32.tbl

Page 20

20

FIMMTUDAGURINN 16. ÁGÚST 2012 • VÍKURFRÉTTIR

Kirkja samfélagsins E

Sr. Skúli S. Ólafsson, Benedikt Gunnarsson, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir og dr. Gunnar Kristjánsson.

Þú skalt ekki stela!

Fátt er betra í þessu yndislega veðri sem við höfum upplifað í sumar en að njóta útiverunnar við eitthvað sem veitir okkur gleði. Ég eins og svo margir aðrir hef notið þess að fara í golf, göngur, langa og skemmri hjólatúra og margt fleira. Ég elska að hjóla, hvort sem það er innan- eða utanbæjar og sé ekki eftir að hafa fjárfest í fjallahjóli fyrir nokkrum árum. Ja ekki stelur maður hjóli, svo mikið er víst, alla vega ekki nema einu sinni! Við vorum nýflutt í íbúð í ágætis blokk í Heiðarhverfinu. Eina helgina var ákveðið að hafa hreingerningardag í sameign blokkarinnar og hjólageymslan yrði m.a. tekin í gegn. Í gegnum árin höfðu safnast saman fjöldinn allur af hjólum og nokkuð ljóst að einhver þeirra tilheyrðu fyrrverandi íbúum. Því var ákveðið að allir sem ættu hjól í geymslunni tækju þau frá svo það væri hægt að sjá hvaða hjól stæðu eftir og þeim síðan hent eða komið til fyrri eigenda ef því væri komið við. Þetta gekk allt eftir og mikið rétt, fjöldinn allur af hjólum sem áttu ekki lengur „heima“ í húsinu stóðu eftir. Flest voru þau í þannig ásigkomulagi að ekki var lagt út í stórtækar aðgerðir til að finna eigendur en þó með einhverjum undantekningum. Innan um „draslið“ leyndist líka þetta fína DBS hjól – rautt og silfrað og í góðu ásigkomulagi. Enginn kannaðist við hjólið og við því sammála um að þarna væri komið hið fínasta hjól fyrir mig. Miðað við fjárráðin okkar á þessum tíma var hjólið eins og himnasending og þurfti lítið annað en laga keðju og pumpa í dekkin og mín var komin af stað. Ég hjólaði um göturnar eins og yngra eintakið af Jessicu Fletcher, með körfu á stýrinu og barnið á bögglaberanum (jú jú í viðurkenndu hjólasæti) og þarna smitaðist ég af hjólabakteríunni fyrir alvöru. Hjólið reyndist hinn mesti gæðagripur og dugði næstu árin. Það var reyndar orðið ansi lúið undir það síðasta og ég því farin að láta mig dreyma um að fjárfesta í öðru. Það var svo 7 árum, einhverjum mánuðum, nokkrum húsum og öðrum syni síðar, að ég er úti í garði að reyta arfa þegar vinkona mín kemur við hjá mér á svona líka flottu hjóli. Ég fer að dásama hjólið og spyrja þessara praktísku spurninga: hvar, hvenær, hversu mikið og hvernig er það. Vinkonan svaraði þessum spurningum samviskusamlega og seldi mér á ógnarhraða þá hugmynd að ég ætti algjörlega skilið að fá nýtt hjól. Ég var auðvitað alveg sammála henni og segi: á það svo sem alveg skilið, er á eldgömlu DBS hjóli sem má muna fífil sinn fegurri! Á þessu augnabliki fékk vinkonan alveg nýjan glampa í augun og horfði dreymin fram fyrir sig: ertu á DBS hjóli, ég trúi þér ekki, það er nú bara Rollsinn í hjólum. Ég átti sjálf svona hjól, elskaði það, því það er ekkert sem kemst nálægt DBS. En því var stolið úr hjólageymslunni okkar. Hugsaðu þér, við hjónin fluttum til Danmerkur í eitt ár og leigðum íbúðina á meðan og þegar við komum til baka þá var búið að stela hjólinu. Hver gerir svona! HVER GERIR SVONA!! – bergmálaði í eyrum mínum á sama tíma og rósirnar í garðinum fölnuðu og ég missti sumarbrúnkuna úr andlitinu á augabragði. Mér leið undarlega og vissi að ég þurfti ekki að spyrja: var þetta þegar þið bjugguð í Heiðarhverfinu?? því svarið lá þarna í loftinu. Ég leiddi vinkonuna út í bílskúr þar sem „hræið“ lá illa hirt og sært á gólfinu og ég get svarið að það var eins og það reisti sig aðeins upp þegar það heyrði í „mömmu“ sinni koma (já já þannig var tilfinningin). Ég leit á vinkonu mína og sagði: við þurfum að tala saman! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér - http://www.facebook.com/Hamingjuhornid

ins og kunnugt er þá standa yfir viðgerðir og endurnýjun á kór og kirkjuskipi Keflavíkurkirkju. Þessi vinna hófst með eins dags sjálfboðavinnu fjölda fólks. Þegar mikið hefur staðið til í kirkjunni hefur samfélagið í kringum hana lagst á eitt til þess að sem best megi til takast. Þegar helgidómurinn var byggður fyrir nær 100 árum var það fyrir rausnarskap og samstöðu, sem tókst að vinna það þrekvirki. Fyrir tæplega 50 árum, var það einnig sameiginlegt átak sem stuðlaði að endurbótunum. Fyrir 34 árum komu svo steindu gluggarnir. Sú gjöf var til minningar um alla látna Keflvíkinga og verður því minnisvarði um samfélagið um alla tíð. Við þær endurbætur sem nú er verið að vinna að er stuðst við álit húsafriðurnarnefndar, en Keflavíkurkirkja er friðuð. Húsafriðunarnefnd hefur mælst til þess að gluggar kirkjunnar verði færðir í upprunalegt horf en þeir voru úr gegnsæju gleri með steyptum gluggapóstum úr málmi. Það er því ljóst að sóknarnefnd er nokkur vandi á höndum. Steindu gluggarnir í kirkjunni innan við rúðuglerið hafa verið þar síðan 1977 en höfundur þeirra er Benedikt Gunnarsson myndlistarmaður. Nokkur viðbrögð hafa orðið við þeirri hugmynd að taka þá niður og eðlilegt að sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Þar sem gluggarnir hafa verið þarna í svo langan tíma finnst mörgum að þeir hafi alltaf verið þar og séu órjúfanlegur hluti af kirkjunni. Aðrir fagna því að þeir verði teknir niður, segja að þeir hafi aldrei verið sáttir við gluggana, kirkjan sé dimm þeirra vegna. Þó þeir séu ekki á móti gluggunum, vilji þeir fá birtuna til að flæða í kirkjunni, sem var hugmynd arkitektsins í upphafi. Það er nauðsynlegt að taka gluggana niður vegna viðgerða og hreinsunar

og því hefur sóknarnefnd ákveðið að þeir verði ekki settir aftur upp í bráð. Fyrir vikið gefst tækifæri til að kynnast kirkjunni án þeirra, meta kosti þess og galla að vera án steindu glugganna og að þeim tíma liðnum endurskoða ákvörðunina. Ýmsar hugmyndir eru uppi um hvað gera skuli við steindu gluggana ef þeir verða ekki settir aftur í kirkjuna. Helst hefur verið rætt um að koma þeim fyrir í safnaðarheimilinu þangað sem yfir 70 þúsund gestir leggja leið sína á hverju ári. Jafnframt verði möguleiki á að setja þá aftur upp í kirkjuskipinu, ef það samræmist sjónarmiðum sóknarnefndar og húsfriðunarnefndar og þá kæmi jafnvel til greina að lýsa þá upp að innan svo að gluggarnir fái að njóta sín sem skyldi. Listamaðurinn Benedikt Gunnarsson heiðraði kirkjuna með heimsókn 9. ágúst sl. og sat fund með sóknarnefndarfomanni, sóknarpresti ásamt dr. Gunnari Kristjánssyni prófasti. Fjallaði listamaðurinn um gluggana, sagði sögu þeirra, og útskýrði listrænt gildi og trúarlegt táknmál þeirra auk þess sem hann ræddi almennt hugmyndir sínar um trúarlega list innan og utan kirkjuhússins. Var fundurinn hinn fróðlegasti. Full ástæða er til að biðja listamanninn velvirðingar á þeim óviðeigandi ummælum að steindu gluggarnir hefðu enga trúarlega skírskotun, í umfjöllun sem birtist í kynningu á breytingunum í Víkurfréttum 16. júlí sl. Fundurinn var liður í því að virða og heiðra sögu þessa helgidóms með þeim listaverkum sem þar er að finna. Túlkun á myndlist er að sönnu margbreytileg og erum við margs fróðari eftir þessa ánægjulegu heimsókn. Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir og Skúli S. Ólafsson

Styðjum Þroskahjálp á Suðurnesjum

N

ú styttist í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en það verður haldið í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt laugardaginn 18. ágúst. Áheitasöfnun fer fram í tengslum við hlaupið, en það er almenn söfnun þátttakenda til styrktar góðu málefni að eigin vali. Í fyrrasumar hlupu fimm einstaklingar til styrktar Þroskahjálpar á Suðurnesjum og berum við þeim miklar þakkir fyrir. Vonandi verður fjöldinn enn meiri í ár. Þroskahjálp á Suðurnesjum vill hvetja hlaupara sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu til að hlaupa í nafni samtakanna. Þá eru Suðurnesjamenn allir hvattir til að heita á þá öflugu hlaupara sem kjósa að hlaupa til styrktar Þroskahjálpar á Suðurnesjum. Áheitasöfnunin fer fram á heimasíðunni www. hlaupastyrkur.is. Hart er unnið að því að styrkja fjárhagsstöðu félagsins og renna allir fjármunir sem samtökunum berast að gjöf beint til fatlaðra einstaklinga á Suðurnesjum og aðstandenda þeirra, sem dæmi í formi námskeiða og ýmissa uppákoma sem brjóta upp daglegt amstur. Vakin er athygli á því að hægt er að gerast félagi í Þroskahjálp á Suðurnesjum, til stuðnings við samtökin, fyrir aðeins 1.500 kr. á ári. Þá eru minningarkort í boði gegn frjálsu fjárframlagi. Hafið endilega samband í síma: 660-5981 eða í gegnum tölvupóst: siggi@vss.is ef þið hafið áhuga eða viljið frekari upplýsingar. Að endingu óskum við öllum hlaupurum af Suðurnesjum góðs gengis í Reykjavíkurmaraþoninu. Sigurður Ingi Kristófersson, formaður stjórnar Þroskahjálpar á Suðurnesjum

›› FRÉTTIR ‹‹ Sex beltislausir ökumenn

L

ATVINNA

ögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekki hafa haft öryggisbeltin spennt við aksturinn. Á síðustu dögum hafa sex ökumenn verið staðnir að slíku broti á umferðarlögum. Það er ekki einungis að sá sem gerist brotlegur í þessum efnum þurfi að greiða tíu þúsund krónur í sekt, heldur trassar hann að nota svo mikilvægt öryggistæki sem bílbeltin eru. Það hefur margsannast að alvarleg meiðsl hafa orðið í umferðarslysum af því að umræddu öryggisatriði hefur ekki verið sinnt.

Rafmúli ehf óskar eftir starfsmanni með rafvirkjakunnáttu til starfa.

Gámur í árekstri við flugvél

Þessar duglegu stelpur söfnuðu hvorki meira né minna en 12.345 krónum á dögunum með því að halda tombólu við Nettó í Krossmóa. Þær komu stoltar í heimsókn á skrifstofu Víkurfrétta og að sjálfsögðu smellti blaðamaður af þeim ljósmynd. Frá vinstri eru þær: Brynja Hólm Gísladóttir, Katrín Hólm Gísladóttir og Lilja Þorsteinsdóttir.

STARFSMAÐUR ÓSKAST TIL STARFA

Áhugasamir geta sett upplýsingar um sig inn á netfangið bergsteinn@rafmuli.is Ekki verður tekið við umsóknum í gegnum síma.

Ó

skað var eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að töskugámur hafði rekist í flugvél við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Verið var að lesta vélina þegar óhappið varð. Ástæða þess var sögð sú, að færibandið hefði ekki verið stillt rétt af miðað við staðsetningu lestarlúgunnar með þeirri afleiðingu að gámurinn rakst utan í hana. Skemmdir urðu litlar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.