Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Page 12

Skapandi borg Reykjavík styrki hlutverk sitt sem höfuðborg landsins og forystuafl í vaxandi alþjóðlegri samkeppni um fyrirtæki, vinnuafl og ferðamenn. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að borgin vaxi og dafni. Í Reykjavík eru helstu atvinnusvæði höfuðborgarsvæðisins hvort sem litið er til starfsemi á sviði hátækni og þekkingar, háskóla, fjármála, verslunar og þjónustu, opinberrar stjórnsýslu, menningar og lista, ferðaþjónustu, flutninga eða iðnaðar. Styrkur atvinnulífsins í Reykjavík er fjölbreytni þess. Skynsamlegt er að viðhalda þessari fjölbreytni og skapa vaxtarskilyrði fyrir sem flestar atvinnugreinar. Samhliða þessu er mikilvægt að stuðla

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030 © Ragnar Th. Sigurðsson

20

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

að markvissri sérhæfingu svæða innan borgarinnar. Sérhæfð atvinnusvæði leiða til meiri stöðugleika og auka líkurnar á að klasar fyrirtækja myndist á ákveðnu sviði. Með sérhæfðum atvinnusvæðum er auðveldara að skapa samstöðu um ákveðið heildaryfirbragð svæða og kröfur til umhverfisgæða, sem eru meðal forsendna þess að hægt sé að auka samkeppnishæfni Reykjavíkur. Lögð er áhersla á að klára uppbyggingu á atvinnusvæðum sem þegar hafa verið skipulögð, ekki síst á miðlægum svæðum, efla núverandi kjarna með auknu byggingarmagni og gera meiri kröfur um umhverfisgæði.

21


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.