1. oktober 2010

Page 1

5 dress – 5 dagar Fegrunarráð og fatatíska götunnar

64

Lokaði sig inn á klósetti Jón Gnarr borgarstjóri hugsaði oft um að hætta fyrstu dagana sem borgarstjóri

22

HEELLGGAARRBBLLAA H ÐÐ

HELGARBLAÐ 1.- 3. október 2010 1. tölublað 1. árgangur

Þjóð í nammiskál

jónína LeÓsdóttir nýtt líf sem forsætisr áðherr afrú

A

ð meðaltali borðar hver Íslendingur 671 gramm af fersku grænmeti í viku hverri. Á sama tíma borðar meðalmaðurinn 364 grömm af sælgæti. Vikuskammtur sama manns er tæpir þrír lítrar af gosi. Það þarf því engan að undra að Íslendingar eru orðnir akfeitir. Þeir hafa skipað sér í flokk með enskumælandi þjóðum þegar kemur að offitu. Góð leið til að meta neyslubrag Íslendinga er að stika hillumetra í stórmörkuðum. Gunnar Smári Egilsson og Þór Bergsson stikuðu hillurnar í Hagkaupum á Eiðistorgi

Leggur töffarastílinn til hliðar Fanney Ingvarsdóttir fegurðardrottning heldur til Kína til að taka þátt í keppninni Ungfrú Heimur. Síðkjólar taka við af gallabuxum í mánuð.

68

Eltur af níu aðilum

Akfeit sælgætisþjóð á eftir að fitna enn meira í vikunni. Þeir komust að því að sú verslun er ekki frábrugðin öðrum matvöruverslunum landsins, tæplega 40% hillumetranna eru lögð undir sætindaflokkinn. Sætindi, fita, kaffi og te eru með öðrum orðum grunnurinn í mataræði viðskiptavina – og vega þar sætindin langþyngst. Ofan á þennan grunn kemur kornið þar sem sykrað morkunkorn og kex eru veigamest. Matur 60

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson þarf að verjast níu aðilum sem vilja ýmist rukka hann, rannsaka eða sækja til saka.

18

Horfst í augu við dauðann

síða 32 Ég hef aldrei skilgreint mig út frá því að vera maki einhvers hvorki nú né áður .

Ljósmynd/hari

Dómsmál gæti þurrkað út Icesave-skuld þjóðarinnar D

ómsmál sem slitastjórnir Glitnis og Landsbankans standa í þessa dagana gætu haft mikla þýðingu fyrir íslensku þjóðina. Um er að ræða túlkun á því hvort svokölluð heildsölulán og peningamarkaðslán séu forgangskröfur í þrotabú bankanna. Verði áðurnefnd lán dæmd sem almennar kröfur minnka forgangskröfur í bú bankanna, sem gerir það til að mynda að verkum að Lands-

bankinn ætti auðveldlega að geta staðið undir skuldbindingum sínum vegna Icesave miðað við núverandi áætlanir um endurheimt eigna bankans. Það myndi þýða að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra gæti hætt að reyna að semja um Icesave og íslenska ríkið slyppi við hundraða milljarða vaxtagreiðslur. Slitastjórn Glitnis telur lánin ekki falla undir skilgreiningu um innistæður og séu því ekki

forgangskröfur en Landsbankinn túlkar þau sem forgangskröfur. Slitastjórn Glitnis hefur vísað ágreiningi við nokkra kröfuhafa til dómstóla til að fá úr því skorið hvort túlkun slitastjórnarinnar sé rétt, en í tilfelli bús Landsbankans hafa eigendur almennra krafna vísað ágreiningi sínum við slitastjórnina til dómstóla. Kristinn Bjarnason hjá slitastjórn Landsbanka Íslands segir í samtali við Fréttatímann

að afleiðingin af því að þessar kröfur yrðu metnar almennar væri að forgangskröfur lækkuðu sem því næmi, um u.þ.b. 200 milljarða. „Þá verður meira til upp í forgangskröfur, sem flestir vita hverjar eru, og líkur aukast á því að til greiðslu komi fyrir almennar kröfur.“ Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra. oskar@frettatiminn.is

Þórunn Helga Kristjánsdóttir spurði lækninn hvort hún væri að deyja þegar henni var tilkynnt að hún væri með illkynja æxli.

25

Hallgrímur Helgason rithöfundur

Allt eru þetta stór og mikilvæg skref þó víða sé pottur enn brotinn. 44


2

fréttir

Helgin 1.-3. október 2010

Ísl a nd Búfer l a flutninga r

Framkvæmdastjórar flýja land Stjórnendum íslenskra fyrirtækja sem búsettir eru erlendis fjölgaði um 58% á síðastliðnu ári Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is

Alls eru 704 einstaklingar, sem búsettir eru erlendis, skráðir sem framkvæmdastjórar hjá íslenskum fyrirtækjum. Á sama tíma í fyrra voru 293 einstaklingar í sömu stöðu. Fjölgunin er því 58% á einu ári. Þetta kemur fram í tölum sem Creditinfo tók saman fyrir Fréttatímann. Flestir þessara framkvæmdastjóra eru skráðir með lögheimili á Norðurlöndunum en þau lönd sem koma þar á eftir eru Bretland, Bandaríkin og Lúxemborg. Flestir þessara aðila eru framkvæmdastjórar í einu íslensku fyrirtæki, eða 569 einstaklingar. Hinir 135 einstaklingarnir eru

skráðir framkvæmdastjórar í fleiri en einu fyrirtæki, mest sjö. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri sagði í samtali við Fréttatímann ástæðurnar fyrir flóttanum sennilega jafnmargar og einstaklingarnir sem eiga í hlut og að óvíst væri hvort skatturinn færi á mis við tekjur vegna þessa. Meðal þeirra framkvæmdastjóra sem flutt hafa búsetu sína utan á undanförnu ári eru Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, sem er framkvæmdastjóri 101 Capital og situr auk þess í 13 stjórnum, og Sigurður Valtýsson, fyrrverandi forstjóri Existu.

Níu aðilar á eftir Jóni Ásgeiri

Sigurður Valtýsson er fluttur til Lúxemborgar.

fréttaskýring bls.

18

V IÐSK IPTI L á n til eigenda L a ndsba nk a ns

Engar uppsagnir í Orkuveitunni

Stefnir Hannesi Smára vegna lóða á Þingvöllum Glitnir hefur stefnt Hannesi Smárasyni og þremur félögum í hans eigu, FI fjárfestingum, Hlíðasmára 6 og ELL 49 ehf., til greiðslu á skuld upp á hundruð milljóna. Veðskuldir á Faxafeni 12, sem er í eigu Hlíðasmára 6, eru upp á 300 milljónir og veðskuldir á sex sumarbústaðalóðum í Illagili við Þingvallavatn, sem eru í eigu ELL 49, nema um 110 milljónum. Hvorki lögmaður Glitnis né Hannesar vill tjá sig um málið. -óhþ

Gunnar Rúnar hafður í einangrun á Litla-Hrauni

hækkun á

verðskrá OR 1. október 2010 Orkuveita Reykjavíkur

til Svíþjóðar hafi enn ekki borist en lögreglan búist við þeim næstu daga. Hann segir að þær ráði ekki úrslitum í rannsókninni því játningin sé studd öðrum gögnum. Þá sé enn unnið að geðrannsókn á sakborningnum. Friðrik segir stefnt að því að létta einangruninni af Gunnari Rúnari eins fljótt og hægt sé en hann fái nú aðeins að hitta fjölskyldu sína. Hann einn hefur stöðu sakbornings í málinu. -gag

Vilja Exeter-málið burt úr dómnum

Samson-þríeykið. Þeir voru kóngar um stund þegar þeir keyptu Landsbankann undir lok árs 2002. Hér sjást þeir tilkynna kaup sín á bankanum á gamlársdag 2002.

Sakborningarnir í Exeter Holdingmálinu segja ágalla í rannsókn sérstaks saksóknara. Þeir kröfðust því frávísunar þegar mál gegn þeim var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, fimmtudag. Ákæran er sú fyrsta sem gefin er út eftir rannsókn sérstaks saksóknara. Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs-sparisjóðs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MPbanka, eru ákærðir fyrir umboðssvik með því að lána ríflega milljarð króna frá Byr til Exeter Holding. Styrmir Þór er einnig ákærður fyrir peningaþvætti, samkvæmt fréttum RÚV. Með láninu voru stofnbréf í sparisjóðnum keypt af stjórnarmanni í Byr og MP-banka. Bréfin hafði MP-banki innkallað meðal annars frá stjórnendum sparisjóðsins. -gag

H V ê TA Ê H ò S I / S ê A Ê Ð 1 0 - 0 2 9 3

Gunnar Rúnar Sigurþórsson er enn í einangrun í fangelsinu á Litla-Hrauni eftir að hann játaði í byrjun september að hafa banað Hannesi Þór Helgasyni í Hafnarfirði 15. ágúst. Hann situr í gæsluvarðhaldi. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn staðfestir að niðurstöður úr lífsýnum sem send voru

28,5%

Ljósmynd/MBL

Engum verður sagt upp í Orkuveitu Reykjavíkur um þessi mánaðamót. Það staðfestir Helgi Pétursson upplýsingafulltrúi. Yfirstjórn og starfsmenn vinna nú að endurskipulagningu fyrirtækisins og hópuppsögn liggur í loftinu. Helgi segir vinnunni ekki lokið. Verðskrá Orkuveitunnar hækkar um þessi mánaðamót. Það þýðir að algengur orkureikningur fjögurra manna fjölskyldu í fjölbýli hækkar um 2.400 krónur á mánuði og um 2.750 krónur í 130 fermetra einbýli, eða um 28,5%. -gag

Samson-þríeykið fékk 440 milljarða lánaða Þremenningarnir sem eignuðust Landsbankann í einkavæðingarferlinu árið 2002, og félög á þeirra vegum, fengu upphæðir að láni hjá bankanum sem námu 25% af útlánum hans. eða hafa gengið í gegnum sársaukafulla fjárhagslega endurskipulagningu. Björgólfur Thor sendi frá sér tilkynningu 21. júlí síðastliðinn þar sem greint var frá því að hann hefði gengið frá samkomulagi um heildaruppgjör við erlenda og innlenda lánardrottna. Í því felst að hann heldur yfirráðum yfir fyrirtækjum sínum, meðal annarra Actavis, Play og CCP, en allur arður næstu árin gengur til lánardrottna. Jafnframt felur samkomulagið í sér að ekki verði gengið að persónulegum ábyrgðum sem Björgólfur Thor var í á meðan það er í gildi. Þetta þýðir með öðrum orðum að ef viðunandi verð fæst fyrir Actavis getur Björgólfur Thor komist fljótt aftur á skrið sem viðskiptajöfur. Hvorki Björgólfur Thor Björgólfsson né Magnús Þorsteinsson voru taldir til tengdra aðila við Björgólf

Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson mynduðu Samson-hópinn við einkavæðingu Landsbankans árið 2002. Heildarupphæð lána, skuldabréfakaupa og meðfjárfestinga bankans til eignarhalds- og rekstrarfélaga á vegum stofnenda Samson var um 426 milljarðar í lok júní 2008. Að auki keyptu peningamarkaðssjóðir bankans skuldabréf fyrir 14 milljarða. Þessi upphæð er meira en tvöfalt eigið fé bankans sem var á sama tíma rétt rúmir 200 milljarðar. Jafnframt eru þetta um 11% af efnahagsreikningi bankans. Gera má ráð fyrir að stór hluti þessarar upphæðar sé tapaður þar sem bæði Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson eru persónulega gjaldþrota og nær öll rekstrarfélög og fyrirtæki sem þeir komu nálægt eru ýmist farin í þrot

Guðmundsson í lánabókum Landsbankans. Framhjá þeirri staðreynd verður þó ekki horft að Björgólfur Thor, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson tengdust viðskiptaböndum. Áður en Landsbankinn var keyptur höfðu þremenningarnir starfað saman í viðskiptum og fjárfestingum í áratug. Eftir að bankinn var keyptur var Magnús í Samson-hópnum til 2005 og eftir það í tengslum við Björgólfsfeðga í gegnum Eimskip og Icelandic Group þar sem þessir tveir aðilar voru stærstu hluthafarnir. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, sagði að forsendur þessara útreikninga væru svo undarlegar að ómögulegt væri að svara þeim af viti í stuttu máli. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Landsbanki Íslands hf - Fjárhagsleg tengsl við stofnendur Samson eignarhaldsfélags ehf. Efnahagsreikningur 30.06. 2008 Landsbanki 30.06.2008 Eignir Sjóður og innistæður í Seðlabanka Kröfur á fjármálafyrirtæki

27.874

BG & tengdir

0

0

MÞ & tengdir

BG/BTB Saman

Rekstrar félög

Straumur Burðarás hf

0

0

0

0

Samson tengd félög alls

% af Efnahagsreikningi

337.003

0

0

0

0

0

0

2.571.470

119.921

6.431

47.808

35.169

91.901

53.344

354.574

13,79%

Fjáreignir á gangvirði og hlutdeildarfélög

864.190

14.416

0

0

0

1.607

55.696

71.719

8,30%

Aðrar eignir

169.835

0

0

0

0

0

0

Lán

Heildareignir

3.970.372 134.337 6.431 47.808 35.169

Eigið fé Eigið fé Hlutdeild minnihluta

– Þú finnur fjölda girnilegra uppskrifta að kvöldmatnum á www.gottimatinn.is

BTB & tengdir

93.508 109.040

198.138

3.679

201.817

426.293

10,74%


Meistari Malone hjá Skýrr! Þrjú spennandi námskeið fyrir Microsoft-tæknifólk

Skýrr heldur þrjú námskeið fyrir tæknifólk í Microsoft-umhverfinu í næstu viku, dagana 4. til 8. október. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Microsoft MVP-kennarinn Andy Malone, sem hefur um langt árabil verið einn vinsælasti fyrirlesarinn á hinum alþjóðlegu TechEd ráðstefnum Microsoft.

H V ê TA H ò S I / S ê A 1 0 - 1 7 3 5

Námskeið alþjóðlegra sérfræðinga í Microsoft-lausnum eru því miður sjaldan haldin á Íslandi og því er koma Malone til landsins sannkallaður hvalreki á fjörur Microsoft-tæknifólks. Skráningu og nánari upplýsingar er að finna á skyrr.is.

Mánudagur, þriðjudagur og miðvikudagur, 4.–6. október

Application Virtualization sýndarhugbúnaður (App-V) Microsoft Desktop Optimization Pack (MDOP) Fimmtudagur, 7. október

Windows Server 2008 R2 MasterClass Föstudagur, 8. október

Exchange Server 2010 SP1

Andy Malone er Microsoft MVP-kennari og stjórnandi ráðgjafarfyrirtækisins Quality Training í Skotlandi (www.quality-training.co.uk). Malone er heimsþekktur fyrirlesari og leiðandi í upplýsingatækni. Hann hefur undanfarin 15 ár sérhæft sig í þjálfun og fræðslu sem tengist Microsoft-umhverfinu, til dæmis Exchange og Office. Einnig er hann vinsæll fyrirlesari á sviði tölvuskýja (cloud computing) og öryggismála, sem tengjast tölvuvinnslu og hýsingu hugbúnaðar og gagna í miðlægu umhverfi.

569 5100 skyrr@skyrr.is

Velkomin


4

fréttir

Helgin 1.-3. október 2010

R ey k jav ík Besti flok kur inn

Með tárin í augunum af álagi og reynsluleysi Jón Gnarr útskýrir af hverju Besta flokknum finnst sjálfsagt að greiða laun vegna þeirra miklu vinnu sem varaborgarfulltrúar sinna. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag @frettatiminn.is

„Þegar við fulltrúar Besta flokksins hófum störf fyrir borgina vissum við ekki muninn á ráði og nefndum,“ segir Jón Gnarr borgarstjóri. „Fólk réð sig í einhver störf en hafði ekki hugmynd um hvort greitt væri fyrir þau eða hvað þeim fylgdi mikil vinna.“ Hann segir að fólk hafi orðið kríthvítt í framan og fengið tár í augun af álaginu. „Því öll erum við venjulegt fólk og höfum aldrei komið neitt nálægt borgarmálum, ekkert af okkur. Þetta er svo nýtt fyrir okkur öllum.“ Arkitektinn Páll Hjaltason, fyrsti varaborgarfulltrúi flokksins, hafi til

að mynda tekið að sér ýmis störf án þess að spyrja um laun. Besta flokknum finnist sanngjarnt að borga fyrir unnin störf og styðji því að laun fyrstu varaborgarfulltrúa hafi verið færð í fyrra horf, eftir að hafa verið lækkuð frá 1. júní. Borgarfulltrúar Besta flokksins vissu þó ekki að hækka ætti launin þegar það var gert 17. september síðastliðinn. Það kom þeim einnig á óvart að Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, gagnrýndi launahækkunina. Þeir töldu að allir flokkar væru sáttir við að færa launin í fyrra horf.

Jón skrifar samskiptaleysið milli Besta flokksins og Samfylkingarinnar þennan dag á eigin reikning og reynsluleysi fulltrúa Besta flokksins. „Dagur Bergþóruson og Eggertsson er mikill indælismaður og hefur verið okkur haukur í horni,“ segir hann. „En ég ítreka að við erum engin hliðardeild í Samfylkingunni – við erum eiginlega svolítið annað.“ Viðtal við borgarstjóra á bls. 22-23 Jón Gnarr þvertekur fyrir að Besti flokkurinn sé angi af Samfylkingunni. Ljósmynd/Hari

A lþingi Atli Gísl ason hugleiðir

Umvafin þjónustu

Ákall á kosningar

Rekstrarþjónusta Skyggnis

Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, hugleiðir hvort komið sé að því að boða til kosninga. Ekki spurning, segja Birgitta Jónsdóttir úr Hreyfingunni.

H2 HÖNNUN

A

Treystu okkur fyrir heildarrekstri tölvukerfa þinna og þú getur áhyggjulaus tryggt viðskiptavinum þínum gæði og framúrskarandi þjónustu. Við umvefjum þig þjónustu og pössum að tölvukerfi þín séu til reiðu þegar þú vinnur og vökum yfir þeim þegar þú sefur. Skyggnir - Rekstrarþjónusta án aukareikninga. Hafðu samband við söluráðgjafa Skyggnis til að fá frekari upplýsingar um rekstrar­ þjónustu Skyggnis. Síminn er 516 1000 og netfangið: sala@skyggnir.is

Borgartúni 37 | 105 Reykjavík | Sími 516 1000 | skyggnir.is

tli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og formaður nefndarinnar sem fjallaði um hvort sækja ætti ráðherra við hrunið til saka, liggur nú undir feldi og íhugar. „Ummælin gagnvart mér og nefndinni pirra mig,“ segir hann hreinskilnislega. „Kannski er rétt að þjóðin fái nú tækifæri til að láta til sín taka og að boðað verði til kosninga,“ segir Atli. Trúnaður milli þingmanna Vinstri grænna og leiðtoga Samfylkingarinnar skaðaðist að hans sögn við gagnrýni Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á sig og nefndina sem og af atkvæðagreiðslunni um ákærurnar. Hefði ekki verið pólitískur vilji til að ákæra þingmenn, hefði ekki átt að setja nefndina af stað. Spurður hvort hann gæti eftir kosningar hugsað sér að setjast aftur að stjórnarborðinu með Samfylkingunni, vill hann ekkert um það segja en nefnir þó að það séu ekki miklir möguleikar í stöðunni nú. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir alþingiskosningar ekki tímabærar þótt Atli og nefndin hans hafi verið gagnrýnd: „Þetta var, eins og alþjóð veit, okkur öllum erfið ákvörðun og erfitt mál að fjalla um og afgreiða. Nú er það að baki. Þá er ekki annað að gera en að taka okkur saman í andlitinu og taka til við að sinna verkefnunum sem bíða.“ Hún segir að Samfylkingin hafi allan tímann búið við hótanir þingmanna Vinstri grænna um að komið sé nóg. „En við erum í þessu stjórnarsam-

starfi með ákveðinn stjórnarsáttmála og enginn er af baki dottinn í hópi Samfylkingarinnar.“

Alþingi í sárum

Rafmagnað andrúmsloft er á þingi og það er í sárum eftir að ljóst varð að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrði einn af fjórum ákærður fyrir landsdómi vegna hrunsins. „Reiði sjálfstæðismanna beinist að Samfylkingarþingmönnum,“ segir Atli, og þótt Einar Kristinn Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, hafi neitað því að samkomulag hafi verið milli flokkanna um að greiða ekki atkvæði með því að ákæra ráðherrana fyrrverandi, telur Atli enn að svo hafi verið: „Allavega voru sjálfstæðismenn pollrólegir og vissir um að allt yrði fellt, en þegar það var ekki gert spratt þessi mikla reiði upp.“ Þá segir hann að sjálfstæðismenn séu reiðir framsóknarmönnunum Siv Friðleifsdóttur og Birki Jóni Jónssyni. Hún vildi ekki tjá sig og ekki náðist í hann.

Ósæmilegar dylgjur

Þórunn er óhress með mat Atla: „Mér finnst þetta ósæmilegar dylgjur. Það lá fyrir í upphafi að hver og einn einasti myndi vega og meta einn og sjálfur hvernig hann eða hún greiddi atkvæði og þannig var það. Við vissum í raun ekki hvernig málið lá fyrr en daginn sem það var afgreitt.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, aftekur einnig að samkomulag

Dr Gunni er Umboðsm a ður ney tenda

Fúl út í Póst og Síma

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Sólveig er hvorki ánægð með Íslandspóst né Síma. Hún skrifar: „Sem pirraður neytandi veigra ég mér ekki við því að skipta um þjónustuaðila ef mér þykir á mér brotið og spara iðulega með því að leita lægsta verðsins. Ég keypti mér nýlega gagnakapal fyrir Sony Ericsson-síma sem kostar hjá Símanum 3.990 krónur. Mér fannst það heldur mikið og gerði því litla óformlega verðkönnun á netinu. Það borgaði sig klárlega og ég fann sama kapal hjá Símabæ á litlar 1.490 krónur. Verandi ekki í höfuðborginni pantaði ég gripinn í vefverslun Símabæjar og fékk hann sendan í póstkröfu. Sendingarkostnaður kom mér þó heldur betur á óvart þar sem ég fékk að borga heilar 1.205 krónur í sendingarkostnað af einu venjulegu umslagi af stærðinni A5 sem náði ekki 50 g þyngd! Það mætti halda að Pósturinn væru þarna að reyna að sporna við viðleitni minni til að spara með því að kaupa af samkeppnisaðila Símans, og ég sem hélt að þetta væri ekki lengur eitt og sama fyrirtækið.“

hafi verið milli flokkanna. Allir hafi reynt að kortleggja stöðuna, ekki síst Vinstri grænir. Hins vegar segir hún að sjálfstæðismenn séu sárir og reiðir og að trúnaðarbrestur sé milli Sjálfstæðisflokks og margra. Þingið rúið trausti, vilja kosningar „Ég ber ekki mikið traust til Atla Gíslasonar. Það hefur komið fram í máli okkar þingmanna að við erum afar hugsi og reið yfir þessum málalokum. Mér finnst þessi niðurstaða vera þinginu og Atla til minnkunar. Málið er allt hið ömurlegasta,“ segir Ragnheiður Elín. Ótækt sé að höfða málið gegn einum manni. Hún sé mest hissa á því að ekki hafi verið gerð krafa um að málið yrði endurflutt. „Ég er algjörlega á því að við ættum að ganga til kosninga,“ segir hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vill einnig kosningar og segir Alþingi rúið trausti: „Ég er ekki viss um að Alþingi fái traustið að nýju með kosningum. Það verður ekki nema með betri stöðu heimila.“ Vinna verði að því. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, vill einnig kosningar þar sem Alþingi ráði ekki við landsdómsmálið. Alþingi þurfi að vera leitt af fólki sem almenningur vilji að leiði það. „Ég kalla eftir því að fólk hætti að vera mýs og sýni manndóm. “

H E LG A R B L A Ð Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

A bendinga r og k va rta nir: drgunni@centrum.is

Svona kapall var meira en helmingi ódýrari hjá Símabæ en Símanum, en hækkaði svo um helming við að vera sendur í póstkröfu.

Símabær (www.simabaer.is) hefur löngum verið góður kostur og má mæla með þeirri verslun. Það er dýrt að fá sent í póstkröfu. Það kostar 500 krónur ofan á sendingargjald sem alltaf er reiknað af einu kílói lágmark, alveg sama hvað pakkinn er þungur. Þess ber þó að geta að hlutir sendir í póstkröfu eru í ábyrgð. Sólveig hefði getað sparað meira en þúsund kall hefði hún greitt kapalinn með korti og látið senda sér hann í venjulegum bréfapósti. Gunnar Slík sending kostar 75 Hjálmarsson krónur, en þá hefði kapallinn reyndar ekki drgunni@centrum.is verið sendur í ábyrgð.


Fjölskyldur þrífast í þorpum og bæjum með þjóðlegum torgum og nýmóðins græjum. Í tignum faðmi fjalla liggja. Firði, dali, strandir byggja. – Okkar hlutverk er að tryggja.

Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3

| 108 Reykjavík | Sími 560 5000

| vis.is


Sígildar

gerSemar Hundrað ára einSemd eftir Gabriel García Márquez í þýðingu Guðbergs Bergssonar

6

fréttir

Helgin 1.-3. október 2010

LÖGR EGL A N fJÁR SVIK A M Á L

Ætlaði til Íslands að hreinsa nafn sitt Steingrímur Þór Ólafsson handtekinn í Venesúela. Hafnar aðild að meintum fíkniefnaviðskiptum. þegar för hans hafi verið stöðvuð. Steingrímur Þór Ólafsson var „Maðurinn er með hreina sakahandtekinn í Venesúela á mánudag skrá og það er ekkert sem tengir grunaður um aðild að stórfelldu fjárhann við fíkniefni eða fíkniefnainnsvikamáli þar sem um 270 milljónir flutning. Hann sagðist koma alveg króna voru sviknar út úr ríkissjóði af fjöllum varðandi þessar ásakanir með tilhæfulausum endurgreiðslum um þátttöku í þessum fjársvikum á virðisaukaskatti. Málið er talið og ætlaði að koma heim og hreinsa tengjast fíkniefnaviðskiptum á einsig af þessum ásökunum,“ segir hvern hátt. Vilhjálmur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögSteingrímur Þór Ólafsson var handtekinn í Steingrímur var á leið frá maður gætir hagsmuna Steingríms Venesúela að beiðni lögregluyfirvalda á Íslandi. Venesúela til Íslands þegar hann var og hann telur handtökuna ytra hafa tekinn fastur en fyrir sitja sex einstaklingar í varðhaldi verið óþarfa og til þess fallna að tefja rannsókn málsins hérlendis í tengslum við rannsókn málsins. -ÞÞ þar sem skjólstæðingur hans hafi verið á leið til Íslands Fólksfjölgun Heima fæðing

lér konungur eftir William Shakespeare í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns

Fæðing Arngríms Flóka verður greipt í minni fjölskyldunnar. Hann fæddist heima og tók Þórarinn faðir hans á móti honum. Hér er litli snáðinn með móður sinni Þórunni og systur Alexöndru Björk. Ljósmynd/Hari

Fæddi barn á fimmtán mínútum í heimahúsi Þórunn Gísladóttir fæddist með hraði í Sólheimunum í Reykjavík á áttunda áratugnum. Nú í haust fékk hún að upplifa hvernig móður hennar leið þegar hún fæddist, því eftir eina hríð og þrjá rembinga var sonur hennar kominn í heiminn, heima og í hendur föður síns.

L

Verk sem allir ættu að eiga, lesa og njóta!

www.forlagid.is

itla syni Þórunnar Gísladóttur og Þórarins Arnars Sævarssonar lá á að komast í heiminn um miðjan ágúst. „Ég kenndi mér smá meins um sexleytið að morgni og hugsaði með mér að nú væri ég komin af stað. Ég hringdi upp á fæðingardeild og var spurð hver tíminn væri á milli hríða. Ég lagði á og ætlaði að mæla tímann en sofnaði,“ segir Þórunn. „Ég vaknaði nálægt hálf sjö og þá fórum við að huga að því að koma dóttur okkar í pössun. Við hringdum í vin okkar og báðum hann að koma. Við ætluðum svo í rólegheitum upp á spítala. Ég fann hins vegar fljótt að ég gat lítið hreyft mig og bað um sjúkrabíl. Þá áttaði ég mig á því að hríðirnar yrðu ekki fleiri en þessi eina klukkan sex. Nú var ég farin að rembast.“

Biðu eftir andardrættinum

Dóttir þeirra, Alexandra Björk tæplega fimm ára, vaknaði á þessari stundu ogt skreið upp í fangið á pabba sínum sem var í óðaönn að taka á móti syninum. „Hún stóð sig vel þótt hún hræddist hljóðin í móður sinni.“ Bjallan hringdi og litla stúlkan stökk upp til að hleypa vini þeirra hjóna inn og hrópaði: „Ekki fara á neðri hæðina. Þar er svo mikill hávaði.“ Hlutirnir gerðust hratt og litli drengurinn kom í heiminn rétt fyrir klukkan sjö að morgni, sautján merkur og 54 sentimetrar á lengd, eftir um fimmtán mínútna átök. „Ég leit út um gluggann. Sólin var að koma upp og veðrið var yndis-

Þessi reynsla er svo dýrmæt og í hana nælir maður ekki allajafna þótt maður svo gjarna vildi legt. Þetta var svo falleg stund,“ segir Þórunn. „Mér leið vel. Það greip mig engin hræðsla við að eignast hann svo óvænt heima þótt reynslan hafi vissulega verið sérstök. En ég viðurkenni að alveg fram á síðustu mínútu var ég á leiðinni upp á spítala að eignast hann.“ Þórarinn maður hennar segir tvennt ólíkt að taka á móti barninu sínu eða vera áhorfandi að fæðingunni. „Ég lagði meira af mörkum í þetta sinn. Þessi reynsla er svo dýrmæt og í hana nælir maður ekki allajafna þótt maður svo gjarna vildi. Eftir á að hyggja mæli ég nú heldur með heimafæðingu en spítalafæðingu fyrir heilbrigð börn. Við vorum laus við allt rót. En ég verð nú samt að segja að ef eitthvað hefði komið upp á hefði ekki verið gott að vera einn.“ Þau hjónin segja að eina stundin sem þau hafi fundið til ótta hafi verið þegar drengurinn var fæddur og ekkert heyrðist í honum. „Þá varð

hver sekúnda löng,“ segja þau bæði og Þórunn bætir við: „Ég var þó ekki alveg meðvituð um þetta; var enn að ná andanum eftir þessa reynslu og heyrði þá manninn minn segja að ekkert heyrðist í honum – en svo kom það.“ Þórunn fékk litla drenginn í fangið og hann tók strax brjóst. Þá höfðu þau hjónin ekki klippt á naflastrenginn. „Við höfðum engan aðbúnað til þess, en í því komu sjúkraflutningamenn heim og hjálpuðu okkur.“ Litli drengurinn fær nafnið Arngrímur Flóki eftir rúma viku.

Fæddist sjálf á ógnarhraða

Þórunn segir að enginn hafi búist við því að sonurinn kæmi svo hratt í heiminn þótt hún hafi nú ekki getað útilokað það, þar sem hún sjálf kom í heiminn með hraði snemma á áttunda áratugnum. „Mamma var að ryksuga stofuna í Sólheimum 24 og sjúkraflutningamennirnir voru rétt komnir og náðu að taka á móti mér þegar ég skaust í heiminn.“ Þórunn útilokar ekki skipulagða heimafæðingu eftir þessa einstöku upplifun en það gerði hún áður. Spurð um viðbrögð vinkvennanna segir hún brosandi að þær tali um drenginn sem sápustykkið en bætir svo við: „Ein vinkona mín sagði nú við mig að þetta væri yndisleg saga sem myndi fylgja fjölskyldunni alla tíð.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is


Dagbjört Margrét Pálsdóttir

F í t o n / S Í A

viðskiptastjóri Borgartúni

Svarar bankinn þinn þér á fimm sekúndum? Tími viðskiptavina okkar er dýrmætur. Samkvæmt mælingum í ágúst svaraði þjónustuver MP banka 58% símtala á innan við 5 sekúndum. Hafðu samband í síma 540 3200 og skiptu yfir í betri bankaþjónustu.

Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is


8 fréttir

F R ÉT TAT Í MI N N 1. ok t óber 2010

MÓTM ÆLI: Þolinm æði mótm ælenda er á þrotum þeir ætl a a ð sofa f yr ir fr a m an þinghúsið

Síðustu friðsamlegu mótmælin Hópur fólks kom saman í gærkvöld fyrir framan Alþingishúsið með friðsamleg mótmæli í huga. Hugmyndin var að leggjast til svefns til þess að vekja athygli á því að gatan bíður nú fjölda fólks sem er við það að missa húsnæði sitt. „Um fjörutíu manns hafa boðað komu sína með svefnpoka og svo ætla miklu fleiri að koma við og sýna þannig stuðning sinn,“ sagði Steinar Immanúel Sörensen, einn forsprakka svefnpokahópsins, á fimmtudag. „Við ætlum bara að sofa úti; í svefnpokum, kraftgöllum, umvafin

teppum, svona eins og hver annar sem þarf að gista á götunni.“ Steinar segir þolinmæði fólks á þrotum og að þetta verði síðustu friðsamlegu mótmælin. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að valdhafar gefi svefnpokamótmælendunum mikinn gaum. „Það er svo dofið þetta fólk að það hálfa væri nóg, en þetta hefur vakið athygli út á við og fjölmiðlar hafa sýnt okkur áhuga. Þetta verða örugglega síðustu friðsamlegu mótmælin; mér heyrist á fólki að það sé alveg búið að fá nóg og finnist þau ekki virka. Núna ætlum við

samt bara að koma saman, reyna að kveikja einhvern eld og fá okkur kaffi saman. Síðan reynum við bara að sofna þegar við verðum þreytt.“ Kristján Loftur Bjarnason, félagi Steinars, segist hafa hent hugmyndina að þessum mótmælum á lofti eftir að hann heyrði Alvar Óskarsson öryrkja viðra hana í símatíma á Útvarpi Sögu. Kristján tekur undir með Steinari og spáir því að friðsamlegum mótmælum sé hér með lokið. Öllum ráðum verði að beita til þess að koma ráðamönnum þjóðarinnar frá.

Stund fyrir stríð Kristján Loftur Bjarnason kannaði svefnstæði sitt kvöldið fyrir gistimótmælanóttina. FT/Teitur Jónasson

Gerðu jólagjafirnar í höndunum!

H E LGA R

Á ELDHÚSBORÐINU Tólin á afslætti til 9. okt.:

Á NÁMSKEIÐI

Handverksbækur – 20% Fjölnota slípivél – 20% Silfurleirsett – 10% Tálgusett – 20%

Hnífasmíði Silfurleir Víravirki skart Tréútskurður Tálgað í tré Gler Tiffanys Silfurkeðjur

Óttast að Krossá loki Básum Skálavörður er uggandi yfir útivistarparadísinni Básum í Þórmörk. Vegarslóðinn er í hættu vegna vatnavaxta. Hann krefst aðgerða strax til að vernda aðgengi ferðamanna að þessum fallega stað.

Skráning í síma: 555-1212 Reykjavík 461-1112 Akureyri

Reykjavík

Bolholt 4, Sími: 555 1212

Vefverslun: handverkshusid.is GJAFABRÉF

Akureyri

Kaupangi Sími: 461 1112

Sími 531 3300

„Það er bara dagaspursmál hvenær áin rífur vegarslóðann inn að Básum í sundur. Þá kemst enginn þangað nema á risajeppum,“ segir Reynir Þór Sigurðsson, skálavörður í Básum, í samtali við Fréttatímann. Hann hefur dvalið í Þórsmörk undanfarnar vikur og fylgst með Krossá vaxa ásmegin og ryðjast fram í áttina inn að Álfakirkju. Reynir Þór segir ástandið grafalvarlegt. „Þetta er ótrúlega vinsælt svæði. Mér telst svo til að síðasta hálfa mánuðinn hafi tæplega þúsund manns heimsótt Bása. Það er frábært miðað við árstíma,“ segir

hann og bætir við að fjölmargir hafi lifibrauð sitt af því að ferja ferðamenn inn í Þórsmörk og þeir séu órólegir. Aðspurður hvað sé til ráða segir Reynir Þór að tvennt sé í stöðunni: Annars vegar þurfi að byggja varnargarð til langframa, til viðbótar þeim sem nú liggur að Álfakirkju. Bráðabirgðalausn sé að fá jarðýtu og breyta farvegi Krossár. Það dugi þó ekki nema tímabundið. „Þetta liggur hjá Landgræðslunni og Vegagerðinni. Ábyrgðin á þessum vegi er þeirra,“ segir Reynir Þór. Sveinn Runólfsson landgræðs-

lustjóri segir í samtali við Fréttatímann að hans fólk sé á varðbergi gagnvart vaxtavöxtum í Krossá. „Annars er þetta nú bara þannig með náttúruna að Drottinn gefur og Drottinn tekur. Hann er að taka núna,“ segir Sveinn. Hreinn Haraldsson vegamálstjóri segir vel fylgst með málum inni í Þórsmörk. „Það gerist ekki að þessi vegur lokist. Auðvitað getur það gerst tímabundið en við munum sjá til þess að þessi vegur inn í Bása haldist opinn til frambúðar,“ segir Hreinn. oskar@frettatiminn.is

Comes to You 2010 Ráðstefna Nýherja og IBM

ENNEMM / SÍA / NM43807

Helstu IBM sérfræðingar á Norðurlöndum leiða þig inn í framtíðina • IBM System x Intel netþjónar • IBM gagnageymslulausnir • IBM Tivoli afritunar-, aðgangs- og öryggishugbúnaður • IBM Power, Unix og AS/400 netþjónar 19 erindi frá 10 sérfræðingum IBM, CCP, Arrow, NetApp og Nýherja Dagskrá og skráning á www.nyherji.is

Nýherji hf.

Borgartún 37

Sími 569 7700

www.nyherji.is

| Hótel Örk 7. október 2010


Ódýrt í matinn ! r u t á l s m u tök

Slátur markaður ferskt daglega!

í Hagkaup Skeifunni til og með 27. október.

Ódýrt og gott! Keppurinn á ca. 85 kr.

Afgreitt frá kl. 14 - 18* * Alla daga nema mánudaga og sunnudaga meðan birgðir endast

Ódýrt í hagkaup SkEIFuNNI Nautakjöt og grísakjöt í magnpakkningum hryggur Framhryggur

læri

Síða

Bógur

½ ungnautaskrokkur Ca. 60-80 kg kjöt

½ grísakjöt

xtalaust lán

Va Lund í 4 mánuði* File Innralæri (roast beef) Ribeye Stroganoff ca. 4 kg Snitsel ca. 6 kg Gúllas ca. 6 kg Hamborgarar 100x100 gr stk Hakk ca. 28 kg

Rifjasteikur 2 stk. 2,5-3 kg Hnakkasneiðar ca. 1,5-2 kg Kótelettur 4-5 kg Bayonne skinka 1,5-2 kg Bógur 2,5-3 kg Hakk 4-5 kg Steikur í neti úr læri 2 stk. x 3,5-4 kg

Nautakassi 1

Nautakassi 2

1498kr/kg

1449kr/kg

1749kr/kg

949kr/kg

Aðeins í Skeifunni

Aðeins í Skeifunni

Aðeins í Skeifunni

Aðeins í Skeifunni

*Lánið ber 3% lántökugjald.

Hakk ca. 4 kg Hamborgarar 20x100 gr stk Gúllas ca. 2 kg Snitsel ca. 2 kg

Hakk ca. 3 kg Hamborgarar 20x100 gr stk Innralæri (roast beef) ca. 2,5-3 kg kg File ca. 2 kg


10

fréttir

Helgin 1.-3. október 2010

L a ndl æk nir ofneysl a r íta líns

Með margfalda rítalíndagskammta í vasanum Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag @frettatiminn.is

Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur krafið ríflega eitt hundrað lækna skýringa á því að nærri tvö hundruð fullorðnir einstaklingar fá þrefaldan skammt rítalín-lyfja á dag. Sumir fá margfalt það magn og eru dæmi um að margir læknar ávísi lyfjunum til hluta þessara einstaklinga. „Það er ljóst að fimmtán hundruð fullorðnir einstaklingar taka methylfenidat [sem er virka efnið í rítalíni og skyldum lyfjum] og við óskuðum eftir upplýsingum um þessa 187,“ segir Geir Gunnlaugsson landlæknir. „Þetta er flókið mál og mjög alvarlegt. Lyfið hefur verið misnotað í einhverjum tilvikum sem fíkniefni og selt

sem slíkt og við viljum koma í veg fyrir það.“ Landlæknir sendi læknunum 112 bréf í ábyrgðarpósti í byrjun september og óskaði eftir skýringum á því að þeir hefðu ávísað svo stórum skömmtum til sjúklinganna. Einnig lét hann þá vita að sjúklingar þeirra hefðu leitað til annarra lækna eftir lyfjunum, en það sjá læknarnir ekki. Hann óskaði eftir upplýsingum fyrir 17. september. Aðeins ríflega helmingur varð við beiðninni og hefur hann ákveðið að veita hinum frest. Geir segir ekki gengið út frá því að fólkið misnoti lyfin. Eðlilegar skýringar

geti fullvel reynst fyrir því að fólk þurfi að taka svo mikið magn lyfjanna en ástæða bréfsins er átak embættisins, Lyfjastofnunar og Sjúkratrygginga Íslands til að sporna við mikilli notkun lyfja við ofvirkni og athyglisbresti. Kostnaður Sjúkratrygginga á þessu ári stefnir í að þrefaldast frá árinu 2006 og setja Íslendingar heimsmet í notkun þeirra miðað við hina margfrægu höfðatölu. „Já, mér er sagt það,“ segir Geir. „Þess vegna grípum við nú til aðgerða. Samtímis því að við viljum standa vörð um þá sem þurfa að nota lyfið.“

Sækja í sömu læknana Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir kannanir meðferðarstofnunarinnar sýna að sprautufíklar sæki í rítalín. Hann segir fíkla sækja í ákveðna lækna. „Kannski er það vegna þess að þeir eru þeir einu sem vilja sinna fíklum,“ segir hann, en einnig sé þekkt innan stéttarinnar að fullorðnir læknar finni til með ungu fólki sem sækiH til E þeirra. LG A R BLA Ð „Fólk innan hóps sem misnotar svona lyf veitir hvað öðru leiðbeiningar og ráð um hvernig það eigi að koma fram gagnvart læknum. Innan hópsins myndast því þekking á því hvaða læknar séu líklegir til að ávísa lyfjunum.“

H v er nig ná ðu ath afna mennir nir peningum fr a m hjá sk attayfirvöldum til ísl ands

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Íslenskir athafnamenn áttu félög í skattaskjólum (svokölluð BVI-félög). Þessi félög áttu bankareikninga í íslensku bönkunum í Lúxemborg. Bankarnir í Lúxemborg lánuðu athafnamönnum eða félögum í þeirra eigu peninga heim til Íslands með veði í bankareikningi BVIfélagsins. Munurinn á vöxtum lánsins og vöxtum bankareikningsins var yfirleitt 1% bankanum í hag.

EHF Li

Holding félag svokallað BVI-félag

bo

Lá r

+

n

5%

Lán

Kaupþing Lux Landsbanki Lux Bankareikningur Vextir Libor + 4%

Fluttu skattaskjólspeninga til Íslands í formi bankalána Íslenskir athafnamenn fluttu milljarða til landsins með hjálp íslensku bankanna skattfrjálst.

Ú

Nýbýlavegi 2 | sími 570 5400 | www.lexus.is Afgreiðslutími: mán. - föst. kl. 9 - 18. Lau. kl. 12-16. lexus@lexus.is

tibú íslensku bankanna í Lúxemborg gegndu lykilhlutverki í því að flytja peninga úr félögum íslenskra athafnamanna í þekktum skattaskjólum til Íslands. Eftir því sem Fréttatíminn kemst næst fluttu menn peningana í formi lána frá bönkunum í Lúxemborg sem á móti tóku veð í bankareikningum félaganna. Með þessu móti var hægt að hylja erlenda peningaeign en samt koma peningum í umferð. Misjafnt var hvort peningarnir voru lánaðir beint til eigenda eða til eignarhaldsfélaga í þeirra eigu. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri , segir í samtali við Fréttatímann að helstu spurningarmerkin við þessa gjörninga séu hvernig peningarnir í skattaskjólsfélögunum séu tilkomnir. “Í einhverjum tilfellum eru þetta peningar sem hafa orðið til erlendis og þá er ekkert ólöglegt við þetta. Hins vegar höfum við séð dæmi um að íslenskir athafnamenn, sem fengu söluhagnað, frestuðu skattgreiðslu með því að fjárfesta í erlendu skattaskjólsfélagi. Ef þeir peningar hafa komið inn til Íslands sem lán eru menn auðvitað að koma sér undan því að greiða skatt. Það er augljóst,” segir Indriði. Ómögulegt er að reyna að gera sér í hugarlund hversu mikið af peningum hefur komið inn í landið frá erlendum skattaskjólum, að

sögn Indriða. “Eftirlitið hefur auðvitað verið erfitt undanfarin ár en með breytingum á skattalögum í fyrra er búið að auðvelda skattayfirvöldum að fylgjast með. Það er búið að koma því í lög að það er ólöglegt að hylja eign í félögum erlendis og jafnframt eru bankastofnanir skyldaðar til að láta upplýsingar um þessi félög af hendi. Þetta gerir allt eftirlit skilvirkara,” segir Indriði.

m á l a fer li

Förum í mál ef við fáum ekki upplýsingar Aðalsteinn Hákonarson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra, segir í samtali við Fréttatímann að embættið skoði nú eitt hundrað aflandsfélög í eigu íslenskra aðila. “Við höfum óskað eftir gögnum frá þessum aðilum og erum að skoða ársreikninga þessara félaga í Lúxemborg. Ef við fáum ekki þær upplýsingar sem við teljum okkur þurfa þá munum við höfða mál gegn eigendum þessara félaga til að fá upplýsingarnar,” segir Aðalsteinn.

Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is



12

fréttir

Helgin 1.-3. október 2010

Sa mgöngur Ögmundur fær ir f yr ir r ennar anum v er k efni

Kristján Möller sendur að sækja fé í Vaðlaheiðargöng Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag @frettatiminn.is

Ekki hefur tekist að fá lífeyrissjóðina til að fjármagna Vaðlaheiðargöng og því frestast útboð þeirra. Kristján Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, gerði ráð fyrir því að hægt væri að bjóða verkið út í ágúst og hefja framkvæmdir í sama mánuði eða í september. Ögmundur Jónasson, nýr samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra, hefur nú fengið Kristján til að semja við lífeyrissjóðina um fjármögnun Vaðlaheiðarganga og síðasta áfanga Suðurstrandarvegar. Ögmundur hyggst einnig fylgja áætlunum sem gerðar voru

í tíð forverans, segir aðstoðarmaður hans, Einar Árnason. Hann segir samgönguráðuneytið búast við að verktakinn sem verði hlutskarpastur í útboði um Vaðlaheiðargöng þurfi hálft til eitt ár til að undirbúa verkið áður en framkvæmdir hefjist. Það byggir ráðuneytið á mati Gísla Eiríkssonar, umdæmisstjóra Vegagerðarinnar á Ísafirði. Samkvæmt heimildum Fréttatímans líst lífeyrissjóðunum illa á að sérstakt hlutafélag hafi verið stofnað um göngin nyrðra, rétt eins og um síðasta áfanga Suðurstrandarvegar. Það minnki ábyrgð

ríkisins ef illa fer. Lífeyrissjóðirnir vilji því hærri vexti á fjárfestingar sínar. Verktakafyrirtæki hafa kvartað yfir framkvæmdaleysi ríkisstjórnarinnar og að fá verk séu boðin út. Kristján svaraði þeim í fréttum RÚV í byrjun júlí og sagði að þau þyrftu vart að bíða mikið lengur. Útboð Vaðlaheiðarganga og framkvæmdir væru handan við hornið. Þá sagði hann einnig að nokkur verk á samgönguáætlun yrðu tilbúin til útboðs í haust. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri nefnir fjögur verk á samþykktri sam-

gönguáætlun ársins 2011 sem hann vilji bjóða út nú í haust svo að þau komist til framkvæmda á nýju ári og jafnvel eitthvað fyrir áramót. Þarna er um að ræða fyrrnefndan síðasta áfanga Suðurstrandarvegar, brú á Ysta-Rjúkanda á Jökuldal, undirgöng við Grænás á Reykjanesbraut og Vestfjarðaveg um Skálanes, þó aðeins um þrjá kílómetra. Stefnt er að því að fá lífeyrissjóðina einnig til að fjármagna undirgöngin.

Kemur Suðurnesja-kreppan til þín? Í næstu viku munu jafnmargir missa heimili sín á Suðurnesjum og gerðu allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar segir litið fram hjá vanda fjölskyldna á Suðurnesjum. Sóknarpresturinn vill að landsmenn spyrji sig hvort þeir eigi eftir að standa í sporum Suðurnesjabúa.

L

andsmenn þurfa að spyrja sig hvort kreppuástandið á Suðurnesjum sé forsmekkurinn að því sem koma skal í öðrum landshlutum,“ segir Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur á svæðinu. Nærri hundrað eignir fara á lokauppboð hjá sýslumanninum í Keflavík í næstu viku. Aldrei hafa fleiri misst heimili sín á Suðurnesjum á einni viku. Þórólfur Halldórsson, sýslumaður í Keflavík, segir ljóst að hlutfallslega séu tífalt fleiri nauðungarsölur á Suðurnesjum en í Reykjavík, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi samanlagt, sem heyra undir embætti sýslumannsins í Reykjavík. „Þetta verður mjög erfið vika hér,“ segir Þórólfur. „Ég hef ekki orðið var við að margir hafi náð að afstýra lokauppboðum þótt þeir hafi nýtt sér fresti, og reikna ekki með því núna.“ Um næstu mánaðamót geta þeir landsmenn sem eru við það að missa húsin sín ekki lengur frestað uppboðunum.

Jafnmörg uppboð og í Reykjavík

Uppboð á Suðurnesjum hafa margfaldast á milli ára, en í fyrra voru 96

Hjördís, og undir það tekur sýslumaðurinn Þórólfur: „Kreppan hefur hirt alla uppbyggingu hér eftir fyrra áfallið sem varð þegar herinn fór.“ Atvinnuleysið mælist nú 7,3% á landinu en 11% á Suðunesjum. Hæst fór það í 15% þar í febrúar síðastliðnum.

Verkefni sem stóðust ekki væntingar

eignir boðnar upp. Aðeins fjögurra eigna munur er á nauðungarsölum hjá sýslumanninum í Reykjavík, sem bauð upp 228 eignir, og sýslumanninum í Keflavík, sem setti 224 undir hamarinn, fram til 15. september á þessu ári. Það sést á yfirliti yfir nauðungarsölur sem birtust á síðu umboðsmanns skuldara í vikunni. Þórólfur hefur reiknað út að fjölskyldur hafi átt 79% þessara 224 eigna. Aðeins sautján uppboð hafi farið fram á atvinnuhúsnæði á árinu. Aðrar íbúðir hafi verið í eigu verktaka. Sambærilegar tölur hjá sýslumanninum í Reykjavík liggja

ekki fyrir en þar verða einnig hátt í hundrað eignir settar á lokauppboð í næstu viku. Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagssviðs Reykjanesbæjar, segir ástandið á Suðurnesjum bagalegt. „Hér situr fólk ekki við sama borð og annars staðar og það virðist ekki viðurkennt,“ segir hún. „Allir eru mjög beygðir vegna ástandsins.“ Það snertir að hennar sögn millistéttina æ meir enda atvinnuleysið í bæjarfélaginu meira en í öðrum sveitarfélögum. Nú þarf líka hópur karlmanna yfir fertugu að reiða sig á

fé frá sveitarfélaginu vegna þess að þeir hafa verið atvinnulausir í þrjú ár eða meira. „Þeir fá frá rúmum 115 þúsund krónum á mánuði til 190 þúsunda séu þeir með fjölskyldu. Þetta er neyðarúrræði og lægsta framfærsluþrepið og allir sjá að þetta getur ekki gengið,“ segir hún og bendir á að skellurinn hafi komið þegar Varnarliðið fór fyrir fjórum árum. Kreppan hófst þegar herinn fór „Við misstum hérna á annað þúsund störf og þau hafa ekki verið bætt þótt okkur hafi tekist að klóra í bakkann í stuttan tíma,“ segir

Skúli Sigurður sóknarprestur segir að kreppan á Suðurnesjum frá því herinn fór hafi verið falin undir bygginga- og vegaframkvæmdum. „Við fengum óskaplegan skell og þegar bólan sprakk stóð fólk illa.“ Hann segir að nýju atvinnutækifærin sem stefnt hafi verið að á svæðinu hafi alls ekki staðið undir væntingum. „Verkefnin hafa verið umdeild; álver, herþotur og einkarekinn spítali. Allt eru þetta mál sem eru á jaðri þess að vera viðurkennd og samþykkt og nú þegar ríkisstjórnin er skipuð þessum [vinstri]flokkum hefur þetta ekki gengið upp og á meðan svo er blæðir þessu samfélagi út,“ segir Skúli. -gag

dúndurtilboð – taktu daginn frá!

Laugardagur

! u k k u L L i t

0. :0 10 . kL m u pn o g. da ar ug La , un rg mo á s aðein HúsgagnaHöLLin • bíldshöfða 20 • reykjavík • sími 585 7200 • laugardagur til lukku - OPið 10-18


ÍSLENSKT KJÖT Við gerum meira fyrir þig

Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni

UNGNAUTA RIB EYE

Ú

TB KJÖ ORÐ

B

BESTIR Í KJÖTI

ÐI

RK

JÖTBOR

ÍSLENSKT KJÖT

Ú

KR./KG

ÍSLENSKT KJÖT

BAKAÐ NUM Á STAÐ

25%

26%

afsláttur

R

KJÖTBORÐ

3998

Ú

BESTIR Í KJÖTI

I

Ú

I

2998

B

KR./KG

Ú

KR./KG

R

TB KJÖ ORÐ

KJÖTBORÐ

BESTIR Í KJÖTI

UNGNAUTAFILE

I

B

Ú

1698

R

Ð

I

KORNGRÍS GRÍSALUNDIR

TB KJÖ OR

R

afsláttur

2298

I

3298

R

HVÍTLAUKSHRINGUR

289

KR./STK.

HELGAR- TI SÆLGÆ FREYJU REX BITAR

449

20% afsláttur

Ú

I ISKBORÐ

KR./KG

MMM... GÖTEBORGS REMI NOUGAT

1198

198

NÝTT ÚNI Í NÓAT

KR./PK.

I

KJÖTBORÐ

I

B

Ú

1598

TB KJÖ ORÐ

BESTIR Í KJÖTI

HUMARSÚPA

Ú

R

KJÖTBORÐ

KR./1 L

R

R

B

Ú

TB KJÖ ORÐ

BESTIR Í KJÖTI

GÚLLASSÚPA

998

R

I

Ú

1.9 KÍLÓ I

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillu og/eða myndabrengl

F

FERSKIR Í FISKI RF

958

KR./KG

ISKBORÐ

Ú

699

RF

I

NORÐURSKEL KRÆKLINGUR

ÍM, FERSKUR KJÚKLINGUR

KR./PK.

KR./1 L

noatun.is

Hamraborg – Nóatún 17 – Hringbraut – Austurver – Grafarholt

NEUTRAL ÞVOTTAEFNI

799

KR./PK.


14

við erum

Helgin 1.-3. október 2010

Fólkið á Fréttatímanum Auður

Helgi

Baldvin

Gunnhildur

Kolbrún

Auður Eva Auðunsdóttir blaðamaður, 31 árs. Var útgefandi og blaðamaður hjá tímaritinu hann/hún.

Baldvin Jónsson auglýsingasölumaður, 39 ára. Starfaði sem auglýsingasölumaður hjá Fréttablaðinu, viðskiptafræðinemi.

Helgi Hilmarsson hönnuður- og umbrotsmaður, 51 árs. Hefur starfað við umbrot og grafíska hönnun í tvo áratugi.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaðamaður, 34 ára. Áður blaðamaður á Morgunblaðinu, ritstjóri 24 stunda, fréttastjóri Blaðsins og 24 stunda, blaðamaður á Fréttablaðinu.

Teitur

Jón

Kolbrún Pálsdóttir, blaðamaður í hlutastarfi, 19 ára. Nemi í Kvennaskólanum. Teitur Jónasson framkvæmdastjóri, 37 ára. Áður ljósmyndari á Berlingske Tidende, Nyhedsavisen, Fréttablaðinu og DV. Framkvæmdastjóri Meira Leiguhúsnæði.

Óskar

Jón Kaldal ritstjóri, 42 ára. Áður ritstjóri Fréttablaðsins, ritstjóri tímarita Iceland Review og blaðamaður á Helgarpóstinum og Eintaki. Óskar Hrafn Þorvaldsson fréttastjóri , 36 ára. Áður fréttastjóri Stöðvar 2, ritstjóri á Vísi.is, ritstjóri og fréttastjóri á DV, yfirmaður íþróttadeildar Fréttablaðsins og DV og þar áður DV.

Hildur

Haraldur

Þórarinn

Hildur Finnsdóttir prófarkalesari, 62 ára. Hefur unnið við prófarkalestur, kennslu og þýðingar í áratugi. Haraldur Jónasson ljósmyndari, 34 ára. Áður ljósmyndari á Viðskiptablaðinu, Nyhedsavisen, Fréttablaðinu og DV.

Jónas

Valdimar

Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, 39 ára. Áður ritstjóri á Vísi.is, Strik.is, blaðamaður á Fréttablaðinu, ritstjóri Mannlífs, ritstjóri DV.is og fréttastjóri DV. Jónas Haraldsson ritstjórnarfulltrúi, 58 ára. Áður ritstjóri og fréttastjóri Viðskiptablaðsins, aðstoðarritstjóri og fréttastjóri DV og blaðamaður á Dagblaðinu.

Heiðdís

Valdimar Birgisson auglýsingastjóri, 48 ára. Vann áður á fyrirtækjasviði Valitor, auglýsingasölumaður DV, gaf út vikublaðið Krónikuna, auglýsingastjóri hjá 365. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir blaðamaður, 37 ára. Áður ritstjóri og blaðamaður Nýs lífs og blaðamaður á 24 stundum.


við erum 15

Helgin 1.-3. október 2010

Michael Jenkins Bandarískur fjárfestir sem elskar Ísland og vill taka þátt í auka fjölbreytnina á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Hann er eini lánveitandi Miðopnu ehf sem er útgáfufélag Fréttatímans.

Heillaðist algjörlega af Íslandi

E

Michael Jenkins varð ástfanginn af Íslandi í fyrsta sinn sem hann kom hingað sumarið 2008.

igandi Fréttatímans er Miðopna ehf. sem er í eigu nokkurra lykilstarfsmanna. Félagið er fjármagnað með láni frá bandaríska fjárfestinum Michael Jenkins. Fréttatíminn ræddi við Jenkins til að fræðast um áhuga hans á Íslandi og þá ákvörðun hans að fjármagna þennan fjölmiðil. Jenkins er tæplega fimmtugur og rekur fjárfestingarsjóð á Wall Street. Hann vill þó taka það fram að það er hann persónulega sem lánar Miðopnu þá peninga sem félagið hefur úr að spila. „Ég kom fyrst til Íslands sumarið 2008 og heillaðist algjörlega af landinu. Fólkið er mjög vel menntað og áhugi á menningararfinum höfðaði mjög vel til mín. Þetta land er einstakt og ég fullyrði að það er ekkert annað land eins í heiminum, hvorki hvað varðar fegurð né aðgang að náttúruauðlindum. Þrátt fyrir hrunið fannst mér borðleggjandi að hér

lægju mikil tækifæri í langtímafjárfestingum. Ég kynntist nokkrum Íslendingum og í kjölfarið settum við gang í fasteignaþróunarverkefni í gegnum félag sem heitir Þórsgarður. Það hefur gengið vel,“ segir Jenkins. Aðspurður um áhuga sinn á fjölmiðlum vill hann taka það skýrt fram að hann sé einungis lánveitandi, ekki eigandi, og muni aldrei nokkurn tíma skipta sér af ritstjórn eða efnistökum. „Það væri auðvitað hálfgalið ef einhver gaur á skrifstofu í New York, sem talar hvorki né skilur íslensku, væri með puttana í efninu. Ég treysti því fólki sem vinnur á blaðinu fullkomlega til að vinna sína vinnu og vonandi gengur verkefnið það vel að fjölmiðillinn verður sjálfbær,“ segir Jenkins. Hann hefur sterkar skoðanir á því hvernig fjölmiðlar hafa staðið vaktina, bæði fyrir og eftir hrun. „Fjölmiðlar voru slappir fyrir hrun, bæði í Bandaríkjunum og annars

staðar, og höfðu ekki hugmynd um hvað var að gerast. Það hefur ekkert batnað eftir hrun og ég held að margir blaðamenn, sem spiluðu með æðstu ráðamönnum og viðskiptajöfrum fyrir hrun, séu hluti af vandamálinu. Ég talaði við íslenska vini mína og þeir sögðu að það væri lítill hópur manna á Íslandi sem stýrði öllu, viðskiptalífinu, stjórnmálunum og fjölmiðlum. Innan þessa hóps eru víst allir meira og minna tengdir og því er lítill möguleiki á að fjölmiðlar í eigu slíkra manna geri nokkurt gagn. Það eru auðvitað ekki margir sem hafa áhuga á að fjárfesta í fjölmiðlum en ég lít svo á að það sé vel þess virði að reyna þetta á Íslandi. Markaðurinn er hæfilega stór og áhættan ekki mikil. Ég myndi ekki vilja gera þetta í New York. Það væri alltof dýr tilraun,“ segir Jenkins. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is

Það væri auðvitað hálfgalið að ef gaur á skrifstofu í New York, sem talar hvorki né skilur íslensku væri með puttana í efninu.

Þegar þú greiðir niður yfirdráttinn þá lækkum við vextina hjá þér Að greiða niður yfirdráttinn með samningi við Íslandsbanka er einhver besti sparnaður sem völ er á því þú lækkar vaxtakostnaðinn svo um munar.

Dæmi* Yfirdráttur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 360.000 kr. Mánaðarlækkun yfirdráttar . . . . . . 15.000 kr. Fjöldi mánaða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24 Vaxtakostnaður lækkar vegna þess að yfirdrátturinn minnkar og vegna þess að vaxtaprósentan lækkar. Lægri vaxtaprósenta . . . . . . . . . . . . 12.188 kr. Lækkandi yfirdráttur. . . . . . . . . . . . 43.125 kr. Sparnaður á tímabili . . . . . . . . . . . 55 .313 kr . Þú færð nánari upplýsingar á islandsbanki .is og hjá ráðgjafa í þínu útibúi . * Í dæminu er miðað við að yfirdráttarvextir lækki úr 12,50% í 9,25%.

islandsbanki@islandsbanki.is www.islandsbanki.is Sími 440 4000

Lækkaðu yfirdráttinn


16 fréttir

F R ÉT TAT Í MI N N 1. ok t óber 2010

„Skelfilegt að sækja fyrir landsdómi“ Formaður Lögmannafélags Íslands segir að það kæmi sér ekki á óvart ef Alþingi gengi illa að finna lögmann sem vildi sækja Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, til saka fyrir landsdómi. Tilhugsunin um að sækja til saka fyrir dómnum sé skelfileg. Lagaprófessorar eru honum ósammála og segja lögin gild, þótt ófullkomin séu.

Þ

að er skelfileg tilhugsun að sitja uppi með það að sækja til saka fyrir landsdómi,“ segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Það kæmi honum því ekki á óvart ef Alþingi ætti í erfiðleikum með að finna lögmann sem væri tilbúinn að taka að sér málið gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra. „Þetta er öðruvísi mál. Það hefur þennan pólitíska vinkil. Ég tel því að bæði lögmönnum og dómurum sé þvert um geð að reka slíkt mál fyrir dómi, hvað þá að fara í rannsókn og gagnaöflun. Venjulega er slíku lokið þegar kemur að því að ákæra,“ segir hann og bætir við að vinnulagið í landsdómi sé löngu úrelt og lögin galin. Sú niðurstaða þingsins að senda fyrrum forsætisráðherrann til að svara fyrir vanrækslu fyrir landsdómi virki svo á hann að hún sé ekkert annað en pólitískt uppgjör. Búist er við því að saksóknarinn verði tilnefndur eftir helgi.

Hægt að vinna eftir lögunum Sigurður Tómas Magnússon, hæstaréttarlögmaður og settur saksóknari í Baugsmálinu, telur heppilegra að almenn refsilög gildi um ráðherra sem aðra en er ósammála þeirri skoðun Brynjars að lögin séu úrelt. Hægt sé að vinna eftir þeim. „Þó að landsdómur sé ekki í samræmi við rannsókn sakamála er ekki þar með sagt að mannréttindi verði brotin,“ segir hann og bendir á að réttarfar sé með ólíkum hætti í Evrópu. Því skipti máli hvernig vinnuferli landsdómsins verði útfært. „Þetta er leið sem aldrei hefur verið farin og þess vegna eru spurningarnar svo margar. En við vitum að sum ferðalög enda farsællega þótt leiðin sé ekki fjölfarin og óvissan því

meiri.“ Sigurður Tómas bendir á að fimm hæstaréttardómarar sitji í landsdómi. Þeir séu fagmenn og því megi ætla að þeir starfi í anda réttlátrar málsmeðferðar. Spurður hvort hann tæki að sér að sækja málið gegn Geir fyrir landsdómi vill hann ekki taka afstöðu til þess.

Þingið kýs sér saksóknara Alþingi samþykkti á þriðjudag að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, fyrir landsdómi og verður málið það fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Það þýðir að þingið þarf að kjósa sér saksóknara til starfans og annan til vara. Þá þarf þingið

að kjósa fimm þingmenn til aðstoðar saksóknaranum við rannsóknina og fylgjast með störfum hans fyrir hönd þingsins. Forseti Hæstaréttar verður forseti landsdóms og skipar hann verjanda fyrir Geir. Búist er við að lögmaður Geirs, Andri Árnason, fái að verja hann. Fimmtán dómendur sitja í landsdómi, átta sem kosnir voru af Alþingi árið 2005 og með þeim sitja dómstjórinn í Reykjavík, prófessorinn í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands og fimm hæstaréttardómarar sem hafa lengstan starfsaldur, séu þeir ekki vanhæfir. Fjölmargir hafa verið nefndir í fjölmiðlum sem hugsanlegir saksóknarar fyrir landsdómi. Meðal

þeirra nefndi fréttavefurinn Vísir.is Ragnhildi Helgadóttur, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Sigríði J. Friðjónsdóttur vararíkissaksóknara og Boga Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknar. Fréttatíminn náði ekki í þau en Jónatan Þórmundsson, einn ráðgjafa þingmannanefndarinnar sem Atli Gíslason leiddi, vísar því á bug að hugsanlegt sé að hann taki saksóknina að sér. Fréttir af slíku séu úr lausi lofti gripnar.

Eru ekki næstu saksóknarar „Það lá alltaf ljóst fyrir að ég myndi ekki taka þetta að mér. Ég hef hvorki áhuga né treysti mér til þess,“ segir Jónatan. Ástæðurnar eru að hans sögn margar, meðal annars sú að

hann sé ekki lengur í fullu starfi vegna aldurs. Þá verði starfið erfitt og umdeilt, þótt það leiði af sjálfu sér að þar sem hann starfaði fyrir nefndina telji hann lögin um landsdóm ekki úrelt. Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst og fyrrum þingmaður Samfylkingar, tæki þetta ekki heldur að sér. „Það hefur aldrei komið til tals. Ég hef enga reynslu af saksóknarastörfum og tel aðra betur til starfsins fallna.“ Hún segir lögin um landsdóm um margt gölluð en að hún hafi alla tíð talið þau standast gagnvart mannréttindasáttmálanum og stjórnarskránni. Róbert Spanó, forseti lagadeildar Háskóla Íslands, segir að ekki hafi verið leitað til sín og vill ekki tjá sig um hvort hann hefði áhuga á starfinu.

Lögmenn spyrji um skyldur sínar Brynjar Níelsson segir lögmenn velta því fyrir sér hvort þeim sé skylt að taka að sér starfið, kjósi Alþingi þá til þess, rétt eins og þeim sé skylt að taka að sér vörn, skipi dómstólar þá til þess. Hann telur ekki að þeir lögmenn sem komi að landsdómi beri skaða af en segir þó þá ankannalegu stöðu geta komið upp að saksóknarinn komist að þeirri niðurstöðu að ásakanirnar á hendur Geir verði ekki sannaðar og vilji að Alþingi látið málið niður falla. „Hvað ef Alþingi verður ekki við því? Verður saksóknarinn þá að fara fram með málið þótt hann telji ásökunina ranga? Þetta gæti komið upp. Ég held að menn hafi engan áhuga á að lenda í slíkri stöðu.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, gag@frettatiminn.is


d d i e r B O K Y B í ns

Mikill

R E G LA SUN N I E R Hýkur á sunnudag! Aðei

afslátt

ur

L

i r æ f k r e V i• k æ t s i t æ l ra in i e e r l f H t • g i r k a æ m t s g i l i O • m i a e r H a • v s li ra i a m v i a e ð í H t • s r d l Á ö h á s ú B • r a fn s o í l a ð F • æ l l k t é d e v n r k o Ha Par Rafhlöðub

a m o k Fyrstir fá! fyrstir

50%

Þetta er aðeins brot af vöruúrvalinu á laGerHreinsun í bYKo breiDD Lagerhreinsunarverð:

Vnr. 88040056 Vnr. 41119043 Vnr. 10702032 Vnr. 13609920 Vnr. 91010449 Vnr. 13605015 Vnr. 65033240 Vnr. 65742200 Vnr.67587029 Vnr. 49808620

Trampólin og öryggisnet, 4,3 m COLORADO kaffistell, 18 stk. Hornbaðkar, 150x150 cm – EITT EINTAK GOLDEA, beige baðinnrétting FROST spegill, 36x115 cm SVEDBERG handklæðaofn, 50x69 cm BOSCH innbyggður kæli- og frystiskápur, 177,5 cm BOSCH SPORTLIFE baðvog Verkfærakista SERVA rafhlöðuborvél

39.990 5.500 125.000 31.800 3.326 19.506 110.415 9.000 2.994 3.495

kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr.

Verðlækkun:

Fullt verð:

59.900 9.990 276.102 49.990 6.653 55.752 183.501 12.086 4.990 6.990

kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr. kr.

33% 45% 55% 36% 50% 65% 40% 26% 50% 50%

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl.

bætum daglega við vöruúrvalið!

U L Ö S T Ú

BORÐ

Á útsöluborði okkar í garðskála BYKO Breidd finnur þú fjöldann allan af vörum á eftirtöldu föstu verði:

65%

100 kr. 2.500 kr. 250 kr. 3.000 kr. 350 kr. 3.500 kr. 500 kr. 5.000 kr. 1.000 kr. 7.500 kr. 1.500 kr. 10.000 kr. ! 2.000 kr. Takmarkað magn

a l m i r r a ð Vi gardínur Verð frá

1.500


18

fréttaskýring

Lorem ipsum dolor sit amet: consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et

H e l g i n 1 .-3 . o k t ó b e r 2 0 10

Fjórir opinberir aðilar, þrjú þrotabú, einn banki og ein slitastjórn elta nú athafnamanninn Jón Ásgeir Jóhannesson. Fjögur þessara mála eru nú fyrir dómstólum, þrjú eru til rannsóknar, eitt í innheimtu og eitt á leið í innheimtu. Jón Ásgeir var einn umsvifamesti fjárfestir á Íslandi á árunum fyrir hrunið haustið 2008. Eftir það hefur fjarað svo undan veldi hans að hann greinir frá því að eiginkona hans haldi honum uppi í Bandaríkjunum og á Íslandi. Jón Ásgeir var prímus mótor og stærsti eigandi Baugs. Í gegnum það félag stýrði hann FL Group sem var aftur stærsti hlutahafi Glitnis.

Níu aðilar á eftir Jóni Ásgeiri Sérstakur saksóknari vs. Jón Ásgeir

Slitastjórn Glitnis vs. Jón Ásgeir Stefnt í New York vegna 240 milljarða króna skuldabréfaútboðs Glitnis í New York árið 2007. Slitastjórnin telur að klíka undir forystu Jón Ásgeirs hafi tekið til sín stóran hluta þess fjármagns sem safnaðist þar í krafti stjórnar sinnar á bankanum. Staða Fyrir dómstóli í New York

Rannsakar mögulegt lögbrot Jóns Ásgeirs í tengslum við skuldabréfaútboðið í New York árið 2007. Staða Í rannsókn

Ríkisskattstjóri vs. Jón Ásgeir

Skattrannsóknarstjóri vs. Jón Ásgeir

Þú blásól ehf., sem er alfarið í eigu Jóns Ásgeirs, er í skoðun sem hluti af almennri rannsókn á ólöglegum arðgreiðslum hlutafélaga. Staða Í rannsókn

Skoðar meint milljarða virðisaukaskattsvik FL Group á árunum 2006 og 2007 og mögulega ábyrgð Jóns Ásgeirs sem stjórnarformanns félagsins á árinu 2007. Staða Í rannsókn

Efnahagsbrotad. Ríkislögreglustjóra vs. Jón Ásgeir Meint tugmilljóna skattalagabrot Jóns Ásgeirs á árunum 1998 til 2002 hefur verið til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti frá haustinu 2008. Staða Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur

Þrotabú Baugs vs. Jón Ásgeir Þrotabúið krefst þess að Gaumur, hvar Jón Ásgeir var stærsti hluthafi, endurgreiði sex milljarða í tengslum við fullnaðaruppgjör Baugs og Gaums, aðaleiganda Baugs, haustið 2008. Staða Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur

Þrotabú Fons vs. Jón Ásgeir Þrotabúið krefst þess að Jón Ásgeir endurgreiði einn milljarð sem hann fékk frá Fons sumarið 2008 þar sem engin gögn liggi fyrir um annað en að þetta hafi verið gjafagjörningur af hálfu Fons, sem var að stærstum hluta í eigu Pálma Haraldssonar, viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs. Staða Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur

Þrotabú BGE eignarhaldsfélags vs. Jón Ásgeir

Teikning: Hari

Þrotabúið krefst endurgreiðslu á hundraða milljóna króna láni sem BGE eignarhaldsfélag veitti Jóni Ásgeiri og fleirum til kaupa á hlutabréfum í Baugi. Jón Ásgeir var einn af stærstu hluthöfum BGE sem var hlutafélag starfsmanna Baugs og stofnað í kringum kaup á hlutum í félaginu. Staða Á leið í innheimtu

Banque Havilland vs. Jón Ásgeir Bankinn, sem hét áður Kaupþing Lúxemborg, krefur Jón Ásgeir um greiðslu á mismun láns og söluverðs snekkjunnar One O One sem bankinn lánaði fyrir. Jón Ásgeir og eiginkona hans voru í persónulegum ábyrgðum fyrir láninu. Staða Í innheimtu

fallið fr á toppnum

2007 Stjórnarformaður Baugs

2010 Viðurkennir í greinargerð fyrir breskum

Stjórnarformaður FL Group

dómstóli að eiginkonan haldi honum

Átti snekkju, einkaþotu, lúxus­íbúðir um allan

uppi í Bandaríkjunum og á Íslandi. Allar

heim og skíða­skála í frönsku Ölpunum.

eignir kyrrsettar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is


Fjarðarkaup alltaf fersk Ananas

228,kr./kg

Gular melónur

Jónagold epli

198,kr./kg

168,kr./kg

Gala epli

Kiwi

Perur

198,kr./kg

298,kr./kg

198,kr./kg

www.FJARDARKAUP.is

Tilboð gilda til laugardagsins 2. október

Opið mánudaga - miðvikudaga frá 09:00 - 18:00, fimmtudaga 09:00 - 18:30, föstudaga 09:00 - 19:00 og laugardaga 10:00 - 16:00, lokað sunnudaga


3 stk ERIKUR

1199 HAUSTLAUKAR

40%

AFSLÁTTUR AF VÖLDUM LAUKUM

FRÁBÆR GARÐYRKJUBÓK

VINNAN

Í GARÐINUM

999

AMÉ SOSIALDRYKKUR

40%

AFSLÁTTUR


...saman í

4

ÖLL AFSKORIN BLÓM

40%

AFSLÁTTUR

ár

AFMÆLISHÁTÍÐ Blómaval 40 ára

AFMÆLISTILBOÐ

FRIÐARLILJA

40%

ORKIDEA

1499

AFSLÁTTUR

AFMÆLIS BLÓMVÖNDUR

779

kr Skútuvogur - Grafarholt - Dalvík - Akureyri Egilsstaðir - Selfoss - Reykjanesbær - Akranes

Skútuvogur - Grafarholt - Ísafjörður - Dalvík - Akureyri Egilsstaðir - Selfoss - Reykjanesbær - Akranes


22

á bekknum

Helgin 1.-3. október 2010

Hættir ekki fyrr en í fulla hnefana Nokkrum sinnum hefur hvarflað að Jóni Gnarr að stíga úr stóli borgarstjóra í þá rúmlega hundrað daga sem hann hefur gegnt starfinu. Hann ætlar að klára árin fjögur, nema að borgarbúar krefjist þess að hann stígi til hliðar. Borgarstjórinn leggst á bekkinn og deilir hugrenningum sínum með lesendum Fréttatímans.

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is

tíma þínum á borgarstjórastóli hefur þú lent upp á kant við Sjálfstæðisflokkinn og valdið Fjölskylduhjálpinni vonbrigðum. Hvernig leggst það á sál þína? Þetta endar allt vel og alltaf í sátt. Ég reyni að gera mitt besta. Þetta er barátta þar sem tilgangurinn er ekki að vinna og refsa heldur vinna og breyta. Það verða allir glaðir að lokum. Skoðanakönnun Reykjavíkur sídegis sýndi að 55% væru óánægð með störf Besta flokksins. Eins og sást á dagbókinni þinni á Facebook ertu ekki sáttur við niðurstöðuna. Þar nefndir þú að 90% af því sem Besti flokkurinn hefði gert væri gott. Ertu hörundsár? Nei, nei. Ég vildi bara tjá mig um þessar niðurstöður. Það er alveg satt að 90% af því sem við höfum verið að gera í Besta flokknum frá því við komum hérna inn er gott. Og það er bara þannig að enginn tekur eftir því sem er vel gert. Fólk hefur líka tilhneigingu til þess að finnast það sjálfsagt og eðlilegt nema að vakin sé sérstaklega athygli á því. Við höfum hins vegar ekki slegið okkur til riddara fyrir eitthvað sem við höfum verið að gera heldur viljum við dæmast af verkum okkar þegar upp er

staðið. Þannig að ég er ekkert sár út í neinn. Mér finnst að skoða eigi þetta stjórnarkerfi, því það er svo varhugavert að það bjóði upp á að fólk nái árangri með frekju og yfirgangi. Það er svo rangt að leyfa fólki að komast áfram með yfirgangi og að sá hógværi verði undir.

eins og mamma á stóru heimili sem segir: – Nei, það verður ekki ís eftir matinn og svarað er: En það er til ís – Já, en þið fáið ekki ís. Allir verða reiðir út í mömmu og hrópa: Ég hata þig, ég hata þig. Já, segir mamma en far þú þá bara inn í herbergi og komdu fram þegar þú ert hætt að hata mig.

Nú er meirihlutinn búinn að ákveða að hækka rafmagnsreikninga borgarbúa um nærri þrjátíu prósent. Hvernig tilfinning var það að taka ákvörðun um að hækka rafmagnsreikninga borgarbúa svona og þar með verðlag og verðtryggð lán þeirra? Fyrst þegar ég heyrði þetta fékk ég klump í magann. En eftir því sem ég kynnti mér þetta betur og sat fleiri fundi um þetta varð mér nauðsyn þessarar ákvörðunar ljósari. Staða Orkuveitunnar er svakaleg. Það þarf að gera þetta ef við ætlum að reyna að halda í þetta fyrirtæki, eiga það og nota í almenningsþágu. Ég hef alveg heyrt að margir séu ósáttir við þessa hækkun enda ekkert sem gaman er að gera, en þetta er eitthvað sem þarf að gera. Og það er líka eitt af hlutverkum stjórnmálamanns – sem ég hafði ekki áttað mig á áður en ég gerðist slíkur – að taka nauðsynlegar ákvarðanir og vita að fólk hefur leyfi til þess að vera fúlt út í hann. Þetta er svona

Hver er erfiðasta ákvörðun sem þú hefur tekið á þessum ríflega hundrað dögum í embætti? Ég er ekki búinn að taka hana. Það er mikið af óuppgerðum málum í kerfinu. Orkuveitan var það fyrsta sem við fórum í. Þar ríkti neyðarástand. Síðan er Reykjavík sem skipulagslegur vígvöllur. Mörg svæði eru í upplausn þar sem framtíð þeirra er mjög óráðin. Þau ná alveg frá Ingólfstorgi upp í Úlfarsárdal. Búið er að gera marga geðveikislega samninga fyrir stórar upphæðir og þegar ég skoða þessa samninga fýkur í mig vegna þess að þeir eru margir hverjir gerðir í fljótfærni og af ábyrgðarleysi. Til dæmis er stór tónlistarhöll hérna niður með sjó, Harpan. Þar hefði verið betur heima setið en af stað farið. En við erum búin að taka að okkur að reka þetta mannvirki. Borgin og ríkið ætla að klára verkið og gera það eins fallegt og hægt er. Svo má nefna framkvæmdasamninga sem hafa verið gerðir, tökum Úlfarsárdalshverfið sem dæmi.

Íþróttafélagið Fram ætlar að flytja með starfsemina í Úlfarsárdal, en nú búa þar miklu færri en áætlað var. Þetta er gífurlega flókið mál og erfitt að vinda ofan af því og sætta borgina, íþróttafélagið og íbúana. Vatnsstígssvæðið er enn annað dæmið, Hampiðjureiturinn og loks Ingólfstorgið sem er búið að vera lamað. Enginn hefur þorað að hreyfa við því og málið er langt, flókið og í lás. Í kosningabaráttunni viðraðir þú þá hugmynd að ráða framkvæmdastjóra í borgarstjórastólinn en ákvaðst svo að setjast þar sjálfur. Hvað breyttist? Ég held að fáir á Íslandi þekki Íslendinga jafn vel og ég. Ég held líka að Íslendingar þekki fáa eins vel og mig. Mér þykir Íslendingar eins og stór fjölskylda. Við erum meira og minna öll skyld. Fjarskyldasta fólkið er skylt í sjötta ættlið. Mér finnst vænt um þetta land og þetta fólk. Þegar ég var kosinn fannst mér sem það væri persónuleg ósk kjósenda minna að ég tæki þetta hlutverk að mér. Ég veit að það er það sem fólk vildi. Þegar þú tilkynntir lista Besta flokksins á sínum tíma sagðir þú að ef borgarmálin yrðu ofboðslega leiðinleg myndir þú segja af þér. Hefur það hvarflað að þér á þessum


á bekknum 23

Helgin 1.-3. október 2010

Ljósmynd/Hari

og einangrun. Það er ekki gott og leiðir til misskilnings. Tökum annað dæmi: Um síðustu helgi var mjög merkilegt viðtal við Steingrím J. Sigfússon á fréttavefnum vísi.is – held ég – þar sem hann talaði um Icesave. Hann var alltaf að tala um mennina. Menn eru að tala saman og það er álit manna að þetta muni leysast. Alltaf eitthvað mennirnir. Það er skrýtið orðaval því Steingrímur er fullorðinn maður í ábyrgðarstöðu. Tilfinningin var svona eins og – farðu að sofa. Pabbi ætlar að tala við menn. Hvern andskotann eru mennirnir að gera? Þetta er svona svipað og að tala alltaf um sjálfan sig í þriðju persónu.

Til að byrja með átti ég það til að loka mig inni á klósetti, horfa í spegilinn og hugsa: Hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í?

tíma sem þú hefur setið í borgarstjórastólnum? Já, það hefur komið nokkrum sinnum fyrir. Til að byrja með átti ég það til að loka mig inni á klósetti, horfa í spegilinn og hugsa: Hvern andskotann ertu búinn að koma þér út í? En ég er búinn að taka ákvörðun um að klára þennan tíma og reyna að gera það vel. Varðandi leiðindin; ég veit að pólitískir andstæðingar – aðrir flokkar – eru engir vinir mínir og munu reyna að skapa mér eins dapurlegan vinnudag og þeir mögulega geta. Ég veit það alveg.

Og ég veit að fjölmiðlar munu ekkert endilega kóa með mér. Ég er undir það búinn. En ef stemningin í þjóðfélaginu yrði á þann veg að ég ætti að segja af mér þá myndi ég gera það því ég lít svo á að ég sé að gera þetta fyrir fólkið í borginni. En utanaðkomandi leiðindi hafa ekki þessi áhrif. Ég hef viljað passa að einangrast ekki, því það er svo ljótt þegar stjórnmálamenn eru kosnir af fólki og svo sjást þeir ekki meir. Hvenær sér maður Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra? Aldrei, hún er hvergi. Og því verður til tortryggni, ótti

ÍSLENSKA SIA.IS ARI 51802 10/10

Hafðu samband

Gætir þú gengið burt frá borginni í hvaða ástandi sem væri þegar tíma þínum lýkur eða ertu með markmið sem þú vilt ná? Markmiðið er að klára þessi fjögur ár eins fallega og ég get og hægt er. Síðan kannski hætti ég og skrifa sjónvarpsþætti með Ragnari Bragasyni sem gerast á vettvangi stjórnvalda á Íslandi. Ég held að það gæti orðið gargandi snilld. Ég er bara búinn að vera hundrað daga og ég er kominn með efni í eina seríu. Ég gæti gert létta, íslenska útgáfu af The Wire. Eftir fjögur ár verð ég kannski kominn með meiri metnað og langar að halda áfram. Ég bara veit það ekki. En það væri ógeðslega gaman, ef svo fer sem horfir, að við næðum okkur út úr þessu þunglyndi á einu til tveimur árum. Þá væri mjög gaman að fylgja því eftir þegar fer að ganga vel.

sími 444 7000 • arionbanki.is

Fastir vextir út binditímann

Skammtímabinding er óverðtryggður innlánsreikningur og spennandi nýjung fyrir þá sem vilja fasta vesti út binditímann. • Binditími er ákveðinn við stofnun reiknings: 3, 6, 9 eða 12 mánuðir.

• Nýjung: Vextir eru fastir allan binditímann.

• Lágmarksinnlegg er 500 þúsund krónur og innstæðan er bundin út binditímann.

• Að loknum binditímanum greiðist höfuðstóllinn út ásamt vöxtum.

Kynntu þér kosti Skammtímabindingar á arionbanki.is, hringdu í síma 444 7000 eða komdu við í næsta útibúi okkar og kynntu þér fjölbreytt úrval innlánsreikninga.


24

dans

Helgin 1.-3. október 2010

Frumsý ning Heimur sem ek k i er til

Ævintýraverk en ekki spegill samfélagsins

Erna Ómarsdóttir dansari og Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona eru konurnar á bak við Transaquania – Into thin air dansverk sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í næstu viku. Auður Eva Auðunsdóttir hitti þær í Borgarleikhúsinu og spurði meðal annars hvort verkið höfðaði til þeirra sem aldrei missa af hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum „So you think you can dance“.

H

vað er merkilegt við sýninguna ykkar og því ætti hún að heilla áhorfendur? „Merkilegt? Það er allt og ekkert,“ segir Erna og skellir upp úr, „þessi samvinna á milli mín og Damien Jalet og svo Gabríelu er eitthvað sem okkur finnst mjög merkilegt. Við Damien sjáum um dansinn og Gabríela og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir um búningana og útlitið,“ segir hún. En hvað kom til að þessar ólíku listakonur hófu að vinna saman? „Okkar samstarf er löngu hafið, það byrjaði í rauninni árið 2005. Erna og Damien settu upp verkið „Ófætt“ en þá hófst þróunarsaga að okkar samstarfi. Við höfum skapað okkur eigin

Þessi gamli góði

Sérútvatnaði saltfiskurinn er sérstaklega hentugur í seiðandi saltfiskrétti og fæst í verslunum um allt land. Hafðu samband! PÖNTUNARSÍMI:

466 1016 www.ektafiskur.is

·     ·

10189A BLEK - www.blekhonnun.is

Saltfiskurinn frá Ekta fiski er unninn með gömlu íslensku handbragði og er án allra aukefna.

heim sem byrjaði þar og má eiginlega segja að það sé fyrsta fræið,“ segir Gabríela.

Skilningur ekki nauðsynlegur

Talið berst að hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum „So you think you can dance“. Er verkið eitthvað sem höfðar til þeirra sem horfa á þá þætti? „Algjörlega, ef það eru líkamar, ef það er eitthvað ljóðrænt og ef það er einhver kraftur í sköpuninni sem heillar þá er þetta eitthvað fyrir fólk sem hefur áhuga á þessum þáttum. Þetta er verk fyrir þá sem vilja upplifa eitthvað ævintýralegt. Ég hef séð þennan þátt og það koma fyrir atriði sem eru ekkert ólík því sem við erum að gera,“ segir Gabríela. Erna tekur undir það. „Það er kannski bara það að fólk mæti með opin huga þegar það kemur og án þess að það þurfi að skilja eitthvað,“ segir Erna. „Ég er einmitt samála því! Fólk á ekki að mæta með eitthvað fyrirfram ákveðið í huga. Þetta er kannski svolítið eins og ferðlag. Einfalt og skemmtilegt en svo er hægt að lenda í einhverju veseni á leiðinni,“ segir Gabríela. „Hugmyndafræðin á bak við verkið, þessi söguþráður og heimur er í rauninni það sem við gerum sameiginlega,“ segir Gabríela. „Að skapa einhvern heim sem er kannski ekki til og þegar við komum saman gerist eitthvað annað en ef ég væri bara að koma fram ein. Það er eitthvað sem okkur finnst mjög gaman og ég held að það gerist eitthvað nýtt í hvert skipti sem við komum saman,“ skýtur Erna inn í hress í bragði.

Sýning er miklu meira en dansverk

Þegar þær stöllur eru spurðar út í verkið og hvaða lýsing myndi hæfa því best eru þær einróma á þeirri skoðun að sýningin sé svo miklu

Þetta er svolítið eins og við höfum verið að búa til lifandi heim úr skúlptúrum

meira en dansverk. „Ég myndi segja að þetta væri eins og lifandi skúlptúr, málverk og tónverk,“ segir Gabríela og Erna tekur undir það. „Tónlistin gerir líka svo mikið og það er reynt að vinna með öll þessi element saman,“ bætir Erna við. „Þetta er svolítið eins og við höfum verið að búa til lifandi heim úr skúlptúrum, kannski eins og teiknimynd nema hún er raunveruleg. Við erum að gera myndrænt ævintýraverk en ekki einhvern spegil samfélagsins. Upplifunin er heldur meiri teikning en vaninn er að sjá í dansinum af því að myndlistin blandast þarna við,“ segir Gabríela. Þegar talið berst að fólkinu sem tekur þátt í verkinu hafa Erna og Gabríela ekkert nema gott að segja. „Það er búið að vera mjög gaman að vinna með dansflokknum. Þau eru öll að gefa afskaplega mikið af sér og samvinnan við allt fólkið hér hefur

Ljósmyndir/Teitur

verið ánægjuleg. Það hefur auðvitað ekki bara verið dans á rósum, en í aðalatriðum lærir maður rosalega mikið af þessu,“ segir Erna og brosir. Hver er svo tilgangurinn með sköpun þessa verks hjá Ernu og Gabríelu. „Við erum að reyna að skapa eitthvað sem okkur finnst vera undur eða töfrar, en á þann hátt að þeir verði ekki fyrirfram stimplaðir auglýsingatöfrar. Ekki „Barbie“ eða „Disney“töfrar. Þetta eru töfrar sem koma frá listrænu hliðinni. Við erum kannski að blása lífi í eitthvert ákveðið tímabil, það er kannski hægt að tengja þetta við einhverja framtíð en einnig fortíð,“ segir Gabríela.

Auður Eva Auðunsdóttir audur@frettatiminn.is


VERTu TILBÚINN! Haustið er yndislegur tími. Tíminn til að klæða sig vel. Þess vegna höfum við valið bestu haustvörurnar og bjóðum þær nú á frábæru verði. Verið velkomin.

1.490 MC KI NL EY CR IS S BE AN

Barnahúfa. Litir:

9.990

9.990

IE

Bleik, græn.

JA CK ET tærðir. FI RE FLY LA RA JRSvör t, bleik. Barnas

FIREFLY FILLE JR JACKET

ir:

Vetrarúlpa. Lit

Vetrarúlpa. Litur: Svört. Barnastærðir.

4.490

6.990

4.490

MC KIN LE Y BL ISS V JR

Kuldaskór með vat nsheldri AQUAMA X öndunarfilmu og varmainn leggjum. Stærðir: 27-35.

FIREFLY GORM HOOD JR

Rennd hettupeysa úr bómull. Litir: Blá, svört. Barnastærðir.

FIRE FLY PET E AOP FLE ECE Rennd flíspeysa með hettu.

3.990 SW EATPAN T stærðir. FI RE FLY GO RM Barna úr bómull. ur

Íþróttabux

Barnastærðir.

2.690 4.990 FI RE FLY CH EC K MI

3.990

TT

EN / GL OV E JR Vetrarhanskar m Barnastærðir. eð flísfóðri. Litir: Bleikir, blá

ir.

FIRE FLY LEIA FLEE CE HOOD

Rennd flíspeysa með hettu. Litir: Bleik, græn, hvít. Barnastærðir.

AKuREYRI SíMI 460 4890

OPIÐ: mán. - fös. 10 - 18. lau. 10 - 16

SELFOSSI SíMI 856 4610

FIREF LY LOLA SWEATPAN T

r. Íþróttabuxur úr bómull. Litir: Svartar, bleika Barnastærðir.

4.990 HO OD JR FI RE FLY LO LA ys ull og 20% a úr 80% bóm

ir. Rennd hettupe ört, grá, bleik. Barnastærð Sv polyester. Litir:

BíLDSHöFðA SíMI 585 7220 OPIÐ: mán. - fös. 10 - 19. lau. 10 - 18. sun. 12 - 18 LINDIR SíMI 585 7260 OPIÐ: mán. - fös. 11 - 19. lau. 11 - 18. sun. 12 - 18 SMáRALIND SíMI 585 7240 OPIÐ: mán. - mið. 11 - 19. fim. 11 - 21. fös. 11 - 19. lau. 11 - 18. sun. 13 - 18

OPIÐ: mán. - fös. 10 - 18. lau. 10 - 16


26

viðtal

Helgin 1.-3. október 2010

„Ég var tifandi tímasprengja“ Er ég að deyja? “ spurði Þórunn Helga Kristjánsdóttir lækninn þegar hann hringdi í hana á Þorláksmessu fyrir tæpu ári og sagði henni að hún væri með illkynja æxli í húð á maga. Hún stóð þá inni í verslun og var að kaupa síðustu merkimiðana og kortin fyrir jólin. „Það komst ekkert annað að; krabbamein samasem dauði.“

E

ftir sjö mánaða þrautagöngu milli lækna með hnúð á kviðnum fékk hún hugboð sitt staðfest. Í byrjun árs lá Þórunn á spítala með tíu sentimetra gat á mag­ anum. Allt daglegt amstur var henni um megn og hún gat ekki sinnt grunnþörfum sínum eða barna sinna, eins og að baða sig og borða. Hún þurfti hjálp og gekk við göngugrind. Börnin hennar tvö áttuðu sig ekki á alvarleika sjúkdómsins, enda sonurinn aðeins eins árs og dótt­ irin fjögurra ára. „Þarna sá ég hversu mikill for­ réttindapúki ég hafði verið. Ég var komin í aðstæður sem ég hafði aldrei hugsað út í og átt­ aði mig á því að ég gerði ekkert heilsulaus,“ segir hún en þegar hún greindist var hún í topp­ formi. „Ég er langt komin með að koma skrokknum í samt lag en andlega hliðin er rifin og tætt eftir þessa reynslu. Ég finn að ég hugsa um það hvað verður um börnin mín, verði ég ekki til staðar þegar þau stækka. Ég hef fundið til mikillar vanlíðanar en svo ríf ég mig upp. Maður kemst alltaf á lappirnar aftur. Það hefur komið mér á óvart hve mikið andlega álagið er og stutt í grátinn. Ég er meyr og má ekki við neinu – og það breytist ekki nema ég vinni í því. Það ætla ég að gera enda óttast ég að takist ég ekki á við þetta fái ég það ein­ hvern veginn í hausinn,“ segir hún og viðurkennir að reynslan hafi breytt henni. „Ég er meðvituð um hversu stutt er á milli þess að allt gangi í haginn og svo að berjast fyrir lífi sínu – eða upplifa sorg. Það er ekki hægt að útskýra þakklætið sem ég upplifi fyrir að fá að sofna á kvöldin og vakna á morgnana og þækklætið fyrir að fá að fylgja börnunum mínum í leik.“

Úr leik í upphafi árs Þórunn er 33 ára, dóttir Sigríðar Báru Hermannsdóttur og Krist­ jáns Einarssonar. Hún ólst upp í Breiðholti ásamt þremur systk­ inum og vinnur í Rekstrarvörum, sem er í eigu foreldra hennar. „Ég fanga því að hafa haft skiln­ ingsríka vinnuveitendur,“ segir hún hressilega. Hún er full orku og erfitt að sjá að hún hafi verið dæmd úr leik í upphafi árs. Eftir hálfsmánaðardvöl á spítala gekk hún með magabelti sem hún reyrði að sér og var á verkjalyfj­ um á meðan sárið greri. Það tók sinn tíma því skinnið sem skorið var af lærinu á henni og sett í sár­ ið greri ekki vel á nýja staðnum. „Ég gat ekki haldið á syni mínum í nokkra mánuði á eftir. Hann var ekki sáttur við mig,“

Þórunn Helga Kristjánsdóttir Þórunn er komin á fullt í vinnu og ræktina eftir að hafa greinst með illkynja krabbamein seint á síðasta ári. Hún verður nú í reglulegu eftirliti næstu tíu árin; er í gjörgæsluhópi. Ljósmynd/Teitur Jónasson

útskýrir hún. „En þessi litlu kríli eru svo næm. Litla stelpan mín hljóp alltaf að mér vinstra megin, því meinið var hægra megin. Drengurinn var líka farinn að passa að kjá ekkert í mér.“

Með þykkildi á maganum „Þetta byrjaði með því að ég fann þykkildi á stærð við vínber þegar ég strauk niður með kviðnum. Það var hart, ég gat tekið um það og kreist. Ég leitaði fyrst til lækn­ is í maí í fyrra. Mér var sagt að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur, þetta væri að öllum líkindum stíflaður fitukirtill. Ég trúði því og treysti í fyrstu,“ segir Þórunn en eitthvað togaði í hana og hún fór aftur til læknis. „Ég fékk sömu greiningu og fann að þetta sat í mér. Ég ræddi þetta við mömmu því ég var farin að finna seyðing niður í fætur, svona eins og náladofa. Hún hvatti mig áfram og sagði mér að panta tíma hjá heimilislækni. Hann myndi vísa mér á réttan stað.“ Það gerði hann þrátt fyrir að vera á sömu skoðun og lækn­ arnir tveir á undan. „Ég var heilsuhraust; var að æfa og með fulla starfsorku en þó með þennan hnúð og seyðing.“ Þórunn fór í kjölfarið til lýtalækn­ is og sagði honum sögu sína, en hún greindist með sortuæxli fyrir níu árum og þá þurfti að skera úr

Pússluðu saman fréttunum

„Aumingja læknirinn var miður sín yfir því að hringja í mig á Þor­ láksmessu. Þegar ég hitti hann síðar um daginn með mömmu og systur minni útskýrði hann að æxlið væri illkynja.“ Þær þrjár pússluðu síðan saman því sem sagt var á fundinum. Áfallið hafði verið það mikið að ítarlegar upp­ lýsingar læknisins síuðust ekki allar inn. „Þarna sagði hann mér að ég væri tifandi tímasprengja.“ Jólin liðu í óvissu um framhaldið en Þórunn var innrituð á Land­ spítalann 5. janúar og skorin upp daginn eftir. Fjölskyldan stóð við bakið á henni og var til taks þegar stöðugt nýjar upplýsingar bárust frá læknum. Erfitt er að lýsa áverkunum á Þórunni eftir aðgerðina. Helst mætti ímynda sér að stólpi hafi verið keyrður í magann á henni og skilið eftir sig holu. Um þriggja til fimm sentimetra djúp­ ur hringur, tíu sentimetrar í þver­ mál, blasir við. Ekki er hægt að laga útlit hans endanlega fyrr en eftir þrjú til fimm ár. En verði það gert tekur Þórunn áhættu því þá er ekki hægt að sjá hvort meinið myndast að nýju. „Maður gerir sér enga grein fyrir stærðum. Ég hikaði ekki einu sinni þegar mér var sagt að sárið yrði tíu sentimetrar í þver­ mál. Ég fékk því rosalegt sjokk

Hér má sjá kviðinn á Þórunni fyrir aðgerð og eftir. Myndirnar hér fyrir neðan tók hún á símann sinn. Búið er að loka sárinu með skinni af lærinu. Efst má sjá hvernig sárið greri og hvernig það verður til næstu ára.

létti. Ég hafði verið svo sjúklega hrædd.“ Þórunn segir algengt að fólk leiti til læknis með stíflaða fituk­ irtla. Hún hafi því fengið að heyra að hún væri góð áminning fyrir læknana; að þeir slái engu föstu án þess að rýna í málið. Hún ákvað því að panta sér tíma hjá læknunum tveimur sem sendu hana heim með krabbameinið sem stíflaðan fitukirtil og sýna þeim sárið. „Þeir tóku mér vel. Ég ber ekki kala til þeirra og ég treysti heil­ brigðiskerfinu. Maður verður að gera það. Enda upplifði ég það þegar ég lá inni á spítalanum að þar vinna englar í mannsmynd.“

Þakkar fyrir lífið og heldur áfram

hugsaði hún að þar sem sárið væri á maganum ætti hún auðvelt með að fela það. „Fólk hefur greinst með svona æxli í andliti og þá þarf að skera stykki þar úr.“

Var varnarlaus og lífhrædd

Eftir að æxlið var skorið burt tók við erfiður tími á meðan hún beið eftir niðurstöðunum um það hvort krabbameinið hefði borist

Skinnið yfir sárinu hefur tekið sama lit og húðin í kring. Þórunn er komin á fullt í vinnu og rækt­ inni. „Það er ekki langt síðan ég fór að geta komið við þetta svæði. Tilfinningin er öðruvísi og ég get ekki sagt að mér finnist hún þægi­ leg. Ég verð nú að viðurkenna að ég er hrædd við þetta þunna húð­ lag sem liggur yfir vöðvanum og hlífi mér,“ segir hún. „Núna þykir mér orðið vænt um þetta gat. Ef það væri ekki þarna væri ég hugsanlega ekki hér. Ég finn fyrir svo miklu þakklæti og tek það að vera á lífi, geta sinnt

Aumingja læknirinn var miður sín yfir því að hringja í mig á Þorláksmessu. Þegar ég hitti hann síðar um daginn með mömmu og systur minni útskýrði hann að æxlið væri illkynja. kálfanum á henni inn að beini. Einnig hefur hún látið fjarlægja yfir eitt hundrað fæðingarbletti og greindust frumubreytingar í nokkrum þeirra. Hún vissi því að hún gæti ekki setið kyrr fyrr en þetta væri rannsakað. „Hann skildi því áhyggjur mínar og hræðslu,“ segir Þórunn sem fékk tíma í aðgerð 14. desember, sjö mánuðum eftir að hún leitaði fyrst til læknis.

þegar umbúðirnar voru teknar af sárinu.“ Hún lýsir því hvernig húðin af lærinu á henni hafi verið skorin af, rétt eins og með osta­ skera. „Ég gat ekki ímyndað mér hvað biði mín þegar læknirinn lýsti aðgerðinni. Í huga mínum var ekkert alvarlegt að mér. Ég fann jú fyrir slappleika en ekki gat ég merkt að ég væri með krabbamein.“ Eftir mesta sjokkið

í eitla og aðra líkamsparta. „Ég var og er lífhrædd og biðin var það erfiðasta í öllu ferlinu. Ég var varnarlaus. Fannst ég ekkert geta gert.“ Æxlið var sent til Bos­ ton í Bandaríkjunum í rannsókn. Skoðað var hvort brúnirnar sem skornar voru burt væru hreinar. Ljóst var að komist hafði verið fyrir meinið. „Ég get ekki lýst tilfinning­ unum öðruvísi en að ég grét af

börnunum mínum og verið heil­ brigð fram yfir útlitið. En hefði ég beðið lengur, mánuði, jafnvel ár, hefði hugsanlega ekki verið hægt að bjarga mér. Í óheppninni er ég heppin.“

Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@frettatiminn.is



28

arkitektur

Helgin 1.-3. október 2010

Skugga-húsin eru að mati Marðar alltof stór, klunnaleg og kuldaleg. Svo meiðir stærsti turninn götumyndir langt í burtu. Ljósmyndir/Fréttatíminn Hari

Laugavegur 53b, þjösnaskapur í boði verktaka og arkitekts.

Vallarstæti 8. Kjánalegur glerturn, grófur og ljótur í sjálfu sér og í ósmræmi við önnur hús við Austurvöll.

Skáli Alþingis, glæsileg smíð.

Siemsens-húsið við Grófina, prýði í götumyndinni.

mör ður á r nason á rölti um gömlu r eyk javík

Jafnvel furstarnir í Dúbæ hafa betri smekk Þjösnaskapur og tillitsleysi annars vegar en prýði í götumynd hins vegar. Mörður Árnason alþingismaður móðgaði forráðamenn arkitekta með ummælum sínum á nefndarfundi en segir, á rölti með Fréttatímanum um gömlu Reykjavík, að sem betur fer geri flestir arkitektar vel fái þeir tækifæri til. „Ég kýs að líta á umhverfið í kringum mig, nærri heimili og vinnustað, eins og flestir. Íslenskir arkitektar hafa yfirleitt góða og fjölbreytta menntun og eru margir snjallir og frjóir,“ segir hann og bendir á dæmi um það sem vel hefur tekist til – en um leið á hið gagnstæða.

Húsin í Skugga 101 – klunnaleg og kuldaleg

„Skúlagötuskipulagið frá níunda áratugnum var auðvitað stórslys en mörg af nýju húsunum þar sóma sér ágætlega sem slík,“ segir Mörður. „Skugga-húsin eru undantekning. Alltof stór, klunnaleg og kuldaleg. Svo meiðir stærsti turninn götumyndir langt í burtu, til dæmis af Lækjartorgi. Gæti verið í Dúbæ, nema furstarnir hafa aðeins skárri smekk en lýsir sér hér. Þetta voru víst danskir arkitektar, kannski af því þeir hafa ekkert fengið að gera heima – Danmörk er heimsfræg fyrir góða hönnun.“

Kjánalegur glerturn við Austurvöll

Umhverfi löggjafarsamkundunnar er þingmanninum að vonum hugleikið og því horfir hann til húsnæðis nefndasviðs Alþingis, Vallarstrætis 8. Byggingin var endursmíðuð og endurteiknuð fyrir nokkrum árum. „Það hefur tekist illa til á viðkvæmum stað,“ segir Mörður, „þessi kjánalegi glerturn upp eftir húsinu er grófur og ljótur í sjálfu sér og í algeru ósamræmi við önnur hús við þetta gamla hjarta í Reykjavík.“

Eins og krot í gagnfræðaskóla

Laugavegur 53b – Hereford-húsið – er skammt frá heimili þingmannsins. Hann

Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is

fer ófögrum orðum um það sem þar ber fyrir augu, kallar það þjösnaskap í boði verktaka og arkitekts. „Húsið er að framan eins og krot í gagnfræðaskóla og síðan fyllir það þannig í alla lóðina að gömlu húsin fyrir neðan hrökkva frá. Ljótt hús, fullkomið tillitsleysi við hefðir Laugavegarins og þarfir gömlu byggðarinnar í bænum,“ segir Mörður.

Nauðgun á Laugaveginum miðjum

Þegar æði hins meinta góðæris stóð sem hæst var ákveðið að reisa nýbyggingu Listaháskólans við Laugaveg og á lóðinni á bak við húsin númer 41 og 43. Kreppan kæfði það slys, sem Mörður kallar svo. „Í raun og veru áttu arkitektarnir að neita að vera með í þessari samkeppni,“ segir hann. „Byggingarmagnið var þvílíkt að verkefni arkitektsins verður aldrei annað en nauðgun á Laugaveginum miðjum innan um gamla og víða glæsilega byggð. Þarna átti að rífa allt í burtu og setja niður stórbyggingu sem hefði hugsanlega passað einhvers staðar í Hádegismóum. Kreppan hefur stöðvað allar framkvæmdir – það liggur við að maður

þakki fyrir hrunið,“ bætir þingmaðurinn við. „Allavega hefur Hjálmar núna tækifæri til að hugsa sinn gang,“ segir hann í ákalli til rektors hins óbyggða skólamusteris.

Karlmannlegur klassisismi mót kvenlegum léttleika

Glerturninn á Vallarstræti 8 er Merði ekki að skapi en annað er uppi á teningnum þegar hann lítur sér enn nær á vinnustaðnum. Skáli Alþingis er teiknaður á arkitektastofunni Batteríinu og varð að veruleika eftir margar misheppnaðar hugmyndir um viðbyggingu við húsið. „Skálinn er glæsileg smíð í sjálfu sér, ávalar línur, opið inn og út, fallega klæddur utan og mjög þægilegur sem vinnustaður,“ segir þingmaðurinn. „Snilli arkitektanna kemur þó best fram í því hvernig það fellur að Alþingishúsinu – er bæði líkt því og ólíkt og dregur fram sterkan formfastan svip gamla hússins: Kastali annars vegar, inngangur hins vegar, karlmannlegur klassisismi frá 19. öldinni en hins vegar kvenlegur léttleiki á 21. öld.“

Prýði í götumyndinni

Fleira er vel lukkað, að mati Marðar, og þar horfir hann til Siemsens-hússins við Grófina. „Arkitektar teikna ekki bara ný hús heldur eiga þeir líka að sinna byggingararfleifðinni. Það gerði Hjörleifur Stefánsson með glæsibrag þegar þetta gamla hús var flutt af Lækjartorgi. Það hefur verið veglega endurbyggt og er nú reisulegra en áður á steingrunninum, en mest munar þó um smekklega hönnun í nágrenni hússins, torgið með veitingaborðunum, brúna í framhaldi af rafmagnshofi Guðjóns Samúelssonar frá 1920 og litlu tjörnina sem nú er að hyljast í botninn með smámynt frá túristunum. Prýði í götumyndinni,“ segir Mörður og vill bæta um betur með því að losna við bílastæðin Tryggvagötumegin.

Merði Árnasyni tókst að móðga arkitekta með ummælum sínum. Á rölti með Fréttatímanum um gömlu Reykjavík bendir hann á umhverfisslysin – en um leið á snilli arkitekta þar sem vel hefur tekist til. Hér er frátekin lóð fyrir Listaháskólann, nauðgun á Laugaveginum Ljósmyndir/Teitur miðjum, segir Mörður.

Klessuhús og hrokabyggingar

Þarna átti að rífa allt í burtu og setja niður stórbyggingu sem hefði hugsanlega passað einhvers staðar í Hádegismóum.

„Kannski eru arkitektarnir alsaklausir af klessuhúsum og hrokabyggingum, burtruðningi fornra húsaverðmæta, fáránlegu Ameríkuskipulagi höfuðborgarsvæðisins, smekkleysi, stílrugli, lýtum í daglegu umhverfi okkar.“ Svo sagði Mörður Árnason þingmaður m.a. í bloggi nýverið en hann móðgaði fulltrúa Arkitektafélags Íslands á fundi umhverfisnefndar Alþingis er félagið veitti nefndinni umsögn um frumvarp til mannvirkja- og skipulagslaga. Á fundinn mætti Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélagsins, og kunni lítt að meta orð þingmannsins sem að haennar sögn taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta. Sigríður kvartaði við Ólínu Þorvarðardóttur, formann umhverfisnefndar, vegna orða Marðar en varð lítt ágengt. Ólína gerði engar athugasemdir við framgöngu Marðar og er kannski ekki að undra ef litið er til álits hennar á höfuðborginni. Í bloggi fyrir tveimur árum skóf Ólína ekki utan af hlutunum, sagði Reykjavík hreinlega ljóta borg.


ENNEMM / SÍA / NM43601

VILTU VERA KAUPMAÐUR Í EINN DAG? Algjör snilld fyrir 7-13 ára krakka 10. október kl. 13-17 geta krakkar á aldrinum 7-13 ára látið gott af sér leiða með því að vera kaupmenn í Smáralind í einn dag. Allir velja góðgerðarmál til þess að styrkja og láta ágóðann af sölunni renna til þess.

Skráningarblöð og nánari upplýsingar á þjónustuborðinu í Smáralind á 2. hæð eða á smaralind.is. Sjáumst í Smáralind!

Opið til 19 í dag, föstudag!

Verslanir opnar: mán-mið 11-19, fim 11-21, fös 11-19, lau 11-18 og sun 13-18, www.smaralind.is / 528 8000


30

alþingi

Helgin 1.-3. október 2010

Treystir þú þér til að þekkja alla þingmenn þjóðarinnar með nafni? Örlög sumra eru að ná lítt eða ekki í sviðsljósið

Á slóð óþekkta stjórnmálamannsins

R

áðamenn eru í sviðsljósi þjóðar sinnar hverju sinni. Það er því ávísun á það ljós að setjast á þing eða í borgarstjórn Reykjavíkur, svo nefndar séu kunnar valdastofnanir. Menn berjast hart fyrir að ná kjöri, vinna í flokkum sínum og ganga gegnum prófkjör eða forval með allri þeirri kynningu sem slíku fylgir. Náist markmiðið, þ.e. að komast á þing eða í borgarstjórn, ættu þeir sem hnossið hljóta því að komast á hvers manns varir, ekki síst í litlu samfélagi. En er víst að svo sé? Að sönnu geta flestir tilgreint þá sem sitja í ríkisstjórn eða hver skipar sæti borgarstjóra, að minnsta kosti ef kunnasti grínari landsins sest í þann stól. Formenn flokka, hvort heldur er innan eða utan stjórnar, njóta stöðu sinnar og sama gildir um formenn þingflokkanna. Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon þurfa því ekki að kynna sig á mannamótum. Sama gildir um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson. Aðrir þurfa hvorki ráðherra- né formannstitla til þess að ná athygli. Það á t.d. við um þingmenn eins og Pétur Blöndal, Mörð Árnason, Árna Johnsen, Þór Saari og Lilju Mósesdóttur, svo fáeinir séu taldir. Aðrir þingmenn eru fremur landskunnir af fyrri störfum sínum en þingmennskunni, t.d. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þráinn Bertelsson, og hið sama á við um borgarfulltrúana Einar Örn Benediktsson og Óttarr Ólaf Proppé, að ógleymdum sjálfum Jóni Gnarr. Á hverjum tíma eru samt nokkrir sem tæpast ná landsfrægð, þrátt fyrir setu á Alþingi eða í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar með er ekki sagt að viðkomandi sinni starfi sínu illa, fjarri því. Umræður í þingsal eða sal borgarstjórnar segja ekki alla sögu. Vinna alþingismanna og borgarfulltrúa fer ekki síst fram í nefndum.

Lítt þekkt ráðherraefni

Hver er þessi Oddný? Svo var spurt þegar hrókeringar í ríkisstjórn stóðu fyrir dyrum fyrir skemmstu. Þá var nafn Oddnýjar G. Harðardóttur, 5. þingmanns Suðurkjördæmis, nefnt sem hugsanlegs ráðherraefnis. Af spurningunni mátti merkja að Oddný væri ekki landskunn þrátt fyrir þingsetuna. Það, að Oddný kom sterklega til greina sem ráðherra, sýndi hins vegar styrk hennar sem þingmanns. Þótt hún fengi ekki sæti við

Hver er þessi Oddný? Svo var spurt um hugsanlegt ráðherraefni fyrir skemmstu.

Þekktir og minna þekktir þingmenn. Guðlaugur Þór Þórðarson stendur en fyrir framan hann er Jónína Rós Guðmundsdóttir. Við hlið Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur situr yngsti þingmaður Alþingis, Víðir Smári Petersen. Ljósmynd/Hari

Ég hef aldrei séð þetta fólk Þjóðkunnur þingmaður eður ei – það er mat blaðamanns. Það mat þarfnast staðfestingar fleiri. Því var ekki um annað að ræða en að spyrja háttvirta kjósendur, sýna þeim myndir af þeim þingmönnum sem síst voru taldir þekktir meðal þjóðar sinnar í framhaldi spurningarinnar: Hver er þessi Oddný? Oddný G. Harðardóttir, sem nefnd var sem ráðherraefni, var því einn þeirra þingmanna. Hinir voru Jónína Rós Guðmundsdóttir, Anna Margrét Guðjónsdóttir, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson og Unnur Brá Konráðsdóttir. Tíu einstaklingar á förnum vegi fengu að spreyta sig á myndunum, fimm konur og fimm karlar,

ríkisstjórnarborðið, þegar til kom, var vinna hennar á þinginu talin vega þungt. Halda má því fram að Oddný hafi ekki verið landskunn áður en til ráðherraumræðunnar kom.

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

allir fullorðnir, þ.e. með kosningarétt. Myndirnar eru hin opinbera ásjóna, eins og þær eru sýndar á vef Alþingis. Athugunin er að sönnu ekki vísindaleg en gefur væntanlega nokkra mynd. Skemmst er frá því að segja að þessir þingmenn voru fyrrgreindum kjósendum gersamlega ókunnir. Fólkið hafði ekki hugmynd um hverjir þetta voru utan hvað ein kona þekkti Unni Brá. „Ég hef aldrei séð þetta fólk,“ sagði kona á miðjum aldri. „Þekki engan,“ sagði önnur heldur yngri. Karl Berndsen, tísku- og útlitsfrömuður, var meðal aðspurðra í Kringlunni. Hann er vanur andlitum fólks en þekkti þessa kjörnu fulltrúa ekki fremur en aðrir. Raunar taldi hann að andlit Sigurðar Inga gæti verið samsett úr andlitum tveggja manna. Karl gæti hugsanlega skerpt ímynd þessara þingmanna ef hann „tæki þá í gegn“, eins og hann er kunnur fyrir úr sjónvarpi. Óhætt er að minnsta kosti að halda því fram að Karl sé þekktari en ofangreindir ráðamenn þjóðarinnar.

Oddný er fráleitt ein í þessari stöðu og til eru þeir þingmenn sem halda má fram með nokkurri vissu að séu ekki landskunnir. Með sama hætti og í tilviki Oddnýjar má spyrja: Hver er þessi Jónína Rós? Það er ekki víst að meirihluti þjóðarinnar geti svarað því. Jónína Rós Guðmundsdóttir er engu að síður 10. þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir hönd Samfylkingarinnar. Lilja Rafney Magnúsdóttir er 6. þingmaður Norðvesturkjördæmis, fyrir hönd Vinstri grænna. Hún hefur ekki verið áberandi þótt það segi ekkert um vinnusemi hennar. Sama gildir um Sigurð Inga Jóhannsson, 3. þingmann Suðurkjördæmis, sem situr fyrir hönd Framsóknarflokksins og 6. þingmann sama kjördæmis, Unni Brá Konráðsdóttur, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Anna Margrét Guðjónsdóttir kom inn sem 1. þingmaður Suðurkjördæmis fyrir hönd Samfylkingarinnar, í fjarveru Björgvins G. Sigurðssonar sem sest nú á þing að nýju. Hún var trauðla áberandi þann tíma sem hún vermdi þingsætið. Sama gildir um þá þingmenn sem að undanförnu hafa setið á þingi fyrir Vinstri græn, í orlofi Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, þriðja þingmanns Suðvesturkjördæmis, þau Ólaf Þór

Oddný G. Harðardóttir

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Jónína Rós Guðmundsdóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson

Unnur Brá Konráðsdóttir

Anna Margrét Guðjónsdóttir

Gunnarsson og Margréti Pétursdóttur. Ofangreindir þingmenn eru flestir á svipuðum aldri, sitt hvorum megin við fimmtugt. Jónína Rós er fædd árið 1958, kennari. Hún kenndi við Menntaskólann á Egilsstöðum áður en hún settist á þing og þar áður við Hallormsstaðarskóla. Lilja Rafney er fædd 1957, verkalýðsfrömuður að vestan. Sigurður Ingi er fæddur 1962, dýralæknir á Suðurlandi, Anna Margrét er fædd 1961, forstöðumaður skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel. Unnur Brá er yngri, fædd 1974, lögfræðingur að mennt og var sveitarstjóri Rangárþings áður en hún var kjörin á þing.

Þingmaður í kyrrþey

Hið gríðarlega fylgi Besta flokksins í borgarstjórnarkosningunum síðastliðið vor skilaði sex borgarfulltrúum. Leiðtoginn er að sönnu meðal frægustu Íslendinga og í hópi borgarfulltrúa flokksins eru fyrrgreindir Einar Örn og Óttarr, sem kunnir voru áður en til stjórnmálaþátttöku kom. Minna hefur borið á Elsu Hrafnhildi Yeoman og Evu Einarsdóttur en Karl Sigurðsson verður að teljast þekktari en þau. Ósanngjarnt er kannski að draga þá í þennan dilk enda hafa þeir aðeins setið í borgar-

stjórninni frá liðnu vori,Aþar sem Ð H E LG R BLA sumarfrí borgarstjórnarinnar fylgdi í kjölfar valdaskiptanna. Þótt ekki sé kallað eftir gaspri, þrasi eða orðagjálfri vita ráðamenn, hvort heldur er á þingi eða í borgarstjórn, að þeir þurfa að láta bera á sér. Dæmi eru samt um þungavigtarmenn meðal þingmanna fyrr á tíð sem sjaldan töluðu, vildu ekki ráðherradóm en sátu engu að síður lengi og nutu virðingar. Dæmi um slíkt er Geir Gunnarsson sem lengi var þingmaður Alþýðubandalagsins, faðir Lúðvíks Geirssonar, fyrrum bæjarstjóra í Hafnarfirði, og síðar varasáttasemjari ríkisins. Þá hefur því verið haldið fram, þótt ekkert sé fullyrt um sannleiksgildi þess, að Þórarinn Sigurjónsson hafi aðeins einu sinni tjáð sig í þingsal, stuttlega þó, þegar hann bað kollega að loka glugga í salnum. Hann sat engu að síður lengi á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á síðari hluta liðinnar aldar, en sinnti störfum sínum í kyrrþey.

Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is


RTÖ ÖLV R•F RTÖ RTÖ Ö F A L R V L U ART LVU TÖL LVU VUR UR• R • ÖLV FAR VUR R•F ART • F A F ART RTÖ TÖL UR• ART • ÖLV F A Ö V LVU ÖLV FAR RTÖ UR• LVU ÖLV R•F TÖL UR• LVU R FAR UR• • A F V R F A T U F A • Ö R A LVU R•F RTÖ F L T R A V Ö T RTÖ U L ÖLV R•F A L V VeRð FRÁ R R V U • TÖL UR• R•F FAR ART UR• V FAR ART TÖL ÖLV UR• FAR TÖL VUR UR• TÖL FAR VUR •FA VUR TÖL FAR • RTÖ VUR TÖL •FA LVU VUR RTÖ •FA R•F •FA LVU R ART RTÖ R•F ÖL ART LVU ÖLV R•F NÝJA ART UR R VÉ ÖLV LAR UR •

49.990

FAR TÖL VUR RÝM IN SÝNI NGA RVÉL AR

Toshiba Satellite C650D-10L

15,6”

GAR SAL A

2.1Ghz AMD Athlon II Dual Core Mobile P320 örgjörvi • 2GB DDR3 1066MHz minni • 320GB SATA diskur • DVD og CD-RW skrifari • 15.6" WXGA LED skjár • ATI Radeon HD 4250 PCI-Express skjákort • Windows 7 Home Premium 64-BIT

84.990

NOK

KUR

• NO TAÐA R VÉ LAR VERÐ

DÆM

FULLT VERÐ KR. 109.990

I

15,4”

15,6”

Toshiba Satellite PRO A300-256

Toshiba Satellite Pro L500-1DQ

Acer Aspire 5741G-434G32MN

99.990

129.990

139.990

149.990

FULLT VERÐ KR. 139.990

FULLT VERÐ KR. 179.990

FULLT VERÐ KR. 179.990

FULLT VERÐ KR. 199.990

2.0GHz Intel Core 2 Duo T6400 örgjörvi • 4GB DDR2 minni • 320GB SATA diskur • 15.4" WXGA skjár • ATI Mobility Radeon HD 3450 PCI-Express skjákort • DVD og CD-RW skrifari • Vefmyndavél • Windows Vista Business ásamt XP Pro möguleika

14”

15,6”

2.2GHz Intel Core 2 Duo T6670 örgjörvi • 4GB DDR2 minni • 320GB SATA diskur • DVD og CD skrifari • 15.6" FHD WXGA+ skjár með High Definition TruBrite • VGA myndavél • 512MB ATI Radeon HD4570 PCI-Express skjákort • Windows 7 Professional ásamt XP Pro valmöguleika

2.26GHz Intel Core i5-430M - Dual core örgjörvi • 4GB DDR3 1066MHz minni • 320GB SATA diskur • DVD og CD skrifari • 15.6" WXGA LED CineCrystal breiðskjár • 1GB DDR3 Geforce GT 320M skjákort • Vefmyndavél • Windows 7 Home Premium 64-BIT

Toshiba Tecra M11-10X

2.13GHz Intel Core i3-330M - Dual core örgjörvi • 3GB DDR3 minni • 320GB SATA diskur • DVD og CD skrifari • 14"WXGA LED skjár • High-Definition myndavél • Intel Graphics Media Accelerator 4500M skjákort • Windows 7 Professional ásamt XP Pro valmöguleika

R e y k j av í k • a k u R e y R i • e g i l s s ta ð i R • k e f l av í k • s e l f o s s • H a f n a R f j ö R ð u R NóaTúNi 17 Sími 414 1700

GLERÁRGÖTU 30 Sími 414 1730

miÐVaNGi 2-4 Sími 414 1735

HaFNaRGÖTU 90 Sími 414 1740

aUSTURVEGi 34 Sími 414 1745

REyKjaVíKURVEGi 66 Sími 414 1750


32

viðtal

Helgin 1.-3. október 2010

„Stend fyrir mínu“ G

Ef ég tæki þetta inn á mig yrði ég bara að halda mig undir sæng. Það myndi ekkert þýða að fara fram úr því þetta skellur á manni um leið og dagblaði er flett eða maður hlustar á fréttatíma í útvarpi eða sjónvarpi. Pólitíkin er alls staðar.

ætum við fengið kertaljós?“ spyr Jónína Leósdóttir kurteislega þegar þjónustustúlkan spyr hvort hún megi færa okkur eitthvað fleira en kaffi og te. „Mér finnst það svo hlýlegt,“ segir hún svo og hellir mjólk út í teið. Við erum staddar í setustofu Hilton Reykjavík Nordica-hótelsins á mánudagsmorgni í september. Örfáir hótelgestir eru á sveimi í kringum hótelbarinn. Virðulegur maður í vel straujaðri skyrtu situr ábúðarfullur fyrir framan tölvuskjá. Við kringlótt borð sitja fimm jakkafataklæddir menn og ræða heimsmálin. Rithöfundurinn Jónína situr úti í horni og lætur lítið fyrir sér fara. Þannig vill hún hafa það. „Athygli er ekkert sem ég hef nokkurn tímann óskað mér. Ég hef aldrei getað hugsað mér að vera „þekkt“ þótt ég hafi verið í störfum sem hafa leitt það svolítið af sér, bæði blaðamennskan og bókaskrifin,“ tjáir hún mér. Hún segir þetta eðli margra rithöfunda og leikskálda. „Helst vildi ég vera með huliðshjálm og veita engin viðtöl,“ segir hún hreinskilnislega. „En ég er í starfi sem krefst þess að maður kynni sig.“ Jónína sýpur á teinu og segir: „Aumingja þú. Slæ ég þig alveg út af laginu með þessu „ég vil ekki vera hér,““ bætir hún svo við, meira í gríni en alvöru. Hún er klædd grárri rúllukragapeysu sem hún prjónaði sjálf, svörtum buxum og með rauðan varalit í stíl við rauða skóna. Svart, grátt og rautt eru hennar einkennislitir. „Aðallega svart, smávegis grátt og smávegis rautt. That‘s as far as it goes,“ segir hún þegar ég minnist á litavalið. Jónína hefur veitt örfá viðtöl á undanförnum árum og þá eingöngu um bækurnar sínar. Þessa dagana er enginn skortur á viðtalsbeiðnum. Nánast allir fjölmiðlar landsins, og einnig einhverjir erlendir, hafa falast eftir viðtali við hana. Ástæðan er þó ekki eingöngu velgengni hennar á ritvellinum en í október kemur út ný skáldsaga eftir Jónínu, Allt fínt ... en þú?, auk þess sem hún á smásögu í unglingabók sem nýverið var gefin út á átta Norðurlandamálum undir nafninu Elskar mig, elskar mig ekki. Áhugann er líklega heldur ekki að rekja til þess að virtur, þýskur bókaútgefandi hefur þegar tryggt sér útgáfurétt að skáldsögu Jónínu, nokkru áður en hún kemur út á íslensku. Þótt slíkt sé afar óalgengt. Ástæðan er væntanlega sú að hún er gift forsætisráðherra Íslands, Jóhönnu Sigurðardóttur. Fyrsta kvenkyns forsætisráðherra Íslandssögunnar. Og það sjónarhorn fer augljóslega pínulítið í taugarnar á rithöfundinum. „Það er skrýtin og fremur óþægileg tilfinning að vita að áhugi fjölmiðla er mestmegnis vegna þess hverjum maður er giftur. Þótt ég þykist standa fyrir mínu er ekki hægt að horfa fram hjá því að þessi óvenjumikli spenningur fjölmiðla væri ekki til staðar nema vegna forsætisráðherrafrúar-vinkilsins. Það er ekkert skemmtilegt fyrir sjálfstæða manneskju,“ útskýrir hún.

„Hin neikvæða hliðin er svo að finna hvernig „anonymitet“ manns er að gufa upp. Ég sem gat alltaf þvælst um allt án þess að nokkur liti tvisvar á mig finn nú sífellt oftar fyrir starandi augum.“ Er þér illa við að vera kölluð forsætisráðherrafrú? „Já, alveg eins og mér væri illa við að vera kölluð læknisfrú eða verkfræðingsfrú. Ég skilgeini mig ekki út frá maka mínum. Að því leyti finnst mér það óviðeigandi. Eða réttara sagt asnalegt,“ segir hún og kímir. „Þegar ég fer í viðtöl er það vegna þess að hluti af starfi rithöfunda er að kynna verk sín. Ég myndi aldrei sitja hérna ef ég væri til dæmis hjúkrunarfræðingur eða kennari.“ Þjónustustúlkan kemur með logandi kerti í stjaka og leggur á borðið. Einhvern tímann sagðirðu mér að þú byrjaðir vinnudaginn alltaf á því að kveikja á kerti. Gerirðu það ennþá? „Já, það fyrsta sem ég geri á morgnana er að kveikja á tölvunni og síðan á sprittkerti við hliðina á henni. Þegar ég kveiki á kertinu og horfi á það yfir daginn reyni ég alltaf að tengja mig við eitthvað sem skiptir meira máli en amstrið hérna á jörðinni. Hugsa fallega til fólks sem mér þykir vænt um og fólks sem ég veit að á í erfiðleikum. Og um leið og kertaloginn fjarar út kveiki ég strax á öðru kerti. Vinnudagarnir eru mældir í sprittkertum! Hvert kerti er um það bil fjóra tíma að brenna. Fjögurra kerta dagar eru því langir vinnudagar.“

„Bara eitt af því sem komið getur upp“

Jónína er öryggið uppmálað en þó örlítið vör um sig. Vanari að vera hinum megin borðsins, í hlutverki blaðamannsins. Þar er hún á heimavelli, enda starfaði hún við blaðamennsku í tuttugu ár. Fyrst sem blaðamaður á Helgarpóstinum, svo sem ritstjóri vikublaðsins Pressunnar og loks sem ritstjórnarfulltrúi og, um tíma, ritstjóri Nýs lífs. Fyrir tæplega fimm árum sagði hún upp starfi sínu á Nýju lífi til að geta einbeitt sér að skriftum. Nú nýtur hún fjögurra kerta daganna í botn. „Þetta eru mikil forréttindi sem ég finn til þakklætis yfir á hverjum einasta degi. Mig hafði svo lengi dreymt um þetta. Líklega í tuttugu ár. Áður skrifaði ég leikrit og bækur ásamt því að vera í fullu starfi.“ Á þessum fimm árum hefur Jónína skrifað þrjár unglingabækur, tvö leikrit, pistlasafnið Talað út og fyrrnefnda skáldsögu fyrir fullorðna, Allt fínt ... en þú? sem væntanleg er í lok október. Unglingabækurnar, sem út komu árin 2007, 2008 og 2009, fjalla allar um sömu aðalpersónuna og slógu nýjan tón í íslenskum unglingabókmenntum. „Þetta voru fyrstu unglingabækurnar þar sem aðalpersónan er samkynhneigð stelpa. Í fyrstu bókinni á hún reyndar kærasta en í lok síðustu bókarinnar á hún kærustu. En því var ekki haldið sérstaklega á lofti að bækurnar væru um samkynhneigð, enda fjalla þær um svo ótalmargt annað og ég vildi einmitt ekki gera kynhneigð persónunnar

að einhverju stórmáli. Þetta er bara eitt af því sem komið getur upp á unglingsárunum.“ Hefurðu fengið viðbrögð við bókunum frá krökkum í þessum sporum? „Ég hef fengið frábær viðbrögð en ekkert sérstaklega í tengslum við samkynhneigð. Krökkum finnst bækurnar einfaldlega skemmtilegar. Tilgangurinn var líka fyrst og fremst að skrifa spennandi sögur.“ Jónína á eina smásögu, Elskar mig, elskar mig ekki, í samnefndri bók sem nýlega var gefin út á átta Norðurlandamálum. Sögurnar fjalla allar um ungt fólk og ástina. Spurð hvort ástin sé tilgangur lífsins er Jónína ekki endilega á því. „Nei, það held ég ekki. Hún er kryddið,“ segir hún blátt áfram og brosir að þessari ofurrómantísku spurningu. En Jónína skrifar ekki bara fyrir unglinga. Nýjasta skáldsaga hennar, Allt fínt ... en þú?, er ætluð fullorðnum. Útgáfuréttur að bókinni hefur verið seldur til Þýskalands áður en hún er komin út á íslensku. Slíkt er ekki algengt þótt einstaka höfundum hafi hlotnast álíka upphefð. „Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Þetta er mjög virt forlag í Köln, með heimsþekkta höfunda á sínum snærum. Og þeir stefna að því að koma bókinni út fyrir bókamessuna í Frankfurt 2011, þar sem Ísland verður í öndvegi.“ Bókin er fjölskyldusaga þar sem fjallað er í léttum dúr um grafalvarleg málefni. Lesandinn sér atburðina frá sjónarhóli tæplega fertugrar konu sem er máttarstólpi fjölskyldunnar. „Hún er afskaplega ábyrg, vill standa sig alveg hundrað prósent og koma vel fram við alla. En í upphafi bókarinnar er sjötugur faðir hennar kominn með kærustu, örfáum vikum eftir lát eiginkonu sinnar, og þetta veldur sprengingu í fjölskyldunni. Aðalpersónan reynir að stilla til friðar, ásamt því að takast á við önnur hlutverk sín í lífinu sem prestsfrú, sjónvarpsþýðandi, móðir tveggja dætra, systir, vinkona og félagsmálatröll. Þetta er sem sagt grátbrosleg lýsing á íslenskri nútímakonu undir miklu álagi,“ upplýsir Jónína.

Aldrei fengið listamannalaun

Jónína er nýkomin af bókmenntahátíð í Bretlandi þar sem hún tók þátt í fjörugum pallborðsumræðum. „Ég er í svokölluðum Góuhópi sem kom Fjöruverðlaununum á fót, en það eru bókmenntaverðlaun sem aðeins eru veitt konum. Verðlaunin hafa verið veitt fjórum sinnum. Í ár buðum við hingað Kate Mosse sem er þekktur rithöfundur og upphafsmanneskja The Orange Prize, bresku bókmenntaverðlaunanna sem eru bara veitt konum.“ Kate og eiginmaður hennar, Greg Mosse, eru í forsvari fyrir árlegri bókmenntahátíð, Chichester Writing Festival, og þau buðu Jónínu að vera einn af gestum hátíðarinnar í ár. „Ég tók þátt í tveimur pallborðsumræðum og var m.a. spurð talsvert um Fjöruverðlaunin, unglingabækur og hvernig það væri að skrifa á tungumáli sem einungis 300 þúsund manns geta lesið.“

Ljósmyndir/Hari

Hún elskar að sitja við tölvuna og skrifa um sín hjartans mál. Hún hatar að fljúga og henni er meinilla við að fara í viðtöl. JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR rithöfundur var að gefa út nýja skáldsögu sem þegar hefur verið seld til Þýskalands. Hún ræðir við Heiðdísi Lilju Magnúsdóttur um starfið, hin sönnu verðmæti og hvernig það er að vera gift topppólitíkus.

Og hvernig er að skrifa fyrir svona lítið málsvæði? „Til að setja þetta í samhengi fyrir Bretana benti ég á að í bænum Coventry er íbúafjöldi svipaður og á Íslandi. Breskum rithöfundum þætti fáránlegt að skrifa bók sem einungis íbúar Coventry gætu lesið.“ Er þetta hörð barátta? „Já, markaðurinn er svo lítill að ef þetta á að ganga upp þurfa höfundar annaðhvort að skrifa bækur sem seljast í bílförmum eða fá starfslaun listamanna.“ Hefur þú fengið listamannalaun? Jónína glottir. „Fresturinn til að skila inn umsóknum um listamannalaun er að renna út núna. Ég held að ég sé að skila inn tuttugustu og fyrstu umsókninni – og ég hef aldrei fengið krónu,“ segir hún og hlær. Hún segist ekki ergja sig á að grandskoða listann yfir þá sem hljóta hnossið ár hvert. „Ég renni augunum kannski yfir nöfnin en man svo ekki stundinni lengur hverjir þetta voru. Hvað þá að ég öfundi þá. Ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu. Þegar ég fæ „því miður“ bréfið fer það í ruslið og svo held ég áfram að skrifa. En vissulega er skrýtið að hafa skrifað margar bækur, sem flestar seldust ljómandi vel, og leikrit sem flutt hafa verið í útvarpi og sjónvarpi. Já, og hlotið verðlaun og viðurkenningar


viðtal 33

Helgin 1.-3. október 2010

fyrir leikrit, ljóð og unglingabækur. En aldrei starfslaun.“

Í blaðamennsku fyrir tilviljun

Jónína ólst upp í Reykjavík hjá foreldrum sínum og föðursystrum. Faðir hennar lést fyrir tólf árum en móðir hennar er enn á lífi. „Ég var svo heppin að alast upp í miklu fjölskylduhúsi. Á hæðinni fyrir neðan okkur bjuggu systur pabba, ógiftar og barnlausar, og hikuðu ekki við að taka þátt í að ala okkur systkinin upp. Þegar ég hljóp út á götu gátu heyrst fjórar raddir í kór út um glugga á tveimur hæðum: „Jónína, settu á þig húfuna!““ Ári eftir stúdentspróf flutti Jónína með þáverandi eiginmanni sínum til Englands þar sem hún lærði listasögu. „En eftir fyrsta veturinn snarhækkuðu skólagjöld fyrir erlenda stúdenta þannig að ég hætti námi og fór í það klassíska hlutverk kvenna á þessum tíma að vinna fyrir heimilinu á meðan eiginmaðurinn lauk námi.“ Eftir að hjónin fluttu heim aftur lærði Jónína bókmenntafræði og enskar bókmenntir í Háskóla Íslands og árið 1981 eignuðust þau son. Byrjaðirðu snemma að skrifa? „Já, ég hef alltaf skrifað. Mikið. Vesalings vinir mínir erlendis fengu löng, handskrifuð bréf. Mjög löng. Ég skil ekki hvað mér hefur legið svona mikið á hjarta! Ég skrifaði líka sögur

og ljóð en ég er svo jarðbundin að mér fannst óhugsandi að ég gæti lagt þetta fyrir mig.“ Enda í nautsmerkinu ... „Akkúrat. Mér fannst ég þurfa að læra eitthvað sem leiddi til öruggrar atvinnu. Árum saman ætlaði ég til dæmis að verða prestur. Þó ekki vegna launanna. Mig langaði að færa kirkjuna nær fólkinu með óformlegri messum og meiri þátttöku kirkjunnar í daglegu lífi sóknarbarnanna. Ég stefndi að þessu í nokkur ár, í fúlustu alvöru. Sóknarpresturinn minn var m.a.s. búinn að lofa að gefa mér námsbækurnar sínar ef ég færi í guðfræðina. Samt langaði mig langmest til að skrifa. En að vera rithöfundur er ákveðið lotterí. Maður hefur enga tryggingu fyrir því að bók sem maður hefur unnið að í langan tíma skili að lokum lágmarkstímakaupi. Og eftir að ég varð einstæð móðir, þegar sonur minn var fjögurra ára, gat ég enn síður tekið svona áhættu. Ég hafði að vísu ekki lagt grunn að miklu starfsöryggi með því að læra ensku og bókmenntafræði. Það hefði verið meira vit í að fara í tannlækningar. En ég hefði dáið úr leiðindum í tannlæknadeildinni og eflaust ekki náð einu einasta prófi. Ég átti hins vegar mjög skemmtilegan tíma í háskóla, bæði í Bretlandi og hér heima, og á námsárunum byrjaði ég að þýða

bækur ásamt því að vinna hjá ferðaskrifstofu þar sem tungumálakunnáttan kom sér vel. Svo allt fór þetta nú vel. Þjóðkirkjan slapp við að fá mig sem uppreisnarprest og með því að skrifa bækur á kvöldin og um helgar tókst mér að verða rithöfundur án þess að sonur minn þyrfti að svelta. Ég var 34 ára þegar fyrsta bókin mín kom út. Blaðamennskan sá okkur mæðginum hins vegar fyrir salti í grautinn og var þar að auki ótrúlega skemmtilegt starf sem ég sinnti af einlægum áhuga í tuttugu ár, upp á dag.“ Jónína byrjaði í blaðamennskunni fyrir einskæra tilviljun. „Ég var að vinna á skrifstofu Bandalags jafnaðarmanna og ritstjóri Helgarpóstsins hringdi vikulega í mig í leit að fréttamolum úr þinginu. Þegar ég hætti hjá BJ bauð hann mér vinnu í einn mánuð og eftir rúma viku var ég orðin fastráðin án þess að hafa nokkurn tímann hugleitt að gerast blaðamaður. Þetta reyndist nefnilega mjög skemmtilegt. Þessi tilfinning; að láta sér detta eitthvað í hug, skrifa það og sjá svo allt í einu einhvern lesa það úti á götu. Mjög spennandi en jafnframt pínulítið ógnvekjandi.“ Af hverju? „Af því að ég er með fullkomnunaráráttu. Allt þarf að vera svo tipptopp og óaðfinnanlegt. Það tók þess vegna tíma að venjast því að sleppa hendinni

Ég hef aldrei skilgreint mig út frá því að vera maki einhvers, hvorki nú né áður.

af textanum. Mér fannst það alveg hrikalegt. Nú væri þetta bara farið út í buskann, ekki yrði aftur snúið og allir gætu séð textann minn. Hvað ef ég hefði nú skrifað einhverja vitleysu og gert yrði stólpagrín að mér? En smám saman vandist þetta.“

Sagt upp á Pressunni

Jónína starfaði á Helgarpóstinum þar til reksturinn fór í þrot en áður en það gerðist hafði henni verið boðið að ritstýra nýju helgarblaði. Blaðið fékk nafnið Pressan að tillögu Jónínu. „Ég ritstýrði Pressunni í tvö ár, ásamt Ómari Friðrikssyni. Blaðið var ekkert ósvipað Helgarpóstinum, hörð fréttamál í bland við léttara efni. Mjúku málin hentuðu mér þó margfalt betur. Daginn sem blaðið fór í prentun mættu stundum lögfræðingar og reyndu að fá okkur til að hætta við einhverja umfjöllun. Þetta voru ekki aðstæður sem mér leið vel í. Ég vil lifa í sátt og samlyndi við fólk, ekki standa í átökum,“ rifjar hún upp. Steigstu á tær einhverra? „Ekki vísvitandi, svo mikið er víst. En ég var svo heppin að Ómar, meðritstjóri minn, tók hörðu fréttirnar mestmegnis að sér þannig að ég gat einbeitt mér að mýkri hlið blaðsins.“ Árið 1990 var öllum starfsmönnum Pressunnar sagt upp störfum. „Öllum var spúlað út, ritstjórum, blaðamönnum, ljósmyndurum og prófarkalesurum, og ný áhöfn ráðin í okkar stað. Það var mikill og óvæntur skellur og afar óskemmtileg upplifun,“ segir hún.


34

viðtal

Helgin 1.-3. október 2010

Færeyjaheimsóknin á dögunum. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Jónína Leósdóttir.

En lánið lék við Jónínu. Hún var atvinnulaus í örfáar klukkustundir. „Það kom frétt um uppsagnirnar í kvöldfréttum Sjónvarpsins og strax eftir fréttatímann fékk ég upphringingu frá Gullveigu Sæmundsdóttur, ritstjóra Nýs lífs. Hún bauð mér að leysa sig af í nokkra mánuði. Ég var því vægast sagt heppin.“ Ertu bitur út í einhverja sem þarna komu að máli? „Auðvitað varð ég öskureið þegar okkur var sagt upp. En það væri nú meiri langræknin að vera bitur í tuttugu ár. Maður breytir ekki því sem orðið er og biturleiki tærir fólk bara upp. Þar að auki sá ég fljótlega að uppsögnin reyndist mikil gæfa fyrir mig. Það átti margfalt betur við mig að vinna á Nýju lífi en á fréttablaði. Ég hefði ekki viljað missa af þeim fimmtán árum sem ég var á Nýju lífi. Og líklega hefði Gullveig hringt í einhverja allt aðra konu ef ég hefði ekki verið rekin með svo miklum látum að það kom í sjónvarpsfréttunum.“

Dýrmætt að deila dramatískri lífsreynslu

Hvað stendur upp úr frá blaðamannsferlinum? „Allt fólkið sem ég var svo heppin að fá að kynnast. Fólk sem treysti mér fyrir sínum innstu og dýrmætustu tilfinningum. Ég sérhæfði mig snemma í viðtölum við fólk með erfiða lífsreynslu að baki. Það kenndi mér mikið.“ Jónína gefur lítið fyrir gagnrýni á að greint sé frá harmsögum fólks í fjölmiðlum. „Það skiptir öllu máli hvernig þetta er gert. Hvernig viðtalið er tekið, hvernig unnið er úr því og hvernig það er fram sett. Vitanlega eru ekki allir tilbúnir að opna sig í fjölmiðlum. Mér finnst það mjög skiljanlegt. En það er óendanlega dýrmætt að til sé fólk sem vill deila dramatískri lífsreynslu sinni með öðrum. Enginn veit jú hver er næstur. Við fáum öll okkar skammt af áföllum í lífinu og þá getur verið mikill styrkur að lesa um manneskju sem hefur upplifað eitthvað svipað. Það var mikill lærdómur að kynnast öllu þessu fólki og ég er því innilega þakklát fyrir að treysta mér fyrir því allra viðkvæmasta í lífi sínu. Það var einstakt hvað fólk var oft einlægt, opið og tilbúið að gefa af sér.“ Var þetta aldrei niðurdrepandi? „Margir héldu það en mér fannst það alls ekki. Það þroskaði mig að standa ítrekað frammi fyrir fólki sem hafði upplifað erfiðleika sem við hin höldum að við myndum aldrei afbera. Foreldrum sem höfðu gefið líffæri úr nýlátnum börnum sínum, manni sem hafði misst eiginkonu og dóttur með nokkurra mánaða millibili, rúmlega fimmtugri konu sem hafði fylgt þremur eiginmönnum til grafar. Bara svo ég taki örfá dæmi. Sumir vilja ekkert af svona lífs-

reynslu vita. Mér finnst það bera vott um ákveðinn veruleikaflótta. Það minnir mig á strút með hausinn í sandi að sjá fólk lifa og hrærast í yfirborðslegum hlutum þar sem allt á helst að vera svo flott, skemmtilegt og smart. Auðvitað er lífið líka fullt af gleði og hún verður að vera með. En kannski kann maður betur að meta gleðina eftir því sem maður er meðvitaðri um að lífið er ekki bara dans á rósum. Margir forðast að tala um viðkvæma hluti af ótta við tilfinningar og tár, annaðhvort hjá sjálfum sér eða öðrum. Sumir forða sér jafnvel yfir götu eða út úr verslun ef þeir sjá kunningja sem hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli. Það hefðu allir gott af að yfirvinna slíkan ótta. Vera ekki feimnir við að tala um dauðann, veikindi eða aðra erfiðleika, jafnvel þótt það kosti nokkur tár. Geta talað um allt.“ Hefurðu sjálf orðið fyrir áföllum af einhverju tagi? „Já, það kemst enginn í gegnum 56 ár án þess að lenda í einhverju. Ég hef misst bæði ættingja og vini. Og ég hef átt við veikindi að stríða síðan ég var krakki. Ég er með astma og ofnæmi fyrir öllu mögulegu og ómögulegu og ónæmiskerfið í mér er handónýtt. Æskuminningar mínar eru því dálítið litaðar af því að ég mátti oft ekki fara út úr húsi dögum saman. Ég var alltaf lasin. Þessi veikindi mótuðu mig bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Það jákvæða sem ég hafði upp úr þessu var ást á bókum og lestri. Þegar ég hékk inni var ég á kafi í bókum. Las og las og las. Það neikvæða er að ég sit uppi með hrikalega léleg lungu. Núna vita læknar það sem ekki lá

Ljósmynd/Dimmalætting

fyrir þegar ég var lítil, að lungu eyðileggjast smávegis í hverju astmakasti. Þess vegna er lögð áhersla á að fyrirbyggja þau. Ég er aðeins með um 40% af þeim krafti sem manneskja á mínum aldri ætti að hafa í lungunum. Ekki svo að skilja að mér sé einhver vorkunn. Það vildu örugglega margir skipta við mig. Þetta er algjört smámál miðað við ýmislegt sem aðrir standa frammi fyrir.“

Færeyingar miður sín

Um daginn fór Jónína til Færeyja. Sem væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem hún fylgdi Jóhönnu í opinbera heimsókn. Völduð þið Færeyjar viljandi sem ykkar fyrsta sameiginlega, opinbera áfangastað? „Svona heimsóknir eiga sér langan aðdraganda. Lögmaður Færeyja kom í opinbera heimsókn til Íslands í fyrrahaust og fljótlega upp úr því var þessi ferð ákveðin. Ég hafði tvisvar áður komið til Færeyja, fyrst fyrir þrjátíu árum. Í fyrra fór ég svo til Þórshafnar að hitta hina 15 höfundana sem eiga sögur í norræna smásögusafninu. Þetta var eina utanlandsferðin mín árið 2009 og alveg ógleymanleg helgi. Það er fallegt í Færeyjum og mér finnst fólkið sérlega alúðlegt og afslappað. Og þeir eiga stórkostlega listamenn; rithöfunda, listmálara og tónlistarfólk.“ Mikla athygli vakti þegar leiðtogi færeyska Miðflokksins, Jenis av Rana, neitaði að mæta í kvöldverðarboð til heiðurs Jóhönnu en hann hefur lýst sig andvígan auknum réttindum samkynhneigðra. „Færeyingunum fannst þessi upp-

„Ég veit að það er framhaldslíf“ Jónína hefur mikinn áhuga á andlegum málefnum en kynni hennar af spíritisma hófust strax á ungaaldri. „Heima voru til heilu hillurnar af bókum um spíritisma. Ég las þær upp til agna í þessum eilífu sóttkvíum mínum sem krakki. Áhuginn kviknaði síðan fyrir alvöru þegar ég skrifaði ævisögu séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar sem var prestur í Langholtskirkju. Hann var mikill spíritisti, náinn samstarfsmaður Einars á Einarsstöðum og sjálfur með mikla hæfileika á þessu sviði.“ Ertu trúuð? „Já, enda ætlaði ég að verða prestur! Annars finnst mér trú ekki snúast um kirkjusókn og bænir, heldur að reyna að vera almennileg manneskja. Fyrir mér er það einhver sem kemur fram við aðra eins og hann vill að komið sé fram við hann. En það er nú aldeilis hægara sagt en gert. Þetta er lífstíðarverkefni. En vonandi fáum við annað tækifæri á öðrum stað. Ég held ekki að lífið á jörðinni sé upphaf og endir alls. Ég trúi á framhaldslíf. Eða réttara sagt: Ég veit að það er framhaldslíf. Þetta er vissa, ekki trú.“ Ertu næm sjálf? „Ég er þeirrar skoðunar að allir séu næmir. En það sama á við um þetta og aðra eiginleika. Fólk verður að leggja rækt við þá. Sjálf hef ég m.a. gert það með því að stunda hugleiðslu og taka þátt í bænahópum. Hugleiðsla er alveg frábært tæki til að slaka á og öðlast innri ró og rannsóknir sýna að hún bætir líkamlega heilsu. En ég hef ekki verið nógu dugleg að hugleiða að undanförnu. Of önnum kafin við að skrifa. Svona er maður vitlaus! Frestar til morguns því sem best væri að gera í dag.“

Þótt ég þykist standa fyrir mínu er ekki hægt að horfa fram hjá því að þessi óvenjumikli spenningur fjölmiðla væri ekki til staðar nema vegna forsætisráðherrafrúar-vinkilsins. Það er ekkert skemmtilegt fyrir sjálfstæða manneskju.

ákoma afar leiðinleg. Fólk baðst afsökunar og tók fram að svona hugsuðu Færeyingar almennt ekki. Aðeins lítill hópur. En ég hitti aðeins elskulegt fólk og naut dvalarinnar til hins ýtrasta. Það eina sem ég hafði haft örlitlar áhyggjur af, svona fyrirfram, var að það myndi valda gestgjöfunum vandræðum að ég er grænmetisæta. En það eru greinilega flinkir matreiðslumenn í Færeyjum!“

Forvitnin meiri

Norska forsætisráðherrafrúin, Ingrid Schulerud, hefur talað um að það sé helvíti að vera gift topppólitíkus. Geturðu tekið undir þessi orð? „Það er ekkert skemmtilegt að vera gift einhverjum sem er í starfi þar sem fylkingar takast á ... og það opinberlega. Starfi sem felur í sér rifrildi, átök og sterk orð. En maður lærir að brynja sig fyrir því,“ segir Jónína. „Ef ég tæki þetta inn á mig yrði ég bara að halda mig undir sæng. Það myndi ekkert þýða að fara fram úr því þetta skellur á manni um leið og dagblaði er flett eða maður hlustar á fréttatíma í útvarpi eða sjónvarpi. Pólitíkin er alls staðar.“ Er mikill munur á því að vera maki forsætisráðherra eða maki félags- og tryggingamálaráðherra? „Ég hef aldrei skilgreint mig út frá því að vera maki einhvers, hvorki nú né áður.“ Það hlýtur þó að hafa breytt þínu lífi töluvert? „Ætli það sé ekki aðallega að fólk er forvitnara um mann. Ég var ekki undir það búin. Hugsaði hreinlega ekki út í það.“ Stundum gengur forvitnin of langt, að mati Jónínu. „Þegar ég var hjá sjúkraþjálfara í ársbyrjun spurði hann mig einu sinni: „Hvernig smakkaðist ístertan?“ Þá hafði komið „frétt“ um það í tímariti að ég hefði sést kaupa ístertu og sérstaklega var tiltekið í hvaða búð þetta var og hvaða tegund ég hefði keypt. Mér fannst þetta fáránlegt!“ Þú hlýtur samt að skilja áhugann, hafandi starfað við blaðamennsku sjálf? „Já, ég skil hann. Ég fékk margoft neitun þegar ég bað fólk um viðtal. Oft var það alveg blóðugt því yfirleitt hafði viðkomandi áhugaverða sögu að segja. En ef manneskja sagði nei, þá þakkaði ég bara kurteislega fyrir, baðst afsökunar á ónæðinu og lét þar við sitja.“ Jónína segir álagið sem fylgi starfi forsætisráðherra þó auðvitað setja mark sitt á heimilislífið. „Eins og ástandið í þjóðfélaginu er núna er þetta starf allan sólarhringinn, alla daga vikunnar. Það gefur augaleið að viðkomandi aðili er þá ekki að sinna neinu öðru á meðan. En ég er svo heppin að eiga nóg af áhugamálum og stóran vinahóp. Annars er ég hálfgerður vinnualki og get gleymt mér við tölvuna frá morgni og langt fram á kvöld. Og nú er að bresta á sá árstími þegar rithöfundar kynna bækurnar sínar út um víðan völl. Stundum er ég að lesa upp í skólum á morgnana og fyrir fullorðna á alls kyns samkundum á kvöldin. Þetta er mjög gaman. En á móti kemur að þá gefst ekki eins mikill tími til að skrifa og það getur verið mjög frústrerandi.“ Framtíðin er óskrifað blað. Hundruð óskrifaðra blaðsíðna, ef að líkum lætur. Jónína er rétt að byrja. „Ég er mjög flughrædd. Um daginn var ég eitthvað að væla yfir því í hópi fólks að bráðum þyrfti ég að fara í flug. Þá fékk ég þessa spurningu: „Hvað með það ef flugvélin færist og þú myndir deyja? Væri það ekki bara allt í lagi?“ Ég svaraði samstundis, algjörlega án umhugsunar: „Nei, ekki alveg strax. Ég er loksins komin í þá draumaaðstöðu að geta einbeitt mér að skriftunum. Aðstöðu sem mig hafði dreymt um áratugum saman. Þannig að ég er ekki tilbúin að lenda í neinu flugslysi! Mig langar til að skrifa nokkrar bækur í viðbót.“

Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is


Skódagar

20% afsláttur

ÍSLENSKA / SIA.IS / UTI 51752 09/10

af öllum skóm

Allir gönguskór Allir götuskór Allir barnaskór Allir hlaupaskór Allir fótboltaskór Allir kuldaskór o.fl., o.fl. Gildir til sunnudags.

HOLTAGÖRÐUM

GLÆSIBÆ

KRINGLUNNI

SMÁRALIND

SÍMI 545 1500




38

bílar

Helgin 1.-3. október 2010

bíl a r bíl asýningin í Pa r ís a ð hefjast 2012 Range Rover Evoque

2011 Hyundai ix20

2012 Mercedes Benz CLS

2011 Porsche 911 Carrera GTS Coupe

2012 Ford C-Max

2011 Chevrolet Cruze Hatchback

Kia Pop Electric tilraunaeintak

2011 Saab 9-3 ePower

Nýjungar á Parísarsýningunni

Á bílasýningunni í París sem opnuð var blaðamönnum í gær og stendur opin almenningi 2.-17. október er áhersla ekki síst lögð á rafbíla og umhverfisvæn ökutæki. Á sýningunni kynna allir helstu bílaframleiðendur sitt nýjasta. Horft er til rafbílsins sem framtíðarökutækis auk vistvænni og eyðslugrennri bensín- og dísilbíla.

Rafmögnuð bílaframtíð R

afbílar og önnur umhverfisvæn farartæki eru í brennidepli bílasýningarinnar í París en sportbílar og önnur tryllitæki eru samt á sínum stað, nýr CLC frá Mercedes Benz, Porsche 911 Carrera GTS Coupe og Ferrari 599 SA Aperta. Þá frumsýnir Range Rover nýjan jeppa, Evoque, minni og eyðslugrennri en áður hefur sést, litlu lengri en VW Golf.

þreytir þar frumraun sína og keppir væntanlega við fyrrgreindan alblending, CT 200h.

Hefðbundnir en sparneytnir

Rafbílabylting Þróun rafbílanna vekur ekki síst eftirvæntingu. Peugeot iOn er frumsýndur en hann er fyrsta afkvæmi samstarfsverkefnis Peugeot, Citroën og Mitsubishi. Kóreski bílaframleiðandinn Kia lætur sitt ekki eftir liggja og trúir á rafmagnaða bílaframtíð. Kia sýnir í fyrsta sinn rafbílinn Pop á Parísarsýningunni. Þessi nýi rafbíll Kia er enn á vinnslustigi. Útlitið er frumlegt en reikna má með því að dregið verði úr stælunum þegar kemur að fjöldaframleiðslu. Pop er borgarbíll, aðeins þrír metrar að lengd eða svipaður að stærð og Toyota IQ. Ekki liggur fyrir hvernig rafbúnaður verður í Pop en Kia sýndi Venga í rafmagnsútfærslu á Genfarsýningunni

Peugeot iOn Rafbíllinn nýi frá Peugeot er fyrsta afkvæmi samstarfsverkefnis Peugeot, Citroën og Mitsubishi.

síðastliðið vor. Mótorinn í þeim bíl er 80 kW og drægið er 180 kílómetrar.

Blendingar Á Parísarsýningunni nú frumsýnir Honda nýjan Jazz tvinnbíl sem byggir bæði á rafmótor og hefðbundnum eldsneytisgjafa. Á vef Honda hérlendis segir m.a.: „Honda Jazz er fyrsti smábíllinn sem er bæði til með hefðbundinn eldsneytisgjafa og Hybrid tækni. Hann er útbúinn sömu IMA hybrid tækni og er í Insight og umhverfisvæna

sportbílnum CR-Z og er þessi háþróaða tækni byggð á reynslu og áreiðanleika.“ Þar segir enn fremur: „Nýi Jazz Hybrid verður útbúinn 1,3 lítra i-VTEC bensínvél eins og Insight Hybrid, með CVT sjálfskiptingu og IMA-rafmótorinn staðsettan mitt á milli. Líkt og með Insight Hybrid og Civic Hybrid verður hægt að keyra Jazz hybrid á rafmagnsmótor eingöngu við miðlungs og hægan akstur.“ Lexus lætur sitt ekki eftir

liggja og horfir til framtíðar. Í tilkynningu Lexus segir m.a.: „Bifreiðasýningin í París 2010 markar kynningu á útgáfum tilbúnum til framleiðslu á CT 200h, fyrsta alblendings lúxussmábíl sögunnar. Til viðbótar sýnir Lexus alla sína línu af alblendingum í París: RX 450h, GS 450h og LS 600h L.“ Dísiliknúnir Lexus-bílar verða enn fremur kynntir á Parísarsýningunni. Nýr IS200

2011 Ferrari 599 SA Tryllitækin eru á sínum stað á Parísarsýningunni þrátt fyrir áhersluna á raf- og umhverfisvæna bíla. Ferrari, Mercedes Benz, Range Rover og Porsche láta sitt ekki eftir liggja.

Rafbílarnir og blendingarnir eru vissulega spennandi en enn um sinn munu menn aka á bílum knúnum hefðbundnum bensín- og dísilvélum. Nýjar gerðir slíkra véla eru til muna sparneytnari en áður var og menga minna. Áherslan á minni og léttari bíla er áberandi. Meðal spennandi nýjunga á Parísarsýningunni, fyrir hinn almenna bílnotanda að minnsta kosti, er Hyundai, ix20, systurbíll áðurnefnds Kia Venga. Ford kynnir nýjan Focus í París en bíllinn er væntanlegur á Evrópumarkað eftir áramót. Á bílasýningunni í París verða þrjár útgáfur til sýnis, fernra og fimm dyra auk skutbíls. Þá sýnir Ford sérútgáfu af Focus ST, bíl með sportlega aksturseiginleika sem kemur á markað árið 2012. Sá bíll flokkast því með tryllitækjunum fremur en umhverfisvænu og sparneytnu raf- og blendingsbílunum.

H E LG A R BLA Ð

Jónas Haraldsson

jonas@frettatiminn.is

Gísli Gíslason er bjartsýnn á framtíð rafbílsins hérlendis:

Ætlum að flytja inn mökk af rafbílum

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

Gísli Gíslason lögfræðingur efast ekki um framtíð rafbílsins hér á landi og á sér það markmið, með öðrum í Northern Lights Energy (NLE), að rafbílavæða Ísland. Hann sér fyrir sér að Íslendingar verði fyrstir þjóða til þess að skipta bílum knúnum jarðeldsneyti út fyrir rafbíla. „Við ætlum að flytja inn mökk af rafbílum,“ sagði Gísli við Fréttatímann en NLE hefur pantað fjölda slíkra bíla sem koma á markað árið 2012. Gísli fékk raunar fyrsta Tesla Roadster rafsportbílinn sem afhentur var í Evrópu, hvítan glæsivagn sem jafnvel skýtur bensínknúnum vöðvabílum aftur fyrir sig. Tesla Roadster skipar sér í raðir snörpustu sportbíla með upptakshraða 0-100 km á klukkustund undir 4 sekúndum. Hámarkshraðinn er 201 km á klukkustund. Með sparakstri hefur

Gísli Gíslason (t. h.), og Tesla Roadster rafsportbíllinn, sá fyrsti sem afhentur var í Evrópu. Ljósmynd/Hari Með Gísla er Sturla Sighvatsson, sem er meðal stofnenda NLE.

tekist að koma bílnum yfir 500 km á rafhleðslunni. Útlit Tesla Roadster byggir á Lotus Elise og hann er vissulega dýr, kostar 109 þúsund dollara eða 12,5 milljónir íslenskra króna, utan flutningskostnaðar. Skrokkurinn er smíðaður í verk-

smiðju Lotus í Bretlandi en mótorinn, rafhlaðan og allt annað er sett í hann í verksmiðju Tesla í Kaliforníu. Gísli lætur sér ekki duga rafsportbílinn því hann hjólar á Segway hjóli, auk þess sem finna má rafknúið torfærumótorhjól í safninu. -jh


Söfnunarátak

Gorgelhátíð

Guðríðarkirkju

VIÐ SÖFNUM FYRIR ÍSLENSKU KIRKJUORGELI Í GUÐRÍÐARKIRKJU Guðríðarkirkja í Grafarholtinu bað Björgvin Tómasson um að smíða orgel í kirkjuna. Við þessa smíði hafa 4 menn fulla atvinnu en nú er verkið stopp og verkstæðinu verður lokað ef ekkert verður að gert. Kirkjan ætlar að blása til menningarviku 3. til 10. okt. sem kallast Gorgelhátíð Guðríðarkirkju. (Vísar í Gormánuð og orgelhátíð).

FERÐASAGA GUÐRÍÐAR

Sunnudagur 3. okt. kl: 20.00

Ævi og ævintýri hinnar víðförlu og mögnuðu víkingakonu Guðríðar Þorbjarnardóttur sem sigldi alla leið til Ameríku í kringum árið 1000. Leikkona: Þórunn Erna Clausen // Leikstjóri: María Ellingsen NÚ ER ÞAÐ SVART

Mánudagur 4. okt. kl: 20.00

Karlakórinn Fóstbræður, KK og Davíð Ólafsson syngja tregatónlist úr öllum áttum. Gestasöngvari: Stefán Helgi Stefánsson. SÍGILDIR SÖNGVAR

Þriðjudagur 5. okt. kl: 20.00

Diddú og Drengirnir ásamt Páli Óskari og Moniku Abendroth ytja himneska tóna. FJÖRKVÖLD OG TÖÐUGJÖLD

Miðvikudagur 6. okt. kl: 20.00

South Riverband fagnar hausti með krafti og kæti.

Miðaverð er 2.500 kr. Miðasala við innganginn eða í síma 577-7770 frá kl. 10 – 16 alla daga. Kirkjustétt 8 í Grafarholti. Gjafapípur til sölu. Söfnunarsími 903 3030 styrkir verkefnið um 3000 kr. Sjá nánar á www.grafarholt.is

STÓRTENÓRAKVÖLD

Fimmtudagur 7. okt. kl: 20.00

Stórtenórakvöld með ottustu tenórum landsins. Fram koma Gunnar Guðbjörnsson, Gissur Páll Gissurarson, Snorri Wium, Garðar Thór Cortes, Hlöðver Sigurðsson og Einar Clausen. Við píanóið situr Helga Bryndis Magnúsdóttir. SKEMMTIKVÖLD

Föstudagur 8. okt. kl: 20.00

Skemmtikvöld með hljómsveit Magga Kjartans. Fram koma Bjarni Ara, Raggi Bjarna, Óperuídívurnar Davíð og Stefán og Karlakór Kjalnesinga. FEMINSKAR ENGLARADDIR

Sunnudagur 10. okt. kl: 14:00

Stúlknakór Reykjavíkur og stúlknakórin Gethsemane frá Berlín syngja. Verð 1.500 kr.


40

fótbolti

Helgin 1.-3. október 2010

Pepsídeildin 2010

uppgjör Fréttatíminn gerir upp nýafstaðið tímabil í Pespsídeild karla í fótbolta. Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins og Alfreð Finnbogason varð markakóngur með 14 mörk.

Besti leikmaðurinn? Alfreð Finnbogason, Breiðabliki „Kannski ekki sá fljótasti en hann er fljótari að hugsa, klókari og útsjónarsamari en almennt gerist í íslenska boltanum.“ Guðjón Þórðarson „Mikilvægasti leikmaður síns liðs í deildinni.“ Magnús Agnar Magnússon

Efnilegasti leikmaðurinn?

„Bar af í góðu Blikaliði.“ Magnús Már Einarsson

Þórarinn Ingi Valdimarsson, ÍBV

„Heilinn í sóknarleik Blika. Ótrúlega útsjónarsamur, klókur og hættulegur leikmaður.“ Henry Birgir Gunnarsson

„Ein af óvæntum stjörnum sumarsins. Átti frábæra leiki í sumar og bætti sig með hverjum leik.“ Henry Birgir Gunnarsson

„Yfirburðatækni og hrikalega yfirvegaður.“ Magnús Gylfason

„Steig upp undir lok móts og var einn af betri leikmönnum ÍBV.“ Magnús Már Einarsson

Besti þjálfarinn? Ólafur H. Kristjánsson, Breiðabliki „Fyrir alla þá vinnu sem hann hefur verið að skila.“ Guðjón Þórðarson

Liðið sem kom mest á óvart?

„Lætur sitt lið spila frábæran fótbolta. Það verst líka vel og hefur sýnt mikinn þroska í sumar.“ Henry Birgir Gunnarsson

ÍBV

„Hann gerði unga drengi að mönnum.“ Magnús Agnar Magnússon

„Mikill sigurvilji og samstaða þegar það mætti í mótið.“ Guðjón Þórðarson

KR „Þeir fóru aldrei af stað og þegar það byrjaði þá klikkuðu þeir á örlagastundu í þremur úrslitaleikjum.“ Guðjón Þórðarson

„Mikill pælari og lét liðið spila skemmtilegan fótbolta.“ Magnús Gylfason

„Vissulega heppnir með útlendinga en Heimir náði 120 prósent út úr sínum leikmönnum í sumar og innkoma Tryggva gerði gæfumuninn.“ Henry Birgir Gunnarsson „Settu sér háleit markmið og stóðu við þau.“ Magnús Agnar Magnússon

„Náðu að bjarga andlitinu seinni hluta móts en fyrri hlutinn var skelfilegur.“ Magnús Már Einarsson

Hver slær í gegn á næsta ári?

„Það var allt til staðar í Vesturbænum en liðið fór á taugum eins og svo oft áður.“ Henry Birgir Gunnarsson

Andri Rafn Yeoman, Breiðabliki

„Enginn trúði að þeir gætu náð Evrópusæti en þeir blésu á það og náðu sínu markmiði.“ Magnús Már Einarsson

„Stígur upp úr gríðarlega góðum hópi ungra leikmanna í Breiðabliki. Mjög klár fótboltamaður.“ Magnús Agnar Magnússon

„Þeir sýndu ótrúlega seiglu allt mótið.“ Magnús Gylfason

„Mikið efni og svolítið óútreiknanlegur.“ Magnús Gylfason

„Var spáð yfirburðasigri á mótinu en stóð ekki undir væntingum.“ Magnús Gylfason

Sér fr æðinga r Fr éttatím a ns

Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður

Guðjón Þórðarson knattspyrnuspekingur

Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður

Magnús Gylfason knattspyrnuspekingur

Mestu vonbrigðin?

Magnús Már Einarsson íþróttafréttamaður


ætt b r u d n E ll Egilshö

Landsins mesta úrval námskeiða Næstu námskeið hefjast 18. Október Herþjálfun Lífsstílsnámskeið Karlapúl Fit-Pilates Box brennsla Gymstick Nordic Walking Herþjálfun Ungliða

Eitt L.Í.F. Betra L.Í.F. Tarzan námskeið Breakdans Dans Sundskóli Gæsanir/Steggjanir

TRX Rope Yoga Pole Freestyle Sci-Fi Opnir tímar Frábær Æfingasalur Barnagæsla

Hreyfing - heilbrigði - skemmtun

Frábært helgar tilboð Árskort í tækjasal aðeins 35.990 kr.

Heilsuakademían Egilshöll - 594 9666 - ha.is - ha@ha.is


• 186sm fry stir • Orkuflokk ur A • 186sm kæ lir • Orkuflokk ur A

• Þvotthæfn iA • 1400 snún inga - 6kg • Stórt 30sm hurðarop

74.989 89.989

99.989

kr.

kr.

Vestfrost CW390F

265 lítra frystiskápur. 2 hillur og 5 glærar skúffur. 20kg frystigeta á sólarhring. Orkuflokkur A. Mál (hxbxd): 185x59,5x63sm.

kr.

Vestfrost WM6014

1400 snúninga 6 kg þvottavél með stóru 30sm hurðaropi, hraðkerfi og barnalæsingu. Þvotthæfni A. Þurrkhæfni B. Orkuflokkur A.

Vestfrost CW395R

350 lítra kæliskápur. 6 glerhillur, flöskuhilla og 2 skúffur. Orkuflokkur A. Mál (hxbxd): 186x60x63sm.

• Framleidd ar í Danmö rku • Sparneytn i - Orkuflok kur A+

84.989

kr.

Vestfrost ST189C

94.989

kr.

Vönduð 284 lítra frystikista. Mjög sparneytin með ljósi og 3 körfum. Súperfrost frysting. Orkuflokkur A+.

kr.

Vestfrost ST247C

Vönduð 189 lítra frystikista. Mjög sparneytin með 2 körfum. Súperfrost frysting. Orkuflokkur A+.

Vestfrost ST284C

89.989 Vönduð 247 lítra frystikista. Mjög sparneytin með ljósi og 2 körfum. Súperfrost frysting. Orkuflokkur A+.

99.989

kr.

Vestfrost SW368C

Vönduð 368 lítra frystikista. 4 stjörnu frystir. Mjög sparneytin með ljósi og 3 körfum. Orkuflokkur A+.

6 mánaða vaxtalausar greiðslur í boði!


PS3

42” LCD

XBox kr. 8.989 - PSP kr. 5.989 PS2 kr. 5.989 - PC kr. 6.489

8.989 2.489 kr.

kr.

DVD Verð á stk.

129.989

3.489

kr.

kr.

BluRay

2.489

42" HD LCD sjónvarp með 1366x768p upplausn, DynaPix Plus sem fjölgar línum og punktum, 1.000:1 skerpu, HD Ready, 2 Scart (með RGB), 3 HDMI, Component, SVHS, CVBS og heyrnartólstengi ofl.

32” LCD • DVB-T/C s

• USB og 4x

32” LCD • DVB-T sta

tafrænn mó

HDMI

DVD

kr.

JVC LT42DA9

• Skerpa 40

ttakari

.000:1

94.989

kr.

Toshiba 32AV636DN

kr.

40” LED

• Ambilight baklýsing • 100Hz Cle ar LCD • Pixel Prec ise HD

• Ambilight baklýsing • 100Hz Cle ar LCD • Pixel Prec ise HD

249.989

179.989

kr.

kr.

Philips 32PFL7605H

Philips 40PFL7605H

32” Full HD LCD LED sjónvarp með 1920x1080p upplausn, Pixel Precise HD, 100Hz Clear LCD, HD natural motion, 100Hz Clear LCD, 500.000:1 skerpu, stafrænum háskerpu DVB-T móttakara, USB, VGA, Scart, 4x HDMI, DLNA vafra, Net TV (YouTube) ofl.

32” Full HD LCD LED sjónvarp með 1920x1080p upplausn, Pixel Precise HD, 100Hz Clear LCD, HD natural motion, 100Hz Clear LCD, Ambilight Spectra 2 baklýsingu, 500.000:1 skerpu, stafrænum háskerpu DVB-T móttakara, USB, VGA, Scart, 4x HDMI, DLNA vafra, Net TV (YouTube) ofl.

• 1080p upp skölun • HDMI teng i

Opið mán. - fös. kl. 11-19 Laugardaga kl. 11-18 Sunnudaga kl. 12-18

109.989

32" LCD sjónvarp með 1366x768p uppl., 40.000:1 skerpu, Vreal 4 , HD Ready, 24p Playback, Viera Link, háskerpu DVB-T stafr. móttakara, kortalesara, 2x HDMI, CI rauf, ofl.

32” LED

Fjölkerfa DVD DivX spilari með HDMI, Progressive scan, Video uppskölun í 1080p, 3D, DTS og Dolby Digital hljóði, PAL & NTSC, HDMI, USB, Scart, Comp., Composite & S-video út, Digital Coaxial og G/D út ofl.

akari

Panasonic TXL32C20

32” LCD sjónvarp með 1366x768p upplausn, Active Vision, 18.000:1 skerpu, HD-Ready 720p, DVB-T/C móttakara, Resolution+ (meiri myndgæði), USB 2.0, 4 HDMI, 2x Scart, VGA tengi ofl.

Toshiba SD590

frænn mótt

Tómar myndbandsspólur á 99 kr!

9.989

kr.

MAX Kauptúni 1 - Garðabæ Sími 412 2200 - www.max.is


44

viðhorf

Helgin 1.-3. október 2010

Borgin mynduð

Í

áhrif á þá sem búa nærri þessum götum. Hávaðamengun er vaxandi vandamál í borginni og fjöldi borgarbúa gerir þá kröfu að dregið verði úr hávaða við húsin þeirra. Leiðirnar til þess eru annaðhvort mjög dýrar eða leggja ýmsar kvaðir á bílstjórana, svo sem að þeir aki ekki á nöglum, aki hægar eða aki alls ekki. Svifryksmengun er annar fylgifiskur þess að allir aki á bílum, eins og íbúar Hlíðahverfis þekkja vel. Nokkra daga á ári er ekki talið óhætt að senda börnin út að leika, vegna loftmengunar. Þá hafa rannsóknir við Háskóla Íslands sýnt fram á mikla fylgni milli notkunar astmalyfja og svifryksdaga í borginni. Að lokum má nefna þann augljósa mun sem er á viðhaldi gatna miðað við þessa þrjá ferðamáta. Með allan þann fjölda bíla á götunum sem sést á bílamyndinni, slitnar malbik ákaflega hratt, sem bakar Reykjavíkurborg Gísli Marteinn Baldursson mikinn kostnað. borgarfulltrúi SjálfstæðisRekstur og viðhald flokksins í Reykjavík gatna í borginni

sumar komu 100 Reykvíkingar saman til að gera tilraun, undir yfirskriftinni Myndum borg. Teknar voru ljósmyndir af þremur mismunandi útgáfum af Reykjavík: bílaborginni, hjólaborginni og strætóborginni. Myndirnar sýna hvernig venjuleg gata í Reykjavík liti út ef allir ferðuðust með sama hætti um borgina. Það er vitaskuld fjarlægur möguleiki að allir borgarbúar ferðist með strætó eða á reiðhjólum. Fyrir flestar borgir heims væri það einnig fjarlægur möguleiki að allir ferðuðust um á bílum, en í Reykjavík fer það býsna nærri raunveruleikanum; tæplega 80% borgarbúa hafa um árabil ekið einir í bíl á leið sinni til vinnu.

Bílaborg

Á myndunum sést vel hvaða áhrif það hefur á borgarumhverfið að fólk ferðist með þeim hætti um borgina. Göturnar fyllast af bílum og fyrir utan hinar augljósu umferðarteppur hefur það margvísleg

Vikan sem var Í góðsemi vegur þar hver annan „Þar er hver höndin upp á móti annarri og átök eiginlega hvert sem litið er.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um gamla vinnustaðinn sinn við Austurvöll Boðið upp í hægristjórn? „Dettur nokkrum manni til hugar að hægt sé að vinna með þessu fólki í einhverju máli?“ Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, leggur mat sitt á hluta Samfylkingar og Framsóknar. Harður, harðari, haardastur „Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei vikið sér undan þeirri ábyrgð sem hann ber á stjórn landsins í aðdraganda efnahagshrunsins.“ Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í yfirlýsingu.

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Úr flokksstarfinu „Staðfestum hér með úrsögn þína. Vonum jafnframt að þú eigir samleið með okkur aftur síðar.“ ... Bestu kveðjur, Samfylkingin.“ Hrafnkell Hjörleifsson, sonur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sagði sig úr stjórnmálaflokki.

Fyrirmynd annarra hagkerfa „Samþykktin í dag er mjög mikilvæg traustsyfirlýsing við íslenskt efnahagslíf.“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, eftir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykkti þriðju endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins. Vissi Runólfur ekki af þessu? „Gerð er krafa um háskólamenntun sem nýtist í starfi ásamt þekkingu og reynslu.“ Auglýst eftir ráðuneytisstjóra í nýju innanríkisráðuneyti. Eggjahljóðið horfið „Það er svolítið annað hljóð í honum núna en þegar að hann var að reyna að draga mig upp í sumarbústað til tengdaforeldra sinna vorið 2007 til að mynda ríkisstjórn.” Geir Haarde um stefnumót sem aldrei varð – með Steingrími J. Sigfússyni.

kostar því um tvo milljarða króna á ári. Þann kostnað væri hægt að lækka með því að fleiri nýttu sér aðra samgöngukosti.

Kostnaður heimilanna

Sök sér ef það væri aðeins borgarsjóður sem kæmi illa út úr því að

Reykjavík þróaðist út í bílaborg. En því miður koma heimilin í borginni líka illa út úr því. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar eru ferðalög (aðallega kaup og rekstur bíla) næststærsti útgjaldaliður heimilanna, stærri en matarkarfan. 16,5% af neysluútgjöldum heimilanna fer

í það að koma fjölskyldunni á milli staða. Þessi tala gæti verið miklu lægri ef aðrir samgöngumátar, eins og hjólreiðar eða strætó, væru aðgengilegri og betri kostir þannig að þeir sem vildu gætu valið þá. Að því er mikilvægt að vinna.

Íslandsálagið É

í Icesave-deilunni, í dægurmálaútvarpi g var á leið í löns og rakst á Rásar 2. Þó tókst mér ekki að mynda gamlan kunningja. Rannsóknarmér skýrt mótaða afstöðu í málinu áður skýrslan barst í tal. “Búinn að lesa en ég lagði bílnum við leikskólann. hana?” spurði hann. “Ja … ég las eitt Dóttir mín var ein eftir og leikskólabindi,” svaraði ég. “Þú verður að lesa hin kennarinn sagði að nú væri búið að líka, maður, til að fá almennilega mynd af skera korter aftan af deginum hjá þeim. Hruninu.” “Já, ég veit.” Spurði hvort ég hefði ekki fengið tölvuHann kvaddi og ég gekk inn á kaffipóstinn sem útskýrði stöðuna í niðurhús. Spurði þjóninn til öryggis hver ætti skurðarmálum hjá Reykjavíkurborg. Ég það. Hann sagðist eiga reksturinn sjálfur lofaði að renna yfir hann um kvöldið. en leigja aðstöðuna hjá húseiganda. Hver er það? “Held það sé Björgólfur Eigendalistinn við innganginn Thor en er ekki viss. Þú getur farið á netið í tölvunni þarna.” Ég fór á netið og Ég sótti drenginn á frístundaheimilið og gúgglaði mig í gegnum eigendalistann. stefndi síðan í matvöruverslun. Við vorHallgrímur Helgason Húsið var komið í hendur kröfuhafa. Ég um endanlega hætt að versla í Bónus en rithöfundur sló til og fékk mér súpu. höfðum enn ekki ákveðið arftakann. Ég Á borðinu lágu blöð dagsins. Ég forðaði augum frá hringdi í konuna og bað hana að gúggla eigendasamforsíðum Moggans og Fréttablaðsins og spurði þjóninn setningu á Krónunni og Nóatúni annars vegar og Nettó um DV. “Það kemur ekki út í dag,” sagði hann og rétti hins vegar. Það reyndist hins vegar ögn flókið mál. “Oh, mér glóðvolgt Séð & heyrt. Ég mundi ekki í svipinn það ætti að skylda þá til að birta eigendalistann yfir innhver átti það blað og lét því kyrrt liggja. ganginum,” tautaði ég út í síðdegisumferðina. Á móti sagðist hún hafa heyrt að Kjöthöllin við Háaleitisbraut Fésbókarstatus Illuga ætti að vera nokkuð “hrein”. Við rétt náðum þangað fyrir lokun. Ég sneri aftur til vinnu. Áður en ég gat haldið áfram Í búðinni sveif á mig roskin kona og skoraði á mig að með kaflann barst mér fjölpóstur sem skoraði á viðbjóða mig fram til stjórnlagaþings. Ég sagðist ekki hafa takendur að kynna sér efni og tilhögun stjórnlagaþings. Ég eyddi næstu tíu mínútum í að hugleiða nýja stjórnar- tíma í það. “Jújú, þú hefur örugglega mjög sterkar og góðar hugmyndir um það hvernig stjórnarskráin okkar skrá fyrir lýðveldið Ísland (“framtíð lands og þjóðar er á að vera.” í húfi!”) en þá barst sms sem benti mér á heimasíðu Ég einsetti mér að fá nokkrar góðar og sterkar hugmeð upplýsingum um orkubúskap Íslands, í frammyndir um það hvernig stjórnarskráin okkar ætti að haldi af grein Andra Snæs. Ég ákvað að fresta henni vera, áður en ég kæmi heim. En prýðileg umfjöllun fyrir umræðu við Fesbókarstatus Illuga Jökulssonar Spegilsins um ráðherraábyrgð kom í veg fyrir það. Ég um landsdóm og ráðherraákærur. Athugasemdirnar setti mér nýtt deadline fyrir stjórnarskrármálið: Ég voru 78. Mér tókst að renna í gegnum 56 áður en vinur myndi reyna að klára það áður en ég væri búinn að minn hringdi og spurði hvort ég væri búinn að lesa elda. ákæruatriðin eins og þau birtast í skýrslu þingmannaSkyndilega uppgötvaði ég að ég hafði gleymt að nefndarinnar. “Nei, ekki enn.” “Þú verður að lesa þau, kaupa mjólk. Ég bað krakkana að einbeita sér að barnamaður, og reyndar skýrsluna alla. Á ég að senda þér efninu og stökk út í hverfisbúð. Þegar ég nálgaðist hana á pdf?” 10-11 fann ég eignarhaldsóvissuna hellast yfir mig. Ég “Eee … já já.” kom skjálfandi fölur inn í verslunina og spurði unglingAð loknu símtali náði ég að skrifa nokkrar setningar inn á kassanum, eins og sturlaður maður: “Er söluferlið áður en tölvan fraus, eins og hún gerir stundum þegar farið af stað?” stórir pakkar koma í hús. Sjálfsagt var pdf-versjónin af skýrslu þingmannanefndar að skríða inn í pósthólfið. Skjalabunkinn Nei, 45 mínútum síðar kom í ljós að sendingin var frá Heimssýn. Ég hafði rekist á Evrópuandstæðing í heita Ég staulaðist aftur heim með mjólkina, upp stigann og pottinum kvöldið áður og hann lofað að senda mér inn. Á hliðarborði blasti Rannsóknarskýrslan við, öll gögn sem ég yrði að kynna mér áður en ég tæki afstöðu níu bindin. Um leið mundi ég eftir pdf-skjalinu með ráðtil umsóknar Íslands. “Því hér varðar framtíð og heill herraákærunum, aðildarsamningum Litháens, Möltu lands og þjóðar, hvorki meira né minna!” Ég gluggaði í og Portúgals auk tölvupóstsins um niðurskurð í leikviðhengin 27. Það voru aðildarsamningar allra núskólamálum. Ég fann seyðing við hjarta. En rak síðan verandi aðildarlanda, með litmerkingum í texta sem augun í bláan bækling sem lá oná skýrslustaflanum. sýndu hvernig þjóðunum er mismunað eftir stærð. Ég Það var dagskrá RIFF, alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar var kominn niður í miðjan lettneska samninginn þegar í Reykjavík. 140 kvikmyndir frá 29 löndum sem ég átti ég sá að ég var að verða of seinn að sækja börnin. eftir að sjá. Á leiðinni náði ég að hlýða á ágætt yfirlit um stöðuna Þá lyppaðist ég niður í sófann og fór að gráta.


LG 37" full HD LCD LG37LD420

LG G 32" H HD 1080p 8 p LC LCD CD - LG 32LD420 32LD420 20 Upplausn: 1920 x 1080 - CContrast: pp 1 t 60.000: 0 1 Tengi: n 2 HDMI HD

119.999

slu slur ðsssl iðsl ur lur eiðsl ððsl ið eið raðgreið ra rað gre arr raðg usar ausa au ausar alausar x al xtal xtalausa axtal Vaxtala Va aax V ð lt að aallt il al tiil til

LG 47" full HD LCD LG47LD650

Upplausn: 1920 x 1080 Contrast: Higs Svartími: 4 ms

Upplausn: 1920 x 1080 Skerpa: 80.000:1 Svartími: 2 ms

149.999

slu slur iðs iðsl luurr eiðs eiðsl ssl ðsl ðs ð iið ðgre ei aðg að aðg raðgreið ra raðg s r rað usar aus alausar ta xtal xtalausa axtal Vaxtala Va aax V ð til alltt að

ð til allt að

ða aða nnað na án ána má 9m

ða nað aða na án ána má 9m

ða naða nað ána án ána má 9m

LG BLURAY spilari - LG BD560

LG 42 ffullll HD D LED LG42LE5500 L E5 Upplausn: 1920 x 1080 p Skerpa: erpa: 5.000.000:1 00 :1 Svartími: artími:: 2,44 ms

ódýr - einfaldur og góður !

Acer S5534-1121

AMD Athlon 64 X2 Dual-Core L310 4GB(2x 2GB) DDR2-667 15.6" WXGA (1366x768) Acer CineCrystal TFT LCD ATI Radeon HD 3200 skjástýring 320GB SATA 5400rpm diskur Draft-N Wireless LAN Vefmyndavél, kortalesari Rafhlaða 3,5klst Windows 7 Home Premium

ð al að til allt

29.999 Myndavél davéll -ST61 112.1 mpp þessi litla flotta netta !

99.999

249.999

slu slur ðsl iið iðsl ur lur eið ei ssl ðs ð rað ra raðgreið g reiðsl u usarr raðg au xtal xtalausa x allausar axtal Vaxtala Va aax V

249.999

slu slur iðsl ur lur eiðsl ssl ðsl ðs ð ið eið raðgreið rað raðg gre arr ra sar usar au xtal xtalausa x alausar axtalau axtal Vaxtala Va aax V

Va V aax xta xt aallau ussa arr ra a rað aðg ðgrre eiið ið ðsssllur ur til all til allltt al

19.999

t að að ð

9 mána ða

ða aða nnað ána án ána má 9m

ZANUSSI S ÞURRKARI KA 6KG - MEÐ BARKA

Samsung SAWF0500NXWG

Samsung SAWF0602NXWG

HZ914 904 429

HZ916 093 090

1000 snúningar á mínútu Tekur 6 kg. Þvottahæfni: A Þeytivinduafköst: C Orkuflokkur: A+

Barkaþurrkari með tímarofa. Lægra hitastig fyrir viðkvæmt tau. Valhnappur fyrir bómull eða gerviefni.

1.000 snúningar tekur 5 kg. Þvottahæfni: A Þeytivinduafköst: C Extra grunn vél, tekur lítið pláss

1.200 snúningar tekur 6 kg. Þvottahæfni: A Þeytivinduafköst: B Extra grunn vél, tekur lítið pláss

uurr ðslu llu iðslur iðsl sslu eiðsl ðsl ð ið ðgreið ðg raðgre rað ar raðg sar sa all usar x xtalau xtalaus axtalau ax a Vaxtala Va V að llt að allt ti a til

ða ða að a naða nað m na 9 má

79.999

luurr sllu ðsl iðslur iðs iðsl sslu eiðs eiðsl ðs ð ið eið gre raðgre rað ar raðg sar usar au lau x xtal xtalau xtalaus axtal Vaxtala Va aaxtalau ax V ð al að til allt

89.999

99.999

ð til allt að

ða ða að aða na na ánað ána mán 9 má

74.999

ZANUSSI UPPÞVOTTAVÉL GRÁ HZ911 549 032

slur slu luurr lu iðsl iðslur ssl eiðsl ðsl ð iið ei gre raðg rað raðgre ar ra sar usar au lau alau al x xtalau xtalaus Vaxtala Va aaxtalau ax V ð al að til allt

ða ða að aða na na nað mána 9 má

79.999

slu uurr llu iðslur ssl eiðsl ðsl ð iiðsl ei ðg greið raðgre rað sar usar aar raðg sa alau al alausar talau xxtalaus Vaxtala Va aaxtalau ax V ð til allt að

ða ða að aða na na nað ána án má 9 má

ZANUSSI KÆLISKÁPUR 185SM 249/110L GRÁR

HZ920 403 264 Hæð: 140 sm Breidd: 55 sm Dýpt: 61 sm Orkunotkun: A

12 manna uppþvottavél h/b/d 85/60/61 5 kerfi

12 manna uppþvottavél h/b/d 85/60/61 5 kerfi

uurr llu iðslur iðsl sl sslu eiðsl ððsl iið ei raðgre raðg ussar usar aar raðgre alau al xtalaus xxtalau Vaxtala Va aaxtalau V

ZANUSSI KÆLISKÁPUR 140SM 19/44L

ZANUSSI UPPÞVOTTAVÉL HVÍT HZ911 549 035

ða ða að aða a nað na mána 9 má

24.999

23. 99 9

ZANUSSI AN NUSSI ÞVOTTAVÉL VO 1000SN - 6KG

79.999

Myndavél M Myndav a él -PL100 L 12,2 1 mp 2,7" skjár að aftan og 1,5" skjár að framan

HZ925 032 159 Hæð: 185 sm Breidd: 60 sm Dýpt: 63 sm Kælir: 249L Frystir: 110L Orkunotkun: A+

uurr ðslu llu iðslur sslu eiðsl ðs ðsl ð iðsl ðgreið ðg rað raðgre ar raðg usar al usar xtalau xxtalaus Vaxtala aaxtalau ax V ð al að til allt

ða aða að naða nað m na 9 má

119.999

BT SKEIFAN - BT GLERÁRTORG S: 550-4444 - www.bt.is

27. 99 9

84.999 ZANUSSI FRYSTISKÁPUR 85SM HVÍTUR HZ933 012 625

slur u urr llu iðslur iðsl sslu eiðsl ðsl ðs ð ið ðg greið að rraðgre rað usar aar raðg ssar alau al xtalau xtalaus Vaxtala Va aaxtalau ax V ð alllt að til allt

ða ða að aða na na nað án má 9 má

Hæð: 85 sm Breidd: 55 sm Dýpt: 60 sm 91 lítra frystihólf Orkunotkun: A

59.999 uurr ðslu ðsl lu iðsl iðslur sl sslu eiðsl ðs ð ið greið raðg ra raðgre arr rað sa sar usar llau alau xtal xtalau xtala xtalaus axtal ax Vaxtala aaxtalau V ð t allt að til

a ða að aða að na m nað 9 má


46

viðhorf

Systkinin á Bakka

E

legur er hann besta f bræðurnir sál og engum dettur á Bakka í í hug að hann standi Svarfaðardal framar bræðum hefðu í erfiðu ársínum að andlegu ferði af gáleysi og atgervi og geti haft trassaskap misst vit fyrir þeim og megnið af bústofni allrasíst Sölku systur. sínum ofan í fjósEiríkur var vissuhaug sem þeir lega fjósamaður á hefðu átt að vera Bakka í þeim skilnbúnir að moka ingi að hann átti að burt fyrir löngu sjá um að mjólka er ekki ólíklegt að kýrnar og koma einhverjir hefðu nytinni í kaupfélagið viljað veita þeim Þráinn Bertelsson og passa að týna tiltal, jafnvel dæma Þingmaður VG ekki peningunum. þá frá dýrahaldi. Helgi var hins vegar Alla saman. Gísla, Eirík og Helga. Og jafnvel líka bú- titlaður kúarektor að kröfu systur stýruna á heimilinu, Sölku systur sinnar sem vildi að honum væri sýnd þeirra, sem öll sveitin vissi að tillitssemi á heimilinu. Kúarektorsréð öllu því á búinu sem hún vildi embættinu fylgdu auðvitað engar ráða, þótt hennar formlegi staður skyldur því að öllum var ljóst að væri auðvitað innanhúss (á bak Helgi var ekki meiri stærðfræðingur við eldavélina) en ekki utan. en svo að hann varð að taka annarra Ef hreppsnefndin í Svarfaðardal orð fyrir því hve margir gripir væru í hefði síðan ákveðið að taka Gísla ein- hjörðinni hverju sinni og Salka vildi an á beinið og kært hann fyrir sýslu- hlífa honum við öllum áhyggjum og manni en látið Eirík, Helga og Sölku bað menn að vera ekki sífellt að rugla afskiptalaus, er ekki ósennilegt að hann með nýjum og nýjum tölum. margt væri skrafað í dalnum um Salka, eins og sveitin veit, er réttlæti heimsins yfirleitt og réttlæti þekkt fyrir dugnað í kvenfélaginu hreppsnefndarinnar sérstaklega. og metnaðarfull í besta lagi, enda Einhverjir myndu vilja halda því eyddi hún sínum heimanmundi fram að réttast hefði verið að til að sækjast eftir forfrömun ersenda aulana alla þrjá fyrir sýslu- lendis fyrir hönd þeirra systkina mann og helst systurina líka. á Bakka og hreppsins alls, þótt Í umræðunni kæmu sjálfsagt fram sú forfrömun léti á sér standa mörg sjónarmið. Til dæmis spurn- vegna tyrkneskra klækjabragða. ingin um hvort það sé siðferðilega Öll eru þau Bakkasystkin besta rétt af bændum að hafa skoðanir á fólk þótt þau séu ekki betur gefin öðrum bændum, hvað þá að klaga en Guð gaf og sjálfsagt ekki við kollega sína fyrir sýslumanni. Bænd- þau að sakast þótt óhönduglega ur verða að snúa bökum saman. hafi tekist til með búskapinn hjá Eða hvort það sé ásetningsbrot þeim. Hvort sem sýslumaður hjá búskussum að beljurnar þeirra sýknar Gísla eða ekki munu þau drekki sér sjálfar í fjóshaug. Engum öll að lokum eignast sinn verðdettur í hug að Bakkabræður og skuldaða sess í sögu sveitarinnar. Salka systir hafi rekið fénaðinn Öldungur einn og friðflytjandi í ofan í forina sem þau höfðu ekki Svarfaðardal heldur því fram að haft hugsun á að reyna að moka ein af hinum framliðnu kúm sem burtu. Þar fyrir utan var skíturinn í drekktu sér í fjóshaugnum hafi birst haugnum úr gripunum sjálfum en sér í draumi og baulað eitthvað sem hljómaði annaðhvort eins og: „Shit ekki þeim systkinum á Bakka. Og svo er það verkaskiptingin á happens“ eða „Maybe I should bænum. Gísli, elsti bróðirinn, var have.“ titlaður ráðsmaður og þótt hann sé bæði trúgjarn og soldið hégóm-

Einhverjir myndu vilja halda því fram að réttast hefði verið að senda aulana alla þrjá fyrir sýslumann og helst systurina líka.

Helgin 1.-3. október 2010

Við erum að hlusta Jón Kaldal skrifar

Þegar maður kemur í fyrsta sinn heim til fólks eru það ekki nema sjálfsagðir mannasiðir að gera grein fyrir sér. Það er því við hæfi að leggja þennan fyrsta pistil undir kynningu á okkur sem stöndum að baki Fréttatímanum, blaðinu sjálfu og af hverju við teljum þörf fyrir útgáfuna. Fréttatíminn er helgarblað sem kemur út í 82 þúsund eintökum á föstudagsmorgnum og er borið ókeypis heim til íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Blaðið fer líka í stóru upplagi í morgundreifingu til Akureyrar og er auk þess í boði á sölustöðum N1 hringinn í kringum landið. Þeir sem af einhverjum sökum geta ekki nálgast prentútgáfu Fréttatímans geta skoðað blaðið í rafrænni útgáfu á fréttatíminn.is. Það á sem sagt ekki að fara fram hjá landsmönnum að það er komið nýtt blað á prentmarkaðinn. Jón Kaldal Við á Fréttatímanum kaldal@frettatiminn.is teljum að það sé djúp þörf fyrir útbreitt blað sem enginn vafi leikur á að eigi sig sjálft. Við eigum það sameiginlegt að hafa valið okkur blaðamennsku, eða vinnu við blöð á einn eða annan hátt, að ævistarfi. Við tilheyrum ekki viðskiptasamsteypu, stjórnmálaflokki eða þrýstihópi. Við erum blaðamenn og ætlum að segja fréttir. Við erum engum háð nema sjálfum okkur og auðvitað því að lesendur hafi áhuga á blaðinu. Við höfum sett okkur það markmið að Fréttatíminn verði blað

Góðir hlutir gerast hægt

A

Baldur Már Helgason Verkfræðingur og sérfræðingur á fagfjárfestasviði Auðar Capital

Að baki árangri í rekstri sprotafyrirtækja liggur mikil vinna ... Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

fólksins. Fréttatíminn ætlar að flytja nýjustu fréttir, ítarlegar fréttaskýringar um málefni líðandi stundar og leggja sérstaka rækt við viðtöl við áhugavert fólk af öllu tagi. Fréttatíminn kemur út í bítið á föstudagsmorgnum og við stefnum að því að verða fyrsta blaðið sem er lesið við morgunverðarborðið en líka bjóða upp á svo efnismikið blað að það hjálpi til við að svala lestrarþorstanum alla helgina. Við starfsmenn eigum Fréttatímann 100 prósent. Félagið okkar heitir Miðopna ehf. og eigendahópurinn er svona skipaður: Haraldur Jónasson, Jónas Haraldsson, Jón Kaldal, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Teitur Jónasson. Um fjármögnun félagsins má lesa á blaðsíðu 15. Með okkur er frábært fólk sem hefur sömu ástríðu og við fyrir blöðum. Hópinn má sjá á blaðsíðu 14. Að auki eru með okkur kanónur á borð við Pál Baldvin Baldvinsson, Gunnar Hjálmtýsson og Gunnar Smára Egilsson, sem skýtur hér upp kollinum í því óvænta hlutverki að stýra matarsíðu blaðsins á sinn einstaka hátt. Það hefur verið sagt að vel lukkað blað sé dálítið eins og þjóð að tala við sjálfa sig. Við treystum á að þið, kæru lesendur, hjálpið okkur að móta Fréttatímann svo að hann geti orðið þannig blað. Besta leiðin til þess er að senda okkur fréttaskot og ábendingar um það sem vekur áhuga ykkar. Eyru okkar eru sperrt. Við erum að hlusta.

tvinnusköpun er eitt brýnasta verkefni á Ísland í dag. Ástæðan er sú að aukin atvinna er forsenda þess að unnt sé að leysa önnur vandamál, svo sem það að rétta af halla ríkissjóðs með breiðari skattstofnum, leysa ýmis félagsleg vandamál og auðvelda fólki í fjárhagsvanda að ná tökum á fjármálum sínum. Nýlegar rannsóknir í Danmörku og Bandaríkjunum benda til þess að mýtan um að lítil fyrirtæki skapi flest störf sé einungis hálfsönn. Nýjustu rannsóknir á þessu sviði benda til þess að það séu ung fyrirtæki sem séu mikilvægust við sköpun nýrra starfa en slík fyrirtæki stóðu t.d. undir 43% nýrra starfa í Bandaríkjunum árið 2005. Það er mikilvægt að hugleiða þessar niðurstöður þegar litið er til þess hvernig unnt er að skapa 30 þúsund störf á næstu fimm árum líkt og Samtök atvinnulífsins hafa boðað. Erfið staða ríkissjóðs er öllum ljós og fjölgun starfa á vegum hins opinbera því þröngar skorður settar. Það liggur því fyrir að þessi 30 þúsund störf þarf meira og minna að búa til á vettvangi fyrirtækja, bæði rótgróinna fyrirtækja sem og sprotafyrirtækja. Grunnatvinnuvegir Íslendinga á síðustu öld, sjávarútvegur, landbúnaður og orkufrek framleiðsla, byggjast á takmörkuðum náttúruauðlindum. Framangreindum greinum eru eðli málsins samkvæmt settar náttúrulegar skorður með tilliti til vaxtar og atvinnusköpunar. Með fjárfestingu í nýsköpun og markaðssetningu er hægt að auka verulega verðmætasköpun af hinum takmörkuðu auðlindum. Það gefur þó augaleið að ekki verða sköpuð 30 þúsund ný störf á næstu fimm árum innan framan-

greindra atvinnugreina. Á undanförnum tuttugu árum hefur byggst upp þekking í nýjum sérhæfðum greinum á Íslandi þar sem fjölda fyrirtækja hefur tekist að afla sér alþjóðlegs samkeppnisforskots. Greinar eins og lyfjaþróun, heilbrigðistækni, líftækni, sjávarútvegstækni og nú síðast tölvuleikjaiðnaður, ásamt umhverfis- og orkutækni, hafa byggst upp í kringum drífandi frumkvöðla studda af þolinmóðum fjárfestum. Fyrirtæki í ofantöldum greinum hafa skapað þúsundir vel Hlaunaðra E LG AogRáhugaBLA Ð verðra starfa fyrir fólk með fjölbreytta háskóla- og tæknimenntun. Störfin eru margvísleg, allt frá rannsóknum og þróun yfir í sölu og markaðssetningu á vörum og þjónustu sem ýmist auka framleiðni eða auka lífsgæði hjá viðskiptavinum víðs vegar um heiminn. Þess utan skapa fyrirtækin dýrmætar gjaldeyristekjur þar sem meirihluti viðskiptavina þeirra er utan Íslands. Flestar þessara greina eru í miklum vexti á heimsvísu, ekki síst í Asíu þar sem mestum hagvexti er spáð í heiminum á komandi áratugum. Að baki árangri í rekstri sprotafyrirtækja liggur mikil vinna, líkt og kom fram í máli Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össurar, á Iðnþingi í vor. Orð hans lýstu vel þeirri þolinmæði sem nauðsynleg er af hálfu frumkvöðla og fjárfesta við uppbyggingu sprotafyrirtækja. Uppskeran kann á hinn bóginn að vera ríkuleg þegar fyrirtæki komast í fremstu röð á sínum sviðum líkt og fyrirtækin Össur, CCP, Calidris og Hafmynd hafa sannað.

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmda stjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefin út af Miðopnu ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.


Pfaff • Grensásvegi 13 • Sími 414 0400 • www.pfaff.is


48

viðhorf

Helgin 1.-3. október 2010

Kosningar eftir tvo mánuði

U

m daginn birtist skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna, hverrar niðurstaða þarf ekki að koma neinum á óvart sem fylgist með þjóðmálaumræðunni, nema ef vera skyldi sú staðreynd hversu margir taka ekki afstöðu. Þetta er þróun sem sést hefur í öllum könnunum frá hruni. Sú vantrú og það vantraust sem stjórnmálamenn búa við virðist alls ekki vera að minnka, heldur aukast ef eitthvað er. Þegar ég flutti mína síðustu ræðu á Alþingi 31. maí síðastliðinn gerði ég einmitt þetta vantraust að umtalsefni. Þar ræddi ég mikilvægi þess að stjórnmálaflokkar og stjórnmálastarf tæki breytingum á næstunni en til að breyta vinnubrögðum og endurvekja traust þyrftu margir að líta í eigin barm. Nú eru kosningar til stjórnlagaþings fram undan en kjördagur hefur verið ákveðinn 27. nóvember og þingið á að koma saman eigi síðar en 15. febrúar 2011 og ljúka störfum fyrir vorið. Framboðsfrestur þeirra sem hyggjast bjóða sig fram rennur út hinn 18. október, eftir tæpar þrjár vikur. Enn hefur afar lítil umræða farið fram um þessar kosningar en ég tel mjög mikilvægt að vel takist til með þær. Vegna þess hvernig stjórnarskráin er getur stjórnlagaþing einungis verið ráðgefandi þannig að á endanum mun alltaf koma til kasta Alþingis að

afgreiða þær tillögur sem koma frá stjórnlagaþingi. Á þingið munu veljast minnst 25 og mest 31 einstaklingar og skulu þeir kosnir persónukosningu eins og segir á vefnum kosning.is þar sem hægt er að kynna sér verkefni stjórnlagaþings og fræðast um praktísk mál varðandi framboðsfresti, það hvernig fólk ber sig að við að tilkynna um framboð o.s.frv. Allt er þetta hið besta mál. Þar kemur jafnframt fram að landskjörstjórn mun útbúa kynningarefni þar sem hver frambjóðandi fær tækifæri til að kynna sig með mynd og í rituðu máli. Ég verð því að segja að eftirfarandi setning vakti athygli mína: “Kostnaður hvers frambjóðanda vegna kosningabaráttu má að hámarki nema 2 millj. kr.”. Við virðumst enn vera föst í gamla prófkjörsfyrirkomulagi flokkanna sem ég tel algerlega úrelt fyrirbæri. Ef allir eiga að sitja við sama borð á einfaldlega að láta nægja þetta sameiginlega kynningarefni. Frambjóðendur geta skrifað í blöð og svo er það einfaldlega þannig að sumir eru þekktari andlit en aðrir og munu líklega njóta þess. En í guðanna bænum, hættum að tala bara um lærdóm af hruninu, lærum af slæmri reynslu peningaprófkjara og förum að breyta vinnubrögðum og endurvekja traust. Aðeins þannig komumst við upp úr hugsunarhætti þeim sem setti okkur á hausinn.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir er sagnfræðingur

Ef allir eiga að sitja við sama borð á einfaldlega að láta nægja þetta sameiginlega kynningarefni.

Rýmingarsala oð b l Ti

rýmum fyrir nýjum vörum

% 0 4 % 0 3 ex Fl m m pu lu öl aská af fat

Tilboð 79.900,-

oð b l Ti

Fullt verð 108.600,kirsuber og coffee

% 0 -4

um æð t ms sa ítu g v g ve g h o a iw n Vi hly Tilboð 47.300,Fullt verð 78.800,af í

Tilboð 49.900,-

Fullt verð 66.900,hlynur, beyki og hvitt

Hæðarstillanleg (handsnúin) skrifborð í hnotu

Tilboð 75.700,-

Fullt verð 126.200,-

oð b l Ti

% 0 -5 Tilboð 39.300,Fullt verð 78.600,-

Tilboð 15.500,Fullt verð 20.300,beyki og hvitt

Smiðsbúð 6, 210 Garðabæ, Sími 564 5040

www.hirzlan.is

Fært til bókar

Franskbrauð með gleraugu Var það endilega gott fyrir Björgvin G. Sigurðsson að sleppa við Landsdóm? Er eðlilegt að maðurinn, sem bar ábyrgð á bönkunum sem bankamálaráðherra, sleppi við ákæru? Svarið er já ef þú heitir Björgvin G. Sigurðsson. Alþingismenn líta á hann sem franskbrauð, gaurinn sem fær alltaf að vera með og má ekki klukka. Síðan er hann líka gaurinn með gleraugun, þessi sem mamma þín bannaði þér að lemja í æsku. Og hann er aftur kominn inn á þing, bara til að vera með. Borgarstjóri nýtur samúðar Það vakti athygli á dögunum þegar forsprakkar Frjálslynda flokksins, Guðjón Arnar Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson, kvörtuðu yfir því að erfiðara væri að fá fund með Jóni Gnarr borgarstjóra en Osama Bin Laden. Myndi einhver heilvita maður rýma til í dagskránni hjá sér til að hitta þessa heiðursmenn og ræða um hvað Ólafur F. Magnússon gerði við styrk til flokksins frá borginni? Var Páll Vilhjálms ekki laus? Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skrifar mikla grein um ris og fall fjölmiðla í eigu Jón Ásgeirs Jóhannessonar, í tímaritið Þjóðmál. Jakob F. Ásgeirsson, ritstjóri tímaritsins, hefur greinilega leitað dyrum og dyngjum að manni með yfirburða hlutlausa þekkingu á þessum fjölmiðlum og komist að þeirri niðurstöðu að fyrst Páll Vilhjálmsson var ekki laus þá var Björn Bjarnason rétti maðurinn í verkið. Í greininni fjallar Björn á hlutlausan og yfirvegaðan hátt um fjölmiðlana í texta sem er algjörlega laus við gildishlaðin orð eins og til að mynda Baugsmiðlar. Eru allir að misskilja þetta Hreiðar? Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sendi ráðamönnum harðort bréf í síðustu viku þar sem hann kvartaði yfir skort á fagmennsku hjá íslenskum stofnunum og tiltók sérstaklega Fjármálaeftirlitið. Var helst á honum að skilja að starfsmenn þar hefðu misskilið gögnin um Kaupþing svo hrapalega að þeir hefðu komist að þeirri niðurstöðu að stjórnendur bankans hefðu mögulega gerst sekir um afbrot. Sem er auðvitað fjarstæða að mati Hreiðars. Starfsmönnum FME er þó vorkunn því kollegar þeirra hjá bresku efnahagsbrotadeildinni (SFO) og Europol virðast líka hafa misskilið gögnin og rannsaka nú Kaupþing hátt og lágt. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Eiríkur Jónsson, hinn brottrekni ritstjóri Séð og heyrt, vann á sínum tíma á DV undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar. Jónas hrósar Eiríki í bloggi sínu, segir hann hafa verið fæddan Séð og heyrt ritstjóra og raunar einn af bestu blaðamönnum sem hafi kynnst. Örsjaldan hafi hann hins vegar haft ama

af Eiríki þar sem hann hafi haft það sem betur hljómaði. Eiríkur reyndi þanþol fleiri ritstjóra en Jónasar og í því ljósi er fróðlegt að lesa kveðju Eiríks sem segir helsta afrek sitt hafa verið að innleiða almennar og viðurkenndar verkreglur sómakærra fjölmiðla sem vilja hafa það sem sannara reynist. „Maður er alltaf að reyna að segja satt,“ segir Eiríkur og það virðist hafa tekist því hann segist hafa komist upp með „þessi ósköp“ án málaferla. Lok, lok og læs Dýru góðærismannvirkin eru nú tekin í notkun hvert af öðru, Landeyjahöfn á liðnu sumri, Bolungarvíkurgöng um síðustu helgi og Héðinsfjarðargöngin á morgun. Öll voru mannvirkin dýr og umdeild en ofurríkir Íslendingar þess tíma tóku slaginn. Látum það vera. Verra er ef fíniríð virkar ekki. Alkunna er að Landeyjahöfn hefur verið lokuð dögum saman vegna sandburðar. Herjólfur strandar ef hann hættir sér inn fyrir hafnarkjaftinn. Reiknað var með að sandmokstur úr höfninni kostaði 30 milljónir á ári en nú hefur komið í ljós að moksturinn kostar 30 milljónir á mánuði. Sama er uppi á teningnum fyrir vestan. Bolungarvíkurgöngin lokuðust a.m.k. í tvígang í vikunni þegar kviknaði á lokunarljósum og slár fóru niður. Rafmagnsbúnaður ganganna er til skoðunar. Spurningin er bara hversu lengi opið verður í Héðinsfjörðinn eftir að Ögmundur og Möller klippa á borðann? Evrópubandalagssíða á musteri tónlistarinnar Á spjallþráðum á Eyjunni vakti, Arnþór Jónsson sellóleikari, fyrrum stjórnarmaður í Sinfóníunni athygli á Evrópubandalags slagsíðu á dagskrá Hörpu fyrstu vikurnar: Óðurinn til gleðinnar, hinn formlegi þjóðsöngur Evrópuríkja, væri fyrsta verk sem hljómaði í Hörpunni og í sumar yrði söngleikurinn eftir júrókratana í Abba á verkefnaskránni. Það verður Askenasí sem stjórnar Óðnum en Óskar Einarsson sem kunnastur er af stjórn Gospelkórsins mun fyrstur sveifla sprotanum í gryfju Hörpu.



50

viðhorf

Atlaklúðrið B

ankahrunið, efnahagskrepp- tryggja að pólitískir andstæðingar an og ónýting krónunnar eru sínir yrðu dregnir fyrir landsdóm einhverjar mestu hamfarir af eða að hann hefur haft oftrú á eigin mannavöldum sem dunið hafa yfir getu og reynslu sem skipaður sakíslenska þjóð. Fjölmargar stofnanir sóknari í nokkrum málum og að og einstaklingar hafa unnið að því að hann gæti þar með sannfært þinggera upp orsakir hrunsins en Alþingi heim um lögfræðilegan þátt málsins. Það er með öllu óskiljanlegt að Íslendinga hefur með sögulegum hætti dæmt sjálft sig úr leik. Rann- þingmannanefndin skuli ekki hafa sóknarnefnd Alþingis vann mikið og borið sig að með öðrum hætti. gott starf þótt ekki séu allar niður- Þannig hefði nefndin t.a.m. getað stöður nefndarinnar óumdeildar. Við tilnefnt reyndan og hlutlausan sakniðurstöðum rannsóknarnefndar sóknara og fengið hann til þess að Alþingis tók sérstök nefnd Alþingis gera tillögur fyrir nefndina um hvort sem vinna skyldi upp úr niðurstöð- og þá hverja ætti að ákæra og draga um rannsóknarnefndarinnar; gera fyrir landsdóm. Nefndin hefði mun tillögur um úrbætur í stjórnsýslunni líklegar náð samstöðu um slíka tilog störfum þingsins sem og að gera lögu og meiri líkur hefðu verið til tillögur fyrir þingið um hvort og þá þess að á Alþingi hefði verið meiri hverja ráðherra skyldi ákæra fyrir samhljómur. Þess í stað klúðraði Atli málinu brot á lögum um ráðherraábyrgð og draga fyrir landsdóm. Nefnd þessi gersamlega. Tillögur þingmannanefndarinnar og atkvæðagreiðslan var undir forsæti Atla Gíslasonar. Bæði honum og öðrum nefnd- um þær, þar sem Samfylkingin passarmönnum hefur örugglega verið aði upp á að ráðherrar hennar væru það ljóst frá öndverðu að sama stikkfrí, hefur leitt til þess að Alþingi er gersamlega óstarfhvaða tillögur kæmu hæft og almenningur í frá nefndinni um landinu í eitt skipti fyrir saksókn myndu einöll búinn að missa trúna hverjir myndu túlka á þingmönnum. Í sögniðurstöðurnar sem unni mun þetta landspólitískar refsiaðdómsmál verða kallað gerðir; ekki væri um Atlaklúðrið. lögfræði að ræða heldur pólitík. Annað hvort hefur Atli Gíslason verið rekinn áfram af pólitískum hefnd- Sveinn Andri Sveinsson arþorsta og viljað Lögmaður

Helgin 1.-3. október 2010

Vaknað í vaffi

Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is

Konum dettur í hug að endurnýja rúm fremur en körlum. Það er kostur, ella svæfu þeir fram eftir öllum aldri í rúmunum sem þeir fengu í fermingargjöf. Vegna þessarar fyrirhyggju höfum við hjónin átt nokkur hjónarúm. Þegar börnum fjölgar þarf að huga vel að þessu því þau hafa tilhneigingu til að skríða upp í hjá foreldrum sínum. Á meðan við vorum yngri taldi ég að við þyrftum ekki annað húsgagn en téð rúm. Þangað mættu hvort eð var allir, sem endaði með því að foreldrarnir sváfu upp á rönd og vöknuðu með líflausa útlimi sem eigi mátti hræra uns blóð náði að renna fram í fingur eða tær á nýjan leik. Úr heimsóknunum dró þegar börnin stálpuðust og þær hættu að vonum löngu áður en þau fluttu að heiman. Við hjónakornin eignuðumst því rúmið að nýju og gátum legið á þeirri hlið sem hentaði og hreyft útlimi að vild svo þeir lömuðust ekki. Ég sá ekkert athugavert við ágætt rúm okkar og ekki hvarflaði að mér að þörf væri á endurnýjun þegar konan hafði orð á því. Sjálfsagt hef ég þumbast við, vitandi þó að ég hefði ekkert með þessa ákvörðun að gera. „Rúmið okkar lagar sig ekki nógu vel að líkamanum,“ sagði konan og benti á þau augljósu sannindi að mannskepnan eyddi um þriðjungi ævi sinnar í rúminu. Við fórum því og skoðuðum í rúmabúðum, lögðum okkur í sýningarrúm verslananna sem auðvitað er nauðsynlegt þótt ankannalegt sé að liggja og bylta sér í rúmi innan um viðskiptavini sem eru að skoða koddaver og lök. Við enduðum með eitt rafvætt, með tólf stigum nudds auk þess sem lyfta má höfðagafli í hæstu hæðir og sama gildir um þann hluta sem til fóta er. Dýnan er víst sérhönnuð til þess að laga sig að skrokknum. Þegar ég nefndi að þetta væri nánast eins og sjúkrarúm, nema hvað það vantaði verndargrindur til hliðanna, sussaði konan á mig og ítrekaði nauðsyn þess að vel færi um okkur næturlangt. Mér fannst rúmið í dýrari kantinum og svolítið 2007, ef svo má segja, með öllum rafgræjunum. Á þeirri athugasemd var heldur ekki tekið mark. „Gott rúm er ekki lúxus heldur nauðsyn,“ sagði konan. Rúmið hefur

Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt

staðið undir væntingum, skrokkurinn hvílist vel og útlimir eru ódofnir að morgni. Rafbúnað rúmsins læt ég þó að mestu ósnertan. Fyrir mér eru stillingar rúmsins líkt og rafspeglar á bíl. Menn borga umtalsvert í upphafi fyrir þær græjur, stilla þær og hreyfa lítt eða ekki síðan. Rafstillingar rúmsins eiga sér hins vegar aðdáendur sem við áttuðum okkur ekki á þegar efnt var til kaupanna; aðdáendur sem sjá til þess að litlar líkur eru til þess að búnaðurinn gefi sig af notkunarleysi. Þótt börnin okkar séu löngu flogin úr hreiðrinu og þar með hjónarúmi hússins er ekki öll sagan sögð. Barnabörnin okkar hafa yndi af því að heimsækja ömmu og afa, sem betur fer, og vilja stundum gista. Að hætti barna skríða þau upp í með kaldar tær, ekkert síður en foreldrar þeirra gerðu á sínum tíma. Nýja rúmið er því orðið sami samkomustaðurinn og þau gömlu voru, að minnsta kosti suma helgarmorgna þegar ekki þarf að mæta í leikskólann eða ef foreldrarnir bregða sér af bæ og amma og afi taka að sér gæslu á meðan. Afinn var hins vegar tekinn í bólinu, í bókstaflegri merkingu, þegar í fyrstu næturvist barnabarns eftir rúmkaupin, fjögurra ára stúlku. Sá gamli gerði sér enga grein fyrir fjarstýringarkunnáttu barna á þessum aldri en slík tól leika í höndum þeirra enda hafa foreldrarnir kennt þeim að ná í barnaefni, hvort heldur er í sjónvarpi E LG R BLA Ð eða af diski. Með því máHkaupa sérAfrið um stund. Stúlkan er árrisul og gerir öngvan mun á virkum dögum og helgum. Amma og afi voru því í fastasvefni þegar hún læddist á köldum tánum inn, svona rétt til þess að fá yl í þær. Áður fannst henni samt eðlilegt að grípa í fyrstu fjarstýringuna sem hún sá, þ.e. afamegin. Leiðarvísir var óþarfur, hún ýtti samtímis á marga takka í senn sem varð til þess að steinsofandi afinn lyftist jafnt til höfuðs og fóta og endaði hreinlega í vaffi, kl. 6.39 að morgni þessa laugardags. Það sem bjargaði afanum var að hann lá á bakinu. Hefði hann snúið öðruvísi í nýja rúminu, t.d. legið á maganum, má gera ráð fyrir að hann hefði ekki endað í V-i heldur M-i – sem er mun óþægilegri stelling fyrir menn á virðulegum aldri. Barnið skríkti af einskærri gleði og gleymdi tákuldanum. Amma vaknaði við hávaðann og hreinlega missti sig þar sem hún sá bónda sinn nánast ósjálfbjarga í vaffi nýja rafrúmsins; hné námu við höfuð eins og á afreksmanni í fimleikum. „Ég setti afa í kleinu,“ hrópaði barnið, „sjáð‘ann amma.“ Saman horfðu þær á, nutu augnabliksins hvor með sínum hætti. Gleði annarrar var barnsleg. Erfiðara er að leggja mat á hlátur hinnar, rétt nývaknaðrar.

fjórir nýir herramenn mættir á svæðið!

hvolfi, klaufi, þögull og klár!

Bækur sem Börnin elska. Bættu þeim í safnið.

www.forlagid.is


„Ég tek Dúfnahóla 10“ Hvar ætlar þú að ganga til góðs? Björn Jörundur Friðbjörnsson

Gakktu með í klukkustund laugardaginn 2. október Landssöfnun Rauða kross Íslands gerir félaginu kleift að byggja athvörf í Malaví fyrir börn sem eiga um sárt að binda vegna alnæmis, gefa þeim eina heita máltíð á dag og veita þeim fræðslu. Í Síerra Leóne aðstoðar Rauði krossinn stríðshrjáð börn, endurhæfir barnahermenn og veitir þeim tækifæri til að losna úr viðjum borgarastyrjaldar. Okkur vantar 3000 sjálfboðaliða til að ganga í klukkustund og ná þannig til allra heimila á landinu.

Skrefin til góðs eru einföld:

Mættu á söfnunarstöð í þínu hverfi á laugardaginn Taktu einhvern með þér – það er miklu skemmtilegra!

Þar færðu bauk og götu til að ganga í Gerðu ráð fyrir u.þ.b. klukkutíma

Þú skilar bauknum á söfnunarstöðina – og líður miklu betur eftir góðverk dagsins!

Skráðu þig á raudikrossinn.is

Hvetur Íslendinga til að ganga til góðs


52

heilabrot

Helgin 1.-3. október 2010

?

Spurningakeppni fólksins

sudoku

3

7 4

Spurningar 1. Með hvaða liði spilar Eiður Smári Guðjohnsen?

5 2 9

1 9

2. Hvað heitir höfuðborg Líbanon? 3. Hver leikur Buddy Holly í samnefndum söngleik sem sýndur verður í Austurbæ?

6 1 7

1

5 3 7

4. Hver er dómsmálaráðherra? 5. Hver leikstýrir myndinni Sumarlandinu sem nýverið var frumsýnd í kvikmyndahúsum?

2 3

6. Í hvaða sæti lenti Hera Björk Þórhallsdóttir í Eurovision nú í maí?

Auður Alfífa Ketilsdóttir (30) ritstjóri Stúdentablaðsins 1. Pass, en hann er fótboltamaður! 2. Beirút. 3. Ekki hugmynd. Jú, jú, Ingó. 4. Ögmundur Jónasson. 5. Ég veit það ekki. 6. Mjög neðarlega. Öruggleg sextánda sæti. 7. Ég gæti nú gúgglað það. 8. Ég veit um Útilíf og Zöru. 9. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið 10. Fimmtán. 11. Já, eigum við að segja þrjú. 12. Já, ég horfi á það. Hún heitir eitthverju latínunafni með F-i. America Ferrera. 13. Henson! 14. Hamingju-París. 15. Penelope Cruz.

7 rétt

7. Hver er umboðsmaður Alþingis? 8. Hver af eftirtöldum verslunum er ekki í Smáralind? 1. Nóatún. 2. Útilíf. 3. Zara. 4. Warehouse 9. Hvað heitir nýjasta kvikmynd Sverris Þórs Sverrissonar? 10. Hvað eru borgarfulltrúarnir margir? 11. Hvað eiga Victoria og David Beckham mörg börn? 12. Hvað heitir aðalleikkona þáttanna um ljótu Betty (Ugly Betty)? 13. Fyrir hvaða fræga íþróttamerki hannar Stella McCartney föt? 14. Hvað heitir dóttir Gwyneth Paltrow og Chris Martin? 15. Hvað heitir eiginkona Toms Cruise?

5

Hjörvar Hafliðason (29) knattspyrnuspekingur

2 8

fyrir lengra komna

1. Með mínum fyrrum félögum í Stoke City 2. Beirút. 3. Þetta veit ég. Ingólfur eitthvað, já Þórarinsson. 4. Það er Ögmundur Jónasson. 5. Ohhh. Óskar Jónasson. 6. Næstneðsta. 7. Einar Bárðarson. 8. Nóatún. Ég þekki Smáralind mjög vel. 9. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. 10. Þrettán. 11. Þrjú, Brooklyn, Cruz og Romeo. 12. Aldrei séð þessa þætti. Segjum Sylvia Saint. 13. Adidas. 14. Gwyneth.

3 9 6

5

4

2 5 4

4 5

6

9 7 3 1

1 9 LABB

Svör: 1. Stoke City 2. Beirút 3. Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) 4. Ögmundur Jónasson 5. Grímur Hákonarson 6. 19. sæti 7. Tryggvi Gunnarsson 8. Nóatún 9. Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið 10. Fimmtán 11. Þrjá drengi 12. America Georgine Ferrera 13. Adidas. 14. Apple Blythe Alison Martin. 15. Katie Holmes. ÞANGAÐ TIL

FOR

SKVETTA

INNIHALD

DÁNUMENNSKA LAP

FARMUR

RAÐTALA

Sími 650 2206

HYGGINDI

GAFL

KNÆPA

KK NAFN

DRAGA ÚR

KANN EGNA

VERSLUN YFIRBRAGÐ

HLJÓÐFÆRI

ÞYRMA

PENINGA

FLATFÓTUR

GÖSLA

EFTIRRIT

AURASÁL

SKÓLI

TILDUR

VOÐI

VÆTTA

VÖNTUN

LES

KLERKS

ORÐRÓMUR

YFIRLIÐ

FORSÖGN

TUSKA

FJÖLDINN ALLUR

FANGI

SKRIÐDÝR

ENDIR GEISLAHJÚPUR

GUFUHREINSA

HLJÓTI SMÆKKA

GUÐ STRIT

GRAFTARBÓLGA

SJÓR FUGL

FLJÓTFÆRNI

STOFN SÁLMABÓK

TVÍHLJÓÐI

HÆFILEIKI

KVABBA

FARIÐ MEÐ

ASNANN

SNERIL

ÁGISKUN KÆRLEIKUR

Í RÖÐ MATARSAMTÍNINGUR

SKAMMSTÖFUN

VÍNANDI

KK NAFN

VAFI

SPYRJA

KÝR

VATT

KUSK

STRUNSA

SYLLU

MURRAÐ

MAN

FRÁ

TUDDA

ÓLEIK

HEMLABÚNAÐUR

EFTIRSÓKN BORG

SEFAST

SLAGSMÁL

BRJÁLUÐ

Í RÖÐ HAMINGJUSAMUR

Sími 694 7911

Eikjuvogur 29, 104 Rvk.

8 8

9 rétt

Óska eftir vandaðri íbúð til leigu miðsvæðis í Reykjavík fyrir fjársterka aðila.

Opið mán.fim 12–18, fös. 12–16, lau. lokað

7

2 5

VEGSAMA TILHLAUP

Ný sending af peysum

8

1

15. Katie Holmes.

Íbúð Óskast

3

DAMLAÐ

TVEIR EINS


korputorgið er tveggja ára gÓð afmælistilboð bÓnus AÐEINS Á KORPUTORGI

vínber eru ekki bara vínber

hollasta laugardagsnammið

595

298 kr. 500g

kr. kg

akursel lífrænar gulrætur 500g poki

ný amerísk steinalaus vínber rauð og græn

129

kr. 1 ltr.

2998

1598

euroshopper stálpottur 10 ltr.

euroshopper steikarpanna 28sm m/loki

kr. 10 ltr.

kjörís tilboðsís 1 ltr. vanillu og súkkulaði

kr. stk.

R BA K K A EGGJA T VEIR SK IP TAV IN ! S IN E AÐ R N V IÐ Á H VE

98

kr. stk

myllu heilhveitibrauð 770g

59

kr. 33cl

198

kr.bakkinn

stjörnu ungaegg 12 stk. 198 kr. bakkinn.

398 kr. 12stk

98

kr. kg

nýjar íslenskar kartöflur í lausu gullauga / rauðar

59

kr. 33cl

emmess ís pinnapoki 12 stk ath. Þessi tilboð gilDa aðeins á korputorgi frá föstuDegi til sunnuDags

ath. Þessi tilboð gilDa aðeins á korputorgi frá föstuDegi til sunnuDags


54

sjónvarp

Föstudagur

Helgin 1.-3. október 2010 Föstudagur 1. október

Sjónvarpið 14.00 Setning Alþingis Bein útsending 14.45 Hlé 16.55 Ódáðahraun (3:3) 17.20 Táknmálsfréttir 17.30 Fræknir ferðalangar (65:91) 17.55 Leó (27:52) 18.00 Manni meistari (17:26) 18.30 Mörk vikunnar 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.10 Útsvar Spurningakeppni sveitarfélaganna. Í þessum þætti mætast lið Garðabæjar og Hveragerðis. 21.15 Batnandi menn (Smart People) Bandarísk bíómynd frá 2008. Háskólakennari sem er ekkjumaður eignast kærustu en dóttir hans og bróðir reyna að spilla sambandi þeirra. Leikstjóri er Noam Murro og meðal leikenda eru Dennis Quaid, Sarah Jessica Parker, Thomas Haden Church og Ellen Page. 22.50 Barnaby ræður gátuna – Tæfan 00.30 Bræður (Brødre) 02.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

(1:12) E Bresk þáttaröð þar sem lögulegar línur fá að njóta sín. 19:45 Family Guy (2:14) E Teikinmyndasería með kolsvörtum húmor og drepfyndnum atriðum.

Laugardagur 2. október

Sjónvarpið

Skjár einn

Sunnudagur

Sjónvarpið

8.00 Morgunstundin okkar 06:00 Pepsi MAX tónlist 08.01 Húrra fyrir Kela (38:52) 09:05 Rachael Ray E 08.24 Kóalabræður (75:78) 09:50 Rachael Ray E 08.34 Babar (3:26) 10:35 Dr. Phil E 08.57 Krakkamál – ÍNA OG 20:10 Bachelor (8:11) 12:40 90210 (17:24) E KÁLFURINN Raunveruleikaþáttur þar sem 14:00 Real Housewives of Orange 09.00 Disneystundin rómantíkin ræður ríkjum. Núna County (12:15) E 09.01 Snillingarnir (2:28) koma stúlkurnar sem Jason 14:45 Canada’s Next Top Model 20.10 Útsvar 09.24 Sígildar teiknimyndir (2:42) hefur hafnað saman á ný og láta (8:8) E 09.29 Gló magnaða (2:19) allt flakka. 15:30 Kitchen Nightmares (9:13) E 09.52 Galdrakrakkar (15:21) 21:40 Last Comic Standing (4:14) 16:20 Top Gear Best Of (1:4) E 10.20 Hringekjan Bráðfyndin raunveruleikasería 17:20 Bachelor (8:11) E 11.25 Skjaldborg 2010 þar sem grínistar berjast með 18:50 Game Tíví (3:14) E 11.55 Návígi húmorinn að vopni. 19:20 The Marriage Ref (3:12) E 12.30 Silfur Egils 22:25 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny 20:05 America’s Funniest Home 13.50 Síðustu forvöð – Steypireyður (3:8) Breskur gamanþáttur þar Videos (24:46) E (6:6) sem falin myndavél er notuð til 20:30 Last Chance Harvey 14.55 Manngert landslag að koma fólki í opna skjöldu Rómantísk mynd frá árinu 2008 16.20 Formúla 3 20:25 Logi í beinni 22:50 Hæ Gosi (1:6) E með Dustin Hoffman, Emma 17.20 Táknmálsfréttir Ný íslensk gamansería þar sem Thompson og Kathy Baker í 17.30 Fallega fólkið (5:6) tekið er á alvöru málefnum á aðalhlutverkum. 18.00 Stundin okkar ferskan og sprenghlægilegan 22:05 Domino E 18.28 Með afa í vasanum (9:52) hátt. Aðalhlutverkin leika 00:15 Spjallið með Sölva (2:13) E 18.40 Skúli Skelfir (1:52) Árni Pétur Guðjónsson, 00:55 Olivia Lee: Dirty, Sexy, Funny 19.00 Fréttir Kjartan Guðjónsson, Þórhallur (3:8) E 19.35 Veðurfréttir Sigurðsson, María Ellingsen, 01:20 Friday Night Lights (4:13) E 19.40 Landinn 23:20 Sordid Lives (4:12) 02:10 Whose Line is it Anyway (4:20) E 20.10 Járnkrossar - ÆttargrafreiturBandarísk gamanþáttaröð um 02:35 Premier League Poker II (9:15) E 22:50 Hæ Gosi allt fyrir áskrifendur inn á Mýrum Heimildamynd um skrautlegar konur í smábæ í 04:20 Jay Leno E kennara úr Reykjavík sem leitar í Texas. Aðalhlutverkin leika Olivia 05:50 Pepsi MAX tónlist uppruna sinn og og vill varðveita Laugardagur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Stöð 2 Newton-John, Rue McClanahan, 07:00 Barnatími Stöðvar 2 sögur og minjar frá liðinni tíð. Bonnie Bedelia, Caroline Rhea, 08:15 Oprah 21.00 Himinblámi (Himmelblå III) Leslie Jordan, Beth Grant og 08:55 Í fínu formi Norskur myndaflokkur sem gerJason Dottley. 08:00 Tenacious D: in The Pick of 09:10 Bold and the Beautiful ist á eynni Ylvingen norðarlega 23:45 Law & Order: Special Victims Destiny 09:30 The Doctors í Noregi. allt fyrir áskrifendur 4 5 6 Unit (8:22) E 10:00 Scoop 10:15 60 mínútur 21.50 Íslenski boltinn 00:35 Whose Line is it Anyway 12:00 The Spiderwick Chronicles 11:05 Glee (14/22) 22.50 Sunnudagsbíó - Misnotkun (3:20) E 14:00 Tenacious D: in Thefréttir, Pickfræðsla, of sport og skemmtun 12:35 Nágrannar (Mysterious Skin) Bandarísk 20.45 Dauði við útför 01:00 Premier League Poker II (9:15) Destiny 13:00 Ramsay’s Kitchen Nightmares verðlaunamynd frá 2004. allt fyrir áskrifendur02:45 Jay Leno E 16:00 Scoop (3/4) Tveir piltar frá smábæ í Kansas 03:30 Jay Leno E 18:00 The Spiderwick Chronicles 13:50 La Fea Más Bella (246/300) hittast í New York. Annar er fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 04:15 Pepsi MAX tónlist 20:00 The Cable Guy 14:35 La Fea Más Bella (247/300) lauslátur hommi og hinn er viss 4 5 6 22:00 Good German, The 15:25 Wonder Years (14/17) um að geimverur hafi numið 00:00 Cry Wolf 15:55 Barnatími Stöðvar 2 hann á brott. Saman komast 02:00 Silent Hill 17:08 Bold and the Beautiful þeir að því að til þess að verða 16:25 Evrópudeildin (Man. City 04:05 Good German, The 17:33 Nágrannar hamingjusamir verði þeir að 21:40 The Storm 4 5 Juventus) E 06:00 My Blue Heaven 17:58 The Simpsons (8/25) særa út gamla djöfla úr lífi sínu. 18:10 PGA Tour Highlights 18:23 Veður Leikstjóri er Gregg Araki. Atriði 19:05 Inside the PGA Tour 2010 18:30 Fréttir Stöðvar 2 í myndinni eru ekki við hæfi Stöð 2 19:30 Á vellinum 09:00 PGA Tour Highlights 18:47 Íþróttir barna. 07:00 Flintstone krakkarnir 20:00 La Liga Report 09:55 Inside the PGA Tour 2010 18:54 Ísland í dag 00.35 Silfur Egils 20:30 Fréttaþáttur Meistaradeildar allt fyrir áskrifendur07:25 Sumardalsmyllan 10:20 Evrópudeildin (Utrecht 19:20 The Simpsons (15/21) 01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 07:30 Lalli Evrópu Liverpool) E 19:45 Auddi og Sveppi 07:40 Þorlákur 21:00 World Series of Poker 2010 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 12:00 Veiðiperlur 20:25 Logi í beinni Laufléttur Stöð 2 07:50 Hvellur keppnisbíll 21:50 European Poker Tour 5 20:30 Last Chance Harvey 12:30 Á vellinum og skemmtilegur þáttur með 07:00 Aðalkötturinn 08:00 Algjör Sveppi Pokerstars 13:10 PGA Tour 2010 allt fyrir áskrifendur spjallþáttakonungnum Loga allt fyrir áskrifendur 07:25 Litla risaeðlan 09:30 Maularinn 22:40 Evrópudeildin (Utrecht Sunnudagur 16:10 Unglingaeinvígið í Mosfellsbæ Bergmann. 07:35 Lalli 09:55 Strumparnir Liverpool) E 17:00 Pepsímörkin 2010 fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 21:10 Back to the Future Marty 07:45 Sumardalsmyllan fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 10:20 Ofuröndin 4 5 6 Meistaradeild Evrópu allt fyrir áskrifendur 18:20 McFly ferðast 30 ár aftur í 07:50 Elías 10:45 Leðurblökumaðurinn 20:05 Meistaradeild Evrópu tímann á kjarnorkukagga sem 08:00 Algjör Sveppi 11:10 Stuðboltastelpurnar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 20:45 Fréttaþáttur Meistaradeildar doktor Brown hefur smíðað. 09:20 Ógurlegur kappakstur 11:35 iCarly (7/25) 16:00 Sunnudagsmessan Evrópu . 23:05 Lonely Hearts 09:45 Ofurhundurinn Krypto 12:00 Bold and the Beautiful 17:00 Enska úrvalsdeildin (Liverpool 21:15 La Liga Report Sakamálamynd með John 4 Histeria! 5 6 4 5 6 10:10 13:45 Logi í beinni allt fyrir áskrifendur - Sunderland) 21:45 Íslandsmeistaramótið í Polefitness Travolta, James Gandolfini og 10:35 Iceage 14:35 Sjálfstætt fólk 21.00 Himinblámi 18:45 Enska úrvalsdeildin (Arsenal 22:40 Gunnar Nelson allt fyrir áskrifendur Sölmu Hayek í aðalhlutverkum. 12:00 Nágrannar 15:15 Mér er gamanmál - WBA) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 4 Box - Shane Mosley 5 - Sergio 6 00:15 00:50 License to Wed Rómantísk 13:45 America’s Got Talent (23/26) 15:45 Pretty Little Liars (3/22) 20:30 Ensku mörkin 2010/11 Mora gamanmynd um Sadie and Ben fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 15:05 America’s Got Talent (24/26) 16:30 Auddi og Sveppi 21:00 Premier League Preview sem eru yfir sig ástfangin og 15:55 Iceland Airwaves Nýr 17:10 ET Weekend 2010/11 hafa hug á því að ganga í það íslenskur þáttur um Iceland 17:55 Sjáðu 21:30 Premier League World heilaga. Með aðalhlutverk fara Airwaves tónlistarhátíðina. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 2010/2011 4 Robin Williams, Mandy Moore og 10:05 Premier League World 16:30 Eldsnöggt með Jóa Fel (1/10) 18:49 Íþróttir 22:00 Football Legends (Maldini) John Krasinski. 4 5 6 2010/2011 17:00 Oprah 18:56 Lottó 22:30 Premier League Preview 02:20 Fierce People 10:35 Football Legends Maldini) 17:45 60 mínútur 19:04 Ísland í dag helgarúrval 2010/11 04:10 Winter Passing 11:05 Premier League Preview 18:30 Fréttir Stöðvar 2 19:29 Veður allt fyrir áskrifendur 23:00 Enska úrvalsdeildin (West 05:50 The Simpsons (15/21) 2010/11 19:15 Frasier (13/24) 19:35 America’s Got Talent (23/26) Ham - Tottenham) 11:35 Enska úrvalsdeildin (Wigan 19:40 Sjálfstætt fólk 14:30 Enska úrvalsdeildin 20:55 America’s Got Talent (24/26) fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Wolves) Beint Skjár einn 20:20 Mér er gamanmál 21:40 The Storm Fyrri hluti hörku13:45 Enska úrvalsdeildin 06:00 Pepsi MAX tónlist 20:50 The Storm Seinni spennandi framhaldsmyndar (Sunderland - Man. Utd.) Beint 07:30 Game Tíví (3:14) E hluti hörkuspennandi með Treat Williams, James Van allt fyrir áskrifendur 08:00 Paris, Texas 08:00 Dr. Phil E Sport 3: Stoke - Blackburn framhaldsmyndar með Treat Der Beek og Luke Perry í aðal10:20 Thank You for Smoking 08:40 Rachael Ray E allt fyrir áskrifendurhlutverkum. Sport 4: Tottenham - Aston Villa 5Williams, James Van6 Der Beek og 4 12:00 The Seeker: The Dark is Rising fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 09:25 Pepsi MAX tónlist Luke Perry í aðalhlutverkum. 23:05 La Bamba Stöð 2 sýnir þessa Sport 5: Birmingham - Everton 14:00 Paris, Texas 12:00 Game Tíví (3:14) E 22:15 The Pacific (3/10) sígildu tónlistarmynd sem fjallar fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 16:20 Thank You for Smoking Sport 6: West Ham - Fulham 12:30 Pepsi MAX tónlist Magnaðir verðlaunaþættir um ævi rokksöngvarans Ritchie 18:00 The Seeker: The Dark is Rising 16:00 Enska úrvalsdeildin (Stoke 16:40 Rachael Ray frá framleiðendum Band of Valens í tilefni að því að hér á 20:00 The Object of My Affection Blackburn) E 17:25 Dr. Phil Brothers. landi verður í október settur upp 4 5 6 22:00 Doubt 17:45 Enska úrvalsdeildin (Tottenham 18:05 Friday Night Lights (4:13) E 23:10 60 mínútur söngleikurinn The Buddy Holly 00:00 Disturbia - Aston Villa) E Dramatísk þáttaröð um 00:05 Daily Show: Global Edition 4Story. 5 6 02:00 C.R.A.Z.Y. 19:30 Enska úrvalsdeildin ungmenni í smábæ í Texas þar 00:30 V (3/12) 19:45 Fyndnar 00:50 The Boy in the Striped Pyjamas 04:05 Doubt (Birmingham - Everton) E sem lífið snýst um fótboltalið 01:15 The Event (1/13) 02:20 I Think I Love My Wife fjölskyldumyndir 06:00 The Cable Guy 21:15 Enska úrvalsdeildin (West Ham skólans. 02:00 Torchwood (13/13) 03:50 Hot Rod - Fulham) E 18:55 How To Look Good Naked 4 02:50 Capote 05:15 Fréttir 23:00 Enska úrvalsdeildin 04:40 Oprah 08.00 Morgunstundin okkar 08.01 Gurra grís (6:26) 08.08 Teitur (32:52) 08.16 Sveitasæla (6:20) 08.30 Otrabörnin (2:26) 08.51 Konungsríki Benna og Sóleyjar (17:52) 09.02 Mærin Mæja (27:52) 09.13 Mókó (23:52) 09.18 IL était une fois...La Vie (7:26) 09.45 Hrúturinn Hreinn (4:40) 09.56 Latibær (126:136) 10.25 Pabbarán 12.10 Viðtalið 12.40 Kastljós 13.10 Kiljan 14.05 Íslenski boltinn 14.50 Mörk vikunnar 15.20 Mótókross 15.50 Formúla 3 16.50 Ofvitinn (43:43) 17.35 Táknmálsfréttir 17.45 Útsvar 18.54 Lottó 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.40 Hringekjan Skemmtiþáttur í umsjón Guðjóns Davíðs Karlssonar, Góa. 20.45 Dauði við útför (Death at a Funeral) Gamanmynd frá 2007. Mikil ringulreið verður þegar maður nokkur reynir að svipta hulunni af svakalegu leyndarmáli sem snertir nýlátinn ættarhöfðingja í sundraðri fjölskyldu. 22.15 Systir Önnu Boleyn (The Other Boleyn Girl) Bresk bíómynd frá 2008. Sagan gerist á miklum umbrotatímum í Evrópu og segir frá systrunum Anne og Mary Boleyn sem keppa um ástir Hinriks konungs áttunda. Meðal leikenda eru Natalie Portman og Scarlett Johansson 00.10 Bara saman (Ensemble, c’est tout) 6 01.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok


sjónvarp 55

Helgin 1.-3. október 2010 3. október

Í sjón va r pinu Lie to me

05:25 Fréttir Fréttir Stöðvar 2 endursýndar frá því fyrr í kvöld.

Að tapa sér í kækjum

Skjár einn

Það er engum vafa undirorpið að Tim Roth er frábær leikari og ástæðan fyrir því að ég hef horft á þáttinn Lie to Me á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Roth er þar í hlutverki Dr. Cal Lightman sem greinir á augabragði hvort einstaklingar eru að segja satt og rétt frá. Hann var afskaplega ferskur í fyrstu seríunni með tilþrifamikilli líkamstjáningu sem setti svip á karakterinn. Í vetur, í annarri seríu, hefur Roth hins vegar gengið skrefinu lengra og í raun tekið kækina alla leið. Munngeiflur og handahristingar, sem taka út fyrir allan

65%

06:00 Pepsi MAX tónlist 09:20 Rachael Ray E 11:35 Dr. Phil E 13:00 90210 (19:24-22:24) E 15:40 Million Dollar Listing (7:9) E 16:25 Spjallið með Sölva (2:13) E 17:05 Nýtt útlit (2:12) E 17:55 Bollywood Hero (3:3) E 18:50 The Office (6:26) E 19:15 Hæ Gosi (1:6) E 19:45 Fyndnar fjölskyldumyndir (1:10) Bráðfyndinn fjölskylduþáttur þar sem sýnd eru bæði innlend og erlend myndbrot, sem kitla hláturtaugarnar og koma öllum í gott skap. Þórhallur Sigurðsson, hinn eini og sanni Laddi, er kynnir þáttanna. 20:10 Top Gear Best Of (2:4) Núna rifjum við upp brot af því besta úr síðustu tveimur þáttaröðum. 21:10 Law & Order: Special Victims Unit (9:22) 22:00 Leverage (3:15) 22:50 House (6:22) E 23:40 Last Comic Standing (4:14) E 00:25 Sordid Lives (4:12) E 00:50 CSI: New York (11:25) E 01:35 Pepsi MAX tónlist

þjófabálk, hafa orðið til þess að ég hef staðið sjálfan mig að því að missa af heilu hlutunum í þáttinum vegna kækjanna. Roth er orðinn eins og liðamótalaus fígúra sem hreyfist eins og slanga. Ég skil að karaktereinkenni Dr. Lightmans eru þessar geiflur og hreyfingar en öllu má nú ofgera. Gæði þáttanna hafa hrapað í takt við auknar geiflur Roths og því vil ég koma með ábendingu fyrir þriðju þáttaröðina sem verður framleidd í vetur. Minni geiflur – betra efni. Óskar Hrafn Þorvaldsson

SKJÁREINN FÆRIR ÞÉR MEIRA ÍSLENSKT SkjárEinn býður þér glæsilegt úrval af íslensku og erlendu sjónvarpsefni á sérlega hagstæðu verði. Ef þú missir af uppáhaldsþættinum þínum á SkjáEinum getur þú horft á hann hvenær sem þér hentar með SkjáFrelsi. Áskriftin færir þér

aðgang að þúsundum nýrra og klassískra bíómynda í SkjáBíói og frábæru úrvali af ókeypis barnaefni. Ofan á allt saman getur þú valið á milli mismunandi pakka af heimsklassa skemmtun, fræðslu og fréttum með yfir 60 erlendum sjónvarpsrásum.

EKKERT VENJULEGT SJÓNVARP

4

08:20 Football Legends (Maldini) 08:50 Enska úrvalsdeildin (Sunderland Man. Utd.) E 10:35 Enska úrvalsdeildin (Stoke - Blackallt fyrir áskrifendur burn) E 12:20 Enska úrvalsdeildin (Man. City fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Newcastle) E 14:30 Enska úrvalsdeildin (Chelsea - Arsenal) Beint 17:00 Sunnudagsmessan 18:00 Enska úrvalsdeildin (Liverpool 4 5 Blackpool) E 19:45 Sunnudagsmessan 20:45 Enska úrvalsdeildin (Chelsea - Arsenal) E 22:30 Sunnudagsmessan 23:30 Enska úrvalsdeildin (Man. City - Newcastle) E

08:00 Selena 10:05 What a Girl Wants 12:00 Daddy Day Camp 14:00 Selena 16:05 What a Girl Wants 18:00 Daddy Day Camp 20:00 My Blue Heaven 22:00 The Mambo Kings 00:00 Stay Alive 02:00 Paradise Now 04:00 The Mambo Kings 06:00 Lonesome Jim

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4

5

6

5

6

6

FRÁBÆR ÍSLENSKUR SJÓNVARPSÞÁTTUR Á FIMMTUDAGSKVÖLDUM

ENNEMM / SÍA / NM43681

09:15 Evrópudeildin (Man. City - Juventus) E 10:55 Meistaradeild Evrópu Endursýndur leikur 12:40 Meistaradeild Evrópu (Meistaramörk) 13:20 PGA Tour 2010 16:20 La Liga Report 16:50 Spænski boltinn (Barcelona Mallorca) allt fyrir-áskrifendur Beint 18:50 Spænski boltinn (Real Madrid fréttir, fræðsla, sport og skemmtun Deportivo) Beint 20:50 Ísland - Þýskaland (Ísland - Þýskaland) E 22:35 Spænski boltinn (Barcelona - Mallorca) E

SkjárBíó VOD, SkjárFrelsi og SkjárHeimur er aðgengilegt um Sjónvarp Símans. Með Digital Ísland+ fæst aðgangur að SkjáEinum og SkjáFrelsi.

Veldu áskrift á skjareinn.is: Skjáreinn 2.890 kr.


56

bækur

Lorem ipsum dolor sit amet: consectetur adipisicing elit, sed do eiusmod tempor incididunt ut labore et

H e l g i n 1 .-3 . o k t ó b e r 2 0 10

Peter Höeg snýr aftur Langt er um liðið síðan stjarna Peters Höeg hins danska reis hæst með sögunni af Smillu og sporum í snjónum. Sagan kom fljótt út í íslenskri þýðingu, bundin og í kilju, og í kjölfarið fylgdu þýðingar á tveimur sögum hans, Hugsanlega hæfir og Konunni og apanum, báðar um miðjan síðasta áratug. Nýjasta sagan hans Elefantpassernes börn kom út um miðjan september og eru gagnrýnendur danskir heldur hressir með söguþráð og stíl: Sagan er sögð flugeldasýning enda sögumaður bara fjórtán í leit að foreldrum sínum sem eru horfnir sporlaust. -pbb

sjón í politik en

Sjón var á forsíðu og í aðalviðtali bókablaðs Politiken um síðustu helgi. Tilefnið var útgáfa skáldsögu hans Rökkurbýsna á dönsku.

John le Carré í fantaformi Meistari njósnasögunnar, John le Carré, hefur sent frá sér nýja sögu: Our Kind of Traitor, og kom hún út hinn 16. september beggja vegna Atlantshafsins og hefur fengið mikið lof. Þar segir frá ungu menntuðu pari sem fer í frí til Antigua í Karabíska hafinu á ódýrum tíma. Heima í Englandi er kreppa. Þar kynnast þau fyrir tilviljun Dima, rússneskum auðkýfingi sem á stóra sjávarlóð á eynni, ber demantskreytt úr og tattú á þumlinum. Fundur þeirra virðist vera hrein tilviljun og hann vill spila við þau tennis. En svo vill hann meira. Hjónakornin hrekjast frá Antigua til Parísar, til Sviss og heim til London þar sem þau kynnast nánum böndum -pbb leyniþjónustu Breta og fjármálalífsins.

Bók a dómur Ba r nið í fer ðatöskunni K a a ber böl & R iis

Smellur ársins, hingað til Lene Kaaberböl hin danska hefur skrifað býsn. Skammara-fjórleikur hennar kom út á íslensku fyrir fáeinum árum og því miður misstu mörg eldri börn og unglingar af þeim sögum. Þá hefur hún unnið stelpusögur, fantasíur sem Edda gaf út á síðasta bólutíma. Smellur sumarsins og sá krimmi sem reyndist mest spennandi í mínum lestri var samstarfsverk Kaaberböl og Agnete Friis frá 2008, Barnið í Ferðatöskunni. Við lesum ekki krimma fyrir stíl nema þá íslensku sem eru nú ekkert víravirki í stíl, svona yfirleitt, heldur einhver gömul uppsuða úr Hemingway, þýðendur eru ekki mikið að vinna textaþýðingar sínar á spennusögum sem einhver bókmenntaleg afrek, markmiðið er að þetta sé læsilegur texti. Sumir bera skýr höfundareinkenni, það á við um Vargas hér til hliðar að því sagt er í umfjöllunum víða þegar þýðingar eru mældar. Barnið er prýðilega framborin afþreying, sannfærandi persónugallerí af ósköp hversdagslegu fólki sem við leggjum trú á og skiljum í þeirra markmiðum og gerðum. Plottið er sannfærandi og vel undirbyggt og atburðarásin látlaus, þýtur áfram á hraðri framvindu að endalokum sem vofa yfir lesandanum. Þýðingin er prýðilega læsileg enda er Kaaberböl vel heima í skrifum afþreyingartexta. -pbb

 Barnið í ferðatöskunni Kaaberböl & Riis Ólöf Eldjárn þýddi 339 bls. Mál og menning 2010

Fred Vargas hin franska er menntaður miðaldafræðingur en afkastamikill spennusagnahöfundur.

Reyfarakaup í haustuppskerunni Löggusögur eru víða í blóma. Þegar eru komnar fram á þessu ári fínar þýðingar á krimmum meðal annars frá Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Bækur Páll Baldvin Baldvinsson pbb@frettatiminn.is

Lene Kaaberböl

Agnete Friis

„Þú hefur ekki gaman af reyfurum,“ sagði krimmahöfundurinn þungbúinn. „Úps,“ hugsaði ég en sagði ekkert. „Þeir eru þá svona líka, vilja bara hrósið.“ Lesbunki sumarsins var mestanpart reyfarar: Berlínarsögur Philips Kerr hafði ég lesið komplett og haft gaman af. Eitthvað fleira sem var svo lítið minnisstætt að það var runnið úr greipum hugans. Jú, einhvern gamlan Ameríkana sem Guðmundur Andri sagðist hafa sokkið í, en allt hitt var gleymt. Lesum við ekki annars reyfara til að gleyma stund og stað, hverfa í hið klisjufulla umhverfi einfaldra mála með skýrum örlögum og einföldum persónum í leit að skemmtun og afþreyingu?

Franskur krimmi í öðrum dúr

Haustsprettan í reyfurum ætlar að verða ríkuleg og suma þeirra hef ég þegar lesið mér til gamans: Vargas hin franska er aftur komin á stjá hér á landi í löggusögu, þeirri þriðju sem þýdd er af Guðlaugi Bergmundssyni á íslensku. Þríforkurinn heitir hún og Bjartur gefur út. Hún kom út á frönsku 2004, en eftir að Guðlaugur fékk áhuga á að þýða sögur Vargas, gaf þær reyndar út sjálfur fyrst, hafa birst hér sögurnar Kallarinn frá 2001 og Varúlfur frá 1999. Enginn af þessum titlum er í samræmi við frönsku heitin. Sögurnar þrjár eru athyglisverð viðbót í löggusögurnar sem flestum eru kunnar frumsamdar eða

þýddar í íslenskum útgáfum. Hér er Adamsberger fyrirferðarmestur eins og í fyrri bókunum, rannsóknarlögga sem lætur stýrast af tilfinningu fyrst og fremst. Vargas er flink í plottunum og sækir gjarna inn á sérsvið fræðasamfélagsins. Hún er menntaður miðaldafræðingur og hefur starfað við rannsóknir, meðal annars á smitsögu svartadauða. Þríforkurinn lýsir leit: Adamsberger hefur í áratugi fylgst með ferli fjöldamorðingja og hefur vissu fyrir því hver hann er, en aldrei hefur löggunni tekist að fanga þrjótinn, enda er sá grunaði búinn að hvíla í helgri gröf í sextán ár. Adamsberger er bundinn hinum grunaða og á honum hefnd að gjalda. Sagan fer fram í París og í Kanada þar sem þráðurinn verður býsna strekktur eftir langan slaka í fyrri hlutanum. Þar kemur mest á óvart löggukonan þumbaralega, Retancourt.



Þríforkurinn

Fred Vargas Guðlaugur Bergmundsson þýddi 438 bls. Bjartur 2010.

Sögur Vargas eru gerólíkar norrænu og engilsaxnesku löggusögunum og okkur sem gleypum stóra skammta af svona stöffi eru þær kærkomin tilbreyting frá hinu hefðbundna formi.

Sannar þýskar sögur

Á sjötta og sjöunda áratugnum gáfu smáprent út þýðingar á amerískum tímaritum af ódýrari sortinni, svokallaðan „pulp“ litteratúr sem dró heiti sitt af pappírnum sem var gjarna af ódýrustu sort, gulnaði fljótt, var auðrifinn og molnaði á

endanum. þá var til mánaðarrit sem bar heitið Sönn sakamál með frásögnum af amerískum misindismönnum – sannar sögur.



Glæpir Ferdinand von Shirach Bjarni Jónsson þýddi 205 bls. Bjartur 2010

Í Neon-seríu þeirra Björtu er nú komin út smábók, 201 blaðsíða að lesmáli, sem geymir fallega stílaða þýðingu Bjarna Jónssonar á metsölubók þýskri sem er sama eðlis þótt umbúðirnar séu – fágaðar. Höfundurinn, eða skrásetjari væri nær að kalla hann, Von Schirach er sagður „stjörnulögfræðingur“ – víða gætir áhrifa Eiríks Jónssonar blaðamanns en að hann verpti í málvitund höfunda baksíðutexta Bjarts – aldrei sá ég það fyrir. Nema þessi Von hefur tínt saman nokkrar reynslusögur sínar úr réttarkerfinu þýska þar sem hann hefur náð sínum stjörnuljóma, væntanlega með lagaklækjum, brugðist trúnaði skjólstæðinga og hent örlögum þeirra sviplegum á bók. Og eins og gjarna er með hina fáránlegu hendingu, sem oft ræður í lífi misindismanna, hin grimmu örlög, miskunnarleysið sem þeir grípa gjarna til í villum sínum og þeir hafa sumir mátt þola von úr viti, þá eru þessar sönnu sögur skemmtileg lesning og hrollurinn sterkur sem grípur lesandann þegar kverinu er lokið og smánartilfinningin grípur um sig yfir þessari furðulegu glápþörf á annarra óhamingju. Mér skilst þau Björtu hafi selt kverið í kílóavís. En er þetta Neon?


óð

k Fis

93%

ð isló k Fis

k Fis

óð

isl

ð isló

allir sem kaupa fyrir 5.000 kr. eða meira fá bókagjöf. Þeir sem kaupa fyrir 12.000 kr. eða meira fá tvær bækur að gjöf.

Hér erum við

ur

arð

g da

an Gr

Enn meiri verðlækkun! t

aus

an Án

M

len

r

vegu Selja

ýr ar ga ta

Ves t

urg

Risalagersala Forlagsins á Fiskislóð 39

du

ata

s gi Æ

gat

r

ðu

r ga

a

SíðaSta helgin! Við fjölgum titlunum! Enn meiri verðlækkun! Verð sem þú hefur aldrei séð áður!

91%

eiri Enn m kun k verðlæ

72%

afsláttur

83%

afsláttur

afsláttur

íslensk skip: bátar 1–4

Hvíta bókin

Nú: 2.000 kr.

Nú: 690 kr.

verð áður: 22.290 kr.

eiri Enn m kun k verðlæ

verð áður: 2.490 kr.

eiri Enn m kun k verðlæ

71%

eiri Enn m kun k verðlæ

75%

afsláttur

afsláttur

maó – saGan sem aldrei var söGð

Þúsund kyrrðar spor

Nú: 990 kr.

verð áður: 990 kr.

Nú: 290 kr.

verð áður: 5.990 kr.

eiri Enn m kun k verðlæ

83% afsláttur

eiri Enn m kun k verðlæ

75% afsláttur

afsláttur

Heimsmetabók Guinness 2010

litla lostaboxið

af bestu lyst 1

Nú: 990 kr.

Nú: 990 kr.

verð áður: 3.990 kr.

Nú: 990 kr.

verð áður: 5.990 kr.

verð áður: 3.690 kr.

Nú: 1.490 kr. verð áður: 5.990 kr.

eiri Enn m kun k verðlæ

73%

Huldukonur í íslenskri myndlist

eiri Enn m kun k verðlæ

67% afsláttur

eiri Enn m kun k verðlæ

75% afsláttur

skuldadaGar - Hrunið í Grófum dráttum

Gyllti áttavitinn - kilja

Nú: 990 kr.

Nú: 490 kr.

verð áður: 2.990 kr.

Birt með fyrirvara um prentvillur. Tilboðin gilda á meðan birgðir endast.

eiri Enn m kun k verðlæ

verð áður: 1.980 kr.

Takmarkað magn!


H E LGA R

58

bíó

Helgin 1.-3. október 2010



A ðr ar frumsýningar:

Dinner For Schmucks

Eat Pray Love Nýjasta mynd hinnar sívinsælu leikkonu Juliu Roberts er gerð eftir hinni geysivinsælu bók Elizabeth Gilbert, Eat Pray Love, og hefur myndarinnar verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Julia leikur hér Liz Gilbert sem áttar sig á því um þrítugt að hún er ekki hamingjusöm þótt hana skorti ekkert og hún eigi traustan mann, sé í góðri vinnu og eigi fallegt heimili. Hún skilur því við kallinn og heldur út í heim í leit að sjálfri sér, hamingjunni og hinni sönnu ást. Hinn magnaði leikari Javier Bardem leikur á móti Juliu í myndinni en frægðarsól hans hefur

verið á stöðugri uppleið eftir að hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki fyrir No Country for Old Men.

Dómar í öðrum miðlum: Imdb: 4,7/10, Rotten Tomatoes: 37%, Metacritic: 50

Brandarakallinn Steve Carell fær að njóta sín í hlutverki algers bjána í þessari gamanmynd um skrifstofublók á hraðri uppleið sem ætlar að tryggja sér frekari frama með því að mæta með algert fífl í kvöldverð hjá forstjóranum. Kvöldverður þessi er mánaðarleg uppákoma hjá forstjóranum sem blæs þá til „kvöldverðar með fábjánum“. Sá starfsmanna hans sem mætir með mesta aulann kemst svo sjálfkrafa í náðina hjá forstjóranum. Paul Rudd leikur framagosann en ekki blæs byrlega fyrir honum fyrr en hann rekst á persónu Carells, sem er vonlaus starfsmaður hjá skattinum, og dregur hann í gleðskapinn.

Dómar í öðrum miðlum: Imdb: 6,3/10, Rotten Tomatoes: 45%, Metacritic: 56

V estur port Sigldu út í óvissuna og ger ðu bíómynd byggða á leik r itinu Br imi

Sími 531 3300

Hafið bláa hafið Árni Ólafur með Brim í fanginu og fær í flestan sjó ásamt leikurunum Ingvari E., Ólafi Agli og Nönnu Ktistínu sem er komin á steypirinn og er sett á sjálfan frumsýningardaginn. Ljósmynd Hari

Sjórinn er stórt sögusvið Gamall draumur Árna Ólafs Ásgeirssonar leikstjóra rættist þegar hann fékk tækifæri til að vinna með Vesturports-hópnum að kvikmynd byggðri á Brimi, verðlaunaleikriti Jóns Atla Jónassonar. Bíó

Þórarinn Þórarinnsson thorarinn@frettatiminn.is

„Við bíðum spennt eftir því að sjá hvernig viðtökurnar verða og þá ekki síst hjá sjómannastéttinni þar sem þetta er líklega ein fyrsta íslenska myndin sem gerist nær eingöngu í þeirra starfsumhverfi,“ segir Árni Ólafur Ásgeirsson, leikstjóri kvikmyndarinnar Brims sem Vesturports-hópurinn

matar okkur á upplýsingum PIPAR\TBWA • SÍA • 102420

„Við höfum notað Ópusallt í næstum áratug og það hefur stækkað með okkur.“ Auðjón Guðmundsson markaðsstjóri Kjarnafæðis

Ópusallt er hannað fyrir íslenskt viðskiptaumhverfi og er allt í senn: stjórntæki, upplýsingakerfi og bókhaldskerfi.

Guðríðarstíg 2–4 113 Reykjavík

Sími 545 1000 www.hugurax.is

Viðskiptalausn frá HugAx

frumsýnir á laugardaginn. Myndin byggist á samnefndu verðlaunaleikriti Jóns Atla Jónassonar sem Vesturport setti á fjalirnar. „Þetta er mjög skemmtilegt leikrit um lífið um borð í litlum fiskibát. Vesturport sýndi Brim á sínum tíma með pomp og prakt og við ákváðum svo í sameiningu, hópurinn og ég, að gera þetta að kvikmynd,“ segir Árni og leggur áherslu á að hér sé síður en svo um beina yfirfærslu sviðsverksins á filmu að ræða þótt sömu leikararnir endurtaki rullurnar sem þeir fóru með í leikhúsinu. „Það er alltaf snúið að taka eitthvað sem hefur verið á bók eða sviði og laga það að kvikmyndinni vegna þess að þetta eru svo ólíkir miðlar. Þannig að þetta er ekkert copy/paste af leikritinu. Hér er margt öðruvísi en ég vona að okkur hafi tekist að vera trú stemningunni og söguheimi verksins. Við unnum handritið saman og það varð til í mjög lifandi samræðu milli okkar allra.“ Brim segir frá áhöfn línubáts sem hefur siglt vikulanga túra lengur en nokkur í áhöfninni kærir sig um að muna. Lífið um borð er allt í föstum skorðum vanans en það hriktir í stoðum sveitts karlasamfélagsins þegar einn tryggasti hásetinn sviptir sig lífi úti á miðju hafi. Ung kona er ráðin til þess að fylla í skarðið í næsta túr og í kjölfarið magnast ágreiningur og spenna innan hópsins. „Hún brýtur upp ákveðið munstur sem er löngu rótgróið. Allir eiga sín föstu sæti og svona en þegar nýliðinn bætist í hópinn

fer allt úr skorðum og kallarnir eru ekkert of hrifnir af því að það sé verið að rugla í þessu.“ Árni segir tökurnar hafa verið skemmtilegt ævintýri enda hafi hópurinn varla vitað hvert hann stefndi þegar þau stigu um borð og sigldu út í óvissuna. „Við vorum þarna á einhverjum dalli úti í ballarhafi, krossuðum okkur bara og vonuðum það besta. Þetta var óvenjumikið ævintýri á meðan við vorum á þessum bát vikum saman í baráttu við veður og vinda og þessu fylgdi sjóveiki og eitt og annað.“ Árni hefur áður gert kvikmyndina Blóðbönd en hefur ekki unnið með Vesturporti fyrr en nú. „Við höfum þekkst lengi og mig hefur alltaf langað til að vinna með þeim þannig að þetta var kjörið tækifæri til þess að láta þann draum rætast.“ Hafið virðist vera íslensku kvikmyndagerðarfólki ofarlega í huga um þessar mundir en eins og flestir vita er Baltasar Kormákur að gera myndina Djúpið sem byggist á örlögum áhafnarinnar á Hellisey sem sökk árið 1984. Árni segist telja það mjög eðlilegt að íslenskt kvikmyndagerðarfólk beini sjónum að hafinu og í raun sé löngu tímabært að það sæki stífar á sjóinn. „Hafið er svo stórt sögusvið og er svo ríkur þáttur í sögu okkar og menningu.“ Með helstu hlutverk í Brimi fara þau Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson, Björn Hlynur Haraldsson, Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir.



60

matur

Helgin 1.-3. október 2010

Uppskrift

1. Hitið rúma hnefa-

Rófusúpa

fylli af lauk (má vera blaðlaukur, gulur laukur eða rauður – eitt af þessu eða blandað. Smá sellerí skaðar heldur ekki) í smjöri í um 5 mínútur.

Rófusúpa er akkúrat það sem þú átt að bjóða fjölskyldunni upp á í kvöld. Í fyrsta lagi er rófan þjóðlegastur allra rótarávaxta. Hún hefur nokkuð misst vinsældir sínar en var á árum áður eitt veigamesta hráefnið í mataræði fátækra jafnt sem betur settra Íslendinga. Í öðru lagi eru rófur hræbillegar og yfirstandandi kreppa er til að opna augu okkar fyrir verðleikum þess sem er ódýrt. Í þriðja lagi sýna rannsóknir að næringarefni sem soðið grænmeti tapar verða eftir í soðinu. Súpur eru því jafn hollar og hráfæðið vill vera. Í fjórða lagi er gott fyrir þá sem glíma sífellt við þyngd sína að byrja máltíðir á súpum og salötum. Þessir réttir eru vatnsmiklir og gefa mikla magafylli miðað við orku. Í fimmta lagi er rófusúpan hálfgert kraftaverk. Það er hreint undur að þessi lítilsvirta rót skuli geta orðið svona elegant og fín. Verði ykkur að góðu!

2. Bætið brytjaðri rófu (um 600-700 grömm – litlar rófur eru sætari

en stórar) og saxaðri kartöflu (um 300-400 grömm) út í og látið hitna í smjörinu.

3. Bætið síðan við einu, tveimur eða þremur rifjum af hvítlauk og hitið í mínútu. 4. Hellið um einum og hálfum lítra af heitu soði (kjúklinga- eða grænmetissoð eða vatn og kraftur) yfir grænmetið og látið malla við vægan hita í 30 mínútur.

5. Slökkvið undir pott-

6. Blandið saman

í súpuna og hrærið vel. Hitinn í súpunni mun sjá um að hita rauðurnar. Sjóðið alls ekki því þá soðna rauðurnar og súpan verður ekki flauelsmjúk heldur kornótt af eggjahræru. Þeir sem óttast rjóma og eggjarauður geta sleppt þessu. Þá missa þeir flauelið en fá léreft í staðinn.

tveimur eggjarauðum og um einum pela af rjóma. Bætið einni ausu af súpunni út í rjómablönduna til að jafna hitann og hellið blöndunni síðan

7. Borið fram með graslauk eða steinselju, ef það er við höndina, sítrónu til að kreista yfir og smá ólífuolíu.

inum og maukið innihaldið með töfrasprota. (Ef þið eigið ekki töfrasprota, sparið í öðru og kaupið einn. Töfrasproti er lykillinn að því að spara í innkaupum og elda reglulega súpur. Hann borgar sig upp á þremur vikum).

Íslendinga r níunda feitasta þjóð í heimi

Matartíminn Ofát er synd Okkur fannst rétt að láta fyrstu matarsíðuna okkar snúast um hvað við ættum ekki að borða. 40 prósent þjóðarinnar verða að endurskoða mataræði sitt ef þau ætla ekki að bera skaða af. 20 prósent fólks eru þegar lent í þeim pytti og þurfa að grípa til róttækra aðgerða ef þau vilja ekki bera skaða af. Hin 40 prósentin, sem eru í eðlilegum holdum, eru komin í minnihluta. Fólk fitnar af því að það borðar of mikið. Það er flestum ómögulegt að ná af sér afleiðingum ofáts með hreyfingu. Hreyfing er sjálfstæð og þörf heilsubót. Hún er hins vegar óraunhæft mótvægi við fitusöfnun. Algengasta gildran sem fólk fellur í er að borða of mikið af sælgæti og sætum mat og drekka of mikið af gosi.

Þetta er orkurík fæða en snauð af næringarefnum. Þegar hún er orðin ríkjandi þáttur í fæðunni þyngist fólk en er samt vannært og vansælt. Fyrsta skrefið í að taka mataræðið í gegn er því að hætta að drekka gos og hætta að borða nammi. Þegar fólk hefur metið árangurinn af þessu eftir fjóra til sex mánuði getur það ákvarðað næstu skref. Fyrr getur það ekki greint

vandann – ef hann er þá nokkur annar er nammið og gosið. Samkvæmt miðaldakristni er ofát synd. Synd er þráhyggjukenndar hugsanir og síendurtekinn verknaður sem skilar aldrei ætlaðri niðurstöðu. Hinn ágjarni ásælist sífellt meira fé en finnst hann aldrei nógu efnaður. Hinn lati finnur aldrei hvíld og hinn hégómlegi aldrei næga virðingu og aðdáun. Og hinn gráðugi fær aldrei nóg.

Píramídi góðs mataræðis

Píramídi mataræðis Íslendinga

Fæðupíramídi matvælastofnunar Bandaríkjanna

Byggt á hillumetrum fæðuflokkanna í Hagkaupum á Eiðistorgi

Mjólk, jógúrt, ostar

Fita, olíur, sætindi, kaffi, te Kjöt, fiskur, baunir, egg, hnetur

Mjólk, sykrað jógúrt, ostar, ís

Grænmeti og ávextir

Morgunkorn, brauð, kex, hrígrjón, pasta

Brauð, korn, hrígrjón, pasta

Sælgæti, gos, orkudrykkir, olíur, sykur, kaffi, te

Lagt er til að korn, hrísgrjón og pasta sé undirstaða mataræðis, grænmeti og ávextir komi þar næst og síðan mjólkurvörur, kjöt, fiskur og egg. Sætinda og fitu sé síðan neytt í algjöru lágmarki.

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

Grænmeti, ávextir, safar, sultur Kjöt, fiskur, unnar kjötvörur, tilbúnir réttir

Ef sætar mjólkurvörur, sætt morgunkorn og kex og aðrar sykraðar vörur hefðu verið flokkaðar með sætindunum í þessari mælingu væri píramídinn enn klikkaðri; líklega lítið annað en stór og langur grunnur sætinda með einhverjum boxum ofan á.

Á fáum árum hafa sætindin breiðst út um búðirnar og taka nú meira pláss en mjólkin, grænmetið, ávextirnir, kjötið og fiskurinn til samans. Ljósm./Hari

Þjóð fellur í nammiskál Íslendingar eru of feitir, þeir eru enn að fitna og það dylst engum sem kíkir í matarkörfurnar að þeir munu ekki mjókka í bráð. Sætindi og sykrað gos er þar mest áberandi. Matur

skyldari enskumælandi neyslusamfélögum en velferðarsamfélögum Skandinavíu.

Fimm nýfeitir á dag Þór Bergsson og Gunnar Smári Egilsson matur@frettatiminn.is

A

ð meðaltali borðar hver Íslendingur um 671 gramm af fersku grænmeti í viku hverri samkvæmt gögnum Lýðheilsustofnunar. Á sama tíma borðar meðalmaðurinn 364 grömm af sælgæti. Grænmetið er með öðrum orðum ekki veigameiri fæðuflokkur á Íslandi en svo, að hann er aðeins tæplega helmingi stærri en nammiflokkurinn. Og þegar grænmetið er borið saman við raunverulega undirstöðuflokka sést að það er innan við fjórðungur þess sem hver Íslendingur þambar af gosdrykkjum. Vikuskammtur meðalmannsins er rétt tæpir þrír lítrar af gosi – og skal þá engan undra að Íslendingar eru orðnir akfeitir.

Enskumælandi fita

Ofþyngd og offita breiðist eins og farsótt um veröldina. Samkvæmt efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, skipa Íslendingar sér í flokk með enskumælandi þjóðum þegar kemur að offitu. Feitustu þjóðirnar eru Bandaríkjamenn, Nýsjálendingar, Ástralar, Bretar, Kanadamenn og Írar auk Mexíkóa og Chilebúa. Og síðan koma Íslendingar. Norðurlandaþjóðirnar eru miklu mjórri. 20 prósent Íslendinga glíma við offitu en aðeins 10 prósent Norðmanna og Svía og 11 prósent Dana. Að þessu leyti erum við

Af könnunum sem Lýðheilsustofnun hefur safnað saman má sjá hvernig þessi faraldur hefur lagst á Íslendinga. 1990 má ætla að um 20 þúsund manns hafi glímt við offitu. 2007 voru þeir orðnir um 50 þúsund. Segja má að offeitum hafi fjölgað um 1.750 á hverju ári í þessi 17 ár. Svo til á hverjum degi bætast fimm nýir í hópinn. Til samanburðar þá fæðast ellefu eða tólf á dag. Þegar skoðaðar eru neyslubreytingar undanfarin ár stingur gosþambið í augun. Meðalmaðurinn drakk um 400 sentilítra á viku 1960, næstum einn og hálfan 1980 og rétt tæpa þrjá lítra á viku um aldamótin. Á sama tíma margfaldaðist sælgætisátið og notkun á sykri og sírópi í mjólkurvörur og annan iðnaðarmat varð svo útbreidd að fólk þarf nú að greiða hærra verð fyrir vöruna til að kaupa sykurinn burt. Góð leið til að meta neyslubrag Íslendinga er að stika hillumetra í stórmörkuðum. Þar keppa vörurnar um hilluplássið og vara sem ekki selst verður að víkja. Hillurnar eru því góður spegill á neysluna. Við stikuðum hillurnar í Hagkaupum á Eiðistorgi í vikunni og bárum saman við píramída góðs mataræðis, sem matvælastofnun Bandaríkjanna sendi frá sér 1995 og sjá má hér til hliðar. Þetta var síðasti píramídinn sem stofnunin birti óbrenglaðan áður en hagsmunasamtök matvælaiðnaðarins þvældu málið svo að vonlaust er að lesa nokkra leiðsögn úr nýrri píramídum.

Píramídi góðs mataræðis hefur korn, hrísgrjón og pasta sem grunn. Ofan á hann leggjast ríflegir skammtar grænmetis og ávaxta og síðan eru mjólkurvörur, kjöt, fiskur og egg notuð til að uppfylla þarfir fyrir önnur næringarefni. Sætindi, olíur, kaffi og te á síðan að nota í algjöru lágmarki.

Hillurnar ljúga ekki

Þessi píramídi góðs mataræðis er af allt annarri plánetu en Hagkaup á Eiðistorgi, sem sker sig í þessum efnum ekki úr öðrum matvöruverslunum landsins. Þar eru tæplega 40 prósent hillumetranna lögð undir sætindaflokkinn, sem ætti að vera aukaatriði. Sætindi, fita, kaffi og te eru með öðrum orðum grunnurinn í mataræði viðskiptavina – og vega þar sætindin langþyngst. Ofan á þennan grunn kemur kornið þar sem sykrað morgunkorn og kex er veigamest. Mjólkurvörurnar eru ekki stærri þáttur en bandaríska matvælastofnunin mælir með en örugglega sætari. Kjöt, fiskur, baunir, hnetur og egg taka tvöfalt meira pláss en í píramída góðs mataræðis og þar vega unnar kjötvörur og tilbúnir réttir þyngst. Efst í þessum píramída íslenskra neytenda eru grænmeti og ávextir sem veigaminnsti hluti fæðunnar. Við skulum því ekki blekkja okkur. Það er skýr og augljós ástæða fyrir því að þjóðin er orðin hættulega feit. Eins og þessi fæðupíramídi sýnir borðar þjóðin of mikið nammi og sætan mat og drekkur of mikið af gosi. Og það er augljóst að þjóðin á eftir að fitna enn meira. Fólk sem borðar eins og hillurnar vitna um er ekki að mjókka. Það er að fitna – og fitna hratt og mikið.



62

tíska

Helgin 1.-3. október 2010

Fegrunarráð Siennu Miller Stjörnurnar í Hollywood velja sér ekki alltaf vörur eftir verðlagi og margar eru vanafastar í sínum merkjum. Þær velja einungis það besta. Oft er gaman að kíkja í snyrtitöskuna hjá fræga fólkinu og sjá hvaða snyrtivörur þær eru að nota.

Fegrunarleyndarmálið afhjúpað Sienna notar steinefnapúður frá MAC fæst í MAC Kringlunni og Smáralind. Hún er andlit ilmvatnsins Orange frá Hugo Boss, sem fæst í snyrtivörudeild Hagkaupa og fríhöfninni. Hún notar naglalakk frá OPI, Nail Lacquer til að halda náttúrulegu og fallegu „lúkki“ fyr ir neglunar. Hún notar Lemon Body milk frá Body Shop, til að viðhalda góðum raka í húðinni. Fæst í verslunum Body Shop Kringlunni, Smáralind og Akureyri. Sienna Miller gefur förðunarráð! Settu bronzlitað sólarpúður undir kinnbeinin. Það ýkir útlínur og eykur dýpt í andlitinu.

Hún notar fallega rauðan varalit frá MAC til að hressa upp á náttúrulegt útlit sitt. Fæst í MAC Kringlunni og Smáralind, verð.

EGF húðdropar er nýjasta afurð íslenskra vísindamanna. Þeir eru endurnærandi og örvandi fyrir húðina. EGF er prótein sem örvar endurnýjun húðfrumna og hindrar áhrif öldrunar á náttúrulegan hátt með því að gefa húðinni aftur það sem tapast með aldri og árum. Með notkun á þessum undradropum verður húðin fallegri og áferðin verður jafnari. Rakamyndun eykst og vinnur þannig á þurrkublettum. Þessi frábæra vara er án lyktar- eða litarefna og hentar öllum húðgerðum og er ekki síður fyrir karlmenn sem og konur.

5

Ómissandi í fataskápinn

dagar dress

É

Kolbrún Pálsdóttir skrifar

Mánudagur Skór: Álnavöru-búðin Hveragerði Bolur: Topshop Jakki: River Island Taska: H&M Buxur: Aftur

Þriðjudagur Jakki: Vero Moda Hálsmen: Nostalgia Peysa: Gina Tricot Undirkjóll: Nostalgia Leggings: Aftur

Klæðir sig

eftir veðri

Erna Guðrún Fritzdóttir er tvítug dansmær á lokaárinu sínu í Kvennaskóla Reykjavíkur. Hún hefur brennandi áhuga á tísku og elskar að finna sér föt sem eiga vel við hennar stíl.

S

tíllinn minn er svona frekar kósí og þægilegur og ég klæði mig mest eftir veðri,” segir Erna og hlær. Hún segist ekki eiga sér neina sérstaka fyrirmynd sem hún líti upp til og helst séu það flott og ódýr föt sem hún leiti í. ,,Mest kaupi ég föt eftir íslenska hönnuði hérna heima en ég er líka dugleg að skreppa til útlanda og missa mig í fatakaupum þar,” bætir Erna Guðrún við. – kp Miðvikudagur Peysa: Aftur Sokkabuxur: H&M Skór: Message

Góðar ferðatöskur geta gert gæfumuninn!

Ljósmyndir/ Hari

Í takt við tímann

g ætla ekki að alhæfa neitt en ég gef mér það bessaleyfi og segja að nánast hvaða kona sem er, elskar að fjárfesta í skóm. Þetta er yfirleitt ekki ódýr fjárfesting en þessi kaup eru þau sem við sjáum líklega minnst eftir. Skótískan fer í hringi og bylgjurnar ganga mislengi yfir. Nú í ár eru það fylltu hælarnir sem eru gjörsamlega að berja sér leið um tískuheiminn og eru þeir algjörlega ómissandi í fataskápinn. Það er eitt skópar sem mér finnst hafa verið mest áberandi núna í haust. Jeffrey Campell. Þeir eru mega flottir, þæginlegir og passa nánast við allt. Campbell eru nýkomnir á Íslandsmarkað og ekki svo dýrir. Fylltu hælarnir eru svo sannarlega að koma í staðin fyrir klassísku pinnahælana. Meira jafnvægi og mun þæginlegri. Svona er tískan sem kemur og fer eftir hentisemi og það erum við sem reynum að fylgja henni eftir. Þetta hugtak, tíska, er orðið svo sveigjanlegt, fjölbreytt og vítt að allir finna eitthvað við sitt hæfi. Stíllinn einkennir okkur og er stór partur af því hver við erum og endurspeglast í persónleika okkar, býr til karakter og breytist í takt við tímann.

Skólavörðustíg 7 • www.th.is

Fimmtudagur Jakki: Gina Tricot Kjóll: H&M Korselett: Nostalgia Leggings: Gina Tricot Skór: Einvera

Föstudagur Peysa: Nostalgia Samfestingur: H&M Sokkabuxur: H&M Hálsmen: H&M Skór: River Island Taska: GS skór


PIPAR \ TBW BWA • SÍA • 102404

Grafarholti | Sími 588 6959 Hjallahrauni 15 | Sími: 555 0828 | www.tacobell.is

®


64

dægurmál

Helgin 1.-3. október 2010

Frostrósir: Lítil hugm ynd sem va r ð til f yr ir níu árum er or ðin fastur liður á a ðv entunni.

Eivør og Stebbi Hilmars með í Frostrósum Jólatónleikar Frostrósa eru fyrir löngu orðnir fastur liður í desember. Sem fyrr eru glæsilegar söngkonur í forgrunni en karlpeningurinn sem gengur til liðs við Frostrósirnar þetta árið er ekki heldur af verri endanum þar sem hinir ómþýðu Garðar Thór Cortes, Friðrik Ómar, Stefán Hilmarsson og Jóhann Friðgeir munu stíga á stokk með söngdívunum.

Þ

ess er gjarnan beðið með mikilli eftirvæntingu hvaða listamenn fylla flytjendahóp Frostrósa hvers árs og í vikunni var úrvalið tilkynnt. Söngkonur Frostrósa á jólatónleikunum í Reykjavík og á Akureyri í desember verða Eiv­ør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk. Í karlaliði Frostrósa eru þeir Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. “Það er alltaf mikill heiður fyrir mig að taka þátt í þessu vekefni og gaman að vera þátttakandi í þessum metnaðarfullu tónleikum,” segir Margrét Eir sem hefur verið með íslensku Frostrósunum frá upphafi. Hátíðartónleikar Frostrósa fæddust sem lítil hugdetta við eldhúsborðið í Furugrundinni, á heimili Samúels Kristjánsonar, en eru níu árum seinna orðnir fastur liður í aðventu jóla hjá tugþúsundum Íslendinga. Það hefur alltaf hefur verið mikið lagt í hátíðlega umgjörð tónleikanna og á þeim stærstu í Laugardalshöll standa um 200 manns, einsöngvarar, kórar og tónlistarfólk í einu á sviðinu. Á síðasta ári komu 22.000 manns á hátíðartónleika Frostrósa í Reykjavík, Akureyri og á landsbyggðinni. Á tónleikum Frostrósa í Laugar-

dalshöll þann 11. desember syngja karlakór Fóstbræðra og Íslenski gospelkórinn með einsöngvurunum og einnig Vox feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Tónleikarnir í Laugardalshöll verða þeir stærstu en á þeim verða yfir 200 manns á risasviði í hátíðlegri umgjörð sem á vart sinn líka í íslensku tónleikahaldi. Tónleikaröð Frostrósa lýkur síðan þann 17. desember í Hofi, nýja menn-

ingarhúsinu á Akureyri. “Ég hlakka mikið til að syngja í Hofi á Akureyri”, segir Margrét Eir. “Þetta er glæsilegt hús og hljómburðurinn mun gefa tónleikunum aukinn kraft og áhorfendum enn betri upplifun.” Tónleikastöðum hefur verið fjölgað um þrjá frá því í fyrra. Auk tónleika í Reykjavík og á Akureyri verða Frostrósartónleikar haldnir á Ísafirði, Húsavík, Egilsstöðum, Eskifirði, Selfossi og Akranesi, í Vestmannaeyjum,

Framlínusveit Frostrósa þetta árið. Tónleikarnir í Laugardalshöll í fyrra voru teknir upp í háskerpu og verða gefnir út í hljóði og mynd nú fyrir jólin.

Reykjanesbæ, Ólafsvík og Skagafirði. “Eitt af því sem hefur verið svo sérstakt við Frostrósirnir eru einmitt allir þessir tónleikar sem haldnir eru vítt og breitt á landsbyggðinni”, segir Karl O. Olgeirsson sem hefur verið tónlistarstjóri Frostrósa frá upphafi. Tónleikaröðin stendur frá 1. til l7. desember og sala aðgöngumiða hefst 20. október.

Afríka í Kópavogi Í dag, föstudaginn 1. október, verður haldin í Smáralind sýning sem markar upphafið að afrískri menningarhátíð. Cheíck Bangura frá Gíneu stendur á bak við þessa hátíð. „Við byrjuðum að hittast nokkrir félagar frá Gíneu heima hjá vini okkar, Alseny Sýlla, og út frá því fengum við þessa frábæru hugmynd, að það væri nú gaman að sýna Íslendingum okkar menningu,“ sagði Cheíck Bangura þegar Fréttatíminn náði tali af honum. „Í fyrra héldum við í fyrsta sinn

hátíð með mat og tónlist og áhuginn var svo mikill að við ákváðum að gera þetta aftur að ári liðnu og auk þess að vera með sýningu á afrískum fatnaði, skóm og hárgreiðslu.“ Sýningin stendur yfir milli klukkan 16 og 17 á föstudeginum og munu afrískar konur á svæðinu sjá um að greiða íslenskum kynsystrum sínum. Að sýningu lokinni tekur svo við afrísk veisla á Players í Kópavogi. Húsið verður opnað klukkan 20 og hefst veislan á því að borinn verður fram

því, í ljósi umræðna um kynþáttahatur á Íslandi, hvernig honum líki að búa hér, kveðst hann mjög ánægður. „Ég er ánægður á Íslandi og líður ágætlega vel, er bara alltaf að vinna, dansa og tromma, nóg að gera. Öllum vinum mínum frá líður einnig vel hérna,“ segir hann hress í bragði.

matur frá sjö mismunandi löndum í Afríku. Klukkan 22.00 brestur svo á tónlistarveisla eins og þær gerast bestar. Fram koma Tropicalia-sveit Kristínar Bergsdóttur, Samúel Jón Samúelsson BIG BAND, Afró-Kúba, Hjálmar, Brynja Pétursdóttir og Afrika-Lole. Skífuþeytari mun svo sjá um að spila afríska tónlist fram eftir nóttu. Miðaverð er 3.000 krónur með afrískri matarveislu en 2.000 krónur á tónleika og ball. Þegar Cheíck er spurður að

Cheíck Bangura Unir hag sínum vel á Íslandi þar sem hann syngur, trommar og dansar og hefur alltaf nóg að gera.

AFL og krAFtur

SportSman xp ®

850 EFI/550 EFI

útivera

Komdu við hjá oKKur og Kynntu þér úrvalið. traust og örugg þjónusta.

Kletthálsi 15 110 Reykjavík Sími 577 1717


Helgin 1.-3. október 2010

K v ik m ynda h átíð f yr ir bör nin lík a

plötuhorn

Spólandi hress löggubíll

Dr. Gunna

Frábært barnapönk Pollapönk Meira pollapönk 85% Þessi plata gekk endalaust í bílnum enda voru krakkarnir mínir með hana á heilanum í allt sumar. Þetta er meiriháttar plata hjá Halla og Heiðari úr Botnleðju og aðstoðarkokkunum Guðna Finns og Adda trommara. Hér eru sprellfjörug barnapönklög borin á borð, sjúklega melódísk og æsandi skemmtileg. Textarnir fínir og krakkalegir. Einfaldlega frábær barnaplata sem svínvirkar á grislingana.

Ruglpopp í krumpugalla Hairdoctor Wish you were hair 65% Brak-armur Kima-útgáfunnar sinnir „minni“ og „skrítnari“ plötum og er frábært innlegg í flóruna. Hairdoctor er gæluverkefni klipparans Jóns Atla og Árna +1. Þeir voru síðast á ferðinni árið 2005 með ágæta plötu. Þessi býður upp á ágætis ruglpopp, oft í krumpugalla, sjö lög á 25 mínútum. Langbest eru „Dagur eitt“ sem Lóa, félagi Árna í FM Belfast, syngur.

„Fólk fattar hreinlega ekki hvað hún hefur gert. Hún hefur búið til fyrirtæki úr sjálfri sér. Geri aðrir betur.”  Daníel Oliver um konuna sem gæti afhommað hann

66

Reykjavik International Film Festival eða Riff vill benda börnum og foreldrum á skemmtilegar myndir fyrir yngstu kynslóðina. „Okkur finnst mjög mikilvægt að sinna þessum yngsta áhorfendahópi, enda eitt af helstu hlutverkum kvikmyndahátíðar að efla kvikmyndamenningu á Íslandi, og hvar er betra að byrja á því en hjá börnunum?“ segir Jóhann Bjarni Kolbeinsson, kynningarfulltrúi Riff. Sýning verður á myndinni Uppi á háalofti: Hver á afmæli í dag? laugardaginn 2. október í Norræna húsinu klukkan 14.00. Þetta er töfrandi tékknesk hreyfimynd um samfélag leikfanga og úreltra hluta sem búa á háalofti og lúta þar sínum eigin lögmálum; aldrei er dauð stund og nóg um að vera. Sunnudaginn 3. október er svo sýning á myndinni lögreglubílinn Ploddy en hann er spólandi hress og skemmtilegur meðlimur lögreglunnar í Bodö í Noregi. Hún verður sýnd í Bíó Paradís á Hverfisgötu klukkan 14.

dægurmál 65 Ploddy hinn norski.


66

dægurmál

Helgin 1.-3. október 2010

Fjölh æfur Jónsson Er með m a rga bolta á lofti

Jón Ragnar Jónsson er skærasta stjarnan í íslensku tónlistarlífi um þessar mundir. Það sem margir vita þó ekki um þennan unga mann er að hann er menntaður hagfræðingur frá Boston University, lauk þar námi á skólastyrk, spilandi fótbolta og hefur haldið þó nokkra tónleika þar vestanhafs.

Jón Ragnar Jónsson sendir frá sér nýtt lag í dag sem hann samdi með Kristjáni Sturlu Bjarnasyni píanóleikara. Ljósm./Hari

Rísandi stjarna Þ

egar Jón er spurður út í það hvort hann ætli að hasla sér völl í Ameríku vill hann gera sem minnst úr því. „Ég var auðvitað í námi þarna í Bandaríkjunum og þetta er kannski bara ein leið fyrir mig til að hitta vini mína þarna úti. Þeir hafa verið duglegir að koma upp giggum fyrir mig þannig ég hef getað farið út að spila. Eins og staðan er í dag virðist þetta ætla að ganga vel hér á Íslandi og látum það bara duga í bili. Það er samt þannig að landið er lítið og það verður að velja og hafna hvar maður vill vera hverju sinni. Ef maður er alls staðar fær fólk fljótt leið á manni og það er ekki gott.“ Í gegnum vin sinn komst Jón í kynni við konu í New York sem rekur almannatengslafyrirtæki og hélt nokkra tónleika þar ytra síðastliðið haust. „Þessi kona er ágætlega tengd í þessum bransa og kom upp nokkrum tónleikum sem heppnuðust vel hjá okkur. Það er óneitanlega skemmtileg lífreynsla að koma fram í New York.“ Hvernig er síðan hjúskaparstaðan hjá þessum unga manni, er hann á lausu eða frátekinn? „Ég er frátekinn og á alveg yndislega kærustu. Við höfum verið saman frá því að við vorum 16 og

Auður Eva Auðunsdóttir audur@frettatiminn.is

17 ára og ýmislegt hefur reynt á okkar samband. Það stóð til dæmis af sér fjarbúð í þrjú ár á meðan ég var erlendis í námi þannig að það heldur eflaust allt,“ segir Jón og fer nett hjá sér en er alveg viss um hvar hjarta hans á heima. Nýtt lag frá Jóni fer í spilun í dag, föstudag. Það heitir „When you´re around“ eða „Þegar þú ert nálægt“! „Þetta er svona „main stream“ metnaðarfullt popplag eins og við höfum verið að gera, ég og Kristján Sturla Bjarnason sem spilar undir á píanó.“ Spurður hvort plata sé í vændum svarar Jón að þeir félagar hafi vissulega rætt þann möguleika. „Við eigum nóg af lögum og það hefur gengið mjög vel hjá okkur að undanförnu, en við teljum það of mikið stress að ætla að henda í plötu fyrir jólin. Við stefnum því að útgáfu á plötu með vorinu.“

Skráðu þig sem aðdáanda Lottó á facebook.com/lotto.is

MILLJÓNIR

GRÍPTU GÆSINA

F í t o n / S Í A

4 X 0 2 1 0 2 0 1 0

Fjórfaldur Lottópottur stefnir í 24 milljónir. Leyfðu þér smá Lottó!

02 /10 20

„Ef einhver gæti afhommað mig þá væri það Ásdís Rán“

M

O.IS W.LOTT 10 | W W

ér finnst hún alveg sjúklega falleg,“ segir söngvarinn samkynhneigði, Daníel Óliver, um dálæti sitt á þokkadísinni Ásdísi Rán. Daníel Óliver setti færslu á Facebook-síðu Ásdísar þar sem hann bað hana að hætta að setja inn myndir af sér sem fengju hann til að langa til að hætta að vera hommi. „Ef einhver gæti afhommað mig þá væri það hún,“ segir Daníel Óliver og hlær.

„Hún er falleg og sterkur karakter. Svona kona sem kemur sér áfram sjálf. Ég ber mikla virðingu fyrir henni ,“ segir Daníel Óliver. Hann skilur ekki þá gagnrýni sem Ásdís Rán hefur fengið á sig. „Fólk fattar hreinlega ekki hvað hún hefur gert. Hún hefur búið til fyrirtæki úr sjálfri sér. Geri aðrir betur.“ Hann er þó ekki á leiðinni yfir í hitt liðið eins og það er orðað. „Nei, ekki enn sem komið er.“ -óhþ


AMERICAN STYLE & COCA-COLA KYNNA MEÐ STOLTI

6

DAGAR FRU Í

.is dyholly

MSÝN

d www.bu

INGU!

BUDDY HOLLY SÖNGLEIKURINN SLÆR Í GEGN! Lau. 02/10 kl. 19:00 - Forsýning 1

Lau. 9/10 kl. 20:00 - 3. sýning

Fös. 29/10 kl. 20:00 - 9. sýning

UPPSELT

UPPSELT

Fá sæti

Sun 3/10 kl. 19:00 - Forsýning 2

Sun. 10/10 kl. 20:00 - 4. sýning

Lau. 30/10 kl. 20:00 - 10. sýning

UPPSELT

UPPSELT

Fá sæti

Þri. 5/10 kl. 20:00 - Forsýning 3

Fös. 15/10 kl. 20:00 - 5. sýning

Lau. 6/11 kl. 20:00 - 11. sýning

UPPSELT

Örfá sæti

Ný sýning

Mið. 6/10 kl. 20:00 - Forsýning 4

Lau. 16/10 kl. 20:00 - 6. sýning

Lau. 13/11 kl. 20:00 - 12. sýning

UPPSELT

Örfá sæti

Ný sýning

Fim. 7/10 kl. 20:00 - Frumsýning

Fös. 22/10 kl. 20:00 - 7. sýning

Lau. 20/11 kl. 20:00 - 13. sýning

UPPSELT

Örfá sæti

Ný sýning

Fös. 8/10 kl. 20:00 - 2. sýning

Lau. 23/10 kl. 20:00 - 8. sýning

Lau. 27/11 kl. 20:00 - 14. sýning

UPPSELT

Örfá sæti

Ný sýning

MIÐASALA Á MIÐI.IS

Buddy Holly slagsíða á Stöð 2 alla helgina.

Prófaðu matseðilinn á American Style.

Tó li ti ú Tónlistin úr sýningunni ý i i fáanleg á Tónlist.is.

NÆG BÍLASTÆÐI Í STJÖRNUPORTI

Diskurinn skuri er væntanlegur í verslanir.

Fylgstu með söngleiknum verða til á Pressan.is.


68

dægurmál

Helgin 1.-3. október 2010

Fanney fegurðardís á ferð og Fanney Ingvarsdóttir, 19 ára fegurðardís úr Garðabæ, var krýnd Ungfrú Ísland í vor. Leið hennar liggur nú í keppni um fegurstu konu heims, Miss World, sem haldin verður í sextugasta sinn í borginni Sanya á Hainan-eyju í Suður-Kína. Undirbúningurinn fyrir keppnina mun standa yfir í heilan mánuð.

É

Sjón var p Best a ð ger a ba r na efni

Gramsað í geymslu

K

ristín Eva Þórhallsdóttir og Brynhildur Björnsdóttir, sem sjá um barnaútvarpsþáttinn Leynifélagið á rás eitt birtast árrisulum í Morgunstund barnanna í Sjónvarpinu í fyrramálið. „Þetta eru leikin atriði milli teiknimynda og við erum tvær konur sem taka til í geymslu,“ segja þær hlæjandi. „Við kunnum ekkert að taka til en lendum í ýmsum ævintýrum.“ Þær sjá fram á skemmtilegan vetur þar sem Morgunstund barnanna verður á laugardagsmorgunum og Leynifélagið áí útvarpinu alla virka daga nema fimmtudaga. „Það er gaman hjá okkur í vinnunni,“ segja þær stöllur og lofa skemmtilegum laugardagsmorgnum fyrir fjölskyldufólk í vetur.

g er mjög spennt fyrir keppninni og ekkert stress komið í mig ennþá,” segir Fanney Ingvarsdóttir, fegurðardrottning Íslands. Hún telur þó að stressið komi líklega þegar nær dregur keppni. “Ég kvíði mest fyrir þeim langa tíma sem það tekur að ferðast til Kína,” segir þessi fallega stelpa og brosir, en ferðalagið hófst í gær, 30. september. Fanney var beðin um að taka þátt í keppninni Ungfrú Reykjavík í fyrravetur. Henni fannst það vera áskorun og ákvað að slá til. Eftir þá keppni var hún efins um hvort hún ætti að halda áfram en lét slag standa og varð Ungfrú Ísland. Gerir þetta fyrir sjálfa sig Fanney hefur stundað líkamsrækt í World Class síðustu misseri til að halda sér í formi, samhliða góðu mataræði. “Ég geri þetta fyrir sjálfa mig og læt engan þrýsta á mig eða segja mér hvernig ég eigi að gera hlutina,” segir Fanney ákveðin. Fanney er með flottan,

töffaralegan fatastíl og segist hafa nokkuð gott vit á tísku. “Ég þarf eiginlega að leggja öll mín föt til hliðar fyrir keppnina því mikil áhersla er lögð á að þær sem þátt taka í keppninni séu kvenlegar, penar og mjög vel til hafðar og stíllinn er því svolítið frábrugðinn mínum stíl,” segir Fanney brosandi og bætir við: „Verslanirnar Gyllti kötturinn og Vero Moda hafa verið duglegar að styrkja mig með litlum sumarlegum kjóum, og svo hafa Silja Allansdóttir, famkvæmdastýra

fegurðarsamkeppni Vesturlands, og fegurðardrottningin Magdalena Dubik meðal annars lánað mér kjóla sem munu koma að mjög góðum notum þarna úti,” segir þessi brosmilda fegurðardrottning. Síðast var það árið 2005 sem Ísland hreppti titilinn Miss World, þegar Unnur Birna Villhjálmsdóttir hreppti titilinn. Er ekki aftur kominn tími á Ísland?

Dísa ljósá lfur á sv ið í Austur bæ

Á leðurbuxum í fjölskyldusöngleik

Þ

etta er kannski ekki í fyrsta sinn sem ég tek sporið, en þetta er nýtt fyrir mér og ég er að komast í svakalegt form með þessum dönsum,” segir Steinn Ármann Magnússon leikari þegar hann er búinn að ná

andanum eftir síðasta snúninginn í einni æfingalotunni með mótleikkonu sinni, Álfrúnu Örnólfsdóttur. Þau stallsystkin eru að æfa dansa undir styrkri stjórn Helenu Jónsdóttur fyrir söngleikinn um Dísu ljósálf sem verður frumsýndur í Austurbæ 23. október.


dægurmál 69

Helgin 1.-3. október 2010

flugi

Klámsprengja hangir yfir Tiger

plötuhorn

Dr. Gunna

E Háklassa popprokk

Sing for me Sandra Apollo’s Parade 70%

Kvintettinn Sing For Me Sandra hefur verið starfandi síðan árið 2006. Nokkur lög hafa heyrst og vakið athygli á bandinu, en þetta er fyrsta platan. Þetta er háklassa popprokk, músík sem smellpassar á hillu mitt á milli Togga og Diktu. Bandið er feikna vel spilandi og lögin grípa stíft við ítrekaðar hlustanir. Bandið þarf þó að finna sinn eigin hljóm. Það kemur.

Vandræðin halda áfram að hlaðast upp í kringum Tiger Woods.

nn virðist ekki sjá fyrir endann á kynlífs- og kvennamálaklandri golfarans Tiger Woods þar sem nú hefur bandaríska klámstjarnan Devon James stigið fram og sagst eiga „eldfimt“ myndband með hvílubrögðum hennar og Woods. Hún segir hið myndbandið vera 62 mínútna langt og þar af fari 37 mínútur í kynlíf hennar og golfkappans. Devon, sem er 29 ára gömul og heldur því fram að Tiger sé faðir níu ára sonar hennar, segir að myndbandið hafi verið tekið upp árið 2008 og „verði alger sprengja“. Hún er sögð vera að reyna að selja klámmyndaframleiðanda í Los Angeles myndbandið en talsmaður Vivid-klámframleiðandans segist ekki geta tjáð sig um málið að svo stöddu af lagalegum ástæðum. -þþ

Ungfrú Ísland er mjög spennt fyrir Miss World en gerir ráð fyrir að stressið fari að gera vart við sig þegar nær dregur keppni. Mynd/66 Hari

“Við hitum alltaf upp með svona frumbyggjadönsum,” segir Álfrún og tekur nokkur spor til útskýringar. Söngleikurinn er glænýr, eftir Pál Baldvin Baldvinsson sem jafnframt leikstýrir fjörinu. Efnið sækir hann í söguna um Dísu ljósálf sem hefur heillað íslenska lesendur kynslóð eftir kynslóð. Ævintýrið um Dísu hefur komið út í þúsundum eintaka, verið í sjónvarpi og á snældum en er nú fyrst að rata á svið. Tónlistin er líka öll ný. Það er meistari Gunnar Þórðarson sem sér um lagasmíðarnar. Diskur með lögunum úr sýningunni kemur út 15. október og líka er von á endurprentun á bókinni með sögunni, en hún hefur verið uppseld um árabil. Sjö leikarar fara með tólf hlutverk í söngleiknum og að auki koma fram sjö dansarar sem músabörn, froskar, skuggaverur og vatnadísir. Álfrún og Steinn segja að sýningin sé fyrir alla fjölskylduna; börnin, mömmur, pabba, afa og ömmur. Og Steinn hlakkar augsýnilega mikið til frumsýningardagsins. ,,Ég verð í svona leðurbuxum, eins og Ross klæddist í Friends. Þær eru alveg níðþröngar,” segir hann og hlær. Það er María Ólafsdóttir sem sér um búninga, en auk Álfrúnar og Steins koma fram í sýningunni þau María Þórðardóttir, Kári Viðarsson, Þórir Sæmundsson, Sólveig Arnarsdóttir og Esther Maria Casey ásamt dönsurum og hljómsveit. -kp

HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA • Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið. • Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar – allt árið um kring. • Kynntu þér eiginleika Decubal og kveddu þurra húð. ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI


70

aftasta

Helgin 1.-3. október 2010

Peugot iOn Busanist ut et iunt hillis ari doloriaectam nonseni mendion remque sam, sincia con rerrori. FT/

Ingó æsir ömmurnar

Teitur Jónasson

„Ég á aðdáendur á öllum aldri og þá eru ömmur ekki undanskildar. Hingað til hafa þær auðvitað kannski mest kynnst mér sem tónlistarmanni í gegnum barnabörnin sín en nú geta þær séð mig og heyrt í gegnum tónlist sem þær þekkja,“ segir Ingólfur Þórarinsson, Ingó Veðurguð, sem stígur á stokk eftir slétta viku sem sjálfur Buddy Holly í Austurbæ. „Auðvitað verður gaman ef gamlir aðdáendur, sem upplifðu Buddy Holly sjálfan, koma á sýninguna. Þeir eiga ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum,“ segir Ingó og hlær. Hann segist ekki trúa öðru en að kynslóðin sem hélt upp á Buddy Holly og tjúttaði við slagarana hans, mæti á sýninguna. „Ef það verður sett upp Eminem-sýning hér þegar ég verð orðinn sjötugur þá mæti ég pottþétt. Þetta er -óhþ svona svipað fyrir fólkið sem ólst upp með Buddy Holly.

Tobba M a r inós í m annasiðasa mk eppni við Gillz f yr ir jólin

Ekki hefur mikið heyrst af listrænum stjórnendum Chess en þó hefur kvisast að samverkakonur Páls Baldvins Baldvinssonar í væntanlegri sviðsetningu hans á söngleik þeirra Gunnars Þórðarsonar, Dísu ljósálfi, þær Helena Jónsdóttir og María Ólafsdóttir, hafi verið munstraðar á skútuna, Helena í hreyfingar og dansa en María í búninga. Ein af þeim ævisögum sem munu væntanlega vekja mikla athygli í jólabókaflóðinu er ævisaga stórsöngvarans Kristjáns Jóhannssonar sem Þórunn Sigurðardóttir ritar. Í bókinni gerir Kristján upp árin í hinum harða heimi óperunnar og dregur ekkert undan.

í vikunni

Útrásarvíkingum þakkað

Pistlahöfundurinn Lára Björg Björnsdóttir fagnaði því á fimmtudaginn að bókin Takk útrásarvíkingar, sem hún lagði nýlega lokahönd á, fór í prentun. Í bókinni fjallar hún um daglegt líf sitt á líflegan og stundum gráglettinn hátt en henni tekst einkar vel að rekja ýmsar hremmingar sínar beint til útrásarvíkinganna og hrunsins. Lára er einnig nýbyrjuð að skrifa pistla við góðar undirtektir á Pressan.is enda í slíku stuði eftir ritstörf sumarsins að hún sá ekki ástæðu til að hætta leik þá hæst hann stendur. Hinn nýbrottrekni ritstjóri Séð og heyrt, Eiríkur Jónsson, byrjaði fyrsta daginn sinn í atvinnuleysinu á því að opna Facebook-síðu og hlýtur að teljast með þeim allra síðustu sem telja sig vera með á nótunum til þess að hasla sér völl á þessum vinsæla samskiptavef. Eiríkur fór fjallbrattur af stað og miðað við spá hans mun hann draga að sér fjölmarga vini: „Byrjaði á facebook fyrir fjórum mínútum og á þegar fjóra vini – það þýðir sextíu vini á klukkustund.“

Ljósmynd/ Hari

Síðastur á Facebook?

Á hærri hælum og með stærri brjóst Þ

Viltu vita hvers virði eignin þín er í dag? Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga.

að hefur lengi vantað bók með ráðleggingum fyrir konur og því ákvað ég að skrifa þessa,“ segir rithöfundurinn Tobba Marinós um nýja bók sína, Dömusiði, sem kemur út fyrir jólin. Bókin er troðfull af nytsamlegum ráðleggingum eins og titillinn gefur til kynna. „Þetta er allt frá því hvernig þú nærð fitublettum úr kjól til þess hvernig þú átt að haga þér á Facebook. Þetta er jungle out there,“ segir Tobba. Egill Einarsson, betur þekktur

sem Gillz, hefur skrifað hverja mannasiðabókina af annarri fyrir karlmenn og Tobba segir að hún rói á sömu mið. „Það er fyndið að þú skulir minnast á Egil. Hann á auðvitað ekki séns í mig. Ég er á hærri hælum og með stærri brjóst.Ég hef líka gefið út metsölubók (innskot blm. Makalaus sem kom út í sumar) en guð má vita hvað hann hefur selt mikið af sínum. Bókin mín verður komin út um miðjan nóvember, pottþétt langt á undan hans, enda

Tobba gefur ráð

Hringdu núna

699 5008

Hannes Steindórsson Sölufulltrúi hannes@remax.is Sími: 699 5008

Þórarinn Jónsson hdl. lögg. Fasteignasali

GJAFIR: Hvort sem karlmenn eru farnir að íhuga jólagjafir, afmæli er á döfinni eða þeir vilja hreinlega gleðja elskuna sína bendi ég þeim á bestu vinkonuna – hún er vannýtt auðlind. Það á alltaf að hafa samband við bestu vinkonu ef maður er í vafa. Hún veit nákvæmlega hvað konuna þína langar í eða vantar. Þannig fékk ég uppáhalds ilmvatnið mitt um daginn en ekki eitthvert hland í fallegri flösku. Það er ástæða fyrir því að besta vinkonan kallast besta vinkonan!

situr hann bara heima í móki af próteinprumpinu sínu. Ég myndi halda fyrir nefið í þínum sporum ef þú hringir í hann,“ segir Tobba og hlær. Og þótt Tobba beri ekki virðingu fyrir Gillz segir hún að hann beri ómælda virðingu fyrir henni. „Hann gaf mér mesta hrós sem hann hefur gefið konu þegar hann gekk upp að mér um daginn og sagði: Tobba! Þú ert Gillz með brjóst. Ég og þú erum alveg eins,“ segir Tobba.


HEIMABÍÓ

GRÆNA LJÓSSINS

Nýtt!

ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK

2010

„Meiriháttar!“ - Eye For Film

„Ísköld og ögrandi!“ - Twitch

„Hugrökk og frumleg!“ - The Village Voice

MYND EFTIR MICHAEL

NOER & TOBIAS LINDHOLM

NORDISK FILM PRESENTS ”R” A NOER & LINDHOLM FILM PILOU ASBÆK DULFI AL-JABOURI ROLAND MØLLER KIM VINTHER OMAR SHARGAWI JACOB GREDSTED SUNE NØRGAARD DIRECTOR OF PHOTOGRAPHY MAGNUS NORDENHOF JØNCK, DFF EDITOR ADAM NIELSEN SOUND DESIGN MORTEN GREEN PRODUCTION MANAGER MAJ-BRITT PAULMANN DALSGAARD EXECUTIVE PRODUCER KIM MAGNUSSON PRODUCERS TOMAS RADOOR RENÉ EZRA SCRIPT CONSULTANT ROLAND MØLLER WRITTEN AND DIRECTED BY TOBIAS LINDHOLM & MICHAEL NOER PRODUCED WITH SUPPORT FROM THE DANISH FILM INSTITUTE - NEW DANISH SCREEN © Nordisk Film Production A/S 2010

Artwork: Starfighters

Frumsýnd 4. október í Háskólabíói og á VOD leigum Símans og Vodafone eftir sigurgöngu á RIFF 2010. Nánar á www.facebook.com/graenaljosid.


HELGAR BLAÐ

Hrósið ... fær Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, sem stýrði sínum mönnum til fyrsta Íslandsmeistaratitils félagsins í skugga fráfalls bróður síns Hrafnkels sem lést í fyrravetur í bílslysi.

FYRIRTÆKI

Orð dagsins úr Biblíunni, kver með tilvitnunum úr Biblíunni völdum af Ólafi Skúlasyni biskup, selst nú eins og heitar lummur á rýmingarsölu bókaútgefenda í Borgartúni. Bókin var nánast uppseld á fimmtudag og á starfsfólki þar mátti heyra að vinsældir bókarinnar hefðu komið verulega á óvart. Nokkuð er um að fólk kaupi bókina í gríni, sem þykir skýra vinsældirnar að nokkru leyti, en bókin þykir einnig á mjög góðu verði og kostar ekki nema litlar 490 krónur. Hörpuútgáfan gaf bókina út árið 1995 og í inngangsorðum segir Ólafur heitinn að verði bókin til að laða fólk til lestrar á „Bók bókanna“ sé tilgangi útgáfunnar náð.

15,5 K MíNúT R aN óháð k

erfi

SKIPTU NUM IK RE NING s og ki milli fyrirtæ ns starfsman

ENNEMM / SÍA / NM4 3 8 0 6

Ólafur biskup vinsæll

Sveigjanleg GSM áskrift með eitt mínútuverð óháð kerfi

*Upphafsgjald 6,50 kr.

Vinsældir Orða dagsins úr Biblíunni eftir Ólaf Skúlason virðast sanna að illt umtal er betra en ekkert.

GSM Samband fyrir fyrirtæki Reynir tók slaginn við Svein Andra á Facebook. Ljósmynd/ DV

Reynir hjólar í Svein Andra Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson og Reynir Traustason, ritstjóri DV, tóku hressilega snerru á Facebook-síðu þess fyrrnefnda í gær. Tilefnið var leiðari Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur í DV þar sem Sveinn Andri kom nokkuð við sögu. Eftir að Sveinn Andri lét í það skína að Ingibjörg tæki því persónulega að hann hefði fengið hana dæmda fyrir meiðyrði, kom Reynir henni til varnar og sagði Svein vera „endaþarm íslenskrar lögmennsku“. Sveini fannst Reynir vera fullbitur en vildi ekki útiloka að hann gæti einn daginn orðið alvöru blaðamaður. Reynir skaut á móti og sagði Svein vera „ræfil“ sem væri í mesta lagi „kvensterkur“ og mannorðslaus. Lögmaðurinn svaraði þá að mannorð væri „bara eitthvað“ sem Reynir þekkti af afspurn og „líklega ekki viss um hvað það þýðir“. -þþ

GSM Samband er sveigjanleg áskriftarlei› sem sameinar hagsmuni fyrirtækja og starfsfólks. Fyrirtæki› kaupir Grunnáskrift á 499 kr. á mánu›i* og bætir sí›an vi› mismunandi pökkum, allt eftir flörfum hvers og eins, sem anna›hvort fyrirtæki› e›a starfsmenn grei›a fyrir. Lægra mínútuver› og sveigjanlegar áskriftarlei›ir geta lækka› símakostna› fyrirtækisins og starfsfólks.

Það er 800 4000 • siminn.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.