Stúdentablaðið - HINSEGINLEIKINN, október 2022

Page 1

1

The Student Paper

1. tölublað

98. árgangur



Sérð þú hvað er best fyrir þig? Við gætum hagsmuna háskólafólks

bhm.is


DISCLAIMER Bara til þess að spara þér tíma: þema þessa tölublaðs er HINSEGINLEIKINN Ef ætlun þín er að fletta í gegnum þessar síður einungis til að kvarta undan skorti á gagnkynhneigðri umfjöllun, mælum við með að þú leggir blaðið frá þér og skoðir nánast hvaða annan miðil sem er, þar sem þú finnur mjög líklega það sem þú leitar að. Eða; þú gætir prófað að lesa áfram, lært eitthvað nýtt og víkkað út sjóndeildarhringinn.

Just to save you some time: the theme of this edition is QUEERNESS If your only desire in picking up this paper is to complain about a lack of straight representation, we recommend you put it down and go consume some mainstream media, where you’re far more likely to find what you’re looking for. Alternatively; you could read on, perhaps learn something new and expand your worldview.

FYRIRVARI


The Student Paper | 1. tölublað, 98. árgangur | Október 2022

Ritstýra / Editor

Lísa Margrét Gunnarsdóttir [hún · she/her]

Útgefandi / Publisher  Stúdentaráð Háskóla Íslands The University of Iceland’s Student Council Ritstjórn / Editorial team Birta Björnsdóttir Kjerúlf [hún · she/her] Dino Ðula [hann · he/him] Maicol Cipriani [hann · he/him] Rohit Goswami [hann · he/him] Samantha Louise Cone [hún · she/her] Selma Mujkic [hún · she/her] Stjórn Q–félagsins / Q–Queer Student Association Iceland’s Board Forseti · Sólveig Ástudóttir Daðadóttir [hún · she/her] Varaforseti · Anna María Kjeld [hán · they/them] Gjaldkeri · Birta Björnsdóttir Kjerúlf [hún · she/her] Ritari · Reyn Alpha Magnúsar [hán · they/them] Alþjóðafulltrúi · Hrefna Ósk Maríudóttir [hún · she/her] Vísóstjóri · Björgvin Ægir Elisson [öll fornöfn · all pronouns] Samfélagsmiðlastjóri · Fannar Þór Einarsson [hann · he/him] Skemmtanastjóri · Regn Sólmundur Evu [hán · they/them] Blaðamenn / Journalists Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her] Elís Þór Traustason [hann · he/him] Helen Seeger [hún · she/her] Margrét Jóhannesdóttir [hún · she/her] Mayu Tomioka [hún · she/her] Rakel Anna Boulter [hún · she/her] Sindri Snær Jónsson [hann · he/him] Victoria Bikshina [hún · her/she] Tess Mavrommati [hún · her/she, hán · they/them] Yfirþýðandi / Translating Supervisor Victoria Bakshina [hún · she/her] Þýðendur / Translators   Birgitta Björg Guðmarsdóttir [hún · she/her] Heiður Regn Einars [hán · they/them] Helgi James Price Þórarinsson [hann · he/him] Íris Björk Ágústsdóttir [hún · she/her] Prófarkalesarar / Proofreaders Alice Mary Barbara Heeley [hún · she/her] Amrita Goswami [hún · she/her] Írena Rut Jónsdóttir [hún · she/her] Sérstakar þakkir / Special thanks   Regn Sólmundur Evu, Félagsstofnun stúdenta, Bókasamlagið, Samtökin ‘78, Álfur Birkir Bjarnason, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Íris Ellenberger, Margrét Björk Daðadóttir, Sólveig Ástudóttir Daðadóttir, Birta Björnsdóttir Kjerúlf, Björgvin Ægir Elisson, Jóna Guðbjörg Torfadóttir, Hildur Örlygsdóttir, Helgi Valur Georgsson og Karl Torsten Ställborn

Dúkrista á forsíðu og teikningar / Cover linocut and drawings Regn Sólmundur Evu [hán · they/them] Ljósmyndarar / Photographers Anoop A Nair [hann · he/him] Guro Størdal [hún · she/her] Hönnun og umbrot / Design and layout   Alexander Jean Edvard Le Sage De Fontenay [hann · he/him] Leturgerðir í meginmáli / Body text typefaces Separat (Or Type) Bookmania (Mark Simonson) Prentun / Printing Litlaprent Upplag / Circulation 700


EFNISYFIRLIT

CONTENTS

FORMÁLI / PROLOGUE

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölsk.   Neolib. in media coverage of queer families 45–47

Ritstjórnin The Editorial team 7 Ávarp ritstýru Editor's Address 8–9 Ávarp forseta Q–félagsins   Q–Queer Association Iceland's President Address 9–10 Ávarp forseta SHÍ Student Council's President Address 11–12 Pistill alþjóðafultrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands Student Council's Intl. Officer Address 13–15 Hýrorðalisti Queer word list 16–19

MENNING / CULTURE Hinsegin listamarkaður Queer art market 64–65 Tíska og hinseginleikinn Fashionably queer, or queerly fashionable? 68–70 Mr. Doctor - sigurljóð ljóðasamkeppni Mr. Doctor - Poetry Competition Winner 94 Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum Queer literature from all over the world 90–91 Menningarhorn ritstjórnar Editorial culture nook 92–93

SAMFÉLAG / COMMUNITY Orðin þín  –  líðan mín Words bear weight 20–22 Hugleiðing um hán Musings about hán 24–26 Sérðu ekki að ég sé hinsegin?? Can't you tell I'm queer?? 28–29 Hver er staða trans fólks á Íslandi? Where do trans people stand in Iceland? 34–36 Öryggi og ábyrgð Safety and responsibility 38–41 Kynlaus klósett í skólabyggingum Non-gendered bathrooms in Uni. buildings 27

Pride og fordómar + Stonewall-uppþotin   Pride and Prejudice + The Inn-discriminated 53-56 Vitundarvakning um intersex fólk í íslenska heilbrigðiskerfinu   Intersex people and the Icelandic health care system 57–59 Er í lagi, Ísland? Is everything okay, Iceland? 66–67 Sódóma, Mósebók og rökvillan í hómófóbískum túlkunum Biblíunnar   Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible 79–81 Hugleiðing um hinseginleikann On queerness 82–83 Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum! Hip, hip, hurray for Kvára's Day! 84–85

VIÐTÖL / INTERVIEWS Klara Rosatti: „Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki.“   Klara Rosatti: "Not having to define oneself is precious." 30–32 „Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð.“   "I like to do a lot with fake blood." – A portrait of a drag performer 42–44 Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78! The National Queer Organization of Iceland 48–49 Huldukonur – Viðtal við Ástu Kristínu Benediktsdóttur   Hidden women – An interview with Ásta Kristín Benediktsdóttir 50–52 Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin In a perfect world we would all be queer 60–63 Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi   Argafas and action: The status of elite trans female swimmers 72–75 „Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður.“ – Viðtal við Reyn Alpha   "Sexuality isn't what you do, but how you feel." – Interview with Reyn Alpha 76–78 „Takið þátt“ – Viðtal við Kristmund Pétursson   "Get involved" – An Interview with Kristmundur Pétursson 86–88


RITSTJÓRNIN

THE EDITORIAL TEAM

Lísa M

B

lf

sdóttir ar

G grét unn r a

B. Kjerú a t ir

M

Hallberg

ndsson mu lma Mujki e S

c

i m

it Goswa h o

oÐ Din ula

ne Co

ha Louise t n

Sam a

R

ol Cipri aic a

ni

ynjar Guð r B

7


Ávarp ritstýru

Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Editor’s Address

Þegar ég tók við keflinu sem ritstýra fyrr á árinu hófst ég strax handa við hugmyndavinnu og stefnumótun blaðsins. Það fyrsta sem ég hugsaði var; hvernig get ég tryggt að Stúdentablaðið þjóni tilgangi sínum sem málgagn allra stúdenta?

Ég minni á að Stúdentablaðið er okkar allra, og ef þú vilt leggja þitt af mörkum við birtingu efnis í blaðinu má alltaf senda inn efni og ábendingar á netfang okkar, studentabladid@hi.is, eða hafa samband við okkur á samfélagsmiðlum. Ég vona að þú njótir lestursins!

Um það leyti sem ég var að velta þessu fyrir mér heyrði ég fréttir af skemmdarverkum sem unnin voru á hinsegin list og hinsegin fánum, og fólkið í kringum mig fann fyrir aukinni hatursorðræðu í sinn garð vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Þegar ég auglýsti eftir blaðamönnum á samfélagsmiðlum var fyrsta svarið sem ég fékk gagnrýni og í kjölfarið ítrekuð skilaboð vegna þess að viðkomandi gaf sér að ég væri hinsegin (af ástæðum sem verða ekki raktar hér því þær skipta ekki máli), og fannst að í ljósi þess ætti ég allt hið versta skilið. Það að tileinka fyrsta tölublaðið hinseginleikanum var engin ákvörðun, heldur lá það í augum uppi í ljósi þess óneitanlega bakslags sem er að eiga sér stað víðsvegar í íslensku samfélagi hvað varðar hinsegin málefni.

—Lísa Margrét Gunnarsdóttir (hún/hennar) Ritstýra Stúdentablaðsins 2022 – 2023 /// When I accepted the position of editor earlier this year, I immediately began to ponder what this year’s paper should focus on. The first thing I thought of was; how can I make sure that the Paper serves its purpose as the voice of all students at UI?

Stúdentablaðið er að nálgast 100 ára markið, og á þessum hundrað árum hafa alltaf verið hinsegin nemendur innan veggja háskólans, þó að þau hafi ekki alltaf haft frelsið til þess að vera þau sjálf opinberlega. Það er löngu kominn tími til þess að veita hinseginleikanum í Háskóla Íslands aukið rými, og til þess er þetta tölublað ætlað. Hér er einnig að finna ýmislegt fyrir óhinsegin nemendur skólans, svo sem orðalista til að glöggva sig á hýryrðasmíðinni sem er að eiga sér stað í íslensku samfélagi og læra að nota kynhlutlaus fornöfn rétt, auk ýmissa greina sem veita innsýn í hinsegin málefni og menningu.

While thinking this over, news about vandalism of queer art and queer flags were circulating, and the people around me felt an increase in hate speech and harrassment due to their gender identity or sexual orientation. When I posted an advertisement seeking journalists for the paper, the very first message I received was one full of hate, because the sender assumed that I was queer (for reasons that won’t be listed here because they are irrelevant). Dedicating this first issue to queerness was no decision, rather an obvious choice considering the undeniable backlash regarding queer matters in many corners of Icelandic society.

Þó að viðfangsefni þetta kunni að virðast sértækt við fyrstu sýn, er hinseginleikinn alls staðar í kringum okkur og órjúfanlegur hluti af samfélaginu. Það er fagnaðarefni að brautryðjendur okkar tíma krefjist útvíkkunar á því hvernig við skilgreinum okkur sem manneskjur, og það er skylda okkar sem föllum inn í normið að leggja við hlustir og vera hluti af breytingunni

The Student Paper’s 100 year mark grows ever nearer, and during those one hundred years there have always been quuer students within the university walls, even though they haven’t always been free to be themselves publicly. It is high time that queerness be given more space in our university society, and that is this issue’s exact purpose.

8

Anoop A Nair

með skýlausum stuðningi við hinsegin fólk sem enn er jaðarsett í íslensku samfélagi. Sérstaklega hvet ég ykkur til þess að lesa pistla Q–félagsins, sem og viðtölin við fræðafólk og listakvára. Aftast í blaðinu er að finna sigurljóð ljóðasamkeppninnar okkar, sem og menningarhorn ritstjórnar þar sem hægt er að finna hinsegin menningarviðburði sem haldnir verða í Reykjavík á næstunni!

Mynd / Photo

ÁVARP RISTÝRU EDITOR'S ADDRESS


Here you’ll find plenty of material aimed towards non-queer students, such as a list of words relating to queerness as well as many articles providing insight into queer matters and culture. Even though this topic may seem specific at first glance, queerness is all around us. The pioneers of our time demanding a more diverse way to identify oneself as a human being deserve to be heard, and those of us who fit well into the categories of the norm should strive to use our privilege to listen and support queer people who are still marginalized in Icelandic society. I highly recommend taking a look at Q–Queer Association Iceland’s articles, as well as the many interviews with researchers and artists. Last but not least, I recommend flipping to the end of the paper and checking out the winner of our poetry competition and the editorial team’s culture nook, where we’ve listed cultural events coming up in Reykjavík!

Ávarp forseta Q–félags hinsegin stúdenta

I want to use the opportunity to remind you that the Student Paper belongs to all of us, and if you want to participate in the Paper in any way you’re always welcome to submit material or suggestions via email, studentabladid@hi.is, or reach out via social media. I truly hope you enjoy the read! —Lísa Margrét Gunnarsdóttir (she/her) Editor of the Student Paper 2022  –  2023

Sólveig Ástudóttir Daðadóttir

Q–Queer Student Association Iceland's President Address

Mynd / Photo

Sólveig Ástudóttir Daðadótir

ÁVARP FORSETA Q–FÉLAGSINS Kæru stúdentar!     Gleðilega hinsegin útgáfu Stúdentablaðsins, sem er mikilvæg bæði fyrir hinsegin og óhinsegin lesendur. Undanfarið hefur verið mikið rými fyrir hatur og bakslög í réttindum hinsegin fólks orðin áberandi víða, en einnig í réttindum kvenna og annarra jaðarsettra hópa. Nú er samstaða mikilvægari sem aldrei fyrr, enda eru engin frjáls fyrr en við erum öll frjáls. Með umræðu, vitundarvakningu, fræðslu og samvinnu er hægt að dreifa allri þeirri ást sem við búum yfir og beita henni gegn hatrinu á okkur.

núna mögulegt. Trans stúdentar verða að geta sýnt fram á námsgráðurnar sínar án þess að þurfa að sýna vinnuveitendum gamla nafnið sitt, sem skapar rými fyrir fordóma og öráreiti.

Innan háskólasamfélagsins þurfum við að sjá til þess að ekki skapist vettvangur fyrir ofbeldi og fordóma með stöðugri vinnu að því að gera háskólasvæðið að öruggara rými fyrir hinsegin fólk og annað jaðarsett fólk. Q hefur stuðlað að auknum sýnileika hinsegin listafólks og skapandi skrifara meðal annars með listamarkaði og ljóðakvöldi. Síðastliðið árið hefur margt gerst í hagsmunabaráttu hinsegin stúdenta innan og utan HÍ.

Í sumar hófst endurgerð salerna í VR-II, Lögbergi og Læknagarði og verða þau öll ókyngreind auk þess sem aðgengilegum salernum fjölgar. Þetta á sér stað eftir harða pressu frá hinsegin stúdentum, Q–félaginu og samstöðu stúdenta fyrir bættu aðgengi fyrir hinsegin og fatlaða stúdenta. Nú er hægt að skrá fornöfn á innri vef Uglunnar í öllum háskólum landsins og á Canvas í þeim flestum. Að ávarpa fólk rétt er einn mikilvægasti þáttur í því að sýna virðingu í samskiptum, og að hafa fornöfn

Stjórn Q benti Nemendaskrá í fyrra á að samkvæmt lögum um kynrænt sjálfræði eiga þau að endurútgefa prófskírteini trans stúdenta og er það

9


Titill Ávarp forseta Q–félags hinsegin stúdenta

HöfundurDaðadóttir Sólveig Ástudóttir

Title Q–Queer Student Association Iceland's President Address

Rem ex expellum ratur, esequae. estibus incipsam, qui rempe sus aut aliquatist et essequa temporunt It ducim invero optatur epelibus evelenimus dolutatiist hilique volorae officium fugitatur? Lorrum, quatquas quaesed iciendem. Seque laut lautest enim remo discipiet eaquam remqui que acimossum nonsequamet ad que fólks þess stuðlar að meiri virðingu milli explabo. velita de með nonenafni la volesciatum iniae. The board of Ut Q pointed to the Student Regisdolorem ressitat Nem. minumout reiciis quame et auditatusam Iquoeinstaklinga ipidentur? innan skólans. tration last year that the act on sexual aut quat. et,according venempostovenesequo qui voles autonomy they should reissueaut thead diplomas of trans experrum eaque parum in re Um þessardiciae mundirvolore er Q–félagið að eos gefa adiam út students, Itasped quatquo possible now. Transipsant students Alis sit aut fuga.and Ugitit iscum facepta quaspic hil mod könnunvoluptamus sem ber heitið hinsegin stúdenta consequo sum Líðan sa vitatem mustmporempos be able to demonstrate degrees without estem quas og queeret alitate qui aliquistheir quamus alibus aut abo. lögð fyrir alla inveliq stúdenta,uiduntium bæði hinsegin og óhinsegin, volest inctiis having to ut show et asiti as dolupta comnimus, eici employers Git pores their etur?old name, which í öllum háskólum Þegar sambærileg reptatu reperum landsins. eatquiscilla space for prejudice and microaggression. dolorro tokönnun omnis decreates nobistrum dunt var lögð fyrir grunnframhaldsskólanema þá kom velenis ipsuntur ad ut og voloriostet, inci dolorpor re nempos esequid ma Sunti none nihicatem volut ut aut í ljós mikil vanlíðan margraerferia hinseginsit, ungmenna. Þaðdit is solupta temolecesti acepreribus In the summer, the restoration in eatio. Gia tiatin et eatia vellorumeof toilets experaeriae er þvíullaut mikilvægt okkurpliquo að fá betri mynd af líðan sitaest eos fyrir senimin buildings VR-II, and Læknagarður began, conserovit, aut haria seque ius que Lögberg omnimpelecta et lignihillam hinsegin stúdenta svoasvið unnið aðvolupta því and doluptio conectu riatest sitgetum re, ut betur theytowill all belatae gender-neutral. The number quatecerovit aut qui errum persper ciandamet omnim að bæta háskólasamfélagið. exerat vendanda volor autem dolless coreped molupta tiossimin of accessible toilets will increase well. This is ra quat dolupturem illitas alitati onsequi incias ad estestibus. taking placeium after dolores hard pressure stu- et untenist voluptatem ut incil torerit from volumqueer as modit Í vetur getur Q loksins fariðsaperspere af fullum krafti Q–Queer Student Association poritatiadents, qui nulparcium lignist erum sint am, Iceland, consequeand sed ut að halda og fyrir Covid, og quatus verið sárerunt Et íunt etus, viðburði consendeins anditecum student solidarity for improved access queer reprae poriberum et laut eatem quodisim autfor adionserupis sem við vitas viljumasperup vera fyrir hinsegin stúdenta sequas alit,vettvangur sus expelitionse and disabled students. vitate quamentur perovid ma inctas quate vent voluptate que est að hittast ogmaionsequis kynnast. Ég vonast ykkur sem tatibust eum et elestor til að consjá num fuga. Busanis arcium vellabo porrument. flestesá earum viðburðum Q og býðseque ykkur öllrporem velkomin. ibustis expliquaerum It is now possible to register pronouns on eruntio rionse ommoluptur vellentus corpor ad et dolest am sundae eatia aut eatur? the internal web of Ugla Iceland alQuis simaion Daesinetall utuniversities quosae plisin doluptati Ég vona að þú, kæri lesandi,excersperit, njótir blaðsins, dolupta vent. andint onlaborrum Canvas in most of them. Addressing omnimil ita nimus, exero blaborrorpeoasped lærir eitthvað nýtt og nýtir það til aðfugiatur, breiða út hýran ple correctly is onequassit of the most important aspects seria volendebita aritasperiti aturias que prae reius ut boðskap. Occullu ptatem aliaectur audiandi blat. of showing respectlam, in communication having quiam hitaqua and tiorio di tenis sunda et faccull acculpa nem people's pronounseum withfuga. theirItatum namesnon contributes prerit evelit — Sólveig Ástudóttirmaios Daðadóttir (hún/hennar) simetur sunt, ni resernate more respect between individuals within theumTi sed quist optatur,toipiendus. que earcimaio venihic ipsunti mi, et eum vendae perum quis aut school. quatur accus aut est harum senis /// erepudae dolorum, consedit, con Lorro eos rerum lab illores a quam ad et adi im uteste perionet poreped restibus, conseque laniendenis qui serepro viderates sanderiores Currently, Q– Queer Student Association aut the mossitibus, sit alicientur am andelDear fellow students! dolorpo rrupient idemo Welcome doleniminto the Iceland is publishing survey called The well-being oditqueer endi edition nos nis quas nullor alibus lutaabor of the Student whichrem is important for both plaut et acea quia Paper, net pratibus dolut repudae re sitofinqueer ent. students which is sent to all students, both and non-queer readers. Recently, there is a lot queer and non-queer, in all universities in Iceland. ius queer ex et velest odia dolorat ibearch of room givenerio. to hatred andalique backlash in LGBTQIA+ itatem. Caborion Ut as am When a similar Ferum expligentius mo omnis autemsurvey was conducted for primary rights, but also in thedolorepudi rights of women other ptassum pere sime et a volupienis and secondary necte and commolu nusapedschool students, it revealed a great marginalized groups. Today, unityeosam is morereiur? impor-Consequi blaborum es evelligniam videl essum deal ofvolori discomfort as for many queer young people. It tant as never before because no onenimagnam is free untilvolum we is acitat. therefore for us to get a better picture fugit eatemimportant et are all free. Through dialogue, awareness-raising, the well-being quis et modi tem ofvolumque lant of queer students so that we can education, andaut cooperation we can distribute the better Aquo vel eum aut velictum on improving the university community. aspictem allharcium ius work digenim love we have ineum us and apply it against the hatred quiditiis experovid quat. olecus voluptiis res quam, towards us. This winter, Q can finally go full force in simporeptae. Nam sundestiis et Lendam estrum dolorion porro occus, to eaqui cupisholding events like before Covid and be the platform praeratur arum university community, wefaccabo need for duciatiatesWithin es velthe iducit estia diti queer students to meet and get to know each facepedit ratios duscitas to omniae ensure que thatveroviduciis no settingperem is created violence quiatur, ullore other. Iconsequi hope to see many of you at Q’s events and idusforsincitis and prejudice, through continuous work totemake nusa quisciis magni ulpa doluptae welcome you all. ommolo pos pa nihil exeruptatis the campus a safer LBTQIA+ and faceperum lab numquae peratis dion space rem idfor maio autespeople excearum other marginalized people. Q hasinverum contributed to ommolori sum eostiusti quas inctota I hope that you, dear reader, enjoy this issue qui cuptatias auda et, ad increasing visibility of queer and creative turibus mincitthe voluptae nostis eosartists of StudentasPaper, quatusam faci officationem qui learn something new and use it writers through art fairs and poetryres evenings. enim simusam, occuptia corionsequi to spread the queer message. accum Over dolut fugit aut alitatus thedolo pasttecernam year, a lotvolupta has happened thequi student life, omnis tempor inet dolorestrum faceriost, ium inside and outside the university. autboth volores excerupta solumofvolum Sólveig Ástudóttir Daðadóttir (she/her) est, consendis dolupta — sitasped quid moditassum quam esequamus utati aribus alis quiae doloratur aceat esti voluptaqui dolupta autendunt velicias autempore dolore, iliquiae laborio in corem eos porro to omnis ero ipsapient lab ini doluptam nobis dolecatem haria aut quia eat autemquiam resent dendae moditatur sam quam, idestes atecti deroreseque doluptas quam

Q–QUEER ASSOCIATION ICELAND'S PRESIDENT ADDRESS

10


Ávarp forseta SHÍ

Rebekka Karlsdóttir

Student Council's President Address

Hagsmunabarátta allra stúdenta The fight for all students’ equal rights

Mynd / Photo

Stúdentaráð Háskóla Íslands

Mér verður oft hugsað til þess þegar samnemandi minn tjáði mér að honum þætti stúdentahreyfingin vera að búa til storm í vatnsglasi vegna þess að við værum stöðugt að berjast fyrir breytingum sem vörðuðu fáa stúdenta. Þessu er ég afar ósammála, þar sem hlutverk okkar er að berjast fyrir réttindum allra þeirra sem á því þurfa að halda. Hagsmunabaráttan verður að vera allra stúdenta, ekki bara meirihlutans. Í gegnum lífið sinnum við ýmsum hlutverkum, tilheyrum mismunandi hópum samfélagsins eftir þessum hlutverkum og höfum ólíkra hagsmuna að gæta eftir því hvar við erum stödd á okkar vegferð. Þegar við tökum þá stóru ákvörðun um að hefja háskólanám skipum við okkur í hóp stúdenta og sem slíkir höfum við sameiginlegra hagsmuna að gæta í ýmsum málum. Það er þó ekki þar með sagt að allir stúdentar séu nákvæmlega eins. Í dag eru um fjórtán þúsund nemendur sem stunda nám við Háskóla Íslands og eins og gefur að skilja hafa ekki allir þessir 14 þúsund stúdentar sama bakgrunn, sömu þarfir og sýn. Rödd stúdenta er sterk þegar við tökum höndum saman, en það þýðir ekki að það eigi að vera aðeins ein rödd stúdenta. Til þess að hagsmunabarátta stúdenta geti staðið undir nafni verður hún að gera ráð fyrir fjölbreytileikanum í stúdentahópnum og skipta hagsmunasamtök eins og Q–félag hinsegin stúdenta þar miklu máli. Í Háskóla Íslands búum við að ríkri hefð fyrir öflugri hagsmunabaráttu stúdenta, en Stúdentaráð Háskóla Íslands var komið á laggirnar árið 1920. Hlutverk ráðsins, eins og nafnið gefur til kynna, er að gæta sameiginlegra hagsmuna stúdenta skólans

og á þeim rúmlega hundrað árum sem Stúdentaráð hefur starfað hafa margir mikilvægir sigrar í þágu stúdenta unnist með samtakamætti stúdenta. Það að margir sigrar hafi unnist þýðir þó ekki að mikilvægi hagsmunabaráttunnar sé eitthvað minna í dag, heldur hafa baráttumálin breyst og þróast í takt við þarfir og áherslur stúdenta hverju sinni. Baráttumál Stúdentaráðs í dag snúa meðal annars að þróun fjölbreyttra kennsluaðferða og auknum sveigjanleika í námsmati, en líka að öruggri fjármögnun háskólans, sanngjörnum kjörum á vinnumarkaði og lánasjóðskerfi sem sinnir hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður. Þessi upptalning er alls ekki tæmandi en það sem þau snúast öll um í grunninn er baráttan fyrir jöfnu aðgengi að námi, að Háskóli Íslands sé aðgengilegur fyrir öll þau sem vilja stunda hér nám. Háskólinn er ekki aðgengilegur öllum ef það er ekki gert ráð fyrir þörfum allra stúdenta innan veggja hans; ef kennslustofan er ekki aðgengileg öllum og ef það er ekki salernisaðstaða fyrir alla stúdenta. Baráttan stoppar ekki við veggi háskólans heldur teygir hún anga sína á alla þá staði sem varða stúdenta sem manneskjur. Háskólanám er ekki aðgengilegt öllum ef lánasjóðurinn styður ekki við þau sem þurfa á aðstoð hans að halda, ef stúdentar hafa ekki aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði og ef undirfjármagnaður háskóli getur ekki sinnt öllum nemendunum. Háskóli Íslands á að vera aðgengilegur öllum þeim sem vilja stunda hér nám og stúdentar verða að láta í sér heyra þar til því marki er náð. Rödd stúdenta er ekki sameinuð nema þau sem eru í forsvari sinni

11


Ávarp forseta SHÍ

Rebekka Karlsdóttir

hagsmunabaráttu fyrir alla stúdenta - hlusti þegar við á, hjálpi til og taki undir þegar við á og taki við boltanum ef þörf er á. Menntun er mannréttindi og þörfin á hagsmunabaráttu stúdenta hættir ekki þegar meirihlutinn hefur greitt aðgengi að námi. /// I often think of the time when my fellow student told me how he felt as if the Student Council were making a mountain out of a molehill, because of how we constantly fought for change which affected a small number of students. I heartily disagree, because our role is to advocate for equality - on behalf of everyone who needs it. Fighting for change must encompass all students, not just the majority. Throughout our lives we have many roles to play, we belong to different groups of society within those roles and have various interests depending on where we’re situated in our journey. When we make the leap to pursue higher education, we firmly place ourselves amongst the student body, and as such we have common interests and experiences in many aspects. Although this is true, it doesn’t mean that all students are exactly alike. Today, about fourteen thousand people are enrolled in the University of Iceland, and, understandably, those fourteen thousand people have different backgrounds, needs and points of view. Students’ voices grow strong when united, but that doesn’t mean it should be a singular voice. To ensure that the student fight for equal rights upholds its name, we must honor the diversity within the student body, and organizations like Q–the Icelandic Queer Student Association are an essential part of that fight. The University of Iceland is rich with tradition when it comes to fierce student advocacy, which has been present since the founding of the Student Council of the University of Iceland in 1920. The Council’s role, as the name suggests, is to protect the rights and interests of the university’s

Student Council's President Address

students, and many victories have been won during the century it’s been active. Even though this is true, it doesn’t diminish the importance of fighting for student rights today, rather that our focal points have shifted and evolved according to students’ needs and emphases through the years. Today, the Student Council strives for diverse teaching methods and more flexibility regarding evaluation, along with secure funding for the university, fair rates and conditions once graduated and a student loan system which fulfils its purpose as an equalizing fund. This is only part of the Student Council’s current focal points, but they all share the same trait of ensuring equal access to education, to facilitate a university which welcomes everyone who wishes to pursue higher education. The University of Iceland is not accessible to all if all its students’ needs are not taken into account; if a classroom is not accessible to all or if a building lacks bathrooms for all genders. The fight for equality reaches further than the University’s walls, and touches on all the different aspects relevant to students as human beings. Higher education is not accessible to all if the Student Loan Fund does not support those who need its help, if students don’t have access to affordable housing or if an underfinanced university cannot tend to all its students. The University of Iceland should be accessible to all who wish to attend it, and students need to speak up until that point has been reached. Students’ voices cannot be united unless those at the forefront fight for equality when it comes to each and every student - sometimes that fight requires listening, offering an extra pair of hands or carrying the torch when the need arises. Education is a human right, and even though the majority has access to higher education, the need to fight for equality is still very much there, and we must strive towards equal access to education for all.

12


Pistill frá alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands

Alma Ágústsdóttir

Address from the Student Council's International Officer

Mynd / Photo

Stúdentaráð Háskóla Íslands

þátt í) upp á fjölbreytt tækifæri til að koma alþjóðavæðingu að í námi á öllum sviðum og námsbrautum.

Við getum líklega öll sammælst um það að eitt af veigamestu hlutverkum háskóla sé að undirbúa nemendur undir samfélagið sem bíður þeirra að menntun lokinni. Samfélagið er þó síbreytilegt og örar tækniþróanir síðustu ára gera það að verkum að kröfur vinnumarkaðarins hafa breyst talsvert, og munu halda áfram að gera það. Það liggur því í augum uppi að Háskólinn þarf að aðlagast samfélagsbreytingum til að sjá nemendum fyrir heildstæðri menntun sem veitir þeim öll þau tæki og tól sem þeir þarfnast till að takast á við lífið eftir skóla. Ein stærsta breyting síðari ára er aukin hnattvæðing samfélagsins. Það finnst varla sá ferill þar sem samstarf þvert á landamæri hefur ekki orðið ómissandi hluti starfsins. Það er því nauðsynlegt að sem allra flestir nemendur læri að vinna í alþjóðlegu samhengi áður en stigið er út á vinnumarkaðinn. Alþjóðavæðing í námi     Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur einsett sér það markmið að koma á laggirnar evrópsku „háskólasvæði“ þvert á háskóla og landamæri, þar sem a.m.k. 50% nemenda, á öllum stigum náms, grunnnámi, framhaldsnámi og doktorsnámi, búa að alþjóðareynslu við útskrift, hvort sem sú reynsla fer fram í staðnámi, fjarnámi eða samblandi þessa tveggja. Þetta kemur fram í Erasmus+ verkefnaleiðbeiningum sem voru gefnar út árið 2020 og á að raungera fyrir árið 2025. Háskólinn hefur stigið fjölmörg skref til að stuðla að aukinni alþjóðavæðingu í námi og það að Háskólinn sé opinn og alþjóðlegur er ein af megináherslunum í stefnu skólans, HÍ26, sem var samþykkt árið 2021. Skiptinám hefur lengi staðið nemendum til boða en það er stöðugt verið að bæta í þá skóla sem Háskólinn starfar með og auk þess býður Aurora (samstarf 9 mismunandi háskóla í Evrópu sem HÍ tekur virkan 1)    erasmusplus.is/um-erasmus/jofn-taekifaeri/

Viðbótarstyrkir Það skiptir, að sjálfsögðu, höfuðmáli að þessi tækifæri séu aðgengileg og standi öllum nemendum til boða. Til að stuðla að því býður Háskóli Íslands þeim sem fara í skiptinám eða starfsþjálfun á vegum Erasmus+ upp á að sækja um styrki til Alþjóðasviðs til að mæta viðbótarkostnaði. Þessir styrkir eiga líka við um tækifæri á vegum Aurora sem vara flest styttra en almennt skiptinám á vegum Erasmus+, sem miðast oftast við heila önn eða jafnvel heilt námsár. Það er einfaldlega þannig að það líta ekki allir á skiptinám eða alþjóðavæðingu í námi sem tækifæri sem hentar þeim og fyrir því geta verið margvíslegar ástæður. Allir þeir háskólar sem taka þátt í Erasmus+ hafa því samþykkt skilmála ECHE (Erasmus Charter for Higher Education) þar sem þeir m.a. skuldbinda sig í að tryggja jafn aðgengi og tækifæri þátttakenda. Erasmus+ hefur því tilgreint fjölda áskorana sem fólk getur mætt þegar kemur að námsdvöl erlendis og nemendum stendur til boða að sækja um viðbótarstyrk fyrir hverjum þeim aukalega kostnaði sem aðstæður þeirra valda. Þetta er gert til þess að stuðla að því að sem allra flestir geti upplifað þá þroskandi og gefandi reynslu sem skiptinám og alþjóðavæðing í námi býður upp á. Boðið er upp á viðbótarstyrki fyrir þá sem mæta hindrunum svo sem menningarmuni, þetta á við um einstaklinga úr minnihlutahópum sem geta haft færri möguleika til náms eða búa við tungumálaörðugleika, t.d. flóttamenn og afkomendur þeirra, innflytjendur og aðra af erlendum uppruna sem upplifa hindranir sem réttlæta aukinn fjárhagslegan stuðning. Einnig getur þetta átt við um einstaklinga sem nota táknmál eða glíma við tal- og/eða málörðugleika. Sömuleiðis er hægt að sækja um styrk ef einstaklingur glímir við félagslegar- eða efnahagslegar hindranir og gætu þurft á auknum stuðningi að halda til að bæta möguleika til þátttöku. Hægt er að kynna sér þau atriði sem gætu verið styrktarhæf á íslenskri vefsíðu Erasmus+   1) . Algengustu styrkirnir sem sótt er um á Íslandi og þeir sem Alþjóðasvið tekur sérstaklega fyrir á vefsíðu Háskólans eru viðbótarstyrkir vegna fötlunar eða veikinda og viðbótarstyrkir fyrir fjölskyldufólk. Viðbótarstyrkur vegna fötlunar eða veikindi Þessi styrkur er til þess gerður að greiða raunkostnað bæði ferðalags og uppihalds á meðan á náms-


Alma Ágústsdóttir

dvöl erlendis stendur. Ferðakostnaður, flutningskostnaður á stoðtækjum, sem og ferðakostnaður og uppihald aðstoðarmanneskju fellur þar undir. Sömuleiðis getur verið að einstaklingur þarfnist sérstaks húsnæðis sem mætir þörfum þeirra og kostnaður á því er einnig innifalinn í styrknum. Hver umsókn fyrir sig er skoðuð sérstaklega og tekið tillit til þess hvers nemandi þarfnast þegar kemur að ferðalagi og uppihaldi. Erasmus+ er einnig með vefsíðu   1) þar sem hægt er að kynna sér inngildingu sem háskólar og aðrar stofnanir bjóða upp á fyrir erlenda nemendur, sem og aðgengi og aðstöðu stofnananna. Þar má finna upplýsingar um einstaka háskóla og lönd og einnig reynslusögur nemenda, hvort sem er áður en sótt er um námsdvöl erlendis eða á meðan einstaklingur undirbýr sig undir fluttninginn. Viðbótarstyrkur fyrir fjölskyldufólk    Yfir 30% nemenda í námi á Íslandi eiga að minnsta kosti eitt barn samkvæmt Eurostudent VII. Þetta er þrefalt hærra en meðaltal þeirra landa sem tóku þátt í könnuninni og tvöfalt hærra hlutfall en á Norðurlöndunum. Samkvæmt könnuninni er hvergi hærra hlutfall af nemendum með barn á sínu framfæri en á Íslandi   2) . Sökum þessa leggur Alþjóðasvið sérstaka áherslu á aðgengi að leikskólaplássi þegar þau eru í viðræðum við mögulega samstarfsskóla (en sömuleiðis leggja þau áherslu á að skólar bjóði upp á sálfræðiþjónustu). Nemendur með börn undir 18 ára aldri geta sótt um viðbótarstyrk og ekki er skilyrði að barnið dvelji allan tímann með foreldrinu sem ætlar út í nám á meðan námsdvöl stendur. Hvers vegna skiptir þetta máli?   Þetta snýst um að bjóða nemendum okkar upp á heildstæða menntun sem er metin að verðleikum sínum. Menntun þar sem þú brautskráist ekki einungis með prófskírteini heldur getu og færni sem er ekki endilega meðvitað kennd í hefðbundinni kennslu. Við viljum útskriftarefni sem eru framsýn, sjálfsörugg og opin fyrir nýjum hugmyndum og það er einmitt það sem alþjóðareynsla kennir þér. Hún kennir þér að skilja önnur sjónarmið og að miðla þínu eigin, hún kennir þér að standa með sjálfum þér og sér þér fyrir tengslaneti sem takmarkast ekki við landið þar sem þú fæddist. Vegna þess að þýðingarmikil alþjóðleg reynsla mótar þig sem manneskju. Hún reynir á þig og sér þér fyrir tækifærum til að þroskast. Því við lærum ekki hvað við erum í raun hæf um án þess að stíga út fyrir þægindarammann. Það skiptir því höfuðmáli að þessi tækifæri séu aðgengileg og opin öllum nemendum.

/// I imagine we can all agree that one of the most vital roles of a university is to prepare its students for the society that awaits them after higher education. However, society is ever changing and the rapid technological developments of recent years mean that the demands of the job market have changed accordingly, and will continue to do so. It is therefore apparent that the University needs to adjust to societal developments in order to provide students with a holistic education that gives them all the tools they may need to confidently tackle life after they receive their degree. One of the most prominent changes of recent years is the increased globalisation of our society. There is hardly a single career path out there where cross-national cooperation does not play a part. It is therefore pivotal that students learn to work in an international capacity before they enter the job market. Internationalisation in education The European Commission has made it their goal to establish a European higher education inter-university ‘campus‘ where at least 50% of students, at all levels, including at Bachelor, Master and Doctoral levels, graduate with an international experience as part of their studies, whether that be through physical, virtual or blended mobility. This is stated in the Erasmus+ programme guide, published in 2020 and meant to be realised by 2025. The University of Iceland has taken several steps to increase globalisation in education and one of the main priorities of HÍ26, the University’s policy that was approved in 2021, is that the University should be open and international. Exchange studies have been an option for students at the University for years and the number of schools that students can visit as a part of their studies is constantly increasing. Additionally, students of all Schools and disciplines have a variety of opportunities for internationalisation through Aurora (a collaboration between 9 universities within Europe that the University of Iceland is an active participant of). Supplementary grants   It is, of course, critical that the opportunities provided are accessible and open to all students. To ensure that, the University of Iceland offers those who apply for exchange studies or staff exchanges the chance to apply for supplementary grants to tackle additional costs. These grants also apply to opportunities offered by Aurora that are usually short-term exchanges, rather than the

1)    inclusivemobility.eu/

2)    'Social and Economic Conditions of Student Life in Europe' Eurostudent VII, 2018-2021.

14


Address from the Student Council's International Officer

Pistill frá alþjóðafulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands

full semester or even full academic year exchanges that are most commonly offered through Erasmus+. The fact of the matter is that not everyone believes that exchange or internationalisation in education is a viable option for them, for a variety of reasons. To aid in this, all universities that take part in Erasmus+ have agreed to the terms of ECHE (Erasmus Charter for Higher Education). That means that they have committed to ensuring equal access and opportunities for all participants. Erasmus+ has identified a number of challenges that people may face when applying for exchange studies and offer supplementary grants for all those who may have to deal with additional costs to their exchange due to their circumstances. This is done so that everyone may benefit from the valuable experience of exchange and internationalisation. Supplementary grants are, for example, offered to those who deal with cultural differences. This grant is specifically for minority groups who may have limited options for education, deal with language barriers, such as immigrants (both first and second generation), immigrants, and other individuals of foreign origin who face barriers that justify additional financial support. This can also apply to those who employ sign language or deal with speech impediments. It is also possible to apply for a supplementary grant if a person faces social- or economical barriers that require additional financial support to ensure equal opportunity. The specifics of what may be deemed grant worthy can be found on the Icelandic Erasmus+ website  1) . The most common grants applied for in Iceland, and the ones specified by the International Division on the University’s website are supplementary grants for students and staff with physical, mental or health-related conditions and students and staff with children. Supplementary grant for disability or illness   This grant is to supplement the actual cost of both a student’s travel and stay during exchange. Travel costs, transportation of orthosis, as well as the travel cost and cost of stay for an assistant. It is also possible that an individual may require specific accommodation that meets their needs and the cost of that is also covered by the grant. Each application is evaluated on an individual basis and what each students requires during both travel and their stay is taken into account. Erasmus+ also has a website  2) where 1)

erasmusplus.is/um-erasmus/jofn-taekifaeri

3)

'Social and Economic Conditions of Student Life in Europe' Eurostudent VII, 2018-2021.

2)

they specify the inclusion policy that universities and other institutions offer for international students as well as their facilities and accessibility. Information can be sorted by country or by individual institutions and there are also testimonials by students that one can take a look at before applying or when preparing for the exchange. Supplementary family grants   According to Eurostudent VII, over 30% of students in Iceland have at least one child. This is three times higher than the average student of the countries that took part in the poll and two times higher than in other Nordic countries. According to this poll, Iceland has the highest number of student parents out of all countries polled  3) . Due to this the International Division specifically emphasises access to kindergartens when liaising with schools for possible exchange agreements (they also emphasise access to psychological assistance). Students who have children under the age of 18 can apply apply for supplementary grants and it is not a prerequisite that the child spend the entirety of the exchange with the parent who is going abroad for their studies. Why is this important?   This is about offering the most valuable and most holistic education for our students. An education where they do not only walk away with a degree but walk away having developed skills that aren’t necessarily taught in the traditional classroom environment. We want graduating students who are innovative, open-minded and confident, and that is what international experience teaches you. It teaches you to understand different perspectives and communicate your own, it teaches you how to stand on your own two feet and it provides you with a wider network of contacts that isn’t confined to your country of origin. Because a meaningful, international experience actually shapes you as a person, it pushes you and provides you with opportunities to grow. Because it is only through leaving our comfort zones that we truly learn our own capabilities. And it is pivotal that those educational opportunities are inclusive and open to everyone.

inclusivemobility.eu

15


HÝRORÐALISTI Bleikþvottur Lýsir því hvernig þjóðríki og fyrirtæki nota hinsegin fólk og málefni þeirra til að skapa sér jákvæða ímynd. Gagnkynhneigðarhyggja Gagnkynhneigðarhyggja er kerfi hugmynda sem meðvitað eða ómeðvitað setur fólk sem ekki er gagnkynhneigt skör lægra en það sem er gagnkynhneigt. Hinsegin Regnhlífarhugtak yfir allt það fólk sem er ekki gagnkynhneigt og/eða fellur ekki inn í það sem teljast hefðbundinð kyn eða kynhlutverk. Jaðarsetning Jaðarsetning er ferli þar sem tilteknum hópum samfélagsins er ýtt út á jaðar þess. Þessir hópar hafa þá ekki jafn greiðan aðgang að völdum, upplýsingum, menntun og virðingu í samfélaginu. Kvár Fullorðin manneskja sem skilgreinir sig utan tvíhyggjunnar; kynhlutlaust orð sambærilegt orðunum karl og kona. Kyn og kyngervi Kyn og kyngervi eru lykilhugtök bæði innan hinseginfræða og kynjafræða. Í þessum fræðum þykir oft gagnlegt að greina á milli líffræðilegs kyns annars vegar, sem þá er einfaldlega nefnt kyn (e. sex), og hins vegar félagslega mótað kyns, sem þá er nefnt kyngervi (e. gender). Í almennu talmáli hérlendis vísar þó kyn oftast bæði til kyns og kyngervis. Kynjatvíhyggja Sú hugmynd um að fólk sé annaðhvort kvenkyns eða karlkyns.

Óhinsegin Kemur fyrir í þessu tölublaði og lýsir þeim sem ekki skilgreina sig sem hinsegin, s.s. gagnkynhneigðu fólki sem skilgreinir sig út frá því kyni sem þeim var úthlutað við fæðingu (sískynja). Regnbogakapítalismi Þegar fyrirtæki nota regnbogann og önnur tákn hinsegin samfélagsins í markaðslegum tilgangi, án þess að taka þátt í hinsegin samfélaginu á merkingarbæran hátt, t.d. með virkri baráttu gegn fordómum og misrétti eða fjárhagslegum stuðningi við hinsegin samtök. Síshyggja (transfóbía) Síshyggja er kerfi hugmynda sem setur trans fólk skör lægra en sís fólk. Öráreitni Öráreitni er hugtak sem notað er yfir hversdagslegar athafnir, athugasemdir eða umhverfisþætti sem eru niðrandi eða niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og eiga sinn þátt í jaðarsetningu þess. Hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér en þegar jaðarsett fólk finnur fyrir slíku reglulega, jafnvel daglega, eykur það álagið sem það verður fyrir samfélagsstöðu sinnar vegna og gerir jaðarstöðuna áþreifanlega. Transútilokandi femínismi (TERF) TERF-ismi (Trans Exclusionary Radical Feminist) kennir sig við femíiniísma en hann snýst um það að transkonur búi aðyfir forréttindum karlmanna, þekki ekki kúgun kvenna af eigin raun og eigi þar með ekki erindi hvað réttindabaráttu kvenna varðar. TERF-ismi

gengur út frá því að trans konur séu í raun að ráðast inn á svæði kvenna og styrki með því feðraveldið. KYNHNEIGÐ* Gagnkynhneigð Að laðast að gagnstæðu kyni; karl laðast að konu og öfugt. Athugið að þetta orð er litað af þeirri hugmynd að kynin séu einungis tvö og gagnstæð hvort öðru. Samkynhneigð Að laðast að sama kyni og man sjálft tilheyrir; hommi er samkynhneigður karlmaður og lesbía er samkynhneigð kona. Tvíkynhneigð Að laðast að fleiri en einu kyni. Upprunalega átti hugtakið við um fólk sem laðast bæði að körlum og konum, en það getur einnig átt við um t.d. karl sem laðast bæði að konum og trans fólki sem skilgreinir sig utan kynjatvíhyggjunnar. Pankynhneigð Að laðast að öllum kynjum; konum, körlum og fólki af öðrum kynjum. Athugið að hugtakið á ekki endilega við um að pankynhneigt fólk laðist jafnt að öllum kynjum, heldur einfaldlega þann eiginleika að geta hrifist af öllum kynjum. Forskeytið pan- á rætur sínar að rekja til gríska orðsins pâs, sem merkir allt. Eikynhneigð Að laðast sjaldan eða aldrei kynferðislega að öðru fólki. Sumt eikynhneigt fólk hefur kynhvöt en hefur ekki áhuga á að fullnægja henni með öðru fólki; annað eikynhneigt fólk hefur litla eða enga kynhvöt. Sumt eikyn-

*Til eru mun fleiri kynhneigðir sem hægt er að kynna sér betur á vef Hinsegin frá Ö til A.

16


Um þessar mundir er að eiga sér stað öflug nýyrðasmíð í íslensku til þess að ná utan um ensk orð og hinsegin hugtök. Stúdentablaðið tók saman nokkur lykilhugtök sem vert er að kynna sér, en sum þeirra birtast til að mynda í greinum blaðsins. Orðalisti þessi er unninn upp úr vef Samtakanna ‘78,

hneigt fólk hefur einvörðungu áhuga á rómantískum samböndum og/eða ókynferðislegri snertingu (t.d. faðmlögum og kúri). Fólk sem hefur ekki áhuga á rómantískum samböndum telst eirómantískt. Annar undirflokkur eikynhneigðar er grá eikynhneigð, og vísar til þess að sumt fólk upplifir kynferðislega aðlöðun sem róf, ekki annaðhvort/eða. Grá-eikynhneigt fólk staðsetur sig nálægt eikynhneigð á þessu rófi, og finnur því til lítillar kynferðislegrar aðlöðunar. KYNVITUND OG KYNTJÁNING Kynvitund Það hvernig fólk vill lifa og hrærast í sínu kyni. Athugið að kynvitund vísar ekki til kynfæra, líffræði eða útlits heldur upplifunar fólks af eigin kyni. Við búum öll yfir kynvitund, því öll upplifum við kyn okkar á einhvern hátt. Sískynja Kynvitund samræmist því kyni sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu. Sem dæmi má nefna að sís karlmaður er karlmaður sem var úthlutað kyninu strákur við fæðingu, og er sáttur við það. Trans Regnhlífarhugtak fyrir fólk sem er með kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem því var úthlutað við fæðingu. Undir trans regnhlífina falla trans karlar og trans konur, fólk sem fer í kynleiðréttingaraðgerðir, fólk sem fer ekki í kynleiðréttingaraðgerðir og kynsegin fólk. Kynsegin Hugtak sem nær yfir allt fólk sem skilgreinir kyn sitt utan kynjatvíhyggjunnar, og er því líka trans. Sumt kynsegin fólk

Hinsegin frá Ö til A, og er alls ekki tæmandi. Fleiri hugtök og skilgreiningar má finna á vefnum otila.is. Við bendum einnig á orðalista Trans Ísland, fyrir þau sem vilja læra meira um hýryrði, en hann er aðgengilegur á transisland.is/ordalisti.

upplifir sig sem bæði karl- og kvenkyns, annað fólk sem hvorki karl- né kvenkyns, og enn annað fólk skilgreinir einfaldlega ekki kyn sitt. Kynleiðrétting Ferli sem sumt trans fólk fer í gegnum til þess að leiðrétta kyn sitt. Kynleiðrétting getur falið í sér hormónainntöku, brjóstnám og/eða aðgerðir á kynfærum. Kynleiðrétting á ekki eingöngu við um skurðaðgerðir. Sumt trans fólk fer eingöngu á hormóna en sleppir öllum aðgerðum, annað fólk fer í aðgerðir eins og brjóstnám en sleppir öðrum þáttum kynleiðréttingar. Fólk getur verið trans hvort sem það kýs að fara í kynleiðréttingarferli eða ekki. Kynhlutlaus persónufornöfn Sumt kynsegin fólk kýs að nota kynhlutlaus persónufornöfn í stað kynjuðu fornafnanna hann/hún. Íslenska hefur þrjú kyn, en hlutlausa fornafnið það er almennt ekki notað um manneskjur. Því hafa kynhlutlaus persónufornöfn nýlega orðið til í tungumálinu, hán, hé og hín. Fallbeyging fornafnsins hán er sem fylgir: hán, hán, háni, háns. Athugið að hán er ekki nafnorð (sbr. „er þessi svona hán?“), heldur fornafn sem tekur með sér hvorugkyn. Eftirfarandi eru nokkur dæmi um fornafnið hán í setningu: „Er hán að koma?”; „Hán er svo fallegt”; „Ég fékk lánaða bókina háns”. Kyntjáning Á við um það hvernig fólk tjáir kynvitund sína dagsdaglega, til dæmis með klæðavali og líkamstjáningu. Sumt fólk tjáir kyn sitt á óhefðbundinn hátt, með því að vera með skegg og á

17

háum hælum, á meðan kyntjáning annarra einkennist af norminu (gagnkynhneigðri, sískynja kyntjáningu). Kynami Orð yfir þá tilfinningu sem skapast þegar kynvitund einstaklings stangast á við líkamleg kyneinkenni. Þessari tilfinningu fylgir oft mikil vanlíðan og aftenging einstaklings við líkama sinn. INTERSEX Intersex Intersex er hugtak sem, eins og kemur fram á vef samtakanna Intersex Ísland: „nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Intersex einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; sem eru sambland af karlog kvenkyns; eða sem eru hvorki karl- né kvenkyns.“ – Ritstjórnin


QUEER WORDS Queer A umbrella term that is used to describe people that are not heterosexual and/or do not ascribe to hterenormative ideas of gender and gender roles. Sex and gender Key terms both in queer and gender studies. Sex refers to one’s biological sex and gender refers to charactersitics of a a person that are socialy constructed. Gender binary The idea that there are only two genders, male and female. Microaggression A term used for commonplace daily verbal, behavioral or environmental slights against LGBTQIA+ people. Marginalization Marginalization is a process by which certain groups of society are pushed to its margins. Which results in these groups not having as easy access to institutions of power, information, education and respect in society. Cis-sexism (transphobia) A system of ideas that puts trans people on a lower station than cis people. Heterosexism Heterosexism is a system of ideas that consciously or unconsciously places non-heterosexual people at a lower station than those who are heterosexual.

Trans Exclusionary Radical Feminist TERFs identify as feminists, but in reality it is about the belief that trans women have the privileges of cis-men as they have not experienced the opression of women and therefore have no business in the fight for women’s rights. TERF-ism assumes that trans women are actually encroaching on the platform of women's rights and thereby strengthening the patriarchy. Pinkwashing A term used to describe when a nation state or a company uses LGBTQIA+ people and their issues to create a positive image of themselves. Rainbow capitalism When companies use the rainbow and other symbols of the LGBTQIA+ community for marketing purposes, without engaging with the queer community in a meaningful way, e.g. through an active fight against prejudice and inequality or financial support for queer organizations. SEXUALITY* Heterosexual Being attracted to the opposite sex; a man is attracted to a woman and vice versa. Note that this word is influenced by the idea that the sexes are only two and opposite to each other. Homosexual Being attracted to the same gender as one's own.

Bisexual Being attracted to more than one gender. Originally the term applied to people who are attracted to both men and women, but it can also apply to one who is attracted to both women and trans people who identify outside of the gender binary. Pansexual Being attracted to all genders; women, men and people of other genders. Note that the term does not necessarily mean that pansexual people are equally attracted to all genders, but simply the ability to be attracted to all genders. The prefix pan- has its roots in the Greek word pâs, which means all. Asexual Being rarely or never being sexually attracted to other people. Some asexual people have a libido but are not interested in satisfying it with other people; other asexual people have little or no libido. Some asexual people are only interested in romantic relationships and/or non-sexual contact (e.g. hugs and cuddles). People who are not interested in romantic relationships are considered aromantic. Another subcategory of asexuality is gray asexuality, and refers to the fact that some people experience sexual attraction as a spectrum, not an either/or. Gray-asexual people rank close to asexual on this spectrum, and therefore feel little sexual attraction.

*A more detailed list of sexualities can be found on the website Hinsegin frá Ö til A.

18


In our days, new terms in the Icelandic language are being crafted by its speakers to keep up with English and queer terms. Below you’ll find a list of terms collected by the Student Paper, many of which appearing in this issue. This list is largely collected form the National Queer Association of Iceland’s website,

GENDER AND GENDER EXPRESSION Gender identity The way people want to live and breathe in their gender. Note that gender identity does not refer to genitalia, biology or appearance, but to people's experience of their own gender. We all have a gender identity, because we all experience our gender in some way. Cisgender Gender identity which corresponds to the gender a person was assigned at birth. For example, a cisgender man is a man who was assigned the gender boy at birth, and is content with it. Transgender An umbrella term for people whose gender identity does not match the gender they were assigned at birth. Under the trans umbrella are trans men and trans women, people who have gender reassignment surgery, people who don't have gender reassignment surgery, and non-binary people. Non-binary A term that includes all people who define their gender outside of the gender binary man/woman, and are therefore also trans. Some non-binary people identify as both male and female, others as neither male nor female, and others simply do not identify their gender. Gender reassignment A process that some trans people go through to correct

Hinsegin frá Ö til A (Queer from Ö-A), and is by no means a complete collection of queer terms. For those seeking more terms, we recommend checking out the website otila.is. Trans Ísland’s word list is also a great read for those wanting to learn more, and can be accessed via their website, transisland.is/ordalisti.

their gender. Gender reassignment may include hormone replacement, mastectomy, and/ or genital surgery. Gender reassignment is not just about surgery. Some trans people go only on hormones but skip all procedures, other people go for procedures like mastectomy but skip other aspects of gender reassignment. People can be trans whether they choose to undergo a gender reassignment process or not. Gender neutral pronouns Some non-binary people prefer to use gender-neutral personal pronouns like they/them instead of the gendered pronouns he/ she. Gender expression Applies to the way people express their gender identity on a daily basis, for example through their choice of clothing and body language. Some people express their gender in unconventional ways, by wearing beards and wearing high heels, while others’ gender expression is characterized by the norm (heterosexual cis-gender expression). Gender dysphoria Gender dysphoria is a term that describes a sense of unease that a person may have because of a mismatch between their biological sex and their gender identity. This sense of unease or dissatisfaction may be so intense it can lead to depression and anxiety and have a harmful impact on daily life.

19

INTERSEX Intersex Intersex is a term that, as stated on the website of the organization Intersex Iceland, "encompasses a wide range of innate physical characteristics or variations that lie between our standard ideas of male and female gender." Intersex individuals are born with characteristics that are not strictly male or female; that are a combination of male and female; or are neither male nor female. – The Editorial Team


Board of Q – Queer Student Association Iceland

Stjórn Q–félags hinsegin stúdenta

Orðin þín – líðan mín Að nýta forréttindi sín til góðs Qvað felst í forréttindum?

Qver er vandinn?

Forréttindi eru forskot og réttindi sem fólk hefur vegna stöðu sinnar í samfélaginu. Forréttindi flestra eru marglaga og tvinnast saman á margbreytilegan hátt. Forréttindi á einu sviði útiloka ekki jaðarsetningu á öðru sviði en samtvinnun þessara þátta mótar hvernig við sjáum heiminn og hvernig heimurinn sér okkur. Forréttindastaða hefur þannig áhrif á það hvernig við sem einstaklingar upplifum samfélagið í kringum okkur, hvar við erum velkomin og hvernig komið er fram við okkur. Flest jaðarsett fólk er meðvitað um þau forréttindi sem það hefur og er því líklegra til að vera vakandi fyrir þeim og sýna samstöðu með öðru jaðarsettu fólki. Þeim mun meiri forréttindi sem einstaklingur hefur, þeim mun auðveldara er að gleyma - eða hunsa - jaðarsetningu annarra.

Vandinn er í raun sá að of margt fólk lítur á Ísland sem jafnréttisparadís og sem hinsegin paradís. Sú er ekki raunin og við þurfum ekki að leita langt til að finna vísbendingar um það. Hinsegin fólk hefur flest heyrt óhinsegin fólk og annað fólk í forréttindastöðu segja eitthvað í þá átt að það sé svo erfitt að vera að „segja alltaf réttu hlutina“ og að „það megi nú ekkert lengur“. Það sem fólk er í raun að upplifa er það að jaðarsett fólk hefur sett mörk og að fólk í forréttindastöðu þarf að mæta afleiðingum orða sinna. Það hefur aldrei verið í lagi að beita hatursorðræðu, það var bara mun auðveldara að komast upp með það áður.

CheQ your privilege Það er mikilvægt að vera meðvituð um eigin forréttindastöðu. Þá fyrst er hægt að hjálpa og vera til staðar fyrir jaðarsett fólk. Hjálpin felst fyrst og fremst í að hlusta á og trúa því þegar fólk lýsir upplifunum sínum af því misrétti sem það mætir í samfélaginu. Jaðarsett fólk hefur stundað það lengi vel að fylgjast með grasrótarhreyfingum annarra jaðarsettra hópa og sýnir stuðning í verki og virðingu. ,,Ekkert okkar er frjálst fyrr en við erum öll frjáls“ ber einmitt þennan boðskap. Jaðarsett fólk styður annað jaðarsett fólk og nýtir til þess þau forréttindi sem þau hafa umfram hvort annað á ólíkum stöðum. Hinsegin fólk á ekki alltaf að þurfa að taka slaginn þegar það mætir fordómum, hatri og ofbeldi. Þá er mikilvægt að til staðar sé óhinsegin fólk sem er tilbúið að taka upp hanskann. Í því að fylgjast með eigin forréttindastöðu felst að fylgjast með jaðarsetningu fólks í kringum okkur, bera kennsl á og viðurkenna það misrétti sem það þarf að þola á hverjum degi. Þá fyrst er hægt að vinna að því að bæta stöðuna.

Er það samt of mikið á fólk lagt að tala um og við jaðarsett fólk af virðingu? Þetta snýst um að tileinka sér orðræðu sem er inngildandi því öll eiga rétt á að fá pláss í tungumálinu. Margt fólk í forréttindastöðu leggur ekki á sig að læra að nota önnur fornöfn en „hann“ og „hún“ um einstaklinga, sem sýnir mikla vanvirðingu og er lítillækkandi fyrir kynsegin fólk sem notar fornöfn eins og „hán“, „héð“ og „hín“. Fólk myndi seint samþykkja það ef nafn þess yrði ítrekað hunsað og hvert og eitt myndi sjálft ákveða hvaða nafn þau nota um fólk í kringum sig. Hvers vegna er það þá í lagi gagnvart hinsegin fólki? Með því að miskynja fólk er verið að hunsa sjálfsskilgreiningar þess og smætta tilvist þeirra. Hinsegin fólk (og eflaust mörg ykkar lesenda líka) heyrir allt of oft niðrandi hugtök í daglegu tali hjá óhinsegin fólki. Þessi orðanotkun verður sérstaklega áberandi hjá unglingum og börnum, sem heyra hana sjálf frá foreldrum sínum og öðru fólki í kringum sig. Þetta á ekki bara við þegar kemur að hinseginleika heldur líka orðræðu sem á við um aðra jaðarsetta hópa, sérstaklega fatlað fólk og svart fólk. Notkun þessara hugtaka er mjög særandi og getur gert það að verkum að fólk velur að koma ekki út í óöruggu rými eða fela hinseginleika sinn.

20


How to utilize one’s own privilege for the better

Að nýta forréttindi sín til góðs

Words Bear Weight How to utilize one’s own privilege for the better Qvað er hægt að gera?

Qnowledge of one’s own privilege

Við eigum enn langt í land þegar kemur að lagalegum réttindum hinsegin fólks á Íslandi og hinsegin fólk er enn jaðarsettur hópur. Undanfarið hefur skapast aukið pláss fyrir fordómafullar athugasemdir og skoðanir sem endurspegla fáfræði og sýna fram á að fólk er enn að loka augunum gagnvart eigin forréttindum og jaðarsetningu annarra. Sem dæmi má nefna ummæli vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur og frumvarp dómsmálaráðherra um útlendingalög sem brjóta gegn fjölmörgum alþjóðlegum samningum auk grundvallarmannréttindum fólks.

Privileges are advantages and rights that people have due to their status in society. Most people’s privileges are multifaceted and are intertwined in a multitude of ways. Privilege on one front does not rule out other marginalisation and the intersection of these factors moulds our view of the world and how the world views us. Privilege affects the way we as individuals experience society around us, where we are welcome and how we are treated. Most marginalized people are aware of the privileges they possess and, as a result, they’re more likely to show solidarity with other marginalized groups. With more privilege, it becomes easier to forget, or ignore, the marginalization of other groups.

Hinsegin fólk á, má og þarf að taka pláss í samfélaginu. Það þarf að vera sýnilegt og áberandi. Með því að vera áberandi verðum við fyrirmyndir fyrir þau sem þora ekki að koma út en það getur skipt sköpum að hafa einhvern nálægt sér sem hægt er að leita til og sækja stuðning í. Við þurfum að þröngva hinseginleika okkar upp á fólk í kringum okkur, eins og heyrst hefur að óhinsegin fólk kvarti undan, þar til það er ekki lengur óþægilegt. Við erum hér og við erum hýr. Fyrir þig sem ert ekki hinsegin: talaðu um hinsegin fólk, hinsegin list, hinsegin menningu, hinsegin þekkingu. Talaðu við hinsegin fólkið í kringum þig og kynnstu fleira hinsegin fólki. Lærðu að spyrja fólk hvaða fornöfn þau nota og æfðu þig að nota þau í einrúmi eða með einhverjum til þess að vera með það á hreinu þegar þú hittir kynsegin fólk. Æfðu þig að tala ókynjað almennt, þar sem það er meira inngildandi talsmáti. Deildu hinsegin röddum og gefðu þeim rými. Notaðu heimildir hinsegin fræðafólks í verkefnavinnu og gerðu skólaverkefni sem taka mið af jaðarsettu fólki. Sýndu stuðning í verki með því að styrkja hinsegin fólk, gefa því tækifæri á öllum sviðum samfélagsins og með því að svara fordómum þegar þú kemur auga á þá.

CheQ your privilege It’s important to be aware of one’s privilege status. Awareness leads to us being able to help and support marginalized and oppressed people. Help consists first and foremost of listening, and believing people’s experiences of the oppression they face in society. Marginalized groups often follow other groups’ organisations working towards equality, and actively support and respect their operations. “None of us are free until all of us are free” encompasses how it’s important that we support each other in our fight towards freedom. Marginalized groups support each other by being aware of their differing privileges. Queer people shouldn’t stand alone at the forefront of the fight when dealing with prejudice, hate speech and violence. It is vital for non-queer people to carry the torch as well. By checking our own privilege we, in turn, can observe the marginalization of people around us, recognize it and acknowledge the oppression many face every day. Only then can we actively change the situation for the better.

21


Board of Q–Queer Student Association Iceland

How to utilize one’s own privilege for the better

The Quandary we face

Qan we do something to change things?

A large part of the problem is Iceland’s image as some equality paradis, and queer paradise. This is not our reality and it doesn’t take a lot of research to realize how far there is yet to go. Most queer people have heard non-queer people and other, privileged people say how hard it is to “say the right things all the time”, or that “nothing is allowed anymore”. The reason for these comments is the fact that marginalized people are setting boundaries, and privileged people need to face the consequences of their words. Hate speech has never been okay - it’s just been easier to get away with it, until now.

We have a long way to go regarding the legal rights of queer people in Iceland, and queer people are still a marginalized group. Recently, there’s been an increase in prejudiced comments and opinions which reflect ignorance and prove that people still close their eyes to their own privilege and others’ marginalization. Recent examples include the comments made by Iceland’s Deputy State Prosecutor regarding queer asylum seekers, and the Minister of Defense’s bill on immigrant laws which is in direct breach with many international agreements and fundamental human rights.

Is it too much to ask to speak respectfully of and to marginalized people? The main purpose of choosing our words more carefully is to create space for inclusivity within our language. Many privileged people don’t bother learning other pronouns (other than “he” and “she”) for individuals, which is deeply disrespectful and humiliating for non-binary people who use gender-neutral pronouns. Who would be okay with their name being ignored repeatedly, and if we all would choose each and every name we use for the people around us? Why is this deemed okay when it comes to queer people? Misgendering people means ignoring their identity and diminishing their existence. Queer people (and undoubtedly, many of you readers as well) often hear derogatory discourse about queer people on daily basis, and such comments usually come from non-queer people. This use of words becomes especially prevalent with children and young adults, who hear it at home from their parents and other people around them. This doesn’t only apply to queerness, but also other marginalized groups like disabled people and people of color. The use of derogatory terms is damaging and hurtful, and can lead to individuals choosing not to come out or to hide their queerness.

There should, can, and needs to be space for queer people in society. They need to be visible and prominent. By being visible we can serve as role models for those who don’t have the courage to come out yet, and it can be of great help to have someone you can confide in and seek support from. We need to be loud about our queerness, even though non-queer people protest it, until it’s not uncomfortable anymore. We are HERE. We are QUEER. For you, non-queer reader: talk about queer people, queer art, queer culture, queer knowledge. Talk to the queer people around you and get to know more queer people. Learn to ask people which pronouns they prefer and practice them to make sure you know how to use them when you interact with non-binary people. Practice gender-neutral speech in general, so you can be more inclusive in conversation. Share queer voices and give them space. Use queer sources when working on a project, and include marginalized people in your school assignments. Be actively supportive by strengthening the presence of queer people, by providing opportunities in all aspects of society, and speak up when you encounter bigotry.

22



Birgitta Björg Guðmarsdóttir Tungumálið teygist um góminn. Tungan stritar allan daginn við að mynda orð, hún lyftist inn undir tennurnar, færist ögn framar en hverfur síðan aftur innundir góminn. En auðvitað er það ekki aðeins tungan sem starfar við myndun tungumáls. Raddböndin eru iðulega mikilvægur þáttur, sem og úfurinn, varirnar og tennurnar. Ekki má gleyma huganum. Verkfærið sem mótar tungumálið hvað mest er nokkuð óáþreifanlegt – og enn fremur óáreiðanlegt. Okkur hættir til að hugsa um tungumálið eins og það sé óhagganlegt. Eitthvað sem er óhvikult og þangað getum við alltaf leitað að réttum svörum. Það er góð og auðveld tilhugsun. En raunin er sú að tungumál eru breytileg. Tungumál eru í eðli sínu flæðandi, skapandi, í þeim felst gleymska, - tungumálið er gatasigti. Það fer í gegnum stöðug hamskipti – og ein slík eiga sér stað einmitt nú. Eflaust hryllti mörgum fræðimönnum við þá hugmynd að opna lokaðan orðflokk áður en það var gert, en síðan fornafnið „hán“ var tekið inn í málið hefur ýmislegt gerst. Málnotendur eru mun meðvitaðri um kynjun tungumálsins.

Þeir hugsa sig tvisvar um áður en þeir segja „allir“, því þeir átta sig á því að karllæg óákveðin fornöfn séu ef til vill útilokandi eða aðrandi, og kjósa því jafnvel að nota „öll“ þó það hljómi skringilega í munninum. Ef til vill eru málnotendur einnig meðvitaðri um málvitund sína almennt. Íslenskan er á reiki, kyn orða eru ekki jafn meitluð í stein, til að mynda hef ég heyrt á síðustu dögum beyginguna stúdentur – orð sem samkvæmt hefð er karlkynsorð en var á þennan hátt notað í kvenkyni – ekki til þess að lýsa kvenkyns stúdentum – heldur stúdentum almennt. Þá heyrði ég einnig dæmi um að karlmaður hafi notað orðið vinkonur til að lýsa vinasambandi síns og konu, sem og mörg dæmi þar sem viðskeytinu af orðinu vinur hefur verið sleppt og orðmyndin vin notað yfir einstaklinga sem skilgreina sig utan hefðbundinnar kynjatvíhyggju, og nota þá ef til vill fornafnið „hán“.


Hugleiðing um hán Önnur kynhlutlaus fornöfn eru til, og má nefna til dæmis „það“, „hé“ og „hín“, en „hán“ virðist vera hvað útbreiddast. Það þykir eflaust, vegna þess hve líkt það er fornöfnunum „hún“ og „hann“ og virðist falla einhvers staðar þar á milli. En þar liggur einnig vandi því „hán“ á það til að renna saman við „hann“ í daglegu tali, enda eru fornöfn sjaldan áhersluorð í setningum. Við styttum þau og klippum gjarnan h‘-ið af þeim, segjum ‘ún fór útí búð eða ‘ann fór í bankann. Við viljum gera slíkt hið sama við „hán“ en þá er hætta á að ‘án fór í bankann verði of keimlíkt ‘ann fór í bankann og þá eigum við á hættu að miskynja þvert á vilja okkar eða þá að annað fólk taki „hán“ í misgripum fyrir „hann“. Til að sporna við þessu þyrftum við þá að leggja aukna áherslu á „hán“ en það getur líka orkað aðrandi, þar sem við drögum þá fram nýstárleika og annarleika orðsins. Ef þetta gerist síðan ítrekað eigum við á hættu að verða hrædd eða gröm yfir notkun þessa orðs, en það má alls ekki gerast, ef við viljum vinna áfram að því að gera tungumálið að vettvangi jafnréttis. Í staðinn þurfum við að streitast með því í gegnum þessar breytingar - hamskipti eru óþægilegt og jafnvel sársaukafullt ferli, en þau eru nauðsynleg og lærdómsrík.

Þýska er álíka karllægt tungumál og íslenska. Tungumálið er mjög kynjað og eru öll starfsheiti gjarnan fyrst mynduð í karlkyni. Þar er þó einnig ríkjandi málstefna að fyrir hvert starfsheiti þurfi að vera sambærilegt orð í kvenkyni og því hefur því vandræðalega -in viðskeyti verið bætt aftan við flest þessara orða. Lehrer verður þá Lehrerin, Maler verður þá Malerin og Schauspieler verður Schauspielerin. Ljóst er að þess konar hugarfar tilheyrir hugmyndafræði sem gerir ráð fyrir því að konan sé jöfn manninum og að þessi hugmyndafræði þurfi að eiga sér forsendur í regluverki samfélagsins en gerir ekki ráð fyrir tilvist kynsegin fólks. Þar með hefur þýskan málað sig út í horn. Til að koma sér úr þessu klandri þyrftu þýskumælandi þar með annað hvort að finna upp nýtt viðskeyti eða þá sætta sig við að karlkynið sé hvorugkyn og hverfa aftur til hins alhæfða karllæga starfsheitis. Vert er að taka fram að ekki eru forsendur fyrir því í þessum pistli að rekja allt sem breyst hefur síðan fornafnið var tekið upp, því slíkt er efni í doktorsritgerð og ekki hægt að gera því greinargóð skil í litlum átta hundruð orðum. Hán er orð sem gætt hefur verið töfrum. Það hefur og mun hafa stórkostleg áhrif á íslenska tungu. Haft er eftir Eiríki Rögnvaldssyni: til hvers er tungumál sem þjónar ekki málnotendum þess? Þetta er góð speki til að byggja málstefnu á. Og að sama skapi má spyrja: Til hvers er hús sem þú kemst ekki inn í? Til hvers er flík sem passar þér ekki? Hugmyndin um að líkamar þurfi að breytast til að passa inn í umgjarðir sem búnar eru til handa þeim er úrelt og úrkynjuð. Þú stækkar inngang hússins. Þú víkkar flíkina eða þrengir. Því er eins háttað með tungumálið. Ef það getur ekki náð utanum alla sína málnotendur svo þeir geti beitt því og liðið vel í eigin skinni, þá þarf að breyta því.

25


Musings about hán

Birgitta Björg Guðmarsdóttir The tongue sticks to the palate. The tongue works hard all day to form words, lifting itself under teeth, moving a little forward, and then disappearing back under the palate. But of course, it is not just the tongue that works on the formation of language. The vocal cords are often an important part, as are the uvula, lips, and teeth. Do not forget the mind. The tool that shapes language the most is intangible – and even more unreliable. We tend to think of language as if it were immutable. Something that is steadfast, and from there we can always look for the right solution. That is a good and easy thought. But the reality is that languages are mutable. Languages are by their very nature fluid, creative, forgetful - language is a sieve. It goes through a constant metamorphosis - and one of those is happening right now. No doubt that many scholars were horrified by the idea of consciously adding words to a closed class word group, but since the pronoun “hán” was introduced into the language, a lot has happened. Language users are more aware of the presence of gender in language. They think twice before saying “allir” (all, masculine), because they realize that masculine pronouns may be exclusionary or derogatory and may even choose to use “öll” (all, neutral) even if it sounds strange. They are also more aware of their language feeling in general. Icelandic is in a state of flux, the gender of words is not as carved in stone, for example I have heard in the last few days the inflection stúdentur (students, feminine) - a word that is traditionally masculine but was used as feminine– not to describe female students – but students in general. I also heard an example of a man using the word vinkonur (female friends) to describe his friendship with his wife, as well as many examples where the suffix of the word vinur (friend) has been omitted and the word form vin used for individuals who identify themselves outside the traditional gender dichotomy, using the pronoun “hán.” Other gender-neutral pronouns exist, such as “það,” “hé” and “hín,” but “hán” seems to be the most common. That is perhaps because of how similar it is to the pronouns “hún” and “hann” and seems to fall somewhere in between. But there is also a problem because “hán” tends to merge with “hann” in everyday speech, as pronouns are rarely stressed in sentences. We abbreviate them and cut the h off, we say ‘ún fór útí búð (she went to a shop) or ‘ann fór í bankann (he went to the bank). We want to do the same with “hán,” but

then there is a risk that ‘án fór í bankann (they went to the bank) will similar to ‘ann fór í bankann (he went to the bank), and then we run the risk of misrepresenting ourselves or other people mistaking “hán” for “hann.” To counteract this, we would need to put more emphasis on “hán,” but it can also be irritating, because then we draw out the novelty and otherness of the word. If this happens repeatedly, we run the risk of being scared or annoyed to use this word, but it must not happen at all if we want to continue to work towards making language an equality domain. Instead, we must power through these changes: metamorphosis is an uncomfortable and even painful process, but it is necessary and educational. German is a masculine-centric language like Icelandic. The language is very gendered, and all job titles tend to be masculine. However, there is also an established language policy: for each job title there must be a similar word in the feminine, and therefore an embarrassing in-suffix has been added behind most of these words. Lehrer (a teacher) becomes Lehrerin (a female teacher), Maler (a painter) becomes Malerin (a female painter) and Schauspieler (an actor) becomes Schauspielerin (an actress). This kind of mentality belongs to an ideology that assumes that women are equal to men, and that this ideology needs to have prerequisites in the societal regulation but does not assume the existence of queer people. This way Germany has painted itself into a corner. To get out of this predicament, the German speakers would either have to invent a new suffix or accept that the masculine is neutral and return to the generic masculine job title. It is worth noting that this article will not include everything that has changed since the pronoun hán was adopted, because such is the subject of a doctoral thesis and cannot be clearly articulated in just eight hundred words. Hán is a word that has been given magical powers. It has and will continue to have a profound impact on the language. In the words of Eiríkur Rögnvaldsson: what is the use of a language that does not serve its users? This is a good foundation for a language policy. The question is: what is the purpose of a house you cannot enter? What is the use of a dress that does not fit you? The idea that bodies have to change to fit into the environments created for them is outdated and ridiculous. You enlarge the entrance of the house. You widen or tighten the outfit. It is the same with language. If it fails to encompass all its language users so that they can apply it and feel good about themselves, then it is the language, not its users, which must change.

26


si

St

t ion 0 V

api

va

VR-

III 5

g /// Main Bui n i g ldi yg b ng l S 2 t úden a o rg t ð a l t A ak kó s jal a á h g s i e 5 N l H 9 ður 4 g 4 Sk Nýi G a iph ar etber olt S Technol r o f I 0V R

tural Scien a N ce /// Bu a j S t u e d h e k ild nt C // T As / e n lla Oddi 7 R rin ur 1 2 au r n ð v ar S t a k ka h l í ð 3 í 3 i c a l I nno g o R- I I 4

agarður 0 Eirbe Árn rg 1 14 hús /// G 7 a y t t m g n þ ró in a Í s i to f n u n / / / T 6 s a h e nd 1 Tæk n i g a

2

KYNLAUS SALERNI Í BYGGINGUM HÁSKÓLA ÍSLANDS

tun 4 Giml i 0 enn H rm du g b e rg 8 L æ a g i k 1 Lö En n ag nce Institu um t e e i 7 Sc / Ce n t ur / re rð öld 8 V er

NON-GENDERED BATHROOMS IN UNIVERSITY BUILDINGS 27


Margrét Björk Daðadóttir

SÉRÐU EKKI AÐ ÉG SÉ HINSEGIN ??

Síðan ég var unglingur hef ég hugsað mikið og ítarlega um eigin kynhneigð og í seinni tíð eigið kyn. Þetta hefur alltaf verið stór og mikilvægur hluti af minni sjálfsmynd og ég er mjög stolt af því að tilheyra hinsegin samfélaginu. Ég skilgreini mig sem tvíkynhneigða og tala mikið og opinskátt um það. Ég hrífst að öllum kynjum, en ástæðan fyrir því að ég skilgreini mig sem tvíkynhneigða en ekki pankynhneigða er að ég hrífst ekki að fólki óháð kyni eins og pankynhneigð er oft lýst og því mér finnst tvíkynhneigð eiga betur við um mig. Ég hrífst einmitt að fólki mjög háð kyni og upplifi hrifninguna mjög ólíkt milli kynja. Ég hef deitað bæði stelpur og stráka og finn mikinn mun þar á. Ég upplifi það sem tvennt ólíkt að deita lesbíska stelpu og óhinsegin strák. Ég sé hvernig standardarnir mínir lækka þegar ég deita stráka, þeir þurfa bara að gera the bare minimum og ég leyfi því að duga. Hins vegar hef ég í gegnum tíðina deitað alveg ótrúlegar stelpur. Ég held að þetta sé vegna þess ég laðast mjög ólíkt að fólki eftir kyni. Ég hrífst frekar rómantískt að stelpum og kynsegin fólki en hrifning mín að strákum er mun frekar kynferðisleg en rómantísk.

Ég tel mig mjög heppna að vera tvíkynhneigða og myndi ekki vilja breyta því. Mér finnst kynhneigðin mín líka lita kyntjáninguna mína. Ég á stundum erfitt með það þegar menn sjá mig sem konu, nema þegar ég sérstaklega vil það. Mér finnst það vera svo mikilvægur hluti af kyninu mínu að vera hinsegin. Það er einhver smá frelsun frá the male gaze. En ég finn líka að ég upplifi mig öðruvísi eftir því hvort ég vilji að strákar sjái mig eða stelpur og kynsegin fólk, þó að það sé ákveðin þversögn í því. Ég vil frekar vera kvenleg ef ég er skotin í strák en meira kynlaus ef ég er skotin í stelpu eða stálpi. Mér finnst mjög gaman að ég geti notað útlit og klæðnað til að velja hvaða fólk ég vil laða að mér og hvernig það hrífst að mér, en á sama tíma er það algjör hausverkur. Hvað ef ég fer út úr húsinu í kynhlutlausum eða masculine fötum og rekst svo á sætan strák sem ég vil að sjái mig? Nú þá eða ef ég fer út úr húsinu í kvennlegum fötum og skvísuð á því og sé svo stelpu sem mig langar að fatti að ég sé hinsegin? Ég get ekki verið með auka outfit á mér hvert sem ég fer! Hér skal taka fram að ég er alls ekki að setja samasemmerki milli þess að vera kvenleg kona og að vera gagnkynhneigð, eða að vera masculine kona og hinsegin. Mín upplifun á eigin kyni, kynhneigð og hrifningu helst bara ótrúlega mikið

28

í hendur við kyntjáninguna mína. Ég tengi í raun mína hrifningu að stelpum og kynsegin fólki mun meira við hinseginleika minn en kvenleika minn. Hins vegar tengist mín hrifningu að strákum mun meira kyni mínu, þá vil ég vera stelpa. En það er aðeins ef ég er nú þegar spennt fyrir stráknum, ég vil fá að stjórna því hvenær strákar sjá mig sem konu. Kynhneigð er bæði mjög persónubundin og persónuleg. Ég er mjög þakklát því að hinsegin samfélagið skapi rými í samfélaginu fyrir fólk til að spá í og skoða eigið kyn og kynhneigð. Þetta er eitthvað sem ég get íhugað og talað um endalaust, enda er þetta stór hluti af minni sjálfsmynd og upplifun af heiminum.

Image: Margrét Björk Daðadóttir

Þegar ég var í sambandi með stelpu slapp ég alveg við óumbeðna viðreynslu frá karlmönnum með því að segja bara að ég ætti kærustu. Þess vegna sagði ég fólki gjarnan að ég væri lesbía eftir að því sambandi lauk, ég vildi ekki að menn héldu að þeir mættu reyna við mig. Ég var ekki tilbúin að sleppa þeim fríðindunum sem fylgdu því að vera í sambandi með stelpu. Ég vildi bara láta þá vita að ég væri tvíkynhneigð væri ég spennt fyrir þeim, og þar með hafa stjórn á því hver og hvenær horfa mætti á mig kynferðislega. Vegna þess hve fólk er litað af tvíhyggju

samfélagsins vil ég frekar að fólk haldi að ég sé lesbía en að ég sé gagnkynhneigð, vegna þess að þá finnst mér ég hafa meiri stjórn á minni hlutgervingu sem kona, þó að ég myndi helst kjósa að fólk sæi mig alltaf sem tvíkynhneigða. Mér finnst það í raun valdeflandi þegar hinseginleiki minn er meðtekinn, ég gef strákum ekki tækifæri á því að íhuga neitt frekar með mér nema ég gefi því sérstaklega leyfi.


Can’t you tell I’m queer??

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

CAN’T YOU TELL I’M QUEER ?? Ever since I was a teenager, my own gender orientation and gender identity has been on my mind. This has always been a large part of my self-image and I’m quite proud to be a part of the queer community. I identify as bisexual and I like being loud and vocal about it. I’m attracted to all genders, but the reason I identify more with the term bisexual, rather than pansexual, is because I don’t feel attraction regardless of gender, which is often how pansexuality is described, so I feel like bisexual is a term which fits me better. My attraction towards people is very much based on gender, and I experience attraction in a very different way depending on the person’s gender. I’ve dated both boys and girls, and I feel a big difference. Dating a lesbian woman on one hand and a straight man on the other are two completely separate things to me. I feel my standards drop when dating boys, it’s enough for them to provide the bare minimum and I’m content. However, I’ve dated some magnificent women in the past. I think this is due to the types I’m attracted to - it varies a lot based on gender. I’m romantically more attracted to women and non-binary people, but my attraction towards men is more physical. When I dated a girl I could avoid unwanted advances from men by simply saying I had a girlfriend. I often told people I was a lesbian after I broke up with that girl, because I didn’t want any men to feel like they could hit on me. I wasn’t ready to let go of the privileges that came with dating a woman. I only divulged the fact that I’m bisexual to people I was interested in, it was my way of controlling who could see me in a sexual way, and when.

We’re quite influenced by the binary structure of society, and that’s why I preferred people to think I was a lesbian rather than straight, because I felt like it gave me control over the objectification one faces as a woman, although ideally I’d like people to see me only as bisexual. I feel empowered when my queerness is noted, and also by not giving boys a chance to even think about something more than friendship with me unless I explicitly allow it. I feel quite lucky to be bisexual, and I wouldn’t want to change that. I feel like my sexuality also has an effect on my gender expression. I struggle sometimes with the fact that men see me as a woman, except when I especially want them to. I feel like it’s such an important part of my gender to be queer. It feels like a break from the male gaze. I’ve noticed subtle changes in my behavior depending on who I want to be seen by, although that seems like a contradiction. I feel like I want to be more feminine if I like a boy, but more androgynous if I like a woman or a non-binary person. I love being able to use looks and clothing to choose what type of people I want to attract and how they see me and are attracted to me, but at the same time it’s a real nuisance. What if I leave the house looking all androgynous or masculine, and then bump into a cute boy who I want to be noticed by? Or if I leave the house looking feminine and chic and then see a girl I’m interested in, and I want her to know I’m queer? I can’t carry an extra outfit everywhere I go! It’s important to note, though, that I’m not saying that being feminine and being straight is synonymous, or being a masculine-looking girl is automatically queer. I’m simply

29

describing how my experience of my own gender, sexuality and infatuation with other people is very connected to my gender expression. I connect my interest in girls and non-binary people much more to my queerness rather than my femininity. My interest in boys, however, is more related to my gender, then I want to be a girl. This is only true if I’m already interested in said boy, though, I really want to be able to control when boys get to see me as a woman. Sexual orientation is both deeply personal, and varies based on personality. I’m quite thankful for the queer community and how it’s paving the way to make space within society for people to look into their own gender and sexuality. This is something I could ponder on and talk about infinitely, because it’s a large part of my self-image and shapes the way I see the world.


Birgitta Björg Guðmarsdóttir Image: Klara Rosatti

dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki. Klara Rosatti er listakona, en verk eftir hana voru áberandi á strætóskýlum og auglýsingaskiltum borgarinnar á nýliðnum Hinsegin dögum. Hvítar verur af alls konar stærðum og gerðum í ástaratlotum – við hvorar aðrar eða sjálfar sig. Verurnar skarta gjarnan höttum með fánalitum hinsegin samfélagsins, bera tattoo, þær eru stundum fatlaðar og af og til sést inn í þeirra innri líkamsstarfsemi, leg eða hjörtu eins og á röntgenmynd. List Klöru er mjúk, feminísk og afgerandi kærleiksrík. Aðspurð því hvernig Klara skilgreinir sig, segist hún lengi hafa kosið það að skilgreina sig ekki, en að í dag skilgreini hún sig sem tvíkynhneigða konu, og noti fornöfnin hún/hennar. Ég skilgreini mig sem tvíkynhneigða konu. Ég er stundum ekki ennþá alveg viss um hvort ég eigi frekar að skilgreina mig sem pan eða bi, en mér líður bara vel undir bi-flagginu. Það útilokar heldur ekki hrifningu á kynsegin fólki eða transfólki, svo það hentar mér bara prýðilega. Þegar ég var í menntaskóla til dæmis

Not having to define oneself is precious.

þá var ég í löngu sambandi og þá einhvern veginn var ég ekkert rosa mikið að pæla í minni kynhneigð þannig séð. Mér fannst svo eðlilegt að vera umkringd alls konar hinsegin fólki þá, en það var ekki fyrr en seinna að ég fór að spyrja sjálfa mig spurninga um eigin kynhneigð. Fyrsta tinderdeit sem ég fór á eftir þetta samband var með stelpu og samt hugsaði ég bara: ég veit ekki – ég skilgreini ekki kynhneigð mína. Og síðan var ég að hitta stelpur og fara í sleik við stelpur – og sagði alltaf: það sem gerist gerist, ég þarf ekki að skilgreina mig. Sem er líka allt í lagi. Mér fannst bara þægilegra að skilgreina mig ekki þá. Og það er bara þannig. Það ætti ekki að skipta neinu sérstöku máli. Ef ég veit hvernig mér líður þá sé ég ekki hvernig það kemur einhverjum öðrum við. En mér líður allavega vel undir bi stimplinum núna. Við Austurvöll má finna myndasyrpu eftir Klöru sem sett var upp í tilefni Hinsegin daga, en sýningin ber heitið Furðuleg, og er það eins konar samnefnari yfir þau verk Klöru sem innihalda verurnar hennar. Klara segir að nafnið sé vísun til þess hvað

30

henni finnist leg stundum furðuleg, en að sama skapi furðuleika hennar sjálfrar. Mér hefur alltaf fundist legið skrýtið og magnað fyrirbæri. Og ég er alltaf mjög tilbúin að ‚embrace-a‘ það á meðan ég er ekki á túr. Svo byrja ég á túr og þá, eins mikið og ég elska legið og þetta blæðingakerfi, eins magnað og það er, þá líður mér eins og ég sé skrímsli, eiginlega, eða eins og ég sé klessa af einhverju... bleh. En með nafnið - mér fannst þetta skemmtilegur orðaleikur. Ég er skrýtin og leg eru skrýtin. Furðuleg getur bæði átt við um mig og skrýtin leg. Verurnar sem einkenna list Klöru eiga rætur sínar í upplifun hennar á sínum eigin líkama, og lýsir hún þeim sem grafískum dagbókarfærslum. Ég hef alltaf verið með smá komplexa varðandi líkama minn – hvernig hann lítur út (hef alltaf verið smá feit og þarna var ég að díla við mína eigin svakalegu fitufordóma sem ég hef sem betur fer aflært núna) og hvernig hann virkar t.d. í tengslum við blæðingar og allt svoleiðis. Það


An interview with Klara Rosatti

Viðtal við Klöru Rosatti var svolítið mikil ringuleið í gangi í hausnum á mér – og ég fann að ég þyrfti að breyta til en ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að fara að því. Ég hef teiknað alveg síðan ég var lítil – og þetta urðu smá eins og dagbækur. Þetta er það sem mér finnst skemmtilegast að teikna – ég veit að það er alveg mitt. Mér fannst yfirleitt minna skemmtilegt að teikna raunverulega útlítandi líkama svo ég reyndi að taka allt sem eg var óánægðust með með minn eigin likama og setja það fram á þann hátt að mér þætti ekki ljótt að horfa á það eða – þannig að ég þyrfti að horfa á það í jákvæðu ljósi. Og af því að verurnar eru svolítið mjúkar í sér þá vildi ég hafa mjúkar línur í bakgrunni. Verurnar eru alveg svona in-your-face en ekki á óþægilegan hátt (allavega ekki fyrir mér). Þetta er ekki broddóttur femínismi. Þetta er einhvers konar – radíkal mýkt. Að miðla einhverju stóru í gegnum eitthvað mjúkt. Ég er svona sjálf, radíkal inní mér en líkamlega soft. Klara segir að það hafi verið óvænt ánægja að taka þátt í Hinsegin dögum og fá að halda sýningu á Austurvelli. Það var ótrúlega skemmtilegt og ég bjóst ekkert við því. Í fyrra var keppni fyrir forsíðumyndina, ég tók þátt og vann ekki, en í ár höfðu þau samband við mig og spurðu hvort ég hefði áhuga á að gera forsíðuna. Ég sagði náttúrulega bara JÁ. Þau höfðu aðeins minnst á að kannski myndu þau setja á strætóskýli, en síðan var ég bara að fá sendar myndir frá skýlum og auglýsingaskiltum út um alla Reykjavík. Ég bjóst ekki við því og þetta var úti um allt. Mér fannst pínu leiðinlegt að vera ekki á landinu að sjá, en það var kannski bara til góðs, annars hefði ég kannski dottið í eitthvað mega egó-tripp. Það hefði ekki verið gott. Ég er rosalega þakklát fyrir þetta allt saman. Með sýninguna á Austurvelli – þau buðu mér að vera yfir Hinsegin daga

– þannig ég hélt að það yrði bara yfir Hinsegin daga, en svo er þetta ennþá uppi! Og ég vissi það ekki fyrr en ég fékk póstinn um að skemmdarverk hefðu verið unnin á þeim. Það kom á óvart að þau væru enn uppi – en svo sá ég að það væru nýnasistar sem hefðu gert þetta.

gegnum verurnar mínar, bæði sjálfsást og ást á milli tveggja eða fleiri einstaklinga. Ég er að reyna að vera opnari. Leyfa mér að finna ástina. Vera móttækilegri fyrir henni. Leyfa mér að elska og vera elskuð.

Aðspurð því hvernig henni leið í kjölfar skemmdarverkanna á sýningunni, segir hún að þau hafi varpað ljósi á það hve mikilvægt það er að sýna hinsegin samfélaginu samstöðu.

Klara Rosatti is an artist whose work was displayed all over the city during Reykjavík Pride this past summer. White beings of all shapes and sizes engaged in intimacy - with one another or by themselves. The beings often wear hats decorated with LGBTQIA+ flags, sometimes they’re covered in tattoos, some are disabled and occasionally observed in an X-ray fashion or showing their internal structure, such as their uteri or hearts. Klara’s art has a soft, feminist and decisively loving quality to it.

Ég reyndi að pæla ekkert of mikið í því. Ég fékk slatta af mjög jákvæðum skilaboðum. Og ég áttaði mig alveg á því að ef þetta hefðu ekki verið myndirnar mínar hefði þetta verið eitthvað annað. Það sem er leiðinlegt er að þetta kom mér ekki það mikið á óvart. Að þetta er búið að vera að gerast og að þetta getur komið fyrir hvern sem er. Þetta var ekki persónuleg árás á mig, heldur var þetta árás á hinsegin samfélagið. Það er augljóst að það þarf alltaf mikla samstöðu, og að svona hlutir ýta fólki frekar saman, það er svo margt sem þarf að berjast fyrir, alltaf. Svo er líka gott að hugsa að ef nýnasistarnir fíla ekki það sem þú ert að gera þá hlýtur það að vera eitthvað jákvætt. Klara stundar nám í Frakklandi um þessar mundir. Hún hyggst einbeita sér að náminu og halda áfram að skapa. Námið sem ég er að byrja í núna er eins konar linkur milli vísinda og listar – að læra að kenna eða útskýra fræðilega hluti í gegnum list. Margir sem útskrifast úr þessu námi teikna fyrir læknisfræðibækur og alls konar þannig. Þetta er list í tengslum við vísindi, alls konar vísindi. Ég er byrjuð að selja smá af verkum mínum og mun halda því áfram. Næstu tvö árin mun ég reyna að einbeita mér að náminu. Ég fann nákvæmlega það sem mig langar að gera – það sem ég brenn fyrir.Ég reyni að miðla ást í

31

///

Klara says that she didn’t feel like labeling herself for a long time, but says that today she’s comfortable in her skin as a bisexual woman (she/her). Sometimes I wonder which suits me better, pan or bi, but I think I’m pretty comfortable with the term bi. It doesn’t exclude attraction towards genderqueer people or trans people, so I think it fits me well. I spent a large part of high school in a long-term relationship, and I didn’t really consider my sexual orientation all that much. I spent a lot of time around queer people, but I didn’t look within until later, and started asking myself questions about my own sexuality. After this long-term relationship ended, I found myself on a Tinder date with a girl, and I just felt that - I don’t know, I’m not ready to define this. Then I dated girls, made out with girls - all the while thinking to myself ‘whatever happens, happens’ and choosing not to define it further. Which was quite alright. I just felt more comfortable with that


Viðtal við Klöru Rosatti approach at the time. I didn’t think it should matter. If I know how I feel, that’s none of anybody’s business. But nowadays I connect with the term bisexual. By Austurvöllur, a series of Klara’s photos were exhibited during Reykjavík Pride. Her exhibition is named Furðuleg (an Icelandic word which can be translated as queer or strange, but the latter part, -leg, also means uterus), a name fitting for her artwork and creatures. Klara says she chose the name because of how strange she finds uteri, but also to honor her own strangeness. I’ve always found the uterus to be a strange and extraordinary phenomenon. And I’m always ready to embrace it, when I don’t have my period. Then my period starts and as much as I love the uterus and this system of cleansing and bleeding, I feel like a monster, kind of, or a blob of something… bleh. But the name - I like the wordplay. I’m weird and the uterus is weird. The name encompasses both myself and weird uteri. The beings who grace Klara’s artwork stem from her perception of her own body, and she describes her art as graphic diary entries. I’ve always had some complexes regarding my body- what it looks like, I’ve always been a bit overweight and had to learn to deal with my own prejudice (which I’ve thankfully unlearned today), and I’ve had to learn to accept its function, especially regarding menstruation and such. My head was a bit chaotic - I could feel that I needed to change my mindset but I wasn’t sure how to go a bout it. I’ve been drawing ever since I was little - so my drawings started evolving into diaries. It’s what I love most to draw - because I know it’s completely mine.

Birgitta Björg Guðmarsdóttir I never had as much fun drawing realistic drawings, so I tried taking everything I liked least and presenting it in a way I enjoyed looking at - sort of in a way tht made me see things in a positive way. And because the beings I draw are sort of soft in their nature, I wanted soft lines in the background. The creatures are a little bit in-your-face, but not in an uncomfortable way (at least not to me). I don’t feel as if this is pointed feminism, it’s more of a - radical softness. To project something big through something soft. I feel like that’s how I am, radical inside but soft on the outside. Klara states that she was pleasantly surprised when offered to be a part of Reykjavík Pride and host an exhibition in Austurvöllur. It was so much fun and I wasn’t expecting it at all. There was a competition held to choose the poster for last year’s Pride, which I participated in but didn’t win, then they contacted me this year and invited me to design the poster. I, of course, just said YES! They mentioned something about bus stops, and then I started receiving images of bus stops and advertising signs all over Reykjavík. I really didn’t expect it, and my art was suddenly everywhere. I sadly wasn’t in the country to witness it myself, but maybe that was for the better maybe it would have turned into a huge ego-trip. That wouldn’t have been good. I’m just so grateful for this whole thing. And my exhibition in Austurvöllur - they offered me a spot during Reykjavík Pride - so I thought it would only be up during that time. I didn’t know until I was informed that my art had been vandalized that it was still up - then I learned that some neo-nazis had vandalized it!

32

An interview with Klara Rosatti When asked how she felt after her exhibition was vandalized, Klara says that this turn of events made it clear how important it is to be actively supportive of the queer community. I tried not to think about it too much. I received a lot of positive messages. And I was aware that if it hadn’t been my pictures, something else would have been vandalized. What I struggled most with was how I wasn’t really that surprised. Similar things have been happening, and they could happen to anyone. It didn’t feel like a personal attack aimed at me, but an attack towards the entire community. It makes it clear how important solidarity is, and how things like these bring people together, there’s so many things that need to be fought for, constantly. I also like to think that if neo-nazis don’t agree with the things you’re doing, you’re probably doing something right. Klara is currently studying in France, and plans to focus on her studies as well as being creative. What I’m studying is sort of a link between science and art - learning how to teach or explain scientific concepts through art. After graduating, many move on to draw for medicine textbooks and such. The focus is art’s connection to science, all fields of science. I’ve begun to sell part of my work and will continue to do so, as well as focusing on my studies for the next couple of years. I feel like I’ve found exactly what wnat to do - what really drives me. I try to communicate love through my creatures, love of oneself and love between two or more people. I’m trying to be more open. Letting myself find love. Being more receptive to it. To allow myself to love and be loved.


www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

STÚDENTAGARÐAR

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Birta B. Kjerúlf og Birta Ósk

Hver er staða trans

Image: Regn Sólmundur Evu

Nöfnurnar Birta B. Kjerúlf (hún) og Birta Ósk (hán/hún) unnu í sumar sitthvor rannsóknarverkefnin um stöðu trans fólks í íslensku samfélagi. Bæði verkefnin voru styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnin í samstarfi við Kvenréttindafélag Íslands annars vegar og Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og Samtökin ´78 hins vegar. Ósk lagði áherslu á að greina félagslega stöðu kvára á meðan Kjerúlf skoðaði stöðu og réttindi trans fólks gagnvart stjórnkerfinu. En hvað þýðir að vera trans?

Trans regnhlífin Trans er regnhlífarheiti yfir kynvitund sem samræmist ekki því kyni sem einstaklingi var úthlutað við fæðingu. Undir regnhlífinni eru trans konur, trans karlar og kvár. Kvár er tiltölulega nýtt nafnorð sem má líta á sem aðra regnhlíf undir trans regnhlífinni sem nær yfir allt fólk sem upplifir sig og skilgreinir á einn eða annan hátt utan kynjatvíhyggjunnar: kona-karl. Sís (stundum stafsett cís) er hugtak yfir öll hin, eða þau sem upplifa kyn sitt í samræmi við það sem þeim var úthlutað við fæðingu.

Samfélagið og kerfi gera ekki ráð fyrir trans fólki Helstu niðurstöður beggja rannsókna voru þær að trans fólk mætir víðsvegar gölluðum kerfum sem ekki gera ráð fyrir þeim. Hópurinn er gerður ósýnilegur, hann er ýmist ekki nefndur eða honum jafnvel afneitað í almennri umræðu. Slík kerfi eru jafn ólík og þau eru mörg, allt frá því að vera tölvukerfi sem bjóða ekki upp á hlutlausa kynskráningu og þröngva kynsegin fólki í kynjuð box, yfir í að vera mun stærri í sniðum, t.d. heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfið, skólakerfið,

Where do trans people


Where do trans people stand in Icelandic society?

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

fólks á Íslandi? stjórnsýsla og vinnustaðir. Það er því miður raunin að málefni hópsins hafa ekki verið ofarlega á baugi hjá stjórnvöldum. Lög um kynrænt sjálfræði sem voru samþykkt árið 2019 voru stórt skref í réttindabaráttu trans fólks en þau voru engin töfralausn á þeim vandamálum sem það stendur frammi fyrir á hverjum degi. Vandamálin eru fjölbreytt og finna má ítarlega útlistun á þeim í rannsóknarskýrslunum báðum. Til dæmis hvað varðar vandamál innan stjórnkerfisins má nefna að kvár hafa takmarkað ferðafrelsi sem fylgir hlutlausri kynskráningu, heilbrigðiskerfið reiðir sig á ýmsar kynbundnar reglur sem þjónusta trans fólk rangt eða alls ekki og málefni hópsins eru ekki í forgangi á borði stjórnvalda og því vanrækt. Önnur vandamál má finna í afstöðu samfélagsins í heild sinni til trans fólks og kvára. Þau eru til dæmis að fólk leggur sig ekki fram við að nota fornafnið hán og tala í hvorugkyni, leiðir málefni hópsins hjá sér og veldur það því að hópurinn verður ósýnilegur í samfélaginu og trans fólk þarf sjálft að berjast fyrir eigin tilveru. Hvar liggur ábyrgðin? Þá er lítið traust til staðar meðal trans fólks til stjórnvalda. Rekja má þennan skort á trausti til þessara gölluðu kerfa og takmarkaðs vilja stjórnvalda og ríkisstofnana til að fræða sig um og vinna að málefnum trans fólks og kvára. Það er ofsalega orkufrekt fyrir trans fólk að þurfa að verja tilverurétt sinn og fræða aðra daglega um hvað það þýðir að vera trans. Dæmi um þetta má taka úr heilbrigðiskerfinu þar sem trans

fólki er gert að fræða starfsfólk sem sjálf eiga að teljast sérfræðingar. Þessu þarf að breyta. Þetta er verkefni sem ætti að vera á herðum forréttindameiri meirihlutahópsins: sís fólks. Sís fólk ætti fyrst og fremst að hlusta á og trúa trans fólki og sýna þeim virðingu með því að nota rétt fornöfn, nafn og kynja þau rétt. Sís fólk ætti einnig að fræða sig sjálft um málefni trans fólks og fræða aðra sem fara með rangt mál eða beita jafnvel hatursorðræðu, þannig getur sís fólk notað forréttindi sín til góðs. Stjórnvöld og samfélagið allt þurfa að taka höndum saman við að stuðla að aukinni jákvæðri vitundarvakningu og sýnileika hópsins. Auk þess er nauðsynlegt að ráðast í beinar aðgerðir til að bæta réttindastöðu trans fólks í íslensku samfélagi og leiðrétta það misrétti sem þau þurfa að sæta. Langar þig að fræða þig meira um málefni trans fólks? Rannsóknarskýrslur Birtu og Birtu voru gefnar út í september og eru aðgengilegar á vef Kvenréttindafélagsins og Stjórnmálafræðideildar HÍ. Þar má lesa mun ítarlegri greiningu á niðurstöðum beggja rannsókna. Enn fremur verður haldið málþing á útgáfudegi þessa blaðs, þann 21. október kl. 11:40-13:10, í Odda. Þar verður greint frá niðurstöðum rannsóknanna og í kjölfarið verður haldið pallborð þar sem staða trans fólks og kvára í íslensku samfélagi verður rædd. Öll eru velkomin og hvött til að mæta. ///

Namesakes Birta B. Kjerúlf (she) and Birta Ósk (they/she) each worked on their research projects on the status of trans people in Icelandic society. Both projects were funded by the Student Innovation Fund and were conducted in collaboration with the Icelandic Women's Rights Association on the one hand, and the Faculty of Political Science at the University of Iceland and Samtökin 78 on the other. Ósk focused on analyzing the social status of kvár or non-binary people, while Kjerúlf examined the status and rights of trans people in relation to the political system. What does it mean to be trans? Trans umbrella Trans is an umbrella term for gender identity that does not correspond to the gender assigned to a person at birth. Under the umbrella are trans women, trans men and kvár or non-binary people. Kvár is a relatively new noun that can be seen as another umbrella under the trans umbrella that covers all people who experience themselves and define in one way or another outside the gender dichotomy: female-male. Cis is a term for all the others, or those who experience their gender according to the one they were assigned at birth. Society and the system do not expect the existence of trans people The main findings of both studies were that trans people face widely flawed systems that do not expect their existence. The group is made invisible, it is either not mentioned

stand in Iceland?


Hver er staða trans fólks á Íslandi? or even renounced in public discussion. Such systems are as diverse as they are many, ranging from computer systems that do not offer neutral gender registration and force queer people into gendered boxes, to being much larger in size, e.g., the health and medical insurance system, the school system, administration, and workplaces. It is unfortunate that the group's issues have not been addressed by authorities. The Gender Autonomy Act, passed in 2019, was a major step towards equal rights for trans people, but it was no magic pill for the problems they face every day. The challenges trans people face are varied and can be found in detail in both research reports. For example, with regard to problems within the political system, kvár people have limited freedom of movement that comes with a neutral gender registration, the health system relies on various gender-based rules that serve trans people incorrectly or not at all, and the group's issues are not a priority on the government's agenda and therefore neglected. Another problem can be found in the attitude of society as a whole towards trans people and non-binary people. For example, people do not bother to use the pro-

Birta B. Kjerúlf og Birta Ósk noun hán (they) or non-gendered language, put the group's issues aside and cause the group to become invisible in society, so trans people have to fight for their very right to exist. Where does the responsibility lie? There is little trust among trans people towards the government. This lack of trust can be attributed to these flawed systems and the limited willingness of government and governmental institutions to educate themselves about and work on issues relating to trans people and non-binary people. It takes a lot of energy for trans people to have to defend their right to exist and educate others on a daily basis about what it means to be trans. An example of this can be taken from the health system where trans people are made to educate staff who themselves should be considered experts. This needs to change. This is a task that should rest on the shoulders of the more privileged majority: cis people. Cis people should first and foremost listen to and believe trans people and show them respect by using the right pronouns, first names and taking care not to misgender

36

Where do trans people stand in Icelandic society? them. Cis people should also educate themselves about trans issues and educate others who use wrong language or even hate speech, so cis people can use their privileges for good. The government and society as a whole need to work together to promote a positive awareness and visibility of the group. In addition, it is necessary to take direct action to improve the legal status of trans people in Icelandic society and correct the inequalities they have to suffer. Want to learn more about trans people? The research reports of Birta and Birta were published in September and are available on the website of the Icelandic Women's Rights Association and the Faculty of Political Science at the University of Iceland. There you can read a more detailed analysis of the results of both studies. There will also be a symposium on the release day of this issue, 21st of October, at 11:4013:10 in Oddi. The results of the research will be presented and followed by a panel discussion where the status of trans and non-binary people in Icelandic society will be discussed. Everyone is welcome and encouraged to attend.


Skírteinið þitt í Nova appinu! Vertu með afslættina, sérkjörin, fríðindin, skólaskírteinið og allt hitt í Vasanum!

ALLT

Háskóli Íslands Félagsskirteini


Stjórn Q–félags hinsegin stúdenta

I G G Y ÖR

OG

Ð G R Y ÁB Af Qverju þau eru góð?

Qvað eru öruggari rými? Öruggari rými eru rými sem búin eru til fyrir jaðarsett fólk, þar sem þau geta verið þau sjálf án þess að mæta öráreiti, áreiti eða fordómum. Í öruggum rýmum er þeim mætt af virðingu og alúð og þess vegna eru rýmin öruggari en flest önnur rými í samfélaginu. Samfélagið okkar byggir í grunninn á félagslegum reglum sem upphefja heteronormatív gildi sem leiða til þess að flest rými passa aðallega upp á öryggi þeirra sem eru í forréttindastöðu. Talað er um öruggari en ekki örugg rými vegna þess að öryggi er afstætt og fer eftir því hverjum rýmið á að þjóna. Notendur rýmisins skilgreina sjálf hvernig rýmið á að virka þannig að það mæti öryggisþörfum hvers og eins einstaklings í rýminu. Fólk þarf að huga sérstaklega að trúnaði, stunda virka hlustun og sýna virðingu fyrir því hvað öll innan rýmisins eru ólík, með tilliti til samtvinnun mismunabreyta, áfalla, upplifana og fleiri þátta. Mikilvægt er að taka mark á orðum fólks, trúa þeim, gefa tilfinningum rými, mæta þeim með ást og styðja þau sem deila þeim með hópnum. Öruggari rými eru til þess að vera glöð og leið saman, vera reið og sár, deila upplifunum og sögum, eða einfaldlega bara til að vera.

38

Öruggari rými fyrir hinsegin fólk skipta máli bæði persónulega og í stærra samhengi, þar sem hinsegin fólk þarf oft bæði að svara fyrir eigin tilvist og vera málsvari alls hinsegin samfélagsins á sama tíma. Hinsegin rými geta verið velkomin pása frá þessum raunveruleika. Rými eins og húsnæði Samtakanna ‘78 á Suðurgötu 3 skipta hinsegin fólk ofboðslega miklu máli, sem tilgreint öruggara rými fyrir hinsegin fólk. Þar finnur hinsegin fólk það sem oft er kallað valin fjölskylda eða chosen family. Öruggari rými skapa samfélag fyrir jaðarsett fólk og gera þeim kleift að kynnast, skiptast á reynslu, sögum og þekkingu. Borinn er þunginn af því að kljást við mótbárur frá samfélaginu saman. Margt jaðarsett fólk setur upp grímu (e. masking) í óöruggari rýmum til þess að takast á við öráreiti, fordóma og ofbeldi, sem öruggari rými veita skjól fyrir. Af Qverju er þörf á þeim? Það er mikilvægt að fólk geti haft aðgang að öruggara rými þar sem fólk getur verið það sjálft og því mætt á eigin forsendum. Fyrir margt hinsegin fólk þá eru staðir þar sem við verjum mikið af okkar tíma, svo sem vinnustaðir, skólar og heimili, ekki örugg rými. Við verðum að standa vörð um að þegar við bjóðum upp á öruggara rými að við séum að fylgja því loforði eftir. Á tímum sem þessum, þar sem við sjáum hatur í garð hinsegin fólks grassera og lagaleg bakslög eiga sér stað erlendis, er mikilvægast að standa vörð um það


Að búa til og viðhalda öruggari rýmum fyrir jaðarsett fólk

öryggi og þau réttindi sem hinsegin fólk hefur. Aukið pláss á samfélagsmiðlum fyrir hatursfulla umræðu hefur alvarlegar afleiðingar. Að sjá fleiri og fleiri hinsegin unglinga og börn koma út þegar þau eru enn í grunnskóla yljar okkur, sem gátum og þorðum ekki að koma út fyrr en við vorum eldri, um hjartarætur. Þau verða þó í dag fyrir miklu aðkasti frá óhinsegin ungmennum fyrir það að þora að koma út og vera þau sjálf. Ekki aðeins ungmenni verða fyrir aðkasti, en við sjáum stofnaða hópa sem vinna gegn réttindabaráttu hinsegin fólks víðar, jafnvel á þingi, þar sem standa ætti vörð um hagsmuni allrar þjóðarinnar. Þess vegna eru hinsegin rými fyrir ungt fólk, eins og hinsegin félagsmiðstöðin, afar mikilvæg. Við hvetjum öll til að kynna sér hvernig örugg rými geta stuðlað að heilbrigðara samfélagi og nýti sér eftirfarandi punkta í daglegu lífi til að gera heiminn aðeins öruggari. Qvað gerir örugg rými að öruggum rýmum? Það er þörf á skýrum reglum í öruggari rýmum. Það felst mikil ábyrgð í því að viðhalda þeim, minna stöðugt á þær og stuðla að öryggi allra í rýminu.

Leiðrétta fólk og sjálf sig

Hvert og eitt verður að vera óhrætt við að leiðrétta sig og aðra einstaklinga ef eitthvað fer á mis og tala af virðingu við og um hvert annað. Ef fólki er annt um þann sem mismælist um þá tekur fólk vel í leiðréttinguna.

Vísa fólki út

Ef einstaklingar í rýminu sýna öðrum viðstöddum ekki virðingu má vísa þeim burt þar sem öryggi annarra er sett í forgang.

Stuðningur

Öruggari rými eru staður fyrir fólk til að hlúa að sér og öðrum í kringum sig. Það er engin krafa gerð um að vera hress eða koma með lausnir á vandamálunum, heldur hlusta á og vera til staðar fyrir þau sem segja frá.

Trúnaður

Skapaðu rými fyrir aðra til að tala eða deila skoðunum. Nauðsynlegt er að halda trúnaði um hver mæta, hvað er sagt, um hverja og hvað er talað.

Mörk

Að virða mörk annarra og fá rými til að setja þau mörk sem við viljum hafa sjálf, bæði líkamleg og tilfinningaleg.

Opinn hugur

Ekki áætla eða dæma kynvitund, kynhneigð, trúarbrögð, heilsufar, fjárhag, skoðanir eða annað sem viðkemur bakgrunn annarra.

39


The Board of Q–Queer Student’s Association Iceland

Y T E F SA

AND

RESP

Y T I L I B I S N O Queer spaces and their positive impact

Qnowledge of safer spaces Safer spaces are spaces made for marginalised people where they can be themselves without being subjected to microaggression, harassment or prejudice. Spaces where these groups are met with respect and care which is why they are safer spaces than others in society. Our society is built on social guidelines that uphold heteronormative principles which means that most spaces prioritise the safety of those in positions of privilege. We talk about safer spaces rather than safe spaces because safety is relative and depends on who the spaces are catered to. The users of each space dictate how the space has to work so as to meet every individual user’s safety needs. People need to be specifically mindful of confidentiality, be active listeners and be respectful of everyone’s differences within the space, with regards to intersectionality, trauma history, individual experiences and other variables. It is important to take people at their word, believe them, to give emotions the space, meet them with love and support them in sharing those feelings with the group. Safer spaces are there to share happiness and sorrow, to be angry and hurt, to share experiences and simply be human together.

40

Safer spaces for queer people have importance both personally but also in a wider context where queer people are often asked to answer for their own existence and be an advocate for the whole queer community at the same time. Queer spaces can be a welcome break from reality. Spaces such as Samtökin ‘78 at Suðurgata 3 are incredibly important to queer people as a sá fer space for queer people. There queer people often find what is called a chosen family. Safer spaces create a community for marginalized people and give them an opportunity to meet each other, exchange experiences, stories and knowledge. The weight of the wider society’s prejudice is born together. Many marginalized people resort to masking in unsafe spaces to tackle micro-aggression, prejudice and violence, which safer spaces eliminate the need for. Qruical: why queer safe spaces matter It is vital that people have access to a safer space we here they are free to be themselves and are met on their own terms. For many queer people, the places where they spend the majority of their time, such as workplaces, schools or homes, are not safe spaces. We have to make sure that we are keeping our word when we promise a safer space. In times like these, when we see festering hate towards queer people and legal backlashes happen abroad, it is critical to keep watch over the safety and the rights that queer


The importance of safer spaces for marginalised people

people have. The increased presence of hate speech on social media has severe consequences. To see more and more queer teens and children come out when they are still in grade school warms our hearts, those of us who could not or did not dare to come out until we were older. However, they still face harassment from non-queer youth just for being themselves. Not only does queer youth face scorn and judgment, but groups are being formed with the express purpose of working against queer rights, even in the Icelandic parliament, which is supposed to ensure the rights and interests of the entire nation. This is why queer spaces for young people, such as the queer youth centre (Hinsegin félagsmiðstöðin) is so important. We encourage all to inform themselves on how safe spaces can contribute to a healthier society use the subsequent points to make the works a little bit safer. ReQuirements for ensuring the safety of a space: There are certain rules which must be upheld in safer spaces. A lot of responsibility is needed to maintain such rules, remind people of them and ensure everyone's safety within the space. Correct people and yourself  Each and everyone must be unafraid to correct themselves and others if something is misspoken and must speak with respect to and about each other. If people care about the

one who misspoke, the correction is usually taken positively.

Asking people to leave If individuals in the space don't behave towards others with respect you can ask them to leave the premises since others' safety is prioritized. Support  Safer spaces are places for people to take care of themselves and others around them. There is no requirement made stating that you have to be in a good mood or bring any solutions to the table, the emphasis is rather on listening and being there for those who want to speak up.

Confidentiality Make space for others to speak and exchange opinions. It is critical to keep attendance confidential, as well as what is said and about whom. Boundaries  Respect other people's boundaries and take care to set your own boundaries, both physically and emotionally.

An open mind      Don't assume or judge gender identity, sexuality, religion, health or economic status, opinions or other things that have to do with the background of others.

41


Helen Nicola Seeger

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ Við Jónína hittumst á Café Babalú, krúttlegu kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þar sem við höfum aðeins verið í sambandi gegnum Facebook þekki ég hann ekki til að byrja með þar sem hann stendur og bíður eftir afgreiðslu í biðröðinni, en við fundum hvort annað á endanum. Jónína er með sítt hár, klæddur öllu svörtu og án farða. Hann er öðruvísi en ég bjóst við miðað við það sem ég sá eftir að hafa skoðað samfélagsmiðla hans en þeir eru fullir af drag og „cosplay“ myndum.

En það var ekki aðeins það að finna réttu hugtökin sem skiptu máli í ferlinu. Jónína segir að drag og cosplay hafi hjálpað sér að öðlast meira sjálfsöryggi líkamlega, en hann leikur sér oft með ólíka eiginleika í dragsýningum sínum eins og að sýna brjóstin sín og að vera með skegg – kyntjáning hans á sviði fer eftir því hvernig honum líður þann daginn. Árið 2019 fann hann sinn stað, sitt heimili, í íslenska dragsamfélaginu og tók þátt í sýningu á Gauknum. Þó að það væri honum ekki ný tilfinning að standa á sviði, voru drag-sýningarnar samt sem áður glænýr heimur. Jónína, eða ApocalypsticK, leggur áherslu á að sviðs-

„Mér finnst gaman að vinna mikið með gerviblóð“, segir hann brosandi og heldur áfram að segja mér frá atriði þar sem hann dró sverð úr brjóstkassanum – og á eftir fylgdi að sjálfsögðu mikið af gerviblóði. Búningarnir sem Jónína er í eru að hluta til keyptir en einnig finnst honum gaman að leysa ímyndunaraflið úr læðingi og búa til sína eigin búninga. Þetta er dýrt áhugamál, sérstaklega á Íslandi. Jónína segir að drag virki sköpunarkraft hans og sé vettvangur sem geri honum kleift að vera hann sjálfur, og að viðbrögðin og viðurkenningin frá áhorfendum ylji honum um hjartarætur. Að koma fram er það sem hefur gert Jónínu kleift að kunna vel við líkamshluta sem hann vill helst ekki hafa, eins og brjóstin, og gefur honum kjarkinn til að segja: „Þetta er ég.“ Hann segist ekki vera nein fyrirsæta, en að heyra aðdáendur segja honum hversu fallegur hann sé þrátt fyrir nokkrar auka fitufrumur eða brjóstin á honum láti honum líða vel. Hann á aðdáendur á samfélagsmiðlum um allan heim og aðra sem koma reglulega til að sjá sýningarnar hans, Drag Cabaret „ApocalypsticK“, sem hann skipuleggur ásamt öðrum fyrsta föstudag hvers mánaðar Gauknum. Aðspurður því hvort einhver munur sé á drag-menningunni á Íslandi og í Þýskalandi, segir Jónína að það sé frekar hægt að greina mun milli svæða í Þýskalandi. Drag-menning í Þýskalandi sé mun stærri og fjölbreyttari, þar sem mismunandi borgir dragi fram mismunandi áherslur. Sums staðar sé lögð meiri áhersla á fegurð, á meðan aðrir staðir leika sér meira með alternative og öðruvísi útlit. Hann segist vera sérstaklega ánægður með að á Íslandi sé öðruvísi drag mjög vinsælt hjá áhorfendum. Hann bætir því við að hann hafi ekki fundið fyrir áreitni á götum Reykjavíkur og upplifi sig öruggan og samþykktan hér, þó hann sjái stundum neikvæðar athugasemdir á íslenskum kommentakerfum. Hann segist ekki hafa upplifað mikið áreiti í Þýskalandi, en að hann hafi þó upplifað neikvæðari viðbrögð þar en hér. „Ég er eikynhneigður, en það sést ekki beint á manni og svo ég á ekki maka sem hægt er að nota til að draga ályktun um kynhneigð mína, svo ég hef ekki mikið lent í áreiti úti á götu, en ég hef átt mörg týpísk samtöl við þýska karlmenn sem eru gegnsýrð af eitraðri karlmennsku - þar sem þeir fullyrða að ég hafi bara ekki prófað að stunda kynlíf með þeim ennþá.“

42

Images: Odysseus Chloridis

Jónína ólst upp í litlu þorpi í Þýskalandi nærri Münster og hollensku landamærunum. Fjölskylda hans hefur alltaf verið hrifin af Íslandi og það kom engum á óvart þegar Jónína fluttist til landsins, þá 21 árs gamall, árið 2017, en hann segir að það hafi verið ákvörðun sem skipti sköpum í lífi hans. Hér kynntist hann í fyrsta sinn manneskju sem skilgreindi sig sem eigerva (e. agender) og allt í einu áttaði Jónína sig á því að það væri til heiti yfir það sem hann hefur fundið fyrir allt sitt líf. Að alast upp í litlu þýsku þorpi, „fyrir tíma Google“, eins og hann orðaði það, þýddi að það var einfaldlega engin fræðsla í boði hvað varðaði ólíka kynvitund. Um hinseginleika almennt? Jú, það var umfjöllunarefni í skólanum. En Jónína minnist þess að það átti meira við um trans fólk út frá líffræðilegu sjónarhorni. Ég spurði Jónínu hvaða fornöfn hann kysi að nota, þar sem ég sjálf er hrædd um að nota þau vitlaust. Hann segir mér að hann hafi notað þau öll í byrjun en áttaði sig fljótlega á því að vegna kvenkyns útlits hans hafði fólk tilhneigingu til að nota fornöfnin hún/hennar miklu meira en hann/hans eða þeim/þeirra. Jónína vinnur í minjagripabúð og er svo oft kynjaður sem hún/hennar í daglegu lífi að hann ákvað að jafna það út með því að nota oftast hann/hans, en notar stundum þeim/þeirra. Að hans sögn var það mikið frelsi að finna orð sem náði yfir það hvernig honum leið, eftir mörg ár af því að líða eins og hann passaði ekki inn í neina heteró-normatíva flokka, og var stór þáttur í því að hann fór að skilja sjálfan sig.

myndir sínar séu áhrifamiklar og skilgreinir sig innan flokksins „alternative drag“.


A portrait of ApocalypsticK

Viðtal við ApocalypsticK

“I like to do a lot with fake blood” Hann segir líka að foreldrar hans hafi átt erfitt með að skilja kynhneigð hans. Móðir hans hafi verið að bíða eftir barnabörnum, og faðir hans hefði reynt að finna skýringar sem honum fannst skynsamlegar, eins og að einhver fyrrverandi kærasti hefði haft þessi áhrif á hann. Jónína telur að það skorti fræðslu á sama tíma og ofgnótt sé af neikvæðri og fordómafullri umfjöllun - hans fyrsta upplifun af eikynhneigðum karlmönnum var heimildarmynd sem hann sá þegar hann var átta ára. Myndin lýsti því hvernig mennirnir skömmuðust sín, og átta ára Jónínu fannst eins og hann ætti að skammast sín fyrir að vera eins og þeir. Jónína fagnar aukinni fræðslu um að vera eikynja og eikynhneigður, og telur að það sé einn mikilvægasti hlekkurinn í því að öll geti verið opinská um eigin kynhneigð og kynvitund. Hann vonar að aukin umfjöllun og fræðsla stuðli til þess að fleiri finni sinn samastað í hinsegin samfélaginu. /// Jónína and I are meeting at Café Babalú, a cute café in downtown Reykjavík. As we have only been in touch through Facebook, I don’t recognize him at first in the line to order, but we find each other eventually. Jónína has long hair, wears black clothes and no makeup. That is quite a contrast to what I expected since I checked out his social media beforehand, which is filled with drag and cosplay pictures. Jónína grew up in a small village in Germany close to Münster and the Dutch border. His family always had an affinity for Iceland so it is no surprise that he moved here. He has been living in Iceland since 2017, when he was only 21 years old. He says that this move changed a lot in his life. When he came to Iceland he got in touch with a person who identifies as agender and suddenly Jónína realized that there was a name for what he has been feeling his whole life. Growing up in a small German village, before the time of Google, as he puts it, there simply wasn’t any education on that topic. Queerness in general yes, that was a topic in school, Jónína remembers, but it was limited to trans people from a biological perspective. I ask Jónína which pronouns he prefers as I myself am afraid of using the wrong ones. He tells me that he used all of them at the beginning but soon came to realize that because of his female looks people tended to use the pronouns she/her a lot more than he/him or they/them. Jónína, who works in a tourist souvenir shop, already gets gendered as she/her so often in his daily life that he decided to even it out by using he/him most of the time and sometimes going by they/them, too. Finally

being able to put a label on himself, helped Jónína come to terms with himself after years of not fitting in regarding hetero-normative categories. But it was not only the labeling that played a role in the process. Also Jónína’s hobbies, drag and cosplay, helped him accept his body. Jónína says he likes to play with different features in his drag performances like showing his breasts and wearing a beard – whatever he feels like that day. In 2019 he found a home in the Icelandic drag community and took part in a show at Gaukurinn. The feeling was far from new to him, as he was used to standing on a stage through his cosplaying hobby but drag was a new facet. He likes his appearances to be impressive and labels himself as a drag performer within the category alternative drag. “I like to do a lot with fake blood,” he says, smiling, and continues to tell me about a performance he did when he pulled a sword out of his chest – followed by a lot of fake blood, of course. His costumes are partly bought but Jónína also gets creative in manufacturing them himself. It is an expensive hobby though, especially in Iceland. Jónína says that drag facilitates his creativity, that it is a place which allows him to be himself. And what will always put a smile on his lips is the acknowledgement he gets from the audience. It helps Jónína to like parts of his body that he usually would rather not possess, like his breasts. It gives him the comfortability to say: “That’s me.” Also, he says, he is no supermodel, but hearing fans tell him how pretty he is despite a couple extra fat cells or his boobs feels great. He also has fans that regularly come to see his show, the Drag Cabaret “ApocalypsticK” which he co-organizes every first Friday of the month at Gaukurinn, and some die-hard fans on social media all around the world. When asked whether he’s noticed any differences between the drag communities in Iceland and Germany, Jónína says it’s far from easy to distinguish between countries, and that you can more easily spot the differences between regions. In Germany the community is very big and different cities bring out different forms of drag, some are more focused on beauty while others are more alternative – it really depends. In Iceland he is especially happy that his genre alternative drag is so popular with the audience. He can, however, see differences in how people react to him when they see him on the streets. In Iceland he had never had a problem with harassment and not being accepted for who he is. Jónína says he never found it dangerous

43


Viðtal við ApocalypsticK

Helen Nicola Seeger

to walk by himself through downtown Reykjavík, not even at night. People rather leave mean comments on social media, he says. In Germany on the other hand, he hasn't had any experiences related to drag yet as he started it as a hobby after moving to Iceland and hasn't lived in Germany after his coming out. But he remembers how people reacted to him being asexual. Not in the streets – “It is not like you look at me and see: Ahh, he is asexual. I don't have a partner with whom you could make inferences on my sexuality.” But what he often experienced when talking to German men is the typical statement rooted in toxic masculinity: “You just haven’t had sex with me yet.” Additionally, Jónína’s family has had problems in understanding asexuality. For his mother, it was the wish of having grandchildren, whilst for his father it was trying to find a rational explanation for his “choice of lifestyle” – a former ex-boyfriend must have broken him.

A portrait of ApocalypsticK

In Jónína’s opinion that can be due to the non-existing education and incorrect media representations on not only the topic agenderness but also on the topic asexuality. He remembers watching a documentary on asexual men that frightened him when he was only 8 years old. The men as portrayed in the media were ashamed of themselves, so, of course, 8 year old Jónína thought it was a bad thing to be. Which is especially harmful considering that he already had a feeling that it might apply to him. In general Jónína calls for more education on agenderness and asexuality and correct representation. He hopes that this way others can also find a home in queer communities like he did in the Icelandic drag community.

44


Rakel Anna Boulter

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

Images: 'Family: Woman, Woman, Girl' emoji on varioous platforms

Um fyrirlestur Auðar og Írisar: Mamma, mamma, börn og bíll

Fjölmiðlar eiga ríkan þátt í því að móta viðhorf samfélagsins, en fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fólk hefur ekki verið rannsökuð mikið, hvorki hérlendis né erlendis. Eflaust eru einhverjir lesendur kunnugir þeim Írisi Ellenberger og Auði Magndísi Auðardóttur, en báðar starfa þær við Háskóla Íslands. Auður er lektor í uppeldis- og menntunarfræði og Íris er sagnfræðingur og dósent í samfélagsgreinum við Menntavísindasvið. Íris og Auður hafa unnið að rannsókn um birtingarmyndir hinsegin fjölskyldna í íslenskum fjölmiðlum á árunum 2010 til 2021. Þær fluttu fyrirlestur um verkefnið sem bar titilinn Mamma, mamma, börn og bíll og var fyrirlesturinn kynning á niðurstöðum þeirra. Stefnur og straumar í hinsegin málefnum síðastliðin ár Í fyrstu stiklaði Íris á stóru um lagabreytingar sem urðu í hinsegin málefnum á síðustu þrem áratugum og setti þær í samhengi við breytingar sem urðu á orðræðu fjölmiðla um hinsegin fólk eftir aldamótin. Íris tekur sérstaklega fram og segir mikilvægt að hafa í huga að þær Auður séu hjón sem tilheyra hefðbundinni millistéttar- barnafjölskyldu. „Við erum báðar hvítar, háskólamenntaðar, ófatlaðar, sískynja hinsegin konur. Við tilheyrum þeim hópi sem við erum að rannsaka. Þessi hópur nýtur hvað mestra forréttinda hérlendis innan mengisins ‘hinsegin fólk’. Með þessum greinum viljum við skoða þessi forréttindi ofan í kjölinn og hvaða afleiðingar þau hafa.“

Ekki hinsegin heldur eins og hin

Þá er rétt að skoða hvers lags viðtöl við hinsegin fjölskyldur hafa fengið rými í fjölmiðlum. Auður kynnti gögn rannsóknarinnar, hún sagði mikinn meirihluta viðtalanna vera við samkynhneigt fólk, þar af um þrefalt fleiri við konur. Aðeins eitt viðtalanna er við trans einstakling og átta viðtöl eru við annars konar fjölskyldur. Við þetta má bæta að út frá atvinnustétt má ætla að fólkið sé í millistétt og engin viðmælanda var með sjáanlega fötlun eða fötluð börn. Nýfrjálshyggja í fjölskyldulífinu Í rannsókninni eru áhrif nýfrjálshyggju dregin fram, en ris nýfrjálshyggjunnar átti sér stað á sama tíma og jákvæðari umfjöllun um hinsegin fólk fór að líta dagsins ljós. Samkvæmt hugmyndum nýfrjálshyggjunnar er samkeppni blandað inn í uppeldi, þannig nægir ekki að foreldrar veiti börnum sýnum umhyggju, fæði og húsnæði. „Foreldrahlutverkið fólst fyrst og fremst í þrotlausri vinnu við að vega og meta ólíka kosti til að tryggja að börnin hafi allt sem þau þurfa til að hafa forskot á önnur börn.“

45

Stórt þema sem dregið er fram í rannsókninni er tilhneiging til að ítreka að hinsegin fjölskyldur séu ekkert frábrugðnar öðrum fjölskyldum. Þetta býr eðlilega til togstreitu, þar sem hinsegin fjölskyldur mæta gjarnan hindrunum eða verða fyrir öráreitni sem aðrar „hefðbundnari fjölskyldur“ lenda ekki í. Annað þema fjallar einmitt um hvernig áðurnefndum hindrunum eða öráreitni er stillt upp sem tækifærum til að verða sterkari einstaklingar og ber það titilinn „Hinsegin foreldrar ala upp þrautseiga borgara.“ Annað fyrirferðarmikið hugtak í rannsókninni er samkynhneigð þjóðernishyggja (e. homonationalism). Þetta á við þegar áður jaðarsettir þjóðfélagshópar fara að teljast til „okkar“ og eru þá innlimaðir í þjóðina, gjarnan á kostnað annarra hópa, sem enn teljast til „hinna“. Í fjölmiðlagreinunum sem Auður og Íris taka fyrir má sjá hvernig sá hópur sem hefur verið innlimaður í þjóðina er einkum samkynhneigt fólk sem fellur vel að ímyndinni um fyrirmyndar millistéttarborgarann,


Neoliberalism in media coverage of queer families

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

Neoliberalism In Media Coverage Of Queer Families On the lecture: Mommy, Mommy, Children and Car by Auður Magndís Auðardóttir and Íris Ellenberger

Þröng skilgreining á því hvað telst gott líf Gjarnan lýsa hinsegin einstaklingar því að hefðbundið fjölskyldulíf líf sé hluti af jákvæðri umbreytingu þeirra sem einstaklingar. Ýtir þetta undir þá hugmynd að „hið góða hinsegin líf sé hefðbundið fjölskyldulíf.“ Einkar áhugavert er að skoða þessa afstöðu í samhengi við róttækar áherslur lesbískrar- femínískrar gagnrýni á fjölskyldugildi sem setti sitt mark á hinsegin og feminíska baráttu áttunda og níunda áratugar síðustu aldar. „Slíkt andóf er hvergi að finna í okkar gögnum. Þau eru rituð af ríkjandi orðræðu nýfrjálshyggjunnar sem felur í sér að hver einstaklingur geti öðlast hitt góða líf með því að taka ábyrgð á eigin lífi…“

Iceland nor abroad. Some readers will no doubt be familiar with Íris Ellenberger and Auður Magndís Auðardóttir, who both work at the University of Iceland. Auður is an assistant professor in pedagogy and Íris is a historian and associate professor in social studies at the Faculty of Education. Íris and Auður have been researching the portrayal of queer families in the Icelandic media between 2010 and 2021. They gave a lecture on the project entitled Mamma, mamma, börn og bíll (Ice. Mommy, Mommy, Children and Car) to present their findings. Recent trends regarding queer issues At first, Íris highlighted the legal changes which took place in gay matters in the last three decades and put them into context with changes in the media's discourse about gay people after the turn of the century. Íris emphasises and wants readers to bear in mind that her and Auður are a married

Margar hliðar málsins eru skoðaðar í rannsókninni og áhugasamir lesendur eru hvattir til að lesa niðurstöður rannsóknarinnar þegar þær verða birtar. /// The media plays an important role in shaping society's attitudes, but media coverage of gay people has not been studied much, neither in

46

couple who come from traditional middle-class families. “We are both white, college-educated, non-disabled, queer women. We belong to the group we are studying. This group enjoys the most privileges in Iceland within the set of 'queer people'. With these articles, we want to take a closer look at these privileges and what consequences they have." It is also worth looking at what kind of interviews with queer families have been given space in the media. Auður presented the data of the research, and stated that the vast majority of the interviews were with homosexual people, of which about three times as many were with women. Only one of the interviews is with a trans person and eight interviews are with other types of families. To this we can add that based on the occupation class, it’s reasonable to assume that the people, based on their line of work, belong to the middle class and none of the interviewees had a visible disability or disabled children.

Images: 'Family: Woman, Woman, Girl' Boy' emoji on varioous platforms

hvað varðar stétt, fjölskyldumyndun, uppruna o.fl.. Sérstaklega segja þær þetta greinilegt þegar ímynd þjóðarinnar um sjálfan sig er að vera fyrirmyndarríki á meðal ríkja, en Ísland hefur einmitt státað sig af því að vera jafnréttisparadís.


Rakel Anna Boulter

Neoliberalism in media coverage of queer families

Neoliberalism in family life

Not queer - we’re like the others

The study highlights the influence of neoliberalism, as the rise of neoliberalism occurred at the same time as a more positive representation of queer people began to emerge. According to the ideas

A major theme highlighted in the study is the tendency to reiterate that queer families are no different from other families. This naturally creates tension, as queer families often face obstacles or micro-aggression while other, more "traditional" families do not. Another theme deals precisely with how the aforementioned obstacles or micro-aggression are framed as opportunities to become stronger individuals and is titled "Queer Parents Raise Resilient Citizens." Another cumbersome concept in the study is homonationalism. This applies when previously marginalized social groups start to be considered "us" and are then incorporated into the nation, often at the expense of other groups, who are still considered "the others". In the media articles covered by Auður and Íris, you can see how the group that has been incorporated into the nation is first and foremost homosexual people who fit well into the image of the model middle-class citizen, in terms of class, family structure, origin, etc.. They feel this is especially present when the nation's image of itself is to be a model country among countries - Iceland has precisely prided itself on being a paradise of equality.

A narrow definition of what constitutes a good life

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

of neoliberalism, competition is mixed into parenting, so it is not enough for parents to give their children care, food and housing. "Parenting was seen first and foremost as the process of working tirelessly to weigh and evaluate different options to ensure that children have everything they need to have an advantage over other children."

47

Queer people often describe their traditional family life as part of their positive transformation as individuals. This promotes the idea that "the good gay life is a traditional family life." It is particularly interesting to examine this position in the context of lesbian-feminist radical emphasis on critizising family values, whose stance made its mark on the queer and feminist fight for equality in the 1970s and 1980s. "Such opposition is nowhere to be found in our data. They are written by the dominant discourse of neoliberalism, which implies that each person can achieve a good life by taking responsibility for their own life…” Many aspects of the issue are examined in the study, and interested readers are encouraged to read the results of the study once they are published.


Sindri Snær Jónsson & Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Interview with Álfur Birkir Bjarnason President of Samtökin ‘78

Starfsemin er í raun gríðarlega breið, og þjónustuþörfin er sífellt að aukast. Við vinnum mjög mörg verkefni miðað við fjármagn, og þegar við hittum fólk frá systurfélögum okkar í Noregi og Svíþjóð eru þau mjög hissa á því fjármagni sem við fáum miðað við umfang starfseminnar. Við erum með 5 starfsmenn á skrifstofunni, og verktaka sem sinna fræðslu og ráðgjöf. Við finnum samt að stjórnvöld eru að vakna - nú í ár vorum við í fyrsta sinn

Sem málsvari hinsegin fólks á Íslandi, sinna Samtökin ‘78 fjölþættu hlutverki og veita í senn skjól, málsvörn og ráðgjöf auk þess að vinna einatt að betra lífi fyrir hinsegin fólk út á við gegnum fræðslu og réttindabaráttu.

Samtökin ‘78 eru hagsmunasamtök sem gæta réttinda og huga að velferð hinsegin fólks á Íslandi ásamt því að vera leiðandi afl í hinseginfræðslu á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1978 og hafa þau stækkað verulega síðan þá, sérstaklega á síðastliðnum áratug. Stúdentablaðið ræddi við nýkjörinn formann samtakanna, Álf Birki Bjarnason, til þess að ræða störf þeirra og þjónustuna sem þau bjóða upp á.

Við erum að sjá mikla aukningu hjá fullorðnu fólki sem vill sækja þjónustu hjá okkur, fólki sem áttaði sig kannski á því að það væri hinsegin í miðju samkomubanni og hitti svo enga aðra hinsegin manneskju í tvö ár!

Auk fræðslu og ráðgjafar, segir Álfur að mikilvægur þáttur í starfsemi samtakanna snúist um að skapa rými fyrir hinsegin fólk til að koma saman, bæði hvað varðar börn og fullorðna.

ára. Okkur finnst því algjört lykilatriði núna að efla fræðslu í grunnskólum. Við verðum að ná til foreldra, barnanna sjálfra og kennara, og fræða fólk um hvað felst í fjölbreytileika og hvernig við getum stutt hvort annað, auk þess sem okkur finnst mikilvægt að þjálfa starfsfólk í að takast á við einelti og hatursorðræðu. Ofan á þá grunnþjónustu sem við veitum erum við á góðri leið með að ræða við mörg stærstu sveitarfélögin í landinu um þjónustusamning inn í grunnskólana. Þannig getum við náð til fjölbreytts aldurshóps barna og ungmenna sem og starfsfólks, auk þess sem við bjóðum upp á sérstaka aðstoð með erfið mál; þá bjóðumst við til að koma og hjálpa til við úrlausn þeirra. Our operations are quite extensive, and the demand for our services increases from year to year. We take on a lot of projects considering our funding, and when we meet people who are part of our sister-organizations in Norway and Sweden, they are quite shocked to hear how little funding we have considering the range of our work. We only have 5 members of staff at our office, and we hire contractors to educate and counsel. We do feel a shift with the government, though - this year we were included in the government’s fiscal budget for the first time, the

Dedicated to supporting, educating and advocating for queer people in Iceland, the organization's role is diverse.

rights and welfare of queer people in Iceland, and is a leading force in queer education in Iceland. The organization was founded in 1978, and has grown considerably since then, especially in the last decade. The Student Paper spoke with the newly elected chairman of the organization, Álfur Birkir Bjarnason, and discussed their work and the services they offer.

We’re seeing an increase in adults seeking our services, people who maybe realized they were queer in the middle of a lockdown, and didn’t meet a single queer person for two years! An important aspect of our services is to provide a place where people can come together, and we have a book club and a sewing and

Aside from educating the public, Álfur says that creating a sense of community for children and adults is an important part of the organization’s operations.

feel it is pivotal to really emphasize education in elementary schools. It’s important to reach parents, the children themselves and teachers, and educate people on what diversity entails and how we can support each other, as well as helping teachers tackle bullying and hate speech. Aside from our regular services, we’re working on contracts with elementary schools around the country. This way we can reach a diverse age group, children and staff alike, and we also offer assistance with difficult matters, where we show up and help teachers and parents to deal with them.

EKKERT VERKEFNI OF STÓRT FYRIR SAMTÖKIN

Viðtal við Álf Birki Bjarnason, formann Samtakanna ‘78


Image: Stúdentablaðið

Við höfum verið að sjá mjög skyndilega aukningu í hatursorðræðu, meðal annars hjá krökkum sem eru 13-15

Síðan Álfur tók við keflinu í vor, segir hann ákveðinn vendipunkt hafa orðið í samfélaginu og að leggja þurfi áherslu á að sporna gegn hatursorðræðu af hálfu barna og unglinga með aukinni fræðslu.

Lögin um kynrænt sjálfræði voru skref í rétta átt, og nú í vor var tillaga til þingsályktunar um aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks samþykkt, sem snýst í rauninni um að fara í gegnum reglugerðir innan ráðuneyta - þessar reglugerðir breytast ekki sjálfkrafa þó kynrænt sjálfræði sé fest í lög. Tillagan er kannski ófullkomin og það er margt sem við bentum á, en það er mikilvægt að þetta sé til, að þetta sé skref sem verið er að taka. En það mikilvægasta er kannski að nú er yfirlýst markmið ríkisstjórnar og Alþingis að gera vel, og þá er næsta skref að skoða hvernig hægt er að ná því markmiði, hvernig við getum aðstoðað þau og þau okkur. Þannig getum við aðstoðað stjórnvöld við að móta ábyrga stefnu í hinsegin málum, með reglulegri endurskoðun þessarar aðgerðaáætlunar þar sem við og önnur hagsmunasamtök hinsegin fólks komum að borðinu.

Aðspurður því hver stefna ríkisins sé hvað varðar hinsegin málefni, segir Álfur að margt hafi gerst á síðustu þremur árum.

hluti af fjárlagafrumvarpinu eins og það kemur frá ráðuneytinu, en á síðustu árum hefur okkur verið bætt inn eftir á af Alþingi. Frjáls framlög frá almennum borgurum eru líka að aukast, sem við erum ótrúlega ánægð með, við finnum að samfélagið er að vakna fyrir því hvað við erum í rauninni að gera mikið. Öll okkar verkefni eru að stækka, og þau krefjast tíma, mannskaps og fjármagns sem aldrei fyrr.

Samtökin´78, the National Queer Organization of Iceland, is an interest association that protects the

Það getur verið gott að ræða við manneskju sem hefur talað við tugi hinsegin fólks ef man er óvisst um hvort man sé hinsegin. Fólk kemur út úr skápnum á sínum eigin tíma og forsendum, og það getur hjálpað að eiga þetta samtal. Við bjóðum líka upp á ráðgjöf fyrir fólk sem vill leita réttar síns vegna ofbeldis sem það verður fyrir, og erum til staðar til að hjálpa fólki að fóta sig í kerfinu. Hægt er að kynna sér alla liti regnbogans á íslensku máli á síðunni Hinsegin frá Ö til A (otila. is), en þar er hægt að lesa sér til um alls kyns kynhneigðir, kynvitundir og kyntjáningar. Samtökin starfrækja einnig félagsmiðstöðvar fyrir 10 til 12 ára, 13 til 15 ára og 16 til 18 ára, auk þess að halda utan um ungmennastarfið HinUng fyrir 18 til 25 ára. Þau sem vilja taka þátt í ungmennastarfi HinUng geta mætt á Suðurgötu 3 kl 19:30 annan hvern sunnudag. Hægt er að lesa sér betur til um það ungmennastarf sem er í boði á síðu Samtakanna ‘78. Þar má einnig finna hvernig hægt er að gerast Regnbogavinur og styrkja samtökin mánaðarlega til að styðja við áframhaldandi starf þeirra.

Álfur hvetur öll til að kynna sér þá fjölbreyttu ráðgjöf sem samtökin bjóða upp á.

Mikilvægur hluti af okkar þjónustu er að vera samkomustaður, við höldum úti bókaklúbbi og saumaklúbbi þar sem fólk getur komið og speglað sig aðeins í hvort öðru og kynnst samfélaginu. Hinsegin félagsmiðstöðin okkar er svo vettvangur fyrir ungmenni í sjálfsleit til þess að hittast og fá rými til að vera eins og þau vilja - það er fallegt að sjá 150 börn koma saman og finna sig í að vera þau sjálf. Þau mega vera skrítin saman!

We’ve seen a massive surge in hate speech from many different places in society - one of them being children around the age of 13-15. We

Since Álfur became president of Samtökin ‘78 this spring, he says that the need for educating children and young adults has made itself clear.

The Act on Gender Autonomy was a step in the right direction, and this spring the government established an LGBTQIA+ Action Programme, which involves going through regulations within ministries - they don’t automatically change even though gender autonomy is now protected by law. The Action Programme is far from perfect, and we had a lot of comments, but the fact that this exists is important, that this step is being taken. Now that the government as well as the Parliament has declared that they want to do well in these matters, the next step is to look into how that goal can be reached, how we can help and how they can help us. This way, we are able to assist governing bodies in shaping a responsible policy regarding queer matters, by regularly updating this Action Programme, where we and other organizations can have a say in things.

Asked about the government’s policy regarding queer matters, Álfur says that much has changed in the last three years.

Parliament usually adds us to the budget later on. Financial support from common citizens is also increasing, and we really feel like society is beginning to realize how much we’re really doing. All of our projects are growing, and they demand time, manpower, and funding like never before. For those wondering whether they might be queer, it can help to talk to someone who’s talked to dozens of queer people. People come out of the closet on their own terms, and that conversation can help. We also offer counseling for people who want to know their rights or report violence they’ve been subjected to, and we help people navigate the system. You can see all the colors of the rainbow in Icelandic on the page Queer from Ö to A (otila.is), there you can read about all kinds of sexual orientations, gender identity and gender expression. The organization also runs social centers for 10- to 12-year-olds, 13- to 15-yearolds, 16- to 18-year-olds, and youth centers for 18-to 25 year-olds. Those who wish to participate in the youth work of Queer Youth (HinUng) can come to Suðurgata 3 at 19:30 every other Sunday. You can read more about the youth work available on Samtökin´78 website. There you can also find out how to become a Rainbow friend (Regnbogavinur) and donate to the organization every month to support their continued work. There are also regular open events, such as book clubs and courses, organized by Samtökin´78, which are advertised on Facebook. “You don't have to be openly queer to come and enjoy these events. The main requirement is to be nice and show others respect.”

Álfur encourages people to check out the diverse resources Samtökin ‘78 has to offer.

knitting club where people can come and meet each other. We also run a community center for young adults, who are in the process of finding themselves and can do so together - it’s beautiful to see 150 people meeting and being weird together!


Lísa Margrét Gunnarsdóttir

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

Árið 2017 ritstýrðu þær Ásta Kristín, Íris og Hafdís Erla bókinni Svo veistu að þú varst ekki hér: Hinsegin sagnfræði og hinsegin saga á Íslandi. Við vinnslu bókarinnar kom í ljós að aðgengi að heimildum um hinsegin karla var mun betra en að heimildum um hinsegin konur eða fólks af öðrum kynjum. „Á árunum 2016 - 2017 var ekkert í gangi hvað varðar rannsóknir á hinsegin sögu og bókin var sú fyrsta á því sviði. Í útgáfuferlinu tókum við eftir vandræðalegum skorti á umfjöllun um konur og sammæltumst við um að við yrðum að bregðast við. Oft er því haldið fram að séu einfaldlega engar heimildir til um hinsegin konur í fortíðinni en við vorum ekki alveg sannfærðar um að það væri raunin, svo við ákváðum að fara á fullt í að rannsaka það, og úr varð grasrótarverkefnið Huldukonur.“ Ásta, Íris og Hafdís fjármögnuðu verkefnið sjálfar með því að sækja um styrki í Jafnréttissjóð Íslands og unnu með Kvennasögusafni og Samtökunum ‘78. Svo lögðust þær yfir skjalasöfn, lásu allt sem þeim datt í hug og óskuðu eftir ábendingum og sögum.

„Þetta snerist um að velja sjónarhorn, hvar við ætluðum að leita og að hverju - orðin lesbía og samkynhneigð eru hugtök sem urðu ekki til fyrr en um miðja 20. öldina. Við reyndum því að hugsa leitina út frá hugtakinu hinsegin, skoða hvað þótti venjulegt og hvað þótti hinsegin, og pössuðum að takmarka leitina ekki við einhverjar fyrirfram ákveðnar hugmyndir um lesbíur. Í einhverjum skilningi vorum við að leita að konum sem þóttu dálítið öðruvísi.“ Við leitina fundust ýmsar eldri heimildir (frá 18. og 19. öld) um konur sem fólki þótti eitthvað skrítnar. „Við fundum alls konar heimildir sem segja frá konum sem gengu í buxum eða stunduðu atvinnugreinar ætlaðar karlmönnum, t.d. sjómennsku - sumar þeirra fengu í kjölfarið viðurnefnið „karlmaður“. Við tókum líka ítrekað eftir viðurnefninu „graða“, sem í því samhengi táknar ekki bara kynferðislega löngun eins og við skiljum hugtakið í dag heldur karlmennskueðli - þetta orð var notað til þess að karlkenna þessar konur. Við eigum engar heimildir frá konunum sjálfum á 18. og 19. öld, en það hvernig talað er um þær segir okkur ýmislegt um hugmyndir samfélagsins um hvernig konur áttu að vera, hvernig karlar áttu að vera og hvernig fólk átti almennt að hegða sér.“ Ásta segir ákveðna þögn ríkja hvað varðar hinseginleikann í eldri heimildum. „Á sama tíma og við fundum heimildir um óvenjulegar konur, rákum við okkur á það að það vantar heimildir. Það eru mjög mörg tímabil í Íslandssögunni þar sem við vitum ekkert um hinsegin fólk yfir höfuð, hvða þá konur. Þá er auðvelt að afgreiða þögnina með því að segja að við vitum ekki

50

neitt og að engar heimildir séum til, en í tilfelli hinsegin sögu finnst okkur þögnin mjög mikilvæg. Henni hefur markvisst verið beitt í formi þöggunar og ritskoðunar.“ Eitt af því sem fannst við heimilda söfnun nýrri heimilda voru vísbend ingar um hinseginleika efri millistéttarkvenna í Reykjavík í byrjun 20. aldar. „Það var eitthvað sem við vissum ekki fyrirfram að við myndum finna en hefði kannski átt að gruna, konur sem áttu í því sem við köllum rómantísk vináttusambönd. Það eru dæmi um að konur hafi búið með öðrum konum í áratugi og lifað lífinu saman, við fundum net af konum á árunum 1900 - 1930 sem þekktust innbyrðis, það voru ástarþríhyrningar í gangi á milli kvenna sem stunduðu sjálfstæðan rekstur, þingkvenna og íþróttafrömuða. Þær áttu það sameiginlegt að giftast ekki, og höfðu þennan tilfinningalega stuðning af hvor annarri. Þetta mynstur birtist í mörgum öðrum rannsóknum sem hafa verið gerðar á svipuðum tíma á Vesturlöndum konur sem eru að reyna að fóta sig utan hjónabandsins sem stofnunar, og þeim tekst það vegna stéttar sinnar. Á þessum tíma er enginn að fetta fingur út í þessi sambönd, þær eru einfaldlega kallaðar vinkonur og við höfum engar heimildir um hvort samband þeirra er kynferðislegt eða ekki, og það er í raun ekki viðfangsefni heimildanna.“ Upp úr byrjun 20. aldar fara heimildir um kvennasambönd hins vegar að hverfa, og margt bendir til þess að þá byrji þöggun hvað varðar hinseginleika kvenna að ná fótfestu. „Þessi sambönd fara greinilega að verða feimnismál, og þá komum við aftur inn á þögnina. Í sumum tilfellum borgaralegra kvenna sem skilja

Mynd: Fengin af vefnum Huldukonur

Huldukonur er heimildasöfnunarverkefni í umsjón Ástu Kristínar Benediktsdóttur, Írisar Ellenberger og Hafdísar Erlu Hafsteinsdóttur og er samantekt á íslenskum heimildum sem fjalla um hinsegin kynverund kvenna og annars fólks sem litið er á sem konur frá árunum 1700 - 1960. Markmið verkefnisins er að gera þessar heimildir aðgengilegar fræðafólki, nemendum og almenningi og koma nýjum rannsóknum í hinsegin sögu af stað. Stúdentablaðið ræddi við Ástu Kristínu um tilurð verkefnisins og hinsegin sagnfræðirannsóknir.


Viðtal við Ástu Kristínu Benediktsdóttur

Interview with Ásta Kristín Benediktsdóttir

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960 eitthvað eftir sig, sendibréfasöfn, dagbækur og annað, er ekki mikið um persónuleg skrif. Það eru kannski til mikið af skrifum eftir þær, en ekkert minnst á lífsförunautinn sem viðkomandi bjó með í tugi ára. Við sjáum líka í minningargreinum og öðru að vinir og kunningjar sleppa því að minnast á að kvenkyns ástvinir þeirra hafi búið með öðrum konum. Það sem við viljum benda á í þessu samhengi er að það er ekki endilega eðlilegt að þetta sé ekki til staðar - að það sé verið að láta þetta hverfa. Af hverju hættir fólk allt í einu að tala um Jónu og vinkonu hennar, minnast á að þær hafi alið upp barn saman, og lætur almennt eins og vinkonan sé ekki til? Þarna teljum við okkur sjá ummerki um þöggun á hinseginleika, og að litið sé á þessi samskipti sem óæskileg.“ Ásta segir megintilgang verkefnisins vera að grafa upp þessar upplýsingar, gera þær sýnilegar og aðgengilegri og greiða leiðina fyrir þau sem vilja rannsaka hinseginleikann í íslenskum heimildum nánar. „Vefurinn Huldukonur er ekki ætlaður sem vettvangur fyrir rannsóknarniðurstöður okkar sjálfra. Hann er okkur mjög mikilvægur en ekki til að eiga heldur sem uppspretta hugmynda og verkefna fyrir almenning, nemendur og fræðafólk sem er að vinna að ritgerðum og rannsóknum í ýmsum hugvísindagreinum, ekki bara sagnfræði. Auk þess ákváðum við að búa til kennsluefni fyrir framhaldsskólastig, til þess að auðvelda framhaldsskólakennurum að flétta þessu inn í sína kennslu.“ Stúdentablaðið hvetur öll til þess að kynna sér vefinn Huldukonur og fræða sig um hinsegin kynverund fyrir árið 1960. Vefurinn inniheldur ferns konar efni; kynningu á helstu heimildum, efnislega umfjöllun um heimildirnar,

námsefni og heimildalista auk umfjöllunar um heimildanotkun. Þetta er kjörið verkfæri fyrir nemendur í leit að umfjöllunarefni fyrir lokaritgerð, áhugaverðar upplýsingar fyrir almenning í leit að þekkingu og aðgengilegt efni fyrir kennara sem vilja uppfæra kennsluefni sitt. Verkefnið tekur enn við ábendingum sem hægt er að senda inn í gegnum heimasíðuna huldukonur.is. /// Huldukonur is a project dedicated to collecting source literature, managed by Ásta Kristín Benediktsdóttir, Íris Ellenberger and Hafdís Erla Hafsteinsdóttir. The project consists of Icelandic sources which mention or suggest queerness regarding women and other people seen as women at the time, in the years 1700 - 1960. The project aims to make these sources accessible to researchers, students and the public and to encourage more research in the field of queer history. The Student Paper sat down with Ásta Kristín Benediktsdóttir to discuss Huldukonur and the status of queer history studies. In 2017, Ásta Kristín, Íris and Hafdís Erla edited the book You know

you were never here: Queer studies and queer history in Iceland. While working on the book, it became evident that finding sources on queer women or other genders was much harder than finding sources on queer men. „In the years 2016 - 2017, there wasn’t a lot going on with research regarding queer history, and when publishing this book we all agreed that something needed to be done, we needed to find more source literature on queerness. One often hears from researchers and feminitsts that there simply aren’t any sources available about queer women, so we decided to actively look for them - that’s how the project Huldukonur came to be.“ Ásta, Íris and Hafdís applied for grants from Iceland’s Equality Fund, Women’s History Museum and The National Queer Association. They pored over documents, read everything they could get their hands on and asked the public to provide tips and stories. „We had to choose our point of view - what were we looking for, and where? The terms lesbian and homosexuality didn’t exist until the


Viðtal við Ástu Kristínu Benediktsdóttur middle of the 20th century, so we tried to base our research on the idea of queerness, look into what was thought to be normal and what was considered queer, and we took care not to confine our search to some predetermined ideas about lesbians. A part of what we were looking for was records of women who were considered different.“ Their search resulted in many 18th and 19th century records of women who people found a little strange. “We found a lot of sources which mentioned women who wore pants or worked in fields meant for men, such as seamanship - some were even given the nickname “karlmaður” [man]. We also kept noticing the nickname “graða” [horny], which doesn’t mean horny as it does today, but rather a male nature - this word was used to identify women as manlike. We don’t have any sources stemming from the women themselves from this time period, but how they are spoken of gives us a clue about societal ideas regarding how women were supposed to behave, how men were supposed to behave and how people in general were meant to be.” Ásta says that older sources are often silent regarding queerness. “While we did find mentions of unusual women, we definitely felt the lack of sources. A lot of periods in Icelandic history don’t speak of queer people at all, let alone women. This lack of sources, this silence, can be dealt with easily by stating that we simply don’t know anything and that no sources exist, but in the case of queer history, silence can be very important. Silence has deliberately been used as a tool to erase queer history.“ While searching, Ásta, Íris and Hafdís found a lot of clues regarding queerness and upper-middle class women in Reykjavík at the turn of

Lísa Margrét Gunnarsdóttir the 20th century. “That was something we weren’t prepared to find, but should have suspected, women who were involved in what we call romantic friendships. There are examples of Icelandic women living with other women for decades. We found a network of women in the years 1900 - 1930, who all knew each other, there were love triangles and interactions between women who ran independent businesses, women in parliament and professional sports. These women never married, and sought emotional support from each other. This pattern is very evident in other Western countries during this time period - women trying to navigate life outside of the institution of marriage, and manage because of their social status. At the time, nobody really turned their nose up at these relationships, these women are simply called vinkonur [friends] and the sources don’t mention whether their relationships have a sexual aspect to them - because that’s not what they’re documenting.” As the 20th century progresses, these sources start disappearing, and hints of the erasure of queerness in women become evident. “It’s clear that these relationships start being considered as something embarrassing, and that brings us back to silene. Many civilian women leave something behind, diaries, collections of letters etc., but there is a lack of personal writing. There’s often a lot of writing to look into, but there’s no mention of the woman’s partner through life, someone they lived with for decades. We also noticed this in obituaries, friends and family don’t speak of their female loved ones living with other women. What we want to point out in this regard is how the absence of this information isn’t necessarily normal - that it’s deliberate. Why do people suddenly fail to mention

52

Interview with Ásta Kristín Benediktsdóttir Jóna and her friend, or the fact that they raised a child together, why do they act as if that friend didn’t exist? We consider this to be hints of the erasure of queerness, that these relationships are deemed undesirable.” Ásta says that the project’s main purpose is to dig up this information and to make it visible as well as accessible for those wanting to research queerness in Iceland. “The web Huldukonur is not meant to be a collection of research results, and that’s how we’ve set it up - it’s very important to us, not to keep for ourselves but to make this information available to students and researchers working on essays and research in many fields, not just history. We also decided to prepare material for high school teachers, to make it easier for them to add this to their teaching material.” The Student Paper encourages all to check out the web Huldukonur and learn more about the presence of queerness in Iceland before the year 1960. The web includes four different categories of material; an introduction of sources, a more detailed overview of sources, teaching material and a list of sources as well as information about how to use them. This is an excellent tool for students in search of material for their essay, an interesting read for the general public looking to further educate themselves, and an accessible pool of information for teachers wanting to update their teaching material. The project is still open for source tips and suggestions, which can be submitted through the website huldukonur.is. International students, please note: the website is only available in Icelandic at this time, but feel free to reach out to the Student Paper if you’d like to look into Huldukonur and need someone to translate.


Image: Michal Parzuchowski; Forbidden Vancouver

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

Dino Ðula

PRIDE OG FORDÓMAR: SAGA SEM LÆRA BER AF Ást. Jafnrétti. Stolt. Þessi orð koma gjarnan upp í hugann þegar fylgst er með árlega viðburðinum sem snýst um að fagna því hver man er og hvern man elskar - Pride. Þau sem ganga, hins vegar, hafa ekki alveg sömu að segja. Á bak við Pride, sem fyrir mörgum er skrúðganga, er löng saga sem varðar réttinn til þess að vera man sjálft, og sjálfan tilveruréttinn. Saga sem á rætur sínar að rekja meira en fimmtíu ár aftur í tímann, og byrjaði með áhlaupi lögreglu. Heimsins fyrsta Pride var viðburður sem átti sér stað þann 28. júní árið 1970, haldinn til þess að minnast viðburða ársins á undan - Stonewall uppþotinu. Þó að Ísland hreyki sér af því að vera fremst í flokki jafnréttis, liðu fimm löng ár þar til umhræringar í Bandaríkjunum náðu alla leið til Íslands.

Pride and prejudice: History to learn from

Stonewall-uppþotin Um miðbik síðustu aldar kraumaði skipulögð glæpastarfsemi undir yfirborði New York-borgar, oft inni á börum sem glæpahópar áttu og starfræktu. Þetta voru sértækir barir sem löðuðu að sér annan jaðarhóp samfélagsins - hóp sem bar jaðarsetningu sína ekki endilega utan á sér í útliti, út frá kyni eða uppruna, en sætti samt gríðarlegu misrétti. Það var ekkert í boði annað en að fela það sem gerði það að þeim sjálfum og takast á við samfélag sem skipaði þeim að vera öðruvísi, sem gerði að verkum að hinsegin fólk átti sér nánast hvergi samastað. Þar komu slíkir barir til sögunnar, einn þeirra verandi Stonewall Inn sem varð einn vinsælasti hinseginbar New York í enda sjöunda áratugarins. Á þeim tímapunkti í sögunni var samkynhneigð talið glæpsamlegt og refsivert athæfi, og því fylgdi fjölþætt og kerfislægt misrétti af hálfu réttarvörslukerfisins. Snemma morguns þann 28. júní sauð upp úr þegar lögregla New York-borgar réðst inn í Stonewall Inn og hóf að handtaka alla viðstadda. Þetta fannst þeim liggja beint við þar sem þeir sögðu marga af gestum barsins vera „klæðskiptinga“, þar sem mörg viðstödd skörtuðu fötum sem töldust óviðeigandi miðað við kyn þeirra og voru því beinlínis að brjóta lög þess tíma. Í lok þessa stormasama dags brutust út miklar óeirðir, uppgjör vegna viðmóts yfirvalda og samfélagsins til hinsegin fólks. Óeirðirnar, sem stóðu yfir í sex daga, urðu að hreyfiafli sem hafði gríðarleg áhrif á heiminn allan og mótaði friðsamleg mótmæli framtíðarinnar. „Sumir hafa kallað það viðtal aldarinnar. Það var birt þann 1. ágúst árið 1975 í tímaritinu Samúel,“ segir Hörður Torfason er hann rifjar upp daginn þar sem þrjú orð hófu atburðarás sem breyttu lífi hans til frambúðar, og vöktu upp samtal á landsvísu. Á þessum tímapunkti, sem íslenskur aðgerðasinni og þekktur trúbador, kom Hörður út úr skápnum og varð fyrsti yfirlýsti hommi Íslands, sem olli því að hann varð að skotspóni hatursorðræðu og fordóma. „Þetta olli þvílíkum usla í öllu samfélaginu. Ég gekk kannski einn niður Laugaveginn og lenti í því að fólk hrækti framan í mig, kallaði mig nöfnuðum og hótaði mér, þetta var á árunum ‘75, ‘76. Ofbeldishneigt fólk að segja mér hvernig ég ætti að hegða mér, hugsa, klæða mig… en ég var ekki hræddur við það - ég bauð þessu fólki birginn.“ Næstu ár á eftir reyndust Herði erfið, sem fór af landi brott í skamman tíma, þjakaður myrkum hugsunum, þangað til hann áttaði sig á að hann hefði stærra hlutverki að gegna í þessari umræðu. Hann sneri aftur heim til þess að berjast fyrir réttindum samkynhneigðra, og kom að því að stofna Samtökin ‘78, hagsmunafélag hinsegin fólks á Íslandi. Hann lýsir sér þó fyrst og fremst sem skemmtikrafti, og lífi sínu sem leikriti. Leiðir hans og samtakanna skildu fljótlega og hann eyddi næstu 30 árum í að ferðast umhverfis Ísland og koma fram í bæjum og þorpum fyrir þau fáu sem vildu á hlýða. Hann fann fljótt að fólk virtist


Dino Ðula skyndilega hræðast hann, hræðast „hommatónlistina“ („Sömu tónlist og þau elskuðu rétt áður!“ bætir Hörður við), en hann lét hvergi undan síga, og laðaði smám saman að sér sömu vinsældir, virðingu og, með tímanum, stærri áhorfendahópa. „Ég skrifa tónleikana mína eins og leikrit, og hvert og eitt einasta lag hefur ákveðinn tilgang. Lögin mín eru sögur af fólki, fyndnar sögur, sorglegar sögur… allt saman! Ég syng þær bara. Ég hef alltaf heyrt að ég sé sterkur flytjandi. Ég hef fengið að heyra að ég hafi breytt lífi fólks.“ Stórtækar breytingar Breyttur tíðarandi og inngilding hinseginleikans hríslaðist um landsbyggðina í rólegheitum, en skall á höfuðborginni Reykjavík með talsvert meiri krafti. Þó að fyrsta Pride-gangan ætti sér ekki stað fyrr en áratug síðar, var tíundi áratugurinn undanfari breytinganna sem á eftir komu. Árið 1991 skaust Páll Óskar upp á stjörnuhimininn með uppsetningu Menntaskólans við Hamrahlíð á leikritinu The Rocky Horror Picture Show. Stuttu seinna tók hann þátt í að stofnsetja fyrsta algjörlega samkynhneigða skemmtistað Íslands, Moulin Rouge, sem varð upphafið að hinsegin skemmtanamenningu á Íslandi. Í kjölfar mótmælanna sem áttu sér stað árin 1993-1994, sem leidd voru af Samtökunum ‘78, urðu stórtækar breytingar á íslenskum hjúskaparlögum árið 1996, þegar staðfest sambúð var fest í lög þann 27. júní, og lagabreytingunni var fagnað í anddyri Borgarleikhússins. Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, tók þátt í fögnuðinum og varð fyrsti þjóðarleiðtoginn í sögunni til þess að taka þátt í hátíðardagskrá sem snerist um samkynhneigð. Þessi dagur lifir enn í minni þeirra sem voru viðstödd. „Við það að rýna í fréttaflutning um hinsegin málefni í byrjun tíunda áratugarins, sést glöggt að umfjöllunin fer að verða

jákvæðari,“ segir Íris Ellenberger, sagnfræðingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Mótmælin snemma á áratugnum leiddu af sér fyrsta Pride-viðburðinn árið 1999, þegar umfjöllun um málefni samkynhneigðra hafði aldrei verið meiri, og loks var fyrsta Gay Pridegangan haldin á Íslandi árið 2000, þar sem ekki mættu jafn mörg og þekkist í dag en stemningin var sterk og fólk var stolt. Höfuð borin hátt Gay Pride Reykjavíkur, sem í dag er einfaldlega kölluð Pride, hefur undirgengist ýmsar breytingar á síðustu 20 árum, en það sem hefur alltaf einkennt gönguna er að þetta er einn stoltasti dagur ársins, ekki bara fyrir LGBTQIA+ samfélagið sem kom henni á fót, heldur er dagurinn tækifæri til að styðja hinsegin fólk - bæði almenningur og valdhafar. „Alveg frá byrjun hefur áhersla göngunnar verið gleði og hamingja,“ segir Íris en er fljót að taka fram að nokkrar undantekningar séu þar á. „Leðurhommarnir voru áberandi í dágóðan tíma, í BDSM klæðnaði sem fór dálítið í taugarnar á fólki. Þeir hurfu svo úr göngunni á tímabili - eða ég sá þá allavega ekki - sem var miður, því þeir voru þeir einu sem lögðu sig virkilega fram í að snúa norminu á haus. Árið 2016 varð gangan líka pólitískari en hún hafði verið árið á undan. Trans Ísland var með sterka og pólitíska ádeilu það árið. Þau mótmæltu þeirra eigin birtingarmynd innan heilbrigðiskerfisins, og töluðu opinskátt um þá kerfislægu mismunun sem þau verða fyrir. Og ég man að áhorfendur móðguðust yfir því að gangan væri ekki nógu glöð og skemmtileg.“ Það má færa rök fyrir því að margir sigrar hafi verið unnir hvað varðar Pride gönguna, þó að samtalinu sé hvergi nærri lokið hvað varðar skilning og þörfina fyrir breytingu. Á hinn bóginn hefur umræða síðustu ára, sérsaklega innan hinsegin samfélagsins, kallað eftir því að ákveðinn hópur hverfi algjörlega á

54

brott úr göngunni - lögreglan. Þó að þeirra meginhlutverk sé að stilla til friðar og tryggja öryggi á stórum viðburðum, olli óréttmæt handtaka þátttakanda göngunnar miklum öldugangi. Eftir handtökuna hafa margar háværar raddir kallað eftir brotthvarfi lögreglunnar úr göngunni, og mörg hafa bent á að fyrsta Pride var, eftir allt saman, mótspyrna í kjölfar misbeitingar lögregluvalds. Að fyrsta gangan var ekki ganga hún var uppreisn. Hinsegin framtíð Herði finnst nóg vera eftir hvað varðar breytingar til hins betra. „Bakslag í réttindabaráttunni hefur verið mikið til umræðu, en ég sé það ekki beint. Sagan á það til að endurtaka sig, og hún mun sannarlega gera það ef við höldum ekki áfram að hafa hátt. Við þurfum að halda samtalinu gangandi - það er okkar skylda og okkar réttur, sem fólk.“ „Ég held að framtíðin beri í skauti sér fleiri, öðruvísi hinsegin viðburði - eins og varð raunin í ár, með Hinsegin heift,“ bætir Íris við. Sumum finnst Pride vera orðið að sjónarspili þar sem fyrirtæki og yfirvöld geta byggt upp ímyndina af jafnréttisparadísinni Íslandi, á meðan kerfislæg mismunun hinsegin fólks er enn til staðar. Hinsegin heift, röð tónleika, var haldin í ár sem eins konar mótsvar við Pride, sem og vettvangur fyrir róttækt, hinsegin fólk til að koma saman. Framtíð Pride er óljós, en framtíð hinsegin viðburða og samstöðu virðist björt. Við megum ekki gleyma því að heimurinn sem við skiljum eftir okkur er sá sem við breyttum þegar við tókum við af fyrri kynslóðum, og hann mun halda áfram að breytast með kynslóðunum sem koma skulu. Rauði þráðurinn í gegnum þennan síbreytilegan heim er það sem gerir okkur að manneskjum kærleikur og skilningur, þrátt fyrir að við séum ólík innbyrðis.


Image: Michal Parzuchowski; Forbidden Vancouver

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

PRIDE AND PREJUDICE: HISTORY TO LEARN FROM Love. Equality. Pride. These words encompass what comes to mind when observing the annual celebration of loving oneself – Pride. All the while those that walk pridefully are prone to telling a different story. A story of the fight for the right of self-expression and the very right to exist. A story whose tone was set over 50 years ago, in the aftermath of a police raid. The world’s first Pride was organized on June 28th, 1970, commemorating the events from the previous year known as the Stonewall riots. Even though modern-day Iceland proudly places itself at the forefront of the fight for equality, it took five long years before the events from the US ever made waves in Iceland.

Pride and prejudice: History to learn from The Inn-discriminated In the middle of the past century, organized crime hid itself in plain sight by running bars all around New York City. But these were very specific bars that attracted another kind of social outcasts – those whose differences were not easily visible, such as gender, race, or ethnicity, but with rivaling amounts of suffering. Forced to hide their true selves and encouraged to act differently, there weren’t many places that allowed gay people to feel like they belonged. But such was Stonewall Inn which, by the end of the Sixties, became one of New York’s most popular gay bars. At the time, being gay was considered a criminal offense which carried with it other regulations that further exposed the already sensitive community to the whims of the justice system. One such thing happened in the early morning on June 28th, 1969, when under the guise of investigating illegal sales of alcohol, the police raided Stonewall Inn and started arresting offenders. They believed the job was easy as many of the people found on the premises were noted as “cross-dressers,” having been wearing more than 3 articles of gender-inappropriate clothing and, as such, in direct breach of the law. But, by the end of the day, the uprising had started, filled with rage and discontent over the treatment of gay people by many segments of society. It lasted for six days, serving as a catalyst for gay rights movements all around the world, paving the way for more peaceful protests in the future. “Some people call it the interview of the century. It was [published on] the 1st of August 1975 in a magazine called Samuel”, says Hörður Torfason, talking about the day when three short words he uttered began a long-standing change in his life, as well as the life of the whole country. At this point an Icelandic activist and a famous trúbador, Hörður came out, effectively becoming the country’s first openly gay man, which made him a centerpiece toward which most of the hate was being directed. “It really upset the whole society. When I was walking alone along the main street, people were spitting in my face, calling me names and threatening me, back in ‘75, ‘76. Violent people telling me how to behave, think and dress... But I wasn’t scared of them – I challenged those people.” The following years were hard for Hörður, who briefly left the country, struggling with dark thoughts, before realizing he had a bigger role to play in this conversation. He then returned to assume the role of a promoter of gay rights, and used his position to help found Samtökin ‘78, the national queer organization of Iceland. But alas, his career was one of an entertainer, his life a theater. He soon parted ways with the organization and went traveling around Iceland for the next 30 years, performing in many towns and villages to virtually non-existent crowds. People were


Pride og fordómar: Saga sem læra ber af suddenly afraid of him, afraid of “the gay music” (“The same one they enjoyed just earlier!” Hörður likes to add), but he persisted, slowly gaining back popularity, respect, and, eventually, bigger crowds. “I write my concerts like a play and each and every song has a purpose. They are stories of people, funny stories, tragic stories... everything! I just sing them. It has been said time and time again that I am a strong performer. Many people have told me I’ve changed their lives.” Capital changes While the wave of inclusivity was spreading slowly around the countryside, the state of things in the capital city of Reykjavík was changing much quicker. With the first Pride still a full decade away, the 90’s served as a catalyst for that change. In 1991 Páll Óskar rose to stardom with the high school theater’s production of The Rocky Horror Picture Show. He went on to open Moulin Rouge, a drag entertainment venue, which marked the beginning of queer entertainment culture in Iceland. Following the demonstrations held in 1993-1994, led by Samtökin ‘78, the biggest legal steps thus far were made in 1996 when cohabitation between people of the same sex became nearly identical to marriage. This law went into effect on June 27th and was followed by a celebratory program in The Reykjavík City Theater. Vigdís Finnbogadóttir, then president of Iceland, joined the festivities which marked the first time in the world that a national leader joined a public reception for homosexuals. The day is still a fond memory for those who lived through it. “When you start reading media history of queer representation from the early 90’s, positive images start being predominant so there is a more positive vibe towards queer people”, explains Íris Ellenberger, a historian currently working as an

Dino Ðula associate professor in the faculty of Subject Teacher Education at the University of Iceland. The marches were succeeded by the first Pride march in 1999, at which point critical mass for the success of gay representation had been reached, opening the doors for the first Gay Pride which was held in 2000, to a small, but extremely proud crowd. Heads held high Reykjavík Gay Pride (today known simply as Reykjavík Pride) has undergone quite a few changes in the past 20 years, but through it all it has remained one of the proudest days of the year, not only for the LGBTQIA+ community who created it, but for the allies and the government to show their support for their fellow countryfolk. “From the beginning, there was an emphasis on joy and happiness regarding this parade,” says Íris but quickly notes there were a few exceptions. “For a while, there were “the leather men”, wearing BDSM outfits that got on people’s nerves a bit. So, they stopped showing up – at least I didn’t see them for a while – which is a shame because sometimes they were the only ones who were dedicated to turning our norms on their heads. In 2013, Pride was also more political than it had been in the previous years. Trans Iceland had a strong, political, even confrontational float at the time. They were protesting their own treatment within the healthcare system, actively talking about how much they were being discriminated against by it. And I remember people being offended by the parade for not being joyful and entertaining for the onlookers.” It can be argued that everyone is a winner when talking about the Pride parade, even though the surrounding conversations more often than not suffer from lack of understanding and acceptance of change. However, in recent years there has been a group that has risen in infamy among the LGBTQIA+ community to the point that

Pride and prejudice: History to learn from many call for their full removal from the parade – the police force. Even though their main role is to serve and protect, a recent controversy in 2019, where they arrested a peaceful participant of the Parade, was the straw that broke the camel’s back for many. The general non-positive stance on the police’s participation in the Parade has gained more traction with an increased number of people calling for their complete removal, reminding them (and others) of the fact that the first Pride was a reaction to the police’s wrongdoing. That the first Pride was a riot. A queer future Hörður believes there is plenty of space for improvement. “There have been debates about things going backwards but I don’t see it. History has a tendency to repeat itself and it probably will if we don’t look out. We always have to keep the conversation going; it’s our human right.” “I think there are going to be more alternative pride events – there was such an event already this year, Hinsegin heift,” Íris adds. Some feel that Pride has become a spectacle for corporations and people in power to build up the queer-friendly, human-rights loving reputation of Iceland, while systematic oppression of queer people is still very much present. Hinsegin heift, or queer rage, was held this year and consisted of a series of concerts for people to gather in queer, radical solidarity. The future of Pride is uncertain, but the future of queer solidarity and events seems prosperous. We can’t forget that the world we leave behind is the one others changed from the generation before and will, most likely, continue to change with the generation that follows. What will lead us through these changes time and time again, is what truly makes us people - love and understanding towards one another, despite our differences.


Intersex people and the Icelandic health care system

Margrét Jóhannesdóttir

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

Intersex people & the Icelandic health care system Hvað er intersex?

Intersex flag: Morgan Carpenter

Áður en farið er í umræðuna um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu skal fyrst skýrt í hverju hugtakið intersex felst. Líkt og kemur fram á heimasíðu Intersex Ísland félagasamtakanna er intersex „hugtak sem nær yfir breitt svið af meðfæddum líkamlegum einkennum eða breytileika sem liggja á milli okkar stöðluðu hugmynda um karl- og kvenkyn. Einstaklingar fæðast með einkenni sem eru ekki algjörlega karl- eða kvenkyns; eru sambland af karl- og kvenkyns; eða eru hvorki karl- né kvenkyns“. Með öðrum orðum geta þessi einkenni eða breytileiki tengst litningum, genum, ytri kynfærum, innri æxlunarfærum, hormónum eða kynsvipkennum eins og líkamshárum.

Áætla má að alls séu 68 einstaklingar ár hvert sem fæðast með ódæmigerð kyneinkenni á Íslandi. Þannig er heildarfjöldi intersex fólks á Íslandi um 6000 manns. Vert er þó að nefna að ekki eru öll sem fæðast með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni sem kjósa að kalla sig intersex og nota því ekki það hugtak. Oft er það vegna þess að intersex fólki er ekki gefið þetta hugtak þegar upp kemur að þau séu intersex heldur eru þau greind með læknisfræðilega greiningu. Þeim er að auki ekki bent, af heilbrigðisstarfsfólki, á hagsmunafélög sem berjast fyrir réttindum þeirra, svo sem Intersex Ísland og Samtökin ‘78. Auk þess kemst fólk að því að það sé intersex á mjög ólíkum tímum lífsleiðarinnar, allt frá fæðingu að krufningu og því eru þessar tölur aðeins áætlað mat.

57


Margrét Jóhannesdóttir

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu Staða intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu Árið 2019 gaf Amnesty International út skýrslu þar sem fjallað var um þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins við fólk með ódæmigerð kyneinkenni og fjölskyldur þeirra. Þar kom í ljós að þjónustan sem þau hljóta frá íslenska heilbrigðiskerfinu skortir skýrt mannréttindamiðað verklag, þverfaglega nálgun og finna þau fyrir ónógum félagslegum stuðningi. Viðmælendum í skýrslunni fannst meðal annars læknar ekki hlusta á sig um hvað þeir vildu fyrir sig og börnin sín og vildu frekar grípa inn í og „lagfæra“ líkama intersex einstaklinga með skurðeða hormónameðferð. Þetta sé til þess fallið að ýta undir það viðhorf að intersex fólk sé læknisfræðilegt vandamál sem þurfi að laga. Einnig kom í ljós að fólk átti í erfiðleikum með að nálgast heilbrigðisþjónustu þar sem mannréttindi þess voru höfð að leiðarljósi sem olli í sumum tilvikum langvarandi skaða. Segja má að frekari þörf sé á þverfaglegum meðferðarhópum sem eru sérhæfðir í málefnum intersex einstaklinga. Síðastliðin ár hefur þó orðið mikil vitundarvakning og umræða í málefnum intersex fólks. Síðan að framangreind skýrsla var gefin út hafa frumvörp um kynrænt sjálfræði verið samþykkt sem miða meðal annars að auknum réttindum intersex barna og fullorðinna. Fólst frumvarpið í breytingum á hlutlausri kynskráningu og að fólk geti gert breytingar á kynskráningu sinni án þess að þurfa að fá greininguna „kynáttunarvandi“ frá geðlækni. Börn undir lögaldri geta nú einnig sjálf skráð rétta nafn sitt og kyn í þjóðskrá með samþykki foreldra. Þessar breytingar eru vissulega fagnaðarefni og jákvætt skref í réttindabaráttu hinsegin fólks en enn stendur eftir að tryggja þarf intersex börnum lagalega vernd gegn ónauðsynlegum og inngripsmiklum aðgerðum. Í gegnum árin hefur oft verið litið á intersex börn og fullorðna sem vandamál sem þarf að laga. Aðgerðir eða meðferðir sem þessar geta ýtt enn frekar undir þau viðhorf og oft á tíðum hafa þessi inngrip haft í för með sér þróun á heilsufarsvanda sem ekki hefði þurft að eiga sér stað. Aðgerðirnar hafa þá verið álitnar nauðsynlegar til að

aðlaga líkama barna að dæmigerðum kyneinkennum fremur en að þær hafi verið gerðar í heilsufarslegum tilgangi. Út frá fyrrnefndum staðreyndum má álykta að íslenskt heilbrigðiskerfi sé nokkuð langt frá því að veita öllum jafna og mannréttindamiðaða heilbrigðisþjónustu. Útskrifað heilbrigðisstarfsfólk er bundið skyldum og siðferðisreglum sem þeim ber einatt að fylgja. Taka má sem dæmi fyrstu meginreglu siðareglna Læknafélags Íslands en þar segir: „Höfum mannvirðingu ávallt í fyrirrúmi, það er velferð, mannhelgi og sjálfræði sjúklinga“. Annað dæmi úr siðareglum hjúkrunarfræðinga hljómar svo: „Kjarni hjúkrunar er umhyggja fyrir skjólstæðingnum og virðingu fyrir lífi hans, velferð og mannhelgi“. Velta má fyrir sér hvort meðferðir og sú þjónusta sem intersex fólk hlýtur séu ekki að brjóta í bága við fyrrnefndar siðareglur. Óháð öllum skráðum reglum er brýn þörf á að gera ekki einungis heilbrigðiskerfið heldur Ísland allt að öruggum stað án mismununar og fordóma. /// What does the term intersex refer to? Before addressing intersex people’s position within the Icelandic health care system, it’s important to define what the term intersex stands for. As stated on Intersex Ísland’s website, intersex is defined as “a term encompassing a broad range of congenital, physical characteristics or variations which fall between our standard, binary definitions of male or female physical traits. Intersex individuals are born with characteristics which are neither male nor female, a mix of male and female, or not completely male nor female.” In other words, these characteristics or variations can be due to chromosomes, genes, outer genetalia, inner reproductive systems, hormones or outer characteristics such as body hair. It is estimated that 68 individuals are born annually who have atypical biological traits regarding their sex. The total number of intersex people in Iceland is estimated to be about 6000 people.

58


Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

Intersex people and the Icelandic health care system However, it’s important to note that not all who are born with atypical sex characteristics choose to call themselves intersex. This is often due to the fact that intersex people are not informed of the existence of this term, but instead receive a medical diagnosis. Health care workers often fail to point out organizations which fight for intersex rights, such as Intersex Íslands and Samtökin ‘78, the National Queer Association of Iceland. Additionally, people learn of their intersex characteristics at different times in their lives, ranging from birth to cremation, so these numbers are only an estimation. Intersex people and their status within the Icelandic health care system In 2019, Amnesty International published a report involving the resources available by the Icelandic health care system to people with atypical sex characteristics and their families. The report shed light on how these services fundamentally lack a clear, human rights-oriented codes of conduct, an interdisciplinary approach and effective social support. Those who were part of Amnesty’s report described how they felt unheard by doctors, and their wishes regarding what they wanted for themselves for their children were often ignored, while the doctors instead wished to intervene and “fix” the bodies of intersex individuals with surgery or hormonal treatments. This maintains the view that intersex people are a medical problem which needs fixing. It also became apparent that people had difficulty approaching health care services where their human rights were upheld - which, in some cases, caused long-temr damage. It’s clear that the Icelandic health care system lacks interdisciplinary treatment groups, specialized in the matters of intersex individuals.

can further reinforce these outdated views, and there are examples of invasive procedures leading to unnecessary and preventable health issues. These surgeries have been regarded as necessary in order to adjust children’s bodies so they adhere to typical sex characteristics, rather than having a health-related purpose. Judging from the facts and research listed above, it can certainly be argued that the Icelandic health care system is incompetent when it comes to providing equal, human rights-based health care service. Graduated health care workers are bound by duties and rules of conduct they must follow to the utmost extent. The very first rule of the National Physicians’ Association of Iceland states: “Respect for human beings should always be at the forefront, i.e. the wellbeing, sanctity and autonomy of patients”. Nursing codes of conduct likewise states: “The essence of nursing is the care and concern for the client, and respect for their life, wellbeing and human sanctity”. The treatments and services provided to intersex people by the Icelandic health care system surely do not meet the requirements of the aforementioned rules of conduct. Documented rules and regulations aside, there is undoubtedly much need for ensuring that not only the health care system, but Iceland in its entirety becomes a safe place, free of discrimination and prejudice.

In recent years, there’s been a significant shift in conversation and views regarding intersex people. Since the aforementioned report’s publishing, bills on gender identity have been made into law, which involve (among other things) the rights of intersex children and adults. The bill also involved the right to gender neutral registration without the diagnosis of “kynáttunarvandi” (an outdated term for gender dysphoria). Additionally, children under the age of 18 are now able to document their correct name and gender at Registers Iceland with parental agreement. These changes to our laws are certainly a cause for celebration and a step forward regarding queer rights, but what remains is ensuring the protection of intersex children who are often made to undergo unnecessary and invasive surgeries. Through the years, intersex children and adults have commonly been regarded as a problem which needs fixing. Surgery and/or treatments like this

59


Victoria Bakshina

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

“ In a perfect world we would all be queer”: A Ukrainian perspective

á ógagnkynhneigðarmiðaðan völl. Mín fyrsta reynsla var slæm, jafnvel móðgandi upp að vissu marki. Ég fór í partý, ég laðaðist ekki að gaurnum, en var með samviskubit og gat ekki sagt nei við hann. Á öðru stefnumóti varð ég ástfanginn. Þannig byrjaði þetta allt saman.

Victoria Bakshina: Við komum bæði frá slavneskum löndum þar sem viðhorf til hinsegin sambanda og LGBTQIA+- samfélagsins er fjandsamlegt. Svo langar mig að spyrja: hvenær áttaðir þú þig á því að þú værir hluti af LGBTQIA+-samfélaginu og hvernig hafa aðrir brugðist við þessu? Sergej Kjartan Artamonov: Það var engin skýr uppljómun á því hjá mér. Þegar ég var yngri hafði ég áhuga á stelpum, og ég fór jafnvel á stefnumót með þeim. Ég hafði líka áhuga á strákum. Á ákveðnum tímapunkti áður en internetið var til fann ég spil með klámmyndum, og það var algjört áfall, ég eyddi drjúgri stund undir teppinu mínu í það að horfa á þessi spil. Nokkrum mánuðum áður en ég varð 18 ára steig ég fyrsta djarfa skrefið: fór á fyrsta stefnumótið mitt með strák. Ég var svo kvíðinn, þvældist um og reyndi að finna út hvað ég ætti að gera. Ég þurfti að flytja alla gagnkynhneigðarmiðaða reynslu mína

VB: Hvað með foreldra þína? SKA: Það er reyndar dálítið fyndið. Við pabbi minn eigum mjög dæmigert póst-perestroika afstöðulaust samband, og ég hef ekki átt vel þróað samband við mömmu mína heldur: ég var með henni til 6-7 ára aldurs, þá fór ég í skóla og amma mín og langamma höfðu umsjón með félagslífinu mínu. Þær eru úr öðrum heimi. Þess vegna hef ég sama hugarfar og Elísabet drottning í byrjun valdatíðar sinnar, eins og maðurinn minn

VB: Svo engan í fjölskyldunni grunaði neitt? SKA: Þau sögðu: ah, hann er listamaður, þetta er hann að fá skapandi útrás. Svo þegar ég kom til Íslands, þar sem allar mögulegar tegundir samkynhneigðar voru til, sagði fólk strax við mig: slakaðu á, við hjálpum þér að aðlagast. Þau vissu um leið og ég kom inn í herbergið. Þau sögðu mér að gleyma öllu bulli um kynhneigð mína og bara vera ég sjálfur. Án einhverra merkimiða. En mamma virtist samt ekki ná þessu. Hún hélt að vinkona mín frá háskólanum væri kærastan mín. Ég reyndi ekki að sanna að hún hefði rangt fyrir sér. Ég varð að fara varlega. Ég er ekki hörundsár, og enginn hefur nokkru sinni sagt neitt móðgandi við mig, en ég veit líka um viðkvæmara fólk en mig og svona hlutir taka virkilega á fyrir sum. Þegar ég giftist manninum mínum, tók mamma það ekki alvarlega, hún sagði gjarnan eitthvað á borð við: hættu þessum bröndurum þínum, þú ert ekki fyndinn. Þegar við sýndum henni samstæðu giftingarhringana okkar hélt hún að þetta væri prakkarastrik og kallaði okkur trúða. Þegar ég kom henni út úr Úkraínu og til Ítalíu í stríðinu, fékk hún að upplifa öðruvísi veruleika, og hlutirnir hafa breyst örlítið. Hún biður að heilsa manninum mínum oftar. En hún er róleg og þrjósk, jafnvel rólynd

1)    Fræg úkraínsk dragdrottning, alter egó af Andriy Danylko, söngvara, leikara, og grínista

60

Image: Sergej Kjartan Artamonov

Sergej er fæddur í Maríupol í Úkraínu og hefur búið á Íslandi síðan 2010.

Hvað varðar viðbrögð annarra, þá var ég sá sem hafði alltaf verið með munninn fyrir neðan nefið, ég vissi hvernig átti að búa til heilbrigð mörk og ég var félagslega virkur. Hins vegar gekk stúlka inn í tölvustofu í háskólanum einn daginn, heilsaði mér, og kallaði mig röngu nafni. Ég fattaði þá: ég var með prófíl á einni stefnumótasíðu undir þessu dulnefni. Ég átti í vandræðum með þessa stelpu lengi fyrir að hafa afhjúpað mig. Ég lét hið liðna vera gleymt en í kjölfarið fór ég að upplifa hómófóbíu. Auðvitað, þegar ég horfi á þetta núna, árið 2022, skil ég að þessi stúlka gæti hafa verið frelsari minn, því ég hefði ennþá starfað í háskólanum, hefði verið umtalsefni í slúðursögum, og hefði hugsanlega verið herkvaddur til að verja landamæri Úkraínu. Sem betur fer hætti ég að hugsa um háskólaferil sem forgangsverkefni mitt og hélt áfram.

grínast með. Mamma sagði mér að mér hafi fundist gaman að klæða mig eins og Verka Serduchka   1) , ég var mjög góð eftirherma hennar, þangað til nágranni okkar birtist einn daginn, sem tilheyrði baptistakirkju, og sagði að strákar ættu ekki að klæða sig eins og stelpur. Sú gamla norn afhjúpaði mig næstum því!


Interview with Sergej Kjartan Artamonov

Viðtal við Sergej Kjartan Artamonov kona. Þannig að ég býst við því að ég þurfi að koma út úr skápnum fyrir hana nokkrum sinnum í viðbót.

og sennilega fór að heimsækja fólkið þitt í Úkraínu á einhverjum tímapunkti. Hvernig var þessi upplifun?

VB: Þú komst til Íslands árið 2010. Hvernig voru fyrstu kynni þín af landinu?

SKA: Þetta er eins og að ferðast aftur í tímann. Því Maríupol þrátt fyrir stærðina sína er ennþá smábær miðað við alþjóðlega borg Kyiv, prýðilega Odessa eða listræna Lviv. Ég sneri aftur með þrá um heimalandið í hjartanu, en að utan var ég þakkinn þunnu leirlagi frá Bláa Lóninu. Allir voru að spyrja: hvað gerðist, hvers vegna ert þú glóandi? Mér leið eins og poppstjörnu. Ég var fús til að deila sögum mínum, en á sama tíma labbaði ég meðfram götum Maríupols og hélt höfðinu á mér hátt vegna þess að ég hafði sigrast á svo miklum ótta. Ég stóð upprétt í heimalandi mínu tilbúinn til að horfast í augu með allt mögulegt. Orðin gátu ekki sært mig, þau endurköstuðust. Það var styrkur sem ég hef fengið frá íslenska samfélaginu sem hafði kreist út úr mér innri hómófóbíu og látið mig sættast við sjálfan mig. En ég er enn að læra mikið, enn að byggja mig upp.

SKA: Þetta er eins og að vera á hinsegin skemmtiferðaskipi. Þú mætir bara eins og þú ert og öll eru sátt við það. Ísland og heimaborgin mín Maríupol eru eins og himinn og jörð. Stjórnmálakerfið og það hvernig ríkisvaldi er dreift á marga staði , Jón Gnarr, Pírata-flokkurinn, lesbía sem forsætisráðherra – allt þetta var nýtt og spennandi. Ég sá regnbogafánanum flaggað af opinberum stofnunum og fyrirtækjum! Friðarsúluna! Tæknivæðingu Íslands og víðsýni þessa lands. En eftir þessa upphaflegu, hamslausu hrifningu varð sjónin mín hægt en rólega skýrari. Ég áttaði mig á því að aðlögun mín í samfélaginu hófst vegna þess að ég fór að taka eftir vandamálum. Ég varð ástfanginn af öllum samkynhneigðum manneskjum sem ég kynntist fyrst. Svo byrjaði ég að taka eftir því að sumar þeirra áttu við ýmis vandamál að stríða: fíkn, geðraskanir, ofbeldishneigð. Og fyrir sum er það orðið að lífsstíl. Hinsegin umboð hér er fátæklegt. Við erum bara með einn góðan hinsegin klúbb, Kíkí og einn fjölbreytileikabar, Gaukinn. Myndin af samkynhneigðri manneskju sem er sýnd á Gleðigöngunni á Íslandi er nokkuð óbroskuð. Þetta er áreiðanleg mynd, sem er bara að daðra við gagnkyhneigðarmiðaða samfélagið. Það sýnir ekki allar hliðar hinseginleikans og fræðir gagnkynhneigðarmiðaða samfélagið ekki nógu vel. Ég er mikið til í öfgagleðigönguna, með fleiri birtingarmyndum hinseginleikans og sterkari samræðu. Ísland, sem land með metnað alþjóðlega þorpsins, getur enn lært mikið af stærri borgum og löndum. VB: Eftir að hafa búið á Íslandi í nokkur ár hefur þú safnað þessari reynslu

VB: Þú hefur ekki orðið þinn fullkomni sjálfur, ég skil. Við skulum ræða aðeins óþægilegra efni. Innrás Rússa hófst í febrúar 2022 og varð hvati fyrir hinsegin aktívisma í Úkraínu. Árið 2011 hafa verið samþykkt lög um lögleiðingu samkynja sambanda, í júní 2022 undirbjó fólkið í Úkraínu formlega beiðni sem krafðist löggildingu samkynja hjónabanda því "dagurinn hver gæti verið sá síðasti". Zelensky forseti brást við þessari beiðni í ágúst 2022 og bauð að íhuga þennan möguleika. En hann benti á að samkvæmt stjórnarskránni væri hjónaband byggt á samþykki karls og konu og samkvæmt herlögum er ekki hægt að breyta stjórnarskránni. Hvað finnst þér um það? SKA: Það er í samræmi við almenna tilhneigingu til samstöðunnar í Úkraínu, enginn verður skilinn eftir. Það er einnig í samræmi við gildi Evrópusambandsins, sem forseti okkar styður. En við skulum ekki gleyma því að stríðið getur verið handfjöll-

61

unartæki þar sem herlögin gefa forsetanum ótakmarkað vald. Hann hefði getað verið ákveðnari við að stuðla að þessum lögum. Í núverandi lögum eru enn smugur sem gætu leyft samkynja pörum að giftast, þetta er bara áhættusamt. Talsmenn þessa laga reyna að fræða fólk í gegnum mismunandi miðla, en hingað til hefur það aðallega laðað að sér hommafóba og klerka, sem töluðu um reiði Guðs og synd. Sem endurtekur frásagnar rússneskra embættismanna. En við hinsegin fólk, ítrekum að þetta séu gildi sem við veljum: jafnrétti, fjölbreytileiki, engin aðgreining, umboð og sjálfsmynd. Það eru einnig raddir á okkar þingi sem eru eindregið gegn LGBTQIA+, sérstaklega þjóðernissinnar frá Vestur-Úkraínu. Meirihlutinn er einnig í meðallagi í skoðunum sínum, þeir fylgja bara straumnum. Kirkjan er sterklega andstæð samkynja hjónaböndum. Við viljum lifa samkvæmt evrópskum gildum, en á sama tíma viðhalda okkar eigin, t.d. lóðréttu valdaskipaninni. Þeir telja ef þeir gæfu hinsegin fólki fleiri réttindi gætu aðrir hópar átt óhægt um vik. Þeir sjá það ekki sem gagn fyrir alla. En almennt held ég að LGBTQIA+-spurningin sýni best þennan mun á evrópskum gildum eins og viðurkenningu, jafnrétti og umboði, og rússnesku frásögninni, sem er afar hommafælin í eðli sínu. VB: Hvernig lítur hinsegin samfélag í Úkraínu í hinum fullkomna stríðslausa heimi? SKA: Mér líkar vel við íslenska dæmið. Þú ert bara manneskja fyrst og fremst. Listamaður, rithöfundur og svo hinsegin manneskja. Kynhneigðin þín er lykilatriði en er ekki tæmandi. Ég þekki fólk, sem eru LGBTQIA+-bandamenn, sem eru hluti af hinsegin samfélaginu bara vegna þess að sálin vill það. Hinseginleikinn þinn skilgreinir þig ekki. En ef við hugsum um þetta á heimsvísu þá ættu öll að vera hinsegin, því það er það sem við öll erum. Engin ströng mörk, engin merki. Frelsið hugtakið kynhneigð frá öllum aukablæ. Draumur minn væri


Victoria Bakshina að sjá Úkraínu í öllum hinsegin litum. Og við erum nú þegar á leiðinni til að byggja upp þetta samfélag: fyrir stríðinu blómstraði hinsegin líf, við eigum líka fullt af tónlistarmönnum sem eru kynlausir og styðja hinsegin fólk opinberlega. Allt það stuðlar að sýnileika hinsegin fólks. Skopmyndin af hinsegin fólki eins Boris Moiseev  1) er farin. Þess í stað birtist flókin og blæbrigðaríkari mannleg útgáfa af því. Hómófóbía og fordómar eru auðvitað enn til staðar, margir eru enn á móti LGBTQIA+ "dagskránni" í stjórnmálum. En ég held að Zelensky geti tekist á við það. En hinsegin fólk Í Úkraínu ætti ekki að slaka á og gera ekki neitt, þau ættu að endurmóta sig og berjast við innri og ytri hómófóbíu. Þannig græða allir. Sergej was born in Mariupol, Ukraine, and has lived in Iceland since 2010. Victoria Bakshina: We both come from Slavic countries, where the attitude towards non-heteronormative relationships and the LGBTQ community is hostile. So, I would like to ask: when have you realized that you are a part of this community and how did others react to this? Sergej Kjartan Artamonov: There was no clear realization of it as such. When I was younger, I was interested in girls, and I even went on dates with them. But I was interested in guys , too. At a certain point in the pre-Internet era, I found cards with pornographic images, and that was quite a shock, I spent a while under my blanket looking at them. A couple of months before turning 18 I took a bold step: had my first date with a guy offline. I was so nervous, running around trying to figure out what I was supposed to do. I had to transfer all my heteronormative experience onto a non-heteronormative ground. My first experience was bad, even abusive to a certain extent. I went to a party, I was not attracted to a guy,

but felt guilty to refuse him. But with the second one I fell in love. That is how it all started. As far as the reaction from others is concerned, I have always been the one that is never at a loss for words, I knew how to create healthy personal boundaries and I have been socially active. However, one day in a computer class at the university a girl walked in, greeted me, and called me a wrong name. I realized: I had a profile on one of the dating sites with that name. I had a problem with that girl for a long time for exposing me. It is water under the bridge now, but that is how the homophobia started for me. Of course, looking at it now, in 2022, I understand that this girl might have been my savior because I would have remained working at the university, would have been a subject of constant gossiping and would have been drafted to defend the borders of Ukraine. Thankfully, I stopped thinking of a university career as my priority and moved on with my life. VB: And what about your parents? SKA: That is quite funny. With my dad we have a very typical post-perestroika non-aligned relationship, and I have not had a well-developed relationship with my mum either: I was with her until the age of 6-7, then I went to school and my grandmother and great-grandmother supervised my extracurricular activities. But they are from a different world. That is why I have the mentality of an early era Queen Elizabeth, as my husband jokes. My mum told me that I liked to dress up like Verka Serduchka  2) ,I did a good impersonation of them, until one day a neighbor, who happened to belong to a Baptist church, came and said that boys were not supposed to dress like girls. This old bat almost exposed me!

VB: So, the whole family did not suspect anything? SKA: They were saying: ah, he is an artist, that is his creative outlet. Then when I came to Iceland, where all types of gay people existed, they immediately told me: relax, we will help you adapt. They knew the minute I entered the room. They told me to forget all the nonsense about my sexuality and just be myself. Without labels. But my mum still would not clock me. She thought that my university friend was my girlfriend. And I did not try to prove her wrong. I had to be careful. I have thick skin, and no one has ever said anything offensive to my face, but I also know of more sensitive people that were driven to the edge by it. When I got married to my husband, she did not take it seriously, would just say something like: stop it with your jokes, you are not being funny. When we showed her our matching rings, she thought it was a prank and called us clowns. When I evacuated her from Ukraine to Italy during the war, she got to experience a different reality, things have slightly changed. She started sending greetings to my husband more often. But she is a calm and stubborn, even phlegmatic woman. So, I expect a few more coming-outs with her. VB: You came to Iceland in 2010. What was your first impression like? SKA: It is like being on a gay cruise ship. You just come as you are, and everyone is fine with it. Iceland and my hometown Mariupol are like heaven and earth. The political system with multiple decision centers, Jón Gnarr, the Pirate Party, a lesbian Prime Minister – all of it was new and exciting. I saw the pride flags on state buildings and businesses! The Peace Tower! The technological advancement of

1)    S ovéskur, hvít-rússneskur og rússneskur söngvari, einn af fyrstu opinberlega samkynhneigðu listamönnum, mjög Liberace-líkur. 2)

A famous Ukrainian drag persona of Andriy Danylko, a singer, actor, and a comedian


Viðtal við Sergej Kjartan Artamonov Iceland and its open-mindedness. But after the initial infatuation my vision slowly but surely cleared. I realized that my integration into society started when I began to notice problems. At first I was enamored with every gay person I met. Then I started noticing that some of them had issues: addiction, mental disorders, abusiveness. And for some it has become a lifestyle. The queer representation here is rather scarce. We only have one queer club, Kíkí, and one diversity bar, Gaukurinn. The image of a queer person translated through Pride here in Iceland is quite rudimentary. It’s safe, just flirting with the heteronormative society. It doesn‘t show all the facets of queerness and doesn‘t educate heteronormative society well enough. I’m all in for a radicalization of Pride, more representation and a stronger dialogue. Iceland, as a country with an ambition of a global village, can still learn a lot from bigger cities and countries. VB: After having lived in Iceland for a while you gathered all these experiences and probably went to visit your folks in Ukraine at some point. How was it? SKA: Well, it’s like traveling back in time. Because Mariupol, despite its size, is still a provincial town compared to cosmopolitan Kyiv, flamboyant Odessa or arty-farty Lviv. I returned yearning for homeland inside, but on the outside I still had the soft coating of the Blue Lagoon on my skin. Everyone was wondering: what happened, why are you glowing? I felt like a pop star. I was happy to share my stories, but at the same time I was roaming the streets of Mariupol holding my head high because I had overcome so many fears. Standing upright in my homeland ready to face anything. The words could not hurt me, they would ricochet. It was a feeling of strength that I have received from the Icelandic society

Interview with Sergej Kjartan Artamonov that had squeezed out my internal homophobia and made me accept myself. But I am still learning a lot about myself, still evolving. VB: You have not become your ultimate self, I understand. Let us discuss a less pleasant moment. The Russian invasion started in February 2022 and became the catalyst for the LGBTQ activism in Ukraine. In 2011 the law has been passed making same-sex relationships legal in Ukraine, in June 2022 the people of Ukraine started a petition demanding the legalization of same-sex marriage since “everyday could be the last one”. President Zelensky responded to this petition in August 2022 and instructed to consider this possibility. He recalled though, according to the Constitution, marriage is based on the consent of a man and a woman, and under martial law, it cannot be changed. What are your thoughts on that? SKA: It is cohesive with the general trend for unity in Ukraine, no one gets left behind. It is also in line with the values of the European Union, which our president supports. But let us not forget that war can be a tool of manipulation since martial law gives the president unlimited powers. He could have been more assertive in promoting this law. In the current law there are still loopholes which might allow the same-sex couple to marry, it is just tricky. The proponents of this law try to educate people through different platforms, but so far it has predominantly attracted homophobes and the clergy, which talks about the wrath of God, and sin, which repeats the narrative of the Russian officials. But we, the queer people, reiterate that these are the values we choose: equality, diversity, inclusion, representation, and identity. There are also voices in our Parliament that are strongly against LGBTQIA+, specifically the nationalists from Western Ukraine. The majority is also moderate in

their opinions, they go with the flow. The church is strongly against the same-sex marriages. We want to live with European values, but at the same time to keep ours, like the vertical of power. They think if they give gay people more rights other groups might be at disadvantage. They do not see it as a benefit for all. But overall, the LGBTQIA+ question best shows this discrepancy between the European values like acceptance, equality and inclusivity and the Russian narrative, which is extremely homophobic in its nature. VB: In an ideal, warless world, what would you like the LGBTQIA+ community in Ukraine to be like? SKA: I like the Icelandic example. You are just a human first. An artist, a writer and then a queer person. Your sexuality is pivotal but is not exhaustive. I know people, who are allies, who are a part of the community just because the soul wants it. Your queerness does not define you. But if we think globally, everyone should be queer, because that is who we all are. No strict boundaries, no labels. Free the concept of sexuality from all the extra hues. My dream would be to see Ukraine in all the queer colours. And we are already on the way to building it: before war, the queer life was blooming, we have a lot of musicians who are androgynous or publicly support gay people. All of it contributes to the visibility of the queer people. The caricature image of gay people like Boris Moiseev  1) is gone. Instead, a complex and more nuanced human version of it appears. The homophobia and stigmatization are still there of course, many are still against the LGBTQIA+ “agenda” in politics. But I think the president Zelenskiy can deal with it. But the queer people in Ukraine should not sit back and watch, they should work on themselves and fight both the external and the internal homophobia. This way everyone wins.

1)    A Soviet, Belorussian, and Russian singer, one of the first openly gay artists, a Liberace-type of gay


Samantha Louise Cone

hinsegin list Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að tala við listafólk sem tók þátt í hinsegin listamarkaði Q–félagsins, félagi hinsegin stúdenta, og ræða það hvað list þýðir fyrir þeim, hvernig þau nýta sér hana, og hvað gerir hinsegin list hinsegin. Á heimasíðu Stúdentablaðsins er að finna lengri útgáfu af þessari umfjöllun, ásamt myndum, nánari upplýsingum um listafólkið auk hlekkja að samfélagsmiðlum þeirra og heimasíðna. Spurningarnar sem ég lagði fyrir listafólkið voru víðtækar en það var gjarnan samhljómur í svörunum - tenging listafólksins við list tengdist oft samfélagi, tengingu, viðurkenningu og öryggi. Ég tók sérstaklega eftir hlýju viðmóti allra viðmælenda minna, og þau áttu það sameiginlegt að íhuga svör sín vel og vandlega. Ástríða þeirra skein í gegnum svörin sem mér voru gefin, ástríða sem teygir anga sína lengra en til listarinnar sjálfar og snertir á tilgangi listarinnar, því hvernig hún getur hreyft við fólki og stuðlað að breytingum.

Flest

samþykkti listafólkið að hinsegin list þurfi ekki að einblína á hinsegin málefni, og að hún sé í eðli sínu hinsegin - það að listin sé sköpuð af hinsegin manneskju, með hinsegin sjónarhorn á heiminn, er það sem gerir listina hinsegin. List endurspeglar jú alltaf þá manneskju sem skapar hana, og listafólk setur svip sinn á list sína með sínum hætti. Nokkur sem ég ræddi við svöruðu þessari spurningu á nákvæmari hátt; að hinsegin list sneri oft að samfélaginu og væri verkfæri til að skilja heiminn betur og útvíkka hugtök eins og kynvitund og kynhneigð.

Það

sem mér fannst einna áhugaverðast var að þó að fólk sammældist ekki alltaf um

skilgreininguna á hinsegin list voru svör allra einróma hvað varðar tilgang og mikilvægi hinsegin viðburða. Viðburðir eins og listamarkaður Q– félagsins í sumar gegnir því mikilvæga hlutverki að stuðla að einingu, tryggja að öllum viðstöddum líði eins og þau tilheyri, séu samþykkt eins og þau og séu í öruggu rými. Þessi gildi, að tilheyra og upplifa öryggi og samþykki eru byggingareiningar sem styðja við samfélagið og listsköpun og skapa vettvang fyrir sjálfstjáningu. Stuðningur getur tekið á sig ýmis form, og þó að skýrasta mynd hans sé að styðja fjárhagslega við hinsegin listafólk, lögðu flest þau sem ég ræddi við mesta áherslu á sammannlegu þættina sem eru til staðar á viðburðum eins og listamarkaðnum: sjálfstjáningu og þróun samfélags þar sem öll mega vera þau sjálf, sem er því miður ekki alltaf í boði eins og staðan er í dag.

Það er kýrskýrt eftir samtöl mín við listafólk Q–markaðsins hversu mikilvægir hinsegin viðburðir eru til þess að hlúa að fjölbreyttara samfélagi; að gefa listamönnum, -konum og -kvárum rými til þess að kanna tilveru sína, sjálfsmynd og reynslu í gegnum listina sína, sem á móti gerir öðru fólki kleift að spegla sig í listinni og hugsa um sína eigin reynslu og upplifun. List er djúpur og persónulegur vettvangur, og að tala um list, sjálfstjáningu og samfélagsgildi við þennan hóp listafólks var einstök og auðmýkjandi upplifun. Ég óska þeim öllum góðs gengis með listsköpun sína - man heyrir oft að mynd segi meira en þúsund orð, og ég mæli eindregið með því að öll skoði Instagramaðganga og vefsíður listafólksins og leyfi listinni að tala til sín. Q–félagið hyggst endurtaka leikinn næsta sumar og ég hvet öll eindregið til

64

þess að hafa augun opin fyrir næsta listamarkaði. /// I had the pleasure of speaking to several different queer artists that attended the Queer Art Market arranged by Q–félagið (the Queer Student Association) about what art means to them, how they use it, and what makes queer art ‘queer’. A more comprehensive version of this article, including images of each artist’s work, as well as links to their Instagram profiles, websites, and other contact details, can be found on Stúdentablaðið’s website. Although I tried to keep my questions broad, many of the responses had similar messages: that of community, connection, acceptance and safety. One thing I found especially poignant was how kind everyone was, and how so many people I reached out to really took the time to think about the topic. I could really feel the passion through the answers I was given, not just for the art, but also for what it represents, and more importantly, how it can make a difference. Most of the artists agreed that ‘queer art’ does not necessarily have to have a queer subject matter and it is ‘queer by default’ – in other words, it is the very fact that the art is being produced by a queer individual, who has a queer perspective on the world, that makes it queer – since art always reflects upon the artist, and the artist, in some way, puts themselves into their work. A couple of the artists were more specific, that queer art should be for the community, and that it is art that is used to help understand the world, often with a focus on


Queer Art Market

Hinsegin listamarkaður

queer art gender and sexuality. Something I found particularly striking was that whether they all agreed on what made queer art ‘queer’ or not they did all agree, completely unanimously, that queer-focused events, such as the art market, are incredibly special and important to both the queer community and the art community. The sense of connection, belonging, acceptance and safety found at queer events is something treasured by all, and rightly so. These values are essential as foundations for supporting the community and allowing individuals to become more confident in their own identity. Support does of course come in many different formats, and whilst the financial investment in queer artists is, obviously, a key way to support the community, it was not the primary focus of any of the artists I spoke to. Of far greater value, it seems, was the human impact and the way that these events act as safe spaces for self-expression, allowing a community to develop where everyone is authentically themselves, which is sadly not something that is always possible in the world today yet.

bling experience and I wish them all the very best with their work. I know that a picture speaks a thousand words, so I thoroughly recommend checking out their Instagram profiles and letting the art speak for itself. You won’t be disappointed.

It is clear from my conversations with each artist that queer-focused events are valuable in developing and maintaining a sense of community: allowing each artist the safe space they require to explore their lives, identity, and lived experience to the fullest, which in turn helps other people to explore their own experiences by creating connections between the art and their own lives. Art is a deeply personal and intimate medium, so being able to speak to the artists about their motivations, their values and their identities has been a uniquely hum-

65

Hannah Armada @thatgrumpyasian Nireu @_nireu_ Émilie Colliar @bloodsweattyr Höfuðlaus @hofudlaus Sitian @sitian.quan Lognsins List @lognsins Galactic Deer @galacticdeer


Sindri Snær Jónsson

ER Í LAGI, ÍSLAND ? Það er áhugavert að fylgjast með því hversu hratt samfélagið getur breyst. Það er ekki langt síðan hinsegin fræðsla leit dagsins ljós í grunnskólum og framhaldsskólum og var það mikill sigur fyrir hinsegin samfélagið allt. Það að fræða börnin okkar snemma um mikilvægi sýnileika hinsegin fólks og að skila skömminni yfir því að vera hinsegin frá ungum aldri ætti vissulega að stuðla að betri og öruggari framtíð fyrir hinsegin fólk almennt. Hins vegar virðist þróunin gjarnan einkennast af því að við tökum tvö skref áfram og eitt skref afturábak. Sumum á Íslandi finnst kannski vera of mikill sýnileiki meðal mismunandi fólks í dag - fólki sem er ekki hvítt, gagnkynhneigt, eða sískynja karlmenn. Nú þegar Andrew Tate hefur gert sig að fulltrúa hins risastóra, ,,kúgaða” meirihluta finnst ungum gagnkynhneigðum sískynja karlmönnum þeir loksins hafa fundið sína rödd og frelsið til þess að berjast gegn ,,woke” skæruliðunum. Hverjar eru birtingarmyndir þessarar uppreisnar gegn opnari umræðu um hinseginleika? Jú, mörg hafa tekið það að sér að fremja skemmdarverk um allt land sem hljóta að teljast árásir á hinsegin samfélagið. Hinsegin fánar hafa verið rifnir niður fyrir framan kirkjur og í heilum bæjarfélögum, tvisvar var krotað yfir hinsegin fánann sem málaður var fyrir utan Grafarvogskirkju með hræðsluáróðri - í fyrsta sinn var orðið ,,Antichrist“ krotað yfir fánann, en eftir að var búið að laga hann var aftur krotað yfir hann með orðunum ,,Leviticus 20:13.“ Í þeim kafla Biblíunnar sem verið er að vitna í stendur að ef karlmaður sofi hjá karlmanni eins og hann myndi konu, þá séu báðir aðilar réttdræpir. Á sama tíma og verið var að skemma og rífa niður fána um allt land var búið að skera á allar fánalínur á Rangárþingi ytra. Aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi taldi þetta atvik ekki vera árás á hinsegin samfélagið, heldur fannst henni þetta flokkast undir almennt skemmdarverk. Mörgum þykir þó liggja í augum uppi að ef eingöngu er verið að fremja skemmdarverk á hinsegin fánum um allt land, þá megi færa rök fyrir því að flokka megi þessa röð atvika sem hatursglæpi. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir að Ísland hafi lengi haldið sér á fyrsta stigi hvað varðar hatursorðræðu og glæpi gegn hinsegin samfélaginu, semsagt í tiltölulegu lágmarki. Nú finnst honum Ísland vera að færa sig yfir á annað stig. Það varð síalgengara að gelt væri á hinsegin fólk í sumar, en sú hegðun á rætur sínar að rekja til ungra karlmanna á TikTok sem tóku upp á því að gelta á trans konur, og í kjölfar þess hafa hinsegin unglingar fundið fyrir aukningu í hatursorðræðu og áreiti gegn þeim. Hópur unglinga greindi frá því í sumar að hlutum hafi verið grýtt í þau, að þeim hafi verið sagt að svipta sig lífi, þau fengið að heyra að þau séu

ekki manneskjur og að vegna þessa þori mörg þeirra varla út úr húsi nú til dags. Man undrar sig á þessu bakslagi í réttindabaráttu hinsegin fólks því krakkar í dag ættu að vita betur - börnin sem eru að byrja framhaldsskólagöngu sína á þessu ári fengu mun meiri fræðslu um hinsegin málefni heldur en nokkur önnur kynslóð á undan þeim. Það er ljóst að sum höndla ekki að sjá þegar fleiri hópar fólks innan okkar samfélags fá meiri sýnileika í daglegu lífi. Þónokkrir Íslendingar sem hafa látið í ljós neikvæðar skoðanir sínar á Facebook um endurgerð myndarinnar Litlu hafmeyjunnar. Á síðustu árum hefur samfélagsumræðan þróast þannig að þau sem útskúfa öðrum á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða vegna annarra eiginleika hafa í auknum mæli lotið í lægra haldi fyrir framsæknari röddum. Samt virðist vera að eiga sér stað þróun á meðal ungs fólks sem felur í sér aukna andúð gegn hinsegin samfélaginu, allavega meiri en áður fyrr. Er fólk orðið þreytt á að passa hvað það segir á opinberum vettvangi, eða er umræðan að verða æ meira pólaríseruð? Það er ekki langt síðan hinn umdeildi Karlmennskuspjallsskandall átti sér stað, en þá var lektor sagt upp í HR eftir að hafa deilt niðrandi ummælum um konur í lokuðum hópi aðeins ætluðum karlmönnum. Leyndarmálið er kannski falið í því að hlusta á reynslu og upplifun minnihlutahópa, reyna að skilja þá og berjast við fávisku sína í leiðinni - þá hefðu mörg minni ástæðu til að líða eins og þau þurfi að passa það sem þau segja. Hvernig spornar man gegn slíku hatri? Það er erfitt að segja, því það verða alltaf einhver sem neita að fylgja eða styðja frelsisbaráttu hinsegin fólks. Það er samt mikilvægt að minna fólk á að orð okkar og gjörðir hafa vægi, þó það virðist ekki alltaf vera svo. Þó að það hafi engin áhrif á þig að segja orðið faggi, kannski í léttu gríni, þá hefur það áhrif á þau sem hafa þolað að heyra það notað gegn þeim í mörg ár. Það er einnig margt svipað í daglegu tali sem flest missa af eða pæla ekkert allt of mikið í. Ef þú heyrir manneskju segja eitthvað niðrandi um vin þinn, á grundvelli húðlits, kynvitundar, kyntjáningar eða kynhneigðar, þá er æskilegast að standa með vini sínum sem verður fyrir áreitni - hvort sem sú manneskja er með inni í herberginu eða ekki. Það getur verið erfitt að standa með einstaklingum sem tilheyra minnihlutahópum ef man er statt í herbergi fullu af einstaklingum sem eru allir tilheyra meirihlutahópnum - til þess þarf hugrekki. Oft munu einstaklingar meirihlutahópsins standa saman og láta þér líða eins og þú hafir rangt fyrir þér, en svo lengi sem þín gildi eiga við um jafnrétti meðal allra hópa samfélagsins, þá ætti þér að vera alveg sama um hvað meirihlutahópnum finnst um þig.

66


Er í lagi, Ísland?

You Okay, Iceland?

YOU OKAY, ICELAND ? It is interesting to observe how quickly society can change. Not too long ago, education on LGBTQIA+ was introduced in primary and secondary schools, a massive victory for the queer community. Educating our children early on should prevent prejudice and stigmatization, and doing so at a young age should undoubtedly contribute to a better and safer future for queer people. However, progress tends to take two steps forward and one step back. Some people in Iceland may feel that there is too much representation of different groups of people - people who are not white, heterosexual, or cisgender males. Especially now that Andrew Tate has made himself the representative of the large, "oppressed" majority of young heterosexual men, who feel they have finally found their voice and the freedom to fight the "woke" justice warriors. What are the manifestations of this rebellion against a more open discussion of queerness? Some have taken it upon themselves to commit acts of vandalism across the country, which surely should be classified as acts of violence against the queer community. Queer flags have been torn down, and we’ve seen the vandalization of flags in entire municipalities. The queer flag painted outside the church of Grafarvogur was defaced twice with fearmongering propaganda - once with the word "Antichrist" scrawled over the flag.After the flag was repaired, it was vandalized again and "Leviticus 20:13" was scrawled over it; a Bible passage which states: "If a man lies with a man as with a woman, they have both committed an abomination." At the same time this took place, flags were vandalized and torn down all over the country, and all the halyards at Rangárþing ytra had been cut. However, the chief of police in South Iceland did not consider this incident to be an attack on the queer community, but classified it as a general act of vandalism. However, many people think that if vandalism is only being committed on queer flags throughout the country, then it can be argued that these series of incidents should be classified as hate crimes. Daníel E. Arnarsson, executive director of Samtökin 78, Iceland’s National Queer Organisation, stated that for a long period of time Iceland has been doing well in terms of hate speech and crimes against the queer community; in other words, they've stayed at a relatively low level. Unfortunately, now he feels like Iceland is moving in the wrong direction. Barking at gay people has become quite common this past summer, a behavior that stems from young men on TikTok who took to barking at trans women. As a result, gay youths have experienced an increase in hate speech and harassment directed towards them. A group of teenagers reported this summer that

things had been thrown at them; they were told to take their own lives and that they weren't human. Because of this, many of them hardly dare to leave the house. One wonders how this has come to fruition in today's world. Kids today should know better, and those starting high school this year have had more education regarding queer matters than any other generation before them. It is clear that some people cannot handle seeing other groups within our society receive more visibility in their daily lives. Quite a few Icelanders have expressed their negative opinions on Facebook about the remake of The Little Mermaid. In recent years, the social debate has developed so that those who ostracize others based on sexuality, gender identity, gender expression, or other characteristics, have been increasingly marginalized by more progressive voices. However, there seems to be a trend present among young people, including an increased hostility towards the queer community, at least more so than in the past few years. Are people tired of being careful about what they say in public? Or is the debate merely becoming more polarized than before? The controversial "Masculinity chat" scandal took place not long ago when a lecturer from the university of Reykjavík was fired after sharing derogatory comments about women in a closed group intended only for men. Perhaps the secret lies in listening to the experiences of minorities, trying to understand them, and fighting ignorance along the way - then fewer people would have reason to feel like they have to be careful about what they say. How do you counter such hatred? It's hard to say because there will always be those who refuse to follow or support queer liberisation. It's still important to remind people that our words and actions matter, even if it doesn't always seem that way. While saying the word "fag," perhaps in jest, or purposefully refusing to use a person’s preferred pronouns may not affect you, it does affect those who have endured hearing it used against them for years. There are also many similar things in everyday speech that most people miss or don't pay too much attention to. Suppose you hear someone say something derogatory about your friend based on skin color, gender identity, gender expression, or sexuality. In that case, it's your duty to stand by your friend who is being harassed - whether that person is in the room or not. It can be challenging to stand up for people belonging to minority groups in a room full of people from the majority group - it takes courage. Often, the individuals in the majority will stand together and make you feel like you're in the wrong. But as long as your values a​​ pply to equality among all groups in society, you shouldn't care what the majority thinks of you.


Ég elska þessa skyrtu, hún er litrík, björt og fer vel við margt annað sem ég á. Það sem ég elska mest er samt hvað hún er þægileg og veitir mér sjálfsöryggi þegar ég klæðist henni, þó ég skilgreini mig hvorki sem lesbíu né pabba, og svo á ég ekki einu sinni grill! Ég veit að fólk dregur mögulega ályktanir um mig skyrtunnar vegna, en hamingjan sem ég finn fyrir þegar ég klæðist henni vegur þyngra en kvíðinn sem ég gæti upplifað í kjölfar þess að einhver dæmdi mig fyrir hana (í ofanálag er þessi lesbíu-grillpabba-sleggjudómur eiginlega drepfyndinn). Ég er hreint ekki viss lengur um hvort það sé yfirhöfuð hægt að komast hjá því að vera

?

dæmdur út frá smekk eða útliti - en aftur, þá er smekkur eitthvað sem við höfum ákveðið vald yfir.

FASHIONABLE

„Tíska er ekki endilega hinsegin í eðli sínu“

QUEERLY

Tökum sem dæmi hugmyndina hér að ofan - með því að tjá þig með fatastílnum þínum gerirðu ráð fyrir því að einhver sjái það, og dragi kannski ályktanir byggðar á útliti þínu. Útlit og klæðnaður eru með því fyrsta sem fólk tekur eftir í þínu fari, og útlit er (ekki alltaf, en að einhverju leyti) eitthvað sem þú getur stjórnað. Við höfum flest heyrt að ekki eigi að dæma bók af kápunni einni saman, en tíska er samt bókakápan sem við veljum okkur, það hvernig við viljum birtast heiminum, og það er óhjákvæmilegt að fólk dæmi mann fyrir það. Ég lít ekki á sjálfa mig sem sérstaklega tískumiðaða manneskju, en einn daginn hafði vinið mitt orð á því að skyrtan sem ég var í léti mig líta út eins og „lesbískan grillpabba“. Skyrtan er upphneppt með stuttum ermum og dálítið skrítnu og hippalegu mynstri (ég fann hana í karladeild búðar því mér finnst ég oft finna skemmtilegri föt og mynstur).

QUEER

Tíska sem form sjálfstjáningar, og mikilvægi þess að dæma ekki út frá útlitinu einu saman

FASHIONABLY

Þegar ég settist niður til að skrifa þessa hugleiðingu, var ég búin að ákveða að fjalla um hinsegin tísku með einhverju móti, en mér fannst allt sem ég skrifaði stangast á við hvort annað. Því meira sem ég hugsaði um staðhæfingar mínar, því minna virtust þær passa saman.

OR

Samantha Louise Cone

68

Ekki öll tíska er sérstaklega hinsegin, en ef hinsegin manneskja ákveður að klæðast á ákveðinn hátt og vinnur með útlit sitt á markvissan hátt getur stíllinn orðið hinseginn í kjölfarið; og á hinn bóginn, er það sem er kannski oft eyrnamerkt sem hinsegin ekkert endilega hinsegin í eðli sínu þó að einhver staðalmynd geri ráð fyrir því. Eins og eitt vin mitt orðaði það, þá er maður sem klæðist bleiku ekki endilega samkynhneigður, en samkynhneigður maður getur samt markvisst valið að klæðast bleiku vegna þess að hann er samkynhneigður. Báðir þessir valkostir eru fullkomlega réttmætir. Tíska er í eðli sínu leið okkar til að tjá okkur, varpa sjálfsmynd okkar fram á sjónarsviðið og sýna heiminum hver við erum. Ef við erum öll einstök, er ekkert okkar einstakt? Í framhaldi af þessu er hægt að velta fyrir sér hvort hægt sé að nota tísku til að stuðla að samfélagslegri heild, alveg eins og við notum hana til sjálfstjáningar. Er hægt að bera saman fjölhyggju og einstaklingshyggju? Ef við erum öll svona sérstök, þýðir það þá að ekkert okkar sé það? Að mínu mati finnst mér við geta verið einstök á sama tíma og við erum hluti af stærra samfélagi, eða mörgum samfélagshópum. Svo þarf man ekki alltaf að vera eins - tíska og manneskjan eiga það sameiginlegt að vera síbreytilegar og mótanlegar. Fötin sem þú velur þér á mánudaginn ráða því ekki hvernig þú klæðir þig alla hina daga vikunnar: fólk getur búið yfir mörgum mismunandi fatastílum, alveg eins og persónuleikar okkar eru marglaga. Tíska sem hreyfiafl Tilgangur tísku er, að mörgu leyti, er að víkka út sjóndeildarhring okkar,


Fashionably queer, or queerly fashionable?

Tíska og hinseginleikinn

Photos: Sand Zhark "Sand designs and creates cosplay outfits and recently their work has been featured in performances of Hedwig and the Angry Inch, Iceland." IG: @sand_zhark / FB: @SandraTailsCosplay

69


Tíska og hinseginleikinn

Samantha Louise Cone

alveg eins og önnur form listar. Ein leið til þess að vekja upp spurningar með notkun tísku er að snúa norminu hvað varðar kynhlutverk á haus. Þetta er hægara sagt en gert sums staðar í heiminum, þar sem það er ekki öruggt, löglegt, eða samfélagslega samþykkt. Of margir staðir, of margar aðstæður í heiminum hindra fólk í því að vera það sjálft eða tjá sig óhindrað. Í fullkomnum heimi værum við einfaldlega samþykkt fyrir það sem við erum, óháð því hvernig við klæðumst, eða fólk myndi allavega ekki draga neikvæðar ályktanir út frá klæðaburði okkar: tíska væri einfaldlega séð sem tíska, stíll, eða list - í stað þess að draga ályktanir um hæfni eða persónu viðkomandi. Ef þessi fullkomni heimur lítur einhvern tímann dagsins ljós, velti ég því fyrir mér hvað verður þá um þann hluta tísku og listar sem hefur að gera með að þrýsta á samfélagsleg mörk og bjóða kynhlutverkum birginn, þegar það eru engin mörk sem þarf að brjótast framhjá lengur? Ef við byggjum í heimi sem samþykkti okkur algjörlega eins og við viljum vera, hvernig myndi stíll fólks verða? Ég væri allavega mjög spennt að sjá svarið við þeirri spurningu, því ég er handviss um að algjörlega óhefluð tíska fólks yrði stórkostleg.

by its cover, but fashion is the cover we choose for ourselves, how we decide to present ourselves to the outside world, and inevitably, people do judge us for that. I do not consider myself to be particularly fashionable, and one day my friend told me my shirt made me look like a ‘lesbian barbeque dad’. It’s a short sleeved, button up shirt, with a weird psychedelic pattern (I got it from the ‘men’s’ section of a store because the shirts there are more fun than the ‘women’s’ section). Now, I love this shirt, it’s bright, colourful, and goes with a whole bunch of my outfits. More importantly to me though, it’s comfortable, and I feel comfortable and confident when I wear it, even if I don’t identify as a lesbian, I’m not a dad, and I don’t even own a barbeque. I know that wearing this shirt might make people judge me in a certain manner, but the happiness I get from wearing it outweighs any stress I’d feel for the judgement associated with it (especially since this judgement is, quite frankly, hilarious). I’m not sure anymore if it’s possible for people not to be judged by their style - luckily though, style is something we can choose.

When I sat down to write this article, the topic I was supposed to write about was ‘queer fashion’ but every time I wrote anything down, I found the statements I’d made conflicted with one another. The more I thought about it, the less compatible some of these statements seemed with each other.

“Fashion is not inherently queer”

Fashion is a form of self-expression, and we shouldn’t judge people by their covers Take for instance the idea above for instance – by expressing yourself through your style you are asking to be judged for it. It is the first thing people notice about you and it is (usually, and ideally) something you can control about yourself. We’re always taught not to judge a book

Not all fashion is queer, but if a queer individual wears something, actively decides to style themselves in a certain way then it can become queer; and on the flip side, something ‘stereotypically’ queer doesn’t have to be inherently queer simply because of the stereotypes associated with it. As one friend of mine put it, if a man is wearing pink he isn’t necessarily gay, however a gay man may make the choice to wear pink specifically because he is gay. Both of these options are perfectly legitimate. Fashion is a form of self-expression, it can emphasise or highlight someone’s identity, aspects of their personality and life that they are proud of, that show the world who they are.

70

Fashionably queer, or queerly fashionable? If everyone is unique, no one is The question then becomes, if you are using fashion to show off your identity, as an individual, how is it that people can use fashion to form a sense of community? Are the ideas of community and individuality even compatible? If everyone is special, does that mean that no one is? Well, you can be unique and part of a larger community, or communities. What’s more, you don’t have to be the same all the time – just like us, fashion is malleable. What you wear on Monday doesn’t have to be what you wear for the rest of the week: people can have multiple styles, in the same way that people have multiple facets of their personalities. Pushing boundaries is a large part of fashion (and art) A large part of fashion, like art, is about pushing boundaries, and one way to do this is to subvert traditional gender norms. In many places though, this isn’t possible – it isn’t safe, or legal, or accepted. There are too many places and situations where people are unable to be themselves or express themselves. In an ideal world, people would be accepted for who they are, regardless of how they’d like to dress, yes people might still be judged by how they dress, but not necessarily in a negative way: clothing could simply be seen as clothing, or as art, and not a reflection of someone’s character, or competence. But if this ideal world comes about, it makes me wonder… what happens to that part of fashion and art relating to pushing boundaries and subverting traditional gender norms when there are no more boundaries to push? In a completely accepting world what would people’s style become? I, for one, would be very excited and curious to find out, because I am sure it would be fabulous.


FRÍTT STUÐ FYRIR STÚDENTA! Þú ert aðeins eina mínútu að skipta yfir

Við gefum stúdentum frítt rafmagn í heilan mánuð! Þegar þeim mánuði lýkur færðu 10% afslátt af raforkuverði hjá Orkusölunni. Komdu í stuðið á orkusalan.is/student


Lísa Margrét Gunnarsdóttir

ARGAFAS OG AÐGERÐIR Í sumar tilkynnti FINA, Alþjóðasundsambandið, breytingar á regluverki sínu og boðaði takmarkanir á aðgengi trans kvenna að sundmótum sambandsins. Breytingarnar fólust í banni þátttöku trans kvenna í keppnum á afreksstigi ef kynleiðréttingarferli hófst eftir 12 ára aldur. Þessi reglugerð felur í sér útilokun flestra, ef ekki allra trans kvenna, þar sem það er svo gott sem ómögulegt að hefja kynleiðréttingarferli fyrir 12 ára aldur alls staðar í heiminum. Á málþingi Alþjóðasundsambandsins var tillagan samþykkt með 71% atkvæða, meðal annars af Sundsambandi Íslands, en ákvörðunin hefur síðan sætt talsverðri gagnrýni. Þau sem eru andvíg þessari ákvörðun hafa vakið athygli á því að ótvíræð afturköllun á réttindum ákveðins hóps fólks sé aldrei siðferðislega réttlætanleg. Þau taka þá fram að ef að siðferðisrök duga ekki til að koma í veg fyrir að mannréttindi séu virt, verður í það minnsta að byggja ákvörðun á gögnum sem að byggja á nákvæmum og marktækum rannsóknum. Viðbrögð á Íslandi Á Íslandi var afstaða Sundsambands Íslands gagnrýnd harðlega, en þar má sérstaklega nefna óformlega hópinn Argafas. Stúdentablaðið ræddi við Elí, einn meðlima Argafass, um forsendur ákvörðunar Sundsambandsins og hvernig hún endurspeglar stöðu trans fólks í íþróttum. ,,Argafas spratt í rauninni upp sem mótsvar við afstöðu Sundsambands Íslands. Við áttum það öll sameiginlegt að finnast vanta fleiri háværar raddir í kjölfar þessarar ákvörðunar. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sagði ekkert, Samtökin ‘78 töluðu eitthvað um þetta í fjölmiðlum en stigu varlega til jarðar, og okkur

fannst bara skorta viðbrögðin af hálfu samfélagsins og íþróttasamtaka.“ Elí bendir á að mikilvægt sé að setja ákvörðun sem þessa í samhengi og átta sig á alvarleikanum sem fylgir því að samtök á heimsmælikvarða ákveði að takmarka aðgengi hóps að stærsta keppnisviðburði í íþróttum. Hafandi stundað íþróttir sjálfur af miklum krafti segir hann að það séu óásættanleg skilaboð til trans fólks sem iðkar íþróttir. “Hvatinn fyrir því að stunda ákveðna íþróttagrein af krafti er oft, ekki alltaf, en mjög oft, að verða framúrskarandi í þinni íþrótt. Það að vita að þó að þú myndir ná framúrskarandi árangri í þinni íþrótt muntu samt aldrei geta tekið þátt í heimsmeistaramóti ef þú ert trans stelpa eða kona sem vilt keppa í kvennaflokki er svakaleg þvingun og mikið bakslag í réttindabaráttu trans fólks.” Illa ígrunduð ákvörðun Ákvörðun FINA leit dagsins ljós eftir árangur Liu Thomas, en hún er trans kona sem vann NCAA titil í sundi og hugðist keppa í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024, og hefði þá verið fyrsta trans konan sem þar keppir. FINA sagði ákvörðunina byggða á vísindalegum grundvelli, gerðar hefðu verið rannsóknir á trans konum og í ljós komið að trans konur sem hefðu undirgengist kynleiðréttingu eftir að kynþroskaskeið átti sér stað hefðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Hins vegar eru einfaldlega ekki til rannsóknir sem ná yfir frammistöðu trans kvenna í sundi samanborið við frammistöðu cís kvenna í sundi. Því skjóti skökku við að halda því fram að nýjar reglur FINA séu byggðar á vísindum.

72

,,Þetta er svakalega gróft, það er bókstaflega verið að afturkalla áður áunnin réttindi fólks, þó að ekki ein trans kona hafi áður keppt í heimsmeistaramóti í sundi. Rannsóknir þurfa að vera nákvæmar, það þarf að bera saman við mengi, vera með nógu margar sís afrekskonur í sundi og bera þær saman við nógu margar trans afrekskonur í sundi. Flestar rannsóknir sem liggja til grundvallar þessari ákvörðun Alþjóðasundsambandsins voru hins vegar gerðar á sís karlmönnum!“ Joanna Harper, langhlaupari og sú eina sem hefur birt ritrýnda rannsókn á frammistöðu trans fólks í íþróttum, hefur gagnrýnt ákvörðun FINA. Eins og hún orðar það, er alls ekki ástæða til að útiloka að trans konur gætu verið með forskot á einhverjum sviðum í vissum íþróttum. Hins vegar séu vísindin þannig staðsett að enginn grundvöllur sé fyrir því að taka jafn afgerandi ákvörðun og þessa, og fráleitt að FINA rökstyðji ákvörðunina sem svo að hún sé byggð á vísindalegum rannsóknum. Háskólanemar og fræðafólk getur svo sannarlega tekið undir það að jafn afgerandi ákvörðun, sem felur í sér útilokun ákveðins hóps frá því að stefna hátt í íþróttaiðkun sinni, ætti að byggjast á rökum og marktækum rannsóknum. Elí bendir á að bæði ákvörðunin og skortur á viðbrögðunum við henni sé lýsandi fyrir það að samfélagið taki réttindabaráttu trans fólks ekki nógu alvarlega. Ljóst er að Sundsamband Íslands tók gífurlega skaðlega ákvörðun, byggða á ímyndaðri forsendu eða ósannaðri tilgátu (trans konur hafa forskot í sundi), frekar en að byggja ákvörðun sína á raunverulegri staðreynd (útilokun eins hóps byggt á kynvitund þeirra er alvarleg mismunun og brot á mannréttindum).


Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

ARGAFAS Afleiðingar þessarar ákvörðanar eru eitthvað sem taka verður líka til greina, en þar má nefna önnur íþróttasambönd sem tóku sams konar ákvarðanir í kjölfar yfirlýsingar FINA. Alþjóðlega rugbysambandið fylgdi í fótspor FINA og meinaði trans konum aðgang að keppnum sínum á afreksstigi, og Alþjóðlega hjólreiðasambandið hækkaði þröskuld sinn talsvert hvað varðar þátttöku trans kvenna. Þar að auki hafa bresku þríþrautarsamtökin bannað þátttöku trans kvenna á bæði afreks- og grasrótarstigi. Önnur keðjuverkun þessarar þróunar er að löggjöf sem á við um trans konur hefur samstundis bitnað á sís konum, en strax eru komin fram dæmi um að foreldrar keppenda ásaki framúrskarandi íþróttastúlkur um að vera trans, og þær skyldaðar til þess að undirgangast ónauðsynlega og óþægilega líkamsskoðun svo hægt sé að ganga úr skugga um að þær séu sís konur. Heilbrigður andi fyrir öllu í íþróttastarfi Elí segir ljóst að íþróttasamtök hér á landi sem og alþjóðasamtök verði að gera upp við sig hvort sé mikilvægara; að tryggja heilbrigðan anda fyrir öll í íþróttastarfi, eða að ganga út frá þeirri tilgátu að örfáir aðilar hafi forskot á einu sviði. Aðgerðir sem þessar verði einnig að horfa á í samhengi við annað sem er að eiga sér stað í bakslagi gegn réttindum trans fólks. ,,Fólki er gefið svo mikið rými í umræðunni til þess að spúa röngum upplýsingum og hatri, Jordan Peterson, Sigmundi Davíð, á sama tíma og kerfisbundin morð og ofbeldi á trans fólki ágerast. Umræðan er gífurlega hatursfull og við tókum eftir því í kjölfar fréttaflutnings á mótmælum Argafass.“

AND

ACTION

Mótmæli Argafas og trans aktvísimi eru nauðsynlegt andsvar við því bakslagi sem er að eiga sér stað í réttindabaráttu trans fólks - bakslagi sem felst ekki einungis í útilokun og afturköllun réttinda, heldur líka aðgerðaleysi sem sendir þau skilaboð að tilveruréttur trans fólks sé ekki forgangsatriði, að fólki sé sama. Engin manneskja ætti að þurfa að velja á milli þess að uppfylla draum sinn um að verða afreksmanneskja í þeirri íþrótt sem hún stundar, eða að lifa frjáls eftir sinni eigin kynvitund. Að lokum vill Elí benda á að hann heldur utan um íþróttahóp í íþróttasal Háskóla Íslands í samstarfi við Q–félagið. Þar fara fram hóptímar einu sinni í viku fyrir trans fólk, kynsegin fólk og gender questioning einstaklinga þar sem það getur komið saman til að æfa. Fyrir áhugasöm er hægt að hafa samband við Q– félagið á queer@queer.is eða leita að viðburðinum á facebook ,,Sterkari saman - líkamsrækt fyrir trans fólk“. /// This summer, FINA, the International Swimming Federation, announced changes to its regulatory framework and restrictions on trans women's access to the Federation's swimming tournaments. The changes included a ban on the participation of trans women in elite-level competitions if a gender correction process began after the age of 12. This regulation excludes most, if not all, trans women, as it is virtually impossible to begin a sex reassignment procedure before the age of 12 anywhere in the world. The proposal was approved by 71% of the votes at a forum of the International Swimming Federa-

73

tion, among others by the Icelandic Swimming Association, but the decision has since been subject to considerable criticism. Those who oppose this decision have drawn attention to the fact that the unequivocal revocation of the rights of a certain group of people is never morally justified. They point out that if ethical arguments are not sufficient to prevent respect for human rights, the decision must at least be formed on data based on accurate and relevant research. Reactions in Iceland In Iceland, the attitude of the Icelandic Swimming Association was severely criticized, especially the informal group Argafas. The Student Paper spoke to Elí, one of Argafas members, about the reasons for the Swimming Association's decision and how it reflects the status of trans people in sports. “Argafas actually originated as an opposition to the position of the Icelandic Swimming Association. We all felt that we needed more voices in the wake of these decisions. The Icelandic Sports and Olympics Association did not say anything, Samtökin ‘78 talked about it in the media but treaded carefully, and we just felt that the reaction from the community and sports organizations was lacking. Elí points out that it is important to put a decision like this in context and to realize the seriousness of the fact that a world-class organization decides to restrict a group's access to the largest competitive event in sports. Having played sports himself, he says that is an unacceptable message for trans people who play sports.


Lísa Margrét Gunnarsdóttir “The motivation to pursue a certain sport vigorously is often, not always, but very often, to become excellent in your sport. Knowing that even if you were to excel in your sport, you would never be able to compete in a World Cup if you are a trans girl or woman who wants to compete in a women's category, is a huge constraint and a big setback in the rights struggle of trans people.” Ill-considered decision

74

if it were based on scientific research. University students and academics can certainly agree that an equally firm decision, involving the exclusion of a certain group from pursuing a high level of sporting activity, should be based on sound and significant research. Elí points out that both the decision and the lack of reaction to it are indicative of the fact that society does not take the rights struggle of trans people seriously enough. The Icelandic Swimming Association made an extremely damaging decision, based on an imaginary assumption or an unproven hypothesis (trans women have an advantage in swimming), rather than basing their decision on real fact (the exclusion of one group based on their gender identity is a serious discrimination and a violation of human rights). The consequences of this decision are something that must also be considered, including other sports associations that made similar decisions following FINA's statement. World Rugby followed in FINA's footsteps and banned trans women from entering their competitions at an elite level, and the International Cycling Association raised its threshold considerably in terms of participation of trans women. In addition, the British Triathlon Federation has banned the participation of trans women at both the elite and grassroots levels. Another chain effect of this development is that the legislation that applies to trans women has immediately affected ciswomen, but examples are already emerging of competitors ' parents accusing outstanding sportswomen of being trans and forcing them to undergo unnecessary and unpleasant physical examinations so that it can be made sure that they are ciswomen.

Image: EPA

FINA's decision was made following the success of Liu Thomas, a trans woman who won an NCAA title in swimming and planned to compete in the women's category at the 2024 Summer Olympics in Paris, becoming the first trans woman to compete there. FINA said the decision was based on scientific evidence, studies had been conducted on trans women, and it was found that trans women who had undergone sex reassignment surgery after puberty had too much of an advantage over other female competitors. However, there are simply no studies that cover the performance of trans women in

swimming compared to the performance of ciswomen in swimming. It's hard to believe that the new FINA rules are based on science. “It's gross, it's literally revoking people's rights, even though no trans woman has ever competed in a World Swimming Championship before. Research needs to be accurate; it needs to be compared to a set, have enough ciswomen athletes in swimming and compare them with enough trans women athletes in swimming. However, most of the research that forms the basis of this decision of the International Swimming Federation was done on cismen! “ Joanna Harper, a long-distance runner and the only one to have published a peer-reviewed study of trans people's performance in sports, has criticized FINA's decision. As she puts it, there is absolutely no reason to rule out that trans women might have an advantage in some areas of certain sports. On the other hand, the position of science is such that there is no basis for making a decision as firm as this one, and it is absurd for FINA to justify the decision as


Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi A healthy spirit for all athletes Elí says sports organizations in Iceland as well as international organizations must decide which is more important; to ensure a healthy spirit for all in sports, or to assume that only a few parties have advantage in one area. Actions like these must also be seen in the context of another setback against the rights of trans people. “People like Jordan Peterson and Sigmundur Davíð are being given so much space in the debate to spew misinformation and hate, while systematic killings and

Við erum á Facebook og Instagram

/Augljos

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

violence against trans people continue. The discourse is extremely hateful, and we noticed it in the wake of the Argafas’ protests.“ Argafas’ protests and trans activism are a necessary response to the backlash that is taking place in trans people's rights struggles - a backlash that not only includes the exclusion and revocation of rights, but also inaction that sends the message that trans people's right to exist is not a priority, that people don't care. “No person should have to choose between fulfilling their dream of becoming an elite athlete in the area they chose or living in

their own gender identity freely.” Finally, Elí would like to point out that he runs a sports group at the University of Iceland in collaboration with Q–félagið. There are group classes once a week for trans people, queer people, and gender questioning individuals where they can come together to practice. If you are interested, you can contact the Q–félagið at queer@queer.is or search for the event on Facebook, “Sterkari saman - líkamsrækt fyrir trans fólk (Stronger Together - fitness for trans people)”.

LASER

AU G N A Ð G E R Ð I R Verið velkomin í forskoðun, tímapantanir eru í síma 414 7000 Kynntu þér háskólaafsláttinn http://www.student.is/afslaettir

Glæsibær, Vesturhús, 2. hæð • Álfheimar 74 • 104 Reykjavík • Sími 414 7000 • augljos@augljos.is • www.augljos.is


Elís Þór Traustason

„ KYNHNEIGÐ ER EKKI ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR HELDUR HVERNIG ÞÉR LÍÐUR“ Reyn Alpha er tölvunarfræði- og kynjafræðinemi við Háskóla Íslands. Hán er einnig ritari Q–félagsins og situr í stjórn Trans Íslands. Stúdentablaðið ræddi við hán um hvað það þýðir að vera eikynhneigt, mýtur tengdar hugtakinu og þau úrræði og samtök sem eru til staðar fyrir fólk sem skilgreinir sig sem eikynhneigt.

mismunandi útfærslum af sinni kynhneigð. Alls ekki allt eikynhneigt fólk er eirómantískt en það er nokkur skörun, margt fólk er bæði. Hefurðu alltaf vitað að þú værir eikynhneigt?

Hvað er demi?

Vissirðu þá af hugtakinu eikynhneigð?

Demisexual eða demi fólk er fólk sem laðast bara kynferðislega að öðrum ef það hefur einhver tilfinningaleg tengsl við það nú þegar eða er búið að kynnast því. Þau geta verið vinir eða tengst á einhvern annan hátt.

Ég vissi af hugtakinu og sá það fyrst þegar ég var tólf ára. Það meikaði bara ekki sens fyrir mér af því að ég skildi ekki hvað það þýddi. Í raun og veru skildi ég ekki heldur hvernig fólk bara vissi kynhneigðina sína almennt, hvernig það vissi að það væri samkynhneigt, gagnkynhneigt, tvíkynhneigt eða hvað sem er. Ég skildi ekki hvað kynhneigð var eða hvað hún þýddi. Fólk á erfitt með að gera greinarmun á kynhneigð og kynhvöt. Þetta er sitthvor hluturinn en því er oft blandað saman í allri umræðu. Það er gjarnan ekki tekið tillit til þess að fólk geti haft kynhvöt án þess að laðast að neinum.

Hvernig myndir þú útskýra eikynhneigð fyrir þeim sem ekki þekkja hugtakið?

Er hægt að laðast að einhverjum á rómantískan hátt en ekki kynferðislegan hátt? Fólk sem laðast lítið eða ekkert að öðru fólki á rómantískan hátt fellur undir það að vera eirómantískt. Því er oft hópað saman með eikynhneigð þó það sé sitthvor hluturinn. Þessir hópar eiga oft mikið sameiginlegt og nota sambærilegar skilgreiningar á

76

Já, mjög. Fólk heldur gjarnan að þetta sé læknisfræðilegt, t.d. einhver hormónavandi sem þurfi að laga. Þá tengir það við óeðlilega lága kynhvöt eða eitthvað svoleiðis sem það vill meina að sé vandamál. Þetta þarf alltaf að vera vandamál. Við eigum svo rosalega bágt. Hvaða mýtur eru í gangi um eikynhneigð? Hlutir sem fólk heldur fram sem er ekki raunin? Ég hef fengið að heyra það að þetta sé ekki til, að þetta sé ekki hægt. Hreinlega verið gefið í skyn að ég sé að ljúga um þetta. Fólk heldur því fram að það sé ónáttúrulegt og heldur frammi einhverjum eðlishyggjuskýringum. Hefur áhyggjur af fjölgun mannkyns eða eitthvað. Sumt fólk getur ekki ímyndað sér að það sé hægt að lifa án þess að laðast kynferðislega að öðrum. Þrátt fyrir að viðkomandi fólk sé gagnkynhneigt og viti það vel hvernig það er að laðast ekki að fólki af eigin kyni en það sama fólk getur ekki yfirfært það á allt saman eða öll kyn. Önnur mýta er að eikynhneigt fólk sé alveg tilfinningalaust og geti ekki átt í nánum samböndum við annað fólk. Sum halda að eikynhneigð sé skírlífi en það tengist því ekki neitt, eikynhneigt fólk þarf alls ekki að lifa neinu skírlífi, langt því frá. Það er til eikynhneigt fólk sem stundar kynlíf, það er engin líkamleg ástæða fyrir því að það gæti það ekki. Auðvitað er það misjafnt, ekki allt eikynhneigt fólk hefur kynhvöt, en stór hluti þess hefur hana. Það getur

Image: Guro Størdal

Eikynhneigt fólk er fólk sem laðast lítið eða ekkert kynferðislega að öðru fólki. Þetta er líka regnhlífarhugtak yfir minni hópa, t.d. demisexual og það sem er kallað graysexual yfir fólk sem er þarna einhversstaðar á milli. Í grunninn, ef manneskja skilgreinir sig sem eikynhneigða án annarra undirskilgreininga þá laðast viðkomandi ekki kynferðislega að neinum.

Það tók ansi langan tíma miðað við fólkið í kringum mig. Ég komst að því þegar ég var að verða átján ára. Það var vegna þess að ég heyrði þá í fyrsta skipti um hugtakið „kynferðisleg aðlöðun“ því ég vissi ekki að það væri til. Það er aldrei talað beinlínis um það frá grunni eða útskýrt hvað það er, það er einfaldlega alltaf gengið út frá því að fólk hafi upplifað það. Það er auðvitað erfitt að útskýra tilfinningar en það er hægt að lýsa því þannig að fólk hafi einhverja hugmynd um hvað kynferðisleg aðlöðun felur í sér.

Finnst þér eikynhneigð vera oft misskilin í umræðunni?


Interview with Reyn Alpha

Viðtal við Reyn Alpha

“ SEXUALITY IS NOT WHAT YOU DO, IT'S HOW YOU FEEL“ gert það fyrir makann sinn eða bara af því að þeim líkar við tilfinninguna. Það er líka alveg hægt að gera hluti án þess að hafa sérstaka eðlislæga hvöt til þess. Það dregur ekki úr eikynhneigð fólks að hafa stundað kynlíf með öðrum. Kynhneigð er ekki það sem þú gerir heldur hvernig þér líður. Til dæmis þá hættir hommi ekki að vera hommi þó hann sé giftur konu. Hvaða samtök eru til fyrir eikynhneigt fólk? Hvar er hægt að fræðast um eikynhneigð? Ég vil benda á félagið Ásar á Íslandi. Þau eru með eitthvað starf og halda stundum opið hús hjá Samtökunum ‘78. Ég hef sjálft ekki verið virkt í því en það stendur fólki til boða og það er gott að geta fundið sér samfélag. Samtökin ‘78 eru svo með einstaklingsráðgjöf hjá fagaðilum sem vita hvað þau eru að tala um og taka hinseginleika fólks sem sjálfsögðum hlut. Svo er hægt að lesa sér til um alla króka og kima hinsegin samfélagsins á vefnum Hinsegin frá Ö til A (otila.is). Reyna Alpha is a student of computer science and gender studies at the University of Iceland. They are the secretary of Q–Queer Student Association Iceland as well as the secretary of Trans Ísland’s board. The Student Paper spoke to them about what it means to be asexual, myths connected to the concept and resources and support available to those who identify as asexual.

How would you explain asexuality to those who don't know the term? Asexual people experience little to no sexual attraction to other people. Asexuality is also an umbrella term used for smaller groups, for instance demisexual and graysexual identities which fall somewhere in the middle of the spectrum In a nutshell, those who identify as asexual don't feel sexually attracted to others. What is demi? Demisexual or demi people only experience sexual attraction towards others if they already have an established emotional connection with them or have gotten to know them. They could be friends or connected in some other way. Is it possible to be attracted to someone romantically, but not sexually? People that experience little to no romantic attraction to others are termed aromantic. They are often grouped along with asexuals despite these being two different things. However, these groups often have a lot in common and use similar definitions for different performances of their sexuality. Not all asexual people are aromantic but there is some overlap, many people identify with both terms.

77

Have you always known that you are asexual? It took me quite a while compared to the people around me. I found out when I was almost eighteen years old. That was the first time I heard of "sexual attraction" because I didn't know it existed. It's never really talked about in basic terms or explained properly, people just assume everyone feels it. Of course it can be difficult to explain emotions but it should be possible to describe them in a way that give people some idea about what sexual attraction involves.


Viðtal við Reyn Alpha Did you know about the term asexual at the time? I was twelve when I heard the term for the first time. It just didn't make sense to me because I didn't know what it meant. Truth be told, I also did not understand how people knew their sexuality in general, how did they know they were gay, straight, bi or whatever. I didn't understand sexuality or what it meant. People have a hard time telling the difference between sexuality and sex drive. They are two different things but are often conflated in these conversations. It's not often acknowledged that people can have a sex drive without being sexually attracted to anyone. Do you feel that asexuality is often misunderstood? Yes, very. People often think that this is some medical issue, for example a hormonal imbalance that needs fixing. They connect it to an abnormally low sex drive or something of the sort, which they see as a problem. It's always made into an issue because people assume we must be unhappy.

Elís Þór Traustason What are some myths circulating about asexuality? Things people say that are not the lived reality of asexuals? I’ve often heard that it doesn't exist, that it's not possible to be asexual. Insinuations have been made that I'm just lying about it. People say it's unnatural and make some biological rationalizations for those statements. They seem to be worried about the continuation of the species or something. Some people can't imagine life without being sexually attracted to others. Despite these people being straight and knowing full well what it's like not to be attracted to people of their own gender they can't seem to expand it on everyone or all genders. Another myth is that asexuals are void of emotions and can't form meaningful relationships with other people. Some believe that asexuality is chastity but that isn't connected at all. Asexual people don't have to live a life of chastity, far from it. Some asexuals have sex, there is no physical reason why they couldn't. Of course it varies, not all asexuals have a sex drive, but a large portion of them do. Some have sex for their partners or simply because they enjoy the feeling. It is

78

Interview with Reyn Alpha very possible to do things without having some biological drive to do them. It doesn't make asexual people nay less asexual to have had sex with others. Sexuality isn't what you do, it's how you feel. For example a gay man doesn't stop being gay if he's married to a woman. What organizations are there for asexual people in Iceland? Where can I get more information on asexuality? I want to point you to Ásar á Íslandi. They organise some events and sometimes have an open house in the housing of the National Queer Association of Iceland (Samtökin '78). I myself have not been active with them but this is an option for those interested. Samtökin '78 also has individual counseling available with professionals that know more about this and can assist.


Peccatum Sodomiticum

Maicol Cipriani & Lísa Margrét Gunnarsdóttir

SÓDÓMA, 3. MÓSEBÓK OG RÖKVILLAN Í HÓMÓFÓBÍSKRI TÚLKUN BIBLÍUNNAR

Image: Gustave Doré (1832–1883), Brunetto Latini accosts Dante

SODOM, GENESIS AND THE PHALLACY OF HOMOPHOBIC INTERPRETATIONS OF THE BIBLE Ljóðræn pílagrímsferð Dante Alighieri í gegnum eftirlífið lýsir sjöunda hring helvítis og þeim týndu sálum sem gerðust sekar um saurlifnað sem stríðir gegn náttúru mannsins. Í helvíti snúast hlutirnir við og náttúran stríðir gegn þeim, og þær eru dæmdar til þess að hlaupa stefnulaust með logandi sand undir iljum sínum á meðan eldi rignir af himnum ofan. Þessi eilífa refsing er skírskotun í gjöreyðingu Sódómu og Gómorru sem lýst er í Mósebók. Í Biblíunni segir frá því þegar Guð tilkynnir Abraham áætlanir sínar um að útrýma Sódómu og Gómorru vegna ófyrirgefanlegra synda þeirra. Guð minntist hins vegar ekki á hvaða syndir íbúar þessara bæja hefðu framið til þess að eiga þau örlög skilið. Abraham og Guð gerðu í framhaldi samning; Guð samþykkti að hlífa borgunum tveimur ef hægt væri að ganga úr skugga um að að minnsta kosti 10 manns væru syndlausir. Tveir englar í mannslíki voru sendir til Sódómu þar sem maður að nafni Lot tók þeim opnum örmum og bauð þeim heim til sín. Hins vegar umkringdi múgur borgarbúa húsið og hvatti Lot til að færa þeim gesti sína svo þeir gætu nauðgað þeim. Englarnir sögðu Lot og fjölskyldu hans að þau væru einu réttsýnu íbúar borgarinnar og að þeim bæri að yfirgefa heimaborg sína samstundis. Brennisteini rigndi yfir Sódómu og Gómorru í framhaldi af því. Englarnir vöruðu Lot við því að líta til baka á meðan þeir flýðu glötun. Hins vegar freistaðist eiginkona Lots til að líta til baka og breyttist í saltstólpa. Sagan um Sódómu hefur í aldaraðir verið notuð til þess að réttlæta þá stefnu kristinnar trúar

að samkynhneigð sé synd (peccatum Sodomiticum). Í verki sínu Summa Theologiae lýsir heilagur Thomas Aquinas (1225-1274) því hvernig sódóma (e. sodomy) sé synd sem stríði gegn náttúrunni (peccata contra naturam). Hann skilgreinir sódómu sem samkynja kynlíf, maður með manni og konu með konu, og syndin sem Dante lýsir í sjöunda hring helvítis er að einhverju leyti byggð á skilgreiningu Thomasar á hugtakinu sódóma. Ef við lítum til dagsins í dag, sjáum við enn dæmi um það að kristnar kirkjur viðurkenni ekki samkynhneigð. Ef við lítum til sjálfrar Biblíunnar og rökfærslu kirkjunnar hvað varðar gjöreyðingu Sódómu og Gómorru vegna samkynhneigðar, stenst það ekki skoðun ef vel er að gáð. Í fyrsta lagi ákvað Guð að útrýma Sódómu og Gómorru löngu áður en englarnir voru sendir til Sódómu og þegar hann tilkynnti Abraham um áform sín minntist hann ekkert á samkynhneigð. Í öðru lagi vildu menn Sódómu ekki eiga í samkynhneigðu ástarsambandi við englana, þeir vildu nauðga þeim. Það er allt annar hlutur. Ennfremur, samkvæmt sumum nútímatúlkunum, var Guð reiður vegna ógestrisni íbúanna en ekki samkynhneigð þeirra. Dante skilgreindi sjöunda hring helvítis á tíma þar sem guðfræðileg hugsun miðalda var allsráðandi, og fleygði sódómítum dýpst í sjöunda hring helvítis. Verra verður það varla. Á hinn bóginn kom Dante fram við sódómítana af meiri virðingu en nokkurn annan syndara. Hann sýndi þeim kurteisi og jafnvel væntumþykju. Meðal sódómítanna rakst Dante á læriföður sinn Brunetto Latini. Dante var hissa á að sjá hann þarna og

79

spurði hann: „Ert þetta virkilega þú hérna, Ser Brunetto? ("Siete voi qui, ser Brunetto?") Í þessum hluta frásagnarljóðs síns vottaði Dante Brunetto virðingu sína með því að heiðra hann og kynna hann sem föðurímynd. Brunetto kallaði Dante „Ó, sonur minn.“ Dante ræddi við


Maicol Cipriani & Lísa Margrét Gunnarsdóttir Brunetto á rökfræðilegum nótum, ekki guðfræðilegum. Á dögum Dantes, þar sem samkynhneigð var álitin alvarleg synd af hálfu kirkjuyfirvalda, var hún ekki litin jafn hörðum augum hvað varðar borgaraleg lög. Hins vegar byrjaði guðfræðileg mótun sódómssyndarinnar að hafa mikil áhrif á siðferðislegar skoðanir almennings, og síðar var hörðum refsingum beitt þegar samkynhneigð var annars vegar. Saga kristinnar hefðar er afdráttarlaus hvað varðar gagnkynhneigðarhyggju, og lofar eingöngu kynlíf milli karls og konu, innan hjónabands, þar sem typpi fer inn í leggöng. Allar aðrar tegundir

kynferðislegra athafna eins og kynlíf þar sem serðing kemur ekki við sögu, sjálfsfróun, munnmök og samkynja kynlíf, hafa verið álitnar syndsamlegar og skilgreindar sem „sódóma“. Mósebók (Leviticus 18:22) hefur einkum verið notuð sem rökstuðningur gegn réttmæti samkynhneigðar, þar sem stendur: „Þú skalt ekki liggja með karlmanni eins og með konu, það er viðurstyggð“. Hins vegar hafa nýlegar rannsóknir á þessu tiltekna versi Gamla testamentisins sett stórt spurningarmerki við þýðingu Leviticusar. Málfræðingurinn K. Renato Lings hefur til dæmis varpað ljósi á það hversu flókinn

hebreski frumtextinn er, og bent á að til að þýða hann á nútímamál sé nauðsynlegt að skoða samhengið sem versið er skrifað í. Þegar Lings lítur á kaflann í 3. Mósebók segir Lings að hann „fjalli um ýmis óæskileg kynferðisleg sambönd: að giftast tveimur systrum (18:18), samræði við konu á tíðablæðingum (18:19), framhjáhald (18:20), og að leggjast með dýrum (18:23).“ Þar ber líka að nefna að mestöllum hluta 3. Mósebókar 18 er varið í að fjalla um sifjaspell. Málvísindarannsókn Lings færir rök fyrir því að Leviticus 18:22 sé áframhaldandi umfjöllun um sifjaspell. Samkvæmt Lings er nákvæmari þýðing á vísunni eitthvað á þessa leið: „Kynmök við náinn karlkyns ættingja ættu að vera þér jafn viðurstyggileg og sifjaspell við kvenkyns ættingja.“ Stuttar og hómófóbískar túlkanir og þýðingar á upprunalega hebreska textanum í Biblíunni standa einfaldlega ekki traustum fótum. Þegar túlkun Biblíunnar er annars vegar er mikilvægt að lesa guðfræðilegar útskýringar með söguna og hefðina á bak við textann til hliðsjónar, í stað þess að trúa í blindni á ritningu sem er upprunnin úr mjög ólíku samfélagslegu umhverfi og hefur verið þýdd aftur og aftur í gegnum aldirnar. Að hengja sig á kafla úr Gamla testamentinu og vopnvæða til þess að úthýsa samkynhneigð er óásættanlegt, því ef kristin trú á að eiga erindi við nútímann verður að setja hana í nútímalegt samhengi. Kristin trú getur og ætti að vera hinsegin - er ekki Nýja testamentið til staðar, eftir allt saman, til þess að taka við af Gamla testamentinu, og er kjarni kristinnar trúar ekki falinn í einingu og kærleika í garð alls mannkyns? /// In his poetic pilgrimage through the afterlife, Dante Alighieri anathematized the sodomites in the seventh circle of Hell as sinners of violence against nature. Now, in Hell, nature is violent against them. These unfortunates are peremptorily obligated to run aimlessly on a plain


Peccatum Sodomiticum of ignited sand under flakes of fire that are falling from the sky “like snow in the mountains without a wind.” This divine chastisement recalls the biblical annihilation of Sodom and Gomorrah by “sulfur and fire” reported in Genesis 19. In the biblical tale, God (Yahweh) apprised Abraham that he was going to extirpate Sodom and Gomorrah because of their grievous sins. However, He did not disclose what sins the inhabitants of those towns had perpetrated to engender his wrath and acrimony. Abraham and God hammered out a deal. God agreed to spare the towns if it was possible to ascertain that at least 10 people were untarnished. Two angels, resembling men, were sent to Sodom and a man named Lot welcomed them into his house. A mob of the city’s people encircled the house and urged Lot to bring his guests out so that they could rape them. The angels told Lot and his family that they are the only righteous ones among all the inhabitants and they should abscond from the town immediately. Burning sulfur rained down onto Sodom and Gomorrah immediately afterwards. The angels warned Lot not to look back while they were fleeing destruction. However, Lot’s wife looked back and turned into a pillar of salt. From the Sodom tale, for centuries Christian doctrine arbitrated that homosexuality is a sin (peccatum Sodomiticum). In his Summa theologiae, St. Thomas Aquinas (1225–1274) argued that sodomy is a sin against nature (peccata contra naturam). Dante describes the sin of Sodom adhering to the St. Thomas’ conception to some extent. To this day many Christian churches still struggle to approve homosexuality. However, construing that God destroyed Sodom and Gomorrah because of homosexuality is specious and preposterous. First of all, God decided to destroy Sodom and Gomorrah long before the angels were sent to Sodom, and when

He informed Abraham of his plans, He did not mention anything about homosexuality. Second, the men of Sodom did not want to have a homosexual loving-relationship with the angels, they wanted to rape them. That is a completely different thing.Furthermore, according to some modern interpretations, God was outraged by the inhospitality of the inhabitants and not by their homosexuality. Soaked with the Middle Age theological thoughts, Dante settled the sodomites in the deep seventh circle of Hell. That is pretty bad. On the other hand, Dante treated the sodomites with greater deference than any other sinner. He shows affection, complaisance and courtesy.Among the sodomites, Dante encountered his mentor Brunetto Latini. Surprised to see him there, Dante asked him: “Is this really you here, Ser Brunetto?” (“Siete voi qui, ser Brunetto?") In this part of his narrative poem, Dante gave dignity to Brunetto by paying tribute to him and presenting him as a paternal character. Brunetto called Dante “O my son.” Dante conversed with Brunetto showing moral judgment rather than divine judgment. In Dante’s day, while sodomy was sanctioned as a grave sin by the ecclesiastic sphere, it was considered less severe by the civil law. However, the theological formulation of the sodomy sin started to have a big influence on the lay morality and, later on, harsh punishments were introduced in regard to homosexual acts. Historically, the Christian doctrine obdurately advocated a heteronormative approach to sexuality, and praised penetrative vaginal sex between a male and a female within the bounds of marriage. Any other type of sexual activity, e.g., non-penetrative sex, masturbation, intercrural sex, oral sex and non-heterosexual sex, had been averred as sodomy in the past. Leviticus (18:22), in particular, has been used as rationale to unchurch same-sex relations, as it clearly states: "You shall not lie

81

with a male as with a woman; it is an abomination." However, recent studies regarding this particular verse of the Old Testament have vindicated the translation of said verse. Linguist K. Renato Lings, for example, has brought to light how complex the original Hebrew text is, and in order to translate it into modern languages it is necessary to peruse the context in which the verse is written. Looking at the passage of Leviticus, Lings states that it “deals with various illicit relationships in the sexual realm: one marrying two sisters (18:18), intercourse with a menstruating woman (18:19), infidelity (18:20), and bestiality (18:23).” Furthermore, most of Leviticus 18 bears directly upon incest. Lings’ linguistic study inclines him to conclude that Leviticus (18:22) continues the theme of incestuous relationships. According to Lings, a more accurate translation of the verse passage is something along the lines of: “Sexual intercourse with a close male relative should be just as abominable to you as incestuous relationships with female relatives.” The abridged and homophobic interpretations of the original Hebrew text in the Bible simply do not stand solid ground. When dealing with biblical interpretation, it’s important to peel away the theological elucubrations and be aware of the history and tradition behind the text, instead of blindly idolizing scripture that originates from very different societal surroundings that has been translated over and over again throughout the centuries. Hanging blindly onto a passage of the Old Testament and utilizing it as a homophobic weapon is unacceptable, because if Christianity is to remain relevant scripture must be put into the context of modern human experience. Christianity can, and should, be queer-inclusive - the core of it, after all, has to do with unity and kindness towards all of mankind.


Tess Mavrommati Hvað þýðir orðið „hinsegin“? Það er órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd margra okkar, á meðan önnur telja það vera ímyndun. En hvað þýðir það í raun og veru? Það er það skemmtilega við fyrirbærið hinsegin. Það er sveigjanlegt í skilgreiningu sinni, og er regnhlífarhugtak sem notað hefur verið af LGBTQIA+ samfélaginu í áraraðir, en er rétt farið að skipa sér sess í almennri fréttaumfjöllun og samfélaginu í víðara samhengi. Þess vegna, ef til vill, er hægt að skilgreina orðið á mismunandi hátt. Orðið á ensku lýsti upprunalega einhverju furðulegu, en nútímafyrirbærið hinsegin er eitthvað sem við erum enn að ræða, og rífast um. Stór hluti okkar hefur fundið frið innan þessa regnhlífarhugtaks. Það meikar sens, er það ekki? Þetta er flæðandi orð; það þarf ekki að skilgreina það til hlítar eða uppfylla ströng skilyrði. Fyrir sum er það ástæða þess að við ættum ekki að nota það; að vegna þess hve flæðandi það er, verði það merkingarlaust. Mig langar hins vegar að horfa á hugtakið út frá öðru sjónarhorni, og líta til félagsfræðinnar. Tungumál hefur veigamiklu hlutverki að gegna út frá félagsfræðilegu sjónarmiði. Raunvísindamenn eru meira að segja sammála því að tungumál mótar meðvitund mannfólks; því fleiri orð sem manneskja lærir, því betur getur hún skilgreint heiminn í kringum sig. Mannfræðingar og annað fræðafólk í skyldum greinum skilja vægi tungumálsins hvað varðar þau flóknu félagslegu net sem einkenna mannfólk nútímans. Ef við gætum ekki talað, gætum við ekki gert okkur grein fyrir þeim flóknu fyrirbærum og hugtökum sem samfélag okkar byggist á. Lögin sem við förum eftir í sameiningu, viðskipti og sambönd okkar við annað fólk eru til staðar vegna tungumáls, og framþróun þess. Því flóknara sem málið verður, því

82

framsæknari og þróaðri verðum við í hugsunarhætti okkar. Og kannski nær það yfir hugtakið „hinsegin“. Nýtt orð sem mætir þörfum nútímans. Reynt hefur verið að finna einhverja líffræðilega tengingu við orðið, ýmist til þess að styrkja það eða hafna því, en ég held að hún sé ekki til staðar. Flestir hlutir í nútímasamfélagi eru ótengdir líffræði eða náttúrunni, en eru samt órjúfanlegir hlutir af raunveruleikanum, og við notum þá til þess að þróa það hvernig við hugsum. Þetta finnst mér líka eiga við hugtakið „hinsegin“. Hvers vegna þurfum við á þessu orði að halda í dag? Hvaða hlutverki þjónar það í sameiginlegri meðvitund okkar? Mér finnst svarið við þeirri spurningu nokkuð einfalt; við höfum áttað okkur á því að lífið er ekki svarthvítt, og við þurfum orð til þess að gera því betri skil. Þetta kemur kannski einhverjum á óvart, en 20. öldin er liðin. Fólk er hætt að skilgreina sig út frá þeim hlutverkum sem því var úthlutað við fæðingu, og vilja hafa frelsið til þess að velja sitt eigið hlutverk og skilgreina sjálfið og lífið. Að samþykkja fyrirfram ákveðið hlutverk, eftir allt saman, er ekki eitthvað sem hentar okkur öllum. Ætli fólk sem styður kynjakerfið átti sig ekki á þig hvað þetta er leiðinleg leið til þess að lifa? Að vera fastur í kassa þegar þig langar að kanna innri og ytri flóru lífsins? Kannski upplifði fólk öryggi í svo afgerandi kerfi á tímum þar sem lífið var óreiðukennt. Það er hugsanleg ástæða þess að fólk virðist hverfa aftur til strangari hugmyndafræði þegar óstöðug tímabil gera vart við sig í samfélaginu. Eins og staðan er í dag, hins vegar, er hluti af heiminum staddur á tímabili þar sem samfélagið er tiltölulega stöðugt, og þá gefst rými til að hugsa lengra en til þess að lifa einfaldlega af. Fleiri og fleiri átta sig á því að þau eru hinsegin - og af hverju ættum við að sætta okkur við tilvist sem einhver


On queerness

Hugleiðing um hinseginleikann annar ákvað að væri rétta leiðin til að lifa? Hvað vitum við nema það fólk hafi einfaldlega verið heimskt?

I would like to give another perspective in this debate. The perspective of a sociologist.

Burtséð frá lélegum húmor, er mikilvægt að átta sig á því að ef við skilgreinum kynvitund og kynhneigð sem svarthvíta, í stað þess að horfa á það sem róf, veldur það vanlíðan hjá þeim sem passa ekki inn í þessa fyrirfram ákveðnu kassa. Gagnkynhneigðarhyggja og kynjakerfi eru kæfandi fyrir þau okkar sem tengja ekki við hana. En fyrir önnur, veita þessir hlutir kannski einhverja hugarró. Og það er allt í lagi. Það er allt í lagi EF það fólk samþykkir brotthvarf okkar hinna frá tvíhyggjunni og skilur að við viljum vera flæðandi, hinsegin og hýr og halda áfram að þróa sameiginlega meðvitund okkar með hjálp tungumálsins.

In social science, language has a very important meaning. Even natural scientists agree on the fact that language helps people develop their consciousness further; the more words a person learns, the more they can define their world. Anthropologists and others in relevant fields recognise how the ability of speech that humans have is an important factor in achieving the complex social structures present today. If they were unable to talk, they wouldn’t be able to come across all the abstract concepts which human society is based on. Our laws, commerce and social relationships (among a million other things) have taken the structure they have today due to language and its evolution. The more complex the language becomes, the more humanity progresses in its thinking.

What does the word “queer“ mean? Well, for many it is an identity and for others a feature of the imagination. But what is the actual meaning of it? This is the fun part of this word. It doesn’t really have an official symbolic meaning (yet). It is an umbrella term which has been used by the LGBTQIA+ community for years now, but the mainstream has only caught up to it recently. As a result it is common, even among the queer community, to have different meanings for this simple word. This word which was originally used merely to define something “peculiar“ or “extraordinary“ has now begun a wave of controversy and arguments. There is a good portion of the population that has found peace in this label. It makes sense, no? It is a fluid word; one without strict definitions or qualifications. For some, this is the exact reason the word should not really be used; it is so undefined in its meaning that, in their opinion, it ends up being meaningless.

And that is what ,,queer“ is essentially. It is a new word that meets the needs of our new social reality. Many try to find a biological connotation to the word in order to either cancel it or defend it, but I don’t believe there is one. Most things in our modern social reality are not related to biology or nature, yet we accept them as part of our reality, and we use them to progress our consciousness. This is also true for the concept ,,queer“. But why would this word be needed now? What function in our human consciousness does it serve? I think the answer is simple: we have accepted that most of life is grey, and we need a word for that. I know that this may come as a surprise to some people, but we passed the 20th century. People have stopped defining themselves with the roles that are assigned to them at birth and instead they try to reassign their own role and meaning into life themselves.

83

After all, why should we accept a predestined role? Do people who support the ,,natural positions of genders“ etc. realize how boring this kind of life was? It was rather limiting and restricting for people who wished to discover the different flavours of life. It was rather needed at those times because it was something safe and people needed to feel secure because life was chaotic. This is a very serious possibility of why people tend to go to more traditional systems when chaotic periods come forth in society. It is a secure system that works in dire societal situations. However, for a good portion of the planet this is not the case. We may have some struggles, but for the first time society is relatively secure and it allows us to think beyond survival. So, more people have come out as “queer“. Because why would you like to stay restricted in a life state that someone else before us has deemed as “the right one“? What if those who implemented these restrictions were stupid? Failed attempts at humour aside, gender and sexuality without a spectrum can be both boring as well as traumatizing for those who don’t fit into those “pre-made boxes“. Heteronormative cisgender roles in particular tend to be suffocating. And yet, some people find solace in these heteronormative cisgender roles. And this is fine. It is perfectly fine if they also accept our grey, wonderful, liquidly queerness and our way of evolving our linguistic consciousness.


Sindri Snær Jónsson

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum! Við Íslendingar þekkjum vel hefðina í kringum bóndadaginn og konudaginn og eru þessir dagar haldnir hátíðlegir með svipuðu móti og Valentínusardagurinn, nema þá dekrar annað hvort bóndinn við konuna eða þá konan við bóndann (samkynhneigð pör geta vissulega tekið þátt í þessari hefð, þó að ég og samkynhneigðu vinir mínir tengjum lítið sem ekkert við hana). Nýverið sáum við sem samfélag svo ástæðu til þess að taka upp Valentínusardaginn til viðbótar, og má sjá allar auglýsingar skipta um tón í byrjun febrúar. Þessar hefðir eiga sér ennþá stað í samfélagi gegnsýrðu af gagnkynhneigðum viðmiðum (e. heteronormativity) og skiljanlega mun samkynhneigt fólk sem ólst upp við að horfa á gagnkynhneigt fólk halda upp á gagnkynhneigð sína á þessum dögum ekki finna þörf að halda í þessa hefð eða líða eins og það tilheyri henni. Þrátt fyrir það eru þessir dagar tilefni sem allt sískynja fólk getur tekið þátt í, vegna þess að í grunninn þarf bara að minnsta kosti eina konu eða einn bónda. En hvað þá með kynsegin fólk? Þann 22. mars á þessu ári var kváradagurinn haldinn í fyrsta sinn á Íslandi, en sá dagur er tileinkaður þeim sem passa ekki inn í kynjatvíhyggjuna (e. gender binary), en vilja líka dekra við makann sinn eins og gert er á bóndadeginum og konudeginum. Orðið kvár (sem beygist eins og ár) er tiltölulega nýtt orð sem lýsir fullorðinni manneskju sem finnur sig ekki innan kynjatvíhyggjunnar, en nýyrðasmiður þess orðs var Hrafnsunna Ross, sem fékk hugmyndina í aðdraganda hýryrðakeppnarinnar árið 2020. Regn Sólmundur Evu er 24 ára listakvár og er einnig stofnandi kváradagsins á Íslandi.

,,Sem barn hafði ég engin hugtök til að grípa í,“ segir hán. ,,Ég fann á mér að ég væri eitthvað öðruvísi, en mig skorti fyrirmyndir, fordæmi og orð til að útskýra hvernig mér leið. Það var svolítið einmanalegt, ef ég á að vera hreinskilið. Að lokum, um tvítugt, sætti ég mig við það að ég væri kynsegin og ég fann svo mikið frelsi í því. Að fá bara að vera ég. Ég syrgi stundum innra barnið mitt sem leið svo oft illa því það kunni ekki að segja frá því sem það upplifði.“ Á þessum tímum virðist vandamálið stigmagnast ört varðandi hvar kynsegin fólk passar inn í myndina sem mótuð er eftir gagnkynhneigðum viðmiðum og kynjatvíhyggju. Regni fannst alltaf vandkveðið að dýpka þekkingu sína á ýmsum þjóðarhefðum og menningarheimum í vestrænu samfélagi akkúrat vegna þess að það er gegnsýrt af hugmyndafræði feðraveldisins, sem við könnumst flest vel við. ,,Mér fannst kjörið tækifæri að búa bara til hátíðisdag, þar sem allar hefðir þurfa að byrja einhversstaðar, og ákveða bara dagsetningu.“ Kváradagurinn í ár var haldinn á fyrsta degi einmánaðar, en ástæðan fyrir því að sá dagur varð fyrir valinu er sú að bæði bóndadagurinn og konudagurinn eru dagsett eftir gamla norræna dagatalinu, þar sem bóndadagurinn er alltaf haldinn á fyrsta degi Þorra og konudagurinn haldinn á fyrsta degi Góu. Regn nefnir einnig að Trans Ísland hafi reynt að koma í hefð svipuðum degi fyrir kynsegin fólk á síðasta degi einmánaðar, en vegna skorts á orðum og sýnileika hvað varðar kynsegin fólk var hátíðin ekki haldin aftur fyrr en Regn stofnaði kváradaginn. Enn áhugaverðara er að hán hefur fengið ábendingar um að fyrsti dagur einmánaðar sé einnig yngissveinadagurinn svokallaði,

84

en háni finnst allt í lagi að báðar hátíðir eigi sama dag þar sem hán hefur aldrei séð neinn halda upp á yngissveinadaginn. ,,Svo mega vera tvö eða fleiri hátíðleg tilefni á sama degi. Til dæmis á pabbi minn afmæli á aðfangadag og mér finnst bæði afmælið hans og jólin jafn hátíðlegt tilefni,“. Regn segir það hafa glatt sig mjög mikið hvað það var tekið vel í þessa hugmynd og vonar hán að það skapist hefð í kringum þennan dag. Næst verður kváradagurinn haldinn 21. mars 2023 og Stúdentablaðið hvetur öll til þess að sýna kynsegin vinum sínum stuðning og halda daginn hátíðlegan. /// Us Icelanders are well aware of the traditions around Bóndadagur, or Husband’s Day and Konudagur, or Women’s Day. These days are celebratory traditions are similar to Valentine’s Day, except that either the man pampers the woman or the woman pampers the man (samesex couples can certainly participate in this tradition, although my queer friends and I have little or no connection with these traditions). Recently, we as a society saw a reason to adopt Valentine’s Day in addition to these days, as one can see that all the advertisements have shifted at the beginning of February to accommodate. These traditions still take place in a society saturated in heteronormativity. Understandably queer people who grew up watching heterosexual people celebrate their heterosexuality will not feel the need to adhere to this tradition or feel that it applies to them. Even so, these days are occasions in which all cisgender people can take part, because at its core at least one woman or one man is needed. But what about non-binary people?


Interview with Regn Sólmundur Evu

Viðtal við Regn Sólmund Evu

Image: Guro Størdal

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day! On March 22nd of this year, Kvára’s Day (kváradagur) was held for the first time in Iceland, but that day is dedicated to those who do not fit into the gender binary but still want to pamper their partner, as is done on Husband's Day and Women's Day. The Icelandic word kvár (which is declined like the word “ár”) is a relatively new word that describes an adult person who does not find themselves within the gender binary, equivalent to the masculine word karl (man) and feminine word kona (woman). The term’s wordsmith is Hrafnsunna Ross, who got the idea shortly before the Queer Word Competition held by Samtökin ‘78, the National Queer Association of Iceland in 2020, where people could submit ideas for new Icelandic words that encompass queer terms and matters. Regn Sólmundur Eva is a 24-yearold non-binary artist and is also the founder of Kváradagur in Iceland. “As a child, I had no terms to relate to,” they said. “I felt that I was something different, but I lacked role-models, precedents and words to explain how I felt. It was a bit lonely, to be honest. Finally, in my twenties, I came to terms with the fact that I was non-binary, and I found so much freedom in that. To just be me. I sometimes mourn my inner child who often felt bad because they couldn't make sense of what they were experiencing.” In this day and age, the problem seems to be rapidly escalating as to where non-binary people fit into the image shaped by heterosexual norms and gender binaries. Regn always found it difficult to deepen their knowledge of various national traditions and cultures in Western society precisely because it is saturated in patriarchal ideology, which most of us are familiar with.

“I thought it was an ideal opportunity to simply create a day of celebration since all traditions have to start somewhere, and just decide on a date.” This year's Kvára’s Day was held on the first day of einmánuður, an old Norse calendar month, the same way both Husband's Day and Women's Day are dated according to the old Norse calendar, where Husband's Day is always celebrated on the first day of Þorri and Women's Day is celebrated on the first day of Góa, which are also part of this archaic month system. Regn also mentions that Trans Ísland tried to establish a tradition of a similar day for transgender people on the last day of einmánuður, but due to the lack of words and visibility regarding non-binary people, the festival was not held again until Regn established Kvára’s Day. Interestingly, they have been told that the first day of einmánuður is also the so-called yngissveinadagur, or Bachelor's Day, but they think it's okay that both holidays have the same date as they have never seen anyone celebrate Bachelor's Day. “There can be two or more festive occasions on the same date. For example, my dad's birthday is on Christmas Eve, and I think both his birthday and Christmas are equally festive”. Regn says that they were very happy that this idea was well received and hopes that a tradition will be created around this day. The next Kvára’s Day will be held on March 21, 2023, and Stúdentablaðið encourages everyone to show support to their non-binary friends and celebrate the day.

85


Hallberg Brynjar Guðmundsson

Takið þátt Get involved Kristmundur Pétursson er 25 ára gamall trans maður og stúdent við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Til gamans má geta að Kristmundur er Hrútur í stjörnumerki, er einnig ritari Röskvu og hefur verið áberandi í mannréttindabaráttu hinsegin fólks á Íslandi. Blaðamaður Stúdentablaðsins settist niður með honum og ræddi málefni hinsegin fólks innan Háskóla Íslands, en stjórn háskólans hefur sætt nokkurri gagnrýni hvað varðar hæg viðbrögð við kröfu stúdenta um að fjölga ókyngreindum salernum á háskólasvæðinu. Aðspurður því hvernig honum þætti háskólinn koma til móts við réttindi trans nemenda við skólann segir Kristmundur að margt hafi breyst, en að skólinn geti gert betur. ,,Sem stofnun hefur háskólinn gert margt, þau eru með verklög og lausnir fyrir margs konar aðstæður en mér finnst þær ekki nógu aðgengilegar nemendum. Til dæmis var mjög gott fyrir mig að geta breytt nafninu mínu í kerfum háskólans (Uglu og Canvas) þrátt fyrir að ég væri ekki búinn að gera það í þjóðskrá. Það var eitthvað sem ég komst að í gegnum félaga mína sem hefðu gert það sama, þetta voru ekki upplýsingar sem komu frá háskólanum. Það er þannig með háskólann, maður þarf að finna þetta út sjálfur.“

Kristmundur segir að auðvelt væri að betrumbæta upplýsingaflæðið frá háskólanum, og nefnir ýmsar lausnir: ,,Það væri geggjað að fá upplýsingabækling frá skólanum sem væri sérsniðinn að hinsegin nemendum, eða að vera með hinsegin nýnemadaga.“ Annað sem háskólinn mætti gera betur fyrir nemendur sem eru trans væri að taka niður kynjamerkingar af salernum innan skólans. Sem trans maður segist Kristmundur hafa lent í óþægilegum aðstæðum þegar kemur að salernisferðum. „Kynjamerkingarnar trufluðu mig sérstaklega þegar ég var að byrja í skólanum.Þá var ég óöruggur við það að fara inn á salerni merkt karlmönnum, sérstaklega þegar það er einn bás og skálar. Mér leið þegar óþægilega að vera þar inni, sérstaklega þegar maður þarf að bíða eftir básnum. Ég vil bara fara inn og út.“ Annað sem Kristmundur hefur neyðst til að gera er að þurfa að ganga á milli bygginga til þess að finna viðeigandi salerni; „Ég hef hoppað á milli bygginga vegna þess að ég treysti mér ekki að nota salernið í Háskólabíói t.d. en þá fer ég í Veröld.“ (Veröld er ein fárra bygginga á háskólasvæðinu sem er með ókyngreind salerni).

86

Til þess að bæta aðgengi trans fólks að salernum á háskólasvæðinu stingur Kristmundur upp á lausn sem virðist vera auðveld í framkvæmd; ,,Bara taka niður kynjamerkingarnar.“ Þegar Kristmundur er spurður um fleira sem háskólinn mætti gera betur stingur hann upp á hinsegin fræðslu fyrir kennara. ,,Það er slatti af kennurum sem eiga að kunna orðaforðann sem þarf þegar verið er að tala um hinsegin og trans fólk, kennarar þurfa að hætta að tala um kynin tvö. Það mætti líka bjóða öllum kennurum upp á hinsegin fræðslu, því að koma fram við hinsegin og trans fólk af virðingu er eitthvað sem þau mættu taka til sín.“ Hins vegar, þegar kemur að félagslífinu í Háskóla Íslands lýsir Kristmundur jákvæðri reynslu af viðbrögðum og hegðun samnemenda sinna gagnvart trans og hinsegin fólki. ,,Það er mjög mikilvægt að það sé í boði bæði hinsegin viðburðir, eins og Q–félagið er að halda, ásamt því að hinsegin fólk sé velkomið á almenna viðburði. Sem ritari Röskvu get ég sagt að hinsegin fólk er klárlega velkomið innan Röskvu og meðal annarra nemenda í skólanum. Ég hef ekki upplifað að það að ég sé trans maður sé vesen og ég finn fyrir miklum stuðningi hjá opnum og fjölbreyttum hópi samnemenda. Ég


Interview with Kristmundur Pétursson

Viðtal við Kristmund Pétursson hef ekki lent í fordómum frá jafningjum en ég hef orðið fyrir öráreitni, oftast út frá misskilningi eða vanþekkingu einstaklinga á hinsegin málefnum, það kemur meira frá kennurum.“

mikilvæg skilaboð, sérstaklega eftir þessi 2 Covid-ár. Takið þátt, þið sjáið ekki eftir því.“ Kristmundur Pétursson is a 25-yearold trans man and a student at the Department of Social Work at the University of Iceland. Kristmundur’s zodiac sign is Taurus; he is also a secretary of Röskva and has been actively engaged in the human rights fight of queer people in Iceland. A journalist from the Student Paper sat down with him and discussed the issues of queer people at the University of Iceland, since the University Board has received criticism regarding the slow response to students’ demand to increase the number of gender-neutral bathrooms on campus.

Image: Hallberg Brynjar Guðmundsson

Á undanförnum mánuðum hafa fordómar gegn hinsegin fólki ítrekað gert vart við sig á Íslandi. Pride fánar hafa verið skornir niður, hatursumræða hefur orðið meira áberandi á netinu og því er mikilvægt að bregðast við þessari þróun, sama hversu smávægileg hún kann að virðast vera. Þegar Kristmundur er spurður að því hvað fólk geti gert til að berjast gegn fordómum segir hann að mikilvægt sé að sporna gegn aðgerðaleysi. ,,Ekki vera hlutlaus, ekki hunsa þetta. Þó að þetta sé smá fyrirséð, því þegar framfarir eru komnar þá má alltaf búast við bakslögum, en þótt að bakslögin séu nú að birtast í vægari mynd þá er þetta alltaf jafn skaðlegt. Mér finnst mjög sorglegt að sjá að fordómar eru notaðir gegn ungu fólki og trans konum sérstaklega. Þau eru að taka skellinn af þessu núna og hjarta mitt er hjá þeim. Ef fólk er að lenda í áreiti í háskólanum þá mæli ég með því að það hafi samband við Q–félagið, þau ættu að geta aðstoðað einstaklinga. Annað sem ég vil segja er að öll vitundarvakning er mikilvæg þegar kemur að baráttunni gegn fordómum, samfélagsmiðlar hafa hjálpað mikið með það. Ekki vera þögul þegar kemur að fordómum og dreifið orðinu svo að hægt sé að stíga upp gegn þeim.“

When asked about his opinion on the university tending to the rights of trans students, Kristmundur says that a lot has changed, but that the university can do better. “As an institution, the university has done a lot, they have procedures and solutions for a variety of situations, but I do not think they are accessible enough to students. For example, it felt particularly good to be able to change my name in the university's systems (Ugla and Canvas) even though I had not already done so in Registers Iceland. It was something I learned through my peers who had done the same thing, this was not the information that came from the university. It is a thing at school, you must figure it out yourself.”

Að lokum, eftir þetta upplýsandi og áhugaverða viðtal við Kristmund kveður hann með hvatningu til nemenda að stunda félagslífið af krafti. Það sé sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að við erum að skríða undan heimsfaraldri sem hefur lamað félagslíf nemenda síðastliðin ár.

Kristmundur says that it would be easy to improve the information flow from the university, and mentions various solutions: “It would be great to get a brochure from the school that is tailored to queer students, or to have a queer freshman day.”

„Ég hvet fólk til þess að nálgast og taka þátt í félagslífi skólans í stað þess að einangra sig. Það eru alls konar félög í boði svo að öll ættu að finna sína fjöl. Mér finnst það

87


Viðtal við Kristmund Pétursson Another thing the university could do better for students who are trans is to remove gender markings from bathrooms within the school. As a trans man, Kristmundur has found himself in an uncomfortable situation when it comes to bathroom trips. “I was particularly bothered by it when I started school. Then I was insecure about going to the bathroom marked as men’s, especially when there is one cubicle and urinals. It was uncomfortable being in there, especially when I had to wait to use the cubicle. I just want to get in and out.” Another thing that Kristmundur has been forced to do is to walk between buildings to find a suitable bathroom. “I have hopped between buildings because I don't trust myself to use the bathroom at Háskólabíó e.g., and then I go to Veröld. (Veröld is one of the few buildings on campus that has gender-neutral bathrooms.) To improve trans people's access to bathrooms on campus, Kristmundur suggests a solution that seems to be easy to implement: “Just take down the gender markings. “ When asked about other things that the university could do better, Kristmundur suggests queer education for teachers. “There are a lot of teachers who have to know the vocabulary needed when talking about queer and trans people, teachers need to stop talking about two genders. All teachers could also be offered queer education, because treating queer and trans people with respect is something they could embrace.” However, when it comes to social life at the University of Iceland, Kristmundur describes a positive

Hallberg Brynjar Guðmundsson

Interview with Kristmundur Pétursson

experience with the reaction and behavior of his fellow students towards trans and queer people.

it comes to prejudices and spread the word to make it possible to revolt against them. “

“It is especially important that there are both queer events, like the ones that hosted by Q–félagið, as well as a welcome participation of queer people in public events. As a secretary of Röskva, I can say that queer people are very welcome within Röskva and among other students at the school. I have not experienced any issue being trans and I feel support from an open and diverse group of fellow students. I have not experienced prejudice from my peers, but I have experienced microaggressions, usually from misunderstanding or ignorance of queer issues,ore often coming from teachers.”

Finally, after this informative and interesting interview with Kristmundur, he bids farewell to the students to actively engage in social life. This is especially important considering a global pandemic that has crippled students’ social lives in recent years.

In recent months, prejudice against queer people has been repeatedly displayed in Iceland. Pride flags have been cut, and hate speech has become more prominent on the internet, therefore it is important to respond to this trend, no matter how insignificant it may seem. When asked what people can do to fight against prejudice, Kristmundur says it is important to counter inaction. “Do not be neutral, do not ignore it. Although this is a bit of a far-fetched conclusion because once progress is made, setbacks can always be expected. Although the setbacks are now appearing in a milder form, it is always just as damaging. I am very saddened to see that prejudice is being used against young people and trans women in particular. They are receiving a lot of backlash, and my heart is with them. If people are experiencing harassment at the university, I recommend that they contact Q–félagið, they should be able to help. Another thing I want to say is that all awareness raising is important when it comes to fighting prejudice, social media has helped a lot with that. Do not be silent when

88

“I encourage people to get involved in the school community instead of being isolated. There are all kinds of clubs, so everyone should find their own. It is an important message, especially after those 2 covid years. Take part, you will not regret it.“


www.boksala.is facebook.com/boksalastudenta

STÚDENTAGARÐAR

LEIKSKÓLAR STÚDENTA

www.studentakjallarinn.is facebook.com/studentakjallarinn

Fjölbreytt og skemmtileg þjónusta á hagstæðu verði fyrir stúdenta við Háskóla Íslands.

Háskólatorgi, 3. hæð Sæmundargötu 4 Sími 570 0700 fs@fs.is www.fs.is


Victoria Bakshina Til að fagna hinsegin fjölbreytni í bókmenntum er hér listi yfir bækur skrifaðar af hinsegin höfundum um hinsegin fólk frá öllum heimshornum.

Orlando (1928) eftir Virginíu Woolf, Englandi Sum bókmenntaverk eru eins og samræður þar sem erfiðar spurningar vakna. Önnur segja ákveðna sögu menningarlega, samfélagslega, eða persónulega. Sum eru ástarbréf. Orlando inniheldur allt ofangreint. Virginia Woolf tileinkaði þessa bók hinni mögnuðu og magnþrungu Vitu Sackville-West, sem Woolf átti í ástarsambandi við í langan

tíma. Lesandinn fylgir söguhetjunni Orlando í gegnum þrjár aldir sögunnar og verður vitni að fjölmörgum ástarmálum, að því að sögumaður verður sögukona, og þróun á mjög löngu ljóðaverkefni. Orlando er skemmtilestur, fullur af húmor og hlýju, auk djúpra hugleiðinga um málefni eins og kyn, kynhneigð, mátt og sköpunargáfu. Giovanni´s Room (1956) eftir James Baldwin, Bandaríkjunum Ótrúlegur tilfinningastormur safnast saman í þessari stuttu skáldsögu. Á síðum hennar er að finna sögu spennuþrungins sambands milli Bandaríkjamannsins Davids og ítalska barþjónsins Giovannis. Frásögnin fer fram frá sjónarhóli fyrstu persónuDavids, sem talar um einnar nætur gaman með Giovanni, sem endaði með "versta morgni lífs síns." Þeim versta, eins og við munum síðar læra, vegna þess að Giovanni var líflátinn þann umrædda morgun. Meðan við nálgumst lausnina, talar David um

kveljandi eðli ástarsambanda sinna. Giovanni´s Room er furðulífleg og eldheit skáldsaga, sem fjallar ekki aðeins um kærulaus form löngunar heldur einnig um afleiðingar smánunar og sjálfshaturs. Crazy for Vincent (1989) eftir Hervé Guibert, Frakklandi Crazy for Vincent er minningargrein þar sem Guibert segir frá hinni þráhyggjufullu æskuást sinni fyrir

Vincent sem Guibert þekkti sem barn áður en Vincent hvarf. Ástríðan milli þeirra er djúp og eins og sjávarföll í eðli sínu. Sambandið er kynferðislegt og holdlegt, blíðan er í brennidepli. Endalaus völundarhús áráttu og fíknar þar sem Guibert villist án leiðarljósa faðmanna. Sagan er hringiða af vonbrigðum, aðdráttarafli, ástarsamruna, væntingum, fantasíum og aksjón. Guibert dregur fram hinar hræðilegustu tilfinningar og málar þær í undarlegum en fallegum litum. Hann talar um ást - viðbjóðslega ást, eingöngu einhliða, undarlega, sársaukafulla og umfram allt grimma, en samt um ást sem er óumflýjanleg (en hver myndi vilja flýja ást?). Bókin er birtingarmynd þjáninganna sem Guilbert gekk í gegnum vegna óendurgoldinnar ástar, og sem flest tuttugu ára gamalt fólk steypir sér ofan í svo fúslega. Under the Udala Trees (2015) eftir Chinelo Okparanta, Nígeríu/Bandaríkjunum

90

Árið 2014 undirritaði Goodluck Jonathan, forseti Nígeríu, úrskurð um bann á samkynja hjónaböndum. Refsingar fyrir brot á þessum lögum eru alvarlegar - allt frá fangelsun til lífláts. Chinelo Okparanta, höfundur þessarar átakanlegu skáldsögu, vísar til þessara staðreynda. Þroskasaga hennar gerist í Nígeríu í bakgrunni borgarastyrjaldarinnar. Sagan snýst um unga Igbo konu að nafni Ijeoma (sem þýðir "sú heppna" á Igbo) sem strögglar við að sættast við

eigin trú, fjölskyldu og kynhneigð. Okparanta sjálf þurfti að átta sig á því á ákveðnum tímapunkti að hún væri lesbía stödd í menningarheimi sem viðurkennir ekki samkynhneigð. Í bókinni þróar hún frásögnina frá trúarfráhvarfi til opinberunar, talar um hrylling stríðsins og afleiðingar klisjukennds hugsunarháttar, og að lokum skilur hún okkur eftir í skammvinnum geisla vonarinnar. On Earth We´re Briefly Gorgeous (2019) eftir Ocean Vuong, Víetnam/ Bandaríkjunum Sérstakt tungumál, losti, fíkn og meðfæddur sjúkdómur - öllu er blandað saman í jómfrúarskáldsögu Ocean Vuong. Sagan er byggð á bréfum frá syni til móður sem ekki getur lesið þau. Vuong tekst á lúmskan hátt að sameina hið ljóðræna og lýsingum á víðtækustu formum nándar sem aðeins eru fyrir hendi milli ákveðinna persóna - milli elskhuga, foreldra og barna, veikra og heilbrigðra. Sögumaðurinn,


Queer literature from all over the world

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

To celebrate queer diversity in literature, here is a list of contemporary books written by queer authors about queer people from all over the world.

kallaður Litli Hundurinn, ólst upp með víetnamskri móður og ömmu sem urðu fyrir miklum áhrifum stríðsins og grimmdarinnar sem því fylgdi. Hann veltir fyrir sér aðferðum fólks til að lifa af og nálgast það af nákvæmni rannsóknarmannsins.Í senn birtast brot úr minningum bernskunnar og ítarleg saga um óheppilega fyrstu ást (til 16 ára gamla Trevors, sonar tóbaksbóndans) birtast. Þetta er þroskasaga hinsegin persónu, hárfín og hjartnæm.

his life." The worst, as we will later learn, because Giovanni is being executed that very morning. Slowly approaching the denouement, David talks about the torment of his love affairs. Giovanni's Room is a surprisingly vital and ardent novel, covering not only the reckless forms of desire, but also the consequences of shame and self-hatred.

Orlando (1928) by Virginia Woolf, England

Crazy for Vincent is an obituary commemorating the author's obsessive youthful love for Vincent, whom Guibert knew as a child before the latter disappeared. Their passion was deep and tidal. Relationship in this book are sexual and carnal, tenderness is emphasized. An endless labyrinth of compulsions and addictions where Guibert wanders without a guiding embrace. A whirlpool of disappointments, attractions, love mergers, expectations, fantasies, actions. Guibert draws the most terrible emotions and paints them in strange but beautiful colors. He talks about love - disgusting love, exclusively one-sided, strange, painful and above all cruel, but still love, from which it is difficult to escape (but who would want to?). The book is the embodiment of the torture of unrequited love, which Guibert suffered, and which twenty-year-olds so willingly allow themselves.

Some literary works are like dialogues in which difficult questions are raised. Others tell a specific story—general cultural, collective, or personal. Some are love letters. So, Orlando has all of the above. Virginia Woolf dedicated this book to the magnetic and majestic Vita Sackville-West, with whom she had a long affair. The reader follows the protagonist named Orlando through three centuries of history and witnesses a string of love affairs, a hero becoming a heroine, and the development of a very long poetic project. Orlando is a light read, full of humor and warmth, as well as deep reflections on the topics of gender, sexuality, power and creativity. Giovanni's Room (1956) by James Baldwin, USA An incredible storm of emotions is concentrated in this short novel. The pages detail the tense relationship between an American named David and an Italian bartender named Giovanni. The narration is conducted from the perspective of the first - David talks about the night spent with Giovanni, which ended with "the worst morning of

Crazy for Vincent (1989) by Hervé Guibert, France

Under the Udala Trees (2015) by Chinelo Okparanta, Nigeria/USA In 2014, Nigerian President Goodluck Jonathan signed a decree banning same-sex marriage. Severe punishments awaited those who violated the decree - from imprisonment to death penalty. Chinelo

91

Okparanta, the author of the touching novel Under the Udala Trees, refers to this fact. Her coming-ofage tale is set in Nigeria against the backdrop of civil war. The story revolves around a young Igbo woman named Ijeoma (meaning "Luck" in Igbo) who struggles to come to terms with her religion, family, and her own sexuality. Ocparante herself once had to realize that she is a lesbian living in a culture that does not recognize homosexuality. In the book, she develops the narrative from apostasy to revelation, speaks of the horrors of war and the consequences of stereotyped thinking, and in the finale leaves us with an ephemeral ray of hope. On Earth We're Briefly Gorgeous (2019) by Ocean Vuong, Vietnam/ USA A special language, lust, addiction and a congenital ailment - what is not mixed in the debut novel by Ocean Vuong? The story is based on the letters from a son to a mother who cannot read them. Vuong managed to combine the subtle lyricism of his poetry with the description of the most diverse forms of intimacy that only exist between certain people - between lovers, parents and children, sick and healthy. The narrator, nicknamed Little Dog, grew up with a Vietnamese mother and grandmother who were deeply affected by war and brutality. He approaches the question of survival with the enthusiasm of a researcher. This is where fragments of childhood memories and a detailed story about an unfortunate first love (to the 16-year-old son of a tobacco farmer named Trevor) come in – a delicate and heartbreaking story of growing up as a queer person.


Menningar — horn —

ritstjórnar LISTASÝNINGAR →  Til sýnis: Hinsegin umfram aðra Staðsetning: Nýlistasafnið insegin myndlist og hinseginleiki í H listsköpun og söfnum, bæði safneign Nýlistasafnsins og ný verk listamanna Sýningarstjórar: Ynda Eldborg og Viktoría Guðnadóttir Listafólk: Anna Maggý, Ari Logn, BERGHALL - Anna Hallin & Olga Bergmann, Dorothy Iannone, Hrafna Jóna Ágústsdóttir, Níels Hafstein, Ragna Hermannsdóttir, Rb Erin Moran, Regn Sólmundur Evu, Róska, Svala Sigurleifsdóttir, Stephen Lawson, Viktoria Gudnadottir

á sjálfsmynd sinni. Yfir hundrað ljósmyndir auk videoverka gefa innsýn í líf og samfélög jaðarsetts fólks, þar sem einlæg túlkun Muholi dregur sérstaklega fram þætti um kynja- og sjálfsmyndarpólitík, bönn, hatursglæpi og ofbeldi en einnig um stolt, mótstöðu, einingu og ást Sýningin er opin frá 15. október 2022 - 12. febrúar 2023 LEIKSÝNINGAR

Stórsýning suður-afríska listamannsins og aktívistans Zanele Muholi. Yfir 100 verk sem sýna sögur af lífi LGBTQIA+ í Suður-Afríku og víðar. Sýningin er á vegum Tate Modern í London í samvinnu við Listasafn Íslands og varpar ljósi á sögu og réttindabaráttu svarts hinsegin fólks í heimalandi listamannsins Þar gefur Muholi þeim rödd sem daglega þurfa að berjast til að öðlast viðurkenningu samfélagsins

annah Gadsby H - Body of Work

Staðsetning: Þjóðleikhúsið Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur þar sem fertugur hommi leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli sem hann fékk upp úr þurru einn blíðviðrisdag Berskjaldandi leiðangur um skömm og mennsku og einlægt samtal við drauminn um að tilheyra Sýnd 20. nóvember kl. 18:00 FRÆÐSLA llur regnboginn - hinseginA fræðsla fyrir almenning

Staðsetning: Fer fram í rauntíma á Zoom Námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og Samtakanna ‘78 Fræðsla um hinseginleikann, kynvitund, kynhneigð og mannréttindi Haldið mánudaginn 21. nóvember frá kl. 19:30 - 22:00 DJAMM & UPPISTAND →

Ný uppistandssýning Emmy-verðlaunahafans Hönnuh Gadsby Haldið 28. október kl. 20:00

→  Góðan daginn, faggi

Staðsetning: Listasafn Íslands

Haldið föstudaginn 28. október frá kl. 20:00

Staðsetning: Háskólabíó

ýningin er opin S til 20. nóvember 2022 →  Zanele Muholi

Hrekkjavökupartí, búningakeppni og dragsýning

eads will roll H með ApocalypsticK

Staðsetning: Húrra

92


Queer-related events in Reykjavík

Menningarviðburðir í Reykjavík tengdir hinseginleikanum

Editorial

Culture

— Nook — ART EXHBITIONS →

n Display: O Queer Above Others

gives a voice to those who have to battle on a daily basis for recognition of their identity. Open from October 15th, 2022 February 12th, 2023

THEATER →  G óðan daginn, faggi (In Icelandic)

Location: The Living Art Museum (Nýlistasafnið)

Location: The National Theatre of Iceland

Curators: Ynda Eldborg; Viktoría Guðnadóttir

An autobiographical musical where a middle-aged gay man delves within to explain a sudden nervous breakdown

Artists: Anna Maggý, Ari Logn, BERGHALL - Anna Hallin & Olga Bergmann, Dorothy Iannone, Hrafna Jóna Ágústsdóttir, Níels Hafstein, Ragna Hermannsdóttir, Rb Erin Moran, Regn Sólmundur Evu, Róska, Svala Sigurleifs

A truly personal journey which touches on shame and humanity, and a sincere conversation regarding the dream of belonging

Queer art, both from the museum’s collection and new pieces by artists

EDUCATION

Open until November 20th, 2022 →

Z anele Muholi

Location: National Gallery of Iceland Curators: Yasufumi Nakamori, Senior Curator, Tate Modern, London; Vigdís Rún Jónsdóttir, project manager – exhibitions, and Harpa Þórsdóttir, director, National Gallery of Iceland. A major survey of the work of internationally-recognised South African photographer and visual activist Zanele Muholi Over 100 photographs and video works capture the struggle for the rights of black lesbian, gay, bisexual, trans, queer and intersex people in South Africa - Muholi

Date and time: November 20th at 18:00

he whole rainbow - queer T education for the general public

Location: Online, streamed in real time via Zoom Education regarding queerness, gender identity, sexual orientation and human rights. Date and time: November 21st at 19:30 - 22:00 PARTIES & STAND UP COMEDY →

eads will roll: H ApocalypsticK

Location: Húrra venue Halloween party, costume competition and drag show

93

Date and time: Friday, October 28th from 20:00 →

H annah Gadsby - Body of Work

Location: Háskólabíó Stand up comedy featuring world class, Emmy-winning funny person Hannah Gadsby Date and time: October 28th at 20:00


Student Paper x Queer Student Association Poetry Competition Winner

Sigurljóð ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins og Q–félagsins

Mr. Doctor The other day I went to the hormone doctor to get some hormones. And I described to him how there's this bitch in my head Who won't stop complaining about my lack of tits She'd rather have me dead, than without hips So please Mr. Doctor, I need your wits Tear my gender dysphoria, to bits. He declined. Perhaps my perspective was misaligned Since you see, I don't use the pronoun "she" My shoulders and voice, they're fine with me But as Mr. Doctor described, how he would proceed (If he were certain that I was a she) He would not let my body be. Mr. Doctor prescribed laser hair removal, voice therapy, Feminizations that made it clear to see that he wanted to bind me. Resign me to a cage, Watch me depress with age, Since all the old men, only want young girls, these days. Femininity is not a pair of pantyhose. I will not thrust my thick thighs in, until the rows of fine stitches grow, until they overload, My womanhood is prose! It is a thank-you-note to those who set women free. Let every girl grow up to be who she wants to be. See the power of beauty unbound, All round the globe, let us awake, for our own sake, set us free. Make it apparent, that women are more than wombs Let the wounds cut by Mr. Doctor harsh words heal, And reveal: There is no one way to be.

Isaac Goodman (they/them)

94



Sveigjanlegur skyldulífeyrissparnaður Meiri séreign, meira val.

L ANDSBANKINN.IS


Articles inside

Sigurljóð ljóðasamkeppni // Poetry Competition Winner: Mr. Doctor by Isaac Goodman

2min
page 94

Queer literature from all over the world

4min
pages 90-91

Hinsegin bókmenntir frá öllum heimshornum

4min
pages 90-91

"Get involved" - Interview with Kristmundur Pétursson

5min
pages 86-88

„Takið þátt“ - Viðtal við Kristmund Pétursson

5min
pages 86-88

Hip, Hip, Hooray for Kvára´s Day!

4min
pages 84-85

Hipp, hipp, húrra fyrir kváradeginum!

4min
pages 84-85

On queerness

4min
pages 82-83

Hugleiðing um hinseginleikann

4min
pages 82-83

Sodom, Genesis and the phallacy of homophobic interpretations of the Bible

5min
pages 79-81

Sódóma, 3. Mósebók og rökvillan í hómófóbískri túlkun Biblíunnar

6min
pages 79-81

"Sexuality is not what you do, it's how you feel" - Interview with Reyn Alpha

5min
pages 76-78

„ Kynhneigð er ekki það sem þú gerir, heldur hvernig þér líður“ - Viðtal við Reyn Alpha

5min
pages 76-78

Argafas and action: The status of elite trans female swimmers

7min
pages 72-75

Argafas og aðgerðir: Staða trans kvenna í sundi á afreksstigi

6min
pages 72-75

Fashionably queer, or queerly fashionable?

4min
pages 68-70

Tíska og hinseginleikinn

5min
pages 68-70

You okay, Iceland?

5min
page 67

Er í lagi, Ísland?

5min
page 66

Queer Art

4min
pages 64-65

Hinsegin list

3min
pages 64-65

"In a perfect world we would all be queer": Interview with Sergej Kjartan Artamonov

9min
pages 62-63

„ Í fullkomnum heimi værum við öll hinsegin“: Úkraínskt sjónarhorn

9min
pages 60-62

Intersex people & the Icelandic health care system

4min
pages 57-59

Vitundarvakning um stöðu intersex fólks í íslenska heilbrigðiskerfinu

4min
pages 57-59

Pride and prejudice: History to learn from

8min
pages 55-56

Pride og fordómar: Saga sem læra ber af

8min
pages 53-54

Hidden women: Queerness in Icelandic sources from 1700–1960

6min
pages 51-52

Huldukonur: Hinsegin kynverund í íslenskum heimildum 1700–1960

6min
pages 50-51

Samtökin ‘78 - The National Queer Organization of Iceland

5min
pages 48-49

Ekkert verkefni of stórt fyrir Samtökin '78 - Viðtal við Álf Birki Bjarnason

5min
pages 48-49

Neoliberalism in media coverage of queer families

4min
pages 46-47

Nýfrjálshyggja í fjölmiðlaumfjöllun um hinsegin fjölskyldur

4min
pages 45-46

“I like to do a lot with fake blood” - A portrait of ApocalypsticK

6min
pages 43-44

„Mér finnst gaman að vinna með gerviblóð“ - Viðtal við ApocalypsticK

6min
pages 42-43

Safety and responsibility

5min
pages 40-41

Öryggi og ábyrgð

5min
pages 38-39

Where do trans people stand in Icelandic society?

5min
pages 35-36

Hver er staða trans fólks á Íslandi?

4min
pages 34-35

Not having to define oneself is precious - Interview with Klara Rosatti

6min
pages 30-32

Það er dýrmætt að fá að skilgreina sig ekki - viðtal við Klöru Rosatti

7min
pages 30-31

Can't you tell I'm queer??

5min
page 29

Sérðu ekki að ég sé hinsegin??

4min
page 28

Musings about hán

5min
page 26

Hugleiðing um hán

5min
pages 24-26

Words Bear Weight: How to utilize one's own privilege for the better

5min
pages 21-22

Orðin þín - líðan mín: Að nýta forréttindi sín til góðs

4min
pages 20-22

Queer Word List

6min
pages 18-19

Hýrorðalisti

7min
pages 16-17

Aðgengilegt skiptinám // Inclusive Exchange

11min
pages 13-15

Ávarp forseta SHÍ - Student Council's President Address

6min
pages 11-12

Ávarp forseta Q-félagsins // Q - Queer Association Iceland's President Address

5min
pages 9-10

Ávarp ritstýru // Editor's Address

5min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.