Ekkert að óttast leikskra

Page 1



AÐSTANDENDUR SÝNINGARINNAR Hrefna Arndís Jóna Vigfúsdóttir

Lóa Heiða Björk Vatnsdals

Dídi Sara Rut Arnardóttir

Hannes Sigmar Ingi Sigurgeirsson

Friðgeir Aðalsteinn Jóhannsson

Gunnar Viðar Utley

Óttar Gísli Björn Heimsson Leikstjóri . . . . . . . . . Aðstoð við leikstjórn . Sviðsmynd. . . . . . . . Leikmunir/búningar. . Ljósahönnun . . . . . . Ljósa- og hljóðmaður . Framkvæmdarstýrur .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

. . . . . . .

Ljósmyndari . . . . Hönnun leikskrár. Saumari . . . . . . Sviðsmenn. . . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

. . . .

Höfundar Ársæll Hjálmarsson Elín Eiríksdóttir Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir Gísli Björn Heimisson Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Gunnar Björn Guðmundsson

Ólafur Þórðarson Sigrún Tryggvadóttir Stefán H. Jóhannesson Heiða Björk Vatnsdals og leikhópurinn Hermann Karl Björnsson Sindri Þór Hannesson Steinunn Þorsteinsdóttir og Ingveldur Lára Þórðardóttir Berglaug Petra Garðarsdóttir Styrmir B. Kristjánsson Margrét Sigríður Sævarsdóttir Viðar Elí og Gígja Hjaltadóttir

Halldór Magnússon Ingveldur Lára Þórðardóttir Ólafur Þórðarson Sigrún Tryggvadóttir Sóley Ómarsdóttir Steinunn Þorsteinsdóttir


ÁVARP FORMANNS Ég vil fyrir hönd leikfélagsins bjóða ykkur velkomin á sýninguna Ekkert að Óttast. Leikfélagið okkar stendur nú á tímamótum því að á þessu leikári fyllir það áttunda tuginn. Á þessum tímamótum fannst okkur tilvalið að setja upp verk sem væri að öllu leyti gert af hálfu félaga leikfélagins því að leikfélagið er fólkið sem í því starfar, af áhuga og ástríðu. Við erum leikfélagið, ekki húsið sem við sýnum í, ekki græjurnar sem við eigum, ekki sýningin sem við settum upp á seinasta ári eða fyrir tíu árum, heldur við, félagar Leikfélags Hafnarfjarðar. Hjarta leikfélagsins slær í gegnum þá sem að því starfa og hjarta þess er stórt. Við erum með ást í hjartanu og ára okkar er sterk og hrein. Njótið sýningarinnar, kæru gestir. Með ást í hjartanu, Gísli Björn Heimisson, formaður Leikfélags Hafnarfjarðar

ÞAKKIR

gaflara LEIKHÚSIÐ


ÁVARP LEIKSTJÓRA Á haustdögum tók höfundasmiðja LH sig saman um að skrifa samverk sem þótti heppnast vel þó að það hafi ekki ratað á fjalirnar. Það verk varð hins vegar kveikjan að því verki sem nú er sett á svið. Ekkert að óttast (Gunnar á Leiðarenda) er gamanleikur eftir 12 höfunda úr höfundasmiðju LH. Leikritunarferlið tók um tvær vikur þar sem hver höfundur byrjaði á að skila inn einni persónu í persónubanka sem undirritaður skar síðan niður í sjö. Hver höfundur dró Tarot spil og saman mynduðu þau vísi að framvindu og áherslur sem reynt var að hafa til viðmiðs við skriftirnar. Dregið var um röð höfunda og í hvaða tímaröð þeir myndu skrifa. Hver höfundur hafði síðan 24 tíma til að skrifa sinn kafla í stykkið og sendi hann áfram á þann næsta í röðinni og svo koll af kolli. Út úr þessari vinnu fengum við handrit sem virkaði merkilega vel en sérvaldir höfundar úr hópnum eyddu síðan helgi við að umskrifa og samræma textann. Það var gert til að persónueinkenni héldu sér og eins til að fækka baksögum og slíkt. Þegar sú vinna var í höfn var haldinn samlestur og valið í hlutverk. Leikarahópurinn samanstendur af reynslumiklum leikurum sem og nýliðum sem ekki hafa tekið þátt í stórum leiksýningum áður eða eru að stíga sín fyrstu skref í stórum hlutverkum. En leiksýning er ekki bara leikarar og leikstjórinn. Fólkið á bak við tjöldin sem búið hefur til umgjörðina um sýninguna sem og þeir sem hafa lagt til aðstoð, hvort sem er líkamlega eða andlega er ómetanlegt. Allir hafa lagt á sig mikla vinnu og dugnað við að koma verkinu í það form sem fer hér á svið og er reynslulitli leikstjórinn ótrúlega þakklátur öllum þeim sem komið hafa að þeirri vinnu.

Og um hvað er verkið? Klassísk viðfangsefni, peninga, græðgi og svik, já og humar. En það fjallar líka um ást af ýmsum toga og það sem við erum tilbúin að gera eða ekki gera í nafni ástarinnar. Það fjallar um mikilvægi þess að hafa ást í hjartanu eða þykjast hafa ást í hjartanu. Að vera heiðarlegur og einbeittur og að horfast í þriðja augað við sig. Annars endar allt með ósköpum. Og hver er síðan niðurstaðan? Jú leikhús varð það heillin, leikhúsið okkar, og það er það sem skiptir máli þegar upp er staðið. Góða skemmtun Ólafur Þórðarson


MYNDIR FRÁ ÆFINGUM




Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.