Sumarbæklingur Ársels 2016

Page 1

Sumardagskrá Frístundamiðstöðvarinnar Ársels

2016

Kynningarbæklingur fyrir börn og foreldra á fjölbreyttu starfi sem verður í boði í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum staðsettum í Árbæ, Grafarholti og Norðlingaholti.

Í blaðinu : Frístundaheimilið Töfrasel - Árbæ Frístundaheimilið Fjósið – v/Sæmundarskóla Frístundaheimilið Stjörnuland v/Ingunnarskóla Sumarsmiðjur fyrir 10-12 ára Árbæ,-Grafarholti og Norðlingaholti Félagsmiðstöðin Fókus – Grafarholti Félagsmiðstöðin Holtið – Norðlingaholti Félagsmiðstöðin Tían –Árbæ

Mikilvægar dagsetningar: 25/4

Skráning hefst í sumarstarf frístundaheimila (börn f. ´06´08)

18/5

Skráning hefst í sumarsmiðjur 10-12 ára (börn f.´03-´05)


Sumarfrístund fyrir börn fædd ´06-´09 á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Ársels Frístundaheimilin Fjósið, Stjörnuland og Töfrasel eru opin í sumar frá kl. 8:00-17:00. Börnin eru í virkri dagskrá milli kl. 9.00-16.00. Hægt er að velja um viðbótarvistunartíma milli kl. 8:00-9:00 og/eða kl. 16:00-17:00 gegn aukagjaldi. Foreldrum er frjálst að skrá barn/börn sín á það frístundaheimili sem hentar hverju sinni. Veittur er 20% systkinaafsláttur. Skráning lýkur kl.14:00 á föstudegi fyrir komandi viku. Ef hætt er við þátttöku án þess að tilkynnt hafi verið um forföll með formlegum hætti til viðkomandi frístundaheimilis, miðvikudag fyrir komandi viku, mun gjald verða innheimt að fullu. Skráning hefst 25. apríl, kl. 8:20 á http://sumar.fristund.is

Frístundaheimilið Fjósið Sæmundarskóla, Gvendargeisla 168 113 Reykjavik s. 664-7628 www.arsel.is/fjosid 13. júní - 16. júní 20. júní - 24. júní 27. júní - 01. júlí 04. júlí - 08. júlí

Frístundaheimilið Stjörnuland Kirkjustétt 2-6, 113 Grafarholt s: 411-5825/695-5091 www.arsel.is/stjornuland 13. júní - 16. júní 20. júní - 24. júní 27. júní -01. júlí 04. júlí - 08. júlí 08. ágúst - 12. ágúst 15. ágúst - 19. ágúst


Frístundaheimlið Töfrasel Frístundamiðstöðin Ársel, Rofabær 30 110 Reykjavík, s: 411-5815/695-5092 www.arsel.is/tofrasel 13. júní - 16. júní 20. júní - 24. júní 27. júní -01. júlí 04. júlí - 08. júlí 02. ágúst - 05. ágúst 08. ágúst - 12. ágúst 15. ágúst - 19. ágúst

Áherslur í starfinu okkar Í sumarstarfinu hjá Árseli er lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við frjálsan leik, lærdóm, skapandi starf, þemaverkefni, útiveru og ferðir. Mikið er lagt upp úr því að nýta umhverfið bæði nær og fjær til útiveru og að veita börnunum tækifæri á að kynnast því sem borgin hefur upp á að bjóða og spreyta sig á nýjum verkefnum og áskorunum. Í hverri viku er gefin út fjölbreytt og skemmtileg dagskrá og ættu allir að geta fundið þar viðfangsefni við hæfi. Áhersla er lögð á að virkja börnin til ákvarðanatöku um hina ýmsu þætti starfsins.


Sumarsmiðjur fyrir börn fædd ´03-´05 á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Ársels Félagsmiðstöðvar Ársels standa fyrir fjölbreyttu starfi frá 13. júní – 7.júlí fyrir börn fædd ´03-´05. Um er að ræða mikið úrval af smiðjum og skemmtilegum viðburðum sem standa yfir alla virka daga. Allar smiðjur byrja og enda í félagsmiðstöðvunum nema annað sé tekið fram. Skrá þarf börnin í hverja smiðju fyrir sig með því að fara inn á www.fristund.is.

Sumarsmiðjur í Holtinu Norðlingabraut 12, 110 Norðlingaholt Sími: 411-5842 Gsm: 695-5093 edda.osk.einarsdottir@reykjavik.is Óskalisti

Merkið við þær smiðjur sem ykkur finnst áhugaverðar

Dags

Hvenær

Hvað er um að vera

Mán 13. júní

13:00 - 16:00

Vesturbæjarísferð

Þri 14. júní

10:30 - 16:00

Vísindasmiðja og Tacogerð

Mið 15. júní

13:00 - 16:00

Brjóstsykurgerð

Fim 16. júní

10:30 - 16:00

Sund í laugardagslaug, grill og sprell

Mán 20. júní

13:00 - 16:00

Dominosferð

Þri 21. júní

10:30 - 16:00

Klifur, leikir og grill í Gufunesbæ

Mið 22. júní

13:00 - 16:00

Lazertag

Fim 23. júní

10:30 - 16:00

Ævintýraferð í Mosfellsbæ

Fös 24. júní

09:30 - 12:00

Baksturssmiðja

Mán 27. júní

13:00 – 16:00

Hunger games og útieldun

Þri 28. júní

10:30 – 16:00

Ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Mið 29. júní

13:00 – 16:00

Listasmiðja og hressing

Fim 30. júní

10:30 – 16:00

Ferð í Nauthólsvík

Fös 1. júli

09:30 – 12:00

Pizzagerð

Mán 4. júlí

13:00 - 16:00

Bolagerð

Þri 5. júlí

10:30 - 16:00

Ævintýraferð í Hveragerði

Mið 6. júlí

13:00 - 16:00

Stóri myndaratleikurinn og hressing

Fim 7. júlí

13:00 - 16:00

Vatnspartý og grillveilsa


Sumarsmiðjur í Fókus Kirkjustétt 2-6, 113 Grafarholt Sími: 411-5821 Gsm: 664-7623 magnus.thor.gunnlaugsson@reykjavik.is Óskalisti

Merkið við þær smiðjur sem ykkur finnst áhugaverðar

Dags

Hvenær

Hvað er um að vera

Mán 13. júní

13:00 - 16:00

Pizzagerð

Þri 14. júní

10:30 - 16:00

Lasertag

Mið 15. júní

13:00 - 16:00

Brjóstsykursgerð

Fim 16. júní

10:30 - 16:00

Sundferð í öldulaugina á Álftanes

Mán 20. júní

13:00 - 16:00

Bolagerð

Þri 21. júní

10:30 - 16:00

Klifur, leikir og grill í Gufunesbæ

Mið 22. júní

13:00 - 16:00

Vesturbæjarís

Fim 23. júní

10:30 - 16:00

Amazing Grafarholt

Fös 24. júní

09:30 - 12:00

Baksturssmiðja

Mán 27. júní

13:00 – 16:00

Heimsókn í Dominos

Þri 28. júní

10:30 – 16:00

Ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Mið 29. júní

13:00 – 16:00

Capture the Flag í skóginum

Fim 30. júní

10:30 – 16:00

Óvissuferð

Fös 1. júli

09:30 – 12:00

Vísindasmiðja

Mán 4. júlí

13:00 - 16:00

Ísgerð

Þri 5. júlí

10:30 - 16:00

Ævintýraferð í Hveragerði

Mið 6. júlí

13:00 - 16:00

Föndursmiðja

Fim 7. júlí

13:00 - 16:00

Vatnspartý og grillveisla


Sumarsmiðjur í Tíunni Frístundamiðstöðin Ársel, Rofabær 30 110 Reykjavík Sími: 411-5810 Gsm: 695-5041 bjarni.thordarson@reykjavik.is

Óskalisti

Merkið við þær smiðjur sem ykkur finnst áhugaverðar

Dags

Hvenær

Hvað er um að vera

Mán 13. júní 13:00 - 16:00

Pizzugerð í Dominos

Þri 14. júní

Ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

10:30 - 16:00

Mið 15. júní 13:00 - 16:00

Lazertag

Fim 16. júní 10:30 - 16:00

Miðbæjarferð

Mán 20. júní 13:00 - 16:00

Listasmiðja

Þri 21. júní

Klifur, leikir og grill í Gufunesbæ

10:30 - 16:00

Mið 22. júní 13:00 - 16:00

Brjóstsykursgerð

Fim 23. júní 10:30 - 16:00

Sundferð í öldulaugina á Álftanes

Fös 24. júní 09:30 - 12:00

Grill í Elliðaárdal

Mán 27. júní 13:00 – 16:00

Pizzugerð í Dominos

Þri 28. júní

Tónlistarmyndabandasmiðja

10:30 – 16:00

Mið 29. júní 13:00 – 16:00

Ljósmyndasmiðja

Fim 30. júní 10:30 – 16:00

Útieldun og leikir í Björnslundi

Fös 1. júli

09:30 – 12:00

Vísindasmiðja

Mán 4. júlí

13:00 - 16:00

Bakarasmiðja

Þri 5. júlí

10:30 - 16:00

Ævintýri í Hveragerði

Mið 6. júlí

13:00 - 16:00

Brjóstsykursgerð

Fim 7. júlí

13:00 - 16:00

Vatnspartý og grillveilsa


Vissir þú að...

Sumaropnanir fyrir unglinga fædda ´00-´02 í félagsmiðstöðvunum Fókus, Holtinu og Tíunni. Frá 13. júní hefst sumaropnanir fyrir unglinga í félagsmiðstöðvum Ársels. Opnunartíminn er örlítið breyttur frá vetraropnunum. Kvöldopnanirnar verða eins og í vetur en dagopnanirnar breytast. Hér að neðan er opnunartími í félagsmiðstöðvunum fyrir unglinga: Mánudaga kl. 17:00 - 19:00 og aftur 19:30 - 22:00 Miðvikudaga kl. 17:00 - 19:00 og aftur 19:30 - 22:00 Föstudagurinn 1. júlí Unglingarnir sem sækja starfið í sumar ætla að skipuleggja og halda utan um sumarhátíð sem haldin verður 1. júlí. VIð viljum sérstaklega hvetja alla unglinga í 8. bekk til að mæta á dagopnunina milli 17 og 19. Það verður fjölbreytt og frábær dagskrá á öllum opnunum og má geta þess að við munum sýna leiki frá EM í knattspyrnu karla sem haldin er í Frakklandi.

það eru 24 félagsmiðstöðvar í Reykjavík

Frístundamiðstöðin Ársel var stofnuð árið 2004 en félagsmiðstöðin Tían var stofnuð 1981 og hét þá Ársel.

starfsstöðvar Ársels vinna eftir gildunum: Samvinna, Traust og FJölbreytileiki.

slagorð starfsstöðva Ársels er: “þar sem reynsla verður að þekkingu”.

Ársel er ein af 6 Frístundamiðstöðvum í Reykjavík.


Kæru Árbæingar og Grafarholtsbúar! Frístundamiðstöðin Ársel bíður upp á fjölbreytt starf í sumar fyrir börn og unglinga í hverfunum. Við erum stolt af kynna það sem er í boði. Frístundaheimilin Töfrasel, Fjósið og Stjörnuland verða starfrækt í allt sumar fyrir utan þrjár vikur í júlí. Við hvetjum foreldra til að skrá snemma til að tryggja sér pláss sem fyrst. Í félagsmiðstöðvunum Fókus, Holtinu og Tíunni er mikið og fjölbreytt úrval smiðja í öllum hverfum, auk opnana fyrir unglinga. Mikill metnaður er í að hafa úrvalið sem mest og að auka framboð fyrir aldurinn 10-12 ára. Með þessu dreifibréfi er ykkur auðveldað að velja úr því sem í boði er. Einnig eru allar upplýsingar á vefnum www.fristund.is Kveðja, Jóhannes Guðlaugsson


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.