37 tbl 2014

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

bls 10

eldhúsinu bls 13

Enginn ætti að elda nema að hafa hvítvín við hönd

Hrökklaðist hræddur aftur inn í skápinn

vf.is

F IMMTUDAGUR INN 2 5 . SE PTE MBE R 2 0 14 • 37. TÖLU BLA Ð • 35. Á RGA NGU R

35.000 tré gróðursett á Ásbrú XXÁ næstu þremur árum verða gróðursett 20.000 tré innan íbúðabyggðarinnar á Ásbrú. Nemendur í 4. bekk Háaleitisskóla settu niður fyrstu trén með aðstoð stjórnar og starfsmanna Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, KADECO, á degi Íslenskrar náttúru í síðustu viku og marka þar með upphaf nýs kafla í umhverfisendurbótum fyrrum varnarsvæðisins. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

hefur á undanförnum þremur árum unnið að aukinni trjárækt á Ásbrú. Gróðursetningin hefur verið unnin í samstarfi við Reykjanesbæ og Skógræktarfélag Suðurnesja. Alls hafa, á þessum þremur árum, verið gróðursett yfir 15.000 tré flest í jaðri byggðar Ásbrúar meðfram Reykjanesbrautinni en einnig á svæðum innan Ásbrúar. - Sjá nánar á vf.is.

Myndarlegur hópur skólabarna úr 4. bekk Háaleitisskóla ásamt stjórn og starfsmönnum Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. VF-mynd: Hilmar Bragi

Yfir þrjúþúsund störf á leynilista - listinn „trúnaðarmál af hinu góða“ og á bara heima á skrifstofu hafnarstjóra

K

FÍTON / SÍA

ristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sagði á síðasta fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar að góðar fréttir væru í fundargögnum Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Vísaði Kristinn þar til lista sem ráðið lumar á og inniheldur 3166 atvinnutækifæri. Kristinn sagðist á bæjarstjórnarfundinum í fullum rétti til að ræða málið, þar sem hann eða fulltrúar Framsóknarflokksins ættu ekki sæti í Atvinnu- og hafnarráði Reykjanesbæjar. „Verkefnalisti atvinnutækifæra í Reykjanesbæ“ er plagg sem Pétur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Atvinnu- og hafnaráðs hefur umsjón með. Listinn var lagður fram á síðasta fundi ráðsins þar sem farið var

einföld reiknivél á ebox.is

yfir hann með stjórnarmönnum. Þá kemur fram að listinn verði uppfærður samkvæmt upplýsingum frá stjórnarmönnum. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og bæjarfulltrúi Samfylkingar og óháðra, sagði á bæjarstjórnarfundinum í Reykjanesbæ í síðustu viku að verkefnalistinn yfir atvinnutækifæri í Reykjanesbæ væri í endurskoðun. Hann sagði að listinn væri umdeildur og ýmislegt á honum þarfnist endurskoðunar. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði listann vera vinnuplagg hafnarstjórans og mjög gróf áætlun um hugsanlega mannaflaþörf þeirra fyrirtækja sem eru að koma eða hafa í hyggju að koma. Hann sagði listann vera vinnuplagg

sem ætti heima inni á skrifstofu hafnarstjórans og vinnuplagg fyrir atvinnu- og hafnarráð „en ekki gagn sem við eigum að taka sem heilagan sannleika hér á bæjarstjórnarfundi“. Jóhann Snorri Sigurbergsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði á bæjarstjórnarfundinum að á listinn væri skrá yfir þá aðila sem hafa rætt við bæjaryfirvöld eða sóst eftir aðstöðu við höfnina. Verkefnin á listanum væru flokkaskipt eftir því hversu langt þau væru komin. Hann sagði gott að geta fylgst með verkefnunum á þennan hátt en listinn „væri trúnaðarmál af hinu góða“ enda var ekki upplýst á bæjarstjórnarfundinum um hvaða atvinnutækifæri væri að ræða.

Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR

auðveldar smásendingar Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is

eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt.

20 - 30 grunnskólakennara vantar í Reykjanesbæ Grafalvarlegt mál segir fræðslustjóri RNB. „Við vorum nánast með kennara í öllum stöðum fyrir ári síðan. Á milli 20 og 30 kennara vantar núna til að manna allar stöður í grunnskólum í Reykjanesbæ, segir Gylfi Jón Gylfason, fræðslustjóri Reykjanesbæjar. Landlægt vandamál sé að ekki útskrifist nógu margir kennarar til að halda í við eðlilega endurnýjun í stéttinni. Vandamálið að ekki útskrifist nógu margir kennarar til að halda í við eðlilega endurnýjun í stéttinni sé þó á landsvísu, kennara vanti víða um land. „Við lengingu á náminu höfðu kennarar og kennaranemar væntingar um meiri launahækkanir er raunin var. Námið þarf auðvitað að borga sig til að ungt fólk sæki í það. Önnur skýring er á kennaraskortinum er að að námið var lengt og lengri tíma tekur að útskrifa nýja kennara.“ Gylfi Jón segir að hjólin í atvinnulífinu séu aðeins byrjuð að snúast aftur og þá leiti kennarar í betur launuð störf. Um 220 kennarar starfa í Reykjanesbæ en á þriðja tug leiðbeinenda eru í kennarastöðum á undanþágum. „Þetta er grafalvarlegt mál hjá okkur. Leiðbeinendur eru gott og oft hámenntað fólk sem stendur sig vel og er stýrt af góðum stjórnendum í samstarfi við kennara. Við höfum bara sett markið hátt í Reykjanesbæ að okkar skólar séu með þeim bestu á landinu og hluti af því er að við viljum hafa menntaða kennara í þessum stöðum.“ Þá segir Gylfi Jón að kennarar í Reykjanesbæ séu í fararbroddi vegna góðs árangurs í skólamálum og hann vonar að sá árangur laði að hæft fólk. „Við þurfum að tryggja okkar grunnmenntun þannig að meginþorri okkar nemenda fari í framhaldsnám og starfi síðan í sinni heimabyggð, hvort sem það er kennsla eða eitthvað annað.“


2

fimmtudagurinn 25. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR

ATVINNA

SUNDMIÐSTÖÐ/ VATNAVERÖLD Laust er til umsóknar starf sundlaugarvarðar og baðvarðar í karlaklefum í Sundmiðstöðinni í Keflavík. Helstu verkefni er sundlaugarvarsla, baðvarsla og almenn þrif. Viðkomandi þarf að standast hæfnispróf sundlaugarvarða, sækja skyndihjálparnámskeið árlega, hafa ríka þjónustulund og vera stundvís og reglusamur. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjanesbæjar og Starfsmannafélags Suðurnesja. Um er að ræða vaktavinnu. Umsóknarfrestur er til og með 6. október 2014 Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnar Örn Pétursson íþróttafulltrúi í síma 896-3310 eða með því að senda fyrirspurn á ragnar.petursson@reykjanesbaer.is Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf

BÓKASAFN REYKJANESBÆJAR

FORNSÖGUNÁMSKEIÐ

Námskeið um Bandamanna sögu, Kormáks sögu og sögu Hallfreðar vandræðaskálds hefst 30. september nk. ef næg þátttaka fæst. Þorvaldur Sigurðsson bókmennta- og íslenskufræðingur stýrir námskeiðinu sem verður á þriðjudagskvöldum kl. 19:30 - 21:30 til 28. október, samtals 5 skipti. Verð ræðst af þátttöku. Skráning í afgreiðslu Bókasafnsins eða með tölvupósti á bokasafn@reykjanesbaer.is

SAGA BÆJARINS Á SÝNINGUM Fræðslufundur á vegum Byggðasafns Reykjanesbæjar í Bíósal Duushúsa, miðvikudaginn 1. október kl 17.30. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur

VETUR Í REYKJANESBÆ Vefritið Vetur í Reykjanesbæ er komið út í fyrsta sinn. Þar má finna það helsta sem er í boði fyrir börn og unglinga í Reykjanesbæ í íþróttum eða tómstundum. Ritið má nálgast á vefsíðu Reykjanesbæjar reykjanesbaer.is Íþrótta- og tómstundasvið.

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Hóteldraumur jarðsettur að Útskálum - Ráðstefnuhótel með 50 herbergjum sem aldrei varð að veruleika

S

tórir draumar um byggingu hótels við Útskálakirkju verða jarðsettir að Útskálum í orðsins fyllstu merkingu. Grafið verður yfir sökkla hótelbyggingarinnar og safnaðarheimilis og svæðið snyrt. Mikið jarðrask er á svæðinu og umhverfið hefur ekki verið til sóma síðustu ár. Hafist var handa við byggingu hótels og safnaðarheimilis að Útskálum á síðustu metrum góðærisins. Í ágústmánuði árið 2008 var sagt frá því að miklar jarðvegsframkvæmdir standi yfir við Útskála. „Þar er verið að undirbúa jarðveginn fyrir byggingu safnaðarheimilis og ráðstefnuhótels. Safnaðarheimilið verður í um 800 fermetra byggingu samtengt 50 herbergja ráðstefnuhóteli,“ sagði í frétt Víkurfrétta. Í hótelinu og safnaðarheimilinu áttu að verða salir sem rúma allt að 500 manns og aðstaða fyrir fundi og ráðstefnur, auk aðstöðu fyrir veislur og samkomur tengdar kirkjulegum viðburðum. Í fréttinni frá því í ágúst 2008 segir að verið sé að ljúka við teikningar af byggingunum og fjármögnun verkefnisins og að í Garðinum gefi menn sér rúmt ár til að ljúka framkvæmdum á svæðinu. Þrátt fyrir hrun og að kreppa hefði skollið á voru steypubílar í röðum

Þessi loftmynd yfir framkvæmdasvæðið við Útskála var tekin í júní 2011. Svæðið hefur lítið breyst síðan myndin var tekin, nema að mót sem ekki hafði verið steypt í hafa verið rifin. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

að Útskálum í janúar 2009 þar sem sökklar fyrir hótel og safnaðarheimili voru steyptir. Þá var verið að færa gamla íbúðarhúsið að Útskálum í upprunalegt form en þar voru uppi áform um menningarsetur. Svo fór að verkefnið fór í þrot og sökklarnir fyrir byggingarnar hafa staðið óhreyfðir undanfarin ár. Landsbankinn eignaðist Útskálahúsið en Sveitarfélagið Garður hefur keypt það af bankanum og

Garðmenn kalla yfirmenn Landsbankans á teppið – Landsbankinn hættir þjónustuheimsóknum í Garðinn

T

ölvupóstur frá útibússtjóra L andsbankans í Reykjanesbæ var lagður fyrir bæjarráð Garðs í síðustu viku þar sem tilkynnt er sú ákvörðun bankans að síðasti dagur þjónustuheimsókna Landsbankans í Garði verði þriðjudaginn 30. september 2014. „Bæjarráð Garðs mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Landsbankans

að leggja af bankaþjónustu í Garði. Gangi þessi ákvörðun bankans eftir verður engin bankaþjónusta í sveitarfélagi sem telur yfir 1400 íbúa og er það algerlega óásættanlegt. Bæjarráð felur bæjarstjóra að kalla yfirmenn Landsbankans til fundar um málið hið fyrsta,“ segir í bókun bæjarráðs á fundinum.

Kaupa íþróttahús af Eignarhaldsfélaginu Fasteign B

æjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur heimilað bæjarstjóra í samræmi við fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2014, að óska eftir við Eignarhaldsfélagið Fasteign að nýta kauprétt sveitarfélagsins á íþróttahúsi sveitarfélagsins. Ætluð skuldbinding Sveitarfélagsins Voga vegna hússins var í árslok 2013 samtals 476,5 millj. kr. Í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun er bæjarstjóra einnig

heimilt að óska eftir láni frá Lánasjóði sveitarfélaga til 15 ára með fljótandi vöxtum, fjármagnað af eigið fé Lánasjóðsins til fjármögnunar á kaupunum allt að 400 millj. kr. og eftirstöðvar fjármagnaðar með handbæru fé sveitarfélagsins. Framangreindar fjárhagsráðstafanir hafa ekki áhrif á fjárhagsáætlanir sveitarfélagsins og auka ekki skuldbindingar þess frá núverandi stöðu, segir í gögnum bæjarráðs.

Reyndi að hrifsa 14 ára dreng upp í jeppa XXKarlmaður reyndi að lokka 14 ára dreng upp í rauða jeppabifreið sína í miðbæ Reykjanesbæjar í vikunni. Maðurinn stöðvaði bíl sinn og skrúfaði niður rúðuna farþegamegin við hlið drengsins sem var á gangi heim af íþróttaæfingu. Hann bauð drengnum sælgæti sem hann afþakkaði. Maðurinn brást ókvæða við og stökk yfir í farþegasætið og reyndi að hrifsa í öxlina á drengnum sem brást rétt við, hljóp undan og lét öllum illum látum. Samkvæmt lýsingu þá er um að ræða eldrauðan jeppa sem er talsvert hár.

Lögreglan á Suðurnesjum segir að um einstakt tilfelli sé að ræða og engin ástæða til þess að óttast. Lögreglan segir að unglingurinn hafi brugðist rétt við enda hafi foreldrar hans kennt honum hvernig eigi að bregðast við í svona aðstæðum. Svipast var um eftir manninum í gær en án árangurs. Lögreglan vill af þessu tilefni hvetja foreldra að brýna fyrir börnum sínum að ekki eigi að þiggja gjafir eða sælgæti af ókunnugum.

ráðgerir að ljúka við að innrétta húsið þannig að það nýtist fyrir kirkjustarf að Útskálum og að þar verði salir fyrir fundahöld eða smærri viðburði. Sökklar hótelsins og safnaðarheimilisins verða urðaðir og gengið þannig frá að þá megi grafa upp í framtíðinni ef vilji verði til þess að nýta mannvirkin. Þá verður útbúið bifreiðastæði á hluta svæðisins.

Ógnandi flugfarþegi handtekinn XXÓskað var aðstoðar lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni sem leið við að fjarlægja drukkinn og ógnandi farþega sem var að koma með flugi frá Halifax. Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem hóf að haga sér dólgslega strax í upphafi flugs. Var hann ógnandi, með ólæti og barði meðal annars í sjónvarpsskjá sem ætlaður er farþegum. Þá rauf hann innsigli á bakka fyrir björgunarvesti og reif vestið fram. Áhöfn vélarinnar reyndi að tala hann til og róa hann, en án árangurs. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn við komuna til landsins vegna brots á lögum um loftferðir og að hafa ógnað öryggi loftferða. Tekin var af honum skýrsla og hann síðan vistaður í fangaklefa meðan af honum bráði.

Lenti með bilaðan hreyfil XXHerkúlesvél með bilaðan hreyfil lenti á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. Tilkynnt var um óvissustig þar sem um væri að ræða bilun í einum hreyfli vélarinnar af fjórum. Sjö manns voru í áhöfn vélarinnar og tókst lending hennar giftusamlega.

Féll úr nær þriggja metra mastri XXMaður slasaðist á fæti eftir að hafa fallið niður úr mastri í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í síðustu viku. Hann hafði klifrað upp í mastrið sem er um 2.5 metrar á hæð, þegar óhappið varð. Var talið að hann hefði fótbrotnað og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans. Þá slasaðist kona sem rann til og skall með andlitið á stein. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.


Kræsingar & kostakjör

d l ö v k u s l i e H i s í d s Á ð e m i n k æ l a s a gr

Í tilefni Heilsu- og forvarnarviku í Reykjanesbæ býður Nettó uppá heilsukvöld með Ásdísi grasalækni Ásdís mun kenna okkur að nota heilsusamlegan mat og gefur okkur hugmyndir hvernig við getum notað matinn til bættrar heilsu og vellíðan. Einnig verður farið m.a. yfir hollar olíur, góða millibita, ofurfæðu og náttúruleg sætuefni.

a ó m s s o r K ó t t e N : Staðsetning t p e s . 9 2 r u g a d u n á Dagsetning: Ml 19:30-21:00 k Frír aðgangur í boði Nettó.

Þátttakendur fá valdar uppskriftir frá Ásdísi og gefst kostur á að versla í heilsuhorninu með 15% afslætti að loknum fyrirlestri. Einnig verður 25% afsláttur af ávöxtum og grænmeti! Er í hamingjukasti yfir þessum boxum! Þvílík snilldar box, þau eru BPA free og hægt að raða svo skemmtilega í þau;) Ég er sífellt að nesta alla á heimilinu og sjálfa mig í vinnuna og á ferðalögum og þetta auðveldar matarstússið svo um munar. Kemur öllu í gott skipulag og hjálpar manni að halda sig við hreint og heilsusamlegt nesti!

Verið velkomin í Nettó Reykjanesbæ


4

fimmtudagurinn 25. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-fréttir

pósturu vf@vf.is

VILTU STARFA Í FRÉTTUM Á SUÐURNESJUM? Starf fréttamanns/konu á Víkurfréttum er laust til umsóknar. Í boði er fullt starf. Um er að ræða fjölbreytt starf við miðla VF, blað, vef og sjónvarpsþátt. Áhugasamir sendi ferilskrá með nauðsynlegum upplýsingum til Páls Ketilssonar, ritstjóra á netfangið pket@vf.is.

■■Slasaðist í skoðunarferð um Hrafn Sveinbjarnarson GK

Skipstjóri slasaðist í lest „Ég var að skoða Hrafn Sveinbjarnarson sem var við bryggju við Suðurgarð. Var á leið niður í lest með útgerðarstjóranum. Ég gekk á eftir honum og þá pompaði lúgan á puttana á mér,“ segir Rafn Franklín Arnarson, skipstjóri hjá útgerðarfyrirtækinu Stakkavík í Grindavík. Rafn hlaut opið beinbrot á tveimur fingrum og slitnaði sin á einum fingri vinstri handar, auk þess sem sin slitnaði á löngu töng hægri handar. Rafn var fluttur á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans og sendur í fjögurra tíma aðgerð þar sem reynt var að bjarga fingrunum. Rafn var svo kominn heim seinni part mánudags og Víkurfréttir litu við heima hjá honum í dag. „Þetta lítur ekkert of vel út en það verður skoðað almennilega á mánudag hvernig málin standa,“ segir Rafn og ber sig vel miðað við aðstæður. Rúmar tvær vikur eru síðan Hrafn Sveinbjarnarson kom nýr og endurbættur til hafnar í Grindavík. Rafn, sem þekkir öryggismál skipa vel starfs síns vegna, segir að lúgan hefði undir eðlilegum kringum-

stæðum ekki átt að skella svona niður. „Það hefði verið verra ef þetta hefði gerst úti á sjó. Ég var búinn að heyra af því að það þyrfti að laga þetta en svo var bara ekki búið að því. Sem betur fer var gengið

strax í að laga þetta. Þetta er 50-70 kg lúga,“ segir Rafn, sem ætlar að gera sitt besta til að halda kyrru fyrir og fara vel með sig næstu vikurnar.

Umhverfisverndarsinninn Tómas Knútsson:

Verðlaunaður á Degi íslenskrar náttúru

KRAKKABLAK KRAKKABLAK

ÆFINGAR Á MIÐVIKUDÖGUM Í ÍÞRÓTTAHÚSI HEIÐARSKÓLA

BÓKMENNTAKVÖLD Í BÓKASAFNINU Í VOGUM

4. - 6. bekkur kl. 14:50 - 16:00 7.-10. bekkur kl. 16:00 - 17:10 Frítt að æfa til 1. nóvember. Árgjald (nóv-júní) 10.000.

T

BÓKMENNTAKVÖLD Í BÓKASAFNINU Í VOGUM Tómas ásamt eiginkonu sinni, Margréti Hrönn Kjartansdóttur, og ráðherranum Sigurði Inga Jóhannssyni.

29. september kl. 20:00 Kristín Steinsdóttir kynnir og les upp úr bók sinni „Vonarlandið“ sem kemur út í október. Bókasafnið í Vogum er til húsa í Stóru-Vogaskóla.

ómas J. Knútsson hlaut í fyrradag verðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir starf sitt í þágu umhverfisverndar. Umhverfisog auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, afhenti verðlaunin í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Tómas hlaut Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti, en Tómas stofnaði Bláa herinn, frjáls félagasamtök sem hafa starfað síðan árið 1995, að umhverfisvernd í hafinu.

Hæfingarstöðin á Garðvang? G

arðvangur í Garði er einn þeirra kosta sem eru skoðaðir fyrir starfsemi Hæfingarstöðvarinnar, sem til þessa hefur verið með starfsemi við Hafnargötu í Keflavík. Flytja þarf starfsemi stöðvarinnar þar sem grunur er um að myglusveppur herji á húsnæði starfseminnar. Ráðist var í yfirgripsmiklar framkvæmdir á síðasta ári til að útrýma sveppnum en svo virðist sem sú aðgerð hafi ekki tekist.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Viðburðirnir eru samstarfsverkefni almenningsbókasafnanna á Suðurnesjum „Kynning á bókmenntaarfinum“ og styrktir af Menningarráði Suðurnesja.

Húsnæðismál Hæfingastöðvarinnar voru m.a. til umræðu á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ í síðustu viku. Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, sagði það grafalvarlegt mál þegar upp kemur mygla vegna rakaskemmda og fólk sé veikt dögum saman á sínum vinnustað. Kristinn sagði á fundinum að fleiri en einn kostur væri til skoðunar í húsnæðismálum Hæfingarstöðvarinnar. Ragnarssel í Reykjanesbæ væri einn þeirra kosta en

starfsmönnum Hæfingarstöðvarinnar lítist ekki á þann kost. „Garðvangur er einn þessara kosta og hann er klár,“ sagði Kristinn á fundinum. Að flytja starfsemina í Garðinn hefur í för með sér kostnað við að flytja skjólstæðinga og starfsfólk í Garðinn. „Það má hugsa Garðvang sem tímabundna lausn,“ sagði Kristinn á fundinum. Starfshópur um húsnæðismál stöðvarinnar er að störfum og hefur skipt með sér verkum.

Leturgerð: Letter Gothic STD Bold C 100 M 0 Y 16 K 11

PANTONE 3135

C 0 M 15 Y 70 K 50

PANTONE 4505

vinalegur bær

Garðvangur í Garði.


Kræsingar & kostakjör

lambabógur kryddaður kílóverð Verð áður 1.298,-

999,-

-23% lambaframhryggjasneiðar ferskT kílóverð Verð áður 2.589,-

londonlamb kea kílóverð Verð áður 2.595,-

1.994,-

bjúgu neTTó 6 sTk 1.260 g pakkaverð Verð áður 898,-

1.998,-

718,-

kjúkliNguR

heill frosinn verð áður 855,-

599

kr/kg

-30%

Ð R VE ! a j g N E R P S NauTaluNdiR

danskar frosnar verð áður 3.789,-

-27%

2.766

Tilboðin gilda 25. – 28. sept 2014 Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.

kr/kg


6

fimmtudagurinn 25. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-ritstjórnarbréf

-mannlíf

pósturu vf@vf.is

Hilmar Bragi Bárðarson skrifar

Landshluti tækifæranna Þegar Ísland rís úr kreppunni þá verða tækifærin á Suðurnesjum. Ýmis merki eru um það að landið sé að rísa og við sjáum stöðuna batna á Suðurnesjum. Tækifærin í ferðaþjónustu eru gríðarleg á Suðurnesjum og á aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum nýverið var flutt erindi um framtíðarhorfur á Keflavíkurflugvelli. Þar kom m.a. fram að árið 2023, eftir níu ár, verði fjöldi ferðamanna til Íslands kominn í tvær milljónir. Í dag eru þeir ein milljón. Þessi fjölgun um eina milljón ferðamanna kallar á yfir 6000 ný störf í tengslum við flugið. Keflavíkurflugvöllur er stóriðja okkar Suðurnesjamanna og ígildi margra álvera. Suðurnesjamenn þurfa að hlúa vel að flugvellinum og stjórnendur flugvallarins þurfa einnig að hlúa vel að Suðurnesjum.Á forsíðu Víkurfrétta í dag er greint frá lista sem atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar vinnur með á fundum sínum. Á þessum lista, sem er leynilegur, er haldið saman öllum þeim atvinnutækifærum sem kynnt hafa verið fyrir yfirvöldum í Reykjanesbæ. Á listanum eru atvinnuverkefni sem komin eru að komast á koppinn og önnur sem eru til skoðunar. Listinn, sem í dag stendur í atvinnutækifærum fyrir 3166 manns, er gagn eða vísbending um að möguleikar Reykjanesbæjar sem og Suðurnesja séu miklir í atvinnumálum. Innan um öll þessi jákvæðu teikn í atvinnumálum er hins vegar sorgleg þróun þar sem fjölmargar fasteignir á Suðurnesjum eru komnar í eigu Íbúðalánasjóðs en samtals er um 40% eignasafns sjóðsins á Suðurnesjum. Fjölmargar eignir sjóðsins standa einnig auðar og fólki gengur illa að fá þessar eignir keyptar eða leigðar. Eftir hverju er Íbúðalánasjóður að bíða? Er beðið eftir þenslu á Suðurnesjum þannig að þessar eignir fari þá á uppsprengdu verði?

-instagram

#vikurfrettir

Saga Lögreglunnar í Keflavík í prentun E

inar Ingimundarson hefur tek i ð s am an s ö g u L ö g reglunnar í Keflavík. Til stóð að bókin kæmi út á 70 ára starfsafmæli lögreglunnar í Keflavík árið 2005, en síðar var ákveðið að sögunni lyki 31. desember 2006, en þá var lögreglan í Keflavík lögð niður og við tók lögreglan á Suðurnesjum. Ritnefnd sögu lögreglunnar í Keflavík skipuðu, auk Einars Ingimundarsonar, sem féll frá árið 2012, þeir Jóhannes Jensson, Karl Hermannsson, Jón Eysteinsson og Ásgeir Eiríksson. Í umsögn um bókina, segir Jón M. Ívarsson sagnfræðingur: „Saga lögreglunnar í Keflavík er stórvirki þar sem rakin er saga löggæslu á Suðurnesjum allt frá upphafi. Höfundur verksins, Einar Ingimundarson, var sjálfur lögreglumaður í Keflavík um miðja öldina og því vel kunnugur aðstæðum lögreglumanna frá þeim tíma og til nútímans. Einar vann að þessu verki árum saman og lagði í það ómældar vinnustundir. Mörg eru atriðin sem skoða þarf í æviskrám og hann var óþreytandi við að draga þau fram úr ættfræðibókum, stéttartölum, dagblöðum og frásögnum manna hvar sem þau

var að finna. Þegar Einar féll frá, árið 2012, hafði verkið tekið á sig endanlega mynd en aðstandendur verksins hafa lagt á það lokahönd. Í sögu lögreglunnar er að finna æviskrár sjö lögreglustjóra og 260 lögreglumanna sem starfað hafa um lengri eða skemmri tíma í Keflavík, Njarðvík, Sandgerði og Grindavík. Mikill fróðleikur er í stórmerkum frásagnaþáttum tólf lögreglumanna sem spanna tímann frá upphafi seinni heimsstyrjaldar til dagsins í dag. Þar er sagt frá hinu fjölbreytta lífi og starfi lögreglunnar þar sem enginn dagur er öðrum líkur. Litríkar frásagnir af ballvöktum, brotamönnum, búfjársmölun, björgunarstörfum, sjúkraflutningum, umferðarstjórn, friðarstillingu og fangavörslu, gefa einstaka innsýn í líf lögreglumanna sem oft þurftu að starfa við það sem telja mætti ómögulegar aðstæður. Bókin er fallega innbundin, 200 blaðsíður að stærð, prýdd fjölda sögulegra ljósmynda frá starfsemi lögreglunnar ásamt andlitsmyndum allflestra þeirra er þar koma við sögu“. Forsala er hafin á bókinni og opnuð hefur verið Facebook síða með nafni bókarinnar til frekari upplýs-

ingar, sem heitir Saga lögreglunnar í Keflavík. Aðstandendur Einars sjá um að gefa út bókina, því er fyrirtæki tengdasonar Einars og dóttur hans útgefandi, fyrirtækið S. Stefánsson & Co. Bókin verður ekki seld á almennum markaði en Lögreglufélag Suðurnesja sér um kynningu og dreifingu á henni. Bókin er væntanleg úr prentun í lok október og fyrstu eintök fara í dreifingu vonandi strax þann 1. nóvember næstkomandi. Áhugasamir um að kaupa bókina á tilboðsverði á kr. 6000 í forsölu geta haft samband á heimasíðu S.Stefánsson & Co fyrir 20. Október. www. sstefansson.com/Panta.html

SÖLUSÝNING HÚSBÍLA Farin að pína þessar þrisvar í viku #massaðar Mynd:berglindBjork

AÐALFUNDUR

SMÁBÁTAFÉLAGS REYKJANESS verður haldin í Salthúsinu í Grindavík sunnudaginn 28. september kl. 17:00. Trillukarlar fjölmennið á fundinn.

vf.is

SÍMI 421 0000

HELGINA 27. - 28. SEPTEMBER KL. 11:00 – 16:00

Vegna endurnýjunar bílaflota Touring Cars Iceland bjóðum valda húsbíla til sölu á frábærum kjörum. Komdu, reynsluaktu og þiggðu léttar veitingar í húsnæði okkar að Klettatröð 6, 235 Ásbrú, Reykjanesbæ. Kaupauki fylgir hverjum seldum bíl svo ekki láta þetta tækifæri framhjá þér fara. 783 4722 (IS) 783 0722 (ENG)

Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 P Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 P Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is P Blaðamenn: Olga Björt Þórðardóttir, sími 421 0002, olgabjort@vf.is, Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Auglýsingastjóri: Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is P Hönnun og umbrot: Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is, Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is Afgreiðsla: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is, Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is P Prentun: Landsprent hf. P Upplag: 9000 eintök P Dreifing: Íslandspóstur Stafræn útgáfa: www.vf.is, www.kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Ekki er tekið á móti smáauglýsingum í síma. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.


7

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 25. september 2014

-fréttir

pósturu vf@vf.is

Umhverfið hjá þessum er Garðinum til sóma

FJÖLSKYLDUHJÁLP JÓLAMARKAÐUR Kæru Suðurnesjabúar, bráðum koma blessuð jólin og við farin að safna vörum á árlegan jólamarkað okkar að Baldurgötu 14 sem opnar 15. nóvember. Tökum á móti nytjavarningi alla virka daga frá kl. 13:00-18:00. Upplýsingar í síma 897 8012 og 421 1200.

Urðarbraut 4 Garði.

U

mhverfisnefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur veitt viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi í Garði. Að þessu sinni voru veittar fjórar viðurkenningar. Urðarbraut 4 fékk viðurkenningu fyrir ævintýralegan og fallegan garð. Miðhúsavegur 3 fékk viðurkenningu fyrir fallegan og hlýlegan garð. Þá fengu Vellir, Garðbraut 22, verðlaun fyrir snyrtilegt umhverfi og skemmtilega uppbyggingu. Verðlaun fyrir snyrtilegasta fyrirtækið fær Seaside Guesthouse. Umhverfisnefnd sveitarfélagsins vill þakka undirtektir íbúa og einnig taka það fram hversu ánægjulegt var að sjá hvað görðum sem áður hafa fengið viðurkenningar hefur verið vel við haldið, eigendum og Garðinum til mikils sóma.

Miðhúsavegur 3 Garði.

Garðbraut 22, Vellir, í Garði.

Seaside Guesthouse í Garði.

Lyfjaauglýsing

15% * afsmlápatkktniungrum Af öllu

ptember

* Gildir í se

ATVINNA

Hjá okkur er nóg að gera! Securitas Reykjanesi óskar að ráða gott fólk í gott lið. Almennar hæfniskröfur: Hreint sakavottorð - Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum - Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður að gera vel. Þjónusta við fatlaða og hreyfihamlaða (PMR) í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, almenn störf 18 ára aldurstakmark og góð enskukunnátta · Fastar vaktir – ýmsar útgáfur af starfshlutfalli · Hlutastörf - breytilegur vinnutími · Útkall vegna álags og forfalla – hentar vel með öðru (snemma á morgna, eftirmiðdag, kvöld og helgar) Möguleiki á starfi um jól, páska og næsta sumar

Afleysing í gæsludeild – breytilegur vinnutími 20 ára aldurstakmark, bílpróf nauðsynlegt · Tölvu- og enskukunnátta kostur. · Fjölbreytt starf, óreglulegt starfshlutfall og óreglulegur vinnutími. · Möguleiki á fastráðningu að loknum reynslutíma

Nánari lýsingar á störfum og hæfniskröfum er að finna á heimasíðu fyrirtækisins www.securitas.is Umsækjendur þurfa að geta framvísað málaskrá lögreglu og sækja undirbúningsnámskeið. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Securitas Reykjanesi, Hafnargötu 60, Reykjanesbæ, sími 5807200, netfang reykjanes@securitas.is. Umsóknir berist fyrir 1. október í gegnum heimasíðu fyrirtækisins; www.securitas.is Securitas er stærsta öryggisþjónustufyrirtæki landsins með um 400 starfsmenn. Securitas rekur útibú og starfsstöðvar víða um land, m.a. á Reykjanesi, en höfustöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Hjá Securitas starfar metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að veita frábæra þjónustu. Mikil áhersla er lögð á þjálfun og starfsþróun. Störfin henta bæði körlum og konum.


NÝJAR LÍNUR HJÁ BÍLABÚÐ BENNA

ÞÉR ER BOÐIÐ Á LAUGARDAGINN

VIÐ FRUMSÝNUM ÞÝSKU GÆÐABÍLANA FRÁ OPEL. Komdu til okkar á Njarðarbrautina á laugardaginn á milli kl. 12 og 16.


Komdu og skoðaðu bílana sem hafa farið sigurför um Evrópu. Opel var einn af þremur mest seldu bílategundum í Evrópu á síðasta ári. Engin furða, því þeir eru byggðir á þýsku hugviti sem þú getur treyst. Komdu og mátaðu þig við þinn Opel. Það verða blöðrur og ís fyrir krakkana og léttar veitingar á boðstólnum.

Komdu á Njarðarbrautina og reynsluaktu nýjum Opel.


10

fimmtudagurinn 25. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

textiu eythor@vf.is // myndu olgabjort@vf.is

Er hoppandi og dansandi inni í mér Það er óhætt að segja að líf Keflvíkingsins Rúnars Þórs Sigurbjörnssonar hafi umturnast á dögunum. Hann kom þá opinberlega út úr skápnum sem samkynhneigður maður, orðinn 26 ára gamall. Hann segir að sér sé virkilega létt. Hann hafi verið lokaður inni í skel um árabil og hreinlega logið að sjálfum sér og öllum í kringum sig. Nú loks geti hann byrjað að lifa lífinu en Rúnari finnst nánast sem hann sé endurfæddur. „Ég held að ég hafi haft ýmsar hugmyndir um þetta síðan ég var átta ára gamall. Þá fór ég fyrst að pæla í þessu. Síðan var þetta upp og ofan. Vinirnir fóru að spá í stelpur og því gerði ég það líka. Það var samt aldrei eðlilegt fyrir mér. Ég gerði það bara því ég vildi vera eins og allir aðrir, en það var aldrei neitt sem ég sóttist í sjálfur af fyrra bragði,“ segir Rúnar þegar blaðamaður spyr hann hvort hann hafi lengi vitað af samkynhneigð sinni. „Mér líður eins og ég hafi fæðst fyrir viku síðan, ég er svo ánægður,“ segir Rúnar og brosir sínu breiðasta. „Ég er kannski ekki alveg hoppandi og dansandi úti á götu, en inni í mér er ég hoppandi og dansandi.“ Hann segir að sjálfstraust sitt hafi aukist til muna enda hafi það beðið hnekki við það að bæla stóra leyndarmálið niðri. Erfitt að ljúga og þykjast vera einhver annar Unglingsárin voru Rúnari mjög erfið. Hann vildi ekki skera sig út úr hópnum og vera talinn öðruvísi „Það var erfitt að vera inn í þessari skel. Það var erfitt að ljúga og þykjast vera eitthvað sem maður var ekki. Maður var bara svo hræddur um að vera eitthvað öðruvísi, vera skrítni gaurinn í skólanum,“ segir hann. „Ég var alltaf að berjast við hina ýmsu persónuleika. Að sýna réttan persónuleika við réttar aðstæður. Maður var alltaf að velja sér einhvern annan til þess að vera því maður gat ekki varið maður

sjálfur opinberlega. Fyrir vikið var sjálfstraustið ekki mikið og ég var feiminn. Ég barðist við ákveðið þunglyndi út af þessu þegar ég var yngri. Ég þjáðist af miklum kvíða. Mér fannst ég vera svo skrýtinn og furðulegur. Mér fannst eins og ég ætti ekki neinn stað sem ég passaði á. Nú er ég bara ég sjálfur og engin ástæða fyrir að vera með leikaraskap lengur.“ Var í afneitun og hélt að hægt væri að feika sig í gegnum lífið Rúnar segir það hafa verið erfitt að burðast með þetta leyndarmál lengi og sér hann mikið eftir því í dag. „Mín mesta eftirsjá er að hafa ekki gert þetta fyrr. Það að hafa þurft að bíða til 27 ára aldurs með að byrja að lifa lífinu af alvöru. Ég vildi óska þess að ég hefði gefið skít í allt og bara látið vaða miklu fyrr. Í dag, rétt rúmri viku frá því að Rúnar kom opinberlega út úr skápnum, líður honum talsvert betur en áður. „Ég er ennþá að venjast því að allir viti af þessu, eins að tala um þetta opinberlega. Þetta er eins og ég hafi kastað af mér 50 kílóum. Hvað stöðvaði þig á sínum tíma? „Afneitun. Ég hélt í þá trú að ég gæti lifað með þessu og feikað mig í gegnum lífið. Það bara var ekki svo einfalt. Mér líður pínulítið eins og ég sé búinn að missa af helmingnum af lífinu. Næsti helmingur verður þá bara tvöfalt betri. Ég hélt að ég gæti bara lifað með þessu og einfaldlega kæft þetta niður. Ég gæti bara lifað eðlilegu

lífi með konu og börn, fjölskyldubíl og hund.“ Slysaðist til þess að segja mömmu Af hverju beiðstu svona lengi? „Þetta er ekki ósvipað eldgosinu sem er í gangi núna. Það hefur verið að krauma þarna undir og hristast í langan tíma. Alltaf að nálgast yfirborðið. Síðan gerðist þetta bara.“ Rúnar hefur í gegnum árin sagt nokkrum nánum vinum sínum frá því að hann sé samkynhneigður. „Ég slysaðist svo til þess að segja mömmu þetta um daginn. Þá var ég að koma heim af fögnuði með vinnunni og var aðeins við skál þegar ég kom heim og sá mömmu horfa á sjónvarpið. Ég ákvað skyndilega að segja henni frá þessu. Hún spurði mig einfaldlega af því hvort ég hefði vitað þetta lengi, eins og þetta væri eðlilegasti hlutur í heimi“ segir Rúnar og hlær. Þau mæðgin töldu svo best að fara með þetta alla leið og sögðu allri fjölskyldunni frá næsta dag. „Ég vildi svo bara rífa plásturinn af og fór beint á Facebook og skrifaði það sem mér lá á hjarta. Ég skrifaði textann og birti um leið án þess að hika. Ég vissi að ef ég hikaði þá myndi ég jafnvel sleppa þessu.“ Hann segist hafa fengið gríðarleg viðbrögð við þessari stöðuuppfærslu á Facebook. „Fólk er að koma upp að mér í ræktinni og heilsa upp á mig, nokkrir hafa meira að segja faðmað mig. Ég var ekki að búast við þessu og þetta kom mér virkilega á óvart.“

Fjölskylduna grunaði ýmislegt þar sem Rúnar hafði aldrei átt kærustu. „Ég var alveg 100% viss um að allir í fjölskyldunni myndu taka þessu vel. Eina sem ég hafði áhyggjur af var að einhverjir myndu hugsanlega vera vandræðalegir í kringum mig og hegða sér öðruvísi. Það hefur þó alls ekki verið þannig,“ en Rúnar segir að allir hafi tekið þessum fregnum fagnandi.

hefur sterkar skoðanir á samfélagi samkynhneigðra og staðalímynd þeirra. „Margir tala um gleðigönguna á Gay pride og að hún sé svo ýkt. Þeir átta sig líklega ekki á því að margt af fólkinu í göngunni hefur lifað í felum meirihluta lífs síns. Þarna kemur svo einn dagur á ári þar sem dæminu er snúið við. Fólk einfaldlega mætir með sinn

Burtu með fordóma Þó svo að ég hafi verið að fela það að ég væri samkynhneigður þá fór ég aldrei í þann pakka að vera með einhverja fordóma til þess að reyna að kasta grun af mér þannig séð. Ég man eftir atviki þar sem ég var mjög ungur úti að borða með pabba mínum og þar var transgender manneskja sem var að vinna á veitingastaðnum. Ég sagði eitthvað fordómafullt en pabbi tók mig strax á teppið fyrir það. Ég skildi ekki vera með fordóma gangvart öðru fólki. Það sem hann sagði sat svo fast í mér og eftir það hef ég bara ekki sýnt nokkurri manneskju fordóma.

„Ég er ennþá að venjast því að allir viti af þessu

Ekki minni karlmaður þrátt fyrir að vera hommi Rúnar segist aðeins hafa kynnst samfélagi samkynhneigðra áður en hann kom út úr skápnum. Þegar hann fór að skemmta sér með vinum sínum í Reykjavík þá endaði hann iðulega á bar samkynhneigðra. „Ég skemmti mér einfaldlega best þar, í kringum mitt fólk ef svo má segja.“ Rúnar

ýktasta persónuleika til þess í rauninni að sýna sitt stolt.“ Varðandi staðalímyndir af samkynhneigðu fólki þá segir Rúnar að hópurinn sé breiður og fjölbreyttur. „Staðalímynd af samkynhneigðum körlum er kannski sú að þú sért minni karlmaður bara fyrir það eitt að vera samkynhneigður. Það er bara ekkert rétt. Þó svo að ég sé hraustur strákur þá er ég mjúkur að innan. Ég er góður í körfubolta og tek sennilega flesta í sjómanni. Við erum alveg jafn fjölbreyttur hópur og hver annar.“


11

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 25. september 2014

Ég hugsaði að ef ég myndi sofa nógu oft hjá stelpum þá myndi mér byrja að líka það

Rúnar segist aldrei hafa tollað í sambandi með kvenmanni og hafi í raun ekki látið mikið á það reyna. Eins og unglingum sæmir þá kviknar áhuginn á kynlífi á kynþroskaaldri. Rúnar fann fyrir pressu um að sofa hjá stelpu þrátt fyrir að hafa ekki áhuga á því. „Maður var skíthræddur við að verða síðastur af vinunum til þess að missa sveindóminn. Ég naut þess ekkert og í raun var það tilraun til þess að bæla þessar tilfinningar. Ég hugsaði að ef ég myndi sofa nógu oft hjá stelpum þá myndi mér byrja að líka það,“ segir Rúnar. „Þegar ég var yngri þá var tilhugsunin um að fara með stelpu á „deit“ svo heillandi. Þá virkaði maður eitthvað svo eðlilegur. Ef ég myndi svo fara á stefnumót með strák og við myndum vera inni-

legir, þá myndum við fá augngotur. Þó svo að við séum langt komin þá er ennþá langt í land. Ég er þó vongóður með framtíðina. Ég vona að það verði þannig að ef þú segir einhverjum að sért samkynhneigður, þá verði það eins eðlilegt og að segja einhverjum að þú borðir ekki gulrætur.“ Rúnar segist viss um að margir ungir stákar þarna úti séu í sömu sporum og hann var. „Þar sem ég hef verið að berjast við þetta svo lengi þá væri ég alltaf tilbúinn að ræða þetta við einhvern sem er að kljást við það sama. Ef maður getur veitt einhverjum innblástur til þess að vera samkvæmur sjálfum sér, sem er öfugt við það sem ég gerði, þá er það hið besta mál,“ segir Rúnar að lokum.

Hrökklaðist hræddur aftur inn í skápinn R

únar hefur oft verið nærri því að koma út úr skápnum. Fyrir sex árum fékk hann skyndilega þá tilfinningu að hann yrði

að segja einhverjum frá þessu og sagði náinni vinkonu sinnu frá. „Ég man að ég sat örugglega í 40 mínútur í bílnum með henni áður en ég gat komið þessu út úr mér. Mér fannst þetta svo hræðilegur hlutur. Stór og mikill hlutur sem ég var hræddur við.“ Fjórum árum síðar sagði Rúnar annari stelpu frá þessu, en þá var hann kominn í aðeins meiri sátt við sjálfan sig. „Það var stelpa sem vildi endilega bjóða mér í bíó og svona. Ég hafði bara ekki

TACTIX vörur! NÝ SENDING, MIKIÐ ÚRVAL!

áhuga. Ég tók mig því bara til og sagði henni allt af létta, ég vildi ekki særa hana,“ segir Rúnar og hlær. „Ég sagði einhverju fólki frá þessu um svipað leyti og var ægilega ánægður með það. Datt svo í það og sagði einhverjum fleirum frá þessu. Það sem gerðist þá var að orðrómur fór í gang, eins og eldur í sinu. Fólk fór að spyrja mig út í þetta. Þá varð ég dálítið hræddur og ég hrökklaðist eiginlega aftur inn í skápinn.“

Kletthálsi 7, Reykjavík Fuglavík 18, Reykjanesbæ

Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Rafvirki óskast Rafvirki með góða þekkingu á almennum rafvirkjastörfum og viðhaldsvinnu (bilanaleit) óskast til starfa sem fyrst Upplýsingar og umsóknir á netfang: a.oskarsson@simnet.is eða í síma 892-3427.


12

fimmtudagurinn 25. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-viðtal

pósturu hilmar@vf.is

Nýtt tækifæri til að auka heimilistekjur - Leigja út heimilisbílinn í nýrri tegund bílaleigu

N

Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur,

Jón Anton Jóhannsson, bifvélavirki, Borgarvegi 38 Njarðvík,

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 5. september. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir fá Einar Örn læknir og annað starfsfólk á D-deild HSS. Þökkum auðsýnda samúð Jóhanna V. Tyrfingsdóttir, Jóhann V. Jónsson, Þorbjörg Guðrún Jónsdóttir, Bára Jónsdóttir, Þórey Brynja Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Eggert Jóhannsson,

Auður Sveinsdóttir, Gunnlaugur R. Óskarsson,

Jóhanna Hrólfsdóttir.

ýverið opnaði ný tegund bílaleigu á Íslandi, bílaleiga þar sem einstaklingur leigir öðrum einstaklingum bílinn sinn. Á einfaldan og löglegan hátt geta nú einstaklingar látið einkabílinn sinn vinna fyrir sér t.d. meðan fólk fer erlendis í frí. Keflvíkingurinn Jóhann Jóhannsson er framkvæmdastjóri Rentit. Hann segir þessa þjónustu algenga víða erlendis, en sé ný á nálinni hér á landi. „Íslendingar þekkja ýmis konar húsaskipti og jafnvel útleigu eigna, en nú hafa heimilin tækifæri til að auka heimlistekjurnar með hjálp einkabílsins. Tilvalið til dæmis að láta bílinn vinna fyrir sumarfríi fjölskyldunnar meðan fjölskyldan er í sumarfríi,“ segir Jóhann. Rentit er fyrsta og eina löglega bílaleigan sinnar tegundar á Íslandi og er í samstarfi við öll helstu tryggingafyrirtækin hér á landi.

tveggja ára ferli að fá öll tilskilin leyfi og tryggja samstarf við stóru tryggingafélögin. Það er mikilvægt að þetta sé öruggt fyrir einstaklinga að leigja bílana sína á þennan hátt, því í flestum tilfellum er um næststærstu ef ekki stærstu fjárfestingu heimilisins að ræða. Örugg viðskipti skipta gríðarlegu máli og að það sé tryggt að fólk fái tjón sitt bætt ef eitthvað kemur uppá.“

Hvaðan kemur hugmyndin? „Hug myndin kvi k naði f yr ir nokkrum árum síðan þegar ég fór í langt frí erlendis og notaði bílinn ekkert á meðan, þó maður greiddi sín gjöld og sínar tryggingar. Ég fór þá aðeins að grafast fyrir um hvort ekki væri hægt að láta bílinn vinna fyrir sér á meðan ég væri í burtu og rakst á nokkrar erlendar fyrirmyndir. Þetta er búið að vera um

Hvernig virkar Rentit? „Þetta er í raun ósköp einfalt,“ segir Jóhann. „Skráning fer fram á Rentit.is. Þar skráir fólk ökutækið sitt, setur inn myndir og allar helstu upplýsingar. Fólk ákveður sjálft hvað það vill leigja bílinn sinn á. Þá þarf að fara með bílinn í öryggisskoðun og afhenda bifreiðina þegar hún fer í útleigu“.

-aðsent

Afhverju þarf að fólk að afhenda bifreiðina sjálft? „Þetta er einkaeign og því mikilvægt að fólk hitti þann sem leigir bílinn. Það er það sem gerir þetta persónulegt og skemmtilegt. Fólk er sjálft að leigja út sína einkaeign. Rentit er með bílaleiguleyfið og býr til vettvang til að koma bílnum á framfæri og veitir vegaaðstoð ef eitthvað kemur uppá og tryggir að fólk fái tjón sitt bætt ef eitthvað kemur uppá“. Jóhann er bjartsýnn á að landinn muni taka þessu nýja tekjutækifæri fagnandi og hvetur fólk til að kynna sér málið vel og hafa samband ef einhverjar spurningar vakna. Rentit má kynna sér á slóðinni www.rentit.is

pósturu vf@vf.is

■■Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri RNB skrifar:

Fjármál Reykjanesbæjar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona og amma,

Magnea Eyrún Jensdóttir, Háteigi 20, Keflavík

lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðvikudaginn 17. september. María Ísabel Grace Fisher, Róbert Jens Fisher, Magnea Lynn Fisher, Halldóra Jensdóttir, Eygló Jensdóttir, Jóhanna Jensdóttir Sehner, og barnabörn.

Unnar Sveinn Stefánsson, Bryndís Lúðvíksdóttir, Ellert Hannesson, Ari Sigurðsson, Erich Sehner,

Ástkær bróðir minn, stjúpfaðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,

S

íðustu misseri Það er auðvelt að vera vitur eftirá en hefur mönnum það hjálpar lítið í þeirri erfiðu stöðu orðið tíðrætt um sem við erum í nú. Við getum aðeins f j ár m á l Re y kj a - breytt því hvernig við gerum hlutina nesbæjar. Öllum í nútíð og svo auðvitað undirbúið, er ljóst að staðan skipulagt og vandað okkur í framtíð. er grafalvarleg en Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sl. skiptar skoðanir vor samþykkti Bæjarstjórn Reykjaeru um hvort það nesbæjar einróma að láta gera fags e m g e r t h e f u r lega úttekt á fjármálum og rekstri v e r i ð á u n d a n - sveitarfélagsins. Sérfræðingar KPMG förnum árum hafi allt verið tíma- og Haraldur Líndal Haraldsson, bært eða hvort farið hafi verið of hagfræðingur og ráðgjafi, nú bæjargeyst í framkvæmdir og uppbygg- stjóri Hafnarfjarðar, voru ráðnir til ingu. Mikið hefur verið fjárfest í verksins. Þeir hafa þessa dagana verið innviðum sveitarfélagsins og vegur að skila inn niðurstöðum ásamt tiluppbygging atvinnu- og hafnar- lögum til úrbóta sem bæjaryfirvöld Icefish 2014 Advert 140x90_Icefish 15/09/2014 svæðisins í Helguvík, ásamt um- A4þurfa að fara vel14:23 yfir ogPage taka 1afstöðu hverfismálum, þar mjög þungt. til. Einn hluti úttektarinnar fjallar um fjármál Reykjanesbæjar í heild

Þorgils Stefánsson,

sem lést á Landspítalanum Fossvogi, sunnudaginn 14. september, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 26. september kl. 13:00.

Stefán Stefánsson, Birgir Kristjánsson, Sigríður Kristjana Kristjánsdóttir, Guðný Sigurðardóttir, Barnabörn og barnabarnabörn.

11.

2014

Til heimilis að Hlévangi Keflavík,

íslenska

Smáranum í Kópavogi dagana

25. - 27. september

Kær kveðja Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar

Stærsta sjávarútvegssýning á norðurslóðum! Þar er fjallað um allar hliðar fiskveiða í atvinnuskyni, allt frá fiskileit og veiðum, vinnslu og pökkun til markaðssetningar og dreifingar á fullunninni vöru til neytenda. Hafið samband við sýningarstjórnina í síma +44 132 982 5335 eða í netfanginu info@icefish.is Fyrsta íslenska sjávarútvegsráðstefnan verður haldin þann 25. september á vegum Matís og ríkisstjórnar Íslands og hana verða allir að sækja sem vilja hámarka arðsemi af vinnslu sjávarafurða. Fá sæti eru í boði svo ekki slá því á frest að bóka þátttöku á netinu.

Einar Guðberg Gunnarsson,

Sjónvarp Víkurfrétta

www.icefish.is / www.icefishconference.com Organiser

VERÐUR EKKI Á DAGSKRÁ Í KVÖLD

sl. 12 ár en í öðrum er nánar farið yfir ákveðin svið og deildir. Ekki eru þó öll kurl komin til grafar ennþá og hefur þessi vinna tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað en nú telja menn sig þó vera farna að sjá fyrir endann á henni. Stefnt er að því að ljúka allri þessari vinnu um miðjan október. Eftir það er ætlunin að halda opinn íbúafund þar sem sérfræðingar KPMG fara yfir stöðuna og aðgerðaráætlun bæjaryfirvalda verður kynnt. Þangað til eru bæjarbúar, fjölmiðlar og aðrir hagsmuna aðilar beðnir um að sýna biðlund og skilning.

Hafið samband við sýningarstjórnina í síma +44 132 982 5335 eða í netfanginu info@icefish.is

Official Logistics Company

Official airline/air cargo handler & hotel chain

Official Icelandic publication

Official International publication


13

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 25. september 2014

-fs-ingur

eldhúsinu

Innipúki sem hræðist litla fugla

FS-ingur viku nn á Akureyri og ar er Helga Vala Garðars dóttir. Hún er ól meðal áhugam st upp í sveit. Tölvuleiki fædd r og handavin ál a H el gu og hún gæti na gullsmiður eð eru hugsað sér að a rithöfundu verða r Betur liði FS þessa önnina í framtíðinni. Helga er í G ettu . Þar eru sérs tilheyrir lúða við -k og plöntufræ últúr að hennar sögn, t.d. hennar allt sem ði. goðafræði og dýra-

Á hvaða braut ertu? Félagsfræði

„Damn straight“ og „láttu mig í friði, ég er að spila [tölvuleik]“

Hvaðan ertu og aldur? Fædd á Akureyri 8. Apríl 1995 og alin upp í sveit

Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Alveg svona þokkalegt þótt ég taki ekki mikinn þátt, ég er of mikill innipúki.

Helsti kostur FS? Nálægt heimilinu mínu og allir vinir mínir eru eða voru hér Hjúskaparstaða? Er nýbyrjuð að búa með kærastanum mínum til tveggja ára. Hvað hræðistu mest? Hafa ekki góða stjórn á lífi mínu og litla fugla. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Örugglega Arnar Eyfells, hann er klárlega með rétta attitudið í það. Hugsa að Ásta María gæti líka gert það gott í stjórnmálum. Hver er fyndnastur í skólanum? Óli Gestur vinur minn getur verið alveg drepfyndinn. Hvað sástu síðast í bíó? Sin City; A Dame To Kill For, algjör snilldarmynd og skemmdi klárlega ekki fyrir að uppáhalds leikkonan mín, Eva Green, leikur eitt af aðalhlutverkunum. Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Ódýrari mat, ég borða yfirleitt ekki þar því það er töluvert ódýrara fyrir mig að smyrja mér bara samloku eða gera búst heima. Hver er þinn helsti galli? Ég verð stressuð of auðveldlega og ég tek hlutum oft frekar persónulega. Hvað er heitasta parið í skólanum? Mér finnst Rikki og Ósk vera rosalega krúttleg saman. Hverju myndirðu breyta ef þú værir skólameistari FS? Ef ég væri skólastjóri myndi ég líklega gera í því að bæta stuðning við nemendur sem eiga við andleg vandamál að stríða, ég þekki nokkra sem þjást af þunglyndi og miklum kvíða sem duttu úr námi því þeim leið illa í skólanum. Áttu þér viðurnefni? Ekki nema „klaufi“ sé viðurnefni. Hvaða frasa eða orð notar þú oftast?

Áhugamál? Tölvuleikir, lestur (venjulegar bækur og teiknimyndasögur), snjóbretti, skrifa, teikna og alls konar handavinna. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Er hreinlega ekki alveg viss, mig langar svolítið til að verða gullsmiður, eða rithöfundur. Ertu að vinna með skóla? Jamm, vinn kvöldvaktir í Hólmgarði. Hver er best klædd/ur í FS? Mér finnst Guðrún Elva alltaf vera mjög vel klædd.

Eftirlætis: Kennari: Hann var bara í afleysingum en Guðjón sögukennari var algjör snillingur, af þeim sem eru enn að vinna er það eiginlega jafntefli á milli Söru Harðar, Huldu og Þorvalds. Fag í skólanum: Logsuða er skemmtilegasti áfangi sem ég hef nokkurn tímann farið í. Sjónvarpsþættir: Orange is the New Black, Äkta människor, Hellsing, Game of Thrones. Kvikmynd: Guardians of the Galaxy, Nightmare Before Christmas, Pulp Fiction, Up og Dark Knight trílógían. Hljómsveit/tónlistarmaður: Queen, Pink og Lorde Leikari: Eva Green og Robert Downey Jr. Vefsíður: Reddit, Mangapark og Pinterest Flíkin: Svört kápa sem kærastinn minn gaf mér stuttu eftir að við byrjuðum saman Skyndibiti: Subway Hvað tónlist/lag fílarðu í laumi (guilty pleasure)? Shake it off og Baby Got Back

póstur u eythor@vf.is

póstur u vf@vf.is

Enginn ætti að elda nema að hafa hvítvín við hönd

F

ríða Stefánsdóttir er tæplega þrítugur Sandgerðingur. Hún er fædd og uppalin í Vesturbænum, hefur verið búsett á Akranesi, en lengst verið í Sandgerði og telur sig því vera Sandgerðing í húð og hár. Fríða er kennari í Grunnskólanum í Sandgerði, ásamt því að vera bæjarfulltrúi. Fríða segir það vera mikinn heiður að fá að deila uppskrift vikunnar með lesendum Víkurfrétta. „Svona sérstaklega í ljósi þess að ég er hræðilegur kokkur. Húsmóðurgenið hefur ekki ennþá fundist. Mér er t.d. algjörlega ómögulegt að

baka, og hef tekist að klúðra auðveldustu uppskriftum. Ég fylltist miklu stolti er ég náði fyrir stuttu að sjóða egg án þess að skurnin brotnaði af egginu í pottinum,“ segir Fríða. „Þar sem ég bý ein, finnst mér oft varla taka því að elda, t.d. finnst mér ekkert sérstaklega mikilvægt að eiga eitthvað eitt eldhúsáhald frekar en annað, en finnst þó mjög mikilvægt að eiga alltaf servéttur, litaskrúðugar og munstraðar. Þegar ég fæ mig til að elda er ég frekar einhæf, skelli kjúklingabringu eða fiski á pönnu og hendi í salat með. Ég á það hinsvegar til að bjóða vin-

konum í mat og er það þá oftast heimatilbúið sushi á boðstólnum, sem ég er snillingur í að búa til, kannski útaf það tengist því engin eldavél eða ofn. Ég hendi líka oft í þetta salat sem ég ætla að deila með ykkur, enda mjög vinsælt í vinkonuhópnum. Þetta er algjört föstudagssalat og því „möst“ að hafa hvítvín með, enda ætti enginn að elda nema að hafa hvítvín við hönd.

Kjúklingasalat ala Fríða, fyrir 3- 4

4 kjúklingabringur 1 bolli sesamfræ 1- 2 msk sojasósa 1 msk hunang. ½ piparostur ½ mexicoostur (eða hvaða ostur sem fólki finnst vera bestur) 1 bolli kasjúhnetur box af ferskum jarðaberum ½ gúrka 1 rauð papríka ¼ blaðlaukur 1 poki af klettasalati 1 poki blandað salat

-

Dressing 1 msk hunang 1 msk dijon sinnep 1 msk ss sinnep ½ dolla 10% sýrður rjómi ½ dolla lítil mæjónes. dass af svörtum pipar og salti eftir smekk. Aðferð: Hellið ykkur hvítvíni í glas og byrjið á því að rista sesamfræin á þurri pönnu. Fjarlægið þau af pönnunni og steikið niðurskorin kjúklingin. Bætið hunanginu og se-

samfræjunum við kjúklingin og hellið sojasósunni útá. Steikið þangað til kjúklingurinn er orðinn gylltur. Skerið ostana í teninga (sumum finnst betra að rífa ostinn niður í salatið) og skerið restina af salatinu niður í skál. Setjið kjúklinginn yfir salatið. Blandið í dressinguna og berið fram til hliðar.

smáauglýsingar TIL LEIGU

Til leigu falleg og rúmgóð 2 herb. íbúð á 3 hæð í Heiðarhverfinu. Leiga 95 þús á mánuði fyrir utan rafm og hita og 2 mánuðir í bankatryggingu. Laus frá byrjun Október og leigusamningur til árs í senn með möguleika á framlengingu.Upplýsingar um nafn/ aldur/síma og fjölskyldustærð sendist á tölvupóstfang danel@ simnet.is fyrir sunnudag. Til leigu 4. herbergja ibúð í Engjadal, getur losnað sem fyrst. Upplýsingar í sima 893-6919. Til leigu eða sölu er 60 fm iðnaðarhúsnæði Með 30 fm efra lofti Er með stórri innkeyrsluhurð Uppl: í síma 867 1282

Til leigu er stúdió íbúð Hún leigist með húsgögnum Og í mánuð í senn Uppl: í síma 894 1412 Raðhús til leigu 134 ferm. m/ bílskúr til leigu. Verð er 150.000 á mánuði. Tómas sími. 778 3000

Bílaviðgerðir Partasala Kaupum bilaða og tjónaða bíla

HÚSNÆÐI ÓSKAST Við erum 4 manna fjölskylda, óskum eftir íbúð/rað/par/einbýli. Sem allra allra fyrst. Í hverfi Holtaskóla er kostur, en skoðum allt. Skilvísum greiðslum og snyrtimennsku heitið. S: 868-9011 Guðríður

Sjónvarp Víkurfrétta VERÐUR EKKI Á DAGSKRÁ Í KVÖLD

Iðjustíg 1c - 260 Reykjanesbæ

sími 421 7979 www.bilarogpartar.is

GARÐVINNA OG GRJÓTHLEÐSLA Vanur maður Óli: Upplýsingar í síma 776 3052


14

fimmtudagurinn 25. september 2014 • VÍKURFRÉTTIR

-íþróttir

pósturu eythor@vf.is

11 leikir í röð án sigurs Hefðum mátt sýna meira lífsmark gegn Fylki segir fyrirliði Keflvíkinga

K

eflvíkingar töpuðu sínum þriðja leik í röð i Pepsi-deild karla í knattspyrnu um sl. helgi, þegar Fylkismenn höfðu 0-1 sigur á heimavelli Keflvíkinga. Keflvíkingar sigruðu síðast leik í deildinni þann 22. júní einmitt gegn Fylki á útivelli í 9. umferð. Þá var liðið með 16 stig og hafði aðeins tapað einum leik. Síðan hafa komið þrjú stig í hús eftir jafnteflisleiki gegn Blikum, Fjölni og Þórsurum. Eftir leikinn gegn Fylki eru Keflvíkingar í 10. sæti deildarinnar með 19 stig. Fram er í fallsæti með 18 stig ásamt Þórsurum sem þegar eru fallnir. Fari svo að Keflvíkingar sigri ÍBV á sunnudag og Fram tapi gegn Stjörnunni, eru Keflvíkingar hólpnir. Haraldur Guðmundsson fyrirliði Keflvíkinga segir fullsnemmt að gera upp tímabilið á þessari stundu. Enn séu tvær umferðir eftir. Ekki þýði að líta til baka og hugsa um stigin sem töpuðust hér og þar. Hann viðurkennir þó að þetta slæma gengi hafi áhrif á Keflvíkinga. „Auðvitað leggst þetta gengi aðeins á okkur. Ef við tölum bara um deildina þá er orðið mjög langt síðan við unnum fótboltaleik. Okkur líður þó ekki þannig þar sem við unnum jú leiki í bikarnum inn á milli. Við erum meðvitaðir um það að við þurfum að fara að vinna, nú er það bara næsti leikur sem gildir,“ segir varnarmaðurinn sterki. Sá leikur er gegn ÍBV á úti-

velli. Síðast þegar Keflvíkingar héldu til Eyja í lok ágúst í fyrra, voru þeir strandaglópar vegna veðurs. Fyrri leik liðanna í sumar lauk svo með 1-2 sigri Eyjamanna á Nettóvelli. „Staðan er bara þannig að þetta er í okkar höndum; við þurfum ekki að treysta á nokkurn annan.“ Keflvíkingar urðu undir í baráttuleik gegn Fylkismönnum í vægast sagt hörmulegu veðri í síðasta leik. „Veðrið var ömurlegt, en ég geri mér grein fyrir því að Fylkismenn

léku líka í því veðri. Við hefðum eflaust sýnt meira lífsmark í leiknum. Það þýðir lítið að pæla í því núna, staðan er bara svona. Það er spenna í loftinu og við verðum að hlakka til næsta leiks. Það er mikið undir og við fáum að finna fyrir púlsinum aðeins.“ Keflvíkingar þekkja það að vera í svipaðri stöðu en liðið bjargaði sér eftirminnilega frá falli eftir frábæran endasprett.

„Við vorum í þessari stöðu í fyrra frá fyrsta degi. Seinni part móts vorum við svo nokkuð sterkir og komum hreinlega aftan að mörgum liðum. Nú er staðan þannig að önnur lið eru að koma aftan að okkur. Góð lið koma til baka og við verðum að gera það.“ Þrjú stig komið í hús eftir 9. umferð Eftir sigur gegn Fylki 22. júní voru Keflvíkingar komir með 16 stig og í fínum málum í deildinni. En telur Haraldur að menn hafi hreinlega bara slakað á eftir það? „Það má alveg skoða það þegar tímabilinu lýkur,“ segir Haraldur sem telur mörg smáatriði skipta sköpum á heilu keppnistímabili og því spili margt inn í það af hverju liðið er í þessari stöðu. „Það er auðvitað alltaf hundleiðinlegt þegar illa gengur í fótbolta. Það sest á menn og þeir finna fyrir því í samfélaginu öllu að það gengur ekki vel.“ Hann vill síður skella skuldinni á einhverja aðila og segir Keflvíkinga standa saman í þessari baráttu. „Auðvitað eiga þjálfarar hlut í þessu eins og við leikmenn, við erum jú í þessu saman. Við erum í sömu skútunni og vonandi allir að róa í sömu átt. Þetta er ekki tímapunkturinn til þess að beina fingrum að einhverjum ákveðnum atriðum. Ég veit það þó fyrir víst að þjálfarnir spila ekki leikinn. Ég tel að það sé best að klára mótið og svo fara að pæla í af hverju hitt og þetta gerðist.“

Reynismenn féllu

R

eynismenn eru fallnir í 3. deild í knattspyrnu karla eftir 2-2 jafntefli gegn Fjarðarbyggð á heimavelli sínum í lokaumferð 2. deildar. Það var þjálfarinn Egill Atlson sem skoraði bæði mörk Sandgerðinga í síðari hálfleik en Reynismenn jöfnuðu eftir að hafa verið 0-2 undir. Bæði mörkin voru skallamörk eftir aukaspyrnur. Fjarðarbyggð sigraði 2. deildina og því var við ramman reip að

draga fyrir Reynismenn. Þeir börðust eins og ljón allt fram að síðustu sekúndu en urðu að sætta sig við jafntefli. Völsungar féllu einnig en Afturelding, Völsungur og Reynir Sandgerði enduðu öll með 22 stig. Afturelding var með besta markahlutfall þessara liða og halda sæti sínu í deildinni. Njarðvíkingar sóttu góðan sigur austur gegn Huginn, 2-4 og björguðu sér frá falli úr 2. deild.

Grindvíkingar kláruðu með glæsibrag XXGrindavík vann góðan sigur á Selfyssingum 4-1 í lokaumferð 1. deildar. Magnús Björgvinsson skoraði tvö marka Grindvíkinga og þeir Hákon Ívar Ólafsson og Einar Karl Ingvarsson sitt markið hvor. Grindvíkingar höfnuðu því í fimmta sæti deildarinnar eftir brösótt gengi í upphafi leiktíðar. - Keflvíkingar hafa náð í 9 stig á heimavelli í sumar en 10 á útivelli. - Aðeins eitt lið hefur skorað færri mörk en Keflvíkingar í deildinni - Þórsarar sem sitja á botninum.

- Keflvíkingar hafa skorað 25 mörk á tímabilinu. Hörður Sveinsson hefur skorað 9 af þeim. Elías Már er með 4 og þeir Magnús Sverrir og Jó hann Birnir eru með 3 hvor. Alls hafa 9 leikmenn komist á blað í deildinni

FRÍ ÁSTANDSSKOÐUN! HEKLA Reykjanesbæ býður upp á fría ástandsskoðun út októbermánuð og gerir þér tilboð í viðgerðir. Tökum að okkur allar almennar viðgerðir, smurþjónustu, þjónustu og ástandsskoðun ásamt tölvulestri á fólksbílum, jeppum og minni atvinnubílum. Tímapantanir í síma 420 3043, tjonusta@heklarnb.is Varahlutir sem eru pantaðir og eru til á lager eru afgreiddir samdægurs.

Njarðarbraut 13 Reykjanesbæ Sími 420 3040

15% afsláttur af rúðuþurrkum. Opnunartími bifreiðarverkstæðis og verkstæðismóttöku: Mánudaga til fimmtudaga kl. 8-17 Föstudaga kl. 8-14


15

VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 25. september 2014

-viðtal

pósturu olgabjort@vf.is

■■Sundlaugin í Njarðvík 45 ára:

Kaldur pottur og miklar endurbætur 105 þúsund manns koma árlega í Íþróttamiðstöðina í Njarðvík. Vinsælt er að fermingarafmælishópar komi og skoði sig þar um eftir langa fjarveru. Sundlaugin er orðin 45 ára og hefur haldið upprunalegu útliti. Aftur á móti var kominn tími á að skipta um lagnakerfi og með byltingu í tæknimálum er öllu sem tengist sundlauginni stýrt með tölvum. Olga Björt hitti Hafstein Ingibergsson, forstöðumann Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur og Stefán Bjarkason, framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundasviðs, sem sýndu henni breytingarnar. „Farið var í endurnýjungar á lauginni og umhverfi hennar 15. júní og þeim er að ljúka núna. Hitastiginu í pottunum og lauginni og klórmagninu er stýrt með tölvum. Hér er eftirlitsmyndavél allan sólarhringinn, sem ekki var áður. Einn og einn stekkur enn yfir girðinguna til að stelast í pottinn utan opnunartíma,“ segir Hafsteinn og glottir. Einnig er nýtt og endurnýjað hreinsikerfi í kjallaranum undir lauginni. „Það er mikið öryggi fyrir starfsmenn að þurfa ekki að komast í snertingu við klórinn,“ segir Hafsteinn. Mikill sparnaður Nýtt gólfefni í kjallaranum þar sem var upprunalegt steypt gólf og ný niðurföll. Allar pípulagnir og rafmagnslagnir eru nýjar. „Í kjallaranum eru dælurnar með sjálfvirkri stýringu þannig að þær eru bara í hægagangi á nóttunni og um helgar

Einn og einn stekkur enn yfir girðinguna til að stelast í pottinn utan opnunartíma

og fara svo á fulla ferð á daginn þegar þarf að hreinsa meira. Í því felst mikill rafmagnssparnaður og hitaveitusparnaður. Miklu meira er farið að hugsa út í slíka hluti núna. Áður var dælan á 100% hraða allan sólarhringinn,“ segir Hafsteinn og bætir við að framúrstefnumenn hafi byggt laugina vegna þess að hún var gerð þannig að hægt er að ganga hringinn í kringum hana í kjallaranum og sjá allar lagnir. „Þetta er fátítt með laugar á landinu. Þessi laug átti að vera 25 metrar en erfið klöpp í jarðveginum kom í veg fyrir það.“

Stefán og Hafsteinn við Ljónið

Loksins kominn kaldur pottur Hafsteinn segir að loksins sé kaldi potturinn orðinn að veruleika. „Körfuboltahreyfingin er búin að biðja um þetta í sem til átta ár. Það er orðið vinsælt meðal afreksmanna að fara í kaldan pott eftir strangar æfingar og þá hafa þeir bara gert það í heimahúsum. Þegar breytingarnar urðu núna var tilvalið að setja hitalagnir undir pottinn, því vatnið á það til að frjósa á veturna.“ Í pottinum er fjögurra gráða kalt vatn og sístreymi úr honum og í hann. Sett er lok yfir hann á skólatíma svo að börn fari sér ekki að fara sér að voða. Við hliðina á kalda pottinum er svo klórskúr. „Hann er algjör bylting. Hér kemur klórbíll og fyllir reglulega á klórbirgðirnar í skúrnum. Gott að hafa þetta ekki niðri þar sem fólk gæti mögulega andað að sér klórnum.“ segir Hafsteinn.

Hafsteinn undir sundlauginni við eitt kýraugað

Í klórskúrnum Frá framkvæmdum við Sundmiðstöðina í Keflavík.

■■Sundmiðstöðin í Keflavík: Pottasvæðið þar sem kaldi potturinn er kominn

Dúkur í stað flísa í sundlaugina – heitir pottar og gufubað opna eftir helgina

F

Sundlaug Njarðvíkur

ramkvæmdir við Sundm i ð s tö ð i n a í Ke f l av í k eru í fullum gangi. Þær taka því miður mun lengri tíma en áætlað var, segir Ragnar Örn Pétursson, íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar, í samtali við Víkurfréttir. „Ákveðið var að skipta út öllum tækjum við útilaugina og heitu pottana. Það var tími kominn á þær framkvæmdir en 24 ár eru síðan laugin opnaði. Verið er að vinna við að skipta um allar lagnir, klór- og hitastýringakerfi, sandsíur, jöfnunartanka og fleira“. Ragnar Örn vonast til að heitu pottarnir gætu opnað fyrr en sundlaugin en ýmislegt, m.a. leki, hefur tafið það verk. „Þá kom í ljós þegar sundlaugin

var tæmd að flísar á botni laugarinnar voru að mestu leyti ónýtar. Ákveðið hefur verið að setja dúk á botn hennar í staðinn fyrir flísar bæði vegna minni kostnaðar og styttri framkvæmdatíma,“ segir Ragnar Örn. Innilaugin og vatnsleikjagarðurinn er opin fyrir almenning og þá hafa þessar framkvæmdir ekki haft áhrif á sundkennslu og sundæfingar. „Við vonumst til að geta opnað fyrir pottana og gufubaðið upp úr næstu helgi og síðan gerum við ráð fyrir að laugin verði tilbúin eftir 3 vikur,“ segir Ragnar Örn Pétursson, íþróttafulltrúi Reykjanesbæjar í samtali við Víkurfréttir.


vf.is

-mundi Ég er dúkur í lauginni fæ aldrei bréf.

FIMMTUDAGINN 25. SEPTEMBER 2014 • 37. TÖLUBLAÐ • 35. ÁRGANGUR

Fyrir fagmenn VIKAN Á VEFNUM Gummi Steinars Verð að þakka mömmu fyrir sitt framlag í baráttuna um sætið í deildinni. Mætti á 6 leiki, 5 unnust og 1 jafntefli. Takk mamma. #ársmiði2015

Drive LG4-570A 800W flísasög 79x39cm borð kr.

Ghelfi Spirit 2HP með 2 blöðum og aukahlutum

Ólafur Ingvi Hansson nokkrum númerum of frábært hversu flottir og veglegir allir þessir viðburðir á döfinni í Hljómahöllinni! #keflavik #bitlabær

kr.

39.900

Drive flísasög 600W

269.990m.vsk

kr.

ÍTÖLS GÆÐ K I

ÍTÖLS GÆÐ K I

Elísa Ósk Gísladóttir „Það er ekki erfitt að falla fyrir þessum, hann fer beint í ferðatöskuna!!“

9.290

TVÖFALDUR STIGI Stigi SM-LLA218B með reipi 338-550cm

28.990

Soteco Topped 515, Longo pac

165.990,-

Soteco Base XP 315 1300W

35.990,-

Ermator Pullmann S13 1300W

réttum?

Júlíus Guðmundsson Ætli þessi status verði birtur í "Vikan á vefnum" á VíkurfVíkurfréttir Jú, við birtum statusinn og þessa mynd líka ;)

Uppfylla AN:131 staðalinn

254.600,-

GOTT ÚRVAL AF TRÖPPUM FYRIR IÐNAÐARMANNINN A015-105 Áltrappa 6 þrep SM-RLG07 Áltrappa 7 þrep, tvöföld

16.990

25.590

5 þrepa tvöföld 19.990,-

RLA-05 Áltrappa 5 þrep, tvöföld

6.690 4 þrepa 5.690,6 þrepa 7.890,7 þrepa 9.690,-

Einar Skaftason Smá tips í boði Einsa Skafta........ Mataræði-Mataræði-Mataræði. Burt með boð og bönn og að sjálfsögðu líka heimska megrunarkúra.

Fuglavík 18. Reykjanesbæ

Opið 9-12 og 13-18 virka d.

LLA-210 PRO álstigi/trappa 2x10 þrep

15.990 Einnig fáanleg 2x12 þrep 17.990,-

Sími 421 1090 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is

Neytendur athugið! Múrbúðin selur allar vörur sínar á lágmarksverði fyrir alla, alltaf. Gerið verð- og gæðasamanburð!

Auglýsingasími Víkurfrétta er 421 0001


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.