Arbaejarbladid 3.tbl 2008

Page 1

Árbæjarblaðið 3. tbl. 6. árg. 2008 mars

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Pantið tíma í síma 511–1551

Fótboltamömmur Þrjár fótboltamömmur. Þessar þrjár hafa fylgt sonum sínum frá 5 ára aldri og alla leið upp í meistaraflokk Fylkis. Frá vinstri: Jakobina Ingibergsdóttir, móðir Axels Inga Magnússonar, í miðið er Valgerður Andrésdóttir, móðir Andrésar Más Jóhannessonar og Margrét Gunnarsdóttir móðir Kjartans Andra Baldvinssonar. ÁB-mynd Einar Ásgeirsson

Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Frábær gjöf fyrir veiðimenn Falleg flugubox með vinsælum laxa- og silungaflugum frá Krafla.is Tilvalin afmælisgjöf fyrir kröfuharða fluguveiðimenn

Kannaðu málið á Krafla.is eða í síma 587-9500

Gröfum nöfn veiðimanna og lógó fyrirtækja á boxin


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Landsprent ehf. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110 (660 fyrirtæki).

Góðar Fylkisstelpur Langt er síðan að Árbæingar hafa verið jafn stoltir af íþróttafólki sínu og eftir úrslitaleik bikarkeppni kvenna í handknattleik á dögunum. Fylkisstelpur léku þá til úrslita gegn Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar og stóðu sig hreint frábærlega. Er mér til efs að handknattleikslið frá Fylki hafi áður staðið sig jafnvel í keppni þeirra elstu. Fyrir leikinn bjuggust flestir ef ekki allir við mjög auðveldum sigri Stjörnustúlkna. Þrátt fyrir að Fylkir hafi slegið sterkt Valslið út úr keppninni í undanúrslitum var ljóst að á brattann var að sækja. Fljótlega kom í ljós að lið Fylkis mætti mjög ákveðið til leiks undir stjórn Guðríðar Guðjónsdóttur og um miðjan síðari hálfleik hafði Fylkir tveggja marka forystu. Þrátt fyrir að Stjarnan ynni fimm marka sigur í lokin var sá sigur alltof stór miðað við gang leiksins og hreint frábæra frammistöðu Fylkisstelpna sem við óskum til hamingju með stórbrotinn leik. Það á ekki að hafa farið framhjá nokkrum manni að yfir stendur samráðsverkefni hjá borginni þar sem þess er freistað að fá íbúa í hinum ýmsu hverfum borgarinnar til að hafa sem mest áhrif á skipulag og smærri framkvæmdir á útisvæðum hverfanna. 1, 2 og Reykjavík er frábært tækifæri fyrir þá íbúa sem vilja láta sínar skoðanir og hugmyndir í ljós og hvetjum við íbúa í Árbæjarhverfi að smella sér á reykjavik.is og setja þar inn skemmtilegar og góðar hugmyndir. Rétt er að taka fram að hér er einungis um útisvæði að ræða. Loks má hér nefna fund sem framundan er, opinn fundur sem Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, heldur með íbúum alls Árbæjarhverfis laugardaginn 12. apríl. Fundurinn er liður í fundaröð borgarstjóra í öllum hverfum borgarinnar og skorum við á íbúa í öllu Árbæjarhverfi að fjölmenna á fund nýs borgarstjóra. Stefán Kristjánsson, ritstjóri Árbæjarblaðsins

abl@centrum.is

Nýr deildarstjóri heimaþjónustu Ester Halldórsdóttir, iðjuþjálfi hefur tekið við starfi deildarstjóra heimaþjónustu fyrir Árbæ og Grafarholt. Ester útskrifaðist með BSc í iðjuþjálfun frá Háskólanum á Akureyri 2005 og hefur starfað sem yfiriðjuþjálfi á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum frá ágúst 2005. Heimaþjónustan er til húsa í félagsmiðstöðinni Hraunbæ 105, sími 411 2730.

Ester Halldórsdóttir, nýr deildarstjóri heimaþjónustu fyrir Árbæ og Grafarholt.

Þrátt fyrir alvörugefnar umræður slógu þátttakendur á málþinginu á létta strengi inn á milli.

Efnismikið málþing - um hagsmunamál íbúa í Árbæ og Grafarholti

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts stóð fyrir málþingi um mikilvægi hverfasamstarfs föstudaginn 29. febrúar sl. Markmið málþingsins var að koma á auknu samstarfi á milli íbúa, stofnana og félagasamtaka annars vegar í Árbæ og hins vegar í Grafarholti. Samstarfi sem stuðlar að auknum lífsgæðum íbúa og aukinni vitundarvakningu þeirra á meðal um mikilvægi þess að efla hverfastarf og félagsauð. Málþingið var opið öllum íbúum í Árbæjar- og Grafarholtshverfi og var mæting mjög góð. Rúmlega 80 manns mættu og tóku virkan þátt í umræðum.

hliðum. Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, flutti erindi um mikilvægi hverfasamstarfs og hans framtíðasýn á slíkt. Rannveig Andrésdóttir, skólastjóri Ártúnsskóla flutti erindi um virði þess að hafa gott foreldrasamstarf. Eyjólfur Darri Runólfsson frá ungmennaráði Árbæjar og Grafarholts kynnti starfsemi ráðsins. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, frá skrifstofu borgarstjóra, kynnti verkefnið 1, 2 og Reykjavík og Gísli Árni Eggertsson skrifstofustjóri ÍTR fjallaði um gildi samstarfs í hverfum og hugmyndafræðina á bak við slíkt samstarf.

Á undan málstofum voru flutt erindi um hverfasamstarf frá ýmsum

Til umræðu í málstofum var m.a.; íbúalýðræði og félagsauður, for-

varnir, samfella í skóla- og frístundastarfi, umhverfismál og foreldrasamstarf. Mjög góðar umræður voru í öllum hópum og greinilegt að þessi málefni brunnu mjög á þátttakendum. Almennt séð voru niðustöður umræðna á þann veg að hverfasamstarf væri mjög mikilvægt og nauðsynlegt væri að efla það til muna í báðum hverfum. Það að sem flestir aðilar innan hverfis stilli saman strengi sína í málefnum fjölskyldna og íbúa leiðir til þess að lífsgæði og lífsánægja þeirra eykst. Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts mun á næstu vikum vinna úr niðurstöðum og stuðla að því sem flestar hugmyndir sem komu fram geti orðið að veruleika.

Nýr leikskóli í Úlfarsárdal - fyrstu íbúarnir í dalnum eru þegar fluttir inn Nýbyggingar eru teknar að rísa í Úlfarsárdal og fyrstu íbúarnir eru þegar fluttir inn í ný húsakynni. Borgaryfirvöld eru farin að skipuleggja framkvæmdir á svæðinu þar máa nefna byggingu leikskóla Þrjár tillögur bárust vegna hönnunar á nýjum leikskóla í Úlfarsárdal. Niðurstaða matsnefndar var tilkynnt 21. febrúar og þótti tillaga Arkþings ehf. svara best þeim áhersluatriðum sem lögð voru til grundvallar mati dómnefndar. Hún mælti því með því að sú tillaga yrði útfærð á lóðinni Úlfarsbraut 118 -120. Tillögur frá Á-stofunni og VA arkitektum voru valdar til útfærslu síðar. Óskar Bergsson, formaður matsnefndarinnar, sagði það hafa verið mjög ánægjulegt að fá fram svo áhugaverðar tillögur og það segði sína sögu að þrjár tillögur skyldu hafa verið valdar til nánari útfærslu. Tillaga Arkþings félli hins vegar

Árbæjarblaðið

best að aðstæðum á þeirri lóð sem fyrst verður byggt á. Óskað var eftir hugmyndum til að ná fram sem bestri lausn bæði hvað

varðar byggingalist og aðlögun að lóð. Leitað var eftir metnaðarfullri lausn sem myndaði heildarramma um farsælt starf leikskólans.

Nýi leikskólinn við Úlfarsbraut verður glæsilegur.

Auglýsingar og ritstjórn 587-9500


à h¨`^g! Ä WV`Vg d\ Ä Wdg\Vg VÂZ^ch *.- `g# [ng^g gkVah e^ooj

B:Á DHI>

B:Á E:EE:GDC>

8]^XV\d Idlc I6@:6L6N +**\ e^ooV bZÂ [Zgh`jb Wdic^ [gZh] Ydj\] hZb WV`Vhi d[c^cjb bZÂ [naaijb `Vcci^! ÄjccWdicV bZÂ b^`aj {aZ\\^#



6

Matur

Árbæjarblaðið

Skötuselur í kókos - að hætti Önnu Maríu og Sigurðar

Hjónin Anna María Steindórsdóttir og Sigurður Rúnar Sæmundsson eru matgoggar okkar að þessu sinni og fara forvitnilegar uppskriftir þeirra hér á eftir:

Skötuselur í kókos 800 gr. skötuselur. 1 stór dós kókosmjólk. Gulrætur. Púrrulaukur eða vorlaukur. 1 stk. banani. Engiferrót. 1 stk. grænmetisteningur. Salt og pipar. Skerið skötuselinn í hæfilegar sneiðar til steikingar. Veltið honum upp úr hveiti, salti og pipar. Steikið í 2 - 3 mínútur á hvorri hlið, svo hann brúnist fallega.

Matgæðingarnir Anna María Steindórsdóttir og Sigurður Rúnar Sæmundsson ásamt dóttur sinni Tinnu. Með á myndinni eru hundar fjölskyldunnar, Fífa og Krummi. ÁB-mynd PS

Er barnið þitt í

frístundastarfi? Frístundakortið 25.000 kr. fyrir árið 2008

Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6-18 ára börn og unglinga í Reykjavík. Nánari upplýsingar á www.itr.is ÍTR · Bæjarhálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 411-5000 · www.itr.is · itr@itr.is

soðnum kartöflum eða hrísgrjónum.

Eplakaka tengdamömmu 4 - 5 epli. Kókosmjöl. Deig: 1 egg. 1 bolli sykur. 1 bolli hveiti. 1 tsk. lyftiduft. 4-5 msk. vatn. Vanilludropar. Þessi kaka er mjög fljótleg og einföld. Hún klikkar aldrei, áratuga reynsla í fjölskyldunni. Ef ekki gefst tími til að flysja og saxa

Skora á Lilju og Guðjón Karl Anna María Steindórsdóttir og Sigurður Rúnar Sæmundsson, Brekkubæ 42, skora á Lilju Birnu Arnórsdóttur og Guðjón Karl Reynisson, Brekkubæ 44 að koma með upppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í apríl. Leggið til hliðar. Saxið gulrætur og púrrulauk frekar smátt og steikið á pönnu. Hellið kókosmjólk saman við og setjið einn grænmetistening út í. Látið malla uns grænmetið er orðið meyrt. Rífið niður engiferrót og kreistið safann út í sósuna á pönnunni. Saxið banana í bita og bætið út í. Smakkið svo til með salti og pipar. Setjið steikta fiskinn út í sósuna rétt áður en rétturinn er borinn fram, þannig að hann nái þó að hitna í gegn. Berið fram með fersku salati og

niður eplin má nota ávexti úr dós í staðinn. Smyrjið eldfast mót. Brytjið epli og raðið í botninn. Blandið deigefnunum saman og hellið síðan fljótandi deiginu yfir eplin. Dreifið kókosmjöli yfir. Bakið við 185 gráður i 20-30 mínútur. Berið kökuna fram heita með ís eða þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu, Anna María Steindórsdóttir Sigurður Rúnar Sæmundsson

www.hvaderimatinn.is - áhyggjurnar í burtu Hver kannst ekki við endalausar vangaveltur og daglegar áhyggjur af því hvað eigi að vera í matinn? Nú hefur fæðst hugmynd á vefsíðunni www.hvaderimatinn.is sem nýverið fór í loftið og er vægt til orða tekið þegar vefurinn er sagður nýstárlegur. ,,Þetta er í mjög stuttu máli vefur til að aðstoða íslendinga sem eru alltaf svo uppteknir og eiga í vandræðum með að ákveða hvað á að vera í matinn í kvöld. Með þessari síðu þá einfaldlega setur þú inn ákveðnar forsendur, hvenær þú vilt hafa fisk, kjúkling og svo framvegis og sækir vefurinn þá í uppskriftir og setur

upp heilan mánuð fyrir þig í einu. Þá getur þú breytt innihaldinu í uppskriftinni eftir því hversu margir eru í mat í hvert skipti, sent innkaupalista í sms-skilaboði o.fl. Vefurinn vann til verðlauna á Íslensku vefverðlaununum þann 1. febrúar sem ,,Bjartasta vonin’’ og aðstandendur vefjarins eru mjög stolltir af því en meðlimir eru yfir 4.500 heimili. Íbúi í Árbænum er einn af þeim sem standa að www.hvaderimatinn.is og segjum við nánar frá þessu í næsta blaði í apríl.


GLITNIR GERIR BETUR Viðskiptavinir Glitnis hafa ríka ástæðu til að gleðjast því um þessar mundir endurgreiðum við skilvísum viðskiptavinum á annað hundrað milljónir króna vegna viðskipta á árinu 2007.

08-0330 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

Við hjá Glitni erum alltaf að leita leiða til að gera betur við viðskiptavini okkar og nú þegar hafa þúsundir þeirra þegið ókeypis fjármálaráðgjöf þar sem farið er vel yfir fjármálastöðuna. Dæmi eru um að viðskiptavinir hafi sparað tugi þúsunda króna með því að nýta sér þjónustu Glitnis og endurskipuleggja fjármálin. Bókaðu fjármálaráðgjöf strax í síma 440 4000 eða á www.glitnir.is.


8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Hagir og líðan barna í Árbæ og Grafarholti Fyrir rétt rúmu ári síðan, eða í febrúar 2007, var gerð könnun á landsvísu um hagi og líðan nemenda í 5., 6. og 7 bekk. Það var Rannsóknir og greining ehf sem lagði þessa könnun fyrir og hefur unnið úr niðurstöðum sem nú liggja fyrir. Þær veita upplýsingar um almenna líðan barnanna, samband þeirra við foreldra og fjölskyldu og einnig við vini sína og skólafélaga. Einnig kemur fram viðhorf nemenda til skóla og náms og varpað er ljósi á tómstundaog íþróttaþátttöku þeirra. Upplýsingar um tækjaeign nemenda, fjölmiðlanotkun og lestur þeirra á öðru en skólabókum koma líka fram. Niðurstöðurnar hafa nú verið greindar niður á einstök hverfi borgarinnar og verður nú niðurstöðum fyrir Árbæ og Grafarholt gerð skil. Svarhlutfall nemenda í þessum hverfum var 80,2%. Nemendurnar koma úr Árbæjar- Ártúns- Ingunnar- Norðlingaog Selásskóla. Vakin er athygli á því að við skoðun á þessum niðurstöðum núna þá hafa nemendur farið upp um einn árgang. Þannig að þegar talað er um nemendur í 7. bekk þá eru þeir núna nemendur í 8. bekk o.s.frv. Almenn líðan Almennt séð líður nemendum í þessum bekkjardeildum vel en þó eru einstök atriði sem vert er að gefa vel gaum. Áberandi er hversu hátt hlutfall nemenda segist hafa stundum eða oft átt erfitt með að sofa eða sofna sjö dögum fyrir könnun. Þannig höfðu 35.2% stúlkna í 5. bekk og 28.8% stúlkna í 7. bekk átt erfitt með svefn eða að sofna á þessum tíma. 29.2% stúlkna í 7. bekk og 21.3% drengja í 7. bekk sögðust stundum eða oft hafa litla matarlyst og 21.3% drengja í 7. bekk og 18.9% stúlkna í 7. bekk höfðu oft eða stundum fundið fyrir svima á þessum sjö dögum fyrir könnun. Þó er einna alvarlegast að sjá að 9.2% drengja í 7. bekk finnst framtíðin vera vonlaus. Þegar nemendur voru spurðir hversu oft eða mjög oft þeim hafi langað til að brjóta eða skemma hluti á sl. sjö dögum fyrir könnun skera drengir í 7. bekk sig verulega úr miðað við Reykjavík í heild og drengja utan Reykjavíkur því heil 18% drengja í Árbæ og Grafarholti höfðu upplifað þetta. (Sjá mynd nr. 1). Samband við foreldra og fjölskyldu Samband barnanna við foreldra og fjölskyldu virðist vera sambærilegt við það sem gengur og gerist í

Reykjavík og utan hennar en þó segja 33% drengja í 7. bekk að þeir fái sjaldan, næstum aldrei eða aldrei hjálp frá pabba sínum, mömmu eða systkinum með heimanám sitt. Niðurstöður fyrir Reykjavík í heild er 24% og 25% utan Reykjavíkur. Almennt séð virðast drengir fá minni aðstoð við heimanámið en stúlkur. 11% drengja í 7. bekk sögðu það vera frekar eða mjög erfitt að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum. Hlutfallið í Reykjavík í heild sinni er 5%. Nám og skóli Þegar horft er á niðurstöður varðandi nám og skóla virðist viðhorf barna í Árbæ og Grafarholti til skólastarfsins vera nokkuð frábrugðið því sem gengur og gerist í Reykjavík í heild sinni sem og í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Þannig finnst 22% drengja í 6. bekk námið vera oft eða alltaf vera of erfitt á meðan aðeins 14% drengja í Reykjavík og á landinu öllu segja slíkt hið sama. 42% drengja í 6. bekk og 47% drengja í 7. bekk finnst námið næstum aldrei eða aldrei vera skemmtilegt. Sambærilegar tölur fyrir Reykjavík í heild sinni er 36% í 6. bekk og 34% í 7. bekk. 25% drengja í sömu árgöngum segjast langa oft eða alltaf til að hætta í skólanum á meðan sambærilegar tölur fyrir Reykjavík í heild sinni sína 18% í 6. bekk og 15% í 7. bekk. 14% stúlkna í 7. bekk langar einnig oft eða alltaf til að hætta í skólanum. Sambærileg tala fyrir Reykjavík í heild sinni er 9% og 8% hjá stúlkum í sveitarfélögum utan Reykjavíkur. Þegar spurt var um hvort að nemendur fái hrós frá kennurum þá segja 54% drengja í 7. bekk sjaldan, næstum aldrei eða aldrei fá hrós. Sambærilegar tölur fyrir Reykjavík í heild eru 38%. Tækjaeign, fjölmiðlanotkun og lestur Börn í Árbæ og Grafarholti virðast vera sæmilega útbúin er varðar tækjaeign líkt og meðfylgjandi tafla sýnir: 98.6% stúlkna í 7. bekk eiga GSM-síma og 82.7% drengja í 7. bekk eiga sitt eigið sjónvarp. Stór meirihluta barna eyðir minna en einni klukkustund á degi hverjum í að horfa á sjónvarp, videó eða DVD. Sama má segja um þann tíma sem börnin eru að spila tölvuleiki á netinu. Hjá stórum meirihluta er hann innan við klukkutími á dag. Þó eru 10.8% drengja í 7.bekk sem segjast eyða meira en 4 klst. á

RNAR VÍKURVAGNAKERRU

ÞESSAR STERKU

Allar gerðir af kerrum Allir hlutir til kerrusmíða

dag til að spila tölvuleiki á netinu. Þegar spurt er um þann tíma sem börnin eyða að jafnaði á MSN (spjallrásum) á hverjum degi þá er rúmlega helmingur barna sem ver frá ½ til 1 klst. á dag á MSN-inu. Þegar spurt er um lestur bóka, annara en skólabóka, þá eru 60 - 65% barna sem verja að jafnaði ½ - 1 klst. í slíkan lestur. Lokaorð Það er mat fagfólks sem starfar að forvörnum að rannsóknir á líðan yngri barna gefi mjög góðar vísbendingar um þá þætti sem þarf að huga að til að styðja við jákvæðan lífsstíl og berjast gegn ýmiss konar vandamálum þegar líður á unglingsárin. Rannsóknir á forvörnum fyrir börn og unglinga sýna einnig að breytni forráðamanna skiptir afar miklu máli. Eftirfarandi atriði eru mikilvæg: Samvera Tryggðu sem mesta samveru. Því meiri tíma sem þú verð með barninu þínu því betra. Magn tímans skiptir miklu máli. Stuðningur Veittu andlegan stuðning. Sýndu áhuga á málum barns þíns. Stuðningur við heimanám skiptir miklu máli. Vertu nærri Vertu viss um hvar barnið þitt er hverju sinni. Leyfðu ekki eftirlitslaus partý. Láttu barnið vita hvar þú ert. Vellíðan heima Skapaðu gott umhverfi heima fyrir barnið og vini þess. Reglur Gættu þess að útivistarreglur sem og aðrar reglur séu virtar. Áhugi og eftirfylgd Hvettu barnið til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og fylgdu því eftir af áhuga. Félagsauður Þekktu foreldra skólafélaga og vina barna þinna og vertu hluti af samfélagi og neti foreldra. Láttu þig varða um börn annarra. Sameiginlegt verkefni Forvarnarstarf er grasrótarstarf. Sterkt net foreldra er mikilvægt til að skapa heilbrigt og gott samfélag fyrir börn og unglinga. Hægt er að nálgast skýrslu Rannsóknar og greiningar um Árbæ og Grafarholt, í heild sinni, á vef Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts, www.reykjavik.is/arbaer og/eða www.reykjavik.is/grafarholt Kristinn J. Reimarsson Verkefnisstjóri

Mynd 1.

Mynd 2.

Mynd 3.

Fyrsta afmæli Rauðhóls Laugardaginn 1. mars var eitt ár liðið frá því að leikskólinn Rauðhóll í Norðlingaholti tók til starfa. Af því tilefni gerðu starfsfólk og börn sér glaðan dag, föstudaginn 29. febrúar, og buðum til sín gestum. Mömmur, pabbar, afar, ömmur, frændur, frænkur og vinir komu til þess að fagna deginum. Páll Óskar og Monika komu og spiluðu og sungu á sinn einstaka hátt. Að þeim tónleikum loknum tóku börnin við og sungu og spiluðu undir á trommur sem þau höfðu sjálf búið til. Að lokum röðuðu gestir í sig kökum, sem starfsfólkið hafði verið svo duglegt að baka.

Á efri myndinni er Guðrún Sólveig leikskólastjóri leikskólans Rauðhóls í Norðlingaholti að ávarpa gesti á afmælishátíðinni.

Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 Sími 577 1090 www.vikurvagnar.is

Hér til vinstri er Páll Óskar að skemmta gestum með frábærum söng að venju.


Ford Fiesta Gott verð kr. 1.840.000*

Bílasamningur kr. 23.340 á mán. Trend 1,4i 80 hö 5 gíra 5 dyra CO2 losun 154 g/km Eyðsla í bl. akstri 6,4 l/100 km Einnig fáanlegur sjálfskiptur

Stýrðu lífinu. Prófaðu FORD FIESTA

SJÁLFSKIPTU Í FIESTA NÚNA Beygðu inn í bjartari framtíð með léttari stýrisbúnaði og mýkri fjöðrun. Stýrðu lífinu. Prófaðu Ford Fiesta – nýtt tákn um smart gæði. Veldu betri borgarbíl og sjálfskiptu strax í Fiesta. Þú áttar þig á Fiesta. Komdu í Brimborg. Veldu Ford.

Ford Fusion Gott verð kr. 1.880.000*

Bílasamningur kr. 23.850 á mán. Trend 1,4i 80 hö 5 gíra 5 dyra CO2 losun 154 g/km Eyðsla í bl. akstri 6,4 l/100 km Einnig fáanlegur sjálfskiptur

Ford Ka

Gott verð kr. 1.269.000* Bílasamningur kr. 15.990 á mán. Ka 1,3i 70 hö 5 gíra 3 dyra CO2 losun 141 g/km Eyðsla í bl. akstri 5,9 l/100 km

GCI GROUP

Þú finnur ekki nýjan bíl á lægra verði en KA

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.ford.is *Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta kaupverði og búnaði án fyrirvara m.a. háð gengi. Lán er bílasamningur með 20% útborgun og mán. greiðslum í 84 mán. sem eru háðar breytingum á vöxtum og gengi erlendra mynta, 50% JPY/ 50% CHF. Aukabúnaður á Ford Fiesta: álfelgur. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar.


11

10

Konukvöld Fylkis 2008

Birna ásamt dóttur sinni.

Árbæjarblaðið

Konukvöld Fylkis 2008

Árbæjarblaðið

Ásdís. Hekla og Elísa.

Konukvöld

Þessar sátu prúðbúnar til borðs og biðu þess að fá sér kræsingarnar sem í boði voru.

Framtíðar knattspyrnukonur í Fylki þjónuðu til borðs.

Góugleðinefndin. Margrét, Guðrún, Telma og Selma.

Árlegt konukvöld Fylkis í upphafi Góu, svokölluð Góugleði, fór fram að venju í Fylkishöllinni. Mikið fjölmenni

Ásta, Addbjörg, Katrín og Helga.

var á hátíðinni að venju og skemmtu allir sér vel fram eftir nóttunni. Húsið var fullt út úr dyrum að venju

en allur ágóði kvöldsins rann til meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Myndirnar hér í opnunni tók Einar

Dísa, Valgerður og Jakobína.

Harpa, Birna, Helga, Jenna, Margrét Rós, Inga, Anna og Auður. Guðrún, Bryndís og Stella.

Góðar vinkonur á Góugleði.

Efri röð frá vinstri: Ásthildur, Inga, Linda og Jenný. Neðri röð frá vinstri: Anna Helga, Helena, Steinunn og Katrín. Systurnar Hafdís og Lilja.

Anna Rún, Sigga, Dúdda, Inga og Kristín.

Sigurborg, Iðunn og listakonan Bjarney.

Gréta, Guðbjörg, Sigurjóna, Guðný og Selma.

Efri röð: Rebekka, Valgerður og Helga. Neðri röð: Ásta Björg, Hafdís og Guðríður.

Ásgeirsson og ber að geta þess að hann tók einnig allar myndirnar sem birtust í síðasta blaði frá Herrakvöldi Fylkis.

Hárgreiðslan minnti ekki síður á gamla tíma en fatnaðurinn.

Heiðurskona fylkis 2008, Þuríður Magnúsdóttir, sitjandi lengst til hægri, ásamt genginu hennar Ásu Haralds. Guðlaug og Sólveig.

ÁB - myndir Einar Ásgeirsson

Lilja, Rebekka, Guðrún, Telma, Bryndís, Marta og Stella. Dagný, Guðný og Sigríður.

Þorbjörg, Heiða, Þórunn, Íris, Jóhanna, Sigríður, Hjördís, Sólveig og Guðlaug.

Borghildur Anna, Þorbjörg, Helga, Þorbjörg, Þórunn, Jónína (Didda rokk), Guðrún Ósk, Guðbjörg og Eva.

Jórunn, Anna og Margrét.


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Á páskum ,,Amma’’ óskast í Norðlingaholt Til að sækja/taka á móti 6 ára strák úr skólanum og 7 mánaða stúlku hjá dagmömmu Annast létt húsverk Vinnutími er sveigjanlegur á bilinu 15-20 tímar á viku Uppl. í síma 6699320

Bílaverkstæði á besta stað Ávalt í leiðinni Allar almennar viðgerðir, púst, bremsur, tímareimar, hjólalegur, stýrisendar, kúplingar, olíuþjónusta, og fl. Einnig athugum við bíla fyrir skoðun og lögum það sem sett hefur verið útá í skoðun Góð og heiðarleg þjónusta

Myndin sem fram - kallast í huga þegar hlýtt er á frásöguna um för kvennanna snemma morguns að gröf Jesú til að smyrja hann ilmsmyrslum en Jesú var ekki þar - hann var upprisinn er í senn ótrúleg mynd kyrrðar og mynd ólgu og krafts þess sem ekki var, en komið til að vera og það er ekki aftur snúið. Konurnar gengu beygðar af harmi, áhyggjufullar að gröfinni. Stuttu síðar fara þaðan við fót sem frekast þær máttu-óttaslegnar. Eitthvað hafði gerst sem þær gátu ekki af mannlegum mætti borið. Vegna dýptar myndar frásögunar er ekki hægt að botna þá frásögu og eða tæma með mannlegum skilningi. Vissulega er eilíft tilefni til að gleðjast á páskum. Hvort sem við göngum í huga með konunum að gröf Jesú eða látum hugan hvarfla til sinnar eigin æsku á leið í páskamessu snemma á syfjuðum morgni, fuglasöngur í lofti og sólstafir kitla vanga minninga og heima beið páskaeggið eftir að verða lokið upp og uppgvöta innihald þess. Gleði þess ósvikin á þeirri stundu, ekkert annað komst að. Vissulega er tilefni til að gleðjast. Þá gleði tjáum við í tali og tónum skærum er lyftir okkur upp úr myrkri föstudagsins langa. Höfum í huga ef atburðir þeir sem gerðust þá hefðu ekki átt sér stað, héldum við ekki páska með kitlandi sæld í hjarta snemma páskamorguns upprisunnar. Ef ekkert myrkrið væri þá væri ekki til neitt er heitir ljós. Í mannlegri tilveru eru ljósir tímar, skuggar, gleði og sorg. Hafa stuðning hvort af öðru. Páskaatburðurinn er ekki aðeins atburður sem átti sér stað fyrir margt löngu. Á hverjum einasta degi á hann sér hliðstæðu í lífi okkar, í okkar hversdagslega lífi. Frásagan er ótæmandi, því hugsun hennar og mynd eru þannig að ekkert fær af mannlegri hugsun fært hana úr stað. Hún er þarna og það er búið að færa steininn frá vitund okkar en við horfum inn í svart myrkrið skilningsvana. Í stað þess að dveljast þar grípum við andan á lofti eins og til að varðveita andrúmsloftið en verðum láta frá okkur fara til þess af vanmætti að endurnýja kynni okkar af frásögunni ef verða mætti til að varpa nýju ljósi á hana. Kann að vera að svo sé en þrátt fyrir það er það aðeins morgunskíma í samanburði við birtu dagsins í dag sem bregður birtu á þann atburð sem breytti svo mörgu sem gaf von í þrjáðan heim. Með þessum atburði var ekki tekið í burtu það sem hrjáir, það sem eyðileggur, það sem hið illa og miskunnarlausa kann að stíga á þungum skrefum - nei - ekkert af því var afmáð úr mann-

legum veruleika. Inn í þann veruleika sem konurnar voru sveipaðar í og gengu um í sandölum bundnum böndum brostinna vona var þeim heilsað með rödd vonarinnar og fullvissunnar um að atburður föstudagsins langa var ekki og er ekki andvarp þessa heims.

Steinhellur hversdagsins Hversu oft skildum við standa frammi fyrir þungum steini hversdagsleika veruleikans og velta fyrir

Allt það sem konurnar ætluðu að væri var ekki lengur. Það sem var, var skilið eftir undir skósólum þeirra á leið þeirra óttaslegnar til móts við nýjan tíma eða réttara að segja að nýr tími fylgdi þeim á hæl til móts við gamla tímann. Það var komið að vaktaskiptum þess gamla og þess nýja, myrkursins sem var og ljóssins sem er. Veröldin sem var - var í andaslitrunum og úr þeim andköfum reis upp ný vitund og fullvissa sem konurnar sem frá segir í Markúsarguðspjalli voru nestaðar með fyrst allra - lái þeim hver sem vill að þær urðu óttaslegnar. Óttinn sem þær báru með sér er enn í dag-gleðin sem þær höfðu fram að færa er óttanum sterkari enn í dag. Við höfum allt til að gleðjast yfir á þessum morgni-því ljós upprisunnar tendrar í hjörtum okkar birtu vonar.

Skelfist ekki!

Sr. Þór Hauksson. okkur á hvern hátt við getum velt honum frá og eða hvar er hægt að fá hjálp við það. Hugsun okkar og hugmyndir leyfa okkur að velta honum frá vitund okkar en það nær ekki lengra. Þegar á þarf að taka í raunveru okkar haggast hann ekki. Hann er of þungur fyrir okkur að við mættum ein bifa honum. Þessir steinar þessar steinhellur eru út um allt í svo mörgu sem hindrar okkur í að lifa því lífi sem við óskum okkur helst. Kann að vera þess vegna að við göngum ekki áfram í átt að því sem okkur finnst ógjörningur að vinna bug á. Því óskir okkar og draumar um lífið og tilveruna eru ekki endilega eins og við óskum okkur helst að væri. Konurnar þrjár óskuðu sér að einhver gæti hjálpað þeim að færa steininn frá grafarmunnanum áttu sér ekki þá ósk að mæta nýjum tíma, nýjum veruleika. Það gerðu þær. Þær mættu nýjum tíma, nýjum degi, nýju upphafi. Það gerðu þær vegna þess að þær áræddu að ganga til móts við það sem í þeirra huga var ógjörningur að leysa. Þær gerðu það samt. Þess vegna og aðeins þess vegna urðu þær vitni að einhverju sem hugur þeirra nokkru áður var uppfullur af varð skilin eftir á rykugum slóða þess sem hafði alltaf verið og þangað til eins og ekkert fengi breytt. En allt það sem var - varð breytt.

Páskaatburðurinn er ekki aðeins atburður sem átti sér stað fyrir margt löngu. Á hverjum einasta degi á hann sér hliðstæðu í lífi okkar, í okkar hversdagslega lífi. "Skelfist ekki…hann er upprisinn…" eru orð sem sögð eru við okkur á hverjum degi. Hvenær eigum við ekki sameiginlegt fagnaðarefni ef ekki á páskum, hátíð hátíðanna. Sigurhátíðinni, þegar lífssólin bjarta rís og sendir geisla sína á jörð alla. Hvaða fagnaðarhátíð er meiri þegar sól hækkar á lofti. Þegar sól eilífðarinnar rís upp yfir fjöll. Hvenær ef ekki nú á helgum páskum er hægt að snerta strengi fagnaðar í beygðri sálu, þegar við minnumst þess að lífið sigraði dauðann. Þegar konungur lífsins gengur fram í upprisuskrúðanum og mælir hin konunglegu orð til mannkynsins: "Ég lifi og þér munuð lifa." Það er boðskapur páskanna fyrst og fremst. Ljós upprisunnar er okkur rétt, boðskapur páskanna hljómar okkur. Veitum okkur þann munað að taka á móti þeirri staðreynd, köllum hana fram í mynd veruleika okkar. Hvort heldur hún er framkölluð í ólgu eða kyrrð hugans þá kallar hún á okkur. Það er okkar að stíga fram og velta steini vitundar okkar frá raunveru okkar eins og við sjáum hana og skynjum. Aðeins þá getum við verið hluttakendur í þeim atburði er páskafrásagan greinir frá.. Aðeins þá getum við í ótrúlegum fögnuði og forundran horfst í augu við veröldina eins og hún heldur að hún sé, en við vitum betur. Megi góður Guð gefa þér og fjölskyldu þinni gleðilega páskahátíð. sr. Þór Hauksson

Gaf kirkjunni hjartastuðtæki Á fundi sínum fimmtudagskvöldið 6. mars sl. færði Rotaryklúbbur Árbæjar, sem fundar í safnaðarheimili Árbæjarkirkju, kirkjunni hjartastuðtæki að gjöf. Af því tilefni boðaði klúbburinn formann sóknarnefndar, Sigrúnu

Jónsdóttur, á fundinn til að taka á móti tækinu fyrir hönd kirkjunnar. Á mynd má sést Sigrún taka við tækinu úr hendi forseta klúbbsins Tryggva Ólafssonar. Starfsfólk Árbæjarkirkju vill þakka góðan hug klúbbfélaga til

kirkjunnar. Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem klúbburinn lætur eitthvað af hendi rakna til kirkjunnar, hvort heldur það eru tæki og tól eða vinna klúbbfélaga sem hafa lagt sitt af mörkum að fegra umhverfi kirkjunnar.

Traust

dráttarbeisli Ásetning á staðnum.

Bíldshöfða 18 - bakhús 112 Reykjavík - Sími 587-3131 - www.bilastofan.is

Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 Sími 577 1090 www.vikurvagnar.is

Sigrún tekur við hjartastuðtækinu sem Rotaryklúbbur Árbæjar gaf Árbæjarkirkju á dögunum.


Skírdagur 20. mars

Föstud. langi Laugardagur Páskadagur 21. mars 22. mars 23. mars

Annar í Páskum 24. mars

ÁRBÆJARLAUG

kl. 8-20

kl. 10-18

kl. 08-20.30

kl. 10-18

kl. 08-20

BREIÐHOLTSLAUG

kl. 10-18

Lokað

kl. 08-20

Lokað

kl. 10-18

GRAFARVOGSLAUG

kl. 10-18

Lokað

kl. 08-20.30

Lokað

kl. 10-18

KLÉBERGSLAUG

kl. 11-15

Lokað

kl. 11-15

Lokað

kl. 11-15

LAUGARDALSLAUG

kl. 8-20

kl. 10-18

kl. 08-20

kl. 10-18

kl. 08-20

SUNDHÖLLIN

kl. 10-18

Lokað

kl. 8-19

Lokað

kl. 10-18

VESTURBÆJARLAUG

kl. 10-18

kl. 10-18

kl. 08-20

kl. 10-18

kl. 10-18


14

Páskaeggjaleit

Fréttir

Árbæjarblaðið

Í Elliðaárdalnum laugardaginn 22. mars kl. 14.00 við gömlu Rafveitustöðina Krakkar, mömmur, ömmur, pabbar og afar Sjálfstæðisfélögin í Árbæjarhverfi- og Breiðholti efna til páskaeggjaleitar í Elliðaárdalnum 22. mars kl. 14:00 Leitað verður að fagurlega skreyttum eggjum og börnin fá súkkulaðiegg Fjörugir krakkar á frístundaheimilinu Skólaseli við Ártúnsskóla.

Keppt verður í húllakeppni og verðlaun veitt Munið að taka með körfur eða poka undir eggin Hittumst hress - Allir velkomnir Stjórnir sjálfstæðisfélagnna í Árbæjarhverfi- og Breiðholti

María.

Margrét.

Kristín

Ýmislegt brallað Það er alltaf líf og fjör í frístundaheimilinu Skólaseli við Ártúnsskóla og ýmislegt brallað. Í janúar sýndu börnin úr 1. bekk leikritið Geiturnar þrjár við mikinn fögnuð áhorfenda. Á Öskudag var haldið ball og skemmtun og allir fengu popp og svaladrykk. Elstu börnin af Kvarnaborg koma einu sinni í mánuði í heimsókn svona aðeins til að vera ekki alveg ókunnug þegar þau koma í frístundaheimilið í haust. En nú er vorið í nánd og páskarnir á næsta leyti. Þó að snjórinn sé fínn þá erum við búin að fá nóg af snjógöllum, húfum og vettlingum í bili.

Jói.

Þann 4. mars fengum við góða heimsókn alla leið frá Litháen, hana Birúté sem er amma Mantasar, starfsmannsins okkar. Hún bakaði handa okkur "vöfflur", ekki eins og við þekkjum þær heldur voru þær eins og ísform í laginu og mjög góðar. Um kvöldið var Opið hús þar sem Birúté bauð upp á kennslu fyrir mömmur og pabba í að lita hænuegg að kaþólskum sið eins og gert er í Litháen. Því miður sáu fáir sér fært að mæta. Við þökkum Berúté kærlega fyrir komuna og vöfflurnar. Páskakveðjur til allra frá börnum og starfsfólki í frístundaheimilinu Skólaseli!

Stína.

Kæru viðskiptavinir! Gleðilega páska og kæru fermingarbörn, til hamingju með áfangann sem nálgast óðfluga Jónína.

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is

Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


15

Fréttir

Árbæjarblaðið

Óttarr Örn Guðlaugsson er nýr formaður í Hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals:

,,Erum lánsöm að búa í útjaðri borgarinnar’’ ,,Ég er þessi venjulegi pabbi, ég er giftur Katrínu Rut Reynisdóttur og á tvær yndislegar dætur. Ég er fæddur og uppalinn í Breiðholti og þekki því vel að vera búsettur í úthverfi í Reykjavík. Undanfarin tæp fimm ár hef ég búið í Grafarholtinu og fjölskyldan hefur verið að skjóta hér rótum hratt og örugglega. Það er óhætt að segja að maður tengist hverfinu á margan hátt þar sem ég er formaður hverfisráðsins, eldri dóttir mín er í einum nýjasta grunnskóla borgarinnar Sæmundarskóla og yngsta snótin á heimilinu er í leikskólanum Maríuborg. Í báðum þessum skólum er gróskumikið og metnaðarfullt starf,’’ segir Óttarr Örn Guðlaugsson, nýr formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals, í samtali við Árbæjarblaðið. ,,Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á öllu sem tengist félagsmálum og er einnig formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarholti. Þessi fimm ár sem fjölskyldan hefur búið hér hef ég verið svo lánssamur að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem orðið hefur í hverfinu og það hlýtur að teljast til forréttinda. Hverfisráðið er vettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda og eru virkir þátttakendur í allri stefnumörkun hvefanna. Við lítum fyrst og fremst á það sem hlutverk hverfisráðsins að vera í góðum tengslum við íbúana,

hlusta á óskir þeirra og þarfir um allt það sem lítur að uppbyggingu og skipulagi hverfanna. Jafnframt hefur hverfisráðið möguleika á að styrkja málefni tengd hverfinu. Hlutverk hverfisráðsins er einnig að gæta hagsmuna íbúanna hvað varðar samfellda uppbyggingu grunnskóla, leikskóla og íþróttamannvirkja,’’ segir Óttarr og bætir við: ,,Ljóst er að Fram mun flytja alla sýna starfsemi í Úlfarsárdal á næstu árum og áform eru uppi um að reisa þar íþróttahús ásamt því að gera gervigrasvöll sem verður tilbúinn á þessu ári. Eitt af markmiðum hverfisráðs er að fylgja eftir uppbyggingu íþróttamálefna í heild sinni hér í hverfunum þar sem vitað er að íþróttir er ein af þeim forvörnum sem virka hvað best fyrir börnin okkar.’’ - Á hvað mun hverfisráðið leggja mesta áherslu til að byrja með? ,,Við erum svo lánsöm að búa í útjaðri borgarinnar með öllum þeim miklu tækifærum sem það gefur til hreyfingar og útivistar fyrir íbúa. Því munum við leggja mikla áherslu á umhverfið við mótun alls skipulags hér í hverfunum svo sem göngustíga og ýmissa annarra útivistarmöguleika. Til marks um umhverfisáherslur hverfins er Sæmundarsel útikennslustofa Sæmundarskóla þar

,,Ég hlakka til þess að takast á við öll þau fjölmörgu verkefni sem við munum fara í á þessu kjörtímabili bæði með hverfisráðinu sem og öllum íbúum hverfisins,’’ segir Óttarr Örn Guðlaugsson, nýr formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. ÁB-mynd PS sem nemendum gefst tækifæri á að vera í beinum tenglum við náttúruna í ýmsum námsgreinum. Núna erum við að vinna að metnaðarfullum hugmyndum sem tengjast náttúru og útivist og varðar alla íbúa hverfanna. Ég hlakka til þess að takast á við öll þau fjölmörgu verkefni sem við munum fara í á þessu kjörtímabili bæði með hverfisráðinu sem og öllum íbúum hverfisins,’’ segir Óttarr. Hverfisráðið fagnar nýrri samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs um heilsársstarfssemi í frístundaheimilum borgarinnar fyrir börn á aldrinum 10 til 12 ára. ,,Sú breyting ætti að hafa í för með sér bætta þjónustu við íbúana sem og tryggja stöðu starfsmanna þar sem þetta yrðu þá heilsársstörf. Jafnframt er það von okkar að þetta muni leiða til þess að auðveldara verði að manna þær stöður sem þarf til þess að taka á móti öllum þeim börnum sem óska eftir að

komast í frístundaheimilin. Við getum ekki sleppt því að segja frá því góða verkefni sem í gangi er og nefnist 1 2 og Reykjavík en verkefnið er hugsað til þess að koma á víðtæku samráði íbúa og Reykjavíkuborgar og gefst nú íbúum, á einfaldan hátt, kostur á því að senda inn ábendingar um allt það sem betur mætti fara hvort heldur sem er í sínu nær umhverfi eða annarsstaðar í

borginni. Þann 19. apríl verður haldinn opinn fundur í Ingunnarskóla þar sem Ólafur F. Magnússon borgarstjóri mun mæta til samráðs við íbúa. Hverfisráðið hvetur alla þá sem hafa ábendingar um að senda þær inn með því að fara á vefsíðuna www. 12og.reykjavik.is eða með því að hringja í þjónustusíma borgarinnar 411 1111.

Tek að mér þrif í heimahúsum Uppl. í síma 698-1316

Krakkarnir úr 3. og 7. bekk Ártúnsskóla

Krakkarnir í Ártúnsskóla stóðu sig vel í fjársöfnun fyrir ABC barnahjálp Duglegir krakkar úr Ártúnsskóla mættu á dögunum í úti-

bú Byrs í Árbæ til að leggja inn söfnunarfé sem þau höfðu safn-

að í þágu ABC barnahjálpar. Krakkarnir eru í 3. og 7. bekk

Ártúnsskóla og höfðu með sameiginlegu átaki náð góðum

árangri í söfnun sinni.


16

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fermingarbörn í Árbæ 2008 Fermingar Árbæjarkirkju vorið 2008. Ferming 16. mars. Pálmasunnudag kl.10.30. Prestar: Þór Hauksson og Sigrún Óskarsdóttir. Stúlkur: Alda Guðrún Hermannsdóttir, Þingvað 7. Andrea Katrin Ólafsdóttir, Hraunbær 111 B. Ásta Lára Guðmundsdóttir, Brautarás 2. Ástrós Einarsdóttir, Álfheimar 64. Berglind Lára Bjarnadóttir, Heiðarás 7. Edda Karen Þórssdóttir, Hraunbær 132. Elma Dögg Atladóttir, Hólavað 61. Hildur Ása Einarsdóttir, Arnartangi 75, Mossfellsbæ. Hulda Viktorsdóttir, Móvað 49. Hjördís Ósk Einarsdóttir, Móvað 33. Kristjana Dögg Elíasdóttir, Skógarás 2. Sandra Eir Atladóttir, Hólavað 61. Sara Dögg Eiðsdóttir, Lækjarvað 4. Sigrún Tinna Sveinsdóttir, Þingás 43. Sædís Alma Sæbjörnsdóttir, Hólmvað 24A. Drengir: Arnar Heimir Lárusson, Brekkubær 35. Arnar Snær Ragnarsson, Reyðarkvísl 19. Ari Viðarsson. Skriðustekki 2. Brynjar Árni Smárason, Reiðvað 7. Einar Auðunn Unnarsson, Sandvað 11. Einar Hugi Geirsson, Viðarás 67. Gísli Tómas Guðjónsson, Móvað 29. Guðjón Arnar Elíasson, Skógarás 2. Gunnsteinn Lárusson, Reyðarkvísl 1. Jóhannes Gauti Óttarsson, Vesturás 34. Már Viðarsson, Skriðustekki 2. Pétur Holger Ragnarsson, Hraunbær 72. Sigurður Gauti Samúelsson, Viðarás 33. Sveinn Bjarki Brynjarsson, Viðarás 73. Sveinbjörn Marion Guðjohnsen, Sólnes v/Suðurlandsveg. Valbjörn Jón Valbjörnsson, Hábær 31. Veigar Freyr Kristjánsson, Heiðabær 3 Viktor Gylfi Einarsson, Sílakvísl 1. Ferming Pálmasunnudag 16. mars kl.13.30. Prestar: Þór Hauksson og Sigrún Óskarsdóttir

Stúlkur: Auður Hávarsdóttir, Brekkubær 15. Ástrós Traustadóttir, Hraunbæ 102 F. Brynja Eyjólfsdóttir, Rauðás 3. Helga Rakel Ómarsdóttir, Hraunbæ 140. Ingibjörg Sif Ágústsdóttir, Álakvísl 58. Lea Ösp Höskuldsdóttir, Bröndukvísl 14. Magnea Gunnarsdóttir, Skógarás 9. Nína Kristín Sigurbjörnsdóttir, Bleikjukvísl 11. Rakel Ingvarsdóttir, Suðurás 2. Rakel Þóroddsdóttir, Silungarkvísl 6. Sandra Karen Sveinsdótttir, Vallarás 4. Sara Andrea Ólafsdóttir, Rauðás 15. Selma Dögg Magnúsdóttir, Hraunbær 144. Svava Helgadóttir, Þverás 23. Sóley Bjarnadóttir, Þingás 21. Una Svava Árnadóttir, Malarás 15. Drengir: Davíð Arnar Ómarsson, Hraunbæ 140. Frímann Unnar Halldórsson, Seiðakvísl 20. Gísli Sævar Guðmundsson, Vindás 3 Gísli Már Guðmundsson, Hraunbær 156. Gunnar Örn Hilmarsson, Hraunbæ 172. Nikulás Már Finnson, Rauðás 17. Jóhannes Geir Hilmisson, Glæsibær 19. Kristófer Steinberg, Álakvísl 57. Sigurður Ingi Sigmarsson, Álakvísl 122. Sveinbjörn Hávarsson, Brekkubær 15. Unnar Heimir Skúlason, Hraunbær 110. Victor Hans Halldórsson, Seiðakvísl 20. Ferming Árbæjarkirkju Skírdag 20. mars kl.10.30. Prestar: Þór Hauksson og Sigrún Óskarsdóttir. Stúlkur: Auður Eir Sigurðardóttir, Hraunbær 192. Gréta Pálín Pálsdóttir, Vallarás 5. Jóhanna Ósk Óskarsdóttir, Brekkubær 11. Katrín Rut Halldórsdóttir, Þverás 6. Kolfinna Eir Jónsdóttir, Brautarás 13. Rannveig Gestsdóttir, Hraunbær 168. Svava Guðmundsdóttir, Skógarás 7. Sædís Bjarnadóttir, Þingás 12. Viktoría Pétursdóttir, Hraunbær 111.

Drengir: Anton Ingi Sveinsson, Ísafirði Arnar Máni Vilhjálmsson, Hraunbæ 48. Árni Hlynur Jónsson, Melbær 3. Benedikt Benediktsson, Selásbraut 46. Daði Ólafsson, Skógarás 15. Fannar Freyr Björgvinsson, Hraunbær 66. Kristján Þór Kristjánsson, Bjallarvað 19. Ólafur Jarl Pálsson, Hraunbær 74. Ragnar Bragi Sveinsson, Skógarás 16. Sölvi Már Magnússon, Skógarás 9. Víkingur Ingi Víkingsson, Þingás 37. Ferming Árbæjarkirkju Skírdag kl.13.30 Stúlkur: Dagmar Björk Jónsdóttir, Hraunbær 2. Emelía Rán Sigmarsdóttir, Sílakvisl 13. Guðríður Dröfn Kristinsdóttir, Hraunbær 122. Jónína Björk Þráinsdóttir, Brúarás 15. Drengir: Arnór Þorri Sigurðsson, Hraunbæ 138. Alex Gíslason, Hraunbær 111 Ágúst Freyr Hallsson, Vallarás 4. Ágúst Örn Ólafsson, Fiskakvísl 3. Bjarki Páll Sigurðsson, Hraunbær 110. Gísli Björnsson, Silungarkvisl ?. Guðjón Dagur Hjartarson,Gvendargeisli 4. Helgi Hörður Jóndsson, Vesturás 25. Jakob Þór Möller Gunnarsson, Reykás 23. Oddur Kroyer Árnason, Glæsibær 14. Ferming Árbæjarkirkju 30. mars kl.10.30. Prestar: Þór Hauksson og Sigrún Óskarsdóttir Stúlkur: Ásdís Ósk Finnsdóttir, Þingás 38. Brynja Rán Egilsdóttir, Lerkibyggð 5. Helga Björt Lilliendahl Kjartansdóttir, Viðarás 14. Hildur Sif Hjaltadóttir, Viðarás 35 A. Karen Sif Eyþórsdóttir, Brekkubæ 10. Katrín Brynja Kristinsdóttir, Hraunbær 42. Katrín Þorgerður Jóhannesdóttir, Álakvísl 38. Laufey Jónasdóttir, Skógarás 1. Ragnhildur Sara Arnarsdóttir, Seiðakvísl 41.

Sigríður Erla Markúsdóttir, Hólmvað 52. Sunna Dröfn Sigfúsdóttir, Reykás 26. Svanhildur Valimarsdóttir, Bröndukvísl 10. Sylvía Atladóttir, Viðarás 31. Ylfa Rúnarsdóttir, Melbær 30. Þórunn Hansdóttir, Vindás 4. Drengir: Arnar Snær Magnússon, Reykási 9. Arnar Þór Gunnarsson, Hraunbæ 78. Arnór Örn Guðjónsson, Brekkubær 44. Ágúst Elí Ólafsson, Deildarás 7. Halldór H. Sigurðsson, Melbær 4. Heiðar Már Þráinsson, Næfurás 7. Margeir Hrafnsson, Álakvísl 15. Jón Björgvin Sigurðsson, Melbær 4. Jón Ólafur Guðmundsson, Lækjarás 4. Júlíus Jóhannesson, Hólavað 59. Styrmir Sigurjónsson, Viðarás 71. Sveinbjörn Traustason, Skógarás 10. Pétur Kári Kjartansson, Mýrarási 13. Ferming sunnudaginn 30. mars kl.13.30. Prestar: Þór Hauksson og Sigrún Óskarsdóttir. Stúlkur: Andrea Bergþórsdóttir, Þverás 2. Andrea Bergþórsdóttir, Þverás 2. Esther Friðriksdóttir, Eyktarás 8. Eydís Ýr Jónsdóttir, Reykás 22. Helga Magnadóttir, Fjarðarás 21. Heiðrún Arnarsdóttir, Hábær 38. Hulda Elísabet Harðardóttir, Heiðarás 27. Fanney Hrafnsdóttir, Þverási 5. Særós Þrastardóttir, Álakvísl 8. Undína Ósk Gísladóttir, Eyktarás 11. Drengir: Andri Hrafn Ármannsson, Melbær 27. Árni Fannar Kristinsson, Hraunbær 32. Baldvin Orri Kristjánsson, Reykás 35. Davíð Arnar Sigvaldason, Vesturás 8. Davíð Örn Ingimarsson, Glæsibær 17. Hafsteinn Karlsson, Þverás 2. Helgi Halldórsson, Bröndukvísl 18. Jóhannes Árni Ólafsson, Dísarási 16.

Opið alla páskana Ný DVD mynd + ein gömul á

kr. 400,-

Skalli Hraunbæ 102 Sími: 567-2880

Ólafur F. Magnússon opnar ábendingavefinn 1, 2 og Reykjavík. Íbúar í hinum ýmsu hverfum borgarinnar hafa kunnað vel að meta samráðsverkefnið og hafa komið mörgum góðum hugmyndum á framfæri.

Hvað er 1,2 og Reykjavík?

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, ýtti samráðsverkefninu 1,2 og Reykjavík formlega úr vör í hverfisstöð Framkvæmdasviðs við Stórhöfða 7 - 9 þann 28. febrúar sl. Samráðið verður kynnt rækilega undanfarna daga og tekinn í notkun ábendingavefur á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is. 1, 2 og Reykjavík felur í sér viðtækt samráð við íbúa í hverfum borgarinnar um viðhaldsverkefni og smærri nýframkvæmdir. Óskað er eftir ábendingum frá íbúum eftir tveimur leiðum. Annars vegar leitar stýrihópur í

hverju hverfi fjölbreyttra leiða til að virkja börn, unglinga og fullorðna til að setja fram hugmyndir og ábendingar um viðhaldsverkefni og nýframkvæmdir í viðkomandi hverfi. Hins vegar verður hægt að koma ábendingum á framfæri á sérstökum ábendingavef samráðsins á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Á ábendingavefnum gefst notendum kostur á að koma á framfæri eigin ábendingum með skýringum og fylgjast með stöðu - eigin ábendinga og annarra. Hægt er að færa ábendingar inn á hverfiskort, skoða yfirlit yfir þær og styðja ábendingar ann-

arra. Tölfræði eftir hverfum og málaflokkum verður aðgengileg á vefnum. Ábendingum um nauðsynlegt viðhald verður veitt til viðkomandi hverfastöðvar Framkvæmda- eða Umhverfis- og samgöngusviðs. Hugmyndir um nýframkvæmdir og stærri viðhaldsverkefni verða kynntar og ræddar á opnum samráðsfundum með borgarstjóra á tímabilinu frá 12. apríl til 3. maí. Niðurstöður verða sendar íbúum í bæklingi eða með öðrum hætti með vorinu. Margir tugir Árbæinga hafa nú þegar sent inn ábendingar sínar.


17

Fréttir

Árbæjarblaðið

Hugsað um barn

Guðrún Júlía og Arney.

Þessar voru efnilegar í móðurhlutverkinu.

Helgina 22.-24. febrúar 2008 voru unglingar í 8. bekk Ingunnarskóla í Grafarholti að æfa sig í foreldrahlutverkinu. Þarna var á ferðinni fræðsluverkefnið ,,Hugsað um barn’’. Þetta verkefni er samvinnuverkefni skóla og ÓB ráðgjafar. Í verkefninu fá unglingarnir afhent ,,raunveruleikabarn’’. ,,Raunveruleikabarnið’’ er dúkka sem hermir eftir hljóðum og atferli ungbarna. Það voru 15 unglingar sem urðu foreldrar þessa helgina og þeir sem ekki voru þessa helgina fóru í þetta hlutverk næstu helgi á eftir. Það voru ánægðir en frekar þreyttir unglingar sem skiluð ,,raunveruleikabörnunum’’ á mánudagmorgninum. Fræðsluverkefni þetta er hugsað sem forvörn í tengslum við þunganir unglingsstúlkna. Verkefnið gengur út á það að unglingarnir fá raunveruleikabarn með sér heim yfir helgi og þeim ber að hugsa um barnið og sinna öllum þörfum þess allan sólarhringinn, frá föstudagskvöldi til mánudagsmorguns. Markmið verkefnisins er að unglingarnir öðlist skilning á þörfum nýfæddra barna og þeirri ábyrgð sem felst í því að eignast barn og sinna öllum þörfum þess. Einnig að þeir geri sér grein fyrir þeim breytingum sem verða á persónulegu lífi unglings við það að eignast barn og verða foreldri. Barnið hefur fjórar þarfir, það þarf að fá að drekka úr pela reglulega, fá hreina bleyju reglulega, það þarf að láta það ropa, hugga það og passa höfuðið, rétt eins og á ungbarni sem ekki heldur höfði. Raunveruleiknibörnin eru forrituð eftir fimmtán raunverulegum einstaklingum og það er ekki hægt að svindla, því tölvubúnaðurinn sem er inni í barninu skráir alla meðhöndlun. Unglingarnir fá armband sem

þau þurfa að láta upp við barnið á innan við tveimur mínútum frá því það fer að gráta, annars skráist að barninu hafi ekki verið sinnt. Ef þau eru góðir foreldrar eiga þau að geta lært að þekkja ólíkan grát barnsins, það grætur ekki eins þegar það er svangt eða þegar vantar stuðning við höfuðið. Unglingarnir í 8.bekk eru í fermingarfræðslu og þurfa að taka barnið með sér í messur sem þeim ber að mæta í og prestar landsins hafa tekið þessu verkefni mjög vel. Samkvæmt samtali við unglingana var þetta verkefni mjög lærdónsríkt, en þau voru öll mjög fegin að losna við börnin. Guðmar sagði að þetta hafi gengið ágætlega. Barnið hafi verið svolítið óvært og honum fannst þetta erfið-

ara en hann bjóst við en mjög lærdómsríkt. Birna sagði að þetta hafi gengið ágætlega. En hennar raunveruleikabarn var erfiðast síðustu nóttina. Birnu fannst erfiðast að setja einhvern annan í fyrsta sæti en var búin að búa sig undir að þetta gæti orðið erfitt. ,,Mitt barn var mjög rólegt,’’ sagði Arney, en það vaknaði 3-4 sinnum á nóttunni. ,,Þetta var erfiðara en ég hélt en það var gaman að hugsa um barnið.’’ ,,Mitt barn grenjaði og grenjaði og var óhuggandi,’’ sagði Guðrún Júlía, ,,en svo komst ég að því að hún var biluð og ég fékk nýja dúkku sem grenjaði bara eðlilega.’’

Guðmar og Birna.

Íþrótta- og tómstundastarf er eitt forgangsmála Reykjavíkurborgar Á síðasta borgarstjórnarfundi var lögð fram áætlun til þriggja ára í helstu málaflokkum. Þeirra á meðal um metnaðarfulla uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni, en áætlað er til þeirra tæpar 1200 milljónir á þessu ári einu. Heildarframlag borgarinnar til íþrótta- og tómstundamála á árunum 2009-2011 er áætlað að nemi alls 23 milljörðum króna, sem skiptist í 19,2 milljarða króna rekstrarframlag og 3,8 milljarða framkvæmdaframlag. Framlög til rekstrar íþrótta- og tómstundamála í þessari þriggja ára áætlun 2 milljörðum hærri en í fyrri þriggja ára áætlun. Þessi mál auk rekstrar umfangsmikils frístundastarfs fyrir yngri sem eldri er á forræði Íþrótta- og tómstundaráðs ÍTR, borgarinnar.

Áherslur nýs meirihluta Nýr meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks í ÍTR byrjaði af krafti og kynnti á fyrsta fundi, 8. febrúar sl., helstu áhersluatriði í starfi ráðsins á kjörtímabilinu: Meginmarkmið þess eru að auka möguleika allra til þátttöku; Gera þjónustuna fjölbreyttari, hagkvæmari, sveigjanlegri og aðgengilegri; Að íþróttir og útivist verði lífstíll sem flestra borgarbúa, eldri sem yngri, fjölskyldna, vinahópa og einstaklinga. Eitt mikilvægt áhersluatriði er efling frístundaheimila ÍTR, en samþykkti var á fyrsta fundi tillaga um að þau skyldu starfa allt árið og jafnframt yrðu boðin heilsárs frístundaheim-

ili fyrir fatlaða. Ennfremur skyldi skoðað að bjóða frístundaklúbba fyrir aldurshópinn 9-12 ára.

Stuðningur við Fylki og íþróttafélögin í Reykjavík Reykjavíkurborg er bakhjarl íþróttafélaganna í borginni þegar kemur að uppbyggingu þeirra íþróttamannvirkja. Íþróttahreyfingin í landinu eru ein stærstu sjálfboðaliðasamtök landsins, sem vinna ómælt starf við eflingu einstaklinga til sálar og líkama. Í hverju hverfi eru þau lykilvettvangur íbúanna og þar fer fram mikilvægt starf sem borgin vill styðja og styrkja eftir megni. Sem stendur er unnið að undirbúningi uppbyggingar íþróttamannvirkja hjá íþróttafélögunum Fjölni, Fylki, Fram, ÍR, Þrótti og KR í Reykjavík. Í sumum tilvikum er verið að ræða við íþróttafélögin og móta hugmyndir um uppbygginguna, en vinna við skipulagsmál vegna annarra framkvæmda er hafin. Til stendur að styðja við þá uppbyggingu með myndarskap eins og hingað til. Þau áform eru þó mislangt á veg komin, en í ár munu um 390 milljónir fara í hönnun og undirbúning framkvæmda. Í áhersluatriðum nýs meirihluta í ÍTR stendur ma.: ,,Ljúka vinnu og gerð samninga um uppbyggingu íþróttamannvirkja hjá ÍR, Fram, Fylki, Fjölni, Þrótti og KR’’. Fylkir hefur sýnt því áhuga að fá lóð undir starfsemi sína í Hádegismóum við Rauðavatn. Þar hefur Fylkir hug á að reisa fimleikahús og knatt-

spyrnuvelli. Þetta mun hvort tveggja verða á dagskrá í samningum ÍTR og Fylkis á komandi misserum. Auk þess má nefna að verið er að skoða möguleika á battavelli við Árbæjarskóla fyrir næsta ár.

Framkvæmdir á sviði íþrótta- og tómstundamála Í endurskoðaðri þriggja ára áætlun fyrir árin 2009-2011 er áætlað að verja til framkvæmda á sviði íþróttaog tómstundamála alls 3,8 milljörðum króna. Áður hafði verið gert ráð fyrir að verja 4,7 milljörðum króna til málaflokksins, það er í síðustu þriggja ára áætlun. Ein ástæða lækkunar er sú að blikur eru á lofti í okkar efnahagsmálum, nýi meirihlutinn vill ástunda ábyrga fjármálastjórnun og fyrirséð er að tekjur borgarinnar munu ekki hækka með sama hætti og verið hefur undanfarin ár. Önnur ástæða er sú að ýmislegt er ekki komið á hreint varðandi fjárþörf og framkvæmdatíma áforma íþróttafélaganna. Þær upphæðir sem koma fram í þriggja ára áætlun til íþróttafélaganna eru þær upphæðir sem við treystum okkur til að skuldbinda borgina á þessari stundu. Margt er óunnið í skipulagsmálum og samningum við félögin. Sú vinna er hafin og málin munu skýrast eftir því sem

líður á árið.

Öllum börnum gefinn kostur á þátttöku - Frístundakortin Eitt af helstu kosningamálum Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2006 var ,,Gengið verði til samninga við íþrótta- og æskulýðsfélög í borginni um að þátttökugjöld barna verði lækkuð, með stuðningi borgarinnar, ekki síðar en um áramótin

Bolli Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, skrifar: 2006-2007.’’ Þetta var gert og formið sem valið var, í samstarfi við Framsóknarflokkinn, var innleiðing Frístundakortsins. Kortið nýtur mikilla vinsælda og hefur án efa aukið þátttöku ungs fólks í borginni, í íþrótta- og tómstundastarfi. Á síðasta ári notuðu um 10.000 ungmenna á aldrinum 6-18 ára kortið. Áætlað er að notendum þess muni fjölgi í 13 til 14.000 á árinu 2008. Í samræmi við þennan mikla áhuga hækka framlög Reykjavíkurborgar til í Frístundakortsins úr 180 milljónum árið 2007 í 400 milljónir 2008 og síðan í 640 milljónir 2009.

Þátttaka hefur jákvæð áhrif Frístundakortið er mikilvæg forvörn. Rannsóknir sýna að á unga aldri er lagður grunnur að þátttöku í félagsstarfi síðar á ævinni. Þeir sem eru virkir í félagsstarfi ungir eru líklegri til þess að halda því áfram og gera það að lífstíl sínum þegar þeir komast á fullorðinsár. Rannsóknirnar sýna ennfremur að afar jákvæð tengsl eru milli þess að börn og unglingar taki þátt í skipulögðu frístundastarfi og ýmissa þátta t.d. varðandi góða líðan og gengi í skóla og ekki síður forvarna. Félagslíf og íþróttir stuðla jafnframt almennt að andlegri og líkamlegri hreysti sem gerir einstaklinga betur búna undir daglegt líf og framtíðina.

Sýnum vilja okkar í verki Við í meirihlutanum leggjum áherslu á að skapa ungu fólki í borginni sem allra best skilyrði til þátttöku í fjölbreyttum tómstundum og viljum leggja okkar af mörkum til að tryggja að öll börn njóti sem bestra uppeldisaðstæðna. Reykjavíkurborg er að leggja mikla fjármuni til þessa málaflokks, eins og ég hef rakið hér á undan. Það sýnir hug okkar í verki. Bolli Thoroddsen


18

FrĂŠttir

s/>dh s/EE E > 'd , /D/>/ X1EhÍ?

Ă rbĂŚjarblaĂ°iĂ°

Eir hjĂşkrunarheimili er einn af stĂŚrstu vinnustÜðunum Ă­ nĂĄgrenni Ă rbĂŚjar og Grafarholts. Ăžar bjóðast fjĂślbreyttir starfsmĂśguleikar varĂ°andi vinnu. ViĂ° bjóðum vinnufĂşsa og ĂĄreiĂ°anlega einstaklinga velkoma Ă­ vinnu til okkar. Hvort sem um er aĂ° rĂŚĂ°a fagmenntaĂ°a aĂ°ila eins og hjĂşkrunarfrĂŚĂ°inga og sjĂşkraliĂ°a eĂ°a ĂłfaglĂŚrĂ°a til starfa Ă­ umĂśnnun, rĂŚstingu eĂ°a eldhĂşsi. Flest stĂśrf eru unnin Ă­ vaktavinnu, en fjĂślbreyttir mĂśguleikar bjóðast ĂĄ vĂśktum. Morgun-, kvĂśld- nĂŚtur- og helgarvaktir , einnig styttri vaktir Ă­ 4 – 5 tĂ­ma. ViĂ° viljum vekja athygli ungra Ă rbĂŚinga, sem eru aĂ° huga aĂ° sumarvinnu, ĂĄ ĂžvĂ­ aĂ° Ăžeirra vinnuframlag vĂŚri vel ĂžegiĂ° hjĂĄ okkur. VeriĂ° velkomin til Ăžess aĂ° kynna ykkur starfsemina.

Upplýsingar veita Vilborg ÓlÜf Sigurðardóttir, starfsmannastjóri vilborg@eir.is eða Birna Kr. Svavarsdóttir, hjúkrunarforstjóri birna@eir.is Einnig í síma: 522-5700 milli kl: 8-16 virka daga.

HjĂşkrunarheimili

,ĹŻĹ&#x;Ä?Ä‚ĆŒĹšơĆ?ƾž ϳ͕ Ď­Ď­ĎŽ ZĞLJŏŊĂǀĹ&#x;ĹŹÍ˜ ^Ĺ&#x;ĹľĹ? Ϲώώ ϹϳϏϏ

Stafganga! 4 vikna byrjendanĂĄmskeiĂ° hefst 7. aprĂ­l. MĂĄnudaga og fimmtudaga kl. 18.40.

FrĂĄ aĂ°alfundi Fylkis sem haldinn var 19. febrĂşar sl.

Nokkurs titrings gÌtir innan Fylkis vegna óånÌgju með formannskjÜr å aðalfundi fÊlagsins:

,,Ăžetta var sigur fjĂślskyldualbĂşmanna’’ AĂ°alfundur Fylkis var haldinn Ăžann 19. febrĂşar sl. Ă fundinum bar ĂžaĂ° hĂŚst aĂ° BjĂśrn GĂ­slson, varaformaĂ°ur Fylkis, bauĂ° sig fram til formennsku gegn sitjandi formanni, Birgi Finnbogasyni. FĂłr svo eftir snarpa kosningu aĂ° Birgir hafĂ°i betur og sigraĂ°i meĂ° 7 atkvĂŚĂ°a mun. Mun Birgir ĂžvĂ­ gegna embĂŚtti formanns nĂŚsta ĂĄriĂ°. Margir aĂ°ilar sem eru mjĂśg óånĂŚgĂ°ir meĂ° framgang mĂĄla ĂĄ aĂ°al-

Kennari: Sif Bachmann Ă­ĂžrĂłttakennari.

VerĂ°: 6800 kr. (4500 kr. fyrir korthafa Ă rbĂŚjarĂžreks)

Innifalinn Ă­ verĂ°i er aĂ°gangur aĂ° Ă rbĂŚjarĂžreki. HĂŚgt er aĂ° leigja stafi ĂĄ 1500 kr. SkrĂĄning Ă­ sĂ­ma: 5676471 eĂ°a ĂĄ threk@threk.is

fundinum hafa haft samband viĂ° blaĂ°iĂ° og lĂ˝st yfir mikilli undrun ĂĄ ĂžvĂ­ hvernig staĂ°iĂ° var aĂ° kosningu formanns. Enginn hefur Þó viljaĂ° koma fram undir nafni. Ă“ĂĄnĂŚgjuraddir heyrast einkum varĂ°andi Þå staĂ°reynd aĂ° mikil smalamennska var ĂĄ fundinn og Ăžess dĂŚmi aĂ° einn og sami aĂ°ilinn hafi komiĂ° meĂ° 14 fjĂślskyldumeĂ°limi, eins og einn viĂ°mĂŚlandi okkar komst aĂ° orĂ°i.

,,Ég er bĂşinn aĂ° fylgjast lengi meĂ° mĂĄlum innan Fylkis og Ăžetta var ekki falleg kosning. Ég vildi fĂĄ nĂ˝jan formann en Ăžegar ĂŠg sĂĄ hvernig framkvĂŚmdin var Þå missti ĂŠg allan ĂĄhuga ĂĄ Ăžessari kosningu. Ég hĂŠlt aĂ° allir Ăžeir sem hefĂ°u rĂŠtt ĂĄ aĂ° greiĂ°a atkvĂŚĂ°i ĂĄ fundinum Ăžyrftu aĂ° vera meĂ°limir Ă­ fĂŠlaginu og gott ef ekki skuldlausir. Ég leyfi mĂŠr aĂ° efast stĂłrlega um aĂ° svo hafi veriĂ° og veit reyndar aĂ° eftir Ăžessum reglum var alls ekki fariĂ°. Ég er Ă­ raun mest hissa ĂĄ ĂžvĂ­ aĂ° enginn skuli hafa gert alvĂśru Ăşr ĂžvĂ­ aĂ° kĂŚra Ăžessa kosningu,’’ sagĂ°i viĂ°mĂŚlandi okkar sem ekki vildi lĂĄta nafns sĂ­ns getiĂ°, ekki aĂ° svo komnu mĂĄli Ă­ ĂžaĂ° minnsta. Og viĂ°mĂŚlandi okkar bĂŚtti viĂ°: ,,Ăžetta var sigur fjĂślskyldualbĂşmanna.’’ Fram kom ĂĄ aĂ°alfundinum Ă­ tengslum viĂ° fjĂĄrhagsstÜðu fĂŠlagsins aĂ° rekstur tveggja stĂłrra deilda hefur gengiĂ° mjĂśg illa, knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar. Ăžessar tvĂŚr deildir skulda Ă­ dag yfir 30 milljĂłnir, knattspyrnudeildin um 20 milljĂłnir og handboltadeildin um 10 milljĂłnir samkvĂŚmt heimildum Ă rbĂŚjarblaĂ°sins.

D< G:

H6BGĂŒĂ JB 7:IG6 7DG<6GJB=K:G;>

ĂƒVg[ VĂ‚ aZ\\_V \ÂŽc\jhi†\! ]^gĂ‚V \g‹Âjg! hZi_V jee `ÂŽg[jWdaiV]g^c\ ZĂ‚V [gVb`k¨bV Z^ii]kVĂ‚ VccVĂ‚4


19

Fréttir

Árbæjarblaðið

Um 1000 manns mættu í páskaeggjaleitina í fyrra í Elliðaárdalnum þrátt fyrir leiðinlegt veður og búast má við enn meiri fjölda nú enda er til mikils að vinna.

Páskaeggjaleit í Elliðaárdalnum orðin að árlegri hefð laugardaginn fyrir páskadag:

Margir bíða spenntir Á páskunum í fyrra fóru hverfafélög Sjálfstæðisflokksins í Árbæ- og Breiðholti af stað með páskaeggjaleit en páskaeggjaleit er orðin að hefð hjá hverfafélögum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og víðar. Páskaeggjaleitin var haldin við gömlu Rafstöðina í Elliðaárdalnum og tókst frábærlega vel og mættu yfir eitt þúsund manns og vakti hún mikla ánægju barnanna

og ekki síður þeirra sem eldri voru og bíða margir spenntir eftir næstu páskaeggjaleit. Nú stendur til að hafa páskaeggjaleitina laugardaginn fyrir páskadag eða 22. mars kl. 14.00 á sama stað og í fyrra við gömlu Rafstöðina í Elliðaárdalnum. Leitað verður að fagurlega skreyttum eggjum og börnin fá að launum súkkulaðiegg. Einnig verður

keppt í húlahopp og því er um að gera fyrir börnin að æfa sig fyrir keppnina því sigurvegarar fá stór páskaegg í verðlaun. Krakkar, mömmur, ömmur, pabbar og afar eru hvött til að mæta og gera sér glaðan dag í páskaeggjaleitinni. Allir velkomnir Stjórnir Sjálfstæðisfélaganna í Árbæ- og Breiðholti.

Árbæjarblaðið Sími: 587-9500

Vönduð handverksnámskeið - verslun og upplýsingar

HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ÍSLANDS Nethyl 2E - 110 Reykjavík s. 551-7800 - 551-5500 - 895-0780 hfi@heimilisidnadur.is - www.heimilisidnadur.is

:N@?6KÏ@ GZn`_Vk `jgWdg\ ]kZijg VaaV Wdg\VgW V i^a VÂ [¨gV ]j\bncY^g jb WZigV Wdg\Vgjb]kZg[^ ^cc { cÅ_Vc {WZcY^c\VkZ[# ÃVg Zg Z^cc^\ ]¨\i VÂ `nccV h g VÂgVg i^aa \jg d\ kZ^iV ÄZ^b hijÂc^c\#

:>CC! IK:>G D< G:N@?6KÏ@ lll#gZn`_Vk^`#^h h b^/ )&& && &&


– silfur, gull og platinum Byggðu upp fjárhagslega hreysti þitt með kreditkorti frá Byr: silfur-, gull- eða platinum.

– þú færð peninga! Allir sem eru ekki enn komnir með kort frá MasterCard fá 15.000 kr. ferðaávísun. Við erum í ræktinni.

Þú notar kreditkort frá Byr og myndar veltutengda inneign sem getur greitt árgjaldið niður í allt að 0 kr. Kynntu þér frábærar ferðatryggingar kortanna. Við ræktum sambandið og sendum þér SMS þegar þú hefur nýtt úttektarheimildina um 90 prósent. Sniðugt!

Vertu með. Þú þarft ekki að vera viðskiptavinur til að fá þér kortið. Allir eru velkomnir. Tilboð gildir til 31. mars.

Komdu í ræktina með Byr. Njóttu þess að vera við góða fjárhagslega heilsu. Fáðu að vita allt um kreditkortin frá Byr: silfur-, gull- og platinum. Frítt árgjald fyrsta árið. Hringdu. Komdu. Eða farðu á byr.is. ATH! Útlán eru háð lánareglum Byrs sparisjóðs.

Byrjaðu á byr.is – kannaðu fjárhagslega heilsu þína núna. Komdu með í ræktina. Sími 575 4000 byr.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.