Akranes veiðar

Page 1

AKRANES Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Akranes er í stórsókn í sjávartengdum greinum S

jávarútvegurinn og starfsgreinar tengdar honum er kannski eitt best varðveitta leyndarmál Akraness nú um stundir. Það fer ekki mikið fyrir þeirri staðreynd að fjöldi mjög öflugra sjávarútvegsfyrirtækja starfa í bænum. Fjölbreytnin er ótrúlega mikil allt frá veiðum, vinnslu afurða og til framleiðslu á búnaði auk ýmissar þjónustu sem tengist greininni. Mikil og breið

verkþekking er til staðar í bæjarfélaginu enda hvílir atvinnugreinin á gömlum merg. Tölur sem Skessuhorn hefur tekið saman sýna að hátt í 600 störf eru nú í sjávarútvegi á Akranesi og tengdum greinum og ársvelta þeirra a.m.k. 16 milljarðar króna. Umsvif fyrirtækjanna, fjöldi starfa og velta þeirra hefur aukist hröðum skrefum á allra síðustu árum. Allt bendir til að sú þróun haldi áfram af miklum krafti.

HB Grandi samstæðan er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki bæjarins. Heildar útflutningstekjur fyrirtækisins og dótturfyrirtækja þess á Akranesi voru alls um 6,5 milljarðar króna á síðasta ári. Þá er ekki talið með aflaverðmæti þeirra fiskiskipa HB Granda sem skráð eru á Akranesi. Alls voru unnin um 175 ársstörf í landi hjá HB Granda á Akranesi á síðasta ári. Þar að auki voru 55 sjómenn fyrirtækis-

ins búsettir á Akranesi. Alls eru þetta 230 störf. Hjá Skaganum og Þorgeiri & Ellert starfa 120 við framleiðslu á hátæknibúnaði til matvælavinnslu og veltir sá iðnaður milljörðum. Þetta eru aðeins dæmi um gróskuna sem í útvegi og tengdum greinum er að finna á Akranesi um þessar mundir. Í blaði þessu má lesa viðtöl við fjölda fólks sem starfar í sjávarútvegi á Akranesi og

fyrrnefndum atvinnugreinum. Blaðinu er fyrst og fremst ætlað að bregða ljósi á sjávarútvegsbæinn Akranes eins og hann horfir við í dag og í næstu framtíð. Samstarfsaðilar Skessuhorns við vinnslu þessa blaðs voru Akraneskaupstaður, Faxaflóahafnir, HB Grandi, Skaginn og Þorgeir & Ellert. ■


2

AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi:

Akranes hefur sterka stöðu innan sjávartengdra greina, eflist hratt og á mikla möguleika

R

egína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi telur að bærinn búi yfir mörgum góðum kostum fyrir starfsemi innan sjávarútvegs og tengdra greina. „Hér í bænum eru þegar fjölmörg sterk fyrirtæki í sjávarútvegi sem starfa á mjög breiðum grunni. Þau eru á öllum sviðum veiða og vinnslu og síðan í framleiðslu á hátæknibúnaði fyrir sjávarútveginn. Saman mynda þau mjög sterka heild með miklum mannauði. Í samræðum við okkur sem störfum hjá Akraneskaupstað tala stjórnendur þessara fyrirtækja oft um hvað það sé gott aðgengi að mjög góðu starfsfólki. Starfsmannavelta fyrirtækjanna er lítil sem segir að þeim helst vel á starfskröftum. Þeir nefna sömuleiðis að hér sé mikið af góðum og mjög færum iðnaðarmönnum. Þjónusta fyrir hugbúnað og vélbúnað er með miklum ágætum enda þekkingarstig hátt innan tæknigreina,“ segir Regína.

þar fyrsta sætinu með einu öðru sveitarfélagi enda erum við með næsthæsta hlutfall á landinu af menntuðum leikskólakennurum. Grunnskólarnir okkar sem eru tveir, skipa annað til þriðja sæti. Í heildarniðurstöðum er Akranes vel fyrir ofan meðaltal á landsvísu, eða í sjötta sæti af átján. Við skorum sérstaklega hátt í þjónustu við fjölskyldur og barnafólk. Skólarnir okkar eru þekktir fyrir gæði. Það er algengt að hingað komi hópar til að kynna sér starfsemi þeirra. Hérna er svo mjög góður framhaldsskóli sem er Fjölbrautaskóli Vesturlands. Hann býður upp á fjölbreytt nám bæði í verknámi og til stúdentsprófs.“

Mannvænt samfélag fyrir miðjum Faxaflóa

Íbúum fjölgar stöðugt Akraneskaupstaður er stöðugt að eflast. Íbúum þar hefur fjölgað hratt á undanförnum árum. Þeir eru nú 6.700 talsins. Þannig hefur þeim fjölgað um 1.050 á tíu árum eða frá 2004. Þetta er mjög jákvæð þróun á sama tíma og mörg önnur sveitarfélög eiga í vök að verjast vegna fólksfækkunar. „Nálægðin við höfuðborgarsvæðið hefur eflaust sitt að segja. Margir sækja vinnu þangað eða stunda þar nám frá Akranesi. Mér telst til að yfir þúsund Akurnesingar sæki í dag vinnu og nám út fyrir bæjarmörkin, annað hvort á Grundartangasvæðið eða til höfuðborgarsvæðisins. Þessi nálægð og valmöguleiki að geta sótt suður en búa hér er mikill kostur í hugum margra sem kjósa að setjast hér að. Það hefur einnig orðið merkileg þróun á undaförnum árum sem hefur ekki farið hátt en er þó staðreynd. Fyrirtæki í sjávar­útvegi hafa verið að auka umsvif og efla starfsemi sína sem aftur hefur leitt til þess að þau hafa fjölgað starfsfólki. Það á til dæmis við um HB Granda, Akraborg og Skagann. Með þessu fylgja svo aukin verkefni hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn með ýmsum hætti. Þetta telur allt í rétta átt, styrkir samfélagið og fleiri kjósa að setjast hér að.“

Skessuhorn brá sér í róður með bæjarstjóranum um síðustu helgi í tilefni vinnslu þessa blaðs. Veiðin var dræm enda sást á þeim þorski sem veiddist að hann var stútfullur af loðnu.

Sterkir innviðir á Akranesi Regína segir að þessi jákvæða þróun byggi ekki síst á því að Akranes hafi ávallt verið mikill sjávarútvegsbær. Mikil þekking á breiðu sviði innan veiða, vinnslu og tækni sé til staðar í bænum. Þegar nánar sé skoðað þurfi því ekki endilega að koma á óvart hve greinin hafi eflst innan bæjarins á liðnum árum. „Þetta hefur verið þróun sem hefur ekki fengið mikla athygli í umræðunni. Sum fyrirtækjanna sem starfa hér á Akranesi eru fyrst

AKRANES

Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Umsjón: Skessuhorn ehf. – útgáfuþjónusta. Gefið út í samstarfi við Akraneskaupstað, Faxaflóahafnir, HB Granda, Skagann og Þorgeir & Ellert. Viðtöl og textagerð: Magnús Þór Hafsteinsson. Ljósmyndir: Friðþjófur Helgason, Magnús Þór Hafsteinsson, og myndasafn Skessuhorns. Forsíðumynd: Þeir fiska sem róa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi á veiðum. Ljósm. Friðþjófur Helgason. Dreift með Morgunblaðinu og Skessuhorni 26. mars 2014. Prentun: Landsprent.

og fremst að horfa á erlenda markaði. Þau hafa því kannski ekki þurft að auglýsa sig svo mjög hér á Íslandi. Þannig hefur ekki borið mikið á þeim hér innanlands,“ segir Regína. Bæjarstjóri Akraness bendir á að margt annað spili með og skapi hagstæð skilyrði fyrir atvinnulífið í sjávarútveginum. Þar skipti sterkir innviðir Akraness og góðar samgöngur miklu máli. „Samgöngur til og frá Akranesi eru til að mynda mjög góðar. Hér eru ekki vandræði vegna ófærðar. Með Hvalfjarðargöngum erum við í nálægð við höfuðborgarsvæðið. Hérna eru afkastamikil og öflug flutningafyrirtæki. Það eru skilvirkar almenningssamgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu. Fjölmargir nýta sér þær til að sinna námi, störfum og öðrum erindum. Svo erum við með strætisvagna innanbæjar sem eru ókeypis. Nýjustu fréttirnar eru að Sundabraut sé komin á samgönguáætlun. Það skiptir mjög miklu máli fyrir okkur hér á Akranesi og við fögnum því. Ljósleiðari hefur verið lagður í flest hús á Akranesi þannig að öll fjarskiptamál eru eins og best verður á kosið. Húsnæðisverð er gott á Akranesi. Hér er hægt að eignast þak yfir höfuðið á hagstæðu verði. Við eigum líka nóg af góðum og tilbúnum lóðum. Bæði fyrir íbúðarhús en líka fyrir atvinnulífið.“

Stolt af fyrirtækjunum Nálægðin er mikil milli sjávarútvegsfyrirtækjanna á Akranesi þó þau séu staðsett víðs vegar

um bæinn. „Það er talsverð samvinna milli þeirra. Jafnvel meiri en maður skyldi ætla við fyrstu sýn. Akraneskaupstaður á í góðum samskiptum við þessi fyrirtæki. Við erum mjög stolt af þeim og viljum gjarnan taka þátt í að gera þau sýnilegri. Við héldum mjög góðan stefnumótunarfund um atvinnumál hér á Akranesi í lok síðasta árs. Þar lögðum við áherslu á að bjóða sem flestum fyrirtækjum að kynna starfsemi sína. Ég held að það hafi komið mörgum á óvart hvað það var mikil fjölbreytni í atvinnulífinu hér,“ segir Regína. „Matvælafyrirtækin í sjávarútvegi hér á Akranesi eru á margan hátt mjög framsækin og bjóða upp á margt nýtt og spennandi. Þetta helst öðrum þræði í hendur við að það er alltaf verið að leita leiða til að auka verðmæti sjávarfangs hér á landi. Fyrirtækin hér á Akranesi hafa hvergi látið sitt eftir liggja í þeim efnum.“

Gott að búa á Skaganum Regína flutti til Akraness frá Reykjavík í ársbyrjun 2013 þegar hún tók við starfi bæjarstjóra. Hún hafði ekki búið á Akranesi áður en er mjög ánægð þar. „Akranes er mjög fjölskylduvænt bæjarfélag. Það hefur tekist að verja þjónustustigið í bænum þrátt fyrir tekjusamdrátt erfiðra tíma í efnahagslífi þjóðarinnar. Skólarnir hér eru mjög góðir. Við tökum þátt í mælingum Capacent árlega þar sem leitað er viðhorfs íbúa til þjónustu bæjarfélaganna. Leikskólarnir okkar deila

Regína bendir á fleiri þætti sem geri Akranes að góðum bæ. „Það má ekki gleyma heilsugæslunni. Sjúkrahúsið hér er mjög gott og við erum með öflugt og vel búið dvalar- og hjúkrunarheimili fyrir aldraða og góða þjónustu við fatlaða. Hér rekum við athvarf fyrir öryrkja sem nefnist HVER, með það að markmiði að hjálpa þeim út í lífið aftur. Við erum einnig með Skagastaði í samvinnu við Vinnumálastofnun sem er miðstöð þar sem við aðstoðum ungt fólk í atvinnuleit. Við þurfum að vera á vaktinni með unga fólkið okkar. Það er fátt verra en að festast utan vinnumarkaðar. Hún bætir við að á Akranesi séu góðar verslanir og menningarlífið með blóma. „Það er svolítið merkilegt að þegar maður býr í samfélagi úti á landi þá verður maður einhvern veginn miklu nánari þátttakandi í öllu slíku starfi heldur en þegar maður bjó í borginni. Íþróttastarfið er líka alveg frábært. Það er mikið félagslíf tengt íþróttastarfi hér á Akranesi. Skagamenn hafa enda ávallt litið svo á að íþróttir hefðu mikið forvarnagildi fyrir börn og unglinga. Útivistarmöguleikar í grennd við bæinn eru mjög miklir. Hér eru fallegar gönguleiðir allt um kring. Engin loftmengun í fersku sjávarloftinu. Það er mikið fuglalíf hér enda staðurinn fyrir miðjum Faxaflóa. Akrafjallið er svo í næsta nágrenni og mjög vinsælt til útivistar.“

Horfa mjög til sjávartengdrar starfsemi Akraneskaupstaður hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að horfa til framtíðar í atvinnumálum. Haldnir hafa verið fjölmennir fundir þar sem stjórnendur fyrirtækja og íbúar í bænum hafa verið leiddir saman. Þar er ekki síst reynt að horfa heildstætt á hlutina og greina hvar sóknarfærin liggja. Sjávartengd starfsemi í víðum skilningi er mörgum ofarlega í huga. „Aðilar sem tengjast ferðamennsku horfa til dæmis sterkt til þess að tengja hana einmitt sjónum. Enda liggur Akranes ákaflega vel fyrir miðjum Faxaflóa en samt stutt frá höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að skoða ýmsa möguleika í þeim efnum svo sem sjóstangveiði og hvalaskoðun. Höfnin hér hentar afar vel fyrir ferðaþjónustu. Hérna eru margar bryggjur og mjög góð aðstaða fyrir smærri báta hvort heldur er til fiskveiða í atvinnuskyni, ferðamennsku eða


AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

almennra frístundasiglinga. Þarna tel ég hiklaust að við eigum mikið að sækja. Við erum einnig með mikla sögu í sjávarútvegi og höfum lagt áherslu á hana á Byggðasafninu. Ég held að við eigum meira inni þar og ættum jafnvel að horfa á nýjar leiðir í því samhengi. Það horfa margir til hafnarinnar og spennandi tímar framundan þar. Ekki síst í skipulagsmálum nú þegar Sementsverksmiðjan hefur hætt starfsemi og Akraneskaupstaður yfirtekið lóðir hennar og mannvirki,“ segir Regína.

“Framtíðarsýnin er að gamli miðbærinn tengist hafnarsvæðinu betur. Um leið viljum við efla svæðið í tengslum við sjávarútveginn og fiskveiðar. Þetta tvennt getur alveg farið saman. Það er aug-

Bræðraparti til að gera upp gamla vitann sem er elsti steinsteypti vitinn á Íslandi. Fólk vill fá að sjá hafið og náttúruna sem því tengist. Það er gaman að horfa á bátana og skipin koma og fara. Ég held

að hönnun á svæðinu á Breiðinni og höfum sótt um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að fara þar í verulegar úrbætur. Á sama tíma höfum við sett fjármagn í að halda vitunum opnum fyr-

Skipulagsmálin í skoðun Gamli miðbærinn á Akranesi er rétt fyrir ofan hafnarsvæðið. Nú er unnið að endurbótum á Akratorgi sem um áratuga skeið var hjarta bæjarins og þar stendur frægt minnismerki sjómanna. Einnig á að laga götur í kringum torgið. “Við erum að undirbúa matarmarkað sem verður á laugardögum í sumar bæði úti undir beru lofti á torginu sjálfu og innandyra í gamla Landsbankahúsinu. Þar verður lögð áhersla á ferskar afurðir og leitað samstarfs við sjávarútvegsfyrirtækin á Akranesi til að bjóða afurðir sem þau framleiða,”segir bæjarstjórinn.

Horft norðvestur yfir Akraneshöfn og nálægt svæði, meðal annars Akratorg í gamla miðbænum. Til vinstri er athafnasvæði HB Granda og fjærst er hús Skagans og Skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts við Bakkatún. Til hægri eru svo mannvirki Sementsverksmiðjunnar sem brátt fá nýtt hlutverk.

ljóst að þessi nána tenging Akraness við hafið hefur mikið aðdráttarafl bæði á ferðamenn og íbúa. Dæmi um það eru vitarnir á Breiðinni yst á Akranesi og umhverfi þeirra sem verður stöðugt vinsælla svæði. Umferðin þangað er alltaf að aukast. Við fengum góðan styrk úr minningarsjóði systkinanna frá

að við gleymum því oft að margir þeirra gesta sem hingað koma vilja fá að sjá athafnafjör og umsvif okkar sem búum hér í þessu landi í bland við það sem upplifa má í náttúrunni. Þannig geta umsvif tengd sjávarútvegi haldist vel í hendur við ferðamennsku við sjávarsíðuna. Við erum að vinna

ir ferðafólk og munum halda því áfram. Það er því ýmislegt til skoðunar tengt skipulagi og umhverfi við sjávarsíðuna hér á Akranesi.“ Regína nefnir einnig Langasand sem er mikil útivistarperla og hefur fengið umhverfisvottunina Bláfánann. ,,Við erum að undirbúa gerð heitrar laugar við sandinn

3

þannig að svæðið verður paradís fyrir áhugafólk um sjósund sem er sístækkandi hópur hér á Akranesi.“

Akranes á mikil tækifæri til framtíðar Regína sér mikla möguleika til framtíðar í sjávartengdum greinum á Akranesi. Þróunin sé mjög jákvæð. Þarna geti þó orðið enn meiri gróska ef rétt sé haldið á spilunum. „Nú er verið að undirbúa BS nám í matvælarekstrarfræði við Háskólann á Bifröst. Vesturland er mikil matarkista með allan sinn landbúnað og svo auðvitað sjávarútveg hér á Akranesi og á Snæfellsnesi. Vilhjálmur Egilsson rektor hefur talað um að skólinn myndi meðal annars leita samstarfs við matvælaframleiðslufyrirtækin í sjávarútvegi hér á Akranesi. Þarna eru enn ein sóknarfærin til framtíðar. Við eigum að auka menntunarmöguleika ungs fólks í þessum geira.“ Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri er sannfærð um að Akranes búi yfir ótal tækifærum. „Hérna eru mikil sóknarfæri. Ég vil hiklaust segja að hér sé allt til alls.“ ■

Góð aðstaða í Akraneshöfn fyrir fiskiskip af öllum stærðum

H

öfnin á Akranesi býður upp á alls fjórar bryggjur auk margra flotbryggja fyrir smábáta í innsta hluta hafnarinnar. Þrír löndunarkranar eru fyrir smábáta. Að auki er löndunarkrani og búnaður fyrir uppsjávarfisk og útskipunarbúnaður fyrir fiskimöl og lýsi sem tengist verskmiðju HB Granda á hafnarsvæðinu. Akraneshöfn heyrir undir Faxaflóahafnir. Það fyrirtæki sér auk þess um hafnirnar í Borgarnesi, á Grundartanga og í Reykjavík.

Hafnir undir árvökulum augum Á Akranesi hafa Faxaflóahafnir bækistöð í rúmgóðu tveggja hæða húsi niður við höfnina sem upphaflega var hannað og byggt til að hýsa hafnarverði, tæki þeirra og tól. Til hliðar við það er svo nýbygging sem þjónar hlutverki sem miðstöð fyrir minni útgerðir fiskibáta. Það er ríflega 900 fermetrar að flatarmáli. Þar við hliðina er svo húsnæði fiskmarkaðarins á Akranesi. Hafnarverðirnir á Akranesi hafa mjög góða yfirsýn yfir höfnina þar sem þeir sitja á annarri hæð hafnarhússins. Þaðan má horfa yfir alla höfnina út um stóra glugga. Til viðbótar ráða þeir yfir mjög öflugu myndavélakerfi sem vaktar hafnirnar á Akranesi, í Borgarnesi, á Grundartanga og í Reykjavík. Skjáir á veggjum sýna myndir frá öllum þessum stöðum. Aðrir skjáir sýna síðan kort og skipaumferð eins og menn vilja, en þó einkum í Faxaflóa sem er starfssvæði Faxaflóahafna.

Víðfeðmt starfssvæði Erling Þór Pálsson og Smári Guðnason eru hafnarverðir á vakt á Akranesi eitt laugardagskvöldið í mars þegar Skessuhorn leit við í heimsókn. Auk þess að vera hafnarverðir þá starfar Erling einnig sem hafnsögumaður. Smári

Erling Þór Pálsson og Smári Guðnason eru í hópi þeirra sem standa vaktina fyrir Faxaflóahafnir.

tengslum við olíustöðina innst í Hvalfirði,“ bætir Erling við. Annars snúast verkefnin mest um að þjónusta Reykjavíkurhafnir og Grundartanga auk Akraness.

svo verður það þannig að það gefst varla tími til að fá sér kaffibolla. Við sjáum um afgreiðslu á þessum skipum sem koma hingað,“ segir hann.

Fjölbreytt störf

Taka á móti fjöbreyttum skipakosti

Erling segir að níu af starfsmönnum Faxaflóahafna búi á Akranesi. „Þar á meðal eru þrír hafnsögumenn, tveir skipstjórar, tveir vélstjórar og viktarmaður. Við erum í reynd nýttir í allt sem við höfum réttindi til að sinna. Ef á þarf að halda get ég þess vegna tekið við skipstjórn á dráttarbáti þó ég sé hafnsögumaður. Það á við um fleiri af okkur sem störfum hjá Faxaflóahöfnum. Við göngum í hin ýmsu störf.“ Auk þessa er Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóa-

Hafnarhúsið á Akranesi er hér næst á mynd. Þá Halakot sem er nýtt hús ætlað fyrir smáútgerðir og tengda starfsemi, þá fiskmarkaðurinn og loks gamla Nótastöðin.

Fiskur sóttur á markaðinn.

Guðnason er sömuleiðis skipstjóri og vélstjóri á dráttarbátum Faxaflóahafna sem eru staðsettir í Reykjavík og á Akranesi þegar þeir eru ekki notkun. Eins og aðrir hafnarverðir Faxaflóahafna þá eiga Erling og Smári að baki áratuga reynslu sem sjómenn. „Við erum yfirleitt tveir á vakt í einu hér á Akranesi. Starfssvæði okkar er þó á öllu svæði Faxaflóahafna sem nær úr Borgarnesi suður til Reykjavíkur.

hafna búsettur á Skipaskaga, en skrifstofa hans er í Reykjavík. Smári leggur orð í belg: „Á minni bátunum er það þannig að sami maður er skipstjóri og vélstjóri. Það skemmtilegasta við þetta starf er að maður veit aldrei í hvað maður er að fara þegar mætt er á vakt. Þetta er mjög fjölbreytt.“ Erling Þór Pálsson tekur undir þetta. „Það er oft þannig að maður mætir á vaktina og heldur að það sé nánast ekkert að gera en

Auk þess að starfa helst á Akranesi og í Reykjavík þá erum við kannski sendir í verkefni í Hvalfirði, Straumsvík við Hafnarfjörð eða í Helguvík í Reykjanesbæ. Á tveimur síðarnefndu stöðunum sjá Faxaflóahafnir um dráttarbátaþjónustu. Hafnsögumenn Faxaflóahafna eru komnir með réttindi fyrir Helguvík,“ segir Smári Guðnason. „Það gæti orðið meiri skipaumferð til og frá Helguvík í framtíðinni. Sömuleiðis í

Skipin sem starfsmenn Faxaflóahafna taka á móti eru af öllum stærðum og gerðum. Oft koma risastór skip siglandi inn í flóann og stefna þá til Straumsvíkur eða inn að Grundartanga. Stór og mikil skip fara einnig til Reykjavíkur. Áhafnir þessara skipa þurfa aðstoð við að sigla til hafnar og þar reynir á hafnarverði Faxaflóahafna. Höfnin á Akranesi er fyrst og fremst fiskihöfn. Helst er að flutningaskip komi þangað með sement eða

til að sækja fiskimjöl og lýsi. „Hér eru kannski einna mest umsvif á loðnuvertíðinni. Svo koma dagar þegar hér er mikið um að vera. Það lifnar svo alltaf líf á vorin þegar menn byrja á strandveiðum og grásleppu og svo á makríl. Vonir standa til að umferðin aukist enn frekar með löndunum ísfisktogara hér sem eru þá að koma með afla til vinnslu,“ segja þeir Erling og Smári. ■


4

AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Við störf í framleiðslu á búnaði.

Glerblástur á búnaðinum tryggir að hann fær slétt og gljáandi yfirborð sem hindrar að óhreinindi setjist á hann og vinnur gegn tæringu. Þetta er gert í stórum sérsmíðaðum klefa.

Unnið við samsetningu á búnaði í framleiðsluhúsakynnum Skagans.

Samvinnan við sjávarútvegsfyrirtækin sem vilja þróa tækninýjungar hefur verið afgerandi

N

Vill breyta áherslum í menntun

úna erum við á miklu vaxtarskeiði. Fyrir tveimur árum sáum við hvert stefndi þegar við fengum stórt verkefni í Færeyjum. Þá ákváðum við að byggja nýtt 1700 m2 framleiðsluhús hér á Akranesi svo við værum betur undirbúin fyrir svo stór verkefni. Aðeins dró úr starfsemi og veltu 2013 en þetta ár verður stórt, það stærsta í sögu fyrirtækjanna.“ Ingólfur Árnason er framkvæmdastjóri Skagans og Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Hann er frumkvöðullinn sem hefur leitt ótrúlegt iðnaðarævintýri innan sjávarútvegsins sem hægt og hljótt hefur eflst ár frá ári. Skaginn er nú orðinn að hátæknifyrirtæki á heimsmælikvarða sem selur vörur út um allan heim.

Vill jafna sveiflurnar Ingólfur segir að reynt sé að stýra vexti fyrirtækjanna þannig að þau standi á styrkari stoðum á eftir. Hann vill reyna að jafna út þessar miklu sveiflur sem kannski má líkja við vaxtaverki. Stöðugleikinn eða jafn vöxtur er betri. „Reynsla okkar er sú að eftir stór verkefni þá kemur hálfgerð niðursveifla. Ástæðan er sú að við erum ekki nægjanlega stórir til að halda dampi í sölu og markaðsstarfi þegar unnið er að mjög stórum verkefnum. Á þessu ári

Ingólfur Árnason er frumkvöðullinn sem hefur leitt iðnaðarævintýrið sem felst í rekstri fyrirtækjanna Skagans og Þorgeirs & Ellerts á Akranesi.

á Akranesi. Samlegðaráhrif fyrirtækjanna eru mikil og vörulínur skarast lítið. Við hjá Skaganum erum öflugir í uppsjávarfiskinum, 3X Technology eru sterkir í rækjuvinnslubúnaði. Bæði fyrirtækin eru síðan reynslumikil og fjöl-

Úr framleiðsludeild Skagans.

höfum við því bætt við okkur nýjum störfum með það að markmiði að stækka og efla starfsemina. Við höfum bætt við okkur um 20 stöðugildum á Akranesi og vinna því samtals um 120 manns hjá báðum fyrirtækjunum í dag. Svo keyptum við ráðandi hlut í 3X Technology á Ísafirði fyrr í vetur. Þar er einnig verið að fjölga störfum en heildarfjöldi starfsmanna 3X Technology er um 50 manns. Við ætlum að verða betri á báðum stöðunum, á Ísafirði og hér

hæf í búnaði fyrir bolfiskvinnslu en þó ekki á sama sviði. Þar eru áherslur fyrirtækjanna aðallega í tengslum við meðhöndlun fisksins sjálfs með aukin gæði og betri nýtingu að leiðarljósi.“

Frumkvöðlastarf á Akranesi Skaginn verður 16 ára á þessu ári. Ingólfur virðist sjálfur ekki vera mjög upptekinn af því hvenær fyrirtækið var stofnað. Hann vill

frekar láta verkin tala. „Mér finnst það skipta meira máli að fólk á Akranesi geri sér grein fyrir því að hér hafa margar nýjungar komið fram sem byggja á hugviti fólks hér í bænum. Uppsprettan að mörgum af mikilvægustu tækninýjungum sem fundnar hafa verið upp í fiskvinnslu á Íslandi er hér á Akranesi. Hér var fyrsta flæðilínan smíðuð, en hún var smíðuð fyrir Hornfirðinga. Þá hófst flæðilínuvæðingin sem síðan gjörbreytti allri fiskvinnslu, ekki bara á Íslandi,“ segir Ingólfur. Við viljum þó fá að heyra aðeins meira um söguna á bak við það sem er Skaginn í dag. „Þetta byrjaði allt í Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts. Skaginn er síðan stofnaður út úr henni, aðallega vegna flæðilínanna sem var mjög sérhæfð hönnun og framleiðsla. Þær voru fyrst án vigtar- og skráningarkerfa en svo komu þau inn. Marel varð samstarfsaðili okkar til margra ára. Þeir voru með rafeindavogirnar en við komum með flæðilínurnar til þeirra. Þá voru þeir pínulítið fyrirtæki. Fyrsta flæðilínan með Marelvogum fór á Sauðárkrók og sló í gegn. Svo kom sjálfvirka skurðarvélin. Hún er líka hugmynd frá Akranesi. Fyrsta skurðarvélin var þróuð og sett upp hjá Haraldi Böðvarssyni hf.“ Ingólfur bætir við að hvorutveggja hafi valdið straumhvörfum í fiskvinnslu og jafnvel matvælavinnslu almennt. „Við hér á

Akranesi smíðuðum líka og settum upp fyrsta sjálfvirka snyrtiog stærðarflokkarann um borð í frystitogara. Það var í Höfrung III AK um 1990 sem er í eigu HB Granda hér á Akranesi.“

Tækninýjungar til að standast samkeppni Ingólfur segir að dæmin um samvinnu Skagans og HB Granda séu langt í frá þau einu. Hann lofar samstarfið við íslensku sjávarútvegsfyrirtækin. Þarna vinnur frumkvöðlakrafturinn með einkaframtakinu. „Fyrirtækin eru hinir raunverulegu áhættufjárfestar. Þau eru reiðubúin að kaupa af okkur tæki sem jafnvel eru bara hugmyndir í fyrstu. Það er t.d. engin tilviljun að nánast allur uppsjávargeirinn er með búnað frá okkur í dag. Við höfum þróað mikið af búnaði í tengslum við uppbygginguna á uppsjávarvinnslum. Sem dæmi er nú verið að þróa og smíða nýtt og byltingarkennt vigtar- og pökkunarkerfi sem setja á upp hjá Skinn­ ey Þinganesi á Hornafirði. Þetta nýja kerfi verður sett upp á nánast sama stað og fyrsta flæðilínan var sett upp fyrir um aldarfjórðungi síðan.“ Ingólfur segir að svona samstarf skili afrakstri. „Þarna þora allir að spila með. Þeir einu sem hafa ekki kjark er opinberi geirinn. Hann vill aldrei spila með, hann vill taka og njóta ávinningsins af tækniframförunum.“

Við ræðum einnig um menntamálin í iðn- og tæknigreinum hér á landi. Ingólfur telur að þar sé þörf á áherslubreytingum. „Menntakerfið er að mennta fólk vitlaust í dag. Það er of lítið um að fólk mennti sig í tækniog iðngreinum. Fólk er að velja röng fög þegar það menntar sig. Menntun er dýr fyrir samfélagið. Fólk þarf að vera betur meðvitað sjálft um að sú fjárfesting sem það leggur í skili sér. Námslánin eru ekki ókeypis þó þau séu kannski á lágum vöxtum.“ Sjálfur fór Ingólfur á samning 18 ára gamall og lærði vélvirkjun við Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Í framhaldi af því fór hann svo í tæknifræði við danskan háskóla. „Við sjáum mikinn mun hjá okkur á því hvort tæknifræðingur hefur tekið fyrst iðnmenntun áður en hann fór í tækninám. Stúdent sem fer beint í tækni- eða verkfræði er ekki sá sami og sá tækni- eða verkfræðingur sem hefur iðnmenntun í grunninn. Þess vegna eigum við að halda uppi iðngreinunum og láta verkfræðingana og tæknifræðingana koma þaðan. En iðnnám er dýrt. Verknámsbrautir Fjölbrautaskólans hér á Akranesi eru í endalausri vörn vegna niðurskurðar, bara til að nefna nærtækt dæmi. Þetta er röng forgangsröðun því iðnmenntun er bæði góð fjárfesting fyrir samfélagið sem og einstaklinginn.“

Akurnesingar mættu vera hreyknari Það er auðheyrt á Ingólfi að hann kallar eftir meiri skilningi og aukinni meðvitund samfélagsins á því sem tæknifyrirtæki eins og Skaginn og Þorgeir & Ellert eru að gera. „Ég vildi gjarnan sjá að Akurnesingar væru stoltari af sinni heimabyggð og sýndu meiri metnað við eflingu bæjarins. Menn halda alltaf að allt sé betra annars staðar. Samt erum við með þessi flottu fyrirtæki til dæmis í sjávarútvegi og hliðargreinum hans sem við ættum að vera mjög stolt af, hlúa að og styðja. Það hlyti að verða öllum meiriháttar áfall ef eitthvert þessara fyrirtækja væri að fara úr bæjarfélaginu.“ ■


AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

5

Hátæknibúnaður hannaður í þrívídd og smíðaður á Akranesi

J

ónmundur Valur Ingólfsson hefur verið viðloðandi Skagann frá barnæsku. Það þarf kannski ekki að koma á óvart í ljósi þess að Ingólfur Árnason stofnandi fyrirtækisins er faðir hans. Jónmundur valdi að feta í fótspor föður síns. „Ég lærði fyrst vélvirkjun og vann á námstímanum meðal annars við uppsetningar á búnaði frá Skaganum. Svo fór ég í Tækniskólann og lauk síðan námi í iðnaðartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík.“ Í dag starfar hann í vöruþróunarteymi Skagans og vinnur þar að þróun og hönnun vélbúnaðar.

Flóknar teikningar og þróunarvinna Jónmundur nefnir sem dæmi verksmiðjuna fyrir uppsjávarfisk sem Skaginn setur brátt upp í Fuglafirði í Færeyjum. „Verksmiðjunni er allri stillt upp í þrívídd í tölvukerfunum. Hver einasti partur í verksmiðjunni er á sínum stað í tölvuteikningunni, alveg niður í minnstu íhluti. Við getum skoðað alla verksmiðjuna frá hinum ýmsu sjónarhornum í þrívídd. Jafnvel farið inn í hlutina og horft út úr þeim til að sjá sem best hvernig þeir passa inn í heildarmyndina. Allt er úthugsað áður en smíðin

verksmiðjunni í Fuglafirði verðum við til dæmis með nýtt vigtakerfi sem einnig inniheldur gæðaskoðun hráefnisins sem við höfum verið að þróa upp á síðkastið. Það er alltaf mikil vinna sem fer í vöruþróun en við lítum á slíkt sem fjárfestingu til framtíðar.”

Vinna náið með viðskiptavinum Teikniforritin eru líka mikið notuð þegar verið er að kynna búnaðinn fyrir viðskiptavinum í söluferlinu. „Það er mjög mikilvægt að geta svarað spurningum, hlustað á óskir kaupendanna og

um sjónarhornum. Þetta eru ekki lengur flatar teikningar á blöðum eins og var hér í gamla daga, þó svo að við notumst oft við þær í bland við hitt,“ segir Jónmundur. Oft er það þannig að viðskiptavinir leita til Skagans að fyrra bragði í leit að tæknilausnum fyrir framleiðslu sína. „„Þeim er þá full alvara. Við leggjum fram tillögur um hvernig við getum hjálpað þeim. Viðskiptavinurinn leggur líka til lausnir. Úr samræðunni verður oftar en ekki til farsæl lausn. Þetta skilar alltaf einhverju. Það er sjaldgæft að við leggjum mikla vinnu í verk sem síðan verður ekkert úr. Sem dæmi

vinnslu sem var mjög sérhæfður og enginn hafði getað leyst svo að þeir væru sáttir. Við settumst niður, unnum okkar tillögur og sýndum þeim teikningarnar í þrívíddarlíkani. Það var alveg nýtt fyrir okkur að gera vinnslubúnað fyrir krabba en þeim leist vel á okkar tillögur. Við smíðuðum búnaðinn og þeir urðu afar sáttir. Í framhaldi af þessu höfum við hannað og smíðað fleiri vélar fyrir þessa aðila. Þannig er þetta oftast unnið. Við höfum líka hugfast að forsendan fyrir frekari viðskiptum er sú að viðskiptavinurinn verður að hagnast af tillögum okkar. Annars verslar hann ekki við okkur aftur.

Allt teiknað í tölvum Hjá vöruþróunarteymi Skagans fer fram öll þróun, hönnun og smíði á þeim tækjum sem fyrirtækið framleiðir. „Hér framleiðum við hátækni tækjabúnað sem við hönnum frá grunni. Okkar vinna byggir á því að samþætta hugvit og verkvit. Ef við fáum eitthvað verkefni þar sem leysa þarf ákveðin vandamál þá setjumst við niður í vöruþróunarteyminu og leggjum fram hugmyndir að lausnum. Í dag er þetta þannig að hver einasti hlutur í tilteknum vélbúnaði er teiknaður í tölvu. Það er hægt að skoða allt á nákvæman hátt í þrívídd. Þróunarvinnan fer ekki þannig fram að menn séu sífellt í tilraunasmíðum heldur er hægt að prófa þetta allt í tölvunum áður en byrjað er að smíða. Forritin í dag eru mjög öflug,“ segir hann.

Jónmundur Valur Ingólfsson vélvirki og iðnaðartæknifræðingur starfar við hönnun á búnaði Skagans. Sú vinna fer fram með öflugum þrívíddarforritum í tölvum.

Feðgarnir Ingólfur Árnason og Jónmundur Valur Ingólfsson í nýju framleiðsluhúsi Skagans á Akranesi.

hefst.“ Stöðugt er verið að skoða nýjar útfærslur. Samkeppnin er hörð og kröfur viðskiptavina miklar. „Í

komu til okkar aðilar frá einni stærstu krabbaframleiðslu í Kanada. Þeir báðu um tæknilausnir fyrir ákveðinn hluta af þeirra

geta sýnt þeim hvernig við sjáum lausnirnar. Þá er ómetanlegt að geta farið inn í forritin, horft á allt í þrívídd og skoðað frá ólík-

Nú er verið að smíða plötufrysta hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi fyrir að verðmæti um eins og hálfs milljarðs króna. Fleiri verða smíðaðir.

Flóknara er það nú ekki,“ segir Jónmundur Valur Ingólfsson. ■

Unnið við smíði plötufrystis á Akranesi. Hver frystir er völundarsmíði og kostar 70 milljónir króna. Eftirspurnin er mikil.

Sagan af plötufrystaverksmiðjunni

S

tundum þarf ekki mikið til að skapa ævintýri í tæknigeiranum. Þessa dagana vinnur fjöldi manna við að framleiða sjálfvirka plötufrysta á Akranesi, að verðmæti um eins og hálfs milljarðs króna. Ingólfur Árnason forstjóri Skagans og Þorgeirs & Ellerts segir skemmtilega sögu af því hvernig hann eignaðist ítalska plötufrystaverkmiðju og flutti heim til Íslands: „Við notuðum sjálfvirka plötufrysta, sem voru framleiddir á Ítalíu, sem hluta af okkar framleiðslulínu fyrir uppsjávarfisk. Fyrir um tíu árum seldum við tvo frysta til Þorsteins Erlingssonar í Saltveri í Reykjanesbæ. Ég var búinn að selja honum heilt framleiðslukerfi og með þessum frystum. Ég hafði fengið tilboð frá Ítalíu um hvað frystarnir myndu kosta og vildi ganga frá samningum. Fyrri viðskipti við Ítalana höfðu gengið vel. Þegar kom að því að fá frystana fyrir Saltver voru hins vegar einhverjar vöflur á þeim. Þeir hummuðu fram af sér

að afgreiða þá. Ég fékk á tilfinninguna að eitthvað væri í gangi og flaug því til Mílanó og hitti forsvarsmenn fyrirtækisins. Þeim brá við að sjá mig svo óvænt. Framkvæmdastjórinn tók mig afsíðis og tilkynnti mér að eigendur fyrirtækisins væru búnir að ákveða að loka verksmiðjunni. Ég yrði bara að vera þolinmóður. Kannski kæmist hún í gang eftir hálft ár eða eitthvað svoleiðis. Ég sagðist ekkert geta beðið. Það væri að bresta á loðnuvertíð á Íslandi, Steina í Saltveri vantaði frystana sína strax! Svo fór ég heimleiðis í hálfgerðu sjokki. Ég kom við í Danmörku og hitti þar danskan eiganda verksmiðjunnar sem hafði ákveðið að loka henni. Við ræðum saman og þeir gefa mér einfaldlega verksmiðjuna í Ítalíu. Þetta eru bestu viðskipti sem ég hef gert. Ég tók að mér að loka verksmiðjunni og starta nýrri með sama búnaði þarna í Ítalíu. Fyrstu frystarnir fóru til Saltvers og við náðum loðnuvertíðinni. Þetta var fyrir hrun. Íslenska krónan var alltof sterk og ekkert spennandi

að flytja framleiðsluna heim. Við framleiddum töluvert af frystum þarna og seldum meðal annars til Bandaríkjanna. Svo kom hrunið á Íslandi og góð ráð voru dýr. Það var kreppa í heiminum og dró mikið úr starfseminni í Ítalíu. Ég fór því að skoða það að flytja verksmiðjuna til Íslands. Ég fékk Össur Skarphéðinsson, sem þá var iðnaðarráðherra, ásamt ráðuneytisstjóra hans á fund. Sagði þeim að nú væri lag að flytja þessa verksmiðju til landsins og nota hana til að framleiða útflutningsvörur og afla gjaldeyris fyrir okkar gjaldeyris­ snauðu þjóð. Ég tjái þeim líka að Skaginn og Þorgeir & Ellert væru löskuð eftir hrunið og hefðu ekki fjármagn til að flytja verksmiðjuna til Íslands. Ég bið þá um stuðning og samstarf, öllum til hagsbóta. Össur tók undir þetta og sagði að ef einhver verkefni ættu stuðning vísan þá væru það einmitt svona verkefni. Hann var svo ákveðinn og jákvæður. Bæði Össur og ráðuneytisstjórinn sögðust alveg sannfærðir um að kerfið gæti ekki

verið svo lélegt á Íslandi að það fengist ekki stuðningur í þetta. Ég tók sénsinn og lagði milljónatugi í að koma verksmiðjunni hingað heim. Svo fyllti ég út marga metra af styrkumsóknum. Það kom ekkert út úr því. Eitt stórt núll! Við vorum alveg að springa á limminu með að koma framleiðslunni í gang. Þá kom Síldarvinnslan á Neskaupstað okkur til bjargar með því að kaupa fyrsta frystinn sem var framleiddur af okkur hér á landi. Þá höfðum við gert miklar endurbætur á hönnuninni, m.a. í samstarfi við Matís. Enn í dag á ég það til að fara inn hjá þeim til að dást að þessum frysti. Þeim allra fyrsta. Í dag er ég Össuri Skarphéðinssyni ævarandi þakklátur fyrir að hafa talað í okkur kjarkinn þó ekkert stæðist af því sem hann gaf fyrirheit um. Eftir að þessi framleiðsla hófst þá er eins og enginn sé morgundagurinn. Núna á þessari stundu erum við með 20 frysta í framleiðslu. Frystarnir eru algjör kjarnatæki í okkar framleiðslu og þeim fylgir mikill búnaður. Þetta

er bæði búnaður sem við smíðum sjálfir ásamt því að vera framleiðsla annarra fyrirtækja, eins og t.d. Kælismiðjunnar Frosts á Akureyri. Það má segja að frystarnir skapi vinnu og verðmæti, beint og óbeint, á Akranesi, Akureyri, Ísafirði og í Garðabæ. Þessir sjálfvirku plötufrystar eru einstakir á heimsvísu og alveg öruggt að þeir eiga enn mikið inni. Þetta dæmi sýnir vel hverjir möguleikarnir eru ef menn þora að taka áhættu. Þetta sýnir þó líka hvernig styrkjakerfið er hjá okkur Íslendingum, það vinnur ekki vel með Íslendingum. Við Íslendingar erum því miður skilgreindir annars flokks þegar kemur að atvinnusköpun hér á landi. Ef menn tala framandi tungumál þá er allt annað uppi á teningnum. Þá er hægt að selja ódýra orku, borga starfsþjálfun, fara í stórtæka aðstöðusköpun, lækka eða fella niður skatta og jafnvel sleppa tryggingargjaldi. Stundum finnst mér eins og það sé verið að fíflast með okkur,” segir Ingólfur Árnason. ■


6

AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Með frá upphafi í því sem varð alþjóðlegt hátæknifyrirtæki Þ að er óhemju mikið af tækifærum og möguleikum í þessum geira. Ég tel að við eigum mikla framtíð og að starfsemi okkar muni bara vaxa. Nýleg stækkun á framleiðsluhúsnæði okkar mun leiða til þess að við verðum bara betri,“ segir Sigurður Magnús Skúlason. Hann hefur tekið þátt í ævintýrinu frá því að Skaginn hf. var stofnaður. Í dag tekur hann þátt í daglegri stýringu á allri þjónustu á búnaði frá Skaganum. Sölumál á lausfrystum, krapakerfum og öðrum kælitengdum lausnum eru einnig á hans könnu. „Mitt svið nú er nánast eingöngu erlendis eða í tengslum við erlenda viðskiptavini.“

Byrjaði í málmsmíði Sigurður hefur frá ótrúlegri sögu að greina þar sem við sitjum í nýinnréttuðu og smekklegu skrifstofuhúsnæði Skagans með útsýni yfir Lambhúsasund á Akranesi. Það er í gömlu húsi á slippsvæðinu á Akranesi. „Ég byrjaði 16 ára gamall að vinna hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts. Þar lærði ég til rafsuðumanns. Þó er svo undarlegt að ég hef nánast aldrei unnið við þessa hefðbundnu rafsuðu. Á þeim tíma var allt úr málmi sem tengdist fiskvinnslu smíðað úr áli. Ég var mikið í þeirri vinnu. Svo þróaðist þetta yfir í ryðfrítt stál. Ég var alltaf einhvern veginn settur til þeirra verka að smíða búnað fyrir fiskvinnslu hjá Þorgeir & Ellert. Það voru þá helst færibönd, kör og þess háttar.“ Á sama tíma var ungur vélvirki og tæknifræðingur að hasla sér völl innan fyrirtækisins. Það var Ingólfur Árnason sem átti eftir að stofna fyrirtækið ÍÁ Hönnun og svo síðar Skagann.

Unnu saman í bílskúrnum Sigurður vann með Ingólfi og fleirum við að smíða búnaðinn. „Það var 1989-1990 sem fyrsta flæðilínan var sett upp. Hún fór á Hornafjörð. Það var svokölluð framleiðnilína sem Ingólfur Árnason hafði þróað og hannað. Ég tók þátt í því að smíða hana. Síðan hef ég verið í þessu. Ég hætti svo hjá Þorgeir & Ellert í kringum 1993. Þá var reksturinn þar orðinn mjög erfiður. Í staðinn fór ég að vinna hjá Ingólfi Árnasyni. Við höfum fylgst að síðan. Fyrstu fjögur til fimm árin unnum við í bílskúrnum heima hjá honum. Þar var teikniaðstaða. Ingólfur teiknaði og hannaði. Ég var mikið að vinna niðri í fiskvinnsluhúsum Haraldar Böðvarssonar hf. og í ýmsum þjónustuverkefnum. Það var margt brallað og prófað,“ segir Sigurður. Honum þykir greinilega ekki leiðinlegt að rifja þetta upp. Enda er sagan bæði skemmtileg og heillandi. Hún fjallar um frumkvöðlana sem komust áfram á eigin dugnaði og hugviti og gáfust ekki upp.

Hefur þróast í alþjóðlegt fyrirtæki Sú saga rúmast aldrei í stuttu blaðaviðtali. Sigurður heldur áfram að segja hana í grófum dráttum. „Við fórum svo að taka

Sigurður við eina af vélunum sem Skaginn framleiðir í nýjum framleiðslusal fyrirtækisins á Akranesi. Hún er notuð til að sneiða niður fisk til þurrkunar.

stíl. Það er mikil ánægja með þann búnað. Miklir möguleikar gætu opnast á frekari viðskiptum þar. Síðan höfum við væntingar um frekari sölur af sama tagi til landa á borð við Indónesíu.“

Uppsjávarkerfin mikilvæg í dag

Sigurður Magnús Skúlason til hægri ásamt Ingólfi Árnasyni forstjóra og stofnanda Skagans. Þeir félagar hafa unnið saman frá byrjun.

að okkur verk bæði erlendis og hér heima. Svo þegar Skaginn var stofnaður þá hélt ég áfram að vinna hjá Ingólfi þar. Lengi vel sá ég um þjónustu við ýmsan búnað frá fyrirtækinu. Svo færðist ég meira yfir í söluna. Henni hef ég svo sinnt nær eingöngu undanfarin ár. Þegar okkar menn hafa lokið uppsetningu á búnaði frá Skaganum bæði hér heima og erlendis þá er yfirleitt mitt verk að koma og taka verkið út. Ég geng úr skugga um að allt virki eins og til er ætlast. Svo sé ég um kennslu í notkun tækjanna og formlega afhendingu til viðskiptavinarins.“ Skaginn er hátæknifyrirtæki og starfsemi þess er alþjóðleg. Í reynd er öll jarðarkringlan markaðssvæði fyrirtækisins. „Þessu fylgja mikil ferðalög og fjarvistir að heiman. Ég var nú tiltölulega rólegur heima í fyrra. Þá var ég bara 90 daga erlendis. Árið þar á undan var ég úti í 160 daga. Þetta er auðvitað misjafnt og fer eftir verkefnum.“

Vinna við framandi skilyrði Starfsmenn Skagans upplifa ýmislegt á ferðum sínum. Við skoðum merkilegar myndir bæði frá Mexíkó og Kína þar sem aðstæður eru framandi. Á þeim stöðum eru menn komnir ansi langt að

heiman úr tryggu umhverfinu á sjávarbökkum Akraness. „Á upphafsárunum vorum við mikið í búnaði tengdum norska laxeldinu. Svo voru það kerfi fyrir uppsjávarfisk og svo flæðilínurnar í bolfiski. Eitt það fyrsta sem við gerðum var að fara til Bandaríkjanna 1995 þar sem við settum upp pökkunarkerfi fyrir McDonalds fiskborgara. Hönnunin fór fram hér heima. Svo var línan smíðuð öll á staðnum í verksmiðjunni sjálfri sem var rétt sunnan við Baltimore. Það er búið að bralla mikið síðan,“ segir Sigurður og hlær. „Við höfum verið með verkefni út um öll Bandaríkin. Meðal annars höfum við verið mjög sterkir í kjúklingaiðnaðinum. Á tímabilinu 2004 – 2006 vorum við mikið í því að afgreiða lausfrysta til kjúklingavinnslanna. Síðan höfum við verið að koma okkur yfir á fleiri svæði. Við erum með frysta og krapakerfi víða um heim. Síðustu árin höfum við svo verið mikið í Kína. Þar byrjuðum við með krapakerfi í stóra vinnslu 2011. Svo afgreiddum við stórt verkefni þar nýverið sem samanstendur af þremur lausfrystum, stóru krapakerfi og svo sjálfvirku þvottakerfi. Nýverið vorum við einnig í Mexíkó og afgreiddum þar frystibúnað fyrir eldisfiskinn tilapia sem er framleiddur þar í stórum

Sigurður lítur á klukkuna. Síðar þennan sama dag og við ræðumst við hann þarf hann að vera kominn til Keflavíkur í flug til Boston í Bandaríkjunum. Þar er stór sjávarútvegssýning þar sem Skaginn verður með bás. Sigurður og Sturlaugur Sturlaugsson markaðsstjóri Skagans ætla að vera þar næstu dagana. „Ingólfur segir að við fáum ekki að koma heim aftur nema við seljum eitthvað þar,“ segir hann og hlær. Það ætti kannski ekki að reynast erfitt. Staða fyrirtækisins og orðspor er sífellt að styrkjast. „Stærstu vígin okkar undanfarin ár hafa verið kerfin fyrir flokkun og frystingu á uppsjávarfiski eins og loðnu, síld og makríl. Þar höfum við geysisterka stöðu. Við teljum okkur vera besta í heimi í þeim geira og í raun ráðandi. Okkar búnaður er í öllum vinnslunum hér heima á Íslandi. Síðan erum við í Suðurey í Færeyjum. Svo er að hefjast vinna við að setja upp verksmiðju í Fuglafirði. Öll þessi tæki eru smíðuð hér á Akranesi. Bæði hér við Bakka­ túnið þar sem Skaginn heldur til en líka hjá undirverktökum. Blikkverk sér til dæmis um öll innmötunarkerfi og Vélsmiðja Ólafs Guðjónssonar smíðar fyrir okkur undirstöður. Plötufrystarnir eru smíðaðir hér í Þorgeir & Ellert. Annað er svo smíðað hjá Skaganum. Þar fer líka öll hönnunarvinna fram. Hún er mjög háþróuð. Við erum með mjög fært teymi í þeirri vinnu.“

Mikil vinna í þróun og hönnun Hjá fyrirtæki eins og Skaganum fer mikill tími og kostnaður í þróunarstarf. „Menn teikna nýjan búnað í tölvukerfunum, skoða og rannsaka. Núna erum við að gera miklar tilraunir varðandi kælingu á fiski svo draga megi úr

ísnotkun. Þar má ná fram miklu hagræði því ísinn tekur mikið pláss í flutningum. Þar erum við líka að horfa til þess hvernig lengja megi líftímann á ferskum fiski með réttri kælingu. Við höfum unnið þetta með okkar viðskiptavinum hér heima, í Noregi og Færeyjum, en einnig átt samstarf við Matís hér heima og með norskri rannsóknastofnun. Í þessari vinnu er margt sem lofar mjög góðu og gæti opnað fyrir mikla möguleika.“ Sigurður segir að það fari einnig mjög mikil undirbúningsvinna í öll verk. Söluferlarnir á hátæknibúnaði sem mynda heilar framleiðslulínur eða verksmiðjur á borð við það sem Skaginn framleiðir eru mjög langir. „Við teiknum upp viðkomandi húsnæði og hönnum svo búnaðinn inn í það. Í því felst að koma búnaðinum fyrir. Kaupandinn þarf svo að samþykkja þetta. Eftir það er farið í tæknilýsingar og virknilýsingar og gefnar upp verðhugmyndir. Ef samningar nást þá fer framleiðslan af stað. Skiljanlega tekur allur þessi ferill sinn tíma.“

Gott skipulag og frábær mannskapur Mest gengur síðan á þegar sjálfur framleiðsluferillinn hefst. Þá fer allt á fullt í framleiðsluhúsnæði Skagans á Akranesi og hjá undirverktökum. „Það er kannski búið að eyða mörgum mánuðum í að selja búnaðinn og hugmyndir­ nar. Svo þegar viðskiptavinurinn segir loks já, þá vill hann oftast fá hann helst á morgun. Okkur hefur tekist að bregðast við þessu. Sem dæmi má nefna stóru verkin sem við erum í núna. Það er framleiðslubúnaður eða verksmiðja fyrir uppsjávarfisk sem við setjum upp fyrir Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði. Hún á að vera tilbúin 1. júní næstkomandi. Síðan á stóra uppsjávarfiskaverksmiðjan í Fuglafirði að fara í gang í ágúst. Það var gengið frá samningum um bæði þessi verk nú í janúar. Þetta hefst fyrst og fremst vegna þess að við erum með frábæran mannskap.“ Það þarf gott skipulag og skilvirkni til að láta allt ganga upp. „Nú erum við með hóp á Hornafirði sem er að taka niður gamlan búnað og setja upp nýjan. Þeir fara svo til Færeyja. Við erum nú að framleiða búnað sem fer strax út og beint í uppsetningu. Í Færeyjum er áætlað að uppsetningarvinna standi yfir frá miðjum apríl og fram í ágúst. Þegar mest verður þá munu 25 til 30 manns vinna við þetta. Flestir eru frá Akranesi. Við erum svo með undirverktaka í uppsetningunum svo sem 3X Technology á Ísafirði. Svo er það Kælismiðjan Frost sem sér um öll stærri frystikerfi. Straumnes hér á Akranesi sér svo um rafmagnið.“ Nokkrum klukkutímum eftir að hafa mælt þessi orð var Sigurður kominn út til Boston að kynna og selja búnað frá Skaganum. Meðbyrinn skal nýttur til sóknar. ■


AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Mikið annríki og fjölbreytt verkefni í Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts Þ að er gaman þegar það gengur svona vel,“ segir Valgeir Valgeirsson verkstjóri hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts. Við hittum hann úti við þar sem hann stendur og fylgist með lyftara hlaða flutningabíl af undirstöðum sem menn hans hafa smíðað fyrir nýja plötufrysta sem eiga að fara austur á Hornafjörð. „Það er búið að vera alveg hellingur að gera síðustu þrjú árin. Alveg hellingur. Það er þetta,“ segir hann og bendir á búnaðinn sem verið er að hlaða á bílinn. Bætir svo við: „Svo er allt vitlaust að gera fyrir HB Granda. Við erum að vinna

í uppsjávarskipunum þeirra og höfum verið með hléum undanfarin misseri. Það er stöðugt verið að endurbæta skipin, þilfarsbúnað og annað.“

Með hálfa öld að baki Valgeir man tímana tvenna. Hann er búinn að starfa hjá Þorgeir & Ellert síðan 1966. „Reyndar fór ég héðan í nokkur ár upp úr 1990 þegar reksturinn gekk illa en kom svo aftur. Þetta eru orðin 48 ár í þessum bransa, eitthvað um 40 bara hér á þessum stað. Núna er svo allt undirlagt í húsinu hjá okkur við að smíða plötufrysta.

Ég er alls með 35 menn að störfum í stöðinni. Nýlega bætti ég við sex mönnum. Ég hef aldrei sagt manni upp störfum. Slíkt þoli ég ekki. Frekar vil ég hafa okkur færri og vinna meira þegar koma álagstoppar. Menn hafi þá vinnu líka inn á milli þegar um hægist. Mér finnst þetta manneskjulegra. Það er ekki minn stíll að ráða skyndilega fullt af mönnum og segja þeim svo upp,“ segir Valgeir og brosir við í síðvetrarsólinni.

Margþætt starfsemi í málmiðnum „Ég hef reynt að taka stráka sem eru á málmiðnaðarbraut í fjölbrautaskólanum hér á Akranesi. Það eru nokkrir strákar hér sem eru að læra. Þannig reynum við að skapa nýliðun. Ég held að það séu nokkuð margir á málmiðnaðarbraut í dag. Það hafa komið hingað ungir menn og tekið sveinspróf í vélvirkjun. Hér er

7

bara bjart yfir þessu öllu,“ slær þessi reyndi iðnaðarmaður föstu. Að baki honum stendur neta- og dragnótabáturinn Magnús SH frá Hellissandi. Glæsilegt skip, eins og nýtt. Valgeir og menn hans hafa undanfarið ár nánast endursmíðað bátinn sem nýverið var afhentur eigendum og fer beint á veiðar. ■

Telur að mikil sóknarfæri liggi fyrir Akranes í sjávarútvegsgeiranum

M

Valgeir Valgeirsson verkstjóri á að baki nær 50 ár í skipasmíðum og vélvirkjun, flest þeirra hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi.

Neta- og dragnótabáturinn Magnús SH 205 frá Hellissandi var sjósettur í skipalyftu Skipasmíðastöðvar Þorgeirs & Ellerts í liðinni viku og afhentur eigendum. Að baki voru viðamiklar breytingar á bátnum sem hafa gert hann eins og nýjan.

ikill fjöldi iðnaðarmanna sinnir þjónustu við sjávarútvegsfyrirtækin á Akranesi. Sem dæmi má nefna járniðnaðarmenn af ýmsu tagi, rafvirkja, pípulagningamenn, múrara og trésmiði. Allir þessir menn koma bæði að uppbyggingu, endurbótum og almennu viðhaldi. Undanfarin misseri hafa verið fjölmörg verkefni af þessu tagi innan sjávarútvegsins. Rudolf Jósefsson skipasmíðameistari hefur verið viðloðandi störf fyrir sjávarútveginn um áratugaskeið á Akranesi. Hann hefur haft yfirumsjón með mörgum stórum verkefnum. Eitt það stærsta nú nýverið eru endurbætur á niðursuðuverksmiðju Akraborgar. „Við byggðum fyrir þá lager, ketilhús og tengibyggingu á síðasta ári. Svo settum við upp lýsistanka og gengum frá umhverfi þeirrra,“ segir Rudolf. Hann starfar með marga undirverktaka á sínum vegum. „Við höfum verið tíu til þrettán smiðir undanfarin ár í breytingum og viðhaldi fyrir sjávarútveginn á Akranesi. Það hafa verið verkefni fyrir HB Granda. Við vorum í mjög stóru verkefni fyrir þá í vetur sem tengdist uppsetningu nýrrar framleiðslulínu fyrir fiskmjöl og lýsi. Við höfum einnig starfað

Rudolf Jósefsson skipasmíðameistari gjörþekkir sjávarútveginn og annað atvinnulíf á Akranesi. Hér er hann við höfnina.

mikið fyrir Norðanfisk og Akraborg. Svo innréttuðum við netaog dragnótabátinn Magnús SH sem er nýbúið að afhenda til eigenda á Hellissandi eftir að skipið var nánast allt endurnýjað hér hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts. Það var skipt um allt tréverk þar um borð. Við höfum einnig séð um alla smíðavinnu í mörgum af skipum HB Granda.“ Sem skipasmiður og iðnaðarmaður á Akranesi um langan aldur man Rudolf tímana tvenna þar sem bæði hafa skiptst á skin og

skúrir. Hann er sannfærður um að Akranes eigi nú mikil sóknarfæri innan sjávarútvegs. „Það er ýmislegt spennandi framundan. Sjávarútvegsgeirinn á Akranesi er mjög vanmetinn af bæjarbúum. Þessi grein býr yfir miklum möguleikum hér í bæ, ekki síst fyrir unga fólkið. Hér væri hægt að fara í alls konar vöruþróun og tæknivinnu. Sóknarfæri okkar Skagamanna í atvinnumálum liggja í sjávarútveginum í víðum skilningi.“ ■

Björgunarfélag Akraness hyggst kaupa nýjan björgunarbát

B

jörgunarfélag Akraness rekur öfluga starfsemi. Félagsmenn telja nú tímabært að skipta út björgunarbáti sínum Margréti Guðbrandsdóttur fyrir nýjan, stærri og öflugri bát. „Það vantar öflugt björgun-

arskip sem yrði staðsett á Akranesi til reiðu fyrir skipaumferð í Faxaflóa, með nægilegt vélarafl og sjóhæfni til að halda út á rúmsjó í erfiðum veðrum. Það vantar líka bát sem gæti einnig tekið um borð veikt og slasað

fólk. Eins konar sjúkraflutningabát,“ segir Guðni Haraldsson formaður sjóflokks Björgunarfélags Akraness. Nú er unnið að fjármögnun til kaupa á nýjum báti sem kostar á bilinu 35 til 50 milljónir króna. ■

Halakot ber hér í mastrið á Þjóti, dráttarbát Faxaflóahafna í Akraneshöfn. Til vinstri er svo Hafnarhúsið. Hægra megin við Halakot er svo húsnæði Fiskmarkaðar Íslands á Akranesi. Yst til hægri sést svo fyrrum hús Nótastöðvarinnar.

Laus pláss fyrir athafna­ menn við höfnina

H Guðni Haraldsson við stjórnvöl ásamt Friðþjófi Helgasyni ljósmyndara um borð í Margréti Guðbrandsdóttur, báti Björgunarfélags Akraness. Nú stendur til að skipta bátnum út fyrir mun öflugri farkost.

alakot er útgerðarmiðstöð fyrir smábátasjómenn og smáiðnað sem Faxaflóahafnir og Akranesbær reistu nýverið við Faxabraut á hafnarsvæðinu á Akranesi. Í

húsinu er sex athafnarými. Útgerðir smábáta nýta nú þegar þrjú þeirra. Akranesbær hefur eitt til ráðstöfunar en tvö eru enn á lausu. ■


8

AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

HB Grandi horfir til framtíðar­ umsvifa á Akranesi V

ið hittum Vilhjálm Vilhjálmsson forstjóra HB Granda á skrifstofu hans í höfuðstöðvum fyrirtæksins á Norðurgarði úti á Granda í Reykjavík. Héðan er fallegt útsýni yfir ytri höfnina í Reykjavík. Akrafjallið sést vel. Það er vel við hæfi að sjá upp á Skaga þegar við ræðum saman. Tilgangurinn með heimsókninni er einmitt að spjalla um starfsemi HB Granda á Akranesi og heyra um helstu framtíðaráform fyrirtækisins þar. Vilhjálmur hefur að baki áratuga langa reynslu í sjávarútvegi. Hann hóf störf hjá HG Granda við samrunann sem myndaði fyrirtækið árið 2005. Þá varð hann yfirmaður uppsjávarvinnslu. Haustið 2012 tók hann svo við sem forstjóri fyrirtækisins. Áður en Vilhjálmur hóf störf hjá HB Granda gegndi hann stjórnunarstörfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Tanga í Vopnafirði frá árinu 2000.

Vilhjálmur segir þetta allt dæmi um hvernig HB Grandi horfi nú mjög til möguleika á áframvinnslu og betri nýtingar á fiski samhliða mikilli aukningu á útflutningi á ferskum fiski.

Móta nú óskir sínar um framtíðar skipulag

Starfsemi að styrkjast á Akranesi Við byrjum á heyra Vilhjálm útskýra hvað gerðist við sameiningu Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, Tanga á Vopnafirði og Granda í Reykjavík í fyrirtækið HB Granda árið 2005. „Það var strax tekinn sá póllinn í hæðina að sérhæfa bolfisksvinnslurnar í Reykjavík og á Akranesi. Þannig yrði unnið úr karfa og ufsa í Reykjavík en þorski á Akranesi. Þriðji hlutinn var svo að líta til þess að Vopnafjörður lægi betur við því að taka á móti uppsjávarfiski til vinnslu. Þar var líka verið að vinna bolfisk á þeim tíma en sú vinnsla var lögð af við samrunann og flutt suður,“ segir Vilhjálmur. Fljótlega eftir þessa sameiningu urðu hins vegar slæm tíðindi fyrir vinnsluna á Akranesi þgar mjög var dregið úr þorskveiðiheimildum. „Þetta varð til þess að það fjaraði verulega undan þorskvinnslunni á Akranesi. Það var jafnvel svo að um tíma var tvísýnt um hvort hún yrði þar áfram. Þau gleðitíðindi eru svo að gerast nú að þorskkvótinn er að aukast. Allar horfur eru til þess að sú þróun haldi áfram. Á sama tíma erum við að auka okkar landvinnslu en draga úr frystingu á bolfiski og þá einkum þorski úti á sjó. Við erum því að horfa á það að þorskvinnslan á Akranesi er að fara úr 3.500 tonnum árið 2012 í 6.500 tonn í ár. Væntanlega verður svo enn meira á næsta ári með aukningu þorskkvótans. Nú er því sótt fram á Akranesi,“ segir forstjóri HB Granda.

Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda.

Horfa til aukinnar vinnslu

Nýjungar í deiglunni á Akranesi

Stjórnendur fyrirtækisins horfa nú til framtíðar á Skipaskaga. „Því hefur HB Grandi nú nýverið keypt bæði fiskþurrkunarfyrirtækið Laugafisk og hrognavinnslufyrirtækið Vigni G. Jónsson. Með því styrkjum við stoðir okkar á Akranesi og stefnum á að gera meiri verðmæti út úr afla HB Granda innan fyrirtækisins. Aukin þorskvinnsla þar mun skila sér í meira hráefni til þurrkunar hjá Laugafiski. Vignir G. Jónsson hefur verið stór kaupandi af loðnuhrognum hjá okkur. Við erum mest að vinna þau á Akranesi enda staðurinn einna næst miðunum þegar loðnan er að nálgast hrygninguna. HB Grandi er því vel búið þar þegar loðnuhrognin eru annars vegar.“ Vilhjálmur bætir við að fyrirtækið sé að mörgu leyti mjög vel statt á Akranesi. „Starfsfólkið þar er frábært. Einn stærsti kosturinn við rekstur á fyrirtæki er að hafa jákvætt og gott starfsfólk. Það höfum við haft á Skaganum.“

Forstjóri HB Granda heldur áfram að lýsa því sem er að gerast uppi á Akranesi. Menn hafa ekki setið auðum höndum, það er af nógu að taka. „Undanfarin ár höfum við selt karfahausa og annað sem fallið hefur af við vinnslu hér í Reykjavík til fyrirtækis sem hefur fryst það og flutt út í loðdýrafóður. Því verður nú hætt. Í staðinn höfum við sett upp nýja vinnslulínu í fiskmjölsverksmiðjunni á Akranesi. Hún mun framleiða fiskmjöl og lýsi úr þessu hráefni. Við það munu verðmætin aukast verulega. Þannig verðum við með alla vinnslu á þessum hluta aflans á eigin hendi. Þetta var veruleg fjárfesting bæði á Akranesi en líka hér í Reykjavík. Annað sem við lítum nú til er vinnsla úr fiskblokk og fiskmarningi beint til neyslu. Við erum með vél hér í Reykjavík sem við erum að gera tilraunir með. Hún formar fiskinn. Þegar það kemst á skrið þá er meiningin að sú vél verði sett upp á Akranesi með aukabúnaði eins og lausfrysti.“

Það vakti athygli þegar Sturlaugur H. Böðvarsson, ísfisktogari fyrirtækisins, landaði afla sínum á Akranesi í febrúar. Slíkt hafði þá ekki gerst síðan 2006. „Við erum aðeins byrjaðir á því að landa þorski á Akranesi. Þegar þorskkvótinn var í lágmarki þá lönduðu ísfisktogararnir í Reykjavík. Þorskinum var svo ekið upp á Akranes en tegundir eins og karfi og ufsi unnar í frystihúsinu á Norðurgarði. Við horfum til þess að landa meira á Akranesi. Þó er alveg á mörkunum hvort borgar sig frekar, að landa á Akranesi og keyra karfanum og ufsanum suður, eða landa í Reykjavík og keyra þorskinum upp á Skaga,“ segir Vilhjálmur. Hér komum við að því þar sem skórinn kreppir helst að fiskvinnslunni á Akranesi. Stóraukin umsvif kalla á endurbætta aðstöðu. „Það er óhentugt að landa bolfisksafla á Akranesi. Húsin eru nokkurn spöl frá bryggjunni. Það er verið að aka aflanum þaðan upp í kæli sem er nokkuð frá vinnslunni og svo úr honum aftur yfir í vinnsluna. Hér í Reykjavík eru kæligeymslur fyrir hráefni og frystihúsið við bryggjuna þannig að allt fer beint inn í hús. Aðstaðan er draumur þannig séð. Þegar litið er til frambúðar á Akranesi þurfum við að fara að skoða hvort þar sé möguleiki á að koma upp sambærilegri aðstöðu. Það væri hægt að gera með því að skapa rými fyrir ný fiskvinnsluhús. Þau stæðu þá þannig að hægt yrði að landa í þau beint upp úr skipunum. Við erum byrjuð að skoða hvernig við gætum óskað eftir því að sjá skipulag og hönnun á hafnarsvæðinu á Akranesi í framtíðinni.“

Nýjar byggingar fyrirhugaðar Vilhjálmur bendir á að fyrirtækið hafi undanfarið gengið í gegnum töluvert breytingaskeið. Búið er að innleiða nýtt skipurit, mikil endurnýjun er framundan í flotanum og starfsemin á Akranesi styrkt með kaupum á fyrirtækjum þar. „Við erum að aðlaga þau að rekstrinum í dag. Núna er komið að næsta skrefi sem er að stilla af framtíðarsýnina á Akranesi.“ Skýrt merki um að HB Grandi hugsar til framtíðar á Skaganum er að fyrirtækið hefur nú sótt um að fá að reisa nýjar byggingar á at-

hafnasvæði sínu þar. „Við væntum þess að fá enn meiri þorsk í framtíðinni. Til að taka við þessu þarf að endurbæta skipulagið. Í dag erum við með kæli og móttöku í allt öðru húsnæði en þar sem vinnslan fer fram. Það er bagalegt. Því viljum við byggja nýja kæligeymslu fyrir fisk á lóðinni þar sem verslun Axels Sveinbjörnssonar stóð áður. Svipað er með fiskþurrkunina hjá Laugafiski. Þar er eftirþurrkunin í húsi neðst á Vesturgötu sem er ekki hæft fyrir slíka vinnslu miðað við nútíma kröfur um lyktarmengun og þess háttar. Við viljum reisa nýbyggingu á Breiðinni við endann á því húsi þar sem Laugafiskur er með sína höfuðstarfsemi í dag. Þá gætum við gengið vel frá þessu. Þessar nýbyggingar yrðu verulegar fjárfestingar á Akranesi. Umsóknir um leyfi fyrir þeim eru til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum á Akranesi.“

Flotinn endurnýjaður Vilhjálmur segir að uppbyggingaráform HB Granda á Akranesi horfi aðallega að bolfisksvinnslunni. Erfiðara sé að sjá þar fyrir aukna uppbyggingu á vinnslu uppsjávarfisks. „Við höfum verið að gæla við aukna sjálfvirkni í frystingu á loðnunni en það þarf bara mikið til. Í augnablikinu erum við ekki að sjá það gerast. Við höfum síðan fjárfest mjög mikið í makríl- og síldarvinnslu austur á Vopnafirði. Þar voru settar upp flökunarvélar og annar geysilega dýr búnaður. Frekari fjárfestingar í uppsjávarvinnslu myndu kalla á mikla fjármuni.“ Fyrirtækið er hins vegar að fara í miklar fjárfestingar í skipaflota sínum. „Við fáum tvö ný uppsjávarskip á næsta ári. Við erum búnir að taka Víking AK úr rekstri á móti því fyrra af þessum skipum. Það er svo opin spurning enn hvernig landslagið mun líta út þegar seinna skipið kemur. Við þurfum bara að sjá þá hvað við teljum okkur þurfa mörg skip. Þetta er svo fljótt að breytast í uppsjávarfiskinum. Það er erfitt að horfa langt fram í tímann þar. Það hefur ekki verið ákveðið neitt hvað verður um Víking AK en mun gerast nú með vorinu. Mér finnst Víkingur of gott skip til að setja hann í brotajárn. Von mín er að einhvers staðar finnist þörf fyrir hann,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri. Auk þessa er hafin vinna við að hanna og láta smíða þrjá nýja ískfisktogara enda sá floti orðinn gamall hjá HB Granda. Slík skip gætu því aflað til landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi í framtíðinni. ■


AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Þorskvinnsla HB Granda á Akranesi er að eflast Þ röstur Reynisson vinnslustjóri hjá landvinnslu HB Granda hefur starfað við fiskvinnslu undanfarin 17 ár. Fyrst hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á Akranesi en síðan hjá HB Granda. Hann er menntaður matreiðslumeistari og starfaði sem slíkur í 17 ár áður en hann sneri sér að sjávarútveginum. Þröstur hefur þannig 34 ára reynslu úr matvælaiðnaðinum. Megin viðfangsefni hans í dag er að stýra daglegri fiskvinnslu í húsum HB Granda á Akranesi. Það gerir hann að mestu frá skrifstofu sinni sem er nánast hluti af vinnslusalnum á Akranesi. Við hittum Þröst í lok erilsamrar vinnsluviku þar sem hann hefur ásamt starfsmönnum sínum afgreitt rúmlega 40 tonn af ferskum þorski til kaupenda í Vestur Evrópu, einkum í Frakklandi.

þennan árstíma. Verðið hækkar svo þegar líður á árið. Þá komum við inn af fullum krafti. Þetta hentar okkur vel því við erum upptekin við loðnvertíð, frystingu og hrognatöku, einmitt í febrúar og mars ár hvert. Hluti af fólkinu sem starfar hér fer alltaf í þau verkefni á þessum árstíma. Í Reykjavík er vinnslan upptekin í karfa á þessum sama tíma.“

Á leið upp úr öldudalnum

Öll áhersla á þorskvinnslu

Þröstur Reynisson ásamt Jónínu Björgu Magnúsdóttur á hægri hönd og Önnu Fijal vinstra megin. Þær eru að handflaka stórþorsk fyrir vinnsluna. Mikið af honum hefur veiðst nú eftir áramót.

Í vinnsluhúsi HB Granda á Akranesi var um áratuga skeið rekið frystihús. Það er löngu liðin tíð. Nú fer þar fram mjög skilvirk og hröð vinnsla þar sem megin áherslan er lögð á hágæða ferskan þorsk sem fer beint á sterka markaði í Evrópu. Gegnum glugga á skrifstofu Þrastar horfum við beinlínis á ljómandi falleg þorskflök koma á færibandi út úr fullkominni tölvustýrðri skurðarvél sem notar vatnsgeisla til að skera flökin rétt. Tæknin er ævintýri líkust. Mannshöndin kemur líka nálægt. Það er aðdáunarvert að fylgjast með þrautþjálfuðu starfsfólki vinna hratt og örugglega við að framleiða verðmætin. „Áherslan hjá okkur hér á Akranesi er að vinna þorsk. Við höfum nú síðustu fimm árin eða svo farið úr nánast núlli í honum upp í tæp sjö þúsund tonn af þorski til vinnslu á ársgrundvelli. Húsið hér á Akranesi hefur nú forgang í þetta hráefni, því er beint til vinnslu hér,“ útskýrir Þröstur.

Þorskflökin koma fallega niðurskorin út úr sjálfvirkri og tölvustýrðri vél sem les form þeirra og notar háþrýsti vatnsgeisla til skurðarins. Þessi vél er íslensk uppfinning og mikið tækniundur.

Hús HB Granda á Akranesi þar sem ferskfiskvinnslan fer fram. Mikil aukning er að verða á framleiðslu í húsinu.

ætlum við að vera með 120 tonn af þorski í næstu viku. Ef eitthvað breytist í því þá eru upplýsingarnar uppfærðar á mánudagsmorgni. Þeir sjá ef ég er ekki að ná þessu og geta þá brugðist við. Ég get þá líka sagt þeim að hafa ekki áhyggjur, ég muni bjarga þessu til dæmis með því að kaupa fisk annars staðar frá. Þannig fyllum við upp í samningana. Í þorskinum er það þó þannig að um 90-95% af öllu sem við flytjum út er fiskur af eigin kvóta.“

Þaulskipulagðar veiðar og vinnsla Það er mjög gaman að heimsækja húsið á Akranesi. Það stendur á gömlum sögulegum grunni þar sem nútíminn hefur heldur betur hafið innreið sína. „Vinnslan í dag er allt önnur en í gamla daga. Nú er hún algerlega markaðsdrifin. Við erum í beinu sambandi við kúnnana og seljum okkar fisk sjálf,“ segir Þröstur. Vinnslustjórinn lýsir vinnubrögðunum í dag. Þau eru nútímaleg og einkennast af fagmennsku. „Það fer ferskur fiskur frá okkur í flug alla virka daga. Meirihlutinn fer þó í skip á miðvikudögum og fimmtudögum. Þetta er alltaf að aukast,“ segir Þröstur. „Ferlið er þannig að ísfisktogararnir byrja að veiða þorsk úti á miðunum upp undir helgina á undan, segjum á föstudegi. Þeir landa svo á mánudagsmorgni. Þá hefst strax vinnslan á hráefni sem á að skila afurðum sem fara flugleiðina til Evrópu og í flutingaskip sem leggur af stað á miðvikudeginum. Þeir sem afla í fimmtudagsskipin veiða svo um helgina þar á undan, segjum á sunnudegi. Sá afli kemur að landi á miðvikudegi og er unninn strax í skip sem fer daginn eftir. Við erum þannig með vinnsluna í botni frá mánudegi til fimmtudags.“

9

Spara þorskkvótann fyrri hluta árs

Flökin yfirfarin í vinnslunni af Sigurbjörgu Árnýju Björnsdóttur. Magnús Gunnarsson stendur fjær.

Mjög þétt samband við kaupendur Vinnslustjórinn er í stöðugu sambandi við togarana úti á miðunum í gegnum tölvuna á skrifstofunni og sér nákvæmlega hvar þeir eru staddir. „Togararnir láta vita tvisvar á dag hvernig gengur að fiska. Oft þurfum við að breyta áætlunum okkar til dæmis ef gæftir eru erfiðar. Þá er hægt að ákveða að togari sem til að mynda er á veiðum á Vestfjarðamiðum landi á Ísafirði. Aflanum er síðan ekið þaðan

til að hann komist í vinnslu á tilsettum tíma. Síðan getum við gripið til þeirra ráða að kaupa hráefni á mörkuðum ef á vantar.“ Þröstur segir að stærstu viðskiptavinir HB Granda í kaupum á ferskum þorski séu í Frakklandi. Þó er einnig selt til Belgíu og fleiri landa. „Lykilorðin okkar eru „markaðsdrifinn rekstur.“ Við erum í mjög þéttu sambandi við okkar kaupendur. Við gerum veiðiáætlun fram í tímann. Okkar stærstu viðskiptavinir eru með hana. Þeir vita hvað við ætlum að afla í tiltekinni viku. Til dæmis

Eitt af verkefnum Þrastar er að vinna í samvinnu við Birki Hjálmarsson vinnslustjóra í fiskvinnslunni í Reykjavík að því að samræming sé milli húsanna á Akranesi og í Reykjavík. „Með því að láta þau spila saman höfum við mikla hæfni til að aðlaga okkur að aðstæðum hverju sinni. Eins og ég sagði þá er nær öll landvinnsla HB Granda á þorski nú hér á Akranesi. Eina undantekningin er á haustin þegar kemur mikill álagstoppur og við afköstum ekki nóg til að anna eftirspurn. Þá léttir húsið í Reykjavík undir með okkur og vinnur nokkur hundruð tonn. Hið sama gerist svo hjá okkur. Við hjálpum þeim að vinna ufsa ef á þarf að halda. Við leggjum áherslu á að vinna sem mest af þorski á haustin og fram á veturinn,“ segir Þröstur. Ástæðan fyrir minni þorskframleiðslu HB Granda seinni hluta vetrar og á vorin er að þá stendur vertíð yfir í Noregi. Kvótarnir þar eru mjög stórir núna. Framboðið á fiski þaðan er mikið yfir norsku vetrarvertíðina og verðið lækkar. „Við spörum okkar þorskkvóta yfir

Þröstur segir að landfrysting á þorski hjá fyrirtækinu sé nú alveg í lágmarki. „Vöxtur okkar er í útflutningi á ferskum fiski. Við viljum virkja okkur þar. Þó er alltaf smávegis fryst upp í litla samninga.“ Að sögn Þrastar er landvinnsla HB Granda á þorski nú í mikilli sókn eftir djúpa lægð. Það hrikti mjög í stoðunum eftir samdrátt í þorskkvótanum sem náði botni eftir að hann var skorinn niður um þriðjung fiskveiðiárið 2007/2008. „HB Grandi er með hlutfallslega lítinn þorskkvóta þó heildarkvótastaðan sé sterk. Fyrirtækið gerir út nokkra frystitogara. Þá var tekinn sá póllinn í hæðina að láta þá njóta forgangs í þorskveiðiheimildunum til að halda þeim á þokkalegu róli. Landvinnslan í þorski leið fyrir þetta. Það var þó ákveðið að halda eftir litlum hópi af fólki hér á Akranesi til þess að geta sinnt manneldisvinnslu á loðnuvertíðum og halda ákveðnum kjarna í mannauðnum sem hægt yrði að byggja á ef landvinnsla á bolfiski myndi aftur aukast hér á Akranesi.“

Bjartsýnn á framtíðina Þröstur segist bjartsýnn á að fiskvinnsla HB Granda á Akranesi eigi eftir að aukast á næstu árum í takt við væntanlega aukningu í aflaheimildum á þorski. Við göngum gegnum vinnslusalinn á annarri hæð hússins. Hann hefur staðið auður í nokkur ár en nú er verið að skoða alvarlega áform um að hefja vinnslu þar að nýju. „Ég vona að það verði einhverjar nýráðningar á næstu misserum. Það hefur aldrei staðið á því hjá yfirstjórn fyrirtæksins að fá að ráða fleira fólk og fara í nýfjárfestingar ef þörf hefur verið á slíku og verkefnin talin arðbær. Við vorum komin í þrjú þúsund tonna framleiðslu kvótaárið 2012/2013 þegar hún var svo aukin í sex til sjö þúsund tonn á yfirstandandi kvótaári. Við þessa hundrað prósent aukningu réðum við rúmlega 30 manns til viðbótar í vinnsluna og keyptum ný tæki. Það gekk mjög vel að ráða. Við fengum úrvals fólk til okkar sem eru allt búsett hér á Skaganum. Annars er starfsmannahaldið mjög stöðugt. Hér hafa margir unnið árum saman. Starfsmannaveltan er helst meðal yngra fólks sem vinnur milli náms. Á sumrin ráðum við svo til okkar um 30 manns. Það er þá yngra skólafólk sem kemur inn í afleysingar. Flestir koma sumar eftir sumar.“ Þröstur Reynisson segir að nú séu um 70 stöðugildi í húsi HB Granda á Akranesi. „Í fyrrahaust fór fjöldinn í um 80 manns. Við munum bæta aftur við fólki nú með haustinu.“ ■


10

AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Loðnuhrognin gefa mikla og góða vertíðarvinnu H

rognin eru að koma, gerið kerin klár, setjið dælurnar í samband, takið svo seglin frá,“ söng Bubbi Morthens forðum á frægri plötu sinni Ísbjarnarblús. Bubbi samdi þetta þegar hann var að vinna á loðnuvertíð á Eskifirði veturinn 1978. Síðan eru liðin 36 ár og enn eru unnin loðnuhrogn á Íslandi. Margt hefur þó breyst. Loðnuhrognin í dag er afar verðmæt afurð þar sem strangasta hreinlætis er gætt við framleiðsluna og hvergi slakað á í þeim efnum. Hrognin hafa verið unnin á Akranesi í áratugi enda eru mikil-

Um hundrað manns starfa við hrognavinnsluna á hverri vertíð.

Gunnar Hermannsson verkstjóri í hrognafrystingunni og Nagasakiya, fulltrúi japanskra kaupenda hrognanna. Báðir brosleitir enda um úrvalshrogn að ræða.

vægustu hrygningarsvæði loðnunnar í Faxaflóa og Breiðafirði, skamma siglingu frá Skaganum.

Góð nýting á loðnunni í hrognavinnslu Í dag er það HB Grandi sem sinnir hrognatöku úr loðnu á Akranesi og frumvinnslu afurðanna. Gunnar Hermannsson hefur um árabil starfað sem vinnslustjóri í hrognavinnslu fyrirtækisins. Hún stóð sem hæst nú í marsmánuði. „Það er

búið að ganga mjög vel þó loðnukvótinn hafi ekki verið mikill. Það tókst að vinna mjög vel út úr honum til manneldisvinnslu. Allur afli sem barst hingað á Akranes hefur verið skorinn í hrogn. Hið sama er að segja um það sem fór af loðnuafla til HB Granda á Vopnafirði í frystingu og hrognatöku. Nýtingin hefur verið mjög góð.“

Uppgrip fyrir fjölda Vestlendinga

Öll loðnan nýtt til verðmætasköpunar

Hrognavinnsla á loðnu er vertíðarvinna þar sem unnið er af miklu kappi þær fáu vikur sem þessi litli fiskur ber hrogn sem eru nægilega þroskuð til vinnslu. Hrognavertíðin er aldrei lengri en um þrjár vikur. „Hér starfa um eitt hundrað manns við hrognatökuna þegar hún stendur yfir. Við erum með 50 manns á vakt. Þar af eru rúmlega 30 starfsmenn úr frystihúsi HB Granda sem koma yfir í loðnuhrognin. Hitt fólkið er að stofninum til sömu starfsmenn sem koma hingað ár eftir ár. Sami kjarninn. Þetta er fólk víðsvegar af Vesturlandi, allt úr Gufudal á Barðaströnd, úr Dölum, Snæfellsnesi, Borgarfirði og að sjálfsögðu héðan af Akranesi. Við vinnum þetta á vöktum allan sólarhringinn þegar er loðna. Þetta er mikil og erfið vinna. Það er ekki mikil sjálfvirkni í húsinu hér og því mikið unnið í höndum, til dæmis öll frysting og pökkun. Fólk hefur góðar tekjur í þessu. Þetta er ákveðin vertíðarstemning og mjög ánægjuleg vinna,“ segir Gunnar.

Vertíðin í ár var í slakara lagi enda loðnukvótinn ekki mikill. Skipin reyndu til hins ítrasta að treina loðnukvótann til að hann nýttist einmitt sem best í lokin svo ná mætti hinum dýrmætu loðnuhrognum úr aflanum. Miðað við aðstæður tókst þetta þokkalega þegar upp var staðið. „Hér á Akranesi höfum við unnið mest um 3.300 tonn af loðnuhrognun á einni vertíð. Í ár eru þetta kannski eitthvað um 1.400 tonn. Það er talið ágætt að ná 13 til 14% nýtingu mælt í þyngd loðnuhrognanna af hverjum loðnufarmi. Sumir farmar hafa þó gefið allt upp í 18% nýtingu. Þá er mikið af kvenloðnu með góðri hrognafyllingu í aflanum. Það sem verður svo eftir af loðnunni eftir hrognatökuna fer til framleiðslu á fiskmjöli og lýsi í verksmiðju HB Granda sem er hér hinum megin við götuna,“ segir Gunnar Hermannsson vinnslustjóri. ■

Fjölbreyttir flutningar fyrir sjávarútveginn B ifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar (ÞÞÞ) er eitt elsta starfandi fyrirtækið á Akranesi. Hefur starfað allar götur síðan 1927, eða í 87 ár. „Strax það ár hófu Þórður Þ. Þórðarson afi minn og stofnandi fyrirtækisins og Haraldur Böðvarsson útgerðarmaður og stofnandi HB & Co náið samstarf. Þeir eignuðust

Ítrasta hreinlætis er gætt við vinnsluna. Kröfurnar eru strangar enda mikil verðmæti í húfi. Landað fiski úr togaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni á Akranesi í bíla ÞÞÞ í febrúar síðastliðnum.

Þórður Þ. Þórðarson framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvar ÞÞÞ.

bíl saman sem var sá fyrsti sem hvor þeirra um sig eignaðist. Þetta var fólksbíll. Síðan vildi Haraldur eignast bílinn og fá afa í vinnu. Afi vildi það ekki en seldi Haraldi sinn hlut og keypti sér svo sjálfur eigin bíl

og stofnaði Bifreiðastöð ÞÞÞ,“ segir Þórður Þ. Þórðarson framkvæmdastjóri ÞÞÞ. Allar götur síðan hefur Bifreiðastöð ÞÞÞ verið fjölskyldufyrirtæki. Þórður tók við stjórn þess af föður sínum. „Í dag rekum við 30 bíla og erum með 20 manns í vinnu. Mestur hefur starfsmannafjöldinn orðið 25 manns. Við þjónum öllu sem hugsast getur hér á Akranesi

Nýjasta viðbótin við flutninga fyrirtækisins er að flytja fiskafskurð frá fiskiðjuveri HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík til framleiðslu á fiskimjöli og lýsi í fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Akranesi. Hráefnið er flutt í vönduðum og lokuðum tönkum úr ryðfríu stáli. Þeir voru smíðaðir hjá Þorgeir & Ellert á Akranesi.

þegar flutningar eru annars vegar. Einnig sinnum við sveitunum sunnan Skarðsheiðar. Við förum daglega inn í sveitir með það sem þarf. Matvöru og annað, förum inn á Grundartangasvæðið og áfram má telja. Við höfum t.d. þjónað Elkem alveg frá fyrsta degi Járblendiverskmiðjunnar á Grundartanga.“

Mikil aukning í ferskum fiski Góðir og traustir flutningar eru lykilatriði fyrir sjávarútveginn. Akranes er að sjálfsögðu engin undantekning frá því. Stór hluti af starfsemi Bifreiðastöðvar ÞÞÞ snýst um það að þjónusta þessa grein. Verkefnin eru mjög fjölbreytt. Flutningafyrirtæki verður sífellt að aðlaga sig að nýjum þörfum viðskiptavinanna sem verða til við breytingar í atvinnuháttum. Þórður segir að nýjasta viðbótin við flutninga fyrirtækisins fyrir sjávarútveginn sé að keyra fiskafskurði frá fiskiðjuveri HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík til úrvinnslu í fiskmjölsverksmiðjunni á Akranesi. Til þess eru notaðir bílar útbúnir með sérsmíðuðum tönkum úr ryðfríu stáli sem eru algerlega lokaðir.

Pökkun á loðnuhrognum fyrir frystingu.

Kunnugleg sjón í Akraneshöfn þegar loðnuvertíð stendur sem hæst. Þessi mynd var tekin í byrjun mars 2012 þegar Víkingur, Faxi og Lundey voru öll að landa loðnu á Akranesi. Nú er hinn gamli Víkingur bundinn við kaja og óráðið hvað gert verður við skipið.


AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

11

Stefnt að því að keyra fiskmjöls­ verksmiðjuna á grænni orku

F

iskmjölsverksmiðja HB Granda er ein sú öflugasta og best búna sinnar gerðar á landinu. Hún getur tekið við allt að þúsund tonnum af hráefni á sólarhring og framleitt úr því fiskmjöl og lýsi af úrvals gæðum. Tíu menn eru fastráðnir við verksmiðjuna. Fleiri koma að störfum í henni á vertíðum þegar framleiðsla stendur yfir. Þá eru þeir allt að þrettán til fjórtán talsins. Nýafstaðin loðnuvertíð var vonbrigði en vonir standa til að kolmunna verði landað á Akranesi nú á næstu vikum.

Loðnukvóti nýttur til hins ítrasta Löndun var að ljúka á síðasta loðnufarmi vertíðarinnar á Akranesi þegar blaðamann Skessuhorns bar að garði í verksmiðjunni. Guðmundur Hannesson verksmiðjustjóri sagði að tekið hefði verið á móti tæpum tíu þúsund tonnum af hráefni á þessari loðnuvertíð. Reynt var að gera sem mest verðmæti úr litlum loðnukvóta þar sem öll áhersla var lögð á að ná hrognum úr loðnunni. „Það er landað hægar en venjulega úr skipunum. Bæði það sem hefur flokkast í hænga og hrygnur hefur verið skorið til að ná hrognum því það slæðist alltaf eitthvað af hrygnum með hængunum þegar kynin eru flokkkuð í sundur. Loðnukvótinn hefur þannig verið nýttur til hins ítrasta. Það hefur gengið vel að vinna þetta. Að sjálfsögðu höfum við ekki keyrt á fullum afköstum með svona lítið af loðnu til bræðslu. Þetta hefur þó verið í góðu jafnvægi. Hráefnið hefur verið ferskt og fínt.“

Vonast eftir kolmunna Undanfarin ár hafa verið róleg í rekstri verksmiðjunnar. Tiltölulega lítill fiskafli hefur borist á land til bræðslu. Almar Sigurjónsson rekstrarstjóri fiskmjölsverksmiðja HB Granda telur ekki útséð um að fleiri verkefni bíði starfsmanna hennar á næstu vikum. „Það gætu komið hingað kolmunnafarmar af skipum HB Granda nú á vormánuðum. Nú standa yfir breytingar á fiskmjölsverksmiðju fyrirtækisins á Vopnafirði. Það á að auka afköst hennar úr 850 tonnum af hráefni á sólarhring upp í 1.150 tonn. Verksmiðjan verður því ekki starfhæf næstu þrjár til fjórar vikur. Ef kolmunnavertíðin hefst snemma þá gæti það farið svo að skip kæmu hingað með farma í staðinn fyrir að sigla til Vopnafjarðar.“

Umtalsverðar nýfjárfestingar Verulegar framkvæmdir hafa staðið yfir í verksmiðjunni síðan í fyrrasumar. Ákveðið var að koma upp nýrri vinnslulínu til að gera verðmæti úr aukaafurðum frá bolfiskvinnslu HB Granda á Norðurgarði í Reykjavík. Þeir Guðmundur og Almar lýsa henni svo: „Þetta er lítil verksmiðjueining til framleiðslu á fiskmjöli og lýsi úr fiskhausum, afskurði og hryggjum. Einkum af feitum fiski eins og karfa. Hún er alveg óháð fiskmjölsverksmiðjunni sem var fyrir og er notuð til bræðslu á uppsjávarfiski. Við höfum keyrt hana til prufu. Hún á svo að fara í fullan rekstur í byrjun apríl. Væntanlega tekur

hún við um tíu þúsund tonnum af hráefni á ári. Reiknað er með að fjórir menn starfi við þetta á tvískiptum vöktum. Það verður eingöngu unnið hráefni frá HB Granda. Með því viljum við tryggja ferskleikann og gæðin. Öll lykt verður í algeru lágmarki og hráefnið flutt hingað frá Reykjavík með bílum í lokuðum tönkum. Allt ferlið er lokað, alveg úr sérstöku afgreiðsluhúsi við fiskiðjuver HB Granda á Norðugarði þar sem er losað í tankana. Hér á Akranesi eru tankarnir svo tæmdir í lokað vinnslukerfi. Raforka er notuð við alla framleiðslu og þannig notuð innlend orka án nokkurrar losunar mengandi lofttegunda eins og koltvísýrings. Það má segja að meira og minna öll flóran af iðnaðarmönnum hér á Akranesi hafi unnið að þessum breytingum nú í vetur. Þessi litla verksmiðja er góður viðauki fyrir okkur því hún heldur uppi ákveðinni framleiðslu allt árið.“

Vilja nota innlenda og vistvæna orku Þeir félagar segja að stefnt hafi verið að því í mörg ár að fiskmjölsverksmiðjan yrði umhverfisvænni með því að brenna minna af olíu til að búa til gufu sem er notuð við framleiðsluna á mjöli og lýsi. „Allar götur síðan 2009 höfum við verið með umleitanir til Orkuveitunnar um að fá meiri raforku til verksmiðjunnar. Hún átti erfitt með að afhenda þá orku sem við óskuðum eftir enda staða þess fyrirtækis um margt þröng eins og allir þekkja. Núna eftir að Sementsverksmiðjan hætti framleiðslu opnuðust möguleikar á að fá 2,5 megavött af raforku sem áður hafði farið til hennar. Sementsverksmiðjan er bara nokkur hundruð metra frá fiskmjölsverksmiðjunni. Það var bara grafinn niður kapall frá henni hingað til okkar. Með þessu gátum við keypt rafskautaketil. Hann var settur upp nú í haust. Í staðinn var einn gamall olíuketill til gufuframleiðslu tekinn út,“ segir Almar Sigurjónsson.

Miklar úrbætur framundan í raforkumálum Nú er fiskmjölsverksmiðjan með tvo olíukatla og einn rafskautaketil. Enn vantar þó mikið upp á af raforku til að verksmiðjan verði alfarið keyrð á rafmagni. „Þá þurfum við 16 til 18 megavött. Í dag erum við bara að fá 2,5 megavött. Þetta stendur þó til bóta. Orkuveitan er að fara að byggja nýja aðveitustöð við Akranes. Samhliða þeirri byggingu verður dreifispennan í Akranesbæ hækkuð, fer úr sex kílóvoltum í ellefu kílóvolt. Þá eykst aflið á þessum streng sem við erum komnir með frá Sementsverksmiðjunni. Jafnhliða honum lögðum við aukastrengi að fiskmjölsverksmiðjunni í fyrrasumar. Þeir verða svo lagðir áfram upp í nýju aðveitustöðina. Þá fyrst mun verða hægt að keyra fiskmjölsverksmiðjuna alfarið á rafmagni. Nýja aðveitustöð Orkuveitunnar mun stórbæta dreifikerfi raforku í bænum með bættri flutningsgetu á rafmagni sem svarar til um helmings aukningu,“ segir Almar. Aðveitustöðin mun þannig opna marga nýja og spennandi möguleika fyrir atvinnulífið á Akranesi. ■

Almar Sigurjónsson rekstrarstjóri fiskmjölsverksmiðja HB Granda og Guðmundur Hannesson verksmiðjustjóri.

Ungir frumkvöðlar í vélsmíði H

austið 2012 stofnuðu tveir ungir menn vélsmiðjuna Jötunstál á Akranesi. Þeir hafa komið sér upp verkstæði á Breiðinni vestast á Akranesi. Þar er mikið sjávarútvegsumhverfi, stór og smá fiskvinnslufyrirtæki í næsta nágrenni auk þess sem athafnasvæði smábátasjómanna er handan við götuna. Þarna vinna þeir við að þjónusta sjávarútveginn á milli þess sem þeir starfa að nýsköpun. Þeir eru að þróa og smíða nýja vél til að skera og hreinsa sæbjúgu.

Vildu starfa sjálfstætt Birgir Fannar Snæland kemur frá Ísafirði en Sturlaugur Agnar Gunnarsson er borinn og barnfæddur Skagamaður. Þeir vildu starfa sjálfstætt og tóku því skrefið og stofnuðu eigið fyrirtæki. „Það var búið að blunda lengi í okkur að fara út í eigin rekstur. Ég bjó áður í Norður Noregi hátt í fjögur ár þar sem ég starfaði sem verkstjóri hjá gröfufyrirtæki í Tromsö en sneri aftur heim 2012. Mér finnst einfaldlega best að búa á Íslandi,“ segir Birgir Fannar Snæland. Hann er lærður húsasmiður og einkaflugmaður. Meðeigandi Birgis í Jötunstáli er Sturlaugur Agnar Gunnarsson vélsmiður. „Ég vann hjá Norðurál áður en við stofnuðum þetta fyrirtæki. Þar áður var ég hjá vélsmiðjunni Héðni,“ segir Sturlaugur.

Næg verkefni í sjávarútvegi Eftir ríflega eins og hálfs árs rekstur láta þeir félagar mjög vel af sér. Þeir sjá framtíð og sóknarfæri í að þjónusta sjávarútveginn. „Þetta er búið að ganga vonum framar hjá okkur. Auðvitað er það nokkur vinna fyrir nýja vélsmiðju að afla sér viðskipta-

Birgir Fannar Snæland og Sturlaugur Agnar Gunnarsson tóku sig til og stofnuðu eigin vélsmiðju til að þjónusta sjávarútveginn.

vina og ná fótfestu. Við höfum alveg þurft að hafa fyrir þessu og stofnkostnaðurinn er mikill. Það var mikið að gera hjá okkur í fyrra við að setja upp makrílveiðibúnað í smábáta. Við höfum líka framleitt og selt sökkur fyrir makrílveiðimenn. Þær hafa selst vel. Svo höfum við unnið þónokkuð fyrir fiskþurrkunarfyrirtækið Laugafisk við alls konar viðhald á tækjabúnaði.“ Sturlaugur og Birgir reikna með að það verði mikið að gera fyrir næstu makrílvertíð í sumar. „Menn eru bara svo svifaseinir. Þegar þeir koma þá birtast þeir allir á sama tíma í upphafi vertíðar og vilja fá hlutina gerða strax. Við reyndum að skipuleggja þetta þannig í fyrra að okkur tækist að hjálpa öllum og það hafðist. Nú bíðum við bara eftir næstu vertíð.“

Vél til að vinna og hreinsa sæbjúgu Þessir ungu menn sinna einnig frumkvöðlastarfi. Þeir hafa unnið ötullega að því að hanna og smíða vélar til að skera og hreinsa sæbjúgu.

„Þetta er nýsköpunarverkefnið okkar. Nú í febrúar sendum við tvær vélar til að skera sæbjúgu til Kamsjatka-skaga í Rússlandi. Nú í mars var svo pöntuð vél til Japans. Hún verður sú fimmta sem við smíðum og á að afhendast í júlí. Við höfum aðeins auglýst vélina á einni heimasíðu á netinu og verðum strax varir við eftirspurn. Það er markaður fyrir svona vél víða um heim, ekki síst í Asíu. Við höfum heyrt frá aðilum í Belgíu, Japan, Suður Kóreu og Rússlandi. Héðinn hf. hefur verið okkur innan handar bæði við framleiðslu á vélunum sem og við samningsgerð,“ segja þeir. Til viðbótar vinna þeir svo að hönnun hreinsibúnaðar fyrir sæbjúgun. „Ef markaðsáætlanir ganga eftir mun skurðarvélin og sá búnaður skila bæði störfum og góðum gjaldeyristekjum,“ segir Birgir. Báðir upplýsa að lokum að þeir hafi þróað hugmynd að síldarfælu sem eigi að hindra að síld syndi inn í Kolgrafafjörð á Snæfellsnesi. „Sú hönnun hefur verið prófuð og stjórnvöld upplýst um hana,“ segja þeir.


12

AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Þorskhausum raðað til þurrkunar.

Þurrkaðir þorskhausar fara til Nígeríu þar sem þeir eru mikilvæg próteinfæða landsmanna.

Fiskþurrkun á traustum grunni Þ

að hefur löngum verið ágæt afkoma í því að þurrka fisk á Íslandi. Áður var þetta gert utandyra. Flestir Íslendingar sem komnir eru á fullorðinsár kannast við skreiðarhjallana sem stóðu víðsvegar um landið. Með tilkomu nútíma tækni og aðgangi að heitu vatni hófst síðan fiskþurrkun innandyra. Hefðbundin skreiðarverkun lagðist af en farið var að þurrka hausa og beingarða. Markaðir fundust fyrir slíkar afurðir í Afríkuríkinu Nígeríu. Þar í landi kunna íbúar vel að meta þurrkaðan og næringarríkan fisk sem notaður er sem eggjahvítu- og steinefnarík viðbót í ýmsa matarrétti og gefur þeim bæði bragð og kraft. Skiptir þá engu, og jafnvel betra ef eitthvað er, að það sé um að ræða hausa og beingarða.

Tæplega 30 manna vinnustaður Fyrirtækið Laugafiskur á sér orðið nokkra sögu á Akranesi. Nafnið dregur það frá Laugum í Reykjadal í Suður - Þingeyjarsýslu þar sem það hóf starfsemi sína árið 1988 á grunni fyrirtækisins Stokkfisks sem stofnað var árið 1980. Hitaveita var lögð til Akraness ofan úr Borgarfirði í upphafi níunda áratugarins. Djarfhuga menn ákváðu nokkrum árum síðar að koma upp fiskþurrkun á Akranesi og nota til þess hitaveituvatnið. Þekkingin til þessa var til staðar norður í Þingeyjarsýslu. Haförninn hóf fiskþurrkun á Akranesi 1988 sem Laugafiskur keypti síðan af Haraldi Böðvarssyni hf. 1998. Fyrirtækið hefur starfað með blóma um árabil og veitt um 27 örugg ársverk. „Það er mjög mikill stöðugleiki meðal okkar starfsmanna. Hér vinna bæði konur og karlar. Mörg hafa verið hér árum saman,“ segja þau Sighvatur Sigurðsson vinnslustjóri og Inga Jóna Friðgeirsdóttir framvæmdastjóri hjá Laugafiski.

Mikil áhersla lögð á ferskleika Vatnaskil urðu í rekstri Laugafisks um síðustu aldamót. Lagt var út í miklar fjárfestingar. Eldra fiskvinnsluhús á Breiðinni, yst á Akranesi, var endurbyggt og tæknivætt fyrir fiskþurrkun. Það

Þúsund þurrir þorskhausar á færibandi þokast nær.

Inga Jóna Friðgeirsdóttir framkvæmdastjóri með hráefnismóttöku og forþurrkunarhúsnæði Laugafisks á Akranesi í bakgrunni. Fyrirtækið hefur nú sótt um að fá að byggja viðbótarhús á lóðinni sem Inga Jóna stendur við. Það myndi hýsa eftirþurrkunina. Þar með yrði öll starfsemi fyrirtækisins komin undir eitt þak í fullkomnu húsnæði.

bútaður niður í um þriggja sentimetra þykkar sneiðar og þær síðan þurrkaðar,“ segir Sighvatur. „Hráefnið hjá Laugafiski á Akranesi kemur nær eingöngu frá höfuðborgarsvæðinu, Akranesi og af Snæfellsnesi. Við þurfum að gæta vel að ferskleika hráefnisins. Það er keypt af hinum ýmsu fiskvinnslum.“ bætir Inga Jóna við. Reynt er eftir megni að takmarka alla lyktarmengun. Gasinu óson er blandað við allt útblástursloft en ósonið bindur við sig mestu lyktarefnin og eyðir þeim. Tölvukerfi vakta stöðugt alla vinnsluna. Með þeim er hægt að stýra henni fullkomlega.

Nýtt sérhæft hús myndi útiloka lyktarmengun

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands heimsótti Laugafisk að eigin frumkvæði í mars 2012. Hér sýnir Sighvatur honum þurrkaða þorskhausa með beingörðum. Ljósm. Laugafiskur.

húsnæði er nú notað til að taka á móti og forþurrka hráefnið í sérbyggðum klefum. Svokölluð eftirþurrkun og pökkun á afurðum fer svo fram í leiguhúsnæði spölkorn

frá. Fiskhausarnir eru uppstaðan í hráefninu. „Við þurrkum þó einnig hryggi og ýmiss konar afskurð. Það eru líka þurrkaðar kótilettur sem við köllum. Þá er heill fiskur

Í gegnum árin voru bæði Haraldur Böðvarsson á Akranesi og Grandi í Reykjavík stórir söluaðilar á hráefni til Laugafisks. Þau viðskiptasambönd héldust þegar fyrirtækin sameinuðust í HB Granda. Í lok síðasta árs rann Laugafiskur inn í HB Granda en afurðirnar eru áfram seldar undir merkjum Laugafisks. Það er fyrirsjáanlegt að Laugafiskur er nú mjög vel í stakk búinn til að ráðast í frekari uppbyggingu. „Það er mikill styrkur fyrir Laugafisk að fara undir HB Granda. Landvinnsla hjá HB Granda er mjög að aukast. Það er líka vilji hjá HB Granda til að byggja fiskþurrkunina frekar upp. Við höfum sótt um lóð hér við endann á núverandi hráefnismóttöku og vinnsluhúsnæði en ekki fengið svar frá bæjaryfirvöldum enn sem komið er. Eftir-

þurrkunin hjá okkur er flöskuháls í framleiðslunni. Við viljum hanna og láta reisa sérbyggt hús fyrir hana á þessum stað,“ segir Inga Jóna. Slíkt sérhannað hús sem uppfyllti allar kröfur myndi nánast útiloka lyktarmengun. „Við reiknum með því að nýtt hús og aukin framleiðsla hefði í för með sér fleiri störf,“ bætir Sighvatur við. Í dag er Laugafiskur að taka við á bilinu 7.000 – 7.500 tonnum af hráefni á ári.

Fyrirtæki í meðbyr Fyrirtæki eins og Laugafiskur hefur mikla þörf fyrir orku, bæði í formi heits vatns og rafmagns. Sighvatur og Inga Jóna benda á að Laugafiskur er stór viðskiptavinur hjá Orkuveitunni. Í vetur kom til þess að skortur varð á heitu vatni vegna bilana. Þá kom í ljós að miðlunartankur Orkveitunnar var hreinlega orðinn of lítill fyrir bæjarfélagið sem hefur stækkað verulega á undanförnum árum. Íbúafjöldinn hefur aukist um þúsund á tíu árum og búa nú 6.700 á Akranesi. Nú stendur hins vegar til að ráðast í úrbætur með nýjum og stærri miðlunar­tanki. Auk þess yrðu lagnir ofan úr Borgarfirði endurnýjaðar og raforkuflutningur um bæinn efldur. Skortur á heitu vatni og raforku ætti því ekki að standa fyrirtækinu fyrir þrifum. Á sama tíma má búast við því að framboð á hráefni muni aukast verulega með aukinni landvinnslu á þorskfiski. Það er því bjart yfir framtíð Laugafisks. ■


AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

13

Gott og stöðugt starfsfólk einn stærsti kosturinn við Akranes F

yrirtækið Norðanfiskur er eitt öflugasta fyrirtæki landsins í framleiðslu á sjávarfangi fyrir innanlandsmarkað. Norðanfiskur var stofnaður á Akureyri árið 2001. Þá var félagið í eigu kjötvinnslufyrirtækisins Kjarnafæðis og Útgerðarfélags Akureyringa. Norðanfiskur sameinaðist fyrirtækinu Íslenskt franskt eldhús á Akranesi árið 2003. Það flutti starfsemi sína til Akraness þar sem reksturinn hélt áfram undir heitinu Norðanfiskur. Þar er fyrirtækið enn rúmum tíu árum síðar og stendur styrkum fótum.

Hyggja á verulegar endurbætur Norðanfiskur er í eigu HB Granda, Brims og Kjarnafæðis á Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Það síðastnefnda á helming hlutafjár. „Rekstur félags-

Pétur Þorleifsson framkvæmdastjóri Norðanfisks á Akranesi. Starfsmenn fyrirtækisins tóku virkan þátt í Mottumars 2014 og Pétur var þar engin undantekning eins og sjá má.

ins hefur gengið ágætlega undanfarin ár og hefur til dæmis verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki seinustu tvö árin. Við erum því vel búin undir samkeppni, getum staðgreitt vörur, keypt inn á lager þegar verð eru hagstæð og þess háttar. Þannig getum við byggt okkur vel upp og mætt því ef skilyrði versna,“ segir Pétur Þorleifsson framkvæmdastjóri. Norðanfiskur hefur fest rætur á Akranesi. „Um síðustu áramót keyptum við húsnæðið sem starfsemi okkar er í að Vesturgötu 5. Það var áður í eigu HB Granda og við höfðum það á leigu. Með kaupum á húsnæði og lóð getum við farið að horfa miklu ákveðnar til framtíðar hér og byggt upp húsakost með hliðsjón af okkar rekstri. Það er fyrirhugað að fara í verulegar endurbætur strax í vor. Bæði í viðhaldi og endurbótum á húsunum, breytingum á lóð og fleiru.“

Mjög fjölbreytt framleiðsla Margir kannast við vörur og merki Norðanfisks í matvöruverslunum landsins. Pétur segir að fyrirtækið hafi á undanförnum árum unnið skipulega að því að ná góðri fótfestu á innanlandsmarkaði. „Í dag skapar hann um 90% af okkar tekjum. Við höfum byggt okkur upp á þessum markaði og viljum reyna að vera góð á honum. Við kaupum mest af okkar hráefni beint frá fiskmörkuðum og öðrum fiskvinnslum hér á landi og vinnum áfram úr því.“ Pétur segir að Norðanfiskur sé mikið í brauðun á fiskmeti. Einnig framleiðir fyrirtækið tilbúna rétti sem hægt er að matreiða án mikillar fyrirhafnar. Vörurnar frá Norðanfiski eru bæði fyrir heimili, mötuneyti og veitingastaði. „Við framleiðum til dæmis þó nokkuð af mál-

tíðum sem henta inn á mötuneytamarkaðinn. Þar má nefna plokkfisk, fiskigratín, brauðaðan fisk og þess háttar. Við skilgreinum okkur sem framhaldsvinnslu í fiskafurðum. Til dæmis erum við mikið að reykja og grafa fisk. Auk þessa erum við að selja bæði ferskan fisk, frosinn og saltaðan. Við erum líka með fiskborgara, allt hráefni í sushi-rétti, krabbadýr, skelfisk, humar og fleira. Við flytjum inn þær fiskafurðir sem ekki veiðast hér við land. Alls erum við með hátt í 300 virk sölunúmer sem við köllum. Það sýnir vöruúrvalið frá okkur því hvert númer stendur fyrir ákveðna vörutegund,“ segir Pétur.

Hörð samkeppni um hráefni Starfsemi Norðanfisks hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum. „Starfsmönnum hefur kannski ekki fjölgað svo mikið en við höfum bætt við okkur tækjum og tólum. Veltan hefur verið að aukast jafnt og þétt frá stofnun. Í fyrra var hún 1.200 milljónir og verður væntanlega eitthvað meiri á þessu ári.“ Það er krefjandi að reka matvælafyrirtæki með sjávarafurðir á Íslandi. „Um 99% af fiski á Íslandi er fluttur út. Vinnsla eins og við, sem er að selja sínar afurðir í íslenskum krónum, er að keppa við þennan útflutning um hráefni. Segja má að við kaupum okkar hráefni í erlendri mynt þó við seljum síðan í íslenskum krónum. Þetta getur skapað erfiðleika, sérstaklega ef gengið er óstöðugt. Þegar við erum til dæmis að kaupa ýsu hvort heldur það er á fiskmarkaði eða beint af vinnslum þá borgum við fyrir hana í íslenskum krónum miðað við einhver verð í evrum eða dollurum. Við flöktum bara með genginu. Þess vegna á fólk oft erfitt með að skilja af hverju ýsuverðið hækkar vegna þess að við erum að selja í íslenskum krónum. Í kjölfar hrunsins tvöfaldaðist innkaupaverðið til dæmis hjá okkur á hráefninu vegna falls krónunnar,“ útskýrir Pétur Þorleifsson, en bætir við: „Við höfum samt ákveðið að sinna innanlandsmarkaðinum þrátt fyrir efnahagshrunið og óstöðugleika í gengismálum og söluverði erlendis.“

Mikill kostur í góðum mannauði Pétur segir að Norðanfiskur kaupi meðal annars hráefni af öðrum sjávarmatvælavinnslum á Akranesi. Það sé þannig samvinna á milli húsanna. „Við höfum selt afurðir bæði frá Akraborg og Vigni G. Jónssyni. Einnig höfum við keypt harðfisk frá Felix-fiski sem starfar hér í bænum og rekur mjög góða harðfiskvinnslu.“ Hann segir að það sé gott að reka matvælavinnslufyrirtæki á Skaganum. Starfsfólk Norðanfisks eru nú 28. „Einn stærsti kosturinn við að vera með starfsemi á Akranesi er gott aðgengi að góðu og hæfu starfsfólki. Við erum kannski aðeins í burtu frá stærsta markaðinum sem er höfuðborgarsvæðið og þurfum við því að bera talsverðan flutningskostnað, en starfsfólkið hér er mjög stöðugt og gott og bætir það því upp. Það er líka mikið af afleiddum störfum í kringum okkar rekstur. Við höfum gott aðgengi að rafvirkjum, pípulagningamönnum, málmiðnaðarmönnum og áfram má telja. Iðnaðarmenn á Akranesi búa yfir mjög mikilvægri þekkingu og hæfni

Túnfiskur skorinn til vinnslu í Norðanfiski. Hann er m.a. mjög vinsælt hráefni í sushi-rétti.

innan sjávarútvegsins. Við erum mjög ánægðir með þá hér á Skaganum. Stoðkerfi af þessu tagi fyrir atvinnurekstur eins og okkar hér í

bænum er mjög gott enda reynum við að sækja alla þessa þjónustu hér innanbæjar. Það kostar líka miklu meiri tíma og peninga að fá menn af

höfuðborgarsvæðinu en að kalla á þjónustu hér úr bænum,“ segir Pétur Þorleifsson að lokum. ■

Margar tækniáskoranir hjá litlu fyrirtæki F yrirtækið Blikkverk á Akranesi er nokkurs konar blanda af vél- og blikksmiðju. Þetta er eitt af smærri iðnfyrirtækjum sem búa yfir sérhæfðri tækniþekkingu og inna af hendi dýrmæta þjónustu fyrir sjávarútveginn. „Við byrjuðum 1988 og í dag erum við fjórir starfsmenn hjá fyrirtækinu. Við höfum sérhæft okkur í smíði úr ryðfríu stáli og erum mest að þjónusta sjávarútveginn og svo byggingageirann þegar eitthvað er um að vera í honum. Það hefur nú verið lítið þar eftir bankahrun en sjávarútvegurinn hefur tekið vel við sér. Hér á Akranesi er Vignir G. Jónsson okkar helsti viðskiptavinur. Auk þess erum við í samstarfi við Skagann varðandi smíði á ýmsum tækjabúnaði,“ segir Sigurður Ragnarsson blikksmíðameistari og framkvæmdastjóri.

hjá Blikkverki hafa farið til Færeyja, til Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og til HB Granda á Vopnafirði. „Við erum nú að verða búnir að smíða um 30 svona kerfi. Hvert og eitt kostar töluvert mikla vinnu og er flókin smíði. Kerfin sem við erum að smíða núna munu fara til uppsetningar á Íslandi, Færeyjum og Marokkó.

ýmsan búnað sem mætir sérþörfum fyrirtækisins í hrognavinnslunni. „Það samstarf er mjög skemmtilegt. Það er alltaf gaman að hanna og þróa búnað og hluti sem koma að gagni. Mér finnst það líkjast því að mála skemmtilega mynd. Tala nú ekki um þegar búnaðurinn er bæði fallegur og virkar vel. Þarna fær maður góða

Mikil vinna í samstarfi við Skagann Síðustu tvö árin hefur fyrirtæki hans verið í mjög nánu samstarfi við Skagann en það hefur fallið í hlut Blikkverks að smíða sjálfvirk innmötunarkerfi í fiskvinnslukerfi sem Skaginn framleiðir og selur. Kerfin eru þannig að afurðin kemur á plastbökkum þar sem færiband færir þá að frystitækjunum. Þessi innmötunarkerfi ýta þessu svo inn í frystana og þar raðar kerfið afurðunum inn í frystitækin þar til frystirinn er orðinn fullur. Búnaðurinn sér svo einnig um að losa úr frystunum þegar búið er að frysta afurðina,“ útskýrir Sigurður. Slík innmötunarkerfi smíðuð

Guðmundur Jóhannsson, Sigurður Ragnarsson og Andrzej Stypulkowski hjá Blikkverki á Akranesi við eitt af innmötunarkerfum sem þeir eru nú að smíða fyrir Skagann. Þau eiga að fara í nýja vinnslu fyrir uppsjávarfisk hjá Skinney Þinganesi á Höfn í Hornafirði.

Það er því víða komið við í þessu og samstarfið við Skagann hefur gengið ljómandi vel.“

Nýsköpun og tækniþróun í hrognavinnslu Sigurður segir að Blikkverk sjái einnig um að þjónusta allar vélar hjá hrognavinnslufyrirtækinu Vigni G. Jónssyni á Akranesi. Þar hafa líka komið fram krefjandi verkefni við að hanna og smíða

útrás fyrir sköpunarþörfina,“ segir Sigurður Ragnarsson. Verkefni Blikkverks hafa teygt sig víða, t.d. hafa starfsmenn komið að smíði veiðibúnaðar fyrir smábáta á makrílveiðum. Þeir unnu að stækkun verksmiðjuhúss Marels í Garðabæ, sáu um hönnun vegna flutnings á Neem rannsóknastöðinni á Grænlandsjökli og einnig hafa þeir smíðað innréttingar fyrir margar verslanir og þjónustufyrirtæki.


14

AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Sjómaður í næstum hálfa öld U

ppsjávarveiðiskipið Ingunn AK 150 kom nýtt til landsins árið 2001. Það var smíðað í Chile í Suður Ameríku. Ingunni er haldið til veiða eftir loðnu, síld, kolmunna og makríl. Skipið aflar bæði með hringnót og flotvörpu. Elías Svavar Kristinsson hefur verið stýrimaður á Ingunni AK síðan skipið kom nýtt til landsins. Við hittum hann og tókum tali þegar skipið var nýlagst að bryggju á Akranesi með loðnufarm 8. mars síðastliðinn. Þetta var afli af Vestfjarðamiðum og síðasti loðnufarmur sem skipverjar á Ingunni komu með að landi á þessari vertíð. „Það rættist nú ótrúlega úr þessari vertíð. Það leit mjög illa út með loðnu á tímabili. Nær öll loðnan hjá okkur fór til manneldis núna. Það munar öllu tekjulega séð því við fáum miklu hærra

eftir sameinguna við Granda sem myndaði fyrirtækið HB Granda og er hér enn.“

Allt annað líf í dag

Elías Svavar Kristinsson stýrimaður á Ingunni AK hefur verið sjómaður í rúma fjóra áratugi og er hvergi hættur enn.

Sérhæfðir í sjálfvirkum rafstýringum

R

afverktakafyrirtækið Straumnes á Akranesi var stofnað 1994 og er því 20 ára um þessar mundir. Það voru þrír fyrrverandi starfsmenn sem allir voru rafvirkjar hjá skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts sem komu fyrirtækinu á fót. Straumnes lætur ekki mikið yfir sér þar sem starfsemin fer fram í húsakynnum þess á hinu gamalgróna slippsvæði á Akranesi. Fyrirtækið er þó einn af lykilaðilum í hljóðlátri tæknibyltingu sem hefur orðið innan afurðavinnslu sjávarútvegsins. Ellert Ingvarsson framkvæmdastjóri Straumness er sjálfur rafvirki og stýrir þannig fyrirtæki sem hefur tíu fasta starfsmenn.

Starfa mikið með sjálfvirkni Straumnes hefur alla tíð unnið mikið fyrir sjávarútveginn auk þess að sinna alhliða raflögnum til dæmis í byggingaiðnaði. Tengslin við útveginn koma auðvitað ekki

Straumness inna af hendi í sjávarútveginum. „Þetta snýr mest að sjálfvirkum rafstýringabúnaði fyrir sjávarútveginn. Við erum eini aðilinn hér á Akranesi sem býður upp á svokallaðar iðntölvustýringar. Það eru sjálfvirkar stýringar sem eru notaður í þessum iðnvædda hluta sjávarútvegsins til að stjórna tækjunum. Þetta er eins og gefur að skilja mikið notað í þeim tækjum sem bæði Skaginn og Marel eru að framleiða og selja. Við sjáum um að stilla upp iðntölvunum, forritum þær, forritum skjái og þess háttar. Þetta er allt tölvustýrt. Öll hönnun og forritun fer fram hér hjá okkur. Þetta er okkar sérstaða.“

Stór og fjölbreytt verkefni Straumnes er til húsa í einni af þeim byggingum sem einnig hýsa starfsemi Skagans á Akranesi. Nábýlið er þétt bæði við það fyrirtæki og skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts. Lykilstarfsmenn allra fyrir-

nes á Hornafirði. Því á að ljúka fyrir vorið. Þá hefst uppsetningin í Fuglafirði. Það er risavaxið verkefni. Við hjá Straumnesi sjáum um rafmagnið í þessum verksmiðjum eins og það leggur sig. Það er öll hönnun, töflusmíði, lagnavinna og forritun. Allur pakkinn.“

Netið hefur bylt öllu Þegar Straumnes hóf störf fyrir 20 árum var Internetið að ryðja sér til rúms. Það hefur haft í för með sér geysimikla hagræðingu og byltingarkennda möguleika. „Þetta á ekki síst við um það sem við köllum fjartengingar. Ef bilanir komu upp í búnaði frá okkur hér áður fyrr, hvort heldur hér á landi eða úti í heimi þá var maður kominn upp í flugvél áður en maður vissi af til að breyta, bæta og laga. Í dag erum við tengdir gegnum Internetið inn á öll þessi kerfi. Við getum fjarstýrt þessu gegnum netið. Til dæmis bilaði á dögunum skjár á lausfrysti úti í Kína. Ég gat bara setið hér á skrifstofunni á Akranesi og tengst skjánum gegnum netið. Ég setti bara nýtt forrit í hann, gangsetti frystinn upp á nýtt í gegnum tölvuna og málið var leyst. Þetta er stóra byltingin í þessu, að geta þjónustað búnaðinn með þessum hætti. Það skiptir öllu þegar við höfum komið að tækjum sem nú er verið að nota í Asíu, í Suður-, Mið- og Norður Ameríku og víða í Evrópu. Þetta eru lausfrystar, karakerfi, krapakerfi og áfram má telja.“

verð fyrir slíka loðnu,“ sagði Elías. Loðnuafla Ingunnar á vertíðinni var landað bæði á Vopnafirði og Akranesi. Síðasti farmurinn fór til hrognavinnslu á Skaganum.

Næstum hálf öld á sjó Elías Svavar Kristinsson er fæddur og uppalinn á Dröngum á Ströndum en fór ungur til fiskveiða. „Ég er búinn að vera nánast alla mína tíð á sjó. Byrjaði um 1970. Árin sem sjómaður verða þannig orðin 45 á næsta ári. Fyrst var ég 17 ár á bátum frá Eskifirði og búsettur þar. Svo flutti ég til Akraness 1991 og hef átt heima þar síðan. Þar var ég til að byrja með á Bjarna Ólafssyni AK, síð-

Elías neitar því ekki að ferill hans á sjónum er orðinn langur. Hann man tímana tvenna. „Þetta er náttúrulega brjálæði hvað maður er búinn að vera lengi á sjónum,“ segir hann og hlær kankvíslega. „Það hafa oft verið miklar fjarvistir, ekki síst fyrstu áratugina. Þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt var ég í vari við Vestmannaeyjar og horfði á eldgosið. Það var 1973. Ég var svo heima þegar annað barnið fæddist. Svo þegar yngsta dóttirin kom í heiminn var ég við loðnuveiðar í grennd við Jan Mayen. Það var ekkert verið að fara neitt í frí þótt börnin væru að koma í heiminn. Fæðingarorlof var ekki til. Það hefur mikið breyst maður.“ Stóra byltingin á sjónum varð þegar stóru skipin eins og Óli í Sandgerði og Ingunn bættust í flotann um síðustu aldamót. „Það er allt annað líf að vera á þessum góðu og miklu skipum. Fyrstu áratugina sem maður var á sjó var þetta bara þrældómur. Það er ekki hægt að líkja því saman við nútímann.“

Næg verkefni framundan Elías kann því vel að vera á sjónum. „Þetta er fínt. Það hefur alltaf verið gott að stunda sjó frá Akranesi og með Skagamönnum. Að vinna hjá Haraldi Böðvarssyni var eins og að vera á vernduðum vinnustað. Þetta breyttist ekkert

Verið að dæla úr Ingunni AK.

Mikil vinna framundan Þrír af starfsmönnum Straumness á verkstæði fyrirtækisins. Frá vinstri Erling Ingvarsson, Jóhann Þór Sigurðsson og Einar Mýrdal.

á óvart sé litið til þess úr hvaða jarðvegi fyrirtækið spratt. „Til að byrja með eftir stofnun fyrirtækisins unnum við mikið í tengslum við rafmagn í skipum, ekki síst í viðhaldi og endurbótum. Síðan fór vinna fyrir Skagann við rafhönnun, smíði og uppsetningu ýmiss konar vinnslubúnaðar að verða stærri þáttur í okkar störfum. Samhliða því höfum við unnið mikið fyrir Marel. Fleira má svo nefna. Meðal annars tókum við að okkur það verkefni fyrir nokkrum árum að ljósleiðaravæða öll hús á Akranesi,“ segir Ellert Ingvarsson. Hann útskýrir nánar hvað felst í þeirri vinnu sem starfsmenn

tækja hafa þekkst í áratugi. Þetta eru reynsluboltar sem hafa unnið saman að ótal verkefnum sem eru næstum jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ellert samsinnir því að nú séu spennandi tímar. Það er mikil gróska í hátækniiðnaði Skagamanna innan sjávarútvegsins. Ellert nefnir nýleg dæmi. „Við settum upp stórt kerfi fyrir uppsjávarfisk á Suðurey í Færeyjum fyrir tveimur árum. Það var stærsta verkefni sem við höfðum tekið að okkur þar til við hófum vinnu við sams konar verksmiðju sem á að setja upp í Fuglafirði í Færeyjum nú í ár. Við erum einnig að hefja uppsetningu á verksmiðju fyrir Skinney - Þinga-

Þrátt fyrir alla alþjóðavæðinguna og hátæknina hafa þeir hjá Straumnesi ekki gleymt upprunanum sem eru skipin. „Við vorum að ljúka við rafmagnið í fiskibátnum Magnúsi SH frá Hellissandi. Það hefur verið krefjandi verk því báturinn skemmdist mikið í eldsvoða í skipasmíðastöðinni hér á Akranesi í fyrrasumar. Þetta stendur á endum. Með nokkurri einföldum má segja að við ljúkum við bátinn og byrjum á Hornafirði og förum svo til Færeyja. En auðvitað erum við byrjaðir að hanna og vinna undirbúning fyrir uppsetningar á þessum tveimur stöðum. Svo vinnum við mikið fyrir vinnslufyrirtæki hér á Akranesi. Þar má nefna niðursuðuverksmiðjuna Akraborg og hrognavinnslufyrirtækið Vigni G. Jónsson,“ segir Ellert Ingvarsson. ■

Skipverjar á Ingunni kasta landfestum í síðasta sinn á þessari loðnuvertíð.

an á Keflvíking KE og svo á Höfrungi AK sem var í eigu Haraldar Böðvarssonar hf. Ég var svo á Óla í Sandgerði AK og fór svo hingað yfir á Ingunni þegar hún kom til landsins og hef verið þar síðan. Þau eru því orðin 13 árin hér um borð. Það má segja að ég hafi verið hjá sömu útgerð síðan ég byrjaði á Höfrungi AK fyrir einum 20 árum síðan. Öll skipin eftir það voru í eigu Haraldar Böðvarssonar. Ég hélt svo áfram hér á Ingunni

þegar fyrirtækið varð HB Grandi. Þeir halda vel utan um sitt starfsfólk. En nú fer ég að hætta þó ég viti ekkert hvenær það verður,“ sagði Elías og sneri sér að því að undirbúa löndun úr skipinu. Skipverjar á Ingunni reiknuðu með að taka smá frí nú þegar loðnuvertíðinni væri lokið. Síðan tækju við kolmunnaveiðar á vormánuðum. Í sumar munu þeir svo snúa sér að makrílveiðunum.


AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Jón Traustason á Stapavík AK höndlar þorskinn við löndun eftir góðan dag á færunum í Faxaflóa.

15

Stapavík AK heldur að leguplássi sínu í Akraneshöfn. Góð aðstaða er fyrir smábáta í höfninni og gnægð flotbryggja fyrir bátana að leggjast að.

Smábátasjómenn afla vel þegar gefur

Þ

orskveiði hefur verið með ágætum í grennd við Akranes nú eftir áramót. Tíð óveður hafa þó hamlað veiðum. Smábátar sem róa frá Akranesi hafa þurft að liggja í höfn dögum saman vegna þrálátrar norðanáttar. Það er alltaf gaman að kíkja niður á höfn síðdegis þegar bátarnir koma að landi. Afli þeirra er hífður á land á bryggjunni þar sem Akraborgin lagðist eitt sinn upp að. Þar er ágæt aðstaða og næði til löndunar.

Vilja halda í fiskmarkaðinn Eins undarlega og það hljómar þá hefur stóri þorskurinn verið að

arnir hafa ekki verið alls kostar ánægðir með þetta. „Verðið er lægra núna fyrir kílóið af stórþorski en minni þorski. Ég fór út klukkan sjö í morgun og var 12

Akranesi. Það er algerlega afgerandi fyrir bátaútgerð hér á Akranesi að við höfum fiskmarkaðinn hér á staðnum. Það hefur heyrst að hann hafi staðið tæpt því hér

Stórþorskurinn í loðnu og gráðugur að bíta á Jón Traustason rær með handfærum á Stapavík AK 8. „Ég fékk 2,2 tonn af þorski á handfærin í dag. Þennan afla fékk ég úti í svokölluðum Rennum sem eru á milli miðanna sem kölluð eru Hraun hér úti í Faxaflóa. Þetta er fyrsti róðurinn nú eftir áramót sem við komumst þarna út á Flóann fyrir veðri. Ótíðin er búin að vera mikil í vetur,“ sagði hann nýbúinn að landa stórum og mjög fallegum fiski. Þrátt fyrir að loðnuvertíðin hafi reynst hálf misheppnuð þá var greinilegt að loðnan hafði komið inn á Faxaflóann. „Það lóðaði vel á loðnuna þarna úti. Þetta var allt stórþorskur sem ég fékk.“

Eymar Einarsson á Ebba AK er hér að gogga inn þorsk.

seljast á lægra verði en fiskurinn sem er af millistærð. Trillukarl-

tíma í róðrinum. Allur aflinn hjá mér fer á markaðinn sem er hér á

berist ekki nægur afli á land frá bátunum. Ég veit ekki hvernig

Eiður Ólafsson hampar stórþorski.

Steindór Oliversson á Þuru AK á línuveiðum vestur af Suðurflös á Akranesi.

Pétur Þór Lárusson sjómaður á Akranesi að ísa aflann.

færi ef hann væri ekki,“ sagði Jón Traustason á Stapavík AK.

Mikið líf úti í Faxaflóa vegna loðnunnar Eiður Ólafsson gerir út Ísak AK 67. „Ég hef alltaf róið með net á þessum árstíma. Nú er ég á handfærum. Það er vegna þess að ég vil reyna að fá smærri þorskinn. Menn hafa verið að fá 350 til 380 krónur fyrir kílóið af minni þorskinum á meðan ég var að fá frá 208 upp í 250 krónur fyrir kílóið af stórum netaþorski. Það var því engin spurning. Ég henti netunum í land og setti upp handfæra­ rúllur sem ég átti frá makrílveiðunum í fyrrasumar,“ sagði hann þar sem hann landaði úr báti sínum. „Fiskurinn er núna allur í loðnu. Það er mikið líf og fjör úti í Faxaflóa. Geysilega mikið af smáhvelum og það sést líka til hnúfubaka. Þorskurinn tekur grimmt á handfærin þegar maður hittir á hann. Þrátt fyrir að hafa skipt yfir á handfærin þá fær maður bara stóra þorskinn. Hann er mjög gráðugur að bíta á önglana.“ Eiður sagði að það væri bras að ná þessum stóru fiskum um borð. “Það er puð að lyfta þeim innfyrir borðstokkinn þegar þeir koma upp margir í einu.“ ■


16

AKRANES – Veiðar, vinnsla og tækni í sjávarútvegi

Akraborg er stærsti framleiðandi landsins í niðursoðinni fisklifur

S

tærsta niðursuðuverksmiðja landsins fyrir fiskafurðir er á Akranesi. Þetta er Akraborg. Fyrirtækið hefur vaxið mjög á undanförnum árum en nú starfa þar 45 manns. Fyrirtækið framleiðir nær eingöngu vörur úr þorsklifur en hefur einnig búið til niðursoðna skötuselslifur, soðið niður heitreykta loðnu, síld og svil. Nýverið hóf Akraborg einnig að framleiða lýsi til manneldis. Við það varð sú breyting að hráefni fyrirtækisins er fullnýtt í verksmiðju þess á Akranesi.

Stöðugur vöxtur undanfarin ár „Meirhluti okkar framleiðslu fer á markaði í Vestur Evrópu en einnig töluvert til Austur Evrópu og vestur um haf til Norður Ameríku og svo austur til Asíulanda. Vörur frá okkur eru einnig seldar

Rolf Hákon Arnarson framkvæmdarstjóri Akraborgar á Akranesi.

hér innanlands,“ segir Rolf Hákon Arnarson framkvæmdastjóri Akraborgar. Á síðasta ári var mikið lagt í að stækka húsakost fyrirtækisins. Þá var meðal annars reist tæplega 700 fermetra hús undir lager og aðra starfsemi. Fyrirtækið hefur sótt um að fá aukið

lóðarými fyrir starfsemi sína þó ekki liggi fyrir ákveðnar fyrirætlanir um að byggja meira í næstu framtíð. „Við kaupum lifur víðs vegar að en það er mjög hörð samkeppni um hráefnið. Allt hráefni er keypt hér innanlands. Verðið á því hefur hækkað mjög á meðan verð á þeim afurðum sem við framleiðum hefur nánast staðið í stað,“ segir Rolf. Á undanförnum árum hefur verið ráðist í verulegar endurbætur á tækjakosti verksmiðjunnar. Þar hefur fyrirtækið notið góðs af nábýlinu við Skagann og fleiri iðnfyrirtæki á Akranesi sem Við snyrtilínuna í lifrarvinnslunni hjá Akraborg. Allur afskurður er nýttur til fulls og framleitt úr honum hágæða lýsi til manneldis.

Pökkun í gangi.

hafa lagt til sína sérþekkingu til að þróa lausnir sem henta niðursuðuiðnaðinum. Akraborg er í eigu útflutningsfyrirtækisins Tríton á Íslandi og

danska niðursuðufyritækisins Bornholms sem er umsvifamikið í framleiðslu á þorskhrognum og þorsklifur. ■

Öflugasta fyrirtæki landsins í vinnslu hrognaafurða

F

yrirtækið Vignir G. Jónsson hefur verið starfrækt á Akranesi síðan 1972. Tveimur árum fyrr var það stofnað úti í Bretlandi. „Fyrirtækið er þannig 44 ára gamalt og hefur alltaf verið í hrognavinnslu. Fyrst í grásleppuhrognum en síðan hafa hrogn annarra tegunda komið inn. Í dag má segja að við séum í öllum hrognum sem við komum höndum yfir héðan úr Norður Atlantshafi. Við flytjum líka inn hrogn af fjarlægari slóðum svo sem flugfiskahrogn frá Suður Ameríku. Úr öllum þessum hrognum eru svo framleiddar hinar ýmsu hrognaafurðir,“ segir Eiríkur Vignisson framkvæmdastjóri. Fyrirtækið var stofnað af foreldrum hans Vigni Gísla Jónssyni og Sigríði Eiríksdóttur. Það var í eigu fjölskyldunnar allt þar til í lok síðasta árs að það rann inn í HB Granda.

óvart að það hafi einnig keypt sjálf hrognkelsin eftir að farið var að hirða þau og koma með að landi. Eiríkur segir að grásleppan

Eiríkur Vignisson framkvæmdastjóri Vignis G. Jónssonar.

um 50% meira af hrognum heldur en við. Þar er hún veidd alveg frá Diskóflóa í norðri og suður að Hvarfi. Þeir hafa úr langri strandlengju að moða til að stunda veiðarnar við.“

Samruni við HB Granda Kaflaskil urðu í langri sögu þessa rótgróna fjölskyldufyrirtækis í vetur þegar það sameinaðist HB Granda. „Við lítum björtum augum á þennan samruna enda HB Grandi framsækið fyrirtæki. Með honum náum við að samkeyra markaðsstarf okkar með HB Granda. Við höfum væntingar til að það gefi góða raun. HB Grandi samsteypan sér sjálf um sölu á sínum afurðum og býr yfir öflugu sölukerfi. Síðan verða sam-

legðaráhrif af fleiri þáttum svo sem í flutningum, skrifstofuhaldi og innkaupum. Við munum halda áfram að taka hráefni frá HB Granda eins og við höfum gert hingað til. Ekki stendur til annað en að vinnslan hér muni aukast í kjölfar þessa samruna. Við erum reyndar þegar byrjuð að stækka við okkur en þó ekki í framleiðslunni heldur gera endurbætur í starfsmannaaðstöðunni. Annars höfum við nægt rými til stækkunar á lóð okkar hér á Akranesi.“ Hjá Vigni G Jónssyni starfa á bilinu 40 til 45 manns. Samstilltur og sterkur hópur sem er lykillinn að öllum rekstri fyrirtæksins. Velta fyrirtækisins nam 2,4 milljörðum króna árið 2012.

Sjávarútvegurinn nýtur stóriðjunnar og öfugt Eiríkur segir að það séu margir kostir við að reka tæknivædda fiskvinnslu á Akranesi, ekki síst vegna þess að mikil verkþekking sé til staðar í bænum. „Nálægð okkar í sjávarútveginum hér á Akranesi við stóriðjuna á Grundartanga gerir það að verkum að við höfum aðgang að iðnaðarmönnum sem eru færari og með víðari verkþekkingu en við hefðum annars. Flutningakerfi í kringum stóriðjuna og sjávarútveginn er öflugt og nýtist það báðum aðilum vel. Það má segja að stóriðjan geri það að verkum að allt stoðkerfi umhverfis sjávarútveginn og allt annað atvinnulíf hér á Akranesi er miklu betra og sterkara en það væri ella. Framtíðarsýn gæti verið sú að geta nýtt höfnina á Grundartanga sem innog útflutningshöfn. Grundartangahöfn með kæli- og frystigeymslum sem gæti tekið við öllum fiskútflutningi af Vestur- og Norðurlandi.“ ■

Frysta einnig fisk Samhliða því að framleiða hinar ýmsu hrognaafurðir hefur Vignir G. Jónsson stundað lítils háttar frystingu á fiski. „Við höfum fryst síld, makríl og grásleppu. Reyndar hættum við fljótlega að kaupa síld og frysta. Síldarmarkaðurinn er mjög erfiður. Þetta svaraði ekki kostnaði. Makríllinn gefur betri ástæðu til væntinga. Þær væntingar liggja í frekari vinnslu á honum umfram heilfrystingu. Þá er horft til Asíumarkaðar. Frysta grásleppan er einnig vonandi komandi til að vera á því markaðssvæði.“

Mikil lægð í grásleppuveiðum Séð í ljósi þess að fyrirtækið hefur ávallt verið umsvifamikið í verkun grásleppuhrogna og keypt mikið af þeim af smábátasjómönnnum, þarf ekki að koma á

sé heilfryst, án hrogna að sjálfsögðu, og seld til Kína. „Markaðurinn bæði fyrir grásleppuna sjálfa og grásleppuhrognin er hins vegar mjög erfiður núna. Það hefur orðið samdráttur í sölumöguleikum á frystri grásleppu. Menn eru enn að klára birgðir frá því í fyrra. Það eru því líkur á því að verð fyrir hana lækki eitthvað. Varðandi gráspleppuhrogn þá er offramboð á markaðinum eins og er. Menn hafa í vetur verið að selja hrogn á lægri verðum en þeir gerðu á vertíðinni í fyrra. Eins og er þá er því niðursveifla í þessu. Ég á von á því að grásleppuvertíð þessa árs verði í smærra lagi,“ segir Eiríkur. Hann bætir við að Íslendingar hafa misst til Grænlands forystuhlutverkið í veiðum á grásleppu. „Grænlendingar eru nú að afla

Á grásleppuveiðum við Akranes.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.