Börn með krabbamein - 1. tbl. 2012

Page 1

1. tbl. 19. árg. 2012 STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA

Afreksmaður sem lætur ekkert stoppa sig


OFNÆMI … NEI TAKK

527

ILMEFNI AUKA HÆTTUNA Á OFNÆMI

Astma- og ofnæmisfélagið á Íslandi mælir með vörum frá Neutral.

Ofnæmisprófuðu vörurnar frá Neutral auðvelda þér að segja NEI við ilmefnum og öðrum ónauðsynlegum viðbótarefnum – án þess að slá nokkuð af kröfum þínum um gæði, virkni og vellíðan. Ilmefni auka hættuna á ofnæmi – ofnæmi sem þú losnar aldrei við! Allar Neutral vörur eru vottaðar af astma- og ofnæmissamtökum og meirihluti þeirra er þar að auki Svansmerktur. Kauptu því Neutral næst og búðu til þitt eigið ilmefnalausa svæði.

040


Ávarp formanns SKB Þakklæti – er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann á þessum tímamótum, þegar 20 ára afmæli SKB er fagnað. Þakklæti til brautryðjendanna sem af mikilli hugsjón og baráttugleði stofnuðu félagið og unnu á upphafsárunum að mikilvægri réttindabaráttu langveikum börnum og fjölskyldum þeirra til nauðsynlegra hagsbóta. Þakklæti til þeirra þúsunda einstaklinga og fyrirtækja í landinu sem lagt hafa félaginu lið í gegnum tíðina með margvíslegum styrkjum, stuðningi og gjöfum og þannig gert félaginu kleift að starfa með öflugum hætti. Þakklæti til heilbrigðisstarfsfólks sem annast hefur börnin okkar af mikilli fagmennsku, nærgætni

og hlýhug. Þakklæti þó fyrst og fremst til félagsmanna SKB sem hafa sýnt félaginu ómetanlega tryggð og lagt sitt af mörkum með þátttöku í félagsstarfinu sem hefur mikla þýðingu fyrir fjölskyldurnar í félaginu. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna er félag sem allir vildu komast hjá því að þurfa að ganga í, en reynist börnunum sem greinast með krabbamein og fjölskyldum þeirra dýrmætur stuðningsaðili þegar örlögin grípa svo harkalega í taumana í þeirra lífi. Það getur enginn raunverulega sett sig í spor barns og fjölskyldu þess sem takast þarf á við jafn alvarlegan sjúkdóm sem krabbamein er. Að horfa upp á barnið sitt veikjast og vera kippt

Efnisyfirlit 4

Afmælisveisla í Gullhömrum 6 Ævintýrið um

Hetjulund 8 Hetjur fyrir hetjur 12 Viðtöl við fyrrum formenn SKB 17 Man bara eftir því skemmtilega

19 Mikilvægt samstarf við Barnaspítala Hringsins 20 Kennsla í baráttugleði, þrautseigju og að lifa fyrir daginn í dag 24 Tímalína SKB 28 Mömmur styðja mömmur 30 Fjölbreytt og gefandi samstarf við erlenda aðila 32 Baráttan fyrir bættum hag krabbameinssjúkra barna 36 Ljós við enda gangnanna 40 Í húsi vonar 44 Krabbamein í börnum - hvítblæði 48 Fagfólkið 53 Þörf fyrir félagsskap þeirra sem missa 54 Heyrn og jafnvægi barna sem greinast með krabbamein 56 Dýrmætur stuðningur við starf SKB 58 Sumarhátíð SKB í Smáratúni 60 Hvíldarheimili SKB í 17 ár 62 Leikum okkur með Lúlla ÚTGEFANDI: Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, Hlíðasmári 14, 201 Kópavogur, Sími 588 7555, Fax 588 7272, Netfang: skb@skb.is, Heimasíða: http:// www.skb.is, ISSN 1670-245X. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Óskar Örn Guðbrandsson. Ritnefnd: Erna Arnardóttir, Gréta Ingþórsdóttir, Hjálmar Jónsson, Rósa Guðbjartsdóttir og Signý Gunnarsdóttir. STJÓRN SKB: Rósa Guðbjartsdóttir formaður, Einar Þór Jónsson, Benedikt Gunnarsson, Gréta Ingþórsdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Freyr Friðriksson, Dagný Guðmundsdóttir, Skúli Jónsson og Erlendur Kristinsson. MYNDIR: Kjartan Þorbjörnsson (Golli), Jón Svavarsson (©MOTIV), Heimir Bergmann, Signý Gunnarsdóttir, Óskar Örn Guðbrandsson, myndasafn SKB og úr einkasöfnum félgasmanna. FORSÍÐUMYND: Kjartan Þorbjörnsson (Golli). Útlit: Hlín Ólafsdóttir UMBROT: A-fjórir - Hjörtur Guðnason. PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja – Umhverfisvottuð prentsmiðja.

út úr sínu venjulega, áhyggjulausa hversdagslífi og inn á sjúkrahús þar sem lífið gengur út á meðferðir, lyf og erfið veikindi taka yfirhöndina, er ólýsanlegt með orðum. Krabbamein er dauðans alvara og því miður greinast enn að jafnaði árlega 1012 börn á Íslandi með sjúkdóminn - enginn veit hver verður næstur. Þótt lífslíkur barna sem greinast með krabbamein hafi sem betur fer gjörbreyst á undanförnum áratugum reyna veikindin samt sem áður gríðarlega á barnið og fjölskyldu þess í öllu tilliti, stundum í langan tíma eftir að veikindum lýkur. Því er stuðningur SKB fjölskyldunum mikilvægur jafnvel í mörg ár og fjöldi félagsmanna tekur þátt í störfum SKB árum saman þótt veikindin séu fyrir löngu að baki. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna þakkar kærlega fyrir velvild og samhug í þjóðfélaginu öllu í garð þessa málstaðar í gegnum árin. Án alls þessa skilnings og samkenndar hefði félaginu ekki verið kleift að vera sá bakhjarl fjölskyldum krabbameinssjúkra barna sem raun ber vitni. Félagið hefur nú verið starfrækt í 20 ár og vonast til að eiga áfram góða samleið með íslenskri þjóð um ókomin ár. Oft er sagt að þegar barn greinist með krabbamein verði í raun fjölskyldan öll veik. Fyrir barnið og fjölskyldu þess er SKB til – þökk sé ykkur öllum sem stutt hafa félagið með einum eða öðrum hætti. Rósa Guðbjartsdóttir.

Börn með krabbamein - 3


Gildi íþrótta og hreyfingar fyrir krabbameinssjúk börn Flestir taka því sem eðlilegum hlut að geta stundað íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu, ekki síst þegar um börn er að ræða. Þegar alvarleg veikindi koma upp, eins og krabbamein, setja erfiðar meðferðir eða aðgerðir yfirleitt strik í reikninginn. Börn og unglinga sem greinast neyðast jafnvel stundum til að hætta slíkri ástundun til lengri eða skemmri tíma. Flestir þekkja mikilvægi þess að stunda hreyfingu af einhverju tagi og hve góð áhrif hún hefur á líkamlega og andlega líðan. Því er ekki síður mikilvægt að hafa það í huga á meðan á meðferð stendur og eftir að henni lýkur og reyna að velja hreyfingu við hæfi hverju sinni. Hreyfing getur verið mikilvægur þáttur í endurhæfingu barnsins, hvort sem hún er innan skipulagðs hóps hjá íþróttafélagi eða hjólatúr með mömmu og pabba. Breska félagið CCLG (Childrens Cancer and Leukemia Group) hefur gefið út fróðlegt rit þar sem ýmsum atriðum í sambandi við hreyfingu og íþróttaiðkun krabbameinssjúkra barna er velt upp. Hér eru nokkur þeirra atriða sem fjallað er um:

Afhverju eru íþróttir og hreyfing mikilvæg? • bætir almennt líkamlegt ástand • hefur góð áhrif á eðlilega líkamsþyngd • eykur vellíðan og sjálfstraust • hópíþróttir hafa góð félagsleg áhrif Þýðir krabbameinsgreining að barnið þurfi að hætta í íþróttum? Svarið við því er nei. En vissulega vakna ýmsar spurningar á meðan á meðferðinni stendur og fyrst eftir að henni lýkur. Það er mjög mismunandi hvaða íþróttir eða hreyfingu barnið ræður við. Það fer eftir eðli meðferða eða aðgerða og þarf að ráðfæra sig við lækna í þeim efnum. Eðli íþrótta og hreyfingar eru af margvíslegum toga. Ekki er til dæmis æskilegt að barnið stundi hópíþróttir þar sem mikil snerting og „átök“ eru milli iðkenda og sund er heldur ekki æskilegt þegar einstaklingurinn er með lyfjabrunn á bringunni eða of fljótt eftir aðgerð osfrv. Þá er ráðlegt að gera aðrar ráðstafanir. En þetta skal allt meta í fullu samráði við

lækna og hjúkrunarfólk. Einnig hve hratt og hvernig æskilegast sé að fara af stað aftur í íþróttaiðkun. Almenn hreyfing við hæfi hvers og eins er hins vegar æskileg fyrir börn í krabbameinsmeðferð. Ofverndum við börnin? Oft á tíðum því tilhneigingin vill gjarnan verða sú að foreldrar „pakka veika barninu inn í bómull“. Þótt hvatning og stuðningur sé barninu mikilvægur þá má heldur ekki ýta því um of aftur af stað. Að sjálfsögðu skal alltaf taka fullt tillit til ástands sjúkdómsins og líðanar barnsins. Í talsverðan tíma eftir meðferð getur líka verið mikill dagamunur á líðan barnsins, blóðgildum og fleiru og það þurfa foreldrar og þjálfarar að vera sér meðvitaðir um. Hver og einn verður að finna út hvað hentar eigin barni hverju sinni. Barnið þarf stuðning Alls kyns tilfinningar gera vart við sig hjá börnum sem greinist með krabbamein. Auk þess að hafa


Fótbolti fyrir alla Fótbolti fyrir alla er verkefni sem sett var af stað vor 2010 af Knattspyrnudeild Stjörnunnar í Garðabæ Æfingarnar eru ætlaðar fyrir öll börn sem ekki geta nýtt sér hefðbundið barna- og unglingastarf sinna félaga og markmiðið með æfingunum, sem eru einu sinni í viku, er fyrst og fremst að hafa gaman. Þjálfarar koma úr meistaraflokki Stjörnunnar og er m.a. börnum sem eru í skammtímavistunum boðið að koma án endurgjalds. Verkefnið er styrkt af Velferðarsjóði barna, ÍTG og Íslandsbanka.

áhyggjur af sjúkdómnum sjálfum verða þau gjarnan áhyggjufull af félagslegri stöðu sinni. Þau óttast að með mikilli sjúkrahússvist og veikindum detti þau út úr hópnum og geti ekki framar leikið sér eða hreyft sig eðlilega eins og félagarnir. Markmiðið er að sjálfsögðu jafnan að barn geti lifað sem eðlilegustu lífi eftir að sjúkdómsferlinu lýkur en stundum hefur sjúkdómurinn alvarlegar líkamlegar afleiðingar til frambúðar. Þá þarf að gera ráðstafanir til að barnið geti tekið eins mikinn þátt og hægt er. En hafi barnið stundað íþróttir með hóp eða liði þegar það veiktist og þurft að hætta æfingum, jafnvel mánuðum saman, er mjög mikilvægt að það fái að fylgjast með liði sínu og gengi þess. Þá hafa félagarnir, þjálfarar og fleiri mikilvægu hlutverki að gegna. Þeir ættu að vera í eins miklu sambandi við barnið og

hægt er, leggja sitt af mörkum til að tryggja að það haldi áfram að fylgjast með og jafnvel mæta og horfa á æfingar eða íþróttaleiki, þótt það geti ekki tekið þátt um sinni. Hverjir geta aðstoðað? Auk foreldra er stuðningur systkina afar mikilvægur í að virkja barn til hreyfingar eða íþrótta eftir langt hlé og strangar sjúkdómsmeðferðir. Systkini krabbameinssjúks barns geta lagt mikið af mörkum í endurhæfingu og almennri þátttöku þess. Stundum þarf ekki meira til en að fá barnið út í garð að sparka í bolta eða til að setjast aftur á hjólið sitt. Einnig hafa vinir, kennarar og þjálfarar mikil áhrif hér á. Yfirleit þarf barnið að fara rólega af stað aftur og því er skilningur og stuðningur allra sem að barninu koma mikilvægur en einnig er nauðsynlegt

að efla sjálfstraust barnsins og láta það finna að því sé tekið sem jafningja hinna. Best er að finna verkefni við hæfi barnsins hverju sinni á meðan það er ná fyrri þrótti og styrk. Sjúkraþjálfarar gegna stóru hlutverki í að styrkja og efla barnið eftir krabbameinsmeðferð en eftir langa sjúkrahússvist og erfiðar meðferðir hafa vöðvar rýrnað og líkamlegur styrkur minnkað. Hafi barnið orðið fyrir einhvers konar fötlun eða þarf á sérúrræðum að halda er stuðningur sjúkraþjálfara vitaskuld mjög áríðandi við að koma barninu aftur á fulla ferð í hreyfingu og allri líkamlegri þátttöku. Einnig eru í boði ýmis námskeið fyrir börn með sérþarfir sem sjúkraþjálfarar eða stuðningsfélög geta gefið upplýsingar um.

Börn með krabbamein - 5


Fjölskyldan við Öxarárfoss í desember 2009, skömmu eftir að krabbameinslyfjameðferðinni lauk.

Afreksmaður sem lætur ekkert stoppa sig Hilmar Snær var átta ára gamall þegar hann greindist með beinkrabbamein í vinstri fótlegg en lætur það ekki á sig fá og æfir íþróttir af miklu kappi. Upphaf sjúkdómsgreiningar Hilmars Snæs má rekja til þess að hann hafði orðið haltur eftir handboltaæfingu. Hilmar Snær var mikill íþróttastrákur og æfði bæði handbolta og fótbolta. Ástæðan fyrir heltinni reyndist þó mun alvarlegri en saklaus tognun. Strax í upphafi var ljóst að þessari greiningu fylgdi ströng lyfjameðferð og aðgerð þar sem meinið yrði fjarlægt úr vinstri fótleggnum. Eftir 3 mánaða lyfjameðferð fór Hilmar Snær til Lundar í Svíþjóð í aðgerð þar sem hluti af vinstri lærlegg og hnéð var fjarlægt en sköflungurinn festur á lærleggsendann öfugur til þess að ökklaliðurinn gæti nýst sem hnéliður í framtíðinni. Í kjölfarið fylgdi 6 mánaða ströng lyfjameðferð. Hilmar Snær hélt 6 - Börn með krabbamein

góðu sambandi við bekkjarfélaga sína í gegnum veikindi sín en þau komu í skipulagðar heimsóknir í hverri viku. Þetta gerði það að verkum að bekkjarfélagarnir fylgdu Hilmari vel í gegnum veikindin og gerðu honum auðveldara með að koma inn á milli í skólann og að meðferð lokinni. Þremur mánuðum eftir aðgerðina fékk Hilmar Snær fyrsta gervifótinn og um svipað

leyti fór hann að prófa sig áfram í golfíþróttinni. Sjúkraþjálfun hófst strax í Svíþjóð nokkrum dögum eftir aðgerðina, henni var haldið áfram á Barnaspítalanum og fyrsta hálfa árið eftir að meðferð lauk. Skíðaiðkun hafði verið áhugamál fjölskyldunnar fram að veikindum Hilmars Snæs. Hilmar tók síðan þátt í sínum fyrstu Andrésarandarleikum í apríl 2010,

Í febrúar 2010 var haldið til Akureyrar í skólafríi barnanna og svo heppilega vildi til að Íþróttafélag fatlaðra var þar með skíðanámskeið. Þar náði Hilmar tökum á því að skíða á einu skíði með aðstoð sérstakra skíðastafa og svo vel tókst til að hann skíðaði í framhaldi af námskeiðinu með fjölskyldu sinni alla vikuna.


Á körfuboltavellinum í stjörnubúningnum.

aðeins ári eftir skurðaðgerðina og hálfu ári eftir að lyfjameðferðinni lauk. Nú hefur hann æft skíði í tvo vetur með jafnöldrum sínum með skíðafélagi Víkings og í vetur tók hann þátt í sínum þriðju Andrésarandarleikum þar sem hann keppti bæði í flokki fatlaðra og ófatlaðra og veitti jafnöldrum sínum harða samkeppni. Í byrjun árs 2011 ákvað Hilmar Snær að fara að æfa körfubolta og var honum vel tekið á æfingum hjá Stjörnunni. Þetta gekk framar vonum og enn betur eftir að hann fékk sérsmíðaðan hlaupafót frá Össuri. Liðinu hans gekk mjög vel síðastliðinn vetur og unnu þeir tvö af fjórum fjölliðamótum vetrarins. Hilmar Snær lítur björtum augum til framtíðar, hefur hug á að halda áfram æfingum á skíðum, körfubolta og golfi og stefnir að jafngóðum árangri og félagar hans í íþróttunum.

Hilmar Snær stígur fyrst á skíði þremur mánuðum eftir að meðferð lauk - febrúar

Hilmar Snær og Páll Hróar í skemmtiskokki Reykjavíkurhlaupsins ágúst 2011.

Börn með krabbamein - 7


„Markmiðið verðlaunapallur með heilbrigðum, og kannski ólympíuleikarnir!“ • „Það sem skiptir mestu máli er að þjálfararnir styðji mann og segi manni hvað maður á að gera betur á skíðunum“. • „Mér finnst eiginlega skemmtilegra að vera á skíðum núna en áður en ég varð veikur. Líklega af því að ég er orðinn betri núna en ég var þá“. • „Ég vil bara að það sé komið fram við mig eins og hina krakkana og mér finnst þjálfararnir vera akkúrat eins og þeir eiga að vera, bæði skemmtilegir og duglegir að hrósa“. Guðmundur Jakobsson stoðtækjasmiður hjá Össuri að máta fyrsta gervifótinn, ágúst 2009.

Tekið á: Stjarnan – Njarðvík. 8 - Börn með krabbamein

Fyrirmyndir - Oscar Pistorius spreethlauparinn knái frá S-Afriku ásamt Himari Snæ, Hilmari Birni og Hafliða en þeir eru allir með gervifætur.


Mottó: • Allt hægt ef viljinn er fyrir hendi • Ekki segja fyrirfram að ekki sé hægt að gera vissa hluti • Stundum þarf maður að fara aðra leið að takmarkinu • Halda daglegri rútínu eins og aðstæður bjóða upp á • Stór systkinahópur passar upp á að allir sitji við sama borð! Bræðurnir í golfi í júlí 2009; þeir sem spila golf standa oft á einum fæti til að ná betra jafnvægi.

Stund milli stríða: hjólastólabolti með systkinum og góðum vinum í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.

ngar hindranir í veginum. - Leiðin að Aldeyjarfossi í Skjálfandafljóti reynist torsótt á hækjum.

Börn með krabbamein - 9


Terry Fox og maraþonhlaup vonarinnar Kári Örn Hinriksson

Dagurinn er 12. apríl 1980. Ungur maður frá Winnipeg í Kanada dýfir gervifætinum sínum í Atlantshafið og segir eina fréttamanninum sem kom og veitti honum athygli að hann muni ekki hætta fyrr en hann hefur líka dýft gervifætinum sínum í Kyrrahafið. Enginn vissi hver hann var þá en þessi drengur hét Terry Fox og fæddist með tvo fullkoma fótleggi í júlí árið 1958. Frá unga aldri hafði hann alltaf haft mikinn áhuga á íþróttum, verið afreksmaður í dýfingum, sundi, fótbolta og körfubolta, auk þess að vera afburða námsmaður. Seinna einbeitti hann sér bara að körfubolta og komst meðal annars inn skólalið Simon Fraser háskólans á skólastyrk. Á sínu fyrsta tímabili hjá skólaliðinu byrjaði hann að fá eymsli í hægra hné en staðráðinn í að láta það ekki stoppa körfuboltaferilinn þá þrjóskaðist hann við að fara til læknis. Það var svo vorið eftir að hann byrjaði að finna til, í mars 1977, eftir að verkurinn í hnénu hafði ágerst mjög að Terry fór og lét skoða á sér hnéð. Eftir rannsóknir kom í ljós að hann var með beinakrabbamein. 10 - Börn með krabbamein

Honum var sagt af læknum að það þyrfti að taka hægri fótinn af honum og svo þyrfti hann að fara í 16 mánaða lyfjameðferð. Hann ætti 50% líkur á því að lifa af. Eftir aðgerðina fékk Terry svo gervifót og gat byrjað að hreyfa sig aftur. Gervifætur í þá daga voru ekki jafn þróaðir og þeir eru í dag og olli fóturinn honum töluverðum sársauka.

Það dró þó ekki máttinn úr honum og aðeins ári eftir að hann kláraði lyfjameðferðina kláraði hann sitt fyrsta maraþonhlaup. Hann endaði í síðasta sæti en þegar að hann kom í mark höfðu allir hinir keppendurnir beðið eftir honum og fögnuðu honum innilega þegar hann hljóp yfir endalínuna. Það var eftir maraþonhlaupið sem hann sagði fjölskyldu sinni frá áætlun sinni um að hlaupa þvert yfir Kanada, rúmlega 8.000 km, til þess að safna fé til krabbameinsrannsókna. Foreldrar hans voru ekki hrifnir af þessu til að byrja með, enda hafði hjartað á honum skemmst í lyfjameðferðinni sem hann hafði þurfti að þola. Terry lét sér ekki segjast, byrjaði á að senda bréf til kanadíska krabbameinsfélagsins til þess að óska eftir stuðningi og segja frá af hverju hann ætlaði að reyna við þetta ótrúlega verkefni. „Það eru krakkar sem liggja í sjúkrarúmum akkúrat núna sem eiga ekki eftir að lifa af. Það voru krakkar sem voru heilbrigð þegar ég byrjaði í minni meðferð en voru dáin áður en ég kláraði hana. Það er ekki hægt að gleymaslíku, ég get það allavega ekki. Þótt að ég þjáist ekki lengur vegna lyfjameðferðarinnar hætti ég samt ekki að finna til með þessum börnum. Einhverstaðar verður þjáningin að hætta og ég er staðráðinn í að gefa allt sem ég á fyrir þennan málstað.“ Eftir að hafa fengið styrk upp á 8 ára birgðir af íþróttaskóm frá Adidas og sendiferðabíl frá Ford héldu Terry og vinur hans, Doug Alward sem keyrði bílinn, af stað í verkefni sem er líklegast eitt af stærstu líkamlegu afrekum mannkynssögunnar. Hlaupið hófst þann 12. apríl 1980 og einkenndust fyrstu vikurnar af mótlæti: vondu veðri, mótvindi og lítilli fjölmiðlaumfjöllun.

Í maí síðastliðnum tók fyrrverandi áhættuleikarinn Eddie Kidd, sem hlaut heilaskaða árið 1996 eftir mótorhjólaslys, þátt í Lundúnarmaraþoninu. Hann lýsti þáttöku sinni sem stærsta áhættuatriðinu sínu til þessa. Eddie gat gengið með hjálp sérsmíðaðrar göngugrindar og það tók hann 55 daga að klára maraþonið. Við hlið hans alla leiðina var eiginkona hans, Sam, sem hvatti hann áfram. Þetta gerði hann til styrktar krabbameinsjúkum börnum.


Smátt og smátt komst saga hans þó á kortið og þegar hann kom að höfuðborginni, Ottawa, hafði hann safnað 200.000 dollurum eða 25 milljónum króna. Þegar Terry kom inn í borgina var klárt mál að Kanadabúar vissu hver hann var og hvað hann var að gera. Fólk streymdi út á allar götur og fagnaði honum þegar hann hljóp í gegn um borgina, hann hitti forsætisráðherra Kanada, Pierre Trudeau og var sérstakur gestur á mörgum stórum íþróttaviðburðum. Terry var orðinn þjóðhetja í Kanada og fólk hljóp með honum og hvatti hann áfram hvar sem hann fór. En eftir því sem Terry hljóp lengra því meira misbauð hann líkama sínum. Hann var farinn að finna til í ökklanum, kominn með miklar bólgur í liðamót, mikið marinn á stubbnum sem var tengdur við gervilfótinn og hann var farinn að fá svima reglulega. Hver einasti metri sem hann hljóp var orðinn sársaukafullur en hann hélt þó áfram og neitaði að sækja sér læknishjálp. Hann vildi ekki tefja hlaupið og stoppaði ekki fyrir neinu, ekki einu sinni á afmælisdaginn sinn.

Það var svo 1. september, eftir að hafa hlaupið að meðaltali 38 kílómetra á dag í 143 daga sem hann fékk mikið hóstakast á leið sinni að borginni Thunder Bay í Ontario. Hann átti erfitt með andardrátt og bað um að sér yrði ekið á næsta sjúkrahús. Daginn eftir hélt Terry svo blaðamannafund þar sem hann ávarpaði kanadísku þjóðina með tárin í augunum og tilkynnti að hann hefði greinst aftur með krabbamein, nú í lungum. Eftir að hafa hlaupið 5.373 kílómetra, sem samsvarar því að hlaupa hringveginn kring um Ísland fjórum sinnum á staurfæti, safnað rúmum 2 milljónum dollara eða 240 milljónum króna, einu og hálfu ári eftir að hafa klárað krabbameinsmeðferð og með undirliggjandi hjartasjúkdóm eftir krabbameinslyfin, þurfti Terry að hætta hlaupinu sínu. Kanadabúar héldu þó áfram að gefa í söfnunina og vorið eftir höfðu safnast 23 milljónir dollara, eða 2,5 milljarðar króna. Barátta Terry hélt þó áfram, hann fór í fleiri lyfjameðferðir en krabbameinið hélt áfram að dreifa sér og þann 19.

Terry Fox breytti því algerlega hvað átti að vera líkamlega hægt en fleira fólk með ýmsar fatlanir hefur þó gert ótrúlega hluti til þess að sanna að hugurinn er sterkari en líkaminn. Tom Whittaker var hraustur fjallgöngumaður sem lenti þrítugur að aldri í hörðu bílslysi árið 1979. Í kjölfarið þurfti að taka af honum hægri fótinn og fjarlægja hnéskelina á þeim vinstri. Staðráðinn í að láta fötlunina ekki aftra sér gerði hann nokkrar tilraunir til þess að klífa Mount Everest. Það tókst svo í þriðju tilraun árið 1998 og var hann fyrsti fatlaði einstaklingurinn til þess að komast á toppinn á hæsta tindi heims. júní árið 1981 lést hann á sjúkrahúsinu í New Westminister, umkringdur fjölskyldu og ástvinum. Terry Fox markaði djúp spor í sögu Kanada, sameinaði heila þjóð í baráttunni gegn einum illvígasta sjúkdómi sem til er og hefur safnað yfir 550 milljónum dollara til krabbameinsrannsókna fram til dagsins í dag. Nafn hans er skrifað í skýin í Kanada, þjóðvegir, fjöll, herskip og íþróttamannvirki eru nefnd eftir honum, auk þess sem hann er innvígður í frægðarhöll kanadísks íþróttafólks. Hans er minnst ár hvert með fjölmennum maraþonhlaupum um víða veröld þar sem málstaðurinn er styrktur og lífi þessa ótrúlega drengs er fagnað. Börn með krabbamein - 11


SKB styrkir faglegt starf á Barnaspítala Hringsins Krabbamein er algengasta sjúkdómstengda dánarorsökin hjá börnum og unglingum á Vesturlöndum. Orsakir eru óþekktar og oftast af öðrum toga en hjá fullorðnum þar sem ákveðnir lífstílstengdir áhættuþættir eru vel þekktir. Nýgengi krabbameins hjá börnum hefur lítið breyst á síðustu áratugum en 10-12 börn greinast með krabbamein á ári hverju hér á landi. Börn sem fengið hafa krabbameinsmeðferð eru í aukinni hættu að greinast aftur síðar á lífsleiðinni með krabbamein sem oft má rekja til krabbameinslyfja og geislameðferðar. Ýmis önnur vandamál kunna að fylgja krabbameinsmeðferð eins og vanstarfsemi í skjaldkirtli og heiladingli, truflun á vexti og þroska, heyrnartap og skerðing á starfsemi hjarta og nýrna. Í eftirfylgd er því mikilvægt að skima fyrir langvinnum fylgikvillum krabbameinsmeðferðar. Í ljósi erfileika í efnahagslífi síðustu ára og augljósra þrenginga í fjárhag Landspítala og Barnaspítala Hringsins átti fagráð SKB viðræður við lækna og hjúkrunarfræðinga í krabbameinsteymi Barnaspítalans. Lögð var áhersla á það hvernig mönnun teymisins er háttað og hver þróunin hefur verið. Einnig var kallað eftir hugmyndum og ábendingum og hver væru brýnustu úrlausnarefnin. Í skýrslu frá fagráði SKB segir að 12 - Börn með krabbamein

helsti styrkur krabbameinsteymisins sé að fámennur hópur sérfræðinga komi að greiningu sjúkdóms, meðferð og eftirfylgd, gott aðgengi sé að annarri sérfræðiþjónustu og að mikið og gott samstarf sé við erlenda fagaðila. Veikleikar eru að læknum hafi fækkað og að þeir sinni einnig öðrum störfum á Barnaspítalanum og hjúkrunarfræðingur sé aðeins í 80% stöðuhlutfalli. Í kjölfar skýrslu fagráðs SKB hófust viðræður við stjórnendur Barnspítalans. Í tilefni 20 ára afmælis félagsins, á alþjóðadegi krabbameinssjúkra barna þann 15. febrúar 2011, kynnti stjórn SKB nýtt verkefni sem félagið stendur að í samstarfi við Barnaspítala Hringsins. Markmið verkefnisins er að styrkja innra starf krabbameinsteymis Barnaspítalans og þróa og bæta þjónustu við krabbameinsveik börn og fjölskyldur þeirra.

Sólveig Hafsteinsdóttir sér­ fræðingur í barnalækningum og krabbameinslækningum barna hóf störf við verkefnið í apríl 2011. Markmið verkefnisins er mjög víðtækt og fyrstu verk voru að ræða við alla þá sem koma að málefnum krabbameinssjúkra barna á Barnaspítalanum og ýmsa aðra hagsmunaaðila, m.a. Óskar Örn Guðbrandsson framkvæmdastjóra SKB og erlenda sérfræðinga. Einnig var rætt við nær alla sérfræðilækna á krabbameinsdeild Landspítalans með það að markmiði að kynnast starfsemi þeirra og mögulega samnýta þjónustu. Umræður hafa einnig verið meðal lækna í teyminu um vinnutilhögun og upp hafa komið hugmyndir um að sjúklingar fái «ábyrgan» lækni. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum enn.


Þróunarverkefni sem undirituð hefur starfað að er þrískipt: 1. Gerð fræðslumöppu sem börn og fjölskyldur þeirra fá afhenta eftir að sjúkdómsgreining er ljós. a. Þetta verkefni er langt komið og ætti að vera hægt að fara að afhenda nýjum skjólstæðingum möppur fljótlega. b. Möppunum verður skipt upp í eftirfarandi kafla: 1) Barnaspítalinn, læknar, hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk – símanúmer og netföng. Óháð greiningum. 2) Upplýsingar um sjúkdóminn, almennar og sértækar upplýsingar, áhrif á fjölskylduna. Upplýsingar settar inn í möppu sem hæfa hverju sinni. 3) Fylgikvillar krabbameinslyfja, hiti og hvítkornafæð, hármissir, áhrif á slímhúðir ofl. 4) Ýmis ráð: Holæðaleggir, lyfjabrunnur, næring o.fl. 5) Meðferðaryfirlit (skema), lyfjaupplýsingar. Upplýsingar settar inn í möppu sem hæfa hverju sinni. 6) Félagsráðgjafi, sálfræðingur, prestur, sjúkraþjálfari, félagsráðgjafi o.fl. 7) Skóli, leikstofa. 8) SKB. 9) Niðurstöður rannsókna. Gert ráð fyrir að fjölskyldur fái niðurstöður rannsókna skriflega og geti sett í möppuna sína ef óskað er. 10) Eftirfylgni – bætt inn í möppuna við lok meðferðar. 11) Eigið efni. 2. Vinna að betra skipulagi varðandi lyfjafyrirmæli og sjúkraskrár barna í lyfjameðferð. a. Þegar er búið að rafvæða hluta lyfjafyrirmæla, samstarf hafið við sérfræðinga krabbameinsdeildar LSH um rafvæðingu krabbameinslyfjafyrirmæla. Þessi vinna er komin vel á veg. b. Einnig undir þessum lið er verið að vinna að betra skipulagi að aðkomu allra fagaðila: Sjúkraþjálfara, sálfræðings, félagsráðgjafa o.s.frv. 3. Síðbúnar afleiðingar – eftirfylgni – eftirlitsskemu. Miklar umræður eru á Norðurlöndum um það hvernig haga beri eftirliti með síðbúnum afleiðingum. Undirrituð hefur kynnt sér starfsemina bæði i Lundi í Svíþjóð og í Kaupmannahöfn og þar er starfsemin rekin með mismunandi hætti. Til að mynda hefur verið mikil umræða síðustu ár um það hver bera eigi ábyrgð á skimun fyrir langvinnum fylgikvillum krabbameinsmeðferðar á ungu fólki eftir 18 ára aldur. Krabbameinsmeðferðin er ennþá meginforsenda bata en langtímafleiðingar meðferðar ljósar og eftirfylgni hennar því nauðsynleg. a. Viðræður eru við sérfræðinga um nýtingu gagnagrunns í rannsókn Trausta Óskarssonar læknis um krabbamein í börnum á Íslandi 1981-2006. Í framhaldi verður m.a. unnnið að því að gera aðgengileg skemu sem segja til um fyrirkomulag eftirfylgni og mætti setjast í fræðslumöppuna. b. Fyrirkomulag tímabókana verður bætt – þ.e. í eftirliti verður næsti tími bókaður. c. Hugmyndir um möguleika að starfrækt verði „Late effect clinic“ á göngudeild Barnaspítalans þar sem aðgengi að öllum fagaðilum væri tryggt.

Öllum má vera ljóst mikilvægi þess að bætt meðferðarþjónusta og eftirfylgni eftir krabbameinsmeðferð í æsku hefur ótvírætt gildi. Það er afar dýrmætt fyrir Barna­

spítalann að félag eins og SKB leggi sitt af mörkum í að bæta þjónustu spítalans. Það eflir samhug, er jákvætt, og er mikilvægt í uppbyggjandi starfi til framtíðar. Börn með krabbamein - 13


Alþjóðadagur krabbameinssjúkra barna

Alþjóðadagur krabbameinssjúkra barna er haldinn 15. febrúar ár hvert. Í tilefni dagsins að þessu sinni komu nemendur í 2. og 3. bekk Grandaskóla saman við skólann og slepptu 400 blöðrum til himins í því skyni að vekja athygli á málstaðnum en einn drengur úr hópnum er í krabbameinsmeðferð. Jafnframt dreifði SKB um 12.000 póstkortum til ýmissa aðila í landinu þar sem vakin er athygli á einkennum krabbameins í börnum. Það eru alþjóðasamtök foreldra barna með krabbamein (ICCCPO), sem SKB er aðili að, og alþjóðleg samtök barnakrabbameinslækna (SIOP) sem standa sameiginlega að þessari fræðslu og vitundarvakningu meðal almennings um heim allan. Á hverju ári greinast 175.000 börn með krabbamein í heiminum og talið er að um 90.000 þeirra deyi vegna þeirra eða tæplega 250 á dag. Á Íslandi greinast 10-12 börn á aldrinum 0-18 ára á ári með krabbamein en 1-2 börn látast af völdum krabbameinssjúkdóma á hverju ári. Nákvæmur fjöldi nýrra tilfella er óþekktur þar sem börn með krabbamein eru í sumum löndum ekki öll skráð og önnur eru ekki rétt greind. Þessar tölur eru sorglega háar miðað við þá staðreynd að 70% allra krabbameina í börnum eru læknanleg, séu þau greind og 14 - Börn með krabbamein

meðhöndluð snemma. Krabbamein er næstalgengasta dánarorsök barna í þróuðum löndum. Í Evrópu, Suðurog Norður-Ameríku, Austur-Asíu og meðal hvítra manna annars staðar er bráðahvítblæði (ALL) algengast en Burkitt’s eitilfrumukrabbamein ásamt malaríu og Epstein Barr-vírussýkingu veldur um helmingi eitilkrabbameina í Afríku. Að sögn dr. Gabriele Calaminus, forseta SIOP, eru krabbameinseinkenni

oft ranglega talin vera einkenni algengra barnasjúkdóma. Þó að um 80% barna í þróuðum löndum lifi af að fá krabbamein þá er staðan því miður þveröfug í fátækari löndum þar sem 80% þeirra barna sem fá krabbamein búa. Þar fer oft saman lítil þekking á krabbameinum í börnum, síðbúin greining og skortur á meðferð við hæfi og dánartíðnin er um 80%. Síðbúin greining dregur verulega úr líkum á lækningu.

Leitið til læknis ef barnið er með einhver þessara einkenna:

• Hvítur blettur í auga, barnið verður allt í einu rangeygt, skyndileg blinda eða útstandandi auga. • Bólga eða fyrirferð í kviði, höfði eða hálsi, útlimum, eistum eða eitlum. • Óútskýrður hiti meira en tvær vikur. • Þyngdartap, fölvi, slappleiki, þreyta, óeðlilegir marblettir eða blæðingar. • Beinverkir, liðverkir, bakverkir og beinbrot án þekkts áverka eða annarra sjúkdóma. • Einkenni frá taugakerfi eins og breyting á göngulagi, jafnvægi, tali, seinkun eða afturför í þroska, höfuðverkur í meira en tvær vikur með eða án uppkasta, stækkun á höfði.


Ýmsar mýtur tengdar krabbameinum í börnum eru lífsseigar og auka á erfiðleika. Í sumum samfélögum eru börn með augnfrumukrabbamein, svokallað „kattarauga“ eru talin hafa yfirnáttúrulega hæfileika og eru ekki meðhöndluð fyrr en of seint.

Um alþjóðleg samtök barnakrabbameinslækna – International Society of Paediatric Oncology (SIOP)

Samtökin voru stofnuð árið 1969. Meðlimir eru rúmlega 1.500 talsins og þau eru leiðandi á sviði krabbameina í börnum og ungu fólki. Markmið samtakanna er að ekkert barn deyi úr krabbameini. Til að

Um Alþjóðleg samtök foreldra barna með krabbamein – International Confederation of Childhood Cancer Parent Organizations (ICCCPO) – www.icccpo.org ICCCPO eru stærstu samtök sinnar tegundar fyrir fjölskyldur barna með krabbamein. Samtökin vija auka skilning á þeim veruleika og áskorunum sem blasa við börnum með krabbamein og fjölskyldum þeirra, bæði til lengri og skemmri tíma, meðal nærsamfélagsins, vina og ættingja, meðal heilbrigðisstarfsfólks og samfélagsins alls til að tryggja að börnin fái bestu mögulegu meðferð, sama hvar þau eru í heiminum. Helstu verkefni ICCCPO eru að veita upplýsingar og deila reynslu með það að markmiði að bæta aðgengi að bestu mögulegu læknismfeðferðum og umönnun fyrir börn með krabbamein alls staðar í heiminum. www.icccpo.org

sú sýn verði að veruleika vill SIOP: (1) Tryggja að öll börn og ungmenni með krabbamein hafi aðgang að bestu mögulegu meðferð og umönnun; (2) tryggja að allir sem fást við og tengjast krabbameinssjúkum börnum og ungmennum fái nýjustu upplýsingar á fundum, í gegnum tengslanet og með símenntun fagfólks; (3) styðja þá sem annast um börn og ungmenni með krabbamein til að þeir geti veitt bestu læknandi og líknandi meðferð og (4) beita sér fyrir viðeigandi langtíma eftirmeðferð fyrir börn og ungmenni sem hafa gengið í gegnum krabbameinsmeðferð. Dr. Gabrielle Calaminus er forseti SIOP. Höfuðstöðvar SIOP eru í Genf í Sviss. www.siop.nl Börn með krabbamein - 15


Námskeið Systkinasmiðjunnar fyrir systkini barna með sérþarfir Systkinasmiðjan var stofnuð haustið 1997. Fyrsta starfsárið var Systkinasmiðjan rekin í samstarfi FFA, Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík og á Reykjanesi og Styrktarfélags vangefinna, nú Ás, styrktarfélag. Árið 1999 ákváðu frumkvöðlar námskeiðsins að gera Systkinasmiðjuna að sjálfstæðu félagi, þar sem frumkvöðlarnir töldu að hún gæti þjónað breiðari hópi en systkinum einstaklinga með fötlun eins og til dæmis systkinum langveikra barna og systkinum barna með sérþarfir sem ekki heyrðu undir lög um málefni fatlaðra eins og systkinum barna með athyglisbrest, með og án ofvirkni (ADHD). Systkinasmiðjan hefur verið starfrækt samfellt síðan 1997 og hafa námskeiðin frá upphafi verið byggð á Sibshops-líkani Meyers og Vadasy frá Bandaríkjunum. Til viðbótar því að nota Sibshops-líkan Meyers og Vadasy hefur náið samstarf við SibsUK, hópastarf fyrir systkini fólks með sérþarfir í Bretlandi verið frá upphafi og efniviður því sóttur þangað líka. Starfsemi Systkinasmiðjunnar byggist

16 - Börn með krabbamein

líka á langri starfsreynslu frumkvöðla hennar af málefnum fatlaðra og starfi þeirra með fötluðum og fjölskyldum þeirra. Hlutverk og markmið Systkinasmiðjunnar Systkinasmiðjan eru námskeið fyrir systkini fólks með sérþarfir á aldrinum 8-16 ára, þar sem lögð er áhersla á fræðslu, umræður og skemmtun. Námskeiðin eru jafningjastuðningur sem gefur systkinum einstaklinga með sérþarfir tækifæri til að hitta jafnaldra sína sem eru í sömu sporum og þau. Starfsemi Systkinasmiðjunnar byggist á markmiðunum fimm úr líkani Meyers og Vadasy: Að veita systkinum einstaklinga með sérþarfir: 1. Tækifæri til að hitta önnur systkini í skipulögðu og skemmtilegu umhverfi; 2. Tækifæri til að ræða við jafnaldra sína á jákvæðan hátt um margt sem tengist því að eiga systkini með sérþarfir;

3. Tækifæri til að læra hvernig takast megi á við þær margbreytilegu aðstæður sem fylgja því að eiga systkini með sérþarfir og 4. Tækifæri til að læra meira um sérþarfir systkina sinna og þau áhrif sem sérþarfirnar hafa á líf þeirra. 5. Að veita foreldrum og fagfólki tækifæri til að kynnast því hvernig er í raun og veru að alast upp með fötluðu eða veiku systkini, þ.e. þeirri sérstöku gleði og áskorun í lífinu að alast upp við slíkar aðstæður. Með markmiðin í huga eru skoðuð viðhorf, samskipti og tilfinningar gagnvart systkininu með sérþarfir og gagnvart öðrum fjölskyldumeðlimum. Jafnframt er skoðað hvernig eða hvort það, að eiga systkini með sérþarfir hefur áhrif á samband við vini og aðra utan heimilisins. Leyst eru ýmis verkefni bæði skrifleg og munnleg, skoðuð er staða systkinanna innan fjölskyldunnar, utan hennar og meðal vina. Umræður eru lausnamiðaðar


og þar er farið yfir hvernig leysa megi úr erfiðleikum sem verða á vegi systkinanna, meðal annars vegna systkinisins með sérþarfir. Fræðsla um sérþarfir systkinanna er hluti af námskeiðunum. Megináhersla í Systkinasmiðjunni er að hvert og eitt barn fái að njóta sín sem best og tjá sig á þann hátt sem því hentar best. Þátttaka í Systkinasmiðjunni á að gefa börnunum aukið sjálfstraust og gera þau betur í stakk búin til að takast á við sterkar tilfinningar eins og til dæmis reiði, vonbrigði og sektarkennd. Þátttaka á að leiða til þess að börnin fái aukna vitund um sérþarfir systkina sinna, til betri samskipta innan fjölskyldunnar og meðal vina, að þau kynnist öðrum börnum sem eru í svipuðum aðstæðum og heyra að þau eru ekki ein með upplifanir sínar og að börnin verði því sáttari við hlutskipti sitt. Systkinasmiðjan er ekki bara umræða um systkini með sérþarfir og fjölskylduna. Hún snýst líka um það að hafa það skemmtilegt, skemmta sér og öðrum.

Byrjenda- og framhaldsnámskeið

Upphaflega voru aðeins námskeið í Systkinasmiðjunni einu sinni til tvisvar á ári. Þá fór að bera á því að krakkarnir skráðu sig aftur og aftur á námskeiðin og í dag bjóðum við upp á tvennskonar námskeið. Við köllum þau byrjendanámskeið og framhaldsnámskeið. Byrjenda­ námskeiðin eru eins og nafnið gefur til kynna fyrir þá sem ekki hafa áður sótt

17 - Börn með krabbamein

námskeið hjá Systkinasmiðjunni. Þau eru ennþá haldin einu sinni til tvisvar sinnum á ári og eru helgarnámskeið. Framhaldsnámskeiðin eru aftur fyrsta laugardag í hverjum mánuði yfir skólamánuðina. Síðan erum við með blaðamannahóp sem eru táningarnir okkar. Þau hittast á sama tíma og framhaldsnámskeiðin og vinna að blaðaútgáfu. Við höfum gefið út þrjú tölublöð af Brosblaðinu en því hefur verið dreift með blaði Þroskahjálpar. Vinna með börn sem hafa misst systkini úr krabbameini Við hjá Systkinasmiðjunni vorum með námskeið fyrir nokkrum árum fyrir hóp barna sem höfðu misst systkini úr krabbameini. Reynslan og sú aðferð sem við höfum verið að vinna með í öll okkar ár með börnum virkaði mjög vel fyrir þennan hóp. Við fengum krakkana til að tjá sig og ræða um upplifun sína og deila tilfinningum sínum með öðrum krökkum á námskeiðinu en jafnframt að hafa gaman og skemmtilegt. Að geta tjáð sig í hópi jafningja er ómissandi fyrir börn með þessar sterku upplifanir í lífinu. Við hjá Systkinasmiðjunni teljum að börn sem hafa átt systkini með einhverskonar sérþarfir þurfi á því að halda að tjá sig um þá upplifun innan um jafnaldra sína sem hafa svipaða reynslu. Við lærðum mikið að vinna með þennan hóp fyrir nokkrum árum og hefur sú reynsla og þær upplifanir sem við fengum verið með okkur síðan, enda höfum við bætt miklu í sarpinn um hvernig best er að vinna með börn

í sorg. Við urðum þess áskynja að sá hópur barna sem var hjá okkur á fyrsta námskeiðinu fyrir börn sem hafa misst systkini úr krabbameini syrgðu á mjög mismunandi hátt og var það t.d. tengt aldri og sambandi við forelda. En öll áttu þau það sameiginlegt að þau þurftu hjálp við að setja sorgina í orð og að efast ekki um að þeirra sorg sé of lítil eða of mikil. Við já Systkinasmiðjunni höfum í samstarfi við SKB skipulagt námskeið í haust fyrir þau börn sem hafa misst systkini sín og hvetjum við foreldra til að bjóða börnum sínum að mæta. Þau þurfa ekki síður en foreldar að ræða um sorgina innan um jafningja. Námeiðið byggist á verkefnavinnu, umræðum og ekki síður að hafa góða og skemmtilega stund saman. Við hlökkum til að kjá ykkur í haust! Vilborg, Brynhildur og Hanna

Börn með krabbamein - 17


Afmælisleikur Byko

Ísak J. Matthíasson datt í lukkupottinn í fyrsta útdrætti í afmælisleik BYKO klúbbsins. Ísak vann 200.000 kr. gjafakort í BYKO og jafnframt tækifæri til að styðja gott málefni um sömu upphæð. Ísak, sem er 48 ára Reykvískur húsamíðameistari, valdi Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna enda honum málið skylt en sonur hans Matthías greindist með

krabbamein fyrir nokkrum árum síðan. Óskar Örn Guðbrandsson, framkvæmdastjóri SKB, sagði styrkinn koma að góðum notum þar sem félagið rekur tvö hvíldarheimili og á þar að auki tvær íbúðir í Reykjavík sem eru til afnota fyrir skjólstæðinga félagsins utan af landi. Framlagið nýtist vel í rekstur þessara eigna.

Gott mál í Hagaskóla

Nemendur í Hagaskóla söfnuðu rúmlega 1,8 milljónum króna á góðgerðardeginum Gott mál í Hagaskóla, sem haldinn var 7. mars síðastliðinn. Nemendur ákváðu að styrkja Styrktarfélag

krabbameinssjúkra barna og SPES barnahjálp. Afrakstur söfnunarinnar var afhentur við athöfn í Hagaskóla í vor þar sem Páll Óskar steig meðal annars á svið. Upphæðinni var skipt jafnt á milli SKB og SPES.

Handbók fyrir kennara og starfsfólk skóla SKB hefur ákveðið að ráðast í útgáfu á handbók sem nýtast á kennurum og starfsfólki skóla. Handbókin er hugsuð til þess að auðvelda kennurum að takast á við það þegar nemandi greinist með krabbamein. Í henni verða ýmsar hagnýtar upplýsingar og góð ráð, t.d. um það hversu mikilvægt það er að halda góðum samskiptum allra aðila, ábyrgð skólanna, síðbúnar afleiðingar, félagatengsl o.fl. Við teljum mjög mikilvægt að styðja kennara og skóla í því mikilvæga hlutverki sem þeir sinna gagnvart nemendum sínum en rannsóknir hafa sýnt að eftir því sem samskiptin við skóla og kennara eru meiri og markvissari verður auðveldara fyrir börnin að koma til baka í skólann eftir greiningu, aðgerðir, lyfjameðferð og jafnvel langa fjarveru. Kennarar og skólafólk er oft óöruggt og á erfitt með að átta sig á hlutverki sínu við þessar nýju aðstæður en vonandi verður útgáfa handbókarinnar til þess að gefa þeim góð ráð sem nýtast í samskiptum við nemendur og foreldra sem þurfa að hverfa frá námi um óákveðinn tíma vegna veikinda. Stefnt er á að hafa framsetninguna á þann hátt að nýta megi handbókina fyrir öll skólastig, þó svo að hún sé hugsuð út frá grunnskólanum sem er það skólastig sem spannar lengstan tíma í lífi barnsins. Við gerð handbókarinnar er stuðst við ýmsar heimildir og rannsóknir tengdar efninu, einnig er byggt á viðtölum við íslensk börn og ungmenni, sem háð hafa baráttu við krabbamein og voru viðmælendur Hönnu Guðbjargar Birgisdóttur í MA-verkefni hennar í sérkennslufræðum við Menntavísidnasvið HÍ. Hanna hefur verið fengin til þess að setja saman handbókina og er útgáfa hennar áætluð á haustmánuðum.


Notaleg jólastund félagsmanna í SKB Hefð er fyrir því að SKB haldi jólastund sína þann 20. Desember, en þann dag fæddist Sigurbjörg Sighvatsdóttir, sem arfleiddi félagið að öllum eigum sínum en hún lést 25. júní 1994. Að þessu sinni var jólastundin haldin í Lionssalnum Lundi í Kópavogi og voru það félagskonur úr Lionsklúbbnum Ýr sem sáu um veitingar. Óhætt er að segja að veisluborðiði hafi svignað undan kræsingunum sem voru sérstaklega glæsilegar. Dagskrá jólastundarinnar var með hefðbundnu sniði þar sem Sr. Pálmi Matthíasson spjallaði við börnin um tilgang jólanna og að sjálfsögðu kom jólasveinninn í heimsókn og færði börnunum glaðning. Helga Möller stýrði dansi í kringum jólatréð líkt og undanfarin ár og tóku félagsmenn vel undir og sýndu góða takta í hinum fjölbreyttustu jólasöngvum.

Börn með krabbamein - 19


Krabbamein í börnum - æxli Unnið úr texta af heimasíðu Barnaspítala Hringsins

Almennt um æxli hjá börnum Ár hvert fá 10-12 börn á Íslandi krabbamein. Þriðjungur þessara barna fá hvítblæði eða krabbamein í blóðið, 2/3 fá krabbameinsæxli. Æxlin geta myndast á mörgum stöðum í líkamanum t.d.í heila, eitlum, nýrum, nýrnahettum eða í beinum. Það er ekki vitað af hverju börn fá krabbamein og ekki er talið að geislun eða mengun geti valdið æxlismyndun hjá börnum á Norðurlöndum. Síðustu áratugina hefur verið fylgst náið með tíðni krabbameins hjá börnum á Norðurlöndum og ekki er hægt að sjá að tilfellum fjölgi. Krabbamein hjá börnum er ekki arfgengt nema í örfáum, sérstökum tilfellum. Einkenni Æxli getur verið í líkamanum í einhvern tíma án þess að einkenna verði vart. Þau einkenni sem barnið fær eru oftast vegna þess að æxlið fer að taka pláss og þrýstir á frískan vef. Ef æxlið er í heila getur það valdið jafnvægistruflunum og uppköstum. Æxli í kviðarholi finnst stundum við venjulega læknisskoðun af tilviljun. Það er óvenjulegt að æxli hjá börnum gefi almenn einkenni svo sem megrun, þreytu, hita eða lágt blóðgildi. Rannsóknaraðferðir Þegar æxli greinist þarf að greina stærð og gerð þess. Einnig þarf að kanna útbreiðslu sjúkdómsins í öðrum lífærum. Læknisskoðun er gerð á venjulegan hátt og teknar eru blóðprufur. 20 - Börn með krabbamein

Röntgenrannsóknir: Hægt er að nota röntgenrannsóknir á margvíslegan hátt. Taka má venjulegar röntgenmyndir af lungum og beinum og með skuggaefnisgjöf til dæmis af nýrum og meltingarfærum. Tölvusneiðmyndir með eða án skuggaefnis er hægt að taka af heila, lungum og kviðarholi. Segulómun er nýrri rannsókn þar sem ekki eru notaðir röntgengeislar. Með segulómun er hægt að fá mjög skýrar myndir, sérstaklega af heila og mænu. Ísótópaskann: Með því að sprauta inn sérstöku geislavirku efni (ísótóp) í æð er hægt að taka myndir með sérstakri myndavél af beinum eða líffærum þar sem ísótópinn sést. Þannig er hægt að greina útbreiðslu sjúkdómsins. Ómun: Ómun eða sónar getur oft gefið góðar upplýsingar. Beinmergsástunga: Sum æxli geta komist yfir í beinmerg þar sem blóðfrumurnar myndast. Þess vegna þarf að gera beinmergsástungu með grófri nál í mjaðmarkamb eða sköflung og taka sýni sem skoðað er í smásjá. Tekið er sýni úr æxlinu til að unnt sé að greina tegund æxlisins. Þetta er nauðsynlegur liður í rannsókninni. Margar af þessum rannsóknum eru gerðar í svæfingu bæði vegna þess að barnið verður að liggja kyrrt og til að rannsóknin valdi því ekki sársauka. Eftir niðurstöðum þessara rannsókna er æxlið svo flokkað í ákveðið stig, venjulega á skalann frá 1–4 eftir stærð og útbreiðslu og þá er hægt að ákveða meðferðina. Meðferð Skurðaðgerð er beitt til að taka burt æxlið og greina hugsanleg meinvörp.

Aðgerðin getur verið afgerandi fyrir val á áframhaldandi meðferð. Æxlið er alltaf rannskað á rannsóknarstofu í smásjá og með öðrum aðferðum til að fá sem besta og öruggasta sjúkdómsgreiningu. Í vissum tilvikum getur verið betra að byrja með lyfjameðferð eða geislameðferð til að minnka æxlið áður enn það er tekið með skurðaðgerð. Ef aðeins tekst að fjarlægja æxlið að hluta með aðgerð getur lyfja- eða geislameðferð samt borið árangur. Lyfjameðferð er næstum alltaf nauðsynleg. Þrátt fyrir að tekist hafi að fjarlægja æxlið með skurðaðgerð geta leynst æxlisfrumur sem ekki sjást og verði þeim ekki eytt gætu þær byrjað aftur að fjölga sér. Þá gæti sjúkdómurinn náð sér á strik aftur. Til að koma í veg fyrir þetta eru gefin krabbameinslyf stundum bæði fyrir og eftir skurðaðgerðina. Krabbameinslyf eru lyf sem hindra krabbameinsfrumur í að skipta sér og þar með æxli að stækka og sá sér í önnur líffæri. Krabbameinslyfin geta hindrað aðrar frumur í að skipta sér og valda með því aukaverkunum eða áhrifum sem ekki eru æskileg. Lyf hafa mismunandi aukaverkanir. Með því að gefa fleiri en eitt lyf í einu er hægt að auka áhrif lyfjanna á æxlið og því hafa verið gerðar áætlanir fyrir meðferð mismunandi sjúkdóma. Þessar áætlanir byggja á margra ára fjölþjóðlegri reynslu og með alþjóðlegri samvinnu er stöðugt verið að þróa nýjar meðferðaráætlanir. Geislameðferð: Mörg æxli eru mjög næm fyrir geislum en geislar skemma líka heilbrigðan vef. Með nútímatækni er hægt að beina geislunum mjög nákvæmlega svo að aðliggjandi vefir


skemmist ekki. Til að þetta takist þarf sjúklingurinn að liggja kyrr og þess vegna þarf oft að svæfa lítil börn. Því fylgir enginn sársauki að fá geislameðferð og hver meðferð tekur aðeins örstutta stund. Geislameðferð getur tekið frá 3–8 vikur. Eftirlit og rannsóknir Meðferð við krabbameinsæxlum hjá börnum læknar mörg börn í dag. Hættan á að sjúkdómurinn taki sig upp er mest fyrstu árin eftir að meðferð lýkur en minnkar með hverju ári. Gott eftirlit er mikilvægt og gera þarf rannsóknir oft til að geta greint sjúkdóminn sem fyrst og hafa þá möguleika á að veita meðferð að nýju. Oftast er barnið talið frískt eftir 5 ár, en þetta fer eftir sjúkdómnum og stundum má sjá þetta þegar eftir 2 ár. Barnið er þó í eftirliti lengur og þá er fylgst með að það vaxi og þroskist eðlilega. Það er óvenjulegt að meðferðin valdi varanlegum skaða hjá börnum. Mörg börn sem hafa fengið krabbamein eru orðin fullorðin í dag og hafa sjálf eignast börn.

meðferðir. Þá er nauðsynlegt að meðhöndla ákveðinn fjölda barna með nýju meðferðinni um leið og jafnmörg önnur börn fá gömlu meðferðina. Síðan er hægt að bera saman á vísindalegan hátt hvor aðferðin reynist betri. Til að fá áreiðanlegar niðurstöður úr slíkum rannsóknum þarf marga sjúklinga og því eru þær gerðar í mörgum löndum samtímis. Ísland tekur oft þátt í rannsóknum og þá eru foreldrar alltaf beðnir um leyfi fyrst. Margar árangursríkar meðferðir hafa einmitt komið fram á þennan hátt. Samvinna á Norðurlöndum Læknar á Norðurlöndum hafa haft samvinnu um meðferð krabbameins hjá börnum um margra ára skeið. Þetta hefur meðal annars bætt meðferð við hvítblæði hjá börnum og er árangur hennar einn sá besti í heiminum í dag. Hjúkrunarfræðingar hafa einnig hafið samstarf á sama hátt og læknar. Algengar tegundir krabbameinsæxla hjá börnum Heilaæxli

Meðferðarárangur Nú er hægt er að lækna margar tegundir krabbameina hjá börnum, en því miður eru enn vissar tegundir sem ekki er til nógu góð meðferð við. Alþjóðleg samvinna miðar stöðugt að því að bæta meðferðarúrræði. Rannsóknir til að bæta meðferð Þegar reyna á nýja meðferð er ekki alltaf öruggt að hún sé betri en fyrri

Heilaæxli er annar algengasti krabbameinsjúkdómurinn hjá börnum, næst á eftir hvítblæði. Það eru til margar tegundir heilaæxla og þær krefjast mismunandi meðferðar. Heilaæxli hjá börnum sitja oftast neðst og aftast í heilanum. Einkennin ráðast oftast af staðsetningunni. Algengasta einkennið er jafnvægisleysi og uppköst. Hjá litlum börnum, þar sem höfuðbeinin eru ekki samvaxin, er stækkun höfuðsins oft

eina einkennið í byrjun. Mörg heilaæxli eru í sjálfu sér góðkynja sem þýðir að þau mynda ekki svokölluð meinvörp. Það verður samt að fjarlægja þau vegna einkenna sem þau valda þegar þau þrýsta á frískan heilavef. Rannsóknir: Mikilvægustu rann­ sóknirnar eru tölvusneiðmynd og segulómun af heila og mænu, oft með því að sprauta skuggaefni í æð. Aðrar almennar rannsóknir á taugakerfi geta verið nauðsynlegar. Meðferð: Oft er hægt að taka æxlið með aðgerð án þess að skaða aðra hluta heilans. Hjá sumum börnum getur æxlið eða aðgerðin valdið truflun á eðlilegu vökvaflæði frá holrúmum heilans. Þá getur þurft að setja inn slöngu til að minnka þrýstinginn fyrir eða eftir aðgerð á æxlinu. Ef ekki tekst að fjarlægja æxlið í heilu lagi eða ef hætta er talin á að æxlið komi aftur fær barnið lyfja- og/eða geislameðferð eftir aðgerðina. Árangur meðferðarinnar fer eftir því hvar æxlið er í heilanum og af hvaða tegund það er. Medulloblastom er ein tegund heilaæxlis hjá börnum. Æxlið er illkynja þegar það getur myndað meinvörp annars staðar í taugakerfinu. Þess vegna er mikilvægt að kanna útbreiðslu sjúkdómsins strax í byrjun. Þrátt fyrir það að ekki sé hægt að fjarlægja æxlið með aðgerð eru möguleikarnir á lækningu nokkuð góðir með geisla- og lyfjameðferð. Taugakímsæxli - Neuroblastom Taugakímsæxli er illkynja æxli sem er upprunnið í ósjálfráða taugakerfinu sem er beggja vegna hryggsúlunnar. Hluti af þessu kerfi eru nýrnahetturnar

Börn með krabbamein - 21


og flest neuroblastom eru upprunnin í nýrnahettunum. Taugakímsæxli geta líka verið á öðrum stöðum meðfram hryggsúlunni. Einkenni sjúk­ d ómsins fara eftir staðsetningu og útbreiðslu sjúkdómsins. Rannsóknir: Mikilvægt er kanna útbreiðslu sjúkdómsins og er það gert með tölvusneiðmynd, seguló ­m u n o g í s ó t ó p a s k a n n i . Nauðsynlegt er að taka sýni úr æxlinu og gera beinmergsástungu þar sem sjúkdómurinn getur verið í beinmergnum. Æxlið gefur frá sér efni sem hægt er að mæla í þvagi og þess vegna er þvagi frá barninu safnað í sólarhring. Þetta er mikilvæg rannsókn sem er einnig notuð við eftirlit eftir meðferð. Meðferð: Meðferðin er lyfjameðferð, geislameðferð og aðgerð. Árangur meðferðarinnar er misjafn eftir aldri barnsins, en yngstu börnin sem greinast fyrir eins árs aldur er oftast hægt að lækna. Eldri börn er erfiðara að lækna sérstaklega þar sem sjúkdómurinn hefur oft breiðst út áður en nokkur einkenni koma í ljós. Æxli í beinum - Sarcom Tvö algengustu krabbamein í beinum eru Ewing-sarcom og Osteogent sarcom. Þau geta myndað meinvörp í formi mjög smárra eða ósýnilegra æxla. Þess vegna er lyfjameðferð mjög mikilvæg þó að hægt sé að taka æxlið með skurðaðgerð. Ewing-sarcom er óvenjulegur sjúk­ dómur. Sjúkdómurinn getur komið hvar sem er í beinagrindina og einstaka sinnum byrjar hann annars staðar en í beini. Börnin eru oftast á skólaaldri. Rannsóknir: Til að greina sjúkdóminn verður að taka sýni úr æxlinu annað hvort í aðgerð eða með nálarstungu. Tölvusneiðmyndir, segul­ ó mun, ísótóparannsókn og beinmergsrannsókn eru gerðar til að leita að meinvörpum.

22 - Börn með krabbamein

Meðferð: Lyfjameðferð er alltaf gefin og síðan er árangur hennar metin. Eftir það tekur við aðgerð og/eða geislameðferð.

Meðferð: Lyfjameðferð og geislameðferð eru mikilvægastar en stundum er skurðaðgerð líka nauðsynleg.

Árangur meðferðarinnar er oft góður og sífellt fleiri börn læknast.

Árangur meðferðarinnar er oftast góður og flest börn læknast.

Osteogent sarcom er líka óvenjulegur sjúkdómur en hann hrjáir einkum drengi á kynþroskaaldri. Oftast er æxlið í löngu beinunum í kringum hnéð eða upphandlegg. Einkennin eru oftast verkir. Rannsóknir: Til að greina sjúkdóminn verður að taka sýni úr æxlinu annað hvort í aðgerð eða með nálarstungu. Tölvusneiðmyndir, segulómun, ísótóparannsókn og beinmergsrannsókn er notað til að leita að meinvörpum. Meðferð: Lyfjameðferð er alltaf gefin og síðan er æxlið tekið. Stundum þarf að fjarlægja útlim (amputera). Börnin læra fljótt að nota gervilimi. Stundum er þó hægt að bjarga útlimnum með því að nota bein annars staðar úr líkamanum eða úr beinabanka. Lyfjameðferð er svo gefin eftir aðgerðina líka.

Æxli í eitlum

Árangur meðferðarinnar er oftast góður. Æxli í mjúkvefjum - Sarcom Með æxli í mjúkvefjum er átt við æxli í stoðvefjum eins og b a n d v­ ef og vöðvum. Þessi æxli eru sjaldséð hjá börnum. Rabdomyosarcom getur byrjað á mörgum stöðum í líkamanum, en þó oftast í háls eða höfði, getur einnig verið í kviðarholi. Rannsóknir: Taka þarf sýni úr æxlinu til að staðfesta greininguna. Tölvusneiðmynd, segulómun og ísótópaskann er mikilvægt til að kanna útbreiðslu sjúkdómsins. Stundum getur verið erfitt að finna frumæxlið.

Sogæðakerfið flytur vökva frá ólíkum hlutum líkamans til hjartans. Það samanstendur af æðakerfi og eitlum. Eitlarnir eru hluti af varnarkerfi líkamans þar sem lymfocytar sem eru ein tegund hvítra blóðkorna vinna á móti sýkingum. Tvær mismunandi tegundir af æxlum geta komið í eitlana, Hodgkins-sjúkdómur og non-Hodgkins-sjúkdómur.Hodgkinssjúkdómur byrjar oftast í einum eitli og dreifir sér eftir sogæðakerfinu. Hann getur einnig breiðst út til lifur, milta og í beinmerg. Einkenni sjúkdómsins eru staðbundnir bólgnir eitlar og almenn einkenni um þreytu, lystarleysi, hita og svitaköst. Rannsóknir: Til að greina sjúkdóminn þarf alltaf að taka einn eða fleiri eitla með aðgerð. Það þarf líka að kanna útbreiðslu sjúkdómsins með tölvusneiðmynd og beinmergssýni. Sjúkdómurinn greinist síðan í ólík stig eftir útbreiðslu. Meðferð: Meðferðin fer eftir útbreiðslu sjúkdómsins og eftir niðurstöðum vefjarannsóknar á eitlunum. Með­ ferðin getur verið eingöngu geisla­ meðferð, eingöngu lyfjameðferð eða hvort tveggja. Fylgst er náið með sjúklingnum til að geta uppgötvað snemma ef sjúkdómurinn tekur sig upp aftur og vegna hugsanlegra aukaverkana af meðferðinni. Góður árangur er af meðferðinni og flestir læknast. Non-Hodgkins-sjúkdómur er samnefni á öðrum æxlum í eitlum. Oftast eru þetta æxli sem eru náskyld hvítblæði (ALL) og geta breiðst út og orðið að hvítblæði. Rannsóknir: Alltaf er tekið sýni úr bólgnum eitli og gerð beinmergsástunga til að greina sjúkdóminn. Meðferð: Meðferðin er lyfjameðferð eins og í hvítblæði. Árangur meðferðarinnar er góður sérstaklega þegar sjúkdómurinn hefur ekki breiðst út i beinmerginn.


Betra brauð með pastaréttinum!

Börn með krabbamein - 23


Hvað getum við lært af þeim í Osló ? Það er alltaf gott að fara stöku sinnum yfir bæjarlækinn og sjá og læra af því hvernig menn fara að á næstu bæjum. Við leikskólakennarar á Barnaspítala Hringsins ásamt grunnskólakennara skelltum okkur í námsferð „yfir lækinn“ til Osló í nokkra daga í lok apríl sl. Við heimsóttum þrjú sjúkrahús, Ulleval, Rikshospitalet og Akershus, og markmiðið var að kynnast störfum leikskólakennara á þessum sjúkrahúsum. Tveir leikskólakennarar starfa á Ulleval. Leikstofan hjá þeim er stór og vel útbúin en ekki er mögulegt að koma þar inn rúmum. Leikstofan er opin frá kl. 9.00-15.30 flesta daga en um helgar fær ein fjölskylda lykil að leikstofunni og er val fjölskyldunnar í höndum starfsfólks leikstofunnar. Leikstofan í Ulleval er lokuð til hádegis á mánudögum svo hægt sé að taka til eftir notkunina um helgar og einnig eftir hádegi á föstudögum. Ráðlögðu leikskólakennararnir okkur eindregið frá þessu fyrirkomulagi, þar sem það hefur ekki reynst þeim vel, þ.e. að lána lykil að leikstofunni um helgar þar sem t.d. umgengnin er stundum óásættanleg. Á leikstofunni er sérstök aðstaða þar sem hægt er að hafa börn í leikmeðferð. Vel útbúið horn með lækningatækjum er fyrir börn og skemmtilegt lítið hús fullbúið húsgögnum með t.d. eldhúsi og dúkkurúmum. Á stofunni eru lifandi skjaldbökur í búri sem gæludýr. Vinnureglan á leikstofunni er þannig að börn á grunnskólaaldri mega eingöngu koma á leikstofuna í fylgd fullorðinna, þar sem leikskólakennarar telja sig annars ekki ná að hafa nægjanlega gott eftirlit með börnunum. Innan leikstofunnar er slökunarherbergi og einnig ævintýraherbergi með fuglum í loftinu og þar sem hægt er að sulla – frumskógarlegt umhverfi. Á leikstofunni eru svalir þar sem kennararnir ásamt börnunum geta 24 - Börn með krabbamein

gróðursett blóm, ræktað grænmeti o.fl. Í slökunarherberginu er spiluð róleg tónlist, þar er þessi líka frábæra dýna sem hreyfist í takt við tónlistina og róandi lampar þar sem loftbólur stíga upp í seigum vökva og birta sem skiptir litum. Á Ulleval er verulegur samdráttur á barnasviðinu og hefur leikskólakennurum farið fækkandi. Til stendur að flytja starfsemina frá Ulleval á Rikshospitalet en í dag eru engin krabbameinsveik börn á Ulleval. Á Rikshospitalet er einn leikskólakennari á hverri deild en á hverri deid eru 16 rúm. Á báðum þessum sjúkrahúsum, Ulleval og Rikshospitalet, eru starfandi músikþerapistar sem fara í heimsóknir til einstakra barna og einnig spila þeir á vökudeildinni fyrir foreldra og börn. Leikskólakennararnir eru með leikstofu innst á deildinni en

þangað er ekki hægt að komast með rúm. Leikskólakennarnir starfa í þverfaglegu teymi hver á sinni deild en þeir funda síðan saman einu sinni í viku. Leikskólakennarnir á Rikshospitalet eru ekki í formlegu samstarfi við grunnskólakennara. Eftir rapport snemma morguns ákveða leikskólakennarar hvaða börn þeir heimsækja á stofur og á meðan á þeirri heimsókn stendur eru önnur börn með foreldri á leikstofunni, sem er reyndar opin allan sólarhringinn, þó með takmörkuðum aðgangi að efni og áhöldum. Á leikstofunni á Rikshospitalet mega hvorki fara fram læknis- né hjúkrunarverk og það eru skýr tilmæli til foreldra og aðstandenda að ræða ekki um sjúkdóma né veikindi barna sinna eða annarra á leikstofunni. Mikil ánægja er með þetta fyrirkomulag og hefur það nú verið tekið upp á


leikstofunni okkar hér á Barnaspítala Hringsins. Akershus er yngsti spítalinn sem við heimsóttum. Þar vinnur einn leikskólakennari í nánu samstarfi við grunnskólakennara. Leikskólakennarinn vinnur með börnum frá 0 til 6 ára, einungis börnum með sykursýki og krabbamein, börnum með næringarvandamál af óþekktum toga og síðan fötluðum börnum óháð aldri þeirra. Leikskólakennarinn er ráðinn af sveitarfélaginu og vinnur hann samkvæmt skóladagatali grunnskólakennara. Kennarinn vinnur með börnunum, ýmist inni á stofum þeirra eða inn á leikstofu sem hann samnýtir með grunnskólakennurum. Á hverri deild starfa síðan „lekedamer“ sem sjá um leikrýmin á deildinni og sinna bæði leik og skapandi starfi. Þegar við horfum um öxl og förum yfir heimsóknirnar þá kom það okkur á óvart hversu lítið rými er fyrir leikstofur á nýrri spítölum og að hvergi er hægt að koma fyrir rúmum inn á leikstofunum. Einnig þótti okkur sérstakt hvað það eru fáir leikskólakennarar miðað við grunnskólakennara. Á sjúkrahúsunum þremur eru góð útileiksvæði sem eru vel nýtt af foreldrum og börnum. Annað foreldrið fær mat með börnunum og hafa þeir síðan aðgang allan sólarhringinn að te, kaffi og góðu úrvali af ávaxtasöfum. Playstation-tölvur eru ekki inn á stofum barna heldur eru þær inn í leikrýmum og unglingaherbergjum en hægt er að fá lánaðar tölvur til sín á stofur. Á Rikshospitalet og Akershus er áhugavert að sjá hversu markvisst er unnið með „Kötlu-dúkkurnar“, þær fá plástra og eru t.d. gifsaðar eða settur upp æðaleggur. Við þökkum SKB fyrir að styðja okkur til ferðarinnar og gefa okkur tækifæri að kynnast nýjum hugmyndum. Ferðir af þessu tagi eru ekki aðeins til að kynnast nýjum hugmyndum og ræða við kollega, heldur eru þær ekki síður hvetjandi fyrir okkur, þegar við sjáum að við erum að gera margt gott hér á leikstofunni. Á Barnaspítala Hringsins var lögð mikil áhersla á að hafa leikstofuna stóra, bjarta og fallega, þar sem við viljum að öllum geti liðið vel. Kær kveðja Gróa Gunnarsdóttir og Sigurbjörg A. Guttormsdóttir, leikskólakennarar á Barnaspítala Hringsins.

Börn með krabbamein - 25


Það eru a.m.k. 10 hlutir sem eru ekki eins á myndunum. Hjálpaðu Lúlla að finna þá.

Lúlli elskar læknabrandara. Hér eu nokkrir. Læknir, læknir, ég held að ég þurfi gleraugu. Já þú þarft þess svo sannarlega, ég er málari.

Hjálpaðu Lúlla að finna boltann sinn.

Læknir, lækir, sonur minn gleypti penna, hvað á ég að gera. Áttu ekki blíhant sem þú getur notað þangað til ég kem? Læknir, læknir. Ég er með svo mikla vindverki, getur þú gefið mér eitthvað? Já, hérna er flugdreki. Læknir læknir, ég er alveg í rusli. Farðu bara í næstu Sorpu. Læknir læknir. Ég fæ alltaf verk í augað þegar ég drekk kaffi. Hefur þú prófað að taka teskeiðinu úr bollanum? Læknir læknir, ég held að ég sé Guð. Hvenær hófst þetta? Ja, fyrst skapaði ég sólina og svo jörðina...

Lúlli er búinn að týna boltanum sínum. Hjápaðu Lúlla að finna réttu leiðina, þú mátt ekki fara yfir strikið í þessari þraut. 26 - Börn með krabbamein

Læknir læknir, ég held að ég sé ósýnilegur! Hver sagði þetta?


Leikum okkur með Lúlla Læknir læknir. Ég handleggsbraut mig á tveimur stöðum. Ég mundi ráðleggja þér að fara aldrei aftur á þessa tvo staði. Læknir læknir. Ég held að ég sé hundur. Hvað hefur þér lengi liði svona? Alveg síðan ég var hvolpur. Læknir læknir, ég hef misst minnið, Hvenær gerðist þetta? Gerðist hvað?

Hvað fann Lúlli á ströndinni? Dragðu línu frá 1 - 42 og þá kemur í ljós hvað Lúlli fann á ströndinni Síðan er gaman að lita myndina.

Hvaða haus passar á kallinn?

Er það A, B eða C? Eða þú getur bara teiknað þinn eigin haus á kallinn.

Læknir læknir, ég heyri alltaf hringingu í hausnum á mér. Ég skil. Taktu þessar pillur og ef þær virka ekki skaltu bara hringja í mig. Læknir læknir, heldur þú að ég geti spilað á píanó þegar þú ert búinn að lækna á mér hendina. Já, þú alveg að geta það. Frábært! Ég kann nefnilega ekkert á píanó! Börn með krabbamein - 27


Við þökkum stuðninginn Reykjavík, 12 tónar ehf, Skólavörðustíg 15 7.is ehf., Suðurlandsbraut 30, Suðurlandsbraut 30 AB varahlutir ehf, Funahöfði 9 Aðalvík ehf, Ármúla 15 Afltækni ehf, Barónsstíg 5 Almenna bílaverkstæðið ehf, Skeifunni 5 Alþýðusamband Íslands, www.asi.is, Sætúni 1 Antik-bólstrun, Langholtsvegi 128 Arctic rafting, Þorláksgeisla 46 ARGOS ehf - Arkitektastofa Grétars og Stefáns, Eyjarslóð 9 Arkform, arkitektastofa, Ármúla 38 Arkitektastofan OG ehf, Skúlatúni 2 Arkitektur.is ehf, Hverfisgötu 26 Arkís arkitektar ehf, Höfðatúni 2 ARKO sf, Langholtsvegi 109 ASK Arkitektar ehf, Geirsgötu 9 Augasteinn sf, Súðavogi 7 Árbæjarapótek ehf, Hraunbæ 115 Árni Reynisson ehf, Skipholti 50d Ásbjörn Ólafsson ehf, Skútuvogi 11a B.B.bílaréttingar ehf, Viðarhöfða 6 B.K.flutningar ehf, Krosshömrum 2 BabySam, Mörkinni 1 Bakverk-heildsala ehf, Tunguhálsi 10 Balletskóli Sigríðar Ármann, Skipholti 35 Básfell ehf, Jakaseli 23 Berserkir ehf, Heiðargerði 16 Betra líf ehf - Borghóll, Kringlunni 8 Betri bílar hf, bifreiðaverkst., Skeifunni 5c Bifreiðaverkst. Grafarvogs, Gylfaflöt 24-30 Birtingur ehf, Sóleyjargötu 5 Bílamálun Halldórs Þ Nikulássonar, Funahöfða 3 Bílasmiðurinn hf, Bíldshöfða 16 Bíóhljóð ehf. BJ endurskoðunarstofa ehf, Síðumúla 21 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Blómagallerí ehf, Hagamel 67 Boreal ehf - Ferðaþjónusta Þ.I.Þ ehf, Austurbergi 18 Borgarbílastöðin ehf, Skúlatúni 2 Bókaútgáfan Hólar ehf, Hagaseli 14 Bókhaldsstofa Haraldar ehf, Síðumúla 29 Bóksala kennaranema, Menntavísindasvið HÍ Stakkahlíð Brynjólfur Eyvindsson hdl., Kringlunni 7 BSRB, Grettisgötu 89 Café Bleu www.kaffibleu.is, Kringlunni 4-12 Congress Reykjavík - Ráðstefnuþjónusta ehf, Engjateigi 5 Conís - verkfræðiþjónusta, Hlíðarsmára 11 Corax ehf, Fremristekk 2 Danfoss hf, Skútuvogi 6 Danica sjávarafurðir ehf, Suðurgötu 10 Delí ehf, Bankastræti 14 Drafnarfell ehf, Stórhöfða 35 Dressmann á Íslandi ehf, Laugavegi 18b DS lausnir ehf, Súðavogi 7 Dynjandi ehf, Skeifunni 3h Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Efnalaugin Björg, Háaleitisbraut 58-60 Efnamóttakan hf, Gufunesi Eignamiðlun, Síðumúla 21 Eignaskipting ehf, Unufelli 34 28 - Börn með krabbamein

Eignaumsjón hf, Suðurlandsbraut 30 Einar Jónsson Skipaþjó., Laufásvegi 2a Eldvarnarþjónustan ehf, Skúlagötu 21 Endurskoðun og reikningsskil hf, Stangarhyl 5 Endurskoðun Péturs Jóns ehf, Hátúni 6a Englahár ehf, Langarima 21-23 ERF ehf, Jöklafold 26 Ernst & Young hf, Borgartúni 30 Esja gæðafæði ehf, Bitruhálsi 2 Europris, Lynghálsi 4 Evrópulög ehf, Garðarstræti 37 Exton ehf, Fiskislóð 10 Eyrir fjárfestingafélag, Skólavörðustíg 13 Fasteignasalan Fasteign.is ehf, Suðurlandsbraut 18 Fasteignasalan Garður ehf, Skipholti 5 Faxaflóahafnir sf, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17 Ferðakompaníið ehf, Fiskislóð 20 Ferðaþjónusta bænda hf, Síðumúla 2 Félag bókagerðamanna, Hverfisgötu 21 Félag hársnyrtisveina, Stórhöfða 25 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22 Finnbogi Helgason, tannsmiður, Klapparstígur 16 Fiskafurðir-umboðssala ehf, Fiskislóð 5-9 Fiskbúð Hólgeirs í Mjódd, Þönglabakka 6 Fiskbúðin, Freyjugötu 1 Fiskbúðin Sæbjörg ehf, Fiskislóð 28 Fiskkaup hf, Fiskislóð 34 Fiskmarkaðurinn veitingahús, Aðalstræti 12 Fjárhald ehf, Síðumúla 27 Fjármálaeftirlitið, Höfðatúni 2 Flutningaþjónusta Arnars ehf, Þingási 46 Formprent, Hverfisgötu 78 Forum lögmenn ehf, Aðalstræti 6 Frumkönnun ehf, Hæðargarði 14 Fuglar ehf, Borgartúni 25 G.Á. verktakar sf, Austurfold 7 Gallabuxnabúðin Kringlunni. Garðs Apótek, Sogavegi 108 GÁ húsgögn ehf, Ármúla 19 Gísli Hjartarson, Neshamrar 7 Gjögur hf., Grenivík, Kringlunni 7 Glit ehf, Krókhálsi 5 Glóey ehf, Ármúla 19 Gluggahreinsun Loga, Funafold 4 Gluggasmiðjan hf, Viðarhöfða 3 Gnýr sf www.gnyr.is, Stallaseli 3 Grásteinn ehf, Grímshaga 3 Greiðan hársnyrtistofa, Háaleitisbr. 58-60 Guðmundur Arason ehf - smíðajárn, Skútuvogi 4 Gullsmíðaverslun Hjálmars Torfasonar, Laugavegi 71 Gunnar Rósarson - Tanngo ehf, Vegmúla 2 GuSt ehf, Laugavegi 70 H.N. ehf, Bankastræti 9 Hafnarsmiðjan, Grandagarði 18 Halldór Jónsson ehf, Skútuvogi 11 Hamborgarabúlla Tómasar, Bíldshöfða 18 Hamborgarabúlla Tómasar ehf, Geirsgötu 1 Handlæknastöðin Glæsibæ, Álfheimum 74 Harald og Sigurður ehf, Stangarhyl 6 Háfell ehf, Skeifan 11 Hárgreiðslustofa Höllu Magnúsdóttur,

Miðleiti 7 Háspenna ehf, Laugavegi 118 Heimavík ehf, Hamravík 40 Hjálparstarf kirkjunnar, Háaleitisbraut 66 Hjálpræðisherinn á Íslandi, Kirkjustræti 2 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hátuni 2a Hollt og gott ehf, Fosshálsi 1 Hókus Pókus ehf, Laugavegi 69 Hótel Leifur Eiríksson, Skólavörðustíg 45 Hreinsitækni ehf, Stórhöfða 37 Hringrás ehf, Klettagörðum 9 Hugsmiðjan ehf, Snorrabraut 56 Humarhúsið, Amtmannsstíg 1 Húsafl sf, Nethyl 2 (hús 3) Hyrningur ehf, Síðumúla 10 Höfðakaffi ehf, Vagnhöfða 11 Iceland Excursion ehf, Hafnarstræti 20 Iceland Seafood ehf, Köllunarklettsvegi 2 Iceland Travel ehf, Skútuvogi 13a IceMed á Íslandi ehf, Ægissíðu 80 InnX innréttingar ehf, Fosshálsi 1 Intellecta ehf, Síðumúla 5 Íslandsbanki hf - útibú 0528, Stórhöfða 17 Íslandsbanki hf., útibú 525, Suðurlandsbraut 14 Íslensk endurskoðun ehf, Bogahlíð 4 Ísloft blikk- og stálsmiðja, Bíldshöfða 12 Ísmar - Radíómiðun hf, Grandagarði 5-9 Ísold ehf, Nethyl 3-3a Íþróttafélagið Fylkir, Fylkisvegi 6 J. S. Gunnarsson hf, Fossaleyni 10 JK Bílasmiðja ehf, Eldshöfða 19 Jóhann Hauksson, trésmíði ehf www. jhtresmidi.is, Logafold 150 Jón Ásbjörnsson hf, Fiskislóð 34 K. H. G. Þjónustan ehf, Eirhöfða 14 Kemi ehf www.kemi.is, Tunguhálsi 10 Kj Kjartansson hf, Skipholti 35 Kjörgarður, Laugarvegi 59 Kjöthöllin ehf, Skipholti 70 og Háaleitisbraut Klif ehf heildverslun, Grandagarði 13 Klipphúsið ehf, Bíldshöfða 18 Knattspyrnufélagið Fram, Safamýri 26 Knattspyrnusamband Íslands, Laugardal KOM almannatengsl, Höfðatorgi Kone ehf, Síðumúla 17 Kórall sf, Vesturgötu 55 Kr. St. lögmannsstofa ehf, Austurstræti 10a Kraftaverk pípulagnir, Réttarholtsvegur 95 Kraftur hf, Vagnhöfða 1 Kristján F. Oddsson ehf - endurskoðun og skattskil, Síðumúla 25 Kurt og Pí ehf, Skólavörðustíg 2 Köfunarþjónustan ehf, Héðinsgötu 1-3 Landsnet hf, Gylfaflöt 9 Landssamband íslenskra útvegsmanna, Borgartúni 35 Leðurverkstæðið Víðimel 35 sf, Víðimel 35 Lifandi vísindi, Klapparstíg 25-27 Linda-Hársnyrtistofa, Síðumúla 34 Listasafn Hótel Holt, Bergstaðastræti 37 Loftmyndir ehf, Laugavegi 13 Loftstokkahreinsun.is s: 5670882 og 8933397, Garðhúsum 6 Lúmex ehf, Skipholti 37 Læknasetrið ehf, Þönglabakka 6 Lögmannsstofan Réttur, Klapparstíg 25-27


Lögmenn Höfðabakka ehf, Höfðabakka 9 Löndun ehf, Kjalarvogi 21 Magnús og Steingrímur ehf, Bíldshöfða 12 Mandat Lögmannsstofa, Ránargata 18 Margt smátt ehf, Guðríðarstíg 6-8 Marport ehf, Fiskisljóð 16 Martec ehf, Blönduhlíð 2 Matborðið ehf, Bíldshöfða 18 Matfugl ehf, Völuteigi 2 Melabúðin ehf, Hagamel 39 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4 Merkismenn ehf, Ármúla 36 Merlo Seafood, Krókhálsi 4 Miðbæjarstofan ehf, Tryggvagötu 24 Mosaik ehf, Hamarshöfða 4 Nautica ehf, Laugarásvegi 14 Netbókhald.is ehf www.netbokhald.is, Kringlunni 4-12 NM ehf, Brautarholti 10 Nói-Síríus hf, Hesthálsi 2-4 Nýi ökuskólinn ehf www.meiraprof.is, Klettagörðum 11 Opin kerfi ehf, Höfðabakka 9 Optimar Iceland, Stangarhyl 6 Oral ehf., Tannlæknast Björgvins Jónssonar, Síðumúla 25 ORKAN, Borgartún 26 ORKUVIRKI ehf, Tunguhálsi 3 Ó. Johnson & Kaaber - Sælkeradreifing, Tunguhálsi 1 Ólafur Hans Grétarsson, tannlæknir, Faxafeni 5 Ósal ehf, Tangarhöfða 4 P&S Vatnsvirkjar ehf, Álfheimum 50 P.S. rétting ehf, bílaverkstæði, Súðavogi 52 Passamyndir Hlemmi, Sundaborg 7 Pálmar ehf, Bleikjukvísl 12 Pegasus ehf, Sóltúni 24 PIKTOR lausnir ehf, Skútuvogi 1g Poulsen ehf, Skeifunni 2 Pólar ehf, Kringlunni 6, 6. hæð Prentlausnir ehf, Ármúla 15 Rafco ehf, Skeifunni 3 Rafefling ehf, Skipholti 29 Rafeindastofan ehf, Faxafeni 12 Rafmagn ehf, Síðumúla 33 Rafsól ehf, Síðumúla 34 Rafsvið sf, Þorláksgeisla 100 Raftíðni ehf, Grandagarði 16 Ragnar V. Sigurðsson ehf, Reynimel 65 Rangá sf, Skipasundi 56 Rannsóknarþjónustan Sýni ehf, Lynghálsi 3 Rarik ohf, Bíldshöfða 9 Ráðgjafar ehf, Garðastræti 36 Reiknistofa bankanna, Kalkofnsvegur 1 Reki ehf, Fiskislóð 57-59 Renniverkstæði Jóns Þorgrímssonar ehf, Súðarvogi 18 Reykjavíkurborg, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Þangbakka 5 Rikki Chan ehf, Kringlunni 4-12 Ríkiskaup, Borgartúni 7 RJ Verkfræðingar ehf, Stangarhyl 1a RJR ehf, Sundaborg 7 Roche, Lynghálsi 13 Rolf Johansen & Co ehf, Skútuvogi 10a S.K.bólstrun ehf, Langholtsvegi 82 S.Z.Ól. trésmíði ehf, Bíldshöfða 14 S4S ehf, Guðríðarstíg 6-8 Samsýn ehf, Háaleitisbraut 58-60 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, SSF, Nethylur 2 e

Sálarrannsóknarfélag Reykjavíkur, Síðumúla 31 Segna ehf, Vættaborgir 63 Senter ehf, Skútuvogi 11a Sérefni ehf, Síðumúla 22 SFR stéttarfélag í almannaþjónustu, Grettisgötu 89 Sigurborg ehf, Grandagarði 11 Sigurjónsson & Thor ehf, Lágmúla 7 Silfurberg ehf, Suðurgötu 22 SÍBS, Síðumúla 6 Sínus ehf, Grandagarði 1a Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1 Sjónlag hf, Álfheimum 74 Sjúkraþjálfun Grafarvogs ehf, Spönginni 37 Sjúkraþjálfunin Ártúnshöfða, Stórhöfða 17 Skarta ehf, Ármúla 22 Skattur og bókhald slf, Súðavogi 7 Skipakostur sfl, Dugguvogi 17-19 Skipulag og stjórnun ehf, Deildarási 21 Skolphreinsun Ásgeirs sf, Unufelli 13 Skógarbær, hjúkrunarheimili, Árskógum 2 Skýrslur og skil, Smiðjustíg 4a Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, Skógarhlíð 14 Smith og Norland hf, Nóatúni 4 Smur- og viðgerðarþjónustan ehf, Hyrjarhöfða 8 Snæland Grímsson, hópferðabílar ehf, Langholtsvegi 115 SP tannréttingar ehf, Álfabakka 14 Sportbarinn, Álfheimum 74 Sprettur, Laugavegi 26 Stál og stansar ehf, Vagnhöfða 7 Stálbyggingar ehf, Hvammsgerði 5 Stig ehf, Fannafold 35 Stjórnahættir ehf, Lækjargötu 4 Stólpi ehf, Klettagörðum 5 Suzuki bílar hf, Skeifunni 17 Svampland ehf, Vagnhöfða 14 Svanur Ingimundarson málari, Fiskakvísl 13 Sveinsbakarí, Arnarbakka 4-6 Svínahraun ehf, Takk hreinlæti ehf, Viðarhöfða 2 Tandur hf, Hesthálsi 12 Tannlæknastofa Björns Þorvaldssonar, Síðumúla 25 Tannlæknastofa Friðgerðar Samúelsdóttur ehf, Laugavegi 163 Tannlæknastofa Helga Magnússonar, Skipholti 33 Tannlæknastofa Kjartans Arnars Þorgeirssonar, Skipholti 33 Tannlæknastofa Sigurðar Rósarssonar, Síðumúla 15 Tannlæknastofan Grensásvegi, Grensásvegi 44 Tannréttingar sf, Snorrabraut 29 Tannsmiðafélag Íslands, Borgartúni 35 Tannsmiðjan Króna sf, Suðurlandsbraut 46 Tannþing ehf, Þingholtsstræti 11 Tannæknastofan Glæsibæ, Álfheimum 74 Teiknistofan Form + Rými ehf, Ármúla 24 Teiknistofan Storð ehf, Krókhálsi 5a Teiknivangur, teiknistofa, Kleppsmýrarv. 8 THG arkitektar ehf, Faxafeni 9 Timberland, Kringlunni og Laugarvegi, Kringlunni 4-12 Topphúsið, fataverslun, Mörkinni 6 Topplagnir ehf, Gvendargeisla 68 Tónastöðin ehf, Skipholti 50d Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19 Tryggingamiðlun Íslands ehf, Síðumúla 21 Túnþökuþjónustan ehf sími: 897 6651,

Lindarvaði 2 Tæknivélar ehf, Tunguhálsi 5 Tölvar ehf, Síðumúla 1 Útgerðarfélagið Völundur slf, Laugarnesvegi 49 Útkall ehf, Vesturhlíð 7 Valhöll fasteignasala ehf, Síðumúla 27 Varahlutaverslunin Kistufell, Brautarholti 16 VDO verslun og verkstæði, Borgartúni 36 Vegamót www.vegamot.is, Vegamótastíg 4 Veiðivon, Mörkinni 6 Veiðiþjónustan Strengir, Smárarima 30 Verðbréfaskráning Íslands, Laugavegi 182 Verkfræðistofan Skipatækni ehf, Lágmúla 5 Verslunartækni ehf, Draghálsi 4 Verslunin Fríða frænka, Vesturgötu 3 Vélar og verkfæri ehf, Skútuvogi 1c Vélaviðgerðir ehf, Fiskislóð 81 Vélmark ehf, Efstasundi 3 Viðlagatrygging Íslands, Borgartúni 6 Vinnubátur ehf, Aðallandi 18 Vinnumálastofnun, Kringlunni 1 Víkurvagnar ehf, Dvergshöfða 27 VSÓ Ráðgjöf ehf, Borgartúni 20 Wilson’s Pizza, Gnoðavogi 44 www.ibudagisting.is, Síðumúla 14, 2. hæð www.share.is, Kringlunni 8-12 www.undirfot.is, Ármúla 36 Yrki arkitektar ehf, Hverfisgata 76 Þaktak ehf, Tranavogi 5 ÞÓB vélaleiga ehf, Logafold 147 Þverfell ehf bókhald og ráðgjöf, Þarabak 3 Þýðingaþjónusta Boga Arnars, Engjaseli 43 Ökuskólinn í Mjódd, Þarabakka 3 Seltjarnarnes About Fish Íslandi ehf, Austurströnd 3 Falleg gólf - parketþjónusta frá 1984, Nesbala 25 Horn í horn, parketlagnir, Unnarbraut 24 Lög og réttur ehf, Austurströnd 3 Vökvatækni ehf, Bygggörðum 5 Þráinn Ingólfsson, Bollagörðum 43 Vogar Hársnyrtistofa Hrannar, Vogagerði 14 Selhöfði ehf, Jónsvör 7 V.P.vélaverkstæði ehf, Iðndal 6 Kópavogur Adesso ehf, Hagasmára 1 Allianz á Íslandi hf, Digranesvegi 1 AP varahlutir ehf, Smiðjuvegi 4 Arkus, tannlæknastofan, Núpalind 1 Axis-húsgögn ehf, Smiðjuvegi 9d Á.K. Sjúkraþjálfun ehf, Áliðjan ehf, Bakkabraut 16 Bakkabros ehf, Hamraborg 5 Barki - Vélvangur ehf, Nýbýlavegi 22 Bergnes skiltagerð, Smiðjuvegi 4 Bifreiðaverkstæði Jónasar ehf, Skemmuvegi 46 Bifreiðaverkstæðið Toppur ehf, Skemmuvegi 34 Bílaklæðningar hf, Kársnesbraut 100 Bílamarkaðurinn v/Reykjanesbraut, Smiðjuvegi 46e Bílamálunin Varmi ehf, Auðbrekku 14 Bílaþvottastöðin Löður ehf, Akralind 2 Bílhúsið ehf, Smiðjuvegi 60 Bílstál ehf, Askalind 3 Bliki bílamálun / réttingar, Smiðjuvegi 38e Bókun sf endurskoðun, Hamraborg 1 Brynjar Bjarnason ehf sími 897-2385, Börn með krabbamein - 29


Þinghólsbraut 56 Dúan 6868 ehf, Tunguheiði 12 Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Íslands, Hlíðasmára 8 Fagsmíði ehf, Kársnesbraut 98 Fagtækni ehf, Akralind 6 Farice ehf, Smáratorgi 3 Fasteignahöllin ehf, Smáratorgi Fiskó, gæludýraverslun www.fisko.is, Dalvegi 16a Framsækni ehf, Gulaþingi 5 Goddi ehf, Auðbrekku 19 Hagbær ehf, Akurhvarfi 14 Hefilverk ehf, Jörfalind 20 Helga Þórdís Gunnarsdóttir, tannlæknir, Hlíðasmára 14 Hellur og garðar ehf, Kjarrhólma 34 Hilmar Bjarnason ehf,rafverktak, Smiðjuvegi 11 Hópvinnukerfi ehf, Hlíðarsmára 14 Hringás ehf, Skemmuvegi 10 Íslandsspil sf, Smiðjuvegi 11a Járnsmiðja Óðins ehf, Smiðjuvegi 4b JÓ lagnir sf, Askalind 8 K.S. Málun ehf, Fellahvarfi 5 Kjöthúsið sími 557-8820, Smiðjuvegi 24d Klukkan - úr og skartgripaverslun, Hamraborg 10 Kraftvélar ehf, Dalvegi 6-8 Libra ehf, Hlíðasmára 12 Litlaprent ehf, Skemmuvegi 4 Löggiltir endurskoðendur ehf, Hlíðarsmári 6 Miðjan hf, Hlíðasmára 17 Móðurást, Hamraborg 9 Nobex ehf, Hlíðarsmára 6 Norm X ehf, Auðbrekku 6 Nýmót ehf, Lómasölum 1 Oxus ehf, www.oxus.is, Akralind 6 Ókeypis prjónaklúbbur www.tinna.is, Óskar og Einar ehf, Fjallalind 70 Rafís ehf, Vesturvör 36 Rafport ehf, Nýbýlavegi 14 Rafsetning ehf, Björtusölum 13 Réttingarverkstæði Trausta, Smiðjuvegi 18 Réttingaþjónustan ehf, Smiðjuvegi 40 Réttir bílar ehf, Vesturvör 24 S.S. Gólf ehf, Borgarholtsbraut 59 Sérverk ehf, Askalind 5 Smárinn, bókhald og ráðgjöf ehf, Grófarsmára 15 Smiðjustál ehf, Vesturvör 11b Stífluþjónustan ehf, Kársnesbraut 57 Strókur ehf, Dimmuhvarfi 27 Söluturninn Smári, Dalsvegi 16c Tannbjörg ehf, Elva Björk Sigurðard. tannlæknir, Hlíðarsmára 14 Thailand ehf, Engihjalla 8 Tröllalagnir ehf, Auðnukór 3 Vaki fiskeldiskerfi hf, Akralind 4 Vatn ehf, Skólagerði 40 Vatnsveitan ehf, Arnarsmára 16 Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar, Nýbýlavegi 32 Verkfræðistofa Erlends Birgissonar ehf, Bæjalind 4 Verkstjórasamband Íslands, Hlíðarsmára 8 Versa ehf, Hamraborg 9 Vetrarsól ehf, Askalind 4 Viðskiptaþjónusta ÁGG ehf, Dalvegi 16d Vídd ehf, flísaverslun, Bæjarlind 4 Weleda - www.weleda.is, Askalind 2 Þekjandi ehf, Smiðjuvegi 54 Þokki ehf, Forsölum 1

30 - Börn með krabbamein

Garðabær AH Pípulagnir ehf, Suðurhrauni 12c B.Markan-Pípulagnir ehf, Lyngási 10 Drífa ehf, Suðurhrauni 12c Efnir ehf, Vesturhrauni 3 Engilbert ÓH Snorrason tannlæknastofa sf, Garðatorgi 3 Framtak, véla og skipaþjónusta, Vesturhrauni 1 Garðabær, Garðatorgi 7 Garðaflug ehf, Holtsbúð 43 Geislatækni ehf, Suðurhrauni 12c Hafnasandur sf, Birkiási 36 Hitakerfi ehf, Eskiholti 21 Ísafoldarprentsmiðja ehf, Suðurhrauni 1 Latibær ehf, Miðhrauni 4 Loftorka Reykjavík, verktaki, Miðhrauni 10 M-Design | cold.is, Ljósakri 12 Miklatorg hf - IKEA, Kauptúni 4 Nýþrif ehf, Hlíðarbyggð 41 Póstdreifing ehf, Suðurhrauni 1 Raftækniþjónusta Trausta ehf, Lyngási 14 Samhentir - umbúðalausnir ehf, Suðurhrauni 4 Tónlistarskóli Garðabæjar, Kirkjulundi 11 Versus, bílaréttingar og málun ehf, Suðurhrauni 2 Vistor/Astra Zeneca, Hörgatúni 2 Vörukaup ehf, Miðhrauni 4 Wurth á Íslandi ehf, Vesturhrauni 5 Öryggisgirðingar ehf, Suðurhrauni 2 Hafnarfjörður Aðalpartasalan, Krangahrauni 10 Aðalsteinn Einarsson, Spóaási 6 Airbrush & makeup gallery, Dalshrauni 11 Ás, fasteignasala ehf, Fjarðargötu 17 Bergþór Ingibergsson, Breiðvangi 4 Bílamálun Alberts ehf, Stapahrauni 1 Bílaverkstæði Birgis ehf, Eyrartröð 8 Byggingafélagið Sandfell ehf, Reykjavíkurvegi 66 Bæjarbakarí ehf, Bæjarhrauni 2 Egill ÍS 77, Fjóluhvammi 6 Eiríkur og Einar Valur hf, Breiðvangi 4 Essei ehf, Hólshrauni 5 Ferskfiskur ehf, Bæjarhrauni 8 Fiskvinnslan Kambur ehf, Cuxhavengötu 1 Fiskvinnslan Útvík ehf, Eyrartröð 7-9 Fínpússning ehf, Rauðhellu 13 Fjarðarkaup ehf, Hólshrauni 1 Fjarðarmót ehf, Bæjarhrauni 8 Fjöl - Smíð ehf, Stapahrauni 5 Garðasteinn ehf, Hvammabraut 10 Hafnarfjarðarbær, Strandgötu 6 Hafnarfjarðarhöfn, Óseyrarbraut 4 Hagtak hf, Fjarðargötu 13-15 Hella ehf, málmsteypa, Kaplahrauni 5 Héðinn Schindler lyftur hf, Gjótuhrauni 4 Hlaðbær-Colas hf, malbikunarstöð, Gullhellu 1 Hnýtingar - www.frances.is, Kirkjuvegi 5 Hraunhamar ehf, Bæjarhrauni 10 HRM Legal ehf, Skútahrauni 2 Hvalur hf Hafnarfirði, Hyggir endurskoðunarstofa, Reykjavíkurvegi 66 Höfn öldrunarmiðstöð, Sólvangsvegi 1 Icetransport ehf, Selhellu 9 Ingvar og Kristján ehf, Trönuhrauni 7c Ísrör ehf, Hringhellu 12 Íssegl hf, Vörðubergi 24 J.B.G fiskverkun ehf, Grandatröð 10 J.K. Lagnir ehf, Skipalón 25

Kjartan Guðjónsson, tannlæknir, Bæjarhrauni 2 Kjötkompaní ehf, Dalshrauni 13 Kristjánssynir-byggingafélag ehf, Erluási 74 Krossborg ehf, Stekkjarhvammi 12 Kvikmyndahúsið ehf, Trönuhrauni 1 Lyng ehf, Strandgötu 39 Lögmannsstofa Loga Egilssonar ehf, Reykjavíkurvegi 60 Meta-Járnsmíði ehf, Dalshrauni 16 Mjöll-Frigg ehf, Norðurhellu 10 Myndform ehf, Trönuhrauni 1 Nes hf., skiptafélag, Fjarðargötu 13-15 Netorka hf, Bæjarhrauni 14 Rafal ehf, Hringhellu 9 Rafeining ehf, Flatahrauni 5b Rafgeymasalan, verkstæði, Dalshrauni 17 Rafrún ehf, Gjótuhrauni 8 Raftækjavinnustofa Sigurjóns Guðmundssonar ehf, Dalshrauni 18 Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, Skúlask. 32 Spírall og kassabúðin, Stakkahrauni 1 Stálorka ehf, Hvaleyrarbraut 37 Steinhella ehf, Steinhellu 8 Tannlæknastofa Sigurðar Arnar ehf, Flatahrauni 5A Te & Kaffi sf, Stapahrauni 4 Tæknistál ehf, Grandatröð 12 Umbúðamiðlun ehf, Pósthólf 470 Verkalýðsfélagið Hlíf, Reykjavíkurvegi 64 Verkvík - Samtak ehf, Rauðhellu 3 Verkþing ehf, Kaplahrauni 22 Vélsmiðja Konráðs Jónssonar sf, Helluhrauni 20 Vörumerking ehf, Bæjarhrauni 24 Þór, félag stjórnenda, Pósthólf 290 Þvottahúsið Faghreinsun, Reykjavíkurv. 68 Álftanes GP - arkitektar ehf, Litlubæjarvör 4 Reykjanesbær Ásberg fasteignasala ehf, Hafnargötu 27 B & B Guesthouse, Hringbraut 92 BG Málaraverktakar ehf, Háaleiti 17 Bílar og Hjól ehf, Njarðarbraut 11d Bílrúðuþjónustan ehf, Grófinni 15c BLUE Car Rental ehf, Fitjabakka 1e Brautarnesti ehf, Hringbraut 93b Cabo, blóm og gjafavara, Hafnargötu 23 Efnalaug Suðurnesja ehf, Iðavöllum 11b Eignarhaldsfélagið Áfangar, Hafnargata 90 Esca ehf, Grófinni 18c Fagræsting sf, Háaleiti Fitjar-flutningar ehf, Fitjabraut 1b Flugþjónustan Keflavíkurflugv ehf, Fálkavöllum 13 Fram Foods Ísland hf, Hafnarbakka 11 Grímsnes ehf, Steinás 18 Hár og rósir ehf, Tjarnarbraut 24 Ísfoss ehf, Hafnargötu 60 Íslenska félagið ehf, Iðavellir 7a Ísver ehf, Bolafæti 15 Ljósmyndastofan Nýmynd, Iðavöllum 7 MarinAid Ísland ehf, Stapabraut 3 b Málverk slf, Skólavegi 36 Raftré ehf, Pósthústræti 3 Reiknistofa fiskmarkaða hf, Iðavöllum 7 Reykjanesbær, Tjarnargötu 12 Reykjaneshöfn, Víkurbraut 11 Samkaup hf, Krossmóa 4 Skipting ehf, Grófinni 19 Snyrtistofan Dana, Hafnargötu 41 Starfsmannafélag Suðurnesja, Krossm. 4


Stroka ehf - málningarþjónusta s: 8931128, Norðurvöllum 6 Suðurflug ehf, Keflavíkurflugvelli Tannlæknast Einars Magnúss ehf, Skólavegi 10 Trésmíðaverkstæði Stefáns og Ara TSA, Brekkustíg 38 Útgerðarfélagið Jói Blakk, Háteigi 13 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóa 4 Verkfræðistofa Suðurnesja, Víkurbraut 13 Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Víkurfréttir ehf, Grundarvegi 23 Vísir, félag skipstjórnarmanna á Suðurnesjum, Hafnargötu 90

Byr AK-120, Ehf, Álmskógum 1, Álmskógum 1 Eyrarbyggð ehf, Eyri GT Tækni ehf, Grundartanga J.Á. sf, Ásabraut 19 Litla Búðin ehf, Kirkjubraut 2 Rafnes sf, Heiðargerði 7 Smurstöð Akraness sf, Smiðjuvöllum 2 Straumnes rafverktakar, Krókatúni 22-24 Veiðifélag Laxár í Leirársveit, Eyri Verslunin Bjarg ehf, Stillholti 14 Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf, Smiðjuvöllum 10 Viðskiptaþjónusta Akraness ehf, Kirkjubraut 28 Vignir G. Jónsson hf, Smiðjuvöllum 4

Grindavík Einhamar Seafood ehf, Verbraut 3a Farsæll ehf, Verbraut 3a Grindverk ehf, Baðsvöllum Margeir Jónsson ehf, Glæsivöllum 3 Marver ehf, Stafholti NORTHERN LIGHT INN, Bláalónsvegi Salthúsið veitingahús s: 426 9700, Stamphólsvegi 2 Sílfell ehf, Skipastíg 13 Stjörnufiskur ehf, Blómsturvöllum 10 TG raf ehf, Staðarsundi 7 Vísir hf, Hafnargötu 16 Þorbjörn hf, Hafnargötu 12

Borgarnes Bókhalds- og tölvuþjónustan sf, Böðvarsgötu 11 ENSKU HÚSIN GISTIHEIMILI, Litlu Brekku Ferðaþjónustan Húsafelli ehf, Húsafelli 3 Kvenfélag Stafholtstungna, Landnámssetur Íslands, Borgarnesi, Brákarbraut 13-15 Samtök sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi, Bjarnarbraut 8 Sæmundur Sigmundss, Brákarbraut 18-20 Tannlæknastofa Hilmis ehf, Berugötu 12 Ungmennafélag Stafholtstungna, Vélaverkstæði Kristjáns ehf, Brákarbraut 20

Sandgerði Fiskmarkaður Suðurnesja hf, Hafnargötu 8 Gróðrarstöðin Glitbrá ehf Sandgerði, Norðurtún 5 Vélsmiðja Sandgerðis ehf, Vitatorgi 5 Þensla ehf, Strandgata 26

Reykholt Borgarfirði Garðyrkjustöðin Varmalandi, Reykholtsdal

Garður GSE ehf, Skálareykjum Gunnar Hámundarson ehf, Urðarbraut 2 Sveitarfélagið Garður, Sunnubraut 4 Mosfellsbær Alefli ehf byggingaverktakar, Völuteigi 11 Byggingarverktaki Ari Oddsson, Háholt 14 Dalsbú ehf, Helgadal Fagverk verktakar sf, Spóahöfða 18 Guðmundur S Borgarsson, Reykjahvoli 16 Íslenskur textíliðnaður hf, Völuteigi 6 Múr og meira ehf, Brekkutangi 38 Nonni litli ehf, Þverholt 8 Pílus ehf, Þverholti 2 Rafþjónusta Ingólfs - Nanotækni ehf, Víðiteigi 24 Reykjabúið ehf, Reykjum Reykjalundur endurhæfingarmiðstöð SÍBS, Reykjalundi Rétt hjá Jóa ehf, Flugumýri 16d Rögn ehf rogn@rogn.is, Súluhöfða 29 Seljabrekka ehf, Seljabrekku Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, Hlégarði Stálsveipur ehf, Flugumýri 4 Vélsmiðjan Sveinn ehf, Flugumýri 6 Akranes Akraborg ehf, Kalmansvöllum 6 Bifreiðastöð Þórðar Þ Þórðarsonar, Dalbraut 6 Bílaverkstæði Hjalta ehf, Ægisbraut 28 Bílás ehf, Smiðjuvöllum 17 Bjarmar ehf vélaleiga, Hólmaflöt 2 Blikksmiðja Guðmundar, Akursbraut 11b

Stykkishólmur Bókhaldsstofan Stykkishólmi, Aðalgötu 20 Sæfell Sæmundarpakkhús, Stykkishólmi, Hafnargötu 9 Tindur ehf, Hjallatanga 10 Grundarfjörður Almenna umhverfisþjónustan ehf, Fellasneið 10 Hjálmar ehf, Fagurhóli 10 Hótel Framnes, Nesvegi 6 KB bílaverkstæði ehf, Sólvöllum 5 VK lagnir ehf, Hrannarstíg 8 Ólafsvík, Fiskmarkaður Íslands hf, Norðurtanga Ingibjörg ehf, Grundarbraut 22 Jón og Trausti sf, Hjarðartúni 10 Steinunn ehf, Bankastræti 3 Tannlæknastofa A.B, Heilsugæslust. Engihlíð 28 Útgerðarfélagið Dvergur, Grundarbraut 26 Útgerðarfélagið Guðmundur ehf, Brautarholti 18 Valfell ehf, Sandholti 32 Snæfellsbær Bárður SH 81 ehf, Staðarbakka Hellissandur, Hjallasandur ehf, Dyngjubúð 4 Hraðfrystihús Hellissands, Hafnarbakka 1 KG Fiskverkun ehf, Melnesi 1 Kristinn SH-112, Háarifi 53 Sjávariðjan Rifi hf, Hafnargötu 8 Þorsteinn SH 145, Búðardalur Dalabyggð, Miðbraut 11

Reykhólahreppur, Reykhólahreppur, Maríutröð 5a Ísafjörður AV pípulagnir ehf, Seljalandsvegi 10 Bílaverið ehf, Sindragötu 14 Bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1 Hamraborg ehf, Hafnarstræti 7 Lífeyrissjóður Vestfirðinga, Hafnarst. 9-13 Sjúkraþjálfun Vestfjarða ehf, Eyrargötu 2 Teiknistofan Eik ehf, Suðurgötu 12 Útgerðarfélagið Kjölur ehf, Urðarvegi 37 Þristur - Ormson, Sindragötu 8 Hnífsdalur Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf, Hnífsdalsbryggju Verkstjórafélag Vestfjarða, Heiðarbraut 7 Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti 12 Endurskoðun Vestfjarða ehf, Aðalstræti 19 Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar ehf, Árbæjarkanti 3 Jakob Valgeir ehf, Grundarstíg 5 Klúka ehf, Holtabrún 6 Magnús Már ehf, Hafnargötu 115A Sigurgeir G. Jóhannsson, Hafnargötu 17 Súðavík Súðavíkurhreppur, Grundarstræti 3 Suðureyri Bifreiðaverkst. Sigursteins, Selnesi 28-30 Siggi Odds ehf, Hlíðarvegi 10 Patreksfjörður Hafbáran ehf, Hjallar 13 Heilbrigðisst. Patreksfirði, Stekkum 1 Nanna ehf, vöruflutningar, v/Höfnina Flakkarinn ehf, Brjánslæk Hótel Flókalundur, Vatnsfirði Tjaldur BA 68/ Ingvi Bjarnason, Arnórsstöðum neðri Tálknafjörður Gistiheimilið Bjarmalandi ehf, Bugatúni 8 Níels A. Ársælsson, TV - verk ehf, Strandgötu 37 Þórberg hf, Strandgötu Bíldudalur, Hafkalk ehf, Lönguhlíð 38 Þingeyri, Bibbi Jóns ehf, Brekkugötu 31 Brautin sf, Vallargötu 8 Skjólskógar á Vestfjörðum, Aðalstræti 12 Tengill, rafverktaki, Sjávargötu 14 Hólmavík, Strandabyggð, Hafnarbraut 19 Thorp ehf, Borgarbraut 27 Hótel Laugahóll, Bjarnarfirði Drangsnes, Útgerðarfélagið Gummi ehf, Kvíabala 6 Hvammstangi, Brauð- og kökugerðin ehf, Hvammstangabraut 13a Hársnyrtistofa Sveinu Ragnarsdóttur, Höfðabraut 6 Börn með krabbamein - 31


Kvenfélagið Freyja, Steypustöðin Hvammstanga, Melavegi 2 Villi Valli ehf, Bakkatúni 2 Blönduós Hársnyrtistofan Gæjar og píur ehf, Húnabraut 6 Léttitækni ehf, Efstubraut 2 Ráðunautaþjónusta Húnaþings og Stranda, Húnabraut 13 Samstaða, skrifstofa verkalýðsfélaga, Þverholti 1 Smárabær ehf, Húnabraut 4 Húnavatnshreppur, Húnavöllum Skagaströnd, Hveravellir www.hveravellir.is, Oddagötu 22 Kvenfélagið Hekla, Skagabyggð Marska ehf, Höfða Sveitarfélagið Skagaströnd, Túnbraut 1-3 Vélaverkstæði Skagastrandar, Strandg. 30 Sauðárkrókur Bókhaldsþjónusta KOM ehf, Víðihlíð 10 Fisk - Seafood hf, Háeyri 1 Friðrik Jónsson ehf, Borgarröst 8 Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, Sauðárhæðum Hólalax hf, Hólum 1 Nýprent ehf, Borgarflöt 1 Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf, Borgarflöt 15 Ólafshús, Fellstúni 2 Sauðárkrókskirkja, Aðalgötu 1 Sjávarleður hf, Borgarmýri 5 Steinull hf, Skarðseyri 5 Stoð ehf, Aðalgötu 21 Tengill ehf, Hesteyri 2 Útgerðarfélagið Sæfari ehf, Hrauni Vinnuvélar Guðmundar og Skúla sf, Borgarröst 4 Varmahlíð Akrahreppur Skagafirði, Álftagerðisbræður ehf, Álftagerði Ferðaþjónustan Steinstöðum s: 453-8812, 845-8231, Lambeyri Skógræktarfélag Skagfirðinga, Marbæli Fljót Kvenfélagið Framtíðin, Þrastastöðum Sigrún Svansdóttir, Skeiðsfossvirkjun Siglufjörður Bás ehf, Ránargötu 14 Siglfirðingur hf, togaraútgerð, Hávegi 6 Siglósport, Aðalgötu 32b SR-Vélaverkstæði hf, Vetrarbraut 12 Akureyri Akureyrarhöfn, Óseyri 16 Amber hárstofa ehf, Hafnarstræti 92 B. Hreiðarsson ehf, Þrastarlundi Bifreiðaverkstæði Bjarnhéðins ehf, Fjölnisgötu 2a Bílvirkni ehf, Goðanesi 8-10 Blikkrás ehf, Óseyri 16 Búnaðarsamband Eyjafjarðar, Óseyri 2 Byggingarfélagið Hyrna ehf, Sjafnargata 3 Dýralæknaþjónusta Eyjafjarðar ehf, Perlugötu 11 Eining-Iðja, www.ein.is, Skipagötu 14 Elsa Jónsdóttir, Víðilundi 20 Endurhæfingastöðin, Glerárgötu 20 32 - Börn með krabbamein

Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ráðhústorgi 3 Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Skipagötu 14 Félagsbúið Hallgilsstöðum, Hallgilsstöðum Friðrik Páll Jónsson, háls, nef og eyrnalæknir, Tryggvabraut 22 Frúin í Hamborg, Hafnarstræti 90 Garðaverk ehf, Réttarhvammi Gróðrarstöðin Réttarhóll, www.rettarholl.is, Svalbarðseyri Grófargil ehf, Glerárgötu 36 Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur, Brekkug. 5 Haukur, Bessi og Ásta tannlæknar, Hársnyrtistofan Strúktúra ehf, Glerárgötu 7 Hnýfill ehf, Brekkugötu 36 HSÁ Teiknistofa ehf, Sunnuhlíð 12 Húsprýði sf, Múlasíðu 48 Höfði, þvottahús, Hafnarstræti 34 Höldur ehf - Bílaleiga Akureyrar, Tryggvabraut 12 Index tannsmíðaverkstæði ehf, Kaupangi við Mýrarveg Ísgát ehf, Laufásgötu 9 Íþróttafélagið Þór, Hamri v/Skarðshlíð L & S verktakar ehf, Fornagili 5 Ljósco ehf, Ásabyggð 7 Lostæti ehf, Naustatanga 1 Miðstöð ehf, Draupnisgötu 3g Netkerfi ehf, Steinahlíð 7c Pallaleigan ehf, Espilundi 14 Pípulagnaþjónusta Bjarna Fannberg Jónassonar ehf, Melateig 31 Rexín, Hafnarstræti 102 Samherji hf, Glerárgötu 30 Samvirkni ehf, Hafnarstræti 97 Sjómannafélag Eyjafjarðar, Skipagötu 14 Sjúkrahúsið á Akureyri, Eyrarlandsvegi Skóhúsið - Bónusskór, Brekkugötu 1a Slippurinn Akureyri ehf, Hjalteyrargötu 20 Stefán Þórðarson ehf, Teigi Tannlæknastofa Árna Páls Halldórssonar, Mýrarvegi Tannlæknastofa Ragnheiðar Hansdóttur, Kaupangur v/Mýrarveg Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis, Furuvöllum 13 Vélaleiga Halldórs G. Baldurssonar ehf, Freyjunesi 6 Ösp sf, trésmiðja, Furulundi 15f

Húsavík Alli og Helga ehf, Baughóli 56 Alverk ehf, Klömbur Bílaþjónustan ehf, Garðarsbraut 52 Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Garðarsbraut 9 Fatahreinsun Húsavíkur sf, Túngötu 1 Félagsheimilið Heiðarbær, Reykjahverfi Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf, Hrísateigi 5 Heiðarbær, veitingar sf, Reykjahverfi Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Auðbr. 4 Hvalaskoðun, Hafnarstétt 9, Gamli Baukur Rikka ehf, Sólbrekku 13 Skóbúð Húsavíkur, Garðarsbraut 13 Sorpsamlag Þingeyinga ehf, Víðimóar 2 Tannlæknastofa Stefán Haraldssonar, Auðbrekku 4 Tóninn ehf, Garðarsbraut 50 Val ehf, Höfða 5c Vermir sf, Stórhóli 9 Víkurraf ehf, Garðarsbraut 18a Víkursmíði ehf, Laugarholti 7d

Grenivík Darri ehf, Hafnargötu 1 Frosti ehf, Melgötu 2 Grýtubakkahreppur, Gamla skólahúsinu

Vopnafjörður, Mælifell ehf, Háholti 2 Vopnafjarðarhreppur, Hamrahlíð 15

Grímsey Sigurbjörn ehf, útgerð, Öldutúni 4 Sæbjörg ehf, Öldutúni 3 Dalvík Tréverk ehf, Dalvík, Grundargötu 8-10 Vélvirki ehf, verkstæði, Hafnarbraut 7 BHS, bíla- og vélaverkstæði, Fossbrún 2 Níels Jónsson ehf, Hauganesi Ólafsfjörður Árni Helgason ehf, Hlíðarvegi 54 Brimnes hótel ehf, Múlavegur 3 Sjómannafélag Ólafsfjarðar, Brekkugötu 9 Hrísey, Brekka, brekkanhrisey@brekkanhrisey.is,

Laugar Kvenfélag Reykdæla, Norðurpóll ehf, Laugabrekku Reykjadal Sparisjóður Suður- Þingeyinga, Kjarna Laugum Mývatn Eldá ehf www.elda.is, Helluhrauni 15 Hlíð ferðaþjónusta ehf Hraunbrú, Víðihlíð Kvenfélag Mývatnssveitar, Kópasker Röndin ehf, Röndinni 5 Vökvaþjónusta Eyþórs ehf, Bakkagötu 6 Rifós hf, Lónin kelduhverfi Raufarhöfn Kristján M Önundarson, Ásgarðsvegi 4 Önundur ehf, Aðalbraut 41a Þórshöfn Geir ehf, Sunnuvegi 3 Bakkafjörður Hraungerði ehf, Hraunstíg 1

Egilsstaðir, Austfjarðaflutningar ehf, Kelduskógum 19 Ágúst Bogason ehf, Dynskógar 15 Bókráð,bókhald og ráðgjöf, Miðvangi 2-4 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri Hitaveita Egilsstaða og Fella ehf, Einhleypingi 1 Klausturkaffi ehf, Skriðuklaustri Miðás hf (Brúnás innréttingar), Miðási 9 Sentrum ehf, Kaupvangi 3a Skrifstofuþjón Austurlands ehf, Fagradalsbraut 11 Verkfræðistofa Austurlands, Kaupvangi 5 Ylur hf, Miðási 43-45 Seyðisfjörður Austfar ehf, Fjarðargötu 8 Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44


Borgarfjörður eystri Fiskverkun Kalla Sveins ehf, Vörðubrún

Eskifjörður Fiskimið ehf, Strandgötu 39 Fjarðaþrif ehf, Strandgötu 46 R.H. gröfur ehf, Helgafelli 9 Rafkul ehf, Brekkubarði 3 Rafmagnsverkstæði Andrésar /www. hotelibudir.net, Fífubarði 10 Skógræktarfélag Eskifjarðar, Lambeyrarbraut 6 Slökkvitækjaþjónusta Austurlands ehf, Strandgötu 13a

Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps, Galtastöðum Kvenfélag Gnúpverja, Kvenfélag Hraungerðishrepps, Kökugerð H.P. ehf, Gagnheiði 15 Nesey ehf, Suðurbraut 7 Gnúpverjahreppi Pípulagnir Helga ehf, Grafhólum 6 Pylsuvagninn Selfossi, Besti bitinn í bænum Ræktunarsamband Flóa og Skeiða, Gagnheiði 35 Sigríður Sverrisdóttir, tannlæknastofa, Austurvegi 44 Sjúkraþjálfun Selfoss ehf, Austurvegi 9 Tannlæknastofa Halldórs Sigþórssonar, Austurvegi 44 Torfutækni ehf, Engjavegi 89 Veitingastaðurinn Menam, Eyrarvegi 8 Viðgerðir og þjónusta ehf, Gagnheiði 13

Neskaupstaður Rafgeisli Tómas R Zoëga ehf, Hafnarbraut 10 Síldarvinnslan hf, útgerð, Hafnarbraut 6

Hveragerði Dvalarheimilið Ás, Hverahlíð 20 Garðyrkjustöð Ingibjargar, Heiðmörk 38 Hamrar ehf, plastiðnaður, Austurmörk 11

Fáskrúðsfjörður Litli Tindur ehf, Skólavegi 105 Loðnuvinnslan hf, Skólavegi 59 Skúðrsverk ehf., Fáskrúðsfirði, Túngötu 1

Þorlákshöfn Fagus ehf, Unubakka 18-20 Frostfiskur ehf, Hafnarskeiði 6 Járnkarlinn ehf, Unubakka 25 Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Trésmiðja Heimis ehf, Unubakka 3b Þorláks- og Hjallakirkja, Reykjabraut 11

Reyðarfjörður Launafl ehf, Hrauni 3 Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20 Þvottabjörn ehf, Búðareyri 25

Breiðdalsvík Dýralæknirinn á Breiðdalsvík, Ásvegi 31 Höfn í Hornafirði, Búnaðarsamband A-Skaftafellssýslu, Litlubrú 2, Nýheimum Erpur ehf, Norðurbraut 9 Funi ehf, Ártúni Grábrók ehf, Kirkjubraut 53 Sigurður Ólafsson ehf, Hlíðartúni 21 Skinney - Þinganes hf, Krossey Skólaskrifstofa Hornafj., Hafnarbraut 27 Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Vatnajökull Travel, Bugðuleiru 2 Vélsmiðjan Foss ehf, Ófeigstanga 15 Þrastarhóll ehf, Kirkjubraut 10 Ögmund ehf, Skólabrú 4 Öræfi Ræktunarsamband Hofshrepps, Hofi Selfoss, ÁR flutningar s: 853-3305, Birkigrund 15 Árvirkinn ehf, Eyravegi 32 Bifreiðaverkstæðið Klettur ehf, Hrísmýri 3 Bisk-verk ehf, Bjarkarbraut 3, Reykholt Björgunarfélag Árborgar, Árvegi 1 Brekkuheiði - J.H. vinnuvélar ehf, Efri Brekku Búnaðarfélag Bláskógabyggðar, Dalbraut 1 Búnaðarsamband Suðurl., Austurvegi 1 Fjölbrautaskóli Suðurlands, Tryggvagötu 25 Flóahreppur, Þingborg Flúðasveppir, Hrunamannahreppi Fosstún ehf, Selfossi 3 Fossvélar ehf, Hellismýri 7 Guðmundur Tyrfingsson ehf, Fossnesi C Gufuhlíð ehf, Gufuhlíð Hitaveitufélag Gnúpverja ehf, Hæll 1 Hótel Hekla, Brjánsstöðum I.G. þrif ehf, Dverghólum 11 Jáverk ehf, Gagnheiði 28 Jeppasmiðjan ehf, Ljónsstöðum K.Þ Verktakar ehf, Hraunbraut 27

Kirkjubæjarklaustur, Búval - Kirkjubæjarklaustur, Iðjuvöllum 3 Hótel Laki, Efri-Vík, hotellaki@hotellaki.is, Efri-Vík Ungmennafélagið Ármann, Skaftárvellir 6 Vestmannaeyjar Alþrif ehf, Strembugötu 12 Áhaldaleigan ehf, Faxastíg 5 Bergur ehf, Pósthólf 236 Frár ehf, Hásteinsvegi 49 Hamarskóli, Heimaey ehf - fasteignasala, Vesturvegi 10 Ísfélag Vestmannaeyja hf, Strandvegi 28 J.R. verktakar efh, Skildingavegi 8b Kaffi María, Skólavegi 1 Karl Kristmanns, umboðs- og heildverslun, Ofanleitisvegi 15-19 Kubbzi ehf, Hólagötu 39 Langa ehf, Eiðisvegi 5 Miðstöðin ehf, Strandvegi 30 Net ehf, Friðarhöfn Ós ehf, Illugagötu 44 Skýlið, Friðarhöfn Suðurprófastsdæmi, Búhamri 11 Vestmannaeyjabær, Ráðhúsinu Viking tours, Vestmannaeyjum, Suðurg. 4 Vinnslustöðin hf, Hafnargötu 2 Volare ehf, Vesturvegi 10 Vöruval ehf, Vesturvegi 18

Eyrarbakki Eldhestar ehf, Völlum Allt byggingar ehf, Þykkvaflöt 1 Sólvellir heimili aldraðra, Eyrargötu 26 Stokkseyri Hásteinn ehf, Stjörnusteinum 12 Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni, Flúðir Fögrusteinar ehf, Birtingaholti 4 Hrunaprestakall, Hruna Kvenfélag Hrunamannahrepps, Varmalækur ehf, Laugalæk Hella Vörufell ehf, Rangárbökkum 2 Kjartan Magnússon, Hjallanesi 2 Kvenfélagið Sigurvon, Hvolsvöllur Gallery Pizza ehf, Hvolsvegi 29 Kirkjuhvoll, dvalar- og hjúkrunarheimili, v/ Dalbakka Krappi, byggingaverktakar, Ormsvöllum 5 Kvenfélagið Freyja, Gilsbakka 13 Byggðarsafnið í Skógum, Skógum Jón Guðmundsson, Berjanesi V-Landeyjum Kvenfélagið Hallgerður, Eystri Torfastöðum Vinna um víða veröld www.ninukot.is, Skeggjastöðum Vík B.V.T. ehf, Austurvegi 15 Hrafnatindur ehf, Smiðjuvegi 13 Kvenfélag Hvammshrepps, RafSuð ehf, Suðurvíkurvegi 6

Börn með krabbamein - 33


PANTONE 560C PANTONE 130C

C80 M0 Y63 K75

ÍSLENSKA SIA.IS SFG 42040 04.2008

C0 M30 Y100 K0

Lingás 11 - 220 Garðabæ - Sími: 571 0712

R34 G70 B53

R234 G185 B12


PANTONE PANTONE 718 C

ÞJÓNUSTA

SMIÐJUVEGI 2 ALLAR ALMENNAR BÍLAVIÐGERÐIR

Hlíðasmára 13, 201 Kóp - Sími 554 0400

Grænna land ehf


Pizza - Pasta Krydd fyrir krakka

Nýjir næringardrykkir frá Nutricia fyrir börn og fullorðna

Pizzakrydd fyrir krakka er frábært yfir pizzur og í pizzasósuna. Pizzakrydd fyrir krakka er líka eitt besta pastakyddið á markaðnum. Pizzakrydd innihleldur ekki pipar og salt, saltið og piprið eftir smekk. Krydd fyrir krakka er eitt allra besta season all krydd á markaðnum. Inniheldur lágnatríum salt. Gott á kjöt, fisk, samlokur með skinku og osti og svo einnig sem borðkrydd.

Fæst í apótekum

Icepharma · Lynghálsi 13 · 110 Reykjavík · Sími 540 8000

Okkar hlutverk er að dreifa

GOTT Í

BARNAAFMÆLIÐ Mikið úrval af skemmtilegum kökum í afmælið Bjóðum einnig upp á eggjalausar tertur

fjölpósti, blöðum, tímaritum, bréfum og vörum.

Tangled, Cars, Hello Kitty, Spiderman, Barbie, Svampur Sveinsson og margt fleira. Kynntu þér úrvalið á www.okkarbakari.is og á facebook.com/okkarbakarí

Heyrðu í okkur næst þegar þú þarft á öruggri og hagstæðri dreifingarþjónustu að halda. Póstdreifing - Suðurhraun 1 - 210 Garðabær - Sími 585 8300 - www.postdreifing.is

Okkar bakarí | Iðnbúð 2 | 210 Garðabær | Sími: 565 8070




Document1 21.11.2003 10:53 Page 1

Markmið lyfjafyrirtækisins GlaxoSmithKline er að gera fólki kleift að áorka meiru, líða betur og lifa lengur.

LÉTTFETI EHF SENDIBÍLL ENGIHJALLA 1 200 KÓPAVOGUR SÍMI : 897 4993

Jón Pétursson ehf

Bjarkargötu 4 101 Reykjavík sími: 821 9215


umslag.is

RG lagnir ehf

Furubyggð 6 270 Mosfellsbær Sími : 899 9772

Græna

prentsmiðjan

Sími 511 1234 • www.gudjono.is

S N Y R T I S T O F A N

Lágmúli 5 • 108 Reykjavík sími 533 5252 • www.umslag.is

ÞÓR ehf

vélaverkstæði

Pósthólf 133, 902 Vestmannaeyjar Sími 481-2111, fax 481-2918 Netfang: info@velathor.is Vefsíða: www.velathor.is


www.lyfja.is

- Lifið heil

Sjúkrakassi 8.990 kr.

Göngutaska

ÍSLENSKA SIA.IS LYF 50125 04/10

4.390 kr.

Fyrsta hjálp Við í Lyfju höfum sjúkrakassann fyrir þig. Láttu ekki smávægilegt slys varpa skugga á góða ferð. Hafðu fyrstu hjálp innan seilingar. Hjá okkur færðu vandaðan sjúkrakassa fyrir heimilið, vinnustaðinn, sumarbústaðinn, bílinn eða fjallgönguna. Kassinn er fyrir 1-10 manns. Í Lyfju eru í boði margar gerðir af vel útbúnum sjúkrakössum. Einnig léttar og vandaðar sjúkratöskur fyrir gönguferðina sem má festa við belti. Komdu við í Lyfju og njóttu þess að vera til.

Lágmúla - Laugavegi - Smáralind - Smáratorgi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Sauðárkróki Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík


Sparaðu fyrir þínum fyrstu íbúðarkaupum Með reglubundnum sparnaði þar sem lagðar eru fyrir að lágmarki 10 þúsund krónur á mánuði í tvö ár fá þeir sem taka íbúðalán hjá Arion banka: • 50% afslátt af lántökugjöldum • Frítt greiðslumat • Innflutningsgjöf, í formi gjafakorts Kynntu þér málið á www.arionbanki.is/ibudarsparnadur og reiknaðu dæmið út frá eigin forsendum.

arionbanki.is – 444 7000

Anna Guðný og Örn keyptu sína fyrstu íbúð eftir að hafa lokið háskólanámi í Danmörku. Þau tóku lán hjá Arion banka og nutu ráðgjafar frá starfsfólki bankans.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.