Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélaga 2012

Page 68

6. INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA Samkvæmt 53. grein barnalaga nr. 76/2003 er foreldrum skylt báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Framfærsluskyldan er enn til staðar þó foreldrar skilji og annað búi ekki lengur með barni sínu. Ef foreldrar barns búa ekki saman er því foreldri sem ekki býr með barninu, skylt að greiða hinu meðlag. Hlutverk Innheimtustofnunar sveitarfélaga er að innheimta hjá meðlagsskyldum foreldrum meðlög sem Tryggingastofnun ríkisins hefur greitt forráðamönnum barna þeirra samkvæmt 3. gr. laga um Innheimtustofnun sveitarfélaga nr. 54/1971. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga greiðir Innheimtustofnuninni það sem á vantar að tekjur hennar nægi til endurgreiðslu til Tryggingastofnunar, sbr. 3. gr., og greiðslu rekstrarkostnaðar hennar. Þar sem þessar greiðslur fara í gegnum Innheimtustofnun sveitarfélaga og að hluta Jöfnunarsjóð sveitarfélaga þá birtast þær ekki í bókhaldi sveitarfélaganna sjálfra. Tafla 57.

Greiðslur til Tryggingastofnunar árin 2002–2011 Meðlagskröfur Tryggingastofnun

Innheimt af Innheimtustofnun

Innheimtuhlutfall

Greiðsluþátttaka Jöfnunarsjóðs svf

% greiðslna frá Jöfnunarsjóði

2002

2.589.974

1.874.999

72,4%

714.974

27,6%

2003

2.675.992

1.950.343

72,9%

725.649

27,1%

2004

2.702.317

2.058.028

76,2%

644.290

23,8%

2005

2.797.694

2.256.145

80,6%

541.549

19,4%

2006

2.865.701

2.382.000

83,1%

483.701

16,9%

2007

2.987.266

2.387.856

79,9%

599.409

20,1%

2008

3.142.429

2.359.482

75,1%

782.947

24,9%

2009

3.415.516

2.313.363

67,7%

1.102.152

32,3%

2010

3.314.317

2.303.358

69,5%

1.010.960

30,5%

2011

3.398.246

2.485.713

73,1%

912.533

26,9%

Heimild: Innheimtustofnun sveitarfélaga og Samband íslenskra sveitarfélaga. Skýring: Á verðlagi hvers árs. Tölur eru í þús.kr.

Í töflu 57 er að finna yfirlit yfir hvernig greiðslur til Tryggingastofnunar skiptast á milli Innheimtustofnunar og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Eins og áður segir ber Jöfnunarsjóði sveitarfélaga að greiða það sem á vantar til þess að tekjur Innheimtustofnunar nægi til endurgreiðslu til Tryggingastofnunar ríkisins vegna greiddra meðlaga. Í skýrslu um heildarendurskoðun á reglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga skoðaði viðkomandi starfshópur meðal annars bundin framlög sjóðsins til Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Í skýrslunni er bent á að fjárþörf Innheimtustofnunar sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum. Á sama tíma og lögbundin framlög frá ríki í sjóðinn dragast saman og ráðstöfunarfé hans minnkar, verða vanskil við stofnunina meiri og fjárþörf hennar úr jöfnunarsjóði eykst. Fyrirkomulag á greiðslum framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga er þannig háttað að fjárhæðin sem greidd er árlega í útgjaldajöfnunarframlög er sú fjárhæð sem eftir er í sjóðnum þegar sjóðurinn er búinn að inna af hendi önnur framlög. Útgjaldajöfnunarframlög renna til þeirra sveitarfélaga sem búa við þær landfræðilegar eða lýðfræðilegar aðstæður að rekstur þeirra er hlutfallslega dýrari en annarra sveitarfélaga. Sem dæmi um slíkar aðstæður sem gera reksturinn kostnaðarsamari er hátt hlutfall

66


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.