42 tbl 2014 net

Page 1

Víkurfréttir

„Maður sleppir ekki svona tækifæri, að fá að leika almennilegt djúsí illmenni“

■■ Berglind Bjarnadóttir leikur fimm hlutverk í revíunni Með ryk í auga:

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

bls 6

Hlæjandi í sex vikur

bls 9

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 3 0. O KTÓ BE R 2 0 14 • 42 . TÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

■■Lánasamningur Sparisjóðsins í Keflavík dæmdur ólögmætur í héraðsdómi:

Gríðarlegir fjármunir og hagsmunir fyrir samfélagið á Suðurnesjum „Þetta eru gríðarlegir fjármunir og hagsmunir fyrir samfélagið á Suðurnesjum þegar litið er til upphæða á lánunum,“ segir Snorri Snorrason, héraðsdómslögmaður á lögmannsstofunni LS Legal í Reykjanesbæ, um dóm sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness í gær þar sem lánasamningur milli einstaklings og Sparisjóðsins í Keflavík, nú Landsbankans hf., var dæmdur ólögmætur gengistryggður samningur. Eftirstöðvar lánasamningsins, miðað við ákveðna

dagsetningu, voru viðurkenndar 12 milljónum krónum lægri en bankinn krafði lántaka um. Þá var Landsbankinn dæmdur til greiðslu málskostnaðar. Snorri segir að jafnvel hundruð svona samninga hafi verið gerðir á sínum tíma og þeir séu að upplagi allir eins. Töluvert af þeim hafi verið til einstaklinga en einnig til fyrirtækja. Án þess að vilja ræða einstök mál tjáði Snorri fréttamanni að mikill fjöldi sambærilegra mála væru á hans borði.

900 milljóna kr. árlegur sparnaður næstu árin -endurskoðun á skipulagi og skipuriti Reykjanesbæjar. Auka skilvirkni og hagræða í rekstri, m.a. með auknum álögum á bæjarbúa. Dregið verði úr bílastyrkjum starfsmanna, sett á yfirvinnubann og ráðningarbann. Sjá bls. 2.

Suðurnesjamenn fengu 85 millj. kr. fyrir dósaskil

Hálf milljón drykkjaríláta á mánuði til Dósasels

FÍTON / SÍA

XXUm 85 milljónir króna voru greiddar til Suðurnesjamanna í formi skilagjalds fyrir rúma fimm og hálfa milljón drykkjaríláta sem skilað var til Dósasels við Iðavelli í Keflavík á síðasta ári. Í Dósasel mæta að jafnaði nærri 100 manns á dag með um 200-300 drykkjarílát hver og fá til baka svokallað skilagjald, 15 krónur á ílát. Hvern dag eru því greiddar út hundruð þúsunda króna fyrir gosflöskur, bjórdósir og fleiri drykkjarílát. Sjónvarp Víkurfrétta tók púlsinn á Dósaseli sem sannarlega slær í takt við þjóðarpúlsinn. Nánar á bls. 12

einföld reiknivél á ebox.is

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

25% AFLSÁTTUR á Nutrilenk 180 stk.

Hringbraut 99 - 577 1150


2

fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

■■Fjárhagsstaða Reykjanesbæjar:

900 milljóna kr. árlegur sparnaður næstu árin -endurskoðun á skipulagi og skipuriti Reykjanesbæjar. Auka skilvirkni og hagræða í rekstri, m.a. með auknum álögum á bæjarbúa. Dregið verði úr bílastyrkjum starfsmanna, sett á yfirvinnubann og ráðningarbann.

R

eykjanesbær mun fara í sérstaka aðgerðaráætlun til að ná fram 900 milljóna króna sparnaði hjá bæjarsjóði á árinu 2015 og næstu ár á eftir, í samræmi við tillögur endurskoðunarog ráðgjafafyrirtækisins KPMG. Sóknin - vörðun til framtíðar er vinnuheiti á þessari aðgerð á viðsnúningi í rekstri Reykjanesbæjar sem mun verða í fjórum þáttum í starfsemi bæjarfélagsins. Skýrsla KPMG var rædd á opnum íbúafundi í Stapa í gærkvöldi en nánar er fjallað um umræður fundarins á vef Víkurfrétta, vf.is þar sem blaðið var farið í prentun fyrir fundinn. Sparað á öllum sviðum Í skýrslunni eru settar fram tillögur að markmiðum um aðgerðir í rekstri bæjarsjóðs, verkefnum sem snúa að B-hluta fyrirtækjum, áherslum í fjárfestingum og aðgerðum vegna efnahags. Í rekstri er stefnt að því að ná fram 500 millj. kr. sparnaði á næsta ári og 400 millj. kr. tekjuaukningu. Hún kæmi líklega mest fram í auknum skattbyrðum á bæjarbúa en sparnaður með ýmsum leiðum. Hámark fjárfestinga verði 200 millj. kr. að jafnaði á ári næstu árin þar til fjárhagsmarkmiðum hefur verið náð. Með áhrifum aðgerðanna verði skuldaviðmið, sem eru nú 230,4%, komið niður í 138% árið 2019 og niður í 102% árið 2021 en viðmið sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum er að heildarskuldir og skuldbindingar mega ekki vera umfram 150 millj. kr. af heildartekjum. Heildarskuldir bæjarins eru um 40 milljarðar kr. Um 25 milljarðar eru á A-hluta og á B-hluta um 15 milljarðar. Endursemja þarf við lánadrottna en þar er þrotabú Glitnis stærsti aðili vegna Fasteignar en skuld Reykjanesbæjar vegna hennar er um 12 milljarðar. Skoðað verður hvort hægt sé að selja fleiri eignir en ekki er talið líklegt að það séu miklir möguleikar í þeim efnum. Reykjanesbær var

skuldugasta sveitarfélagið í árslok 2013 miðað við skuldir sem hlutfall af tekjum. Í B-hluta stofnunum á að skoða möguleika á sölu eigna eða með sameiningu. Þá hefur m.a. verið uppi á borðinu hvort Reykjaneshöfn gengi í sæng með Faxaflóahöfnum. Þá myndi skuldabyrðin færast annað en að sama skapi myndi hagurinn af betri rekstri síðar ekki koma með sama þunga inn í bæjarsjóð Reykjanesbæjar. Í skýrslu KPMG kemur fram að peningar úr A-hlutanum hafi verið notaðir í greiðslu skuldbindinga hjá stofnunum í B-hluta, þ.e. skuldir Helguvíkurhafnar hafa m.a. verið greiddar úr A-hlutanum. KPMG leggur til að B-stofnanir verði sjálfbærar. Þá verði lögð áhersla á að HS Veitur, sem eru hluti af B-stofnunum bæjarfélagsins, skili hámarks arði til A-hluta. HS veitur styrkja reikninga Reykjanesbæjar með góðri stöðu en bæjarfélagið á meirihluta í fyrirtækinu. Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í sl. viku að fram fari endurskoðun á skipulagi og skipuriti Reykjanesbæjar með það að markmiði að auka skilvirkni og hagræða í rekstri. Tillögur liggi fyrir eigi síðar en 1. febrúar 2015. Bæjarráð samþykkti einnig að unnin verði sérstök greining á launagreiðslum innan sveitarfélagsins, þ.m.t. greiðslum vegna yfirvinnu, bifreiðastyrkjum og öðrum greiðslum, sem eru utan kjarasamninga. Niðurstöður liggi fyrir sem fyrst, eigi síðar en 30. nóvember 2014. Tímabundið bann verður við nýráðningum starfsfólks innan bæjarskrifstofunnar og að reynt verði að manna lausar stöður með núverandi starfsfólki. Jafnframt verði ekki endurráðið í stöður undirstofnana nema með sérstöku samþykki bæjarráðs. Samstaða minniog meirihluta Ákveðið var samhljóða í tíð fyrrverandi bæjarstjórnar að vinna

umrædda skýrslu og núverandi bæjarstjórn hefur unnið áfram í samræmi við það. Er því full samstaða um niðurstöður hennar. Árni Sigfússon, fyrrverandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar og núverandi oddviti sjálfstæðismanna, segir í grein í blaðinu í dag að mikil uppbygging hafi átt sér stað og Reykjanesbær umbylst og sé nú í takti við mest aðlaðandi sveitarfélög landsins með bestu skólana, ókeypis samgöngukerfi, glæsilegt umhverfi, íþróttir og menningu. Hér séu nú góðar aðstæður fyrir fyrirtæki og núna séu t.d. fjögur gagnver komin, tvö kísilver í Helguvík og fleira. „Þrátt fyrir atvinnumissi hefur íbúum stöðugt fjölgað með þörf fyrir skóla og almenna þjónustu. Vegna atvinnutafa hefur ekki tekist að ráða bug á atvinnuleysinu. Þetta hefur kostað bæinn gríðarlegar fjárhæðir. Lán að baki uppbyggingunni hafa reynst okkur kostnaðarsöm vegna hægrar atvinnuuppbyggingar. Við þurfum að endursemja um tímasetningar og ná hraðari uppgreiðslu lána. Við þurfum að leita leiða til að draga úr gríðarlegum kostnaði af fjárhagsaðstoð sem best er gert með atvinnu fyrir þann hóp. Við erum bjartsýn á að þetta takist. En vegna þessara tafa á fjárhagslegum árangri færumst við nær tímamörkum sem okkur eru sett um skuldahlutfall sveitarfélaga árið 2022. Um lánin þarf strax að endursemja. Biðin eftir atvinnutækifærum má ekki taka mörg ár í viðbót,“ segir Árni m.a. í greininni. „Okkar áherslur næstu mánuði munu fyrst og fremst snúast um framtíðina og „Sóknina“, frekar en fortíðina. Það er nefnilega þannig að þegar kviknar í skiptir mestu máli að slökkva eldinn og bjarga því sem bjargað verður. Að finna út hver kveikti í eða hvers vegna, bíður betri tíma,“ sagði Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Mesta fjölgunin íbúa í Reykjanesbæ 2005-2013 -fjölbreyttar tillögur að breytingum á rekstri Reykjanesbæjar frá Haraldi Haraldssyni hagfræðingi XXÍ grein fráfarandi bæjarstjóra kemur fram að mikill íbúafjöldi hefur verið í Reykjanesbæ og sú aukning hefur í för með sér kostnað í grunnþjónustu. Í samantekt Haraldar Haraldssonar hagfræðings en hann var beðinn að koma með tillögur að hagræðingu í rekstri Reykjanesbæjar, kemur fram að hvergi hafi verið meiri fjölgun íbúa í stærstu sveitarfélögum landsins en í Reykjanesbæ. Fjölgun íbúa á árunum 2005-2014 er 32,6%. Hér eru nokkrir punktar úr skýrslu Haraldar, tölur úr rekstri og ábendingar til úrbóta: ■ Skuldir Reykjanesbæjar, A-hluta, hafa aukist úr 5.618 millj. kr. árið 2002 í 24.674 millj. kr. árið 2013, eða um 19 milljarða kr. á verðlagi hvors árs, sem er hækkun um 339%, eða rúmlega fjórföldun skulda á tímabilinu. ■ Á sama tíma jukust tekjur A-hlutans úr 3.026 millj. kr. í 9.376 millj. kr., eða um 6.350 millj. kr., sem er aukning um 210%, eða þreföldun tekna á tímabilinu. ■ Samtals hafa skuldir sveitarfélagsins á þessum tímabili, 2002 til 2013, aukist úr 8.370 millj. kr. árið 2002 í 40.422 millj. kr. árið 2013, sem er aukning um 383%, eða tæplega fimmfaldast. Á þessum tíma hækkaði meðaltalsvísitala neysluverðs um 85% og tekjur sveitarfélagsins, A- og B-hluta, um 332%. Skuldahlutfall Reykjanesbæjar var 250% árið 2002 en 271% árið 2013. ■ Veltufé frá rekstri, A-hluta, var neikvætt í sjö af 12 árum á tímabilinu 2002 og 2013. Samtals vantaði Reykjanesbæ þessi ár 3.023 millj. kr. á verðlagi hvers árs til að geta staðið undir daglegum útgjöldum sveitarfélagsins að fullu, hvað þá að eiga fyrir afborgunum lána og nýframkvæmdum úr rekstri.

■ Leggja ber áherslu á að um er að ræða hallalausan rekstur af reglulegri starfsemi. ■ Af framanrituðu má ljóst vera að nokkur peningaleg hagræðing myndi nást hjá sveitarfélaginu með því að láta einstaka útgjaldaliði standast áætlun. ■ Reykjanesbær var með halla af reglulegri starfsemi öll árin 2003 til 2013. Nema eitt ár, þ.e árið 2010. ■ Miðað við 1. apríl 2013 voru samtals 670,5 stöðugildi hjá Reykjanesbæ. ■ Launagjöld hækkuðu um 9% milli áranna 2012 og 2013 hjá A-hluta Reykjanesbæjar. Meðaltals-vísitala launa hjá opinberum starfsmönnum sveitarfélaga árin 2012 og 2013 hækkaði um 4,7% milli áranna. ■ Hár bifreiðastyrkur vekur athygli. Var samtals 115,4 millj. kr. árið 2013 og 108,2 millj. kr. árið 2012, eða hækkun samtals um 6,7% á milli áranna. ■ Lagt er til að sett verði á yfirvinnubann. Yfirvinna verði eingöngu heimiluð í algjörum undantekningartilfellum. Sé yfirvinna nauðsynleg þurfi samþykki annað hvort bæjarstjóra eða framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs í hvert skipti. Jafnframt verði samið þannig um fasta yfirtíð að hún nái yfir alla yfirvinnu og óþægindi utan vinnutíma.


EINSTÖK JÓLAUPPLIFUN Á LAVA Jólin hefjast á veitingastaðnum LAVA, Bláa Lóninu, með ævintýralegu jólahlaðborði sem verður í boði allar helgar frá 8. nóvember til og með 14. desember. Lifandi tónlist verður í höndum tónlistarmannanna Gunnars Ólasonar og Herberts Viðarssonar. Verð er 9.200 kr. á mann. Innifalið er fordrykkur, einstök matarupplifun og boðskort í Bláa Lónið.

Borðapantanir í síma 420 8800 eða á sales@bluelagoon.is


4

fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

LISTASAFN REYKJANESBÆJAR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

FERÐ

Strætó ekki ekið um Iðavelli

Verið velkomin við opnun einkasýningar Finns Arnars í sal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum föstudaginn 31. október kl. 18.00. Sýningin stendur til 21. desember. Safnið er opið virka daga kl. 12.00 -17.00, helgar kl. 13.00 -17.00. Ókeypis aðgangur.

BÍÓSALUR

NÝ SÝNING

Vantar 520 metra af viðleguköntun í Helguvík F

ramkvæmdastjóri Reykjaneshafnar hefur lagt fram drög að óskum Reykjaneshafnar til hafnargerðar og sjóvarna í nýja samgönguáætlun 2015 - 2018. Stærstu verkefnin eru 100 m. viðlegukantur í Helguvík vestur af núverandi 150 m. viðlegukanti og 60 m. viðlegukantur í austur sem munu þjóna væntanlegum kísilverum. Einnig er lögð fram

Farandsýning frá Síldarminjasafninu á Siglufirði Opnuð í Bíósal Duushúsa föstudaginn 31. október kl. 18.00.

ósk um nýjan 360 m. viðlegukant fyrir gámaskip og súrálskip sem mun þjóna álverinu og útflutningi frá kísilverunum ofl. fyrirtækjum í Helguvík og á Reykjanesi. Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæ samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu framkvæmdastjóra um óskir að ríkisframlagi í Samgönguáætlun 2015 - 2018. Jóna Hrefna, starfsmaður Umhverfis- og skipulagssviðs, afhenti íbúum við Hraundal upplýsingar um nágrannavörslu.

Allir velkomnir

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

ALLIR LESA Við hvetjum bæjarbúa til að taka þátt í landskeppninni Allir lesa og framreiðum margvíslegar bækur með ýmsum hætti. Skráning lesturs fer fram á vefnum allirlesa.is. Er nafnið þitt þar?

NESVELLIR

LÉTTUR FÖSTUDAGUR Kl. 14:00 Anna Lóa Ólafsdóttir, bæjarfulltrúi, kemur og segir okkur frá lífshlaupi sínu, Hamingjuhorninu og af hverju hún fór í pólitík. Anna Lóa er náms- og starfsráðgjafi og var að klára framhaldsnám í sálgæslu. Allir hjartanlega velkomnir

Vill auglýsingaskjá á húsgafl XXEigendur Greniteigs 53 í Keflavík hafa óskað eftir að setja upp auglýsingaskjá á norðurhlið hússins. Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar hefur tekið óskina til afgreiðslu og vísað málinu til umsagnar lögreglu og afgreiðslu framkvæmdastjóra USK í samræmi við skiltareglugerð.

Garðmenn funda um stefnumótun í atvinnumálum

Árið 2012 var 100 ára sögu bræðsluiðnaðarins á Íslandi minnst með sögusýningu í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Um 80 bræðsluverksmiðjur stórar og smáar hafa verið reknar hér á landi á 45 stöðum, meðal annars í þessu bæjarfélagi. Á sýningunni verða einnig myndir úr myndasafni Byggðasafns Reykjanesbæjar og fleira, sýningin stendur út árið. Fræðslufundur miðvikudaginn 5. nóv. kl. 17:15. Stutt kynning á sýningunni. Sérstakur gestur Eiríkur Hermannsson sem segir frá rannsóknum sínum á tímaritinu Þrótti sem UMFK gaf út á árunum 1934-1935

XXAkstur upp á Iðavelli verður e k k i s e m v i ð b ót v i ð nú v e randi leiðarkerfi í almenningssamgöngum í Reykjanesbæ. Tillaga barst á íbúavef Reykjanesbæjar um að breyta leiðakerfi strætó þannig að það liggi nær Danskompaní sem er staðsett á Smiðjuvöllum 5. Fleiri en 50 aðilar studdu tillöguna. Breytingin hefur í för með sér mikinn tilkostnað og rask á tímaáætlun. Ekki verður farið í breytingar á leiðarkerfinu að svo stöddu, segir umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar. Ráðið mælir hins vegar með að tekið verði tillit til tillögunnar við næstu endurskoðun á leiðarkerfi almenningssamgangna. Á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í síðustu viku var tekið undir það.

Íbúar við Hraundal taka upp nágrannavörslu N

ágrannavörslu hefur verið komið upp við Hraundal í Reykjanesbæ. Íbúarnir hafa bundist samtökum um að gæta að eignum hvers annars og fylgjast með híbýlum þegar nágrannar eru að heiman. Nágrannavarsla er nú við ellefu götur í Reykjanesbæ. Reykjanesbær tók formlega upp Nágrannavörslu árið 2008 en verkefnið er samstarfsverkefni umhverfissviðs Reykjanesbæjar og forvarnadeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, starfsmaður um-

hverfs- og skipulagssviðs, afhenti íbúum við Hraundal upplýsingar um nágrannavörslu og límmiða til að setja í rúður og á hurðir. Merki verkefnisins var einnig komið fyrir á staurum við Hraundal. Íbúar og nágrannar í Reykjanesbæ sem vilja taka upp formlega nágrannavörslu eru hvattir til að hafa samband við Reykjanesbæ í síma 421 6700 eða á usk@reykjanesbaer. is. Nauðsynlegt er að fá upplýsingar um ferli og kynningu áður en gata er útnefnd með nágrannavörslu.

72% sölustaða fylgja reglum um tóbakssölu XXKönnun á því hvort sölustaðir á Suðurnesjum færu að lögum um sölu á tóbaki til ungmenna var gerð föstudaginn 19. september. Könnunin var á vegum Samtaka félagsmiðstöðva á Suðurnesjum (SamSuð) og fór fram í öllum sveitarfélögunum á svæðinu. Í sjö af þeim tuttugu og fimm sölustöðum sem voru kannaðir var tóbak selt of ungum unglingum. Það þýðir að um 72% sölustaða á Suðurnesjum seldu ekki tóbak til ungmenna undir 18 ára aldri. Könnunin fór þannig fram að 14 til 16 ára ungmenni fóru á sölustaði á Suðurnesjum og freistuðu þess að fá keypt tóbak. Ef starfsmaður seldi viðkomandi ungmenni tóbak fór aðili á vegum SamSuð í verslunina og óskaði eftir því að fá tóbakið endurgreitt og vakti jafnframt athygli á að lög um tóbaksvarnir hefðu verið brotin. Framkvæmdin gekk vel og það er ánægjuefni hversu stór hluti sölustaða seldi ekki tóbak til of ungra einstaklinga, segir í tilkynningu frá Samtökum félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Þar segir að tilgangur og markmið með könnuninni sé að vekja athygli á að 18 ára aldurstakmark er til að kaupa tóbak á sölustöðum. Könnunin verður endurtekin fljótlega.

XXSveitarfélagið Garður hefur boðað til opins fundar nk. mánudagskvöld um stefnumótun í atvinnumálum. Garður vinnur að stefnumótun í atvinnumálum, þar sem m.a. er áhersla á ferðaþjónustu. Verkefnisstjórar eru Sigurður Þorsteinsson og Jóhann Ísberg. Mánudaginn 3. nóvember nk. verður opinn fundur um verkefnið, þar sem íbúum og atvinnurekendum í Garði er boðið að koma og taka þátt í verkefninu. Fundurinn verður í Miðgarði í Gerðaskóla og hefst kl. 20:00. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, hvetur í tilkynningu til þess að sem flestir mæti á fundinn, taki þátt og leggi þannig sitt af mörkum.

Vasaþjófur eða farandglæpamaður í Keflavík? XXVegfarandi um Hafnargötu í Keflavík varð fórnarlamb vasaþjófnaðar á föstudagskvöld. „Ég var rændur bæði síma og kreditkortum á Hafnargötunni í Keflavík. Honum tókst að losa úrið af mér en náði ekki að stela því. Alveg stórfurðulegur einstaklingur sem hagaði sér einkennilega og var mjög ágengur! Greinilega fagmaður!,“ segir í fésbókarfærslu þess sem varð fyrir glæpnum. Talsverð umræða skapaðist um málið en þar kemur fram að meintur vasaþjófur talaði ekki orð íslensku né ensku. Var giskað á að hann væri grikki, tyrki eða frá löndum þar í kring. Í einni færslu var bent á að sá sem hér væri á ferð gæti verið farandglæpamaður nýkominn til landsins. Því sé brýnt að kæra þetta til lögreglu og gefa lýsingu á manninum.


Við bjóðum á morgunverðarfund Dagskrá

Morgunverðarfundur um efnahagsumhverfi fyrirtækja

Kl. 8.15

Við bjóðum fulltrúum fyrirtækja til morgunverðarfundar um efnahagsmál, þriðjudaginn 4. nóvember í fundarsalnum Merkinesi, Stapa.

Kl. 8.30 Ávarp Sighvatur Ingi Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka heldur erindi og tekur svo við spurningum úr sal. Einnig mun Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins fjalla um framtíðarsýn fyrirtækisins fyrir íslenska ferðaþjónustu.

Kl. 8.35

Ný þjóðhagsspá 2014-2016 Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka

Kl. 9.05

Bláa lónið – framtíðarsýn í ferðaþjónustu Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins hf.

Kl. 9.30

Umræður og fyrirspurnir

Fundurinn er opinn öllum og aðgangur er ókeypis. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Kl. 9.45 Fundið slitið

Skráning fer fram fyrir kl. 12.00, mánudaginn 3. nóvember með tölvupósti á kjartan.ingvarsson@islandsbanki.is

islandsbanki.is

Netspjall

Sími 440 4000

Húsið opnað

Facebook


6

fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf Páll Ketilsson skrifar

-viðtal

pósturu vf@vf.is

Berglind Bjarnadóttir leikkona tekur þátt í revíunni Með ryk í auga.

Sátt eða stríð? Tvö stórmál bera upp í sömu vikunni á Suðurnesjum en í gær var íbúafundur um fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar í Stapa. Hitt er efni forsíðufréttar blaðsins um lánasamning einstaklings við Sparisjóðinn í Keflavík sem hann vann í héraðsdómi. Í málefnum Reykjanesbæjar leggja allir í bæjarstjórn og fleiri til að samstaða verði um að sameinast um tillögur til úrbóta. Lögð verði áhersla á að vinna saman að málinu og horfa til framtíðar í stað þess að velta sér upp úr ástæðum ástandsins. Nýráðinn bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Kjartan Már Kjartansson, líkti þessu við skip sem væri strandað og aðal áherslan væri sú að losa skipið undan strandinu en ekki að leggja mesta áherslu á það hver væri ástæðan fyrir því að skipið væri í þessari stöðu. Það mætti bíða betri tíma. Nú yrði lögð áhersla á aðgerðaráætlunina sem ber heitið „Sóknin“ og fortíðin sett á ís. Það er vitað að ekki eru allir fylgismenn núverandi meirihluta sammála svona friðarpípu. Friðarsinnarnir hafa hins vegar bent á eldra sambærilegt dæmi sem kom upp fyrir aldarfjórðungi hjá Keflavíkurbæ þegar allt fór í háaloft út af viðskilnaði í bæjarstjórn. Það sem skipti langmestu máli væri það að forráðamenn bæjarfélagsins og bæjarbúar allir sameinuðust um þessa „sátt“. Vonandi gengur það eftir. Íbúar Reykjanesbæjar og bæjarfélagið í heild má ekki við því að það verði fjárhagsstríð sem geti leitt til klofnings og mikillar ósamstöðu og leiðinda. Svæðið má hreinlega ekki við því. Það er ekkert launungarmál að undirritaður var í hópi þeirra sem lagði áherslu á sáttatón í málefnum Sparisjóðsins í Keflavík, þó það væri alls ekki auðvelt, langt frá því. Þar sitja margir eftir mjög sárir. Nýjar fréttir sem tengjast málefnum Sparisjóðsins og nú Landsbankans eru ánægjulegar þar sem gríðarlegir hagsmunir og fjármunir eru í húfi fyrir samfélagið á Suðurnesjum. Hundruð lána verða líklega leiðrétt og lækkuð en líklega er fyrsti dómur þess efnis fallinn en lánasamningur milli einstaklings og Spkef/Landsbankans var dæmur ólögmætur. Viðkomandi færi leiðréttingu upp á 12 milljónir króna. Varnaglinn á þessu máli snýr að því hvort Landsbankinn muni áfrýja til Hæstaréttar sem hann líklega mun gera en vonandi fær málið sömu niðurstöðu þar og í héraðsdómi. Þá munu nokkur hundruð viðskiptavina bankans fá sanngjarna leiðréttingu á gengistryggðu lánum sínum.

20% AFSLÁTTUR

■■ Berglind Bjarnadóttir leikur fimm hlutverk í revíunni Með ryk í auga:

Hlæjandi í sex vikur „Við erum búin að vera að grenja úr hlátri í sex vikur. Þetta er ofsalega skemmtilegur hópur og tilvalinn félagsskapur fyrir fólk sem er ekki mikið í íþróttum eða öðrum áhugamálum. Þetta er mikil vinna, sem er líka skemmtilegt, og ég þarf á því að halda að henda mér í þetta og svala athyglissýki minni framan í bæjarbúa,“ segir Berglind Bjarnadóttir, leikkona hjá Leikfélagi Keflavíkur en revían Með ryk í auga verður frumsýnd á föstudag. Revíur hafa jafnan verið vinsælustu verk Leikfélags Keflavíkur í gegnum tíðina. „Við erum dálítið klúrin og beinskeytt og það má alveg. Þetta er mjög skemmtilega sett upp. Það urðu bæjarstjórnaskipti í Reykjanesbæ og nýjar persónur sem koma fyrir. Það er ekki verið að gera lítið úr neinum, aðallega skjóta á fólk. Sumir móðgast, það hafa ekki allir sama húmor. Það þarf enginn að óttast að verða niðurlægður.“ Leikur fimm hlutverk Félagar í leikfélaginu hafa undanfarnar vikur búið til sketsa og samið texta við lög sem allir þekkja. Svo eru gervi búin til og stíll fundinn fyrir hvert hlutverk. „Spennan er mikil um á hvern verður skotið og hver verður tekinn fyrir. Hjálmar Hjálmarsson leikstjóri skipar í hlutverk eftir sönggetu og ýmis

konar hæfni til að allt passi sem best. Ég leik fimm hlutverk, þar af eina sem er ljóshærð og aðra sem er dökkhærð. Við erum fjórar konur í þetta sinn og kvenhlutverkin skiptast á milli okkar. Við erum færri sem tökum þátt en alla jafna í þessum uppfærslum. Veit ekki hvað veldur,“ segir Berglind.

Við erum dálítið klúrin og beinskeytt og það má alveg Fékk trommukjuða í augað Til að koma sér enn betur inn í hlutverkin skellti leikhópurinn sér á bæjarstjórnarfund í síðustu viku. „Við lifðum okkur inn í persónurnar. Það var líka skemmtilegt fyrir þau því þau tóku eftir okkur, vitandi að við munum leika þau. Gaman að kíkja á svona fund rétt fyrir frumsýningu,“ segir Berglind. Þá segir hún að oft gangi mikið á í undirbúningi á æfingum og lítið megi út af bregða. „Í búningsklef-

anum hef ég t.d. skamman tíma til að skipta úr einu hlutverki í annað. Á æfingu um helgina kom ég alltof seint á svið því hamagangurinn var svo mikill að einhverjir trommukjuðar stóðu upp úr einhverju og ég rak augað í einn þeirra. Ég var heillengi að tárast og kom hlaupandi fram á svið með aðra hönd fyrir öðru auganu. Þetta reddast þó allt saman og maður er orðinn ansi klár í að hendast úr einu hlutverki í annað.“ Álagið algjörlega þess virði Berglind starfar sem verslunarstjóri hjá Samkaup-Strax við Hringbraut í Reykjanesbæ. Spurð um hvort leiklistarlífið sé ekki tímafrekt ofan á önnur hlutverk í lífi hennar segir Berglind að hún leggi þetta allt saman á sig þótt hún verði með bauga og eigi kannski eftir að falla í yfirlið eftir frumsýningu. „Þetta er þetta algjörlega þess virði og ég hvet alla til að vera með í þessu starfi í framtíðinni. Við erum að lyfta menningunni aðeins upp. Ég hvet líka alla til að koma. Þetta er áhugamannaleikfélag og revían er okkar helsta tekjulind. Þetta er ódýrara en að fara í stóru leikhúsin og gaman að geta farið í leikhús í eigi bæjarfélagi. Það bjóða ekkert öll bæjarfélög upp á slíkt,“ segir Berglind, mjög spennt.

AF ÖLLUM VÖRUM Á HAUSTDÖGUM 30. okt. - 3. nóv.

Leikfélagsfólk á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ. vf.is

SÍMI 421 0000

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Afgreiðsla: Dóróthea Jónsdóttir, sími 421 0000, dora@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur P Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


Dömu-

&

herrakvöld

Pétur Jóhann

Léttar veitingar

Trúbbadorarnir Heiður

Hipp hopp

Happdrætti

Fjöldi glæsilegra tilboða

Verslunarmiðstöðinni Krossmóa Reykjanesbæ 31. okt frá kl. 19:00-22:00

Kynnir kvöldsins er Jogvan

Verslunarmiðstöðin Krossmói styrkir Krabbameinsfélag Suðurnesja

Takwando

Hárgreiðslustofan Carino: 20% afsláttur af Label m hárvörum og einnig 20% af raftækjum Lyfja: Við erum komin í jólaskap og bjóðum því 25% afslátt af öllum gjafakössum og snyrtivörum. Full búð af flottum vörum til jólagjafa fyrir alla í fjölskyldunni. 20% aukaafsláttur af öllum skóm frá Skólagernum 20% afsláttur af öllum vörum hjá Dýrabæ 20% af öllu á matseðli hjá Malai-thai Afsláttur af vörum hjá Bílanaust 20-40% afsláttur af völdum vörum í Eplinu 20-30% afsláttur af sérvöru í Nettó Afsláttur og kynning á vorum frá Heilsuform

Carino

HÁRSNYRTISTOFA


8

fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Sandgerði og Garði úthlutaður byggðakvóti

S

jávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, hefur úthlutað Sandgerðisbæ 181 þorskígildistonna byggðakvóta og Sveitarfélaginu Garði 208 tonna kvóta. Frá þessu er sagt á vefsíðu atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. 6.141 þorskígildistonna byggðakvóta er úthlutað fyrir fiskveiðiárið 2014/2015, samkvæmt 10. gr.

laga nr. 116/2006, með síðari breytingum og samkvæmt reglugerð ráðuneytisins nr. 651 frá 4. júlí 2014. Alls er byggðakvóta úthlutað til 31 sveitarfélags og í þeim fengu 48 byggðarlög úthlutun. Úthlutun byggðakvótans byggir á upplýsingum frá Fiskistofu um samdrátt í botnfiskafla, botnfiskaflamarki og vinnslu botn-

fisks annars vegar og samdrætti í rækju- og skelvinnslu hins vegar frá fiskveiðiárinu 2004/2005 til fiskveiðiársins 2013/2014. Hámarksúthlutun til byggðarlags er 300 þorskígildistonn og fá sex byggðarlög það hámark. Lágmarksúthlutun er 15 þorskígildistonn, eigi byggðarlag á annað borð rétt til úthlutunar, og fá átta byggðarlög þá úthlutun.

Svona úthluta Garðmenn byggðakvóta XXSamkvæmt bréfi Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytisins er úthlutað 208 þorskígilda byggðakvóta til Sveitarfélagsins Garðs. Á fundi bæjarráðs í Garði í gær var lagt til að úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa verði með sama hætti og var á síðasta fiskveiðiári. Samkvæmt aðferð síðasta fiskveiðiárs þá var 50% úthlutaðs byggðakvóta skipt jafnt milli þeirra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr. reglugerðar nr. 652/2014 og lönduðu botnfiskafla á fiskveiðiárinu 2013/2014 og 50% verði skipt hlutfallslega, til sömu skipa, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, á tímabilinu 1. september 2013 til 31. ágúst 2014. Jafnframt er ítrekað að þar sem ekki er löndunarhöfn í Garði verði fullgilt að fiskiskip landi afla í öðru sveitarfélagi, en til vinnslu í Garði.

HERRAKVÖLD

Topplestur í Garðinum

Hið árlega Herrakvöld Golfklúbbs Suðurnesja verður haldið föstudaginn 7. nóvember nk í golfskálanum í Leiru.

– Bróðir minn Ljónshjarta ennþá vinsælasta bókin

Gunnar Páll Rúnarsson mun reiða fram hið marg rómaða sjávarréttarhlaðborð. Happdrætti með glæsilegum vinningum og uppboð verða á sínum stað.

XXAllir lesa – landsleikur í lestri hefur hlotið frábærar móttökur landsmanna á fyrstu dögunum. Nú þegar hafa þúsundir lesinna klukkustunda verið skráðar á vefinn allirlesa.is. Við upphaf keppninnar komu Garðmenn sér á toppinn á lestrarlistanum. Þeir eru hins vegar í fjórða sæti sem stendur og eina sveitarfélagið af Suðurnesjum á topp 5. Þetta er þó auðvitað bara blábyrjunin á keppninni og allt getur gerst en bókaormar og lestrarhestar eru hvattir til að kíkja á allirlesa.is og þaka þátt í skemmtilegri keppni. Karlar þurfa að taka sig á í lestrinum því aðeins einn af hverjum fjórum lestrarhestum eru karlar.

Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:00.

Hægt er að panta miða í síma 846-0666 eða á gtj@gs.is.

Mikil gleði á Vetrarfagnaði Bláa Lónsins M

ikil gleði ríkti á Vetrarf a g n a ð i B l á a L ón s i n s sem haldinn var fimmtudaginn 23. október. Fagnaðurinn hófst í Lóninu sjálfu þar sem gestir slökuðu á og boðið var upp á fordrykk og kísil- og þörungamaska. Dagskráin hélt áfram á

Lava, veitingasal Bláa Lónsins, þar sem matreiðslumeistarar Bláa Lónsins töfruðu fram glæsilegar veitingar. Íslenska reggíhljómsveitin Amaba Dama kom fram og hélt uppi góðri stemningu fram eftir kvöldi.


9

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. október 2014

-viðtal

pósturu eythor@vf.is

Maður sleppir ekki svona tækifæri, að fá að leika almennilegt djúsí illmenni

Verð: kr. 17.500.000.-

Kirkjuvegur 1, Keflavík Stuðlaberg Fasteignasala kynnir fallega þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi fyrir 55 ára og eldri. Eignin er staðsett á besta stað í miðbæ Reykjanesbæjar og hefur góðar innréttingar, parket og flísar á gólfum og svalir í suður. Snyrtileg eign sem getur verið laus í byrjun jan 2015. Nánari upplýsingar á skrifstofu Stuðlabergs og í síma 420-4000.

Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggiltur fasteignasali

Hafnargötu 20 // 230 Reykjanesbæ // Sími: 420 4000 // www.studlaberg.is

OLSEN OLSEN

OPNAR Á Skipperinn fær ekki NÝJUM STAÐ að fara fram fyrir röð AÐ HAFNARGÖTU 62 (ÁÐUR LANGBEST) FIMMTUDAGINN 30. OKTÓBER KL. 11:00.

Þ

að hafa fá fúlmenni vakið jafnmikla athygli á skjám landsmanna, líkt og Skipperinn gerði í spennuþáttunum Hrauninu, sem sýndir voru á RÚV á dögunum. Fúlmennið húðflúraða var túlkað af Keflvíkingnum Jóni Páli Eyjólfssyni, en hann átti stórleik í þáttunum. „Í augum áhorfenda varð ég Skipperinn en ég breyttist ekki í manninn sjálfan. Við höfum ákveðnar hugmyndir um svona mótórhjólakappa og hvers konar fúlmenni þeir eru. Ég þurfti eiginlega að vinna á móti gervinu, skegginu, skallanum og tattúunum. Ég held að það sé óhugnalegast, þegar skrímslin eru mannleg. Skrímslin sækja líka börnin á leikskóla, kaupa í matinn í Bónus og borga af lánunum sínum. Við viljum auðvitað að svona skrímsli búi í kjöllurum eða á afviknum stöðum, við viljum ekkert að þau gangi á meðal vor,“ segir Jón Páll um glæpamanninn skeggjaða. Í Hrauninu segir af umdeildum útrásarvíkingi sem finnst látinn. Upphefst æsispennandi atburðarás þar sem margar persónur koma við sögu. Það er óhætt að segja að segja að persóna Jóns Páls hafi vakið hvað mesta athygli. Jón Páll var að enda við að leika í kvikmyndinni París norðursins áður en upptökur hófust á Hrauninu, en þar skartaði hann ágætis skeggi. Hann lét skeggið svo vaxa villt fyrir Hraunið. Í þáttunum skartaði hann ansi vígalegu útliti sem leðurklæddur, skeggjaður, sköllóttur og flúraður glæpamaður. „Ég þurfti svo að fórna hárinu, sem var svo sem ekki mikið. Við búningahönnuðurinn völdum svo saman tattúin í samráði við leikstjórann. Það er oft talað um leikara sem túlkandi listamenn en ekki skapandi. Alltaf þegar leikari tekur að sér hlutverk þá skapar

LA DAGA, TILBOÐ AL NAÐARINS BÁTUR MÁ TILBOÐ 2

TIR 4X ELDSTEIK R M/ A OSTBORGAR G SÓSU, GRÆNMETI O AR, 2 X STÓR FRANSK R KOKTELSÓSU S O G L OG 2

FJÖLSKYLD

UTIL

BOÐ NR1. LANGLOKU TILBOÐ: 2X12" BÁTAR OG 2X6" BÁTA R (SKINKU OLS EN, OLSEN ÞRENNA, OLS EN SPES OG BEIKON OLS EN) OG 2L G OS KR 3.995.-

KR 3.895.-

Myndir þú hleypa þessum fram fyrir þig í röðinni í Bónus?

hann ákveðinn hluta persónunnar,“ segir Jón sem sjálfur hefur talsvert verið að fást við leikstjórn. Í raun mætti segja að hann fengist nánast eingöngu við leikstjórn, en hann tekur að sér bitastæð hlutverk annað slagið. „Maður sleppir ekki svona tækifæri, að fá að leika almennilegt djúsí illmenni,“ en persónan Skipperinn hefur vakið talsverða athygli á götum úti, þar sem Jón Páll skartar ennþá skegginu myndarlega. „Ég er með svona rautt og mikið víkingaskegg. Þú mátt segja Balta ef þú hittir hann að ég sé með massa Víkingaskegg,“ segir Jón Páll léttur í bragði. „Ég er búinn að fá mikil viðbrögð frá alls kyns fólki. Ég er jafnvel stoppaður í Bónus og svona þar sem ég er ennþá með skeggið. Þannig

að Skipperinn er stundum í Bónus. Ég fæ samt ekkert að fara fram fyrir röð.“ Jón Páll á skemmtilega sögu frá Skippernum en hann mætti sem mótórhjólakappinn í foreldraviðtal í skólanum hjá dóttur sinni. Þar horfði fólk frekar undarlega á hann. „Það endaði með því að ég þurfti að útskýra fyrir kennaranum að þetta væri ekki alvöru, að ég hefði ekki tattúerað mig milli foreldraviðtala,“ segir leikarinn. Jón Páll hefur í nógu að snúast þessi dægrin. Hann er m.a. að kenna í Listaháskólanum og ætlar að sækja trúðanámskeið á næstunni hjá virtum meistara. Hann leikstýrir svo leikritinu Gaukar sem er á fjölum Borgarleikhússins um þessar mundir, en ýmis önnur járn eru í eldi Keflvíkingsins snjalla.

Einlægar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærrar dóttur, tengdadóttur, móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og mágkonu,

Guðbjargar Elsiear Einarsdóttur, Brekkustíg 35c, Reykjanesbæ,

Aðstandendur vilja koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir alúð og umhyggju til allra þeirra er studdu þá á erfiðum tímum. Guðbjörg Jóhanna Vagnsdóttir, Vilhjálmur Vagn Steinarsson, Sæmundur Örn Kjærnested, Jón Oddur Sigurðsson, Gunnar Örn Arnarson, og barnabörn.

Dagga Lis Kjærnested, María I. Vilborgardóttir, Bylgja Pálsdóttir, Soffía Rún Skúladóttir,

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


-23%

-21%

Kræsingar & kostakjör

NautaluNdir erlendar kílóverð VERð áðuR 3.789,-

dádýraluNdir villibráð kílóverð VERð áðuR 6.989,-

2.993,-

5.382,-

-30% aNdabriNgur franskar kílóverð VERð áðuR 4.279,-

dádýravöÐvar nýja sjáland kílóverð VERð áðuR 4.498,-

2.995,-

-30%

3.598,-30%

aNdaleggir læri kílóverð VERð áðuR 1.989,-

grísakótelettur kryddaðar kílóaverð VERð áðuR 1.798,-

1.392,-19%

-19% ostakex - Chili frón Pakkaverð VERð áðuR 245,-

198,-

-35%

1.259,-35%

ostakex - hvítlauks frón Pakkaverð VERð áðuR 245,-

198,-

haNgilæri úrbeinað kílóverð VERð áðuR 3.995,-

2.597,-

pizzastykki - NýbakaÐ margariTa/salami sTykkjaverð VERð áðuR 359/398,-

180/199,-

Tilboðin gilda 30. okt – 2. nóv 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.


-

lambahryggur hálfur - ferskur kílóverð VERð áðuR 2.198,-

lambakóróNa fresk kílóverð VERð áðuR 3.998,-

lambalæri án mjaðmabeins kílóverð VERð áðuR 1.698,-

lambaöxl fersk kílóverð VERð áðuR 1.298,-

1.780,-

3.598,-

-

,-

1.392,-50%

999,-25%

kalkúNahakk ísfugl 600 g Pakkaverð VERð áðuR 798,-

399,-

-40% kjúkliNgabriNgur ísfugl magnPakning Pakkaverð VERð áðuR 2.598,-

1.949,-

-50% NiCe’N easy súpur 2 teguNdir pakkaver VERð áðuR 498,-

299,-

paprika rauÐ VERð áðuR 598,kkílóverð

299,-

www.netto.is | Mjódd · Grandi · Salavegur · Hverafold · Akureyri · Höfn · Grindavík · Reykjanesbær · Borgarnes · Egilsstaðir · Selfoss |


12

fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal Kannski verður sett upp safn með sérstökum flöskum og dósum.

pósturu pket@vf.is Hressir og kátir starfsmenn Dósasels.

Suðurnesjamenn fengu 85 millj. kr. fyrir dósaskil -Dósasel Þroskahjálpar á Suðurnesjum tekur við hálfri milljón drykkjaríláta á mánuði. Skiptir starfsemi Þroskahjálpar miklu máli. Síðustu dagar mánaðarins stærstir.

U

m 85 milljónir króna voru greiddar til Suðurnesjamanna í formi skilagjalds fyrir rúma fimm og hálfa milljón drykkjaríláta sem skilað var til Dósasels við Iðavelli í Keflavík á síðasta ári. Í Dósasel mæta að jafnaði nærri 100 manns á dag með um 200-300 drykkjarílát hver og fá til baka svokallað skilagjald, 15 krónur á ílát. Hvern dag eru því greiddar út hundruð þúsunda króna. Mikilvægt starf Þroskahjálp á Suðurnesjum rekur Dósasel og er með umboð fyrir Endurvinnsluna. Ásmundur Friðriksson, alþingismaður er formaður Þroskjahjálpar. Hann segir starfið í Dósaseli ákaflega skemmtilegt. Þar vinni duglegir einstaklingar undir stjórn mæðgna úr Garðinum og óhætt sé að segja að oft sé fjör þegar dósir og flöskur í þúsundatali rúlli í gegnum vélarnar og hendur starfsmanna Dósasels. „Þessi rekstur skiptir Þroskahjálp og þessa einstaklinga miklu máli og afkoman er góð og mikilvæg, bæði peningalega og andlega séð. Þá

er þakkarvert hvað Þroskahjálp og Dósasel eiga marga vildarvini hér á Suðurnesjum, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Ég vil t.d. nefna Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem hefur nýtt starfskrafta okkar og þá höfum við fengið að eiga öll drykkjarílát sem þar eru skilin eftir,“ sagði Ásmundur sem ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum í Þroskahjálp, þeim Freimóði og Theodór, leystu félaga sína í Dósaseli af á dögunum þegar starfsmennirnir fóru á íþróttamót. „Við höfðum mjög gott af því að vinna í Dósaseli og ekki síður var það góður lærdómur fyrir mig sem alþingismann að þreifa svona á púlsi samfélagsins. Hann slær hér því hingað kemur fólk úr öllum stéttum samfélagins,“ sagði Ásmundur. Mægður við stjórnvölinn Mæðgurnar Inga Jóna Björgvinsdóttir, forstöðumaður og Marsibil dóttir hennar, starfsmaður, báðar úr Garðinum, eru við stjórnvölinn í Dósaseli en þar starfa að auki átta einstaklingar sem allir eru með skerta starfsorku á einhvern hátt. „Þetta er

Færri skref Við færðum okkur nær jörðu og tökum nú á móti þér á annarri hæð, Krossmóa 4. kpmg.is

mjög skemmtilegur vinnustaður og hingað koma allir. Traffíkin er meiri þegar líður á mánuðinn og þegar mánaðamótin nálgast er oft löng biðröð hér fyrir utan. Við fáum stundum að heyra að peningarnir sem viðkomandi fær fyrir dósirnar og flöskurnar sé það eina sem til er í buddunni síðustu daga mánaðarins. Það má því segja að við séum tengd þjóðarpúlsinum hér í Dósaseli,“ segja þær Inga Jóna og Marsibil. Þegar þær voru spurðar hvort fólk hefði áhyggjur af því að starfsmenn Dósasels væru að pæla í því hvers lags dósir eða flöskur væru í pokum viðkomandi hlógu þær og sögðu það af og frá. „Það er engin að hugsa um það hér. Við erum að taka við nokkur hundruð pokum á dag og þetta þarf að fara hratt og vel í gegnum kerfið,“ sögðu þær en bættu við að af og til kæmu sérstakar flöskur eða dósir og hugmynd hefur verið slegið fram um að setja upp safn með slíkum ílátum. Sjónvarp Víkurfrétta heimsótti Dósasel og í þætti vikunnar er fjallað um starfsemi þessa merkilega vinnustaðar.

Mæðgurnar Inga Jóna og Marsibil með stóran poka á milli sín.

Ásmundur Friðriksson, formaður Þroskahjálpar og félagar hans leystu af í Dósaseli á dögunum.

Þeir passa að öll ílát fari á rétta staði strákarnir.


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. október 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

20%

R U T T Á L S AF

Guðný María Jóhannsdóttir frá Isavia með áhöfn easyJet.

M Ó K S M U L L Ö AF UM G Ö D T S U A H Á Hafnargata 29 - s. 421 8585

2- 20% 0%

Frá vinstri: Stuart Gill, sendiherra Breta, Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, Davíð Ásgeirsson, flugstjóri hjá easyJet, Ali Gayward, framkvæmdastjóri hjá easyJet og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia. VF-mynd/pket.

■■EasyJet flugfélagið eykur umsvifin á Keflavíkurflugvelli:

Átta flugleiðir í boði allt árið „Fyrir tveimur árum hefði okkur ekki órað fyrir þessum vexti og áhuga easyJet á Íslandi. Það sem skiptir hvað mestu máli er að flugfélagið er að fljúga til Keflavíkur allan ársins hring en ekki bara á háannatímanum á sumrin. Þetta skiptir okkur gríðarmiklu máli,“ sagði Björn Óli Hauksson, forstjóri Keflavíkurflugvallar, eftir opnun tveggja nýrra flugleiða easyJet í vikunni, Genf í Sviss og Gatwick í London. EasyJet er nú næst umsvifamesta flugfélagið á Íslandi en það er stærsta flugfélag Bretlands og fjórða stærsta í Evrópu. Áttunda leiðin verður opnuð í desember nk. en þá bætist Belfast á N-Írlandi við hjá félaginu. Flugvél easyJet frá Genf lenti með 154 farþega innanborðs og var með 86% sætanýtingu og frá Gatwick í London voru 178 farþegar og sætanýtingin þar var 99%. Flugstjóri í síðarnefnda jómfrúarfluginu var Íslendingurinn Davíð Ásgeirsson og var hann viðstaddur stutta móttökuathöfn ásamt m.a. breska sendiherranum hér á landi, Stuart Gill, og Ragnheiði Elínu Árnadóttur ráðherra ferðamála en þau klipptu á borða við brottfararhliðið áður en fyrstu farþegarnir stigu um borð. Davíð er sonur Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum á Vatnsleysuströnd. Hann hefur starfað hjá easyJet í átta ár og er meðal fimm

þúsund starfsmanna þess. Hann er mjög ánægður með hinn mikla áhuga félagsins á Íslandi. „Þetta er bara frábært. Bretar elska Ísland og það er gaman að vera þátttakandi í þessu. Ég var flugstjóri í fyrstu ferð félagsins til Íslands árið 2012 og nú eru flugleiðirnar orðnar sjö og verða átta í desember,“ sagði flugstjórinn en með honum í áhöfn í þessari fyrstu ferð til Gatwick voru tveir íslenskir starfsmenn. Þegar áttunda flugleiðin bætist við í desember nk. mun flugfélagið bjóða upp á alls 26 flugferðir til og frá Íslandi í viku hverri og er búist við að heildarfjöldi farþega á einu ári verði í kringum 200 þúsund. Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað um rúm 40% undanfarin tvö ár og aukið framboð á hagstæðu flugi til landsins hefur átt mikinn þátt í þeirri fjölgun. EasyJet hyggst flytja um 75 þúsund farþega á nýju flugleiðunum tveimur til Gatwick og Genf á næstu 12 mánuðum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, sagðist fagna þessari aukningu hjá easyJet en hún hefði mikil áhrif fyrir atvinnulífið á Suðurnesjum og ferðaþjónustuna almennt. Í tilkynningu frá easyJet kemur fram að lægsta fargjald í boði til London sé 6.254 kr. og lægsta gjald til Genfar sé 9.346 kr.

afafhheilsuréttum eilsuréttum 3017. ok.21 - 3.okt nóv

ER Á THAI KEFLAVÍK

Heilsuréttir thai eru hollir réttir sem eru kryddaðir með ferskum chilli, engifer og hvítlauk. Stútfullir af orku og ekkert salt og enginn sykur. Gerum líka ferskt sushi alla daga.

Hafnargata 39 - 230 Reykjanesbær - sími: 421-8666 - www.thaikeflavik.is

Haustdagar 30. október - 3. nóvember

20%

afsláttur

af öllum vörum


14

fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

HAUSTDAGATILBOÐ 12” PIZZA 2 ÁLEGG COKE Í DÓS

Íbúðalánasjóður selur 161 íbúð á Suðurnesjum

KR. 1490,-

– bjóða íbúðirnar í tveimur eignasöfnum til leigufélaga

Í

GILDIR 30. OKT - 2. NÓV. KEILISBRAUT 771 ÁSBRÚ // 421 4777 // LANGBEST.IS

búðalánasjóður hefur ákveðið að setja 400 íbúðir úr eignasafni sjóðsins í sérstakt söluferli. Þar af eru yfir 160 íbúðir á Suðurnesjum. Íbúðalánasjóður mun bjóða íbúðirnar til sölu í sjö eignasöfnum, en tilboðsgjafar geta boðið í eitt eða fleiri söfn. Tvö þessara eignasafna eru á Suðurnesjum.

Annað tveggja eignasafnanna sem boðið er til sölu frá Suðurnesjum inniheldur 87 íbúðir og eru þær staðsettar í tveimur sveitarfélögum; í Reykjanesbæ (79) og (8) og í Vogunum. Hitt eignasafnið inniheldur 74 íbúðir og eru staðsettar í Reykjanesbæ (72) og (2) í Grindavík.

★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ Heimsókn í Dósasel í Sjónvarpi Víkurfrétta

85 milljónir frá Dósaseli til Suðurnesjafólks

Vetrarfarþegum fjölgar ört á Keflavíkurflugvelli

Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra með skylda sjúkdóma Kaffihúsa-spjall og pönnukökur! Tenglar FAAS á Suðurnesjum halda 2. fræðslufund vetrarins þriðjudaginn 4. nóvember 2014 kl. 16:30 í Selinu, Vallarbraut 4 (Njarðvík) Reykjanesbæ. Helga Hansdóttir öldrunarlæknir verður með fræðslu um heilabilun. • Ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir minnisskerta og aðstandendur þeirra. • Fyrirspurnir og umræður. Allir velunnarar FAAS ásamt öllu áhugafólki um málefni félagsins velkomnir. Við hvetjum fólk til að láta sig málið varða, styðja þannig við félagið og fá fræðslu um minnisskerðingu/heilbilun á heimaslóðum. Kaffiveitingar á staðnum, enginn aðgangseyrir en frjáls framlög upp í kostnað eru vel þegin. Kveðja FAAS tenglar á Suðurnesjum

Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Björn Óla Hauksson og Ragnheiði Elínu Árnadóttur um ferðamál

Fast skotið Happdrætti í nýrri revíu Knattspyrnudeild Njarðvíkur 2014

og dansað m eð Páli Óskari á Ásbrú

★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★

Sjónvarp Víkurfrétta á ÍNN öll fimmtudagskvöld kl. 21:30

Þátturinn verður einnig aðgengilegur á vef Víkurfrétta í háskerpu

Dregið var hjá Sýslumanninum í Keflavík föstudaginn 17. október, eftirfarandi tölur voru dregnar út. Alls 40 vinningar.

1 – 227 2 – 340 3 – 351 4 – 152 5 – 35 6 – 569 7 – 371 8 – 426 9 – 13 10 – 131

11 – 115 12 – 324 13 – 287 14 – 440 15 – 399 16 – 570 17 – 51 18 – 94 19 – 503 20 – 121

21 – 578 22 – 143 23 – 600 24 – 97 25 – 190 26 – 256 27 – 306 28 – 379 29 – 380 30 – 175

31 – 339 32 – 360 33 – 12 34 – 36 35 – 118 36 – 308 37 – 302 38 – 301 39 – 387 40 - 184

Hægt er að vitja vinninga á skrifstofu


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. október 2014

-viðtal

pósturuolgabjort@vf.is

■■KPMG í Reykjanesbæ flutti á milli hæða í Krossmóa:

Kostur að enginn dagur er eins „Við þjónustum bæði stór og lítil fyrirtæki í endurskoðun, reikningsskilum og bókhaldi og launum og öllu sem því viðkemur. Svo höfum við aðgang að sérfræðingum í Reykjavík sem tengjast ráðgjafaþjónustunni sem býður upp á sem sérlausnir. Við erum í þessu almenna og höfum svo tengingu í það sem þarf,“ segir Lilja Dögg Karlsdóttir, endurskoðandi og í forsvari fyrir KPMG í Reykjanesbæ. Frá því að KPMG sameinaðist Skrifstofuþjónustu Suðurnesja árið 2006 hefur það unnið mikið fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, t.d. varðandi áætlanagerð og nú nýlega stóru skýrsluna sem varðar fjárhagsstöðu og rekstrarúttekt Reykjanesbæjar. „Einnig bjóðum við upp á verðmat á fyrirtækjum og sviðsmyndagreiningar sem eru það nýjasta hjá okkur. Þær tengjast áætlanagerð og settar eru upp mismunandi sviðsmyndir og áætlað út frá þeim. Ef þetta gerist - hvaða áhrif hefur það? Þá er fólk betur undirbúið fyrir hið óvænta.“

Margmiðlunarúr með öllu.

Verðin okkar eru frá 16.560 .- 41.400 Ledljós í miklu úrvali og verðin 40%-80% lægri.

Heildsalan - Ludviksson ehf - Ledljós Njarðarbraut 3i - Innri Njarðvík - S: 8678911

Svo er líka góð tilfinning að gera góðverk, jafnvel í einu símtali bara hringt beint í okkur og finnast það ekki vera að trufla. Minni formlegheit.“ Færðu sig niður um eina hæð KPMG flutti á milli hæða í þessu stærsta skrifstofuhúsnæði svæðisins að Krossmóa 4 um miðjan október, frá þriðju hæð til annarar. „Þetta rými var laust í Krossmóa og fyrirtækin á þriðju hæð þurftu á auknu plássi að halda. Það urðu hálfgerðar hrókeringar og við vorum svo meðfærileg að það var kannski auðveldast að flytja okkur. Okkur líst vel á nýja svæðið og líður vel hér og hlökkum til að taka á móti viðskiptavinunum,“ segir Berglind og bætir við að hún hafi ekki tölu á fjölda viðskiptavina. „Við erum með gommu af skattframtölum einstaklinga og álagastíminn er mestur á vorin og haustin. Svo erum við með endurskoðuð verkefni sem unnin eru í tengslum

við skrifstofuna í Reykjavík. Þá fer fólk frá okkur sem aðstoðar þar, t.d. með H.S. orku og sveitarfélögin hér. Góðverk í einu símtali Sjálf er Lilja Dögg löggiltur endurskoðandi en með henni starfa viðurkenndur bókari og fólk með áratuga reynslu af bókhaldi. „Mest gefandi við starfið eru tengslin við fólkið, fjölbreytt verkefni og enginn dagur er eins. Ég reyni að leggja línur en þær breytast alltaf og það finnst mér stór kostur. Maður er sveigjanlegur og getur stokkið til og reddað. Svo er líka góð tilfinning að gera góðverk, jafnvel í einu símtali. Fólk virðist líka kunna meta þjónustuna því það er hér í viðskiptum ár eftir ár. Við vinnum með viðskiptavinum til að leysa það sem leysa þarf,“ segir Lilja Dögg að endingu.

facebook.com/enneinn

Cooper undir jeppann í vetur ÍSLENSKA/SIA.IS ENN 70873 10/14

Jeppaeigendur þekkja að við íslenskar aðstæður veltur mikið á að hjólbarðarnir séu af bestu gerð. Láttu dekkin frá Cooper draga fram það besta í jeppanum þínum í vetur.

Cooper Discoverer M+S

Cooper Discoverer M+S 2 • Nýtt og endurbætt vetrardekk með öflugu gripi • Mikið skorið og neglanlegt fyrir veturinn • Hentar íslenskum aðstæðum enda hannað fyrir norræna vegi Hjólbarðaþjónusta N1: Grænásbraut 552, Reykjanesbæ

Þetta er jólagjöfin í ár.

Lilja Dögg ásamt samstarfsfólki sínu Guðmundi Axelssyni og Hrafnhildi Jónsdóttur.

Hringja beint í gsm símana Lilja Dögg segir að allur gangur sé á því í hvers konar rekstrarstöðu fyrirtæki eru sem leiti til KPMG. „Við erum meira að sinna smærri fyrirtækjum hér með bókhald og laun, ársreikningagerð og slíkt. Það sem kemur beint til okkar, þótt við hjálpum til með flest annað. Við höfum mjög mikla reynslu og þekkingu hérna og mörg fyrirtæki leita til okkar.“ Hún segir að yfirleitt standi fólk og fyrirtæki frammi fyrir sömu vandamálunum og þau fái aðstoð við að leysa þau. „Hér eru vinatengsl og minni fjarlægð við fólkið en t.d. í Reykjavík. Það er gott fyrir viðskiptavininn að geta www.n1.is

Smart Watch

• Vetrardekk fyrir jeppa, mikið skorið með sérhönnuðu snjómynstri • Neglanlegt með nákvæmri röðun nagla sem grípur vel á hálum vegum • Endist vel og vinsælt sem heilsársdekk

440-1372

Opið mánudaga–föstudaga laugardaga www.n1.is

www.dekk.is

kl. 08–18 kl. 09–13

Cooper SA2 • Nýtt óneglanlegt vetrardekk • Mikið skorið, mjúkt og góðir aksturseiginleikar • Míkróskorið með góða vatnslosun og magnað veggrip

BREYTING Á AÐALSKIPULAGI

REYKJANESBÆJAR 2008-2024 OG DEILISKIPULAGSTILLAGA SUNNAN FITJA Bæjarstjórn Reykjanesbæjar auglýsir hér með breytingu á aðalskipulagi skv. 31.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan fellur ekki undir lög nr. 106/2000 um umhverfismat áætlana, þar sem hún markar ekki stefnu um framkvæmdir sem háðar eru lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Samhliða er auglýst deiliskipulagstillaga Sunnan Fitja skv. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breyting á Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 20082024, breyting á verslunar- og þjónustusvæði VÞ5 sunnan Fitja - aukið byggingarmagn Breyting á aðalskipulagi felst í að auka leyfilegt byggingarmagn á svæði VÞ5 sunnan Fitja og hækka nýtingarhlutfall á svæðinu. Áður hefur verið gerð breyting á VÞ5 sem heimilar uppbyggingu netþjónabúa og gagnavera, og að uppbyggingartímabil geti hafist 2013 í stað 2015. Deiliskipulagstillaga sunnan Fitja, Vogshóll-Sjónarhóll Deiliskipulagssvæðið er um 32,3 ha, sunnan Fitja (Patterson svæði) og er skipulagt undir gagnaver, verslun og þjónustu. Svæðið afmarkast af reit VÞ5 í Aðalskipulagi Reykjanesbæjar 2008 - 2024 sem skilgreindur er sem verslunar- og þjónustusvæði. Á svæðinu er gert ráð fyrir starfssemi sem tengist rannsóknum, þróun m.a. í tengslum við nýtingu orku, netþjónabúum og gagnaverum og er í samræmi við breytingu Aðalskipulags sem auglýst er samhliða deiliskipulagstillögunni. Tillögurnar ásamt fylgigögnum verða til sýnis á skrifstofu Reykjanesbæjar að Tjarnargötu 12 frá og með 29. október til 10. desember 2014. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is. Aðalskipulagstillaga er einnig aðgengileg hjá Skipulagsstofnun. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 10. desember 2014. Skila skal inn skriflegum athugasemdum á skrifstofu Reykjanesbæjar á Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Reykjanesbæ, 22.október 2014. Skipulagsfulltrúi


16

fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-aðsent

pósturu vf@vf.is

■■Árni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn skrifar:

Að loknum íbúafundi Á

Spennandi störf í gagnaveri AÐSTOÐARMENN Í TÆKNIÞJÓNUSTU, EINNIG AÐSTOÐARMAÐUR VIÐ FASTEIGNAUMSJÓN OG VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR Gagnaver Verne leitar að starfsmönnum við rekstur gagnavers félagsins að Ásbrú í Reykjanesbæ. Um er að ræða stöður aðstoðarmanna á tæknisviði sem og aðstoðarmanns við fasteignaumsjón og verklegar framkvæmdir. Við leitum að laghentum, duglegum og áhugasömum starfsmönnum með þægilegt viðmót og ríka þjónustulund.

g ætu b æjarb ú a r. H é r hefur verið gífurleg uppbygging síðustu árin í atvinnu, skólum og innviðum og allt tilbúið fyrir öfluga atvinnu og öflugra mannlíf.

Þrátt fyrir gríðarlegt áfall þegar 1100 störf hurfu við brotthvarf hersins, flest héðan og efnhagaskreppu ári síðar, hefur bærinn umbylst og er nú í takti við mest aðlaðandi sveitarfélög: bestu skólar, ókeypis samgöngukerfi, fallegt og hreint umhverfi, íþróttir, tónlist og menning. Allt innviðir í stórbrotinni náttúru Reykjaness. Skilaboðin eru áfram þau sömu til fyrirtækja sem vilja koma: Hér eru góðar aðstæður, enda fjögur gagnaver komin hingað, líftækniiðnaður að vaxa, flugið styrkist stöðugt og ný tækifæri skapast af því, tvö kísilver að undirbúa sig í Helguvík. Hér er

nýsköpun og mikið frumkvöðlastarf og hæft fólk, allar stoðir tilbúnar. Þrátt fyrir atvinnumissi hefur íbúum stöðugt fjölgað með þörf fyrir skóla og almenna þjónustu. Vegna atvinnutafa hefur ekki tekist að ráða bug á atvinnuleysinu. Þetta hefur kostað bæinn gríðarlegar fjárhæðir. Lán að baki uppbyggingunni hafa reynst okkur kostnaðarsöm vegna hægrar atvinnuuppbyggingar. Við þurfum að endursemja um tímasetningar og ná hraðari uppgreiðslu lána. Við þurfum að leita leiða til að draga úr gríðarlegum kostnaði af fjárhagsaðstoð sem best er gert með atvinnu fyrir þann hóp. Við erum bjartsýn á að þetta takist. En vegna þessara tafa á fjárhagslegum árangri færumst við nær tímörkum sem okkur eru sett um skuldahlutfall sveitarfélaga árið 2022. Um lánin þarf strax að endursemja. Biðin eftir atvinnutækifærum má ekki taka mörg ár í viðbót. Við erum því öll sammála í bæjarstjórn um að það er skynsamlegt

og nauðsynlegt að bregðast þannig við að við séum ekki að vænta gjörbyltingar í atvinnumálum á næstu misserum sem geti dregið úr þeim aðgerðum sem þarf að ganga til. Við erum sammála um að það þarf að laga skuldahlutfallið og eðlilegast er að bregðast við því bæði með því að endurskoða reksturinn, styrkja efnhagsreikninginn og leita leiða til að auka tekjurnar. Það er samstaða um lýsingu KPMG á fjárhagsstöðu og að það þurfi að bregðast við til að ná viðmiðum. Samt eru tækifæri í stöðunni sem geta haft mjög jákvæð áhrif á efnahag. En sú niðurstaða bíður þá betri tíma. Við gerum þá kröfu að ná fram árangri í fjármálum án þess að tapa niður þeim mikla árangri sem við höfum náð í samfélagi okkar. Með samhentri bæjarstjórn og bæjarbúum er það hægt. Árni Sigfússon, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn

Um er að ræða ný störf á ört vaxandi og spennandi vinnustað með tækifærum til framtíðar. Æskilegt er að viðkomandi sé enskumælandi og með vinnuvélaréttindi fyrir a.m.k. lyftara með lyftigetu 10 tonn og minni. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2014, viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega. Fyrirspurnir og nánari upplýsingar ásamt umsóknum sendist í tölvupósti til jons@verneglobal.com.

HAUSTDAGAR

R U T T Á L S F A 20%

BER. 30. OKTÓBER - 3. NÓVEM Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa,

Sigvalda Guðna Jónssonar, Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Landsspítalans á Hringbraut, D-álmu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjanesbæ. Erna Geirmundsdóttir, Geirmundur Sigvaldason, Þorsteinn Ingi Sigvaldason, Sigrún Sigvaldadóttir, og fjölskyldur.

ÁsdísGunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Kristinn Bjarnason,

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma,

Helga Erla Albertsdóttir, Njarðarvöllum 2, Njarðvík,

lést á Hrafnistu í Njarðvík, laugardaginn 25. október. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 13:00. Albert B. Hjálmarsson, Lísbet Hjálmarsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson, Sigrún Albertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

Brynja Kjartansdóttir, Gunnar I. Kristinsson, Sveindís Skúladóttir, Eðvald Bóasson,

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001

Hafnargötu 23 - 230 Reykjanesbæ s. 660 1757

www.krummaskud.is

a g u a

Revía


17

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 30. október 2014

-fs-ingur

vikunnar

-ung

Er gallalaus Nemanja Latinovic er 19 ára Grindvíkingur, sem stundar nám á félagsfræðibraut FS. Oftast er hann kallaður Nemó. Hann er á því að það vanti óhollan mat í mötuneyti FS, en hann myndi stytta hádegið ef hann fengi að vera skólameistari FS. Hann stefnir á lögfræði í framtíðinni. Helsti kostur FS? Félagslífið.

Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Hádegið er allt of langt.

Hjúskaparstaða? Á lausu. Hvað hræðistu mest? Köngulær. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Boris Jugovic, vegna yfirburða hæfileika hans í fótbolta. Hver er fyndnastur í skólanum? Helgi Þór Hafsteinsson fær titilinn fyndnasti maður í skólanum. Hvað sástu síðast í bíó? Var að gera íslensku verkefni og fór á Corn Island, hún var skelfileg.

Áttu þér viðurnefni? Er kallaður Nemó. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast? Bjútifúl. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er bara ágætt. Áhugamál? Fótbolti.

Langar að geta flogið til þess að geta troðið Hera Sóley Sölvadóttir er nemandi í 10. bekk í Njarðvíkurskóla. Hún segir að draumastarfið sé að verða flugmaður, flugfreyja eða atvinnumaður í körfubolta. Þátturinn Awkward lýsi henni best og stærðfræði sé uppáhalds fagið hennar.

Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Lögfræði.

Hvað gerirðu eftir skóla? Körfuboltaæfingar, læri og fer að hitta fólk.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Óhollan mat.

Ertu að vinna með skóla? Er ekki að vinna með skóla.

Hver eru áhugamál þín? Körfubolti.

Hver er þinn helsti galli? Enginn, ég er fullkominn.

Hver er best klædd/ur í FS? Ivan Jugovic er að púlla Ralph Lauren grimmt!

Uppáhalds fag í skólanum? Stærðfræði.

Hvað er heitasta parið í skólanum? Kristinn Sveinn og Íris Ósk, (staðfest)

Eftirlætis skemmtileg týpa

Kennari Atli Þors t e i ns e r

Fag í skólanum Nátturufræði 113 Sjónvarpsþættir Sherlock, Breaking Bad og House of cards.

En leiðinlegasta? Danska.

Kvikmynd Lord of the rings trilogy.

Flíkin Sixpencerinn

Hljómsveit/tónlistarmaður Kanye West - Flume.

Skyndibiti Fridays

Leikari Leonardo DiCaprio.

Hvað tónlist/ lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Bon Iver.

Vefsíður Fótbolti.net, deildu.net

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Jim Carrey, Sam Smith eða Beyoncé. Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann? Fljúga, þá gæti ég troðið. Hvert er draumastarfið? Flugmaður/flugfreyja, svo bara spila körfubolta.

Hver er frægastur í símanum þínum? Pabbi hahaha. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Enginn eiginlega. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag? Ég veit ekki. Hvernig myndirðu lýsa fatastílnum þínum? Frekar venjulegur, stundum pínu spes. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Feimin og vandræðaleg þegar þú kynnist mér, síðan þekkirðu mig eftir viku hahah. Hvaða lag myndi lýsa þér best? James Blake - Retrograde Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best? Awkward.

Besta: Bíómynd?

Drykkur?

Sjónvarpsþáttur?

Leikari/Leikkona?

The Fault In Our Stars og The Shawshank Redemption. Awkward, How I Met Your Mother eða Friends klárlega. Tónlistarmaður/Hljómsveit?

Tom Odell, Arctic Monkeys. Matur?

Dominos pizza.

Coke í dós, vatn. Jennifer Aniston er í miklu uppáhaldi. Fatabúð?

Topshop, H&M, Forever 21. Vefsíða?

Tumblr. Bók?

Looking For Alaska.

HEILSUHORNIÐ

-

Særindi í hálsi – náttúruleg ráð Særindi í hálsi er verkur í hálsi sem orsakast oftast nær af bakteríu- eða veirusýkingum. Oftar en ekki eru það streptokokka bakteríur sem valda særindi í hálsi en hefðbundin hálsbólga er þó alltaf veirusýking. Ofnæmi, mengun og þurrkur í hálsi geta líka valdið særindi í hálsi. Særindi í hálsi getur líka gefið til kynna að kvef- eða flensusýking sé í vændum. Hér eru nokkur ráð til að slá á særindi í hálsi. Mikilvægt að drekka nægt vatn til að halda slímhúð í hálsi mjúkri. Saltvatn er líka gott og þá er ½ tsk af sjávarsalti blandað út í 1 stórt glas af heitu/volgu vatni. Eplaedik, engifer og sítróna efla ónæmiskerfið. Manuka hunang er mýkjandi og bakteríudrepandi og gott að blanda út í heitt vatn eða te. Sínk, C vítamín, D vítamín, fjölvítamín, lýsi og góðgerlar eru styrkjandi fyrir ónæmiskerfið og eru gagnleg til að vinna á sýkingum. Lakkrísrót, regnálmur, salvía og fjallagrös eru kröftugar jurtir sem eru mýkjandi, sýklaÁSDÍS drepandi og græðandi fyrir slímhúð í hálsi. Lakkrísrót er hægt að fá í te, dufti, sprayformi GRASALÆKNIR (throat spray) eða tuggutöflum (heitir DGL). Regnálmur fæst í dufti hjá grasalækni og salvíute er hægt að kaupa í heilsubúðum og fjallagrös fást mjög víða í formi hóstasíróps SKRIFAR eða í teformi. Að sjálfsögðu er mikilvægt að fá góðan endurnærandi svefn en það er eitt besta ráðið fyrir skjótum bata! Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is, www.pinterest.com/grasalaeknir, www.instagram.com/asdisgrasa

smáauglýsingar TIL LEIGU

ÞJÓNUSTA

Íbúð á 2. hæð, til leigu við Hólagötu Ytri Njarðvík. Laus um næstu mánaðarmót. Uppl.í síma 774-4549 og 694-3160

Tek að mér flest minni verk. Aðeins föst verðtilboð og verksamningur.S : 659-5648.

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

NÝTT

Forvarnir með næringu

Opið alla daga fram á kvöld

STAPAFELL

Hafnargötu 50, Keflavík


18

fimmtudagurinn 30. október 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

FRÁ NJARÐLEM TIL BROOKLYN

Njarðvíkingnum Elvari Má líkar lífið í Stóra eplinu. Hóf nám í LIU Brooklyn háskólanum í haust.

N

jarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson hefur komið sér nokkuð vel fyrir í Brooklyn hverfi New York borgar í Bandaríkjunum. Þar mun hann stunda nám og leika körfubolta næstu fjögur árin við LIU Brooklyn háskólann. „Það er mikil breyting að koma úr svona rólegu umhverfi í brjálaða umferð. Það að búa í miðju Brooklyn hverfi með lestarkerfið fyrir neðan húsið svo það er ekki beint rólegt. En það er mjög gaman að koma í annað umhverfi og fá að upplifa aðra menningu,“ segir bakvörðurinn hæfileikaríki.

Óvinir á vellinum en perluvinur utan vallar Nú stendur yfir undirbúningstímabil og Elvar æfir af kappi ásamt liðsfélögum sínum. Meðal þeirra er Martin Hermannsson sem lék áður með KR. Þeir voru án efa tveir af bestu íslensku leikmönnum Domino’s deildarinnar í fyrra. Þeir hafa oft leikið gegn hvor öðrum í gegnum tíðina og háð margar rimmur. „Við vorum alltaf mestu óvinir inni á vellinum og það var alltaf hörð barátta á milli okkar svo það er gaman að fá að spila með honum núna,“ segir Elvar en þeim hefur alltaf verið vel til vina og hafa þekkst frá því að þeir voru kornabörn. Feður þeirra, Friðrik Ragnarsson og

stig í leiknum og Alfreð Elíasson skoraði 12 fyrir Sandgerðinga.

Hermann Hauksson, spiluðu saman bæði hjá bæði KR og Njarðvík og eru góðir vinir. „Við erum búnir að vera á löngum varnaræfingum án bolta sem gátu verið mjög lengi að líða, það var mikið um spretti á þeim æfingum. En fyrir skömmu byrjuðu allar æfingar með bolta. Þar höfum við verið að fara í gegnum allt kerfið sem við ætlum að spila í vetur.“ Elvar segir undirbúningstímabilið nokkuð langt en fyrsti leikur er þann 19. nóvember. Þá leikur liðið gegn hinum sterka St. John’s háskóla. „Undirbúningstímabilið er búið að vera miklu lengra en maður er vanur. Fyrsta mánuðinn vorum við bara að lyfta og hlaupa hjá styrktarþjálfara og fórum á nokkrar einstaklingsæfingar með þjálfurum. Við máttum ekkert æfa saman sem lið samkvæmt NCAA reglum svo liðsæfingarnar byrjuðu fyrir skömmu og nú er allur undirbúningur kominn á fullt fyrir fyrsta leik.“ Elvar segir að boltinn í Brooklyn sé afar hraður og mikið um hlaup. Það hentar Elvari einkar vel að hans sögn. Hann segir mikla áherslu vera lagða á varnarleik. Elvar segir að skólinn byrji rólega en hann sinni náminu samviskusamlega. Þeir Elvar og Martin leigja íbúð ásamt þremur öðrum strákum í fimm mínútna fjarlægð frá skólanum, þar eru þeir að koma sér hægt og rólega fyrir.

Hólmar í heimahagana

M Aldís og Sylvía íþróttamenn Brimfaxa XXÍþróttamaður Brimfaxa var valinn í fyrsta sinn í ár og voru verðlaunin afhent á aðalfundi félagsins þann 22. október. Í þetta sinn voru tvær stúlkur úr unglingaflokki valdar, þær Aldís Gestsdóttir og Sylvía Sól Magnúsdóttir. Þær hafa keppt á allnokkrum opnum mótum fyrir Brimfaxa á árinu í fjórgangi og tölti.

Suðurnesjafólk sigursælt

Máni líklega á leið til Keflavíkur XXKnattspyrnuþjálfarinn, Máni Pétursson, mun að öllum líkindum bætast í þjálfarateymi Keflavíkur á næstu dögum. Þorsteinn Magnússon, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að Máni myndi þá verða annar aðstoðarþjálfari liðsins, en fyrir er Gunnar Magnús Jónsson.

XXTaekwondosamband Íslands hélt barnamót í taekwondo um liðna helgi. Keflavíkurdeildin vann til flestra verðlauna á mótinu, 13 gull, 13 silfur og 7 brons, féllu Keflvíkingum í skaut. Grindvíkingar náðu einnig mjög góðum árangri, unnu 3 gull, 2 silfur og 6 brons.

iðjumaðurinn Hólmar Örn Rúnarsson hefur gengið frá samningum við Keflavík og mun leika með liðinu næstu tvö árin í Pepsi-deildinni. Hólmar er alinn upp hjá Keflavík og á að baki rúmlega 180 leiki með félaginu í meistaraflokki. Hann hefur hins vegar undanfarin fjögur tímabil leikið með FH. „Ég er mjög ánægður með það að vera kominn aftur til Keflavíkur. Það er vonandi að maður geti aðstoðað við að fara ofan og berjast um Evrópusæti,“ sagði Hólmar. Þegar hann yfirgaf æskufélagið á sínum tíma var hann orðinn leiður og óttaðist að smita út frá sér neikvæðum straumum. „Við vorum sífellt í því að byggja upp nýtt lið, en ég hafði eytt nokkrum árum í það. Ég var bara á þeim aldri að

ég þurfti að komast í lið sem gæti unnið titill, sem svo gerðist. Ég var jafnvel orðinn dragbítur og neikvæður leiðtogi hjá Keflavík. Ég hefði frekar gefið frá mér neikvæða orku eftir því sem ég var að fjarlægjast mín markmið. Ef við tölum

-frammistaða

Reynismenn innsigluðu sigurinn á vítalínunni

Hjörtur og Hafsteinn taka við Reyni

XXReynismenn unnu 75-70 sigur á KV í 2. deild karla í körfubolta. Leikurinn var í járnum allan tímann og var munurinn aldrei mikill. Reynismenn höfðu forskot í hálfleik, 39-34, en Sandgerðingar náðu mest 12 stiga forystu um miðjan þriðja leikhluta. Gestirnir náðu hins vegar að vinna það forskot niður og var staðan 67-66, Reyni í vil, þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir. Það voru svo þeir Rúnar Ágúst Pálsson og Elvar Sigurjónsson sem innsigluðu sigurinn á vítalínuni undir lokin. Rúnar skoraði 20

XXKnattspyrnudeild Re ynis Sandgerði samdi við þá Hjört Fjeldsted og Hafstein Rúnar Helgason, um að þjálfa meistaraflokk karla hjá Reyni næstu þrjú árin. Hjörtur er 34 ára keflvíkingur sem verið hefur viðloðandi knattspyrnuna í Sandgerði frá árinu 2004, ýmist sem leikmaður eða þjálfari. Hann á að baki 144 leiki með Reynir. Hafsteinn er 29 ára Sandgerðingur sem lék síðast með Reyni árið 2007. Hafsteinn á að baki 101 leik með Reyni. Hafsteinn mun ennfremur leika með liðinu.

bara hreint út þá var kominn leiði í mig hjá Keflavík áður en ég fór til FH og nauðsynlegt fyrir mig að komst í nýtt umhverfi, en það var eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast.“

vikunnar

G

ÞÚSUND ÞRISTAR Á FÆRIBANDINU

rindvíkingurinn skotvissi, Páll Axel Vilbergsson, skoraði í vikunni sína þúsundustu þriggja stiga körfu í efstu deild í körfubolta karla, fyrstur allra. „Ég get ekki sagt að ein karfa sé eftirminnilegri en önnur. Ég man þó eftir leik þar sem ég var ungur maður og skoraði úr 12 af 15 þriggja stiga skotum mínum,“ rifjar Paxel upp. Umræddur leikur átti sér stað í janúar árið 1999 gegn Valsmönnum. Þessi frammistaða upp

á 80% nýtingu dugði til þess að slá met yfir flestar þriggja stiga körfur Íslendings í leik. Þess má geta að Keflvíkingurinn Damon Johnson skoraði úr 14 af 17 þriggja stiga skotum sínum daginn eftir í leik gegn KFÍ. Fyrstu þriggja stiga körfu sína í efstu deild skoraði Páll Axel með Grindvíkingum árið 1995, eða fyrir tæpum 19 árum. Páll hefur skorað 1002 þriggja stiga körfur í 476 leikjum, sem gerir rúmlega tvo þrista í leik.


Ætla að láta finna fyrir mér Óli Stefán segir breytingar í vændum hjá Grindavík

G

rindvíkingurinn Óli Stefán Flóventsson er nú kominn aftur á heimaslóðir eftir fimm ára veru á Hornafirði þar sem hann lék með og þjálfaði lið Sindra. Nú hefur hann tekið við starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks Grindavíkur karla. Þar ætlar Óli Stefán að láta til sína taka. Hann mun annast þjálfun 3. flokks, stefnumótun, afrekslínu og forvarnavinnu hjá félaginu. „Þetta leggst vel í mig og er mikið og spennandi starf. Við þurfum að lyfta upp öllu starfinu heima og það er spennandi að taka þátt í því. Ég kem í þjálfarateymið með Tommy Nilsen og það samstarf gæti orðið gott. Ég veit að félagið er stórhuga og ætlar sér stóra hluti í náinni framtíð. Ég er ótrúlega spenntur að byrja, enda með stórar og miklar hugmyndir.“

Stefán. Hann hlakkar til að vinna með aðalþjálfaranum Tommy Nilsen sem hefur farið svipaða leið og Grindvíkingurinn. „Tommy er afbragðsdrengur með mikið fótboltavit. Ég held að Grindavík hafi gert vel með því að næla í hann, þar sem Tommy er einn mesti sigurvegari íslenskrar knattspyrnu. Hann er margfaldur Íslandsmeistari með FH og vann 3. og 2. deild á tveimur árum. Hann veit hvað þarf til að vinna og það er eitthvað sem þarf inn í okkar starf í Grindavík.“

Tommy einn mesti sigurvegari íslenskrar knattspyrnu „Nú erum við Grindvíkingar í naflaskoðun. Við þurfum að skoða allt okkar starf frá a-ö og gagnrýna okkur á jákvæðan hátt. Fyrst og síðast verðum við að gera okkur grein fyrir því að 1. deildin er góð deild og maður labbar ekkert í gegnum hana. Grindavík er bara þannig klúbbur að við ætlum okkur að vera ofarlega og gera atlögu að sæti í efstu deild. Við verðum þó að gera það af virðingu og án hroka, það er alveg á hreinu,“ segir Óli

Óli var upp með sér að Grindvíkingar hafi sóst eftir starfskröftum hans eftir að hann ákvað að hætta hjá Sindra. „ Auðvitað leitaði hugurinn heim, það er draumur að koma hingað þar sem maður þekkir hvern krók og kima, til þess að hjálpa til við að rífa upp starfið. Ég er gríðarlega stoltur og ánægður að hafa fengið tækifæri og ég á svo sannarlega eftir að láta finna fyrir mér hérna. Við Tommy erum með ákveðnar hugmyndir og það eru breytingar í vændum,“ segir þjálfarinn að lokum.

Er möguleiki á að sjá Óla Stefán aftur í gulu treyjunni? „Það þarf að vera rosalegt hallæri til að svo verði,“ segir Óli og hlær. Hann ætlar fyrst og fremst að einbeita sér að þjálfun enda lagði hann skóna formlega á hilluna í haust.

Ég er gríðarlega stoltur og ánægður að hafa fengið tækifæri og ég á svo sannarlega eftir að láta finna fyrir mér hérna. Við Tommy erum með ákveðnar hugmyndir og það eru breytingar í vændum

Auðvitað leitaði hugurinn heim, það er draumur að koma hingað þar sem maður þekkir hvern krók og kima, til þess að hjálpa til við að rífa upp starfið

HAUSTDAGAR 30. OKTÓBER - 3. NÓVEMBER Glæsileg tilboð í verslunum og veitingastöðum í Reykjanesbæ

Blómabúðin Glitbrá Blómaland Eymundsson Fernando pizza Fjóla gullsmiður Flugukofinn Galleri Keflavík Georg Hannah K-sport

Kóda Krummaskuð Olsen Olsen Rétturinn SI verslun Skartsmiðjan Skóbúðin Thai Keflavík Gallerý 8


vf.is

FIMMTUDAGINN 30. OKTÓBER 2014 • 42. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

VIKAN Á VEFNUM Björn Geir (@partygeir) Læknar eru semsagt að þéna fylla-á-gos pening sem ég þénaði með fullu námi. Það er alveg það sturlaðasta sem ég hef lesið í marga mánuði.

-mundi Verða núna allir starfsmenn Reykjanesbæjar sendir út að safna dósum?

Hreinlætisækjadagar í Múrbúðinni

! R U T E B T T O G g Vörugjöldin af, o Handlaugar 20-50% Handlaugartæki 25% Eldhústæki 25% Sturtuklefar og sturtuhorn 15-40%

Benso (@BensoHard) í síðustu viku byssur, vikunni þar á undan MS, núna eru það læknar. Ef þessi ríkisstjórn gæti bara gert einn hlut rétt. Ég bið ekki um mikið

Hitastýrð blöndunartæki 20% Sturtusett m/hitastýðu tæki 20% Baðherbergisflísar 20% Náttúrusteinsvaskar 30-50% Glerhurðir og þil 30%

Eva Rut Vilhjálmsdóttir Hverng væri að Ísland tæki upp skattaafsláttarmánuð - td i Oktober/Nov þá hefði fólk meira milli handana fyrir jólin ? Jafnvel annan mánuð á ári þar sem fólk borgar ekki fullt húsnæðislán - bara smá pæling til að koma á móts við fólkið.

Vitra gólf WC 25% Ceravid WC, innb. kassi&hnappur 15% Sturtusett m/stöng 30% Stálvaskar 20%

Skolvaskar 20%

Bryndís Einarsdóttir Páll Óskar í BrynBallett Akademíunni í gær. Þvílíkur gleðigjafi sem þessi maður er það varð allt tryllt!

Bára Skúladóttir Sundlaugin komin í lag og það er kominn vetur sem sagt hægt að vera úti 33 stiga hiti elska lífið.

Nú er tækifærið til að gera GÓÐ kaup! Skúli Sigurðsson Ég veit ekki alveg hvað á að kalla þetta. En í gærkvöldi bönkuðu uppá hjá mér krakkar sem vildu selja mér hrekkjavökunammi líklega til þess eins að koma svo þremur dögum seinna og fá nammið tilbaka gratis. Hljómar þetta kunnulega

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið 8-18 virka daga

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.