Ferðaáætlun 2018

Page 1

2018 FERÐAÁÆTLUN


Ferðafélag Akureyrar var stofnað 1936. Félagið er sjálfstæð deild innan Ferðafélags Íslands, sem þýðir að félagsmenn njóta allra sömu réttinda og félagar í F.Í. Ferðafélag Akureyrar býður upp á góða landkynningu og skemmtilegan félagsskap. Ferðir félagsins eru fjölbreyttar, lengri og styttri gönguferðir, jeppaferðir, sjóferðir, fjölskyldu- og skemmtiferðir, náttúruskoðunarferðir og fleira. Allir geta fundið ferðir við sitt hæfi. Félagið á og rekur sjö skála í óbyggðum á Norðulandi. Gæsla er í stærstu skálunum yfir sumarmánuðina. Nauðsynlegt er að panta gistingu með góðum fyrirvara. Skrifstofa félagsins er opin í maí, júní, júlí og ágúst milli kl. 15 og 17 virka daga. 1. sept.-30. apríl er skrifstofan opin virka daga kl. 11-13. Auk þess opið milli kl. 17 og 18 á föstudögum þegar ferðir eru á dagskrá um komandi helgi. Á heimasíðu félagsins er að finna upplýsingar um félagið, skála þess og ferðaáætlun. Allir eru velkomnir í ferðir félagsins. Félagsmenn fá afslátt af fargjöldum og af gistigjöldum í skálum allra félagsdeilda F.Í. Þessara réttinda nýtur fjölskyldan öll þótt aðeins einn sé skráður félagi. Nauðsynlegt er að panta tímanlega í lengri ferðir Í sumarleyfisferðir þarf að greiða staðfestingargjald kr. 8.000 við bókun. Ef ferð er afpöntuð innan viku frá bókun og meira en 2 vikum fyrir brottför, er hún endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. Ef 7-14 dagar eru til brottfarar fæst helmingur fargjalds endurgreitt, en eftir það er ekki um endurgreiðslu að ræða. Ferðafélagið áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur. Félagið tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur því fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu fyrir ferðir. 2


Flokkun ferða eftir erfiðleikastigi er einungis viðmiðun. Einstakar ferðir geta fallið undir fleiri en einn flokk. Ytri aðstæðr geta breytt þvi hversu erfið ferðin verður. Léttar og stuttar ferðir: Léttar og stuttar dagleiðir. Mest gengið á sléttlendi. Engar eða litlar ár. Flestum fært. Miðlungs erfiðar ferðir: Miðlungslangar dagleiðir. Oft í hæðóttu landi. Engar eða auðveldar ár. Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun. Erfiðar ferðir: Nokkuð langar dagleiðir. Oftast gist í húsum en getur þurft að bera tjöld. Gengið í fjalllendi. Getur þurft að vaða erfiðar ár. Þátttakendur þurfa að vera í góðri þjálfun. Mjög erfiðar ferðir: Erfiðar og langar dagleiðir. Gengið í fjalllendi með allt á bakinu. Má búast við erfiðum ám. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.

Ferðafélag Akureyrar Strandgötu 23 600 Akureyri Sími: 462 2720 Heimasíða: www.ffa.is Netfang: ffa@ffa.is Opnunartími skrifstofu 1. sept. - 30. apríl kl. 11-13 1. maí - 31. ágúst kl. 15 - 17 Föstudaga milli kl 17 - 18 - ef komandi helgi er ferðahelgi

3


SKÁLAR FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR DREKI VIÐ ÖSKJU Fjöldi:

55 manna

Þjónusta: Verð: GPS

4.500 / 8.400 staðsetning: 65°02.520 16°35.720

ÞORSTEINSSKÁLI HERÐUBREIÐARLINDIR Fjöldi: 25 manna Þjónusta: Verð:

4.500 / 7.400

GPS:

staðsetning 65°11.560 16°13.390

LAUGAFELL Fjöldi: 40 manna Þjónusta: Verð:

4.000 / 7.400

GPS:

staðsetning 65°01.630 18°19.950

DYNGJUFELL Í DYNGJUFJALLADAL Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.500 / 5.500

GPS:

staðsetning 65°07.480 16°55.280

4


BOTNI Í SUÐURÁRBOTNUM Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.500 / 5.500

GPS:

staðsetning 65°16.180 17°04.100

BRÆÐRAFELL Í ÓDÁÐAHRAUNI Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.500 / 5.500

GPS:

staðsetning 65°11.310 16°32.290

LAMBI Á GLERÁRDAL Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.500 / 5.500

GPS:

staðsetning 65°34.880 18°17.770

ÞJÓNUSTUMERKI Skálaverðir á sumrin

Vatnssalerni

Tjaldsvæði

Kamar

Gönguleiðir

Rennandi vatn

Eldunaraðstaða

Sturta

Neyðarsími

Sorpílát

Áætlunarbílar

Heit laug

5


6

Nafn Á Botnaleið á mynd

JANÚAR / FEBRÚAR


Janúar

Bakkar Eyjafjarðarár. Skíðaferð

13. janúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke Maria Steinke. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gangan hefst við bílastæðið við gamla Leiruveginn að austan. Létt og þægileg gönguleið fyrir alla sem ekki langar að fara í bröttu brekkurnar. Upplögð fjölskylduferð.

23. janúar. Ferðakynning

Febrúar

Þorraferð í Botna. Skíðaferð

10.-11. febrúar. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 11.500/7.500. Innifalið: Fararstjórn og gisting. Ekið að Svartárkoti, gengið þaðan á skíðum í Botna, skála FFA í Suðurárbotnum þar sem snæddur verður þjóðlegur þorramatur um kvöldið í friðsæld öræfanna. Haldið heimleiðis næsta dag. Vegalengd um 15 km hvora leið. Gönguhækkun lítil.

Skíðastaðir – Þelamörk. Skíðaferð

3. mars.- Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina. Síðan er þægilegt rennsli niður að Þelamerkurskóla. Farið þar í heita pottinn (ekki innifalið). Þetta er létt ferð við flestra hæfi. Vegalengd 10,5. Gönguhækkun 160 m.

7


8

Nafn รก mynd Lambi

MARS / APRร L


Mars Botnaleið. Skíðaferð

24. mars. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Farið er á einkabílum að golfvellinum á Ólafsfirði þar sem stigið er á skíðin. Gengið er fram Skeggjabrekkudal og upp í Sandskarð þaðan er víðsýnt um Ólafsfjörð. Áfram er farið um Héðinsfjarðarbotn á Ámárhyrnu þar sem horft er yfir Héðinsfjörð. Því næst haldið í Hólsskarð, niður Hólsdal og að golfvellinum á Siglufirði. Vegalengd 20 km. Gönguhækkun 600 m

Apríl Lambi. Skíðaferð

7. apríl. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke Maria Steinke. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Gangan hefst við bílastæðið við Súluveg. Gengið inn að Lamba, gönguskála félagsins inni á Glerárdal og farin sama leið til baka. Vegalengd 22 km. Gönguhækkun 440m.

9


10

Vaðlaheiði

APRÍL / MAÍ


Fljótsheiði. Skíðaferð

14. apríl. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið fram í Reykjadal og upp á Stafnsveginn. Þaðan gengið suðvestur að Herforingjavörðunni á Narfastaðafelli. Gengið vestur í Heiðarsel, Gafl við Seljadalsá, norður í Narfastaðasel og út í Skógarsel. Saga eyðibýlanna rakin. Endað við hringveg 1 við malarnámu austan í Fljótsheiði. Vegalengd 17 km. Gönguhækkun 120 m.

Maí Súlur. 1143 m. Gönguferð

1. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: Frítt. Árleg ferð FFA á bæjarfjall Akureyrar. Gengið er eftir merktri og nokkuð auðveldri gönguleið á fjallið. Af Súlum er afar fallegt útsýni. Göngubúnaður miðast við færi og aðstæður. Vegalengd 6,5 km hvor leið. Gönguhækkun 880 m.

Reistarárskarð – Flár. Skíðaferð

5. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke Maria Steinke. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ferðin hefst við Freyjulund við Reistará. Stigið á skíðin í skarðinu og sveigt upp á Flár, hábungu fjallsins. Gengið suður eftir fjallinu eins og aðstæður leyfa og til baka norður í skarðið. Vegalengd 20 km. Gönguhækkun 950 m.

11


12

Reistarárskarð

MAÍ / JÚNÍ


Fuglaskoðunarferð

12. maí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Árleg fuglaskoðunarferð FFA, fararstjórar velja þá staði sem vænlegastir eru til fuglaskoðunar á þessum tíma.

Mývatnssveit. Hjóla- og gönguferð

26. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóar: Stefán Sigurðsson og Ingimar Árnason. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Reykjahlíð í Mývatnssveit með hjól á kerrum. Hjólað verður rangsælis umhverfis vatnið. Í leiðinni verður gengið á Vindbelg og Hverfell. Ferðinni lýkur í Reykjahlíð. Vegalengd 42 km. Gönguhækkun: Hverfell 140 m, Vindbelgur 200 m.

Júní Fossdalur í Ólafsfirði

9. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Ytri-Á á Kleifum í Ólafsfirði og út í Fossdal. Tilvalin fjölskylduferð. Vegalengd ca. 10-12 km. Gönguhækkun ca. 100 m.

13


14

Kaldbakur Skagafirði

JÚNÍ


Hólafjall. 862 m.

16. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Leo Broens. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið á einkabílum að Þormóðsstöðum í Sölvadal. Þaðan er gengið upp hlíðina á hrygg Hólafjalls og fylgt gömlum akveg sem lagður var inn á hálendið. Komið er til baka að Þormóðsstöðum. Vegalengd 12 km. Gönguhækkun 590 m.

Gönguvika 1: 18.-22. júní. Krossanesborgir

18. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. I nnifalið: Fararstjórn.

Gásir

19. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. I Innifalið: Fararstjórn

Sumarsólstöður á Múlakollu. 970 m.

20. júní. Brottför kl. 20 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið upp á Múlakollu frá gamla Múlaveginum og upp dalinn norðan Brimnesár. Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun 930 m.

15


16

Glerárdalur

JÚNÍ


Kjarnaskógur

21. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn

Jónsmessuferð á Miðvíkurfjall. 560 m. 22. júní. Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Roar Kvam. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Gengið frá veginum við Hrossagil efst í Víkurskarði. Af fjallinu blasir Eyjafjörðurinn við og fjöllin vestan hans. Þægileg ganga við flestra hæfi. Vegalengd 2 km. Gönguhækkun 270 m. Dýjafjallshnjúkur. 1445 m.

23. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Grétar Grímsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Gengið frá bænum Dagverðartungu í Hörgársveit sunnan Fornhagagils. Síðan fram með Úlfá og Tungudalsá inn í Ytri-Tungudal að Dyngjuhnjúk. Þar er farið norður yfir Tungudalsá og stefnt upp á Dýjafjallshnjúk. Gengið sömu leið til baka. Vegalengd 10 km hvor leið. Gönguhækkun 1365 m. Aukabúnaður: broddar og vaðskór.

17


18

Hestur

JÚNÍ / JÚLÍ


Reykjaheiði. 850 m.

30. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Ekið að Reykjum í Ólafsfirði. Gengið þaðan yfir Reykjaheiði niður í Böggvisstaðadal og til Dalvíkur. Þetta var hluti af leið landspóstsins milli Akureyrar og Siglufjarðar. Vegalengd 15-16 km. Gönguhækkun 710 m.

Júlí Krepputunga. Gönguferð – tjaldferð

6.-7. júlí. Brottför kl. 16 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórar: Ingvar Teitsson og Frímann Guðmundsson. Verð: 6.000/4.000 Innifalið: Fararstjórn. Fólk sameinist í bíla og deilir kostnaði. Ekið um Möðrudal og síðan Kverkfjallaslóð inn í Arnardal og tjaldað. Þaðan ekið að Kreppubrú og bílum lagt. Þaðan gengið á söndum út í tunguna í átt að ármótunum, um Sönghofsdal og ummerki um gamla árfarvegi skoðuð. Áætluð göngulengd 18 km, 6 -7 tímar

Kerling – Sjö tinda ferð. 1538 m. 14. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA Strandgötu 23. Fararstjórar: Frímann Guðmundsson og Konráð Gunnarsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið á hæsta fjall í byggð á Íslandi, Kerlingu í Eyjafirði. Ekið að Finnastöðum og farið þaðan á fjallið. Gengið norður eftir tindunum Hverfanda (1320 m), Þríklökkum (1360 m), Bónda (1350 m), Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðri-Súlu (1213 m) og Ytri-Súlu (1144 m). Gengið niður í Glerárdalinn þar sem ferðin endar. Vegalengd um 20 km. Gönguhækkun 1440 m. 19


20

Hestur - Siglunesmúli

JÚNÍ


Á toppnum með FFA

Sumarleikurinn vinsæli Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar hefst í byrjun júní. Kynnist ykkar nánasta umhverfi og gerist þaular Eyjafjarðar. Glæsilegir vinningar í boði fyrir heppa þátttakendur. Sjá nánar á heimasíðunni ffa.is þegar nær dregur.

21


22

Tunguheiði

JÚLÍ


Meðfram Glerá

14. júlí. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingimar Eydal. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið meðfram Glerá frá Heimari-Hlífá til ósa. Frábær og áhugaverð gönguferð í okkar nánasta umhverfi þar sem skoða má sjaldséðar jurtir. Göngutími 4-5 klst.

Öskjuvegur

20.-24. júlí. Brottför kl. 17 með rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 85.900/70.000. Innifalið: Akstur, flutningur, gisting og fararstjórn. Skráningargjald kr. 8.000 greiðist við bókun. Lágmarksfjöldi: 10. Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað, ekið með farangur á milli skála. 1.d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðarlindum. 2.d. Gengið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju og ef til vill farið í sund í Víti. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka. 3.d. Ekið í Öskjuop, gengið yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli. 14 km. 4.d. Gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna. 20-22 km. 5.d. Gömlum jeppaslóða fylgt niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. 15-16 km. Ekið í Mývatnssveit um Engidal og Stöng. Farið í Jarðböðin í Mývatnssveit. Ekið til Akureyrar.

23


24

Hólmatungur

JÚLÍ


Lambi. Helgarferð

21.-22. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Valur Magnússon. Verð: 11.500/7.500. Innifalið: Fararstjórn og gisting. Gangan hefst við bílastæðið við Súluveg. Gengið inn að Lamba, gönguskála félagsins inni á Glerárdal og gist. Gengið að Tröllunum vestan megin ár og þaðan til baka niður Glerárdalinn. Vegalengd 22 km gönguhækkun 440m í Lamba.

Gönguvika 2: 23.-27. júlí Innbærinn – sagan

23. júlí. Brottför kl. 19 frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn

Vaðlareitur

24. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn

Fálkafell – Steinmenn

25. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn

25


26

Kaldbakur

JÚLÍ


Sölvadalur

26. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn

Um Eyrina

27. júlí. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn Bræðrafell – Askja 28.-31. Júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum (jeppum) frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð:31.400/19.500. Innifalið: Fararstjórn og gisting. Bílar þátttakenda verða ferjaðir af landvörðum frá Herðubreiðarlindum upp í Dreka. 1.d. Ekið í Herðubreiðarlindir og eftir kaffihressingu er gengið um fremur greiðfært hraun í Bræðrafell og gist þar, 18 km. 2.d. Gengið á Kollóttudyngju og Bræðrafellið skoðað. Gist í Bræðrafelli. 3.d. Gengið frá Bæðrafelli í Drekagil, 18 km. Gist í Dreka. 4.d. Gengið frá Dreka yfir Dyngjufjöll að Öskju. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka í Dreka þar sem bílarnir bíða. Ekið heim um kvöldið.

27


28

Héðinsfjörður

ÁGÚST


Ágúst Ólafsfjarðarskarð

11. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Gengið frá Þverá í Ólafsfirði, inn Kvíabekkjardal, upp í Ólafsfjaðarskarð sem er í 740 m hæð. Þaðan sést vel niður í Ólafsfjarðardal, Fljótin og Miklavatn. Gengið niður dalinn og endað við Brúnastaði. Áður fjölfarin póstleið milli Ólafsfjarðar og Fljóta. Vegalengd 15-16-km. Gönguhækkun 740m.

29


30

Útsýni af Stórahnjúki

ÁGÚST / SEPTEMBER


Kerling í Svarfaðardal

18. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Ekið er að Þverá í Skíðadal og gengið þaðan á fjallið. Af Kerlingu er mjög fallegt útsýni yfir fjöllin í Skíðadal og Svarfaðardal. Gengið um brún Melafjalls niður að Melum. Vegalengd 10 km. Gönguhækkun 1120 m. Aukabúnaður: Broddar.

Kaldbakur. 1173 m.

25. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið rétt út fyrir Grenivík. Þaðan er gengið upp á Kaldbak, þar sem útsýni er allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Vegalengd alls 15 km. Gönguhækkun 1.100 m.

September Nesnúpur við Siglufjörð

1. september. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Gengið frá Siglufirði út í Kálfsdal og þaðan upp á Siglunesmúla. Þægileg ganga út fjallið og fram á Nesnúp 595m. Sama leið gengin til baka. Skemmtilegt útsýni yfir Siglunes og Siglufjörð. Vegalengd 12 km hvor leið. Gönguhækkun 595 m.

31


32

Á Skessuhrygg

SEPTEMBER


Fljótsbakki - Fossselsskógur– Vað

8. september. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Ekið er að Fljótsbakka og gengið þaðan niður með Skjálfandafljóti og um Fossselsskóg í Vað. Vegalengd 12 km.

Jökulsárgljúfur – haustlitaferð

15. september. Brottför kl. 7 með rútu frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Örn Þór Emilsson. Verð: 11.500/10.500. Innifalið: Fararstjórn og akstur Farið er með rútu í Hólmatungur í Jökulsárgljúfrum. Síðan er gengið niður með gljúfrum Jökulsár á Fjöllum en hún hefur mótað það fjölbreytta landslag sem við göngum um í miklum jökulflóðum. Gengið er um Hólmatungur, Vesturdal, Hljóðakletta, farið um Kvíar og komið að Klöppunum þar sem sést yfir Ásbyrgi. Falleg haustlitaferð í stórbrotnu og smáfríðu landslagi sem varla á sinn líka hér á landi. Vegalengd um 23 km.

Mælifellshnjúkur í Skagafirði.

1147 m.

22. september. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Farastjóri: Roar Kvam. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn Farið í Skagafjörð að uppgöngunni í Mælifellsdal og gengið eftir merktri slóð á fjallið, þaðan sem útsýnið er stórfenglegt til allra átta. Vegalengd alls 6 km. Gönguhækkun 670 m.

33


34

Tröllafjall

OKTÓBER / NÓVEMBER


Október Stórihnjúkur á Hlíðarfjalli. 900 m.

6. október. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Vignir Víkingsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Skíðastöðum norður um Hrappstaðaskálar að hliði á girðingu. Þaðan er stefnt til vinstri upp hlíðina og um bratta melhjalla og komið á hrygginn norðan við hnjúkinn. Gengið vestan í hryggnum suður og upp á Stórahnjúk. Vegalengd 8 km. Gönguhækkun 440 m

Nóvember Hraunsvatn

3. nóvember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Örn Þór Emilsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Lýsing. Ekið er að bænum Hálsi og gengið þaðan upp að vatninu og umhverfið skoðað eftir aðstæðum. Til baka er gengið sömu leið niður að Hálsi. Vegalengd alls um 5 km. Gönguhækkun 270 m.

35


36

Bakkar Eyjafjarรฐarรกr

DESEMBER / JANร AR


Desember Draflastaðafjall. 734 m. Göngu- eða skíðaferð

8. desember. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson. Verð: 3.000/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að bílastæði efst á Víkurskarði og gengið þaðan upp á Draflastaðafjallið. Vegalengd alls 8 km. Gönguhækkun 400m.

Janúar

Nýársganga

1. janúar 2019. Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir út í óvissuna til að fagna nýju ári.

Skíðasport.is

37


38


39


„Sparnaður hættir aldrei að vera mikilvægur.“ Sparnaður er ómissandi þáttur í að hrinda draumum í framkvæmd. 360° ráðgjöf er þjónusta þar sem farið er yfir fjármálin þín frá öllum hliðum, stöðuna í dag og framtíðarmarkmið. Kynntu þér 360° ráðgjöf á landsbankinn.is/360.

40


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.