Börn með krabbamein 2. tbl. 2019

Page 1

STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Afrek að borða eina teskeið af hafragraut

Team Rynkeby langstærsti bakhjarl SKB

Jólakortin komin í sölu

02. tbl. 26. árg. 2019


Valaciclovir Actavis HVÍTA HÚSIÐ / Actvais

911051

– til meðhöndlunar á frunsum NÚ ÁN S LYFSEÐIL

Valaciclovir Actavis 500 mg, filmuhúðaðar töflur. Lyfið er notað við meðhöndlun á frunsum hjá heilbrigðum einstaklingum með eðlilega nýrnastarfsemi, sem eru 18 ára og eldri, hafa áður verið greindir af lækni með áblástur (frunsur) og þurfa endurtekna meðferð vegna áblásturs. Gleypa skal töflurnar heilar með vatni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is


Afrek að borða eina teskeið af hafragraut

Bls. 4

ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmára 14, 201 Kópavogi, sími: 588 7555, netfang: skb@skb.is, heimasíða: www.skb.is, RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri SKB. STJÓRN SKB: Rósa Guðbjartsdóttir, formaður, Benedikt Einar Gunnarsson, Dagný Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Haukur Hrafnsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir, Signý Gunnarsdóttir, Særós Tómasdóttir og Una Gunnarsdóttir. MYNDIR: Bergljót Þorsteinsdóttir og úr safni SKB. FORSÍÐUMYND: Arna Guðjónsdóttir, ljósmynd: Bergljót Þorsteinsdóttir. UMBROT: Harpa Halldórsdóttir hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. PRENTUN: PRENTMET – umhverfisvottuð prentsmiðja.

Efnisyfirlit

Team Rynkeby stærsti bakhjarlinn

Bls. 10

Jólakortin, sama gamla verðið

Bls. 12

Stuðninghópar SKB, ýmsir í boði

Bls. 13

Félagsstarf og viðburðir

Bls. 14

Þrautir og fleira fyrir börnin. Bls. 16


Afrek að borða eina teskeið af hafragraut

Viðtal: Gréta Ingþórsdóttir Myndir: Bergljót Þorsteinsdóttir og úr einkasafni

Sigurbjörg A. Guttormsdóttir, Helga Enea Símonardóttir og Gróa Gunnarsdóttir. Arna Guðjónsdóttir greindist með æxli í nefkoki, nasopharyngeal carcinoma, sumarið 2017, áður en hún byrjaði í 10. bekk í Garðaskóla. Mikið var um að vera hjá fjölskyldunni þetta sumar, nýflutt í nýtt hús í Garðabænum sem þau ætluðu að taka aðeins í gegn, fimleikaferð og Hornstrandaferð fyrirhugaðar, afmæli í fjölskyldunni, pabbinn að byrja í nýrri vinnu og margt fleira. 4


Meðferðarplanið var sett upp: það átti að taka hálft ár, byrja á lyfjagjöf á þriggja vikna fresti, svo geislameðferð daglega á virkum dögum í 32 skipti ásamt vikulegri lyfjagjöf.

Útbunga á hálsi og þrálátir höfuðverkir   Arna hafði verið með þráláta höfuðverki og oft lasin, hafði verið með vökva í eyra, fengið pensilín og skánað en var ekki góð. Hún æfði fimleika með Stjörnunni og ferð til Ítalíu með hópnum hennar var löngu ákveðin. Hún fór í ferðina í júní og fannst ótrúlega gaman þrátt fyrir vanlíðan inn á milli. Hún tók bara verkjalyf og sleppti einhverjum viðburðum en var annars með á fullu í ferðinni. Þegar hún kom heim var fljótlega haldið upp á afmæli Helgu Maríu, litlu systur Örnu, með risapartíi en dagana á undan var Arna ekki nógu hress. Hún fór því til Sigríðar Sveinsdóttur háls-, nef- og eyrnalæknis, vinkonu Ínu Eddu Þórsdóttur, mömmu Örnu, sem hafði fylgst vel með henni og hún tók eftir breytingu. Arna var aftur með vökva í eyra, bólgna eitla, útbungu á hálsinum og Sigga vildi taka sýni. Hún hélt að kannski væri þetta bólginn nefkirtill, sem var að vísu búið að taka en þegar það var gert var Arna svo lítil að nefkirtlarnir gátu verið komnir aftur.   Gaui, pabbi Örnu, Guðjón Guðmundsson, var með henni þegar Sigga tók sýnið og segir Ína að það hafi næstum liðið yfir hann þegar það var dregið út um nefið og Arna sjálf var að deyja úr sársauka. Sýnið var sent í ræktun og fjölskyldan fór að undirbúa ferðina á Hornstrandir þar sem þau ætluðu að vera í algjöru sambandsleysi í nokkra daga.   20. júlí hringdi Sigga læknir og spurði hvort þau væru nokkuð farin. Hún þurfi að segja þeim nokkuð sem hún sé reyndar ekki vön að segja í síma en það geti ekki beðið. Arna sé með krabbamein. Meinið sé mjög sjaldgæft og greinist yfirleitt ekki í ungu fólki. „Við gúgluðum þetta eftir á og komumst að því að þetta greinist aðallega hjá eldri körlum sem hafa reykt og unnið við námagröft,“ segir Ína.

Héldu að hún væri að deyja   „Við fengum auðvitað áfall og héldum að hún væri að deyja,“ segir Gaui. „Sigga bauð okkur að koma til sín á spítalann og hitta annan lækni og fara yfir næstu skref. Hún sagði að meinið væri vel læknanlegt en henni fannst þetta allt mjög óþægilegt vegna þess að hún er góð vinkona mín,“ segir Ína. Á fundinum var ítrekað að meinið væri vel

Hún fékk fyrsta lyfjaskammtinn, tvær tegundir lyfja, og í kjölfarið fór fjölskyldan í árlega útilegu með vinum, þar sem allir pössuðu vel uppá Örnu, því hún var svo slöpp eftir fyrstu lyfjagjöfina. „Ég var slöpp í nokkra daga eftir lyfjagjafirnar, svo aðeins hressari en þegar geislarnir byrjuðu þá var ég alltaf ælandi,“ segir hún.

Fjölskyldan við dómkirkjuna í Siena á Ítalíu sl. sumar. læknanlegt, þeim var sagt að meðferðarferlið tæki um 6 mánuði og svo þyrfti Arna tíma til að jafna sig. Í ljós kom að hennar mestu áhyggjur voru af því að missa hárið sem henni var sagt að væri nánast öruggt að myndi gerast.   Fjölskyldan hætti við ferðina á Hornstrandir fyrir utan Þór, bróður Örnu, sem þá var 13 ára. Hann var búinn að hlakka svo mikið til ferðarinnar og Alma og Gummi, vinafólk þeirra, reiðubúin að taka hann með.

3x6x7 cm staðbundið æxli   Bróðir Ölmu og mágkona, Sveinn og Signý, félagsmenn í SKB, sem höfðu verið með son sinn í krabbameinsmeðferð aðeins nokkrum árum fyrr, voru búin að segja Örnu, Ínu og Gauja að á barnaspítalanum yrðu þau í góðum höndum. 24. júlí fóru þau og hittu Sigrúnu Þóroddsdóttur hjúkrunarfræðing og Ólaf Gísla Jónsson barnakrabbameinslækni. Arna var sett í ýmsar rannsóknir, m.a. segulómun og beinaskanna, lyfjabrunni var komið fyrir og henni var vísað á tannlækni og í heyrnarmælingu. Höfuð og herðar voru ómuð, sneiðmynd tekin af lungum og kviðarholi en þessi undirbúningsvinna hafði þann tilgang að staðfesta staðsetningu meinisins, útiloka hugsanlega dreifingu og gera meðferðina markvissari. Í ljós kom að meinið var staðbundið í nefkoki og eitlum í hálsi, samt komið mjög nálægt beini í nefi, enda um það bil 3x6x7 cm að stærð, en ekki komið í miðtaugakerfið.

Arna var nógu hress til að fara með mömmu sinni og systur og vinkonum þeirra til Parísar í nokkra daga fljótlega eftir fyrstu lyfjagjöf. Það var frábær tími og hún náði að njóta dvalarinnar og var ekki með hugann mikið við meðferðina og spítalavistina sem gat verið framundan, sem betur fór.

Kláraði internetið   Meðferðin gekk síðan þannig fyrir sig að Arna fór á spítalann og var í eina til tvær nætur á meðan lyfi var dælt í brunninn. Svo var hún send heim með annað lyf á brúsa sem var í fjóra daga að seytla inn. Hún var ekki með verki en var mjög orkulaus. Hún var lystarlaus, vildi helst bara ostabita af Dominos en kom mjög litlu niður. Hún hafði verið í góðu fimleikaformi, grönn og létt eftir því, en þurfti að hætta æfingum vegna máttleysis. Hún léttist mikið þó að ekki væri af miklu að taka, var 44 kíló þegar hún byrjaði í meðferð en varð léttust 37 kíló. Samt var hún ekki að mælast á mörkum næringarskorts, sem var skrítið miðað við hvað hún nærðist illa.   Arna var mikið heima, gat lítið farið í skólann, og mamma hennar segir að hún hafi klárað internetið á þessum tíma, hún hafi horft svo mikið. Sigrún kom heim til þeirra og tók blóðprufur og hún fór líka í Garðaskóla og útskýrði veikindin og meðferðina fyrir bekkjarsystkinum Örnu og Þórs.   Eftir þrjár vikur fór Arna í skanna og kom þá í ljós að æxlið hafði minnkað um helming sem var í samræmi við það sem lagt var upp með. Hún fór í heyrnarpróf á milli lyfjagjafa til að kanna hvort meðferðin hefði áhrif á heyrnina. Þau próf komu vel út en vökvinn var þrálátur.

5


hún illa haldin af ógleði og skilaði yfirleitt fljótt aftur því litla sem hún borðaði. Í lok mánaðarins fékk hún sondu til að hlífa henni við því að þurfa að kyngja og kom þá að lokum niður einni teskeið af hafragraut.   Vel gekk að vinna á meininu og eftir tæpar þrjár vikur þegar Arna var hálfnuð í geislunum var æxlið orðið fjórðungur af því sem það var við greiningu.

Arna á leiðinni í geisla. Búið að skrúfa hana niður í geislagrímu.   Ína og Gaui segja merkilegt að miðað við stöðuga umræðu um fjársvelti í heilbrigðiskerfinu sé eins og það nái ekki til barnaspítalans og sem betur fer virðist sem aldrei sé sparað þegar komi að börnum. Þau segjast alltaf hafa mætt frábæru viðmóti á spítalanum. Þau fengu líka mikla aðstoð frá vinum og vandamönnum, sérstaklega móðurömmu Örnu. Vinnuveitendur þeirra hafi sýnt þeim mikinn skilning. Gaui var að byrja í nýrri vinnu og ekki sjálfgefið að fá leyfi vegna veikinda strax frá fyrsta degi. Ína og Gaui voru samt í vinnu eins mikið og þau gátu allan tímann á meðan Arna var í meðferðinni.

Sýking í munni og sár á tungu   Geislameðferðin byrjaði 9. október, fór fram alla virka daga í 32 skipti. Arna fékk áfram lyf í hverri viku en minni skammt en áður þegar hún fékk þau á þriggja vikna fresti. Geislarnir höfðu mikil áhrif á Örnu, sérstaklega á það svæði sem var geislað en hún varð mjög aum í hálsinum og það var eins og hann væri brunninn, húðin rauð og aum. Hún fékk sveppasýkingu í munninn og sár á tunguna og átti erfitt með að kyngja og tala. Hún opnaði ekki munninn svo dögum og vikum skipti. Um tíma notaðist hún við táknmál til að eiga samskipti við fjölskylduna sína og skrifaði skilaboð á símann sinn og tannburstaði sig ekki í marga daga. Þá var

6

Læknar voru hissa á því að Arna missti ekki hárið eins og þeir höfðu búist við en hún hafði kviðið því einna mest af öllu. Hún gerði reyndar allt sem hún gat til að halda í það, neitaði m.a. að þvo hárið. Á tímabili var hún svo máttfarin að hún gat ekki baðað sig og hárlosið við hárþvott dró líka úr henni. Hún hafði nefnilega tekið eftir því í eitt skiptið eftir bað að handklæðið sem hún notaði til að þurrka sér með var fullt af hárum. Hún missti heilmikið hár, sérstaklega aftan á neðanverðum hnakka, eftir geislana, en það var af miklu að taka og hún hélt því hárinu að mestu.

Morfín eftir þörfum     Arna fékk að lokum næringu í æð, enda var hún þá orðin mjög máttfarin. Það leið einu sinni yfir hana heima þegar hún var að standa upp úr sófa. Pabbi hennar greip hana, sem betur fer, hélt fyrst að hún væri að grínast en fannst þetta eftir á mjög óhuggulegt. Svo fékk hún einu sinni að sleppa lyfjum þegar hún var orðin mjög veik en ekki mátti sleppa úr í geislameðferðinni. Arna var mjög verkjuð þegar þarna var komið og fékk fyrst fentanyl-plástra, síðan morfíndælu og að lokum deyfingu á tunguna. Fyrir kom að hún kastaði upp vegna verkja en eftir að hún fékk dæluna gat hún skotið í sig morfínskammti þegar hún var mjög slæm.

Hlakkaði til að borða jólamatinn   Arna hlakkaði til að klára meðferðina og geta farið að borða mat. Henni var alltaf sagt að hún myndi örugglega geta borðað jólamatinn og hún var mjög spennt fyrir því. Það gekk þó ekki alveg eftir. Meðferðin kláraðist í lok nóvember en hún var ómöguleg öll jólin, gat ekkert borðað og fór ekki í skólann fyrr en í febrúar.

Þegar leið á geislameðferðina var hún það máttfarin að henni var rúllað í geislana í hjólastól, stundum ælandi. Þar tóku læknirinn Supas frá Indlandi og geislahjúkkan Svandís alltaf vel á móti henni. Aðrir skjólstæðingar geisladeildarinnar voru flestir mörgum áratugum eldri en Arna og hún var mikið spurð hvað svona ung manneskja væri að gera þarna. Það var mikið mál fyrir Örnu að geta labbað sjálf í síðasta geislatímann og að honum loknum var hún knúsuð í bak og fyrir af starfsfólkinu sem sagðist myndu sakna hennar.

Batinn lét bíða eftir sér

Á leiðinni heim var komið við í Smáralind þar sem foreldrarnir keyptu sér kampavín til að halda upp á meðferðarlok og Arna fékk föndurdót í Panduro. Heima beið hennar þó ekki batinn sem hún hafði vænst. Hún var slöpp og gat ekkert borðað. Hún tók sonduna úr sér 13. desember og allir voru rosa glaðir þegar hún borðaði tvö spagettí. Hún reyndi ekki að borða neitt nema eitthvað sem var mjúkt að kyngja og með litlu bragði. Í byrjun janúar var Arna komin niður fyrir 38 kg.   Í febrúar var Arna send til Danmerkur í jáeindaskanna og fékk mjög góðar niðurstöður. Fjölskyldan fór öll með og átti saman yndislega daga í Kaupamannahöfn.   Arna að fá lyf í brunninn.


Arna missti ekki hárið eins og búist hafði verið við nema á hnakkanum þar sem hún brann undan geislunum.

Andlega hliðin lét undan   Meðferðin tók sinn toll andlega og eftir áramótin var Arna orðin mjög þung og byrjaði þá að taka inn lyfið Sertral sem hafði góð áhrif. Henni gekk vel í skólanum, fékk mjög góðar einkunnir og komst inn í Versló. Um sumarið leið henni ágætlega, var m.a. að þjálfa fimleika og hlakkaði til að byrja í Versló. Hún var tröppuð niður af Sertral um sumarið.   Hún byrjaði í Versló en andlega hliðin var ekki alveg nógu góð og hún var heima í þrjár vikur stuttu eftir að skólinn byrjaði. Þegar hún byrjaði að mæta aftur var henni skutlað í skólann þar sem vinkonur hennar biðu eftir henni fyrir utan, fóru með henni inn og veittu henni stuðning. Fyrsta daginn eftir að hún byrjaði aftur var hún allan daginn í skólanum og fór á ball um kvöldið! Hún bjó að því að vera sterkur og samviskusamur námsmaður og skólinn kom til móts við hana þannig að hún mætti þegar hún treysti sér til en fékk engan afslátt af prófum og verkefnum. Hún missti tvisvar þrjár vikur úr skólanum og einhverja daga inn á milli allan veturinn og eitt af því sem kom til tals var að láta hana skipta um skóla, það væri hugsanlega of mikil pressa á henni í Versló. Hún hitti hjúkrunarfræðing á BUGL og var þar boðin aðstoð við að skipta um

Arna tók saman lista yfir einkenni sem hún hafði fundið fyrir í byrjun júlí 2017.

Þetta er veruleiki þeirra sem eru í krabbameinsmeðferð. Græjur og lyf af ýmsum gerðum.

7


skóla. Hún hélt þó sínu striki í Versló með því að mæta þegar hún treysti sér til og tók fín próf í vor. Hún hefur ekki viljað þiggja sálfræðiaðstoð, sem henni hefur boðist, en hún hefur alltaf rætt opinskátt um líðan sína, bæði við foreldrana og vinkonur sínar.

Fór aftur á Sertral   Arna hefur fundið fyrir kvíða og verið ólík sér að mörgu leyti. Fjölskyldan fór til Flórída um páskana á þessu ári og Örnu langaði ekki að líða illa í ferðinni og ákvað að prófa að fara aftur á Sertral eftir nokkurra mánaða hlé. Hún er enn á því lyfi og líður vel og það gengur vel hjá henni. Hún er líka enn með brunninn en henni er mjög illa við nálar og sprautur. Hún fær skuggaefni í brunninn þegar hún fer í eftirlit á þriggja mánaða fresti. Þegar tvö ár verða liðin frá meðferð verður eftirlit á sex mánaða fresti. Hún er líka í eftirliti hjá innkirtlasérfræðingi en skjaldkirtillinn er vanvirkur eftir geislameðferðina og þarf Arna að vera á lyfjum út lífið til að bæta það upp.

Í engu formi en ákvað að hlaupa 10 km   Arna kynntist ekki mörgum fyrsta árið í Versló. Hún var veika stelpan sem var með frjálsa mætingu og þetta var alveg frekar erfitt og veturinn bara glataður. Henni gekk samt vel í vor en tók námið dáldið á hnefanum. Hún var hætt í fimleikum og fannst leiðinlegt að hafa ekki getað ákveðið það sjálf. Hún þurfti að hætta. Hún var með vottorð í leikfimi og hafði lítið getað hreyft sig. Hún varð lafmóð ef hún þurfti að hlaupa nokkur skref eins og hún komst að þegar hún tók á sprett við að reyna að ná strætó einu sinni. Sumarið 2018 fylgdist hún með Reykjavíkurmaraþoni á hvatningarstöð Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og í vor ákvað hún að hlaupa sjálf þrátt fyrir að vera ekki í neinu formi. Hún byrjaði að æfa og það endaði með því að góð vinkona hennar og bróðir, pabbi hennar, bróðir hans, móðurbróðir hennar, mágkonur Ínu og Gauja og fleiri, hlupu með henni 10 km og söfnuðu áheitum fyrir SKB. Þar að auki voru óvanalega margir aðrir að hlaupa fyrir SKB og stemmningin frábær í hópnum og í kringum hlaupið.

8

Arna fór í unglingahópinn hjá SKB fljótlega eftir greiningu og kynntist þar unglingsstrákum í sambærilegum sporum en var of slöpp til að halda áfram í hópnum. Í Versló kynntist hún jafnöldru sinni sem líka hafði gengið í gegnum krabbameinsmeðferð, hún hvatti Örnu til að mæta á ný í unglingahópinn og þar kynntist hún fleiri unglingum og hefur haft gaman af því að hitta þessa krakka. Arna fór svo með einni vinkonu sinni þaðan á sumarhátíð SKB í sumar, nokkrum vikum fyrir Reykjavíkurmaraþonið.

Tók langan tíma að jafna sig

Arna var því peppuð þegar hún byrjaði aftur í Versló í haust og ákvað að búa sér til nýtt upphaf með því að skipta um bekk. Henni finnst bara fínt að nýju kennararnir vita ekki að hún var veik og nýju bekkjarfélagarnir vita það jafnvel ekki heldur.   Örnu langaði að fara að vinna með skólanum en ákvað að láta einn góðan vetur líða áður en hún færi að bæta því við sig. Það er búið að taka hana langan tíma að jafna sig. Það hefur í raun tekið eitt og hálft ár. En nú lítur allt vel út, hún ætlar að halda áfram að brillera í skólanum og er bara aldeilis hress og kát.

e

Haustið 2019. Arna orðin hress og kát og gengur vel.

Þegar fjölskylda Örnu var heimsótt til að spjalla um veikindi hennar og meðferð var búið að vara við því að það væri allt á hvolfi. Framkvæmdirnar sem þau ætluðu að fara í fljótlega eftir að þau fluttu í húsið vorið 2017, voru semsagt komnar á fullt og allt undirlagt. Þessi staða er gott dæmi um að þegar veikindi koma upp, eins og gerðist í fjölskyldu Örnu, þá eru allar áætlanir settar til hliðar og það að fara í gegnum meðferð og ná heilsu verður það eina sem skiptir máli. Allt annað bíður.


9


Team Rynkeby langstærsti bakhjarl SKB Hjólaverkefnið Team Rynkeby Ísland (TRIS) er á nokkrum árum orðið langstærsti fjárhagslegi bakhjarl Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna en TRIS afhenti félaginu 23,6 milljónir króna nú í haust. Það eru auglýsingatekjur og önnur framlög til TRIS í tengslum við hjólaferð frá Danmörku til Parísar. Sumarið 2019 tók íslenskt lið þátt í að hjóla frá Danmörku til Parísar í þriðja sinn en hjólaliðin eru 54 frá öllum Norðurlöndunum og núna síðast bættist við lið frá Þýskalandi. Hjólaleiðin er um 1.300 km sem eru hjólaðir á 8 dögum. Afrakstur íslenska liðsins rennur óskiptur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna og fer að langmestu leyti til rannsóknar á síðbúnum afleiðingum krabbameina á barnsaldri sem fram fer á miðstöð síðbúinna afleiðinga krabbameina á Barnaspítala Hringsins. Um 40 manns eru í hjólaliðinu sem vandlega er valið í með góðum fyrirvara. Þeir sem hjóla þurfa að greiða þátttökugjald – innifalið í því er m.a. glæsilegt ítalskt reiðhjól – og safna styrktaraðilum, fyrir utan að leggja á sig miklar æfingar. Ásamt þeim sem hjóla fer lið aðstoðarmanna með sem sér um ýmsa skipulags- og undirbúningsvinnu, matarstúss, hjólaviðgerðir, aðhlynningu og fleira sem þarf að sinna og getur komið upp á margra daga ferðalagi.

10


Takk! 11


JÓLAKORT SKB JÓLAKORT SKB ER KOMIÐ Í SÖLU Íslensku jólasveinarnir prýða kortið í útgáfu listakonunnar Ninnu Þórarinsdóttur en hún gerði líka myndirnar í bókina Líkami minn er veikur eftir Elínu Berglindi Skúladóttur. Hægt er að nálgast kortin og pakkaspjöldin á skrifstofu SKB og á vefsíðu félagsins skb.is – sama gamla verðið, 1.600 krónur fyrir 10stykki. Einnig er boðið upp á innáprentun fyrir fyrirtæki eins og undanfarin ár. Allar nánari upplýsingar á heimasíðunni.

10 SAMAN Í PAKKA Á 1.600 kr. PAKKASPJÖLD

10 12

SAMAN Í PAKKA Á

500

kr.


Stuðningshópar og þjónusta SKB Nokkrir hópar eru starfandi á vegum SKB, bæði jafningjahópar og hópar undir faglegri leiðsögn. Góð hefð er komin á starfsemi þeirra flestra og eru þeir grunnurinn í félagsstarfinu og þeirri tengingu sem myndast á milli fólks, sem á þessa reynslu sameiginlega, að vera með eða hafa verið með krabbamein, eiga eða hafa átt barn eða systkini með krabbamein.

Unglingahópur SKB hittist óreglulega, ýmist í félags-

aðstöðu SKB í Hlíðasmára eða úti í bæ, eftir því hvað er á dagskrá hverju sinni. Hópurinn fer t.d. í bíó eða keilu, hittist í Hlíðasmára og pantar eða útbýr pizzur, fær til sín gesti í gott spjall, fer í skíðaferðir, skoðunarferðir og óvissuferðir, svo eitthvað sé nefnt. Umsjón með starfi hópsins er í höndum Elmu Lísu Kemp og Ólafs Einarssonar. Þeir sem hittast í unglingahópnum eru fyrst og fremst krakkar sem hafa greinst með krabbamein og eru á aldrinum 13-18 ára. Systkini þeirra á sama aldri hafa líka verið velkomin að taka þátt í starfi hópsins. Hópurinn er með Facebook-síðu: USK – Unglingahópur SKB.

Krakkahópur SKB er fyrir börn sem greinst hafa

með krabbamein og eru á aldrinum 9-13 ára og systkina þeirra sem eru á saman aldursbili. Markmið hans er styrkja tengsl á milli krakka á þessum aldri. Þau eiga einstaka reynslu að baki og eru jafnvel enn í meðferð. Umsjónarmaður

krakkahópsins er Sigríður Þorsteinsdóttir.

Mömmuhópur SKB hefur starfað um árabil og þar

hafa mömmur barna sem eru í eða eru búin í krabbameinsmeðferð hist og deilt reynslu sinni og haft stuðning hver af annarri. Hópurinn hittist fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði í Hlíðasmára, fær sér eitthvert góðgæti og spjallar um allt á milli himins og jarðar, bæði það sem tengist meðferð og fylgikvillum, og það sem gerir það ekki. Oft er mikið hlegið og lengi setið. Umsjón með hittingunum í Hlíðasmára hafa Kristín Eiríksdóttir og Guðrún Guðmundsdóttir. Mömmur í SKB hittast líka á Barnaspítala Hringsins einu sinni í mánuði, einkum þær sem eru með börn í meðferð, nýgreind eða endurgreind. Dr. Eygló Guðmundsdóttir leiðir umræðurnar í hópnum. Þar geta mömmur rætt líðan sína í trúnaði við hver við aðra, undir faglegri leiðsögn. Haldið er utan um starf mömmuhópsins á Facebook-síðunni Mömmuhópur SKB. Allar mömmur í SKB eru hvattar til að taka þátt í þessu starfi.

Pabbahópur hittist að kvöldi fyrsta þriðjudag hvers

mánaðar í Hlíðasmára undir faglegri umsjón Björns Harðarsonar, félagsmanns í SKB og sálfræðings. Pabbahópur sem hóf starfsemi fyrir tæpum áratug varð skammlífur en vegna mikillar eftirspurnar meðal feðra með nýgreind börn á síðustu misserum var ákveðið að gera aðra tilraun og nú er komin góð reynsla á hópinn. Allir pabbar í félaginu eru velkomnir í hópinn en þeir sem eru með nýgreind börn eru sérstaklega hvattir til að nýta sér þann jafningjastuðning og faglegu leiðsögn sem þar er að fá. Björn heldur utan um hópinn á Facebook-síðunni Pabbahópur SKB.

Angi er hópur foreldra innan SKB sem misst hafa börn

sín úr krabbameini. Hópurinn hittist í aðdraganda hverrar aðventu og gerir skreytingar á leiði barna sinna. Undanfarin ár hefur hópurinn átt athvarf á vinnustöðum sr. Öddu Steinu Björnsdóttur félagsmanns, fyrst í Hjallakirkju og síðan Neskirkju, og hefur Elfa Björk Vigfúsdóttir, félagsmaður og garðyrkjufræðingur, séð um aðföng.

13


Gleðisprengjan Reykjavíkurmaraþon

Enn eitt árið voru öll met slegin í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka að því leyti sem það snýr að Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. 392 hlauparar skráðu sig til leiks hjá SKB og 7 hópar. Alls söfnuðust yfir 11,2 mkr. og eru þetta allt met, þ.e. fjöldi hlaupara, fjöldi hlaupahópa og upphæð áheita. Félagsmenn, vinir þeirra, vandamenn og velunnarar eiga stærstan þátt í þessum glæsta árangri en hóparnir sem þeir hlupu í söfnuðu nálægt tíu milljónum. Reykjavíkurmaraþon er ekki bara götuhlaup í mismunandi vegalengdum og áheitasöfnun heldur svo miklu meira. Á bak við hverja einustu áheitasöfnun er saga einhvers sem þarf á aðstoð að halda og á bak við hvert einasta áheit vilji til að leggja góðu máli lið. Á hliðarlínunni standa stuðningsmenn og hvetja hlauparana til dáða.

Óvanalega margir félagsmenn tóku þátt í hlaupinu í ár, m.a. hópur sem tók sig saman að frumkvæði Kristínar Eiríksdóttur og Margrétar Friðriksdóttur í mömmuhópnum. Hópurinn fékk Skoppu og Skrítlu til liðs við sig en Hrefna Hallgrímsdóttir, Skrítla, hefur þá persónulegu tengingu við málefnið að eiga bróður sem glímdi við hvítblæði á barnsaldri. Skoppa og Skrítla stóðu fyrir skemmtilegri upphitun með hópnum og hlupu svo í fullum skrúða. Hópurinn hélt svo upp á allt saman með nærandi samveru í Hljómskálagarðinum að hlaupinu loknu.

Á hvatningarstöð SKB í Ánanaustum stóð vaskur hópur félagsmanna og aðstandenda. Þar var hrópað og kallað og auðvitað alveg sérlega hátt þegar hlauparar sem söfnuðu áheitum fyrir félagið nálguðust og fóru framhjá.

Reykjavíkurmaraþon skiptir verulegu máli fyrir starfsemi SKB og getu þess til að standa við bakið á félagsmönnum sínum. Þeim sem hlupu, hvöttu, hétu á hlaupara, skipulögðu og störfuðu við hlaupið er þakkað af heilum hug.

Jólastund í Áskirkju Jólastund SKB verður föstudaginn 20. desember í Áskirkju og hefst kl. 17.Veitingar verða í boði Lionsklúbbsins Ýrar eins og mörg undanfarin ár. Sigga og Grétar í Stjórninni leika fyrir dansi í kringum jólatréð og þær fréttir hafa borist að jólasveinar muni eiga leið um Laugarásinn og hyggist koma við í kirkjunni og dreifa gleði og nammi. 14

Lionskonur í Lionsklúbbnum Ýri í Kópavogi sem hafa síðustu 10 ár gefið félaginu glæsilegar veitingar fyrir jólastund félagsins.


Matur, flug og skemmtun í Múlakoti Sumarhátíð SKB var haldin síðustu helgina í júlí í Múlakoti, þriðja árið í röð, í boði AOPA, félags flugmanna og flugvélaeigenda, heimilisfólks í Múlakoti.Veðurspáin hefði getað verið betri, en eins og alltaf þá rættist úr veðri og það setti engan strik í neinn reikning og kom ekki niður á mætingu því hún hefur aldrei verið betri eða nálægt 150 manns. Matborðið gaf hamborgara á grillið og meðlæti og eftir matinn á föstudagskvöld komu Gunni og Felix á föstudagskvöld og héldu uppi miklu stuði sem höfðaði til allra aldurshópa. Á laugardeginum buðu einkaflugmenn í útsýnisflug sem er hápunktur sumarhátíðar fyrir flesta. Það endar með nammiregni og tilheyrandi hlaupum um flugbrautina og mismiklum afrakstri. Hann fer stundum eftir heppni, stundum eftir því hvað safnarar eru duglegir að fara yfir svæðið eða hvað þeir fá mikla hjálp. Á laugardagskvöldið komu bræðurnir Gunnar og Árni Ólasynir og skemmtu sumarhátíðargestum með söng og hljóðfæraleik. Grillvagninn mætti á svæðið og boðið var upp á glæsimáltíð í flugskýlinu.

Gunni og Felix í miklu stuði.

AOPA-félögum, Heði, Soffíu og þeirra fólki í Múlakoti, eru færðar bestu þakkir fyrir að taka ár eftir ár á móti félagsmönnum í SKB af mikilli hlýju og veita þeim aðgang að hinni frábæru aðstöðu í Múlakoti.

Gunni fékk krakkana til að taka þátt í sprellinu.

Tvær af flugvélunum sem voru á svæðinu.

Gunni og Felix kitluðu hláturtaugar SKB félaga á öllum aldri.

Búið var að setja upp leiktæki á svæðinu. 15


Hjálpaðu vinunum Denna draug og Dóra draug að hittast í miðjunni.

Munið a ð bursta v el!

16


Brandara- og

gátuhornið

Hvernig brenndi drekinn sig á hendinni? Hann hélt fyrir munninn þegar hann geispaði! Pabbi, eru kindur heimskar? Já, lambið mitt.

Hver er sá veggur víður og hár, vænum settur röndum, gulur, rauður, grænn og blár, gerður af meistara höndum? Svar:regnboginn.

Gengur úrið þitt? Nei, ég verð alltaf að bera það!

Það brakar í mér í frosti, ég dansa í roki og græt þegar sólin skín. Hver er ég?

Hvað kallarðu mús sem er nýbúin að borða grís? Svar: sadda.

Svar:snjórinn.

Súkkulaði smákökur (sem líta út ein

Uppskrift 100 g smjör við stofuhita 160 g hveiti 40 g bökunarkakó 50 g sykur 1 egg salt á hnífsoddi kökuskraut

s og kleinuhrin

gir)

namm m namAðferð 1. Hitið ofninn í 180°C. 2. Látið bökunarpappír á ofnplötu. 3. Hrærið fyrst saman smjöri og sykri. 4. Hrærið svo kakóinu og smá salti við. 5. Hrærið egginu út í. 6. Blandið að lokum hveitinu saman við blönduna. 7. Setjið deigið inn í ísskáp í 30 mínútur. 8. Búið til litlar kúlur og gerið holu í miðjuna með tilheyrandi formi (til að forma ,,kleinuhringina”). 9. Komið kúlunum fyrir á ofnplötunni og penslið með smávegis vatni og kökuskrauti. 10. Bakið í u.þ.b.15 mínútur. 17


VIÐVÖRUNARMERKI UM KRABBAMEIN Í BÖRNUM CHILDHOOD CANCER WARNING SIGNS

1

2

Fölvi, óeðlilegir marblettir eða blæðing, beinverkir.

Bólgur eða fyrirferð - sérstaklega ef verkjalausar og án hækkaðs líkamshita eða vísbendinga um sýkingu.

Pallor, bruising or bleeding, general bone pain.

Lumps or swelling – especially if painless and without fever or other signs of infection.

3

4

5

Óútskýrt þyngdartap eða hiti, þrálátur hósti eða andstytta, nætursviti.

Breytingar á augum - hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, blinda, mar eða bólga í kringum augu.

Bólga eða fyrirferð í kvið.

Unexplained weight loss or fever, persistent cough or shortness of breath, sweating at night.

Eye changes – white pupil, new onset squint, visual loss, bruising or swelling around the eye(s).

6

7

Höfuðverkir, sérstaklega ef óvanalega þrálátir eða miklir, uppköst (sérstaklega að morgni dags eða ef þau aukast á nokkrum dögum).

Verkir í útlimum eða beinverkir, bólga án þekkts áverka eða vísbendinga um sýkingu.

Headaches, especially if unusually persistant or severe, vomiting (especially early morning or worsening over days).

Abdominal swelling.

Limb or bone pain, swelling without trauma or signs of infection.

! LÁTIÐ SKOÐA BETUR EF ÞESSI EINKENNI ERU TIL STAÐAR IF THESE SYMPTOMS ARE PRESENT REFER FOR FURTHER EXAMINATION


Við þökkum stuðninginn 101

Argos ehf., Eyjarslóð 9. Brim hf., Norðurgarði 1. Danica sjávarafurðir ehf., Suðurgötu 10. Dómkirkjan, Lækjargötu 14a. Effect ehf., Bergstaðastræti 10a. Elísa Guðrún ehf., Klapparstíg 25-27. Fiskkaup hf., Fiskislóð 34. Gilbert úrsmiður slf., Laugavegi 62. Greifinn ehf., Hringbraut 119. Gullsmíðaverkstæði Hjálmars Torfa ehf., Laugavegi 71. Háskóli Íslands, Sæmundargötu 2. Hótel Leifur Eiríksson ehf., Skólavörðustíg 45. Isavia ohf., Reykjavíkurflugvelli. Íslensk erfðagreining ehf., Sturlugötu 8. Joe Ísland ehf., Laugavegi 10. Kaffibaunin ehf., Laugavegi 54. Kurt og pí ehf., Skólavörðustíg 2. LAG-lögmenn sf., Ingólfsstræti 5. Loftleiðir-Icelandic ehf., Reykjavíkurflugvelli. Lögmenn Lækjargötu ehf., Lækjargötu 2. P. Petersen ehf., Ingólfsstræti 2a, www.gamlabio.is

Reykjavíkurborg, Ráðhúsinu. Seðlabanki Íslands, Kalkofnsvegi 1. Sigurjón Arnlaugsson ehf., Skólavörðustíg 14. Tapas ehf.,Vesturgötu 3b. Tækniskólinn ehf., Skólavörðuholti. Útgerðarfélag Reykjavíkur hf., Fiskislóð 14. Úti og inni sf., Þingholtsstræti 27. Yrki arkitektar ehf., Hverfisgötu 76. Zymetech ehf., Fiskislóð 39.

103

Bati - sjúkraþjálfun ehf., Kringlunni 7. Betra líf - Borgarhóll ehf., Kringlunni 8-12. Föt og skór ehf., Kringlunni 8-12. Gjögur hf., Kringlunni 7. Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, www.landsvirkjun.is

Sér ehf., Kringlunni 8-12. Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Kringlunni 5. Verkís hf., Ofanleiti 2. Verzlunarskóli Íslands ses., Ofanleiti 1.

104

Arkís arkitektar ehf., Kleppsvegi 152. Aros ehf., Sundaborg 5. Ásbjörn Ólafsson ehf., Köllunarklettsvegi 6. Bókhaldsstofan Stemma ehf., Sundaborg 3. Bólsturverk sf., Kleppsmýrarvegi 8. E.T. ehf., Klettagörðum 11. Guðmundur Arason ehf., Skútuvogi 4. Hagkaup, Holtagörðum. Íslensk getspá sf., Engjavegi 6. K.F.O. ehf., Sundagörðum 2. Klettur – sala og þjónusta ehf., Klettagörðum 8-10. Passamyndir ehf., Sundaborg 7. Rannsóknarstofan Glæsibæ ehf., Álfheimum 74. Rolf Johansen & Co ehf., Skútuvogi 10a. Sólar ehf., Kleppsmýrarvegi 8. Stólpi-gámar ehf., Klettagörðum 5. Straumhvarf ehf., Skútuvogi 2. Sölufélag garðyrkjumanna ehf., Brúarvogi 2. Túnberg ehf., Skipasundi 56. Vilhjálmsson sf., Sundaborg 1.

105

ADVEL lögmenn slf., Laugavegi 182. AM Praxis ehf., Sigtúni 42. Arkþing ehf., Bolholti 8. Á.K. sjúkraþjálfun ehf., Þverholti 18. BSRB, Grettisgötu 89. Efling stéttarfélag, Guðrúnartúni 1. Félag pípulagningameistara, Borgartúni 30. Framsýnt fólk ehf., Laugavegi 176. Gáski ehf., Bolholti 6. Hár og hamar ehf., Hrísateigi 47. Innrammarinn ehf., Rauðarárstíg 33. Íslensk endurskoðun ehf., Bogahlíð 4. Kjöthöllin ehf., Skipholti 70. KOM ehf., kynning og markaður, Katrínartúni 2. Kvikmyndafélag Íslands ehf., Borgartúni 24. Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89. Landssamtök lífeyrissjóða, Guðrúnartúni 1. Léttfeti ehf., Þverholt 15. Lögfræðistofa Reykjavíkur ehf., Borgartúni 25. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Hverfisgötu 115. Martec ehf., Blönduhlíð 2. Optic Reykjavík ehf., Hamrahlíð 17. Pegasus ehf., Sóltúni 24. Sameyki - stéttarfélag í almannaþjónustu, Grettisgötu 89. Sámur sápugerð ehf., Rauðalæk 51. Skólavefurinn ehf., Laugavegi 163. Slökkvilið höfuðborgarsvæðis bs., Skógarhlíð 14. Tannlækningar ehf., Skipholti 33. Tannréttingar sf., Snorrabraut 29. Tannsmiðafélag Íslands, Borgartúni 35. Teiknistofan Storð ehf., Laugavegi 178. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar, Engjateigi 1. Trivium ráðgjöf ehf., Borgartúni 20. VSÓ ráðgjöf ehf., Borgartúni 20. Wise lausnir ehf., Borgartúni 26.

107

Ragnar V. Sigurðsson ehf., Reynimel 65. Unit ehf., Grenimel 6.

108

Aðalvík ehf., Síðumúla 13. Almenna bílaverkstæðið ehf., Skeifunni 5. Amadeus Ísland ehf., Grensásvegi 16 108. Berserkir ehf., Heiðargerði 16. Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23. Borgun hf., Ármúla 30. CrankWheel ehf., Ármúla 6. Dansrækt-JSB ehf., Lágmúla 9. Dýralæknastofa Reykjavíkur ehf., Grensásvegi 50. Eignamiðlunin ehf., Grensásvegi 11. Eirvík ehf., Suðurlandsbraut 20. ENNEMM ehf., Skeifunni 10. Fasteignasalan Miklaborg ehf., Lágmúla 4. Fylgifiskar ehf., Suðurlandsbraut 10. Garðs apótek ehf., Sogavegi 108. Glófaxi ehf., Ármúla 42. G&K Seafood ehf., Síðumúla 35. GRB ehf., Grensásvegi 48. Hagldir ehf., Lágmúla 7. Hálsafell ehf., Skeifunni 11a.

Hringdu ehf., Ármúla 23. Höfði eignarhaldsfélag ehf., Suðurlandsbraut 52. Intellecta ehf., Síðumúla 5. Krýna ehf., Grensásvegi 48. Lyf og heilsa hf., Síðumúla 20. Lykill fjármögnun hf., Ármúla 1. Nýi tónlistarskólinn, Grensásvegi 3. Óskirnar þrjár ehf., Suðurlandsbraut 46. Poulsen ehf., Skeifunni 2. Rafkaup hf., Ármúla 24. Réttskil ehf., Ármúla 29. Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, Síðumúla 6. Samsýn ehf., Háaleitisbraut 58-60. Satúrnus ehf., Grensásvegi 46. Stálbyggingar ehf., Hvammsgerði 5. Stjarnan ehf., Suðurlandsbraut 46. Suzuki-bílar hf., Skeifunni 17. Tanngo slf.,Vegmúla 2. Tannlæknastofa Sigurðar Rósarssonar, Síðumúla 15. Tannval ehf., Grensásvegi 13. THG arkitektar ehf., Faxafeni 9. Tækniverk ehf., Breiðagerði 4. Tölvar ehf., Síðumúla 1. Umslag ehf., Lágmúla 5 (bakhús). Valhöll fasteignasala ehf., Síðumúla 27. Veiðivon ehf., Mörkinni 6. Vektor, hönnun og ráðgjöf ehf., Síðumúla 3. Örninn hjól ehf., Faxafeni 8.

109

Bjargarverk ehf., Álfabakka 12. Fiskbúð Hólmgeirs ehf., Þönglabakka 6. Gnýr ehf., Stallaseli 3. Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b. H. Jacobsen ehf.,Ystaseli 29. Læknasetrið ehf., Þönglabakka 6. Tannlæknar Mjódd ehf., Þönglabakka 1.

110

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Stuðlahálsi 2. Árbæjarapótek ehf., Hraunbæ 115. B.B. bílaréttingar ehf.,Viðarhöfða 6. Bílahöllin-Bílaryðvörn hf., Bíldshöfða 5. Bílamálun Sigursveins ehf., Hyrjarhöfða 4. Bílasmiðurinn hf., Bíldshöfða 16. Bókhaldsþjónusta Arnar Ing ehf., Nethyl 2. Einingaverksmiðjan ehf., Breiðhöfða 10. Esja Gæðafæði ehf., Bitruhálsi 2. Félag hársnyrtisveina, Stórhöfða 25. Flutningaþjónusta Arnars ehf., Þingási 46. GB tjónaviðgerðir ehf., Draghálsi 6-8. GER innflutningur ehf., Bíldshöfða 20. HBTB ehf., Bíldshöfða 18. Heildverslunin Glit ehf., Krókhálsi 5. Hilmar D. Ólafsson ehf., Eldshöfða 14. Hollt og gott ehf., Fosshálsi 1. Hreinsitækni ehf., Stórhöfða 37. Húsasmiðurinn ehf., Hyrjarhöfða 6. Höfðakaffi ehf.,Vagnhöfða 11. Íslenskir fjallaleiðsögum ehf., Stórhöfða 33. K.H.G. þjónustan ehf., Eirhöfða 14. Kjötsmiðjan ehf., Fosshálsi 27-29. Kolbakur ehf., Næfurási 12.


Kólus ehf.,Tunguhálsi 5. Litla bílasalan ehf., Eirhöfða 11. Magnús og Steingrímur ehf., Bíldshöfða 12. Matborðið ehf., Bíldshöfða 18. Merlo ehf., Krókhálsi 4. Míla ehf., Stórhöfða 22-30. Mjólkursamsalan ehf., Bitruhálsi 1. Opin kerfi hf., Höfðabakka 9. Orka ehf., Stórhöfða 37. Orkuvirki ehf.,Tunguhálsi 3. Ósal ehf.,Tangarhöfða 4. Parlogis ehf., Krókhálsi 14. Prentmet ehf., Lynghálsi 1. Rafstjórn ehf., Stangarhyl 1a. Rafsvið sf.,Viðarhöfða 6. RJ verkfræðingar ehf., Stangarhyl 1a. Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Nethyl 2. Skorri ehf., Bíldshöfða 12. Smur- og viðgerðarþjónustan ehf., Hyrjarhöfða 8. Sólarfilma ehf.,Tunguhálsi 8. Steinsmiðjan Rein ehf.,Viðarhöfða 1. Steypustöðin ehf., Malarhöfða 10. Tæknivélar ehf.,Tunguhálsi 5. Vagnar og þjónusta ehf.,Tunguhálsi 10. Verslunartækni og Geiri ehf., Draghálsi 4. Würth á Íslandi ehf., Norðlingabraut 8.

111

DGJ málningarþjónusta ehf., Krummahólum 2. Leikskólinn Vinaminni ehf., Asparfelli 10. Pizza-Pizza ehf., Lóuhólum 2-6. Skolphreinsun Ásgeirs sf., Unufelli 13.

112

Alhliðamálun málningarþjónusta ehf., Smárarima 26. Bendir ehf., Jöklafold 12. Bílastjarnan ehf., Bæjarflöt 10. G.Á. verktakar sf., Austurfold 7. Gleðipinnar ehf., Fossaleyni 1. Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf., Gylfaflöt 3. Helgason og Co ehf., Gylfaflöt 24-30. HR þjónustan ehf., Brúnastöðum 3. Húsalagnir ehf., Gylfaflöt 20. Höfuðlausnir sf., hársnyrtistofa, Hverafold 1-3. Jóhann Hauksson, trésmíði ehf., Logafold 150. Landsnet hf., Gylfaflöt 9. M.G.-félag Íslands, Leiðhömrum 23. Matthías ehf.,Vesturfold 40. Rima apótek ehf., Langarima 21-23. Rúmfatalagerinn ehf., Blikastaðavegi 2-8. SHV pípulagningaþjónusta ehf., Funafold 54. SORPA bs., Gylfaflöt 5. Tilraunastöð HÍ í meinafræði,Vesturlandsvegi, Keldum. Túnverk ehf., Jónsgeisla 45. Við og við sf., Gylfaflöt 3. Víkurós ehf., Bæjarflöt 6. Wiium ehf.,Vesturfold 34.

113

Margt smátt ehf., Guðríðarstíg 6-8. Lyfjastofnun,Vínlandsleið 14.

116

Náttúra og heilsa ehf., Fitjum. Stjörnuegg hf.,Vallá.

Pósthólf

101 (einn núll einn) hótel ehf., Pósthólf 707. Globus hf., Pósthólf 8160.

Hagi ehf., Pósthólf 12108. Hringás ehf., Pósthólf 4044. Krumma ehf., Pósthólf 12070. Fjárhald ehf., Pósthólf 32. Vélvík ehf., Pósthólf 9055.

170-172

Felixson ehf., Lindarbraut 11. HB heildverslun ehf., Bakkavör 28. Skipaþjónusta Íslands ehf., Pósthólf 228. Trobeco ehf., Lindarbraut 37. Vekurð ehf., Hofgörðum 11. Þráinn Ingólfsson, Bollagörðum 43. Önn ehf., verkfræðistofa, Eiðistorgi 15.

190

Hársnyrtistofa Hrannar,Vogagerði 14.

200-203

AMG Aukaraf ehf., Dalbrekku 16. AP varahlutir ehf., Smiðjuvegi 4. Arkus ehf., Núpalind 1. ÁF-hús ehf., Bæjarlind 4. Áliðjan ehf.,Vesturvör 26. Ásborg slf., Smiðjuvegi 11. Bak Höfn ehf., Jöklalind 8. Bakkabros ehf., Hamraborg 5. Básfell ehf., Flesjakór 20. Betra bros ehf., Hlíðasmára 14. Bílaklæðningar ehf., Kársnesbraut 100. Bílasprautun og réttingar Trausta ehf., Smiðjuvegi 18. Blikkform ehf., Smiðjuvegi 6. Brammer Ísland ehf., Dalvegi 32. Brostu sf., Hamraborg 5. dk hugbúnaður ehf., Smáratorgi 3. Dýrabær ehf., Miðsölum 2. Fagafl ehf., Perlukór 3a. Feris ehf., Dalvegi 16b. Five degrees ehf., Bæjarlind 2. Flugfreyjufélag Íslands, Hlíðasmára 15. Grænjaxl, tannlæknaþjónusta ehf., Bæjarlind 12. Hagbær ehf., Þorrasölum 13. Hefilverk ehf., Jörfalind 20. Hlekkur ehf., Dalvegi 10-14. Hreint ehf., Auðbrekku 8. Húseik ehf., Bröttutungu 4. Iðnaðarlausnir ehf., Skemmuvegi 6. Iðnaðartækni ehf., Akralind 2. Ison ehf., Laufbrekku 22. JS ljósasmiðjan - Sláttuvélamarkaðurinn ehf., Skemmuvegi 34. JS-hús ehf., Skemmuvegi 34a. JSÓ ehf., Smiðjuvegi 4b. Kambur ehf., Geirlandi. Klukkan ehf., Hamraborg 10. Knattspyrnudeild Breiðabliks, Dalsmára 5. Lakkskemman ehf., Skemmuvegi 30. Lind fasteignasala ehf., Hlíðasmára 6, www.fastlind.is

Línan ehf., Akralind 9. Loft og raftæki ehf., Hjallabrekku 1. Lögmannsstofa SS ehf., Hamraborg 10. Malbiksviðgerðir ehf., Aflakór 23.

MHG verslun ehf., Akralind 4, www.mhg.is

Miðjan hf., Hlíðasmára 17. N1 hf., Dalvegi 10-14. Norm X ehf., Auðbrekku 6. Oxus ehf., Akralind 6. Pólar ehf., Fjallakór 4. Rafbreidd ehf., Akralind 6.

Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8. Rafsetning ehf., Björtusölum 13. S.S. gólf ehf., Borgarholtsbraut 59. Sérmerkt ehf., Smiðjuvegi 11. Stífluþjónustan ehf., Nýbýlavegi 54. Stjörnugarðar ehf., Laufbrekku 12. Svanur Ingimundarson málarameistari, Naustavör 8. Teledyne Gavia ehf.,Vesturvör 29. Títan fasteignafélag ehf.,Vatnsendabletti 235. Tónlistarskóli Kópavogs, Hamraborg 6. Tröllalagnir ehf., Auðnukór 3. Varmalagnir ehf., Baugakór 8. Vatnsvirkjar ehf., Álfkonuhvarfi 23. Vaxa ehf., Askalind 2. VEB verkfræðistofa ehf., Dalvegi 18. Verifone á Íslandi ehf., Hlíðasmára 12. Vídd ehf., Bæjarlind 4. ZO-International ehf., Nýbýlavegi 6. Öreind sf., Auðbrekku 3.

210

Apótek Garðabæjar ehf., Litlatúni 3. AH pípulagnir ehf., Suðurhrauni 12c. Alþjóðaskólinn á Íslandi ehf., Sunnuflöt 43. First Class ehf., Móaflöt 20. Friðrik A. Jónsson ehf., Miðhrauni 13. Garðabær, Garðatorgi 7. Geislatækni ehf., Laser-þjónustan, Suðurhrauni 12c. Gæludýrabúðin Fisko ehf., Kauptúni 3. Hurðaborg ehf., Sunnuflöt 45. Jógasetrið ehf., Kríunesi 8. KAPP ehf., Miðhrauni 2. Loftorka Reykjavík ehf., Miðhrauni 10. Marel Iceland ehf., Austurhrauni 9. Nordic Luxury ehf., Austurhrauni 3, 210 Garðabæ. Oliner System Iceland ehf., Lyngási 20. Pípulagnaverktakar ehf., Miðhrauni 18. Sjóklæðagerðin hf., Miðhrauni 11. Vélsmiðja Þorgeirs ehf., Miðhrauni 22. Vörukaup ehf., Miðhrauni 15.

220-225

2K ehf., Drangahrauni 7. Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf., Dalshrauni 1. Aðalpartasalan ehf., Drangahrauni 10. Aðalskoðun hf., Pósthólf 393. Aflhlutir ehf., Drangahrauni 14. Ás fasteignasala ehf., Fjarðargötu 17. Bergþór Ingibergsson, Breiðvangi 4. Bílamálun Alberts ehf., Stapahrauni 1. Bílaverkstæði Birgis ehf., Grandatröð 2. Brettasmiðjan ehf., Hvaleyrarbraut 8-10. Byggingafélagið Sakki ehf., Hlíðarási 11. CNC Ísland ehf., Gjótuhrauni 3. Dekkjasalan ehf., Dalshrauni 16. Eldvarnarþjónustan ehf., Móabarði 37. Endurskoðun Helga Númasonar ehf., Melabraut 23. Ferskfiskur ehf., Bæjarhrauni 8. Fínpússning ehf., Rauðhellu 13. Fjöl-smíð ehf., Stapahrauni 5. Fjörukráin ehf.,Víkingastræti 1. Gasfélagið ehf., Straumsvík. Gámaþjónustan hf., Berghellu 1. Góa-Linda sælgætisgerð ehf., Pósthólf 120. Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4. Hagtak hf., Fjarðargötu 13-15. H-Berg ehf., Suðurholti 3. Heimir og Jens ehf., Birkibergi 14. Hraunhamar ehf., Bæjarhrauni 10.


Hvalur hf., Pósthólf 233. Hyggir ehf., Spóaási 18. Icetransport ehf., Selhellu 9. Ingvar og Kristján ehf., Trönuhrauni 7c. Ísfell ehf., Óseyrarbraut 28. Íslenskir endurskoðendur/ráðgjöf ehf. Bæjarhrauni 8. Kjötkompaní ehf., Dalshrauni 13. Krossborg ehf., Stekkjarhvammi 12. Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf., Gulhellu 1. Markus Lifenet ehf., Breiðvangi 30. Myndform ehf., Trönuhrauni 1. NOKK ehf., Spóaási 4. PON – Pétur O Nikulásson ehf., Melabraut 23. Prentmiðlun ehf., Hólmatúni 55. Rafgeymasalan ehf., Dalshrauni 17. Rafpólering ehf., Stapahrauni 3. Sameignarfélag Ölfusborga, Reykjavíkurvegi 64. SE ehf., Fjóluhvammi 6. Skyhook ehf., Hlíðarási 19. Sóley Organics ehf., Bæjarhrauni 10. Sætoppur ehf., Lónsbraut 6. Thor Shipping ehf., Selhellu 11. Umbúðamiðlun ehf., Pósthólf 470. Útfararstofa Hafnarfjarðar ehf., Flatahrauni 5a. Verktækni ehf., Lyngbergi 41. Verkþing ehf., Kaplahrauni 22. Viking Life-Saving á Íslandi ehf., Íshellu 7. Víðistaðakirkja, Pósthólf 351. VSB-verkfræðistofa ehf., Bæjarhrauni 20. Þaktak ehf., Grandatröð 3a og b. Þúsund fjalir ehf., Kaplahrauni 13.

230-262

Bílrúðuþjónustan ehf., Grófinni 15c, Rnbæ. Bílar og hjól ehf., Njarðarbraut 11a, Rnbæ. BLUE Car Rental ehf., Blikavöllum 3, Rnbæ. Dacoda ehf., Krossmóa 4a, Rnbæ. DMM lausnir ehf., Pósthólf 285, Rnbæ. Express ehf., Pósthólf 515, Rnbæ. Fagtré ehf., Suðurgarði 5, Rnbæ. Fiskmarkaður Suðurnesja hf., Hafnargötu 8, Sandgerði. Fríhöfnin ehf., Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Grindavíkurbær.Víkurbraut 62. Gröfuþjónusta Tryggva Einarssonar ehf., Lyngbraut 7, Garði. HS veitur hf., Brekkustíg 36, Rnbæ. IceMar ehf., Hafnargötu 17, Rnbæ. Kapalvæðing ehf., Hafnargötu 21, Rnbæ. Maron ehf., Pósthólf 380, Rnbæ. Nesraf ehf., Grófinni 18a, Rnbæ. Ó.S. fiskverkun ehf., Árnastíg 23, Grindavík. Pepp ehf., Baðsvöllum 4, Grindavík. Rafeindir og tæki ehf., Ægisvöllum 2, Rnbæ. Rafiðn ehf.,Víkurbraut 1, Rnbæ. Rafverkstæði I.B. ehf., Fitjabakka 1a, Rnbæ. Reykjanesbær, Tjarnargötu 12. Rörlagningamaðurinn ehf., Faxabraut 7, Rnbæ. Samkaup hf., Krossmóa 4, Rnbæ. Skólar ehf., Flugvallarbraut 752, Rnbæ. Slysavarnadeildin Þorbjörn, Pósthólf 17, Grindavík. Sunnugarður ehf., Fríholti 6, Garði. Tjarnartorg ehf., Tjarnargötu 9, Rnbæ. Traðhús ehf., Kirkjuvogi 11, Rnbæ. Tríton sf., Tjarnargötu 2, Rnbæ. Varmamót ehf., Framnesvegi 19, Rnbæ. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, Krossmóa 4, Rnbæ.

Verktakafyrirtækið Grjótgarðar ehf., Starmóa 13, Rnbæ. Vélsmiðja Grindavíkur ehf., Seljabót 3, Grindavík. Vísir hf., Pósthólf 30, Grindavík. VOOT beita ehf., Miðgarði 3, Grindavík. Þórðarfell ehf., Tjarnabraut 24, Rnbæ.

270

100 bílar ehf., Þverholti 6. Dalsbú ehf., Dalsbúi. FIÓ bókhald og uppgjör ehf., Dvergholti 17. Fótbolti ehf., Stórakrika 2a. Glertækni ehf.,Völuteigi 21. Íslenskur textíliðnaður hf.,Völuteigi 6. Ístak hf., Bugðufljóti 19. Kvenfélag Kjósarhrepps, Neðra-Hálsi. Mosfellsbakarí ehf., Háholti 13-15. Múr og meira ehf., Brekkutanga 38. Múrefni ehf., Flugumýri 34. Nonni litli ehf., Þverholti 8. Siggi danski ehf., Þverholti 7. Síld og fiskur ehf.,Völuteigi 2. Skálatún, Skálatúni. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Hlégarði. Stansverk ehf., Skeljatanga 2. Vélsmiðjan Sveinn ehf., Flugumýri 6. ÞÓB vélaleiga ehf., Uglugötu 33.

300-301

Akraborg ehf., Kalmansvöllum 6. Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar ehf., Smiðjuvöllum 15. Blikksmiðja Guðmundar ehf., Akursbraut 11b. Eyrarbyggð ehf., Eyri. Hafsteinn Daníelsson ehf., Geldingaá. JG tannlæknastofa sf., Kirkjubraut 28. Meitill GT tækni ehf., Grundartanga. Model ehf., Þjóðbraut 1. Sjúkraþjálfun Georgs, Kirkjubraut 28. Smurstöð Akraness sf., Smiðjuvöllum 2. VER ehf., Kirkjubraut 12. Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf., Smiðjuvöllum 10. Þróttur ehf., Ægisbraut 4. Matstofan ehf, Brákarbraut 3.

310-320

Kaupfélag Borgfirðinga, Egilsholti 1. PJ byggingar ehf., Ásvegi 2. Sveinn Björnsson, Reykholti,Varmalandi. Tannlæknastofa Hilmis ehf., Berugötu 12.

340-380

Bárður SH 81 ehf., Staðarbakka, Snæfellsbæ. Esjar ehf., Hraunási 13, Hellissandi. Hópferðabílar Svans Kristóferssonar ehf., Hellu, Hellissandi. Hraðfrystihús Hellissands hf., Hafnarbakka, Rifi, Hellissandi. Höfðagata 1 ehf., Stykkishólmi. Litlalón ehf, Skipholti 8, Ólafsvík. Reykhólahreppur, Reykhólum. Sólarsport ehf., Grundarbraut 44, Ólafsvík. Sæfell hf., Hafnargötu 9, Stykkishólmi. Þjónustustofan ehf., Grundargötu 30, Grundarfirði. Þörungaverksmiðjan hf., Reykhólum.

400-415

Arctic Fish ehf., Aðalstræti 20, Ísafirði. Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12.

Endurskoðun Vestfjarða ehf., Aðalstræti 19, Bolungarvík. GG málningarþjónusta ehf., Aðalstræti 26, Ísafirði. Hamraborg ehf., Hafnarstræti 7, Ísafirði. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf., Hnífsdalsbryggju. Massi þrif ehf., Seljalandsvegi 70, Ísafirði. Orkubú Vestfjarða ohf., Stakkanesi 1, Ísafirði. Sigurgeir G. Jóhannsson ehf., Hafnargötu 21-23, Bolungarvík. Smali ehf., Sætúni 5, Ísafirði. Ævintýradalurinn ehf., Heydal.

450-470

Árni Magnússon, Túngötu 18, Patreksfirði. Aðalstræti 62 ehf., Patreksfirði. Fiskmarkaður Patreksfjarðar ehf., Þórsgötu 9. Ingvi Bjarnason, Neðri-Arnórsstöðum. Grunnslóð ehf., Neðri-Arnórsstöðum. TV-verk ehf., Strandgötu 37, Tálknafirði. ESG-veitingar ehf., Móatúni 14, Tálknafirði. Tálknafjarðarhreppur, Strandgötu 38. Lás ehf., Hafnarbraut 10, Bíldudal. Véla- og bílaþjónusta Kristjáns ehf., Hafnarstræti 14, Þingeyri.

500-541

Bílagerði ehf., Ásbraut 6, Hvammstanga. Bjartur ehf.,Vitabraut 17, Hólmavík. Blönduósbær, Hnjúkabyggð 33. Hársnyrtistofa Sveinu Ragnarsdóttur, Höfðabraut 6, Hvammstanga. Húsherji ehf., Svínavatni, Svínavatnshreppi. Ísgel ehf., Efstubraut 2, Blönduósi. Kidka ehf., Höfðabraut 34, Hvammstanga. Kvenfélag Svínavatnshrepps. Kvenfélagið Freyja, Hvammstanga. Kvenfélagið Hekla, Blönduósi. Léttitækni ehf., Efstubraut 2, Blönduósi. Reykjatangi ehf., Reykjaskóla, Stað. Stéttarfélagið Samstaða, Blönduósi. Tveir smiðir ehf., Hafnarbraut 7, Hvammstanga.

550-580

Álftagerðisbræður ehf., Álftagerði. Bifreiðaverkstæðið. Sleitustöðum, Sauðárkróki. Bókhaldsþjónusta KOM ehf.,Víðihlíð 10, Sauðárkróki. Fjallabyggð, Gránugötu 24. Flokka ehf., Borgarteigi 12, Sauðárkróki. Friðrik Jónsson ehf., Borgarröst 8, Sauðárkróki. Hólaskóli á Hólum í Hjaltadal. Iðnsveinafélag Skagafjarðar. Kvenfélagið Framtíðin, Fljótum. Ó.K. gámaþjónusta-sorphirða ehf., Borgarflöt 15, Sauðárkróki. Pardus ehf.. Suðurbraut, Hofsósi. Primex ehf., Óskarsgötu 7, Siglufirði. Raðhús ehf., Akurhlíð 1, Sauðárkróki. Rammi hf., Pósthólf 212, Siglufirði. Siglfirðingur hf., Gránugötu 5, Siglufirði. Skógræktarfélag Skagfirðinga, Hólatúni 8, Sauðárkróki. Tengill ehf., Hesteyri 2, Sauðárkróki. Trésmiðja Helga Gunnarssonar ehf., Bogabraut 22, Skagaströnd. Valló ehf., Fossvegi 13, Siglufirði. Vesturfarasetrið, Hofsósi. Vélaverkstæði Skagastrandar ehf., Strandgötu 30. Víkursmíði ehf., Kirkjugötu 7, Hofsósi.


600-603

Akureyrarapótek ehf., Kaupangi, Mýrarvegi. AUTO ehf.,Vesturgili 1. B. Hreiðarsson ehf., Þrastalundi. Baugsbót ehf., Frostagötu 1b. Bjarni Fannberg Jónasson ehf., Melateigi 31. Blikkrás ehf., Óseyri 16. Bútur ehf., Njarðarnesi 9. Daltré ehf., Elísabetarhaga 2. Eining-Iðja, Skipagötu 14. Ekill ehf., Goðanesi 8-10. Enor ehf., Hafnarstræti 53. Framtal sf., Pósthólf 222. Garbó ehf., Kaupangi, Mýrarvegi. Garðverk ehf., Pósthólf 110. Geimstofan ehf.,Viðjulundi 2b. Gersemi Þröstur ehf., Hafnarstræti 96. Halldór Ólafsson ehf., Gleráreyrum 1. Hlíð ehf., Hraukbæ. Hlíðarskóli, Skjaldarvík. Hnjúkar ehf., Mýrarvegi, Kaupangi. Húsprýði sf., Múlasíðu 48. Index tannsmíðaverkstæði ehf., Mýrarvegi, Kaupangi. India karry kofi ehf., Þórunnarstræti 112. Kjarnafæði hf., Sjávargötu 1. Ljósco ehf., Ásabyggð 7. Lostæti-Austurlyst ehf., Óseyri 3. Malbikun Akureyrar ehf., Óseyri 8. Rafmenn ehf., Frostagötu 6c. Samson ehf., Sunnuhlíð 12. Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi. Skútaberg ehf., Sjafnarnesi 2. Stefán Þórðarson ehf., Teigi. Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, við Mýrarveg. Tónsport ehf., Strandgötu 3.

610-690

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf., Garðarsbraut 5, Húsavík. Bílaleiga Húsavíkur ehf., Garðarsbraut 66, Húsavík. Darri ehf., Hafnargötu 1, Grenivík. Eldá ehf., Helluhrauni 15, Mývatni. Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf., Hrísateigi 5, Húsavík. G. Ben útgerðarfélag ehf., Ægisgötu 3, Dalvík. Grýtubakkahreppur, Túngötu 3, Grenivík. Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Auðbrekku 4, Húsavík, www.hsn.is

Höfðavélar ehf., Höfða 1a, Húsavík. Norðurpóll ehf., Laugabrekku, Laugum. Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Kjarna, Húsavík. Sportferðir ehf., Melbrún 2, Dalvík. Stekkjarvík ehf., Hafnargötu 3, Grímsey. Sundleið ehf., Steinholti 10,Vopnafirði. Sæplast Iceland ehf., Gunnarsbraut 12, Dalvík. Sparisjóður Suður-Þingeyinga, útibú, Kjarna, Laugum. Val ehf., Höfða 5c, Húsavík. Vogar, ferðaþjónusta ehf.,Vogum, Mývatni.

700

Austfjarðaflutningar ehf., Kelduskógum 19 Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Tréiðjan Einir ehf., Aspargrund 1 Tannlæknastofa Austurlands, Miðgarði 13

Egilsstaðabúið ehf., Egilsstöðum 1 Fellabakstur ehf., Lagarfelli 4 Klausturkaffi ehf., Skriðuklaustri Ökuskóli Austurlands sf., Lagarfelli 11 Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri AFL starfsgreinafélag, Miðvangi 2-4 Bókráð, bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2-4

700-785

AFL starfsgreinafélag, Búðareyri 1, Reyðarfirði. Alcoa Fjarðaál sf., Hrauni 1, Reyðarfirði. AS hótel ehf., Staðarborg, Breiðdalsvík. Ágúst Bogason ehf., Dynskógum 15, Egilsstöðum. Bifreiðaverkstæði Sigursteins, Selnesi 28-30, Breiðdalsvík. Bókráð, bókhald og ráðgjöf, Tjarnarlöndum 18, Egilsstöðum. Dýralæknirinn á Breiðdalsvík, Ásvegi 31. Egersund Ísland ehf., Hafnargötu 2, Eskifirði. Egilsstaðabúið ehf., Egilsstöðum 1. Erpur ehf., Norðurbraut 9, Höfn. Eskja hf., Leirubakka 4, Eskifirði. Fáskrúðsfjarðarkirkja, Skólavegi 88a. Fellabakstur ehf., Lagarfelli 4, Egilsstöðum. Fiskverkun Kalla Sveins ehf.,Vörðubrún, Borgarfirði eystra. Fjarðabyggð, Hafnargötu 2, Reyðarfirði. Fjarðaþrif ehf., Kirkjustíg 2, Eskifirði. Funi ehf., Ártúni, Höfn. Glerharður ehf., Miðgarði 13, Egilsstöðum. Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri. Héraðsprent ehf., Miðvangi 1, Egilsstöðum. Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf., Einhleypingi 1, Egilsstöðum. Króm og hvítt ehf., Álaleiru 7, Höfn. Litli tindur ehf., Skólavegi 105, Fáskrúðsfirði. Og synir / Ofurtólið ehf., Nesbraut 6, Reyðarfirði. R.H. gröfur ehf., Helgafelli 9, Eskifirði. Rafgeisli Tómas R. Zoëga ehf., Hafnarbraut 10, Neskaupstað. Rósaberg ehf., Háhóli, Höfn. Ræktunarsamband Hofshrepps, Hofi 1 /Eystri Bæ, Öræfum. Seyðisfjarðarkaupstaður SF - 47 ehf., Fiskhóli 9, Höfn. Sigurður Ólafsson ehf., Hlíðartúni 21, Höfn. Síldarvinnslan hf., Hafnarbraut 6, Neskaupstað. Slökkvitækjaþjónusta Austurlands ehf., Strandgötu 13a, Eskifirði. Sparisjóður Austurlands hf., Egilsbraut 25, Neskaupstað. Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27, Höfn. Tréiðjan Einir ehf., Aspargrund 1, Egilsstöðum. Tærgesen ehf., Búðargötu 4, Reyðarfirði. Verkmenntaskóli Austurlands, Mýrargötu 10, Neskaupstað. Þrastarhóll ehf., Kirkjubraut 10, Höfn.

800-801

Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf., Hrísmýri 3. Bílasala Suðurlands ehf., Fossnesi 14. Brekkuheiði ehf., Efri-Brekku. Byggingafélagið Laski ehf., Bakkatjörn 7. Eðalmálun Suðurlands ehf., Birkivöllum 8. Flóahreppur, Þingborg. Fossvélar ehf., Hellismýri 7. Gufuhlíð ehf., Gufuhlíð. Hátak ehf., Norðurgötu 15.

Hitaveitufélag Gnúpverja ehf., Heiðarbrún. Hurðalausnir ehf., Lyngheiði 14. Jáverk ehf., Gagnheiði 28. Kvenfélag Hraungerðishrepps, Langsstöðum. Landstólpi ehf., Gunnbjarnarholti. Léttur ehf., Hrísmýri 6. Málarinn Selfossi ehf., Furugrund 36. Mundakot ehf., Lyngheiði 12. Múrdeildin ehf., Öndverðarnes 1. Nesey ehf., Suðurbraut 7. Netpartar ehf., Byggðarhorni, Búgarði 38. Pegani ehf., Hörðuvöllum 4. Prentverk Selfoss ehf., Löngumýri 28. Pro-Ark ehf., Eyravegi 31. Pylsuvagninn Selfossi ehf., Berghólum 15. Reykhóll ehf., Reykhóli 2. Sunnan 4 ehf., Austurvegi 22. Svavar Á Sveinsson, Kistuholti 13 RH. Sveitarfélagið Árborg.

810-860

Ásahreppur, Laugalandi, Hellu. B.R. Sverrisson ehf., Norðurhofi 6, Flúðum. Byggðasamlagið Oddi, Suðurlandsvegi 1, Hellu. Bær hf., Klausturvegi 6, Kirkjubæjarklaustri. Ferðaþjónustan Hunkubökkum ehf., Kirkjubæjarklaustri. Flóra garðyrkjustöð ehf., Heiðmörk 38, Hveragerði. Flúðasveppir ehf., Undirheimum, Flúðum. Fögrusteinar ehf., Birtingaholti 4, Flúðum. Grænna land ehf., Högnastíg 14, Flúðum. Hrunamannahreppur, Akurgerði 6, Flúðum. Hveragerðissókn, Pósthólf 81, Hveragerði. Járnkarlinn ehf., Unubakka 25, Þorlákshöfn. Kirkjubæjarstofa, Klausturvegi 2, Kirkjubæjarklaustri. Krappi ehf., Ormsvelli 5, Hvolsvelli. Kvenfélagið Sigurvon, Hellu. Menntaskólinn að Laugarvatni. Raftaug ehf., Borgarheiði 11h, Hveragerði. Rangárþing eystra, Austurvegi 4, Hvolsvelli. Sláturhús Hellu hf., Suðurlandsvegi 8, Hellu. Strókur ehf., Grásteini, Hellu. Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn. Varmalækur ehf., Laugalæk, Flúðum. Örkin veitingar ehf., Breiðumörk 1c, Hveragerði.

900-902

Áhaldaleigan ehf., Faxastíg 5. Einsi kaldi veisluþjónusta ehf., Bröttugötu 7. Eyjablikk ehf., Pósthólf 150. Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf., Pósthólf 223. Frár ehf., Hásteinsvegi 49. HH útgerð ehf., Stóragerði 10. Ísfélag Vestmannaeyja hf., Tangagötu 1. Köfun og öryggi ehf., Strembugötu 8. Langa ehf., Eiðisvegi 5-9. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Skólavegi 2. Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf., Strandvegi 30. Ós ehf., Strandvegur 30. Rannsóknarþjónustan Vestmannaeyjum ehf., Strandvegi 50. Skipalyftan ehf., Pósthólf 140. Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11. Tvisturinn ehf., Faxastíg 36. Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu. Vélaverkstæðið Þór ehf., Pósthólf 133. Vinnslustöðin hf., Hafnargötu 2.


C75 M10 Y0 K0 R0 G174 B230

C80 M50 Y20 K10 R59 G108 B148


NOKK ehf

2/23/2017

刀준吀吀匀䬀䤀䰀 䈀欀栀愀氀搀猀︀樀渀甀猀琀愀

verifone­logo­primary­pos­2color_highres.jpg (3512×1576)

REYKJANESBÆR

HRAÐI - GÆÐI - ÞJÓNUSTA

http://global.verifone.com/media/4241840/verifone­logo­primary­pos­2color_highres.jpg

1/1


Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 til að styðja við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra gagnvart hinu opinbera. Á þeim vettvangi hefur náðst mikill árangur en enn er mikil þörf fyrir ýmiss konar

12-14 greiningar á ári

Árlega greinast 12-14 börn á Íslandi á aldrinum 0-18 ára með krabbamein. Hvítblæði og heilaæxli eru algengust. Meðferð við krabbameinum í börnum er yfirleitt mjög hörð en þau eru meðhöndluð með skurðaðgerðum, lyfjameðferðum og geislum. Börnin verða veik og máttfarin meðan á meðferð stendur og eru oft lengi að ná upp fyrri styrk. Þau eru gjarnan algjörlega ónæmisbæld þegar þau eru í meðferðarlotum og geta umgangspestir, sem eru flestu fólki meinlausar, reynst stórhættulegar. Þá er gott að eiga athvarf utan skarkalans en SKB á og rekur tvö hvíldarheimili á Suðurlandi þar sem fjölskyldur barna í meðferð geta komist í skjól þegar á þarf að halda. Húsin eru leigð félagsmönnum þegar fjölskyldur barna í meðferð dvelja ekki í þeim.

Félagsstarf, skrifstofa, fjáröflun

stuðning. Það er áfall fyrir alla fjölskylduna þegar einn greinist með krabbamein og hún er allt í einu komin í stöðu sem enginn vill nokkurn tíma þurfa að vera í. Yfirleitt hættir a.m.k. annað foreldrið að vinna um tíma til að sinna veika barninu og verður fjárhagslegt áfall því í flestum tilvikum tilfinnanlegt.

Mömmuhópur, pabbahópur, unglingahópur og Angi

SKB stendur fyrir ýmsu félagsstarfi fyrir félagsmenn sína. Krabbameinsveiku börnin á aldrinum 13-18 ára hittast reglulega í félagsaðstöðu SKB eða utan hennar, hafa stuðning hvert af öðru og gera eitthvað skemmtilegt saman. Mæður og feður krabbameinsveiku barnanna hittast mánaðarlega og spjalla. Þó að börnin séu ekki öll með sömu mein þá finnst þeim gott að hittast og bera saman bækur sínar. Foreldrar barnanna sem tapa baráttunni fyrir krabbameini hittast óreglulega og spjalla. Það er sár reynsla sem enginn skilur nema sá sem hefur reynt. Sá hópur hittist alltaf í byrjun aðventu og útbýr skreytingar á leiði barna sinna.

Félagið stendur fyrir sumarhátíð síðustu helgina í júlí ár hvert. Áhugaflugmenn hafa boðið félagsmönnum útsýnisflug yfir Fljótshlíðina við frábærar viðtökur á hverju ári. Árshátíð er haldin einu sinni á ári og 20. desember ár hvert er haldin jólastund og þar minnast félagsmenn Sigurbjargar Sighvatsdóttur en hún gaf félaginu allar eigur sínar árið 1994. Sú gjöf lagði góðan grunn að starfi félagsins og möguleikum þess til að standa vel við bakið á félagsmönnum sínum. Stjórn SKB kemur saman einu sinni í mánuði og tekur þær ákvarðanir sem þarf að taka. Þess á milli er stjórn félagsins í höndum framkvæmdastjóra og þriggja manna framkvæmdastjórnar, sem í sitja formaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri félagsins. Skrifstofa félagsins er í Hlíðasmára 14. Hún er opin alla daga kl. 9-16. Starfsmenn eru tveir. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna nýtur mikils velvilja og málstaðurinn mikils stuðnings víða í samfélaginu og sem betur fer eru margir sem vilja rétta því hjálparhönd. Þörfin er þó afar brýn og alltaf meiri en félagið myndi vilja geta sinnt. Helstu leiðir félagsins til fjáröflunar hafa verið útgáfa félagsblaðs tvisvar á ári og sala styrktarlína í þau, sala minningarkorta og tækifæriskorta og ýmissa söluvara.

Þjónusta og fasteignir

SKB á tvær íbúðir í Reykjavík fyrir fjölskyldur barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna læknismeðferðar barna sinna. Landspítalinn sér um rekstur og úthlutun þeirra íbúða. Ef fjölskyldur krabbameinsveikra barna þurfa ekki á þeim að halda er þeim ráðstafað til annarra landsbyggðarfjölskyldna sem eiga börn á Barnaspítalanum.   SKB greiðir ýmsa þjónustu fyrir skjólstæðinga sína, einkum sálfræðiþjónustu en einnig aðra heilsurækt og sjúkraþjálfun.   Sem betur fer lifa alltaf fleiri og fleiri það af að greinast með krabbamein og er svo komið að hlutföllin eru um það bil 80% sem lifa og 20% sem deyja.   Fyrir um aldarfjórðungi voru þessi hlutföll akkúrat öfug. En meðferð við krabbameini getur haft ýmsar aukaverkanir og síðbúnar afleiðingar í för með sér, líkamlegar, andlegar og félagslegar og börnin sem læknast geta þurft ýmsa aðstoð í mörg ár eftir að meðferð lýkur.

Listmeðferð

SKB býður börnum í félaginu einkatíma í listmeðferð á skrifstofu félagsins. Nánari upplýsingar gefur Harpa Halldórsdóttir listmeðferðarfræðingur í síma 588 7555 eða harpa@skb.is.

Samstarf

SKB er eitt aðildarfélaga Umhyggju, félagi til stuðnings langveikum börnum, og á aðild að Almannaheillum, samtökum þriðja geirans. Auk þess er SKB aðili að alþjóðlegum samtökum félaga foreldra barna með krabbamein, CCI (Childhood Cancer International).


JÓGA

FYRIR ALLA KUNDALINI JÓGA HATHA JÓGA JÓGA NIDRA MJÚKT JÓGA

Skipholt 50 C

HUGLEIÐSLA KARLAJÓGA MEÐGÖNGUJÓGA MÖMMUJÓGA

KRAKKAJÓGA 60 ÁRA OG ELDRI JÓGA ÞERAPÍA JÓGAKENNARANÁM

jogasetrid.is

Mikilvægt að skila lyfjum til eyðingar Flest þurfum við á lyfjum að halda einhverntíma á lífsleiðinni. Þegar alvarleg veikindi steðja að eykst gjarnan það magn lyfja sem við notum. Þannig safnast í lyfjaforðann heima fyrir, sem getur orðið verulegt magn ef aðhlynning fer fram inni á heimilinu. Sé ekki tekið til í lyfjum heimilisins með reglulegum hætti getur það boðið hættunni heim. Oft er það svo að lyf sem eru keypt eru ekki öll notuð. Stundum er of miklu magni ávísað þannig að ekki er þörf fyrir allan skammtinn. Ef um er að ræða lyf sem notuð eru eftir þörfum frekar en reglubundið fyrnast þau iðulega áður en búðið er að klára úr pakkningunni. Eins getur verið að sama lyf hafi verið keypt áður en fyrri skammti er lokið og eldri pakkningin endi aftast í skápnum.

Á vefnum www.lyfjaskil.is er að finna ýmsan fróðleik fyrir almenning sem snýr að geymslu og förgun lyfja.

Þannig er hætta á að í fórum okkar leynist lyf sem komin eru fram yfir fyrningardagsetningu, sé ekki tekið til reglulega. Óráðlegt er að nota slík lyf. Hætturnar sem fylgja því að eiga lyf heima sem ekki er þörf fyrir eru fleiri. Börn eða gæludýr gætu komist í lyfin fyrir slysni, þau gætu lent í röngum höndum, og svo mætti lengi telja. Öruggast er að fara með þau lyf sem ekki er not fyrir til eyðingar í næsta apótek. Öll apótek á landinu taka við lyfjum til eyðingar, einstaklingum að kostnaðarlausu. Það verður aldrei ítrekað of oft að í lyfjum er mikilvirkt efni og að varðveisla þeirra krefst sérstakrar varúðar. Aldrei ætti að vera með meira af lyfjum á heimilinu en þörf er fyrir.

Höfundur er Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeildar hjá Lyfjastofnun.


Þú finnur traust í okkar lausn

Kæliverkstæði Renniverkstæði Vélaverkstæði Kæli- og frystiklefar Gámar, sala og leiga Flutningalausnir OptimICE® Stáltech® sérsmíði

Miðhraun 2 · 210 Garðabæ · 587 1300 Kapp@kapp.is · www.Kapp.is

Ecoraster grindur eru úr endurunnum plastpokum, þær eru blágræn lausn. Auðvelt að leggja og auðvelt að taka upp t.d. til að leggja annars staðar. Upplýsingar á www.ecoraster.is

Ecoraster E40

Ecoraster Bloxx

t: joi@verehf.is - s: 431 1010


Hágæða vinnuföt

í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki

Mikið úrval af öryggisvörum

Nú fástSnickers vinnuföt í HAGI ehf

Verkfæri og festingar

Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is •

Hagi ehf HILTI


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.