Ferðaáætlun FFA 2016

Page 1

2016 FERÐAÁÆTLUN


Ferðafélag Akureyrar var stofnað 1936. Félagið er sjálfstæð deild innan Ferðafélags Íslands, sem þýðir að félagsmenn njóta allra sömu réttinda og félagar í F.Í. Ferðafélag Akureyrar býður upp á góða landkynningu og skemmtilegan félagsskap. Ferðir félagsins eru fjölbreyttar, lengri og styttri gönguferðir, jeppaferðir, sjóferðir, fjölskyldu- og skemmtiferðir, náttúruskoðunarferðir og fleira. Allir geta fundið ferðir við sitt hæfi. Félagið á og rekur sjö skála í óbyggðum á Norðulandi. Gæsla er í stærstu skálunum yfir sumarmánuðina. Nauðsynlegt er að panta gistingu með góðum fyrirvara. Skrifstofa félagsins er opin í júní, júlí og ágúst milli kl. 15 og 18 virka daga. 1. sept.-31. maí er skrifstofan opin virka daga kl. 11-13. Auk þess opið milli kl. 18 og 19 á föstudögum þegar ferðir eru á dagskrá um komandi helgi. Á heimasíðu félagsins er að finna upplýsingar um félagið, skála þess og ferðaáætlun. Allir eru velkomnir í ferðir félagsins. Félagsmenn fá afslátt af fargjöldum og af gistigjöldum í skálum allra félagsdeilda F.Í. Þessara réttinda nýtur fjölskyldan öll þótt aðeins einn sé skráður félagi. Nauðsynlegt er að panta tímanlega í lengri ferðir Í sumarleyfisferðir þarf að greiða staðfestingargjald kr. 8.000 við bókun. Ef ferð er afpöntuð innan viku frá bókun og meira en 2 vikum fyrir brottför, er hún endurgreidd að staðfestingargjaldi frátöldu. Ef 7-14 dagar eru til brottfarar fæst helmingur fargjalds endurgreitt, en eftir það er ekki um endurgreiðslu að ræða. Ferðafélagið áskilur sér rétt til að fella niður eða breyta ferðum ef nauðsyn krefur. Félagið tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra og hvetur því fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingu fyrir ferðir. 2


Léttar og stuttar ferðir: Ætlað öllum. Miðlungs erfiðar ferðir: Flestir geta tekið þátt hafi þeir réttan útbúnað og líkamlega getu til þess. Erfiðar ferðir: Einungis fyrir vana ferðamenn sem geta borið með sér allan útbúnað og eru færir um að takast á við ófyrirséðan vanda. Mjög erfiðar ferðir: Ferðir þar sem fólk ber með sér allan búnað og þarf að takast á við mikin hæðarmun. Aðeins fyrir fólk í mjög góðri þjálfun.

Ferðafélag Akureyrar Strandgötu 23 600 Akureyri Sími: 462 2720 Heimasíða: www.ffa.is Netfang: ffa@ffa.is Opið yfir veturinn frá kl. 11-13 3


SKÁLAR FERÐAFÉLAGS AKUREYRAR DREKI VIÐ ÖSKJU Fjöldi:

55 manna

Þjónusta: Verð: GPS

4.000 / 7.500 staðsetning: 65°02.520 16°35.720

ÞORSTEINSSKÁLI HERÐUBREIÐARLINDIR Fjöldi: 25 manna Þjónusta: Verð:

3.500 / 6.500

GPS:

staðsetning 65°11.560 16°13.390

LAUGAFELL Fjöldi: 40 manna Þjónusta: Verð:

3.500 / 6.500

GPS:

staðsetning 65°01.630 18°19.950

DYNGJUFELL Í DYNGJUFJALLADAL Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.000 / 5.000

GPS:

staðsetning 65°07.480 16°55.280

4


BOTNI Í SUÐURÁRBOTNUM Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.000 / 5.000

GPS:

staðsetning 65°16.180 17°04.100

BRÆÐRAFELL Í ÓDÁÐAHRAUNI Fjöldi: 12 manna Þjónusta: Verð:

2.500 / 4.000

GPS:

staðsetning 65°11.310 16°32.290

LAMBI Á GLERÁRDAL Fjöldi: 16 manna Þjónusta: Verð:

3.000 / 5.000

GPS:

staðsetning 65°34.880 18°17.770

ÞJÓNUSTUMERKI Skálaverðir á sumrin

Vatnssalerni

Tjaldsvæði

Kamar

Gönguleiðir

Rennandi vatn

Eldunaraðstaða

Sturta

Neyðarsími

Sorpílát

Áætlunarbílar

Heit laug

5


6

Nafn Á Ystuvíkurfjalli á mynd

JANÚAR


Janúar

Nýársganga

1. janúar. Brottför kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: Frítt. Farið út í óvissuna til að fagna nýju ári.

Bakkar Eyjafjarðarár. Skíðaferð

9. janúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke Maria Steinke. Verð: Frítt. Gangan hefst við bílastæðið við gamla Leiruveginn að austan. Létt og þægileg gönguleið fyrir alla sem ekki langar að fara í bröttu brekkurnar. Upplögð fjölskylduferð.

Súlumýrar. Skíðaferð 16. janúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: Frítt. Gangan hefst við afleggjarann í Fálkafell og haldið þaðan upp Sigurðargil og á Súlumýrar. Þar er frábært skíðagöngusvæði og finna má þar leiðir við allra hæfi. 21. janúar. Ferðakynning Ystuvíkurfjall. Gönguferð

Fjall mánaðarins. 23. janúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bílastæði á Víkurskarði til vesturs, upp hlíðina og á toppinn, 552 m. Þaðan er gott útsýni yfir til byggðarinnar vestan fjarðarins og til Hríseyjar. 6 km. Hækkun 220 m.

7


8

Nafn á mynd Þorraferð í Lamba í Glerárdal

FEBRÚAR


Febrúar

Þorraferð í Lamba. Skíðaferð

13.-14. feb. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 7.000/5.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting. Ekið upp í Glerárdal að Sigurðargili, gengið þaðan á skíðum í Lamba, nýjan skála FFA, þar sem snæddur verður þjóðlegur þorramatur um kvöldið undir vernd Trölla Glerárdals. Haldið heimleiðis næsta dag. 11 km hvora leið. Hækkun 470 m.

Þingmannahnjúkur. Gönguferð

Fjall mánaðarins. 20. febrúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Einar Brynjólfsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Eyrarlandi yfir Þingmannalæk og eftir gömlum sneiðingum á hnjúkinn, 650 m. 3 km hvor leið. Hækkun 630 m.

Galmaströnd. Skíðaferð

26. febrúar. Brottför kl. 11 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Syðri-Reistará og niður undir sjó. Síðan norður til Hjalt­ eyrar og skoðað hvaðan við fáum heita vatnið. Svo út á Arnarnes­ nafir og aftur að Reistará um Bjarnarhól. Um 12 km. Lítil hækkun.

9


10

Gengi冒 um Vaglask贸g

MARS


Mars

Gengið um Vaglaskóg. Skíðaferð 5. mars. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke Maria Steinke. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að bílastæðinu í Vaglaskógi. Gengið um skóginn að Þórðarstöðum eða eins og aðstæður leyfa. Lítil hækkun. Krafla – Mývatn. Skíðaferð

12. mars. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið í Kröflu. Gengið þaðan að Leirhnjúki og hann skoðaður. Þaðan gengið um Sátu og norðan við Hlíðarfjall. Ferðin endar á að renna sér niður þægilega hallandi gil og að flugvellinum. Um 12 km. Lækkun 260 m.

Grenivíkurfjall. Gönguferð Fjall mánaðarins. 19. mars. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bílastæði við uppgöngu á Kaldbak, þaðan upp fjallshlíðina og í átt að Sveigsfjalli. Um 6 km. Hækkun 500 m.

Opið virka daga kl. 7-18

Opið um helgar kl. 7-16 11


12

Útsýnið af Uppsalahnjúk

APRÍL


Apríl

Gönguskörð. Skíðaferð 2. apríl. Brottför kl. 8 í rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 6.500/6.000. Innifalið: Fararstjórn og akstur. Ekið að Hálsi í Köldukinn. Gengið upp hálsinn og þaðan gegnum Gönguskörð og endað við Syðri-Hól í Fnjóskadal. 13 km. Hækkun 350 m. Skíðastaðir – Þelamörk. Skíðaferð 9. apríl. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Skíðastöðum út hlíðina á Sjónarhól. Þaðan er þægilegt rennsli niður að Þelamerkurskóla. Farið í heita pottinn (ekki innifalið). Frekar létt ferð við flestra hæfi. Uppsalahnjúkur. Gönguferð

Fjall mánaðarins. 16. apríl. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Öngulsstöðum og að sumarhúsinu Seli. Gengið upp að vörðunni nyrst á Öxlinni og áfram inn eftir fjallinu. Síðan upp norð-austur hrygg fjallsins á hnjúkinn, 1100 m. 9 km. Hækkun 930 m.

13


14

Súlur

MAÍ


Maí

Súlur. Göngu- eða skíðaferð

Fjall mánaðarins. 1. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Líney Elíasdóttir. Þátttaka er ókeypis. Árleg ferð á bæjarfjall Akureyrar, 1143 m. Nokkuð auðveld göngu­leið á fjallið. 11 km. Hækkun 880 m.

Seldalur við Öxnadal.

Göngu- eða skíðaferð eftir aðstæðum 7. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: 2.500/2.000 Innifalið: Fararstjórn. Ekið er inn að eyðibýlinu Bakkaseli í Öxnadal og gengið eftir götuslóðum um áreyrarnar inn dalinn eftir aðstæðum og síðan aftur að bílunum. Um 14 km. Hækkun 180 m.

Fuglaskoðunarferð

14. maí. Brottför kl. 10 með rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórar: Jón Magnússon og Sverrir Thorstensen. Verð: 7.400/6.900 Innifalið: Fararstjórn, akstur og aðgangseyrir á safnið. Árleg fuglaskoðunarferð FFA. Ekið með rútu að Húsabakka í Svarfaðardal, fuglasafnið og fuglar í umhverfinu skoðað.

Hjóla- og gönguferð

21. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Sjá nánar á ffa.is.

15


16

Þorvaldsdalur inn að vatni

MAÍ - JÚNÍ


Reistarárskarð - Flár, 1000 m. Skíðaferð

28. maí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Vignir Víkingsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ferðin hefst við Freyjulund við Reistará. Stigið á skíðin í skarðinu og sveigt upp á Flár, hábungu fjallsins. Gengið suður eftir fjallinu eins og aðstæður leyfa og til baka norður í skarðið. 20 km. Hækkun 950 m.

Júní

Þorvaldsdalur inn að vatni

4. júní. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Valur Magnússon. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá Stærra-Árskógi inn að vatni og til baka. 16 km. Hækkun 200 m.

Hálshnjúkur við Ljósavatnsskarð, 627 m.

Fjall mánaðarins 11. júní. Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er í Vaglaskóg og að Efri-Vöglum þar sem gangan hefst. Gengið er upp hlíðina eftir stikaðri leið og á Hálshnjúkinn þar sem frábært útsýni er yfir Fnjóskadalinn og Ljósavatnsskarðið. Farið er sömu leið til baka. 5 km. Hækkun 380 m.

17


18

Gönguvika 1

JÚNÍ


Raðganga 1. Grímubrekkur, Ólafsfjörður – Dalvík

18. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Kálfsá í Ólafsfirði og gengið upp Kálfsárdal og niður Grímubrekkur og Upsadal til Dalvíkur, 14 km. Mesta hæð 930 m.

Gönguvika 1. Haus í Staðarbyggðarfjalli

20. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá sumarhúsinu Seli upp brekkurnar að vörðunni nyrst á Hausnum. 430 m. Gengið inn eftir fjallinu og niður austan megin. Af Hausnum er mikið og fagurt útsýni yfir héraðið.

Sumarsólstöður á Múlakollu

21. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið upp á Múlakollu, 970 m, frá gamla Múlaveginum og upp dalinn norðan Brimnesár. 8 km.

19


20

Á toppnum með FFA

JÚNÍ


Á toppnum með FFA

Sumarleikurinn vinsæli Á toppnum með Ferðafélagi Akureyrar hefst í byrjun júní. Kynnist ykkar nánasta umhverfi og gerist þaular Eyjafjarðar. Glæsilegir vinningar í boði fyrir heppa þátttakendur. Sjá nánar á heimasíðunni ffa.is þegar nær dregur.

21


22

Raðganga 2

JÚNÍ


Gamli, skáli við Kjarnaskóg

22. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Halldór Brynjólfsson. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn. Gangan hefst við bílastæðið við Kjarnakot og genginn stígurinn suður í Hvammsskóg og upp í Gamla. 5 km.

Laufáshnjúkur. Jónsmessunæturganga 23. júní. Brottför kl. 21 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Einar Brynjólfsson/ Björn Ingólfsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að prestssetrinu Laufási og þaðan gengið á hnjúkinn. Auðveld ganga en síðasti hlutinn er nokkuð brattur. Stórkostlegt útsýni yfir Eyjafjörðinn og Höfðahverfið. 6 km. Hækkun 680 m. Fálkafell, skáli

24. júní. Brottför kl. 19 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Halldór Brynjólfsson. Verð: 1.000/500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá hitaveitutönkunum og að Fálkafelli.

Raðganga 2. Derrisskarð, Skíðadalur – Þorvaldsdalur

25. júní. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Hlíð í Skíðadal og gengið upp í Derrisskarð. Þaðan er haldið niður Derrisdal og um Fögruhlíð að Hrafnagilshrauni í Þorvaldsdal og að Stærri-Árskógi. 21 km. Mesta hæð 1150 m.

23


24

Meðfram Glerá

JÚLÍ


Júlí

Skessuskálarfjall í Út-Kinn, 881 m.

2. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingimar Árnason. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að bænum Nípá í Út-Kinn. Gengið upp vegslóða upp í Kotaskarð og þaðan á fjallið. Ef veður og færi leyfir má ganga suður fjallið og niður með Nípánni að sunnan. Vegalengd 10-14 km. Hækkun 850 m.

Meðfram Glerá

9. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingimar Eydal. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið meðfram Glerá frá Heimari-Hlífá til ósa. Frábær og áhugaverð gönguferð í okkar nánasta umhverfi þar sem skoða má sjaldséðar jurtir. Göngutími 4-5 klst.

Lambi, afmælisferð 10. júlí. Brottför kl. 8 Fararstjórar: Stefán Sigurðsson/Ingimar Árnason. Verð: Frítt. Innifalið: Fararstjórn. Útiveru og dásemda fjallahringsins á útivistarsvæði Akureyringa notið. Í góðu færi er þetta frekar létt ferð eftir merktri gönguleið. Um 20 km. Hækkun 450 m. Tungnafjall í Eyjafirði, 1140 m.

Fjall mánaðarins 16. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Elín Hjaltadóttir. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið inn að Munkaþverá að Rifkelsstaðarétt. Eftir að fossinn sem fellur í Mjaðmá hefur verið skoðaður er gengið upp með Efri-Þverá, síðan upp hrygg Tungnafjalls og hnjúkana hvern af öðrum á toppinn. 18 km. Hækkun 1000 m. 25


26

Gönguvika 2

JÚLÍ


Gönguvika 2. Steindyr – Nykurtjörn

18. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið inn í Svarfaðardal að vestan að Steindyrum. Gengið upp með Þverá og fossinn skoðaður, þaðan upp hlíðina að Nykurtjörn og hún skoðuð. Síðan er farið niður að Húsabakka. 6 km. Hækkun 600 m.

Hólshyrna (Álfhyrna) í Siglufirði

19. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: 2.500/2.000. Ekið til Siglufjarðar og bílum lagt á bílastæðinu við útsýnisplanið á Saurbæjarási. Þaðan er gengið upp brattan hrygg Hólshyrnu, síðan inn eftir Hólsfjalli með viðkomu á ýmsum toppum. Farið niður í Skútadalinn og til baka að bílum. 9 km. Hækkun 600 m.

Stórutjarnaskóli – Níphólstjörn

20. júlí. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Konráð Gunnarsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að Stórutjarnaskóla og gengið þaðan upp hlíðina að vatninu í framhlaupinu og umhverfið skoðað. Stutt ganga og þægileg, lítil hækkun.

27


28

Fjöllin umhverfis Glerárdalinn

JÚLÍ


Sesseljubúð – Hallgrímur – Háls

21. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórar: Stefán Sigurðsson/Ingimar Árnason. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ferðin hefst á Öxnadalsheiði þar sem sæluhúsið Sesseljubúð stóð. Gengið upp með Grjótá og fylgt Eystri Grjótá að Gilsárskarði. Síðan upp á Varmavatnshólafjall, þaðan sem er frábært útsýni. Þá er farið niður Vatnsdalinn meðfram Hraunsvatni og að bænum Hálsi. 17 km. Hækkun 690 m.

Finnurinn í Ólafsfirði

22. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er til Ólafsfjarðar að bænum Ytri-Á. Þaðan er gengið á fjallið Arnfinnsfjall eða Finninn, eins og fjallið er jafnan kallað af heimamönnum. 6 km. Hækkun 690 m.

Öskjuvegur 1

22.-26. júlí. Sjá á bls. 33.

Fjöllin umhverfis Glerárdalinn

23. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórar Ingimar Árnason og Karl Stefánsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að bænum Þverá í Öxnadal þaðan sem gangan hefst. Gengið er upp með Þveránni og síðan Lambánni og upp á Jökulborg. Þá yfir á Kistufjall og niður í Glerárdal. Þá er komið að Stórastalli og Glerárdalshnjúk, lokahnykkurinn er að fara upp á Kerlingu og niður að Finnastöðum. Vegalengd um 25 km. Heildarhækkun um 2200 m.

29


30

Bláskógavegur

JÚLÍ


Þingmannavegur, afmælisferð

24. júlí. Brottför kl. 8 frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Helga Guðnadóttir. Verð: 6.500/6.000 Innifalið: Fararstjórn og rúta. Genginn er svokallaður Þingmannavegur yfir Vaðlaheiði frá þingstaðnum í Eyjafjarðarsveit að Hróarsstöðum. Á leiðinni er gengið yfir afar sérstaka hleðslu yfir gil. Í tilefni af 80 ára afmæli Ferðafélags Akureyrar býður félagið í grill í lok ferðar.

Mælifellshnjúkur í Skagafirði, 1138 m. 30. júlí. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Una Sigurðardóttir. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið í Skagafjörð sem leið liggur að uppgöngunni í Mælifellsdal. Síðan er gengið eftir merktri slóð á hnjúkinn. Þaðan er útsýnið stórfenglegt til allra átta. 6,3 km. Hækkun um 700 m. Bláskógavegur

31. júlí. Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Sigurgeir Sigurðsson. Verð: 10.800/10.300. Innifalið: Fararstjórn og akstur. Ekið er til Húsavíkur og á Þeistareykjaveg að vegslóða út að Sæluhúsmúla. Þaðan verður gengin hin forna leið Bláskógavegur (ath. ekkert vatn á leiðinni!) að býlinu Undirvegg í Kelduhverfi. Komið við í Gljúfrastofu ef aðstæður leyfa. 21 km.

31


32

Öskjuvegur

JÚLÍ – ÁGÚST


Öskjuvegur 1

22.-26. júlí. Brottför kl. 17 með rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Ingvar Teitsson. Verð: 68.000/59.000. Innifalið: Akstur, flutningur, gisting og fararstjórn. Skráningargjald kr. 10.000 greiðist við bókun. Lágmarksfjöldi: 10. Gist í skálum og gengið með lágmarksbúnað og svefnpoka, ekið er með farangur á milli skála. 1.d. Ekið í Dreka, skála FFA austan Dyngjufjalla, með viðkomu í Herðubreiðarlindum. 2.d. Gengið frá Drekagili, yfir Dyngjufjöll að Öskju og ef til vill farið í sund í Víti. Hópurinn sóttur á bílastæðið við Öskjuop og keyrður til baka að Dreka. 3.d. Ekið í Öskjuop, gengið yfir Dyngjufjöll um Jónsskarð og í Dyngjufjalladal. Gist í Dyngjufelli. 14 km. 4.d. Gengið norður Dyngjufjalladal í Suðurárbotna. Gist í Botna. 20-22 km. 5.d. Gömlum jeppaslóða fylgt niður um Suðurárbotna og meðfram Suðurá að Svartárkoti. 15-16 km. Ekið í Mývatnssveit um Engidal og Stöng. Farið í Jarðböðin í Mývatnssveit. Ekið til Akureyrar.

Ágúst

Öskjuvegur 2

6. -10. ágúst. Brottför kl. 17 með rútu frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 68.000/59.000. Innifalið: Akstur, flutningur, gisting og fararstjórn. Sjá Öskjuvegur 1.

33


34

Þverbrekkuhnjúkur

ÁGÚST


Kerling. Sjö tinda ferð 6. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjórar: Sigurlína Jónsdóttir og Frímann Guðmundsson. Verð: 4.500/2.500. Innifalið: Fararstjórn. Gengið á Kerlingu í Eyjafirði, 1538 m, frá Finnastöðum og svo norður eftir tindunum Hverfanda, Þríklökkum, Bónda, Litla Krumma, Stóra Krumma, Syðrisúlu og Ytrisúlu. Endað í Glerárdal. 20 km. Þverbrekkuhnjúkur. Fjall mánaðarins 13. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23 Fararstjóri: Karl Stefánsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Hálsi í Öxnadal og þaðan er gengið um Vatnsdal á Þverbrekkuhnjúk, 1173 m, síðan um Bessahlaðaskarð og Beitarhúsagil að Hálsi þar sem göngunni lýkur. 19 km. Hækkun 940 m. Herðubreið

20. ágúst. Brottför kl. 17 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Verð: Í húsi: 11.500/7.500. Í tjaldi: 7.000/5.000. Innifalið: Gisting og fararstjórn. Árleg ferð FFA á þjóðarfjallið. Ekið í Herðubreiðarlindir og gist þar í eina nótt í tjöldum eða skála. Gengið á Herðubreið, 1682 m, á laugardegi og haldið heim. Hjálmur, broddar eða klær og ísexi er nauðsynlegur búnaður. Hækkun um 1000 m.

Ystuvíkurfjall – Laufáshnjúkur. 5 tinda ferð 27. ágúst. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Roar Kvam. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið er að bílastæðinu á Víkurskarði, gengið á Ystuvíkurfjall og þaðan norður eftir tindunum Kræðufelli, Nónhnjúki, Stórahnjúki og Laufáshnjúki og endar gangan í Laufási. 15 km. 35


36

Suรฐurรกrbotnar - Haustlitaferรฐ

SEPTEMBER


September

Kaldbakur. Fjall mánaðarins

3. sept. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Kaldbakur, 1173 m, er fjall Eyjafjarðar með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla. 10 km. Hækkun 1100 m.

Draflastaðir – Skuggabjarga- og Melaskógur

10. sept. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Anna Blöndal. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Draflastöðum og gengið þaðan út hlíðina og upp á Múlana og skógræktin skoðuð. Síðan út í Skuggabjörg þar sem staldrað verður við hjá gömlu bæjarrústunum og fræðst um svæðið. Til baka verður farin neðri leiðin og skoðaður skógargróður og hugað að hrútaberjum. Þá er haldið inn á Melatún og að Draflastöðum þar sem gott væri að fá sér kaffisopa. Vegalengd 14 km. Hækkun 200 m.

Suðurárbotnar. Haustlitaferð

17.-18. september. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke María Steinke. Verð: 9.000/7.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að Svartárkoti og gengið í Botna, skála FFA í Suðurárbotnum þar sem gist verður og haustlitir svæðisins, sem eru stórkostlegir, skoðaðir. Vegalengd um 14 km aðra leið.

37


38

Skólavarða

OKTÓBER - NÓVEMBER - DESEMBER


Október

Böggvisstaðafjall, 773 m. Fjall mánaðarins

15. október. Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Frímann Guðmundsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið út á Dalvík og upp á skíðasvæðið. Þaðan er gengið upp með lyftunni og áfram að vörðunni. Þaðan er mikið útsýni í góðu veðri yfir Tröllaskagann og austur yfir Eyjafjörðinn. 6 km. Hækkun 720 m.

Nóvember

Skólavarða á Vaðlaheiði. Fjall mánaðarins

12. nóv. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Anke Maria Steinke. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Ekið að uppgöngunni í Veigastaðalandi og gengið eftir merktri leið upp á heiðina að vörðunni. 2-3 klst. Létt ganga.

Desember

Draflastaðafjall. Fjall mánaðarins

3. des. Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Gunnar Halldórsson. Verð: 2.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn. Gengið frá bílastæði efst á Víkurskarði upp á fjallið, 734 m, notið útsýnisins og genginn hringur á fjallinu. Frekar létt ganga við flestra hæfi. 10 km. Hækkun 390m.

Janúar

Nýársganga

1. janúar 2017, kl. 13 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23. Fararstjóri: Grétar Grímsson. Þátttaka ókeypis og allir velkomnir út í óvissuna til að fagna nýju ári. 39


Þú kemst alltaf í bankann á L.is Farsímabanki Landsbankans hefur fengið nýtt útlit og viðbætur sem veita þér enn betri yfirsýn yfir fjármálin. Á L.is geturðu framkvæmt allar helstu bankaaðgerðir og einfalt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Landsbankinn

landsbankinn.is

40

410 4000


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.