Grafarholtsblaðið 7.tbl 2022

Page 1

GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 5.7.2022 12:15 Page 1

Grafarholtsblaðið 7. tbl. 11. árg. 2022 júlí

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

FAGNA NÝ FA ÝJJUM VIÐSKIPTA AV VINU UM

Nýja byggingarlandið við Leirtjörn afmarkað með rauðu línunni.

Nýtt byggingarland skipulagt við Leirtjörn

Áætlað er að nýtt íbúðahverfi bætist við á svæðinu vestan og norðan Leirtjarnar í Úlfarsárdal. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti skipulagslýsingu hverfisins á fundi sínum í morgun en framundan er mikil vinna við deiliskipulagið sjálft. Stefnt er að markvissu samráðsferli á skipulagstímabilinu þar sem íbúar og aðrir hagaðilar geta komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Vinna við tillögu að nýju deiliskipulagi mun standa fram á næsta ár en búist er við því að deiliskipulagstillaga verði auglýst næsta vor og brugðist við athugasemdum í framhaldinu. Núverandi hverfi Núverandi íbúðahverfi í Úlfarsárdal hefur verið í uppbyggingu síðan 2006 og hefur nú öllum lóðum verið úthlutað. Hverfið er nærri því fullbyggt með fyrirtaks umhverfi fyrir skóla-, íþrótta og menningarstarfsemi sem er langt komin í framkvæmd nú. Uppbygging fyrir verslun og þjónustu er hafin á lóð á núverandi Leirtjarnarsvæði. Í næsta nágrenni hverfisins eru margar af helstu náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins svo sem Úlfarsárdalurinn sjálfur, Úlfarsfell og Reynisvatn. Í tillögu að nýju deiliskipulagi

verður gert ráð fyrir íbúðabyggð með möguleika á samfélagsþjónustu, til dæmis hjúkrunarheimili, þjónustukjörnum eða leikskóla. Vegna nálægðar við verslun og þjónustu á núverandi Leirtjarnarsvæði er ekki gert ráð fyrir því í fyrsta áfanga. Gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall alls svæðisins geti orðið 0,6-0,7. Ekki er hægt að fastsetja slíkt þar sem kortleggja þarf hvort sprungur eru á svæðinu, líkt og á því svæði sem nú er uppbyggt. Gert er ráð fyrir að hæð bygginga verði á bilinu 25 hæðir en aðlagist á sama skapi að útivistarsvæði og núverandi byggð. Deiliskipulagt í áföngum Hverfið verður deiliskipulagt í áföngum. Byrjað verður á syðri áfanganum sem liggur að norðan við núverandi byggð og Leirtjörn en svæðið í heild er 8,6 hektarar. Í núverandi deiliskipulagi fyrir Úlfarsárdal sem tók gildi árið 2018 er fjallað um uppbyggingarsvæði norðan Skyggnisbrautar, við Leirtjörn: „Reiknað er með að nýtt byggingarsvæði við Leirtjörn verði ríflega 6 ha að stærð og þar rúmist um 360 íbúðir í fjölbýlishúsum og sérbýlishúsum, aðallega raðhúsum. Fjölbýlishúsin eru á lóðum við Skyggnisbraut en raðhúsin móta jaðar byggðarinnar við opna náttúru Úlfarsfells.“ Horft verður til þess við gerð nýs deiliskipulags. Byggðin verður að hluta til fyrir eldra fólk en fyrir liggja samningar um

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGR A keiluhollin.is

s . 5 11 53 00

uppbyggingu lífsgæðakjarna, húsnæðisuppbyggingar fyrir eldri borgara með fjölbreyttu framboði af þjónustu í nærumhverfinu, meðal annars á þessu svæði.

Hólmar Björn Sigþórsson Löggiltur fasteignasali

Sími: 893 3276 | holmar@helgafellfasteignasa g g la.is


GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 5.7.2022 10:19 Page 2

2

Grafarholtsblaðið

Grafarholtsblaðið

Fréttir

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: gv@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Símar 698–2844 og 699-1322. Netfang Grafarholtsblaðsins: gv@skrautas.is / abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánsson - gv@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Katrín J. Björgvinsdóttir. Dreifing: Póstdreifing. Grafarholtsblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Grafarholti, Úlfarsárdal og Reynisvatnsás.

Framtíðin er Framara Núna þegar búið er að vígja glæsilega íþróttaaðstöðu Fram í Úlfarsárdal má segja að framtíðin hefur aldrei verið bjartari í sögu Fram. Öll aðstaða innanhúss er til fyrirmyndar og með því glæsilegasta sem gerist á landinu. Vel var við hæfi að kvennalið Fram í knattspyrnu sem leikur í 2. deild léki fyrsta opinbera leikinn á nýjum knattspyrnuvelli í Úlfarsárdal og vann Fram þar öruggan sigur gegn liði KV. Í kjölfarið fylgdi síðan jafntefli hjá karlaliði Fram skömmu síðar og því er lið Fram taplaust á nýja heimavellinum og vonandi helst sú staða sem lengst. Gamlir Framarar sem búa í Úlfarsárdal eða Grafarholti eru stoltir þessa dagana. Þeir menn muna tímana þegar Fram var stórveldi í knattspyrnunni og margir af snjöllustu leikmönnum landsins léku með liðinu. Núna þegar aðstaðan er orðin eins og hún best gerist er kominn tími til að Fram blandi sér aftur í röð þeirra allra fremstu í bestu deild landsins. Lið Fram í dag er létt leikandi og skemmtilegt og býður upp á skemmtilega knattspyrnu þar sem sóknarleikurinn er í öndvegi. Aðeins vantar upp á varnarleikinn en verið er að styrkja varnarhelming liðins þessa dagana og þá verða úrslit leikja vonandi enn hagstæðari en hingað til. Það er gömul saga og ný að það kostar peninga að búa til lið í fremstu röð hér á landi sem annars staðar. Það eru einkum tvö atriði sem þurfa að vera í lagi þegar horft er til betri framtíðar fyrir Fram. Liðið þarf sterka stjórn sem tekur skynsamlega á málum utan vallar sem innan og þar skiptir stjórn peningamála gríðarlegu máli. Í annan stað þarf Fram á því að halda að íbúar hverfisins fjölmenni á heimaleiki liðsins. Það skapar auðvitað tekjur fyrir félagið og mikill stuðningur áhorfenda getur algjörlega skipt sköpum um gengi liðsins og virkað sem tólfti leikmaðurinn á vellinum. Mætum öll á völlinn og styrkjum Fram á Stefán Kristjánsson merkum tímamótum félagsins.

gv@skrautas.is

Marco Pizzolato, Kamila Walijewska og Einar Þorsteinsson.

Ungir aðgerðasinnar - gegn matarsóun fengu titilinn Reykvíkingar ársins 2022

Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs kynnti í morgun hverjir hefðu orðið fyrir valinu sem Reykvíkingar ársins 2022. Tilkynnt var um valið við opnun Elliðaánna á dögunum. Í ár urðu vinirnir Kamila Walijewska og Marco Pizzolato fyrir valinu en þau settu upp frískáp fyrir matvæli á Bergþórugötu 20 í fyrrasumar undir hatti alþjóðlegu hreyfingarinnar Freedge.org. Skápurinn var settur upp fyrir utan húsnæði Andrýmis 29. júní í fyrra og hafa viðtökurnar verið framar vonum. Hjá Andrými hittist fólk reglulega og eldar saman úr afgöngum til að draga úr matarsóun og fannst Marco og Kamilu því tilvalið koma skápnum fyrir þar. Síðan skápurinn á Bergþórugötu var settur upp hafa að minnsta kosti tveir frískápar verið teknir í notkun á höfuðborgarsvæðinu; annar í Breiðholti og hinn í Kópavogi og eru þeir allir mikið notaðir. Markmið Freedge.org er að draga úr matarsóun og byggja upp samfélag í kringum það að deila mat í gegnum frískápa. Þau Kamila og Marco stofnuðu facebook síðu um skápinn og nú eru meðlimir orðnir 2.400 talsins og er skápurinn í stöðugri notkun bæði hjá þeim sem setja í hann matvæli og þeim sem njóta matar úr honum. Marco hefur einnig verið ötull talsmaður „Couch-surfing“ eða Beddaflakks á Íslandi en það snýst um að fólk leyfir gestum að gista hjá sér endurgjaldslaust. Í frétt sem birtist um Marco og Kamilu á vef Reykjavíkurborgar í desember sl. höfðu vinirnir þetta að segja um framtak sitt. „Okkur finnst frábært að sjá verkefnið

Marco Pizzolato og Kamila Walijewska með fyrsta lax sumarsins úr Elliðaánum þetta sumarið. öðlast eigið líf. Fólk lætur orðið berast, kemur færandi hendi með mat og stundum heyrum við af fólki sem hittist við kælinn og kynnist þannig. Við sjáum mikla möguleika á að tengja fólk saman og efla um leið meðvitund um matarsóun og þar með um jörðina okkar.“ Þau Kamila og Marco hafa bæði búið á Íslandi í tvö ár. Kamila kemur frá Póllandi og hefur stundað alþjóðaviðskipti en Marco er verkfræðingur frá Sviss. Þau segjast bæði elska íslenska náttúru og hafa bæði ferðast víða um heiminn. Í morgun fengu hinir nývöldu Reykvíkingar ársins að opna Elliðaárnar í boði borgarstjórans í Reykjavík og

Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem hefur haft umsjón með ánum í 82 ár. Þau voru fljót að læra að kasta flugu fyrir laxinn og settu bæði í væna laxa á Breiðunni neðst í ánum og lönduðu sitt hvorum laxinum. Aðspurð sögðust þau ekki búast við að veiða lax aftur þar sem þeim er báðum annt um náttúruna og umhverfið og borða sjálf hvorki kjöt né fisk. Þeim fannst samt báðum forvitnileg lífsreynsla að hafa fengið að prófa að kasta flugu og taka þátt í þeirri hefð að opna laxveiðiá inni í höfuðborginni miðri. Þetta er í tólfta sinn sem Reykvíkingur ársins er valinn.


GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 30.6.2022 23:26 Page 3

– SPENNANDI VIÐBURÐIR Í HVERJUM MÁNUÐI –

ALLT LTAF A GAM A AN OG ALLTAF A GOTT VEÐUR Fylgstu með dagskránni á Facebooksíðu Keiluuhallarinnar. facebook.com/keiluho h llin Bókaðu borð tíman m lega á kei e luhollin@keiluhollin.is

500

%

AFSLÁTTUR A

Í KEILU MILLI 23-01

FÖSTUDAGA & LA F AUGARDAGA

PÖBB QUIZ MEÐ HELGA & HJÁL Á MARI

Hörður oog Pétur úr Bandmönnuum halda uppi stuði og sstemningu á sinn einsstaka hátt.

STÓR ÓRSKEMMTILEGT FÓTBOLTA-QUIZ HJÖRVARS HAFLIÐA

DDJ. J. ÓÓRA ÓRRA ÚÚLÍÍAA

PÖBB QUIZ

NEI. HÆTTU NÚ ALVVEG VILLI NAGLB L ÍTUR

HEIMTÖÖKUTILBOÐ SHAKE&PIZZA

EIN, TVVÆ ÆR OG FRÍ PIZZA EF ÞÚ SÆKIR

EINN, TVEIR OG FRÍÍRR SHAKE EF ÞÚ SÆKIR

EIN PIZZA OG SVO ÖNNUR Á 1.000 KR.

– BORGAR EKKI FYRIR ÓDDÝÝRUSTU PIZZUNA

– GILDIR EKKI AF ÁFEN E GUM SHAKE-UM

KAUPIR PIZZU AF MAT ATSEÐLI OG BBÆ ÆTIR ANNARRI VIÐ Á 1.000 KR. – BORGAR F YRIR DÝRARI PIZZUNA

s ha k e p i z z a . is

# sh ak ean ndpizza


GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 4.7.2022 22:54 Page 4

4

ÚTF FARARSTO OF FA ÍSLANDS

Fréttir

Grafarholtsblaðið

www.utforin.is Auðbbrekku 1, Kópavogi Sólarhringsvakt: 5811 3300 & 565 5892

Komum til aðstandenda og ræ æðum skipulag sé þess óskað

Sverrir Einarsson S: 896 8242

Jóhanna Eiríksdóttir

Jón G. Bjarnason S: 793 4455

ÚTF FARARSTOF FA AH HAFNARFJARÐAR www.utfararstofa.is Doffrahellu 9b, Hafnarfirði

VILTU SELJA FASTEIGN? FA A Verslun Kjötkompanísins í Bíldshöfða 13 er sérlega vönduð og glæsileg.

Kjötkompaníið opnaði í Bíldshöfðanum:

Móttökur verið frábærar - segir eigandinn Jón Örn Stefánsson

Hólmar Björn Sigþórsson S Löggiltur gg faste eignasali g

Sími: 893 3276

|

holmar@helgafellfasteignasala.is g g

,,Við opnuðum okkar fyrstu verslun í Hafnarfirði í september 2009, svona rétt eftir frægu setninguna „Guð blessi Ísland.“ Við vorum búin að vera með svona verslun í gerjun í mjög langan tíma þannig að þegar við loksins fórum af stað þá vissum við mjög vel hvert við vildum stefna með verslunina varðandi vöruframboð og þjónustu,” segir Jón Örn Stefánsson eigandi í Kjötkompaníinu sem nýlega opnaði glæsilega verslun í Bíldshöfðanum. ,,Við leggjum mikið upp úr því að okkar viðskipavinir geti fengið heildar pakkann hjá okkur þegar verið er að undirbúa veisluna, eins og forréttinn, aðalréttinn, meðlætið og svo desertinn. Við erum einnig með veisluþjónustu þar sem við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á úrval af smáréttum og einnig úrval af tilbúnum fullelduðum veislum ásamt ýmsum grillpökkum. Í dag rekum við 3 verslanir í Hafnarfiði, Granda og svo opnuðum við í maí á Bíldshöfða 13 sem er okkar stærsta verslun til þessa. Við erum mjög ánægð með staðsetninguna og gaman að vera komin í þennan hluta borgarinnar með okkar þjónustu.” - Úrval hjá ykkur í Bíldshöfðanum er mjög mikið. Á hvað leggið þið mesta áherslu? ,,Úrvalið hjá okkur hefur verið að aukast mikið með árunum, við leggjum mikið uppúr réttri meðhöndlun og gæðum á því kjöti sem við erum með. Við látum t.d allt okkar nautakjöt hanga í minnst 25 daga áður en það fer í kjötborðið okkar, það sama á við um lambið sem fær að hanga í minnst 2 vikur áður en það fer í kjötborðið okkar.” - Hverjar eru vinsælustu steikurnar í dag?

Steikurnar eru hrikalega girnilegar hjá Kötkompaníinu. ,,Okkar vinsælasta steik í lambi er Lambakonfektið okkar þetta eina sanna ásamt því að við erum með mikið úrval af fylltum lambalærum og fl. Í nautakjöti er okkar vinsælasta steik Nautalund De Luxe í trufflusveppa kryddleginum, við seljum einnig mjög mikið af nauta ribeye ásamt flottu ribeye á beini og T-bone úr dry age kælinum okkar og við leggjum mikið upp úr vel fitusprengdu nautakjöti sem er algert lykil atriði.” - Þið bjóðið upp á mikið úrval af góðu meðlæti. Hvað er þar helst? ,,Við erum með úrval af meðlæti í boði í okkar verslunum eins og fylltar kartöflur, hasselback kartöflur, saltbakaðar kartöflur og nokkarar tegundir af kartöflusalötum. Einnig erum við með

mikið úrval af köldum sósum ásamt sósum til að hita eins og t.d villisveppasósu, rauðvínssósu og fleira.” - Hvernig hafa móttökur í nálægum hverfum verið? ,,Við þökkum okkar viðskiptavinum kærlega fyrir frábærar móttökur í nýju búðinni okkar á Bíldshöfðanum og okkur hlakkar til að þjónusta hverfin sem best á næstu árum.” - Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í Bíldshöfðanum? ,,Það er mikil uppbygging í gangi í þessum borgarhluta og hverfin eru að stækka mikið sem er mjög ánægjulegt. Við horfum björtum augum til framtíðarinnar,” segir Jón Örn Stefánsson.

Útf tfararþjónusta í yfi fir 70 ár Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | u t ffor.is .

VIÐ ÞJÓNUM ALL AN SÓL AR HR INGIN N

D``Vg ea cijg [{ [{ `¨gaZ^`hg ` `i jeeZaY^ k^ haZch`Vg VÂhi¨Â Âjg

<g ÂgVghi Â^c


GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 7.6.2022 13:12 Page 5

YF YFIN FIN E AÐ D EIM DY YRUM pinu getur þú fengið lyfseðilsskyld lyf send frítt u app afnaði innan klukkustundar á öllum stærstu að ja ýlissstöðum landsins. etur e einnig keypt lausasölulyff,, sótt um umboð til ersla fyrir aðra og fengið ráðgjöf sérfræðings aga frá 10-22. unarttími L Ly yfju Grafarholti 8.30 virka daga gardaga laug rigðii snýst um vellíðan.


GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 3.7.2022 17:23 Page 6

6

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Almenningsíþróttadeild Fram:

Aldrei öflugri Almenningsíþróttadeild Fram er í miklu fjöri og starfsemin fjölbreytt. Hér fer á eftir yfirlit yfir starfsemi deildarinnar og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Leikfimi Starfsemi leikfimihópsins má rekja aftur til 1995 og hefur starfsemin alla tíð verið undir stjórn Jónu Hildar Bjarnadóttur íþróttakennara. Í fyrstu voru þátttakendur foreldrar iðkenda í Fram, en síðar jókst umfangið og náði til stærri hóps Framara. Leikfimihópurinn mun halda áfram starfsemi sinni á nýjum stað með haustinu, þegar farið verður að bjóða upp á leikfimitíma fyrir fólk á öllum aldri í nýrri aðstöðu Fram í Úlfarsárdal. Leitast er við að hafa fjölbreytnina að leiðarljósi og áhersla lögð á að ná upp þreki, styrk og liðleika og að æfingar séu við allra hæfi. Tímar eru tvisvar í viku og eru allir sem vilja hreyfa sig í skemmtilegum hóp, hvattir til að koma og prófa. Íþróttaskóli barnanna Um árabil hefur Fram rekið íþróttaskóla fyrir 3-6 ára börn yfir veturinn, í fyrstu í Safamýri en síðar einnig í Ingunnarskóla. Tímar eru á laugardagsmorgnum og áhersla lögð á að gera krökkum mögulegt að koma saman, fara í leiki og gera ýmsar æfingar í íþróttasal undir leiðsögn þjálfara. Þessir tíma hafa verið vel sóttir og ánægja ríkt með starfsemina. Í haust verður þráðurinn tekinn upp aftur og við hvetjum foreldra barna til að gefa börnum sínum kost á að taka þátt. Fótbolta Fitness Nýtt verkefni almenningsíþróttadeildar Fram, Fótbolta Fitness, fór af

stað í Úlfarsárdal nú í maí. Fótbolta Fitness er ætlað konum 25 ára og eldri og er frábær nýjung þar sem blandað er saman fjölbreyttum styrktar-, þol og fótboltaæfingum, undir styrkri stjórn Árnýjar Andrésdóttur íþróttafræðings. Fit í Fram - hreyfing fyrir fólk á besta aldri Í maí fór af stað gönguhópur sem æfir tvisvar í viku undir leiðsögn Árnýjar Andrésdóttur, íþróttafræðings. Tímarnir fara fram úti og verður blandað saman göngu, styrktar-, jafnvægis og liðleika æfingum. Almenningsíþróttadeild Fram stefnir að því að færa hópinn í haust inn í nýtt og glæsilegt íþróttahús Fram í Úlfarsárdal. Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér þetta frábæra starf sem er að fara af stað í hverfinu okkar. Blakdeild Fram Það er ávallt líf og fjör í blakhópi Fram í Grafarholti og Úlfarsárdal sem æfir undir leiðsögn hinnar einstöku Natalia Rava. Blak var áður stundað hjá Fram á árunum 1978 til 1991, en var endurvakið af blak áhugafólki í Úlfarsárdal og Grafarholti árið 2016. Í dag eru blakæfingar tvisvar í viku í Ingunnar- og Sæmundarskóla. Fyrst um sinn æfðu karla og kvennaliðin saman, en eftir því sem fjölgaði í hópnum hafa verið æfingar fyrir hvort lið fyrir sig og telur hópurinn um 35 manns. Allt frá fyrsta ári hefur Fram sent lið á Öldungarmót BLÍ sem er eins konar uppskeruhátíð blak samfélagsins á Íslandi, en mótið er eitt stærsta íþróttamót landsins með yfir 1.000 keppendur að jafnaði ár hvert. Síðustu 3 ár hefur kvennaliðið átt lið á Íslandsmóti í blaki. Á Íslandsmóti eru spilaðar þrjár umferðir um allt land og í

Öflugar blakkonur í Fram.

Og strákarnir gefa konunum ekkert eftir í blakinu hjá Fram. ár var Fram með lið bæði í fimmtu og sjöttu deild. Bæði liðin stóðu sig vel og lentu í öðru sæti í báðum deildum. Blakhópurinn er duglegur að brjóta upp æfingar-rútínuna t.d. með því að fara á hraðmót og spila æfingaleiki. Jólaspilið hefur einnig verið fastur viðburður þar sem öll liðin hittast og spila undir dynjandi jólatónlist og fjöri. Með nýju húsnæði sjáum við fyrir okkur bjarta framtíð blak íþróttarinnar innan Fram, sem á dögunum var samþykkt sem sjálfstæð deild innan félagsins. Stefnt er að því að vera með byrjendanámskeið í haust og bæta við fleiri iðkendum ásamt því að setja áherslu á að byggja upp öflugt barna og unglingastarf. Það ríkir því mikil tilhlökkun og gleði fyrir nýju húsi og má þar bráðlega heyra boltum smassað í gólf.

VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Okkar metnaður er að veita ávallt faglega og góða þjónustu

Hlökkum til að sjá þig!

Skokk- og gönguhópur Fram Aðdraganda að stofnun Skokk- og gönguhóps Fram má rekja aftur til ársins 2009 þegar nokkrir einstaklingar í Grafarholti fóru að mæla sér mót til að hlaupa saman. Þetta sjálfsprottna framtak fékk svo byr undir báða vængi þegar Fram kom að rekstri hópsins og þjálfari var ráðinn sumarið 2010. Allt frá upphafi hefur gildi hópsins verið að allir geti tekið þátt, hvort heldur sem er hlaupandi eða gangandi. Hópurinn hefur verið svo lánsamur að vera með sömu þjálfarana undanfarin sjö ár, þá Torfa og Andrés. Hvor þeirra er með eina æfingu í viku, með mismunandi áherslur hvað varðar styrktaræfingar og hlaup. Auk æfinga með þjálfurunum eru æfingar án þjálfara tvisvar í viku og eru því í heildina í boði fjórar æfingar í viku. Undanfarin ár hefur hópurinn verið með æfingar inni í sal einu sinni í viku yfir vetrartímann, ýmist í Ingunnarskóla eða Sæmundarskóla. Með opnun glæsilegrar aðstöðu Fram í Úlfarsárdal, verður aðstaða fyrir hópinn enn betri og því spennandi tímar fram undan.

Vínlandsleið 16

Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00

Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770

Að jafnaði mæta um 15-20 einstaklingar á æfingar. Til að kynna starf hópsins og gefa fleirum kost á að taka þátt, hefur verið staðið fyrir nokkrum nýliðanámskeiðum á

undanförnum árum. Þessi námskeið hafa verið vel sótt og mikil ánægja með þau. Félagar í hópnum hafa tekið þátt í hinum ýmsu hlaupaviðburðum á undanförnum árum, allir á sínum forsendum og allir unnið sína sigra. Má þar nefna Reykjavíkurmaraþon, miðnæturhlaupi og Vatnsmýrarhlaup svo fátt eitt sé nefnt. Einnig hefur hópurinn brotið starfið upp með gönguog hlaupaferðum út á land. Íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals búa vel þegar kemur að því að velja hlaupaleiðir í nágrenni hverfanna. Ef færðin er góð og vilji er til að hlaupa „innanbæjar“, liggja t.d. stígar að Rauðavatni, niður í Grafarvog og upp í Mosfellsbæ. Þegar færðin er slæm að vetrinum er hægt að taka brekkuspretti og hlaupa á upphituðum stígum. Utan vetrartímans býður Úlfarsfellið og Hólmsheiðin upp á endalaus ævintýri, en eins og margir vita eru stígakerfi heiðarinnar ákaflega fjölbreytt og viðamikil. Ekki má gleyma að allt svæðið býður upp á óendanlega möguleika á brekkuæfingum, sem gleður þjálfarana. Allir sem hafa áhuga að kynna sér eða taka þátt í starfi skokkhópsins eru hvattir til að hafa samband og/eða mæta á æfingar. Það er vel tekið á móti öllum nýliðum og stemmingin í hópnum er hvetjandi, en samt afslöppuð. Hópurinn er á Facebook sem „Skokkhópur Fram Grafarholti og Úlfarsárdal“. Lokaorð Eins og sjá má er starfsemi Almenningaíþróttadeildar Fram í miklum blóma og spennandi tímar fram undan. Iðkendum er að fjölga og ánægjulegt að sjá starfsemina nái til fleiri aldurshópa. Ný og glæsileg íþróttaaðstaða í Úlfarsárdal mun gjörbylta aðstöðu deildarinnar og fjölga þeim möguleikum sem hægt verður að bjóða upp á. Íbúar Grafarholts, Reynisvatnsáss og Úlfarsárdals eru hvattir til að kynna sér starfsemi deildarinnar, en allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ítarlegar upplýsingar um starfsemi deildarinnar má finna á heimasíðu Fram (www.fram.is), undir Alm. Íþróttir. Þar má m.a. finna æfingatíma mismunandi hópa, nöfn þjálfara og tengiliða.


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 1.7.2022 11:21 Page 7

Gott verrð ð ffyyrir alla a í

2002 – 2022

Afmæ ælistilboð boð ð á Lavo or háþrý ý ti ýs tidælum!

20

%

20

%

20

%

AFMÆLISAFSLÁTTUR

AFMÆLISAFSLÁTTUR

AFMÆLISAFSLÁTTUR

Lavor STM 160 WPS háþrýstidæla með RISA-stóru m um aukahlutapakka

Lavor Predator 18 80 Digital háþrýstidæla með ð aukahlutapakka

Lavor LV VR4 Plus 160 WPS W háþrýstidæla með aukahlutapakka a

Mótor: 2500W M Þrý rýstingur: 160 bör Vattnsflæði: 510 l/klsst.

Mótor 2500W Þrýstingur Max: 180 böör Vansflæði: 510 l/klst.

Mótor: 2500W Þrýstingur Max:160 bör Vatnsflæði Max: 510l/klst.

31.19 31 1.19 96

35.992 2

31.992

Áður 38.995 kr.

Áður 44.990 kr.

Áður 39.990 kr.

20 0

%

20

20

%

%

AFMÆLISAFSLÁTTUR

20

%

AFMÆLISAFSLÁTTUR

AFMÆLISAFSLÁTTUR

AFMÆLISAFSLÁTTUR

Lavor Cruiser

æla

Mótor: 2300W kolallaus induction Þrýstingur Max: 2000 bör Vatnsflæði Max: 3000 l/klst. Hose Reel-In-Pressuure kerfi

47.99 92 Áður 59.990 kr.

SENDU SEND UM M UM LAND ALLT! LAN

www. ww.murbudin din.is

Lav vor Galaxy 150 háþ þrýstidæla

Lavor HPC Wa ave up 125 háþrýstidæla

Lavor HPC Fast 120 háþrýstidæ æla

Móttor: 2100W Þrýsstingur Max:150 bör Vatnnsflæði Max: 450l/klst.

Mótor: 1800W Þrýstingur Max:125 bör Vatnsflæði Max: 400l/klst.

Mótor: 1700W W Þrýstingur Maxx:120 bör Vatnsflæði Maax: 330l/klst.

2 23.992

19.192

11.9 992

Áðuur 29.990 kr.

Áður 23.990 kr.

Áður 14.990 kr.

Gottt verrð ffyyrir alla í

20ár

2002 – 2022


GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 5.7.2022 11:40 Page 8

8

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Mætingin á fyrsta heimaleik karlliðs Fram í Bestu deildinni var mjög góð. Hér fagna Framarar einu af þremur mörkum sínum gegn ÍBV en leiknum lauk með jafntefli 3-3.

Mynd JGK

Nýr og glæsilegur knattspyrnuvöllur tekinn í notkun í Úlfarsárdal:

Stig í fyrsta heimaleiknum - í Bestu deild karla. Kvennalið Fram vann góðan sigur gegn KH í vígsluleiknum 18. júní Síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir fyrir FRAMara, íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal. Þann 19. júní fór fram söguleg stund en þá var nýja Íþróttamiðstöð FRAM í Úlfarsárdal tekin í notkun. Þessir dagar 18.-20. júní voru í raun ein samfelld opnunar hátið. Fram lék sinn fyrsta heimaleik 18. júní þegar stelpunar í mfl. kvenna mættu KH þar sem á milli 300 og 400 áhorfendur mættu í ljómandi veðri og mannvirkið skartaði sínu fegursta. Sigur í fyrsta leik skemmdi ekki fyrir deginum. Sunnudaginn 19. júní var svo blásið til veislu, opnunnarhátið með íbúum Úlfarsárdals og Grafarholts sem tókst gríðarlega vel. Almenningsíþróttadeild FRAM lagði af stað með hlaupi úr Safamýri kl. 11:00 og var ætlunin að afhenda FRAM-Andann í dalinn Það voru svo um 30 hressir hlauparar sem skiluðu sér í dalinn um kl. 12.30 og afhentu Andann. Deildir félagsins settu upp dagskrá og það var líf í öllum sölum hússins, handbolti, fótbolti, taekwondo, blak allir lögðu sitt af mörkum. Fírað upp í grillinu strax upp úr kl. 12:00, veitingar

frá Ölgerðinni, Emmess og pylsur fyrir alla, það var bara geggjuð stemming í húsinu strax upp úr hádegi. Kl. 13:30 hófust hefðbundin ræðuhöld, Dagur B. mætti á 50 ára afmælisdegi sínum og sagði nokkur orð, Skúli Helgason, formaður ÍTR, flutti ræðu, Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram, hvatti fólk til dáða, Helga Friðriksdóttir gaf menningarmiðstöðinni þetta líka fína nafn ,,Miðdalur”. Þór Björnsson Íþróttastjóri FRAM flutti stutta tölu og þakkaði þeim sem komið hafa að verkinu fyrir vel unnin störf. Óskaði jafnframt eftir því að fólk gæfi rýmum í húsinu nafn sem minntu á sögu félagsins í fortíð og nútið. Sirkus Ísland mætti á svæðið og skemmti fólki með mjög vel heppnaðri sýningu. Þá var komið að því að Hreimur skemmti og frumflutti nýtt FRAMlag sem lagðist vel í FRAMara. Síðan kom Friðrik Dór og tryllti lýðinn. Eftir þessa miklu lotu gafst fólki tími til að skoða húsið, gæða sér á veitingum og spjalla. Gríðarlega vel heppnaður dagur en áætlað er að vel á annað þúsund gestir hafi mætt á svæðið þennan dag sem verður eftirminnilegur í sögu félagisns.

Heimavöllur Fram er afar glæsilegur og vonandi vinnast þar margir sigrar í framtíðinni. Yfir þúsund pylsur fóru ofan í mannskapinn. Mánudaginn 20. júní var svo komið að strákunum í mfl. karla að leika sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli er þeir mættu ÍBV í mjög fjörugum leik. Þar var mætingin gríðarlega góð en nálægt 1500 hundruð áhorfendur mættu á leikinn. Fyrir leikinn skrifaði Knattspyrnufélagið FRAM svo undir nýjan samning við GG-Verk en fyrirtækið hefur verið aðalstyrktaraðili FRAM frá árinu 2020 og með þessari undirskrift framlengir Fram samstarfið við GG-Verk til ársloka 2023. Gríðarlega mikilvægt fyrir FRAM en fyrirtækið sá um að byggja glæsilega Íþróttamiðstöð FRAM í Úlfarsárdal.

Almarr aftur til Framara

Knattspyrnudeild Fram fagnar því að hafa samið við Almarr Ormarsson til tveggja ára. Almarr þekkir vel til félagsins enda með 36 skoruð mörk í yfir 130 leikjum fyrir Fram í efstu deild og bikar. Ekki er hægt að kynna Almarr öðruvísi til leiks en að rifja upp Bikarúrslitaleikinn 2013 sem á sér sérstakan stað í minnum margra Frammara.

Í æsispennandi leik sem skilaði áttunda bikarmeistaratitli Fram í hús lék Almarr á als oddi. Hann gerði mörk Fram á 64′ og 88′ mínútu í leik sem vannst í vítaspyrnukeppni. Almarr er fjölhæfur leikmaður sem stjórnin og þjálfarar lögðu kapp á að sækja fyrir komandi átök í Bestu deildinni. Bjóðum við Almarr því hjartanlega velkominn heim!

Almarr Ormarsson verður mikill styrkur fyrir lið Fram í Bestu deildinni.


GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 5.7.2022 15:34 Page 9

$#! +! ) ! .-,.- )! +)+!/.-,.+*)(-,'( .+ + + ! ) ! +! ! ',! ! ! + + ) ! .-,.- .*! ! + . ! ! .+! +)(! ( ! 2100/./+*))(/.0'/&%0(/$&#0 "'!)$ !& 0/ %0 0' 0/)*" )' / 0 0&% ' / 0 *)' 0 #/% / 0 0 % $'/) "*' ! 0 /*' /( '0/ ' ( /.-,.+*)(-,'( / '!)$ !' /*0 *' / (00 /)*"/*0(/)$ 0 0# $ 0/ *1 && /* / ( /+*))/0* (0 &* *0! 0)&'!/0 0# /"'!)$ ! /

0*1 &' ')

/"'!)$ !&( ("/ *$(0/+ / . )$ 0*1$$ /&* *0! 0+ ()$( ( )' 0 /0.! /% /)$(! ' &*0'!/& 0/)$ 0 )*"'/) /% 0 )$( )&'!)/% /&* *0! 0)&'!) ) "*' (!/ /"'!)$ !&( ("/% /&'! + !/& 0/ ($&*0 /+*'00 / $& ! *' ("/$' / !/ #$ /+ ()$(/&'! 0 /% / ) 1 (0/+*'00 /

* /+ 0/ *0/ /*' ' / 0 "/) % / 0 )$( + ()$ ' /*0/ $ 1 '/./+& / !/ *)$ 0 (") '0/("/&* *0! 0+ ()$( *0(/ /0 0# 0 / #0/"./ . )$ ./&* / *1 & (0 %0 0 *) ! ! .-,.+*) -, + ) )-


GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 4.7.2022 23:01 Page 10

10

Fréttir

Pönnusteikt lúða með kartöflum og tómötum í sinnepssósu

Pönnusteikt lúða með steiktum kartöflum og tómötum í sinnepsrjóma. Prófaði að elda þennan líka dásamlega lúðurétt sem birtist á youtube og ég verð að segja að hann kítlar gjörsamlega bragðlaukana og er alveg meiriháttar.

Grafarholtsblaðið

saman. Sítrónupipar Bætið klettasalatinu saman við kartöflurnar, ólífurnar og tómatana og hristið vel saman.

Olía til steikingar Ólífuolía 1 - 2 msk. smjör

Bætið sýrða rjómanum sinnepinusaman við. Takið til hliðar.

Fyrir 4

og

4 hvítlauksrif, kramin 700 gr. Lúða, roðflett og skorin í hæfileg stykki eða steikur. 8-10 smáar kartöflur með hýðinu. 1,5 bolli kirsuberjatómatar skornir til helminga.

Takið roðið af lúðunni, skerið í mátuleg stykki, pennslið með olífuolíu, kryddið hana með sjávarsalti, hvítum pipar og strónupipar

Góð skvetta af sítrónusafa Ferskt blóðberg Aðferð Setjið kartöflur í pott, saltið og sjóðið í 10 mínútur.

½ bolli grænar ólífur Síðan eru kartöflurnar skornar í fjóra hluta og þær steiktar á pönnu í olíu. Saltið og piprið eftir smekk.

1 poki klettasalat 1 dós sýrður rjómi 4 msk. heilkorna dijon sinnep Salt og pipar eftir smekk

Heilar olífur og tómatar skornir helminga og bætið þessu á pönnuna.

til

Steikið í stutta stund og hristið vel

Steikið lúðuna á báðum hliðum á pönnu. Bætið þá á pönnuna smjörinu, krömdum hvítlauk og blóðberginu. Bætið svo góðri skvettu af sítrónusafa yfir á pönnuna nokkurn veginn í lok steikingar. Hristið saman og ausið aðeins yfir lúðustykkin. Setið kartöflunar og tómatana í sinnepsrjómanum út á lúðuna og berið fram Verði ykkur að góðu!

Grafarholtsblaðið Ritstjórn/Auglýsingar Sími 698-2844 / 699-1322

Við úðum garðinn þinn - Hagstætt verð og vönduð vinna - Ný og viðurkennd efni - Eyðum líka meindýrum

meindyraeidir@simnet.is - www.meindyraeydir.is

Lúðurétturinn sem við kynnum hér er svo sannarlega þess virði að prófa hann því rétturinn er einfaldur og sérlega góður.


GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 5.7.2022 12:21 Page 11

Grafarholtsblaðið 2. tbl. 11. árg. 2022 febrúar

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Grafarholtsblaðið er lesið á hverju heimili Mest lesni fjölmiðillinn í hverfinu? Auglýsingar í Grafarholtsblaðinu skila miklum árangri 698-2844 - 699-1322 abl@skrautas.is


GHB 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 7.6.2022 09:36 Page 8


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.