Arbaejarbladid 4.tbl 2006

Page 1

4. tbl. 4. árg. 2006 apríl

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Dreift ókeypis í Ártúnsholti, Árbæ og Grafarholti

Gleðilega páska!

Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

Hver var hann þessi Elliði? ÁB-mynd EÁ

Í skemmtilegri grein í miðopnu blaðsins er fjallað um það hvaðan nafnið Elliði er komið en nafnið tengist ýmsum stöðum í Árbæarhverfi. Sjá nánar á bls. 10-11

40% Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

15:18:40

afsláttur af sóttum pizzum

55 44444

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Þetta er gjöfin fyrir veiðimanninn

Opið virka daga frá kl. 9-19 Laugardaga frá kl. 10–14 Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

I oo jb agpbo

q`mfa¹md odg ] \f\pk\

Ë `dia\g_\md g`d \ ] \f\pkph Bm`d ngph\o i`odip G inphn fi i`odip

Glæsileg flugubox úr Mangóviði Íslenskar flugur - íslensk hönnun

Kíktu á www.krafla.is


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Gleðilega páska! Þessa dagana virðist kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 27. maí vera að komast á fulla ferð. Mörg brýn mál brenna á íbúum í Árbæjarhverfi en varla er ofsagt að heilbrigðismálin munu skipa þar eitt af efstu sætunum. Heilsugæslumál í Árbæjarhverfi eru í algjörum ólestri og hefur svo verið til margra ára. Biðtími eftir að komast að hjá heilsugæslulæknum er alltof langur og ekki boðlegur. Hér er vitanlega ekki eingöngu við yfirvöld í borginni að sakast. Stjórnvöld á landsvísu eiga hér vissulega sök en mjög brýnt er að Árbæjarhverfið fái sem allra fyrst nýja heilsugæslustöð. Og ekki minnkaði þörfin eftir að Grafarholtið byggðist og byggð tók að þjóta up í Norðlingaholti. Heilsugæslumálin eru víðar vandamál en í Árbæjarhverfi. Nefna má að heilsugæslustöðin í Grafarvogi er sprungin og þar er hver læknir með um 2000 íbúa á sínum snærum. Enn og aftur líður heilbrigðiskerfið fyrir fjárskort. Árbæingar ættu að nýta hvert tækifæri til að þrýsta á um úrlausn í heilsugæslumálunum og krefja stjórnmálamenn svara við spurningum sem á þeim brenna. Mörgum málum hefur þokað vel áfram í Árbæjarhverfi á síðustu árum, önnur hafa setið á hakanum. Nú síðast hafa borist af því óljósar fréttir að þétta eigi byggðina í gamla Árbæjarhverfinu við Árbæjarstífluna og jafnvel víðar. Einhverjir íbúar hafa þegar mótmælt þessum áformum harðlega. Löngum hefur stjórnmálamönnum í borginni reynst erfitt að skilja að fólk sem byggir úthverfi borgarinnar líkar illa, eða í öllu falli ver en mörgum öðrum, að búa í mjög þéttri byggð. Um þessi áform verður án efa tekist nú í aðdraganda kosninga og þessi áform skoðuð sem hent er fram korteri fyrir kosningar. Að lokum óska ég Árbæingum öllum gleðilegra páska og gleiðlegs sumars. Stefán Kristjánson

abl@centrum.is

Korter í kosningar Það er vor í lofti þrátt fyrir hundleiðinlegt veður síðustu dagana. Ég var á gangi í hverfinu um daginn og tók eftir því að gróðurinn var að taka við sér. Plönturnar misvitrar og fljótar á sér en það er alveg ljóst að þegar hlýnar aðeins meira verður þetta allt saman fljótt í gang. Einnig má sjá, ef vel er að gáð, að farfuglarnir eru að byrja að láta sjá sig. Lóan er komin fyrir nokkrum dögum en þá sást hún í Hornafirði. Það styttist því mjög í að hún láti sjá sig hér á höfuðborgarsvæðinu og þá fyrst er sumarið komið í mínum huga og margra annarra. Vorið er yndislegur tími og að margra mati skemmtilegasti tími ársins. Ekki ætlaði ég að hafa þennan pistil einhvern sérstakan óð til vorsins eða sumarsins heldur var meiningin að vaða nokkuð úr einu í annað. Fyrst langar mig að nefna sjónvarpsstöðina Sirkus. Ég veit að ég er ekki eina húsmóðirin í hverfinu sem hreinlega stend á gati gagnvart þessari stöð. Á henni eru þættir sem eru slík hörmung og þvílíkur óþverraskapur að leitun er að öðru eins. Nægir þar að nefna þátt sem ég held að heiti Kallarnir. Ég hreinlega skil ekki hvernig fyrirtæki eins og 365 getur verið þekkt fyrir að bjóða upp á annað eins rusl og annan eins sora. Nóg um Sirkus. Ég hef annað slagið horft á fréttastöðina NFS. Þar eru sannkallaðir gullmolar innan um alls óreynda frétta-

menn sem alls ekki eru læsir. Maður hlýtur að gera þá kröfu að þeir sem lesa fréttir kunni að lesa. Fátt er meira þreytandi en að hlusta og horfa á fréttamann segja fréttir sem alls ekki er fær um það. Vonandi komast þessir fréttamenn í æfingu með tímanum en ég verð að segja að þetta er óskaplega þreytandi. Ekki ætla ég að tala hér um nýja veðurfréttamanninn. Ætla að gefa konunni tækifæri í einhvern tíma ennþá áður en ég segi mitt álit á henni. Þegar ég frétti fyrst af því að NFS væri að fara í loftið leist mér vel á uppátækið. En það er óskaplega erfitt að halda úti svona stöð í ekki stærra landi. Og reyndar er staðan þannig núna að mjög mikið er um endurtekningar. Og það sem fer mest í taugarnar á mér er fréttayfirlitið á hálfa tím-

get ekki ímyndað mér að nokkur maður hér á landi hafi áhuga á þessu. Nóg um NFS, allavega í bili. Nú eru kosningar framundan og þá þarf maður enn einu sinni að ákveða hvað maður á að kjósa. Ég er ánægð með margt sem Rlistinn gerði en hundfúl með annað eins og gerist. R-lista flokkarnir hafa nú verið við völd í 12 ár og ég held að þetta sé orðið ágætt. Þrátt fyrir að R-lista flokkarnir bjóði nú fram í sitt hvoru lagi þá held ég að þeir hefðu gott af því að hvíla sig í einhver ár. Með þessu er ég ekki að segja að víst sé að sjálfstæðismenn standi sig betur en margir vilja gefa þeim tækifæri. Hér er ég sérstaklega með skipulgsmálin í huga. Mér finnast upphlaup undanfarinna daga varðandi Sundabraut og úthlutanir á lóðum hér og þar um bæinn merki um örvæntingu þeirra sem eiga á brattann aðsækja í skoðanakönnunum. Lóðaskortur í Reykjavík hefur verið staðreynd. Ég þekki fólk sem hefur í áratug haft áhuga á að fá sér lóð í Reykjavík og byggja á henni einbylishús. Þetta fólk segir mér að lóðir undir einbýlishús hafi ekki verið til í Reykjavík allan þennan tíma, nema þá nokkrar lóðir á 20 milljónir stykkið. Nú kann að rofa til hjá þessu fólki ef sjálfstæðismenn komst að en þeir segjast ætla að stórauka lóðaframboð undir sérbýli í borginni. Stórhöfði

STÓRhöfði skrifar: anum. Nánast undantekningarlaust er klippt á skemmtilegar og fróðlegar umræður vegna þess að tíminn er búinn og komið að fréttayfirliti. Þessu þarf NFS að breyta á þann veg að fella fréttayfirlitið niður og segja fréttir á heila tímanum. Það er yfirdrifið nóg. Margt er vel gert á NFS. Þar nefni ég þætti Sigurðar G. Tómassonar en þó mætti hann og algengur viðmælandi hans draga stórlega úr fréttum og umræðum frá austantjaldslöndunum. Ég

Morguntímar Þolfimi/Vaxtarmótun Mánud/miðvikud/föstud kl: 10.00

Barnapössun á sama tíma fyrir allan aldur Listamaðurinn Abba í gallerí sínu í rafarholti.

ÁB-mynd PS

Gallerí Grafarholt

Árbæjarþrek Fylkishöll sími: 567-6471

Nýverið opnaði listamaðurinn Abba listmunagallerí í Grafarholti. Galleríiið heitir Gallerí Grafarholt og er til húsa í verslunarkjarnanum við Kirkjustétt 2-6. Í Gallerí Grafarholti

býður Abba upp á úrvals leirlist, myndlist og glerlist. Listakonan Abba verður þar einnig með vinnustofu sína. Opið er í Glleríi Grafarholti alla virka daga frá kl. 13.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 13.00

16.00. Óhætt er að hvetja íbúa í Árbæjarhverfi og aðra til að kíkja við hjá listakonunni því þar er að sjá marga mjög fallega muni sem tilvaldir eru til gjafa við ýmis tilefni.

Gallerí Grafarholt er til húsa í verslunarkjarnanum við Kirkjustétt 2-6.



4

Matur

Árbæjarblaðið meiri vökva, þá er bætt saman við 1 ausu af soði og látið sjóða niður aftur og þetta endurtekið þar til soðið er búið. Þetta tekur 15-18 mínútur. Í lokin er smjörklípan sett út á og hrærð saman við og parmessan osturinn einnig og kryddað með salti og pipar eftir smekk. Almennt finnst okkur óþarfi að salta þetta umfram það sem fæst úr soðinu, en gott er að mala örlítinn pipar yfir. Á okkar heimili er vinsælla að bera parmessan ostinn með á borðið, þannig að hver og einn geti notað hann eftir eigin smekk. Gott er að hafa með þessu ferskt salat og ekki skemmir ef til er góð ítölsk olía og balsamik til að bera fram með því. Að lokum kemur hér ein ,,fullorðins’’ ísterta, sem gott er að eiga í frystinum og draga fram til að kóróna góða máltíð. Ef krökkunum líkar ekki ,,fullorðinsbragðið’’ af tertunni er alltaf stutt út í Skalla. Þetta er uppskrift fyrir 2 kökur (auðvelt að minnka eða eiga í frysti) Botnar: 200 gr. möndlur. 8 eggjahvítur. 400 gr. flórsykur. Eggjahvítur stífþeyttar. Möndlur malaðar fint og blandað saman við flórsykurinn, síðan blandað varlega saman við hvíturnar. 4 hringir teiknaðir á plötu og blöndunni skipt jafnt. Bakað í 1 klst við 120 °C.

Matgæðingarnir Erla Leósdóttir og Hjörtur Þorgilsson ásamt börnum sínum.

ÁB-mynd PS

Ís: 300 gr. súkkulaði.

Kjúklingur með ítölsku ívafi

Rétturinn sem við viljum leyfa nágrönnum okkar í Árbænum að bragða með okkur er í miklu uppáhaldi á okkar heimili og það skemmir ekki fyrir að eldamennskan er þægileg. Um er að ræða kjúklingabringur sem eru grillaðar og bornar fram með risotto, steiktum púrrulauk og fersku salati. Uppskriftin er fyrir 4. 4 kjúklingabringurnar eru lagðar í ólífuolíu og kryddaðar með góðu kjúklingakryddi (Eðal Kjúklingakrydd) við höfum líka prófað Ítalskt panini krydd frá Pottagöldrum og finnst það fínt.) Bringurnar eru látnar liggja í kryddolíunni á meðan hugað er að öðrum hráefnum. Þær eru síðan grillaðar á meðalheitu grilli þar til þær eru gegnum steiktar sem eru 7-10 mínútur á hvorri hlið. Okkur finnst ekki þurfa að bera sósu fram með þessu, en sé þess óskað er auðveld leið að setja

matreiðslurjóma í pott og bræða í honum einhvern góðan ost, t.d. piparost. Steiktur púrrulaukur fer afar vel með kjúklingnum. Við notum 1-2 púrrulauka, eftir stærð þeirra. Púrrulaukurinn er skorinn í

ía sé á pönnunni og að hún sé vel heit. Gott er að byrja á þessu, því að laukurinn má kólna. Í risotto notum við yfirleitt Tilda Risotto hrísgrjón. Á pakkanum eru leiðbeiningar þar sem segir ,,How to Make a Perfect Ris-

grænmetissoði – okkur finnst kjúklingasoðið vera betra. 250 gr. Risotto grjón, sem er hálfur pakki. Klípa af íslensku smjöri. Rifinn ferskur parmessan ostur. Mulið sjávarsalt og malaður

Skora á Stefán og Rósu í Melbæ 36 Erla Leósdóttir og Hjörtur Þorgilsson, Melbæ 32, skora á hjónin Stefán Hjörleifsson og Rósu Steingrímsdóttur í Melbæ 36 að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í Árbæjarblaðinu 6. maí. langsum í ræmur 5-7 cm langar og um 2 mm þykkar. Olían er hituð vel á þykkbotna pönnu t.d. Wok-pönnu og laukurinn steiktur í skömmtum þar til hann brúnast, en þá er hann tekinn af pönnunni og settur til hliðar. Gott er að leggja eldhúspappír undir laukinn, sem tekur við olíunni sem lekur af honum. Laukurinn verður stökkur og mjög góður. Huga þarf að því að næg ol-

otto’’. Við höfum fylgt þessum leiðbeiningum og þær klikka ekki. Í uppskrift fyrir 4 þarf: 1 laukur skorinn smátt – ekki hafa hann stóran. 1 stórt hvítlauksrif saxað – stærðin á hvítlauknum hér heima leyfir 2-3 rif. Ólívuolía til steikingar. 1 lítri af sjóðheitu kjúklinga- eða

svartur pipar. Olían er hituð á pönnu og laukurinn látinn malla í henni í um 5 mínútur eða þar til hann verður glær, ekki brúna. Þá er hitinn aukinn og grjónin sett saman við og látin snarka í olíunni í 1 mínútu. Þá er um það bil helmingur af soðinu sett saman við, látið sjóða niður og hrært í reglulega á meðan. Þegar soðið er alveg soðið niður og grjónin eru farin að veina á

Grafarvogsbúar - hjólbarðaverkstæðið ykkar þjónusta er að Gylfaflöt 3 verð Árbæingar! Reynið viðskiptin - Frábær og góð

1 dl. koníak. 8 eggjarauður. 200 gr. flórsykur(4 dl). 1 l. þeyttur rjómi. Súkkulaðið brætt í vatnsbaði, kælt aðeins koníaki bætt í. Eggjarauður og flórsykur þeytt. Okkur finnst best að hræra súkkulaðinu út í þeytt eggin og blanda því síðan saman við rjómann. Samsetning. Sett í 2 smelluform. Bont-ís-botn –ís. Fryst. Þegar kemur að því að það á að borða kökuna er hún tekin úr frysti og sett á fallegan disk, skreytt með rjóma (sprautað á hliðarnar eins og á rjómatertum til forna) og ristuðum möndluflögum. Verði ykkur að góðu, Erla og Hjörtur

Gylfaflöt 3 • sími 567 4468

Árbæjarblaðið - Auglýsingasími 587-9500



6

Fréttir

Árbæjarblaðið

Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi í Hverfisráði Árbæjar og borgarfulltrúi:

Aukið val og bætt þjónusta fyrir eldri borgara! Málefni þeirra sem eldri eru og búa í borginni, hafa verið mikið til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur á undanförnum árum. Staða þessa hóps er öllum hugleikin, þótt á vettvangi stjórnmálanna sé auðvitað tekist á um aðferðir og aðgerðir. Þannig hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýnt áherslur R-listans á liðnum árum, ásamt því að leggja til fjölda tillagna sem meðal annars miða að því að lækka fasteignaskatta á þennan hóp, tryggja þeim fleiri búsetuúrræði og öflugra starf í félags- og þjónustumiðstöðum, svo eitthvað sé nefnt. Að auki hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík nýlega kynnt áherslur sínar í málefnum eldri borgara fyrir komandi kosningar, enda er það sannfæring okkar að þessi málaflokkur eigi að vera afgerandi í allri umræðu í aðdragana borgarstjórnarkosningar nú í maí.

borgara og samtök þeirra til þess að borgin geti sem best komið til móts við óskir þeirra og þarfir. Eins og sagði í tillögu okkar, teljum við að markmið slíks samráðs sé, "í fyrsta lagi að fjölga tækifærum eldri borgara til að búa sem lengst í eigin húsnæði, t.d. með lækkun fasteignaskatta og aukinni samfellu í heimahjúkrun og heimaþjónustu; í öðru lagi að móta áætlun um að eyða löngum biðlistum eftir húsnæði fyrir eldri borgara og tryggja nægt framboð búsetukosta; og í þriðja lagi að skoða leiðir til að auka val þessa hóps um þjónustu, umhverfi og aðstæður." Tillögu okkar var vísað til borgarráðs og er það von okkar að hún verði þar samþykkt, enda afar mikilvægt að gefa eldri borgurum fleiri tækifæri til formlegrar aðkomu og áhrifa á þær ákvarðanir er þá varða á vettvangi borgarinnar.

Samráð og áhrif á ákvarðanir

Borgin á að gera enn betur

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur 21. mars sl. fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tillögu um formlegt samráð við eldri

Eins og nefnt var hér að framan, höfum við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins þegar kynnt að við munum leggja sérsaka áherslu

á málefni eldri borgara fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Við ætlum að vinna vel fyrir og vel með þessum hópi borgarbúa og í því sambandi munum við leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði: - Leitað verði samninga við ríkisvaldið um að flytja málaflokkinn að mestu til borgarinnar. - Fasteignagjöld verði lækkuð og að viðmið vegna afsláttar af fasteignasköttum verði hækkuð. - Eldri borgurum verði gert kleift að búa á eigin heimili svo lengi sem þeir kjósa með því að efla og samræma heimaþjónustu og heimahjúkrun. - Leggja áherslu á aukið val og fjölbreytni í húsnæði fyrir eldri borgara við skipulag nýrra hverfa. - Tryggja einstaklingum með afar brýna þörf fyrir þjónustuíbúð eða hjúkrunarrými viðeigandi úrræði í góðri samvinnu við ríkið, sjálfseignarstofnanir, samtök eldri borgara, sjúkrasjóði og lífeyris-

sjóði. - Reisa 200 leiguíbúðir fyrir eldri borgara og fjölga dagvistarrýmum í góðum tengslum við félagsmiðstöðvar borgarinnar. - Hefja undirbúning að því að hjúkrunarheimili, þjónustuíbúðir, leiguíbúðir og almennar íbúðir verði byggðar í kjarna.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, í Hverfisráði Árbæjar og frambjóðandi skrifar: - Akstursþjónusta standi öllum eldri borgurum, sem á henni þurfa að halda, til boða.

Skyldan er okkar Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem í stjórnmálum starfa eigi fyrst og síðast að skapa aðstæður til að

fólk hafi fjölbreytt tækifæri til ákvarðana um eigið líf. Þannig starfa stjórnmálin best í þágu flestra og þannig getum við líka best tryggt hag þeirra sem eldri eru. Aukið val og bætt þjónusta við eldri borgara á að einkenna allar aðgerðir í þágu þessa hóps sem hefur lagt svo mikið af mörkum í þágu okkar allra og við eigum að líta á það sem eina helstu skyldu okkar tryggja þeim aðstæður og umhverfi við hæfi. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hverfisráði Árbæjar og Grafarholts

Kæru viðskiptavinir! Óskum ykkur gleðilegra páska og gleðilegs sumars Starfsfólk Höfuðlausna

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00 og lau frá 10:00-14:00

Pöntunarsími: 567-6330



8

Fréttir

Árbæjarblaðið

Börnin eru í fyrirrúmi í Hreyfilandi

,,Hreyfiland býður upp á einstaka leikfimi fyrir börn allt frá 6 vikna aldri til 5 ára. Þar að auki býður Hreyfiland upp á leikfimi fyrir nýbakaðar mæður, barnshafandi konur og konur almennt. Við erum með Mæðrafimi, Bumbufimi, Meðgöngujóga, Dansleikfimi fyrir konur 20 og eldri og ókeypis leikfimi fyrir alla á föstudögum kl. 17,’’ segir Krisztina G. Agueda hjá Hreyfilandi. Börnin eru í fyrirrúmi í Hreyfilandi og þess vegna er allt mjög þægilegt og aðgengilegt fyrir þau. ,,Við erum með örugg tæki, litríkan sal og öll leikföng eru sérstaklega hönnuð til þess að stuðla að þroska og örvun barnanna. Þessu til viðbótar bjóðum við upp á Libero bleyjur fyrir börn og góða aðstöðu til brjóstagjafar og umönnun ungra barna,’’ segir Krisztina. - Bjóðið þið upp á eitthvað nýtt

námskeið í vor? ,,Við bjóðum upp á leikjanámskeið fyrir börn frá 9 mánaða aldri, sem er mjög einstakt og skemmtilegt námskeið og eitt sinnar tegundar í borginni. Það hefst strax eftir páska.’’ -Hvers konar leikjanámskeið er það? ,,Okkur langar til þess að koma til móts við foreldra sem eru að bíða eftir plássi hjá dagforeldrum eða leikskóla. Við bjóðum upp á 3 tíma á dag alla virka daga frá kl. 13-16. Á námskeiðinu örvum við börnin með alls kyns leikföngum, hreyfiæfingum, söngvum o.fl. Þau geta komið á hverjum degi eða eins oft og foreldrum hentar. Við bjóðum upp á 10 og 20 daga kort fyrir hvern mánuð,’’ segir Krisztina. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.hreyfiland.is

Það er alltaf mikið fjör í tímunum hjá Hreyfilandi og allir skemmta sér vel, bæði börnin og fullorðna fólkið. Allar nánari upplýsingar er að finn á www.hreyfiland.is ÁB-myndir PS

Íþrótta- og samgöngumál eru í ólestri í Grafarholti Stefna borgaryfirvalda í íþróttamálum Grafarholts hefur verið afar óljós síðustu ár, ef hún er þá yfirhöfuð til staðar. Fyrir um þremur árum fékk íþróttafélagið Fylkir í Árbæ vilyrði borgaryfirvalda um að þjónusta hverfið og í kjölfar kynningar í hverfinu fékk félagið talsvert af íþróttaiðkendum til sín. Nokkur fjöldi Grafarvogsbúa flutti í Grafarholtið og þau börn sem stundað höfðu íþróttir hjá Fjölni í Grafarvogi héldu mörg áfram að æfa þar.

Óviðunandi aðstaða til íþrótta Síðastliðið haust hóf íþróttafé-

lagið Fram svo starfsemi í hverfinu og nýtir íþróttahús Ingunnarskóla og gervigrassparkvöll við skólann. Öllum þeim sem til þekkja er ljóst að sú aðstaða býður ekki upp á starfsemi að neinu umfangi og því er mikil þörf á að bæta aðstöðuna þannig að börn og unglingar hverfisins geti stundað íþróttir með góðu móti. Það er áríðandi að á þessum málum sé tekið af festu enda er öllum ljóst í dag mikilvægi íþróttaiðkunar.

Engar beinar strætósamgöngur Unglingar í Grafarholti sækja mörg hver íþróttir hjá Fylki og

Fjölni en þannig er að málum staðið að engar beinar strætósamgöngur eru á milli Grafarholts og Grafarvogs né Árbæjar. Nýlega voru strætósamgöngur milli Grafarholts og Árbæjar lagðar af og í þess stað var sett á bein tenging við Hlemm. Þörf á metnaði og framsýni Þetta er þjónustan við íbúa þessa næst nýjasta hverfis höfuðborgarinnar. Úr þessu er brýnt að bæta. Það er ekki nóg að skipuleggja ný hverfi og bjóða lóðir út

þannig að þær seljast dýrum dómum, það verður einnig

Erla Margrét Gunnarsdóttir, íbúi í Grafarholti, skrifar: að hafa í huga að fólk kemur til með að búa í þessum hverfum. Þessir íbúar borgarinnar

greiða sitt útsvar og eiga heimtingu á að almennilega sé staðið að málum og þjónusta við þá skipulögð af metnaði og framsýni. Það er brýnt að þannig verði tekið á íþrótta- og samgöngumálum í Grafarholti. Erla Margrét Gunnarsdóttir Höfundur er íbúi í Grafarholti



11

10

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið

Fréttir

EUROCONFORTO HEILSUSKÓRNIR HAFA SLEGIÐ Í GEGN Á ÍSLANDI Fermingar- og Sumargjöfin í ár Heilsuskórnir eru til í 10 fallegum litum, einnig Gull og Silfri

Séð niður Elliðaárdalinn og allt að ósasvæðinu.

Hver var hann eiginlega þessi Elliði?

Ekki fer mikið fyrir umræðum um nafngiftir eða örnefni hér um slóðir en uppruni nafnsins Elliði hefur vakið forvitni. Það fer ekki milli mála að Árbæjarhverfið dregur nafn sitt af lögbýlinu Árbæ. Árbær dregur svo sitt nafn af ánum, Elliðaánum. En þá er spurningin hvaðan kemur þetta Elliðanafn? Þegar farið var að skoða það mál reyndist nokkuð djúpt á skýringunni. Málið er að í þessu samhengi er Elliði ekki nafn á manni heldur skipi. Landnámsmaðurinn Ketilbjörn Ketilsson sem kallaður var Ketilbjörn gamli átti skip sem hét Elliði.

VOLVO S40

Hann sigldi því upp í ósa ánna sem síðar tóku nafn af skipinu og voru nefndar Elliðaár. Elliðaárnar tengja saman Elliðavatn og Elliðavog. Hvaða erindi Ketilbjörn átti á þessar slóðir liggur ekki fyrir en hann nam land í Grímsnesi. Leið hans þangað austur mun hafa legið um Þingvelli því Öxará dregur nafn sitt af öxi sem Ketilbjörn, eða hans fólk, týndi þegar hann átti leið þar um. Elliðanafnið sést víða og hefur meðal annars komið upp í sambandi við sögu Fylkis. Hefur sögunefnd félagsins velt því mikið fyrir sér og komst loks að því sem hér hefur verið skýrt frá. Upphaflega hét félagið Knatt-

VOLVO V50

VOLVO S60

spyrnufélag Seláss- og Árbæjarhverfis, KSÁ. Það þótti frekar óþjált og fljótlega kom til tals að finna nýtt nafn. Í 10 ára afmælisblaði Fylkis 1977 er viðtal við Theódór Óskarsson. Þar segir Theódór um nafnið: ,,Við efndum til samkeppni um nýtt nafn á félagið. Það komu fram tvær tillögur. Ég átti tillöguna um Fylkisnafnið en Hjálmar Jónsson kom með tillögu um nafnið Elliði. - Því var það tekið til bragðs að mynda kallkór meðal krakkanna og þau látin hrópa - Áfram Fylkir - og - Áfram Elliði - . Eftir ítarlegar prófanir á hvort færi betur í þessum hvatningarhrópum, varð niðurstaðan sú að Fylkir væri betra og því var það valið’’. 25.03.06 GÁs

VOLVO V70

VOLVO S80

Verslanir sem selja skóna: Elliðaárdalurinn er fallegur. Hér sjást Elliðaárnar renna um dalinn en íþróttasvæði Fylkis og sundlaugin fyrir miðri mynd.

ÁB-myndir Einar Ásgeirsson

- Valmiki Kringlunni - Kron Laugavegi - Euroskór Firðinum - Nína Akranesi - Heimahornið Stykkishólmi - Mössubúð Glerártorgi - Töff föt Húsavík - Okkar á milli Egilsstöðum - Galenía Selfossi - Jazz Vestmannaeyjum

Verð: 4.400 - Stærðir: 35-43 Hér erum við komin nokkuð neðar í dalinn.

VOLVO XC70 AWD

VOLVO XC90 AWD

Öll erum við einstök, hvert og eitt okkar. Enginn á sinn líkan. Fyrir okkur ert þú miðja alheimsins. Þegar þú ert annars vegar er takmark okkar bara eitt: að uppfylla óskir þínar og þarfir á þann hátt að þú lítir á Brimborg sem öruggan stað til að vera á. Við erum með þér alla leið!

Veldu Volvo S40. Falleg stærðfræði.

EuroNCAP öryggisstofnunin verðlaunaði Volvo S40 með bestu einkunn (5 stjörnur), sama gerði US NCAP. Breska bílablaðið Auto Express mat Volvo S40 sem besta bílinn í sínum flokki lúxusbíla; betri en BMW 3 series og Jaguar X-type. Volvo S40 er besti kosturinn að mati bandaríska vegaöryggiseftirlitsins (IIHS) og sænska tryggingafélagið Folksam verðlaunaði Volvo S40 fyrir að vera með bestu hálsReynsluaktu draumabíl bílablaðamanns Morgunblaðsins: Volvo hefur nefnilega tekist það sem margir hafa áður reynt og bakhnykksvörnina. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo! Komdu í Brimborg. Spurðu söluráðgjafa Volvo á Íslandi um og flestir án árangurs; að smíða gæðabíl án þess að slá verð og gæði. Við gerum þér gott tilboð um staðgreiðsluverð nokkuð af kröfunum en um leið að stilla verðinu i hóf. fyrir gamla bílinn. Komdu í Brimborg. Skoðaðu fallegt dæmi um áratuga umhyggju Volvo fyrir öryggi fjölskyldunnar. Öryggi er lúxus. Veldu Volvo.

Verkfræðileg snilld einkennir Volvo S40 Berðu saman verð og gæði. Berðu saman staðalbúnað Volvo S40 við staðalbúnað í öðrum lúxusbílum. Þú finnur WHIPS bakhnykksvörn, SIPS hliðarárekstrarvarnarkerfi og spólvörn með stöðugleikastýringu í Volvo S40. Einnig ABS hemlakerfi með EBD hemlajöfnun, 4 loftpúða auk hliðarloftpúða, tölvustýrða loftkælingu með hitastýringu, hágæða hljómflutningstæki með 8 hátölurum, rafdrifnar rúður, upp- Finndu fegurðina sem býr í gæðum einfaldleikans. hituð sæti, 16" álfelgur og margt fleira. Sjö hátæknivélar Skoðaðu nýtt stjórnborðið sem ekki átti að vera standa þér til boða. Bensín eða dísil. Komdu í Brimborg. hægt að framleiða.

GCI ALMANNATENGSL - GREY COMMUNICATIONS INTERNATIONAL

Volvo S40 er hátækni. Gott dæmi um fallega stærðfræði og verkfræðilega snilld. Fullur af orku. Búinn fádæma aksturseiginleikum. Þú finnur ekki fyrir hreyfingu Volvo S40 á jöfnum hraða. Aðeins fyrir veginum. Afstætt lögmál. Þú sérð umhverfið líða framhjá; hefur kannski á tilfinningunni að bíllinn sé kyrr og jörðin á hreyfingu. Draumabíll.

Volvo S40 bensín. Verð frá 2.395.000 kr.* Volvo S40 dísil. Verð frá 2.765.000 kr.* * Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara og að auki er kaupverð háð gengi. Nánari upplýsingar veita söluráðgjafar Brimborgar.

Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 | Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 462 2700 | www.volvo.is


12

Fréttir

Árbæjarblaðið

Býr ekki almenningur í Árbæ? Frá stofnun R-listans hafa flokkarnir sem að honum stóðu, og bjóða nú fram hver í sínu lagi til borgarstjórnar í vor, þóst setja almenningssamgöngur á oddinn. Sú leið sem valin var í því augnamiði fólst framan af ekki í því að gera almenningssamgöngur að eftirsóknarverðari kosti með því að efla kerfið og bjóða upp á valmöguleika, heldur miklu frekar í því að þrengja að einkabílnum. Fræg er klásúla sem var í aðalskipulagi Reykjavíkur frá 1996-2016 um að umferðarrýmd skuli ekki

aukin vestan Elliðaáa innan þess tímabils. Ekki átti að liðka fyrir almennri umferð í Reykjavík á þessu tímabili. Reykvíkingar þekkja of vel þær kransæðastíflur R-listans sem orðið hafa til í umferðinni í Reykjavík vegna þessa þankagangs.

Fargjöld hafa stórhækkað/þéttleiki leiðakerfisins minnkað Á þeim tólf árum sem R-listinn hefur ráðið almenningssamgöngum í Reykjavík hefur þjónusta strætis-

vagna verið skert verulega og þéttleiki leiðakerfisins minnkað. Fargjöld hafa hækkað langt umfram almennt verðlag og farþegum fækkað verulega. Því betur sem R-listaflokkarnir hafa ætlað að gera í almenningssamgöngum, því verri hefur útkoman orðið. Mikil vinna fór í að endurskoða leiðakerfi Strætó og loks þegar nýtt kerfi var kynnt á síðasta ári varð endanlega ljóst að best er að R-listaflokkarnir geri sem minnst í flestum málum. Árbæingar sérstaklega hafa fundið á eigin skinni hvernig áhugi meirihlutans í borgarstjórn á almenningssamgöngum hefur lýst sér í verulegri þjónustuskerðingu. Áður þjónuðu fjórar strætisvagnaleiðir Árbæjarhverfi en eftir breytingu eru þær aðeins tvær. Aðalleiðir hverfisins niður í miðbæ voru fluttar af Rofabæ yfir á Bæjarháls, úr miðju hverfi í útjaðar þess. Til að fá strætóferð beina leið niður í miðbæ

Breiðholts, Grafarholts og Grafarvogs, en í þessum hverfum búa nú um 55 þúsund manns. Sérstaklega er mikið flæði fólks milli Árbæjar og Grafarholts og Grafarholts og Grafarvogar, en fjöldi barna og unglinga æfir íþróttir í hverfafélögunum þar. Brýn þörf er á úrbótum í þessum málum og óskiljanlegt að ekki hafi verið tekið ríkara tillit til þessara hverfa í endurskoðun leiðakerfis Strætó á síðasta ári.

Björn Gíslason, Árbæingur og frambjóðandi skrifar:

Skýr framtíðarsýn, metnaður og tillitssemi Það er mikilvægt að betur sé staðið að almenningssamgöngum í borg-

,,Ef almenningssamgöngur eiga að vera raunverulegur valkostur fram yfir einkabílinn í þessu harðbýla landi verða þær að byggjast á fjölbreytileika, auðveldu aðgengi, og góðri, fljótri og jafnframt ódýrri þjónustu.’’

Í grein sinni segir Björn að fargjöld almenningsvagna hafi stórhækkað og þéttleiki leiðakerfisins minnkað.

verða Árbæingar nú að ganga upp á Bæjarháls eða skipta um vagn í Ártúni. Margoft hefur verið óskað eftir beinni tengingu milli Árbæjar,

inni en verið hefur. Ef almenningssamgöngur eiga að vera raunverulegur valkostur fram yfir einkabílinn í þessu harðbýla landi verða þær að byggjast á fjölbreytileika, auð-

veldu aðgengi, og góðri, fljótri og jafnframt ódýrri þjónustu. Til að svo sé verður stefnan í almenningssamgöngum að mótast af skýrri framtíðarsýn og metnaði þeirra sem hana marka, svo og ríkri tillitssemi fyrir þörfum þeirra sem eiga að njóta þjónustunnar. Ef almenningssamgöngur eiga að vera raunverulegur valkostur fram yfir einkabílinn í þessu harðbýla landi verða þær að byggjast á fjölbreytileika, auðveldu aðgengi, og góðri, fljótri og jafnframt ódýrri þjónustu. Höfundur er Árbæingur og skipar 13. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor.

Sumarið hefst í Höllinni - stórsýningin ,,Sumarið 2006’’ stendur yfir í Laugardalshöllinni dagana 21.-23. apríl Í sumarbyrjun heldur Sumarhúsið og garðurinn sína fimmtu sumarsýningu, Sumarið 2006, nú í hinni nýju og glæsilegu Íþrótta- og sýningahöll í Laugardal dagana 21.-23. apríl 2006. Sýninguna setur Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra á hádegi föstudaginn 21. apríl og verður sýningin þá opin fagaðilum til klukkan 16:00. Eftir kl. 16:00 á föstudegi er sýningin opin almenningi til kkl. 19:00, kl. 11-19 laugardag og 11-18 sunnudag. Búist er við að 30.000 manns sæki sýninguna að þessu sinni og sýnendur eru um 150 talsins. Sýningarstjórinn Páll Pétursson segir sýninguna í ár vera einstaklega fjölbreytta. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana leggja sig fram um að gera hana glæsilega og eftirtektarverða. ,,Samhliða því að kynna vöru og þjónustu fyrir sumarhúsið, heimilið og garðinn, þá eru umhverfismálum gerð góð skil. Í ár erum við í samstarfi við Umhverfisfræðluráð sem gerir stofnunum og félagasamtökum í umhverfisgeiranum kleift að taka þátt í sýningunni. þau hafa fært Dag umhverfisins inn á sýninguna okkar og tökum við því fagnandi.’’ Hluti sýningarinnar kallast Ferðasumar, en þar er hægt að kynna sér það sem er í boði um ferðalög og afþreyingu innanlands. ,,Ferðahlutinn á sýningunni stækkar frá ári til árs, landshlutafélög ferðaþjónustunnar taka virkan þátt í sýningunni og á þeirra vegum verða fjölmörg fyrirtæki sem kynna gististaði, afþreyingu og útbúnað í ferðalagið og svo er alltaf eitthvað fyrir veiðimenn,’’ segir Páll.

Umhverfi og heilsa Umhverfi og heilsa er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður á vegum sýningahaldara að morgni

fyrsta sýningadagsins, þann 21. apríl. Þrír erlendir fyrirlesarar koma til landsins, tvær koma frá Svíþjóð, þær Anna Bengtsson landslagsarkitekt og Liselott Lindfors landslagsverkfræðingur og endurhæfingarfulltrúi í heilsugarði Landbúnaðarháskólans í Alnarp. Einnig verður Clare Cooper Marcus, landslagsarkitekt frá Bandaríkjunum. Þær Anna María

Pálsdóttir garðyrkjusérfræðingur og Kristín Þorleifsdóttir landslagsarkitekt flytja einnig erindi. Auður I. Ottesen framkvæmdasjóri Sumarhússins og garðsins mun setja ráðstefnuna, en Anna Björg Aradóttir yfirhjúkrunarkona Landlæknisembættisins hefur lokaorðið en Landlækisembættið er einn af samstarfaðilum ráðstefnunnar. Á sýningunni verða umhverfismálum gerð góð skil á

sérstöku umhverfistorgi eins og áður segir, fjöldi félaga, fyrirtækja, samtaka og stofnana, bæði innlendra og erlendra kynna starfsemi sína, vöru og þjónustu.

Sumarhús og heimilið Sumarhúsum og heimilum er gerð góð skil á sýningunni. Fyrirtæki með sumarhús, potta, markissur, húsgögn, hreinsiefni, garðhús, gosbrunna, hellur, ljós, grill,

heilsuvörur, verkfæri, hljómtæki, tímarit og húsbúnað svo eitthvað sé nefnt. Arkitektar, garðyrkjumenn, landslagsarkitektar, smiðir og verktakar eru meðal sýnenda og gefa gestum góð ráð. Á sýningunni er því kjörið tækifæri til þess að hitta á einum stað sérfræðinga og fagmenn í mörgum greinum sem tengjast heimilinu, sumarhúsinu og garðinum. ,,Á fyrri sumarsýningum hafa verið kynntar fjöldi nýjunga, og verður eflaust

engin breyting á því núna,’’ segir Páll, og bætir við að sýnendur bjóða upp á góð tilboð fyrir gesti í tengslum við sýninguna. ,,Þemu sýningarinnar tengjast að þessu sinni heimilinu, sumarhúsinu, garðinum, umhverfismálum, ferðalögum og afþreyingu. Það er líka við hæfi í sumarbyrjun að bjóða upp á fræðslu um gróður, umönnun hans og að gefa góð ráð í

skólanna í Reykjavík og Hafnarfirði og nema við Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við þessa skóla. Verkefnið sem þeir spreyta sig á er að hanna lítið hýsi í náttúrulegu eða manngerðu umhverfi. Fjöldi nema taka þátt í keppninni og þeir sýna hugmyndir sínar í andyri Laugardalshallarinnar. Sérstök dómnefnd mun fara yfir tillögurnar og þeim sem skara fram

skipulagi garðsins eða sumarhúsalóðarinnar. Regnhlífðarsamtök Græna geirans bjóða sýnendum uppá fjölbreytta fræðsludagskrá bæði laugardag og sunnudag,’’ segir Páll.

úr verður veitt viðurkenning. ,,Ég er viss um að sýningin verður skemmtileg eins og alltaf, við erum að fagna sumri um leið og við bjóðum fólk velkomið til að kynna sér það sem í boði er, njóta fræðslu og upplifa fjölda óvæntra skemmtiatriða sem verða í gangi allan tíman,’’ segir Páll að lokum. ,,Gleðilegt Sumar 2006’’

Hönnunarsamkeppni Sýningarhaldari, Sumarhúsið og garðurinn ehf, stendur fyrir metnaðarfullri hönnunarkeppni meðal arkitektanema Listaháskóla Íslands, hönnunarnema iðn-


13

Árbæjarblaðið

Fréttir

Fagleg heilsurækt Frábær a›sta›a Frábær lífsstílsnámskei› Frábær sta›setning

og línurnar í lag Líkamsrækt og sjúkrafljálfun Hreyfigreining Höfabakka b‡›ur frábæra a›stö›u til líkamsræktar og sjúkrafljálfunar. Öll fljálfun er unnin af fagfólki. Í átaksnámskei›um er innifallinn a›gangur a› opnum tímum og tækjasal, tími me› fljálfara í tækjasal, fitumælingar og flrekpróf, regluleg vigtun, matardagbók og hreyfingardagbók.

Fimleikafólk í Fimleikadeild Fylkis hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og náð ágætum árangri á mótum. Nú nýverið náði Sigrún Dís Tryggvadóttir í Fylki þeim glæsilega árangri að verða Íslandsmeistari í keppni í 2. þrepi en þá fór fram Íslandsmótið í þrepum. Á þessu sama Íslandsmóti gerði önnur fimleikastúlka í Fylki sér lítið fyrir og komst á verðlaunapall. Það var Glódís Guðgeirsdóttir sem vann bronsverðlaun í 3. þrepi. Við óskum stelpunum til hamingju með glæsilegan árangur.

Glódís Guðgeirsdóttir á verðlaunapallinum, lengst til hægri, með bronsverðlaunin sem hún fékk fyrir 3. sætið í 3. þrepi.

Tangarhöf›i

Bíldshöf›i

Húsgagnahöllin

Höf›abakki

Gull og brons

Sko›i› stundaskrá á www.hreyfigreining.is Vagnhöf›i

Sigrún Dís Tryggvadóttir á verðlaunapallinum með bikarinn sem hún hlut fyrir sigurinn í 2. þrepi.

Vesturlandsvegur Vesturlandsvegur

Höf›abakka 9, Sími: 511-1575, www.hreyfigreining.is


14

Fréttir

Árbæjarblaðið

Fermingar í Árbæjarkirkju 2006 Ferming 2. apríl kl.10.30 Stúlkur: Áróra Huld Bjarnadóttir, Hraunbæ 92. Brynja Dögg Björnsdóttir, Viðarás 12. Elín Ösp Axelsdóttir, Reykás 49. Erla Guðrún Sturludóttir, Dísarási 6. Helena Guðjónsdóttir, Brekkubær 44. Hildur Eva Ómarsdóttir, Viðarási 23. Hólmfríður Gylfadóttir, Fjarðarás 2. Ingunn Lára Kristjánsdóttir, Hábær 44. Sóley Siggeirsdóttir Vesturási 38. Sunna Björk Valsdóttir, Hamraberg 46. Drengir: Ari Páll Ísberg, Deildarás 4. Atli Már Magnússon, Álakvísl 20. Árni Freyr Magnússon, Lækjarási 14. Árni Sturluson, Dísarás 6. Ásgeir Hinrik Hjartarson, Þverás 5 A Ásgrímur Hermannsson, Laxakvísl 5. Benedikt Andri Ágústsson, Viðarás 25. Davíð Þór Ásbjörnsson, Rauðás 11. Elís Rafn Björnsson, Brekkubær 17. Guðmundur Lúðvík Guðmundsson, Laxakvísl 37. Haukur Darri Hauksson, Hraunbæ 104. Hilmar Freyr Kristinsson, Laxakvísl 21. Hjalti Jón Þórðarson, Laxakvísl 23. Jón Óskar Karlsson, Brautarás 15. Lárus Sindri Lárusson, Brekkubær 35. Pétur Snorri Pétursson, Hraunbæer 28. Ragnar Tómasson, Skógarás 6. Sigurgeir Örn Sigurgeirsson, Hraunbær 102 H Sveinn Pálsson, Melbær 20. Vilhjálmur K. Norðdal, Hraunbær 86. Ferming 2. apríl 2005 Kl.13.30 Stúlkur: Eva Lind Sigurðardóttir, Þykkvibær 2. Eva Rakel Jónsdóttir, Deildarás 15. Halldóra Fanney Jónsdóttir, Brekkubær 31. Katrín Eyjólfsdóttir, Dísarás 17. Katrín Ósk Ingimarsdóttir, Næfurás 11. Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, Urriðakvísl 22. Signý Rún Pétursdóttir, Fiskakvísl 22. Drengir: Andri Már Rúnarsson, Reykási 47.

Einar Orri Guðjónssoon, Vesturási 7. Elías Jóhannesson, Viðarás 21. Guðmundur Bjarnason, Móvað 31. Hrafnkell Jónsson, Seiðakvísl 18. Kristján Pétur Kristinsson, Rauðás 14. Ólafur Lárus Egilsson, Hraunbær 59. Hrafnkell Jónsson, Seiðakvísl 18. Ragnar Máni Tryggvason, Víkurás 4. Stefán Jón Ingvarsson, Laxakvisl 17. Þórir Guðjónsson, Hraunbær 144. Ferming 9. apríl 2005 kl.10.30 Stúlkur: Aldís Freyja Magnúsdóttir, Hraun-

Dagur Ingi Ólafsson, Vesturási 56. Davíð Einarsson, Rauðási 14. Gunnlaugur Helgi Ársælsson, Mýrarás 11. Hákon Harðarson, Heiðarás 27. Jóhann Sigurdór Jóhannsson, Klapparbergi 6. Jóhannes Egilsson Álakvísl 63. Leó Ágústsson, Hraunbæ 42. Magnús Ívar Steinarrsson, Reykás 21. Magnus Rúnar Hjartarson, Melbær 32. Sævar Þór Pálsson, Vallarási 5. Vilhjálmur Skúli Vilhjálmsson, Brúarás 7. Þórarinn Árni Pálsson, Hraunbæ 34

Jóhann Andri Kristjánsson, Reykás 35. Páll Halldór Georgsson, Fiskakvísl 11. Ragnar Jón Ragnarsson, Þingási 32. Snorrri Heimisson, Laxakvísl 13. Snæþór Guðjónsson, Laxakvísl 12. Steinar Geir Ólafsson, Melbær 43. Tryggvi Rúnar Brynjarsson, Hraunbær 186. Ferming 13. apríl kl.13.30 Stúlkur: Björk Jónsdóttir, Heiðarás 5. Edda Sif Oddsdóttir, Vesturás 40. Halldóra Björg Pálmadóttir, Ystibær

Sunna Mjöll Sveinsdóttir, Þórunn Ármannsdóttir, Hraunbær 78. Drengir: Ágúst Máni Hafþórsson, Rafstöðvarvegi 33. Benedikt Aron Salómeson, Hraunbær 109. Brynjar Smári Guðmundsson, Skógarás 7. Daníel Helgi Ingason, Reykás 2. Hákon Logi Herleifsson, Hraunbær 94. Pétur Finnbogason, Urriðakvísl 8. Styrkár Hallson, Laxakvísl 10. Ferming 13. apríl kl.10.30 Stúlkur: Anna Kristína Lobers, Fiskakvísl 30. Bertha Eygló Pálsdóttir, Hraunbær 134. Hanna María Johannsdóttir, Rauðás 10. Jóhanna Sigríður Sævarsdóttir, Skógarás 4. María Ósk Felixdóttir, Reykás 25. Saga Unnsteinsdóttir, Smyrilshólar 6. Sunna Mjöll Sveinsdóttir, Þórunn Ármannsdóttir, Hraunbær 78.

bæ 144. Edda Karen Davíðsdóttir, Næfurás 2. Elísa Sif Guðbjartsdóttir, Hraunbær 180. Erna Markúsdóttir, Þingási 29. Karen Erla Kristófersdóttir, Þingás 7. Karen Guðnadóttir, Hraunbær 18. Lovísa Mjöll Kristjánsdóttir, Heiðarbær 3. María Björk Gunnarsdóttir, Fagrabæ 11. María Rún Daníelsdóttir, Skógarás 17. Ragna Björk Bernburg, Bleikjukvíl 26. Rebekka Þórhallsdóttir, Selásbraut 54. Sigrún Hrönn Óafsdóttir, Dísarási 16. Súsanna Hrund Magnúsdóttir, Deildarás 6. Tinna Níelsdóttir, Brekkubær 34. Drengir: Andri Freyr Þorsteinsson, Skógarás 4. Arnór Róbertsson, Álakvísl 56. Árni Þór Einarsson, Þingás 23. Brynjólfur Jóhann Bjarnason, Fiskakvísl 11.

Örn Hrafnsson, Álakvísl 15. Ferming 9. apríl kl.13.30 Stúlkur: Agnes Hekla Árnadóttir, Eyktarás 3. Aldís Sif Bjarnadóttir, Hraunbær 56. Anna Guðrún Guðlaugsdóttir, Melbær 40. Elín Jónsdóttir, Reykás 16. Elín Ástrós Þórarinsdóttir, Næfurás 5. Eydís Arnardóttir, Þingási 8. Hildur Birna Birgisdóttir, Skógarás 17. Lilja Björk Indriðadóttir, Hraunbær 78. Sigrún Dis Tryggvadóttir, Hruanbær 112. Sunna Margrét Þórisdóttir, Brekkubær 5. Súsanna Helgadóttir, Þverási 23. Stefanía Ósk Möller, Reykás 17. Svanborg María Guðmundsdóttir, Brekkubær 40. Strákar: Arnar Elí Gunnarsson, Grundarás 7. Brynjar Freyr Eggertsson, Seiðakvísl 2. Helgi Davíðsson, Grundarás 14.

fió a› flestir starfsmenn borgarinnar séu í fríi um páskana er vefurinn opinn... ...eins og alltaf

w w w . r e y k j a v i k . i s Gle›ilega páska

1. Helga Kristín Guðmundsdóttir, Næfurás 9. Ingibjörg Erla Þórhallsdóttir, Næfurási 12. Jóhanna Birna Hrólfdóttir, Skógarás 18. Rut Ingvarsdóttir, Suðurás 2. Stefanía Ósk Þórisdóttir, Vesturási 16. Unnur Guðrún Krisjánsdóttir, Deildarás 19. Þórdís Helga Kjartansóttir, Brautarás 1. Drengir: Elías Andri Andrason Hraunbær 44. Pálmi Óskarsson, Hraunbær 90. Ferming 13. apríl kl.10.30 Stúlkur: Anna Kristína Lobers, Fiskakvísl 30. Bertha Eygló Pálsdóttir, Hraunbær 134. Hanna María Johannsdóttir, Rauðás 10. Jóhanna Sigríður Sævarsdóttir, Skógarás 4. María Ósk Felixdóttir, Reykás 25. Saga Unnsteinsdóttir, Smyrilshólar 6.

Drengir: Ágúst Máni Hafþórsson, Rafstöðvarvegi 33. Benedikt Aron Salómeson, Hraunbær 109. Brynjar Smári Guðmundsson, Skógarás 7. Daníel Helgi Ingason, Reykás 2. Hákon Logi Herleifsson, Hraunbær 94. Pétur Finnbogason, Urriðakvísl 8. Styrkár Hallson, Laxakvísl 10. Ferming 17. apríl Kl.10.30 Stúlkur: Elísabet Arna Þórhallsdóttir, Bretlandi. Guðbjörg Ása Eyþórsdóttir, Brekkubær 10. Tinna Soffía Traustadóttir, Skógarás 5. Strákar: Davíð Örn Þórisson, Hraunbær 109. Friðrik Ingi Óskarsson, Heiðarás 24. Gunnlaugur Snær Jósefsson, Hraunbær 3. Jóhannes Birnir Jónsson, Hraunbær 89. Jón Reginbaldur Ívarsson, Hraunbær 62. Ómar Egill Ragnarsson, Hrunbæ 72. Sigurður Arnór Sigurðsson, Álakvísl 30. Valbjörn Snær Lilliendahl, Brekkubær 11.


15

Stangaveiði

Árbæjarblaðið

www.krafla.is Gylfi Kristjánsson, höfundur Króksins, Mýslunnar, Beykis og nú síðast Beyglunnar, kastar Króknum á hinni einu sönnu Króksbreiðu í Eyjafjarðará. Þessi mynd segir mikla sögu. Hér var Krókurinn frumsýndur á sínum tíma. Hann hefur síðan skilað veiðimönnum rosalegri veiði og stórum bleikjum, Gylfa og syni hans rúmlega 9 punda bleikjum eitt árið. Krókurinn er án efa ein besta íslenska silungaflugan á markaðnum í dag. ÁB-mynd SK

Elliði rauður - Þessi magnaða fluga á 40 ára afmæli í sumar og hefur mörg líf fiska á samviskunni Nú ýtum við úr vör veiðiþætti í Árbæjarblaðinu. Við höfum orðið þess vör að mikill fjöldi veiðimanna býr í Árbæjarhverfi sem og öðrum hverfum borgarinnar. Framvegis munum við segja hér veiðisögur, fréttir af fluguveiði og fjalla um flugur, íslenskar flugur í hæsta gæðaflokki frá krafla.is Elliði er nafn sem Árbæingar ættu að þekkja vel. Elliðaárnar, Elliðaárdalur. Árbæingar þekkja vel þessi nöfn. Þeir eru örugglega mun færri íbúarnir í þessu hverfi sem vita að fyrir fjórum áratugum sat fremsti fluguhnýtingamaður landsins, Kristján Gíslason, og bjó til flugu sem hann gaf nafnið Elliði. Flugu þessa hnýtti hann í þremur litum, rauða, svarta og græna. Elliðinn fór í sinn fyrsta veiðitúr í Elliðaárnar og gaf strax mrga laxa. Og þar með var nafnið komið.

Til hvers að mokveiða niðurgöngufisk? Veiðitímabilið í ár hófst formlega 1. apríl sl. Þá skunduðu þeir allra hörðustu í bransanum til veiða á sjóbirtingi. Reyndar hef ég aldrei skilið þessar veiðar þar sem um horaðan niðurgöngufisk er að ræða og því nær a mínu mati að láta hann í friði í ánum þar til hann ákveður sjálfur að ganga til sjávar og síðar í árnar aftur í haust.

Elliði rauður. Uppáhaldsfluga margra stangaveiðimanna. Þessi fluga hefur ekki fengist í verslunum á Íslandi síðustu árin en er nú fáanleg í ýmsum stærðum á krafla.is Án efa ein fallegasta og skæðasta fluga Kristjáns Gíslasonar og rauði Elliðinn á 40 ára afmæli um þessar mundir. Krafla appelsínugul. Afar sterk laxafluga og er ekki síður sterk í silungsveiði.

Fjölmargar nýungar á krafla.is Rétt er að benda veiðimönnum á ársgamlan veiðivef og netverslun, krafla.is Þar eru til sölu íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki eftir Kristján Gíslason og Gylfa Kristjánsson. Kristján er án efa einn þekktasti fluguhnýtingamaður landsins og sá fyrsti hérlendis sem hnýtti flugur með hárvæng. Kristján er þekktastur fyrir Kröflurnar í ýmsum litum en einnig má nefna flugur eftir hann eins og Iðu, Grímu bláa, Grænfriðung að ógleymdum Elliðanum og mörgum öðrum þekktum flugum. Síðar í þessum mánuði verða komnar margar nýjar flugur á krafla.is og nýjar útfærslur af öðrum. Þar má nefna bláa og græna Kröflu, Kröflutúpur með keiluhaus

og tungsten, silungakröflur á einkrækju með kúluhaus og margt fleira. Þá er nýjasta silungafluga Gylfa væntanleg á krafla.is Hún heitir Beygla (sjá mynd hér að neðan) og er ekki lík nokkurri annarri silungaflugu. Beyglan var í fluguboxum tilraunaveiðimanna í fyrra og reyndist ótrúlega vel. Nánar í næsta blaði. Sjá nánar á krafla.is

Vötn og veiði er allt í senn, tímarit, fréttaveita og veiðibók. Gamli og nýi tíminn þræddir saman. Ritstjóri er Guðmundur Guðjónsson einn sá reyndasti í stangaveiðimálefnum, með rúmlega 26 ára reynslu sem stangaveiðisérfræðingur Morgunblaðsins og ritstjóri Íslensku stangaveiðiárbókarinnar frá upphafi hennar árið 1988.

votnogveidi.is Krókurinn. Án efa ein allra besta íslensk silungaflugan. Krókurinn hefur skilað veiðimönnum svakalegri veiði á undanförnum árum.

Hér er nýjasta fluga Gylfa Kristjánssonar, Beygla. Afar sérstök silungafluga sem reyndist hreint ótrúlega vel í tilraunaveiði sl. sumar, bæði í urriða og bleikju.

FRÍTT VEFRIT UM STANGAVEIÐI

Sumarstörf hjá Reykjavíkurborg Vinnumiðlun ungs fólks opnaði fyrir umsóknir vegna sumarstarfa hjá Reykjavíkurborg 15. febrúar og mun umsóknartíminn verða til 21. apríl. Þeir sem eru fæddir 1989 eða fyrr geta lagt inn umsókn. Áhugasamir eru hvattir til þess að sækja um hjá Vinnumiðl-

un ungs fólks á vefslóðinni www.vuf.is eða í gegnum Rafræna Reykjavík á vefslóðinni www.reykjavik.is. Einungis er hægt að sækja um rafrænt. Boðið er uppá tölvuaðgengi og aðstoð við útfyllingu umsóknar er í Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5. Í boði eru m.a. sumarstörf hjá

Leikskólum Reykjavíkur, Jafningjafræðslunni, Íþrótta- og tómstundasviði, hverfamiðstöðvum Framkvæmdasviðs, í garðyrkju og sorphreinsun hjá Umhverfissviði, á Borgarbókasafni, Árbæjarsafni, leiðbeinendastörf hjá Vinnuskólanum, í Þjónustumiðstöðvum, sambýlum, heimaþjónustu og fleira.

Tekið er á móti fyrirspurnum á netfangið vuf@vuf.is. Vinnumiðlun ungs fólks er opin alla virka daga frá kl. 9:00-17:00 allan ársins hring. Vinnumiðlun ungs fólks er til húsa að Pósthússtræti 3-5 , síminn er 520-4600 og slóðin á netinu www.vuf.is


16

Fréttir

Árbæjarblaðið

Egilshöllinni Sími: 594-9630

www.orkuverid.is Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Guðmundur Guðmundsson í Arkó, þaulvanur veiðimaður og þar eru veiðimenn í góðum höndum.

Eitt númer

410 4000

ÁB-mynd PS

Guðmundur tekinn við Arkó

Guðmundur Guðmundsson hefur tekið við rekstri veiðibúðarinnar Arkóveiði sem er til húsa að Krókhálsi 5g. Guðmundur, sem er fæddur í Reykjavík en ættaður af suðurnesjum, ólst upp á Blönduósi, en fluttist til Reykjavíkur 1996. Hann er öllum hnútum kunnugur þegar stangaveiði er annars vegar og þeir veiðimenn sem þurfa að kaupa sér veiðivörur eru því í góðum höndum hjá Guðmundi í Arkó. ,,Mér gafst tækifæri á að fara að vinna við áhugamálið og hóf störf hjá Arkóveiði 1. apríl 2005 og keypti síðan helmingshlut 1. desember 2005 og tók við rekstrinum,’’ segir Guðmundur og er ánægður með viðtökurnar. Hann segir Árbæinga og Grafarvogsbúa vera ánægða með að hafa veiðiverslunina í sínu hverfi og verður mikið var við veiðimenn úr þessum hverfum. ,,Rekstur búðarinnar hefur gengið mjög vel og er mikill aukning í sölu á milli ára hjá okkur. Við erum með Nielsen vörurnar sem eru hannaðar

fyrir Íslenskar aðstæður og eftir ábendingar frá veiðiáhugafólki. Við munum á þessu ári auka úrvalið í stöngum, vöðlum, flugum o.fl. Við ætlum okkur að styðja við bakið á Íslendingum sem hafa áhuga á að koma sínum vörum á framfæri, verðum t.d. með mikið úrval af flugum Kristjáns Gíslasonar og Gylfa Kristjánssonar frá krafla.is sem og flugur eftir Þór Nielsen, Kristján Jónsson, Björgvin Guðmundsson, Pál Ágúst o.fl. Eins ætlum við að gefa ungum áhugasömum hnýturum tækifæri á að selja flugur eftir þá. Við ætlum að auka úrvalið í vöðlum og verðum m.a. með sérstakar vöðlur fyrir unglinga og konur. Við ætlum að koma með nýungar í stað þess að vera að fara inn á svið sem aðrir hafa verið með. Ætlum við t.d. ekki að fara út í það að vera með mikið úrval í hnýtingarefnum, frekar að vera með það nauðsynlegasta og kannski eitthvað sérhæft. Hins vegar verðum við með mikið úrval af væsum og áhöldum. Eins erum við að fara að taka inn mjög vandaðan og góðan útivistarfatnað og skó fyrir fjalla- og útivistarfólk. Við deilum húsnæði með Sportbúð Títan og hefur það samstarf komið mjög vel út enda frábærir náungar sem reka þá verslun og í haust ákváðum við að skíra húsið sem við

erum í Veiðihöllina,’’ sagði Guðmundur. Og það er margt fleir á döfinni hjá Arkóveiði. ,,Í haust ákvað ég að stofna fluguveiðiskóla og þar sem ég vil vanda vel til verka í því sem öðru sem ég tek mér fyrir hendur fékk ég Pálma Gunnarsson til liðs við mig og mun hann hafa yfirumsjón með kennslunni. Markmið skólans er að kenna fólki að veiða. Það er ekki nóg að kunna að kasta flugunni fallega, það þarf líka að læra hinar ýmsu veiðiaðferðir. Það eru reyndar endalaus fræði en gott að fá grunninn. Eins munum við fara yfir búnað, umhirðu, hvernig sleppa skal fiski og margt fleira sem gott er að vita. Við ákváðum að vera með eitt til tvö námskeið í sumar en þrátt fyrir að við höfum ekkert auglýst skólann í fjölmiðlum er ásóknin slík að námskeiðin eru orðin fjögur og við munum bæta einu til tveimur við. Aðsóknin er langt umfram væntingar, svo það er ekkert annað að gera en að bæta við námskeiðum. Við ætlum að vera með þennan skóla áfram næstu árin svo þeir sem ekki komast í sumar þurfa ekki að örvænta, en í sumar kennum við í Vatnsdalsá, Reykjadalsá og Breiðdalsá,’’ sagði Guðmundur Guðmundsson.

Skráning í frístundaheimili fyrir skólaárið 2006-2007 ÍTR rekur frístundaheimili við grunnskóla í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti. Frístundaheimilin eru fyrir börn í 1-4. bekk. Þann 22. febrúar sl. hófst skráning fyrir skólaárið 2006-2007. Sótt er um dvöl á frístundaheimili á rafrænu formi á vefslóðinni www.reykjavik.is. Sækja þarf um dvöl fyrir hvert skólaár því börn skrást ekki sjálfkrafa á frístundaheimila milli skólaára. Ekki er hægt að tryggja börnum dvöl í frístundaheimili fyrr en tekist hefur að manna stöður frístundaleiðbeinenda/ráðgjafa. Umsóknum er raðað eftir því hvenær þær berast. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í Frístundamiðstöðinni Árseli Rofabæ 30 s: 567-1740. Með von um ánægjulegt samstarf. Elísabet Þ. Albertsdóttir, deildarstjóri barnsviðs


Grænfriðungur

Gríma blá

Iða

Flugur meistarans Kristjáns Gíslasonar fáanlegar aftur á

krafla.is

Kristján Gíslason, einn fremsti fluguhnýtingamaður, fluguhönnuður og laxveiðimaður landsins, lést árið 1999. Hann hóf að hnýta og hanna hárflugur upp úr 1960 og var frumkvöðull á því sviði hér á landi. Landsþekktar flugur Kristjáns, með Kröflurnar í fararbroddi, hafa ekki fengist hér á landi undanfarin ár. Nú geta fjölmargir unnendur flugna Kristjáns tekið gleði sína á ný. Flugur hans, sem allar hafa sannað

sig sem afar gjöfular flugur í lax- og silungsveiði í gegnum árin, eru nú til sölu á krafla.is Ýmsar nýungar er að finna í nýrri netverslun á krafla.is Þar er hægt að kaupa flugur Kristjáns sem örflugur í stærð 16 og sem gárutúpur en sem slíkar hafa þær aldrei fengist áður. Aðalsmerki flugna Kristjáns voru mikil gæði og afar vandað handbragð. Við hvetjum fluguveiðimenn til að kíkja á krafla.is og sjá flugur í fremstu röð sem við erum afar stolt af. Við fullyrðum að sjón er sögu ríkari.

Á 35 ár ferli sem fluguhnýtingamaður og hönnuður hannaði Kristján hátt í 100 flugur. Þessar flugur hafa ekki fengist hér á landi í mörg ár. Nú geta fluguveiðimenn nálgast flugur Kristjáns á krafla.is og sjón er sögu ríkari.

Elliði rauður

Silungaflugur Gylfa í allra fremstu röð Gylfi Kristjánsson, sonur Kristjáns, hefur hannað silungaflugur sem óhætt er að segja að segja að eru í allra fremstu röð. Mýslan, Krókurinn og Beykir eru orðnar landsþekktar flugur og án efa með allra bestu silungaflug-

Kristján Gíslason þreytti margan stórlaxinn á löngum ferli sem laxveiðimaður. Alls veiddi hann á annað þúsund laxa og um 100 þeirra voru í kringum 20 pundin.

Mýsla

Kíktu á krafla.is

unum á markaðnum í dag. Þessar þrjár þekktustu flugur Gylfa eru til sölu í sumar á krafla.is og nýjar flugur eftir hann verða í framtíðinni ,,frumsýndar’’ og seldar á krafla.is

Krókurinn

Beykir


18

Ăžetta er gjĂśfin fyrir veiĂ°imanninn

FrĂŠttir

Ă rbĂŚjarblaĂ°iĂ°

Auglýsing

GlĂŚsileg flugubox Ăşr MangĂłviĂ°i Ă?slenskar flugur - Ă­slensk hĂśnnun

KĂ­ktu ĂĄ www.krafla.is

GÌludýraeigendur!

Mikill fjÜldi fólks tók Þått í håtíðarhÜldunum å sumardaginn fyrsta í fyrra.

FjĂślskylduhĂĄtĂ­Ă° SPV ĂĄ sumardaginn fyrsta

SÊrhÌfum okkur í vÜrum fyrir Üll gÌludýr Viltu borga minna? Enginn afslåttur en samt besta verðið Minnum å netverslun okkar www.dyralif.is

StĂłrhĂśfĂ°a 15 SĂ­mi: 567-7477 OpiĂ° alla virka daga kl. 11-18 og 11-16 laugardaga

6IÂĄ BJĂ˜ÂĄUM UPP É FJĂšLBREYTTA OG SKEMMTILEGA LEIKlMI FYRIR MÂ?ÂĄUR OG BĂšRN

&92)2 -‰Â?52 $ANSLEIKlMI -Â?ÂĄRAlMI %INKA¤JÉLFUN -EÂĄGĂšNGUJĂ˜GA "UMBUlMI 4Â?KJASALUR

&92)2 "ž2. 3NILLINGAlMI FYRIR MÉN (REYllMI FYRIR ÉRA 'RUNN¤JÉLFUN FYRIR ÉRA

SPV Ă rbĂŚ heldur upp ĂĄ afmĂŚli sitt nĂş Ă­ aprĂ­l, en Þå eru liĂ°in fjĂśgur ĂĄr sĂ­Ă°an Sparisjóðurinn flutti ĂştibĂş sitt Ăşr RofabĂŚnum Ă­ nĂ˝ og glĂŚsileg hĂşsakynni aĂ° HraunbĂŚ 119. Ætlunin er aĂ° halda upp ĂĄ afmĂŚliĂ° um leiĂ° og sumardeginum fyrsta verĂ°ur fagnaĂ°, hinn 20. aprĂ­l, meĂ° ĂžvĂ­ aĂ° slĂĄ upp veislu Ă­ verslunarmiĂ°stÜðinni Ă snum. Veislan verĂ°ur haldin Ă­ samvinnu viĂ° Fylki, Ă?TR, SS,VĂ­filfell og Ă rbĂŚjarbakarĂ­ og fram munu koma Ă˝msir frambĂŚrilegir listamenn. Ronja RĂŚningjadĂłttir mun stĂ­ga ĂĄ sviĂ° ĂĄsamt nemendum Ă­ TĂłnskĂłla Sigursveins D. Kristinssonar, GospelkĂłr Ă rbĂŚjar og Ă˝msum fleirum. Ungum Ă rbĂŚingum verĂ°ur veitt viĂ°urkenning fyrir framĂşrskarandi ĂĄrangur ĂĄ sviĂ°i Ă­ĂžrĂłtta. Segja mĂĄ aĂ° efni dagskrĂĄrinnar verĂ°i ĂžvĂ­ viĂ° flestra hĂŚfi. AfmĂŚliskaka verĂ°ur Ă­ boĂ°i Ă rbĂŚjarbakarĂ­s og VĂ­filfell býður upp ĂĄ gos Ă­ tilefni dagsins og vonast starfsfĂłlk SPV til aĂ° sem flestir sjĂĄi sĂŠr fĂŚrt aĂ° mĂŚta. MeĂ° skemmtuninni viljum viĂ° endurgjalda Þå tryggĂ° sem viĂ°skiptavinir okkar hafa sĂ˝nt SPV og bjóða aĂ°ra einnig

velkomna Ă­ hĂłpinn. Ăžau fjĂśgur ĂĄr sem ĂştibĂşiĂ° hefur veriĂ° starfandi Ă­ HraunbĂŚnum hefur vĂśxtur Ăžess gengiĂ° veriĂ° mikill. Ă rbĂŚingar og Ă­bĂşar svĂŚĂ°anna Ă­ kring hafa fjĂślmargir nĂ˝tt sĂŠr Þå ĂžjĂłnustu sem Ă­ boĂ°i er, hvort sem um er aĂ° rĂŚĂ°a einstaklinga, fyrirtĂŚki eĂ°a hĂşsfĂŠlĂśg. SPV leggur mikiĂ° upp Ăşr ĂžvĂ­ aĂ° veita viĂ°skiptavinum persĂłnulega ĂžjĂłnustu, sĂŠrsniĂ°na aĂ° Ăžeirra Ăłskum og ÞÜrfum. SPV Ă­ Ă rbĂŚ hefur einnig lagt mikla ĂĄherslu ĂĄ hverfismenninguna sem rĂ­kir Ă­ Ă rbĂŚnum og styrkir bĂŚĂ°i Ă­ĂžrĂłtta-, menningar- og fĂŠlagsstarf eftir bestu getu. SPV telur aĂ° meĂ° Ăžessu mĂłti geti sparisjóðurinn gefiĂ° samfĂŠlaginu til baka um leiĂ° og stutt er viĂ° framĂžrĂłun og hverfismenningu svĂŚĂ°isins. SPV býður alla lesendur Ă rbĂŚjarblaĂ°sins velkomna til veislunnar sem hefst klukkan 14:00 fimmtudaginn 20. aprĂ­l. HlĂśkkum til aĂ° sjĂĄ ykkur, StarfsfĂłlk SPV



Sumardagurinn fyrsti!

Fjölskylduhátí› SPV í Ásnum Vegleg dagskrá í tilefni af 4ja ára afmæli útibúsins! Sumardagurinn fyrsti – 20. apríl 2006 14:00 Ronja Ræningjadóttir stígur á svið 14:30 Tónlistarflutningur nemenda Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 15:00 Ungum Árbæingum afhent viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum 15:30 Gospelkór Árbæjar

Ungu kynslóðinni býðst að taka þátt í kassaklifri Króna og Króni koma í heimsókn og heilsa upp á krakkana ÍTR og Fylkir kynna sumarstarfið Fylkismenn grilla SS-pylsur fyrir veislugesti Afmæliskaka í boði Árbæjarbakarís og Coke í boði Vífilfells

F í t o n / S Í A

F I 0 1 6 9 7 5

16:00 Allir á völlinn – leikur á Fylkisvelli

Hlökkum til að sjá ykkur! í sjöunda himni ánæg›ustu vi›skiptavinirnir í bankakerfinu í 7 ár spv.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.