Börn með krabbamein 2. tbl. 2017

Page 1

2. tbl. 24. árg. 2017 STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA


Margar góðar gjafir   ,,Þetta eru allt hetjur.“ Svo sannarlega er hægt að taka undir þau orð Sigrúnar Þóroddsdóttur hjúkrunarfræðings í viðtali í blaðinu að þessu sinni en hún er fjölskyldunum í SKB að góðu kunn. Þar vísar hún til barnanna sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra sem eftir krabbameinsmeðferð verða aldrei söm eftir að líf þeirra tók óvænta stefnu þegar sjúkdómurinn var greindur.

Í þessum erfiðustu aðstæðum sem hægt er að standa í, þegar barn greinist svo alvarlega veikt, hefur Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna reynst afar mikilvægt og veitt fjölskyldunum ómetanlegan stuðning. Og það jafnvel í langan tíma eftir að meðferð er lokið. Það tekur oft talsverðan tíma að jafna sig líkamlega og andlega, bæði fyrir barnið sem og aðra í fjölskyldunni, enda gjarnan talað um að fjölskyldan öll verði veik undir þessum kringumstæðum. SKB veitir skjólstæðingum sínum fjárhagslegan og ýmiss konar sálrænan stuðning en ekki síst félagslegan.   Félagið reiðir sig alfarið á styrki einstaklinga, fyrirtækja og félagasamtaka og hefur málstaðurinn mætt einstöku viðhorfi og skilningi. Fyrir þá sem starfa innan félagsins er ólýsanlega gefandi að upplifa ár eftir ár þegar litlar sem stórar upphæðir eru afhentar félaginu. Þegar barn mætir með afmælispeningana og vill láta gott af sér leiða, þegar öldruð

kona utan af landi leggur reglulega fjármuni inn til félagsins, þegar hópar fólks hjóla á milli landa, einstaklingar hlaupa til stuðnings málstaðnum eða fyrirtæki og samtök styðja félagið með einum eða öðrum hætti. Allt eru þetta stórar gjafir, sama hver upphæðin er. Þær eru gefnar af hlýjum hug og samkennd. Íslendingar hafa sýnt ítrekað og árum saman hve samtakamáttur þjóðarinnar er mikill þegar þeir sem minna mega sín eiga í hlut. Það er gjöfin stóra að finna fyrir slíkum samhug þegar veruleikinn fer á hvolf og daglegt líf gengur út á baráttu fyrir lífi og heilsu barns. Fyrir þá gjöf þakkar SKB og fjölskyldurnar sem njóta stuðnings.   Því miður hafa mun fleiri börn og unglingar greinst með krabbamein hér á landi það sem af er ári en að meðaltali á ári hverju frá stofnun félagsins, eða alls 19. Að jafnaði hafa hingað til greinst 10-12 börn á ári hérlendis. Hvað skýrir aukinn fjölda skal ósagt látið og líklegt að svarið berist seint eða aldrei. En þótt læknisfræðinni fleygi fram nánast ár frá ári og meðferðirnar sem börnin okkar fá í íslenska heilbrigðiskerfinu með þeim allra bestu í heiminum, þá er enn í dag mikil þörf fyrir stuðningsfélag eins og SKB og verkefnin ærin. Rósa Guðbjartsdóttir, formaður SKB.

ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi, sími: 588 7555, netfang: skb@skb.is, heimasíða: www.skb.is, RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gréta Ingþórsdóttir. STJÓRN SKB: Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, Benedikt Einar Gunnarsson, Dagný Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Haukur Hrafnsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, Signý Gunnarsdóttir, Særós Tómasdóttir og Una Gunnarsdóttir. MYNDIR: Gréta Ingþórsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Mikkel Tholstrup Dahlqvist, Una Gunnarsdóttir, Þorkell Þorkelsson og úr safni SKB. FORSÍÐUMYND: Gréta Ingþórsdóttir. UMBROT: Harpa Halldórsdóttir hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. PRENTUN: PRENTMET – umhverfisvottuð prentsmiðja.


Efnisyfirlit

Mér þykir vænt um öll þessi börn Viðtal við Sigrúnu Þóroddsdóttur, hjúkrunarfræðing krabbameinsteymis Barnaspítala Hringsins. Bls. 5

Team Rynkeby

Fyrsta íslenska liðið hjólaði í sumar og afhenti 9,5 mkr. í haust. Bls.10

Viðburðir

Upplýsingar um jólastund, árshátíð og sagt frá boði Þrastarlundar. Bls. 12

Sumarhátíð

Myndir frá sumarhátíðinni sem var haldin í Múlakoti að þessu sinni. Bls.14

Leikum okkur með Lúlla

Þrautir og brandarar fyrir yngstu lesendurna. Bls. 16

Plakat

Plakat um fyrstu einkenni krabbameina í börnum. Bls. 26

5 10 12 14 16 Börn með krabbamein - 3


Mjólk elskar Nesquik

Meira kalk, fleiri vítamín, betra bragð! Þú færð 33% meira kalk úr einu glasi af mjólk með Nesquik.


„Mér þykir vænt um öll þessi börn“

Mynd: Þorkell Þorkelsson

Viðtal: Gréta Ingþórsdóttir

Sigrúnu Þóroddsdóttur þekkja allir félagsmenn í SKB – a.m.k. þeir sem gengið hafa í félagið á síðustu tæpum 18 árum. Sigrún hefur verið hjúkrunarfræðingur krabbameinsteymisins – það sem kallað er konsult á sænsku – á Barnaspítala Hringsins frá því snemma árs 2000 og hefur kynnst öllum börnum sem greinst hafa með krabbamein á Íslandi frá þeim tíma og fjölskyldum þeirra. Hlutverk hennar í teyminu er að hitta allar fjölskyldur nýgreindra, halda utan um meðferð þeirra, vita hvar allir eru staddir hverju sinni og hvað er að fara að gerast, bæði í meðferð og eftirfylgd. Hún er tengiliður á milli fjölskyldnanna og krabbameinsteymisins og hún er sú sem fólk hringir í til að leysa bæði einföld og erfið mál. Sigrún fagnaði sextugsafmæli í sumar og af því tilefni tóku nokkrar mömmur í félaginu sig til og efndu til söfnunar fyrir afmælisgjöfum handa henni. Skemmst er frá því að segja að þátttakan var þannig að allir vildu vera með, allar mömmur vildu sýna Sigrúnu þakklætisvott og voru gjafirnar afhentar á leikstofu Barnaspítalans nokkrum dögum fyrir afmælisdaginn. Í tilefni af afmælinu var Sigrún beðin að koma í smá spjall við Börn með krabbamein og féllst hún á það.

5

5 - Börn með


Fór fyrir tilviljun að vinna með krabbameinsveikum börnum

Sigrún lauk námi í hjúkrunarfræði 1981 og fór þá til starfa á barnadeildinni á Landakoti. Hún varð aðstoðardeildarstjóri 1982 og leysti deildarstjórann af síðasta árið áður en hún fór út til Svíþjóðar með manni sínum, sem var á leið í sérnám í læknisfræði, og þremur dætrum, þar af einni nýfæddri. Það var árið 1988. „Ég bjó fyrst í Ljungby og þegar ég var búin að vera þar í um eitt ár og aðeins farin að stauta mig á sænskunni var ég beðin að leysa af á sængurkvennadeild í sumarfríi og meðal annars taka að mér brjóstagjafafræðslu.     Ég byrjaði svo á göngudeild barna og þurfti þar að vera með símaráðgjöf – á sænsku auðvitað – svo þetta var bara beint í djúpu laugina! Ég segi oft að margt af því sem kemur fyrir mann í lífinu sé tilviljunum háð og ég hóf að vinna með krabbameinsveikum börnum fyrir algjöra tilviljun. Ég fór bara í stöðu sem var laus þegar ég byrjaði á barnadeildinni á háskólasjúkrahúsinu í Linköping. Stærsta sérgreinin á Landakoti var sykursýki, þannig að mín mesta sérkunnátta var á því sviði, ef einhver var. Á deildinni í Linköping var hins vegar mest þörf fyrir hjúkrunarfræðing í krabbameinsteyminu svo þangað fór ég. Þegar ég var búin að vinna þar í eitthvað á annað ár var ég beðin um að taka að mér svona konsult-stöðu, sem kostuð var af sænska Barncancerfonden. Í henni fólst að halda utan um sjúklinga og var sérstök áhersla lögð á að fara með fræðslu í skóla og leikskóla. Staðan var fjármögnuð með gjafafé frá konu sem ánafnaði því til Barncancerfonden í þessum tilgangi sérstaklega. Í starfinu komst ég í samband við aðra hjúkrunarfræðinga í sambærilegum stöðum í allri Svíþjóð en þar eru fimm miðstöðvar sem sinna meðferð krabbameinsgreindra barna. Fyrir mig var mikill fengur að því að kynnast þeim og ég bý enn að þessum samböndum. Við tengdumst mest Stokkhólmi en þangað sóttum við frá Linköping fræðslu. Ég fór ekki í formlegt nám en tók þá háskólakúrsa sem voru í boði og voru undanfari sérfræðinámsins sem nú er í Svíþjóð. Þetta voru m.a. námskeið um sorg og dauða og grunnnámskeið í krabbameinshjúkrun. Þótt ég hafi ekki náð mér í gráðu, þá var ég komin langleiðina með að klára námið þegar ég flutti heim.“

Kom með ýmsar nýjungar frá Svíþjóð   „Ég kom heim sumarið 1999 og var ekki búin að ráða mig í vinnu. Eftir að hafa verið í svona mánuð hér heima þá labbaði ég mér inn á barnaspítalann, hitti deildarstjórann og byrjaði að vinna daginn eftir. Þetta var 12. júlí. Það vantaði starfsmenn alls staðar og ég sagðist geta byrjað hvar

6

6 - Börn með krabbamein

sem er. Ég vann í 7-8 mánuði á almennri deild en var þá orðin þreytt á vaktavinnunni og vildi breyta til. Ég hafði verið í dagvinnu í mínu sérhæfða starfi í Svíþjóð, var með þrjú börn, það yngsta 11 ára og fór að líta í kringum mig. Gillian Holt, sem þá var hjúkrunarfræðingur barnakrabbameinsteymisins, vissi að ég var að hugsa mér til hreyfings. Hún hafði samband við mig og sagðist myndu vilja færa sig í annað starf ef ég væri til í að koma inn í teymið. Á þessum tíma voru ekki allar stöður auglýstar og hægt að hreyfa fólk til innan spítalans. Steinunn Ingvarsdóttir var framkvæmdastjóri á barnasviði og á nokkrum vikum var búið að græja þetta.   Ég kem inn í teymið þegar margt er að breytast og starf hjúkrunarfræðings teymisins hafði fram að þessu verið nokkuð ólíkt því sem síðar varð. Gillian var t.d. í því að blanda lyf, setja af þau stað og gefa. Það var sérstakur skápur á deildinni með lyfjum sem hún bar ábyrgð á. Hún var minna í ráðgjöf og sálgæslu en gekk í allt sem þurfti. Mikil þróun hefur orðið í að búa til teymi í kringum hvern sjúkdóm og gegna hjúkrunarfræðingar lykilhlutverki í þessum teymum. Í upphafi var krabbameinslækningum nánast þröngvað upp á læknana sem hér voru, Guðmund Jónmundsson og Jón R. Kristinsson, og þeir bjuggu til fyrstu göngudeildina en frá þeim tíma hefur orðið bylting og við höfum farið frá því að lækna næstum því engan yfir í að lækna næstum því alla. Ég bjó að mikilli reynslu frá Svíþjóð og hefði ekki boðið í að fara í svona starf nema hafa hana. Það var líka góður skóli að byrja á deildinni, kynnast starfsfólki og starfseminni. Ég var búin að vinna mér vissan sess, sýna hvað ég kunni og hvaða reynslu ég hafði, sem var auðvitað einboðið að nýta.   Eflaust hef ég komið inn með ýmsa hluti að utan, eins og t.d. að fara í skóla og leikskóla. Ég var vön því frá Svíþjóð og kynnti fyrir yfirmönnum hér að ég myndi vilja bjóða það. Ráðgjöf og sálgæsla voru ekki markvisst í boði í upphafi en sú þjónusta hefur þróast í samstarfi okkar Vigfúsar [Bjarna Albertssonar sjúkrahússprests]. Mér fannst líka mjög gagnlegt að hafa tengslanetið í Skandinavíu. Þær sem höfðu unnið í þessu á undan mér höfðu kannski farið á ráðstefnur en höfðu ekki þessar sömu persónulegu tengingar og ég. Þegar samstarfi norrænna hjúkrunarfræðinga í krabbameinshjúkrun barna, NOBOS, er komið á laggirnar kom ég hingað til Íslands á stofnfundinn sem sænskur hjúkrunarfræðingur. Fyrsta ráðstefnan var svo haldin í Osló 1997, samhliða læknaráðstefnunni, næsta ráðstefna var í Gautaborg 1999, rétt

Ég bjó að mikilli reynslu frá Svíþjóð

áður en ég flutti heim og hefur síðan verið haldin annað hvert ár.“

Þarf alltaf að horfa til aðstæðna   Sigrún þarf í starfi sínu að fást við mörg erfið mál og svara ýmsum fyrrispurnum. „Ég get ekki svarað öllu og þarf oft að leita mér ráða, eins og gengur. Síðan sinni ég ýmsu öðru, t.d. börnum með lyfjabrunna með aðrar greiningar en krabbamein. Ég er talsvert beðin um að aðstoða úti á bráðamóttöku eða gjörgæslu af því að ég hef lengstu og mestu reynsluna af lyfjabrunnum. Þar eru hjúkrunarfræðingar sem eru kannski að gera þetta í einu sinni í viku eða sjaldnar. Svo sinnum við Vigfús fjölskyldunum saman og höldum fjölskyldufundi. Við höfum oft verið beðin um að taka að okkur aðrar fjölskyldur þó að það séu ekki krabbameinsgreiningar á ferðinni í þeim og fjölskyldur þar sem er fullorðinn einstaklingur í meðferð og börn eru aðstandendur. Við erum orðin mjög vön og lögum okkur að aðstæðum hverju sinni en það er ekki hægt að búa til eitt kerfi sem allir geta gengið inn í. Það þarf alltaf að horfa til aðstæðna í hverri fjölskyldu.“

Mömmurnar létu útbúa nælu í tilefni afmælisins.


Sigrún segir gaman að hafa náð að vinna með læknunum sem voru frumkvöðlar í barnakrabbameinslækningum og rifjar upp skemmtilegar tengingar. „Það voru nokkrir í stjórn SIOP [Alþjóðasamtökum barnakrabbameinslækna] sem voru allir klassískt menntaðir tónlistarmenn og á ráðstefnunni eitt árið héldu þeir þessa flottu tónleika sem eru afar eftirminnilegir. Svo þegar við Sólveig Hafsteinsdóttir fórum til Gautaborgar fyrir nokkrum árum að kynna okkur starfsemi deildar um síðbúnar afleiðingar vorum við á gistiheimili rétt hjá Sahlgrenska. Gistiheimilið rak kona sem hafði gaman af að spjalla og þegar hún vissi hverra erinda við værum í bænum spurði hún okkur hvort við þekktum Guðmund Jónmundsson. Og það var nú líkast til. Í ljós kom að þessir kallar höfðu alltaf gist hjá henni þegar þeir áttu leið í borgina og hún mundi vel eftir Guðmundi og fleirum.“

Nýja húsið stendur upp úr   Þegar Sigrún er spurð um breytingar á þeim tíma sem hún hefur sinnt krabbameinsveikum börnum nefnir hún nýja spítalann. „Það sem stendur upp úr er að komast í þetta hús, komast í betri aðstæður til að reka dagdeild og göngudeild – að fólkið hafi það betra sem er hér tímunum saman. Svo hefur orðið sú breyting að börnin liggja ekki eins lengi á sjúkrahúsi eins og áður. Það stendur ekki síður upp úr að fólk geti verið heima hjá sér, sé ekki lokað inni á spítala eins og var með tilheyrandi félagslegri einangrun. Við erum farin að leyfa börnum að fara í leikskóla og skóla strax og mögulegt er og það hefur alveg verið erfitt fyrir suma að hleypa þeim af stað.   Það var hjúkrunarfræðingur í Stokkhólmi, Margareta af Sandeberg, sem fór að rannsaka þetta, gagngert til að draga úr félagslegri einangrun þessara barna. Hún gerði stóra doktorsrannsókn á því hvort börn sem fengu að fara í skóla og leikskóla fengju frekar sýkingar og niðurstöðurnar voru þær að svo væri ekki og að þeim leið jafnvel betur.   Nú er börnum leyft strax og kostur er að fara út í lífið. Þegar við fórum að þrýsta á þetta hér þá var mótstaða hjá sumum sem höfðu aðra sýn en auðvitað tekur tíma að breyta viðhorfum. Starfsmenn leikstofunnar og grunnskólans sjá mun eftir að við breyttum þessu því þeir eru hættir að fá börn sem eru fastagestir um lengri tíma. Þau sem helst lenda í vandræðum eru unglingarnir, þau sem eiga að fara í framhaldsskóla en eru kannski búin að missa mikið úr og eru ekki félagslega sterk. Þá er erfitt að komast í gang aftur.

Gert ráð fyrir að fólk hlaupi hraðar   Þó að innlagnardögum hafi fækkað og þar með hafi létt á deildinni, leikstofunni og skólanum þá er samt meira álag almennt og gert ráð fyrir að fólk hlaupi hraðar, segir Sigrún. „Það kemur að einhverju leyti til af skipulagsástæðum. Deildin er rekin á einum gangi og svo látið flæða yfir á hinn ganginn ef þarf. Ég held að það væri betra að reka tvo ganga og hafa tvær vaktir eins og var. Þá væri meiri skipting og sennilega minna álag. Mér fannst þessi breyting ekki til góðs en væntanlega næst einhver sparnaður með þessu.   Flóttinn úr stétt hjúkrunarfræðinga er áhyggjuefni. Flóttinn til Noregs er búinn en flugfreyjustarfið virðist toga í margar. Þeim finnst það spennandi og kannski er kaupið betra. Nokkrar eru að fljúga og eru líka í hlutastarfi hér. Það vantar fjölmarga hjúkrunarfræðinga og það eru ekki nógu margir teknir inn í námið.“   Sigrún segir stóran hluta fólks sem hún hefur komist í kynni við í gegnum starfið hafa það gott. En það á ekki við um alla og margir þurfa að reiða sig á kerfið. Hún segir réttindamál fjölskyldna hafa þokast í rétta átt og stóra breytingin hafi orðið þegar foreldragreiðslur voru teknar upp en þær taka við þegar önnur réttindi tæmast. „Nýjasta breytingin er svo í sambandi við greiðslur frá sjúkratryggingum. Frá 1. maí er allt frítt fyrir þau börn sem hafa umönnunarkort og líka fyrir þær fjölskyldur þar sem barnið er búið í meðferð. Fólk var að koma inn í dýrar rannsóknir sem það þurfti að greiða fyrir en nú getur fólk sótt um umönnunarkort. Inni á spítalanum borgar fólk ekki neitt, hvorki

rannsóknir né lyf. Á hinn bóginn greiðir fólk lyfjakostnað eins og allir þegar það útskrifast af sjúkrahúsinu en auðvitað er þak á því. Fólki bregður þegar það sækir lyf og sér hvað þau kosta í raun en borga lítið sem ekkert fyrir. Á meðan umönnunarkort er í gildi þá er allt frítt nema lyfin.“

Gott að eiga griðland í sveitinni   Sigrún flutti austur í Rangárvallasýslu ásamt manni sínum fyrir 10 árum og keyrði daglega til Reykjavíkur fyrstu tvö árin en núna er hún ein, leigir íbúð í bænum og fer austur um helgar. „Við vorum með hross og eins og með öll hobbí þá hafa þau tilhneigingu til að stækka. Þar kom að við vildum okkar eigin aðstöðu fyrir þau og við keyptum jörð rétt fyrir austan Þjórsá. Ég vinn mikið og þá er gott að geta farið í burtu og komist í sitt griðland. Ég fer allar helgar austur og það þarf mjög mikið til að ég sé í bænum. Ég þyki sennilega voðalega leiðinleg! Ég með um 20 hross núna, mest í útigangi allt árið, en ég á góða að í sveitinni og hef aðstöðu hjá nágrönnum fyrir reiðhrossin. Ef ég fer eitthvað þá er það til dætra minna í Danmörku og Svíþjóð. Ég er rík kona því barnabörnin eru 6 og verða 7 um jólin.“   Sigrún segir að þær mæðgur hittist ekki oft allar fjórar, enda búsettar í þremur löndum. „Ein þeirra var hér í sumar þegar ég átti afmæli og þær voru mikið að tala um að við þyrftum að hittast en tíminn hentaði aldrei. Ég fór svo til Spánar í september í 10 daga, flaug til Barcelona með Gillian Holt og hennar manni og ætlaði að vera hjá þeim í húsi sem þau eiga. Við þurftum að vera eina nótt í Barcelona áður en við héldum áfram í húsið. Klukkan eitt eftir

7


Sigrún tekur við afmælisgjöfum á leikstofunni. miðnætti, þegar við erum að fara að sofa, er bankað á hurðina. Ég fer til dyra en þar er enginn svo að ég kalla fram á ganginn og þá birtast þær allar þrjár. Þær voru með íbúð í Barcelona, ég fór þangað morguninn eftir og var með þeim í fjóra daga og tók svo rútu til Gillian. Það er langt síðan við vorum allar saman og bara við fjórar án barna, eins og þarna var.“ Sigrún hefur ekki mörg orð um það hvað þetta hafi verið dásamlegt og skemmtilegt en það má ráða af svipnum að henni þótti afar vænt um þetta uppátæki dætra sinna.   Segðu mér aðeins frá þeim. Hvað hafa þær lagt fyrir sig? „Þær tvær eldri eru 35 og 36 ára og sú yngsta 29 ára. Elsta dóttirin býr í Danmörku, hún er menntuð klassísk söngkona, er að verða fjögurra barna móðir og meira en hálfnuð í læknisfræðinámi. Sú næsta er sálfræðingur með þrjú börn og sú yngsta er barnlaus, starfar í heimaþjónustu og er að verða sjúkraliði. Þær tvær yngri búa í Svíþjóð.“

Fær stuðning sem hún gæti ekki sótt á spítalann

Sigrún segir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna mikilvægt, bæði fyrir skjólstæðinga þess og ekki síður fyrir starfsfólkið á Barnaspítalanum. „Hjúkrunarfræðingar hafa ekki ákvæði í sínum kjarasamningum um að geta sótt ráðstefnur eins og læknar og fá aðeins 50 þúsund krónur á ári til faglegrar endurmenntunar frá félaginu sínu. Ég fengi aldrei þennan stuðning frá spítalanum sem ég hef getað sótt til félagsins og það skiptir okkur miklu máli í þessu samhengi. Ráðstefnur eru góðar og gildar en samstarfið í kringum sjúkdómaflokkana og stjórnarseta í félögunum um þá er enn mikilvægara. Það skiptir máli að vera nafn í þessu samfélagi. Ég hef t.d. verið í siðfræðihópi, samstarfi sem

8

8 - Börn með krabbamein

er að verða 9 ára gamalt. Það er geysilega skemmtilegt og af allt öðrum meiði en þegar verið er að horfa á meðferðir, horfur, lyf og slíkt. Þetta er líka afar mikilvægur hlekkur og tekur á ýmsum álitaefnum. Ég er líka í stjórn Lífsins, samtaka heilbrigðisstarfsfólks um líknandi meðferð, þar sem eru mest hjúkrunarfræðingar en líka læknar og prestur. Þar er mikið rætt um ákvarðanir þegar meðferð gengur ekki lengur og hvernig eigi að taka umræðuna þar um. Það er gott að geta deilt þeim pælingum með öðru fagfólki. Sumir meðfæddir sjúkdómar eru grimmir og þar lifa börn ekki alltaf lengi. Þá er mikilvægt að kunna að innleiða umræðuna. Þetta á líka við á hjartadeildum og ellideildum, svo dæmi séu tekin. Það þarf að spyrja fólk hversu langt eigi að ganga í meðferð og hvernig það sjái endalokin fyrir sér. Það þarf að opna þessa umræðu almennt. Þetta er mjög mikilvægur en vandmeðfarinn þáttur í sjúkrahúsumhverfinu. Siðfræði er hluti af náminu en svo er ekki gert neitt meira með hana. Margir eru hræddir við að tala um dauðann og kunna það ekki, enda þarf mikla reynslu til að geta tekið samtalið á réttan hátt á réttum tíma, sáð þessum fræjum og tekið umræðuna hægt og rólega.“ Drekinn

kannski af því að ég hef sinnt þeim meira eða börnin hafa verið veikari, en þetta er ekki síður spurning um kemíuna á milli fólks og hvernig maður tengist því. Ég er í heimahjúkrun líka og þar fæ ég allt aðra tengingu við fólk og kynnist því miklu betur. Ekki má gleymast að í þessu hlutverki er maður heilbrigðisstarfsmaður, ekki vinur og það þarf að kunna að setja mörk. Öll börnin standa mér nærri og ég man þau lengi. En það er líka gaman þegar þau þurfa að kynna sig fyrir mér af því að ég þekki þau ekki lengur. Nú er ég að sjá þau þegar þau koma til Vigdísar [Viggósdóttur á göngudeild um síðbúnar afleiðingar]. Það er heldur ekki leiðinlegt þegar þau koma og sýna mér börnin sín. Það er ánægjulegt að frétta af þeim þegar þau eru komin út í lífið og gengur vel.   Ég get samt nefnt eitt barn sem var hér um daginn, án þess að nefna nokkur nöfn, þó að persónurnar þekki sig eflaust sjálfar. 13 ára stelpa kom til mín í eftirlit og þá voru akkúrat 10 ár liðin frá því að hún lauk meðferð. Mamma hennar sýndi mér myndband frá upphafi meðferðar þar sem stúlkan sat pollróleg með snudduna og spjallaði við mig á meðan ég var að gefa henni lyf um brunn. Þegar meðferð er að byrja og börnin eru hrædd og óróleg er gott að geta sýnt foreldrum hvað lyfjagjöfin getur orðið auðveld eins og sést í þessu myndbandi. Þau trúa því ekki í byrjun. Annars er alltaf alveg magnað að fólk skuli geta aðlagað sig þessum aðstæðum. Það kemur hér inn, veröldin komin á hvolf og lífið er ekki eins og það var. Að sjá alla höndla þetta á endanum og að þetta verði hluti af daglegu lífi um tíma er aðdáunarvert. Og að sjá fólk svo fara til baka eftir að meðferðinni lýkur – þó að lífið verði kannski aldrei alveg eins aftur – það er magnað. Þetta eru allt hetjur,“ segir Sigrún Þóroddsdóttir að lokum. e

fékk kjöt

Fólk trúir ekki hvað lyfjagjöfin getur gengið vel   Sigrún er treg til að nefna einhver sérlega eftirminnileg tilfelli sem hún hefur sinnt, því það sé svo auðvelt að vita hver á í hlut. „Það var hjúkrunarfræðingur sem gerði rannsókn fyrir einhverjum árum og þegar ég sá niðurstöðurnar, sem voru nafnlausar, þá þekkti ég samt öll tilfellin. Maður á fullt af sögum en við erum bara svo fá. Mér þykir vænt um öll þessi börn, misjafnlega mikið, auðvitað. Sumar fjölskyldur standa mér nær en aðrar,

Öll börnin standa mér nærri


e Mömmurnar um Sigrúnu Reglulegt eftirlit

„Mín hefur verið að mæta á þriggja mánaða fresti í segulómun og til að hægt sé að gefa henni skuggaefni þarf að koma fyrir æðalegg. Það getur verið erfiðara að setja æðaleggi í börn sem eru búin eru að vera í miklum meðferðum en í önnur börn og þannig er það með hana.   Eitt sinn var Sigrún ekki við og það reyndu tvær hjúkkur að setja upp legg án árangurs. Þá var fenginn ungbarnalæknir í verkið, hann kom leggnum fyrir en hann meiddi dömuna mikið og í miðri segulómun – um leið og búið var að gefa henni inn skuggaefnið – var tekin pása til að taka legginn út. Það hefði í flestum tilfellum verið í lagi en í þetta skiptið var ekki búið að taka blóðprufurnar.Við fórum aftur yfir á BSH en þar var engin hjúkka sem vildi reyna að taka prufurnar og því var ákveðið að við myndum bara mæta þegar Sigrún væri komin aftur.Við komum daginn eftir og Sigrún rúllaði þessu upp. Eftir þetta höfum við passað upp á að hún sé örugglega á staðnum þegar við förum í tékk.“

Ætti að vera á hærri launum

„Sigrún er afar fagleg en samt með svo persónulega og fallega nálgun. Hún er alltaf yfirveguð og róleg og það skilar sér til barnanna og foreldranna sem eru oft með miklar áhyggjur en af því að Sigrún er ekki með neina dramatík þá tekst henni að róa alla í kringum sig.   Svo hefur hún endalausa þekkingu og reynslu sem maður finnur afar sterkt fyrir og gerir manni auðvelt að treysta henni. Hún er líka alltaf til staðar en getur samt sett mörk.   Krabbabarnið mitt spurði einu sinni hvort Sigrún ætti ekki að vera á hærri launum en aðrir, bara fyrir að vera eins og hún er.“

Hefur góða nærveru

„Sigrún er einstaklega þolinmóð, traust og hjartahlý manneskja sem gott er að leita til. Hún hefur góða nærveru og alltaf er stutt í brosið. Dóttir mín hefur sagt um hana: „Hún er kraftaverk af því að hún er svo góð hjúkrunarkona.“

Ágústa Stefánsdóttir og Sigrún súperhjúkkur.

Þetta litla auka...

„Mín var mikið rúmliggjandi í margar vikur í byrjun meðferðar. Sigrún átti það til að sýna henni mynd af hundinum sínum og segja henni sögur til að dreifa huga hennar.     Einn daginn gerði hún sér lítið fyrir og rúllaði rúminu niður í fordyri Barnaspítalans og kom með hundinn sinn þangað. Þetta var mjög fallega gert af Sigrúnu og skemmtileg tilbreyting sem við kunnum svo sannarlega vel að meta.“

Fyrstu kynni

„Sigrún var í fríi þegar dóttir mín greindist. Ég man að allir voru alltaf að segja: „Svo kemur Sigrún og segir ykkur frá þessu. Já, Sigrún mun sýna ykkur hitt og þetta. Spyrjið bara Sigrúnu, hún veit hvað á að gera.“ Ég get ekki neitað að ég beið spennt eftir að hitta þessa merku konu og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Hún útskýrði ansi margt og hefur reynst okkur mjög vel, bæði meðan á meðferð stóð og einnig eftir hana.   Hún reyndi alltaf ef mögulegt var að spara okkur ferð á spítalann, kom heim til okkar mörgum sinnum til að taka blóð og gefa lyf og það var alltaf hægt að bjalla eða senda henni sms. Maður reyndi að vera ekki að trufla hana utan vinnutíma en ef maður var mjög stressaður og neyddist til að hringja eða senda sms, þá var manni og er enn svarað um hæl.“

9

Börn með krabbamein - 9


Níu og hálf milljón frá Team Rynkeby   Team Rynkeby hefur stimplað sig rækilega inn sem helsti styrktaraðili Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.   Lárus Frans Guðmundsson og Viðar Einarsson komu á fund félagsins árið 2014 og sögðu frá því að þeir hefðu kynnst framtakinu í Danmörku og þá langaði að koma á laggirnar Íslandsdeild Team Rynkeby. Það fylgdi með í kaupunum að allt það fjármagn sem safnaðist í tengslum við verkefnið yrði afhent Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.   Það var auðsótt að fá samþykki félagsins fyrir samstarfi. Team Rynkeby stendur afar vel að öllu skipulagi og þurftu þeir Lárus og Viðar að fara í gegnum langt og strangt undirbúningsferli áður en hægt var að búa til lið á Íslandi, m.a. að taka sjálfir þátt með dönskum liðum.   Viðar varð svo liðsstjóri á Íslandi og auglýst var eftir þátttakendum sumarið 2016. Liðið var valið og æfði stíft fram að hjólaævintýrinu sjálfu, að hjóla 1.200 km frá Kaupmannahöfn til Parísar á átta dögum í júlí.   Afraksturinn var afhentur á skemmtilegri samkomu í Smáralind í september, tæp níu og hálf milljón króna.

Liðið sem hjólar sumarið 2018 hefur verið valið, æfir af kappi og er byrjað að safna styrkjum. Félagið þakkar kærlega fyrir þennan risastóra styrk og hlakkar til að fylgjast með og taka þátt í ævintýrum Team Rynkeby á næstum árum. Um Team Rynkeby   Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðastarf. Þátttakendur þess hjóla á hverju ári til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra.   Team Rynkeby var stofnað árið 2002 þegar 11 hjólreiðamenn sem tengdust Rynkeby Foods ákváðu að hjóla til Parísar til að sjá þátttakendur í Tour de France koma í mark í París.   Rynkeby Foods var aðalstyrktaraðili ferðarinnar en önnur fyrirtæki aðstoðuðu einnig. Reyndar stóðu þátttakendurnir í fyrsta Team Rynkeby-liðinu sig svo vel í að safna styrkjum að þeir afgang upp á rúmar 700 þúsund krónur þegar liðið sneri aftur til Danmerkur.

Team Rynkeby gaf peningana til deildar krabbameinssjúkra barna við háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum í Danmörku og þar með var hefðinni komið á.   Team Rynkeby samanstendur af 1.700 hjólreiðamönnum, sem valdir eru úr þúsundum umsækjenda, og 450 aðstoðarmönnum sem skiptast í 44 lið frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og Íslandi.   Stærsta hluta ársins þurfa þátttakendur ekki eingöngu að vera færir um að hjóla 1.200 km til Parísar – þeir skuldbinda sig einnig til að taka þátt í að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra.   Rynkeby Foods greiðir allan umsýslu- og starfsmannakostnað af verkefninu, sem þýðir að það fé sem Team Rynkeby safnar í hverju landi rennur óskipt til styrktarfélaga krabbameinssjúkra barna í viðkomandi landi en styrkir verkefnisins árið 2016 numu alls 1.150 milljónum íslenskra króna. TAKK FYRIR OKKUR e

Mynd: Una Gunnarsdóttir

10


Ljรณsmyndir: Mikkel Tholstrup Dahlqvist

11


Jólastund í Áskirkju

Jólastund SKB verður að þessu sinni haldin í Áskirkju við Vesturbrún. Dagsetningin er 20. desember, afmælisdagur Sigurbjargar Sighvatsdóttur, velgjörðakonu félagsins. Veitingar verða, eins og undanfarin ár, í boði félagskvenna í Lionsklúbbnum Ýri í Kópavogi. Sr. Pálmi Matthíasson ávarpar samkomuna, jólasveinarnir mæta með nammipoka og Þórir Úlfarsson og félagar leika fyrir dansi í kringum jólatréð. Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig á Facebook-viðburðinum Jólastund SKB eða í tölvupósti, skb@skb.is. Jólastundin hefst kl. 17.00.

Takk, Þrastalundur! Veitingahúsið Þrastalundur við Sogið bauð öllum félagsmönnum í SKB, sem vildu þiggja, í bröns í ágúst. Fjölmargir félagsmenn nýttu sér þetta góða boð og gerðu góðan róm að veitingunum, þjónustunni og umhverfinu. SKB þakkar eigendum og starfsmönnum Þrastalundar kærlega fyrir. Við kunnum svo sannarlega vel að meta.

Árshátíð í Tjarnarbíói Takið daginn frá!

Árshátíð SKB verður haldin 17. mars 2018 í Tjarnarbíói. Í boði verða veglegar veitingar og skemmtun sem enginn má missa af.

12


JÓLAKORT SKB

eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur og Elsu Nielsen

10 SAMAN Í PAKKA Á 1.600 kr.

PAKKASPJÖLD

10 SAMAN Í PAKKA Á 500 kr. 13

Börn með krabbamein - 13


Hlýhugur í Múlakoti Sumarhátíð SKB var haldin í Fljótshlíðinni síðustu helgina í júlí, venju samkvæmt, en í fyrsta sinn á nýjum stað – að þessu sinni í Múlakoti í boði félagsmanna í AOPA, Félagi íslenskra einkaflugmanna. Aðstaðan í Múlakoti er öll eins og best verður á kosið og allir dagskrárliðir voru á sínum stað

og meira að segja veðrið hefði getað verið miklu verra! Félagsmenn í SKB þakka gestgjöfum sínum kærlega fyrir frábærar móttökur, góðan aðbúnað og þann hlýja hug sem þeir sýna okkur í verki ár eftir ár. Meðfylgjandi myndir lýsa ævintýrum og stemmingu sumarhátíðar. Myndir: Gréta Ingþórsdóttir

Áttan er vinsælasta hljómsveit landsins meðal yngri kynslóðarinnar. Það var því ekki lítil gleði meðal viðstaddra þegar Sonja, Egill og Nökkvi birtust á föstudagskvöldið og sungu öll sín bestu lög.

Krakkarnir drógu ekki af sér í nammileitinni. Nammiregnið er hápunktur sumarhátíðar fyrir suma...

14

14 - Börn með krabbamein


Félagar í AOPA buðu í útsýnisflug og hafa sjaldan fleiri flugvélar tekið þátt í því. Útsýnisflugið er hápunktur sumarhátíðar fyrir flesta.

Það vakti mikla lukku þegar þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNÁ, var lent í Múlakoti og félagsmönnum í SKB boðið að skoða. Svo stilltu allir sér upp fyrir myndatöku áður en áhöfnin kvaddi.

Bubbluboltar eru ótrúlega skemmtilegt dót og það þurfti bókstaflega að draga börnin út úr þeim að lokum..

15

Börn með krabbamein - 15


Hjálpaðu jólasveininum að komast alla leiðina að snarlinu sínu. Hann er mjög svangur, greyið!

Gáta Hver er sá veggur víður og hár, vænum settur röndum, gulur, rauður, grænn og blár gerður af meistara höndum.

?

Svar: Regnboginn

1616 - Börn með krabbamein


Brandarahornið Hvað varð um strákinn sem var svo flinkur að herma eftir fuglunum? Kötturinn át hann. Einu sinni voru tveir vinnu menn sem hétu Vindur og Viður. Bóndinn sendi þá út í skóg að vinna. Eftir smá stund fóru þeir að slást og Viður batt Vind fastan við tré. Þegar bóndinn kom að sækja þá, varð hann hann ferlega fúll og sagði: „Nú leysi ég Vind og rek Við“. „Mamma má ég fá hund á jólunum?“ „Nei, elskan mín, við ætlum að hafa kalkún.“

Hvað er það sem er rautt og hvítt og fer upp og niður? Jólasveinn fastur í lyftu! Hvernig veiðir maður íkorna? Fer upp í tré og hermir eftir hnetu. „Þjónn, er þetta kálfakjötskássa eða kjúklingakássa?“„Hvort pantaðirðu?“ „Af hverju hopparðu svona upp og niður?“ „Læknirinn lét mig fá meðal til að taka og ég gleymdi að hrista flöskuna.“ „Hver ók þegar bíllinn lenti á staurnum?“ „Enginn, lögregluþjónn. Við vorum öll í aftursætinu.“

Jólalegar Oreon a m m trufflukúlur namm AÐFERÐ

UPPSKRIFT 2 x 150 g Oreo-kex 250 g rjómaostur 100 g dökkt súkkulaði 100 g hvítt súkkulaði

1. Myljið kexið. 2. Blandið rjómaostinum saman við kexið. 3. Formið kúlur úr blöndunni og veltið upp úr bræddu súkkulaði. 4. Geymið í ísskáp í klukkutíma. 5. Njótið!

17

Börn með krabbamein - 17


R

eykjavíkurmaraþon er mikilvægt

Stærsti einstaki fjáröflunarviðburður Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna undanfarin ár hefur verið Reykjavíkurmaraþon. Fjölmargir hlauparar hafa skráð sig til leiks á hlaupastyrkur.is og beðið um að áheit á sig renni til SKB eða allt að 200 manns. Afraksturinn af hlaupinu á þessu ári nemur rúmlega 5,4 milljónum króna og skiptir slík fjárhæð verulegu máli í starfsemi félagsins.   Félagið var með bás á sýningunni Fit&Run í Laugardalshöll í aðdraganda hlaupsins eins og undanfarin ár. Þar voru hlaupurum afhentir bolir og tattú með merki félagsins, auk þess sem höfuðbönd voru þar til sölu. Það er gaman að fá tækifæri til að hitta hlauparana og þakka þeim fyrir það sem þeir leggja á sig í þágu félagsins.

Hvatningarstöð félagsins var í Ánanaustum og gerði hópurinn, sem þar stóð vaktina, sitt besta til að hvetja hauparana áfram. Þeir sem hlupu fyrir SKB fengu auðvitað mesta hvatningu en það var klappað fyrir öllum öðrum líka.   Reykjavíkurmaraþon er mikilvægur íþróttaviðburður en ekki síður samfélagslegur og dregur hann athyglina að ýmsum mikilvægum málefnum og gefur góðgerðar- og líknarfélögum tækifæri til að safna áheitum og kynna sig. Íþróttabandalagi Reykjavíkur, Reykjavíkurborg, Íslandsbanka, hlaupurum, þeim sem hétu á hlaupara og þeim sem hvöttu af hliðarlínunni er þakkað af heilum hug. Við hlökkum til að endurtaka leikinn á næsta ári!

NÝTT VONAR-ARMBAND hannað af Inga í Sign

Jólagjöfin í ár

8.400 kr. Fæst á skb.is

STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

18 - Börn með krabbamein 18


Við þökkum stuðninginn Reykjavík

101 Brim hf., Fiskislóð 14. Elísa Guðrún ehf., Klapparstíg 25-27. Evrópulög ehf., Garðarstræti 37. Exton ehf., Fiskislóð 10. Forum lögmenn ehf., Aðalstræti 6, 5. h. Gilbert úrsmiður, Laugavegi 62. Gleraugnasalan 65, Laugavegi 65. Gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar, Laugavegi 71. Hamborgarabúlla Tómasar, Geirsgötu 1. Hókus Pókus ehf., Laugavegi 69. Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli. Kaffibaunin ehf., Laugavegi 54. Klif ehf., heildverslun, Grandagarði 13. Kurt og Pí ehf., Skólavörðustíg 2. Kvika ehf., Bjargarstíg 15. Linsan ehf., Skólavörðustíg 41. Listasafnið Hótel Holt, Bergstaðastræti 37. Pétursbúð, Ránargötu 15. Raftíðni ehf., Grandagarði 16. Rosso ehf., Laugavegi 40a. Sigurjón Arnlaugsson ehf., Skólavörðustíg 14. Sínus ehf., Grandagarði 1a. Skipaþjónusta Íslands ehf., Grandagarði 18. Skór ehf., ítölsk hönnun, Laugavegi 49. Sögn ehf., Laugavegi 176, 2. h.t.v. Tækniskólinn ehf., Skólavörðuholti. Tannþing ehf., Þingholtsstræti 11. Ullarkistan, Laugavegi 25. Úti og inni sf., Þingholtsstræti 27. Vélaviðgerðir ehf., Fiskislóð 81. Verslunin Brynja, Laugavegi 29. Yrki arkitektar, Hverfisgötu 76. Zymetech ehf., Fiskislóð 39. 103 Betra líf - Borgarhóll ehf., Kringlunni 8-12. E.G. skór ehf., Kringlunni 8. Gjögur hf., Kringlunni 7. Green Energy Iceland ehf., Kringlunni 5. Landslagnir ehf., Lautarvegi 30. Lögfræðistofa Ólafs Gústafssonar, Kringlunni 7. Sér ehf., Kringlunni 8-12. Skóarinn í Kringlunni ehf., Kringlunni 4-12. Ungfrúin góða, Kringlunni 4-12. Verzlunarskóli Íslands, Ofanleiti 1. Vinnumálastofnun, Kringlunni 1. 104 Arka heilsuvörur ehf., Sundaborg 1. Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152. Aros ehf., Sundaborg 5. Bólsturverk sf., Kleppsmýrarvegi 8. Cargo Express ehf., Köllunarklettsvegi 2. Danfoss hf., Skútuvogi 6. E.T. ehf., Klettagörðum 11. Fóðurblandan hf., Korngörðum 12. Garðmenn ehf., Skipasundi 83. Guðmundur Arason ehf., Smíðajárn, Skútuvogi 4. Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 11. Hilmar D. Ólafsson ehf., Langholtsvegi 13. K.F.O. ehf., Sundagörðum 2. Nýi ökuskólinn ehf., Klettagörðum 11. Ólafur Þorsteinsson ehf.,Vatnagörðum 4. Passamyndir ehf., Sundaborg 7. Pasta ehf., Súðarvogi 6. Pípulagnaverktakar ehf., Langholtsvegi 109. Rafás ehf., Súðarvogi 52. Rannsóknarstofan Glæsibæ ehf., Álfheimum 74. Renniverkstæði Jóns Þorgr. ehf., Súðarvogi 18. Rolf Johansen & Co ehf., Skútuvogi 10a. Spennandi ehf., Eykjuvogi 29. Stólpi-gámar ehf., Klettagörðum 5. Straumhvarf hf.,Vatnagörðum 8. Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1. 105 Martec ehf., Blönduhlíð 2.

Arkþing ehf., Bolholti 8, 2.h. BBA Legal ehf., Katrínartúni 2. Borgarbílastöðin ehf., Þórunnartún 2. Efling stéttarfélag, Sætúni 1. Endurskoðendaþjónustan ehf., Skipholti 50d. Ennemm ehf., Skeifunni 10. F.Í.B., Borgartúni 33. Hagvangur ehf., Skógarhlíð 12. Hár og hamar ehf., Hrísateigi 47. Hótel Klettur ehf., Borgartúni 32. Hrafnhildur Sigurðardóttir ehf., Engjateigi 5. Íslensk endurskoðun ehf., Bogahlíð 4. Kjöthöllin ehf., Skipholti 70. Kynning og markaður - KOM ehf., Höfðatorgi Höfðatúni 2. Landsbréf hf., Borgartúni 33. Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89. Optic Reykjavík ehf., Hamrahlíð 17. Reykjavíkurborg, Borgartúni 12-14. RR hótel ehf., Laugavegi 182. Saumsprettan ehf., Katrínartúni 2. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs., Skógarhlíð 14. Smith & Norland hf., Nóatúni 4. Stjá sjúkraþjálfun ehf., Hátúni 12. Tannlækningar ehf., Skipholti 33. Tannréttingar sf., Snorrabraut 29. Tannsmiðafélag Íslands, Borgartúni 35. Teiknistofan Arkitektar ehf., Brautarholti 6. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1. VA arkitektar ehf., Borgartúni 6. Öskjuhlíðarskóli, Suðurhlíð 9. 107 Ragnar V. Sigurðsson ehf., Reynimel 65. Trivium ráðgjöf ehf.,Tómasarhaga 19. 108 Aðalvík ehf., Síðumúla 13. Almenna bílaverkstæðið ehf., Skeifunni 5. Apparat, Ármúla 24. Álnabær, Síðumúla 32. Berserkir ehf., Heiðargerði 16. BF útgáfan, Fákafeni 11. Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23, 3.h. Bókhaldsstofa Haraldar slf., Síðumúla 29. Bólstursmiðjan slf., Síðumúla 33. Eignamiðlunin ehf., Grensásvegi 11. Eirvík ehf., Suðurlandsbraut 20. Fasteignasalan Miklaborg ehf., Lágmúla 4. Fylgifiskar ehf., Suðurlandsbraut 10. Garðs apótek ehf., Sogavegi 108. Geotek ehf., Álftamýri 69. Glófaxi ehf., Ármúli 42. Hagkaup, Skeifunni 15. Hitastýring hf., Ármúla 16. Intellecta ehf., Síðumúla 5. Ísmar ehf., Síðumúla 28. Kleifarás dreifing ehf., Ármúla 22. Knattborðsstofan Klöpp ehf., Faxafeni 12. Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 26. Navi ehf., Grensásvegi 44. Nínukot ehf., Síðumúli 13. Óskirnar þrjár ehf., Lágmúla 5. Sigurjónsson & Thor ehf., Lágmúla 7, 3.h. SÍBS, Síðumúla 6. Stjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46. Storkurinn ehf., Síðumúli 20. Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17. Tannbein ehf., Faxafeni 5. TEG endurskoðun ehf., Grensásvegi 16. THG arkitektar ehf., Faxafeni 9. Tölvar ehf., Síðumúla 1. Valhöll fasteignasala ehf., Síðumúla 27. 109 Efnalaugin Björg., Álfabakka 12. Fiskbúð Hólmgeirs ehf., Þönglabakka 6. Gnýr ehf., Stallaseli 3. Gullsmiðurinn Mjódd, Álfabakka 14b. Læknasetrið ehf., Þönglabakka 6.

Sveinsbakarí, Arnarbakka 4-6. Tannlæknar Mjódd ehf., Þönglabakka 1. 110 Á.T.V.R., Stuðlahálsi 2. Árbæjarapótek ehf., Hraunbæ 115. B.B. bílaréttingar ehf.,Viðarhöfða 6. B.M.Vallá ehf., Bíldshöfða 7. Bílahöllin-Bílaryðvörn hf., Bíldshöfða 5. Bílamálun Sigursveins Sigurðssonar, Hyrjarhöfða 4. Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16. Bílhagi, Eirhöfða 11. Bókhaldsþjónusta Arnar Ingólfssonar ehf., Nethyl 2. Félag hársnyrtisveina, Stórhöfða 25. Flutningaþjónusta Arnars ehf., Þingási 46. Grænn markaður ehf., Réttarhálsi 2. Hagi ehf., Stórhöfða 37. Hamborgarabúlla Tómasar, Bíldshöfða 18. Hreinsitækni ehf., Stórhöfða 37. Höfðakaffi ehf.,Vagnhöfða 11. Ísleifur Jónsson ehf., Draghálsi 14-16. Íslensk-ameríska ehf.,Tunguhálsi 11. Ísold ehf., Nethyl 3-3a. K.H.G. þjónustan ehf., Eirhöfða 14. Kjötsmiðjan ehf., Fosshálsi 27. Kólus ehf.,Tunguhálsi 5. Kraftur hf.,Vagnhöfða 1. Lagnalagerinn ehf., Fosshálsi 27. www.lagnalagerinn.is Litla bílasalan ehf., Eirhöfða 11. Lögmenn Höfðabakka ehf., Höfðabakka 9. Magnús og Steingrímur ehf., Bíldshöfða 14. Opin kerfi ehf., Höfðabakka 9. Orka ehf., Stórhöfða 37. Ó. Johnson & Kaaber ehf.,Tunguhálsi 1. Ósal ehf.,Tangarhöfða 4. Premis ehf., Hádegismóum 4. Rafiðnaðarskólinn ehf., Stórhöfða 27. Rafsvið sf.,Viðarhöfða 6. Rarik ohf., Dvergshöfða 2. Reki ehf., Höfðabakka 9. Réttverk ehf.,Viðarhöfða 2. RJ verkfræðingar ehf., Stangarhyl 1a. S B S innréttingar, Hyrjarhöfða 3. Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, Nethyl 2e. Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða sf., Stórhöfða 17. Skilvís ehf., Stórhöfða 33. Skipulag og stjórnun ehf., Deildarási 21. Skorri ehf., Bíldshöfða 12. Smur- og viðgerðarþjónustan ehf., Hyrjarhöfða 8. Sólarfilma ehf.,Tunguhálsi 8. Stansverk ehf., Hamarshöfða 7. Steypustöðin ehf., Malarhöfða 10. Stoð pallaleiga ehf.,Tunguhálsi 17. Trésmiðja GKS ehf., Funahöfða 19. Tæknivélar ehf.,Tunguhálsi 5. Vagnar og þjónusta ehf.,Tunguhálsi 10. Vélaverkstæðið Kistufell ehf.,Tangarhöfða 13. Vélsmiðja Einars Guðbrandssonar sf., Funahöfði 14. Vogabær ehf., Bitruhálsi 2. Þorsteinn Bergmann ehf., Hraunbæ 102. 111 Skolphreinsun Ásgeirs sf., Unufelli 13. 112 Alhliða málun, málningarþjónusta ehf., Mosarima 23. Áltak ehf., Fossaleyni 8. Bifreiðaverkstæði Grafarvogs ehf., Gylfaflöt 24-30. Bílastjarnan ehf., Bæjarflöt 10. Biobú ehf., Gylfaflöt 24. G.Á. verktakar sf., Austurfold 7. Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf., Gylfaflöt 3. Hársnyrtistofan Höfuðlausnir sf., Hverafold 1-3. Húsalagnir ehf., Gylfaflöt 20. I am Happy slf., Brekkuhúsum 1. J. S. Gunnarsson hf., Fossaleyni 10. Krumma ehf., Gylfaflöt 7. Landsnet hf, Gylfaflöt 9.

19

Börn með krabbamein - 19


M.G.-félag Íslands, Leiðhömrum 23. Merking ehf.,Viðarhöfða 4. Rima apótek ehf., Langarima 21-23. ÞÓB vélaleiga ehf., Logafold 147. Tilraunastöð HÍ í meinafræði, Keldum við Vesturlandsveg. Tomco ehf.,Vesturhúsum 20. Valur Helgason ehf.,Vættaborgum 60. Vélsmiðjan Harka hf., Hamarshöfði 7. Víkurós ehf., Bæjarflöt 6. 113 K. Pétursson ehf., Kristnibraut 29. Topplagnir ehf., Gvendargeisla 68. 116 Siggi danski ehf., Esjumelum 5. Stjörnuegg hf.,Vallá. Annað 101 (einn núll einn) hótel ehf. Fjárhald ehf. Dómkirkjan í Reykjavík. Hringás ehf. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Hverfisgötu 115. Löndun ehf. Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4. Premier Tax Free ehf. Rafver ehf. Reiknistofa bankanna hf., Katrínartúni 2. Tónmenntaskóli Reykjavíkur.

Seltjarnarnes

Hreyfiland ehf.,Valhúsabraut 37. Rafþing, rafverktaki, Bollagörðum 43. Vekurð ehf., Hofgörðum 11.

Vogar

Hársnyrtistofa Hrannar,Vogagerði 14. Kvenfélagið Fjóla, Leirdal 12.

Kópavogur

200 Áliðjan ehf., Bakkabraut 16. Allianz Ísland hf., Digranesvegi 1. AMG Aukaraf ehf., Dalbrekku 16. Bakkabros ehf., Hamraborg 5. Bifreiðastillingin ehf., Smiðjuvegi 40d. Bifreiðaverkstæði Jónasar ehf., Skemmuvegi 46. Bifreiðaverkstæði Kópavogs ehf., Smiðjuvegi 2. Bílaklæðningar hf., Kársnesbraut 100. Bílamálunin Varmi ehf., Auðbrekku 14. Bílavarahlutir ehf., Skemmuvegi 34. Bliki bílamálun / réttingar ehf., Smiðjuvegi 38e. Bolasmiðjan ehf., Smiðjuvegi 28. BRA ehf., Auðbrekku 27. Einkabílar ehf., Smiðjuvegi 44e. Ferðaskrifstofa Kynnisferða ehf.,Vesturvör 34. Hárný ehf., Nýbýlavegi 28. Hilmar Bjarnason ehf., rafverktaki, Smiðjuvegi 11. Húseik ehf., Bröttutungu 4. Hvergiland ehf., Hjallabrekku 1. JSÓ ehf., Smiðjuvegi 4b. Klukkan, verslun, Hamraborg 10. Kvenfélag Kópavogs, Hamraborg 10, 2h.t.v. Lakkskemman ehf., Skemmuvegi 30. Loft og raftæki ehf., Hjallabrekku 1 (Dalbrekkumegin). Öreind sf., Auðbrekku 3. Raftækjavinnustofa Einars, Kársnesbraut 106. RS ehf., Hamraborg 10. SE ehf., Fjóluhvammi 6. www.hsn.is S.S. gólf ehf., Borgarholtsbraut 59. Sérmerkt ehf., Smiðjuvegi 11 (gul gata). Stífluþjónustan ehf., Nýbýlavegi 54. Stjörnugarðar ehf., Bakkabraut 6. Svanur Ingimundarson málarameistari, Naustavör 8. Vatn ehf., Skólagerði 40. Vatnsvirkinn ehf., Smiðjuvegi 11. 201 Á.K. Ssúkraþjálfun ehf., Skjólsölum 3. ÁF-hús ehf., Bæjarlind 4.

20

20 - Börn með krabbamein

Arkus ehf., Núpalind 1. Bendir ehf., Hlíðasmára 13. Betra bros ehf., Hlíðasmára 14. dk hugbúnaður ehf., Smáratorgi 3. Dýrabær ehf., Miðsölum 2. Fagtækni ehf., Akralind 6, 1.h. Feris ehf., Dalvegi 16b. Hagbær ehf., Þorrasölum 14. Iðnaðarlausnir ehf., Hlíðasmára 9. Innlifun ehf., Brekkusmára 2. Kírópraktorstofa Íslands ehf., Sporthúsinu, Dalsmára 9-11. Klippistofa Jörgens ehf., Bæjarlind 1. Knattspyrnudeild Breiðabliks, Dalsmára 5. Kraftvélar ehf., Dalvegi 6-8. Libra ehf., Bæjarlind 2, 3.h. Löggiltir endurskoðendur ehf., Hlíðasmára 4. MHG verslun ehf., Akralind 4. Prófíll tannréttingar ehf., Hlíðasmára 17. www.dogma.is Rafbraut ehf., Dalvegi 16b. Rafsetning ehf., Björtusölum 13. TÁP ehf., Hlíðasmára 15. Þakpappaþjónustan ehf., Þorrasölum 13. Vaxa ehf., Askalind 2. VEB verkfræðistofa ehf., Dalvegi 18. Verkfræðistofa Bjarna Viðar ehf., Hlíðasmára 2. 202 Vetrarsól ehf., Askalind 4. 203 Adesso ehf., Kleifakór 7. Básfell ehf., Flesjakór 20. Kambur ehf., Geirlandi v/Suðurlandsveg. NOKK ehf.,Víkurhvarf. Títan fasteignafélag ehf.,Vatnsendabletti 235. Vatnsvirkjar ehf., Álfkonuhvarfi 23.

Garðabær

Alþjóðaskólinn á Íslandi ehf., Sunnuflöt 43. Apótek Garðabæjar ehf., Litlatúni 3. Fitjaborg ehf., Háholti 8. Garðabær, Garðatorgi 7. Geislatækni ehf. , Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c. Gæludýrabúðin Fisko ehf., Kauptúni 3. Hjallastefnan ehf.,Vífilsstaðavegi 123. Hurðaborg ehf., Sunnuflöt 45. KAPP ehf., Miðhrauni 2. Loftorka Reykjavík ehf., Miðhrauni 10. Metatron ehf., Stekkjarflöt 23. Samhentir - umbúðalausnir ehf., Suðurhrauni 4. Sámur sápugerð ehf., Lyngási 11. Sjóklæðagerðin hf., Miðhrauni 11. Smurstöðin Garðabæ ehf., Litlatúni 1. Vörukaup ehf., Miðhrauni 15.

Hafnarfjörður

220 Bergþór Ingibergsson, Breiðvangi 4. Bílamálun Alberts ehf., Stapahrauni 1. Bílaverkstæði Birgis ehf., Grandatröð 2. Brettasmiðjan ehf., Hvaleyrarbraut 8. Burger-inn ehf., Flatahrauni 5a. Dalshraun 12 ehf., Hraunbrún 13. Dekkjasalan ehf., Dalshrauni 16. E. Pétursson ehf., Drangahrauni 10. Eiríkur og Einar Valur hf., Breiðvangi 4. Eldvarnarþjónustan, Móabarði 37. Essei ehf., Hólshrauni 5. Fjöl-smíð ehf., Stapahrauni 5. Fjörukráin ehf., Strandgötu 55. Fura málmendurvinnslan ehf., Hringhellu 3. Gára ehf., Bæjarhrauni 2. Gullsmiðir Bjarni & Þórarinn ehf., Strandgötu 37. H. Jacobsen ehf., Reykjavíkurvegi 66. Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4. H-Berg ehf., Grandatröð 12. Húsheild ehf., Smyrlahrauni 47. Icetransport ehf., Selhellu 9. Ingvar og Kristján ehf., Trönuhrauni 7c. Krossborg ehf., Stekkjarhvammi 12. Markus Lifenet ehf., Hvaleyrarbraut 3. Ópal sjávarfang ehf., Grandatröð 4.

Rafgeymasalan ehf., Dalshrauni 17. Rafrún ehf., Gjótuhrauni 8. Raf-X ehf., Melabraut 27. Sóley Organics ehf., Bæjarhrauni 10. Stoðtækni ehf., Lækjargötu 34a. Sætoppur ehf., Lónsbraut 6. Tannlæknastofa Harðar V. Sigmars sf., Reykjavíkurvegi 60. Vélsmiðja Konráðs Jónssonar sf., Helluhrauni 20. 221 Alexander Ólafsson ehf., Álfhellu 1. Byggingafélagið Sakki ehf., Hlíðarási 11. DGJ málningarþjónusta ehf., Glitvöllum 17. Einar í Bjarnabæ ehf., Spóaási 6. Elmax ehf., Fléttuvöllum 15. Fínpússning ehf., Rauðhellu 13. Gámaþjónustan hf., Berghellu 1. Hlaðbær-Colas hf., Gullhellu 1. Léttfeti ehf., Steinhellu 12. Sáning ehf., Úthlíð 23. Smíðaverk ehf., Skútahrauni 5. Umbúðamiðlun ehf. Verktækni ehf., Lyngbergi 41.

Álftanes

Garðaþjónusta Íslands ehf., Norðurtúni 7.

Reykjanesbær

A-stöðin ehf., Hafnargötu 12b. BG veitingar ehf. Bílrúðuþjónustan ehf., Grófinni 15c. Blikksmiðja Ágústar Guðjónsson ehf., Vesturbraut 14. BLUE Car Rental ehf., Fitjabakki 1e. Dacoda ehf., Hafnargötu 62. DMM lausnir ehf., Hafnargötu 91. Happy Campers ehf., Stapabraut 21. IceMar ehf., Hafnargötu 17. IGS ehf., Fálkavöllum 13. Kast ehf., Hafnargötu 35. Nesraf ehf., Grófinni 18a. OSN ehf. Rörvirki sf., Óðinsvöllum 11. Skipting ehf., Grófinni 19. Skólar ehf., Klettatröð 2314. Suðurflug ehf., bygging 810, Keflavíkurflugvelli. Tækniþjónusta S.Á. ehf., Hafnargötu 60. Þórðarfell ehf., Tjarnabraut 24. Þvottahöllin ehf., Grófinni 17a. Tjarnartorg ehf., Norðurvöllum 32. TM bygg ehf., Steinási 31. Traðhús ehf., Kirkjuvogi 11. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4. Verslunarmannafélag Suðurnesja,Vatnsnesvegi 14. Víkurfréttir ehf., Grundarvegi 23. Æco bílar ehf., Njarðarbraut 19.

Grindavík

Björgunarsveitin Þorbjörn, Seljabót 10. Fjórhjólaævintýri ehf., Fornuvör 9. Hópsnes ehf.,Verbraut 3. Northern Light á Íslandi ehf., Bláalónsvegi 1. Vísir hf., Hafnargötu 16.

Sandgerði

Grunnskólinn í Sandgerði, Skólastræti. Sandgerðisbær, Miðnestorgi 3.

Garður

Gröfuþjónusta Tryggva Einars ehf., Lyngbraut 7. GSE ehf., Skagabraut 44a. Gunnar Hámundarson ehf., Urðarbraut 2. Sunnugarður ehf., Sunnubraut 3.

Mosfellsbær

Afltak ehf.,Völuteigi 1. Dalsbú ehf., Helgadal. Elektrus ehf., Bröttuhlíð 1. Garðagróður ehf., Suðurreykjum 2. Glertækni ehf.,Völuteigi 21. Guðmundur S Borgarsson ehf., Reykjahvoli 33. Kvenfélag Kjósarhrepps


Mosfellsbakarí hf., Háholti 13-15. Múr og meira ehf., Brekkutanga 38. Nonni litli ehf., Þverholti 8. Reykjalundur, Reykjalundi. Skálatúnsheimilið, Skálatúni. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Hlégarði. Sæbúð ehf., Furubyggð 21. Trostan ehf., Leirvogstungu 29. Vélsmiðjan Sveinn ehf., Flugumýri 6.

Akranes

Bílasala Akraness ehf., Smiðjuvöllum 17. Eyrarbyggð ehf., Eyri. Hafsteinn Daníelsson ehf., Geldingaá. JG tannlæknastofa sf., Kirkjubraut 28. Model ehf., Þjóðbraut 1. Rafþjónusta Sigurdórs ehf., Kirkjubraut 37. Sjúkraþjálfun Georgs, Kirkjubraut 28. Skaginnn 3x, Bakkatúni 26. Spölur ehf., Kirkjubraut 28. Straumnes ehf., Krókatúni 22-24. Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf., Smiðjuvöllum 10.

Borgarnes

Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13-15 Ferðaþjónustan Húsafelli ehf., Húsafelli 3. Framköllunarþjónustan ehf., Brúartorgi 4. Garðyrkjustöðin Varmalandi,.Reykholtsdal Landnámssetur Íslands ehf., Brákarbraut 13-15. PJ byggingar ehf., Hvanneyrargötu 3. Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8. Tannlæknastofa Hilmis ehf., Berugötu 12. Útfararþjónusta Borgarfjarðar, Borgarbraut 4. Vélabær ehf., Bæ, Bæjarsveit.

Stykkishólmur

Bókhaldsstofan Stykkishólmi ehf., Aðalgötu 20. Höfðagata 1 ehf., Höfðagötu 1.

Grundarfjörður

Bifreiðaþjónusta Snæfellsness ehf., Sólvöllum 5. Rútuferðir ehf., Ölkelduvegi 5.

Ólafsvík

Steinunn hf., Bankastræti 3. Valafell ehf., Sandholti 32.

Hellissandur

Breiðavík ehf., Háarifi 53, Rifi. Hjallasandur ehf., Dyngjubúð 4. Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf., Hellu. Hraðfrystihús Hellissands hf., Hafnarbakka 1. Kristinn J Friðþjófsson ehf., Háarifi 5 Rifi.

Reykhólahreppur

Reykhólahreppur, Maríutröð 5a. Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum

Ísafjörður

GG málningarþjónusta ehf., Aðalstræti 26. Hamraborg ehf., Hafnarstræti 7. Orkubú Vestfjarða ohf., Stakkanesi 1. Sjúkraþálfun Vestfjarða ehf., Eyrargötu 2. Ævintýradalurinn ehf., Heydal.

Bolungarvík

Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12. Endurskoðun Vestfjarða ehf., Aðalstræti 19. Ráðhús ehf., Miðstræti 1. S.Z.Ól. trésmíði ehf., Hjallastræti 26. Sigurgeir G. Jóhannsson ehf., Hafnargötu 17. Verkalýðs og sjómannafélag Bolungarvíkur, Hafnargötu 37. Vélvirkinn sf., Hafnargötu 8.

Suðureyri

Klofningur ehf., Aðalgötu 59.

Patreksfjörður

Árni Magnússon, Túngötu 18. Eiður B Thoroddsen, Sigtúni 7. Grunnslóð ehf., Arnórsstöðum-Neðri.

Skógræktarfélag Patreksfjarðar, Sigtúni 7. Vesturbyggð, Aðalstræti 63.

Tálknafjörður

ESG-veitingar ehf., Bugatúni 10. Hjallastefnan ehf. v/Tálknafjarðarskóla, Sveinseyri. TV-verk ehf., Strandgötu 37.

Bíldudalur

Lás ehf., Hafnarbraut 10.

Staður

Reykjatangi ehf., Reykjaskóla.

Hólmavík

Bjartur ehf.,Vitabraut 17. Hólmadrangur ehf., Kópnesbraut 2. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Höfðatúni 4.

Hvammstangi

Bílagerði ehf., Ásbraut 6. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Strandgötu 1. Kvenfélagið Freyja, Hlíðarvegi 25. Villi Valli ehf., Bakkatúni 2. Brauð- og kökugerðin ehf., Hvammstangabraut 13a.

Blönduós

Blönduósbær, Hnjúkabyggð 33. Brunavarnir Austur-Húnvetninga, Norðurlandsvegi 2. Húnavatnshreppur, Húnavöllum. Húsherji ehf., Svínavatni, Svínavatnshreppi. Ísgel ehf., Efstubraut 2. Kvenfélag Svínavatnshrepps, Auðkúlu 2. Léttitækni ehf., Efstubraut 2. Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1.

Skagaströnd

Kvenfélagið Hekla. Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3. Trésmiðja Helga Gunnarssonar ehf., Mánabraut 2.

Sauðárkrókur

Bifreiðaverkstæðið Sleitustöðum. Flokka ehf., Ártúni 13. Friðrik Jónsson ehf., Borgarröst 8. Hólalax hf., Hólum 1. Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Grenihlíð 11. Raðhús ehf., Akurhlíð 1. Skagafjarðarveitur – hitaveita, Borgarteig 15. Stoð ehf., Aðalgata 21. Vörumiðlun ehf., Eyrarvegur 21.

Varmahlíð

Álftagerðisbræður ehf., Álftagerði. Skógræktarfélag Skagfirðinga, Marbæli. Ævintýraferðir ehf.,Vegamótum.

Hofsós

Vesturfarasetrið, Suðurbraut 8. Víkursmíði ehf., Kirkjugötu 7.

Blikkrás ehf., Óseyri 16. Bútur ehf., Njarðarnesi 9. Enor ehf., Hafnarstræti 53. Garðverk ehf. Gersemi Þröstur ehf., Hafnarstræti 96. Hafnasamlag Norðurlands, Fiskitanga. Hlíð ferðaþjónusta ehf., Huldugili 5. Hlíðarskóli, Skjaldarvík. Húsprýði sf., Múlasíðu 48. Höldur ehf., Tryggvabraut 12. Index tannsmíðaverkstæði ehf., Kaupangi v/ Mýrarveg. India karry kofi ehf., Þórunnarstræti 112. Ísabella ehf., Hafnarstræti 97. Íslensk verðbréf hf., Strandgötu 3. Keahótel ehf. Kollgáta ehf., Glerárgötu 28. Ljósco ehf., Ásabyggð 7. Lotta ehf., Strandgötu 13. Malbikun K-M ehf., Óseyri 8. Pípulagnaþj. Bjarna Fannberg Jónasson ehf., Melateigi 31. Rafmenn ehf., Frostagötu 6c. Raftákn ehf., Glerárgata 34. Samherji Ísland ehf., Glerárgötu 30. Samson ehf., Sunnuhlíð 12. Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi. Steypustöð Akureyrar ehf., Sjafnarnesi 2. Straumrás hf., Furuvöllum 3. Tónsport ehf., Strandgötu 3. Trétak ehf., Klettaborg 13. Túnþökusalan Nesbræður ehf., Fjölnisgötu 6i. Vélaleiga Halldórs G. Baldurssonar ehf., Freyjunesi 6. Vélsmiðjan Ásverk ehf., Grímseyjargötu.

Grenivík

Darri ehf., Hafnargötu 1. Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinu. Jónsabúð ehf., Túngötu 1-3.

Dalvík

Daltré ehf., Sunnubraut 12. G. Ben. útgerðarfélag ehf., Ægisgötu 3. Tréverk ehf., Grundargötu 8 -10.

Ólafsfjörður

Fjallabyggð, Ólafsvegi 4.

Hrísey

Eyfar ehf., Norðurvegi 35.

Húsavík

Bílaþjónustan ehf., Garðarsbraut 52. Hafdís Jósteinsdóttir, Túngötu 1. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Auðbrekku 4. www.profill.is Höfðavélar ehf., Höfða 1. Steinsteypir ehf., Haukamýri 3. Sölkuveitingar ehf., Garðarsbraut 6. Val ehf., Höfða 5c. Víkurraf ehf., Garðarsbraut 18.

Mývatn

Fljót

Kvenfélagið Framtíðin, Fljótum.

Eldá ehf., Helluhrauni 15. Skútustaðahreppur, Hlíðavegi 6. Vogar, ferðaþjónusta ehf.,Vogum.

Siglufjörður

Bakkafjörður

Akureyri

Vopnafjörður

Fjallabyggð, Gránugötu 24. Primex ehf., Óskarsgötu 7. Siggi Odds ehf., Hólavegi 36. Akureyrarapótek ehf., Kaupangi, Mýrarvegi. Alkemia ehf., Helgafelli. Átak heilsurækt ehf., Strandgötu 14. B. Hreiðarsson ehf., Þrastalundi. Baugsbót ehf., Frostagötu 1b. Bessi Skírnisson ehf., Kaupangi, Mýrarvegi. Bílaprýði ehf., Laufásgötu 5. Bláa kannan ehf., Hafnarstræti 96. Blikk- og tækniþjónustan ehf., Kaldbaksgötu 2.

Eldá ehf., Helluhrauni 15. Skútustaðahreppur, Hlíðavegi 6. Vogar, ferðaþjónusta ehf.,Vogum. Bílar og vélar ehf., Hafnarbyggð 14a. Sundleið ehf., Steinholti 10. Öryggismiðstöð Austurlands ehf., Hafnarbyggð 1.

Egilsstaðir

Austfjarðaflutningar ehf., Kelduskógum 19 AFL, starfsgreinafélag Austurlands, Miðvangi 2-4. Austfjarðaflutningar ehf., Kelduskógum 19. Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2-4.

21

Börn með krabbamein - 21


Egilsstaðabúið ehf., Egilsstöðum 1. Egilsstaðahúsið ehf., Egilsstöðum 2. Fellabakstur ehf., Lagarfelli 4. Fljótsdalshérað, Lyngási 12. Glerharður ehf., Miðgarði 13. Héraðsprent ehf., Miðvangi 1. Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1. Hótel Eyvindará ehf., Eyvindará 2. Skógar ehf., Dynskógum 4. Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf., Fagradalsbraut 11. Tréiðjan Einir ehf., Aspargrund 1. Ökuskóli Austurlands sf., Lagarfelli 11.

Seyðisfjörður

Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44.

Reyðarfjörður

Launafl ehf., Hrauni 3. Tærgesen ehf., Búðargötu 4.

Eskifjörður

Egersund Ísland ehf., Hafnargötu 2. R.H. gröfur ehf., Helgafelli 9. Slökkvitækjaþjónusta Austurlands ehf., Strandgötu 13a.

Neskaupstaður

G. Skúlason vélaverkstæði ehf., Nesgötu 38. Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6. Verkmenntaskóli Austurlands, Mýrargötu 10.

Breiðdalsvík

AS hótel ehf., Staðarborg. Bifreiðaverkstæði Sigursteins ehf., Selnesi 28-30.

Höfn í Hornafirði

Atlas kírópraktík ehf., Hlíðartúni 41. Erpur ehf., Norðurbraut 9. Farfuglaheimilið Vagnsstöðum. Framhaldsskólinn í A-Skaftafellssýslu, Nýheimum. Funi ehf., Ártúni. Grábrók ehf., Kirkjubraut 53. Hótel Smyrlabjörg ehf., Smyrlabjörgum 1. JÖKLAVERÖLD ehf., Hoffelli 2.

SF-47 ehf., Fiskhóli 9, e.h. Sigurður Ólafsson ehf., Hlíðartúni 21. Skinney - Þinganes hf., Krossey. Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27.

Öræfi

Ræktunarsamband Hofshrepps, Hofi.

Selfoss

ÁR flutningar ehf., Birkigrund 15. Árvirkinn ehf., Eyrarvegur 32. Áslaug Sveinbjarnardóttir, Sólbraut 3. Bílasala Suðurlands ehf., Fossnesi 14. Brekkuheiði ehf., Efri-Brekku. Byggingafélagið Laski ehf., Gagnheiði 9. Fasteignasalan Árborgir ehf., Austurvegi 6. Fossvélar ehf., Hellismýri 7. Gesthús Selfossi ehf., Engjavegi 56. Gljásteinn ehf., Myrkholti. Hitaveitufélag Gnúpverja ehf., Heiðarbrún. Hurðalausnir ehf., Lyngheiði 14. Kvenfélag Gnúpverja. Landstólpi ehf., Gunnbjarnarholti. Léttur ehf., Hrísmýri 6. Máttur sjúkraþjálfun ehf., Háheiði 5. Pro-Ark ehf., Eyrarvegi 31. Pylsuvagninn Selfossi, Berghólum 15. Sjúkraþjálfun Selfoss ehf., Austurvegi 9. Svavar Á Sveinsson, Dalbraut 1. Tæki og tól ehf., Stekkholti 4. Veitingastaðurinn Fljótið ehf., Eyrarvegi 8.

Hveragerði

Ficus ehf., Bröttuhlíð 2. Flóra garðyrkjustöð ehf., Heiðmörk 38. Hveragerðiskirkja. Raftaug ehf., Borgarheiði 11h. Örkin veitingar ehf., Breiðumörk 1c.

Flúðir

Flúðasveppir, Garðastíg 8. Fögrusteinar ehf., Birtingaholti 4. Hrunamannahreppur, Akurgerði 6. Högnastaðabúið ehf., Högnastöðum 2. Varmalækur ehf., Laugalæk.

Hella

Kvenfélagið Sigurvon Skarð, Þykkvabæ. Strókur ehf., Grásteinn. Verkalýðsfélag Suðurlands, Suðurlandsvegi 3.

Hvolsvöllur

Krappi ehf., Ormsvöllum 5. Þórður ehf., Litlagerði 1a.

Vík

Arcanum ferðaþjónusta ehf.,Ytri-Sólheimum 1. Mýrdælingur ehf., Suðurvíkurvegi 5.

Kirkjubæjarklaustur

Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf.

Vestmannaeyjar

Áhaldaleigan ehf., Faxastíg 5. Ásrún Helga Guðmundsdóttir. Frár ehf., Hásteinsvegi 49. Hárhúsið ex ehf., Brimhólabraut 1. Ísfélag Vestmannaeyja hf., Tangagötu 1. Köfun og öryggi ehf., Flötum 22. Langa ehf., Eiðisvegi 5. Ós ehf., Illugagötu 44. Rannsóknarþj.Vestmannaeyjum ehf., Strandvegi 50. Skipalyftan ehf., Eiðinu. Tvisturinn ehf., Faxastíg 36. Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu. Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2. Hönnunarstaðall Hafnarfjarðar

Þorlákshöfn

Járnkarlinn ehf., Unubakka 25. Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1.

Ath. Óheimilt er að nota annað letur en Frutiger Black í merki Hafnarfjarðar MERKI – OG LEYFILEGT LETUR

Laugarvatn

Ásvélar ehf., Hrísholti 11. Menntaskólinn að Laugarvatni.

LETURTEGUND TIL NOTKUNAR MEÐ TÁKNI Frutiger Black

LETURTEGUND TIL NOTKUNAR MEÐ TÁKNI Frutiger Black

6


4,7x4 sm

4,7x4 sm

4,7x4 sm

4,7x4 sm

HRAÐI - GÆÐI - ÞJÓNUSTA

2/23/2017

verifone­logo­primary­pos­2color_highres.jpg (3512×1576)

4,7x4 sm



Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Á þeim vettvangi hefur náðst mikill árangur en enn er mikil þörf fyrir ýmiss konar

10-12 greiningar á ári

Árlega greinast 10-12 börn á Íslandi á aldrinum 0-18 ára með krabbamein. Hvítblæði og heilaæxli eru algengust. Meðferð við krabbameinum í börnum er yfirleitt mjög hörð en þau eru meðhöndluð með skurðaðgerðum, lyfjameðferðum og geislum. Börnin verða veik og máttfarin meðan á meðferð stendur og eru oft lengi að ná upp fyrri styrk. Þau eru gjarnan algjörlega ónæmisbæld þegar þau eru í meðferðarlotum og geta umgangspestir, sem eru flestu fólki meinlausar, reynst stórhættulegar. Þá er gott að eiga athvarf utan skarkalans en SKB á og rekur tvö hvíldarheimili á Suðurlandi þar sem fjölskyldur barna í meðferð geta komist í skjól þegar á þarf að halda. Húsin eru leigð félagsmönnum þegar fjölskyldur barna í meðferð dvelja ekki í þeim.

Félagsstarf, skrifstofa, fjáröflun

stuðning. Það er áfall fyrir alla fjölskylduna þegar einn greinist með krabbamein og hún er allt í einu komin í stöðu sem enginn vill nokkurn tíma þurfa að vera í. Yfirleitt hættir a.m.k. annað foreldrið að vinna um tíma til að sinna veika barninu og verður fjárhagslegt áfall því í flestum tilvikum tilfinnanlegt.

Mömmuhópur, pabbahópur, unglingahópur og Angi

SKB stendur fyrir ýmsu félagsstarfi fyrir félagsmenn sína. Krabbameinsveiku börnin á aldrinum 13-18 ára hittast reglulega í félagsaðstöðu SKB eða utan hennar, hafa stuðning hvert af öðru og gera eitthvað skemmtilegt saman. Mæður og feður krabbameinsveiku barnanna hittast mánaðarlega og spjalla. Þó að börnin séu ekki öll með sömu mein þá finnst þeim gott að hittast og bera saman bækur sínar. Foreldrar barnanna sem tapa baráttunni fyrir krabbameini hittast óreglulega og spjalla. Það er sár reynsla sem enginn skilur nema sá sem hefur reynt. Sá hópur hittist alltaf í byrjun aðventu og útbýr skreytingar á leiði barna sinna.

Félagið stendur fyrir sumarhátíð síðustu helgina í júlí ár hvert. Áhugaflugmenn hafa boðið félagsmönnum útsýnisflug yfir Fljótshlíðina við frábærar viðtökur á hverju ári. Árshátíð er haldin einu sinni á ári og 20. desember ár hvert er haldin jólastund og þar minnast félagsmenn Sigurbjargar Sighvatsdóttur en hún gaf félaginu allar eigur sínar árið 1994. Sú gjöf lagði góðan grunn að starfi félagsins og möguleikum þess til að standa vel við bakið á félagsmönnum sínum. Stjórn SKB kemur saman einu sinni í mánuði og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. Þess á milli er stjórn félagsins í höndum framkvæmdastjóra og þriggja manna framkvæmdastjórnar, sem í sitja formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri félagsins. Skrifstofa félagsins er í Hlíðasmára 14. Hún er opin alla daga kl. 9-16. Starfsmenn eru tveir. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna nýtur mikils velvilja og málstaðurinn mikils stuðnings víða í samfélaginu og sem betur fer eru margir sem vilja rétta því hjálparhönd. Þörfin er þó afar brýn og alltaf meiri en félagið myndi vilja geta sinnt. Helstu leiðir félagsins til fjáröflunar hafa verið útgáfa félagsblaðs tvisvar á ári og sala styrktarlína í þau, sala minningarkorta og tækifæriskorta og ýmissa söluvara.

Þjónusta og fasteignir

SKB á tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fjölskyldur barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna læknismeðferðar barna sinna. Landspítalinn sér um rekstur um úthlutun þeirra íbúða. Ef fjölskyldur krabbameinsveikra barna þurfa ekki á þeim að halda er þeim ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna sem eiga börn á Barnaspítalanum.   SKB greiðir ýmsa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína, einkum sálfræðiþjónustu en einnig líkamsrækt og sjúkraþjálfun.   Sem betur fer lifa alltaf fleiri og fleiri það af að greinast með krabbamein og er svo komið að hlutföllin eru um það bil 80% sem lifa og 20% sem deyja.   Fyrir um aldarfjórðungi voru þessi hlutföll akkúrat öfug. En meðferð við krabbameini getur haft ýmsar aukaverkanir og síðbúnar afleiðingar í för með sér, líkamlegar, andlegar og félagslegar og börnin sem læknast geta þurft ýmsa aðstoð í mörg ár eftir að meðferð lýkur.

Listmeðferð

SKB býður börnum í félaginu einkatíma í listmeðferð á skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar gefur Harpa Halldórsdóttir listmeðferðarfræðingur í síma 588 7555 eða harpa@skb.is.

Samstarf

SKB er eitt aðildarfélaga Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, og á aðild að Almannaheillum, samtökum þriðja geirans. Auk þess er SKB aðili að alþjóðlegum samtökum félaga foreldra barna með krabbamein, CCI (Childhood Cancer International).

25

Börn með krabbamein - 25


VIÐVÖRUNARMERKI UM KRABBAMEIN Í BÖRNUM CHILDHOOD CANCER WARNING SIGNS

1

2

Fölvi, óeðlilegir marblettir eða blæðing, beinverkir.

Bólgur eða fyrirferð - sérstaklega ef verkjalausar og án hækkaðs líkamshita eða vísbendinga um sýkingu.

Pallor, bruising or bleeding, general bone pain.

Lumps or swelling – especially if painless and without fever or other signs of infection.

3

4

5

Óútskýrt þyngdartap eða hiti, þrálátur hósti eða andstytta, nætursviti.

Breytingar á augum - hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, blinda, mar eða bólga í kringum augu.

Bólga eða fyrirferð í kvið.

Unexplained weight loss or fever, persistent cough or shortness of breath, sweating at night.

Eye changes – white pupil, new onset squint, visual loss, bruising or swelling around the eye(s).

6

7

Höfuðverkir, sérstaklega ef óvanalega þrálátir eða miklir, uppköst (sérstaklega að morgni dags eða ef þau aukast á nokkrum dögum).

Verkir í útlimum eða beinverkir, bólga án þekkts áverka eða vísbendinga um sýkingu.

Headaches, especially if unusually persistant or severe, vomiting (especially early morning or worsening over days).

26 - Börn með krabbamein

Abdominal swelling.

Limb or bone pain, swelling without trauma or signs of infection.

! LÁTIÐ SKOÐA BETUR EF ÞESSI EINKENNI ERU TIL STAÐAR IF THESE SYMPTOMS ARE PRESENT REFER FOR FURTHER EXAMINATION


Pinex® Smelt

munndreifitöflur fyrir börn 4 ára og eldri

Börn fá auðveldlega hita og geta fengið háan hita án þess að finna sérstaklega mikið fyrir því. Sem betur fer standa slík veikindi oftast stutt og ganga oft yfir án þess að gripið sé til lyfjagjafa. En ef gefa þarf barninu hitalækkandi eða verkjastillandi lyf þá er gott að hafa eftirfarandi í huga.

Hentugt lyfjaform Fyrir börn 4 ára og eldri eða 17 kg og þyngri þá eru Pinex Smelt munndreifitöflur hentugt lyfjaform. Pinex Smelt leysist hratt upp á tungunni og hentar vel börnum sem eiga erfitt með að kyngja eða gleypa töflur. Pinex Smelt er hitalækkandi og hentar vel við vægum til miðlungi miklum verkjum og/eða hita. Töflurnar skal setja í munninn þar sem þær bráðna á tungunni. Taflan dreifist hratt í munninum þannig að auðvelt er að taka hana inn. Til að auðvelda inntöku má kyngja töflunni með glasi af vatni eða, sérstaklega hjá yngri börnum, dreifa henni í matskeið eða teskeið af vatni.

H VÍTA H ÚS IÐ / S Í A – AC TAV IS 7 1 5 0 5 0

Pinex Smelt munndreifitöflurnar eru með góðu jarðarberjabragði.

Leiðbeiningar um notkun 1. Flettið þynnunni af til að opna. Ekki þrýsta töflunni í gegnum þynnuna. 2. Setjið töfluna á tunguna, þar sem hún mun leysast upp og er síðan kyngt með munnvatninu. Þú þarft ekki að fá þér vatnssopa. 3. Að öðrum kosti má kyngja töflunni með glasi af vatni eða, einkum hjá yngri börnum, dreifa henni í fulla matskeið eða teskeið af vatni. Regluleg gjöf lágmarkar sveiflur í verkjum og hita. Gjöf hjá börnum skal vera regluleg, einnig að nóttu, helst á 6 klst. fresti annars með minnst 4 klst. millibili. Skömmtun hjá börnum skal miða við líkamsþyngd. Upplýsingar um aldur barna innan hvers þyngdarflokks eru aðeins leiðbeinandi. Ekki nota stærri skammt en tilgreindur er.

Þyngd (aldur til viðmiðunar)

Stakur skammtur

Hversu oft á sólarhring

Hámark taflna á sólarhring

17–25 kg (um 4–8 ára)*

1 tafla (250 mg)

á 4 klst. fresti eftir þörfum

4 töflur (1 g) á dag

25–33 kg (um 8–11 ára)

1 tafla (250 mg) / 2 töflur (500 mg)**

á 4 klst. fresti eftir þörfum / 6 klst. fresti eftir þörfum**

6 töflur (1,5 g) á dag

33–43 kg (um 11–12 ára)

2 töflur (500 mg)

á 6 klst. fresti eftir þörfum

8 töflur (2 g) á dag

43–50 kg (um 12–15 ára)

2 töflur (500 mg)

á 4 klst. fresti eftir þörfum

12 töflur (3 g) á dag

Þyngri en 50 kg*** (fullorðnir)

2–4 töflur (500 mg til 1g)

á 4 klst. fresti eftir þörfum

12 töflur (3 g á dag)

* Töflunum ætti að dreifa í skeið af vatni fyrir inntöku hjá börnum 6 ára og yngri. ** Ráðlagður skammtur er 1 tafla (250 mg) á 4 klst. frest eða 2 töflur (500 mg) á 6 klst. fresti eftir þörfum, að hámarki 6 töflur (1,5 g) á dag. *** Stakur skammtur er að hámarki 1.000 mg, ath að önnur lyfjaform gætu verið hentugri fyrir unglinga og fullorðna.

Pinex Smelt munndreifitöflur eru ekki ráðlagðar fyrir börn undir 17 kg/4 ára. Hver munndreifitafla inniheldur 250 mg af paracetamoli. Pakkningastærðir: 20 stk. munndreifitöflur í þynnupakkningu.

Pinex Smelt munndreifitöflur innihalda 250 mg af paracetamoli. Pinex Smelt er hitalækkandi og verkjastillandi, ætlað við vægum til miðlungi miklum verkjum og/eða hita. Töflurnar skal setja í munninn þar sem þær bráðna á tungunni. Lyfjaformið er ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 4 ára (17 kg). Skömmtun hjá börnum skal miða við líkamsþyngd. Hafðu samband við lækni ef hár hiti eða einkenni sýkingar vara í meira en 3 daga eða verkir í meira en 5 daga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Börn með krabbamein - 27


Náðu forskoti með lausnum frá Advania Einstaklingar og allar stærðir fyrirtækja geta só til okkar stakar lausnir eða samþæ a heildarþjónustu því lausnaúrval okkar spannar upplýsingatækni í sinni breiðustu mynd. Hafðu samband og við hjálpum þér að ná forskoti með snjallri notkun upplýsingatæknilausna.

440 9000

advania.is | advania@advania.is

28 - Börn með krabbamein


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.