stollinn_2022

Page 1

stóllinn stóllinn

KYNNINGARBÆKLINGUR KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS 2022-2023
NÝ PRENT ehf. | MYNDIR: DAVÍÐ MÁR Ártorgi 1 550 Sauðárkróki & 455 4500 Áfram Tindastóll Við óskum stelpum og strákum í Umf. Tindastóli gæfu og gengis á körfuboltavöllunum í vetur.

DAGUR ÞÓR BALDVINSSON

formaður körfuknattleiksdeildar TINDASTÓLS

Samheldni og stemning

Kæru félagsmenn

Loksins er tímabilið hafið hjá Körfuknattleiksdeild Tindastóls. Liðin okkar eru vel mönnuð góðri blöndu heimamanna og atvinnumanna, bæði inni á vellinum sem og í þjálfarastöðum. Mikið og metnaðarfullt starf er unnið hjá yngri flokkum félagsins og framtíðin er sannarlega björt. Körfuknattleiksdeild Tindastóls er rík af mannauði, með ótal sjálfboðaliða á sínum snærum, sem gefur okkur möguleika á að halda úti öflugu starfi – án þessa fólks væri þetta ekki hægt. Þá færum við öllum okkar styrktaraðilum; bæði fyrirtækjum og einstaklingum hér heima og um allt land, kærar þakkir fyrir stuðninginn.

Við vitum að með samheldni og skagfirskri stemningu eru okkur allir vegir færir og við megum ekki gleyma því þó stundum blási á móti.

Við erum Tindastóll!

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindstóls 2022-2023

Dagur Þór Baldvinsson formaður | karfa@tindastoll.is Indriði Ragnar Grétarsson gjaldkeri | laugartun@gmail.com

Freyja Rut Emilsdóttir ritari | freyjarut@gmail.com

Ari Freyr Ólafsson meðstjórnandi | ari@frj.is

Dagbjört Rós Hermundsdóttir meðstjórnandi | dagbjort79@live.com

Dagur Þór Baldvinsson formaður kkd. Tindastóls KYNNINGARBÆKLINGUR

Eyþór Jónasson meðstjórnandi | eythor70@hotmail.com

Ingi Björgvin Kristjánsson meðstjórnandi | fellstun12@gmail.com

Ágúst Kárason varamaður | gusti.kr@gmail.com

Gylfi Ingimarsson varamaður | gylfii@simnet.is Einar Ólafsson varamaður | einar@frj.is

VERKEFNASTJÓRI YNGRI FLOKKA: Helgi Freyr Margeirsson helgif8@gmail.com

FORSVARSMAÐUR YNGRI FLOKKA: Hrefna Reynisdóttir karfa-unglingarad@tindastoll.is HEIMASÍÐA: http://www.tindastoll.is/korfubolti

ÚTGEFANDI: Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Nýprent ehf.

ÁBYRGÐARMAÐUR: Dagur Þór Baldvinsson.

UMSJÓN: Óli Arnar Brynjarsson og Sigríður Garðarsdóttir.

AUGLÝSINGAR: Nýprent ehf.

FORSÍÐUMYND OG AÐRAR MYNDIR: Davíð Már Sigurðsson o.fl.

UMBROT OG PRENTUN: Nýprent ehf. *11/2022

stóllinn 3
KÖRFUKNATTLEIKSDEILDAR TINDASTÓLS 2022-2023
stóllinn

Arnar Björnsson leikmaður tindastóls

Markmiðið að taka alla titla

Arnar Björnsson hefur síðustu árin glatt körfuboltaaðdáendur um allt land með skemmtilegum töktum, klikkuðum þristum, óendanlegri orku og svo er hann alltaf með bros á vör. Nema kannski þegar hann er meiddur. Kappinn er sonur Guðrúnar Sigmars (systur Ómars Sigmars) og Bjössa Sigtryggs sem var ólseigur leikmaður Tindastóls og Vals seint á síðustu öld og einhver skarpasti villusafnari sem sögur fara af. Hann býr á Króknum ásamt kærustunni, Bjarneyju Sól sem er úr Borgarfirðinum, og syni þeirra, Lúkasi Birni.

Arnar er nú á sínu fjórða tímabili með liði Tindastóls en hann hefur einnig spilað með liði Skallagríms og Grindavíkur og þá lék hann einnig á Spáni hálft tímabil. Þá hefur hann verið fastamaður í íslenska landsliðshópnum síðustu árin. Arnar Björnsson er trompið uppi í erminni og áttan í ólsen ólsen. Hann er samt númer sex í liði Tindastóls. Stóllinn spjallaði við kappann.

Hvernig leggst nýtt tímabil í þig? Þetta tímabil leggst mjög vel í mig. Við erum búnir að æfa vel á undirbúnings tímabilinu og mér liður eins og við séum að bæta okkur með hverjum deginum. Væntingarnar eru miklar og markmiðið er auðvitað að vinna titla.

Hvaða lið heldurðu að berjist um toppsætin í Subwaydeildinni? Það er erfitt að segja til um það svona snemma en lið Keflavíkur lítur vel út í byrjun móts og eru með hörkugóðan hóp. Síðan held ég að Stjarnan, Njarðvík og Valur verði sterkir í vetur.

Hver er erfiðasti eða skemmtilegasti andstæðingurinn sem þú hefur glímt við hér heima (á Íslandi) og hvers vegna? Ég verð að segja Jón Arnór. Magnaður leikmaður með svakalegt presence á vellinum og hörku íþróttamaður. En erfiðast var að dekka Stefan Bonneau. Sá gæi var eitthvað annað, kraftmikill og góður sóknarmaður.

Það kviknaði á liði Tindastóls þegar leið á síðasta tímabil og úrslitakeppnin geggjuð þó ekki hafi

stóllinn 5

náðst í titilinn. Hvaða seríu fannst þér skemmtilegast að spila og hvaða máli skipta stuðningsmenn? Það er erfitt að velja eina uppáhalds seríu. Allar þrjár voru mjög skemmtilegar. En þrír leikir sem stóðu uppúr voru oddaleikurinn á móti Keflavík, leikur tvö á móti Njarðvík (þar sem við erum 18 stigum undir í byrjun fjórða leikhluta og vinnum í tvíframlengdum leik) og leikur fjögur á móti Val. Þessir leikir gleymast seint. Stuðningsmennirnir skipta okkur öllu máli. Þeir setja okkur upp á annað level og hafa hjálpað okkur að vinna leiki sem við hefðum ekki getað unnið án þeirra. Eins og t.d. leikur tvö á móti Njarðvík, þá hættu þeir aldrei að syngja og hvetja og það gaf okkur orkuna sem við þurftum til þess að koma til baka og vinna þann leik. Körfubolti verður miklu skemmtilegri með góðum stuðningsmönnum.

Með hvaða leikmanni hefur þér þótt skemmtilegast að spila? Ég hef spilað með fullt af skemmtilegum leikmönnum en ég hef alltaf elskað að spila með Pétri. Hann hefur svo góða tilfinningu fyrir leiknum og leikmönnunum sem hann er að spila með. Síðan er hann líka alltaf mjög léttur og aldrei með neitt vesen.

Þú áttir góða leiki með íslenska landsliðinu í sumar. Hverjir eru möguleikar Íslands að komast á HM og er spenna í hópnum? Takk fyrir það. Við höfum aldrei verið nær því að komast á HM og spennan er því mikil. En við verðum að fókusa á einn leik í einu og sjá svo hvar við stöndum eftir

þessa fjóra leiki sem eftir eru. Það er alltaf gaman að taka þátt í landsliðsverkefnum en það er einstaklega gaman núna þegar það er svona mikið undir.

Voru engin skot innan landsliðshópsins á Stólana að hafa tapað í úrslitum í vor eða eru menn ekkert að ræða deildarkeppnina þegar þeir koma saman í svona verkefni? Sem betur fer þurfti ég ekki að heyra mikið um það. Kristó laumaði inn einu og einu en það var bara gaman af því.

Hvað þurfa ungir iðkendur í körfubolta að gera til að ná langt í sportinu? Þeir þurfa að vera duglegir að æfa og styrkja sig. Ef maður ætlar að ná langt þá þarf maður að fórna ýmsu. Það er í rauninni ekkert flókið, bara pínu erfitt. En ef maður elskar það sem maður er að gera þá er þetta töluvert auðveldara.

Hver er kúrsinn fyrir tímabilið í vetur? Klárlega er markmiðið að taka alla titla sem eru í boði. Við munum gera allt sem við getum til þess. Þetta er mjög sterk deild í ár, en við teljum að það sé raunhæft markmið.

Spurningar frá aðdáendum: Var gaman að vinna á leikskólanum? Það var mjög gaman að vinna á leikskólanum. Ég kynntist fullt af skemmtilegu fólki og krökkum. Mæli hiklaust með þeim vinnustað.

Hvers vegna spilarðu með tyggjó? Þetta er vani sem ég er búinn að vera með í nokkur ár. Ekkert mikið á bakvið það. En ég er aðallega að vinna með Spearmint Extra tyggjó.

stóllinn 7

Dögunarrækja með hverjum sigri Áfram Tindastóll!

Rækjan
Dögun er
úr hágæða hráefni úr
Við leggjum áherslu á sjálfbærni veiðistofna og fullan rekjanleika vörunnar. Villtkaldsjávarrækja eins
gerist
frá
framleidd
Norður-Atlantshafi.
og hún
best

Spennandi hópur LEIKMANNAKYNNING

Það voru nokkrar vendingar í þjálfaramálum meistaraflokks karla hjá Tindastóli í sumar.

Eftir magnaða frammistöðu Stólanna í úrslitakeppninni, þar sem liðið fór alla leið en tapaði gegn liði Vals í hreinum úrslitaleik að Hlíðarenda, var ákveðið að bjóða Baldri Þór Ragnarssyni, sem þjálfað hafði liðið þrjú tímabilin á undan, nýjan samning og í byrjun júní var tilkynnt um eins árs samning. Þann 12. júlí kom á daginn að Baldri hefði boðist starf við þjálfun í Þýskalandi sem hann þáði og hófst því leit að nýjum þjálfara. Þann 27. júlí var tilkynnt um ráðningu á nýjum þjálfara, Vladimir Anzulovic, 44 ára gömlum Króata fæddum í Zagreb sem hafði að mestu þjálfað félagslið í Slóveníu auk starfa fyrir króatíska landsliðið. Hann á einnig að baki farsælan feril sem leikmaður. Hvað varðar leikmenn þá ákváðu Taiwo Hassan Badmus og Zoran Vrkic að halda áfram á Króknum en Javon Bess vildi reyna fyrir sér annars staðar. Í hans stað er kominn Antonio Keyshawn Woods og einnig bættist í hópinn Litháinn Adomas Drungilas sem varð Íslandsmeistari með liði Þórs í Þorlákshöfn á sínum tíma.

Þá bættist Ragnar Ágústsson á ný í hóp Tindastóls en hann hafði síðustu misserin spilað með liði Þórs á Akureyri. Viðar bróðir hans og Hannes Ingi Másson hafa sett sína keppnisskó á hilluna – vonandi ekki til frambúðar því báðir sýndu mátt sinn með liði Tindastóls í vor. Allir í Síkið og áfram Tindastóll!

TÍMABILIÐ 2022-2023 LEIKIR meistaraflokks karla 82 - 80 85 - 70 91 - 68 73 - 69 98 - 89 * Tímasetningar leikja gætu breyst vegna sjónvarpsútsendinga á Stöð2Sport

7. okt. kl. 20:15 KEFLAVÍK – TINDASTÓLL ______ ______

13. okt. kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÍR ______ ______

21. okt. kl. 20:15 NJARÐVÍK – TINDASTÓLL ______ ______

27. okt. kl. 19:15 HÖTTUR – TINDASTÓLL ______ ______

3. nóv. kl. 20:00 TINDASTÓLL – STJARNAN ______ ______

21. nóv. kl. 18:15 GRINDAVÍK – TINDASTÓLL ______ ______

24. nóv. kl. 19:15 TINDASTÓLL – BREIÐABLIK ______ ______

1. des. kl. 19:15 HAUKAR – TINDASTÓLL ______ ______

8. des. kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÞÓR Þ ______ ______

15. des. kl. 18:15 KR – TINDASTÓLL ______ ______

29. des. kl. 18:15 TINDASTÓLL – VALUR ______ ______

5. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL – KEFLAVÍK ______ ______

19. jan. kl. 19:15 ÍR – TINDASTÓLL ______ ______

26. jan. kl. 19:15 TINDASTÓLL – NJARÐVÍK ______ ______

2. feb. kl. 19:15 TINDASTÓLL – HÖTTUR ______ ______

9. feb. kl. 19:15 STJARNAN – TINDASTÓLL ______ ______

16. feb. kl. 19:15 TINDASTÓLL – GRINDAVÍK ______ ______

5. mars kl. 19:15 BREIÐABLIK – TINDASTÓLL ______ ______

9. mars kl. 19:15 TINDASTÓLL – HAUKAR ______ ______

16. mars kl. 19:15 ÞÓR Þ – TINDASTÓLL ______ ______ 23. mars kl. 19:15 TINDASTÓLL – KR ______ ______ 30. mars kl. 19:15 VALUR – TINDASTÓLL ______ ______

stóllinn 9

Gæði í deildinni

Vladimir Anzulovic er nýr þjálfari karlaliðs Tindastóls í Subwaydeildinni. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir hann og fyrst var hann spurðu um bakgrunn sinn í körfunni.

Hvaða væntingar hefurðu fyrir veturinn? „Síðustu tuttugu árin hef ég starfað í Slóveníu, ég var atvinnumaður í körfubolta í 15 ár, eftir það tók ég mér pásu í eitt ár en síðan hófst þjálfaraferillinn. Ég byrjaði að þjálfa yngstu flokkanna auk þess sem ég var aðstoðarþjálfari í heimaliðinu mínu. Ég var efnilegur leikmaður, 18 ára gamall var ég valinn besti leikstjórnandinn í Evrópu á European Championship / Evrópumótinu en því miður þá náði ég ekki eins langt og ég hafði stefnt að vegna meiðsla,“ segir Vlad en hann náði engu að síður að spila með króatíska landsliðinu. „Öll fjölskylan mín var í körfubolta. Pabbi minn vann fyrir körfuboltafélag í Zagreb þannig að stefnan hjá mér var tekin snemma. Pabbi var einnig leikmaður og þjálfari þannig að körfuboltinn var mér í blóð borinn.“

Hvað varð til þess að þú gerðist þjálfari? „Ég varð

þjálfari því ég elska leikinn og þjálfunin veitir mér ánægju. Það er blessun að fá tækifæri til þess að vinna við það sem ég hef ánægju af. Þannig að þetta er kannski ekki vinna, frekar hamingja.“

Hvernig leggst Subway-deildin í þig? „Hún hefur komið mér á óvart. Það er mikið af gæðaleikmönnum hér, einstaklingsgæðin eru meiri en ég átti von á. Það er sannarlega ekki auðvelt að spila í Subway-deildinni.“

Það er oft talað um að íslenski körfuboltinn sé frábrugðinn þeim sem spilaður er á meginlandi Evrópu, t.d. vegna þess að leikmenn eru ekki eins hávaxnir en kannski sneggri. Hvað finnst þér um íslenska boltann og árangur íslenska landsliðsins? „Ég get tekið undir það að íslenski körfuboltinn er dálítið frábrugðinn þeim sem spilaður er á meginlandi Evrópu en munurinn verður alltaf minni og minni því mörg lið í Evrópu vilja nú nota minni og sneggri leikmenn til að geta spilað hraðan bolta og spila á opnum velli. Ég horfði á íslenska landsliðið spila gegn liði Úkraínu í Reykjavík núna í september og það var magnað að sjá hvernig leikmenn íslenska liðsins börðust fyrir landið sitt. Leikurinn kom mér skemmtilega á óvart og sérstaklega var ég ánægður með sigur Íslands.“

Hvað finnst þér um leikmannahóp Tindastóls? „Ég er ánægður – mjög ánægður. Fyrst og fremst er ég ánægður með að vera þjálfa vel skólaðar og góðar drengi og þar fyrir utan eru þeir allir góðir körfuboltamenn. Þannig að satt best að segja er ég hæstánægður

10 KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2022–2023

að þjálfa lið eins og þetta og ég held að ég eigi eftir að læra eitthvað af þeim og vonandi læra þeir eitthvað af mér.“

Hverjar verða áherslurnar hjá liði Tindastóls í vetur? „Fókusinn hjá okkur í vetur verður að læra inn á nýtt kerfi því við erum með nýtt lið. Strákarnir eru enn að læra. Við ætlum að leggja hart að okkur á æfingum, reyna að haldast heilir og vinna eins marga leiki og mögulegt er. Við munum reyna að njóta þess að spila leikinn og vonandi tekst okkur að færa stuðningsmönnum okkar gleði.“

Hvernig líst þér á körfuboltabæinn Sauðárkrók og stuðningsmenn liðsins? „Sauðárkrókur er indæll lítill bær þar sem samfélagið lifir fyrir körfuboltann. Hvað get ég sagt um stuðningsmennina? Við erum búnir að spila tvo leiki á heimavelli eftir að ég tók við liðinu og stuðningurinn kom mér skemmtilega á óvart. Stuðningur verður til þess að liðið leggur meira á sig, í leikjum og á æfingum til að eiga þennan stuðning skilinn. Það eru alltaf tvær hliðar á þessu; ef við spilum af krafti þá munu stuðningsmennirnir fylkja sér að baki liðinu. Þannig að ég er virkilega ánægður að hafa stuðningsmenn eins og þá sem styðja lið Tindastóls.“

Hvernig líst þér á íslenska matinn? „Maturinn er frábær og í mestu uppáhaldi er fiskurinn.“

Hver er frægasti körfuboltamaðurinn sem þú hefur verið með á æfingu? „Sá frægasti er Toni Kukoc sem spilaði með Chicago Bulls.“

Hvað gerir Vlad þegar hann er ekki að pæla í körfubolta? „Þegar ég er ekki að hugsa um körfubolta þá er ég að tala við fjölskylduna en ég er líka að reyna að heimsækja alla fallegu staðina á Íslandi. Áhugamálið er að keyra mótorhjól en það get ég ekki gert hér yfir vetrartímann.“

stóllinn 11
4 Axel KÁRASON 39 ára framherji > 194 sm
6 ARNAR BJÖRNSSON 29 ára BAKVÖRÐUR > 180 sm leikmenn KYNNING 3 zoran vrkic 35 ára framherji > 203 sm 5 TAIWO HASSAN BADMUS 29 ára FRAMHERJI > 199 sm
12 KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2022–2023 7 pétur rúnar birgisSON 26 ára bakvörður > 187 sm 8 eyþór lár bárðARSSON 19 ára bakvörður > 192 sm 9 ORRI SVAVARSSON 17 ára framherji > 198 sm 10 VEIGAR SVAVARSSON 17 ára framherji > 195 sm 13 reynir b.b. róberTSSON 18 ára bakvörður. > 186 sm 14 HELGI RAFN VIGGÓSSON 39 ára miðHERJI > 196 sm
stóllinn 13 15 SIGURÐUR G. ÞORSTEINSSON 34 ára miðherji > 204 sm 16 ADOMAS DRUNGILAS 32 ára miðherji > 207 sm 24 A. Keyshawn woods 26 ára BAKVÖRÐUR > 192 sm 34 ragnar ágústsSON 21 árs framherji > 196 sm A HELGI FREYR MARGEIRSSON 40 ára AÐSTOÐARÞJÁLFARI A Svavar atli Birgisson 42 árs AÐSTOÐARÞJÁLFARI
14 KYNNINGARBÆKLINGUR

„Það er mikil ástríða fyrir leiknum hér“

Barna- og unglingaráð KKD Tindastóls samdi í sumar við Bandaríkjamanninn Kalvin „Scooter“ Lewis um að sjá um þjálfun ásamt því að hjálpa til við uppbyggingu á starfi yngri flokka deildarinnar. Kalvin er 32 ára gamall og kemur frá Houston í Texasfylki hinu ameríska. „Ég spilaði körfubolta í um 25 ár og þar af fjögur ár sem leikstjórnandi í háskólaboltanum,“ segir hann aðspurður um bakgrunn sinn í boltanum.

„Pabbi minn var tekinn inn í NBA og spilaði erlendis. Hann var síðan körfuboltaþjálfari í 1. deild háskólaboltans í ein 20 ár en er nú íþróttastjóri og yfirþjálfari við einkaskóla í Houston“ Kalvin á tvö systkini, bróðir og systur, og þau voru líka sömuleiðis körfuboltamenn, spiluðu í 1. deild háskólaboltans, þannig að það er augljóst að körfuboltinn dripplar í æðum fjölskyldunnar.

Hvað varð til þess að þú varðst þjálfari? byrjaði að þjálfa til að hjálpa krökkunum á mínu svæði. Mér fannst mjög gaman að þjálfa og vildi halda áfram að læra og verða betri í því. Það er önnur hlið á leiknum en að spila sem leikmaður en mjög áhugaverð.“

Hvernig líst þér á körfuboltabæinn Sauðárkrók og stuðningsmenn Tindastóls? ótrúlegir! Ég elska andrúmsloftið. Stuðningurinn við liðið okkar er í algjörum toppklassa. Það er mikil ástríðu og ást fyrir leiknum hér. Mér finnst það æðislegt. Það eru engir stuðningsmenn betri en okkar. Áfram Tindastóll!“

Hvað finnst þér um yngri flokka Tindastóls, eru efnilegir krakkar að koma? „Ég elska að vinna með ungmennum. Það er frábært að hjálpa hverjum leikmanni að læra og skilja leikinn en jafnvel enn stórkostlegra að læra meira um þá og hjálpa þeim að búa til minningar með liðsfélögum sínum sem þeir munu muna að eilífu.“

Hver er helsti munurinn á því að vinna með yngri flokkum í Bandaríkjunum og Íslandi?

stóllinn 17
stóllinn 17

eru mikil líkindi með ungum leikmönnum hér á Íslandi og í Bandaríkjunum. Það eru auðvitað einhver frávik, og má nefna að í Bandaríkjunum er leikurinn kannski hraðari, með almennt fleiri íþróttamönnum sem vilja búa til eitthvað af dripplinu. Hér á Íslandi finnst mér hins vegar leikmenn hafa meiri grunn í undirstöðuþáttum leiksins og nýta hann ásamt því að hafa meiri skilning og þekkingu á leiknum.“

Hver er forgangsröðunin í unglingaflokkastarfi Tindastóls í vetur? „Helstu áherslur í yngri flokka starfinu eru að byggja á færni hvers leikmanns, hjálpa hverjum leikmanni að læra að spila leikinn og skilja mikilvægi hópvinnu. Forgangsverkefnið er að hjálpa hverjum leikmanni að hafa gaman af því að spila leikinn, skapa sameiginlegar minningar og vonandi skapa ástríðu fyrir leiknum sem endist alla ævi.“

Hver er besti leikmaður sem þú hefur þjálfað? „Chuks Uzoka, hann spilar núna 1. deildar körfubolta í

Bandaríkjunum í Cornell háskólanum í Ivy League.“ Þegar Kalvin er spurður um hver sé frægasti körfuboltamaðurinn sem hann hafi æft með þá nefnir hann fyrrum NBA leikmanninn Maurice Evans sem spilaði með sjö liðum í NBA deildinni, lauk sínum ferli hjá Washington Wizards 2012.

Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að hugsa um körfubolta? „Mér finnst gaman að læra tungumál og er nú þegar fær um að tala japönsku. Ég er líka byrjaður að læra þýsku og íslenskan mín lagast með hverjum deginum,“ segir Kalvin og hlær. „Ég er listamaður og elska líka að teikna svo ég geri mikið af því líka.“

Hvernig líkar þér maturinn á Íslandi? „Íslenski maturinn er frábær! Satt að segja er ég með sæta tönn og ég elska sælgæti mest svo uppáhalds sætabrauðið mitt er bakkelsi í bakaríinu. Bakaríið og kökurnar hér eru miklu betri en heima í Bandaríkjunum. Uppáhaldið mitt hlýtur að vera karamellu kleinuhringurinn!“

18 KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2021–2022

Meðan á leik stendur

… nýtt bragð

ÁFRAM TINDASTÓLL

Skagafjörður Skagafjörður Skagafjörður

Allir í körfu! ÆFINGATAFLA YNGRI

1.-2.

FLOKKA körfuknattleiksdeildar TINDASTÓLS

BEKKUR STRÁKAR

Mánudaga frá kl. 13:15 - 14:00

Miðvikudaga frá kl. 14:45 - 15:25

ÞJÁLFARAR

Siggi, Friðrik og Eva

1.-2. BEKKUR STELPUR

Mánudaga frá kl. 14:00 - 14:45 Miðvikudaga frá kl. 14:00 - 14:45

ÞJÁLFARAR

Siggi, Friðrik og Eva

3.-4.

BEKKUR STRÁKAR

Mánudaga frá kl. 13:15 – 14:00 Miðvikudaga frá kl. 14:00 – 14:45 Föstudaga frá kl. 13:15 – 14:00

ÞJÁLFARAR

Friðrik og Zoran

3.-4. BEKKUR STELPUR

Mánudaga frá kl. 13:15 – 14:00 Miðvikudaga frá kl. 14:00 - 14:45 Föstudaga frá kl. 14:00 - 14:45

ÞJÁLFARAR

Lewis, Friðrik, Eva og Hallur

5.-6. BEKKUR STRÁKAR

Mánudaga frá kl. 14:00 – 15:25 Fimmtudaga frá kl. 14:00 – 14:45 Föstudaga frá kl. 14:45 – 16:10

ÞJÁLFARAR

Friðrik og Zoran

5.-6.

BEKKUR STELPUR

Mánudaga frá kl. 14:00 – 15:25

Fimmtudaga frá kl. 15:25 – 16:10 Föstudaga frá kl. 14:45 – 16:10

ÞJÁLFARAR

Lewis, Chloe og Eva

7.-8.

BEKKUR STRÁKAR

Mánudaga frá kl. 7:00 – 8:00 Þriðjudaga frá kl. 15:25 – 16:10 Miðvikudaga frá kl. 14:45 – 16:10 Föstudaga frá kl. 14:45 – 16:10 Laugardaga frá kl. 9:00 – 10:30

ÞJÁLFARI

Pat Ryan

7.-8. BEKKUR STELPUR

Mánudaga frá kl. 17:00 – 17:50 Þriðjudaga frá kl. 14:45 – 16:10

Fimmtudaga frá kl. 15:25 – 16:10 Föstudaga frá kl. 16:10 – 17:00 Laugardaga frá kl. 14:30 – 15:30

ÞJÁLFARAR

Lewis og Chloe

10. og 11. flokkur strákar

Mánudaga frá kl. 20:20 – 21:10

Þriðjudaga frá kl. 16:10 – 17:50

Fimmtudaga frá kl. 20:20 – 22:00

Föstudaga frá kl. 20:20 – 22:00 Laugardaga frá kl. 9:00 – 10:30

ÞJÁLFARAR

Friðrik Hrafn og Lewis

ungmennaflokkur karla

Mánudaga frá kl. 20:20 – 21:10

Miðvikudaga frá kl. 17:50 – 19:30

Fimmtudaga frá kl. 20:20 – 22:00

Föstudaga frá kl. 20:20 – 22:00 Sunnudaga frá kl. 13:30 – 15:30

ÞJÁLFARAR

Vladimir og Lewis

leikskólahópur

Sunnudaga frá kl. 10:30 – 11:30

ÞJÁLFARI

Eva Rún

„Ég vil leggja áherslu á að allir krakkar eru velkomnir að prófa að mæta á æfingu hvenær sem er til að athuga hvort körfuboltinn sé ekki eitthvað sem þau finni sig í.

Það má hafa samband við mig og ég er tilbúinn til að aðstoða við það. Tindastóll leggur mikið upp úr því að vera með í starfi vel menntaða og metnaðarfulla þjálfara sem halda vel utan um hópana sína. Þar fyrir utan eru öflugir sjálfboðaliðar í stjórn og í öðrum störfum sem láta starfið ganga upp. Það er eina leiðin til að halda áfram að byggja upp og halda í sterka körfuboltamenningu í Skagafirði sem við öll getum verið stolt af.“

Helgi Freyr Margeirsson verkefnastjóri unglingaráðs Kkd. Tindastóls

stóllinn 21
Við tökum það alltaf með trukki... ...og skorum á Tindastól að gera það sama! vorumidlun.is
stóllinn 23 VIÐ STYÐJUM TINDASTÓL VERKFRÆÐISTOFA Fótaaðgerðaog snyrtistofan TÁIN NUDD-& & 464 0500 Hard Cafe Molduxar Meira í leiðinni
24 KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2022–2023 Verið velkomin í bakaríið! AÐALGÖTU 5 | 550 SAUÐÁRKRÓKUR | & 455 5ooo Við styðjum Tindastól

Erfið byrjun á mótinu

Rétt eins og hjá karlaliði Tindastóls þá var nýr maður fenginn í brúnna í sumar hjá kvennaliði félagsins.

Það var raunar vitað að tímabili loknu í vor að Jan Bezica hyggðist halda heim til Slóveníu eftir þrjú ár á Króknum. Fyrri tvo veturna var hann aðstoðarþjálfari Baldurs Þórs hjá meistaraflokki karla en síðan tók hann við kvennaliðinu auk þess sem hann kom að þjálfun yngri flokka félagsins. Í hans stað var Svíin Patrick Ryan fenginn til að taka við liðinu en hann er reynslumikill þjálfari. Árangur Tindastóls var ágætur síðasta vetur. Hópur af ungum og efnilegum heimastúlkum lék með liðinu auk nokkurra reynslubolta. Liðið vann átta leiki en tapaði tólf og það dugði ekki til að komast í úrslitakeppni 1. deildar. Tvær erlendar stúlkur hófu tímabilið með Stólastúlkum; Ksenja Hribljan frá Slóveníu og Maddie Sutton frá Bandaríkjunum. Ksenja kvaddi liðið áður en fyrri umferð lauk en Maddie var einn sterkasti leikmaður 1. deildarinnar. Hún ákvað að skipta yfir í lið Þórs Akureyri í sumar. Líkt og í fyrra eru tveir erlendir leikmenn með liði Tindastóls í vetur. Hin ungverska Emese Vida og Chloe Wanink frá Wisconsin í Bandaríkjunum. Sú fyrri stór og sterk en hin frábær skytta. Því miður hefur aðeins kvarnast úr hópnum frá í fyrra en þar hafa veikindi og meiðsli sett strik í reikninginn. Allir í Síkið og áfram Tindastóll!

23. sept. kl. 19:15 TINDASTÓLL – BREIÐABLIK B. ______ ______

28. sept. kl. 19:15 ÞÓR AK. – TINDASTÓLL ______ ______

1. okt. kl. 19:00 ÁRMANN – TINDASTÓLL ______ ______

10. okt. kl. 20:15 TINDASTÓLL – SNÆFELL ______ ______

13. okt. kl. 19:15 HAMAR/ÞÓR Þ ¬– TINDASTÓLL ______ ______ 21. okt. kl. 19:00 TINDASTÓLL – AÞENA/L/UMFK ______ ______

3. nóv. kl. 17:15 TINDASTÓLL – STJARNAN ______ ______

5. nóv. kl. 16:00 KR – TINDASTÓLL ______ ______ 10. nóv. kl. 20:00 BREIÐABLIK B – TINDASTÓLL ______-______ 16. nóv. kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÞÓR AK. ______-______ 23. nóv. kl. 19:15 ÁRMANN – TINDASTÓLL ______-______ 30. nóv. kl. 19:15 SNÆFELL – TINDASTÓLL ______-______ 7. des. kl. 19:15 TINDASTÓLL – HAMAR / ÞÓR Þ ______-______ 4. jan. kl. 19:15 AÞENA/L/UMFK – TINDASTÓLL ______-______ 21. jan. kl. 16:00 STJARNAN – TINDASTÓLL ______-______ 1. feb. kl. 19:15 TINDASTÓLL – KR ______-______ 4. feb. kl. 19:15 TINDASTÓLL – BREIÐABLIK B ______-______ 8. feb. kl. 19:15 ÞÓR AK. – TINDASTÓLL ______-______ 15. feb. kl. 19:15 TINDASTÓLL – ÁRMANN

kl. 19:15

kl.

kl. 16:00

stóllinn 25
______-______
15.
18.
*
TÍMABILIÐ 2022–2023 LEIKIR TINDASTÓLS meistaraflokkur kvenna 95 - 26 74 - 52 78 - 66 51 - 75 94 - 87 70 - 77 71 - 92 87 - 64
______-______ 22. feb.
TINDASTÓLL – SNÆFELL ______-______ 1. mars kl. 19:15 HAMAR/ÞÓR Þ – TINDASTÓLL
4. mars kl. 19:15 TINDASTÓLL – AÞENA/L/UMFK ______-______
mars
19:15 TINDASTÓLL – STJARNAN ______-______
mars
KR – TINDASTÓLL ______-______
Tímasetningar leikja gætu breyst

Stelpurnar eru jákvæðar og elska leikinn

Í lok júní var gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara kvennaliðs Tindastóls. Samið var við Svíann Patrick Ryan en hann er reynslumikill þjálfari, hefur þjálfað frá árinu 1991, m.a. bæði karla- og kvennalið í efstu deildum Svíþjóðar auk þess að hafa þjálfað mörg yngri landslið Svíþjóðar. Pat tók við af Jan Bezica sem þjálfaði kvennaliðið í fyrra með ágætum árangri en hann ákvað í vor að snúa heim til Slóveníu eftir þrjú ár á Króknum. Undir hans stjórn endaði liðið í áttunda sæti 1. deildar, vann átta leiki en tapaði tólf en stelpurnar náðu að leggja alla andstæðinga sína að velli einu sinni – nema topplið ÍR og Ármanns.

Pat er giftur Annelie og þau eiga þrjá syni. Hann ólst upp í New Orleans og Boston í Bandaríkjunum. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfarann.

Hver er þinn grunnur í körfubolta? „Ég lærði og spilaði körfubolta í háskóla í Bandaríkjunum og fór síðan að spila í atvinnumennsku í Svíþjóð 1978.“

Hvað varð til þess að þú gerðist þjálfari? „Þjálfarar mínir í Bandaríkjunum voru einhverjar mikilvægustu manneskjurnar í lífi mínu svo mig langaði alltaf að verða kennari og þjálfa körfubolta. Síðan tók ég að mér að þjálfa kvennalið þeirra félaga sem ég spilaði með.“

Hvernig líst þér á 1. deild kvenna á Íslandi? „1. deildin er mjög jöfn og samkeppnin mikil. Þú þarft alltaf að vera upp á þitt besta til að vinna. Íslensku stelpurnar eru mjög duglegar og spila hratt.“

Er mikill gæðamunur á kvennakörfunni á Íslandi og í Svíþjóð? „Landslið Svíþjóðar er í 18. sæti heimslistans og Ísland í 62. þannig að gæði leiksins í Svíþjóð er heldur meiri.“

26 KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2022–2023

Hvað finnst þér um leikmannahóp Tindastóls? „Ég held að hópurinn okkar sé mjög spennandi og það er mjög skemmtilegt að vinna með stelpunum sem eru jákvæðar og elska leikinn virkilega.“

Hver er besti leikmaðurinn sem þú hefur þjálfað? „Það er erfitt að segja hver besti leikmaðurinn sem ég þjálfaði er en ég get reynt. Það hafa verið tveir NBA leikmenn frá Svíþjóð síðustu 10-15 árin og ég fékk tækifæri til að þjálfa þá báða þegar þeir voru yngri; Jonas Jerebko og Jeff Taylor.“

Hverjar verða áherslurnar í leik Tindastóls í vetur? „Við viljum alltaf spila fast og halda áfram að bæta okkur í öllu sem við gerum. Við segjum að við viljum stöðugt taka skref fram

á við. Við viljum spila með háu tempói og skemmtilegum körfuboltastíl.“

Hvernig líst þér á körfuboltabæinn Sauðárkrók og stuðningsmenn liðsins? „Sauðárkróksbær er mjög fallegur og fólkið svo gott. Klúbburinn, Tindastóll, er eins og alvöru fjölskylda. Stuðningsmennirnir á karlaleiknum á mánudaginn voru frábærir.“ [Gegn Haukum í VÍS bikarnum]

Hvernig finnst þér maturinn á Íslandi og hvað er í uppáhaldi? „Maturinn hefur verið mjög góður hér á Íslandi. Ég er mjög hrifin af krydduðum kjúklingi og fiskinum og hrásalatinu.“

Að lokum bætir Pat við að áhugamál hans séu golf, að spila á gítar og veiðar.

stóllinn 27
leikmenn KYNNING 3 Chloe rae wanink 25 ára bakvörður > 170 sm 5 HAFDÍS LIND SIGURJÓNSdóttir 22 ára framherji > 180 sm
28 KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2022–2023 6 nína karen víðisdóttir 25 ára bakvörður > 167 sm 7 FANNEY MARÍA STEFÁNSDÓTTIR 17 árs framherji > 176 sm 8 EMMA KATRÍN HELGADÓTTIR 14 ára BAKVörður > 173 sm 9 REBEKKA HÓLM HALLDÓRSDÓTTIR 17 ára BAKVÖRÐUR > 179 sm 10 INGIGERÐUR sól hjartarDÓTTIR 17 ára bakvörður > 163 sm 11 EVA RÚN DAGSDÓTTIR 19 ára BAKVÖRÐUR > 160 sm
12 KLARA SÓLVEIG BJÖRGVINSDóttir 16 árs bakvörður > 166 sm 15 INGA SÓLVEIG SIGURÐARDÓTTIR 19 ára FRAMherji > 180 sm A KALVIN LEWIS 32 ára AÐSTOÐARÞJÁLFARI 33 EMESE VIDA 29 ára MIÐHerji > 190 sm 21 STEFANÍA HERMANNSDÓTTIR 19 ára BAKVÖRÐUR > 163 sm 14 KRISTÍN HALLA EIRÍKSDóttir 29 árs FRAMHERJI > 177 sm

Íþróttaakademía

FNV - Fyrir þá sem vilja ná lengra Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á fjölbreytt bók- og iðnnám við bestu aðstæður. Íþróttaakademían er fyrir þá sem vilja stunda nám og ná lengra í íþróttagrein sinni. Nemendur vinna sér inn námseiningar og fá markvissa þjálfun. Í FNV starfa úrvals kennarar og þjálfarar.

30 KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2022–2023 FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI
Hvetjum Tindastól til sigurs í vetur Áfram Tindastóll!

Lambakjöt frá KS engu öðru líkt!

ÞEKKING Í VERKI Í 90 ÁR

Traustir innviðir, byggðir upp í sátt við umhverfi og náttúru, einfalda okkar daglegu athafnir og gera líf okkar betra.

Að baki uppbyggingunni liggur dýrmæt sérþekking, stöðugt mat og ómæld vinna færustu sérfræðinga.

Saga okkar er samofin uppbyggingu íslensks samfélags undanfarin 90 ár.

Faxatorg / sími 422 8000 / verkis.is
BYGGJUM UPP SAMFÉLÖG
VIÐ

Þetta mun allt smella saman fyrr en síðar

Eva Rún Dagsdóttir ber fyrirliðabandið hjá meistaraflokki kvenna í vetur. Hún er 19 ára leikstjórnandi og tók við sem fyrirliði síðasta vetur af Telmu Einarsdóttur. Eva Rún er dóttir Þyreyjar Hlífarsdóttur kennara við Varmahlíðarskóla og Dags Þórs Baldvinssonar, hafnarstjóra Skagafjarðarhafna og formanns körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Eva á tvo yngri bræður, Baldvin 8 ára og Hlífar Óla 15 ára en hann er einnig rödd Síkisins. Stóllinn lagði nokkrar spurningar fyrir Evu.

Hvernig leggst keppnistímabilið í þig? Það leggst ágætlega í mig. Tímabilið hefur ekki farið af stað eins og við myndum vilja. Við erum búnar að tapa núna nokkrum leikjum í röð og erum ennþá að reyna að púsla liðinu saman. Engu að síður elska ég þetta lið og þetta sport og nýt þess að æfa af fullum krafti og spila leiki. Ég er spennt fyrir framhaldinu, ég veit að þetta mun allt smella saman, fyrr en síðar.

Hvert er hlutverk fyrirliðans? Ég myndi segja að það væri að koma skilaboðum áleiðis til liðsins frá stjórninni, þjálfara eða öðrum aðilum og svo sömuleiðis frá liðinu til stjórnar, þjálfara eða annara aðila. Einnig að passa upp á andann í liðinu og að öllum líði vel, halda í jákvæðu orkuna, hvetja og leiðbeina og vera til staðar fyrir leikmenn og þjálfara, bæði innan og utan vallar. Ég tek að mér verkefni sem þarf að gera fyrir liðið eða klúbbinn sjálfan. En mitt helsta hlutverk þetta tímabil hefur verið að safna saman stelpum í liðið hahaha… það liggur við að ég fari í Skaffó og auglýsi eftir leikmönnum.

Nú hefur Pat Ryan tekið við af

stóllinn 33
33

Jan Bezica sem þjálfari, hafa þeir ólíka nálgun á þjálfun, mismunandi áherslur? Já, þeir eru mjög ólíkir þjálfarar og persónuleikar. Það er meira tempó á æfingum núna og Pat kemur með nýjar, öðruvísi æfingar. Mér finnst Pat ná mjög vel til okkar. Hann er bæði frábær þjálfari og manneskja. Við erum að bæta okkur mikið á æfingum og ætlum að halda því áfram.

Hvernig líst þér á nýja erlenda leikmenn Tindastóls, hvað gera þeir fyrir liðið? Þær eru frábærar báðar tvær. Emese er bæði stór í loftinu og stór karakter, hún leiðir okkur í fráköstum, skorar í kringum körfuna, passar teiginn í vörninni, leiðbeinir leikmönnum út frá sinni reynslu og fíflast utan vallar. Chloe er góður liðsfélagi og kemur með jákvæða orku og líkamstjáningu. Hún leiðir okkur í stigum, geggjaður skotmaður, spilar góða vörn, er metnaðarfull, dugleg, með hausinn á réttum stað og flott fyrirmynd fyrir unga leikmenn.

Hvaða lið reiknarðu með að komi til með að berjast um að komast upp í efstu deild? Liðin í þessari deild eru svo jöfn og því erfitt að segja til um það. En Snæfell og KR eru með mjög sterk lið.

Hvaða andstæðingi er skemmtilegast að mæta? Í deildinni

eins og hún er núna þá verð ég að segja Breiðablik. Fyrsti leikur tímabilsins var á móti Breiðablik og við skemmtum okkur vel í þeim leik.

Hvaða leikur sem þú hefur spilað er eftirminnilegastur? Á móti Njarðvík í úrslitakeppni 9. flokki kvk. Þær voru í 1. sæti og við í 4. sæti. Þær héldu að þær þyrftu ekkert að hafa fyrir okkur en við svoleiðis tókum þær og komumst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.

Áttu einhverja fyrirmynd í körfunni eða leikmann sem þú lítur upp til? Mér finnst Pétur Rúnar og Arnar Björnsson geggjaðir leikmenn og karakterar. Ég spila sömu stöðu og þeir og ekki annað hægt en að lýta upp til þeirra í þessu flotta Tindastóls samfélagi.

Á hvað er stefnan sett hjá liði Tindastóls? Við viljum komast í úrslitakeppnina. Stefnan er að bæta okkur meir og meir og vinna sem flesta leiki.

Hvað gerir þú annað en að spila körfubolta? Það er ekki mikill tími til að gera mikið annað en að æfa og spila körfubolta. En eins og er, er ég að vinna á morgnana og þjálfa körfubolta eftir hádegi. Svo hitti ég vini og fjölskyldu og nýt lífsins.

34 KYNNINGARBÆKLINGUR KKD. TINDASTÓLS 2022–2023
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.