Árbæjarblaðið 3.tbl 2012

Page 1

Árbæjarblaðið 3. tbl. 10. árg. 2012 mars

Fréttablað íbúa í Árbæ og Norðlingaholti

Mikið fjör á Góukvöldi í Fylkishöll Um 200 konur mættu á Góukvöld Fylkis á dögunum og var mikið um dýrðir. Þema kvöldsins var Fenyja grímuball og voru margir búningarnir hreint stórkostlegir. Vanda Sigurgeirsdóttir var ræðumaður kvöldsins en veislustjóri var söngkonan Hera Björk. Þá litu Stebbi og Eyfi við og sungu nokkur frábær lög. Sjá bls. 10 og 15.

BLS. 17

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 115 – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 arbapotek@internet.is Arbaejarapotek.is

Nokkrar af skrautlegustu skvísunum á Góukvöldi Fylkis.

ÁB-mynd Einar Ásgeirsson

Ódýrar og góðar snyrtivörur

Grafarholtsblaðið hefur göngu sína

Grafarholtsblaðið, fréttablað Grafarholts og Úlfarsárdals, kemur nú út í fyrsta skipti og fylgir blaðið Árbæjarblaðinu. Þegar íbúum og fyrirtækjum og þjónustuaðilum fjölgar í Grafarholti og Úlfarsárdal, en þess verður vonandi ekki mjög langt að bíða, þá munum við hefja sjálfstæða útgáfu blaðsins. Þetta fyrsta tölublað Grafarholtsblaðsins er smátt í sniðum en vex vonandi ásmegin þegar fram líða stundir. Við hvetjum íbúa í Grafarholti til að senda okkur efni og tökum fram að öllum er velkomið að senda okkur greinar og ábendingar. Sjá bls. 11-14

!

ÚPPS!

Tími til að smyrja og yfirfara bílinn!

#

# # #

Komdu til okkar að Tangarhöfða 8. Viðurkennd þjónusta fyrir allar tegundir bíla!

Sérfræðingar í bílum

590 2000

$ " !


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Hlutir til sölu í stúkunni Ár­bæj­ar­blað­ið - stúkan af stað. Beðið eftir svari frá Reykjavíkurborg

Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: abl@skrautas.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Höfðabakki 3 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@skrautas.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingastjóri: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir. solveig@skrautas.is Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 og 113 (660 fyrirtæki).

Skrípaleikur Fréttir frá Landsdómi fylla nú alla fréttatíma og verður svo eflaust þar til dómur fellur í málinu gegn Geir Haarde eftir 4-6 vikur. Niðurstaðan hlýtur að verða sú að Geir verði sýknaður. Vitnaleiðslur undanfarna daga hafa verið honum hliðhollar og þeir eru líklega ekki margir sem innst inni trúa því að skynsamlegt hafi verið að ákæra einn mann og ætla sér að láta hann einan stjórnmálamanna bera ábyrgð á hruninu. Hvar í flokki sem menn standa eru menn á því að annað hvort hefði átt að ákæra alla hrunstjórnina eða sleppa því alveg. Og auðvitð átti að sleppa því alveg. Það gat engin heilvita maður séð þessi ósköp fyrir þrátt fyrir að nú um stundir komi margir snillingar fram á sjónarsviðið og telji sig hafa séð þetta allt saman fyrir mörgum árum. Réttarhöldin yfir Geir Haarde eru pólitísk réttarhöld og þeim alþingismönnum sem greiddu því atkvæði að ákæra Geir til ævarandi skammar. Það verður að teljast undarlegt í meira lagi að forseti Landsdóms ákvað að ekki mætti útvarpa eða sjónvarpa beint frá réttarhöldunum. Forseti dómsins hefur vald til þess að leyfa umfjöllun fjölmiðla í beinni útsendingu ef sérstakar aðstæður leyfa. Hann taldi þær aðstæður ekki vera fyrir hendi. Fyrst þær voru ekki fyrir hendi núna þegar Landsdómur kemur saman í fyrsta sinn og forsætisráðherra Íslands er ákærður í fyrsta sinn, ja hvenær verða þá ástæður fyrir hendi til að leyfa beinar útsendingar. Þessi ákvörðun forseta Landsdóms er algjörlega óskiljanleg og verður hans lengi minnst vegna hennar. Það kæmi ekki á óvart, þegar búið verður að sýkna Geir Haarde og Landsdómur búinn að ljúka sér af, að fylgi Sjálfstæðisflokksins ryki upp úr öllu valdi. Fólk, sem ekki hefur þegar séð í gegnum þessi pólitísku réttarhöld mun þá gera það fljótlega. Og Geir á eftir að láta í sér heyra þegar dómur hefur verið kveðinn upp. Því hefur hann lýst yfir og eftir því er beðið með eftirvæntingu.

Kæri Árbæingur! Íþróttafélagið Fylkir stendur nú á ákveðnum tímamótum þar sem undanþága til keppni meistaraflokka félagsins í knattspyrnu á heimavelli Fylkis er runnin út nema áhorfendaaðstaða félagsins verði bætt. Reglur KSÍ gera kröfur um að þeir vellir sem spilað verður á uppfylli kröfur sambandsins um aðstöðu en það þýðir að byggja þarf yfirbyggða áhorfendastúku með salernum, skyndihjálp, aðstöðu fyrir fréttamenn o.fl. Nýtt deiliskipulag fyrir íþróttasvæði Fylkis var samþykkt hjá Reykjavíkurborg haustið 2010 þar sem gert er ráð fyrir allri nauðsynlegri aðstöðu fyrir áhorfendur og fjölmiðla við núverandi keppnisvöll félagsins í samræmi við mannvirkjaforsendur Leyfiskerfis KSÍ.

Aðalstjórn Fylkis réðst í það sl. haust að láta teikna áhorfendastúku við aðalknattspyrnuvöll félagsins við Fylkisveg og nú liggja fyrir samþykktar bygginganefndarteikningar ásamt grófu kostnaðarmati upp á 160 milljónir króna. Hugmynd aðalstjórnar Fylkis er að bygging áhorfendastúkunnar verði framkvæmd í áföngum. Aðalstjórn íþróttafélagsins hefur metið hvernig fjármögnun framkvæmda verði best háttað. Ákveðið var að fara í söfnunarátak innan félagsins og meðal íbúa í hverfinu og fyrirtækja. Einstaklingum verður boðið að kaupa hlut í stúkunni t.d. með því að greiða 3.000 kr. á mánuði í eitt til þrjú ár eða sem samsvarar 36.000 kr. á ári. Hver sá sem kaupir hlut fær nafn sitt skráð á stóran skjöld sem reistur verður við stúkuna.

Þessi skráning er óháð því hvort viðkomandi kýs að greiða í eitt eða fleiri ár. Ljóst er að öflugur stuðningur innan hverfisins hefur mikil áhrif á framgang verksins. Í kjölfar þessa bréfs sem sent er á hvert heimili í Árbæjarhverfi verður haft samband við íbúa símleiðis og vonumst við eftir að viðtökur verði það góðar að stúkan verði fullbyggð á næstu þremur árum. Fyrir liggur að KSÍ mun styrkja verkefnið um 15 milljónir króna eftir því sem því miðar áfram en beðið er eftir endanlegu svari Reykjavíkurborgar um það hvernig hún muni styðja við verkefnið. F.h Íþróttafélagsins Fylkis, Björn Gíslason formaður.

Stúkan séð frá vestri

Eiga góðan möguleika á Íslandsmeistaratitli Stelpurnar í 6. flokki Fylkis eldri urðu deildarmeistarar í 1.deild 6. flokks á síðasta móti í handbolta, sem haldið var í Safamýrinni í febrúar. Alls keppir 6. flokkur kvenna í fimm mótum yfir veturinn og þrjú mót telja til

Íslandsmeistara. Stelpurnar spiluðu við Val, Gróttu, KA/ÞÓR og HK. Allir leikirnir voru frekar jafnir en Fylkisliðið sýndi mikinn dug og kláruðu stelpurnar alla sína leiki á lokamínútunum.

Stef­án­Krist­jáns­son,­rit­stjóri­Ár­bæj­ar­blaðs­ins

abl@skrautas.is Stelpurnar í 6. flokki Fylkis ásamt þjálfurum sínum.

Stelpurnar hafa verið virkilega flottar í vetur og verið duglegar að æfa sig og bætt sig jafnt og þétt. Næsta mót er helgina 24. -25. mars og geta þær styrkt stöðu sína til Íslandsmeistaratitils með því að vinna það mót.



4

Matur

Árbæjarblaðið

Ofnbakaður koli og sælgæti sægreifans - að hætti Guðbjargar og Björgvins Hjónin Guðbjörg Elín Þrastardóttir og Björgvin Bjarnason eru matgæðingar okkar að þessu sinni. Við skorum á lesendur að prófa þessar girnilegu uppskriftir. Íslenskur fiskur er ein besta og hollasta afurð sem fáanleg er í heiminum. Hann er líka ódýr kostur miðað við flest annað. Fiskur er ekki bara hversdagsmatur, það má matreiða hann á afar fjölbreyttan og skemmtilegan hátt, þannig að bragðlaukarnir gjörsamlega tryllast. Þar sem við erum uppalin í sjávarþorpi fannst okkur réttast að deila með ykkur fiski uppskriftum sem eru kannski ekki á boðstólum á hverjum degi, en eru afar auðveldir og þægilegir í matreiðslu.

1 tsk. smátt söxuð engiferrót. Aðferð Lúðan er þerruð mjög vel og skorin í næfurþunnar sneiðar. Gott er að þerra sneiðarnar með eldhúsbréfi. Safi kreistur úr sítrónunum. Sítrónusafi, olía, Sweet chilli sósa, pipar og engifer blandað vel saman. Að lokum er lúðan látin marinerast í 3 klst. í kæli.

Sælgæti sægreifans í forrétt

Sósa 180 gr. sýrður rjómi eða 1 dós. 180 gr. mæjónes. 3 hvítlauksrif, söxuð mjög smátt. 1/3 rauðlaukur ,saxaður mjög smátt. 3 msk. Rifsberjagel. Þurkuð steinselja. Nýmalaður pipar. Aromat.

500 gr. Lúða. 7 Sítrónur ca 400 gr. 180 gr. hrein Isio olía (ekki Olivu olía). 4 msk. Sweet Chilli sósa. 1 tsk. nýmalaður pipar.

Aðferð Allt hráefnið sett í skál og blandað vel saman. Kryddað eftir smekk. Mæli ekki með því að hvítlaukur eða rauðlaukur séu pressuð eða sett í mixara. En það er mikið atriði að saxa þá vel niður, þannig að hver

(Þessi réttur svíkur engan)

Matgæðingarnir Guðbjörg Elín Þrastardóttir og Björgvin Bjarnason, ásamt börnum sínum. biti er ekki stærri en eldspítuhaus. Lúðan er tekin upp úr marineringunni og röðuð snyrtilega á disk. Borið fram með snittubrauði og sósunni.

Ofnbakaður koli í bernessósu í aðalrétt 1 kg Koli. 1 poki frosið blandað grænmeti (gufusoðið). Salt. Pipar. Aromat. Aðferð Kolinn er snöggsteiktur / brúnaður á

ÁB-mynd PS

Gyða og Jón eru næstu matgæðingar Guðbjörg Elín Þrastardóttir og Björgvin Bjarnason, Lækjarvaði 2, skora á Gyðu Kristmannsdóttur og Jón Ríkharð Kristjánsson, Þingvaði 17, að koma með uppskriftir í næsta blað. Við birtum gómsætar uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði í apríl. pönnu. Kryddaður með salti, pipar og aromat eftir smekk. Gufusoðið grænmeti sett í

eldfast mót og kolanum raðað yfir.

R ÐU TA RS NÝ

Sósa 200 gr. smjör. 2 pelar rjómi. 2 teningar af kjötkrafti. 1 góð matskeið bernesessens. 2 tsk. Estragon. Safi úr ½ sítrónu. Aðferð Hráefninu blandað saman, hitað upp við lágan hita, þykkt eftir smekk og að lokum helt yfir kolan. Bakist í ofni í 10 mínúturvið 200 gráðu hita. Borið fram með einhverju góðu salati og ofnbökuðum kartöflum.

Eftirréttur

BOLTINN Í BEINN / HAPPY HOUR FRÁ KL. 15-19 STÓR GULL Á 590 KR. GILDIR TIL 1. MAÍ OPNUNARTÍMI: MÁN. - FÖS. 11 - 23, LAU. 12 - 23, SUN 14 - 22 OPNUM HÁLFTÍMA FYRIR LEIK Höfðabakki 1 / 110 Reykjavík / Sími 568 8889

½ líter þeyttur rjómi. 3 stífþeyttar eggjahvítur. 3 píkskaðar eggjarauður. ½ poki ristaðar möndluflögur. 1 botn hvítur marens, vel mulin (má notast við tilbúinn Bónus botn) 1 poki malterses, vel mulinn. Nóakropp eftir smekk. Aðferð Rjómi, eggjahvítur, eggjarauður blandað varlega saman og svo restinni bætt varlega saman við. Sósa með eftirrétti ½ líter rjómi. 3 stk. Mars. ½ stk. Snikkers. Aðferð Setjið súkkulaðið og rjómann í pott, stillt á vægan hita og hrært í þangað til að súkkulaðið er orðið bráðið. Verði ykkur að góðu, Guðbjörg og Björgvin


Að hlúa að sparnaði fyrir þig og þína Byrjum að hlúa að sparnaði fyrir stóru stundirnar í lífinu. Það er nóg að byrja með lága upphæð á mánuði, fyrstu skrefin þurfa ekki að vera stór til að þú sjáir árangurinn. Hvernig vilt þú leggja fyrir? Viltu leggja inn á sparnaðarreikning, kaupa í ríkistryggðum sjóðum eða öðrum sjóðum?

Byrjaðu að hlúa að sparnaðinum þínum. Hafðu samband eða komdu við í næsta útibúi. arionbanki.is – 444 7000


6

Fréttir

Árbæjarblaðið

ZZZ ERUJDUERNDVDIQ LV DUVDIQ ëHPD PiQDèDULQV

Frá undirritun samningsins millum Fylkis og Íslandsbanka. Til hægri eru þau Ýlfa Proppé Einarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka við Hraunbæ og Björn Gíslason, formaður Fylkisis ásamt Hólmfríði Einarsdóttur, markaðsstjóra Íslandsbanka og Ásgeiri Ásgeirssyni gjaldkera knattspyrnudeildar Fylkis. Aftast á myndinni er framtíðar knattspyrnufólk í Fylki. ÁB-myndir PS

Íslandsbanki aðalstyrktaraðili Fylkis

,,Við hjá Fylki erum mjög ánægð með að þessi samningur sé í höfn og við teljum að hann sé góður fyrir félagið. Þessi samningur tryggir ákveðinn stöðugleika í fjármálum félagsins og ég held að hann sé mjög góður fyrir báða aðila og að bæði Fylkir og Íslandsbanki geti verið ánægðir með þennan samning,” sagði Björn Gíslason, formaður Fylkis eftir að fulltrúar frá Fylki og Íslandsbanka við Hraunbæ höfðu undirritað nýjan samstarfssamning aðilanna.

Páskarnir nálgast!

Úrval af kertum, servéttum og páskaskreytingum

Árbæjarblóm

Í frétt um samninginn segir á heimasíðu Fylkis: ,,Með samningnum var loks eytt ákveðinni óvissu sem ríkt hefur frá því Íslandsbanki og BYR runnu saman. Vissulega var vilji allra að halda áfram farsælu samstarfi sem Fylkir og SPV, síðar BYR og nú Íslandsbanki, hafa átt í síðastliðin áratug, en á meðan ekki lá fyrir samþykki eftirlitsaðila um samruna BYR og Íslandsbanka var ekki hægt að ganga frá þessum samningi.

Fyrir Fylki er þessi samstarfssamningur gríðarlega mikilvægur. Ekki bara vegna fjárhagslegs ávinnings heldur ekki síður sú viðurkenning á starfi félagsins sem felst í vilja Íslandsbanka til samstarfs. Við Fylkismenn fögnum nýjum samstarfsaðila og bjóðum hann velkominn í hverfið okkar. Það er von okkar og trú að Íslandsbanki fái notið þess velvilja Fylkismanna sem forveri hans svo sannarlega gerði.”

Ykkar búð í yfir 20 ár Árbæjarblóm - Hraunbæ 102e - Sími 567-3111

b bfo.is fo.is 7 7^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^ ;g^Âg^`h ÓaV[hhdcVg Z][ ^[gZ^ÂVkZg`hi¨Â^ ;g^Âg^`h ÓaV[hhdcVg Z][

W[d5W[d#^h W[d5W[d#^h

BG

BG

S VO

SV

T T UÐ ÞJ Ó N US

TA

OT TUÐ ÞJÓNUS

TA

SMIÐJUVEGI 22 (GRÆN (GRÆN GATA) GA AT TA) · 200 KÓPAVOGI KÓPAVOGI · SÍMI: 567 7360

Ungt knattspyrnufólk framtíðarinnar var viðstatt er nýr samstarfssamningur Fylkis og Íslandsbnka var undirritaður í útibúi Íslandsbanka við Hraunbæ.

Velkomin

Ýlfa Proppé Einarsdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka við Hraunbæ og Björn Gíslason, formaður Fylkis, glöð í bragði eftir að búið var að undirrita samninginn á dögunum. ÁB-mynd PS


Frábærar vörur frá Coastal Scents og Sigma á Gloss.is tilvaldar til fermingargjafa 88 Ultra Shimmer eye shadow palette

88 color eye shadow palette

88 augnskugga-pallettur - Margar gerðir - Frábær verð

88 Warm palette

88 Metal Mania palette

12 burstar í setti

7 burstar í setti

Hágæða burstasett frá Sigma

Tvær fallegar snyrtibuddur frá Sigma

www.gloss.is - Höfðabakka 3 - Sími: 587-9500


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Veggsport 25 ára - margt í boði. Afmæliskort til 25. sept. á 25.000,-

Líkamsræktarstöðin Veggsport var stofnuð árið 1987 af þeim Hafsteini Daníelssyni og Hilmari Gunnarssyni. Þeir höfðu kynnst skvassi erlendis og fannst grundvöllur til að bjóða upp á slíkt sport hérlendis. Áður en Veggsport var stofnað var enginn staður sem bauð upp á aðstæður til að iðka skvass. Upphaflega var Veggsport til húsa í gamla Héðinshúsinu og var einungis boðið upp á skvass og rakketball í 5 sölum. Síðar voru reistir tveir salir til viðbótar í réttri stærð þar sem þeir fyrstu uppfylltu ekki skilyrði um staðlaða tærð skvassvalla. Árið 1992 flutti Veggsport í húsakynnin þar sem þeir eru í dag, að Stór-

höfða 17 við Grafarvog þar sem voru fimm skvassvellir í fullri stærð og einn rakketball völlur. Árið 1995 fór Veggsport einnig að bjóða upp á tækjasal til almennrar líkamsræktar. Í dag hefur þjónustan breyst mikið. Boðið er upp á fjóra skvassvelli og starfsemin í kringum þá er mikil þar sem að mörg mót eru haldin á ári hverju í Veggsport. Árlegt Íslandsmeistaramót er haldið í Veggsport og einnig hafa verið haldin alþjóðleg mót og má þar nefna Norðurlandamót og Evrópuleika Smáþjóða. Í gegnum árin hefur líkamsræktarstöðin stöðugt verið að bæta við sig þjónustu. Auk tækjasals er til staðar spinningsalur sem nýtur mikilla vinsælda og svo hefur rakketballsalnum

verið breytt í almennan æfingasal. Þar fara fram Ketilbjöllutímar ásamt öðrum þol- og styrktartímum. Nýjasta viðbótin við þjónustuna er golfhermir sem hefur vakið mjög mikla lukku meðal viðskiptavina. Í tilefni af 25 ára afmælinu ætla þeir félagar að vera með skemmtilegar uppákomur fyrir viðskiptavini Veggsports. Byrjað verður á Spinning-live (spinningtími með hljómsveit) 11. maí og grillpartýi á eftir. Gönguferð á Esjuna ásamt hjólatúr um Hvalfjörðinn eru viðburðir sem verða í boði á afmælisárinu. Veggsport verður með afmælistilboð, afmæliskort sem gildir til 25. september á aðeins kr. 25.000,-.

Hilmar Gunnarsson og Hafsteinn Daníelsson, eigendur Veggsports. . ÁB-myndir PS

Vel tekið á því í Veggsport. Á innfelldu myndinni eru krakkar í skvassi sem er vinsælt meðal krakka og fullorðinna.

Gömul blaðaúrklippa frá 1987 og eigendurnir lítið breyttir í dag.

Íslansmet í snjókörlum

Anna Margrét hefur störf hjá Greifynjunni Anna Margrét Aðalsteinsdóttir nuddari og sjúkraliði nam Svæða og viðbragðsfræði við Nuddskóla Reykjavíkur árið 20012003 og líkamsnudd við sama skóla 2002-2003 Hún sótti grunn og framhaldsnámskeið í Cranio-Sacra-Therapy in Reflexology hjá Dr. Martine Faure-Anderson í maí 2006 sem haldið var í Reykjavík, einnig í maí 2007 í Ayurvedískri svæða-meðferð (Ayurvedic Reflexology) hjá Sharon Stathis. Hún tók fyrstu gráðu í Reyki-heilun hjá Guðrúnu Óladóttur Reykimeistarastundaði árið 2000 og stundaði nám við Mannræktar og heilunarskóla Austurlands hjá Guðrúnu M Tryggvadóttur 4 áfanga árið 2004, síðan við Heilunarskóla Karinu Becker ( Barbara Brennan heilunartækni ) árið 2006-2007. Bjóðum upp á: heilnudd 60 og 80 mín. og Svæðanudd 60 mín. Svæðanudd er meðferðarform þar sem sérstakri nuddtækni er beitt á fætur, það er afar árangursríkt við að ná fram slökun, vellíðan, auka orkuflæði líkamans og styrkja hann þar með til sjálfshjálpar.

- krakkarnir í Töfraselu geru 50 snjókarla

Hluti af hópnum sem tók þátt í snjókarlagerðinni, í Töfraseli eru krakkar úr 1-4 bekk Árbæjarskóla. ÁB-myndir Ása Jóa

Agnes, Hera, Hildur og Sara Björg búnar með einn karl og annar á leiðinni.

Rebekka Lind og Róbert gerðu þennan flotta karl.

Það var líf og fjör fimmtudaginn 8. mars fyrir utan Félagsmiðastöðin Ársel. Krakkarnir í frístundaheimilinu Töfraseli ákváðu að setja Íslandsmet í snjókarlagerð. Ekki var markmiðið að gera stærsta karlinn, nú var það fjöldinn sem var viðfangsefnið. Krakkarnir gerðu í allt 50 snjókarla, af ýmsum stærðum og gerðum. Efnivið í andlit fengu krakkarnir gefis frá Krónunni Bíldshöfða, en eins og flestir vita þá er gulrótarnef einkenni góðra snjókarla. Krakkarnir skora á önnur frístundaheimili að reyna að slá metið, en þrátt fyrir leit þá hafa ekki fundist heimildir um fleiri snjókarla gerða af einum hóp á sama degi.

Erla Margrét, Malena, Kendra, Erna Þórey, Freyja og Kristjana Íva skemmtu sér vel við snjókarlagerðina.

Linda Björg og Sólveig Eva stoltar með sinn flotta karl.


12 18 4 1 47 61 7 26 39 54 70 4 27 49 63 5 23 35 58 73 3 30 32 52 75

a s i R

Spjaldið kostar

500 kr.

s i k l y F l l ö h s i k l y Í Finn 20. mars 2012 kl. 20

g a d u j ð i r þ

· Flug fyrir tvo innanlands með Flugfélagi Íslands · Páskaegg · Matvara og margt fleira!

Kaffi á könnunni! Djús fyrir börnin!


10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Góugleði 2012

­Um­ 200­ konur­ mættu­ á Góugleði­Fylkiskvenna­sem haldið­var­18.­febrúar­sl. Það­ var­ að­ venju­ mikið um­ dýrðir­ en­ þema­ kvöldsins­var­Feneyja­grímuball. Þegar­ þemað­ er­ slíkt­ er boðið­ upp­ á­ skrautlegan

klæðnað­ og­ sú­ varð­ líka raunin­ eins­ og­ myndirnar bera­með­sér. Oft­ hefur­ verið­ erfitt­ að þekkja­allt­fólkið­á­myndunum­ frá­ svona­ kvöldum­ en aldrei­sem­nú. Hera­ Björk­ var­ veislu-

stjóri­og­ræðumaður­kvöldsins­ Vanda­ Sigurgeirsdóttir fyrrverandi­ knattspyrnukona.­Stebbi­og­Eyfi­litu­við og­ klikkuðu­ ekki­ frekar­ en

fyrri­daginn. Einar­ Ásgeirsson­ var­ að venju­ mættur­ á­ Góukvöldið og­ smellti­ af­ nokkrum myndum.

Myndir: Einar Ásgeirsson

Föngulegur og fríður hópur.

Ekki er hægt að halda konukvöld nema að hafa góða starfsmenn.

Skrautlegur flokkur og einn af mörgum sem vöktu mikla athygli.

Verulega flottar og allar óþekkjanlegar.

Flottar vinkonur.

Sem betur fer sást í nokkur andlit.

Flottar.

Gular og glaðar.

Þessar skemmtu sér vel.

Þessar stilltu sér upp fyrir Einarinn.

Hin heilaga þrenning.

Svakalega flottur hópur og fjölbreytnin í fyrirrúmi.

Vanda flytur ræðu kvöldsins.


Grafarholtsblað­ið 1. tbl. 1. árg. 2012 mars - Fréttablað íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal

Nýtt blað - ný tækifæri í Grafarholti Skrautáss ehf. sem gefur út Árbæjarblaðið og Grafarvogsblaðið hefur nú ákveðið að hefja útgáfu á þriðja blaðinu, Grafarholtsblaðinu. Fyrst um sinn verður útgáfan smá í sniðum og verður Grafarholtsblaðið fylgirit Árbæjarblaðsins til að byrja með. Vonandi mun

blaðið koma mánaðarlega út héðan í frá og vonandi vex því fiskur um hrygg. Skrautáss ehf. hefur áður lýst þeim áformum að gefa út sérstakt hverfablað fyrir Grafarholt og Úlfarsárdal. Fyrir nokkrum árum, þegar allt

lék í lyndi, vorum við nálægt því að hefja útgáfuna en hrunið fræga stöðvaði þær fyrirætlanir eins og margar aðrar. Í dag er ekki grundvöllur fyrir því að gefa út sérstakt blað í Grafarholti og Úlfarsárdal nema í slagtogi við annað blað. Þegar íbúum tekur að

fjölga á ný og einnig fyrirtækjum og þjónustuaðilum í hverfinu þá er það markmið Skrautáss ehf. að Grafarholtsblaðið fari í sér útgáfu. Við viljum hvetja íbúa í Grafarholti og Úlfarsárdal til að hafa samband við okkur á netfangið abl@skrautas.is og benda okkur á

skemmtilegt efni og eins viljum við hvetja ykkur íbúana til að senda okkur greinar og myndir til birtingar. Stefán Kristjánsson Sólveig Jóna Ögmundsdóttir

Passion fruit Sangria Eins og sólin sé komin! Komdu á Tapas barinn og smakkaðu ískalda Passion fruit Sangría, stútfulla af ferskum ávöxtum, BACH hvítvíni og g leyni lleyniblöndu le y ibllönd du af ste sterku áf áfengi f gi og feng og líkjörum. íkj um

890 0 kr kr.. Kanna, Kan nna,, 1 l 2 nn 2.990 2.9 990 kr.

SJÓÐHEITUR Í 11 ÁR

Glas Gla G as

R STAUR RESTAURANTRESTA RANTA ANTBAR V stu gö u 3B | 101 Reykjav Vesturgötu y ykjav í ík Reykjavík Sím S mi 551 2344 344 44 | www.tapas.is w pas.is Sími


12

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Liverpool á móti Manchester United.

Randalínur í Stjörnulandi.

Stjörnulandpósturinn

Nýnemar í haustblíðunni sem var.

- fréttabréf frístundaheimilisins Stjörnuland við Ingunnarskóla í Grafarholti Kæru samborgarar. Héðan úr Stjörnulandi er allt gott að frétta. Allir eru hressir og frískir og þrátt fyrir snjóþungan vetur og rysjótta tíð undafarið hefur það ekki nein áhrif á leikgleði og sköpun. Stjörnulandsíbúum hefur fjölgað til muna og búa nú 108 börn 6 – 9 ára og 14 starfsmenn í landinu og er meðalaldur starfsmanna 34 ár. Í vetur höfum verið með kynja- og aldursskipta klúbba 1x í viku útí Hofi (skúrarnir við skólann) þar sem ýmislegt hefur verið í boði eins og bakstur, leir, myndbandaáhorf og m.fl. Við höfum nýtt okkur íþróttasalinn í skólanum nokkrum sinnum í viku, auk þess að vera með hefðbundna starfsemi eins og að lita, föndra, spila og sauma og reynum að vera úti eins og hægt er miðað við aðstæður. Föstudagarnir eru alltaf notarlegir dagar með kvikmyndaáhorfi. Á löngum dögum reynum við að brjóta upp hefðbundna dagskrá, fórum t.d. í bíó einn langan daginn í október og á löngu dögunum í desember var margt í boði. Farið var í Árbæjarsafnið og keilu, piparkökur skreyttar og flatbökur bakaðar, frístundaheimilið Fjósið heimsótt og þau heimsóttu okkur ásamt jólasveinum og margt fleira var til gamans gert. Vorönnin á tvímælalaust eftir að verða viðburðarík og full af skemmtilegum ævintýrum. Stungið upp sandi í óræktinni.

Það var nægur efniviður til að búa til listaverk.

Myndlistarmenn framtíðarinnar.

Prakkaralegir Stjarnlendingar.

Glaðir og reifir leirlistamenn.

Stjörnulandspolka.


FYRIR LÍKAMA OG SÁL Í BYRJUN ÁRS H im n e sk h e il su b ót

fyrir alla

fjölsk ylduna

op n ar sn e m m a í öl lu m veð r u m

í þín u h v e rf i


14

Fréttir

Grafarholtsblaðið

Fermingarbörn í Guðríðarkirkju í Grafarholti Fermingar 15. apríl kl. 11 Anna Bríet Sigurðardóttir Anna Kristín Hrafnkelsdóttir Arnar Freyr Ómarsson Aron Garðar Másson Ásmundur Eiríksson Birgitta Ósk Örvarsdóttir Birta Ingadóttir Bjarndís Ólöf Gísladóttir Brynjar Gauti Kristjánsson Brynjar Nói Sighvatsson Edvard Dagur Edvardsson Einar Loki Eiðsson Elfa Rán Vilhjálmsdóttir Guðrún Ósk Frímannsdóttir Gunnar Darri Kjærnested Harpa Sif Sigurðardóttir Jóel Örn Einarsson Jóhann Haukur Arnarsson Jón Gylfi Sigfússon Kristófer Andri Daðason Nína Björk Grétarsdóttir Silja Sjöfn Sölvadóttir Sigríður María Einarsdóttir Steinar Frank Sigurjónsson Ferming 22. apríl kl. 11 Alda Karen Jónsdóttir Alexandra Mist Halldórsdóttir Anton Örn Bóasson Aron Máni Þórhallsson Aron Örn Heimisson Bjarni Rósar Gunnlaugsson Guðrún Valmundsdóttir Hanna Dís Elvarsdóttir Hanna Lísa Rafnsdóttir Hólmfríður María Böðvarsdóttir Karen Anna Birgisdóttir Kristmundur Ari Gíslason Sigurður Valmundsson Sólveig Lilja Gunnarsdóttir Sveinn Valmundsson Vilborg Rós Vilhjálmsdóttir Þórdís Birgitta Einarsdóttir

Lið 3. flokks Fram sem sigraði Þrótt 5-1 í opnunarleiknum.

Öruggur sigur Fram í opnunarleiknum Síðastliðið haust hóf Knattspyrnufélagið Fram æfingar á nýjum og glæsilegum gervigrasvelli á félagssvæði sínu í Úlfarsárdal. Í janúar var félagsheimili Fram tekið

Ferming 29. apríl kl. 11 Aníta Sól Valdimarsdóttir Gabríel Máni Teitsson Hlífar Arnar Hlífarsson Magnús Ólíver Axelsson Ólafía Auður Erlendsdóttir Perla Njarðardóttir Ragnheiður R. Steingrímsdóttir Sigurbjörg Ýr Snorradóttir Sigþór Reynir Björgvinsson Sólveig Þorsteinsdóttir Sturla Páll Gunnarsson Ferming 6. maí 2012 kl. 11 Daníel Snær Guðjónsson Egill Hlér Guðjónsson Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir

Jóhannes Aron Andrésson skoraði fyrsta markið á nýja vellinum.

í notkun og skrifstofa félagsins sem verið hafði í verslunarhúsnæði í Grafarholtinu fluttist í félagsheimilið. Þriðjudaginn 6. mars var söguleg stund í sögu Knattspyrnufélagsins Fram en þá var leikinn í Úlfarsárdalnum fyrsti opinberi knattspyrnuleikurinn á nýja félagssvæðinu. Það kom í hlut 3. flokks karla að leika opnunarleikinn gegn Þrótturum á þessum besta gervigrasvelli landsins. Leikurinn var hin besta skemmtun þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi sett eilítið strik í reikninginn. Fóru leikar svo að lið Fram vann öruggan sigur 5-1. Framarar hófu leikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu fyrsta markið strax á 5. mínútu. Þar var að verki varnarmaðurinn sterki Jóhannes Aron Andrésson. Tryggði hann sér þar með sess í sögubókum sem fyrsti markaskorarinn á nýja félagssvæðinu í Úlfarsárdalnum. Framherjinn knái Andri Þór Sólbergsson bætti við þremur mörkum og Alex Freyr Elísson einu

Arnór Daði Aðalsteinsson fyrirliði Fram, Bóas Börkur Bóasson dómari og Pétur Jökull Þórhallsson fyrirliði Þróttar. áður en yfir lauk. Mark Þróttara skorði Sigurjón Gíslason. Þetta var sannarlega glæsilegur sigur hjá liði Fram í þessum tímamótaleik og vonandi forsmekkurinn að því sem koma skal á nýja félagssvæðinu. Liðið spilaði virkilega vel og ljóst að það verður bara betra með hverjum leiknum.

Reykjavíkurmótin eru nú í fullum gangi hjá yngri flokkum félagsins og munu þeir á næstu vikum spila fjölda leikja bæði í Úlfarsárdalnum og í Safamýrinni og eru allir Framarar og aðrir áhugamenn um góða knattspyrnu hvattir til þess að koma og fylgjast með framtíðarleikmönnum félagsins.

Árbær, Grafarholt, Norðlingaholt og Úlfarsárdalur - Betri Hverfi! Samráðsvefurinn „Betri Reykjavík“ var opnaður 5. desember sl. Íbúar fengu þar með vettvang til að senda stjórnkerfi Reykjavíkurborgar hugmyndir að framkvæmdum í hverfum Reykjavíkur. Um

Ferming 27. maí kl. 11 Alex Frank Salters Arndís Hafþórsdóttir Aron Már Atlason Ásta Margrét Einarsdóttir Dagný Dröfn Magnúsdóttir Guðbjörn Atli Kristinsson Helgi Valentin Arnarson Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir Jóna Dís Þorleifsdóttir Viktor Andri Kárason Þorsteinn Orri Garðarsson Ganga til spurninga í Grafarholti en fermast annars staðar Aðalheiður Þorvaldsdóttir María Líf Reynisdóttir Grafarholt.

er að ræða hugmyndir sem haft geta áhrif á umhverfi og möguleika til útivistar og samveru, geta haft áhrif á aðstöðu eða tækifæri til leikja eða afþreyingar, hvetja til aukinna hjólreiða,

bæta aðstöðu og möguleika gangandi eða bæta aðstöðu fyrir notendur strætó. Íbúar hafa nú sett inn hugmyndir eða tillögur að verkefnum í hverfum borgarinnar, rökrætt þær og gefið þeim vægi sitt. Það næsta í ferlinu var að fagráð fékk tillögurnar til skoðunar og raðaði þeim eftir hvort um er að ræða nýframkvæmdir eða viðhaldsverkefni auk þess að kostnaðarmeta tillögurnar.

körfuna“ þína inn. Kosningin verður bindandi fyrir fagsvið borgarinnar sem fá framkvæmdirnar til frekari vinnslu. Íbúum mun standa til boða aðstoð við að komast á netið og upplýsingar um hvernig kosningin fer fram á eftirtöldum stöðum: Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts - Hraunbæ 115. Félagsmiðstöðin Hraunbæ 105

Hverfisráð Ábæjar og hverfisráð Grafarholts og Úlfarsárdals hafa fengið tillögur þær sem heyra til hverfanna, sendar og hafa ráðin fjallað um þær. Íbúakosning fer svo fram frá 22. mars fram til 28. mars. Í þeirri kosningu gefst þér ágæti íbúi kostur á að velja þau verkefni sem þér finnst mest áríðandi. Þú mátt í sjálfu sér kjósa í hvaða hverfi sem er, en aðeins er hverjum íbúa gert mögulegt að kjósa í einu hverfi. Kosningin verður einföld, fyrirkomulagið verður svipað og í netverslunum þar sem þú safnar saman þeim hugmyndum sem þér finnst þarfarastar/áhugverðastar þar til þú hefur náð upp í fyrirfram gefna fjárhæð. Þá sendirðu „innkaupa-

Þegar þessar línur eru skrifaðar er ekki ljóst með fleiri staði en í farvatninu er að íbúum gefist kostur á að leita á fleiri staði eftir aðstoð við kosninguna. Frekari upplýsingar verður hægt að nálgast á vef Árbæjar www.arbaer.is þegar nær dregur kosningu. Einnig má ná í undirritaðan í síma 664 7721 eða hafa samband við þjónustuver Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts í síma 411 1200. Kveðja, Trausti Jónsson verkefnisstjóri Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts


15

Fréttir

Árbæjarblaðið

Góðar vinkonur.

Dúndurstuð á dansgólfinu.

Og hér eru fleiri vinkonur.

Þessar voru mjög flottar.

Flott uppstiling.

Páfuglsfjaðrir voru notaðar í höfuðskrautið. Kátar á góðu kvöldi.

Það voru allir í miklu stuði.

Þessar brostu breitt til ljósmyndarans. Hér var ekki leiðinlegt.

Rosalega föngulegur hópur.

Smartar þessar.

Flott föt og örugglega lekkert í þessu líka.

Flottar grímur á flottum konum.

Þessar ræddu málin í rólegheitunum.

Hera söngkona og veislustjóri með vinkonum.

Haldiði að það sé flottur hópur.


16

Árbæjarblaðið

Fréttir

Unglingar í Árbæjarskóla eiga mikið val í námi og starfi Þessa dagana eru 323 nemendur í unglingadeild Árbæjarskóla að skila inn námsvali fyrir næsta vetur. Af nógu er af taka því nemendur geta valið á milli fimmtíu valgreina og kennir þar ýmissa grasa. Meðal þess sem valið stendur á milli er dans, kvikmyndasaga, heimilisfræði, hönnun, skólahreysti, leiklist, slökun og sönglist. Þá gefst nemendum kostur á að ljúka framhaldsskólaáföngum í nokkrum greinum. Að sögn Sólveigar Hrafnsdóttur aðstoðarskólastjóra hefur kennsla í slökun slegið í gegn, þar er kennt í sjö hópum í vetur, en einnig eru heimilisfræði og listgreinar allar afar vinsælar. Í vetur hafa einnig hundrað nemendur stundað nám í ensku og kvikmyndum þar sem áhersla er lögð á að þjálfa hlustun og skilning með því að skoða kvikmyndir og sjónvarpsefni frá ýmsum svæðum hins enskumælandi heims. Í valgreinum er nemendum blandað saman þvert á árganga og hefur það gefist vel, að sögn Sólveigar. Það hefur ekki staðið á því að hafa gott framboð í vali, segir Sólveig, við erum með svo fjölhæfan og hugmyndaríkan kennarahóp. Kostir stórrar unglingadeildar koma einnig skýrt fram þegar kemur að vali nemenda, segir Sólveig, en við getum boðið upp á mikla fjölbreytni í ljósi fjöldans. Í 8. bekk Árbæjarskóla gefst nemendum kostur á sex stunda frjálsu vali og eiga fjórar stundir af þeim að vera list- og verkgreinar. Í 9. og 10. bekk eykst valið enn og geta nemendur valið milli fjögurra námsbrauta þar sem mismikil áhersla er lögð á samfélags- og náttúrufræði. Að auki er val um allt að níu stundir í frjálsu vali hjá nemendum í 9. og 10. bekk. Árbæjarskóli er safnskóli á unglingastigi fyrir Ártúnshverfi, Seláshverfi og Árbæ. Lögð er áhersla á að blanda nemendum úr skólunum þremur í bekki þegar þeir koma saman í 8. bekk. Mikið er lagt upp úr góðri kynningu á unglingadeildinni og starfinu þar fyrir nemendur í 7. bekk. Sólveig og námsráðgjafar heimsækja á vorönninni nemendur í Ártúns- og Selásskóla og kynna fyrir þeim starfið í Árbæjarskóla auk þess sem nemendur Árbæjarskóla fá samskonar kynningu. Auk þess bjóða nemendur Árbæjarskóla væntanlegum skólafélögum á vinaball í lok annarinnar til að hrista hópinn saman. Það fylgja því þó nokkrar breytingar að fara upp á unglingastigið, segir Sólveig, og afar mikilvægt að nemendur séu vel upplýstir. Bæði námið og félagslífið breytist og meiri kröfur eru gerðar til nemenda á svo mörgum sviðum. Þrátt fyrir fjölmennan hóp er Sólveig afar ánægð með sína nemendur. Við erum stolt af okkar krökkum og þeir eru sjálfum sér og skólanum til sóma hvert sem þeir fara á okkar vegum. Sjá veffrétt: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3801/2281_read30504/

Yngstu börnin skemmta sér afar vel í Ungbarnafiminni hjá Fylki.

Ungbarnafimi hjá Fylki

Fimleikadeild Fylkis hóf í haust Ungbarnafimi sem hefur slegið rækilega í gegn meðal yngstu barnanna og foreldra þeirra. Ungbarnafimi er fyrir börn á aldrinum eins til þriggja ára og er nýbreytni hjá fimleikadeildinni til að örva hreyfiþroska barnanna þar sem börnin og foreldrar þeirra hreyfa sig saman í mjög skemmtilegum leikjum og þrautabrautum. Þjálfari er Zsuzsanna Oláhné (Súsí) sem er íþróttakennari og líkamsþjálfari barna. Þessar skemmtilegu myndir voru teknar á æfingu hjá yngstu börnunum nýverið. Nýtt námskeið hófst laugardaginn 10. mars og er kennt í Fylkisseli Norðlingabraut 12. Um að gera að skella sér og mæta á staðinn. Mömmurmar voru að sjálfsögðu skammt undan.

Ánægðir nemendur í Árbæjarskóla.

Kemst þótt hægt fari.

Gott að hvíla sig inn á milli.

Dottið á dínuna.

Fermingarbörn í Árbæjarkirkju 2012 Árbæjarkirkja í Árbæjarsafni Laugardaginn 17. mars kl. 11.30 Prestur sr. Þór Hauksson Eyrún Hjartardóttir, Hraunbæ 56 Ívar Örn Böðvarsson, Núpalind 8

Magnús Ingi Gylfason, Seiðakvísl 1 Steinar Frank Sigurjónsson, Þingási 7 Thelma Rún Sveinsdóttir, Viðarási 29 Tinna Karen Victorsdóttir, Hraunbæ 93 Þröstur Sæmundsson, Þingási 39

Árbæjarkirkja Laugardaginn 17. mars kl. 13.00. Prestur sr. Þór Hauksson Ástríður Glódís Guðlaug Gísladóttir, Hraunbæ 100

Sunnudaginn, 25. mars, kl. 13.30. Prestar Þór Hauksson og Jón Helgi Þórarinsson Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Fiskakvísl 26 Bjarki Karel Kristjánsson, Hestavaði 1 Birta Ósk Ómarsdóttir, Viðarási 23 Elísabet Sesselja Harðardóttir, Heiðarási 27 Gabríela Rós Jónasdóttir, Brekkubæ 26 Gunnhildur Ólöf Jóhannsdóttir, Hraunbæ 52 Jón Engilberts Guðmundsson, Mýrarási 1 Kristófer Darri Baldursson, Laxakvísl 21 Magnús Jóhannes Stefánsson, Vesturási 53 Magnea Kristín. J. Fredriksen, Fiskakvísl 28 Oddný Halla Halldórsdóttir, Reykási 23 Ragnheiður Erla Gunnarsdóttir, Grundarási 7 Rebekka Sól Ásmundsdóttir, Heiðarási 4 Urður Egilsdóttir, Búðarvaði 4 Vaka Halldórsdóttir, Hólmvaði 38. Þorvaldur Tryggvason, Vesturási 62

Sunnudaginn 25. mars. kl. 10.30. Prestar. Þór Hauksson og Jón Helgi Þórarinsson Agnar Tryggvason, Rauðási 7 Ari Leifsson, Hólavaði 71 Aron Ingi Sverrisson, Deildarási 20 Bergþór Hrannar Óskarsson, Brúarási 19 Brynjólfur Sverrisson, Grundarási 8 Daníel Steinar Kjartansson, Brautarási 1 Davíð Vladyslav Belinskyi, Helluvaði 19 Drífa Guðrún Þorvaldsdóttir, Þingási 57 Edda Kristín Óttarsdóttir, Vesturási 34 Edda Marín Ólafsdóttir, Grundarási 13 Eva Dröfn H. Guðmundsdóttir, Brautarási 12 Guðný Björk Halldórsdóttir, Hraunbæ 114 Harpa Eir Þorleifsdóttir, Kleifarási 8 Helena Júlía Kristinsdóttir, Seiðakvísl 22 Helga Þórey Björnsdóttir, Melbæ 2 Jón Ragnar Björgvinsson, Viðarási 35 Karen Elizabeth Swenson, Hraunbæ 22 Karen Ósk Sverrisdóttir, Deildarási 20

Pálmasunnudagur, 1. apríl, kl. 10.30.

Prestar sr. Þór Hauksson og Jón Helgi Þórarinsson Arnheiður Erla Guðbrandsdóttir, Laxakvísl 19 Axel Andri Antonsson, Víkurási 2 Benedikt Bjarni Níelsson, Heiðarási 28 Birta Kristrún B. Hjaltadóttir, Bjallavaði 1 Bjarki Ragnar Sturlaugsson, Vesturási 24 Davíð Nói Kristjánsson, Þverási 16 Eik Arnþórsdóttir, Reykási 31 Gunnar Árni Konráðsson, Rauðavaði 19 Guðberg Hrafnsson, Þverási 5 Guðjón Orri Sigurðarson, Brekkubæ 23 Hildur Inga Hauksdóttir, Malarási 3 Hilmar Örn Þráinsson, Næfurási 7 Helena Sveinborg Jónsdóttir, Vesturási 51 Hugrún Birna Bjarnadóttir, Rofabæ 29 Íris Dögg Frostadóttir, Viðarási 35a Konráð Gíslason, Selvaði 7 Linda Dögg Rúnarsdóttir, Reykási 47 María Lilja Fossdal, Brekkubæ Mikael Guðbrandsson, Birtingakvísl 34 Sara Lind Frostadóttir, Viðarási 35a Sindri Már Fannarsson, Sandavaði 5 Sveinn José Rivera, Álakvísl 92 Telma Viðarsdóttir, Elliðavaði 7 Þórey Líf Jóhannsdóttir, Hraunbæ 120 Pálmasunnudagur, 1. apríl kl. 13.30. Prestar Þór Hauksson og Jón Helgi Þórarinsson Alexandra Brynja Sigurðardóttir, Hraunbæ 60

Arna Ýr Emilsdóttir, Skógarási 14 Bjarki Laxdal Baldursson, Þykkvabæ 13 Daníel Varmdal Hrafnsson, Melbæ 19 Eydís Angel Vandyke, Vallarási 5 Herdís Birna Gunnarsdóttir, Álakvísl 52 Hlynur Örn Hrafnkelsson, Þingási 51 Lilja Karen Kristófersdóttir, Bjallavaði 15 Sigurveig Ankita Sólmundsdóttir, Álakvísl 40 Unnur Petrea Halldórsdóttir, Móvaði 37 Skírdagur, 5. apríl kl. 13.30. Prestar sr. Þór Hauksson og Jón Helgi Þórarinsson Andri Snær Guðjónsson, Reiðvaði 1 Freyja Lind Hilmarsdóttir, Hólmvaði 60 Guðjón Bjarki Hildarson, Hraunbæ 170 Hanna Lovísa Harðardóttir, Bleikjukvísl 18 Helena Sveinborg Jónsdóttir, Vesturási 51 Hildur Björnsdóttir, Hraunbæ 170 Iðunn Lilja Sveinsdóttir, Helluvaði 9 Karen Sunna Atladóttir, Hólavaði 61 Lovísa Kristín Ingimundardóttir, Skógarási 17 Magnea Rós Bjarnadóttir, Hraunbæ 100 Margrét Hauksdóttir, Heiðarbæ 14 Natan Hjaltalín, Viðarási 37 Nikulás Ingi Björnsson, Þingási 18 Ponphan Gasame, Álakvísl 11 Skírdagur, 5. apríl, kl.10.30. Prestar sr. Þór Hauksson og Jón Helgi Þórarinsson

Anna Rakel Snorradóttir, Víkurási 4 Aðalheiður Jóna Magnúsdóttir, Rauðási 4 Alexander Freyr Lúðvíksson, Hraunbæ 106 Arnór Elí Kristinsson, Skógarási 13 Brynjar Geir Veigarsson, Hraunbæ 146 Dagmar Sif Ásgeirsdóttir, Vesturási 64 Elvar Wang Atlason, Heiðarási 23 Erlendur Guðni Erluson, Hólmvaði 44 Eva María Óskarsdóttir, Rauðavaði 25 Gylfi Gestsson, Hraunbæ 168 Heiða Rún Sigurjónsdóttir, Móvaði 19 Hlynur Magnússon, Skógarási 11 Hildur Aradóttir, Lindarvaði 17 Hinrik Hjaltason, Lækjarvaði 10 Hjörtur Breki Egilsson, Rauðavaði 25 Hörður Jónsson, Melbæ 3 Iðunn Hrafnkelsdóttir, Klapparási 9 Ísabella Atladóttir, Birtingakvísl 48 Írena Pálsdóttir, Hraunbæ 9 Kharl Anton Leigh, Suðurhólum 20 Nóni Sær Ásgeirsson, Selvaði 11 Kristján Óli Guðbjartsson, Skógarási 7 Páll Ragnar Pálsson, Þingási 10 Rakel Leifsdóttir, Vesturási 26 Sigurður Kristjánsson, Hábæ 44 Sunneva Sjöfn Höskuldsdóttir, Reykási 2 Theodóra Hjaltadóttir, Lækjarvaði 10 Úlfhildur Eir Jónsdóttir, Brautarási 13 Víðir Davíð Krogsgaard, Hraunbæ 130 Ýmir Sigurðsson, Álfkonuhvarfi 65


17

Fréttir

Árbæjarblaðið

,,Gaman fyrir fjölskylduna að fara á skauta” - segir Egill Gomez, rekstrarstjóri skautasvellsins í Egilshöllinni Það er orðið alllangt síðan Grafarvogsblaðið kom við í Egilshöllinni en þar hefur verið mikill uppgangur síðustu misserin. Flestir þekkja þá hefðbundnu íþróttastarfssemi sem þar fer fram. Fjölmargir hafa lagt leið síðan í Sam-bíóin í Egilshöll, sem fyrir 16 mánuðum opnuðu glæsilegt 4ra sala kvikmyndahús. Aðrir hafa fylgst spenntir með framkvæmdum á hæðinni undir bíósölunum en þar áformar Keiluhöllin að opna á vormánuðum glæsilegan keilusal ásamt veitingahúsi og annarri afþreyingu. Við segjum meira frá þeirri starfssemi er nær dregur. Að þessu sinni lék okkur forvitni á að heimsækja skautasvellið í Egilshöll. Þar er heimavöllur skautafélagsins Bjarnarins en svellið er líka opið fyrir almenning, skóla, fyrirtæki og aðra hópa. Við settumst niður með Agli Gómez, rekstrarstjóra skautasvellsins til að forvitnast meðal annars um hvort höfuðborgarbúar væru almennt duglegir að bregða sér á skauta. ,,Fólk á öllum aldri hefur verið að koma til okkar á skauta, það yngsta um 2ja ára og alveg upp í heldri borgara, einnig er mikil aukning á fjölskyldufólki. Það er mjög gaman fyrir fjölskylduna að skella sér á skauta með nesti og heitt kakó á brúsa. Allir fá roða í kinnar og eiga

ánægulega stund saman,” segir Egil. - Skipuleggið þið uppákomur fyrir hópa, hvað er í boði? ,,Það hefur verið mjög vinsælt að halda bekkjarkvöld hjá okkur á miðvikudögum frá 17 – 19, einnig hafa föstudagarnir frá 16 – 18 verið vel sóttir og þá er oft endað á pizzuveislu sem hægt er að panta hjá okkur. Grunnskólarnir hafa verið að koma til okkar á morgnana og þá bjóðum við uppá skautakennslu að kostnaðarlausu og farið er yfir fyrstu skrefin á ísnum. Mörg barnaafmæli hafa verið haldin hjá okkur á skautasvellinu. Þá er hægt að panta hjá okkur afmælistilboð sem felur í sér aðgang, skauta, hjálma, pizzuveislu og gos. Fyrirtæki og félagasamtök hafa verið með fjölskyldudaga og ýmsar uppákomur og getum við tekið á móti allt að 400 manns og getum séð um að skipuleggja viðburði í samstarfi við fyrirtækin og félagasamtök.” - Þegar maður lítur hér í kringum sig þá sér maður m.a þennan fína sal á hæðinni fyrir ofan skautasvellið, hvað fer þar fram? ,,Íssalurinn er veislusalur á 3. hæð með yfirsýn yfir skautasvellið. Salurinn tekur um 100 manns í sæti. Þessi salur er notaður fyrir hópa sem koma til okkar á

,,Fólk á öllum aldri hefur verið að koma til okkar á skauta, það yngsta um 2ja ára og alveg upp í heldri borgara, einnig er mikil aukning á fjölskyldufólki,” segir Egill Gomez rekstrarstjóri skautasvellsins í Egilshöll. ÁB-mynd PS skauta og vilja kannski vera svolítið útaf fyrir sig. Einnig er hann leigður út fyrir fermingarveislur eða til fundahalda.” - Við sáum auglýst ball á svellinu, eru slíkar uppákomur reglulegar hjá ykkur? ,,Við reynum að hafa eitt ball í mánuði sem við nefnum Föstudagsfjör. Þá lengjum við opnunartímann og höfum opið til 22 þann föstudag sem valinn er fyrir föstudagsfjörið. Við höfum fengið til liðs við okkur þekkta skemmtikrafta sem koma og halda

uppi stuðinu. Og gaman er að segja frá því að á næsta föstudagsfjöri sem fer fram 16. mars nk. mun Haffi Haff, Kristmundur Axel, og DJ Hanna Rún sjá um fjörið. Þá verður sett upp svið inná skautasvellinu, setjum reykvélarnar í gang og diskóljósin, til að búa til réttu stemmninguna. Frostbitinn verður opinn sem er sjoppan okkar, sem opnuð er við sérstök tilefni. Hægt verður einnig að kaupa pizzu, nammi og gos. Föstudagsfjörið hefur verið mjög vin-

sælt hjá krökkunum,” segir Egill Gomez. - Eitthvað að lokum? ,,Hægt er fá leigða skauta frá stærðum 25 til 48, í boði eru hjálpargrindur, sleði fyrir fatlaða og hjálmar að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að fá skerpingu á skautum.” Við kveðjum Egil sem bregður sér á íshefilinn til að gera svellið klárt fyrir næsta hóp. Þar með líkur þessari heimsókn okkur og vonum við að lesendur séu einhvers vísari um skautasvellið í Egilshöll.

STÓR PIZZA AF MATSEÐLI 1.990 KR. MINNI PIZZA AF MATSEÐLI 1.490 KR.

ÞINN STAÐUR ER Í HRAUNBÆ BÆJARLIND t HRAUNBÆ t GRENSÁSVEGI

...því eldbakað er einfaldlega betra!


18

Fréttir

Árbæjarblaðið

„Upplódað“ og „rístartað“ á tölvufærni námskeiði fyrir aldraða Reykjavíkurborg hefur því ákveðið að standa fyrir átaki til að auka tölvufærni íbúa með því að stórauka framboð á tölvufærni námskeiðum í félagsmiðstöðvum borgarinnar. Námskeiðin byggja á þeirri hugmyndafræði að yngri kynslóðin kennir þeirri eldri að nota tölvur og netið undir handleiðslu fullorðinna tölvufærra sjálfboðaliða. Námskeiðin byggja þannig brýr milli kynslóða. Gerir þeim eldri kleift að öðlast tölvufærni og stuðla þannig að auknu sjálfstæði þeirra, sjálfshjálp og þátttöku í samfélaginu. Námskeiðin veita að sama skapi yngri kynslóðinni tækifæri til að miðla þekkingu sem þeim er svo sjálfsögð. Ungir miðla - eldri læra Síðastliðin sex ár hafa verið haldin tölvufærni námskeið eftir þessari hugmyndafræði í félagsmiðstöðinni í Hæðargarði í samtarfi við Breiðagerðisskóla. Tólf ára nemendur við skólann taka að sér hlutverk kennara og hefur samstarfið heppnast mjög vel. Þátttakendur á námskeiðunum eru misjafnlega

í sveit settir hvað tölvuþekkingu varðar. Í ljós hefur komið að margir eiga fartölvu og hafa notað tækifærið og tekið hana með á námskeiðin til þess að læra á tölvuna. Sumir hverjir höfðu aldrei kveikt á tölvunni því þeir vissu ekki hvað átti að gera næst og því kærkomið að fá aðstoð á námskeiðinu. Enn aðra vantaði sértæka aðstoð við myndvinnslu eða leiðbeiningar um hvernig nota ætti Skype. Þannig eru námskeiðin einstaklingsmiðuð og reyna krakkarnir að koma til móts við mismunandi þarfir allra. Undantekningalaust hafa þátttakendur verið mjög ánægðir með leiðsögn krakkanna enda fátt sem þau gátu ekki aðstoðað með. Endrum og eins komu upp örlitlir tungumála örðugleikar, enda „upplóduðu“ menn ekki síldinni í þá daga né „rístörtuðu bráserum“ við fjárleit í seinni göngum. Tölvufærni námskeiðin í boði í Grafarvogi og Árbæ Nú í febrúar fóru Korpúlfarnir af stað með tölvufærni námskeið í samvinnu

við Vættaskóla, eru þau námskeið á mánudögum kl. 9:50 – 11:00. Á námskeiðunum er hægt að fá aðgang að fartölvum en þátttakendum er einnig velkomið að koma með eigin fartölvu. Hvetjum við alla áhugasama til að nýta sér þessi gjaldfrjálsu tölvufærni námskeið, því án þátttakenda verða engin námskeið. Allir áhugasamir geta skráð sig á námskeiðin í símaveri Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11 eða hjá Birni Guðmundssyni verkefnisstjóra verkefnisins í gegnum netfangið bjorn.gudmundsson@reykjavik.is Verkefnið er hluti af evrópska samstarfsverkefninu „E-government for you (EGOV4U)“ og styrkt af Evrópusambandinu. Höfundar: Björn Guðmundsson, verkefnisstjóri tölvufærninámskeiða hjá Reykjavíkurborg Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri EGOV4U hjá Reykjarvíkurborg

Björn Guðmundsson.

Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir.

Unga kynslóðin kennir þeirri eldri á tölvur.

Minningarskjöldurinn um 100 ára skátastarf á Íslandi.

Minningarskjöldur afhjúpaður í Hraunbænum Í ár fagna íslenskir skátar því að 100 ár eru liðin frá því að skátastarf hófst hér á landi með stofnun Skátafélags Reykjavíkur þann 2. nóvember 1912. Að tilefni tímamótanna afhjúpuðu ungu skátarnir Tómas Snær Jónsson og Andrea Dagbjört Pálsdóttir minningarskjöld við Skátamiðstöðina að Hraunbæ

123 í dag, en 22. febrúar er haldinn hátíðlegur af skátum um allan heim, enda fæðingardagur Robert Baden-Powells, stofnanda skátahreyfingarinnar. Bragi Björnsson, skátahöfðingi, ávarpaði gesti og minntist í ræðu sinni á að skátahreyfingin væri langstærsta alþjóðlega æskulýðshreyfingin, með

rúmlega 45 milljónir starfandi félaga. „Þetta er einstakur árangur, sérstaklega þegar haft er í huga þær ótrúlegu breytingar og hremmingar sem mannkynið hefur upplifað á þessum hundrað árum“ sagði Bragi og bætti við að líklega hafi aldrei verið meiri þörf fyrir skáta en einmitt nú á tímum örra þjóðfélagsbreyt-

inga. Skátahöfðingi hvatti skáta landsins til þess að tendra eld í brjóstum sem flestra og lauk ræðu sinni með orðunum: „Í skátaeldi býr sú kynngi og kraftur sem þarf til þess að breyta heiminum til hins betra“. Kjörorð afmælisársins er „Ævintýrið heldur áfram“ og markar afhjúpun

minningarskjaldarins upphaf afmælisfagnaðarins sem lýkur formlega 2. nóvember næstkomandi. Að tilefni afmælisársins munu íslenskir skátar halda ýmsa viðburði, smáa og stóra. Þar má helst nefna Landsmót skáta á Úlfljótsvatni, afmælisveislu skátahreyfingarinnar á Menningarnótt og alþjóðlegt

Viðsnúningur í fjármálunum - Halldór Páll í aðalstjórn Fylkis Björn Gíslason var endurkjörinn formaður Fylkis á aðalfundi félagsins á dögunum en fundarmenn voru um eitt hundrað. Ein breyting varð á aðalstjórninni. Halldór Páll Gíslason var kjörinn í stjórnina í stað Kristjáns Eiríkssonar. Björn Gíslason var endurkjörinn formaður Fylkis ásamt þeim Gunnlaugi H. Jónssyni gjaldkera stjórnar og Magneu Rögnu Ögmundsdóttur ritara. Þá fékk Halldór Páll Gíslason fína kosningu í stjórn í stað Kristins Eiríkssonar sem ekki gaf kost á sér. Hildur Mósesdóttir, sem einnig bauð sig fram til stjórnar, fékk ágætan stuðning sem dugði þó ekki til að ná sæti í stjórn. Eins og oft á aðalfundum íþróttafélaga voru fjármálin tímafrek ásamt aðstöðumálum. Mikill viðsnúningur hefur orðið í fjármálum Fylkis og hefur slæmri tapstöðu verið snúið í hagnað. Verður það að teljast afbragðs góður árangur í því árferði sem hér hefur ríkt undanfarin ár.

Í frétt um fundinn segir á vef Fylkis: ,,Fjármál félagsins voru ofarlega á baugi á fundinum og vakti almenna ánægju fundarmanna góður viðsnúningur á rekstri. Hallarekstur sem því miður hefur verið okkar böl sl ár er ekki til að dreifa nú. Það má teljast aðdáunarvert og er til mikillar eftirbreytni hve vel hefur til tekist í erfiðu árferði. Formaður Fylkis benti réttilega á þetta í skýrslu stjórnar og þakkaði þeim fjölda sjálfboðaliða sem leggja félaginu lið og gera góðan rekstur mögulegan. Aðstöðumálin fengu sinn sess í störfum fundarins og fór Björn formaður sérstaklega yfir stöðuna á stúkunni sem einhver hreyfing virðist loks vera á. Björn var bjartsýnn á að hafist verði handa við umbætur á næstu vikum. Hve mikið næðist að gera fyrir komandi tímabil er ekki ljóst en hann taldi að við næðum að uppfylla kröfur KSÍ þannig að undanþága yrði framlengd til eins árs og leikið verði á Fylkisvelli í Pepsideild karla næsta sumar.

Sitjandi frá vinstri, Guðrún Ósk Jakobsdóttir meðstj., Björn Gíslason formaður, Magnea Ragna Ögmundsdóttir ritari. Standandi frá vinstri: Þórir Örn Árnason varaformaður, Gunnlaugur H. Jónsson gjaldkeri, Halldór Páll Gíslason meðstjórnandi og Benedikt Guðmundsson meðstjórnandi.


19

Fréttir

Árbæjarblaðið

Öskudagur í Norðlingaholti Á Öskudaginn ákvað Foreldra og starfsmannafélagið Vaðið í Norðlingaskóla að gera þá tilraun að halda börnunum innan hverfisins á þessum degi. Þeir íbúar sem vildu taka á móti börnunum og hlusta á þau syngja í skiptum fyrir nammi eða annað smáræði, hengdu upp miða í gluggann hjá sér, þar sem börnin voru boðin velkomin til að koma við og syngja. Með þessari hugmynd næst margvíslegur ávinningur fyrir alla, þar sem auðvelt er að fylgjast með börnunum, þau þurfa ekki að fara yfir hættulegar umferðargötur ásamt þeirri hagræðingu fyrir foreldrana að þurfa ekki að keyra börnin milli staða. Skemmtilegt var að sjá hvað lifnaði yfir hverfinu að sjá öll börnin spássera í litríkum og glæsilegum búningum um hverfið og foreldrana fylgja þeim yngstu eftir. Ekki var annað að heyra á börnum og foreldrum að tilraunin hafi heppnast vel og væri komin til að vera. ÁB-myndir Katrín J. Björgvinsdóttir

Hinrik, Bjartur, Katrín Vala, Nína ljón, Hlynur og Fríða.

Nornirnar, Sól, Hafdís, Elma Sól og Þóra.

Þórarinn beinagrind, Alexander Luigi og Viktor Logi flugmaður.

Hrefna Rún, Rebekka Rán og litlu dúllunar, Sigrún Helga og Arna Kristín.

Grettir, Sverrir og Jón Ingi fengu nammi hjá Heiðu húsmóður í Norðlingaholti.

Skelltu þér á skauta! tt Á sk skautasvellinu autasvellinu er hægt að leigja skauta skauta og fá hjálma og hjálpargrindur hjálpargrindur til sstuðnings tuðnings fyrstu fyrstu skrefunum skrefunum á ísnum. tt Disk óljós og rreykvélar eykvélar til að skapa skapa réttu réttu stemninguna. stemninguna. Diskóljós

Skólinn Skólinn á sk skauta auta Holl hreyfing á verði sem ekki er auðvelt að finna annarsstaðar. Frábær skemmtun fyrir krakka á öllum aldri. Skautar, hjálmar og hjálpargrindur á staðnum fyrir þá sem þurfa. Kennsla og veitingar í boði ef óskað er.

Hópar Egilshöllin er með skautaleigu og hjálma. Fyrir byrjendur eru hjálpargrindur til að styðja við fyrstu skrefin. Kennsla er í boði fyrir hópa. Við bjóðum upp á að útvega veitingar, diskótekara ofl. ef óskað er.

www.egilshollin.is Sími 664-9606


20

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fjölskyldan Klapparási 8. Rúnar Geirmundsson

Sigurður Rúnarsson

Elís Rúnarsson

Þorbergur Þórðarson

Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is

Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990

110 Reykjavík:

Þórunn og Ingvar Auðunn í Klapparásnum Árbæjarblaðið heimsótti á dögunum hjóninn Þórunni Guðmundsdóttur og Ingvar Auðunn Guðnason en þau búa í Klapparási 8. Þau eru bæði fædd í Reykjavík, Þórunn á Snorrabrautinni nr. 22 en Ingvar í Skipasundi nr. 11. Þórunn flutti fljótlega í Kópavoginn þar sem hún átti sín æskuár á Hlíðarvegi 14 en Ingvar hélt sig í Sundunum þar til leiðir þeirra láu saman. Sambúð sína hófu þau í foreldrahúsum Þórunnar í Kópavoginum. Þau gengu bæði menntaveginn eins og það heitir. Þórunn er lífeindafræðingur og Ingvar tæknifræðingur. Auk húsmóðurstrarfa hefur Þórunn unnið við fag sitt og kenndi um árabil við Tækniskólann. Ingvar vinnur á verkfræðistofunni Mannvit. Þegar fjölskyldan stækkaði varð þröngt um þau á Hlíðarveginum og um tíma bjuggu þau í Hafnarfirði. Þegar að því kom að eignast eigið húsnæði var stefnan ekki sett beint á Árbæinn en atvikin geta oft verið ófyrirsjáanleg. Þannig stóðu málin að þau áttu engan rétt á lóð í Reykjavík og jafnvel ekki heldur í

Eðalbón Ný bónstöð í Árbæ Jeppar: 8000 kr. Fólksbílar: 6000 kr. Við sækjum bílinn og skilum þér að kostnaðarlausu

Pantaðu tíma í síma 848-5792 Fjölskyldan Klapparási 8.

Kópavogi. En þá sáu þau auglýsta lóð hér í Selásnum og ákváðu að bjóða í hana. Þegar það svo lá fyrir að þau gátu fengið hana fyrir 5 milljónir þurfti að taka ákvörðun. Valið var erfitt svo þau köstuðu upp krónu og eftir það varð ekki aftur snúið. Þau hafa verið í svipaðri stöðu og Sesar þegar hann kom að Rúbiko og kastaði teningnum. Alea iacta est, teningnum er kastað sagði Sesar ef einhver efaðist um ákvörðun hans. Er ekki að orðlengja það. Þau eignuðust lóðina, líklega 1978, og byggðu þar hús. Börnin voru þá orðin þrjú, Anna Rún 1968, Auðun 1972 og Tryggvi 1977. Á þessum tíma tíðkaðist það að fólk vann eins mikið og það mögulega gat við byggingu húsa sinna. Ingvar var að vísu nokkuð fjarverandi vegna vinnu sinnar, en Þórunn annaðist stóran hluta af járnabindingu hússins. Ef vandamál komu upp fékk hún leiðbeiningar gegnum síma og húsið stendur enn, óhagganlegt. Þegar að því kom að flytja í nýja húsið var ljóst að ekki veitti af löngum degi og því fluttu þau á föstudaginn

langa. Það var árið 1982. Ekki sjá þau eftir því að örlögin skyldu beina þeim hingað í Árbæinn. Hér er gott að búa og sérstaklega gott að ala upp börn. Öll hafa börnin farið í háskólanám. Anna Rún á viðskiptasviðinu en drengirnir á tæknisviðinu. Þau hjón eru mjög virk í samfélaginu hér. Fingraför Ingvars eru á öllum framkvæmdum hjá Fylki, hvort sem um er að ræða velli eða hús. Er framlag hans ómetanlegt. Þórunn hefur einnig stutt félagið með margvíslegum hætti og hefur Tótuþrumarinn glatt margan manninn en þannig er að sú venja hefur skapast hjá Fylki að bjóða til síldarveislu í tengslum við síðasta heimaleik hjá meistaraflokki karla í knattspyrnunni. Með síldinni verður að vera rúgbrauð og um árabil bakaði Þórunn og lagði til brauðið. Þórunni er fleira til lista lagt en að baka brauð. Hún er mikil prjónakona og hefur hannað peysur. Hún er mjög hrifin af Elliðaárdalnum sem útivistarsvæði og gengur mikið um dalinn.


Kröflugosið heldur áfram Við rýmum fyrir nýjum vörum í nokkra daga til viðbótar

Tilvaldar fermingargjafir

20 til 60% afsláttur

Grafarvogur

Dominos Krafla Veiðibúð

Prentsmiðjan Oddi

20-30% afsl. af öllum flugum Góðar flugustengur frá kr. 9.500,Frábærar tvíhendur frá 29.900,Vöðlur m/rennilás frá kr. 29.900,Frábærir vöðluskór á 11.900,Vatnsheldir jakkar frá kr. 16.500,Og margt margt fleira. Opið virka daga 10-18 13 til 18 lau og sun

Krónan

Veiðibúðin Krafla - Höfðabakka 3 - Sími: 587-9500

Þjónusta í þínu hverfi

VALUR H ELGASON

ehf. Sími 896 1100 & 568 8806 ^^^ Z[PÅH PZ


18

Fréttir

Árbæjarblaðið

ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Áratuga reynsla

Hermann Jónasson

Íslenskar og vistvænar líkkistur Sverrir Einarsson

Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 Allan sólarhringinn

Kristín Ingólfsdóttir

Komum heim til aðstandenda ef óskað er Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar

ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR

Gamla myndin - mörg þekkt andlit en sögunefnd Fylkis vantar nöfnin Þarna eru ýmsir frægir ungir fótboltamenn sem hafa eftir því sem við best vitum komið sér vel áfram í lífsbáráttuni. Ekki frekar en vant er vitum við nöfn allra snillinganna á myndinni en þjálfarinn er talinn vera Guðmundur Magnússon. Upplýsingar um full nöfn óskast send á: saga@fylkir.com

Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er

Öll blöðin eru á skrautas.is Enn og aftur viljum við minna lesendur okkar á að það er hægt að nálgast öll tölublöð Árbæjarblaðsins á netinu.

Bílamálun & Réttingar

Breidd 9,9 cm - Hæð 3,0 cm

Bæjarflöt 10 - Sími: 567-8686

Slóðin er www.skrautas.is og þá kemur upp síða þar sem hægt er að lesa öll blöðin undanfarin ár og að auki Grafarvogsblaðið en sömu útgefendur eru að blöðunum. Rétt er að vekja athygli auglýsenda á þessu einnig en töluvert er um að fólk fari inn á skrautas.is og fletti blöðunum okkar þar.

Vara mánaðarins B

Microweb fiber með 20% afslætti FRÁBÆRT MÓTUNAREFNI fyrir alla sem vilja halda hárinu í skefjum án þess að það sé hart og óbreytanlegt.

Foldatorginu Hverafold 1-3

Opið Mán-fös 9-18 Lau 10-14

Verðum með fullt af skemmtilegum tilboðum fyrir fermingarnar af sléttujárnum, keilum og fleiru. Við minnum á að panta tímanlega fyrir páskana.

Tímapantanir í síma

5676330


Fréttamolar frá kirkjustarfinu Fermingar og helgihald í dymbilviku og páska Helgihaldið mun næstu daga bera svip af því að fermingar í söfnuðinum nálgast. Við í kirkjunni reynum eftir bestu getu að koma því þannig fyrir að sem minnsta “truflun” verði á hinu hefðbundna messuhaldi. Sunnudaginn 25. mars Ferming kl.10.30 og 13.30 Pálmasunnudag 1. apríl - sunnudaginn fyrir páskana og er fyrsti dagur dymbilviku. Pálmasunnudagur er haldinn til minningar um innreið Jesú í Jerúsalem, þegar fólkið breiddi klæði sín á veginn og veifaði pálmagreinum til að fagna komu hans, en þannig var konungum fagnað á þeim tímum. Fermingarmessa kl.10.30 og 13. 30 Mánudaginn 2. apríl – Páskaeggjabingó í safnaðarheimili Árbæjarkirkju á vegum Kvenfélags Árbæjarsafnaðar 5. apríl Skírdagur: Skírdagur kallast svo vegna þess að á þeim degi sýndi Jesús fordæmi hinnar hljóðlátu, auðmjúku þjónustu kærleikans, er hann laut niður og þvoði fætur lærisveina sinna. Þannig tjáði þeim kærleika sinn og gaf þeim síðan til borðs með þeim, þeim sem áttu eftir að svíkja hann. Fermingarmessa kl. 10.30 og 13.30 6. apríl Fösudagurinn Langi Sá dagur var langur, þó byrgði sólin auglit sitt á hádegi og myrkur lagðist yfir landið. Hann var langur, því það var sem tíminn stæði kyrr, stundirnar frysu í sporunum, þegar lausnari heimsins háði sitt dauðastríð. Hann sem bar synd heimsins var kvalinn, deyddur og lagður í gröf. Guðsþjónusta kl.11.00 Píslarsagan lesin. Sr. Jón Helgi Þórarinsson þjónar fyrir altari og prédikar. Lithanian sungin. Kristina K. Szklenár organisti . Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Laugardagurinn fyrir páska: „Laugardagurinn fyrir páska, hvíldardagurinn mikli, eins og hann kallaðist í eina tíð; Dagurinn er Jesús hvíldi í gröf sinni og sorgin var yfir og allt um kring; dagurinn þegar lífið heldur í sér andanum í ofvæni andspænis því sem er með öllu óhugsandi: dauða Guðs. Og svo þegar nýr dagur rís, hinn fyrsti dagur nýrrar viku, og ársólin varpar geislum sínum yfir landið, þá leiðir hún í ljós opna gröf, steininum var velt frá, hinn krossfesti er upprisinn!“ Páskdagsmorgunn 8. apríl kl.8.00 árdegis - Hátíðarguðsþjónusta. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Kristina K. Szklenár organisti. Guðmundur Hafsteinsson trompet. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Páskadagsmorgunverður í kirkjunni - Sú hefð hefur skapast undanfarin ár í Árbæjarkirkju að bjóða kirkjugestum á páskadagsmorgni að setjast að páskadagsmorgunverði eftir messu í safnaðarheimili kirkjunnar. Njóta veitinga og góðrar samveru með góðu fólki. Fjölskylduguðsþjónusta páskadagsmorgunn kl.11.00. Ingunn og sr. Þór leiða stundina. Páskaegg og annað góðgæti á eftir. Óskum lesendum Árbæjarblaðsins Gleðilegra páska.

Við bjóðum góða þjónustu

Okkar Okk ar markmið er að g gera era g góða óða þj þjónustu þjón nustu betri betr i Viðskiptavinir Viðskipta vinir Íslandsbank Íslandsbanka a er eru u ánægðus ánægðustu tu viðskiptavinir fjármálafyrirtækja viðskiptavinir fjármálaffyrir tæk kjja samkvæmt samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni ánægjuvoginni 2011.

Við bjóðum bjjóðum b góða góða þjónustu þjjónustu þ islandsbanki.is | Sími 440 4000

Við er erum um sstolt tolt af þ þessum essum árangr árangrii ssem em er okkur mikil h hvatning vatning til að ð halda h ld áf áfram r ram áþ þeirri eir r i bra braut ut að g gera era g góða óða þ þj þjónustu jónustu á öllum sv sviðum iðum enn betr betri. i.


11695 69 9 5 @G# @G# @< @< FERSKT NAUTASNITSEL F ERSKT N AUTASNITSEL

1695 16 6 69 9<5 @G# @ G# @< FERSKT F ERSKT NAUTAGÚLLAS NAUTAGÚLLAS

11995 9 95 @ @G# G# @ @< <

1195 1@@G# 1G95 #@ @< <

FERSK FERSK NAUTAPIPARSTEIK NAUTAPIIPARSTEIK

FERSKT F ERSKT 100% 100 0% NAUTAHAKK NAUTAHAKK KK

24 9@<<5 2495 @ @G# G# @ INNRA LÆRI) LÆRI) FERSK FERSK MÍNÚTUSTEIK MÍNÚTUSTEIIK ((INNRA

11498 4&9 8 @ @G# G# &% HI@# % HI@# 100GR ÍÍSLANDSNAUT SLANDSNAUT 10 10 STK. STK. / 100GR UNGNAUTAHAMBORGARAR UNGNAUTAHAMBORGARAR

595 59 95 @ @G# G# @< <

1179 79 @G# @G# ) HI@# ) HI@#

R BÓNUS 4 STK. STÓR HAMBORGARABRAUÐ HAMBORGARABRAUÐ


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.