Grafarholtsblaðið 12.tbl 2020

Page 1

ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/20 15:16 Page 13

GÓÐGERÐARPIZZAN 2020

GOTT MÁL

AÐEINS Á MATSEÐLI 7.–11. DESEMBER ÖLL SALAN RENNUR ÓSKIPT TIL PÍETA SAMTAKANNA

Grafarholtsblað­ið 12. tbl. 9. árg. 2020 desember

Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Forða þarf stórslysi Innan borgarinnar eru uppi hugmyndir um breytingu á aðalskipulagi í suðvesturhlíðum Úlfarsfells. Þar hefur verið gert ráð fyrir íbúabyggð en nú stefnir allt í að þar verði skipulögð svokölluð þrifaleg atvinnustarfsemi. Mikil óánægja er með þessar hugmyndir enda svæðið sem eyrnamerkt hefur verið íbúabyggð afar skemmtilegt og staðsetningin mjög góð fyrir íbúabyggð. Þetta er í raun og sann gullmoli og sorglegt ef borgaryfirvöld ætla að fórna honum undir enn eitt svæðið fyrir atvinnustarfsemi.

Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

Gera verður ráð fyrir því að borgin muni efna til kynningarfundar um málið meðal íbúa í Úlfarsárdal enda um mikla breytingu að ræða á skipulagi hverfisins. Íbúar og hagsmunasamtök í Úlfarsárdal þurfa að halda vöku sinni og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir Séð yfir Úlfarsárdal til norðurs. Byggingarreiturinn sem hugmyndir eru uppi um að breyta er ofan til það stórslys sem hér er í uppsiglingu. Bauhaus. Skipulag gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. GHB-mynd SBS

Jólin eru komin hjá okkur u þér t n n y K n sem i ð o b l teki jólati ó p a r rða eru í U um. l ó j ð fram a inna ú b l i t Úrval a. k k a p gjafa

Vínlandsleið 16

Opið virka daga kl. 09.00–18.30 og laugardaga kl. 11.00–16.00

Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur

Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/20 15:18 Page 14

14

Bókmenntir

Grafarholtsblaðið

Barinn fyrir að vera hommi

Einar Þór Jónsson vakti á sínum tíma þjóðarathygli fyrir skýra en hógværa framgöngu þegar hann steig fram sem talsmaður Geðhjálpar. Fáa grunaði þó að þessi látlausi og geðþekki maður ætti sér magnaða lífssögu að baki og háði á köflum sannkallaða baráttu fyrir lífi sínu. Einar Þór fæddist í Bolungarvík, barnabarn Einars Guðfinnssonar útgerðarmanns sem var allt í öllu í bænum og Einar litli því hluti af ættarveldinu. Hann varð þó ekki sá erfðaprins sem hann var borinn til heldur þurfti fljótlega að berjast fyrir sjálfum sér og takast á við erfiðan móðurmissi og samkynhneigð í litlu sjávarþorpi. Síðar tók við hin átakanlega en um margt gleymda barátta samkynhneigðra við alnæmi þar sem ekki var einungis við banvænan vírus að kljást heldur lífshættulega fordóma á heimsvísu. Þá þurfti sterk bein til að horfa upp á góðvini og elskhuga týna tölunni einn af öðrum án þess að missa vonina um líf og framtíð – hvað þá hamingju og ást. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir skrifar þessa áhrifamiklu og um margt átakanlegu baráttusögu Einars Þórs Jónssonar af innsæi og næmi. En saga Einars verður um leið saga síðustu áratuga og leiðir í ljós að hin þrotlausa barátta fyrir mannlegri reisn getur stundum átt sér farsæl endalok. Hér á eftir fara þrjú ósamstæð brot úr bókinni.

Ofbeldið Fennt hefur yfir bolvísku ræturnar. Hann er ekki tengdur plássinu lengur. Hann var ekki hamingjusamur í Bolungarvík og blómstraði ekki þar. Hann horfir þó allt öðrum augum á fortíðina nú rétt sextugur en áður og er ánægður með smábæjarræturnar. Mér finnst það hafa dýpkað mig. Samkenndin er mikil í bænum þótt sleitulaust sé talað um náungann þegar eitthvað bjátar á. Hann af þessari vellauðugu E.G. ætt finnur fyrir tortryggni, stundum öfund. Ég var í þessu ríka liði. Nú er ég í öðru liði. Hann hugsar til baka. Maður sem býr um tíma í Bolungarvík lúskrar á honum fyrir að vera sonur pabba síns þegar hann er um tvítugt. Þeir eru í partýi eftir ball. Þú þarna fíflið þitt. Þessi ætt þín er fáránleg og pabbi þinn er ömurlegur. Svo dynja höggin á honum. Hann tilkynnir ofbeldið sem hann verður fyrir og fúkyrðin sem sögð voru um ættina. Ég kæri. Ekkert kemur út úr því í litla samfélaginu. Seinna er hann svo barinn fyrir að vera hommi. Veit ekki hverjir eru að verki. Hann er á leiðinni heim af Spotlight á Hverfisgötu þegar tveir menn koma aftan að honum og berja. Eftir situr hann á grárri gangstéttarbrúninni. Einhverjir stumra yfir honum. Löggan kemur og hann er keyrður heim. Vaknar með mikla verki og fer sjálfur á bráðamóttökuna um morguninn. Það verður örugglega að laga nefið síðar, segir læknirinn sem tekur á móti honum. Hann þuklar á nefinu á sér. Finnur að það er blóðstorkið, skakkt. Hann þrýstir því til. Hrikalega vont. Treður bómul upp í nasirnar og er sáttur við útkomuna. Liggur nefbrotinn heima á sófanum á sunnudegi eftir skemmtanahald í miðborginni. Ég kæri ekki árásina. Hann kærir ekki heldur þegar hann kútveltist niður stigann á skemmtistaðnum 22. Einhver hrindir honum. Hann veit ekki hver er að verki en þekkir mannvonskuna. Hommahatrið. Fordómana. Leiðir samfélagsins til að viðhalda fastmótuðum gildum sínum. Líkamsárásirnar gera hann órólegan en hann stendur þær af sér. Líka hróp og köll sem gerð eru að honum og vinum hans úr bílum á ferð á níunda og tíunda áratugnum. Helvítis, ógeðslegu hommatittir. Það ætti að drepa ykkur. Svona framkoma hefur áhrif á marga. Þeir verða taugaveiklaðir, tortryggnir og óöruggir. Ég get aðeins stýrt sjálfum mér. Mínum gjörðum. Mínum hugsunum. Ég held áfram leið minni.

Feluleikurinn Ég verð að segja þér svolítið, segir hann í símann við Fríðu vinkonu sína sem stendur við skífusímann í litlu stúdentaíbúðinni sinni við Eggertsgötu. Hún hefur ekki heyrt í honum svo mánuðum skiptir en vitað af honum í London. Hann vill ekki segja meira í símann heldur kemur og heimsækir hana á stúdentagarðana. Hann er rosalega taugaveiklaður þegar hann bankar upp á. Er vel til hafður með ljósu strípurnar og eyrnalokk. Hann hefur ekki hitt hana frá því að hún varð móðir. Litli drengurinn hennar hleypur um og lætur í sér heyra og hann spyr hvort hún geti ekki sent krakkann út á gang að leika. Stressið leynir sér ekki og hún vísar litla drengnum leiðina út á ganginn sem er leiksalur barnanna í blokkinni. Hljóðin frá

börnunum bergmála í stigaganginum. Hún er einstæð móðir í fábrotinni stúdentaíbúð og hann á ekki barnið, þvert á það sem einhverjir hafa kastað fram. Þau hafa ekki sést í ár þegar hún verður ólétt. Þau hafa þekkst síðan hann var sautján og hún þrettán. Hann var partýgaurinn í plássinu. Þau náðu strax svo vel saman og urðu nánari með aldrinum. Fóru saman á böllin fyrir vestan og heim eftir þau. Saman gátu þau farið út úr kassanum. Farið í huganum út úr plássinu þegar þau leyfðu huganum að reika. Þau voru gott teymi. Hún tekur könnuna af kaffivélinni, dregur fram tvo bolla og þau fá sér kaffi. Hann er að fara yfirum af stressi og bunar tíðindunum út úr sér. Fríða, ég er hommi og fór til Englands til að koma út úr skápnum. Átti kærasta þar og er nýbúinn að fá að vita að ég er smitaður af HIV. Hún spyr hann út úr og smám saman verður heildarmyndin skýrari. Auðvitað. Það er eins og kvikni á perunni hjá henni. Ekki að hún hafi beinlínis vitað að hann væri samkynhneigður en hún er ekki hissa. Hann er stressaður en vill segja henni tíðindin áður en kjaftasögurnar kvikna og ná til hennar á undan honum. Þótt hún sé ekki hissa á fregnunum verður hún sár yfir því að hann hafi verið hræddur að segja henni þetta. Hann situr í óþarfa vörn. Sólbrúnn í hnipri á sófanum hennar og skelfur þar í þröngri stofunni um leið og hann sýgur rettu. Hann á að vita að hún er ýmsu vön. Hefur farið til Ameríku og heimsótt samkynhneigðan frænda sinn þar. Hún er búin að horfa framan í andlit alnæmis. Árum seinna þegar hún fer yfir samtal þeirra þennan dag hugsar hún samt um hversu fjarlæg samkynhneigð var henni á þessum tíma. Aldrei var talað um homma og lesbíur. Enginn hafði sagt henni að Mummi frændi hennar væri samkynhneigður þegar hún heimsótti hann til New York árið 1983. Hann fór með hana á kaffihús og var taugaveiklaður þegar hann sagði henni að maðurinn sem hann byggi með væri ekki bara meðleigjandi heldur elskhugi hans. Það hafði ekki hvarflað að henni. Löngu eftir að hann dó, eða um tveimur áratugum seinna, viðurkenndi fjölskyldan fyrst að hann hafi dáið úr alnæmi. Fram að því var dánarmein hans krabbamein. Mummi frændi hennar kom heim til að deyja eftir að hafa starfað í áratug sem læknir í Bandaríkjunum eftir nokkurra ára starf hér heima. […] Hún horfir yfir sófaborðið á æskuvin sinn úr Bolungarvík. Endalausar kærustur. Hún vissi að hann átti þær margar. Hún var ein þeirra. Svo kemur hann með strípurnar, lokkinn og tíðindin frá Englandi. Um leið og hann segir henni frá samkynhneigðinni raðast púslin rétt. Eyeliner, gloss. Hann situr innan um bleiku púðana í stofunni hennar. Hún horfir á hvernig hann hefur tekið nýja lífsstílinn alla leið. Lengi eftir samtal þeirra á Stúdentagörðunum er hún bæði hrædd um hann og sorgmædd þegar hún hugsar til hans. Hún er alltaf að bíða eftir tíðindunum um að hann sé orðinn veikur. Hún óttast tímann. Mörg ár líða og alltaf hefur hún á bak við eyrað að fréttirnar komi um að hann sé orðinn veikur. Hún sé að missa vin sinn sem hafi fengið dauðadóm, orðið fyrir hommaplágunni. Það lá ekkert annað fyrir honum en að veslast upp og deyja. Svo gerist það ekki. Hún er fegin fyrir hönd hans að hafa fylgt sannfæringu sinni og komið út úr skápnum. Hún vissi sem var að ekki er gott að fara í gegnum tilveruna á skjön við sjálfan sig. Hann er eins og

Trixie, Fríða og Einar. Fríðu kynntist Einar í Bolungarvík og þau hafa haldið vinskapnum í gegnum árin. Trixie var góður vinur Mumma læknis, föðurbróður Fríðu. hann er. Hann felur ekki kenndir sínar. Enn rúmum þrjátíu árum síðar setjast þau niður og rabba saman um lífið. Hún kveikir í sígarettu á svölum íbúðar hans og teygir höfuðið inn um svaladyrnar. Áttu öskubakka? Júnísólin skín. Nei, svarar hann enda mörg ár síðan hann hætti að reykja. Jú, bíddu, segir hann, hleypur til, opnar eldhússkápinn í opnu bogadregnu eldhúsi sínu og réttir fram fornan grip. Öskubakkinn er merktur. Nafn föður hans frá blóma-

tímanum í Bolungarvík er ritað bláum stöfum í botn litla, ferkantaða, hvíta postulínsbakkans. Jón Friðgeir Einarsson. Fríða tekur við gripnum og drepur í rettunni í öskubakkanum miðjum á svölunum á íbúðinni á Bræðraborgarstíg.

Tíðarandinn Hann hendir sér í sjóinn. Lætur sig gossa í kaldan sjóinn. Kuldinn nær honum þar sem hann treður marvaðann allsnakinn og vefur sig um grannan stæltan líkamann. Hann skelfur. Seinna þegar hann lætur hugann reika til baka hugsar hann: Lét ég mig sökkva? Hann man það ekki en veit þó að hann ætlaði að kála sér í ölæði. Hann er drukkinn. Stekkur ekki heldur leggst í sjóinn. Hafði verið á djamminu í miðbænum með Bjössa og strákunum. Neyslan er mikil á þessum tíma. Áfengi og dóp í kring. Leyndarhyggjan um alnæmið algjör og hann að deyja. Er ekki

bara best að klára þetta strax? Gamlir löggukallar í fullum skrúða koma að þar sem sjórinn umlykur hann og olíubrákin liggur við bryggjukantinn. Það er hábjartur dagur. Annar lögreglumannanna klifrar niður dekkin. Hvað ertu að gera þarna drengur? Hann kallar föðurlega með pirring í röddinni þar sem hann hangir í keðjubundinni dekkjastæðunni og dregur unga stælta manninn nakinn upp úr sjónum. Svartar leðurbuxur, þvæld skyrta og jakki með axlarpúðum standa þurr og vel frágengin við hliðina á bryggjupollanum. Leðurstígvélunum hefur verið tyllt hjá fötunum. Það leit ekki út eins og hann hafi ætlað að drepa sig. Meira eins og hann hefði stungið sér til sunds. Hann hafði rétt eins og löggan klifrað niður dekkin sem liggja utan í bryggjunni og dýft sér rólega ofan í kaldan sjóinn. Auðvitað ætlaði ég að láta bjarga mér, hugsar hann nú áratugum seinna. Ég var í drottningarkasti. Hann gerir lítið úr tilfinningum unga mannsins, sínum eigin. Tollhúsið er þarna hjá og tugir manna eru í húsinu, enda fer hann í sjóinn á skrifstofutíma. Strax er kominn mannskapur að fylgjast með. Hann nær ekkert að drekkja sér. Hefur heldur ekkert pælt í því að hann valdi sér fáránlegan stað til þess, rétt við löggustöðina. Það glamrar í tönnum hans. Honum er kalt. Stendur á bryggjunni rennblautur og skelfur úr kulda. Teppi er sveipað um hann. Lögreglumaðurinn sem hafði staðið hjá klappar honum létt á bakið. Aumingja pilturinn. Hann er settur í fangaklefa á litlu löggustöðinni við höfnina. Hann skelfur enn og hárið er rakt þegar hann klæðir sig í fötin utan við fangaklefann og gengur inn um dyrnar með þungu gráu hurðinni. Hann stendur á miðju gólfi klefans og horfir framan í fulltrúann sem halaði hann upp úr sjónum. Þú ferð ekki héðan út fyrr en þú ert orðinn rólegur og góður, segir einkennisklæddur lögreglumaðurinn um leið og hann lokar hurðinni á klefanum. Þéttur skellur og ungi maðurinn er einn með sjálfum sér í fangaklefa. Dynkurinn endurómar í höfði hans. Nokkrum klukkustundum síðar röltir hann heim. Ég hefði alveg getað drepið mig þarna. Það hefði alveg getað gerst. Hefði ekki orðið sá fyrsti í fjölskyldunni sem ákveður sjálfur dánardaginn. Varla sá síðasti. Hefði heldur ekki komist í sögubækurnar sem sá

fyrsti með þessa skæðu veiru innra með sér sem hefði ákveðið að stjórna því sjálfur hvenær og hvernig hann kveddi þetta líf. Hann hugsar til baka til þessara ógurlegu ára þar sem þröngsýni og hneykslunargirni tróðu samkenndina niður. Ástandið var langt frá því venjulegt og oft hugsaði hann að hann yrði að hverfa af þessari jörð. En hér er hann enn. Hann verður að horfast í augu við að kannski ætlaði hann að kála sér þarna. Hann hafði verið reiður, hafði upplifað höfnun. Hann hafði djammað í marga daga. Flúið þá sturluðu vitneskju að hann ætti ekki langt eftir ólifað, smitaður af HIV. Ég hef nælt mér í hommasjúkdóminn, dauðadóminn. Kemur heim til Möggu systur sinnar eftir sjósundsævintýrið. Tárin renna niður kinnarnar. Gengur inn á baðherbergi og skrúfar frá sturtunni. Stendur undir henni í langan tíma án nokkurra hugsana. Tómur. Vatnið streymir heitt í gegnum hárið, yfir andlit hans og niður líkamann. Á dívaninum sem hann sefur á liggur eiturgræni jogginggallinn sem ber áttunda áratuginn utan á sér. Notaði hann aldrei mikið, en svona heima. Hann hendir handklæðinu á dýnuna og klæðir sig í hann. Grenjar. Þegar líður á vikuna þarf hann að mæta til rannsóknarlögreglunnar. Fyrsta lögreglukona landsins tekur á móti honum. Hann er ekki niðurlútur eða skömmustulegur heldur skín af honum vottur af yfirlæti, glott. Jafnvel hroki. Tilfinningarnar eru hluti af varnarhjúpnum sem hann hefur umlukið sig með. Hann gefur skýrslu á lögreglustöðinni í Kópavogi. Einhvers konar kæra er gefin út. Lögreglukonan horfir á hann yfir skrifborðið. Þar er öllu haganlega fyrir komið. Hún heldur á penna með skrifblokk fyrir framan sig. Þú hefur brotið siðgæðislög með því að sýna nekt þína á almannafæri, segir hún honum með þurri, tilfinningalausri röddu. Þar liggur vandinn. Í siðgæðislögum. Ekki að hann hafi hágrátandi gert tilraun til að drepa sig. Er bugaður og hefur haldið því leyndu að hann sé smitaður. Það skiptir engu. Svona er tíðarandinn. Ég lofa að ég mun aldrei gera þetta aftur, segir hann við löggukonuna í Kópavogi. Hann stendur við loforðið en finnur sig síðar vilja stökkva af svölum háhýsis í Barcelóna, taka pillur á rúmstokknum á Bræðraborgarstígnum, ljúka þessu. Hann lifir.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/20 15:20 Page 15

S BÓNUS VILLISVEPPASÚPA NÝTT Í BÓNUS TILBÚIN Ð HITA ÞARF AÐEINS A

8 8 kr./1 kg 898 Bónus Villisveppasúpa 1 kg

a n n i m m u r a n u m ð þa Opnunartími í Bónus: Mánudaga-Fimmtudaga; 11:00-18:30 • Föstudaga; 10:00-19:00 • Laugardaga; 10:00-18:00 • Sunnudaga; 11:00-18:00 Smáratorg, Skeifan og Langholt: Mán-Lau; 10:00-19:00 • Sun; 11:00-18:00 – Verð gildir til og með 31. desember eða meðan birgðir endast.


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/20 15:21 Page 16

16

Fréttir

Enn betri þjónusta í Hraunbænum Nú erum við búin að auka afköstin í Endurvinnslumóttökunni Hraunbæ 123 með því að fjölga talningavélum, tvöfalda móttökuna og lengja opnunartímann. kr. Greiddar eru 16 a n fyrir einingu

Grafarholtsblaðið

As we grow vex og dafnar jafnt og þétt Íslenska fatahönnunarmerkið As We Grow stendur undir nafni og stækkar verslun og vörulínu As We grow hefur vaxið jafnt og þétt síðastliðin ár og er nú búið að festa sig í sessi sem eitt helsta barnafatamerkið á markaðnum í dag. Sagan um peysuna sem íslensk móðir prjónaði á son sinn og fór á flakk um heiminn í áraraðir, er á margra vitorði í dag, en peysan er enn í notkun. Þetta var kveikjan að stofnun As We Grow árið 2012, en frá upphafi hefur fyrirtækið haft nærgætni við umhverfið og sjálfbæra framleiðslu að leiðarljósi. As We Grow er eina íslenska fatahönnunarmerkið sem hefur hlotið Hönnunarverðlaun Íslands, sem eru æðstu verðlaun á sviði hönnunar og jafnframt hlotið hin virtu Junior De-

sign Awards mörg ár í röð bæði fyrir hönnun og umhverfisvitund. Fyrirtækið hefur nú blásið til sóknar og fékk nýverið einn hæsta styrkinn frá Hönnunarmiðstöð Íslands til að þróa nýja fullorðinslínu, en hingað til hefur mesta áherslan verið lögð á barnafatnað. Verslunin í Garðastræti 2 hefur nú verið stækkuð ásamt auknum umsvifum erlendis, en merkið hefur vakið mikla athygli víða erlendis og þá einkum í Asíu. Þá er gaman að segja frá því að eitt þekktasta tískumerki í heimi hafði samband í sumar og tók upp auglýsingu með fatnaði frá As We Grow, sem er mikil viðurkenning og hvatning.

Opnunartíminn okkar er: Virkir dagar 9-18 Helgar 12-16.30 – gefðu okkur tækifæri! Endurvinnslumóttakan Hraunbæ 123 . 110 Reykjavík

FRÁBÆRAR Í JÓLAPAKKANN ÞJÓNUS JÓN NUS USTUVERKSTÆÐI ARCTIC RCTIC TRUCK U S

AL ALLAR ALLA LLA ALMENNAR MENNAR ENNAR E R BÍLA AVIÐG VIÐGERÐIR ERÐIR RÐ ÐIR IR · Bilanagr greiningar eininga

· Bremsuviðgerðir

· Hrrað aðþjónus ó ta a

· Almennar A nna viðger við ðg ðger gerðir

· Þjónus nu tueftirlit

· Smurþjónusta

· Véla Vélaviðger vi ðirr

· Smærri r viðger ðgerðir ð ðir

A ctic Trucks Ísland ehff Kletthálsi 3 110 RReykjavík Ar ík 540 4900 bokanir@ar arctictruck ks.is arctictr c uck cks.is

Íslenskir fuglar og þjóðtrúin er sannkallað meistaraverk og færir okkur margan fróðleikinn. Fjöldi glæsilegra mynda prýðir bókina.

Siddi gull er einstök lífsreynslusaga sem lætur engan ósnortinn. Spannar allan tilfinningaskalann og kennir okkur að líta frekar á björtu hliðarnar en þær dökku. Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/20 15:21 Page 17

„BESTA GLÆPASAGA RAGNARS TIL ÞESSA!“ „Besta glæpasaga Ragnars til þessa ... Vetrarmein er vel útfærð glæpasaga, uppbyggingin skipulögð, markviss og spennandi, helstu persónur trúverðugar og rúsínan í pylsuendanum er leikni Ragnars í að afvegaleiða lesendur. Í góðri glæpasögu er nefnilega ekki allt sem sýnist og góður höfundur kemur stöðugt á óvart.“ Steinþór Guðbjartsson, Morgunblaðinu

„Glæpasagnahöfundur á heimsmælikvarða.“ Sunday Times „Ragnar er líklega besti núlifandi glæpasagnahöfundur Norðurlanda. ...mæli eindregið með Vetrarmeinum.“ Lee Child „Spennandi og skemmtileg frásögn frá fyrstu síðu.“ Halldóra Sigurdórsdóttir, lifdununa.is „Hinn geðþekki Ari Þór snýr aftur í sögu sem er full af myrkri og innilokunarkennd. Fullkomin vetrarlesning.“ Ann Cleeves

bjartur-verol bjartur-verold.is


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 10/12/20 15:22 Page 18

18

Bókmenntir

Ein

Grafarholtsblaðið

- fyrsta skáldsaga Ásdísar Höllu Bragadóttur - Saga sem situr lengi í höfði lesandans

Þegar ung kona sem starfar í heimaþjónustu mætir til vinnu í blokk fyrir eldri borgara við Aflagranda blasir við henni óvænt sýn. Hún óttast að eiga sök á því að hafa hrundið af stað hræðilegri atburðarás. Á annarri hæð í sömu blokk rennur upp fyrir eldri manni að veski hans og bíllyklum hefur verið stolið og hann fyllist örvæntingu og bræði. Í New York, borg sem er lömuð af ótta, berst ungur íslenskur læknir við að bjarga fórnarlömbum Covid-19 faraldursins. Fortíð hennar hefur skilið eftir sig sár á líkama og sál en óbærilegt ástandið fær hana til að taka óvænta og erfiða ákvörðun. Vonir, þrár og hversdagsleiki ólíks fólks fléttast saman með látlausum en áhrifamiklum hætti í fyrstu skáldsögu Ásdísar Höllu Bragadóttur. Ein er djúp, sár og spennandi saga sem situr lengi í höfði lesandans. Sólrún var andstutt og átti erfitt með að kyngja. Skjálfhent reif hún af sér ljósbláu andlitsgrímuna sem hún hafði hnýtt vandlega yfir vitin áður en hún gekk inn ́i ́ibúðina nokkrum mínútum fyrr. O ̈ rmagna lét hún sig falla niður ́i LaZ-Boy-stólinn ́i stofunni. A ́ klæðið, sem einhvern tímann hafði verið dökkbrúnt ullarefni, var orðið svo slitið að inn á milli sást ́i tættan svamp sem var farinn að gulna og molnaði auðveldlega þegar hún neri hann taugaóstyrk með rökum fingrunum. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að Sólrún sæti ́i stólnum svona rennandi blaut. En það skipti varla máli núna. Elísa var dáin. A ́ því lék enginn vafi. Sólrún var tæplega með sjálfri sér en vissi að hún þyrfti að tilkynna strax um andlátið. Hjartað hamaðist, hún fann sláttinn ́i gagnauganu og hallaði sér aftur ́i djúpum hægindastólnum. Tungan var þurr og kokið svo herpt að henni fannst hún vera að kafna. Hún mundi eftir tyggjói ́i peysuvasanum og stakk

upp ́i sig því sem eftir var ́i rökum pakkanum. Eitt augnablik velti hún því fyrir sér hvort hún ætti að hringja ́i ömmu Rúnu og fá góð ráð, líkt og svo oft áður, en amma var orðin lúin og hún ákvað að hlífa henni. Hún gat ekki heldur hringt á skrifstofu heimaþjónustunnar sem var lokuð fram yfir páska og alls ekki ́i foreldra sína, því hvorugt þeirra mátti við fleiri áföllum núna. Ef hún segði þeim að hún hefði komið að látinni konu sem hún sinnti ́i heimaþjónustunni, þá myndu þau láta spurningaflóð eða jafnvel ásakanir dynja á henni. Ertu viss um að hún sé dáin? Hefurðu örugglega gefið henni rétt lyf? Að borða og drekka? Getur verið að þú hafir smitað hana af Covid? Ertu alveg viss? Hringdu strax á sjúkrabíl! Fyrst þyrfti hún að ná áttum og reyna að skilja hvað hafði eiginlega gerst. Hún dró andann djúpt að sér, hélt honum niðri ́i sér dálitla stund og andaði svo hægt og rólega frá sér. Vanalega náði hún að slaka á með réttri öndun en nú var eins og ekkert virkaði. Hjartað

Vonir, þrár og hversdagsleiki ólíks fólks fléttast saman með látlausum en áhrifamiklum hætti í fyrstu skáldsögu Ásdísar Höllu Bragadóttur. hamaðist enn ́i brjóstinu eins og tifandi tímasprengja, pikkföst milli rifbeinanna vinstra megin. Hún varð að hringja annaðhvort ́i Neyðarlínuna ́i 112 eða ́i 1700, númer Læknavaktarinnar. Starfsfólki heimaþjónustunnar hafði verið uppálagt að hringja ́i Neyðarlínuna ́i bráðatilvikum en eftir að veiran kom upp var þeim sagt að hringja ́i 1700 ef upp kæmi grunur um smit. Hún var óviss um hvort númerið ætti frekar við núna. Þegar hún áttaði sig á því að iPhone–síminn hennar var rafmagnslaus gekk hún líkt og ́i leiðslu að heimasíma Elísu á litlu borði ́i opna rýminu. Ískaldir fingur hægri handar titruðu þegar hún valdi tölurnar vandlega. 112 Síminn hafði varla hringt þegar djúp karlmannsrödd svaraði og bað yfirvegað um erindið. Hún kynnti sig með fullu nafni. – Ég heiti Sólrún Inga Hafþórsdóttir og er starfsmaður á kvöldvöktum ́i heimaþjónustu borgarinnar. Rétt ́i þessu kom ég inn á heimili á efstu hæð á Aflagranda og fann konuna sem býr þar látna ́i baðkarinu. Starfsmaður Neyðarlínunnar spurði hvort hún gæti kannað lífsmörk, hann gæti leiðbeint henni, en Sólrún sagðist vera búin að þv́.i – Ég hef lært að taka lífsmörk og

gerði það um leið og ég sá hana ́i baðkarinu. Svo reyndi ég að draga hana upp úr vatninu en

líkaminn var svo þungur að ég gafst upp. En ég fann strax að hún var dáin. Hún var orðin köld og stíf og ég hugsa að hún hafi verið látin ́i einhvern

SHAKE&PIZZA GÓÐAN DAGINN OPIÐ ALLA DAGA : 17-21

tíma eða að minnsta kosti síðan ́i morgun. Hún hugsaði með sér að Elísa væri reyndar yfirleitt köld og stíf en sagði það ekki upphátt. Starfsmaðurinn bað um nánari upplýsingar um hina látnu og hvort hún hefði kennt sér meins að undanförnu. Hún svaraði því til að andlátið væri mjög óvænt. Kvöldið áður hefði hún sinnt henni og ekki orðið vör við neitt óvenjulegt. Hún hefði ekki verið með hita eða hósta eða annað sem benti til þess að hún væri að veikjast eða hefði smitast af veirunni. Hún hefði því ekki átt von á öðru en að allt væri ́i stakasta lagi þegar hún mætti um hálfsjö. – Um leið og ég kom inn kallaði ég á hana en fékk engin svör. Sá hana ekki ́i þvottaherberginu og þá hélt ég að hún væri að leggja sig. En þegar ég fann hana ekki ́i svefnherberginu brá mér og þá fór ég inn á baðherbergi þar sem ég fann hana. Ég held að fullt nafn sé Elísa Hansen. Hún er á áttræðisaldri og býr ein ́i þessari ́ibúð. Maðurinn hennar er löngu dáinn og hún á bara eina dóttur sem býr ́i útlöndum. Hún hefur verið mjög mikið ein ... það kemur eiginlega aldrei neinn til hennar ...

ÞAÐ ER GALOPIÐ HJÁ OKKUR & SPILUM Á ANNARRI HVORRI BRAUT FYLGSTU MEÐ OKKUR Á FACEBOOK.COM/KEILUHOLLIN

OPIÐ ALLA DAGA: 17-21 shakep iz za . is

keiluhollin.is

511 5300


Ă B 2020_Ă rbĂŚ 1. tbl. JanĂşar.qxd 07/12/20 16:35 Page 19

19

GrafarholtsblaĂ°iĂ°

FrĂŠttir

GjaldskrĂĄhĂŚkkanir upp ĂĄ hundruĂ°i milljĂłna - eftir VigdĂ­si HauksdĂłttur borgarfulltrĂşa MiĂ°flokksins Ă­ ReykjavĂ­k

Ă borgarstjĂłrnarfundi Ăžann 1. desember var fyrri umrĂŚĂ°a fjĂĄrhagsĂĄĂŚtlunar fyrir ĂĄriĂ° 2021. Ă? kynningu sem borgarrĂĄĂ° fĂŠkk fyrir fundinn var ĂŠg slegin yfir Ăśllum Ăžeim gjaldskrĂĄrhĂŚkkunum sem borgarstjĂłri og meirihlutinn stendur fyrir sem lenda ĂĄ heimilinum Ă­ ReykjavĂ­k. Nefni ĂŠg hĂŠr sem dĂŚmi aĂ° nettĂł hĂŚkkun hjĂĄ Sorpu er 24%. HeimilisĂşrgangur hĂŚkkar um 40%. Ăžetta er alveg sama uppskrift og notuĂ° var ĂĄ ReykvĂ­kinga Ăžegar Orkuveita ReykjavĂ­kur fĂłr ĂĄ hausinn 2008. Skuldunum var velt yfir ĂĄ heimilin – gjaldskrĂĄ var hĂŚkkuĂ° upp Ăşr Ăśllu valdi meĂ° loforĂ°i um aĂ° gjaldskrĂĄin yrĂ°i lĂŚkkuĂ° um leiĂ° og Orkuveitan vĂŚri komin fyrir vind. Eins og heimilin Ă­ ReykjavĂ­k hafi nĂş ekki ĂĄtt nĂłg meĂ° sig eftir bankahruniĂ° og Ăžurfa svo ofan Ă­ kaupiĂ° aĂ° taka viĂ° gjaldskrĂĄhĂŚkkunum lĂ­ka. Ekkert hefur boriĂ° ĂĄ lĂŚkkunum ĂĄ gjaldskrĂĄm aĂ° undanteknu vatnsgjaldinu en lĂŚkkunin er tilkomin vegna ĂşrskurĂ°ar sveitastjĂłrnarrĂĄĂ°uneytisins Ă­ Þå veru aĂ° Orkuveitan innheimti of hĂĄtt gjald samkvĂŚmt lĂśgum. FrumkvĂŚĂ°iĂ° kom ekki frĂĄ Orkuveitunni. NĂşna er Sorpa ĂĄ hausnum vegna grĂ­Ă°arlegrar framĂşrkeyrslu GAJAsorphreinsistÜðvarinnar og Þå ĂĄ aĂ° endurtaka leikinn. Velta gjaldskrĂĄrhĂŚkkunum upp ĂĄ 200 milljĂłnir yfir ĂĄ heimilin ĂĄ nĂŚsta ĂĄri og til framtĂ­Ă°ar ĂĄrlega. AuĂ°vitaĂ° bitnar Ăžessi ĂĄkvĂśrĂ°un

verst ĂĄ Ăžeim sem standa hĂśllustum fĂŚti Ă­ borginni sem hefur ĂĄ tillidĂśgum „fĂŠlagslegar ĂĄherslur“. Af Ăžessu tilefni lagĂ°i ĂŠg fram eftirfarandi tillĂśgu ĂĄ fundi borgarstjĂłrnar Ăžann 1. desember: BorgarstjĂłrn samĂžykkir aĂ° fresta Ăśllum gjaldskrĂĄrhĂŚkkunum fyrir ĂĄriĂ° 2021 til vinnu viĂ° fjĂĄrhagsĂĄĂŚtlun fyrir ĂĄriĂ° 2022 hvort sem um er aĂ° rĂŚĂ°a Ă­ Ahluta eĂ°a Ă­ B-hluta fyrirtĂŚkjum. Skal frestuninni ĂĄ gjaldskrĂĄrhĂŚkkunum mĂŚtt meĂ° sparnaĂ°i Ă­ rekstri ĂĄ ĂĄrinu 2021. BĂŚĂ°i er um aĂ° rĂŚĂ°a verĂ°lagshĂŚkkanir samkvĂŚmt vĂ­sitĂślu neyslu-

verðs og einnig hÌkkanir umfram verðlagshÌkkanir. Greinargerð: Mikill vandi steðjar nú að íbúum Reykjavíkur vegna slÌmrar fjårhagsstÜðu borgarinnar. Nú hefur komið í ljós að Reykjavíkurborg er å engan hått í stakk búin til Þess að mÌta Því efnahagsåfalli sem stendur yfir. Frå årinu 2013 hefur Reykjavíkurborg safnað gríðarlegum skuldum en samt verið með tekjuliði sína í lÜgbundnu håmarki å nånast Üllum sviðum. à sama tíma hóf ríkið að greiða niður skuldir í miklum mÌli og

ĂšTFARAR F ČąA žÄ?‹›Ž””žȹŗǰȹ à ™ŠÂ&#x;˜Â?Â’

var Því fjårhagslega undirbúið fyrir åfallið. Samkomulag var gert milli ríkissins og sveitarfÊlaganna að halda aftur af gjaldskrårhÌkkunum å meðan Það versta myndi ganga yfir. Það samkomulag hefur Reykjavíkurborg brotið með framlagningu fjårhagsåÌtlunar fyrir årið 2021. Faxaflóahafnir sýna gott fordÌmi å Þessari leið með Því að hÌkka ekki gjaldskrår en mÌta Þess í stað verðlagshÌkkunum með sparnaði í rekstri. Þessi tillaga var felld af meirihlutanum. Þar með sýndi borgarstjóri og meirihlutinn sitt rÊtta andlit. Enginn åhugi er til staðar að fleyta okkur saman yfir Þessa tímabundnu erfiðleika

sem nĂş steĂ°ja aĂ°. Ég Ăłska ykkur gleĂ°ilegra jĂłla og farsĂŚldar ĂĄ ĂĄrinu 2021 sem ĂŠg trĂşi aĂ° verĂ°i Ă­slensku Ăžjóðinni hagfelldara en ĂĄriĂ° sem senn kveĂ°ur.

sĂ­Ă°an 1996

Ă–K Ă–KU Ă– Ă–KUKENNSLA KUK UKE UK KEN ENN NN NNS NS SL SLA S LA A - AKSTURSMAT AKSTURSMAT STU TURSMAT URSMAT RS SMA SM MAT M AT T

q0ȹȊ VIR�ING Ȋȹ ȹȊȹ

KristĂ­n IngĂłlfsdĂłttir

VigdĂ­s HauksdĂłttir, borgarfulltrĂşi MiĂ°flokksins.

Sverrir Einarsson

MargrĂŠt Ă sta GuĂ°jĂłnsdĂłttir

Ă‡Â–ÂŠÂ›ČąÂŠÂ•Â•ÂŠÂ—ČąÂœĂ Â•ÂŠÂ›Â‘Â›Â’Â—Â?’——ǹȹśŞŗȹřřŖŖȹǭȹĹžĹ&#x;ĹœČąĹžĹ˜ĹšĹ˜ ČŠ    ǯžÂ?Â?Â˜Â›Â’Â—ÇŻÂ’Âœ Â˜Â–ÂžÂ–ČąÂ‘ÂŽÂ’Â–ČąÂ?’•ȹŠÄ?ÂœÂ?Š—Â?Ž—Â?ÂŠČąÂ˜Â?ȹ›ŽÄ?ÂžÂ–ČąÂœÂ”Â’Â™ÂžÂ•ÂŠÂ?ȹøÂ?Â?Š›Š›ȹŽÂ?ȹà œ”ŠÄ?ȹŽ›ǯ

835 83 83 35 5 2345 234 2345 23 45 5 oku oku ok ukkke u ken enn nnsla.holmars@gmail.com nsla.holmars@gmail.com sla.holmars@gmail.com la a.ho h hol olm mars ma mar mars@gmail.com rs@ s@ @gm @g gm gma ma aiil.c ail c co com om m okukennsla.holmars@gmail.com

ĂšTF FA HAFNARFJARĂ?AR •ŠÂ?Š‘›Šž—ȹśŠȹȊȹ   ǯžÂ?Â?Š›Š›œÂ?˜Â?ÂŠÇŻÂ’ÂœČąČŠČą ǖŠ›ǹȹĹ›ĹœĹ›ČąĹ›ĹžĹ&#x;Ĺ˜ȹǭȹĹžĹ&#x;ĹœČąĹžĹ˜ĹšĹ˜

Mundu eftir AukakrĂłnunum um jĂłlin JĂłlin eru góður tĂ­mi til aĂ° nota uppsafnaĂ°ar AukakrĂłnur og gera hĂĄtĂ­Ă°irnar enn notalegri. Þú sĂŠrĂ° stÜðuna ĂĄ AukakrĂłnunum Þínum Ă­ Landsbankaappinu og netbankanum og getur keypt nĂŚstum hvaĂ° sem er fyrir ÞÌr hjĂĄ yfir 250 samstarfsaĂ°ilum um allt land.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


ÁB 2020_Árbæ 1. tbl. Janúar.qxd 02/12/20 13:45 Page 20

20

Grafarholtsblaðið

Fréttir

Ási í Bæ fer til tannlæknis

Vestmannaeyingurinn Ástgeir Kristinn Ólafsson (1914-1985), aldrei kallaður neitt annað en Ási í Bæ, var landsþekktur maður á sinni tíð og mun nafn hans ávallt tengjast þjóðhátíðinni í Eyjum, þótt ekki sé nema vegna textans í hinu gullfallega þjóðhátíðarlagi „Ég veit þú kemur í kvöld“; lag sem margir þekkja og syngja við ýmis tækifæri. Ási var sjómaður, rithöfundur og húmoristi mikill. Í nýútkominni bók, Vestmannaeyjar – af fólki, fuglum og ýmsu fleiru – segir Sigurgeir Jónsson frá Gvendarhúsi margar óborganlgar sögur af mannlífinu í Vestmannaeyjum og kallar fram hverja stórkanóonuna af annarri. Ási er ein þeirra og hér á eftir fer stutt saga af honum:

Hjá Sverri tannlækni Ási í Bæ þurfti, rétt eins og aðrir, að leita eftir ýmissi þjónustu í landi og þar á meðal hjá Sverri Einarssyni tannlækni sem sá um tannheilsuna hjá Ása eins og flestum Eyjamönnum. Það var reyndar ekki mikið mál þar sem Ási var með falskar tennur eins og stór hluti Vestmannaeyinga á þeim tímum. Sverrir segir

þannig frá viðskiptum þeirra á sjöunda áratug liðinnar aldar og mér finnst þessi saga lýsa ákaflega vel persónuleikanum Ása í Bæ: „Ég var rétt kominn inn á tannlæknastofuna um klukkan eitt þennan dag þegar síminn hringdi. Ég greip tólið en mér gafst ekki tími til að segja halló hvað þá meira því að spurt var með áherslu hvort ég yrði á stofunni um fjögurleytið. Þetta var Ási í Bæ. „Ég þarf að tala við þig dálítið áríðandi,“ sagði hann. Ég svaraði játandi og ætlaði að gera frekari athugasemd en til þess gafst ekki tími, Ási var búinn að leggja á.

hurð að stöfum. Hann dró aðeins niður í röddinni um leið og hann sagði: „Ég þarf að fá hjá þér tennur í efri góm strax í dag. Ég er að fara suður til Reykjavíkur í fyrramálið.“ „Hvar eru tennurnar, sem þú hefir verið með undanfarið?“ segi ég rólega og yfirvegað ef það skyldi hafa róandi áhrif á Ása. En hann var allur í uppnámi enda svarar hann strax að hér sé ekki staður né stund til að vera að fara út í smáatriði en bætir svo við:

Hann var mættur klukkan fjögur. Bankaði létt á hurðina en beið ekki eftir viðbrögðum að innan. Hann opnaði dyrnar og hvarf, tiplandi á tánum eins og honum einum er lagið, inn í bakherbergið. Mér dvaldist við að sinna sjúklingnum, sem var í stólnum, en það reyndi á þolinmæði Ása því hann kom brátt í dyragættina og sagði „pisst....pisst“ um leið og hann benti mér að koma. Ég bað sjúklinginn afsökunar, ég þyrfti að bregða mér frá augnablik. Það var aldrei að vita hverju Ási mundi finna upp á til að ná sínu fram þegar þessi gállinn var á honum. Ég var ekki fyrr stiginn inn fyrir þröskuldinn í bakherberginu en Ási hallaði

Vistvænar jólaskreytingar jólaskreytingar Vistvænar Kirkjugarðarnir leggja áherslu á að jólaskreytingar á leiðum séu alfarið gerðar úr lífrænum efnum.

GA KJU RÐA IR

DÆ MA TS

V RE YK JA

ÍK

R

K

Eftir áramót er slíkum skreytingum fargað með vistvænum hætti í jarðgerð Kirkjugarðanna.

U R P Ó FAS R

Sjá nánar á www.kirkjugardar.is Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma

Ási í Bæ, var landsþekktur maður á sinni tíð og mun nafn hans ávallt tengjast þjóðhátíðinni í Eyjum

„Það er rétt að það komi fram strax að ég verð að fá að skulda þér þetta þangað til ég er búinn að fá lánið.“ „Já, en viltu ekki fá lánið fyrst og koma svo og fá tennurnar,“ segi ég. „Er það ekki skemmtilegri tímaröð fyrir báða aðila?“ „Þú skilur þetta ekki,“ segir Ási. „Málið er að það lánar enginn bankastjóri tannlausum manni peninga. Allra síst þegar um stórlán er að ræða. Ég þarf að hitta hann Finnboga Rút á morgun og slá hann um útgerðarlán og það engar smáupphæðir. Við svoleiðis menn verður maður að geta sagt bæði err og ess eins skýrt og mögulegt er, annars þykjast þeir ekkert skilja.“ Ási talaði eins blæstur og hann gat með miklum „gestikúlasjónum“. „Þetta verður að ske strax,“ endurtók hann svo. „Það er svo sem möguleiki að láta þetta ske eins strax og hægt er,“ svara ég. „En allt svona tekur sinn tíma og það er útilokað að þú fáir þessar tennur upp í þig í fyrramálið. Það þarf lengri tíma til. En eitt skal ég gera. Ég skal byrja á þessu eftir lokun. Þú verður mættur hér klukkan sex í kvöld og við skulum vinna við þetta eitthvað frameftir. Svo sjáum við til hve langt við komumst en þú getur afpantað flugið í fyrramálið. Það hefst ekki fyrir þann tíma.“

Um kvöldið tókum við til við smíðina. Verkinu hafði miðað vel áfram en þó var útséð um að tími væri nægur til að ljúka því með fullbókaðan dag daginn eftir. Ási hringdi rétt fyrir hádegi til að inna eftir hvernig verkinu miðaði. Ég sagði eins og var að mér hefði ekki gefist neinn tími til að vinna frekar við tannsmíðina. Allir hefðu mætt, sem mæta áttu og útlitið væri ekki gott. En ég lofaði að nota allan þann tíma sem gæfist til að sinna þessu. Þegar ég mætti eftir hádegið til vinnu voru tveir sjúklingar þegar mættir. Þegar ég hafði lokið við að sinna þeim kom smáhlé, sem ég notaði til að vinna í tannsmíðinni og nú brá svo við að hver sjúklingurinn af öðrum lét sig vanta. Ég brá mér fram öðru hverju en annars nýtti ég tímann vel við að smíða tennurnar í Ása. Um hálf fimmleytið var guðað á gluggann baka til. Þar var kominn Ási sjálfur. Ég opnaði gluggann. „Hvað ertu að gera þarna?“ spurði ég. „Ég var hérna í næsta húsi. Datt í hug að athuga hvernig gengi.“ „Það hefir nú gengið nokkuð vel,“ svara ég. „Þú ert óstjórnlega heppinn. Þeir virðast nokkuð margir hafa valið einmitt þennan dag til að skrópa hjá mér, þannig að ég er í þann veginn að leggja síðustu hönd á smíðina.“ „Hvað ertu að segja! Svakalega er ég heppinn. Á ég þá kannske að koma inn?“ spurði Ási. Ég játti því. „Fyrst ég stend nú hérna, má ég þá ekki bara smeygja mér inn um gluggann?“ og án þess að bíða eftir svari hóf hann að troða sér inn. Innan stundar var Ási kom-

inn inn og í stólinn og tennurnar á sinn stað. Hann stóð upp úr stólnum og stillti sér upp fyrir framan spegilinn. Þar stóð hann og geiflaði sig allan í framan og síðan hóf hann að tauta: „Blessaður, Finnbogi. Ég þarf að biðja þig um lán.“ Þetta endurtók hann nokkrum sinnum. Sté síðan tvö skref til baka og skoðaði sig frá öllum hliðum. „Jahá,“ sagði hann svo. „Þetta eru vonandi lánsamar tennur.“ Hann rétti mér höndina og þakkaði innvirðulega. Gott ef hann ekki bugtaði sig lítillega. „Ég borga þér eins og um var samið þegar ég kem aftur.“ Svo hvarf hann á braut, sagðist þurfa að flýta sér til að missa ekki af flugvélinni, sem væri að fara. Ég tók mér tíma til að ganga frá á stofunni áður en ég færi heim. Þegar ég svo stóð fyrir utan dyrnar að læsa á eftir mér sá ég hvar hékk skilti á hurðinni. Á það var letrað stórum, klunnalegum stöfum: LOKAÐ Í DAG VEGNA JARÐARFARAR. Ég tók skiltið af hurðinni og hélt á því í höndunum þegar flugrútan ók framhjá. Í aftursætinu sat Ási í Bæ og brosti til mín sínu blíðasta með tönnunum mínum um leið og hann lyfti höndum og yppti öxlum eins og í afsökunarskyni. Það voru meinlegar athugasemdir sem ég fékk frá þeim sjúklingum, sem áttu að mæta þennan dag en höfðu rekið augun í skiltið og horfið á braut við svo búið. Þetta skeði í miðri viku, sem gerði málið enn verra, þar eð aldrei var jarðað í Vestmannaeyjum nema á laugardögum. En auðvelt reyndist að fyrirgefa Ása þetta brall enda átti hann inni fyrir þessu og vel það.“

Fimmaurabrandarar 2

Út var að koma hjá Bókaútgáfunni Hólum bráðsmellin bók, Fimmaurabrandarar 2, en hún er vitaskuld framhald af þeirri númer 1, sem naut og nýtur enn mikilla vinsælda. Hér á eftir er gripið niður í nýju bókina:

* Getur feitt fólk fylgst grannt með fréttum? * Ef maður lækkar rostann í rostungi, verður þá bara ungi eftir? * Í eigin jarðarför er maður oftast vant við látinn. * Dönsk pæling: Hjartaskurðlæknir fór með bílinn sinn á verkstæði. Bifvélavirkinn: „Við vinnum eiginlega sams konar störf læknir. Ég hreinsa ventlana og karboratorinn, skipti um púströr, set svo allt á sinn stað og eftir

það gengur bíllinn eins og ekkert sé. Samt ert þú með miklu hærri tekjur en ég. Hvað segirðu við því?“ Læknirinn: „Ég veit hvað þú meinar, en — hefurðu reynt að gera þetta allt á meðan vélin er í gangi?“

* Ég frétti af einum sem fór á eBay og var svo lélegur í ensku að hann ýtti alltaf á „Buy Now!“ og hélt hann væri að kveðja. * Gengi krónunnar var rétt í þessu að bætast á lista Ríkislögreglustjóra yfir hættulegustu gengi Íslands! * Móðir mín sagði að leiðin að hjarta mannsins væri í gegnum magann. Yndisleg kona, en glataður skurðlæknir! * Ég fékk flís um daginn. Hún var svo langt niðri að það þurfti sálfræðing til að ná henni upp aftur. * Hvað kallast lúsmý sem treðst framfyrir? Skjúsmý * Óska eftir tveggja ára bát ... má vera fjögurra ára!


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.