43 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

Unnu mál í héraðsdómi vegna fasteignaláns hjá Sparisjóðnum í Keflavík

Sonur með Downs heilkenni gjörbreytti lífi Grindvíkingsins Sólnýjar Pálsdóttur

bls. 10 bls. 12-13 vf.is

F IMMTUDAGUR INN 6. NÓ VE MBE R 2 0 14 • 43 . TÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

25% AFLSÁTTUR á Nutrilenk 180 stk.

■■Bláa Lónið hefur framkvæmdir við stækkun upplifunarsvæðis og byggingu lúxushótels. Starfsmenn verða 400 að loknum framkvæmdum:

Framkvæmdir fyrir 6 milljarða H

FÍTON / SÍA

eildarkostnaður vegna stækkunar Bláa lónsins og byggingar lúxushótels nemur 6 milljörðum króna en mannvirki staðarins munu tvöfaldast í stærð. Heildarstækkun á núverandi- og nýju upplifunarsvæði ásamt hóteli nemur um 10.000 fm. Á framkvæmdatíma sem áætlað er að verði tvö ár munu 150 starfsmenn starfa við verkefnið. Nýtt upplifunarsvæði verður byggt inn í hraunið vestur af núverandi lóni og mun svæðið tengja núverandi lón og lúxushótel. Með tilkomu hótelsins verður fyrsta flokks gisting hluti af upplifun í Bláa Lóninu. Í hótelinu er gert ráð fyrir 60 herbergjum, veitingastað og fjölnota fundarsal. Stækkun og endurhönnun núverandi upplifunarsvæðis er mikilvægur þáttur í uppbyggingunni, en lónið sjálft verður stækkað um helming. Ný og

einföld reiknivél á ebox.is

glæsileg aðstaða fyrir spa meðferðir sem boðið er upp á ofan í Lóninu er hluti stækkunarinnar. Hluti endurhönnunar felst einnig í enn betri hitastýringu á lóninu sjálfu auk þess sem aðgengi að hreinlætisaðstöðu á lónsvæðinu verður aukið. Verkefnið er í takt við þróun Bláa Lónsins undanfarin ár þar sem jafnt og þétt hefur verið unnið að því að auka úrval og gæði þjónustu. Jarðvegsframkvæmdir munu hefjast í árslok 2014 og áætlað er að uppbyggingunni verði lokið vorið 2017. „Uppbyggingin er táknræn fyrir áherslu Bláa Lónsins um að styrkja stöðu sína sem einstakur viðkomustaður ferðamanna á heimsvísu. Ísland þarf í auknum mæli að horfa til þess að höfða til fólks sem leitar eftir miklum gæðum í þjónustu og aðbúnaði. Bláa Lónið vill halda áfram að sinna forystu í því að

leiða íslenska ferðaþjónustu enn frekar á þær brautir og stuðla þannig að aukinni samkeppnishæfni Íslands á alþjóðlegum ferðamannamarkaði,“ segir“ Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins. Sigríður Sigþórsdóttir, hjá Basalt arkitektum, er aðalhönnuður verkefnisins, en hún er arkitekt allra mannvirkja Bláa Lónsins. Sigríður hefur starfað með Bláa Lóninu í tæplega tvo áratugi eða allt frá því að undirbúningur að núverandi mannvirkjum hófst um miðjan tíunda áratuginn. Hönnun Sigríðar fyrir Bláa Lónið hefur vakið athygli hér heima og erlendis, ekki hvað síst fyrir samspil hins manngerða og náttúrulega umhverfis. Upplifunarhönnun er órjúfanlegur þáttur af hönnun Bláa Lónsins og hefur teymi starfsfólks Bláa Lónsins ásamt Sigurði Þorsteinssyni og fyrirtæki hans Design Group Italia, unnið að

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

þeim þætti hönnunarinnar. Sigurður, sem er búsettur í Milano á Ítalíu hefur unnið með Bláa Lóninu undanfarin tuttugu ár og stýrt þróun vörumerkis, ímyndar og upplifunar í samvinnu við stjórnendur Bláa Lónsins. Gert er ráð fyrir 100 nýjum störfum í tengslum við stækkun upplifunarsvæðis Bláa Lónsins og mun hluti starfsfólks hefja störf á f ramkvæmdatíma. Störfin verða fjölbreytt, en eins og önnur störf hjá fyrirtækinu munu þau miða að því að veita gestum Bláa Lónsins góða og fágaða þjónustu. Hluti starfanna sem verða til við stækkunina munu kalla á háskólamenntað fólk og starfsmenn með sérþekkingu á sviði heilsu og vellíðunar. Hjá Bláa Lóninu starfa um 300 starfsmenn á ársgrunni. Að framkvæmdum loknum er gert ráð fyrir því að heildarstarfsmannafjöldi verði 400.

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

Hringbraut 99 - 577 1150

ALLIR VELKOMNIR Á NÝJAN STAÐ GLÆSILEGUR MATSEÐILL FYRIR ALLA HAFNARGÖTU 62 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 4457


2

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

ÍBÚAVEFUR REYKJANESBÆJAR

Lumar þú á góðri hugmynd fyrir bæinn þinn eða vilt koma grein á framfæri? Íbúavefurinn er vettvangur fyrir íbúa til að safna fylgi bak við hugmyndir sínar. Vefurinn er vaktaður og hugmyndum sem íbúar sameinast um er komið í ferli innan stjórnsýslunnar. Áhrif í krafti fjöldans!

HLJÓMAHÖLL DAGSKRÁ FRAMUNDAN PÉTUR JÓHANN ÓHEFLAÐUR 21. nóvember í Stapa JÓLATÓNLEIKAR KK & ELLENAR 12. desember í Stapa VALDIMAR 30. desember í Stapa MIÐASALA Á HLJOMAHOLL.IS

SKÓLAÞING HEIÐARSKÓLA

MEÐ NESTI OG NÝJA SKÓ -HORFT TIL FRAMTÍÐAR-

Skólaþing verður haldið í Heiðarskóla, laugardaginn 15. nóvember kl. 10:30 – 13:30. Á þinginu gefst skólasamfélaginu tækifæri til þess að hafa áhrif á skólastarfið og hvert skólinn stefnir í menntun nemenda. Dagskrá : 10:30 - Setning og söngur nemenda skólans 10:40 - Nýir tímar 10:50 - Nýir kennsluhættir 11:00 - Hvernig manneskja vil ég vera 11:10 - Nýtt námsmat 11:20 - Læsi í víðum skilningi 11:30 - 12:00 - Matarhlé - Íslensk kjötsúpa í boði Skólamatar 12:00 - Sýn nemenda á skólastarf - Fulltrúar nemenda 12:10 - 13:30 - Málstofur Á þinginu verður formlega opnuð vefsíða með speglaðri kennslu í stærðfræði á unglingastigi. Ráðstefnustjóri : Helgi Grímsson formaður Samtaka áhugafólks um skólaþróun. Foreldrar, forráðamenn, nemendur og allir aðrir sem áhuga hafa á skólamálum eru hvattir til þess að mæta og hafa áhrif á þróun skólastarfs í Heiðarskóla. Rafræn skráning er á www.heidarskoli.is

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Fjölmenni á íbúafundi um fjárhagsstöðu

F

járhagsstaða Reykjanesbæjar er mjög slæm og hefur verið á rauðu ljósi í langan tíma en þó er hægt að laga hana á næstu árum með ákveðnum aðgerðum að því er fram kom í máli sérfræðinga KPMG á íbúafundi um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar á Stapa á miðvikudag í síðustu viku. Bærinn skuldar um 40 milljarða króna. Sérfræðingar KPMG úrskýrðu vel stöðuna og hvað þyrfti að gera á næstunni en það er í stuttu máli að finna 900 milljónir á ári, um 500 í sparnaði og um

Sóknin ómöguleg ef þú hefur ekki trú á því að skora -segir Gunnar Þórarinsson oddviti hjá Frjálsu Afli

G

unnar Þórarinsson hjá Frjálsu afli telur að skilaboðin á íbúafundinum hafi verið góð og komist til skila. „Þeir íbúar sem ég hef heyrt í eru almennt ánægðir. Við vorum búin að leggja fundinn upp þannig að pólitíkinni yrði ekki blandað inn í þetta. Ég hef þó heyrt af því að fólk velti því fyrir sér af hverju stjórnmálin hafi ekki verið til umræðu en ég tel okkur hafa útskýrt það vel. Næstu skref eru að ganga frá fjárhagsáætlun þannig að hún skili okkur þeim árangri sem við stefnum að. Svo þarf að berjast fyrir auknum verkefnum og finna meiri tekjur. Við þurfum að fá íbúa og ýmsa rekstraraðila með okkur í það að efla atvinnulífið og fá þar meiri tekjur inn. Sem betur fer er vaxandi ferðaþjónusta en það dugar hvergi, það þarf mun meira til. Það kemst enginn áfram nema með mikilli bjartsýni. Öðruvísi skorar þú ekki. Ef þú heldur að þú getir ekki skorað þá er sóknin ómöguleg,“ segir Gunnar. Hann segir samstarf nýs meirihluta og bæjarstjóra hafa gengið ágætlega það sem af er. Risavaxið verkefni sé fyrir höndum og kappkostað við að leysa það. „Ég held að allir þeir sem hafi verið í bæjarstjórn á undanförnum árum beri einhverja ábyrgð á þessu. Hitt er annað mál að margt að því sem er að valda þessu var komið fyrir mína tíð. Sem dæmi má nefna þessar miklu skuldir við Fasteign, þessar miklu skuldir hafnarinnar. Ég fór inn í þetta því ég vissi að þetta yrði erfitt á sínum tíma og vildi finna einhverjar lausnir. Auðvitað einbeittum við okkur of mikið að því að fá einhver verkefni hérna inn. Það hefur auðvitað brugðist. Við vorum með þá von í brjósti að t.d. álverið kæmi hingað. Það hefur auðvitað allt saman brugðist, af forsendum sem við ráðum ekkert við.“

„Þarf að leita svara hjá þeim sem mótuðu stefnuna“ -segir Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar

F

riðjón Einarsson oddviti Samfylkingar í Reykjanesbæ kveðst ánægður með íbúafundinn og viðtökur íbúa. „Við erum að byrja langt og strangt ferli og erum í mikilli vinnu með það. Við erum þakklát með viðtökur á þeim upplýsingum sem við erum að leggja fram. Við erum í þeirri vinnu að skilgreina og fljótlega munum við leggja fram nýja fjárhagsáætlun,“ segir Friðjón. Hann segir fundinn fyrst og fremst hafa snúist um tölulegar upplýsingar frá bæjarsjóði. „Ég veit að það hefur verið mikið áfall fyrir íbúa að heyra um raunstöðu bæjarins, þess vegna er ég sérstaklega ánægður með hvernig fundurinn fór vel fram. Ég átti ekki von á öðru í sjálfu sér.“

400 millj. í auknum tekjum. Þá mun óhjákvæmilega þurfa að hækka skatta og útsvar líklega líka. Fundurinn fór nokkuð friðsamlega fram, nokkrar spurningar bárust úr sal og svöruðu sérfræðingar KPMG eða Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri þeim. Um fjögurhundruð manns sóttu fundinn en um tvö þúsund manns fylgdust með í beinni útsendingu á netinu. Víkurfréttir tóku oddvita meirihluta bæjarstjórnar tali í vikunni vegna stöðunnar. Hvaða varðar fortíðina og ástæður þess að staðan er eins og hún er, segist Friðjón ekki telja í sínum verkahring að svara fyrir það. Þeir sem voru við stjórnvölinn verði að gera það. „Að mínu viti er eiginlega ekki hægt að skilja fortíð og framtíð að. Það er ljóst að við erum í þessum vandamálum vegna fortíðarinnar. Þeir sem réðu ríkjum áður þurfa að svara fyrir þessar tölur sem kynntar voru á fundinum. Ég lít ekki svo á að það sé mitt að gera það. Það vita það allir sem fylgjast með stjórnmálunum í Reykjanesbæ að ég hef gagnrýnt fjárhagsáætlanagerð í fjölmörg ár, þannig að þessar tölur koma mér að sjálfu sér ekkert á óvart. Það er þó alveg ljóst að þetta hefur ekkert með herinn að gera. Staðan er slæm og það þarf að leita svara hjá þeim sem mótuðu stefnuna á þessum tólf árum, þeir þurfa að svara fyrir það, ég mun ekki gera það.“ Gerðuð þið í minnihlutanum á síðasta kjörtímabili nægilega mikið til þess að hafa áhrif á stöðuna? „Það er bara eðli stjórnmálanna að þeir sem ráða á hverjum tíma hafa mikið vald. Minnihluti getur stundum lítið gert annað en að benda á. Við reyndum að gera það allan tímann en því miður var ekki hlustað nóg á okkur. Það er þó auðvelt að vera vitur eftir á.“

Duga engar afsakanir núna -segir Guðbrandur Einarsson, oddviti Beinnar leiðar

G

uðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar telur að flestir hafi gert sér grein fyrir stöðu mála og að talsverk verk væri fyrir höndum. Hann segir viðbrögð bæjarbúa eftir fundinn hafa verið jákvæð. Guðbrandur segir þó að það hafi komið sér á óvart hversu friðsamur fundurinn hafi verið. „Ég veit ekki endilega hvort ég hafi búist við látum en fundurinn var þannig settur upp að verið var að upplýsa, frekar en einhver bardagi milli pólitíkusa, það virðist hafa heppnast ágætlega.“ Horfir Guðbrandur nú fram á veg eða hugsar til fortíðar? „Ég er ekki hættur að spá í fortíðina. Við erum öll að koma einhvers staðar frá og það skiptir máli að við lærum af reynslunni og við vitum hvaðan við komum. Ég lít samt þannig á að samstaða um aðgerðir sé mjög mikilvæg, þess vegna er ég að einblína á það sem þarf að ráðast í frekar en það sem hefur gerst. Þó ekki þannig að það sé bara gleymt og grafið sem hefur gerst.“ Guðbrandur segir fólk vera sammála um meginmarkmið og um það sem þarf til að ná tökum á því ástandi sem allir séu meðvitaðir um að sé til staðar. „Við eigum eftir að fara í greiningu um hvað eigi að gera og þá er ekkert víst að allir verði sammála um það. Nákvæmlega hvaða leiðir verða valdar til þess að ná þessum markmiðum vitum við ekki núna á þessu stigi máls og samstaða getur því brostið. Við erum auðvitað meðvituð um þær aðgerðir sem þarf að ráðast þarf í til þess að ná markmiðunum, sem við höfum ekkert val um að þurfi að ná. Það eru skýr lagafyrirmæli um það sem þarf að nást hérna.“


TAKTU DAGINN FRÁ

KONUKVÖLD 13. NÓVEMBER Í BLÁA LÓNINU Þér og vinkonum þínum er boðið á huggulegt konukvöld og í létt dekur, fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 19:30, í verslun okkar í Bláa Lóninu.

• 30% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum • 20% afsláttur af öðrum vörum • Leyndarmálið á bak við ljómandi húð • Veitingar frá matreiðslumeisturum LAVA • Tónaflæði í höndum DJ Natalie • Óvæntur glaðningur


4

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Páll Ketilsson skrifar

Er að koma betri tíð? Eftir frekar neikvæða umræðu í kringum allt skuldafenið hjá Reykjanesbæ er ekki laust við að maður hýrni aðeins við að heyra sérfræðinga Íslandsbanka segja frá betri tíð í vændum. Meiri hagvöxtur, skuldir að lækka, laun að hækka og nýtt hagvaxtaskeið sé byrjað. Tækifæri framundan og betra hljóð í mönnum. Sem sagt; góðar fréttir af fundi bankans um efnahagsmál í Stapa í vikunni. Þetta hljóta að vera góð tíðindi fyrir forráðamenn Reykjanesbæjar sem standa frammi fyrir milljaðra sparnaði á næstu árum. Fleiri störf og meiri peningur í bæjarkassann. Umhverfi fyrirtækja er að lagast og þegar maður heyrir í forráðamönnum margra hér á Suðurnesjum þá er jú, hljóðið mun betra en verið hefur, í raun það besta frá hruni. Vinnuvélaverktaki sagði VF frá því að hann hefði verið með 30 manns eða þrefalt fleiri en áður, í vinnu við breytingar á flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar og enn væri allt á fullu þar. Iðnaðarmenn hafa verið þar nótt og dag og verða áfram við milljarða breytingar og stækkun á flugstöðinni. Stærsta flugfélag Breta verður með 8 flugleiðir í boði til Keflavíkur á næsta ári en þeir byrjuðu fyrst að fljúga til Íslands fyrir tveimur árum. Það kallar á fjölda starfa hér og þar. Hundrað manns munu vinna við stækkun Bláa lónsins og við byggingu lúxushótels. Það er vöxtur í sjávarútvegi á Suðurnesjum, ný fyrirtæki hafa verið stofnuð og nýir bátar fyrir hundruð milljóna eru líka að renna inn í höfn í Grindavík. Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka segir í viðtalið við VF að uppsveiflan hafi þó verið hægari hjá almenningi hér á Suðurnesjum en bendir á vöxt á fyrirtækjamarkaði. Uppsveiflan er hófleg sagði kollegi hans hjá bankanum í Stapa í vikunni. Við erum með mjög áhugavert viðtal við húseiganda í Grindavík sem vann mál vegna fasteignaláns frá Sparisjóðnum/Landsbankanum. Hundruð slíkra mála gætu farið á sama veg til hagsbóta fyrir fólkið sem tók þessi ólöglegu lán. Nú eru liðin sex ár frá hruni. Fólk og fyrirtæki hafa beðið eftir betri tíð. Eigum við ekki að segja að hún sé að koma.

Minjastofnun Íslands boðar til umræðufunda vegna stefnumótunarvinnu stofnunarinnar Fundur vegna stefnumótunarvinnu Minjastofnunar Íslands verður haldinn á Reykjanesbæ, bíósal í Duushúsi, mánudaginn 17. nóvember kl. 14 -16. Við hvetjum hagsmunaaðila til þess að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri. Undir Minjastofnun Íslands heyra menningarminjar, s.s. fornleifar, hús og önnur mannvirki (t.d. brýr og vegir), skip og bátar, minningamörk og gamlir kirkjugarðar. Nánar má lesa um stofnunina og starfsemi hennar á www.minjastofnun.is auk þess sem nálgast má lög um menningarminjar (80/2012) á síðunni www.althingi.is/altext/stjt/2012.080.html Suðurgötu 39, 101 Reykjavík

Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is postur@minjastofnun.is

vf.is

SÍMI 421 0000

Særún á skrifstofu sinni hjá MSS.

Kennari sem setur sig í dómarasæti gagnvart nemanda hefur einnig áhrif á aðstæður

■■MSS Innleiðir aðferðir til hjálpar brotthvarfsnemendum:

Skoða betur eigin ákvarðanir Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá MSS, vinnur að innleiðingu á aðferðum til hjálpar brotthvarfsnemendum. Aðferðirnar lærði hún í Frakklandi og fékk þjálfun m.a.í gegnum Skype. Stefnt er að því að vinna með sem flestum menntastofnunum á Suðurnesjum. „Innleiðingin gengur út á samskiptaaðferð, kennsluaðferð frá skólanum og kennslumyndbönd. Gengið er út frá því að virkja styrkleika einstaklinga, færa þeim ný verkefni, nýjar áskoranir og þeir eru spurðir að því hvað þeir vilja sjálfir gera. Það er n.k. matskerfi á því hvar erfiðleikarnir liggja og hvernig er hægt að mæta þeim til að ná árangri,“ segir Særún Rósa Ástþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, en MSS vinnur að innleiðingu á aðferðum til hjálpar brotthvarfsnemendum. „Þetta kom til með þeim hætti að kennari hjá okkur hitti konu frá Frakklandi sem hefur verið að vinna með brotthvarfsnemendur og hún benti henni á okkur og MSS var boðið í samstarf með menntastofnunum frá sex öðrum löndum. Þetta passaði vel við okkar starfsemi vegna þess að við erum m.a. að vinna með brottfallsnemendum,“ segir Særún. Starfsfólk MSS sé ætíð móttækilegt fyrir nýjum aðferðum til að takast á við námserfiðleika. Sjái eigin þátt í ákvarðanatökum Hlutverk MSS í verkefninu er í raun að deila reynslu sinni og stöðu brotthvarfsnemenda hér á landi og innleiða aðferðirnar sem unnið er með í Frakklandi. Þetta er viðamikið verkefni sem tekur tvö ár. „Við erum búin að fara nokkrum sinnum til mismunandi landa. Ég fór í einstaklingsþjálfun í gegnum skype og svo unnum við nánar með aðferðina á vinnufundunum úti. Aðferðin gengur út á það að einstaklingur átti sig á eigin hlutverki í ákvarðanatöku. Þegar ég bregst við einhverju þá er ég gerandi í því og hef áhrif á gang mála. Ef mig langar að mennta mig eða klára einhverja gráðu þá hafa mínar gjörðir og aðferðir alltaf áhrif á hvort mér tekst það eða ekki; hvort ég færist nær markmiðinu eða hvort

ég hef fjarlægst það. Þetta á við allt frá börnum til fullorðinna. Það er hægt að nýta þetta í starfi og persónulegu lífi. Þetta eru aðferðir sem fá mann til að horfa dálítið á sjálfan sig úr fjarlægð og skoða hvaða áhrif samskiptaleiðir mínar hafa á lífið og þróun þess.“ Fá stuðningstæki- og tól Særún segir að oft rekist brotthvarfsnemendur á veggi, t.d. í samskiptum eða nái ekki að passa inn í „normið“ og rammann sem sé settur fyrir þau. „Þeir átta sig kannski ekki á því hvað er rétt og rangt og svo er spurning hvort félagslegur stuðningur sé til staðar. Ef við tökum dæmi um eitt afmarkað atvik, t.d. að verið sé að ræða við nemenda sem er að falla á mætingu í einhverju fagi. Þá myndum við fá þann nemanda til að horfa á það að hann fór úr tíma og kom ekki aftur, spyrja hann hvað hann var að gera þá, hvernig leit það út fyrir honum.“ Þá komi kannski fram einhverjar tilfinningar og útskýringar sem hægt sé að greina. „Þegar einhver ákveður að mæta ekki í skólann þá er ekki bara hægt að segja að kennarinn sé ömurlegur, námið leiðinlegt eða aðrar afsakanir, heldur ákvað viðkomandi að mæta ekki. Ákvörðunin getur alveg verið réttmæt en það þarf að átta sig á eigin þætti,“ segir Særún og bætir við að hugmyndin með verkefninu sé einnig sú að fagaðilarnir, foreldrar og stuðningsnet fái betri tæki og tól til þess að skoða sín eigin samskipti gagnvart viðkomandi og hjálpa þeim að skoða eigin ákvarðanatöku. „Kennari sem setur sig í dómarasæti

gagnvart nemanda hefur einnig áhrif á aðstæður.“ Komin með ráðgjafa í stýrihóp Særún hefur fengið þjálfunina sem þarf til og er að þjálfa innan MSS félagsráðgjafa í aðferðinni. „Við viljum dreifa þessu út. Þetta snýst um að við innleiðum og miðlum. Við horfum á Suðurnesin sem okkar starfsvæði sem við getum haft áhrif á og viljum í raun fá í lið með okkur fagfólk á öllum stigum innan menntageirans. Við erum komin með nokkra ráðgjafa í stýrihóp og horfum til menntastofnana á svæðinu. Þetta er viðfangsefni sem snertir okkur í raun alla ævina. Við þurfum að grípa miklu fyrr inn í. Þetta er mikil áskorun og erfitt að sjá fyrir hversu mikil áhrif þetta á eftir að hafa en það er þess virði að láta á reyna.“ Meðfram þjálfuninni verði búin til verkfærakista. Þeir sem vilji tileinka sér aðferðirnar hafi aðgengilegt efni þannig að þeir geti farið skref fyrir skref í gegnum hana. „Í Svíþjóð verða framleidd myndbönd með aðferðunum í samráði við hin þátttökulöndin í verkefninu. Þannig að flestir geta nýtt sér þetta í starfi og vinnuumhverfi,“ segir Særún og bætir við að hluti af verkefninu sé svokallað „testing phase“ þar sem aðferðin verður kynnt fyrir stærri hóp fagaðila sem vinna með brotthvarfsnemendum. Þá gefst færi á að prófa aðferðina og verkfærin spennandi verði að sjá hver útkoman verður. Særún hvetur áhugasama fagaðila til að hafa samband við sig í netfangið saerun@mss.is.

Særún ásamt hópnum sem hún kynntist í Frakklandi.

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


up p

hne tuo 1. fnæ 72 mi 2 vak bla tað ut ha nd kl æ ði he ng d

á

-

-

1

nar

tek r i ynd

sm

ljó

um

up nka

rin

a mat

nn

a sím

iddir e af r m n a ton r fr i ð r 2 e , v orgun -1 m rozen F 5 á 6 t f r -3 nnum ho tað s 105 si n a t á rét ir n r i a t t t s e s r ubbar annbu k t o g e 0 7L 73 1.93 25

0 2.

Það er fullt starf að vera fjölskylda stað n a t t é r sett á ar l s ú m p u a 7 r 8.93 dagd agar 9 9 1.3 mmid a n nið 52 n i ám ð g lö iti e h eðlu a s i r 49

ENNEMM / NM65336

Þú getur meira með Símanum

Verð án línugjalds

Venjulegt fjölskyldulíf felur í sér hin ótrúlegustu verkefni. Því höfum við sett Netið, heimasímann og sjónvarpið í þægilega Heimilispakka.

ABC Studios - ný efnisveita í anda Netflix

Ljósnetið - hraðvirkt og öruggt

Sjónvarp Símans - sjónvarpsstöðvar, Tímaflakk, SkjárBíó o.fl.

Heimasíminn - ómissandi heimilistæki

SkjárKrakkar - talsett barnaefni

Netvarinn - útilokar óæskilegt efni af Netinu

Omnis - Tjarnargötu 7, Reykjanesbæ | siminn.is


-21% Kræsingar & kostakjör

E

gæs heil 4 kg kílóverð VERð áðuR 1.999,-

1.599,-

-41%

-25%

KjúKlingalundir Danpo 700 g Pakkaverð VERð áðuR 1.694,-

gæsabringur

999,-

kílóverð VERð áðuR 3.998,-

2.999,-

-31%

-34% Hangilæri m/beini sagað í Poka - frosið kílóverð VERð áðuR 2.598,-

1.793,-22%

Önd heil 625 g sTYkkJaverð VERð áðuR 2.998,-

frey 170 g Pak VER

1.979,-

2

-20% pítubuff 6 stk m/brauði Pakkaverð VERð áðuR 1.279,-

lambaHryggur léttreyktur kea kílóverð VERð áðuR 2.498,-

998,-

1.998,2014 n i iK aste t ó m ára

-22%

-20% HvítlauKsbrauð x-tra 2 stk Pakkaverð VERð áðuR 229,-

179,Tilboðin gilda 6. - 9. nóv 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

Ks lambaKóróna Champagna kílóverð VERð áðuR 3.998,-

3.198,-


EPLADAGAR

rauð gul græn Jonagold pink lady macintosh

-30% freyju smárís 170 g kassi Pakkaverð VERð áðuR 299,-

269,-

dr pepper 330 ml sTYkkJaverð VERð áðuR 139,-

Capri súKKulaði 200 gr pakkar Pakkaverð VERð áðuR 219,-

109,-

189,-25%

Calypso safi appelsínu eða epla 200 ml sTYkkJaverð VERð áðuR 79,-

59,-

-

-20% Candyland marsmallows 300 g Pakkaverð VERð áðuR 399,-

199,-

body attaCK protein shake 250 ml sTYkkJaverð VERð áðuR 449,-

359,-

-15%

-20%

% peter larsen Kaffi 3 tegunDir

KelKin jaffa Kex 150 g Pakkaverð VERð áðuR 449,-

359,-

www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


8

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

LEIKHÚSFERÐ

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Félags eldri borgara verður farin 21. nóvember.

Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá Karítas. Sýningin hefst kl. 19:30. Miði og rúta kr. 5.500.Pantanir hjá Ólu Björk í s. 421 2972 og 898 2243, Björgu í s. 421 5709 og 865 9897, Ásthildi í s. 861 6770 og Guðrúnu í s. 659 0201 eftir kl. 13:00. Miðar seldir á Nesvöllum fimmtudaginn 13. nóv. kl. 14:30-16:00. Tökum ekki kort! Farið frá SBK kl. 18:00. Komið við í Hornbjargi, Nesvöllum, Grindavíkurtorgi og Vogatorgi. Leikhúsnefnd FEBS

ATVINNA Í BOÐI Kóreubúar forvitnir um vendinám Ölgerðin óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf við áfyllingar í verslanir í Reykjanesbæ. Vinnutími er tvö kvöld í viku og aðra hverja helgi. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið birgir.gudmundsson@olgerdin.is.

Gera heimildarþætti þar sem Ísland er í brennidepli

F

réttamenn suður-kóreska ríkissjónvarpsins eru staddir hérlendis um þessar mundir í þeim tilgangi að kynna sér svokallaða speglaða kennslu, eða vendinám. Keilir á Ásbrú hefur verið leiðandi í slíkri kennslu hérlendis, en grunnskólar í Reykjanesbæ hafa einnig innleitt kennsluna hjá sér. Hjálmar Árnason hjá Keili sagði í samtali við Víkurfréttir að þriggja þátta sería sé í vinnslu hjá kóreska sjónvarpinu, en sjónvarpsmenn hafa verið hér síðustu þrjá daga að kynna

sér kennsluna undir handleiðslu Hjálmars. Mikil ásókn skólafólks hefur verið síðasta árið til Keilis vegna vendináms. Kennarar um allan heim eru að leita að nýjum leiðum í starfi sínu og virðist vendinám vekja áhuga margra. Þá leiðir Keilir samstarf átta skóla í Evrópu þar sem reynt verður að draga fram leiðbeiningar til skóla um leiðir að vendinámi. Verkefnið fellur undir Erasmus á vegum Evrópusambandsins og leiðir Keilir verkefnið. Í tengslum við það verður alþjóðleg

ráðstefna um vendinám á Ásbrú í apríl á næsta ári. Vendinám snýst um að hefðbundinni kennslu er snúið við þar sem fyrirlestrar og kynningar kennara eru vistuð á netinu. Nemendur geta horft og hlustað á kynningarnar eins oft og þeim sýnist og hvar sem þeim sýnist. Þá geta nemendur sent spurningar um efnið til kennara og fá svör á netinu sem öllum eru opin. Þá eru nemendur hvattir til að nota netið til að finna heppilegt kennsluefni.

frá Didriksons

OLÍS-VERSLUNIN NJARÐVÍK Fitjabakka 2–4 | Sími 420 1000 | njardvik@olis.is

PIPAR\TBWA • SÍA • 143719

MIKIÐ ÚRVAL AF ÚTIVISTARFATNAÐI


BÍLABÚÐ BENNA - REYKJANESBÆ

NOTAÐIR BÍLAR Í ÁBYRGÐ? Frábær kjör á bílaleigubílum - 20% útborgun

Chevrolet Spark Verð frá: 1.390.000 kr. 20% útborgun - aðeins 278.000 kr. Bíll í verksmiðjuábyrgð

Chevrolet Captiva Verð frá: 4.290.000 kr. 20% útborgun - aðeins 858.000 kr. Bíll í verksmiðjuábyrgð

Skoðaðu fjölbreytt úrval notaðra bíla á benni.is Fjármögnum það sem upp á vantar

Nú getur þú fengið enn meira við kaup á notuðum Chevrolet.Tryggðu þér nýlegan bílaleigubíl frá Sixt sem eru í verksmiðjuábyrgð. Í boði eru árgerðir frá 2012 og 2013 - veldu þann sem hentar þínum þörfum best.

Bílabúð Benna í Reykjanesbæ

Nánari upplýsingar á benni.is

Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 10 til 14 Verið velkomin í reynsluakstur.

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636


10

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

■■Unnu mál í héraðsdómi vegna fasteignaláns hjá Sparisjóðnum í Keflavík:

AUKIN VON FYRIR MARGA LÁNTAKA Hallfríður Hólmgrímsdóttir tók fasteignalán árið 2006 til að fjármagna byggingu húss fyrir 7 manna fjölskyldu sína í Grindavík. Lánið stökkbreyttist í kjölfar hrunsins og var lánasamningurinn dæmdur ólögmætur í héraðsdómi í síðustu viku. Snorri Snorrason hdl flutti málið fyrir dómnum. Blaðamaður Víkurfrétta hitti Snorra og Hallfríði og ræddi við þau um styrk vonarinnar og mikilvægi réttlætis í sambærilegum málum. Mál Hallfríðar er fyrsta mál vegna einstaklingsláns vegna svona lánagerðar sem fær þessa meðferð fyrir héraðsdómi. „Þetta er búið að einkennast af mikilli von frá því að Snorri tók málið að sér. Þá sá maður fram á að það væri kannski einhver glæta. Jólin í fyrra voru aðeins betri en jólin þar á undan,“ segir Hallfríður Hólmgrímsdóttir, sem tók lán í Sparisjóðnum í Keflavík árið 2006 til þess að fjármagna byggingu húss sjö manna fjölskyldu sinnar í Grindavík. Lánið hækkaði úr 23 milljónum í 49 á einni nóttu í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Svo var það endurreiknað og lækkað í 34 milljónir árið 2011. Lánasamningurinn var dæmdur ólögmætur í héraðsdómi í síðustu viku. „Engu að síður kostaði okkur blóð, svita og tár að koma þaki yfir okkur. Afborgunin hækkaði svo gríðarlega við það að færa lánið yfir í íslenskar krónur með íslenska vexti. Staðan á mánuði var í raun verri við að gera það.“ Afborganir fóru í kvartmilljón Hallfríður segist hafa séð fram á ofboðslega erfiða tíma, sem urðu svo sannarlega. „Það komu þarna greiðslustopp og það má segja að þau hafi kannski bjargað manni um tíma og maður hafði a.m.k. þó þá skynsemi að bera að spara peninginn í greiðslustoppunum til að eiga upp í það sem vantaði um hver mánaðamót. Ég sótti um allar þessar frystingar sem hægt var að fá til þess að eiga upp í næstu afborganir. Öðruvísi hefði þetta ekki gengið.“ Afborganir af láninu fóru úr 70-80 þúsund í 250.000 krónur á mánuði. Hallfríður hafði fram að því alltaf staðið í skilum með lánið og nánast aldrei greitt dráttarvexti. Það hefði ekki verið sjálfgefin staða í framtíðinni ef málið hefði ekki farið eins og það fór. Svipt frelsi á einni nóttu Eiginmaður Hallfríðar var einn útivinnandi þegar þau fengu skellinn og fjölskyldan þurfti að skipuleggja líf sitt upp á nýtt. „Það þurfti að skera niður alla aðstoð við elstu börnin og þau þurftu að fara út á vinnumarkaðinn samhliða námi

og bjarga sér meira sjálf,“ segir Hallfríður. Lánið stendur í rúmri 31 milljón og síðasta afborgun var 256 þúsund um síðustu mánaðamót. „Við hefðum sennilega reynt að fá láninu skilmálabreytt eða eitthvað þessháttar, s.s. breytt því í verðtryggt lán sem hefði ekki verið ákjósanlegur kostur. Lánið hefði fljótlega farið upp fyrir verðmæti eignarinnar. Eða við hefðum reynt að selja húsið en við hefðum sennilega ekki getað keypt annað hús því afgangurinn hefði ekki verið mikill. Ég hefði líklega gefist upp á þessari afborgun snemma á næsta ári og þannig þurft að bregðast við með einhverjum hætti. Þrátt fyrir að hafa varið ævinni í að vera skynsöm til að geta á einhverjum tímapunkti um frjálst höfuð strokið þá var ég svipt þessu frelsi á einni nóttu.“ Hallfríður viðurkennir að láninu hafi ekki verið prangað upp á hana en hvorki hún né neinn annar venjulegur neytandi gat ímyndað sér að lánið færi úr 23 milljónum í 49 nánast á einni nóttu. „Því miður þá hafði ég bara ekki meira vit á gengistryggingunni en þetta. Veðsetningarhlutfall eignar okkar var um 60% á sínum tíma og þó að eignfjárstaðan sé jákvæð um örfá prósent þá getur enginn staðið undir þessum afborgunum til lengdar og að því leytinu erum við föst.“ Fólk er að missa húsin sín Lögmaðurinn Snorri bætir þarna inn í að hann hafi aðstoðað fólk sem sé með svona lán sem er að missa húsnæði sín. „Það eru fjölmargar eignir hérna fjármagnaðar á grundvelli gengistryggðra lána sem verið er eða búið er að bjóða upp. Fyrir þá sem eru að missa húsið sitt gæti þetta orðið til þess að þau fái mögulega lánin endurreiknuð og jafnvel staðið undir þeim. Þegar kveðið var á um viðurkenningu á ólögmæti lánsins fyrir héraðsdómi þá gerði ég mér strax grein fyrir því hvað það þýddi fyrir allt þetta fólk. Þess vegna er svo mikið atriði að þessi mál fái réttan endi á æðsta dómstigi.“ Hallfríður segist einmitt

einnig hafa hugsað líka að hún væri ekki ein í þessari stöðu. „Fólk er jafnvel búið að missa húsin sín eða er við það að gera það. Hugsaðu þér hvernig jólin verða hjá þessu fólki? Ég get ekki hugsað það til enda. Ég varð fangi á eigin heimili, við komumst ekkert. Það yrði ekki ákjósanleg staða að fara á leigumarkaðinn með sjö manna fjölskyldu. Mér dugir ekki lítil blokkaríbúð með börnin á breiðum aldri. Við reistum húsið okkar sjálf og lögðum allt sem við gátum í það.“

ákvæði samningsins, þá verði að skoða hann heildstætt. Sé fjárhæðin tildæmis tilgreind í erlendri mynt eins og í samningi Hallfríðar en kveðið á um gengistryggingu í öðrum ákvæðum, verði að skoða samningin heildstætt. Í 7. og 8. grein lánasamnings Hallfríðar er kveðið á um að ef vanefndir verði á samningnum skuli gengistryggingin haldast eftir að búið að gjaldfella lánið. „Það væri engin þörf að kveða á um gengistryggingu í þessum ákvæðum samningsins ef lánið væri ekki gengistryggt. Þegar maður skoðar greiðslukvittanir og annað, þá er hægt að reikna sig í gegnum hvernig erlenda fjárhæðin var aðeins til viðmiðunar.

Erlendir vextir og afborganir voru alltaf gengistryggðar með margföldun við hið íslenska gengi við hver mánaðarmót. Alltaf fengust færri og færri erlendar myntir fyrir hverja íslenska krónu og þannig gengistrygging.“ Rétt er að leyfa dómaranum sem kvað um dóminn að eiga lokaorðin: „Þótt þessi ákvæði þyki ekki samrýmast efni lánssamnings málsaðila að öðru leyti verður ekki framhjá því litið að í þeim er kveðið á um að gengistrygging skuli haldast við vannefndir á samningnum, en engin þörf var að kveða á um slíkt ef lánið var í raun í erlendum gjaldmiðli.“

AÐALFUNDUR MÁNA Ég er með tugi slíkra mála á mínu borði og um er að ræða húsnæði víða á Suðurnesjum, einnig í eigu fyrirtækja Von um staðfestingu í hæstarétti Snorri segir að svona mál geri starf sitt þess virði. „Ég tel þennan dóm vera frekari staðfestingu á þeirri reglu í gengismálum sem kalla mætti misræmisregluna.“ Hún felst í því að ef tilgreining fjárhæðar er í ósamræmi við önnur

Orkuboltinn Hilmir og lífið með Downs

Aðalfundur hestamannafélagsins Mána verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember í félagsheimili Mána og hefst hann kl. 20:00. Dagskrá: 1. Skýrslur stjórna og nefnda 2. Viðurkenningar 3. Kosning í stjórn og nefndir 4. Önnur mál Stjórn Mána

ÚTGÁFUHÓF BÓKARINNAR

Saga Lögreglunnar í Keflavík verður haldið í bókasafni Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, föstudaginn 7. nóvember, kl. 16:00 - 18:00. Lesnir verða valdir kaflar úr bókinni, boðið verður upp á kaffi og tónlist og ritnefnd mun árita bókina fyrir þá sem þess óska. Lögreglan mun verða áberandi í bókasafninu af þessu tilefni.

Sólný Pálsdóttir í Grindavík segir frá gjörbreyttu lífi sínu í einlægu viðtali

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN öll fimmtudagskvöld kl. 21:30 Þátturinn verður einnig aðgengilegur á vef Víkurfrétta í háskerpu

Allir velkomnir.


Elskaðu spínat – NÝTT Á SUBWAY –

– GRÆNA BYLTINGIN –

Nú getur þú sett spínat á bátinn þinn - frítt


12

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

■■Sonur með Downs heilkenni gjörbreytti lífi Grindvíkingsins Sólnýjar Pálsdóttur:

Af hverju ekki ég? Hilmir Sveinsson er þriggja ára orkubolti og gleðigjafi, sem býr í Grindavík ásamt foreldrum og fjórum eldri bræðrum. Sólný vill aukna fræðslu og meðvitund um heilkennið til að draga úr fordómum.

A

ð meðaltali fæðast eitt til tvö börn á ári með Downs heilkenni á Íslandi. Eitt þeirra er Hilmir Sveinsson, þriggja ára orkubolti og gleðigjafi, sem býr í Grindavík ásamt foreldrum og fjórum eldri bræðrum. Olga Björt hitti Hilmi og móður hans, Sólnýju Pálsdóttur, sem segir á einlægan hátt frá þeim tilfinningalega rússíbana sem fylgir því að eignast fatlað barn. Sólný vill aukna fræðslu og meðvitund um heilkennið til að draga úr fordómum sem hún fann sjálf að hún glímdi við. Sólný veitir lesendum innsýn inn í heim sem fæstir þekkja en hefur reynst henni mikill skóli og jafnframt gefið henni svo margt.

Svo fæ ég þennan dreng inn í líf mitt og hann hægir á mér; gerir hlutina á sínum hraða, ekki mínum

Hélt að heimurinn væri hruninn Það sem af er þessu ári hafa tveir drengir fæðst með Downs heilkenni. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá heilbrigðisráðherra greindust 38 tilvik af þrístæðu 21 við 12 vikna fósturskimun á árunum 2007 - 2012 og enduðu allar meðgöngurnar með fóstureyðingu. Grindvíkingurinn Sólný Pálsdóttir vissi ekki á sinni meðgöngu að Hilmir væri með heilkennið og hafði farið í hnakkaþykktarmælingu þar sem ekkert óeðlilegt kom fram. Hún var 41 árs þegar Hilmir fæddist og hún dæmir ekki foreldra sem taka þá erfiðu ákvörðun að eyða fóstri. „Það urðu dálítil straumhvörf í lífi mínu þegar ég eignaðist hann. Ég var ekki undirbúin þegar hann kom og þetta var talsvert áfall. Ég þekkti engan með þetta heilkenni og vissi lítið um það. Ég var í raun hrædd, fyrst og femst. Hélt að heimurinn væri hruninn,“ segir Sólný. Síðar kom í ljós að heimurinn var svo sannarlega ekki hruninn. Þetta var bara byrjunin á miklum viðhorfsbreytingum og þroskaferli í lífi hennar. Tókst á við eigin fordóma Hilmir fæddist með vanþroskaðan barka og átti í vandræðum með öndun. „Við vorum á

vökudeild í tíu daga og það var mikil rússíbanareið. Ég hafði fram að þessu alltaf haft stjórn á lífi mínu. Lokið framhaldsskóla- og kennaraháskólanámi og eignast börnin mín eftir plani. Allaf viljað hafa hlutina eftir mínu höfði og verið stjórnsöm. Þarna fæ ég barn í hendurnar sem ég var fyrirfram búin að ákveða hvernig ætti að vera. Svo var hann með þennan auka litning sem ég vissi svo lítið um.“ Það hafi síðan verið henni svo mikið umhugsunarefni eftir á hvers vegna slík viðbrögð komu fram hjá henni. Þessi mikla hræðsla og kvíði. Hvort hægt hefði verið að fara öðruvísi í gegnum þetta tímabil. „Ég þurfti að takast á við fordóma í sjálfri mér sem ég uppgötvaði þarna. Ég hugsaði: Af hverju er ég að eignast fatlað barn? En svo sá ég viðtal við Eddu Heiðrúnu Bachmann, rétt eftir að ég fæddi Hilmi, þar sem hún var spurð út í MS sjúkdóminn sem hún er með. Edda Heiðrún hafði hugsað: Af hverju ekki ég? Og það var eiginlega heila málið.“ Íslandsmeistari í hvert sinn Sólný segir þau hjón hafa fengið afar góða þjónustu með Hilmi eftir að niðurstöður greiningar leiddu í ljós að hann væri með

Downs heilkenni. „Þá greip Greiningarstöðin inn í og við vorum með hann í þroskaþjálfun og teymisvinnu í tvö ár. Að sjálfsögðu fór ég inn í þetta ferli eins og þjálfari, enda keppniskona. Sjúkraþjálfari og einkaþjálfari hans komu heim til aðstoða okkur hvernig best væri að hafa hlutina hérna heima. Svo var pikkað í mig og ég minnt á að ég væri mamman en ekki þjálfarinn,“ segir Sólný og hlær. Hver einasti áfangi og hvert einasta þroskaskref hafi síðan verið svo mikill sigur. „Það var eins og að hann verði Íslandsmeistari í hvert skipti. Ég var alltaf frekar óþolinmóð og vildi að hlutirnir gengju hratt fyrir sig. Svo fæ ég þennan dreng inn í líf mitt og hann hægir á mér; gerir hlutina á sínum hraða, ekki mínum. Hann er svo mikill gleðigjafi og hefur gefið okkur svo mikið.“ Núna fær Hilmir viðeigandi þjónustu á leikskólanum og Sólný dásamar mikið teymið sem er í kringum hann. Allir sem vinni með honum geri það frá hjartanu og vilji honum svo vel. „Það hefur hjálpað okkur mikið. Við hjónin fengum líka net af stuðningi og rými til að sinna honum fyrstu vikurnar. Tengslanetið okkar tók bara yfir heimilið á meðan og strákarnir okkar fluttu bara inn á heimili vina sinna. Allir voru reiðubúnir að


aðstoða og næstelsta systir mín hefur reynst mér ómetanleg. Þetta eru forréttindi og örugglega ekki margir í þeirri stöðu.“ Ekki bara ofdekraður krúttkall Sólný og eiginmaður hennar, Sveinn Ari Guðjónsson, eiga fjóra aðra drengi og Sveinn tvær dætur fyrir. Hún segir þau afar heppin að eiga öll þessi börn. „Það er góð tilfinning varðandi framtíðina að vita af stuðningnum sem Hilmir á eftir að hafa allt sitt líf. Margir sem munu hjálpa honum að verða áfram einstaklingur sem aðrir njóta samvista við. Ég vil heldur ekki að hann verði einhver ofdekraður krúttkall allt sitt líf. Ég vil gera kröfur til hans á hans forsendum. Hann á einstaklega fallegt samband við föður minn sem er 82 ára og sér ekki sólina fyrir Hilmi.“ Sólný lýsir sólargeislanum sínum sem mjög gefandi, fullum af ást, hlýju og tilfinningum. „Svo er hann líka skapmikill, ákveðinn, kröftugur og hömlulaus. Það þarf að setja honum mörk. Það er mjög krefjandi að eiga hann og ég hef þurft að endurskoða allt í lífinu. Fór þetta fyrst á hörkunni og átti erfitt með að viðurkenna að þetta væri erfitt.“ Fór í andlegt þrot Sólný var einnig hugsi eftir á hvort Íslendingar mættu stundum vera aðeins opnari og viðurkenna að eitthvað sé áfall eða erfitt. „Það er svo íslenskt held ég að spýta bara í lófana. Það kom mér um koll og ég keyrði mig áfram í tvö og hálft ár.“ Um áramótin í fyrra fór Sólný í andlegt þrot. Móðir hennar var með Alzheimer og lést þegar Hilmir var átta mánaða. „Ég var líka inni í því ferli og gat sem betur fer farið til hennar á hverjum degi áður en hún lést. Svo horfði ég á þessar tvær stóru manneskjur í mínu lífi. Mjög skrýtinn tími; gleði, sorg og söknuður allt í senn. Þá kom uppgjöfin og ég fór í mikla sjálfsvinnu, breytti um takt og leitaði hjálpar. Ég varð að hlúa að sjálfri mér og það má ekki gleyma að hlúa að hjónabandinu og fjölskyldunni líka. Þetta er álag fyrir okkur öll.“ „Á maður að segja til hamingju?“ Í Grindavík býr annar einstaklingur með Downs heilkenni, stúlka sem komin er yfir tvítugt. Sólný velti fyrir sér viðbrögðum fólks sem var vandræðalegt þegar hún mætti því í verslunum. „Sumir forðuðu sér en ég hef ekki lent í því að fá samúðarkveðjur eins og einhverjir sem eignast hafa fatlað barn. Einn maður kom til Sveins í búðinni og sagði: Ég spurði mömmu hvað maður segir við fólk sem eignast fatlað barn. Á maður að segja til hamingju? Mamman sagði honum að sjálfsögðu að gera það.“ Sólnýju og Sveini þótti vænt um þessa einlægni því það sé skiljanlegt að fólk viti ekki hvað það á að segja. Myndirnar urðu múrbrjótur Sólný tók í framhaldinu þá ákvörðun að gera Hilmi dálítið meira sýnilegan. „Ég hafði tekið

frí frá kennslu 36 ára og farið í ljósmyndanám. Ég trúi því í dag að það hafi ekki verið tilviljun og er eiginlega hætt að trúa á tilviljanir. Ég tók myndir af Hilmi og hef notað Facebook mikið til að birta þær. Mér finnst það hafa auðveldað litla samfélaginu í Grindavík að koma að mér og segja eitthvað fallegt. Það brast einhver múr. Einnig hefur verið styðjandi að finna að fólk fylgist með Hilmi og gleðjist yfir myndum af honum. Ég sé líka á myndunum sem ég hef tekið að ég hef farið í gegnum visst þroskaferli með framsetninguna. Þær myndir sem mér þykir vænst um í dag eru þær sem sýna persónueinkenni Hilmis; þegar hann er þreyttur, pirraður, reiður eða hlæjandi. Svo eru ekki nema 16 mánuðir á milli hans og næstyngsta stráksins míns, Fjölnis, sem er svo duglegur og kennir honum margt. Ég er meira með myndavélina á eftir þeim en með ryksuguna,“ segir hún hlæjandi. Aukalitningur ekki utan að komandi Í dag segist Sólný vera mjög þakklát og að hún hefði líklega aldrei farið í þetta andlega ferðalag nema af því að hún þurfti að takast á við sjálfa sig og brotna aðeins til að byggja sig upp aftur. „Ég dæmi mig ekki í dag en sé stundum eftir tímanum sem fór í dýfurnar. En sorgarferli þróast og maður lærir að lifa með því að eiga fatlað barn. Það sem skiptir mig máli er að hann fái sömu tækifæri og aðrir. Fái að vera í íþróttum, tónlistarskóla og gera þá hluti sem hafa ekki verið sjálfsagðir fyrir fatlaða. Heimurinn væri ekki eins yndislegur og hann er ef börn með Downs myndu ekki lengur fæðast, sem allt virðist stefna í. Við erum öll ólík hvort sem við erum með aukalitning eða ekki. Stundum gleymist að fólk með Downs heilkenni er ekki heilkennið. Þó að þetta heiti aukalitningur þá er hann frá okkur foreldrunum og gerir Hilmi að því sem hann er. Hann er líkur okkur á svo margan hátt.“ Fræðsla er svo mikilvæg Þegar Sólný var var á vökudeildinni fékk hún póst frá móður sem á dreng með Downs sem er aðeins eldri en Hilmir. „Hún sagði við mig hvernig mér kæmi líklega til með að líða eftir einhvern vissan tíma og það hefur allt saman staðist. Kannski get ég hjálpað einhverjum sem verða í sömu stöðu. Vonandi get ég veitt þeim einhverja gleði og sýnt fram á að Hilmir getur svo margt þó að hann þurfti lengri tíma í það og á sínum hraða. Hann heldur mér a.m.k. í formi því ég slaka ekki mikið á með hann,“ segir Sólný og bætir við með áherslu að þessi reynsla sé hennar skóli. „Ég ákvað að horfa á þetta sem gjöf. Fræðslan er svo mikilvæg og að við miðlum henni til barnanna okkar. Maður er bara hræddur við það sem maður þekkir ekki,“ segir Sólný að lokum.

Fjölskyldan öll saman komin. Mynd: Sissa.

Glænýr í faðmi foreldra.

Íþróttaálfurinn í essinu sínu.

16 mánuðir eru á milli Fjölnis og Hilmis.

Boltastrákurinn Hilmir.

Sólný með yngstu synina.


14

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Þróttmikill hagvöxtur framundan með betri tíð

Ingólfur og Sighvatur á morgunverðarfundinum.

-sagði Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka á morgunverðarfundi í Reykjanesbæ

Þ

að eru ýmis merki um bata í efnahagslífi þjóðarinnar og hagvaxtahorfur eru góðar að okkar mati. Við væntum þess að atvinnulífið haldi áfram að styrkjast á næstu árum þó svo vissulega sé einhver óvissa í kringum afnám gjaldeyrishafta, sagði Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka á morgunverðarfundi bankans í Stapa í vikunni. Íslendingar hafa straujað kortin sín af nokkuð meiri krafti fyrstu átta mánuði þessa árs en þeir hafa gert undanfarin ár, sérstaklega erlendis en einnig hér heima. Innflutningur hefur aukist mikið á neysluvörum og fleiri nýir bílar hafa selst, allt merki um meiri hagvöxt hér á landi. Ingólfur kom víða við í erindi sínu um stöðuna í efnahagsmálunum í dag en hann var jákvæður í máli sínu, benti á minnkandi atvinnuleysi og betri stöðu á vinnumarkaði. Til að mynda væri farið að flytja inn vinnuafl á nýjan leik. Efnahagur fyrirtækja og heimila hafi batnað mikið með auknum kaupmætti. Fasteignaverð hafi hækkað, skuldahlutfall hafi lækkað, verðbólga minni og stöðug króna. „Þetta er hófleg uppsveifla miðað við fyrri uppsveiflur hér á landi. Íslenska hagkerfið hefur haft tilhneigingu til að sveiflast meira en önnur í nágrannalöndunum okkar.

Ingólfur sagði að skuldir heimilanna hafi lækkað mikið á undanförnum árum en ólíkt því sem algengt væri víða úti í heimi, þá ættu Íslendingar frekar sitt húsnæði en leiga væri mun algengari þar. Hluti af skuldsetningu heimila hér á landi liggi aðallega þar. Hann sagði einn mesta batann að undanförnu hafi birst í hækkun húsnæðisverðs og þá hafi laun hækkað um 4% sem væri langtum hærra en úti í heimi. Andlegt ástand almennings lyftist þó hægar og enn vantaði nokkuð upp á í væntingavísitölunni. Hann sagði einkaneyslu hafa aukist á ný með auknum kaupmætti og að hagvöxtur á næstunni myndi byggjast mikið á innlendri eftirspurn sem muni aukast áfram allhratt á næstu árum þó að nokkuð dragi úr vextinum. Í fyrra var hagvöxtur fyrst og fremst borinn uppi af utanríkisviðskiptum en þar hefur ferðaþjónustan komið gríðarlega sterk inn. Framundan væru þó innan um nokkur óvissa og Seðlabankinn væri að bregðast við markaðnum með hóflegum vaxtahækkunum og þá væri kurr á vinnumarkaði varðandi kjarasamninga einnig hluti af óvissupakkanum. Afnám gjaldeyrishafta fylgdi líka óvissa með tilheyrandi áhrifum á krónu og verðbólgu. Gjaldeyrishöft væru ekki boðlegt umhverfi til lengri tíma.

Ekki alveg á sama stað og höfuðborgarsvæðið

-segir Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka

Þ

egar við berum saman þjóðhagsspá bankans við stöðuna á Suðurnesjum þá er ljóst að við erum kannski ekki alveg komin á sama stað og t.d. höfuðborgarsvæðið. Við höfum hér á svæðinu t.d. verið að glíma við erfiðari stöðu í atvinnulífinu þó við sjáum jákvæð teikn á lofti. Kaupmáttur hefur því kannski almennt ekki vaxið jafn hratt hér og við hefðum viljað auk þess sem eignaverð hefur ekki hækkað hér að neinu ráði og þar af leiðandi höfum við ekki séð skuldahlutföll lækka jafn hratt og á höfuðborgarsvæðinu. Það eru þó almennt jákvæðar horfur í efnahagslífinu og það mun sannarlega skila sér inn á Suðurnesin,“ segir Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka. Hver er þín skoðun á framgangi fyrirtækja á Suðurnesjum á næstunni? „Ég er mjög bjartsýnn gagnvart viðskiptalífinu hér á Suðurnesjum og hægt að sjá tækifæri víða. Sjávarútvegurinn hefur verið að gera ágætis hluti og hefur eflst t.d. með breytingum hjá Vísi í Grindavík. Við sjáum einnig fyrirtæki vera að fjárfesta í þessum geira í Garði og Sandgerði. Það eru gríðarlegar fjárfestingar í tengslum við ferðamannageirann hér á svæðinu og er nóg að nefna framkvæmdir hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli og fyrirhugaðar framkvæmdir hjá Bláa Lóninu. Einnig má nefna mikla uppbyggingu í fiskeldi með tilkomu Stolt Seafarm úti á Reykjanesi. Mikil fjárfesting liggur í Helguvík og ég er bjartsýnn á að atvinnusvæðið skili allavega að einhverju leiti þeirri uppbyggingu sem við höfum verið að vonast eftir á næstunni.Það væri hægt að telja upp mörg önnur dæmi um þá uppbyggingu sem nú er að eiga sér stað á Suðurnesjum. Ég tel því að það séu skilyrði framundan fyrir fyrirtæki á Suðurnesjum til þess að vaxa og gera góða hluti.“

Fjöldi fólks úr atvinnulífinu á Suðurnesjum mætti á morgunverðarfund Íslandsbanka.

SUÐURNES | GARÐUR | GRINDAVÍK | REYKJANESBÆR | SANDGERÐI | VOGAR

Vaxtarsamningur Suðurnesja Verkefnastyrkir

Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins

Auglýst er eftir styrkumsóknum til Vaxtarsamnings Suðurnesja á grundvelli samnings um framlög til byggðaþróunar á Suðurnesjum árið 2014. Styrkhæf verkefni eru þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Skilyrði úthlutunar er að viðkomandi verkefni feli í sér samstarf þriggja eða fleiri fyrirtækja og falli að markmiðum samningsins sem og verklagsreglum um úthlutun. Styrkir geta verið allt að 50% af styrkhæfum kostnaði einstakra verkefna, gegn mótframlagi þátttakenda. Skilgreining á styrkhæfum kostnaði, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu vaxtarsamningsins: vaxtarsamningur.sss.is. Umsóknarfrestur Mánudaginn 1. desember 2014, kl. 16:00. Umsóknum skal skila á netfangið vaxtarsamningur@heklan.is. Nánari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri bjork@heklan.is, sími 420 3288.

heklan.is

Viðtalstímar verkefnastjóra Verkefnastjóri Vaxtarsamnings Suðurnesja verður til viðtals fyrir umsækjendur á bæjarskrifstofum sveitarfélaganna sem hér segir: Garður: Sandgerði: Grindavík: Vogar:

Mánudagur Mánudagur Þriðjudagur Þriðjudagur

10. nóvember kl. 10:00 – 11:00. 10. nóvember kl. 13:00 – 14:00. 11. nóvember kl. 13:00 – 14:00. 11. nóvember kl. 11:00 – 12:00.

Gestir í Bláa lóninu eyða meira

M

eðaltekjur gesta í Bláa Lóninu hafa hækkað um 70% og fjöldi stöðugilda um 60% á sama tíma. Miðaverð í Lónið hækkaði um 52% á árunum 2010-2013 en það tekur mið af sambærilegri þjónustu erlendis. Framboð á stærri og dýrari „pökkum“ til útlendinga hafa slegið í gegn. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri sagði á morgunverðarfundi Íslandsbanka að sífellt væri verið að vinna að því að auka virði hverrar heimsóknar ferðamannsins og það hafi tekist mjög vel. „Framundan er risaverkefni upp á 6 milljarða króna með stækkun lóns og byggingar lúxushótels,“ sagði hún. Dagný nefndi að gullæði á markaðnum í ferðaþjónustunni væri visst áhyggjuefni en ytri aðstæður hafa verið Íslendingum afar hagstæðar. Enn væri mikill áhuga á Íslandi en það væri ekki hægt að gefa sér það að endalaust framhald yrði á því.


Konukvöld Fimmtudaginn 6. nóvember

í Húsasmiðjunni og Blómavali Reykjanesbæ frá kl 19 til 21 rir Y f t n í f t l l A gerðu Verði A r t e B á n i l Jó æ nesb ja k y e r í i ld ö v k á Konu

AfslÆttir

á KOnuKVÖ

lDi*

25% 25% lgJJóAsfAOVgÖJróur,JólAVÖrur, JólAlAseríur 25% ÚtiVistArfAtnAður, BÚsáhÖlD AllAr VÖru r í BlómAVAl i

Dagskrá hefst kl. 19:00

2 5 afsl %

Örn garðarsson frá soho veitingum verður með humarsúpu og heimabakað brauð gallery 8 verður með sölusýningu á handverki Dúettinn hZ vantar konu, spilar fyrir gesti tískusýning Verslunin Gallerí Keflavík Dömudeild Kynningar:

á

af öllu ttur mv í Blóm örum avali

Kaffitár býður upp á nýja Hátíðarkaffið Kynning á Ritzenhoff glösum og bollum frá Casa

ríur JólA se rAut JólA sK JAfir J ó l Ag

ný snyrtivörulína kynnt frá Crabtree and Evelyn Quality street konfekt

happdrætti fjöldi glæsilegra vinninga: Jólarósir • Jólastyttur • Frost jólaljós • Ritzenhoff glös Snyrtivörur frá Crabtree and Evelyn • Jólageisladiskur og margt fleira.

hluti af Bygma

*AFSLÁTTUR gildir ekki af vörum merktum Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar og tilboðsvörum.

Allt frá grunni Að góðu heimili síðAn 1956


16

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Ljúf kvöldstund í villibráð í Lóninu N

ærri fimmhundruð manns nutu magnaðrar villibráðar í Bláa lóninu um síðustu helgi. Eina helgi á ári er villibráð í boði í Lava veitingasal Bláa lónsins og nú sem fyrr fóru matreiðslumeistarar staðarins á kostum. Öll helsta villibráð Íslands var á boðstólum að undanskilinni rjúpunni enda er finnst hún ekki þessa dagana. Gæs, lundi, önd, lax, lamb og hreindýr var meðal þess sem gestir sporðrenndu. Víkurfréttir voru á staðnum og mynduðu góða gesti sem m.a. komu frá Íslandsbanka og HS Veitum og HS Orku.

Ert þú bókaormur? Hjá Eymundsson starfar frábær hópur fjölhæfra og skemmtilegra einstaklinga – en okkur vantar fleiri. Við óskum eftir harðduglegu og brosmildu starfsfólki í afgreiðslustarf í verslanir okkar. Laust er í eftirfarandi stöður í Reykjanesbæ:

EYMUNDSSON REYKJANESBÆ:

EYMUNDSSON LEIFSSTÖÐ:

Hæfniskröfur:

Hæfniskröfur:

• • • •

• • • • •

Reynsla af afgreiðslustörfum Rík þjónustulund og jákvæðni Hæfni í mannlegum samskiptum Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kostur

Um fullt starf er að ræða og er vinnutíminn frá kl.9 - 18 alla virka daga.

Góð tungumálakunnátta Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Navision er kostur Rík þjónustulund og jákvæðni Hæfni í mannlegum samskiptum

Unnið er eftir vaktaskipulagi.

Áhugasamir vinsamlegast sendið umsóknir og fyrirspurnir á atvinna@eymundsson.is fyrir 12.nóvember nk. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Um framtíðarstörf er að ræða og er æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is


tm.is/afhverju

Hvað sem verður… komdu í hóp ánægðra viðskiptavina TM

Tryggingamiðstöðin

Hafnargötu 31

Sími 515 2620

tm@tm.is

tm.is


18

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-mannlíf

pósturu vf@vf.is Ingólfur Karlsson og kona hans Helena Guðjónsdóttir komu færandi hendi og fóru reyndar út frá Gunnari Bergljótu með pakka. VF-myndir/pket.

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskylduog hjónaráðgjafi hjá 9mánuðum skrifar:

Hvað er barnið að segja? H

Íslendingar komu í stað Varnarliðsmanna á Olsen Olsen Fluttur á nýjan stað. Rekstur samfleytt í sama húsnæði við Hafnargötu 62 í sjö áratugi „Það gengur bara ágætlega hjá okkur en auðvitað hafa verið sviptingar eins og gengur. Við erum ánægð með að vera komin á þennan stað, aðstaða starfsfólks er miklu betri og þá eru helmingi fleiri sæti en á gamla staðnum,“ sagði Gunnar Friðriksson sem á og rekur veitingastaðinn Olsen Olsen með Bergljótu Grímsdóttur, konu sinni. Gunnar er ekki ókunnur á þessum gamla verslunarstað við Hafnargötu 62 en þar hefur verið starfrækt verslun eða þjónusta óslitið í tæpa sjö áratugi. Ekkert annað hús á lengri sögu í verslun og þjónustu í Reykjanesbæ. Eftir áratuga rekstur Kaupfélags Suðurnesja í plássinu opnaði Axel Jónsson veitingastaðinn Langbest árið 1986. Ári síðar keyptu Gunnar og Bergljót veit-

ingastaðinn og ráku hann í áratug. Ingólfur Karlsson og Helena Guðjónsdóttir tóku við keflinu á Langbest árið 1987 þar til þau lokuðu fyrir stuttu og fluttu alla starfsemi Langbest á Ásbrú. Gunnar starfaði á Langbest og þar á undan á veitingastaðnum Glóðinni í sama húsi. Síðustu árin hafa þau hjónin rekið Olsen Olsen við Hafnargötu 17. Gunnar segir að þegar honum hafi staðið til boða að færa staðinn hafi hann strax fundist það spennandi hugmynd og svo ákveðið að láta verða af því. Hann var sáttur við gang mála þegar VF leit við hjá honum í opnunarteiti á nýja staðnum. Gunnar er sáttur með gang mála í rekstrinum og segir að sumrin séu sífellt að verða stærri með fleiri ferðamönnum. Hann nefnir líka

athyglisverða breytingu sem varð þegar Varnarliðið fór með manni og mús frá Keflavíkurflugvelli en Kanarnir voru góðir viðskiptavinir hjá honum. Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir veitingastaðinn? „Ótrúlegt en satt þá varð breytingin þannig að Íslendingar fylltu í skarð Varnarliðsmanna. Það má ekki gleyma því að fjöldi heimamanna stundaði veitingastaði á Vellinum. Þeir fluttu sig bara hingað niður eftir,“ segir Gunnar þegar hann rifjar þetta upp. Olsen Olsen hefur stundum verið líkt við ameríska staðinn Route 66 sem margir þekkja. Gunnar og hans starfsfólk matreiðir vinsæla báta en auk þess hamborgara, samlokur og fleira með öllu tilheyrandi. Hann lofar áfram ljúffengum skyndibita á nýjum stað.

vað er barnið að segja? er meðal umfjöllunarefni á námskeiði fyrir verðandi foreldra hjá 9mánuðum. Mosfellsbær niðurgreiðir 50% af þátttökugjaldinu. Margir þekkja þjáninguna sem fylgir því að skilja ekki ungabarnið sitt, vita ekki hvað það er að segja með merkjum sínum. Þetta námskeið er frábært hjálpartæki fyrir verðandi og nýorðna foreldra sem hjálpar þeim að skilja ungabörnin sín og svara þörfum þeirra. Rannsóknir sýna að það að foreldrar geti lesið í þarfir barna sinna styrkir tengsl þeirra á milli og eykur á vellíðan fjölskyldunnar. „Fyrir nýja foreldra getur heimur ungabarna stundum virst mjög ruglingslegur, jafnvel bara það að leika við ungabarnið þitt og skilja merkin sem ungabarnið gefur frá sér, getur verið mjög erfitt. Rannsóknirnar sem ég hef gert á rannsóknarstofu minni með Alyson Shapiro og rannsóknir Ed Tronick og T. Berry Brazelton hafa sýnt að eitt af því mikilvægasta sem við getum gert sem foreldrar er að læra er að lesa merkin og vísbendingarnar sem ungabarnið ykkar gefur frá sér. Þannig getir orðið þú orðið

næmari fyrir barninu þínu þegar þú leikur við það. Börn eru fædd tilbúin til að hafa samskipti við ykkur. Það er ekki til neitt vísindalega hannað leikfang, sem ungabarnið þitt hefur meiri áhuga á en andlitið á þér. Og það er ekki hægt að semja neina tónlist sem barnið þitt hefur meiri áhuga á en röddinni þinni.“ Dr. John Gottman er höfundur námskeiðsins Ertu að verða foreldri? Það er nýtt námskeið hjá 9mánuðum heilsumiðstöð. Námskeiðið Ertu að verða foreldri? miðar einnig að því að kynna helstu breytingar sem verða þegar par verða foreldrar, og leggja til gagnleg verkfæri í það efni. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Ástþóra Kristinsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi hjá 9mánuðum. Námskeiðið verður haldið að Hlíðarsmára 2 í Kópavogi miðvikudaginn 12. nóvember kl. 18:00 – 20:30. Skráning og nánari upplýsingar á 9manudir.is Ólafur Grétar Gunnarsson fjölskyldu- og hjónaráðgjafi

GETUM BÆTT VIÐ OKKUR VERKEFNUM • Öll almenn raflagnavinna • nýlagnir • breytingar • viðgerðir • nýsmíði • nýbyggingar o.fl. minny@internet.is

KRISTJÁN VALTÝSSON rafverktaki, sími 862 2662

EINAR SVEINSSON trésmíðameistari, sími 897 6422

a g u a

Revía

Vinir og ættingjar samfögnuðu með Gunnari og Bergljótu á nýja staðnum.


7 ára ábyrgð á öllum nýjum Kia bílum

www.kia.com

15 ára afmælisveisla hjá K. Steinarsson

Eigum il bíla t lu s ð i e afgr x! a r t s

H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A – 1 4 - 2 4 3 6

auki Kaup kk arde Vetr áttarog dr isli be

Þér er boðið til veislu laugardaginn 8. nóvember kl. 12-17 Bílasalan K. Steinarsson, umboðsaðili Öskju á Suðurnesjum, fagnar 15 ára starfsafmæli um þessar mundir. Laugardaginn 8. nóvember verður mikið um dýrðir. Trúðurinn Wally skemmtir börnunum og blöðrulistamaður sýnir snilli sína. Glæsileg afmæliskaka, kleinur, vöfflur, kaffi og gos fyrir alla.

Hlökkum til að sjá þig í afmælisveislunni! Holtsgötu 52 · Reykjanesbær · Sími 420 5000 · ksteinarsson.is

Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook

ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi.


20

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

Forsvarsmenn og iðkendur félaga innan Íþróttabandalags Reykjanesbæjar ásamt Birni Óla Haukssyni forstjóra Isavia.

Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur XXÞann 3. desember nk. efnir Karlakór Keflavíkur til sinna árlegu Kertatónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Slíkir tónleikar hafa verið haldnir til margra ára og jafnan í upphafi aðventunnar. Að þessu sinni mun Barnakór Grunnskóla Sandgerðis vera gestakór á tónleikunum og syngja bæði ein sér sem og með körlunum. Stjórnandi Barnaskórsins er Sigurbjörg Hjálmarsdóttir. Þá mun Jóhann Smári Sævarsson óperusöngvari og söngkennari með meiru syngja einsöng á tónleikunum ásamt því að syngja með karlakórnum. Það er alltaf sérstök stemning sem hefur skapast á kertatónleikunum og í raun má segja að karlakórinn syngi aðventuna inn með ýmiss konar jólatónlist frá ýmsum tímum og af öllum gerðum. Að sögn Þorvarðar Guðmundssonar, formanns karlakórsins, hafa karlarnir æft ný og gömul jólalög í haust og eru því komnir í jólaskapið og hlakka til að syngja aðventuna inn. Stjórnandi Karlakórs Keflavíkur er Guðlaugur Viktorsson sem tók aftur við stjórnartaumunum eftir tveggja ára fjarveru meðan hann var við nám í Danmörku í kórstjórn.

■■Skúli Thoroddsen skrifar:

Enn eitt hrunið E

kki get ég sagt að fjárhagsstaða Reykjanesbæjar hafi komið á óvart, og þó. Hún er verri. Það lá við a ð m a ð u r feng i áfall á kynningarfundinum í Stapa, á miðvikudaginn var. Spilin voru lögð á borðið. Staðan er miklu verri en ég hafði getað ímyndað mér. Spurningin er því þessi: Hvers vegna hafði eftirlitsnefnd með málefnum sveitarfélaga og innanríkisráðuneytið ekki gripið í taumana, tekið yfir reksturinn, tekið hann úr höndum bæjarstjórnar, eins og ber að gera lögum samkvæmt? Það mál verður að skýra. Fyrir liggur taprekstur á bæjarsjóði öll ár frá 2002 til 2013 nema einu. Hallinn var litlar 25 þúsund milljónir króna. Taprekstrinum var mætt með sölu eigna bæjarins og nýjum lánum. Bærinn er flakandi skuldasár uppá 43 milljarða. Upp í skuldahítina þarf að ná í 900 milljónir á ári fyrir bæjarsjóð næsta áratuginn. Áætlun nýrrar bæjarstjórnar, Sóknin, kveður á um að skerða þjónustu um 500 milljónir á ári og auka tekjur um 400 milljónir. Ekki kom fram á Stapafundinum hvernig það verður gert. Skýrist í desember? Kannski. Vera má að skýringin á öllu tapinu sé öðru að kenna en okkur. Atvinnuleysi eftir herinn, fjármálahruni frjálshyggjunnar, falli Sparisjóðsins. Bærinn hafi orðið að bregðast við nýjum aðstæðum í anda þess að ef illa aflast verði að sækja lengra á miðin, hvernig sem viðrar. Það er gott að eiga draum og hafa framtíðarsýn, en það er afleitt að flytja inn í drauminn. Við erum að súpa seiðið af því núna. Það hefur orðið enn eitt hrunið. Heimalagað hjá okkur. Fjárfestingin (sem tekin var að láni) í götum og lóðum í Helguvík, Njarðvík og víðar liggur í dvala og mun liggja þar áfram og safna mosa um ókomin ár. Auðvitað er þessi fjarfesting ekki farin, hún er þarna, en hún er bara engum til gagns. Ekki ennþá. Allt var þetta í plati. Hún er nú blýþungur skuldabaggi á herðum okkar íbúanna. Þá byrði verðum við að bera saman. Kannski er best að vera ekki með neitt neikvæðniraus. Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir, eins og mér heyrðist nýi bæjarstjórinn ýja að í Stapa. Mikið rétt. Við Suðurnesjamenn erum vanir að lenda í ýmsu.

Köllum ekki allt ömmu okkar, og fast þeir sóttu sjóinn og allt það. Nei, kæru vinir, brettum upp ermar, öxlum ábyrgð á gjörðum okkar (þ.e. síðustu bæjarstjórnar) og borgum brúsann með bros á vör. Hér eru tækifæri. Ekki skal gert lítið úr því. Ég tek undir það. Gott landsvæði, framtíð í ferðaþjónustu og orku, ekki bara í jarðhita, heldur eru líklega hvergi betri skilyrði fyrir vindorkuver í Evrópu en einmitt hér á Suðurnesjum, vindorkuver sem gætu framleitt meiri orku en bæði Reykjanesvirkjun og Svartsengi framleiða saman í dag. Álver og annar orkufrekur iðnaður er vissulega enn tækifæri. Fleira mætti nefna. En að nýjum atvinnutækifærum þarf að vinna af skynsemi og nú þarf að breyta um stíl. Sleppa loftköstulunum og ráðast fyrst í framkvæmdir þegar þeirra er raunaverulega þörf og samningar liggja fyrir um tækifærin. Þá mun okkur farnast vel. En það kostar fórnir að snúa vörn í sókn. Það verður að greiða reikninginn fyrir þá loftkastala sem fyrri bæjarstjórn byggði og enginn flutti inn í nema hún sjálf í draumi sínum. Það þarf að snúa niður óráðsíuna. Reikningurinn hljóðar upp á 900 milljónir á ári, næsta áratuginn. Það samsvarar 700 þúsund kr. skuld hvers einasta íbúa, að meðtöldum kornabörnum og gamlingjum. Skuldina verður að borga á næstu 10 árum, með verri þjónustu og hærri sköttum. En hvernig? Því mun núverandi bæjarstjórn svara þegar Sóknin hefst og/ eða eftirlitsnefndin með fjármálum sveitarfélaga. Maður spyr sig: Verður sundlauginni lokað? Íþróttahúsum? Snjómokstri hætt? Fjárfestingar og viðhald húsa og gatna sett í lágmark? Uppsagnir? 50 eða 100 manns hjá bænum, kannski enn fleiri? Hækka fasteigagjöld og útsvar, með undanþágu, um 5-6%? Það yrði auðvitað kjaraskerðing sem aðrir íbúar þessa lands þurfa ekki að taka á sig. Bara við. Menn munu hugsa sig um tvisvar að flytja til bæjarins. Hér verður dýrara að búa. Þjónusta verri. Já, þetta er vissulega enn eitt áfallið sem á okkur dynur, en látum það ekki ganga af okkur dauðum. Vinnum okkur út úr vandanum og vonum að okkur muni farnast vel. En bataferlið verður bæði hægt og sársaukafullt. Því miður. Skúli Thoroddsen

S

Isavia styrkir barna- og unglingastarf á Suðurnesjum

tyrktarsjóður Isavia veitir í ár styrki til barna- og unglingastarfs á Suðurnesjum. Styrkjunum er ætlað að styðja við allar greinar íþrótta og stuðla að auknum möguleikum barnaog unglinga til að stunda sínar íþróttir og fara í nauðsynlegar æfinga og keppnisferðir. Styrkirnir voru á dögunum afhentir íþróttarféögum í Garði, Sandgerði, Vogum, Grindavík og þeim aðildarfélögum Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB) sem þegar eru eða eru við það að

verða fyrirmyndarfélög Íþróttasambands Íslands. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, veitti styrkina til félaganna. „Keflavíkurflugvöllur er stærsti vinnuveitandinn hér á Suðurnesjum og því ákváðum við að styrkveitingar í ár skyldu renna til barna- og unglingastarfs hér á svæðinu. Við vitum að það er brýn þörf fyrir slíkan stuðning og við vonum að styrktarféð komi nærsamfélagi flugvallarins að góðum notum.“

Ingigerður Sæmundsdóttir, formaður ÍRB, sagðist afar ánægð með framtak Isavia. „Uppbygging á íþróttastarfi fyrir börn og unglinga er fjárfrek og því er afar ánægjulegt þegar öflug fyrirtæki eins og Isavia sjá sér fært að styðja við starfið með myndarlegum hætti. Þessir fjármunir munu því koma sér afar vel hjá félögum innan ÍRB sem hafa uppfyllt eða eru við það að uppfylla öll skilyrði um fyrirmyndafélög hjá ÍSÍ." Meðfylgandi eru myndir frá afhendingu styrkjanna.

Forsvarsmenn og iðkendur íþróttafélaga í Sandgerði, Garði, Vogum og Grindavík ásamt Birni Óla Haukssyni forstjóra Isavia.

■■Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir skrifa:

Skjaldborgin rís eftir langa bið I

nnan sk amms verða verðtryggð húsnæðislán heimilanna leiðrétt. Um jafnræðisaðgerð er að ræða sem mun koma flestum íslenskum heimilum til góða. Loksins fá heimilin að njóta einhverrar sanngirni og réttlætis. Húsnæðismálin eru einnig í brennidepli en húsnæðismálaráðherra mun leggja fram fjögur frumvörp þessa efnis á yfirstandandi þingi. Lengi hefur verið talað um þörf á nýju húsnæðiskerfi og loksins sjáum við fram á að það verði að veruleika. Stóra planið gengur upp Á sumarþingi 2013 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Tillagan var í tíu liðum og leiðréttingin er aðeins einn liður af tíu. Aðrir þættir aðgerðaráætlunar eru t.d. að gerðar verði tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála. Umsóknir um leiðréttingu á lánum voru 69 þúsund frá 105 þúsund einstaklingum. Umsóknarferlið var einfalt og vinnan við að reikna út leiðréttinguna gengur mjög vel. Innan skamms munu tilkynningar berast um leiðréttingu lána. Spunameistararnir Nú þegar leiðréttingin er handan við hornið er eins og sumir hafi gleymt

af hverju farið var í þessa vegferð. Á síðasta kjörtímabili vildu sumir þingmenn þáverandi stjórnarflokka fara í aðgerðir til að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán. Úr því varð ekki. Þáverandi forsætisráðherra sagði nefnilega að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili. Á sama tíma var ráðist í stórar efnahagsaðgerðir; skuldir fyrirtækja afskrifaðar og gengistryggð lán voru endurreiknuð. Þeir sátu eftir sem skulduðu verðtryggð lán. Tekjulágir fá meira Sama fólk og talaði á síðasta kjörtímabili fyrir nauðsyn þess að leiðrétta stökkbreytt lán, talar nú gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar og kastar vísvitandi ryki í augu almennings. Talað er um kaldar pizzur og visa skuldir í þessu samhengi. Sannleikurinn er sá að hlutfall fjárhæðar niðurfærslu og árstekna er hærra hjá tekjulægri heimilum en þeim tekjuhærri. Þannig að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Tæpur helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón kr. í árslaun sem eru t.d. heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. kr. í mánaðarlaun. Meðalfjárhæð niðurfærslu hækkar eftir því sem fjöldi barna er meiri, þar sem stærri fjölskyldur eiga iðulega stærra húsnæði og meiri skuldir. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuðstóls enn meiri vegna verðbólgunnar.

Unnið er hörðum höndum innan ráðuneyta að afnámi verðtryggingar og munu niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir í mars 2015. Skattgreiðendur og hrægammar Það hefur legið fyrir frá því framkvæmd leiðréttingarinnar var kynnt að bankaskattur yrði hækkaður og undanþága fjármálastofnana í slitameðferð frá skattinum afnumin. Í fyrsta sinn eru þrotabúin skattlögð og gert er ráð fyrir að þessar breytingar auki tekjur ríkissjóðs um 92 m.kr. á fjórum árum. Það er fráleitt að halda því fram að heimilin borgi leiðréttinguna í þeim skilningi sem sumir kjósa að túlka svo. Þeir sem ekki eiga húsnæði geta einnig notið góðs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar með því að nýta séreignarsparnað og safna í sjóð til húsnæðiskaupa. Nýtt húsnæðiskerfi mun einnig tryggja hagmuni leigjenda mun betur en nú er. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stendur með heimilunum og ræðst í verkefni sem fyrri ríkisstjórn taldi ógerlegt. Núverandi ríkisstjórnar verður minnst í sögubókum framtíðarinnar fyrir að hafa reist hina langþráðu skjaldborg um heimilin í landinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir, þingmenn Framsóknarflokksins


21

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 6. nóvember 2014

-fs-ingur

vikunnar

-

Getur verið fljótfær og utan við sig

TIL LEIGU Pokoje do wynajecia w Sandgerði. Bardzo dobre warunki. tel.6901460 po 17.00 Hef til leigu bílskúr 30fm.í Engjadal í Innri Njarðvík. uppl. 772-4475

Borgríki 2, hún var ekki alveg fyrir mig.

Hvaðan ertu og aldur? Ég er 19 ára frá Keflavík

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Mér finnst mötuneytið bara frekar fjölbreytt og gott, alveg nóg fyrir mig allavega.

Helsti kostur FS? Fjölbreyttur og gott félagslíf. Hjúskaparstaða? Í sambandi. Hvað hræðistu mest? Að missa einhvern nákominn mér. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Þóra Lind mun ná langt á fyrirsætuferlinum. Hver er fyndnastur í skólanum? Sigurður Smári klikkar ekki. Hvað sástu síðast í bíó og hvernig var sú mynd?

Eftirlætis

Kennari:

Kristrún

Fag í skólanum:

Sálfræði Sjónvarpsþættir:

Friends Kvikmynd:

Hver er þinn helsti galli? Fljótfær og utan við mig. Hvað er heitasta parið í skólanum? Mér finnst Brynjar og Aníta Carter alltaf voða sæt. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Halda enn betur persónulega utan um nemendur, bæði hvað varðar nám og vellíðan nemenda í skólanum, svo að minna verði um brottfall. Áttu þér viðurnefni? Nei, ekkert svoleiðis. Hljómsveit/tónlistarmaður:

Af íslenskum hljómsveitum finnst mér Hjálmar standa upp úr og svo eru Sia og Lykke Li í miklu uppáhaldi hjá mér. Leikari:

Jennifer Lawrence

Bridget Jones’s Diary

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

TIL SÖLU

Hera Ketilsdóttir er 19 ára Keflavíkurmær. Hún hefur mikinn áhuga á dansi og tónlist en hún starfar sem danskennari samhliða námi. Hún heldur lúmskt upp á lagið Litir úr Ávaxtakörfunni. Sálfræði er eftirlætis fagið hennar í skólanum og Kristrún íslenskukennari er í uppáhaldi hjá Heru. Á hvaða braut ertu? Félagsfræðibraut

smáauglýsingar

Til sölu rafmagnsrúm frá LÚR . 8 mán.120x190. Kostar nýtt kr.318.000 fer á kr.200.000. Uppl.í síma 691-4098 Kolbrún

ÞJÓNUSTA

Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Snilld. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Ótrúlega fínt, mikið um að vera. Áhugamál? Tónlist og dans og svo er alltaf gaman að ferðast og njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Fara í áframhaldandi nám og stofna fjölskyldu, svo langar mig til þess að prófa að búa í útlöndum. Ertu að vinna með skóla? Já, ég er danskennari í Danskompaní. Hver er best klædd/ur í FS? Hanna Dís Vefsíður:

Mig langar ekki að segja það en ætli það sé ekki Facebook. Flíkin:

Hvítur, síður, þæginlegur jakki sem passar við allt. Skyndibiti:

Lærður húsasmiður /smiður getur bætt við sig verkefnum, utan sem innanhúss, góð þjónusta og gott verð. Áratuga reynsla. s.8636095. Ég þek að mér alþrif/jólaþrif. Er mjög vandvirk, rösk,og skipulögð.Endilega hafið samband í síma 777-4663. Annie Björt Rafvirki getur bætt við sig verkum! Get bætt við mig verkum, útilýsing,viðhald,nýbygging og margt fleira. Vönduð vinnubrögð,traust og örugg þjónusta 772-2482

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

-uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp fimmtudaginn 13. nóvember 2014 kl. 13:00 að Selvík 1, Keflavík: Formaco sprautusöltunarvél, árg. 1998 og færibönd úr hraðfrysti með viftum og elementi. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Keflavík, 4. nóvember 2014. Ásgeir Eiríksson, staðgengill sýslumanns.

ORLOFSHÚS Á SPÁNI

Starfsmannafélag Suðurnesja auglýsir orlofshús félagsins á Spáni laust til umsóknar fyrir páska. Einnig auglýsir félagið Spánarhús laust til umsóknar fyrir sumar. Páskaúthlutun 2015

Sumarúthlutun 2015

Orlofshús á La Marina á Spáni. 31. mars til 14. apríl.

Orlofshús á La Marina á Spáni. Sumarúthlutun er frá 26. maí 29. sept. (2 vikur hver úthlutun)

Umsóknarfrestur til 19. nóvember

Umsóknarfrestur til 19. nóvember

Hægt er að sækja um á skrifstofu félagsins eða á vefnum www.stfs.is.

Subway

Orlofsnefnd STFS

Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)?

Lagið Litir í Ávaxtakörfunni.

-mannlíf

pósturu hilmar@vf.is

■■Leikfélag Keflavíkur sýnir Með ryk í auga:

Leikarahópurinn á sviðinu eftir frumsýningu.

Bæjarstjórnin og Óli Geir fá það óþvegið L

eikfélag Keflavíkur frumsýndi sl. föstudagskvöld revíuna Með ryk í auga. Þetta er áttunda revían sem leikfélagið setur upp en um þessar mundir eru liðin 25 ár frá því fyrsta revía Leikfélags Keflavíkur var sett upp. Hún hét „Við kynntumst fyrst í Keflavík“ eftir Ómar heitinn Jóhannsson. Með ryk í auga er í leikstjórn Hjálmars Hjálmarssonar en handritshöfundar eru Arnar Ingi Tryggvason, Jón Bjarni Ísaksson, Arnór Sölvason, Gustav Helgi Haraldsson, Ómar Ólafsson, Júlíus Freyr Guðmundsson og svo er stjórn Leikfélags Keflavíkur einnig skrifuð fyrir handritinu. Revían er byggð upp á átján atriðum eða sketsum með gríni og tónlist þar sem þekkt lög eru flutt með nýjum og staðbundnum textum. Leikarahópurinn sem tekur þátt í uppfærslunni er samsettur af fólki með talsverða sviðsreynslu hjá leikfélaginu og nýjum andlitum. Ekki er hægt að setja út á frammistöðu leikaranna sem allir skila sínum hlutverkum vel. Nokkrir leikarar fara þó algjörlega á kostum í uppfærslunni og það er mikill fjársjóður fyrir Leikfélag Keflavíkur að eiga svoleiðis fólk. Fyrstan ber að nefna Arnar Inga Tryggvason í hlutverki Árna Sigfússonar. Daði Freyr Þorgeirsson á mjög góða spretti í sýningunni

m.a. sem Óli Geir, Guðmundur Rúnar Lúðvíksson listamaður og Sigurjón Vikarsson. Halla Karen Guðjónsdóttir sem Anna Lóa Ólafsdóttir og Berglind Bjarnadóttir sem Bryndís Guðmundsdóttir eiginkona Árna Sigfússonar eiga báðar hrós skilið. Þá eru þeir Arnór Sindri Sölvason og Jón Bjarni Ísaksson mikill hvalreki fyrir leikfélagið. Arnór Sindri fer t.d. á kostum í hlutverki Konráðs Lúðvíkssonar læknis. Í revíunni Með ryk í auga er gert mikið grín af pólitíkinni í Reykjanesbæ og fá bæjarfulltrúar það óþvegið. Einnig fær Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sinn skammt af gríninu, auk þess sem stungið er á ýmsum málum í bæjarfélaginu. Lögreglan, Óli Geir og Keflavík Music Festival, Sparisjóðsmál og fjölmargt fleira. Í kosningaslagnum í Reykjanesbæ í vor varð einn bæjarbúi nokkuð áberandi í umræðunni. Styrmir Barkarson blandaðist inn í umræðuna. Hann leikur sjálfan sig í revíunni og bregður sér einnig í hlutverk bæjarfulltrúans Böðvars Jónssonar í sýningunni. Það er full ástæða til að hvetja íbúa Reykjanesbæjar til að skella sér í Frumleikhúsið á revíu eina kvöldstund. Uppfærsla Leikfélags Keflavíkur er alveg þess virði. Hilmar Bragi Bárðarson

Bæjarstjórahjónin Kjartan og Jóna skemmtu sér vel

Hjálmar leikstjóri fékk vænan blómvönd


22

-íþróttir

fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 • VÍKURFRÉTTIR

?

pósturu eythor@vf.is

Ástrós í undanúrslit á HM í taekwondo - sló út ríkjandi EM meistara frá Serbíu í fyrstu umferð. XXÁstrós Brynjarsdóttir, taekwondo kona Íslands og íþróttamaður Reykjanesbæjar, komst í undanúrslit á heimsmeistaramótinu í taekwondo tækni um liðna helgi. Þar keppti hún í unglingaflokki og það voru 22 sterkustu keppendur heims sem höfðu unnið sér þátttökurétt í hennar flokki. Ástrós sló út ríkjandi EM meistara frá Serbíu í fyrstu umferð. Þess má geta að Ástrós hefur aldrei tapað í þessari grein á Íslandi.

■■ Aðstoðarþjálfarar Keflavíkur og Njarðvíkur takast á í spurningakeppni VF

Hvað vita þjálfararnir um körfubolta? Á

mánudag kemur eigast við erkifjendurnir Njarðvík og Keflavík í Domino’s deild karla í körfubolta. Leikmenn munu þar líklega berjst til síðasta svitadropa enda heiðurinn í veði. Þjálfarar verða einnig í eldlínunni í Ljónagryfjunni en hjá báðum liðum eru þungavigtarmenn í brúnni. Aðstoðarþjálfarar liðanna eru þeir Jón Norðdal Hafsteinsson hjá Keflavík og Teitur Örlygsson hjá Njarðvík. Sem leikmenn tóku þeir þátt í fjölda leikja milli þessara liða enda léku þeir báðir aðeins fyrir uppeldisfélagið á farsælum ferli. Við ákváðum að leggja nokkrar spurningar fyrir kappana um sögu þessara tveggja risa í körfuboltanum á Íslandi.

1. Hvaða tveir leikmenn hafa leikið bæði með Keflavík og Njarðvík í bæði körfubolta og fótbolta í meistaraflokki?

10. Hvaða leikmaður sem hefur leikið með báðum liðum er yngsti leikmaðurinn til þess að leika í úrvalsdeild frá upphafi?

2. Hvaða þrír leikmenn sem leika með liðunum í Reykjanesbæ í dag, hafa leikið með báðum liðum?

1 1 . H ve r s u o f t h a fa Kef lv í k i n ga r o r ð i ð Íslandsmeistarar karla í körfubolta?

Teitur: Heyrðu það er Sverrir Þór. Steini Bjarna? Jonni: Steini Bjarna og Óli Gott.

Teitur: Það er Gummi Jóns, Snorri og Valur Orri. Jonni: Snorri í Njarðvík, Guðmundur Jóns og hverjum er ég að gleyma. 3. Fyrir Jonna - Hvenær urðu Njarðvíkingar síðast Íslandsmeistarar í karlaflokki og hverja unnu þeir í úrslitum?

Jonni: Árið 2006 og unnu Snæfell.

4. Fyrir Teit - Hvenær urðu Keflvíkingar síðast Íslandsmeistarar í karlaflokki og hverja unnu þeir í úrslitum?

Teitur: Það hlýtur að vera Valur Orri. Jonni: Valur Orri.

Teitur: Hvað á maður að segja, átta sinnum. Jonni: Níu sinnum. 12. Hversu oft hafa Njarðvíkingar orðið Íslandsmeistarar karla í körfubolta?

XXSuðurnesjakonan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hafnaði í 2-3 sæti á Íslandsmótinu í Crossfit nú um helgina. Sara hefur stöðugt verið að bæta sig að undanförnu, en hún hefur náð frábærum árangri í mótum víða um heim. Fleiri keppendur frá Crossfit Suðurnes stóðu sig vel, en Hafdís Ýr Óskarsdóttir hafnaði í 9. sæti í kvennaflokki. Keflvíkingurinn Daníel Þórðarson hafnaði svo í 10. sæti karla.

13. Fyrir Teit - Hvaða ár er Jonni fæddur?

Unnu fyrsta bikarmót vetrarins

Teitur: Þrettán sinnum. Jonni: Það er eitthvað aðeins meira en við erum að nálgast þá. Þrettán sinnum. Teitur: Jonni er 76 árgerð.

Teitur: Nú verð ég að passa, ég hef ekki hugmynd.

14. Fyrir Jonna - Hvaða ár er Teitur fæddur?

5. Hvaða tveir þjálfarar hafa þjálfað bæði Keflavík og Njarðvík í meistaraflokki karla í körfubolta?

15. Teitur fór í framboð nú í vor, hjá hvaða flokki var Teitur á lista?

6. Fyrir Jonna: Hvað heitir Bandaríkjamaðurinn í liði Njarðvíkinga þessa leiktíðina?

Jonni: Ég man það ekki.

7. Fyrir Teit: Hvað heitir erlendur leikmaður Keflvíkinga þessa leiktíðina?

Teitur: Er það ekki Will, William? Ég man ekki eftirnafnið.

8. Í frægum bikarúrslitaleik árið 1999 milli Keflavíkur og Njarðvíkur réðust úrslitin á ögurstundu. Kristján Guðlaugsson kom þá inn af bekknum og misnotaði tvö vítaskot fyrir Keflavík. Hermann Hauksson skoraði svo þriggja stiga körfu og tryggði Njarðvíkingum framlengingu. Brotið hafði verið á leikmanni Keflavíkur sem þurfti að fara meiddur af velli, Kristján kom í hans stað og tók vítin. Hver var þessi leikmaður sem fór meiddur af velli?

Teitur: Það var Birgir Örn Birgisson þjálfari KFÍ. Jonni: Birgir Örn Birgisson.

9. Njarðvíkingar og Keflvíkingar léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn árin 1999 og árið 2002, hvernig fóru rimmurnar?

Teitur: Ég ætla að segja að báðar hafi farið 3-2. Jonni: 99 unnum við Keflvíkingar í hörkurimmu 3-2, 2002 unnu þeir 3-0.

Jonni: Það var fyrir stríð. Segjum 1968.

Jonni: Hann var hjá Frjálsu afli.

16. Jón Norðdal hefur gert það gott í fyrirsætubransanum sem og körfuboltanum, hvaða gosdrykk var Jonni fenginn til þess að auglýsa hér um árið?

Teitur: Mig rámar í þetta. Var það ekki Sprite? Eða er það eitthvað sem er dottið út af markaði?

17. Teitur spyr: Hvað vann ég marga Íslandsmeistaratitla með Njarðvík?

Kraftur í keflvísku taekwondo-fólki XXKeflvíkingar unnu fyrsta Bikarmót vetrarins í taekwondo sem haldið var á Selfossi á laugardag. Keflvíkingar voru með 117 stig, í öðru sæti voru Ármenningar með 81 stig og í þriðja sæti var Afturelding með 45 stig. Keppendur mótsins voru Dýrleif Rúnarsdóttir og Ólafur Þorsteinn Skúlason, bæði úr Keflavík.

Gunnlaugur þjálfar Keflvíkinga XXGunnlaugur Kárason hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Keflavík. Gunnlaugur er heimamaður og öllum hnútum kunnugur hjá Keflavík, en hann hefur áður starfað sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu, en það var árið 2006 í Landsbankadeildinni sálugu. Gunnlaugur er með UEFA-A þjálfararéttindi og er auk þess íþróttakennari að mennt.

Jonni: Tíu.

18. Jonni spyr: Númer hvað var ég allan minn feril?

Teitur: Þetta á ég að vita. Ég held að það hafi verið sjö

Bónus spurning: Tímabilið 2001-2002 voru þið tveir iðnir við kolann þegar kom að því að stela boltum, en hvor ykkar stal fleiri boltum það tímabil?

Teitur: Nú man ég það ekki. Ég man þó að ég vann þetta oftast. Eigum við ekki að gefa Jonna þetta þar sem ég var orðinn gamall. Jonni: Teitur var helvíti þjófóttur. Segjum bara ég. Svo fór að Jón Norðdal Hafsteinsson stóð uppi sem sigurvegari, hann hlaut 14 stig gegn 12 hjá Teiti. Nú verður bara að koma í ljós hvort Keflvíkingar fylgi fordæmi Jóns og sæki sigur í Njarðvík á mánudag.

1. Sverrir Þór Sverrisson, Þorsteinn Bjarnason 2. Guðmundur Jónsson, Valur Orri Valsson og Snorri Hrafnkelsson. 3. 2006 gegn Skallagrími. 4. 2008 gegn Snæfellingum. 5. Sigurður Ingimundarson og Gunnar Þorvarðarson. 6. Dustin Salisbery. 7. William Thomas Graves VI. 8. Birgir Örn Birgisson. 9. Keflvíkingar urðu meistarar árið 1999 eftir 3-2 rimmu. Njarðvíkingar unnu svo 3-0 árið 2002.

Teitur: Siggi Ingimundar og Gunni Þorvarðarson. Jonni: Sigurður Ingimundarson og Gunnar Þorvarðar frændi minn.

Ragnheiður Sara í 2.-3. sæti á Íslandsmótinu í Crossfit

-frammistaða vikunnar

UNNU TIL 41 VERÐLAUNA Í FIMLEIKUM F

imleikadeild Keflavíkur vann til 41 verðlauna á þrepamóti þar sem allir yngri iðkendur í fimleikum á landinu voru samankomnir. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá fimleikafólkinu í Keflavík sem hafa æft að kappi að undanfarna mánuði. Framtíðin virðist svo sannarlega björt hjá fimleikadeildinni enda nóg af duglegur og hæfileikaríkum krökkum í fimleikum. Framundan er nóg um að vera hjá Keflvíkingum en um miðjan nóvember fer fram stökkmót sem deildin heldur í fyrsta sinn. Eins fer árleg jólasýning fram 13. des en sýningin sú vekur jafnan mikla athygli.

10.Valur Orri Valsson, 14 ára gamall lék hann í efstu deild með Njarðvík. 11.Níu sinnum. 12. Þrettán sinnum. 13.1981. 14. 1967. 15. Samfylkingunni og óháðum. 16. Egils kristal. 17. Teitur spyr: Tíu sinnum. 18. Jonni Spyr: Númer sjö. Bónus spurning: Teitur með 2,48. Jonni stal 2,43 boltum í leik það tímabilið.


RISALEIKUR!

MÁNUDAGURINN 10.NÓVEMB ER KL . 19:15 FYRSTI ALVÖRU LEIKUR VETRARINS FER FRAM Í LJÓNAGRYFJUNNI MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 1 0.NÓVEMBER ÞEGAR N JA RÐVÍ K I N GA R TAKA Á MÓTI GRÖNNUM SÍNUM ÚR

K EF LAVÍ K

V E L KO M N I R H E I M Í L J Ó N A G RY FJ U N A !

FRIÐRIK RÚNARSSON TEITUR ÖRLYGSSON

NÚ TR OÐ F YLLUM VIÐ KO FANN

ÁFRAM NJARÐVÍK! Vs

MINNUM EINNIG Á UMFN-STJARNAN Í 1.DEILD KVENNA SUNNUDAGINN 9.NÓVEMBER KL.19:15 HS VEITUR HF

Sími: 4567600


vf.is

FIMMTUDAGINN 6. NÓVEMBER 2014 • 43. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM Brynja Björk Harðardóttir The proudest mama in Manhattan.

Ellert Grétarsson Kallinn kominn á bullandi lóðarí. Styttist í jómfrúarflugið. Svo þarf ég bara að finna út burðargetuna. Hvað þarf annars mikið dýnamít til að sprengja niður glænýtt háspennumastur?

-mundi

Karlmenn í Vogum athugið! Inn, út, inn, út... snúa sér svo yfir á hina hliðina.

Vogamenn ekki nógu duglegir í bólinu – slá slöku við í barneignum og þurfa ástarviku XXÁsgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum veltir því fyrir sér hvort Vogamenn þurfi að fylgja fordæmi að vestan og efna til ástarviku. Samkvæmt tölu Hagstofunnar bjuggu 1.118 íbúar í Vogum um mitt árið. Þá hafði bæjarbúum fækkað um 11 manns frá áramótum. Í vikulegu fréttabréfi bæjarstjórans í Vogum, sem kom út nýlega, segir að áhugavert sé að skoða fjölda barna í hverjum árgangi. Í grunnskólanum eru tæplega 200 nemendur í 10 árgöngum,

svo meðaltal í árgangi er um 20 nemendur. Í árgöngum leikskólabarna eru eilítið færri nemendur að meðaltali í árgangi, eða liðlega 17 börn. Það sem vekur hins vegar athygli að börn á fyrsta ári eru einungis 6 talsins samkvæmt gögnum Hagstofunnar. „Vogabúar eru því eitthvað að slá slöku við í barneignum. Við ættum e.t.v. að taka Bolvíkinga okkur til fyrirmyndar og efna til ástarviku?,“ segir Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum í fréttabréfinu.

Leiðsögumenn óskast í hlutastörf - Þekking á Reykjanesi mikilvægur kostur -

Upplýsingar í sima 421 4444 á skrifstofutíma eða i rcc@rcc.is

Ólafur Þór Ólafsson Nú kætist hver einasti kjaftur og klappar hver einasti raftur. Farin úr Fasteignarkló friður er aftur og ró. Nú eigum við sjálf okkur aftur. G.Þ.K.

Sigurður Smári (@ssmari95) Að sjá gaur drepa í sígarettunni sinni á ruslabílnum sem hann er að vinna á og henda svo sígarettustubbnum á götuna er frekar steikt….

FJÖLBREYTT STARF Í SPENNANDI STARFSUMHVERFI FRAMTÍÐARSTARF VIÐ EITT AF UNDRUM VERALDAR Við leitum að orkumiklum og metnaðarfullum starfsmanni til að sinna starfi þjónustuog gæslumanns í kvennaklefa. Starfið felst meðal annars í því að veita gestum upplýsingar, gæta öryggis þeirra og halda klefum snyrtilegum og aðlaðandi. Um vaktavinnu er að ræða og er æskilegt að viðkomandi sé 20 ára eða eldri.

Hjá Bláa Lóninu starfar öflugt og samhent teymi starfsmanna.

Hæfniskröfur:

Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvember 2014.

Þjónustulund og jákvæðni

Áreiðanleiki og stundvísi

Góð samskipta- og samstarfshæfni

Sjálfstæði og öguð vinnubrögð

Samviskusemi

Góð enskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veita Ester Gísladóttir deildarstjóri spa og Sylvía sérfræðingur á mannauðssviði í síma 420 8800.

Bláa Lónið hefur margsinnis verið valinn einn besti spa staðurinn á heimsvísu og fékk nýverið nafnbótina eitt af 25 undrum veraldar að mati National Geographic. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður og þar starfa að jafnaði um 280 starfsmenn.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.