Illgresi 2012

Page 1

INN

B G UÐ

SSI RÁNFU

GL

LE

Málgagn ungra vinstri grænna

1. maí 2012, 1. tbl. - 5. árgangur


Málgagn ungra vinstri grænna 1. maí 2012, 1. tbl. - 5. árgangur

Útgefandi

Hönnun og umbrot

Ritstýra

Forsíðumynd

Ritnefnd

Prentun

Ung vinstri græn

Sindri Geir Óskarsson

Snærós Sindradóttir

Ritstjórn og SindriSól

Björn Reynir Halldórsson Eva Hrund Hlynsdóttir Sindri Geir Óskarsson Una Hildardóttir

Guðjón Ó. - vistvæn prentsmiðja

Efnistök

Um ábyrgð ráðherra... 4 Olía 5 Þú ert pínulítill kall 8 Píku óeirðir skekja Rússland 10 Hvað vilja UVG 12 Forseta embættið 13 Viðtal við formann Trans Ísland 14 Krossgáta UVG 17 Miðjustúlkan 18 Nöldur 20 Grikkland og ESB 22 Arabíska vorið 24 Pro sex femínismi 26 Hungurleikarnir 28 Nýtt barnalagafrumvarp 30 Lestarsamgöngur á Íslandi 33 Að endurskoða stjórnarskrá 34

2


TINDÁTALEIKUR LANGT FRÁ HEIMSINS VÍGASLÓÐ Snærós Sindradóttir

Hver á sér fegra föðurland? Spurði Hulda skáld og taldi upp nokkur atriði sem sanna áttu öllum sem kvæðið heyrðu að hér, einangruð í Atlantshafinu, færi friðsöm og hófsöm þjóð sem væri yfir alla stríðsleiki hafin. Til að undirstrika þetta valdi Efnahags- og friðarstofnunin (IEP) Ísland sem næstfriðsælasta land í heimi árið 2010 á eftir NýjaSjálandi. Við getum stolt sagt frá því að enn þann dag í dag safnast nokkur fjöldi fólks niður að tjörn í byrjun ágústmánaðar og fleytir kertum til heiðurs fórnarlömbum Bandaríkjahers í Hiroshima og Nagasaki. Íslendingar eiga ekki einu sinni her, og það stendur ekki til. Ó við stillta og fallega blómaþjóð. Þrátt fyrir allan þann frið sem hreinlega vellur í bleikri froðu með rósailmi um landsins bestu jarðir erum við í Nató, og höfum verið síðan þetta ógeðslega árásarbandalag var stofnað árið 1949. Þar með vorum við komin í klíkuna og þar með erum við verstu hræsnarar. Við erum vissulega súkkulaðikúlan í snúsnú, sú sem engu getur bætt við batteríið nema smáaurum, eða 248,3 milljónum á þessu fjárlagaári, en hvað er það á milli vina? Það er óþarfi að tíunda þau morð eða þjáningar sem saklausir borgarar hafa orðið fyrir af hendi Nató í gegnum árin. Það nægir að segja að reglur Nató eru skýrar: Ef ég sé glitta í þína tönn þá mæti ég með skoltinn í skottið á þér. Ímynd Íslands sem hin friðsama þjóð er fyrst og fremst nærð á hugmyndum Íslendinga um sjálfa sig. Það er auðvelt að horfa framhjá voðaverkum Nató í fjarlægum löndum og láta sig þau ekki varða. Það er auðvelt að telja sér trú um að vera Íslands í bandalaginu hafi fyrst og fremst forvarnargildi og snúist um öryggismál landsins. Því einn daginn munu Sovétmenn ganga hér á land og hernema okkur. Það er auðvelt að sleppa því að rýna í tölur sem

sýna hve mörg börn hafa dáið á okkar kostnað, en hver sagði að það ætti að vera auðvelt að búa í lýðræðisríki? Íslendingar gætu styrkt ímynd sína sem friðsæl þjóð með því að tefla fram öflugum utanríkisráðherra og talsfólki Íslands á alþjóðavísu. Íslendingar eiga að tala fyrir friði og láta sig málefni annarra landa varða. Í upplýstu vestrænu þjóðfélagi á 21. öldinni er það sjálfsögð krafa að fólk rísi upp gegn leyfum þeirra kaldastríðshræddu stjórnmálamanna sem tóku ákvarðanir þvert á vilja þjóðarinnar árið 1949. Eina ástæða þess að við erum enn í Nató er afþví við, einangruð í Atlantshafi, erum ekki berskjölduð fyrir þeim skaða sem við völdum með veru okkar í bandalaginu. Ef við gætum verið svolítið meðvituð og gagnrýnin í hálftíma væri hægt að lyfta grettistaki í friðarmálum. Segjum okkur úr Nató, hættum þessu rugli og eyðum 248,3 milljónum króna í að bæta stöðu kvenna í þróunarlöndum. Greiðum fyrir skólagöngu þeirra, komum í veg fyrir að börn séu neydd í hjónabönd, útvegum lyf og aukum fræðslu um heilbrigði og heilsuvernd. Eyðum milljónunum í að byggja upp samfélög, þjóðir og lönd svo misskipting auðs minnki og jafnvægi komist á heiminn. Munum bara að fara frekar með blóm en byssu.

3


UM ÁBYRGÐ RÁÐHERRA GAGNVART LÖGUM.

„Ísland hefur sent þau skilaboð til umheimsins að hér þurfi stjórnmálamenn að svara fyrir gjörðir sínar. Fyrir það hefur fengist hrós...“

Björn Reynir Halldórsson

Nýlega lauk umdeildu og fordæmalausu máli þegar Geir H Haarde var sakfelldur fyrir brot á 17. grein, stjórnarskrár án þess þó að hljóta refsingu, og sýknaður af öðrum ákæruliðum. Niðurstaða sem ætti að vera Geir unandi. Engu síður tók hann þann pól í hæðina að halda áfram að spila sig sem píslarvott og gerði meðal annars lítið úr störfum hæstarréttardómara sem ásakaðir voru um að hafa látið pólitík ráða för. Málsvörn hans í Kastljósi eftir uppkvaðningu dómsins var honum til minnkunnar og hreinlega vandræðaleg á köflum þegar Sigmar Guðmundsson lét hann ekki komast upp með neinar smjörklípur. Eðlilegt er að spyrja hvort þess virði hafi verið að leggja upp í alla þessa vegferð miðað við þá niðurstöðu sem fékkst í málinu. Ljóst er að atburðir sem átti sér stað árið 2008 áttu sér engin fordæmi og því ástæða til að athuga hvort gjörðir ráðherra (þá ekki einungis Geirs) vörðuðu við lög um ráðherraábyrgð. En það er að sama skapi ljóst að Geir var ekki einn um að bera ábyrgð af stjórnmálamönnum. Það spillti óneitanlega fyrir málinu að hann skyldi standa einn frammi fyrir ákærunum. Þá eru lögin um Landsdóm að sama skapi gölluð enda fyrningartími einungis tvö ár þegar ljóst er að afleiðingar vanrækslu geta komið mun seinna fram og einungis hluti af orökinni er tekinn fyrir. Þá er ótalinn þáttur einkaðila. Þann þátt mun væntanlega taka öllu meiri tíma að rannsaka enda margir hverjir sýnt listir við að fela slóð sína. Gefin var út viðamikil rannsóknarskýrsla fyrir tveimur árum sem kveður á um ábyrgð stjórnmálamanna og fleiri aðila. Allir eiga það sameiginlegt að afneita sínum þætti í hruninu, tala niður skýrsluna og láta sem ekkert hafi í skorist. Það er því ekki óeðlilegt að krefjast að fá úr því skorið hvaða ábyrgð ráðherra ber. Vafi leikur á því hvort það sé rétt að gera það með þeim hætti sem gert var. Þannig væri hægt að halda fram að allir alþingismenn (þ.m.t. sjálfstæðismenn) séu vanhæfir til að greiða atkvæði um þetta mál. Það hefði mögulega breytt miklu að senda niðurstöðu óháðs aðila til að skera úr um hvort ákæran ætti að vera að veruleika. Ísland hefur sent þau skilaboð til umheimsins að hér þurfi stjórnmálamenn að svara fyrir gjörðir sínar. Fyrir það hefur fengist hrós þar sem fólk hefur margt mikla vantrú á því að stjórnmálamenn þurfi ekki að mæta afleiðingum gjörða sinna (fyrir utan það að hætta í embætti sem myndi hvort sem er gerast fyrr eða síðar). Hvað sem öðru líður, þá fékkst niðurstaða: Geir H Haarde var ekki alsaklaus af hruninu. Það heldur þó því enginn fram að hann hafi brotið af sér vísvitandi, hér er um að ræða gáleysisbrot. Þá skal heldur ekki gleyma að hann, sem og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn töluðu eins og allt væri í himnalagi allt fram til október 2008. Eftirsjáin hlýtur því frekar að felast í því að aðrir stjórnmálamenn, sem og margir viðskiptamenn, hafi ekki þurft að svara gjörða sinna.

4


Gísli Garðarsson Í títtnefndu góðæri, á árunum fyrir hrun íslensku bankanna, spunnust hérlendis upp miklar umræður um nýtingu náttúruauðlinda og atvinnusköpun í gegnum stóriðju sem þegar hæst lét tóku sér holdfestu í deilum og jafnvel átökum um álver og stórar virkjanir. Kárahnjúkavirkjun er ef til vill eftirminnilegasta dæmið um þetta. Sitt sýnist hverjum um útsýnið úr baksýnisspeglinum nú árið 2012 – upp að hversu miklu marki framkvæmdirnar hafi verið virði þess sem þær kostuðu. Drekasvæðið Undir lok febrúar bárust alþjóð fregnir af því að leit eftir olíu á Drekasvæðinu hefði loks borið árangur. Það er olía á Drekasvæðinu – spurningin er einungis um magnið og notagildið. Fréttin hafði vart borist út þegar fór að hlakka í ýmsum kimum samfélagsins. Um miðjan mars sendi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, frá sér grein sem fjallaði um mögulegan ávinning þjóðarbúsins af olíuvinnslu svo og stofnun ríkisolíufélags sem að hans mati „sé til þess fallin að laða að fjárfesta en jafnframt er æskilegt að byggja upp þekkingu á olíumálum í landinu.“ Árið 2008 samþykkti Alþingi stofnun slíks félags og stóðu fulltrúar allra flokka að þeirri ákvörðun, að Vinstrihreyfingunni – Grænu framboði undanskildri, en VG sat hjá við afgreiðslu málsins. Líkt og kom í ljós í fréttaflutningi síðar, þegar Kolbrún Halldórsdóttir þáverandi umhverfisráðherra lýsti sig andvíga olíuleit á svæðinu, eru mjög skiptar skoðanir innan hreyfingarinnar um Drekann.

5

(framhald á næstu opnu)


Stóriðja og náttúruvernd Eðli málsins samkvæmt mun olíuvinnsla skila af sér hagnaði, enda ekki ráðist í framkvæmdir af slíkri stærðargráðu nema þær séu arðbærar eða í það minnsta nytsamlegar til lengri tíma litið. Um það er ekki að deila. Þau sem andmæla stóriðju gera það ekki af því að viðkomandi búi yfir banal þörf til að stöðva hagvöxt eða atvinnusköpun. Þau setja einfaldlega spurningamerki við hvort tilgangurinn helgi eitrað meðalið og benda á að fara megi umhverfisvænni leiðir sem endast lengur þegar upp er staðið. Mengun Enn sem komið er vitum við ekki nákvæmlega hversu mikla olíu er að finna undir hafsbotni við Jan Mayen. Sú staðreynd ásamt skipulagslegri óvissu gera mögulegan hagnað af olíuvinnslu torreiknanlegan. Það sem við hins vegar vitum er þetta: Olíuvinnsla er óumhverfisvæn. Undirritaður býst ekki við því að nokkur hreyfi andmælum við þeirri staðhæfingu, enda hráolía eðli málsins samkvæmt notuð til brennslu sem losar gróðurhúsalofttegundina koltvísýring. En auk þessa eru einnig atriði í vinnslunni sjálfri sem ber að vera meðvitaður um, s.s. umhverfisáhrif ef til olíuleka kemur og gróðurhúsaáhrif af vinnslunni sjálfri.

„Það er til lítils að yrkja jörðina ef maður eyðir henni undan sér í leiðinni.“ Olíuvinnsla á Íslandi? Atvinnusköpun er í sjálfu sér góð og blessuð. En hversu mikið má hún kosta? Það er til lítils að yrkja jörðina ef maður eyðir henni undan sér í leiðinni. Losun koltvísýrings í andrúmsloftið er ein meginorsaka hnattrænnar hlýnunar undanfarinna áratuga og ef fram heldur sem horfir þá er stutt í það að umhverfisáhrif af völdum mengunar mannkyns valdi óafturkræfum skaða. Alþjóðlegt samstarf um að draga úr mengun hefur gengið brösulega og ef einhver hefur tekið eftir árangri í metanog rafmagnsbílabyltingunni má sá hinn sami endilega senda mér skeyti. Það er fyrir margt löngu kominn tími á það að iðnvæddar þjóðir heimsins dragi verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda með það fyrir augum að hætta notkun mengandi orkugjafa í sem

6

allra nánustu framtíð. Það segir sig sjálft að olíuvinnsla á Íslandi er ekki liður í þeirri áætlun. Viðurkenning En það er ekki nóg að benda á vandamálið. Axarskaftið sem við sem berjumst gegn stóriðju erum oftar en ekki sökuð um er að við bendum ekki á fullnægjandi leiðir að atvinnuog verðmætasköpun til að vega upp á móti því sem “glatast” með að virkja og verka ekki landið þvert og endilangt. Þessi gagnrýni á rétt á sér upp að því marki að eldmóðurinn í stóriðjuandstöðunni hefur hingað til fremur beinst að gagnrýni en tillögum. Ekki upp að því marki að aðrar leiðir séu ekki til eða óraunhæfar. Af atvinnuleysi og fólksflótta Samkvæmt nýjustu tölum mælist atvinnuleysi á landsvísu nú undir 7,5% sem má heita nokkuð gott miðað við tölur frá Evrópu og BNA, og meira að segja miðað við hin Norðurlöndin. Minnkað atvinnuleysi undanfarinna missera má líklega að einhverju skýra með fólksfækkun í kjölfar Hrunsins en eins og Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur hefur bent á í skrifum sínum hefur flutningsjöfnuður verið óvenjulega jákvæður miðað við aðstæður, sér í lagi með tilliti til þess að hann hefur verið neikvæður í 15 ár af 20 sé miðað við tímabilið 1991 – 2010 og því um óverulega breytingu að ræða. Auk þess bárust þær fréttir frá Hagstofunni um miðjan aprílmánuð að flutningsjöfnuðurinn hafi mælst jákvæður á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, svo að landsmönnum hefur nú fjölgað um 500. Græn atvinnusköpun er því nauðsynlegur liður í því ferli sem nú þarf að hrökkva í gang ef stefna á að áframhaldandi flutningi fólks til landsins

„...heildarvelta skapandi greina árið 2009 ...[var]... hundraðnítíuogeinn milljarður króna. Það var meiri heildarvelta en í landbúnaði og fiskveiðum samanlagt. “ samtímis jafnlágu eða lægra atvinnuleysi. Skapandi greinar Frá Hruni hefur orðið töluverð breyting á atvinnuvegum þjóðarinnar. Í desember 2010 var í fyrsta sinn unnin skýrsla sem kortlagði hagræn áhrif skapandi greina. Í henni kom


meðal annars fram að heildarvelta skapandi greina árið 2009 hafi verið hundraðnítíuogeinn milljarður króna. Það var meiri heildarvelta en í landbúnaði og fiskveiðum samanlagt. Undanfarin ár hafa tónlistarhátíðir úti á landi ýmist sprottið upp eða styrkst og orðið að árlegum viðburðum. Þessar hátíðir leiða beinlínis af sér störf í umsjón og framkvæmd auk þess sem afleidd störf verða til, t.d. í öryggisgæslu og uppsetningu venjúa, verslun í kringum hátíðirnar o.fl. Öll þessi störf stuðla að minna atvinnuleysi, en af þessum störfum aukast síðan skattekjur ríkissjóðs. Ferðaþjónusta Atburðir eins og Airwaves eiga líka velgengni sinni öðrum þætti að þakka. Gengishrun krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur orðið til þess að erlendir ferðamenn sækja landann heim. Í raun réttri er ferðaþjónusta orðin ein af grunnstoðum atvinnulífsins. Fyrir utan þann gríðarlega fjölda starfa og fyrirtækja sem hafa sprottið upp í kringum ferðamennsku streymir erlent fjármagn inn í hagkerfið allt árið um kring, ekki síst yfir sumarmánuðina. Árið 2009 voru gjaldeyristekjur ríkisins eitthvað í kringum 155 milljarða króna, og hafði þá aukist um tuttugu prósent frá árinu 2008. Á tímabilinu janúar til júní 2011 hafði erlendum ferðamönnum á flugvellinum í Keflavík um 21%. Útgjöld ferðamanna höfðu aukist um 16% meðan gistinætur jukust um 9.5%, samkvæmt úttekt Hagstofunnar frá því í fyrra. Þegar gestir Iceland Airwaves voru um 1700 og dagarnir fjórir námu gjaldeyristekjur þjóðarinnar af hátíðinni 350 milljónum króna. Í fyrra voru dagarnir fimm og gestirnir 2800, og ÚTON áætlar að 700 milljónir hafi komið inn í hagkerfið í tengslum við greinina.

Tækifæri Útflutningstekjur skapandi greina eru líka að aukast töluvert og mætti nánast veita fyrirtækjum eins og CCP heiðursorðu fyrir þær tekjur sem skapast hafa á undanförnum árum af tölvuleikjagerð og -sölu. Þessi þróun sem ég hef rakið hér í stuttu máli og einföldunum hefur orðið til þess að skapa fjölda starfa en einnig gríðarlegar tekjur. Ferðaþjónusta og skapandi greinar skipa sér við hlið og jafnvel framar fiskveiðum sem mestu tækifæri sem við höfum til að renna stoðum undir efnahagslíf þjóðarinnar. Þetta eru tækifæri sem við þurfum að grípa. Græn framtíð Ég sem nemi í hugvísindum nánast fyrirverð mig og bið menntagyðjurnar að fyrirgefa mér fyrir það að ég skuli þurfa að réttlæta listina fyrir hagfræðinni. En eins og ég rakti fyrr í þessarri grein verða atvinnusköpun og umhverfisvernd að fara saman ef við ætlum okkur að láta af spillingu náttúrunnar samhliða því sem við ætlum að starfrækja hér atvinnulíf. Besta leiðin til þess er að leggja áherslu á atvinnusköpun innan skapandi greina og ferðaþjónustu auk annarra greina sem geta verið arðbærar án þess að við virkjum hvern læk og mengum hverja þúfu. Eða við getum sett upp virkjun í hverri sveit, álver og olíuvinnslu í hvert pláss og látið fjármálafyrirtæki um að búa til innistæðulausar bólur fyrir það sem upp á vantar. Okkar er valið.

„ G e n g i s h r u n krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum hefur orðið til þess að erlendir ferðamenn sækja landann heim. Í raun réttri er ferðaþjónusta orðin ein af grunnstoðum atvinnulífsins.“ 7


„...þau litu á foreldra sína og fyrirmyndir og sáu glögglega að það sem fólk kunni að meta væru karlpungar með fleiri vöðva en tilfinningar og skvísur sem telja það til ókosta að geta myndað sér skoðun...·

ÞÚ ERT PÍNULÍTILL KALL, Bjarni Þóroddsson

8

Samfélagið okkar sökkar og það er okkur öllum að kenna. Einhverstaðar í ferlinu varð sá feill á að við fórum að punga út hugsunarlausum vöðvatröllum og léttbrenndum skinkum. Börnin tóku ekki upp á þessu sjálf, nei þau litu á foreldra sína og fyrirmyndir og sáu glögglega að það sem fólk kunni að meta væru karlpungar með fleiri vöðva en tilfinningar og skvísur sem telja það til ókosta að geta myndað sér skoðun, hvað þá staðið fyrir einhverju, en það er allt í lagi því þær eru með stór brjóst, rökuð kynfæri og skapabarma í réttri lengd og tilgangi þeirra sem kynlífsdúkkur þar með fullnægt.

sér í mun meiri mæli en konur, og það er ástæða fyrir því að nærri allir gerendur í kynferðisbrotamálum eru karlar.

Og hvað er þá til ráða? Jú, fyrsta skrefið er að við öndum öll djúpt, tökum á honum stóra okkar og hættum að vera svona fokking heimsk. Við þurfum að hætta að leyfa hálfvitalegu stolti okkar að koma í veg fyrir það að við viðurkennum hvað er að í okkar samfélagi. Við þjálfum drengi okkar til að tjá sig með ofbeldi fremur en orðum. Að hafna tilfinningum sínum sem merki um hinn illræmda kvenleika sem enginn maður má sýna. Og þegar þessir drengir eru ekki drengir lengur heldur afskræmdar eftirlíkingar af karlmönnum þá standa þeir fyrir allri þeirri illsku og ofbeldi sem við erum svo sammála um að þurfi að uppræta. Það er ástæða fyrir því að karlmenn fyrirfara

Samfélagið sökkar og það er þér að kenna. Þú sem kallar mann homma til að móðga hann og kellingu þegar hann sýnir óstyrkleika. Þú sem gerir ekki athugasemd þegar ofbeldi er gert að aðhlátursefni og fórnarlömbum gert að bera skömmina.

Samfélagið okkar sökkar og það er menntakerfinu að kenna. Krakkar sem útskrifuðust úr grunnskóla 2006 voru líklegri en jafnaldrar þeirra frá 1992 til að telja konur eiga að sjá um heimilisverkin og passa börnin. Við þurfum að mennta almennilega kennara, borga þeim mannsæmandi laun og gefa þeim frelsi í kennslustofum sínum til að kenna nemendum sínum að hugsa, að kenna þeim að lifa sem einstaklingar í samfélagi múghugsunar.

Samfélagið okkar sökkar og það er okkur öllum að kenna. Við sem horfum á þetta allt gerast og lyftum ekki litlafingri af því að enginn annar gerir það. Það er bæði sýnt og sannað að hlutirnir batna ekki nema við gerum eitthvað í því og kreddur hinnar kyrrlátu fortíðar duga skammt í hinum stormasama nútíma. Og svo þurfum við öll að hætta að vera svona fokking heimsk.


Baráttuljóð Elías Mar, 1951

Berjizt, já berjizt þér, djöflar og andskotar. Borið töngum glóandi í naglkvikur, og pyndið, pyndið. Ímyndið yður, að lífið sé einkum fólgið í því að hata. Berjizt ekki fyrir; berjizt gegn. Teljið yður trú um, að sú stefna sé rétt. sem hótar að beita aflsmun. Dansið í nautnaþyrstu ofvæni kringum vetnissprengjuna, já, allar þær sprengjur sem bezt geta tortímt. Ræktið eiturjurtir og sýkla óvinum yðar til matar. Hatið. Trúið því, að hugsjónir sigri eða láti sigrast í vopnaleik, þér fjendur. Sannlega mun reyk fórnarinnar bera við ský. Sannlega mun nóttin verða sem dagur og himinninn hverfa fyrir glampanum af þeim loga. Sannlega mun eyðingin bera eilíft vitni um mikilleik yðar, þér, djöflar og andskotar. Öskrið og ærið. Sýnið enga vægð. Notfærið yður vald til að sannist þér hafið það. Miskunnið ekki. Eyðið hverir öðrum á báli yðar taumlausu villu. Sama er mér. ___ Morguninn eftir nótt tortímingarinnar skal ég þerra svitann af ennum yðar þar sem þér skjálfið af ótta við sólargeislann og færa yður vatn úr læknum, þann morgun, og ég skal líkna Sigurvegaranum hvar han þreyttur liggur í allri sinni smæð.

9


PÍKU ÓEIRÐIR SKEKJA RÚSSLAND

Þrjár ungar konur samviskufangar vegna mótmæla þeirra gegn Pútín forseta Sem kunnugt er sigraði Vladimír Pútín í forsetakosningunum í Rússlandi 4. mars síðastliðinn. Pútín hlaut um 60 prósent atkvæða en hörð gagnrýni á framkvæmd kosninganna kom fram frá andstæðingum forsetans. Töldu þeir að um viðamikið kosningasvindl hefði verið að ræða. Gríðarleg mótmælaalda hefur gengið yfir Rússland undanfarin misseri, fyrst eftir kosningasvik í þingkosningunum í desember á síðasta ári en þá héldu tugþúsundir út á göturnar til að mótmæla Pútín og flokki hans, Sameinað Rússland. Pútín sagði sig reyndar úr flokknum á dögunum með þeim rökum að forseti landsins ætti ekki að vera pólitískur. Mótmælin héldu áfram í aðdraganda forsetkosninganna, sem og eftir þær. Nú virðast mótmælin og aðgerðir yfirvalda hins vegar vera að draga dilk á eftir sér vegna máls þriggja kvenna úr gjörningahópi, sem eru í haldi í Rússlandi, ákærðar á ákaflega h æ p n u m forsendum.

10

Snærós Sindradóttir Femínistar gegn Pútín Pussy Riot eða Píku Óeirðir er rússneskur femínista pönk gjörningahópur og hljómsveit sem hefur á undanförnum misserum sett upp óauglýsta pólitíska gjörninga í Moskvu þar sem viðfangsefnin hafa meðal annars verið staða kvenna í Rússland. Textar hljómsveitarinnar einkennast af femínisma, andstöðu við spillingu og beinast gegn sitjandi valdhöfum. Síðustu aðgerðum hópsins var beint gegn kosningabaráttu Pútíns forsætisráðherra til embættis forseta Rússlands. Meðlimir hópsins klæðast venjulega efnislitlum kjólum og sokkabuxum, jafnvel í köldu vetrarveðri Moskvuborgar og hylja andlit sín með skærlitum lambúshettum. Á það við hvort heldur sem er meðan á gjörningum stendur og eins þegar meðlimirnir veita viðtöl en þá koma þau fram undir dulnefnum. Hópurinn samanstendur af u.þ.b. tíu meðlimum sem taka þátt í gjörningunum og um það bil fimmtán öðrum sem annast myndatöku og klippingar á myndböndum hópsins sem svo hafa verið settar á netið. Pönk bæn í dómkirkju 21. febrúar sl. spiluðu Pussy Riot lagið Punk Prayer í Dómkirkju frelsara Krists sem er kirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu. Gjörningum var beint gegn Pútín forsætisráðherra og var enn ein birtingarmynd sívaxandi mótmæla gegn honum. Í laginu sem hópurinn flutti var m.a. biðlað til Maríu meyjar um að hún hrekti Pútín á brott. Amnesty telur konurnar samviskufanga Í framhaldi af þessum gjörningi voru þær Maria Alyokhina og Nadezhda Tolokonnikova, ætlaðar meðlimir í Pussy Riot, handteknar 3. mars og ásakaðar um skemmdarverkastarfsemi. Við þeirri kæru liggur allt að sjö ára fangelsi. Þær neituðu því að vera meðlimir hópsins og hófu hungurverkfall 5. mars til að mótmæla því að þeim skuli vera haldið í fangelsi, fjarri ungum börnum sínum,


þar til mál þeirra yrði tekið fyrir 19. apríl. 16. mars síðastliðin var svo þriðja konan, Irina Loktina, einnig handtekin og borin sömu sökum. Konurnar hafi nú viðurkennt að vera meðlimir Pussy Riot. Að því er Solidarnost, Samtök samstöðu með pólitískum föngum í Rússlandi, segir þá styðja engin sönnunargögn það að konurnar hafi brotið af sér. Amnesty International hefur lýst því yfir að þær séu samviskufangar og saka rússnesk stjórnvöld um valdníðslu með því að refsa konunum þremur vegna pólitískrar afstöðu þeirra en ekki fyrir gjörðir þeirra. Samtökin hafa krafist þess að þeim verði þegar sleppt. Ganga Pussy Riot erinda djöfulsins? Ekki eru allir á eitt sáttir við aðgerðir Pussy Riot í Rússlandi. Upphaflega kölluðu meðlimir rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar eftir því að tekið yrði mildilega á málinu. Sú afstaða breyttist hins vegar og sakaði faðir Kirill I Pussy Riot um að ganga erinda djöfulsins. Sagði hann að aðgerðir hópsins í Dómkirkjunni væru guðlast og að „djöfullinn hefði nú hlegið að okkur öllum.“ Hins vegar hafa þúsundir meðlima í rétttrúnaðarkirkjunni, kaþólikkar, meðlimir annarra trúarhópa og trúleysingjar skrifað undir áskorun til föður Kirils um að sýna konunum stuðning. Í haldi til 24. júní Mál kvennanna þriggja var tekið fyrir 19. apríl síðastliðinn og söfnuðust mótmælendur saman fyrir framan dómshúsið. Þar var bæði um að ræða stuðningsmenn þeirra en einnig fylgisfólk rétttrúnaðarkirkjunnar sem krafðist þess að konurnar þrjár yrðu fundnar sekar. Lögreglan handtók um 30 stuðningsmenn Pussy Riot en að sögn Rapsi, opinberrar upplýsingaþjónustu rússneskra dómstóla, voru allir þeir sem báru skilti eða klæddust bolum með slagorðum til stuðnings Pussy Riot handteknir. Dómstóllin samþykkti kröfu saksóknara um að konunum þremur yrði haldið í gæsluvarðhaldi til 24. júní næstkomandi.

hún yrði svipt forræði yfir syni sínum, Filya, ef hún játaði ekki þær sakir sem á hana voru bornar. Þá hefur fjölskyldu Alyokhina verið hótað, bæði í gegnum síma og netið. Í vitnaleiðslum yfir konunum sagði Nadezha Tolokonnikova jafnframt frá því að hún hefði þjáðst af stöðugum höfuðverk í varðhaldinu en hefði verið neitað um læknisaðstoð. Þá sagði hún einnig frá því að fjögurra ára gömul dóttir hennar glímdi við andlega erfiðleika vegna aðskilnaðar þeirra. Málið hefur vakið mikla athygli víða um heim og hafa þúsundir skrifað undir undirskriftalista til stuðnings konunum þremur. Víða um heiminn hafa verið haldnar styrktarsamkomur, tónleikar og aðrar upákomur til stuðnings málstaðnum. Fjöldi facebooksíðna hefur verið stofnaður til stuðnings konunum þremur.

„Aðgerðir Pussy Riot og mál kvennanna þriggja hafa dregið athyglina að því ófremdarástandi sem ríkir í mannréttindamálum í Rússlandi.“ Þrjár af hundruðum samviskufanga Aðgerðir Pussy Riot og mál kvennanna þriggja hafa dregið athyglina að því ófremdarástandi sem ríkir í mannréttindamálum í Rússlandi. Í ársskýrslu Amnesty International fyrir árið 2011 kemur fram að fjölmargir vitnisburðir komu fram á árinu um pyntingar og illa meðferð af hálfu lögreglunnar þar sem markmiðið var að neyða játningar fanga eða krefja þá um peninga. Gríðarleg spilling ríkir í Rússlandi og breytingar á réttarkerfinu sem lofað hafði verið urðu litlar sem engar. Málfrelsi og fundafrelsi voru veruleg takmörk sett en mótmæli voru meðal annars víða bönnuð. Talið er að hundruð fólks séu í haldi í Rússlandi sem samviskufangar. Þær Alyokhina, Tolokonnikova og Loktina eru þrjár þeirra. Opinber stuðningssíða Pussy Riot kvennanna: http://freepussyriot.org/

Börn kvennanna notuð gegn þeim Ljóst er að fangelsun og aðgerðir rússneskra yfirvalda gagnvart Pussy Riot og einkum konunum þremur stenst enga skoðun. Lögfræðingur Mariu Alyokhina hefur meðal annars greint frá því að hún hafi fengið taugaáfall í varðhaldinu sem orsakaðist einkum af því að henni var hótað að

11


UNG VINSTRI GRÆN VILJA...

...Frjálst tíbet ...Enga einkavæðingu í

velferðarkerfinu og heilbrigðiskerfinu

...Fríar skólamáltíðir í grunn- og framhaldsskólum

færri stríðsleiki

...Að opinberar menntastofnanir njóti forgangs í fjárlögum

...Að sérstök rækt sé lögð við menntun

...Að island standi utan Evrópusambandsins

innflytjenda og barna þeirra og þeim tryggð kennsla í íslensku sem og móðurmáli sínu.

...Að island standi undir nafni sem

...Að fólk verði metið

herlaus þjóð og leyfi ekki flutning hergagna né heræfingar í sinni lögsögu

...Að kynjafræði verði gerð að

skyldugrein í öllum grunnskólum landsins

...Að hugað sé að umhverfisáhrifum allra atvinnugreina

meira en peningar og fólki í ummönnunarstörfum því borgað meira en fólki sem passar peninga

...Að náttúruauðlindir landsins séu sameign þjóðarinnar og séu nýttar skynsamlega í þágu allra

...Að þeir sem ekki geta unnið

...Frjálsa og friðsama Palestínu

fyrir sér geti treyst á öryggisnet velferðarþjónustunnar.

...Styrkjakerfi í Lánasjóð íslenskra

...Að umfjöllun um konur í fjölmiðlum

námsmanna

...Afnema sjálfkrafaskráningu barns í trúfélag móður

...Ísland úr NATÓ ...Þjóðaratkvæðagreiðslu um

aðild að NATÓ samhliða næstu alþingiskosningum

...Að öllum landsmönnum

sé tryggðar mannsæmandi vegasamgöngur því þær eru grunnurinn að byggð í landinu.

12

...Að farið verði í fleiri sleiki og

einkennist ekki af hlutgervingu og klámvæðingu.

...Að kynbundinn launamunur verði leiðréttur

...Að öllu misrétti sem byggist á kyni, kynferði, trú o.s.frv. verði útrýmt.

...Aðskilnað ríkis og kirkju


FORSETI BANANALÝÐVELDISINS ÍSLAND Una Hildardóttir Nú fer brátt að líða að forsetakosningum og hafa átta manns þegar tilkynnt um framboð sitt. Það stefnir í harða baráttu og hafa margir Íslendingar nú þegar tekið ákvörðun um hvern skyldi kjósa. En nú spyr ég sjálfa mig: Hvað er það sem forsetinn gerir? Við hvað vinnur hann? Oftast þegar ég hugsa um hvað forsetinn sé að gera, ímynda ég mér hann í rólegheitunum heima hjá sér með góða bók í hendi líkt og afi minn sem er nýkominn á eftirlaun. Forsetinn þarf, jú, að setja þing einu sinni á ári og sinna öðrum störfum sem tengjast Alþingi, eins og að samþykkja lög. Einnig er forsetinn andlit landsins út á við og “verndari íslenskrar menningar.” En þarf hann auk alls þessa að vera pólítískur? (Ó)pólítískur forseti Þegar litið er til Bandaríkjanna, er forsetinn partur af flokkspólitíkinni. Hann býður sig fram á vegum flokks síns. Nú hefur skapast umræða um hvort forseti þurfi að vera pólítískur. Sumir halda að það ætti hann alls ekki að vera á meðan aðrir standa fastir á því að þeir sem hafi tekið virkan þátt í pólitík viti hvernig vinna eigi þau störf forseta sem haldast í hendur við Alþingi. En vandast þá ekki málið þegar forsetinn er pólitískur? Getur það ekki haft áhrif þegar kemur að samþykkt laga? Væri ekki best að fá forseta sem hefur ekki tekið virkan þátt í stjórnmálum hér heima? Góður forseti á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi en þó taka skynsamlegar ákvarðanir sem skila íslensku þjóðinni árangri.

„Til að styrkja samband forseta og þjóðar þarf að opna embættið ... og stytta setu hans til þess að koma í veg fyrir einangrun og valdníðslu“

Staðfesting laga Forsetinn hefur synjunarvald þó aðeins núverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, hafi nýtt þann rétt. Það gerði hann við fjölmiðlafrumvarpið 2004 og í tvígang neitaði hann að skrifa undir Icesave lögin. Forseti þarf að geta tekið þessar ákvarðanir á ópólítískan og faglegan hátt, án þess að láta persónulegar skoðanir sínar koma í veg fyrir að skrifa undir lög sem er landsmönnum til bóta. Það er kominn tími til að breyta embættinu. Fyrstu skrefin eru að lækka lágmarksaldur til framboðs og takmarka setu forseta. Ef forseti á þriðja kjörtímabili á að skrifa undir lög sem takmarka eiga setu hans, mun hann skrifa undir? Eða nota neitunarvald sitt til þess að tryggja sér mögulega lengri setu? Hér á landi sitja forsetar lengur en vera ber. Hægt er að bera saman Ísland og Frakkland, en þar eru einnig starfandi forseti og forsetisráðherra. 15 forsetar hafa setið síðan 1944 í Frakklandi á meðan aðeins sjö manns hafa gegnt því embætti hér heima. Er ekki kominn tími á breytingar? Konungur Íslands Breytingar þurfa að verða á embættinu, enda eru lögin sem eru í gildi nú tekin upp úr danskri stjórnarskrá og lög um konung fyrirmynd þess. Það þarf að færa forsetann nær íslensku þjóðinni. Ég veit fyrir víst að undirrituð og Ólafur Ragnar eiga ekki sömu hagsmuna að gæta þegar kemur að stórum ákvörðunum nú í dag. Til þess að brúa bilið milli fólksins og forsetans þarf einhvern sem er tilbúinn til að setja hagsmuni þjóðarinnar ofar hagsmunum sínum og vina sinna. Til að styrkja samband forseta og þjóðar þarf að opna embættið fyrir þá sem yngri eru og stytta setu hans til þess að koma í veg fyrir einangrun og valdníðslu. Við þurfum að standa saman og öflugur forseti sameiningar er mikilvægur á þeim tímum sem framundan eru. Við þurfum forseta sem við getum treyst til að setja okkar hagsmuni fyrir framan sína eigin.

13


Það er eins og með Samtökin 78 á sínum tíma, það tók tíma fyrir hlutina að breytast. Og þetta tekur allt tíma. Þetta kemur hægt en það kemur.

KYNLEGIR KVISTIR

viðtal við formann Trans Ísland Snærós Sindradóttir

Á dögunum lagði velferðarráðherra, Guðbjartur Hannesson, fram frumvarp á Alþingi sem bæta á réttarstöðu transfólks á Íslandi. Frumvarpið brýtur blað í sögu baráttu transfólks og er mikilvægt skref í átt að frekari jöfnuði í samfélaginu. Snærós Sindradóttir hitti Elísu Björg Örlygsdóttur Husby formann Trans Ísland í húsnæði Samtakanna 78 og forvitnaðist um baráttuna, ferli kynleiðréttingar og framtíðina.

Hvernig fólk er í samtökunum? „Fyrst og fremst fólk sem er að fara eða hefur farið í gegnum hormónameðferð og vill ýmist fara í kynleiðréttingaraðgerð, hefur farið í kynleiðréttingaraðgerð eða vill láta hormónagjöfina nægja. Einnig sækja aðstandendur fundi hjá okkur og sitja í stjórn.“

„Á leikskólanum var náð í mig og ég sett þar sem strákarnir voru að leika sér. Ég Segðu mér frá sjálfri þér? „Ég er fædd árið 1970 átti að vera þar.“ og er gift kona og stjúpmóðir. Ég man eftir mér frá 5 ára aldri að spá mikið í því að fá að sitja við að pissa. Eins vildi ég fá að leika mér í dúkkukróknum á leikskóla. Það þótti ekki vinsælt á þeim árum. Þetta var mjög skýrt. Á leikskólanum var náð í mig og ég sett þar sem strákarnir voru að leika sér. Ég átti að vera þar.“ Hvernig samtök eru Trans Ísland? „Trans Ísland er regnhlífarsamtök fyrir transgender einstaklinga. Þetta er þriðja kjörtímabilið sem ég sit sem formaður samtakanna.“

14

Hver er saga baráttu transfólks á Íslandi? „Sagan byrjar eiginlega þegar Anna Kristjánsdóttir kemur til landsins fyrir sextán árum síðan. Hún fór í aðgerð í Svíþjóð og er ofboðslega hugrökk kona og ég er ofboðslega stolt af henni. Anna talaði um leiðréttinguna í fjölmiðlum og gerði baráttunni mikið gagn“ Hvert er ferli kynleiðréttingar? Maður byrjar á að fara til sálfræðings og geðlæknis. Þetta er það strangt ferli að fólk fer ekkert í þetta að gamni sínu. Við erum að


tala um 2-3 ár núna. Hjá mér var það miklu lengra. Ég fékk neitun um aðgerð tvisvar áður en ég uppfyllti þá staðla sem voru settir. Eftir greiningu hjá lækni hefst hormónaferlið og það þarf að lifa samkvæmt breytingunni í eitt og hálft ár áður en farið er í endanlega leiðréttingu. Ef þú fæðist í líkama konu þarftu að lifa sem karl í þennan tíma og öfugt. Eftir að hafa uppfyllt staðlana var ég send til Svíþjóðar. Þetta eru ekkert mjög dýrar aðgerðir. Það er farið að framkvæma aðgerðir hér á landi sem er betra enda er eftirfylgnin þá miklu betri. Það er erfitt að ferðast fyrst eftir aðgerð, bæði eru flugferðir óþægilegar og erfitt að ganga langar leiðir á flugvöllum. Núna kemur læknir frá Svíþjóð, sá sami og ég fór til, hann er hérna í kannski þrjá til fjóra daga hverju sinni og gerir um það bil tvær aðgerðir á dag. Aðgerðin tekur í kringum þrjár klukkustundir þó hún sé ekki einföld. Eftir eitt og hálft ár í ferlinu eða leiðréttinguna er hægt að fá nafnabreytinguna og sækja um nýja kennitölu. Kerfið vill samt helst ekki að þú fáir þér nýja kennitölu því þá ruglast allt hjá þeim, en það eru líka fáir sem óska eftir því. Ég óskaði eftir nýrri kennitölu enda óþægilegt að eiga í viðskiptum við fyrirtæki sem ekki uppfæra kerfin hjá sér. Þá gæfi ég upp gömlu kennitöluna og gamla nafnið mitt kæmi upp með tilheyrandi útskýringum.“

„Stundum verðum við fyrir fordómum frá fólki sem er mjög trúað. Um daginn sagði maður við mig að á meðan ég væri gift konunni minni kæmist ég ekki upp til guðs“ Eru margir sem fá synjun um aðgerð? „Ekki í dag. Óttar Guðmundsson geðlæknir hefur sérhæft sig í þessum málaflokki og er orðinn mjög fróður. Hann fór á ráðstefnu til Chicago og kom breyttur maður til baka. Hann er alltaf að læra meira og meira, eins og fólk almennt í þjóðfélaginu.“ Hvernig breytist líkaminn í kynleiðréttingu? „Það er bæði til fólk sem vill fara í aðgerð og fólk sem vill bara hormónalyfjagjöfina. Hið síðarnefnda er þó ekki algengt. Líkaminn breytist við hormónin. Konur fá mjaðmir og brjóst og húðin verður mýkri og hárvöxtur minnkar eða jafnvel hverfur. Þetta er svipað og þegar stelpur eru á kynþroskaaldri. Jafnvel

skapsveiflur og grátköst. Karlar fá skeggvöxt, röddin dýpkar o.s.frv.“ Er nýja frumvarpið mikilvægt fyrir transfólk? „Það er mjög mikilvægt að frumvarpið fari í gegnum þingið þó það hefði mátt vera meira í því. Þetta er náttúrulega bara byrjunin. Mér finnst enn vanta að það megi fara í gegnum nafnabreytingu og fá breytt persónuskilríki fyrr, því það er neyðarlegt að framvísa skilríkjum með öðru kyni þegar þú ert kominn langt í ferlinu. Eins er mikilvægt að fá vegabréf fyrr ef þú þarft að ferðast til annarra landa.“ Hvaða fordómum mætir transfólk? „Það er mjög mikið af uppstökkum og ölvuðum mönnum sem vilja ekki sætta sig við okkur. Stundum verðum við fyrir fordómum frá fólki sem er mjög trúað. Um daginn sagði maður við mig að á meðan ég væri gift konunni minni kæmist ég ekki upp til guðs“ Hefurðu rekist á hindranir gagnvart fjölskyldunni? „Fyrst, en ekki lengur. Ég fór í aðgerð í febrúar 2009 og í apríl sama ár var ég með nafnablessun. Ég lét skíra mig í kirkjunni sem ég er í , kirkju óháða safnaðarins, og afþakkaði gjafir en bað fólk um að koma með veitingar. Það tókst mjög vel. Ég upplifði að eftir það væru þau sátt. Og þau eru sátt í dag.“ Finnst þér vanta fræðslu um transfólk og ferlið fyrir fólk? „Já mér finnst það. Q félag stúdenta var að gefa út bækling í samvinnu við Trans Ísland sem er mjög góður. Okkar stefna er að fara í skólana og fræða krakka og kennara þar. Fyrir stuttu heimsóttum við til að mynda Laugalækjarskóla og fórum í bekk þar sem barn átti foreldri sem er trans. Auk þess var að koma út lítil bók frá íslenskri móður transbarns sem er enn mjög ungt. Hún er gjaldkeri í félaginu, sem aðstandandi. Bókin sem var gefin út er á hálfgerðu barnamáli svo leikskólabörn ættu að skilja hana. Hún er fallega myndskreytt af barninu svo bókin er mjög persónuleg.“ Hvar sérðu stöðu transfólks eftir 20 ár? Ég held hún muni batna smám saman. Það er eins og með Samtökin 78 á sínum tíma, það tók tíma fyrir hlutina að breytast. Og þetta tekur allt tíma. Þetta kemur hægt en það kemur.

15


HVAÐ GÆTI ÖSSUR GERT?

...Sýnt það í verki frekar en orði að mannréttindamál skipta hann meira máli en viðskiptasamningar ...Barist jafn ötullega fyrir frelsi og mannréttindum Tíbeta og hann hefur gert fyrir Palestínumenn ...Fordæmt stjórnvöld Bahrain fyrir harðræði gegn mótmælendum þar í landi. ...Fordæmt stríðið í Afghanistan

16

HJÁLPIÐ ÖSSURI AÐ GANGA Í ESB

...Unnið að úrsögn Íslands úr Nató


Lóðrétt: 1. {...} hvetur konur til að skilja við mennina sína, drepa börnin sín stunda galdra, tortíma kapitalisma og gerast lesbíur. 3. Nýr á leiðinni. 5. Afleiðing stóriðjustefnu. 7. “{...} eru eins og lyfjameðferð með erfiðum sjúkdómseinkennum” skv. forsætisráðherra. 8. Eldgamall gjaldmiðill, og mikið í matargerð. 9. Allra meina bót skv. stefnu Sjálfstæðisflokks. 10. Allra meina bót skv. krötum. 13. Það orð sem tengist “-heimilanna” sterkustum hugrenningarböndum. 15. {...} eru ekki hátt skrifuð í t.d. Kína. 17. Ung vinstri græn eru {...} (e: vaginally fine). 22. Nauðsynleg fyrir efnahagslífið eða stærsti umhverfisvandi heims. 25. Prófsteinn á “leitið og þér munuð finna” og notað í matargerð.

KROSSGÁTA UVG Lausn á bls. 32

Lárétt: 2. Í hvaða mánuði lauk 3 ára samstarfi ríkissjóðs Íslands og AGS ? 4. Ísland úr {...}! 6. Hlutlaus greinarhöfundur hjá MBL. (Kvk nafn, þýðir “hrein” eða “heilög”). 11. Á forsíðunni má sjá {...} sem hefur risið á þriðja ári. 12. Kapítalistasvín sem gengur ekki frá grillinu. 14. “Bíddu nú augnablik Sigmundur minn, þú mátt skemmta þér hérna á eftir.” 16. Höfuðborg Rússlands (sem verður seint byggð á Íslandi). 18. Barnaleikfang, kvikmynd og ástand. 19. Alfaðir. 20. Hvað kemur með rísandi rauðri sól? 21. Hvaða trúarbyggingu vantar Reykjavík til að jafnræðis sé gætt? 23. Þjóðardýrið í Pakistan. 24. {...}, jafnrétti, bræðralag. 26. {...} ættu að vera stjórnarskrárvarin eign þjóðarinnar. 27. Stækka hratt með tímanum, koma í kúlum og myntkörfum. 28. Alltaf hlutlaus og dæmir alltaf rétt.

17


18


19


NÖLDUR Eva Hrund Hlynsdóttir

Það er gott að búa á Íslandi. Ísland er velferðarríki, fallegt land sem er fullt af auðlindum, íbúarnir eru vel menntaðir og hér ríkir hvorki einræði, sífelld mannréttindabrot né óeirðaástand. Hvað er ég að kvarta? Ísland, fagra Ísland.. Lengi vel var það hluti af ímynd Íslands að hér væri næstum engin spilling, og ef að hún finndist í þjóðfélaginu yfirhöfuð, væri hún nægilega lítil til að teljast “ómarktæk”. Annað kom í ljós. Einhvers konar viðbrögð samfélagsins gerðu vart við sig, manneskjurnar sem mynda það voru ekki tilbúnar að sætta sig við ríkjandi ástand lengur, að eitthvað yrði gert. Sjálfsblekkingin sem var hluti ímyndarsköpunarinnar átti að fjúka fyrir raunsærri mynd af samfélaginu þar sem við tækjumst á við óréttlæti í stað þess að horfa framhjá því. Á tímabili vonaði maður að hlutirnir væru að breytast, að einhverskonar vitundarvakning ætti sér stað og að óeðlilegt gildismat og misrétti myndu kannski mögulega, hugsanlega, vonandi heyra sögunni til. Núna virðist sem svo að meirihluti Íslendinga vilji aftur fá samfélagið og aðstæðurnar sem ollu því að þeim ofbauð. Passíf afstaða ver ríkjandi kerfi Fólk virðist hafa misst áhugann. Það sér ekki lengur ástæðu til að mótmæla, til að taka grundvallarhluti til gagngerrar endurskoðunar og láta sig samfélagið varða nógu mikið til að gera eitthvað í því. En þannig er fólk einmitt að taka afstöðu, passífa afstöðu með ríkjandi skipulagi. Það sættir sig við ástandið og með því er verið að samþykkja það. Það að taka ekki afstöðu í þjóðfélagsmálum er í raun mjög undarlegt, þar sem samfélagið er einungis, og nákvæmlega, það sem fólkið í því gerir það að og vill að það sé. Og ábyrgðin er þar með okkar allra.

20

„Það að halda friðinn virðist undantekningalítið vera álitin eðlilegri viðbrögð en að sætta sig ekki við neitt annað en réttlæti.“ Dass af óréttlæti Það að ríkjandi ástand, hvert sem það er, vekji ekki upp viðbrögð segir nákvæmlega ekkert um ástandið sjálft. Manneskjur virðast hafa ótrúlega há þolmörk fyrir misrétti og óásættanlegu ástandi; ef óréttlætið er “nógu hóflegt” og ef samfélagshnignunin tekur nógu langan tíma eru meiri líkur á að fólk taki annaðhvort ekki eftir því eða sætti sig við það. Þetta er fáránlegt. Ríkjandi ástand þarf ekki bara að vera óviðunandi heldur að ofbjóða gjörsamlega allri siðferðiskennd fólks til að vekja viðbrögð sem hefðu verið réttmæt miklu fyrr. Það að halda friðinn virðist undantekningalítið vera álitin eðlilegri viðbrögð en að sætta sig ekki við neitt annað en réttlæti. En þetta er ekkert annað en uppgjöf, og andstæðan, þ.e. stanslaus gagnrýni og staðfesta, er eina mögulega leiðin til þess að þjóðfélagi fari ekki aftur eða staðni í besta falli. Vannýtt gagnrýnin hugsun Manneskjur vilja aðgreina sig frá dýrum með hæfileikanum til að hugsa meðvitað, tjá hugsanir sínar með tungumáli og beita rökum og gagnrýni. Þessi hæfileiki gerir hinsvegar afskaplega takmarkað gagn nema hann sé notaður. Þegar fólki ofbýður afmarkaðir hlutir, hvort sem það er samhengisleysi í refsingum milli málaflokka, málamyndadómar, hvítflibbabrot, spilling og refsileysi, óafsakanlegt og ólýðandi misrétti kynjanna eða einfaldlega fordómar, en gerir ekkert í því vegna þess að ástandið er ekki “nógu” slæmt, þá er ekki hægt að tala um ábyrgan samfélagsþegn. Það er hræsni að vilja líta á sig sem upplýsta og gagnrýna manneskju þó maður hafi tækin til að vera það ef maður notar þau ekki. Fyrir utan hvað það er sorglegt að við nýtum ekki hæfileika okkar til gagnrýninnar hugsunar. Hópar eru heimskari en einstaklingarnir sem skapa þá Hvort sem við viljum það eður ei erum við hjarðdýr, sem búa saman í samfélagi. Hver


og einn einstaklingur er venjulega álitinn hugsandi manneskja sem ber ábyrgð á eigin gjörðum innan samfélagsins. Þessvegna er stórmerkilegt að ábyrgðartilfinning einstaklinga virðist týnast hratt og vel í hóp, en dæmi um þetta eru áhorfendaáhrif (“Genoves-áhrif”) þar sem við forðumst að hjálpa annarri manneskju ef við erum í stórum hópi því við teljum að aðrir muni gera það. Heildarábyrgðin, sem eykst í raun með hverri einustu manneskju sem bætist við hópinn, virðist þannig ekki valda óbreyttri eða aukinni ábyrgðartilfinningu einstaklinga eins og rökrétt væri, heldur þvert á móti minnkar hún eða hverfur. Þetta má útskýra, en ekki afsaka, með því að það að vera partur af hóp gefur okkur færi á þeirri sjálfsblekkingu að við séum stikkfrí og aðrir muni gera hlutina.

viðvarandi ástand helst. En jafnvel þó við gerum okkur grein fyrir að breytinga er þörf er það því miður engin trygging fyrir því að við gerum eitthvað í því. Maður getur verið meðvitaður um samhengisleysið í samfélaginu, hræsnina og óréttlætið, hitt vini sína og fordæmt allt hugsunar- og aðgerðaleysið og heimskuna, en aðgerðir verða að fylgi orðum. Þessi fordæming getur jafnvel snúist upp í fáránleika; margir vorkenna t.d. þeim sem verr eru settir í öðrum löndum, og styrkja þessvegna mannúðarsamtök, til þess eins að “friða samviskuna” og þar með á kolröngum forsendum. Hægt er að fordæma þetta sem eintóma hræsni, og “góðverk” sem eru ekki gerð fyrir neinn annan en sjálfan mann og ímyndarsköpun, hvort sem það er rétt eða ekki. En það eina sem er verra en að gerast sekur um slíka hræsni er að gera ekkert í málinu til þess að forðast hræsnina.

„Þeir sem sjá að eitthvað er að og gera eitthvað í því eru undantekningalítið úthrópaðir eða reynt að gera lítið úr Hættum hjarðhegðun og framkvæmum Þá almennu deifð sem gýn yfir meirihluta þeim“ samfélags okkar núna má skýra á ýmsan hátt. Samfélagsvélin Samfélagið virðist því líkjast einhverskonar vél sem reynir með öllum ráðum að viðhalda ríkjandi ástandi, og einstaklingarnir innan samfélagsins hjálpa í flestum tilfellum við það með aðgerðar- og hugsunarleysi. Þeir sem sjá að eitthvað er að og gera eitthvað í því eru undantekningalítið úthrópaðir eða reynt að gera lítið úr þeim, hvort sem aðgerðirnar eru kallaðar ofbeldi, frekja, ókurteisi eða óþarfa barnaleg athyglissýki, eða reynt að þagga þær í hel. Þannig reynir samfélagið að refsa fólki, óbeint eða beint með málamyndadómum, og sér þannig um að skamma fólk í von um að það þegi og hlýði og hætti að rugga bátnum, óháð því hvort hann lekur. Góðgjörðir í eigin hag Að gera sér ekki grein fyrir einhverju er vissulega ástæða fyrir aðgerðarleysi en alls ekki afsökun fyrir því. Lokaniðurstaðan er jafn slæm hvort sem ástæðan fyrir breytingarleysinu var meðvitað eða ómeðvitað afskiptaleysi,

Hjarðhegðun, áhorfendaáhrif, uppgjöf og mannlegt eðli eru allt hugtök sem ég hef heyrt sem útskýringar, en þetta eru í raun hvorki útskýringar né réttlæting, heldur einungis lýsing á ástandinu. Lýsingu á ástandi er nefnilega oft ruglað saman við rök fyrir því. T.d. má nefna útreikning á launamun kynjanna þar sem ýmsar breytur, s.s. lengd yfirvinnu, er venjulega tekin út úr dæminu til að finna “raunverulegan launamun”. Eðlilegra væri að taka nettó launamun án þess að minnka hann fyrst, í stað þess að túlka mismunandi birtingarmyndir hans sem ástæðu fyrir honum, og komast þannig hjá því að leita skýringa á þeim. Tilgangur þessarar greinar er einungis einn. Að fá fólk, mig meðtalda, til að hugsa, en ekki bara fordæma í mínu horni, til að gera eitthvað í hlutunum frekar en að skýla sér á bak við samábyrgð og veruleikaflótta í þeirri von að hlutirnir breytist af sjálfu sér. Sagan ætti að kenna okkur að það gerist ekki.

21


AÐ SAMEINA EVRÓPU MEÐ GÓÐU EÐA ILLU

Snærós Sindradóttir Ég þykist ekki byggja þessa grein á hagfræði eða nákvæmum tölum um verðbólgu, lausafjárstöðu, lánshæfismat og öðrum leiðindum. Ég kýs að byggja hana á samtölum mínum við Grikki. Síðastliðið sumar fór ég í mjög eftirminnilega og skemmtilega ferð til Grikklands. Það var steikjandi hiti í lofti og plan okkar fjölskyldunnar að flýja yfirþyrmandi höfuðborgina sem fyrst, sigla að eyjunni Skiathos til að sóla okkur og lifa áhyggjulausu lífi þeirra sem geta frestað krítarkortareikningnum fram að næsta kuldakasti í Reykjavík. Hjá hinni sögufrægu Aþenu var þó ekki komist og hefðbundið túristarölt tekið að rústum Akrapólis á fyrsta degi. Frá rótum hæðarinnar gengum við svo lifandi verslunargötur og fylgdum ferðamannastraumnum beinustu leið að Syntagma torgi, þar sem annað andrúmsloft tók við. Á Syntagma torgi úir allt og grúir af mótmælaskiltum með slagorðum og innan um gisinn trjágróður hafa mótmælendur komið upp tjaldbúðum sem virðast hafa verið þar í mörg ár. Hinumegin við götuna gnæfir gríska þingið yfir torginu, tiltölulega mikilfengleg bygging sem ber þess ekki merki að þar logi allt að innan. Grikkinn sem ég gisti hjá í Aþenu lagði hart að mér að vera ekki á torginu um kvöldmatarleytið því þá hæfust skipulögð mótmæli. Sá hafði búið á Íslandi mörgum árum fyrr og fullyrti við mig að mótmælin yrðu „enginn staður fyrir Íslending“

„Grísku blöðin kepptust við að dásama „íslensku leiðina“ og biðluðu til stjórnvalda að grípa til svipaðra aðgerða.“ 22

Er efnahagshrun óheppni? Fjölskyldutengsl mín á Grikklandi skiluðu sér vel á meðan dvölinni stóð. Hvorki meira né minna en þrjár stórar greinar voru skrifaðar í grísk dagblöð um efnahagsástandið og Ísland á þeim átján dögum sem ég dvaldi í landinu. Grísku blöðin kepptust við að dásama „íslensku leiðina“ og biðluðu til stjórnvalda að grípa til svipaðra aðgerða. Samtöl mín við Grikki leiddu alltaf að sömu niðurstöðu: Grikklandi hefði vegnað betur ef ekki væri fyrir Evrópusambandið. Á milli þess sem ég bragðaði á grískum skyndibita, drakk Mythos og lærði Bakkamon afturábak og


áfram sögðu grísku vinir mínir mér frá því hvernig verðlag hefði hækkað upp úr öllu valdi við upptöku evrunnar árið 2001 og fullyrtu að launin hefðu ekki hækkað í samræmi við það. Það er erfitt að ímynda sér að ástandið í Grikklandi sé verra í dag en þá ef horft er til þess hvað verðlag var lágt fyrir ferðamenn á árum áður og því lítið upp úr viðskiptunum að hafa. Þrátt fyrir þetta var fullyrt að eftir inngönguna í Evrópusambandið fengi fólkið minna fyrir sinn snúð. Bág fjárhagsstaða og mikil stéttaskipting skrifast á fjölda þátta. Evrópusambandið kippti t.a.m. stoðunum undan landbúnaði í Grikklandi, bændur fengu upphaflega styrki til að draga úr framleiðslu eða nýta sér tækni sem lítil þekking var á og hentaði illa því landsvæði sem um ræddi. Á sama tíma hófst innflutningur á búvöru sem um árabil hafði verið ein grunnundirstaða í grísku hagkerfi. Á ekki svo löngum tíma hefur verið grafið undan efnahagskerfi landsins og nú er skaðinn skeður. Holur í malbikinu Á meðan grísk stjórnvöld keppast við að fullnægja kröfum Evrópusambandsins um hitt og þetta hafa innanríkismál setið á hakanum. Atvinnuástandið er galið og engin furða að þúsundir safnist saman á Syntagma torgi kvöld eftir kvöld. Á meðan á dvöl minni í Grikklandi stóð fékk ég að finna á eigin skinni hvernig skattfénu var varið. Grikkir fá ekki nýja vegi eða viðgerðir á holunum í malbikinu, Grikkir fengu risa Ólympíuleika árið 2004 og rándýrar endurbætur á Akrapólis hafa staðið yfir síðan 1975. Áralöng þreyta Grikkja á spilltum

stjórnmálamönnum og að finnast þeir aldrei fá til baka það sem þeir leggja til samfélagsins skilar sér í stórum svörtum markaði og braski. Á fjölmennum ströndum við helstu hótel Skiathos tóku sjoppurnar aðeins við beinhörðum peningum og sluppu við allt bókhald og alla skattheimtu. Það er erfitt að segja þjóð sem er vön því að 1% þjóðarinnar eigi 60% eignanna að standa saman, leggja harðar af sér og láta meira fé rakna af hendi.

„Á meðan grísk stjórnvöld keppast við að fullnægja kröfum Evrópusambandsins um hitt og þetta hafa innanríkismál setið á hakanum.“ Menningu þröngvað í þýskt mót Grísku vinir mínir fullyrtu að lokum að það sama ætti við um Ísland og Grikkland, löndunum yrði ekki þröngvað í sterílt form Evrópusambandsins sem hannað var utan um risa hagkerfi á borð við Þýskaland. Líklega er það þar sem hnífurinn stendur í kúnni. Evrópusambandið er ekki uppspretta alls ills, Evrópusambandið étur ekki börnin sín viljandi og andskotinn hafi það, kannski var upphaflega hugmyndafræðin á bakvið Evrópusambandið jafnvel sæt, en það verður ekki horft framhjá því að Evrópusambandið er kapítalískt risabatterí og það sameinar ekki öll lönd Evrópu.

23


Íslamisti er í grunninn einhver sem að vill lifa í samfélagi sem að fylgir sharia og gildum byggðum á Kóraninum. Nærtæk hliðstæða er einhver sem að vill að kristin gildi séu viðhöfð og kennd í Íslensku samfélagi.

AR VO ABÍS RIÐ KA

Sindri Geir Óskarsson Nú er liðið rúmt ár frá því fyrirbærið eða sú röð atburða sem að kallast Arabíska vorið hófst. Í desember 2010 ákvað ungur ávaxtasali í Túnis að kveikja í sjálfum sér til þess að mótmæla kúgun og spilling yfirvalda í borginni Sidi Bouzid og varð þessi hræðilegi atburður kveikjan að röð mótmæla og byltinga sem að standa enn í dag. Það er erfitt að tala almennt um Arabíska vorið en í grunnin standa og stóðu íbúar Túnis, Alsír, Líbanon, Jórdaníu, Máritaníu, Súdan, Oman, Sádi Arabíu, Egyptalands, Jemen, Írak, Barein, Líbíu, Kúveit, Marokkó og Sýrlands í mótmælum gegn stjórnvöldum lands síns og berjast fyrir bættum kjörum og betri framtíð. Umfjöllun fjölmiðla Að fjalla um arabíska vorið er frekar strembið þar sem að það stendur í raun enn yfir og langt er í að hægt sé að fá fulla yfirsýn yfir þá atburði sem áttu sér stað og afleiðingar þeirra. Auk þess virðist vera erfitt að fá heildar sýn yfir þau öfl sem takast á um völd fyrir botni Miðjarðarhafs og lastaði Amnesty International fréttaflutning frá Lýbíu í kjölfar hernaðaríhlutunar Nató sökum þess hvað fréttaflutningur var einhliða. Þar var dregin upp sú mynd að baráttan stæði milli einræðisherrans Gaddafis annars vegar en friðsamra „óbreyttra borgara“ hins vegar, sem ættu við ofurefli að etja. Veruleikinn var hins vegar sá að meðal uppreisnarmanna var einnig að finna þungvopnaða

24

byltingarsinna á vegum herskárra hreyfinga Íslamista og víglínurnar i borgarastyrjöldinni snerust oft og tíðum meira um skiptingu í ættbálka en hverjir væru „lýðræðissinnar“. Aldrei hefur verið eins mikið magn af vopnum og nú í Líbíu og þrátt fyrir að lítið sem ekkert sé fjallað um það er enn í gangi blóðug borgarastyrjöld, mest megnis í suður hluta landsins þar sem að ættbálkar berjast um völd yfir landsvæðum. Vestrænir fjölmiðlar hafa sannarlega brugðist í umfjöllun sinni um Arabíska vorið og eftirköst þess. Athyglin er á Sýrlandi Við heyrum daglega fréttir af árásum Sýrlenska stjórnarhersins á borgina Homs og af þeirri umfjöllun mætti helst ráða að í landinu berjist einræðissinnuð stjórnvöld annars vegar en lýðræðiselskandi almenningur hins vegar. Veruleikinn er raunar mun flóknari og er nánast ólýsanleg flækja með þjóðum, tungumálum, trúarbrögðum og ættbálkum. Forseta fjölskyldan og yfirstétt landsins eru mestmegnis Alaví múslimar sem er undirgrein Shia sem Frakkar hófu til valda í landinu á nýlendutímanum. Íbúar Sýrlands eru hinsvegar að miklu leiti Súnní múslimar og stjórnarandstöðu hreyfingarnar sem berjast gegn stjórnvöldum eru að mestu skipaðar Súnnítum sem vilja koma Shia múslimum frá völdum í landinu. Sýrlenska þjóðarráðið er útlagastjórn


sem að m.a. Bandaríkin og 11 önnur lönd SÞ styðja við en þessi stjórnarandstöðuhreyfing hefur verið töluvert í fréttum, sérstaklega eftir Túnis ráðstefnuna í febrúar. Sú ráðstefna var fordæmd af öðrum Sýrlenskum stjórnarandstæðuhreyfingum þar sem að hún virtist einungist stefna að því að koma Sýrlenska Þjóðarráðinu til valda. Það er kannski ekki skrítið að Þjóðarráðið fá mikla fjölmiðlaumfjöllun. Syrian electronic army, hópur ungra hakkara sem styðja við Assad Sýrlands forseta, komst yfir tölvupósta frá fréttastofunni Al-Jazeera þar sem að fréttamenn voru að ræða það að þeir væru þvingaðir til að beina athyglinni að þjóðarráðinu og að þeir þyrftu að tala um alla stjórnarandstæðing sem létust sem píslarvotta. Í kjölfarið fóru hakkararnir að grafst fyrir og að kom í ljós að Ahmad Ibrahim, sem að sér um Sýrlands umfjöllun Al-Jazeera, er bróðir Anas alAbdeh, lykilmanns innan Sýrlenska Þjóðarráðsins. Enganvegin er hægt að réttlæta þá hörku sem að stjórnarherinn hefur sýnt andstæðingum sínum en þrátt fyrir voðaverk Assads forseta virðist sítum, kristnum og kúrdískum Sýrlendingum hugnast hann skár en stjórn Súnní múslima.

„Bandaríkin munu ekki leyfa Vesturlöndum að styðja við mótmælendur í Bahrein líkt og í Sýrlandi eða Lýbíu.“ Hvað fær ekki athygli Það má segja að Bahrain sé “týnda” landið þegar það kemur að Arabíska vorinu. Það er kannski ekki skrítið því að eflaust tækist fæstum að staðsetja þetta litla eyríki á korti. Nýlega gaf Human Rights Watch út skýrslu um stöðu mótmælenda og pólitískra fanga þar í landi og fjallaði hún mest megnis um óhugnaleg réttarhöld sem að fóru fram fyrir sérstökum herdómstóli sem að var stofnaður til að taka á mótmælunum. Meðal þeirra sem hafa verið dæmdir í fangelsi af þessum dómstóli eru 20 læknar og hjúkrunarfræðingar sem að hjúkruðu særðum mótmælendum en stjórnvöld höfðu lagt bann við því að mótmælendum væri hjálpað á einhvern máta. Þar með var það ólöglegt að bjarga lífum særðra mótmælenda. Afhverju fær Bahrain ekki athylgi? Því að Bandaríkin munu ekki leyfa Vesturlöndum að styðja við mótmælendur í Bahrein líkt og í Sýrlandi eða Lýbíu. Bandaríkin hafa mikla hagsmuni af því að eiga góð samskypti við konungsfjölskylduna í Bahrain því að Höfuðstöðvar Persaflóa flota BNA eru staðsettar

þar og það er því hernaðarlega mikilvægt að flotinn fái að vera þar áfram. Eru Íslamistar að ræna Arabíska vorinu? Sú spurning hvort að hreyfingar Íslamista séu að ræna arabíska vorinu úr höndum aktívistanna sem komu því af stað hefur verið borin upp víða. Svarið er flókið og ekki er hægt að svara henni með já-i eða nei-i. Það er erfitt að skilgreina hvað felst í því að vera Íslamisti, en hugtakið hefur fengið á sig þá neikvæðu mynd að eiga við um trúarofstækis- og hryðjuverkamenn. Íslamisti er í grunninn einhver sem að vill lifa í samfélagi sem að fylgir sharia og gildum byggðum á Kóraninum. Nærtæk hliðstæða er einhver sem að vill að kristin gildi séu viðhöfð og kennd í Íslensku samfélagi. Það er ekki hægt að alhæfa svo að allir Íslamistar séu hryðjuverkamenn sem berji konuna sína. Í kjölfar þess að einræðisherrum hefur verið komið frá í Túnis, Líbíu, Egyptalandi og Jemen hafa íbúar þessara landa verið að vinna að því að móta nýja framtíðar sýn og er ekki eðlilegt að Íslamistar séu hluti af því samtali sem að á sér stað um framtíð samfélags þeirra. Það er allavegana skoðun margra Íslamista og því eru þeir greinilegri í pólitískri umræðu nú en áður. Ekki er hægt að líta svo á að allir Íslamskir stjórnmálaflokkar hafi sömu stefnuskrá og vilji koma á einhverskonar klerkastjórn heldur er að finna ótrúlega flóru hugsjóna innan þessara hreyfinga. Allt frá íhaldsömum bókstafstúlkandi flokkum yfir í frjálslyndar hreyfingar en þó eru þetta allt Íslamistar. Því er ekki hægt að segja að Íslamismi sé að ræna Arabíska vorinu heldur er það hluti af lýðræðisþróun að allar raddir fái að heyrast. Áhrif Arabíska vorsins Áhrif Arabíska vorsins nú þegar eru ótrúleg þrátt fyrir að aðeins sé rúmt ár frá því að það hófst. Árið 2011 fóru fram mótmæli í Evrópu, Asíu, Afríku, Eyjaálfu, Norður- og Suður Ameríku og voru mótmælendur um víða veröld undir áhrifum frá Arabíska vorinu. Það er ekki að ástæðulausu að tímaritið Time valdi mótmælandann sem mann ársins 2011 því að um allan heim er fólk að berjast fyrir auknu frelsi, réttindum og nýju stjórnarskipulagi. Á hverjum degi berast fréttir frá Sýrlandi, Grikklandi, Rússlandi eða Bandaríkjunum þar sem að mótmælendur, undir áhrifum frá Arabíska vorinu, reyna að berjast fyrir rétti sínum til betra lífs. Það er greinilegt að Arabíska vorið hefur haft ótrúleg áhrif en hveru mikil þau eru í raun og veru og hversu lengi þau vara á eftir að koma í ljós.

25


Snærós Sindradóttir

Pró-sex feministar fullyrða að lykillinn að sjálfstæðri, stoltri og frjálsri konu sé einmitt vel fullnægð og kynferðislega virk kona ...

Egill Einarsson, Þykki, Störe og Gillzenegger sjálfur gerðist sekur um viðbjóð og rembu þegar hann lét á sínum tíma skoðun sína á feministum í ljós á bloggsíðu sinni. Þar sagði hann meðal annars: „Þessir feministar væru ekki að haga sér svona ef þær væru að fá hágæðalim heima fyrir“ Hann beitti einnig svokallaðri tvöfaldri refsingu þegar hann niðurlægði Önnu Margréti Björnsson (sem hann reyndar kallaði Björnsdóttur) í sama pistli og sagði berum orðum að hún hefði „tottað sig á toppinn“ – væri Nilfisk ryksuga á eigin vinnustað og þar með kona sem ekki væri metin að verðleikum. Í fyrsta lagi þyrftu konur með skoðanir að fá að ríða og í annan stað máttu þær ekki veita mönnum munnmök án þess að vera úthrópaðar skækjur. Pro-sex feminismi Skoðanir Egils á feministum eru ekki bara ógeðslegar heldur líka heimskulegar. Feminismi, eins og allar hugsjónir, skiptist í ýmsar greinar og undirflokka sem Egill virðist ekki hafa áttað sig á. Íslensk umræða hefur því miður ekki einkennst af þeirri staðreynd en bæði margir feministar og þeir sem tala gegn auknu jafnrétti kynjanna hljóma oft á tíðum eins og um eina hugmyndafræði sé að ræða. Einstakir feministar hafa gerst sekir um að kalla suma þá, sem aðhyllast jafnrétti kynjanna en kjósa aðra aðferðarfræði, feik-feminista og láta hljóma sem einungis ein leið sé fær. Þeir sem svo vinna gegn baráttu feminista ýta

26

undir staðalímyndir þess að allir feministar séu teprur sem þurfi, eins og áðurnefndur Egill lýsti á svo þokkafullan hátt: „einn granítharðan í háruga bílskúrinn“. Egill er sannfærður um að lykillinn að þögulli og stilltri konu sé vel fullnægð og útriðin kona. Undirgrein feminismans, pró-sex feminismi, er á öndverðum meiði. Pró-sex feministar fullyrða að lykillinn að sjálfstæðri, stoltri og frjálsri konu sé einmitt vel fullnægð og kynferðislega virk kona sem lætur ekki siðapostula segja sér hvernig hún á að njóta lífsins og stundar kynlíf hvernig sem hún vill með hverjum þeim sem hún vill. Klámið frelsi konur? Stór hluti feminista er sammála því að klám sé niðurlægjandi fyrir konur og að í framleiðslu á klámi sé konum ekki skapað öruggt starfsumhverfi. Margir feministar og fræðimenn fullyrða að tengsl séu á milli klámnotkunar og aukins kynbundins ofbeldis. Mikil klámnotkun brengli veruleikaskyn neytandans, gefi honum þær hugmyndir að ákveðin kynhegðun sé samþykkt í samfélaginu og konur séu tilbúnar til alls kyns athafna hvenær sem er og hvar sem er, allt í þágu og þjónustu karlmannsins. Frá sósíalísku sjónarhorni má jafnframt færa sannfærandi rök fyrir því að óeðlilegt sé að allt sé falt fyrir peninga. Í klámi og kynlífstengdum iðnaði s.s. nektardansi og vændi eru líkamar fólks til sölu og aðgengi neytenda er tryggt allan sólarhringinn fyrir réttar summur. Margir pró-sex feministar


eru ósammála þessum skilgreiningum. Þeir skilgreina klám frekar út frá neytendum en þeim töluvert minni hóp sem starfar við framleiðsluna. Annan kynlífsiðnað skilgreina þeir út frá frjálsum vilja fólks, þá aðallega kvenna, til að starfa í geiranum. Sumum pró-sex feministum, sem nú væri við hæfi að afmarka enn frekar og kalla próporn feminista í takt við anti-porn feminista, þykir klám ekki niðurlægjandi fyrir konur en fullyrðingar um að bjarga þurfi konum sem fúsar fara í iðnaðinn niðurlægjandi. Próporn feministar vilja líka meina að klám sé frelsandi fyrir kynvitund kvenna, og jafnvel nauðsynlegt í einhverjum tilfellum. Margar konur þekki hvorki líkama sinn nógu vel né langanir sínar fyrr en þær sjá klámefni sem hvetur þær til sjálfsfróunar, allt til þess að auka þeirra unað og sjálfsþekkingu. Pró-porn feministar leggja höfuðáherslu á að skilgreiningin á hvað sé niðurlægjandi sé byggð á huglægu mati einstaklinga en ekki niðurnjörvaður sannleikur ákvarðaður af siðapostulum. Þannig geti verið að einhverjar konur sem haldnar séu sýniþörf og fá kynferðislega útrás tengda henni, finni sig í klámi og finnist þær hvergi frjálsari en á tökustað. Haltu kjafti, vertu sæt og stundaðu trúboðann Frelsi til kynhneigðar, kynhvatar og til frjálslyndis í kynferðismálum er pró-sex feministum hugleikið. Hugmyndafræðin gengur út á að ekkert sé bannað í kynferðismálum ef um tvo eða fleiri meðvitaða einstaklinga sé að ræða sem langar að taka þátt í kynferðislegum athöfnum. Margir í hópi íhaldssamra og/ eða anti-porn feminista hafa t.a.m. gagnrýnt BDSM kynlíf harkalega og segja það kyneða klámvæða ofbeldi á konum og sé yfirfullt af kvenfyrirlitningu. Pró-sex feministar hafna þessum fullyrðingum og fagna frelsi kvenna til að njóta þess kynlífs sem þær kjósa. Ennfremur gagnrýna þeir harkalega

að aðrir feministar leyfi sér að kalla kynferðislega óra kvenna and-feminíska eða að þeir séu eingöngu til komnir vegna þrýstings á umræddar kvenna til að uppfylla langanir karla. Í eðli sínu geti órar einstaklings ekki einungis verið til ánægju annarra – með því myndu þeir hætta að vera órar. Sektarkenndin er höfuð hugtak í umræðunni um frjálslyndi í kynferðismálum en markmiðið í jafnréttisbaráttunni hlýtur að vera að konur hætti að blygðast sín fyrir langanir sínar og gjörðir og framkvæmi það sem þær langar til án þess að vera dæmdar af samfélaginu sem druslur og skækjur. Frjáls kona er fullnægð kona Sama hvað fólki kann að finnast um hugmyndir pró-sex feminista hljóta allir þeir sem aðhyllast jafnrétti kynjanna að sammælast um það að vilji kvenna á öllum sviðum hins daglega lífs þarf að koma skýrt fram og vera gert jafn hátt undir höfði og vilja karla. Tvíbent skilaboð um að konur eigi að leika hina heilögu Madonnu annarsvegar og Madonnu poppsins hinsvegar eru bæði villandi og til þess fallin að auka sektarkennd kvenna á báða bóga sem heftir frelsi þeirra. Konur eiga að njóta frelsis til að klæðast hverju sem þær vilja án þess að verða fyrir aðfinnslum fyrir tepruskap eða druslulæti. Konur eiga að njóta frelsis til að sofa hjá körlum eða konum kjósi þær svo. Konur eiga að njóta frelsis til að láta sig dreyma og framkvæma drauma sína, hvort sem þeir snúast um að flengja eða vera flengdar. Ég er sannfærð um að ef fólk ælist upp í samfélagi þar sem kynfrelsi kvenna væri viðurkennt myndu færri karlar „taka sér“ það sem þá langaði. Færri menn myndu segja; „Það er almenn vitneskja að þessir feministar væru ekki að haga sér svona ef þær væru að fá hágæðalim heima fyrir.“ Og færri karlar myndu nauðga. Í samfélagi kynfrjálsra kvenna væru fleiri konur og fleiri karlar hamingjusamlega fullnægð í heilbrigðum leikjum.

27


HUNGURLEIKARNIR Una Hildardóttir

Þríleikurinn um Hungurleikana kom út á árunum 2008-2010 og slógu í gegn í ár þegar mynd byggð á fyrstu bókinni var frumsýnd. Nú hafa flestallir lesið bækurnar og fer hver að verða síðastur að skella sér í bíó. En hvað er það sem fær fólk til að falla fyrir lífsbaráttu Katniss Everdeen? Sumir hafa sagt að barátta hennar á vellinum sé í líkingu við baráttu hins venjulega unglings í gagnfræðiskóla í Bandaríkjunum. En það er ekki bara saga hennar sem hrífur fólk með sér heldur einnig saga fólksins í Panem. Panem er dystópískt ríki sem sprettur upp í framtíðinni þar sem Norður-Ameríka er nú. Þar ríkir kapítalisminn í sinni fullkomnustu mynd. Þegar litið er framhjá spurningunni um hver er rétti strákurinn fyrir hetjuna okkar spretta upp nýjar og áhugaverðari pælingar. Er það rétt að lítil prósenta af íbúum jarðar hafi aðgang að valdi og peningum? Er það rétt að á meðan í útjöðrum ríkisins berjist fólk við hungursneyð, æla íbúar Kapítól í samkvæmum til þess eins að geta borðað meira? Panem Til þess að skilja hversu rangt þetta allt saman er þarf að átta sig á hvernig ríkinu er háttað. Ríkinu er nokkurn veginn skipt upp líkt og píramída. Efst situr Kapítol með öll völd og allan peninginn. Það er staðsett nokkurnveginn í miðju ríkissins og á víð og dreif í kring eru hin 12 svæðin, sem eitt sinn voru 13. Því hærri tala sem er á svæðinu því meiri fátækt ríkir þar. Svæðum er skipt upp eftir auðlindum en hvert svæði sérhæfir sig í að vinna varning eða efni fyrir Kapítól. Til dæmis er svæði 1 ríkt af demöntum á meðan að svæði 12 sér um að grafa upp kol fyrir höfuðborgina. Kapítól getur ekki verið án þessara svæða og reiðir sig á þau. Einnig einoka þeir markaðinn, sem þýðir að ekkert verslunarfrelsi ríkir. Hin svæðin búa við fátækt og hungursneyð. Þrátt fyrir það eru svæðin næst Kapítól betur sett og í betra sambandi við Kapítól. Lestarteinar liggja svo á milli höfuðborgarinnar og hinna svæðanna en lestirnar eru aðallega notaðar í að flytja varning til Kapítólsins. Svæðin eru afmörkuð með rafmagnsvírum og lögregluvaldi og íbúum er bannað að hafa samskipti við fólk frá öðrum

28

svæðum - hvað þá ferðast á milli. Sama hvar þú ert í Panem, ef þú býrð ekki í Kapítól getur þú aldrei unnið þig þangað upp. Þökk sé einokun á markaði er ekki hægt að komast upp úr fátæktinni, eina leiðin til þess að tryggja þér og þínum betra líf eru Hungurleikarnir. Það mikilvægasta sem við eigum eru börnin. Ekki nóg með það að höfuðborgin haldi öllum þegnum ríkisins í fátækt og volæði, heldur refsar Kapítól svæðum sínum árlega með Hungurleikunum. Þá eru börnin látin borga fyrir mistök forvera sinna og sett saman á lítið, afmarkað svæði og látin berjast sín á milli, þar til að aðeins einn sigurvegari er eftir. Sigurinn tryggir þér vegleg verðlaun sem staðsetur þig hærra í pýramídanum en aðra á þínu svæði. Fram að næstu Hungurleikum fær svæði sigurvegarans mat og birgðir. Einnig fær sigurvegarinn að flytja í lítinn bæ sem byggður er einungis fyrir sigurvegara Hungurleikanna á hverju svæði. Það gerir það að verkum að eina leiðin upp úr fátæktinni er í gegnum leikana. Til þess þarf að berjast upp á líf og dauða bara til að geta lifað við þau gæði sem talin eru mannréttindi nú til dags. Fjölskyldur geta einnig fengið matarhjálp gegn því að auka líkurnar á að börn þeirra séu valin. Ekki hjálpar það að betur settu svæðin sem framleiða munaðarvörur og vopn fyrir Kapítól velja börn þegar þau eru ung og þjálfa þau upp til þess eins að taka þátt í Hungurleikunum. Það tryggir öryggi annarra barna á svæðinu og kemur sér vel þegar allt svæðið græðir á að eiga sigurvegara ársins. Kapítól(ísk hugsun) Ef að litið er á höfuðborgina með pólítískum augum eru hugmyndir þeirra mjög líkar þeirri útópíu sem kapítalistar láta sig dreyma um. Allt er í einkaeign nokkurra útvaldra einstaklinga. Fjölmiðlar og framleiðsla er í einkaeign vel settra borgara í Kapítól og landinu er stýrt af einum manni, forseta sem setið hefur þegar Katniss kemur til sögu í meira en 25 ár. Auðhyggjumenn er nafn yfir þá sem lifa á arði eigna sinna og fyrirtækja - sem er einmitt það sem fólkið í Kapítól gerir. Það vinnur ekki, sefur lengi og vakir langt fram á nætur. Líf þeirra


„Þegar lýsing á starfsemi Kapítól er sett við hliðina á útskýringu á kapítalisma hringja margar bjöllur...“ snýst um að mæta í hinar og þessar veislur og að breyta og bæta útlit sitt. Íbúar Kapítól eiga auðlindir hinna svæðanna og eru þær sendar til þeirra, annað hvort unnar eða ekki svo fólk hefur litlar áhyggjur af svæðunum, svo lengi sem það fær ávöxt svæðanna sendann til sín. Þegar lýsing á starfsemi Kapítól er sett við hliðina á útskýringu á kapítalisma hringja margar bjöllur. Hljóma hugmyndir kapítalismans eins vel nú? Hvað vitum við? Það eina sem er í eigu ríkisins sem einhverju máli skiptir eru fjölmiðlar. Kapítól stjórnar algjörlega hvað fólkið á svæðunum, sem og Kapítól, veit. Hvaða vitneskju fólkið í landinu hefur um hin svæðin, Kapítól og svæði 13, sem sprengt var 74 árum áður en bókin byrjar. Íbúar hafa takmarkaða vitneskju um hvað er í gangi utan þeirra svæðis. Einu skiptin sem einhverjar upplýsingar um hin svæðin koma til þeirra eru árlega þegar þau þurfa að horfa upp á börnin sín drepa hvort annað. Það sama gildir þó um íbúa Kapítól og þá sem búa utan þess. Þegar vandræði skapast á svæðunum, til dæmis mótmæli jafnvel byltingar, er því ekki aðeins leynt frá hinum svæðunum heldur íbúum Kapítól einnig. Hinn hræðilegi kapítalismi. En af hverju notar höfundur bókarinnar kapítalisma sem hina illu yfirstjórn? Í flestum framtíðarbókmenntum þarf söguhetjan að berjast við allt frá nýnasistum og kommúnistum til geimvera eða vélmenna. Hvað gerir kapítalismann að svona hræðilegu illmenni? Er það vegna þess að innst inni erum við öll hrædd við kapítalismann? Nú til dags er erfitt fyrir okkur að hræðast yfirtöku vélmenna eða óvina úr geimnum. Til þess að tengjast aðalhetjunni þurfum við að skilja baráttu hennar. Höfundur sótti innblástur sinn í nútímann - eitthvað sem við könnumst öll við. Þegar nasisminn var sem stærstur voru nasistar vinsælir sem illmenni í bókmenntum og það sama má segja um kommúnisma. Nú hefur kapítalisminn verið ríkjandi lengi og var ekki kominn tími til að skrifa bækur þar sem baráttann snerist um að stoppa kúgun kapítalismans?

29


AÐ BERA ALLA ÁBYRGÐ EN HAFA ENGIN RÉTTINDI

Snærós Sindradóttir

Nýtt frumvarp til breytinga á barnalögum liggur nú fyrir þinginu. Frumvarpið sem kom frá innanríkisráðherra hefur sætt réttmætri gagnrýni en þá sérstaklega sú staðreynd að í fyrstu drögum frumvarpsins var stefnt að heimild til að dæma sameiginlega forsjá foreldra. Heimild dómara til að dæma foreldrum sameiginlega forsjá að norrænni fyrirmynd var fjarlægð úr frumvarpinu á síðustu metrunum áður en það var lagt fyrir þingið. Rökin fyrir þeirri skyndilegu breytingu voru þau að tölur frá nágrannalöndum okkar sýndu að u.þ.b helmingur þeirra foreldra sem dæmt hafði verið sameiginleg forsjá gátu ekki tekið sameiginlegar ákvarðanir er vörðuðu

gátu 75 – 80% foreldra ekki heldur unnið saman að hag barnsins. Kerfi sem einungis getur dæmt öðru foreldri forsjá verður að loka augunum fyrir því að oft eru báðir foreldrar jafn hæfir til að sjá um barnið. Þá er horft í tittlingaskít eins og vinnuhlutfall foreldra, hjúskaparstöðu þeirra eða að hvoru foreldrinu barnið sýnist hændara að. Í níundu grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir: „Aðildarríki skulu tryggja að börn verði ekki skilin frá foreldrum sínum nema ef velferð barnanna verður ekki tryggð með öðru móti. Barn sem ekki elst upp hjá báðum foreldrum á rétt á að umgangast þá báða reglulega nema það sé andstætt hagsmunum þess.“ Barn sem, vegna

„Kerfi sem einungis getur dæmt öðru foreldri forsjá verður að loka augunum fyrir því að oft eru báðir foreldrar jafn hæfir til að sjá um barnið.“ barnið, það þótti of lítið hlutfall. Ef samanlagðar tölur í hjónaskilnuðum sem og sambúðarslitum á Íslandi eru skoðaðar kemur í ljós að á árunum 2006-2010 völdu foreldrar að fara sameiginlega með forsjá í 985 málum. Konur fóru einar með forsjá í 161 máli en karlar einungis í 12. Í íslensku réttarkerfi, þar sem aðeins má dæma öðru foreldrinu í vil, hljóta konur forsjá í 93% tilfella. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna Þegar horft var til þess að einungis helmingur foreldra í Skandinavíu gat tekið sameiginlegar ákvarðanir um hag og heilsu barns síns og þau rök notuð gegn því að dæma mætti sameiginlega forsjá var horft framhjá öðrum niðurstöðum sem sýndu að þegar öðru foreldrinu var dæmt forræði

30

erja foreldra þess, elst ekki upp hjá fullkomlega hæfu foreldri þar sem það er forsjárlaust er þar með svipt rétti sínum. Fullkomlega hæft foreldri sem ekki hittir barn sitt nema aðra hverja helgi eða á öðrum heimsóknartímum getur ekki tekið þátt í uppeldi barns síns og neyðist til að vera hluti af lífi þess með meðlagsgreiðslum, sumargjöfum og símhringingum. Þegar ekki er um vanhæfa foreldra að ræða snúast forsjárdeilumál fyrst og fremst um erjur sem foreldrar, á þeim tíma, telja óyfirstíganleg og hafa hag barnsins ekki að leiðarljósi. Allt þetta umstang, þrátt fyrir að Barnasáttmálinn segi að allir þeir sem taka ákvarðanir fyrir hönd barna eigi að taka mið af því sem þeim er fyrir bestu.


Mæðrakerfi í feðraveldi Hægt og rólega hafa hlutverkin færst til síðan um miðja síðustu öld. Kvenréttindakonur tryggðu feðrum fæðingarorlof og þar með aukna ábyrgð á börnum sínum. Konur fóru í margfalt meiri mæli út á vinnumarkaðinn og þó tölfræðin sýni því miður að konur verji enn fleiri stundum í barnauppeldi og húsverk en karlar hefur þátttaka þeirra þó aukist mjög á síðastliðnum áratugum. Skólastarfsmenn eru jafnframt orðnir meðvitaðir um mikilvægi þess að hringja í feður barna ef eitthvað kemur fyrir barn á skólatíma í stað þess að velta allri ábyrgð yfir á móður barnsins og útiloka föðurinn frá daglegu lífi þess. Við skilnað var samið um sameiginlega forsjá í 85% tilfella á árunum 2006-2010. Ætla má að langflestir þeirra foreldra elski barn sitt, vilji taka þátt í daglegu lífi þess og samskipti um stór mál í lífi barnsins gangi sæmilega vel. Hið nýja frumvarp innanríkisráðherra gerir jafnframt ráð fyrir þessu. Foreldrum ber skylda til, samkvæmt frumvarpinu, að leita sátta hjá sýslumanni eða öðrum sérfræðingi í sáttameðferð og málefnum barna áður en úrskurðar um forsjá er krafist og mál höfðað. Á sáttafundi er foreldrum skylt að mæta og leita lausna í þeim deilum sem þeir sjálfir sjá ekki fyrir endann á. Þetta er verulega gott í þeim málum þar sem báðir foreldrar eru hæfir. Fari frumvarpið óbreytt í gegnum þingið viðurkennir kerfið að forræðisdeilur foreldra snúist ekki alltaf aðeins um velferð barnsins heldur deilur foreldra sem ekki eiga að hafa áhrif þar á. Góð samskipti foreldra eru nauðsynleg börnum því eins og tölfræðin sýnir missa feður forræði yfir börnum sínum í mjög ríkum mæli fari málið fyrir dómstóla. Sameiginleg forsjá er blekking Þrátt fyrir að mikilvægt sé að báðir foreldrar fari með forsjá yfir barni sínu er staðan ekki svo einföld. Kerfið blekkir með fögrum orðum um sameiginlega forsjá en staðreyndin er sú að báðir foreldrar hafa alla ábyrgð en aðeins annað hefur réttindi. Ekki er leitast við að laga þennan halla í fyrirliggjandi frumvarpi. Þar segir í fimmtu grein: „Ef foreldrar búa ekki saman hefur það foreldri sem barn á lögheimili hjá heimild til þess að taka afgerandi ákvarðanir um daglegt líf barnsins, svo sem um hvar barnið skuli eiga lögheimili innan lands, um val á leikskóla, grunnskóla og daggæslu, venjulega eða nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og reglubundið tómstundastarf. Foreldrar sem fara saman með forsjá barns skulu þó ávallt leitast við að hafa samráð áður en þessum málefnum barns er ráðið til lykta.“ Það foreldri sem barn eða börn hafa lögheimili hjá hefur því

rétt á allri ákvarðanatöku þó í lögunum standi að hafa skuli samráð við hitt foreldrið, en eins og flestir vita er „samráð“ hugtak sem er mjög opið til túlkunar. Fleiri þættir skipta þarna jafnframt máli. Sá aðili sem hefur lögheimili barna hjá sér getur krafist meðlagsgreiðsla frá hinu foreldrinu þrátt fyrir að börnin búi jafnt á báðum heimilum, t.a.m. með viku og viku fyrirkomulagi. Aðilinn sem hefur lögheimili barna fær jafnframt allar barnabætur óskiptar frá ríkinu en það eru 393.978 krónur á ári fyrir tvö börn þar sem annað er undir 7 ára eða 181.716 krónur fyrir eitt barn undir sjö ára aldri, þetta á við um einstakling með meðallaun á Íslandi eða í kringum 350.000 krónur. Skiptir þar engu þó barn búi til jafns hjá foreldrum og neyslukostnaður falli því á báða foreldra. Hafa skal í huga að á þessari stundu er verið að ræða um hækkun barnabóta innan ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við skuldavanda heimilanna. Ákveði það foreldri sem ekki hefur lögheimili barna að fara í háskólanám og sækja um námslán missir það af hækkun námslána vegna þess að barn er ekki skráð til heimilis hjá viðkomandi, þrátt fyrir að neyslukostnaður sé umtalsvert meiri en fyrir einstæðinga. Þetta á jafnframt við ef stjúpforeldri hyggst taka námslán. Þó barnauppeldi og tilveran almennt snúist ekki alfarið um peninga eins og kann að hljóma hér að ofan gefur að skilja að örlítið meiri peningar á milli handanna hjá hefðbundinni millistéttarfjölskyldu býður barninu betra líf þar sem það getur sótt tómstundir, greitt er fyrir mat í skólamötuneyti þess, útiföt og skólagögn endurnýjuð oftar o.s.frv. „Sátt er lykilhugtak frumvarpsins“ Aðstoðarkona innanríkisráðherra skrifaði um barnalagafrumvarpið nýlega og sagði að sátt væri lykilhugtak frumvarpsins og það er vel. Að í frumvarpinu sé hinsvegar ekki lagaður sá halli sem ríkir á milli foreldra þegar annað hefur lögheimili barna er ótækt. Hvers vegna var ekki komið inn í frumvarpið leyfi til tvöfalds lögheimilis barna undir 18 ára aldri í þeim tilfellum þar sem barn býr til jafns hjá föður og móður? Með tvöföldu lögheimili mætti skipta barnabótum jafnt á foreldra, námslán yrðu greidd út samkvæmt ráðahagnum og foreldri gæti ekki flutt í annan landsfjórðung með barn sitt án þess að spyrja kóng né prest. Sameiginleg forsjá er blekking þegar báðir foreldri bera ábyrgð á barni en aðeins annað þeirra hefur réttindin. Ég skora á Alþingi og innanríkisráðherra að sýna viljann fyrir verki og knýja fram raunverulegt jafnrétti foreldra með lagasetningu um tvöfalt lögheimili hið snarasta.

31


LAUSN KROSSGÁTU Á BLS. 17 Lóðrétt: 1. Femínismi 3. Spítali 5. Auðn 7. Gjaldeyrishöft 8. Salt 9. Einkavæðing 10. Evrópusambandið 13. Skuldavandi 15. Mannréttindi 17. Tussufín 22. Mengun 25. Olía

32

Lárétt: 2. Ágúst 4. Nató 6. Agnes 11. Kapítalistasvínið 12. Sóði 14. Feis 16. Moskva 18. Órói 19. Óðinn 20. Sovét Ísland 21. Moska 23. Geit 24. Frelsi 26. Auðlindir 27. Lán 28. Dómari


AÐ ÞJÓTA REYKJANESBRAUTINA Á 250 Una Hildardóttir

Miklar deilur hafa myndast í kringum flutning flugvallarins í Vatnsmýrinni. Erfitt er að finna lóð fyrir nýjann völl á stór-höfuðborgarsvæðinu sem hentar vel. Komið hefur upp sú hugmynd að sameina völlinn Keflavíkurvelli og hafa innanlands- og utanlandsflug undir sama þaki. Ég settist niður með ömmu minni og afa og ræddi flutning vallarins, enda eiga þau marga ættingja sem búa á landsbyggðinni. Þau eru mikið á móti flutningi vallarins, enda allar ferðir frá Reykjavíkurflugvelli fljótlegri en frá Keflavík. En hægt er að leysa þennan vanda auðveldlega. Af hverju leggjum við ekki lestarteina frá Reykjavík og út á Reykjanes? Áætlunarferðir á 250 km/klst Ísland er ekki eina landið sem er með flugvöll langt frá kjarna höfuðborgarinnar. Í öllum tilvikum er lest sem fer frá flugvellinum og í miðborgina. Í mörgum tilvikum eru ferðir á fimm mínútna til korters fresti, það er ódýrara og fljótlegra en að fara með rútu eða einkabíl. Með því að stytta tímann sem tekur að ferðast á milli flugvallarins og Reykjavíkur er hægt að sameina flugvellina tvo og auðvelda landsmönnum að sætta sig við flutninginn. Amma mín þarf þá ekki að býsnast yfir þeim hálftíma sem tekur að keyra til Keflavíkur. Þrátt fyrir að engin áætlun sé til um að leggja lestarkerfi, hafa nokkrir íslenskir verkfræðingar hannað verkfræðiáætlun um byggingu lestarkerfis frá flugvellinum og niður í bæ. Með sameiningu flugvallana væri því hægt að nýta Vatnsmýrina í að byggja langþráð háskólaþorp og þétta byggð í borginni. Væri ekki hægt að taka hugmyndina lengra? Lestarteina hringinn í kringum landið Með því að leggja teina hringinn í kringum landið er hægt að auðvelda ferðalög innanlands umtalsvert . Ekki bara fyrir okkur

Íslendinga heldur einnig fyrir erlenda ferðamenn. Það er ódýrara að ferðast með lest en flugvél, hægt er að nota þær einnig í að flytja vörur landshluta á milli og fækka ferðum vörubíla, sem stórminnkar mengun. Rannsókn Evrópsku ferðamálanefndarinnar(ETC) sýnir svart á hvítu að það er miklu umhverfisvænna að ferðast með lest en með einkabíl eða flugvél. Að ferðast með lest hleypir allt að 10 sinnum minni koltívoxíð út í andrúmsloftið en aðrir fararskjótar. Þegar borið er saman hversu mengandi það er að flytja vörur með vörubíl og lest, kemur fram að um átta sinnum meiri útblástur koltvíoxíðs verður ef notast er við vörubíla. Með því að byggja lestateina kringum landið er hægt að færa vöruflutninga yfir í fraktlestir og þá erum við strax búin að taka skref í átt að betra andrúmslofti. Hversvegna ekki? Margir eru á móti því að setja upp lestarkerfi hér á landi, mikill kostnaður væri við lagningu lestarteina hér á landi, en mun það ekki borga sig á endanum? Hvalfjarðagönginn voru byggð í lok síðustu aldar, og voru margir landsmenn andvígir byggingu þeirra. Er það ekki sama viðhorf og er til lesta hér á landi? Til þess að fjármagna gönginn fengust 37 milljónir dollara að láni frá tryggingafélaginu John Hancock, en sú upphæð samsvarar 4.6 milljarða í dag. Hugmyndin í kringum göngin var sú að í fyrstu væri gjaldskylda en hún síðar felld. Við getum útfært hugmyndina og hægt og rólega lækkað verð á lestarmiðum hér á landi. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Hversvegna ekki að virkja þann vilja og vinna í átt að umhverfisvænni ferðamáta hér á landi. Það hreinlega borgar sig.

33


UM STJÓRNARSKRÁRBROT, GÆLUMÁL JÓHÖNNU OG KOMMÚNISMA.

-Tilraunin til að endurskoða bráðabirgðastjórnarskrá frá 1944 Björn Reynir Halldórsson Breytinga er þörf á stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands. Svo er víst þar sem núverandi stjórnarskrá, sem samin var til bráðabirgða, hefur tekið sárafáum breytingum þrátt fyrir ævarandi hug til endurskoðunar. Hún er full af formlegum ákvæðum sem stangast á við önnur ákvæði og hefur skilið eftir sig deilu lögspekinga um hvaða völd æðsti ráðamaður ríkisins hefur í raun og veru. Stjórnarskrá er íhaldsamt fyrirbæri í eðli sínu enda stöðugleiki nauðsynlegur í stjórnskipan landsins. Samfélög breytast þó með tímanum og stjórnarskrá þarf að halda í við breytingar samfélagsins. Fyrirbæri á borð við internetið þekktist ekki og almenn umhverfisvitund hefur stóraukist síðan á dögum lýðveldisstofnunar, ekki síst þegar íbúafjöldi heims hefur stóraukist og ágangur á náttúru með. Að sama skapi má finna nýstárlegar hugmyndir m.a. að ákveðinn hluti þjóðarinnar geti lagt fram frumvarp eða krafist þjóðaratkvæðagreiðslu og tekið enn frekar þátt. Ljóst er því að ný stjórnarskrá hefur margt til síns ágætis umfram þá gömlu. Þrátt fyrir langvarandi hug manna til endurskoðunar stjórnarskrárinnar þurfti heilt efnahagshrun til að knýja á um að farið yrði í breytingar á stjórnarskránni. Nú skal stjórnarskránni ekki kennt um hrunið eins og íhaldið vill stundum halda fram þegar mæla skal gegn breytingum en engu að síður er ekki hægt að taka hrunið úr samhengi við núverandi ferli, hrunið markaði straumhvörf varðandi afstöðu almennings til stjórnmálamanna. Traust hefur snarminnkað á stjórnmálamönnum sem getur ekki talist annað en áhyggjuefni Íhaldsmenn halda því fram að hættulegt sé að leggjast í breytingar í þeim ólgusjó sem þjóðarskútan siglir í gegnum. Hinir sömu myndu eflaust halda því fram í góðu árferði að engin þörf væri á breytingum. Því má spyrja af hverju ekki að virkja þessa umbrotatíma til umbóta. Krafan um lýðræði hefur virkað sem helsti drifkraftur breytinga. Þá gæti almenningur ekki hafa fengið betra tækifæri til að taka þátt í þeim breytingum sem gerðar hafa verið. Í fyrsta lagi var almenningi gefinn kostur á því að bjóða sig fram í persónukosningum í setu til stjórnlagaþings og jafnframt að kjósa einstaklinga til að semja nýja stjórnarskrá í beinum kosningum. Því miður féllu þær kosningar á tæknilegum atriðum en lýðræðisleg niðurstaða var þó látin standa þegar kom að því að skipa stjórnlagaráð í staðinn fyrir stjórnlagaþing. Vinna stjórnlagaráðs fór allan tímann fram fyrir opnum tjöldum og áfram gafst almenningi kostur á að hafa áhrif á vinnuna með því að senda tillögur sínar inn á vef stjórnlagaráðs í gegnum facebook-aðgang sinn. Þetta

34


„...í málþófi sjálfstæðimanna tókst Jóni Gunnarssyni að dæma sig ómarktækan með því að kalla stjórnarþingmenn, sem vildu spyrja þjóðina álits, kommúnista sem vildu ekki lýðræði.“ hefur vakið athygli utan landssteinanna og finnst fólki það aðdáunarvert hve auðveldlega almenningur gat haft áhrif á vinnu við nýja stjórnarskrá. Stjórnlagaráð, skipað 25 ólíkum einstaklingum kom sér á endanum saman að niðurstöðu, án meiriháttar þræta með tilheyrandi gífuryrðum eins og við höfum vanist að heyra frá Alþingi. Nú þegar Alþingi fékk frumvarp að nýrri stjórnarskrá í sínar hendur sýndi það vilja til að vísa því aftur til þjóðarinnar með ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er auðvitað ljóst að atkvæðagreiðslan hefur ekkert lagalegt gildi en lýðræðislegt gildi hefur hún tvímælalaust og erfitt fyrir þingmenn sem hafa breytingarvaldið samkvæmt stjórnarskránni að ganga gegn niðurstöðu þjóðarinnar, sama hver hún yrði. Stjórnvöld kusu að fara þá leið að spyrja þjóðina hvorn valkostinn hún vildi: núverandi stjórnaskrá eða frumvarp stjórnlagaráðs. Jafnframt gáfu þau fólki kost á að hafna ýmsum nýjungum sem frumvarpið felur í sér og eru líkleg til verða að deilumálum. Þannig er sjálfstæðismönnum til dæmis gefinn kostur á að velja nýja stjórnarskrá umfram þá gömlu en á sama tíma að hafna því að auðlindir fari í þjóðareigu sem þeim er greinilega annt um að svo verði ekki. Sá ógnarkraftur sem stjórnarandstaðan (að Hreyfingunni og utanflokka þingmönnum undanskildum) hefur lagt í baráttu sína gegn breytingunum er því óskiljanlegur. Kröftum hennar hefði verið betur varið í að koma sínum hjartans málum að í stað þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að leggja stein í götu umbótanna. Vigdís Hauksdóttir gerði þannig sitt besta til að brjóta þingskaparlög (sem banna að miðla upplýsingum frá lokuðum nefndarfundum. Það sem Vigdís miðlaði þó var einungis eitthvað sem fram fór í hausnum á henni) og í málþófi sjálfstæðimanna tókst Jóni Gunnarssyni að dæma sig ómarktækan með því að kalla stjórnarþingmenn, sem vildu spyrja þjóðina álits, kommúnista sem vildu ekki lýðræði. Jafnvel Pétur H Blöndal, sem þó má eiga það að hafa verið einn helsti talsmaður breytinga á stjórnarskránni, kallaði það stjórnarskrárbrot að spyrja þjóðina álits. Þó hefur ónefndur áróðursvefur, sem ekki þykir verður að nefna á nafn, gert lítið úr þessu öllu saman með því að tala um gælumál Jóhönnu Sigurðardóttur. Að sama skapi er þó gagnrýnisvert að ekkert hafi verið unnið að frumvarpinu á Alþingi þar til á seinustu stundu. Þannig var mjög auðvelt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að drepa málið niður með málþófi. En þrátt fyrir að ekki náðist að koma í gegn kosningum samhliða forsetakosningum þýðir það ekki dauða fyrir frumvarpið. Ár er í Alþingiskosningar og vel mögulegt að hafa kosningarnar samhliða þeim. Nægur tími er til að fínpússa frumvarpið enn frekar og þá gefst Alþingi kostur á að samþykkja drögin áður en þing verður rofið og nýtt þing getur því samþykkt drögin og bundið endahnútinn á ferlið. Alþekkt er að Kínverjar hafa sama orð yfir kreppu og tækifæri. Tækifærið gafst og nú vantar einungis herslumuninn til að það verði gripið.

35


kkinn að brigði fyrir flo ið v ð a þ ru ss í e og vissulega rndar betri se e ti v ip is sk rf e v ta h rs m fy u stjórn í yggju og sitja nú í ríkis fræði félagsh a d n y m g u h u Vinstri græn a ri til að skap ð fram á þess á æ n if k fa a tæ h s r n a si rr k fá lo og ráðhe i. dsins. menn okkar n g la in i þ rf ð e a k r betra Ísland rn ri m jó fy se i st n m n si ru g u si tt am bará lt af þeim til að halda áfr Við erum sto u a þ m u tj e v g við h kjörtímabili o

itthvað e a r e g ð a æn búin r G i r t s n i V Eru lda? a v l i t t s u m o a VG t y e n u síðan þau k ð á r m kefnu ...rannsókn á hagrænum

áhrifum skapandi greina leiddi í ljós að þær velta 189 milljörðum íslenskra króna

... grunnframfærsla námslána Lín hefur hækkað um 32% frá árinu 2009

... tekið var upp

þrepaskipt skattkerfi og fjármagnstekjuskattur hækkaður til að auka jöfnuð í samfélaginu. Með því hefur náðst verulegur tilflutningur á skattbyrði frá fólki með lægri tekjur yfir á hátekjufólk. Helmingur hjóna greiða nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatta og útsvar, þ.m.t. fjármagnstekjuskatt, á árinu 2010 en þau gerðu árið 2008

á ver

... ein hjúskaparlög

ríkja nú í landinu en þá hafa samkynhneigðir og sem þýðir að nú er það lögfest að gagnkynhneigðir sömu lögreglan má fjarlægja ofbeldsmann hjúskaparlög af heimili sínu

... austurríska leiðin var innleidd

... breytingar hafa verið gerðar á lögum um skipan dómara til að koma í veg fyrir pólitískar ráðningar og einkavinavæðingu

...endurskoðun á lögum um trúfélög stendur yfir, m.a. með það að leiðarljósi að lífsskoðunarfélög geti starfað á sama grunni og trúfélög

... vegna fullgildingar

Árósasamningsins hefur almenningur nú kæruleið í málum sem snerta umhverfi þess

...náttúruverndarlög

hafa verið endurskoðuð með útgáfu hvítbókar umhverfisráðuneytisins

... tilraunakennsla er hafin í kynjafræði í

grunn- og framhaldsskólum þar sem lögð er áhersla á gagnrýna nálgun á staðalmyndir og valdahlutföll kynjanna

... löggjöf um flóttamenn, hælisleitendur og fórnarlömb ... íslenskt táknmál er loks mansals var bætt til muna og tekin var ákvörðun um að hælisleitendur yrðu ekki endursendir til Grikklands

/UngVinstriGraen

fyrsta mál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra

Þessi upptalning byggir á heftinu Aðgerðir og árangur ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2009 - 2011 sem hægt er að nálgast á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands. (http://www.stjr.is/rikisstjorn/tilkynningar/nr/425)

ntekt a m a s t t u t s r Ö

vinstri.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.