Námsvísir vorönn 2014

Page 1

Tölvur Matreiðsla Heilsa Námsbrautir Fræðsluerindi Handverk Hönnun Listir Raunfærnimat Ráðgjöf Og margt fleira...

Lærum allt lífið

Tungumál

Námsvísir vor 2014

           


Námskeið vorönn 2014

Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi Fjölheimar við Bankaveg 800 Selfoss Sími: 560 2030 Fræðslunetið Hvolsvelli Vallarbraut 16, 860 Sími: 560 2038 852 2155 Fræðslunetið Vestur-Skaftafellssýslu Kötlusetri Víkurbraut 28, 870 Vík Sími: 560 2048 852 1855 Kirkjubæjarstofu Kirkjubæjarklaustri fraedslunet@fraedslunet.is http://fraedslunet.is Vertu aðdáandi á Facebook: Fræðslunetið, símenntun á Suðurlandi © FnS, janúar 2014 Umbrot og vinnsla: Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Myndir: Starfsfólk Fræðslunetsins

2

Námskeið

Staðir

Síða

Námsbrautir FA

Selfoss, Þorlákshöfn

5

Lesblinda, fræðsluerindi

Selfoss og fjarfundir, Hvolsvöllur, Vík og Klaustur

7

Námstækni

Selfoss og fjarfundir, Hvolsvöllur, Vík og Klaustur

7/13

ADHD, fræðsluerindi

Selfoss og fjarfundir, Hvolsvöllur, Vík og Klaustur

7

Miðaldalist á Íslandi

Selfoss og fjarfundir, Hvolsvöllur, Vík og Klaustur

7

Íslenska fyrir útlendinga

Víða á Suðurlandi

8

Erlend tungumál

Hvolsvöllur, Klaustur, Vík, Selfoss

8

Tölvur

Selfoss, Vík, Klaustur

9

Tvöfalt prjón

Hvolsvöllur, Selfoss

10

Handmálun og spaði

Klaustur

10

Handmálun og spaði, framhald

Hvolsvöllur og Vík

10

Leður, skinn og skart

Vík

10

Að skera í tré með Siggu á Grund

Selfoss

10

Fornar ísaumsaðferðir

Vík

11

Tískuteiknun

Selfoss

11

Silfursmíði

Reykjavík

11

Nútímasaumur

Selfoss

11

Orkering

Selfoss

11

Undirpils fyrir þjóðbúninga

Selfoss

11

Skipulag og hönnun heimila

Hvolsvöllur

13

Úr skuldum í jafnvægi

Selfoss

13

Járningar og hófhirða

Selfoss og Ölfus

13

Léttir og hollir réttir

Selfoss

15

Indverskir og arabískir réttir

Selfoss

15

Grillað og gómsætt

Selfoss

15

Námskeið fyrir fatlað fólk

Selfoss, Sólheimar

17-20

Menningarlæsi í ferðaþjónustu

Selfoss og fjarfundir, Hvolsvöllur, Vík og Klaustur

21

Vaxtarsprotar í Kötlu jarðvangi

Fjarkennsla og staðnám

21

Öskulagagreining

Selfoss

21

Klifurnámskeið fyrir börn

Hvolsvöllur

21

Rafvæðing sveitanna í V-Skaft

Geirland

21

Staðarleiðsögn á jarðvangi

Selfoss og fjarfundir, Hvolsvöllur, Vík og Klaustur

21

Njála og landnám

Hvolsvöllur

21

Fuglar og fuglaskoðun

Selfoss og fjarfundir, Hvolsvöllur, Vík og Klaustur

21

Námskeið fyrir sjúkraliða

Selfoss og fjarfundir,

22

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Aukin þjónusta á Suðurlandi Vorönn 2014 Vorönn Fræðslunetsins árið 2014 er að hefjast. Að venju samanstendur námsframboðið annars vegar af námsleiðum sem meta má til eininga í framhaldsskólum og hins vegar af tómstundanámskeiðum af ýmsum toga. Mörg ný námskeið standa mönnum til boða á önninni og þegar öllu er á botninn hvolft snýst námsframboðið um lífsleikni af einu eða öðru tagi.

Fjölbreytt raunfærnimat Auk námskeiðanna eru raunfærnimatsverkefni hjá Fræðslunetinu fleiri en verið hafa hingað til. Raunfærnimat er sérstök aðferð sem notuð er til að meta kunnáttu og færni fullorðins fólks. Ekki er gerð krafa um lágmarks skólagöngu eða formlega menntun þeirra sem gangast undir mat af þessu tagi en aftur á móti jafnast matið á við loknar einingar á framhaldsskólastigi. Dæmi eru um að yfir 50 framhaldsskólaeiningar hafi verið metnar hjá þátttakendum í raunfærnimati. Eins og mörg undanfarin ár býður Fræðslunetið upp á náms- og starfsráðgjöf. Fjölmargir hafa notið leiðsagnar hjá náms- og starfsráðgjöfum okkar og margir tekist á hendur nám í framhaldinu eða söðlað um í störfum. Ráðgjöfin er ókeypis fyrir þá á vinnumarkaði sem hafa stysta skólagöngu að baki.

Nám fyrir fullorðna Stór hluti námsmanna Fræðslunetsins er fullorðið fólk sem af einhverjum ástæðum hætti í skóla snemma á lífsleiðinni. Það hefur lengst af lýðveldistímanum gleymst, menntakerfi þjóðarinnar og ráðamenn hafa verið uppteknari af öðru. Undanfarin ár hefur hlutur þessa fullorðna fólks verið réttur nokkuð fyrir atbeina ríkisins og aðila vinnumarkaðarins með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins í broddi fylkingar. Þúsundir fólks hafa sótt lengra eða skemmra nám hjá símenntunarstöðvunum um allt land og með því lokið námsáföngum sem meta má til eininga í framhaldsskólum.

Ný námsver Í haust voru tvö ný námsver opnuð í VesturSkaftafellssýslu, annað í Vík og hitt á Kirkjubæjarklaustri. Fræðslunetið og Háskólafélagið stóðu sameiginlega að ráðningu starfsmanns sem síðan hefur sinnt fræðslustarfsemi í sýslunni. Hann er ráðinn með framlagi úr Sóknaráætlun Suðurlands. Starfsemin tók vel við sér eftir að námsverin voru opnuð, einkum fjölgaði námskeiðum í fjarfundi sem kennd voru austur eða að austan.

Aukin fjarkennsla Fjarkennsla er vaxandi hjá Fræðslunetinu. Fjarkennslubúnaðir eru á Selfossi, Flúðum, Hvolsvelli, Vík og á Klaustri. Fleiri námskeið voru fjarkennd í haust en nokkru sinni um Suðurland, og einnig út fyrir starfssvæðið, ýmist í svokölluðum fjarfundum eða gegnum einstaklingstölvur. Samstarf Fræðslunetsins og Háskólafélagsins hefur aukið framboð á fjarkenndu efni.

Fyrirmyndir í námi fullorðinna Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur gengist fyrir því undanfarin ár að velja fyrirmynd ársins í námi fullorðinna. Í fyrra veittist þessi heiður m.a. námsmanni hjá Fræðslunetinu og á þessu ári var ein af þremur fyrirmyndunum einnig námsmaður Fræðslunetsins. Þessar viðurkenningar eru Fræðslunetinu hvatning í störfum sínum og um leið mikið ánægjuefni.

Stöndum vörð um okkar hagsmuni Sunnlendingar þurfa að standa vörð um hagsmuni sína á öllum sviðum og vinna saman. Skoðun á framlögum ríkisins til fullorðinsfræðslu, þjónustu við háskólanema og starfsemi þekkingarsetra á landinu leiðir í ljós að Suðurland hefur árum saman borið verulega skarðan hlut frá borði. Ríkið notar ekki augljósa reiknireglu við framlögin þar sem t.d. stærð svæða og íbúafjöldi væri tekinn til greina heldur er notuð einhver allt önnur aðferð sem mismunar landshlutum gróflega. Sunnlendingar geta ekki setið þegjandi undir þessari mismunun heldur eiga að þjappa sér saman um þá ákveðnu kröfu að þeir sitji við sama borð og aðrir landshlutar. Um leið og Fræðslunetið óskar Sunnlendingum velfarnaðar á árinu eru þeir hvattir til að nýta sér þjónustu Fræðslunetsins vel. Ásmundur Sverrir Pálsson

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

3


Starfsfólk Fræðslunetsins

Ásmundur Sverrir Pálsson, framkvæmdastjóri

Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir, verkefnastjóri

Sandra D. Gunnarsdóttir, verkefnastjóri

Rakel Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri

Árdís Óskarsdóttir, ritari og móttaka

Árni Rúnar Þorvaldsson, verkefnastjóri

Málfríður Erna Samúelsdóttir, verkefnastjóri

Kristina Tyscenko, ræstitæknir og móttaka

Sigríður Erna Kristinsdóttir, ræstitæknir

Um námskeiðin, innritun og námskeiðsgjöld

 Innritun fer fram í síma 560 2030, með tölvupósti eða í gegnum vefsíðu Fræðslunetsins.  Nokkrum dögum áður en námskeið hefst er haft samband við viðkomandi og hann beðinn um að staðfesta innritun. Staðfesting er skuldbindandi og með henni samþykkir þátttakandi að greiða fyrir námskeiðið.

 Fræðslunetið áskilur sér rétt til að innheimta námskeiðsgjald að hluta til eða öllu leyti afboði þátttakandi sig eftir að hafa stað     4

fest innritun. Innritun lýkur að öllu jöfnu viku áður en námskeið hefst. Námskeiðsgjöld eru innheimt með greiðsluseðli. Miðað er við a.m.k. 75% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði og fá skírteini. Hver kennslustund (stund) er 40 mínútur nema annað sé tekið fram. Fræðslunetið áskilur sér rétt til að fella niður námskeið ef ekki fæst næg þátttaka.

Lærum allt lífið

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Námsbrautir FA Fyrirhugað er að halda eftirfarandi námsbrautir á vorönn 2014 ef næg þátttaka fæst. Námsbrautirnar njóta framlags Fræðslusjóðs og eru þess vegna á afar hagstæðu verði. Þær eru viðurkenndar af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og má meta til eininga á framhaldsskólastigi. Starfsmenntasjóðir styrkja einnig þátttakendur. Námslýsingar má sjá á vef FA http://frae.is. Námsbrautirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir fullorðna sem hafa litla grunnmenntun og eru jafnframt viðurkennd úrræði fyrir atvinnuleitendur og fólk í starfsendurhæfingu. Lögð er áhersla á að hægt sé að stunda námið með vinnu, að kennsluhættir henti fullorðnum, að námið sé hagnýtt og í takt við þarfir nemenda og atvinnulífs. Allar nánari upplýsingar um innihald námsbrautanna, tímasetningar o.fl. eru veittar í síma 560 2030.

Lestur og ritun - 60 stundir

Nám og þjálfun - 300 stundir

Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun.

Helstu námsþættir eru: námstækni, sjálfsþekking og samskipti, íslenska, enska, danska og stærðfræði. Megin markmið námsins er að námsmaðurinn styrki sig í grunngreinum bóknáms og öðlist færni í námstækni. Námið hentar þeim sem lokið hafa Grunnmenntaskóla eða hafa hafið nám í framhaldsskóla og ekki lokið því. Lögð er áhersla á einstaklingsbundið nám. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði.

Námið er fyrir þá sem eiga erfitt með að lesa eða skrifa. Námsmenn fá þjálfun í ritun og lestri og kynnast tækni sem getur nýst þeim til að efla færni sína. Helstu námsþættir eru: lestur, stafsetning, ritun, tölvutækni, sjálfstyrking og tjáning. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði.

Tími Staðir Verð Fjöldi

Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Hvolsvöllur eða Selfoss 12.000 Lágmark 5, hámark 8

Tími Hefst 13. janúar, kennt frá 17.10 -20 mán.-fim. Staður Fjölheimar Selfossi Verð 57.000

Landnemaskóli II - 120 stundir

Færni í ferðaþjónustu II - 100 stundir

Landnemaskóli II er ætlaður þeim sem eru eldri en 20 ára, af erlendum uppruna og hafa lokið Landnemaskóla I. Helstu námsþættir eru: íslenska, náms- og starfsráðgjöf, lífsleikni og tjáning, menning og samfélag, atvinnulífið, réttindi og skyldur, heilsa og heilbrigði og frumkvöðlafræði. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði.

Náminu er ætlað að efla persónulega, faglega og almenna færni, að veita gæðaþjónustu og að takast á við fjölbreytt úrlausnarefni í ferðaþjónustu. Helstu námsþættir: Sjálfsþekking og sveigjanleiki, tjáning og framkoma, vinnubrögð og vinnuvernd, tungumál, upplýsingatækni, vinnustaðurinn, varan og viðskiptavinurinn, umhverfismál og ferðaþjónusta. Val um sérsvið fer eftir þátttakendum en í boði er: afþreying, bílaleigur eða hópbifreiðar. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru og virka þátttöku til að ljúka námskeiði.

Tími Hefst 20. janúar Staður Þorlákshöfn Verð 23.000

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Tími Ákveðið þegar næg þátttaka fæst Staður Kötlusetur,Vík Verð 19.000

5


6

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Fræðsluerindi Mikilvægt er að innrita sig tímanlega á fræðsluerindin til að tryggja sér öruggt sæti. Fræðsluerindin eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Fjarkennt á þá staði sem óskað er, þ.e. Hvolsvöll, Vík og Klaustur

Lesblinda og lestrarvandi - 3 stundir

ADHD einkenni og orsakir - 3 stundir

Allir velkomnir

Allir velkomnir

Í erindinu segir Snævar Ívar frá sjálfum sér og lífi sínu sem lesblindur einstaklingur og hvernig hann hefur tekist á við lesblinduna. Kynnt verða ráð og aðferðir sem lesblindir geta nýtt sér í daglegu lífi. Sýnd verður nýjasta tækni til hjálpar lesblindum, s.s. skönnun texta og talgervill. Einnig verður Félag lesblindra á Íslandi kynnt en það á 10 ára afmæli á þessu ári.

Margir einstaklingar glíma við ADHD á fullorðinsárum og hefur það oft á tíðum mikil áhrif á líf þeirra. Fjallað verður um einkenni, orsakir og afleiðingar röskunarinnar. Farið verður yfir ýmis úrræði sem í boði eru og miða að því að efla og hámarka jákvæðar hliðar. Einnig verður sagt frá því hvernig hægt er að nýta sér úrræðin í daglegu lífi.

Tími Staður Verð Kennari

Mánudagur 3. febrúar kl. 20-22 Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Í boði Fræðslunetsins Snævar Ívarsson

Tími Staður Verð Kennari

Þriðjudagur 4. mars kl. 20-22 Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Í boði Fræðslunetsins Elín Hoe Hinriksdóttir, sérkennari og varaformaður ADHD samtakanna

Miðaldalist á Íslandi 3 stundir Miðöldum er gjarnan lýst sem myrku tímabili í sögunni. Á hinn bóginn bera ýmsir varðveittir munir vitni um auðugt myndmál, litskrúð og fagurt handverk. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um muni og menningu, s.s. trúarbrögð og siði og tengsl þeirra við listmuni frá Víkingatímabilinu (um 900) til loka miðalda (um 1550) með áherslu á íslenska framleiðslu þó einnig komi innfluttir gripir við sögu.

Tími Staður Verð Kennari

Þriðjudagur, 1. apríl kl. 20-22 Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Í boði Fræðslunetsins Eyrún Óskarsdóttir

Námstækni - 6 stundir Tilvalið námskeið fyrir þá sem eru í námi og vilja bæta vinnubrögð sín en einnig fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í nám. Í upphafi námskeiðsins verður meðal annars rætt um tímastjórnun, skipulagningu, lestraraðferðir, minnisaðferðir og prófundirbúning. Farið verður í aðferðir við skimun texta og útdrátta. Einnig verður stutt kynning á hugarkortum. Vel heppnuð og skipulögð vinnubrögð í námi draga úr streitu, skapa meiri frítíma og bæta árangur.

Tími Staður Verð Kennari

Mánudagar 20. og 27. janúar kl. 18.30-20.40 Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur ef óskað er Í boði Fræðslunetsins Nýtt Eydís Katla Guðmundsdóttir

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

7


Tungumál Icelandic for foreigners - 60 lessons Icelandic courses will be held according to numbers of participants. Courses will start in January and February. To sign up icelandic id-number (kennitala) is needed. Íslenskunámskeið verða haldin á þeim stöðum þar sem næg þátttaka fæst. Til að innritast þarf þátttakandi að hafa íslenska kennitölu. Kennt er tvisvar í viku. Miðað er við a.m.k. 80% viðveru til að ljúka námskeiði.

Tími Staðir Verð Fjöldi

Hefst í janúar (sjá fraedslunet.is) Flúðir, Hvolsvöllur, Klaustur, Selfoss, Vík 37.000 + námsefni 4.000 Lágmark 10, hámark 15

Enska I, með áherslu á talmál - 21 st. Enska 1 verður kennd á Selfossi, Hvolsvelli, Vík og Klaustri á vorönn ef næg þátttaka fæst. Nánari upplýsingar verða á vef Fræðslunetsins og vef Starfsmenntar (smennt.is). Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja þjálfast í talmáli og hafa dálitla undirstöðukunnáttu í málinu. Lögð er áhersla á orðaforða sem tengist þjónustu við ferðamenn og ferðalögum og að fólk geti öðlast færni til að nota ensku í einkalífi og starfi.

Selfoss Mán. og mið. 20. jan. - 10. feb. kl. 18-20.10 Kennari: Rhiannon Mary Brown Hvolsvöllur Mán. og mið. 20. jan. - 10. feb. kl. 18-20.10 Kennari: Gyða Björgvinsdóttir Vík Mán. og mið. 18. feb. - 11. mars kl. 18-20.10 Kennari: Árni Rúnar Þorvaldsson Klaustur Þri. og fim. 18. mars - 8. apríl kl. 18-20.10 Kennari: Árni Rúnar Þorvaldsson Verð 24.900

Enska II, með áherslu á talmál - 21 st.

Spænska II - 24 stundir Námskeiðið er ætlað þeim sem lokið hafa Spænsku I eða hafa undirstöðukunnáttu í málinu. Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur auki við orðaforða sinn, fái aukna þjálfun í framburði og öðlist færni í að tala spænsku. Aukin áhersla verður lögð á talæfingar og fjallað verður um spænska menningu og þjóðlíf.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 4.-27.febrúar kl. 18-20.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 27.300 Kennari Kristín Arna Bragadóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Spænska III - 24 stundir Undanfari: Spænska II eða grunnkunnátta í málinu. Markmiðið að þátttakendur auki við orðaforða sinn, fái aukna þjálfun í framburði og öðlist færni í að tala spænsku. Aukin áhersla verður lögð á talæfingar og fjallað um spænska og rómansk-ameríska menningu og þjóðlíf. Ef áhugi er fyrir hendi verður farið í vettvangsferð þar sem þátttakendur spreyta sig á að tala spænsku.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 4.- 27. mars kl. 18-20.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 27.300 Kennari Kristín Arna Bragadóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 15

Norska II 30 stundir

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja fá frekari þjálfun í talmáli og hafa undirstöðukunnáttu í málinu eða hafa lokið Enska talmál I. Lögð er áhersla á orðaforða sem tengist þjónustu við ferðamenn, ferðalögum o.fl. Einnig er lögð áhersla á lestur og ritun á ensku.

Tímar Staður Verð Kennari Fjöldi 8

Mán. og mið. 17.feb. - 10. mars kl. 18-20.10 Fjölheimar, Selfossi 24.900 Rhiannon Mary Brown Lágmark 10, hámark 15

Námskeiðið er framhald af Norsku I en hentar einnig þeim sem hafa einhvern grunn í norsku. Lögð er áhersla á talmál, orðaforða, ritun málsins, lestur og talæfingar.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Mán. og mið. 3. febrúar - 5. mars kl. 18-20.10 Fjölheimar, Selfossi 33.200 + námsefni 3.500 Heiður Eysteinsdóttir Lágmark 10, hámark 15

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Tölvur Tölvur I - 15 stundir

Stafrænar myndir - 9 stundir Grunnþekking í tölvunotkun nauðsynleg

Lítil eða engin tölvureynsla Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa afar litla eða enga reynslu af tölvunotkun. Farið er í undirstöðuatriði tölvunnar og hvernig hún vinnur. Aðaláhersla er lögð á að gera þátttakendur færa um að nota Netið og samskiptavefi, s.s. tölvupóst og Facebook. Einnig er farið í byrjunaratriði í ritvinnslu. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða kennslu.

Tími og Þri. og fim, 21. jan.- 4. feb. kl. 18-20.10 staðir Fjölheimar, Selfossi (Leifur) Þri. og fim, 21. jan.- 4. feb. kl. 17-19 Kirkjubæjarstofa, Klaustri (Ívar Páll) Verð 24.200 Kennarar Leifur Viðarsson og Páll Ívar Bjartmarsson Fjöldi Lágmark 8, hámark 10

Tölvur II - 15 stundir

Kennd eru undirstöðuatriði varðandi myndatökur og stillingar á stafrænum myndavélum og þátttakendur læra að færa myndir af stafrænni myndavél yfir á tölvu. Kennt er á Picasa hugbúnað sem heldur utan um myndasafnið. Kenndar eru aðferðir við ýmsar lagfæringar, stækkanir/smækkanir, útprentun, að senda myndir í vefpósti o.fl. Einnig er kennt hvernig vinna má með myndir og texta í ritvinnslu.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Lærðu á iPad/iPhone - 9 stundir Nýttu þér alla kosti iPadsins

Grunnþekking nauðsynleg Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur I eða hafa svolitla þekkingu og reynslu af tölvunotkun en vilja dýpka þekkingu sína og öðlast aukið öryggi. Markmiðið er að læra skipulagningu skjala í möppur, vistun gagna og aðgerðir í ritvinnslu. Kynnt verður notkun netsins og tölvupósts, auk þess sem þátttakendur læra m.a. að samþætta notkun ritvinnslu og netsins.

Tími og Þri. og fim. 11.-25. febrúar kl. 18-20.10 staðir Fjölheimar, Selfossi (Leifur) Þri. og fim. 11.-25. febrúar kl. 17-19.10 Kötlusetur, Vík (Ívar Páll) Verð 24.200 Kennarar Leifur Viðarsson og Ívar Páll Bjartmarsson Fjöldi Lágmark 10, hámark 12

Tölvur III - 18 stundir Grunnþekking nauðsynleg

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lokið við námskeiðið Tölvur II en hentar einnig þeim sem hafa nokkurn grunn í tölvunotkun og vilja aukna þjálfun og þekkingu. Sérstök áhersla verður lögð á Office-forritin Word, Excel og PowerPoint. Farið verður yfir hvernig best er að vista skjöl og halda utan um möppusafnið.

Tími Mánudagar og þriðjudagar 3.-18. mars kl. 18-20.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 28.200 Kennari Leifur Viðarsson Fjöldi Lágmark 10, hámark 14 Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Mánudagar 20.janúar - 3. feb. kl.18-20.10 Fjölheimar, Selfossi 15.500 Leifur Viðarsson Lágmark 8, hámark 14

Farið verður í grunnatriði iPad spjaldtölvunnar frá Apple. Tengimöguleikar, flýtileiðir, tölvupóstur, grunnstillingar o.s.frv. Einnig verður sýnt hvernig sækja má forrit (apps), hvernig á að hlaða inn myndum, tónlist, skjölum o.fl. Þeim sem ekki hafa stofnað reikning hjá Apple verður leiðbeint í gegnum það. Þátttakendur þurfa að hafa iPad með sér á námskeiðið og hafa netfang sem þeir geta nálgast úr hvaða tölvu sem er.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Mánudagar 10.-24. febrúar kl. 18-20.10 Fjölheimar, Selfossi 15.500 Leifur Viðarsson Lágmark 8, hámark 12

Gagn og gaman með Google - 9 stundir Á námskeiðinu er farið yfir helstu möguleika og kosti Google. Byrjað er á því að stofna reikning sem gengur að öllu því sem Google býður uppá og leitarmöguleikar kynntir. Skoðað verður hvernig hægt er að nota Google+ sem samskipamiðil, hvaða „öpp” og síður eru í boði, s.s. Gmail, Google Drive og Google sites. Skoðaðar eru síður eins og Google maps, Google translate, og fl. skemmtilegt. Námskeiðið er bæði í formi kynningar og verklegt.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Mánudagar 24. mars - 7. apríl kl. 18-20.10 Fjölheimar, Selfossi 15.500 Leifur Viðarsson Nýtt Lágmark 8, hámark 12

9


Handverk og Hönnun Tvöfalt prjón - 4 stundir Kennd er prjónaaðferð þar sem prjónlesið hefur enga röngu en aðferðin býður samt upp á að prjónað sé flókið myndprjón. Aðferðin er frábrugðin tvíbandaprjóni eða myndprjóni og hentar vel, t.d.í trefla, húfubönd og fleira. Þátttakendur hafa meðferðis hringprjón nr. 41/2 til 5, 60 sm langan. Rautt og hvítt garn sem hentar prjónastærðinni, skæri og nál.

Tími og Þriðjudagur 28. janúar kl. kl. 18-21 staðir Fjölheimar Selfossi Mánudagur 10. febrúar Fræðslunetið Hvolsvelli Verð 6.800 Kennari Christiane Einarsson (Tína) Nýtt Fjöldi Lágmark 8, hámark 17

Handmálun og spaði - 5 stundir Unnið verður með olíu á striga. Notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd. Að loknu námskeiði fara þátttakendur heim með fullunnið málverk að stærð 80x20. Allt efni er innifalið bæði litir og blindrammar á striga. Hentar bæði vönum og óvönum.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Miðvikudagur 26. febrúar kl. 18-21.30 Kirkjubæjarstofa, Kirkjubæjarklaustri 12.900, allt efni innifalið í verði Þorbjörg Óskarsdóttir, Tobba listamaður Lágmark 8, hámark 15

Leður, skinn og skart - 6 stundir Á námskeiðinu er kennt að gera skartgripi úr leðri, skinni og skarti. Þátttakendur gera sína eigin hönnun ef þeir vilja. Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og þá sem hafa farið á námskeið áður. Allt efni innifalið í verði.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Þriðjudagur 25. mars kl. 18 - 22.10 Kötlusetur, Vík 13.900 Þorbjörg Óskarsdóttir, Tobba listamaður Lágmark 10, hámark 15

Að skera í tré með Siggu á Grund -12 st. Grunnnámskeið Kennd verða réttu handtökin við útskurð í tré og nokkrar gerðir útskurðar eins og flatskurður, milliskurður og djúpskurður. Allt efni og hnífar selt á staðnum.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 4. - 13. mars kl. 17-19.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 28.500 + efniskostnaður Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari Fjöldi Hámark 5

Að skera í tré með Siggu á Grund -12 st. Framhaldsnámskeið

Handmálun og spaði framhald - 5 st. Unnið verður með olíu á striga. Notaður verður spaði við gerð myndarinnar. Þátttakendur fá að spreyta sig og skapa sína eigin mynd. Að loknu námskeiði fara þátttakendur heim með fullunnið málverk. Allt efni er innifalið bæði litir og blindrammar á striga. Hentar bæði þeim sem farið hafa á grunnnámskeið eða fengist við að mála.

Tími og Mánudagur 10. febrúar kl. 18-21.30 staðir Fræðslunetið Hvolsvelli Fimmtudagur 27. febrúar kl. 18-21.30 Kötlusetur, Vík Verð 12.900, allt efni innifalið í verði Kennari Þorbjörg Óskarsdóttir, Tobba listamaður Fjöldi Lágmark 8, hámark 15 10

Hin landsþekkta útskurðarkona, Sigga á Grund, heldur framhaldsnámskeið í tréútskurði. Efni verður selt á staðnum. Námskeiðið hentar fyrir þá sem þegar hafa lokið grunnnámskeiðum hjá Siggu.

Tími Þriðjudagar og fimmtudagar 18.-27. mars kl. 17-19.10 Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 28.500 + efniskostnaður Kennari Sigga á Grund, útskurðarmeistari Fjöldi Hámark 5

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Handverk og Hönnun Fornar ísaumsaðferðir - 4 stundir

Silfursmíði - 40 stundir

Í samstarfi við verkefnið um Njálurefilinn

Frætt um grunnverkfæri og handbrögð gull- og silfursmíðinnar og smíðaðir verða gripir eins og hringur, hálsmen eða eyrnalokkar.

Á námskeiðinu verða kenndar aldagamlar aðferðir við útsaum, s.s. refilsaumur, varpleggur (kontórstingur) og flatsaumur. Þátttakendur greiða ekkert þátttökugjald en á staðnum verða seldir handavinnupakkar með myndum úr Njálureflinum. Á námskeiðinu verður Njálurefillinn einnig kynntur og sýndar myndir frá verkefninu. Ef þátttakendur eiga útsaumshring (bróderhring) er gott að hafa hann meðferðis.

Miðvikudagur, 22. janúar kl. 18-20.50 Kötlusetur, Vík Efniskostnaður frá kr. 4.000 greiddur á staðnum Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtson Fjöldi Lágmark 8, hámark 16

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Orkering - 5 stundir Farið verður í grunnatriði fyrir byrjendur í orkeringu með nál. Sýnt hvernig búa má til skraut, t.d. snjókorn og fallega skartgripi. Þátttakendur búa síðan sjálfir til snjókorn og eyrnalokka. Þátttakendur hafa með sér heklunál númer 1.25 eða 1.50 og lítil skæri.

Tími Staður Verð Kennarar

Tískuteiknun - 18 stundir Kennd verður undirstaða í tískuteikningu og fatahönnun. Skoðaðar mismunandi aðferðir í litun og stíl sem og hvernig á að teikna fatnað. Unnið með eigin hugmyndir og hönnun og síðan teiknuð lítil fatalína í lok námskeiðs. Þátttakendur hafa með sér: HB blýant, blýpenna, boxy strokleður, tracing paper, góða tréliti og A4 teikniblokk (verður að vera hægt að draga upp í gegnum pappír).

Tími Þriðjudagar 25. febrúar - 18. mars kl. 17.30-20.50 Nýtt Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 29.500 Kennari Guðrún Erla Guðmundsdóttir, fatahönnuður Fjöldi Lágmark 6, hámark 10

Nútímasaumur - 16 stundir Í samstarfi við heimilisiðnaðarfélag Íslands Nútímasaumur, upphleyptur og þrívídd. Kennt verður að sauma eitt ákveðið verkefni sem getur nýst sem nálarbók eða mynd. Ýmiskonar tækni verður notuð í kennslunni. Saumað er með silkigarni og bróderígarni í bómull og hör. Sérstök tækni er notuð við að setja munstrið á efnið.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Mið. 26. mars, 2. og 23. apríl kl. 17-21 Fjölheimar, Selfossi 45.900 (42.510 fyrir félagsmenn í HfÍ.) Halldóra Arnórsdóttir Nýtt Lágmark 6

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Laugardagar, 18. janúar - 8. feb. kl. 9.20-16 Vinnustofa Hörpu, Súðarvogi 44, Reykjavík 59.800 + grunnefnisgjald 15.000 Nýtt Harpa Kristjánsdóttir, gullsmiður 6

Tími og Fimmtudagur, 20. febrúar kl. 17.10-20.50 staðir Fjölheimar, Selfossi Fimmtudagur, 27 febrúar kl. 17.10-20.50 Félagsheimilið, Flúðum Verð 7.900 + 2000 efniskostnaður greiddur á staðnum Kennari Sólveig Jóna Jónasdóttir Fjöldi Lágmark 4, hámark 7

Orkering, framhald - 5 stundir Haldið verður áfram í orkeringu með nál og hvernig gera má fallega gripi. Þátttakendur gera sjálfir hálsmen með perlum og leðuról. Allir þurfa að hafa með sér heklunál nr. 1.25 eða 1.50 og lítil skæri.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Fimmtudagur, 6. mars kl. 17.10-21.50 Fjölheimar, Selfossi 7.900 + 1000 efniskostnaður staðgreiddur Sólveig Jóna Jónasdóttir Nýtt Lágmark 4, hámark 7

Undirpils - 6 stundir Í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands Á þessu námskeiði er saumað undirpils fyrir 19. eða 20. aldar búning, klæðskerasniðið en það gefur búningnum nýtt líf. Máltaka og efnisval fer fram hjá Heimilisiðnaðarfélaginu nokkru fyrir námskeið.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Laugardagur 22. mars kl. 10-14.30 Fjölheimar, Selfossi 21.100 (19.840 fyrir félagsmenn í FhÍ.) Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri Nýtt Lágmark 6, hámark 7 11


„Fyrst ég gat, þá geta allir.“ Fyrir örfáum árum þorði Guðrún Fjóla varla að standa upp og segja nafnið sitt. Í dag hefur hún hlotið viðurkenningar fyrir árangur í námi fullorðinna og haldið ræður á opinberum vettvangi, meira að segja fyrir menntamálaráðherra. Í viðtali við Þóru Þórarinsdóttur segir Guðrún Fjóla frá námsferli sínum og hvernig líf hennar breyttist í kjölfarið en hún er sjúkraliði og starfar við heimahjúkrun. Guðrún Fjóla Kristjánsdóttir og Ásmundur Sverrir Pálsson framkvæmdastjóri Fræðslunetsins. Myndin er tekin þegar Guðrún hlaut viðurkenningu frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem fyrirmynd í námi fullorðinna.

uðrún Fjóla Kristjánsdóttir hafði ekkert sest á G skólabekk eftir að hún lauk grunnskólanámi árið 1992 en ákvað haustið 2009 að skella sér í skóla. „Ég veit ekki hvað gerðist, það var eins og komið væri að ákveðnum tímapunkti í lífi mínu. Ég var að skoða bækling Fræðslunetsins og lesa um Grunnmenntaskólann þegar ég fann að þetta væri eitthvað fyrir mig og ákvað að skella mér í nám.“ Hún hafði um nokkurt skeið glímt við mikið þunglyndi, kvíða og brotið sjálfstraust og þó hún hafi oft hugsað um að fara í skóla þá hafði hún ekki látið verða af því. „Ég hélt ég gæti það ekki. Sjálfstraustið var ekki upp á marga fiska. Ég hafði oft velt þessu fyrir mér en aldrei stigið skrefið.“ Guðrún Fjóla segir það hafa skipt hana miklu máli að geta hafið nám í litlum skóla. „Ég vildi ekki fara í stóran skóla fullan af unglingum, en hjá Fræðslunetinu er bara einn bekkur í einu, fullorðið fólk, allt á svipuðu róli. Þarna sá ég eitthvað sem gæti hentað mér!“ Hún þakkar frábærum kennurum og starfsfólki Fræðslunetsins árangurinn. „Mér leið vel frá fyrsta degi. Auðvitað var þetta átak og stundum erfitt, ég var ekki í góðri æfingu. En ég sá alltaf betur og betur að ég gæti gert ýmislegt.“

Fór í Grunnmenntaskólann Guðrún Fjóla byrjaði á að fara í Grunnmenntaskóla þar sem grunnatriði eru rifjuð upp og hélt svo áfram í Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum. „Hópurinn náði vel saman og við ákváðum flest öll að halda áfram. Ég var óákveðin um framhaldið til að byrja með en með aðstoð námsráðgjafa Fræðslunetsins varð sýnin skýrari. Við fórum í áhugasviðsgreiningu og ég varð ekki hissa þegar í ljós kom að hugur minn stefndi að því að vinna með fólki.“ Guðrún Fjóla hélt eftir að náminu við Fræðslunetið lauk, áfram í Fjölbrautaskóla Suðurlands á sjúkraliðabraut og útskrifaðist sem sjúkraliði. „Ég fór í starfsnám á Landspítalann og víðar og það var æðislegt að fá að kynnast fjölbreytileika starfsins. Ég var í sumarvinnu á Ljósheimum og á Kumbaravogi, því hugur minn stefndi að því að vinna með öldruðum og ég 12

vildi kynna mér hvort ég væri að velja rétt. Í dag vinn ég við heimahjúkrun aldraðra og finnst það æðislegt. Starfið er fjölbreytt, ég fer allt frá Þjórsá til Þorlákshafnar og í Grafninginn. Ég hitti margt fólk á hverjum degi og mér finnst þetta gefandi og skemmtilegt starf. Allir eru svo þakklátir þegar ég kem.“ Hún er ákaflega þakklát fyrir að hafa stigið þetta skref og drifið sig í nám. „Allt er auðveldara þegar til þess er litið. Tíminn leið ótrúlega hratt. Ég lærði ótrúlega margt, ekki bara á bókina, heldur líka á sjálfa mig. Ég þroskaðist. Þetta er auðveld og þægileg leið til að ná sér í menntun.“

Fyrirmynd í námi fullorðinna Guðrún Fjóla sem fulltrúi Fræðslunetsins til að flytja erindi á ráðstefnu um menntamál á Suðurlandi. „Það var óneitanlega mikill heiður. Ég fékk það verkefni að halda ræðu, meðal viðstaddra var meðal annarra menntamálaráðherra og ég var mjög kvíðin. Þá var gott að rifja upp að þegar við æfðum okkur í ræðumennsku í Grunnmenntaskólanum þorði ég ekki að fara í pontu. Í fyrsta sinn stóð ég bara upp og sagði nafnið mitt. Svo, örfáum árum síðar var ég farin að halda ræðu fyrir ráðherra!“ Í desember á síðasta ári var Guðrún Fjóla valin „Fyrirmynd í námi fullorðinna“ en það er viðurkenning sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins veitir á ári hverju. Viðurkenningin er veitt fólki sem sigrast hefur á hindrunum sem héldu því frá námi og í kjölfarið náð góðum árangri í námsleiðum símenntunarstöðvanna. „Ég er ótrúlega stolt af þessu,“ segir Guðrún Fjóla. „Ég átti alls ekki von á þessu og það kom mér mikið á óvart. Mér fannst flott að vera tilnefnd, hvað þá að sigra. Ég stóð aftur upp og hélt ræðu. Það var ekki eins erfitt að þessu sinni. Það hefði ekki þýtt fyrir 5 árum að reyna að segja mér að ég ætti eftir að standa í þessum sporum. Ég sagði mína sögu og ákvað að draga ekki neitt undan hvað snerti veikindi og vanlíðan áður en ég fór í nám.

„Allir þurfa að hafa hlutverk.“ Í dag hef ég það ljómandi gott. Ég veit að þunglyndið er til staðar en ég kann að takast á við það. Það hjálpar mikið að vera í vinnu og í kringum fólk. Allir þurfa að hafa hlutverk. Ég er ótrúlega þakklát Fræðslunetinu og öllu því góða fólki sem þar starfar fyrir að hafa stutt mig dyggilega allt frá fyrsta degi.“ Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Ýmis námskeið Námstækni - 6 stundir

Skipulag og hönnun heimila - 12 stundir

Tilvalið námskeið fyrir þá sem eru í námi og vilja bæta vinnubrögð sín en einnig fyrir þá sem hafa áhuga á að fara í nám. Í upphafi námskeiðsins verður meðal annars rætt um tímastjórnun, skipulagningu, lestraraðferðir, minnisaðferðir og prófundirbúning. Farið verður í aðferðir við skimun texta og útdrátta.Einnig verður stutt kynning á hugarkortum. Vel heppnuð og skipulögð vinnubrögð í námi draga úr streitu, skapa meiri frítíma og bæta árangur.

Á námskeiðinu verður fjallað um rýmisskipulag heimilisins, hvernig við getum nýtt rýmið sem best og aukið þannig vellíðan fjölskyldunnar. Farið verður yfir litaval og áhrif lita á fólk, lýsingu og birtu sem hæfir hverju rými, hvernig við þarfagreinum heimilið og þá hluti sem þar þurfa að vera (losna við/bæta við), Feng-shui fræðin og tilhögun hluta í rýminu.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Mánudagar 20. og 27. janúar, kl. 18.30-20.40 Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur ef óskað er Í boði Fræðslunetsins Eydís Katla Guðmundsdóttir Nýtt Lágmark 8, hámark 12

Úr skuldum í jafnvægi - 18 stundir Í samstarfi við Fjármálaþjónustuna ehf.

Námskeið ætlað þeim sem hafa hug á að endurskipuleggja fjárhaginn. Fjallað er um hvað hver og einn þarf að tileinka sér í hugsun og hegðun til að fjármálin séu í lagi. Farið er yfir helstu hindranir og vinnuaðferðir til að ná árangri. Heimaverkefni þar sem hver og einn vinnur með sín fjármál. Í lok námskeiðs hefur þátttakandi öðlast skilning á eðli fjármálavandans og hvað þarf að gera til að ráða bót á honum. Sumir verða búnir að leysa vandann. Aðrir verða komnir með skýra aðgerðaráætlun sem unnið verður eftir. Flestir verða sjálfbjarga að loknu námskeiði en sumir þurfa áframhaldandi stuðning. Möguleiki er á einkaráðgjöf í framhaldinu.

Tími Mið. 22. janúar- 19. febrúar kl. 13.15-15.45 og kl. 16.15-18 (athugið tvö námskeið) Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 33.600 Kennari Katrín Garðarsdóttir Fjöldi Lágmark 10, hámark 20

Gott er að vera með teikningu af húsnæðinu í einhverri mynd til að hver og einn geti sett niður hugmyndir og unnið út frá sínu heimili.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Miðvikudagar 12.-26. febrúar kl. 18.30-21.20 Fræðslunetið, Hvolsvelli 15.500 Ingunn Jónsdóttir Lágmark 8, hámark 16

Járningar og hófhirða - 60 stundir Námskeiðið er ætlað fullorðnum einstaklingum sem stefna á að vinna við járningar í framtíðinni. Á námskeiðinu verður vandlega farið yfir grunnþætti járninga, hófhirðu og skeifnasmíði. Æskilegt er að þátttakendur hafi einhverja reynslu í almennri hestamennsku og járningum. Kennt verður eftir nýrri kennslubók „Járningar og hófhirða, kennslubók í járningum“, en sú bók var skrifuð að tilstuðlan Fræðslunetsins. Verkefnið er styrkt af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Þróunarfjárnefnd hrossaræktarinnar. Höfundur bókarinnar, Sigurður Torfi Sigurðsson, verður leiðbeinandi á námskeiðinu ásamt Sigurði Sæmundssyni. Námið er bóklegt og verklegt ásamt sýnikennslu.

Tími Fimmtudagar 20. febrúar, 6. og 20. mars og 3. apríl kl. 17-19.10; föstudagar 21. febrúar, 7. og 21. mars og 4. apríl kl. 17-20; laugardag ar 22. febrúar, 8. og 22. mars kl. 9-16; mánudag og þriðjud. 12. og 13. maí kl. 17-20 Staðir Fjölheimar Selfossi, bóklegir tímar Eldhestar Ölfusi, verklegir tímar Verð 12.000 Nýtt Kennarar Sigurður Torfi Sigurðsson og Sigurður Sæmundsson Fjöldi Þar sem mjög fáir komast að verða 6-8 valdir úr hópi umsækjenda

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

13


14

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Matreiðsla Léttir og hollir réttir - 4 stundir

Indverskir og arabískir réttir - 6 stundir Skemmtilegt matreiðslunámskeið þar sem Yesmine kennir galdurinn við að reiða fram einstaklega bragðgóða indverska- og arabíska rétti. Farið verður í gegnum helstu krydd og notkun þeirra, ásamt grunnmatreiðsluaðferðum. Yesmine fer einnig yfir það hvernig hægt er að einfalda uppskriftir og gera þær jafnvel hollari án þess að það bitni á bragðinu. Á námskeiðinu taka allir þátt í eldamennskunni og endar kvöldið með mikilli veislu.

Á námskeiðinu er kennd matreiðsla sem hefur hollustu að leiðarljósi. Fjallað verður um fæðuval og hvernig nota má hollar matvörur í stað óhollra. Þátttakendur elda nokkra holla rétti sem snæddir eru í lokin. Tilvalið fyrir vinahópa að skella sér saman á þetta námskeið.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Miðvikudagur 5. febrúar kl. 17.30-20.30 Fjölheimar, Selfossi 10.900 Andri Már Jónsson, matreiðslumaður Lágmark 8, hámark 10

Grillað og gómsætt - 4 stundir

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Þriðjudagur 18. febrúar kl. 17.30-22 Fjölheimar, Selfossi 12.900, matur, uppskriftahefti og DVD diskur Yesmine Olsson Lágmark 12, hámark 14

Grillum kjöt, fisk og grænmeti. Ýmsar góðar hugmyndir að grillréttum. Farið verður yfir undirbúning, marineringu, reykingu, hitastig, hreinlæti o.fl. Námskeiðið er aðallega í formi sýnikennslu en þátttakendur spreyta sig og fá smakk.

Tími Staður Verð Kennari Fjöldi

Þriðjudagur 29. apríl, kl. 18.30 - 21.10 Fjölheimar, Selfossi 8.900 Andri Már Jónsson, matreiðslumaður Lágmark 8, hámark 10

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

15


16

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Námskeið fyrir fatlað fólk Umsóknarfrestur var til 10. desember sl. en enn er hægt að skrá sig á þau námskeið sem ekki eru fullbókuð. Bréf verður sent í pósti heim til allra sem hafa sótt um námskeið með tímasetningum og frekari upplýsingum.

Heimilisfræði og hreyfing Hollur og góður heimilismatur - 20 st. Kennt er að útbúa hollan, gómsætan og fjölbreyttan mat. Námskeiðið hentar þeim vel sem búa einir og elda sjálfir, einnig þeim sem búa með öðrum og elda reglulega heima. Áhersla er lögð á hagkvæm innkaup, hollan mat og sjálfstæði þátttakenda. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 14.600, fullbókað

Tónlist og leiklist Tónlist, söngur, hljóðfæri - 12 stundir Tónlistarhópur sem kemur saman til að syngja og spila á hljóðfæri undir stjórn tónlistarkennara. Spilað verður á ýmis hljóðfæri, sungið, hlustað á tónlist og taktur æfður. Staður Tónsmiðjan, Eyravegi 67, Selfossi Verð 8.200, fullbókað

Tónlist og skynjun - 12 stundir Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa lítið formlegt mál. Það er sungið og spilað á hljóðfæri. Áhersla lögð á virkni og samspil. Staður Fjölheimar Selfossi Verð 9.900, fullbókað

Mynd- og handlist Fatasaumur - 12 stundir Á námskeiðinu sauma þátttakendur flík. Kennt verður að taka mál, taka upp snið, breyta sniði og sauma einfalda flík. Markmiðið er að þátttakendur læri grunn í sníðagerð og fatasaumi. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 12.900, fullbókað

Prjónasmiðja - 12 stundir Unnið er að gerð prjónaðs handverks. Kennt er að prjóna mismunandi munstur. Þátttakendur koma sjálfir með prjóna. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 12.000, fullbókað

Myndlist - 20 stundir Á námskeiðinu vinna þátttakendur að því að búa til myndir. Áhersla er lögð á að ýta undir sköpunargleði og virkja ímyndunarafl þátttakenda. Kynntar eru mismunandi aðferðir og mismunandi efni til þess að vinna með. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 14.500, laus pláss

Skartgripagerð - 9 stundir Á námskeiðinu móta þátttakendur sína eigin skartgripi úr Polymer skartleir, s.s. hring, hálsmen og eyrnalokka. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 7.500, laus pláss

Smíði - 12 stundir Farið er í grunnatriðið í trésmíði. Helstu verkfæri kynnt, beiting þeirra og meðhöndlun kennd. Þátttakendur smíða nytjahlut. Staður Hamar, verknámshús FSu, Selfossi Verð 10.900, fullbókað

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

17


Námskeið fyrir fatlað fólk Tölvu- og upplýsingatækni

Sjálfstyrking og valdefling

Tölva - 20 stundir

Lærðu um réttindi þín - 24 stundir

Grunnur í ritvinnslu og hagnýtri upplýsingatækni. Þátttakendur setja sér markmið í upphafi námskeiðs sem unnið er markvisst að. Markmið eru sett út frá getustigi hvers og eins. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 13.900, fullbókað

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér félög fólks með fötlun og/eða hafa áhuga á því að kynna sér í hverju það felst að vera talsmaður fólks með fötlun. Kynntur verður samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

iPad - 12 stundir Grunnþættir kenndir í notkun á iPad. Þátttakendur koma með sinn iPad. Markmiðin geta verið mismunandi en það fer eftir áhugasviði hvers og eins. Áhersla er lögð á sjálfstæði.

Staður Fjölheimar, Selfossi og Sólheimar Verð 10.200, fullbókað

Mál og samfélag Lestur og ritun - 20 stundir Námskeiðið er fyrir þá sem langar að ná betri tökum á lestri. Unnið verður útfrá færni hvers og eins. Að auki verður unnið með framsögn. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 15.400, fullbókað

Stærðfræði í daglegu lífi - 20 stundir Stærðfræðiþjálfun. Áhersla á notkun í daglegu lífi þátttakenda.

Staður Fjölheimar, Selfossi 13.800, laus pláss Mál,Verð tjáning, sjálfsmynd

- 18 stundir

Markmiðið er að eflast í samskiptum og styrkja sjálfsmyndina. Námsefnið er sett fram á myndrænan hátt og einnig er notast við Tákn með tali. Staður Sólheimar Verð 12.900, laus pláss

Skyndihjálp - 9 stundir Á námskeiðinu verður kennd skyndihjálp og hvernig á að veita sálrænan stuðning í neyðartilvikum. Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur skírteini.

Staður Sólheimar Verð 5.500, laus pláss

Snyrtinámskeið - 12 stundir Þátttakendur koma með eigin snyrtitösku og fá kennslu og ráðleggingar varðandi umhirðu húðar og förðun.

Staður Snyrtistofan Myrra, Hrísholti 4, Selfossi Verð 9.700, laus pláss Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 15.400, fullbókað

18

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Námskeið fyrir fatlað fólk Skynjun, virkni og vellíðan

Myndir úr starfinu

Mál og tjáning - 14 stundir Námskeið fyrir þá sem tjá sig lítið, hafa lítið formlegt mál en skilja talmál að einhverju marki. Á námskeiðinu verður unnið með mál í öllum mögulegum myndum, Tákn með tali, myndir og/eða hlutatákn. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 11.900, fullbókað

Skynjun, virkni, vellíðan og samspil - 14 s Markmiðin eru að auka virkni og áhuga þátttakenda. Einnig að skapa góðar aðstæður fyrir þátttakendur til að þeir nái slökun og vellíðan og að skapa tækifæri til sameiginlegrar athygli og boðskipta.

Frá útskrift á myndlistarnámskeiði. Frá vinstri: Ásthildur Ingvarsdóttir, Herborg Auðunsdóttir, leiðbeinandi, Hörður Björnsson og Kristín Þóra Albertsdóttir.

Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 11.900, fullbókað

Rofar og umhverfisstjórnun -14 stundir Rofar eru notaðir til að stjórna tölvu, s.s. tölvuleikjum, að velja tónlist og fleira. Unnið er markvisst að því að finna leiðir til að þátttakendur geti stjórnað einhverju í umhverfinu og þar með verið virkir. Staður Fjölheimar, Selfossi Verð 11.900, laus pláss

Á smíðanámskeiði. Svanur Ingvarsson leiðbeinandi og Ólafur Aron Einarsson. Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Í eldhúsinu á námskeiðinu Hollur og góður heimilismatur. Ágúst Þór Weaber og Kamma Viðarsdóttir.

Á námskeiðinu Hollur og góður heimilismatur. Erla Björk Sigmundsdóttir og Rúnar Magnússon 19


Myndir úr starfinu

Þátttakendur á námskeiðinu Akrílmálun á striga. Námskeiðið var 40 stunda langt og var haldið á Selfossi.

Haldin var ráðstefna um jaðarhópa í samvinnu við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Ráðstefnan var haldin í Reykjanesbæ.

Þátttakandi og leiðeinandi á námskeiðinu Gler og hönnun. Námskeiðið var 12 stunda langt og var haldið á Selfossi.

Þátttakendur á námskeiðinu Handmálun og spaði. Námskeiðið var 5 stunda langt og var haldið á Hvolsvelli.

Námskeið á vegum Starfsmenntar verða haldin í fjarfundi á Selfossi á vorönn ef næg þátttaka fæst

Nám fyrir starfsfólk í stjórnunareiningum: Mán. og mið. 24. feb. - 9. apríl. Fyrstu tvö skiptin kl. 08:30-12:30 annars kl. 09:00-11:50 og síðasta skiptið kl. 08:30-13:00.

Nám í mannauðsstjórnun fyrir millistjórnendur hjá ríkinu: Fim. og Fös. 8.- 16. maí. Fyrsta skiptið kl. 13:00-15:50 annars kl. 08:30-15:50. Fjögur skipti.

Verkefnastjórnun - vinnulag sem virkar: Þri. 11. feb. - 18. mars kl. 13:00-15:50. Sex skipti.

Innritun og nánari upplýsingar hjá Starfsmennt, http://www.smennt.is.

20

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Námskeið jarðvangsins Námskeiðin eru haldin af Kötlu jarðvangi en Fræðslunetið sér um kynningu, innritun og innheimtu námskeiðsgjalda. Nánari upplýsingar um námskeiðin verða birt á vef Fræðslunetsins (http://fraedslunet.is) og einnig mun Kötlu jarðvangur auglýsa námskeiðin nánar í staðarmiðlum .

Menningarlæsi í ferðaþjónustu - 3 st.

Rafvæðing í V-Skaft. í upphafi 20. aldar

Rætt verður um ólíka menningarheima, fjallað um spurninguna hvað er menning og hvernig birtist hún okkur. Megin áhersla námskeiðsins er hins vegar á menningarlæsi, þ.e.; hvernig stöndum við okkur sem einstaklingar erlendis? Hvað má gera og hvað má ekki gera eða segja? Hverjar eru helstu gildrurnar sem einstaklingar og fyrirtæki falla í? Hvernig getum við öðlast meiri skilning á mótaðilanum, skilið hans menningu og aukið þannig líkurnar á okkar árangri og skemmtilegri samskiptum?

Námskeið um rafvæðingu Vestur-Skaftafellssýslu og þátt hugvitsmanna í héraðinu. Farið verður yfir helstu áhrifavalda og aðstæður; samspil manns og náttúru. Fjallað verður um hvaða þættir voru til staðar, hverjar voru helstu hindranir og hvað kveikti neistann. Einnig verður þróun orkugjafa skoðuð og sjálfbærni. Sýndar verða ljósmyndir Önnu Gyðu Gunnlaugsdóttur af heimarafstöðvum. Farið verður í stutta vettvangsferð á slóðir hugvitsmanna og á virkjunarstaði.

Tími Staður Kennari Verð

Þriðjudagur 21. janúar, kl. 20-22.10 Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur Þorgeir Pálsson Nýtt 1.500

Vaxtarsprotar í Kötlu jarðvangi - 36 st. Námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslu á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Þátttakendur vinna með eigin viðskiptahugmyndir. Fulltrúum starfandi fyrirtækja er velkomið að taka þátt með það að markmiði að vinna að frekari framþróun eða mótun nýjunga í rekstri sínum. Unnið er í samstarfi við landbúnaðarráðunauta, atvinnuþróunarfélög og aðra aðila úr stoðkerfi atvinnulífsins á viðkomandi svæði. Sjá nánar: fraedslunet.is

Tími Staður Kennari Verð

20. janúar - 24. mars Fjarkennsla og staðnám Sigurður Steingrímsson 15.000

Nýtt

Tími Staður Kennari Verð

Laugardagur 22. febrúar, kl. 13 -18 (6 stundir) Geirland við Kirkjubæjarklaustur Þórólfur Árnason Nýtt 3.000

Staðarleiðsögn á jarðvangi II - 36 st. Sameiginlegt leiðsögunámskeið Kötlu jarðvangs, Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunetsins og framhald af Staðarleiðsögn í jarðvangi I sem haldið var haustið 2013 og 2011. Haldnir verða fyrirlestrar eitt kvöld í viku kl. 20-22.30 sem sendir verða með fjarfundarbúnaði. Fyrirlestrarnir fjalla um jarðfræði, náttúrufræði, ferðamennsku, sögu og mannlíf svæðisins og gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið Staðarleiðsögn í jarðvangi I eða sambærilegu námi.

Tími Staður Kennarar Verð

Febrúar - apríl, kl. 19.30-22 Fjarfundur, Hvolsvöllur, Vík, Klaustur og Selfoss Ýmsir Nýtt 15.000

Öskulagagreining - 12 stundir

Njála og landnám - 8 stundir

Nokkrar helstu eldstöðvar landsins eru innan marka Kötlu jarðvangs. Svæðið hefur ítrekað orðið fyrir gjóskufalli og mikill fjöldi gjóskulaga finnst í jarðvegi. Á námskeiðinu verður farið yfir hver helstu gjóskulögin eru, uppruna þeirra, hvar þau finnast og hvernig má bera kennsl á þau. Eins verður rætt um hvaða upplýsingar gjóska getur veitt, m.t.t. gossögu og goshegðunar. Farin verður dagsferð í lok maí/byrjun júní 2014 þar sem gjóskusnið verða skoðuð.

Farið verður í söguferð á Njáluslóðir í Jarðvangsvikunni 2014 eða nánar tiltekið sunnudaginn 27. apríl. Ferðin byrjar og endar í Sögusetrinu Hvolsvelli og hópurinn fer saman um Fljótshlíðina þar sem sögufrægir staðir verða heimsóttir sem og aðrir merkir staðir tengdir landnámi.

Tími Staður Kennari Verð

Fimmtudagur 20. febrúar, kl. 20-22.30 Kirkjubæjarstofa og fjarfundur Bergrún Arna Óladóttir Nýtt 5.000

Klifur fyrir börn og unglinga 12 stundir Farið verður í fjölbreyttar æfingar fyrir klettaklifur. Skoðaðar verða helstu línur og tól sem notuð eru í klifri og farið í skemmtilega leiki og þrautir sem reyna á jafnvægi, útsjónarsemi og Nýtt þolinmæði, en mestu skiptir að hafa gaman.

Tími Staður Kennarar Verð

Laugardagur og sunnud. 7. og 8. júní kl. 10-15 Hvolsvöllur Guðmundur F. Markússon og Rannveig Ólafsd. 4.000, systkinaafsláttur. Aldur 10 ára og eldri.

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Tími Staður Kennari Verð

Sunnudagur 27. apríl Sögusetrið Hvolsvelli Sigurður Hróarsson 3.500

Nýtt

Fuglar og fuglaskoðun - 18 stundir Farið verður yfir íslensku fuglafánuna, hvað einkennir hana og hvaða fugla helst sé að finna hér og hvernig best sé að greina þá. Farið verður yfir helstu fuglastaði á landinu, með sérstaka áherslu á fuglastaði innan jarðvangsins. Sjá nánar: http:// fraedslunet.is

Tími Þri. 29. apríl, fim.1. maí og lau. 3. maí kl. 20-22.30 Staður Fjölheimar, Selfossi fjarfundur og staðnám Kennari Jóhann Óli Hilmarsson Nýtt Verð 6.000 21


Námskeið fyrir sjúkraliða Batahvetjandi umhverfi - 6 stundir

Meðvirkni og hjúkrun - 10 stundir

Markmið: Að þátttakendur öðlist aukinn skilning á samspili og áhrifaþáttum umhverfisins í bataferli sjúklingsins og hvernig sjúklingur upplifir heilbrigðisstarfsmenn í umhverfi sjúkrahússins.

Markmið: Að þátttakendur fái innsýn í og læri hugmyndafræði og einkenni meðvirkni, lélegrar sjálfsmyndar, yfirfærslu og gagnyfirfærslu og hvernig þessir þættir geta mögulega haft áhrif í starfi.

Lýsing: Litið verður á skilgreiningar og ólík sjónarmið um hvað flokkast sem sjúklingur/notandi eða þjónustuþegi. Hverjir eru helstu áhrifavaldar og hvaða þætti þarf að hafa í huga þegar einstaklingurinn er skoðaður heildrænt út frá umhverfinu sem hann dvelur í.

Lýsing: Fjallað verður um hugmyndafræði meðvirkni og hvernig hún tengist yfirfærslu og gagnyfirfærslu. Einnig verður fjallað um tengsl sjálfsmyndar og meðvirkni. Skoðað verður hvort einkenni meðvirkni geti verið styrkur í hjúkrun og hvað þarf að varast. Farið yfir áhugaverðar rannsóknaniðurstöður um meðvirkni eins og tengsl meðvirkni og offitu. Nemendur verða hvattir til aukinnar sjálfsþekkingar með æfingum, verkefnum og umræðum. Kennt verður hvernig á að bera kennsl á einkenni meðvirkni, yfirfærslu og gagnyfirfærslu, ásamt því hvernig hægt er að stuðla að bættri sjálfsmynd. Miðað er við 100% mætingu og virka þátttöku til að ljúka námskeiðinu.

Miðað er við 100% mætingu og virka þátttöku til að ljúka námskeiðinu.

Tími Staður Verð Kennari

Þriðjudagur 25. febrúar kl. 17-21.10 Fjölheimar, Selfossi 12.300 Guðmundur Sævar Sævarsson RN, MMHN, geðhjúkrunarfræðingur Fjöldi Lágmark 14

22

Tími Staður Verð Kennari

Miðvikudagar 12. og 19. mars kl. 17-20.30 Fjölheimar, Selfossi og fjarfundur 18.200 Sylvía Ingibergsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun á geðsviði LSH Fjöldi Lágmark 14

Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi - námsvísir vor 2014


Skaftárhreppur

BLÁSKÓGABYGGÐ

Skeiða- og Gnúpverjahreppur

Rangárþing eystra

Sveitarfélagið Ölfus

Innritun í síma 560 2030 eða á www.fraedslunet.is

Mýrdalshreppur

Rangárþing ytra

23


Ókeypis náms– og starfsráðgjöf hjá Fræðslunetinu Upplýsingar, ráðgjöf og raunfærnimat

Sólveig R. Kristinsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

 Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði?  Hefur þú áhuga á að fara í nám?  Viltu uppgötva hæfileika þína, kanna áhugasvið þitt eða færni?  Viltu fá aðstoð við gerð ferilskrár og starfsumsóknar?  Viltu láta meta færni þína með raunfærnimati?  Ertu á tímamótum í leit að vegvísi?

Hjá Fræðslunetinu starfa þær Eydís Katla Guðmundsdóttir og Sólveig Ragnheiður Kristinsdóttir náms- og starfsráðgjafar og annast þær ráðgjöfina og aðstoða þá sem eftir leita.

Eydís Katla Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Tímapantanir í síma 560 2030 eða á fraedslunet@fraedslunet.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.