Grafarvogsbladid 4.tbl 2008

Page 1

Grafarvogsblaðið 4. tbl. 19. árg. 2008 - apríl

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

Gleðilegt sumar! Bifreiðaverkstæði Grafarvogs

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

Þjónustuaðili

Mjódd – Kringlan- Spöng

Sumardagurinn fyrsti er handan við hornið og tekið að hlýna í veðri, börnunum og öðrum til ánægju.

Opið í Spöng og Mjódd Mán.– fim. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-16 Opið í Kringlunni

Mán.– fim. 10-18 Föstudaga 10-19 Laugardaga 10-18 Sunndaga 13-17

]Xjk\`^eX$ jXc Xe el _m\i]` He c\^c (,! '# ]¨Â &&' GZn`_Vk ` H b^ *,* -*-* ;Vm *,* -*-+

lll#[b\#^h


2

GV

Fréttir

Grafarvogsblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Netfang Grafarvogsblaðsins: gv@centrum.is Ritstjórn og auglýsingar: Bíldshöfða 14 - Sími 587-9500 / 698-2844. Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Landsprent ehf.. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Grafarvogsblaðinu er dreift ókeypis í öll hús og fyrirtæki í Grafarvogi. Einnig í Bryggjuhverfi og öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Í vinnu hjá okkur Íslenskir stjórnmálamenn eru margir hverjir handónýt fyrirbæri. Þeir virðast ekki vera til nokkurs nýtir. Og verstir eru þeir stjórnmálamenn sem lengi hafa verið við stjórnvölinn. Þá hefur hrokinn og siðleysið bæst ofan á allt annað. Mýmörg dæmi væri hægt að nefna hér um getuleysi íslenskra stjórnmálamanna og heimskulegar ákvarðanir þeirra. Almenningur sem gengur reglulega í kjörklefana og kýs nánast sama fólkið aftur og aftur er auðvitað með engu meiri meðvitund en stjórnmálamennirnir. Hér eru nokkur nýleg dæmi um getuleysið: - Eftir tveggja áratuga þref og þras um Sundabraut liggur ekki enn fyrir niðurstaða um þá leið sem á að fara. - Þjóðvegir til og frá Reykjavík eru fyrir margt löngu orðnir stíflaðir og stór hættulegir. Allir þekkja hörmungarsöguna varðandi Reykjanesbrautina. Þegar upphaflegur verktaki varð gjaldþrota leyfðu íslensk lög ekki Vegagerðinni að halda strax áfram með framkvæmdir. Vegagerðin hafði ekki getu til að ganga þannig frá framkvæmdasvæðinu að öruggt væri fyrir vegfarendur. Mörg stórslys fylgdu í kjölfarið. Enn verða stórslys á Suðurlandsvegi og fólk lætur lífið. Ekkert hefur verið rætt um Vesturlandsveg norður í land. Stjórnmálamennirnir eru lamaðir og embættismenn engu betri. - Eftir frábæran árangur tollgæslu og lögreglu á Suðurnesjum og í Leifsstöð hvað fíkniefni varðar kemur dómsmálaráðherrann, sem virðist úr öllum takti við venjulegt fólk, fram með þá ætlan sína að eyðileggja allt starfið. Splundra öllu samstarfi sem mikil vinna hefur farið í að búa til og skilað hefur einstökum árangri og allir eru sáttir við í dag. - Fjármálaráðherrann skipar son seðlabankastjóra í embætti héraðsdómara. Eðlilegum spurningalista umboðsmanns alþingis í kjölfarið svarar ráðherrann með hroka og skætingi. Hann, eins og fleiri stjórnmálamenn, hafa algjörlega gleymt því að hann er í vinnu hjá okkur, almenningi í landinu. - Samgönguráðherrann talar eins og honum hentar hverju sinni. Öflugri kjördæmapotari er vandfundinn. Einn daginn er Sundabraut auðvitað framar í röðinni en göng undir Vaðlaheiði fyrir norðan en næsta dag er þessu öllu snúið við. Fleira væri hægt að nefna en það er að æra óstöðugan að halda áfram. Get þó ekki orða bundist yfir Seðlabankanum. Inn í það hús á ekki ráða nema fagfólk til vinnu. Og ég eins og fleiri bíð eftir afsögn forkólfa bankans. Þó ekki væri nema vegna dómsdagsspárinnar um 30% lækkun húsnæðisverðs.

Verðlaunahafar í Stóru upplestrarkeppninni eftir fyrri daginn.

Stóra upplestrarkeppnin í Grafarvogi og á Kjalarnesi:

Birna Rós og Sveinbjörn sigurvegarar Lokahátíðir Stóru upplestrarkeppninnar í Grafarvogi og á Kjalarnesi fóru fram 11. og 13. mars 2008 í Grafarvogskirkju. Stóra upplestrarkeppnin hófst að vanda í öllum 7. bekkjum í Grafarvogi og á Kjalarnesi á degi íslenskrar tungu, þann 16. nóvember 2007. Frá þeim degi og fram að keppni hafa kennarar lagt sérstaka rækt við vandaðan upplestur og framsögn í bekkjum sínum. Þann 11.mars kepptu nemendur úr Borgaskóla, Klébergsskóla, Korpuskóla og Víkurskóla. Sigurvegarar voru Birna Rós Gísla-

dóttir nemandi í Borgaskóla sem varð í 1.sæti, í 2. sæti varð Svanhildur Sverrisdóttir nemandi í Víkurskóla og Rögnvaldur Konráð Helgason nemandi í Borgaskóla var í 3. sæti. 13. mars kepptu nemendur úr Foldaskóla, Engjaskóla, Húsaskóla og Rimaskóla. Í 1. sæti varð Sveinbjörn Stefán Einarsson nemandi í Foldaskóla, Aníta Jóhannesardóttir nemandi í Rimaskóla varð í 2. sæti og Sædís Björk Jónsdóttir nemandi í Húsaskóla varð í 3. sæti. Báðar hátíðirnar tókust vel og

Stefán Kristjánsson, ritstjóri Grafarvogsblaðsins

gv@centrum.is

Verðlaunahafar í Stóru upplestrarkeppninni eftir síðari daginn.

stóðu allir keppendur sig með mikilli prýði. Mjög ánægjulegt var að sjá áhugann og þá miklu vinnu sem bæði nemendur og kennarar höfðu lagt í undirbúning. Nemendur úr Skólahljómsveit Grafarvogs sáu um tónlistarflutning á hátíðunum. Sparisjóðirnir veittu peningaverðlaun til sigurvegarana sex og Edda útgáfa bókarverðlaun til allra keppenda. Grænn markaður gaf blóm, Mjólkursamsalan drykki og Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness veitingar.


u ð a k k Læ rðið! ve

. r k 2 ÓB stöðvarnar kappkosta að bjóða sem lægst eldsneytisverð hverju sinni og þú getur lækkað það enn frekar með ÓB-lyklinum sem veitir 2 króna afslátt af hverjum lítra.

Aukaafsláttur Til viðbótar við 2 krónu afsláttinn getur þú safnað Vildarpunktum Icelandair eða Aukakrónum hjá Landsbankanum með því að tengja lykilinn við annað hvort kortið.

Blönduós

Akureyri, BSO og Hlíðarbraut Neskaupstaður

Snorrabraut

Starengi

Knarrarvogur

Barðastaðir Grafarholt Arnarsmári

Stykkishólmur

Borgarnes Akranes

Bæjarlind Fjarðarkaup Melabraut

Selfoss Njarðvík Þorlákshöfn

Eyrarbakki

TBWA\REYKJAVÍK \ SÍA \ 9080374

Höfuðborgarsvæðið

20 stöðvar um land allt

Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða hringdu í síma 515 1141


4

Matgoggurinn

GV

Lambakjötsréttur frá

Íran - að hætti Erlu og Erlings

Erla Ottósdóttir og Erling Stefánsson, Tröllaborgum 13, eru matgoggar okkar að þessu sinni. Girnilegar uppskriftir þerra fara hér á eftir: Lambakjötsréttur frá Íran 1 kg. Beinlaust lambakjöt (sirlon) brytja í smásteik. 6 stórir laukar. 4 oxo súputeninga Matras karrý (milt). Salt – pipar. 1 msk. karrý. 10 láviðrarlauf.

2 dósir niðursoðnir túmatar. 2 msk. edik. Brytjið kjötið í gúllasbita. Steikið upp úr olíu eða smjörlíki. Skerið laukinn í hringi og bætið á pönnuna, látið malla en ekki brúna laukinn. Bætið við 2 msk. karrý, salti, og pipar og 2 msk. af ediki. Setjið vatn ½ til 1 lítra út í pott og setjið súputeningana út í. Hitið! Bætið svo því sem er á pönnunni út í og skolið pönunna með smá vatni og bætið við. Setjið svo niðursoðna tómatinn út í með vökvanum og merjið þá svolítið með

Gyða og Andrés eru næstu matgoggar Erla Ottósdóttir og Erling Stefánsson, Tröllaborgum 13, skora á Gyðu Sigurlaugsdóttur og Andrés Erlingsson, Jötnaborgum 12, að vera matgoggar næsta mánaðar og koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum frá þeim þessar girnilegu uppskriftir í Grafarvogsblaðinu í maí.

Sigrún Stella Einarsdóttir

Erla Ottósdóttir og Erling Stefánsson. sleif. Látið krauma við hægan hita í 45 mínútur til eina klukkustund. Tilda hrísgrjón soðin með smá olíu út í þar til myndast göt í þau. Bætið við 1 msk. Haldi krydd (indverskt) sama og Madras karrýið. Salatið Isberg, tómatar skronir í bita, gúrka (skræld) og skorin í bita og rauðlaukur skorinn í hringi. Sósa út á salatið Majonise, þynnið með Tropí appel-

GV-mynd PS

sínuþykkni og kryddið með sítrónupipar. Hellið yfir salatið rétt fyrir notkun. Eplakaka með vanilluís í eftirrétt 2 bollar hveiti. 2 bollar púðursykur. 100 gr. íslenskt smjör. 2. tsk. kanill. 1 tsk. matarsódi. 1/2 tsk. salt. 1. dós sýrður rjómi. 1 tsk. vanilludropar. 1 egg.

Karl Dúi Karlsson

Setja allt saman í hrærivélaskál, hræra hægt, bræða smjörið í örbylgjuofni, smyrja kringlótt form með olíu og setja deigið í, skræla tvö epli brytja þau í skífur og raða oní deigið strá kanilsykri yfir og baka í 20.mín. Gott ráð að stinga prjóni í kökuna til að sjá hvort hún sé bökuð, ef ekkert loðir við prjónin er hún bökuð. Snæða með Vanilluís. Verði ykkur að góðu. Erla og Erlingur

Spöngin 37, 2. hæð. 112 Reykjavík Sími 575 8585. Fax 575 8586

Sölumaður

3 + ! 0 ! 2 ) . . ! 5 ' , Æ 3 ) . ' ! 3 4 / & !

Löggiltur fasteignasali

BERJARIMI - 4RA HERBERGJA Á JARÐHÆÐ-SÉR LÓÐ-BÍLAGEYMSLA

VEGHÚS-4RA TIL 5 HERB. - GÓÐ LÁN ÁHVÍLANDI

LAUFRIMI - 4RA HERBERGJA MEÐ SÉR INNGANGI

LAUFRIMI, 3JA HERB.-SÉR INNG. -OPIN BÍLAGEYMSLA

BREIÐAVÍK - RAÐHÚS

Falleg 4ra herb., 91,2 fm íbúð á jarðhæð með sér lóð, ásamt stæði í bílageymslu. Flísalagt anddyri með fataskáp. Björt stofa og þaðan er gengið út á sólpall sem snýr í vestur. Opið úr stofu inn í eldhús með borðkrók. Eldhúsinnrétting með miklu skáparými. 3 svefnherb.Þvottaherb. innan íbúðar. Baðherb. flísalagt í hólf og gólf og með innréttingu og baðkari. Parket og flísar á gólfum. Sér geymsla.

Falleg 166,4 fm, 4-5 herb. íbúð á 2 hæðum. Snyrtileg sameign. Hátt er til lofts í íbúðinni, gluggar stórir og er eignin afar björt og vistleg. Hol með skápum, rúmgott eldhús með borðkrók, borðstofa og afar rúmgóð stofa. Vestursvalir. 3 svefnherbergi, 2 baðherbergi og sjónvarpshol. Gólfefni eru fallegar flísar, parket og dúkur. Á jarðhæð er sér geymsla og sameiginleg hjóla - og vagnageymsla. ÁHVÍLANDI CA. 16 MILLJ. KR. LÁN FRÁ LÍFEYRISSJÓÐI MEÐ FÖSTUM 4,15% VÖXTUM, EINNIG CA. 1,5 MILLJ. FRÁ LANDSBANKA Í ERL. MYNT

Falleg 98,4 fm, 4ra herbergja endaíbúð með sér inngang af svölum í nágrenni við Spöngina og Borgarholtsskóla. Þrjú svefnherbergi með góðum skápum. Íbúðin er rúmgóð og vel skipulögð. Suðursvalir. Glæsilegt útsýni er af svölunum yfir borgina. Einnig er glæsilegt útsýni af svalagangi m.a. yfir Esjuna og Snæfellsjökulinn. Góð geymsla er á jarðhæð. Sérmerkt bílastæðir fylgir eigninni. ÁHVÍL. 17 MILLJ.

Glæsileg 3ja herb., 101,8 fm endaíbúð með sér inngang á efstu hæð, ásamt stæði í opinni bílageymslu. Glæsilegt útsýni. Anddyri með fataskáp. Tvö rúmgóð svefnherb., með fataskápum. Baðherb., flísalagt í hólf og gólf og með fallegri innréttingu, sturtuklefa, baðkari og glugga. Afar rúmgóð og björt stofa. Flísalagðar svalir. Eldhús með borðkrók og fallegri innréttingu. Þvottaherb., innan íbúðar. Parket og flísar á gólfum.

Glæsilegt 159,7 fm raðhús með innbyggðum bílskúr. Bílaplan hellulagt og með lýsingu og hitalögnum. Rúmgott svefnherb. á neðri hæðinni og 2 á efri. Svalir með ægifögru útsýni. 2 flísalögð baðherb., annað með sturtuklefa og hitt með hornbaðkari. Eldhús með fallegri innréttingu, nýlegum tækjum og granít borðplötu. Afar rúmgóð setu- og borðstofa. Fallegur, ræktaður garður með heitum potti. Mustang flísar á gólfum.

Verð 24,3 millj.

Verð 52,5 millj.

Verð 27,9 millj.

Verð 25 millj. 24,9 millj.

Verð 34,9 millj.

Sími 575 8585

]Xjk\`^eXjXc Xe el _m\i]`

www.fmg.is


)%

)..

6;HAÌIIJG

6a^ [Zgh`jg hk cVW \jg VÂZ^ch ).. `g#$`\

7 cjh [Zgh`^g `_ `a^c\VW^iVg '.. `g#$`\# B:G@I K:GÁ ).. @G#$@<#

ÏHA:CH@I A6B76@?yI Ì <ÓÁJ K:GÁ> Ï 7ÓCJH

(%

*%

6;HAÌIIJG

6;HAÌIIJG

..-

@H aVbWVhk^Â &.. `g#$`\# B:G@I K:GÁ (.. @G$@<#

@H [gdh^cc aVbWVW \jg )-. `g#$`\# B:G@I K:GÁ +.. @G$@<#

@H [gdhcVg aVbWV"h^gad^chcZ^ÂVg ..- `g#$`\# ;GÌ7¡G6G Ì <G>AA>Á#

&).-

&*.-

&,.-

@H [Zgh`i aVbWVeg^bZ &).- `g#$`\#

@; [gdhcVg aVbWV` i^aZiijg I"WdcZ &*.- `g#$`\#

@; [gdhcVg aVbWVb^Âa¨g^hhcZ^ÂVg &,.- `g#$`\#

)-. Jc\cVjiV]VbWdg\VgVg ) hi` b$WgVjÂ^ )-. `g# eV``^cc#

&.-

7 cjh [Zi^ '*%\ ik¨g iZ\# VÂZ^ch &.- `g#

). DH hb_ gk^ (%% \g# I^aWdÂhVh`_Vc

(%

)%

,.-

6;HAÌIIJG

CVjiVVi [Zgh`i haZch`i jc\cVjiV]V`` ,.- `g#$`\#

6a^ [Zgh`Vg hk cV` i^aZiijg &% B:G@I K:GÁ &,-( @G#$@<# &%,% `g#$`\#

:\^ah Dg`V {a[aVh`V '*% ba# ). `g#

6;HAÌIIJG 6a^ [Zgh`jg hk cV]cV``^ &'*. `g#$`\# B:G@I K:GÁ &,.- @G$@<#

BZÂ [ng^gkVgV jb egZcik^aajg ZÂV jeehZaYVg k gjg#

6;<G:>ÁHAJIÏB>/ ;>BBIJ96<6 &'#%%"&-#(%


Einstök gjöf fyrir veiðimenn og konur Falleg áletruð flugubox með vinsælum laxa- og/eða silungaflugum frá Krafla.is Tilvalin gjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem gera kröfur Gröfum nöfn veiðimanna eða lógó fyrirtækja á boxin

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

íslensk fluguveiði Skrautás ehf. Sími: 587-9500


FordFocus

Láttu töfrana tala við þig í Brimborg í dag

Prófaðu nýjan, endurhannaðan Ford Focus Lokaðu augunum. Finndu hvernig töfrarnir tóna í Brimborg í dag. Töfraðu til þín söluráðgjafa. Töfraðu fram einn glæsilegasta bíl ársins. Töfraðu fram sérstakt kynningarverð á nýjum Ford Focus. Nýttu þér töfrana. Nýtt og töfrandi útlit, töfrandi tækni og búnaður eru örfá töfrandi dæmi sem mæla með nýjum, endurhönnuðum Ford Focus. Láttu töfrana tala. Prófaðu nýja tækni – nýjan fjölskyldubíll sem gaman er að eiga, gott að keyra og hagkvæmt að reka. Veldu umhverfishæfan bíl. Veldu núna Ford Focus.

Komdu ídag

frumsýningin heldur áfram

í Brimborg

Akureyri,Reykjavík

GCI ALMANNATENGSL - GREY COMMUNICATIONS INTERNATIONAL

Láttu töfrana tala. Spurðu um verð og gæði. Spurðu um fjármögnun. Ford. Keyrð’einn.

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.ford.is *Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Aukabúnaður á mynd eru álfelgur. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.

Töfrandi kynningarverð: 2.690.000 kr.* Ford Focus Trend 1,6i 100 hö 150 Nm 5 dyra 5 gíra beinskiptur CO2 losun 159 g/km Eyðsla í blönduðum akstri 6,7 l/100 km


8

GV

Fréttir

Korpúlfar fagna Páskarpáskar 10 ára afmæli Korpúlfar samtök eldri borgara í Grafarvogi fögnuðu 10 ára starfsafmæli sínu með afmælishátíð í Gullhömrum 11. apríl 2008. Í tilefni þessara merku tímamóta hafa verið útbúnir borðfánar með merki Korpúlfa og einnig verður síðar á árinu gefið út 10 ára afmælisrit félagsins. Félagsmenn Korpúlfa eru um 330

talsins og félagsstarf þeirra í miklum blóma og sífelldri uppbyggingu. Í félagsaðstöðu þeirra á Korpúlfsstöðum fer fram fjölbreytt tómstundastarf sem þau stjórna með miklu sjálfboðaliðastarfi í góðum félagsskap félagsmanna. Ljósmyndin er tekin af stjórn Korpúlfa 5. mars sl., í neðri röð eru Gróa Ólafsdóttir, Hilmar Guðlaugs-

son, formaður, og Anna Bjarnadóttir, í efri röð eru Gunnar Valgeir Sigurðsson, Sigurður Reynisson og Guðmundur Þorsteinsson. Á aðalfundi 12. mars sl. varð sú breyting á stjórninni að í stað Sigurðar Reynissonar kom inn Einar Guðmundsson.

Stjórn Korpúlfanna í dag. Hilmar Guðlaugsson formaður er fyrir miðri mynd í fremri röð.

Sumardagurinn fyrsti fimmtudagurinn 24. apríl Sumardagurinn fyrsti, sem í ár verður 24. apríl, verður haldinn hátíðlegur í Grafarvogi og mun dagskráin að mestu leyti fara fram í Rimaskóla en skátar og skólahljómsveit Grafarvogs munu leiða skrúðgöngu frá Spönginni kl. 12:45. Í samkomusal Rimaskóla verður

kaffihúsastemmning og fjölbreytt dagskrá á sviðinu þ.s. fjölmargir aðilar munu koma fram frá kl. 13 - 17. Ýmsar kynningar verða frá stofnunum og félagasamtökum og sumarskákmót Grafarvogs fer fram í skólanum. Á lóð skólans verða uppblásin

leiktæki og fleira skemmtilegt. Grafarvogsbúar eru hvattir til að fjölmenna í skrúðgönguna og njóta í framhaldinu samvista með fjölskyldunni við leik og fjör á sumardaginn fyrsta.

Dagskrá sumardagsins fyrsta fer að mestu leyti fram í og við Rimaskóla. Sjá nánar um dagskrá á bls. 19.


[¨g bZ^gV K mijg

K mijg! k^aYVg _ cjhiV @Vje ^c\h! [¨g^g g Vak gj {k^cc^c\ KVmiVg[ aV\Vg Zgj WZhij k^ h`^eiVk^c^g @Vje ^c\h d\ c_ iV bZ^g^ {k^cc^c\h Zc V g^g# Ï Wd ^ Zgj WZig^ `_ g { WVc`V _ cjhij d\ bVg\k haZ\jg _ cjhijV[ha{iijg hZb `Zbjg hVbhijcY^h i^a [g{Yg{iiVg# K mijg kZ^i^g g Zcc[gZbjg h ghi ` `_ g ]_{ KÏH! @Vje ^c\^ a [^! A [ h! A h^c\j d\ ygn\\^hb^ hi ^cc^# @nccij g b{a^ { kdmijg#^h


11

10

GV

Fréttir

GV

Fréttir

Afmælistónleikar Skólahljómsveitar Grafarvogs

Ávallt í leiðinni Allar almennar viðgerðir, púst, bremsur, tímareimar, hjólalegur, stýrisendar, kúplingar, olíuþjónusta og fl. Einnig athugum við bíla fyrir skoðun og lagfærum það sem sett hefur verið út á í skoðun Góð og heiðarleg þjónusta

- lög m.a. eftir Brown, Queen og Clapton Það hefur verið í mörgu að snúast hjá Skólahljómsveit Grafarvogs í vetur. Helgina 15. -17. febrúar tók C-sveit (elzta sveit) skólahljómsveitarinnar þátt í Landsmóti Sambands íslenzkra skólalúðrasveita í Reykjanesbæ. Þar hittust skólahljómsveitir frá öllu landinu og æfðu og léku undir stjórn heimsfrægra erlendra hljómsveitarstjóra. Í lok marz fór yngsta sveit hljómsveitarinnar í æfingabúðir í Sælingsdal og voru þær vel sóttar og tókust ákaflega vel. Í júní næstkomandi stefnir svo Csveitin á Noregsferð og er ætlunin að æfa með þarlendum hljómsveitum, bæði unglingasveitum og fullorðins-

sveitum, og einnig að spila opinberlega fyrir frændur okkar Norðmenn. Í Noregi er mjög blómlegt starf skólahljómsveita og verður því áhugavert að kynnast því. Nú í ár eru 15 ár liðin frá stofnun hljómsveitarinnar og í því tilefni verður gefinn út geisladiskur seinna árinu og eru hljómsveitarmeðlimir þegar byrjaðir að æfa efni á diskinn. Þá verða afmælistónleikar hljómsveitarinnar haldnir núna nk. sunnudag, 20. apríl. Að þessu sinni eru þeir haldnir í Rimaskóla og á lagaskránni eru m.a. lög eftir Tsjaíkovskíj, Brahms, James Brown, Leroy Anderson, Queen og Eric Clapton, svo fátt eitt sé talið. Tónleikarnir verða eins og áður

Bílaverkstæði á besta stað

Frá landsmóti í Reykjanesbæ. Æft undir stjórn Spiros Xydas frá Bandaríkjunum. segir í Rimaskóla og eru öllum opnir. Þeir hefjast klukkan 15:00 og er að-

gangseyrir 500,- krónur. Grafarvogsbúar eru hvattir til að

mæta og hlýða á ungt og efnilegt tónlistarfólk í hverfinu okkar.

Sigurlaug og Hófí skemmtu sér vel en þær eru þekktar fyrir góða takta í brekkunum.

Vel heppnuð skíðaferð í höfuðstað Norðurlands

Helgina 14. - 16. mars fóru sex af félagsmiðstöðvum Gufunesbæjar í stóra skíðaferð til Akureyrar. Félagsmiðstöðvarnar Borgyn, Fjörgyn, Græðgyn, Nagyn, Púgyn og Sigyn fóru með um 160 unglinga og 18 starfsmenn í ferð sem bar með sér ævintýralegan ljóma. Hóparnir ferðuðust með rútum til Akureyrar en þar var gist í KA-heimilinu og VMA

(Verkmenntaskólanum á Akureyri). Á laugardeginum og sunnudeginum þeystu unglingarnir niður brekkurnar á Hlíðarfjalli í stórkostlegum aðstæðum þar sem veðurguðirnar léku á alls oddi. Á kvöldin var ýmislegt gert sér til gamans eins og t.d. að fara í sund, bíóferð og sprikla í íþróttasalnum. Á heimasíðum félagsmiðstöðvanna er að finna ara-

grúa mynda og annarra upplýsinga um ferðina en heimasíðurnar er að finna á www.gufunes.is. Frábær ferð með frábærum unglingum! Fyrir hönd Gufunesbæjar; Gunnar E. Sigurbjörnsson og Ragnar Harðarson verkefnastjórar.

Bíldshöfða 18 - bakhús 112 Reykjavík - Sími 587-3131 - www.bilastofan.is

Ritstjórn og auglýsingar GV Sími: 587-9500 Tannréttingar

Á leið á landsmótið í Reykjanesbæ fór hljómsveitin í skoðunarferð um Reykjanesskaga og gekk þá yfir ,,Brúna milli heimsálfanna”.

www.hvaderimatinn.is

Vinsældir vefsíðunnar hvaderimatinn.is hafa farið vaxandi síðan hún fór fyrst í loftið í júní síðastliðnum. Notendur hennar er nú orðnir rúmlega 4.700, að sögn Felix Gylfasonar en hann rekur síðuna ásamt 2 vinum sínum. ,,Við vorum í matarboði að ræða daginn og veginn þegar umræðan fór inn á matargerð og kom upp sú hugmynd að það væri nú sniðugt og þægilegt að geta fengið sendar hugmyndir um matseðil á sms eða netfang. Þá þurfum við ekki lengur að hugsa á síðustu stundu og enda alltaf á því að elda það sama. Og við létum slag standa og ca 9 mánuðum seinna leit vefurinn dagsins ljós,’’ sagði Felix Gylfason í samtali við Grafarvogsblaðið. Hvaderimatinn.is þjónar hagsmunum þeirra ófáu Íslendinga sem vinna mikið og hafa lítinn tíma til að hugsa um hvað þeir eigi að bera á borð í kvöldmatnum. Fólk getur skráð sig hjá okkur án kostnaðar.

Það velur innihaldið í því sem það vill hafa yfir vikuna, hversu oft það vill hafa fisk eða kjúkling, til dæmis, og svo velur það erfiðleikastig á matseldinni. Þá setur síðan upp matseðil fyrir heilan mánuð. Innkaupalista dagsins er annaðhvort hægt að prenta út af netinu, eða fá sendan með sms-skilaboðum, en hægt er að aðlaga uppskriftir að fjölda matargesta. „Fyrir meðlimi bendum við líka oft á vín sem henta vel með hverjum og einum rétti," bæir Felix við. ,,Í byrjun hvers mánaðar sendum við út matseðilinn fyrir mánuðinn, og vikulega sendum við innkaupalista miðað við þær forsendur sem voru settar upp. Þægilegra getur það ekki verið. Einnig er að finna helgartilboð verslana og topp 10 lista en við viljum að vefurinn sé lifandi og skemmtilegur. Betrumbætt útgáfa af síðunni fer í loftið á næstu mánuðum, þar sem notendum bjóðast enn fleiri mögu-

leikar. Við ætlum að bæta við ítarlegri leitarmöguleikum og setja inn matseðla fyrir veislur, þema partí og saumaklúbba. Það verður líka hægt að vista uppskriftir og búa til sína eigin uppskriftabók, gefa einkunnir og fleira," bendir Felix á. Í framtíðinni verður notendum boðið upp á ýmiss konar tilboð og afslátt hjá verslunum, enda vilja aðstandendur síðunnar hafa hana neytendavæna. Vefurinn vann til verðlauna hjá Íslensku vefverðlaununum sem Bjartasta vonin 2007. ,,Þessi viðurkenning er okkur mikilvæg og einnig þau viðbrögð sem við fáum við vefnum, þetta segir okkur að við erum á réttri braut með vefinn. Hægt er að senda uppskriftir til okkar inn á vefnum og hvetjum við fólk til að senda til að fá mikla fjölbreytni. Það eiga flestir uppskriftir frá foreldrum og frænkum í skúffunni hjá sér og um að gera að leyfa öðrum að njóta,’’ segir Felix.

Felix Gylfason lét skemmtilega hugmynd verða að veruleika.

Þórir Schiöth tannlæknir hefur hafið störf við tannréttingar á Tannlæknastofunni Spönginni 33 í Grafarvogi. Þórir starfar eingöngu við tannréttingar og viðtalstíma má panta í síma: 577 1666


12

GV

Fréttir

Breytingar á sumarstarfi Gufunesbæjar

Á komandi sumri verða gerðar breytingar á fyrirkomulagi sumarstarfs fyrir 6 - 9 ára börn. Með samþykkt borgarráðs 3. apríl s.l. er frístundaheimilum gert kleift að bjóða upp á þjónustu á heilsársgrundvelli. Núna í sumar verður því sú breyting að starfsemi verður á öllum frístundaheimilum í Grafarvogi og

Kjalarnesi fram til 4. júlí og aftur frá 11. - 20. ágúst. Frá 7. júlí - 8. ágúst dregst starfsemin saman og verður þá opið á þremur frístundaheimilum, Regnbogalandi í Foldaskóla, Tígrisbæ í Rimaskóla og Vík í Víkurskóla. Sumarnámskeiðin í þeirri mynd sem margir þekkja heyra því sög-

Börnin taka vel við sér þegar sumarið er innan seilingar. unni til en að sjálfsögðu mun hugmyndafræði þeirra og sú reynsla sem þar hefur fengist hafa áhrif á sumarstarf frístundaheimilanna, m.a. í þemabundnum viðfangsefnum og mikilli áherslu á hreyfingu og útivist. Megintilgangur þessara breytinga er að færa þjónustuna nær íbúum

Þessir krakkar voru í sólbaði.

Eyrnabólga í hundum

Margir eigendur tengja eyrnabólgu í hundum við sjúkdóm með sama nafni sem er algengur í börnum. Þetta eru þó ólíkir sjúkdómar og í þessarri grein verður leitast við að skýra hvað felst í eyrnabólgu hjá hundum, hvað getur orsakað hana og hvernig hún er meðhöndluð. Hvað er eyrnabólga í hundum? Hjá börnum stafar eyrnabólga af sýkingu í miðeyra og ef hún er talin stafa af bakteríum eru gefin sýklalyf til inntöku, en veirusýkingar er ekki hægt að meðhöndla með sýklalyfjum. Hjá hundum er þessu öðruvísi farið þar sem eyrnabólga í hundum stafar af húðsýkingu í ytra eyra. Þessar sýkingar eru oftast af völdum baktería eða sveppa og stundum er um blöndu af þessum sýkingum að ræða. Einnig eru til sníkjudýr sem lifa í eyrum, svokallaðir

eyrnamaurar sem valda eyrnasýkingum. Hvers vegna fá sumir hundar eyrnabólgu? Þessarri spurningu er ekki auðsvarað, enda eru orsakir fyrir húðsýkingum margar. Talið er að ræktun hafi eitthvað að segja, enda virðist eyrnabólga mun algengari í hundum með síð, lafandi eyru en í hundum með upprétt eyru. Skýringin liggur líklega í því að í lafandi eyrum er hlustin umvafin og verður umhverfið þess vegna rakara, en í raka þrífast bakteríur og sveppir best. Einnig eru auknar líkur á eyrnabólgu hjá hundum sem eru með hárvöxt í hlustinni, en ástæðan er líklega sú sama og hjá þeim með lafandi eyru, þ.e. aukinn raki. Þetta sést helst hjá hundategundum sem eru með feld sem vex í sífellu, en fara ekki úr hárum. Áður fyrr var til siðs að slíta hárin innan úr eyrunum hjá þessum hundum um leið og feldurinn var snyrtur, en það er ekki lengur mælt með þessarri aðferð, þar sem það eykur lýkur á eyrnabólgu fremur en hitt. Ástæð-

Sýking í eyra á Cocker Spaniel hundi.

an er að þegar hárin eru slitin úr hársekkjunum kemur vessi úr þeim, sem liggur svo í hlustinni og virkar eins og æti fyrir bakteríur og sveppi. Þar sem eyrnabólga er húðsjúkdómur kemur ekki á óvart að hundar sem eru með ofnæmi eru í aukinni hættu á að fá eyrnabólgur, enda er húðin á þeim viðkvæm fyrir. Stundum eru þrálátar eyrnabólgur einu einkenni ofnæmis, en oftast eru ofnæmissjúklingar einnig með útbrot á öðrum stöðum á líkamanum. Meðhöndlun Vegna þess að sýkingin er í ytra eyranu er hún oftast meðhöndluð með eyrnadropum sem bornir eru í eyrað, en ekki með sýklalyfjum til inntöku nema í alvarlegum tilfellum. Þar sem sumir eyrnadropar geta skaðað miðeyrað ef gat er á hljóðhimunni er reynt að ganga úr skugga um að hljóðhimnan sé heil áður en droparnir eru settir í eyrað. Stundum reynist þetta erfitt verk vegna bólgu í hlustargöngum og mikillar útferðar. Getur þá verið gott að deyfa hundinn og smúla eyrun með vatni til að hreinsa út drulluna, áður en eyrnadropar eru settir í eyrun, enda hefur lyfið litla möguleika til að virka ef það kemst ekki að húðinni sjálfri. Einnig er mikilvægt að taka sýni og athuga hvort um eyrnamaurasýkingu er að ræða. Eftir að hundur hefur einu sinni fengið eyrnabólgu er mikilvægt að eigandi fylgist vel með ástandi eyrnanna, skoði þau að minnsta kosti einu sinni í viku. Oft kemur sérstök lykt af eyrnasýkingu sem eigendur læra að þekkja til að bregðast fljótt við þegar eyrnabólga

hverfisins og auka öryggi barnanna sem þá eru áfram í því umhverfi sem þau þekkja úr vetrarstarfinu. Jafnframt gefur þetta möguleika á auknum stöðugleika í starfsmannahópnum á frístundaheimilunum. Nánari upplýsingar um skipulag sumarstarfsins, skráningu og innihald verða sendar til foreldra barna

á þessum aldri auk þess sem kynning á því verður á dagskránni í Rimaskóla á sumardaginn fyrsta. Þá verða haldnir tveir kynningarfundir í hverfinu í kringum næstu mánaðamót en þeir verða nánar auglýstir síðar.

www.dyrin.is

Eyrnabólga er oftast meðhöndluð með eyrnadropum. er í uppsiglingu. Oft er hægt að bægja frá eyrnabólgu með því að halda eyrunum hreinum og þurrum og fást til þess sérstakir vökvar, eyrnahreinsar. Þrálát eyrnabólga Sumir hundar eru svo ólánsamir að þjást af þrálátri eyrnabólgu, sem kemur upp endurtekið, þrátt fyrir meðhöndlanir. Í slíkum tilvikum þarf að ráðfæra sig við dýralækni varðandi langtímameðhöndlun og greiningu. Í langflestum þrálátum tilfellum er líklegt að sýkingin stafi í raun af undirliggjandi vandamáli í húðinni, til dæmis ofnæmi, skjaldkirtilssvandamál eða öðrum húðsjúkdómum. Þessi vandamál þarf að greina og meðhöndla sérstaklega ef árangur á að nást í meðhöndluninni. Það getur til dæmis flækt greiningu og meðhöndlun ef hljóðhimna hefur rofnað á einhverju stigi og sýking komist í miðeyra. Stundum þarf að

meðhöndla í lengri tíma með sýkla- og/eða sveppalyfjum. Ef ekkert gengur og eyrnagöng eru orðin mjög þröng vegna langvarandi sjúkdóms getur verið hjálplegt að framkvæma skurðaðgerð á eyranu, þar sem eyrnagöngin eru opnuð til að það lofti betur um þau. Að lokum Mikilvægt er að halda eyrum hundsins hreinum og þurrum, en of mikil erting í formi ofnotkunar á eyrnahreinsum og eyrnapinnum getur líka valdið eyrnabólgu. Best er að skoða eyrun vikulega og hreinsa þau ef þörf er á. Þerra löng og lafandi eyru eftir bað og sundferðir. Aðra meðhöndlun ætti ekki að hefja, nema í samráði við dýralækni og eftir skoðun á hljóðhimnum. Sif Traustadóttir dýralæknir


GULLNESTI Sumarið er ísinn

Gildir til 25. apríl 2008

Líter af ís 440,Gleðilegt sumar starfsfólk Gullnestis

Barnaís 120,-

Grillið í Grafarvogi - Gylfaflöt 1 - Sími: 567-7974


14

GV

Fréttir Skáksveit Rimaskóla tekur þátt í Evrópu- og Norðurlandamótum:

Rimaskóli grunnskólameistari 2008 Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2008 fór fram helgina 12. - 13. apríl. Mótið var fjölmennt og alls mættu 27 skáksveitir til keppni, þar af 8 úr Grafarvogi þar sem Skákdeild Fjölnis hefur verið að byggja upp árangursríkt skákstarf. Keppnin um Íslandsmeistaratitil grunnskóla var óvenju jöfn allt mótið og úrslitin réðust ekki fyrr en síðustu skákinni lauk. A sveit Rimaskóla tók forystu í 3. umferð en skáksveitir Salaskóla í Kópavogi og Laugarlækjarskóla í Reykjavík fylgdu Rimaskóla fast á eftir. Tefldar voru 9 umferðir. Fyrir síðustu umferðina voru skáksveitir Rimaskóla og Salaskóla hnífjafnar með 28 vinninga. Rimaskóli vann Húsaskóla 4-0 í lokaumferðinni en Salaskóli missti vinning til Hvaleyrarskóla og sigurinn varð Rimaskóla. Sigur Rimaskóla var sannfærandi því skólinn vann allar níu viðureigirnar og innbyrðis gegn öllum sterkustu skólunum. Skáksveitir Rimaskóla hafa verið einstaklega sigursælar á öllum grunnskólamótum vetrarins. Fyrr í vetur var greint frá sigri stúlknasveitar á Íslandsmóti grunnskólasveita stúlkna og öllum flokkum á jólaskákmóti grunnskólasveita í Reykjavík. Fyrr í aprílmánuði varð A sveit Rimakskóla Reykjavíkurmeistari skólaskáksveita með fádæma yfirburðum og tapaði ekki skák allt mótið. Breiddin er mikil meðal afreks-

nemenda skólans í skákinni og getur skólinn teflt fram ólíkum sveitum yngri og eldri nemenda til sigurs. Skáksveit Rimaskóla bíða spennandi viðfangsefni á árinu. Skólinn tekur þátt í Evrópumóti grunskólasveita í borginni Varna í Búlgaríu. Baugur Group styrkir krakkana til þeirrar ferðar og Vinnuskóli Reykjavíkur hefur ákveðið að greiða þessum afrekskrökkum laun í þær fjórar vikur sem undirbúningur og Evrópumótið sjálft stendur yfir. Í september mun skáksveit Rimaskóla síðan taka þátt í Norðurlandamóti grunnskólasveita sem haldið verður í Noregi. Að sögn Helga Árnasonar skólastjóra liggur mikil þjálfun að baki þessa árangurs. Í A sveit Rimaskóla eru Norðurlandameistarar,margfaldir Íslandsmeistarar og Reykjavíkurmeistarar sem teflt hafa á skákmótum innanlands og erlendis, Skólinn hefur skapað mikla skákhefð og nemendum er boðið upp á æfingar og kennslu í skák á skólatíma eða í lok skóladags. Það reynir á mikla rökhugsun í skákinni auk þess sem agi og virðing eru forsendur þess að árangur náist. Grafarvogsblaðið óskar Rimaskóla til hamingju með glæsilegan skákárangur í vetur og fagnar því að þessi þjóðaríþrótt standi meðsvo miklum blóma í hverfinu okkar sem raun ber vitni.

Efnilegasti skákmaður Íslands. Hjörvar Steinn Grétarsson fer fyrir skáksveit Rimaskóla. Hann tekur hér á móti einum af þeim fjölmörgu bikurum sem skólinn hefur unnið í vetur.

Íslandsmeistarar grunnskóla 2008, skáksveit Rimaskóla. F.v. Davíð Kjartansson þjálfari, Sigríður Björg Helgadóttir, Sverrir Ásbjörnsson, Dagur Ragnarsson, Hörður Aron Hauksson og Hjörvar Steinn Grétarsson fyrirliði.

Skáksveit Rimaskóla sem vann Reykjavíkurmót grunnskóla án þess að tapa skák.. f.v. Hjörvar Steinn, Sigríður Björg, Hrund Hauksdóttir og Hörður Aron.

Yngri nemendur Rimaskóla eru ekki síður efniegir við skákborðið. C sveit skólans varð efst yngstu sveita á Íslandsmóti grunnskóla. Ásamt Helga skólastjóra og Óttari Felix Haukssyni varaforseta SÍ f.v. Andri Jökulsson, Kristófer Jóhannesson, Kjartan Vignisson og Máni Guðmundsson.


SUMARIÐ BYRJAR SNEMMA Í LAUGUNUM!

Árbæjarlaug og Laugardalslaug Nú er opið til 22.00 um helgar í íma lauganna á www.itr.is Nánari upplýsingar um afgreiðslut

www.itr.is

sími 411 5000


16

GV

Fréttir

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, heiðraði Grafarvog með nærveru sinni á dögunum en þá var á dagskrá fundur borgarstjóra með íbúum í Grafarvogi í tengslum við átakið 1, 2 og Reykjavík. Fundurinn var haldinn í Rimaskóla en mæting var afar slök eða nokkrir tugir íbúa. Fundurinn var málefnalegur og þar komu fram margar hugmyndir varðandi Grafarvoginn sem nánar er hægt að fræðast um á netinu á reykjavik.is Á myndinni er borgarstjóri ásamt nemendum í 6. bekk sem skreytti samkomuna með fallegum söng. GV-mynd PS

Grafarvogsblaðið 4. tbl. 19. árg.

2008 - apríl

Dreift ókeypis í öll hús í Grafarvogi

70% íbúa í Grafarvogi lesa Grafarvogsblaðið Mest lesni fjölmiðillinn í Grafarvogi Auglýsingin þín skilar árangri í G V

587-9500


17

Fréttir

GV Agata Maria Knasiak, pólskur viðskiptastjóri SPRON:

Veitir Pólverjum fjármálaráðgjöf á móðurmálinu ,,Það hafa verið mikil og góð viðbrögð við auglýsingunni og ég hef haft heilmikið að gera. Pólverjum sem búsettir eru hér finnst erfitt að tala um fjármál á íslensku eða ensku og við bætist að þá er alltaf hætta á misskilningi. Pólverjar eru fegnir að geta talað við starfsmann SPRON á sínu móðurmáli," segir Agata Maria Knasiak, viðskiptastjóri hjá SPRON. SPRON hefur opnað heimasíðu sína á pólsku, fyrstur íslenskra viðskiptabanka og ráðið til sín pólskan viðskiptastjóra. Er þetta liður í því að bæta þjónustu bankans við Pólverja sem búsettir eru hér á landi en þeir eru alls um tíu þúsund. SPRON hefur reyndar gert gott betur því Heimabanki SPRON hefur verið aðgengilegur á pólsku frá því á síðasta ári. Agata, sem talar bæði íslensku og pólsku, hóf störf hjá SPRON 1. des-

ember síðastliðinn en áður vann hún við bókhalds- og skrifstofustörf hjá einkafyrirtæki. Hún er með aðstöðu í útibúi SPRON, Ármúla 13a og veitir þar alla almenna ráðgjöf og þjónustu í fjármálum og viðskiptum. Henni líkar starfið vel. "Ég er mjög ánægð með nýja starfið og finnst gott að geta einfaldað hlutina fyrir þá sem til mín leita. Fólk hringir mikið og spyr um alla mögulega hluti sem tengjast fjármálum og viðskiptum." Agata ítrekar að þó þægilegt sé að eiga hana að eigi Pólverjar hér á landi að halda áfram að læra íslensku eins vel og þeir geta og öðlast þannig meira sjálfstæði. Sjálf talar Agata prýðisgóða íslensku en hún hefur búið á Íslandi í fjögur ár. Hún er gift og á níu ára stúlku en fjölskyldan býr á Seltjarnarnesi. Slóðin á pólska heimasíðu SPRON er www.spron.is/pl

Agata Maria Knasiak, pólskur viðskiptastjóri SPRON.

VORTILBOÐ Þú kaupir 4 mánaða kort á kr. 19.900 og færð frábærar gjafir með. · · · ·

5 tíma ljóskort Veggsport vatnsbrúsa Viku vinakort í Veggsport Faglega ráðgjöf hjá einkaþjálfara í tækjasal · 1 pakka af Rauðu eðal ginseng, sem eykur súrefnisnýtingu og flýtir fyrir árangri í markvissri þjálfun.

Ritstjórn og auglýsingar GV - 587-9500

Þetta er geggjað!!! Þú getur ekki látið þetta fara framhjá þér.

GV-mynd PS


18

GV

Fréttir

Glæsileg íbúð við Laufrima - til sölu hjá Fasteignamiðlun Grafarvogs í Spönginni

Fasteignamiðlun Grafarvogs í Spönginni er með í sölu glæsilega 3ja herbergja, 101,8 m² endaíbúð með sér inngangi á efstu hæð í litlu fjölbýli ásamt stæði í opinni bílageymslu. Glæsilegt útsýni er úr íbúðinni. Komið er inn í flísalagt anddyri með rúmgóðum fataskáp. Þaðan er gengið inn í opið hol. Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni, bæði eru þau rúmgóð og með fataskápum. Fallegt útsýni er úr svefnherbergjunum yfir Esjuna og víðar. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og með fallegri innréttingu, sturtuklefa, baðkari og glugga. Stofan er afar rúmgóð og björt og skiptist í setu- og borðstofu. Úr stofunni er gengið út á flísalagðar suðvestur svalir með ægifögru

útsýni. Eldhúsið er með borðkrók og fallegri innréttingu þar sem skápar ná upp í loft. Inn af eldhúsinu er flísalagt þvottaherbergi. Í holi, svefnherbergjum og stofu er parket á gólfum. Innfelldar hurðir. Á jarðhæð er opin bílageymsla sem fylgir eigninni. Einnig er á jarðhæð rúmgóð sér geymsla og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Stór sameiginlegur garður er við húsið með leiktækjum fyrir börnin. Íbúðin er í góðu og grónu hverfi og er stutt í flest alla þjónustu m.a. skóla, leikskóla, verslunarkjarnann í Spönginni og o.fl. Verð 24,3 millj.

Eldhúsið er með borðkrók og fallegri innréttingu

Íbúðin við Laufrima er mjög rúmgóð og falleg.

Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og með fallegri innréttingu.

Kæru viðskiptavinir! Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


19

GV

Fréttir

Ræðukeppni félagsmiðstöðva í Grafarvogi haldin í fyrsta skipti:

Púgyn og Fjörgyn háðu harða keppni Miðvikudaginn 9. apríl sl. var haldin í fyrsta skipti ræðukeppni milli félagsmiðstöðva í Grafarvogi og bar hún heitið Rögyn. Tvær félagsmiðstöðvar voru skráðar til leiks, annars vegar félagsmiðstöðin Púgyn sem er staðsett í Korpu- og Víkurskóla og hins vegar Fjörgyn sem er í Foldaskóla. Umræðuefni kvöldsins var: ,,Á að lækka aldur til áfengiskaupa í 18 ár’’? Mælti Fjörgyn gegn umræðu-

efninu en Púgyn með því. Keppnin var mjög jöfn og skemmtileg og endaði hún þannig að ræðumaður kvöldsins var Snæbjörn Þórir úr Púgyn en Fjörgyn bar sigur úr bítum. Þessi skemmtilega keppni verður hér með árlegur viðburður og hvetjum við því fólk til að kynna sér ræðumennsku sem er jú fín og góð list. Símon Geir Geirsson, verkefnastjóri félagsmiðstöðvarinnar Púgyn

Sigurvegarar í ræðukeppninni með verðlaun sín.

Engjaskóli varð Grafarvogsmeistari í ,,Nema Hvað’’ Lið Engjaskóla sigraði lið Rimaskóla í spurningakeppni grunnskólanna, ,,Nema hvað’’ í úrslitaviðureign þeirra um hverfismeistaratitilinn í Grafarvogi í félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Í liði Engjaskóla voru, Jóhann B. Arnarsson Hall, Sigtryggur Hauksson, Þórunn M. Sigurðardóttir og Arnar Óli Björnsson. Engjaskóli er því orðinn Grafarvogsmeistari spurningarkeppninnar ,,Nema hvað’’ og komst í 4-liða úrslit í Reykjavík sem fram fara í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins, Rásar 2.

Sigurlið Engjaskóla í ,,Nema Hvað’’ í Grafarvogi.


Þessar þurfa að vera í boxinu þínu í sumar Laxaflugur

Iða

Krafla gul

Krafla rauð

Krafla orange

Krafla blá

Krafla græn

Iða

Skröggur

Grænfriðungur

Elsa

Gríma blá

Gríma gul

Tungsten keilutúpur

Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung) Krafla keilutúpa - Tungsten (Mjög þung)

,,Íslenska landsliðið’’ í silungaflugum Beygla

Beykir

SilungaKrafla bleik

SilungaKrafla orange

Kíktu á Krafla.is - Gjöfular, fallegar og sterkar flugur - Íslensk hönnun

Krókurinn

Mýsla

íslensk fluguveiði Skrautás ehf. Sími: 587-9500


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.