Menntaskolatíðindi 2. tbl vorannar 2014

Page 1



Ritstjórn Alexander Gunnar Kristjánsson Magnús Jochum Pálsson Nína Sigrún Kristjánsdóttir Óskar Helgi Þorleifsson Þorfinnur Pétursson Þorsteinn Björnsson Þorsteinn Markússon Útgáfudagur 27. febrúar 2014 Ábyrgðarmaður Birna Ketilsdóttir Schram Umbrot Valtýr Örn Vinir Menntaskólatíðinda Harpa Guðrún Hreinsdóttir fyrir fagálit Amma Lexa fyrir vinnuaðstöðu og bílaðild Andrea Urður Hafsteinsdóttir fyrir fagálit Basshunter fyrir exklúsívt viðtal Breki bjóla Þórðarson fyrir leyfi fyrir birtingu Breka sögu Elín Arna Kristjánsdóttir fyrir fagálit Fríða Þorkelsdóttir fyrir tískuráð Guðjón Bergmann fyrir fagálit og bogfimikennslu Herranótt fyrir grein o.fl. Ingeborg Andersen fyrir módelstörf Jón Kristinn Einarsson fyrir fagálit Kjötborg fyrir styrk Nikulás Yamamoto Barkarson fyrir markaðsnefndun og fagmennsku Páll Baldvin Baldvinsson fyrir hugmyndir Snorri Másson fyrir andlegan stuðning Steinar Sigurðsson fyrir heimboð Steinunn Helgadóttir fyrir Herranæturplögg og fagmennsku Úlfur Bæringur fyrir módelstörf Valtýr Örn Kjartansson fyrir umbrot og vináttu

Markaðsnefnd Snorri Másson Breki Þórðarson Eiríkur Ari Sigríðarson Jóhannes Helgason Nikulás Yamamoto Barkarson Ólafur Óskar Ómarsson Theódór Árnason Styrktarlína Benedikt Bjarki Ægisson, tannlæknir bætir brosið. Síðumúla 25, Reykjavík s: 553-4450 HBT ehf.

MT-trukkurinn var að bakka inn með stútfullan pakka af illuðum blöðum, beint úr beljunni. Hæst ber að nefna exklúsívt viðtal við Basshunter, vangaveltur um arftaka menningarsetursins Strawberries, lausnamiðaðar lausnir við klassískum vandamálum Menntskælingsins, að ógleymdri nærmynd af Davíð Oddssyni, sjomla. Blaðið er byltingarkennt. Aldrei áður hefur þakkarlisti innihaldið ástæður þakklætisins eða blað verið laust við inspectorsávarp. Blaðsíðurnar eru tölusettar, sem er ákveðið hax og þar að auki einstaklega framúrstefnulegt. Blaðið er alsett misvel földum auglýsingum og segja má að ritstjórn hafi selt sálu MT og skammst sín ekkert. Það er ómissandi þáttur í gerð hvers blaðs að minnast á hluti sem annaðhvort komust ekki eða áttu einfaldlega aldrei að fara í blaðið. Þar er af nógu að taka. Ekki verður fjallað um Skógardýrið Húgó, en það er tímamótateiknimynd

sem kom út árið 1993. Húgó er, eins og nafnið kemur til kynna, skógardýr og að sögn bæði sætur, snöggur og afar úrræðagóður, en það kemur honum sérstaklega vel þar sem hann er einnig afar fær í því að koma sér í vandræði. Í gegnum tíðina hefur hann kynnst refnum Rítu, sem er mun skynsamari en Húgó og hefur þar af leiðandi bjargað honum oftar en einu sinni og oftar en tvisvar þegar hann hefur komið sér í vandræði. Þau eiga einn mennskan vin, kokkinn Charlie, sem kemur sér vel þegar fleira mannfólk fer að heyra af þessu merkilega og einstaka skógardýri. Nokkrir ófyrirleitnir aðilar sjá mikla gróðavon í því að klófesta Húgó og brátt hefst eltingaleikur þar sem Húgó og Ríta þurfa að bjarga sér og sleppa undan alls konar gildrum og tálbeitum sem þeir sem vilja græða á Húgó hafa komið fyrir um alla borg. Því miður gafst ekki pláss til að fjalla um þessa mynd, en kannski verður svo síðar. Góðar stundir


GETOBOYS They‘re famous all over the world. They answer questions as there’s no tomorrow. They even answer questions better than Neil Armstrong goes to the fucking moon. You can literally ask them anything and they will answer it. God isn’t the answer — they are! We decided to get some insight into the lives of these great men

Hver eru sérsvið hvers innan liðsins? Grétar: Mitt sérsvið er innanhússhjólreiðar, sérsvið Jóns er veitingar og sérsvið Atla er kynlíf. Eruð þið samt ekki með einhver alvörusérsvið? Jón: Nei þú veist að málið er kannski... Grétar: Við erum búnir að segja allt sem við viljum segja Jón: Jájá já, en ég meina þú veist það er kannski ekkert... Grétar: Við erum ekkert að auglýsa það hvernig við vinnum. Atli: Er ekki best að halda því leyndu? MH-ingar gætu lesið blaðið. Hver væri draumaspurning ykkar? Grétar: Latnesk fallbeyging eða tegurdæmi Fylgdust þið alltaf með Gettu betur þegar þið voruð yngri? Jón & Atli: Já Grétar: Já, ég held nú að flestir geri það Var það kannski alltaf markmiðið að komast í liðið? Grétar: Já, ég og Jón vorum í spurningaliði Hagaskóla Atli: Já, það var draumurinn. Hafði verið markmiðið frá því í þriðja bekk

(í grunnskóla) Hefur það ekki haft einhver áhrif á námið að vera í liðinu? Grétar: Jú, við erum allir þrír óreglulegir nemendur Atli: Þetta er alveg fórn sko. Hver er uppáhaldsnáttúrulaugin ykkar á Íslandi? (ég geri ráð fyrir því að þið þekkið allar) Atli: Bíddu… þá svona stjórnarlög? Við: Nei, náttúruLAUGAR.. Atli: Já… úfff. Ég hef ekki farið í margar náttúrulaugar en það er þarna í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði (þar sem renna saman köld og heit á) Grétar: Ég ætti náttúrulega að segja laugin á Laugum í Sælingsdal, hvort hún heitir Guðrúnarlaug eða eitthvað. Ég veit ekki hvort hún er skilgreind sem náttúrulaug sko. Jón: Atli er með þetta svið Grétar: Atli er með náttúrulaugasviðið, hann er líka svolítið mikið að baða sig nakinn í náttúrulaugum með konum Jón: Atli er svona Casanova Hvað finnst ykkur um kynjakvóta í Gettu betur?

Jón & Grétar: Við erum hlynntir honum... eh já hann er nauðsynlegur Atli: Umm… það eru blendnar tilfinningar Hvað eru menn að taka í bekk? Jón: Ég tek eiginlega bara Skullcrushers Grétar: Sko ég tek alltaf pýramídann, létt þyngra þyngra þyngra og niður aftur. Það er ekki alveg að presenta hvað ég get tekið þungt. Ég veit í rauninni ekki hve mikið ég tek, ég tók 95 í 3. bekk. Hvernig er sögnin að vaxa í annarri persónu eintölu? (svar: vext) Grétar: Þú vex...t eitthvað. Þú vex... Jón: t Grétar: t Grétar: Þú vex Grétar: Þú vex... Grétar: t Hvað kosta kaffi og rúnstykki saman í cösu (ekki morgunverðartilboð)? Grétar: Kaffið kostar hvað... tvöhundraðkall Jón: Rúnstykki kostar… Grétar: Tvöhundruð og... sjötíu Jón: ...fimmtíu Grétar: Fimmhundruðkall samtals Jón: Tvöhundruð og sjötíu var það í svona 3. bekk. Grétar: Eigum við að segja að það sé

komið upp í þrjúhundruðkall núna. Jón: Nei, það er of mikið Grétar: Fjögurhundruð og sjötíu Jón: Súkkulaðikaka er á tvöhundruð og áttatíu Grétar: Segjum þá fjögurhundruð og sjötíu Rétt svar er 480 kr. Hver er gáfaðastur í hópnum? Atli: Það er Grétar sko Hvað gerið þið á keppnisdegi? Grétar: Við förum náttúrulega í Neslaugina og borðum eitthvað gott Af hverju Neslaugina? Grétar: Það veit það enginn Ef Siggi er þrisvar sinnum eldri en Nonni, en eftir fimm ár verður hann tvöfalt eldri, hvað eru þeir félagar gamlir? Grétar: Siggi er þrisvar sinnum eldri en Nonni? Grétar (löngu seinna): Fimm og fimmtán ára


NÆRMYND(IR) AF DAVÍÐ ODDSSYNI


HVAÐ ER Í SPILARANUM? In Decay

El Amor

– með –

– með –

Com Truise

Julio Iglesias

Ghostly International 2012

In Decay er önnur plata raftónlistarmannsins Com Truise og er synthwave/ chillwave-plata. Að hlusta á plötuna er eins og að stíga inn í geimskip frá áttunda áratugnum en synthwave-ið er einmitt líka kallað 80’s Retro Revival. Lögin á plötunni eru samt misgóð enda er þetta aðallega aukaefni (svokallaðar outtakes) og b-hliðar. MT mælir því með þessari plötu í gott chill, sérstaklega þar sem MH-ingum er boðið. Þar sem hægt er að loka augunum

og láta tónlistina einfaldlega bera sig til annara heima. Vímuefni. Þess má geta að það var hinn mikli fagaðili Kjartan Magnússon sem benti okkur á þessa plötu.

Columbia 1975

Julio Iglesias er einn frumkvöðla rómansks popps (Latin Pop), sem varð til í kringum 1960. Hann er líka faðir tónlistarmannsins Enrique Iglesias sem flestir ættu að kannast við enda einstaklega sjarmerandi, jafnan ber að ofan umvafinn fögrum kvenmönnum (léttklæddum, að sjálfsögðu). Platan El Amor kom út árið 1975 og er númer sjö í röðinni af alls 58 plötum kappans. Það má segja að Julio sé eins og AC/DC þ.e. hann fann sándið sitt og umfjöllunarefnið sitt og hefur haldið því

Trap Lord

Excavation

– með –

– með –

A$AP FERG

The Haxan Cloak

A$AP Worldwide 2013

A$AP Ferg er annar meðlimur A$AP-mobsins (bófaflokkur eða skríll, skv. Snöru) til að gefa út plötu, á eftir A$AP Rocky, og er Trap Lord frumraun hans. Trap Lord er ekki bara traprapp heldur er æðri merking á bak við nafnið. Ferg segir: “A Trap Lord is basically the struggle to do better. Trap don’t necessarily mean you selling drugs. You could be selling anything. You just trapping. And you a Lord of it.”. En að innihaldi sjálfrar plötunnar. Pródúksjón plötunnar er afbragðsgóð, mjög

dimmur og þungur fílingur í henni. Textarnir eru ekki upp á marga fiska, Ferg lætur orðið nigga til dæmis ríma fimm sinnum við sjálft sig í einu laginu og séu menn leitandi að næsta Nas eða Biggie textasmíðanna er Ferg ekki rétti maðurinn. Við í MT mælum því með því að hlusta á Trap Lord á rúntinum, en hvergi á Trap Lord betur við en í góðu Grandaspóli með Suðurnesjamönnum og öðrum lágmenningi*.

óbreyttu allan ferilinn. Á meðan lög AC/ DC fjalla um kynlíf og eiturlyf, fjalla öll lög Julios um ástina. Platan er samt alls ekki leiðinleg. Það er nokkuð skemmtilegt að hlusta á þetta fallega mál sem spænskan er, í bland við gott strengjahljóðfæraspil. Það er líka gaman að heyra ábreiðu (cover) á My Sweet Lord á ensku með spænskum hreim. MT mælir með því að platan sé spiluð á meðan á ástarleik stendur eða við annað rómantískt tilefni.

Tri Angle 2013

Excavation er önnur plata breska tónlistarmannsins Bobby Krlic, betur þekktur sem The Haxan Cloak og kom hún út í fyrra. Erfitt er að skilgreina í hvaða tónlistarflokk (genre) platan fellur, en hún er einhvers konar tilraunakennd hrollvekjuraftónlist. Hún er gríðarlega draugaleg og uggandi, líkt og umslagið ber með sér, grípur hún í mann frá fyrstu mínútu og sleppir ekki takinu fyrr en hún er loks búin. MT mælir með því að einungis þeir

huguðu hlusti á plötuna þar sem hún er alls ekki fyrir heigla eða aumingja.

*lágmenningur er nýyrði og eintöluorð, svipað og almenningur, nema það er notað um þann hluta almennings sem á aðild að lágmenningu.


BASSHUNTER BASSHUNTER Byrjaðu á því að segja okkur frá æskuárunum. Hvar og hvenær fæddist Basshunter? Eins og flestir vita er ég frá land of dreams, Svíþjóð. Ég fæddist árið 1984 í Halmstad. Eins og flestir vita líka er Halmstad virkilega nálægt the beach og á ég ákveðnar bernskuminningar þaðan. The beach hefur haft gríðarleg áhrif á mig sem listamann enda hvergi betra að vera. Án þeirrar strandar væri ég ekki Basshunter í dag.

Hvernig er það, þurfa svona celebs nokkuð að ganga í skóla? Fyrst var ég var náttúrlega í skóla like a normal kid en svo hófst veiðin, bassaveiðin. Þannig til að gera langt svar stutt þá nei. Af hverju ætti ég að fara í skóla? Ég er heimsfrægur og drullutanaður. Það er nóg.

Ertu fjölskyldumaður í dag? Ég hef ekki notið þeirra forréttinda að eignast börn enn. Hins vegar lít ég á tónlistana mína sem börnin mín. Þegar ég eignast börn verða þau hins vegar tönuð eins og ég. Það er bókað.

Hvenær steigstu þín fyrstu skref í tónlist? Haha, þau skref. Ég var örugglega fimm ára þegar ég byrjaði að vera bassalegend. Ákveðin bylting átti sér stað í tónlistarheiminum. Svolítið eins og þarna Mozart. Við frændurnir stóðum fyrir ákveðnu haxi. Það fínt.

Hvaðan kemur nafnið Basshunter? Þetta er í rauninni ekki nafn; þetta er ákveðinn lífsstíll. Þetta snýst allt um bassann. Fólk er oft að velta fyrir sér tilgangi lífsins – ákveðið hax. Lífið með bassanum er þrotlaust hax.

Segðu okkur stuttlega frá þínum farsæla ferli.

Hvenær áttaðir þú þig á því að þú værir orðinn frægur? Ja, ég var nú bara einn daginn á rölti niður Bankkajen, götu in my hometown, þegar ég sé allt í einu ungan mann sem starir á mig af gríðarlegum ákafa. Ég kippti mér ekki mikið upp við manninn þar sem fjöldi furðulegs fólks í Svíþjóð er alveg hreint gríðarlegur og hélt rölti mínu áfram. Byrjar maðurinn þá að elta mig og er ég orðinn ansi smeykur á þessum tímapunkti. Ég byrja þá að hlaupa og áfram eltir hann mig. Ég næ að flýja inn í húsasund og fel mig þar undir pappakassa. Undir pappakassanum er algjört myrkur og sé ég manninn ekki þegar hann gengur inn í sundið. Aah bíddu nei! Þetta er sagan af því þegar ég var eltur af Andreasi Jyllenberg raðmorðingjanum alræmda frá Norrköping.

Nú ert þú heimsþekktur fyrir hina ýmsu slagara t.d. Boten Anna, DotA, I Can Walk On Water. Hvernig er það, Basshunter, reytirðu af þér slagarana?

Hahah, sá dagur er venjulegur ahahah.

Viltu segja okkur frá erfiðum tímum í lífi þínu? Einu sinni hélt fan að ég væri frá Noregi. Málið er að þetta er ekkert næsti bær við. Norðmenn eru viðurstyggilega núbbalegir. Það er ástæða fyrir því að sænski töffarinn er frá Svíþjóð.

Nú eru myndböndin þín gegnsýrð af klámvæðingu. Fyrirlíturðu konur? Alls ekki. Ég meina mamma mín er sko kona. Hvernig gæti ég fyrirlitið konur?

Hvað tekur Basshunter í bekk? Ef ég segði þér það tryðir þú mér ekki.

Þú nefndir þrjú bestu lög tónlistarsögunnar. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ég reyti af mér slagarana – sú heimskulega spurning.

Óhjákvæmileg spurning, Basshunter, hvers vegna hefurðu ekki tekið þátt í Júróvísjón? Það hastarlega stúss. Ef ég tæki þátt yrði náttúrlega engin keppni. Menn væru samt til í smá froðudiskó bara þar sem ég DJ-aði í staðinn. Sparaði hinum vinnuna að taka þátt í einhverri Júrókeppni. Sá sigur.

Hver eru þín helstu áhugamál fyrir utan tónlistina? Rækta vöðvana mína. Þeir taka sinn toll. Það er enginn maður með vöðvum án vöðva.

Hvað er að frétta af ástarmálunum?

Ég byrjaði á toppnum. Toppurinn fann mig og núna er ég ofan á honum. Ég fór hærra og ég leit ekki til baka fyrr en ég var orðinn frægari en Ikea og sænsku kjötbollurnar. Ég veit bara ekki hvar ég mun stoppa – ef nokkurn tíma.

Já, ég hef alltaf verið elskandi. En eins og ég söng um daginn “Now you’re gone I keep waiting here by the phone”. Haha, sá innblástur. Ákveðið móment þegar ég áttaði mig á því að ég væri bara einn. Það fínt bara.

Segðirðu að Myspace hefði hjálpað þér til frægðar?

Hvort ert þú pulsu- eða pítsumaður?

Nei, ég gerði það bara sjáfur. Started from the bottom, now we here (djók, byrjaði á toppnum).

Hvernig er venjulegur dagur í lífi Basshunter?

Ég er nú alltaf mjög graður í smá giltiga svenska pölsa en aftur á móti slær maður hendinni ekki á móti vel feitri pizzu gegnsósa í kantolíu. Haha Snorra Másson style. Það þrot. Basshunter í allri sinni dýrð.


SAMSÆRISKENNINGIN

Þeir eru alls staðar. Leynilegur hópur manna sem heldur samfélaginu í heljargreipum. Jú, ég er að tala um hið mikla Illuminati. Rætur Illuminati liggja frá hinum alræmda Bavarian Illuminati og teygja sig alla leið inn í Menntaskólann. Frægt er að Illuminati hefur lengi haft föst tök á tónlistarheiminum. Hér á Íslandi drottna þeir Bubbi og Magni yfir þjóðinni og stjórna hugsunarhætti okkar í gegnum tónlistina. Við nánari athugun hef ég komist að því að þeir eru í raun sami maðurinn. Nú spyr ég, hafið þið séð þá saman eða að minnsta kosti saman á mynd? Nei. Og það sem meira er. Bubbi fæddist 6. júní sem gerir fyrstu stafina í kennitölunni hans 0606 og fyrstu stafirnir í kennitölunni hans Magna eru 0303 og ef þú tekur núllin út og leggur síðan saman færðu 9. Er þetta tilviljun? Vissulega er til útvarpsviðtal við Mubba (Bubba og Magna) en það er augljóslega falsað. Ég hef verið að grennslast fyrir um Mubba og komist að því að hann ætlar að gera sig að einræðisherra á Íslandi. Mubbi hefur hafist handa við leitina að arftaka sínum og kom því Ísland got talent á fót. Ég hef komið mörgum ábendingum til stjórnvalda, lögreglunnar og reynt að leka þessum upplýsingum í fjölmiðla. DV tók vel

í kenninguna en Loki Laufeyjarson, það þrotablað, vildi ekki einu sinni sjá þetta og sögðu menn þar að ég væri klikkaður. En sannleikurinn er sá að allar þessar stofnanir eru kraumandi af fylgismönnum Illuminati. Þannig að ég gerði það eina í stöðunni og fór á fund Menntaskólatíðinda, talsmanna sannleikans. Margir hafa gert grín að mér og sagt að ég eigi ekki að taka Illuminati alvarlega en ég hef aðeins eitt að segja við þá: hver heldurðu að stjórni landinu, a.m.k ekki Simmi D. og Bjarni Ben. Þeir eru bara strengjabrúður Heimssýnar. Menntaskólinn er ekki saklaus í þessum málum. Ég hef lengi haldið því fram að hann hafi verið stofnaður sem sendiráð Illuminati á Íslandi. Ég tók fyrst eftir því þegar ég sá Gamla skóla, sem settur er saman úr mörgum þríhyrningurm Þá komum við að kennurunum. Félag Illuminatifylgismanna er starfrækt innan skólans og hefur verið starfandi frá stofnun skólans. Forseti félagsins er hinn alræmdi Arnbjörn Jóhannesson en ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að hann sé barnabarn Bavarian Illuminati. Sendiboði félagsins er Helgi Ingólfs en hann er sagður hafa komið skilaboðum til Mubba og Jay Z í gegnum bókmenntir sínar. Hafið þið séð

A-in hjá Helga Ingólfs? Þau eru bara Illuminatiþríhyrningar. Félagið heldur sig upp á Fjósinu (ef þið farið að dyrum íþróttahússins sjáið þið dyr uppi á fjósinu). Oftar en einu sinni hef ég reynt að komast þangað inn en dyrnar eru læstar með gullhúðuðum þríhyrningslás og búið er að rista í dyrnar “Everything secret degenerates, even the administration of justice; nothing is safe that does not show how it can bear discussion and publicity”. Ég mæli með því að áhugasamir kynni sér málið betur á Facebook-hópnum Illuminati Ísland. Þeir hafa háð orrustu við stjórnendur Illuminati og komið upp um þó nokkuð marga. Hægt er að styrkja félagið í gegnum rn: 999999999 kt:160966 6699. Hefur þú orðið vitni af áhrifum illuminati og langar að gera eitthvað í því en veist ekki hvað? Sendu mér línu á illuminatihunter12@mr.is og ég geng í málið. Stöndum saman og berjumst fyrir sannleikanum.

- MR-ingur


LAUSNAMIÐAÐAR LAUSNIR VIÐ VANDAMÁLUM MENNTSKÆLINGSINS Það er ekki tekið út með sældinni að lifa í þessum heimi. Amstur hversdagsins er stundum svo mikið að það er ekki á það bætandi. En sem betur fer erum við talsmenn sannleikans til þjómustu reiðubúnir. Undanfarnar vikur hafa hrúgast inn tölvupóstar á netfangið okkar þar sem menn hafa leitað ráða við fjölda þrota. Því miður gefst ekki pláss til að birta öll svör í blaðinu en við svöruðum

að sjálfsögðu öllum með ítarlegum tölvupósti og birtum hér þau bestu. Við beittum nýjustu aðferðum í lausnatækni, svokölluðum lausnamiðuðum lausnium í anda Machiavellis. Við vinnum nefnilega lausnamiðað. Hér á eftir koma nokkur bréf sem við fengum send inn á netfangið. Ekki hika við að senda okkur tölvupóst á menntaskolatidindi2014@gmail.com vanti þig aðstoð.

To: menntaskolatidindi2014 From: egillastrads@gmail.com Subject: Blýanturinn minn

To: egillastrads@gmail.com From: menntaskolatidindi2014 Subject: RE: Blýanturinn minn

Sælir, MT Ég lendi oft í því að týna blýantinum mínum í miðjum lærdómi. Það æxlast oft þannig að menn sitja við skrifborðið sitt, haxandi stærðfræði eða eitthvað álíka þegar síminn hringir, yfirleitt Birna eða einhver annar háttsettur. Ég stend upp, svara og gleymi mér í umræðum um eitthvert hastalegt stúss. Yfirleitt gleymi ég bæði stað og stund; svo töfrandi er inspó. Þegar ég sest aftur við skriftir finn ég blýantinn hvergi. Ég þarf jafnan að eyða nokkrum mínútum í að finna kauða. Hvað er til ráðs? Endilega svarið sem fyrst. Tími minn er dýrmætur með kveðju, Egill skemmtó __ ATH! Efni þessa tölvupóstar er trúnaðarmál. Sá sem fyrir tilviljun, mistök eða án heimildar tekur við tölvupósti frá Agli skemmtó er minntur á 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti og skal gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna sendanda samstundis að upplýsingarnar hafi ranglega borist sér.

Blessaður félagi. Gott ráð getur verið að binda blýantinn við höndina með snærisspotta. Slíkir spottar fást í öllum betri verslunum, þ.m.t. Álnavörubúðinni, og þurfa ekki að kosta mikið. Ef menn hafa ekki mikið á milli handanna er einnig hægt að fara í verslanir á borð við BYKO og biðja um afganga. Það er oftast frítt. Sé nóg til hjá kallinum geturðu náttúrulega alltaf bara keypt annan blýant :)

To: menntaskolatidindi2014 From: svennilegend@svennilegend.com Subject: Trouble On My Mind Sæler meistarar, Svenni legend hér. There‘s a trouble on my mind, and it doesn‘t really work out for me (but I work out ;) Þannig er mál með vexti að ég er alltaf að rúnta með fellum (og gellum, ofc) en ég er ekki með bílpróf. Ég er ekki einu sinni orðinn fimmtán, fattiði. Hvað eiga menn að gera til að forðast lögga lögg (menn eru ekki beint að nenna honum)??? kv. S. legend

To: menntaskolatidindi2014 From: throtabuid@simnet.is Subject: Fátækur námsmaður Sæl(l), Ég er fátækur námsmaður, busi og þrotamaður í Lærða skólanum. Ég lendi reglulega í því að fara í Bónusferðir með vinum og verðandi kærustum. Ég bíð eftir að sætu busastelpurnar fari í Bónus, legg þá af stað og rekst óvart á þær. En ég hef ekkert að gera þar, ég á nefnilega engan pening. Eina ástæða ferða minna er sósíalísering og daður. Stelpurnar eru farnar að taka eftir þessu. Þær spyrja mig reglulega hvort ég ætli ekki að kaupa neitt og þegar ég segist ekki vera svangur (sem er nota bene lygi) spyrja þær mig af hverju ég hafi á annað borð komið í búðina. Þá þrjóta menn. Spurningin er tvíþætt: 1) Hvernig á ég að afla mér matar/penge fyrir mat? 2) Hvernig á ég að heilla stelpurnar?

Með vinsemd, virðingu og lausnamiðuðum kveðjum, Beaver Fever, Ritnefnd MT

To: svennilegend@svennilegend.com From: menntaskolatidindi2014 Subject: RE: Trouble On My Mind Sæll, sjomli Það getur verið erfitt að ætla að aka án ökuleyfis. Umferðarstofa mælir ekki með því og nýjustu rannsóknir sýna að það getur verið hættulegt. En allt er fertugum fært, og Svenna legend líka. Við mælum með því að þú falsir þitt eigið ökuskírteini. Það er nefnilega ekki svo mikið mál. Það eina sem til þarf er bleikur pappír og plastari. Mundu bara að vanda þig; þá fer allt vel. Ef þú getur ómögulega reddað plastara mælum við með að þú fjárfestir í fölsku yfirvaraskeggi. Allir vita að þeir sem ganga með yfirvaraskegg eiga hvítan sendiferðabíl og eru þ.a.l. bókað með bílpróf. mbkv Fans (MT)

To: throtabuid@simnet.is From: menntaskolatidindi2014 Subject: RE: Fátækur námsmaður Sæll, Já hún er snúin þessi ást. Vitur maður sagði eitt sinn: völd, peningar, ást; veldu tvö. En sá maður hafði aldrei kynnt sér lausnamiðaðar lausnir. Það getur verið mjög snjallt og peningasparandi að sleppa því einfaldlega að borga fyrir vörurnar — stela þeim hreinlega. Við mælum með því að þú klæðist þykkum frökkum, með stórum og djúpum vösum sem hægt er að nota til að fela ýmiss konar varning. Burberryjakkarnir úr Kormáki og Skildi eru einstaklega heppilegir en í þeim eru hægt að fela litla Trópíflösku, hálfs lítra skyrdollu, langloku og súkkulaðistykki án þess að vekja nokkrar grunsemdir. Vissulega er jakkinn fjárfesting en hann er fljótur að borga sig til baka. Hér tala menn af reynslu. Það getur líka verið sniðugt að nota stelpurnar sem nokkurs konar cover-up. Hver grunar sætar busastelpur um græsku? Það sem meira er, með þessu slærðu tvær flugur í einu höggi. Ekki nóg með að þú borðir frítt heldur heillarðu líka stelpurnar. Það er nefnilega vísindalega sannað að stelpur falla fyrir badboiz og sérstaklega þjófum. Ekkert að þakka, MT


HEIMSÓKN MEÐ LEXA GUNN

Brugðið á leik

Steinar sultar

Vinir

Jakúsí


G

LÖGGIR HAFA TEKIÐ EFTIR GRÍÐARMIKILLI BREYTINGU Á REYKJAVÍK CITY á síðastliðnum vikum. Gjörsamlega allt er snyrtilegra en áður. Meira að segja hinir mestu trassar hafa snúið blaðinu við og gert híbýli sín fýsileg. Menn sem ekki vita velta því óhjákvæmilega fyrir sér hvað liggur að baki. Atvinnuslúðrarar hafa haft lifibrauð af þessari ráðgátu. Smátt og smátt urðu orðrómarnir nær hinu sanna og hér með staðfestist það: Lexi Gunn er kominn á kreik og byrjaður að heimsækja helstu fagaðila bæjarins. Tilgangur heimsóknanna er tvíþættur: annars vegar að kynnast híbýlum fagaðilanna og hins vegar þeim manni sem híbýlin hafa að geyma. Eftirspurnin er gríðarleg en Lexi Gunn er því miður bara einn maður. Hans fyrsta heimsókn var til erkifagaðilans Steinars Sigurðssonar. Greifinn tók á móti Lexa Gunn í híbýlum sínum í Kóp City. Það eru forréttindi að fá að heimsækja þennan mikla fagaðila. Hér á bæ er allt í röð og reglu. Þó er ekki laust við að heimilsmenn bregði á leik og er þeir félagar sátu saman í stofunni og spjölluðu bauð Steinar Lexa Gunn upp á leik að hætti hússins. Eins og sjá má hefur Steinar svo sannarlega tekið gestaþrautina upp á næsta stig. Þegar Lexi mætti stóð greifinn við grillið að útbúa eðalmáltíð í tilefni af heimsókninni. Það er öllu tjaldað til fyrir Lexa Gunn. Það er þó frekar regla en undantekningin að sjá Steinar við grillið á þessum tíma dags en greifinn lifir eftir einfaldri reglu: græða á daginn, grilla á kvöldin. Steinar gerði svo vel við bragðlauka Lexa Gunn að það er alla vega á hreinu að Lexi er ekki á leiðinni í Bónus Hallveigarstíg á næstunni. Aðspurður hvert leyndarmálið væri sagði Steinar að það væri kryddið en Steinar notar ekkert almúgakrydd á borð við Season All heldur sérpantar sérstakt greifakrydd frá Arabísku furstadæmunum. Mikilvægast, segir Steinar, er samt að krydda með ástríðu – annars getur maður einfaldlega sleppt þessu. (Af öryggisástæðum voru Menntaskólatíðindi beðin um að birta ekki myndir af matnum. Vísindamenn telja hann hættulega girnilegan. Áhugasömum er bent á ímyndunaraflið.) Lexi gat ekki annað en fengið að skoða þetta stjörnueldhús nánar. Þegar hann opnaði ísskápinn rak hann augun í sultukrukkur en Steinar sultar sjálfur. Steinar segir sultunina vera mikla nautn og eiga þeir Lexi Gunn það sameiginlegt að vera miklir nautnaseggir. Steinar tínir berin sjálfur á haustin en sultar í litlum skömmtum við hvert fullt tungl. Svona gerir Steinar hvern einasta skammt betri en þann fyrri. Ef þú ert ekki going up þá er sultubransinn alla vega ekki fyrir þig. Spurður hvort hann hafi íhugað að fara út í sölu á guðdómlegu sultunni sinni svarar Steinar neitandi; Steinar sultar ástríðunnar vegna. Hvetur hann hins vegar alla til að búa til sína eigin sultu. Maður þarf ekki einu sinni að borða sultuna, hamingjan við að búa hana til seðjar mann. Næst sýndi Steinar Lexa Gunn baðherbergi sem gjörsamlega sprengir alla skala. Þetta er ekki herbergi heldur upplifun. Þar er ekki einungis ein gerð af flísum heldur hvorki meira né minna en þrjár. Að sjálfsögðu allt beint frá Ítalí. Dýrasta gerðin er svo rare að það eru bara tveir aðilar í heiminum sem eiga slíka gersemi. Ásamt Steinari er meistari Rick Ross einmitt með svoleiðis flísar í öllum herbergjum í höllinni sinni nema seðlaherberginu en þar er að sjálfsögðu ekki pláss fyrir neitt annað en seðlahrúgurnar. Ef þetta sýnir ekki fram á hvursu rándýrt þetta baðherbergi er þá gefst ég að minnsta kosti upp. Eins og gefur að skilja vildi Lexi Gunn ólmur prófa baðkarið. Þetta er einmitt baðkarið sem Íslandsvinurinn 50 Cent baðaði sig í þegar hann kom til landsins um árið. Steinar veit allt um mikilvægi þess að flokka ruslið sitt og fordæmir umhverfissóða. Lexi Gunn er heldur betur ánægður með það enda einkunnarorð

Lord of kóp city

Grilla á daginn, grilla á kvöldin

H4X

hans engin önnur en flokkum og skilum. Glöggir sjá Vítamínvatnsflösku í ruslinu en segja má að hún hafi verið endurunnin um leið og Lexi Gunn gaf Steinari H-vítamín fyrir hetjulega frammistöðu í flokkunarmálum. Steinar fer ótroðnar slóðir í fatamálum og Lexi fékk að kíkja í fataskápinn hans. Þar kemur í ljós að allt er sérsaumað á kallinn. Í sérhvert spor fór ástúð. Við hverri flík sagði Lexi Gunn eitthvað á borð við: „Þessi blússa er algjör dásemd. Hvar fékkstu þessa gersemi?“ Málshátturinn góði „ekki er allt gull sem glóir“ á svo sannarlega ekki við í þessum fataskáp því hér er að sjálfsögðu allt made in Ítalí. Þegar kom að því að sýna Lexa pallinn var hann ekki lengi að spotta eitt stykki jakúsí. Lexi er að sjálfsögðu sérstakur áhugamaður um jakúsa og flutti þá hingað til lands með fyrirtæki sínu Sæluaðild ehf. sem sérhæfði sig í að bjóða upp á ósvikin jakúsígæði. Eftir að hafa prófað jakúsíinn hans Steinars var hann sannfærður um að þetta væri besti jakúsí sem hann hefði prófað síðan hann fór í jakúsíinn hjá A$AP Rocky (eða einhverjum öðrum meistara) um daginn. Það var sko veisla.

Græða á daginn, grilla á kvöldin

Spurt er hver stjórnar Kóp City? Svarið er augljóslega Steinar Sig. Þetta er hans veldi. Maðurinn sem sagði að völd væru blekking hafði greinilega ekki komist í kynni við Steinar Sigurðsson. Horfið á hann, sjáið þessa valdamiklu útgeislun. Það er ástæða fyrir því að þessi maður var valinn herra Kópavogur þrjú ár í röð. Öll ævintýri þurfa að taka endi þó Lexi væri gjarnan til í að flytja inn til þessa mikla fagaðila. Þeir félagar skilja samt sáttir og er alveg víst að þetta verður ekki síðasta heimsókn Lexa Gunn hingað. Þeir félagar skilja sauðsáttir eftir að hafa kennt hvor öðrum margt. Þangað til næst kveður Lexi Gunn. Einungis tíminn getur svarað því hvaða fagaðila hann mun heimsækja í framtíðinni.


ÞORSTEINN Á IBIZA Flestir vakna fullir af þorsta. Hvort sem þá þyrstir í frekari svefnaðild eða eitthvað allt annað er misjafnt eftir aðilum. Þegar Þorsteinn Björnsson vaknaði eldsnemma á óvenjubjörtum föstudagsmorni þyrsti hann, eins og alla aðra morgna, í ævintýri. Í síðustu ævintýraferð sinni hélt Þorsteinn í Verzló. Þaðan á hann góðar minningar og myndaði vináttubönd til lífstíðar. Þorsteinn ákvað að halda á líkar slóðir í þessum könnunarleiðangri en þó alls ekki nálægar — hann hélt nefnilega út fyrir landsteinana, nánar tittekið til Ibiza. Þorsteinn hefur aldrei áður farið út fyrir landsteinana þó hann hafi lengi langað til þess. Hann hefur þó einu sinni farið til Vestmannaeyja að elta lunda en varla telst það með. Nánast daglega heyrir Þorsteinn sögur af ævintýrum aðila á framandi stöðum. Í þeim koma stundum fyrir hlutir sem hann hefur aldrei heyrt nefnda áður til að mynda tan, froðudiskó, McDonald's og kókaín. Það er löngu kominn tími til að Þorsteinn kynnist þessum hlutum. Hann hugsaði sig ekki tvisvar um áður en hann pantaði farmiðann beinustu leið til Ibiza, en heyrst hefur að Ibiza sé stopp númer eitt meðal ungmenna sem vilja skemmta sér stanslítið og hafa litlar áhyggjur af lífinu. Þorsteini var nánast allt að vanbúnaði fyrir þennan leiðangur. Fyrst þurfti hanna að sækja um sérstakt vegabréf svo honum yrði hreinlega hleypt úr landi. Næst þurfti að pakka. Þorsteinn hafði aldrei pakkað fyrir utanlandsferð áður. Frændi hans og sveitungur benti honum á að íslenskar kleinur fyndust líklega ekki á Spáni. Hvers konar líf er það eiginlega? Þorsteinn neyddist til að hafa samband við Ömmubakstur og panta vikuskammt af kleinum, eða um 30 kíló. Ekki komst mikið fleira í töskuna hans Þorsteins en það var langt því frá að hann gleymdi sólarvörninni heima. Betur veit hann en það! Þá var komið að því. Galvaskur hélt hann út á Keflavíkurflugvöll. Í flugvélinni hitti hann mikinn meistara sem var búinn að missa tölu á þeim skiptum sem hann hefur farið til Ibiza. Síðast þegar hann fór hafði hann, í annarlegu ástandi, fengið sér “I love Ibiza”-tattú á bringuna. Hann segist vera sérstakur Íslandsmeistari í froðudiskóum en

nafnbótina vann hann sér inn í keppni sem meistari DJ Óli Geir stóð fyrir um daginn. Þegar Þorsteinn spurði hann hvort honum þætti ekki langt að ferðast svona oft til Ibiza svarði hann neitandi — hann býr nefnilega í Keflavík. Þegar til Ibiza var komið byrjaði hann á því að tékka sig inn á hótelið. Þorsteinn áttaði sig ekki strax á aðstæðum og talaði íslensku. Það kom samt ekkert í veg fyrir það að allir yrðu strax vinir hans. En ekki var hann búinn að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að hanga á einhverju hóteli — ónei! Það var komið að því að fara á fokking ströndina. Hafandi aldrei farið á strönd áður var Þorsteinn í hálfgerðum vandræðum með sig í fyrstu. Hann var þó fljótur að laga sig að aðstæðum og baðaði sig í sólinni af jafnmikilli nautn og þegar hann gæðir sér á kjötsúpu heima í sveit — og þá er mikið sagt! Svangur eftir langan dag á ströndinni settist Þorsteinn að snæðingi á veitingastað sem kallaði sig Himnaríki, eða Heaven upp á ensku. Þorsteini þótti nafnið við hæfi, enda fékk hann himneskan mat. Engir íslenskir þjóðarréttir voru á boðstólum og stakk Þorsteinn upp á því við glaðværan þjón að þeir skyldu að minnsta kosti bjóða upp á skyr; ekki einungis fyrir Íslendinga heldur fyrst og fremst fyrir bölkarana, hvers eiga þeir að gjalda?! Þjóninn sagðist ætla að gera allt sem í hans valdi stæði til að koma því í kring. Þorsteinn bað um protip fyrir kvöldið og þjóninn benti honum á samkomu á skemmtistað ekki langt frá.

Þrátt fyrir skýrar leiðarlýsingar frá þessum meistara þurfti Þorsteinn að ramba um í þónokkra stund áður en hann loksins fann staðinn. Þegar þangað var komið brá honum heldur betur í brún. Hann áttaði sig ekki strax á því að þetta væri staðurinn heldur hélt hann að hann hefði gengið inn á einhvern veslings anga í froðubaði. Kom svo í ljós að þetta var rétti staðurinn; öll samkoman var í froðubaði. En eins og alkunna er heldur Þorsteinn ekki í ævintýri sín til að dæma. Fyrr en varir er meistarinn sem Þorsteinn hitti í flugvélinni kominn með klettharða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í froðudiskói — leiðinlegt fyrir þann mikla meistara! Lýsti Þorsteinn upplifun sinni af froðudiskóinu sem því skemmtilegasta sem hann hefði nokkurn tíma gert — meira að segja skemmtilegra en réttir. DJ-inn var líka maxhaxaður gæi sem spilaði meistara á borð við Tiësto, sem er næstum jafngóður og sjálfur Óli Geir. Ljóst er að, líkt og í Verzlunarskólanum, hefur klámvæðingin náð að festa rætur á Ibiza, Þorsteini til mikils ama. Þó Þorsteini hafi þótt gaman að kynna sér framandi siði jafnast ekkert á við íslensku þjóðmenninguna. Heimförina leist honum ekki illa á enda var hann eilítið fljótari með kleinuskammtinn en hann hafði gert ráð fyrir. Þó Þorsteinn lifi fyrir ævintýrin finnst honum alltaf best að vera heima í sveitinni.



Gardínurnar fékk ég í Álnabæ. Þar er alltaf frábært úrval og indælt starfsfólk sem er tilbúið að hjálpa við mælingar og fleira.

Kaffibollinn er frá félögum mínum á KT. Koffínlaust sojalatté!

Buxurnar og skóna fann ég í gámi úti á Granda. Það var ekkert smá góður dagur!


S TÍL LINN STÍLLINN Fríða Þorkelsdóttir, femínisti Hvað ertu að gera þessa dagana? Ég hef til dæmis verið að efna áramótaheitið mitt um að finna besta latté Reykjavíkur. Alveg ótrúlegt hvað til eru margar varíasjónir á þessum frábæra drykk. Annars sit ég sveitt við ljóðaskrif og hassreykingar flesta daga. Hver eru þín bestu kaup fyrr og síðar fyrir heimilið? Mín bestu kaup fyrir heimilið eru gardínustöng úr Ikea sem gerir manni kleift að taka gardínurnar niður mjög auðveldlega og sveifla þeim utan um sig áður en maður rýkur út á Kaffibarinn. Hvernig lýsirðu sjálfri þér og þínum stíl? Ég er sjálf smá svona „free spirit“ eins og það er kallað. Ég tel mig vera mikinn heimsborgara,

þrátt fyrir að hafa reyndar aldrei komið út fyrir 101 Reykjavík, fyrir utan þegar ég kíki aðeins í Vesturbæinn. Ég myndi segja að stíllinn minn væri nokkuð einstakur. Ég reyni að finna flíkur sem endurspegla karakterinn minn og mér líður vel í. Ef ég sé aðra manneskju í eins flík og ég get ég orðið pínu klikkuð. Þá reyni ég að komast heim eins fljótt og ég get til að brenna fötin. Ég held hárinu fínu með því að þvo það aldrei og ég nota sólarvörn númer 50 á hverjum degi til ad halda þessum næpuhvíta lit sem við þráum nú öll.


VILLT JARÐARBER Svo lengi sem elstu menn muna hefur heldri manna klúbburinn Strawberries verið starfræktur í Lækjargötu gegnt Menntaskólanum. Þangað lögðu ófáir leið sína til þess að njóta góðra stunda. Mikil umræða hefur verið um lögmæti staðarins og vegna meintrar vændisstarfssemi var honum endanlega lokað, eins og langflestir vita eflaust. En hvað vilja Menntskælingar að komi í stað jarðarbersins umtalaða og hvað telja þeir raunhæft í þeim málum? Sakna þeir yfirhöfuð villta jarðarbersins, eins og við í ritnefnd MT köllum staðinn að jafnaði? Við fengum álit nokkurra vel valinna fagaðila.

ELÍN ARNA KRISTJÁNSDÓTTIR heldur að það yrði bæði dröllufínt og tussugott að fá búðina TOPSHOP í stað jarðarbersins. Það sé einbeittur vilji hennar og líka raunhæfur kostur. Hún segist vera mikil áhugakona um tísku en ekki meiri en hver önnur stelpa. Þá bætir hún við að strákar geti ekki síður haft slík áhugasvið. Hún yrði tíður gestur í búðinni og bíður með fingurna krosslagða. HARPA GUÐRÚN HREINSDÓTTIR vill gjarnan fá Happ aftur enda hélt hún mikið upp á þann stað og nýtti sér oft 2 fyrir 1 tilboðið sem var í febrúar í fyrra (hint, hint, Happ) þegar Happ var í Austurstrætinu. Hún er mjög sár og fúl út í Happ og saknar þess að geta gætt sér á mauksoðnu grænmeti, viðbjóðslega hollum samlokum og fleira fíneríi til að viðhalda spengilegum líkama. Harpa fílar þó líka McDonald‘s og leggur til að staðirnir sameinist í HappDonald‘s. „Það væri svosem ákveðið hax.“ JÓN KRISTINN EINARSSON (GB-goðsögn) þráir það allra heitast að í stað villta jarðarbersins komi kosningastofa Rob Ford á Íslandi. Þó segist Jón ekki ætla að kjósa hann því hann sé mennskt gúrkusalat. Aðspurður segist hann ekki vera mikið í hollustunni. Jón vill einnig koma því á framfæri að vini hans finnist vera „mikil vöntun á Haxinos í Lækjargötu“. Vinurinn (sem verður ekki nafngreindur hér) yrði tíður gestur þar, eða þangað legði hann alla vega leið sína annan hvern þriðjudag. Vininum finnst þó raunhæfara að þar dúkki upp enn eitt kaffihúsið. ANDREA URÐUR HAFSTEINSDÓTTIR vonar að vatíkanskt sendiráð geti bætt upp fyrir tapið sem fólst í hvarfi staðarins. Hún segist vera mikil áhugamanneskja um málefni Vatíkansins og aðspurð segir hún það 100% öruggt að Gísli Marteinn verði næsti páfi. En eins og hún lætur sig dreyma heldur hún að útibú Múrbúðarinnar muni fylla vel upp í gap ið í Lækjargötu. Aðspurð hvort hún velji afslátt eða gott verð segir hún að henni sé alveg sama, bara að verðin séu sanngjörn fyrir alla. Hvort úr rætist er óljóst. GUÐJÓN BERGMANN segir það hellað að fá bara skautahöll í Lækjargötu og það yrði alveg vel raunhæft. Annars heldur hann að þarna verði opnaður venjulegur skemmtistaður sem muni líklega fara á hausinn eftir fjóra mánuði.


NÍNA Nú segi ég stopp. Við erum tæplega þrjú hundruð sem heitum þessu nafni og líf okkar allra er eintóm angist. Hver dagur er kvalarfyllri en sá fyrri. Það er að sjálfsögðu út af þessu helvítis lagi. Hvers eigum við að gjalda? Aldrei hef ég getað átt venjuleg fyrstu kynni; alltaf hefur fólk byrjað að syngja: „Núna ertu hjá mér, Nína...“ Guð minn almáttugur, haldiði í alvörunni að þetta sé fyndið? Hversu oft haldiði að við 300 Nínur höfum heyrt þetta? Lærið nýja brandara. Þar sem þið augljóslega hafið ekkert lag á því að semja þá mæli ég með því að stela þeim. Það er ekki flókið, gúgglið einfaldlega „funny jokes“. Þetta hefur gengið svo langt að ég tók upp á því að flýja land út af þessu. Og viti menn – ekkert breyttist! Fólk þekkir þetta lag í öllum heimshornum. Einu sinni var ég á gangi í Lundúnum og þá sagði infæddur við mig: “It is you, the girl from the song! The Nína? The núna ertu hjá mér, Nína. I’m a big fan, are you here because of the Eurovision Song Contest, can you sign my shirt?” Sjitt, get a life! Mig langar bara að fá nálgunarbann á alla þessa lúða. Eru það ekki mannréttindi að fá að vera í friði? Ég gerði ekkert til að eiga þetta skilið. Ég hef íhugað að skipta um nafn. Á hugmyndalista komu t.d. Selma, Sylvía, Jóhanna, Gréta og Eyþór. Prófaði ég nokkur þeirra til reynslu og lenti alltaf í sömu Júróvísjónþvælunni. Voru einhvers konar álög lögð á mig? Ég þarf greinilega bara að heita Nína að eilífu. 4ever. Ég þarf að halda áfram að heyra þennan brandara á hverjum einasta degi. Þetta finnst þeim í lagi. Mig langar að gubba. Það eru komin 23 ár síðan þetta fokking lag kom út. Mun tíminn koma mér til bjargar? Ef svo er þá segi ég bara eins og mínir verstu óvinir – ég vild’ ég gæti sofið heila öld. Við Nínurnar deyjum ekki ráðalausar. Við höfum stofnað sérstakt félag. Félag sem fordæmir þetta lag. Við erum svokallaðir haters. Við kveljumst í það minnsta ekki einar. Nínur allra landa, sameinumst.

Nína

TILVERUKRYDD Noah geht in eine ist Bar und fragt: "Wo er Abel?" Der Barkeep antwortet: "Das ist kein Abel hier"

Það móment þegar fólk taggar Trausta Marelinho til að fá fleiri like á myndin a sína

r ent þega r m ó m ð a Þ afi r að þú h tu, u d l e h ú þ a úti á gö séð Bubb r í alvörunni a en það v Magni. bara

þú Það móment þegar s, ferð inn í bílinn han en hann er ekki með neitt nammi

Framsóknarflokkurinn bý ður kvöldverðar. Í forrétt verð til galaur boðið upp á skuldamat, en það ste þó einungis forréttindasté ndur ttinni til boða. Lífeyrisréttur í aðalr ét eftirrétt. Íslenskur, að sjálfs t og ís í ögðu viljum ekki eitra fyrir yk . Við kur.

Það móment þegar mamma þín prumpar í Blómavali

Það móment þegar strákur er að putta ð þig en hann gerir þa svo hægt að þú vilt f bara gera þetta sjál

Vá hvað þú ert hugrakku r að hóta Úkraínu aðgerðum ef hætta ekki mannréttindabr þeir otum. Ég man þegar 17 manns dóu í brúðkaupi í Yemen eftir drónaárás fyrir tilstilli þí na. Takk Obama.


BECHDELPRÓF fyrri hluti

Nú hef ég skrifað tvær kvikmyndagreinar fyrir Menntaskólatíðindi, eina fyrir áramót og aðra eftir. Þær voru báðar á léttari nótunum og því langaði mig að skrifa eina alvöru í þetta skiptið. Um daginn sá ég grein í dönsku dagblaði þar sem allar danskar myndir ársins 2013 voru teknar fyrir og látnar gangast undir fimm próf. Þau voru eftirfarandi (þýdd á íslensku): LGBT-prófið, Perker-prófið, Fatlaprófið, Sverleikaprófið og Bechdelprófið. Prófin eiga það öll sameiginlegt, nema Bechdelprófið, að til að ná þeim þarf myndin að innihalda einn nafngreindan karakter sem tilheyrir ákveðnum þjóðfélagshóp. Í LGBT-prófinu eru það samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða transgender, í Perker-prófinu er það fólk af öðrum húðlit en hvítum, í Fatlaprófinu er það fólk sem er annaðhvort líkamlega fatlað eða fólk sem glímir við geðræna kvilla og í Sverleikaprófinu er það fólk sem glímir við offitu. Bechdelprófið er ólíkt hinum því til að standast það þarf mynd í fyrsta lagi að hafa tvær konur, í öðru lagi þurfa þessar tvær konur að eiga samtal og í þriðja lagi þarf samtalið að fjalla um

eitthvað annað en karlmenn. Ég fór inn á vefinn hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands og tók þar myndir síðustu þriggja ára ('11-'13) og lagði fyrir þær Bechdelprófið. Myndirnar eru 23 en ég ákvað að sleppa myndunum Mona, Hemma, Of Good Report og This is Sanlitun þar sem engin þeirra er á íslensku og engin þeirra gerist á Íslandi. Einnig gat ég ekki horft á myndirnar Glæpur og samviska og L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra þar sem hvorug þeirra kom á DVD. Ástæðan fyrir því að ég lagði einungis Bechdelprófið fyrir myndirnar er sú að Bechdelprófið er langþekktasta og jafnframt mest viðeigandi prófið. Fyrir stuttu síðan komst ég þó að því að ég væri ekki sá eini sem hafði fengið þessa hugmynd en Helga Þórey Jónsdóttir er að skrifa MA-ritgerð í bókmenntafræði um konur í íslenskum kvikmyndum. Hún er reyndar bara búin að greina myndir sem komu út fyrir 2000 svo ég er nokkurn veginn hólpinn.

Okkar eigin Ósló Myndin fjallar um Harald (Þorsteinn Guðmundsson) og Vilborgu (Brynhildur Guðmundsdóttir) sem hittast á hóteli í Noregi og eiga náin kynni. Eftir að þau koma aftur til Íslands fara þau aftur á stefnumót saman. Hún fær hálfgert taugaáfall og ákveður hann því að bjóða henni upp í bústað. Þar flækjast málin og kemur m.a. fyrrum elskhugi til sögunnar. Reynir Lyngdal leikstýrir myndinni og skrifar Þorsteinn handritið. Myndin er nokkuð fyndin á köflum en síðan dettur hún ofan í þennan pytt steríótýpískra rómanískra gamanmynda og verður nokkuð mikil klisja. Nær hún prófinu? Já, myndin stenst prófið auðveldlega enda eru hlutföll kvenna og karla nánast jöfn í myndinni sem er mjög gaman að sjá.

Kurteist fólk Svört kómedía sem fjallar um verkfræðinginn Lárus (Stefán Karl) sem skilur við konuna sína, missir vinnuna og ákveður að fara til Búðardals til að enduropna sláturhúsið þar. Hann flækist þar inn í smábæjarpólitík Markels sveitastjóra (Eggert Þorleifsson) og hittir ýmsa skemmtilega karaktera. Myndinni er leikstýrt af Ólafi Jóhannessyni (Olaf de Fleur eins og hann vill láta kalla sig) og skrifar hann handritið ásamt Hrafnkeli Stefánssyni. Myndin byrjar ágætlega og verður enn áhugaverðari þegar Lárus kemur til Búðardals en einhvern veginn tekur hún aldrei á loft ef svo má að orði komast. Nær hún prófinu? Þó það sé ágætur fjöldi kvenna í myndinni (Ragnhildur Steinunn, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Harpa Arnardóttir) eru þær allar í frekar litlum hlutverkum fyrir utan Ragnhildi og Ágústu. En þeirra persónur eru þunnar eins og pappi og hefur karakter Ragnhildar engan persónuleika heldur er hann bókstaflega heimsk ljóska. Svo myndin nær ekki prófinu.

Rokland Böddi Steingríms (Ólafur Darri) snýr aftur heim á Sauðárkrók eftir tíu ára námsdvöl í Þýskalandi og fer að kenna við fjölbrautaskólann þar. Hann er síðan rekinn þegar nemandi fótbrotnar í vettvangsferð hjá honum. Böddi er virkur bloggari og á bloggi sínu gerir hann grín að sveitungum sínum jafnt sem samfélaginu í heild sinni. Smám saman finnst honum eins og að líf sitt og umhverfi sé að breytast í skít og lýsir loks yfir byltingu. Myndin er byggð á metsölubók Hallgríms Helgasonar og sér leikstjórinn, Marteinn Þór, um að aðlaga bókina að skjánum. Marteini tekst ágætlega til og er myndin ansi fyndin en það má líklega rekja til skrifa Hallgríms. Ólafur Darri er frábær og er Stefán Hallur sem leikur bróður Bödda einnig nokkuð góður. Nær hún prófinu? Það eru nokkrar konur í myndinni en líkt og í Kurteisu fólki þá eru þær allar í pínulitlum hlutverkum nema tvær. Það eru Lára María (Lára Jóhanna Jónsdóttir) og Dagga (Elma Lísa Gunnarsdóttir) sem eru báðar ástkonur Bödda. Þær tala aldrei saman og eru í rauninni ekki í neinu atriði saman alla myndina.


Borgríki

Myndin er sögð út frá sjónarhorni þriggja karaktera, serbneska bifvélavirkjans Sergej (Zlatko Krickic) sem missir ófætt barn sitt þegar ráðist er inn á heimili hans, lögreglukonunnar Andreu (Ágústa Eva Erlendsdóttir) og glæpakóngsins Gunnars (Ingvar E. Sigurðsson) sem er að reyna að losna úr bissnesnum. Ólafur Jóhannesson sér um að leikstýra myndinni og aftur skrifar hann handritið með Hrafnkeli Stefánssyni. Myndin er fullkomin klisja allt frá glæpakóngnum sem vill hætta til spillta lögregluforingjans. Leikurinn í myndinni er misgóður, allt frá stórgóðum til hræðilegs.

Nær hún prófinu? Í myndinni er ágætur fjöldi kvenna, þær eru þó allar í aukahlutverkum nema Ágústa Eva. En líkt og í áðurnefndum myndum þá eru konur í minni hlutverkum en eiga engin samtöl sín á milli um eitt eða neitt.

Á annan veg Myndin gerist sumar eitt á níunda áratugnum á ótilgreindum fjallvegum Íslands. Við fylgjumst með þeim Finnboga (Sveinn Ólafur Gunnarson) og Alfreði (Hilmar Guðjónsson), starfsmönnum Vegagerðarinnar, þar sem þeir eru að mála merkingar á malbikaða vegi, slá niður tréstikur og fylla í holur. Alfreð og Finnbogi eru gjörólíkir og snýst myndin í rauninni um samræður þeirra og hvernig andstæður þeirra spila saman. Hafsteinn G. Sigurðsson leikstýrir og skrifar handritið en þetta er hans fyrsta mynd. Bæði Sveinn og Hilmar eru mjög góðir og er Þorsteinn Bachmann líka ágætur en hann er í nokkrum atriðum Nær hún prófinu? Í myndinni eru reyndar bara fjórir karakterar, Sveinn, Alfreð, vörubílstjóri og kona. Það er því ein kona í myndinni og segir hún reyndar ekki neitt. Að vísu heyrum við í konu lesa á einum tímapunkti í myndinni svo þær eru í rauninni tvær. Ein talar bara og sést ekkert og hin sést en talar ekkert.

Algjör Sveppi og töfraskápurinn Í þriðju myndinni um algjöran Sveppa festist vinkona Sveppa, Ilmur (Kristjánsdóttir) inni í töfraskápnum hans Sveppa (Sverrir Þór Sverrisson) og er skápnum rænt af Vonda (Hallur Ingólfsson). Sveppi, Villi (Vilhelm Anton Jónsson) og Gói (Guðjón Davíð Karlsson) þurfa því að endurheimta skápinn og bjarga Ilmi út úr honum. Bragi Þór Hinriksen leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Sveppa. Handritið er frekar slappt og nokkuð fyrirsjáanlegt. Það voru þó nokkur skemmtileg augnablik í myndinni eins og þegar Villi minnir Sveppa á að jarðskjálftatíðni á Suðurlandi sé há. Svo var líka gaman að sjá þá félagana hitta Audda leiðinlega (leikinn af Blöaranum). Nær hún prófinu? Nei, í myndinni eru u.þ.b. þrjár konur og eru hlutverk þeirra allra frekar lítil fyrir utan kannski hlutverk Ilmar. Sveppi mætti nú alveg reyna að stækka hlutverk kvenna í næstu mynd og gæti Ilmur t.d. orðið fjórði meðlimurinn í þessari klíku hans.

Hetjur Valhallar - Þór

Þór (Atli Rafn Sigurðsson) er hálfguð, sonur Óðins (Egill Ólafsson) og smiður en lætur sig dreyma um það að vera bardagamaður og kappi. Einn daginn þá flýgur talandi hamarinn Mjölnir í gegnum þakið hjá Þór. Þór veit ekki hvað hann á að halda en þegar Hel (Katla Margrét Þorgeirsdóttir) og jötnar hennar ráðast á þorp Þórs þarf hann að taka á honum stóra sínum. Honum bregst því miður bogalistin og er Eddu (Ágústa Eva Erlendsdóttir), vinkonu Þórs, rænt. Þór þarf þá að læra á Mjölni og bjarga Eddu. Myndinni er leikstýrt af Óskari Jónassyni og er handritið skrifað af hópi manna. Myndin afbakar norrænna goðafræði, hér er Þór hálfguð, Óðinn missir augað þegar hann fær Mjölni í höfuðið og Hel er fyrrum ástkona Óðins en ekki barnabarn hans. Nær hún prófinu? Í myndinni eru fjórar konur og eru þær allar í frekar stórum hlutverkum. Samt sem áður nær myndin ekki prófinu. Hún kemst þó mjög nálægt því að ná prófinu þegar Freyja (Esther Talía Casey) réttir Eddu sverð en það er í rauninni ekki samtal þar sem Freyja er sú eina sem talar.

Eldfjall

Hannes (Theodór Júlíusson) er kominn á eftirlaun eftir 37 ára starf sem húsvörður. Eftir að hafa heyrt í börnum sínum tala um hve mikið hann hefur vanrækt móður þeirra í gegnum árin verður hann fyrir hugarfarsbreytingu. Einn daginn kemur hann heim með lúðu, uppáhaldsmat konu sinnar og borða þau hana en í miðjum kvöldverðinum fær hún heilablóðfall. Í stað þess að skilja hana eftir í umönnun lækna og hjúkrunarfólks ákveður hann að fara með hana heim og sjá um hana sjálfur. Rúnar Rúnarsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið og er þetta hans fyrsta kvikmynd í fullri lengd. Myndin er stórgóð í alla staði, handrit, leikur og kvikmyndataka og er hún langbest af þessum átta sem eru teknar hér fyrir.

Nær hún prófinu? Í myndinni eru tvær konur, dóttirin Telma (Elma Lísa Gunnarsdóttir) og móðirin Anna (Margrét Helga Jóhannsdóttir). Dóttirin er í aukahlutverki og er móðirin í dái nær alla myndina svo þær tala ekkert saman

Nú hef ég horft á allar myndirnar sem komu út 2011 og náði ein af átta prófinu. Það finnst mér vera einstaklega slappur árángur. Einnig fannst mér allt of margar myndir sem voru

hreinlega bara lélegar. Í næsta blaði kemur svo framhaldið af greininni og verðum við bara að vona að myndirnar verði betri og kvenlægari.



VIÐTAL VIÐ TÍTUS Sæll, herra Andrónikus Heill þér, Róm! Má ég kalla þig Tútta? Já Hvernig gekk í stríðinu við Gotana? Ah, já. Stríð hinna blóðugu tára. Við sigruðum með yfirburðum en var þetta Pyrrhosarsigur þar sem ég missti vaska syni. Fangar voru fengnir og viss er ég um að í Gotalíu verður engin uppreisn í bráð. Hvers saknaðirðu mest á meðan þú varst í stríðinu? Ættjarðarsöknuðurinn skildi djúpt skarð í hjarta mér en mest af öllu var það Lavinía, dóttir mín, sem ég saknaði. Róm og réttvís goðin dæmi hve gífurlegan söknuð ég bar til hennar. Hvað hefurðu átt margar konur? Ekki hef ég tölu á þeim sköpum er ég hef hamrað en barnsmóðir mín hét Edenía og myrti ég hana óvart. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Kjötbaka Hvað er á döfinni hjá Títusi? Ég var að fjárfesta í uglu og ég mun hafa ætlað mér að þjálfa hana til að færa mér snarl í bólið. Svo hef ég heitið blóðugri hefnd á ónefndri Gotadrottningu og öllum hennar ættmennum. Ég er aðeins að vinna í því að slátra þeim.

Hvernig er hinn týpíski dagur hjá þér? Rúlla inn á Prikið með beint úr boxinu, crispy ass, snjóhvítan iron 50 cap, dett í nokkra skemmtistaðasleiki og rúlla út með allan MAC cataloginn á fokkin derinu. Veistu hvað ég er að meina? Ég er með moðerfokkin ass Haffa Haff á fokkin derinu. En hey, það er allt í fokkin góðu því ég elska þessar mellur. Kallinn er kominn upp í rúm fyrir sólsetur með nokkrar frænkur að slafra á pungnum. Hver er uppáhalds rómverski guðinn þinn? Það mun vera Summanus, guð næturinnar. Það mætti segja að hann sé kallaður herra Nótt. Ertu búinn að fara á einhverja mynd í bíó nýlega? Bíó... bÍó?....BíÓ???????? ne er ekki mikið fyrir bíó Hvað tekurðu í bekk? Sjö ritzkex MEÐ bakkanum Hvert er uppáhaldsvopnið þitt? Skutlur eru einkar áhrifaríkar í nútímastríðslist. Ég og systir mín höfum verið að þróa nýja tegund sem hæfir beint í meyjarskaut Hvernig ertu í bellinum? Slakur bara Takk kærlega fyrir þetta viðtal, Títus. Er eitthvað fleira sem þú vilt koma á framfæri? Já, mig langar að hvetja alla til að tryggja sér miða á leikritið sem byggt er á raunum mínum. Sjálfur leik ég sjálfan mig og ég verð að segja að ég fer með algjöran stjörnuleik. Takk fyrir mig!


Breka saga bjólu reki hét maðr og var bjóla. Var hann allra manna vitrastr, einvígr á hönd, nefstór og svartr. Hann var mikill maður vexti og styrkr, vígr vel, syndr sem selr, manna fóthvatastr, bellinn og gagnorðr, skjótorðr og svo hagr að enginn var hans jafnoki. Var hann eygðr vel, fölleitr og skarpleitr. Var enginn svo mikill sem Bjóla. Bjóla vó fyrsta víg tveggja vetra og hafði á sjötta vetri vegið allt Húnaþing í bræði sinni. Hélt Bjóla sverð er Borðr hét og hafði eitt sinn verið í eigu kunnugra manna. Sverðið var og kunnugt og máttugt og þeirrar náttúru gætt að geta hoggið sundur heilu fjöllin. Hjó Bjóla eitt sinn skarð í Dalasýslu og nefndist hér eftir Skarð á Skarðsströnd. Reið Bjóla til þings og sá þar konu er Unnr hét og var fríðust kvenna á landi. Hún var væn kona og kurteis, vel að sér og þótti sá bestur kvenkostur á Rangárvöllum. Var og á þingi Jón digri, faðir Unnar. Lét Bjóla boð út ganga til hvers manns er hlýða vildi að væri hann kvæntur Unni. Lagðist það misvel í menn. Bað Bjóla um hönd stúlku og greiddi Jón tuttugu kúgildi fyrir enda Breki höfðingi mikill og fríðastr manna. Þótti hjónabandið vel lukkað og Breki allra manna ástsælastr en Unnr ástsælust kvenna. Þó var á þingi maðr er Gestr hét og var Oddleifsson. Mælti hann „Sælastr munt þú Bjóla þar til Unnr bregst. Verðr ást öll að þrennum svikum.“ Skeytti enginn um orð Gests. Hélt Bjóla utan og mætti Ólafi Tryggvasyni, Noregskonungi miklum í knattleik. Fór vel á með mönnum og vakti Bjóla eftirtekt enda hagleiksmaður mikill. Bjóla var hagr á tré og járn og allra manna skýrastr. Dvaldi hann við hirð konungs, vó marga menn og lá hjá hverri konu. Heldr Bjóla út til Íslands og kemur að Unni í rekkju með Þórði goða lögsögusyni. Bjóla segir við Þórð „Eigi skal ég svo aumr vera að höggva hér. Mæt mér í hólmgöngu.“ Sá Þórður þess einan kost vænan að safna svo stóru liði er taldi á þriðja hundrað. Lét hann boð út ganga um hverja sýslu að hver fulltíða maðr skyldi hann styðja. Hvaðanæva komu menn er hugðu Bjólu hefnd enda hafði Bjóla legið hjá konum og mæðrum allra manna er hér dvöldu á landi og víðar. Fór Bjóla einastr manna til hólmgöngu svo er hólmgöngur jafnan séu. Hafði hann með sér þræl er Surtr hét og hentu menn hann Surtsfífl á þingum. Var Surtr óskarpastr manna, vitgrannr og eygðr illa. Drap Surtr tvo menn en féll svo allr. Hét Bjóla þá á Tý og Þór. Fór svo að Bjóla hjó hvern mann þann er til sást og seinast Þórð goða. Tók hann sér goðorð hans þrjú og nefdist þareftir Bjóla goði. Var nú löngu gleymt Brekanafn Bjólu.


Sigurðr hét maðr og var doggr mikill. Bjó Doggr í Kvisti og smeið margan hagleiksgripinn. Doggr var kunnugr maðr og mælti svo um að Bjóla gæfi frá sér gripinn Borð ellegar legði hann á Bjólu og hvern hans kviðmág illar árur. Þótti það hið versta þar sem Bjóla hafði hjá hvers manns konu legið og voru því allir menn hérlendis og víðar Bjólu kviðmágar. Ræddist málið á Alþingi sumarlangt. Kröfðu þar allir menn háir sem lágir að Bjóla gæfi frá sér sverðið. Tók Bjóla fyrir það og veittist margmenni að honum í Lögréttu. Hver maður jánkaði og stóð upp með lögum er kváðu um að tíund Bjólu skyldi greidd með sverði og afhent Sigurði doggi. Sat þó sem fastast höfðingi er Kjartan frjálsi nefndist. Kjartan var manna þekktastr og greiddi hvorki tíund né heimanmund. Breki flýði skrílinn og dvaldist sumarlangt hjá Kjartani. Fór vel á með höfðingjunum. Var Unnr á bak og brott og tekin saman við næsta höfðingja svo er Snorri hét og var allra manna vansiðaðastr. Veitti hún Bjólu ekkert lið. Ekki leið á löngu þar til Unnr hafði fætt Snorra þrjá syni samtíðis, er nefndust Gísli, Eiríkr og Helgi og voru vanvitar mestu. Voru þeir skæðastir manna, og drápu þrívetra hver sinn mann. Liðu árin og fulltíðuðust Gísli, Eiríkr og Helgi. Voru þeir drykkjuhrútar miklir og dólgar mestu. Af Bjólu er að segja að hann heldr til Miklagarðs og hittir þar fyrir keisara mikinn er Ágúst hét. Var Ágúst kvonlaus maðr en lærði af Bjólu list þá er kventæling nefndist. Að launum fékk Bjóla hvert það vopn er Rómaveldi geymdi, gull og gersemar. Heldr Bjóla til Íslands og á nú vopnabú svo stórt að Borðr er honum vitagagnslaus. Lætr Bjóla Borð af hendi til Doggsins og afléttir hann álögunum miklu. Gleðst þá hver maðr. Áir Bjóla hjá Kjartani frjálsa svo og fyrri daginn. Þá fyrstu nótt ríðr að bænum Snorri vansiðaði með feiknarmikið lið. Telur það fjóra menn; Svein, Egil káta, Eyjólf glommu og Orra hvíta. Hyggst hann vega Bjólu. Bjóla var allra manna skæðastr, heggr mennina fimm í einu höggi og liggja þeir allir. Er fregnir af dauða Snorra berast Unni snýr hún aftr til Bjólu og hefir tvisvar svikist. Þá fyrstu nótt eftir komu Unnar dreymir Bjólu fagran svan er fellur fyrir sonum sínum. Gremst Gísla, Eiríki og Helga Snorrasonum morð föðr þeirra og hyggja á hefndir. Sverja þeir fóstbræðralag með Markúsi dólgi, syni Þórðs goða og Birni bróðr goðans sem einnig hyggja á hefndir. Gengr Doggr seiðskratti til liðs við þá. Safnar Bjóla fámennu liði og þykist sigurviss enda allra manna fótfráastur, vel eygður og hagastur á hvert vopn. Hyggjast herir mætast í bíti. Ríða Gísli, Eiríkr og Helgi að Odda, höfuðbóli Bjólu, í skjóli nætr. Unnr vaknar við óhljóð í hestum og stígur í hlað. Sér hún þá hvar synir hennar leggja eld að húsi. Gísli mælir „Hvers á Bjóla gott skilið? Hann hefr ekkert unnið nema illt fjölskyldu vorri. Tak hross og kom með oss, móðir“. Unnr hleypr ei inn til að vekja Bjólu en stígr á hest, og hyggst ríða brott og svíkr þar Bjólu í þriðja sinn svo er Gestr Oddleifsson hafði mælt. Bíða synir hennar og hún bruna Odda. Brenna þar bækr og gripir svo séu menn snauðari. Bjóla vaknar við eld og stígr út úr Odda, vopnlaus og allslaus. Hæfir þar Gísli Snorrason vansiðaða Bjólu í síðu svo út falla innyfli mörg. Bjóla var allra manna sterkastr og stingr með einustu hönd sinni, vopnlaus, gat á maga Gísla svo fellr hann allr. Bindr Bjóla innyfli sín föst með spotta. Heggr Eiríkr fót af Bjólu og mælir „Sértu nú einfættur svo og einhentur, auma peð.“ Skeytir Bjóla engu en segir loks „Er mér nú vandi á höndum“. Hlæja báðir. Skallar nú Bjóla Eirík til dauða. Standa tveir eftir, Bjóla og Helgi og skartar Helgi Borði. Mælir Bjóla „Hvar fengu menn sverð mitt?“ Mælir Helgi „Doggr eftirlét mér það“ Spyr þá Bjóla „Hvað gerði ég til að eiga svo reiði Doggs?“ „Doggað konu hans,“ mælir Helgi og heggr til Bjólu með öllu afli svo slitnar milli maga og lenda. Þrýtur þar Bjóla.

Ljúkum vér hér Breka sögu bjólu. Alexander Gunnar Kristjánsson skráði



TRAP GAME WHIP WHITAKER Snorri Másson á flugaðild

Einn fallegan sunnudagsmorgun í febrúar, í lágri, en þó undurfagurri vetrarsól, vaknaði ég 12 pm sharp til þess að henda mér í flugtíma hjá Flugskólanum. Ég byrjaði reyndar á því að undirbúa mig andlega með því að taka hardcore sprettsession í hverfinu mínu. Um hálftvöleytið stóð til að ég yrði sóttur af ónefndum þrotungi á vegum ritstjórnar Menntaskólatíðinda enda átti ég pantaðan tíma klukkan 2 pm sharp. Þrotungur áðurnefndur var þó ekki fyrir utan hjá mér fyrr en rúmlega tvö. Við keyrðum (okkur í gang) á áfangastað sem reyndist þó torfundinn. Að lokum fundum við Flugskólann sem staðsettur er við flugturninn þarna rétt hjá Öskjuhlíðinni. Á þessari stundu, að mér ómeðvituðum, var ég í þann mund að fara að upplifa mína merkustu lífsreynslu til þessa.

að fljúga. Ég spurði Stefán út í það hvernig líf flugmannsins er og hann lýsti þessu sem krefjandi, uppbyggjandi og hvetjandi starfi en það var ekki svoleiðis sem ég hélt að þetta virkaði. Ég vissi þó að í því að vera flugmaður fælust gríðarlegir tekjumöguleikar og gott aðgengi að utanlandsferðum. Samkvæmt honum þarf það ekki að taka lengur en tvö ár að gerast atvinnufær flugmaður þ.e.a.s. ef maður er nógu duglegur að fljúga og lesa. Það felst margt í því að vera góður flugmaður en best er að vera ábyrgur og hafa andskoti nægan áhuga á því sem maður er að gera. Eftir þennan æsispennandi hálftíma stendur ekkert annað til hjá mér en að fara beint í flugmanninn eftir útskrift. Ég mun klárlega stunda nám við Flugskólann enda er það bersýnilega besti kosturinn hvað varðar flugnám á Íslandi. Ég fann fyrir góðu andrúmslofti og öflugri samvinnumekaník í þessu Við Stefán Helgi Waagfjörð, flugkennari minn þennan dag, útibúi sem ég heimsótti. Auk þess bendi ég á það að kynnisflug hjá stigum upp í vélina og þrottluðum okkur af stað. Við settum á Flugskólanum kostar aðeins nokkra þússara. okkur einhvers konar hágæðafagmannsheyrnartól og töluðum saman í gegnum þau. Við flugum á 100 hnúta hraða (um 200km/ klst) og hann fræddi mig um samspil vindhnútanna og hnúta flugvélarinnar sjálfrar.Við vorum jafnan í rúmlega 2000 feta (700m) hæð en hækkuðum og lækkuðum eftir þörfum. Flugum við suður í átt að Kleifarvatni. Ég fékk, áður óséð, undurfallegt útsýni yfir Nauthólsvík, Kópavog og alla Reykjavíkurborg sjálfa. Ég tengdist álverinu í Straumsvík betur en ég hefði nokkurn tíma vonað og litla Álhelluhverfið heillaði mig. Þegar við vorum komnir fram hjá álverinu tók ég við stýri. Að stýra flugvél er magnað en það er gert með stýripinna sem hreyfist hægri vinstri. Þetta var glæný vél og tók vel við öllum beygjum og þvílíku. Ég var skelkaður í fyrstu en fljótlega var mér þetta tamið vegna gríðarlegrar hæfni flugkennara. Ég lék mér að því að fljúga ógnarhratt rétt við yfirborð frosins Kleifarvatns og við það þeyttust skemmtilega klakafliksur í allar áttir. Ég fékk góða innsýn í það hvernig samskipti flugumferðarstjóra og flugmanna fara fram en þau byggjast á hnitmiðuðum og skýrum skilaboðum og í þeim bransa er enginn að djóka; menn eru bara


[mynd fengin aรฐ lรกni af alneti]


Hugleiðing varðandi lúða Ég er ekki lengur lúði sem hatar heldur nettur gaur sem hatar. Ég hata lúða. Ísland er lítið land og skiptist í tvo flokka: lúða og okkur hin. En hvers vegna er svona ótrúlega mikið af lúðum? Er það meðvituð ákvörðun að vera lúði, hatar viðkomandi bara lífið? Þetta skil ég ekki og vildi gjarnan vita hvað liggur að baki. Á ári eru 365 dagar. Þetta eru í rauninni bara einföld vísindi; hafirðu eytt 6570 dögum í að vera lúði ertu búinn að eyða heilum 18 árum í það. Þetta eru langt frá því að vera heilbrigðar tölur. Svo óheilbrigðar að nauðsynlegt er að rýna í þennan gjörsamlega óþolandi samfélagshóp. Einkenni lúðans eru svo mörg að teldi ég þau öll upp færi Skólafélagið á hausinn vegna prentunarkostnaðar. Talið er að að minnsta kosti 35% þjóðarinnar séu lúðar. Aðspurður sagði Finnur Hafliði Finnsson vísindamaður þetta: Ég hef rannsakað lúða árum saman. Ég veit, ég hata þá líka. Þetta er ekki gert fyrir mig heldur samfélagið. Ef enginn rannsakar þá verður lúðinn eilífur. Ég lít ekki á mig sem hetju; þetta er bara skylda mín sem vísindamaður. Það að vera lúði er ekki genetískt. Flestir sem verða lúðar verða það einhvern tíma í barnæsku. Hafa verður í huga að það að vera lúði þarf ekki að vera langvarandi ástand. Þú getur allt eins verið lúði í viku eins og 50 ár. Flestir verða því miður lúðar til frambúðar. Þeir sem hafa orðið lúðar en svo tekist að snúa þeirri þróun við eru kallaðir á fræðimáli haxarar. En hvað gerir þeim kleift að snúa blaðinu við? Upplýsing. Fólk verður að vera meðvitað um að lúðar eru víða en fyrst og fremst að þú sjálfur gætir verið lúði. Maður verður bara að líta í eigin barm í stað þess að dæma aðra endalaust. Ég hef það t.d. fyrir reglu að spyrja sjálfan mig einu sinni í mánuði hvort ég sé orðinn lúði. Sértu lúði verðurðu bara að átta þig á því og hætta að vera lúði. Þetta er að sjálfsögðu hægara sagt en gert og þarfnast mikillar yfirvegunar og hæfni til sjálfsþekkingar. Þegar aðili fattar að hann er lúði hefst ákveðið fjögurra skrefa ferli. Fyrsta skrefið, eins og alltaf, er viðurkenningin. Að því, erfiðasta skrefinu, loknu er komið að öðru skrefinu: að ákveða að gera eitthvað í því. Þetta er í raun auðveldasta skrefið fyrir alla nema hina mestu þrotunga. Spurningin er í raun: viltu vera lúði eða ekki. Þriðja skrefið er að næla sér í swag. Goðsagnir segja að það sé ekki hægt en það hefur verið vísindalega sannað að það er það víst. Vísindin sigra eina ferðina enn. Fjórða skrefið er að vera nettur að eilífu. Fólki sem hefur tekist þriðja skrefið hefur oft flaskað á því fjórða. Það er ekkert mál að vera nettur í viku. Meira að segja Magga mix tókst það. Gangi ykkur vel! Það er greinilega hægt að finna vísindalegt svar við öllu. Allt geta þeir, þessir vísindakappar – flottir. Ég get því miður ekki eytt lengri tíma í skrif þessarar greinar; ég þarf að fara að buffa lúða. Ég tæki mark á þessu vísindakjaftæði ef ég væri þið og hætti að vera lúði (sem ég nota bene er ekki). Takk.


Láttu drauminn rætast! GÆÐI - ÞEKKING - FAGMENNSKA

Einkaflugmannsnám - Atvinnuflugmannsnám Grunnnám flugumferðastjóra - Flugumferðastjóri Flugvirkjanám - Flugkennaranám - Áhafnasamstarf Flugfreyju/flugþjónanám - Blindflugsréttindi Þotuflugþjálfun - Fjölhreyflaréttindi Taktu þátt í leik á facebook, gætir unnið kynnisflug! Skráning er á heimasíðu skólans - www.flugskoli.is/skraning Bæjarflöt 1-3. 112 Reykjavík

Sími: (+354) 514 9400


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.