Arbaejarbladid 12.tbl 2006

Page 1

12. tbl. 4. árg. 2006 desember

ÍSLENSKA AUGLÝSINGASTOFAN/SIA.IS LBI 27159 01/2005

Árbæjarblaðið

Eitt númer

410 4000

Fréttablað íbúa í Árbæ og Grafarholti

Gleðileg jól! Pantið tíma í síma 511–1551 Hársnyrting Villa Þórs Lynghálsi 3

1. desember var haldin jólatréshátíð þar sem kveikt var á jólatré í Grafarholti sem komið hefur verið upp fyrir tilstilli þeirra Lionsmanna. Þessi atburður er nú orðinn árviss en jólatréð stendur á lóð kirkjunnar við Kirkjustétt 8 þar sem ný kirkja hverfisins mun rísa. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og formaður Umhverfisráðs, mætti á svæðið og kveikti á trénu sem er hið glæsilegasta. Athöfnin var vel sótt þrátt fyrir að kalt væri í veðri en foreldrafélögin buðu upp á heitt kakó sem fór vel í mannskapinn. Barnakór kirkjunnar söng nokkur lög og jólasveinninn mætti á svæðið. ÁB-mynd J

Vantar þig jólagjöf fyrir veiðimann? Kíktu þá á Krafla.is

Hraunbæ 102B – 110 Rvk. Sími 567–4200 Fax 567–3126 Netfang: arbapotek@internet.is

Íslenskar laxa- og silungaflugur í hæsta gæðflokki í fallegum tréboxum

Gröfum nafn veiðimanns á boxið - Uppl. í síma 698-2844 Bilastjarnan_02_001.ai

18.11.2004

15:18:40

Komdu beint til okkar! - og við tjónaskoðum í hvelli þér að kostnaðarlausu Bílastjarnan ehf. · Bæjarflöt 10 · 112 Reykjavík · Sími 567 8686

Opið virka daga frá kl. 9-18.30 Laugardaga frá kl. 10–14

Í jólapakkann! Bolir úr ull/silki og ull/bómull Fallegir dömu- og herrabolir Mikið úrval af barnafatnaði Glæsilegur kvenfatnaður í stórum stærðum

10% afsláttur af öllum vörum í versluninni 7.-9. des

Ásnum - Hraunbæ 119 - Sími 567 7776 Opið virka daga kl. 12-18 Laugardaga kl. 11-14


2

Fréttir

Árbæjarblaðið

Árbæjarblaðið Útgefandi: Skrautás ehf. Netfang: skrautas@simnet.is Ritstjóri og ábm.: Stefán Kristjánsson. Ritstjórn: Bíldshöfða 14 - símar 587– 9500 og 698–2844. Netfang Árbæjarblaðsins: abl@centrum.is Útlit og hönnun: Skrautás ehf. Auglýsingar: Sólveig Jóna Ögmundsdóttir, Stefán Kristjánsson. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ljósmyndari: Pjetur Sigurðsson. Dreifing: Íslandspóstur. Árbæjarblaðinu er dreift ókeypis í öll hús í Árbæ, Ártúnsholti, Grafarholti, Bryggjuhverfi, Norðlingaholti og einnig er blaðinu dreift í öll fyrirtæki í póstnúmeri 110.

Gleðileg jól! Svipleg dauðaslys í umferðinni hafa þegar varpað stórum skugga nú í jólamánuðinum. Suðurlandsvegur hefur mikið verið í umræðunni nú síðustu dagana og því miður virðast dauðaslys þurfa til að hreifa við mikilvægum málum. Lengi hefur það verið krafan að vegurinn verði tvöfldaður og að tvær akreinar liggi aðskildar til hvorrar áttar. Eftir mikinn þrýsting, ekki síst nú síðustu dagana, hefur ráðherra samgöngumála nú loksins lýst því yfir að Suðurlandsvegur verði tvöfaldaður frá Rauðavatni að Selfossi og því verki lokið á næstu fjórum árum. Þessi hættulegi vegur hefur tekið 55 mannslíf síðustu þrjá áratugina og er mál að linni. Forgangsröðun stjórnvalda í samgöngumálum hefur verið kolröng síðustu árin. Svo mikilvæg framkvæmd sem tvöföldun Suðurlandsvegar hefur mátt víkja fyrir öðrum og ómerkilegum framkvæmdum. Nægir þar að nefna gerð Héðinsfjarðargangna sem eru mun dýrari framkvæmd en tvöföldun Suðurlandsvegar. Er notagildi gangnanna ekkert í samanburði við Suðurlandsveg en engu að síður hefur þessi bráðnauðsynlega framkvæmd mátt sitja á hakanum. Og svo eru til svo blindir stjórnmálamenn sem krefjast þess að gerð verði göng til Vestmannaeyja fyrir tugi milljarða á meðan fólk lætur lífið og slasast á þvengmjóum og stórhættulegum Suðurlandsvegi. Þetta er síðasta Árbæjarblaðið á þessu ári og því rétt að óska lesendum öllum og íbúum í Árbæjarhverfi gleðilegra jóla. Einnig viljum við þakka fyrir frábærar móttökur á árinu sem senn er liðið og óskum íbúum í öllu Árbæjarhverfi farsældar á nýju ári. Fyrsta blað á nýju ári kemur fyrir augu lesenda skömmu eftir áramót en samtals munum við gefa út í það minnsta 12 blöð á árinu 2007 eins og verið hefur. Stefán Kristjánsson

abl@centrum.is

Vilborg Oddsdóttir, umsjónarmaður innlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar, Aðalheiður Franzdóttir, framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Jónas Þórir Þórisson, Jóhannes Jónsson og herra Karl Sigurbjörnsson.

Bónus gefur 21 milljón

Bónus hefur ákveðið að færa Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur 21 milljón króna að gjöf. Stofnanirnar tvær mnu taka höndum saman um jólaaðstoð nú í desember, jafnt í Reykjavík sem og á landsbyggðinni. Féð verður notað til að aðstoða þá sem við bágust kjör búa nú þegar jólahátíðin er framundan. Unnið er með prestum og fagfólki á landsbyggðinni að úthlutun þar. Samtals verða gefin 4200 gjafabréf frá verslunum Bónuss, hvert að and-

virði 5.000 krónur. Rétthafar bréfanna geta keypt vörur að eigin vali í Bónus. Forsvarsmenn Bónuss treysta Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrks-nefnd til að ráðstafa gjafabréfunum til þeirra íslensku heimila sem mest þurfa á aðstoð að halda. Tvö ár eru síðan Bónus gaf þessum sömu félögum 20 milljónir króna og 25 milljónir fóru á sama stað fyrir fjórum árum. Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónusi, segir að honum sé vel ljóst að neyðin sé víða mikil hjá fjölskyldum um land allt. Hann

segir að eigendum og stjórnendum fyrirtækisins sé mikils virði að geta látið gott af sér leiða. Bónus hafi notið mikillar velgengni og velvildar í gegnum árin og fyrir það sé vert að þakka með þessum hætti. ,,Við fáum geysilega mörg bréf og símtöl með óskum um stuðning við fjölskyldur og einstaklinga og þykir okkur eðlilegra að láta fagfólk útdeila þessu fé því það þekkir aðstæður fólks betur en við,” segir Jóhannes um þessa gjöf frá Bónusi.

4. flokkur Haustmótsmeistari:

Unnu alla leikina Strákarnir í 4. flokki Fylkis í knattspyrnu náðu afburða góðum árangri á Haustmótinu. Liðið sigraði með glæsibrag á mótinu og tapaði ekki leik. Fylkir lék til úrslita á mótinu gegn KR og sigraði Fylkir 5-3. Andri Már Hermannsson kom Fylki yfir í úrslitaleiknum en KRingar svöruðu með tveimur mörkum. Andri Már var síðan aftur á ferðinni er hann jafnaði 2-2. Andri Már hafði ekki sagt sitt síðsta orð og kom Fylki yfir fyrir leikhlé með sínu þriðja marki. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Styrmir Erlendsson fjórða mark Fylkis og Daði Ólafsson skoraði svo fimmta markið. Þriðja mark KR kom undir lok leiksins.

Haustmótsmeistarar Fylkis í 4. flokki 2006. Efri röð frá vinstri: Ólafur Hlynur Guðmarsson (Þjálfari), Stefán Víðir Ólafsson, Jón Ófeigur Hallfreðsson, Árni Þormar Þorvaldsson, Ísak Björgvin Gylfason, Kristján Ingi Mikaelsson, Ásgeir Eyþórsson, Anton Oddsson og Kári Jónasson (þjálfari). Neðri röð frá vinstri: Sigurður Einarsson, Benedikt Óli Breiðdal Jóhannsson, Daði Ólafsson, Styrmir Erlendsson, Egill Trausti Ómarsson, Andri Már Magnason, Ragnar Bragi Sveinsson, Páll Pálmason, Andri Már Hermannsson og Ágúst Freyr Hallsson. ÁB-mynd EÁ


ÍSLENSKA / SIA.IS / LBI 34959 11/06

Leggðu góðu málefni lið Það er auðvelt að skipta máli. Nú getur þú styrkt 70 góð málefni í Einkabankanum og Fyrirtækjabankanum. Það er auðvelt að byrja og auðvelt að hætta.


4

Matur

Árbæjarblaðið

Hreindýrafillet - að hætti Pálínu og Veigars

Hérna kemur uppskrift fyrir aðalrétt og eftirrétt sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur.

Aðalréttur hreindýr Uppskrift fyrir fjóra: 1 kg hreindýrafillet. Aðferð: Ókryddað fillet er grillað á gasgrilli í 3 mínútur á hvorri hlið og pakkað inn í álpappír. Geymt í 5 mínútur. Þá er það skorið í þunnar sneiðar og Maldon salti stráð yfir og svörtum pipar. Sósan: Steikja 4-5 sveppi í íslensku smjöri og krydda þá með Maldon salti og svörtum pipar. 1 glas af Haza rauðvíni er sett út í og soðið niður. Toro rauðvínssósa í pakka er sett út í,

Matgæðingarnir Pálína Stefánsdóttir og Veigar Grétarsson ásamt syninum Stefáni Þór.

ÁB-mynd PS

Nýr leikskóli í Norðlingaholti opnar á nýju ári Leitað er eftir leikskólakennurum og hæfileikaríku starfsfólki sem vill starfa á skemmtilegum og metnaðarfullum vinnustað. Leikskólinn er fjögra deilda og stendur við Sandavað 7 þar sem stutt er í yndislega náttúru sem börn og starfsfólk geta notið.

an plastpoka og Maldon salti stráð yfir og olífuolíu. Síðan er pokinn hristur og öllu skellt í eldfast mót og sett inn í 180° heitan ofn í 1-1 1/2 klukkustund (fer eftir hversu stökkar þið viljið hafa þær). Salat: Rucola salat, tómatar, gúrka, sveppir, allt skorið í smátt og fetaostur í kryddolíu settur yfir. Gott er að hafa svo rifsberjasultu með og t.d. Haza rauðvín.

Þúsund hitaeiningaeftirrétturinn 1 púðursykursmarens er muldur niður í mót, 1 peli af þeyttum rjóma er blandað saman við með niðurskornu mars og malterserskúlum og

Skora á Kristínu og Eggert Pálína Stefánsdóttir og Veigar Grétarsson, Hraunbæ 42, skora á Kristínu Þóru Kristjánsdóttur og Eggert Þorgrímsson, Hraunbæ 36, að koma með girnilegar uppskriftir í næsta blað. Við birtum uppskriftir þeirra í næsta Árbæjarblaði sem kemur út í janúar. einn nautakraftsteningur og 3 dl af vatni og látið krauma í 3-4 mínútur. Síðan er 2 suðusúkkulaðimolar settir út í og látið aðeins malla, 1 dl af matreiðslurjóma er settur saman við í lokin og og hitað aðeins upp. Kartöflur í ofni: 4-5 bökunarkartöflur eru flysjaðar og skornar í litla bita, allt sett í glær-

það sett yfir marensinn. Helst að láta bíða í nokkrar klukkustundir. Svo eru jarðarber sem eru skorin til helminga og bláber sett yfir rétt áður en gúmmulaðið borið er fram. Njótið vel. Verði ykkur að góðu, Kveðja Pálína og Veigar

Ingólfur, Sigmar og Ólafur dregnir út Nýverið var dregið um vinningshafa í skemmtilegum leik á Blásteini. Þar hanga á vegg myndir af 834 krökkum og stálpuðum og þeir sem fundu sig á myndunum settu nafn sitt í pottinn. Ingólfur Lekve vann pizzuveislu, Sigmar Þór Matthíasson fékk hamborgaraveislu i sinn hlut og Ólafur Pétursson vann sér inn þriggja lítra bjórflösku sem elsti þátttakandinn í leiknum fékk i sinn hlut.

Leikurinn og skapandi hugsun verða aðaláherslur leikskólans. Frekar upplýsingar veitir Guðrún Sólveig leikskólastjóri í síma 6939812. Árbæingar fjölmenna jafnan á Blástein.


Bíll og sjónvarp fyrir jól

AUKABÚNAÐUR Á MYND: ÁLFELGUR

* m.v. 84 mánaða bílasamning og 30% útborgun. Gengi m.v. 24.11.2006

Allir sem kaupa Lacetti Station fyrir jól fá sjónvarp í kaupbæti

32” hágæða flatskjár frá Philips

Vetrarbíll

Flutningabíll

Skólabíll

Fjölskyldubíll

Lacetti

Fjölskyldubíll og sjónvarp fyrir jólin - takmarkað magn Við erum komnir í jólaskapið og ætlum því að gefa öllum sem kaupa Chevrolet Lacetti Station bíl fyrir jól 32” flatskjá í jólagjöf. Þannig fær fjölskyldan tvöfalda jólagjöf sem allir í fjölskyldunni njóta, bíl og sjónvarp. Komdu við hjá okkur á Tangarhöfðanum og skoðaðu málið. Allir í fjölskyldunni verða hæstánægðir. Tangarhöfða 8-12

Sími 590 2000

Bílabúð Benna hvetur ökumenn til að sýna aðgát í akstri og aka með beltin spennt.

www.benni.is

Opið virka daga frá kl. 9.00 - 18.00. Lau. 12.00 - 16.00

Umboðsmenn: Bílahornið hjá Sissa, Keflavík. Bílasalan Ós, Akureyri. Bílasala austurlands, Egilsstöðum.

Ferðabíll


Frá Hverfisráði Árbæjar:

Ábendingar og fyrirspurnir til Hverfisráðs Árbæjar er hægt að senda á netfangið: arbaer@arbaer.is

Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Bæjarhálsi 1 - 110 Rvk Opnunartími: 08.30 - 16.00 Sími: 411 1200 Netfang: arbaer-grafarholt@reykjavik.is Heimasíða: www.reykjavik.is/arbaer www.reykjavik.is/grafarholt


Gjöf til framtí›ar Legg›u gó›an grunn a› framtí› barnsins me› Framtí›arbók KB banka. Me› 5.000 kr. gjafabréfi fær n‡r Framtí›arbókareigandi 2.500 kr. mótframlag frá bankanum.

ENNEMM / SÍA / NM24806

A› auki fylgir glæsilegt flísteppi öllum 5.000 kr. gjafabréfum til n‡rra jafnt sem eldri Framtí›arbókareigenda.



10

Nýir diskar frá Sena

Fréttir

Árbæjarblaðið

Gréta Hlín býr í Grafarholtinu ásamt fjölskyldu sinni. Það er yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Ampop – Sail To The Moon Ampop sló heldur betur í gegn með plötu sinni My Delusions sem kom út í fyrra. Nú senda þér frá sér nýja plötu sem þeir lýsa sem beinu framhaldi af My Delusions. Frábær plata sem gefur My Delusions ekkert eftir nema síður sé.

Snorri Steinn, sem er hér ásamt móður sinni.

Björgvin ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands CD+DVD Björgvin Halldórsson og Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt gestum héldu þrenna magnaða tónleika í lok september fyrir troðfullri Laugardalshöll. Öllu var til tjaldað til að gera þá sem eftirminnilegasta og það gekk sannarlega eftir. Þeir eru komnir út í einum glæsilegum pakka á geislaplötu og DVD mynd-

Skoðar skipulag Grafarholtsins í lokaverkefni sínu við Landbúnaðarháskóla Íslands:

Bríet Sunna – Bara ef þú kemur með Bríet Sunna heillaði þjóðina upp úr skónum í þriðju og síðustu Idol keppni Stöðvar 2. Hér er hennar fyrsta plata en hún er í “country” stíl. Platan inniheldur m.a. titillagið geysivinsæla Bara ef þú kemur með.

Bubbi – 06.06.06. Hinir einstöku afmælistónleikar Bubba Morthens þann 6. júní á þessu ári voru festir á filmu og á þessum DVD mynddiski má upplifa þá aftur og aftur í miklu mun meiri mynd-og hljómgæðum en í sjónvarpsútsendingunni, Dolby Digital og DTS, aukaefni ofl. Stórglæsileg útgáfa. Einnig fáanlegur sem tvöfaldur hljómdiskur.

Friðrik Ómar – Annan dag Friðrik Ómar er kominn í röð vinsælustu og bestu söngvara landsins þrátt fyrir ungan aldur.

,,Fjölskyldufólk leitar frekar í úthverfin’’

Gréta Hlín Sveinsdóttir, Grafarholtsbúi, er um þessar mundir að ljúka námi í umhverfisskipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Námið er þriggja ára nám til Bsc gráðu. ,,Lokaverkefnið snýst um þróun og vöxt Reykjavíkurborgar með sérstöku tilliti til úthverfamyndunar. Þar tek ég sérstaklega fyrir Grafarholtið sem er nýjasta ,,tilbúna’’ úthverfið í Reykjavík og skoða skipulag þess,’’ sagði Gréta Hlín í viðtali við Árbæjarblaðið. Meginmarkmið verkefnisins var að skoða þróun Reykjavíkurborgar, hvernig hún hefur þróast í litla stórborg og hvernig skipulagi hefur verið háttað í gegnum tíðina. Þá vildi Gréta Hlín skoða skipulag nýjasta ,,fullkláraða’’ úthverfi borgarinnar, Grafarholts, og sjá hver hugsunin sem liggur að baki því er; að komast að því hver viðhorf einstaklinga eru til úthverfa og úthverfamyndunar; skoða hvaða fólk það er sem kýs að búa í úthverfinu Grafarholti. Ásamt því að skoða hvort það sé að einhverju leyti ólíkur þjóðfélagshópur sem kýs að búa þar heldur en sá sem býr í ,,innborginni’’, Vesturbænum í þessu tilfelli. Að lokum reyndi Gréta Hlín að komast að því hvort munur sé á bílaeign og hvort að notkun á bílnum sé í eðli sínu ólík á milli íbúa Grafarholts og íbúa Vesturbæjarins.

Íbúar í Grafarholti og Vesturbænum ,,Til þess að ná þessum markmiðum vinn ég meðal annars könnun þar sem ég kanna viðhorf íbúa til út-

hverfamyndunar og skoða hvort einhver munur er á þeim sem kjósa að búa í Grafarholtinu og þeim sem búa í Vesturbænum. Íbúar Vesturbæjarins eru því fulltrúar ,,innborgarinnar’’ í verkefninu,’’ sagði Gréta Hlín, sem er fædd og uppalin á garðyrkjustöðinni Varmalandi við Reykholt í Borgarfirðinum. - Hver er svo niðurstaðan? Búa ólíkir hópar á þessum stöðum? ,,Niðurstöður rannsóknarinnar komu í raun lítið á óvart og styrktu þær raddir sem heyrst hafa varðandi það að fjölskyldufólk leiti frekar í úthverfin heldur en þeir sem yngri eru og einstætt fólk. Flestir aðspurðra í Grafarholtinu voru annað hvort giftir eða í sambúð og þar voru einnig fleiri fjölskyldur með börn á leikskólaaldri heldur en í Vesturbænum. Vesturbærinn virðist aftur á móti frekar laða að yngra fólk, á aldrinum 18-30 ára heldur en Grafarholtið. Fólk sem er komið yfir fimmtugt virðist þó leita jafnt í bæði hverfin. Tekjur heimilanna voru þó yfirleitt hærri í Grafarholti heldur en í Vesturbæ, sú niðurstaða var þó á skjön við niðurstöðu menntunar þátttakenda þar sem fleiri þátttakenda í Vesturbænum voru með háskólapróf heldur en í Grafarholti, munurinn þar á milli var þó mjög lítill eða aðeins 5%. Þegar atvinna og nám var skoðað í samhengi mátti sjá að fleiri nemar eru í Grafarholti heldur en í Vesturbæ og gæti það skýrt þennan mun á menntunarstigi. Sú niðurstaða kom þó eilítið á óvart þar sem hafði gert mér það í hugarlund að nemar væru fleiri í Vesturbænum,

vegna nálægðar við háskóla Íslands, heldur en í Grafarholti. Þessi munur gæti þó skýrst á því að í Grafarholtinu er Bandalag íslenskra námsmanna með stúdentaíbúðir fyrir félagsmenn.’’

Þjónustu skortir í Grafarholti - En nota íbúarnir bílana eitthvað svipað? ,,Bílanotkun í þessum hverfum virðist vera misjöfn eftir því hvað um ræðir. Grafarholtsbúar eru duglegri við að skilja einkabílinn eftir þegar um er að ræða þjónustu sem staðsett er í hverfinu, eins og skóla og leiksskóla. Íbúar Vesturbæjar eru þó gjarnari til að skilja bílinn eftir heima þegar önnur helsta þjónusta, eins og verslun, heilsugæsla og þessháttar, er sótt. Allir þátttakanda í Grafarholtinu sögðust alltaf nota einkabílinn til að ná í helstu þjónustu, aðra en skóla og leikskóla. Sú niðurstaða kom mér þó lítið á óvart þar sem íbúar Grafarholts þurfa að sækja nær alla helstu þjónustu út fyrir hverfið eða á jaðra þess. Auðveldara er fyrir íbúa Vesturbæjar að sækja helstu þjónustu þar sem hún er að mestu leiti staðsett innan hverfissins og margir einmitt nefndu þá staðreynd sem einn af helstu kostum Vesturbæjar. Í Grafarholti sögðu aftur á móti flestir að skortur á allri helstu þjónustu í hverfinu væri aðal óskosturinn þar.’’

Get mælt með landbúnaðarháskólanum Gréta Hlín stundaði nám við Fjölbrautaskólann í Garðabæ en hvern-

ig datt henni í hug að fara í nám við Landbúnaðarháskóla Íslands. ,,Ég þekkti alltaf skólann á Hvanneyri þar sem ég bjó í Borgarfirðinum. Það var þó ekki fyrr en að systir mín var að skoða upplýsingar um umhverfisskipulagsnámið, sem þeir bjóða upp á, að ég uppgötvaði að þarna gæti eitthvað verið fyrir mig. Mér fannst umhverfisskipulagsnámið spennandi og ákvað því að slá til, ’’ sagði Gréta Hlín og minntist þess að sumir af kunningjum hennar hefðu orðið hissa á valinu en þeir héldu í fyrstu að á Hvanneyri væri aðeins hægt að læra eitthvað um ferfætlinga. ,,Það er gott að vera á Hvanneyri. Kennarar og starfsfólk er metnaðarfullt fyrir hönd skólans og skólinn er í miklum vexti. Skólinn er sveigjanlegur varðandi aðstæður fyrir nemendur og er andrúmsloftið innan hans mjög heimilislegt og fjölskylduvænt. Ég mæli hiklaust með skólanum fyrir alla þá sem hafa áhuga á að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni undir handleiðslu reyndra og metnaðarfullra kennara,’’ sagði Gréta sem hefur mikinn áhuga á að halda áfram og taka master í skipulagsfræðum. ,,Eins og staðan er í dag er það nám ekki í boði hér á landi og þar sem ég á ung börn þykir mér ekki æskilegt, fyrir mig og mína fjölskyldu, að þvælast með þau á þessum tímapunkti út fyrir landsteinanna. Það er því von mín að einhver háskólanna á Íslandi fari að sjá ástæðu til að bjóða upp á framhaldsnám í skipulagsfræðum í nánustu framtíð.’’


Tilvalin jólagjöf fyrir vandláta veiðimenn! Flugubox úr mangóviði og við gröfum nafn veiðimannsins á boxið - þéttsetið íslenskum flugum í allra fremstu röð!!

Hágæðaflugur - íslensk hönnun Sjón er sögu ríkari!! Kíktu á www.Krafla.is Þar finnur þú gjöfina sem alla fluguveiðimenn dreymir um

Sturla Örlygsson með glæsilegan tveggja ára lax sem tók eina af Kröfluflugunum í Hofsá sl. sumar.

Besta vörnin í netverslun í dag Framleiðandi Skrautás ehf - Bíldshöfða 14 - Sími: 587-9500 / 698-2844

,,Flugurnar hans Kristjáns Gíslasonar frá Krafla.is eru alltaf til staðar í mínum fluguboxum og hafa reynst mér ómissandi í lax- og silungsveiði. Fluguboxin frá Kröflu eru stórglæsileg,’’ segir Sturla Örlygsson


Frá Hverfisráði Grafarholts og Úlfarsárdals:

Félagsauður og Hverfisvitund í Grafarholti - mikilvægir þættir til að gera gott hverfi betra Grafarholt er nú fullbyggt að heita megi og eru flestir sammála um að vel hafi tekist til við hönnun hverfisins almennt séð. Nú liggur hins vegar fyrir að byggja upp innviði hverfisins, bæta þjónustustigið og rækta mannlífið en ýmis verkefni eru enn ókláruð í þessum efnum. Í hverfi eins og Grafarholti felast gríðarleg tækifæri í því að rækta félagsauðinn. Í því felst að fólk komi saman í félagsskap hvers konar innan hverfisins, hafi uppbyggileg samskipti og í sameiningu beiti sér fyrir því að bæta umhverfi sitt í víðum skilningi. Félagsleg samskipti eru manninum eðlislæg og rannsóknir hafa sýnt að það eru mælanleg tengsl milli félagsauðs og almenns heilbrigðis og vellíðan. Vettvangur samskipta í hverfum getur verið hverfishátíðir ýmiskonar, grasrótarsamtök, félagastarfsemi, menningarvið-

burðir, skóla- og íþróttastarf og sóknarstarf kirkjunnar til að mynda. Fyrsta skrefið í uppbyggingu félagsauðs er að fólk komi saman og hafi jákvæð samskipti. Í framhaldinu er hægt að byggja upp traust net félagslegra samskipta sem meðal annars getur unnið í sameiningu að vandamálum sem steðja að hverfinu og einstaklinga innan hverfisins. Gott dæmi um þetta er samvinna um velferð barna. Hverfisráð Grafarholts og Úlfarsársdals hefur ákveðið að taka virkan þátt í uppbyggingu á hverfisvitund og félagsauði í Grafarholti og hefur fundað með ráðgjafafyrirtæki á þessu sviði til áætlunargerðar. Þegar eru starfandi ýmis öflug félög í hverfinu sem þegar hafa aukið félagsauðinn og frá upphafi hefur kirkjustarfið verið öflugt. Augljóst er að það býr mikið í íbúum hverfisins og að hvert sem er litið er metnaður mikill.

Hverfisráðið stefnir að því að standa fyrir starfsdögum vegna þessa verkefnis í vetur og ef til vill einhverskonar íbúaþingi í framhaldinu. Einnig hefur verið rætt innan ráðsins að þörf sé á stofnun íbúasamtaka í Grafarholti og munu eflaust gefast tækifæri til þess þegar að við leggjum í þessa vinnu. Hverfisráðið er tilbúið að aðstoða íbúa við stofnun slíkra samtaka. Við hvetjum alla áhugasama um þetta verkefni að hafa samband við hverfisráðið á netfanginu grafarholt@reykjavik.is Netfangið er einnig tilvalið ef þið viljið senda inn fyrirspurnir og ábendingar varðandi það sem snýr að Reykjavíkurborg. Áfram Grafarholt! Með bestu kveðjum og óskum um gleðilega hátíð frá Hverfisráðinu.

Steinarr Björnsson, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals.

Ábendingar og fyrirspurnir til Hverfisráðs Grafarholts - Úlfarsárdals er hægt að senda á netfangið: Verið er að skipa sérstakan samgönguhóp sem á að skila tillögum til ráðsins um úrbætur hvað varðar samgöngur í Grafarholti í víðum skilningi og umferðaröryggismál.

grafarholt@reykjavik.is

Á döfinni í Grafarholti Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts Bæjarhálsi 1 - 110 Rvk Opnunartími: 08.30 - 16.00 Sími: 411 1200 Netfang: arbaer-grafarholt@reykjavik.is Heimasíða: www.reykjavik.is/arbaer www.reykjavik.is/grafarholt

- öllum fyrirspurnum svarað á grafarholt@reykjavik.is Hverfisráðið hefur á undanförnum mánuðum fundað með allflestum forsvarsmönnum stofnana og félagasamtaka í Grafarholti og fengið ábendingar um hvaða mál eru brýnust til úrlausnar fyrir hverfið.

Íþróttaaðstaða Hverfisráðið hefur orðið vart við óánægju vegna aðstöðu til íþróttaiðkunar í hverfinu en þó að um millisbilsástand er að ræða er óþolinmæði skiljanleg meðan ekki liggja fyrir tímasettar áætlanir. Við höfum komið þessu áleiðis í stjórnkerfi borgarinnar og fyrir skemmstu var haldinn fundur með forráðamönnum Fram, Formanni Borgarráðs og ÍTR, formanni Skipulagsráðs og yfirmönnum á Skipulagssviði, Menntasviði og Framkvæmdasviði. Á fundinum voru formaður hverfisráðsins og æskulýðsfulltrúi Þjónustumiðstöðvarinnar. Á þessum fundi voru staðfest áform um að Fram byggði upp íþróttaaðstöðu í Grafarholti og Úlfarsárdal. Á fundinum kom fram að á deiliskipulagi sem er verið að vinna

fyrir hverfi í Úlfarsárdal er gert ráð fyrir æfinga og keppnisaðstöðu fyrir Fram. Niðurstaða fundarins var að leggja til að Framarar myndu funda með starfsmönnum fagsviða Borgarinnar um skipulagningu og vonumst við til að sjá tímasetta framkvæmdaáætlun innan tíðar sem við getum kynnt fyrir íbúum Grafarholts. Af okkar hálfu var lögð áhersla á það að frá upphafi verði hugað að öflugum samgöngum milli Grafarholts og Úlfarsárdals, jafnt ökutækja sem fótgangandi. Þess má geta að vinna við skipulagningu Úlfarsárdals gengur vel og jafnvel hraðar en við var búist.

Sæmundarsel Hverfisráðið fagnar því að tillaga Menntaráðs um það að Sæmundarsel verði sjálfstæður skóli var nýlega samþykkt í Borgarráði. Við ákvörðunina var höfð til hliðsjónar nýleg nemendaspá. Víst er að skólinn mun nýtast vel og víst að mörgum muni létta við að tekið hafi verið af skarið varðandi

þetta. Hverfisráðið veit til þess að til umæðu er að íþróttahús við skólann verði að minnsta kost jafnt stórt og húsið við Ingunnarskóla en það mun bæta verulega úr skorti á íþróttaaðstöðu í hverfinu.

Samgöngumál Hverfisráðið hefur brugðist við athugasemdum vegna samgöngumála í hverfinu. Verið er að skipa sérstakan samgönguhóp sem á að skila tillögum til ráðsins um úrbætur hvað varðar samgöngur í hverfinu í víðum skilningi og umferðaröryggismál. Fram hafa komið tillögur um bættar strætisvagnasamgöngur milli Grafarholts, Árbæjar og Grafarvogs. Hverfisráðið mun beita sér fyrir tilraunaverkefni hvað þetta varðar og vonumst við til að geta kynnt tímasettar áætlanir fljótlega. Öllum fyrirspurnum sem berast á grafarholt@reykjavik.is verður svarað.


AFGREIÐSLUTÍMI SUNDSTAÐA ÍTR UM JÓL OG ÁRAMÓT 2006 - 2007 Laugard.

Sunnud.

Mánud.

Þriðjud.

Miðvikud.

23. Des

24.Des

25.Des

26.Des

27.Des

28.Des

29.Des

Árbæjarlaug

8:00-18:00

08:00-12:30

lokað

lokað

06:30-22:30

06:30-22:30

Breiðholtslaug

8:00-18:00

08:00-12:30

lokað

lokað

06:30-22:00

Grafarvogslaug

8:00-18:00

08:00-12:30

lokað

lokað

11:00-15:00

10:00-12:30

lokað

Laugardalslaug

8:00-18:00

08:00-12:30

Sundhöllin

8:00-18:00

Vesturbæjarlaug

8:00-18:00

Kjalarneslaug

Fimmtud.

Föstud.

Laugard.

Sunnud.

Mánud.

Þriðjud.

30.Des

31.Des

1.Jan

2.Jan

06:30-22:30

08:00-20:30

08:00-12:30

lokað

06:30-22:30

06:30-22:00

06:30-22:00

08:00-20:00

08:00-12:30

lokað

06:30-22:00

06.30-22.30

06.30-22.30

06.30-22.30

08:00-20:30

08:00-12:30

lokað

06.30-22.30

lokað

17.00-22.00

17.00-21.00

17.00-21.00

11.00-15.00

10:00-12:30

lokað

17.00-21.00

lokað

12:00-18:00

06.30-22.30

06.30-22.30

06.30-22.30

08.00-20.00

08:00-12:30

12:00-18:00

06.30-22.30

08:00-12:30

lokað

lokað

06.30-21.30

06.30-21.30

06.30-21.30

08.00-19.00

08:00-12:30

lokað

06.30-21.30

08:00-12:30

lokað

lokað

06.30-22.00

06.30-22.00

06.30-22.00

08.00-20.00

08:00-12:30

lokað

06.30-22.00


15

14

Uppskeruhátíð barna- og unglingaráðs Fylkis 2006

Árbæjarblaðið

Uppskeruhátíð barna- og unglingaráðs Fylkis 2006

Árbæjarblaðið

Guðrún Margrét Þórisdóttir í flottri sveiflu. Ari Leifsson, leikmaðursins í 7. flokki karla.

Lilja Sif Kristinsdóttir, markadrottning ársins í 3. fl. kvenna.

Stefán Bergmann Ingimundarson, leikmaður ársins í 6. fl. karla.

Uppskeruhátíð

Mikill fjöldi mætti á uppskeruhátíðina og sjá mátti íþróttafólk framtíðarinnar hjá félaginu.

Eva Núra Abrahamsdóttir, leikmaður ársins í 5. flokki kvenna.

Felix Hjálmarsson afhendir formanni BUR, Þorvaldi Árnasyni, verðlaun 3. flokks, bikar bikarmeistaranna.

Þórunn Sigurjónsdóttir, leikmaður ársins í 4. flokki kvenna.

Árleg uppskeruhátíð Barna- og unglingaráðs Fylkis fór fram í Fylkishöll-

Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður ársins í 5. flokki karla.

Elís, Ari, Stefán, Benedikt Óli, Gunnlaugur og Ýmir, verðlaunahafar í 4. flokki karla.

inni í haust að afloknu keppnistímabilinu.

Þar var sumarið gert upp og ungt knattspyrnufólk í Fylki fékk viður-

kenningar fyrir góðan árangur. Mikið fjölmenni mætti á hátíðina að venju og

Hulda Hrund Arnarsdóttir, leikmaður ársins í 6. fl. kvenna.

við látum myndirnar tala. Sjá einnig á bls.

Friðrik Ingi Þráinsson tók við verðlaunum fyrir hönd 3. fl. karla sem kosinn var flokkur ársins.

Rakel Leifsdóttir, leikmaður ársins í 7. flokki kvenna.

Flokkur ársins, 3. flokkur karla ásamt þjálfurum sínum, Kjartani Stefánssyni og Tryggva Björnssyni.

Þjálfarar hjá yngri flokkum Fylkis ásmt Barna- og unglingaráði Fylkis. Eydís Arna Líndal, leikmaður ársins í 3. flokki kvenna.

Sölvi Þrastarson, leikmaður ársins í 3. flokki karla.

Ragnheiður Erna, þjálfari, Eydís Arna, Erna Rán og Hafsteinn, þjálfari, verðlaunahafar í 3. flokki kvenna.

Þorvaldur Árnason, formaður Barna- og unglingaráðs Fylkis, og Kári Jónasson, þjálfari 4. flokks karla sem var kosinn þjálfari ársins hjá Fylki 2006.

Fleiri myndir frá Uppskeruhátíðinni á næstu síðu

Davíð Þór Ásbjörnsson, markakóngur og leikmaður ársins í 4. flokki karla.


16

Uppskeruhátíð Barna- og unglingaráðs Fylkis 2006

Lilja, Stefanía, Rut, Rut og Björk, verðlaunahafar í 4. flokki kvenna.

Meistaraflokkur Fylkis í fimleikum sýndi listir sínar á uppskeruhátíðinni. Efri röð frá vinstri: Auður þjálfari, Rebekka, Viktoría, Stefanía, Sjöfn og Þórdís. Neðri röð frá vinstri: Eydís, Guðrún Margrét, Hildur og Eva.

Elvar Þór Friðriksson, þjálfri, ásamt nokkrum af iðkendum 8. flokks Fylkis.

Úlfur Blandon, þjálfari, Andri, Ýmir, Arnar, Nikulás Ingi, Sigurður Þór, þjálfari, Gylfi og Mikael, verðlaunahafar í 7. flokki karla.

Ylfa, Eik, Rakel, Drífa Guðrún og Thelma, verðlaunahafar í 7. flokki kvenna.

Árbæjarblaðið

Ólöf Elísabet, Bergdís Sif, Eva, Sólveig, Andrea og Ásdís, verðlaunahafar í 5. flokki kv.

Stefán Ari, Fróði, Arnór Þorri, Styrmir og Hafsteinn, verðlaunahafar í 5. flokki karla. Á myndina vantar Hörð Helgason.

Tryggvi, þjálfari, Hafþór Óli, Guðlaugur, Sölvi, Sigurður Þór, Ásgeir Örn og Kjartan þjálfari, verðlaunahafar í 3. flokki karla.

Sigrún, Elísa, Hulda Hrund, Eva, Sunna og Sigrún Erla, verðlaunahafar í 6. flokki kvenna.

Aðalsteinn, þjálfari, Elvar Þór, þjálfari, Björn Áki, Eiríkur, Stefán, Axel, Albert og Arnar Huginn, verðlaunahafar í 6. flokki karla.


Franskir hælaskór

Þú færð skóna hjá okkur Vandaðir herra- og dömuskór í miklu úrvali

Inniskór á börnin

Veski

Seðlaveski

Þar sem þú kaupir skóna þína!

eru fáanlegir í nokkrum stærðum yfir kálfa

w w w. x e n a . i s SPÖNGINNI S: 587 0740 - MJÓDDINNI S: 557 1291 - GLÆSIBÆ S: 553 7060 - BORGARNESI S: 437 1240

Fjölskyldutilboð á Skalla 4 ostborgarar Stór franskar 2 kokteilsósur 2 lítrar Kók

Aðeins:

2.390,-

Skalli Hraunbæ 102

Sími: 567-2880

Munið nýjar DVD myndir + eldri kr. 350,-


18

Nýir diskar frá Sena

Fréttir

Árbæjarblaðið

Hildur Vala – lalala Ný og heillandi plata frá Hildi Völu sem syngur hér 12 lög undir listagóðri upptökustjórn Jóns Ólafssonar. Lögin, sem öll eru ný af nálinni eru eftir ýmsa íslenska höfunda. Þetta er önnur plata Hildar Völu sem er þekkt fyrir fágaðan og fagran söngstíl sinn.

Óskar Pétursson – Ástarsól: Lög Gunnars Þórðarsonar Þriðja sólóplata Óskars Péturssonar inniheldur lög eftir Gunnar Þórðarson sem notið hafa hylli Íslendinga um árabil auk fjölda nýrra laga eftir Gunnar. Meðal eldri laga má nefna Ástarsælu, Hafið, Bláu augun þín og Vetrarsól. Það er Gunnar sjálfur sem útsetur og stýrir upptökum. Tekið á móti nýjum þjálfurum. Frá vinstri: Atli Már Agnarsson, markmannaþjálfari, Erna Þorleifsdóttir, aðstoðarþjálfari, Björn Kristinn Björnsson, þjálfari og þau Helgi Bjarnason, Guðrún Ósk Jakobsdóttir og Sigrún Jónsdóttir frá Fylki. ÁB-mynd EÁ

Nýir þjálfarar hjá kvennaliði Fylkis

Nýtt fólk hefur tekið við þjálfun hjá kvennaliði Fylkis í knattspyrnu. Aðalþjálfari kvennaliðsToggi - Puppy Toggi er eitt af nýjum nöfnum í íslenska tónlistarheiminum sem allir ættu að leggja á minnið. Á sinni fyrstu geislaplötu framreiðir hann yndislega tónlist með skemmtilegum textum. Lagið Heart in Line gerði það gott í sumar og Sexy Beast fylgir í kjölfarið.

Sálin & Gospel - Lifandi í Laugardalshöll CD+DVD Sálin hans Jóns míns og Gospelkór Reykjavíkur leiddu saman hesta sína á tónleikum í Laugardalshöll þann 15. september sl. og var útkoman stórkostleg. Vinsælustu lög Sálarinnar fengu nýja vídd með aðstoð þessa heillandi kórs, auk tveggja nýrra laga, saman í pakka á geislaplötu og DVD.

Selma og Hansa – Sögur af konum Leik- og söngkonurnar, Selma og Hansa senda frá sér sína aðra plötu. Þessi merka plata geymir eingöngu ný lög og texta eftir íslenskar konur og yrkisefnið er einmitt konan, tilfinningar hennar og lífsreynsla.

ins verður Björn Kristinn Björnsson og aðstoðarþjálfari verður Erna Þorleifsdóttir. Bæði koma þau frá

Breiðabliki og hafa bæði mikla reynslu af þjálfun kvennaliða. Atli Már Agnarsson verður markmann-

aþjálfari hjá meistaraflokki kvenna. Knattspyrnudeild Fylkis svo og allir knattspyrnuunn-

endur félagsins vænta mikils af þessu nýja fólki og við óskum nýjum þjálfurum góðs gengis hjá félaginu.

Harðir, mjúkir, stórir, litlir, kringlóttir…..öðruvísi!!! Skemmtilegar gjafir fyrir káta krakka

A L LT

F Y R I R

B Ö R N I N

Húsgagnahöllin- Bíldshöfða 20 – s. 552-2522 – www.fifa.is

Opnunartími: Mán-fös 10-19, lau 10-18, sun 12-18. Frá 14. des verður opið til kl. 22 á kvöldin



20

Fréttir

Árbæjarblaðið

Sigurður Jensson, formaður handknattleiksdeildar Fylkis til vinstri.

Miklar kræsingar voru á borðum og framreiddar af Eldhúsi Sælkerans en Sælkeradreifing lagði til afar fjölbreytta villibráðina. Þar má nefna kengúru, héra, kanínu og krónhjört.

Villibráðarkvöld handknattleiksdeildar: Helga og Guðríður Guðjónsdóttir.

Grátið af gleði Handknattleiksdeild Fylkis hélt sitt árlega Villibráðarkvöld laugardagskvöldið 11. nóvember sl. í Fylkishöllinni. Veisla þessi var haldin í samvinnu við Arko-Veiðhöllina og tókst kvöldið einstaklega vel. Á borðum var margvísleg villibráð sem var listilega framreidd af þeim Jóni Þór og

Braga hjá Eldhúsi Sælkerans. Sælkeradreifing ehf. lagði til framandi villibráð s.s. kengúru, héra, kanínur og krónhjört auk þess sem boðið var upp á hefðbundna íslenska villibráð s.s. hreindýr, gæs ofl. Þótti maturinn lukkast einstaklega vel. Tekk Company sá um að skreyta salinn og búa kvöldinu viðeigandi um-

gjörð. Hjálmar Hjálmarsson, leikari og ekkifréttamaður, stýrði veislunni af fagmennsku ásamt Frey Eyjólfssyni tónlistar- og útvarpsmanni. Fóru þeir félagar á kostum allt kvöldið og ekki er ofsagt að margir veislugestir hafi grátið af hlátri yfir skemmtiatriðum þeirra.

Jón Margeirs, Jón Þór og Matthías.

Ólafur Hafsteinsson og Finnur Kolbeinsson.

Guðmann Hauksson og Guðrún Ósk Jakobsdóttir.

Fjölmenni mætti á villibráðarkvöldið og allir skemmtu sér konunglega.

Stjórnarborðið. Frá hægri: Birgir Finnbogason, formaður Fylkis, Björn Gíslson, formaður Hverfisráðs Árbæjar, Guðbjörg, Sigurbjörn Fanndal og Hörður Antonsson. ÁB-myndir EÁ

Góður rómur var gerður að villibráðarkvöldinu og þessi skemmtu sér mjög vel eins og reyndar allir gestirnir.


Nýir diskar frá Sena

100 íslensk jólalög 100 vinsæl íslensk jólalög fyrir alla fjölskylduna á 5 geislaplötum. Fyrr á árinu komu út 100 vinsæl lög um ástina og 100 íslenskir sumarsmellir. Báðar útgáfurnar slógu gersamlega í gegn en búast má við að þessi slái þeim við hvað vinsældir varðar.

Al l

e ts

zur af m z i p a ar

ðli

a

r k gos 1 5 0 á Gildir til .

og

llt

Baggalútur – Jól & blíða Baggalútsmenn hafa loks sent frá sér safn þeirra aðventu- og jólalaga sem þeir hafa gert undanfarin ár, ásamt nokkrum nýjum. Mörg laganna eru þegar orðin órjúfanlegur þáttur af helgihaldi þjóðarinnar og er þessi útgáfa því einkar kærkomin.

Todmobile – Ópus :: 6 Todmobile er ein ástsælasta hljómsveit landsins og sendir nú frá sér plötu með nýju efni eftir tíu ára hlé. Sveitin er fersk sem aldrei fyrr og gott ef ekki má greina þó nokkuð rokkaðri áhrif en áður hjá Andreu, Eyþóri og Þorvaldi. Fjölbreytileikinn er þó til staðar eins og alltaf hjá Todmobile.

PI PAR • SÍA • 60707

19. nóvember

Tilboð gildir aðeins í Grafarvogi.

Ýmsir – Óskalögin 10 Tíunda og síðasta platan útgáfuröðinni Óskalögin. Útgáfuröð þessi hóf göngu sína árið 1997 en plöturnar, sem allar eru tvöfaldar, innihalda allar 40 vinsæl lög frá tilteknum 10 ára tímabilum. Þessi nýjasta plata inniheldur 40 lög frá árunum 1994 til 2006.

Guðrún og Friðrik – Góða skemmtun Sérstök útgáfa hinna geysivinsælu platna Guðrúnar og Friðriks, Ég skemmti mér og Ég skemmti mér í sumar. Tvær saman í pakka á verði einnar í tilefni stórsýningar söngfuglanna á Broadway.


22

Fréttir

Árbæjarblaðið

Viðburðir í Árbæjarkirkju um jól og áramót 10. desember annar sunnudagur í aðventu. Fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00 Jólastund sunnudagaskólans og Fylkis í safnaðarheimilinu. Aðventukvöld kl.20.00. Ræðumaður kvöldsins: Guðfinna S. Bjarnadóttir fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík. Gunnar Kvaran leikur á selló og eiginkona hans á fiðlu. Halla Jónsdóttir syngur einsöng. Fermingarbörn flytja helgileik um fæðingu frelsarans. Veitingar á eftir í safnaðarheimili kirkjunnar. 17. desember þriðji sunnudagur í aðventu Jólasöngvar fjölskyldunnar-kirkjukórinn ásamt kirkjugestum syngja klassíska jólasöngva. Lesin verður jólasaga. Kyrrlát stemming í aðdraganda jóla. 24. desember aðfangadagur jóla Hátíðarguðsþjónusta kl.18.00. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar Daði Kolbeinsson leikur á Óbó og Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) syngur. Hátíðarguðsþjónusta kl.23.00 sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Martial Nardeau leikur á flautu. Sigurður Bragason syngur einsöng ,,Ó Helga nótt.’’ 25. desember Jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl.14.00. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Guðmundur Hafsteinsson leikur á trompet. 26. desember annar dagur jóla Útvarpsguðsþjónusta kl.11.00 Margrét Ólöf Magnúsdóttir og sr. Þór Hauksson leiða stundina. 31. desember gamlársdagur Hátíðarguðsþjónusta kl.18.00. sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur einsöng og Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. 1. janúar 2007 - Nýársdagur Guðsþjónusta kl.14.00 sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Krizstina Kalló Szklenár organisti og kirkjukór Árbæjarkirkju leiða safnaðarsöng við allar athafnirnar.

Fimleikastúlkurnar í Fylki sem unnu Landsbankamótið með glæsibrag.

ÁB-mynd HAG

Fylkir vann Landsbankamótið

Tíu lið tóku þátt í fyrsta Landsbankamóti fimleikadeildar Fylkis í Fylkishöll sunnudaginn 12. nóvember 2006, níu stelpnalið og eitt strákalið. Þetta var byrjendamót í hópleikum og á að verða árlegur viðburður hjá fimleikadeildinni. Börnin sem nú tóku þátt eru fædd 1993-1999. Keppt var í eldri og

yngri flokki. Fylkir T1 sigraði í eldri flokki en Afturelding P1 í yngri flokki. Liðin voru frá Aftureldingu, Ármanni, Hamri og Fylki, alls um 80 þátttakendur. Mótið tókst í alla staði mjög vel og margir áhorfendur fylgdu fimleikafólkinu unga.

Siv opnaði Kettlebells.is Á dögunum var vefsíðan www.kettlebells.is formlega opnuð af Siv Friðleifsdóttur, heilbrigðisráðherra. Það var mikill heiður fyrir Kettlebells.is að fá heilbrigðisráðherra til að opna síðuna. Siv, sem er sjúkraþjálfari að mennt, er eins og flestum er kunnugt mikil áhugamanneskja um heilbrigt líferni og góð fyrirmynd. Kettlebellskúlurnar, sem eiga upp-

Vala Mörk og Siv Friðleifsdóttir með kúluna góðu.

runa sinn að rekja til Rússlands, hafa um áratuga skeið verið notaðar við styrktar- og úthaldsþjálfun í Rússlandi og í ört vaxandi mæli í Bandaríkjunum og Evrópu. Nú er röðin komin að Íslandi. Æfingar með kettlebells styrkja allan líkamann, ekki síst bak, mjaðmir og axlir og hafa verið notaðar í endurhæfingu með mjög góðum árangri. Æfingarnar eru auk þess frábærar í úthaldsþjálfun og hafa þá

vinsælu hliðarverkun að brenna fitu hratt og vel. Vala Mörk, RKC kettlebellsþjálfari, færði Siv Friðleifsdóttir 12 kg kettlebellskúlu að gjöf, en þess má geta að 12 kg kúlur eru aðeins fyrir konur í góðu líkamlegu formi. Vala Mörk vinnur sem einkaþjálfari í Árbæjarþreki og hefur notað kettlebells þar með góðum árangri.

Komdu tímanlega með jólakortin

Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til landa utan Evrópu er fimmtudagurinn á jólakortum til Evrópu er fimmtudagurinn

ÍSLENSKA / SIA.IS / ISP3458111/06

á jólakortum innanlands er miðvikudagurinn

7.12. 14.12. 20.12.

ndi Sjálflíma sandi og sjálflý ki r jólafríme

Finndu pósthúsið næst þér á www.postur.is



24

Fréttir

Árbæjarblaðið

Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar, skrifar:

Aldraðir í forgang í Reykjavík Þegar núverandi meirihluti í Reykjavík tók við stjórnartaumunum í vor var ljóst að nauðsynlegt var að setja málefni aldraðra í forgang. Strax var hafist handa og eru málefni aldraðra í brennidepli hjá nýjum meirihluta í borginni og við ætlum að hlúa betur að öldruðum og leysa brýnustu vandamálin.

Samráðshópur aldraðra Eitt fyrsta verk borgarstjóra var að skipa samráðsnefnd um málefni eldri borgara. Í nefndinni eru kjörnir fulltrúar ásamt fulltrúum frá Félagi eldri borgara og Samtökum aldraðra. Markmið samráðsins er fyrst og fremst að auka aðgengi aldraðra að kjörnum fulltrúum og aðgengi kjörinna fulltrúa að öldruðum.

í heild í þessari vinnu og skipuleggja í takt við þarfir til framtíðar. Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu við Eir og Hrafnistu um rekstur þjónustukjarna og þjónustuíbúða í Spöng og við Sléttuveg. Í fyrsta áfanga verða byggðar u.þ.b. 200 íbúðir sem verða tengdar þjónustukjörnum sem hvor um sig mun bjóða upp á margs konar þjónustu.

Fleiri íbúðir fyrir aldraða í Hraunbæ Stýrihópurinn hefur áhuga á því

Anní

Þitt eldvaranaeftirlit - Fylgstu reglulega með að reykskynjarar, slökkvibúnaður og flóttaleiðir séu í fullkomnu lagi. - Gakktu úr skugga um að rafbúnaður og raftæki séu ávallt í góðu lagi. - Fylgdu ávallt varúðarreglum varðandi opinn eld og eldfæri. - Vertu viss um að frágangur á eldstæðum (arnar, kamínur ofl.) sé í lagi. - Rifjaðu reglulega upp þekkingu þína á fyrstu viðbrögðum.

Fasteignaskattar lækkaðir Við lofuðum því í aðdraganda kosninga í vor að við myndum lækka fasteignaskatta á eldri borg-

Búsetuuppbygging Í byrjun júlí skipaði borgarstjóri stýrihóp vegna uppbyggingar og framkvæmda í þágu aldraðra. Hópurinn tók til starfa um miðjan júlí og er hugmyndin að þessi hópur móti framtíðarsýn í uppbyggingu fyrir aldraða og setji fram hugmyndir til framtíðar um það hvernig uppbyggingu í þágu aldraðra skuli háttað. Jórunn Frímannsdóttir borgarfulltrúi og formaður Velferðarráðs stýrir vinnu þessa starfshóps, en lögð er áhersla á að horfa á borgina

rétt að athuga hvort eldvarnir heimilisins séu í lagi. Eldvarnir á heimilum miða fyrst og fremst að því að tryggja líf og heilsu ef eldur skyldi koma upp.

að fjölga íbúðum fyrir aldraða við þjónustukjarna sem þegar eru til staðar og er einmitt sérstaklega verið að horfa til þess að fjölga íbúðum við þjónustukjarnann að Hraunbæ 105. Skipulagssvið er nú að skoða möguleika á frekari uppbyggingu fyrir aldraða á svæðinu.

Björn Gíslason, formaður Hverfisráðs Árbæjar. ara um 25% á kjörtímabilinu. Við munum að sjálfsögðu standa við það og verður fyrsta skrefið í þá átt stigið um áramótin, en þá kemur inn 10% lækkun á fasteignasköttum.

Heilræði fyrir jólin ,,Í fyrsta áfanga verða byggðar u.þ.b. 200 íbúðir sem verða tengdar þjónustukjörnum sem hvor um sig mun bjóða upp á margs konar þjónustu, segir Björn m.a. í grein sinni um málefni aldraðra.

Mría Ósk

Hrund

Þar sem ég starfa hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins langar mig aðeins að ræða um eldvarnir. Nú er að renna upp tími ljóss og friðar og

Kristín

Reykskynjarar geta bjargað lífi þínu Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki sem eiga að vera á hverju heimili. Skerandi vælið í þeim hefur bjargað mannslífum. Það þarf að huga að því að þeir séu nægilega margir, rétt staðsettir og rafhlaðan í lagi. Gott er að hafa þá reglu skipta um rafhlöðu í reykskynjurum einu sinni á ári og miða t.d. við jólin. Bestu jóla og nýárskveðjur, Björn Gíslason formaður Hverfisráðs Árbæjar

Stína

Kæru viðskiptavinir! Við á Höfuðlausnum óskum ykkur ljúfra jóla og áramóta með þökk fyrir viðskiptin á árinu!

Bára

Jónína

Hársnyrtistofan Höfuðlausnir Foldatorginu - Hverafold 1-3 112 Reykjavík Sími: 567-6330 - www.hofudlausnir.is Opið: Mán 08.00-18.00 - þri - fim 09.00-18.00 fös 08:00-18:00

Pöntunarsími: 567-6330


Munið Þorláksmessuskötuna Munið Þorláksmessuskötuna Borðapantanir í síma 587-2882 Borðapantanir í síma 587-2882

Opið allan daginn á Þorláksmessu frá kl. 10.00 til síðustu pöntunar

Opið: Mán-fös Fim-lau

Gleðileg jól!

10% afsláttur fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja

s ú h a t t o Þv

11:30-15:00 18:00-22.00

Gleðileg jól!

Þvo ttah ús

Hreinsum samdægurs ef óskað er. Þjónusta í 40 ár. Starfrækjum þvottahús og leigjum út teppahreinsivélar Fljót og góð þjónusta - Opið 08.00 - 18.00 og laugardaga 11.00-13.00 - Sími 567-1450


26

Fréttir

Árbæjarblaðið

Auglýsing

Miðstöð ráðgjafar og þjónustu - útibú SPV Árbæ í jólabúningi.

Jólaandinn Sparisjóðurinn styrkir verkefni á sviði geðheilbrigðismála

Hraunbergi 4, Rvk. Sími: 588-1710

Tölvuþjónusta fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Netverslun með tölvubúnað og rekstrarvöru www.bst.is Gylfaflöt 24-30 Sími: 5679760

Í ár mun Sparisjóðurinn breyta út af venju og í stað jólagjafar til viðskiptavina verður veglegum styrk veitt til geðheilbrigðismála. Það eina sem viðskiptavinir þurfa að gera í þágu þessa verkefnis er að koma við í Sparisjóðnum og velja hvaða félag á sviði geðheilbrigðis þeir vilja að sparisjóðurinn greiði styrkinn til. Þannig taka viðskiptavinir Sparisjóðsins þátt í að styrkja góðan málstað - því fyrir hvern viðskiptavin sem kemur í Sparisjóðinn til að velja félag greiðir Sparisjóðurinn 1.000 krónur. Þetta þýðir að því fleiri sem koma og velja félag því hærri fjárhæð rennur til þessa góða málefnis. Félögin sem hægt er að velja eru: ADHD samtökin, Forma, Geðhjálp, Hugarafl, Klúbburinn Geysir, Ný leið, Rauði kross Íslands og Spegillinn. Nánari upplýsingar um félögin má finna á www.spv.is. Það munar um heimsókn þína í útibúið til okkar. Því fleiri viðskiptavinir sem taka þátt - þeim mun hærri verður styrkurinn frá Sparisjóðnum. Verið velkomin við erum með heitt kaffi á könnunni og gómsætar piparkökur. Með jólakveðju, Starfsfólk SPV

Árbæjarblaðið Ritstjórn og auglýsingar sími 587-9500

Hlýjar og bjartar hátíðarkveðjur ÍSLENSKA / SIA.IS / ORK 35251 12/06

Takið þátt í jólaleiknum á www.or.is

www.or.is


Árbæjarblaðið

Fréttir

Góður árangur í dansinum Árbæingurinn Helga Kristín Ingólfsdóttir og dansherrann hennar, Andri Fannar Pétursson, eru að gera það gott í dansinum þessa dagana. Þau eru nýbyrjuð að dansa saman. Helga Kristín er 10 ára og Andri Fannar 11 ára. Þau skelltu sér til London nú í oktober s.l. með dansþjálfara sínum, Auði Haraldsdóttur danskennara, á nokkrar keppnir sem ætlaðar eru börnum og unglingum. Í danskeppninni All England Open urðu þau í 2.- 3. og 4. sæti í standard- og suðuramerískum dönsum. Einnig kepptu þau í Imperial og International danskeppnunum sem báðar eru haldnar í London. Þar stóðu Helga Kristín og Andri Fannar sig mjög vel og voru landi og þjóð til mikils sóma. Nú í byrjun nóvember kepptu þau svo í Lottó Open danskeppninni sem haldin er af Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Þar voru um 300 keppendur skráðir til leiks í hinum ýmsu aldursflokkum og sigruðu þau Helga Kristín og Andri Fannar bæði suður-amerísku dansana og standard dansana í sínum aldursflokki, 10-11 ára. Þau hlutu einnig Lottó bikarinn fyrir besta dans með grunnaðferð. Þetta er mikill og glæsilegur dansferill á aðeins nokkrum mánuðum sem þau hafa æft saman dans, svo framtíðHelga Kristín og Andri Fannar hafa slegið í in er björt!! gegn á dansgólfinu undanfarið.

Brenndu jólasteikinni fyrirfram! Æfðu í desember fyrir aðeins

1.990 kr.-

Alhliða líkamsrækt og sjúkraþjálfun Egilshöllinni Simi: 594 9630

www.orkuverid.is


Sparisjó›ur vélstjóra óskar vi›skiptavinum sínum og landsmönnum öllum gle›ilegra jóla og farsældar á komandi ári! F í t o n / S Í A

SPV býður þér á jólatónleika með jazzbandinu 737 á Þorláksmessu milli 12:00 og 13:30 í útibúinu að Hraunbæ 119.

SPV Hraunbæ 119 Aðalsími 575 4000 Þjónustuver 575 4100 spv@spv.is www.spv.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.