Loki Laufeyjarson - 1. tbl vorannar 2012-2013

Page 1

Laufeyjarson


ritstjórn Kæru MR-ingar, gleðilega árshátíð. Það er margt um að vera í félagslífinu þessa dagana. Söngkeppnin og Orrinn eru nýafstaðin og við óskum Rakel Björk Björnsdóttur annarsvegar og Alfreð Jóhanni Eiríkssyni hinsvegar hjartanlega til hamingju með sigurinn á þessum glæsilegu viðburðum. Árshátíðarballið nálgast eins og óð fluga en vetrarfríið mun veita okkur þá langþráðu hvíld sem við verðskuldum. Á föstudaginn í næstu viku verður svo verk Gertrude Stein, Doktor Fástus í myrku ljósi, frumsýnt á Herranótt.

Leikstjóri sýningarinnar, Brynhildur Guðjónsdóttir og forseti Framtíðarinnar standa nú í harðvítugum deilum, en Brynhildur skýtur föstum skotum á forsetann í viðtali í þessu blaði. Mars bíður okkar svo með mottum, metnaði, metnaðarleysi og páskum. Það er sannarlega af mörgu að taka og við vonum að þið njótið þeirra góðu stunda sem framundan eru.

2 | loki laufeyjarson

Kveðjur úr vestrinu, ritstjórn


Forseti Þá er loksins komið að árshátíðinni. Margir aðilar hafa unnið óeigingjarnt starf og uppskeran er vonandi flott. Jæja, nú er hefðbundna leiðinlega byrjunin búin. Ég get farið beint í niðurdrepandi miðjukafla sem 1,8% lesenda blaðsins les. Eða nei annars, ég ætla að skrifa þessa ferskeytlu sem ort er í hugarheimi sjöttubekkings: Upp er runnin árshátíð aldrei kemur aftur Nei annars, ég ætla ekki að klára hana. Þið megið botna ef þið viljið. Góða skemmtun á árshátíðinni, vonandi verður þetta frábært!! Gleðilega árshátíð! - Señor Arnór Gunnar

Ritstjórn: Gréta Sóley Arngrímsdóttir Gunnar Thor Örnólfsson Ingólfur Eiríksson Oddur Atlason Óttar Símonarson Matthías Tryggvi Haraldsson Ragnar Auðun Árnason Tanja Teresa Leifsdóttir Hönnun og umbrot: Egill Sigurður Friðbjarnarson Gísli Örn Guðbrandsson

Prentun: Stafræna prentsmiðjan ehf. Upplag: 1000 eintök

Þakkir: Ljósmyndafélag MR Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir Jenna Björk Guðmundsdóttir Auðunn Lúthersson Birgitta Ólafsdóttir Brynhildur Guðjónsdóttir Edda Lárusdóttir Aníta Hinriksdóttir Elín Þóra Helgadóttir Arnór Gunnar Gunnarsson Sólbjört Sigurðardóttir Kristín Kara Ragnarsdóttir Þórdís Tryggvadóttir Ljósmyndarar: Edda Lárusdóttir Emil Örn Kristjánsson Ingeborg Andersen

3 | loki laufeyjarson

Forsíðumódel: Stefán Þór Þorgeirsson Framtíðarstjórn: Forseti: Arnór Gunnar Gunnarsson Ritari: Lilja Dögg Gísladóttir Gjaldkeri: Sissa Helgadóttir Umsjónarmaður Sólbjarts: Jónas Atli Gunnarsson Meðstjórnandi: Pétur Björnsson


amerískir vestrar & akira kurosawa Akira Kurosawa þykir einn besti leikstjóri kvikmyndasögunnar. Eftir hann liggja heimsfræg stórvirki eins og Seven Samurai, Ran og Ikiru. Það er því kannski ekki skrýtið að Hollywood hafi litið til kvikmynda hans. Á tímabilinu 1960-1964 komu fram þrjár amerískar endurgerðir af myndum Kurosawa. Hér að neðan eru þær bornar saman við fyrirmyndir sínar.

Japan: Rashomon, Akira Kurosawa, 1950. Samúræi og kona hans eru á ferð í skógi þegar ræninginn Tajomaru situr fyrir þeim. Lyktir verða þær að samúræinn finnst stunginn til bana og konunni hefur verið nauðgað. Réttur er settur þar sem ræninginn, konan og andi samúræjans segja frá atburðinum en hvert þeirra er í mótsögn við annað. Tajomaru segist hafa táldregið konuna og drepið samúræjann í einvígi. Konan segir ræningjann hafa nauðgað sér, síðan hafi hún fallið í yfirlið þegar ræninginn var farinn og fundið eiginmann sinn látinn þegar hún vaknaði. Andi samúræjans segir eiginkonuna hafa ætlað að hlaupast á brott með ræningjanum eftir nauðgunina, en að hún hafi flúið og samúræinn rekið sig á hol. Hver lýgur? Hver segir satt? Hvernig er hægt að finna sannleikann þegar frásagnirnar skarast á? Rashomon fjallar um eðli sannleikans og upplifun manna á honum.

Bandaríkin: The Outrage, Martin Ritt, 1964. Í kringum 1800 situr hinn alræmdi ræningi Juan Carrasco fyrir Wakefield ofursta og konu hans með afar svipuðum afleiðingum og í Rashomon. The Outrage er sú eina af þessum þremur myndum sem gat þess að Kurosawa hefði átt upprunalegu hugmyndina. Annar stór kostur við þessa mynd er að í henni leikur Will Shatner en hann lék síðar Captain Kirk í Star Trek og Denny Crane í Boston Legal.

4 | loki laufeyjarson


A Fistful of Dollars, Sergio Leone, 1964. Einn frægasti vestri sögunnar og fyrsti kaflinn í Dollars þríleiknum um „The man with no name“. Auðvitað á sagan sér stað í smábæ á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Aftur gleymdist að minnast á að sagan væri tekin frá Kurosawa sem leiddi til þess að mál var höfðað gegn framleiðendum Dollars og vannst. Það verður þó ekki af Sergio Leone tekið að hann er gríðarlega flottur leikstjóri og Clint Eastwood fer á kostum í aðalhlutverkinu. Seinni tvær myndir þríleiksins heita For a Few Dollars More og The Good, the Bad and the Ugly.

Yojimbo, Akira Kurosawa, 1961. Í þessari mynd kemur samúræi inn í þorp þar sem tvær fjölskyldur stríða. Hann ákveður því að reyna að frelsa bæinn með því að leika á báðar fylkingarnar. Í átökum fjölskyldnanna gengur önnur meira að segja svo langt að eyðileggja sake-birgðir hinnar. Stórskemmtileg mynd og bráðfyndin á köflum.

Seven Samurai, Akira Kurosawa, 1954. Frægasta og margir myndu segja besta mynd Kurosawa, jafnvel besta mynd sögunnar. Þegar íbúar þorps eins komast að því að ræningjar hyggjast ráðast á þá leita þeir að samúræjum til að verja sig. Úr verður sjö manna hópur undir forystu hins gamla Kambei. Bardaginn sjálfur er stórkostlegt sjónarspil og magnað áhorf enn í dag. Að lokum má bæta því við að Pöddulíf er byggð á Seven Samurai.

The Magnificent Seven, John Sturges, 1960. Ræningjar ætla að ráðast á mexíkóskt þorp sem ræður sjö kúreka sér til varnar. Steve McQueen og Charles Bronson leika stór hlutverk í myndinni. Lokaorð The Magnificent Seven eru nánast nákvæmlega eins og í Seven Samurai. Þeir gleymdu líka að minnast á að Kurosawa átti hugmyndina að sögunni.

Heilræðakorn Dr. BÆK: Afhverju þú ættir ekki að keyra í skólann....

... þú færð ekki stæði. ... þú átt ekki klink í stöðumælinn. ... þú átt nemakort í strætó. ... þú getur hjólað og þarft ekki að merkja hjólið. ... þú ert framtíðarsinni og verð umhverfið ... þú kannt ekki að keyra í hálku. ... pabbi keypti ekki handa þér bíl, þú ert ekki Verzló. ... þú nennir ekki ræktinni og notar því hjólið ...þú stolt/ur af eigin sjálfstæði og kemst þetta á eigin forsendum. ...þú hefur fattað töfra reiðhjólsins!

www.hjolafaerni.is 5 | loki laufeyjarson


............................................................................. .................................................................................. ................................................................... ..............femínistafélag . ..................................................................... ..............MR . ....................................................................................... ..................................................................................... ............................................................................... .................................................................................... .................................................................................... ..................................................................................... .................................................................................... .................................................................................... ................................................................................... .. .... .... .... ..... .... Nú á dögunum var stofnað nýtt félag sem eflaust flestir hafa heyrt af. Stofnfundur var haldinn núna fyrir stuttu og gekk hann með fádæmum vel. Félagar voru áhugasamir og skemmtilegar umræður áttu sér stað. Það er greinilegt að þetta leggst vel í fólk og að þörf hafi verið á. Þetta er spennandi framtak og verður gaman að fylgjast með þróum félagsins og er nú strax komin flott mynd á félagið. Við spurðumst fyrir um tilurð félagsins og helstu markmið þess hjá Guðbjörgu Ríkeyju nemanda í 6.B, stofnanda félagsins.

Hvernig kom það til að hópurinn var stofnaður og afhverju? Femínistafélag Menntaskólans í Reykjavík var stofnað til þess að skapa grundvöll fyrir femíníska umræðu innan skólans. Nú þegar eru nærri 170 félagsmeðlimir. Markmið félagsins er að skapa umræður og vonandi opna augu einhvers. Hugmyndin á rætur sínar að rekja til kærasta míns. Hann ræddi lengi við mig um að einhvers eins og þessa væri þörf, og mér fannst hugmyndin svo frábær að ég ákvað að framkvæma hana. Ég taldi að þess væri mikil þörf að stofna félagið til að opna umræðurnar innan skólans. Í fyrstu vissi ég ekki hvernig viðtökurnar yrðu, en þær fóru algjörlega fram úr mínum björtustu vonum.

Hefur þú lengi verið feminísti? Sjálf hef ég ekki verið femínisti svo lengi. Fyrir um tveimur og hálfu ári var ég það, að ég tel, ekki. En smám saman opnuðust augu mín fyrir vandamálinu. Áður fyrr taldi ég mig ‘jafnréttissinna’ en ekki femínista, því ég var hrædd við orðið femínisti. Nú sé ég að sú hræðsla var algerlega óþörf, því femínisti er í raun sá sem vill ná jafnrétti kynjanna en veit að því jafnrétti er ekki náð.

Teljið þið að þetta muni stuðla að vitundarvakningu meðal MR-inga eða jafnvel annarra menntaskólanema? Helsta vonin er sú að félagið, og umræðan innan þess muni stuðla að einhvers konar vitundarvakningu meðal nemenda. Ef augu eins nemanda opnast er takmarkinu náð. Ef nemendur utan skólans verða fyrir vitundarvakningu er það bara bónus.

Hvernig sérðu þróun hópsins fyrir þér og hvað mynduð þið vilja að hann tæki sér fyrir hendur? Þar sem félagið var stofnað afar seint á skólaárinu erum við aðallega búin að vinna í formsatriðum, sem eru þó nauðsynleg. Það var haldin kosning um lög félagsins auk umræðu um siðareglur sem er afar nauðsynlegt. Í framhaldinu, þá sérstaklega í haust, mun félagið vonandi vera mjög virkt, halda reglulega málfundi, fá fyrirlesara, einnig hafa komið upp ýmsar hugmyndir um að sýna myndir og margt fleira.

Hverjum er leyfilegt að vera meðlimur í félaginu? Einungis MR-ingar geta orðið gildir meðlimir, en öllum er leyfilegt að mæta á málfundi og viðburði óháð skóla eða aldri.

Hvað er framundan hjá félaginu núna? Nú er að koma að kosningum þar sem kosið verður í stjórn félagsins. Stjórnin er ekki í þeirri almennu merkingu sem við þekkjum, heldur hefur stjórnin aðallega það verkefni að skipuleggja viðburði og þess háttar, og halda utan um félagið. Stjórnina skipa skipuleggjandi, ritari auk eins nemanda úr hverjum árgangi skólans. Þeir hafa það sérstaka verkefni að virkja yngri bekkina því eins og er eru flestir félagsmeðlimir í 6. bekk.

Hvernig viðtökur hefur þú fengið? Viðtökurnar hafa farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég vissi ekki fyrir fram að slíkur áhugi væri fyrir félaginu. Félagsmeðlimir hafa sjálfir hafið umræður, komið með hugmyndir að því sem gæti bætt félagið, hugmyndir um skipulag innan félagsins og margt fleira.

6 | loki laufeyjarson


..... ...... ........ derhúfur ........ .......... ............ ............. .............. ............... ................. .................. .................... .................... ... .... Sólin. Þessi mikli verndari, lífgjafi og móðir okkar allra. Frá örófi alda hefur maðurinn fundið til blendinna tilfinninga í garð hennar. Vissulega gæti ekkert líf þrifist án hennar, það höfum við alltaf vitað. En eins og Íkarus sem flaug of nálægt sólinni benti svo réttilega á, rétt áður en sjónleysi dauðans sótti hann í Íkarusarhaf, geta skærir geislar hennar verið pirrandi fyrir augun. Þarna hefði derhúfa komið að góðum notum (og vængir úr einhverju öðru en vaxi) . Í hartnær 150 ár hafa derhúfur verið þögull verndarengill í baráttunni gegn undiroki hins glóandi risa. Hverjum menntaskólanemanda ber að skilja gildi derhúfunnar og það þrekvirki sem hún hefur unnið gegn ofurefli ofbirtu. En þið spyrjið eflaust: Hvaðan koma þetta furðulega höfuðfat? Má ég nota það þótt ég sé ekki swag og jafnvel „yolo“ rappari? Hvernig í ósköpunum finn ég derhúfu við mitt hæfi? Örvæntið ekki, því við erum komin til bjargar með allt sem þið þurfið að vita um réttu derhúfuna.

Uppáhaldsflíkin þín er úr... a. Herrafataverslun Guðsteins Eyjólfssonar eða Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar b. Ull af sauðnum sem þú slátraðir í gær c. H&M heldurðu, manst það samt ekki alveg en H&M þykir þér gott svar d. Kronkron, Spúútnik, Kormáki og Skildi, einhverri svona búð sem bara þú veist um

Þú ert á vappi í miðbænum og heyrir rapp, þú... a. Þú ræskir þig hneykslaður, heldur fyrir eyrun og gengur rösklega í burtu b. Þú tekur í nefið, hefur svo uppi á sökudólgnum og yrkir ferskeytlu c. Þér finnst þetta svosum allt í lagi, bara töff, hugsar ekkert meira um það. d. Þú skorar á tónlistarmanninn/útvarpið í rappbattle.

Þinn fullkomni sunnudagur er... a. Golf- eða krikketlautarferð og Macbeth um kvöldið b. Heyið er komið í baggana sem gefur meiri tíma til sláturgerðar c. Það er eitthvað gott í sjónvarpinu og þú ert búinn með stærðfræðiheimadæmin d. Þú sefur til fjögur eftir hart djamm og hangir á Hressó til vikuloka.

Þér er boðið á klassíska tónleika í Hörpu? Þú... a. Þú varst þegar búinn að kaupa miða í betra sæti, en þakkar samt pent fyrir þig. b. Nei, klassísk tónlist er sandpappír c. Jú það er bara fínt sko, þú veist samt voðalega lítið um svona sinfóníur d. Þú ferð, en bara til að finna gott beat fyrir nýja lagið þitt.

Þú ferð í Ikea til að kaupa... a. Kjötbollur, það er vúlgert að kaupa fjöldaframleidd húsgögn b. Ekkert, Svíþjóð er í ESB c. Skrifborð og garðstól. d. Ekkert. Þú kaupir öll húsgögn þín í Spúútnik

Það stendur „missed call“ í símanum þínum og þú... a. Það getur ekki staðist, þar sem síminn þinn er skjálaus antíkmunur b. Keyrir á næsta býli og biður fólkið þar um að þýða útlenskuna c. Hringir til baka d. Ekkert, ef einhver vill hafa samband við þig þá getur hann hringt aftur.

Þú ert að kaupa í matinn fyrir gamlárskvöld, aðalrétturinn er... a. það dýrasta sem fæst. b. Lundir af sauðnum sem þú slátraðir í gær c. Bara eitthvað gott, kannski kaupirðu kalkún d. Djamm

Flest A Þú ert sannarlega séntílmenni og menningarviti. Þér er þó illa við það sem er móðins í dag og vilt hverfa aftur til gamalla gilda. Fólk ber virðingu fyrir þér og pípuhatturinn á vel við þig.

Flest B Þú ræktar land þitt og hefur litla þolinmæði fyrir duttlungum borgarbúa. Þú klæðir þig af praktískum ástæðum og traktoraderhúfan er engin undantekning þar á,

Flest C Þú hefur engar afgerandi skoðanir eða hæfileika. Þú fellur inn í mannfjöldann eins og flís í IKEA skrifborðinu sem þú keyptir þér því það er svo hagkvæmt. Þú ert meðaljón, þú klæðist gulri derhúfu og kýst blátt því það er það sem allir hinir eru að gera. Engu að síður ertu sjálfsagt góð manneskja og engan veginn jafnfyrirlitleg og hinar þrjár. Í raun ertu langsympatískur allra sem bera derhúfu, þú ert frábær. En við hötum þig.

7 | loki laufeyjarson

Flest D Já ókei, þú ert of töff fyrir eigið skinn. Þú ert svalari en við hin og þú veist það. Þú keyptir þér derhúfu þegar allir svölu gaurarnir voru að fá sér svoleiðis en nú þegar hún er orðin mainstream líður þér eins og þorski á þurru landi. Senn mun hún falla úr tísku og þú munt læsa hana inn í kistunni merktri „So last week“. Þú hugsar þér samt gott til glóðarinnar þegar snapbackið verður retro og þú getur notað það aftur.


vídjóleigan deyr Í fyrndinni, löngu fyrir tíma Blu-ray High Definition 3D High Frame Rate 3000, voru til eins konar verslanir sem höfðu það einasta markmið að selja bland í poka og leigja út vídjóspólur. Alla jafna voru þessi fenómen kölluð vídjóleigur og þar eyddir þú mörgum stundum. Þú valhoppaðir eflaust létt á fæti eða hljópst eins og fætur toguðu, himinlifandi því mamma hafði ekki bara látið þig fá 500 kall fyrir mynd heldur líka 100 kall fyrir nammi! Það var laugardagur og þú skóflar tvöfalt fleiri karamellum í plastpokann en venjulega. Þú þarft ekki að kaupa kók, mamma keypti það í Bónus á túkall því það er verðstríð sem þú hefur ekki hugmynd um. Að lokum líturðu glaðbeitt á hillurnar með myndunum og hamingjusamur ertu þegar þú rekur augun í Harry Potter og fangann frá Azkaban. Sumarið 2005 er horfið út í buskann, nammið bragðast ekki eins, kókið hefur hundraðfaldast í verði og það eru komnar fimm Harry Potter

myndir í viðbót. Það er ekki hægt að leigja gamla spólu fyrir hundraðkall í dag. Það er ekki einu sinni hægt að kaupa eitt lítið skitið snickersstykki fyrir þann pening. VHS hefur vikið fyrir DVD sem hefur vikið fyrir Blu-Ray sem mun senn víkja fyrir Blu-Ray 3D HD. Og tími vídjóleigunnar, sigurhæðar bernskubreksins, er liðinn undir lok. Vídjóljónið, Gerpla og Bónusvídjó liggja í blóði drifnum valnum. Við gáfumst upp á spólum og paprikustjörnum, við rerum á önnur mið, á mið PirateBay og Burn í tonnatali. Nú þurfum við ekki að bíða í hálft ár með 500 kall í hönd, við fáum myndina í Camgæðum daginn eftir frumsýningu. Við megum sannlega heita heppin. Auðvitað var leiðinlegt að spóla til baka og auðvitað var það okur að rukka 500 krónur fyrir þriggja ára gamla mynd sem við fyrirlítum í dag. Ætli vídjóleigan væri sami gleðigjafinn nú ef hún væri sveipuð sama dýrðarljóma og 2005? Nei sjálfsagt ekki. Við erum einfaldlega of fullorðin

8 | loki laufeyjarson

núna, við erum vaxin upp úr þeirri einföldu heimssýn sem vídjóleigan býður upp á. Nú einkennist okkar kynslóð af sínum raffíneraða smekk, hún horfir á hágæða amerískt efni eins og Jersey Shore og Expendables 2. Það þarf ekki lengur að mata okkur, við erum ekki heiladauðir kálhausar heldur fullorðnir góðborgarar sem borga 1500 krónur til að sjá nýjustu Katherine Heigl myndina í þrívídd. Vídjóleigan mun samt alltaf fylla okkur nostalgíu og minningum um æskuna sem er á bak og burt. Þannig sitja nú fáeinir við rúmstokk fenómensins í dauðateygjunum. Gullöld vídjóspólunnar er liðin undir lok og það húmar hægt að kvöldi yfir vídjóleigum landsbyggðarinnar. Senn munu þessar stoltu verslanir hverfa endanlega af íslenska hluta jarðkringlunnar. Skottastu út og leigðu þér gamla Katherine Heigl mynd. Og kannski White Chicks í þokkabót.


smáauglýsingar Tuttugu og tveggja ára gamall nemi með óflekkað mannorð býður fram krafta sína við rekstur skólans (helst stjórnunar). Hef mikla reynslu af trúnaðarstörfum fyrir Skólafélagið og er því betur í stakk búinn en margur annar til að stjórna Menntaskólanum. Virðingarfyllst, Þengill Björnsson Já nei hér, er að semja hina geipilegu MR-lingóorðabók um slangrið sem Jóhann Páll kenndi mér. Er ekki einhver king til í að fjármagna þetta legend fyrir straginn? Óli úr Morfís og Gettu betur

nýjar dönskubækur Það er skólastjórn sannur heiður að tilkynna að Menntaskólinn hefur náð samkomulagi við Rauðu seríuna um útgáfu á bókum fyrir kennslu í dönsku. Nemendur skólans hafa lengi verið þekktir fyrir yfirgripsmikla þekkingu á danskri erótík og á stjórnin þá ósk heitasta að bækurnar njóti vinsælda á við sígildar sögur eins og Det forsømte forår. Þó er ljóst að þessar bækur munu eiga þungan róður fyrir höndum ef þær ætla sér að komast á sama stall og stórvirkið Hvid sommer, en sú bók olli straumhvörfum í lífi saklausra og íhaldsamra hippa á níunda áratugnum. Dönskukennari við MR var þó vonlítill þegar blaðamaður Loka náði tali af honum. Hann tjáði honum að þrátt fyrir vilja til framfara sé smásagnaheftið í 4. bekk mun betri lesning. „Þessar bækur eiga ekkert í Lotte“ sagði kennarinn að lokum og brosti.

Þið getið keypt miða á Falskan fugl á midi.is eða í öllum betri bíóhúsum landsins. Rakel Björk

Hæj er að leita að einhverjum til að hringja skólabjöllunni fyrir mig, næ ekki upp í hana, nenni þessu ekki lengur. Guðbjörg Erla

Megum við hringja núna? Heimdallur

Hefur einhver séð Morfísarbikarinn? Framtíðarstjórn

Vantar ramma (helst úr málmi) utan um forsetamyndina mína, einhverjar ábendingar um góða innrömmunarþjónustu? Arnór Gunnar

Hæhæ, hvaða fleiri orð ríma við Birna en spyrna? Vongóður inspectorskandídat

stelpa sést í 12:00 Tímamót voru í gær í sögu Verzlunarskóla Íslands þegar stelpa sem var ekki strákur lék í atriði skemmtisketchaþáttarins 12:00. Segja má að skólinn sé klofinn í afstöðu til málsins, enda mjög nýmóðins afstaða hjá umsjónarmönnum þáttarins. Stelpur hafa áður sést í þáttunum (frægasta dæmið er líklega lagið Breyttir tímar) en hafa þá jafnan verið hluti af leikmyndinni. Það framúrstefnulegasta í þessu þykir þó að stelpan var hvorki léttklædd né hlutgerð. Í samtali við fréttastofu sagði meðlimur 12:00 að þó ákvörðunin væri vissulega djörf væri hún einnig þörf. Hann sagði þetta eins konar tilraun til að sýna fram á að 12:00 sé ekki einvörðungu kallaklúbbur. Enn fremur sagðist herramaðurinn ekki vera afturhaldsseggur.

9 | loki laufeyjarson

Tökum við nemendum af málabraut sem meika ekki latínuna Menntaskólinn við Hamrahlíð

Almenn náttúrufræði, náttúrunýting, þjóðgarðar og verndarsvæði, náttúra og saga

Náttúru- og umhverfisfræði www.lbhi.is


kaffi, kaffi, kaffi Það er flott að vera týpa og ganga um miðbæinn með hálfan líter af bragðbættri mjólk í pappamáli og sötra það í dagsins önn, en okkur í ritstjórn finnst þá skilyrði að fólk viti úr hverju bollinn er búinn til. Allir kaffidrykkir eru espresso í grunninn en þeir breyta um nafn eftir því hvað út í þá er sett. Espresso er, samkvæmt ítalskri skilgreiningu, búinn til úr sjö grömmum af kaffi, á níu kílóa þrýstingi, tveir og hálfur sentilítri, tekur tuttugu og fimm til tuttugu og átta sekúndur að renna í gegnum sveifina og borinn fram í ljósu postulíni. Þessi skilgreining er að sjálfsögðu ekki algild, en það eru til margar útfærslur af espressogerð byggðar á þessari grunnskilgreiningu.

Sá drykkur sem er fólki hvað kunnugastur Caffé Latte, en á ítölsku þýðir caffé latte einfaldlega kaffi mjólk, eða kaffi með mjólk. Mjólkin er þá flóuð, og vanalega hituð upp í um 60°c en látin bíða þar til hún er 57°c og þá er henni hellt saman við espressoinn. Hlutfallið milli mjólkur og kaffis er mjög misjafnt eftir kaffihúsum og smekk. Mjólkurmagnið er ætíð að aukast og bragðast drykkurinn því mun minna eins og kaffi en upprunalega hugmyndin var. Afbrigði af Caffé Latte eru mörg en þá ber helst að nefna Swiss Mocca. Grunnhugmyndin er þá að blanda saman kaffi og súkkulaði, en á flestum kaffihúsum er það ekki svo auðvelt. Er þá búinn til latte, nema áður en mjólkinni er hellt á espressoinn er súkkulaðisósu hrært saman við hann og ofan á það er oft settur þeyttur rjómi. Á flestum kaffihúsum er þó hægt að fá klassískan swiss mokka, þar sem heitu súkkulaði er hellt við espressoinn. Kallast hann t.d. Súper Swiss á Kaffitári. Kaffi DaVinci, eða Latte með sýrópi, er annað afbrigði af hinum klassíska Caffé Latte. Þá er notuð sama tækni og við Sósu-Swiss Mocca, nema í staðinn fyrir sósuna er sett sýróp að eigin vali. Annar klassískur kaffidrykkur er Cappuccino. Þá er mjólkin freydd og síðan hellt saman við espressoinn. Á ítölskum mælikvarða á einfaldur cappuccino að vera um 15 cl. (og tvöfaldur þá 17.5 cl) en eins og með latte hefur mjólkurmagnið sumstaðar

10 | loki laufeyjarson

farið út í ystu öfgar. Caffe macchiato og cortado eru í grunninn það sama og Cappuccino og Caffe Latte nema með mun minni mjólk.. Macchiato er þá espresso með freyddri mjólk, en mjólkurmagnið sem og áferðin eru nokkuð breytileg. Orðið þýðir á ítölsku ,,flekkóttur”. Cortado er upprunalega portúgalskur kaffidrykkur, en þar er sett saman við espressoinn flóuð mjólk eins og í latte, en mun minna magn. Á ítölskum kaffihúsum er ekki talað um cortado þar sem mjólkurmagnið í latte þar er svipað því sem væri cortado annarsstaðar. Americano er espresso útþynntur með vatni. Drykkurinn varð til þegar ameríkubúar komu til Ítalíu og báðu um uppáhellt kaffi, sem var þá ekki til. Fundu Ítalir upp á þessu sniðuga ráði til þess að verða könunum til geðs. Nú höfum við frætt ykkur um þessa helstu drykki og vonum að þið séuð öll ögn fróðari en áður um kaffi og kaffigerð. Ritstjórn hvetur samnemendur sína til þess að prófa sig áfram þegar kemur að kaffidrykkju og vonumst við til að rekast á sem flest ykkar á kaffihúsum bæjarins.


ríkissjónvarpið

í rusli

Hringekjan

Í óravíddum Fésbókarinnar er til lækjarsíðan „Verra en hringekjan“. Það er afrek út af fyrir sig. Uppistand Ara Eldjárns bætti þættina stórlega, en afstaða þáttastjórnenda var sú að hæfileikaríkasti Íslendingurinn þyrfti að hafa einhverja tilgangslausa náðargáfu. Að nokkrum þáttum loknum var meira að segja dagskrárstjóra ofboðið og Hringekjan snýr ekki aftur.

Á tali hjá Hemma Gunn

Íslenska útgáfan af Friends, ekki fyndnir. Það þarf ekki að tíunda frekar.

Maður sem hefði passað fullkomlega inn í keppnina um hæfileikaríkasta Íslendinginn. Hemmi Gunn var landsliðsframherji þó hann gæti ekki skorað, söngvari þótt hann kynni ekki að syngja og þáttastjórnandi þó hann væri ekki skemmtilegur. Þegar horft er á þessa þætti núna áttar maður sig á því hve guðsvolað land Ísland var langt fram á 21. öldina. Enn fremur verður maður afruglurum og gervihnattadiskum afar þakklátur. Þetta þótti fólki samt skemmtilegt á 9. og 10. áratugnum. Hemma Gunn til varnar þá var Unnsteinn Manuel í peysu merktum þáttunum í myndbandinu við Glow.

DansDansDans

Á tali við Hemma Gunn

Marteinn

Vá alveg ógeðslega frumleg íslensk útgáfa af amrísku þáttunum So You Think You Can Dance. Einhver veglegasta nafngift á íslenskum sjónvarpsþætti, Dans Dans og Dans! Ekki spillir lagið fyrir: „Dans, dans, dans, dans, daaaaaaaaans“. Allir eru frábærir og lífið er rosalega rosalega skemmtilegt. Síðan er alltaf gaman að líta inn á æfingar hjá keppendum og heyra skoðanir þeirra á öllu milli himins og jarðar.

Kexverksmiðjan

Sketchaþættir með húmorslausu ívafi.

Viðtöl Þórhalls Gunnarssonar við Hemma Gunn um Á tali hjá Hemma Gunn eru skýrasta birtingarmynd þess að Ríkissjónvarpið er orðið andlega gjaldþrota. Brot úr þessum þáttum var notuð í Skaupinu. Ég ætla að endurtaka þetta: ekki leikið atriði, brot úr sjálfum þáttunum. Óbreytt. Þetta var fyndnasta atriðið í Skaupinu. Hemmi Gunn, Þórhallur Sigurðsson og Gísli Marteinn (wtf???) náðu varla að draga andann fyrir hlátri þegar þeir horfðu á meira en 20 ára gömul brot úr íslenskum spjallþætti. Ekki nóg með það, þetta var sýnt beint eftir Kastljós á hverjum föstudegi. Það á ekki af þessari þjóð að ganga.

11 | loki laufeyjarson


söngkeppni skólafélagsins Söngkeppni Skólafélagsins var haldin i Austurbæjarbíói föstudaginn 1. febrúar. Það var greinilegt að Skemmtinefnd Skólafélagsins hafði skipulagt keppnina í þaula, því hún var frábær og engin rosaleg mistök nema

Karólína Jóhannsdóttir: Karólína steig fyrst á svið og flutti Heartbeat eftir Nneka. Flutningur Karólínu var kraftmikill og glæsilegur og var það til að þess hún hreppti annað sæti sem hún átti svo sannarlega skilið. Sandra Smáradóttir: Næst á svið var Sandra Smáradóttir en hún flutti lagið Soldier eftir Gavin Degraw. Sandra sýndi áhorfendum að hún getur svo sannarlega sungið og þó að hún hafi ekki endað í topp þremur þá getur hún verið ánægð með sína frammistöðu.

smávægilegir tækniörðugleikar. Dómaratríóið skiðpuðu þau Jón Jónsson, Sigríður Thorlacius og Þórður Jörundsson. Kynnar kvöldsins voru ekki af verri endanum því það voru þau Guðmundur Jóhann og Kristín Ólafsdóttir. Það má í

Þórunn María Gizurardóttir: Þórunn flutti lagið Titanium eftir David Guetta . Það var gaman að fá eitt almennilegt „stuðlag“ svona snemma í keppninni. Þórunn flutti lagið vel og náði líklegast athygli allra. Tanja Teresa og Ingunn Elísabet: Tanja og Ingunn ákváðu að taka lagið Wonder eftir Emeli Sandé. Tanja var frábær á sviðinu og sýndi að hún er enginn aukvisi í söngbransanum enda skein krafturinn frá henni. Ingunn gaf henni heldur ekkert eftir og var flott bakrödd.

12 | loki laufeyjarson

raun segja að það hefði verið vel þess virði að koma bara að horfa á þau þar sem þau voru einstaklega fyndin og skemmtileg. Sigurvegari Söngkeppninnar í ár var hún Rakel Björk og vill Loki Laufeyjarson óska henni til hamingju með sigurinn.

María Einarsdóttir og Páll Sólmundur: María og Páll tóku þátt í flestöllum atriðum kvöldsins og fluttu saman lagið This Charming Man eftir The Smiths. María og Páll voru flott á sviðinu hvort með sinn gítarinn. Skemmtilegur flutningur hjá flottum krökkum. Jakob Gunnarsson: Þá var komið að Jakobi Gunnars að flytja lagið Bridge Over Troubled Water eftir þá Simon og Garfunkel. Eins og frægt er þá vann Jakob söngkeppni MR 2011 en tókst ekki jafn vel upp í ár þó svo að frammistaða hans hafi verið mjög góð.


Rakel Björk Björnsdóttir: Rakel valdi lagið Songbird með Evu Cassidy. Rakel hefur einstaka söngrödd og flutti lagið með glæsilegum tilþrifum. Rakel sigraði í Söngkeppni MR 2013 og og mun því keppa fyrir hönd MR í Söngkeppni framhaldsskólanna. Rakel verðskuldaði þetta svo sannarlega enda frammistaðan aðdáunarverð. Ólafur Ásgeirsson: Óli Ásgeirs var ekki að þreyta frumraun sína í Söngkeppni Skólafélagsins. Óli tók lagið Yellow Ledbetter með Pearl Jam og sýndi áhorfendum að hann kann heldur betur að syngja og heillaði marga með sinni sexí röddu. Óli var síðasti keppandinn fyrir hlé. Anna Lotta Michaelsdóttir: Anna var heldur betur djörf í lagavali og söng aríuna Che faro senza Euridice úr óperunni Orfeo e Euridice eftir Glück. Ótrúlega gaman að fá aríu til þessa að breyta stemningunni í keppninni, kraftmikil og skemmtilegur flutningur frá Önnu Lottu. Jón Sigurður og Páll Sólmundur: Nonni og Palli tóku lagið Time með Pink Floyd. Flutningur þeirra var frábær og það fannst áhorfendum líka þar sem þeir voru kosnir vinsælasta atriðið. Annað skiptið á jafnmörgum árum sem Jón Sigurður hlýtur þennan titil. Gunnar Aðalsteinn Gunnlaugsson: Gunnar valdi lagið Climax með hinum sívinsæla Usher. Það má með sanni segja að margir hafi verið að bíða eftir þessu atriði. Hér skal fullyrt að Gunnar flutti Climax eins og enginn hefur heyrt það áður, sannarlega hugrökk frammistaða hjá Gunnari. Gunnar Thor og Páll Sólmundur: Þá var komið að seinasta atriði Palla og það var með Gunnari Thor og völdu þeir að synga lagið Sound of silence eftir Simon

13 | loki laufeyjarson

& Garfunkel. Það vildi svo óheppilega til að hljóðneminn hans Palla bilaði og þar af leiðandi heyrðist bara í Gunnari. Þeir fengu hins vegar að stíga aftur á svið og þá heyrðist vel í Palla. Heyrst hefur að fólk hafi farið að brynna músum yfir flutningnum á þessu fallega lagi. Eva Björk Davíðsdóttir: Eva tók lagið Stay með Rihönnu. Eva flutti lagið með stakri prýði og má líklegast fullyrða að Eva sé ein af bestu söngkonum skólans. Eva uppskar eins og hún sáði og hlaut fyrir frammistöðu sína þriðja sæti. Svo sannarlega vel að verki staðið hjá Evu. Heiður Lára og María Einarsdóttir: Heiður og María fluttu lagið Skinny Love með Bon Iver. Þær ákváðu að vera frumlegar og sitja á meðan þær sungu. Þrátt fyrir það að sitja þá var flutningur þeirra frábær og ástríðufullur. Jóhanna Elísa Skúladóttir: Jóhanna söng lagið You Raise Me Up með Josh Groban. Jóhanna tók lagið trompi gaf allan sinn kraft í flutninginn. Glæsileg frammistaða frá Jóhönnu sem hún má vera stolt af. Ragnhildur Vala og Ásdís Guttormsdóttir: Ásdís og Ragnhildur stigu seinastar á svið og sungu Valerie, Amy Winehouse útgáfuna. Þær luku svo sannarlega þessari söngkeppni með stæl. Flutningur þeirra var orkumikill og flottur. Tilburðir þeirra á sviðinu voru magnaðir. Einnig voru margar bakraddir og hljóðfæraleikarar sem ekki var minnst á, þar sem þeir voru ekki alltaf kynntir. Þeir stóðu sig samt allir frábærlega sem og hljómsveitin sem spilaði ógrynni ólíkra laga og eiga þau hrós skilið fyrir framlag sitt.


arnór forseti vor og frelsari

Klukkan er fjögur. Það er heiðskírt og vindurinn leikur um andlit okkar þegar við göngum út úr tólfunni fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík, elstu menntastofnun í heimi. Fyrr um daginn höfðum við fengið Facebook message frá þessum merkismanni að við mættum heimsækja hann á heimili hans, Amtmannsstíg, á slaginu 16:05 þar sem við fengjum að upplifa korter af návist hans, forsetans! Þegar við komum inn tekur Pétur Björnsson úlpurnar okkar og leggur þær í fatakompu forsetans, betur þekkta sem „skrifstofu Skólafélagsins“. Svo leiðir hann okkur í fundarsal Framtíðarskrifstofunnar þar sem Arnór Gunnar situr í forsætinu að pússa rykið af gömlum Framtíðarskírteinum. Okkur er boðið upp á ókeypis dós af Burn sem var geymd í einkakæli forsetans. Þegar við erum sest niður í mjúkan sófann heiðrar hann okkur með handabandi og hefst þannig spjallið við forseta Framtíðarinnar. „Já gaman að sjá ykkur hér“ Aðspurður segist Arnór hafa búist við okkur og því hafi hann verið á Framtíðarskrifstofunni, „já gaman að sjá ykkur hér“ tjáir Arnór okkur og brosir í kampinn. „Já ég er stundum hér, forsetaembættið er jú ekki fyrir neinar puntudúkkur“ segir hann hlæjandi, og biður Pétur um að ná í epli handa sér og skrifa það á Framtíðina. Framtíðin gamalt félag Arnór varð 19 ára í nóvember síðastliðnum og veit því ýmislegt um aldur, „já Framtíðin er gamalt félag, mér skilst að það sé að verða 130 ára í ár. Það þýðir að hér hafi forsetar starfað á diskótímabilinu, það þykir mér furðu sæta.“

14 | loki laufeyjarson

Púkinn sem varð forseti Eins og flestir vita er Arnór mikill fagurkeri og listunnandi. Við spurðum hann því hvort að hann hefði tekið þátt í Herranótt á sinni skólagöngu: „Já, ég lék í sýningunni í fyrra. Hún hét Rökkurmyrkur minnir mig. Ég man að ég lék einhvers konar púka. Það hjálpaði ekki ímynd minni sem pólitíkus“ segir Arnór og skellir enn á ný upp úr. Aðspurður um gæði verksins skýtur Arnór þó föstum skotum: „Mér þótti það skrambi lélegt. Enda sá ég ekki um að semja það. Ég ætla rétt að vona að ritteymið hætti sem fyrst í Herranótt og komi aldrei nálægt skrifum aftur!“ Eignaðist konu gegnum lagasetningu Þegar við spyrjum Arnór um unnustu hans vottar fyrir glampa í augunum: „Já við Katrín kynntumst á Framtíðarfundi hérna í haust og okkur kom svo óendanlega vel saman að við ákváðum bara að stofna embætti í sameiningu. Það heitir semsagt Forsetafrú Framtíðarinnar og mun Katrín gegna því embætti fram á Dimissio. Og kannski enn lengur ef ég hlýt í annað sinn náð fyrir augum meðlima Framtíðarinnar í komandi forsetakosningum. Eitt kjörtímabil er allt of lítið. Svo eru lög Framtíðarinnar mjög óljós og meðan ástandið er þannig, er langvissast að treysta á mann með reynslu.“ Arnór notar snilli sína í lagasetningu óspart, enda hefur hann fengið viðurnefnið Arnór Gunnar lagabætir. Nafnið kom fyrst til þegar hann var formaður Lagatúlkunarnefndar „Skólafélagsins“ í 4. bekk. „Já, þetta var alveg ómetanleg reynsla og ég held að ég hefði ekki komist á þann stall sem ég er nú á án þessa embættis.“ Reynslunni ríkari Arnór Gunnar hefur setið í óþolandi mörgum embættum og hefur nú síðast stolið Morfíssæti Jóhanns Páls sem „lauk stúdentsprófi“ síðasta vor. Þó segir hann starf sitt fyrir Myndbandanefnd vega þyngst í farteski reynslunnar sem hann staulast með hvern einasta dag í strætó. „Ég tek semsagt strætó númer 6 á hverjum morgni. Þannig skil ég betur hvernig hið einfalda hjarta pöpulsins slær“ segir Arnór og brosir af sinni alkunnu og einkabifreiðarlausu hógværð. „Snáfið nú út!“ Nú er tími okkar á þrotum og Arnóri þykir réttast að sýna okkur þau djásn sem Amtmannsstígur hefur upp á að bjóða: „Hérna er Framtíðarskjöldurinn og snáfið nú út!“ Eftir stutta myndatöku sem Arnór fellst á eftir langvinnar þrætur réttir þarna Birna eða Hrönn okkur yfirhafnirnar úr Inspectorskompunni og Arnór rekur á eftir okkur uns við erum komnir niður á strætóstöðina við Lækjartorg með stjörnuglýju í augunum. EITT ÁR ENN ARNÓR, EITT ÁR ENN!!!


Við bjóðum 20% af bíómiðanum og meira popp og gos Þegar þú greiðir með Stúdentakorti Íslandsbanka í Smárabíói, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri færðu stórt gos og popp á verði miðstærðar og 20% afslátt af bíómiðanum – alla daga. Skoðaðu frábær tilboð og fríðindi á islandsbanki.is

Skannaðu kóðann til að ná í appið og hafðu bankann í vasanum.

Finndu okkur á Facebook. www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn

Afslátturinn gildir hvorki með öðrum tilboðum né á sýningar í lúxussölum.

Við bjóðum góða þjónustu

islandsbanki.is | Sími 440 4000

15 | loki laufeyjarson


vetrarfrís-

vestrar

The Good, the Bad and the Ugly Sergio Leone, 1966

Lokakaflinn í Dollars trílógíunni er einn skemmtilegasti vestri sem um getur. Meðan borgarastyrjöld geisar í Bandaríkjunum keppast þrír menn um falinn fjársjóð. Myndin býður upp á nokkrar frægustu senur kvikmyndasögunnar, frábæra tónlist og stórkostlegan húmor. Clint Eastwood, Lee Van Cleef og Eli Wallach fara á kostum og ekki skrýtið að þessi mynd njóti enn gífurlegra vinsælda.

True Grit Joel og Ethan Coen, 2010

The Ox-Bow Incident William A. Wellman, 1943

Coen bræður + Jeff Bridges = góð mynd

Múgæsing er tekin vel fyrir í þessum fína vestra sem leggur minni áherslu á hasar en þeim mun meiri á grimmd blóðþyrsts samfélags. Henry Fonda stendur sig vel sem málsvari réttlætisins, hann lék það hlutverk síðar ógleymanlega í 12 Angry Men.

Once Upon a Time in the West Sergio Leone, 1968

Annað meistaraverk frá Sergio Leone. Henry Fonda á stórleik sem illmennið Frank. Hinn dularfulli „Harmonica“ reynist honum erfiður og úr verður blóðugur, spennandi og ótrúlega skemmtilegur vestri. Þess má geta að heiðursgestur RIFF, Dario Argento, var einn handritshöfunda myndarinnar. 16 | loki laufeyjarson

Django Unchained Quentin Tarantino, 2012

Það tekur því varla að byrja á að segja frá Django en: Nýjasta snilld Quentin Tarantino fjallar um svertingjann Django sem tannlæknirinn (djók, hausaveiðarinn) King Schultz frelsar til að hjálpa sér við verkefni. Að verkefninu loknu fara Django og King í leit að eiginkonu hins fyrrnefnda sem hefur verið seld til hins illræmda Calvin Candie. Í leikhópnum eru m.a. Jamie Foxx, Christoph Waltz, Leonardo DiCaprio og Samuel L. Jackson, semsagt gott.


Lögmenn Bankastræti slf. - LMB.is

0

Fyrstu skrefin í landslagsarkitektúr!

Umhverfisskipulag við LbhÍ www.lbhi.is

17 | loki laufeyjarson


an铆ta hinriksd贸ttir hlaupadrottning

18 | loki laufeyjarson


blaðamaður settist inn á ónefnt kaffihús í miðbæ Reykjavíkur á sólríku föstudagseftirmiðdegi og beið í dágóða stund eftir viðmælanda sínum, hlaupadrottningunni Anítu Hinriksdóttur. Aníta er, ásamt því að vera í þriðja bekk Menntaskólans, í fjórða sæti yfir bestu konur undir tvítugu á heimsvísu í 800m hlaupi, Norðurlandamethafi í sama flokki OG Íslandsmeistari kvenna í sama hlaupi. Auk þess er hún Íslandsmeistari kvenna í 400m. Aníta er á leið á Evrópumeistaramót í frjálsum íþróttum núna seinna í mánuðinum þar sem hún kemur til með að keppa í 800m hlaupi. Þegar ég var farinn að efast um að hún kæmi yfir höfuð valsaði hún inn, hárið bundið upp í snúð og augun varin frá sólinni með stórum sólgleraugum. Hún klæddist hvítum pelsi, eins og henni einni er lagið, og svörtum, háhæluðum stígvélum. Hún tók af sér gleraugun og nikkaði til blaðamanns um leið og hún pantaði sér macchiato bolla. Hún heilsaði með kossum og var óð í að byrja viðtalið svo ég spurði hana hvenær áhuginn fyrir hlaupunum hefði kviknað og hvenær hún hefði byrjað að æfa frjálsar íþróttir. „Það hefur náttúrlega alltaf, þökk sé fjölskyldunni og fjölskylduvinum, legið í undirmeðvitundinni hjá mér að verða hlaupakona,“ sagði Aníta og fékk sér sopa af kaffibollanum. „Ég vissi að með því móti myndi ég bæði gera foreldra mína stolta sem og ná frægð og frama í samfélaginu. Þannig að það má í raun segja að ég hafi byrjað að æfa frjálsar andlega ekki nema fimm ára gömul eða svo, en andlega

hliðin er vissulega jafn- ef ekki mikilvægari en líkamlega hliðin. Ég byrjaði svo að mæta á æfingar fimm árum seinna, eða tíu ára gömul.“ Aníta var bersýnilega vanari svona viðtölum en undirritaður, ég einbeitti mér að því að tala skýrt í diktafóninn, annað en hlaupakonan sem lét eins og ekkert væri eðlilegra en einmitt þetta samtal. Ég fann að ég kom henni á óvart þegar ég spurði hver lykillinn á bakvið hennar árangur væri, hverju hún gæti mælt með fyrir verðandi afreksfólk á hennar sviði. Hún hikaði aðeins, „þó það hljómi kannski voða klisjukennt að segja þetta, þá eru það jú þessir þrír hlutir, að borða hollt, hvílast vel og síðast en ekki síst að hafa trú á sjálfum sér sem gera útslagið.“ Mér fannst hún horfa ögn ásakandi á mig, eftir þessa setningu fann ég að allt stress sem hafði örlað fyrir hjá mér áður var horfið á brott. „Ég veit ekki hvar ég væri hefði ég ekki haft mikla trú á sjálfri mér í gegnum allan þennan tíma,“ hugsaði Aníta upphátt. Aníta er með þeim bestu, ef ekki best, á sínu sviði hérlendis, og maður kemst ekki hjá því að spyrja sig hversu mikill tími fer í æfingar hjá henni á viku, hún kímir út í annað og segir að hún eyði nánast öllum sínum vökustundum í æfingar eða undirbúning fyrir þær, þá komum við aftur að andlegu hliðinni sem hún talaði um áðan. „Ég er ekki að segja að ég geti ekki hugsað um neitt annað en íþróttir, en málið er bara að þetta verður alltaf til staðar, ég er alltaf á brautinni í undirmeðvitundinni, svo lengi sem ég er að stunda hlaupin.“ Ég geri mér grein fyrir því að við viljum ekki tala illa um neinn

19 | loki laufeyjarson

hér, en ég spurði Anítu hver hún myndi segja að væri hennar helsti keppinautur. Það færðist bros yfir andlit Anítu og hún sagði hálfhlæjandi „Á sviði íþróttanna eða í ástarlífinu,“ og sló til mín og skellti upp úr, „Nei ég segi nú bara svona, en minn helsti keppinautur er náttúrlega fyrst og fremst ég sjálf, því við hvern á maður að vera að keppa ef maður keppist ekki við að bæta sjálfa sig stöðugt?“ Nú er Aníta ekki bara hlaupakona, heldur er hún líka stjörnunámsmaður svo ég spurði hana hvernig samspilið á milli æfinga og námsins virkaði. „Þetta endalausa limbó milli æfinga og heimalærdóms er náttúrlega rosalega strembið, en ég er mjög heppin með aðstandendur og kennara sem taka (mismikið) tillit til mín þegar kemur að einkunnum, seinkomum og mætingu. Annars veit ég nú ekki með viðurnefnið „stjörnunámsmaður“, ég er nú bara þessi klassíska týpa sem flýtur með,“ sagði Aníta og blikkaði mig. Eftir að hafa rennt snögglega yfir spurningarnar hér að ofan tók ég eftir því að þær voru allar tengdar hlaupunum, en Aníta hlýtur að vera meira en bara hlaupakona, þó svo að hún hugsi kannski stanslaust um hlaupin. „Jújú að sjálfsögðu er maður það, veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki átt mér annan samastað en Höllina öll þessi ár. Ég hef til að mynda rosalega gaman að tónlist og þá er Carla Bruni í miklu uppáhaldi og svo finnst mér þetta alveg dásamlegt líka, að sitja á kaffihúsum og spjalla við fólk“ sagði Aníta og horfði yfir kaffihúsið.


......................................................................... .................................... ...........-...spjallið ......................mr . . . . . . . . . . . . . ........................................................................... ........................................................................................... ..................................................................................... ................................................................................... ..................................................................................... .................................................................................... ...................................................................................... ................................................................................... .................................................................................... ................................................................................. ................................................................................. . . . . . . . Hólmfríður Í Steinþórsdóttir 3. H

Ertu komin með target fyrir árshátíðina? Nei ekkert sérstakt, kannski Guð. Hvert ætlar bekkurinn út að borða? Sko, við ætlum að vera svona fancy pancy og fara á Roadhouse. Hversu peppuð ertu? Ógeðslega peppuð! Hvað helduru að þemað verði? Dýrin í Hálsaskógi

Atli Pálsson, Birgir Hauksson og Hermann Ólafsson 4. R

Hvert er targetið ykkar? Sara í 3. I Hversu peppaðir eruð þið? $wagalega peppaðir Hvað ætlar bekkurinn að gera fyrir árshátíð? Við ætlum að byrja daginn rólega í kökuboði heima hjá Atla, síðan færum við okkur í dýrari týpuna og fáum okkur rúgbrauð með rjóma um kaffi leitið og endum matarveisluna svo með veislubakka frá Subway. Hvað haldiði að þemað verði? Örugglega Biblíuþema, Arnór er svo heilagur. Hvaða lag kemur ykkur í gang? Vinir í raun með Tomma og Jenna

Harpa Ósk Björnsdóttir 5. Y

Ertu komin með target fyrir ballið? Jamm, annað hvort Gunnar Arthúr eða Arnar ;))) Hversu peppuð ertu? Um það bil 0,98 á peppstuðlinum Hvar ætlar bekkurinn að eta fyrir árshátíðina? Á Tapasbarnum. Hvað heldur þú að þemað verði? Ég vona heitt og innilega að Frostaveturinn mikli árið 1918 verði þemað. Hvaða lag kemur þér í gang? Gangnam Style!!!

Teitur Helgi Skúlason 3. E

Ertu kominn með target fyrir árshátíðina? Verður þú á ballinu? Hversu peppaður ertu? Peppaðari en pepp og svepp! Hvað ætlar bekkurinn að gera fyrir árshátíð? Við ætlum að koma saman heima hjá Emmu og borða hátíðarmat, svo verður ferðinni heitið í Laugardalinn í teiti með 5. Y. Hvað heldur þú að þemað verði? SUS-þema, vona ég. Hvaða lag kemur þér í gang? Rock Your Body með Black Eyed Peas er persónulegt uppáhald.

Þorsteinn Gunnar Jónsson 6. Z

Ertu kominn með target? Nei Ertu peppaður fyrir árshátíðinni? Árshátíðin hefur aldrei svikið mig, skemmtilegasta ball skólagöngunnar. Hvað ætlar bekkurinn að fá sér? Förum á Dóminos bekkurinn og nokkrir vel valdir. Hvaða lag kemur þér í gang? Nýja platan með bustinBytches rífur alltaf þakið af húsinu í partíunum sem ég fer í. Hvað heldur þú að þemað verði? Get ekki ímyndað mér að það komi neitt annað til greina en Spánn.

20 | loki laufeyjarson


.. .... ....... ......... .......... ............ ............... ................. ................... .................... ....................... ...................... ..

#stjörnuspá_ 2013

Steingeitin (22. desember – 19. janúar) Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og bíða þess að aðrir geri hlutina fyrir mann. Fyrirætlanir þínar eru fyrsta skrefið að dásamlegum breytingum í lífi. Þú ert einstaklega vinnusamur í eðli þínu og munt ná takmarki þínu ef þér tekst að virkja annað fólk til að bera sinn hluta byrðarinnar.

Ljónið (23. júlí - 23. ágúst) Hættu að hugsa um aðra og taktu frá tíma til að dekra við sjálfa þig. Treat yo self!! Það er mikilvægt að hugsa aðeins um það sem þú óskar þér, ekki það sem þú óttast. Taktu stjórn á lífinu og láttu símann þinn ekki stjórna þér, þó þú eigir Iphone 5! Stay strong.

Vatnsberinn (21. janúar - 19. febrúar) Þú vilt að fólk hætti að kalla þig letingja, komdu með nesti í skólann og skelltu þér í göngu með Fríði íþróttakennara. Mikið ferðalag er í vændum og undirbúðu þig vel. Byrjaðu að pakka og ekki gleyma sólarvörn og tanolíu.

Meyjan (23. ágúst - 23. september) Ekki framkvæma núna, bíddu betra færi til góða árangra. Umvefðu þig með jákvæðu fólki og aðstæðum á nýju ári og forðastu neikvæðni. Óvæntur glaðningur verður á næstunni. Sittu kyrr og spenntu beltin cuz you’re in for a ride.

Fiskurinn (19. febrúar - 20. mars) Litlar stjörnur hvísluðu að mér að þú værir að eyða öllum peningunum þínum í getnaðavarnir. Nú vitum við að þú fylgdist vel með í kynfræðslu í grunnskóla. Minnkaðu þó kaup á getnaðarvörnum og keyptu þér mat í Kakólandi, stragarnir gætu splæst í blikk, it’s worth more than all the sex in the world ;-)

Vogin (23. september - 22. október) Einhver vill hjálpa þér, hugsaðu um það hver það gæti verið og ræktaðu samband við þann aðila. Vertu opin fyrir nýjum samböndum og vinnáttum. En hey, stay true of who you are. Ekki gleyma að friendships are the only ships that can’t sink.

Hrúturinn (21. mars – 19 apríl) Þú lærðir þína lexíu í samböndum á síðasta ári svo ekki er skrítið að þú sért ringlaður í kollinum. Slakaðu á á nýja árinu og ekki hugsa of mikið um ástina. Djammaðu meira og farðu oftar í bað. Lærðu að elska sjálfan þig og vittu til, einhver mun læra að elska þig. Nautið (20 apríl – 20. maí) Ástin er handan við hornið, en hún er í leynum. Þú þarft að hafa mikið fyrir öllu en það er þess svo sannarlega virði. Passaðu þig á bootycalls, farðu varlega, taktu eitt skref í einu en lifðu samt lífinu til fulls. You only got one life, live it. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Þú átt erfiða tíma að baki. Rífðu þig upp úr skammdegisþunglyndinu, nú er hið fullkomna tækifæri til að stökkva í djúpu laugina og umvefja óskir hjarta þíns, allt getur ræst. Treystu stjörnunum. Vertu hugrakkur, vertu hugrakkur eins og Bilbo Baggins og haltu í trúna alveg eins og Gandalfur.

Sporðdrekinn (23. október - 21. nóvember) Þetta ár verður eins og gullnáma fyrir þig. Þú ert tengdur stjörnunum og hvert verkefni sem þú tekur þér fyrir hendur verður að gulli (samt ekki alvöru gulli). Þú ert gull af manni og ekki amalegt að þú ert einnig gullfallegur, að innan sem að utan. Þetta er gullöldin í lífi þínu, you lucky golddigger. Bogmaðurinn (22. nóvember til 21. desember) Þú ert breytt manneskja. Taktu skrefið og nýttu tækifærið. Skoðaðu alla möguleika sem þú hefur og ekki láta neinn stoppa þig. Deildu profile myndunum þínum eins mikið og þú vilt, vertu duglegri að nýta allt sem facebook og instagram hefur upp á að bjóða, eins og poke takkann – hann er vanmetinn. Þú ert nógu kúl og með nógu mikið swag til að púlla þetta. #hashtag #instagood #stundumaðleyfasér #deilingádagkemurskapinuílag #legend

Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Allar stjörnurnar eru á réttum stað. Þú ert á góðum stað í lífinu, njóttu. YOLO. Þú rokkar.

21 | loki laufeyjarson

Með von um ljúft, girnilegt og örlagaríkt ár. Bkv. Spádís Framtíðardóttir


brynhildur guðjónsdóttir

leikstjóri herranætur í ár talar um fástus og ferilinn

22 | loki laufeyjarson


Hvað kom til að þú ákvaðst að leikstýra Herranótt? Ég hafði tíma til þess. Ég fæ símtalið yfirleitt síðla vors og þá veit ég yfirleitt að ég hef ekki tíma. Í þetta skiptið var ég að koma beint frá útlöndum og var engum böndum bundin, sem er alveg frábært. Afhverju varð verkið Doctor Faustus Lights the Lights fyrir valinu? Þegar Herranótt hafði samband við mig fór ég strax að leita í höfðinu á mér. Þau höfðu ekki neina konkret hugmynd og voru opin fyrir tillögum. Ég hafði kynnst Gertrude Stein og þessu verki á minni dvöl í leikritunardeild Yale í Bandaríkjunum. Þar fylgdist ég með fólki vinna að þessu og fannst þetta mjög skemmtileg pæling. Þetta er mjög ákveðinn og klár höfundur sem að gagngert brýtur allt sem heitir narratív, brýtur upp allan strúktur og snýr öllu á hvolf. Þarna erum við með femínista og lesbíu sem að leikur sér að karllægu mýtunni um Fást svo að úr verði eitthvað alveg stórfenglegt. Ég bar hugmyndina undir Herranæturstjórn og þau voru ótrúlega hugrökk að þora í þetta ferðalag. Finnst þér vera gróskutímabil í íslenskri leikritun? Það er náttúrulega alltaf gróskutímabil. Það þarf ekki nema einn til að það sé gróska. Ég held að nú til dags séu fleiri sem þora að senda frá sér skrifað efni og sem stjórna því hvað sett er upp. Leiklistarráð styrkir gjarnan íslenska höfunda í frumsköpun, sem er frábært, því að það þýðir að gróskan geti haldið áfram. Því meira sem við gerum, því meira getum við aukið okkar hróður og því meiri áhuga fær umheimurinn á okkur. Meiri gróska þýðir að meira muni liggja eftir um okkur og okkar tíma sem að verður frábært í framtíðinni. Var mikil gróska í starfi Herranætur á þínum tíma í MR? Já alveg pottþétt, ég var bara ekkert með í því. Ég fór aldrei í Herranótt. Ég kaus að taka ekki þátt því að ég var ekki tilbúin til að opinbera mig og mína drauma varðandi leiklist í menntaskóla. Ég fór hinsvegar á allar sýningarnar.

Hvar hófst þá leiklistarferill þinn? Ég er einbirni, sem þýðir að ég þurfti töluvert að leika við sjálfa mig í æsku. *hlær* Ferill minn hefur því sennilega bara byrjað inni í barnaherbergi þar sem ég söng í bursta, dansaði og bjó í til heilan heim í kringum sjálfa mig. Svo komu unglingsárin, þar sem ég fékk frekar útrás í myndlist og í útvarpsþættinum Útrás. Ég byrjaði ekki að leika fyrr en ég fór í háskóla, þar sem ég tók B.A. gráðu í frönsku og ítölsku. Það kom einu sinni útlenskur kennari sem ætlaði að fá okkur til að tala betri frönsku með því að leika og þá þorði ég. Ég fór út í því, tók þátt í Stúdentaleikhúsinu og fyrr en varði var ég komin í inntökuprófin í London, komst inn í fjóra skóla og valdi einn. Hvaða skóli var það? Ég fór í þriggja ára leiklistarnám í Guildhall School of Music and Drama í London og útskrifaðist með B.A. Ég fékk umboðsmann og við tók annað lúxusvandamál: Hvort ég ætti að vinna hjá Royal National Theater eða Royal Shakespeare Company. Þetta byrjaði fallega og ég hef stundað þennan kubbaleik, að raða þessu upp, æ síðan. Hvað varstu svo að bralla í Yale? Þá var ég búin að vera fastráðinn leikari í Þjóðleikhúsinu um nokkurn tíma. Mig var farið að langa til að anda að mér öðru lofti. Komast út og hitta annað fólk. Óhjákvæmilega er listalífið á Íslandi eins og að vera í þorpi, við erum það fá. Mig vantaði nýjan byr undir vængi mína, bauðst sú staða að vera research fellow við leikritunardeild Yale og tók því fagnandi. Það var frábært að geta nýtt sér allt sem skólinn hafði upp á að bjóða. Þar hitti ég mikið af afkastamiklu fólki, skrifaði og kynntist Gertrude Stein. Hefurðu leikstýrt mikið? Nei ekki mikið. Ég tók við leikstjórn af MH sýningu fyrir nokkrum árum en þar fyrir utan hef ég ekki konkret leikstýrt verki frá upphafi til enda. Aðkoma mín að leikhúslífinu hefur verið á margvíslegan hátt, oftast þar sem hópurinn skapar hugarheiminn og handritið. Þetta er sú leikhúsvinna sem ég hef mestan áhuga á. Að virkja leikarann á sviðinu. Það sem mér finnst áhugavert við leikhús er hvernig

23 | loki laufeyjarson

við segjum sögur á sviði. Þetta lifandi form er list augnabliksins. Þetta er núna, ekki á eftir. Vonandi lifir það svo í sálinni og hjartanu á einhverjum sem man svo eftir því tíu árum seinna. Nú hefur Arnór Gunnar forseti gagnrýnt handritsteymi Herranætur harðlega, ætti hann að segja af sér? Hann ætti að hugsa sinn gang. Hver er þetta og hvað vill hann? (Brynhildur hlær) Það verða alltaf litlar spælingar. Hann getur ekki skellt skuldina á annað fólk. Nú þarf hann að skoða sinn gang og í kærleika geta sagt: Það var kannski ég sem gerði mistök, kannski var ég ekki nógu góður í Rökkurrym. Ég óska honum velfarnaðar, ég veit að maður sem er kominn í þessa ábyrgðarstöðu mun verða mikilmenni í framtíðinni á Íslandi. Ég veit að hann mun sjá ljósið. Eru einhverjir stórir áhrifavaldar? Úff, já í raun ótalmargir. Nú kemur löng pása (þá kom löng pása): Fólk sem ég hef unnið með, t.d. Baltasar Kormákur. Hann er stórkostlegur sviðsleikstjóri sem leyfir þér að fara skrýtnar leiðir og er óhræddur við hið táknræna. Við verðum að hafa þetta, við verðum að fara út fyrir rammann. Baltasar var líka fyrsti leikstjórinn sem fékk mig til Íslands. Aðrir áhrifavaldar eru kannski Gertrude Stein, Edgar Allan Poe, Philip Pullman, Óvidíus og Steven Tyler í Aerosmith, án gríns, því hann er skáld. En innblástur kemur úr ofboðslega mörgum áttum Hvað getum við lært af Fástusi? Við ættum að geta samsamað okkur í raun öllum í þessu verki, sem er mjög hættulegt. Því hverjir eru þarna og hvað er Gertrude Stein að gera? Sagan er upphaflega um Fást sem seldi djöflinum sál fyrir endalausa visku í 26 ár. Hann fær fallna engilinn Mefistó sem sinn þjón, en að 26 árum loknum þarf hann að skila sálinni. Djöfullinn tekur sálina í pant og Mefistó þeytist um víða veröld fyrir Fást. Þessi maður ber á borð fyrir okkur allar dauðasyndirnar, og mest þá æðstu, dramb. Hann missir sig á alla þessa staði. Okkar Doktor Fástus hefur selt sál fyrir rafmagnsljósið. Og þar sem hann situr í herberginu sínu, uppljómuðu framhald á næstu síðu


brynhildur guðjónsdóttir

- framhald

af öllum dásamlegustu rafmagnsljósum sem um getur, skilur hann að hann situr í myrkrinu. Hann er hundóánægður. Hann er búinn að skipta sjálfum sér í marga búta, búinn að taka kærleikann úr sér, sem birtist í hundi sem býr þarna. Hundur sem segir alltaf takk því það er hans eina tilvera. Hundur sem er vanur að góla á tunglið en getur það ekki, því útaf ljósmenguninni er ekkert tungl. Fástus er líka búinn að taka úr sér sakleysið, sem birtist í dreng sem býr í húsinu og talar bara fallega. En drengurinn sér alltaf nýju fötin keisarans og segir: „þetta er bara ekkert svona“ en Doktor Fástus segir bara „uss!“. Og inn í þennan heim álpast síðan stúlka sem veit ekkert hver hún er. Því í allri bókmenntasögunni er okkur kennt að það er alltaf stúlka sem veit ekkert hvað hún vill. Hvort sem það er Nína í Mávinum,

Júlía eða Ófilía, allar þurfa þær á karlmanni að halda, annars deyja þær. Þarna kemur Margrét Ída og Helena Annabel. Fyrst veit hún ekkert hver hún er en að lokum skilur hún að hún þarf ekki á neinu þessu að halda. Hún veit nákvæmlega hver hún er. Fástus er á einum endanum og segir: „Ég hugsa, þess vegna er ég,“ en stúlkan á hinum endanum og segir: „Ég geri, þess vegna er ég. Það er ekki hægt að vera án þess að gera“. Þetta finnst mér svo fallegt. Við getum lært af öllum þessum karakterum. Mefistó, fallni engillinn í þjónustu djöfulsins er alltaf gráðugur. Hann segir: „Ég gef aldrei, ég sel.“ Hann er bissnessmaður, rosalega fúll. Hann vill komast aftur til himna en hann getur það ekki, hann er með rifinn væng. Hann er alltaf í vinnunni og fær ekkert fyrir það. Það er ofsalega gaman að skoða mýtuna um Fást

sem allir þekkja og hefur verið mörgum að yrkisefni. Við erum samt að skoða hana í samhengi við svo ofboðslega margt annað. Langar þig að leikstýra í meira mæli? Ójá, ég vona að mér gefist tækifæri til þess. Nú ætla ég að skrifa svolítið og halda áfram að leika. En ég hefði mikinn áhuga á að halda þessu áfram. Í lokin langar mig svo að segja að það er ekki lítið verk að þýða Gertrude Stein. Þannig að Arnór verður að átta sig á því að það er stórvirki sem hefur átt sér stað. Það eru mjög fáir sem leggja út í það að þýða libretto úr óperu í bundnu máli og búa til úr því leikrit. Ég er virkilega ánægð með útkomuna. Nú er leikhópurin stórkostlega duglegur og allir að leggja 110% á sig. Við ætlum að bjóða upp á ævintýri sem vonandi grillar aðeins í heilaberkinum á fólki.

leikarar Auðunn Lúthersson - Doktor Fástus Hvernig er að vera kominn aftur í Herranótt? Ógeðslega gaman, ég er búinn að hlakka mikið til. Og sérstaklega gaman að takast á við þetta frábæra verk og að fá leikstjóra sem lifir sig inn í þetta. Ég hef beðið lengi eftir að snúa aftur. Geturðu samsamað þig Fástusi? Já, því við erum báðir menn markmiða. Vonandi er munurinn sá að Fástus er tilbúinn að leggja allt í sölurnar en að ég geti samt ekki selt sálina mína. Stundum er ég pínu hræddur að ég sé ekki nógu mikil andstæða við hann og að ég njóti þess ekki nógu mikið að sjá fallegt tré. Hann er eins og svo margir snillingar, maður dáist að þeim en maður er samt skíthræddur við þá. Ég veit t.d. ekki hvort ég myndi vilja vera Mozart því ég held að hann hafi ekki verið hamingjusamur þrátt fyrir að hafa gert ótrúlega hluti. (löng þögn) Jú ég vildi reyndar örugglega vera Mozart. Þetta er þriðja árið þitt í Herranótt, geturðu borið hlutverkin saman? Ég held að ég eigi alltaf eitthvað sameiginlegt með þeim öllum. Næstum því eins og ég sé með mynd af sjálfum mér á instagram

og svo sé ég bara með einhverja filtera og einn þeirra lætur mig vera danskan nauðgarapervert sem heitir Per Möller í Lovestar. Svo er ég með annan filter þar sem ég var yfirlætisfullur hrokafullur leikari í Draumi á Jónsmessunótt. Það var mjög auðvelt, kannski var það no filter. Þetta eru útgáfur af mér; ég ef ég hefði gert x eða y. Þeir eru svolítið vondir, Spóli var kannski asnalegastur. Hvað er draumahlutverkið? Ríkarður þriðji held ég. Ég vil fá combo, ég vil leika Hitler en ég vil líka leika Jesú. (innskot Ólafur Kjaran(er í símanum en hrópar): Jú maður þú hefur leikið Jesú!) Auðunn: Jú, ég var í tíma í Paragvæ þegar kona kom inn og sagði: „estoy buscando para alguien con ojos claros“ og hrópaði upp yfir sig þegar hún sá mig. Ég var fenginn til að leika Jesú og ég hélt að ég fengi að tala og leika á spænsku. Svo var þetta bara þannig að ég átti að leggjast á einhvern kross og liggja þar í fimm mínútur. Þetta æfðum við átta sinnum og ég fékk lánaðar litlar rauðar adidasnærbuxur því það er enginn í boxer þarna. Ég var látinn vefja um mig eitthvað 24 | loki laufeyjarson

hvítt lak og það var sett á mig einhver hárkolla og kross og teiknað á mig gerviskegg. Gjörsamlega glatað. Á sýningunni á páskadag stilltu allir sér upp nema að þeir bættu við einhverjum fertugum manni með hljómborð og 80‘s trommuheila. Mér fannst alveg nógu fyndið fyrir að leika Jesú því fólk var í alvöru geðveikt sorgmætt en svo byrjaði þessi gæi að syngja og þá fór ég bara að hlæja.


Jenna Björk Guðmundsdóttir - Margrét Ída og Helena Annabel Geturðu lýst Margréti Ídu og Helenu Önnubel? Við Rakel leikum saman eina persónu, Margréti Ídu og Helenu Önnubel. Sem er sett saman úr fjórum þekktum sögupersónum. Þó að hún hafi fjögur nöfn og sé leikin af tveimur manneskjum er hún samt ein manneskja. Þegar hún kemur fyrst fram sem þessi týpíska kven ímynd, svona einskonar ævintýra prinsessa, er hún óörugg, uppstríluð og veit ekki alveg í hvorn fótinn hún á að stíga. En þegar líður á söguna fer hún að átta sig betur á hlutunum og áttar sig á því að hún er bara hún, og það er alveg nóg, hún þarf ekki þetta skraut eða þessa ósjálfstæðu og óöruggu “kvenlegu” hegðun. Hvernig hefur verið að byrja í Herranótt og fara í eitt af aðalhlutverkunum? Þetta er bara búið að vera rosalega gaman. Ég var fyrst alveg mjög ánægð með það eitt að hafa komist í leikhópinn og svo var ég auðvitað mjög ánægð með hlutverkið. Við Rakel urðum rosa spenntar fyrir þessu hlutverki þegar því var fyrst lýst fyrir okkur en við þorðum varla að vonast eftir því, svo við urðum að sjálfsögðu hæst ánægðar með að hafa fengið þetta hlutverk. Svo var auðvitað mjög skrítið fyrst að fá svona stórt hlutverk þar sem ég hef aldrei tekið þátt í Herranótt áður, og þ.a.l. hef ekki eins mikla reynslu og hinir en þetta er samt búið að ganga mjög vel hingað til. Tengið þið Rakel vel í hlutverkunum? Við Rakel náum mjög vel saman og okkur gengur því bara vel að æfa þetta saman. Finnst þér dílemma Margrétar Ídu og Helenu Önnubelar eiga erindi við áhorfendur í dag? Já, eða allavega að hluta til. Ég held að flest allir finna á einhverjum tímapunkti fyrir óöryggi og finnast þeir bara týndir í lífinu. Hvernig er stemmarinn í hópnum? Hann er bara rosa góður og ég held að allir séu voða spenntir fyrir þessu :)

Birgitta Ólafsdóttir - Mefistó og formaður Herranætur Geturðu lýst Mefistó? Mefistó er sendiboði djöfulsins. Fástus selur honum sál sína fyrir rafmagnsljósið og það er hlutverk Mefistós að innheimta borgunina. Hann birtist okkur í fyrstu sem smeðjulegur bissnessmaður en sýnir síðan kraft sinn í meira mæli eftir því sem á líður. Hann er fallinn engill, alltaf pirraður því hann sér aldrei aftur Paradís. Hann er alltaf með einhver plön í gangi og verður brjálaður þegar þau fara út um þúfur. Er hlutverkið erfiðara en í fyrra? Hlutverkið í ár er mun margslungnara en Gæfa í Rökkurrym sem ég lék í fyrra. Mefistó sýnir á sér fleiri hliðar og er mun skapbráðari. Gæfa var kómískur karakter sem var stanslaust stressaður á meðan Mefistó er hættulegur og sýnir ekki sitt rétta andlit en reynir að blekkja og snúa út úr. Mefistó er mun flóknari enda er leikritið skrifað fyrir ,,fullorðna” á meðan Rökkurrymur var byggður á Grimmsævintýrum og þar af leiðandi meira barnaleikrit. Einnig er alltaf mun erfiðara að vinna að persónusköpun með einhverjum öðrum eins og við Birnir höfum verið að gera með Mefistó. Hvernig hefur gengið að stjórna Herranótt? Stjórnun Herranætur hefur gengið mjög vel fyrir sig. Ég gæti ekki verið heppnari með stjórn og það skiptir svo miklu máli að hafa

með sér krakka eins og Aldísi, Ásdísi, Mumma, Stínu og Ragnhildi sem hafa mikla ástríðu fyrir Herranótt, eru skapandi og geta unnið sjálfstætt. Samstarfið hefur allt að segja þegar kemur að því hversu góð útkoman verður. Auðvitað er stressandi að vera í stjórn, sérstaklega þegar maður er að stjórna félagi sem maður elskar svo heitt. Peningaáhyggjur eru þá efstar á listanum og svo áhyggjur af kynningarmálum. En ég er mjög sátt með hvernig þetta hefur gengið fyrir sig og hlakka til endasprettsins með þessari stjórn. Af hverju Brynhildur? Ástæðan fyrir því að við völdum Brynhildi er sú að hún er mikill og ástríðufullur listamaður. Okkur í stjórninni datt í hug að hafa samband við hana fyrir tilviljun og sendum henni tölvupóst. Strax næsta dag hringdi hún í mig og vildi fá að hitta okkur og ræða málin. Við gerðum það og kolféllum gjörsamlega fyrir henni. Okkur þótti svo vænt um að hún skyldi hringja strax í staðinn fyrir að svara tölvupóstinum auk þess sem hún hafði greinilega mikinn metnað fyrir þessu verkefni. Að hlusta á Brynhildi tala um eitthvað sem hún hefur ástríðu fyrir er ákaflega skemmtilegt og hún talar tungumál listarinnar svo vel að manni finnst listin bókstalega leka af henni. Að fá hana sem leikstjóra var algjör himnasending.

25 | loki laufeyjarson


ljósmyndakeppnin Nýverið stóð Ljósmyndafélag Menntaskólans í Reykjavík fyrir ljósmyndasamkeppni. Þátttaka var hin bærilegasta og efnt var til læksamkeppni. Hér má sjá niðurstöður dómnefndar auk hetju pöpulsins.

1. sæti - Hulda Vigdísardóttir 6.B

Sigurvegari læk-keppninnar - Jóhannes Gauti Óttarsson 5.S

26 | loki laufeyjarson


2. sæti - Hallfríður Hera Gísladóttir 3.A

3. sæti - Eyþór Arnar Ingason 5.M

27 | loki laufeyjarson


Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir • Stúdent frá MR 2008 • Áhersla í námi: Heilbrigðisverkfræði • Áhugamál: Knattspyrna og harmonikkuleikur

Velkomin í HR Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í öflugu rannsóknar- og nýsköpunarstarfi? Háskólinn í Reykjavík er framsækinn, alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tæknigreinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinum fyrir öflugt atvinnulíf.

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ

28 | loki laufeyjarson

www.hr.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.