3.tbl 2013

Page 1

Víkurfréttir

Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær

Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09-17 Auglýsingasíminn er 421 0001

VELKOMIN Í LÁGT LYFJAVERÐ Félagar í FEB fá 12% afslátt af öllum vörum og góð kjör á lyfseðilsskyldum lyfjum

Hringbraut 99 - 577 1150

Opið: Mánudaga-föstudaga. 9:00 - 19:00. Laugardaga 14:00 - 18:00.

vf.is

Víkurfréttamynd: Jón Júlíus Karlsson

F IMMTUdagur inn 24. janúar 2 0 13 • 3 . tö lubla ð • 34. á rga ngur

Margar verslanir hafa lokað

n Nýja bakaríð í Keflavík lokar eftir aldarfjórðungs starfsemi:

Á

Hlý orð eru ekki nóg núna

„Já, ég er búinn að loka og það eru ýmsar ástæður fyrir því. Ég hreinlega nennti þessu ekki lengur,“ segir Eyjólfur Hafsteinsson, bakari og eigandi Nýja bakarísins við Hafnargötu 31 í Keflavík. Á einu ári hafa fjögur fyrirtæki í verslun og þjónustu við Hafnargötu lokað. Langri sögu bakarís við Hafnargötu 31 er lokið í bili en Eyjólfur hefur verið þar með rekstur í aldarfjórðung, byrjaði ungur maður með félaga sínum, Ólafi Ingiberssyni um áramótin 1987-1988 en einn frá árinu 1998. Þeir tóku við af Gunnari Sigurjónssyni, bakara sem hafði bakað þarna í nokkra áratugi. Um hálfrar aldar bakaríssögu í þessu húsnæði er lokið í bili. „Þetta er búið að eiga sér nokkuð langan aðdraganda en svo ákvað ég að hætta þessu núna um áramótin eftir mjög slakan desember. Þróunin hefur verið slæm í rekstrinum. Sumarið í fyrra var slakt en hafði verið mjög gott árið á undan. Krakkarnir og barnapíurnar eru hætt að koma við í snúð og kókómjólk, eru bara með nammi-

poka með sér og virðast ekki hafa peninga á milli handanna. Snúðabakstur er nánast að leggjast af og bakaragreinin held ég líka,“ segir Eyjólfur dapur í bragði og segir að erfiðari rekstur sé ekki eingöngu ástæðan. Litlu hefði munað að hann hefði selt fyrirtækið árið 2008 en væntanlegir kaupendur fengu ekki fyrirgreiðslu rétt fyrir hrun. „Ég hef reynt að selja fyrirtækið en það er ekki hægt að segja að umræðan um Suður-

Nýja bakaríið hefur lokað.

nesin hafi hjálpað. Hún er mjög neikvæð og hjálpar ekki til í fyrirtækjasölu. Það halda margir að hér sé allt í kalda koli. En þetta er meðvituð ákvörðun hjá mér að hætta núna og undirbúin. Þetta starf er ekki fjölskylduvænt og ekki heldur félagslegt. Maður þarf að fara snemma í háttinn og vakna fyrir allar aldir. Nú er bara kominn tími til að finna sér eitthvað annað að gera.“ Eyjólfur segist ætla að reyna að koma tækjum og tólum og öðru sem tengdist rekstrinum í eitthvað verð en það sé ekki auðvelt núna. Aðspurður um viðbrögð við lokun bakarísins segir hann þau hafa komið sér á óvart. „Það hafa margir hringt í mig og lýst yfir vonbrigðum sínum yfir lokuninni. Jafnvel skammað mig,“ segir Eyjólfur og hlær en bætir við: „Það yljar manni vissulega um hjartaræturnar og ég vil þakka öllum þeim sem hafa skipt við okkur. En hlý orð eru ekki nóg núna. Það vantar bara meira og því miður eru þetta endalokin á Nýja bakarínu.“

einu ári hafa fjögur fyrirtæki í verslun og þjónustu við Hafnargötu, aðal verslunargötu Suðurnesja, lokað og að minnsta kosti þrjár til viðbótar sé horft aðeins lengra aftur í tímann. Heyrst hefur að fleiri verslunareigendur séu að gefast upp og séu að huga að lokun. Í upphafi nýliðins árs 2012 lokuðu tvær verslanir, kvenfataverslunin Monroe og Sportbúð Óskars sem hafði verið í tvo áratugi við Hafnargötuna. Þrjár fataverslanir, Original, Blend og Cool lokuðu skömmu áður. Í lok árs lokaði fataverslunin Persóna eftir rúmlega tuttugu ára rekstur. Heilsubúðin sem var við Skólaveg og Hringbraut og lokaði í haust mun opna í því plássi innan skamms. Núna um áramótin lokaði svo Nýja bakaríið. Þróunin hefur öll verið niður á við. www.asmundurf.is

3.

Ásmundur Friðriksson

sæti

Munum að setja Ásmund í 3. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna 26. janúar 2013.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.