 Pepsi MAX tónlist 23:50 Napolí - Arsenal 17:20 World's Strongest Man 2013 18:50 In Plain Sight (7:8) 15:10 The Voice (13:13) 16:05 Once Upon A Time (22:22) 01:30 Sportspjallið 17:50 Undanúrslit HM kvenna 19:40 Judging Amy (19:24) 17:40 Hollenska knattspyrnan beint 16:55 Secret Street Crew (9:9) 02:35 La Liga Report 19:10 Undanúrslit HM kvenna 20:25 Top Gear´s Top 41 (5:8) 19:40 Gordon´s Ultimate 17:45 Dr. Phil 03:00 The Royal Trophy 2013 Beint 20:306 AC Milan - Ajax allt fyrir áskrifendur 4 5 Christmas 21:15 L&O Special Victims Unit (17) 20:30 The Bachelor (8:13) 18:30 Happy Endings (17:22) 22:20 Atletico - Valencia 22:00 The Guilty (2:3) 22:00 The Client List (8:10) 18:55 Minute To Win It 03:00 The Royal Trophy 2013 Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 22:50 Under the Dome (13:13) 22:45 Appropriate Adult (2:2) 19:40 America's Funniest Home Vid 12:00 Newcastle - Southampton 23:40 Necessary Roughness (5:10) 00:15 Hawaii Five-0 (6:22) 20:05 Family Guy (7:21) 13:40 West Ham - Sunderland 00:30 The Guilty (2:3) 01:05 Scandal (5:7) 20:30 The Voice - LOKAÞÁTTUR 15:20 Messan 11:35 Match Pack 01:20 Beauty and the Beast (4:22) 01:55 The Client List (8:10) 23:00 Appropriate Adult (1:2) 16:40 Cardiff - WBA 5 12:05 Enska úrvalsdeildin - upphitun 02:10 Excused allt fyrir áskrifendur 02:40 The Mob Doctor (3:13) 00:30 Excused 6 4 5 6 18:20 Chelsea - Crystal Palace 12:35 Liverpool - Cardiff Beint 02:35 Pepsi MAX tónlist 03:30 Excused 00:55 The Bachelor (7:13) 20:00 Match Pack 14:50 Man. Utd. - West Ham Beint 02:25 Ringer (10:22) allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:30 Premier League World 17:20 Millwall - Middlesbrough Beint 03:15 Pepsi MAX tónlist 21:00 Enska úrvalsdeildin - upphitun 19:25 Fulham - Man. City fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:25 Sumarlandið 08:15 Moonrise Kingdom 21:30 Football League Show 2013/14 21:05 Crystal Palace - Newcastle 09:45 The Winning Season 09:50 World's Greatest Dad 22:00 Everton - Fulham 22:45 Stoke - Aston Villa allt fyrir áskrifendur allt fyrir áskrifendur 11:30 The Other End of the Line 11:30 Diary of a Wimpy Kid 09:10 Hemingway & Gellhorn 23:40 Enska úrvalsdeildin - upphitun 00:25 PL Saturday Review 4 5 6 13:20 Love Happens 13:10 Just Go With It 11:40 The Best Exotic Marigold Hotel 00:10 Messan 01:30 Sunderland - Norwich allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:10 Sumarlandið 15:05 Moonrise Kingdom fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 13:40 27 Dresses 01:30 Man. City - Arsenal 03:10 WBA - Hull 4 5 6 16:30 The Winning Season 16:40 World's Greatest Dad 15:30 Hemingway & Gellhorn fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:15 The Other End of the Line 18:20 Diary of a Wimpy Kid 18:00 The Best Exotic Marigold Hotel SkjárGolf SkjárGolf 20:05 Love Happens 20:00 Just Go With It 20:05 27 Dresses 06:00 Eurosport 06:00 Eurosport 22:00 Bridesmaids 10:00 Opna breska meistaramótið (3) 22:00 Friends With Benefits 10:00 Opna breska meistaramótið (4) 22:00 The Messenger 4 4 5 23:556Conviction 23:50 Red Lights 00:05 Seeking a Friend for the end... 21:00 Ryder Cup Official Film 2010 21:00 Ryder Cup Official Film 1999 01:45 What's Your Number 01:45 One For the Money 01:45 My Soul To Take 22:15 US Open 2000 - Official Film 22:35 US Open 2002 - Official Film 4 5 03:30 The Messenger 03:206 Friends With Benefits 03:30 Bridesmaids 23:15 Eurosport 23:35 Eurosport

www.lyfja.is - Lifi› heil

Gleðilegar gjafir í alla pakka

Mundu eftir jólahandbók Lyfju

Lyfja hefur að bjóða gjafavöru í úrvali fyrir alla fjölskylduna. Hjá okkur færðu fallegar gjafir sem koma sér ávallt vel. Hver sem árstíðin er þá höfum við alltaf sama takmark: Við stefnum að vellíðan.

Lágmúla Laugavegi Nýbýlavegi

6

Smáralind Smáratorgi Borgarnesi

Grundarfirði Stykkishólmi Búðardal

Patreksfirði Ísafirði Blönduósi

Hvammstanga Skagaströnd Sauðárkróki

Húsavík Þórshöfn Egilsstöðum

Seyðisfirði Neskaupstað Eskifirði

Reyðarfirði Höfn Laugarási

Selfossi Grindavík Keflavík


sjónvarp 109

Helgin 20.-22. desember 2013

22. desember

 Í sjónvarpinu The Bridge

STÖÐ 2 07:00 Barnaefni Stöðvar 2 09:45 Grallararnir 10:05 Ben 10 10:30 Tasmanía 10:50 Loonatics Unleashed 11:15 Ofurhetjusérsveitin 11:35 Leðurblökustelpan 12:00 Nágrannar 13:50 Risastóri jólaþátturinnallt fyrir áskrifendur 15:05 Jamie's Family Christmas 15:35 Hátíðarstund með Rikku (3/4) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:05 Nánar auglýst síðar 16:30 Eitthvað annað (2/8) 17:00 60 mínútur (11/52) 17:45 Sveppi og Villi bjarga jólasv. 17:52 Simpson-fjölskyldan (4/22) 4 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (17/30) 19:10 Okkar menn í Havana 19:50 Hið blómlega bú - hátíð í bæ 20:20 Óupplýst lögreglumál 20:50 The Tunnel (4/10) 21:40 Homeland (12/12) 22:30 60 mínútur (12/52) 23:15 The Daily Show: Global Editon 23:45 Hostages (12/15) 00:30 The Americans (13/13) 01:20 World Without End (7/8) 02:10 Lethal Weapon 4 04:15 The 41-Year-Old Virgin 05:35 Fréttir

09:00 The Royal Trophy 2013 13:20 Leikur um 3. sætið HM Beint 15:05 Meistaradeild Evrópu 15:35 NB90's: Vol. 4 16:05 Úrslitaleikur HM kvenna Beint 18:00 Þýski handboltinn 2013/2014 19:20 La Liga Report allt fyrir áskrifendur 19:50 Valencia - Real Madrid Beint 21:55 Getafe - Barcelona fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 23:35 Úrslitaleikur HM kvenna 01:05 Leikur um 3. sætið



Brúin milli málsvæða Frændur vorir Danir hafa á síðustu árum verið frekir til fjörsins í gerð hágæða spennuþátta og spenntir áhorfendur eru nýlausir úr heljargreipum spennunnar í þáttunum Broen. En þar með er ekki öll sagan sögð vegna þess að Broen er orðin stórmerkilegt menningarfyrirbæri þar sem danska frumefnið hefur verið endurgert bæði fyrir Evrópu í ensk/ franskri útgáfu og fyrir Bandaríkjamarkað. Í Broen unnu sænskar og danskar löggur að rannsókn máls sem hófst á líkfundi á brúnni milli 5

landa þeirra. Í Tunnel, sem Stöð 2 hefur tekið til sýninga, finnst líkið í Ermasundsgöngunum og þættirnir eru að hluta á frönsku. Og nú hefur Skjár einn dembt bandarísku útgáfunni, The Bridge, allri á frelsi sitt en þar vindur sögunni fram við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Kaninn nær ágætis tökum á sögunni og allt er þetta unnið af stakri fagmennsku með fínirís leikurum í burðarhlutverkum. Samanburður er sjálfsagt óhjákvæmilegur og flestir hallast að því að danska útgáfan sé best, en

6

það breytir því ekki að spennandi sagan virkar vel í öðrum löndum og málsvæðum. Þessi vel heppnaða útrás Dananna býður líka upp á enn skemmtilegri samanburð en að vega og meta hvað sé „best“ vegna þess að það er bráðskemmtilegt að bera þessar spegilmyndir saman út frá ólíkum landamærum. Og villta svæðið á mörkum Mexíkó og Bandaríkjanna er alltaf svolítið sveitt og seiðandi þannig að danska brúin rígheldur þar, sem annars staðar. Þórarinn Þórarinsson

Diane Kruger gefur ekkert eftir í amerískri útgáfu Broen.

Veglegir verðlaunagripir frá Bosch fyrir jólin. Styline smátækin frá Bosch búa y�ir frábærri tækni og einstaklega fallegri hönnun, enda hafa þau fengið toppeinkunn frá mörgum virtustu neytendasamtökum á Norðurlöndum ásamt virtum hönnunarverðlaunum á borð við „reddot“ og „If design award“. Bosch er þýskt vörumerki með áratuga reynslu og eru Bosch heimilistækin þau mest seldu í Evrópu.

Safapressa

MES 20A0

Pressar bæði ávexti og grænmeti. Öflugur mótor. 700 W. Stórt áfyllingarrör fyrir heila ávexti. Safakanna skilur froðuna frá. Auðveld í þrifum. Hlaut hæstu einkunn hjá Wise Guide og Magasin.

Jólaverð: 17.900 kr.

Fullt verð: 23.900 kr.

Handþeytari

MFQ 4020

450 W. Fimm hraðastillingar og ein púlsstilling. Þægilegt handfang með mjúku gripi. Einstaklega hljóðlátur handþeytari.

Jólaverð: 7.900 kr.

4

SkjárGolf 06:00 Eurosport 10:00 Franklin Templeton Shoot (1) 13:00 Franklin Templeton Shoot (2) 16:00 Franklin Templeton Shoot (3) 22:00 Ryder Cup Official Film 1995 22:55 US Open 2006 - Official Film 23:55 Eurosport

5

Fullt verð: 9.900 kr.

6

Töfrasproti

MSM 7500

Mjög kraftmikill, 600 W. Hljóðlátur og laus við titring. Losanlegur neðri hluti úr ryðfríu stáli sem má þvo í vél. Hnífur úr ryðfríu stáli með fjórföldu blaði sem skilar mjög góðum árangri. Fylgihlutir: Skál með loki, hakkari með hníf.

Jólaverð: 13.900 kr.

Fullt verð: 16.900 kr.

5

Brauðrist

TAT 8611

Einstaklega falleg brauðrist sem sómir sér vel í hverju eldhúsi. 860 W. Nýtt hitald sem tryggir jafna ristun. Rafeindastýrð hitastilling. Tekur tvær venjulegar brauðsneiðar. Brauð lyftist vel upp úr brauðristinni með „Hi-lift“. Þíðingaraðgerð. Minnisaðgerð. Öryggi: Gætir þess að brauð festist ekki. Losanleg mylsnuskúffa. Hefur hlotið virtu hönnunarverðlaunin reddot og IF design award.

6

Jólaverð: 13.900 kr. Fullt verð: 17.900 kr.

Hrærivél

MUM 52120

Falleg og þýðgeng. 700 W mótor. Fjórar hraðastillingar og ein púlsstilling. Skál úr ryðfríu stáli, tekur 3,9 lítra. Blandari og grænmetiskvörn. Auðveld í þrifum. Ánægja eða endurgreiðsla: Ef vélin stenst ekki væntingar þínar geturðu skilað henni innan 60 daga og fengið hana endurgreidda.

Jólaverð: 44.900 kr.

Fullt verð: 56.900 kr.

HÆSTA EINKUNN

Apríl 2013

07:50 PL Saturday Review 08:55 Fulham - Man. City 10:35 Millwall - Middlesbrough 12:15alltPL Saturday Review fyrir áskrifendur 13:20 Southampton - Tottenham Beint 15:50 Swansea - Everton Beint fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 18:00 Man. Utd. - West Ham 19:40 Liverpool - Cardiff 21:20 Southampton - Tottenham 23:00 Swansea - Everton 00:40 Crystal Palace - Newcastle

4

Hraðsuðukanna

TWK 8611

Traust kanna sem tekur 1,5 lítra af vatni. Mögulegt að velja hita. Heldur heitu í allt að 30 mínútur. Einungis er hægt að setja könnuna í gang þegar lok er niðri. Botn úr ryðfríu stáli. Hús úr hitaþolnu efni. Slekkur sjálfkrafa á sér þegar kannan hefur náð völdum hita.

Jólaverð: 13.900 kr. Fullt verð: 17.900 kr.

Opið virka daga frá kl. 11 - 18 og á laugardögum frá kl. 11 - 16. Auk þess gilda þessir afgreiðslutímar í desember: Sunnud. 22. des. kl. 11 - 16. Mánud. 23. des. kl. 11 - 21. Lokað á aðfangadag.

Matvinnsluvél

MCM 4100

800 W mótor. Hrærir, þeytir brytjar, raspar, tætir og sker. 2,3 lítra skál. Fylgihlutir: 1,25 lítra blandari, fjölnota hnífur, þeytari, hnoðari úr plasti, rifjárn og sítrónupressa.

Jólaverð: 19.900 kr. Fullt verð: 24.900 kr.


110

bíó

Helgin 20.-22. desember 2013

 Frumsýnd WAlking With dinosAurs

 JólAbíó Fimm sígildAr

Á rölti með risaeðlum Þrívíddarmyndin Risaeðlurnar er ein af jólamyndum kvikmyndahúsanna en í henni ferðast áhorfendur tugi milljóna ára aftur í tímann og kynnast risaeðlunum sem þrömmuðu um jörðina löngu áður en maðurinn fór að láta til sín taka og leggja hana undir sig hægt og bítandi. Með því að blanda saman tölvuteikningum og raunverulegu umhverfi í þrívídd er reynt að ná fram þeim áhrifum að áhorfandanum finnist hann vera á staðnum, á rölti innan um eðlurnar. Myndin fjallar um ungan risaeðlustrák sem jafnframt er sonur forystueðlunnar í hópnum. Þeim litla er ætlað það hlutverk að taka við leiðtogahlutverkinu þegar fram líða stundir en til þess þarf hann bæði að læra allt sem eldri risaeðlurnar geta kennt honum og fara sjálfur

Fjölskyldubíó í Paradís

Risaeðlurnar stíga ljóslifandi fram í Walking With Dinosaurs.

í gegnum þær hættur og raunir sem blasa við dags daglega þar sem grimmir og miskunnarlausir óvinir leynast við hvert fótmál. Aðrir miðlar: Imdb: 6,0

Bíó Paradís stendur jólavaktina með sóma og hefur tekið fimm sígildar jólamyndir til sýninga. Boðið er upp á teiknimyndina All dogs go to Heaven frá árinu 1989. Þau sem eru orðin aðeins sjóaðari fá tækifæri til þess að kynnast Willy Wonka & the Chocolade Factory frá 1971, Chitty Chitty Bang Bang frá 1968 og ævintýrinu Willow frá 1988. Foreldrum ætti ekki að vera nein vorkunn að drífa sig með börnin á eitthvað af þessum myndum, enda allar klassískar og eiga sjálfsagt sinn sess í hjörtum margra þeirra. Bíó

Willow lendir í spennandi ævintýrum. Paradís toppar svo gleðina með þeirri drepfyndnu jólamynd um Griswald fjöldskylduna, National Lampoon´s Christmas Vacation, frá árinu 1989. Allar þessar myndir verða sýndar í þrjúbíó næstu þrjár helgar nema Christmas Vacation sem verður sýnd daglega klukkan 20 í það minnsta til 26. desember.

 Frumsýnd AnchormAn 2

Ron Burgundy lendir í hremmingum í Anchorman 2 en reynir að nema ný lönd á öldum ljósvakans með vitleysingagenginu sínu.

Funheitur á toppnum

Gamanleikarinn Will Ferrell er með fyndnari mönnum þegar hann er í góðum gír. Hann sló hressilega í gegn 2004 með myndinni Anchorman: The Legend of Ron Burgundy. Þar fór hann með himinskautum í túlkun sinni á hinum óbærilega sjálfumglaða sjónvarpsfréttaþul og karlrembu Ron Burgundy sem var á hátindi frægðar sinnar á áttunda áratugnum. Síðan eru liðin tæp tíu ár og nú er Ron mættur aftur til leiks í Anchorman 2: The Legend Continues og reynir að fóta sig á níunda áratugnum og verður heldur hált á svellinu.

W

HOLLENSKI BOLTINN Í OPINNI DAGSKRÁ UM HELGINA

AZ ALKMAAR – SC HEERENVEEN LAUGARDAG KL. 17.45 RODA JC KERKADE – AJAX SUNNUDAG KL. 11.30 PSV EINDHOVEN – ADO DEN HAAG SUNNUDAG KL. 15.30

Rétt eins og í fyrri myndinni er mikill fjöldi þekktra aukaleikara kallur til í Anchorman 2.

ill Ferrell smalaði saman öllum fyndnustu og skemmtilegustu vinum sínum í myndina Anchorman: The Legend of Ron Burgundy fyrir níu árum. Útkoman var skemmtilega flippuð og bráðfyndin mynd um sjálfhverfan og grjótheimskan sjónvarpsfréttaþul sem haldin var stórkostlegum ranghugmyndum um eigið ágæti og hæfileika. Ron Burgundy var stór froskur í litla drullupollinum sínum og hafði mun meira vit og áhuga á hárgreiðslu sinni en fréttunum sem hann las. Myndin gerðist á áttunda áratugnum og Burgundy óð þar uppi í karlrembu sinni fullkomlega skilningssljór á allar hugmyndir um jafnrétti og hag kvenna í fjölmiðlaheiminum. Honum tókst þó að krækja í andstæðing sinn, Veronica Corningstone, sem Christina Applegate leikur. Síðan þá hafa liðið níu ár og hjónin lesa enn fréttir saman þar til Veronica fær stöðuhækkun og Ron er rekinn. Þau skilja í framhaldinu og Ron hallar sér að flöskunni í hremmingum sínum. Hann grípur þó tækifærið þegar honum býðst starf á nýrri sjónvarpsstöð, GNN, sem ætlar að keyra á þeirri nýlundu að flytja fréttir allan sólarhringinn. Ron tekur félaga sína vitaskuld með sér enda hvorki heill né hálfur maður án þess að geta ráðfært sig við og fengið andlegan stuðning frá vitlausa veðurfræðingnum Brick (Steve Carell), söguskoðaranum Brian (Paul Rudd) og íþróttafréttamanninum Champ Kind (David Koechner). Rétt eins og í fyrri myndinni er mikill fjöldi þekktra aukaleikara kallaður til í Anchorman 2: The Legend Continues. Hinn ættleiddi sonur Íslands, Ben Stiller, var einn þeirra sem

átti frábæra innkomu í fyrri myndinni en nú ber hæst að sjálfur Harrison Ford tekur þátt í bullinu. Auk Fords láta svo þau Jim Carrey, John C. Reilly, Sacha Baron Cohen, Nicole Kidman, Tina Fey, Liam Neeson, Kirsten Dunst, Kristen Wiig, James Marsden, Amy Poehler, Megan Good, Greg Kinnear, Luke Wilson og Kanye West til sín taka þannig að óhætt er að segja að Ferrell stilli upp einvala liði í kringum sig í framhaldsmyndinni. Fyrr á þessu ári voru þau boð látin út ganga að Burgundy ætlaði að gefa út ævisögu sína til þess að vekja athygli á nýju myndinni. Bókin heitir LET ME OFF AT THE TOP! og var undir þeim formerkjum að Ron Burgundy sé velþekktur fréttaþulur á sjónvarpsstöðinni GNN í San Diego og hluti af verðlaunafréttateyminu Action 4 News Team. Fáir þekki þó manninn á bak við fréttaborðið og í bókinni deili hann sögum úr æsku sinni sem aldrei hafa verið sagðar áður og greini frá þeim atburðum sem urðu til þess að hann ákvað að leggja fyrir sig fréttamennsku. Sjálfur hafði Burgundy þetta að segja um sjálfsævisögu sína: „Ég veit ekki hvort þetta sé besta sjálfsævisaga sem skrifuð hefur verið. Ég er of nátengdur henni til þess að meta það en ég get sagt ykkur að í fyrsta skipti sem ég las þetta ... þá grét ég eins og andskotans barn, og þið getið sko treyst því.“ Aðrir miðlar: Imdb: 7,0, Rotten Tomatoes: 78%, Metacritic: 63%

Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


MISSIÐ EKKI AF ÞESSARI STÓRKOSTLEGU STÓRMYND

HEIMSFORSÝNING UM HELGINA!

MESTA ÍSLANDSKYNNING Í HOLLYWOOD-STÓRMYND TIL ÞESSA! SJÓN ER SÖGU RÍKARI.

MYND SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM!

MJÖG SKEMMTILEG MYND, MIKIÐ HLEGIГ. - Nanna Bryndís, Of Monsters and Men

ÆÐISLEG! OFBOÐSLEGA FALLEG MYNDATAKA!“ - Þórunn Antónía, söngkona

INSPIRED BY ICELAND LANDKYNNINGARÁTAKIÐ X100“ -Ólafur Darri, leikari

ÓTRÚLEGA FALLEGA GERT ALLT SAMAN!“ - Þórhallur Sigurðsson, leikari

FRÁBÆR!“ - Frosti Logason, X-iÐ 977

TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Á SÉRSTAKAR FORSÝNINGAR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG Í VIÐKOMANDI KVIKMYNDAHÚSUM:

Laugardag kl. 21 Sunnudag kl. 21

Laugardag kl. 20 Sunnudag kl. 20

Laugardag kl. 22 Sunnudag kl. 22

Sýningartímar og miðasala á eMiði.is og miði.is


112

bækur

Helgin 20.-22. desember 2013

Á áttræðisaldri með unglingabók

ÁBerandi óLæsingi

Halldór Svavarsson er elsti unglingabókahöfundurinn sem tekur þátt í bókaflóðinu í ár. Hann er á áttræðisaldri en sendi nýverið frá sér unglingaspennusöguna Lífsháski. Lífsháski segir af þremur systkinum sem fara í dálitla sjóferð sér til skemmtunar og sögusviðið er norðurströnd Íslands í svartasta skammdeginu. Bilaður viti, hafrannsóknarskip sem fær á sig brotsjó, hafís, hættuleg sker og endalaus vetrarnóttin gera ferðina að háskalegu ævintýri. Bókin er sögð vera fyrir hugrakka unglinga, skrifuð af höfundi sem þekkir af eigin reynslu hversu óvægin og viðsjárverð Norðurhöf geta verið. Halldór er alinn upp í sjávarþorpi þar sem brimsorfnir sjávarhamrar voru leikvöllurinn. Þráður sögunnar er spunninn úr hans eigin reynslu af sjómennsku og mannraunum. Halldór er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum á eftirstríðsárunum. Rétt eins og aðrir ungir menn fór hann til sjós og stofnaði fjölskyldu. Nótt eina þurfti hann að flýja ógnarkraft náttúruaflanna þegar eldur gaus úr iðrum jarðar, fjölskyldan missti heimili sitt og varð að byrja upp á nýtt á nýjum stað. Hann hefur búið í Hafnarfirði um áratugaskeið, en tengslin við æskuhagana hafa aldrei rofnað. Hann hefur alla tíð skrifað og sagt sögur en aldrei fyrr gefið út skáldsögu.

 Bók adómur: Leiðin tiL sigurs

Ólæsinginn sem kunni að reikna, eftir Jonas Jonasson, trónir á toppi Bóksölulistans yfir þýdd skáldverk. Innbundin er hún á toppnum en í kilju í því þriðja.

Tilnefndar til Gourmand María Krista Hreiðarsdóttir og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir eru tilnefndar til Gourmand-verðlaunanna. María Krista er tilnefnd fyrir bókina Brauð og eftirréttir Kristu og Eva Laufey sem besti matarbloggarinn 2013. Í bók sinni tínir Krista til auðvelda, fljótlega eftirrétti; kökur, konfekt og brauðrétti fyrir öll tækifæri og þykir sýna og sanna að sætindi og eftirréttir geta verið ljúffengir og spennandi þótt í þá vanti allan sykur, ger og hveiti. Eva Laufey hefur haldið úti afar vinsælu matarbloggi www.evalaufeykjaran.com frá síðari hluta ársins 2010. Nýverið kom út bók hennar Matargleði Evu með rúmlega 80 gómsætum uppskriftum. Gourmand verðlaunin eru meðal þeirra virtustu í heiminum á sviði matar- og vínbóka. Bækur frá yfir 150 löndum eru jafnan sendar í keppnina þannig að samkeppnin sem mætir íslensku matgæðingunum er hörð. Keppnin fer þannig fram að bækur eru tilnefndar til hinna ýmsu flokka en jafnframt er valinn sigurvegari hvers lands fyrir sig sem keppir um aðalverðlaunin. Verðlaunin verða afhent í Peking í maí á næsta ári.

 ritdómur grimmd Gunnlaugur Guðmundsson, Gulli stjarna, er þekktastur sem stjörnuspekingur en í Leiðinni til sigurs er hann með báða fætur á jörðinni og gefur einföld og góð ráð sem ættu að virka.

Krimmi kemst í hann krappan

Mynd/Hari

Þ

Beitt vopn í innri baráttu og vísa, þegar hann segir frá eigin Ég hef alltaf furðað mig á því ósigrum og sigrum í lífinu. hversu mikill fjöldi sjálfshjálparVegurinn til vítis er varðaður bóka er gefinn út um víða veröld góðum ásetningi og þá fyrst og og aðallega fundið í þessari dellu fremst þegar heill hugur fylgir tilefni til þess að gera grín að ekki máli. Gulli bendir þannig öllum þeim vitleysingum sem réttilega á að það stoðar lítt að ríghalda í einhverjar skruddur leyfa sér að dreyma og gera sér eftir misklára spekinga til þess að vonir ef efinn og óttinn fylgja í kjölreyna að koma skikki á sjálfa sig farið og skjóta væntingarnar niður og líf sitt. áður en á reynir. Þar sem ég hef, með reglulegu Auðvitað er þetta allt sáraeinfalt millibili, af einurð og festu klúðrað og það er jafn auðvelt að klúðra lífi mínu ítrekað með dyggri aðmálum og ná árangri. Allt veltur stoð áfengis hefur fólk stundum þetta á þeim grunni sem byggt er á freistast til þess að gauka að mér og Gulli gefur skýrar leiðbeiningeinhverjum svona bókum. Allar ar á mannamáli um hvernig hægt hafa þær endað ólesnar í Góða er að reisa sig upp og ná tökum á hirðinum. tilverunni með því að huga fyrst að Eftir að hafa lesið Leiðina til undirstöðunni. sigurs, eftir Gulla stjörnu, Þetta kostar vissuí hálfgerðu bríaríi neyðist lega smá tiltekt, enda ég nú til þess að draga mikilvægt að kasta af aðeins úr fordómum sér þungum fortíðarfarmínum gagnvart sjálfsangri svo hægt sé að hjálparbókum. Gulli kom skoppa leikandi létt út mér skemmtilega á óvart í lífið. og ég fæ ekki betur séð Leiðin til sigurs er en skýrar og kjarngóðar aðgengileg og auðlesin leiðbeiningar hans um bók sem ég held svei hvernig maður geti byggt mér þá að geti í raun sig upp, andlega og líkamog veru gagnast í eilífri lega, séu líklegar til þess  glímu manneskjunnar að skila árangri. Leiðin til sigurs við sjálfa sig. Gulli gefur mikið af sér Gunnlaugur Guðmundsson í bókinni og er persónu-Þórarinn Þórarinsson Bókafélagið 208 s, 2013 legur, eins og hans er von

Stefáni tekst, með þessu tímaflakki og af stakri list, að manngera forhertan glæponinn. Mig langaði að fá að vita meira. Sérstaklega hvernig hann gerði æskuna upp. Ég ímynda mér í það minnsta að ekki allir hafi komið heilir út úr því blóðuga uppgjöri.

17.600 kr. 16.500 kr. stgr.

 grimmd Stefán Máni JPV 452 s, 2013

að þarf ekki að kynna Stefán Mána fyrir íslenskum lesendum. Enda meistari íslensku undirheimanna – hvað bókmenntirnar áhrærir í það minnsta. Grimmd er hans nýjasta bók og þar sækir hann ekki vatnið yfir lækinn. Nóg af glæpamönnum, aðeins af löggum og fjölskyldudrama af bestu sort. Sagan verpist í kringum smákrimmann Smára Clover sem reynir, einn síns liðs, að eiga stór lokaviðskipti við aðal glæpakíkurnar á Íslandi. Það fer að sjálfsögðu allt úr böndunum hjá okkar manni sem reynir eftir bestu getu að krafsa sig úr vandræðunum. Önnur saga fléttast svo inn í ævintýri smáglæpamannsins, heilmikið fjölskyldudrama þar sem meðal annars ungbarni er rænt. Betra að fara ekki nánar út í það plott hér til að skemma nú ekki neitt. Sagan flakkar líka aðeins um í tíma. En eins og gerist oft með svoleiðis er gamla sagan áhugaverðust. Stefáni tekst, með þessu tímaflakki og af stakri list, að manngera forhertan glæponinn. Mig langaði að fá að vita meira. Sérstaklega hvernig hann gerði æskuna upp. Ég ímynda mér í það minnsta að ekki allir hafi komið heilir út úr því blóðuga uppgjöri. En hvað um það. Ekkert var um það í þessari bók. Við eigum það kannski inni. Góðkunningjar úr sögum Stefáns eru nokkrir mættir til leiks með rannsóknarlögguna Hörð Geirsson fremstan í flokki. Hann spilar reyndar ekki nema aukahlutverk hér enda þreyttur og pirraður nýbakaður faðir með heiminn á herðunum. Stefán segir söguna skáldverk byggða á raunverulegum atburðum. Ætli flestir sem lesa séu ekki fegnir því að einhverjir aðrir stóðu í stappinu sem þar er lýst. Þannig er það að minnsta kosti með undirritaðan sem las bókina í hlýrri borgaralegri íbúð í Hlíðunum. Þessi óraunveruleiki, sem sjálfsagt er þó raunveruleiki hjá mörgum, er enda það sem gerir bækur Stefáns Mána að því sem þær eru. Og gerir um leið borgurum eins og mér með sínar skyldur og skatta kleift að kúpla sig út án þess að brjóta landslög eða horfa á ameríska hasarmynd. Aðall bóka Stefáns hefur jafnan verið hvernig hann setur bækurnar upp eins og kvikmynd. Næstum eins og leikstjóri. En með þessari bók sem er feikilöng, rétt

um 450 blaðsíður, missir okkar maður sig aðeins. Þetta er svona „directors cut“ bók. Það hefði verið hægt að stytta talsvert án þess að missa niður taktinn. Persónulýsingarnar eru til dæmis full langar og eru líka orðnar dálítið keimlíkar þeim sem hafa lesið eina eða tvær bækur eftir Stefán. Þær eru til dæmis orðnar nokkrar persónurnar sem varla fara úr þumlungsþykkum leðurfrökkum, klæðast gæruvestum eða Adidas íþróttagöllum. Þung brjóst vilja líka gjarna hanga utan á kvenpeningnum. Það er þó mjög skemmtilegt hvernig höfundi tekst að setja senuna með tónlist. Já, tónlist í bókum er greinilega eitthvað sem er til. Alla vega er ég með eitt lagið límt á heilabörkinn. Búm, búm mega, mega... Takk Stefán Máni. Held barasta að Jakob Frímann og þeir þarna hjá STEF geti mögulega sent honum bakreikning. Þrátt fyrir lengdina og keimlíkar persónur er bókin og sagan sem hún segir að vanda fín lesning. Því eftir aðeins brösóttan kafla rétt fyrir miðja bók hélt hún mér pikkföstum í sófanum. Haraldur Jónasson


1.

sæti

3.

sæti

2.

sæti

Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana 2013 Þriðja sæti

Lærlingur Djöfulsins Besta þýdda táningabókin Djöfullinn liggur fyrir dauðanum og vantar eftirmann. Röð atvika færir honum gæðablóðið Filip sem hefur aldrei gert flugu mein og kann ekki að ljúga. - Goodreads „Lærlingur djöfulsins eftir danska rtihöfundinn Kenneth Bøgh Andersen er afar hugmyndarík og skemzmtileg barna- og unglingabók.“ - Morgunblaðið.

Fyrsta sæti

Afbrigði Besta þýdda táningabókin

Annað sæti

Saga um nótt Besta barnabókin

Á valdeginum þurfa allir sextán ára að taka ákvörðun um hvaða fylki þeir ætla að tilheyra það sem eftir er ævinnar. Valið mun ákvarða vinina, lífsgildin og hvar hollusta þeirra liggur … að eilífu.

Saga litla er hrædd við myrkrið og vill ekki fara að sofa. Mamma leiðir hana inn í draumaheiminn með frásögn um öll ævintýrin sem gerast í myrkrinu og á nóttunni.

- Anna Lilja, Morgunblaðið

„Hér er á ferðinni dásamlega falleg bók fyrir yngstu lesendurna.“

„Í stuttu máli sagt er ég afar spennt fyrir næstu bók og hæstánægð með Afbrigði, sem ég átti erfitt með að leggja frá mér ókláraða. Hátt í 500 síður hafa sannarlega ekki alltaf liðið eins hratt.“ - Erla Elíasdóttir, Druslubækur og doðrantar.

Barna- og unglingabækur eru okkar ástríða! BÓKAÚTGÁFA SÍMI 588 6609 WWW.BOKABEITAN.IS

- Silja Björk Huldudóttir, Morgunblaðinu.


114

Fjársjóðurinn hans Árna EFI Mbl.

bækur

Helgin 20.-22. desember 2013

Ofvirki útgefandinn Barnabókahöfundurinn Huginn Þór Grétarsson hlýtur að teljast ofvirkur þegar kemur að elju í útgáfu barnabóka en hann hefur gefið út 30 bækur á fimm árum. Hann rekur forlagið Óðinsauga sem hefur einbeitt sér að útgáfu barnabóka þótt hann sé að færa sig yfir á fleiri svið. Huginn Þór skrifar drjúgan hluta útgáfubóka sinna sjálfur og á þessu ári eru komnar út sex bækur efir hann, en auk þess gefur hann út verk annarra höfunda og þýðingar. Meðal bókanna sem komu út í haust eru Fiðrildavængir,

saga í þjóðlegum búningi, og ævintýrið um Gilitrutt þar sem Huginn Þór endursegir gömlu þjóðsöguna og færir málfarið nær samtímanum. Í fyrra gaf hann út Búkollu en sá þá ekki ástæðu til að eiga við málfarið. „Textinn rann bara ekki eins vel í Gilitrutt og ég þurfti að endurskrifa meira þangað til ég varð sáttur,“ segir Huginn Þór. „En útkoman ætti að henta börnum vel.“ Huginn Þór Grétarsson er óstöðvandi í útgáfu barnabóka og gaf út sex slíkar eftir sjálfan sig í ár.

 Þröstur Jóhannesson tveggJa heima sýn

„Upplýsandi, vegleg og fallega hönnuð sýnisbók.“

Þröstur Jóhannesson hefur lengi gengið með söguna um Jóa í kollinum.

Með sjóræningjum á flótta undan alkóhólisma Þröstur Jóhannesson þreytti frumraun sína sem rithöfundur í haust með barnabókinni Sagan af Jóa. Sagan gerist á mörkum tveggja heima, annars vegar í bláköldum raunveruleikanum og í fantasíuheimi þangað sem Jói litli flýr drykkju föður síns, með hjálp tveggja sjóræningja á fljúgandi skipi.

Þ

„Lengi er hægt að rýna í þessar síður og dást að þeim ...“ „Við hönnun og frágang bókarinnar hefur verið haft að leiðarljósi að hafa hana sem fallegasta og gleðja þannig lesandann með því að færa honum þennan fyrirmyndarprentgrip.“ EFI Mbl.

Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is

Ég vildi hafa söguna mjög raunsæja en svo er hún líka falleg fantasía.

röstur Jóhannesson ólst upp í Keflavík en býr nú á Ísafirði þangað sem ástin dró hann fyrir margt löngu. Hann hefur í tvo áratugi verið með hugmynd að barnabók í kollinum og hefur loks látið verða af því að koma Sögunni af Jóa á prent. Jói er ellefu ára og býr við mikla drykkju föður síns. Ástandið á heimilinu flýr hann í ævintýraheim þar sem tveir reffilegir sjóræningjar eru honum innan handar. „Sagan hefur búið dálítið lengi með mér og hugmyndin er alveg orðin tuttugu ára gömul,“ segir Þröstur sem hefur löngum spunnið sögur fyrir syni sína fjóra og saga Jóa er sprottin upp úr þeim sögustundum. „Elsti sonur minn hefur orðið illa úti því að hann er búinn að heyra svo margar útgáfur. Hann er orðinn 21 árs og er loksins að fá söguna í endanlegri útgáfu núna. Ég er búinn að fara svolítið illa með hann sérstaklega.“ Þröstur tók sig síðan til fyrir tveimur árum eða svo og byrjaði að vinna í því að reka endahnútinn á söguna. „Þetta er tveggja heima saga og hug-

myndin hjá mér var alltaf að reyna að blanda raunveruleikanum, eins köldum og hann frekast getur orðið, saman við fantasíuna og leika mér svolítið með þessar andstæður. Ég vildi hafa söguna mjög raunsæja en svo er hún líka falleg fantasía sem endar vel en ég er ekkert að skafa af lýsingunum á því hvernig er fyrir ellefu ára gamlan dreng að búa á alkóhólísku heimili.“ Jói flýr drykkjuna inn í draumaheima. „Hann er í raun og veru að reyna að komast undan áhrifum alkóhólismans en svo fléttast þessir heimar saman. Hann á sjóræningjabrúðu sem hann horfir á og fer á fljúgandi sjóræningjaskipi og notar tvær persónur, sem hann fær reyndar frá karli föður sínum sem er alkóhólistinn í sögunni, sjóræningjana Hafliða skipstjóra tvö nef og Sigurð fót. Jói er í raun og veru í þessum heimi að reyna að bjarga karlinum á táknrænan hátt og nýtur liðsinnis sjóræningjanna við það.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


JÓLA

VAXTALAUS JÓLATILBOÐ OG FYRSTA GREIÐSLAN Í MARS 2014

TILBOÐ REKKJUNNAR! JÓLATILBOÐ

JÓLATILBOÐ

Queen size (153x203 cm) Fullt verð 163.600 kr.

King size (193x203 cm) Fullt verð 258.600 kr.

OLIVIA

STOCKHOLM

129.300 kr.

NÚ 81.800 kr.

JÓLATILBOÐ FARYN

Queen Size (153x200 cm) Verð frá 282.083 kr.

FRÁ 197.458 kr. = 30% AFSLÁTTUR

= 50% AFSLÁTTUR

= 50% AFSLÁTTUR

JÓLATILBOÐ

Argh! 091213

JÓLATILBOÐ

JÓLATILBOÐ

30% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÆNGURFÖTUM TIL JÓLA!

JÓLATILBOÐ DÚNKODDI

(50x70 cm) Fullt verð 19.870 kr.

13.909 kr.

= 30% AFSLÁTTUR

DÚN- OG FIÐURKODDI

20% AFSLÁTTUR AF SVEFNSÓFUM TIL JÓLA!

153x203 cm) Fullt verð 8.930 kr.

6.251 kr.

= 30% AFSLÁTTUR

JÓLATILBOÐ Dún- og fiðursæng

(140x200 cm) Fullt verð 14.260 kr.

9.982 kr.

= 30% AFSLÁTTUR

Rekkjan ehf ≤≥ Ármúla 44 ≥≥ 108 Reykjavík ≥≥ 588 1955 ≥≥ www.rekkjan.iS ≥≥ Opið virka d. 10–18 og lau 11–16

JÓLATILBOÐ Dúnsæng

(140x200 cm) Fullt verð 33.840 kr.

23.688 kr.

= 30% AFSLÁTTUR

H E I L S U R Ú M


116

menning

Helgin 20.-22. desember 2013

 Menning Hádegistónleik ar á kjarvalsstöðuM

Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona.

Hamingja, hátíðleiki og hugarró Listasafn Reykjavíkur og Tríó Reykjavíkur hafa verið í samstarfi um ókeypis hádegistónleikaröð á Kjarvalsstöðum síðan 2008 við afar góðar undirtektir. Í dag, föstudaginn 20. desember, kemur Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari fram ásamt Peter Maté píanóleikara og Huldu Björk Garðarsdóttur söngkonu. Á efnisskránni verða verk eftir Mozart, Corelli, Bach og Strauss. Á tónleikunum kemur hamingjan fram í hinum

glaðlega Mozart, hátíðleikinn hljómar í Corelli og Bach og hin ægifögru lög Strauss kalla fram hugarró, eins og segir í tilkynningu Listasafns Reykjavíkur. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.15. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Hulda Björk Garðarsdóttir hefur starfað sem söngkona hér á landi og erlendis frá því hún lauk námi árið 1998 frá The Royal Academy of Music í London. Hún hefur komið

AðVENTA TVEIR HRAFNAR

fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands, sungið aðalhlutverk við Norsku óperuna í Noregi, Malmö óperuna í Svíþjóð og við Íslensku óperuna þar sem hún var fastráðin um tíma. Guðný Guðmundsdóttir og Peter Maté eru meðlimir Tríós Reykjavíkur, en tríóið var stofnað árið 1988. Þau starfa bæði við Listaháskóla Íslands og Tónlistarskólann í Reykjavík ásamt reglulegu tónleikahaldi hér á landi og erlendis. - jh

 Myndlist sar a riel sýnir í týsgalleríi

LISTHÚS

Davíð Örn Halldórsson Hallgrímur Helgason Hulda Hákon Húbert Nói Jóhannesson Jón Óskar Ragnar Þórisson Steinunn Þórarinsdóttir Óli G. Jóhannsson Kristján Davíðsson og fleiri

Opið alla daga fram að jólum og eftir samkomulagi

TVEIR HRAFNAR listhús, Art Gallery

Baldursgata 12 101 Reykjavík +354 552 8822 +354 863 6860 +354 863 6885 art@tveirhrafnar.is www.tveirhrafnar.is

Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Mary Poppins (Stóra sviðið)

Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.

Sara Riel hefur opnað sýningu á verkum sínum í Týsgalleríi við Týsgötu 2.

Skógrækt er mér mjög hugleikin

Ný sýning á verkum myndlistarkonunnar Söru Riel var opnuð í Týsgalleríi í gær. Á sýningunni skoðar Sara barrtré, fagurfræði þeirra, form og liti. Hún fékk áhuga á skógrækt í gegnum manninn sin sem er skógfræðingur.

yndlistarkonan Sara Riel er af mörgum talin einn áhugaverðasti listamaður sinnar kynslóðar og sýning hennar í Listasafni Íslands síðastliðið sumar, Momento Mori: Náttúrugripasafn, fékk verðskuldaða athygli. Almenningsrýmið er Söru hugleikið en sköpunarverk hennar eiga rætur sínar að rekja til strætislista og getum við notið verka hennar á nokkrum húsveggjum höfuðborgarinnar. Á húsveggjunum og í Listasafni Íslands skipar náttúran stórt hlutverk og það gerir hún einnig í nýrri sýningu sem hefur fengið nafnið Barabarrtré og var opnuð í Týsgalleríi í gær. Umfjöllunarefnið eru tré og fagurfræði þeirra og er sprottið upp úr áhuga Söru á skógrækt. „Það er hópur á landinu sem er á móti skógrækt, hann er ekki mjög stór en hann er hávær. Þetta er viðkvæmt viðfangsefni og örugglega erfitt að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Skógrækt er mér mjög hugleikin en áhugi minn á málefninu vaknaði í gegnum manninn minn sem er skógfræðingur,“ segir Sara. „Á sýningunni er ég að skoða barrtré. Fagurfræði þeirra, form og liti. En mig langar líka að benda á funksjón þeirra, því skógurinn veitir okkur mikla þjónustu

Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)

Fös 20/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 28/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 29/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar vegna mikilla vinsælda

Hamlet (Stóra sviðið) Fös 10/1 kl. 20:00 fors Lau 11/1 kl. 20:00 frums Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Mið 15/1 kl. 20:00 aukas Þekktasta leikrit heims

Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k.

Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k.

Refurinn (Litla sviðið)

Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Lau 4/1 kl. 20:00 Mið 8/1 kl. 20:00 Sun 5/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Sun 22/12 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt

Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Fös 27/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 14:30 Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap

Lau 28/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 14:30 aukas

M

sem nær langt út fyrir fagurfræðilegar pælingar. Umræðan snýst bara svo oft um smekk.“ Sara segir umræðuna um skógrækt oft snerta þjóðernislega fleti. „Á Þingvöllum er til dæmis barrskógarreitur, sem var eitt af fyrstu landgræðsluverkefnunum sem voru framkvæmd á Íslandi, og þar hefur skapast umræða um barrið, hvort það sé nógu íslenskt fyrir þjóðgarðinn eða hvort það sé kannski sjónmengun sem skemmir ásýnd Þingvalla. Og spurningar vakna um hvað sé íslenskt og hvort birkið, okkar lágvaxna kjarr, sé íslenskara en barrið. Mín afstaða er sú að mig langar að sjá mun blandaðari skóg, með fjölbreyttu tegundaúrvali.“ Viðfangsefnið á líka vel við núna um jólin því eins og Sara bendir á þá eru barrtré inni á mörgum heimilum nú um hátíðarnar, þangað sem þau eru tekin inn og upphafin í nokkurn tíma. Týsgallerí við Týsgötu 2 er nýjasta viðbótin við menningarflóru borgarinnar, en það sérhæfir sig í samtímalist eftir listamenn sem starfa á alþjóðlegum vettvangi. Áhugasamir hafa tækifæri til að sjá þessar vangaveltur Söru Riel í galleríinu til 19. janúar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is


nýr ilmur

heimsĂŚktu Armanibeauty.com

Cate Blanchett


118

menning

Helgin 20.-22. desember 2013

 Afmælisbréf Ted HugHes gefin úT í þýðingu HAllbergs HAllmundssonAr og ÁrnA blAndon

Ljóðin byggja á sambandi skáldsins við Sylviu Plath Hallberg Hallmundsson (19302011) bjó mestan hluta ævi sinnar í New York þar sem hann stundaði ritstörf. Auk þess að yrkja sjálfur var Hallberg afkastamikill þýðandi skáldsagna, fræðirita og ljóða og þýddi bæði af og á íslensku. Meðal höfunda sem hann þýddi á íslensku má nefna Emily Dickinson, Walt Whitman, Garcia Lorca og Charles Bukowsky. Hann var einnig mikill aðdáandi Sylviu Plath og Ted Hughes. Hann þýddi ljóð þeirra beggja og gaf út hjá sínu

eigin útgáfufélagi, Brú. Þegar hann lést árið 2011 skildi hann eftir sig 37 af hinum 88 ljóðum Afmælisbréfa Ted Hughes þýddum og tók þá bróðursonur Hallbergs, Árni Blandon, að sér að ljúka verki frænda síns. „Hallberg og May voru barnlaus og má segja að þau hafi gengið mér í foreldrastað þegar ég fór utan til náms. Við Hallberg vorum mjög nánir. Undir það síðasta var hann orðin ansi heilsulítill en hans hinsta ósk var að gefa út safn sinna

eigin ljóða og þýðinga. JPV gaf safnið út árið 2010 í ljóðabók sem fékk heitið Á barmi næturinnar,“ segir Árni Blandon. „Þegar Hallberg lést fannst okkur ættingjum hans algjör synd að ljóðin sem þegar voru þýdd úr Afmælisbréfunum yrðu ekki gefin út. Svo ég ákvað að ráðast í að ljúka verki hans.“ Afmælisbréfin voru fyrst gefin út árið 1998, nokkrum mánuðum eftir dauða skáldsins og urðu fljótlega metsölubók. Hughes var margverðlaunað og virt skáld en gífur-

legar vinsældir Afmælisbréfanna tengdust ekki síður fyrrverandi eiginkonu Hughes, Sylviu Plath, sem fyrirfór sér aðeins þrítug að aldri. Samband hjónanna hafði verið stormasamt og Plath fyrirfór sér stuttu eftir að upp komst um framhjáhald eiginmannsins. Hughes tjáði sig aldrei um hjónaband sitt með Plath né um dauða hennar, fyrr en í ljóðum Afmælisbréfanna. Ljóðin fjalla að miklu leyti um samband þeirra og eru persónulegri en fyrri verk hans.

Ted Hughes og Sylvia Plath.

„Hughes skildi aldrei hvernig Sylvia gat tekið allt það versta úr hjónabandi þeirra og notað það í skáldskap sinn. Hennar ljóð byggðust á hennar eigin lífi og voru mjög persónuleg á meðan Hughes var hlutlægari í nálgun sinni,“ segir Árni. „Í þessum ljóðum er Hughes mun persónulegri en hann hafði verið og hans hlið á samskiptunum við Sylviu kemur fram í fyrsta sinn. Hann hafði geymt mörg ljóðin ofan í skúffu árum saman en þegar hann gaf þau loks út sagðist hann sjá eftir að hafa ekki gert þessi mál upp 30 árum fyrr.“ Afmælisbréf eru gefin út af Brú. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Jólasveinar verða á ferðinni í Árbæjarsafni á sunnudag.

Jólasýning í Árbæjarsafni Jólasýning Árbæjarsafns verður opin á sunnudaginn, 22. desember, frá klukkan 13-17. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hefur hlotið fastan sess í menningarlífi margra á aðventunni. Ungir sem aldnir geta rölt á milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta, börn og fullorðnir fá að föndra og syngja jólalög. Klukkan 14 verður guðsþjónusta í safnkirkjunni. Prestur er séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson og organisti er Sigrún Steingrímsdóttir. Klukkan 15 hefst jólatrésskemmtun á torginu. Þar verða sungin jólalög og dansað í kringum jólatréð, við harmónikkuundirleik og kórsöng. Jólasveinar, þessir gömlu íslensku, verða á vappi um safnsvæðið á milli 14 og 16, hrekkjóttir og stríðnir að vanda og taka þátt í dansinum kringum jólatréð. Nánari upplýsingar má finna á minjasafnreykjavikur.is. Aðgangseyrir er 1.200 krónur fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja. Menningarkortið veitir ókeypis aðgang að safninu.


menning 119

Helgin 20.-22. desember 2013

 TónlisT Árleg plöTuverðlaun Kr aums KynnT í sjöTTa sinn

Sjö plötur á Kraumslistanum Sjö plötur eru á Kraumslistanum 2013 sem kynntur var á miðvikudag. Þetta er í sjötta sinn sem þessi árlegu plötuverðlaun Kraums tónlistarsjóðs eru veitt. Þær plötur sem eru á listanum í ár, og voru valdar úr hópi 20 tilnefndra, eru Cellf með tónlistarkonunni Cell 7, Glamúr í geimnum með Dj. flugvél og geimskip, Ali með hljómsveitinni Grísalappalísu, Patterns með Gunnari Andreasi Kristinssyni, Cupid Makes A Fool of Me með Just Another Snake

Cult, Komdu til mín svarta systir með Mammút og Flowers með hljómsveitinni Sin Fang. „Það var ekki auðvelt verkefni að gera upp á milli allra þeirra góðu platna sem skipuðu Úrvalslistann og komu út á árinu enda enginn vafi á því að tónlistarárið 2013 var gott og mikill kraftur í íslensku tónlistarfólki,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson, framkvæmdastjóri Kraums. Formaður dómnefndar var sem fyrr Árni Matthíasson, blaðamað-

ur á Morgunblaðinu, en auk hans áttu nítján aðrir sæti í dómnefndinni. Hvað fá verðlaunahafarnir í sinn hlut? „Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bak við þær til að koma verkum sínum á framfæri erlendis með því að kaupa ákveðinn fjölda af plötunum og dreifa þeim til ýmissa starfsmanna tónlistarbransans erlendis,“ segir Jóhann.

Verðlaunahafar voru stoltir og glaðir þegar Kraumslistinn var kynntur á miðvikudag. Mynd/Billi

Tónleikaveisla í miðbænum Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið á Gamla Gauknum og Harlem á laugardagskvöld. Þetta er fimmta árið í röð sem plötufyrirtækið stendur fyrir veglegum jólaútgáfufögnuði. Að þessu sinni bjóða Haraldur Leví Gunnarsson og félagar upp á einskonar mini-festival þar sem tónleikagestir geta valið á milli tveggja sviða eða flakkað á milli og gildir aðgöngumiðinn inn á báða staðina. Minna sviðið er á Harlem þar sem koma fram Ojba Rasta, Lay Low, Vök og Hymnalaya en stærra sviðið er á Gamla Gauknum þar sem Mammút, Leaves, Moses Hightower og skemmtaraútgáfa af Botnleðju munu koma fram. Miðaverð er 2.700 kr. og fer miðasala fram á Miði.is. Húsið opnar klukkan 21. Lay Low treður upp á Jólaplöggi Record Records í miðbænum á laugardagskvöld.

Tveir sveinar syngja í Hafnarfirði Sveinn Guðmundsson og Magnús Leifur Sveinsson (áður kenndur við Úlpu) standa fyrir tónleikum á Gamla Vínhúsinu í Hafnarfirði laugardaginn 28. desember. Sveinn tók upp og gaf út sína fyrstu plötu á árinu og Magnús Leifur kom á fót hljóðverinu Aldingarðurinn. Húsið opnar klukkan 21 en um hálftíuleytið stígur Sveinn á stokk og flytur lög af plötu sinni, „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“ ásamt nýrra efni. Honum til halds og trausts verða Hálfdán Árnason á kontrabassa, Magnús Leifur á gítar og básúnu og Ívar Atli Sigurjónsson á gítar, munnhörpu og ýmislegt fleira. Þegar hiti er kominn í húsið tekur Magnús Leifur við og gefur forsmekkinn að væntanlegri plötu sinni „Pikaia“ sem verið er að leggja lokahönd á og kemur út með vorinu. Hálfdán, Ívar og Sveinn munu einnig vera honum til stuðnings. Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir.

JÓLAGJÖF SEM ALLIR GETA NOTAÐ Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka.


120

samtíminn

Helgin 20.-22. desember 2013

 Enn um millistéttarsögu Þótt velferðarkerfið, menntakerfið og heilbrigðisþjónustan hafi laskast mjög við Hrunið þá hafa bankarnir braggast vel og eru enn sem fyrr drifkraftur hins ímyndaða viðskiptalífs á Íslandi. Mynd/Hari

Víxlararnir tóku yfir musterið Af öllum þeim hópum sem bjuggu við mesta útskúfun fyrr á tímum hafa víxlararnir náð mestri uppreisn æru. Segja má að þeir hafi tekið musterið yfir, kauphöllina, ráðhúsið, stjórnarráðið og öll önnur gangverk samfélagsins.

Í

Ameríku er gerður greinarmunur á Main Street og Wall Street í samfélagsumræðunni. Main Street er atvinnulífið sem varð til í og upp úr iðnbyltingunni; verksmiðjur sem búa til hluti, verslanir sem selja hluti og fyrirtæki sem þjóna þessu tvennu. Wall Street er fjármálaheimurinn sem býr ekki til neitt. Nema hagnað; með því að lána Main Street-fyrirtækjum og heimilum peninga svo þau geti vaxið meir og fyrr. Á flestum skeiðum mannkynssögunnar hefur starfsemi Wall Street verið talin ósiðleg og röng. Og svo er enn í nokkrum deildum jarðar; til dæmis er múslimum óheimilt að taka vexti af peningum. Þannig var það líka í Evrópu á miðöldum. Þá máttu gyðingar lána fé með rentum en kristnir ekki. Þrátt fyrir óskadraum um samfélag án víxlaranna sætti fólk sig við þá eins og illa nauðsyn. Víxlararnir voru því hluti samfélagsins eins og böðlar og vændiskonur; en urðu að sætta sig við útskúfun. Þeir sem tóku að sér þessi störf stigu með því hálft skref út úr samfélagi manna.

Vélvæðing aftökunnar

Dauðarefsingar hafa að mestu verið aflagðar á Vesturlöndum og böðlar þurfa þar ekki að óhreinka sál sína með drápi meðbræðra sinna. Í Bandaríkjunum, þar sem ríkisvaldið vill ennþá drepa fólk, hafa verið smíðuð tæki til að létta af manninum byrðum samviskunnar. Þegar nokkrir fangaverðir kveikja á rafmagnsstól, eitursprautum eða gasklefa vita þeir ekki hvaða takki virkjaði drápsvélina. Hver sem tók þátt í morðinu getur þá huggað sig að hugsanlega drápu þeir ekki mann; heldur einhver hinna. Þetta verklag fannst bandaríska ríkinu svo snjallt að það yfirfærði það á hernað í öðrum löndum. Þar sjá nú vélar að mestu um sóðalegustu drápin á börnum og saklausu fólki. Þetta er verkfræðileg lausn á siðferðislegum vanda; þegar ríkisvaldið heimtar voðaverk sem borgararnir treysta sér ekki til að fremja. Og þegar samfélagið getur ekki tekið á móti fólkinu sem fremur voðaverkin sem ríkisvaldið krefst. Vændi hefur ekki verið vélvætt með sama hætti og aftökur. Vændiskonum (og vændiskörlum) hefur þó ekki verið hleypt inn í samfélagið sem hverjum öðrum virðingarverðum borgurum. Sum staðar hefur vændi verið lögleyft; en þá oftast til að afla ríkisvaldinu meiri tekna; ekki til að lyfta upp sóma vændiskvenna. Annars staðar hafa verið gerðar tilraunir til að færa útskúfunina af vændiskonunum og yfir á þá sem kaupa af þeim vændið. En samfélagsleg staða vændiskvenna á Vesturlöndum er litlu betri en á miðöldum. Víðast er enn litið á vændi sem hvimleiðan fylgifisk mannfélagsins sem líkast til er ekki hægt að losna við.

Af jaðrinum að miðjunni

I’M SO EXCITED

(12)

SÝNINGATÍMAR Á BIOPARADIS.IS

NATIONAL LAMPOON’S CHRISTMAS VACATION (L)

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

Víxlurunum hefur gengið mun betur en böðlum og vændiskonum að fá viðurkenningu samfélagsins. Þótt í Ameríku sé enn til staðar ákveðin fyrirlitning á Wall Street þá velkist enginn í vafa um að Wall Street hefur sigrað Ameríku; efnahagsstefna stjórnvalda miðar að því að Wall Street hafi það sem best. Enda hefur Wall Street nánast innlimað stjórnmálin undir veldi sitt. Um þetta er ekki deilt. Þetta er bara svona; þótt engum utan Wall Street finnst þetta gott kerfi. Okkur finnst kannski erfitt að ímynda okkur heim þar sem böðlarnir eða vændiskonurnar hefðu náð inn í samfélagið en þar sem víxlararnir væru enn utan garðs; heim þar sem vændiskonunum hefði tekist að ná undir sig öllum völdum á kynlífssviðinu og innheimtu gjald fyrir hverja kynlífsiðkun; ástir samlyndra hjóna sem ákafa sjálfsfróun unglingspilta. Eða veröld þar sem böðlarnir nytu virðingar fyrir störf sín – og þess meiri sem þeir væru stórtækari. En frá slíkum heimum myndi okkar veröld líka virðast fjarstæðukennd. En er það ekki almennt gott og blessað að jaðarhópar

samfélagsins fái inngöngu; njóti virðingar og fái að lifa með reisn; menn meðal manna. Einu sinni voru konur án formlegra áhrifa í samfélaginu, einu sinni voru holdsveikir, flogaveikir og geðveikir utan garðs og einu sinni var hommum, lesbíum, kommum og þeim sem trúðu á frjálsar kosningar haldið niðri. Hví skyldum við ekki fagna því að víxlararnir séu sloppnir inn um borgarhliðin og inn í musterið? Var fordæming fyrri tíma á vöxtum og vaxtavöxtum ekki byggð á sömu vanþekkingu og fordæming á geðsjúkdómum eða kynhegðun? Vitum við ekki allt betur í dag; og nóg til þess að óttast ekkert? Allra síst þjónustufulltrúann í bankanum.

Hinn hverflyndi mr. Market

Sá mikli spámaður Benjamin Graham, lærifaðir Warren Buffett, hafði óbeit á fjármálaheiminum; víxlurunum. Hann vildi aðeins fjárfesta í fyrirtækjum sem bjuggu til raunveruleg verðmæti; vöru eða þjónustu sem hann skildi og kunni að nota. Hann leit á að megnið af þeirri þjónustu sem fjármálaheimurinn hefur upp á að bjóða sem spákaupmennsku; sem væri í eðli sínu glórulaust fjárhættuspil. Graham varaði stjórnendur fyrirtækja við að hlusta of mikið eftir því sem heyrðist í kauphöllum; hvert væri markaðsskráð virði hlutabréfa eða verðbréfa. En Graham vissi að stjórnendur hefðu ekki annan kost en að lifa í heimi þar sem fyrirtækin eru skráð í kauphöll og verðmæti þeirra sveiflast eftir getsögnum um virði þeirra í framtíðinni; spásögnum um virði hráefna sem þarf til framleiðslunnar eða verðmæti vörunnar eða þjónustunnar sem fyrirtækið selur. Ráðgjöf Graham til stjórnenda fólst í því að líta á kauphallarmarkaðinn sem stórgallaðan meðeiganda að fyrirtækinu; mann sem væri í fullkomnu ójafnvægi; nánast á barmi taugaáfalls alla daga. En þar sem þú þyrftir að lynda við þennan erfiða mann væri best að látast sem þú værir að hlusta á hann, andmæla honum ekki og leyfa honum sjálfum að rasa út; líta á hann sem vont veður sem best væri að bíða af sér. Venjulegur vinnudagur stjórnandans gæti hafist á því að meðeigandinn, þessi mr. Market, kæmi blaðskellandi á móti stjórnandanum um morguninn, kyssti hann og knúsaði og hrópaði upp yfir sig: Við erum orðnir ríkir, við erum orðnir ríkir! vegna þess að skráning hluta í fyrirtækinu hefði þokast upp snemma morguns eða verð hráefna lækkað. Um eftirmiðdaginn gæti mr. Market komið niðurbeygður inn á skrifstofu stjórnandans, hlammað sér á stól og fallið saman. Verð á hlutabréfunum hefði þá lækkað og hráefnisverðið hækkað. Við erum búnir að vera, segði mr. Market brostinni röddu; allt okkar erfiði var til einskis. Þegar stjórnandinn færi heim væri enn ljós í skrifstofu mr. Market. Þar mætti sjá skugga hans bregða fyrir þar sem hann gengi um gólf; örvinglaður af spenningi og taugaveiklun; eins og heróínsjúklingur í leit að næsta fixi. Benjamin Graham lagði áherslu á að stjórnendur legðu aldrei eyru við hvatningu eða varnaðarorð mr. Market. Skilningur mr. Market á verðmæti hlutanna væri alltaf misskilningur vegna þess að verðmætamat mr. Market væri brenglað í grunninn og djúpt ofan í rót. Og skemmd tré bera aldrei góðan ávöxt. Graham ráðlagði stjórnendum að halda sig við raunverulegt langtímavirði fyrirtækja sinna, reiða sig á vönduð vinnubrögð, tryggja sér gott starfsfólk, auka hægt og bítandi við gæði vöru og þjónustu og gæta að orðspori fyrirtækisins.

Mr. Market fær íslenskan ríkisborgararétt

Það þarf ekki að segja neinum sem hefur búið á Íslandi síðustu áratugina að það var mr. Market sem tók yfir stjórninni í íslensku atvinnulífi; efnahagslífi og pólitík. – Reyndar ekki af hinum skynsama stjórnanda sem Framhald á næstu opnu


NATALE jólaljósatré Verð 9.730 kr. áður 13.900 kr.

Hellingur af hugmyndum að fallegum jólagjöfum

MARIPOSA 2.400 kr. einnig til í hvítu

30

%

afsl.

Opið til kl.

20

%

Einnig til í grænu

afsl.

N101 frá Ethnicraft 3ja sæta sófi 175.000 kr. 2ja sæta sófi 135.000 kr. Stóll 87.000 kr.

CONCEAL ósýnilega hillan Lítil 2.900 kr. Stór 3.900 kr.

fram að jólum

20-30

AF öllum sóFum til jólA

NAPA staflanleg vínhilla 6.900 kr. hver eining

20 ljósaseríum

22

%

afsl.

MOTTO myndarammi 9.800 kr.

frá Habitat

SUNFLOWER skartstandur 5.850 kr.

MANTRA veggskraut 6.700 kr.

LITTLE RED DRESS skarthirsla 4.900 kr.

PELICA Bókastandur 5.950 kr.

Úrval af púðum Verð frá 3.900 kr.

LINGUA veggklukka 12.400 kr. SLIP Skóhorn 8.900 kr.

TEKK COMPANY og HABITAT | Kauptúni | Sími 564 4400

Vefverslun á www.tekk.is


122

samtíminn

Benjamin Graham vildi ráðleggja; heldur af álappalegum kommissar sem hafði leikið íslensk fyrirtæki og atvinnulífs illa áratugum saman; krossræktun úr klíkubróður haftastefnunnar og síldarspekúltant frá frumbýlisárum kapítalismans. Á skömmum tíma flutti mr. Market alla stjórn íslensks atvinnulífs í eignarhaldsfélög þaðan sem allt lítur út eins og verðbréf. Verðmæti fyrirtækjanna lyftist og með því stemningin í samfélaginu. Um tíma lyftist virðið svo hátt að stemning varð hífuð; nánast dauðadrukkin, víruð, stónd og útúrspeisuð. Svo hrundi allt; sem kunnugt er. Og stemningin með. Á eftir sat þjóðin í kjöltu mr. Market og grét horfið ríkidæmi; sem auðvitað var aldrei annað en ranghugmynd í hausnum á þessum karli, mr. Market. Í raun hafði ekkert breyst. Fólkið var þarna enn, landið og miðin, fiskurinn og heita vatnið. Það eina sem hafði breyst var áætlað verðmæti þessa alls; stimplað og viðurkennt af matsfyrirtækjum mr. Market. En vandinn var ekki allur ímyndaður. Fólkið, ríkið, sveitarfélögin og fyrirtækin sátu uppi með lánin sem þau höfðu tekið út á áætlað verðmæti Íslands; framtíðarhorfur efnahagslífsins metnar út frá sjónarhóli hins léttgeggjaða mr. Market þegar hann óð í skýjum. Nú var mr. Market hins vegar sokkinn niður í svartamyrkur, sá hvergi ljós og verðmatið var fallið niður í skítinn.

www.sonycenter.is

ar kar k k a pak p ðir óðir r ha u g er

Allt það versta endurbyggt

hátíðartilboð

179.990.-

framúrSkaranDi mynDGæði 42” Led sjónvarp KDL42W653 • Full HD 1920 x1080 punktar • 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi • Nettengjanlegt og innbyggt WiFi

Tilboð 179.990.-

Verð áður 199.990.-

5 ára ábyrGð fylGir öllum Sjónvörpum

heimabíó m. þráðlauSum baSSaháTalara HTCT260H

• 300W 32 bita magnari • 1 hátalari og þráðlaust bassabox • Bluetooth tengimöguleiki

Verð 79.990.-

Smíðuð fyrir ævinTýrin

Sony ActionCam WIFI HDRAS30 • Full HD vatnsheld upptökuvél • 1/2.3 baklýst Exmor myndflaga • Carl Zeiss Tessar linsa f 2.8

Verð 59.990.-

Góð kaup á anDrOiD SnjallSíma Sony Xperia E

• 3,5” TFT snertiskjár með HD upplausn • 3.2 pixla myndavél • Videoupptaka

Verð 25.990.-

fullkOmnar mynDir beinT í Símann þinn DSCQX10

• Myndavél sem smellur á snjallsíma • 18,2 pixla 1/2.3 Exmor myndflaga • Full HD Video

Helgin 20.-22. desember 2013

frábært verð!

Verð 39.990.-

Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700 Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645

Hrunið var í sjálfu sér gleðilegt; hressileg áminning og rífandi hvatning um að snúa af braut; núllstilla atvinnu- og efnahagslífið á einhvern ógeggjaðan botn. En það skrítna var að það var ekki gert. Þess í stað gekk maður undir manns hönd til að endurreisa spilaborgir mr. Market. Hann stóð í miðju og skipaði fyrir: Kaupið krónur til að halda uppi genginu! Endurreisið bankana sem fyrst! Shell, BP og Esso mega alls ekki hætta sínu heilaga verðsamráði! Hellið lífeyrissjóðunum á eldinn! Ekki taka kvótann af skuldugu útgerðarfélögunum! Gefið þeim eftir skuldirnar svo þau geti skuldsett sig að nýju! Korteri eftir Hrun voru bankarnir aftur orðnir drifskaft atvinnulífsins. Ásamt lífeyrissjóðunum, sem áfram keyptu og seldu hlutabréf af sjálfum sér til að spenna upp verðið og ímyndað verðmæti þeirra og þar með sjóðanna sjálfra. Og svo náttúrlega sægreifarnir. Útgerðarfyrirtæki á Íslandi tilheyra ekki Main Street; þau eru ekki framleiðslufyrirtæki heldur fjárfestingarsjóðir sem spila með eign sína á óveiddum fiski og möguleikann til að slá lán út á þessa eign. Þetta samanlagt var kallað fjárfestingargeta í bólunni; eigiðfé sinnum sjö eða sjötíu og sjö. Þegar horfur eru góðar í útgerð fjárfestir útgerðin í skipum og búnaði á Íslandi. En því miður eru þær sjaldnast góðar. Útgerðin fjárfestir því fyrst og fremst í öðrum atvinnugreinum, fasteignum og svo auðvitað fiskveiðum og –vinnslu í útlöndum. Fjórði leikmaðurinn í hinu íslenska Matador fyrir utan bankana, lífeyrissjóðina og útgerðina eru svo útlendir peningar (oftast í eigu Íslendinga) sem eru fluttir til landsins á 20% yfirverði miðað við skráð gengi. Þetta er hráefnið í íslensku efnahags- og atvinnulífi. Og ekki að undra að kakan bragðist illa. Auðvitað eru til dæmi um áhugaverð og spennandi fyrirtæki á Íslandi en þau eru aðeins aukaleikarar á sviðinu; kerfið snýst ekki um þau og ekki fyrir þau. Kerfi er mótað að þörfum hinna stóru. Tökum dæmi af því hvernig þeir vinna saman: Banki setur á markað fyrirtæki sem hann hefur yfirtekið vegna óyfirstíganlegra skulda. Hann sker skuldirnar aðeins niður; en ekki svo að fyrirtækið verði rekstrarhæft í raun; heldur aðeins svo að það geti greitt af skuldum sínum. Bankinn breytir afskriftunum í hlutafé og leitar að kaupenda að 80 prósentum. Bankinn heldur 20 prósentum eftir og setur inn í fjárfestingarfélag sem hann á. Hann fær síðan í lífeyrissjóðina, sem sárvantar fjárfestingarkosti vegna lokunar landsins, til að kaupa restina. Lífeyrissjóðirnir gera það annað hvort í félagi með útgerðarmanni (sem bankinn lánar fyrir kaupverðinu út á óveiddan fisk) eða í félagi með Íslendingi sem efnaðist á bólutímanum og náði að flytja peninga úr landi fyrir Hrun (sem hann flytur heim á yfirverði sem Seðlabankinn/ríkissjóður borgar). Einu og hálfu ári eftir kaupin selja svo kaupendurnir fyrirtækið aftur á hærra verði til nýs félags sem er meira og minna í eigu sömu aðila. Bankinn fær sitt til baka og vel það, útgerðarmaurinn/bólumaðurinn fær allt sitt framlag til baka og heldur samt sínum hlut í fyrirtækinu óskertum og lífeyrissjóðirnir geta skráð ímyndaðan en skjalfestan hagnað í bækur sínar. Allir græða; að því er virðist. Alla vega allir þeirra sem komu að þessum viðskiptum. Samt breyttist ekkert. Fyrirtækið er enn skuldsett og mun þurfa að borga bankanum af lánum sínum og eigendum arð langt, langt inn í framtíðina. Það er ekki betur hæft til að búa til betri vöru eða þjónustu; jafnvel þvert á móti. Það er ekki betri vinnustaður fyrir starfsfólkið; jafnvel þvert á móti. Það leggur ekki meira til samfélagsins og sameiginlegra sjóða; jafnvel þvert á móti.

Peningar verkafólks vinna fyrir fyrirtækin

Enginn af eigendum fyrirtækisins hefur sýnilegan hag af því að betrumbæta íslenskt samfélag. Enginn þeirra hefur hag af því að brjóta upp þá einokun og fákeppni sem hefur haldið niðri lífskjörum íslenskrar alþýðu frá því fyrir seinna stríð. Það atvinnu- og efnahagslíf sem þessir aðilar byggðu upp eftir Hrun er nákvæm eftirmynd af því efnahags- og atvinnulífi sem hrundi eftir bóluna. Afhverju? Vegna þess að þessir aðilar eru í eðli sínu nákvæmlega eins og þeir aðilar sem kollsteyptu íslensku efnahags- og atvinnulífi. Þeir tilheyra ekki þessari veröld; þeir tilheyra hinum geggjaða heimi mr. Market. Þess vegna telja eigendurnir sig hafa hag af því að halda fyrirtækjunum svo skuldsettum að þau hafa engan annan kost en að okra á viðskiptavinum sínum, greiða starfsfólki sínu lág laun og greiða sem minnst til samfélagsins. Auðvitað hefðu lífeyrissjóðirnir hag af því að brjóta upp óheilbrigt atvinnu- og efnahagslíf á Íslandi. Þetta eru nú einu sinni peningarnir okkar; launafólks. Skáldaður hagnaður í dag mun ekki borga okkur lífeyri í ellinni. Það er heldur ekki hagur eigenda lífeyrissjóðanna að hér séu endurreist fyrirtæki sem hafa margsannað það áratugum saman að þau eru óhagkvæm í rekstri, greiða lág laun og selja vöru sína og þjónustu dýrt. En þetta eru ekki lífeyrissjóðirnir okkar. Þetta eru launin okkar sem eru geymd í sjóðum sem eigendur fyrirtækja ráðstafa. Forysta verkalýðshreyfingarinnar fær reyndar að skottast með í stjórnunum en þess sjást engin merki að það hafi nokkur áhrif á starfsemi sjóðanna. Hverjum datt það sístem í hug? Að láta Pétur þríhross leika sér með ævisparnað verkafólksins áratugum saman! Ef peningar kunna að vinna; fyrir hverja haldið þið að þessir peningar vinni? Lífeyrissjóðunum voru notaðir til að styrkja stöðu og efla völd eigenda fyrirtækja á bóluárunum og þeir hafa fyrst og fremst verið notaðir til að endurreisa þessa fyrirtækjaeigendur eftir Hrun og völd þeirra í samfélaginu.

Samkvæmt goðsögninni um millistéttina er þessi stétt hornsteinn samfélagsins. Hún borgar mest af sköttunum og heldur þannig uppi velferðarkerfinu.

Millistéttaraulinn

Samkvæmt goðsögninni um millistéttina er þessi stétt hornsteinn samfélagsins. Hún borgar mest af sköttunum og heldur þannig uppi velferðarkerfinu. Hún hefur allra stétta mestan hag af stöðugleika og friði í samfélaginu og styður þess vegna við borgaralega virkni og lýðræðislegar ákvarðanir. Kenningin er sú að millistéttin sé límið í samfélaginu; að hún haldi uppi menningu og mannúð; að fyrir hennar verk og vilja stefnum við að opnu, frjálsu og lýðræðislegu samfélagi. Því er almennt trúað að best leiðin til að koma á lýðræði þar sem einræði er fyrir; sé að stækka millistéttina. Ef hún verður nógu stór muni hún hægt en örugglega (og án byltinga) umbreyta samfélaginu til hins betra. Gallinn við þessa kenningu er að misskipting auðs hefur ekki vaxið minna í lýðræðisríkjum Vesturlanda en einræðisríkjum þriðja heimsins. Og á sama tíma og millistéttin á Vesturlöndum hefur rekist upp undir glerþak þenjast millistéttirnar út þar sem ekkert lýðræði er. Millistéttin í Kína virðist geta þjónað vaxandi auðræði þar ekkert síður en millistéttin í Bandaríkjunum hefur þjónustað vaxandi misskiptingu auðs og valda þar. Millistéttin á Vesturlöndum reyndist ekki sigurvegari við endalok sögunnar; sú trú að handan við stéttarátök tuttugustu aldar leyndist friður og sátt um gildi millistéttarinnar reyndist innantóm. Fyrir það fyrsta una fæstir sér í millistétt. Alveg eins verkalýðurinn bar með sér draum um að næsta kynslóð gæti brotist upp í millistétt; býr í millistéttinni vonin um að komast hærra. Þess vegna skuldsettu svo margir sig svo mikið og urðu svo illa úti í Hruninu. Millistéttarlífið er fæstum nóg. Og eins og draumurinn um að færast upp um stétt veikti sjálfsmynd verkalýðsins; þannig hefur sjálfsmynd millistéttarinnar fallið saman. Síðustu ár hefur millistéttarfólk helst sameinast um nýtt hugtak: Millistéttaraulinn. Kannski var sú nafngift fyrsta ræs. Hrunið afhjúpaði að við lifum ekki í opnu lýðræðislegu samfélagi; sanngjörnu, mannúðlegu og réttlátu; samfélagi sem byggt var upp af millistéttinni til að þjóna jarðbundnum gildum hennar. Við búum í veröld sem þjónar fámennum hópi. Og í þeirri veröld knýr skuldsetti millistéttaraulinn áfram auðsöfnun fárra. Hann er ekki aðeins arðræmdur af vinnu sinni eins og verkalýðurinn forðum; heldur borgar hann þeim sem eiga kerfið rentur af öllu sínum millistéttarlifistandard; íbúðaláninu, bílaláninu, námsláninu, yfirdráttarláninu og svo áfram endalaust. Millistéttraauli er annað nafn yfir ofurskuldsettan verkalýð. Það hefur komið í ljós að millistéttin bjó ekkert til. Það var hún sem var búin til svo hafa mætti meira fé af henni. En um það mun ég fjalla nánar í næstu grein.

Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is


SKYRTA 7500

PEYSA 7990

BOLUR 3990

BUXUR 16900

NÝ SENDING

BUXUR 11900

SKYRTA 7990

SKYRTA 9900

SKÓR 19900

KRINGLUNNI OG SMÁRALIND

LENGRI ERMAR

SKYRTA 9900

BOLUR 3990

JAKKI 16900

BOLUR 3990

SLAUFA 2990

ÚLPA 12990 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM ÚLPUM

HETTUPEYSA 8990

BOLUR 3990

FACEBOOK.COM/JACKANDJONESICELAND

INSTAGRAM @JACKANDJONESICELAND


124

dægurmál

Helgin 20.-22. desember 2013

 Í takt við tÍmann Oddur SturluSOn

Oddur er mikill fagurkeri og snyrtimenni enda hefur hann unnið í mörgum tískuvöruverslunum í gegnum tíðina. Nú selur hann bindi, slaufur og fleira ásamt félaga sínum í vefversluninni Sons.

Ætlar að drekka kokteila úr kókoshnetum í janúar

Ljósmynd/Hari

Oddur Sturluson er 24 ára fagurkeri sem er annar stofnenda vefverslunarinnar Sons sem selur bindi og aðra fylgihluti fyrir karlmenn. Oddur er að klára nám í mannfræði um áramótin og byrjar í kjölfarið í meistaranámi í stjórnun og stefnumótun. Hann drekkur Konga-kaffi, æfir víkingaþrek og gengur í handgerðum leðurskóm. Staðalbúnaður

sjónvarpsþáttum en er að reyna að vinna mig í gegnum Breaking Bad og fylgist enn með Walking Dead. Síðustu þættirnir sem náðu alveg að grípa mig voru 24.

Ég vil hafa fötin klassísk, einföld og vel gerð. Það er líka lang hentugast, þá þarf ekki að brjóta heilann of mikið um þetta; ef það er klassískt og einfalt þá passar það við allt. Uppáhalds tískuborgin mín er London. Mikið af mínum hugmyndum og innblæstri koma frá London og Napólí. Það er reyndar margt flott í boði á Íslandi, það hefur batnað mikið á síðustu tíu árum. Ég hef ákveðin prinsipp með skó; ég geng bara í hvítum strigaskóm og ef ég geng í leðurskóm vil ég að þeir séu handgerðir. Þá geng ég bara í hvítum eða ljósbláum skyrtum. Og ég nota aldrei flipann aftan á bindum sem ætlast er til að menn stingi stutta endanum í gegnum. Það er plebbalegt.

Vélbúnaður

Ég er loksins genginn til liðs við Apple-klúbbinn því ég fékk mér iPhone um daginn. Það er reyndar aðeins of seint, greinilega, því flestir vinir mínir eru að skipta yfir í Samsung núna. Þessi iPhone er að einhverju leyti mikið böl því með honum er maður alltaf í vinnunni, það er reyndar bæði gott og slæmt. Það sem ég eyði mestum tíma í en ætti ekki að gera er QuizUp. Það er frábær leikur en alger tímaþjófur. Ég held að ég þurfi að eyða honum úr símanum.

Hugbúnaður

Aukabúnaður

Þegar ég fer út að skemmta mér fer ég á Kex, Bunk og Kaffibarinn. Ég tek stundum vaktir á Bunk og kann því að gera „mean“ kokteila en sjálfur er ég hrifnastur af bjór. Þá er gott að fara á Bunk og Kex þar sem er úr einhverju að velja á krana. Á Reykjavík Roasters fæ ég frábært kaffi, sérstaklega eina týpu sem heitir Konga. Ég æfi bæði box og víkingaþrek í Mjölni. Ég hef rosalega litla þolinmæði fyrir því að fylgjast með

Ég reyni að borða hollan mat og er nokkuð duglegur við að elda. Bloggið hennar Evu Laufeyjar Kjaran hefur reynst mér vel, það er fínt að hafa bara einn góðan stað til að finna uppskriftir á. Ef ég kaupi mér mat þá fer ég helst á Gló. Ég bý niðri í bæ þannig að ég kemst upp með að vera ekki á bíl. Ég hjóla bara um allt, held mér í góðu formi og sleppi því um leið að menga. Um jólin fer ég til foreldra minna í Danmörku og eftir það fer ég til Sri Lanka í mánuð. Systir mín býr þar og þetta verður hálfgerð útskriftarferð hjá mér. Ég ætla að sóla mig og drekka kokteil úr kókoshnetu en ætli ég verði svo ekki bitinn af hræðilegri risastórri eitraðri könguló.

Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð 6,5 ár eftir af ábyrgð

6,5 ár eftir af ábyrgð

Kia Rio LX 1,4

Árg. 2013, ekinn 24 þús. km, dísil, 90 hö., beinskiptur, eyðsla 4,1 l/100.* Grænn bíll.

Kia Sportage EX 4wd Árg. 2013, ekinn 31 þús. km, dísil, 136 hö., sjálfskiptur, eyðsla 6,9 l/100.*

Verð: 2.450.000 kr.

Verð: 5.790.000 kr.

Greiðsla á mánuði

Greiðsla á mánuði

19.900 kr.

39.900 kr.

M.v.53% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 12,53%.

M.v.60% innborgun og 84 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,94%.

5,5 ár eftir af ábyrgð

5,5 ár eftir af ábyrgð

5,5 ár eftir af ábyrgð

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 3 - 2 4 9 3

Gott eintak

Kia Sorento LX 4wd

Kia Sportage EX 4wd

Kia cee‘d Sportswagon LX 1,6

Kia cee‘d LX 1,6

Verð: 3.890.000 kr.

Verð: 4.690.000 kr.

Verð: 2.950.000 kr.

Verð: 2.550.000 kr.

Árg. 2010, ekinn 45 þús km., dísil, 164 hö., beinskiptur, eyðsla 7,8 l/100.*

Árg. 2012, ekinn 33 þús. km, dísil, 136 hö., beinskiptur, eyðsla 5,7 l/100.*

Árg. 2012, ekinn 35 þús. km, dísil, 116 hö., sjálfskiptur, eyðsla 5,6 l/100.*

Árg. 2012, ekinn 45 þús. km, dísil, 116 hö., 6 gíra, beinskiptur eyðsla 4,4 l/100.* Grænn bíll. * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda.

NOTAÐIR BÍLAR

Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is

Opið virka daga kl. 10-18


PIPAR\TBWA - SÍA - 133746

ískrans með karamellukúlum

Tilbúinn á hátíðarborðið


EYPIS

126

dægurmál

Helgin 20.-22. desember 2013

 Dagný og guðrún Teiknuðu vísinDi

Villi gaf þeim lausan tauminn Grafísku hönnuðirnir Dagný Reykjalín og Guðrún Hilmisdóttir reka saman auglýsingastofuna Blek á Akureyri. Þær eiga heiðurinn af líflegum myndskreytingum Vísindabókar Villa sem hefur heldur betur slegið í gegn í bókahasarnum fyrir jólin. Dagný segir vinnuna við bókina hafa verið sérstaklega skemmtilega. „Þetta var mjög skemmtilegt og við kláruðum þetta í rauninni bara á tveimur mánuðum. Þetta var svolítið góð törn í að gera mjög skemmtilega bók.“ Samvinnan við Vísinda Villa fór mest fram í gegnum netið þar sem þær unnu mest fyrir norðan og hann fyrir sunnan. Og þótt Villi hafi verið með í ráðum þá „fengum við lausan tauminn og það var bara nánast allt samþykkt sem við gerðum sem var mjög gaman. Þetta var mjög frjálslegt.“

Dagný segir þær hafa reynt að nálgast viðfangsefnið eftir texta Villa og reynt að finna út frá honum hvernig best væri að koma efninu til skila myndrænt. „Við byrjuðum á að velja okkur grunnliti og gerðum eina opnu til að búa til stemninguna og svo kom restin út frá því.“ Dagný segir vinsældir bókarinnar hafa komið þeim vinkonum skemmtilega á óvart. „Bara eins og Villa í rauninni. Hann er þekkt andlit og við vissum að hann myndi sjá um að kynna bókina og allt það en við lögðum upp með að búa til bók sem okkur langaði í, sem við vildum fletta og eiga uppi í hillu. Við vildum gera eitthvað sem myndi lifa áfram, ekki sérstaklega barnabók heldur eitthvað sem fjölskyldan öll gæti haft gaman af og við líka.“ -þþ

 Br agi Páll sigurðarson orðljóTa ljóðsk álDið

Veisla í leikhúsunum Leikhúsáhugafólk fær nóg fyrir sinn snúð á næstu vikum í stóru leikhúsunum tveimur. Á annan í jólum frumsýnir Þjóðleikhúsið Þingkonurnar í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Jólasýning Borgarleikhússins verður hins vegar ekki frumsýnd fyrr en 11. janúar, á afmælisdegi Leikfélags Reykjavíkur. Er þar um að ræða Hamlet í leikstjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Með hlutverk danska prinsins fer Ólafur Darri Ólafsson en aðdáendur hans geta fram að þessari frumsýningu barið hann augum í Hollywoodmyndinni The Secret Life of Walter Mitty ásamt Ben Stiller. Af öðrum aðalleikurum í Hamlet má geta Hildar Berglindar sem leikur Ófelíu, Hilmar Jónsson er Kládíus og Elva Ósk Ólafsdóttir leikur Geirþrúði.

Mynd/SBS

Lífseigir blaðamenn Blaðamenn halda fast í númeraröð sína hjá Blaðamannafélagi Íslands en þar hefur í áratugi trónað á toppi Þorbjörn Guðmundsson, fyrrum blaðamaður Morgunblaðsins, sem hóf störf árið 1942. Margir eru þar á lista sem halda fast í númer sín þótt þeir hafi ekki sinnt blaðamennsku árum eða jafnvel áratugum saman. Með lægstu númer eru að vonum þeir sem komnir eru á eftirlaun en næstir á eftir Þorbirni í númeraröðinni eru Atli Steinarsson, Elín Pálmadóttir, Matthías Johannessen og Jónas Kristjánsson. Athygli vekur hins vegar í nýútkomnum félagstíðindum Blaðamannafélagsins, Blaðamanninum, að ýmsir félagar eru sagðir hafa hafið blaðamennsku sína nokkuð snemma, eða 1905, árið eftir að Hannes Hafstein varð ráðherra Íslands.

Dagný og Guðrún skemmtu sér vel við að myndskreyta hina feikivinsælu Vísindabók Villa og bjóða nánast upp á listaverk á hverri opnu.

Það á meðal annars við um ritstjórana Matthías og Jónas, Odd Ólafsson sem var á Tímanum á sinni tíð, Sigurdór Sigurdórsson sem var á Þjóðviljanum, DV og Bændablaðinu, glæpasagnahöfundinn Árna Þórarinsson sem var á Mogga, Ellert B. Schram, fyrrum ritstjóra Vísis og DV – og síðast en ekki síst ljósmyndarann góðkunna, Gunnar V. Andrésson, sem hóf feril sinn á Tímanum, var á DV en myndar nú fyrir Fréttablaðið.

Jón Sæmundur sýnir í Farmers Market Myndlistarmaðurinn Jón Sæmundur Auðarson sýnir vatnslitamyndir af hauskúpum á vegg í verslun Farmers Market að Hólmaslóð 2 nú í desember. Hauskúpan hefur fylgt Jóni í listsköpun hans undanfarinn áratug eða frá því hann byrjaði að vinna að Dead konsepti sínu. Á undanförnum tveimur árum hefur hann verið á hljómleikaferðalögum um heiminn með hljómsveit sinni Dead Skeletons og þar hefur hauskúpan einnig verið með í för, þar sem hann hefur unnið og sýnt blekteikningar af hauskúpum á tónleikum sveitarinnar við góðar undirtektir. Myndirnar á þessari sýningu eru beinu framhaldi af þeirri vinnu. Titill sýningarinnar er nýyrði sem Jón hefur uppfundið yfir þessa vinnu sína með höfuðkúpuna; kúpismi. Jón Sæmundur vinnur nú að einkasýningu í Gallerí Bakarí sem opnuð verður á næsta ári. Sýningin í verslun Farmers Market er sölusýning og er opin á verslunartíma.

Bragi Páll er með höfuð fullt af ógeðslegum hugsunum sem hann gefur vængi í ljóðum sínum. Bókarkápan hlýtur að teljast ein sú frumlegasta þetta árið en á henni stendur skáldið á sprellanum með svínshöfuð í stað andlits. Mynd/Hari.

Gleðileg jól

ÓKEYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS ÓKEYPIS

EYPIS

EYPIS

EYPIS

YPIS

ÓKEYPIS

Heiðarlegasta form líkamans er þegar hann er nakinn.

Bullaði ævintýri sem endaði í bók Ljóðskáldið Bragi Páll Sigurðarson vakti athygli og nokkra úlfúð í fyrra með ljóði þar sem hann leiddi þjóðkunna Íslendinga til aftöku. Hann mun sjálfsagt ekki vekja minni athygli með nýju ljóðabókinni sinni, Hold, en á kápu bókarinnar sameinar hann innihald og umbúðir með því að stíga fram allsnakinn með svínshöfuð. Þótt hann sé bærilega sáttur við millifótakonfekt sitt var þetta þó hvorki hugsað til að flagga því sérstaklega eða beinlínis að laða að kaupendur.

B

ragi Páll Sigurðsson hefur vakið athygli með óhefluðu orðfæri í kveðskap sínum. Í fyrra gaf hann bók með ljóði þar sem Davíð Oddsson, Jón Ásgeir Jóhannesson og fleiri þekktir Íslendingar voru leiddir til aftöku á íþróttaleikvangi. Sitt sýndist hverjum. Bragi Páll slær hvergi af í nýjustu ljóðabók sinni, Hold, þar sem hann rífur subbukjaft og stígur fram á kápunni, kviknakinn með það allra heilagasta dinglandi og með svínshaus fyrir andlitinu. En hvað var það sem varð til þess að gleðja eða hrella væntanlega lesendur, eftir því hvernig á það er litið, með því að stripplast á kápumyndinni? „Hugmyndin var nú ekki að laða að lesendur með typpinu en það rataði þangað,“ segir skáldið. „Þegar handritið var að taka á sig endanlega mynd kom þessi hugmynd til mín og ég vann hana áfram með Hallgerði Hallgrímsdóttur, vinkonu minni og

listakonu, en þetta var alls ekki hugsað til þess að gera bókina söluvænni.“ Skáldið segir nektarsýninguna heldur ekki til marks um að hann sé eitthvað sérlega stoltur af limi sínum. „Ég veit það ekki. Kápan varð kannski einhvern veginn myndræn framsetning á innihaldinu. Leiðarstefið í bókinni er heiðarleiki og það að strípa sig niður er heiðarleiki. Heiðarlegasta form líkamans er þegar hann er nakinn.“ Mér finnst líka mikilvægt fyrir listamenn að vera heiðarlegir og eina listafólkið sem ég lít upp til er gríðarlega heiðarlegt í sköpun sinni. Og það er nú bara þannig að þegar maður er að skoða sig og skapa eitthvað upp úr því þá verður sú vinna oft dálítið subbuleg og grafísk og þannig endar maður allsber með þetta svínshöfuð.“ Kjafthátturinn í ljóðum Braga Páls er slíkur að jafnvel Didda skáld og Sverrir Stormsker fölna í samanburðinum en hvað á þessi klámfengni munnsöfnuður eiginlega að þýða? „Það eru svo mörg skáld að skrifa fallega og sjá um þá hlið, að upphefja og dýrka tungumálið. Ég passa mig í rauninni á að skrifa eins og ég hugsa og ég tala. Þá kemur þetta svona út. Ég er ekkert að hugsa um þetta sem hin skáldin eru að skrifa um, tunglið, vindinn, ástina og hjartað í sér og eitthvað svoleiðis „fokking“ kjaftæði. Ég hugsa bara ekki þannig.“ Bragi Páll er harður femínisti og telur kveðskap sinn bera þess merki. „Ég hugsa nákvæmlega svona og ef þú skoðar til dæmis ógeðslegustu ljóðin í þessari bók þá eru þau rammfemínísk.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is


ENNEMM / SÍA / NM55607

Flottir snjallsímar

Spotify Premium í 1 mánuð og Netið í símanum í 12 mánuði, allt að 1 GB x 12, fylgja þessum símum.

Samsung Galaxy Note 3

Samsung Galaxy S4

Stjarnan á toppi jólatrésins.

Uppfærður og enn sprækari.

8.490 kr. á mánuði í 18 mánuði*

Samsung úr að verðmæti 59.990 kr. fylgir Samsung Galaxy Note 3.

Staðgreitt: 139.900 kr.

6.690 kr. á mánuði í 18 mánuði*

Staðgreitt: 109.900 kr. x4

x4

32GB

GPS 3G

siminn.is/jol

13MP

*Greiðslugjald 340 kr. bætist við mán.gjald.

með kaupaukum

2,3GHz

5.7” 2160p@30fps

WiFi

16GB

GPS 3G

13MP

2,3GHz

5.0” 1080p@30fps

WiFi


HE LG A RB L A Ð

... fær Gunnar Þór Nilsen sem ásamt félaga sínum, Friðrik Elís Ásmundssyni, bjargaði rúmenskri fjölskyldu út úr brennandi íbúð í Árósum í Danmörku.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is  Bakhliðin RagnaR ÞóR PétuRSSon

! P U A GÓÐ K 2

GILDIR 20.12 - 24.1

oPIÐ tIL KL. 22:00 öLL KvöLD t I L j Ó L A!

SPARIÐ

25.000

Staðfastur hugsjónamaður Aldur: 37. Maki: Gyða Hrund Jóhannesdóttir. Börn: Aníta, Birgitta og Anton Þór. Foreldrar: Arndís Antonsdóttir og Ólafur R. Hilmarsson. Áhugamál: Kvikmyndir, bókmenntir og vinnan.

AF BÁÐUM STÆRÐUM

153 X 203 SM. FULLT VERÐ: 89.950

140 X 200 SM. FULLT VERÐ: 84.950

64.950

59.950

aNgEL drEaM aMErísK dýNa Frábær, amerísk dýna á ótrúlegu verði! Í efra lagi er áföst yfirdýna úr hágæðasvampi. LFK pokagormar. Rúmbotn og fætur fylgja með. Vnr. 8880000261-0, 8880000262-0

Menntun: BA í heimspeki, kennslufræði og framhaldsnám í menntunarfræðum. Stjörnumerki: Hrútur. Stjörnuspá: Vertu á varðbergi gagnvart vinum eða fjölskyldu sem á í deilum. Láttu slúður um vinnufélaga þinn sem vind um eyru þjóta; sinntu bara þínu.

T

raustari mann er ekki hægt að finna,“ segir Hjalti Magnússon, samkennari Ragnars Þórs í Norðlingaskóla. „Ég byrjaði bara að kenna fyrir ári síðan, byrjaði í teymi með honum og hann varð einhvern veginn sjálfkrafa mjög hjálpsamur og hjálpaði mér mikið. Hjálpsamari maður en Ragnar er vandfundinn. Hann er mikill fræðimaður. Mikill hugsjónamaður, trúr sínum skoðunum og mikill prinsippmaður, eins og sést augljóslega í þessu máli þar sem hann lætur ekki vaða yfir sig.“ Hjalti segir mikla eftirsjá af Ragnari úr skólanum. „En ég trúi nú ekki öðru en að hann muni vinna fullnaðarsigur í þessu máli og þá trúi ég að hann komi aftur.“ Ragnar Þór Pétursson kennari hefur staðið í ströngu eftir að logið var upp á hann sökum í skjóli nafnleyndar. Hann sætti sig ekki við afgreiðslu Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur á málinu og sagði upp störfum. Hann hefur nú fengið lögmenn til þess að rétta hlut sinn gagnvart kerfinu.

AFSLÁTTUR

4000

ALLRI JÓLAVÖRU!

GOLD ei ns tö k Gæ ði

Koddi 50 x 70 sm. 6.995

FULLT VERÐ: 4.995

3.995 GOLD

AFSLÁTTUR

ei ns tö k Gæ ði

140 X 200 SM. FULLT VERÐ: 16.950

12.950

FULLT VERÐ: 1.495 MuffINsstaNdur Vnr. 27990

Falleg ljós í miklu úrvali

995

SPARIÐ

1000 3 STK. FULLT VERÐ: 2.995

1.995

KAUPTU 2 OG SPARAÐU

1000 MOLLIE sæNgurvErasEtt Efni: 100% polyestermíkrófíber. St. 140 x 200 sm. / 50 x 70 sm. 1 stk. 1.995 nú 2 stk. 2.990 Lokað með rennilás. Vnr. 1224380

NELL sæNgurvErasEtt Efni: 100% bómullarsatín. Lokað að neðan með tölum. 140 x 200 sm. / 50 x 70 sm. Vnr. 1259480

høIE ExcLusIvE sæNg Lúxus thermosæng sem má þvo. Mjúkt og þægilegt áklæði. Sængin er saumuð saman úr tveimur sængum þannig að hitaeinangrandi loftrúm myndast á milli þeirra. Þyngd: 2 x 700 gr. Má þvo við 60°C. Koddi: 50 x 70 sm. 6.995 Stærðir: 140 x 220 sm. 18.950 nú 14.950 200 x 220 sm. 29.950 nú 25.950 Vnr. 4206204, 4007350

1 SETT

1.995

sKartgrIPatrÉ Fæst í hvítu og svörtu. Hæð: 36 sm. Vnr. 42154001

EKTA LEÐUR

SKARTGRIPATRÉ

995 25% AFSLÁTTUR

FULLT VERÐ: 1.995

1.495

IrENE Og hELENa haNdKLæðasEtt Falleg handklæðasett með flottu munstri. 3 stk. í pakka í stærðum: 68 x 127 sm. 40 x 71 sm. og 33 x 33 sm. Vnr. 201-13-1014

trIaL LEðurhaNsKar Góðir leðurhanskar á frábæru verði! Nokkrar mismunandi stærðir og gerðir fáanlegar. Vnr. 5836000

www.rumfatalagerinn.is Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg Sími: 519 66 99 Vefverslun: www.myconceptstore.is

20%

SPARIÐ

20-90% AFSLÁTTUR AF 33%

tín Bómullarsa


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.