Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélaga 2012

Page 24

Mynd 12 sýnir hver uppsöfnuð hlutfallsleg þróun meðal fjölda viðtakenda eftir aldurshópum. Þróunin er áþekk milli hópa, viðtakendum fjölgar nokkuð í kjölfar samdráttarskeiðs um aldamótin en fækkar aftur frá árinu 2003 þegar líða fer að þenslutímabilinu. Þó verður hlutfallslega meiri fjölgun í aldurshópnum 55–64 ára á árunum 2004–2077 en í öðrum. Frá árinu 2007 verður talsverð hlutfallsleg aukning í öllum aldurshópum, mest meðal 18-24 ára viðtakenda fjárhagsaðstoðar.

2.2.2 Íbúar á heimilum viðtakenda fjárhagsaðstoðar Hér að framan var fjallað um viðtakendur fjárhagsaðstoðar. Vert er að huga að því að viðtakendur eiga oft fjölskyldu sem þeir hafa á framfæri. Í þessum kafla verður fjallað um íbúa á heimilum viðtakenda fjárhagsaðstoðar.

1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011

4.028 3.181 3.225 3.456 3.586 4.380 4.585 4.231 3.632 3.396 3.284 3.587 3.892 3.974 4.098

-21% 1% 7% 4% 22% 5% -8% -14% -6% -3% 9% 9% 2% 3%

1.549 1.304 1.213 1.262 1.363 1.819 1.878 1.656 1.430 1.225 1.173 1.412 1.825 2.322 2.493

-16% -7% 4% 8% 33% 3% -12% -14% -14% -4% 20% 29% 27% 7%

2.766 2.244 2.023 2.210 2.225 2.653 2.783 2.355 2.056 1.910 1.990 2.309 2.725 3.059 3.551

-19% -10% 9% 1% 19% 5% -15% -13% -7% 4% 16% 18% 12% 16%

1.614 1.386 1.427 1.498 1.586 1.878 1.962 1.540 1.299 1.191 1.105 1.279 1.452 1.491 1.699

-14% 3% 5% 6% 18% 4% -22% -16% -8% -7% 16% 14% 3% 14%

393 321 288 356 361 415 427 345 302 276 289 322 389 427 481

-18% -10% 24% 1% 15% 3% -19% -12% -9% 5% 11% 21% 10% 13%

285 193 192 204 211 248 269 193 175 144 156 188 144 195 218

-32% -1% 6% 3% 18% 8% -28% -9% -18% 8% 21% -23% 35% 12%

10.635 8.629 8.368 8.986 9.332 11.393 11.904 10.320 8.894 8.142 7.997 9.097 10.427 11.468 12.540

Br. 97-11

70

944

785

85

88

-67

1.905

% br. 97-11

2%

61%

28%

5%

22%

-24%

18%

Breyting frá fyrra ári

Alls

Breyting frá fyrra ári

65 ára og eldri

Breyting frá fyrra ári

55 - 64 ára

Breyting frá fyrra ári

40 - 54 ára

Breyting frá fyrra ári

25 - 39 ára

Breyting frá fyrra ári

18 - 24 ára

Breyting frá fyrra ári

Fjöldi íbúa á heimilum viðtakenda fjárhagsaðstoðar eftir aldri árin 1997–2011

17 ára og yngri

Tafla 14.

-19% -3% 7% 4% 22% 4% -13% -14% -8% -2% 14% 15% 10% 9%

Heimild: Hagstofa Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga.

Það er einnig áhugavert að skoða íbúa á heimili viðtakenda fjárhagsaðstoðar, því margir viðtakendur fjárhagsaðstoðar hafa fyrir börnum eða maka að sjá. Í töflu 14 sést að fjöldi íbúa á heimilum viðtakenda fjárhagsaðstoðar eftir aldri á tímabilinu 1997–2011. Hér kemur fram að börnum 17 ára og yngri fjölgar um 2% eða 70 á öllu tímabilinu, en þegar eingöngu er litið til þróunar milli áranna 2008 og 2009 sést að þeim fjölgar um 305 eða heil 9%. Fjölgunin er hlutfallslega mest meðal íbúa á aldrinum 18–24 ára en þeim fjölgar um 61% á tímabilinu eða um 944. Fjölgun þeirra er langmest á árunum 2008–2011. Íbúum á heimilum viðtakenda á aldrinum 65 ára og eldri fækkar hins vegar á tímabilinu um 24% eða um 67. Sé nánar að gáð sést að þeim fækkar á milli áranna 2008 og 2009 um 23% en fjölgar svo aftur árið 2010 um 35% frá fyrra ári og aftur árið 2011 um 12%. Í heildina fjölgar íbúum á heimilum viðtakenda um 18% á öllu tímabilinu.

22


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.