Tímarit hjúkrunarfræðinga - 3.tbl 2022

Page 43

100 ára afmælisráðstefna SSN í Kolding

100 ára afmælisráðstefna SSN í Kolding Umsjón: Edda Dröfn Daníelsdóttir

Í septembermánuði árið 1920 klæddu um það bil 1000 hjúkrunarfræðingar sig upp á og héldu til Kaupmannahafnar með skipi eða lest. Hjúkrunarfræðingarnir komu frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Tilgangurinn var að hittast á fyrsta sameiginlegum norrænum fundi sem var ætlaður hjúkrunarfræðingum á Norðurlöndunum en það var danska hjúkrunarfélagið sem stóð fyrir fundinum. Ísland hefur verið aðili að samtökunum síðan 1923 og tekur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga virkan þátt í starfi SSN. Núna, rúmlega 100 árum eftir fyrsta sameiginlega fundinn, er Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN), regnhlífarsamtök 340.000 hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum. Hundrað ára stórafmæli samtakanna var fagnað með afmælisráðstefnu þar sem fulltrúar frá Íslandi létu sig ekki vanta. Aðeins nánar um samtökin en Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum (SSN) er svæðisbundin samvinna stéttarfélaga hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum sex. Hlutverk SSN er meðal annars að beina athygli sinni að þróun og eiga frumkvæði í málum sem hafa áhrif á hjúkrunarfræðinga og hjúkrun á Norðurlöndum. Samvinnan á að leggja sitt af mörkum til

Eydís Sigfúsdóttir og Heiðdís Hlíf Hjaltadóttir

áframhaldandi þróunar hinnar almennu heilbrigðisþjónustu og hjúkrunar á Norðurlöndum. Til að styrkja þessa þróun á SSN að eiga samvinnu við, og hugsanlega sækja um aðild að, viðeigandi norrænum, evrópskum og alþjóðlegum samtökum. Afmælisráðstefna samtakanna var haldin í september síðastliðnum í Kolding í Danmörku. Upphaflega átti að halda ráðstefnuna árið 2020 þegar 100 ár voru liðin frá stofnun samtakanna, vegna heimsfaraldursins var henni frestað þar til í ár. Sérstök undirbúningsnefnd hafði frá árinu 2018 unnið að því að undirbúa ráðstefnuna og var fulltrúi Íslands í nefndinni Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs Fíh.

Ólafur fyrrverandi formaður Fíh og Guðbjörg núverandi formaður ásamt Pamelu Cipriano forseta ICN 3. tbl. 98. árg. 2022 | Tímarit hjúkrunarfræðinga

41


Articles inside

Hjúkrun – grunnstoð heilbrigðiskerfisins Þróun mönnunar í hjúkrun á Landspítala

1min
pages 68-76

Kraftur og samhljómur á kjararáðstefnu Fíh á Selfossi

7min
pages 62-65

Ritrýnd grein: Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldra fólk sem býr heima

34min
pages 88-100

Ritrýnd grein: Áhrif gjörgæslulegu barns á líðan foreldra

24min
pages 79-87

Viðtal – Ólöf Ásdís Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri á

4min
pages 60-61

Líknarmeðferð og líknarþjónusta á Íslandi

8min
pages 56-59

Viðtal – Hulda Steingrímsdóttir umhverfisstjóri Landspítala

8min
pages 52-55

Ráðstefna ENDA á Selfossi

3min
pages 50-51

Hjúkrunarfræði fyrir fólk með annað háskólapróf

3min
page 49

Sportið – Alma Rún Vignisdóttir stundar bæði stang- og

8min
pages 32-35

Viðtal – kvenheilsuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

5min
pages 40-42

Nemarnir Eydís, Orri og Carolin

10min
pages 46-48

100 ára afmælisráðstefna SSN í Kolding

4min
pages 43-45

Dagur byltuvarna

2min
pages 30-31

Rapportið slær í gegn

5min
pages 28-29

Viðtal – Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala

13min
pages 16-21

Lífið er ævintýri

4min
pages 26-27

Minning – Hildur Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur

1min
pages 8-9

Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands heitir nú Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

1min
pages 14-15

Ritstjóraspjall

3min
pages 4-5

Viðtal – Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur

10min
pages 22-25

Viðtal – Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur

9min
pages 10-13

Pistill formanns Fíh

2min
pages 6-7
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.