Árbæjarblaðið 2.tbl 2022

Page 1

ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2022 23:34 Page 1

Fjölbreytt úrval ú af hunda- og kattamat auk ná n ttúrulegra bætiefna

Bifreiðaverkstæði Grafarvogs Smáralind • Kringlunni • Spönginni • Reykjanesbæ • Akranesi

Sími 511 11121 • www.dyrabaer.is

Árbæjarblaðið 2. tbl. 20. árg. 2022 febrúar

Allar almennar bílaviðgerðir Gylfaflöt 24 - 30 • 112 Reykjavík Sími 577 4477

www.bilavidgerdir.is

Þjónustuaðili

Fréttablað íbúa í Árbæ og Norðlingaholti

bffo o.is 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^ ;g^Âg^`h ÓaV[hhdcVg Z][

W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN GA AT TA) · 200 2 KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00

Riðið út í stillunni á undan storminum Hestafólk stundar hestamennskuna þrátt fyrir að vetur konungur hafi öll völd í veðráttunni um þessar mundir. Rafn Sigurjónsson, Mirra frá Minniborg og Elísabet Skúladóttir voru á ferðinni í Víðidalnum ásamt mörgum öðrum knöpum og gæðingum í stillunni á dögunum á undan storminum. Sjá bls. 12 og 13. ÁB mynd Katrín J. Björgvinsdóttir

Gjafir fyrir veiðimenn og fyrirtæki Gröfum nöfn á boxin Persónuleg og falleg gjöf Íslenskt birki

Sjá nánar á Krafla.is og í síma 698-2844

,,Mahoný’’


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2022 11:32 Page 2

2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Leiðhamrar 39 - símar 698–2844 og 699-1322. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: 698-2844 og 699-1322 - Stefán Kristjánsson abl@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndarar: Katrín J. Björgvinsdóttir og Einar Ásgeirsson. Dreifing: Póstdreifing. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll íbúðarhús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og Úlfarsárdal.

Fleiri tæki í moksturinn Vetur konungur hefur heldur betur minnt á sig undanfarna daga og vikur. Gríðarlegt magn af snjó er í úthverfum borgarinnar og Árbærinn er þar alls engin undantekning. Og það er ekki í fyrsta skipti sem íbúar í Árbænum finna fyrir því að þeir eru ekki í forgangi hjá borginni. Margir hafa haft samband við okkur á Árbæjarblaðinu og lýst yfir mikilli óánægju með snjómokstur í hverfinu. Enn eru einhverjar götur og gangstígar sem ekki er búið að moka og verður þetta að teljast afar slök frammistaða hjá borginni. Og oft þegar svo moksturstæki birtast eru vinnubrögðin vægast sagt slök. Fulltrúi borgarinnar hefur komið fram í fjölmiðlum undanfarna daga og borið sig illa. Fram hefur komið að margir aðilar sem eiga réttu tækin til snjómoksturs hafa ekki verkefni fyrir þau yfir vetrartímann. Borgin á að fá þessa aðila til liðs við sig og flýta mokstri eins og hægt er. Sérstaklega í miklum hvellum eins og gerst hefur í tvígang með stuttu millibili. Mikil ófærð hefur verið í Árbænum undanfarið og dæmi um að götur sem mokaðar voru í fyrri hvellinum hafi verið illfærar eftir moksturinn. Og alls ekkert tillit er tekið til gangandi vegfarenda. Allur snjórinn af götunum er ruddur upp á gangstéttar sem gerir þær algjörlega ófærar fyrir gangandi fólk sem verður síðan að ganga á götunum með tilheyrandi slysahættu. Hér er þó jákvæður punktur í lokin. Íbúi í úthverfi borgarinnar hringdi inn á eina útvarpsstöðina og sagðist hafa yfir að ráða góðu tæki til að moka snjó. Gallinn væri hins vegar sá að hann hefði ekkert að gera í öllum snjónum. Gagnrýndi hann borgina fyrir að nýta ekki öll þau tæki sem til væru þegar snjó kyngdi niður. Þessi sami íbúi sagðist oft moka alla götuna hjá sér og sínum nágrönnum en vildi fá fleiri verkefni. Ég vildi að svona snillingur byggi í minni götu. Stefán Kristjánsson Síminn hjá þessum aðila er 5753000.

abl@skrautas.is

Björn Gíslason gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Bættar samgöngur og aukið lóðaframboð Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður Fylkis, sækist eftir þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjörinu sem haldið verður í næsta mánuði. Björn er fæddur 5. apríl 1955 og ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík. Hann stundaði íþróttir af kappi á sínum yngri árum og spilaði handbolta með Fram. Björn er kvæntur Karólínu Gunnarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Björn er trésmiður að mennt en hann hlaut meistararéttindi árið 1982. Hann hóf störf hjá Slökkviliði Reykjavíkur árið 1981 og varð þar varðstjóri og síðar sviðsstjóri. Hjá slökkviliðinu sótti Björn margvísleg námskeið og sinnti fjölbreyttum störfum, meðal annars kennslu, forvörnum og stjórnun á sviði almannavarna. Hann var framkvæmdastjóri SHS fasteigna ehf. frá árinu 2001. SHS fasteignir eru dótturfélag Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Félagið stóð meðal annars að byggingu Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð þar sem allir lykilaðilar í björgunarstörfum á Íslandi starfa. Á kjörtímabilinu hefur Björn setið í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og öldungarráði. Þá situr hann nú í umhverfisog heilbrigðisráði, Innkaupaog framkvæmdaráði, íbúðaráði Árbæjar og Norðlingaholts og er varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Enn fremur á Björn sæti í stjórn Húsnæðisog mannvirkjastofnunar og leigufélagsins Bríet.

„Í störfum mínum sem borgarfulltrúi og áður sem varaborgarfulltrúi hef ég öðlast yfirgripsmikla þekkingu á málefnum borgarinnar. Rekstur borgarinnar snertir flest svið mannlegs lífs eins og gefur að skilja.

íbúðum hefur minnkað hratt og er 70% minna en fyrir ári síðan. Það sjá það allir að þetta gengur ekki upp en við þessu verður að bregðast strax. Þá mun ég halda áfram að beita mér fyrir auknu aðgengi barna og ungmenna að íþrótta- og tómstundastarfi með þátttöku borgarinnar. Jafnframt er mikilvægt að lýðheilsa og lífsgæði eldri borgara séu í fyrirrúmi en stuðla verður að aðgengi aldraðra að skipulagðri íþróttastarfsemi. Frá árinu 2011 hef ég verið formaður íþróttafélagsins Fylkis þar sem mikil gróska hefur verið í íþróttastarfi. Ásamt öflugu fólki ruddi ég þar brautina fyrir rafíþróttadeild félagsins sem hefur gefið börnum í Árbæ, sem áður stunduðu engar íþróttir eða tómstundir, vettvang við hæfi.

Enn fremur legg ég áherslu á að í leik- og grunnskóla verði nám sem hæfir öllum og fjölbreytni í skólastarfi. Fleiri valkostir verði í boði þegar kemur að námsleiðum og fjölbreytt rekstrarform skóla. Umgjörð skólastarfs verði í nútímalegu formi og umhverfi Björn Gíslason borgarfullttrúi Sjálfstæðis- þess tryggt með fullnægjandi viðhaldi á skólahúsnæði. flokksins í Reykjavík. Ég mun beita mér fyrir bættum samgöngum og auknu lóðaframboði. Húsnæðisverð heldur áfram að hækka þrátt fyrir vaxtahækkanir, framboð af

Með þessum áherslum tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn geti náð árangri í því endurreisnarstarfi sem brýn þörf er fyrir á komandi kjörtímabili í borginni.“

ÞAR SEM VENJULEGA FÓLKIÐ KEMUR TIL AÐ SIGRA keiluhollin.is

s. 5 11 53 00


GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 12.2.2022 15:54 Page 3

SPENNANDI VIÐBURÐIRR Í HVERJUM MÁNUÐI

ALLT LTAF GAMAN Fylgstu með dagskránni á Facebooksíð íðu Keilluhallarinnar. facebook.com/keiluhollin manlega á keeiluhollin@keiluhollin.is Bókaðu borð tíím

RISAFJÖLLSKYLDU

LL R U K P A V SEP

BOLTA LTTAATTILBOÐ Á

STÓRSKEMMTILEGT FÓTBOLTAQUIZ HJÖRVVAARS HAFLIÐA

ÖLLUM LEIKJUM Í BEINNI

RISSA Hörður og Pétur úr Bandmönnuum halda uppi stuði og stemninguu á sinn einstaka hátt.

12” PIZZA MEÐ 2. ÁLEGGGJUM 1.990 KR.

BINNGÓ SVEPPA

PIZZA & SHAKE 3.7790 KR.

FULLORÐINS Ú ÁFAN ÚTG

VENJUULEGIR KJÚKLINGAVVÆ ÆNGIR

PÖBB QUIZ

NEI. HÆTTU NÚ ALVVEG VILLI NAGLBÍTUR

DDJ. J. ÓR ÓRA ÓRA ÚL Ú ÍÍAA

10 STK. / 20 STK.

1.490 KR. / 2.490 KR. EÐLA MEÐ NACHOS 1.590 KR. STÓR Á KRANA 990 KR. GOS MEÐ ÁFYLLLINGU 290 KR.


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2022 11:38 Page 4

4

Mataruppskriftir

Árbæjarblaðið

Kjúklingasalat með pasta og hvítlauksostasósu Í matarþættinum okkar bjóðum við í dag upp á ljúffengt kjúklingasalat sem er í senn holt og gott. Það er einfalt að gera þennan rétt og við skorum á lesendur að prófa og það mun enginn verða fyrir vonbrigðum. Um er að ræða kjúklingasalat með pasta og hvítlauksostasósu og uppskriftin sem fylgir hér á eftir er fyrir þrjá til fjóra.

Hráefni 2 kjúklingarbringur. Gott að nota sous vide piri piri kjúklingabringur frá Ali - þær eru tilbúnar, skornar beint útí salatið. 1 poki blandað kál. 1/2 romaine haus eða ¼ iceberg haus. ½ blaðlaukur (púrrulaukur. ½ rauðlaukur. 1 avacado. 6-8 kirsuberjatómatar. ½ Fetaost kubbur - skorinn.

Kjúklingasalatið er í senn mjög holt og gott. 1 pk. Ravioli með ostafyllingu eða annað pasta. Ostasósa - Hluta af ostasósunni er blandað við pastað - rest borin fram með í skál eða blandað út í salatið. Vínber fjólublá - skorin í tvennt Hnetur - t.d. ristaðar furuhnetur, kasjuhnetur eða pecanhnetur Aðferð Sjóðið pastað samkvæmt leiðbein-

ingum á umbúðum og kælið. Rífið salatið í fallega skál. Skerið blaðlauk, rauðlauk, tómata, avacado og vínber og bætið í. Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og bætið út á salatið. Þegar pastað hefur kolnað er hluti af ostasósunni helt yfir og blandað vel saman við pastað og sett út á salatið furuhnetum dreift yfir í lokin. Berið rest af ostasósunni með salatinu.

Ostasósa 1 dós sýrður rjómi, í bláu dósinni frá MS. 1/2 hvítlauksostur. Salt og pipar. Aðferð Rífið ostinn niður með rifjárni. Setjið ostinn og sýrða rjómann í skál og maukið með töfrasprota. Kryddið sósuna til með salti og pipar.


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2022 23:58 Page 5

KOMDU ÁSTINNI Á ÓVART Á

KONUDAGINN MEÐ RÓMANTÍSKRI ÞRIGGJA RÉTTA MÁLTÍÐ

FYLGIR MEÐ!

NAUTA CARPACCIO

KREMUÐ SKELFISK SÚPA & SKELFISK BLANDA

NAUTALUND

NAUTALUND

TRUFFLU KARTÖFLUPRESSA • SALTBÖKUÐ & GRILLUÐ SELLERÍRÓT

TRUFFLU KARTÖFLUPRESSA • HVÍTLAUKSTEIKTIR VILLISVEPPIR

HUNANGSBAKAÐAR GULRÆTUR • RAUÐVÍNSGLJÁI • BERNAISE SÓSA

HUNANGSBAKAÐAR GULRÆTUR • RAUÐVÍNSGLJÁI • BERNAISE SÓSA

KYNNTU ÞÉR ÚRVALIÐ OG PANTAÐU Á VEFVERSLUNINNI OKKAR

FI Sælkerabú-Din


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2022 13:05 Page 6

6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins:

Þjónusta Reykjavíkurborgar er komin í vítahring sem þarf að rjúfa Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir gefur kost á sér í oddvitasætið í borginni. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir gefur kost á sér í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hún er gift Einari Friðrikssyni lækni en sonur hennar er Vilhjálmur Andri Jóhannsson.

Útf tfararþjónusta í yfi fir 70 ár Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | u t ffor.is .

VIÐ ÞJÓNUM ALL AN SÓL AR HR INGIN N

Ragnhildur Alda fæddist í Reykjavík 30. júlí 1990. Hún er með B.Sc. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið meistaranámi í þjónustustjórnun við viðskiptafræðideild frá sama skóla. Ragnhildur Alda er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og situr í velferðarráði, ofbeldisvarnarnefnd, aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks og innkauparáði Reykjavíkurborgar. Hún hefur meðal annars verið aðstoðarmaður rannsakenda við Háskóla Íslands, flugfreyja hjá Icelandair, innheimtufulltrúi hjá Tollstjóranum í Reykjavík og förðunarfræðingur í Body Shop. Ragnhildur Alda hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún var varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Reykjavík, árin 2015 - 2017 og sat í stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, árin 2017 - 2021. Samhliða náminu var Ragnhildur Alda virk í stúdentapólitík fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúdenta og sat meðal annars í Háskólaráði Háskóla Íslands fyrir hönd Vöku árin 2018 - 2020. Einnig stofnaði Ragnhildur Alda geðfræðslufélagið Hugrúnu ásamt góðum hópi stúdenta og sat í stjórn félagsins árin 2016 - 2018.

„Ég ætla að vera alda breytinga. Borgin er ein stærsta þjónustustofnun landsins en hefur fallið í þá gryfju að láta forræðishyggju móta stefnumörkun í húsnæðis-, samgönguog skólamálum. Sjálfstæðismenn vilja raunhæfar lausnir og raunhyggju í rekstri Reykjavíkuborgar og að þessu mun ég starfa. Það þarf að nálgast samgöngumálin kreddulaust og innleiða snjöll umferðaljós sem munu bæta umferðarflæði allra óháð samgöngumáta og láta af fækkun bílastæða. Borgarbúum fer bara fjölgandi og við verðum að leyfa Reykjavík að stækka í takt við húsnæðisþarfir þeirra og byggja utan þéttingarreita. Það er eina leiðin til að snúa þessari lóðaskortsstefnu við sem hefur sprengt upp húsnæðisverð í Reykjavík á kostnað heimilanna. Í þessu samhengi verður Sundabraut einmitt mjög mikilvæg tenging að frekara byggingarlandi. Bregðast þarf strax við þeim vanda sem nú blasir við leikskólum borgarinnar, stytta biðlista og sinna viðhaldi skólahúsnæðis og skólalóða. Þjónusta Reykjavíkurborgar er komin í vítahring sem þarf að rjúfa. Reykjavík nútímans á að vera til þjónustu reiðubúin.”

ELDRIBORGARAR ATHUGIÐ! ÞAÐ ER

35% AFSLÁTTUR FYRIR ELDRIBORGARA Einnig er frí sjónmæling við kaup á glerjum

SÍMI: 5 700 900 • PROOPTIK.IS

KÍKTU VIÐ OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!

PROOPTIK - SPÖNGINNI


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 13.2.2022 13:31 Page 7


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2022 21:45 Page 8

8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Grunnþjónusta í forgang og almenn virðing fyrir borgurunum - Marta Guðjónsdóttir býður sig fram í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Marta Guðjónsdóttir hefur verið áberandi borgarfulltrúi á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Hún hefur skrifað fjölda greina í dagblöð og hverfablöðin, ekki síst Grafarvogs-, Grafarholts og Árbæjarblaðið, hefur látið málefni þessara hverfa til sín taka, haldið uppi harðri gagnrýni á tafatímann í umferðinni, auk þess sem hún fjallar gjarnan um skipulags- og lóðamál og málefni leikskóla og grunnskólamál. Marta sækist nú eftir öðru sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins, vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Blaðamaður hitti Mörtu á dögunum, spjallaði við hana um stöðuna í borgarpólitíkinni og helstu hugðarefni hennar í þeim efnum. - Hver verða helstu kosningamálin í vor, Marta? ,,Nú vill svo einkennilega til að við höfum verið í góðu árferði á landsvísu, þrátt fyrir heimsfaraldur. Engu að síður hefur Reykjavíkurborg verið að safna gífurlegum skuldum, án þess að standa í opinberum stórframkvæmdum. Svona alvarleg skuldastaða kemur alltaf niður á almenningi: í hærri sköttum og álögum, verri þjónustu og vanrækslu af ýmsu tagi, s.s. eins og á viðhaldi skólabygginga,

skólalóða, göngustíga og annarra mannvirkja. Það þarf því að bregðast strax við þessari alvarlegu stöðu. Við þurfum annars vegar að lækka þessar skuldir á raunhæfan hátt, en við þurfum einnig að stöðva skuldasöfnun. Það gerum við með því að hagræða í rekstri og draga úr óþarfa gæluverkefnum á ýmsum sviðum. Þegar skuldafeninu sleppir held ég að helstu kosningamálin muni snúast um skipulagsmál, samgöngumál, lóða- og húsnæðismál og síðast en ekki síst biðlista á leikskólunum.” - Er hægt að hægja á eða jafnvel stöðva tafatímann í umferðinni, sem lengist í hverjum mánuði? ,,Já. Hann er því miður að verulegu leyti heimatilbúinn. Í meira en áratug hafa borgaryfirvöld fylgt þeirri stefnu að að berjast fyrir Borgarlínu en leggja um leið stein í götu okkar þegar kemur að stofnbrautum. Þetta hægir mjög á ferðum fólksbíla og almenningsvagna og er gert til að reyna að fækka fólksbílum í umferðinni. Okkar stefna snýst hins vegar um að greiða fyrir allri umferð óháð ferðamáta. Í þeim efnum er ýmislegt hægt að gera strax til að auka umferðarflæðið. Við þurfum t.d. nútíma

umferðarljós sem nýta snjalltækni í umferðarstýringu til hins ítrasta. Tvær ljósastýrðar gangbrautir yfir Miklubraut, við Stakkahlíð og Klambratrún, draga feikilega mikið úr umferðarflæði Miklubrautar og er því miður ætlað að gera það. Undirgöng eða göngubrýr á þessum stöðum myndu borga sig upp á nokkrum vikum. Ýmislegt fleira má gera til að auka umferðarflæði stofnbrauta, en það verður að vera pólitískur vilji til þess.” - Hvernig sérðu fyrir þér að hægt sé að leysa húsnæðisvandann og lóðaskortinn? ,,Þarna komum við aftur að heimatilbúnum vanda. Aðalskipulagið frá 2013 kvað á um að nánast öll uppbygging og þétting ætti að vera miðsvæðis vestan Elliðaáa. Ekki er gert ráð fyrir úthlutun lóða fyrir fjölbreytta byggð í nýjum hverfum. Þessi stefna hefur leitt af sér mikinn húsnæðisskort og gífurlegar hækkanir á húsnæð-isverði. Við þurfum því sem allra fyrst að úthluta lóðum á hagkvæmu verði fyrir fjölbreytta byggð í nýjum hverfum til að mæta húsnæðisþörfinni. Það er allur galdurinn.” - Biðlistar á leikskólum hafa verið

,,Við þurfum sem allra fyrst að úthluta lóðum á hagkvæmu verði fyrir fjölbreytta byggð í nýjum hverfum til að mæta húsnæðisþörfinni. Það er allur galdurinn,” segir Marta Guðjónsdóttir. viðvarandi vandi. Áttu einhver svör við að hlaupa í skarðið. Meirihlutinn hefur því? gefist upp á því að stytta biðlista á leik,,Enn og aftur komum við að skóla og sinna viðhaldi skólabygginga. pólitískum vilja en hann er upphafið og Það er jafnréttismál að brúa bilið milli endirinn á þessu öllu saman. Borgar- fæðingarorlofs og leikskóla þannig að öll yfirvöldum ber að veita borgarbúum börn 12 mánaða og eldri verði tryggð tiltekna grunnþjónustu en hún versnar leikskólavist. Til að vinda ofan af þessum með hverju árinu. Þar með er verið að vanda þurfum við fyrst og síðast setja þarf leggja skyldur borgaryfirvalda á borgar- gjörbreytt viðhorf, búa sjálfa. Fjöldi foreldra þarf að aka í grunnþjónustu í forgang og almenna önnur hverfi með börnin sín á leikskóla virðingu fyrir borgurunum, tíma þeirra og og aðrir þurfa t.d. að fá ömmur og afa til fjármunum.

Sundabrautin styður við þéttingu byggðar - eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur Þau sem eldri eru en tvævetra eru kannski hætt að hlusta á loforð um Sundabraut, nýja leið út úr Reykjavík sem eykur bæði aðgengi að borginni og út úr henni. Í hjarta mínu trúi ég því að verið sé að taka stór skref í átt að Sundabrautinni með nýrri félagshagfræðigreiningu sem sýnir hversu hagkvæmt verkefni Sundabraut er, hvort sem farið verður í brú eða göng. Hlutverk Reykjavíkurborgar í því verkefni er að verja hagsmuni borgarbúa, ekki síst þeirra sem verða fyrir áhrifum af Sundabrautinni með aukinni umferð í nærumhverfinu. Og fá skipulag um Sundabraut samþykkt sem allir hagaðilar fá tækifæri til að hafa áhrif á. Skipulagið þarf auðvitað að taka tillit til þeirrar

byggðar sem er í Reykjavík, bæði hvað varðar Vogana en ekki síður Grafarvog, þannig að Grafarvogsbúar hafi áfram gott aðgengi að útivistarsvæði sínu við ströndina. Göng eða brú hefur hvort um sig kosti og galla. Falleg brú gæti orðið eitt helsta einkenni Borgarlandsins, sem yrði líka hægt að hjóla eða ganga yfir. Á meðan göng trufla síður umhverfi þeirra sem búa nálægt Sundabraut. Þá þarf að meta áhrif brúar eða ganga á Sundahöfn og notkun hennar sem stórskipahöfn. Tengir Reykjavík betur saman Einn helsti kostur Sundabrautar yrði að tengja hverfi Reykjavíkur betur saman á sama tíma og hún getur styrkt þéttingu byggðar. Grafarvogur og

Kjalarnes myndu með Sundabraut færast töluvert nær miðborginni. Umferðarálag myndi á sama tíma dreifast meira á einhverjum stöðum, þó Sundabraut hefði lítil áhrif á öðrum. Miklar breytingar eru að verða á Ártúnshöfðanum, þar sem atvinnuhúsnæði er að víkja fyrir íbúðahúsnæði. Þetta er mjög eðlileg þróun í vaxandi borg, að landfrekt atvinnuhúsnæði flytjist þar sem landsvæðið er rýmra og ódýrara, á meðan verðmætara land er byggt upp sem ný hverfi. Þetta sjáum við, auk Ártúnshöfðans, á Kársnesinu í Kópavogi og í Hraununum í Hafnarfirði. Lítill og meðalstór iðnaður á samt að eiga sér stað innan borgarmarkanna og

gott svæði er fyrir hendi á Esjumelum. Samkeppnishæfni Esjumelanna myndi styrkjast verulega við að fá Sundabraut og tengjast þannig Reykjavík betur. Með þægilegri fjarlægð, getur Reykjavík stutt við fjölgun fyrirtækja sem annars gætu fundið sér stað í nágrannasveitarfélögunum. Ein stærsta breytingin yrði svo á umferð þungaflutninga, sem myndu í mun minna magni skríða upp Ártúnsbrekkuna og í gegnum Mosfellsbæ, á leið vestur og norður um land. Í greinargerð Mannvits og Cowi kemur fram að sendiferðabílar og þungaflutningar myndu spara um 30 þúsund km. í akstri á ári, miðað við að ferðum fjölgaði ekki, með því að fara beinni leið upp á Kjalarnes.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. En við viljum ekki bara færa mengunina og umferðarvandann úr Mosfellsbæ og í Vogana eða Grafarvog. Því þarf að undirbúa Sundarbraut vel og gera hana þannig úr garði, að umhverfisáhrifin verði sem minnst. Því er næsta skref að vinna umhverfismat og fara í víðtækt samráð við íbúa í nærumhverfinu og aðra hagaðila. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar

Góð þjónusta skiptir öllu máli - eftir Valgerði Sigurðardóttur Á þessu kjörtímabili hefur áfram hefur verið haldið að skerða þá þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir íbúum Grafarvogs. Norðanverður Grafarvogur hefur ekki farið varhluta af því. Þar hefur skóla verið lokað í Staðahverfi og geta börn á grunnskólaaldri því ekki sótt skóla í sitt hverfi líkt og áður var. Það var gert til þess að draga úr kostnaði hjá Reykjavíkurborg. Alltaf er gott að draga úr kostnaði en að byrja á grunnþjónustunni sem sveitarfélaginu ber skylda til að reka er óskiljanlegt, víða má spara í rekstri Reykjavíkurborgar án þess að það bitni á þjónustu við börn. Sparnaður

kjörtímabilsins var því gerður með því að loka skóla í Grafarvogi. Samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er fyrirhuguð þétting í Sóleyjarima, þar er nú heimild til þess að byggja fimm hæða fjölbýli. Víða má þétta byggð í Grafarvogi en að setja fimm hæða fjölbýlishús á þennan græna reit sem ekki er í samræmi við neina byggð í nágrenninu er ekki boðlegt. Þessu hafa íbúar mótmælt og við Sjálfstæðismenn gerðum það sömuleiðis en allt kom fyrir ekki og skipulagið var samþykkt. Við það tækifæri sagði Dagur B Eggertsson borgarstjóri „Nýtt

aðalskipulag Reykjavíkur til 2040 leggur grunn að kraftmeiri og grænni uppbyggingu borgarinnar en dæmi eru um í sögu hennar,“ . Ekki er auðvelt að sjá græna uppbyggingu í þessum áformum í Sóleyjarrima. Stætó fór síðan í sparnað og jú viti menn það var gert með því að breyta leiðakerfinu í norðanverðum Grafarvogi og skerða þannig þjónustu við íbúa þar. Miklir peningar eru nú settir í hönnun á borgarlínu og er allt tal um komu hennar og gæði ekkert annað en hlægilegt þegar ekki er hægt að halda úti þeirri þjónustu sem Stætó er að sinna

í dag. Á meðan verið er að tala um að bæta almenningssamgöngur með borgarlínu er þjónusta Strætó skert. Ef þjónustan sem strætó veitir er ekki góð þá gefur það auga leið að notendum mun ekki fjölga. Notendum mun því ekki fjölga hér í norðanverðum Grafarvogi samhliða þessum breytingum. Gangbrautir, sorphirða, grendarstöðvar, þrif og umhirða, þar þarf að gera betur án þess þó að það kosti okkur skattgreiðendur mikið. Góð þjónusta skiptir öllu máli og Reykjavíkurborg getur svo sannarlega gert betur þegar kemur að Grafarvogi.

Valgerður Sigurðardóttir.

Valgerður Sigurðardóttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi


GV 2020_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 30/04/21 22:10 Page 9

GJAFAKORT HREYFINGAR Gefðu þeim sem þér þykir vænt um dásamlegt dekur eða heilsurækt hjá Hreyfingu

HREYFING

ÁLFHEIMAR 74

104 REYKJAVÍK

HREYFING.IS


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2022 21:51 Page 10

Árbæjarblaðið er lesið á hverju heimili Mest lesni fjölmiðillinn í Árbæjarhverfinu? Auglýsingar í Árbæjarblaðinu skila árangri

698-2844 698-2844 - abl@skrautas.is


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2022 21:55 Page 11

Íbúafundur borgarstjóra í Árbæ Borgarstjóri býður til opins íbúafundar fimmtudaginn 24. febrúar kl. 20:00 í Árbæjarskóla. Á fundinum kynnir borgarstjóri það sem er efst á baugi í hverfinu og mun eiga samtal við íbúa um framtíð hverfisins. Íbúar geta sent fyrirspurnir á netfangið ibuafundir@reykjavik.is eða borið þær fram á fundinum sjálfum. Heitt verður á könnunni frá kl. 19.30 en fundinum verður einnig streymt á vef Reykjavíkurborgar. Nánari dagskrá og streymi má finna á reykjavik.is/ibuafundir


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2022 23:52 Page 12

12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Berta Líf á Jórunni sinni 11 vetra.

Feðginin Ólöf Helga Hilmarsdóttir á Evu og Hilmar Sigursteinsson á Léttfeta.

Brynja Líf Rúnarsdóttir með hestinn sinn Nökkva frá Pulu 12 vetra.

Hafdís Svava Ragnheiðardóttir á Flóka 7 vetra frá Ytra Skörðugili.

Gunnar Örn Gunnarsson á Hamradís.

Hrefna María Ómarsdóttir situr Liljurós frá Álfhólum, ung og efnileg hryssa úr ræktun fjölskyldunnar.

Hestalífið blómstrar í Víðidalnum

Hestafólkið í Víðidalnum lætur snjóinn og vetur Víðidalnum þegar Katrín ljósmyndari Árbæjarblaðsins konung ekki hafa áhrif á sig þegar hestamennskan er brá undir sig betri fætinum með myndavélina. annars vegar. ÁB myndir: Katrín J. Björgvinsdóttir Á dögunum var veðrið til Það er greinilegt að friðs í höfuðborginni í nokkra hestamennskan blómstrar í daga og þá viðraði hestafólkið fáka sína í stilltu og Víðidalnum sem aldrei fyrr. fallegu veðri áður en stormurinn og snjókoman tók Og eins og alltaf segja fallegar og skemmtilegar völdin. Mikið var um fallega hesta og fallegt fólk í myndir meira en mörg orð.

Hulda Sigurðardóttir á Geðjun 7 vetra og Henna Siren á Eldey 4 vetra.

Sigríður Edda Steinþórsdóttir, Glódís Ýlfa Hákonardóttir, Hákon Barðason, Móey Líf Hákonardóttir, Ýlfa Proppé Einarsdóttir, Steinþór Tómasson með Viktor og Sprengju.

Ásmundur Einarsson á Víking og teymir Stála en þeir eru albræður og eru Geislasyni.

Kristján Guðmundsson með Brún sinn 15 vetra.


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 14.2.2022 23:37 Page 13

13

Fréttir

Árbæjarblaðið

Magnús Ásmundsson á Perlu Roðadóttur.

Margrét Löf og Logadís frá Garðabæ í sólsetrinu.

Rannveig á Sleipni og Stefán Stefánsson á Djákna.

Svava Bjarnadóttir var á fullu að þrífa básinn hjá sér.

Vigdís Matthíasdóttir var að þjálfa hestinn í góða veðrinu.

Það er alltaf gaman hjá ömmu og afa í hesthúsinu.

Matthías Sigurðsson með Gandálf 7 vetra.


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2022 12:50 Page 14

14

Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105 Mánudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl 10:00 Létt leikfimi Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur Kl. 13:30 – 14:30 Samsöngur Kl 14:30 – Kaffi Þriðjudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl. 09:00 – 12:00 Handavinna með leiðbeinanda Kl. 10:30 Dansleikfimi með Auði Hörpu Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur Kl. 12:00 – 13:30 Sögustund Kl. 13:00 – 16:00 Félagsvist Kl. 14:15 – 15:00 Kaffi Miðvikudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl. 09:00 – 12:00 Útskurður og

Gamla myndin

tálgun m/leiðbeinanda Kl. 10:00 – 11:00 Ganga með Evu Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur Fimmtudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl. 09:00 – 12:00 Handavinna með leiðbeinanda Kl. 09:30 – 10:00 Bænastund Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur Kl. 12:00 – 13:30 Sögustund Kl. 13:00 – 14:00 Ukulele samspil kl. 14:00 – 15:00 Kaffi Föstudagar: Kl. 9:00 Kaffiklúbbur, frítt kaffi á könnunni Kl. 09:00 – 12:00 Útskurður opið Kl. 11:30 – 12:30 Hádegismatur Kl. 13:15 – 14:30 Bingó (annan hvern föstudag) Kl. 13:15 Bíó (annan hvern föstudag).

Fylkir-Keflavík 2011 Myndin sýnir byrjunarlið Fylkis í 2-1 sigri á Keflavík 30. maí. Tveir þessara ellefu sem byrjuðu leikinn verða í eldlínunni næsta sumar þegar okkar menn stefna á sigur í Lengjudeildinni. Hinir níu eru allir hættir knattspyrnuiðkun. Hversu marga leikmenn þekkir þú á myndinni ? KGG

k 7.mars 2022, kl.19.30 m VVer ur haldinn mánudaginn arkirkjjuu. Árbæjaarkirkj í Safna arheimili Árbæja fundarsstörf Venjjuleg a alfu

Fyrirlestur um Sáttami lun hefsst um kl. 20.30 Frábær gjöf fyrir veiðimenn og konur Gröfum nöfn veiðimanna á boxin Uppl. á www.Krafla.is (698-2844)

kynnir helstu verkeffnni sáttami lara í málum sem snúa a einstaklingum og fjfjölskyldum. Umræ uur og spurningar úr sal. Allir velkomnir


ÁB NÝ 2022.qxp_Árbær Aðsent efni - .qxd 15.2.2022 13:20 Page 15

15

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fréttamolar frá kirkjustarfinu Helgihald í Árbæjarkirkju

Þriðjudagur 14:00 STN (6 ára) - (Árbæjarkirkja) 15:00 STN (7-9 ára) - (Árbæjarkirkja) 16:00 TTT (10-12 ára) - (Árbæjarkirkja) Miðvikudagur 09:30 Foreldramorgunn (Holtinu, Norðlingaholti) - (Holtið, Norðlingaholti) 12:00 Kyrrðarstund (fyrirbænastund) (Árbæjarkirkja) 12:30 Opið hús eldri borgara (Árbæjarkirkja) 19:00 Vinir í bata - (Árbæjarkirkja) 19:30 AA fundur - (Árbæjarkirkja)

Fimmtudagur 09:30 Helgistund (Hraunbæ 105) (Félagsmiðstöð eldri borgara) 18:00 Kirkjukórsæfing - (Árbæjarkirkja) 20:15 Sakúl - (Árbæjarkirkja) Laugardagur 10:30 AA fundur - (Árbæjarkirkja) Sunnudagur 11:00 Messa og sunnudagaskóli (Árbæjarkirkja)

Skoðið nánar á heimasíðu kirkjunnar www.arbaejarkirkja.is

Ófærðin - eftir sr. Þór Hauksson sóknarprest í Árbæjarsókn Þegar veður gerist vont og ófærð hlýst af og bílar þvers og kruss fastir í snjónum kemur alltaf upp í huga minn lag og texti sem mig minnir að tónlistamaður að nafni Bobby Mcfarell söng um árið. “Don’t worrie be happy” - “hafðu engar áhyggjur þetta reddast.”

Volla! afturhjólin fengu þessa fínu viðspyrnu og bíllinn losnaði úr skaflinum. Ég setti í framgír og hreinlega reykspólaði hróðugur úr

Ég man að mér fannst textinn smell passa þar sem ég sat pikkfastur í snjókafli um árið og það var ,,korter” í útför í Fossvogskapellu. Það var sama hvernig ég reyndi. Skakaði bílnum fram og til baka. Bíllinn var fastur og fór ekki fet í snjónum. Innst inni hljómaði frasinn ,,Þetta reddast” syndrómið sem hefur gengið í gegnum ótrúlegustu raunir í gegnum tíðina. Í ófærðinni um daginn gerðist það að ég var fastur á bílastæðinu heima og þá það sama - það var ,,korter” í útför í Fossvogskapellu og mér var ekki hlátur eða þetta reddast í huga. En aftur um árið þar sem ég sat fastur í snjóskafli á einni af hliðar stofnbrautum borgarinnar. Blessunarlega var eiginkonan með í bílnum. Mér datt fyrst í hug að senda hana út að ýta. Það gekk ekki. Við skiptum um hlutverk en ekkert gerðist. Bíllinn stóð fastur, hreyfðist hvorki fram eða til baka. Það var hríðarkóf skyggni lélegt svona svipað og hefur verið undanfarna daga. Þarna sat ég í bílnum og konan að ýta. Þá spratt upp í huga minn að gott væri að setja beinskiptan bílinn snöggt í bakkgír og stíga bensínið í botn og það gekk. Mikið ofboðslega var ég ánægður með mig. Sú ánægja og gleði stóð reyndar ekki lengi yfir.

sr. Þór Hauksson. þessum neyðarlegu aðstæðum að vera fastur. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að stoppa og eiga á hættu að festast aftur. Skrúfaði niður rúðuna, stakk höfðinu út í hríðarkófið, kallaði á frúna að hún skyldi stökkva inn í bílinn á ferð. Ég hafði margoft séð það gert í kvikmyndum. Ég hafði fulla trú á

frúnni eins og alltaf. Kófið var svo mikið að ég sá ekki eiginkonuna en afréð að kalla aftur út í tómið að hún skyldi drífa sig inn því ég vildi ekki stöðva bílinn. Ekkert bólaði á frúnni. Mér er litið í baksýnisspegilinn og sé svarta þúst í snjónum. Ég stöðva bílinn. Í því ég er að fara út úr bílnum er bankað á gluggann. Miðaldra maður á upphækkuðum jeppa þakinn snjó, spyr mig hvort ég hafi ekki gleymt einhverju. Gleymt einhverju? stamaði ég út úr mér. ,,Er hún ekki með þér?” og bendir aftur fyrir bílinn. Ég sting höfðinu út um gluggann. Hríðakófinu hafði slotað eilítið. Á sama tíma jókst heldur betur kófið í huga mér og höfði þannig ég sá vart út. Mig sortnaði fyrir augum. Stendur ekki frúin sótsvört í fyllstu merkingu þess orðs. Kápan sem hún var klædd í var í henglum. Það eina sem mér datt í hug að segja: “Aldrei standa aftan við pústið þegar verið er að ýta bíl.” Svipurinn hennar þegar hún settist inn í bílinn olli því að ég einlæglega óskaði þess helst að ég væri enn fastur ef ekki fastari í hvaða skafli sem væri að finna á öllu höfuborgarsvæðinu, þess vegna á miðri Miklubraut með kílómeterslanga röð af bílum fyrir aftan með tilheyrandi flautukonsert og ég í bílnum brosandi út að eyrum.

Viðspyrnan sem ég náði var kápa frúarinnar sem ég hafði gefið henni í jólagjöf tveimur mánuðum fyrr. Miðstöðin í bílnum hafði ekki við að reyna að kæla andrúmsloftið í bílnum. Ekki batnaði það þegar jeppaeigandinn bankaði létt á gluggann farþegamegin í þann mund að ég var að keyra af stað. Konan skrúfaði niður gluggann brosandi. ,,Er ekki allt í lagi hjá þér?” spyr jeppaeigandinn. Blíðlega og allt að því daðurslega segir hún að svo sé og þakkaði honum fyrir hjálpina. Þessu næst höfðu þau bæði fyrir því að horfa á bílstjórann með svip sem hefði fellt mannýgt naut á Spáni. Eftir að komið var út á greiðfæra stofnbraut og þögnin var þrúgandi svo mjög að skipti engu hvort það var hríðarkóf eða brakandi sólarglenna afréð ég að spyrja hvað hafi eiginlega komið fyrir. Ég var að ýta því ökumaðurinn hafði sagt að hún gæti ekki sjálf keyrt út úr þessum aðstæðum. Áður en hún vissi sér hún skínandi bakkljósið og...hún vissi ekki fyrr en hún lá á bakinu í sjónum með sótdrullu yfir sig alla og kápan.. og svo næsta sem ég sé er myndarlegur og hjálplegur

maður; hún lagði áherslu á bæði orðin myndarlegur og hjálplegur, að stumra yfir mér og hjálpa mér á fætur. Það eina sem mér datt í hug að segja var ,,það er alveg hægt að bæta hana.” ,,Bæta..? Hvæsti eiginkonan. ,,Ég meina kaupa nýja kápu.” Í útvarpinu hljómaði “Don’t worrie be happy” með Bobby Mcfarell. Ég þarf ekki að segja frá því að lagið er ekki á spilalistanum mínum á Spotify. Það heyrist stundum spilað í útvarpinu og þá hríslast alltaf um mig kuldahrollur þótt brakandi sumar samba fílingur sé allt um lykjandi bæði hugar- og veðurfarslega. Ég og frúin erum eflaust ein af fáum sem ekki hafa haft nennu til að horfa á þættina Ófærð sem voru sýndir um árið. Það skapar bara einhverja óværð eða jafnvel ófærð í okkar samskiptum. Nóg er um ófærðina þessi dægrin að ekki sé verið að bæta á skaflinn. Þór Hauksson

ÚTFARARSTOFA ÍS SLANDS www.utforin.is AUÐBREKKA 1,, KÓPAVOGI

Síðan

Sólarhringsvakt: 581 3300 & 896 8242

Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útffarar sé þess óskað

Jóhanna Eiríksdóttir

Sverrir Ein narsson

Jón G. Bjarnason

Alúð Virðing Traust Reynsla

ÚTFARARSTOFA HA FNARFJARÐAR www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242

1996


GV 2020.qxp_GV- 1. tbl. Janúar.qxd 15.2.2022 11:38 Page 16

UR SAFSLLÁTTU MÆLIS % AFM 20% um! o Tacttix vöru af ölllum Trruper og Tactix topplyyklasettt 33 hlutir

20

% Truperr verkfæraabelti

20

k. e nú frá kr Verð Ve

55 455 4 569

% AF

ður frá Áður Á

20

%

kr.

Áður

AF

kr.

ur Áður

3 983 1.9 2.479

%

20

32 10.7 10 4155 13.415

AF

AF

Kúbein

e nú frá kr. Verð

799999

kr.

20

%

Áður frá

Tactix “heavy duuty„ járnsög

8 758 1.758 1 2.198

a x skrrúfjárnasett Tactix

8 28 42 535

20

%

AF

kr.

Áður

20

20

%

kr.

Áður

20

%

% AF

Hefftibyssa

9 1.189 951 Áðuur

S Strekkibönd

e nú frá krr.. Verð

41.769 1.415 769

rðarþol Burð hveerrar hillu 3220kg

Áður frá

kr.

Áður fráá

1.999 2 499 2.499

ð v rð Gott ver ffyyrir allla í 20

AF

e nú frá kr. Verð

AF

kr.

AF

ctix verkfærrataska

6 6.28 7.858

kr.

kr.r

Áður

20

% AF

% AF

Trilla – 1000kg max

59 6.9 8.6999

ekki Hillureekki 152,5xx76x30,5cm

2002 – 2022

kr.

Áður

20

%

596 9.5 11..995 11

AF

Truper vinnkill með hallamáli

kr.

Áður

20

07 .4 1.407 1.759

eru ekki endilega af vvörunni á lægsta verði y vörumyndir ý g verðð / sýndar g til um lægsta Verð frá segir

%

20

%

Skiptilyklar

Klauffhamrar

e nú frá kr. Verð

k. Veerð nú frá kr

n frá kr. Veerð nú

Áður frá

0 20

%

575 719 Áður frá

Áður frá

i ÞÞvingur

ú frá kr. Veerð nú

678

20

20 Straummælir

Truper skkófla samanbrrjótanleg

375 5.375 6 719 6.719 Áður

kr.

0 20

%

Boltaklippur

e nú frá kr. Verð

863 1.863 2 329 2.329 Áður frá

kr.

AF

kr.

AF

Áður frá

AF

kr.r

AF

AF

agir TTaactix handsagir

Ve nú frá krr.. Verð

902 1128 Áður frá

kr.

9 903 1.9 2 379 2.3 Áður

20

%

%

2.719 3 399 3.399 Áður

kr.

20

AF

Blikkklippur 3 stk sett

AF

%

AF

9 99 999 1.999 2.4 2.499

%

20

%

%

20 %

Áður frá 848 kr. Á

20

e nú frá krr.r. Verð

111.3988 1.1

kr.

AF

Truper sleggjur

Meitlar

335

kr.

Áður

AF

20

%

kr.

Truper skotlínaa og kalkbrúsi

AF

5 1.575 1 969 1.969 Áður

kr.

V YFIR ÞÚSUND VÖRUNÚMER! Sendum um land allt – murbudin.iis

fyrir alla í Gott verrð fy

20ár

2002 – 2022


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.