44 tbl 2016

Page 1

• fimmtudagurinn 10. nóvember 2016 • 44. tölublað • 37. árgangur

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

Geirmundur sýknaður Fyrstu gámarnir koma frá borði. Þeir eru ætlaðir afurðum kísilvers United Silicon.

Eimskip hefur reglulega flutninga um Helguvíkurhöfn ■■Lagarfoss, nýjasta skip Eimskipa, kom í sína fyrstu ferð til Helguvíkurhafnar seint á þriðjudagskvöld með vörugáma. Gámarnir eru fyrir afurðir úr kísilverksmiðju United Silicon. Þetta eru ákveðin tímamót hjá Helguvíkurhöfn því núna hefjast reglubundnar siglingar hjá Eimskip um höfnina. Við þetta tækifæri mættu þeir Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri um borð í Lagarfoss með tertu og færðu skipstjóranum, Magnúsi Harðarsyni. „Við vonumst til þess að þegar Eim­ skip verður farið að sigla hingað reglu­ lega að þá verði jafnframt aukning í öðrum flutningi á þeirra vegum, hvort sem það er innflutningur eða útflutn­ ingur og við munum hafa aðstöðu til að taka á móti því þegar við verðum komin lengra í þessu uppbyggingar­ ferli,“ segir Halldór Karl Hermanns­ son, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, í samtali við Víkurfréttir. Að nýta Helguvíkurhöfn sem inn- og útflutningshöfn fyrir Suðurnes í stað Reykjavíkur mun minnka mikið álag til að mynda á Reykjanesbraut. Hall­ dór Karl segir að með því að Eimskip setji Helguvíkurhöfn inn í leiðakerfi sitt sé jafnframt verið að efla Helgu­ víkurhöfn eins og hægt er. Eimskip er með samning við United Silicon um allan útflutning frá verk­ smiðjunni í Helguvík, ásamt allri af­ fermingu innflutnings. Til að takast á við það verkefni verður nýr 100 tonna krani staðsettur í Helguvík frá því snemma á næsta ári. Núverðandi viðlegukantur í Helguvík er 150 metra langur en verður orðinn 310 metrar þegar lengingu hans er lokið. Útskipunarkanturinn í suður­ endanum verður 135 metrar til að byrja með en verður með möguleika á tvöföldun í framtíðinni.

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ og Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri Reykjaneshafnar framan við Lagarfoss í Helguvíkurhöfn á þriðjudagskvöld.

FÍTON / SÍA

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

einföld reiknivél á ebox.is

Bó er mættur í Hljómahöll! ■■Sýningin ‘Þó líði ár og öld’ um Björgvin Halldórsson verður opnuð á laugardag í Hljómahöllinni. VF leit við í vikunni þegar uppsetning stóð sem hæst. Skemmtilegt spjall við Björgvin verður í sjónvarpsþætti vikunnar en kappinn er hér á mynd með þeim Inga Þór Ingibergssyni og Tómasi Young, Hljómahallarköppum. VF-mynd/pket.

Rekstur Reykjanesbæjar á réttri leið ●●Nýr leikskóli og 1. áfangi grunnskóla byggðir 2017 og 2018 ●●Hærra útsvar áfram út næsta ár Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árin 2017 til 2022, var lögð fram þriðjudaginn 1. nóvember 2016 og fór til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi. Reykjanesbær leggur að þessu sinni fram fjárhagsáætlun til 6 ára, 2017 til 2022. Í fjárhagsáætluninni kemur fram að í bæjarsjóði (A-hluta) batnar framlegð rekstrar verulega frá árinu 2015 sem og frá útkomuspá 2016 og verður um 1.511 milljónir króna. Í Sókninni sem var kynnt fyrir tveimur árum er gert

ráð fyrir að framlegð úr rekstri bæjar­ ins þyrfti að aukast um 900 milljónir króna. Rekstrarniðurstaða eftir af­ skriftir í bæjarsjóði er jákvæð og er um 1.117 milljónir króna. Vegna skuldastöðu bæjarfélagsins eru fjármagnsgjöldin há meðal annars að teknu tilliti til áætlaðrar verðbólgu samanber Þjóðhagsspá og eru fjár­ magnsgjöldin áætluð 1.516 milljónir króna í bæjarsjóði. Gert er ráð fyrir að fjármagn vegna nýframkvæmda verði 300 milljónir króna. Einnig er gert ráð

fyrir að á árinu 2017 verði byggður nýr leikskóli og á árinu 2018 verði byggður 1. áfangi af nýjum grunnskóla. Gert er ráð fyrir 1,6% íbúafjölgun árlega frá árinu 2017. Útsvar verður 15,05% á árinu 2017 en mun svo lækka aftur í 14,52% frá 1. janúar 2018. Hvað varðar skuldir og skuldbind­ ingar Reykjanesbæjar og dótturfyrir­ tækja (Reykjaneshöfn og Fasteignir Reykjanesbæjar) þá er í þessari fjár­ hagsáætlun gert ráð fyrir endurfjár­ mögnun lána og leiguskuldbindinga.

■■Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness en dómur var kveðinn upp síðasta föstudag. Geirmundur var ákærður fyrir umboðssvik í tveimur liðum og ákæruvaldið krafðist þess að hann yrði dæmdur til að sæta óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu, ekki skemur en til fjögurra ára. Geir­mund­ur lýs­ir yfir mik­illi ánægju með niður­s töðu Héraðs­ dóms Reykja­n ess, og tel­ur niður­stöðuna að öllu leyti í sam­r æmi við gögn og staðreynd­ ir máls­ins. Þetta sagði Grím­u r Sig­u rðsson, verj­andi Geir­mund­ar, í skrif­legu svari til mbl.is. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort ákæru­ valdið muni áfrýja dómn­um. Grím­ur seg­ir enn frem­ur að dóm­ur­inn slái því föstu að Geir­mund­ur hafi aldrei haft ásetn­ing til að fara gegn hags­mun­ um spari­sjóðsins held­ur hafi all­ar ákv­ arðanir hans verið tekn­ar með hags­ muni spari­sjóðsins að leiðarljósi. Geir­ mundur var ákærður í tveimur liðum en var eins og fyrr segir sýknaður að öllu leyti. „Í fyrri ákæru­liðnum, tengd­um lán­veit­ ingu til Duggs, er staðfest að ráðstöf­ un­in fól ein­göngu í sér efnd­ir á skuld­ bind­ing­um sem spari­sjóður­inn hafði áður stofnað til. Spari­sjóðsstjór­inn get­ ur því ekki hafa framið lög­brot með því að efna þær skuld­bind­ing­ar. Í síðari ákæru­liðnum, tengd­um framsali stofn­ fjár­bréfa til Foss­vogs­hyls, er staðfest að spari­sjóður­inn hafði ávallt fullt for­ ræði yfir fé­lag­inu Foss­vogs­hyl og eign­ um þess. Þar af leiðandi fólst hvorki auðgun­ar­ásetn­ing­ur né fjár­tjóns­hætta fyr­ir spari­sjóðinn í ráðstöf­un­inni,“ seg­ir Grím­ur í viðtali við mbl.is. „Geir­mund­ur ól all­an sinn starfs­ald­ur hjá spari­sjóðnum og þar af í rúm 20 ár sem spari­sjóðsstjóri. All­an sinn starfs­ fer­il hafði hann hags­muni spari­sjóðsins að leiðarljósi í öllu sem hann tók sér fyr­ ir hend­ur. Síðustu ár, á meðan þetta mál hef­ur verið til rann­sókn­ar og sak­sókn­ ar, hafa verið Geir­mundi og fjöl­skyldu gríðarlega þung­bær. Er það von hans að þessu máli sé nú lokið,“ seg­ir Grím­ur.

Bæjarstjóri Grindavíkur lætur af störfum Bæjarstjórn Grindavíkur samþykkti á þriðjudag starfslokasamning við Ró­ bert Ragnarsson sem gegnt hefur starfi bæjarstjóra Grindavíkur undanfarin sex ár. Samningurinn var samþykktur með fjórum at­ kvæðum meirihluta G og D lista en fulltrúar minnihluta B og S lista sátu hjá við afgreiðsluna. Róbert flutti í haust frá Grindavík til höfuðborgarsvæðisins, þar sem fjöl­ skylda hans býr, og olli sú ákvörðun nokkrum titringi og kom uppsögnin í kjölfar hennar. Fyrir rúmlega ári var fjallað um það í fjölmiðlum að hann hefði auglýst herbergi á heimili sínu til

leigu til ferðamanna í gegnum Airbnb. Þá bjó hann í leiguhúsnæði á vegum Grindavíkurbæjar og hafði ekki fengið heimild hjá bæjarfélaginu til að leigja íbúðina út. Hann baðst stuttu síðar af­ sökunar á málinu og hætti að leigja út. Fleiri mál komu upp sem samstarfs­ menn hans í meirihlutanum var ósáttir með. Róbert mun sinna starfi bæjar­ stjóra til 31. janúar næstkomandi og verður auglýst eftir bæjarstjóra á næst­ unni. Í yfirlýsingu fulltrúa minnihlutans segir að góður árangur hafi náðst við endurskipulagningu á stjórnskipulagi og rekstri bæjarins og að Róbert hafi gegnt mikilvægu hlutverki í þeirri vinnu og því leitt að sjá hann hverfa frá störfum.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

ÞEKKIR ÞÚ ÞÆR? STYÐJUM STELPURNAR OKKAR. BYGGJUM SAMAN UPP ÖFLUGT KVENNALIÐ Í KEFLAVÍK.

GREIÐUM HEIMSENDAN GÍRÓSEÐIL.

Knattspyrnudeild Keflavíkur


2

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

Sameinað leigufélag með 2 þús. íbúðir á Ásbrú ●●Leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú sameinast Heimavöllum leigufélagi

Leigufélagið Ásabyggð á Ásbrú sameinast Heimavöllum leigufélagi og mun sameinað félag undir merkjum Heimavalla hafa um tvö þúsund íbúðir í rekstri og stefnir félagið að skráningu á hlutabréfamarkað í lok næsta árs. Hið nýja sameinaða félag verður stærsta leigufélag landsins á almennum markaði. Ásabyggð á 716 leiguíbúðir á Ásbrú. Íbúðirnar hafa verið leigðar námsmönnum hjá Keili auk þess að vera leigðar á almennum markaði. Rekstur Ásabyggðar hófst fyrir liðlega 10 árum í tengslum við þróun og mótun framtíðarbyggðar gamla varnarliðssvæðisins undir forystu fasteignaþróunarfélagsins Klasa. Uppbyggingin á svæðinu hefur gengið vel og hefur nálægðin við flugvöllinn í Keflavík, sem er einn allra stærsti vinnustaður landsins, skapað mörg atvinnutækifæri fyrir íbúa svæðisins, segir í tilkynningu frá nýja félaginu. Heimavellir leigufélag var stofnað árið 2014 með samruna þriggja starfandi leigufélaga. Markmiðið var að byggja upp öflugt leigufélag að norrænni fyrirmynd sem gæti boðið einstaklingum og fjölskyldum upp á örugga langtímaleigu. Uppbygging félagsins hefur fyrst og fremst falist í sameiningum og yfirtökum starfandi leigufélaga. Í dag eiga og reka Heimavellir ríflega 960 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu og í völdum þéttbýliskjörnum úti á landi. Þá hefur félagið gengið frá kaupum á um 300 nýjum leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu sem fara í útleigu á næstu mánuðum eins og tilkynnt var nýlega.

Frá borun holunnar á Reykjanesi.

Magnús Magnússon stjórnarformaður Heimavalla leigufélags slhf. segir: „Þetta er sérlega ánægjuleg niðurstaða fyrir hluthafa beggja fyrirtækja. Með þessu erum við að tryggja að félagið njóti stóraukinnar stærðarhagkvæmni á sama tíma og það verður betur í stakk búið til að veita leigjendum góða og sanngjarna þjónustu. Með sameiningunni erum við jafnframt að tryggja að félagið sé komið í þá stærð að það henti vel til skráningar á aðalmarkaði Kauphallarinnar. Sameinað félag mun eftir sem áður leggja áherslu á að veita leigjendum sínum góða og sanngjarna þjónustu. Heimavellir munu halda áfram þeim verkefnum sem þegar eru í farvatninu á Ásbrú.“ Ingvi Jónasson framkvæmdastjóri Klasa ehf. segir: „Það er ánægjulegt að sjá þetta stóra fasteignaþróunarverkefni okkar komið í þennan farveg. Það hefur verið mikið lagt í þetta þróunarverkefni síðastliðinn áratug sem fólst í því að byggja upp gott og öflugt samfélag á Ásbrú. Rekstur fasteigna á Ásbrú hefur gengið vel og er nú langur biðlisti eftir leigu hjá Ásabyggð. Ég er sannfærður um að Heimavellir munu halda áfram á þeirri braut sem verið hefur enda félagið metnaðarfullt og

hefur sýnt að það tekur vel á þeim verkefnum sem það kemur að.“

Sameinað félag

Að baki Heimavöllum stendur breiður hópur 59 hluthafa sem telur meðal annars fjárfestingarfélög, lífeyrissjóði, tryggingafélög og einstaklinga. Við sameiningu félaganna er fyrirhugað að viðhalda núverandi samstarfi á Ásbrúarsvæðinu varðandi útleigu og þjónustu við viðskiptavini. Með tíð og tíma verða samstarfssamningar endurskoðaðir í ljósi þeirra breytinga sem verða á félaginu við sameiningu þess. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka er ráðgjafi eigenda Ásabyggðar í fyrirhuguðum samruna. Eftir viðskiptin bætast félögin Klasi fjárfesting hf., M75 ehf., Stotalækur ehf., Gani ehf. og Snæból ehf. í hluthafahóp Heimavalla. Samanlögð heildarvelta Ásabyggðar og Heimavalla á fyrri helmingi þessa árs var um 960 milljónir króna. Sameinað félag mun eiga og reka yfir tvö þúsund leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. Starfsmenn sameinaðs félags verða 16 talsins í 14,5 stöðugildum.

Dýpsta borhola á Íslandi orðin rúmir 3600 metrar ●●Mikilvægum áfanga náð í íslenska djúpborunarverkefninu IDDP Borholan RN-15/IDDP-2 á Reykjanesi er nú orðin rúmlega 3.600 m djúp og þar með fyrir nokkru orðin dýpsta borhola á Íslandi. Holan er staðsett á vinnslusvæði Reykjanesvirkjunar og er stefnuboruð. Frá þessu er greint á vef HS Orku. Holan var fóðruð með stálröri 24 cm í þvermál. Frá yfirborði nær fóðringin niður á 2.940 m dýpi og var hún steypt föst í einni aðgerð. Eftir steypingu fóðringarinnar var borun haldið áfram með 8 ½ tommu (um 22 cm) borkrónu. Við borun tapaðist skolvökvi út í bergið, en við því hafði verið búist og er það almennt jákvætt merki við borun um gæði jarðhitasvæða. Þar sem um rannsóknarholu er að ræða og áform um að bora mun dýpra, var að nokkru leyti steypt í þessa leka. Gerðar voru tvær tilraunir til að ná borkjörnum úr holunni. Við dýpkun holunar frá fóðringarenda hefur að mestu verið borað blint (þ.e.

að skolvökvi berst ekki til yfirborðs) og hefur það gengið vel og áfallalaust. Þegar dýpt holunnar (lóðrétt frá yfirborði reiknað) náði 3.500 m varð holan formlega IDDP-2 djúpborunarhola. Framhald verksins verður með þeim hætti að gerðar verða umfangsmiklar jarðeðlisfræðimælingar í holunni og þess verður freistað að ná borkjörnum úr djúpberginu. Sett markmið er að bora niður á allt að 5.000 m dýpi þar sem búast má við hitastigi sem nemur 400 til 500 °C. IDDP djúpb or unar verkef nið á Reykjanesi, sem er leitt af HS Orku, er umfangsmikið alþjóðlegt samvinnuverkefni. Að verkefninu standa HS Orka, Statoil í Noregi, Landsvirkjun, Orka Náttúrunnar, Orkustofnun, innlendir og erlendir háskólar og rannsóknarstofnanir. Íslenska djúpborunarverkefnið var stofnað árið 2000 og voru stofnendur þess HS Orka, Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur og Orkustofnun.

Landsbankinn auglýsir eftir útibússtjóra ■■Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Keflavík hefur sagt starfi sínu lausu og er á leið á aðrar slóðir. Landsbankinn auglýsir í Víkurfréttum í dag eftir nýjum útibússtjóra. Einar var 1. nóvember síðastliðinn búinn að vera útibússtjóri frá árinu 2010 en hann tók þá við sem sparisjóðsstjóri Spkef sparisjóðs sem síðar datt inn í Landsbankann í mars 2011. Var Einar þá ráðinn sem útibússtjóri Landsbankans og hefur því verið í útibússtjórastól Spkef sparisjóðs og Landsbanka í sex ár. t

OFURTILBOÐ

Gunnar Egill Sigurðsson frá Samkaupum og Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði við opnun Kjörbúðarinnar.

Kjörbúðinni fagnað í Sandgerði 49” 55” ULTRA HD SNJALLSJÓNVÖRP Á ÓTRÚLEGU VERÐI Ultra HD 4k 3840 x 2160 upplausn. Pixel Precise Ultra HD myndvinnsla. Micro Dimming Pro baklýsing. 1800 Hz PPI. HDR Plus. Ambilight 3 bakljós. 20 W RMS DTS Premium Sound hljóðkerfi. Android 5.1 (Lollipop). Innbyggður gervihnattamóttakari.

2 GamePad stýripinnar að verðmæti 9.990 fylgja með.

VAXTALAUSAR RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 12 MÁNAÐA

49”

Philips 49PUS6561

TILBOÐ

55”

Philips 55PUS6561

TILBOÐ

134.995

169.995

VERÐ ÁÐUR 199.995

VERÐ ÁÐUR 239.995

Fyrsta Kjörbúð Samkaupa opnaði í Sandgerði síðasta föstudag og óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið vonum framar og mættu fjölmargir viðskiptavinir við opnun hennar. Kjörbúðin er nýtt nafn á verslunum Samkaupa-Úrvals og Samkaupa Strax víða á landinu. Ráðist var í þessa nýju keðju verslana í kjölfar umfangsmikilla viðhorfskannana meðal fjögur þúsund viðskiptavina Samkaupa um allt land. Nýja keðjan er hönnuð út frá þörfum og óskum þeirra. Kjörbúðinni er ætlað að þjón­usta bæjarbúa með því að bjóða gott úrval, lágt verð og ferskar vörur úr nærumhverfinu á hverjum stað. Með því vill Samkaup gera viðskiptavinum sínum um allt land kleift að versla daglega allar helstu nauðsynja-

vörur á samkeppnishæfu verði, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðis, hélt stutta ræðu áður á opnunardegi Kjörbúðarinnar síðasta föstudag en viðskiptavinir tóku til við að versla og nýttu sér glæsileg opnunartilboð. Að sögn Gunnars Egils Sigurðssonar hjá Samkaupum var margföld sala í búðinni miðað við hefðbundinn föstudag. Meðal annars seldist hálft tonn af lambalærum en einnig gríðarmikið magn af tilboðsvörum dagsins. Á föstudaginn verður Kjörbúðin opnuð í Garðinum en þar hefur Samkaup rekið verslun um áratugaskeið. Stefnt er að því að breytingum á verslununum verði lokið fyrir árslok 2017.

ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ Sími 414 1740

Sandgerðingar tóku vel á móti nýju Kjörbúðinni.


VERIÐ VELKOMIN Á OPNUN SÝNINGARINNAR

SÝNING UM BJÖRGVIN HALLDÓRSSON LAUGARDAGINN 12. NÓVEMBER KL. 15.00 ALLIR VELKOMNIR!

FRÍ

TT

INN !

HJALLAVEGUR 2 REYKJANESBÆR WWW.ROKKSAFN.IS


markhönnun ehf

Gerum það girnilegt … -48% keA léttreyktur lAmbAhryggur Áður: 2.698 kr/kG KR KG

2.077

siginn þorskur frosinn Áður: 2.198 kr/kG KR KG

1.758

önd heil 2,1 kg frosin Áður: 1.904 kr/kG KR KG

Gott og framandi

-23% myllu rúgbrAuðskubbur 600 g Áður: 276 kr/STk KR STK

-20%

-20%

kengúru fille frosið Áður: 3.998 kr/kG KR KG

-28%

199

990

3.198

nýtt í

-25% Pasta ferskt á 25% afslætti

14

tegundir

dAloon meAtfree 2 gerðir - frosið Áður: 499 kr/pk KR pK

399

Coop blómkál & brokkolí - frosið Áður: 389 kr/pk KR pK

289

ódýrt pipArkökur - 300 g KR pK

269 CAdbury fingers mJólk súkkulAði 114 g Áður: 198 kr/pk KR pK

149

kinder bueno 3 pk 129 g Áður: 399 kr/pk KR pK

299

nestle kit kAt 4pk 4x41. 5 gr Áður: 299 kr/pk KR pK

199

AnnA’s pipArkökur - 375 g KR pK

498

AnnAs pipArkökuhús 300 g KR pK

599

Tilboðin gilda 10. – 13. nóvember 2016 Tilboðin gilda meðan birgðir endast · Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl · Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-15% lAmbAbógur kylfA 2 stk. frosinn Áður: 998 kr/kG KR KG

-30%

848

súpukJöt frosið Áður: 998 kr/kG KR KG

699

Sparaðu um helgina!

gæsAbringur frosnAr Áður: 3.498 kr/kG KR KG

2.798

nAutAlundir erlendAr frosnAr Áður: 3.998 kr/kG KR KG

-20%

3.398

-36%

Gott með kaffinu

-36% flóridAnA engifer 1 l Áður: 399 kr/STk KR STK

339

bAke off gulrótArbrAuð Áður: 598 kr/STk KR STK

395

bAke off mAple peCAn midi 77 g Áður: 199 kr/STk KR STK

Epli á tilboði

EpLADAGAR

rAuð 321 kr/kg / 459 kr/kG græn 181 kr/kg / 259 kr/kG gul 181 kr/kg / 259 kr/kG JónAgold kg. 132 kr/kg / 189 kr/kG pink-lAdy kg. 349 kr/kg / 498 kr/kG mACintosh pokAepli 1,36 kg 349 kr/pk / 498 kr/kG breburn epli 750 g 279 kr/pk / 398 kr/kG honey CrunCh 4stk í pk 419 kr/pk / 598 kr/pk

79

-30%

Jóladagatölin komin

súkkulAði dAgAtöl Verð frÁ:

199-598 KRSTK

Leikfangadagatöl í úrvali

www.netto.is Mjódd · Salavegur · Búðakór · Grandi · Hrísalundur · Glerártorg · Húsavík · Höfn · Iðavellir · Grindavík · krossmói · Borgarnes · egilsstaðir · Selfoss


6

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

RITSTJÓRNARPISTILL Páll Ketilsson

SKREF Í RÉTTA ÁTT Það er ánægjulegt að heyra af jákvæðum fréttum af rekstri Reykjanesbæjar. Peningamálin eru á réttri leið en ljóst að betur má ef duga skal. Gert er ráð fyrir verulegri framlegð á næsta ári en hún fer samt öll í skuldahýt. Fjármagnsgjöldin eru hærri en framlegð ársins. Þetta er erfitt mál sem forráðamenn bæjarins eru með á borðinu, þeir hafa gert nánast allt til að laga reksturinn án þess að það komi niður á nauðsynlegri þjónustu við bæjarbúa, en það dugar ekki. Því er það mikið atriði að samkomulag um lækkun skulda náist við kröfuhafa bæjarins því ekki er hægt að keyra áfram á ofurháum gjöldum en gert er ráð fyrir því að fara niður í þá útvarsprósentu sem var áður, 14,52% á árinu 2018. Vonandi tekst forráðamönnum bæjarins að ná samningum um lækkun skulda svo það verði hægt að reka sveitarfélagið á eðlilegan hátt og halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu innviða. Um leið og hér er talað um erfiða skuldastöðu, og það ekki í fyrsta sinn, berast góðar fréttir úr Helguvík en hluti skuldavanda Reykjanesbæjar kemur einmitt þaðan. Uppbyggingin þar hefur kostað hönd og fót. Eimskipafélagið mun nota Helguvíkurhöfn til að þjónusta kísilver United en það skapar félaginu einnig möguleika á annarri uppskipun á vörum og nýta þannig Helguvíkurhöfn sem inn- og útflutningshöfn fyrir Suðurnesin í stað Reykjavíkur. Mun það minnka álagið á Reykjanesbraut sem er jákvætt. Þá er verið að skoða og vinna í komum erlendra skemmtiferða- og farþegaskipa til Helguvíkur. Hafnarstjóri Helguvíkurhafnar segir möguleikana marga, enda flóra skemmtiferðaskipa fjölbreytt. Þau geti verið að flytja allt frá 50 og upp í 6000 manns. „Við höfum eitt hér sem ekki margir hafa en það er alþjóðaflugvöllur í 5 mínútna fjarlægð frá höfn. Það gerir það að verkum að það er hægt að samtvinna ævintýraferðir með farþegaskipum við hinar ýmsu höfuðborgir Evrópu, þar sem farþegar geta flogið hingað til að fara um borð í skipið og svo aftur heim. Skipið gæti því að hluta haft heimahöfn hérna á meðan þessum ferðum stendur,“ segir Halldór Karl við VF. Verði af byggingu annars kísilvers í Helguvík má búast við enn meiri traffík stórskipa. Þetta mun allt auka tekjur skuldsettrar Helguvíkurhafnar. Ekki veitir af. Frá Helguvík til Grindavíkur. Það er ánægjulegt að sjá hvernig Grindavíkurbær hefur haft jólagjafamál bæjarins en það er í formi gjafabréfs sem virkar sem greiðsla upp í kaup á vöru eða þjónustu í bæjarfélaginu. Í því felst góð hvatning til að versla heima. Í bæjarfélaginu klóra hins vegar margir sér í hausnum yfir brotthvarfi bæjarstjórans.

Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson ●●opnuð í Hljómahöllinni á laugardaginn Opnun sýningarinnar Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson fer fram klukkan 15:00 þann 12. nóvember á Rokksafni Íslands í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á sýningunni Þó líði ár og öld um Björgvin Halldórsson, sem áætlað er að muni standa yfir í að minnsta kosti eitt og hálft ár, er farið um víðan völl og fjallað er ítarlega um hinar ýmsu hliðar Björgvins. Eins og flestum er kunnugt hefur Björgvin verið einn ástsælasti og vinsælasti söngvari landsins um árabil og sungið með hljómsveitum eins og Bendix, Flowers, Ævintýri, Hljómum, Brimkló, Change, HLH flokknum, Ðe lónlí blú bojs og mörgum fleiri. Björgvin hefur líka sinnt ýmsum störfum tengdum tónlist og fjölmiðlum í gegnum tíðina og má til dæmis nefna að hann starfaði sem markaðsfulltrúi á Íslensku auglýsingastofunni um tíma, var útvarpsstjóri Stjörnunnar og Bylgjunnar, framleiðandi og sjónvarpsstjóri Bíórásarinnar sem og verið rödd Stöðvar 2 um árabil. Einnig hefur Björgvin verið útgefandi, upptökustjóri, sinnt stjórnunarstörfum hjá hinum ýmsu fagfélögum tónlistarmanna og verið markaðsstjóri á veitingahúsinu Broadway. Fjallað er um margar hliðar Björgvins á sýningunni og þeim gerð skil með hjálp tækninnar. Á sýningunni segir Björgvin sögur af ferli sínum og aðrir segja sögur af honum. Björgvin er mikill safnari og á sýningunni má finna fjölmarga muni sem hann hefur haldið til haga frá ferli sínum og samstarfsmanna í gegnum tíðina. Þar á meðal er hluti gítarsafns hans

á sýningunni, plaköt allt frá fyrstu tónleikum til dagsins í dag, gullplötur, textablöð, glymskratti, ógrynni ljósmynda og myndbanda og þannig mætti lengi telja. Undirbúningur sýningarinnar hefur staðið yfir í tæplega ár og er óhætt að sýningin sé öll hin glæsilegasta! Þetta er sýning sem enginn tónlistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Sýningarstjóri og hönnuður er Björn Georg Björnsson. Rokksafn Íslands opnaði þann 5. apríl 2014 í Hljómahöll í Reykjanesbæ en þá opnaði grunnsýning safnins sem fjallar um íslenska dægurlagatónlist allt frá árinu 1835 til dagsins í dag. Á sýningunni fræðast gestir um popp- og rokksögu Íslendinga með hjálp nútímatækni en á henni er að finna fjölmarga muni úr dægurlagasögunni. Þá geta gestir skellt sér í bíó á hinar ýmsu heimildamyndir um íslenska tónlist, prófað hljóðfæri eins og rafmagnsgítar og rafmagnstrommusett, spreytt sig í karókí-klefa, sett sig í sæti hljóðmanns með því að prófa að hljóðblanda lög og þannig mætti lengi telja. Frá því að Rokksafn Íslands opnaði hafa yfir 30 þúsund gestir heimsótt safnið. Í mars mánuði árið 2015 opnaði safnið sína fyrstu sérsýningu um tiltekinn listamann en sú sýning fjallar um Pál Óskar Hjálmtýsson og ber heitið Einkasafn poppstjörnu. Sýningin naut mikilla vinsælda á meðal Íslendinga og hefur sýningin nú verið flutt á 2. hæð safnsins og kemur því til með að standa áfram í einhvern tíma.

SNJÖLL ÖPP GUÐMUNDAR:

„Sniðugt fyrir skipulagsperra“ Gunnlaug Guðmundsdóttir, eða Gulla eins og flestir þekkja hana, er 26 ára Garðbúi en er búsett í Reykjanesbæ. Hún starfar hjá

Isavia á Keflavíkurflugvelli en þess á milli má finna hana í Sporthúsinu í Reykjanesbæ. Gulla hefur mjög mikinn áhuga á heilsu almennt en henni finnst líka gaman að ferðast, vera í kringum skemmtilegt fólk og eyða tíma með fjölskyldunni. Gulla segir okkur hér frá fimm sniðugum öppum sem hún notar í daglegu lífi.

Spotify

Flest allir ættu að kannst við þetta. Þarna ertu með flest alla tónlist. Fyrir mig er þetta algjör snilld þar sem ég er ekki týpan sem nenni að setja tónlist inn á símann minn og útbúa sér playlista fyrir hitt og þetta. Þarna geturðu til dæmis valið hvernig tónlist þú vilt hlusta á bara eftir því hvernig þér líður eða hvað þú ert að gera. Þarft ekkert að útbúa lista, bara ýta á „play“! Svo er hægt að sjá „playlista“ frá öðrum og hlusta á þá og líka útbúa slíkan sjálf/ur. Nota þetta á hverjum degi.

Strimillinn

Þessu appi kynntist ég fyrir ekki svo löngu og þyrfti reyndar að vera duglegri við að nota. En þetta er sniðugt fyrir skipulagsperra og þá sem vilja halda vel um bókhaldið sitt. Þarna þarftu bara að skanna inn kvittunina úr búðarferðinni þinni og appið heldur utan um innkaupin þín. Hægt er að sjá hvort einhver tiltekin vara hefur hækkað eða lækkað. Svo er líka hægt að leita að einhverju sérstöku og sjá þá hvar það er til og hvað það kostar! Finnst þetta alveg brilliant og eitthvað sem allir geta notað.

MyFitnesspal

Þetta er örugglega appið sem ég nota hvað mest. Þar sem ég hef mikinn áhuga á mataræði og hreyfingu, þá er þetta algjör snilld fyrir mig. Þarna get ég skráð allt sem ég borða og haft góða yfirsýn yfir næringuna

mína yfir daginn. Í þessu appi er að finna allan mat, hvort sem hann er keyptur á Íslandi eða ekki og ef hann er ekki í appinu þá skráir maður hann inn sjálfur! Svo er mesta snilldin við þetta að þú þarft ekki endilega að leita að jógúrtinu eða drykknum sem þú vilt setja inn heldur skannar þú bara strikamerkið! Auðvelt og þægilegt.

HIITTimer

Enn eitt heilsuappið já, en eru ekki allir að koma sér í kjólinn fyrir jólin? Þetta nota ég á æfingum og er svona „tabata interval“ app. Þarna er hægt að velja nokkrar útgáfur af tíma til að nota, sem sagt hversu lengi þú vilt vinna og svo hvíla á móti. Nær púlsinum vel upp og hægt að nota á marga mismunandi vegu. Nota þetta oftast í spretti á hlaupabrettinu, svona til dæmis.

Wodify

Þetta app er ekki fyrir alla en ég nota þetta daglega. Þetta er app sem er notað fyrir þá sem eru að æfa crossfit. Þarna fáum við að sjá æfingu dagsins, skráum okkur í tíma og skráum líka það sem við gerðum á æfingunni. Þannig að þetta app heldur utan um allt það sem ég hef gert á crossfit æfingum og ég get alltaf flett því upp. Uppsetningin á þessu appi er frábær og auðveld og alltaf gaman að sjá líka ef fólk bætir sig. Um að gera að skrá sig í crossfit til að kynnast þessu appi.

Enn eitt heilsuappið já, en eru ekki allir að koma sér í kjólinn fyrir jólin?

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is, Dagný Hulda Erlendsdóttir, dagnyhulda@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is, // Umbrot og hönnun: Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 // Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is // Prentvinnsla: Landsprent // Upplag: 9000 eintök. // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


V I LT Þ Ú V E R Ð A H L U T I AF GÓÐU FERÐALAGI? Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið.

V E R K E F N ASTJ Ó R I Þ R Ó U N A R - O G U P P BYG G I N G A R V E R K E F N A Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I

HÖNNUÐUR/ARKITEKT ÞRÓUNAR- OG UPPB Y G G I N G A R V E R K E F N A Á K E F L AV Í K U R F L U G V E L L I

Meginhlutverk verkefnastjóra er að halda utan um þróunar­ og uppbyggingar­ áætlun Keflavíkurflugvallar. Verkefnastjóri sér um að móta verklag, innleiða áætlanir og eiga samskipti við hagsmunaaðila flugvallarins. Verkefnastjórinn tekur þátt í áætlanagerð og greiningu verkefna og öðrum tilfallandi verkefnum í samráði við yfirmann.

Meginhlutverk hönnuðar er að vinna með frumhugmyndir og þróunarverkefni flugvallarins. Starfsmaður tekur þátt í hugmyndavinnu og sinnir uppbyggingar­ verkefnum í samræmi við þróunaráætlun. Starfið felur í sér rýni á tillögum, frumhönnun, flæðisgreiningu og önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann.

Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Verkefnastjórnunarmenntun er kostur • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun og áætlanagerð • Reynsla af samráði og samskiptum við hagsmunaaðila er kostur

Hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. arkitektúr eða verkfræði • Reynsla og þekking á hönnun bygginga • Reynsla og þekking á umhverfi hönnunarsamkeppna • Reynsla af samráði og samskiptum við hagsmunaaðila er kostur

Umsækjendur þurfa að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

Isavia hlaut gullmerki PwC fyrir launajafnrétti í jafnlaunaúttekt PwC 2015 og 2016. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu og er hún í takt við jafnréttisáætlun félagsins sem hefur það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

STA R F SSTÖ ÐVA R: R E Y K J AV ÍK /K E FL AV ÍK

UMSÓKNAR FR ESTUR : 27. NÓVEM BER 201 6

UMSÓKNIR : ISAVIA.IS/AT VINNA

16 - 3 3 13 - H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A

Þau Maren og Jón Kolbeinn hafa fengist við verkfræðistörf hjá Isavia í tæp 4 ár og á þeim tíma unnið að uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Þannig eru þau hluti af góðu ferðalagi.


8

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

Svölurnar selja jólakort ●●Styrkja Grensásdeild og vonast eftir góðum ● viðtökum Suðurnesjamanna ■■Góðgerðarfélag flugfreyja og flugþjóna, Svölurnar, hefur undanfarin ár selt jólakort og látið ágóðann renna til góðra málefna. Í ár verður engin undantekning á og eru jólakortin komin í sölu. Ágóðinn mun renna til Grensásdeildar. Hér á Suðurnesjum verða kortin seld í Álnabæ, á Nesvöllum, hjá HSS, Lyfju Krossmóa og hjá Lyfju í Grindavík. Félagið var stofnað fyrir 43 árum síðan með það að markmiði að viðhalda vináttu sem myndast hefur í starfinu. Félagsmenn eru um 300. Í gegnum tíðina hafa Svölurnar styrkt ýmsa sem þurft hafa á hjálp að halda en ekki átt rétt á opinberum styrkjum, svo sem langveik börn með sjaldgæfa sjúkdóma. Kortin í ár voru hönnuð hjá Prentmennti undir handleiðslu stjórnar Svalanna. Þau eru tvenns konar, hvít með bláum hnetti og rauð með gullnu jólatréi. Í tilkynningu frá Svölunum segir að þær voni að Suðurnesjamenn taki vel á móti þeim og styrki starfið vel líkt og undanfarin ár.

Sigríður Jóna Jónsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Oddný Nanna Stefánsdóttir og Oddný Björgólfsdóttir. VF-mynd/dagnyhulda

Auglýsingasíminn er

421 0001

Útibússtjóri í Reykjanesbæ Landsbankinn auglýsir starf útibússtjóra í Reykjanesbæ laust til umsóknar. Leitað er að kraftmiklum og drífandi einstaklingi með góða þekkingu á fjármála­ mörkuðum og mikla reynslu af stjórnun til að leiða starfsemi útibúsins.

Helstu verkefni

Hæfnis- og menntunarkröfur

Nánari upplýsingar

» Yfirumsjón með öllum rekstri útibúsins

» Háskólamenntun og yfirgrips­ mikil reynsla sem nýtist í starfi

» Yfirumsjón með þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina

» Góð þekking á starfsemi fjármálafyrirtækja

» Fjármálaráðgjöf til einstak­ linga, félaga og fyrirtækja

» Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

» Virk þátttaka í markaðsstarfi og öflun nýrra viðskipta

» Frumkvæði og fagmennska í starfi

Nánari upplýsingar veita Baldur G. Jónsson, mannauðs­ stjóri, í síma 410 7904 eða baldur.g.jonsson@landsbankinn. is og Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri Einstak­ lingssviðs, í síma 410 5601 eða helgi.t.helgason@landsbankinn.is.

» Eftirlit og ábyrgð á arðsemi, áhættu og vanskilum

» Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

Umsókn merkt Útibússtjóri í Reykjanesbæ fyllist út á vef bankans, landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember nk.


ALLT Á SÍNUM

FULLKOMNA STAÐ

Öruggur, fullkomið skipulag, nákvæmur frágangur og betri í alla staði. Honda HR-V er ekki bara fimm stjörnu bíll hvað varðar öryggi, í HR-V á hver hlutur sinn stað og hlutverk. Við hönnuðum nýjan Honda HR-V með þetta að leiðarljósi. Útkoman er fallegur borgarjeppi, með frábæra eiginleika innan sem utan. Nýr Honda HR-V, fullkominn fyrir þig.

Honda HR-V

kostar frá kr. 3.840.000 MEÐ SJÁLFSKIPTINGU

www.honda.is

Njarðarbraut 15 • 260 Reykjanesbæ • Sími 421 7800 • www.bernhard.is


Bakaðu me ð

r Lífrænta ur

Bónus

179 kr. 50 ml

Bónus Vanilludropar 50 ml

Gulræ

298 kr. 400 g

398

Bónus Piparkökur 400 g

Akursel Gulrætur Lífrænar, 500 g

kr. 500 g

NÝ UPPSKERA

198 kr. 200 g

298

Bónus Súkkulaðihjúpur Ljós eða dökkur, 200 g

Bónus Súkkulaði Hvítt, 200 g

kr. 200 g

398

Amerísk Jólaepli Rauð, 1,36 kg

kr. pk.

198 kr. 100 g

298

Bónus Suðusúkkulaði 70%, 100 g

Heima Suðusúkkulaði 300 g

379 kr. 2 l

Engin

Kolvetni

kr. 300 g

Bónus Ís 2 tegundir, 2 l

259 kr. 330 ml

179

Nocco BCAA Orkudrykkur 330 ml, 4 teg.

Powerade Zero 591 ml, 3 teg.

kr. 591 ml

Ný sending

LÆGRA VERÐ

298 kr. pk.

Nicky Eldhúsrúllur 3 rúllur í pakka - Verð áður 359 kr.

898 kr. pk.

Verð gildir til og með 13. nóvember eða meðan birgðir endast

Nicky Salernispappír 16 rúllur í pakka - Verð áður 998 kr.


1Ís0le 0% nskt

ungnautakjöt

498 kr. kg

1.259 kr. 700 g

Danpo Kjúklingur Danskur, heill, frosinn

1.698 kr. kg Rose Kjúklingalæri Frosin, úrbeinuð, 700 g

Íslandsnaut Ungnautahakk Ferskt

GOTT VERÐ Í BÓNUS pakka í r u z iz p 2

Ódýr pizzuveisla

198 kr. 400 g

398

Wewalka Pizzadeig Ferskt, 400 g

Chicago Town Pizzur 2 stk. í pakka, 2 teg.

kr. pk.

SAMA VERd

um land allt

AÐventukerti

ekki fyrir r spanhellu

1.798 kr. stk. Look Steikarpanna 18 cm

4 stk. í pakka

759 kr. 4x1,5 l

298

598

Coca-Cola kippa 4 x 1,5 lítrar

Bic Kveikjari Stór

Kubbakerti 12x4 cm, 4 stk.

kr. stk.

kr. pk.

Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:30 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 12:00-18:00


12

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

Hafskipabryggjan þá og nú

Tekjur Sandgerðishafnar dragast saman

■■Einar Guðberg Gunnarsson er fær með penslana og olíumálninguna. Hann hefur málað mynd af Hafskipabryggjunni í Keflavík eins og hún leit út um 1940 eða fyrir 76 árum síðan. Myndina málaði hann eftir ljósmynd úr bókinni Saga Keflavíkur 1920 til 1947. Þar segir að Keflavík hafi verið stærsta síldarverstöð landsins um tíma. Nú hefur hins vegar makríll tekið við af síldinni Keflavík. Einar tók einnig meðfylgjandi ljósmynd sem sýnir Hafskipabryggjuna í dag með makríllöndun í forgrunni við Keflavíkurhöfn.

■■Samkvæmt rekstaryfirliti Sandgerðishafnar fyrir fyrstu sjö mánuði ársins má búast við að tekjur hafnarinnar verði um 9% undir áætlun ársins eða 8 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Skýrist það m.a. af lækkuðu fiskverði og tilfærslu á strandveiðikvóta. Aukning er á þessu ári á lönduðum afla miðað við sama tíma í fyrra. Áætluð rekstrarniðurstaða er 4 milljónum króna lakari en áætlun gerir ráð fyrir. Ljóst er að gera þarf viðauka við fjárhagsáætlun í ljósi stöðunnar, segir í fundargögnum hafnarráðs Sandgerðis. Á fundi hafnaráðs í mars var lögð fram samantekt um rekstrarhorfur. Hafnaráð lagði til að leitað yrði leiða til þess að styrkja stöðu hafnarinnar. Hafnarstjóri lagði fram samantekt þar sem fram koma hugmyndir um aukna samvinnu við Fiskmarkað Suðurnesja og að koma á landtengingakerfi við rafmagn. Hafnaráð samþykkri á síðasta fundi sínum að farið verði fram á undanþágu frá reglugerð nr. 224 um skráningu og vigtun sjávarafla fyrir Sandgerðishöfn. Hafnaráð leggur jafnframt til að landtengingakerfi við rafmagn verði sett á fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.

Lionsklúbbar á Suðurnesjum bjóða blóðsykursmælingu

Listsýningin Við sjónarrönd „Við höfum ekki fast land undir fótum heldur er yfirborð jarðar á hreyfingu. Náttúrulegt umhverfi okkar er ekki stöðugt heldur í sífelldri mótun og undirorpið breytingum.“ Þetta er viðfangsefni sýningarinnar Við sjónarrönd, sem Listasafn Reykjanesbæjar opnar á morgun, föstudaginn 11. nóvember klukkan 18:00. Sýningin er unnin í samvinnu þeirra Elvu Hreiðarsdóttur, Phyllis Ewen frá Bandaríkjunum og Soffíu Sæmundsdóttur. Á sýningunni má sjá verk

þeirra þriggja og einnig sameiginlegt sköpunarverk þeirra. Listakonurnar fjalla meðal annars um landslag og landmótun, umbreytingar, jarðhræringar og áhrif loftslagsbreytinga í listrænni nálgun við viðfangsefni sem einnig hafa verið vísindamönnum hugleikin. Reykjanesskaginn er eins og opin jarðfræðibók með ummerkjum eldsumbrota og jarðhræringa, land í mótun og á hreyfingu, umlukið opnu hafi sem teygir sig í vestur allt að ströndum Bandaríkjanna.

Samstarf listakvennanna hófst árið 2014 þegar Phyllis Ewen kom til Íslands vegna sýningar Boston Printmakers sem haldin var í sal íslenskrar Grafíkur. Í framhaldinu komu í ljós snertifletir sem þær hafa unnið með síðan og sýna afraksturinn á þessari sýningu. Sýningin stendur til 15. janúar næstkomandi og er í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duus Safnahúsum og þar er opið alla daga frá klukkan 12.00 til 17.00.

■■Árlegt sykursýkisverkefni Lionshreyfingarinnar verður um næstu helgi, 11. til 14.nóvember. Félagar úr Lionsklúbbunum á Suðurnesjum taka þátt í þessu verkefni, og munu þeir bjóða upp á fría blóðsykursmælingu laugardaginn 12. Nóvember á milli klukkan 13:00 og 16:00. Mælingin fer fram í verslunarmiðstöðinni í Krossmóa á ganginum fyrir framan Nettó og Lyfju og njóta félagar aðstoðar heilbrigðisstarfsfólks við mælinguna. Hjá Lionsklúbbnum Keili í Vogum verður móttaka að Iðndal 2 í Vogum mánudaginn 14. nóvember klukkan 17 til 19 og hjá Lionsklúbbi Grindavíkur verður sykursýkimóttaka í Nettó Grindavík föstudaginn 11. nóvember klukkan 13 til 16. Sykursýki er hættulegur sjúkdómur og ástæða fyrir fólk að fylgjast vel með sér. Talið er að fjöldi fólks gangi með dulda sykursýki og viti ekki af henni. Fólk er því hvatt til að líta við í Krossmóanum á laugardaginn og þiggja mælingu.

Bókagerðarnámskeið í Norrænni bókasafnaviku ■■Norræna bókasafnavikan verður vikuna 14.-20.nóvember nk. Framtíðin á Norðurlöndum er þema vikunnar að þessu sinni. Í Bókasafni Reykjanesbæjar verður áhersla lögð á framtíð yngri kynslóðarinnar á Norðurlöndunum. Miðvikudaginn 16. nóvember, sem er einnig Dagur íslenskrar tungu, verður boðið upp á bókagerðarnámskeið í safninu. Á námskeiðinu, sem verður frá klukkan 14-16, verða kenndar þrenns konar aðferðir til bókagerðar sem hægt er að búa til heima. Allir sem taka þátt eru svo hvattir til að skrifa sögu um sína eigin framtíð í bækurnar. Athugið að skráning er nauðsynleg. Hægt er að skrá sig í afgreiðslu safnsins og á heimasíðu safnsins.


Bestseller hefur opnað glæsilega netverslun Nýskráðu þig á bestseller.is og fáðu 15% afslátt!

Mikið úrval af flottum vörum fyrir alla fjölskylduna

bestseller.is netverslun


14

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

LJÓÐIN VERÐA OFT TIL ÞEGAR PAPPÍR ER FJARRI ●●Sigurlín Bjarney Gísladóttir sendi á dögunum frá sér sína sjöttu bók l Hafði gaman af skrifum í æsku en þorði þó aldrei að hugsa þá hugsun að stefna að því að verða rithöfundur „Það var góð tilfinning að fá bókina í hendur, næstum því eins og að fá barn í fangið, en bara næstum því og ég hvíslaði að henni: „Velkomin í heiminn, gangi þér vel,“ segir Sigurlín Bjarney Gísladóttir, rithöfundur, sem á dögunum sendi frá sér ljóðabókina Tungusól og nokkrir dagar í maí. Sonur hennar var þó ekki eins hrifinn af bókinni og kýldi í hana því honum fannst kápan ekki flott. „Þegar maður er búinn að vera með bókina sem tölvuskjal í vinnslu í mörg ár er eins og einum tíma sé lokið og annar byrji þegar bókin kemur loksins út. Það er svo margt sem getur komið upp á að ég treysti því aldrei að handritið nái að verða að bók fyrr en ég fæ hana í hendurnar,“ segir hún. Sigurlín Bjarney, sem er alltaf kölluð Bjarney, fæddist árið 1975 og ólst upp í Sandgerði og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Henni þótti gaman að skrifa í æsku og enn skemmtilegra að lesa góðar bækur. Hún þorði þó aldrei að hugsa þá hugsun að stefna að því að verða rithöfundur. „Svo gerðist það smám saman að ég fór að sýna öðrum skrifin mín og í kringum 25 ára aldurinn fór ég að skrifa af alvöru og langaði að gefa út bók.“ Nú býr hún ásamt tveimur börnum sínum í Uppsala í Svíþjóð. Þangað fluttu þau síðasta haust sumar og ætlar hún að stunda nám þar í eitt ár. Hún segir það mikið ævintýri að skipta svona um umhverfi en að þau fjölskyldan hlakki líka mikið til að flytja aftur heim enda oft erfitt að vera svo fjarri fjölskyldu og vinum. Að-

spurð um nám og fyrri störf þá kveðst Bjarney hafa lokið svo mörgum prófgráðum að hún þori varla að segja frá því. „Kannski er maður of forvitinn, ef það er hægt. Síðustu tvö ár hef ég örlítið fengið að kenna skapandi skrif við Háskóla Íslands og finnst það mjög skemmtilegt og held að slík vinna sé eðlilegt framhald af þessu eilífa skólastússi mínu.“ Fyrir mörgum árum lauk hún námi frá Leiðsöguskólanum og segir ákveðið öryggi fólgið í því að hafa þann bakgrunn og geta alltaf stokkið upp í rútu með forvitna ferðamenn. Þá vann hún í mörg ár á Einkaleyfastofunni og líka í STEFi og þekkir því vel skráningar og skrifstofustörf. Ljóðabókin sem kom út á dögunum er sú sjötta sem Bjarney sendir frá sér. Sú fyrsta var Fjallvegir í Reykjavík sem kom út árið 2007, Svuntustrengur kom út árið 2009 og Bjarg árið 2013. Í fyrra kom út bókin Jarðvist, sem er nóvella og ljóðabókin Ég erfði dimman skóg sem Bjarney skrifaði með sjö konum. „Þar settum við saman ljóð út frá arfinum okkar og hvaðan við komum. Í bókinni kemur hvergi fram hver okkar á hvaða ljóð og í raun er það leyndarmál. Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli og þarna varð til góður vinskapur.“

Efniviðurinn bæði úr eigin reynslu og annarra

Efnivið nýju ljóðabókarinnar sótti Bjarney bæði í sína eigin reynslu og annarra. Hann er bæði 300 ára gamall og nýr og efnið tengist með yfirfærslum og speglunum. „Stundum

„Bestu ljóðin verða ekkert endilega til í einverunni“ Bjarney segir starf rithöfundarins stundum einmanalegt. Stundum skrifar hún ein úti í sveit og ekki nokkur sála í nálægt. Þá þarf hún reglulega að taka upp símann og heyra í öðrum röddum en þeim sem óma í höfðinu.

Bjarney sótti efnivið í nýju ljóðabókina bæði í sína eigin reynslu og annarra. Hún segir það skipta miklu máli að vera með góðan ritstjóra hjá bókaútgáfunni, ritstjóra sem hefur trú á verkinu og vill vinna með höfundinum að því að þróa handritið áfram og gera það enn betra.

hlusta ég eftir því sem aðrir segja og því sem aðrir segja um aðra og svo framvegis og fæ þar hugmyndir sem ég nota og breyti. Annars er voðalega erfitt að ætla að útskýra ljóð, þau verða að fá að tala sínu máli sjálf. Þarna er að minnsta kosti eitt fótboltaljóð og nokkur ljóð sem tengjast hannyrðum og prjónaskap. Ein vinkona mín sagði að í þessari bók væri mikill kvenlegur kraftur og svo fjallar hún mikið um sorg, djúpstæðan harm og missi og líka margar hliðar ástarinnar.“ Forlagið, sem er stærsta bókaútgáfan hér á landi, gefur ljóðabókina út. Ljóðabókin Bjarg sem Bjarney sendi frá sér árið 2013 var gefin út af Máli og menningu sem er hluti af Forlaginu. Hún kveðst afar heppin að hafa fengið bækur sínar gefnar út hjá Forlaginu. „Það er þó í raun mikilvægast að vera með góðan ritstjóra sem hefur trú á verkinu og vill vinna með manni í að þróa það áfram og gera handritið enn betra. Bækurnar fengu sitt hvorn ritstjórann og svo er ekkert öruggt í þessum heimi því þó að ein bók komi út þá getur næsta handrit alltaf fengið höfnun, maður veit aldrei í raun fyrr en á reynir með það. Þau hjá Forlaginu eru miklir fagmenn í orðsins list og ég er sérstaklega ánægð með kápuna sem var hönnuð fyrir bókina.“

Ljóðin koma á öllum stundum

Þessa dagana er Bjarney í námi og þar sem hún er ein með tvö börn þarf hún að skipuleggja sig vel. Hefðbundinn vinnudagur er þannig að hún er mætt við skrifborðið sitt í skólanum klukkan níu á morgnana og sækir soninn svo á frístundaheimili milli klukkan 16 og 17. Þá tekur við skemmtilegur tími með föndri, eldamennsku og fleiru. „Ég nota strætó til að fara í og úr skóla og þar reyni ég að slaka á og skoða mannlífið. Yfir daginn er ég að lesa og vinna að rannsóknarverkefninu mínu og svo þess á milli sæki ég námskeið.“ Þegar skólanum lýkur að vori og Bjarney fer að skrifa skáldskap eru dagarnir mjög misjafnir. Einu sinni var hún að skrifa skáldsögu og setti sér það markmið að fara ekki út úr húsi fyrr en hún væri búin að skrifa 2000 orð. „Það gat stundum tekið ansi mikið á að ná að klára og svíkja ekki sjálfan sig. Þá skipti ég deginum á milli frumskrifa og endurskrifa.“ Ljóðin koma í huga Bjarneyjar á öllum stundum og oft koma hugmyndir eða ljóðlínur á óheppilegum tíma eins og í strætó eða þegar hún er að skokka og pappír hvergi nálægt. Sjálfri finnst Bjarney alltaf gaman að grípa í skáldsögur eftir íslenska eða

erlenda höfunda. „Reyndar hefur það aukist eftir því sem árin færast yfir að ég grípi í sjálfshjálparbækur eða hlusti á fyrirlestra á netinu um andleg málefni. Yfirleitt fer þó allt of lítið fyrir lestrinum því ég festist í einhverju móki yfir fésbókinni og fréttamiðlum á kvöldin sem éta upp tímann minn, en ég veit að ég er ekki ein um það mók.“ Bjarney segir starf rithöfundarins stundum einmanalegt, hann standi einn gagnvart textanum og beri ábyrgð á honum og þurfi að standa með honum þegar aðrir byrja að lesa og krukka í hann. „Ef það koma dagar þar sem ég er ein úti í sveit að skrifa og ekki nokkur sála í kring þá þarf ég reglulega að taka upp símann og heyra í öðrum röddum en þeim sem óma í höfðinu. Einu sinni var ég ein á Eyrarbakka og þráði svo félagsskap að ég fór út í búð að kaupa bara eitthvað til að geta séð annað fólk og spjallað örstutt. Maður bæði þráir einveru og félagsskap en svo er líka alveg hægt að skrifa í kringum annað fólk og bestu ljóðin verða ekkert endilega til í einverunni.“

dagnyhulda@vf.is


Vegna vaxandi verkefna þurfum við að bæta við okkur öflugu starfsfólki í hin ýmsu störf.

Starfsmenn í sérþrif og ræstingar

Um er að ræða sérhæfðar ræstingar, svo sem gluggaþrif og önnur verkefni.

Starfsmenn í þvottahús

Þvottahúsið er glænýtt og glæsilegt og er staðsett í Grindavík.

Þjónustu- og gæslumaður í klefa

Starfið felst meðal annars í því að veita gestum upplýsingar, gæta öryggis þeirra og halda klefum snyrtilegum.

Bláa Lónið leitar að þjónustulunduðu og áreiðanlegu fólki til að taka þátt í að skapa minningar fyrir gestina okkar.

Gæslumaður

Meginhlutverk gæslumanns er að gæta að öryggi gesta en samhliða því hlutverki sinnir hann ýmsum öðrum verkefnum. Mikil áhersla er lögð á öryggisþjálfun gæslumanna.

Hæfniskröfur: • Þjónustulund og jákvæðni • Áreiðanleiki og stundvísi • Góð samskipta- og samstarfshæfni • Sjálfstæði og öguð vinnubrögð • Samviskusemi • Góð íslensku- eða enskukunnátta skilyrði. • Æskilegt að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri. Um framtíðarstörf er að ræða og er unnið á 2-2-3 vaktakerfi eða eftir samkomulagi. Rútuferðir í boði til og frá Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Reykjanesbæ.

Nánari upplýsingar veita Sigrún Halldórsdóttir og Embla Grétarsdóttir sérfræðingar á mannauðssviði í síma 420 8800.

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. Umsækjendur eru beðnir um að senda inn umsókn í gegnum heimasíðu Bláa Lónsins:: www.bluelagoon.is/atvinna

Due to our rapidly growing business, we are seeking motivated employees for various positions.

Positions in Specialized Cleaning

Includes specialized cleaning like window cleaning and various other tasks.

Positions in Laundry

Our laundry is brand new and situated in Grindavík.

Service and Security Guard for Changing Rooms

Includes providing our guests with information, ensuring guest safety, and keeping the changing rooms clean.

Blue Lagoon is looking for dependable, customer service oriented individuals that want to join us in creating memories for our guests.

Safety Guard

The main role of a safety guard is to ensure the safety of guests as well as performing various other tasks. Great emphasis is placed on the guard’s safety training.

Requirements: • Customer service orientation and positive attitude • Reliability and punctuality • Excellent communication and cooperation skills • Ability to work independently • Dependability • Good Icelandic or English communication skills • Applicants need to be 20 years or older These are permanent positions with shift work (2-2-3 arrangement) or by agreement. Shuttle services available to and from Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður and Reykjanesbær.

For further information, contact Sigrún Halldórsdóttir or Embla Grétarsdóttir HR specialists at tel. 420 8800.

The closing date for applications is November 20, 2016. Interested applicants will be required to apply on-line on our website: www.bluelagoon.is/atvinna


16

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

VIÐBURÐIR STYTTING OPNUNARTÍMA VEITINGASTAÐA Veitingastöðum er óheimilt að hafa opið lengur en til kl. 04:00 og þá skulu allir gestir hafa yfirgefið staðinn . Ekki má hleypa inn á staðinn eftir kl. 03:30 og þá skal áfengissölu jafnframt lokið. GÍTARTÓNLEIKAR Í BERGI Gítarleikarinn Arnaldur Arnarson leikur nokkrar af fegurstu perlum klassískrar gítartónlistar á tónleikum í Bergi, Hljómahöll í kvöld kl. 19:30. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. NÝ SÝNING Í ROKKSAFNI ÍSLANDS Verið velkomin á opnun sýningarinnar „Þó líði ár og öld“ um Björgvin Halldórsson 12. nóvember kl. 15:00 í Rokksafninu. DAGSKRÁ Í DUUS SAFNAHÚSUM Súlan og þrjár nýjar sýningar 11. nóvember. kl. 18:00. Velkomin.

LAUS STÖRF NJARÐVÍKURSKÓLI HÁALEITISSKÓLI HÁALEITISSKÓLI NESVELLIR

Þroskaþjálfi Textílmenntakennari Náttúrufræðikennari Starfsmaður í móttöku

Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf eða beint á Ráðningavefinn https://reykjanesbaer.hcm.is/ storf/. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex mánuði.

SKYNDIHJÁLP Rauði krossinn á Suðurnesjum heldur námskeið í almennri skyndihjálp þriðjudaginn 15. nóvember kl. 18-22 í Rauðakrosshúsinu Smiðjuvöllum 8 230 Reykjanesbæ. Inntökuskilyrði: Þátttakendur séu 14 ára eða eldri Þátttökugjald er 11.000 krónur. Skráning á skyndihjalp.is Nánari upplýsingar í síma 420 4700 og á sudredcross@sudredcross.is.

Sveitapiltsins draumur Það er ekki alltaf einfalt að vera unglingur og það virðist eiga við á öllum tímum eins og sjá má í verkinu Á Stoppistöð sem Leikfélag Keflavíkur frumsýndi um sl. helgi. Það var skemmtilegt að fá þar innsýn í veröld unglingsins í dag en verkið er afrakstur samstarfs unglinga í 8., 9. og 10 bekk af Suðurnesjum með góðri aðstoð Arnars Inga Tryggvasonar og leikstjóranna Guðnýjar Kristjánsdóttur og Höllu Karenar Guðjónsdóttur. Að þeirra sögn var ákveðið að semja verk sem yrði sniðið að leikarahópnum þegar ljóst var hversu margir tækju þátt en það var ekki í boði að skilja neinn útundan. Þátttakendur á Stoppistöð eru alls konar unglingar með misjafnar væntingar og kröfur, frá ólíkum heimilum og með ólíkan bakgrunn. Öll eiga þau þó eitt sameiginlegt og það er að vera unglingur. Við fylgjumst með sveitapiltinum Bárði úr Hverasveit sem er nýr í Suðurnesjaskóla og þar hittir hann töffarann Sunnu Líf sem er nýkomin frá Patró og hefur prófað marga skóla. Bárður fellur ekki í kramið í lopanum sínum og með sveitafýluna og því er snögglega kippt í liðinn og úr verður Baddi brjálæðingur í leðurjakka. Hann er svoldið spenntur fyrir Sunnu Líf og

ekki laust við að þetta minni á þekktan söguþráð og nemendurna Sandy og Danny í söngvamyndinni Grease þar sem hlutverkunum er snúið við. Sumt er bara klassík og á greinilega enn við í dag. Klukkan hringir inn og við fylgjumst með lífinu í Suðurnesjaskóla, sem hefur útrýmt einelti og þótt lífið sé í dúr er sungið í moll. Það þarf ekki að koma á óvart að samfélagsmiðlar koma nokkuð við sögu og þar skapar sveitapilturinn Baldur skemmtilegar andstæður þegar hann dregur upp fílófaxið sitt og floppídiskinn en eini gemsinn sem hann þekkir eru gemsarnir hans í sveitinni. Þá dettur netið út og liggur við heimsendi - í eina mínútu. En önnur viðfangsefni eru ansi kunnugleg svo sem pirrandi mömmur með andlitið ofan í öllu, sem eru samt yndislegar. Alls taka ríflega 40 unglingar þátt í uppsetningunni og það er líf og fjör á sviðinu allan tíman. Sýningin er brotin upp með söng og dansi og sögumenn

leiða okkur röggsamlega um rangala Suðurnesjaskóla. Textinn er beittur og hnyttinn, með skemmtilegum tilvísun í samtíma sem unglingar þekkja vel og sýningin hentar öllum aldri. Það var ekki laust við að hugurinn færi á flug og rifjaðar væru upp minningar úr gaggó, þessum undarlega tíma þegar lífið virtist stoppistöð og allt var framundan. Það er ómetanlegt að hafa í bæjarfélaginu leikfélag og einstaklinga með drifkraft sem bjóða ungmennum tækifæri til þess að stíga á svið en segja má að leikhúsið stuðli markvisst að því að styrkja sjálfsmynd unglinga. Í leikhúsinu þarftu að vera opinn fyrir nýjum hugmyndum og áskorunum og skilja feimnina eftir í anddyrinu. Til þess að styðja við slíkt ræktunarstarf þurfa bæjarbúar að mæta í leikhúsið og vökva þessa afleggjara. Ég skemmti mér konunglega og varð unglingur í annað sinn. Allir á stoppistöð!

Viltu syngja í Uppsiglingu?

SJÓNVARP V Í K U R F R É T TA NÝR ÞÁTTUR Í HVERRI VIKU INNÁ WWW.VF.IS/VEFTV

■■Söngfélagið Uppsigling býður öllum að syngja sér til ánægju og heilsubótar. Annað hvert föstudagskvöld komum við saman og syngjum. Allir velja til skiptis lög úr stóru laga- og textasafni sem við syngjum saman við gítarundirleik. Engar kröfur, bara gleði og frelsi. Syngjum fyrir okkur sjálf, en stöku sinnum með öðrum, til dæmis á samkomum hjá eldra fólki. Syngjum næst á morgun, föstudaginn 11. nóvember klukkan 20:00 í Skátaheimilinu í Keflavík (á móti bílastæði Sýslumanns). Þar næst syngjum við föstudaginn 25. nóvember. Viltu prófa? Þá er bara að mæta. Myndin er tekin á söngkvöldi í Álfagerði í Vogum síðasta vetur.

Dagný Maggýjar


ALLAR HÁÞRÝSTIDÆLUR

ALLAR BAÐINNRÉTTINGAR

-25%

JÓLIN ERU KOMIN Í BYKO

-30%

ALLUR GRÆNN

-20%

ÖLL MÁLNING

-20%

ALLIR POTTAR, ALLAR PÖNNUR OG ÖLL BÖKUNARFORM

-25%

ALLAR FLÍSAR OG PARKET

-20-40%

ÖLL HANDVERKFÆRI

ALLIR STIGAR OG ALLAR TRÖPPUR

-20% -20%

KYNNING

leg Sambægrilóperu við 60W

FÁÐU AÐSTOÐ SÉRFRÆÐINGS Guðný Helgadóttir, frá umboðsaðila OSRAM á Íslandi, aðstoðar viðskiptavini við val á perum laugardaginn

12. nóvember milli 10 og 14.

byko.is 1

LJÓSAPERA LED kúlupera, 10W, E27, dimmanleg, hlý hvít birta.

995

kr.

LJÓSAPERA LED kertapera, 6W, E14, dimmanleg.

895

kr.

54194563

LJÓSAPERA LED, 5W, GU10.

1.195

kr.

54194620

54194562

GILDIR TIL 14.NÓVEMBER AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SKREYTUM SAMAN


18

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

Mesta fjölgun ferðamanna á Suðurnesjum ●●sé miðað við öll svæði á Norðurlöndum. Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið í hópi þeirra svæða sem spáð er hvað mestum framtíðarmöguleikum á Norðurlöndunum segir Hjördís Rut Sigurjónsdóttir, sérfræðingur hjá Nordregio Suðurnesin tróna í efsta sæti svæða á Norðurlöndunum þegar skoðuð er aukning í fjölda ferðamanna frá 2008 til 2014. Þar eru tækifæri til vaxtar hvað mest á landinu að mati Nordregio, norrænnar rannsóknarstofnunar sem gefur reglulega út skýrslu um stöðu norræna svæða (State of the Nordic Region). Skýrslunni er ætlað að auðvelda vinnu við stefnumótun og greiningu á ólíkum þáttum yfir tíma. Þetta kom fram í máli Hjördísar Rutar Sigurjónsdóttur, sérfræðings hjá Nordregio, á haustfundi Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja sem haldinn var í Hljómahöll þann 27. október síðastliðinn. Hún segir stöðu Suðurnesja svo sannarlega hafa breyst frá síðustu skýrslu sem kom út árið 2013. Næsta skýrsla er áætluð árið 2018. „Árið 2012 var atvinnuleysi mikið á Suðurnesjum og komst svæðið á blað sem eitt af þeim verst stöddu á Norðurlöndunum með yfir 10 prósent atvinnuleysi. Það telst nokkuð merkileg staða vegna nálægðar Suðurnesja við höfuðborgarsvæðið en bæði Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið fóru nokkuð illa út úr efnahagshruninu og höfðu ekki náð sér almennilega á strik á þessum tímapunkti.“ Að sögn Hjördísar virðist það versta að baki en atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 3,1 prósent í febrúar 2016 og segir hún Suðurnes, sem þegar sé orðið nokkuð stórt þéttbýlissvæði, greinilegt vaxtarsvæði. „Aldurssamsetning hér er góð og ekki endilega þörf á að draga að fólk eins og mörg byggðarlög þurfa að einbeita sér að. Samfélagið er vel til þess fallið að viðhalda sér og gott framboð á húsnæði er til staðar, bæði vegna brotthvarfs varnarliðsins og eins vegna mikillar uppbyggingar fyrir hrun. Svæðið er á margan hátt hentugt fyrir fjölskyldufólk og farið er að bera á skorti á vinnuafli sem er viðsnúningur frá því sem var.“ Greining svæðanna er gerð út frá nýjum svæðisbundnum flokkunarstuðli en hann nýtist til að skilja frammistöðu þeirra 74 stjórnsýslusvæða sem Norðurlöndin samanstanda af. Borin eru kennsl á svæði með mestu og minnstu vaxtarmöguleikana til að koma auga á tækifæri og hindranir sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Skoðuð er íbúaþróun, vinnumarkaður, menntun, efnahagur, þróun og aðgangur að innviðum og þjónustu. Suðurnesin og höfuðborgarsvæðið eru í hópi þeirra svæða sem spáð er hvað mestum framtíðarmöguleikum á Norðurlöndunum

en þar ræður þéttleiki byggðar, fólksflutningar, aldurssamsetning og hlutfall kvenna. „Það eru tvö íslensk svæði sem komast inn á topp tuttugu listann þar sem búið er að raða niður þeim svæðum sem hafa hvað mesta framtíðarmöguleika. Höfuðborgarsvæðið er í tíunda sæti en hefur lækkað sig um tvö sæti frá síðustu skýrslu og svo eru það Suðurnesin sem náðu að flytja sig upp um þrjú svæði og eru komin í átjánda sæti listans. Þegar flokkað er eftir tegundum svæða eru Suðurnesin í fjórða sæti þegar horft til svæða sem flokkast sem dreifbýli og í þriðja sæti þegar svæði sem flokkast til norðurslóða eru skoðuð.“ Bæði Keflavíkurflugvöllur og Bláa lónið eiga stóran þátt í þeirri aukningu sem hefur orðið á fjölda ferðamanna á Suðurnesjum að mati Nordregio. Aukningin á öðrum svæðum á Íslandi fór yfir 100 prósent nema á Vesturlandi þar sem hún var 62 prósent. Næst á eftir Íslandi kemur Etelä-Karjala í Finnlandi með 35 prósent aukningu. Þegar staða Suðurnesja er skoðuð hvað varðar menntun gæti staðan að sögn Hjördísar verið betri. „Þegar mælt er hlutfall þeirra sem eru með menntunarstig frá 5-8 samkvæmt alþjóðlegum menntunarstaðli (ISCED) hafa innan við 20 prósent íbúa náð því menntastigi. Átt er við þá sem lokið hafa menntun sem leiðir til starfsréttinda, svo sem iðn- og tæknimenntun, þá sem hafa lokið BA eða BS gráðu í háskóla, eru með mastersgráðu eða doktorsgráðu. Í Reykjanesbæ er hlutfallið þó örlítið hærra eða á milli 20 og 25 prósent. En hver er skýringin á þessu lága menntunarstigi? Hjördís segir að hröð þéttbýlismyndun árin fyrir hrun geti hugsanlega hafa haft áhrif á menntunarstigið. „Einhverjir hafa fluttst hingað í þeim tilgangi að afla sér menntunar en hafa ekki enn náð því menntastigi sem hér er mælt. Hér var mikið byggt og húsnæðisverð var lægra en í Reykjavík. Ekki er ólíklegt að einhverjir hafi komið frá minni stöðum á landsbyggðinni, hugsanlega nokkur hópur sem hafði áður unnið við frumframleiðslu sem ekki krefst sérmenntunar. Þetta eru auðvitað bara vangaveltur í þeirri viðleitni að finna skýringar. En það er fleira en

BJÖRGVIN HALLDÓRS LIONESSUKRANSAR OG HELGUVÍKURHÖFN

samkeppnisstaða fólks sem kemur upp í hugann þegar fólk velur sér nýjan stað til að búa á eins og viljinn til að hafa stökkið á milli búsetustaða minna. Vera í minna byggðalagi, vera nær sjónum, náttúrunni, þar sem má finna marga kosti smærri byggðarlaga. Góðir grunnskólar geta líka haft sitt að segja. Á Íslandi er líka mjög sveigjanlegur vinnumarkaður sem veldur því að hvati til aukinnar menntunar er stundum lítill.“ Hvar telur þú möguleika Suðurnesja búa? „Hér er meira framboð á húsnæði en víða og húsnæðisskortur þarf ekki að hamla eða tefja uppbyggingu eins og í sumum byggðarlögum. Aukin áhersla á menntun og sérhæfingu getur aukið samkeppnishæfni Suðurnesja og styrkt enn frekar uppgang fleiri atvinnugreina. Þá er starfsemi Keilis og Fisktækniskólans í Grindavík mikilvæg svæðinu en Keilir hefur útskrifað yfir 2400 einstaklinga á þeim níu árum sem hann hefur verið starfandi. Það sem Suðurnesin búa yfir og er sérstakt er þessi ríka hefð popptónlistar sem byggja má á. Það má spyrja sig hvort ekki væri tilvalið að efla menntainnviði á vettvangi lista og menningar?“ Þá nefnir Hjördís auðlindir jarðvarma sem sé meira en uppspretta orku eins og fyrirtækin á svæðinu hafi sýnt. „Þar má nefna Metanól framleiðslu, sameindatækni, heilsulindir, þörungaræktun og vinnslu, fiskeldi, fiskþurrkun en jarðvarmi er meðal annars notaður við framleiðslu á prótíni, lýsi, ensímum, sjávargróðri og við þörungarækt. Um er að ræða framleiðslu sem býr til verðmæt störf til framtíðar – og undirstrikar þörfina fyrir fólk með hærra menntastig.“ Grænn iðnaður býr einnig yfir miklum möguleikum að mati Hjördísar. Raunveruleg eftirspurn sé eftir afurðum og viðskiptamöguleikar þekktir. Hins vegar þurfi til jákvætt hugarfar innan stjórnsýslunnar og þverfaglega nálgun sem feli í sér þátttöku bæði einkageirans og þess opinbera. „Þó að þessi græni hagvöxtur og viðmið tröllríði umræðunni um ábyrga og sjálfbæra viðskiptaþróun er mikilvægt að missa ekki trúverðugleikann um að framleiðslan sé sjálfbær og það er varasamt að grænþvo eitthvað sem stendur ekki undir því. Á meðan ýmis konar nýsköpun á svæðinu er innan þessa ramma þá ætti framtíðin að vera björt.“

Sjónvarp Víkurfrétta • fimmtudagskvöld kl. 21:30 • ÍNN og vf.is

Björgvin Halldórsson og tónlistarferill hans er viðfangsefni nýjustu sýningar Hljómahallar. „Þó líði ár og öld“ opnar nk. laugardag. Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Björgvin í Hljómahöllinni um sýninguna og munina sem þar eru. Lionessur í Keflavík hafa selt sælgætiskransa fyrir jólin í 20 ár og þannig safnað milljónum króna til líknarmála í Reykjanesbæ. Við tókum hús á Lionessum. Tímamót urðu í Helguvíkurhöfn á þriðjudagskvöld þegar Eimskip hófu reglubundnar siglingar þangað. Hafnaryfirvöld eru einnig að skoða móttöku skemmtiferðaskipa í Keflavíkurhöfn. Við skoðum málið í þætti vikunnar.

í snjalltækinu pu er sk há í n in tt þá á u fð Hor

Sjónvarp Víkurfrétta er í háskerpu á vf.is

eða tölvunni!


Pajero

5 ára ábyrgð

Mitsubishi Pajero Verð 9.790.000 kr.

Mitsubishi ASX 4x4

Mitsubishi Outlander

Mitsubishi Outlander

4x4, bensín, sjálfskiptur

4x4, dísil, beinskiptur

Verð frá 5.390.000 kr.

Verð frá 5.590.000 kr.

Outlander 4x4

ASX 4x4

Verð 4.990.000 kr.

Nú er rétti tíminn til að skipta yfir í fjórhjóladrifisbíl frá Mitsubishi. Komdu í reynsluakstur og nýttu þér góða verðið á þessum frábæru bílum. Við gerum betur í vetur og hlökkum til að sjá þig! FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Njarðarbraut 13 · Reykjanesbæ · Sími 590 5090 · heklarnb.is


20

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

Skoða möguleika á móttöku skemmtiferðaskipa á Suðurnesjum GRINDAVÍKURBÆR AUGLÝSIR LAUSA LÓÐ UNDIR SMÁHÝSI VIÐ TJALDSVÆÐI BÆJARINS Á lóðinni er gert ráð fyrir að rísi smáhýsi sem henti til útleigu fyrir ferðamenn allt árið um kring. Stærð byggingareits eru 938 m2. Möguleiki er á framtíðarstækkun til austurs, með fyrirvara um samþykkta breytingu á deiliskipulagi. Ekki er gert ráð fyrir umferð vélknúinna ökutækja um lóðina, en aðgengi fyrir gangandi verði frá bílastæði tjaldsvæðisins. Gert er ráð fyrir að gestir húsanna noti bílastæði við tjaldsvæði. Lóðarhafi skal gera samstarfssamning við tjaldsvæði Grindavíkurbæjar um afnot af bílastæðum og öðrum innviðum og eftir atvikum þjónustu. Gatnagerðargjöld fyrir lóðina eru áætluð um 10 milljónir kr. og áætluð veitugjöld eru um 500.000 kr. m.v. vísitölu í október 2016. Sækja þarf sérstaklega um inntök vegna rafmagns og heits vatns til HS Orku. Gerður verði lóðarleigusamningur um lóðina til 25 ára. Í lok leigutíma skal vera hægt að flytja húsin af lóðinni, ef ekki semst um framlengingu á leigutíma. Áætlað er að smáhýsin verði komin í rekstur vor eða sumar 2017. Við mat á umsóknum verður horft til hugmynda umsækjanda um uppbyggingu, húsagerð, hvernig húsin falla að umhverfinu og fyrirliggjandi mannvirkjum. Óskað er eftir hugmyndum umsækjenda um hvernig rekstur smáhýsanna tengist og styður við rekstur tjaldsvæðis Grindavíkurbæjar.

Komum erlendra skemmtiferða- og farþegaskipa til Íslands fjölgar ár frá ári. Á hafnasambandsþingi sem haldið var í haust kom fram að þessi markaður væri í stöðugri sókn. Þá sjá sumar hafnir fram á það að þær séu komnar á tamp með að geta veitt öllum þessum skipum þjónustu. „Við höfum áhuga á að skoða það til framtíðar að þjónusta þessi skip ásamt fleiri höfnum á Suðurnesjum,“ segir Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjatneshafnar. Höfnin bauð til kynningar á möguleikum í móttöku farþegaskipa í Hljómahöll í vikunni. Þar flutti Björn Ingi Knútsson erindi. Hann vann verkefni fyrir Fjarðabyggð fyrir nokkrum árum um móttöku skemmtiferðaskipa á Eskifirði. Björn Ingi hefur áratuga reynslu úr faginu. Halldór Karl segir möguleikana marga, enda flóra skemmtiferðaskipa fjölbreytt. Þau geti verið að flytja allt frá 50 og upp í 6000 manns. „Við höfum eitt hér sem ekki margir hafa en það er alþjóðaflugvöllur í 5 mínútna fjarlægð frá höfn. Það gerir það að verkum að það er hægt að samtvinna ævintýraferðir með farþegaskipum við hinar ýmsu höfuðborgir Evrópu, þar sem farþegar geta flogið hingað til að fara um borð í skipið

Umsóknarfrestur er til 30. nóvember 2016. Nánari upplýsingar veitir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri

Björn Ingi Knútsson.

Svo gæti farið að skemmtiferðaskipi leggi að í Helguvíkurhöfn í framtíðinni. VF-mynd: Hilmar Bragi

og svo aftur heim. Skipið gæti því að hluta haft heimahöfn hérna á meðan þessum ferðum stendur,“ segir Halldór Karl. Björn Ingi Knútsson segir í samtali við Víkurfréttir að fyrst og fremst þurfi að vera hægt að bjóða upp á örugga höfn eða öruggt lægi fyrir farþegaskipin. Þá þurfi að vera búnaður í landi til að taka á móti farþegum og flytja þá á áhugaverða staði, hvort sem það er á söfn eða að áhugaverðu umhverfi. Hann segir að þessi vinna taki langan tíma, heimti mikla markaðsvinnu. Sú markaðsvinna sem unnin er í dag skilar sér í skipakomum eftir tvö ár. Um möguleika Reykjanesskagans, þá segir Björn Ingi að svæðið hafi upp á feikilega mikið að bjóða. Hér sé Bláa lónið sem flestir ferðamenn sækja

heim, hverasvæði og söfn. „Ég held að Reykjanes hafi alla möguleika á að taka á móti skemmtiferðaskipum. Rauði þráðurinn er hins vegar öryggi, að auðvelt sé að koma skipum að og frá landi og farþegum á öruggan hátt í og úr skipunum. Við verðum að byrja á því,“ segir Björn Ingi. Hann segir að hafnirnar á Suðurnesjum séu að vinna vel saman og næstu skref eigi að vera að fara yfir hvað þær hafa af bryggjuplássi og hvernig þær ætli að horfa á verkefnið í sameiningu. Tenging við flugvöllinn sé einnig mjög raunhæfur möguleiki eins og Halldór Karl nefndi hér að framan. Þar megi til að mynda horfa til minni skipa sem gætu siglt héðan á framandi slóðir við Grænland og haft farþega- og áhafnaskipti í höfnum á Suðurnesjum.

Klassískir gítartónleikar í Hljómahöll Tónlistarskóli Reykjanesbæjar og Tónlistarfélag Reykjanesbæjar standa saman að tónleikum þar sem gítarleikarinn Arnaldur Arnarson leikur nokkrar af fegurstu perlum klassískrar gítartónlistar, m.a. verk eftir Johann Sebastian Bach, Heitor Villa-Lobos og Isaac Albéniz. Tónleikarnir verða fimmtudaginn 10. nóvember kl.19.30 í tónleikasalnum Bergi í Hljómahöll. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Gengið verður inn um inngang Tónlistarskólans.

Arnaldur Arnarson fæddist í Reykjavík árið 1959 og hóf gítarnám í Svíþjóð tíu ára gamall. Hann sótti síðan gítarnám í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og lauk þar námi vorið 1977. Hann stundaði framhaldsnám í Englandi og á Spáni, þar sem helstu kennarar hans voru Gordon Crosskey, John Williams, George Hadjinikos og José Tomás. Með sigri í 21. alþjóðlegu “Fernando Sor” gítarkeppninni í Róm 1992 og með einleikstónleikum á Listahátíð í Reykjavík sama ár skipaði Arnaldur

Næstu sýningar: 4.sýning 5.sýning 6.sýning 7.sýning 8.sýning 9.sýning

Fimmtud. 10.nóv kl.20.00 Laugard. 12.nóv kl.17.00 Sunnud. 13.nóv kl.17.00 Mánud. 14.nóv kl.20.00 Miðvikud. 16.nóv kl.20.00 Fimmtud. 17.nóv kl.20.00

MEISTARAFLOKKUR KVENNA

KEFLAVÍK - GRINDAVÍK TM-HÖLLIN LAUGARDAGINN 12. NÓVEMBER KL. 16:30

MÆTUM OG STYÐJUM STELPURNAR!

sér á bekk með fremstu tónlistarmönnum Íslands. Hann hefur margoft komið fram á Íslandi og haldið tónleika í Evrópu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Suður Ameríku. Arnaldur hefur um árabil kennt gítarleik og verið aðstoðarskólastjóri við Luthier Tónlistar- og dansskólann í Barcelona en hyggst starfa meira á Íslandi næstu misseri. Hann hefur haldið námskeið í tónlistarflutningi víða um heim og setið í dómnefndum í alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Skemmtilegt samstarf hefur myndast milli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Arnaldar á síðustu mánuðum. Kennarar skólans fengu athyglisverðan fyrirlestur hjá Arnaldi í fræðsluog kynnisferð sinni til Barcelona s.l. sumar og gítarnemendur skólans hafa í þessari Íslandsferð Arnaldar, fengið masterklass-kennslu hjá honum.


HÖRKU JEPPASÝNING LAUGARDAG Rexton er hörku jeppi fyrir íslenskar aðstæður. Verð frá

5.190.000 kr.

Bíll á mynd: Rexton HLX 33”, breyttur

Verð frá Stílhreinn, ríkulega búinn og fjórhjóladrifinn.

4.190.000 kr.

Verð frá Frábært verð, ríkulega búinn og fjórhjóladrifinn.

3.490.000 kr.

Frumsýnum 33” breyttan Rexton og hörkuflotta Tivoli og Korando Laugardaginn 12. nóvember, sláum við upp hörku sýningu á SsangYong jeppum í Reykjanesbæ. Jepparnir frá SsangYong standast allan samanburð og það skín í gegn að ekkert hefur verið sparað við þá í frágangi, búnaði og þægindum. Þeir hafa sannað sig rækilega og eru því kjörnir fyrir vegi og veðurfar á Íslandi – alvöru jeppar. Kíktu í kaffi og með því og skoðaðu hörkufrábæra jeppa frá SsangYong – opið frá klukkan 12:00 til 16:00 í dag. Verið velkomin í reynsluakstur. | benni.is Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Opnunartímar Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 12:00 til 16:00


22

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

AÐSENT

Takk fyrir! Páll Magnússon Oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi skrifar.

ið erum réttri leið!

a kjörtímabili þarf að viðhalda þeim árangri sem náðst g um leið, styrkja innviði kjördæmisins.

num leggja okkar af mörkum til að brýn málefni misins verði sett á oddinn.

m áfram því sem vel gengur – við erum á réttri leið!

x við D í kosningunum á laugardaginn.

Ég vil koma á framfæri kærum þökkum til ykkar allra sem studduð Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum um síðustu helgi. Við unnum umtalsverðan sigur; fengum 31,5% atkvæða sem er næst mesta fylgi sem flokkurinn hefur hlotið frá því að Suðurkjördæmi varð til í núverandi mynd árið 2003. Einungis 2007 fékk flokkurinn meira fylgi. Þetta er rúmlega 11% fylgisaukning frá kosningunum 2013; við náðum fjórum kjördæmakjörnum þingmönnum og endurheimtum stöðu okkar sem stærsti flokkur kjördæmisins. Langstærsti. Fyrir þetta er ég auðvitað þakklátur öllum þeim sem kusu flokkinn - en einkum og sér

í lagi öllum þeim sem studdu hann líka með ráðum og dáð. Fjöldi fólks stóð með flokknum til sóknar og varnar; mætti á fundi og lét í sér heyra; mætti á kosningaskrifstofur okkar og hellti upp á kaffi og bakaði kökur; talaði máli flokksins gagnvart vinum og ættingjum og tók þátt í skipulagðri kosningabaráttu með úthringingum og öðru starfi. Fyrir mig, byrjandann í flokksstarfinu, var það hrein opinberun að verða vitni að þessum þrótti og baráttuvilja. Ég sannfærðist um að í öllum þessum virku stuðningsmönnum felst meginstyrkur Sjálfstæðisflokksins umfram aðra flokka. Kærar þakkir til ykkar allra!

VG þakkar fyrir sig í Suðurkjördæmi

Ari Trausti Guðmundsson skrifar.

Við öll skulum ekki eyða miklum tíma í að leita að sigur vegara kosninganna og rökstyðja valið. Sitt sýnist hverjum og einum. Fyrir okkur í VG skiptir mestu máli að staða hreyfingarinnar í pólitíska landslaginu er góð og við náðum gleðilegum árangri í Suðurkjördæmi, svo dæmi sé tekið. Hann er ákall um að VG geri allt sem unnt er í valdi hreyfingarinnar til að bæta lífskjör íbúanna og búa í haginn fyrir breytingar á deiliskipulagi auðs og valda, og líka fyrir margþætt átak í umhverfis- og loftslagsmálum. Telja má að vegferð stjórnarflokkanna tveggja í kosningunum, með um 40% kjörfylgi, og svo 60% atkvæða greidd öðrum framboðum, merki að stór hluti landsmanna hafnar harðri hægri stefnu sem hefur ríkt á kostnað félagshyggju um árabil. Úrslitin merkja einnig að mörg okkar krefjast viðsnúnings og samhjálpar. Við viljum að bætt sé strax fyrir niðurskurð fjár til samfélagsþjónustunnar, nú þegar

þokkalega árar, og enn fremur að horft í alvöru sé til jöfnuðar og jafnréttis. Það nægir að nefna málefni heilsugæslu og sjúkrahúsa og brýnar úrbætur í öldrunarþjónustu, jafnt sem kjarabætur til handa öryrkjum og eldri borgurum. Eða á að nefna menntamál og samgöngur? Húsnæðismál...? Nú í byrjun nóvembermánaðar er óljóst hvernig fer um myndun ríkisstjórnar en ljóst að margs konar málamiðlanir þarf til. Þingið verður að geta starfað á meðan og ef allt um þrýtur verður kosið á ný. Vinstri-græn bera mikla ábyrgð á hvernig fer og verða að axla hana. Við innan VG í Suðurkjördæmi þökkum fyrir stuðning og atkvæði og frambjóðendurnir þakka fyrir vinnu og allan atbeina sem gerði að verkum að kosningavinnan gekk upp með þeim árangri að þar er nú þingmaður hreyfingarinnar og öflugir varaþingmenn til taks. Í næstu umferð uppskerum við vonandi eins og sáð verður.

Þakkir til kjósenda í Suðurkjördæmi Innilegar þakkir til ykkar sem studduð Samfylkingunajafnaðarmannaflokk Íslands í nýafstöðnum kosningum. Þar með hlaut ég endurnýjað umboð til að vera þingmaður Suðurkjördæmis og heiti þvi Oddný G. að standa undir þeirri ábyrgð Harðardóttir, sem því fylgir. Verkefnin eru þingmaður mörg og ég hlakka til að vinna Samfylkmeð ykkur á kjörtímabilinu að ingarinnar í Suðurkjör- bæta hag landsmanna og íbúa dæmi skrifar. Suðurkjördæmis. Ég tók við sem formaður Samfylkingarinnar tæpum fimm mánuðum fyrir kosningar. Á þeim stutta tíma tókst ekki að snúa við erfiðri stöðu flokksins og ekki þarf að taka það fram að niðurstaða kosninganna er mér mikil vonbrigði. Viðbrögð mín við þeirri afgerandi niðurstöðu var að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar. Afsögn formanns við slíkar aðstæður er ekki hefð hér á landi en tíðkast í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við. Ég veit að sum ykkar sem studduð mig

í formannskosningunni eruð ekki sátt við þessa ákvörðun en að mínu mati var hún óhjákvæmileg fyrir þá uppbyggingu innan flokksins sem framundan er. Þó að Samfylkingin hafi ekki náð árangri í þessum kosningum þá kemur dagur eftir þennan dag og við höldum baráttunni áfram. Það mun aldrei skapast sátt í samfélagi þar sem lífskjör eru eins ójöfn og hér er raunin og blasir við hverjum sem vill sjá. Nú eru það sérhagsmunir sem hafa almannahagsmuni undir og það verðum við að stöðva. Það er því afar mikilvægt að byggja upp starf öflugs jafnaðarmannaflokks að nýju. Ég mun leggja mig alla fram við þá vinnu sem framundan er við að efla Samfylkinguna, því sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að rödd jafnaðarmanna heyrist kröftuglega í íslenskum stjórnmálum og á Alþingi.

Móta ferðamálastefnu fyrir Reykjanesbæ ●●Bæjarbúum gefinn kostur á að taka þátt í mótun stefnunnar Unnið hefur verið að mótun ferðamálastefnu fyrir Reykjanesbæ síðan í vor á vegum ferðamálateymis. Drög að stefnunni voru lögð fram á fundi bæjarráðs í síðustu viku og á miðvikudaginn í næstu viku verður haldinn opinn fundur í Duus Safnahúsum þar sem íbúum og ferðaþjónustuaðilum gefst kostur á að kynna sér stefnuna og koma að mótun hennar. Að sögn Hrafhildar Ýrar Hafsteinsdóttur, verkefnastjóra ferðamála hjá Reykjanesbæ, skipar ferðaþjónustan æ stærri sess í bænum og því góð tímasetning núna til að móta stefnu í málaflokknum til framtíðar. „Það hefur verið mikil og jákvæð uppbygging hjá okkur. Reykjanesbær hefur ekki farið varhluta af fjölgun ferðamanna og ferðavenjur eru að breytast, mikið til okkur í vil og við erum að bregðast við því. Hér hefur fyrirtækjum í ferðaþjónustu fjölgað og fjölbreyttari afþreying er í boði. Við finnum því að gestir eru farnir að dvelja lengur á svæðinu.“ Undirbúningsvinna teymisins hefur gengið út á að gera stefnu bæjarins þannig úr garði að hún taki mið af

Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir, verkefnastjóri ferðamála hjá Reykjanesbæ.

þörfum heimamanna, sé atvinnuskapandi, efli þol umhverfisins, sjálfbærni og skilgreini vel hlutverk bæjarfélagsins í ferðaþjónustu. „Við vonum að sem flestir mæti á fundinn því við viljum fá að heyra hvernig bæði ferðaþjónar og almenningur vilja sjá bæinn

sinn vaxa og dafna í tengslum við ferðaþjónustuna.“ Komist fólk ekki á fundinn en vill taka þátt í mótun stefnunnar þá er hægt að láta rödd sína heyrast með því að senda tölvupóst á netfangið info@visitreykjanes. is.

Afþreying:

„STRANGER THINGS ER SKYLDUÁHORF“

Aron Freyr Kristjánsson er 21 árs Keflvíkingur sem stundar sálfræðinám við Háskólann í Reykjavík. Aroni finnst, eflaust eins og mörgum sem keyra Reykjanesbrautina reglulega, mjög gott að hækka vel í græjunum með góða tónlist í bílnum. Uppáhalds hljómsveit hans er keflvíska reggísveitin Hjálmar en hann heldur líka mikið upp á Villa Vill. Þegar tími gefst nýtir Aron tímann vel í að stunda crossfit og vera með vinum og fjölskyldu. Bókin

Frá því ég byrjaði í skólanum í haust hefur ekki gefist mikill tími til þess að lesa mér til gamans en góðar bækur hafa þurft að víkja fyrir skólabókum. Síðasta bók sem ég las var Útlaginn eftir Jón Gnarr. Það var mjög áhugaverð lesning en þar segir Jón frá unglingsárum sínum á Núpi í Dýrafirði. Ég sé ekki fram á að hafa mikinn tíma í yndislestur á næstunni þar sem prófatíðin er á næsta leiti. Ég vona þó að einhver góð bók leynist í jólapakkanum í ár.

Tónlist

Ég hlusta mikið á tónlist og hef alltaf gert. Ég byrjaði að spila á gítar þegar að ég var 9 ára gamall og spila enn. Ég nýti hvert einasta tækifæri til að hlusta á tónlist. Upp á

síðkastið hef ég verið að keyra Reykjanesbrautina mun oftar en ég nenni en þá er gott að hækka vel í græjunum með góða tónlist. Hljómsveitin Hjálmar er mín uppáhalds hljómsveit og mun líklegast alltaf vera. Ég hlusta aðallega á gamla íslenska og erlenda tónlist. Ég held mest upp á Villa Vill. Einnig held ég mikið upp á John Mayer, þvílíkur snillingur.

Sjónvarpsþáttur

Þegar ég á dauðan tíma þá er ekkert betra en að setjast niður fyrir framan sjónvarpið og horfa á góðan þátt. Uppáhalds þættirnir mínir þessa dagana eru Black Mirror eftir Charlie Brooker, en það var að byrja ný sería. Virkilega áhugaverðir og vandaðir þættir. Nýlega var ég að klára tvær þáttaseríur á Netflix en það voru Narcos sem eru um kólumbíska eiturlyfjabaróninn Pablo Escobar og Stranger Things, sem eru virkilega góðir Sci-Fi þættir. Skylduáhorf fyrir þá sem hafa gaman af góðum þáttum.

Auglýsingasíminn er 421 0001


Rétti tíminn til að koma lagi á elhúsið fyrir jól

Búsáhaldadagar

& Búsáhaöfltdæki smár

Afsláttur af gæðavörum frá þekktum framleiðendum

Tefal hefur verið hjá Ormsson í 25 ár, og það köllum við meðmæli.

25% afsláttur

Jamie Oliver Tefal-Professional 28 cm

Jamie Oliver Tefal-panna með höldum - 30 cm

Jamie Oliver-sett

Úrval eldhústækja

Vertical roaster Franskt merki sem kokkarnir þekkja

15% afsláttur

Grillpönnur

Cocottes

Nordica hefur verið hjá Ormsson um árabil og vörurnar frá þeim halda áfram að koma á óvart.

25% afsláttur

Smoothie Twister

Eggjasuðuvél

Hraðsuðuketill

Poppvél

Kaffivél sem sýður vatnið

Eldhús-áhöld Merki sem framleiðir hagnýtar lausnir fyrir heimilið á fínu verði.

20% afsláttur

Eldhús-áhöld

AEG þekkja flestir Íslendinga enda hafa þeir þjónað okkur í yfir 90 ár.

25% afsláttur

Töfrasproti Kaffivél með tímastillingu

Expresso-kaffivél

Hraðsuðuketill

Blandari

FYRIR HEIMILIN Í LANDINU

Opnunartímar: Virka daga kl. 10-18. Laugardaga kl. 11-14.

HAFNARgötU 23 REYkjANEsbæ · sÍMI 421-1535

Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði


24

VÍKURFRÉTTIR

fimmtudagur 10. nóvember 2016

Hausti fagnað hjá Hrafnistu á Nesvöllum

■■Það var glatt á hjalla í haustfagnaði heimilisfólks, aðstandenda og starfsmanna Hrafnistu á Nesvöllum á dögunum. Eins og við greindum frá í síðasta blaði þá var jafnframt haldinn haustfagnaður á Hlévangi á dögunum þar sem veislustjórn var í höndum Ladda, Þórhalls Sigurðssonar. Laddi hélt uppi sama fjörinu á Nesvöllum þar sem hann var með ýmis uppátæki, söng og gamansögur. Þá var boðið upp á alíslenska kótilettuveislu og mikinn hlátur og gleði. Myndirnar tók Hreinn Magnússon á haustfagnaðinum.

„Hann tefldi til að vinna“ ●●Farandbikar til minningar um skákmanninn Svein Gunnar Gylfason sem lést 16 ára gamall árið 1983

Sveinsbikarinn var afhentur í fyrsta sinn á Íslandsmóti 20 ára og yngri í skák, sem fram fór um síðustu helgi. Bikarinn er til minningar um Keflvíkinginn Svein Gunnar Gylfason. Sveinn lést árið 1983, aðeins 16 ára gamall og hafði þá náð eftirtektarverðum árangri í skákíþróttinni enda var hann mikill keppnismaður. Hann veiktist skyndilega þegar hann var að keppa á skákmóti í Garðabæ og lést nokkrum dögum síðar. Sveinn

Sveinn Gunnar Gylfason lærði mannganginn aðeins fimm ára gamall. Hann náði einstökum árangri í skák og varð Íslandsmeistari í flokki 20 ára og yngri þegar hann var 14 ára. Hann lést 16 ára gamall. Í ár voru liðin 50 ár frá fæðingardegi hans.

fæddist í apríl árið 1966 og voru því liðin fimmtíu ár frá fæðingardegi hans fyrr ár árinu og vildi fjölskylda Sveins minnast hans með þessum hætti. „Sveinn var mikill húmoristi, stríðinn og skemmtilegur strákur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, móðir Sveins. Hún kenndi honum mannganginn þegar hann var fimm ára. „Honum fannst skákin strax skemmtileg og við tefldum mikið saman fyrsta árið. Hann var mikill baráttumaður og vildi alltaf vinna.“ Í fjölskyldunni eru margir áhugamenn um skák og var mikið teflt á heimilinu. Móðurafi hans, Jón Sæmundsson, var líka mikill áhugamaður um skák og fóru þeir saman á æfingar hjá Skákfélagi Keflavíkur. „Með tímanum tókst Sveini að vinna alla í kringum sig; pabba sinn, afa, bróður og fleiri. Hann skoraði á alla sem komu í heimsókn og fékk mikla þjálfun út úr því. Hann hafði svo gaman af leiknum og vildi vinna, enda var hann að spila til þess,“ segir Guðrún. Sveinn varð unglingameistari Íslands í flokki 20 ára og yngri árið 1980, aðeins 14 ára gamall og mun hann vera sá yngsti sem borið hefur þann titil. Sveinn bjó með fjölskyldu sinni í Kaupmannahöfn frá 1978 til 1979 og varð þá unglingameistari í sínum aldursflokki og hafnaði í öðru sæti á unglingameistaramóti Danmerkur. Sveinn fór með föður sínum á einvígi Boris Spassky og Robert Fisher sem haldið var í Laugardalshöllinni 1972 og var það stór stund fyrir skákmanninn unga.

Handverksmarkaður í Duus fyrir jól Systkinin Sveinn Gunnar, Gylfi Jón og Bára Kolbrún.

Íslandsmót 20 ára og yngri fór fram um síðustu helgi. Mótið var til minningar um Svein Gunnar Gylfason, skákmann úr Keflavík, sem lést árið 1983, aðeins 16 ára gamall. Fjölskylda Sveins gaf Sveinsbikarinn sem veittur var í fyrsta sinn á mótinu. Bárður Örn Birkisson, 16 ára, sigraði á mótinu og tók við Sveinsbikarnum frá fjölskyldu Sveins. Á myndinni má sjá Báru Kolbrúnu Gylfadóttur, systur Sveins heitins og foreldra hans, þau Guðrúnu Jónsdóttur og Gylfa Guðmundsson. Unga stúlkan á myndinni er dóttir Báru og heitir Matthildur.

■■Duus Safnahús eru að auglýsa eftir þátttakendum í jólamarkaði sem haldinn verður í Stofunni í Bryggjuhúsi Duus Safnahúsa helgina 26. til 27. nóvember. Leitað er eftir handverki og ýmsu slíku, helst eigin framleiðslu og stefnt er að sem fjölbreyttustu úrvali. Nokkrir áhugasamir eru nú þegar búnir að skrá sig en örfá borð eru ennþá laus. Borðið kostar 3000 krónur yfir helgina og opið verður frá klukkan 12:00 til 17:00. Áhugasamir sendi póst með lýsingu og mynd af því sem þeir hyggjast selja á duushus@ reykjanesbaer.is fyrir 16. nóvember.

Auglýsingasíminn er

421 0001


fimmtudagur 10. nóvember 2016

MIKIL VINNA LIGGUR AÐ BAKI HVERJUM KRANSI ●●Jólakransar Lionessa skila milljónum króna til líknarmála í Reykjanesbæ

„Við erum hérna að hnýta kransana sem við ætlum að selja bæjarbúum. Þetta er árleg fjáröflun hjá okkur Lionessum sem við höfum haft í 20 ár,“ segir Eydís B. Eyjólfsdóttir Lionessa í samtali við blaðamann Víkurfrétta. Hópur Lionessa var saman kominn í húsnæði Rauða Krossins í Reykjanesbæ til að leggja lokahönd á þessa stóru, árlegu fjáröflun. Konurnar í Lionessuklúbbi Keflavíkur fara árlega fyrir jólin í fyrirtæki og til einstaklinga og selja veglega jólakransa sem eru hnýttir með sælgætismolum. Gunnþórunn Gunnarsdóttir segir að í gegnum árin hafi klúbburinn gert kransa úr ýmis konar sælgæti. Undanfarin ár hafa þær verið að nota erlent sælgæti í kransana en í ár eru jólakransarnir gerðir úr íslensku sælgæti að viðbættum nokkrum úrvals erlendum molum. Í ár eru það Freyju konfektmolar sem prýða kransana ásamt fallegum slaufum. „Það er gaman að starfa að þessu og fólk tekur okkur svo vel,“ segir Eydís og bætir við að allur ágóði af jólakransasölunni renni til líknarmála. Þar hefur Lionessuklúbbur Keflavíkur látið til sín taka og bara á síðasta ári voru veittir styrkir upp á 2,3 milljónir króna til ýmissa líknarmála, eins og

25

VÍKURFRÉTTIR

sjá má í grein frá Lionessum í blaði dagsins. „Núna treystum við á sömu góðu móttökurnar og hlökkum til að hitta fólk í bænum og bjóða því þetta sem við erum að gera.“ Lionessuklúbbur Keflavíkur leggur mikla vinnu í þessa fjáröflun, sem tekur um einn og hálfan mánuð frá upphafi til enda. „Við keppumst við allar sem ein að gera þetta sem best,“ segir Gunnþórunn. Mikil vinna liggur að baki hverjum kransi. Þannig þarf að búa til hringina, hnýta slaufur og hnýta allt konfektið á en fjölmargir molar eru á hverjum kransi. Kransarnir skipta einnig hundruðum sem þær Lionessur framleiða en árlega selja þær um 400 kransa til bæjarbúa og á fleiri staði. Þannig fara árlega nokkrir kransar í langt ferðalag út í heim til Íslendinga erlendis, sem finnst ómissandi að fá jólakrans með sælgæti. „Við erum með marga fasta viðskiptavini sem hafa verið með frá upphafi og alltaf eru að bætast nýir við,“ segir Gunnþórunn og bætir við: „Þetta er líka tilvalið til jólagjafa fyrir þá sem eiga allt.“ Lionessuklúbbur Keflavíkur er eini Lionessuklúbbur landsins. Klúbburinn er hluti af Lions-hreyfingunni og

Lionsklúbbur Keflavíkur er föðurklúbbur Lionessuklúbbsins. Lionessurnar kjósa að starfa áfram með óbreyttu formi en kosið er um það árlega hvort ganga eigi inn í Linosklúbb. „Við erum stoltar af því að vera Lionessur og ætlum að vera það áfram,“ segir Eydís. Starf Lionessa gengur mest út á fjáraflanir og að láta gott af sér leiða - gera eitthvað gott fyrir bæjarfélagið. „Við veitum hvor annarri mikla ánægju með því að vera í þessum klúbbi. Við erum allar miklar vinkonur,“ segir Eydís. Gunnþórunn bætir því við að í dag séu félagskonur 50 talsins. Þær hafi flestar orðið 54 og eru á öllum aldri. Sú yngsta er fertug og elsta 85 ára. Lionessur funda einu sinni í mánuði á Hótel Keflavík. Þær Eydís og Gunnþórunn segja að allar konur séu velkomnar í klúbbinn. Þær sem hafa áhuga á að ganga í Lionessuklúbbinn hafi bara samband og fái að koma á fund til að kynna sér starfið og geti orðið félagar eftir tvo til þrjá fundi. Fyrir ykkur sem viljið fá sælgætiskrans frá Lionessum í Keflavík þá fylgja hér þrjú símanúmer sem má hringa í til að panta krans. Gunnþórunn 895-1229, Eydís 893-3400 og Jóhanna 844-7057.

ATVINNA Á TÆKNISVIÐI Við leitum að starfsmanni í gagnaver Verne að Ásbrú, sem er tilbúinn að takast á við ögrandi og spennandi starfsumhverfi. Viðkomandi verður þátttakandi í uppbyggingu sem krefst aðlögunarhæfni, áhuga og vilja til að tileinka sér nýja þekkingu og tækni.

TÆKNIMAÐUR Á TÆKNISVIÐI. MEÐ IÐNMENNTUN Á SVIÐI VÉL- OG/EÐA RAFBÚNAÐAR Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á sviði rafkerfa og/ eða vélbúnaðar. Góð enskukunnátta er skilyrði. Umsóknarfrestur er til 24. nóvember 2016, viðkomandi þarf að geta hafi störf sem fyrst. Fyrirspurnir um nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til albert@verneglobal.com.

Sælgætiskransar Lionessa skiluðu Ljós og hiti 2,3 milljónum til góðgerðarmála TY2007W Vinnuljóskastari á telescope fæti 400W ECO pera

Kæru Suðurnesjamenn og aðrir velunnarar. Við félagar í Lionessuklúbbi Keflavíkur færum ykkur hjartans þakkir fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt fjáröflunarverkefni okkar sem er sala á sælgætishringjum. Nú er vetrarstarfið hafið og við hnýtum sem aldrei fyrr því þörf margra samborgara okkar er brýn. Á liðnu ári tókst okkur með ykkar hjálp að safna rúmlega 2,3 miljónum króna. Á bak við þessa fjárhæð er mikil vinna Lionessukvenna. Með peningunum gátum við styrkt marga einstaklinga og samtök. Stuðningur ykkar er ómetanlegur og vonum við að áframhald verði á góðum móttökum. Styrkir voru veittir í eftirtöld verkefni: Tvær spjaldtölvur til sérdeildar Fjölbrautaskóla Suðurnesja Litabækur í grunnskóla, fræðsluefni um eldvarnir Velferðarsjóður Keflavíkurkirkju Ung kona með krabbamein Ungur drengur með krabbamein Lítil telpa með krabbamein Drengur með krabbamein

5.390

TY2007X Vinnuljóskastari ECO perur 2x400W tvöfaldur á fæti

6.590

TY2007K Vinnuljóskastari m handf 400W ECO pera, 1,8m snúra

T38 Vinnuljós

3.290 5.590

SHA-2625 Vinnuljóskastari Rone 28W m. innst. blár. 1,8m snúra

6.990

Rafmagnshitablásari 5Kw 3 fasa

12.830

Rafmagnshitablásari 9Kw 3 fasa

17.990

SHA-8083 3x36W Halogen

Frá kransagerð Lionessa nú í vikunni. VF-mynd: Hilmar Bragi

Félag aðstandenda Alzheimersjúkra Hjartveikur drengur Nordic Orchestra, samvinnuverkefni Nes íþróttafélag vegna bochia-móts Mottumars Fatlaður ungur maður til kaupa á hjóli Ungur maður með MND styrktur til kaupa á bíl Tveir hægindastólar á Hlévang

Færanlegur hárþvottabakki á Nesvelli Styrkur til langveiks drengs Unglingaskipti Lions

16.990

Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Auglýsingasíminn er Fyrir hönd líknarnefndar Lionessukvenna 2015-2016, Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Þorbjörg Pálsdóttir

421 0001


26

VÍKURFRÉTTIR

Þrír Keflvíkingar á leið á HM unglinga í Taekwondo ■■Þeir Daníel Arnar Ragnarsson, Ágúst Kristinn Eðvarðsson og Svanur Þór Mikaelsson úr Taekwondo deild Keflavíkur munu keppa á Heimsmeistaramóti Unglinga í Taekwondo sem haldið verður í kanadísku borginni Burnaby dagana 16. til 20. nóvember næstkomandi. Þessir ungu drengir eru mjög efnilegir og eru allir margfaldir Íslandsmeistarar í íþróttinni. Daníel Arnar er 15 ára og mun keppa í flokki -48 kg. Hann er einnig Scottish Open meistari. Ágúst Kristinn er líka 15 ára og Scottish Open meistari auk þess að vera þrefaldur Norðurlandameistari, RIG meistari og bronshafi á Evrópumótinu 2015. Hann keppir í flokki -45 kg. Svanur Þór er 16 ára og keppir í flokki -68 kg. Hann er einnig Scottish Open og RIG meistari auk þess að vera þrefaldur Norðurlandameistari. Hægt verður að fylgjast með gengi strákanna á mótinu á Facebook síðunni „HM taekwondo í Kanada 2016.“

Þrjár úr Keflavík teknar inn í landsliðshópinn ■■Loka æfingahópur A landsliðs kvenna í körfubolta var kynntur í gær en þar eru þrír leikmenn úr Keflavík sem ekki hafa spilað með A landsliðinu áður. Það eru þær Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Thelma Dís Ágústsdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir en þær hafa leitt Keflavíkurliðið í Domino´s deild kvenna og spilað frábærlega það sem af er tímabili.Í nóvember fara fram tveir síðustu landsleikirnir í undankeppni EM, EuroBasket 2017. Sá fyrri verður þann 19. gegn Slóvakíu á útivelli en svo tekur Ísland á móti Portúgölum í Laugardalshöllinni þann 23. nóvember. Aðrir leikmenn í hópnum sem koma frá Suðurnesjaliðum eru þær Ingibjörg Jakobsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir úr Grindavík og Salbjörg Ragna Sævarsdóttir úr Keflavík.

Þekkir þú þær? Þær hverjar? Jú, stelpurnar sem slógu í gegn í sumar og þær heita Amber, Anita Lind, Arndís Snjólaug, Arna Lind, Auður, Birgitta, Brynja, Eva Lind, Guðrún Lísa, Íris Una, Jóney Ósk, Katla María, Kristrún Ýr, Ljiridona, Margrét Hulda, Ólöf, Sarah Magdalene, Sigurbjörg, Sólveig, Sveindís Jane, Una Margrét og Þóra Kristín. En hverjar eru þær? Þessar ungu konur eru framtíð knattspyrnunnar í Keflavík. Í sumar náðu þær glæsilegum árangri undir stjórn Gunnars M. Jónssonar, þjálfara. Voru aðeins hársbreidd frá því að ná sæti í Pepsi deild kvenna á næsta ári. Framtíðin er björt og mikill efniviður til staðar í Keflavík til að byggja öflugt kvennaknattspyrnulið til framtíðar. Viljinn er fyrir hendi. Við leitum til Keflvíkinga og annara velunnara kvennaknattspyrnunnar til að styðja

okkur til góðra verka á komandi tímabili og óskum eftir stuðningi ykkar til að halda áfram uppbyggingu á liðinu okkar. Á næstu dögum mun birtast í heimabanka stuðningsmanna Keflavíkur valkvæður greiðsluseðill til styrktar kvennaknattspyrnunni. Við biðjum ykkur að taka þátt í verkefninu með okkur. Þeim sem ekki fá greiðsluseðil er bent á reikning númer 0121-26015188 kt. 541094-3269 ef þið hafið áhuga á að styrkja stelpurnar okkar. Með fyrirfram þökk. Áfram Keflavík. Jón Benediktsson Formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur

fimmtudagur 10. nóvember 2016

Háspennuleikir í Maltbikarnum ●●Clinch með sigurþrist á lokasekúndunni Á sunnudag og mánudag fóru fram 32 liða úrslit í Maltbikarkeppni karla í körfubolta og 16 liða úrslit kvenna í sömu keppni. Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur unnu sína leiki og komust áfram. Keflavík sigraði Njarðvík í spennandi leik fyrir fullu Sláturhúsi. Kvennalið Grindavíkur sigraði Njarðvík í Mustad höllinni, 85-70, en þjálfaraskipti voru gerð hjá liðinu fyrir leikinn þar sem Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, tók við af Birni Steinari Brynjólfssyni, sem var sagt upp störfum. María Ben Erlingsdóttir spilaði vel og skoraði 21 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Lykilleikmaður Njarðvíkur, Carmen Tyson-Thomas meiddist í leiknum og spilaði ekki eftir það. Óvíst er hve lengi hún verður frá. Karlalið Grindavíkur sló ríkjandi bikarmeistara Stjörnunnar út í miklum spennuleik, 86-82. Lewis Clinch skoraði glæsilega, langa þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu leiksins sem tryggði Grindavík sigur eftir að Ólafur Ólafsson hafði stolið boltanum af Stjörnumönnum. Eftir leikinn kom í ljós í myndbandsupptöku RÚV að Ólafur hafði stigið út af vellinum og hefði því karfa Clinch ekki átt að vera gild. En úrslitin stóðu og Grindavík fer áfram í bikarkeppninni. Í Keflavík fór fram nágrannaslagur milli Keflavíkur og Njarðvíkur sem

endaði með sigri heimamanna, 97-91. Víkurfréttir sýndu leikinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvef Víkurfrétta, beint.vf.is, og vakti það mikla lukku körfuboltaunnenda sem ekki komust á leikinn. Keflvíkingurinn og kempan Falur Harðarson og Njarðvíkingurinn

Eyþór Sæmundsson sáu um að lýsa leiknum, sem var spennandi áhlaupaleikur þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en alveg í lokin. Reggie Dupree var hetja Keflvíkinga og leiddi liðið sóknarlega ásamt því að spila frábæra vörn.

Tómas Ingi hefur samið við Þrótt Knattspyrnudeild Þróttar í Vogum hafa samið við Tómas Inga Urbancic um að leika með liðinu á næsta tímabili. Tómas kom til Þróttar sem lánsmaður á síðasta sumri og skoraði 7. mörk í 8 leikjum. Tómas er 20 ára og kemur frá HK en hann var einnig á mála hjá Reading á sínum tíma. Að sögn Brynjars Gestssonar, þjálfara Þróttar, er þetta mikill liðsstyrkur fyrir komandi tímabil. „Tómas er ekki bara góður leikmaður, yngri iðkendur félagsins fá glæsilega fyrirmynd til að

líta upp til í framtíðinni. Fyrir hjá félaginu er ákveðinn kjarni leikmanna með gæði og markmið okkar verður að halda og bæta við metnaðarfullum leikmönnum, og fá unga leikmenn til félagsins sem langar að bæta sig sem knattspyrnumenn og taka þátt í því að koma Þrótti Vogum á kortið,“ sagði Brynjar. Þróttur Vogum spilar í 3. deildinni og endaði liðið í fimmta sæti með 27 stig í sumar. Félagið kom upp úr 4. deild haustið 2015.

Tómas Ingi í leik með Þrótti

SMÁAUGLÝSINGAR

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

Kvennalið Keflavíkur var hársbreidd frá því að komast upp í efstu deild í sumar.

Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma,

Anna Jónsdóttir,

Skólavegi 24, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hlévangi, laugardaginn 5. nóvember. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 15. nóvember kl:13:00. Sighvatur Svan Skúlason, Ása Skúladóttir, Guðfinna Sesselja Skúladóttir, Bryndís Skúladóttir, Svanhildur Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

Valorie Skúlason, Karl Taylor, Sigurður T. Garðarsson, Magnús S. Björnsson, Hörður J. Geirsson,

Þriðjudaginn 15.nóvember, er 90 ára Ásdís Guðbrandsdóttir, Skagabraut 44a, Garði. Laugardaginn 19.nóvember tekur hún á móti gestum í sal Myllubakkaskóla milli kl. 15 og 18.

á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnukirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84

SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER KL. 11:00 Messa og sunnudagaskóli. Súpuþjónar og fermingarforeldar reiða fram súpu og brauð sem Sigurjónsbakarí gefur. Kórfélagar og Arnór organisti sjá um tónlistina. Sr. Erla þjónar ásamt messuþjónum. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER KL. 17:30-21:00 Skapandi starf - söng- og leiklistarstarf fyrir börn 7-16 ára

Afmæli

Verið velkomin

FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER KL. 20:00 Sigurður Sævarson, tónskáld og bæjarlistamaður, býður til kórtónleika. Scola cantorum, kammerkór Hallgrímskirkju flytur verk eftir Sigurð.

MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER KL. 12:00 Kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar. Súpa og brauð i boði.

Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Skyggilýsingarfundur Þórhallur Guðmundsson verður með opinn miðilsfund fimmtudaginn 17. október í húsi félagsins að Víkurbraut 13 í Keflavík. Aðgangseyrir er kr. 2000,Upplýsingar í síma 421-3348.

MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER KL. 15:45-17:30 Fermingarfræðsla fyrir stelpur í KFUM&KFUK húsinu FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER KL. 15:45-17:30 Fermingarfræðsla fyrir stráka í KFUM&KFUK húsinu


fimmtudagur 10. nóvember 2016

27

VÍKURFRÉTTIR

Guðmundur Juanito Ólafsson, lyfti 103 kg í snörun og 132 kg í jafnhendingu og lenti í 4. sæti í sínum flokki, 20 ára og yngri -94 kg. Mynd/Lyftingasamband Íslands.

Stefnir á pall fyrir landsliðið ●●„Í lyftingum sér maður mjög oft bætingar,“ segir Guðmundur Juanito Ólafsson Guðmundur Juanito Ólafsson byrjaði að æfa ólympískar lyftingar hjá UMFN fyrir einu og hálfu ári síðan og er strax kominn í landslið 20 ára og yngri. Hann hafnaði í 4. sæti á Norðurlandamótinu sem haldið var í Hafnarfirði nýlega en þar lyfti hann 103 kg í snörun og 132 kg í jafnhendingu. Guðmundur stefnir á að komast á pall fyrir landsliðið. Guðmundur er frá Reykjanesbæ og á ættir að rekja til Filippseyja. Hann gerði garðinn frægan með liði Holtaskóla í Skólahreysti en hans lið sigraði þrjú ár í röð, 2011, 2012 og 2013. Hann æfði fótbolta í mörg ár með Keflavík en ákvað svo að tími væri kominn til að prófa eitthvað nýtt. „Í lyftingum er maður mjög oft að sjá bætingar. Ég fór í lyftingarnar út af crossfit því mig langaði að verða betri í þeim lyftum sem eru þar. Svo er líka bara svo góður félagsskapur í þessu,“ segir Guðmundur.

Hver er uppáhalds greinin þín í lyftingunum? Mín uppáhalds grein er „clean and jerk“ eða jafnhending. Áttu þér einhverjar fyrirmyndir í íþróttinni? Fyrirmyndirnar mínar eru auðvitað bara þeir sem eru á toppnum í þessari íþrótt. Hver eru þín markmið? Skammtímamarkmið mín eru að bæta mig í þeim lyftum sem keppt er í og langtímamarkið mitt er að lenda á verðlaunapalli fyrir landsliðið. Hvenær er næsta mót? Næsta mót sem ég mun keppa á er í desember og það er jólamótið í ólympískum lyftingum.

Katla hefur sett fjölmörg Íslandsmet á undanförnum misserum og bætti við á Norðurlandamóti unglinga sem haldið var í Hafnarfirði í lok október. VF-mynd/hilmarbragi

Katla setti Íslandsmet á NM ●●Gott gengi lyftingafólks úr UMFN ■■Katla Björk Ketilsdóttir setti Íslandsmet og vann til silfurverðlauna á Norðurlandamóti unglinga í ólympískum lyftingum sem fór fram í Hafnarfirði í lok október. Katla hefur sett fjölda Íslandsmeta undanfarin misseri og bætti enn við þau á NM þegar hún setti met bæði í flokki 17 ára og yngri og 20 ára og yngri með því að lyfta 68 kg í snörun og 83 kg í jafnhendingu. Katla keppir fyrir UMFN og auk hennar kepptu þeir Andri Orri Hreiðarsson og Guðmundur Juanito Ólafsson. Andri keppti í flokki karla 20 ára og yngri -77 kg. Hann lyfti 94 kg í snörun og 115 kg í jafnhendingu og hafnaði í 5. sæti. Guðmundur keppti í flokki karla 20 ára og yngri -94 kg. Hann lyfti 103 kg í snörun og 132 kg í jafnhendingu og endaði í 4. sæti.

PENNAVINUR ÓSKAST Í LEIFSSTÖÐ Óskum eftir harðduglegum og brosmildum starfsmanni í verslun okkar í Leifsstöð.

HÆFNISKRÖFUR •

Um framtíðarstarf er að ræða og er unnið eftir vaktaskipulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Góð tungumálakunnátta

Út í vitann • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg

Áhugasamir vinsamlegast sækið um á heimasíðu Skrímslakisi Eymundsson og er umsóknarfrestur til 17. nóvember nk.

• Góð3.499.almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kosturVerð: 3.499.Verð: •

Rík þjónustulund og jákvæðni

Hæfni í mannlegum samskiptum

Fsafirði - Hafnarstræti 2

Surtsey í sjónmáli

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Verð: 7.499.LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð

Nánari upplýsingar veitir Hildur Halldórsdóttir, hildurh@penninn.is.

Manndómsár

Út í vitann

Verð: 3.299.-

Verð: 3.499.-

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is Austurstræti 18

Álfabakka 16, Mjódd

Hafnarfirði - Strandgötu 31

Ísafirði - Hafnarstræti 2

Skólavörðustíg 11

Kringlunni norður

Keflavík - Sólvallagötu 2

Vestmannaeyjum - Faxastíg 36

Laugavegi 77

Kringlunni suður

Akureyri - Hafnarstræti 91-93

LeifsstöðLeifs Eiríkssonar Flugstöð

Hallarmúla 4

Smáralind

Akranesi - Dalbraut 1

Húsavík - Garðarsbraut 9

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktóber. verslunuUpplýsingar m. Upplýsingeru ar ebirtar ru birtameð r mefyrirvara ð fyrirvaraum umvillur villurog ogmyndabrengl. myndabrengl. lboða er frá 9. ogunmeð

540 2000

Vöoktóber, ruúrval mtil ism andi12. eftiroktóber. ve Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Gildistími tilboða er frá 9. ogunmeð U


Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 Auglýsingasími: 421 0001

Mundi

STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM

facebook.com/vikurfrettirehf

twitter.com/vikurfrettir

Borgarstjórinn og Bó í bítlabænum, en ekki hvað?

instagram.com/vikurfrettir

LOKAORÐ Ragnheiðar Elínar

Í starfi mínu sem ráðherra hef ég búið við þau forréttindi að vera í návígi við nýsköpun nánast alla daga. Ég hef unnið með frumkvöðlum, heimsótt þá og þeir mig, ég hef kynnst þeirra heimi og þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir á hverjum degi. Ég hef unnið þétt með stoðkerfi nýsköpunar, opinberu sem einkareknu, háskólum og fjármögnunaraðilum og höfum við í sameiningu lagt okkur fram um að bæta starfsumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar hér á landi og gera það framúrskarandi. Heimur frumkvöðulsins heillar mig. Það er eitthvað ólýsanlega spennandi við þá tilhugsun að búa eitthvað til, skapa eitthvað, „fatta upp á“ einhverju eins og krakkarnir segja, sjá drauminn verða að veruleika. Þetta er rómantísk hugsun, tilhugsunin um að vera sjálfstæður og frjáls er afar heillandi. Sérstaklega akkúrat í augnablikinu. Og þá er svo gott að hafa fyrirmyndir, fylgjast með sókn og sigrum, læra af mistökum (helst annarra manna mistökum) og verða innblásinn af dugnaði og elju þeirra sem á undan hafa farið. Ein slík fyrirmynd varð á vegi mínum í New York fyrir skömmu - Sigurður Hilmarsson, eða Siggi í „Siggi’s skyr.“ Ég hitti hann reyndar fyrst fyrir rúmum áratug þegar hann sem frumkvöðull var að stíga sín fyrstu skref. Þá var hann nýhættur í þægilegu innivinnunni sinni á fjármálamarkaði í New York, vinnunni sem hann sem hagfræðingur hafði menntað sig til. Eftir að hafa búið um nokkurra ára skeið í Ameríku var hann farinn að sakna íslenska skyrsins, fannst

allt jógúrt sem hann fann of sætt og uppfullt af alls konar gerviefnum. Og þá lá beinast við að fara að búa til sitt eigið skyr...eðlilega. Hann fékk uppskrift senda frá móður sinni, breytti eldhúsinu í litlu íbúðinni sinni í skyrverksmiðju og boltinn fór að rúlla. Hann fór að framleiða í litlu magni, seldi á bændamörkuðum og í sælkerasérverslunum við góðan orðstýr. Spólum nú fram til dagsins í dag. Siggi er löngu fluttur með framleiðsluna úr litla eldhúsinu sínu, enda farinn að selja til yfir 11 þúsund verslana um öll Bandaríkin. Við hjónin rákumst á vörurnar frá Sigga alls staðar þar sem við komum...á Starbucks, í Whole Foods, í Target, hjá kaupmanninum á horninu og í litlu versluninni á hótelinu. Siggi er jafn hógvær og hann var fyrir öllum þessum árum þegar ég hitti hann fyrst, auðmjúkur gagnvart velgengninni og trúr hugsjóninni um að viðhalda gæðunum og hreinleika vörunnar sem hann kennir við íslenska upprunann og uppskriftina frá mömmu sinni. Saga Sigga er saga nútíma landvinninga, Siggi hefur unnið hvert vígið á fætur öðru, ekki með látum og blóðsúthellingum eins og víkingar fortíðarinnar, heldur með metnaði, dugnaði og sýn nútímavíkingsins. Einföld hugmynd, söknuður eftir hinu gamla dreif hann áfram til landvinninga dagsins í dag. Það er alveg spurning um að grafa upp gömlu kleinuuppskriftina frá ömmu Eiríku....það er aldrei að vita hvert hún gæti tekið mann?

Borgarstjórinn djammaði í Keflavík ■■Lúðvík Einarsson, aðalpersónan í þáttunum Borgarstjórinn, sem sýndir eru á Stöð 2, skellti sér á djammið í Keflavík í fjórða þætti sem sýndur var um síðustu helgi. Þangað fór Lúðvík borgarstjóri í leit að fjöri enda hafði hann heyrt að þar væri það helst að finna. Hann sletti úr klaufunum á Stúdíó 16 og lauk þættinum á spennandi atriði á Hafnargötunni svo það verður gaman að sjá hvort Lúðvík verði enn á djamminu í Keflavík í næsta þætti.

OFFICERAKLÚBBURINN

THANKSGIVING ERTU FARIN(N) AÐ PLA NA ÞAKKARGJÖRÐARHÁTÍ ÐINA? Á matseðlinum er m.a.:

Kalkúnn í smjöri Hunangsgljáð skinka Savory Stuffing Alvöru Gravy Fullt af flottu meðlæti Pecan Pie Apple Pie Strawberry Tall Cake

Alvöru þakkargjörðarhátíð fyrir alla fjölskylduna í Officeraklúbbnum á Ásbrú fimmtudaginn 24. nóvember

BORÐAPANTANI

R

421-4797

FIMMTUDAGINN 24. NÓVEMBER

11:00 – 14:00 & 17:00 – 21:00


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.