07 10 2016

Page 1

frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 61. tölublað 7. árgangur

Föstudagur 07.10.2016

Við verðum að tala um sjálfsvíg Jóhanna María Eyjólfsdóttir missti 30 manninn sinn

Stríðið gegn konunum Kosningabarátta í afturhaldslandinu 24

Eigendur 17 fyrirtækja efnuðust um 38 milljarða Ofsagróði útgerðarinnar 8 í fyrra FÖSTUDAGUR

07.10.16

SÓLRÚN DIEGO

Sáu ekki dóminn fyrr en 30 árum seinna

STOPPUÐ Á DJAMMINU TIL AÐ VEITA RÁÐ UM ÞRIF

STÓRÞÆTTIRNIR VIKINGS Í TÖKUM Á ÍSLANDI JÓN GUNNAR RIFJAR UPP GAMLA TAKTA AF ASTRÓ OG SKUGGABARNUM

SÉRKAFLI UM JÓLAHLAÐBORÐ Mynd | Rut

KOMIÐ Í VERSLANIR

Anna María Þórðardóttir, systir þroskaskertrar stúlku sem varð fyrir hrottalegu kynferðisofbeldi sem barn, spyr sig hvort ofbeldismaðurinn hafi fengið vægari dóm, þar sem fórnarlambið var fatlað. Fjölskyldan sá ekki dóminn yfir manninum fyrr en fyrir nokkrum dögum. Mynd | Heiðar Kristjánsson

Nokkrir erfingjar vilja borga sjálfir fyrir Kroll-rannsókn Nokkrir erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur hafa boðist til þess að borga sjálfir fyrir rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Kroll á afdrifum týndra sjóða foreldra sinna erlendis. Skiptastjórinn hefur lagst gegn því að gefa fyrirtækinu heimild til þess, samkvæmt upplýsingum Fréttatímans. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi

Dómsmál erfingjanna gegn Guðmundi Ágústi Ingvarssyni og Júlíusi Vífli Ingvarssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur dag. Bræðurnir höfnuðu óháðri rannsókn á sjóðunum á vegum ráðgjafafyrirtækisins Kroll sem hefur meðal annars starfað fyrir þrotabú bankanna eftir hrun og sérhæfir sig í að elta uppi fjármuni. Kostnaður vegna rannsóknarinnar nemur um fimm milljónum. Rætur málsins má rekja til Panamaskjalanna þar sem upplýst var að Júlíus

Vífill hefði stofnað aflandsfélag árið 2014. Það var Kastljós sem greindi fyrst frá tilurð félagsins en gögn úr grunni Mossack Fonseca sýndu að í ársbyrjun 2014 stofnaði Júlíus Vífill félagið Silwood Foundation á Panama, og greiddi fyrir um 200 þúsund krónur fyrir. Rík áhersla var lögð á að nafn Júlíusar Vífils yrði ekki í forgrunni félagsins, hlutabréf þess stíluð á handhafa en ekki nafn hans. Töldu erfingjar að þarna væri hugsanlega kominn varasjóður Ingvars Helgasonar sem lést árið 1999 og ekkja hans leitaði ítrekað að árangurslaust. Talið er að sjóðurinn nemi tveimur milljörðum, hið minnsta.

Nokkrir erfingjar hjónanna hafa boðist til þess að greiða sjálfir fyrir rannsóknina að því gefnu að þeir fái upphæðina endurgreidda vinnist dómsmálið. Samkvæmt upplýsingum Sögu Ýrar Jónsdóttur, lögmanns hluta erfingjanna, var ekki fallist á að það af hálfu skiptastjóra dánarbúsins, Láru V. Júlíusdóttur. Segir Saga að ákvörðunin hafi komið erfingjunum í opna skjöldu, enda viðbúið að dómsmálið taki mánuði, jafnvel ár. Óttast er að hugsananlegir fjármunir kunni að glatast á þeim tíma. Lára vildi ekki tjá sig um málið við Fréttatímann en sagði dómsmálið í dag aðeins einn anga af nokkrum í málinu.

Guli miðinn styrkir Bleiku slaufuna. 200 kr. af hverju bleiku glasi renna til styrktar Bleiku slaufunni.

- DÚNÚLPUR - KÁPUR - DÚNVESTI SMÁRALIND

Hausttilboð á Phantom 4. Frá 199.990 kr.

Sérverslun með Apple vörur

KRINGLUNNI ISTORE.IS


2|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Einnig grunaður um ofbeldisfullt rán Sakamál Rúmlega tvítugur karlmaður, sem er grunaður um hrottafengna líkamsárás gegn konu á fimmtugsaldri í Vestmannaeyjum í september, sætir einnig rannsókn vegna ofbeldisfulls ráns sem hann á að hafa framið í mars síðastliðnum. Maðurinn kom aftur til Vestmannaeyja eftir tólf daga gæsluvarðhald í byrjun vikunnar.

Héraðsdómur Suðurlands hafnaði gæsluvarðhaldi yfir manninum sem lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum krafðist á forsendum almannahagsmuna, meðal annars vegna þess að maðurinn þætti hættulegur. Var vísað til þess í greinargerð lögreglustjóra að ekki aðeins lægi hann undir grun um að hafa misþyrmt konu á fimmtugsaldri hrottalega og skilið hana nakta eftir úti á miðri götu, heldur sætti hann rannsókn vegna ráns í mars. Ráninu er lýst með þessum hætti í greinagerð lögreglustjóra: „Á myndbandi megi sjá kærða og manninn í anddyri [...] í Vestmannaeyjum þar

sem þeir hafi dvalið í um 30 mínútur. Kærði hafi ekki hleypt manninum út og gengið hart að honum í að taka út pening sem maðurinn hafi ítrekað reynt en án árangurs. Þegar út úr bankanum var komið hafi kærði slegið manninn í hnakkann, maðurinn fallið í jörðina og kærði þá tekið seðlaveski mannsins sem í hafi verið 20-30.000 krónur, en maðurinn, brotaþoli, hlaupið í burtu og falið sig í skurði enda mjög hræddur við kærða.“ Konan sem varð fyrir árásinni í september dvelur ekki í Vestmannaeyjum, en hún hefur ekki gefið skýrslu enn vegna atburðarins, að því

er fram kemur í úrskurði Héraðsdóms Suðurlands. Þá segir einnig í dóminum að konan hefði ekki borið kennsl á manninn við sakbendingu. Þrátt fyrir að lögreglustjóri telji manninn hættulegan, þá féllst Héraðsdómur Suðurlands ekki á gæsluvarðhaldi og staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn. Lögreglustjóri telur að brot mannsins geti varðað allt að 16 ára fangelsi. | vg Maðurinn kom til Vestmannaeyja í byrjun vikunnar en myndin var tekin rétt áður en hann fór um borð í Herjólf.

Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi manninum bæturnar.

Pólskur verkamaður fékk 55 milljónir í bætur Dómsmál Pólskur verkamaður fær 55 milljónir í skaðabætur eftir að hafa slasast alvarlega í vinnuslysi. Geðslag mannsins breyttist og eiginkona hans skildi við hann. Vátryggingafélag Íslands var dæmt til þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok september að greiða pólskum verkamanni 55 milljónir króna í skaðabætur vegna vinnuslyss. Maðurinn er 85% öryrki en eiginkona hans skildi við hann eftir slysið, auk þess sem geðlyndi hans hefur breyst. Maðurinn féll fram af þaki fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vest-

mannaeyja á Þórshöfn í október árið 2012. Fallið var tæplega sex metra hátt. Maðurinn var að ljúka vinnu á þaki hússins þegar hann byrjaði að renna af stað eftir þakinu. Félagi hans, Íslendingur, sem var með honum á þakinu, reyndi þá að bjarga honum með því að grípa í hann. Björgunartilraunin tókst ekki og skemmst er frá því að segja að báðir féllu af þakinu og á steinsteypt plan. Sá íslenski slasaðist þó ekki jafn illa en fékk skaðabætur dæmdar sér í hag. Í dómi segir að engar fallvarnir hafi verið og það sé óafsakanlegt, auk þess sem enginn öryggisbúnaður var fyrir vinnumennina. | vg

Dómsmál

Dómur Hreiðars þyngdur

Hæstiréttur hefur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í júní 2015 yfir sjö af níu fyrrverandi stjórnendum Kaupþings. Refsing eins þeirra, Hreiðars Más Sigurðarsonar, var þó þyngd um sex mánuði. Sjömenningarnir eru dæmdir

fyrir stórfellda markaðmisnotkun sem starfsmenn Kaupþings á árunum 2007-2008 en málið er það umsvifamesta sem hefur lent á borði sérstaks saksóknara. Dómurinn féll í gær, 6. október, nákvæmlega átta árum eftir að bankarnir féllu og Geir H. Haarde bað guð að blessa Ísland.

Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti hluthafi Morgunblaðsins þar sem Ásdís Halla Bragadóttir er stjórnarmaður. Nú eru þær orðnar viðskiptafélagar í einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu EVU Consortium.

Guðbjörg vill líka græða á einkarekinni heilbrigðisþjónustu Viðskipti Ein ríkasta útgerðarkona landsins, Guðbjörg Matthíasdóttir, hefur fjárfest í heimahjúkrunarfyrirtækinu EVU Consortium sem jafnframt rekur sjúkrahótel Landspítalans og á í Klíníkinni. Eigendur EVU greiddu sér 500 milljónir króna út úr fyrirtækinu eftir ábatasöm viðskipti með fasteignina sem sjúkrahótelið er rekið í. Guðbjörg hefur efnast stórkostlega á útgerðarfyrirtækinu Ísfélagi Vestmannaeyja og á 16 milljarða inni í fyrirtækinu sínu. Ingi Freyr Vilhjálmsson ifv@frettatiminn.is

Guðbjörg Matthíasdóttir, eigandi Ísfélags Vestmanneyja og stærsti hluthafi Morgunblaðsins, er orðin hluthafi í einkarekna heilbrigðisfyrirtækinu EVU Consortium. Útgerðarkonan á nú tæplega sjö prósenta hlut í EVU eftir að hafa keypt hlut í því fyrir í fyrra fyrir ótilgreinda upphæð en rúmlega 53 milljónir króna af kaupverði hlutarins voru ógreiddar í lok árs í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi EVU Consortium fyrir árið 2015. EVA á og rekur heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum ehf. og rekur Sjúkrahótel Landspítalans í Ármúla ásamt því að eiga rúmlega tíu prósenta hlut í einkarekna lækningafyrirtækinu Klíníkinni. Stofnendur EVU Consortium eru Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, og Ásta Þórarinsdóttur en þær höfðu áður selt hlut í fyrirtækinu til fjárfestingarfélags í eigu lífeyrissjóðanna sem heitir Kjölfesta. Verulegur hluti af rúmlega 600 milljóna

króna rekstrartekjum EVU kemur því frá opinberum aðilum, ríki og sveitarfélögum, í gegnum Sinnum, sjúkrahótelið og Sjúkratryggingar Íslands sem fjármagna starfsemi Klíníkurinnar að hluta. Guðbjörg keypti hlutinn í EVU í gegnum einkahlutafélagið Kristin ehf. sem meðal annars á fyrirtæki eins og heildverslunina Íslensk-Ameríska og prentsmiðjuna Odda. Félagið hagnaðist um rúmar 77 milljónir króna í fyrra og á tæplega 16 milljarða eignir. Viðskiptin með hlutaféð í EVU er því smávægileg í ljósi stærðar þessa fyrirtækis hennar. Guðbjörg hefur um árabil verið ein ríkasta kona landsins, samkvæmt upplýsingum úr skattaskrám síðastliðin ár. Í ársreikningi EVU kemur fram að ráðgert er að auka hlutafé fyrirtækisins um 100 milljónir króna í ár. EVA Consortium skilaði tæplega hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Tapið má að hluta til rekja til framkvæmda við Ármúla 9, gamla Hótel Ísland, en félagið réðist í endurbætur á því til að reka þar lækningaog sjúkrahótelþjónustu. EVA átti Ármúla 9 þar til vorið 2015 þegar félagið seldi húsið til fasteignafélagsins Reita skömmu áður en það var skráð á markað. EVA, eigandi hússins, hafði þá gert leigusamninga til ársins 2028 við eigin rekstrarfélög. Í ársreikningnum kemur fram að söluverð Ármúla 9 hafi numið um 3.6 milljörðum króna. Hagnaður félagsins af viðskiptunum með húsið nam tæpum 970 milljónum króna, samkvæmt ársreikningnum. Þó framkvæmdirnar við húsið hafi verið dýrar þá tóku hluthafar félagsins, eignarhaldsfélag Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórar-

Skurðstofa Klínikurinnar. Eigendur EVU greiddu sér 500 milljónir króna út úr fyrirtækinu eftir ábatasöm viðskipti með fasteignina sem sjúkrahótelið er rekið í.

insdóttur og Kjölfesta, hins vegar fimm hundruð milljónir króna út úr félaginu með því að lækka hlutafé þess um þessa upphæð. Eins og Fréttatíminn greindi frá fyrir skömmu skilaði eignarhaldsfélag Ásdísar Höllu Bragadóttur, Gekka ehf., 217 milljóna hagnaði í fyrra og var ráðgert að greiða 99 milljónir af þessari upphæð út til hennar og eiginmanns hennar. Ásdís Halla sagði að um væri að ræða hagnað af fasteigninni í Ármúla 9 sem myndaðist í EVU Consoritum. „Hagnaðurinn kemur til þegar EVA selur dótturfélag sitt, Hótel Ísland, til Reita. […] Ekkert af hagnaði Gekka, eða öðrum sem eiga EVU, kemur frá Sinnum, sjúkrahótelinu, Klíníkinni eða annarri heilsutengdri starfsemi þar sem hún var öll rekin með tapi.“ Niðurstaða rekstrar EVU hefði hins vegar verið allt önnur ef hluthafarnir hefðu ekki greitt sér út hagnaðinn af húsinu í Ármúla með áðurnefndum hætti. Þá hefði heldur ekki verið eins brýnt að mæta taprekstri félagsins með auknu hlutafé frá aðilum eins og Guðbjörgu Matthíasdóttur. Ekki náðist í Guðbjörgu Matthías­ dóttur við vinnslu fréttarinnar.


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 - 2 4 5 0


4|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Borgin sniðgengur dóm Hæstaréttar Húsnæðismál Guðrún Birna Smáradóttir, leigjandi hjá Brynju, hússjóði Öryrkjabandalagsins, greiðir rúmar hundrað þúsund á mánuði fyrir íbúð hjá hússjóði Brynju en fær engar sérstakar húsnæðisbætur þrátt fyrir að hafa ítrekað sótt um þær. Lögmaður ÖBÍ segir borgina sniðganga dóm Hæstaréttar sem hafi úrskurðað að ekki megi mismuna leigjendum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Öryrkjar sem leigja af Brynju hússjóði, fá engar sérstakar húsaleigubætur hjá borginni. Þeir sem leigja af Félagsbústöðum borgarinnar fá það hinsvegar. Öryrkjabandalag Íslands hefur verið ósátt við að félagsmönnum þeirra sé mismunað á þennan hátt og skaut málinu fyrir dóm fyrir hönd Guðrúnar Birnu. Héraðsdómur úrskurðaði að öryrkjar hjá húsfélaginu ættu að fá slíkar greiðslur í apríl í fyrra og Hæstiréttur staðfesti þann dóm í júní. Þrátt fyrir þetta hefur Félagsþjónustan ekki breytt framkvæmdinni og heldur áfram að synja öryrkjum um sérstakar húsnæðisbætur.“

Bætur vegna leitar Lögreglan Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkið til þess að greiða karlmanni 120 þúsund krónur í miskabætur fyrir líkamsleit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Maðurinn neitaði að leyfa lögreglu að leita á sér en fíkniefnahundur hafði gefið til kynna að hann gæti haft fíkniefni í fórum sínum. Hann reyndist ekki vera með nein fíkniefni á sér heldur 300 spjöld í nafni borgarasamtakanna Snarrótar, sem eru samtök um borgaraleg réttindi. Samtökin Snarrót hafa mótmælt

Lögreglan notar oft fíkniefnahunda við hinar ýmsu aðstæður, svo sem á tónleikum og víðar. Myndin er af vef lögreglu.

handahófskenndri líkamsleit lögreglu á einstaklingum. | vg

WOW air ekki enn svarað Flugfreyjufélaginu Kjaramál Flugfélög WOW air hefur ekki enn svarað bréfi Flugfreyjufélags Íslands vegna óánægju félagsmanna um tiltekt í flugvélum félagsins á áfangastöðum, að því er fram kom í svari upplýsingafulltrúa WOW air fyrr í vikunni. Fréttatíminn greindi frá því fyrir viku að nokkur óánægja væri hjá flugfreyjum og -þjónum hjá WOW air vegna fyrirkomulags um að taka til í flugvélum félagsins á áfangastöðum. Tilkynnt var um verklagið í lok ágúst og í kjölfarið sendi starfsfólk WOW air kvörtun til Flugfreyjufélags Íslands. Stéttarfélagið brást við með því að senda flugfélaginu sérstakt erindi, eins og varaformaður félagsins, Sturla Óskar Bragason, staðfesti í samtali við Fréttatímann.

Flugfreyjur og -þjónar hjá WOW air eru ósátt við að taka til í flugvélum félagsins eftir langt og strangt millilandaflug.

Í svari upplýsingafulltrúa WOW air, Svanhvítar Friðriksdóttur, segir að ekki standi til að breyta verklaginu að svo stöddu. Þá ítrekar hún þá meiningu félagsins að verklagið sé hefðbundið hjá lággjaldaflugfélögum og jafnframt viðhaft hjá öðrum íslenskum flugrekanda. Eins og Sturla hefur bent á þá er svipað verklag hjá Flugfélagi Íslands í innanlandsflugi. Þó ekki millilandaflugi. | vg

BLEIKASLAUFAN.IS

Guðrún Birna Smáradóttir segir skrítið að vera ekki virt viðlits þótt hæstiréttur hafi talað.

„Mér finnst skrítið að fá engin viðbrögð og vera ekki virt viðlits þótt hæstiréttur hafi talað í málinu,“ segir Guðrún Birna. „Mig munar um þessa upphæð og ætla ekki að gefa borginni þetta eftir.“ „Félagsþjónustan á að afgreiða málið og óskiljanlegt að hún geri það ekki strax,“ segir Sigurjón Sveinsson,

Björn Arnar, framkvæmdastjóri Brynju, vill að mannréttindaráð borgarinnar láti til sín taka.

lögmaður ÖBÍ. „Samkvæmt dómi er með því að veita ekki réttinn verið að halda áfram að mismuna fólki þótt dómstólar hafi úrskurðað framkvæmdina ólögmæta. Þarna er verið að fjalla um fólk sem á mikla hagsmuni undir og er í veikri stöðu fyrir.“ „Þetta er ekkert annað en atlaga gagnvart okkar leigjendum,“ seg-

ir Björn Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri Brynju hússjóðs. „Við erum enn að fá fólk til okkar sem er að framvísa bréfum frá Reykjavíkurborg þar sem því er synjað slíkar bætur. Margir sóttu um eftir að dómur féll í héraði en beðið var með afgreiðslu þeirra þar til málið fór fyrir hæstarétt. Í synjun er oft vísað til félagslegra aðstæðna sem séu of góðar en aðstæður eru vel sambærilegar en borgin er að rukka hærri leigu.“ Hann segir að mannréttindaráð borgarinnar ætti að láta málið til sín taka. „Það ætti einungis að horfa til fjárhagsstöðu fólks en ekki hjá hverjum það er að leigja,“ segir hann.

Bresk heildsala notar svipaða fléttu og Alcoa til að fjármagna sig á Íslandi Stjórnmál Þunn eiginfjármögnun alþjóðlegra fyrirtækja er vandamál á Íslandi þar sem skatttekjur ríkisins minnka. Minni fyrirtæki, eins og Brammer ehf., nota einnig slíkar aðferðir eins og Alcoa og Norðurál. Unnið er að lagasetningu gegn slíkum viðskiptum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

„Við höfum reynt að stilla þessu þannig upp með okkar endurskoðendum að við greiðum ekki hærri vexti til móðurfélags okkar en við myndum greiða til viðskiptabanka okkar ef við værum að fjármagna okkur eins og önnur fyrirtæki. Það hefur verið prinsippið,“ segir Jóhann Eðvald Benediktsson, framkvæmdastjóri Brammer á Íslandi ehf., sem er alfarið fjármagnað af móðurfélagi sínu í Bretlandi, Brammer UK Limited, og skuldar því tæpan milljarð króna. Brammer er alþjóðleg iðnaðarheildsala og viðgerðafyrirtæki sem stofnaði útibú á Íslandi árið 2010. Talsverð umræða hefur verið um það í íslensku samfélagi þegar erlend stórfyrirtæki fjármagna rekstrarfélög sín á Íslandi með lánum og rukka þau svo um vexti sem geta verið afar háir. Þetta fyrirkomulag er kallað „þunn eiginfjármögnun“ og geta vaxtagreiðslurnar leitt til þess að íslensk dótturfélög erlendra stórfyrirtækja skili aldrei hagnaði á Íslandi og þurfi því ekki að greiða fyrirtækjaskatta á Íslandi út af taprekstri. Efnahags- og viðskiptanefnd vinnur nú að frumvarpi sem er ætlað að koma í veg fyrir að stórfyrirtæki komi sér hjá skattgreiðslum á Íslandi með þessum hætti. Álfyrirtækin Alcoa, sem rekur álverið í Reyðarfirði, og Norðurál, sem rekur álverið á Grundartanga,

Jóhann Eðvald Benediktsson hjá iðnaðarheildsölunni Brammer segir að vextirnir sem greiddir verða til breska móðurfélagsins séu seðlabankavextir en að fyrirtækið sé ekki enn byrjað að greiða þá út af taprekstri.

hafa einna mest verið í umræðunni út af þessu og fjallaði Kastljósið meðal annars um hið fyrrnefnda í þætti sínum á miðvikudaginn auk þýska byggingarvörufyrirtækisins Bauhaus. í Kastljósinu var meðal annars haft eftir Ásmundi Vilhjálmssyni, lögfræðingi og sérfræðingi í skattarétti, að megintilgangurinn með slíkum viðskiptum íslenskra rekstrarfélaga og móðurfélaga þeirra erlendis væri að komast hjá skattgreiðslum. „Ég hugsa að megintilgangurinn sé sá að komast hjá og sleppa við skatta. Ef að lánið hefði ekki verið veitt heldur félaginu í staðinn verið lagt til framlagsfé. Þá hefði það ekki getað dregið vexti af láninu frá tekjum sem hefði þá þýtt að hagnaðurinn hefði verið meiri og þar með talið skatturinn. Ef það lánar eigi að síður, jafnvel þó vextirnir séu eðlilegir markaðsvextir, þá getur félagið með þessu móti komist hjá skatti.“ Notkun fyrirtækja á Íslandi á þunnri eiginfjármögnun virðist vera útbreiddari en hingað til hefur komið fram en Jóhann Eðvald Benediktsson hjá Brammer segir að vextirnir sem félagið greiði til breska móðurfélagsins séu seðlabankavextir og því ekki óeðlilegir. Hann segir

Þörf á lagasetningu

Fjölmörg lönd sem Ísland ber sig saman við hafa sett lög til að koma í veg fyrir þunna eiginfjármögnun, meðal annars Noregur og Danmörk. Eitt helsta inntakið í lagafrumvörpum sem eiga að taka á þunnri eiginfjármögnun er að fyrirtæki geta einungis dregið ákveðna hámarksprósentu af hagnaði sínum fyrir fjármagnsliði – stundum 25 til 30 prósent – frá skattstofni sínum. að fyrirtækið á Íslandi hafi ekki enn byrjað að greiða lánið til baka þar sem ekki hafi verið forsendur til þess vegna taprekstrar – Brammer á Íslandi tapaði rúmlega 40 milljónum árið 2013 og nærri 84 milljónum árið 2014. Jóhann segir fyrirtækið muni byrja að greiða vexti til breska móðurfélagsins á næsta ári. „Sem betur erum við að snúa við rekstrinum.“ Hvort sem Brammer byrjar að skila hagnaði eða ekki mun hluti rekstrarteknanna alltaf renna upp í lánin við breska móðurfélagið og þar með lækka skattstofn fyrirtækisins.

Afbrýðisamir Norðmenn Knattspyrna Þó Íslendingar séu komnir með hugann við næsta stórmót, eru Norðmenn enn að reyna að átta sig á því hvernig það gat gerst að Íslendingar yrðu svona góðir í fótbolta. Ástríður Magnúsdóttir og Vigdís Finnbogadóttir

ÞÆR HAFA ALLTAF VERIÐ TIL STAÐAR FYRIR OKKUR Kaupum Bleiku slaufuna #fyrirmömmu

Stærðar umfjöllun birtist í norska dagblaðinu Aftenposten í gær undir fyrirsögnininni „Á Íslandi eru börn með faglega þjálfara frá tólf ára aldri. Hvernig hafa þeir efni á því?“ Rætt er v ið fræðslustjóra Knattspyrnusambands Íslands, Aron Bill Gunnarsson, um hvernig

Íslendingum tókst að gera atvinnumenn í fótbolta að stórútflutningsvöru. Meðal þess sem Norðmenn furða sig á er að öll börn sem náð hafa 12 ára aldri eigi rétt á þjálfara með UEFA B-próf. Í Noregi stendur yfir algjör naflaskoðun í fótboltaheiminum. Umfjöllun Aftenposten er liður í háværri umræðu sem staðið hefur í allt sumar um hvers vegna Norðmenn eru eftirbátar nágrannaþjóða sinna í íþróttinni. Norðmenn eru í 70. sæti á heimslista FIFA, Svíar í 41. sæti og Danir í 46. | þt

HÚH! Norðmenn reyna að skilja hvernig Íslendingar hafa náð svona langt í fótbolta.


Velkomin á Svefnloftið! Svefnloftið í Rúmfatalagernum sérhæfir sig í gæðarúmum á góðu verði.

KODDI EÐA U LS

Fáðu góð ráð fagaðila um helgina!

HE I

Sjúkraþjálfarar veita faglega ráðgjöf um val á rúmum og dýnum frá kl. 13 til 16 á Korputorgi, Smáratorgi og Glerártorgi alla laugardaga í október og nóvember.

Við erum sérfræðingar í rúmum. Láttu sérfræðingana okkar aðstoða þig við að finna rétta rúmið.

®

UM

Það er afar skynsamlegt að sofa í góðu rúmi en ekki að borga of mikið fyrir það. Svefnloftið er með eitt breiðasta dýnuúrval landsins; allt frá ódýrum til hágæða skandinavískra heilsurúma með 25 ára ábyrgð og 100 daga skilarétti.

ÖLLUM RÚM IR

USLAK FYL X G LÚ

Sofðu skynsamlega


6|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Sakar Viðreisn um að þjóna sérhagsmunum Stjórnmál Björt framtíð og Viðreisn halda nú á lofti slagorðinu „Almannahagsmunir framar sérhagsmunum“ og eru frambjóðendur ósammála um hvor flokkurinn sé trúverðugri. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, er harðorð í garð frambjóðanda Viðreisnar. „Ég hef setið á mér varðandi Viðreisn hingað til. Og þegar Viðreisn afritaði stefnuskrá okkar, sem við samþykktum fyrir 4 árum, þá sögðum við gleðilegt að fleiri legðust á árarnar...

Þorsteinn Víglundsson, fyrrum talsmaður álfyritækjanna á Íslandi og síðar Samtaka atvinnulífsins, gefur í skyn að Björt framtíð sé á ekki ekta í því helsta markmiði okkar, að berjast fyrir almannahagsmunum umfram sérhagsmuni. En það er þetta stef sem að Þorsteinn og félagar tifa nú á og telja sitt, og væna svo Bjarta framtíð um að herma ­eftir.“ Björt segir flokk sinn hafa barist ötullega gegn sérhagsmunum. „Við höfum ekki keypt okkur inn á Alþingi með gylliboðum um ókeypis peninga. Við börðumst á móti skuldaniðurfellingunni, búvöru-

STILLANLEG RÚM • HEILSURÚM OG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR, O.FL.

RÝMUM F YRIR NÝJUM VÖRUM RÝMINGARSAL A

25-50%

A F S L ÁT T U R

EKKI MISSA AF ÞESSU! Seljum í stuttan tíma eldri gerðir af rúmum og öðrum vörum með veglegum afslætti. Við erum að taka inn mikið magn af nýjum vörum og rýmum til með því að selja eldri gerðir og sýningareintök með góðum afslætti. HEILSURÚM OG RÚMGAFLAR

FAX A F E N I 5 Reykjavík 588 8477

DA L S B R AU T 1 Akureyri 588 1100

S V E F N S Ó FA R

S KE I Ð I 1 Ísafirði 456 4566

lögunum og skattaívilnunum sem hafa nær eingöngu farið til álfyrirtækjanna. Því er fáránlegt að heyra þennan málflutning núna frá frambjóðanda Viðreisnar sem var beinlínis á launaskrá við að sinna sérhagsmunum.“ Þorsteinn Víglundsson segir kómískt að halda því fram að Viðreisn hafi afritað stefnuskrá Bjart­rar framtíðar. „Við höfum verið með málefnanefndir að störfum í tvö ár og áherslumál okkar eru sprottin úr þeirri vinnu. Ég tók hinsvegar eftir því að Björt framtíð var farin að keyra útvarpsauglýsingar undir sama slagorði og Viðreisn. Það er

Þorsteinn Víglundsson segir kómískt að saka Viðreisn um að afrita stefnu Bjartrar framtíðar.

Björt Ólafsdóttir segir Þorstein hafa verið á launaskrá við að gæta ­sérhagsmuna.

auðvitað bara besta mál að fleiri flokkar fylgi þeirri megin línu. Mér finnst Björt hinsvegar fara gegn stefnu flokks síns, sem lofar að fara aldrei í skítkast. Ég skammast mín

ekkert fyrir mín fyrri störf. Ég hef alltaf talið að hagsmunir almennings og atvinnulífs geti farið mjög vel saman.“ | þt

Húsnæðisloforð, kosningabrellur og skyndilausnir Stjórnmál Krónan er stærsti húsnæðisvandi Íslendinga að mati sérfræðings í húsnæðismálum á meðan hagfræðingur segir loforð stjórnmálaflokkanna um húsnæðismál töfrabrellur þar sem kostnaðurinn er ýmist sendur inn í framtíðina, eða hreinlega tekinn úr hinum vasa skattgreiðenda. Lítið fer fyrir framtíðarsýn hjá stjórnmálaflokkunum þegar kemur að þessum mikilvæga málaflokki en þó er lögð einhver áhersla á leigumarkaðinn, ólíkt því sem áður var. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is

„Auðvitað hjálpar þetta fólki, að fá peningana beint í hendurnar og kaupa, en á móti kemur þá fær fólk ekki vaxtabætur næstu fimm árin og því verður greiðslubyrðin væntanlega hærri, þetta jafngildir í raun vaxtalausu láni sem endurgreiðist á fyrstu fimm árum lánstímans,“ segir Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðingur og sérfræðingur í húsnæðismálum, um nýjasta loforð Samfylkingarinnar sem var kynnt í byrjun vikunnar. Þar kom fram að fyrstu kaupendur, og þeir sem hefðu ekki átt íbúð síðustu þrjú árin, gætu fengið vaxtabætur greiddar fyrirfram til fimm ára og nýtt sem útborgun í íbúð. Mest getur par fengið þrjár milljónir en einstaklingur tvær milljónir. Þórólfur Matthíasson hagfræðingur segir loforðið geta orðið til þess að þrýsta fasteignaverði upp að því gefnu að of margir nýti sér það. Stjórnarf lokkarnir hafa lofað samskonar úrræði, en Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn vilja að fyrstu kaupendur nýti sér viðbótarlífeyrissparnaðinn til þess að safna fyrir útborgun. Sá munur er þó á úrræðunum að Samfylkingin býður féð strax á meðan þeir sem myndu nýta sér úrræði ríkisstjórnarinnar þyrftu að safna peningum í fimm ár að minnsta kosti. Það kerfi hefur verið gagnrýnt fyrir að nýtast frekar þeim tekjuháu og veikja lífeyriskerfið með því að senda reikninginn inni í framtíðina, eins og Þórólfur gagnrýnir. Bæði Jón Rúnar og Þórólfur eru sammála um að loforð stjórnarflokkanna og svo Samfylkingarinn-

Húsnæðismarkaðurinn er dýr og erfiður, og það ræðst að mörgu leytinu til af krónunni.

ar lykti af skyndilausnum og kosningabrellum. „Krónan er okkar stærsti húsnæðisvandi,“ segir Jón Rúnar og vísar þar til sveiflna í gengi og háa vexti. Samkvæmt því er það Björt framtíð sem leggur fram bestu húsnæðisstefnuna til framtíðar, sem er upptaka evru og öflugri hagstjórn. Þórólfur segir raunar enga töfralausn til þegar kemur að húsnæðismarkaðnum, og bendir á að önnur lönd, með aðrar og stærri myntir, eiga í samskonar vanda. Jón Rúnar segir aftur á móti að það jákvæða við þessar kosningar sé þó áhersla stjórnmálaflokkanna

á leigumarkaðinn. „Það var varla neinn áhugi á slíku fyrir bara örfáum árum,“ segir hann, en nú hefur Samfylkingin til að mynda lofað um 5000 nýjum leiguíbúðum. Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið hvað harðastur í séreignarstefnu á Íslandi, leggur áherslu á leigumarkaðinn í kosningaefni sínu. „Það er stór breyting frá fyrri tíð, þegar Sjálfstæðisflokkurinn barðist með kjafti og klóm gegn lánveitingum til húsnæðissamvinnufélaga, þegar þau voru stofnuð sem valkostur við séreignarstefnuna,“ segir hann.


HÖRKU PLANKA

HARÐPARKET fyrir heimili, hótel & fyrirtæki GLÆSILEGT ÚRVAL 25-35 ÁRA ÁBYRGÐ

Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is


8|

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Miðað við ársreikninga sautján stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins 2015 námu veiðigjöldin sem þau greiddu rúmlega þrettán prósent af útgreiddum arði og eiginfjárhækkun sömu fyrirtækja. Veiðigjöldin námu rúmum fimm milljörðum en fjárhagslegur ávinningur eigenda útgerðanna nam um 38 milljörðum króna. Mynd | Hari

Eigendur sautján stærstu útgerðanna efnuðust um 38 milljarða króna í fyrra

Loksins Loksins komnar komnaraftur aftur

Sautján af tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækjum landsins greiddu út rúmlega 10 milljarða króna arð í fyrra og en 5.1 milljarð í veiðigjöld. Eiginfjárstaða þessara sautján félaga hækkaði um 28 milljarða á sama tíma. Þorsteinn Már Baldvinsson hjá Samherja segir ekki nóg að horfa á veiðigjöld fyrirtækisins heldur þurfi að horfa á allar greiðslur þess í ríkiskassann.

Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is

Arðgreiðslur sautján af tuttugu stærstu útgerðarf y rir tækjum landsins í fyrra voru tæplega tvöfalt hærri en þau veiðigjöld sem þessar útgerðir greiddu til ríkisins fyrir fiskveiðiárið 2014 og 2015. Veiðigjöld þessara sautján fyrirtækja námu rúmlega 5.1 milljarði króna á meðan arðgreiðslurnar út úr þeim námu 10.1 milljarði. Arðgreiðslurnar koma fram í ársreikningum þessara sautján fyrirtækja fyrir árið í fyrra og veiðigjöld þessara sautján fyrirtækja fyrir fiskveiðiárið 2014 og 2015 eru birt á vef Fiskistofu. PONSJÓ PEYSA Listinn er byggður upp út frá 20 KR 5.900 KR 8.900 stærstu kvótahöfum Íslands fyrir fiskveiðiárið 2016 til 2017. Ársreikningar þriggja af stærstu útgerðunum, Skinneyjar-Þinganess á RÚLLUKRAGA Höfn í Hornafirði, Vísis í Grindavík PONSJÓ og Hraðfrystihússins Gunnvarar í KR 8.900 Hnífsdal, eru ekki orðnir opinberir hjá Ríkisskattstjóra og því eru þeir ekki með í úttektinni. Þessi sautján fyrirtæki greiddu rúmlega 66 prósent af þeim 7.7 milljörðum króna sem greiddir voru í veiðigjöld til ríkisins fyrir fiskveiðiárið 2014 og 2015. Veiðigjöldin voru einungis 7.7 milljarðar í fyrra eftir að ríkisstjórn Framsóknarf lokksins og Sjálfstæðisflokksins hafði lækkað því úr 12.8 milljörðum króna fiskveiðiárið 2012 og 2013. St ær st a út gerða r f y r i r t æk i landsins, HB Grandi, skilaði mest280cm um hagnaði og greiddi einnig út mestan arð, rúmlega 2.6 milljarða króna. Síldarvinnslan í Neskaup98cm stað skilaði næst mestum hagnaði, rúmlega 6.1 milljarði, og greiddi út næst hæsta arðinn, rúma 2.4 milljarða króna. Næst þar á eftir kom Tökum uppupp nýjarnýjar vörur vörur daglega daglega Tökum Tökum uppupp nýjarnýjar vörur vörur daglega daglega Tökum Samherji Ísland ehf. með nærri 3.3 milljarða hagnað og arðgreiðslu upp á nærri 1800 milljónir en tekið skal fram að einungis um þriðjung-

Haustið er komið *leggings *leggings háar háarí í 20% 20% afsláttur afsláttur Loksins Loksins Loksins LoksinsALLTAF GÓÐ VERÐ mittinu mittinu afaföllum öllum vörum vörum komnar komnaraftur aftur komnar komnaraftur aftur til 17.júní júní *leggings *leggings háar háarí í *leggings *leggingsháar háar í til í 17.

mittinu mittinu TUNIKA KR 5.900

kr. kr.5500 5500. . mittinu mittinu

Túnika Túnika kr.Frábær kr. 3000 3000 Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur,

5500 5500 .. kr.kr.5500 5500. . kr.kr. góð góð þjónusta þjónusta Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, Frábær Frábær verð, verð, smart smart vörur, vörur, góðgóð þjónusta þjónusta góðgóð þjónusta þjónusta

Tökum Tökum uppupp nýjar nýjar vörur vörur daglega daglega

Þessi beini og óbeini fjárhagslegi ávinningur eigenda útgerðanna sautján í fyrra er 33 milljörðum krónum hærri, eða rúmlega 7,5 sinnum meiri, en þau veiðigjöld sem þessar útgerðir greiddu í ríkiskassann á fiskveiðiárinu 2014 til 2015.

ur af starfsemi Samherja er á Íslandi. Samherji er því langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins þó fyrirtækið sé einungis annað í röðinni yfir stærstu kvótahafa Íslands. Ávinningurinn sjöfalt meiri Arðgreiðslurnar út úr útgerðarfyrirtækjunum segja þó einungis hluta þeirrar sögu um hvernig eigendur þeirra efnuðust á rekstri þeirra árið 2015. Eiginfjárstaða þessara sautján fyrirtækja, eignir þeirra mínus skuldir, efldist nefnilega um ríflega 28 milljarða króna í fyrra. Þetta þýðir að útgerðarfyrirtækin sjálf og þar með hluthafar þeirra efnuðust um 28 milljarða króna sem ekki voru greiddir út sem arður heldur urðu eftir inni í fyrirtækjunum. Þannig efnuðust eigendur útgerðarfyrirtækjanna sautján, beint eða óbeint, um samtals rúma 38 milljarða króna í fyrra. Þessi beini og óbeini fjárhagslegi ávinningur eigenda útgerðanna sautján í fyrra er 33 milljörðum krónum hærri, eða rúmlega 7,5 sinnum meiri, en þau veiðigjöld sem þessar útgerðir greiddu í ríkiskassann á fiskveiðiárinu 2014 til 2015. Þannig greiddu eigendur út-

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S.· 588 S. 588 4499 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16

Bláu Bláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 588 4499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös.fös. 12-18 12-18 ∙ laug. ∙ laug. 11-16 11-16 áuBláu húsin húsin Faxafeni Faxafeni · S. ·588 S. 588 44994499 ∙ Opið ∙ Opið mán.mán.fös. fös. 12-18 12-18 ∙S.laug. ∙4499 laug. 11-16 11-16



10 |

Frá kr.

20 stærstu útgerðarfélögin 2016/2017 og ársreikningar þeirra 2015

49.750

Hagnaður Arður Hækkun eiginfjár Veiðigjöld (m.kr.) (m.kr.) erl.mynt og/eða krónum (m.kr.) 1. HB Grandi hf 6.289 2.629 27,014 m.evr./ 3.818 m.kr. 1.098 2. Samherji Ísland ehf. 3.298 1.759 10,890 m.evr./1.539 m.kr. 729 3. Þorbjörn hf. 232 48 1,419 m.evr./201 m.kr. 173 1.816 211 1.604 m.kr. 240 4. Fisk-Seafood 5. Vinnslustöðin hf. 1.406 1.131 2,695 m.evr./381 m.kr. 505 6. Rammi hf. 1.560 106 10,736 m.evr./1.517 m.kr. 123 7. Skinney-Þinganes hf. (ársreikningur ekki opinber) 448 629 0 3.267 m.kr. 191 8. Brim hf. 9. Vísir hf. (ársreikningur ekki opinber) 135 10. Hraðfrystihúsið Gunnvör (ársreikningur ekki opinber) 95 6.103 2.437 27,7 m.evr/3.915 m.kr. 729 11. Síldarvinnslan hf. (samstæða) 12. Nesfiskur hf. 1.310 0 1.106 m.kr. 84 13. Útgerðarfélag Akureyringa ehf. 1.751 0 12,387 m.evr/1.751 m.kr. 66 14. Gjögur hf. 687 160 5.471 m.kr. 181 15. Ögurvík 457 0 402 m.kr. 66 832 0 832 m.kr. 50 16. Jakob Valgeir ehf. 17. Ísfélag Vestmannaeyja hf. 1.482 1.555 -2,3 m.dol/-298 m.kr. 680 18. Bergur Huginn ehf. 643 0 643 m.kr. 49 19. Loðnuvinnslan hf. 1.963 98 1.764 m.kr. 155 20. KG fiskverkun ehf. 545 20 560 m. kr. 32

21 FYRIR

á flugsæti m/gistingu

FLUGSÆTI

m/morgunmat AFSLÆTTIR &

ÁÐUR KR.

79.900 NÚ KR.

39.950

Samtals:

BORGARFERÐ BÚDAPEST Hotel Novotel Centrum

8

sæti eftir

Frá kr. 89.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 20. október í 4 nætur.

VERONA Hotel Verona

Allt að 15.000 kr. afsláttur á mann

Síðustu sætin

Frá kr. 93.900

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi m/morgunmat. 20. október í 4 nætur.

RÓM Stökktu

Allt að 15.000 kr. afsláttur á mann

Stökktu

Frá kr. 99.995

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 28. október í 4 nætur.

Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.

Hotel Catalonia Santa Justa

21 FYRIR

SEVILLA

Frá kr. 49.750

Netverð á mann m.v. 2 í herbergi með morgunmat. 11. nóvember í 3 nætur.

PORTO Hotel Cristal Porto Frá kr. 79.995

Netverð á mann m.v.2 í herbergi með morgunmat. 1. desember í 3 nætur.

31.003

10.154

28.473 mill.kr.

5.829

I. Útgerðirnar eru teiknaðar upp eftir aflahlutdeild þeirra á yfirstandandi fiskveiðiári, 2016/2017 II. Tölulegar upplýsingar um útgerðirnar og rekstur þeirra - allt nema veiðigjöldin - eru teknar upp úr ársreikningnum þeirra. Frettatíminn hefur ekki kannað eða baktryggt sanngildi þessara talna og ber ekki ábyrgð á þær séu réttar. III. Veiðigjöldin sem félögin greiddu fyrir fiskveiðiárið 2014/2015 eru fengin af vef Fiskistofu

Skelltu þér í

ENNEMM / SIA • NM77717

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

NÝTT

gerðanna sautján einungis rúm 13 prósent af fjárhagslegum ávinningi sínum af rekstri þeirra í ríkiskassann fyrir afnot af fiskveiðikvóta sem skilgreindur er að lögum sem eign íslensku þjóðarinnar. Arðgreiðslur Vinnslustöðvarinnar Mjög mismunandi er eftir útgerðum hvort þær greiða út arð til hluthafanna eða ekki. Eigendur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hafa til dæmis greitt út mikinn arð til eigenda síðastliðin ár vegna þess að eigendur fyrirtækisins eru svo skuldsettir út af fjárfestingum sínum í fyrirtækinu. Eins og Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri og einn stærsti hluthafi Vinnslustöðvarinnar, hefur rætt um í fjölmiðlum þá verður hann að fá peninga út úr rekstrinum til að standa í skilum við lánardrottna sína. Félög tengd Sigurgeiri skulduðu til að mynda um 3.6 milljarða króna árið 2011 og sagði hann í viðtali við DV árið 2012 að hann þyrfti á þessum peningum að halda. „Það vita það allir að þegar meirihlutinn í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum var keyptur árið 2002 lögðu þeir sem hann keyptu fram eigið fé sem meðal annars var tilkomið með eignasölu. Það fé var nokkur hundruð milljónir auk þess sem tekin voru lán. Af þessum lánum verðum við að borga. Ekki getum við greitt af lánum okkar með peningum sem við tínum af trjánum; við getum þetta ekki nema með því að fá peninga úr arðsömum rekstri.“ Brim situr á arðinum Vinnslustöðin greiddi út nær allan hagnað sinn í fyrra sem arð til hluthafa, rúmlega 1130 milljónir króna, og er félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar í Brimi einn af viðtakendum arðsins. Brim greiddi hins vegar ekki út neinn arð til hluthafa í fyrra og hefur aldrei gert. Guðmundur sjálfur á nær allt hlutafé í Brimi og þarf hann ekki á arðgreiðslum út úr félaginu að halda í sama skilningi og Sigurgeir Brynjar og aðrir eigendur Vinnslustöðvarinnar. Hagnaður Brims og ávinningur Guðmundar af rekstri útgerðarinnar er því áfram inni í fyrirtæki hans ár eftir ár og hækkaði eiginfjárstaða fyrirtækisins um nærri 3.3 milljarða á milli áranna 2014 og 2015 og stóð í tæpum tólf milljörðum króna í árslok 2015. Einn áttundi hluti í ríkiskassann Svo eru fyrirtæki eins og HB Grandi, sem skráð er á íslenska hlutabréfamarkaðinn og er í eigu stórra fjárfesta eins og lífeyrissjóða, sem þurfa að fá útgreiddan arð til standa undir þeim ávöxtunarkröfum sem þessir fjárfestar eru með. Önnur fyrirtæki, eins og FISK Seafood á Sauðárkróki eða Loðnuvinnslan, greiða svo út lágan arð á hverju ári, arð sem er bara lít-

„Þetta er auðvitað ánægjuefni“ Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri og hluthafi í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, segir að hann vilji ekki úttala sig um tölurnar sem Fréttatíminn ber undir hann og hvort útgerðin geti greitt hærri veiðigjöld. Hann segist þurfa að skoða tölurnar áður en hann tekur afstöðu til spurningarinnar. „Auðvitað er það þannig að eigendur ákveða það á hluthafafundi hvort greiða eigi arð. Fyrir þessu geta legið ólíkar ástæður. Hjá okkur er til dæmis einn af hluthöfunum lífeyrissjóður [Lífeyrissjóður Vestmannaeyja] og það er gerð meiri krafa um ávöxtun hlutafjár en lánsfjár. Það er ekkert óeðlilegt við að eigendur greiði sér út arð.“ Aðspurður um hvernig honum og hluthöfum Vinnslustöðvarinnar gangi að standa í skilum með afborganir af lánum sínum með arðgreiðslunum út úr fyrirtækinu segir hann að öll lán séu í skilum. Sigurgeir Brynjar segir að lengi vel hafi hann á hverju ári tekið saman hækkun eiginfjár í sjávarútvegi en að hann hafi ekki gert þetta í nokkur ár nú. Hann segir að þessi hækkun eiginfjár sem nefnd er við hann sé ánægjuefni. „Fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar á Íslandi gerir það að verkum að félögin hafa verið að skila hagnaði. Þetta er auðvitað ánægjuefni að fyrirtækin séu að skila hagnaði en ekki tapi. Það er ekki áhyggjuefni per se.“ Aðspurður segir Sigurgeir að samkvæmt honum sé ávöxtun hlutafjár Vinnslustöðvarinnar, og útgreiðsla arðs, frá árinu 2001 til 2013 sú sama og af ríkisskuldabréfum. „Þetta segir mér að það sé ekkert tilefni til sérstakrar álagningar á sjávarútveginn. Ef þú tekur tillit til allra þátta í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja þá er engin umfram renta í sjávarútvegi til að skattleggja sérstaklega. Þetta er kjarni málsins. Ávöxtun okkar af hlutabréfunum frá árinu 2001 til 2013 var svipuð og ef við hefðum keypt ríkisskuldabréf.“

Segir ekki nóg að horfa á veiðigjöld Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og aðaleigandi Samherja, segir að ekki sé nóg að horfa bara á greidd veiðigjöld þegar greiðslur útgerðarfyrirtækja til íslensks samfélags eru metnar. Hann segir að Samherji borgi til dæmis rúmlega tvo og hálfan milljarð króna í tekjuskatt til ríkisins og að með tryggingargjaldi og öðrum gjöldum fari upphæðin í rúma fjóra milljarða. Aðspurður hvort hann telji að þessar tölur um afkomu, arð og greiðslur sjávarútvegsfyrirtækja til ríkisins í fyrra sýni að þau geti greitt hærri veiðigjöld segir hann. „Það er verið að borga háar tölur til samfélagsins. Mér finnst ekki sanngjarnt annað en að líta á þetta í heildina fyrir fyrirtæki eins og Samherja. Ég hef hins vegar sagt að við ættum kannski að fara yfir þessar reikniformúlur sem veiðigjöldin byggja á. Mér finnst til dæmis að það ætti að fella niður alla afslætti sem sumir fá af veiðigjöldum. Mér finnst ósanngjarnt að þú deilir á mig fyrir að ég borgi ekki nógu há veiðigjöld þegar Samherji er að borga full veiðigjöld,“ segir Þorsteinn Már sem vill aðspurður hvorki svara því játandi né neitandi hvort hans mat sé að útgerðarfélögin í landinu geti greitt hærri veiðigjöld. Hann segir að Samherji þurfi meðal annars að nota arðinn af fiskveiðum sínum til að borga hlutabréfaskuldir dótturfélaga sinna eins og Fjarðar ehf. Að mati Þorsteins Más hafa arðgreiðslur út úr sjávarútvegsfyrirtækjum til hluthafa þeirra ekki verið óhóflegar síðastliðin ár. ill hluti hagnaðar ársins á undan. Þetta er meðal annars vegna þess að hluthafarnir þurfa ekki að taka arðinn út úr fyrirtækjunum til að standa í skilum vegna fjárfestinga. Arður eigenda fyrirtækjanna af fiskveiðiauðlind íslensku þjóðarinnar liggur áfram inni í fyrirtækjunum sjálfum. Staða útgerðarfyrirtækjanna og þörf eigenda þeirra eftir arðinum sem verður til inni í þeim er því

mjög mismunandi eftir fyrirtækjum. Niðurstaðan er hins vegar sú, hvort sá sem arðurinn af rekstri útgerðarfyrirtækjanna er geymdur inni í félögunum eða tekinn út úr þeim, að fyrirtækin borguðu í fyrra einungis rétt tæplega 1/8 hluta af ávinningi hluthafanna í beint gjald til ríkisins fyrir afnotin af aflaheimildum Íslands í sjávarútvegi.


W

E

LEIÐTOGAFUNDUR – 30 ÁRA AFMÆLI

ARFLEIFÐ OG ÁHRIF LEIÐTOGAFUNDARINS Utanríkisráðuneytið og Höfði Friðarsetur efna til ráðstefnu í Hátíðarsal Háskóla Íslands 8. október 2016 kl. 15–18 í tilefni af þrjátíu ára afmæli fundar Reagans og Gorbachevs í Höfða. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, flytur hátíðarávarp.

15.00

Ráðstefnustjóri: Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands.

15.05

Opnunarávarp: Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra.

15.15

Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands 1980–1996.

15.35

Upphafið að endalokum kalda stríðsins – áhrif á alþjóðavísu og heima fyrir. Albert Jónsson sendiherra.

15.50

Í pallborði: Baldur Þórhallsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sigríður Snævarr og Össur Skarphéðinsson. Stjórnandi umræðu: Bogi Ágústsson fréttamaður RÚV.

16.30

Kaffihlé

16.45

Hátíðarávarp: Ban Ki-moon aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.

17.00

Áskoranir í dag – nýjar ógnir. Silja Bára Ómarsdóttir aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

17.15

Í pallborði: Guðmundur Hálfdánarson, Vera Knútsdóttir, Óttarr Proppé og Unnur Brá Konráðsdóttir. Stjórnandi umræðu: Lóa Pind Aldísardóttir, fréttamaður Stöðvar 2.

17.45

Lokaávarp: Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

HVÍTA HÚSIÐ/SÍA

FYRIRLESTRAR OG UMRÆÐUR


12 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Elliheimili lokar – verður kannski gistiheimili „Það opnast einar dyr þegar aðrar lokast,“ segir Hildur Hermannsdóttir en hún og fjölskylda hennar hafa rekið dvalarheimilið á Blesastöðum á Skeiðum í 30 ár. Því var lokað þann fyrsta október og íbúarnir fluttir á aðra staði. Elliheimilið var stofnað af móður Hildar, röggsamri, duglegri bóndakonu sem hafði unga dreymt um að verða hjúkrunarkona, en þurft að gefa þann draum upp á bátinn. Óráðið er hvað tekur við en til greina kemur að reka gistiheimili í húsinu. Erfitt er að fá starfsfólk í umönnunarstörf þar sem eftirspurnin í ferðaþjónustu er mikil og það gerir rekstur slíkra heimila erfiðari. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Dvalarheimilið á Blesastöðum á sér­staka sögu því móðir Hildar, Ingibjörg Sæunn Jóhannsdóttir, röggsöm og áræðin bóndakona úr sveitinni og fyrrum ljósmóðir í héraðinu, lét byggja það árið 1983 þegar hún brá búi. Fé til byggingarinnar fékk hún með því að selja hluta úr jörðinni en tiltækið vakti mikla athygli á sínum tíma. Fé til byggingarinnar fékk Ingibjörg með því að selja stærsta hluta jarðarinnar. „Mamma var frumkvöðull og áræðin en þetta var mikið hugsjónastarf,“ segir Hildur Hermannsdóttir, yngsta dóttir Ingibjargar, sem kom inn í reksturinn með móður sinni árið 1991 og hefur starfað þar óslitið þar til heimilinu var lokað þann fyrsta október. „Það fannst öllum óskapleg fjarstæða til að byrja með, að einstæð 65 ára kona færi að reka elliheimili á bújörð uppi í sveit, en annað kom á daginn. Árið 1983 flutti mamma inn á elliheimilið með gamalli þroskaheftri konu sem hafði verið búsett hjá henni á Blesastöðum, meðan hún var með búskap. Hún fékk svo formlegt rekstrarleyfi skömmu síðar og smám saman fylltist heimilið af gömlu fólki.“ Rekstur elliheimilis átti því vel við Ingibjörgu sem hafði mikinn stuðning af fjölskyldu sinni og samfélaginu í kring. Hún lést á heimilinu árið 2007, þá 89 ára gömul. Á þeim þrjátíu og þremur árum sem liðin eru hafa á þriðja hundrað einstaklingar átt heimili að Blesastöðum. Margir komu þar við og áttu hvíldar-

Perla í eymdinni

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 6 – 2 8 8 8

Morgunfundur 12. október

Jóhann Thoroddsen sálfræðingur og sendifulltrúi Rauða krossins hefur í tvígang farið til Afganistan í tengslum við verkefni Alþjóða Rauða krossins í sálrænum stuðningi við hreyfihamlaða einstaklinga á endurhæfinga- og stoðtækjamiðstöðvum í Kabúl. Jóhann mun segja frá verkefninu, miðvikudaginn 12. október, í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9. Fyrirlesturinn hefst kl. 8.30. Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is

„Árið 1983 flutti mamma inn á elliheimilið með gamalli þroskaheftri konu sem hafði verið búsett hjá henni á Blesastöðum, meðan hún var með búskap. Mamma var 65 ára. Hún fékk formlegt rekstrarleyfi skömmu síðar og smám saman fylltist elliheimilið af gömlu fólki.“ dvöl til styttri eða lengri tíma en fyrir aðra var heimilið þeirra endastöð. Sú sem lengst bjó á Blesastöðum, lést 104 ára í vor, en hún hafði þá dvalið á heimilinu í 13 ár. Heitasta ósk Ingibjargar var að sveitarfélagið tæki við rekstrinum en það varð ekki. „Um árabil hefur verið leitað til sveitarfélagsins varðandi aðkomu að rekstrinum en almennt áhugaleysi gagnvart því hefur verið í gegnum tíðina,“ segir Hildur. „Heppilegt væri ef sveitarfélagið eða læknishéraðið hefðu viljað koma að rekstrinum, þó ekki væri nema næstu ár þar sem nýtt hjúkrunarheimili á Selfossi á að taka til starfa árið 2019. Ánægðir vistmenn úr hreppunum sem hér dvöldu hefðu getað fært sig á Selfoss í stað þess að fara lengri vegalengdir.“ Rekstrarumhverfið þungt „Það var ekki létt ákvörðun að loka heimilinu en rekstrarumhverfið var þungt og erfitt að fá starfsfólk,“ segir Hildur. „Fólk fer veikara að heiman en áður og við höfum bara 5 hjúkrunarrými af 11 plássum alls. Síðastliðin ár höfum við ekki náð að nýta nema 4 af 6 plássum í dvalarrými. Ég bý í næsta húsi við heimilið og hef því verið í aðstöðu til að hlaupa yfir, eins og sagt er, þegar eitthvað

„Hún gerir sér ekki lengur grein fyrir því hvar hún er,“ segir Birgir Hartmannsson, eiginmaður Láru Bjarnadóttur, sem var síðust til að yfirgefa heimilið.

Varð ekki vör við flutningana

Hildur Hermannsdóttir segist sannfærð um að lítil heimilisleg elliheimili eigi fullan rétt á sér. Myndir | Rut

hefur komið upp á. Nálægðin getur verið kostur en hefur það líka í för með sér að vaktirnar renna oft saman í eitt og ég hef verið vakin og sofin yfir starfinu hér síðustu 25 ár. En ég er afar þakklát því góða starfsfólki sem hér hefur verið gegnum árin, og læknunum í Laugarási sem hafa reynst heimilinu ómetanlegir. Þetta var sárt Hildur segir óráðið hvað tekur við. „Kannski verður hér gistiheimili þar sem þessi rúmlega 30 ára saga dvalarheimilisins verður sýnileg gestum í máli og myndum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar varðandi aðbúnað og reglugerð í öldrunarmálum á Íslandi síðan mamma stofnaði heimilið. Stærri stofnanir hafa nú leyst lítil heimili af hólmi í auknum mæli. En ég er sannfærð um að lítil heimilisleg elliheimili,

„Það var ákaflega gott fyrir hana að koma hingað á sínum tíma,“ segir Birgir Hartmannsson, eiginmaður Láru Bjarnadóttur, sem er 74 ára og hefur búið á Blesastöðum undanfarin ár. Lára er með alsheimer og hefur því lítið orðið vör við flutningana. „Hér var ákaflega notalegt og heimilislegt en hún gerir sér ekki lengur grein fyrir hvar hún er,“ segir Birgir. „Stundum þekkir hún mig – stundum þekkir hún mig ekki,“ segir Birgir sem hefur leikið á harmónikku fyrir heimilisfólkið einu sinni í viku. „Það hafa myndast mikil vinatengsl hérna við staðinn.“ nærri heimahögum fólks, eiga fullan rétt á sér.“ Hún dregur enga dul á að það var erfitt að hætta. „Þetta var ekki gott fyrir neinn, hvorki mig né þá sem þurfa að flytja,“ segir Hildur. „Þetta var sárt en fólkið tók þessu af æðruleysi. „Ég er núna fyrst að átta mig á því að þetta sé búið. Það er skrítið að ganga hér um heimilið, sem er enn fullbúið húsgögnum, þegar allir eru farnir.“

Ég vonaði fram á síðustu stundu „Maður bara trúði því ekki að þetta færi svona,“ segir Sigrún Guðmundsdóttir, starfskona á heimilinu á Blesastöðum. Hún hafði unnið þar í átján ár þegar heimilinu var lokað fyrsta október. „Ég er varla búin að átta mig á þessu ennþá,“ segir Sigrún: „Ég vonaði fram á síðustu stundu að það myndi gerast eitthvað gott.“ Hún segir að Blesastaðir hafi verið heimili fyrir gamla fólkið, þar sem það gat fengið að taka þátt í daglegum störfum, svo sem elda mat, þvo þvott, hengja út á snúru og kaupa inn. „Þetta var engin stofnun og hér borðaði fólk ekki mat úr bökkum, annars staðar frá. Hér var hollur og góður heimilismatur á boðstólum.“ Hún segir að gamla fólkið, sem þurfti að flytja, hafi ekki kvartað eða vorkennt sér. „Þetta gamla fólk talar nú ekki af sér, en því leið ákaflega vel hérna og það trúði því enginn fyrr en í fulla hnefana að þetta væri að Sigrún Guðmundsdóttir segist varla búin að átta sig enn á gerast. Svo var líka fólk sem var dálítið týnt í höfðinu og lokuninni en hún vann á elliheimilinu í átján ár. áttaði sig ekki nema óljóst á breytingunni.“ Sigrún ætlar að leita sér að annarri vinnu, en hún er 66 ára. „Ég á góða möguleika á því að vinna þar til ég fer á eftirlaunaaldur og lengur ef ég vil. Ferðamannastraumurinn gerir það að verkum að það fæst varla fólk til að vinna við umönnun en það var nú eitt af því sem gerði reksturinn á Blesastöðum svona erfiðan undir það síðasta.“


Full búð af gæðavörum:

Sitt af hvoru tagi Mandolin: Sker grænmetið í listaverk.

ZWILLING

Pönnur sem kokkarnir þekkja

minimale 4ra manna sett

Grillpönnur

eggjasuðuvél

kaffið er komið

Vöfflur með rjóma, já takk!

Mæliskálar

Með stömum botni

Sýður eggin eins og þú vilt hafa þau.

smásjár í flottum litum Explore. Discover. Enjoy!

Verbatim V3 USB3.0 Minnislyklar 8GB - 256GB

Flakkarar 1TB og 2TB

Verð frá: 1.690,-

fyrir heimili og skóla.

rainbow sjónaukar

Misfit Flash Skrefa- og svefnmælir með 6 mánaða rafhlöðuendingu. Mælir skref, vegalend, brenndar kaloríur, léttan og djúpan svefn. Verð: 5.990,-

Útvörp með extra-bassa og BT WR-15 Borðútvarp. Hágæða hljómburður m. bassatækni. Sterkt loftnet með góðri móttöku. Innbyggð Bluetooth tenging við snjalltæki m. NFC. Falleg „Retro“ hönnun. Aux-in og heyrnartólatengi.

Filmuskanni með öllu sem þarf til að koma ljósmyndum af filmu í tölvu.

Sportmyndavélar

Fara vel í vasa.

Líttu við í Lágmúlanum og láttu úrvalið koma þér á óvart!

Veggfestingar fyrir sjónvörp

Úrvals MP3 spilari sem spilar flest allar tegundir hljóðskráa. Styður allt að 128 GB microSD kort

Gott úrval af snúrum

fyrir leik og starf FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-15. ORMSSON ORMSSON KS KEFLAVÍK ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 421 1535 SÍMI 456 4751 SÍMI 455 4500

SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI 467 1559

ORMSSON AKUREYRI SÍMI 461 5000

Greiðslukjör

LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800 PENNINN HÚSAVÍK SÍMI 464 1515

ORMSSON TÆKNIBORG ORMSSON ORMSSON GEISLI VÍK -EGILSSTÖÐUM PAN-NESKAUPSSTAÐ ÁRVIRKINN-SELFOSSI VESTMANNAEYJUM BORGARNESI SÍMI 480 1160 SÍMI 422 2211 SÍMI 4712038 SÍMI 477 1900 SÍMI 481 3333

Vaxtalaust í allt að 12 mánuði

OMNIS BLóMSTuRvELLIR AKRANESI HELLISSANDI SÍMI 433 0300 SÍMI 436 6655


HELGAR

Blómabúðadaga

LILJUR

999k 3 st

R DUR STÓ LSVÖN

VA A M Ó L B

0 9 9 3. 90 4.9

Flottar haustplöntur til að hafa úti

Flottar haustplöntur til að hafa úti

VÍRNET

699 999

HEBE

699 999


Allíisr

fá rdag u la ga vogi í Skútu 6 kl. 12-1

R U K I ER SJÁLF VELJIÐ 3 STK.

9 919 .797

RTILBOÐ

ar 6. - 9. október Haustlaukar Eitt mesta úrval landsins

20%

afsláttur

af öllum haustlaukum

LOFORÐ UM LITRÍKT VOR!

Nú er rétti tíminn til að setja niður haustlauka sem fegra garðinn næsta vor.

ALLLAÖR NTUR

P POTTA

30%

R U T T Á L AFS

HAUSTR LAUKANING

PAKK MAGN

90 1.4 1.890

Krókusar 50 stk. nú 1.490kr. Túlípanar 50 stk. nú 1.490kr. Páskaliljur 20-30 stk. nú 1.490kr.

SÝPRIS

0 1.49 90 1.9

Skútuvogur - Grafarholt - Hafnarfjörður - Akureyri - Egilsstaðir Vestmannaeyjar - Akranes - Ísafjörður - Selfoss - Reykjanesbær


16 |

xA

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

lóaboratoríum

lóa hjálmtýsdóttir

KJÓSTU BJARTA FRAMTÍÐ …ef þú vilt ekki að Alþingi verði karlaklúbbur.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Björt Ólafsdóttir

2. sæti Suðvestur

1. sæti Reykjavík norður

FELLUM GENGIÐ

Þ Nichole Leigh Mosty

Sigrún Gunnarsdóttir

1. sæti Reykjavík suður

2. sæti Reykjavík norður

xA MEIRI B J A R TA FRAMTÍÐ MINNI H RÚ T S K Ý R I N G A R

rátt fyrir að Seðlabankinn hafi reynt að girða fyrir innstreymi fjár inn í íslenska hagkerfið heldur gengi krónunnar áfram að styrkjast. Frá miðju sumri hefur gengi krónunnar hækkað um rúm 10 prósent. Það er því enginn stöðugleiki í íslensku efnahagslífi. Þvert á móti er það á fleygiferð. Tilraunir Seðlabankans til að losa aflandskrónur út úr kerfinu hafa ekki gengið. Eigendur þeirra vilja ekki yfirgefa krónuhagkerfið þar sem vextir eru háir og krónan styrkist ekki bara jafnt og þétt heldur ört og mikið. Það er hvergi betra að leggja fjármagni en á Íslandi. Hér eru vextir 5 prósent og gengi krónunnar hefur styrkst um 22 prósent á einu ári gagnvart myntum helstu viðskiptalanda. 100 evrur sem parkerað var í Íslandi fyrir ári eru orðnar að 129 evrum ári síðar. Peningar sem upplifa slíka veislu vilja ekki fara heim. Stóraukinn ferðamannastraumur drífur áfram þessa hækkun. Þótt ytri skilyrði sjávarútvegs séu líka hagstæð, hátt fiskverð og lágt olíuverð; er það fyrst og fremst innstreymi gjaldeyris frá ferðamönnum sem keyrir upp gengi krónunnar. En er það ekki bara hið besta mál? Hátt gengi íslensku krónunnar

hefur lengst af verið notað til að flytja sneið af hag útgerðarinnar til almennings með lægra verði á innfluttum vörum. Innfluttar vörur eru um 2/5 af grunni neysluvísitölu og gengið hefur auk þess mikil áhrif á verð innlendra vara. Ef gengi krónunnar styrkist um 10 prósent leiðir það til þess að verð á innflutningi lækkar um 9 prósent. Neysluvísitalan lækkar þar með að óbreyttu um 4 til 5 prósent og þar með styrkist kaupmátturinn. Gallinn við þessa stefnu er að hátt gengi krónunnar þurrkar út aðrar útflutnings- og samkeppnisgreinar. Engin atvinnuvegur getur lifað af gengisskráningu sem er stillt við sjávarútveginn. Sjávarútvegurinn lifir af hátt gengi vegna auðlindarentunnar sem streymir í greinina. Önnur fyrirtæki hafa ekki það forskot og falla í samkeppninni við innflutning. Eða standast ekki samkeppni á erlendum mörkuðum. Þess vegna byggjast ekki upp neinar aðrar atvinnugreinar upp á Íslandi en þær sem njóta opinbers stuðnings með einum eða öðrum hætti. Sjávarútvegurinn fær auðlindarentu hafsins, álverin fá skattafslátt og orkuna á kostnaðarverði og landbúnaðurinn er styrktur í bak og fyrir. Þær atvinnugreinar sem fá engan slíkan heimanmund gefa upp öndina um leið og gengið styrkist um of.

Gengisfallið í Hruninu skapaði mörg tækifæri. Tölvufyrirtæki skutu rótum, kvikmyndaþjónusta óx og ýmsir aðrir sprotar mynduðust. Mestu munaði um fjölgun ferðamanna. Þeir sóttu hingað vegna hagstæðra kjara en þó fyrst og fremst vegna atburða sem ekki má rekja til íslensks efnahagslífs og enn síður stefnu stjórnvalda; goss í Eyjafjallajökli og stríðsátaka fyrir botni Miðjarðarhafsins. Það á eftir að koma í ljós hversu hátt gengi ferðaþjónustan þolir. Margt bendir til að hún þoli hærra gengi en aðrar útf lutnings- og samkeppnisgreinar. Þótt gisting hafi ekki hækkað í íslenskum krónum hefur hún hækkað á einu ári um tæp 23 prósent í dollurum og tæp 39 prósent í pundum, svo dæmi séu tekin af helstu vaxtarsvæðum íslenskrar ferðaþjónustu. Ef virðisaukaskattur á gistingu hefði verið hækkaður úr 11 prósentum í 24 prósent hefði það leitt til tæplega 12 prósent hækkunar. Hefði ekki verið skynsamlegra að halda gengi krónunnar lágu og skattleggja frekar ferðaþjónstu, sjávarútveg og stóriðju. Hefur almenningur ekki meiri hag af því að hér skjóti rótum fyrirtæki með fjölbreytilegri störf en þau sem þessar greinar bjóða upp á, en að verð á innfluttum vörum lækki. Við ættum því ef til vill að ræða það fyrir kosningarnar hvar stilla ætti gengi krónunnar. Í það minnsta ættum við ekki að eyða tíma í tilraunir ráðherranna til að eigna sér heiðurinn af auknum kaupmætti, sem er fyrst og fremst afleiðing hækkunar gengis krónunnar vegna aukins innstreymis ferðamanna. Í ljósi sögunnar er aukinn kaupmáttur vegna hækkunar krónunnar aðeins tekinn að láni af gengisfellingum framtíðarinnar.

Gunnar Smári

Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti.


TILBOÐSBÍLAR! N BIRGÐIR ENDAST. ÐA ME Á ÐI BO TIL U ÆR ÁB FR Á R ÍLA RB GA NIN SÝ NÝIR UM. BÍL M JU NÝ UM LD VÖ R KA AU UP KA IR EG GL VE JA EINNIG FYLG

320.000 KR.

KAUPAUKI HEILSÁRSDEKK OG DRÁTTARBEISLI FYLGJA NÝJUM X-TRAIL

NISSAN X-TRAIL VERÐ FRÁ: 5.090.000 KR.

DACIA DUSTER Komdu og fáðu upplýsingar hjá sölumönnum um TILBOÐSVERÐ á völdum nýjum DACIA DUSTER sýningar- og reynsluakstursbílum.

SUBARU LEVORG Komdu og fáðu upplýsingar hjá sölumönnum um TILBOÐSVERÐ á völdum nýjum SUBARU LEVORG sýningar- og reynsluakstursbílum.

280.000 KR.

KAUPAUKI

ISUZU D-MAX

ATVINNUBÍLAR Við bjóðum nokkra nýja sýningarbíla á veglegu tilboði á meðan birgðir endast.

ENNEMM / SÍA /

NM77552 BL blandaðir m atvinnub 5x38 okt2016

Heitklæðning á pall og dráttarbeisli. Einnig er aukaafsláttur af sýningarbílum.

PYLSA OG GOS Í HÁDEGINU Í DAG Líttu við hjá okkur í hádeginu kl. 12–13, fáðu þér pylsu og gos, njóttu afbragðs þjónustu og reynsluaktu glænýjum spennandi bílum sem þig hefur dreymt um að prófa. GE bílar, Reykjanesbæ, 420 0400 / Bílasalan Bílás, Akranesi, 431 2622 / Bílasala Akureyrar, Akureyri, 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands, Egilsstöðum, 470 5070 / IB ehf., Selfossi, 480 8080 / BL söluumboð, Vestmannaeyjum, 481 1313 og 862 2516

BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is


18 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Samfélagið hér var hálflamað eftir að greinin birtist í Fréttatímanum í síðustu viku, segir Anna María Þórðardóttir. Mynd | Heiðar Kristjánsson

Fjölskylda þroskahamlaðrar telpu sem varð fyrir kynferðisofbeldi fékk ekki að sjá dóminn „Ég gleymi aldrei þegar ég hún kom upp stigann heima, með buxurnar á hælunum og blóðtauminn niður á ristar,“ segir Anna María Þórðardóttir þroskaþjálfi en hún var fimm ára þegar þroskaheft systir hennar varð fyrir hrottalegu kynferðisofbeldi af hálfu nágranna á Húsavík árið 1984.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is

Foreldrar og systkini systur telpunnar, sem var tíu ára þegar atvikið varð, en er á fimmtugsaldri í dag, sáu dóminn fyrst í þessari viku. Það var eftir að þau lásu grein Fréttatímans í síðustu viku þar sem rætt var við mæður barna sem sami maður misnotaði þrettán árum eftir brotið á Húsavík. Þau segjast hafa reynt að nálgast upplýsingar um málið á sínum tíma en ekki fengið að sjá dóminn eða skoða rannsóknargögn sem lágu honum til grundvallar. Það var því tilfinngaþrungin stund þegar þau loks fengu dóminn í hendur eftir að greinin birtist. Ofbeldismaðurinn var á þrítugsaldri þegar brotið var framið. Hann var dæmdur til átta mánaða fangelsisvistar en sex mánuðir féllu niður héldi hann almennt skilorð í þrjú ár. Þá kom 15 daga gæsluvarðhald til frádráttar fangelsisdómnum. Hann þurfti því ekki að afplána nema fáeina daga í fangelsi, ef eitthvað. Blóðug, nötrandi og skjálfandi Ofbeldismaðurinn bjó steinsnar frá húsinu þar sem telpan bjó. „Það eru

ekki nema hundrað metrar á milli húsanna og engar girðingar á milli,“ segir faðir telpunnar. „Dóttir mín var ákaflega lífsglöð og glaðlynd og var vön að stelast í heimsókn til nágrannanna af og til og gat verið ansi snör í snúningum. Aldrei stoppaði hún þó lengi við. En mig óraði bara ekki fyrir því að neitt svona gæti gerst, það bara hvarflaði aldrei að mér,“ segir hann. „Mamma hans var barngóð og einskonar amma allra barnanna í hverfinu og systir mín og fleiri börn sóttu í að koma í heimsókn til hennar. Þetta kvöld hafði hún farið eftir auglýsingarnar í sjónvarpinu, um hálf níu leytið,“ segir Anna María. Í þetta sinn var það ekki gamla konan sem opnaði dyrnar heldur uppkominn sonur hennar. Það var Anna María, fimm ára gömul, sem mætti henni á stigapallinum, þegar hún sneri aftur. „Ég gleymi aldrei þegar ég hún kom upp stigann heima, með buxurnar á hælunum og blóðtauminn niður á ristar.“ Þegar hún kom til baka var hún blóðug, nötrandi á beinunum og skjálfandi,“ segir pabbi telpunnar. „Við reyndum að ganga á hana hvað

Anna María bendir á að þessi þöggun hafi orðið til þess að foreldrar og börn vissu ekki að þetta gæti verið hættulegur maður.

„Hann fékk náttúrulega alltof stuttan dóm og auðvitað getur það spilað inn í,“ segir faðir telpunnar. „En það er helvíti hart ef svo er. Þetta er sama brotið hvort sem telpan var þroskaskert eða ekki.“ hefði gerst en það eina sem togaðist upp úr henni var að „það væri blóð í rúminu hjá Dinna.“ Lögreglumennirnir alveg stjarfir Hann segist strax hafa hringt í lögregluna og tveir lögregluþjónar hafi verið mættir eftir fimm mínútur. „Við voru auðvitað öll í losti yfir því sem gerst hafði en ég man enn hvað lögreglumönnunum var ofboðslega brugðið. Þeir voru gersamlega stjarfir. Þeir þekktu manninn, eins og við. Þetta var svo lítið samfélag. Ég vissi ekki annað en þetta væri prýðismaður. Þeir fóru heim til hans og ætluðu að handtaka hann en þá var hann farinn. Hann fannst síðan hjá systur sinni. Hann hefur sjálfsagt orðið hræddur og ætlað að fela sig.“ „Eftir að lögreglan fór fóru foreldrar mínir með systur mína í læknisskoðun á spítalann,“ segir Anna María sem á sterka minningu um þegar farið er með systur hennar inn í skoðunarherbergið. Í dómnum kemur fram að hún hafi verið með fleiður á innri skapabarmi, þá var hún með eins til eins og hálfs sentimetra djúpan blæðandi skurð í bakvegg leggangaops sem náði niður í vöðvalög og þurfti að sauma saman.“ Maðurinn játaði að hafa berháttað stúlkuna inni í svefnherbergi sínu og því næst kropið á kné við rúmstokkinn og stungið vísifingri upp í leggöng hennar. Hún hafi hljóðað upp yfir sig og hann segist þá strax hafa hætt.



MANGÓ, MANGÓ, MANGÓ!

20 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Fórnarlambið og systur hennar tvær um það leyti sem brotið var framið.

Ég var skíthræddur við hann Nokkru eftir að dómurinn féll sneri maðurinn heim eins og ekkert hefði í skorist. Systir hans var þá flutt að heiman og móðir hans ein eftir í húsinu. „Hann var stór og luralegur, alltaf í leðurjakka. Hann var búin að fá sér stóran sjefferhund sem hann hafði alltaf með sér. Ég varð hrædd og forðaði mér ef ég sá honum bregða fyrir. Mér fannst hann ógeðslegur. Fjölskyldurnar töluðust aldrei við aftur,“ segir Anna María. „Hann hafði engin afskipti af okkur,“ segir faðir telpunnar. „Ég var skíthræddur við hann og hann var sjálfsagt sama sinnis. Hann gætti þess að verða ekki á vegi mínum. Fólk var sárhneykslað eftir að hann kom aftur með þennan hunddjöful. Hann hefur sjálfsagt fundið það. Hann var allavega ekki lengi hérna.“ Hann segir að samfélagið hafi verið mjög slegið yfir málinu eftir að það kom upp því auðvitað hafi það spurst út þótt ekki væri um það fjallað. „En fólk vissi auðvitað ekki hvað þetta var hrottalegt og hvað áverkarnir voru miklir.“ Hann segir að systur mannsins hafi heimsótt þau nokkrum dögum eftir atburðinn og talað um hvað þeim þætti þetta sárt. „Þær virtust ekki efast um að bróðir þeirra væri sekur.“

NÝTT BRAGÐ

Heimilisjógúrt með mangóbragði

Sárhneyksluð á vægum dómi Fjölskylda telpunnar hittist í gær og las dóminn yfir í fyrsta sinn, rúmum þrjátíu árum eftir að brotið var framið. „Dómurinn er handskrifaður af Sigurði Briem og við þurftum að stauta okkur í gegnum þetta,“ segir faðirinn. Hann segir að það hafi komið mest á óvart að maðurinn hafi játað að hafa brotið gegn telpunni og þá hafi hann einnig játað á sig aðrar afbrigðilegar hneigðir í fortíðinni, því það var þeim aldrei sagt. Þá séu þau sárhneyksluð á því hversu vægan fangelsisdóm maðurinn fékk fyrir svo hrottafengið brot gagnvart varnarlausu barni, þótt hann hafi verið metinn sakhæfur. Anna María bendir á að málið hafi verið afar vandasamt í samfélagi þar sem allir þekki alla. Það sé rannsakað og dæmt heima í héraði og það sé ekki heppilegt í svona litlu samfélagi. „Þetta var auðvitað þöggun á vissan hátt,“ segir Anna María og bendir á að þetta hafi orðið til þess að foreldrar og börn vissu ekki að þetta gæti verið hættulegur maður. „Fólk vissi ekki heldur að hann hefði fengið annan fangelsisdóm fyrir að níðast á börnum síðar meir.

Nokkru eftir að dómurinn féll sneri maðurinn heim eins og ekkert hefði í skorist. Systir hans var þá flutt að heiman og móðir hans ein eftir í húsinu. „Hann var stór og luralegur, alltaf í leðurjakka. Hann var búin að fá sér stóran sjefferhund sem hann hafði alltaf með sér,“ segir Anna María.

Samfélagið hér var hálflamað eftir að greinin birtist í Fréttatímanum í síðustu viku. Fjöldi fólks hefur haft samband og allir segja sömu sögu. Þeir vissu að eitthvað hefði komið fyrir, en höfðu mjög óljósar upplýsingar. Það kom algerlega flatt upp á fólk hversu hrottalegt brotið hefði verið og að maðurinn hefði játað það á sig.“ Eins og gerst hefði í gær Anna María hefur sjálf rannsakað kynferðisbrot gagnvart fólki með þroskahömlun og skrifaði um það lokaritgerð í námi sínu. Hún segist ætla að fá sér lögfræðing og fá að sjá rannsóknargögnin í málinu. Hún segir að stóra spurningin sé hvort málið hafi fengið aðra meðhöndlun í kerfinu vegna þess að systir hennar var þroskahömluð og hvort það hafi haft áhrif á dóminn. Hún telur alls ekki útilokað að svo sé, því miður. „Hann fékk náttúrulega alltof stuttan dóm og auðvitað getur það spilað inn í,“ segir faðir telpunnar. „En það er helvíti hart ef svo er. Þetta er sama brotið hvort sem telpan var þroskaskert eða ekki.“ Anna María Þórðardóttir segir að systir sín hafi lokað á atburðinn og lítið vilja ræða um hann. Hún hafi því miður lent í öðru misnotkunarmáli eftir að hún varð fullorðin en þá átti þroskaskertur maður á Húsavík í hlut. Úr því máli var unnið án atbeina dómstóla. „Eftir það ræddi hún ofbeldið úr bernskunni, sem hafði greinilega verið mun verra fyrir sálina. Það var augljóst að það sat mjög djúpt í henni og olli henni mikilli vanlíðan að rifja það upp. Samt stóð allt svo ljóslifandi fyrir henni, hún gat lýst húsinu, Sveini Ríkarðssyni og svefnherberginu þar sem brotið var framið, eins og þetta hefði gerst í gær,“ segir Anna María.


60% Gjafir fyrir öll

Yfiri r !4000 Allt að tækifæ titlar frá öllum Allt

9 0 % 9 0 afslá % að

á Fiskislóð 39 Opið alla daga kl. 10–19

helstu útgefendum landsins!

afstlátu ttrur

AUkAAfsláttUr % 0 7 ttur lá s aukaaf

Ta k m a r ma gn – kað aðe i 10 0 stk ns .

% 8auk0 ttur lá s f a a

Upprunalegt verð 5.990 kr.

Upprunalegt verð 3.990 kr.

Nú 1.990 kr.

Nú 690 kr.

% 5 8 láttur s f a a k u a

Ta k m a r ma gn – kað aðe i 10 0 stk ns .

Upprunalegt verð 6.990 kr.

Nú 990 kr.

Fjöldi titla sem fást eingöngu á bókamarkaðnum

%r 8auk0 aafsláttu

Ta k m a r ma gn – kað aðe i 10 0 stk ns .

Upprunalegt verð 4.990 kr.

Nú 990 kr.

Bókamarkaður Forlagsins · Fiskislóð 39 · 101 Reykjavík · forlagid@forlagid.is · Opið alla daga kl. 10–19

*Birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboðin gilda á meðan birgðir endast.

Ta k m a r ma gn – kað aðe i 10 0 stk ns .


v

AMERÍSKIR DAGAR

KLEINUHRINGJA 6.-16. OKTÓBER HAMBORGARI

Nýtt

ATLANTA CHEESECAKE

Gildir til 16. október á meðan birgðir endast.

Hágæða ostakökur beint frá USA. Kíktu á úrvalið!

KYNNINGAR:

Gildir til 16. október á meðan birgðir endast.

Spöng: Föstudaginn 7. október kl. 15-19 Kringlan: Föstudaginn 7. október kl. 15-19 Skeifan: Laugardaginn 8. október kl. 15-19

!

Loksins Tab

TAB

Ert þú gamall tab-ari?

Starbucks

Love Starbucks!

Ferskt Guacamole og Mangó salsa Búið til frá grunni úr fersku hráefni. Stútfullt af vítamínum og góðri fitu

M&M´S

Almond og Peanutbutter

Tostitos snakk og sósur Ekki sætta þig við annað

Starburst

Cherry, orange, strawberry & leomon

Blue Diamond

Möndlur í sparifötum

Hooters

Makes you happy!


NAUTAAT

Á AMERÍSKUM DÖGUM 20%

20%

TILBOÐ

TILBOÐ

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

1.599

1.599

kr/kg

kr/kg

Verð áður 1.999.-

Verð áður 1.999.-

NAUTARIF

NAUTABRINGA

30%

20% TILBOÐ

20%

TILBOÐ

TILBOÐ

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

afsláttur á kassa

3.499

1.599

kr/kg

Verð áður 4.999.-

POT ROAST T-bone

Ribeye - hægmeyrnuð

úr spjaldhrygg

úr framhrygg

Smuckers´s

kr/kg

Verð áður 1.999.-

RIBEYE

Ekki vera Smucker, smakkaðu þessar á ísinn

5.439

kr/kg

Eggo vöfflur

Eins og úr annari vídd

Oreo stóóórir pakkar

Double stuf, Chocolate creme, Mint creme og Peanut Butter creme

Verð áður 6.799.-

NAUTALUNDIR Entrecote

úr spjaldhrygg

Amerísk súkkulaðistykki Bestu stangirnar frá Ameríku

Chips Ahoy!

Americas favorite Chocolate Chip Cookie

Bringa (brisket) úr framhluta

Häagen-Dazs íspinnar

Vanilla Caramel Almond og Salted Caramel

HERSHEY´S

Allir eiga skilið nokkra kossa


24 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Stríðið gegn konum Síðasta mánudag efndu konur í Póllandi til mótmæla gegn nýrri löggjöf sem bannar allar fóstureyðingar, hvort heldur sem er í tilfelli nauðgana og sifjaspells eða þegar grunur leikur á alvarlegum fósturgöllum. Læknar sem framkvæma fóstureyðingar og konur sem fara í fóstureyðingar geta átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi. Lögin hafa vakið gríðarlega hörð viðbrögð í Evrópu og á Íslandi, enda lýsa þau forneskjulegum hugsunarhætti, grimmd og kvenhatri. Tugir manna söfnuðust saman til að taka þátt í fjölþjóðlegri mótmælastöðu á Austurvelli og þúsundir til viðbótar létu skoðun sína í ljós á félagsmiðlum. Magnús Sveinn Helgason ritstjorn@frettatiminn.is

GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.

VERÐ FRÁ 87.900.BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október.

WWW.TRANSATLANTIC.IS

SÍMI: 588 8900

Þó Íslendingar eigi ekki að venjast lagasetningu sem þessari er hún ekki eins róttæk í bandarísku samhengi. Kristnir afturhaldsmenn og íhaldssamir Repúblikanar hafa um margra ára skeið barist fyrir nákvæmlega sömu löggjöf í Bandaríkjunum og þó þeim hafi enn ekki tekist að vinna fullnaðarsigur, líkt og pólskir skoðanabræður þeirra, hafa þeir unnið stóra sigra. Þó fóstureyðingar séu að nafninu til enn löglegar allstaðar í Bandaríkjunum er svo komið að konur í fjölda fylkja hafa engan aðgang að slíkum aðgerðum, og eitt af þeim ákvæðum pólska frumvarpsins sem sætt hefur hvað mestri gagnrýni, að konur sem missa fóstur geti átt yfir höfði sér lögreglurannsókn, er í raun komið til framkvæmda í fjölda fylkja Bandaríkjanna. Frá árinu 2005 hafa

Samkvæmt könnun CNN töldu 48% áhorfenda á sjónvarpskappræður varaforsetaefnanna á þriðjudagskvöld að Pence hefði staðið sig betur, meðan 42% töldu Kaine hafa unnið. Stjórnmálaskýrendur voru þó almennt þeirrar skoðunar að kappræðurnar hefðu verið fremur slappar og hvorugur frambjóðendanna hefði náð að skína. Myndir | AFP

hátt í 500 konur verið handteknar fyrir morð eftir að hafa misst fóstur. Bandarískir femínistar og ýmsir stjórnmálaskýrendur hafa í þessu sambandi talað um „stríð gegn konum“. Í kosningunum í haust fá bandarískir kjósendur tækifæri til að greina einum herskáasta krossfara þess stríðs atkvæði sitt: Mike Pence, fylkisstjóri Indiana og varaforsetaefni Donald Trump, hefur á stjórnmálaferli sínum unnið stærri „sigra“ í baráttunni gegn réttindum kvenna og hinseginfólks en flestir sitjandi þingmenn eða fylkisstjórar Bandaríkjanna. Krossfari kvenhaturs Ein umtöluðustu málaferlin vegna fósturmissis fóru fram í Indiana í fyrra. Purvi Patel, þrjátíu og þriggja

Skipta kappræður forsetaframbjóðendanna máli? Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton, og Mike Pence, varaforsetaefni Donald Trump, mættust í sjónvarpssal á mánudag. Þetta var fyrsta, og eina, tækifæri kjósenda til að bera frambjóðendurna saman. 1-2% áhrif

Sjónvarpskappræður varaforsetaefnanna hafa hverfandi áhrif á kjósendur. Greining á Gallupkönnunum frá 1992 sýnir að áhrif af kappræðum varaforsetaefnanna á fylgi forsetaframbjóðendanna eru rétt um eitt prósentustig. Ein ástæða er vitaskuld sú að sárafáir fylgjast með kappræðunum. Árið 1992 fylgdust t.d. ekki nema 26,6 milljón manns með kappræðum Al Gore og Jack Kemp. En jafnvel þegar áhorfsmet eru slegin, líkt og 2008, þegar 70 milljón manns fylgdust með Joe Biden mæta Söruh Palin, eru áhrifin sáralítil. Fylgi við Obama jókst um 2% eftir kappræðurnar, en fylgi við McCain minnkaði um 1%. Hrútskýringar bjarga Reagan

Varaforsetakappræðurnar hafa helst hjálpað forsetaframbjóðendum að bæta ímynd sína eftir slæma frammistöðu í fyrstu kappræðunum. Ronald Reagan þótti t.d. hafa staðið sig mjög illa í fyrstu kappræðum hans og Walter Mondale 1984, en George H.W. Bush bætti það upp með frammistöðu sinni gagnvart Geraldine Ferraro. Að vísu þótti mörgum Bush tala niður til Ferraro, sem var fyrsta konan sem annar hvor flokkanna bauð fram í forsetakosningum, en þetta var áður en hugtakið hrútskýringar hafði verið fundið upp og kvenfyrirlitning í opinberri umræðu þótti varla tiltökumál. Önnur dæmi um að sjónvarpskappræður varaforsetaefnanna hafi hjálpað frambjóðendum eru kosningarnar 2004, þegar Bush stóð sig illa í fyrstu kappræðunum við Kerry, en Dick Cheney þótti bera af John Edwards og árið 2012 þegar Joe Biden tókst að róa Demókrata sem voru í öngum sínum eftir slælega frammistöðu Barack Obama gagnvart Mitt Romney í fyrstu kappræðum þeirra.

ára gömul kona, var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir fósturmorð, þó saksóknara hefði ekki tekist að sanna að Patel hefði sjálf kallað fram fósturlátið. Málið vakti gríðarlega reiði meðal almennings um öll Bandaríkin. Í júlí á þessu ári snéri áfrýjunardómstóll Indiana dómnum svo að mestu við, og Patel, sem hafði þegar setið eitt og hálft ár á bak við lás og slá, var sleppt úr fangelsi. Fylkisstjóri Indiana á þessum tíma var Mike Pence, en hann vann fylkisstjórakosningarnar árið 2012, ekki síst út á harðlínuafstöðu sína gegn fóstureyðingum. Indiana var þá þegar með ein ströngustu lög Bandaríkjanna þegar kemur að slíkum aðgerðum, en í byrjun þessa árs skrifaði Pence undir ný lög sem þrengja enn frekar að rétti kvenna til að ráða eigin líkama. Þó Pence sé vel þekktur meðal kristinna íhaldsmanna (valið á Pence átti ekki síst að bæta ímynd Trump meðal þeirra) er hann lítt þekktur meðal almennra kjósenda. Og reyndar hafa fæstir veitt varaforsetaframbjóðendunum mikinn gaum. Könnun ABC News fyrir viku sýndi að 41% kjósenda gátu ekki nefnt Pence á nafn, og 46% þekktu ekki Tim Kaine, varaforsetaefni Hillary Clinton. Áhugalausir kjósendur Til marks um áhugaleysið er að sjónvarpskappræður Pence og Kaine á þriðjudagskvöld fóru framhjá flestum öðrum en ákafasta áhugafólki um bandarísk stjórnmál en talið er að 40 milljónir manna hafi fylgst með kappræðunum sem fram fóru í Longwood háskóla í borginni Farmville í Virginíufylki. Til samanburðar horfðu 84 milljónir manna á fyrstu kappræður þeirra Trump og Clinton, og 70 milljónir fylgdust með varaforsetakappræðunum árið 2008, þegar Sarah Palin mætti Joe Biden. Að vísu er ósanngjarnt að bera áhugaleysi áhorfenda á kappræðum þriðjudagsins saman við tvær vinsælustu sjónvarpskappræðurnar í sögu bandarískra forsetakosninga, en það er engu að síður áhugavert að velta því fyrir sér af hverju


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

bandarískir kjósendur hafa í ár jafn lítinn áhuga á varaforsetaembættinu og raun ber vitni. Sérstaklega þegar haft er í huga að töluverðu máli getur skipt hvort Kaine eða Pence verður næsti varaforseti Bandaríkjanna. Valdaminnsta embætti sögunnar Mikilvægasta hlutverk varaforseta er enda að vera til taks ef forseti Bandaríkjanna fellur frá eða segir af sér, nokkuð sem hefur gerst níu sinnum í sögunni. Í ljósi þess að Trump yrði elsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna næði hann kjöri, og Hillary sá næst elsti, er þetta hlutverk varaforsetans nú mikilvægt. Varaforsetinn er einnig forseti öldungadeildarinnar og hann getur greitt oddaatkvæði þar ef fylkingar eru að öðrum kosti jafnar. Fyrir utan þetta eru formleg völd varaforseta engin og lýsti John Adams, fyrsti varaforseti Bandaríkjanna, embættinu sem „valdaminnsta embætti sem mannkyninu hefði nokkru sinni dottið í hug að skapa.“

| 25

ingarnar 2012 sýndi tölfræðigúrúinn Nate Silver fram á að væru atkvæðagreiðslur varaforsetaefnis Romney, Payl Ryan, á Bandaríkjaþingi bornar saman við atkvæðagreiðslur annarra varaforsetaefna sem hefðu setið á þingi frá 1900, kæmi í ljós að hann væri áberandi íhaldssamastur. Silver benti enn fremur á að varaforsetaefni Repúblikana virtust hafa færst til hægri síðustu áratugi. Þannig væri Ryan hægra megin við Dick Cheney, sem hefði verið hægra megin við Dan Quayle. Þetta mynstur hefur haldið áfram, því Pence er enn íhaldssamari en Ryan. Það sem meira er: Meðan Pence sat á Bandaríkjaþingi var hann ýmist einn af allra íhaldssömustu þingmönnum flokksins eða sá íhaldssamasti. Ofstækisfólk á borð

við Michele Bachmann og Todd Aikin, sem varð frægur í kosningunum 2014 fyrir að velta því fyrir sér hvað væru raunverulegar nauðganir, „legitimate rape“ og hvað ekki, hafa t.d. verið með frjálslyndari viðhorf en Pence. Það ætti ekki að koma á óvart að varaforsetaefni Repúblikanaflokksins í ár sé hægrisinnaðra en varaforsetaefni flokksins fjórum árum fyrr, enda hefur flokkurinn færst æ lengra til hægri síðustu ár, og fulltrúar hægri jaðarsins í vaxandi mæli tekið yfir forystuna. Á meðan Trump er draumakandídat rasista og jaðarhreyfinga á hægrivængnum er Pence draumakandídat hefðbundnari róttæklinga í grasrót flokksins, teboðshreyfingarinnar og sótsvartasta íhaldsins.

Tim Kaine og Mike Pence við upphaf sjónvarpskappræðna varaforsetaefnanna. Stjórnmálaskýrendur eru á einu máli að Pence hafi staðið sig betur í viðureign sinni við Kaine en Trump gegn Clinton. Heimildir CNN herma að frekar en að gleðjast yfir því að Pence hafi bætt eitthvað af þeim skaða sem Trump olli í fyrstu kappræðum hafi Trump tekið þessum fréttum illa.

Æ róttækari varaforsetaefni Það er margt sem bendir til þess að Mike Pence yrði valdamesti varaforsetinn í sögu Bandaríkjanna, yrði Donald Trump kjörinn forseti. Donald Trump Jr., elsti sonur Trump, sem sá um leitina að varaforsetaefni föður síns, á að hafa lofað væntanlegum kandídötum að þeir myndu „hafa yfirumsjón með bæði innanríkis og utanríkismálum“, meðan Trump myndi einbeita sér að því að vera talsmaður Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Það er því skiljanlegt að margir Repúblikanar, sem hafa efasemdir um Donald Trump, stjórnleysi hans og stefnumál sem eru oft á tíðum á skjön við það sem flokkurinn hefur til þessa fylgt, svo ekki sé talað um útistöður hans við flokksforystuna, hafi huggað sig við að Pence hafi orðið fyrir valinu. Pence er ekki bara góður og gegn flokksmaður sem hefur sjaldan gengið gegn vilja flokksins, heldur hefur hann verið í miklu uppáhaldi hjá Teboðshreyfingunni. Ólíkt mörgum leiðtogum flokksins sem hafa vakið reiði grasrótarinnar fyrir minnstu viðleitni til að leita málamiðlana við Obama, hefur Pence fengið hrós fyrir að gefa ekkert eftir. Innmúraður ofstækismaður Líklega má halda því fram að Pence sé hægrisinnaðasta varaforsetaefni í sögu Bandaríkjanna. Fyrir kosn-

Blómabúðadagar 6.-9. október 2016

Líttu við í næstu blómabúð. Fjölbreytt úrval talandi blóma á frábæru verði.

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Valdameiri varaforsetar Á síðustu öld tók hlutverk varaforsetaembættisins hins vegar að breytast. Samhliða því sem valdsvið forsetans hefur stækkað og skrifstofa forsetans þanist út frá því að vera í raun lítið meira en einn ritari á ofanverðri nítjándu öld, í umfangsmikið embættismannakerfi í dag, hefur embætti varaforsetans vaxið. Forsetaframbjóðendur sem hafa litla reynslu af gangverki Washington hafa því valið varaforsetaefni sem gætu aðstoðað þá við að koma hlutum í verk. Walter Mondale, varaforseti Jimmy Carter, og George H.W. Bush, varaforseti Ronald Reagan, eru góð dæmi, innanbúðarmenn í þinginu eða stjórnkerfinu, „Washington insiders“, sem gátu bætt upp reynsluleysi forsetans. Í dag er varaforsetinn nánasti samstarfsmaður og ráðgjafi forsetans í Hvíta húsinu. Hann getur komið fram fyrir hönd forsetans á alþjóðlegum vettvangi, er mikilvægasti tengiliður forsetans við þingið og hann stýrir fjölmörgum nefndum sem heyra undir forsetaembættið. Stærstu breytingarnar á embættinu hafa hins vegar orðið síðan um aldamót, því sá sem mest gerði til að færa út valdsvið varaforsetaembættisins var Dick Cheney, varaforseti George W. Bush. Í tíð Cheney, sem margir vildu meina að réði meira og minna öllu því sem hann vildi, varð varaforsetaembættið að nokkurskonar aðstoðarforsetaembætti.


26 |

HV ER T VI LTU FA R A ? PA RÍ S

Málaliði Kochbræðra Pence er einnig í miklu uppáhaldi hjá David og Charles Koch, tveimur auðugustu stuðningsmönnum Repúblikanaf lokksins og helstu bakhjörlum teboðshreyfingarinnar. Bein framlög Kochbræðra til Pence nema yfir 300,000 Bandaríkjadala, en auk þess hafa stofnanir og hugveitur sem fjármagnaðar eru af Kochbræðrum stutt Pence. Þá hefur verið bent á að Erik Prince, stofnandi málaliðafyrirtækisins Blackwater, sem varð illræmt í Íraksstríðinu, sé einn dyggasti stuðningsmaður Pence. Stefna Pence í efnahagsmálum er í góðu samræmi við stefnumið Americans for Prosperity, einnar mikilvægustu hugveitu Kochbræðra. Pence styður einkavæðingu almannatryggingakerfisins og gagnrýndi á sínum tíma Bush fyrir að ganga ekki nógu langt í hugmyndum sínum um einkavæðingu kerfisins, og eftir að Obama tók við völdum 2008 var hann einn háværasti talsmaður þess að Repúblikanaflokkurinn ætti að neita að samþykkja

frá

9.999 kr. *

des. - mars

BOSTON

frá

15.999 kr. *

des. - mars

MIAM I

frá

21.999 kr.

á Tenerife með GamanFerðum! * apríl - maí

S TO KKHÓLM UR

frá

7.999 kr. *

n ó v. - m a r s

S A N FRANC I S CO

frá

23.499 kr. *

okt. - mars

BA RC ELONA

frá

7.999 kr. *

n ó v. - m a r s

KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

James Stockdale, varaforsetaefni Ross Perot, er frægastur fyrir opnunarorð sín í sjónvarpskappræðunum 1992: „Who am I, and why am I here?“ Ummælin vöktu umtalsverða kátínu, ekki síst vegna þess að Stockdale átti í stökustu vandræðum með að svara spurningum í kappræðunum og virtist algerlega úti á þekju.

„Þú ert enginn Jack Kennedy“ Einstaka kappræður varaforsetaefnanna hafa ratað á spjöld sögunnar. Eitt frægasta tilsvar bandarískrar stjórnmálasögu var athugasemd Lloyd Bentsen, varaforsetaefnis Michael Dukakis, í kappræðum hans og Dan Quayle, varaforsetaefnis Geoge H.W. Bush, árið 1988. Quale þótti einstaklega reynslulítill, sérstaklega í samanburði við Bentsen, sem hafði setið í öldungadeildinni frá 1971. Quayle benti á að hann hefði þó engu minni reynslu en Jack Kennedy, þegar hann bauð sig fram til forseta. Bentsen svaraði: „Ég sat á þingi með Jack Kennedy. Ég þekkti Jack Kennedy. Jack Kennedy var vinur minn. Herra öldungardeildarþingmaður, þú ert enginn Jack Kennedy.“ Þó Bush og Quayle ynnu kosningarnar og Bentsen sé flestum gleymdur, lifir tilsvar hans enn í dag og er notað þegar stjórnmálamenn seilast full langt í sjálfshóli eða blása út eigin afrek. Annað frægt tilsvar í sögu varaforsetakappræðna féll fjórum árum seinna, þegar varaforsetaefni Ross Perot byrjaði opnunarávarp sitt með þessum orðum: „Hver er ég? Hvað er ég að gera hérna?“

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Donald Trump og Mike Pence á landsfundi Repúblikanaflokksins í júlí. Forsetaframbjóðendur velja yfirleitt varaforsetaefni til að bæta stöðu sína meðal einhverra lykilkjósendahópa eða tryggja atkvæði í heimafylki varaforsetans. Með valinu á Pence, sem er fylkisstjóri Indiana og yst á hægrivæng Repúblikanaflokksins, var Trump því að treysta stuðning sinn meðal kristinna íhaldsmanna í Miðvesturríkjunum.

fjárlög og stöðva þannig starfsemi alríkisins. Pence hefur ennfremur fordæmt aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, á þeim forsendum að loftslagsbreytingar séu mýta, og dregið í efa skaðsemi reykinga. Víglínur menningarstríðanna Pence hafnar þróunarkenningunni og hefur talað fyrir því að börnum séu að auki kenndar aðrar kenningar um uppruna lífs á jörðinni, þar á meðal „intelligent design“, sem er í raun lítið annað en sköpunarkenning Biblíunnar í „vísindalegum“ búningi. Hann hefur einnig mótmælt því að konur gegni herþjónustu og fordæmt Disney fyrir að reka áróður fyrir þeirri hugmynd að konur og stúlkur standi körlum og drengjum jafnfætis, t.d. með teiknimyndinni Mulan, um kínverska stúlku sem vinnur sigur á innrásarher Mongóla og bjargar keisaranum. Pence hefur líka lýst þungum áhyggjum af uppgangi „lífsstíls samkynhneigðar“, og trúir því að hægt sé að „lækna“ samkynhneigð með meðferð. Hann beitti sér gegn löggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynferðis og barðist gegn því að samkynhneigðir fengju að gegna herþjónustu. Á sama tíma og Pence hefur slegið sig til riddara í menningarstríðunum hefur hann hvergi látið deigan síga í baráttunni gegn völdum alríkisins. Sem fylkisstjóri Indiana neitaði hann t.d. árið 2014 að fylkið tæki þátt í aðgerðum alríkisins til að draga úr nauðgunum í fangelsum með þeim rökum að slík inngrip heftu réttindi fylkisins um of til að bregðast við vandanum á eigin forsendum. Allt hefur þetta orðið til þess að Pence er meðal þeirra stjórnmálamanna sem frjálslyndir Bandaríkjamenn og baráttufólk fyrir kvenréttindum og mannréttindum hinseginfólks hafa minnstar mætur á. Glæpavæðing meðgöngu Stærsti sigur Pence er fyrrnefnd fóstureyðingalöggjöf Indianafylkis sem hann samþykkti í mars, ári eftir að dómstóll í fylkinu dæmdi Purvi Patel í tuttugu ára fangelsi fyrir „fósturmorð“. Indiana var þegar með einhverja ströngustu fóstureyðingalöggjöf Bandaríkjanna, en með nýju löggjöfinni var rétturinn

Joe Biden og Sarah Palin við upphaf sjónvarpskappræðna varaforsetaefnanna 2008. Fleiri horfðu á kappræður Palin og Biden en nokkrar aðrar kappræður varaforsetaefna fyrr og síðar, 70 milljón manns. Ástæðan var meðal annars sú að Palin hafði getið sér orð fyrir að vera ófyrirsjáanleg og segja undarlega hluti. Fyrir marga voru kappræðurnar því veruleikasjónvarp í beinni útsendingu. Að því leyti voru þær ákveðinn forleikur að forsetaframboði Donald Trump.

skertur enn frekar. Læknastofur sem veita fóstureyðingar þurfa nú að uppfylla fjöldann allan af skilyrðum sem beinlínis eru hönnuð til að neyða stofur til að hætta starfsemi. Eitt umdeildasta ákvæði laganna er að þau banna að fóstri sé eytt vegna fósturgalla eða grunsemda um fæðingargalla. Sigrar afturhaldsmanna eins og Pence eru ekki síst merkilegir þegar haft er í huga að þeir eru í miklum minnihluta meðal Bandaríkjamanna. Samkvæmt Gallup eru ekki nema 19% Bandaríkjamanna fylgjandi algeru banni við fóstureyðingum, meðan um helmingur er fylgjandi því að engar takmarkanir séu á rétti kvenna til fóstureyðinga. Um þriðjungur telur svo að aðgerðirnar eigi að vera löglegar, en með einhverjum skilyrðum. Þessi hlutföll hafa haldist nokkuð stöðug síðan um miðjan áttunda áratuginn þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi að bann við fóstureyðingum stangaðist á við rétt fólks til friðhelgis einkalífsins. Allt síðan árið 1973 hefur lokatakmark kristinna íhaldsmanna því verið að snúa við þessum dómi, kölluðum Roe v Wade. Með tilnefningu Pence sjá þeir loks fyrir endann á þessari baráttu, því allar líkur eru á því að næsti forseti Bandaríkjanna muni tilnefna allt að fjóra hæstaréttardómara. Ef Trump vinnur gæti hann því tryggt íhaldsmönnum öruggan meirihluta, og Pence myndi hafa hönd í bagga með val á dómurum. Salamíaðferðin Í ljósi þess að réttur kvenna til fóstureyðinga nýtur almenns stuðnings meðal bandarískra kjósenda og því að aldrei hefur verið meirihluti fyrir því að snúa við Roe v. Wade er í raun ótrúlegt hve miklum árangri menn eins og Pence hafa náð. Skýringin liggur í raun í tvennu. Annars vegar því að í stað þess að reyna að gera fóstureyðingar ólöglegar hafa kristnir afturhaldsmenn í Bandaríkjunum þrengt að réttinum í smáskrefum. Með ótal smávægilegum breytingum á lögum, sem oft eru hengd á óskyld lagafrumvörp, hefur þeim tekist að gera rétt kvenna til fóstureyðinga nánast merkingarlausan. Hins vegar er það hæfileiki manna eins og Pence til að líta út eins og „venjulegir“ stjórnmálamenn, og tilhneiging fjölmiðla til að fjalla um þá sem slíka. Politico.com spáði því t.d. að kappræður Pence og Kaine yrði kærkomin tilbreyting við öfgarnar í Trump og hitann í baráttu forsetaframbjóðendanna: Kaine og Pence væru „tveir hefðbundnir stjórnmálamenn“, venjulegir, öfgalausir pólítíkusar að ræða málin af tiltölulegri yfirvegun. Evrópskir óvinir kvenréttinda og mannréttinda gætu tekið Repúblikanaflokkinn sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Frekar en að ráðast að kvenréttindum af fullum þunga, eins og „Flokkur laga og réttar“ hefur gert í Póllandi og uppskar fyrir vikið risavaxin fjöldamótmæli, er árangursríkara að naga hægt og bítandi utan af réttindunum.


MJÓLKIN GEFUR STYRK

Góðgerðarfernurnar eru mættar á vakt! D-vítamínbætt léttmjólk bregður sér tímabundið í nýjan búning. Markmiðið er að safna 15 milljónum króna fyrir Landspítalann til kaupa á búnaði sem auðveldar greiningu á brjóstakrabbameini og renna 30 kr. af hverri seldri fernu til þessa góða málefnis.


STÓRA FARTÖL

KLÁRAST UM

T G E L ÓTRÚRÐ ! VE

-40%

FARTÖLVA Á 29.995!

29.995 ÁÐUR 49.995

-20%

INTEL i3 OG SSD

79.995

-20.0 00 LÆKK UN

Intel

NEX-NXW10QC32G

MINNI

ÁÐUR 99.995

1GB

32GB

10.1"

ACE-NXMPGED058

-20.0 00 LÆKK UN

Intel i3

MINNI

4GB

128GB

13,3"

-21%

-19%

-20% 17,3" MEÐ INTEL ÖRGJÖRVA

64.995 ÁÐUR 79.995

ASU-F751SATY071T

INTEL i3 OG HD5500

STÓR 17,3" SKJÁR

54.995

LÆKK UN

-15.00 0 Intel

MINNI

ÁÐUR 69.995

4GB

500GB

17,3"

ACE-NXMZSED023

59.995

-15.00 0 LÆKK UN

Intel

MINNI

ÁÐUR 74.995

4GB

500GB

-13%

ÁÐUR 74.995

TOS-C50DB157

54.995

-10.00 0 LÆKK UN

AMD A8

MINNI

ÁÐUR 59.995

4GB

1TB

15,6"

ACE-NXGCEED060

Intel i3

MINNI

4GB

500GB

ACE-NTG8QED001

8GB OG 1TB

69.995

LÆKK UN

-5.00 0 Intel Atom

MINNI

ÁÐUR 79.995

2GB

64GB

10,1"

ENDURNÝJAÐU FARTÖLVUNA Á BRJÁLUÐUM AFSLÆTTI ! TILBOÐIN GILDA Í ÖLLUM 7 VERSLUNUM OKKAR UM LANDIÐ

15,6"

-13%

-8%

HVÍT 10" MEÐ INTEL

A8 OG 1TB

64.995

17,3"

8

LÆKK UN

-15.00 0

ACE-NXMZUED021

13,3

5

-10.00 0 LÆKK UN

Intel

MINNI

8GB

1TB

13,3"


LVURÝMINGIN

M HELGINA !

Ð A K R A M TAK

MAGN !

-18%

-25%

14" Á 25% AFSLÆTTI

i5 OG 512GB SSD

29.995

139.995 -30.0

-10.00 0 LÆKK UN

ÁÐUR 39.995

Intel

ASU-E402SAWX013T

MINNI

2GB

32GB

14"

89.995 5 ÁÐUR 109.99

ASU-X555LAXO2517T

84.995

-20.0 00 Intel

MINNI

ÁÐUR 99.995

8GB

1TB

15,6"

59.995 ÁÐUR 69.995

ACE-NXMWAED026

ACE-NXMZUED028

Intel

MINNI

ÁÐUR 74.995

4GB

500GB

13,3"

512GB

LÆK KUN

AMD A10

MINNI

ÁÐUR 99.995

ACE-NXGCEED042

15,6"

8GB

1TB

15,6"

ASU-F554LAXO1091P

-30.0 00 LÆKK UN

Intel i3

MINNI

4GB

500B

15,6"

-17%

-7%

69.995

-10.00 0

8GB

-30%

69.995

-15.00 0

FARTÖLVA OG SPJALDTÖLVA

15,6" MEÐ FHD OG SSD

LÆKK UN

MINNI

KRAFTMIKIL i3

-14%

3" ACER ASPIRE

Intel i5

-15%

A10 OG RADEON R6 LÆKK UN

00

ASU-F556UADM331T

-18%

HVÍT MEÐ 8GB OG 1TB

LÆKK UN

5 ÁÐUR 169.99

49.995

LÆKK UN

-5.00 0 Intel

MINNI

ÁÐUR 59.995

8GB

128GB

15,6"

ACE-NTG5CED002

-10.00 0 LÆKK UN

Intel Atom

MINNI

2GB

532GB

10,1"

REYKJAVÍK · AKUREYRI · HÚSAVÍK · EGILSSTAÐIR · SELFOSS · KEFLAVÍK · AKRANES · WWW.TL.IS


30 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Hvert líf er mikilvægt og við verðum að tala um sjálfsvíg

Jóhanna María Eyjólfsdóttir er formaður félagins Pieta á Íslandi. Fyrir fjórum árum ákvað barnsfaðir Jóhönnu að kveðja lífið en hann hafði lengi glímt við erfið geðræn veikindi. Nú vinnur Jóhanna María, ásamt stórum og öflugum hópi, að því að opna svokallað Pieta hús á Íslandi. Þar er ætlunin að veita viðtalsþjónustu og umhyggju þeim sem huga að sjálfsvígi, en þeir munu geta hringt þangað inn, fengið að tala við fagfólk og komið aftur í viðtöl án endurgjalds. Fyrirmyndin kemur frá Írlandi þar sem átta slík hús eru rekin.

að setti sig fyrst í samband við Pieta á Írlandi. Auk Lifa eru samtökin Hugarafl aðili að stofnun Pieta, ásamt fjölmörgum fagaðilum og aðstandendum. „Benedikt Þór fór að leita að svörum eftir að hann missti son sinn í sjálfsvígi. Sálfræðingurinn Joan Freeman hafði þá nýlega stofnað samtökin eftir að hún hafði misst systur sína um fertugt í sjálfsvígi. Frá 2003 hafa Pieta húsin í Írlandi sannað sig, skjólstæðingar þeirra eru ríf lega fimm þúsund á ári hverju. Átta slík hús eru rekin í Írlandi og Írar í New York hafa einnig sett á laggirnar tilraunaverkefni eftir þessari fyrirmynd frá gamla landinu, en það er Joan sem leiðir starfið austan hafs og vestan.“

Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

Hlýleg hús „Það að heimsækja Pieta hús reynist minni hindrun fyrir einstaklinginn en að ganga inn á geðdeild,“ segir Jóhanna. „Meðan við heimsóttum tvö svona hús þarna úti stoppaði ekki síminn. Símtalið er greint eftir ákveðnum aðferðum og svo tekur fagfólk við því og ef sá sem hringir er í algjörri neyð og í sjálfsvígs- eða sjálfskaðahættu þá fær hann þjónustu innan 24 klukkustunda.“ Hugmyndafræðin gengur öll út á jafningjanálgun og öll umgjörðin er hugsuð þannig að það sé ekki verið að hrinda fólki frá. „Þarna er nauðsynlegt að bera virðingu fyrir því í hvaða stöðu skjólstæðingurinn er. Það sem er svo fallegt er að þarna er verið að fókusera á lífið og ástæður þess að þú viljir lifa áfram. Það er ekki farið í að greiða úr því sem er að, heldur er ástæðan fyrir því að fólk ætti að velja lífið fundin og rædd. Það er verið að hjálpa fólki að sjá lausnina.“ Jóhanna segir það sterka upplifun að koma inn í Pieta húsin á Írlandi, sem eru lítið merkt í almennum íbúðahverfum og látlaus á allan hátt. „Ég hef komið oft inn á geðdeild og bráðamóttöku hér, en þarna er nálgunin allt önnur, aðgengið er svo greitt. Það er tekið hlýlega á móti manni og svo sestu inn á setustofu þar sem þú veist að allir sem þarna sitja eru á sama stað og þú. Þá kviknar þessi samsömun og samkennd og þú finnur að þú ert ekki einn í heiminum. Þeir sem ganga þarna út vita að þeir fá aðstoð áfram við að finna lausn og þá tekur við röð viðtala þar sem fagmaður ræðir við þig. Það eru af-

Það blæs hraustlega við hafið í vesturbæ Reykjavíkur þegar Jóhanna María Eyjólfsdóttir er heimsótt. Í rauðmálaðri stofunni skín sólin inn um gluggann á meðan hellt er í kaffibollana. Ástríðan er greinileg í orðum Jóhönnu þegar hún tjáir sig sjálfsvíg, varnir gegn þeim og þá þöggun sem um þau ríkir. „Það er aldrei ásættanlegt að einstaklingur taki líf sitt. Öll líf eru mikilvæg og við sem samfélag verðum að setja okkur skýr markmið um að fækka sjálfsvígum. Þar getur Pieta komið inn með sína skýru hugmyndafræði og nálgun á þennan erfiða málaflokk,“ segir Jóhanna. Miskunn Samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu mun tíðni sjálfsvíga á Íslandi vera í lægri kantinum miðað við önnur Norðurlönd en samt er hún öskrandi há. Með nokkurra ára meðaltali má gera ráð fyrir að þrír til fjórir einstaklingar svipti sig lífi í hverjum mánuði hér á landi. Opinber, skráð sjálfsvíg eru því á bilinu 30-50 á ári en líklega er skráningin ekki alltaf nákvæm. Pieta þýðir miskunn en orðið er líka notað yfir sorg Maríu guðsmóður þegar Kristur var tekin niður af krossinum. Orðið hefur því víða skírskotun í hinu trúrækna og kaþólska írska samfélagi þaðan sem samtökin eru sprottin, en samt er það einfaldlega sorg þess sem syrgir sem nafnið vísar til. Það var Benedikt Þór Guðmundsson, formaður Lifa, sem eru samtök aðstandenda eftir sjálfsvíg, sem

Norræna húsinu Sturlugötu 5 101 Reykjavík

Miðvikudaginn 12. október kl. 20:00 Aðgangseyrir 500,-- kr.

FYRIRLESTUR

CHRISTOPHER VASEY

Forlög, karma,

eigum við frjálsan vilja? Samkvæmt Gralsboðskapnum

Fyrirlestur á ensku – Lesinn útdráttur úr Gralsboðskapnum á íslensku.

Skipuleggjandi: Gral-Norden • www.gralsbodskapur.org vasey-leuze@gral-norden.net • Sími: 842 2552

Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

www.birkiaska.is

Mynd | Rut

Jóhanna María Eyjólfsdóttir er í stórum hópi fólks sem stefnir að því að opna svokallað Pieta hús á Íslandi á næstunni. Jóhanna segir að umræðu um sjálfsvíg á Íslandi þurfi að opna upp á gátt. Um helgina er sala á K-lykli Kiwanis-félaganna helguð Pieta samtökunum og BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans.

skaplega fáir sem ekki koma aftur til að þiggja hjálpina.“ Vildi segja satt frá Fyrir fjórum árum ákvað Albert Pálsson, barnsfaðir og fyrrverandi eiginmaður Jóhönnu, að kveðja lífið. Það gerðist í ágúst 2012, daginn áður en skólinn hófst hjá sonum

þeirra, sem þá voru 7 og 15 ára. „Þetta átti sér langan aðdraganda,“ segir Jóhanna. „Hann hafði glímt við erfið geðræn veikindi til margra ára. Albert hafði líka reynt áður að taka líf sitt og þá upplifði maður sterkt hjálparleysið sem hellist yfir mann þegar maður á ástvin í þessum hugleiðingum. Ég vil

engan áfellast, en kerfið tók ekki á fullnægjandi hátt utan um þennan einstakling og fylgdi honum eftir, manni sem hafði reynt þetta ítrekað. Öll líf eru mikilvæg og oft er skiljanlega rætt mikið um unga fólkið sem þetta gerir. Þau líf eru allt of mörg og það er hræðilegt til þess

Pieta á Írlandi ■ Samtökin voru stofnuð á Írlandi 2003 af sálfræðingnum Joan Freeman. ■ Sjálfseignarstofnun sem er rekin að mestu með sjálfsaflafé og styrkjum. ■ Átta Pieta hús eru rekin á Írlandi. ■ Þjónustan er ókeypis. ■ Símaþjónusta er rekin alla daga vikunnar.

■ 180 fagaðilar sjá um viðtöl og eftirfylgni. ■ Skjólstæðingar Pieta 2015 voru ríflega fimm þúsund einstaklingar sem hugleiddu sjálfsmorð eða sjálfsskaða. ■ Pieta sér um fræðslu í skólum til ræða um merkin sem geta gefið til kynna að einhver sé í hættu.

Joan Freeman stofanandi Pieta.

Kiwanishreyfingin er þessa dagana að selja K-lykilinn til styrktar Pieta á Íslandi og BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands.


HEIMABÍÓDAGAR TRYGGÐU ÞÉR HEIMABÍÓ OG SJÓNVÖRP Á LYGILEGU VERÐI MEÐ ALLT AÐ 40% AFSLÆTTI.

Á ALLT AST ELJ S Ð A

Risaafsláttur af heimabíóum og risasjónvörpum frá

VIÐ RÝMUM TIL FYRIR NÝJUM VÖRUM. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST NÝHERJI ER LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI UPPLÝSINGATÆKNI

Við höfum góða reynslu af framtíðinni NÝHERJI / BORGARTÚNI 37 / KAUPANGI AKUREYRI / NETVERSLUN.IS


32 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

„Þarna er nauðsynlegt að bera virðingu fyrir því í hvaða stöðu skjólstæðingurinn er. Það sem er svo fallegt er að þarna er verið að fókusera á lífið og ástæður þess að þú viljir lifa áfram. Það er ekki farið í að greiða úr því sem er að, heldur er ástæðan fyrir því að fólk ætti að velja lífið fundin og rædd. Það er verið að hjálpa fólki að sjá lausnina.“

að hugsa. Hins vegar gerist þetta hjá fólki á öllum aldri og við tölum ekki eins mikið um fólk á miðjum aldri og þaðan af eldra. Þetta kann að vera út af því að við viljum halda að þá eigi bara allt að vera í lagi, til dæmis hjá fólki á miðjum aldri. Það ríkir mikil þöggun í kringum sjálfsvíg. Aðstandendur og umhverfið vilja oft ekki viðurkenna að dauðann hafi borið að með þessum hætti og atvikið jafnvel ekki skráð sem sálfsvíg.“ Þegar Albert ákvað að kveðja og drengirnir voru að fara að mæta aftur í skólann tók Jóhanna, í samráði við drengina sína, þá ákvörðun að segja hlutina við umhverfið eins og þeir voru. „Við vissum öll að hann hafði reynt þetta áður og ég tók þá ákvörðun að reyna ekki að segja að dauðsfallið hefði borið að með einhverjum öðrum hætti, heldur stíga fram með þetta. Það var enginn feluleikur. Í skólanum var sagt að pabbi þeirra hefði tekið líf sitt. Þetta var rætt í skólanum og íþróttafélaginu og í nærumhverfi okkar. Við upplifðum gríðarlegan hlýhug og ákveðinn létti. Þetta auðveldaði fólki að nálgast okkur, því að oft upplifir umhverfið að harmurinn sé svo mikill að ekki sé hægt að nálgast aðstandendur. Okkur fannst mikilvægt að tala um þetta svona af því að þetta er svo mikið feimnismál, en það eru ekki allir sammála mér og við fundum líka fyrir því í okkar umhverfi.

Mynd | Rut

Það sem hins vegar gerist er að til manns koma ýmsir sem vilja opna sig og deila með manni reynslu sinni af sjálfsvígum, jafnvel fólk sem er algjörlega óvant því. Þannig er ljóst að við getum hjálpað hvort öðru.“ Gengið úr myrkri inn í ljósið Jóhanna segir mikilvægan þátt í nálgun Pieta samtakanna að hjálpa einstaklingnum að sjá út fyrir „rör-

Jóhanna María segir hugmyndafræðina að baki Pieta húsunum í Írlandi vera mjög sannfærandi. Öllum sem leita til samtakanna er tekið opnum örmum og aðstoðin er endurgjaldslaus og í höndum fagaðlia.

sýnina“ sem hann festist í. „Einstaklingnum finnst hann oft vera baggi á öðrum og sér dauðann sem einu lausnina. Við verðum að finna ástæðuna fyrir því að vilja lifa. Við eigum að reyna að setja okkur í spor þess sem gerir þetta og við eigum alls ekki að ásaka og dæma. Við eigum að halda minningunni á lofti og tala um þennan ástvin eins oft og mikið og við viljum, en um leið að losa alla hina undan skömminni

VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU.

ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK

og sektarkenndinni sem fylgir allt of oft slíku dauðsfalli. Sagan er því miður uppfull af sjálfsvígum sem enginn hefur rætt. Sumir eru dauðhræddir við umræðu um sjálfsvíg en fagaðilar hvetja almennt til þess að ræða þetta á opinn og heilbrigðan hátt. Opnari umræða hvetur nefnilega til þess að fólk leiti sér fyrr hjálpar og nái sér í fræðslu. Opin umræða stuðlar einnig að því að samfélagið verður meðvitaðra um merkin sem geta kviknað í lífi fólks sem tekst á við hugsanir um sjálfsvíg. Þá meðvitund þarf að auka til að hægt sé að grípa fyrr inn í.“ Í maí síðastliðnum stóðu Pieta samtökin á Íslandi í fyrsta skipti fyrir göngu í Laugardalnum til að vekja athygli á málstaðnum. Þrjú hundruð manns gengu um nótt í átt að sólarupprás þann 7. maí, úr myrkrinu, inn í ljósið og vonina. Ætlunin var að vekja athygli á málstaðnum en þennan dag standa Pieta samtökin fyrir slíkum göngum í Írlandi, Bandaríkjunum og víðar. Í heimalandinu taka tugþúsundir þátt og gangan og tilvist Pieta húsanna hefur skipt miklu máli í að opna umræðuna um sjálfsvíg upp á gátt.

„Við bjuggumst allt eins við því að það kæmu 40 manns í þessa göngu en mér fannst hún opna umræðuna heilmikið og það er enn fólk að koma til manns og þakka fyrir að nú þurfi að ræða þessi mál feimnislaust. Svo fékk maður líka símtöl frá fólki sem gat ekki tekið skrefið og komið í gönguna af því að fjölskyldan var ekki tilbúin til að viðurkenna að sjálfsvíg hafi átt sér stað. Það var kraftur og eining í göngunni sem var gott veganesti fyrir okkur í Pieta inn í framtíðina. Samkenndin var gríðarleg.“ Pieta samtökin hafa sett sér það markmið að opna Pieta hús hér á landi á næsta ári. Nú er framundan leit að húsnæði og fjáröflun, meðal annars með sölu K-lykilsins núna um helgina. „Við erum að leita hófanna víða varðandi fjármagn og auðvitað eru margir að bítast um það en við erum fullviss um að þetta úrræði sárvantar. Með umræðu, aðstoð og inngripi í angist þeirra sem huga að því að kveðja lífið getum við létt á geðheilbrigðiskerfinu, gripið fyrr inn í og bjargað mannslífum. Takmarkið verður alltaf að vera að fækka sjálfsvígum á Íslandi og opna umræðuna.“

ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900

SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com

®

EXPLORE WITHOUT LIMITS

Mynd | Saga Sig.

Jóhanna og synir hennar, Anton og Bensi, í næturhlaupinu í maí síðastliðnum þegar hlaupið var úr myrkrinu inn í ljósið og vonina. 300 manns mættu í hlaupið sem verður árlega hér eftir og ætlað er að vekja athygli á forvörnum gegn sjálfsvígum.


% 0 3

A K U A * R U T T Á L S AF

*Gildir ekki af snyrtivörum.

Í HAGKAUP HOLTAGÖRÐUM 6.-16. OKTÓBER

Gildir til 12 september.


34 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Borgarbörn í réttum þurfti ekki meira til að kynnast öll­ um íbúum Norðurfjarðar á einu bretti. Heimamenn streymdu óum­ beðnir úr öllum áttum til að aðstoða okkur með bílavesenið. Þeir sóttu dráttarvélar og kaðla, fleiri menn og viðgerðartölvur. Þegar ekkert gekk, lét höfðinginn, hann Gulli í Steinstúni, okkur bara fá jeppann sinn til afnota. „Notið hann eins og þið viljið og skellið ykkur í laugina,“ sagði hann eins og ekkert væri eðli­ legra. Við urðum kjaftstopp yfir almennileg­heitunum og ákváðum að þiggja boðið. Okkar fyrstu kynni af Norður­ firðingum voru sem sagt ógleyman­ leg, eins og við reyndum að lýsa í Fréttatímanum fyrir mánuði. Eft­ ir ferðalagið þangað fannst okkur við standa í þakkarskuld við sveit­ unga og hétum því að koma aftur og reyna eftir bestu getu að gera gagn í réttunum. Að smala fé úr fjöllunum í Árnes­ hreppi er heljar verk og krefst marg­ falt meiri mannskapar en búsettur er á svæðinu. Leitirnar í ár báru upp á sama tíma og Árneshrepp­ ur þreytti frumraun sína í Útsvari. Það var auðvitað blóðtaka fyrir fá­ mennustu sveit landsins að missa þrjú gáfumenni í sjónvarpið á þess­ um tíma, og fá okkur nýgræðingana í staðinn. Guðmundur gáfaði, eins og hann er kallaður, fullyrti r­ eyndar blákalt í Útsvarinu að leitar­stjórinn hefði sent lélegustu smalana í spurn­ ingakeppnina. Það kom ekki að sök og Árneshreppur sigraði með ­y firburðum.

Landið skartaði sínum fegurstu litum sem rétt grillti í á milli hríðanna. Vel dúðuð borgarbörnin vissu ekkert hvað biði þeirra handan klettabeltisins.

Sagan af þremur blaðakonum af mölinni sem fengu eldskírn í smalamennsku á Ströndum og urðu svo óðar að þær drógu tönn úr hval. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is

Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is

Katrín Rut Bessadóttir katrin@frettatiminn.is

Sérblað um Bíla & Vetrardekk Þann 15. október

Þ

eir sem einhvern tíma hafa kynnst vingjarnleika íbúa í fámennasta sveitar­ félagi landsins, snúa óhjá­ kvæmilega einhverntíma þangað aftur. Þrjár blaðakonur gátu ekki með nokkru móti gleymt gest­ risni sveitunganna sem þær kynnt­ ust þar fyrir algjöran klaufaskap, fyrir nokkrum vikum. Þá lögðum við af stað í óvissuferð í Norðurfjörð á Ströndum í þeim tilgangi að þefa uppi ævintýri. Ekki reyndist það nú erfitt. Á fyrsta degi bilaði batterí í bíl­ lyklinum okkar sem kyrrsetti okk­ ur við skála Ferðafélags Íslands og við komumst ekki af hlaðinu. Það

Aldrei komið við kind Við keyrðum úr bænum eftir vinnu á föstudegi með afar óljósar hug­ myndir um hvað við værum að fara út í. Í bílnum á leiðinni vestur af­ hjúpaðist fáfræði okkar. Við vorum allar með troðfullar töskur af alls­ konar fötum af því að vissum ekk­ ert hvernig við ættum að vera bún­ ar. Ein hafði þó vit á að koma með pela og við höfðum mikla trú á gagn­ semi hans. Elín Agla, hafnarstýra í Norður­ firði, bauð okkur gistingu og tók á móti okkur með fallega uppábún­ um rúmum, þegar við loks náðum á áfangastað upp úr miðnætti. Hún sagði okkur að vera tilbúnar í átökin klukkan sjö morguninn eftir þegar Gulli, góðvinur okkar úr Steinstúni, kæmi og fylgdi okkur áfram í ævin­ týrin. Við lögðumst eftirvæntingar­ fullar til hvílu. Í svefnrofunum kom áhyggjufull játning úr einu rúminu; „Ég hef aldrei á ævi minni komið við kind!“ Það tók okkur nokkurn tíma að kæfa hláturinn og festa svefn ­eftir þetta. Í ljósaskiptunum um morgun­ inn keyrðum við út spegilslétt­ an Norðurfjörð, yfir í Trékyllisvík og inn í Reykjarfjörð. Náttúrufeg­ urðin á þessum stað er allt að því lamandi og haustlitirnir voru upp á sitt skærasta. Við sáum bíla koma úr hverju hlaði og safnast saman við fjörðinn. Á þriðja tug manna voru

Eitthvað höfðu staðreyndir skolast til í upplýsingaflæði til leitarstjórans því einhverra hluta vegna átti hann von á þrautþjálfuðum fjallagörpum að sunnan

mættir til leiks og leitarstjóri deildi út gulum endurskinsvestum svo enginn myndi týnast á göngunni. Mikil stemning var í hópnum og við vorum spurðar hvort við vær­ um ekki til í smá labb. Við héldum það nú. Eitthvað höfðu staðreyndir skol­ ast til í upplýsingaflæði til leitar­ stjórans því einhverra hluta vegna átti hann von á þrautþjálfuðum fjallagörpum að sunnan. Var okkur því skellt í hóp með fimm stæðileg­ um karlmönnum og sagt að elta þá upp á topp. Við kinkuðum kolli og gerðum það sem okkur var sagt. Leitarfélagar voru ekki ef verri endanum. Hinn brottflutti Ragnar laug því að okkur að hann væri ný­ sloppinn úr NBA-deildinni, Bjarki var kominn alla leið frá Egilsstöð­ um og Björn og Jónas komu að sunn­ an. Ingvar, ungur bóndi af svæðinu, leiddi svo hópinn og þekkti að sjálf­ sögðu hvern krók og kima á leiðinni. Við byrjuðum á að ganga tölu­ verða upphækkun og hugðumst fikra okkur eftir fjallsbrúninni inn fjörðinn og leiða svo féð niður í dal. Við örkuðum upp eftir fjallshlíð­ inni – mátulega klunnalegar í alltof miklum fötum. Það bætti hressilega í vindinn með hverju skrefi og þegar okkur loks tókst að ná fjallstoppn­ um, var ekki stætt nema í skjóli á bak við stærðar stein. Menn spurðu hvort við værum ekki örugglega með eitthvert nesti. Ein okkar hafði stungið fáeinum möndlum í vasann. Meira vit var ekki í fjallagörpunum. Ekki einu sinni pelinn var með í för. Smali og kind í sjálfheldu Strekkingsvindurinn var mestur við blá brúnina á fjallinu en þegar við gengum inn eftir því var ögn lygnara. Við notuðum úlpurnar okkar eins og segl til að taka á okk­ ur vindinn og svífa upp erfiðustu brekkurnar. Kannski ekki algeng sjón í fjallamennsku. Hópurinn hélt sig í beinni línu og reyndi að ná yfir­ sýn yfir svæðið. Eftir nokkurt labb varð fyrsta og eina kindin á vegi okkar. Hún var með tvö myndarleg lömb og horfði tortrygginn á gulklæddu mann­ verurnar. Okkur fannst sem hún skildi nákvæmlega í hvaða erinda­ gjörðum við værum. Allt í einu varð hugmyndin um að taka af henni lömbin og senda í sláturhús svo­ lítið óhugnanlegri. Við reyndum að beina henni inn eftir firðinum, yfir á í botni dalsins og vonuðumst til að hún færi þægilegu leiðina sem leitar­ stjórinn hafði lýst. Upphófst nú ófyrirsjáanleg at­ burðarás þar sem blessuð kindin reyndist hinn mesti forystusauður og alls ekki á þeim buxunum að láta smala sér eitt né neitt. Í stað þess að vaða yfir ána, eins og við reynd­ um að láta hana gera, og færa sig varlega yfir í næstu fjallshlíð, fór kindin kræklóttustu leið í þveröfuga átt, inn eftir djúpu klettagili í botni fjarðarins, þar sem nær ómögu­ legt var að elta hana uppi. Lömbin viku ekki frá móður sinni lafhrædd við hamaganginn. Við tók eltingar­

gt@frettatiminn.is | 531 3300 Eftir 6 tíma göngu í aftakaveðri voru tvö lömb afrakstur hópsins, ekki slæmt segja vanir menn.


FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

leikur sem átti eftir að reyna á alla okkar lipurð, snerpu og úthald og ­orkuforða. Í eitt skiptið strunsaði kindin með lömbin sín tvö niður svo bratta klettaveggi í gilinu að þaðan hefði ekki nokkur átt að komast lifandi nema fuglinn fljúgandi. Okkar maður frá Egilsstöðum ætlaði heldur betur að koma þeim á öruggar slóðir og fór beinustu leið á eftir, til að reyna að koma í veg fyrir stórslys. Ekki vildi betur til en svo að bæði smalinn, kindin og lömbin lentu í sjálfheldu í klettunum þar sem dynjandi fossinn beið undir fótum þeirra. Hvorki bóndinn í hópnum, NBA-leikmaðurinn né við hinar gátum séð þessa stöðu fyrir. Eftir örvæntingarfull hróp og köll okkar mjakaði kindin og svo lömbin sér á öruggara undirlendi og smalinn náði fótfestu. Við störðum agndofa á atburðarásina án þess að geta gert nokkuð til að rétta þeim h ­ jálparhönd. Stuttu síðar komum við lömbunum yfir ána en ærin var enn í baráttuham og gaf Ingvar þau fyrirmæli að mikilvægast væri að koma lömbunum niður í rétt. Kindin væri fullfær um að skila sér til byggða sjálf. Tvö lömb voru því allt og sumt sem átta manna smalahópur kom til byggða ofan af fjalli. Ekkert dró úr vindinum og með hverjum klukkutímanum bætti hressilega í. Rigningin kom í kviðum og þeir sem gengu efsta klettabeltið komu niður veðurbarðir af hagléli. Það var ekki þurr þráður á nokkrum manni og gangan var orðin margfalt lengri en okkur grunaði. Þegar laus stund gafst lögðumst við á hnén og löptum vatn úr lækjarsprænum. Það var ekki laust við að samleitarmenn okkar væru farnir að þreytast líka. Ekki að okkur hafi leiðst eina sekúndu. Tilfinningin að fá að

| 35

Tilfinningin að fá að taka þátt í þessari aðgerð, að fá bara í örfáa klukkutíma að hafa þennan tilgang, veitti okkur ómælda gleði. Það er ekki á hverjum degi sem borgarbörn komast svona í tæri við alvöru lífsins.

taka þátt í þessari aðgerð, að fá bara í örfáa klukkutíma að hafa þennan tilgang, veitti okkur ómælda gleði. Það er ekki á hverjum degi sem borgarbörn komast svona í tæri við alvöru ­lífsins. Úr fjallshlíðunum sáum við móta fyrir kindum á áætluðum áfangastað neðar í dalnum. Þar sem við gengum í röð niður úr brattanum til móts við þær, sáum við skyndilega í hverju starf leitarstjórans hafði falist. Á hverjum hjalla, eins langt og augað eygði út fjörðinn, birtust gulklæddir smalar og mynduðu breiðfylkingu sem var margföld okkar. Þessi sjón sem birtist okkur á sjöunda klukkutíma eftir tugi kílómetra göngu í gili og bratta, var eins og umsátur í stríði. Hjörðin safnaðist saman í mýrinni, alveg eins og til stóð, og var á endanum rekin niður á veg og inn í rétt. Hvaltönn fyrir hafnarstýruna Þar sem við stóðum gjörsamlega niðurringdar og algjörlega bensínlausar við réttina, var hughreystandi að heyra því fleygt að fólkið myndi ekki eftir verra gangnaveðri á sinn lífslöngu ævi. Sveitungar grínuðust með að nú væri kominn tími á að breiða út dúk og borða nesti. Það væri hefð þegar svangir smalar

​Síðstu metrana á toppinn laumaði Ragnar göngustafnum aftur fyrir sig og dró vígalega smalakonuna upp brattann.

kæmu niður af fjalli og hefðu rekið kindurnar inn í rétt. Þá væru menn vanir að setjast niður, áður en féð væri dregið í dilka. Beljandi rigningin bauð ekki upp á það í ár. Okkar hlutverki í leitunum var lokið. Við klöngruðumst aftur upp í bíl. Úrvinda, sælar og glaðar hentum af okkur blautustu flíkunum og upplifðum algjört spennufall. Einhverskonar æðisgengna tilfinningu af að hafa sigrað sjálfan sig og mögulega fengið að gera örlítið gagn. Í hamingjukasti ætluðum við aldrei að geta hætt að hlæja. Við munum varla eftir þægilegri sundferð en þeirri sem fylgdi á eftir. Laugin í briminu við Krossnes var

eins og paradís á jörð. Við vorum hvergi nærri mettar af ævintýrum eftir að upp úr var komið og skrönsuðum í botni Norðurfjarðar þegar við sáum andarnefjuhræ liggja þar og rotna. Það var eins og runnið væri á okkur æði og allar sem ein stukkum við út úr bílnum og drógum úr henni gula og ógeðslega tönn. „Fyrir hafnarstýruna!“ sagði einhver með dýrslegan glampa í augum. Smalamennskunni lauk auðvitað í kaffihúsinu við höfnina þar sem við tók einhver skemmtilegasta kvöldstund sem við munum eftir. Lambakjöt af bestu sort var borið ofan í allann hópinn. Yndislega sveitafólkið

reyndist ekki bara fyndið og gestrisið heldur einstakir músíkantar sem voru ekki lengi að draga upp gítarinn. Hátindur kvöldsins voru svo auðvitað systurnar þrjár af Melum sem kunnu alla heimsins söngtexta og fluttu þríraddað hvert ljóðið á fætur öðru. Framlag okkar blaðakvenna til íslenskrar sauðfjárræktar fer kannski ekki í sögubækurnar. En fyrir okkur var þessi lífsreynsla á Ströndum svo stórfengleg að skiljum ekki hversvegna vegna smölun hefur ekki verið markaðssett sem upplifunarævintrýri fyrir hugdjarfa ­ferðamenn.

KOMDU OG NJÓTTU MEÐ OKKUR! Tapasbarinn er 16 ára og þér er boðið í afmælisveislu mánudaginn 17. og þriðjudaginn 18. október

veitingar á afmælisverði 10 vinsælustu tapasréttirnir

590 kr./stk.

• Marineraðar lambalundir með lakkríssósu • Bleykja með hægelduðu papriku salsa • Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús • Hvítlauksbakaðir humarhalar • Marineðar kjúklingalundir með alioli • Serrano með melónu og piparrót • Grillaðar lambalundir Samfaina með myntusósu • Spænsk eggjakaka með lauk og kartöflum • Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilli sósu • Nautalund í Borgunion sveppasósu

AFMÆLISleikur Í tilefni tímamótanna langar okkur að gleðja heppna viðskiptavini. Fylltu út þátttökuseðil á tapas.is og þú gætir unnið veglega vinninga t.d. ferð fyrir tvo til Tenerife á Spáni í sjö daga - að verðmæti 403.115 kr. Vinningar verða dregnir út 19. október 2016.

tapasbarinn – hinn eini sanni í 16 ár

... og allir fá ljúffenga og margrómaða súkkulaðiköku Tapasbarsins í eftirrétt.

Codorníu Cava-glas Peroni, 330 ml Campo Viejo, léttvínsglas

490 kr./stk. 590 kr./stk. 690 kr./stk.

BORÐAPANTANIR Í SÍMA 551 2344

RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is


36 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Frá því snemma á sjöunda áratugnum hefur Metrópólítan óperan verið til húsa í menningarmiðstöðinni Lincoln Center á miðri Manhattan eyju.

Metrópólítan óperan var stofnuð árið 1880 sem mótvægi við öðru óperuhúsi í New York, Tónlistarakademíu-óperunni. Nýríkir iðnjöfrar í borginni fengu ekki miða á sýningar þar, því að þar höfðu gamlar og ríkar fjölskyldur forgang og hefðarrétt. 22 stofnmeðlimir óperunnar komu Metrópólitan óperunni á legg með það í huga að gera allt miklu betur en samkeppnisaðilinn. Sumir segja að það takmark haldi enn á heimsvísu.

Óperan endursköpuð í beinni Bíóferðir til að njóta óperutónlistar hafa skotið rótum á Íslandi á undanförnum árum. Þessi upplifun fangar vel galdur góðrar óperuupplifunar og hefur í raun umbreytt óperuforminu. Metropolitan óperan í New York er fremst meðal jafningja á þessu sviði með sínar hágæða útsendingar en áratugur er síðan óperuhúsið hóf útsendingarnar.

Ein af öðrum hafa íslenskar menningarstofnanir ræst vélarnar fyrir veturinn á undanförnum vikum og mánuðum. Það sama má segja um hinar ýmsu stofnanir erlendis sem sumar hverjar eru svo framarlega á sínu sviði að þær hafa aðdráttarafl sem nær langt út fyrir heimalandið og laða að sér þá sem njóta víða að. Metrópólitan óperuhúsið í New York er dæmi um slíka stofnun en á síðustu árum hefur verið hægt að njóta sýninga þaðan í bíóhúsi í Reykjavík. Sambíóin sýna metnaðarfullar uppsetningarnar í Kringlubíói og í gegnum tíðina hefur aðsóknin verið með ágætum. Framundan í vetur eru tíu uppfærslur.

plássunum. Þá er skiljanlegt að einhverjir eigi í vandræðum með að sjá hin fínni blæbrigði í leik söngvaranna, þó að hljómgæðin í salnum séu mikil. Óperusagan hefur reyndar sýnt að söngvarar eru misgóðir á leiklistarsviðinu. Stórtenórinn Pavarotti þurfti til dæmis ekki alltaf mikið að leika á sinni tíð, hann bara opnaði munninn og andað þessari dásamlegu rödd sinni út úr sér án þess að virðast hafa mikið fyrir því. Í seinni tíð hafa kröfur um leikræna hæfileika hins vegar aukist og hljóta líka að gera það þegar slíkar upptökur og útsendingar verða algengari. Myndatakan í útsendingunum frá Metrópólítan er mögnuð og klippingar, hljóðvinnsla og allt sem til þarf. Það eru semsagt fagmenn af bestu sort bæði baksviðs, í hljómsveitinni og í sterkustu ljósgeislunum. Átökin í þeim miklu sögum sem liggja óperubókmenntunum oft til grundvallar ná alveg til manns í slíkum útsendingum, það þýðir til dæmis ekkert annað fyrir elskendur en að sýna eldheitar tilfinningar því að allt er í vægðarlausri nærmynd. Myndavélarnar eru aldrei færri en tíu, en aldrei verður maður var við þær.

Allt í nærmynd Það að njóta hágæðaútsendinga af viðburðum er allt önnur upplifun en að vera á staðnum. Þetta á við um íþróttakappleiki í sjónvarpi annars vegar eða á risastórum leikvöngum hins vegar og sama má segja um útsendingar úr Metrópólitan óperunni. Með slíkum útsendingum hefur óperutónlistin opnast upp á gátt, náð í auknum mæli til samtímans og úr verður í raun nýtt listform. Kvikmyndatakan og útsendingartæknin umbylta óperunni Salurinn í óperuhúsinu í New York er gríðarstór. Hátt í fjögur þúsund manns komast á sýningarnar ef allir möguleikar eru nýttir og einhverjir þurfa standa í ódýrustu

Hefst með trukki Óperubíó-starfsárið hjá Met hefst með trukki og dýfu nú á laugardag. Það er ópera Richards Wagner um ástir Tristan og Isolde sem boðið verður upp á. Þetta tekur þann tíma sem til þarf, sem eru tæpar fimm klukkustundir. Hléin eru tvö, en óperur eru ekki endilega fyrir alla á tímum landlægs athyglisbrests, frekar en annað. Samt láta þúsundir manna um heim allan heillast og streyma í bíóin til að fá að vera með í veislunni sem geislað er með tækni nútímans út um heim allan. Uppfærslan á óperunni um hinar forboðnu ástir Tristan og Isolde er ný, en vegna svimandi kostnaðar við hverja slíka eiga uppfærslur til að vera endurnýttar við óperuhús-

Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is

S SO PPUR

HNA

KRAKK

led eð 1.22” snjallúr m fyrir neyðarFrábært a k , SOS tak ingu. snertiskjá ms með staðsetn jast s lg g fy o l g o ta sím í úrið að hringja arnsins. Hægt er b um með ferð

9.990

ið. Það er pólski leikstjórinn Mariusz Trelinski sem hefur auga með öllu saman, hann kemur inn í óperuveröldina úr heimi kvikmyndanna, sem ekki skemmir fyrir þegar kemur að útsendingunum. Stjórnandi er breski hljómsveitarstjórinn Sir Simon Rattle sem hefur ekki oft stýrt hljómsveitinni í gryfjunni í New York en er auðvitað einhver frægasti og virtasti hljómsveitarstjóri heims. Rattle álítur blábyrjun óperunnar, fyrstu taktana og fyrsta hljóminn í einmitt þessari óperu marka upphaf nútíma tónlistar. Sá Tristan-hljómur hefur nefnilega hangið í loftinu síðan og ekki leyst að sjálfsdáðum eins og tónfræði vestrænnar tónlistar gerði ráð fyrir um aldir. Í titilhlutverkum uppfærslunnar eru síðan Stuart Skelton, sem íslenskum óperuunnendum er vel kunnur eftir söng sinn í konsertuppfærslu á Peter Grimes eftir Benjamin Britten í Hörpu vorið

Sígild tónlist heim í stofu Möguleikar til að njóta sígildrar tónlistar heima í sófa hafa aukist hratt á síðustu árum. Hér eru nokkrir: Medici.tv - Áskriftarstöð á netinu þar sem boðið er upp á ríflega 100 útsendingar árlega frá mörgum af þekktustu tónlistarsölum, tónlistarhátíðum og óperuhúsum veraldar. Berlínarfílharmónían - Hljómsveitin býður upp á stafrænan tónlistarsal, app fyrir tölvur, síma og helstu sjónvarpstegundir. Um 40 beinar útsendingar árlega frá tónleikum. Metrópólitan óperan býður líka upp á sýningar sínar eftir pöntun (on-demand) og í snjallforrit í helstu tækjum. Menningar-sjónvarpsstöðina Arte og tónlistarrásina Mezzo má nálgast í gegnum áskriftarþjónustu Símans.

2015. Skelton þykir fara vel með hlutverk Tristian en það er hins vegar Isolde sem slegið hefur rækilega í gegn í uppfærslunni núna. Með hlutverk írsku prinsessunnar fer hin sænska Nina Stemme og tónlistargagnrýnandi New York Times hélt varla vatni yfir henni eftir frumsýninguna á dögunum. Alvöru samruni Richard Wagner kynni eflaust vel við það, ef hann vissi, að óperur sínar væru fluttar í bíóhúsum um veröldina í beinni útsendingu og með jafn miklum tæknilegum snilldartöktum og raunin er í útsendingunum frá New York. Wagner var allur fyrir samruna ólíkra listforma og stefndi að því að sameina sem flest þeirra í sínum verkum, talaði um sín verk sem heildarlistaverk (þ. Gesamtkunstwerk). Hann væri lukkulegur með að fella kvikmyndalistina, sem hann missti af á sínum tíma, að verkum sínum.

4BLS

A SENDIR BOÐ Í SÍM ! RA FORELD

GPAS ÚR

Óperubíóið hefst á hádramatískri og ómögulegri ást Tristan og Isolde. Nina Stemme hefur slegið í gegn í hlutverki Isolde.

3

NÝR BÆ K STÚTFULLINGUR AF SPEN LUR TÖLVUBÚNANDI NAÐI

LITIR

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is


HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA

20%

AFSLÁTTUR

50%

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KUBBAKERTUM

AF ÖLLUM „MORE“ OG „NORDIC“ EININGASÓFUM

VELKOMIN Í NÝJU VERSLUNINA OKKAR Í SKÓGARLIND

NÝR STAÐUR: SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI

TEKK COMPANY OG HABITAT | SKÓGARLIND 2, KÓPAVOGI SÍMI 564 4400 | OPIÐ MÁN-LAU KL. 10–18 OG SUN KL. 12–17 VEFVERSLUN Á WWW.TEKK.IS


Fjölnota tæki og tól LuTool Fjölnota sög 600W fyrir málm, við, flísar og steypu, 3 blöð fylgja

38 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

GOTT UM HELGINA

13.990 LuTool Pússivél 560W m/hjámiðju snúning

11.990

LuTool fjölnota hjakktæki til viðhalds - rafmagnstæki 300W.

LuTool fjölnota hjakktæki til viðhalds - þráðlaus með 12V LioIon rafhlöðu

7.890

8.990

LuTool 7 blaða sett

2.490

LuTool 32mm blað í fjölnota tæki

390

Yoko Ono og Erró í Hafnarhúsinu

LuTool 12 blaða sett

4.990

Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

RIFF í Sláturhúsinu fyrir austan Myndir frá RIFF kvikmyndahátíðinni verða sýndar í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum, um helgina. Um er að ræða alls sjö myndir og þar á meðal fimm íslenskar heimildamyndir. Myndir RIFF á Egilsstöðum er eftirfarandi: WAVES. Pólland, 5 stuttar heimildarmyndir (þ.á.m. Heimakær), Ransacked. Ísland. BOBBY SANDS: 66 DAYS. Írland/Bretland Hvar? Sláturhúsið Egilsstöðum Hvenær? Í dag til sunnudags

Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarhúsi í dag. Annars vegar YOKO ONO: EIN SAGA ENN... og hins vegar Erró: Stríð og friður. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýningarnar. Sýningarnar tengjast friðarþema sem nú er ráðandi í safninu og víðar í borginni. Hvar? Hafnarhúsið Hvenær? Í dag klukkan 18-20

Málþing út í mýri Í dag verður haldið Málþing í Norræna húsinu um sjálfsmyndir og margbreytilegar heimsmyndir í barnabókum. Í boði verða bæði fyrirlestrar og pallborðsumræður með erlendum og íslenskum höfundum og fræðimönnum. Málþingið fram á ensku. Hvar? Norræna húsið Hvenær? Í dag klukkan 9-16 Hvað kostar? 3.500 kr., innifalinn thádegismatur og kaffi

Heimili & hönnun

Heimilistæki Þann 14. október auglysingar@frettatiminn.is | 531 3300

Myndasögur í aldarfjórðung Í dag í myndasögudeild Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu fáum við að kíkja inn í heim teiknarans Þorra Hringssonar. Þorri hefur í aldarfjórðung unnið að myndasögugerð og fá gestir safnsins að sjá afraksturinn af vinnu hans. Hvar? Borgarbókasafnið Hvenær? Í dag klukkan 16

Trúbrot flytur Lifun í Stapa

Opnun Höfða Friðarseturs

Í dag hefst starfsemi HÖFÐA Eitt helsta meistaraverk íslenskar tónlistarsögu, platan Lifun, verður flutt Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu fyrir gesti og gangandi af hljómsveitinni málþingi í Hátíðarsal Háskóla Trúbrot í Hljómahöllinni í kvöld. Með Íslands. Guðni Th Jóhannesson, goðsagnakenndu hljómsveitinni stígur á forseti Íslands, verður með opnsvið hópur stórbrotinna tónlistarmanna unarávarpið. sem leggur hljómsveitinni lið. Hvar? Hátíðarsalur HÍ Hvar? Stapi, Hljómahöllin Hvenær? Í dag frá 13-18 Hvenær? í kvöld klukkan 21 Hvað kostar? 5.900 kr.

Tísku– og snyrtivöru blaðið Þann 8. október

Ljótu hálfvitarnir halda tónleika á Græna hattinum kristijo@frettatiminn.is | 531 3307

Ljótu hálfvitarnir mæta til leiks á Akureyri á Græna hattinum í kvöld. Hálfvitarnir lofa góðu glensi enda eru tónleikar þeirra orðnir þjóðsagnakenndir og hálfvitaskapurinn verður settur í botn. Hvar? Græni hatturinn Hvenær? Í kvöld klukkan 22 Hvað kostar? 3.900 kr.


BÆ T UM S A M SKI P T I N Inntak Samskiptaboðorðanna snýst um að horfa, heilsa, hlusta, hljóma, hrósa og hjálpa.

Það er ævinlega einhver ástæða fyrir hegðun okkar og líðan. Skýringuna er að finna í persónuleika okkar, lífsreynslu og viðhorfunum til okkar sjálfra. Í samskiptum við aðra verður líka til reynsla sem nauðsynlegt er að horfast í augu við af heiðarleika.

www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39


40 |

Kerrur

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Heldur „Girl Power“ námskeið í rappi

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

„Aðalatriðið er ekki að semja heilt rapplag í lok námskeiðsins,“ segir leikkonan og Reykjavíkurdóttirin Tinna Sverrisdóttir sem verður með rappnámskeið fyrir unglingsstelpur í Menningarhúsi Kópavogs á morgun. Hún ætlar að leggja áherslu á aukið sjálfstraust í listsköpun.

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

„Ég var kosin bæjarlistamaður Kópavogs árið 2014 og ferðaðist þá á milli allra grunnskóla í Kópavogi ásamt tveimur öðrum Reykjavíkurdætrum. Við fórum til allra áttundu bekkinga með

rappsmiðju. Girl Power er framhald af því. Ég hugsaði um daginn hvað það væri sem ég hefði viljað sjá sem unglingur og þá datt mér í hug að halda námskeið með áherslu á aukið sjálfstraust í listsköpun.“ Hún segir unglingsstelpur hafa sýnt rappi mikinn áhuga á seinustu árum frá því að Reykjavíkurdætur byrjuðu að rappa. „Það hefur orðið vitundarvakning meðal stelpna um að þær megi rappa og geti það.“ „Við ætlum að fara í gegnum ferlið saman og hafa gaman. Útkoman skiptir ekki öllu máli.“ | bg

Flottasta plötuumslag í heimi

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Kerrur

Tónlistin kann að flæða út um allt, til dæmis á netinu, en samt skiptir enn máli að pakka henni smekklega inn. Enn koma út geisladiskar og vínylútgáfa hefur tekið góðan kipp á undanförnum árum. Tónlistaráhugamenn eiga erfitt með að velja eitthvað „uppáhalds“ en Fréttatíminn hringdi samt í nokkra og píndi þá til að velja flottasta umslagið.

frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. VÍKURVAGNAR

EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Dráttarbeisli

The Shape of Jazz to Come með Ornette Coleman „Eftir smá umhugsun, þá vel ég The Shape of Jazz to Come með Ornette Coleman, sem er ein af byltingunum í bandarískum djassi. Ég kom auðvitað seint að plötunni, sem kom út árið 1959, en ég kynntist henni þegar ég var í arkitektanámi við Carleton háskólann í Ottawa í Kanada. Prófessorinn okkar þar lét okkur koma með tónlistina sem við vorum að hlusta á og ég var þá byrjaður að grúska í djassinum. Hann var á því að ég þyrfti endilega að heyra þessa plötu. Umslagið passar fullkomlega við tónlistina og þennan hrokafulla titil sem lýsir því að Colman var fullkomlega viss um hver djassinn myndi þ ­ róast. Hann ætlaði að setja línuna. Eg get rétt ímyndað mér hvað tónlistin hefur verið brjáluð á þeim tíma þegar platan kom út, enda gengu samverkamenn Coleman frá verkefninu þegar þeir heyrðu hvert hann stefndi. Síðar kom í ljós að þessi frjálsi djass var einmitt sú átt sem tónlistarstefna þróaðist í. Hann hafði rétt fyrir sér. Hönnunin er einföld og blátt áfram, því tónlistin skiptir öllu máli.“

MAYA og Arular með M.I.A Áður en ég nefni flottustu „plötucover“ sem ég veit um verð ég að nefna mína eigin plötu Crap með hljómveitinni minni Cyber, en Gréta Þorkelsdóttir, grafískur hönnuður, hannaði hana fyrir mig og Sölku og við erum svakalega ánægðar með hana. Hins vegar myndi ég segja að flottustu plöturnar sem ég veit um séu báðar úr smiðju tónlistarkonunnar M.I.A, annars vegar platan MAYA og hins vegar Arular. Bæði „cover-in“ á þessum plötum eru alveg „brilljant“ og ég tengi bara mjög mikið við þau. Þetta eru eins og tvö myndlistarverk en það er svo gaman þegar útlit á plötum er tekið út úr öllu sérstöku samhengi og standa bara ein og sér. Þegar ég hugsa um það þá er platan okkar frekar lík hennar plötum, ­algjörlega ómeðvitað á þeim tíma. Jóhanna Rakel Rappari og myndlistarnemi.

Revolver með Bítlunum

Kári Eiríksson Arkitekt og tónlistaráhugamaður

undir flestar tegundir bíla

Samnefnd plata James Blake

Setjum undir á staðnum VÍKURVAGNAR EHF.

Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is

Tinna er í rapphljómsveitinni Reykjavíkurdætur. Mynd | Rut

Þetta er svolítið erfitt val og margt kemur upp í hugann. Ég hef alltaf heillast af vel teknum portrettmyndum af listamönnum framan á plötunum þeirra, mér finnst það persónulegt. Til dæmis hef ég, eins og fleiri, slefað yfir frægu og flottu albúmunum utan um sígildar

djassplötur frá Blue Note útgáfufyrirtækinu á árum áður. Svo gæti maður líka nefnt Horses með Patty Smith sem er frábært umslag, en ég vel hins vegar fyrstu plötu James Blake frá 2011. Þetta er nútímaleg hönnun fyrir nútímalega tónlist sem kom með nýjan tón í R&B tónlistina. Hann syngur svo fallega og umslagið passar svo vel við innihaldið. Þarna er falleg naumhyggja á ferðinni, tveimur (eða fleiri) andlitsmyndum af listamanninum er blandað saman. Þetta verður dálítið annars heims, eins og ­tónlistin. Pétur Ben Tónlistarmaður og tónskáld.

„Pink Floyd eru náttúrulega algjörir meistarar þegar kemur að plötuumslögum og ef það væri keppni um bestu albúmin ættu þeir, eða hönnuðurinn Storm Thorgersson að vinna. En það er svo augljóst svo ég ætla ekki að velja þá. Ég ætla að velja Bítlaplötuna Revolver sem kom út þann 5. ágúst 1966. Þetta er fyrsta frumlega stóra plata Bítlanna og margir telja hana betri en næstu plötu á eftir, Sgt.Peppers, en ég held hún sé bara einn steinninn á leiðinni þangað. Mér finnst þetta „cover“ einstakt og það þótti líka mjög spes á sínum tíma því hún er teiknuð og svarthvít. Það var þýski listamaðurinn Klaus Voormann sem teiknaði hana. Hann var góðvinur Bítlanna frá Hamborgarárum þeirra og spilaði oft á bassa með þeim. Myndin er eitthvað svo skemmtileg því hún er bæði einföld og flókin, dálítið menntaskólaleg en samt svo flott. Það er einhver svona afslöppuð snilld á bak við hana. Myndin hafði mikil áhrif, meira að segja alla leið til Íslands en Hljómar gerðu svo teiknað „cover“ árið á eftir.“ Andrea Jónsdóttir Útvarpskona og plötusnúður.


Gleymum ekki geðsjúkum eru einnkunarorð K-dagsins www.kiwanis.is

HJÁLPAÐU OKKUR AÐ HJÁLPA LYKILL AÐ LÍFI Lykillinn kostar 2000 kr. og rennur allur ágóði af sölunni til Bugl og Pieta. BYKO sker út lykilinn og þú notar hann t.d sem húslykil. Vertu með lykil að lífi á þinni lyklakippu. Söfnunarúmerið 908 1550

SÉRSTAKIR STUÐNINGSAÐILAR ÁTAKSINS ERU:


42 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Júlía og Júlía opna bar og bakarí

Nöfnurnar Júlía Hvanndal og Júlía Mai Linnéa Maria eiga sér saman þann draum að opna bar og bakarí.

Barinn og bakaríið Barkarí verður opnað á næstu misserum miðbæ Reykjavíkur. Stöllurnar Júlía Hvanndal og Júlía Mai Linnéa Maria standa að verkefninu og láta loks draum sinn rætast um að bæta við bakkelsismenningu Reykvíkinga.

„Ég hætti í dagvinnunni minni og hugsaði bara ef ég geri þetta ekki núna þá geri ég þetta aldrei. Ég er búin að vera í tvö ár að gera þetta til hliðar við vinnu, en þannig gerist aldrei neitt ef maður er bara að vinna og sinna fjölskyldunni. Maður verður að taka áhættu til að eitthvað gerist.“ | hdó

„Við ákváðum að stofna þetta saman því við eigum sameiginlegan draum um að opna bar og bakarí. Við bökum mjög mikið og höfum unnið við þetta svo lengi,

þennan bransa. Á Íslandi í dag, eða í Reykjavík, þá er þessi heimur svo einsleitur. Bara vínarbrauð og allir með sömu frosnu innfluttu kleinuhringina. Okkur langar að gera eitthvað ferskt og nýtt og skemmtilegan stað sem er svolítil upplifun að koma á.“ Júlía Hvanndal er grafískur hönnuður og segir það mjög mikilvægt að sjónræni hluti rekstrarins fái að skína. Mikið verður lagt upp úr smáatriðum og fegurðin spilar stórt hlutverk. Júlía Mai er sænskur barþjónn og listamað-

ur og verður því skandinavískur fílingur svífandi í loftinu: „Það er allt tilbúið, frá veggfóðri niður í flísar og vélar og tæki og tól. Það eina sem er eftir er að finna húsnæði og svo erum við að skoða fjárfesta og möguleika í því þannig ef fólk vill fjárfesta í þessu tækifæri, þá bara endilega hafið samband,“ segir Júlía Hvanndal og flissar. Henni finnst mikilvægt að þora að taka áhættu til að láta drauma sína rætast:

Þór kastar auðvitað fastast Í íþróttalífi Bandaríkjanna mæla menn allt. Tölfræðin er á háu og vísindalegu plani. Í ljós hefur komið að kastarar í bandaríska hafnaboltanum kasta alltaf fastar og fastar. Og sá sem kastar fastast er ljóshærður, síðhærður og er kallaður Þór. Hann er tengdur tveimur trúarlegum karakterum, heitir Nói og er kallaður Þór. Við erum að tala um bandarísku hafnaboltahetjuna Noah Syndergaard sem hefur slegið í gegn með New York Metz á síðustu mánuðum. Hann er kastari og er bæði nákvæmur og hraður í sínum köstum sem fá þá sem eiga að slá boltann til að skjálfa á beinunum. Tölvur og tölfræðingar bandaríska atvinnu-hafnaboltans hafa komist að því nú kasta kastarar í deildinni boltanum á tæplega 6,5 kílómetra meiri hraða, ef miðað er við klukkustund-

ina, en þeir gerðu árið 2001. Þetta kann ekki að þykja skipta miklu máli á svo stuttri vegalengd, en boltinn ferðast um 18 metra frá þeim sem kastar og til þess sem slær. Viðbragðið hjá þeim sem slær þarf að koma á rúmum 0.2 sekúndum. Noah Syndergaard kastar að meðaltali á 158 km/klst. Hann er Birkir Bjarnason hafnaboltans, síðhærður og myndarlegur en hins vegar hávaxnari, rétt rúmlega tveir metrar á hæð. Sumir segja hann hafa verið búinn til í tilraunastofu til þess eins að spila hafnabolta. New York Times hefur lagt töluvert á sig til að grafast fyrir um norrænan uppruna Noah í Danmörku. Leitin bar ekki árangur en móðurfjölskylda Syndergaard talar fornt ­v íkingablóð. Sjálfur hefur íþróttamaðurinn birt af sér myndir á samfélagsmiðlum þar sem hann er klæddur eins og ofurhetjan Þór í fullum herklæðum í æfingasalnum. | gt Noah Syndergaard kastar eins og ofurhetja.

Sólskálar Svalaskjól Gluggar og hurðir

Fólk á að fá innsýn inn í kaótík og bremsuleysi heimilisofbeldis. Mynd | Laufey Elíasdóttir

Heimur sem hefur verið SUSS!aður niður

RaTaTam vinnur leikverk um heimilisofbeldi.

Þ

misnotkun eða þegar manneskja etta er ekki stofudrama,“ finnur ekki einhver mörk.“ segir Charlotte Bøving „Svo má benda á það að við viljsem leikstýrir sýningunni SUSS! Leikverki sem um ekki mata fólk með ákveðinni byggir á reynslusögum í sýn heldur vinna þetta á listræntenglsum við heimilisofbeldi. an hátt, leikhúslega. Fólk á að fá Leikhópurinn RaTaTam stendur innsýn inn í þennan heim í þessari að sýningunni og segir Charlotte sýningu, upplifa hann: kaótíkina, að hugmyndin sé að rjúfa þá þögn bremsuleysið og miklu spennu. sem umlykur heimilisofbeldi. „Það Það er nefnilega eitt af því sem við er margt að opnast í samfélaginu, höfum séð. Þarna er alltaf ákveðið heimilið þar á meðal og það er munstur.“ tiltölulega nýtt að farið sé að taka „Við viljum rannsaka hvað liggheimilisofbeldi ur á bak við þetta mjög alvarlega. allt saman. Það Umræðan um sem hefur komið það, hvað það í ljós er að á bak „Ég ætlaði að eignast konu, börn, við geranda eða er og hvað er og hús eða íbúð ... og þannig er leyfilegt gagnþolanda heimiliség staddur enn þann dag í dag. ofbeldis er barn vart fjölskyldunni En það kemur hrikalega skrítin sem hefur verið er að opnast. mynd í kollinn á mér stundum Gott dæmi um harkalega svipt og ofboðslega vont að hérna ... það er samvinna sakleysi sínu eða sko ... á mér eftir að finnast ég með lögreglunni trausti. Á bak við einhverntímann ... að ég þurfi að og Barnaþessa fullorðnu berja hana? Konuna mína? Af því manneskju er sál verndarnefnd.“ að ég var þannig upp alinn upp, sem brotnaði í „Við vildum að þetta þótti bara eðlilegt ...Alæskunni. Þú fæðfjalla um þetta og veg svakalega, öhh, óþægileg byggjum verkið ist ekki ofbeldisog vond mynd sem skýst upp í á alvöru sögum maður, gerandi hausinn á mér ... á það eftir að – nærri 50 til 60 eða þolandi. Það gerast?“ viðtölum við gergerist.“ „Nafn verksins endur og þolender SUSS! og það er ur heimilisofaf því að heimilisofbeldi hefur verbeldis. Þegar betur er að gáð áttar maður sig á því að flestallir hafa ið sussað niður. Við viljum takast á við sussið.“ sjálfir eða þekkja einhvern sem hefur upplifað ofbeldi af þessum Verkið verður sýnt í Tjarnarbíói, toga. Heimilisofbeldi sem hugeinum stærsta vettvangi sjálfstæðra atvinnusviðslistahópa í tak hefur breyst og getur verið dag. | bg líkamlegt, andlegt, einhverskonar

Brot úr verkinu:

hf Smiðsbúð 10 | 210 Garðabær Sími: 554 4300 | www.solskalar.is


NÝTT! FREYJU U ELL M A R A K BRAGÐ

Áfram Hrísland!


44 |

FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 7. október 2016

Kynntust með heyrnartól á höfðinu í plebbabolum Steinn og Diddi hafa verið bestu vinir frá því í menntó. „Við kynntumst á seinni önninni á fyrsta ári í MH en síðan sameinuðust borðin sem við vorum við á öðru ári og þá kynntumst við ­betur,“ segir Steinn Helgi um vináttu sína og Didda. „Við vorum á sitt hvoru borði því þau skiptast oft eftir bæjarhlutum. Diddi var úr Kópavogi með Kópavogsbúunum og ég var með 101.“ „Þegar við kynntumst föttuðum við báðir hvað við værum ógeðslega líkir, bæði útlitslega og með áhugamál. Sömu „konsept“, sömu bíómyndir og svona. Síðan sögðu

aðrir: Vá, þið eruð alveg eins! En það er dálítið leiðinlegt núna að ég er krúnurakaður og Diddi er með sítt hár. Þá erum við ekki alveg jafn líkir, eins og kannski sést.“ „Já, við erum ekki alveg ennþá með heyrnartól á höfðinu í plebbabolum,“ segir Diddi. „Það sem við áttum mest sameiginlegt var elektrónísk tónlist og „animate-aðar“ myndir eins og Akira sem er költ-klassík sem við tengdum báðir við.“ „Mig minnir einmitt að þú hafir verið í Akira-bol allt fyrsta árið og

ég tók geðveikt mikið eftir því og var bara, vá, ég verð að kynnast þessum gæja,“ bætir Diddi við. „Þegar við erum saman spilum við bara tölvuleiki og horfum á myndir. Það eru þrjú ár síðan við útskrifuðumst og það er enn alveg eins, geðveikt stabílt, sem er frekar ótrúlegt. Ég er eiginlega ekki í neinu öðru vinasambandi sem er þannig.“ „Við drekkum líka stundum bjór,“ skýtur Diddi inn í. | bg Steinn og Diddi spila tölvuleiki, horfa á mynd og drekka bjór.

Japanskt Manga-tehús opnar á Granda

Mynd | Rut

Kúahoppið laðar til sín forvitna túrista í Eþíópíu.

Mynd | Kristján Guðjónsson

Yfir 20 tegundir af tei og marglitar kökur. Á morgun opnar tehús á Grandagarði 1 sem ber nafnið Kumiko en um japanskt tehús er að ræða þar sem boðið verður upp á allskyns te og aðrar marglitar kræsingar. Svissneska listakonan Sara Hochuli kom fyrst til landsins árið 2009 þegar hún fór á Iceland Airwaves en nú hefur hún flust búferlum til Reykjavíkur og opnar tehúsið. „Við ferðuðumst við um landið og urðum bara ástfangin af Íslandi. Fengum þá hugmynd að það væri gaman að opna tehús hér því

Íslendingar virðist vera opnir fyrir svona nýjungum.“ Hochuli rekur nú þegar sambærilegt tehús í Sviss sem ber nafnið Miyuko. Kumiko verður á Grandagarði, á hafnarsvæðinu þar sem sprottið hefur upp mikið líf og menning á undanförnum árum, en margir listamenn eru þar með vinnustofur sínar, auk kaffihúsa og ísbúðar, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég get lofað því að þetta verður litríkasti staðurinn á hafnarsvæðinu og við verðum með tuttugu mismunandi tegundir af tei. Síðan verða allskonar kökur í boði, sumar í mangastíl. Svo verður kaffi svo sem líka á boðstólum en við vinnum saman með Reykjavík Roasters.“ | bg Svissneska listakonan Sara Hochuli opnar á morgun tehús á Grandagarði.

Kúahopparinn: Brot úr ferðasögu

E

Frásögn af manndómsvígslu Hamar-ættbálksins.

ftir þrjár vikur af ferðalagi um austur- og norðurhluta Eþíópíu, þar sem steinkirkjur og heilagar múslimaborgir bar fyrir augu, vorum við komin til suðursins, í Omo-dalinn, svæðis þar sem búa tugir ættbálka. Við þurftum ekki að keyra nema 30 kílómetra frá bænum Turmi, sem minnti helst á smábæ í austur-Evrópu, til Hamar-fólksins, ættbálks sem er hvað þekktastur fyrir manndómsvígslur sínar: Nautahopp, en þá komast ungir menn í fullorðinna manna tölu þegar þeir hoppa berrassaðir yfir röð nauta, fjórum sinnum í það minnsta. Þegar komið var á áfangastað leið manni eins og maður hefði ferðast aftur í tímann, lifnaðarháttum Hamar-fólksins svipaði ef til vill til íslenskra kotbænda á 19. öldinni, ef ekki frumstæðari. Við stigum út úr bílnum með leiðsögumann okkur við hlið og það fyrsta sem við sáum var verðandi stjarna kvöldsins, nautahopparinn, dálítið stressaður á svip en margs er krafist á stund sem þessari. Mistakist honum hoppin þarf hann að þola fordæmingu og skömm í ár, fram að næstu tilraun. Og nautahopparinn heilsaði túristunum, þessum ókunnugu gestum, vinalega, ánægður með að fjölmennt yrði í veislunni. Allir í móður- og föðurættinni væntanlegir, hér yrði fjölmennt, partíið rétt að byrja. Við gengum í gegnum Hamar-þorpið og við blöstu strákofar sem minntu á myndir úr barnabókum og stoppuðum hjá hópi ungra manna sem sátu á hækjum sér og máluðu hvern annan með rauðri og hvítri andlitsmálningu. „Þeir eru búnir að hoppa. Bíða bara eftir

að fjölskyldan velji þeim konu til að giftast. Í dag þurfa þeir að hýða kvenkynsskyldmenni þess sem hoppar í dag,“ sagði leiðsögumaðurinn. Skammt frá dönsuðu frænkur, systur og ömmur hopparans. „Konurnar sýna ást og væntumþykja sína á hopparanum þegar ungu mennirnir hýða þær áður en hann hoppar. Því stærri sár og ör, því virðingarmeira, og því ríkari skylda til að gæta þeirra.“ Við gengum að veisluskýlinu og settumst niður með aldursforsetum ættarinnar sem drukku heimabruggaðan bjór sem mallaði í heitum pottum. Honum var skenkt í plastfötur sem menn réttu á milli sin og drukku. Við þar með talin. Auðmjúk og þakklát fyrir gestrisnina í okkar garð. Við vorum við feimin við að taka myndir af kurteisi við heimamenn. Þess vegna fylgdi því ákveðin skömm þegar rúta með breska ferðamenn renndi í hlað og út stigu um tuttugu manns sem varla heilsuðu veislugestum heldur drógu upp myndavélar og tóku myndir í gríð og erg, jafnvel af þeim sem vildu ekki láta mynda sig. Forðuðust öll önnur samskipti. Og svo hófst fjörið! Frænkur og ömmur færðu sig á veislusvæðið, blésu í lúðra og hoppuðu og stöppuðu niður fótum, svo klingdi í bjöllum sem voru bundnar um hendur og fætur þeirra. Á eftir þeim komu karlarnir með svipurnar. Allt í einu myndaðist hópur fyrir framan sitjandi gestina þar sem karlmennirnir hýddu konurnar sem horfðu ögrandi og uppglenntum augum til þeirra, biðjandi um hýðingar, og þegar svipan skall á bökin svo blæddi úr sýndu þær engin merki um sársauka. Frekar

„Konurnar sýna ást og væntumþykja sína á hopparanum þegar ungu mennirnir hýða þær áður en hann hoppar. Því stærri sár og ör, því virðingarmeira, og því ríkari skylda til að gæta þeirra.“ mátti greina stolt í augum þeirra. Viðkvæmar túristasálir þurftu að taka sig saman í andlitinu og harka þessa skrítnu stund af sér. Vangaveltur um hvaða merkingu þetta hefði allt saman, hvort þetta væri siðferðilega rétt eða rangt, spruttu upp í hugann en engin bein niðurstaða fékkst. Geta ljóshærðir Vesturlandabúar sett sig í spor frumstæðra ættbálka í suður-Eþíópíu? Loks tók stundin enda, konurnar stoltar með blóði drifin bök. Þá voru nautin látin laus og þeim hópað saman á miðjan völlinn. Nokkrir ungir karlmenn röðuðu þeim saman, sjö til átta í röð, samsíða, og nautahopparinn birtist í öllu sínu veldi – á adamsklæðunum einum saman. Veislugestirnir allir í kring, líklega um hundrað talsins að undanskildum ferðamönnunum. Kúahopparinn fór af stað. Stökk upp á bak eins nautsins frá jörðu og upp, tiplaði yfir röð nautanna og lenti á báðum fótum hinu megin við. Leikinn endurtók hann sex sinnum og fagnaðarlætin létu á sér kræla. Honum hafði tekist það! Hopparinn orðinn að manni og því skyldi fagnað fram á morgundag. Ættingjar heldu aftur til veislu en túristarnir upp í jeppa, aftur heim á hótel í Turmi.


NÝTT BLAÐ

Stútfullt blað af hausttilboðum sem hjálpa þér að skipuleggja heimilið og fegra.

FÁÐU AÐSTOÐ SÉRFRÆÐINGS

Skoðaðu blaðið á byko.is

Guðný Helgadóttir, frá umboðsaðila OSRAM á Íslandi, aðstoðar viðskiptavini við val á perum í BYKO Breidd laugardaginn 8. október milli 12 og 16.

ALLT Í RÖÐ OG REGLU GEYMSLUBOX með loki, 10, 28, 48, 64, 75 eða 110 l. Verð frá:

625

kr

58099920-29 Almennt verð: 895 kr.

SKÁL 12x10 cm, græn, bleik eða blá.

5.995

855

kr

kr

41100104 Almennt verð: 7.995 kr.

GEYMSLUBOX með loki, 31 l.

1.535

kr

423779301 Almennt verð: 2.195 kr.

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda til 24. október eða á meðan birgðir endast.

MATAR- OG KAFFISTELL með blómamynstri fyrir fjóra.

GEYMSLUBOX með loki og á hjólum, 50 l.

2.195

41122052-4

FLOKKAÐU RUSLIÐ Á EINFALDAN HÁTT

FLOKKUNARTUNNUR Margar gerðir.

Auðveldaðu ruslflokkunina með frábærum tunnum sem hafa mislit lok. Hver flokkur hefur sinn lit.

58150401-21

HNÍFAPARASETT WINDSOR, 16 stk.

4.995

kr

41114346

Verð frá:

2.495

kr.

kr

423735803 Almennt verð: 2.595 kr.

EINAR LOFTSSON MÁLARAMEISTARI, VERSLUN BREIDD

JÁRNHILLA WORK 180x100x30cm, 5 hillur, hámark 150 kg.

4.995

kr.

38910093 Almennt verð: 7.995 kr.

BLÖNDUM ALLA LITI

Málum saman AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND


DOMINO’S-DEILDIN 2016 –2017

Keyrum þetta í gang Biðin er loksins á enda og bestu lið landsins tilbúin í átökin í Domino’s-deildinni. Domino’s er stoltur aðalstyrktaraðili besta körfubolta landsins. Sjáumst á vellinum!

HAUKAR

NJARÐVÍK

Dýrfinna Arnardóttir

Björk Gunnarsdóttir

KR

Jón Arnór Stefánsson

SKALLAGRÍMUR

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

NJARÐVÍK

Logi Gunnarsson

SKALLAGRÍMUR Sigtryggur Arnar Björnsson

VALUR

Hallveig Jónsdóttir

ÞÓR ÞORLÁKSHÖFN

SNÆFELL

Maciej Baginski

Viktor Marínó Alexandersson

STJARNAN

Ragna Margrét Brynjarsdóttir

KEFLAVÍK

Thelma Dís Ágústsdóttir

KONUR

GRINDAVÍK–KEFLAVÍK 8. okt. kl. 16:30

STJARNAN–SKALLAGRÍMUR 8. okt. kl. 16:30

SNÆFELL–NJARÐVÍK 9. okt. kl. 19:15

HAUKAR–VALUR 9. okt. kl. 19:15

KARLAR

KR–TINDASTÓLL 7. okt. kl. 20:05

ÞÓR A.–STJARNAN 7. okt. kl. 18:00

NJARÐVÍK–KEFLAVÍK 7. okt. kl. 18:15

HAUKAR–SKALLAGRÍMUR 7. okt. kl. 20:00


#dominos365

HAUKAR

Finnur Atli Magnússon

GRINDAVÍK

Íris Sverrisdóttir

KEFLAVÍK

SNÆFELL

Guðmundur Jónsson

Berglind Gunnarsdóttir

STJARNAN

Hlynur Bæringsson

TINDASTÓLL

Helgi Freyr Margeirsson

GRINDAVÍK

ÞÓR AKUREYRI

Ólafur Ólafsson

Þröstur Leó Jóhannsson

ÍR

Matthías Orri Sigurðarson


NÝTT Í BÆNUM

Tölum um … … kosningar

Adda Þóreyjardóttir Smáradóttir Af hverju er kosningaþátttaka ungs fólks svona dræm? Getum við kennt unga fólkinu um það eða er þetta sameiginleg ábyrgð þjóðfélagsins. Er ekki nauðsynlegt að sameinast í því að auka áhuga ungs fólks á pólitík og kenna því að nota röddina sína.

Nína Hjálmarsdóttir Á kjördag fara foreldrar mínir í sitt fínasta púss og hafa miðlað því til mín. En þegar ég ber mig saman við flesta jafnaldra mína í Ráðhúsinu, finnst mér ég vera út úr, svona of hátíðleg í hælum með varalit.

Kári Ólafsson Elínarson Samfélagið hefur gott af fleiri kosningum en þær geta kostað sitt í núverandi mynd. Ég sé framtíð þar sem öruggt internet mun auka þátttöku í rafrænum kosningum og minnka kostnað mikið.

Plata Söngkonan Solange Knowles hefur sent frá sér nýja plötu, A Seat at the Table, og má þar hlýða á nokkra góða hittara eins og Cranes in the Sky, Mad ft. Lil Wayne og Don’t touch my hair. Myndböndin með tveimur fyrrgreindu lögunum hafa fengið mikla athygli fyrir frumleg- og flottheit.

Rigning Eftir sumarlega daga, hita og sól hefur rigningin ákveðið að koma í heimsókn til landsins. Síðustu daga hefur rignt meira en landsmenn fengu að venjast í sumar en jamm og jú, þannig er það. Regnhlífar eru gott svar við þessu. Við skulum vinna meira með töff regnhlífar á næstunni.

Konfektmoli Nýr konfektmoli frá Síríus súkkulaði í konfektkassanum. Fylltur með mjúkri saltkaramellu sem bráðnar í munni. Óþarfi að bíða til jóla. Út í búð núna, slengjum konfektkassanum á afgreiðsluborðið og hökkum það í okkur á meðan gengið er frá greiðslu.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.