Edda ofl islenska (2)

Page 1

Hæfni og hindranir: Hvernig styðjum við alla nemendur til merkingabærs stærðfræðináms Edda Óskarsdóttir, Jónína Vala Kristinsdóttir, Dóróþea Reimarsdóttir og Hafdís Einarsdóttir Ráðstefna um sérkennslu 10. sept. 2016


Skóli án aðgreiningar sem kerfi

Skóli án aðgreiningar

Aðalnámskrá

Starf í SáA

Skólastefna Skólanámskrá Resources

Kennslufræði SáA Námsrými

Nemandinn Þátttakandi Nær árangri Tilheyrir

Byggt á Florian & Black-Hawkins, 2011 Anderson, Boyle & Deppeler, 2014

Stjórn skóla Starfsfólk

Bekkjarmenning og venjur Félagsleg samskipti

Lög og reglugerðir

Skólabragur

Formlegt og óformlegt nám


Skรณlakerfi รกn aรฐgreiningar


Starf í skóla án aðgreiningar


Hvernig hugsum við um fötlun – módel

Læknisfræðilegt 1

Læknisfræðilegt 2

Einkenni

Skipulag menntunar

Áhersla á það sem fatlaði einstaklingurinn getur ekki. Reynt að aðlaga hann að norminu, eða ef hann passar ekki þar inn að þá er honum haldið aðskildum.

Aðgreining: Stofnanir/spítalar. Sérskólar (með sérmenntaða kennara).

Hægt að styðja einstaklinga með minniháttar aðlögun eða stuðningi, til að draga úr fötlun þeirra og til að þeir geti fúnkerað “eðlilega”. Ýmis úrræði tiltæk byggt á alvarleika og tegund fötlunar.

Aðlögun inn í almennt nám: Á sama skóla en á öðrum staðsérstofu eða einingu. Þátttaka í sumum félagslegum athöfnum, t.d. máltíðum, samkomum á sal eða í sérgreinum. Inni í bekk með stuðning en kennsla og nám er óbreytt. Það sem þú átt erfitt með er það sem ákvarðar hvernig menntun þú færð.


Hvernig hugsum við um fötlun – módel

Félagslegt

Einkenni

Komið auga á hindranir – leitað lausna til að draga úr þeim. Litið er á að hindranir byggðar á viðhorfum, umhverfi og skipulagi séu það sem fatlar einstaklinga og því þarf að fjarlægja þær til að auka möguleika allra. Fatlaðir einstaklingar nýta hæfni sína. Persónu-miðuð nálgun.

Skipulag menntunar

Án aðgreiningar: Skólar þar sem allir eru velkomnir og starfsfólk, foreldrar og nemendur kunna að meta og gera ráð fyrir fjölbreytileika. Stuðningur er veittur svo allir geti náð félagslegum og námslegum markmiðum sínum. Þetta krefst endurskipulagningar kennslu, náms og námsmats. Hvatt er til þess að nýta félagastuðning. Áhersla á hvað þú getur gert. Rieser, 2011


Það er og verður alltaf munur á nemendum. Lykilspurningin er hversu mikið þessi munur í stærðfræðinámi er afleiðing þess að það er eðlilegt eða er vegna þess að við höfum gert hann “talað hann upp”– hann sé félagslega skapaður? Askew, M., 2016


Lög um grunnskóla frá 2008 • 2. gr. Markmið. Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. • Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. • Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.


Megintilgangur stærðfræðináms • Megintilgangur náms í stærðfræði er að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota stærðfræði sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. • Í stærðfræðinámi þurfa nemendur að þróa með sér hæfni til að setja fram og leysa viðfangsefni, ígrunda ólíkar aðferðir og líkön sem nýtast við lausnir þeirra og leggja mat á niðurstöður og lausnaleiðir, bæði sínar eigin og annarra. • Við nám í stærðfræði þurfa nemendur að öðlast þekkingu á grunvallarhugtökum greinarinnar og táknmáli hennar og hvernig þau nýtast til samskipta um stærðfræði og við lausnir á stærðfræðilegum viðfangsefnum. . (Mennta- og menningarmálráðuneytið, 2013, bls. 209)


Stærðfræðiverkefni sem hvetja til náms • reyna á samvinnu, öflun upplýsinga, rannsókn, greiningu og úrvinnslu úr upplýsingum • eru áhugaverð glíma fyrir nemendur og þess virði að takast á við þau • eru þess eðlis að nemendur geta notað þá þekkingu sem þeir hafa til að þróa aðferð til að leysa þau • veita nemendum tækifæri til að hugsa um stærðfræði sem mikilvægt er að hafa vald á og að læra eitthvað sem hefur gildi fyrir þá • við samvinnu verður til sameiginleg þekking þar sem einstaklingar styðja hvern annan og styrkja um leið eigin þekkingu. •



Að öðlast stærðfræðilæsi • Þegar nemendur þurfa að sanna, rökstyðja og útskýra á mismunandi vegu hvernig þeir leysa viðfangsefni þroska þeir með sér dýpri skilning á því. • Þeir sem hlusta kynnast fleiri og fjölbreyttari leiðum við að leysa viðfangsefnið. • Nemendum finnst gaman að ræða um stærðfræði, þeir segja að þeir læri heilmikið af því og þeir eru uppteknir við ígrundun um stærðfræði og hvernig við skráum og kynnum lausnir okkar. Boaler, J. & Humphreys, C. (2005). Connecting Mathematical Ideas: Middle School Cases of Teaching & Learning. Heinneman: Portsmouth.


Hæfni sem fyrirtæki meta mest hjá nýjum starfsmönnum 1970 Hæfni í 1. ritun 2. reikningi 3. lestri 4. munnlegum samskiptum 5. hlustun 6. þróa eigið starf 7. skapandi hugsun 8. forystu og leiðsögn 9. markmiðssetningu/hvetja aðra 10. samvinnu 11. skipulagningu 12. að leysa þrautir 13. samskiptum

1999 Hæfni í 1. samvinnu 2. að leysa þrautir 3. samskiptum 4. munnlegum samskiptum 5. hlustun 6. þróa eigið starf 7. skapandi hugsun 8. forystu og leiðsögn 9. markmiðssetningu/hvetja aðra 10. ritun 11. skipulagningu 12. reikningi 13. lestri


Talna- og aðgerðaskilningur 6 ára barna Mat og íhlutun Byggt á Early Numeracy- Assessment for teaching & intervention eftir Robert J. Wright, Jim Martland, Ann K. Stafford (2006)

Dóróþea Reimarsdóttir sérkennari og kennsluráðgjafi á fræðslusviði Dalvíkurbyggðar


Markmið okkar í Dalvíkurbyggð • Að bekkjarkennari átti sig sem fyrst á hvar hver nemandi er staddur í stærðfræðilegri hugsun. • Að finna sem fyrst á grunnskólagöngunni þá nemendur veita þarf sérstakan stuðning í stærðfræðináminu. • Að þeir nemendur sem sýna litla færni með tölur og hafa lítinn skilning á aðgerðum fái íhlutun strax á fyrstu mánuðunum. • Að virkja foreldra til þátttöku í námi þessara barna.


Matsverkefnin • Sótt til Mathematics Recovery Programme sem er afrakstur þróunarvinnu sem fram fór í New South Wales í Ástralíu á árunum 1992-1995. • Verkefnin í heild eru ætluð til að meta talna- og aðgerðaskilning nemenda í 1. og 2. bekk. Gefin út í bókinni Early Numeracy-Assessment for teaching & intervention eftir Wright, Martland og Staffor (2006) • Fyrsti hlutinn og lagður fyrir 1. bekkinga sept/okt í 30-45 mínútna viðtali í .


Fyrirlögn og úrvinnsla • Best að bekkjarkennari meti, annars sérkennari. • Þrepin skv. MRP notuð til að staðsetja nemandann. • Sérkennari aðstoðar við úrvinnslu. • Heildarmynd af frammistöðu nemanda sett fram.


Íhlutun • Fræðslufundur fyrir alla foreldra um stærðfræðinám barna (okt). • Í skóla með þátttöku sérkennara. (MPR a.m.k. 4 x 20-30 mín á dag í 10-20 vikur eftur ákveðnu kerfi). • Með heimapökkum í samstarfi við foreldra.


Vinnuferli-stærðfræði 1. bekkur Tími

Aðgerð

Hverjir

Ábyrgð

september

Próf Wright o.fl. MRP 1.1 lagt fyrir

Allir nemendur

Umsjónarkennari og sérkennari

október til janúar

Íhlutun skóli og heimili

Nemendur undir viðmiðum

Umsjónarkennari og sérkennari

janúar

Stöðumat DR við lok vetrarannar

Allir nemendur

Umsjónarkennari og sérkennari

febrúar til apríl

Íhlutun skóli og heimili

Nemendur sem eru nokkuð frá markmiðum skv. stöðumati

Umsjónarkennari og sérkennari

Apríl

Stöðumat DR

Ákveðnir nemendur

sérkennari

maí

Almennt námsmat

Allir nemendur

Umsjónarkennari


Vinnuferli-Stærðfræði 2. bekkur Tími September og október

Aðgerð íhlutun skóli og heimili

Hverjir Nemendur undir viðmiðum að vori í 1. bekk

Ábyrgð sérkennari og umsjónarkennari

október

Próf Wright o.fl. MRP 1.2 lagt fyrir

Allir nemendur

Umsjónarkennari og sérkennari

nóvember og janúar

íhlutun skóli og heimili

Ákveðnir nemendur

sérkennari og umsjónarkennari

janúar

Stöðumat DR við lok vetrarannar

Allir nemendur

Umsjónarkennari og sérkennari

febrúar til apríl

Íhlutun skóli og heimili

Nemendur sem eru nokkuð frá markmiðum skv. stöðumati

Umsjónarkennari og sérkennari

apríl

Stöðumat DR

Ákveðnir nemendur

sérkennari

maí

Almennt námsmat

Allir nemendur

Umsjónarkennari


Stærðfræðin • Skortir verkfæri til að mæla árangurinn en..... • Allir nemendur sem fengu íhlutun hækkuðu sig um a.m.k. 2 þrep á viðmiðunarskalanum í talningarfærni og lestri talna • Gleði og jákvætt viðhorf ríkjandi hjá nemendunum sem fengu sérkennslu • Vísbendingar um að samviskusamlega unnir heimapakkar skili miklum árangri


Tengt efni • Dóróþea Reimarsdóttir (2015). Þróun talna- og aðgerðaskilnings og mat við upphaf grunnskólagöngu. Glæður, 25 (1), 25-34. (ritrýnd grein). • Dóróþea Reimarsdóttir (2011). Lengi býr að fyrstu gerð: stærðfræðifærni sex ára barna, mat og íhlutun. Óútgefið lokaverkefni til M.Ed prófs frá Háskóla Íslands. Á slóðinni http://skemman.is/handle/1946/10269 • Dóróþea Reimarsdóttir og Þóra Rósa Geirsdóttir (2008). Einkenni á stærðfræðikunnáttu nemenda sem ekki ná tökum á stærðfræði á fyrstu árum grunnskólans: um niðurstöður athugana á 9 ára nemendum og úrræði byggð á þeim. Glæður, 18, 47-52. • Jónína Vala Kristinsdóttir, Dóróþea Reimarsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir (2016). „There is Always Something New After Nine“í ritröðinni CURSIV. Special Needs in Mathematics Education, ritstj. Lindenskov, L. Aarhus: Aarhus University. Bls. 67-80. Á slóðinni http://edu.au.dk/fileadmin/edu/Cursiv/CURSIV_18__Udgivet_version.pdf • Wright, R.J., Martland, J. og Stafford, A. K. (2006) Early Numeracy: Assessment for teaching & intervention (2. útgáfa). London: Paul Chapman. • Wright, R.J., Martland, J., Stafford, A.K. og Stanger, G. (2006). Teaching number. Advancing Children´s skills and strategis (2, útgáfa). London: SAGE. • Wright, R.J., Stanger, G., Stafford, A.K. og Martland, J. (2006). Teaching number in the classroom with 4-8 year-olds. London: SAGE.


Stærðfræðiörðugleikar Líðan nemenda Hafdís Einarsdóttir


Bakgrunnur Hóf störf í Árskóla haustið 2005 sem stuðningsfulltrúi Leiðbeinandi frá árinu 2007 B.Ed. 2009 Diplóma í náms- og kennslufræði, stærðfræðimenntun 2012 M.Ed. í Uppeldisfræði með áherslu á sérkennslufræði 2013 Umsjónarkennari á unglingastigi + umsjón með skimun í stærðfræði


Stærðfræðiörðugleikar Almennir - koma til vegna ýmissa ástæðna, tímabundnir

Sértækir - líffræðilegir örðugleikar,

Aðrar ástæður í stærra samhengi


Líðan nemenda sem eiga sértæka örðugleika að etja Upplifa oft streitu og kvíða á skólagöngu sinni Hafa lítið sjálfstraust Upplifa skilningsleysi samnemenda og kennara Eru jafnvel lagðir í einelti vegna örðugleikanna Upplifa vanvirðingu Vanlíðan og andúð á stærðfræði


Sá sem kann ekki stærðfræði hlýtur að vera heimskur Meistaraprófsritgerð 2013 - 6 nemendur Helstu niðurstöður: Vanlíðan Vantrú Hópavinna óþægileg Próf og heimavinna reyndust mjög erfið Upplifðu skilningsleysi annarra


Sjálfstraust Mjög brotið Finnst þau vera heimsk Lagast oft með þroska Opnari umræða í dag


Líðan Líður oft mjög illa Kvíði algengur Veikindi Andúð

Skilningur annara


Náms- og kennsluaðferðir Hópastarf - samvinnuverkefni Námsefni - einstaklingsmiðað eða ekki?

Hópaskiptingar


Framtíð nemenda Úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla Úr bómulli í “fimmu eða fall” Neikvæðar minningar Yfir í skóla og lífið sjálft

Daglegt líf utan skóla


Lausnir? Samræða við nemendur Ígrunda eigið nám FAIL - First Attemp In Learning Skimun/greining? Íhlutun/inngrip Skýr markmið Byggja á reynslunámi - byggja á þeirri þekkingu sem fyrir er


Reynsla mín Samræða við nemendur Sýna nemendum virðingu og skilning Samstarf við heimilin Klapp á öxlina og verkefni við hæfi Hver einstaklingur er einstakur


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.